Gangverk maí 2013

Page 1

FRÉTTABRÉF VERKÍS | MAÍ 2013

GANGVERK

Loftgæði • Vinnustaðaúttektir Gæði raforku • Rafsegulmengun Öryggishönnun • Hljóðvist Fasteignastjórnun • Viðhald Ástandsskoðun • Orkunýtni Brunavarnir 1 Gangverk | Verkís


2 Gangverk | VerkĂ­s


Fréttabréf Verkís hf. Maí, 2013

......................................................... Útgefandi: Verkís Ábyrgðamaður og uppsetning: Ingibjörg L. Diðriksdóttir Hönnun: Fíton Prentun: Pixel Ljósmyndir: Rafn Sigurbjörnsson og úr safni.

.............................................

Sveinn Ingi Ólafsson Framkvæmdastjóri sio@verkis.is

NÝR KAFLI Á dögunum sameinuðust Almenna verkfræðistofan og Verkís undir nafni Verkís og má því segja að nú hefjist nýr kafli í sögu fyrirtækisins en eftir sameininguna starfa hjá fyrirtækinu um 350 manns. Sameinað fyrirtæki er öflugra og hefur breiðari fagþekkingu en jafnframt verður sóknin á erlenda markaði öflugri. Samhliða sameiningunni var tekið upp nýtt skipulag í fyrirtækinu og eru markaðssviðin nú þrjú, Byggingar og umhverfi, Orka og Iðnaður. Skipulagið verður áfram markaðsdrifið en markaðssviðin stærri, öflugri og sjálfstæðari. Fleiri merkir viðburðir eru framundan en Verkís hyggst flytja alla starfsemi sína í Reykjavík undir eitt þak í Ofanleiti 2. Í haust verður flutt úr Fellsmúla 26 og Ármúla 4 en þar hefur starfsemin verið til húsa í yfir 40 ár. Það er mikið tilhlökkunarefni að komast á einn stað og staðsetningin í Ofanleitinu er í alla staði frábær. Staðan á verkfræðimarkaðnum á Íslandi mætti sannarlega vera betri en starfsemi Verkís hefur hins vegar vaxið mikið erlendis á undanförnum árum. Eftir sameininguna er einn fjórði af veltu fyrirtækisins tengdur starfsemi erlendis og þá mest í Noregi. Verkefnin eru fjölbreytt og við stefnum að enn frekari sókn á þann markað og höfum því opnað skrifstofu í Osló og norska heimasíðu. Í þessu blaði fjöllum við um viðhald fasteigna og fjölbreytt málefni tengd innivist. Við leggjum áherslu á mikilvægi þess að halda fasteignum við og hve mikilvægt það er að fólki líði vel í híbýlum sínum og á vinnustöðum. Í blaðinu er því efni sem bæði húseigendur og notendur ættu að kynna sér. Með hækkandi sól horfum við björtum augum fram á við til framtíðar í nýju húsnæði og erum þess fullviss að þessi nýi kafli í sögu Verkís verði sá besti hingað til.

Forsíðumynd: Úr safni.

......................................................... Fjölmiðlum er heimilt að nota efni úr blaðinu, í heild sinni eða að hluta, að því tilskildu að heimildar sé getið.

......................................................... VERKÍS Ármúla 4, 108 Reykjavík Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík Fellsmúla 26, 108 Reykjavík Austurvegi 10, 800 Selfoss Hafnarstræti 1, 400 Ísafjörður Kaupvangi 3b, 700 Egilsstaðir Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes Austursíðu 2, 603 Akureyyri Stillholti 16, 300 Akranes

EFNISYFIRLIT Sameinuð stöndum vér ....................................................................................... 4 Dulinn kostnaður slæmra loftgæða ................................................................ 6 Hvernig er andrúmsloftið í svefnherberginu þínu ..................................... 8 Vinnustaðaúttektir ................................................................................................ 10 Gæði raforku og bilanir í tækjum .................................................................... 12 Rafsegulmengun í umhverfi okkar .................................................................. 13 Hannað öryggi ........................................................................................................ 14 Góð hljóðvist - betri afköst ................................................................................ 16 Stjórnun og verðmæti fasteigna ...................................................................... 18 Hverju skipta gæði og tíðni viðhalds ............................................................. 20 Ástandsskoðun vegna fasteignaviðskipta .................................................... 23 Aukin orkunýtni bygginga .................................................................................. 24 Brunavarnir í atvinnuhúsnæði ........................................................................... 26 Brunavarnir heimila ............................................................................................... 27

3 Gangverk | Verkís


sameinuð stöndum vér ....................................

Hið sameinaða fyrirtæki verður eitt það öflugasta í verkfræðigeiranum á Íslandi.

Á vormánuðum tók sameining Verkís og Almennu verkfræðistofunnar undir nafni Verkís gildi og um leið var kynnt nýtt skipulag fyrirtækisins. Hið sameinaða fyrirtæki verður eitt það öflugasta í verkfræðigeiranum á Íslandi, en samruninn veitir einnig tækifæri til aukinnar sóknar á erlenda markaði. Sameiningin eykur faglega breidd og styrkir fagþekkingu stofunnar. Verkís stefnir á frekari sókn á erlenda markaði, einkum í nágrannalöndunum, en fyrirtækið hefur þegar talsverða reynslu af verkefnum víða um heim, mest á sviði orkumála. Stefnt er að því að breikka þjónustuframboð erlendis með því að bjóða upp á almenna verkfræðiþjónustu á Norðurlöndum en Almenna verkfræðistofan hefur unnið að mörgum verkefnum í Noregi undanfarin misseri. Samskipti og þjónusta við viðskiptavini verður ennfremur styrkt með fjölbreyttari lausnum og víðtækari ráðgjöf. Nýtt skipulag Við sameininguna tóku einnig gildi skipulagsbreytingar og eru nú starfandi þrjú markaðssvið: Byggingar og umhverfi, Orka

og Iðnaður. Breytingarnar munu fela í sér skilvirkari og betri þjónustu við viðskiptavini og einfaldara stjórnkerfi. Helgi Valdimarsson, áður framkvæmdastjóri Almennu, er nú sviðsstjóri hins nýja Bygginga- og umhverfissviðs, Páll R. Guðmundsson er sviðsstjóri Orkusviðs og Eggert V. Valmundsson er sviðsstjóri Iðnaðarsviðs. Nýtt húsnæði Í haust er annar stór áfangi en þá verða höfuðstöðvar fyrirtækisins fluttar í Ofanleiti 2 en stefnt er að því að öll starfsemin í Reykjavík verði flutt þangað innan skamms. Til að byrja með flytur starfsemin úr Ármúla 4 og Fellsmúla 26 í Ofanleitið en starfsemin að Suðurlandsbraut 4 innan nokkurra missera. Mikil ánægja er með staðsetninguna enda húsnæðið miðsvæðis og í góðum tengslum við almenningssamgöngur sem og stórar samgönguæðar. Sókn í Noregi Verkís sér fram á mikil tækifæri í Noregi og hyggst sækja á þann markað af enn meiri þunga en Almenna verkfræðistofan hefur þegar skapað sér sess þar undanfarin misseri.

4 Gangverk | Verkís


Verkís flytur höfuðstöðvar sínar í Ofanleiti 2 í haust

....................................

Eftir sameininguna mun 25% af veltu Verkís vera erlendis frá og stór hluti fyrir norska verkkaupa. Nýlega var opnuð stærri skrifstofa í Osló en einnig var opnuð heimasíða á norsku, verkis.no. Verkís hefur unnið fjölbreytt verkefni í Noregi að undanförnu og má þar nefna sem dæmi: • Endurnýjun lýsingu og hluta rafkerfa í tveimur 3800 m veggöngum í Osló. • Hönnun lokumannvirkis og loku fyrir veitugöng við vatnsaflsvirkjun. • Umsjón og eftirlit með byggingu skólphreinsistöðvar • Hönnun lagna- og loftræsikerfa í framhaldsskóla • Umsjón og eftirlit með framkvæmdum við vegagerð og ferjubryggju

Vertu með Á nótunum

Verkís nýtir fjölbreyttar samskiptaleiðir með það fyrir augum að halda tengslum við viðskiptavini og samstarfsaðila ásamt því að miðla gagnlegum upplýsingum og fréttum af daglegu lífi á stofunni. Facebook Verkís er að sjálfsögðu á Facebook (www.facebook.com/VerkisVerkfraedistofa) en þar miðlum við fréttum af starfinu og gefum smá innsýn í daglegt líf á stofunni. Við hvetjum lesendur til að smella á „líka við“ hnappinn á síðunni. Gangverk Gangverkið kemur ekki bara út á prenti heldur er það líka gefið út með rafrænum hætti á issuu.com/verkis. Hægt er að biðja um að fá blaðið sent rafrænt með því að láta okkur vita á kynningarmal@verkis.is. Gangverk kemur út að jafnaði einu sinni á ári og vonum við að sem flestir taki hið umhverfisvæna skref og þiggi blaðið rafrænt. Stutt fréttabréf Um það bil þrisvar sinnum á ári mun Verkís gefa út örstutt rafrænt fréttabréf með stuttum fréttum af verkefnum, fólki og viðburðum. Hægt er að biðja um að fá það sent með því að senda tölvupóst á kynningarmal@verkis.is.

5 Gangverk | Verkís


Dulinn kostnaður

slæmra loftgæða

....................................

Jóhannes Loftsson jl@verkis.is

Þegar haft er í huga að við borðum daglega um 1 kg af mat, drekkum 2 kg af vatni en öndum síðan að okkur allt að 20 kg af lofti, þá ætti ekki neinn að undra að loftgæði þess umhverfis sem við búum við hefur veruleg áhrif á lífsgæðin. Á undanförnum áratugum hefur ýmis loftmengun aukist og efnin í umhverfinu verða sífellt margbreytilegri. Á sama tíma hefur atferli okkar verið að breytast og nú eyðum við flest yfir 90% tíma okkar innandyra, því eru loftgæði innilofts afar þýðingamikil. Inniloftið er þó ekki alltaf heilnæmt og ýmis mengun innandyra er oft margföld á við útimengun. Loftgæði hafa áhrif á heilsufar og því er ein birtingarmynd inniloftsvandans aukning ýmissa heilsufarsvandamála á síðustu áratugum. Tíðni ofnæmis og asma hefur til dæmis margfaldast og má líklega rekja það að nokkru leyti til slælegs innilofts. Tíðni loftborinna smita sem og alvarlegri sjúkdóma eins og lungnakrabba má oft einnig rekja til slæms innilofts. Eins er algengt að fólk finni til ýmissa kvilla eins og þreytu, höfuðverks eða óþæginda í slímhúð, inni í ákveðnu húsi en þegar út er komið hverfa öll einkennin. Þetta kallast húsasótt og orsakast af samspili ýmissa umhverfisþátta í inniloftinu. Þegar tryggja á gott inniumhverfi og heilnæm loftgæði dugar því ekki að einblína á einn stakan umhverfisþátt, heldur ráðast gæði innivistar af samspili margra þátta. Þeir helstu eru loftskipti, hreinleiki lofts, raka- og hitastig, hljóð og lýsing. Við þekkjum öll hvernig ýmist ryk og óhreinindi

eiga til að safnast upp innandyra. Sumt má rekja til útimengunar, t.d. umferðarmengunar og frjókorna- eða öskufoks, en hluti loftagnanna er upprunninn innandyra. Rykagnir í lofti eru oft sérstaklega til ama fyrir þá sem eru veikir fyrir, eins og astma- og ofnæmissjúklinga, og þegar við bætist þurrt inniloft, eins og oft gerist á veturna, geta áhrifin magnast.

