Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur 2. tbl., 25. árg., maí 2011
2. tbl., 25. árg., maí 2011
Fréttabréf SVFR
Frá skrifstofu SVFR
Innheimta félagsgjalda og veiðileyfa Við viljum minna félagsmenn sem ekki pöntuðu veiðileyfi árið 2011 á að gera þarf upp félagsgjald. Hægt er að greiða í næsta banka eða sparisjóði, bankanúmer SVFR er 130-26-803332, kennitala er 620269-3799. Vinsamlega biðjið bankann eða sparisjóðinn að senda SVFR afrit greiðslukvittunar. Þeir sem skulda tvö árgjöld verða felldir af félagaskrá samkvæmt lögum félagsins. Líkt og eitthverjir urðu varir við þá brá skrifstofa SVFR á það ráð að birta ógreidda reikninga í heimabanka við skiptavina. Það var fyrirtækið Motus
sem var félaginu innan handar, og er það von okkar að þetta verði til að auka skil á greiðslu veiðileyfa. Ef félagsmenn vanhagar um eitthvað varðandi uppgjörsmál þá er endilega að setja sig í samband við starfsfólk skrifstofu. Búferlaflutningar Félagsmenn sem flytja búferlum eru einnig beðnir um að tilkynna það til skrifstofu. Það sama á við um breytingar á símanúmerum og tölvupóstfangi. Jafnframt skal það ítrekað að þeir sem ætla að segja sig úr félaginu þurfa að gera það skriflega, og afhenda eða senda skrifstofu félagsins.
Veiðifréttir Útgefandi: Stangaveiðifélag Reykjavíkur Skrifstofa: Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík, sími 568 6050 Netfang: svfr@svfr.is - Heimasíða: www.svfr.is Ritstjórn: Hörður Vilberg, Haraldur Eiríksson og Ásmundur Helgason Ábyrgðarmaður: Páll Þór Ármann Útlit & umbrot: Skissa, auglýsingastofa Forsíðumyndin: Á forsíðunni má sjá lax snúa frá flugu með "gárubragði" á síðustu stundu. Myndin er tekin við Glitstaðabrú í Norðurá. Ljósm. Henry Gilbey. Myndir: Úr safni SVFR og aðsendar.
SVFR -
2-
Veiðifréttir
Heimasíða félagsins Heimasíðan okkar www.svfr.is er sífellt í þróun. Á vefnum má finna það sem hæst ber hverju sinni og einnig upplýsingar um ársvæði okkar og laus veiðileyfi. Allar ábendingar um efni frá félagsmönnum eru vel þegnar á netfangið ritstjori@svfr.is Félagsstarfið Formlegu félagsstarfi er lokið þetta starfsárið, en haldið verður áfram þar sem frá var horfið næsta vetur. Rétt er að koma fram þökkum til þeirra nefnda sem stóðu að hinum ýmsu uppákomum í vetur og má nefna skemmti– og fræðslunefndir félagsins sérstaklega í því sambandi. Þá hafa árnefndir SVFR unnið hörðum höndum undanfarnar vikur við að gera hús og veiðisvæði tilbúin fyrir komandi veiðisumar.
Veiðiflugna 4 - 5 júní. Verið hjartanlega velkomin og fagnið með okkur nýju veiðisumri í verslun okkar, Langholtsvegi 111 um helgina
Kastsýning
Prófun á stöngum
Hinn eini sanni Klaus Frimor
Kynning á fatnaði frá...
Stórkostlegt úrval af flugum
og línum
Laxa- og silungsflugur
Langholtsvegi 111 | www.veidiflugur.is | Sími: 527 1060 | hilmar@veidiflugur.is
Kynning á Einarsson
veiðihjólum
Langholtsvegi 111 www.veiðiflugur.is
Fréttabréf SVFR
Sumarið er tíminn
Kæru félagar! Nú er stutt í að laxveiðisumarið 2011 hefjist. Norðurá opnar 5. júní og svo opnar árnar okkar ein af annarri, þegar líða tekur á mánuðinn. Horfurnar eru bara nokkuð góðar. Aldrei þessu vant þá er talsvert af snjó á Holtavörðuheiði og útlit fyrir að vatnsmagn í ám Vestanlands verði með besta móti. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn og spái góðri opnun í Norðurá, alls komi 19 laxar á land og sumarið verði með þeim betri. Stjórn SVFR er svo sannarlega búin að vera önnum kafin í vetur. Nú er starfsár stjórnarinnar rétt hálfnað og mörg verkin sem búið er að ljúka og/eða koma í framkvæmd.Við höfum endurnýjað og framlengt fjölda
-
4-
Veiðifréttir
samninga um veiðisvæði, s.s. Hítará, Langá, Alviðru, Ásgarð og Bíldsfell, svo einhver séu nefnd, auk þess sem nokkur ný svæði hafa bæst í flóru okkar í vetur. Eins og fram hefur komið mun Páll Ármann, framkvæmdastjóri yfirgefa okkur á næstunni og þó maður komi í manns stað, þá hefur Páll svo sannarlega lagt sitt af mörkum fyrir félagið og ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Páli fyrir samstarfið og óska honum farsældar á nýjum vettvangi. Á síðasta aðalfundi boðaði undirritaður endurskoðun á innri gildum félagsins, mér finnst við höfum eytt býsna mikilli orku í fjármál og rekstur undanfarin misseri og vil gjarnan að við skoðum nú innviði
félagsins. Einn liður í því er að afla upplýsinga frá félögum um hvaða þætti þeir vilja ræða og jafnvel endurskoða. Í því skyni var boðað til hugarflugsfundar sem ætlunin var að halda í vikunni. Í ljósi þess að oft á tíðum voru miklar og góðar umræður á spjallvefnum í vetur, þá taldi stjórn félagsins líklegt að félagsmenn myndu hlíða kalli og mæta öflugir til leiks á fundinn. En það er skemmst frá því að segja að það var nákvæmlega enginn áhugi á fundinum og einungis níu félagar boðuðu komu sína. Því var fundurinn afboðaður. Sjálfur varð ég fyrir miklum vonbrigðum og veit eiginlega ekki hvernig við eigum að túlka þessa stöðu. Eru félagsmenn einfaldlega
2. tbl., 25. árg., maí 2011
Við Elliðaárnar 29. maí 2011. Bráðum fer teljarinn á fullt!
sáttir og ánægðir við stefnu stjórnar í lykilmálum? Telja félagsmenn óþarft að ræða önnur mál en sölu veiðileyfa? Við munum skoða þessi mál í rólegheitunum yfir sumarið og sjá til hvort eða hvernig við förum í þetta í haust. En góðir félagar, sumarið er komið. Laxinn er þegar mættur hér á suðvesturhornið. Megið þið eiga góðar stundir á árbakkanum í sumar! Bjarni Júlíusson, formaður SVFR.
Í Veiðifréttum er þetta helst ... Stangveiðitímabilið er að bresta á af fullum krafti. Urriðasvæðin fyrir norðan opnuðu 29. maí og Norðurá opnar þann 5. júní. Veiðifréttir spá í komandi sumar með hjálp árnefnda SVFR, við lítum á nýjungar í veiðibúðunum, frumsýnum fjölda nýrra flugna og birtum yfrlit yfir spennandi veiðileyfi hjá SVFR en þeim fer óðum að fækkandi þar sem salan hefur verið góð. Við skellum Bjarna Höskulds í yfirheyrslu og rifjum upp magnaðar stórlaxasögur. Guðlaugur Lárusson segir frá baráttu við ofurlax í Laxá í Aðaldal og við rifjum upp afrek Guðmundar frá Miðdal í Soginu. Af þessu tilefni bjóðum við SVFR-félögum 30% afslátt af veiðileyfum í Árbót í Laxá í Aðaldal í sumar þar sem þeir stóru leynast.
Veiðifréttir -
5-
Fréttabréf SVFR
KÍKT Í BÚÐIR Nú er rétti tíminn til að bæta við sig græjum, endurnýja þær gömlu eða gefa einhverjum sem manni þykir virkilega vænt um veiðidót við upphaf veiðitímabilsins! Hér er aðeins lítið brot af þeim fjölmörgu spennandi vörum sem er að finna í veiðibúðunum þessa dagana og óhætt að mæla með verslunarferð því nú er hægt að gera góð kaup!
Ein skæðasta urriðafluga landsins Supertinsel er að sanna sig sem ein skæðasta urriðafluga landsins. Flugan sem á uppruna sinn að rekja til Finnlands hefur gefið mokveiði í urriða og sjóbirtingsveiði þegar allt annað hefur brugðist. Þá hefur heyrst að Supertinsel í minnstu stærðum hafi gefið vel í sól og litlu vatni síðasta sumar bæði vestanlands og norðan. Nú fæst Supertinsel bæði létt og einnig með keilu. Verð á Supertinsel er aðeins 290 krónur í flugubúðinni á netinu: Flugan.is
Sniðugur bátur í tösku – passar í skottið Veiðiportið hefur selt uppblásna báta frá pólska fyrirtækinu Jaxon í fjögur ár og eykur nú úrvalið. Bátarnir eru með hörðum botni, 4 hólfa, með árum og pumpu. Taska fylgir öllum bátum. Bátarnir passa í skottið á bílnum og eru mjög meðfærilegir. Það er auðvelt að setja þá saman á 12-14 mínútum. Bátarnir þola allt að 20 hestafla bensínmótora en þremur stærstu bátunum fylgir kaupauki - rafmagnsmótor að verðmæti 44.950 kr. sem er rúmt hestafl (rúmlega róðrarhraði). Bátarnir þykja mjög stöðugir og öryggir. Þeir eru CE-vottaðir og samþykktir af Siglingastofnun. Verð kr. 259-299 þúsund (290cm -360 cm) hjá Veiðiportinu Grandagarði 3.
Byltingarkennd flugustöng frá Airflo Airflo Nano flugustöngin byggir á nýrri tækni en hún fæst í Vesturröst, Laugavegi 178, á mjög sanngjörnu verði. Stöngin er gerð úr hágæða grafíti sem er með því léttasta og sterkasta sem völ er á. Hönnunin er falleg og framúrskarandi. Frá því koltrefjastangir komu á markaðinn hafa þeir hjá Vesturröst ekki séð jafn mikla framfarir. Stöngin er frábær stöng og atvinnumenn bera gæði hennar saman við það besta. Með Airflo Nano bætirðu fluguköstin og nýtur veiðanna mun betur en áður. Airflo Nano kostar kr. 28.900 og þú færð Airflo Ridge Impact flugulínuna frábæru frítt með (að verðmæti kr. 8.900).
-
6-
Veiðifréttir
2. tbl., 25. árg., maí 2011
Nýjasta fluguhjólið frá Scierra TX2+ er nýjasta fluguhjólið frá Scierra. Hjólið er rennt úr hágæða áli. Bremsubúnaður er feykigóður með jöfnu og mjúku bremsuátaki. Bremsustillingin er einstök en bremsan er stillt með skífu á hlið hjólsins. Hjólið fæst í Veiðihorninu Síðumúla 8, Sportbúðinni Krókhálsi 5 og í Veiðimanninum, veiðibúð allra landsmanna á netinu. Verðið er frábært eða aðeins frá kr. 26.995.
Nýtt fyrir veiðimanninn í Intersport Intersport býður veiðimönnum sem eru á leið á bakkann að galla sig upp með nýjum vöðlum, jakka og skóm á tilboðsverði. Í pakkanum er X-Protect vöðlujakki frá Rapala með 10000 mm vatnsvörn og öndun. X-Protect brjóstvöðlur frá Rapala, þriggja laga og X-Protect vöðluskór. Fullt verð er kr. 82.970 en pakkinn býðst nú á tilboðsverði á aðeins kr. 69.990. Intersport Bíldshöfða er opið sjö daga vikunnar.
