Afbrotatolfraedi 2011

Page 1

Ríkislögreglustjórinn

Afbrotatölfræði 2011

Afbrotatölfræði 2011


Afbrotatรถlfrรฆรฐi 2011


AFBROTATÖLFRÆÐI 2011 RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN

Desember 2012

1


Útgefandi: Ríkislögreglustjórinn www.rls.is www.logreglan.is Umsjón: Stjórnsýslusvið Guðbjörg S. Bergsdóttir félagsfræðingur Hönnun forsíðu: Grafika ehf. Ljósmyndir: Foto.is sf. Júlíus Sigurjónsson Aðstoð við uppsetningu: Svansprent ehf. Útgefið í desember 2012

2


Efnisyfirlit HELSTU NIÐURSTÖÐUR ................................................................................. 4 AÐFERÐIR OG GÖGN....................................................................................... 5 TILKYNNT AFBROT Á ÍSLANDI .................................................................... 7 OFBELDISBROT.................................................................................................... 10 Manndráp ....................................................................................................... 12 KYNFERÐISBROT ................................................................................................. 13 AUÐGUNARBROT ............................................................................................... 15 FÍKNIEFNABROT ................................................................................................. 17 Haldlagt magn fíkniefna ................................................................................. 18 UMFERÐARLAGABROT ....................................................................................... 21 EIGNASPJÖLL OG NYTJASTULDUR ...................................................................... 23 Eignaspjöll ...................................................................................................... 23 Nytjastuldur ................................................................................................... 24 BROT GEGN FRIÐHELGI EINKALÍFS ..................................................................... 25 SKJALAFALS ........................................................................................................ 26 BROT GEGN ÁFENGISLÖGUM.............................................................................. 27 BROT GEGN VALDSTJÓRNINNI ........................................................................... 28 FJÖLDI BROTA MIÐAÐ VIÐ ÍBÚAFJÖLDA .............................................. 29 HLUTFALLSLEG DREIFING BROTA ...................................................................... 29 FJÖLDI BROTA MIÐAÐ VIÐ ÍBÚAFJÖLDA ............................................................. 30 MYNDA- OG TÖFLUSKRÁ............................................................................. 48 VIÐAUKAR ......................................................................................................... 51 VIÐAUKI I: UMDÆMI LÖGREGLUSTJÓRA ............................................. 52 VIÐAUKI II: TÖFLUR ....................................................................................... 53


Afbrotatölfræði 2011

Helstu niðurstöður  Heildarfjöldi brota hefur ekki verið minni síðan skráning brota á landsvísu hófst árið 1999. Brotin voru 57.021 árið 2011, sem er 24% fækkun miðað við meðalfjölda brota á árunum 2008 til 2010.  Mest hefur umferðarlagabrotum fækkað. Þau voru 40.343, sem er 27% fækkun miðað við meðaltal síðustu þriggja ára á undan.  Hegningarlagabrotum fækkaði einnig, en þau voru 12.639. Þegar litið er til þróunar síðustu ár má sjá að þau voru flest árið 2009 þegar þau voru rétt tæplega 16.000.  Innan brotaflokksins hegningarlagabrota fækkaði eignaspjöllum og auðgunarbrotum hlutfallslega mest miðað við meðalfjölda brota á árunum 2008 til 2010. Einnig voru brot gegn friðhelgi einkalífs, ofbeldisbrot og tilvik um nytjastuld færri.  Innbrot og þjófnaðir eru stærstur hluti auðgunarbrota. Innbrotum fækkaði um 38% miðað við meðaltal á síðustu þremur árum á undan og þjófnuðum um 12%.  Framin voru að meðaltali þrjú ofbeldisbrot á dag árið 2011 og eitt kynferðisbrot, en hvert mál getur falið í sér mörg brot. Manndráp voru þrjú á árinu 2011 og því fleiri en árin 2010, 2009 og 2008.  Fíkniefnabrot voru fleiri á árinu 2011 en síðustu ár á undan, þar af jókst hlutfallslega framleiðsla fíkniefna mest. Lögregla og tollgæsla lögðu hald á rúmlega 78.000 e-töflur, tæp 32 kg af amfetamíni og tæp 30 kg af maríhúana.  Stærstur hluti hegningarlagabrota átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu, eða 72%. Hins vegar voru flest hegningarlagabrot tilkynnt miðað við íbúafjölda á Suðurnesjum, eða 461 brot á hverja 10.000 íbúa, en næstflest á höfuðborgarsvæðinu (438 brot). Flest auðgunarbrot á íbúa voru skráð á höfuðborgarsvæðinu, líkt og síðustu tvö ár á undan, en flest ofbeldisbrot miðað við íbúafjölda í Vestmannaeyjum sem má að mestum hluta rekja til Þjóðhátíðar.

4

4


Afbrotatölfræði 2011

Aðferðir og gögn Í skýrslu þessari eru birtar tölfræðiupplýsingar um brot og verkefni lögreglunnar árið 2011. Gögnin voru tekin út 24. maí 2012. Í skýrslunni er fjallað um fjölda skráðra brota árið 2011 í samanburði við fyrri ár og magn fíkniefna sem lögregla og tollgæsla lagði hald á á árinu 2011. Þá er fjöldi brota borinn saman eftir landsvæðum og umdæmum og reiknuð tíðni miðað við 10.000 íbúa. Í þeim samanburði ber að hafa í huga að í hverju lögregluumdæmi geta verið fleiri en eitt sveitarfélag. Við útreikning á fjölda brota, þegar tekið er tillit til fjölda íbúa, er stuðst við meðalmannfjöldatölur frá Hagstofu Íslands. Meðalmannfjöldi er fundinn með því að leggja saman íbúafjölda í byrjun árs og lok árs og deila með tveimur. Meðalmannfjöldi var fundinn fyrir árin 2009, 2010 og 2011. Er þetta breyting frá síðustu skýrslum þegar miðað var við íbúafjölda 1. desember árið á undan. Tölur um íbúafjölda breyttust því lítillega í nokkrum umdæmum (0,4% munur var á íbúafjölda á landsvísu fyrir árið 2009 eftir því hvor aðferðin var notuð við útreikninginn og 0,1% fyrir árið 2010). Því ber fjöldatölum um brot miðað við 10.000 íbúa í einhverjum tilvikum ekki saman við skýrslur fyrir árin 2009 og 2010. Talning miðast við dagsetningu brots, þ.e. öll brot sem tilkynnt voru árið 2011 teljast til þess árs. Upplýsingar fyrir árin 2001 til 2010 eru fengnar úr tölfræðiskýrslum embættisins þar sem birtar voru staðfestar tölur um afbrot en úr ársskýrslum fyrir árin 1999 og 2000. Hafa ber í huga að nýtt skráningarkerfi var tekið í gagnið árið 2005 (sjá nánar í skýrslunni Afbrotatölfræði 2005). Eitt atvik getur falið í sér mörg brot. Sem dæmi um það má nefna að atvik þar sem maður er tekinn fyrir of hraðan akstur og reynist bera á sér fíkniefni væri talið sem tvö brot, þ.e. umferðarlagabrot og fíkniefnabrot. Hins vegar telst það sem eitt brot ef tveir einstaklingar eru kærðir fyrir sama brot í sama máli. Brot er talið í því lögregluumdæmi sem það er tilkynnt í eða skráð. Ekki er einhlítt að brot sé kært í sama umdæmi og það er framið í. Þessi háttur við úrvinnslu tölulegra upplýsinga er hins 5

5


Afbrotatölfræði 2011

vegar nauðsynlegur til þess að unnt sé að ná saman gögnum um skráð brot en vettvangur er í sumum tilvikum óþekktur, erlendis eða á hafi úti. Fjöldi brota eftir landsvæðum miðað við íbúafjölda er ekki reiknaður fyrir embætti ríkislögreglustjóra, ríkissaksóknara og embætti sérstaks saksóknara. Brot skráð á þessi þrjú embætti eru hins vegar talin með í heildarfjölda brota á landinu öllu miðað við íbúafjölda. Margir koma að skráningu gagna og því er ekki víst að forsendur skráningar séu ávallt þær sömu þótt leiðbeiningar um skráningu liggi fyrir. Þá voru viss brot ekki fullrannsökuð þegar upplýsingar fyrir árið 2011 voru teknar saman. Að lokum er vert að benda á að ekki er um raunverulegan fjölda brota í samfélaginu að ræða þar sem ekki eru öll brot tilkynnt til lögreglu. Í töflunni sem birtist aftast í skýrslunni (töflu V18) má sjá tölur um brot sem falla undir hvert umdæmi, auk brota sem falla undir embætti ríkislögreglustjóra, sérstaks saksóknara og ríkissaksóknara. Frá og með 1. september 2011 sameinaðist efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra embætti sérstaks saksóknara við gildistöku laga nr. 82 frá 23. júní 2011 um breytingu á lögum um embætti sérstaks saksóknara (nr. 135/2008). Af þeim sökum falla efnahagsbrot frá árinu 2011 bæði undir embætti ríkislögreglustjóra og embætti sérstaks saksóknara. Undir almenn hegningarlög, nr. 19/1940, falla brot er varða líkamsmeiðingar, manndráp, kynferðisbrot, auðgunarbrot, eignaspjöll og nytjastuld. Einnig falla brot gegn friðhelgi einkalífs, skjalafals og brot gegn valdstjórninni undir almenn hegningarlög. Sérrefsilögin taka til ákveðinna tegunda brota. Af þeim eru áfengis- og fíkniefnabrot helst til umfjöllunar í skýrslunni. Fíkniefnabrot falla undir lög um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, og áfengislagabrot falla undir áfengislög, nr. 75/1998. Tvö ákvæði úr sérrefsilögum eru felld undir umfjöllun um brot gegn valdstjórninni þar sem þau fjalla um störf lögreglunnar og tengjast viðfangsefni kaflans. Innan umferðarlaga, nr. 50/1987, falla brot er taka til ökumanna, ökutækja og gangandi vegfarenda. 6

6


Afbrotatölfræði 2011

Tilkynnt afbrot á Íslandi Árið 2011 var 57.021 brot tilkynnt til lögreglu og það samsvarar 156 brotum á dag. Er þetta í fyrsta skipti sem brot eru í heild færri en 60.000 síðan talning þeirra á landsvísu hófst árið 1999. Árið 2011 voru brot á landinu í heild 22% færri en 2010. Ef litið er til meðalfjölda allra brota á árunum 2008 til 2010 og hann borinn saman við árið 2011 sést að brotum hefur fækkað enn meira, eða um 24%. Mest hefur umferðarlagabrotum fækkað, eða um 27% miðað við meðaltal á síðustu þremur árum á undan. Þá eru hegningarlagabrot 17% færri en á ofangreindu tímabili en sérrefsilagabrot 3,5% fleiri. Umferðarlagabrot eru langstærsti brotaflokkurinn (70-75% á ári). Fækkun brota í þeim flokki hefur því mest áhrif til fækkunar á brotum í heild. Nýtt málaskrárkerfi 100.000 90.000 80.000

Fjöldi brota

70.000 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 Sérrefsilagabrot

1999

2000

2001

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

2009

2010

2011

6.189

6.555

5.612

6.099

7.096

6.332

7.167

5.634

5.409

4.267

3.464

3.977

4.039

Umferðarlagabrot 55.277 59.272 58.968 66.045 56.817 55.751 43.488 52.514 59.769 56.401 55.337 54.637 40.343 Hegningarlagabrot 17.950 18.584 18.547 19.398 17.515 16.565 12.028 13.483 13.038 14.578 15.966 14.911 12.639

Mynd 1. Fjöldi brota 1999 til 2011, eftir tegund brots.

7

7


Afbrotatölfræði 2011

Ef litið er til þess hvernig brot hafa þróast frá árinu 1999 (mynd 2) má sjá að umferðarlagabrot voru flest árið 2002, þegar þau voru yfir 66.000 talsins, og sérrefsilagabrot flest árið 2005, þá 7.167. Talning hegningarlagabrota tók breytingum vegna nýs 1 Ef litið er til þess hvernig málaskrárkerfis árið 2005. hegningarlagabrot hafa þróast frá og með árinu 2005 má sjá að þau voru flest árið 2009 þegar þau voru rétt tæplega 16.000. Í töflu 1 má sjá fjölda brota í nokkrum brotaflokkum árið 2011. Í flestum þessara brotaflokka hefur brotum fækkað, hvort sem litið er til ársins 2010 eða meðaltals á árunum 2008 til 2010. Eins og áður sagði eru umferðarlagabrot stór hluti af heildarfjölda brota, en þau voru 71% af heildarfjöldanum árið 2011. Hvað önnur brot varðar má sjá að auðgunarbrot eru 12%, eignaspjöll 4% og ofbeldisbrot 2%. Tafla 1. Fjöldi brota í nokkrum brotaflokkum 2008 til 2011 og meðaltal 2008 til 2010. Auðgunarbrot Áfengislagabrot Brot gegn friðhelgi einkalífs

2008

2009

2010

Meðaltal 08-10

8.029

9.561

8.608

8.733

2011 7.059

885

603

780

756

665

556

515

620

564

507

Eignaspjöll

3.032

3.076

3.000

3.036

2.428

Fíkniefnabrot

1.590

1.327

1.537

1.485

1.819

Kynferðisbrot

368

318

323

336

365

Ofbeldisbrot2

1.316

1.155

1.175

1.215

1.078

408

489

420

439

407

Nytjastuldur Skjalafals Umferðarlagabrot Önnur brot Samtals

278

290

268

279

292

56.401

55.337

54.637

55.458

40.343

2.383

2.096

2.157

2.212

2.058

74.513

57.021

75.246

74.767

73.525

Þegar litið er til ársins 2011 í samanburði við meðaltal brota á árunum 2008 til 2010 sést að umferðarlagabrotum fækkaði mest (um 27%), þá eignaspjöllum (20%) og svo auðgunarbrotum (19%). Einnig voru brot gegn friðhelgi einkalífs, áfengislagabrot, ofbeldisbrot og tilvik um nytjastuld færri en áður. Þá voru „önnur 1

Með nýju málaskrárkerfi voru auðgunarbrot (sérstaklega þjófnaður) talin á annan máta en áður. 2 Í fyrri skýrslum er talað um ofbeldisbrot sem „manndráp og líkamsmeiðingar“.

8

8


Afbrotatölfræði 2011

brot“ en talin eru upp í töflunni færri í heild en að meðaltali á síðustu þremur árum á undan. Fíkniefnabrot, kynferðisbrot og tilvik um skjalfals eru fleiri árið 2011 en að meðaltali á síðustu þremur árum á undan. Mest fjölgaði fíkniefnabrotum, eða um 23%.

