Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1.tbl. 2022

Page 4

Pistill ritstjóra

Skin og skúrir og … haglél Vorið er alveg að koma hugsaði ég með mér þegar ég sat í heita pottinum með sólina í andlitið og hlustaði á gömul hjón sem sátu við hliðina á mér skipuleggja páskafrí á Kanarí. Já, vonandi verður þessi blessaði heimsfaraldur, sem hefur sett flest ferðaplön á bið, til friðs. Loksins kemst lífið aftur á flug svo ferðaþyrstir, eins og þessi öldruðu hjón í heita pottinum, geti flogið á vit langþráðra sólarævintýra. Eftir sundsprett og sólbað með vorilm í lofti fór ég upp úr lauginni og viti menn, þegar ég gekk út í bíl, kom haglél! Snjóhvít og ísköld korn steyptu sér á ógnarhraða beint í andlitið á mér, sem hafði verið í sólbaði nokkrum mínútum áður. Þetta er víst ekki alveg búið; hvorki veturinn né faraldurinn en við fáum stund milli stríða. Sólin lætur sjá sig, sumarið mun koma og veiran sem setti heimsbyggðina á hliðina, í lengri tíma en nokkur átti von á í upphafi, mun verða fjarlæg minning í framtíðinni. Faraldurinn er svolítið eins og vorboðinn; sólin lætur sjá sig í smástund en hverfur svo á bak við skýin og þá fer að haugrigna, snjó kyngir niður eða haglél koma á ógnarhraða og lemja húsþök og nýböðuð sólkysst andlit. Við höfum nokkrum sinnum þorað að vona að nú sé COVID liðið hjá en þá kemur nýtt afbrigði eins og haglél eftir sólbað í sundi, eða þá að smitin rjúka upp með tilheyrandi álagi á heilbrigðisstarfsfólk og samfélagið í heild sinni. Nei, veiran er svo sannarlega ekki fallin í gleymskunnar dá, það veit ég vinnandi hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Flestir eru margbólusettir og fæstir veikjast orðið alvarlega en staðan er engu að síður þung á Landspítala. Fjölmargir eru enn að berjast við veiruna, eða afleiðingar hennar og heilbrigðisstarfsfólk í eldlínunni, er án nokkurs vafa, orðið langþreytt eftir mikið álag á heilbrigðiskerfið síðan COVID skaut upp kollinum í Kína. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjúkrunarfræðingur er í skemmtilegu og áhugaverðu viðtali þar sem hún segir meðal annars frá því þegar hún heyrði fyrstu fréttirnar af COVID-19. Hún var í skíðaferð á Ítalíu og var að drekka morgunkaffið sitt þegar samferðafólk hennar fór að spyrja hana hvort það þyrfti að hafa áhyggjur af þessari veiru, hún hélt nú ekki. Næstu daga fór fólk að ókyrrast og svo vatt þetta heldur betur upp á sig og Ragnheiður, sem var á þessum tíma nýlega tekin við starfi framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðið í ströngu við að skipuleggja sýnatökur og bólusetningar. Nú tveimur árum síðar telur Ragnheiður faraldurinn vera á undanhaldi og að næsta áskorun verði hversu fljótt við getum risið upp eftir þetta mikla átak, það þurfi að hlúa að starfsfólkinu.

Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík s. 540 6400 hjukrun.is Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga

4

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022

Það eru orð að sönnu, Ólafía Kvaran sem er einnig í viðtali í blaðinu segir að markmið sitt sé að hafa heilsu til að takast á við lífið, svo ég vitni beint í hennar orð; ,,ef maður er í góðu formi ræður maður líka betur við erfiðleika sem koma upp í lífinu. Ég fann það þegar maðurinn minn fór í hjartastopp um miðja nótt heima hjá okkur fyrir nokkrum árum.“ Ólafía segir þessa lífsreynslu hafa breytt hugsunarhætti sínum og lífsviðhorfi, hún sé eftir þetta meðvituð um mikilvægi þess að hafa heilsu og að fá að lifa hvern dag og njóta lífsins. Og þegar öllu er á botninn hvolft er það mergurinn málsins eða lífsins öllu heldur. Að hafa heilsu og að fá að njóta lífsins er það dýrmætasta, hvort sem sólin skín eða gular viðvaranir eru í kortunum. Að endingu vil ég minnast á Rapportið sem er nýtt hlaðvarp Fíh þar sem þáttastjórnendur fá til sín gesti úr röðum hjúkrunarfræðinga í einlægt spjall um lífið og tilveruna. Rapportið er á Spotify og á heimasíðu félagsins, hjúkrun.is, er líka linkur á Rapportið. Gleðilega páska og njótið lífsins og vorsins sem er handan við hornið. Hlýjar kveðjur,

Endilega fylgið okkur á samfélagsmiðlum

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigríður Elín Ásmundsdóttir Ritnefnd: Kristín Rósa Ármannsdóttir, Sölvi Sveinsson, Þorgerður Ragnarsdóttir Ritstjóri ritrýndra greina: Hrund Scheving Thorsteinsson Ritnefnd ritrýndra greina: Sigrún Sunna Skúladóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Þóra Jenný Gunnarsdóttir

hjukrun facebook.com/hjukrun

Yfirlestur: Ragnheiður Linnet Auglýsingar: Erna Sigmundsdóttir - sími 821 2755 Hönnun og umbrot: Þorbjörg Helga Ólafsdóttir Prentun: Ísafoldarprentsmiðja


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Ritrýnd grein: Holdafar grunnskólabarna á Suðurnesjum og tengsl við lífsstílsþætti

36min
pages 102-116

Ritrýnd grein: Að efla virðingu í daglegri hjúkrun

28min
pages 92-101

Ritrýnd grein: Útskriftarvandi Landspítalans – leit að lausnum fyrir aldraða sem lokið hafa meðferð

33min
pages 82-91

Vaktin mín, Áslaug Arnoldsdóttir gjörgæsluhjúkrunarfræðingur segir frá kvöldvakt á gjörgæsludeild

4min
pages 46-47

Fræðslugrein: Að verja starfsheilbrigði í krefjandi starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga – reynsla hjúkrunarfræðinema af áhrifum boðorða þjónandi forystu innan heilbrigðiskerfisins

31min
pages 54-61

Kjara- og réttindasvið Fíh – allt um orlof

4min
pages 44-45

Sportið – Elísabet Gerður Þorkelsdóttir segir frá hundagöngum þar sem

4min
pages 40-41

Betri vinnutími, samantekt og staða frá kjara- réttindasviði Fíh

2min
pages 42-43

Viðtal – Theódóra Kolbrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Vökudeild

6min
pages 38-39

Hjúkrun með mismunandi kynjagleraugum, myndir frá rafrænu málþingi Fíh

7min
pages 26-29

Hjúkrunarfræðinemarnir Bogey Ragnheiður Leósdóttir, Birgitta Rún Guðmundsdóttir og Almar Örn Wathne

10min
pages 16-19

Viðtal – Elín Ögmundsdóttir, sérfræðingur í gjörgæsluhjúkrun nýbura, er í sjúkraflutningateymi nýburagjörgæslunnar sem sér um flutning á nýburum

9min
pages 34-37

Viðtal – Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá

18min
pages 8-15

Pistill formanns Fíh

3min
pages 4-5

Viðtal – Ólafía Kvaran, hjúkrunarfræðingur, varð heimsmeistari í 21 km Spartan Race hlaupi árið 2019 og landaði Evrópumeistaratitli tveimur árum síðar.

11min
pages 20-25

Nýtt starfsfólk Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

3min
page 6

Ritstjóraspjall

1min
pages 2-3
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.