Söluskrá SVFR 2012 forúthlutun

Page 1

2012 FORÚTHLUTUN LAXOG SILUNGSVEIÐI

stangaveiðifélag reykjavíkur sími

568

W W W. S V F R . I S

6050

netfang

svfr@svfr.is

w w w. s v f r . i s


2

SVFR

Kæri veiðimaður Í fyrsta sinn lítur dagsins ljós rafræn söluskrá vegna forúthlutunar veiðileyfa hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Markmiðið er að kynna þau ársvæði og tímabil sem í boði eru á besta tíma 2012 og fyrirkomulag sölu veiðileyfanna. Í fyrstu atrennu sölunnar fyrir næsta veiðitímabil eru í boði dagar á frábærum ársvæðum, s.s. aðalsvæði Hítarár á Mýrum, Norðurá í Borgarfirði, Langá á Mýrum, Laxá í Dölum, Nesveiðar í Aðaldal, veiðisvæði Strauma og Leirvogsá. Þau tímabil sem í boði eru má sjá á yfirlitinu hér til hliðar en auk laxveiðileyfa gefst kostur á að bóka veiðileyfi í urriðaveiði í Laxárdal og Mývatnssveit líkt og undanfarin tvö ár. Þar er fjöldi daga sem í boði er sá sami og fyrir sumarið 2011, en eftirspurn eftir leyfum á urriðasvæðunum fyrir norðan hefur farið vaxandi enda algjörlega einstök á heimsvísu. Hægt er að sækja um leyfi í forúthlutun SVFR frá fimmtudeginum 1. september til þriðjudagsins 20. september. Allir geta sótt um veiðileyfi í forúthlutun en úrvinnsla umsókna fer fram í október og liggja niðurstöður fyrir ekki síðar en 1. nóvember. Þeir sem fá úthlutað veiðileyfum greiða 25% staðfestingargjald 1. desember, 37,5% 1. febrúar og 37,5% 1. apríl.

fyrirspurnir á Harald Eiríksson á netfangið halli@ svfr.is.

Rétt er að ítreka að í forúthlutun er einungis hægt að sækja um þau ársvæði og tímabil sem eru tilgreind á yfirlitinu hér til hliðar. Önnur tímabil og ársvæði sem SVFR er með á sínum snærum fara í almenna úthlutun til félagsmanna SVFR í byrjun árs líkt og tíðkast hefur. Forúthlutun veiðileyfa hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur á sér langa sögu, undanfarna tvo áratugi hefur þessi háttur verið hafður á og hefur fyrirkomulagið gefist vel. Veiðileyfi sem ekki seljast í forúthlutun fara í almenna úthlutun til félagsmanna SVFR sem hafa forgang að leyfunum.

Góða skemmtun á bakkanum 2012!

Umsóknir í forúthlutun sendist á halli@svfr.is. Mikilvægt er að taka skýrt fram hvaða svæði er verið að sækja um, hvaða daga og hversu margar stangir. Vinsamlegast takið fram nafn og kennitölu þess sem sækir um.

Ársvæði og tímabil forúthlutunar SVFR 2012 Leirvogsá: 8/7 - 11/8 Norðurá I: 21/6 - 8/8 Norðurá II: 6/7 - 8/8 Hítará I: 8/7 - 5/8 Langá: 3/7 - 24/8 Laxá í Aðaldal Nes: 1/7 - 20/9 Laxá - Mývatnssveit: 28/5 - 31/8 Laxá - Laxárdal: 28/5 - 31/8 Straumar: 23/6 - 4/8 Laxá í Dölum: 21/7 - 23/8

Þegar sótt er um í forúthlutun gilda þær reglur að þeir sem voru við veiðar sumarið 2011 hafa forgang að sínum veiðidögum 2012. Hins vegar ber að hafa í huga að mikill meirihluti þeirra sem sækja um fá úrlausn sinna mála því framboðið er mikið. Það er von Stangaveiðifélags Reykjavíkur að með þessari söluskrá geti sem flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag umsókna og verðlagningu, má nálgast á skrifstofu SVFR. Hægt er að senda

