Veiðifréttir SVFR 3. tbl. 2011

Page 1

Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur 3. tbl., 25. árg., október 2011


Fréttabréf SVFR

Vel heppnuð forúthlutun SVFR Á dögunum rann út skilafrestur í forúthlutun Stangaveiðifélags Reykja­ víkur. Mikil og góð þátttaka var í úthlutuninni að þessu sinni, sem að einhverju leiti má eflaust skýra með meiri kynningu til félagsmanna auk þeirra spennandi veiðileyfa sem voru í boði. Í fyrsta sinn var gefin út söluskrá á rafrænu formi sem hlaut góðan hljómgrunn. Ljóst er við fyrstu skoðun að ásókn eftir veiðileyfum í Norðurá í Borgarfirði, Langá á Mýrum, Hítará á Mýrum og á Nesveiðar í Aðaldal er með miklum

 Veiðifréttir  Útgefandi: Stangaveiðifélag Reykjavíkur Skrifstofa: Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík, sími 568 6050 Netfang: svfr@svfr.is Heimasíða: www.svfr.is Ritstjórn: Hörður Vilberg, Haraldur Eiríksson og Ásmundur Helgason Ábyrgðarmaður: Halldór Jörgensson Útlit & umbrot: Skissa, auglýsingastofa Forsíðumyndin: Howard Taylor með 6 punda urriða úr Djúpadrætti í Laxá. Myndir: Úr safni SVFR og aðsendar.

 SVFR  -

2-

Veiðifréttir

ágætum. Eins er góð eftirspurn eftir veiðileyfum í Straumana, ármót Hvítár og Norðurár. Reyndar er ákaflega lítið eftir af leyfum á Nessvæðið en það sem verður laust verður í boði í söluskránni 2012. Minni ásókn er í veiðileyfi í Leirvogsá og Laxá í Dölum en áður, og sannast því enn og aftur að stangaveiðimenn horfa mikið í veiðitölur síðasta árs við bókun veiðileyfa. Við úthlutun leyfa á forúthlutunar­ tímanum er að mörgu að gæta, og er vinnan í kringum hana viðameiri en

margan grunar. Þegar að þetta er ritað hefur einungis forvinna farið fram, en von er á því að skriður komist á málin á næstunni þegar að haft verður samband við umsækjendur. Þó er úthlutun á urriðasvæðin í Laxárdal og Mývatnssveit langt komin og má þar greina aukningu í fjölda umsókna á milli ára. Á heildina litið er mikil ánægja með forúthlutunina enda talsverð aukning í fjölda umsókna á milli ára. Þetta gefur félaginu ágæt fyrirheit um að komandi starfsár verði gott.

Útgáfusíða SVFR Eins og glöggir lesendur Veiðifrétta hafa tekið eftir þá var brotið blað í útgáfusögu SVFR fyrr á árinu þegar Veiðifréttir voru gefnar út með rafrænum hætti en blaðið fagnar nú 25 ára útgáfuafmæli. Veiðifréttir eru birtar á útgáfuvefnum ISSUU en heimasvæði SVFR er www.issuu.com/svfr. Þar verður að finna alla rafræna útgáfu SVFR en útgefið efni er öllum opið. Með því að skrá sig sem notanda að vefnum aukast notkunarmöguleikarnir verulega, t.d. er hægt að hlaða niður útgefnu efni sem PDF-skjölum og deila efni með veiðifélögunum á hinum ýmsu samfélagsmiðlum. ISSUU býður einnig upp á að leita eftir efnisorðum í öllu efni SVFR sem er vistað á ISSUU og er það mjög hentugt þegar félagsmenn eru að kynna sér ákveðin veiðisvæði og leita dýrmætra upplýsinga áður en haldið er til veiða. Uppfærið tölvupóstföng til að fylgjast með Útgáfumál SVFR eru í sífelldri þróun og er stjórn SVFR þakklát fyrir allar gagnlegar ábendingar sem geta nýst við að efla útgáfuna enn frekar. Félagsmenn eru hvattir til þess að uppfæra tölvupóstföng sín á skrifstofu SVFR til að fylgjast með félagsstarfinu og fá sendar Veiðifréttir í tölvupósti um leið og þær koma út – tilkynningu um uppfærðar upplýsingar má senda á svfr@svfr.is


Aðalfundur SVFR 2011

3. tbl., 25. árg., október 2011

Svipmyndir frá Aðalfundi 2010.

Það styttist óðum í aðalfund Stanga­ veiðifélags Reykjavíkur árið 2011, sem fram fer 26. nóvember næstkomandi á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún klukkan 14.00. Vakin er athygli á því að frestur til framboðs í stjórn, svo og frestur til að skila inn laga­breytinga­ tillögum er til 12. nóvember.

Allir skuld­lausir félags­menn hafa rétt til setu á aðalfundi en atkvæðisrétt hafa einungis félags­menn 18 og eldri. Tillögum til laga­breytinga skal skila skriflega til skrif­stofu SVFR a.m.k fjórtán dögum fyrir aðalfund og skal þeirra getið í aðal­fundar­boði. Ekki verða greidd atkvæði um aðrar tillögur en þær sem getið er í fundarboði. Félagsmenn eru hvattir til þess að fjölmenna á fundinn og gera upp

veiðisumarið 2011 í góðra vina hópi. Árnefndir félagsins eru nú á fullu við að taka saman skýrslur um veiðina í sumar og hvað stóð upp úr.Mikill fengur er að þeirri tölfræði sem árnefndirnar vinna upp úr veiðibókunum en að þessu sinni verða skýrslur árnefnda eingöngu gefnar rafrænt út. Þær verða birtar á vef SVFR og einnig sendar í einu lagi í tölvupósti til félagsmanna ásamt því sem þær verða birtar á útgáfusíðu SVFR.

Veiðifréttir -

3-


Fréttabréf SVFR

r i r y f n n i g a h í Búið 2 1 0 2 ð i r a m u s i veið

Kæru félagar ! Þá er veiðisumrinu 2011 lokið, en síðasti leyfilegi veiðidagurinn hjá SVFR var fimmtudagurinn 20. október. Búið er að loka fyrir alla sjóbirtingsveiði til næsta vors og ekki er lengur leyfilegt að veiða í straumvötnum. Þeir sem stóðu vaktina allt til loka, t.d. í Tungufljóti og Eldvatnsbotnum, máttu búa við hryssingslegan útsynning og dúndrandi úrkomu.Veiðin var í takt við aðstæður en fallegir fiskar komu þó á land.

óvart þegar sumarið var gert upp að veiðin var alls ekki slök, þvert á móti þá var sumarið einfaldlega eitt af þeim betri. Víða var afbragðsveiði á svæðumSVFR, til dæmis í Norðurá þar sem veiðin var á þriðja þúsund laxa enn eitt árið. Fín veiði var einnig í Langá, Hítará og Soginu þó ekki næðist þar upp í mettöluna frá í fyrra. Á nokkrum stöðum var veiðin minni en væntingar stóðu til, en svona gengur þetta ... næsta ár verður auðvitað miklu, miklu betra!

Víða góð veiði 2011 Sumarið er búið að vera sérstakt um margt. Kalt vor og kaldur júní, þurrt lengi sumars en samt ekki eins slæmt og í fyrra. Það kom samt mörgum á

Annir hjá stjórn og skrifstofu SVFR Sumrinu 2011 er ekki fyrr lokið en undirbúningur fyrir sumarið 2012 hefst. Nú er annatími hjá stjórn og skrifstofu SVFR. Verið er að vinna í forúthlutun

-

4-

Veiðifréttir

veiðileyfa á nokkrum svæðum og þessa dagana er stjórn félagsins að vinna að frágangi samninga þeirra veiðisvæða þar sem samningar voru lausir. Svo er vinna við skiplagningu næsta sumars og næstu söluskrár komin af stað. Þar er margs að gæta, það þarf að verðleggja veiðileyfi í takt við breytingar á leigugreiðslum til veðiréttareigenda, og skoða hvort breyta eigi fyrirkomulagi á annan máta. Alltaf er eitthvað um breytingar. Eitt nýtt veiðisvæði verður innan okkar vébanda næsta sumar, Dunká á Skógarströnd. Tvær „nettar“ tveggjastanga ár á Vesturlandi verða því á okkar vegum, Dunká og Setbergsá sem kom skemmtilega á óvart í sumar. Veiðin í Setbergsávar um 70 laxar en


3. tbl., 25. árg., október 2011

einungis var veitt í 50 daga. Samkvæmt teljara gengu um 360 fiskar upp Illafoss. Miðað við stærðarmælingu á fiskum sem fóru um teljarann má gera ráð fyrir að talsvert hafi verið þar um sjóbirting, en laxarnir voru líklega um 300 talsins. Þessi fallega á bíður uppá ýmsa möguleika, og sjálfum finnst mér einboðið að taka upp viðræður við veiðiréttareigendur um að skoða leiðir til að efla og bæta húsakostinn þar. Breytingar í farvatninu Undanfarin ár hefur vorveiðin í Hítará ekki staðið undir væntingum og bleikjan hefur hopað eins og víðast hvar annars staðar á landinu. Hins vegar bar talsvert á sjóbirtingi í afla veiðimanna þegar leið á tímabilið.

