Gangverk 2010 1

Page 1

F R É T T A B R É F

01 • 09 • 10

02

mz2 2

N2

mz2 2 A1

mz2 +m 2 T A2

mz1 +m 2

N1

mz1 2

mz1 2 4 Fyrirtækjamenning og starfsandi í sameiningarferli 8

Verkís um allan heim

10 Verklok á Kárahnjúkum

01

12 Verkís á Grænlandi Rústabjörgun á Haíti Kári Steinar Karlsson byggingar­ verkfræðingur hjá Verkís segir frá björgunarleiðangri til Haíti

6


St yrkir úr Orkurannsóknasjóði L andsvirkjunar Í febrúar úthlutaði Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar 16 styrkjum til rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála. Alls bárust 67 umsóknir vegna nýrra verkefna. Þrjú verkefni á Vatnsorku- og orkuflutningssviði Verkís hlutu styrk: • Lágmarksrennsli í árfarvegum neðan virkjana- eða veitu­f ramkvæmda Jón Snæbjörnsson, Arnór Þórir Sigfússon og Þorbergur Steinn Leifsson. • Orkutap í vélboruðum vatnsrásum: Samband eðlisfræðilegs hrýfis og

Gangverkið dregið upp Kæri lesandi

Sveinn Ingi Ólafsson framkvæmdastjóri sio@verkis.is

Nú gefur Verkís út fyrsta tölublað fréttabréfs undir gamalgrónu nafni. Gangverk var fréttabréf Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, sem ásamt Rafteikningu, Fjarhitun, Fjölhönnun og RT myndaði verkfræðistofuna Verkís síðla árs 2008. Þeir mánuðir sem liðnir eru frá sameiningu hafa verið viðburðaríkir hér á stofunni og höfum við ekki farið varhluta af þeim efnahagsþrengingum sem einkennt hafa samfélagið á þessu tímabili. Það ástand er þó tímabundið og erum við bjartsýn á framhaldið. Umhverfisvæn og endurvinnanleg orka er auðlind sem kallað verður eftir í auknum mæli í framtíðinni og sú þekking og reynsla sem þarf til að beisla hana er ekki síður ómetanleg auð­l ind. En það er einmitt í þekkingu og reynslu starfsmanna sem styrkur Verkís liggur. En efnahagsþrengingar eru þó ekki það sem helst hefur einkennt starfsemi Verkís síðast­l iðna mánuði, heldur fremur sá góði árangur sem við

höfum náð á mörgum sviðum þrátt fyrir ástandið. Sameiningin hefur gengið vonum framar, en það er aldrei einfalt að sameina rótgróin fyrirtæki og menningu þeirra. Starfsmenn Verkís eru metnaðar­f ullur og samhentur hópur sem hefur haldið verkfræðistofunni gangandi, en nafnið á fréttabréfinu vísar einmitt til þess að verkfræði­ stofa er gangverk sem aldrei stoppar, þar er ávallt eitthvað að gerast. Fréttabréfið mun birta greinar, fréttir og almennan fróðleik um starfsemi stofunnar og tengd málefni. Þar verður fjallað um hin ýmsu gangverk samfélagsins sem verkfræðistofan tekur þátt í að móta og halda gangandi. Gangverkið verður vettvangur til að koma á framfæri áhugaverðu framtaki starfsmanna og samstarfsaðila. Við stefnum að því að það verði upplýsandi, áhugavert og skemmtilegt aflestrar.

reglulegs sandkornahrýfis sannreynt með píputilraunum. Kristín Martha Hákonardóttir og Pálmi Ragnar Pálmason. Verkefnið er unnið í samstarfi við Pöyry Infra Ltd., Sviss. • Sjávarfallavirkjun í Hornafirði. Ólöf Rós Káradóttir, Stefán Bjarnason og Þorvaldur P. Guðmundsson. Verkefnið er unnið í samvinnu við HR, Siglingastofnun Íslands, Bæjarfélagið Höfn í Hornafirði og Nýsköpunarmiðstöð á Höfn í Hornafirði. 

Stefnt á Hvannadalshnjúk Innan starfsmannafélags Verkís er starfandi öflugur gönguhópur, Gönguhrólfarnir. Sumarið 2009 fór hópurinn ásamt fjölskyldumeðlimum á Hámund, sem þá var hæsti tindur Eyjafjallajökuls, hvað sem síðar verður. Gangan var einstaklega vel heppnuð þrátt fyrir takmarkað útsýni á toppnum. Í vor er stefnan tekin á toppinn og er undirbúningur fyrir göngu á Hvannadalshnjúk í fullum gangi þessa dagana. Vonandi verða gos og aðrar hamfarir ekki til að hindra að Gönguhrólfarnir komist á toppinn. 

Verkís st yrkir Krabbameinsfélagið Sveinn Ingi Ólafsson

Verkís lagði Bleiku slaufunni, söfnunarátaki Krabbameinsfélagsins, lið með því að kaupa 300 bleikar slaufur í október. Með því var fyrirtækið að sýna samfélagslega ábyrgð sem er eitt af grunngildum fyrirtækisins. Verkís styrkti einnig átakið með aðkomu sinni að hönnun bleiku lýsingarinnar á Radison SAS Hótel 1919. Guðrún Agnarsdóttir afhenti slaufurnar í húsnæði Krabbameinsfélagsins og tók um leið á móti úrvali ljósmynda af lýsingunni. Í mars tóku starfsmenn Verkís síðan þátt í Mottumars með góðum árangri og styrkti Verkís það átak með því að heita á þá starfsmenn sem stunduðu motturækt. 

framkvæmdastjóri

Rýmingaræf ingar

Gang ver k | Frét tabréf Verkís 1. t bl . 9. á r g a n g u r, vo r 2010

For síð umy nd : M y n d á fo r síð u s ý nir ú t reik ninga á ta n n hjólu m f y r ir g a ng ve r k .

Ú t ge fa ndi : Ve r kís Á by r gðar maður : Si g u r la u g Þ o r s teinsd ó t tir s to @ ve r ki s .is H önn un og uppse tning : U mslag e h f P ren t un : Lit róf Ljósmy ndir : Ra f n Si g u r bjö r nsso n o g s ta r f sm e n n Ve r kís

Fjölmiðlu m er heimilt að n ota efni ú r blaðin u , í heild sin ni eða að hluta , að því tilskild u að heimilda r sé g etið.

2  Ga n g ve r k vo r 2 0 10

Ver kís Á r m ú l a 4 | 10 8 R e y k j a v í k S u ð u r l a n d s b r a u t 4 | 10 8 R e y k j a v í k A u s t u r v e g i 10 | 8 0 0 S e l f o s s H a f n a r s t r æ t i 1 | 4 0 0 Ís a f j ö r ð u r K a u p v a n g i 3 b | 70 0 E g i l s s t a ð i r B j a r n a r b r a u t 8 | 310 B o r g a r n e s A u s t u r s í ð u 2 | 6 03 A k u r e y r i St i l l h o l t 16 | 3 0 0 A k r a n e s

Hjá Verkís er lögð rík áhersla á öryggi, hvort heldur sem er á starfs­ stöðvum eða verkstað. Verkís býður viðskiptavinum sínum víðtæka ráðgjöf í öryggismálum og hefur viðurkenningu frá Vinnueftirlitinu sem ráðgjafi og þjónustuaðili á sviði öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum. Hjá Verkís eru neyðarviðbrögð æfð reglulega og þá gjarnan í samstarfi við slökkvi­l ið. Þessi mynd var tekin á rýmingaræfingu á Suðurlandsbraut 4 í haust. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mætti með körfubíl, dælubíl og sjúkrabíla. Starfsmenn brugðust vel við og voru flestir komnir út eftir fjórar mínútur. Eftir 14 mínútur voru reykkafarar búnir að bjarga síðustu einstaklingunum úr húsi en þeir höfðu verið á fundi á áttundu hæðinni og að auki þurfti að bjarga einum „fótbrotnum“ sérstaklega. 

Ga n g ve r k vo r 2 0 10  3


í sniðum og snérust um að kanna viðhorf starfsmanna til upplýsingaflæðis annars vegar og stjórnunar fyrirtækisins hins vegar eftir sam­e ininguna auk þess sem þátttakendur voru beðnir um ábendingar um hvað mætti betur fara. Stefnt er að því að gera fleiri kannanir á næstunni.

Fyrirtækjamenning og starfsandi í sameiningarferli Sameining fyrirtækja er viðamikið og vandasamt ferli. Ein stærsta áskorunin í slíkri sameiningu er það sem snýr að mannauðnum eða starfsmönnunum sjálfum.