Rakastig (mygla) Hreinleiki

Hitastýring

(agnir, lykt) Inniumhverfi og loftgæði

Hljóð

Loftskipti

Lýsing

Loftgæði ráðast af samspili margra þátta

Inniloftsvandinn er tengdur byggingunni Hluti af orsökum slæms innilofts liggur líka í byggingunni sjálfri. Innlendar rannsóknir benda til þess að rakavandamál séu nokkuð algeng í íslenskum húsum1 en þau koma gjarnan upp þegar hús er of lekt, vegna vanrækslu í viðhaldi

6 Gangverk | Verkís


Dýrt fyrir atvinnurekendur Fyrir marga atvinnurekendur eru laun og launatengd gjöld stærsti útgjaldaliðurinn. Hjá fyrirtæki í skrifstofurekstri getur slíkur kostnaður verið um 90% af rekstrarkostnaði. Sérhver þáttur sem dregur úr afköstum starfsmanna getur því verið afgerandi fyrir afkomu fyrirtækisins. Þegar kostnaður tengdur innilofti fyrir atvinnurekandann er skoðaður kemur í ljós að þrátt fyrir að heilsufarsleg áhrif innilofts telji drúgt, þá felst oft mesti kostnaðurinn í minnkuðum afköstum starfsmanna. Slæm loftgæði eru oft lúmsk og algengt er að fólk finni fyrir einkennum án þess að tengja þau beint við áhrif innilofts á starfsgetu. Það verður erfiðara að halda einbeitingu, vinnan verður slitróttari og hlé verða lengri. Áhrifin leggjast mismunandi á fólk og eru háð eðli starfs, t.d. getur verið mjög erfitt að vinna starf sem krefst einbeitingar og skapandi hugsunar í slæmu innilofti meðan þeir sem vinna einfaldari innsláttarvinnu verða fyrir minni áhrifum. Eins þekkist að starfsmenn sem hafa mikla starfsorku eru síður viðkvæmir en aðrir, en allur gangur getur þó verið á því4. Einn algengasti inniloftsvandinn sem hefur mikil áhrif á afköst er ófullnægjandi hitastýring, en aðrir umhverfisþættir eins og ófullnægjandi loftræsting, vond lykt og léleg lýsing eru

Fjarvistir vegna smitsjúkdóma Verri heilsa starfsmanna með ofnæmi eða astma

Verri heilsa starfsmanna vegna húsasóttar

Minnkuð afköst starfsmanna

Dulinn kostnaður slæmra loftgæða

einnig dæmi um algenga orsakavalda. Ef tekið er dæmi um skrifstofu þar sem innihitinn er að jafnaði 28°C (í stað 21°C), þá myndu afköst starfsmanna minnka um 6%5. Með bættri loftræstingu og hitastýringu mætti laga þetta með það litlum tilkostnaði að endurborgunartíminn telur í mánuðum. Heildarkostnaður fyrirtækis við starfsmann

890 þús kr/mánuð

6% minni afköst við 28°C

53 þús kr/mánuð

Bætt loftræsing og hitastýring

250 þús kr

Endurborgunartími

5 mánuðir

Slæm loftgæði valda einbeitingarskorti, vinna verður slitróttari og hlé lengri.

....................................

eða byggingargalla, eða þegar hús er of þétt og ekki er loftað nægjanlega út. Sé vandamálið Rakastig viðvarandi fer mygla að láta á sér kræla og (mygla) inniloftið getur orðið óheilbrigt. eiki Ýmislegt annað eins og notkun byggingarefna, Hitastýring ykt) getur einnig skipt máli. Stórir glerfletir geta orsakað miklar hitasveiflur, þannig að meira Inniumhverfi þarf að leggja í hitastýringar. Mörg af þeim og loftgæði sem byrjað hefur verið að nota á plastefnum síðustu áratugum losa frá sér ýmis rokgjörn Hljóð pti efni sem geta haft áhrif á heilsu. Á sama tíma eru byggingar farnar að verða mun loftþéttari og því er mikilvægt að gæta þess að loftskipti Lýsing séu næg. Þegar kemur að loftræstingu í húsbyggingum á Íslandi hefur það sýnt sig að víða er pottur brotinn. Í skólum er loftræstingu víða af samspiliog þátta ráðast ábótavant, margra í ýmsum rannsóknum 2 & 3 hefur meðalstyrkur CO2 mælst að jafnaði tvöfalt hærri en krafist er í byggingarreglugerð. Í könnun frá 2009, þar sem gerð var úttekt á ástandi hita og loftræstikerfa í 35 byggingum víða um land, komu í ljós miklir misbrestir á því hvernig rekstri kerfanna var háttað og að þau væru oft ekki að virka sem skyldi6. Lýsing og hljóðvist skipta einnig verulegu máli fyrir inniumhverfið, t.d. getur slæm hljóðvist vegna suðs frá loftræstingu eða tækjabúnaði valdið truflun og vanlíðan í opnu vinnurými, á meðan rétt útfærð lýsing getur bætt vellíðan og afköst.

Til mikils að vinna Stærstur hluti verðmæta á Íslandi er bundinn í fasteignum. Miðað við þær innlendu rannsóknir sem hafa verið gerðar eigum við enn langt í land með að tryggja að inniloft verði viðunandi og því er ljóst að mikil tækifæri liggja í því að faglega sé staðið að hönnun og umsjón þessara eigna. Hjá Verkís starfar fjöldi sérfræðinga á öllum sviðum mannvirkjatækni og við leggjum metnað okkar í að veita víðtæka þjónustu til að hámarka verðgildi húsnæðis. Það verður best gert með því að tryggja heilnæma innivist og auka þannig lífsgæði þeirra sem í húsnæðinu dvelja. Heimildir: 1. Benedikt Jónsson og Björn Marteinsson. (1999) Viðhaldsþörf húsa á Íslandi. Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins. 2. Árni Davíðsson (2002). Loftgæði í skólum og leikskólum. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis. 3. Vanda Úlfrún Liv Hellsing. (2009) Indoor Air Quality in Junior high schools in Reykjavik. Meistararitgerð, Háskóli Íslands. 4. Fisk, W. J., (2001), Indoor Air Quality Handbook, p 4.1-4.36, McGraw-Hill 5. Seppänen,O., Fisk, W.J. og Lei, Q.H. (2006) Effect of Temperature on task performance in office environment. LBNL60946. Berkelay, CA: Lawerence Berkeley National Laboratory. 6. Kristján Ottósson, Guðmundur Halldórsson og fleiri (2010), Skýrsla um „skoðun á hita- og loftræstikerfum í 35 byggingum á landsvísu“, Lagnafréttir 37, tbl 1, árgangur 24

7 Gangverk | Verkís


Hvernig er

andrúmsloftið í svefnherberginu þínu? ....................................

Högni Hróarsson hh@verkis.is

Íslendingar eru að nokkru leyti meðvitaðir um hvernig loftræsingu á vinnustöðum þeirra er háttað og gera réttilega miklar kröfur til hennar. En eftir að vinnudegi lýkur fara allir til síns heima þar sem sjaldnast er vélrænt loftræsikerfi. Loftun heimila byggir nær eingöngu á opnanlegum gluggum auk lofttúða í baðherbergjum. Þessi loftun er í flestum tilfellum nægjanleg þar sem rúmmál íbúðarhúsnæðisins er oftast verulega meira á hvern einstakling heldur en á vinnustaðnum. En það á ekki við um svefnherbergin sem eru oftast tiltölulega lítil rými og þar dvelja íbúar 1/3 af sólarhringnum. Ef ekki eru gerðar ráðstafanir vegna loftmengunar í svefnherbergjum má telja víst að yfir nóttina dvelji margir í mest mengaða andrúmslofti sem þeir komast í tæri við þann sólarhringinn. Erlendar mælingar hafa ítrekað sýnt að loftræsing svefnherbergja er almennt ófullnægjandi. Þekkt er að ófullnægjandi loftræsing í vinnurými getur orsakað slen og höfuðverk og minnkað afköst og það sama á

við um illa loftræst svefnherbergi. Þú nærð ekki djúpum svefni og hvílist því ekki nóg. Þegar þú vaknar ertu lengi syfjaður, með höfuðverk og finnur til slens. Ófullnægjandi loftræsing getur líka orðið til þess að rakastig haldist hátt og þannig skapað kjöraðstæður fyrir vöxt myglu og rykmaura1. Það eru viðtekin sannindi að það er hollt að sofa við opinn glugga. Í Heilsufræði eftir Pálma Jósefsson frá 1962 segir: „Í svefnherbergjum er einkum mikilvægt, að loft sé hreint. Þú skalt því alltaf sofa við opinn glugga vetur og sumar, ef veður hamlar ekki. Ef þú ert til lengdar í slæmu lofti, er þér hætt við höfuðverk og annarri vanlíðan, og afköst þín við nám og vinnu minnka.“2 Florence Nightingale skrifaði 100 árum fyrr: „Always air your room, then, from the outside air, if possible. Windows are made to be open; doors are made to be shut.“3 En þó að við vitum þetta er staðreyndin sú að það geta verið margar ástæður fyrir því að það henti ekki að opna svefnherbergisgluggann.

8 Gangverk | Verkís


Magn CO2 (ppm)

• •

Ónæði frá hljóðum og ljósi innan úr húsinu. Viljum ekki fá börnin eða gæludýrin inn um miðjar nætur.

En hvernig er loftið inni hjá okkur á meðan við sofum? Mengun í svefnherbergjum stafar af nokkrum ólíkum þáttum: húsryki, rykmaurum, myglu, lífrænum leysiefnum úr byggingarefnum og efnum sem koma frá okkur sjálfum, til dæmis koltvísýringi, metani og ammóníaki. Þótt efnin sem líkaminn losar séu að jafnaði ekki beint hættuleg heilsu okkar hafa þau bein áhrif á líðan. Það fer að bera á ólykt, loftið verður þungt og staðið og við finnum fyrir þreytu og jafnvel höfuðverk ef ekki er loftað út4&5. Þar sem efnin sem koma frá mönnum eru mörg og áhrifin misjöfn eftir fólki er mjög erfitt að mæla hvenær mengunin er orðin óásættanleg. Rannsóknir hafa hinsvegar sýnt að ef loftræst er nægjanlega til að halda koltvísýringsmengun innan tilskilinna marka eru áhrif annarrar lífefnamengunar líka ásættanleg. Koltvísýringur er því tiltölulega góður mælikvarði á gæði innilofts í svefnherbergjum. Styrkur koltvísýrings er mældur í ppm og í fersku útilofti er styrkurinn að jafnaði um 380400 ppm6. Mesta leyfilega magn í innilofti samkvæmt byggingarreglugerð er 1.000 ppm7 og mengunarmörk eru 5.000 ppm8. Banvænn styrkur er hins vegar mun hærri eða um 100.000 ppm (30 mínútur). Auðvelt er að gera líkan af því hvernig koltvísýringur hleðst upp í svefnherbergi ef vitað er hversu mikil loftræsing er til staðar. Erfiðara er að gera líkan ef loftræsingin byggir á náttúrulegri loftun út um opinn glugga eða dyr. Til að fá mynd af því hvernig loftræsing er nauðsynleg fékk ég nokkra vini og vandamenn í lið með mér og mældi hvernig koltvísýringur safnaðist upp í svefnherbergjum þeirra við ýmsar aðstæður.