Flottir Hopper vöðluskór frá Hrygnunni Hrygnan Veiðibúð býður upp á vöðluskó frá Hopper á fínu verði. Skórnir er einstaklega léttir og minna um margt á gönguskó. Skórnir eru með Vibram®IdroGrip gúmmísóla sem virkar jafnt við heitt og lágt hitastig - hvort sem gengið er á heitum klöppum eða vaðið í köldu vatni. Efnablandan í sólanum gerir það jafnframt að verkum að hann er stamur hvort sem gengið er á blautu eða þurru yfirborði og henta einstaklega vel í klifur. Skórnir fást einnig negldir og með filt sóla. Þeir kosta kr. 18.600 með Vibram®IdroGrip gúmmísóla hjá Hrygnunni Síðumúla 37.
ECHO stangirnar hjá Kröflu á frábæru verði Veiðibúðin Krafla, Höfðabakka 3, er komin með umboðið fyrir hinar þekktu bandarísku ECHO stangirnar. Stangirnar eru hannaðar af hinum heimsþekkta Tim Rajeff, sem hefur hannað flugustangir um áratuga skeið sem og flugulínur fyrir ECHO og Airflo. ECHO stangirnar fást í mörgum stærðum og gerðum, allt frá 6,6 feta silungastöngum upp í 15 feta tvíhendur. Þetta eru hágæðastangir á frábæru verði. Krafla er einnig með mjög góðar flugulínur og fluguhjól frá ECHO á hagstæðu verði sem eiga eftir að vekja mikla athygli. ECHO 3 er nýjasta stöngin. Kíkið við í nýrri verslun Kröflu til að skoða stangirnar og tilheyrandi flugur!
Snilldar veiðivesti frá PETITJEAN Veiðiflugur geta nú glatt veiðimenn með því að veiðivestið frá Marc Petitjean er komið í búðina. Þetta er byltingarkennt og algerlega fullhannað vesti fyrir silungsveiðimenn. Það er með fluguboxum í framvasanum sem eru með frönskum rennilásum svo hægt er að taka úr og skipta um. Nýjungin við þetta vesti er líka að hægt er að renna hólfunum af og hafa vestið eins og menn vilja. Það þrengir hvergi að í kastinu. Þegar menn eru að labba langt er hægt að bæta vösum á og taka af eftir þörfum. Vestið kostar 39.600 með þrem boxum. Fæst hjá Veiðiflugum, Langholtsvegi 111.
Veiðifréttir -
7-
Fréttabréf SVFR
Upplifðu drauminn - 30% afsláttur af stórlaxi! Samkvæmt könnun sem Flugur. is framkvæmdu er Laxá í Aðaldal draumaá flestra íslenskra veiðimanna. Líklega er það stórlaxinn sem sækir á drauma veiðimanna og skyldi engan undra. Sá sem hefur sett í stórlax í hinu magnaða umhverfi Laxár verður aldrei samur. Nessvæðið hefur verið sérstaklega gjöfult á stórlaxa enda er það nánast uppselt í sumar. Enn eru þó lausar stangir á Tjarnarsvæðinu, sem hefur í gegnum tíðina ávallt verið hluti Nessvæðisins. Besti kosturinn fyrir þá sem vilja komast í þessa draumaá er þó klárlega Árbótarsvæðið. Þar er enn töluvert af lausum dögum. Árbótarsvæðið er þriggja kílómetra langt og er á hinum bakkanum – gegnt Tjörn og Nessvæðinu – og er því mikil stórlaxavon á svæðinu. Nú býður SVFR Árbótina með mögnuðum 30% kynningarafslætti. Rétt er að geta þess að engin gisting er innifalin, en hægt er að kaupa staka daga frá morgni til kvölds. Óhætt er að fullyrða að ódýrari leyfi er ekki hægt að fá í stórlaxaveiði.
Veiðistaðalýsing af Árbót Veiðimaður með glæsilegan lax sem fékkst á Tjarnhólmaflúð.
8
- Veiðifréttir Mynd: Einar Falur Ingólfsson.
Á vef SVFR er komin inn nokkuð ítarleg veiðistaðalýsing af Árbótar svæðinu. Lýsingin, sem er í Power Point formi, inniheldur loftmynd af svæðinu auk skriflegra lýsinga á hverjum veiðistað og merkinga inn á loftmyndir af flestum veiðistöðum. Veiðistaðirnir á svæðinu má segja að séu 11 talsins og eru sumir þeirra fornfrægir stórlaxastaðir. Veiðimenn sem hafa veitt á Nessvæðinu hafa oft á tíðum séð risalaxa stökkva og velta sér svo nærri hinum bakkanum að þeir hafa ekki átt möguleika að kasta á þá. Nú er tækifærið komið til að egna fyrir þessa laxa sem hafa sýnt sig við hinn bakkann á Lönguflúð, neðan við sandeyrina efst í Símastreng og fyrir ofan flúðina í Tjarnarhólma. Lýsinguna er að finna á upplýsingasíðu SVFR um Árbótina, undir Veiðistaðalýsing.
LAUS VEIÐILEYFI HJÁ SVFR ÚR FORSÖLU
Veiðimaður glímir við lax á Kattarfossbrún – ef hann lætur sig gossa niður fossinn er úr vöndu að ráða.
Laxá í Dölum 18.-21. júlí – 2 stangir 10.-12. ágúst – 2 stangir
Norðurá í Borgarfirði 24.-27. júlí – 1 stöng
Langá á Mýrum 27.-30. júlí – 1 stöng
Nánari upplýsingar veitir Haraldur Eiríksson á skrifstofu SVFR, s. 568-6050 Fyrirspurnir má senda á halli@svfr.is
Fréttabréf SVFR
HEIMAVÖLLURINN – LAXÁ Í AÐALDAL
„Þvílíkur djöfulsins bardagi maður“ Guðlaugur Lárusson (SVFR-félagi nr. 139) hefur
dregið marga stórlaxana á land en ekki náð þeim öllum. Hann barðist t.d. við ógnarstóran lax í Laxá í Aðaldal klukkustundum saman langt fram á nótt haustið 1972 en laxinn hafði betur eftir að Guðlaugur hafði nær örmagnast og skar á línuna. Sem betur fer náðist laxinn ekki segir Guðlaugur sem lýsir hér átökunum við hann og ljóstrar upp í leiðinni þó nokkuð mörgum leyndarmálum ásamt því að opna fluguboxið sitt. Hann á stefnumót við stórlaxa á Árbótarsvæðinu í sumar.
G
uðlaugur Lárusson, er hógvær og óspar á góð ráð handa áhugasömum veiðimönnum. Hann hefur mikla reynslu og hefur veitt víða en þrátt fyrir hógværðina er hann góður sögumaður. Guðlaugur gerði sér ferð úr heimabæ sínum Hveragerði í upphafi vikunnar til að spjalla við Veiðifréttir á skrifstofu SVFR. Það var tilhlökkun í loftinu enda veiðisumarið á næsta leiti. Guðlaug Lárusson með þrettán punda urriða úr Eldvatns botnum.
Snemma blotnar krókurinn Guðlaugur var ekki nema 6-7 ára þegar hann var farinn að draga fiska á stöng við Sauðárkrók þar sem hann ólst upp. „Maður var sendur niður á bryggju til að ná í bleikju í matinn og var ekki nema klukkutíma að ná í fimm til sex stykki. Þetta voru upp í 3-4 punda bleikjur sem komu upp að bryggjunni á vorin og svo veiddi maður þær líka á sandinum niður í fjörunni.“
Þessu hafði kappinn gaman af og gaf aflann oftar en ekki á heimleiðinni til kvenna sem urðu á vegi hans. „Þá var þetta siður. Eins þegar trillurnar komu úr róðrum. Stundum bara tæmdist trillan af fiski handa fólki sem kom á bryggjuna. Það var ekki alltaf verið með vigtina á ferðinni og peninga á lofti“ Seinni tíma ósiður? „Já þetta er að verða svolítið breytt.“ Mikill náttúruunnandi Guðlaugur er mikill náttúruunnandi en hann var á sjó í fjöldamörg ár, bæði sem sjómaður og skipstjóri. Það er auðheyrt að hann er vanur því að lesa í náttúruna og hann tekur mark á henni. Um fermingu fóru veiðiferðirnar að lengjast, hann veiddi í Skarðsá utan við Sauðárkrók þar sem var að finna heilmikinn sjóbirting „alveg rosadrjóla“ eins Guðlaugur orðar það. Síðan tóku laxveiðar við í Laxá í Aðaldal, Grímsá og Norðurá. Það gekk vel í veiðinni og það var gaman. Guðlaugur er ekki hrifinn af því hvernig laxveiðar á Íslandi hafa þróast. „Það er búið að skemma ánægjuna sem maður hefur í náttúrunni, eins og þetta var fyrir 20-30 árum. Þá fór maður í laxveiðiá og ef maður lenti í fallegum hvammi við hyl – þá byrjaði ég oft á því að halla mér uppi í brekku í klukkutíma. En núna – eftir einn og hálfan tíma heyrist kallað: Heyrðu vinur, tíminn þinn er búinn. Þú verður að fara á annað svæði! Ha? Þetta er vondur draumur að vakna upp við enda er ég líka farinn í silunginn mest. Það eru til rosalega góðir staðir en það er bara verst að það er mikill fjöldi sem veit ekki hvar þessir skemmtilegu staðir eru. Umræðan er búin að vera svoleiðis undanfarið að það er ekkert nema lax, lax lax. En þetta er nú allt að koma, silungsveiðin er að aukast mikið.“ Töfraheimar Nesveiða Fljótlega eftir að spjall okkar við Guðlaug hefst víkur sögunni að Laxá í Aðaldal og það ekki að ástæðulausu. „Ég var nú framanaf mest í Laxá í Aðaldal. Við vorum alltaf síðustu
-
10 -
Veiðifréttir
2. tbl., 25. árg., maí 2011
Þennan 30 punda lax fékk Guðlaugur þann 7. september haustið 2002 í Bótarstreng á Árbótarsvæðinu. Tók laxinn fluguna Skrögg eftir Kristján Gíslason. Þó svo laxinn hafi ekki verið "nema" 112 sentimetrar var hann óhemju þykkur, og vóg slétt 30 pund. Þá mátti hirða laxinn úr Laxá og lét Guðlaugur stoppa ferlíkið upp. vikuna í ágúst hjá honum Hermóði Guðmunds í Nesi, það var alltaf viss passi. Ég held að það hafi verið 18 ár sem við vorum þar. Laxá í Aðaldal tók vel á móti Guðlaugi. „Fyrst þegar ég kom þá spurði Hermóður mig að því hvort ég hefði komið hingað áður og ég sagði nei. „Komdu klukkan fimm í fyrramálið og ég ætla að fara með þig út á ána og sýna þer hvernig á að koma þessu í vatnið,“ sagði hann og um morguninn fer hann með mig á bát út á Presthylinn. Hermóður benti út á flúðina - það hefur verið svona fermetersblettur og spyr hvort ég sjái ólgurnar þar eins og brotni upp. „Heldurðu að þú getir hitt í það?“ Ég reyndi og hitti í miðjuna á blettinum en allt sat fast! Ég bölvaði og ragnaði og sagði: „Er þetta svona helvíti grunnt, þetta er bara hraun, þetta er allt fast!“ Hermóður sagði þá „Nei, bíddu rólegur, bíddu rólegur, sjáðu hvað gerist, við skulum bara doka smá stund.“ Ég fór að horfa á línuna og loks fór hún að strika upp ána. Þá hló Hermóður mikið! Hann skellti á hnéð á sér í hlátrinum. „Jæja góði minn, heldurðu að það sé núna fast?“En nú þarftu bara að spreyta þig því þessi er erfiður.“ Hann réri um allan Prestshyl og við vorum komnir upp í Skersflúð og í Skeri þá fór hann á prammanum í land og sagði mér að hoppa í land þegar tækifæri gæfist og leika mér bara vel að honum. Ég var heljartíma þarna þetta var helvíti skemmtilegur leikur en þá sagði Hermóður. „Jæja nú skil ég þig eftir og fer heim, þú ert búinn að ná
þessu. Svona er svæðið hérna og það er sama hvar þú kastar. Ef þú vandar þig og ert veiðimaður þá færðu fisk.“ Það gerðist og fiskurinn var yfir 20 pund! Já það var helvíti mikið ævintýri þarna í Aðaldalnum.“ Átök upp á líf og dauða Guðlaugur hefur dregið þá marga á Nesveiðum en haustið 1972 setti hann í þann allra stærsta lax sem hann hefur augum litið. Hann verður örlítið fjarrænn um stund og hugsar sig um, hann er kominn á bakkann í huganum og lýsir magnaðri viðureign við 50-60 punda lax segir sagan en hann þorir ekki að skjóta á þyngdina.