Við erum því að skoða hvort ekki sé ráð að gefa vorveiðina eftir og gefa veiðimönnum þess í stað tækifæri á að renna fyrir sjóbirting í neðri hluta árinnar t.d. frá 20.september til 10. október? Þess má geta að sl. haust var víða reynt að veiða sjóbirting í Borgarfirðinum með ágætis árangri og við eigum von á því að geta boðið uppá sjóbirtingsveiði á einum til tveimur stöðum þar, undir lok næsta tímabils. Við erum líka að skoða hvort ekki megi koma til móts við veiðimenn sem vilja sjá sjálfir um eldamennskuna.Við hyggjumst því skoða hvort ekki megi að bjóða veiðimönnum að kaupa leyfi í Hítará, seinni hluta sumarsins án fæðisskyldu. Þess í stað yrði sett

hóflegt húsgjald á hvert veiðileyfi. Áfram myndum við bjóða uppábúin rúm og sængurfatnað en veiðimenn kæmu sjálfir með matinn og elduðu sjálfir. Sú krafa er auðvitað gerð að umgengni verði til fyrirmyndar og að veiðimenn gangi vel um veiðihúsið. Það verður fróðlegt að skoða hvernig þessi mál koma út og víst er að ef við gerum slíka tilraun og hún heppnast vel, þá mun það án efa hafa áfhrif á fleiri stöðum. Það er sitthvað fleira sem við erum að sýsla við þessa dagana og við munum kynna nýja og skemmilega hluti áður en langt um líður. Bjarni Júlíusson, formaður SVFR

Veiðifréttir -

5-


Fréttabréf SVFR

Dunká til SVFR

Í september var undirritaður samningur á milli Stanga­veiði­ félags Reykjavíkur og Veiðifélags Dunkár um leigu á veiðirétti næstu þrjú árin. Dunká er lítil og nett veiðiá skammt austan við Stykkis­hólm en hún fellur til sjávar á innan­verðri Skógar­ strönd í Dala­sýslu. Hún á upptök þar í fjöllunum og er 11 km löng, þar af eru 4,5 km fiskgengir.

U

m er að ræða tveggja stanga á með góðu veiðihúsi þar sem veiðimenn sjá um sig sjálfir en mikil eftirspurn hefur verið eftir ám eins og Dunká meðal félagsmanna SVFR. Veitt er á blandað agn, maðk og flugu, en áin verður kynnt félagsmönnum á komandi vetri. Meðalveiði áranna 2002–2007 var 130 laxar. Nú er bara að sækja um 2012! Dunká er tveggja stanga á þar sem veitt er á maðk og flugu.

-

6-

Veiðifréttir

Bjarni Júlíusso n formaður SVFR og Kjartan Jónsso n á Dunki hand sala leigusamning inn.


3. tbl., 25. árg., október 2011

Mjög góð veiði í Elliðaánum í sumar Veiðar í Elliðaánum gengu vel í sumar. Alls veiddust 1.147 laxar í ánum sem er lítið eitt minna en sumarið 2010 þegar 1.164 laxar komu á land. Munar þarna einungis 17 löxum sem sýnir að Elliðaárnar standa afar vel fyrir sínu á sama tíma og flestar laxveiðiár í nágrenninu gáfu mun minni veiði en í fyrra. Þegar meðalveiði á dagsstöng er reiknuð út kemur í ljós að Elliðaárnar gáfu tæplega þrjá laxa á stöng á dag að jafnaði sem er mjög góð veiði í öllu tilliti. Til marks um sterka stöðu Elliðaánna má nefna að engum laxaseiðum hefur verið sleppt í árnar undanfarin ár og eru þær því sjálfbærar að öllu leyti sem gerir þennan árangur enn eftirtektarverðari. Ríflega 2.000 laxar gengu í gegnum teljarann við Rafstöðina sem er ekki fjarri heildargöngunni í fyrra, en þó verður að hafa þann fyrirvara á að enn á eftir að fara í gegnum teljaragögnin af vísindamönnum sem með þau mál fara. Kvótinn í Elliðaánum var óbreyttur frá fyrra ári, en heimilt er að taka tvo laxa á vakt. Eftir að tveir hafa verið teknir mátti einungis veiða á flugu og sleppa. Elliðaárnar opnuðu að venju þann 20. júní sl. og brá nú svo við að borgar­stjórinn í Reykjavík tilnefndi Reyk­víking ársins til þess að egna fyrir laxinn í sinn stað þetta árið. Tókst þannig til að sá ágæti maður landaði tveimur löxum undir leiðsögn Ásgeir Heiðars, eins árnefndar­manna Elliða­ ánna. Svo óheppilega vildi til að girnislínan skarst á sökku þegar fyrsti lax sumarsins hafði tekið í Sjávarfossi,

en það kom ekki að sök þar sem að í næsta rennsli tók sami laxinn aftur og endurheimtust þar með bæði öngull og sökkur. Má fullyrða að sá lax hafi verið hraðfeigur. Eftir að hafa landað tveimur löxum þáði Reykvíkingur ársins kaffibolla í veiðihúsinu, en dvaldi þar ekki lengi þar sem hann var búinn að bóka sig á Korpúlfsstaðavöll þar sem hann hugðist spila 18 holu golfhring. Má með sanni segja að þarna hafi mikill íþróttamaður verið á ferð, þrátt fyrir að vera kominn um áttrætt. Eins og félagsmönnum í SVFR er flestum kunnugt urðu þær breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Elliðaánna í sumar að SVFR sér nú alfarið um rekstur Elliðaánna, en Orkuveita Reykjavíkur hefur séð um þann þátt hingað til en SVFR haft veiðina í umboðssölu. Sl. vetur var gerður samningur um þetta efni við OR og í samningnum felst jafn­ framt að félagið tekur ábyrgð á þeim vísindarannsóknum sem nauðsynlegar eru að mati OR og Reykja­víkur­borgar. Þær rannsóknir sem gerðar voru í sumar eru sambærilegar þeim sem gerðar hafa verið undan­farin ár og

önnuðust Laxfiskar ehf.þær að hluta,en Náttúrufræðistofa Kópavogs að hluta. Verður unnið úr rannsóknargögnunum í vetur og niðurstöður birtar skv. ákvæðum samninga við þessa aðila. Stærsti lax sumarsins vó 6 kg. og veiddi ung veiðikona þann fallega fisk á maðk. Mynd af veiðikonunni ungu með laxinn er hér að ofan. Vorveiðin var með hefðbundnu sniði og fjölsótt sem endranær. Eins og venjulega var veiðin best á efstu veiðistöðum í ánni og bar þar Höfuð­ hylur af.Aðeins er leyft að veiða á flugu í vorveiðinni. Nú er unnið að samantekt gagna úr veiðibók Elliðaánna og munu upplýsingar þar að lútandi birtast í skýrslu Elliðaárnefndar SVFR sem verður hluti af ársskýrslu félagsins sem kynnt verður á aðalfundi í lok nóvember. F.h. Árnefndar Elliðaánna Ólafur E. Jóhannsson formaður

Veiðifréttir -

7-


Fréttabréf SVFR

ð i v r ö j f g o Líf r a n r á ölmörgum fj a R F ð V i S l ð l u a E undanfarin sumur b lagsmenn uppá fé Eins og gum sem eru n li g n u g o börnum r. idaga í suma nokkra veið

-

8-

Veiðifréttir


Þessir viðburðir vekja alltaf mikla eftirvæntingu hjá krökkunum sem eru mætt tímanlega með búnaðinn sinn til að krækja í þann silfraða. Fræðslunefndin fékk fimm eftirmiðdaga til ráðstöfunar og mættu um 20 krakkar hverju sinni. Það voru því tæplega 100 börn og unglingar sem tóku þátt í þessum veiðidögum hjá okkur í sumar. Það er mikið fjör og tugum laxa landað og hátt í tíu Maríulaxar fengust þessa fimm eftirmiðdaga. Veiðin fer fram undir leiðsögn og handleiðslu reyndra veiðimanna og er í senn skemmtun og kennsla. Auðvitað er það þannig að ekki fá allir lax en samt eru þátttakendur glaðir og ánægðir og fara burt með þá einlægu trú að þetta verði betra næst, þá muni hann taka! Með kveðju, Hjalti Björnsson, formaður fræðslunefndar


Fréttabréf SVFR

HEIMAVÖLLURINN Ingvar Karl Þorsteinsson fjallar um veiðina í Fnjóská:

Hátt í 700 laxa veiði í sumar Þegar þetta er skrifað undir lok september er að ljúka næst besta laxveiðitímabili Fnjóskár frá upphafi. Rúmlega 670 laxar hafa verið bókaðir og meðalþyngd er um 4 kg. Lengi vel átti sumarið 1992 metveiði með 555 veidda laxa en veiðisumarið 2010 reyndist ótrúlega gott og sló það met svo um munaði en þá veiddust 1054 laxar. Ástæður fyrir góðri veiði þá voru margþættar, heimtur úr sjó virðast hafa verið einstaklega góðar, náttúruleg seiðastaða árinnar hefur vaxið mjög á síðustu árum og vel hefur tekist til með ræktunarstarf.