Lokaður gluggi Lokaðar dyr 2000

1500 Hámarksgildi skv. byggingarreglugerð 1000

500

Lokaður gluggi Opnar dyr

Opinn gluggi Lokaðar dyr

Grafið hér að ofan sýnir mælingu á koltvísýringi þar sem ein manneskja svaf. Mælt var yfir þrjár nætur og glugginn eða dyrnar ýmist höfð opin eða lokuð. Glöggt kemur fram að loftið verður mjög fljótt slæmt þegar allt er lokað. Koltvísýringurinn eykst stöðugt um nóttina og fer yfir 2.000 ppm undir morgun. Um leið og farið er á fætur og dyrnar opnaðar fram fellur styrkur koltvísýringsins hratt niður aftur. Þegar gluggi eða dyr voru opin hækkaði styrkur koltvísýrings hins vegar lítið og fór aldrei yfir 1.000 ppm.

08:00

07:00

06:00

05:00

04:00

03:00

02:00

01:00

0

Uppsöfnun á koltvísýringi (CO2) í 12m2 svefnherbergi með einni manneskju háð því hvernig loftræst er.

....................................

Til þess að bregðast við þessu má grípa til þess ráðs að hafa svefnherbergisdyrnar opnar til að auka það rúmmál lofts sem við höfum aðgang að yfir nóttina. Það er ekki jafn gott og opinn gluggi en skárra en algjörlega lokað herbergi. En aftur geta verið ástæður fyrir því að þetta ráð kemur ekki heldur að notum.

2500

00:00

• •

Vindur veldur trekk Snjór og regn berst inn Frjókorn, mengun og ryk berast inn Það verður of kalt og ofnarnir fara á fullt með tilheyrandi orkusóun Ónæði frá utanaðkomandi hávaða Flugur flækjast inn og trufla svefninn

23:00

• • • •

Margar heimildir sýna mun verri niðurstöður og í nýlegri danskri rannsókn á svefnherbergjum 500 barna kom fram að í 68% tilfella mældist styrkur koltvísýrings yfir 1.000 ppm, í 23% mældist hann yfir 2.000 ppm og í 6% mældist hann yfir 3.000 ppm9. Þetta sýnir að loftun svefnherbergisins er okkur öllum nauðsynleg. Hugsaðu til þess hve vel þú sefur í tjaldi. Auðvitað eru þar margir samspilandi þættir að verki en skyldi ferska loftið sem streymir stöðugt inn alla nóttina ekki vera stór áhrifavaldur? Ég mæli því sterklega með að þú gætir þess að loftræsing í svefnherberginu sé nægjanleg. Helst skaltu sofa við opinn glugga eða dyr. Ef hvorugt hentar er hægt að setja upp vélræna loftræsingu sem sér þér fyrir nægu fersku lofti yfir nóttina. Heimildir 1. Director: Martin W. Liddament. 2010. Bedroom Ventilation. Slóðin er: veetech.org.uk 2. Pálmi Jósefsson. 1962. Heilsufræði. Ríkisútgáfa námsbóka. 3. Florence Nightingale. 1859. Notes on nursing, what it is, and what it is not. New York. 4. N.Matson, M.H. Shermann. Why we ventilate our houses – a historical look. Lawrence Berkeley National Laboratory. Slóðin er: energy.lbl.gov/ie/pdf/pdf/LBNL-55107.pdf 5. Thad Godish Ph.D. Indoor environment Notebook. Ball State University. 6. Veðurstofa Íslands, Slóðin er: vedur.is/um-vi/frettir/nr/2250. 7. Byggingarreglugerð nr. 112/2012. 8. Reglugerð um mengunarmörk og aðgerðir til að draga úr mengun á vinnustöðum nr. 154/1999. 9. Gabriel Bekö, Torben Lund, Jörn Toftum, Geo Clausen. 2010. Ventilation rates in the bedrooms of 500 Danish children. DTU.

9 Gangverk | Verkís


vinnustaðaúttektir

....................................

Dóra Hjálmarsdóttir dh@verkis.is

Verkís hefur í allmörg ár boðið upp á vinnustaðaúttektir en í þeim felst úttekt á vinnuumhverfi m.t.t. öryggis og heilbrigðis. Meðal þess sem tekið er fyrir er inniumhverfi, búnaður, skipulag og hreinlæti, auk þess sem boðið er upp á mælingar á umhverfisþáttum. Þeir þættir í vinnuumhverfinu sem geta haft áhrif á heilsu, vellíðan og afköst starfsmanna eru skoðaðir markvisst. Úttektirnar geta verið misjafnar að umfangi eftir aðstæðum, þörfum og óskum viðskiptavinar. Einföld og ódýr útgáfa slíkra úttekta felur í sér skimun eða frumkönnun á áhættuþáttum í vinnuumhverfinu vegna krafna vinnuverndarlöggjafar um áhættumat starfa. Áhættumat starfa er hluti af forvarna- eða öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrirtækis sem á, skv. vinnuverndarlöggjöfinni, að vera til staðar í öllum fyrirtækjum, stórum sem smáum. Hagur vinnuveitanda af vinnustaðaúttekt er þó mun meiri en að uppfylla kvaðir laga og reglna. Þegar rétt er að verki staðið skilar fjárfesting í bættu vinnuumhverfi sér margfalt til baka í bættum afköstum og aukinni verðmætasköpun starfsmanna. Koma má í veg fyrir einkenni Tengja má mörg heilsufarsleg einkenni við það inniumhverfi sem fólk dvelur í. Rannsóknir hafa sýnt fram á1 að frammistaða starfmanna batnar með aukinni ánægju með inniloftið.

Þetta undirstrikar að það borgar sig að vera vakandi og bregðast fljótt við þegar bera fer á kvörtunum. Ofangreind skimun á vinnuumhverfinu er ódýrt fyrsta skref til að finna vandamál og leggja drög að lausn þeirra. Nýta má upplýsingar um þau einkenni sem starfsmenn finna fyrir til að meta hvaða umhverfisþættir eru að valda mestum vanda. Þær má leggja til grundvallar ákvörðun um ítarlegri úttektir sérfræðinga. Vinnuumhverfið tekið út Hefðbundin vinnustaðaúttekt Verkís hefst á skoðun sérfræðings á starfsstöðvum og yfirferð á helstu áhrifaþáttum í vinnuumhverfinu. Þessi skoðun er framkvæmd í samvinnu við fulltrúa öryggis- og heilbrigðismála fyrirtækisins og lykilstarfsmenn á viðkomandi vinnusvæðum. Farið er yfir úttektareyðublöð, þar sem á markvissan hátt eru teknar saman upplýsingar um stöðuna. Út frá þessum upplýsingum má greina hvort vandamál eru til staðar og mögulegar orsakir þeirra og leita leiða til úrlausna. Oft gera starfsmenn sér ekki ljósa grein fyrir tengslum vinnuaðstæðna og ýmissa vandamála sem upp koma. Því þarf að upplýsa starfsmenn um mögulegar orsakir og afleiðingar þannig að þeir geri sér betur grein fyrir aðstæðum og geti gripið til viðeigandi ráðstafana.

10 Gangverk | Verkís


Ryk og skítur

Þreyta

35%

Annað

Þurrkur

30%

Hljóðvist

20%

Hár hiti

15%

Þungleiki í höfði

5%

Óstöðugur hiti

0%

5%

Þurr húð

Eftir hreinsun loftræstistokka

Þurrt loft

Einbeitingarskortur

Þurr háls

sem vinnuálag, einelti eða annað sem getur valdið andlegu álagi og streitu. Ýmsar sértækar aðstæður eru einnig teknar út, svo sem vinnuaðstæður þungaðra kvenna eða kvenna með barn á brjósti. Sé einhver af ofangreindum þáttum ekki í lagi getur það leitt til vanlíðunar starfsmanna, minni afkasta og jafnvel fjarvista frá vinnu.

Óþægindi í augum Óþægindi í nefi

Niðurstöður mælinga í loftræstistokkum. Þegar stokkarnir voru hreinsaðir dró mikið úr einkennum vegna ónógra loftgæða2.

....................................

Ýmsar mælingar geta farið fram sem hluti af vinnustaðaúttekt, svo sem mælingar á loftaðstæðum í rýmum, á hita- og rakastigi, dragsúgi og CO2, auk mælinga á almennum lýsingarskilyrðum og hljóðstigi. Einnig má nefna lofthraðamælingar við innblástursog útsogsristar, mælingar á birtu, hljóðvist og hljóðstyrk, rafsviði og rafsegulsviði og stöðurafmagni og sýnatöku vegna mælinga á myglu. Auk ofangreindra þátta eru teknir út þeir þættir sem hafa áhrif á öryggi starfsmanna, svo sem aðgengi, frágangur búnaðar, frágangur véla og tækja, sem og notkun hættulegra efna. Þá eru sálfélagslegir þættir einnig skoðaðir, svo

Ógleði, svimi

0%

Hósti Fyrir hreinsun loftræstistokka

Þungt loft

Vond lykt

Höfuðverkur

10%

Lágur hiti

Stöðurafmagn

15%

Höfuðkláði

10%

Reykingalykt

25%

20%

25%

Einkenni

Umhverfisþættir

Lýsing

Heimildir: 1. Kolari, S., et al (2005), The effect of duct cleaning on perceived work environment and symptoms of office employees in nonproblem buildings. Building and environment 40, p1665-1671. 2. Pawel Wargocki, 2008. Improving Indoor Air Quality Imporves the Performance of Office Work and Schoolwork. ICEBO´08, Berlin.

......................................................................................................................................... Dæmi um þætti sem teknir eru út, viðmiðunargildi og einkenni, séu þau ekki í lagi:

Trygga þarf að vinnuaðstaða sé við hæfi og líkamsbeiting sé rétt.

Stoðkerfisvandamál.

Andlegt álag

Tryggja þarf viðunandi álag í starfi.

Stress, kvíði, fjarvistir, doði.

Raki

30%-50%

Erting í augum og öndunarfærum. Aukin hætta á myglu.

Hiti

20-22°C

Minni afköst

Loftskipti

CO2 < 800 ppm Loftskipti: 25 m3/klst. á mann

Einbeitingarskortur, höfuðverkur og minni afköst.

Lykt

Tryggja þarf næga loftræstingu.

Þreyta, höfuðverkur og minni afköst.

Agnir í lofti

Ræsting þarf að vera nægjanleg til að loft sé heilnæmt.

Óþægindi í hálsi og augum og aukin smithætta.

Ræsting

Eldhús og snyrting þurfa að vera hrein.

Aukin smithætta og fjarvera frá vinnu.

Lýsing þarf að vera í samræmi við þá vinnu sem fram fer, varast skal glýju.

Þreyta og minni afköst.

Hámarks ómtími er 0,4 - 0,9 sek, háð notkun. Hljóðstyrkur: 30 – 35 dBA

Höfuðverkur og minni afköst.