Sterk fyrirtækjamenning er lykil­ árangurs­þ áttur Innan hvers fyrirtækis verður til ákveðin fyrirtækjamenning sem byggir á sameiginlegri reynslu einstaklinga og til verða óskrifaðar reglur um hefðir og venjur í sam­s kiptum. Menningin þróast í tímans rás með starfsfólkinu og í gegnum stjórnunar­h ættina og því er oft erfitt að breyta henni. Við sameiningu fyrirtækja er óhjákvæmi­ legt að fyrirtækjamenningin breytist þar sem mismunandi hefðir og venjur eru að blandast saman og þurfa að aðlagast nýju umhverfi. Af þeim sökum er nauðsynlegt að vinna mark­v isst að upp­b yggingu nýrra hefða fyrir sam­ einað fyrirtæki. Sterk fyrirtækja­ menning er ein af lykil­f orsendum í vel­ gengni fyrirtækja en rannsóknir sýna að afköst starfsfólks aukast og fólk er lík­l egra til að vinna lengur fyrir fyrir­ tæki þar sem því líður vel og góð samskipti eru ríkjandi milli starfsfólks. Verkefni í brey tingaferli Við upphaf sameiningarferlis Verkís voru sálfræðingar fengnir til að að­ stoða við þær breytingar sem voru fram­u ndan. Haldnar voru vinnu­s tofur fyrir alla starfsmenn sameinaðs fyrir­ tækis í Reykjavík sem báru yfir­ skriftirnar „Lagt af stað í breytinga­ ferli“ og „Tækifærin í breytinga­f erlinu“. Markmiðið með þessu var að undirbúa starfsfólk fyrir komandi breytingar og leggja grunn að góðum anda á vinnustaðnum. Fjallað var meðal annars um 4  Ga ng ve r k vo r 2 0 10

dæmigerð viðbrögð við breytingum, jákvæðar og neikvæðar hliðar, sam­ skiptin, tækifærin sem felast í breytingum og hvernig hægt væri að móta góðan liðsanda. Einnig var haldin sérstök vinnustofa fyrir stjórn­e ndur þar sem tekið var á ýmsum málum er varða breytinga­ stjórnun. Þeim var meðal annars leiðbeint með hvernig hægt væri að bregðast við þegar erfiðleikar koma upp, um mikilvægi góðrar og sam­s tilltrar stjórnunar í sam­ einingar­­f erli og áherslur í stefnu­­m ótun nýs fyrirtækis. Til að sam­r æma verkferla og vinnulag voru stofnaðir vinnu­h ópar til að skoða þá ferla sem til voru hjá gömlu fyrirtækjunum og koma með tillögur að nýju skipulagi fyrir sameinað fyrirtæki. Einnig var settur á stofn breytingastjórnunar­ hópur sem fylgdist með breytinga­ ferlinu í heild sinni og gaf upplýsingar um málefni sem tengdust sam­þ ættingu fyrirtækjanna. Mikilvægt er að fylgjast með líðan starfs­m anna og viðhorfi þeirra til fyrirtækisins í breytingaferli sem þessu. Á tímabilinu nóvember 2008 til nóvember 2009 voru gerðar þrjár viðhorfskannanir á meðal starfsfólks. Fyrir sameininguna var gerð viðamikil könnun þar sem starfsmenn svöruðu út frá sínu gamla fyrirtæki en þar var m.a. spurt um líðan og starfs­á nægju, vinnu­a ðstöðu, stjórnun, upplýsinga­f læði og viðhorf til sam­e iningarinnar sem var fram­ undan. Hinar kannanirnar voru smærri

Að kynnast nýju samstar fsfólki Þar sem Verkís er orðinn mjög fjölmennur vinnustaður og starfsstöðvar dreifðar er mikilvægt að hafa markvissar uppákomur til að þjappa starfs­f ólki saman og gefa því tækifæri til að kynnast betur. Í þeim tilgangi var meðal annars ákveðið að vera með „súkkulaðikaffi“ en þá buðu svið fyrirtækisins í Reykjavík, öðrum samstarfsmönnum í heimsókn. Fyrir uppákomuna voru gestgjafarnir búnir að skreyta vinnuaðstöðu sína með verkefnum sem þeir voru að vinna að sem og ýmsu sem tengdist áhugamálum þeirra. Tilgangurinn með uppákomunni var að starfsmenn fengju ástæðu til að fara og heimsækja samstarfsmenn á öðrum sviðum, en það hefur sýnt sig að í stærri fyrirtækjum fer fólk síður á milli starfsstöðva nema að eiga sérstakt erindi. Með þessu var kominn grundvöllur fyrir líflegar samræður og samskipti gegnum verkefni eða sameiginleg áhugamál. Starfsfólk lagði mikinn metnað í undirbúninginn og sást greinilega að fólk situr ekki auðum höndum heima fyrir. Tækifæri gafst til að sjá nýjar hliðar á samstarfsfélögum um leið og þeir fengu að láta ljós sitt skína á óvæntum og áður óþekktum sviðum.

Einhverjir sýndu snilli sína í að baka vöfflur og pönnukökur fyrir gesti, lifandi tónlist hljómaði víða og á einum stað sást starfsmaður í skota­ pilsi spila á sekkjapípu.

Verkís“ og „Hávaðaseggur Verkís“. Súkkulaðikaffið heppnaðist vel í alla staði og það verður vonandi hægt að gera þetta aftur seinna. Starfsmannafélag Verkís, Starvís, hefur staðið fyrir ýmsum uppá­k omum eins og árs­h átíð, jólahlaðborði, þorra­b lóti, spurninga­k eppni, leik­h úsferðum og fleiru skemmtilegu til að gefa fólki tækifæri til að hittast utan vinnu og kynnast betur. Jafnframt hafa starfsmenn stofnað ýmsa hópa um sameiginleg áhugamál eins og golf, gönguferðir, dans og fleira. Sviðin og deildirnar hafa einnig gert ýmislegt saman, m.a. farið í vettvangsferðir, sjósund, keilu og margt fleira.

Elín Greta Stefánsdót tir starfsmannastjóri egs@verkis.is

Að ný ta tækifærin í brey tingum Samruni fyrirtækjanna hafði miklar breytingar í för með sér fyrir starfs­ fólkið; nýtt skipurit og stjórn­s kipulag, oft nýr yfir­m aður, nýtt sam­ starfs­f ólk, ný vinnu­ aðstaða og fjöl­m argir skiptu um starfsstöð. Breytingar geta oft verið erfiðar og haft áhrif á starfsandann en það er mikil­ vægt að horfa á þau tækifæri sem breytingarnar fela í sér, eins og að hugsa skipulag og ferla upp á nýtt til að bæta starfsemina. Mörg verkefni eru enn eftir í ferlinu við að móta nýtt fyrirtæki með góða fyrirtækjamenningu en það hefst með sam­h entum hópi starfsmanna sem sjá tækifærin sem felast í breytingunum. 

Málverk, útsaumur, prjónaskapur, ljósmyndir og fleira var hengt upp um alla veggi og einnig fékk fólk að spreyta sig í keppni um titla eins og „Vind­b elgur

D r. A r n ó r Þ ó r ir Si g f ússo n , d eilda r s tjó r i u m hver f isdeilda r, na m d ý ra f ræ ði o g sek k ja píp uleik í Skotla n di . Ha n n tó k á m ó ti ges t u m u m hve r f isdeilda r í f ullu m sk r úða .

Ga n g veGa n g ve r k vo r 2 0 10  5


Björgunarstarf á Haíti Kári Steinar Karlsson er byggingarverkfræðingur á Jarðvarma- og veitusviði Verkís og meðlimur í alþjóðlegu björgunarsveitinni sem tók þátt í björgunaraðgerðum á Haíti í janúar síðastliðnum. Kári Steinar var í hópnum sem fór utan og segir hér frá atburðarásinni. Útkall Þann 12. janúar klukkan 16:53 að staðartíma varð jarð­s kjálfti á Haíti upp á 7,0 stig á Richter. Þá er klukkan 21:53 á Íslandi. Í framhaldinu fór tilkynning á net Sameinuðu þjóðanna og skömmu síðar var ICE-SAR, íslenska alþjóðasveitin, sett á vöktun. Ég fékk fyrsta SMS-ið frá 112 klukkan 22:55. Þar stóð: “>IA>Utkall-F3 Graenn>Voktunarstig. IA er komin á monitoring vegna jardskjalfta upp á 7,3 a Haiti.” Hópstjórinn minn hefur samband og spyr mig hvort ég sé klár að fara, en verið var að raða saman hópi sem var reiðu­ búinn. Í útkallshópnum eru þau sem eru búin að fara í læknisskoðun og fá bólusetningar til viðbótar við hefð­b undnu þjálfunina. Ég segist vera klár að fara. Ég hafði þó frekar litla trú á að við yrðum send svona langt en hef mig aðeins til og fer svo að leggja mig. Klukkan 1:42

koma næstu boð. Sveitin er komin í viðbragðsstöðu og undirbúningur settur af stað. Stjórnendur sveitarinnar og utanríkisráðuneytið höfðu verið að útvega flutning fyrir sveitina, afla meiri upplýsinga og finna fulltrúa yfirvalda á Haíti til að bjóða fram aðstoð okkar. Til Keflaví kur Minn hópur fór strax til Keflavíkur til að safna saman búnaði. Auk sveitarinnar sem var á förum var kallaður út hópur af fólki til að­ stoðar við undirbúning. Það þurfti meðal annars að senda fólk út í búð að kaupa ferskan mat til ferðarinnar til að auka fjölbreytni og annar hópur lét opna fyrir sig verslun til að sækja birgðir af vinnu­h önskum, öryggisgleraugum og eyrnatöppum. Sjálfur var ég í búðahópi og okkar hlutverk var meðal annars að taka á móti öllum búnaði, skrá hann inn, vigta og útbúa pakkseðla. Að því loknu fengum við tollayfirvöld til

að innsigla allt ef við þyrftum að millilenda annars staðar og fara í gegnum tollskoðun. Við tókum með okkur um það bil 7 tonn af búnaði og mat og 6-7 tonn af vatni. Þegar allt var að verða tilbúið hjá okkur og megnið af búnaðnum komið á farangursvagnana verður það ljóst að við vorum að fara. Það náðist í ræðismann Haíti á Flórída og hann þáði aðstoð okkar með þökkum. Þá er klukkan 6:26.