-

10 -

Veiðifréttir


3. tbl., 25. árg., október 2011 og í september, gekk nokkuð magn af haustbleikju í ána. Veiðimenn sem slepptu laxveiðum á neðsta svæðinu í kuldakastinu í september og fóru í bleikjuveiði gerðu margir góða veiði af 1-1 ½ punda bleikju, nokkur dæmi eru um að veiðimenn hafi fengið vel á annan tug af haustbleikju á vaktinni og sumir fleiri.

Mikið vatn og góð veiði Veiðin í sumar hófst að venju þann 17. júní í Fnjóská í miklu vatni og veiddust vænir laxar á vordögum en á þeim tíma einungis á neðsta svæðinu í ánni. Lax átti erfitt með að ganga upp í gegnum flúðirnar neðan við stigann fyrri hluta sumars sökum vatnsmagns. Það var því ekki fyrr en 10. júlí sem fyrsti laxinn var veiddur ofan stiga og veiddist hann í Lygnu (66) sem er þriðji efsti staðurinn á laxasvæðunum. Áfram fyrri hluta júlí mánaðar hélt laxinn sig að mestu leyti neðan til í ánni og efri svæðin voru erfið til veiða.En á sama tíma var veiðin á neðsta svæðinu afar góð og töluvert af fiski á flestum veiðistöðum þar. Það var svo um 25. júlí sem minnkandi vatn gerði það að verkum að öll veiðisvæði duttu loks í gang.

ánni.Veiðin var jöfn og þétt, engin stór skot en flestir sem stunduðu veiðar voru að fá fiska hér og þar.

Besti tíminn í Fnjóská Að venju var besti tími sumarsins á milli 25. júlí og 15. ágúst, smálaxinn lét þá sjá sig og rót kom á stórlaxana sem höfðu haft það rólegt í hyljunum fram að þessu. Á þessum tíma veiddist vel og nánast í hverjum einasta veiðistað í

Haustbleikjan lét sjá sig Varðandi sjóbleikjuna, þá vantaði alveg að hin hefðbundna 2ja punda bleikja kæmi með látum seinni hluta júlí. Hins vegar sáust og veiddust vænar bleikjur snemma sumars. Þegar komið var fram í seinni hluta ágústmánaðar

Haustið var kalt fyrir norðan Upp úr 15. ágúst fór veiðin að róast en alltaf voru góðar vaktir inn á milli þar sem veiðimenn voru að fá 2-4 laxa á stöngina. En svo í byrjun september brast á með næturfrosti, þá kólnaði áin mjög hratt og því erfitt að fá laxinn til að taka.Veiðin var að mestu leyti kropp en hefðbundnir haustveiðistaðir að gefa einn og einn lax. Má þar nefna til dæmis Systrahvamm, Vatnsleysuhyl, Engjabakka, Mógilsbreiðu og Stekkjarhyl. Síðast en ekki síst var Ferjupollur fullur af laxi eins og oftast er á haustin og alltaf að gefa 1-2 laxa á vaktinni.

Merkilegir fiskar Nokkuð var merkt bæði af laxi og bleikju og stendur til að halda því áfram næsta sumar. Þó nokkrir merktir fiskar veiddust aftur og til að mynda var smálax merktur í lok júlí við nýju brúna á svæði 1. Sá var grálúsugur og veiddist aftur tæpum 30 klukkustundum síðar og enn lúsugur. Í það skiptið veiddist hann í Klapparhyl sem er um 1,5 kílómetrum ofar. Þegar veiðibókin verður gerð upp fáum við að sjá betur hvernig endurveiði var á merktum fiskum og einnig verður fróðlegt að sjá hvort eitthvað af smálöxunum sem voru merktir skila sér á næsta ári sem stórlaxar. Fnjóská er krefjandi Síðastliðinn vetur voru miklar leysingar í ánni og færðist mikið af möl og stórgrýti til sem gerði það að verkum að sumir veiðistaðir breyttust, samfara því urðu líka til nýir staðir sem gáfu laxa í sumar. Fnjóská er vatnsmikil og löng og enn töluvert af ókönnuðum veiðistöðum eftir þessar breytingar sem spennandi verður að leita uppi næsta sumar. Fnjóská er síbreytileg og verður seint fullnumin, það er hluti af því sem gerir hana skemmtilega, hún er krefjandi og langtíma viðfangsefni. Ingvar Karl Þorsteinsson

Veiðifréttir -

11 -


ð r o M Fréttabréf SVFR

m u n l a d r á a ð i l

í El

Veiðifréttir fengu senda skemmtilega, en um leið sorglega, sögu þar sem sögusviðið er Elliðaár­dalurinn. Þetta er saga af raunverulegum atburðum sem gerðust snemma á 18. öldinni.

Á

rið 1704 bjó að hálfum Árbæ maður er Sæmundur hét, Þórarinsson, 41 árs gamall, grímsneskur að ætt. Kona hans hét Steinunn Guðmunds­dóttir, 43 ára, og var Sæmundur þriðji eiginmaður hennar. Hjá þeim voru þrjú börn hennar af fyrra hjónabandi. Á móts við þau bjuggu Sigurður Arason, 26 ára gamall, ókvæntur, og móðir hans. Kærleikar munu hafa verið með þeim Sigurði og Steinunni og eggjaði hún hann til að fyrirkoma bónda sínum með einhverju móti. Sunnudagskvöld eitt í september­mánuði fóru þeir Sæmundur og Sigurður til veiða í Elliðaánum. Er þeir voru staddir við Skötufoss, sem er skammt fyrir neðan Ártún, gekk Sigurður aftur að Sæmundi, sló hann með trébarefli, sem hann hafði með­ferðis og hratt honum fram í hylinn. Daginn eftir lét Sigurður þau boð út ganga til sveitunga sinn að Sæmundar væri saknað. Söfnuðust menn saman til leitar og fannst lík Sæmundar fljótlega í ánni. En hann var ekki bólginn eins og þeir er drukkna og þótti sýnt að hann hefði dáið á þurru landi. Líkið var nú grafið og leið síðan nokkur stund. Smám saman kom upp orðrómur um að Sigurður væri annað hvort valdur að dauða Sæmundar eða byggi yfir vitneskju um endalok hans. Var nú gengið á hann og er hótað var að grafa upp líkið gekkst hann við morðinu. Var nú einnig gengið á Steinunni og viðurkenndi hún þátttöku sína eftir nokkrar umtölur yfirvaldsins. Fengu þau bæði líflátsdóm og voru tekin af lífi í Kópavogi skömmu síðar. Sigurður var höggvinn en Steinunni drekkt. „Fengu þau bæði góða iðran og skildu vel við“ segir í Vallaannál.

-

12 -

Veiðifréttir

Því má bæta við að Steinunni var drekkt í Kópavogslæk en Sigurður hálshöggvinn á Þinghóli, vestan Hafnar­ fjarðar­vegar. Var það síðasta aftakan í Kópavogi. Af þessum atburði öllum er orðið skötuhjú dregið. Skötu­foss er í dag í uppþornuðum árfar­vegi í hólmanum á milli litlu og stóru Elliðaánna, en þó á farvegurinn það til að fyllast af vatni í leysingum á vorin. Fossinn er nokkurn veginn á móts við Efri-Móhyl, rétt fyrir ofan heitavatnsstokkinn. Í Veiðivísi SVFR fyrir Elliðaárnar er fossinn merktur inn á kortið af ánum og þar kemur einnig fram að hylurinn undir fossinum hefur verið þekktur sem Drekkjarhylur, af augljósum ástæðum. Það er gaman að hugsa til þess að þarna hafi bændur gengið til laxveiða fyrr á öldum.