Auðgunarbrot Áfengislagabrot Brot gegn friðhelgi einkalífs Eignaspjöll Fíkniefnabrot Kynferðisbrot Ofbeldisbrot Nytjastuldur Skjalafals Umferðarlagabrot Önnur brot

Öll brot -50,0

-19,2 -12,0 -10,1 -20,0 8,5

-11,3 -7,3 -27,3

22,5

4,8

-7,0

-23,5 -30,0

-10,0

10,0

30,0

50,0

Frávik frá meðaltali 2008-2010

Mynd 2. Hlutfallslegt frávik árið 2011 frá meðaltali brota 2008 til 2010.3

Brot í ákveðnum brotaflokkum komast upp vegna frumkvæðisvinnu lögreglu, þ.e. vegna eftirlits lögreglumanna, en önnur brot eru nær undantekningarlaust tilkynnt til lögreglu. Fíkniefnabrot, áfengislagabrot og umferðarlagabrot eru dæmi um brot þar sem frumkvæðisvinna lögreglu getur haft áhrif á fjölda brota en auðgunarbrot, kynferðisbrot og ofbeldisbrot eru dæmi um brot sem oftast eru tilkynnt til lögreglu og hún bregst við í framhaldi af því. Þegar tölfræði er skoðuð er nauðsynlegt að hafa þessa þætti til hliðsjónar.

3

Frávik er reiknað miðað við tvo aukastafi.

9

9


Afbrotatölfræði 2011

Ofbeldisbrot Ofbeldisbrot 4 voru 1.078 árið 2011, sem jafngildir um þremur slíkum brotum á dag. Minniháttar líkamsárásir eru stór hluti ofbeldisbrota, en þær voru 823 talsins. Eru það 13% færri brot, hvort sem litið er til ársins áður eða meðaltals áranna 2008 til 2010. Meiriháttar líkamsárásir og stórfelldar líkamsárásir voru um 200 talsins. Þau brot eru 9% fleiri en á árinu á undan (tafla V45). Ef litið er til meðaltals á síðustu þremur árum á undan hefur brotunum hins vegar fækkað um 4,5%. Framin voru þrjú manndráp á árinu 2011. Það eru fleiri brot en síðustu ár þar sem tvö slík voru framin árið 2010, eitt árið 2009 og ekkert árið 2008. Manndráp af gáleysi voru tvö, bæði af völdum umferðarslysa en þau brot voru sjö árið á undan (tafla V4). Þá voru brot sem falla undir tilraun til manndráps þrjú árið 2011, sem eru færri brot en að meðaltali á árunum 2008 til 2010. Tafla 2. Fjöldi ofbeldisbrota árið 2011 og meðalfjöldi þeirra 2008 til 2010. Meðaltal 2008-2010

2011

Manndráp (211. gr.)

1,0

3

Manndráp af gáleysi (215. gr.)

4,3

2

941,7

823

Líkamsárás, minniháttar (217. gr.) Líkamsárás, meiriháttar/stórfelld (218.1 og 218.2 gr.)

206,3

197

Líkamsmeiðingar af gáleysi (219. gr.)

40,7

37

Lífi eða heilsu stefnt í háska (220. gr.)

16,3

13

Manndráp, tilraun (211. gr. sbr. 20. gr.)

3,7

3

Líkamsmeiðingar, annað

1,3

0

1215,3

1.078

Samtals

Á mynd 3 má sjá frávikshlutfall í stærstu flokkum ofbeldisbrota árið 2011,6 miðað við meðaltal á árunum 2008 til 2010. Þar má sjá að brotum fækkaði í öllum flokkunum. Brotunum „lífi eða heilsu stefnt í háska“ fækkaði um 20% og „líkamsmeiðingum af gáleysi“ um 9%. 4

Í fyrri skýrslum var notað heitið „manndráp og líkamsmeiðingar“. Töflur sem eru merktar með V má finna í viðauka aftast í skýrslunni. 6 Þ.e. í þeim flokkum þar sem brot voru fleiri en átta. 5

10

10


Afbrotatölfræði 2011

Lífi eða heilsu stefnt í háska

-20,4

Líkamsmeiðingar af gáleysi

-9,0

Líkamsárás meiriháttar/stórfelld Líkamsárás -50,0

-4,5 -12,6 -30,0

-10,0

10,0

30,0

50,0

Frávik frá meðaltali 2008-2010

Mynd 3. Hlutfallslegt frávik árið 2011 frá meðaltali nokkurra flokka ofbeldisbrota á árunum 2008 til 2010.

11

11


Afbrotatölfræði 2011

Manndráp Árið 2011 voru þrjú manndráp framin, öll á höfuðborgarsvæðinu. Manndráp voru færri síðustu ár en árið 2011, tvö árið 2010, eitt árið 2009 og ekkert árið 2008. Á mynd 4 má sjá fjölda manndrápa greint eftir kyni þolanda árin 1998 til 2011 en í öllum þessum manndrápsmálum var eitt fórnarlamb í hverju máli. Fleiri karlmenn voru þolendur á tímabilinu, eða 17 karlar á móti 9 konum. Aldur þolanda á þessu tímabili var breytilegur, yngsti þolandinn var nýfætt barn og sá elsti áttræður. Meðalaldur var 37 ár.

12

Kvenþolandi

Karlþolandi

10

Fjöldi

8 6

5

2

2 0

4

2

4

1

3

1 3

1

3

3 2

3 3

0

2

2

1

2

1

2

2

0

0 1 0 0 0 0 0 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 0

1

1

Mynd 4. Fjöldi manndrápa frá árinu 1998 til ársins 2011.

Gerendur í manndrápsmálunum á tímabilinu voru mun oftar karlar en konur, eða 81%. Yngsti gerandinn var 21 árs og sá elsti 45 ára. Meðalaldur þeirra var örlítið lægri en aldur þolenda, eða 31 ár.

12

12


Afbrotatölfræði 2011

Kynferðisbrot Kynferðisbrot sem tilkynnt voru til lögreglu á árinu 2011 voru 365. Eru þetta fleiri brot en síðustu tvö ár á undan en árið 2008 var fjöldinn svipaður, eða 368 brot (tafla V3). Brotin voru 13% fleiri árið 2011 en árið 2010 og 9% fleiri en að meðaltali á árunum 2008 til 2010. Á árinu 2011 voru flest kynferðisbrot sem tilkynnt voru til lögreglu vegna nauðgunar7 (128 brot) og kynferðisbrot gegn börnum voru næstflest, eða 114 talsins. Í töflu 3 kemur fram að árið 2011 voru blygðunarsemisbrot 45, sem eru 10% fleiri brot en að meðaltali síðustu þrjú ár á undan, og brot vegna kynferðislegrar áreitni voru 35 talsins, sem eru 52% fleiri brot en að meðaltali árin 2008 til 2010. Kynferðisbrot sem falla undir „klám/barnaklám“ voru 22 talsins árið 2011. Vændisbrot voru 13 talsins árið 2011 en 37 árið þar á undan.8 Tafla 3. Fjöldi kynferðisbrota árið 2011 og meðalfjöldi brotanna 2008 til 2010. Meðaltal 2008 til 2010

2011

Blygðunarsemisbrot (209. gr.)

41,0

45

Nauðgun (194.1-194.2 gr.) Klám/barnaklám (1.-4. mgr. 210 gr.) Kynferðisbrot gegn börnum (200.-202. og 204. gr.)

97,7 23,3

128 22

128,0

114

Kynferðisleg áreitni (199. gr.)

23,0

35

Vændi (1.-4. mgr. 206. gr.)

19,3

13

4,0 336,3

8 365

Annað (197.-198. gr.) Samtals

Kynferðisbrotum sem falla undir flokkinn „klám/barnaklám“ fækkaði um 6%, kynferðisbrotum gegn börnum um 11% og vændisbrotum um 33% (mynd 5). Blygðunarsemisbrot og brot sem falla undir kynferðislega áreitni voru fleiri á árinu en síðustu þrjú ár 7

Þegar kynferðisbrot er kært getur verið um fleiri en eina kæru að ræða í sama máli. Þannig var grunur um brot gegn 194.1 og 194.2 gr. alm. hgl. í fimm málum er vörðuðu nauðgun, og eru því bæði brotin talin. 8 Kaup á vændi voru gerð refsiverð með breyttu lagaákvæði sem tók gildi árið 2009 (nr. 54/2009).

13

13


Afbrotatölfræði 2011

á undan, eins og áður sagði, og það sama átti við um nauðganir, sem voru tæplega þriðjungi fleiri en að meðaltali árin 2008 til 2010.

Blygðunarsemisbrot

9,8

Klám/barnaklám

-5,7

Kynferðisbrot gegn börnum

-10,9

Kynferðisleg áreitni

52,2

Nauðgun Vændi -60,0

31,1 -32,8 0,0

60,0

Frávik frá meðaltali 2008 til 2010 Mynd 5. Hlutfallslegt frávik árið 2011 frá meðaltali kynferðisbrota 2008 til 2010.

14

14


Afbrotatölfræði 2011

Auðgunarbrot Auðgunarbrot voru rétt rúmlega 7.000 talsins, sem eru færri brot en síðustu þrjú árin á undan. Á árunum 2008 til 2010 voru brotin að meðaltali 8.733, eða 19 fleiri en árið 2011. Helst má rekja þessa þróun til fækkunar þjófnaða og innbrota, en þessi brot hafa verið um 90% auðgunarbrota síðustu ár og hafa því mest áhrif á heildarfjöldann. Eins og sjá má á töflu 4 voru tilkynntir þjófnaðir 4.203, sem er um 12% fækkun miðað við meðaltal á síðustu þremur árum á undan, og tilkynnt innbrot 1.900, sem er 38% fækkun. Þegar litið er til þess hvernig þessi brot hafa þróast frá árinu 2005 má sjá að auðgunarbrot voru flest árið 2009 en þeim hefur farið fækkandi síðan þá (mynd 6). Auðgunarbrot samtals

Þjófnaður

Innbrot

12000

Fjöldi brota

10000 8000 6000 4000 2000 0 2005

2006

2007

2008

2009

2010

2011

Mynd 6. Fjöldi auðgunarbrota, þar af þjófnaður og innbrot, árin 2005 til 2011.

Fjársvik voru 425 brot, sem er fjölgun (49%) frá því árið áður þegar þau voru 367. Brotin voru hins vegar rétt færri en að meðaltali síðustu þrjú ár á undan, sem má rekja til þess að þau voru sérstaklega mörg árið 2008, eða 521. Þá voru brot vegna hylmingar og gripdeildar einnig færri en að meðaltali á árunum 2008 til 2010. Þá var tilkynnt um 42 rán, sem er sami fjöldi og árið 15

15


Afbrotatölfræði 2011

á undan. Brotin voru hins vegar óvenjumörg árið 2009, eða 60 talsins, en 43 árið 2008. Skráð voru 147 brot vegna fjárdráttar árið 2011 en að meðaltali voru 94 slík brot skráð á árunum 2008 til 2010. Brot sem falla undir „auðgunarbrot, annað“ voru 86% fleiri árið 2011 en síðustu þrjú ár á undan, eða 131 talsins. Tafla 4. Fjöldi auðgunarbrota árið 2011 og meðalfjöldi brotanna 2008 til 2010. Meðaltal 2008 til 2010

2011

Þjófnaður (244. gr.)

4.788,7

4.203

Innbrot (244. gr.)

3.040,3

1.900

Fjársvik (248. gr.)

432,0

425

Hylming (254. gr.)

164,3

136

Gripdeildir (245. gr.)

94,3

75

Fjárdráttur (247. gr.)

94,3

147

Rán (252. gr.)

48,3

42

70,3

131

8.732,7

7.059

Auðgunarbrot, annað

9

Samtals

Eins og fram kemur á mynd 7 fækkaði í öllum flokkum auðgunarbrota miðað við meðaltal á síðustu þremur árum á undan, að undanskildum fjárdrætti, en í þeim flokki fjölgaði brotum um 56%.

Þjófnaðir

-12,2

Innbrot

-37,5

Rán

-13,1

Fjárdráttur

55,8

Gripdeildir

-20,5

Hylming

-17,2

Fjársvik

-1,6 -100

-50

0

50

100

Frávik frá meðaltali 2008-2010 Mynd 7. Hlutfallslegt frávik nokkurra auðgunarbrota árið 2011 frá meðaltali 2008 til 2010.

9

Undir „auðgunarbrot, annað“ falla t.d. fjárkúgun og skila- og umboðssvik.

16

16


Afbrotatölfræði 2011

Fíkniefnabrot Fíkniefnabrot voru 1.819 árið 2011, eða um fimm brot á dag. Brotin voru þannig 22,5% fleiri en að meðaltali á síðustu þremur árum á undan. Brot vegna vörslu og neyslu voru um 2/3 brotanna, eða 1.239. Brot vegna framleiðslu koma þar á eftir (223 brot) en þar undir falla bæði minniháttar brot, t.d. þegar kannabisfræ finnast, til mun stærri mála, t.d. þar sem mikið magn kannabisplantna finnst. Brot vegna sölu og dreifingar fíkniefna voru 122 og innflutningur fíkniefna 83 skráð tilvik. Tafla 5. Fjöldi fíkniefnabrota árið 2011 og meðalfjöldi brotanna á árunum 2008 til 2010. Meðaltal 2008 til 2010

2011

1.021,7

1.239

100,0

83

99,3

122

150,3

223

Varsla, neysla (4. mgr. 2. gr. 65/74)10 Innflutningur (4. mgr. 2. gr. 65/74) Sala, dreifing (4. mgr. 3. gr. 65/74) Framleiðsla (4. gr. 65/74) 11

Ýmis fíkniefnabrot

Samtals

113,3

152

1.484,7

1.819

Á mynd 8 sést að brotum vegna framleiðslu fíkniefna fjölgaði um 48%, vegna sölu og dreifingar um 23% og vegna vörslu og neyslu um 21% miðað við meðaltal árin 2008 til 2010. Á hinn bóginn hefur innflutningur fíkniefna dregist saman um 17%.

10

Vísar til 4. mgr. 2. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974. Undir „ýmis fíkniefnabrot“ fellur t.d. þegar minniháttar magn fíkninefna finnst á víðavangi. 11

17

17


Afbrotatölfræði 2011

Framleiðsla

48,3

Sala, dreifing Innflutningur

22,8 -17,0

Varsla, neysla

21,3 -30,0

-10,0

10,0

30,0

50,0

70,0

Frávik frá meðaltali 2008-2010 Mynd 8. Hlutfallslegt frávik árið 2011 frá meðalfjölda fíkniefnabrota 2008 til 2010.

Haldlagt magn fíkniefna Í töflu 6 sést sundurliðun á magni fíkniefna sem lögregla og tollgæsla hafa lagt hald á árunum 2009 til 2011. 12 Töluverðar sveiflur koma fram á magni efna sem rekja má til þess að mál eru misumfangsmikil. Tafla 6. Magn fíkniefna sem lögregla og tollgæsla lögðu hald á árin 2009 til 2011. 2009 25.918 11.713 10.837 54.968 163 80.069 0 5.995 5.391 0 5 10.221 6

Hass (g) Plöntur (stk.) Plöntur (g) Maríhúana (g) Tóbaksblandað hass (g) Amfetamín (g) Amfetamín (ml) Metamfetamín (stk.) Kókaín (g) Kókaín (ml) E-töflur (g) E-töflur (stk.) LSD (stk.)

2010 14.716 9.339 1.447 27.033 379 11.137 25.515 0 5.684 0 155 15.084 504

2011 1.827 7.570 12.685 29.834 321 31.839 1.588 0 3.888 0 287 78.099 4.489

12 Í töflu V15 í viðauka má finna fleiri tegundir efna sem lögregla og tollgæsla lögðu hald á á árunum 2005 til 2011.

