Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1.tbl. 2022

Page 8

Nýtt starfsfólk Fíh

Hafdís Böðvarsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Fíh Hafdís Böðvarsdóttir er nýr fjármálastjóri Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún ólst upp á Akranesi og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskóla Vesturlands. Hafdís lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og prófi til löggildingar í endurskoðun árið 1997. Hafdís starfaði í mörg ár hjá KPMG og var í hópi eigenda í nokkur ár. ,,Ég fór þaðan árið 2008 til Avant þar sem ég starfaði sem fjármálastjóri og svo til Landsbankans við sameiningu. Ég var heimavinnandi með langveikt barn í nokkur ár en nú eru allir hressir og finnst mér gott að fara aftur út á vinnumarkaðinn. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er lifandi og skemmtilegur vinnustaður og mér hefur verið vel tekið af því góða fólki sem þar starfar,“ segir Hafdís.

Og aðspurð hvað hún geri í frístundum segist hún hafa mikinn áhuga á íþróttum. ,,Mér finnst sérstaklega gaman að horfa á börnin mín keppa í fótbolta. Svo finnst mér mjög gaman að ferðast og gott að geta farið að ferðast aftur erlendis eftir tveggja ára heimsfaraldur. En mér finnst líka gott að vera heima á Íslandi, sérstaklega yfir sumartímann, þá finnst mér fátt betra en að dunda ég mér í garðinum heima í Garðabæ,“ segir Hafdís nýr fjármálastjóri félagsins.

Nýr sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs Kristjana Elísabet Guðlaugsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh. Kristjana er með BSc í viðskiptafræði og meistaranám í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. ,,Ég þekki vel til ýmissa verkefna kjara- og réttindasviðs, hef meðal annars sótt námskeið í jafnlaunavottun og verið við innleiðingu betri vinnutíma, bæði hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands,“ segir Kristjana sem hefur starfað við mannauðstengd mál í hartnær 20 ár. ,,Lengst af var áherslan fyrst og fremst á réttindamál starfsmanna, síðari ár hef ég unnið sem starfsmannastjóri hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og mannauðsstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Ég þekki vel starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga, hef tekið þátt í gerð stofnanasamninga, bæði við Fíh, fyrir hönd stofnunar sem og við önnur stéttarfélög. Ég brenn fyrir mannauði stofnana og fyrirtækja og því er frábært að fá tækifæri til að sinna því hugðarefni með beinum hætti með öðrum frábæru starfsmönnum Fíh,“ segir Kristjana hress í bragði. 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022

Aðspurð um áhugamálin segir hún ferðalög heilla. ,,Fjölskyldan býr vítt og breytt um heiminn og ég hef sjálf búið víða, bæði innanlands og erlendis. Meðal annars hef ég verið með heimili á Jamaíka og í Nuuk. Ferðalög heilla mig því, bæði þau sem ég fer í innra með mér og líka hin eiginlegu ferðalög, þetta sameinaðist svo í göngu um Jakobsveginn. Hann gekk ég, bæði í fríðu föruneyti Jakobína, sem og með sjálfri mér hluta af leiðinni.“ Kristjana segist að lokum vera mikil fjölskyldukona og njóti samvista með sínu fólki, hvort sem er við eldhúsborðið eða á ferðalögum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Ritrýnd grein: Holdafar grunnskólabarna á Suðurnesjum og tengsl við lífsstílsþætti

36min
pages 102-116

Ritrýnd grein: Að efla virðingu í daglegri hjúkrun

28min
pages 92-101

Ritrýnd grein: Útskriftarvandi Landspítalans – leit að lausnum fyrir aldraða sem lokið hafa meðferð

33min
pages 82-91

Vaktin mín, Áslaug Arnoldsdóttir gjörgæsluhjúkrunarfræðingur segir frá kvöldvakt á gjörgæsludeild

4min
pages 46-47

Fræðslugrein: Að verja starfsheilbrigði í krefjandi starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga – reynsla hjúkrunarfræðinema af áhrifum boðorða þjónandi forystu innan heilbrigðiskerfisins

31min
pages 54-61

Kjara- og réttindasvið Fíh – allt um orlof

4min
pages 44-45

Sportið – Elísabet Gerður Þorkelsdóttir segir frá hundagöngum þar sem

4min
pages 40-41

Betri vinnutími, samantekt og staða frá kjara- réttindasviði Fíh

2min
pages 42-43

Viðtal – Theódóra Kolbrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Vökudeild

6min
pages 38-39

Hjúkrun með mismunandi kynjagleraugum, myndir frá rafrænu málþingi Fíh

7min
pages 26-29

Hjúkrunarfræðinemarnir Bogey Ragnheiður Leósdóttir, Birgitta Rún Guðmundsdóttir og Almar Örn Wathne

10min
pages 16-19

Viðtal – Elín Ögmundsdóttir, sérfræðingur í gjörgæsluhjúkrun nýbura, er í sjúkraflutningateymi nýburagjörgæslunnar sem sér um flutning á nýburum

9min
pages 34-37

Viðtal – Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá

18min
pages 8-15

Pistill formanns Fíh

3min
pages 4-5

Viðtal – Ólafía Kvaran, hjúkrunarfræðingur, varð heimsmeistari í 21 km Spartan Race hlaupi árið 2019 og landaði Evrópumeistaratitli tveimur árum síðar.

11min
pages 20-25

Nýtt starfsfólk Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

3min
page 6

Ritstjóraspjall

1min
pages 2-3
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.