i ð i e v í l e

v r e B

um upp ná hon usu kasti ð a r i fumla kt reyn Benedi legri flugu og i n r með gi Fyrir rúmlega 20 árum fór ég við fjórða mann í fínustu laxveiðiá landsins. Ég ætla ekki að nefna hana á nafn, en Eric Clapton veiðir í henni á hverju sumri. Við höfðum gert okkur klára og gengum yfir brú á leiðinni að okkar veiðisvæði. Félagi minn benti mér ofan í vatnið: „Sérðu, þarna eru fjórir.“ Ég horfði ofan í hylinn og sá gárur. Þó að það væri mér þvert um geð varð ég að játa að ég sá ekkert líf. Félaginn hló og sagði að auðvitað yrði ég að vera með sólgleraugu. Ég var með gleraugu í vasanum, þó að það væri rigning, því að ég hafði skilið að þau voru til þess að hlífa augunum. Gleraugun voru komin á nefið og hróðugur rýndi ég í vatnið. Ég sá svartar gárur. Félaginn sem var að jafnaði hinn vinsamlegasti hristi höfuðið: „Ertu ekki með Polaroid-gleraugu?“ Ég vissi auðvitað ekki annað um Polaroid en að það var myndavél sem maður gat fengið myndir úr á svipstundu. Það var ekki laust við að ég væri paranoid, en alls ekki polaroid. Það var ljóst að ég var mikill amatör á þessu sviði og á því stigi málsins var mér nokk sama. Ég hafði aldrei veitt lax og átti erfitt með að skilja gamanið við þetta sport. Á þessum tíma renndi ég maðki, sem ég bið lesendur að fara ekki með lengra, því að það þykir ekki fín veiðiaðferð. Í þessum túr veiddi ég heldur engan lax. Eftir þetta fór ég að fara í veiðitúra. Þó að ég veiddi ekki neitt var gaman að fara upp á félagsskapinn. Eða svo sagði maður að minnsta kosti. Þetta er svona eins og þeir sem ekki náðu í neina stelpu á böllum í gamla daga sögðu: Það er alltaf gaman að hlusta á hljómsveitina. Mörgum árum seinna fékk ég fyrsta laxinn. Hann sleit öngulinn af línunni. Hnúturinn skiptir nefnilega líka máli. Mig langaði ekkert að veiða þann fisk. Leiðsögumaðurinn nánast beindi önglinum upp í varnarlausan fiskinn. Það eru mörg ár síðan þetta var og ég á núna alls kyns græjur og get ekki farið í veiðitúr án þess að kaupa slatta af flugum, línur, tauma og einhverja nýja græju. Ég spekúlera í merkjum og þekki einar tvær flugur með nafni. Mér fannst gaman að fá hugmyndir um nýjar flugur frá fagmönnum. Þess vegna varð ég glaður að fá eftirfarandi póst frá vini mínum um daginn: „Spáin er sólrík svo það eru bjartar flugur, Silver sheep longtail og Black and blue longtail ef menn vilja skipta Sun ray út. Annars er ég með ofurfluguna Viagra sem verður spennandi að prufa.“

3. tbl., 25. árg., október 2011 Það er erfitt að skýra það fyrir þeim sem ekki veiðir hvað er gaman að standa tímunum saman úti í á, kaldur og hrakinn, án nokkurrar sýnilegrar umbunar. Þá sjaldan einhver hreyfing finnst er eins víst að flugan sé föst í botni eða hafi krækst í fljótandi slý. Fiskarnir hafa alla ána til þess að synda um í meðan veiðimaðurinn er bundinn við það að kasta út pínulítilli flugu sem varla sést með berum augum, að minnsta kosti ekki hjá fólki á sextugsaldri.

Ég mætti galvaskur í veiðibúðina og fann umsvifalaust Silver sheep, Black and blue og Sun ray. En hvergi fann ég ofurfluguna. Þrisvar fór ég yfir fluguhilluna til þess að leita en án árangurs. Ég leit í kringum mig og afgreiðslumaðurinn sá að ég var í vandræðum og kom til mín og spurði hvort hann gæti hjálpað. Ég ræskti mig og spurði: „Ertu nokkuð með, ... það er að segja ertu með ...“ Ég leit við og sá vinkonu mína við búðarborðið. „... ertu með Sun ray?“ Jú hann átti hana og leiddi mig að boxinu sem ég var nýbúinn að skófla úr. Ég bætti tveimur í safnið. Velti þeim reyndar lengi, strauk hvert hár og bar þær upp að ljósinu til þess að virðast prófessjónal, en var í raun bara að vinna tíma. Loksins var vinkonan horfin og ég þreif í afgreiðslu­ manninn. „Áttu Viagra?“ Viðbrögðin voru ekki uppörvandi. „Er það ekki helst í apótekum?“ --Það er viðauki við söguna. Í veiðitúrnum var kona sem sagði frá því að hún hefði verið í veiðibúð og séð þessa fallegu flugu sem hún spurði um. Afgreiðslumaðurinn svaraði: „Já þeir ná honum upp með þessari. Hún heitir Viagra.“ Allar konurnar hlógu. Mér fannst þetta ekkert mjög fyndið. Benedikt Jóhannesson Greinin birtist á www.heimur.is/benedikt Hér tókst ætlunarverkið!

Veiðifréttir -

13 -


Fréttabréf SVFR

i ð r i f r a g r o B í r i n r a Straum í 2011 l ú j n u j r y íb

Dyggur SVFR félagi sendi okkur þessa mynd sem tekin er á veiðisvæði Strauma í Borgarfirði fyrstu vikuna í júlí. Ber hún það með sér að júnímánuður í ár var einn sá kaldasti frá árinu 1959. Mörg ár eru frá því að snjóalög voru svo áberandi í fjöllum í Borgarfirði á þessum tíma en laxveiðiárnar nutu þess fram eftir sumri. Veiðin í Straumunum var annars góð í sumar, en 333 laxar og rúmlega 280 sjóbirtingar veiddust á dagsstangirnar tvær.

-

14 -

Veiðifréttir


3. tbl., 25. árg., október 2011

Veiðifréttir -

15 -


Fréttabréf SVFR

Veiðistaðalýsing:

Tungufljót

u l s ý s s l l e f a í Skaft

T

ungufljót í Skaftafellsýslu er gamalkunnugt svæði sem margir félagsmenn SVFR kunna vel að meta. Árið 2008 var Guðmundur Guðjónsson, hinn góðkunni veiði(blaða)maður, fenginn til að skrifa nýja veiðistaðalýsingu um svæðið og birtist hún í Sportveiðiblaðinu. Veiðifréttir endurbirta nú þessa greinargóðu lýsingu Guðmundar en Lárus A. Jónsson, formaður árnefndar SVFR við Tungufljót, var svo vinsamlegur að lesa hana yfir og uppfæra þar sem það átti við en árlega verða nokkrar breytingar á fljótinu og reynir það því á útsjónarsemi veiðimanna. Nýir veiðistaðir hafa nú myndast sem við greinum frá og ekki úr vegi að hafa lýsinguna til hliðsjónar þegar tímabilið hefst á ný í apríl 2012! Stórir veiðistaðir Tungufljót er vatnsmikil bergvatnsá sem á upptök í Svartahnjúksfjöllum og fellur milli Búlands- og Ljótsstaðaheiða til byggðar og sameinast Ása-Eldvatni á láglendinu. Ása-Eldvatn er væn kvísl úr Skaftá og þar verða því vatnamót bergvatns og jökulvatns. Fyrrum voru vatnamótin langt niður á aurum og þar voru miklar veiðislóðir, en með tíðum Skaftárhlaupum hefur rennsli Ása-Eldvatns í Tungufljót breyst, það hefur færst miklu mun ofar og fært veiðistaðinn með sér. Niðri á aurum fellur Hólmsá í árnar sameinaðar og heitir fljótið eftir það Kúðafljót. Tungufljót er veitt með fjórum stöngum og er veiðimönnum nokkuð í sjálfsvald sett hverjar skiptingar eru. Einkenni hins fiskgenga svæðis Tungufljóts er að þar eru frekar fáir veiðistaðir en stórir. Bjarnarfoss er talinn efsti staður fyrir sjógöngufisk. Sjóbirtingur er megin fiskur fljótsins,

-

16 -

Veiðifréttir

en einnig er reytingur af laxi og fyrrum var talsvert af sjóbleikju en henni hefur fækkað mjög síðustu árin. Staðbundin bleikja er einnig í ánni, mest í Bjarnarfossi en mest er hún smá. Staðbundinn urriði finnst í nokkrum mæli í ofanverðu fljótinu. Rétt ofan við Bjarnarfoss eru tveir hyljir, fallegir báðir tveir, Bryggjuhylur og Stangarhlaup, rétt neðan gljúfurs sem er svo þröngt að áin er ekki stangarlengd á breiddina og dýpið eftir því. Litlum sögum fer af því að sjóbirtingur hafi veiðst fyrir ofan foss þó að flestum finnist að hann eigi að ráða við fossinn. Aftur á móti er nokkuð af staðbundnum urriða á þessum slóðum sem getur verið vænn. Sömu sögu er að segja um fljótið ofan við umrædd þrengsli. Þar fellur fljótið um sléttlendi um hríð og hægt að reka í urriða. Annað gljúfur, einnig stórfenglegt, er þar fyrir ofan og í því Titjufoss. Erfitt er að athafna sig þar, en

fossinn telst efsti veiðistaður fljótsins. Neðar eru aðgengilegri hyljir, t.d. Fremstihylur og Miðhylur. Sem fyrr segir, þá fer engum sögum af sjóbirtingum á þessum slóðum, en ef hann er tregur neðra þá eru staðbundnir urriðar efra Við skoðum núna fiskgenga hluta Tungufljóts og stöldrum við helstu veiðistaði. Byrjum efst og færum okkur neðar. Bjarnarfoss Fallegur, breiður, ekkert rosalega hár, en stöllóttur og margslunginn. Áin nær þó saman og fellur í einum óskiptum hörðum streng ofan í fosshylinn sem er mjög djúpur efst og er djúpur niður undir miðju, en byrjar þá að grynnka. Þarna safnast fyrir mikið af fiski og fyrstu göngur strauja oft beint í fosshylinn. Það getur síðan verið nokkuð í næstu göngur og stundum hvergi fisk að fá nema í þessum efsta stað.