18

18


Afbrotatölfræði 2011

Á mynd 9 sést hve mikið magn af hassi og maríhúana í grömmum og hve margar kannabisplöntur lögregla og tollgæsla lögðu hald á árin 2005 til 2011. Mest var lagt hald á af hassi árið 2008 þegar lagt var hald á meira en 233 kg.13 Mest var lagt hald á af maríhúana árið 2009, eða tæplega 55 kg.14 250.000 200.000 150.000 100.000 50.000 0

2005

2006

2007

Hass (g)

20.772

31.603

8.711

Maríhúana (g)

4.832

4.323

3.515

6.624

54.968

27.033

29.834

Kannabisplöntur (g)

3.205

41

6.066

3.430

10.837

1.447

12.685

892

1.209

1.141

893

11.713

9.339

7.570

Kannabisplöntur (stk.)

2008

2009

233.440 25.918

2010

2011

14.716

1.827

Mynd 9. Magn hass, kannabisplantna og maríhúana sem lagt var hald á 2005 til 2011.

Árin 2005 til 2008 var lagt hald á meira af hassi en maríhúana og kannabisplöntur (stk.) voru flestar rétt yfir 1.000 plöntur. Árið 2009 snerist þróunin við en þá var lagt hald á meira af maríhúana en hassi. Frá og með árinu 2009 hefur verið lagt hald á mun meira af kannabisplöntum (stk.) en áður, mest árið 2009 eða tæplega 12.000 plöntur. Á mynd 10 má sjá samanburð á því magni af e-töflum og LSD í stykkjatali sem lagt var hald á á árunum 2005 til 2011. Þar má sjá að árið 2011 var lagt hald á mikið magn e-taflna, eða 78.099 stk. Þá var einnig lagt hald á mikið magn LSD miðað við síðustu ár, eða 4.489 stykki.

13 14

Þar af var lagt hald á um 190 kg í húsbíl sem var stöðvaður á Seyðisfirði það ár. Þar af var lagt hald á um 35 kg í Papeyjarmálinu þar sem skúta var notuð til innflutnings.

19

19


Afbrotatölfræði 2011

90.000

E-töflur (stk.)

LSD (stk.)

78.099

80.000 70.000 Fjöldi í stk.

60.000 50.000 40.000

26.076

30.000 20.000 10.000

4.489

4.346

0 2005

2006

2007

2008

2009

2010

2011

Mynd 10. Magn haldlagðra e-taflna (stk.) og LSD (stk.) árin 2005 til 2011.

Á mynd 11 má sjá hversu oft var lagt hald á fíkniefni 15 eftir tegund efnis (og fleiri tegundir efna í töflu V15). Oftast var lagt hald á maríhúana, (1.093 haldlagningar) og amfetamín (945). Hafa ber í huga að ekki helst endilega í hendur hversu oft var lagt hald á fíkniefni og hversu mikið var lagt hald á. Þannig var, sem dæmi, sjaldan lagt hald á e-töflur (75 talsins) árið 2011 en þó var magnið mikið, 78.099 stk., sem skýrist m.a. af því að lagt var hald á um 66.000 töflur í tveimur stórum málum sem komu upp á Keflavíkurflugvelli.

Fjöldi haldlagninga

1200 1000

1093

2009

2010

2011

945

800 600

475

400

383

317 116

200

113

75

0

Mynd 11. Fjöldi haldlagninga eftir tegundum efna samkvæmt málaskrá lögreglu árin 2009 til 2011. 15 Við talningu á fjölda haldlagninga fíkniefna er miðað við vettvang, tíma brots og tegund efnis.

20

20


Afbrotatölfræði 2011

Umferðarlagabrot Umferðarlagabrot voru 40.343 árið 2011, eða um 110 slík brot á dag. Hafa verður í huga að hraðakstursbrot eiga þarna stóran þátt og eru hraðamyndavélar þar stórtækar. 16 Hraðakstursbrot voru 63% umferðarlagabrota árið 2011, eða 25.332. Tafla 7. Fjöldi umferðarlagabrota árið 2011 og meðalfjöldi brotanna 2008 til 2010. Meðaltal 2008 til 2010

2011

Akstur gegn rauðu ljósi (5. gr. 50/87)

549,3

642

Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna (45. gr. a. 50/87 )

942,0

977

40.749,3

25.332

256,0

374

1.554,3

1.229

11.407,3

11.789

55.458,3

40.343

Of hraður akstur (37. gr. 50/87) Stöðvunarskylda ekki virt (5. gr. 50/87 og 25. gr. 50/87)17 Ölvun við akstur (45. gr. 50/87) Önnur umferðarlagabrot Samtals

Hraðakstursbrot voru 38% færri árið 2011 en að meðaltali á árunum 2008 til 2010. Þetta er umtalsverð fækkun, eða um 15.400 færri brot en á því tímabili. Brot vegna ölvunaraksturs voru 21% færri en á fyrra tímabilinu. Hins vegar fjölgaði brotum vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna (um 3,7%). Einnig fjölgaði brotum þar sem stöðvunarskylda var ekki virt (um 46%) og þar sem ekið var gegn rauðu ljósi (um 17%) þegar miðað er við meðaltal á síðustu þremur árum á undan.

16

Rúmlega helmingur hraðakstursbrota var skráður á stafrænar hraðamyndavélar árið 2011. Í afbrotatölfræðiskýrslum fyrir árin 2008 til 2010 voru brot sem féllu undir 25. gr. laga nr. 50/87 ranglega ekki talin með. Þetta hefur nú verið leiðrétt og því ber tölum um stöðvunarskyldu ekki saman við afbrotatölfræði 2008 til 2010. 17

21

21


Afbrotatölfræði 2011

Akstur gegn rauðu ljósi

16,9

Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna Of hraður akstur

3,7 -37,8

Stöðvunarskylda ekki virt Ölvun við akstur -50,0

46,1 -20,9

-30,0

-10,0

10,0

30,0

50,0

Frávik frá meðaltali 2008-2010 Mynd 12. Hlutfallslegt frávik umferðarlagabrota 2008 til 2010.

árið

2011

frá

meðaltali

nokkurra

22

22


Afbrotatölfræði 2011

Eignaspjöll og nytjastuldur Eignaspjöll Fjölda tilvika um eignaspjöll má sjá í töflu 8 en þau voru 2.428 árið 2011, sem eru fimmtungi færri brot en að meðaltali 2008 til 2010. Bæði minniháttar og meiriháttar eignaspjöllum fækkaði frá fyrri árum. Eignaspjöll voru almennt minniháttar, aðeins 50 brot voru meiriháttar, eða 2% af heildarfjölda. Tafla 8. Fjöldi tilvika um eignaspjöll árið 2011 og meðalfjöldi brotanna 2008 til 2010. Meðaltal 2008 til 2010

2.011

Eignaspjöll, minniháttar (1. mgr. 257. gr.)

2.963,3

2.378

Eignaspjöll, meiriháttar (2. mgr. 257. gr.)

72,7

50

3.036,0

2.428

Samtals

Flest eignaspjöll falla undir flokkinn „önnur eignaspjöll“, eða 58%. Í 35% tilvika voru eignaspjöllin rúðubrot og 5% veggjakrot. Meiriháttar eignaspjöll voru 2% allra brota. Brotin skiptast svipað og á árunum 2010 og 2011 (mynd 13). 100 90 80 70 60 % 50 40 30 20 10 0

2010

2011

56 37

2

35

4

2

Meiriháttar eignaspjöll

58

Rúðubrot

5

Veggjakrot

Önnur eignaspjöll

Mynd 13. Skipting eignaspjalla árin 2010 og 2011.

23

23


Afbrotatölfræði 2011

Nytjastuldur Árið 2011 voru 407 tilvik um nytjastuld tilkynnt lögreglu, í langflestum tilvikum vegna farartækja (95%). Brotin voru 7% færri árið 2011 en að meðaltali á árunum 2008 til 2010 (tafla 9). Tafla 9. Fjöldi tilvika um nytjastuld árið 2011 og meðalfjöldi brotanna 2008 til 2010. Nytjastuldur vélknúinna farartækja (1. mgr. 259. gr.) Nytjastuldur, annað (2. mgr. 259. gr.) Samtals

Meðaltal 2008 til 2010

2011

419,3

388

19,7

19

439,0

407

24

24


Afbrotatölfræði 2011

Brot gegn friðhelgi einkalífs Í töflu 10 sjást brot gegn friðhelgi einkalífs en þau voru 507 árið 2011. Yfir helmingur þessara brota eru hótanir, 278 slík brot voru tilkynnt, og húsbrot voru um þriðjungur brotanna, eða 166 talsins. Þegar brotin eru borin saman við meðaltal á árunum 2008 til 2010 má sjá að hótanir voru 11% fleiri árið 2011 en á fyrra tímabilinu (sjá töflu V11). Brot sem falla undir „brot gegn friðhelgi, ýmislegt“ voru einnig fleiri en að meðaltali á síðustu þremur árum á undan, fóru úr 12 í 20, og það sama átti við um brot á nálgunarbanni (93%), sem fóru úr fimm brotum í níu.18 Húsbrot voru meira en þriðjungi færri en á fyrrgreindu tímabili og er það aðalástæða þess að brot gegn friðhelgi einkalífs voru í heildina 10% færri en að meðaltali á síðustu þremur árum. Ærumeiðingar voru einnig færri 2011 en að meðaltali árin 2008 til 2010 og það sama átti við um ofsóknir.

Tafla 10. Fjöldi brota gegn friðhelgi einkalífs árið 2011 og meðalfjöldi brotanna 2008 til 2010. Meðaltal 2008 til 2010

2011

252,7

166

Húsbrot (231. gr.) Ofsóknir (232. gr.) Hótanir (233. gr.)19 Ærumeiðingar (234. gr.) Brot gegn nálgunarbanni (232. gr.) Brot gegn friðhelgi, ýmislegt Samtals

18 19

7,0

3

250,3

278

37,3

31

4,7

9

11,7

20

563,7

507

Miðað er við tvo aukastafi þegar reiknað er frávikshlutfall. Hér eru talin með brot sem falla undir lið a) og b) í grein 233 um hótanir.

25

25


Afbrotatölfræði 2011

Skjalafals Árið 2011 voru skráð brot sem falla undir ýmsa flokka skjalafals 292 talsins. Það eru 5% fleiri brot en að meðaltali 2008 til 2010. Hlutfallslega fjölgaði mest brotum sem falla undir „fölsun, rangfærsla skjala til að blekkja með því í lögskiptum“, úr fjórum brotum í 14. Peningafalsbrotum fjölgaði einnig en þau voru 19 að meðaltali 2008 til 2010 en 37 árið 2011. Flest brotanna falla undir „fölsun, skjalafals“, eða 144 brot, en þau brot voru þó færri en síðustu þrjú ár að meðaltali (tafla V12). Tafla 11. Fjöldi skjalafalsbrota árið 2011 og meðalfjöldi brotanna 2008 til 2010. Fölsun, peningafals (150.–153. gr.)20 Fölsun á annars konar gjaldmiðli en peningum (154. gr.)

Meðaltal 2008 til 2010

2011

19,3

37

5,7

0

165,3

144

Skjöl, misnotkun skjala (157. gr.) Skjalafals, rangfærsla skjala til að blekkja með því í lögskiptum Skjöl, röng notkun stimpils eða merkis (159. gr.) Skjöl, önnur gagnabrot

61,3

74

4,3

14

18,0

21

4,7

2

Samtals

278,7

292

Fölsun, skjalafals (155. gr.)

20

Brot sem falla undir 150.–153. gr. eru talin saman, ólíkt fyrri tölfræðiskýrslum.

26

26


Afbrotatölfræði 2011

Brot gegn áfengislögum Skráð voru 665 áfengislagabrot á árinu 2011 en árin 2008 til 2010 voru þau 756 að meðaltali á ári. Ölvun á almannafæri er langstærsti flokkurinn, eða 552 brot. Þau voru 11% færri árið 2011 en að meðaltali á fyrrgreindu tímabili. Brotum vegna ólöglegs tilbúnings áfengis fjölgaði um fjórðung miðað við meðaltal á síðustu þremur árum, voru 20 talsins, en brot vegna ólöglegrar sölu áfengis fóru úr 14 að meðaltali 2008 til 2010 í sjö brot árið 2011. Brotum á reglum um áfengisauglýsingar fækkaði úr 27 brotum í sjö. Tafla 12. Fjöldi brota gegn áfengislögum árið 2011 og meðalfjöldi brotanna 2008 til 2010. Meðaltal 2008 til 2010

2011

16,0

20

14,3

7

27,3

7

621,7

552

Ólöglegur tilbúningur áfengis (bruggun) (6. gr. 75/98) Ólögleg sala áfengis (10. gr. 75/98) Brot á reglum um áfengisauglýsingar (20. gr. 75/98) Ölvun á almannafæri (21. gr. 75/98) Áfengislög, ýmislegt Samtals

76,7

79

756,0

665

27

27


Afbrotatölfræði 2011

Brot gegn valdstjórninni Í töflu 13 sést sundurliðun brota gegn valdstjórninni en þau voru 295 á árinu 2011 sem er svipaður fjöldi og árið 2010 en þá voru þau 301 (tafla V14). Ef litið er til meðaltalsins á árunum 2008 til 2010 má sjá að brotunum fer fækkandi því að þá voru þau að meðaltali 400. Flest brotin vörðuðu það að fyrirmælum lögreglu var ekki hlýtt, eða 120 tilvik. Á árinu 2008 voru þau 170 og hafa ekki verið fleiri. Skráðum brotum er varða ofbeldi gagnvart lögreglumönnum hefur farið fækkandi síðastliðin þrjú ár en slík brot voru 74 sem er mjög svipaður fjöldi og árið á undan þegar brotin voru 77. Brotin voru hins vegar yfir 100 talsins árin 2008 og 2009. Tilkynnt tilvik um ofbeldi gagnvart öðrum opinberum starfsmönnum voru 13 árið 2011, og því fleiri en síðustu þrjú ár (tafla V14). „Hótanir um ofbeldi gagnvart lögreglumönnum“ voru samtals 60, sem eru færri brot en að meðaltali 2008 til 2010. Tafla 13. Fjöldi brota gegn valdstjórninni árið 2011 og meðalfjöldi brotanna 2008 til 2010. Ofbeldi gagnvart lögreglumanni (106.–107. gr.) Hótun um ofbeldi gagnvart lögreglumanni (106.–107. gr.) Ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni (106.–107. gr.) Hótun um ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni (106.–107. gr.) Fyrirmælum lögreglu ekki hlýtt (19. gr. 90/96) Bann við að tálma lögreglu í störfum sínum (21. gr. 90/96) Innsigli, innsiglisrof (113. gr.) Brot gegn valdstjórninni, annað Samtals

Meðaltal 2008 til 2010

2011

114,0

74

72,5

60

10,0

13

13,5

9

151,5

120

11,5

5

1,5

5

25,5

9

400,0

295

28

28


Afbrotatölfræði 2011

Fjöldi brota miðað við íbúafjölda Hlutfallsleg dreifing brota Hlutfallslega dreifingu brota eftir landsvæðum árið 2011 má sjá í töflu 14. Þar má sjá að meirihluti hegningarlagabrota var skráður á höfuðborgarsvæðinu, eða 71,5%. Þetta er tveimur prósentustigum lægra hlutfall en árið á undan. Rúm 14% voru skráð á Suðurlandi og 7% á Norðurlandi. Sérrefsilagabrotin dreifast á annan hátt en hegningarlagabrot en 58% þeirra voru skráð á höfuðborgarsvæðinu, fimmtungur á Suðurlandi og 11% á Norðurlandi. Á höfuðborgarsvæðinu voru skráð 56% umferðarlagabrota, tæp 22% á Suðurlandi og um 11% voru skráð á Vesturlandi og Vestfjörðum samtals. Hlutfallslega voru fæst brot skráð á Austurlandi, eða 2% hegningarlagabrota, 4% sérrefsilagabrota og 5% umferðarlagabrota. Tafla 14. Hlutfallsleg dreifing brota árið 2011 eftir landsvæðum.* Hegningarlagabrot

Sérrefsilagabrot

Umferðarlagabrot21

71,5

58,1

56,3

5,2

7,3

11,2

Norðurland

7,0

11,0

5,7

Austurland

2,0

3,8

5,2

Suðurland

14,4

19,7

21,7

Höfuðborgarsvæðið Vesturland og Vestfirðir

Samtals 100 100 100 *Mál sem skráð eru hjá ríkissaksóknara, ríkislögreglustjóra og sérstökum saksóknara eru ekki talin með hér.