í skjálftanum. Klukkan 15:45 að staðartíma lendum við í Port Au Prince (20:45 ísl. tími). Það er innan við sólarhringur frá skjálftanum og við erum fyrsta sveitin sem kemur á staðinn. Okkur eru útvegaðir vöru­ bílar til að flytja vistir og eftir að hafa afhlaðið vélina leggjum við af stað til að hafa samband við fulltrúa almannavarna og leita að búða­ stæði. Þá var klukkan orðin átta, en um sex leytið byrjar að rökkva á Haíti, og því þurftum við að keyra í gegnum bæinn í svartamyrkri. Það var rafmagnslaust og því engin götulýsing. Ökuferðin endaði á

Næstu dagar voru svipaðir. Rústa­ hóparnir unnu á meðan bjart var, en

Haldið af stað Um klukkan 10:30 fórum við í loftið og þar sem fæstir höfðu sofið um nóttina var reynt að nýta flugtímann í svefn. Eftir stutt eldsneytis­s topp í Boston var flogið áfram til Haíti. Ekki náðist samband við flug­ völlinn í Port Au Prince og við því ekki með lendingaleyfi. Á leiðinni fengum við þó leyfi til að fljúga yfir og lenda, en það leyfi fékkst án sambands við flugvöllinn. Síðar kom í ljós að flugturninn hafði hrunið

Lítið sof ið Síðasta daginn, þann 19. janúar, fórum við að Hotel Montana, þar sem starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna höfðu haft aðstöðu. Þá voru orðnar litlar Kári Steinar líkur á að finna fólk á Karlsson lífi í rústunum en við byggingarverk­ tókum að okkur að fræðingur ksk@verkis.is bjarga líkum ef hægt væri. Nánast öll sveitin tók þátt í þessu verkefni en einungis tveir urðu eftir í búðunum. Við hótelið var mikil öryggisgæsla og því hægt að vinna til kl. 2 um nóttina. Það voru því þreyttir björgunarmenn sem fóru að sofa seint síðustu nóttina á Haíti. Síðasta morguninn vöknuðu flestir klukkan 6:03 við öflugasta eftirskjálftann sem hafði komið, 5,9 stig. Eftir það var þýðingarlaust að ætla að sofa svo það var stuttur svefn síðustu nóttina. Tíminn sem við höfðum til að pakka var rúmur, sérstak­l ega þar sem búið var að gefa stóru tjöldin og þann búnað sem var nauðsynlegur til að reka stjórnstöð þarna áfram. Einnig skildum við eftir allt það vatn og allan þann mat sem eftir var. Vélin sem flutti

Ég fékk fyrsta SMS-ið frá 112 klukkan 22:55. Þar stóð: “>IA>Utkall-F3 Graenn> Voktunarstig. IA er komin á monitoring vegna jardskjalfta upp á 7,3 a Haiti.”

íþrótta­v elli sem fullur var af fólki. Vegna fólksfjöldans er hann ekki álitinn tryggur staður fyrir búðir og því var ákveðið að halda aftur á flugvöllinn. Á leiðinni urðum við vitni af því þegar verið var að safna saman líkum með vöru­b ílum og hjólaskóflu. Fyrstu nóttina sofum við úti undir beru lofti í jaðri flugvallarins. Björgunarstar f ið og búðirnar Fyrsta morguninn finnum við stað, innan flugvallargirðingarinnar, fyrir búðirnar. Búðahópurinn fer að vinna við að koma þeim upp en rústa­ hópurinn fer í verkefni á markaði niðri í bæ. Eftir að búðirnar eru komnar upp förum við tveir úr búðahópnum með búnað sem vantaði til að aðstoða

6  Ga ng ve r k vo r 2 0 10

hina. Þegar við komum hafði hópnum tekist að bjarga tveimur konum út og var að reyna að staðsetja þriðja fórnarlambið sem heyrðist í. Það tókst að staðsetja konuna með leitarmyndavél og við náðum henni út. Aðstandendur hennar voru á svæðinu og urðu miklir fagnaðarfundir. Eftir klukkutíma aðhlynningu, m.a. vökvagjöf í æð, gat hún bjargað sér sjálf og gengið í burtu. Um klukkan 22:40 lauk svo að­g erðum við markaðinn og þá var haldið heim í búðir.

eftir myrkur var ekki hægt að tryggja öryggi allra og því var sjaldan unnið eftir myrkur. Veðrið var gott allan tímann. Yfir miðjan daginn var erfitt að vinna því þá lygndi og vindurinn sneri sér. Búðirnar stækkuðu og þegar flestir voru í þeim voru þar um 1200 manns. Við sáum um skipulag á heildarbúðunum og sáum stjórn­ endum SÞ fyrir aðstöðu á staðnum. Það kom til vegna þess að við vorum fyrstir á staðinn og tjöld SÞ höfðu ekki skilað sér. Við notuðum vatnsbúnaðinn sem við tókum með til að setja upp þvottavatn fyrir búðirnar og fengum slökkvi­b íl flugvallarins lánaðan reglulega til að fylla á.

okkur heim var heldur minni en sú sem flutti okkur út. Við skildum því heldur meira eftir en áætlað hafði verið fyrirfram. Áður en við hlóðum vélina okkar dóti affermdum við hana af hjálpargögnum frá Rauða krossinum. Loksins komumst við af stað og millilentum á Bahama-eyjum um kvöld­m atarleytið. Morguninn eftir flugum við svo með einni milli­ lendingu til Íslands þar sem haldin var móttökuathöfn fyrir okkur með aðstandendum, fjölmiðlum og utanríkisráðherra. 

Ga n g ve r k vo r 2 0 10  7


Altech

KAPS jarðgufustöðvar

sérfræðiráðgjöf í orkumálum með sérstaka áherslu á endurnýtanlega orkugjafa. Verkis Polska

Á árinu 2009 lauk Verkís verkefni sem RT hafði unnið að um skeið. Verkefnið fólst í að hanna stýribúnað fyrir skautgaffalsmælistöð sem Altech Norway framleiðir. Fyrirtækið, sem er að hluta til í eigu Norðmanna, hefur smíðað skautgaffalsmælistöðvar fyrir álver í Hollandi og Egyptalandi.

Norsk-íslenska fyrirtækið Green Energy AS áformar fjöldaframleiðslu á færanlegum 2,5 og 5 MW jarðgufustöðvum. Stöðvarnar verða framleiddar á Indlandi en þar fer einnig fram deilihönnun. Verkís hefur gert rammasamning við Green Energy AS um ráðgjöf vegna þessara stöðva. Samkvæmt samningnum annast Verkís kerfishönnun ýmissa hluta stöðvanna ásamt rýni á deilihönnun og veitir aðra ráðgjöf sem um verður samið á grundvelli rammasamningsins. Ráðgert er að fyrsta stöðin verði sett upp í Kenya síðar á þessu ári.

veitir ráðgjöf í tengslum við orkuflutning. GeoThermHydro er verkfræðifyrirtæki starfrækt í Chile. GeoThermHydro er í eigu Verkís, Mannvits og Ísor og veitir ráðgjöf um endurnýjanlega orku. En að auki hefur Verkís sinnt verkefnum um allan heim. Erlendu verkefnin tengjast flest endurnýjanlegri orku, hvort heldur sem er jarðvarma eða vatnsafli. Reynsla og þekking Verkís á sviði endurnýjanlegrar orku er yfirgripsmikil og óhætt að segja að hún sé með því besta sem gerist í heiminum í dag.

Kína

Pólland , Uniejów

Verkís hefur haldið áfram vinnu fyrir Enex Kína, sem áður var hjá Fjarhitun. Verkefnið hefur einkum verið frumhönnun hitaveitu í borginni Xian Yang í Norðaustur Kína. Einnig hefur Verkís farið yfir deilihönnun sem kínverskar verkfræðistofur hafa unnið og komið að framkvæmdaeftirliti og gangsetningu. Á síðasta ári fóru tveir starfsmenn Jarðvarmaog veitusviðs, Kolbeinn Björgvinsson og Þorleikur Jóhannesson, til Kína vegna þessa verkefnis.

Í Uniejów er talsvert af jarðhita sem nýttur hefur verið í hitaveitu. Áhugi er á að nýta hann einnig til rafmagnsframleiðslu og tók Verkís að sér að kanna hagkvæmni þess.

Djibouti Samkvæmt samkomulagi við ríkisstjórnina í Djibouti, sem er á austurströnd Afríku, hefur REI unnið að undirbúningi jarðhitavirkjunar á Assal Rift svæðinu. Verkís hefur annast ráðgjöf við vegagerð og undirbúning fyrir borun, svo sem holutoppa og kælisjávarveitu.

Verkís hefur gert forathugun á hitaveitu í 8.000 manna skíðabæ í Kalíforníu. Staðurinn heitir Mammoth Lakes og er um 420 km norður af Los Angeles í Sierra-fjöllunum og er miðbærinn í um 2.500 m hæð yfir sjávarmáli. Þó nokkur sýnilegur jarðhiti er á þessum slóðum og er ætlunin að vinna varma úr borholum. Í útjaðri bæjarins er starfrækt 40 MW rafstöð sem nýtir jarðhita með svonefndri tvívökva tækni og hefur komið til skoðunar að nýta afgangsvarma frá þeirri stöð að hluta til vegna hitaveitunnar.

Tyrkland, Tuzla Landsvirkjun Power tók að sér að aðstoða tyrkneskt fyrirtæki við að koma upp 7,5 MW tvívökva (Binary) rafstöð í Tuzla sem er í nánd við borgina Canakkale við Dardanellasund skammt frá hinni fornu borg Tróju. Verkís annaðist ýmsa ráðgjöf við verkefnið, einkum varðandi staðsetningu rafstöðvar, safnæðar fyrir jarðhitavökva, tengingu við borholur og stýrikerfi.