„Ég held það hafi verið í þriðja eða fjórða skipti sem ég var þarna sem ég fíflaðist út í Straumeyjarnar og var að dóla þar. Ég fór út í löngu eyjuna og skildi prammann eftir í efra horninu. Labbaði svo niður eyjuna og fór að kasta. Hálf fimm um daginn var tekið hjá mér og þvílíkur djöfulsins bardagi maður. Ég var með 45 punda línu á og það var svoleiðis djöfulgangurinn í hylnum, ég skyldi ekkert hvað þetta var. Þangað til það kemur bara þessi helvítis ófreskja upp svona fimm sex metrum fyrir framan mig. Þá var ég aðeins kominn út í ána, var svona rúmlega í klofvatni, og ég var bara hræddur, nærri því dottinn aftur fyrir mig. Svei mér þá, trjónan á honum – hún bara skagaði fram – ég hélt þetta væri krókódíll eða einhver djöfullinn! Og svona óð hann margar ferðir framhjá mér hálfur upp úr ... og boðaföllin voru þannig að aldan frá honum skvettist upp á brjóst á mér. Mér var bara ekkert um þetta. Svo fór hann að haga sér skringilega. Hann fór þvert út, skáhallt upp og skáhallt niður. Þá fór ég nú að líta á hjólið. Hann fór margar ferðir sömu leið en eitthvað skringilega. Stoppaði á milli og fór svo lengra – og lengra – svo fór ég að líta aftur á hjólið og það var orðið lítið á því. Þá fór ég að fikra mig dýpra alveg eins og vöðlurnar þoldu. Heldurðu að drjólinn fari þá ekki af stað fyrir hólmahorn þar sem voru trjágreinar út yfir vatnið og hann setur hausinn bak við greinarnar. Þá var allt komið á enda hjá mér á hjólinu en
Hólmfríður Jónsdóttir hampar ógurlegu ferlíki sem Guðlaugur veiddi í Presthyl á Nesveiðum í Aðaldal. Atvik höguðu því þannig að þessi ógurlegi lax fór aldrei á vigt en veiðifélagar Guðlaugs fullyrða að laxinn hafi verið talsvert stærri en 30 pund.
Veiðifréttir -
11 -
Fréttabréf SVFR hann var að prufa allan tímann hvað ég hefði langa línu. Svo sá ég sporðinn koma upp úr annað slagið þegar hann var að laga sig í straumnum. Þannig stóðum við til þrjú um nóttina - þá tók ég vasahníf og skar á línuna. Ég var að verða geðbilaður en ég var að verða svo þreyttur að ég var hræddur um að straumurinn tæki mig. Ég stóð alveg upp undir geirvörtur.“ Það munaði litlu að hann næðist Litlu mátti muna að Guðlaugur næði yfirhöndinni í baráttunni við laxinn. „Mig vantaði að komast eins og 3-4 metra í land. Það var stærðar tré á bakkanum til að binda stöngina við og ná í bátinn upp á eyjarendann. Þá hefði hann náðst. En sem betur fer þá náðist hann ekki! Já sem betur fer.“ Af hverju segir þú það? „Ég hugsaði sem svo að þetta væri svo hroðaleg skepna að ég held ég hefði ekki farið að veiða eftir það. En þó er minningin ekki slæm. Það er oft sem þessi minning ýtir mér í veiðiferð.“ Tveimur til þremur árum seinna veiddi Guðlaugur stærðar lax í Presthylnum í byrjun september og má sjá mynd af honum hér á síðunni ásamt lýsingu. „Það var mikið ferlíki en hann var aldrei viktaður þar sem það var búið að loka veiðihúsinu“. Árið 2002 veiddi Guðlaugur einn minni sem var þó yfir 30 pund í Bótarstreng á Árbótarsvæðinu. Sá féll fyrir flugunni Skrögg eftir Kristján Gíslason. Guðlaugur stoppaði laxinn upp og eins og sjá má hér til hliðar. Báðir þessir laxar blikna þó í samanburði við laxinn sem hremmdi flugu hans
Hann tekur þessa með offorsi!
-
12 -
Veiðifréttir
Guðlaugur hnýtir allar sínar flugur sjálfur – oftar en ekki með Strauss á fóninum.
haustið 1972. „Þessi ófreskja þarna í Straumeynni, hann toppaði þá báða algjörlega. Ég held að maður hefði verið hræddur við að taka öngul úr honum svei mér þá. Hausinn var svo rosalegur.“ Leitarflokkar sendir af stað Víkjum aftur að baráttunni við þann stærsta sem Guðlaugur hefur komist í tæri við. Fólki var ekki farið að standa á sama þegar hann skilaði sér ekki í hús. „Um nóttina voru leitarflokkar komnir af stað, ég sá ljósin þegar ég skar á línuna, það var verið að leita dauðaleit að mér með ánni. Það voru
margir hópar að leita með ljósum og þá skar ég bara á línuna og kom mér í land, setti jeppann í gang svo þeir gætu séð að ég væri lifandi.“ Þetta tók á. „Ég átti erfitt með að keyra heim í Nes. Ég var bara svo lamaður einhvern veginn. Já, og ég sat lengi í eldhúsinu. Það var dælt í mig kaffi og ég kleinum til að reyna fá þrek í mig. Jóhanna húsfreyja spurði mig mikið um fiskinn og lét mig lýsa hausnum á honum en hún sagði að þetta hefði verið einn af þeim stærstu. Hún dró upp teikningu sem hún var með niðri í skúffu af haus sem Steingrímur í Nesi pabbi hennar fann við árbakkann einhvern tíman og spurði mig hvort hauslagið væri eitthvað svipað? Það var nú ekkert ólíkt en trjónan á honum var lengri á þessum sem var í Straumey. Og þá sagði hún, já hann hefur verið stærri en þetta. En veistu hvað þessi haus var þungur? Hann losaði 9 pund, bara um tálknin þvert! Þvílíkur andskotans krókur á honum. Hann var svolítið óttalegur!“ Guðlaugur er handviss um að þessir ógnarstóru laxar eigi rætur að rekja í Alta-fjörðinn í Noregi , 60-80 punda, en einstaklingar af þeim stofni flækist hingað. Þeir séu með svo langa tjórnu að þeir minni á krókódíla. „Hann gapti svo þetta kvikindi í Straumeynni þegar hann fór fram hjá, margar ferðir svona 3-5 metra frá - mér fannst það væri skrýtið að þessi ófreskja væri lax.“
2. tbl., 25. árg., maí 2011 Litríkar og fallegar flugur úr smiðju Guðlaugs fyrir lax, bleikju, urriða og sjóbirting.
Góð ráð í Nesi og Árbót En hvernig eiga byrjendur að bera sig að á stórlaxaslóðum fyrir norðan? „Það er kastlengdin sem skiptir öllu. Svo þetta sígilda sem margir gleyma, það er þolinmæðin. Ég verð nú að taka undir það sem margir eldri veiðimenn hafa sagt. Þegar þú kemur að stað og ætlar að fara að kasta þá áttu að setjast niður og horfa. Allt í lagi í hálftíma og spekúlera í hverri straumólgu. Eins og í Nesveiðunum, þegar þú horfir yfir vatnið, þá sérðu hvernig straumiðurnar eru, eftir korter eru þær orðnar öðruvísi. Og þá gefa þær til kynna hvað er undir yfirborðinu. Er það hár gróður eða hraunbrík? Það sést nokkuð á ólgunum hvernig þær springa upp. Þetta getur verið á litlu svæði þar sem kemur öldutoppur upp. Þá er þetta alveg eins og á vertíðunum á Suðurnesjunum þegar straumskiptin eru við Reykjanesið. Það getur komið svona 10 metra breiður öldufaldur sem verður eins og Hallgrímskirkjuturn upp í loftið og hvelfist svo yfir sjálfan sig. Þannig spretta upp ólgur í ánum,“ segir Guðlaugur þó svo að stærðin sé kannski eilítið minni en á hafi úti. „Þetta er í mörgum ám svona þar sem hraunbotn er.“ En hvað með fluguna, strippar hann eða lætur hann fluguna leka með straumnum? „Í Aðaldalnum hreyfi ég ekki línu. Ég kasta skáhallt og læt línuna liggja á yfirborðinu.