S TANGA V E I Ð I F ÉLAG R EYKJA V ÍKU R / S Ö LU S K R Á 2 0 1 2

W W W. S V F R . I S


SVFR

W W W. S V F R . I S

3

S TANGA V E I Ð I F ÉLAG R EYKJA V ÍKU R / S Ö LU S K R Á 2 0 1 2


4

LAXveiðI

2

2

Hítará Undraheimur á Mýrum

Hítará er meðal vinsælustu laxveiðiáa hérlendis. Undanfarin sumur hefur heilarveiði verið yfir 800 laxar, og hefur Hítará skilað jafnri og góðri veiði síðastliðinn áratug. Áin er tiltölulega vatnsmikil bergvatnsá sem á upptök í Hítarvatni og fellur til sjávar við Akraós um 30 kílómetrum neðar. Á leið sinni niður Hítardal fellur hún um hraunlendi en neðan til skiptast á klappir og malareyrar.

S TANGA V E I Ð I F ÉLAG R EYKJA V ÍKU R / S Ö LU S K R Á 2 0 1 2

W W W. S V F R . I S


LAXveiði

Veiðihúsið Lundur er líklega eitt þekktasta veiðihús landsins. Það var reist af glímukappanum Jóhannesi á Borg sem leigði veiðiréttinn um árabil, og úr gluggum hússins er útsýni yfir nokkra af bestu veiðistöðum árinnar. Þar má finna eitt af stærsta safn uppstoppaðra fugla á Íslandi, auk þess sem að ýmsa muni Jóhannesar má enn finna í veiðihúsinu. Umgjörð veiðiskaparins við Hítará er einstök, og hentar áin vel fyrir smærri veiðihópa. Sökum

5

þessa hefur verið nær útilokað að nálgast veiðileyfi í ánni nema að allar sex dagsstangirnar séu teknar saman. Veiðimönnum er skylt að gista í veiðihúsinu á meðan veiði stendur og rétt er að taka fram að eingöngu er veitt á flugu í Hítará. Veitt er í tvo daga frá hádegi til hádegis. Í forúthlutun fyrir sumarið 2012 er til ráðstöfunar tímabilið frá 8. júlí til 5. ágúst.

Forúthlutun SVFR 2012

Hítará: 8/7 - 5/8

W W W. S V F R . I S

S TANGA V E I Ð I F ÉLAG R EYKJA V ÍKU R / S Ö LU S K R Á 2 0 1 2


6

LAXveiðI

12

Lang­á á Mýr­um

Ein gjöfu­lasta lax­veiði­á lands­ins

Langá á Mýrum er ein af helstu laxveiðiám landsins og á sér fjölmarga aðdáendur. Langá er fjölbreytt veiðiá með um eitt hundrað skráða veiðistaði en áin á upptök sín í Langavatni 36 kílómetrum frá sjó.

og dýrindis rúmum. Í gufubaðinu er kjörið að fara yfir helstu afrek dagsins á bakkanum og í setustofunni geta menn horft dreymnir á svip yfir Hvítsstaðahyljina og lagt upp veiði næsta dags eða bara slakað á við árnið Langár eftir ljúffengar veitingar. Aðstaða fyrir vöðlur, skó og tilheyrandi er jafnframt mjög góð.

Meðalveiði síðustu sjö ára í Langá er um 2.200 laxar en áratugum saman hafa landeigendur og leigutakar nostrað við ána til að tryggja að dvöl veiðimanna við Langá verði sem ánægjulegust. Vatnsmiðlun í Langavatni tryggir veiðimönnum t.d. aukabirgðir af súrefnisríku vatni og heita má að hægt sé að aka að öllum merktum veiðistöðum Langár á 26 kílómetra löngum veiðibakka. Það væsir ekki um veiðimenn í veiðihúsinu Langárbyrgi en þar er þjónusta veiðimenn eins og best verður á kosið. Húsið er nýlegt með tólf tveggja manna herbergjum með baðherbergi

Langá er meðalstór á og blátær. Átta til níu feta einhenda með línu 6-8 er kjörið veiðitæki og eru litlar flugur alla jafnan gjöfulastar. Í Langá er fjöldi hylja þar sem kjörið er að gára vatnsyfirborðið til að egna laxinn til töku. Það er til marks um góða veiði í Langá að kvóti veiðimanna á hverri vakt er ríflegur eða 5 laxar á stöng. Það eru vinsamleg tilmæli til veiðimanna að sleppa 70 cm laxi og stærri í ána aftur í samræmi við tilmæli Veiðimálastofnunar. Fram til 20. ágúst er eingöngu fluga leyfð í ánni