Stöðurafmagn

Tryggja þarf spennujöfnun og hentug gólfefni, áklæði húsgagna og réttan fatnað.

Óþægindi og truflun á viðkvæmum tækjabúnaði.

Rafsegulsvið

ICNIRP viðmiðunarmörk miðað við 50 Hz: < 500 µT á vinnusvæðum < 100 µt í umhverfi fólks

Áhrif ekki sönnuð með ótvíræðum hætti.

Hljóðvist Rafmengun

Dæmi um möguleg einkenni

Líkamsbeiting

Lýsing

Hreinleiki

Loftgæði

Vinnuvist

Viðmið í skrifstofurými

11 Gangverk | Verkís


gæði raforku og bilanir í tækjum

....................................

Friðrik Alexandersson fa@verkis.is

Þegar gæðum rafmagns er ábótavant er algengast að horft sé á gildi og brottfall spennu, en þó eru fjölmargir aðrir þættir sem koma til skoðunar þegar gæði rafmagns eru metin. Spennubreytingar birtast bæði sem stöðug undir- eða yfirspenna, oftast fylgifiskur breytilegs álags og einnig sem snöggar spennubreytingar sem verða t.d. þegar aflfrekt tæki er tengt við rafkerfið. Svona breytingar geta komið fram í öllu rafkerfinu. Einnig getur búnaður sem settur er upp hjá notandanum sjálfum skert gæði raforku á staðnum og valdið truflunum, til dæmis tölvubúnaður, ljósastýringar og ljós í heimahúsum og á vinnustöðum, heimilistæki og margt fleira. Í reglugerðum og stöðlum eru skilgreiningar á gæðum raforku og er þá alltaf miðað við þann stað sem rafveita afhendir raforkuna til notanda. Á þeim stað í rafkerfinu gætu gæðin verið í lagi en vandamál verið þegar orkan kemur inn í rafkerfi notandans. Raftruflanir og bilanir í tækjum Oft heyrist kvartað yfir gæðum þeirrar raforku sem frá rafveitunni kemur og að spennan sé ekki nægjanlega góð. Þetta er ekki alltaf rétt því oft má rekja truflanir til lélegrar framleiðslu eða frágangs viðkomandi tækja eða lagna. Þegar fjárfesta á í tækjum er því áríðandi að gera réttar kröfur til búnaðarins og uppsetningar hans til að tryggja sem best rekstraröryggi til frambúðar.

Algengasta orsök bilana rafmagnstækja eru mannleg mistök, vegna t.d. rangrar notkunar, lélegrar uppsetningar eða vanrækslu í viðhaldi. Í nokkrum tilfellum, sérstaklega í dreifbýli, bila tæki vegna spennuflökts hjá rafveitu eða lausra tenginga hjá notanda. Slíkt getur verið sérstaklega slæmt fyrir viðkvæm tæki eins og tölvur eða sjónvörp og valdið bilun. Aukin ending Ýmsum ráðum má beita til að auka endingu raftækja, til dæmis að fara vel yfir leiðbeiningar sem fylgja tækinu, en þegar spennuflökt er í kerfinu er ráðlegt að setja upp varnir sem tryggja gott spennuástand. Dæmi um slíkar varnir eru spennujöfnunarbúnaður, spennuspennar eða UPS sem taka púlsa eða spennusveiflur í raflögninni. Það sem kaupandi búnaðar getur gert til að minnka líkur á vandamálum er meðal annars að skilgreina vandlega allar forsendur og umhverfi fyrir búnaðinn og ganga úr skugga um að hann uppfylli settar kröfur og sé í samræmi þær skilgreiningar sem settar hafa verið. Verkís hefur í áratugi veitt ráðgjöf við skilgreiningu á kröfum til búnaðar, val og innkaup og við frágang lagna og uppsetningu. Að auki hefur Verkís áratuga reynslu af greiningu á truflunum í rafkerfum, mælingum og mati á gæðum raforku samkvæmt viðurkenndum og stöðluðum aðferðum.

12 Gangverk | Verkís


Segulsvið við spennistöð

55

18

10

Electromagnetic Spectrum

9,5

9

Frequency (Hz)

8

opnar dyr

7

lokaðar dyr

6

Járnklætt hús

10/0,4kV, 800 kVA

Álag Eðlilegt álag Mesta álag

600 A 600 - 900 1100 A

Mæling 1 m yfir jörðu

5 Hsp

TRAFO

4,5

Lsp

2,8

0

102

Direct Current

Extremley Low Frequency

Hz

kHz

104

MHz

Low Frequency

106

GHz

108

Radiowaves

1010 Microwaves

1012 Infrared Radiation

1016

1014 Visible Light

1018

1022

1020

lonizing Radiation

Ultraviolet Radiation

x-rays

1,8

Gamma Rays

0

0,5

0,5/0,2 1

2

0,15/0,10 3

0,05/0,04 4 meter

Rafsegulmengun í umhverfi okkar

Heilsuáhrif rafsegulbylgna Hátíðni rafsegulbylgjur eru orkumiklar og jónandi og geta því verið skaðlegar fyrir lífræna vefi. Útfjólublátt ljós er dæmi um slíka bylgju, sem hefur áhrif á útlit húðarinnar auk þess að vera krabbameinsvaldandi. Áhrif lágtíðni bylgna eru hins vegar minna þekkt. Flest rafmagnstæki nota afltíðnina 50 Hz, sem telst mjög lág. Lengst af hefur verið talið að heilsufarsleg áhrif þessarar tíðni væru engin. Með nýlegum rannsóknum hefur skilningur okkar verið að aukast og til eru rannsóknir sem sýna að við vissar aðstæður getur jafnvel hlutfallslega veikt svið á afltíðni valdið áhrifum á lífræna þætti. Áhrifin eru flókin og margt enn óljóst og eru líklega mörg ár í að skilningur á áhrifum lágtíðni rafsegulbylgna verði fullnægjandi. Alþjóðleg viðmið Eitt nýjasta viðmiðið í þessum efnum kom fram árið 1998 frá ICNIRP (International Commission on Non-Ionising Radiation Protection) sem gaf út leiðbeinandi viðmiðunarmörk fyrir styrk segulsviðs við lágtíðni rafsegulsvið.

Evrópusambandið hefur síðan tekið undir þessi viðmið, en hvert aðildarland útfærir fyrir sig hvernig notkun þeirra er háttað. Samkvæmt þessum ráðleggingum má starfsfólk vinna þar sem segulsvið er minna en 500 µT en fyrir almenning er miðað við að segulsvið sé undir 100 µT. Þessi gildi eru með mjög háum öryggisstuðli til að koma til móts við þá óvissu sem ríkir um langtímaáhrif segulsviðs.

Verkís hefur í gegnum tíðina aðstoðað fólk og fyrirtæki við að meta rafsegulmengun

.......................................

Raf- og segulsvið eru eðlisfræðilegir þættir sem verka á okkur alla daga. Jörðin er risastór segull sem veldur stöðugu segulsviði og sólarljósið er rafsegulbylgjur sem myndast með ölduhreyfingu raf- og segulsviðs. Stór hluti rafsegulsviðsmengunar er hins vegar af mannavöldum. Við verðum fyrir staðbundinni mengun frá ýmsum rafbúnaði eins og ljósum, heimilistækjum og tölvum á sama tíma og á okkur dynja ýmsar aðrar tegundir rafsegulbylgna eins og útvarps- og sjónvarpssendingar, frá þráðlausum samskiptakerfum og margt fleira. Það er því eðlilegt að spyrja hvort þessar bylgjur hafi áhrif á umhverfi okkar og heilsu.

Rafsegulmengun hér á landi Verkís hefur í gegnum tíðina aðstoðað fólk og fyrirtæki við að meta rafsegulmengun og þá aðallega styrk rafsegulsviðs en stofan á öflugan tækjabúnað til að mæla lágtíðni rafsegulsvið og hefur stundað rannsóknir og mælingar undanfarna tvo áratugi. Við þessar rannsóknir hafa víða fundist svæði þar sem gripið hefur verið til ráðstafana til að draga úr styrk rafsegulsviðs. Algengustu tilfellin eru í miklu návígi við aflmiklar spennistöðvar og við raflagnir, þar sem rafsegulsvið myndast umhverfis lagnir og skápa. Rannsóknir hafa einnig sýnt að þó rafsegulsvið umhverfis spennistöðvar og við raflínur sé nokkuð sterkt þétt við búnaðinn þá hverfa áhrifin mjög fljótt með fjarlægð, til dæmis eru rafsegulsviðsáhrif við spennistöðvar í þéttbýli oftast horfin í tveggja til þriggja metra fjarlægð. Styrkur segulsviðs Nálægt rafmagnstækjum er algengt að mæla allt að 10 µT en í eins metra fjarlægð er venjulega ekki hægt að greina áhrif frá sama tæki. Algengast er að segulsvið í íbúðum mælist um 0,05 µT (miðgildi). Ýmsar aðgerðir geta bætt rafsegulumhverfið, oft er raflagnakerfum breytt, segulsviðið skermt af eða rafstraumar í jarðkerfum bygginga takmarkaðir.

13 Gangverk | Verkís


Hannað öryggi ....................................

Eiríkur K. Þorbjörnsson ekt@verkis.is

Það er gömul mýta að á vinnustöðum séu sjaldan framin afbrot. Stór þáttur í öryggi vinnustaða snýr að vörnum gegn afbrotum. Þar sem afbrot geta fljótt orðið dýr fyrir rekstur og rekstraröryggi er mikilvægt að slík vandamál séu tekin föstum tökum og reynt með fyrirbyggjandi hætti að koma í veg fyrir þau. Ekki bara óheppni Verkís hefur um árabil veitt ráðgjöf í öryggismálum fyrirtækja. Aðferðafræðin byggir að stórum hluta á öryggishönnun sem er kerfisbundin greining þar sem fyrirtækjamenning, starfsemi, ferli, mannvirki og öryggisráðstafanir eru hönnuð með það að markmiði að lágmarka hættur á afbrotum. Aðferðafræðin horfir til afbrotafræðinnar, sem segir að til að afbrot eigi sér stað þurfi þrennt að vera til staðar: Verðmæti, tilhneiging og tækifæri.1 Þetta þýðir að það er að jafnaði ekki óheppni sem ræður að afbrotið á sér stað, heldur ræðst það að miklu leyti af því umhverfi sem við erum í og er jafnvel fyrirsjáanlegt. Í fyrirtækjum má yfirleitt stjórna umhverfinu

og ef það er hannað með tilliti til öryggis má fyrirbyggja mörg afbrot. Við öryggishönnun eru notaðar staðlaðar aðferðir við að fækka afbrotatækifærum þar sem verðmæti eru til staðar og setja upp varnir þar sem við á. Samhliða er unnið markvisst að því að halda aftur af brotatilhneigingu með því að draga skýrari línur um verklag sem skapa heilbrigðara starfsumhverfi og bæta fyrirtækjamenninguna. Stærsti öryggisvandi fyrirtækja er oftar en ekki innanhússvandamál. Ef ekki er rétt staðið að málum getur auðveldlega atvikast svo að starfsmennirnir sjálfir verði dýrasti liðurinn í rekstrartapi vegna öryggisbrests. Ef verklagsreglur innan fyrirtækis eru ekki skýrar og mörkin milli hlunninda í starfi og sjálftöku eru óljós vex yfirleitt tilhneigingin til meiri sjálftöku. Slíkt ójafnvægi dregur smám saman úr verðmætum starfsmannsins og er því þegar upp er staðið hvorki gott fyrir hann né atvinnurekandann. Einkamál í vinnunni Í nýlegum könnunum hefur komið fram að í dæmigerðu skrifstofustarfi eru starfsmenn að sinna einkamálum í um rúmlega tvær stundir yfir