3. tbl., 25. árg., október 2011 Ýmsum leiðist þessi veiðistaður, en aðrir elska hann. En gjöfull er hann og það er mikið staðið við hann. Hægt er að veiða hylinn frá báðum löndum, en flestum finnst betra að standa að vestanverðu. Þar er hægt að vaða út á klapparnef við byrjun strengsins og veiða efsta hlutann. Síðan er bakkað í land og veitt niður með landi frá eyrinni. Ekki vaðið, enda ekki hægt sökum dýpis. Fiskur getur tekið efst og alveg niður fyrir miðjan hyl og sjóbirtingstorfan liggur samfleytt á öllum þessum kafla. Þegar kvölda tekur er hægt að setja í fiska mun neðar, aðallega þó nær austurbakkanum. Þá má einnig oft sjá birtinga stökkva viðstöðulaust, tímabundið, í litlu keri fast við austurlandið þar sem fossbunan bunar niður. Þar er þó örðugt að standa að veiðiskap. Sumum finnst betra að veiða að austan og ef vatnavextir eru í ánni þá er það gjarnan eina leiðin. Þá fara menn efst og kasta þaðan af brúninni og síðan niður með eftir því sem vatnshæðin leyfir og staðurinn kembdur þannig alveg niður á brot.Við þær aðstæður er gott að hafa í huga að fiskur er ekki í mesta straumnum, heldur til hliðar og þar sem var er að finna. Klapparhylur og Björnshylur Undanfarið hefur stór hluti af þeim laxi sem hefur veiðst í Tungufljóti komið á land í Klapparhyl. Laxinn liggur þar í löngum hylnum, neðan við klöppina sem staðurinn dregur nafn sitt af, en einnig veiðist þarna sjóbirtingur. Í haust kom einnig lax upp úr Björnshyl en undanfarin ár hafa staðirnir gefið lítið af fiski. Þeir detta þó inn af og til sem segir okkur að það mætti reyna þá oftar. Þeir hafa örugglega oftar en ekki gleymst og ættu menn að skjótast í þá milli þess að þeir hvíla fossinn og Breiðufor, því örstutt er á milli staða hér. Breiðafor Þetta er margslunginn veiðistaður sem um langt árabil hefur verið einn af bestu veiðistöðum árinnar. Þó að hann sé skammt neðan við Bjarnarfoss verður hann oftast virkur talsvert á eftir fosshylnum. Efst í Breiðufor fellur rauðamýrarlækur í ána að austan og þar niður af hafa menn oft sett í laxa. Gott að kemba ána þar með þungri Snældu eða þvíumlíku. Brátt er komið að stórum móbergskletti úti í miðri á og

öðrum nokkrum metrum fyrir neðan, en sá liggur ögn nær austurlandinu. Á milli þeirra er mikill hylur og hefur þessi hylur lengi verið mikil veiðislóð. Fiskur hefur legið í hylnum sjálfum og undir og utan í neðri klettinum. Undir klettinum að ofanverðu er mikill skápur sem getur geymt mikið af fiski sem menn koma alls ekki auga á, en kemur í leitirnar þegar halla tekur degi og er enn oft á stjái að morgni dags er menn mæta til starfa. Austurbakkinn er hár moldarog móbergsveggur og er verra að veiða undir honum heldur en á vesturbakkanum þar sem er þægileg malaraðstaða. Samt má færa góð rök fyrir því að Breiðafor sé ekki fullreynd nema frá báðum bökkum, því tökustaðir eru í hylnum nærri austurlandinu sem erfitt er að kemba nógu vel frá eyrinni. Þegar veitt er frá eyrinni getur fiskur tekið um allan hyl, en oft er heitasti staðurinn rétt ofan við neðri klettinn - þegar agnið tifar fyrir ofan hann og til hliðar við hann. Enn fremur er veiðilegt nokkuð langt þar niður af, en þá í straumnum er fellur með austurbakkanum. Er gott að vaða út nokkru fyrir neðan neðri klettinn, út á grunnan malarhrygg og upp eftir aftur, langleiðina að klettinum og kasta þaðan að austurlandinu, veiða sig síðan þar niður með. Þarna eru nokkur lítil klapparnef og skvompur og gjár þar sem fiskur liggur mjög oft, sérstaklega þegar vatn er í rúmlega meðalhæð eða meira. Þennan hluta má einnig veiða með því að klöngrast undir bröttum bakkanum austanmegin, en það er erfiðara vegna plássleysis og svo eru menn mun nær fiskinum og eiga á hættu að styggja hann.

Búrhylur Afar fallegur hylur meðfram kjarri vaxinni hæð að austanverðu.Staðurinn hefur stækkað í seinni tíð eftir að vatn hætti að renna í hinn fornfræga stað Festarfor sem nú er úti. Laxinn liggur ofantil í Búrhyl en birtingurinn neðar. Strengurinn fyrir ofan hylinn er langur og stundum má sjá laxa stökkva þar. Þar hafa veiðst laxar, en annars er best að veiða frá því að stór og mikill steinn breytir strengnum ofarlega og niður undir miðjan hyl þar sem að stórir steinar eru í fjöruborðinu austan megin. Einnig getur fiskur tekið neðar ef vatnsmagn er mikið. Búrhylur gefur oftast nokkra laxa. Nokkrir birtingar gefa sig þar líka flest haust, en þetta er samt ekki eins gjöfull hylur og útlit hans gæti bent til. Þarna er þó alltaf fiskur. Á broti Búrhyls er bílvað sem þeir nota sem ætla að aka upp í Breiðufor og Bjarnarfoss og veiða frá vesturlandinu. Þarna er straumur mikill og vaðið er varasamt þegar vex í ánni. Þess vegna eru umræddir hyljir oft aðeins veiðanlegir frá austurlandinu. Menn eru hvattir til að ana ekki útí vaðið ef rignt hefur hressilega og vaxið í ánni. Vaða aðeins út fyrst og ágæt viðmiðun er, að ef menn geta varla fótað sig fyrir flaumi þá er viðbúið að jeppinn taki hressilega á sig. Grafarvað Langur veiðistaður þar sem fiskur getur legið meðfram öllum grasbakkanum. Veiði hefur heldur dalað þarna undanfarin ár en aldrei að vita nema staðurinn detti inn með látum á ný. Frá Búrhyl fellur áin eftir eyrum og með lágum bökkum að beygju þar sem kvíslin frá Festarfor kom áður út

Veiðifréttir -

17 -


Fréttabréf SVFR í. Fyrir neðan beygjuna fer áin með fyrrgreindum grasbakka að vestan, en veitt er frá eyri að austan. Í beygjunni sjálfri, í harðastrengnum, er stundum skvompa um það bil í miðjunni þar sem birtingar í göngu liggja stundum. Annars er það hylurinn með bakkanum sem á hug manna. Þetta er nokkuð langur hylur með jöfnum straumi og eru grynnri hryggir á milli dýpri rása. Þetta er magnaður veiðistaður og menn hafa oft lent þarna í algerri mokveiði þegar fiskur er að færa sig upp ána eftir flóðvatn. Nýr staður: Hlíðarfit? Milli Fitjabakka (nær honum) og Grafarvaðs hefur myndast nýr hylur sem liggur undir grasbakka sem vestan megin árinnar. Þarna hafa veiðst fiskar að undanförnu en fara þarf varlega til að hann styggist ekki. Staðurinn hefur ekki fengið formlegt nafn en Lárus formaður árnefndar veltir upp nanfninu Hlíðarfit til umræðu. Fitjarbakkar Frá Grafarvaði fellur áin í átt að þjóðveginum sem liggur fram dalinn og sveigir síðan í krappri beygju niður með honum. Þarna er langur hylur sem byrjar í beygjunni, Fitjabakkar, sem gefur enn og heldur fiski, en hefur samt dalað talsvert frá því sem áður var. Fyrir nokkrum árum rann áin með hærri grasbakka að austan, en bændur tóku upp á því að styrkja bakkann

