Stjarnan Bikar 2020

Page 1

Stjarnan karfa Stjarnan körfuknattleiksdeild

Undanúrslit í bikarkeppninni Laugardalshöll 12. febrúar kl. 20:15

Stjarnan - Tindastóll


Efnisyfirlit Pistill formanns

6

Leikmenn 2019 - 2020

8-9

Nikolas Tomsick #5

11

Myndasyrpa frá 2018 - 2019 Arnar Guðjónsson

15

Bikarsagan

16 - 17

Meistaraflokkur kvenna

18

10. Flokkur drengja tímabilið 2018/2019

19

Tómas Þórður Hilmarsson #11

20

Útgefandi: Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar. Ábyrgðarmaður: Hilmar Júlíusson Pennar: Gunnar K. Sigurðsson, Sverrir Salberg Magnússon og Hilmar Júlíusson Ljósmyndir: Bára Dröfn Kristinsdóttir og Sverrir Salberg Magnússon. Umbrot og prentun: Svansprent

Við styrkjum Stjörnuna

Tunguhálsi 7

2

12 - 13

110 Reykjavík

554 1989

www.gardlist.is


– fyrir þig


ÁSGARÐSLAUG

Nýendurbætt sundlaug, 25 m útilaug samtengd við litla barnalaug. Gufubað, heitir pottar og kaldur pottur, líkamsrækt. Góð aðstaða fyrir fatlaða. Afgreiðslutími: Mánud - föstud kl. 06:30 – 22:00 Laugard og sunnud kl. 08:00 – 18:00 Íþróttamiðstöðin Ásgarður Sími: 550 2300 gardabaer.is

SUNDLAUGAR GARÐABÆJAR ÁLFTANESLAUG

Eina öldulaug landsins og stærsta vatnsrennibrautin 10 m há og 80 m löng. Útilaugin er 25 m, innanhúslaug, heitir pottar, buslulaug, gufuböð og líkamsrækt. Góð aðstaða fyrir fatlaða. Afgreiðslutími: Mánud - föstud kl. 06:30 – 21:00 Laugard og sunnud kl. 09:00 – 18:00 Breiðumýri, Álftanes, Sími: 550 2350


Rafmagnið hefur eignast Mercedes. EQC — 100% rafmagnaður

EQC er 100% rafmagnaður sportjeppi frá Mercedes-Benz. Hann er kraftmikill, með allt að 417 km drægi og búinn hinu einstaka 4MATIC fjórhjóladrifi sem hentar vel fyrir íslenskar aðstæður. Hann hefur einnig hið margrómaða MBUX margmiðlunarkerfi, stórt stafrænt mælaborð og býr yfir allra nýjustu öryggis- og aksturskerfum frá Mercedes-Benz.

Verð frá 9.290.000 kr. Komdu og reynsluaktu nýjum EQC. Við tökum vel á móti þér.