Indónesía Á miðju ári 2009 bauð Verkís ásamt Mannviti og þýska fyrirtækinu Fichtner í ráðgjafarvinnu fyrir stjórnvöld í Indónesíu um lagaramma fyrir nýtingu jarðhita, verðlagningu á virkjunarleyfum o.s.frv. Nýlega var tilkynnt að ákveðið hafi verið að semja við þennan hóp bjóðenda. Takist samningar mun Jónas Matthíasson fara til Indónesíu í vor og sumar og vinna að verkefninu í um tvo mánuði með þýskum og indónesískum lögfræðingum og hagfræðingum.

IFC GeoFund IFC (International Financial Corporation), sem er undirstofnun Alþjóðabankans, hefur ákveðið að styðja við jarðhitaþróun í Tyrklandi og víðar í gegnum sjóð sem nefndur er Geofund. Verkís tók að sér fyrir IFC að meta átta styrkumsóknir í Geofund. Samið var um þetta verkefni sem viðauka við verk sem Fjarhitun vann á árinu 2008 og fólst í almennri úttekt á möguleikum jarðhita í Tyrklandi og athugun á styrkhæfni nokkurra verkefna. Undirverktakar í því verkefni voru ÍSOR, VJI og tyrkneskt fyrirtæki, 3B-plan. Þrír starfsmenn Verkís fóru til Tyrklands vegna þessa verks: Óskar Pétur Einarsson, Sigþór Jóhannesson og Þorleikur Jóhannesson.

Karíbahaf, Gouadeloupe, Bouliante Á frönsku eyjunni Guadeloupe er 15 MW jarðgufuvirkjun sem kennd er við þorpið Bouillante. Virkjunin er í eigu franska fyrirtækisins CFG. Verkís tók að sér á árinu tvö verkefni við þessa virkjun. Annarsvegar úttekt á ástandi virkjunarinnar, bæði viðhaldi og rekstri, og hinsvegar hönnun niðurdælingarveitu. Jónas Matthíasson fór til Guadeloupe vegna þessa verks. 8  Ga ng ve r k vo r 2 0 10

Mammoth Lakes, Kalífornía

Verkís um allan heim

Í Póllandi eru tvö Verkísfyrirtæki starfrækt, Verkis Polska og Verkis Energia. Verkis Energia sinnir

Indland, Holi II

Karíbahaf, Dominíca

Slóvakía, Kosice

Snemma á árinu 2009 lauk Verkís við forathugun á 120 MW jarðgufuvirkjun á eyjunni Dóminicu (ekki Dóminíska lýðveldið) í Karíbahafi. Upphaflega tók Fjarhitun að sér þetta verkefni. Aðeins hluti af þeirri orku sem kemur frá virkjuninni yrði notaður á Dóminícu, en hugmyndin er að flytja orkuna um sæstrengi til frönsku eyjanna Martinique og Guadeloupe. Jónas Matthíasson fór til Dominícu vegna þessa verkefnis. Verkaupi í þessu verki var franska fyrirtækið CFG.

Í nágrenni næststærstu borgar Slóvakíu, Kosice í austurhluta landsins, hafa verið boraðar þrjár jarðhitaholur sem um 130°C heitt vatn fæst úr. Holurnar eru í eigu fyrirtækisins Kosice Geoterm sem er að mestu í eigu stærsta fyrirtækis Slóvakíu, gasfyrirtækisins SPP. Verkís tók að sér hagkvæmniathugun á að framleiða rafmagn úr heita vatninu sem fæst úr holunum og frumhanna slíka virkjun, 2 – 3 MW að stærð. Jónas Matthíasson og Sigþór Jóhannesson fóru til Slóvakíu vegna þessa verkefnis.

Verkís rýndi fyrirliggjandi hönnun á 7 MW virkjun í Himachal Pradesh á Indlandi og skilaði skýrslu þar sem gerð er grein fyrir helstu athugasemdum og gerðar tillögur að hagkvæmara virkjunarfyrirkomulagi. Verið er að ganga frá samningum um frekari þjónustu frá Verkís í framkvæmdafasa verksins og er þar einkum um að ræða aðstoð við innkaup á vél- og rafbúnaði ásamt rýni á hönnun byggingarvirkja. Deilihönnun virkjunarinnar mun að mestu leyti fara fram á Indlandi. Stöðvarhús virkjunarinnar verður í 2.030 m hæð og inntaksmannvirki í 2.350 m hæð. 

Ga n g ve r k vo r 2 0 10  9


Kárahnjúkavirkjunar lýkur Um síðustu áramót lauk ráðgjafarsamningi um Kárahnjúkavirkjun. Þetta er einn stærsti samningur sem Verkís og forverar þess hafa annast enda er Kárahnjúkavirkjun langstærsta vatnsaflsvirkjun hér á landi og ein af þeim stærri í Evrópu á seinni árum. Afl virkjunarinnar er 690 MW og orkuvinnslugeta um 4.600 GWh.

10  Ga n g ve r k vo r 2 0 10

flókin og spennandi tæknileg úrlausnarefni bæði í hönnun og framkvæmd. Má þar nefna gerð Kárahnjúkastíflu og yfirfalls hennar, sem myndar í flóðum aflmesta foss á Íslandi, flókna straumfræði við tengingu ganga frá Hálslóni og Ufsarlóni, sveiflujöfnun í aðrennslisgöngum og hönnun yfirfallsrennu og fossbrúnar fossins Hverfanda í Hafrahvammagljúfri. Fimm verkfræðifyrirtæki mynduðu ráðgjafahóp um hönnun Kárahnjúkavirkjunar árið 2000 og vann hópurinn að undirbúningi virkjunarinnar í eitt og hálft ár, áður en Landsvirkjun bauð út ráðgjöfina á Evrópska efnahagsvæðinu. Fyrirtækin

1962

1978

Fyrst er vikið að virkjun Jökulsár á Dal (Jöklu) við Kárahnjúka í erindi Sigurðar Thoroddsen, Vatnsafl Íslands, á ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands.

Niðurstaðan varð sú að virkja Jökulsá í Fljótsdal sérstaklega, en áfram stefnt að meiri eða minni tengslum á milli Jöklu og Jökulsár á Fjöllum. Rannsóknum lauk þegar Orkustofnun og Rarik gáfu út um þetta sex samstæðar virkjanaskýrslur.

1967-1974 Verkís gerir lauslegar áætlanir um virkjun við Kárahnjúka fyrir Orkustofnun. Skoðaðir voru möguleikar á að að virkja Jöklu og Jökulsá á Fjöllum sameiginlega með því að veita Jökulsá á Fjöllum austur í Jöklu ofan stíflu við Kárahnjúka.

8. áratugurinn

Áfangar í hönnuanarsögu Kárahnjúkavirkjunar

Með Kárahnjúkavirkjun er virkjað rennsli Jökulsár á Dal og Jökulsár í Fljótsdal í einu þrepi. Fallhæðin er um 600 m og lengd aðrennslisganga um 52 km. Miðlunin er að mestu fengin í Jöklu með Hálslóni sem myndað er með þremur stíflum, Kárahnjúkastíflu, Desjarárstíflu og Sauðárdals­ stíflu. Helstu einkenni virkjunarinnar eru löng aðrennslisgöng, mikil fallhæð, há og mikil stífla við Kárahnjúka og stöðvarhús og spennahellir sem eru neðan­ jarðar. Þó virkjunin sé um margt hefðbundin koma þar fyrir fjölmörg

Áhersla lögð á að skoða leiðir til að virkja Jökulsá á Fjöllum, Jöklu og Jökulsá í Fljótsdal sameiginlega. Ein hugmyndin var að virkja þær saman í risavirkjun frá miðlunarlónum á hálendinu niður í Lagarfljót. Tilhögun var í hálfkæringi kölluð LSD, (þ.e. Lang-Stærsti Draumurinn).

Virkjunin hefur notið jákvæðrar athygli í fagtímaritum og á ráðstefnum fyrir ýmis atriði sem þykja hafa tekist vel við hönnun og framkvæmd verksins. Kárahnjúkastíflan hlaut verðlaun á vegum alþjóðlegra samtaka um stórar stíflur ásamt fjórum öðrum sömu gerðar. Hún hlaut þau fyrir ýmis atriði í byggingu og hönnun og þykir hún merkilegt frumkvöðlaverk. Vegna tafa við borun ganga leit illa út um að ljúka mætti verkinu á tilsettum tíma. Þrátt fyrir þetta tókst að afhenda rafmagn frá virkjuninni og landsnetinu á umsömdum tíma í apríl 2007 með því að láta eina af sex vélum virkjunarinnar ganga þurra sem samfasavél. Það var Árni Benediktsson hjá

9. áratugurinn

Ráðgjafarsamningi

voru Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen, sem leiddi verkið, Rafteikning og Almenna verkfræðistofan, öll frá Íslandi, og Electrowatt frá Zürich og Harza frá Chicago. Í ráðgjafar­ú tboðinu bauð hópurinn í verkið og hreppti það með því að bjóða lægstu fjárhæðina auk þess að skora flest stig í samanburði fimm alþjóðlegra hópa sem buðu. Vinnan samkvæmt útboðinu hófst 1. júlí 2001 og henni lauk um síðustu áramót. Fyrri hlutinn, sem var útboðs­h önnun og útboðsgagnagerð, stóð í 20 mánuði en þá tók við síðari hlutinn sem var deilihönnun, gerð vinnuteikninga og aðstoð við útboð og framkvæmd verksins. Síðari hlutinn stóð í tæplega sjö ár. Full raforkuframleiðsla hófst haustið 2007 og hefur virkjunin gengið samfellt frá þeim tíma og framleiðir nú um 7% meiri orku en gert hafði verið ráð fyrir. Það stafar af góðri nýtni vélbúnaðar og lægri falltöpum en gert var ráð fyrir og því er áætluð arðsemi virkjunarinnar nokkru meiri en spár gerðu ráð fyrir. Leki undir stíflur er minni en áætlað var og allur búnaður virkjunarinnar hefur reynst vel. Hins vegar varð kostnaður 7% umfram áætlun.