-

18 -

Veiðifréttir

með því að brjóta niður hnausa og koma fyrir hraungrjótshleðslum í staðinn og hvort sem það er skýringin eður ei, þá hefur hylurinn ekki verið jafn gjöfull síðan. En hann heldur alltaf fiski samt sem áður. Botninn breytist þarna oft, t.d. var fyrir fáum árum djúpur pyttur efst í beygjunni og þar lágu fiskar. Veiddist þá m.a. ríflega 18 punda birtingur þar. Allra síðustu árin hafa Fitjabakkar gefið best um það bil frá girðingunni á austurbakkanum og ca. 20 til 30 metra þar niður af. Best er að veiða hylinn frá eyrinni og þá þarf að ganga talsvert upp eða niður með ánni til að vaða yfir. Sumir veiða þó af hærri bakkanum og hafa veitt vel. Ef að áin er í vexti eða vatnsmikil er það sjálfvalið að veiða frá grasbakkanum, því neðra vaðið er djúpt og það efra straumþungt. Rétt fyrir neðan Fitjarbakka var áður veiðistaðurinn Hlíðarvað, en þar hefur lítið verið að gerast síðustu árin. Þó gerðu menn vel að eyða kortéri í að rölta þessa stuttu leið og sjá hvort að áin sé búin að grafa út hylinn á nýjan leik, en þarna rennur áin meðfram lágum grasbakka að vestan, en veitt frá eyrinni að austan. Það er all nokkur kafli frá Fitjar­ bökkum og niður að brú.Á þeirri leið er merktur staður Gæfubakki. Þar er lítið farið vegna þess að enginn er vegurinn þangað og talsvert labb og menn vilja ekki eyða dýrmætum tíma sem talið er betur varið við hina frægari hylji. En

þarna var fyrrum veiðistaður og hver veit nema að þarna leynist fiskur enn? Brúin Það er nauðsynlegt að rannsaka brúarsvæðið á hverju ári. Áin breytir sér þarna reglulega og oft er staðurinn nánast óþekkjanlegur frá einu ári til þess næsta. Fyrst ber að nefna klapparhól rétt ofan brúar að vestan. Þangað til í fyrra rann áin þar niður með að hluta og meðfram klettinum lágu oft fiskar, einnig undir klettinum en þar er hellir. Stundum stórir fiskar þar og oft bleikja líka. Oft er veiðivon við báða brúarstólpa. Að vestanverðu beinlínis undir brúnni, en að austan er stundum veiðilegt að kasta á hornið við útfall síkisins, veiða niður og undir brúna og aðeins niður strenginn niður af brúnni. En sem fyrr segir, þá breytist þetta svæði oft svo mikið að allir staðirnir geta verið virkir eitt árið, en enginn þeirra það næsta. Neðan við brú er merktur gamall veiðistaður, Kríuhólmi, en þar hefur áin grynnkað mjög og lítið þar að gerast seinni árin. Sama að segja um Efri Hólm, eða Efri Hólma. En veiðistaður sá sem kenndur er við Syðri Hólm(a) er allt annar pappír og þarna hefur verið mögnuð veiði síðustu árin. Nýr staður: Tunguselsbakki Um 400 metrum neðan við félags­ heimilið Tungusel hefur myndast nýr og nokkuð góður hylur sem liggur


3. tbl., 25. árg., október 2011

með veginum. Nokkrir fiskar komu upp þarna á síðasta ári en standa þarf í vegkantinum við veiðarnar og fara varlega því hylurinn liggur alveg við veginn. Tunguselsbakki skal hann heita. Syðri Hólmur eða Syðri Hólmi. Þegar ekið er frá veiðihúsinu niður á þjóðveg, er beygt nær strax til hægri eftir hálfgerðri jeppaslóð sem liggur fram á bakka þar sem skógartunga teygir sig fram og heldur beinni stefnu á Tungufljóti um sinn. Þarna niður með bröttum kjarri vöxnum bakkanum eru vatnamótin þessi misserin og sýnir hvað best hvað breytingar hafa verið miklar hin seinni ár, en fyrir 10-20 árum voru vatnaskilin mörg hundruð metrum neðar. Það er breytilegt hvar skilin liggja frá ári til árs, og einnig breytilegt miðað við vor- og haustveiði. Vatnshæð fljótsins og Ása-Eldvatns hverju sinni kemur og við sögu þannig að menn verða að fikra sig niður með brekkunni og finna hvar þau liggja hverju sinni.Þegar þau eru fundin getur fiskur tekið á stóru svæði. Svæði sem getur náð niður að beygju og jafnvel niður með henni allri og allt að útfalli Kálfár, sem er lítil bergvatnsspræna sem rennur í fljótið úr vestri. Til að veiða neðar þarf að hypja sig aftur til lands og mjaka sér niður með klungrinu og kjarrinu sem er fjarri því auðvelt og getur auk þess valdið erfiðleikum þegar landa skal fiski og eru dæmi um að tröll hafi náð að flækja línum í birkihríslur á ögurstundu og rífa sig laus. Eftir því sem neðar dregur

færast skilin æ nær landi uns þau hverfa. Gott er að hafa í huga á þessum stað öðrum fremur, að taka agnið ekki of fljótt uppúr. Í vatnaskilunum stundar birtingurinn það að elta langar leiðir og grípa jafnvel ekki agnið fyrr en það er komið upp í harðafjöru og hætt að tifa. Flögubakkar Byrja um það bil við neðra hornið á ós Kálfár og eru í beinu framhaldi af veiðisvæði Syðri Hólma. Ná þeir síðan eins langt og menn komast og fer eftir stöðu fljótsins og Ása Eldvatns hverju sinni. Fyrir nokkrum árum lágu aðal vatnaskilin einmitt hér og veiddu menn þá skilin frá horni Kálfáróss og niður að og meðfram hólmanum stóra þar nokkru neðar. Nú er erfitt að komast niður með hólmanum í sumar- og haustvatni vegna þess að kvísl sem sker leiðina og var áður vatnslítil, er nú vatnsmikil og hættuleg með sandbleytu. Þá liggja vatnaskilin á sumrin og haustin ofar nú orðið, eða við Syðri Hólma. En í vorveiðinni er þetta þó venjulega heitt svæði þegar litur er ekki eins dökkur á Ása Eldvatni og gerist á sumrin og haustin, og skilin því hér á sínum gömlu slóðum. Eftir því sem veiðin jókst í Syðri Hólma fyrir nokkrum árum, dalaði hún í Flögubökkum í haustveiðinni, en 2006 var komin kvísl úr Ása- Eldvatni sem skilaði dálítilli tærri rönd við Kálfárhornið og nokkra metra niður

með. Óðar var þar komin veiði aftur, en líkt og við brúna og Syðri Hólma, þá breytist þetta svæði mjög ört og verður að skoða það alveg uppá nýtt á hverju ári. Sem sagt, breytileikinn er endalaus og svo lenda menn stundum í Skaftárhlaupum og fer þá allt á flot. Eina leiðin er þá að finna skilin. Einhvers staðar eru þau og í hlaupvatni færast þau eðlilega ofar. Finnið skilin og þið finnið fiskinn. Á veiðikortum er skráður veiði­ staðurinn Tangi. Á árum áður eru mörg dæmi um að menn hafa gengið þangað og sett í fiska. Á þeim árum lágu vatnamótin miklu neðar en þau gera nú. Tangi er núna langt frá öllu bergvatni og þangað fara fáir eða engir meir. Enginn skyldi þó segja að útlokað sé að veiða þar. Birtingurinn fer allur þar um og oft hafa menn veitt sjóbirting í jökulvatni. Það er bara þessi brennandi spurning, að eyða nokkuð löngum tíma í tilraun sem mun mögulega mistakast ... eða ekki? Góða skemmtun í Tungufljóti 2012.

Veiðifréttir -

19 -


Fréttabréf SVFR

Hermann Ottósson er lunkinn flugu­ veiðimaður og er hluti af félagsskap sem kallar sig Urriðavini. Hermann náði að landa sannkölluðum drauma­fiskum á urriða­svæðum Laxár í sumar.

Urriðavinir í Laxá Það er langt liðið á veiðitímabilið þegar Veiðifréttir setjast niður með Hermanni og því fátt betra en að ylja sér við góðar veiðisögur. Í nærri aldarfjórðung hefur Hermann haldið til veiða ásamt Urriðavinum norður í Laxá en Hermann segir hópinn bera nafn með rentu. Allir félagsmenn hafi hófsemdina að leiðarljósi og séu sérstaklega nærgætnir við hrygnur. Þá leggi allir Urriðavinir sig fram um að njóta árinnar og þess magnaða umhverfis og náttúru sem hún hefur upp á að bjóða. Á urriðaslóðum í viku Kjarninn í Urriðavinum eru 6-8 karlar, vinir og félagar, en þeir taka oft heila viku í senn fyrir norðan, og veiða bæði Í Mývatnssveitinni og í Laxárdalnum en aðallega halda þeir sig í dalnum. „Þetta er orðið hluti af manni“ segir Hermann sem segir fátt jafnast á við þá upplifun að veiða Laxár-urriða á létt veiðarfæri. Tökurnar magnaðar og baráttan við fiskinn engu lík. Urriðavinir veiða aðallega í byrjun ágúst og þurrflugur eru mest brúkaðar þó svo að straumflugur fái líka að fljóta út í strauminn.