ASKJA · Krókhálsi 11-13 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

Þú finnur Mercedes-Benz Íslandi á Facebook og Instagram


Pistill formanns Árið 2019 var viðburðarríkt ár hjá Kkd Stjörnunnar. Mfl karla varð deildarmeistari í fyrsta sinn og bikarmeistari í 4. sinn á 10 árum. Mfl kvenna komst í oddaleik í undanúrslitum Dominos deildarinnar og í úrslit bikarkeppninnar. En ánægulegast var að sjá gróskuna í yngri flokkum félagsins. En árið gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Mfl kvenna var lagður niður tímabundið og er því máli gerð góð skil annarstaðar í blaðinu. En það er skýr sýn hjá stjórn deildarinnar hvernig uppbyggingin kvennamegin fari fram. Meistaraflokkarnir stóðu sig vel, stelpurnar hársbreidd frá því að komast í úrslitarimmuna um íslandsmeistaratitilinn og strákarnir deildar og bikarmeistarar en að sjálfsögðu vonbrigði að detta út í oddaleik í undanúrslitum. Árangur yngri flokkanna var frábær. Hæst ber árangur Stjörnunnar á bikarhelginni þegar fjórir titlar unnust í yngri flokkunum og eins nokkrir íslandsmeistarartitlar duttu í hús. En það hefur oft komið fram að titlar eru ekki mælikvarði á árangur í yngri flokkunum. Gríðalega fjölmennir flokkar eru að koma upp og sérstaklega er fjölgunin stelpnamegin ánæguleg. Eftir margra ára baráttu fyrir bættri aðstöðu í Mathús Garðabæjar höllinni þá er loksins búið að gera húsið að frábæru körfuboltahúsi. Nýtt gólf og nýjar áhorfendastúkur gera húsið að einu skemmtilegasta keppnishúsi deildarinnar og eiga bæjaryfirvöld þakkir skildar. Jafnframt hefur stjórn deidarinnar lagt mikið í umgjörð leikja. Grillað er á öllum leikjum og síðan er Justin okkar Shouse með vængi á Dúllubarnum á völdum leikjum. Þetta er allt að skila sér, aðsókn á leikina er alltaf að aukast og hafa bekkirnir verið þéttsetnir á stærstu leikjunum í vetur og góð stemming. Þrátt fyrir skemmtilega deildarkeppni eru blikur á lofti varðandi framtíð íslensk körfubolta að mínum dómi. Gífurlegur fjöldi erlendra leikmanna leikur nú í efstu deildunum. Þegar þetta er skrifað eru á milli 40 og 50 leikmenn af erlendu bergi brotnir að leika í efstu deild karla og fer fjölgandi. Hátt í helmingur liðanna eru með 4-5 atvinnumenn og það einskorðast ekkert við landsbyggðina, Haukar er t.d eina liðið með aðeins 2 erlenda leikmenn karlamegin,

6

önnur lið meira, við Stjörnumenn með 3, sem er að mínum dómi allavega einum of mikið til lengri tíma. Þetta hefur að sjálfsögðu langtímaáhrif á körfuboltann. Við munum sjá innan ekki langs tíma að aðeins þeir allra bestu eins og Tryggvi, Martin, Hilmar Hennings o.fl munu fá ungir tækifæri í meistarflokki. Hinir munu engin tækifæri fá. Vonandi munu einhverjir fara í 1. deildina en klárlega munum við missa mikinn fjölda frambærilegra leikmanna úr íþróttinni. Við gætum verið að horfa fram á það að erfitt verði að manna æfingahópa fyrr en útlendingar koma í september, nema þeir verði fengnir til landsins í byrjun ágúst eins og atvinnumannalið út í heimi gera og deildin verði 100% atvinnumannadeild, þá er í sjálfu sér ekkert við þessu að segja. Þetta mun hafa áhrif á landsliðið þar sem eftir einhver ár eigum við enga leikmenn sem kunna að vera í lykilhlutverkum. Þetta á ekki síður við kvennamegin þar sem þetta er ennþá brothættara. Þetta þurfum við Stjörnumenn að hugsa alvarlega. Nú eru að koma upp drengjamegin gífurlega sterkir árgangar og nokkrum árum á eftir eru að koma sterkir stelpuflokkar. Við viljum að okkar krakkar fái tækifæri. Í ár byrjaði vísir að samstarfi við körfuna í Álftanesi, Stjarnan er með 3 efnilega stráka þar á venslasamning. Þar fá þeir mikilvæga reynslu sem mun síðan nýtast við að komast í mfl hóp Stjörnunnar. Við vonum svo sannarlega að framhald verði á þessu samstarfi og ekki síður að þessi óheillaþróun snúi við. Einn til þrír erlendir leikmenn í liði er ekkert óeðlilegt en að reglan sé þrír til fimm erlendir leikmenn er áhygguefni fyrir komandi kynslóðir. Síðan vil ég þakka öllum fyrir frábæran stuðning á pöllunum, það er gaman að sjá þéttsetna bekki leik eftir leik í deildinni. Eins vil ég þakka styrktaraðilum fyrir þeirra ómetanlega stuðning. Sjáumst í höllinni þann 12. febrúar! SKÍNI STJARNAN Hilmar Júlíusson