Stefnt var að virkjun Jökulsár í Fljótsdal með gerð Fljótsdalsvirkjunar og verkhönnun hafin. Var frestað árið 1991 þegar Atlantal–hópurinn féll frá áformum um stóriðju á Keilisnesi. Aftur beindu menn sjónum að Jökulsá á Dal og Jökulsá á Fjöllum og Landsvirkjun fól Verkís að bera saman mögulegar virkjunarleiðir með hagkvæmri heildarnýtingu þessara miklu vatnsfalla norðan jökla.

1998 Niðurstaðan varð sú, að Jökla virkjuð ein sér með veitu austur í Fljótsdal, svonefnd Kárahnjúkavirkjun, væri heppilegur kostur. Skýrsla Verkís um frumhönnun Kárahnjúkavirkjunar fyrir Landsvirkjun gefin út og undirbúningi virkjunar haldið áfram.

Landsvirkjun sem stóð fyrir þessu og hefur fyrir það hlotið sérstaka viðurkenningu frá alþjóðasamtökum rafmagnsverkfræðinga og Verkfræðingafélagi Íslands. Vegna tafa við borun og frágang efsta hluta ganga dróst að fylla mætti þau af vatni. Var því gripið til þess ráðs að láta lekavatn sem seytlaði inn í göngin á miðri leið fylla neðsta hluta þeirra til þess að Viðar Ólafsson prófa mætti vélar virkjunarinnar með byggingarverk­ fullum þrýstingi. Með þessu sparaðist fræðingur tími við endanlegar prófanir með fullu vo@verkis.is vatnsrennsli og tókst þannig að skila fullri framleiðslu á réttum tíma haustið 2007. Fyrirtækin sem mynda ráðgjafahópinn hafa flest breyst nokkuð á þeim langa tíma sem liðinn er frá upp­ hafi samningsins. Þannig varð Verkís til við sam­e iningu Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen og Rafteikningar sem sam­e inuðust Fjarhitun, Fjölhönnun og RT. Electrowatt hafa við sameiningu orðið hluti af Pöyry sem er eitt af stærstu ráðgjafar­f yrirtækjum Evrópu; þá hefur Harza sam­e inast Montgomery Watson og orðið MWH sem er mjög stórt alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki. Almenna verkfræðistofan er eini aðilinn í hópnum sem hefur ekkert breyst frá upphafi samningsins. Að verki loknu má slá því föstu að vel hefur til tekist. Áætlanir um tíma og kostnað stóðust í megin­a triðum, reksturinn hefur gengið snurðulaust frá upphafi og virkjunin er tæknilega fullkomin í alla staði. Í baráttunni við hlýnun jarðar er það viðurkennt að græn orka skipti máli. Vegna þess hefur vegur vatnsaflsvirkjana aftur farið vaxandi alls staðar í heiminum og á vafalaust eftir að vaxa enn eftir því sem líður á öldina. Það má því búast við að framlag Íslendinga til baráttunnar gegn hlýnun og þekking þeirra í virkjun grænnar orku muni í framtíðinni njóta verðskuldaðrar viðurkenningar. 

2000 Tímamót urðu þegar áform um Fljótsdalsvirkjun með miðlun á Eyjabökkum voru lögð á hilluna en þess í stað ákveðið að byggja Kárahnjúkavirkjun með veitum af vatnasviði Jökulsár í Fljótsdal. KEJV, hópurinn undir forystu Verkís, var myndaður um framhald hönnunar og undirbúnings virkjunarinnar en samhliða unnið að umhverfismati.

2001 KEJV hópurinn hreppti í EES útboði samninginn um ráðgjafarþjónustu við gerð Kárahnjúkavirkjunar. Vinna hófst í júlí 2001 og lauk í árslok 2009.

Ga n g ve r k vo r 2 0 10  11


67°06’ N, 53°20’ V

Frá Sisimiut, öðrum fjölmennasta bæ Grænlands.

Verkís á Grænlandi

rofa­b únaði. Frá aflvélunum rennur vatnið um 170 m löng frárennslis­g öng út í fjörðinn. Fallhæð virkjunarinnar ræðst því að hluta til af stöðu sjávar í Anden fjord. Framan við að­k omu­ göngin í stöðina er 365 m² steinsteypt bygging þar sem er þjónustu­r ými stöðvar­i nnar ásamt full­k ominni dvalar­a ðstöðu fyrir um 10 manns. Um 26 km löng háspennulína liggur frá virkjuninni til Sisimiut en þar var reist tengivirki með tveimur spennum ásamt rofabúnaði.

Verkís hefur í samstarfi við Ístak þegar hannað tvær virkjanir á vesturströnd Grænlands og hefur nú verið falið að hanna þá þriðju. Í öllum tilfellum er um að ræða alverk, sem felur í sér að Ístak hefur yfirumsjón með hönnun, og annast byggingu, gangsetningu og rekstur í tiltekinn tíma áður en verkkaupi tekur við virkjuninni. Eigandi allra virkjananna er orkuveita Grænlands, fyrirtækið Nukissiorfiit (er þýða má á okkar ástkæra ylhýra sem „Þaðan sem orkan kemur”). Árið 2007 var lokið við virkjun í Qorlortorsuaq, í desember 2009 var tekin í notkun virkjun í Sisimiut og áætlað er að ljúka við Ilulissat virkjunina á haustdögum árið 2013. Helstu lykiltölur Sisimiut

Sisimiut 67°06’ N, 53°20’ V Sisimiut Vandkraftværk er 15 MW virkjun staðsett innst í firði sem á dönsku kallast Anden Fjord. Virkjunin er í um 60 km fjarlægð frá bænum Sisimiut (Holsteinsborg) á vesturströnd Grænlands. Að virkjun­ inni liggur enginn vegur og sjóleiðin er einungis fær á sumrin því fjörðinn leggur yfir vetrar­t ímann. Á veturna er fært þangað á snjósleða auk þess sem þyrlu­p allur er á staðnum. Sisimiut er annar fjöl­m ennasti bær Grænlands, með um 6.000 íbúa. Í Sisimiut er nyrsta höfn vesturstrandar Grænlands sem aldrei leggur, en bærinn liggur um 100 km norðan við heimskauts­b aug. Í nóvember 2009, sex mánuðum á undan upphaflegri áætlun, var bærinn í fyrsta sinn tengdur vistvænni orku, þ.e.a.s. frá vatnsaflsvirkjun en fram 12  Ga n g ve r k vo r 2 0 10

að því hafði öll orka fyrir bæinn verið framleidd með díselvélum.

Ga ng se t ning :

Desem ber 2009

U ppse t t a f l :

15 M W

H ve r f la r:

Um virkjunina Uppistöðulón virkjunarinnar er vatnið Tasersuaq (Miklavatn). Vatnið er um 43 km² að stærð með vatnsborð í 78,7 m y.s. Miðlun fæst með því að draga um allt að 8 m niður í vatninu þannig að hæsta vatnsstaða miðlunarlónsins, að frá­t aldri flóð­ vatnsstöðu, sé hin sama og náttúruleg staða vatnsins í dag. Vatnið er leitt um jarðgöng sem sprengd voru út í Tasersuaq neðan vatnsborðs. Þaðan rennur vatnið um inntaksloku, eftir um 4,6 km löngum að­r ennslis­ göngum að tveimur 7,5 MW Francis aflvélum í hæð 1,0 m y.s. í stöðvar­ húsi neðanjarðar. Við stöðvar­h ellinn, um 125 m inni í fjallinu, er hellir sem hýsir spenna virkjunarinnar ásamt

Fra n ci s

f jöldi : s tæ rð :

Verkís hannaði virkjunina að öllu leyti.

Ilulissat 69°28’ N, 50°17’ Nýjasta verkefni Verkís á Grænlandi er 22,5 MW vatnsaflsvirkjun, Ilulissat Vandkraftværk, í nágrenni bæjarins Ilulissat (Jakobshavn) á vesturströnd Grænlands við Diskoflóa nokkru sunnan 70. breiddargráðu. Ilulissat er þriðji fjölmennasti bærinn á Grænlandi með um 4.500 íbúa. Virkjunin mun anna allri raforku- og upphitunarþörf bæjarins sem til þessa hefur verið aflað með díselvélum og olíubrennslu. Ilulissat Vandkraftværk verður innar­

2

2 x 7,5 M W

h ö n n u na r re n nsli :

2 ×10,5m 3 /s

sn ú ning sh raði : Ra fala r:

500 sn /m

2 × 9,4M VA

10 kV

S e g ulm ö g n u n :

Sn er t ula us

Spe n na r:

2 ×13 M VA

63/10 kV

Teng iv ir ki , 3 rofa reitir: spe n na r:

63/10 kV 2 ×10/13 M VA

Á r le g f ra mleiðsla :

65 GW h

Ve r g fallhæð :

80 m

Vir k jað re n nsli :

10,4 m 3 /s

Tase r suaq u ppis töð uló n : Að re n nslisgö ng :

4 200 m 5,0 × 4,0 m = 17, 3 m 2

Þ r ýs ti gö ng :

43 k m 2 305 h m 3

Tase r suaq miðlu n :

400 m 5,0 ×5,0 m = 2 2 , 3 m 2

Sveif lugö ng :

250 m

Frá re n nslisgö ng :

Hönnun virkjunarinnar

Í því fólst m.a. hönnun jarð­g angna og til­h eyrandi styrkinga, byggingar­ virkja, burðar­þ ols, vél­b únaðar og lagna, há- og lágspennustýringa, öryggisbúnaðar og samskiptabúnaðar svo eitthvað sé nefnt. Verkís sá einnig um útboðs­g agna­g erð fyrir vél- og rafbúnað ásamt rýni og samræmingu á við­k omandi hönnun. Austurríska fyrirtækið Kössler var yfir­h önnuður aflvéla og rafala ásamt aukabúnaði, slóvenska fyrirtækið Montavar hannaði lokubúnað, ABB og Rafmiðlun deili­h önnuðu rafbúnað og Ísloft loftræsingu. Verkís hafði jafnframt yfirumsjón með prófunum á öllum raf- og vélbúnaði ásamt gangsetningu virkjunarinnar. Auk Verkís komu að hönnuninni Á stofunni arkitektar, Landark og Efla verkfræðistofa, sem hannaði háspennulínuna.