-

20 -

Veiðifréttir

Það er ekki alltaf á vísan að róa í Laxá en í sumar lenti Hermann í sannkölluðum ævintýrum. „Ég náði svakalega flottum fiski í Gunnlaugsvaði, alveg úti í straumröstinni, en hann tók Heimasætu nr. 16 sem hann negldi í fyrsta kasti. Fiskurinn dansaði á sporðinum í 15 mínútur en þetta er stærsti sporður sem ég hef séð í Laxá. Fiskurinn reyndist vera hængur, ekki nema 64 cm langur en þungur var hann eða 3,7kg! Hann var mjög þrjóskur og ætlaði aldrei að gefa sig.“ Góður fengur það en Hermann lét sér ekki hænginn duga heldur krækti í 3,2 kg hrygnu til viðbótar í Mjósundi en hún tók Mýsluna.

Steinsrass í uppáhaldi Uppáhaldsveiðistaður Hermanns í Laxá er Steinsrass. „Þar geng ég alltf að fiski, djúpt úti í ánni, en þarna þarf löng köst og leggja línuna vel ef hann á að taka. Út í miðri ánni er hraunhella og þar liggja þeir stóru. Þegar þeir taka tekur við mikil barátta – en þarna er þungur straumur – og fiskarnir eiga góða möguleika á að sleppa. Spennandi!“

Með FBI-fulltrúa á bakkanum Það er ljóst að lukkan hefur leikið við Hermann í sumar en Laxá launar mönnum oftar en ekki þeim sem halda tryggð við hana og læra inn á kenjar hennar. Það er reynsla Urriðavina sem taka sig einstaklega vel út á bakkanum, en einn þeirra ekur t.a.m.um á gömlum FBI-bíl, Chevrolet Suburban ´86 árgerð sem er einstaklega hagkvæmur og eyðir litlu. En á Hermann einhver góð ráð handa þeim sem eru á leiðinni norður næsta sumar? „Gefið ykkur góðan tíma og rýnið vel í vatnið,“ segir hann ábúðarfullur og biður menn um að vera létta á bakkanum. „Ekki nota of þungar græjur, best er að nota þrist eða fjarka og alls ekki stærri stöng en sexu,“ segir hann að lokum.


3. tbl., 25. árg., október 2011

Fallegur fiskur úr Mjósundi í Mývatnssveit.

Veiðifréttir -

21 -


1 1 0 2 i ð e l g r á x La Fréttabréf SVFR

-

22 -

Veiðifréttir


3. tbl., 25. árg., október 2011

Veiðifréttir -

23 -


REYNDI VEIÐIMAÐURINN Veiðimaðurinn nr. 108 – apríl 1982:

-

24 -

Veiðifréttir


3. tbl., 25. árg., október 2011

Sá stóri úr Norðurá Myrkhylur er magnaður kynngi. Minnumst, er veiðimaðurinn slyngi, Aspinall, hinn enski kafteinn, átti stærsta dag sinn þar og frækinn drengur fenginn var foringjanum til aðstoðar.

Um Myrkhyl langur hryggur liggur. Laxinn villist, í skapi styggur, inn í lón, sem lokar veg, lætur berast, straum ei finnur - er þó bæði stór og stinnur stekkur, að þráðu frelsi vinnur.

Veiðiflugu, Blue Charm, valdi, víst hann miklar líkur taldi, að númer fimm eða sex þar næði nýjan unað skapa sér. Oft svo fer sem ætlað er, agnið smáa til sigurs ber.

Hann á ný nú stömpum steypti, synti aftur hvar agnið gleypti. Mikil rigning hafði herjað, hátt að bökkum áin stóð. Vitur lax í vígamóóð villtur fór um heimaslóð.

Það var oft í þessu fljóti, að þriflega var tekið á móti, en aldrei fundið hafði fyrr feiknakraft sem þar nú sást. Þarna af fimi þyrfti að kljást, ef þessi stórlax ætti að nást.

Þannig geystist þrisvar sinnum, það mun lengi haft í minnum, djarflega spunnust sporðaköst. En stórlax kunni að landi lokka, Aspinall með yndisþokka, svo aldrei gleymdist þessum hnokka.

Laxinn hljóp nú niður hylinn. Hann með stöngina, veiðiylinn fann um allar æðar streyma. Ekki var sú för hans létt, og eftir þennan þunga sprett þurfti að klífa háan klett.

Nú var mikill máttur þrotinn, mótstaðan að lokum brotin. Drengurinn óð með ífæruna, aðalslax á þurrt hann dró. Rúm þrjátíu pund og þrjú hann vó. Þá var Aspinall sæll og hló.

Dró nú brátt að drengsins þætti, ef digrum laxi ná hann ætti. „Sjáðu bergvegginn, strákur minn, stöngina þar um einstig berðu, þetta vinnst ef varlega ferðu, en villu enga í klifri gerðu.“

Hafði á orði, að óþarft væri oftar það sumar að renna færi. Eftirlíking laxinn fékk listagóða á ensku setri. Á vori, sumri, hausti, vetri vegsemd ei gat fengið betri. Stefán Ágúst.

Veiðifréttir -

25 -


Fréttabréf SVFR

YFIRHEYRSLAN

Veiðifélagið Agnið Veiðifréttir heyrðu af öflugum hópi manna sem gengur undir nafninu Veiðifélagið Agnið og hefur stundað Dúnkinn (les. Dunká) á undanförnum árum með góðum árangri. Okkur lék forvitni á að vita meira um félagsskapinn, þeirra innstu vonir og þrár. Andri Marteinsson tók að sér að kreista upp svör úr meðlimum Agnsins og deila með lesendum Víkingsflugan er merki Agnsins en flugan ber þess Veiðifrétta ... merki að félagar í klúbbnum eru Víkingar.

Hvað er að frétta? Við héldum árshátíð veiðifélagsins þann 8. október en við höfum haldið eina slíka á hverju ári í þau 7 ár sem við höfum veitt í Dúnknum Hverjir skipa klúbbinn? Við erum fimm uppeldisvinir úr Fossvoginum sem erum saman í klúbbnum en það sem tengir okkur enn frekar er að við erum allir fæddir á sama árinu og æfðum saman hjá Víkingi. Klúbburinn var upphaflega stofnaður til að styrkja vinaböndin þar sem menn eru allt of uppteknir við daglegt amstur og má segja að það hafi tekist svona líka ljómandi vel. Ríkir kærleikur í félagsstarfinu eða grimm samkeppni? Það ríkir grimm samkeppni í klúbbnum og ekki síður á kvöldin eftir góða grillsteik þegar spilin eru tekin fram og póker spilaður af mikilli innlifun. Kærleikurinn hefur hins vegar aukist með árunum á kostnað keppninnar og það er mögulegt að við séum að meyrna eitthvað með árunum. Einkunnarorð Agnsins? „Hver á eftir að setja í pott,Einar?“ Merki klúbbsins er hins vegar „Víkingsflugan“ sem hnýtt var sérstaklega fyrir okkur í tilefni af stofnun klúbbsins. Hvaða agn notar Agnið? - Besta leynivopnið – afhjúpun takk! Við notum allt agn sem er leyfilegt

-

26 -

Veiðifréttir

hverju sinni en aðal leynivopnið er góð næring þar sem lamb annars vegar og naut hins vegar er skellt á grillið kvöldið fyrir góðan veiðidag. Á alnetinu má sjá fjölmargar myndir af Agninu að veiðum við Dunká – hvernig má það vera? Við höfum jú verið þarna í 7 ár og á fyrsta árinu tók einn okkar upp á því að búa til heimasíðu um veiðifélagið sem seinna þróaðist svo út í allsherjar fréttasíðu af veiði og fleiri uppákomum og er nokkuð mikið af myndum þar inni.

Á hverju eiga félagsmenn SVFR von í Dunknum? Áin er ekki löng og kannski á margan hátt hæfilega löng þar sem hægt er að ganga hana alla á einni vakt. Okkur þótti hins vegar best að skipta henni í tvennt við Leitishylji sem eru rétt ofan við brú og ein stöngin veiddi þá niður ánna að veiðihúsi á meðan hin stöngin veiðir efra svæðið. Menn geta skilið bílinn eftir við Leitishylji og gengið upp eftir ánni en ef menn eru á góðum jeppa er líka hægt að keyra uppeftir og veiða niður ánna og þá alltaf með bílinn í hæfilegri fjarlægð.

Staðið við veiðar í Leitishyl sem Agnið notar til að skipta ánni í tvö veiðisvæði.