Í töflu V3 í viðauka má sjá nánar hvernig hegningarlagabrot, sérrefsilagabrot og umferðarlagabrot skiptast hlutfallslega milli lögregluembættanna. Auk þess má sjá hvernig hlutfallið skiptist innan hvers lögregluembættis. 21 Umdæmi lögreglunnar á Snæfellsnesi hefur umsýslu með að skrá hraðakstursbrot sem skráð eru á stafrænar hraðamyndavélar í málaskrárkerfi lögreglu. Við tölfræðilega úrvinnslu þessarar skýrslu eru þessi brot færð undir það umdæmi þar sem vélin er staðsett.

29

29


Afbrotatölfræði 2011

Fjöldi brota miðað við íbúafjölda Á næstu síðum má sjá fjölda brota á hverja 10.000 íbúa, fyrst miðað við landsvæði og svo hvert og eitt lögregluumdæmi. 22 Tilteknir atburðir, svo sem bæjarhátíðir og samkomur um verslunarmannahelgar, geta haft áhrif á fjölda brota í bæjarfélagi sem er fámennt. Staðsetning flugvalla og stórra hafna getur skipt máli en þar koma upp ýmis mál, t.d. þegar reynt er að smygla inn fíkniefnum. Þá getur eitt stórt mál í litlu bæjarfélagi falið í sér mörg brot og þannig geta brot verið mjög mismörg eftir árum. Þá eru stafrænar hraðamyndavélar staðsettar víða um land og í þeim umdæmum þar sem umferð er mikil eða þjóðvegir fjölfarnir má sjá að umferðarlagabrot eru óvenjutíð. Þegar fjöldi brota er reiknaður út miðað við íbúafjölda þarf því ekki að vera að þeir sem hafa gerst brotlegir í ákveðnum landshluta eigi lögheimili þar. Þegar fjöldi brota á hverja 10.000 íbúa er greindur eftir landsvæðum má sjá að flest hegningarlagabrot voru skráð á höfuðborgarsvæðinu, eða 438 slík brot á hverja 10.000 íbúa (mynd 14). Næstflest brot voru skráð á Suðurlandi, eða 399 brot á hverja 10.000 íbúa. Skráð brot voru talsvert færri miðað við íbúafjölda á Vesturlandi og Vestfjörðum (288 brot), Norðurlandi (239 brot) og Austurlandi (199 brot). Sérrefsilagabrot voru flest skráð á Suðurlandi, 171 á hverja 10.000 íbúa, en fæst á höfuðborgarsvæðinu, eða 111 á hverja 10.000 íbúa. Flest voru umferðarlagabrot miðað við mannfjölda á Vesturlandi og Vestfjörðum, eða 2.022 brot, en þau voru 3.384 á hverja 10.000 íbúa á sama svæði árið 2010. Næstflest voru brotin á Suðurlandi, 1.945 á hverja 10.000 íbúa. Á Norðurlandi voru fæst umferðarlagabrot miðað við mannfjölda, eða 630 á hverja 10.000 íbúa.

22 Fjölda ber ekki saman við fyrri skýrslur þar sem nú var miðað við meðalmannfjölda, sjá nánar í kaflanum „Aðferðir og gögn“.

30

30


Afbrotatölfræði 2011

Hegningarlagabrot Höfuðborgarsvæðið

111

Vesturland og Vestfirðir

127

Umferðarlagabrot

438 1.118 288 2.022

Norðurland

239 118

Austurland

199 121

Suðurland

171

0

Sérrefsilagabrot

630 1.693 399

1.945

500

1.000

1.500

2.000

2.500

Mynd 14. Fjöldi hegningarlagabrota, umferðarlagabrota og sérrefsilagabrota árið 2011 miðað við 10.000 íbúa, eftir landsvæðum.

Á mynd 15 má sjá að árið 2011 voru hegningarlagabrot miðað við 10.000 íbúa flest á Suðurnesjum, eða 461 brot. Síðustu tvö ár á undan voru brotin hins vegar flest miðað við mannfjölda á höfuðborgarsvæðinu. Þar voru brotin hins vegar næstflest árið 2011, eða 438. Þá voru 432 brot á hverja 10.000 íbúa tilkynnt til lögreglunnar í Borgarnesi. Fæst hegningarlagabrot miðað við mannfjölda voru tilkynnt til lögreglunnar á Snæfellsnesi, eða 117 brot á hverja 10.000 íbúa, og því var talsverður munur á fjölda þessara brota milli lögregluumdæma þar sem mest var og minnst var. Þegar litið er til allra hegningarlagabrota og fjölda þeirra miðað við íbúafjölda voru að meðaltali skráð 396 brot á hverja 10.000 íbúa árið 2011 (mynd 15). Líkt og síðustu tvö ár á undan voru flest sérrefsilagabrot á íbúa skráð í Vestmannaeyjum, eða 228 (miðað við 10.000 íbúa), sem er svipaður fjöldi og árið 2009 en fækkun frá árinu 2010 þegar þau voru 276. Næstflest sérrefsilagabrot miðað við mannfjölda voru á Hvolsvelli, eða 197. Brotin voru hins vegar undir 100 á hverja 10.000 íbúa á Seyðisfirði, Snæfellsnesi, Blönduósi og Sauðárkróki. Á árinu 2011 voru sérrefsilagabrot fleiri en síðustu tvö ár á undan á Eskifirði, Húsavík, Hvolsvelli, Selfossi og Vestfjörðum. Á landinu 31

31


Afbrotatölfræði 2011

öllu voru að meðaltali skráð 127 brot á hverja 10.000 íbúa, sem er fjölgun frá síðustu tveimur árum á undan (mynd 16).

Umferðarlagabrot árið 2011 voru flest í Borgarnesi, eða 6.465 brot á hverja 10.000 íbúa. Hér hafa stafrænar hraðamyndavélar og umferð um umdæmið áhrif á þessar háu tölur. Brotunum fer þó fækkandi þegar litið er til síðustu tveggja ára á undan (mynd 17). Árið 2010 voru brotin tæplega 13.000 en árið 2009 tæplega 21.000. Umdæmi Selfoss sker sig einnig út með 3.419 brot á hverja 10.000 íbúa og á Blönduósi voru brotin 2.548. Brotin voru innan við 500 í Vestmannaeyjum, á Akureyri og á Sauðárkróki. Þegar litið er til umferðarlagabrota á öllu landinu og fjölda þeirra miðað við fjölda landsmanna voru að meðaltali 1.265 brot skráð á hverja 10.000 íbúa. Minni umferð og frumkvæðisvinna lögreglu getur einnig haft áhrif til fækkunar. Þrátt fyrir að umferðarlagbrotum hafi töluvert fækkað á árinu miðað við síðustu tvö ár á undan eru þau enn töluvert fleiri en brot í öðrum brotaflokkum. 32

32


Afbrotatölfræði 2011

Fjöldi hegningarlagabrota miðað við 10.000 íbúa Akranes

2009

306

Akureyri

2010 2011

256

Blönduós

259

Borgarnes

432

Eskifjörður

220

Húsavík

195

Hvolsvöllur

220

Höfuðborgarsvæðið

438

Sauðárkrókur

176

Selfoss

378

Seyðisfjörður

167

Snæfellsnes

117

Suðurnes

461

Vestfirðir

269

Vestmannaeyjar

343

Alls

396

0

200

400

600

800

Fjöldi brota

Mynd 15. Fjöldi hegningarlagabrota á hverja 10.000 íbúa 2009 til 2011, eftir umdæmum. 33

33


Afbrotatölfræði 2011

Fjöldi sérrefsilagabrota miðað við 10.000 íbúa 2009 Akranes

2010

101

2011 Akureyri

136

Blönduós

58

Borgarnes

169

Eskifjörður

153

Húsavík

127

Hvolsvöllur

197

Höfuðborgarsvæðið

111

Sauðárkrókur

52

Selfoss

125

Seyðisfjörður

73

Snæfellsnes

64

Suðurnes

188

Vestfirðir

157

Vestmannaeyjar

228

Alls

127

0

50

100

150

200

250

300

Fjöldi brota

Mynd 16. Fjöldi sérrefsilagabrota á hverja 10.000 íbúa 2009 til 2011, eftir umdæmum. 34

34


Afbrotatölfræði 2011

Fjöldi umferðarlagabrota miðað við 10.000 íbúa 2009 Akranes

2010

599

2011 Akureyri Blönduós

424

2.548

Borgarnes Eskifjörður

6.465

2.399

Húsavík

605

Hvolsvöllur

1.811

Höfuðborgarsvæðið

1.118

Sauðárkrókur

417

Selfoss

3.419

Seyðisfjörður

645

Snæfellsnes

1.169

Suðurnes

1.200

Vestfirðir

772

Vestmannaeyjar

482

Alls

1.265

0

5.000

10.000

15.000

20.000

25.000

Fjöldi brota

Mynd 17. Fjöldi umferðarlagabrota á hverja 10.000 íbúa 2009 til 2011, eftir umdæmum. 35

35


Afbrotatölfræði 2011

Á mynd 18 má sjá fjölda ofbeldisbrota á hverja 10.000 íbúa árið 2011. Flest voru brotin skráð í Vestmannaeyjum, 86 á hverja 10.000 íbúa, og flest þeirra áttu sér stað í kringum þjóðhátíð. Brotin voru fleiri en síðustu tvö ár á undan. Brotin voru næstflest á Suðurnesjum (49 brot) og Akranesi (48 brot) en fæst á Húsavík, eða 12 á hverja 10.000 íbúa. Fjöldi brota á landinu öllu, miðað við 10.000 íbúa, var 34 brot. Þegar tekið er tillit til íbúafjölda voru flest kynferðisbrot framin í Vestmannaeyjum, eða 43 á hverja 10.000 íbúa, og næstflest á Akranesi, eða 30 brot. Í báðum umdæmunum komu upp stór kynferðisbrotamál þar sem grunur var um fleiri en eitt kynferðisbrot í sama máli. Umdæmin eru tiltölulega fámenn og því getur fjöldi miðað við 10.000 íbúa verið mjög breytilegur eftir árum. Ekkert kynferðisbrot var tilkynnt til lögreglunnar á Snæfellsnesi. Tilkynnt brot voru 11 á hverja 10.000 íbúa ef litið er til alls landsins (mynd 19). Auðgunarbrot árið 2011 voru flest á hverja 10.000 íbúa á höfuðborgarsvæðinu, 268, sem er talsverð fækkun frá síðustu tveimur árum á undan, þegar þau voru 336 á hverja 10.000 íbúa árið 2010 og 383 árið 2009. Í Borgarnesi voru auðgunarbrot næstflest, eða 221. Fæst voru þau í umdæmi lögreglunnar á Snæfellsnesi, eða 53 á hverja 10.000 íbúa. Þegar litið er á landið allt má sjá að brotin voru 221 á hverja 10.000 íbúa, en 271 árið 2010 og 300 árið 2009 (mynd 20). Brotunum hefur farið fækkandi frá árinu 2009 á Akranesi, Akureyri, höfuðborgarsvæðinu, Sauðárkróki og Suðurnesjum. Þeim hefur hins vegar farið fjölgandi frá 2009 á Blönduósi og Húsavík. Á Hvolsvelli voru flest fíkniefnabrot skráð á árinu, eða 138 á hverja 10.000 íbúa, en árið 2010 voru þau 36 og 2009 aðeins níu talsins (mynd 21). Árið 2011 kom stærstur hluti fíkniefnamála í umdæminu upp í kringum stóra útihátíð í bænum í júlí. Alls voru skráð 137 fíkniefnabrot í Vestmannaeyjum, sem er fækkun frá árinu áður þegar skráð voru 164 brot á hverja 10.000 íbúa. Flest brotanna komu upp í kringum þjóðhátíð. Fíkniefnabrot voru fæst á Seyðisfirði og Snæfellsnesi, eða 18 á hverja 10.000 íbúa. Ef litið er til alls landsins miðað við íbúafjölda voru brotin 57. 36

36


Afbrotatölfræði 2011

Fjöldi ofbeldisbrota miðað við 10.000 íbúa

2009 Akranes

2010

48

2011 Akureyri

36

Blönduós

32

Borgarnes

17

Eskifjörður

33

Húsavík

12

Hvolsvöllur

34

Höfuðborgarsvæðið

32

Sauðárkrókur

19

Selfoss

41

Seyðisfjörður

16

Snæfellsnes

18

Suðurnes

49

Vestfirðir

34

Vestmannaeyjar

86

Alls

34

0

20

40

60

80

100

Fjöldi brota

Mynd 18. Fjöldi ofbeldisbrota 2009 til 2011 á hverja 10.000 íbúa, eftir umdæmum. 37

37


Afbrotatölfræði 2011

Fjöldi kynferðisbrota miðað við 10.000 íbúa 2009 Akranes

2010

30

Akureyri

2011

9

Blönduós

3

Borgarnes

8

Eskifjörður

14

Húsavík

8

Hvolsvöllur

2

Höfuðborgarsvæðið

11

Sauðárkrókur

12

Selfoss

14

Seyðisfjörður

8

Snæfellsnes

0

Suðurnes

14

Vestfirðir

6

Vestmannaeyjar

43

Alls

11

0

10

20

30

40

50

60

Fjöldi brota

Mynd 19. Fjöldi kynferðisbrota á hverja 10.000 íbúa 2009 til 2011, eftir umdæmum.