Áb. Sigurður Gunnlaugsson löggiltur fasteignasali

KRAFTUR TRAUST ÁRANGUR Hringdu núna

520 9595

7


Leikmenn 2019 - 2020

Gunnar Ólafsson Hæð 190 Bakvörður

Ágúst Angantýsson Hæð 198 Miðherji

Hlynur E. Bæringsson Hæð 200 Framherji

Nkolas Tomsick Hæð 186 Bakvörður

Ægir Þór Steinarsson Dúi Þór Jónsson Hæð 185 Leikstjórnandi Hæð 180 Leikstjórnandi

Tómas Þ. Hilmarsson Hæð 201 Framherji

Kyle Johnson Hæð 190 Bakvörður

Ingimundur Jóhannsson Arnþór F. Guðmundsson Hæð 184 Bakvörður Hæð 187 Bakvörður

Orri Gunnarsson Hæð 192 Bakvörður

8

Urald King Hæð 198 Miðherji

Friðrik A. Jónsson Hæð 200 Framherji

Arnar Guðjónsson Þjálfari

Hörður Unnsteinsson Aðstoðarþjálfari



Við styrkjum Stjörnuna

Rafboði

Dráttarbílar vélaleiga ehf

Stjörnublikk

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

IceCom ehf

Kælismiðjan Frost ehf

DAGAR

Sjálfstæðisfélag Garðabæjar

Hárgreiðslustofan Cleó ehf

S Helgason

Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær Sími 842 0204 | harpautfor.is

10


Nikolas Tomsick #5

„Líður vel að taka lokaskotið“ Nick Tomsick gekk til liðs við Stjörnuna í sumar en hann spilaði með Þór frá Þorlákshöfn á síðasta tímabili við góðan orðstýr. Nick er afar öflugur skotmaður og leikstjórnandi sem getur sprengt upp vörn andstæðinganna, en líka sett úrslitaskotið fyrir utan þegar lítið er eftir. Hann er bandarískur með króatískt vegabréf og spilar því sem svokallaður bosman leikmaður á Íslandi. Við byrjum á að spyrja hvernig honum líki við íslenskan körfubolta? „Ég hef mikla ánægju af því að spila hér á Íslandi. Hraðinn í leiknum hér er mjög góður, þetta er góð blanda af bandarískum hröðum leik og Evrópskum bolta sem er hægari og skipulagðari. Þetta hentar mér vel og mér finnst mjög gaman að spila hér.“ Hvers vegna ákvaðstu að söðla um og færa þig yfir í Stjörnuna í sumar? „Mér leist mjög vel á Stjörnuna þegar ég var að ákveða hvar ég vildi spila í vetur. Þegar ég spilaði gegn liðinu í fyrra þá sá ég glöggt að samsetningin á leikmannahópnum, þjálfararnir, stjórnin og eins staðsetningin á bæjarfélaginu var eitthvað sem hentaði mér og er að mínu mati sú besta á Íslandi.“ Þú hlýtur að hafa spilað marga úrslitaleiki á þínum leikmannaferli, líklega einhver reynsla sem nýtist í bikarleiknum fram undan? „Já ég hef spilað fjölda undanúrslita og úrslitaleikja á mínum ferli en þetta er fyrsti slíkur leikur í bikarkeppni. Ég öðlaðist líka mikla reynslu í úrslitakeppninni í fyrra þar sem við í Þór slógum út Tindastól í 8 liða úrslitum og spiluðum gegn KR í undanúrslitum Íslandsmótsins. Ég er því mjög spenntur fyrir leiknum við Stólana þar sem við settum okkur það markmið í upphafi keppnistímabilsins að ná langt í bikarnum. Við verðum því mjög „peppaðir“ og klárir í slaginn næsta miðvikudag!“

En þú hefur vakið athygli fyrir það að skora stórar körfur á síðustu sekúndum leiksins. Er það eitthvað sem þú hefur æft sérstaklega? „Já þessi augnablik í lok leiksins er eitthvað sem ég hef ímyndað mér og æft margoft í huganum í gegnum tíðina. Ég hef oft verið í þessum aðstæðum á mínum feril og mér líkar vel við þær og líður vel í þeim.“ Að lokum, hversu mikið skipta stuðningsmennirnir máli á svona leikjum? „Við fáum mikla orku frá stuðningsmönnum og þeir eru mjög stór þáttur í velgengninni í vetur. Við vonum að sú velgengni haldi áfram í bikarkeppninni og það væri frábært að lyfta bikarnum fyrir framan fulla stúku af Stjörnufólki. Ég vona að við sjáum sem allra flesta á miðvikudaginn. Áfram Stjarnan!!“