Ég var svo lánsamur að hitta Heimi heitinn á Tjörn þegar ég byrjaði þarna og hann sagði að við yrðum að láta vatnið stjórna græjunum. Ég greip þetta hjá honum en hann sagði þetta í hálfgerðri kerksni við mig. Þá var ég að djöfla þessu öllu til. Heimkynni fisksins eru í straumn um og það sem fiskurinn sér er á straumhraða. Ef eitthvað er á öðrum hraða þá er það óeðlilegt, en stundum getur það verið þannig að fiskur vilji ekkert og þá getur verið sniðugt að gera eitthvað afbrigðilegt – nógu brjálæðislegt. Eins og þegar svarti tóbýinn 28 gr. var settur út og dreginn hratt inn þvert.“ Og það er ekki alltaf allt sem sýnist þó svo að yfirborð árinnar sé slétt og fellt. „Ég var nú oft að líkja því við konuna þegar við vorum þarna - að horfa á yfirborðið þarna væri eins og að horfa á svanavatnið – ballettinn í sjónvarpi – það væri þetta rólega jafnvægi. En þar undir væri einhver leyndardómur - það leynir sér ekki.“ Og Guðlaugur er kominn á flug. „Það er hægt að líkja veiði í mörgum ám - sérstaklega Laxá í Aðaldal - við að dansa skemmtilegan vals með fótafimri stúlku. Maður lokar augunum og maður verður svo meðvitaður um allt í kring að maður rekst aldrei á annað par þó svo að maður hamist í valsinum. Ég tala um vals því yfirleitt þegar ég er að veiða þá set ég oft
disk með Strauss-völsum í græjurnar í bílnum hjá mér og opna hurðirnar svo ég heyri óminn. Og það er alltaf veiði þegar hann glymur. Hann bregst ekki Straussinn!“ Guðlaugur er fullviss um að Jóhann Strauss hefði orðið mikill veiðimaður hefði hann haft tækifæri til að rölta um bakkana í slagtogi með félagsmönnum SVFR með stöng í hendi. Hann heldur mikið upp á hann en finnst á einhvern hátt hlægilegt að nefna það í miðju viðtali um stangveiði og stórlaxa. Hann hrífst af hugsuninni í tónlistinni og tengir hana við veiðina. „Þetta er allt hugsun,“ segir veiðimaðurinn án þess að hugsa sig um. Hnýtir allar flugur sjálfur Guðlaugur hefur í áratugi hnýtt allar sínar flugur sjálfur eða frá því hann keypti sér sína fyrstu flugu í Sportval á sjöunda áratugnum. Og aftur kemur Strauss við sögu því hann ómar oftar en ekki undir hnýtingunum og hefur jafnvel haft áhrif á útkomuna. Guðlaugur dregur upp fallega svarta og bláa laxatúpu sem Strauss ber nokkra ábyrgð á.Létt tónlistin speglast í búknum. „Gefur vel í súld og dumbungi. Það má vera að þú álítir mig svolítið klikkaðan,“ segir Guðlaugur með stríðnissvip. „En þetta veiðir hvað sem er.“ Guðlaugur dregur upp hverja fluguna á fætur annarri sem hann segir góðar í lax, bleikju, silung,
Veiðifréttir -
13 -
Fréttabréf SVFR urriða og sjóbirting. Flestar hafa ekki sést opinberlega þar til nú og hann nefnir þær ekki sérstaklega. Mynd af flugunum má sjá hér til hliðar, en litla keilan er fræg stórurriðafluga og á hana hefur hann veitt vel í Eldbotnum, t.d. 13 punda urriða sem mynd er af hér á síðunni. Ein af forvitnilegri flugunum er eftir líking af gulldeplu, sem laxinn kjamsar á í hafinu, en flugan virðist vekja upp sterk viðbrögð þegar laxinn sér hana í ferskvatninu. Guðlaugur reyndi hana fyrst í Tungufljótinu þar sem „matvandir“ laxar vildu ekki láta glepjast.Það breyttist þegar gulldeplan fór út í. „Það var ráðist á hana með þvílíku djölulsins offorsi um leið, ég tók þrjá.“ Gjöf frá Guði Guðlaugur er búinn að vera í Stanga veiðifélagi Reykjavíkur síðan 1964 og honum þykir vænt um félagið. Hann segir fyrir öllu að hafa gaman af hlutunum og sýna náttúrunni, veiði félögunum og bráðinni virðingu.„Veiði menn eru klikkaðir uppi í höfðinu en þessi klikkun er frá Guði komin og um það gæti ég haldið langar ræður.“ Fullnuma? Ég held að þetta verði aldrei lært – það er alltaf að koma eitthvað nýtt– og ég bíð spenntur eftir sumrinu. Framundan eru veiðiferðir í Eldvatnsbotna og Veiðivötn en Guðlaugur hefur einnig tekið stefnuna norður á Árbótarsvæðið í Laxá í Aðaldal því þangað á hann erindi. „Það er ábygglegt að þarna eru þessir stóru djöflar, ég var þarna sumar eftir sumar, og þeir voru alltaf þarna! Þeir voru alltaf að ergja mig. Stundum var konan svolítið svekkt að ég var allan daginn að reyna að kasta út í gjánna við Birgisflúð. Margar ferðirnar fór ég uppfyrir og einu sinni blotnuðu hárin undir höndunum á mér. Ég var búinn að reyna í marga daga að reyna að þenja mig og ná bara einu kasti í gjánna. En alltaf komu þessu ferlíki upp yfir henni. Þetta voru eins og beinhákarlar þarna úti. Ha! En ég náði þeim ekki þá.“ Guðlaugur segir það bjóða upp á ýmsa möguleika að SVFR er nú með bæði Árbótarsvæðið og Tjarnarsvæðið á leigu en veiðimenn geta keypt þar tvær stangir saman. „Að vestanverðu í Tjarnarlandinu er örmjór hryggur sem þú getur vaðið út á þannig að þú náir að kasta í gjána,“ segir Guðlaugur að lokum. Það er augljóst hvert hugurinn stefnir.
-
14 -
Veiðifréttir
Fyrir bleikju og lax.
Öflug túpa í laxinn á Vesturlandi.
Urriðinn í Veiðivötnum er brjálaður í þessa.
Stórlaxasumarið 1978 Hún er enn í fersku minni veiðiferðin sem Guðlaugur og veiðifélagar hans fóru í Nes í ágústmánuði 1978. 49 laxar veiddust á fimm dögum og voru þeir allir settir í reyk hjá Kristjáni á Hólmavaði. Ekki voru menn að velta þyngdinni neitt sérstaklega fyrir sér en dag einn hringir Kristján í Guðlaug og spyr hann hvort hann hafi gert sér grein fyrir stærð fiskanna? 18 fiskar voru undir 20 pundum, 30 yfir 20 pundum og einn rúmlega 30 pund!
2. tbl., 25. árg., maí 2011
SLEPPUM STÓRLAXINUM! ÁÐUR EN ÞAÐ VERÐUR OF SEINT ...
8 metra fluguborð
Veiðimenn telja þetta flottasta fluguborð landsins
Grafarvogur
Sjón er sögu ríkari - Varist eftirlíkingar Láttu ekki réttu flugurnar vanta í boxið þitt í sumar
Veiðibúðin Krafla
Krafla Prentsmiðjan Oddi Krónan
Höfðabakka 3 - Sími: 587-9500 - Krafla.is - Opið 10-18
Veiðifréttir -
15 -
Fréttabréf SVFR
YS OG ÞYS HJÁ ÁRNEFNDUM SVFR: SPÁ GÓÐU VEIÐISUMRI! Mikill fjöldi árnefndamanna undirbýr nú veiðitímabilið á ársvæðum SVFR. Allt skal verða klappað og klárt þegar árnar opna og fyrstu veiðimennirnir mæta en vorverkin eru bæði mörg og fjölbreytt. Yfirlit yfir upphaf veiðinnar á svæðum SVFR má sjá hér til hliðar en Veiðifréttir fengu skeyti frá nokkrum árnefndarmönnum sem hafa verið á vettvangi að undanförnu. Við báðum þá að segja frá helstu verkefnum og rýna í sumarið framundan og það er ekki að sökum að spyrja. Þeir spá góðri veiði ... Norðurá gullfalleg og laxinn (sennilega) mættur Erum upp í Norðurá að störfum. Horfur eru ágætar hér. Meiri snjór í fjöllum en undanfarinn áratug svo vatnsbúskapur lítur vel út. Áin er bara gullfalleg og ég er viss um að kominn er lax nú þegar!! Árnefndin er að starfa sjöundu helgina þetta vorið og á eina eftir! Mest eru þetta hefðbundin störf við málun, viðhald, merkingar, kláf og báta. En við ákváðum að smíða 10 setbekki til að setja þar sem erfitt er að tylla sér við ána og það er aðal nýjungin þetta vorið.Annars er 3ja stiga hiti og norðan fræsingur þessa daga svo heldur er þetta nú hráslagalegt. En fuglinn er mættur og laufið ilmar svo enginn leyfir sér neitt væl. Kærar kveðjur úr Borgarfirðinum. Jón G. Bald (SVFR-félagi nr. 55). Formaður árnefndar, 20. maí 2011.
Þóroddur Sveinsson á vaktinni í Mývatnssveitinni.
Heimamenn spá vænum urriðum í Laxá í sumar Það voraði snemma í Mývatnssveitinni og Laxárdalnum 2011. Í lok apríl þegar árnefndarmenn mættu á svæðið voru síðustu snjóskaflarnir að hverfa í takt við vaxandi komur vorboða. Farendur og álftir fylltu flóa, straumendur hávaða og þrestir og hrossagaukar létu hátt og tókst að rjúfa árniðinn öðru hvoru. Seinna, en venju samkvæmt, var svo krían mætt við veiðihúsið í Mývatnsveitinni, gargandi yfir hausamótum árnefndar manna sem voru í kappi við að klára málningarvinnu í Hofi áður en vorhretið skylli á. Og það tókst að klára. Þegar þetta er skrifað er mínus ein gráða við Mývatn með hraglanda
Veiðihúsið Hof gert klárt fyrir sumarið.
-
16 -
Veiðifréttir
og þannig á það að haldast fram í næstu viku. En hér er ekkert óvanalegt á ferðinni. Vorhret eru fremur venjan en undantekningin, þó að við vonum að það verði ekki eins slæmt og 2006. Þá gerði í lok maí einstaklega slæmt kuldakast með skyndilegum og miklum jarðbönnum sem olli gífurlegum fugladauða. En þegar áin opnar fyrir veiðimönnum 29. maí verður heiðríkja. Framundan er veiði í á sem við vitum að er full af góðum urriða. Það fer síðan bara eftir stemmningunni hvernig gengur að veið‘ann. Árnefndarmenn gáfu sér tíma frá málningarvinnunni í vor til að skima eftir fiski og urðu ekki fyrir vonbrigðum. Bunkar af vænum og björtum urriða blöstu við þeim á hefðbundnum stöðum. Er það í takt við það sem Ásmundur á Hofsstöðum hafði eftir Finnboga á Geirastöðum að klak bitmýs hafi verið óvenju mikið í fyrrasumar. Sem þýðir að veiðimenn geta átt von á að fá marga væna og feita fiskar á stöngina í vor og sumar. Og heimamenn vita best! Þá er það spurningin, hvaða flugur skyldi hann taka? Heyriði annars, maður má ekki vera að þessu snakki. Það er eftir að raða í flugubox og smyrja línur fyrir veiðiferðina sem ég er búinn að bíða eftir í allan vetur! Þóroddur Sveinsson (SVFR-félagi nr. 1877), formaður árnefndar 20. maí 2011.
2. tbl., 25. árg., maí 2011 Von um áframhald á góðri veiði í Andakílsá Í lok marsmánaðar hófst starf árnefndar Andakílsár með því að undirbúa opnun silungasvæðisins 1. apríl. Kalt var í veðri, snjór yfir öllu og stórir klakaflekar á veiðisvæðinu, sem náðu langt inn á árbakkana. Var því engin leið að setja upp veiðistaðamerkin og var það í fyrsta skiptið frá því að SVFR tók ársvæðið á leigu, árið 2003, að það reyndist ekki gerlegt. Sýndist okkur sem vorið væri svona ca. 2 vikum á eftir ef miðað er við “venjulegt“ árferði. Á komandi vikum er áætlað að byggja grjótgarð í ánni, sem þjóna á þeim tilgangi að hindra/torvelda göngu flundru upp á aðal hrygningarsvæði laxa í ánni. Við vonumst til að veiðistaður myndist við garðinn sem fjölgað gæti virkum veiðistöðum í ánni, en þeim hefur verið að fjölga hægt og sígandi og höfum við séð greinileg merki um betri veiðidreifingu á sl. 3 árum. Líklegast er að garðurinn verði staðsettur milli veiðistaðanna Litlahyls og Neðri Fossbakkahyls. Af venjubundnum störfum árnefndar má nefna að til stendur að bera viðarvörn á hluta veiðihúss, snyrta og lagfæra umhverfi veiði hússins, standsetja vatnslagnir og eins mun áfram unnið að því að laga veiði staði sem og búa til nýja. Stefnt er að því að hefja vinnu við hönnun og skipulag svæðisins við laxahúsið með það að markmiði að bæta húsakost og umhverfi hússins til framtíðar. Í framhaldinu verði síðan unnin fram kvæmdaáætlun sem hefja mætti vinnu eftir strax á árinu 2012.