14 Gangverk | Verkís


Fyrirbyggjandi aðgerðir Vandasamt getur verið að taka á þessum málum eftir að þau koma upp, aðfinnslur og aðgerðir geta verið þess eðlis að kostnaður vegna starfsmannaveltu rýkur upp. Því er best að vinna að málum á fyrirbyggjandi hátt. Með aðferðum öryggishönnunar er tekið á málinu með óbeinum hætti sem dregur úr hættunni á verðmætatapi með því að fjarlægja freistingar og minnka sjálftökutilhneiginguna. Það má gera með því að auka sýnileika, t.d. með því að auka vinnu í opnum rýmum. Hjálpa má starfsmönnum við að draga mörkin milli vinnu og leiks með því að hafa afmarkaða kaffikróka og takmarka notkun samfélagsmiðla á hefðbundnum vinnutíma. Rekjanleiki og ábyrgð á verðmætum fyrirtækisins er síðan tryggð með innleiðslu ferla um skráningu og samþykkt fyrir fjárútlátum. Samhliða er mikilvægt að sett sé í gang markvisst starf með þátttöku stjórnenda og starfsmanna við að byggja upp heilbrigða og vinnuhvetjandi fyrirtækjamenningu. Með því að stýra réttu jafnvægi milli starfshlunninda, vinnu og leiks á vinnutíma er hægt að hámarka verðmæti starfsmannsins, bæði honum og vinnuveitenda til góða.

Öryggisvandamál innan fyrirtækja geta verið margskonar:

Vinnustaður

Óviðunandi aðskilnaður frá utanaðkomandi getur stofnað öryggi starfsmanna, verðmæta og trúnaðarupplýsinga í hættu.

Gögn

Án gagnaöryggis og rekjanleika geta verðmætar upplýsingar glatast eða mikilvægum gögnum verið breytt án formlegs samþykkis.

Upplýsingar

Meðhöndlun verðmætra upplýsinga er víða ábótavant, netöryggi, aðgengisstjórnun, afritun eru dæmi um varnir upplýsinga.

Hlunnindi

Sjálftaka starfsmanna og meðferð á eignum fyrirtækis getur farið úr böndunum.

Verkís hefur um árabil veitt ráðgjöf í öryggismálum fyrirtækja.

....................................

átta stunda vinnudag.2 Þessi tímasóun í vinnunni er meira áberandi í opinbera geiranum og er einnig háð dögum.3 Kæruleysi í meðhöndlun verðmæta og sjálftaka á verðmætum er annað dæmi um innanhússvandamál sem getur ágerst þegar ábyrgð er illa skilgreind og rekjanleikinn ekki fyrir hendi.4

Reglur, varnir og ráðstafanir eru bæði til að vernda starfsmenn og fyrirtækið. Annar þáttur í þessu ferli er öryggistæknileg hönnun sem fjallar um þær áþreifanlegu varnir sem oft þarf að grípa til, eins og t.d. aðgangsstýringar og viðvaranakerfi. Heimildir 1. Martin Gill (ed.), 1994. Crime at Work: Studies in Security and Crime Prevention, Leicester: Perpetuity Press. 2. Sjá: http://business.salary.com/why-how-your-employees-arewasting-time-at-work/ 3. Aaron Gouveia, 2013. Everything You’ve Always Wanted to Know About Wasting Time in the Office og Braccio Hering, 2013. Workplace Culture: Wasting TIME 4. http://www.nice.com/nice-productivity-infographic

15 Gangverk | Verkís


Góð hljóðvist betri afköst ....................................

Halldór K. Júlíusson hkj@verkis.is

Slæm hljóðvist í starfsumhverfi getur verið til ama fyrir þá sem þar dvelja. Þar getur annars vegar verið um að ræða heilsuspillandi hávaða sem fer yfir viðbragðsmörk sem tilgreind eru í reglugerðum og hins vegar mun lægri hávaða sem þó veldur truflunum, eins og t.d. á skrifstofum. Bæði tilfellin hafa bein áhrif á starfsfólkið en snerta einnig atvinnurekendur með beinum eða óbeinum hætti, svo sem vegna kostnaðar við hávaðamælingar og aukinna veikindafjarvista. Áhrif á afköst Orðið hljóðvist vísar til allra hljóðtækniþátta í umhverfi okkar. Hún getur þannig átt við hljóðáreiti sem starfsmaður verður fyrir, svo sem hávaða frá tækjum (t.d. prenturum), hávaða frá tæknibúnaði hússins (t.d. loftræsingu), hávaða frá samstarfsfélögum, hávaða frá bílaumferð, gjallanda í matsal og fleira. Hávaðaáreiti dregur úr einbeitingu og afköstum. Gjarnan er hægt að leysa einföld viðfangsefni í þó nokkrum erli en vandasöm verkefni sem krefjast einbeitingar kalla jafnan á gott næði. Truflanaþröskuldur einstaklinga er misjafn og því getur hljóðáreiti sem einum finnst ólíðandi

haft lítil áhrif á aðra. Einnig getur eðli starfsins eða verkefni stundarinnar haft mikil áhrif á umburðarlyndi gagnvart hljóðáreiti. Í opnum skrifstofurýmum er talað mál algengasta truflunin. Þegar starfsmaður getur greint óæskilegt talað mál samstarfsfélaga getur skerðing á vinnuafköstum orðið allt að 10%. Sé þess hins vegar gætt að styrkur og skýrleiki talaða málsins sem berst á milli starfsstöðva sé nægilega lágur dregur mjög úr trufluninni og talið blandast inn í annan bakgrunnshávaða. Þegar starfsmenn verða fyrir töluverðri truflun við verkefni getur það tekið meira en 20 mínútur að komast aftur inn í verkefnið. Að mörgu að huga Óæskilegt hljóðáreiti við störf veldur streitu og getur einnig ýtt undir veikindafjarvistir. Hávaðaáreiti er oft dulið og getur reynst erfitt að greina upptök og orsök þess án aðkomu hljóðverkfræðinga. Skrifstofurými krefjast vel ígrundaðrar hljóðhönnunar. Taka þarf tillit til margra ólíkra þátta til að skapa góða hljóðvist, t.d. staðsetningar starfsstöðva, skilrúma, innréttinga, yfirborðsefna, staðsetningu kaffikróks, fundaog símtalsherbergja,

16 Gangverk | Verkís


Viðtæk þjónusta Verkís hefur komið að fjölmörgum ráðgjafarverkefnum sem snúa að hljóðvist í starfsumhverfi. Má þar t.d. nefna hávaða í iðnaðar- og framleiðslusölum, hljóðeinangrun milli lokaðra skrifstofuherbergja og hljóðvist í opnum skrifstofurýmum og símaþjónustuverum. Algengt umfang hljóðvistarráðgjafar felst í mælingum, s.s. á ómtíma, hljóðstigi hávaða, talgreinileika eða hljóðeinangrun. Mæliniðurstöður gefa til kynna ástand hljóðvistar með samanburði við reglugerðir, staðla eða handbækur. Tillögur að úrbótum eru settar fram ásamt mæliniðurstöðum og lýsingu á aðstæðum í greinargerð. Að því loknu geta rekstraraðilar ráðist í úrbætur til bættrar hljóðvistar. Góð hljóðvist í starfsumhverfi eykur vellíðan við vinnu og hefur jákvæð áhrif á afköst starfsmanna.

Gæði hljóðvistar eru mikilvægur þáttur í opnum skrifstofurýmum. Verkís býður víðtæka ráðgjöf á sviði hljóðvistar og hljóðtækni.

....................................

hljóðeinangrunar samtalsherbergja og margs fleira. Kröfur um yfirsýn og sjónlínur á milli starfsstöðva í opnum rýmum stangast oft á við væntingar um gæði hljóðvistar. Góð yfirsýn kallar gjarnan á lág skilrúm á milli starfsstöðva en góð hljóðvist kallar hins vegar á há skilrúm. Slíkar aðstæður krefjast nákvæmrar skoðunar þar sem sértækum lausnum er beitt. Í mörgum tilfellum hefur ekki verið hugað að hljóðvist skrifstofurýma á hönnunarstigi sem svo reynast vera til ama þegar þau eru tekin í notkun. Við slíkar aðstæður má fá mat á gæði hljóðvistar með fjölþættum mælingum og á sama tíma vísbendingu um þau atriði sem mættu betur fara.

fyrsta

skóflustungan Í byrjun apríl tók Ögmundur Jónasson ráðherra fyrstu skóflustunguna að nýju fangelsi á Hólmsheiði, en Verkís sér m.a. um hönnun og útboðsgögn á öllum raf-, lýsingar- og öryggiskerfum innanhúss, hönnun og útboðsgögn fyrir útilýsingu og öryggiskerfi við fangelsisgirðingar sem og hönnun á heita- og kaldavatnsheimæðum. Byggingin er gæsluvarðhalds-, móttöku- og kvennafangelsi með 56 fangaklefum og verður tæplega 4000m2 að stærð. Nýja fangelsið á að leysa af hólmi Hegningarhúsið við Skólavörðustíg í Reykjavík og fangelsið í Kópavogi. Einnig verður gæsluvarðhaldsdeild í fangelsinu á Litla Hrauni lögð niður og aðstaða hennar tekin fyrir afplánun. Taka á fangelsið í notkun haustið 2015.

17 Gangverk | Verkís


stjórnun og

verðmæti fasteigna ....................................

Ragnar Ómarsson rom@verkis.is

Fasteignastjórnun snýst um rekstur og eignarhald fasteigna og með henni er leitast við að auka hagkvæmni í rekstri fasteignanna með virkri áætlanagerð. Meðal verkefna sem tilheyra fasteignastjórnun er viðhald fasteigna og áætlanir þar að lútandi. Í slíkri áætlanagerð er reynt að sjá fyrir viðhaldsþörf til langs tíma og reikna út kostnað vegna viðhalds. Slíkar viðhaldsáætlanir hafa lengi verið notaðar í fasteignastjórnun til að skipuleggja og forgangsraða viðhaldsverkefnum. En viðhaldsáætlanir fyrir húseignir nýtast ekki eingöngu til þess að stýra viðhaldsaðgerðum. Þær má einnig nota í útreikningum á verðmæti húseigna. Með tilkomu fasteignafélaga sem eiga og reka stór eignasöfn á leigumarkaði hefur þörf fyrir þekkingu á sviði fasteignastjórnunar aukist og auknar kröfur eru gerðar til gæða ráðgjafar á þessu sviði. Stærstu fasteignafélögin á Íslandi hafa lengi stefnt að skrásetningu á hlutabréfamarkað sem kallar á aukið gagnsæi í rekstri vegna upplýsingaskyldu félaga sem skráð eru á markað. Á það ekki síst við um upplýsingar sem lýsa verðmæti þessara félaga og afkomu þeirra.