11


Myndasyrpa frรก


รก 2018 - 2019


Bikarhelgin 2019 Ă­ myndum

14


Arnar Guðjónsson

„Þurfum að vera tilbúnir í það stríð sem þessi leikur verður“ Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar er á sínu öðru ári með liðið, en var ráðinn þjálfari liðsins fyrir síðasta tímabil. Þá hafði hann verið við þjálfun erlendis í nokkur ár auk þess að hafa verið aðstoðarþjálfari A-landsliðs Íslands Á síðasta tímabili skilaði Stjarnan bikartitli í hús og varð deildarmeistari en féll út í undanúrslitum Íslandsmótsins eftir harða rimmu við ÍR. Gengi liðsins hefur áfram verið gott á þessu tímabili og liðið er í góðri stöðu á toppi úrvalsdeildar ásamt því að vera komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Það virðist því vera skriður á liðinu þessa dagana. Arnar segir stigasöfnun í úrvalsdeildinni hafa verið góða í vetur, en frammistaðan hafi verið svona upp og niður. „Okkur finnst við enn þá get bætt leik okkar talsvert og erum við allir meðvitaðir um það. Drengirnir hafa verið duglegir við æfingar allt frá því að við byrjuðum að æfa á vormánuðum, tel ég það vera helsta ástæðan fyrir góðri stigasöfnun.“ Nú mætum við Tindastóli í 4 liða úrslitum, hvernig líst þér á þá viðureign? Hvað þurfum við sérstaklega að hafa í huga á móti Stólunum? „Stólarnir eru vel mannaðir, eru líkamlega sterkir og með hávaxið lið. Baldur Þór er einnig klókur þjálfari og ber liðið hans þess merki. Við þurfum að vera tilbúnir í það stríð sem þessi leikur verður.“ Það fylgir alltaf ákveðin stemning þessari bikarhelgi í körfunni og spennustigið hlýtur að magnast í hópnum. Hvernig undirbýrðu liðið fyrir svona leiki? „Við erum með talsvert vanafast lið og er undirbúningur okkar alltaf á sama máta sama hvert verkefnið er. Við munum fara vel yfir andstæðinga okkar þessa helgina

og gera allt sem við getum til að skila góðri frammistöðu. Þú varst þjálfari liðsins í fyrra þegar við lönduðum bikarmeistaratitlinum í Höllinni gegn Njarðvík, og einnig margir núverandi leikmenn . Heldurðu að sú reynsla komi til með að hjálpa liðinu núna? „Hver leikur á sitt eigið líf í körfubolta, það sem hefur gerst á undan og mun gerast á eftir hefur ekkert með þær 40 mínútur sem leikurinn stendur. Við þurfum einfaldlega að vera innstilltir á leikinn sem fram undan er, en ekki velta okkur upp úr því sem gerðist fyrir ári síðan.“ Búast má við fjölmenni á leikjunum í Höllinni. Hversu mikið hlutverk leika stuðningsmennirnir í svona bikarleikjum? „Stuðningsmenn veita leikmönnum alltaf auka orku, þeir hafa verið frábærir í vetur og er ég nokkuð viss um að engin breytting verði þar á þessa helgi.“ Eitthvað að lokum? Skíni Stjarnan!

15


Bikarsagan

Bikarbrjálæði! Þó biðin eftir Íslandsmeistaratitlinum hafi verið löng hjá Stjörnunni og stuðningsmönnum þá hefur liðið stimplað sig inn sem sannkallað bikarlið. Á síðustu 10 árum hefur Stjarnan farið 4 sinnum í úrslit í bikarkeppni KKÍ og í öll skiptin hefur liðið farið heim með bikarinn eftirsótta. Fyrsti titillinn kom í hús árið 2009 eftir óvæntan en sanngjarnan 78-76 sigur á stjörnum prýddu liði KR, en þá var Teitur Örlygsson nýtekinn við sem þjálfari. Árið 2013 fór liðið aftur í úrslit og nú gegn Grindavík. Teitur var enn þjálfari og leikar enduðu 91-79 eftir spennandi leik, en Stjarnan leiddi mestan hluta leiksins. Árið 2015 komst svo liðið aftur í úrslit og nú var Hrafn Kristjánsson þjálfari með Kjartan Atla Kjartansson sér til aðstoðar og mótherjarnir aftur KR. Eftir að KR hafði leitt nánast allan leikinn náði Stjarnan að jafna þegar um mín-