Á þessu ári stendur til að sleppa 11.000 seiðum í ána sem er 1000 seiðum meira en verið hefur sl. 4 ár. Vonumst við til að þessi aukning komi til með að skila sér í aukinni veiði eins og eftir auknar sleppingar árið 2007. Síðastliðin 3 ár hafa verið afar fengsæl í ánni og vonumst við til að á því verði áframhald á komandi sumri. Óskum við öllum þeim sem daga eiga á svæðinu ánægjulegrar dvalar og góðrar skemmtunar. Kristján Guðmundsson (SVFR-félagi nr. 464), formaður árnefndar 21. maí 2011 Sterkur laxastofn í Langá og útlitið gott Aðstæður við Langá nú á vordögum eru betri en þær voru á sama tíma í fyrra. Langavatn flæðir nú yfir vatnsmiðlunina og vatnsbúskapur ætti því að vera góður í sumar, en vatnsmiðlunin tryggir veiðimönnum nokkurra vikna aukaskammt af góðu rennsli þegar lítið rignir. Vatnsleysi háði Langá nokkuð síðasta sumar eins og öðrum ársvæðum á Vesturlandi en það verður vonandi ekki reyndin 2011. Laxinn gekk óvenju snemma í fyrra miðað við síðustu ár og var því mikið líf á bökkunum í byrjun tímabils. Til að mynda voru dæmi um veiðimenn með um 3 laxa á stöng á dag strax á fyrstu dögunum. Nú er laxinn farinn að sjást í Kjósinni og á fleiri stöðum og ekki langt að hann láti sjá sig í Langá, árnefndin mun kíkja eftir honum á næstu dögum! Mjög áhugaverðar tölur er að finna í nýrri í skýrslu Veiðimálastofnunar Borið á í Andakílnum.
um Langá sem gefa vísbendingu um að framtíðin sé björt í Langá. Ræktunarstarfið sem verið hefur í ánni er greinilega búið að skila sér í sterkum stofni fyrir ofan Sveðjufoss sem ekki var laxgengur fyrr en 1967 þegar byggður var laxastigi. Sumarið 2010 gengu til að mynda 1640 laxar upp fyrir Sveðjufoss og var veiðiálag á þá einungis 22,4%. Einnig mældist seiðaþétting í Langá 76,1/100m2 sem er önnur mesta seiðiþétting síðan mælingar hófust og helmingi hærri en langtímameðaltal. Veiðin í fyrra var sú sjötta besta frá upphafi. Gott vatn, góður seiðabúskapur og lítið veiðiálag á stofninn 2010 ætti að skila enn einu árinu með yfir 2000 laxa veiði í Langá og yrði ég ekki hissa ef áin færi vel yfir 2500 laxa þetta sumarið. Að minnsta kosti bíð ég spenntur eftir því að kasta í Langá og ná mér í fyrsta lax sumarsins og heilgrilla hann þegar heim kemur. Árnefndin er nú að gera klárt fyrir sumarið og sinna margvíslegum og hefðbundnum vorverkum – þetta er að bresta á. GLEÐILEGT VEIÐISUMAR! Ólafur Finnbogason (SVFR-félagi nr. 1348), staðarhaldari við Langá, leiðsögumaður, og árnefndarmaður, 23. maí 2011. Laxá í Dölum fær marga til að brosa Ný árnefnd Laxár í Dölum fór í undirbúnings- og vinnuferð vestur í Dali sl. laugardag og hitti þar Jón Egilsson formann veiðfélagsins. Aðstæður voru skoðaðar og farið yfir þau verk sem þarf að vinna fyrir opnun árinnar, en m.a. verður smíðaður nýr pallur við húsið og athugað með smíðar á sleppikistum (teikningar væru þegnar ef einhverjir eru með slíkt). Framundan er vinnudagur við ána með bændum í júní en þá verða m.a. vegslóðar lagfærðir, merkingar veiðistaða endurbættar, árbakkar hreinsaðir og húsið gert endanlega klárt fyrir veiðitímabilið sem hefst 28. júní. Þrátt fyrir kuldakast nú um helgina þá er óneitanlega kominn fiðringur í menn og mikil tilhlökkun fyrir komandi veiðisumar. Nýir glæsilegir sófar bíða veiðimanna í setustofunni í veiðihúsinu Þrándargili og sóma sér vel. Þeir verða kjörinn vettvangur fyrir spennandi veiðisögur og það er ljóst að það verður létt yfir öllum ef veiðin
Veiðifréttir -
17 -
Fréttabréf SVFR verður jafn góð í ár og í fyrra. Vonandi fá sem flestir óskir sínar uppfylltar, hvort sem það er Maríulaxinn, fyrsti flugulaxinn eða sá STÓRI.
Skiltin gerð klár á Langárbökkum.
Magnús Þórarinsson (SVFR-félagi nr. 1310), formaður árnefndar, 21. maí 2011 Merkingar bættar við EfriHaukadalsá Við Rögnvaldur Örn Jónsson tókum við árnefndarstörfum Í Efri Haukadalsá nú í vor.Vorverkin felast fyrst og fremst í smávægilegum lagfæringum á sturtuaðstöðu veiðihússins en stærsta breytingin sem veiðimenn munu sjá þegar þeir mæta er að þægileg húsgögn verða komin á veröndina við hliðina á heita pottinum og merkingar Sævar Haukdal á bakkanum síðasta sumar.
veiðistaða hafa verið bættar verulega. Nú í sumar munu hin hefðbundu merki eins og við þekkjum þau frá stærri veiðisvæðum Stangveiðifélags Reykjavíkur prýða efri hluta árinnar frá veiðihúsi og upp í Hlaupagljúfur. Merkingar á neðri hluta árinnar verða svo endurnýjaðar fyrir veiðitíma 2012. Varðandi veiðina er það von okkar að bleikjan muni sýna sig í auknu mæli og að veiðimenn auki sleppingar á laxi til að skilja meira eftir af hrygningarfiski að hausti. Með þeim hætti mætti koma þessari litlu en skemmtilegu á í hærri veiðitölur á komandi árum. Sævar Haukdal (SVFR-félagi 2751), 21. maí 2011.
Þeir eru ófáir veiðistaðirnir í Norðurá.
-
18 -
Veiðifréttir
nr.
2. tbl., 25. árg., maí 2011 Dýrindisbekkir bíða veiðimanna á völdum stöðum við Norðurá.
Opnanir á svæðum SVFR 29. maí Laxá í Mývatnssveit
20. júní Elliðaár
1. júlí Laxá í Aðaldal:
29. maí Láxá í Laxárdal
21. júní Langá á Mýrum
5. júní Norðurá í Borgarfirði
25. júní Leirvogsá
1. júlí Selá í Álftafirði
5. júní Straumar í Borgarfirði
28. júní Sogið
9. júlí Gufudalsá
18. júní Hítará
28. júní Laxá í Dölum
15. júlí Setbergsá
18. júní Fnjóská
1. júlí Gljúfurá
20. júní Andakílsá
1. júlí Fáskrúð
20. júní Efri-Haukadalsá
1. júlí Krossá
Nes, Tjörn og Árbót.
ÞÓ MENN GREINI Á UM ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR ERU ALLIR SAMMÁLA UM ÁGÆTI STANGVEIÐA Veiðifréttir -
19 -
Fréttabréf SVFR
Norðurá frá Glitstöðum að Hraunbollum. Hér má sjá loftmynd af Norðurá í Borgarfirði niður undan Glitstöðum í Norðurárdal. Á þessum slóðum fellur áin ekki öll í sama farveg, því hluti hennar rennur vestar og undir Brekkubrú. Niður undan brúnni eru mjög vanmetnir veiðistaðir sem nefnast einu nafni Brekkuþrengsli. Í austari kvíslinni sem sjá má hægra á myndinni má sjá Hraunbolla en ofar er Glitstaðabrú, þar sem finna má samnefndan veiðistað. Hraunbollar eru skemmtilegir og krefjandi veiðistaðir, og eins og nafnið gefur til kynna, mótaðir af Grábrókarhrauni. Ofarlega á myndinni má sjá bæinn Glitstaði.
-
20 -
Veiðifréttir
2. tbl., 25. árg., maí 2011
Ljósmynd: Lárus Karl Ingason
Veiðifréttir -
21 -
Fréttabréf SVFR
FORFALLINN FLUGUVEIÐIMAÐUR
Veiðifréttir spyrja Atla Bergmann (SVFR-félaga nr. 2052) sölustjóra Nýs Lífs og Húsa og Híbýla frétta. Hann er lunkinn veiðimaður sem hefur veitt víða í vor og verið heppinn. Atli er mikill aðdáandi Veiðikortsins og notar það mikið. Hann segir hér í opinskáu viðtali frá áhrifavöldum í veiðinni og tengslunum við almættið á bökkum Þingvallavatns! Hvenær byrjaðir þú að veiða? Ég hef veitt frá því að ég man eftir mér. Þegar ég var ungur dregur var ég sendur á hesti að ná í nýmeti í sveit hjá afa í uppsveitum Árnessýslu í Biskupstungum. Þá voru lögð net en ég tók alltaf með mér stöng og veiddi á spún, þá hef ég verið 7- 8 ára. En það var þó ekki fyrr en ég kynntist fluguveiðinni að ég varð forfallinn veiðimaður. Það var fyrir tæpum tíu árum síðan, þá var ég við veiðar í Svartá ásamt Hilmari Hanssyni hjá Veiðiflugum.is þeim sögufræga veiðimanni, en hann hefur verið minn lærifaðir í þessum fræðum frá þeim tíma. Hvert hefur þú farið að veiða í vor? Í vor hef ég farið í Meðalfellsvatn, Vífilsstaðavatn, Þingvallavatn, Litluá í
-
22 -
Veiðifréttir
Kelduhverfi, Brunná, Laugarvatn við Útey,Sogið,Elliðaárnar og í Hraunsfjörð. Þá hef ég litið í heimatjarnarinnar á æskuslóðunum. Ég hef verið mjög heppinn þetta vor, í Litluá náði ég einum 73 cm staðgengum urriða og einum 68 cm löngum og 45 cm breiðum sjóbirting sem var áætlaður um tíu pund. Á Þingvöllum náði ég einum 16 punda urriða og nokkrum minni og einni þriggja punda bleikju. Síðastliðinna helgi var ég svo í Elliðaánum og veiddi 14 silunga, fjórar bleikjur og 12 urriða, andstreymis á kúluhaus, allt vænir og fallegir fiskar. Þegar þeirri veiði lauk var svo haldið rakleiðis í Hraunsfjörðinn sem er einn af mínum uppáhaldsstöðum á Veiðikortinu. Þar náði ég 11 armlöngum bleikjum, ég
hef komið oft í Hraunsfjörðinn og það er alltaf jafn gaman þó svo að brugðið geti til beggja vona. En þar er falleg og sterk bleikja og einn sá albesti matfiskur sem maður getur fengið. Bleikjurnar sem ég tók þar núna voru allar á bilinu 2-3 pund og veiddust þær flestar á Killer - flugu sem Þór Nielsen hannaði. Hvernig velurðu flugu? „Oftar en ekki er maður búinn að fara í gegnum allt fluguboxið áður en maður hittir á þá réttu! Ég get þó upplýst að leyndarmálið mitt í veiði er ekki bara heppni, heldur hreyfanleiki og fjölbreytni. Ég skipti oft um flugur og færi mig mikið á milli staða, þá hittir maður oftast á góða bletti og réttar flugur.“ Áttu þér uppáhalds silungaflugu? Þær eru ansi margar sem að koma til greina, en ætli það sé ekki jafntefli á milli Black Ghost og Killer - orginal útgáfunnar frá Þór Nielsen. Það er þá Black Ghost í urriðann og Killer í bleikjuna. Notarðu Veiðikortið mikið? „Já ég er mikill aðdáandi Veiðikortsins og hef verið frá upphafi og finnst þetta frábært framtak. Það er gaman að
2. tbl., 25. árg., maí 2011 Uppáhaldsstaður Atla er Hraunsfjörður. Hér er hann með flotta bleikjuveiði sem hann fékk í firðinum fyrir skömmu.
ferðast um landið og eiga möguleika á því að kynna sér ný vötn og ný svæði og vera með leyfið klárt.“ Hvert ferðu helst í vatnaveiði? „Ég fer mjög víða og reyni að kynna mér ný svæði á hverju ári. Þingvellir og Úlfljótsvatn verða líklega oftast fyrir valinu enda stutt frá Reykjavík og innan Veiðikortsins.“
Hvað er svona skemmtilegt við veiðina? „Það er líklega þetta algleymi þegar maður tengist náttúrunni og gleymir stað og stund og eilífðin og hringrás lífsins renna saman í eitt!“ Uppáhaldstaður og -stund? „Ég var einu sinni sem oftar staddur með stórvini mínum honum Hilmar Atli féll fyrir fluguveiðinni fyrir 10 árum síðan. Hér er fallegur fiskur sem féll fyrir flugu Atla.