38

38


Afbrotatölfræði 2011

Fjöldi auðgunarbrota miðað við 10.000 íbúa 2009 Akranes

2010

101

2011 Akureyri

112

Blönduós

160

Borgarnes

221

Eskifjörður

94

Húsavík

74

Hvolsvöllur

101

Höfuðborgarsvæðið

268

Sauðárkrókur

66

Selfoss

186

Seyðisfjörður

65

Snæfellsnes

53

Suðurnes

199

Vestfirðir

89

Vestmannaeyjar

72

Alls

221

0

50

100

150

200

250

300

350

400

450

Fjöldi brota

Mynd 20. Fjöldi auðgunarbrota á hverja 10.000 íbúa 2009 til 2011, eftir umdæmum. 39

39


Afbrotatölfræði 2011

Fjöldi fíkniefnabrota miðað við 10.000 íbúa 2009 Akranes

2010

64

2011 Akureyri

56

Blönduós

26

Borgarnes

79

Eskifjörður

68

Húsavík

23

Hvolsvöllur

138

Höfuðborgarsvæðið

56

Sauðárkrókur

19

Selfoss

49

Seyðisfjörður

18

Snæfellsnes

18

Suðurnes

76

Vestfirðir

19

Vestmannaeyjar

137

Alls

57

0

20

40

60

80

100

120

140

160

180

Fjöldi brota

Mynd 21. Fjöldi fíkniefnabrota á hverja 10.000 íbúa 2009 til 2011, eftir umdæmum. 40

40


Afbrotatölfræði 2011

Árið 2011 voru skráð 76 tilvik um eignaspjöll á hverja 10.000 íbúa á landsvísu, en brotin voru 94 árið á undan og 97 árið 2009 (mynd 22). Flest voru þau skráð í Borgarnesi (112 brot) og næstflest á Suðurnesjum (105 brot). Hlutfallslega voru flest brot sem falla undir nytjastuld skráð á höfuðborgarsvæðinu (16 brot á hverja 10.000 íbúa). Brotin voru hins vegar undir átta brotum á hverja 10.000 íbúa á Akureyri, Eskifirði, Húsavík, Hvolsvelli, Sauðárkróki, Seyðisfirði, Suðurnesjum, Vestfjörðum og Vestmannaeyjum. Ekkert tilvik er varðar nytjastuld var tilkynnt á Akranesi (mynd 23). Á mynd 24 má sjá að brot gegn friðhelgi einkalífs voru flest á Suðurnesjum, eða 26 á hverja 10.000 íbúa, og 25 á Húsavík. Brot í þessum brotaflokki voru fleiri á árinu 2011 en síðustu tvö ár á undan í báðum umdæmunum. Ekkert slíkt brot var tilkynnt hjá lögreglunni á Snæfellsnesi. Að meðaltali voru brot gegn friðhelgi einkalífs 16 á hverja 10.000 íbúa á landinu öllu, sem er sami fjöldi og árið 2009. Brotin voru hins vegar fleiri árið 2010. Á Suðurnesjum voru skráð flest skjalafalsbrot, 35 á hverja 10.000 íbúa, en níu á landinu í heild (mynd 25). Þennan fjölda brota á Suðurnesjum má að einhverju leyti rekja til Keflavíkurflugvallar en þar koma upp mörg brot vegna falsaðra vegabréfa. Ekkert skjalafalsbrot var tilkynnt til lögreglunnar á Húsavík. Áfengislagabrot voru flest á árinu í Vestmannaeyjum, 48 á hverja 10.000 íbúa, sem er sama þróun og síðustu tvö ár á undan. Næstflest voru þau á Akureyri, 43 á hverja 10.000 íbúa, en fæst á Sauðárkróki og Snæfellsnesi, eða fimm (mynd 26). Á mynd 27 má sjá fjölda brota gegn valdstjórninni á árinu 2011. Þau voru langflest miðað við íbúafjölda á Snæfellsnesi (46 brot á hverja 10.000 íbúa), mun fleiri en síðustu tvö ár þar á undan. Í þessum málaflokki voru næstflest brot skráð á Seyðisfirði (18 brot). Brotin voru níu á landinu í heild, sem er sami fjöldi og árið á undan, en brotin voru tólf í þessum flokki á hverja 10.000 íbúa árið 2009. Ekkert slíkt brot var skráð hjá lögreglunni á Akranesi og Blönduósi.

41

41


Afbrotatölfræði 2011

Fjöldi tilvika um eignaspjöll miðað við 10.000 íbúa 2009 Akranes

2010

86

2011 Akureyri

65

Blönduós

42

Borgarnes

112

Eskifjörður

53

Húsavík

72

Hvolsvöllur

60

Höfuðborgarsvæðið

76

Sauðárkrókur

52

Selfoss

93

Seyðisfjörður

36

Snæfellsnes

20

Suðurnes

105

Vestfirðir

80

Vestmannaeyjar

101

Alls

76

0

20

40

60

80

100

120

140

160

180

Fjöldi brota

Mynd 22. Fjöldi tilvika um eignaspjöll á hverja 10.000 íbúa 2009 til 2011, eftir umdæmum. 42

42


Afbrotatölfræði 2011

Fjöldi tilvika um nytjastuld miðað við 10.000 íbúa 2009 Akranes

2010

0

2011

Akureyri

7

Blönduós

10

Borgarnes

10

Eskifjörður

4

Húsavík

2

Hvolsvöllur

2

Höfuðborgarsvæðið

16

Sauðárkrókur

7

Selfoss

13

Seyðisfjörður

2

Snæfellsnes

15

Suðurnes

7

Vestfirðir

6

Vestmannaeyjar

5

Alls

13

0

5

10

15

20

25

Fjöldi brota

Mynd 23. Fjöldi tilvika um nytjastuld á hverja 10.000 íbúa 2009 til 2011, eftir umdæmum.

43

43


Afbrotatölfræði 2011

Fjöldi brota gegn friðhelgi einkalífs miðað við 10.000 íbúa 2009 Akranes

2010

14

Akureyri

2011

13

Blönduós

10

Borgarnes

21

Eskifjörður

9

Húsavík

25

Hvolsvöllur

9

Höfuðborgarsvæðið

15

Sauðárkrókur

7

Selfoss

18

Seyðisfjörður

22

Snæfellsnes

0

Suðurnes

26

Vestfirðir

17

Vestmannaeyjar

19

Alls

16

0

10

20

30

40

50

Fjöldi brota

Mynd 24. Fjöldi brota gegn friðhelgi einkalífs á hverja 10.000 íbúa 2009 til 2011, eftir umdæmum.

44

44


Afbrotatölfræði 2011

Fjöldi skjalafalsbrota miðað við 10.000 íbúa 2009 Akranes

2010

11

Akureyri

2011

7

Blönduós

3

Borgarnes

10

Eskifjörður

4

Húsavík

0

Hvolsvöllur

2

Höfuðborgarsvæðið

8

Sauðárkrókur

2

Selfoss

3

Seyðisfjörður

4

Snæfellsnes

8

Suðurnes

35

Vestfirðir

11

Vestmannaeyjar

7

Alls

9

0

10

20

30

40

Fjöldi brota

Mynd 25. Fjöldi skjalafalsbrota á hverja 10.000 íbúa 2009 til 2011, eftir umdæmum.

45

45


Afbrotatölfræði 2011

Fjöldi áfengislagabrota miðað við 10.000 íbúa 2009 Akranes

2010

21

2011

Akureyri

43

Blönduós

13

Borgarnes

17

Eskifjörður

22

Húsavík

25

Hvolsvöllur

16

Höfuðborgarsvæðið

15

Sauðárkrókur

5

Selfoss

33

Seyðisfjörður

20

Snæfellsnes

5

Suðurnes

41

Vestfirðir

31

Vestmannaeyjar

48

Alls

21

0

20

40

60

80

Fjöldi brota

Mynd 26. Fjöldi áfengislagabrota á hverja 10.000 íbúa 2009 til 2011, eftir umdæmum. 46

46


Afbrotatölfræði 2011

Fjöldi brota gegn valdstjórninni miðað við 10.000 íbúa 2009 Akranes

2010

0

Akureyri

2011

5

Blönduós

0

Borgarnes

6

Eskifjörður

11

Húsavík

2

Hvolsvöllur

11

Höfuðborgarsvæðið

9

Sauðárkrókur

7

Selfoss

14

Seyðisfjörður

18

Snæfellsnes

46

Suðurnes

14

Vestfirðir

7

Vestmannaeyjar

10

Alls

9

0

10

20

30

40

50

Fjöldi brota

Mynd 27. Fjöldi brota gegn valdstjórninni á hverja 10.000 íbúa 2009 til 2011, eftir umdæmum.

47

47


Afbrotatรถlfrรฆรฐi 2011

Mynda- og tรถfluskrรก

48

48


Afbrotatölfræði 2011

Myndaskrá Mynd 1. Fjöldi brota 1999 til 2011, eftir tegund brots. 7 Mynd 2. Hlutfallslegt frávik árið 2011 frá meðaltali brota 2008 til 2010. 9 Mynd 3. Hlutfallslegt frávik árið 2011 frá meðaltali nokkurra flokka ofbeldisbrota á árunum 2008 til 2010. 11 Mynd 4. Fjöldi manndrápa frá árinu 1998 til ársins 2011. 12 Mynd 5. Hlutfallslegt frávik árið 2011 frá meðaltali kynferðisbrota 2008 til 2010. 14 Mynd 6. Fjöldi auðgunarbrota, þar af þjófnaður og innbrot, árin 2005 til 2011. 15 Mynd 7. Hlutfallslegt frávik nokkurra auðgunarbrota árið 2011 frá meðaltali 2008 til 2010. 16 Mynd 8. Hlutfallslegt frávik árið 2011 frá meðalfjölda fíkniefnabrota 2008 til 2010. 18 Mynd 9. Magn hass, kannabisplantna og maríhúana sem lagt var hald á 2005 til 2011. 19 Mynd 10. Magn haldlagðra etaflna (stk.) og LSD (stk.) árin 2005 til 2011. 20 Mynd 11. Fjöldi haldlagninga eftir tegundum efna samkvæmt málaskrá lögreglu árin 2009 til 2011. 20 Mynd 12. Hlutfallslegt frávik árið 2011 frá meðaltali nokkurra umferðarlagabrota 2008 til 2010. 22 Mynd 13. Skipting eignaspjalla árin 2010 og 2011. 23 Mynd 14. Fjöldi hegningarlagabrota, umferðarlagabrota og sérrefsilagabrota árið 2011

miðað við 10.000 íbúa, eftir landsvæðum. 31 Mynd 15. Fjöldi hegningarlagabrota á hverja 10.000 íbúa 2009 til 2011, eftir umdæmum. 33 Mynd 16. Fjöldi sérrefsilagabrota á hverja 10.000 íbúa 2009 til 2011, eftir umdæmum. 34 Mynd 17. Fjöldi umferðarlagabrota á hverja 10.000 íbúa 2009 til 2011, eftir umdæmum. 35 Mynd 18. Fjöldi ofbeldisbrota 2009 til 2011 á hverja 10.000 íbúa, eftir umdæmum. 37 Mynd 19. Fjöldi kynferðisbrota á hverja 10.000 íbúa 2009 til 2011, eftir umdæmum. 38 Mynd 20. Fjöldi auðgunarbrota á hverja 10.000 íbúa 2009 til 2011, eftir umdæmum. 39 Mynd 21. Fjöldi fíkniefnabrota á hverja 10.000 íbúa 2009 til 2011, eftir umdæmum. 40 Mynd 22. Fjöldi tilvika um eignaspjöll á hverja 10.000 íbúa 2009 til 2011, eftir umdæmum. 42 Mynd 23. Fjöldi tilvika um nytjastuld á hverja 10.000 íbúa 2009 til 2011, eftir umdæmum. 43 Mynd 24. Fjöldi brota gegn friðhelgi einkalífs á hverja 10.000 íbúa 2009 til 2011, eftir umdæmum. 44 Mynd 25. Fjöldi skjalafalsbrota á hverja 10.000 íbúa 2009 til 2011, eftir umdæmum. 45 Mynd 26. Fjöldi áfengislagabrota á hverja 10.000 íbúa 2009 til 2011, eftir umdæmum. 46 Mynd 27. Fjöldi brota gegn valdstjórninni á hverja 10.000 íbúa 2009 til 2011, eftir umdæmum. 47

49

49


Afbrotatölfræði 2011

Töfluskrá Tafla 1. Fjöldi brota í nokkrum brotaflokkum 2008 til 2011 og meðaltal 2008 til 2010. ......... 8 Tafla 2. Fjöldi ofbeldisbrota árið 2011 og meðalfjöldi þeirra 2008 til 2010. .............................. 10 Tafla 3. Fjöldi kynferðisbrota árið 2011 og meðalfjöldi brotanna 2008 til 2010. .................... 13 Tafla 4. Fjöldi auðgunarbrota árið 2011 og meðalfjöldi brotanna 2008 til 2010. .................... 16 Tafla 5. Fjöldi fíkniefnabrota árið 2011 og meðalfjöldi brotanna á árunum 2008 til 2010. .......... 17 Tafla 6. Magn fíkniefna sem lögregla og tollgæsla lögðu hald á árin 2009 til 2011. .................... 18 Tafla 7. Fjöldi umferðarlagabrota árið 2011 og meðalfjöldi brotanna 2008 til 2010. .................... 21 Tafla 8. Fjöldi tilvika um eignaspjöll árið 2011 og meðalfjöldi brotanna 2008 til 2010. ........ 23 Tafla 9. Fjöldi tilvika um nytjastuld árið 2011 og meðalfjöldi brotanna 2008 til 2010. ........ 24 Tafla 10. Fjöldi brota gegn friðhelgi einkalífs árið 2011 og meðalfjöldi brotanna 2008 til 2010. ........ 25 Tafla 11. Fjöldi skjalafalsbrota árið 2011 og meðalfjöldi brotanna 2008 til 2010. .................... 26 Tafla 12. Fjöldi brota gegn áfengislögum árið 2011 og meðalfjöldi brotanna 2008 til 2010. .............................. 27 Tafla 13. Fjöldi brota gegn valdstjórninni árið 2011 og meðalfjöldi brotanna 2008 til 2010. .............................. 28 Tafla 14. Hlutfallsleg dreifing brota árið 2011 eftir landsvæðum.* . 29

Töflur í viðauka Tafla V1. Meðalíbúafjöldi á Íslandi 2009 til 2011 eftir umdæmum. 53 Tafla V2. Skipting umdæma í landsvæði. ....................... 53 Tafla V3. Fjöldi og hlutfall brota, samkvæmt skráningum í málaskrá 2011, eftir tegund þeirra og umdæmum. .......... 54