Ve r kí sm e n n v in na v ið að se tja í g a n g véla r na r í Si simiu t my n d ú r s töðva h úsi

lega í firði sem kallast Qinngua Avannarleq, um 45 km norðaustan við Ilulissat. Rétt eins og í Sisimiut er sjóleiðin einungis fær á sumrin svo notast er við snjósleða á veturna. Til stendur að gera þyrlupall á svæðinu.

Ægir Jóhannsson umhverfisog byggingar­ verk­f ræðingur aej@verkis.is

Um virkjunina Miðlunarlón virkjunarinnar verða tvö náttúruleg vötn með afrennsli af Grænlandsjökli , Sø 233 og Sø 187, en nöfnin vísa til hæðar þeirra yfir sjó. Miðlun fæst með því að draga allt að 27 m niður í Sø 187 og 46 m í Sø 233. Milli vatnanna verða grafin jarðgöng með lokuskúta. Inn­t ak virkjunar­ innar er við Sø 187, en skrið­j ökull gengur fram í vatnið og er hitastig þess nærri frostmarki. Þar verður vatnið leitt í jarðgöng sem sprengd verða út í vatnið neðan núverandi vatnsborðs. Þaðan mun vatnið renna um inntaksloku eftir 1,3 km löngum aðrennslisgöngum í þrjár 7,5 MW Francis aflvélar á lóðréttum ási í stöðvarhúsi neðanjarðar. Mannvirki Stöðvarhellirinn verður við sjávarmál um 374 m inni í fjalli. Aðliggjandi verður annar hellir fyrir aflspenna virkjunarinnar ásamt rofabúnaði. Frá aflvélunum fer vatnið um 1,8 km löng frárennslisgöng út í fjörðinn. Bakvatnshæð virkjunar­ innar ræðst því af sjávarföllum þar. Við aðkomugöngin í stöðina verður 370 m² steinsteypt bygging með þjónusturými stöðvarinnar ásamt fullkominni dvalaraðstöðu fyrir um 10 manns. Í fjöruborðinu verður lítil höfn ásamt hafnarbyggingu sem hýsir neyðarrafstöð virkjunarinnar ásamt farartækjum. Um 50 km löng háspennulína mun liggja frá virkjuninni til Ilulissat en þar verður tengivirki með tveimur aflspennum ásamt rofabúnaði. >>

170 m 4,0 ×5,0 m = 18 , 3 m 2

Frá re n nslissku rð u r:

125 m

Stöðva r h ellir:

28 ×10,6 ×24 m

Spe n na h ellir:

25,5× 9 ×7, 2 m

Ga n g ve r k vo r 2 0 10  13


69°28’ N, 50°17’ V Fyrsta vatnsaflsvirkjunin jarðar í sífrera

neðan ­

Á þessum slóðum nær sífreri tugi og jafnvel hundruð metra niður í jarðlögin. Má því segja að brotið verði blað í byggingarsögu vatnsaflsvirkjana neðanjarðar því þarna verði eftir því sem best er vitað í fyrsta sinn byggð slík virkjun neðanjarðar á sífrerasvæði. Leitast verður við að hafa mannvirki sem mest í þíð­f jalli. Hönnun á mörkum sífrera krefst sértækra verkfræðilegra lausna og hugsunar þar sem fyrir­k omulag ræðst m.a. af því að koma sem mestu af mannvirkjunum í þíðfjall. Verkís mun hanna virkjunina að nær öllu leyti. Í því felst m.a. hönnun neðanjarðar­v irkja og til­h eyrandi styrkinga, önnur bygginga­v irki, burðarþol, straum­f ræði, lokur og vélbúnaður, lagnir, há- og lág­s pennu­

búnaður, stýringar, öryggis­b únaður og samskiptabúnaður svo eitthvað sé nefnt. Verkís mun einnig sjá um útboðsgagnagerð fyrir vél- og rafbúnað ásamt rýni og samræmingu á viðkomandi hönnun. Auk Verkís munu koma að hönnuninni VA arkitektar, Landark og Efla verkfræðistofa, sem hannar háspennulínuna.

Helstu lykiltölur IIlulissat Ga ng se t ning :

(f y r s t a vél)

N óve m ber 2012

U ppse t t a f l : H ve r f la r:

2 2 ,5 M W Fra n cis á lóð ré t t u m ás

f jöldi :

3

s tæ rð :

3 ×7,5 M W

h ö n n u na r re n nsli :

3 ×5,0 m 3 /s

sn ú ning sh raði :

1 000 sn /m

Ra fala r:

3 × 9,4 M VA

spe n na :

10 kV

S e g ulm ö g n u n :

B u r s tala us

Framkvæmdir á svæðinu sem Ístak sér um munu hefjast um leið og ísa leysir á firðinum, væntanlega um miðjan maí 2010 ef spár standast. Áætlað er að fyrsta vél verði gangsett haustið 2012 og seinni tvær haustið þar á eftir.

Af lspe n na r:

3 ×10 M VA

spe n na :

63/10 kV

Verkís er vel í stakk búið að takast á við þetta verkefni eftir fyrri reynslu á Grænlandi og hlakkar hönnunar­ hópurinn til að fást við þetta áhuga­ verða verkefni. 

S ø 2 33 miðlu n (2 33 -18 6 m y. s) :

Te n g iv ir ki , 3 ro fa reitir: spe n na r:

63/10 kV 2 ×16/21 M VA

Á æ tlað m eðalren nsli í ló nin :

13,1 m 3 /s

Á r le g f ra mleiðsla :

65 GW h

Ve r g fallhæ ð :

18 6 m 15,0 m 3 /s

Vir k jað re n nsli :

S ø 187 miðlu n (18 6 -159 m y. s) : Að re n nslisgö ng :

54 Gl 65 Gl 1 300 m

4,0 × 4,5 m = 16, 3 Frá re n nslisgö ng :

m2

1 800 m 4,0 × 4,5 m = 16, 3 m 2

Að ko m ugö ng :

375 m 5,0 ×6,0 m = 27, 3 m 2

Veit ugö ng :

1 020 m 3,0 × 4,0 m = 11,0 m 2

Stöðva r h ellir: Spe n na h ellir:

„ Framkvæmdir á svæðinu munu hefjast um leið og ísa leysir á firðinum um miðjan maí 2010 ef spár standast ”

Engin diskókúla!

Háspe n n ulína (60 kV ) :

35×10,6 ×2 2 m

Ný hljóðmælitæki Á dögunum kom í hús viðbót í hljóðmælitækjasafn Verkís. Um er að ræða stefnulausan hljóðgjafa og titringsnema. Búnaðurinn er framleiddur hjá norsku fyrirtæki sem sérhæfir sig í mælibúnaði til hljóðmælinga en það er með því fremsta í heiminum á því sviði. Stefnulausir hljóðgjafar eru oftast notaðir við staðlaðar hljóðmælingar. Þannig er tryggt að hljóðmerkið frá mælibúnaðinum berist jafnt í allar áttir frá upptökunum og fellur því á alla fleti rýmisins sem mælt er í. Fyrir daga mælihugbúnaðar voru aðrar útfærslur á stefnulausum hljóð­ gjöfum notaðar, svo sem startbyssur eða jafnvel sprengdar blöðrur og bréfpokar. Þær aðferðir þekkjast þó enn og voru bréfpokasprengingar notaðar nýverið til hljómburðamælinga, fyrir fullu húsi, í tónleikasal í Danmörku sem vakti mikla kátínu áhorfenda.

Í góðri sveiflu Titringsnemar eru mikið notaðir við Halldór K . mælingar á titringi í vélbúnaði en einnig Júlíusson hljóðverk­ í rýmum, svo sem stjórnherbergjum og fræðingur vistarverum. Við titringsmælingar í hkj@verkis.is vistarverum er stærðargráða titrings metin á lágum tíðnum, gjarnan á tíðnibilinu 1 - 80 Hz. Þegar sveiflurnar eru yfir viðmiðunarmörkum geta þær auðveldlega kallað fram óþægindi hjá þeim sem í rýmunum dvelja. Titringur af þessu tagi er þó sjaldgæfur í byggingum hér en þekkist t.d. í skipum, virkjunum og þar sem lestarsamgöngur eru algengar.