Hanssyni við veiðar á Þingvöllum. Ég hef víða farið um heimsbyggðina, verið í „sweat“ með Indjánum í Smokey Mountains, klifrað upp píramídana í Egyptalandi og heimsótt helga staði víða um heim í leit að æðri mætti.En svo eina tiltekna sumarnótt á Þingvöllum þar sem að við vinirnir vorum við veiðar heyrði maður alla náttúruna anda. Samhljómur og kraftbirting guðdómsins hreinlega helltist yfir mann, vatnið spegilslétt, sólin að skríða upp sjóndeildarhringinn, fiskur að vaka og himbriminn að leik skammt frá. Ein og ein bleikja lét blekkjast og tók hjá mér flugna og mér var að orði við Hilmar - eftir alla þessa leit - þá væri hann hér (guð). Þarna var maður kominn í sanna tengingu við almættið.“ Félagsskapurinn? „Það skemmir aldrei að vera í góðum félagsskap en ég hef ég náð góðri tengingu við son minn Heiðar Val Bergmann í gegnum veiðina. Við feðgar tengjumst sterkum böndum í gegnum áhugamálið og hann stefnir í það að verða öflugri en faðir sinn, hann á þó enn margt ólært af föður sínum í þessum fræðum.“ Segir Atli að lokum og brosir.
Veiðifréttir -
23 -
Fréttabréf SVFR
LJÓSMYNDASAMKEPPNI SVFR OG VEIÐIMANNSINS Sendið okkur myndir á svfr@svfr.is fyrir 15. júní – vegleg verðlaun í boði! Veiðimaðurinn og SVFR hvetja veiðimenn til að senda bestu veiðimyndir sínar í keppnina en í 1. verðlaun er veiðileyfi í þrjá daga í Laxá í Mývatnssveit með gistingu fyrir tvo. Þá fá um 100 þátttakendur mynddiskinn How to Spaycast with Mike Daunt. Við viljum fá fallegar, fyndnar, spennandi og óvenjulegar myndir. Þær þurfa einungis að tengjast stangveiði á laxi og silungi. Fjöldi mynda hefur borist í keppnina, þar á meðal þessar ...
-
24 -
Veiðifréttir
2. tbl., 25. árg., maí 2011
Bestu myndirnar verða birtar á vef SVFR og í næsta tölublaði Veiðimannsins sem kemur út í júlí/ágúst. Þátttökureglur: Sendið myndir á svfr@svfr.is fyrir 15. júní. Merkið: Veiðimynd 2011 og tilgreinið nafn sendanda, símanúmer og heimilisfang. Athugið að stærð myndanna þarf að vera minnst 1 MB svo hægt sé að prenta þær í góðri upplausn í Veiðimanninum.
Veiðifréttir -
25 -
Bjarni Júlíusson skrifar um Hraunsfjörð:
Veiðiparadís á Vesturlandi Vesturlandið er auðvitað þekkt fyrir glæsilega laxveiði og þar eru margar af okkar þekktustu og bestu laxveiðiám. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er með margar perlurnar fyrir vestan, Norðurá, Andakílsá, Langá, Hítará, Setbergsá og margar fleiri. En silungsveiðin á Vesturlandi er engu síðri en laxveiðin. Gufudalsá og EfriHaukadalsá gefa stórar og glæsilegar sjóbleikjur, og svo eru gjöful og þekkt veiðivötn þarna á hverju strái. Hver þekkir ekki Hítarvatn, Hlíðarvatn og Oddastaðarvötn á sunnanverðu Snæfellsnesi? Öll eru þessi vötn innan vébanda Veiðikortsins. Norðanmegin á nesinu eru Hraunsfjarðarvatn og Baulárvallavatn. Þar er talsvert um urriða og oftar en ekki getur hann verið býsna vænn. Sjálfum finnst mér Hraunsfjörðurinn hins vegar, einn skemmtilegasti kosturinn. Þar er fjölbreytnin í fyrirrúmi, sjóbleikja, urriði, slæðingur af laxi og meira að segja hafa menn fengið ufsa á stöng þarna. Fyrir nokkrum árum veiddist slæðingur af fallegum regnbogasilungi en honum hefur farið fækkandi sem betur fer. Hraunsfjörðurinn er í rauninni hálfgert sjávarlón, því að þó um fjörð sé að ræða þá var hann stíflaður, fyrst 1961 þegar brú var lögð í fjarðarmynninu og svo um miðjan níunda áratug síðustu aldar þegar reynt var að reka fiskeldi í firðinum. Lónið er ákaflega lítið salt og þess vegna unir bleikjan sér svona vel þarna. Fyrir borgarbúa er þetta örstutt ferðalag eða innan við tveggja tíma akstur. Ekið er sem leið liggur inn á Vesturlandsveg og haldið í átt til Grundarfjarðar. Þegar farið er yfir Hraunsfjarðarbúna þá er beygt til vinstri (til austurs) og ekið inn fjörðinn.Vestan megin fjarðarins liggur ágætur slóði inn í fjarðarbotninn,
fær öllum bílum. Þar er sennilega þægilegasta aðstaðan til veiða. Menn vaða aðeins út í og geta svo kastað í allar áttir. Þegar líður á sumarið og lónið fer að hitna, þá má gjarna finna bleikjuna rétt utan við árósana syðst í firðinum. Svo eru fallegir veiðistaðir austanmegin, eiginlega syðst í hraunkantinum Áhugasömum veiðimönnum má benda á skemmtilega umfjöllun um bestu veiðistaðina í firðinum, í aprílhefti Veiðimannsins 2007. Veiðin í vor er rétt að fara af stað. Við heyrðum nýlega af veiðimanni sem fór austan megin í fjörðinn rétt við Búðarvoginn. Hann gerði ágæta veiði af 2 – 3 punda bleikju. Hún tók Krókinn, Grey Ghost og gömlu góðu Kröfluna, í appelsínugulu útgáfunni. Fyrir fjölskyldufólk skal bent á þann
bíldshöfða, sími : 585 7239
opið 7 daga vikunnar -
26 -
Veiðifréttir
möguleika að tjalda í hraunkantinum austan Hraunsfjarðarins. Þar er að finna einkar skjólsæl svæði, fallega bolla og lautir. Síðan eru óteljandi gistimöguleikar bæði í Stykkishólmi (en þangað er um 20 mín akstur) og á Grundarfirði. Eins má benda á bændagistingu í Eyrarsveitinni. Ýmis afþreying er á svæðinu. Golfvöllur er við Grundarfjörð (við Bár) og hægt er að fara í hestaferðir frá Kverná, rétt austan Grundarfjarðar. Veiðimenn verða auðvitað að birgja sig upp af hákarli hjá Hildibrandi í Bjarnarhöfn og loks má benda á skoðunarferðir um Suðureyjar frá Stykkishólmi. Það er Stangaveiðifélag Reykjavíkur sem selur veiðileyfi í Hraunsfjörðinn, auk þess sem handhöfum Veiðikortsins er heimilt að veiða þar.
veiðideild
2. tbl., 25. árg., maí 2011
REYNDI VEIÐIMAÐURINN: Úr Veiðimanninum nr. 1 - 1940 Guðmundur Einarsson frá Miðdal:
ÞEGAR „TÆKIFÆRIГ KOM VIÐ SOGIÐ
S
ogið, mesta bergvatn á Íslandi, er dyntótt sem veiðivatn og ber margt til þess. Mikið vatnsmagn, ójafn botn, mikið æti í vatninu og það sem verst er: Vatnið er svo kristaltært, að tálbeitur og línan sjást of vel. Þó eru hinar eftirsóknarverðu hliðar Sogsins eigi færri en gallarnir, það sést á því að þeir veiðimenn, sem eitt sinn hafa komist yfir byrjunarörðugleika Sogsins (það getur tekið eitt til 4 ár), sækja þangað alltaf aftur. En eigi er það hent óþolinmóðum. Sogið er veiðivatn hinna 1000 möguleika. Sá maður er ég hygg að best hafi þekkt Sogið, var Eiríkur heitinn á Syðribrú. Honum fannst mikið vanta á að hann þekkti fossana rétt við túngarðinn fullkomlega, hvað þá meir. Eiríkur hvaðst hafa kynnst Soginu best að vetri til, því þá mætti oft sjá misfellur botnsins best. Að hann hafði hugsað sitt mál, sést best á því, að hann eyddi aldrei tíma að óþörfu við veiðar. Hann beið þangað til hið rétta veður kom fyrir hvern stað. Með stöðu sólarinnar var hann óvenju nákvæmur. Honum á ég að þakka að ég hefi náð í stórurriða og lax uppi við fossana og stórsilunga í Kaldárhöfða-sogi. Einnig vissi hann ótrúlega vel hvað fært var á bát við fossana – svo nákvæmur var hann, að hann rak sumstaðar hæla í bakkana til að miða við. – Þau fáu skipti, sem ég hefi komist hætt í báti eða í vöðlum á þessum slóðum, var þegar ég breytti á móti ráðum hans. Í 25 ár hafði ég átt við veiðar í Soginu; ávallt fundið nýja möguleika. Oft komið með heila hestburði af laxi og silungi og oft tómhentur. Það er raunar óþarfi að koma tómhentur úr Soginu, því þar er nóg af bleikju og smáurriða, en undantekningalaust hætta Sogsveiðimenn á þeim slóðum
en leita þangað sem „þeir stóru“ liggja. Það eru lífsvanir karlar, sem séð hafa flest veiðarfæri og þekkja þau. Margur þeirra hefir ef til vill spón eða flugu í sér, urriðinn er uggastór og straumvanur, vanur að „hrista úr sér“. Laxinn kemst allt að Írufossi og er hann verri viðureignar, sökum þess að hann sækir í gjárnar þótt hann taki á flúðunum. ýsing á Soginu myndi fylla bók, en í stuttu máli er hægt að sýna hvernig veiðisvæðin skiptast. Efst þar sem Sogið fellur úr Þingvallavatni (hið eiginlega Sog), verður eigi veitt nema af bát. Stórurriði liggur þar á klöppunum og einnig í „Kerjunum“ fyrir neðan. Þar og í „Straumunum“ við Úlfljóstvatn eru til bleikjur allt að 12 pundum. Eyjasvæðið, neðan við Úlfljótsvatn, er nú úr sögunni vegna rafveitunnar, en þar var oft tækifæri til að veiða mikið með lítilli kunnáttu. Óefað er fossasvæðið lang skemmtilegast – og erfiðast um leið. – Að þekkja það kostar meiri ástundun en þekking allra hinna partanna. Í djúpum kerjum og á tæpum flúðum liggja dökkir vatnaurriðar, harðsnúnir náungar. Við Írufoss og Kistufoss liggja sterkustu laxarnir – tiltölulega mikið af hængum. Svæðið frá Sakkarhólma niður að Álftavatni er mjög breytilegt og erfitt að ætla á, hvar hann leggst. Þar eru skemmtileg flugusvæði og miklir möguleikar fyrir „vaðfugla“. Brúarsvæðið er þekktast og öruggast til veiði og vatnaskiptin við Tannastaði hafa gefið mikla veiði. Lengi vel var svæðið um „Breiðuna“ neðan við Ásgarðsá lítt eftirsótt, enda notað til ádráttarveiði, stundum höfðum við fengið glepsur, gjarnan stórlax, en líka farið tómhendir.