Verðmæti fasteigna í útleigu er fundið með því að reikna út núvirt sjóðstreymi nettótekna á tilteknu reikningstímabili. Brúttótekjur reikningstímabilsins eru áætlaðar tekjur af leigusölu fasteignanna eins og þær eru tilgreindar í leigusamningum. Ef enginn leigusamningur er til staðar er miðað við hagkvæmustu og bestu nýtingu eignanna. Til frádráttar á brúttótekjum kemur rekstrarkostnaður eignanna, þ.e. opinber gjöld, skattar og tryggingar, kostnaður vegna starfsfólks sem sinnir rekstri og nauðsynlegt viðhald sem miðar að því að viðhalda fullnægjandi ástandi eignanna í samræmi við þá starfsemi sem þar fer fram. Algengast er að styðjast við áætlaðan meðalkostnað viðhalds á ári þegar mat af þessu tagi er reiknað. Slíkur meðalkostnaður er gjarnan byggður á „reynslutölum“ eða „flökkutölum“ sem ganga manna á milli og er þá gjarnan miðað við tiltekið hlutfall af endurstofnsverði húseigna á hverju ári. Notkun slíkra talna er varasöm því hún eykur á óvissu og dregur úr nákvæmni matsins og veldur því að samanburður á verðmæti eigna verður ómarkviss. Ekki er víst að meðaltalsgildi

18 Gangverk | Verkís


23,3%

13,5%

63,2%

1 Rekstrarkostnaður

Viðhaldskostnaður

Nettótekjur

Skipting brúttótekna á tíu ára reikningstímabili í hefðbundnu skrifstofuhúsnæði

2

3

4

Rekstrarkostnaður

5

6

7

Viðhaldskostnaður

8

9

10

Nettótekjur

Skipting brúttótekna á 10 ára reikningstímabili í hefðbundnu skrifstofuhúsnæði með virkri viðhaldsáætlun

Viðhaldsáætlanir jafna útgjöld og draga úr óvissu þeirra sem eiga og reka húsnæði.

....................................

af slíku tagi eigi jafnt við um allar eignir og á það sérstaklega við um eldra húsnæði þar sem endurstofnsverð og viðhaldsástand þeirra er lítið þekkt eða óþekkt. Með gerð viðhaldsáætlunar sem nær yfir reikningstímabil verðmætamats má draga verulega úr þessari óvissu. Í stað þess að nota óljósar flökkutölur í matsútreikningum eru þá notaðar raunverulegar áætlanir húseiganda um framtíðarfjárfestingu í viðhaldi. Slíkar áætlanir eru gerðar af sérfróðum aðilum sem hafa þekkingu á byggingum og viðhaldi þeirra og byggjast á skoðun og mati þeirra á ástandi viðkomandi húseigna og kostnaðarútreikningum. Þegar um stærri fasteignasöfn er að ræða má með slíkum viðhaldsáætlunum auðveldlega sjá fyrir viðhaldstoppa þar sem viðhaldsaðgerðir margra húseigna falla á sama tíma. Slíkar áætlanir gera stjórnendum fasteigna kleift að raða viðhaldsverkefnum þannig að ekki komi til óeðlilega mikilla útgjalda á einu ári, og hafa áhrif á matsvirði fasteignanna. Með slíkri notkun raunverulegra viðhaldsáætlana í stað reynslutalna er óvissu vegna viðhaldskostnaðar í matsútreikningum eytt og verðmætamatið verður áreiðanlegra.

Ertu enn að greiða fyrir nágranna þína? Árið 2000 voru sett lög um eignaskiptayfirlýsingar, útreikning hlutfallstalna o.fl. í fjöleignarhúsum, sem segja m.a. til um hvernig reikna á út eignarhluti og skiptingu kostnaðar milli eigenda. Fram að þeim tíma hafði skiptingu kostnaðar í fjöleignarhúsum verið deilt með ýmsum misgóðum aðferðum. Samkvæmt lögunum átti að gera eignaskiptasamning fyrir öll hús, en ekki þurfti að gera nýja samninga fyrir þau fjöleignarhús þar sem enginn ágreiningur var um skiptingu. Sýslumaður á hverjum stað gat þó farið fram á nýjan samning ef sá gamli var ófullnægjandi. Það er því ljóst að stór hluti fjöleignarhúsa er enn með ranga skiptingu milli eignarhluta í húsum sínum. Undanfarin ár hefur Verkís verið að gera nýja eignaskiptasamninga fyrir hin ýmsu fjöleignarhús og hefur komið í ljós að fjöldi eigna hefur verið rangt skráður og oft hefur hlutur þeirra ýmist stækkað eða minnkað í viðkomandi fjöleignarhúsi. Þegar búið er að reikna út rétta eignaskiptasamninga greiða eigendur af eignarhlut sínum samkvæmt gildandi lögum en ekki samkvæmt gamalli skiptingu sem gerð var áður en lögin tóku gildi. Þetta getur munað tugþúsundum þegar verið er að lagfæra og halda við húsum, greiða hitaveitureikninga o.fl.

Því er öllum húseigendum sem eru með eignaskiptasamninga frá því fyrir árið 2000 ráðlagt að láta gera nýja samninga fyrir hús sín til að eyða allri óvissu og öllum ágreiningi um hver á að borga hvað. Rafn Kristjánsson • rk@verkis.is

19 Gangverk | Verkís


Hverju skipta

gæði og tíðni viðhalds ....................................

Indriði Níelsson in@verkis.is

Hvað er viðhald? Viðhald snýst um verndun verðmæta okkar en lengi hefur verið miðað við að árlega þurfi að verja um 1% af fasteignamati til ýmiss konar viðhalds. Þessi regla er bæði góð og gild og innifelur einnig þann sannleika að við verðum ávallt að vera vakandi fyrir því að gera strax við þær skemmdir sem við sjáum. Þó eru til sparnaðarleiðir og hér verður lauslega gerð grein fyrir þeim. Kostnaðurinn við að draga viðhald á langinn er fljótur að margfaldast. Þegar talað er um viðhald fasteigna er yfirleitt átt við viðhald á veðrunarkápu en það eru þeir hlutar byggingar sem verða fyrir álagi af völdum veðurs, t.d. þak, útveggir, gluggar og gler. Þó þekkjum við öll að innviðir eiga einnig sinn takmarkaða líftíma, s.s. lagnir, loftræsting, innréttingar o.f.l. Þrír meginflokkar viðhalds 1. Tafarlausar aðgerðir Undir þennan flokk falla til dæmis lekar sem nauðsynlegt að bregðast hratt við svo að frekari skemmdir hljótist ekki af.

2. Fyrirbyggjandi viðhald Hér er átt við viðhald sem þarf að framkvæma áður en skemmdir verða. Til dæmis er eðlilegt að endurnýja málningu á steyptum veggjum áður en hún hættir að vernda veggina. 3. Endurnýjun Stundum eru hlutar byggingarinnar orðnir svo lélegir að ekki borgar sig að halda þeim við lengur, til dæmis nægir ekki að mála mjög fúinn glugga heldur þarf að endurnýja hann í heild sinni. Tíðni viðhalds og lágmörkun kostnaðar Það er mjög breytilegt hve ört reglubundið og fyrirbyggjandi viðhald þarf að fara fram: Málun timburglugga Múrviðgerðir og endurmálun veggja Viðgerðir á steyptum svölum Endurmálun bárujárnsþaks

2-6 ára fresti 4-10 ára fresti 4-7 ára fresti 7-14 ára fresti

20 Gangverk | Verkís


Heildarkostnaður (kr)

160.000 140.000 120.000 100.000 Jón

80.000

Kalli-1

60.000

Kalli-2

40.000 20.000

Gluggaviðgerð

Eftir því sem ástand hússins er verra þarf tíðara viðhald og það kallar á aukinn kostnað. Því skal ávallt gera strax við helstu galla en einnig fara yfir þau atriði sem gætu þurft viðhalds innan tveggja ára. Beinn sparnaður er af því að sinna fyrirbyggjandi viðhaldi. Eftir því sem gæði viðgerða eru minni því skemur endast þær. Því skal ávallt velja góðan og traustan verktaka. Góð regla er að óska eftir því að hann bendi á sambærileg verk, 3-5 ára gömul. Þá er hægt að skoða handbragð verktakans og meta hvort ending viðgerðanna samræmist þínum kröfum.

Eins og sjá má á tölunum að framan er mjög breytilegt hver viðhaldstíðnin þarf að vera. Því er eðlilegt að velta því fyrir sér hvaða þættir hafa áhrif á tíðni viðhalds. Viðhaldstíðnin fer eftir gæðum handbragðs þess verktaka sem reisir húsið og hönnuða, auk allra þeirra verktaka sem koma seinna að viðhaldi hússins. Auk þess má nefna mismunandi ástand byggingarhluta þegar viðhald hefst, efnisval, verklag, veðurfar á viðhaldstíma og svo mætti lengi áfram telja. Dæmisaga Steypu og timbur þarf einkum að vernda gegn ágangi vatns og frosts. Því miður er reynsla okkar sú að oftast er ekki ráðist í aðgerðir fyrr en verulegar skemmdir koma í ljós. Litlar skemmdir eru fljótar að skemma út frá sér og verða kostnaðarsamar. Hér berum við tvo menn saman, Jón sem er fyrirhyggjusamur og fylgist vel með viðhaldi hússins, og Kalla sem bíður með viðgerðir þar til allt er komið í óefni. Tímabilið sem við horfum til er 5 ár.

DÆMI 1 Timbur í glugga ekki verndað með málningu og þéttingu Jón sér að málningin og kíttið á eldhúsglugganum er farið að flagna. Hann fær málara strax til að yfirfara gluggann. Málun og þétting á slíkum 1 m2 timburglugga kostar aðeins um 10.000 kr. (u.þ.b 2000-2500 kr./m að utanverðu).

Það getur munað miklu í kostnaði að bregðast strax við þegar viðhald er annars vegar.

....................................

Tvennt er mjög mikilvægt að hafa í huga til að lágmarka viðhaldskostnað:

Sprunguviðgerð

Heildarkostnaður: 10.000 kr. Kalli sér að málningin og kíttið er farið að flagna en gerir ekkert næstu fimm árin. Vatn kemst í timbrið sem fúnar. Afleiðingarnar geta verið ýmsar, hér verða tekin fimm dæmi: • Ysti hluti gluggans fúnar og þarf að endurnýja fremri hluta botnkarms og glerlista (35.000 kr.). • Vegna þess hve timbrið er orðið lélegt kemst móða á milli glerja (nýtt gler kostar um 40.000 kr./m2 með ísetningu og nýjum glerlistum). • Vatn kemst inn í gluggann undir kíttisþéttinguna og vatnsmettar þannig steyptan vegg sem leiðir til leka innanhúss og frostskemmda utanhúss (múrviðgerðir og timburviðgerðir 70.000 kr.). • Glugginn fúnar svo illa á næstu árum að skipta verður um glugga. Nýr gluggi af sömu stærð kostar frá 100.000-150.000 kr. með ísetningu. • Málningin á innanverðum glugganum springur, timbrið fúnar og byrjar að mygla. Kalli fær heiftarleg ofnæmisviðbrögð og verður mikið frá vinnu. Hann þarf að flytja tímabundið úr húsinu meðan á viðgerðum stendur. Þetta er ekki hægt að kostnaðarmeta. Heildarkostnaður: 35.000-150.000+.

