Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1.tbl. 2022

Page 6

Pistill formanns

Annars konar bylgja í uppsiglingu Samkvæmt íslenskum yfirvöldum er COVID búið eftir tveggja ára baráttu og öllum takmörkunum verið aflétt innanlands. Á sama tíma hefur fjöldi innlagðra sjúklinga á heilbrigðsstofnanir og dagleg smit aldrei verið fleiri í landinu. Hjúkrunarfræðingar fara ekki varhluta af því, enda helsta stéttin í baráttunni, og finna því alltaf fyrir því mikla álagi sem farsóttinni hefur fylgt. Nú eru það ekki bara fleiri sjúklingar heldur einnig hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk sem sjálft er að veikjast og hefur það bitnað mjög á mönnuninni sem fyrir var af skornum skammti. Fjölskyldur okkar veikjast líka og sinna þarf m.a. veikum börnum. Í febrúar fór af stað undarleg umræða hjá yfirvöldum þar sem rætt var um að vegna skortsins á starfandi hjúkrunarfræðingum væri möguleiki á að þeir ættu að mæta veikir til vinnu. Eins og þá kom fram í fjölmiðlum er það að mínu mati algjör fásinna, þrátt fyrir að okkur vanti hjúkrunarfræðinga til starfa. Veikindarétturinn verður ekki brotinn og myndi félagið að sjálfsögðu bregðast snarlega við því. Jafnframt stríðir þetta gegn siðareglum hjúkrunarfræðinga og velti ég fyrir mér hvort þessi hugmynd hefði verið sett fram gagnvart öðrum stéttum þjóðfélagsins. Enn ein sönnunin fyrir því að ekki sitja allir við sama borð í augum yfirvalda. Yfirvöld hafa vitað af manneklunni í mjög mörg ár og hafa haft lausnir á borðinu sem þarf að hafa kjark og þor til að hrinda í framkvæmd og það ekki seinna en strax. Þessi staða er ekkert að koma upp núna og hefði verið hægt að bregðast við henni miklu fyrr. Ég hef miklar áhyggjur af aukningu á langvarandi veikindum hjúkrunarfræðinga og er fjöldi þeirra sem þiggja nú sjúkradagpeninga úr styrktarsjóði félagsins er í sögulegu hámarki. Þá þarf að hafa í huga að hjúkrunarfræðingar sem leita aðstoðar sjóðsins, eru þá þegar búnir að nýta sinn veikindarétt hjá atvinnurekanda, sem er yfirleitt heilt ár. Við erum því í raun að sjá núna skriðu sem fór af stað eftir fyrsta ár COVID-faraldursins. Það sama má segja um fjölda hjúkrunarfræðinga sem leita til VIRK vegna starfsendurhæfingar. Þeir hafa aldrei verið jafnmargir. Það er jákvætt að hjúkrunarfræðingar skuli leita sér stuðnings, þurfi þeir á starfsendurhæfingu að halda, en það er verulegt áhyggjuefni hvað þeim hvað þeim fjölgar og hefur t.d. fjöldinn tvöfaldast frá 2018 og til ársins 2021.

6

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022

Framundan er sumarið og hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk langþreytt eftir gífurlega erfið tvö COVID-ár í undirmönnuðu heilbrigðiskerfi. Hjúkrunarfræðingar hafa staðið vaktina svo eftir því hefur verið tekið, keyrt áfram, sett fjölskyldu og sjálfa sig til hliðar og leyst verkefnin, bylgju eftir bylgju. Ég er ansi hrædd um að nú sé komið að skuldadögum. Ég held að nú sé í uppsiglingu annars konar bylgja í kjölfar COVID en það er bylgja afleiðinga langvarandi álags í starfi, uppsagna og flótta úr stéttinni vegna ófremdarástands í mönnunarmálum og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. En ekki ætlum við að missa móðinn enda verður þetta heilbrigðiskerfi ekki rekið án okkar hjúkrunarfræðinga. Nú er komin enn ein ríkisstjórnin og vil ég binda vonir við hana. Ég átti mjög góðan fund með nýjum heilbrigðisráðherra strax í janúar og fann þar mikinn vilja gagnvart okkar helstu baráttumálum og nauðsyn þessa að grípa þarf strax inn í ef ekki á fara verr en þegar er. Nýjasta dæmið þar er að hann hefur ákveðið að skipa starfshóp sem á að taka til skoðunar réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks í tengslum við tilkynningar og rannsókn alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu. Án efa verður haft samráð við félagið í þeirri vinnu. Nú er rétt ár þar til kjarasamningar losna á ný. Við höfum þegar hafið vinnuna við undirbúning komandi kjarasamninga og m.a. hafið samtal milli Fíh, ASÍ, BHM, BSRB og KÍ til að skoða þá sameiginlegu fleti sem við eigum í kjarabaráttunni og getum beitt okkur í sem eitt sterkt sameinað afl. Fundað er reglulega með trúnaðarmönnum, fram undan eru fundir með hjúkrunarfræðingum um land allt og í haust verður stór kjararáðstefna þar sem komandi samningar verða aðalmálið. Sífellt er verið að rýna í og meta kosti og galla verkefnisins um betri vinnutíma sem við síðan munum setja á vogarskálarnar og ákveða hvað við viljum gera í komandi kjarasamningum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Ritrýnd grein: Holdafar grunnskólabarna á Suðurnesjum og tengsl við lífsstílsþætti

36min
pages 102-116

Ritrýnd grein: Að efla virðingu í daglegri hjúkrun

28min
pages 92-101

Ritrýnd grein: Útskriftarvandi Landspítalans – leit að lausnum fyrir aldraða sem lokið hafa meðferð

33min
pages 82-91

Vaktin mín, Áslaug Arnoldsdóttir gjörgæsluhjúkrunarfræðingur segir frá kvöldvakt á gjörgæsludeild

4min
pages 46-47

Fræðslugrein: Að verja starfsheilbrigði í krefjandi starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga – reynsla hjúkrunarfræðinema af áhrifum boðorða þjónandi forystu innan heilbrigðiskerfisins

31min
pages 54-61

Kjara- og réttindasvið Fíh – allt um orlof

4min
pages 44-45

Sportið – Elísabet Gerður Þorkelsdóttir segir frá hundagöngum þar sem

4min
pages 40-41

Betri vinnutími, samantekt og staða frá kjara- réttindasviði Fíh

2min
pages 42-43

Viðtal – Theódóra Kolbrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Vökudeild

6min
pages 38-39

Hjúkrun með mismunandi kynjagleraugum, myndir frá rafrænu málþingi Fíh

7min
pages 26-29

Hjúkrunarfræðinemarnir Bogey Ragnheiður Leósdóttir, Birgitta Rún Guðmundsdóttir og Almar Örn Wathne

10min
pages 16-19

Viðtal – Elín Ögmundsdóttir, sérfræðingur í gjörgæsluhjúkrun nýbura, er í sjúkraflutningateymi nýburagjörgæslunnar sem sér um flutning á nýburum

9min
pages 34-37

Viðtal – Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá

18min
pages 8-15

Pistill formanns Fíh

3min
pages 4-5

Viðtal – Ólafía Kvaran, hjúkrunarfræðingur, varð heimsmeistari í 21 km Spartan Race hlaupi árið 2019 og landaði Evrópumeistaratitli tveimur árum síðar.

11min
pages 20-25

Nýtt starfsfólk Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

3min
page 6

Ritstjóraspjall

1min
pages 2-3
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.