L
Oft hafði mig langað til að veiða í Ásgarðslandi. Það tækifæri kom fyrst á óvæntan hátt. Föstudagseftirmiðdag fyrir fjórum árum seint í ágúst er mér boðið að veiða þar yfir helgi og boðinu fylgdi: „Þar er allt fullt af stórlaxi sem lætur eins og hann sé vitlaus.“ - Nú varð að „hafa hryggina í því.“ Kl. 6 vorum við komin austur með tjöld og lítinn mótórbát, sem hafði dugað mér vel á Hvítá í Borgarfirði (hann gengur 25 kílómetra á klukkustund, vegur með mótor 50 kg og getur ekki sokkið). Við tjöldum við Álftavatn á lindarbakka, allt er svo unaðslegt og hreint vatnið, sandurinn og vott lauf skógarins. Við sitjum í fortjaldi við aðaltjaldið og tölum um möguleikana. - Veðrið er stillt og bjart í vatninu. Þó falla skuggar af suðvestanskýjum á vatnið, indigolitaðir skuggar þokast í landnorður yfir vatnið og skóginn. Hvernig væri að setja saman? Jú, það er nú fljótgjört, en ekki er nú veiðiáhuginn mikill.Ég rangla upp með hólmunum. Kasta hingað og þangað, en nenni ekki að fara í „brækurnar“. Upp við „Breiðuna“ stendur Víglundur veiðimaður úti í Sogi upp í mitti og sveiflar spón í vígamóð. Hann sér mig ekki eða heyrir, en loks vaknar hann þó við köll mín og veður í land. Þegjandi þrífur hann tvo stórlaxa og hampar framan í mig. Laxarnir voru furðanlega stórir, kringum 30 pund. Þetta nægði. Nú var það ég sem hafði ekki tíma til að fara í vöðlurnar: set á „Blue doctor“ nr. 4 og örmjótt girni og kasta á ská fram á flesjarnar einum þremur köstum. – Þungur straumkúfur gefur til kynna að „hann“ hefir tekið, og um leið og ég reisi stöngina stekkur laxinn, sveigir sig eins og hrygnum er títt og skellur niður á hliðina. Og ég byrja að skammast við sjálfan mig: „Rosafiskur, líklegast undir 30 – ónýtt gyrnin, lítil
... seint í ágúst er mér boðið að veiða þar yfir helgi og boðinu fylgdi: „Þar er allt fullt af stórlaxi sem lætur eins og hann sé vitlaus.“ Veiðifréttir -
27 -
Fréttabréf SVFR
Hér má sjá nokkra af þeim boltum sem Guðmundur veiddi í Soginu þegar hann nýtti tækifærið sem hann hafði beðið eftir í 20 ár.
fluga og þar að auki er ég sama sem á sokkaleistunum – Asni!“ axinn kafar út í strenginn, dýpra og dýpra, þar sem ég veit að stórgrýtt er og slý. Á fyrsta sprettinum tekur hann út yfir 100 yard, en 120 eru á hjólinu. Nú byrjar viðureignin. Aðeins endrum og eins sé ég móta fyrir laxinum langt úti í straumnum. Það blikar á hliðina á honum, þegar hann veltir sér upp í strauminn. Eftir langt þóf næ ég sporðtaki á laxinum við bakkann, laxinn er nýlegur og fallegur, 31 pund að þyngd. - Vel byrjað kallar Víglundur. Það er orðið kvöldsett, en þó næ ég enn tveim löxum 27 og 25 punda hængum. Þegar næturrökkrið færist yfir dalinn, þá labba ég með fulla byrði til tjaldanna, fullviss um að þetta sé og verði besti veiðitúrinn. Næsta dag kl.5 er ég aftur á staðnum og byrja efst á flúðinni, rólegur eins og nóttin, sem enn skyggir vatnið. Nú er komið hryssings-skúraveður með skýjabökkum við Ingólfsfjallið. Fyrst kasta ég nokkrum flugum í klukkutíma, svo smækka ég allt niður í nr. 2. Engin hreyfing! Ég er sáttur við allt og alla og hefi yndi af að þenja mig við köstin. Þetta er jafnvægisæfing með línuna því bakvið er skógur. Lengi hugsa ég meir um skóginn en laxinn, reyni að ná köstum sem hæstum án þess
L
að „strekkja“ línuna um of, því að þá lendir allt í hrísinu. Kl. ca. 8 lyftir fyrsti laxinn sér fram á breiðunni, „Meter eða meir“, hugsa ég, „bara rólega, hann kemur uppeftir“. Brátt byrar hann að taka stórlax djúpt í álnum. Fyrsti laxinn er daufur. Ég næ honum upp fyrir og tek hann við bakkann. Litlu síðar byrjar sá aðgangur, er ég ávallt man, en þó ekki þannig að ég geti sagt frá því í réttri röð. Allan daginn tók stórlax (15-33 pd.) á næstum sama bletti, samfleytt í 10-12 tíma. Án nokkurrar verulegar hvíldar glímdi ég við laxana, sem tóku fram á flúðinni, kyppti þeim upp í álinn fyrir ofan og tók þá í sama vikið. Þetta gekk eins og í sögu; aðeins 1 lax tapaðist allan daginn (og meira að segja ekki sá stærsti!) Um kvöldið lágu 19 laxar á bakkanum og ég við hlið þeirra, steinþreyttur. Kl. 8 varð ég að hætta af þreytu, en þó tók laxinn ennþá, eins og í upphafi. Nú kom báturinn í góðar þarfir, þá varð ég að fara tvær ferðir. Það er nokkuð vandasamt að stýra kaiak á Soginu, því straumurinn er ótrúlega þungur, og betra er að vera réttu megin við hringiðurnar. En litli báturinn klífur vatnið og það kippir í stýristaumana, en hinn granni bátur sveigist eftir straumköstunum, Báturinn er silfurlitaður, en dekkið blátt, innviðir gulbrúnir.
F
élagar mínir í tjöldunum eru ekki miklir veiðimenn, er þeir sjá laxakösina, iðrast þeir þó eftir að hafa eytt deginum niður í Þrastalundi og við berjatínslu. Nú raða ég þessum 19 löxum á lindarbarminn, silfurlitað hreistrið fer við við gulan mosann. 11 hrygnur eru þarna næstum jafnar að stærð eða 1820 pund. Þær eru auðsjáanlega nýlega gengnar. Stærsti laxinn er 33 pund. Það er hængur með kyrfilega stórt kjálkabarð og mikinn „krók“. 3 laxar eru milli 27 og 29 pund, aðeins einn smálax. Um kvöldið sátum við hjá laxahrúgunni og vorum næsta hátíðleg, ýmis sjaldgæf atvik rifjast upp. Af Tvídægru og frá Fiskivötnum um stórurriðann uppi í Sogsfossunum, sem er sterkastur allra fiska og verri viðureignar en laxinn. Mig hefir undrað það hve þessi veiðihamingja hefir lítil áhrif á mig, en hins vegar veit ég, að þetta var tækifæri, er ég hefi beðið eftir við Sogið í nærri 20 ár! Áður hefi ég ekki veitt yfir 12 laxa á dag – en nú er stundin komin. Um nóttina ligg ég við opnar tjalddyrnar og hlusta á þungan dyn fossanna upp frá og minnist þess, að ég barðist eitt sinn við strauminn á Ljósafossbrúnni í smábát með lélegar árar. Á þeirri stund var ég hátíðlegur og rólegur, eins og nú, er veiðigyðjan heimsótti mig. Var ekki viss skyldleiki milli þessara og annarra æfintýra við Sogið? Oft hafði ég farið of tæpt í leit að veiði, en nú var það ég sem hafði yfirhöndina – ekki Sogið. Næsta morgun, um 6 leytið, vakna ég steinþreyttur, en þetta lagast, er ég veð döggvott grasið upp að „breiðunni“. Skógurinn ilmar nú eftir vætuna undanfarið og vatnið er blýgrátt, fjólublá ský í lofti. Aftur finn ég að veiðigyðjan er við hlið mér – ég er alveg viss – veit hvar hann er, hvað hann tekur. Jú, strax er hann á – stórlax sem kafar eftir flugunni í yfirborðinu. Fjórir koma á land fyrsta klukkutímann, og mig furðar á hve óvægilega ég fer með þá á færinu. Þegar fram á kemur, dofnar hann. Náttúrlega kenni ég félögum mínum um það. Þeir eru nú komnir á vettvang. Þá byrja ég með spón. – Fastur? Nei
Eftir langt þóf næ ég sporðtaki á laxinum við bakkann, laxinn er nýlegur og fallegur, 31 pund að þyngd. - Vel byrjað kallar Víglundur. -
28 -
Veiðifréttir
2. tbl., 25. árg., maí 2011 Það hafa margir lent í ævitýrum í Soginu sem Guðmundur frá Miðdal kallar veiðivatn hinna 1000 möguleika. Vonandi eigum við eftir að sjá viðlíka stórlaxagengd í Sogið á komandi árum eins og Guðmundur upplifði.
– litla kaststöngin kippist niður á við, laxinn tekur út 2/3 af hjólinu, áður en ég átta mig á að fylgja honum, og það sem verra er, hann hopar, neðan við flúðina er dálítið vatn – eða vídd. – Ég veit strax að laxinn er tapaður, ef hann kemst niður eftir. Tvisvar eru aðeins nokkrir yards eftir á hjólinu, og tek í síðara skiptið á eins og ég þori. Þá stekkur laxinn fyrst, félagarnir reka upp óp, en ég missi þá öryggiskennd, er ég hefi haft undanfarið; verð beinlínis skelkaður, því svo ferlegur er laxinn – 40 pund hugsa ég – og þoka honum upp á við. Bara að félagar mínir horfðu ekki á mig! Loks næ ég laxinum upp fyrir
flúðina. Þar er þrengra um hann, og ég næ aftur jafnvæginu og landa þessum risa eftir tiltölulega skamma viðureign. Þetta var hrygna 127 cm. að lengd. Í Reykjavík reyndist lax þessi vera 34½ pund ( vigt mín tók hann ekki). Ummál var 67cm. hausinn lítill. Samkvæmt ágiskun var hann búinn að vera 1-1½ mánuð í ánni – ekki orðinn rauðleitur. – Stærðarinnar vegna gat hann verið 40-42 pund og sjáanlegt var að hann var farinn að þynnast. Auk laxanna fékk ég 5 sjóbirtinga. Samtals 17 pund. Þrír smálaxar eyðilögðu vigtina, þeir vógu allir ekki nema 19 pund, en allir 37 laxarnir vógu 654 pund, eða 17¾ pund að jafnaði.
U
m veiði þessa hafa myndast sögur, nokkuð æfintýrakenndar. Bæði hvernig veitt hafi verið, og hverju hafi verið bætt við, en ljósmynd sú er fylgir, gefur nokkra hugmynd um veiðina, en raunverulega voru 26 laxanna veiddir á flugu – þar af 11 á sömu flugu er ég hafði bundið sjálfur. 6 tóku spón en 5 gerfisíli. Bezt er að hætta hverjum leik, þá hæstur er. „Tækifærið” er sjaldgæft!