úta var eftir og komast yfir þegar 40 sekúndur lifðu leiks. Það dugði til 83-81 sigurs Stjörnunnar. Á síðasta ári, 2019, komst Stjarnan aftur í úrslit og þá gegn Njarðvík, og var þá Arnar Guðjónsson tekinn við liðinu. Eftir nokkuð spennandi leik framan af kláraði Stjarnan nokkuð öruggan 84-68 sigur. Á sama degi lék meistaraflokkur kvenna til úrslita gegn Val í bikarkeppni kvenna en eftir hetjulega baráttu máttu stelpurnar sætta svig við 90-74 tap í þeim leik. Nú er Stjarnan enn á leið í Höllina, í undanúrslitaleik gegn Tindastóli og með sigri getur liðið tryggt sér sæti í úrslitunum sem fram fara laugardaginn 15. febrúar. Hér meðfylgjandi eru myndir frá þessu bikarbrjálæði Stjörnunnar allt frá árinu 2009. Við vonumst til að sjá sem allra flesta koma og styðja strákana til sigurs.

Úrslitaleikurinn í bikarnum fer fram laugardaginn 15. febrúar.

Gerðu tilraun í Arion appinu Núna getur þú sett þér markmið í sparnaði í appinu. Tíminn vinnur með þér – ef þú getur beðið

arionbanki.is

Þægilegri bankaþjónusta Arion banka



Meistaraflokkur kvenna Það fór eflaust ekki fram hjá neinum að meistaraflokkur kvenna í körfubolta var dreginn úr keppni síðasta haust. Ýmsir hafa stigið fram og lýst yfir skoðun sinni og sakað stjórn deildarinnar um metnaðarleysi og gera upp á milli kynja og ýmislegt annað. Okkur langar því að upplýsa stuðningsmenn Stjörnunnar aðeins um aðdragandann og hvert framhaldið er. Mfl kvenna var stofnaður 2009. Þá voru engir yngri flokkar kvenna megin og fáir flokkar drengjamegin og deildin í raun að stíga sín fyrstu spor. Árið 2016 komst liðið upp í deild þeirra bestu. Þá um vorið setti stjórnin sér það markmið að liðið yrði að keppa um titla eftir 5 ár þannig að 2020 átti að vera búið að búa til topplið í Garðabænum. Það má segja að allt hafi farið samkvæmt áætlun og í fyrra var liðið komið meðal fjögurra bestu liða landsins, spilaði oddaleik við Keflavík í undanúrslitum Dominos deildarinnar og komst í úrslit bikarkeppninnar. Strax að tímabilinu loknu var hafist handa við undirbúning næsta tímabils, það vantaði sáralítið uppá að liðið yrði topp 2 lið og stefnan var að koma liðinu þangað. Fenginn var nýr aðili í stjórn sem eingöngu átti að halda utan um Mfl kvenna, en mikið hafði verið reynt að finna aðila í það hlutverk. En þegar farið var að ræða við leikmenn um framhaldið þá tóku hlutirnir óvænta stefnu. Það kom í ljós að lykilleikmenn liðsins hugðust ekki spila með liðinu á komandi tímabili. Þessir leikmenn höfðu allir sínar ástæður sem voru góðar og gildar, snerust ekkert um óánægju eða að ekki væri staðið við samninga, enda fullyrðum við að ekkert félag á landinu var með betri umgjörð um kvennaliðið sitt en Stjarnan. Af þeim sem fengið hafði mínútur af íslenskum leikmönnum var aðeins eftir Sólrún. Dani sem hafði ætlað sér að vera áfram og vinna titla var eðlilega ekki tilbúin að byrja aftur á núlli með okkur. Þetta var í lok maí, byrjun júní. Þetta var að sjálfsögu mikið áfall fyrir stjórnina. Það voru nokkrir kostir í stöðunni, enginn góður. Fá 4-5 erlenda leikmenn, það var ekki mikil stemming fyrir því. Reyna að fá leikmenn sem ekki voru að fá mínútur hjá öðrum liðum (og færu kannski heim aftur eftir ár) eða setja liðið í fyrstu deild og nota okkar elstu flokka sem stjórnin áleit að gæti staðið fyrir sínu í fyrstu deild með vonandi einhverjum liðsstyrk annarstaðar frá. Úrval af íslenskum leikmönnum er takmarkað þegar komið er fram í júní, enda eru leikmenn búnir að festa sig fyrr, enda deildin orðin sterkari en fyrir mjög stuttu síðan. Eftir mikil fundahöld var þetta niðurstaðan, liðið yrði skráð í fyrstu deild. Pétur þjálfari var ekki tilbúinn að fara með okkur í þennan leiðangur, vildi fara aðra leið. Þannig að um miðjan júní hófst leit að nýjum þjálfara sem tæki að sér það verkefni að byggja upp nýtt lið. Það reyndist þrautin þyngri, eftir að nýr formaður Mfl ráðs kvenna var búinn að ræða við 13 þjálfara var ljóst að engin var tilbúinn að fara með þennan hóp í fyrstu deild. Deildin væri einfaldlega orðin of sterk fyrir þann hóp sem við vorum með, og leikmenn ekki á lausu Stjórnin leitaði ráða víða hjá reyndum