28 ,5× 9 × 8 m 50 k m T it r in g sn e mi

Engin diskókúla! Stefnulausir hljóðgjafara eru gjarnan útfærðir sem tólfflötungs­ hátalarar. Þeir eru notaðir við mælingar á ómtíma og hljóðeinangrun en eru einnig notaðir þegar gerðar eru kröfuharðar mælingar á hljómburði sala. Með hátalaranum fylgir sérstakur magnari með innbyggðum hljóðgjafa og þráðlausri fjarstýringu sem er mikil hagræðing við hljóðeinangrunarmælingar. Hið sérstaka form á tólfflötungshátalaranum vekur gjarnan eftirtekt við mælingar og það er ekki ósjaldan sem heyrist „Hva, engin tónlist? -Þetta er engin smá diskókúla”.

Ævintýralegt mæliverkefni Eitt af fyrstu verkefnunum með nýjum búnaði var nokkuð sérstakt og umfangsmikið en það fólst í úttekt á hljóðvist í nýrri virkjun í Sisimiut á Grænlandi. Þar voru gerðar mælingar á hávaða, ómtíma og titringi í stöðvar­ húsi og starfsmanna­b yggingu ásamt titringsmælingum á rafölum. Öflug verkfærakista Með nýrri viðbót mælitækja er verk­ færakista Verkís orðin mjög öflug og gerir hljóðverkfræðingum stofunnar kleift að takast á við nær hvaða mæliverkefni sem er.

Halld ó r K . Júlíusso n o g d r. Stein d ó r G u ð m u n ds­s o n , hljóðve r k f ræ ðin g a r - e k ki m eð di skó k úlu .

Á f irðin u m u ta n v ið Iluliss a t . M y n din er tekin u m mið næ t ti á su ma r sóls töð u m 2009

14  Ga n g ve r k vo r 2 0 10

Ga n g ve r k vo r 2 0 10  15


ANDBLÆR:

Örþunnt loftræstikerfi fyrir byggingar Fræ ársins 2010 — Í nýlegri samkeppni, sem haldin var af Háskóla Reykjavíkur í samvinnu við Klak - Nýsköpunarmiðstöð Atvinnulífsins, Hugmyndahús háskólanna og Auði Capital, var verkefnið ANDBLÆR valið fræ ársins 2010. Fyrir verkefninu stendur Jóhannes Loftsson hjá Verkís ásamt bandarískum samstarfsaðila.

ANDBLÆR er byltingarkennd ný hönnun, þar sem tækni sem þróuð hefur verið fyrir kælingu tölvukerfa er yfirfærð yfir í loftræstikerfi fyrir byggingar. Þetta er alveg ný nálgun fyrir hönnun slíkra kerfa og mun gera kleift að smíða langþynnsta loftræstikerfi sem fyrirfinnst. ANDBLÆR verður allt að 10 sinnum þynnri en sambærilega öflug tæki á markaðinum. Búnaðurinn er einfaldur og afar samþjappaður í stærð sem mun gera hann mjög ódýran í framleiðslu. Að auki verður ANDBLÆR búinn öflugum varmaskipti. Þetta mun leiða til þess að mjög skammur endurborgunartími verður á vörunni fyrir kaupendur á svæðum þar sem orka er dýr (eins og t.d. á Norðurlöndum eða Ítalíu). Orkusparnaður ANDBL Æ S Vegna notkunar innilofts, upp­ söfnunar raka og óhreininda, eru ákveðin loftskipti nauðsyn­l eg í öllum byggingum. Einfaldasta leiðin til að lofta út er að opna glugga. Þrátt fyrir að öll hitaorkan í inniloftinu tapist við slíka útloftun þykir það ekki mikið tiltökumál hérlendis þar sem flestir búa við þann munað að hafa afar ódýra hitaorku. En í flestum öðrum löndum er hitunarkostnaður margfaldur á við það sem þekkist hér og allt er gert til að draga úr orkunotkun.

Varmaflæði

Kalt útiloft

Orkusparnaður ANDBLÆS fæst með því að útblásturloftið er leitt í gegnum varmaskipti sem endurnýtir > 80% af orkunni yfir í ferskt innblástursloftið. Þetta getur haft verulegan orkusparnað í för með sér og dregið úr orkuþörf húsa um 15-30% (eftir gerð húsnæðis). Varmaskiptirinn virkar í báðar áttir og því má einnig nota ANDBLÆ til að viðhalda loftkælingu í innilofti sem gerir 16  Ga n g ve r k vo r 2 0 10

ANDBLÆ tækni sem mun gefa forskot á markaði.

Helstu markaðir fyrir ANDBLÆ eru eldri byggingar, og þá sérstaklega eldri fjölbýlishús þar sem þau stóru og fyrirferðarmiklu kerfi sem til eru í dag henta alls ekki. Þessi markaður er lítið mettaður og í Danmörku er t.d. orkutap eldri fjölbýlishúsa vegna loftræstingar að jafnaði helmingi hærri en yngri bygginga [1] .

Þegar hafa verið byggðar frumgerðir af mikilvægustu mótorhlutum og hafa niðurstöður prófana verið afar jákvæðar. Samkvæmt þeim mun 4 cm þykkt tæki auðveldlega uppfylla loftskiptiskilyrði fyrir setustofu og 2 cm þykkt tæki mun nægja fyrir baðherbergi.

Þegar betur árar og nýbyggingum fjölgar mun markaðurinn fyrir ANDBLÆ vaxa enn frekar. Staða verkefnis Aðstandendur verkefnisins hafa mikla sérfræðiþekkingu á þessu sviði og hafa þegar tryggt sér fjölda einkaleyfa fyrir

búnaðinn að hagkvæmri fjárfestingu á suðlægum slóðum.

Endurborgun vegna orkusparnaðar Ísland - Reykjavík Ísland - dýrt svæði Danmörk Ítalía Bandaríkin

47 4 2 2,5 4

ár ár ár ár ár

Almennt um ANDBL Æ

Notkun loftræstikerfis eins og ANDBLÆS geta fylgt margir kostir. Hreinsun og rakastýring á innblásturslofti hefur marga heilsufarslega kosti. Líkur á lungnakrabbameini minnka vegna minni radon-mengunar og inniloft Yfir 80% varmaendurverður betra fyrir astma- og vinnsla í varmaskipti ofnæmissjúklinga. Íbúðin verður ávallt full af súrefnisríku og fersku lofti, sem gefur meiri starfsorku, eykur vellíðan íbúa og Þungt loft út hreinleika. Megineinkenni ANDBLÆS er að þetta verður afar nettur búnaður, 2-6 cm á þykkt. Það má hengja hann á vegg eða í loft án þess að mikið fari fyrir honum, innbyggja hann í vegg eða í loft án þess að hann sjáist eða jafnvel sambyggja hann við glugga­ rammakerfi. Í nokkrum tilfellum getur verið um að ræða afar hagkvæmar lausnir þar sem fjárfesting skilar hagnaði strax á fyrsta degi. Þetta á t.d. við þegar Andblæskerfi er nýtt til að lækka nauðsynlega lofthæð í nýjum byggingum,

Þessar niðurstöður hafa verið staðfestar af óháðum aðila. Næstu skref

Jóhannes Lof tsson byggingar- og efnaverk­ fræðingur jl@verkis.is

Nú er verið að leita að áhugasömum aðilum sem hafa áhuga á að fjárfesta í verkefninu. Þegar næg fjármögnun hefur verið tryggð verður fyrsta heildstæða frumgerðin byggð og prófuð. Í framhaldinu tekur við frekari vöruþróun, þar sem stefnt verður að sölu á Evrópumarkaði. Hugsanlega getur orðið úr þessu nýtt öflugt íslenskt fyrirtæki með einkarétt á sölu á einstakri vöru sem gæti orðið eftirsótt um allan heim. 

Orkusparnaðurinn af ANDBLÆ verður til þess að búnaðurinn getur verið fljótur að borga sig upp. Miðað við núverandi forsendur verður endurborgunartími ódýrustu uppsetningar eftirfarandi:

Orkusparnaður andblæs að vetrarlagi

Ferskt loft inn

komast hjá að nota niðurhengt loft eða notkun brunaloka sem fylgja jafnan miðlægu loftræstikerfi.

Ein kaley f is va r in f r u m ge rð v if t u (30 m m x 250 m m x 300 m m) m eð a f kas tage t u 66 lít ra r á sekú n d u

H eimildir: [1] B y o g B y g Doc u m a n ta tio n 057: Vu rd e r in g a f po te n tiale t fo r va r m ebesp a rel ser i ek si s teren d e boli ge r. (2004)

VERKÍS um allt land Verkís hefur starfrækt útibú víða um land allt frá árinu 1962 er útibú var stofnað á Akureyri. Í dag er Verkís með útibú á sex stöðum, dreift um landið, og á að auki hlutdeild í tveimur verkfræðistofum á landsbyggðinni. Með því móti er Verkís með markaðstengingu í öllum landshlutum. Þá hefur Verkís haft starfsmenn víða um landið til lengri eða skemmri tíma vegna stærri verkframkvæmda, s.s. virkjana, orkuvera, álvera og annarra verkefna. Ísafjörður Í útibúum Verkís eru alls um 40 starfsmenn sem eru menntaðir í helstu tæknigreinum. Starfsmenn þeirra eru yfirleitt heimamenn með fjölbreytta reynslu og þekkingu og veita almenna verkfræðiþjónustu en geta sótt styrk til úrvinnslu sérhæfðra verkefna frá Akranes höfuðstöðvum Verkís.

Útibúin veita almenna verkfræðiþjónustu s.s. á sviði burðarvirkja, lagna, vega,- gatna- og veitukerfa. Ennfremur við framkvæmdaeftirlit, ráðgjöf og verkefnastjórnun við undirbúning framkvæmda og ýmislegt fleira. Að auki hefur útibúið á Akureyri sérhæft sig í hönnun jarðgangna, vatnsúðakerfa og rafkerfa, einkum smáspennukerfa og háspennuvirkja. Þá hefur Akranesútibúið sérhæft sig í hönnun rafkerfa í steinsteypt einingahús.