S TANGA V E I Ð I F ÉLAG R EYKJA V ÍKU R / S Ö LU S K R Á 2 0 1 2

en frá hádegi 20. ágúst og út veiðitímann er einnig leyfilegt að veiða með maðki. Í forúthlutun fyrir sumarið 2012 er til ráðstöfunar tímabilið frá 3. júlí til 24. ágúst.

Forúthlutun SVFR 2012

Langá á Mýrum: 3/7 - 24/8

W W W. S V F R . I S


LAXveiði

W W W. S V F R . I S

7

S TANGA V E I Ð I F ÉLAG R EYKJA V ÍKU R / S Ö LU S K R Á 2 0 1 2


8

LAXveiðI

8

5

5

Laxá í Aðaldal - Nesveiðar Nú styttist í 30 pundarann

Veiðisvæðin í Laxá í Aðaldal, sem eru fyrir landi Nesbæjanna, Hólmavaðs og Knútsstaða, njóta sívaxandi vinsælda meðal íslenskra veiðimanna. Það skal engan undra því hvergi á landinu veiðast fleiri laxar, tuttugu pund og stærri, en á þessu gríðarfallega veiðisvæði. Veiðin á stangirnar átta sumarið 2011 hefur verið góð og hlutfall stórlaxa hefur ekki verið jafn hátt í fjöldamörg ár. Nú má búast við að 30 punda múrinn verði fljótlega rofinn, jafnvel sumarið 2012.

staðsett stutt frá ánni við Nesbæina og þar fer vel um veiðimenn, hvort sem er við arininn á kvöldin eða í heita pottinum. Seldar eru 8 stangir í hverju holli en ekki er nauðsynlegt að sækja um allt hollið. Aðeins er leyfð fluguveiði og skal laxinum sleppt eftir viðureign. Fyrir sumarið 2012 er allt tímabilið í boði í forúthlutun, eða frá hádegi 1. júlí til 20. september og eru seldir þrír dagar í senn.

Að veiða í Laxá í Aðaldal lætur engan ósnortinn og fullyrða fjölmargir veiðimenn að þeir verði aldrei samir eftir að hafa notið hins stórbrotna umhverfis og jafnvel sett í og landað (og sleppt) einum yfir 20 pundin. Þar eru sjö tveggja manna herbergi með baði, auk tveggja eins manns herbergja. Húsið er

S TANGA V E I Ð I F ÉLAG R EYKJA V ÍKU R / S Ö LU S K R Á 2 0 1 2

W W W. S V F R . I S


LAXveiði

9

Forúthlutun SVFR 2012

Laxá í Aðaldal Nes: 1/7 - 20/9

W W W. S V F R . I S

S TANGA V E I Ð I F ÉLAG R EYKJA V ÍKU R / S Ö LU S K R Á 2 0 1 2


10

SilungsveiðI

Lax­á í Mý­vatns­sveit og Lax­ár­dal Það er óumdeilt að veiðisvæðið í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal sé eitt fallegasta urriðasvæði á Íslandi og þó víðar væri leitað. Veiðin sumarið 2011 hefur verið mjög góð en á þessum svæðum veiðast þúsundir urriða á hverju sumri og geta menn verið að fá allt að 8 punda urriða. Þetta er draumasvæði þurrfluguveiðimanna og þeirra sem kjósa að veiða andstreymis (up-stream). Forúthlutun SVFR 2012

Forúthlutun SVFR 2012

Laxá - Mývatnssveit: 28/5 - 31/8

Laxá - Laxárdal: 28/5 - 31/8

S TANGA V E I Ð I F ÉLAG R EYKJA V ÍKU R / S Ö LU S K R Á 2 0 1 2

W W W. S V F R . I S


Silungsveiði

Um er að ræða tvö veiðisvæði, efra svæðið sem í daglegu tali nefnist Laxá í Mývatnssveit og neðra svæðið sem gengur undir nafninu Laxá í Laxárdal. Neðra svæðið er í Laxárdal. Það nær yfir meiri hluta Laxárdals eða frá veiðimörkum neðst á veiðisvæði Laxár í Mývatnssveit og niður undir Laxárvirkjun. Á svæðið eru seldar 10 dagstangir. Veiðimenn gista í veiðihúsinu að Rauðhólum þar sem í boði er uppábúin rúm og fullt fæði.