21 Gangverk | Verkís


Hús þarfnast viðhalds

Ástandsráðgjöf og kostnaðaráætlun

Verklýsing Útboðsgögn og samningur

Framkvæmd og eftirlit

Verklok

Reglubundið viðhald

Heildarkostnaður: 20.000 kr. Kalli fær sömu sprungu en aðhefst ekkert næstu fimm árin. Hér getur einnig margt gerst en aðeins verða tekin tvö dæmi. • Hann sleppur eiginlega með þetta en sprungan lengist í 7 m og skemmir aðeins út frá sér (50.000 kr.). • Hann hringir ekki í verktaka fyrr en það lekur inn til hans. Steypan fyrir neðan sprunguna mettaðist af vatni á þessum fimm árum og sýnilegar frostskemmdir komu fram í múrhúðinni, sem þurfti að endurnýja. (4 m2 múrviðgerðir 48.000 kr., sprunguviðgerð vegna aukinnar dýptar og frágangs beggja vegna 40.000 kr. og málun að innan og utan 15.000 kr.). Samtals 103.000. Heildarkostnaður: 50.000-103.000 kr. Samtals er því Jón aðeins búinn að eyða 30.000 á meðan Kalli er búinn að eyða mun meiru. Þessi tvö dæmi gefa grófa mynd af því sem getur gerst vegna skorts á viðhaldi. Öll hús þarfnast viðhalds Öll hús þarfnast viðhalds og býður Verkís alhliða þjónustu og ráðgjöf sérfræðinga á því sviði. Starfsmenn hafa áratuga reynslu og innanborðs eru sérfræðingar í fremstu röð innan hvers fagsviðs verkfræðinnar.

Ástandsráðgjöf og kostnaðaráætlun Mikilvægt er að fá fagaðila til að meta ástand húsa og veita ráðgjöf um viðhaldsaðferðir. Mikilvægt er að huga að bæði gæðum og verði þegar tilboði er tekið, því múrviðgerðir af lágum gæðum geta enst í 2-4 ár á meðan vel heppnaðar múrviðgerðir geta enst í 10-15 ár eða jafnvel lengur. Verklýsing, útboðsgögn og samningur Verkís býr yfir öflugum gagnagrunni með margvíslegum upplýsingum um vinnuaðferðir sem verktaki skuldbindur sig að framfylgja við undirritun samnings Einnig skuldbindur verktaki sig að vinna samkvæmt fyrirfram ákveðnum einingarverðum, sem lágmarkar ófyrirséðan kostnað.

Fimm algeng skref viðhaldsframkvæmda. Mælt er með að láta ekki staðar numið við verklok heldur tryggja reglulegt viðhald.

....................................

DÆMI 2 4 m löng sprunga opnast á hæðarskilum Jón hringir strax í verktaka til að gera við sprunguna. Hann sagar upp sprunguna og ber múrviðgerðarefni í hana. Að lokum er málað yfir svo viðgerðin verði ekki áberandi.

Framkvæmd og eftirlit Mikilvægt er að fá eftirlitsmenn til að tryggja gæði framkvæmda og til að tryggja að verktaki vinni samkvæmt kröfum og gildandi reglum. Nýverið voru til dæmis framkvæmdir á húsi sem var verið að endursteina stöðvaðar vegna rangs efnisvals verktaka. Undirvinnan var það illa unnin að þessi stóra framkvæmd hefði verið ónýt eftir 3-5 ár, en góð steining getur enst í 40-50 ár eins og sjá má í gömlu hverfum Reykjavíkur. Því er mikilvægt að fá sérfræðinga sér til aðstoðar, þar sem það getur verið dýrt að horfa í aurinn en kasta krónunni. Margt þarf að hafa í huga vegna viðhalds á fasteign og vonandi hefur þessi pistill gefið nokkra hugmynd um þá þætti sem hafa áhrif þar á.

22 Gangverk | Verkís


ÁstandSskoðun

vegna fasteignaviðskipta

....................................

Auðunn Elíson ae@verkis.is

Fasteignakaup eru hjá flestum einstaklingum stærsta fjárfestingin sem lagt er út í hverju sinni. Oft er um að ræða fjárfestingu sem útheimtir stóran hluta af sparnaði og/eða ráðstöfunartekjum fólks og þarf því að vanda til verks. Þegar fasteign er valin þarf að huga að mörgum þáttum fyrir utan stærð og fjölda herbergja. Skoða þarf ástand eignarinnar og kanna m.a. hvort einhverjar kvaðir séu á eigninni eða nánasta umhverfi hennar, hvort mögulegt sé að gera breytingar sem uppfylla kröfur kaupanda og hvað má ætla að gera þurfi fyrir eignina á komandi árum. Þjálfað auga sérfræðingsins Þegar einstaklingar eða fyrirtæki hafa hug á að fjárfesta í fasteign er ekki óeðlilegt að þeir leiti aðstoðar sérfræðinga til að skoða eignina með tilliti til ástands, gæða o.fl. Í söluyfirliti fasteignasala er lauslega farið yfir ástand eignarinnar og henni lýst með einföldum hætti. Ástandsskoðun á eignum í söluferli er gerð með ýmsum hætti og er allt frá því að byggjast á einfaldri sjónskoðun til ítarlegri skoðunar þar sem t.d. frárennslislagnir eru myndaðar, eignin skoðuð með hitamyndavél, opnað undir klæðningar o.fl. Á liðnum misserum hefur ákveðin viðhorfsbreyting og vakning átt sér stað er varðar sveppagróður í híbýlum manna. Ef fram koma við skoðun ákveðnar vísbendingar um að myglusveppur eða annar vöxtur sveppa sé í húsum er það skoðað sérstaklega og þá getur verið nauðsynlegt að gera ítarlegar rannsóknir og greiningar. Hægt er að gera lauslegar prófanir á hvort um sé að ræða myglusvepp en

til að fá frekari staðfestingu eru fengnir aðilar til að taka sýni sem síðan er ræktað til að greina hvaða tegund sé um að ræða. Oftar en ekki hafa ástandsskoðanir sem þessar gefið væntanlegum kaupendum betri sýn á þá eign sem þeir hafa hug á að kaupa og í sumum tilfellum hefur niðurstaða skoðunar leitt til þess að hætt hafi verið við kaup eða kaupverð lækkað vegna þeirra annmarka sem koma í ljós. Þegar ítarleg skoðun á fasteign fer fram er gerð greinagerð þar sem ástandi er lýst og ef óskað er eftir þá er gerð grein fyrir leiðum til úrbóta og hver heildarkostnaður við lagfæringar væri. Þetta gefur væntanlegum kaupanda möguleika á að skoða hvort kaupverð eignarinnar sé í samræmi við ástand hennar og hvort fjármagn sé til fyrir hugsanlegar viðgerðir eða endurbætur. Úttektir og skýrslur Í einstaka tilfellum hafa seljendur fengið aðila, t.d. verkfræðistofur, til að gera ástandsúttekt og hefur slík skýrsla verið hluti af söluyfirliti eignanna. Ef horft er til Danmerkur þá er þar krafa um að við sölu fasteigna sé til staðar ástandsskýrsla og því eru kaupendur vel upplýstir. Ástandsskýrsla fylgir eigninni og er uppfærð eða endurgerð þegar eignin er seld síðar. Einstaklingar og fyrirtæki sem hafa hug á að kaupa sér bifreið láta oftast skoða ástand bifreiðarinnar en í færri tilfellum gera fasteignakaupendur eða seljendur það sama þó að hagsmunir þeirra séu margfalt meiri við fasteignakaup en við kaup á bifreið.

23 Gangverk | Verkís


aukin

orkunýtni bygginga ....................................

Steinar Ríkharðsson str@verkis.is

Bætt orkunýtni bygginga hefur verið í brennidepli í nágrannalöndunum undanfarin ár, einkum vegna hækkandi orkuverðs en einnig til að uppfylla markmið um minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda. Einn af hornsteinum þessarar þróunar er tilskipun Evrópusambandsins um orkunýtni bygginga sem innleidd var árið 2003, þar sem settar eru fram ýmsar kröfur, m.a. um aðgerðir til að stuðla að bættri orkunýtni, útfærslu reikniaðferða fyrir orkunotkun og upptöku kerfa fyrir orkumerkingar bygginga. Ísland hefur hingað til fengið undanþágu frá því að taka upp tilskipunina. Starfsmenn Verkís hafa unnið þó nokkur verkefni í Noregi og hefur verið áhugavert að kynnast kröfum og aðferðum til að stuðla að orkunýtni og bera saman við það sem við erum vön hér á landi. Þar eru t.d. mun stífari reglur um orkunotkun bygginga. Gerðar eru kröfur um meiri einangrun, meiri þéttleika gagnvart loftleka og minni áhrif kuldabrúa og settar eru skorður á hlutfallslegt flatarmál glugga. Draga þarf úr kæliþörf með aðgerðum gagnvart óæskilegri sólarhitun og ekki er leyfilegt að nota beina rafhitun eða jarðefnaeldsneyti til

upphitunar nema að hluta. Reikna þarf áætlaða orkunotkun og uppfylla ramma fyrir hverja gerð bygginga. Byggingar fá svo einkunn í samræmi við orkuþörf þeirra, sem nýtist notendum, kaupendum og leigjendum húsnæðis. Orkuþörf 90% minni en hér á landi Í framtíðinni ætla Norðmenn sér enn lengra í þessum efnum. Passivhus-aðferðafræðin gengur út á að lágmarka orkuþörf til upphitunar og stefnan er að nýbyggingar verði almennt byggðar eftir þessum kröfum í náinni framtíð. Þar eru gerðar verulega auknar kröfur um einangrun, þéttleika, þarfastýringu á loftræsikerfum og lýsingu, svo eitthvað sé nefnt. Orkuþörf til upphitunar í Passivhusbyggingu er í kringum 10% af algengri orkuþörf bygginga hér á landi, jafnvel þótt miðað sé við sambærilegt loftslag. Sé horft aftur hingað heim virka aðgerðir til orkusparnaðar í byggingum harla lítilfjörlegar, þó umtalsverð skref hafi verið stigin í þeim efnum með útgáfu nýrrar byggingareglugerðar. og aukinni upplýsingagjöf til almennings, s.s. með tilkomu Orkuseturs. Tilefni til að ganga lengra er líka takmarkað vegna þess hversu vel

24 Gangverk | Verkís


Koma í veg fyrir óþarfa orkusóun Á hitaveitusvæðum snúast möguleikarnir frekar um að koma í veg fyrir óþarfa orkusóun. Oft er mikið hægt að vinna með betra eftirliti og viðhaldi á kerfum þannig að hægt sé að greina tímanlega hvar óeðlileg orkueyðsla á sér stað og grípa til aðgerða. Að setja upp orkumælingar fyrir einstök kerfi bygginga getur þar komið að miklu gagni. Í opinberu og atvinnuhúsnæði getur orkuþörf loftræstikerfa vegið þungt. Ef loftræstikerfi eru með slaka nýtni og/eða óþarflega mikið loftmagn og gangtíma miðað við notkun hússins getur raforkukostnaður vegna loftræsikerfa hæglega verið meiri en upphitunarkostnaðurinn. Með því að nota þarfastýringar á loftmagni kerfa er hægt að halda rekstrarkostnaði við kerfin í lágmarki. Varmaendurvinnsla í loftræstikerfum minnkar verulega upphitunarþörf vegna loftskipta og yfirleitt er skynsamlegt að útfæra kerfi með slíkum búnaði. En við okkar aðstæður er þetta ekki alltaf svona klippt og skorið. Kerfi með varmaendurvinnslu eru dýrari í uppsetningu og útheimta meiri raforkunotkun þannig að nauðsynlegt er að líta heildstætt á hvert tilfelli fyrir sig. Fjölbreytt tækifæri Á köldum svæðum er hægt ná fram verulegum sparnaði í orkukostnaði, til dæmis með notkun á varmadælum sem færst hefur í vöxt undanfarin ár. Útfærslumöguleikar eru hins vegar margs konar og mikilvægt að finna lausn sem hentar mismunandi aðstæðum