3. tbl., 25. árg., október 2011 Menn geta átt von á öllu í Dúnknum að raða sér beint fyrir neðan klettinn en eins og í mörgum öðrum ám er það sem er þarna og við fullyrðum að þó vatnsmagnið sem skiptir mestu máli. nokkrir hafi verið ansi stórir voru tveir Veiðistaðir í ánni eru fjölbreyttir þar af þeim eins og kafbátar að stærð. sem menn eru ýmist að veiða í hyljum, strengjum,fossum eða breiðum en Hvernig gekk í sumar? mest eru þetta maðkastaðir af bestu Eins og áður sagði var sumarið ekkert gerð þó við höfum fengið þá nokkra á til að hrópa húrra fyrir vegna þess hve fluguna. Áin er mjög viðkvæm þar sem áin var vatnslítil en túrinn var samt vel sést í henni hvar fiskurinn heldur sem áður frábær að venju. sig og því mælumst við til að menn fari mjög varlega að henni þegar komið er Á að veiða eitthvað næsta sumar að veiðistöðunum. eða hefur Agnið lokið störfum? Fyrstu 6 árin fór engin fisklaus Agnið er komið til að vera og er stefnan heim en í ár var óvenjulítið vatn í ánni tekin á alla vega einn túr á sumri. Hvert og þá gerðist það sem aldrei hefur við förum næsta sumar er ekki komið gerst áður að einhverjir fóru fisklausir á hreint en SVFR verður líklegast fyrst heim. Sum árin þegar mikið vatn hefur til að komast að því hvert við viljum verið í ánni höfum við hins vegar lent fara. í algjöru bingó-i og tekið á þriðja tug fiska á tvær stangir svo þetta jafnast allt Tónlist við veiðar – hvað dynur saman út þegar á heildina er litið. Það undir? er nokkuð grýtt við ánna og botninn Við erum allir fyrir náttúruhljóðin geymir marga steina þar sem fiskurinn þegar veitt er og stöku kvissssssss getur leynst og þó við veiddum ekki marga í ár þá vissum við svo sannarlega af honum. Það er nokkuð auðvelt að rata í Dunkinn en fyrsta árið lenti þó einn okkar í því að taka ranga beygju og þegar hann bankaði upp á til að spyrja til vegar komst hann í sem var landað að því að þetta var Jonni með einn n in ss tfo ðan við Hes einhvers konar hæli strengnum ne nar. iðistaður árin eða eins og hann lýsti sem er efsti ve því þegar hann loksins kom í veiðihúsið!

hljóð í baukum svo lítið er hlustað á tónlist á meðan veitt er. Einn okkar brá hins vegar út af venjunni eina vaktina og var með Michael Jackson í eyrunum þegar hann setti í einn vænan í Leitishyljum. Við teljum hins vegar að maður sé manns gaman svo við sleppum tónlistinni alveg við veiðar og notum hana sem meira bakgrunnshljóð þegar spilaður er póker á kvöldin. Eitthvað að lokum áður en slökkt verður á yfirheyrslulampanum og lygamælinum? Það hafa orðið miklar og góðar breytingar á aðstöðunni í veiðihúsinu á þeim árum sem við höfum veitt þarna en fyrsta árið var til að mynda ekkert rafmagn í húsinu.Yfirleitt höfum við verið að koma í veiðihúsið kvöldið áður en byrjað er að veiða og menn rifja upp með hryllingi kvöldið góða fyrir sjö árum. Þá sýndu hitatölurnar 2-3 stig og enginn hiti til að skrúfa upp þegar komið var á staðinn og tók það því svolítinn langan tíma að vinna upp hita á kroppnum og koma sér fyrir.Morgnarnir gátu einnig verið erfiðir og áttu sumir t.d. erfitt með að sleppa ábreiðunum og drífa sig út að veiða. Rafmagn var svo lagt í húsið fyrir veiðisumarið árið eftir og í dag er mjög fín aðstaða í veiðihúsinu en til að toppa dæmið mætti SVFR íhuga að koma upp heitum potti við húsið J

Hápunkturinn í sögu Agnsins? Þegar Agnið var stofnað haustið 2004. 20 pundari eða 10 fiska vakt og svarið þið nú? Við höfum upplifað það að taka 10 fiska á vakt en ekki hafa allir veitt 20+ pundara svo þessu er auðsvarað. Almennt finnst okkur skemmtilegra að hafa þá stærri og færri heldur en fleiri og smærri. Stóru fiskarnir eru í Dúnknum þó við höfum ekki enn náð þeim á land. Við höfum séð þá nokkra stóra í gegnum tíðina en ekkert samt á við þá sem við sáum í fyrra í Rósuhyl sem er staðsettur fyrir neðan veiðihúsið. Þeir liggja þar yfirleitt ekki en þetta ár voru um 15 fiskar búnir

Tóti, Andri, Jón Otti og Einar með aflann eftir einn túrinn. Á myndina vantar Jonna sem er ljósmyndarinn.

Veiðifréttir -

27 -


Fréttabréf SVFR

Hafðu

Bláu nunnuna

með í för

Veiðifréttir tóku til í geymslunni í lok vertíðar og fundu gamalt veiðibox sem var fullt af tignarlegum flugum í ýmsum stærðum. Þær skáru sig úr tískuflugum síðustu ára en ein vakti sérstaka athygli. Eftir smá rannsóknarstarf komumst við að uppruna flugunnar í Veiðimanninum nr. 113 frá því í desember 1983. Þar lýsir höfundurinn Ólafur Ágústsson tilurð hennar og ljóstraði upp uppskriftinni. Ætti þessi ekki að vera í boxinu næsta sumar?

Bláa nunnan:

Öngull: No. 6 Broddur: Ávalt silfur no. 14, 4 vafningar, og 2 vafningar af gullgulu flosi. Stél: Fasanagulltoppur Stélrót: Gullgult flos, 2 vafningar Bolur: Ljósblátt flos (Blue Doctor) Rendur: Ávalt silfur no. 14 Vængir: Svartur íkorni Skegg: Ljósblátt (Blue Charm), lagt aftur í bland við vænginn.

Bréf Ólafs Ágústssonar til Veiðimannsins: Akureyri, 28. sept. 1983 Veiðimaður góður. Um miðjan júlí 1982 hnýtti ég flugu handa bróður mínum, sem þá var að fara í Laxá í Aðaldal. Sú kvöð fylgdi, að ef hann fengi lax á fluguna, gæfi hann henni nafn. Hann fékk tvo og gaf henni nafn, Bláa nunnan. Um það bil viku seinna fóru foreldrar mínir í veiði með annað eintak, en köstuðu flugunni af, án þess að fá lax. En það var einmitt upphafið. Flugan fannst á bakkanum, af manni, sem veiðir á flugu. Og ég meina veiðir. Jón Fornason í Haga fann fluguna, fékk lax á hana, hringdi til mín og pantaði fjórar aðrar. Alls fengust 12 laxar á Bláu nunnuna 1982, en í sumar komu 33 laxar á hana í Laxá í Aðaldal, og ég frétti af 8 löxum á hana á einum degi í Laxá í Ásum. Af þessu sést að flugan þarf að verða almenningseign. Ég sendi þér mynd og uppskrift til birtingar, ef þú kærir þig um. En fluguna hnýtti ég svona:

Jón Fornason lýsir ágæti Bláu nunnunnar í sama blaði Veiðimannsins. Fluguna fann hann sem fyrr segir á bakkanum 1982 en hann rakst á foreldra Ólafs Ágústsonar við Hólmavað sem gátu sagt honum hvaðan hún væri komin. Jón fékk skömmu síðar 12 punda lax á nunnuna og 5 laxa til viðbótar um sumarið en ári síðar gerðust ævintýri eins og Jón Fornason segir frá: „Í sumar (1983) fékk ég 22 laxa á flugu, þar af 18 á Bláu nunnuna. Flestir þeirra voru stórir, eða allt upp í 20 pund. Tveir vænir laxar fóru með Bláu nunnuna í sér, en þá slitnaði girnið vegna slýreks. En hvað Bláa nunnan gefur mér og öðrum þeim, sem veiða á flugu 1984, verða aðrar sögur.“

-

28 -

Veiðifréttir


Stórlaxarnir lesa

Viðskiptablaðið!

Tryggðu þér áskrift í síma 511 6622 eða á askrift@vb.is


n i ð i e v a g n a St n i e r g t er lis

Frá Elliðavatni. Veiðimenn verða að bíða til vors 2012 en þá hefst listsköpunin á ný.

Herra minn, efist ekki um, að stangaveiðin sé list; er það ekki list að egna fyrir silung með gerviflugu? Því að silungurinn er einmitt með fránni sjónir öllum haukum, og aðgætnari en þeir stórfiskar hafsins, sem varastir eru um sig. Þó efast ég ekki um, að ég muni á morgun veiða tvo silunga, í morgunverð handa vini mínum. Efist því ekki um, herra minn, að stangaveiðin sé list, sem er þess virði að læra. Piscator í „The Compleat Angler.“ Þýðing í Veiðimanninum nr. 89 í júní 1972.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.