18

þjálfurum sem bæði höfðu þjálfað karla- og kvennalið og allir sögðu það sama, þessar stelpur þurfa að bíða í eitt til tvö ár áður en þær eru tilbúnar í meistaraflokk og ef bæta á við leikmönnum þá þarf sú vinna að byrja fljótlega eftir áramót. Þegar þarna var komið sögu þá leitaði stjórnin aftur til Margrétar Sturlaugsdóttur sem áður hafði afþakkað boð um að þjálfa liðið í fyrstu deild og lagði fyrir hana nýtt plan. Mfl kvenna yrði lagður niður, hún tæki að sér þjálfun elstu flokkanna og myndi leiða undirbúning þess að koma meistaraflokki á laggirnar aftur eins fljótt og auðið er og það var niðurstaðan. Haldinn var opinn fundur með foreldrum og áhugafólki um kvennakörfu og var mikil samstaða að byggja upp að nýju innanfrá. Í dag eru þjálfarar eins og Margrét Sturlaugsdóttir, Danielle Victoria Rodriguez, Ægir Þór Steinarsson, Kjartan Atli Kjartansson og Hlynur Bæringsson að þjálfa stelpuflokkana í Stjörnunni. Aldrei hafa fleiri stelpur verið að æfa og er fjölgunin milli ára yfir 50%. Stefna stjórnarinnar er að Mfl verði endurvakinn strax á næsta tímabili. Í undirbúningi er fundur þar sem freista á þess að fá öfluga einstaklinga að kvennastarfinu en það hefur verið eitt af stóru vandamálunum hversu erfitt hefur verið að fá sjálfboðaliða að kvennastarfinu. Að okkar mati er stór ástæða fyrir því að leikmenn liðsins hafa ekki verið uppaldir. Nú þegar hafa einstaklingar látið vita að þeir eru tilbúnir að koma að starfinu og ef einhver sem er að lesa þetta vill hjálpa til þá ekki hika við að hafa samband við einhvern í stjórninni. Þessi fundur verður haldinn 27. febrúar kl 19:30 í Stjörnuheimilinu (Facebook atburður https://facebook.com/ events/879812739142702) Vonandi skýrir þetta aðeins fyrir sumum ástæður og aðdraganda þessa máls. Það er ekki okkar að dæma hvort sú leið sem var farin var sú rétta. Við erum þess fullviss að metnaður til kvennastarfsins er ekki minni í Stjörnunni en öðrum liðum. Við hlökkum til að takast á við þau verkefni sem framundan eru.