Tafla V4. Fjöldi ofbeldisbrota 2008 til 2011, meðalfjöldi brota 2008 til 2010 og frávik 2011 frá meðaltali. ........................ 54 Tafla V5. Fjöldi kynferðisbrota 2008 til 2011, meðalfjöldi brota 2008 til 2010 og frávik 2011 frá meðaltali. ........................ 55 Tafla V6. Fjöldi auðgunarbrota 2008 til 2011, meðalfjöldi brota 2008 til 2010 og frávik 2011 frá meðaltali. ........................ 55 Tafla V7. Fjöldi fíkniefnabrota 2008 til 2011, meðalfjöldi brota 2008 til 2010 og frávik 2011 frá meðaltali. ........................ 55 Tafla V8. Fjöldi umferðarlagabrota 2008 til 2011, meðalfjöldi brota 2008 til 2010 og frávik 2011 frá meðaltali. ........................ 56 Tafla V9. Fjöldi eignaspjalla 2008 til 2011, meðalfjöldi brota 2008 til 2010 og frávik 2011 frá meðaltali. ........................ 56 Tafla V10. Fjöldi nytjastulda 2008 til 2011, meðalfjöldi brota 2008 til 2010 og frávik 2011 frá meðaltali. ........................ 56 Tafla V11. Fjöldi brota á friðhelgi einkalífs 2008 til 2011, meðalfjöldi brota 2008 til 2010 og frávik 2011 frá meðaltali. .. 57 Tafla V12. Fjöldi skjalafalsbrota 2008 til 2011, meðalfjöldi brota 2008 til 2010 og frávik 20111 frá meðaltali. ........................ 57 Tafla V13. Fjöldi brota gegn áfengislögum 2008 til 2011, meðalfjöldi brota 2008 til 2010 og frávik 2011 frá meðaltali. .. 57 Tafla V14. Fjöldi brota gegn valdstjórninni 2008 til 2011, meðalfjöldi brota 2008 til 2010 og frávik 2011 frá meðaltali. .. 58 Tafla V15. Fíkniefni sem lögregla og tollgæsla lagði hald á árin 2005 til 2011. .......................... 59 Tafla V16. Fjöldi haldlagninga lögreglu og tollgæslu árin 2005 til 2011. .......................... 60 Tafla V17. Fjöldi brota miðað við 10.000 íbúa á árunum 2009 til 2011, eftir umdæmum. ......... 61 Tafla V18. Fjöldi brota miðað við 10.000 íbúa á árunum 2009 til 2011, eftir umdæmum. ......... 62

50

50


Afbrotatรถlfrรฆรฐi 2011

Viรฐaukar

51

51


Afbrotatölfræði 2011

Viðauki I: Umdæmi lögreglustjóra Akranes

Sauðárkrókur

Akraneskaupstaður

Sveitarfélagið Skagafjörður Akrahreppur

Akureyri Akureyrarkaupstaður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Hörgársveit Eyjafjarðasveit Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur

Selfoss

Bláskógabyggð Flóahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Hrunamannahreppur Hveragerðisbær Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarfélagið Árborg Sveitarfélagið Ölfus

Blönduós

Húnaþing vestra Blönduósbær Sveitarfélagið Skagaströnd Skagabyggð Húnavatnshreppur

Seyðisfjörður

Vopnafjarðarhreppur Fljótsdalshérað Fljótsdalshreppur Borgarfjarðarhreppur Seyðisfjarðarkaupstaður

Borgarnes

Skorradalshreppur Hvalfjarðarsveit Borgarbyggð Dalabyggð

Snæfellsnes

Grundarfjarðarbær Helgafellssveit Stykkishólmsbær Eyja- og Miklaholtshreppur Snæfellsbær

Eskifjörður

Fjarðabyggð Breiðdalshreppur Djúpavogshreppur Sveitarfélagið Hornafjörður

Suðurnes

Reykjanesbær Grindavíkurbær Sandgerðisbær Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar

Húsavík

Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Norðurþing Tjörneshreppur Svalbarðshreppur Langanesbyggð

Vestfirðir

Skaftárhreppur Mýrdalshreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur

Bolungarvíkurkaupstaður Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Tálknafjarðarhreppur Vesturbyggð Súðavíkurhreppur Árneshreppur Kaldrananeshreppur Strandabyggð

Höfuðborgarsvæðið

Vestmannaeyjar

Hvolsvöllur

Reykjavíkurborg Kópavogsbær Seltjarnarnesbær Garðabær Hafnarfjarðarkaupstaður Sveitarfélagið Álftanes Mosfellsbær Kjósarhreppur

Vestmannaeyjabær

52

52


Afbrotatölfræði 2011

Viðauki II: Töflur Tafla V1. Meðalíbúafjöldi á Íslandi 2009 til 2011 eftir umdæmum. 2009

2010

2011

Akranes

6.579,0

6.586,0

6.607,5

Akureyri

24.020,0

24.036,5

24.134,0

Blönduós

3.176,5

3.164,0

3.128,0

Borgarnes

5.038,5

4.877,5

4.838,5

Eskifjörður

7.433,0

7.364,0

7.371,0

Húsavík

4.970,5

4.916,5

4.878,0

Hvolsvöllur

4.465,5

4.403,0

4.362,0

201.079,0

201.624,0

202.967,5

4.318,0

4.327,5

4.268,0

Höfuðborgarsvæðið Sauðárkrókur Selfoss

15.438,5

15.299,0

15.242,5

Seyðisfjörður

5.221,0

5.018,5

4.960,0

Snæfellsnes

3.921,0

3.911,0

3.927,5

Suðurnes

21.451,5

21.223,5

21.165,0

Vestfirðir

7.276,5

7.151,5

6.996,0

Vestmannaeyjar

4.110,5

4.138,5

4.168,0

318.499,0

318.041,0

319.013,5

Landið allt

Tafla V2. Skipting umdæma í landsvæði. Höfuðborgarsvæðið Höfuðborgarsvæðið

Vesturland og Vestfirðir Akranes

Norðurland

Austurland

Suðurland

Akureyri

Eskifjörður

Hvolsvöllur

Borgarnes

Blönduós

Seyðisfjörður

Selfoss

Snæfellsnes

Húsavík

Suðurnes

Vestfirðir

Sauðárkrókur

Vestmannaeyjar

53

53


Afbrotatölfræði 2011

Tafla V3. Fjöldi og hlutfall brota, samkvæmt skráningum í málaskrá 2011, eftir tegund þeirra og umdæmum.23

Samtals

% af heild

% innan emb.

Fjöldi

Umferðarlagabrot

% af heild

Fjöldi

% innan emb.

Sérrefsilagabrot

% af heild

% innan emb.

Fjöldi

Hegningarlagabrot

Akranes

202

30,4

1,6

67

10,1

1,7

396

59,5

1,2

665

Akureyri

618

31,4

4,9

328

16,6

8,1

1.024

52,0

3,5

1.970

81

9,0

0,6

18

2,0

0,4

797

89,0

1,6

896

Borgarnes

209

6,1

1,7

82

2,4

2,0

3.128

91,5

6,0

3.419

Eskifjörður

162

7,9

1,3

113

5,5

2,8

1.768

86,5

3,6

2.043

Húsavík

95

21,0

0,8

62

13,7

1,5

295

65,3

0,8

452

Hvolsvöllur

96

9,9

0,8

86

8,8

2,1

790

81,3

1,7

972

8.898

26,3

70,4

2.263

6,7

56,0

22.694

67,0

59,4

33.855

Ríkislögreglustjóri

76

45,5

0,6

91

54,5

2,3

0

0,0

0,3

167

Ríkissaksóknari

37

92,5

0,3

1

2,5

0,0

2

5,0

0,1

40

Sauðárkrókur

75

27,3

0,6

22

8,0

0,5

178

64,7

0,5

275 5.979

Blönduós

Höfuðborgarsvæðið

Selfoss

576

9,6

4,6

191

3,2

4,7

5.212

87,2

10,5

Seyðisfjörður

83

18,9

0,7

36

8,2

0,9

320

72,9

0,8

439

Sérstakur saksóknari

78

60,0

0,6

52

40,0

1,3

0

0,0

0,2

130

Snæfellsnes

46

8,7

0,4

25

4,7

0,6

459

86,6

0,9

530

Suðurnes

976

24,9

7,7

397

10,1

9,8

2.539

64,9

6,9

3.912

Vestfirðir

188

22,4

1,5

110

13,1

2,7

540

64,4

1,5

838

Vestmannaeyjar

143

32,6

1,1

95

21,6

2,4

201

45,8

0,8

439

12.639

22,2

100

4.039

7,1

100

40.343

70,8

100

57.021

Landið allt

Tafla V4. Fjöldi ofbeldisbrota 2008 til 2011, meðalfjöldi brota 2008 til 2010 og frávik 2011 frá meðaltali. Manndráp (211. gr.) Manndráp af gáleysi (215. gr.)

2009

2010

0

1

2

2011

Meðaltal 08-10 Frávik % 3

--24

1,0

2

4

7

2

4,3

--

1.012

868

945

823

941,7

-12,6

214

225

180

197

206,3

-4,5

68

31

23

37

40,7

-9,0

15

20

14

13

16,3

-20,4

3

4

4

3

3,7

--

2

2

0

0

1,3

--

1.316

1.155

1.175

1.078

1.215,3

-11,3

Líkamsárás (217. gr.) Líkamsárás meiriháttar/stórfelld (218. gr.) Líkamsmeiðingar af gáleysi (219. gr.) Lífi eða heilsu stefnt í háska (220. gr.) Manndráp, tilraun (211. gr. sbr. 20. gr.) Líkamsmeiðingar, annað Samtals

2008

23

Sem dæmi um það hvernig lesa má út úr töflunni sést að fjöldi hegningarlagabrota í umdæmi lögreglustjórans á Sauðárkróki var 75 brot, eða 0,6% allra slíkra brota á landinu. Af heildarfjölda brota innan umdæmisins voru hegningarlagabrot á Sauðárkróki hins vegar 27%. 24 Frávik er ekki reiknað ef fjöldi brota árið 2011 er 8 brot eða minna, þetta er merkt með „--“.

54

54


Afbrotatölfræði 2011 Tafla V5. Fjöldi kynferðisbrota 2008 til 2011, meðalfjöldi brota 2008 til 2010 og frávik 2011 frá meðaltali. Blygðunarsemisbrot (209. gr.)

2008

2009

201025

Nauðgun (194.1-194.2 gr.) Klám/barnaklám (1.-4.mgr. 210 gr.) Kynferðisbrot gegn börnum (200.-202. og 204. gr.) Kynferðisleg áreitni (199. gr.) Vændi (1.-4.mgr. 206. gr.) Annað (197.-198. gr.) Samtals

2011

Meðaltal 08-10

Frávik %

50

24

49

45

41,0

9,8

96

99

98

128

97,7

31,1

36

14

20

22

23,3

-5,7

148

139

97

114

126,7

-10,0

22

26

21

35

23,0

52,2

11

10

37

13

20,7

-37,1

5

6

1

8

4,0

100,0

368

318

323

365

336,3

8,5

Tafla V6. Fjöldi auðgunarbrota 2008 til 2011, meðalfjöldi brota 2008 til 2010 og frávik 2011 frá meðaltali. 2008

2009

2010

4.332

5.114

4.920

2011 4.203

Meðaltal 08-10

Þjófnaðir (244. gr.)

4.789

Frávik % -12,2

Innbrot (244. gr.)

2.731

3.524

2.866

1.900

3.040

-37,5

Fjársvik (248. gr.)

521

408

367

425

432

-1,6

Hylming (254. gr.)

166

162

165

136

164

-17,2

Gripdeild (245. gr.)

92

122

69

75

94

-20,5

Fjárdráttur (247. gr.)

98

93

92

147

94

55,8

Rán (252. gr.)

43

60

42

42

48

-13,1

Auðgunarbrot, annað

46

78

87

131

70

86,3

8.608

7.059

8.733

-19,2

Samtals

8.029

9.561

Tafla V7. Fjöldi fíkniefnabrota 2008 til 2011, meðalfjöldi brota 2008 til 2010 og frávik 2011 frá meðaltali. 2008

2009

2010

2011

1.198

883

984

1.239

1.022

25,0

Innflutningur (4. mgr. 2. gr. 65/74)

104

101

95

83

100

-12,0

Sala, dreifing (4. mgr. 3. gr. 65/74)

110

89

99

122

99

23,2

49

167

235

223

150

-8,0

Varsla, neysla (4. mgr. 2. gr. 65/74)

Framleiðsla (4. gr. 65/74) Ýmis fíkniefnabrot Samtals

Meðaltal 08-10

Frávik %

129

87

124

152

113

24,7

1.590

1.327

1.537

1.819

1.485

19,0

25 Tölum hér ber ekki saman við töflu v5 í viðauka í Afbrotatölfræði 2010. Það ár birtust rangar tölur um „blygðunarsemisbrot“, „nauðgun“ og „vændi“ fyrir árin 2007-2010. Þá voru fjöldatölur yfir „kynferðisbrot gegn börnum“ árið 2009 rangar í töflunni. Í öðrum töflum í skýrslunni voru tölur um kynferðisbrot hins vegar réttar.

55

55


Afbrotatölfræði 2011 Tafla V8. Fjöldi umferðarlagabrota26 2008 til 2011, meðalfjöldi brota 2008 til 2010 og frávik 2011 frá meðaltali. 2008

2009

2010

2011

Meðaltal 08-10

Frávik %

579

453

616

642

549,3

16,9

1.075

999

752

977

942,0

3,7

39.223

43.013

40.012

25.332

40.749,3

-37,8

330

180

258

374

256,0

46,1

1.920

1.450

1.293

1.229

1.554,3

-20,9

13.274

9.242

11.706

11.789

11.407,3

3,3

56.401

55.337

54.637

40.343

55.458,3

-27,3

Akstur gegn rauðu ljósi (5. gr. 50/87) Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna (45. gr. 50/87)27 Of hraður akstur (37. gr. 50/87) Stöðvunarskylda ekki virt (5. og 25. gr. 50/87)28 Ölvun við akstur (45. gr. 50/87) Önnur umferðarlagabrot Samtals

Tafla V9. Fjöldi eignaspjalla 2008 til 2011, meðalfjöldi brota 2008 til 2010 og frávik 2011 frá meðaltali. Eignaspjöll, minniháttar (1. mgr. 257. gr.) Eignaspjöll, meiriháttar (2. mgr. 257. gr.) Samtals

2008

2009

2010

2011

Meðaltal 08-10

Frávik %

2.956

2.993

2.941

2.378

2.963,3

-19,8

76

83

59

50

72,7

-31,2

3.032

3.076

3.000

2.428

3.036,0

-20,0

Tafla V10. Fjöldi nytjastulda 2008 til 2011, meðalfjöldi brota 2008 til 2010 og frávik 2011 frá meðaltali. Nytjastuldur vélknúinna farartækja (1. mgr. 259. gr.) Nytjastuldur, annað (2. mgr. 259. gr.) Samtals

2008

2009

2010

2011

Meðaltal 08-10

Frávik

386

475

397

388

419

-7,5

22

14

23

19

20

-3,4

408

489

420

407

439

-7,3

26

Umferðaróhöpp eru ekki talin með og því eru tölur aðrar en í tölfræðiskýrslum 2003 til 2004. Lög sem tóku gildi um mitt ár 2006. 28 Í Afbrotatölfræðiskýrslum fyrir árin 2008-2010 voru ranglega ekki talin með brot sem féllu undir 25. gr. 50/87. Þetta hefur nú verið leiðrétt og því ber tölum um stöðvunarskyldu ekki saman við Afbrotatölfræði 2008-2010. 27

56

56


Afbrotatölfræði 2011 Tafla V11. Fjöldi brota á friðhelgi einkalífs 2008 til 2011, meðalfjöldi brota 2008 til 2010 og frávik 2011 frá meðaltali. Húsbrot (231. gr.) Ofsóknir, áminningar (232. gr.) Hótanir (233. gr.) Ærumeiðingar (234. gr.)