11

Einungis er heimilt að veiða á flugu og samkvæmt reglum Veiðifélags Laxár og Krákár er einungis heimilt að veiða á einkrækju og tvíkrækju. Skylt er að sleppa öllum silungi sem er undir 35 sm lengd. Einnig er mælst til þess að sleppt sé silungi sem kominn er nálægt hrygningu seint á veiðitíma. Veiðimönnum er heimilt að hirða fjóra silunga á dag eða tvo á hálfum degi. Til forúthlutunar nú er allt tímabilið 2012 eða frá morgni 29. maí til og með kvöldi 31. ágúst. Hægt er að sækja um einn dag eða fleiri.

Efra svæðið nær yfir þann hluta árinnar er tilheyrir Mývatnssveit og efsta hluta Laxárdals. Á svæðið eru seldar 14 dagstangir. Veiðimenn gista í veiðihúsinu Hofi þar sem þeir fá uppábúin rúm og fullt fæði.

W W W. S V F R . I S

S TANGA V E I Ð I F ÉLAG R EYKJA V ÍKU R / S Ö LU S K R Á 2 0 1 2


12

Myndasíða

Myndir af urriðasvæðunum

S TANGA V E I Ð I F ÉLAG R EYKJA V ÍKU R / S Ö LU S K R Á 2 0 1 2

W W W. S V F R . I S


myndasíða

W W W. S V F R . I S

13

S TANGA V E I Ð I F ÉLAG R EYKJA V ÍKU R / S Ö LU S K R Á 2 0 1 2


14

LAXveiðI

Laxá í Dölum Eftirsótt sex stanga perla

Laxá í Dölum hefur verið ein af fengsælustu laxveiðiám hérlendis undanfarna áratugi og verið mjög eftirsótt á meðal veiðimanna. Sumarið 2011 hefur þó verið undir meðallagi, en seiðaárgangar sem skila sér í ánna 2012 þykja mjög sterkir. Í Laxá er veitt á sex dagstangir og er meðalveiði síðustu fimm ára 1540 laxar. Óvíða er því að finna meiri meðalveiði á hverja dagstöng. 2010 veiddust 1762 laxar í ánni. 898 laxar veiddust á maðk og 864 á flugu. Fluguveiði hefur aukist undanfarin ár enda hentar áin slíku agni vel.

S TANGA V E I Ð I F ÉLAG R EYKJA V ÍKU R / S Ö LU S K R Á 2 0 1 2

W W W. S V F R . I S


LAXveiði

15

Laxá er þekkt fyrir miklar aflahrotur í vætutíð en þegar þurrkar geisa getur reynt á veiðimanninn. Sumarið 2011 hefur einmitt vantað töluvert upp á úrkomuna í Dölunum. Aðkoma að veiðistöðum er góð og er áin einstaklega þægileg til veiða á þeim 25 kílómetra kafla sem hún er laxgeng. Við Þrándargil er fallegt og rúmgott veiðihús með sex tveggja manna herbergjum fyrir veiðimenn með salerni og sturtu. Í húsinu eru öll helstu þægindi, meðal annars gott gufubað. Veitt er frá hádegi til hádegis, í tvo eða þrjá daga í senn, með 6 stöngum og er kvóti tíu laxar á dag, fimm laxar á hverja stöng á vakt. Óheimilt er að færa kvóta á milli dagsparta nema á heilum dögum þegar kvóti er tíu laxar á dag. Fram til 17.ágúst er veitt eingöngu með flugu en frá hádegi 17.ágúst er veitt með flugu og maðki. Í forúthlutun fyrir sumarið 2012 eru dagarnir frá 21. júlí til 23. ágúst. Heil holl ganga fyrir eins og annarsstaðar en félagsmenn eru þó hvattir til að sækja óhikað um stakar stangir.