10. Flokkur drengja tímabilið 2018/2019

Keppnin í 2003 árgangi drengja hefur jafnan verið hörð og Stjörnudrengir hafa verið framarlega í þeim árgangi frá því í minnibolta. Tímabilið 2018/2019 var engin undantekning frá því og þegar litið er til baka var árangurinn sem þessi tíu drengja hópur náði nokkuð góður. Það var ekki langt liðið á tímabilið þegar undirritaður komst að því að mest krefjandi verkefni vetrarins væri ekki að kenna mönnum grunnatriði leiksins, varnarfærslur, kerfi í sókninni eða annað í þeim dúr heldur að búa til liðsheild og stemmingu. Fyrri hluti tímabilsins einkenndist af þessari vinnu ásamt mjög jöfnum deildarleikjum. Með hækkandi sól fóru menn að átta sig á því að það gæti gefið vel af sér að henda í einstaka fimmu hér og þar ásamt því að hrósa liðsfélögunum. Það sýndi sig þegar að drengirnir mættu í höllina til þess að spila bikarúrslitaleik við Fjölni. Þeir eru með mjög sterkt lið og höfðu farið illa með okkur fyrr um veturinn en í bikarúrslitunum var það liðsheildin og stemmingin sem skildi á milli liðanna. Allir voru tilbúnir að koma inn á og sinna sínu hlutverki, niðurstaðan var einn af nokkrum bikarmeistaratitlum Stjörnunnar þessa helgina. Gott dæmi um liðsheildina og stemminguna sem þarna var að byrja myndast er að mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins kom af bekknum og hver og einn leikmaður tók sitt hlutverk föstum tökum. Í kjölfarið tók við ærið verkefni við það að koma mönnum

niður á jörðina fyrir Scania Cup, norðurlandamót félagsliða. Íslensku liðin mæta jafnan ofjörlum sínum á því móti hvað varðar líkamlega burði en á móti hafa þau oftar en ekki körfuboltalega getu fram yfir hinar norðurlandaþjóðirnar. Eftir skrýtið liðsval í bikarnum fannst foreldrum vissara að senda Elías Orra Gíslason með undirrituðum út til Svíþjóðar, það væri nú ekki vænlegt til árangurs að hafa aðalþjálfarann eftirlitslausann á erlendri grundu. Mótið fór frábærlega af stað og niðurstaðan í riðlinum þrír sigrar í þremur leikjum. Skemmst er frá því að segja að eftir fjóra sigurleiki í röð þá kom fyrsta tapið í undanúrslitum með flautukörfu á móti verðandi meisturum SISU frá Danmörku. Niðurstaða mótsins var fjórða sæti. Árangurinn var góður en upp úr stendur frábær ferð í alla staði með vönduðum drengjum og skemmtilegum hópi foreldra. Tímabilið endaði með úrslitahelgi í Grindavík þar sem niðurstaðan var annað sæti. Stærsti sigur tímabilsins að mati þjálfara er sá að drengirnir byggðu eftir því sem leið á upp liðsheild og samheldni sem skilaði sætum sigrum en það sem betra er að menn standa við bakið á hvorum öðrum þegar illa gengur. Skíni Stjarnan. Magnús Bjarki Guðmundsson

19


Tómas Þórður Hilmarsson #11

„Hvet alla til að mæta í Höllina með læti“ Tómas Hilmarsson er stuðningsmönnum Stjörnunnar vel kunnur enda hefur hann spilað með félaginu upp alla yngri flokkana og leikið með meistaraflokki í mörg ár. Tommi eins og hann er kallaður hefur einnig leikið með landsliðum Íslands, bæði yngri landsliðum sem og A-landsliðinu. Það er því mikill fengur fyrir Stjörnuna að eiga svona öflugan leikmann í Tomma, en hann er um 2 metrar á hæð og er mikilvægur hlekkur í miðherja og framherjasveit liðsins ásamt þeim Hlyni Bærings og Urald King og Ágústi Angantýnssyni. Hann er þekktur fyrir baráttu sína inni í teig, hirðir fráköst og leggur boltann iðulega í körfuna eftir góða „low post“ hreyfingu en á það líka til að smella einum og einum þrist þegar svo ber undir. Við byrjum á að spyrja Tomma hvenær hann hóf að æfa körfubolta? „Það er allt honum Jóni Kr. Gíslasyni að þakka. Hann kom í skólann þegar ég var í fyrsta bekk og var að auglýsa körfuboltaæfingar. Ég ákvað að slá til ásamt mörgum öðrum úr mínum árgangi og þá fór boltinn að rúlla og hefur ekki stoppað síðan. Við æfðum fyrst í matsalnum í Hofstaðaskóla en þá var íþróttahúsið í Mýrinni ekki komið. Það voru körfur sitt hvoru megin í salnum og stólunum og borðunum var raðað til hliðar og byrjað að drippla og skjóta á körfuna.“ Hvenær byrjaðir þú svo að spila í meistaraflokki? „Það var að mig minnir þarna tímabilið 2010-2011 undir stjórn Teits Örlygssonar sem ég lék minn fyrsta meistaraflokksleik. Þó að það hafi verið stór stund þá get ekki sagt að ég muni á móti hverjum þessi leikur var.“ Árgangurinn sem Tommi spilaði með (fæddir 1995) var oft í toppbaráttu á Íslandsmótinu og í bikarkeppni, þannig að Tommi hefur nokkra slíka leiki undir