2008

2009

2010

2011

Meðalta 08-10l

Frávik %

250

237

271

166

252,7

-34,3

10

7

4

3

7,0

-57,1

238

224

289

278

250,3

11,1

43

34

35

31

37,3

-17,0

Brot gegn nálgunarbanni (232. gr.)

7

3

4

9

4,7

92,9

Brot gegn friðhelgi, ýmislegt

8

10

17

20

11,7

71,4

556

515

620

507

563,7

-10,1

Samtals

Tafla V12. Fjöldi skjalafalsbrota 2008 til 2011, meðalfjöldi brota 2008 til 2010 og frávik 20111 frá meðaltali. Fölsun, peningafals (150.–153. gr.) Fölsun á annars konar gjaldmiðli en peningum (154. gr.) Fölsun, skjalafals (155 gr.) – Skjöl, misnotkun skjala (157. gr.) Skjalafals, rangfærsla skjala til að blekkja með því í lögskiptum (158. gr.) Skjöl, röng notkun stimpils eða merkis (159. gr.) Skjöl, önnur gagnabrot Samtals

2008

2009

2010

2011

Meðaltal 08-10

Frávik %

228

241

211

37

19,3

91,4

5

10

2

0

5,7

--

296

309

299

144

165,3

-12,9

38

84

62

74

61,3

20,7

3

7

3

14

4,3

223,1

13

14

27

21

18,0

16,7

5

5

4

2

4,7

--

278

290

268

292

278,7

4,8

Tafla V13. Fjöldi brota gegn áfengislögum 2008 til 2011, meðalfjöldi brota 2008 til 2010 og frávik 2011 frá meðaltali. Ólöglegur tilbúningur áfengis (bruggun) (6. gr. 75/98) Ólögleg sala áfengis (10. gr. 75/98) Brot á reglum um áfengisauglýsingar (20. gr. 75/98) Ölvun á almannafæri (21. gr. 75/98) Áfengislög, ýmislegt Samtals

2008

2009

2010

2011

Meðaltal 08-10

Frávik %

9

12

27

20

16,0

25,0

7

11

25

7

14,3

15

29

38

7

27,3

790

497

578

552

621,7

-11,2

64

54

112

79

76,7

3,0

885

603

780

665

756,0

-12,0

57

57


Afbrotatölfræði 2011

Tafla V14. Fjöldi brota gegn valdstjórninni 2008 til 2011, meðalfjöldi brota 2008 til 2010 og frávik 2011 frá meðaltali. Ofbeldi gagnvart lögreglumanni (106.-107. gr.) Hótun um ofbeldi gagnvart lögreglumanni (106.-107. gr.) Ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni (106.-107. gr.) Hótun um ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni (106.-107. gr.) Fyrirmælum lögreglu ekki hlýtt (19. gr. 90/96) Bann við að tálma lögreglu í störfum sínum (21. gr. 90/96) Innsigli, innsiglisrof (113. gr.) Brot gegn valdstjórninni, annað Samtals

2008

2009

2010

2011

Meðaltal 08-10

Frávik %

118

110

77

74

114,0

-27,2

79

66

43

60

72,5

-4,3

12

8

8

13

10,0

39,3

16

11

9

9

13,5

-25,0

170

133

136

120

151,5

-18,0

12

11

12

5

11,5

-57,1 150,0

2

1

3

5

1,5

23

28

13

9

25,5

-57,8

432

368

301

295

400,0

-19,6

58

58


40,8

59

2,5

136,2

0,0

LSD (stk.)

LSD (ml)

0,0

4.346,0

Heróín (g)

1.518,5

E-töflur (g)

E-töflur (stk.)

--

1.138,8

--

3.987,2

Kókaín (ml)

Kókaín (g)

Metamfetamín (stk.)

Metamfetamín (g)

Amfetamín (ml)

986,3

8.931,9

Amfetamín (g)

Amfetamín (stk.)

3.171,1

Kannabisstönglar (g)

0,0

129,0

5,6

2.200,5

83,5

0,9

12.840,4

--

0,9

7,4

181,3

46.828,4

7.566,5

447,1 28.257,1

405,8

4.322,8

11.138,9

4.831,7

1.209,0

0,0

7,0

31.603,4

2006

Tóbaksblandað hass (g) Kannabislauf (g)

3.205,3

Maríhúana (g)

892,0

Plöntur (g)

Plöntur (stk.)

15,9

123,7

Fræ (g)

Fræ (stk.)

20.772,2

Hass (g)

2005

0,0

1.701,0

12,2

26.075,5

14.083,3

1.845,0

6.468,9

--

11,0

47,0

35,0

32.458,0

321,5

4.810,3

443,8

3.514,6

6.066,1

1.141,0

0,0

0,0

8.711,0

2007

0,0

407,0

0,0

3.885,0

117,2

0,0

7.720,7

--

0,0

402,0

8,0

10.741,3

910,1

4.382,3

358,2

6.623,8

3.429,7

893,0

30,0

0,3

233.439,7

2008

0,0

6,0

0,1

10.221,0

4,8

0,0

5.391,1

5.995,0

1,7

0,0

0,0

80.068,7

417,4

31.497,1

163,2

54.967,6

10.836,8

11.713,0

0,0

0,0

25.918,2

2009

Tafla V15. Fíkniefni sem lögregla og tollgæsla lagði hald á árin 2005 til 2011.

0,0

504,0

0,0

15.084,0

155,1

0,0

5.684,2

0,0

10,5

25.515,0

1,5

11.136,5

3.952,5

30.165,1

379,2

27.033,2

1.447,0

9.339,0

0,0

0,0

14.715,5

2010

0,0

4.489,0

0,0

78.098,5

287,1

0,0

3.887,9

0,0

17,0

1.588,0

7,5

31.838,9

6.678,6

47.114,2

321,1

29.834,4

12.685,4

7.570,0

5,0

0,0

1.827,0

2011

59

Afbrotatölfræði 2011


60

32

15

Kannabisplöntur

Kannabisstönglar

Maríhúana Tóbaksblandað hass Samtals

LSD 389 583 5.112

484

2.484

22

330

19

781

141

17

2

957

142

1.729

2006

292

27

100

23

Kannabislauf

Kókaín

18

0

663

95

735

Kannabisfræ

Heróín

Hass

E-töflur

Amfetamín

2005

4.165

504

458

53

405

9

295

60

0

4

746

223

1.408

2007

3.439

401

667

15

368

17

222

58

4

0

622

134

931

2008

Tafla V16. Fjöldi haldlagninga lögreglu og tollgæslu árin 2005 til 2011.

2.788

221

628

2

322

13

652

106

0

1

184

34

625

2009

3.114

308

853

4

330

22

459

122

0

0

167

17

832

2010

383 3.551

1093

4

317

29

475

116

1

0

113

75

945

2011

60

Afbrotatölfræði 2011


61

37,1

75,4

Vestfirðir

Vestm.eyjar

29

51,3

Suðurnes

36,9

82,2

37,8

38,2

23,0

21,9

35,3

11,6

9,1 38,6

18,3

42,1

39,0

25,3

32,9

33,4

2010

33,8

86,4

34,3

48,7

17,8

16,1

40,7

18,7

34,4 31,9

12,3

32,6

16,5

32,0

36,5

48,4

2011

10,0

53,5

9,6

14,9

5,1

0,0

20,1

4,6

2,2 8,9

16,1

8,1

6,0

0,0

8,7

6,1

2009

10,2

19,3

23,8

12,7

2,6

0,0

10,5

0,0

2,3 9,9

8,1

6,8

0,0

6,3

13,3

15,2

2010

Kynferðisbrot

11,4

43,2

5,7

13,7

0,0

8,1

14,4

11,7

2,3 10,8

8,2

13,6

8,3

3,2

8,7

30,3

2011

300,2

85,1

68,7

218,2

56,1

51,7

262,3

76,4

152,3 383,0

50,3

88,8

188,5

47,2

152,8

183,9

2009

270,7

120,8

102,1

203,5

63,9

79,7

286,9

67,0

77,2 336,3

59,0

67,9

293,2

66,4

126,5

170,1

2010

Auðgunarbrot

Að meðtöldum brotum sem falla undir ríkislögreglustjóra, ríkissaksóknara og sérstakan saksóknara.

36,3

63,8

Landið allt29

17,2

26,9 34,0

Hvolsvöllur Höfuðb.svæðið

Snæfellsnes

44,3

Húsavík

Seyðisfjörður

21,5

Eskifjörður

27,8

21,8

Borgarnes

37,6

15,7

Blönduós

Selfoss

42,9

Akureyri

Sauðárkrókur

39,5

Akranes

2009

Manndráp og líkamsmeiðingar

221,3

72,0

88,6

199,4

53,5

64,5

186,3

65,6

100,9 267,5

73,8

93,6

221,1

159,8

112,3

101,4

2011

Tafla V17. Fjöldi brota miðað við 10.000 íbúa á árunum 2009 til 2011, eftir umdæmum.

41,7

102,2

9,6

69,9

23,0

17,2

45,3

30,1

9,0 40,1

6,0

14,8

73,4

47,2

50,4

45,6

2009

48,3

164,3

23,8

74,0

15,3

21,9

42,5

23,1

36,3 49,1

10,2

31,2

57,4

28,4

47,8

27,3

2010

Fíkniefnabrot

57,0

136,8

18,6

76,1

17,8

18,1

49,2

18,7

137,6 56,4

22,6

67,8

78,5

25,6

56,4

63,6

2011

1.737,4

484,1

625,3

1.461,4

765,1

1.300,5

4.400,0

1.000,5

3.990,6 1.225,2

1.229,3

3.214,0

20.708,5

3.607,7

642,8

1.216,0

2009

1.717,9

616,2

639,0

1.452,6

1.173,6

811,0

6.993,9

635,5

2.393,8 1.354,4

577,6

2.358,8

12.754,5

2.970,9

372,4

851,8

2010

2011

482,2

771,9

1.199,6

1.168,7

645,2

3.419,4

417,1

1.811,1 1.118,1

604,8

2.398,6

6.464,8

2.548,0

424,3

599,3

61

1.264,6

Umferðarlagabrot

Afbrotatölfræði 2011


62

39,4

Sauðárkrókur

30

96,6

2010

94,3

145,0

110,5

113,1

15,3

29,9

116,3

62,4

95,9

43,2

79,3

51,6

159,9

91,7

77,4

110,8

76,1

100,8

80,0

105,4

20,4

36,3

92,5

51,5

75,7

59,6

71,8

52,9

111,6

41,6

65,1

86,3

2011

15,4

4,9

4,1

16,8

10,2

5,7

7,8

9,3

20,0

6,7

0,0

1,3

4,0

0,0

5,0

7,6

2009

13,2

4,8

7,0

4,2

7,7

2,0

7,8

4,6

17,9

4,5

2,0

4,1

4,1

3,2

5,8

4,6

2010

Nytjastuldur

12,8

4,8

5,7

6,6

15,3

2,0

13,1

7,0

16,2

2,3

2,1

4,1

10,3

9,6

6,6

0,0

2011

16,2

12,2

16,5

21,4

10,2

3,8

29,8

16,2

15,0

35,8

8,0

12,1

19,8

9,4

15,4

13,7

2009

19,5

21,7

22,4

22,6

25,6

8,0

41,8

13,9

19,4

13,6

16,3

13,6

8,2

6,3

12,5

16,7

2010

15,9

19,2

17,2

25,5

0,0

22,2

18,4

7,0

15,5

9,2

24,6

9,5

20,7

9,6

12,8

13,6

2011

Friðhelgi einkalífs

Að meðtöldum brotum sem falla undir ríkislögreglustjóra, ríkissaksóknara og sérstakan saksóknara.

Landið allt30

119,2

53,6

Vestm.eyjar

Vestfirðir

48,5

147,8

Snæfellsnes

Suðurnes

53,6

Seyðisfjörður

110,8

99,2

Höfuðb.svæðið

Selfoss

51,5

37,7

Eskifjörður

66,4

83,4

Borgarnes

Hvolsvöllur

22,0

Blönduós

Húsavík

93,3

Akureyri

2009

129,2

Akranes

Eignaspjöll

9,1

4,9

1,4

28,9

5,1

9,6

6,5

2,3

7,6

11,2

2,0

5,4

9,9

6,3

10,8

9,1

2009

8,4

16,9

2,8

20,3

2,6

6,0

9,8

0,0

8,3

2,3

6,1

4,1

4,1

3,2

5,0

4,6

2010

Skjalafals

Tafla V18. Fjöldi brota miðað við 10.000 íbúa á árunum 2009 til 2011, eftir umdæmum.

9,2

7,2

11,4

35,0

7,6

4,0

3,3

2,3

7,8

2,3

0,0

4,1

10,3

3,2

6,6

10,6

2011

18,9

56,0

19,2

37,8

25,5

21,1

16,8

4,6

13,9

13,4

6,0

29,6

15,9

6,3

37,9

36,5

2009

24,5

62,8

14,0

38,2

12,8

25,9

31,4

13,9

19,6

27,3

18,3

28,5

20,5

6,3

50,3

30,4

2010

20,8

48,0

31,4

40,6

5,1

20,2

33,5

4,7

15,2

16,0

24,6

21,7

16,5

12,8

42,7

21,2

2011

Áfengislagabrot

11,6

36,5

4,1

30,3

12,8

7,7

7,1

6,9

10,3

9,0

10,1

8,1

15,9

9,4

10,4

4,6

2009

62

9,5

19,3

8,4

14,6

10,2

12,0

9,2

6,9

9,5

9,1

6,1

9,5

2,1

0,0

7,9

4,6

2010

Brot gegn valdstjórninni

9,2

9,6

7,1

13,7

45,8

18,1

13,8

7,0

8,8

11,5

2,1

10,9

6,2

0,0

4,6

0,0

2011

Afbrotatölfræði 2011


2010

2009

2008

0 0 0 0 5 39 1 12 2 7 0 3 0 1 0 0 0 0 0 0 8 62 3 8 3 5 2 6 0 2 0 5 0 4 0 0 0 0 5 22 5 6 17 146 10 96 1 23 0 3 0 2 0 6 0 2 0 6 28 284 -1 -155 6 64 0 0 0 1 0 4 2 6 8 75 -2 10 0 2 5 37 116 4.596 0 9 19 64 38 504 178 5.212 -97 -5.488 22 138 0 3 22 141 -5 -37

0 0 5 2 0 1 0 0 0 0 8 -3 0 2 0 1 1 0 0 4 4 23 6 1 0 0 2 0 0 32 -8 6 0 0 1 2 9 -2 0 6 197 7 10 100 320 -87 17 1 18 3

0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 6 0 0 10 0 47 63 63 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0

0 0 7 0 0 0 0 0 0 0 7 -2 0 0 0 0 0 0 0 0 -1 6 13 0 1 0 1 0 0 21 -4 6 0 0 0 1 7 1 0 22 282 0 9 146 459 0 8 0 8 2