Þegar næturrökkrið færist yfir dalinn, þá labba ég með fulla byrði til tjaldanna, fullviss um að þetta sé og verði besti veiðitúrinn. Veiðifréttir -
29 -
Fréttabréf SVFR
YFIRHEYRSLAN: Bjarni Höskuldsson (SVFR-félagi nr. 3015), staðarhaldari SVFR á urriðasvæðnum í Laxárdal og Mývatnssveit með fallegan urriða á góðum degi. Hann segir horfurnar fyrir sumarið vera góðar og áin sé í uppsveiflu sem hafi byrjað sl. sumar.
Hver er staðan á urriðasvæðunum fyrir norðan? Það er ljóst að í sumar verður metsala hjá SVFR á urriðasvæðunum í Laxárdal og Mývatnssveit. Sífellt fleiri félagsmenn halda á vit ævintýranna í Þingeyjarsveitinni og koma víst ekki samir til baka. Enn er eitthvað til af lausum stöngum í júní og júlí á þessum svæðum - en þeim fer fækkandi. Veiðfréttir tóku hús á Bjarna Höskuldssyni, aðalmanninum á urriðasvæðunum í Laxárdal og Mývatnssveit. Við skelltum á hann nokkrum laufléttum spurningum svona til þess að kynnast kappanum lítið eitt og til að fá fréttir úr þessari paradís urriðaveiðinnar. Hver er maðurinn? Ég er fæddur 1966. Giftur Önnu Gerði Guðmundsdóttur kennara og eigum við 4 börn, sum reyndar vaxin mér yfir höfuð. Stúdent frá VMA, lögregluskólagenginn og lög
-
30 -
Veiðifréttir
reglumaður í 22 ár í lögreglunni á Húsavík. Í dag er ég slökkviliðsstjóri í Þingeyjarsveit og Mývatnssveit og sinni jafnframt eldvarnareftirliti. Svo er ég og hef verið undanfarin ár staðarhaldari fyrir SVFR á urriðasvæðnum í Laxárdal og Mývatnssveit. Hvernig tengist þú urriðasvæðunum í Laxá? Móður-amma mín er fædd og uppalin í Kasthvammi í Laxárdal. Ömmubræður mínir, Gunnlaugur og Bergsteinn Gunnarssynir voru bændur þar. Ég var sem barn og unglingur töluvert mikið í
sveit í Kasthvammi. Hvenær fórstu fyrst til veiða þarna? Það er ekki alveg ljóst! Ég fer líklega með afa mínum og Bergsteini frænda mínum þegar ég er 4-5 ára. Það er til mynd af mér og afa með einn 5-6 punda og þá var ég ekkert mikið lengri en urriðinn. Ég man eftir mér á bakkanum líklega um 5 ára aldur. Hvernig eru horfurnar fyrir sumarið? Horfurnar eru alltaf góðar!Áin hefur reyndar verið í lægð undanfarin ár en það er mál manna að hún sé á uppleið og sl. sumar gaf það til kynna. Það voraði snemma í ár og áin ruddi af sér ísnum tímanlega þetta árið. Af hverju koma menn alltaf aftur og aftur og aftur? Það er eitthvað við ána, fiskinn og umhverfið sem togar menn aftur og
2. tbl., 25. árg., maí 2011 Bjarni með 9 punda urriða sem hann veiddi á Staðartorfu neðan við Laxárvirkjun fyrir nokkrum árum. Hægt er að kaupa leyfi á Staðartorfu á www.svfr.is.
aftur á svæðið. Það er erfitt að lýsa þessu nákvæmlega en þarna hefur lífríkið mikið að segja. Að vera á bökkum Laxár þegar allt er í blóma er þannig að menn verða að upplifa það, menn verða einhvern veginn „ástfangnir“ af svæðinu. Hvort er betra svæði; Laxárdalurinn eða Mývatnssveitin? Þetta er ekki alveg sanngjörn spurning. Svæðin hafa hvort um sig sína kosti en mjög fáa galla. Mývatnssveitin er sögð auðveldari og gefur fleiri fiska. Laxárdalurinn er hins vegar ákveðin áskorun, áin breið og straumhörð og erfiðara að „lesa“ veiðistaðina. Svo er meðalþyngdin meiri í Laxárdalnum. Ég hef á undanförnum árum veitt með all-mörgum útlendingum sem veitt hafa urriða um allan heim og þeir fullyrða að þetta sé besta urriðasvæði í heiminum. Ég trúi þeim vel. Hvað er stærsti fiskurinn stór, sem þú hefur fengið á þessum svæðum? Ég hef fengið tæplega 7 punda urriða í Laxárdalnum, þá er ég að tala um 3,5 kíló. Fékk reyndar fyrir nokkrum
árum síðan 9 punda, 4,5 kílóa urriða en það var á Staðartorfu neðan við Laxárvirkjun. En allra stærstu fiskarnir mínir eru þeir sem ég hef sett í og misst. Þá sá ég aldrei, heldur sluppu þeir eftir langar viðureignir.
Að lokum vill Bjarni taka fram að ALLIR ættu að prófa að veiða á urriðasvæðunum í Laxárdalnum eða Mývatnssveitinni að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Annars hafi menn ekki lifað til fulls.
Lax eða urriði? Urriðinn! Eftir að ég kynntist þurr fluguveiðum er það engin spurning. Fyrir tveim árum komu til mín breskir veiðimenn sem höfðu verið í laxveiði í þrjá daga og ætluðu að vera í Mývatnssveit í aðra þrjá. Þá hafði annar þeirra á orði að nú þyrfti hann að fara að hugsa aftur við veiðarnar!!!
VIÐ SELJUM ÞÉR VEIÐILEYFI Á SVFR.IS OG ÞÚ VEIÐIR FISKINN! Veiðifréttir -
31 -
Fréttabréf SVFR
FLUGUBOXIÐ:
Gulrassa Geir Thorsteinsson (SVFR-félagi nr. 619) opnar fluguboxið sitt að þessu sinni og tekur upp fluguna Gulrössu. „Hún hefur reynst mér og fleirum mjög góð straumfluga í urriðanum í Laxá í Mývatnssveit. Oftast hef ég hnýtt hana á 2/0 öngul. Búkurinn er svart ullarband
með silfurvöfum. Gulur íkorni í skottið og Svart Bucktail í bæði skegg og væng. Einföld og góð.” Góð fluga er ávísun á góða sögu. „Einu sinni sem oftar var ég að veiða í Brotaflóa og var með mitt veiðileyfi í Hofstöðum. Ég var kominn niður í
miðjan flóa og var búinn að fá tvo fiska og set í þann þriðja, þá kallar annar veiðimaður í mig, en hann var á móti mér í Helluvaðinu. „Hvað ertu að fá hann á?“ Ég svara því til að þetta sé eigin smíði og heiti Gulrassa og spyr á móti hvort hann hafi ekkert orðið var? Hann segir svo ekki vera og ég bið hann þá að kasta yfir álinn til mín og ég skuli hnýta eina Gulrössu á hjá honum. Hann gerir það og það leið ekki á löngu áður en hann var líka kominn með hann á hjá sér! Góð fluga, og hún hefur líka gefið mér laxa.” Sannarlega höfðinglegt af Geir að deila Gulrössu með veiðimanninum á hinum bakkanum en Geir er örlátur á góð ráð og gaf t.a.m. nýverið út frábæran leiðarvísi fyrir veiðimenn sem vilja ná góðum tökum á veiði í Elliðavatni. Leiðarvísinn má nálgast í rafrænni útgáfuhillu SVFR (www.issuu. com/svfr) en hann heitir Elliðavatn. Perlan við bæjarmörkin.
Tveir höfðingjar á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal. Geir býr sig undir að lengdarmæla fallegan lax sem reyndist vera 92 cm.
Gulrassa
Gulrassa eftir Geir Thorsteinsson er öflug fluga - bæði í urriða og lax. Uppskrift: Öngull: 2/0 Búkur: Svart ullarband með silfurvöfum Skeggur og vængur: Svart Bucktail Skott: Gulur íkorni
-
32 -
Veiðifréttir
2. tbl., 25. árg., maí 2011
MINNING:
Kveðja frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Vinur okkar Rafn Hafnfjörð er fallinn frá. Rafn rak prentsmiðjuna Litbrá með góðum orðstír um margra ára skeið. Hjá Stanga veiðifélagi Reykjavíkur minnumst við hans hins vegar fyrst og fremst sem mikils og góðs félagsmanns, hógværs veiðimanns í fremstu röð og náttúrundanda sem var langt á undan sinni samtíð, Með honum er genginn ötull talsmaður stangaveiðimanna. Það er ekki hægt að minnst Rafns án þess að ræða ljósmyndir hans. Á því sviði var hann einfaldlega listamaður. Veiðimyndir Rafns hafa birst tugum ef ekki hundruðum saman í Veiðimanninum og á vef Stangaveiðifélagsins. Rafn var var einstaklega næmur á að ná fram fegurð landsins, veiðistaðarins eða árinnar. Enginn hefur átt jafn margar forsíðumyndir í Veiðimanninum og Rafn Hafnfjörð, en þess má geta að fyrsta forsíðumynd Rafns í Veiðmanninum birtist í 29. tölublaðinu 1954. Rafn gekk í Stangaveiðifélag Reykjavíkur um 1951 og hafði því verið félagsmaður í 60 ár þegar hann féll frá en þá var hann með félagsnúmerið 9. Hann var alltaf reiðubúinn að leggja félaginu lið þegar til hans var leitað. Hvort sem um var að ræða lán á myndum, heimild til að birta þær í miðlum félagsins, eða jafnvel að koma og halda fyrirlestur um stangaveiði fyrir ungviðið í félaginu, alltaf var Rafn boðinn og búinn til aðstoðar. Hann gengdi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir hönd veiðimanna í gegnum tíðina. Hann var formaður Landssambands Stangaveiðifélaga um árabil. Hann var sá um umbrot og uppsetningu Veiðimannsins um margra ára skeið og þar nutu listrænir hæfileikar hans sín til fulls. Rafn var sæmdur silfurmerki SVFR þann 8. febrúar 1985 og var sannarlega vel að þeim heiðri kominn. SVFR tók upp merkilegt viðtal við Rafn
sumarið 2009 þar sem hann ræðir veiðimál á sinn hógværa og prúða hátt. Félagið hlakkar til að geta birt það viðtal síðar, það á svo sannarlega erindi til okkar í dag.
Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur og starfsfólk skrifstofu sendir fjölskyldu Rafns innilegar samúðarkveðjur.
Veiðifréttir -
33 -
Fréttabréf SVFR
LITURINN SKIPTIR MÁLI
www.veidiflugur.is
„Sumir halda því aðallega flugu fram að það sé stærðin sem ræ ður því hvort fisku rinn tekur, en að liturinn skipti ekki máli. Í Kja rrá gerði ég dálitl a tilraun með þett Ég var þá að v eiða í Réttarhy a. lnum og tók átta lax a í beit, alla á Blue Charm. Ég tók fluguna af eftir h lax og setti að ra flugu á söm vern u stærðar, en í ö ðrum lit, og va rð e var, en þegar é g setti Blue Ch kki arm á, tók hann eins og skot. Þessi ti lraun var mér næg s önnun þess, a ð liturinn skiptir máli ekki síðu r en stærðin.“
Jónas Halldór sson, í viðtal i í Veiðimanni í desember 19 num nr. 128, 88.
-
34 -
Veiðifréttir