20

beltinu. En hversu oft hefur hann leikið úrslitaleiki í bikar með Stjörnunni frá því hann byrjaði að æfa? „Já við höfum farið nokkuð oft í úrslit í bikar, ætli þetta eru ekki einhver 7-8 skipti ef við teljum yngri flokkana með.“ Ekki slæmt að eiga svona marga úrslitaleiki, og við snúum okkur því beint að bikarhelginni framundan. Það hlýtur að vera gaman að vera kominn í Höllina enn eitt árið? „Það er alltaf gaman að komast í höllina og spila fyrir framan troðfulla höll. Það skemmir ekki heldur fyrir þegar úrslitin eru okkur í hag eins og hefur verið síðustu árin“ Hvernig líst þér á leikinn við Tindastól? „Mér líst bara vel á Tindastól, þeir eru með flott lið og vel þjálfaðir, deildarleikirnir hafa verið hörkuleikir þar sem við skiptum á milli okkar sigrunum, þannig það stefnir allt í alvöru undanúrslitaleik í höllinni.“ Það hefur gengið vel hjá liðinu í vetur og stefnan örugglega tekin á að sækja alla titla sem í boði eru ekki satt? „Markmiðin eru skýr og þau eru að verða bikar og íslandsmeistarar, ekki flóknara en það.“ Einhver orð til stuðningsmannana sem mæta í Höllina? „Mæta með læti!“ Við þökkum Tomma fyrir spjallið og óskum honum og liðinu góðs gengis í höllinni.


DOMINOS.IS | DOMINO’S APP | 58 12345


Við styrkjum Stjörnuna

Rakarastofa Garðabæjar

Barr Living

Kapp ehf

Urriðaholt ehf

AÞ Þrif ehf

Kristján B Árnason

Næstu leikir meistaraflokks Hvernig sem bikarhelgin fer hjá okkar mönnum í Stjörnunni þá heldur Dominos deild karla áfram og þar er Stjarnan í hörku baráttu um efsta sætið. Liðið er sem stendur á toppi deildarinnar en á marga erfiða leiki eftir áður en keppnistímabilinu lýkur. Stefnan er væntanleg sett á að enda í efsta sæti og vera með heimavallarrétt í úrslitakeppninni sem hefst í lok mars.

Hér eru þeir leikir sem Stjarnan á eftir fram til loka 7. febrúar kl. 18:30 Valur – Stjarnan Origo höllin á Hlíðarenda 1. mars kl. 19:15 Stjarnan – Þór AK. Mathús Garðabæjarhöllin, Ásgarði Garðabæ 5. mars kl. 19:15 KR – Stjarnan DHL höllin í vesturbæ RVK 12. mars kl. 19:15 Stjarnan – Haukar Mathús Garðabæjarhöllin, Ásgarði Garðabæ 19. mars kl. 19:15 Fjölnir – Stjarnan Dalhús í Grafarvogi Við minnum alla á að gæða sér að grilluðum hamborgurum fyrir leiki meistaraflokks eða að smakka kjúklingavængina hans Justin Shouse sem eru ósjaldan í boði á Dúllubarnum fyrir leiki.

22


23



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.