Akureyri

Borgarnes

Reykjavík Selfoss

Markaðssvæði hvers útibús markast af staðsetningu þess og veitir þjónustu þar sem það er staðsett og í nærliggjandi byggðarlögum. Í nokkrum tilvikum eru verkefni einnig unnin í öðrum landsfjórðungum en útibúið er staðsett í, og fer það eftir sérþekkingu starfsmanna.

Viðskiptavinir útibúa Verkís koma af öllum sviðum þjóðlífsins, þ.e. einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og ríki. Verkefnin eru af öllum Egilsstaðir stærðum og gerðum, allt frá sumar- og íbúðahúsum til skóla-, sundlauga- og íþróttamannvirkja ásamt veitum, gatnagerð, vegagerð og jarðgöngum.

Útibú Verkís hafa ennfremur veitt heimamönnum aðstoð við ýmis sérverkefni, þar sem sérfræðingar Verkís hafa verið kallaðir til verka. Hér má nefna hljóðvist, lýsingarhönnun, stýringar, umhverfismál, umferðargreiningu og öryggismál, svo eitthvað sé nefnt. Ga n g ve r k vo r 2 0 10  17


Ljósgæði | Lífsgæði

Vatnsaflsvirkjun í Georgíu

Á haustdögum hélt Verkís málþing um lýsingarhönnun undir yfir­s kriftinni Ljósgæði | Lífsgæði. Málþingið höfðaði til fjölmargra hópa, svo sem áhugafólks um lýsingu, lýsingarhönnuða og arkitekta og einnig til þeirra er starfa við framkvæmdasýslu, hjá sveitarfélögum og innan heilbrigðisgeirans. Málþingið var haldið í Laugardalshöll þann 13. október 2009 og voru þátttakendur um 150. hann nokkur dæmi um vel hannaða lýsingu og hvernig hægt er að úfæra vel sjálfbæra lýsingarhönnun með hóp­v innu, þar sem allir ráðandi þættir eru teknir til greina.

Sjálfbærni Eitt af markmiðum málþingsins var að vekja athygli á sjálfbærni og því hvernig hönnuðir geta þróað verk sín í þá átt. Hér á landi hefur verið tekið skref í þessa átt með vottun bygginga, samkvæmt skil­g reiningum BREEAM- staðals um vist­v ænar byggingar, en Framkvæmda­s ýsla ríkisins hefur hafið inn­l eiðingu á honum í nokkrum byggingum. BREEAM staðlinum er ætlað að draga úr nei­k væðum umhverfis­­á hrifum bygginga. Í vist­v ænni hönnun þarf að taka sérstakt tillit til þriggja megin­ þátta; heilsu­f arslegra, fjárhags­ legra og um­h verfislegra. Leitað var til fyrir­l esara með erindi sem tækju sérstaklega á þessum þremur þáttum. Framúrskarandi f yrirlesarar Merete Madsen, lýsingararkitekt, PhD og ráðgjafi hjá Grontmij I Carl Bro í Danmörku. Fyrirlestur hennar tók á spurningunni; „Can the beauty of day­l ight be a sustain­­ able lighting strat­ egy?“ Þar fjallaði hún um dags­b irtu­h önnun Rósa Dög g Þ or steins­ og áhrif hennar á dót tir íverurými og hvernig lýsingahönnuður og innan­ rétt dagsbirtuhönnun hússarkitekt bygginga getur haft rdt@verkis.is mikið að segja um sjálfbærni þeirra. 18  Ga n g ve r k vo r 2 0 10

D r. Geo r ge C . B raina rd

Dr. George C. Brainard, PhD tauga­ læknir, prófessor í rannsóknum á ljósi við Thomas Jefferson University í Bandaríkjunum og ráð­g jafi NASA í heilsu geimfara. Dr. Brainard, eða Bud eins og hann vill láta kalla sig, fæst við rannsóknir á skynjun augans á ljósi og hvaða áhrif ljós hefur á heilsu og líðan manna. Erindi hans nefndist „The effects of light on human health and behaviour“. Kevan Shaw, BSc. PLDA, IALD, hönnunarstjóri, frá Kevan Shaw Lighting Design í Skotlandi. Fyrirlestur hans bar titilinn „Life cycle of a lighting installation“ en þar ræddi hann um líftíma lýsingarkerfis, allt frá framleiðslu til förgunar. Martin Lupton, formaður PLDA, Chair Lighting, frá BDP London. M artin fjallaði um mann­l ega þætti lýsingar­ hönnunar með erindinu „Putting people at heart of lighting / Designing through teamwork, conceptual integrity and sustainability“. Þar tók

Málþinginu var lokað með pallborðs­ umræðum sem Sigurður Gunnarsson, byggingarverkfræðingur hjá Almennu verkfræðistofunni, stýrði. Við pall­ borðið sátu, auk fyrir­l esara, Guðjón L. Sigurðsson fyrir hönd Verkís, Björn Guðbrandsson arkitekt og sér­f ræðingur á sviði sjálfbærni og Valdís Brá Þorsteinsdóttir vinnuvist­ fræðingur og formaður Vinnís. Ánæg ja með málþingið Mikil ánægja var með málþingið á meðal þátttakenda. Málþing eins og þetta verður þó ekki að veruleika nema með stuðningi margra, hvort sem það eru fyrirlesarar, þátt­ takendur í pallborði eða áhugasamir samstarfsmenn. Við viljum þakka öllum sem aðstoðuðu, með einum eða öðrum hætti, kærlega fyrir. 

43 MW af uppsettu afli og afkastar árlega um 245 GWh.

Í desember 2008 vann Verkís skýrslu um forathugun á 43 MW vatnsaflsvirkjun sem kennd er við ána Mtkvari, í Georgíu. Í kjölfarið fólu eigendurnir, georgíska fjár­ festingafélagið JSC Caucasus Energy and Infrastructure (CEI), Verkís að gera frumhönnunarskýrslu um virkjunina. Sú vinna stóð fram yfir mitt ár 2009 og lauk með útgáfu skýrslu í ágúst sama ár. Samtímis stóðu yfir jarð­f ræði­ rannsóknir á virkjunarsvæðinu sem georgíska ráðgjafa­ fyrirækið Geoengineering Ltd sá um. Út úr þeirri vinnu kom vegleg jarðfræðiskýrsla sem gefin var út í júní 2009.

Um 300 m löng jarðvegsstífla með þétti­k jarna verður byggð í árfar­v eginum rétt neðan við inn­t aksmannvirkið, en það mun innihalda hefðbundnar ristar Stefán og fals fyrir varalokur. Ánni verður Bjarnason veitt í gegnum 9,6 km löng skeifulaga byggingarverk­ aðrennslisgöng og verða þau 32 m² að fræðingur sb@verkis.is flatarmáli. Í neðri enda gangnanna munu göngin skiptast í tvennt og við taka um 20 m langar stálfóðringar sem veita vatninu að tveimur 21,5 MW Francis vélum stöðvarhússins. Neðanjarðar um 100 m ofan við stálfóðringarnar er gert ráð fyrir að verði um 90 m hár lóðréttur sveiflustrokkur og mun hann opnast í 1.025 m y.s. Frá vélunum rennur vatnið í sográs, í hæð 907,5 m y.s., og þaðan í 120 m löng, 32 m² skeifulaga frárennslisgöng sem svo opnast í 150 m langan frárennslisskurð. Þaðan rennur vatnið aftur í ár­f arveg Mtkvari. Tengivirkið er staðsett á eystri bakka frá­ rennslisskurðarins og fara 110 kV háspennulínur þaðan til bæjarins Akhaltsikhe, sem er í um 8 km fjarlægð.

Áin sem virkjuð verður hét áður Kura (á rússnesku) en kallast nú Mtkvari af heimamönnum. Hún á upptök sín í NA-Tyrklandi og rennur inn fyrir landamæri Georgíu í um 1.200 metrum yfir sjávarmáli. Hún rennur fyrst til norðvesturs inn í landið en sveigir síðar til austurs, gegnum Aserbaídsjan og til ósa í Kaspíahafi. Áin verður stífluð nokkuð ofan við bæin Akhaltsikhe en háspennulínur frá virkjuninni liggja einmitt þangað. Bærinn stendur ekki fjarri landamærum Tyrklands og Georgíu og hyggjast eigendurnir flytja rafmagnið að hluta til yfir landamærin og selja orkuna á Tyrklandsmarkaði. Samkomulag er milli ríkjanna tveggja um orkuflutning um nýtt 400-500 kV háspennukerfi sem er í byggingu.

Í kjölfar útgáfu frumhönnunarskýrslunnar skrifuðu Verkís og JSC Caucasus Energy and Infrastructure undir vilja­ yfirlýsingu um frekara samstarf í verkefninu. Um þessar mundir er unnið að því að skilgreina hlutverk Verkís nánar og er stefnt að undirritun samnings þess efnis á næstunni.

Stíflustæðið liggur nokkra kílómetra neðan við þorpið Rustavi, suðvestur af Akhaltsikhe. Gert er ráð fyrir að lónhæðin verði 1.012 m y.s. en frárennslismunni ganganna, nálægt bænum Sakuneti, opnast í u.þ.b. 900 m y.s. Virkjað rennsli er 55 m³/s, virkjuð fallhæð 102 m sem skilar

Hugarleikfimi Hvaða tala á að vera í síðasta þríhyrningnum?

2

6

7

7

8

6

6

2

5

3

4

6

2

5

3

Svarið er að finna á verkis.is Ga n g ve r k vo r 2 0 10  19



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.