Forúthlutun SVFR 2012

Laxá í Dölum: 21/7 - 23/8

W W W. S V F R . I S

S TANGA V E I Ð I F ÉLAG R EYKJA V ÍKU R / S Ö LU S K R Á 2 0 1 2


16

LAXveiðI

2

Leirvogsá

Perla í nágrenni Reykjavíkur Leirvogsá er frábær laxveiðiá í fögru umhverfi rétt utan við borgarmörkin. Hún hefur sannað sig rækilega síðustu ár með hárri meðalveiði á dagstöng. Í Leirvogsá er rúmt um veiðimenn enda aðeins veitt á tvær stangir hverju sinni. Góð veiði hefur verið undanfarin ár, sumarið 2009 veiddust 877 laxar og sumarið 2010 veiddust 559 laxar í Leirvogsá. Ekki er enn ljóst hvernig sumarið 2011 endar en það stefnir í að áin skili svipaðri veiði og í fyrra.

Margir fjölbreyttir veiðistaðir prýða þessa fallegu á. Fram á síðustu ár var mest veitt á maðk í Leirvogsá en áin geymir einnig fjölda frábærra fluguveiðistaða. Leirvogsá er dragá með lindarvatnsáhrifum og er vatnasvið hennar um það bil 85 ferkílómetrar. Hún rennur úr Leirvogsvatni og er um það bil 12 kílómetra löng, en fiskgengi hlutinn er um átta kílómetrar og endar undir Tröllafossi. Fyrir utan laxinn er mikið af vænum sjóbirtingi í Leirvogsá.

Forúthlutun SVFR 2012

Leirvogsá: 8/7 - 11/8

Veitt er með maðki og flugu allt tímabilið. Til forúthlutunar er tímabilið 8. júlí til 11. ágúst, einn dagur í senn frá morgni til kvölds.

S TANGA V E I Ð I F ÉLAG R EYKJA V ÍKU R / S Ö LU S K R Á 2 0 1 2

W W W. S V F R . I S


LAXveiði

W W W. S V F R . I S

17

S TANGA V E I Ð I F ÉLAG R EYKJA V ÍKU R / S Ö LU S K R Á 2 0 1 2


18

LAXveiðI

3

3

6

Straumar í Borgarfirði

Frábær laxveiði og auðvelt aðgengi Þar sem Norðurá í Borgarfirði sameinast Hvítá er fornfrægt veiðisvæði Strauma. Svæðið er stangaveiðimönnum að góðu kunnugt og þá helst vegna þess að þar geta veiðimenn lent í eftirminnilegum ævintýrum þegar laxinn er á göngu upp í bergvatnsárnar. Í Straumum veiðist lax sem gengur upp í Norðurá, Gljúfurá og Þverá auk þess sem eitthvað af laxi heldur alltaf til á svæðinu fram á haustið. Sjóbirtingur bætist í veiðina strax upp úr miðjum júlí. Frábær veiði hefur verið í Straumunum undanfarin ár og er meðalveiði síðustu ára um 380 laxar. Í Straumunum er veitt með tveimur stöngum allt tímabilið og er svæðið frábær kostur fyrir veiðimenn sem vilja vera út af fyrir sig. Því fylgir notalegt veiðihús sem geymir mikla sögu en það var byggt af enskum veiðimönnum um 1930. Í húsinu eru tvö tveggja manna herbergi, stofa, eldhús og baðherbergi. Við hlið þess er einnig mjög gott nýlegt svefnhús með tveimur svefnherbergjum og snyrtingu og eru húsin aðeins steinsnar frá veiðisvæðinu. Straumarnir eru kjörið svæði fyrir samhenta hópa eða fjölskyldur þar sem nóg pláss er fyrir alla. Umhverfi Straumanna er einstakt og fjallasýnin mögnuð sem lætur engan ósnortinn. Í Straumum er leyfður maðkur, fluga og spónn allt tímabilið. Í forúthlutun fyrir sumarið 2012 er til ráðstöfunar tímabilið frá 23. júní til 4. ágúst, einn eða tveir dagar í senn frá hádegi til hádegis.