0 0 75 11 6 11 0 0 0 0 103 22 8 10 1 10 0 0 0 29 2 230 131 13 18 5 14 2 9 422 -10 102 35 5 10 9 161 4 8 100 678 118 100 1.535 2.539 -544 211 12 223 -17

0 0 21 2 1 0 0 0 0 0 24 -3 1 1 0 2 0 0 0 4 -13 46 11 1 0 1 1 0 2 62 -11 7 0 3 0 3 13 -4 0 10 315 1 15 199 540 83 55 1 56 -23

0 0 28 6 2 0 0 0 0 0 36 2 1 7 1 3 6 0 0 18 10 20 4 4 0 1 0 0 1 30 -20 47 0 4 1 5 57 -11 5 10 22 14 16 134 201 -54 42 0 42 -18

3 2 823 137 60 37 13 0 3 0 1.078 -97 45 128 22 114 35 13 8 365 42 4.203 1.900 425 136 75 147 42 131 7.059 -1.549 1.239 83 122 223 152 1.819 282 642 977 25.332 374 1.229 11.789 40.343 -14.294 2.378 50 2.428 -572

2 7 945 123 57 23 14 0 4 0 1.175 20 49 98 20 97 21 37 1 323 5 4.920 2.866 367 165 69 92 42 87 8.608 -953 984 95 99 235 124 1.537 210 616 752 40.012 258 1.293 11.706 54.637 -700 2.941 59 3.000 -76

1 4 868 146 79 31 20 0 4 2 1.155 -161 24 99 14 139 26 10 6 318 -50 5.114 3.524 408 162 122 93 60 78 9.561 1.532 883 101 89 167 87 1.327 -263 453 999 43.013 180 1.450 9.242 55.337 -1.064 2.993 83 3.076 44

0 2 1.012 137 77 68 15 2 3 0 1.316 -97 50 96 36 148 22 11 5 368 19 4.332 2.731 521 166 92 98 43 46 8.029 1.852 1.198 104 110 49 129 1.590 -257 579 1.075 39.223 330 1.920 13.274 56.401 -3.368 2.956 76 3.032 -208

2007

2011

1 0 24 -7 2 5 0 1 2 0 0 10 5 48 13 8 0 0 0 0 0 69 19 48 0 1 0 1 50 27 0 19 1.405 1 25 318 1.768 31 38 1 39 1

Vestmannaeyjar

0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 -4 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 2 0 0 1 0 0 3 2 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 2 2 2 0 0 0 0

Vestfirðir

0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 0 1 0 0 2 2 1 2 9 1 0 12 0 15 40 -6 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 -2 1 0 1 1

Suðurnes

3 0 509 84 25 13 11 0 2 0 647 -131 19 81 17 67 18 10 8 220 20 3.311 1.463 326 101 58 91 38 42 5.430 -1.350 729 48 87 192 88 1.144 155 613 591 12.558 222 811 7.899 22.694 -4.613 1.513 23 1.536 -397

Snæfellsnes

Ríkissaksóknari

0 0 12 1 2 0 0 0 0 0 15 11 0 1 0 0 0 0 0 1 0 25 10 5 2 0 2 0 0 44 10 57 0 0 0 3 60 44 0 9 670 1 19 91 790 -264 24 2 26 7

Sérstakur saksóknari

Ríkislögreglustjórinn

0 0 14 2 3 3 1

Seyðisfjörður

Höfuðborgarsvæðið

0 0 0 1 8 5 0 1 1 1 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 10 8 2 -11 1 0 0 0 0 0 0 2 0 2 0 0 0 0 1 4 -1 4 20 41 15 55 5 1 1 7 8 0 0 1 0 0 1 2 50 107 29 -36 7 33 0 0 0 1 0 0 1 4 8 38 -1 10 0 0 11 36 695 2.933 0 0 11 32 80 127 797 3.128 -143 -3.093 13 51 0 3 13 54 -16 -24

Selfoss

Hvolsvöllur

Eskifjörður

0 1 67 12 4 4 0 0 0 0 88 9 4 11 1 4 1 0 0 21 -11 201 47 15 2 0 3 0 3 271 -33 88 0 14 11 23 136 21 12 89 501 1 55 366 1.024 129 155 2 157 -29

Borgarnes

Akureyri

0 0 22 3 6 1 0 0 0 0 32 10 0 1 0 16 0 3 0 20 10 44 18 1 0 0 3 0 1 67 -45 30 0 6 4 2 42 24 2 21 215 0 22 136 396 -165 56 1 57 -16

Blönduós

Akranes Manndráp (211. gr.) Mannsbani af gáleysi (215. gr.) Líkamsárás (217. gr.) Líkamsárás, líkamsmeiðingar minni (1. mgr. 218. gr.) Líkamsárás, líkamsmeiðingar meiri (2. mgr. 218. gr.) Líkamsmeiðingar af gáleysi (219. gr.) Líf eða heilsu stefnt í háska (220. gr. ) Látið farast fyrir að koma manni í lífsháska til bjargar (1. mgr. 221. gr.) Manndráp, tilraun (211. gr. sbr. 20. gr) Líkamsárás, brot gegn lífi og líkama - ýmislegt Ofbeldisbrot samtals Breytingar frá fyrra ári Blygðunarsemisbrot (209. gr.) Nauðgun (194.1-194.2 gr.) Klám/barnaklám (1.-4.mgr. 210 gr.) Kynferðisbrot gegn börnum (200.-202. og 204. gr.) Kynferðisleg áreitni (199. gr.) Vændi (1.-4.mgr. 206. gr.) Kynferðisbrot - annað (197.-198. gr.) Kynferðisbrot samtals Breytingar frá fyrra ári Þjófnaður (244. gr.)* Innbrot (244. gr.) Fjársvik (248. gr.) Hylming (254. gr.) Gripdeild (245. gr.) Fjárdráttur (247. gr.) Rán (252. gr.) Auðgunarbrot - ýmislegt Auðgunarbrot samtals Breytingar frá fyrra ári Varsla og meðferð fíkniefna (4. mgr. 2. gr. 65/74) Innflutningur fíkniefna (4. mgr. 2. gr. 65/74) Sala og dreifing fíkniefna (4. mgr. 3. gr. 65/74) Framleiðsla fíkniefna (4. gr. 65/74) Ýmis fíkniefnabrot Fíkniefnabrot samtals Breytingar frá fyrra ári Akstur gegn rauðu ljósi (5. gr. 50/87) Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna (45. gr. 50/87)* Of hraður akstur. Hraðamæling (37. gr. 50/87) Stöðvunarskylda ekki virt (5. gr. 50/87) Ölvun við akstur (45. gr. 50/87) Önnur umferðarlagabrot Umferðarlagabrot samtals Breytingar frá fyrra ári Eignaspjöll, minni háttar (1. mgr. 257. gr.) Eignaspjöll, meiri háttar (2. mgr. 257. gr.) Eignaspjöll samtals Breytingar frá fyrra ári

Sauðárkrókur

Húsavík 0 0 6 0 0 0 0 0 0 0 6 -3 0 1 0 3 0 0 0 4 0 24 6 4 0 0 0 0 2 36 7 9 0 0 0 2 11 6 0 11 149 0 21 114 295 11 34 1 35 -4

Fjöldi brota árið 2011 Helstu brotaflokkar

2 4 1.153 146 50 37 18 0 3 0 1.413 148 38 114 35 120 20 8 14 349 68 3.093 *Innbrot talin frá þjófnaðarbrotum 2.277 345 154 112 86 42 68 6.177 -419 1.488 104 104 31 120 1.847 -251 914 699 38.092 425 *Brot sem falla undir grein 25 í lögum 50/87 bætt við árin 2008-2010. 2.092 17.547 59.769 7.255 3.167 73 3.240 -232


Blönduós

Borgarnes

Eskifjörður

Húsavík

Hvolsvöllur

Höfuðborgarsvæðið

Ríkislögreglustjórinn

Ríkissaksóknari

Sauðárkrókur

Selfoss

Seyðisfjörður

Sérstakur saksóknari

Snæfellsnes

Suðurnes

Vestfirðir

Vestmannaeyjar

2011

2010

2009

14 2 16 2 20 0 0 10 1 0 31 1 0 0 10 6 0 0 0 16 4 2 0 2 95 4 103 -18 4 0 0 0 4 2 0 0 0 0 1 0 0 0 0 11 -8

3 0 3 2 2 0 0 1 0 0 3 1 0 0 1 0 0 0 0 1 0 0 0 0 4 0 4 2 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0

5 0 5 3 3 1 1 3 0 2 10 6 1 0 2 2 0 0 0 5 3 2 0 0 5 1 8 -2 0 1 0 0 1 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 3 2

2 1 3 0 2 0 0 5 0 0 7 -3 0 0 2 1 0 0 0 3 0 2 0 0 10 4 16 -5 1 1 2 0 3 0 0 0 0 0 1 0 0 0 0 8 1

1 0 1 0 10 0 0 2 0 0 12 4 0 0 0 0 0 0 0 0 -3 0 1 0 7 4 12 3 0 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 -2

1 0 1 -1 0 0 0 4 0 0 4 -2 0 0 1 0 0 0 0 1 0 0 0 1 5 1 7 -5 1 1 0 0 3 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 5 1

314 14 328 -32 80 8 2 187 25 12 314 -78 27 0 74 25 12 19 1 158 -10 5 4 2 254 43 308 -88 54 37 5 6 66 1 4 0 1 0 1 0 0 3 0 178 -14

0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 1 1 0 0 2 0 0 0 0 2 -2 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0

0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0

2 1 3 1 3 0 0 0 0 0 3 -3 0 0 1 0 0 0 0 1 1 0 0 0 1 1 2 -4 0 2 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 3 0

20 0 20 8 12 0 0 13 2 1 28 -36 1 0 1 3 0 0 0 5 -10 2 0 1 40 8 51 3 3 2 1 2 13 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 21 7

1 0 1 0 1 0 0 5 2 3 11 7 0 0 0 2 0 0 0 2 -1 0 0 0 10 0 10 -3 0 5 1 0 2 0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 9 3

0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 3 0 0 0 0 3 3 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0

6 0 6 3 0 0 0 0 0 0 0 -10 0 0 1 2 0 0 0 3 2 1 0 0 1 0 2 -3 7 7 3 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 18 14

13 1 14 5 23 0 0 28 1 2 54 6 3 0 36 32 2 1 0 74 31 3 1 1 72 9 86 5 2 3 0 1 23 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 29 -2

4 0 4 -1 3 0 0 9 0 0 12 -4 0 0 7 1 0 0 0 8 6 1 0 0 17 4 22 12 2 1 0 0 2 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 5 -1

2 0 2 0 2 0 0 6 0 0 8 -1 0 0 3 0 0 0 0 3 -4 0 1 0 19 0 20 -6 0 0 0 0 3 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 4 -4

388 19 407 -13 166 9 3 278 31 20 507 -113 37 0 144 74 14 21 2 292 24 20 7 7 552 79 665 -115 74 60 13 9 120 5 5 0 1 0 3 0 1 4 0 295 -6

397 23 420 -69 271 4 4 289 35 17 620 105 21 2 149 62 3 27 4 268 -22 27 25 38 578 112 780 177 77 43 8 9 136 12 3 0 2 0 3 1 4 3 0 301 -67

475 14 489 81 237 3 7 224 34 10 515 -41 13 10 157 84 7 14 5 290 12 12 11 29 497 54 603 -282 110 66 8 11 133 11 1 1 3 1 0 1 9 10 3 368 -64

2007

Akureyri

Nytjastuldur vélknúinna farartækja (1. mgr. 259. gr.) Nytjastuldur - annað (2. mgr. 259. gr.) Nytjastuldur samtals Breytingar frá fyrra ári Húsbrot (231. gr.) Brot gegn nálgunarbanni (232. gr.) Ofsóknir (232. gr.) Hótanir (233. gr.) Ærumeiðingar (234. gr.) Friðhelgi, brot gegn friðhelgi - ýmislegt Brot gegn friðhelgi einkalífs samtals Breytingar frá fyrra ári Peningafals (150-153. gr.) Fölsun á annars konar gjaldmiðlum en peningum (154. gr.) Fölsun, skjalafals (155. gr.) Skjal, misnotkun skjals (157. gr.) Skjalafals, rangfærsla skjala til að blekkja með því í lögskiptum (158. gr.) Skjöl, röng notkun stimpils eða merkis (159. gr.) Skjöl, önnur gagnabrot Skjalafals samtals Breytingar frá fyrra ári Ólöglegur tilbúningur áfengis (bruggun) (6. gr. 75/98) Ólögleg sala áfengis (10. gr. 75/98) Brot á reglum um áfengis­auglýsingar (20. gr. 75/98) Ölvun á almannafæri (21. gr. 75/98) Áfengislög - ýmislegt Brot gegn áfengislögum samtals Breytingar frá fyrra ári Lögreglumenn, ofbeldi gagnvart lögreglumönnum (106.-107. gr.) Hótun um ofbeldi gagnvart lögreglumanni (106.-107. gr.) Opinber starfsmaður, ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni (106.-107. gr.)* Hótun um ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni (106.-107. gr.) Fyrirmælum lögreglu ekki hlýtt (19. gr. 90/96) Bann við að tálma lögreglu í störfum sínum (21. gr. 90/96) Innsigli, innsiglirof og skemmdir á opinberri auglýsingu (113. gr.) Mútur (109. gr.) Fangar, aðstoð við fanga eða brotamann til að losna úr haldi (111.-112. gr.) Fangar sammælast um strok úr fangelsi (110. gr.) Ofbeldi, nauðung eða hótun skv. 233 gr. vegna skýrslugjafar þolanda hjá lögreglu eða fyrir dómi (108. gr.) Aðili tekur að sér eitthvert opinbert vald, sem hann ekki hefur (116. gr.) Einkennisföt eða merki sem áskilið er stjórnvöldum notað vísvitandi eða af gáleysi (117. gr.) Opinber starfsmaður, önnur tálmun á starfi opinbers starfsmanns (106.-107. gr.) Brot gegn valdstjórninni - ýmislegt Brot gegn valdstjórninni samtals Breytingar frá fyrra ári

2008

Akranes 0 0 0 -3 5 0 0 4 0 0 9 -2 5 0 0 0 0 1 1 7 4 2 0 0 12 0 14 -6 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 -3

Fjöldi brota árið 2010 Helstu brotaflokkar

386 421 22 15 408 436 -28 -42 250 192 7 9 10 21 238 316 43 31 8 6 556 575 -19 -151 24 75 5 11 190 155 38 67 3 9 13 13 5 3 278 333 -55 37 9 10 7 11 15 10 790 1.173 64 105 885 1.309 -424 -298 118 120 79 65 12 12 *Upphlaup, ofbeldi mannsafnaðar gagnvart opinberum starfsmanni fellur hér undir 16 31 170 152 12 16 2 8 0 1 1 1 0 2 1 1 2 1 8 2 11 15 0 0 432 427 5 111


Afbrotatรถlfrรฆรฐi 2011


Ríkislögreglustjórinn

Afbrotatölfræði 2011

Afbrotatölfræði 2011


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.