Forúthlutun SVFR 2012

Straumar: 23/6 - 4/8

S TANGA V E I Ð I F ÉLAG R EYKJA V ÍKU R / S Ö LU S K R Á 2 0 1 2

W W W. S V F R . I S


LAXveiði

W W W. S V F R . I S

19

S TANGA V E I Ð I F ÉLAG R EYKJA V ÍKU R / S Ö LU S K R Á 2 0 1 2


20

LAXveiðI

13

12

Norð­ur­á Feg­urst áa

Norðurá í Borgarfirði er ein albesta laxveiðiá landsins, fjölbreytt og gjöful. Sumarið 2010 veiddust þar 2.279 laxar og allt stefnir í að veiðin 2011 verði á sama róli. Síðastliðin fjögur ár hefur veiðin verið jöfn og góð, eða vel yfir 2.000 laxa hvert sumar. Sumarið 2008 var metveiði í Norðurá, þegar 3.308 laxar veiddust. Undanfarin ár hefur sífellt meira borið á tveggja ára laxi og vonandi er stutt í að 20 punda laxar verði algengir á ný í Norðurá. Veiðimenn við ánna hafa sjálfir hjálpað til við þessa þróun með því að sleppa öllum laxi sem er yfir 70 sentimetrana. Veiðihúsið við Norðurá stendur á Rjúpnaási, á glæsilegum stað með útsýni að Laxfossi. Aðstaða öll og aðbúnaður er til fyrirmyndar og með því besta sem þekkist á landinu. Eldhúsið er rómað fyrir afburða góðan mat og það væsir ekki um veiðimenn við arineldinn á kvöldin.

S TANGA V E I Ð I F ÉLAG R EYKJA V ÍKU R / S Ö LU S K R Á 2 0 1 2

W W W. S V F R . I S


LAXveiði

21

Í húsinu eru 12 tveggja manna herbergi, öll með sér baðherbergi. Þá eru í húsinu gufubað, vöðlugeymsla og mjög góð laxageymsla, bæði með frysti og kæli. Eingöngu er heimilt að veiða á flugu og beita hefðbundnum fluguveiðistöngum. Í ánni eru 12 stangir en ekki er nauðsynlegt að sækja um heilt holl í forúthlutun. Í forúthlutun eru þriggja daga holl á tímabilinu 21. júní til 8 ágúst.

Forúthlutun SVFR 2012

Norðurá I: 21/6 - 8/8

W W W. S V F R . I S

S TANGA V E I Ð I F ÉLAG R EYKJA V ÍKU R / S Ö LU S K R Á 2 0 1 2


22

LAXveiðI

13

12

Norð­ur­á II Dalurinn og Fjall­ið

Norðurá II er kjörið svæði fyrir smærri hópa sem vilja heimsækja eina albestu laxveiðiá landsins og vera í litlum hópi út af fyrir sig í góðu veiðihúsi. Um er að ræða efri hluta árinnar, eða frá Símastreng og upp undir Leitisfossa. Þarna eru fallegir og afar fjölbreyttír veiðistaðir í gríðarlega fallegu umhverfi. Veiðin undanfarin ár hefur verið um eða yfir 300 laxa á þessu svæði. Veiðihúsið stendur við Skógarnef skammt norðan Hvamms. Útsýni frá húsinu er magnað yfir Norðurárdalinn. Húsið er með þremur tveggja manna herbergjum, eldhúskrók, stofu, borðstofu og baðherbergi með sturtu. Rafmagn er í húsinu.

Einnig eru svefnloft, gasgrill, útigeymsla og ágæt sólverönd.

húsið, mat og þrif, ef óskað er eftir og greiða sérstaklega fyrir.

Veiðimenn leggja sjálfir til mat, sængurfatnað og hreinlætisvörur. Unnt er að fá þjónustu í

Eingöngu er leyft að veiða flugu á forúthlutunartímanum.

S TANGA V E I Ð I F ÉLAG R EYKJA V ÍKU R / S Ö LU S K R Á 2 0 1 2

W W W. S V F R . I S


LAXveiði

23

Forúthlutun SVFR 2012

Norðurá II: 6/7 - 8/8

W W W. S V F R . I S

S TANGA V E I Ð I F ÉLAG R EYKJA V ÍKU R / S Ö LU S K R Á 2 0 1 2



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.