ásamt því að hámarka sparnað og virkni. Einnig er hægt að skoða ýmsar aðrar aðgerðir á köldum svæðum, s.s. betri einangrun eða brennslu lífmassa. Sólarhitun neysluvatns hefur notið vaxandi vinsælda víða erlendis og gæti verið áhugaverður kostur þar sem neysluvatnsnotkun er mikil að sumarlagi, t.d. í ferðaþjónustuhúsnæði. Á svæðum sem nú njóta niðurgreiðslna á húshitun er hægt að fá styrki fyrir stofnkostnaði við orkusparandi aðgerðir sem geta numið jafngildi átta til tólf ára niðurgreiðslum. Það ætti því að vera mikill hvati fyrir húseigendur á köldum svæðum að fjárfesta í orkusparandi aðgerðum. Vegna sérstöðu okkar í orkumálum þarf að vega og meta hversu langt eigi að ganga þannig að raunverulegur ávinningur náist í kostnaði og gæðum. Það er einnig mikilvægt að fylgjast vel með þróuninni í nágrannalöndunum og reyna að nýta aðferðir þaðan til að gera hönnun og ákvarðanatöku markvissari hér á landi.

Á köldum svæðum er hægt ná fram verulegum sparnaði í orkukostnaði, til dæmis með notkun á varmadælum.

....................................

við búum að ódýrri og umhverfisvænni orku til húshitunar. Ekki er alltaf víst að kostnaður við aukna einangrun bygginga á hitaveitusvæðum skili sér til fulls til baka með lægri orkukostnaði. Það getur þó í einhverjum tilvikum verið ákjósanlegt ef gæði húsnæðisins aukast, t.d. með bættri innivist.

VERÐMÆTUM GÓÐÆRANNA BJARGAÐ Mikið af mannvirkjum sem farið var í að reisa fyrir hrun standa enn ókláruð. Þau eru jafnan ónothæf, liggja undir skemmdum og skila engum tekjum til eigenda sinna. Mikið hagsmunamál er því að bjarga þessum verðmætum og hefur Verkís tekið virkan þátt í því. Úrvinnsla slíkra mála getur þó stundum verið flókin, upplýsingar eru oft af skornum skammti, upphaflegur verktaki farið í þrot, teikningar finnast ekki og erfitt að ná í ábyrgðarmenn. Áður en verk er boðið út aftur, þarf að jafnaði að yfirfara alla hönnun, og hugsanlega breyta henni til að taka tillit til breyttra markaðsaðstæðna. Rauði þráðurinn er þannig oft að hámarka raunveruleg verðmæti með því að koma fasteignunum í söluhæft ástand með lágmarks tilkostnaði.

25 Gangverk | Verkís


BRUNAVARNIR Í ATVINNUHÚSNÆÐI

....................................

Davíð S. Snorrason dss@verkis.is

Verkís hefur lengi aðstoðað húseigendur við útfærslu brunavarna í byggingum. Fyrsta brunahönnunarskýrsla Verkís var skrifuð fyrir Hallgrímskirkju fyrir 33 árum. Auðvitað hafði verið hugað að brunavörnum bygginga fyrir þann tíma en brunahönnun svipuð þeirri sem við þekkjum í dag byrjar fyrst að ryðja sér til rúms upp úr 1980. Miklar kröfur eru almennt gerðar til brunavarna í atvinnuhúsnæði sem má í grundvallaratriðum skipta í tvennt, annars vegar brunahönnun mannvirkisins eða ákvörðun um brunavarnir skv. reglugerð og hins vegar reksturs brunavarna. Í byggingarreglugerð eru strangar kröfur um brunavarnir mannvirkja, m.a. lágmarkskröfur um flóttaleiðir, brunahólfun og byggingarefni. Einnig eru skilgreindar kröfur um notkun brunaviðvörunarkerfa og slökkvikerfa og um reyklosun. Brunavarnir mannvirkja taka jafnframt tillit til notkunar og eru notkunarflokkar mannvirkja skilgreindir í nýrri byggingarreglugerð (112/2012). Þessar kröfur ná til allra nýrra bygginga og breytinga á eldri byggingum sem hafa áhrif á brunaöryggi eða fela í sér breytta notkun. Þegar kemur að endurbótum og viðhaldi mannvirkja er mikilvægt að skoða brunavarnir. Huga þarf að uppfærslu brunavarna samhliða breytingum, hvort sem um er að ræða byggingarleyfisskylda framkvæmd eða ekki. Tryggja þarf að gildandi lágmarkskröfur byggingarreglugerðar séu uppfylltar, að teknu tilliti til aldurs hússins og þeirra öryggiskrafna sem gilda. Það getur sparað mikinn kostnað að huga strax að brunavörnum þegar slíkar endurbætur eru skipulagðar, því dýrt getur verið að bíða þar til eldvarnareftirlit sveitarfélaga eða

tryggingarfélög gera athugasemdir. Þegar vinna þarf brunahönnun fyrir byggingar er oftast um blandaða hönnun að ræða, annars vegar „staðlahönnun“ sem byggir á lágmarksákvæðum reglugerða og tilvísunum í þekktar lausnir, og hinsvegar „markmiðshönnun“ sem byggir á útreikningum í samræmi við viðurkenndar aðferðir sem heimilaðar eru í byggingarreglugerð. Hegðun bruna getur verið mjög flókin og því mikilvægt að vandað sé til hönnunar. Við markmiðshönnun þarf oft að beita líkanagerð til að geta spáð fyrir um t.d. reykútbreiðslu og hitamyndun. Brunaviðvörunarkerfi Einn af mikilvægari þáttum eldvarna eru brunaviðvörunarkerfi. Vanda þarf vel til við hönnun þeirra og mikilvægt er að velja kerfi og skynjaragerðir sem hæfa hverju mannvirki, starfsemi og rými. Helsti ókostur brunaviðvörunarkerfa eru jafnan óæskileg boð (stundum kölluð falsboð), þ.e. þau gefa boð þegar ekki er um hættu að ræða. Undanfarið hafa komið á markað skynjarar sem minnka líkur á óæskilegum boðum ásamt því að tryggja betur vöktun á svæðum þar sem viðbragðstími hefur verið mjög langur, en mikilvægt er að kerfin skynji eld fljótt, án þess að það auki tíðni óæskilegra boða. Sá tími er liðinn að einungis sé notast við hefðbundna skynjara þegar brunaviðvörunarkerfi eru hönnuð og sett upp. Nú blandast inn í flóruna reyksogskerfi (með nýtt hlutverk), fjöltækniskynjarar, loftgæðaskynjarar, hitastrengir og margt fleira. Mikilvægt er að vanda til hönnunar og vals á kerfum svo þau veiti ekki falskt öryggi.

26 Gangverk | Verkís


Viðbragðsáætlanir Í öllum fyrirtækjum ætti að vera til viðbragðsáætlun við bruna sem tekur mið af aðstæðum. Hún samræmir viðbrögð starfsmanna og útskýrir hvernig skuli staðið að rýmingu. Slíkar áætlanir eru unnar í samráði við fyrirtækin, gerðar eru rýmingaráætlanir og útbúnir rýmingaruppdrættir sem hengdir eru upp á viðeigandi stöðum. Eigið eftirlit eigenda og forráðamanna Samkvæmt reglugerð 200/1994 er fyrirtækjum og stofnunum er skylt að hafa eigið eftirlit með brunavörnum. Reynslan hefur sýnt að slíkt eftirlit minnkar líkur á að eldur og reykur nái að valda skaða á fólki og eignum. Einnig er talið að sú vitundarvakning sem fylgir eigin eldvarnareftirliti vinnustaða auki meðvitund starfsmanna um hættuna og fækki þannig brunatilfellum. Reynslan erlendis sýnir að fyrirtæki sem verða fyrir stórbruna fá sjaldnast tjón sitt bætt að fullu þótt keyptar séu aukabrunatryggingar og jafnvel rekstrarstöðvunartrygging, þar sem

oftast tekur langan tíma að koma starfseminni aftur í gang. Viðskiptavinir geta sjaldnast beðið eftir því og neyðast til að flytja viðskiptin, a.m.k. tímabundið, reynslan sýnir hins vegar að aðeins hluti viðskiptavina snýr til baka. Þó ekki hafi verið sýnt fram á að þessu sé nákvæmlega svona háttað hér á landi er ljóst að það borgar sig að sinna eigin eldvarnareftirliti til að draga úr líkum á stórbruna. Mikill kostnaður er lagður í eldvarnir í nútíma atvinnuhúsnæði, hvort sem um er að ræða brunahólfun, vatnsúðakerfi, brunaviðvörunarkerfi, neyðarlýsingu, reyklosun eða aðrar brunavarnir. Því er mikilvægt að sinna eftirliti og viðhaldi á þessum vörnum svo fjárfestingin komi að gagni. Óhætt er að segja að eftirlit með brunavörnum og búnaði þeim tengdum hafi batnað síðustu ár en það má enn gera betur. Með því að halda rýmingaræfingar, kenna notkun handslökkvibúnaðar og útskýra virkni brunavarna í atvinnuhúsnæði má draga verulega úr líkum á alvarlegum tilfellum vegna bruna.

bRUNAVARNIR HEIMILA

Flest okkar dvelja daglangt á vinnustað þar sem eru almennt góðar brunavarnir, æfðar viðbragðsáætlanir og innra eftirlit. En þegar heim er komið er eins og önnur viðmið gildi. Víða er brunavörnum heimila ábótavant, sem er áhyggjuefni, því við dveljum þar meirihluta sólarhringsins og erum auk þess sofandi helminginn af tímanum. Það er staðreynd að flest dauðsföll í eldsvoðum verða í heimahúsum og því er mikilvægt að huga að eldvörnum þar. Samkvæmt ársskýrslu Mannvirkjastofnunar árið 2011 voru um 60% allra útkalla slökkviliða vegna bruna í íbúðum og þar af 75% í fjölbýlishúsum. Á Íslandi látast að meðaltali um 1,72 einstaklingar á ári af völdum eldsvoða (1979-2011) eða 0,63 á hverja 100 þúsund íbúa sem er mun minna hlutfall en þekkist á Norðurlöndunum. Finnland er þar með hæsta hlutfallið eða 1,88. Mikilvægar forvarnir Eldvarnir heimila skipta því miklu máli og um að gera að yfirfara stöðuna á þínu heimili.

Reykskynjarar eru mikilvægustu öryggistækin þegar kemur að eldvörnum heimila en kostnaður við þá er mjög lítill í samanburði við annan rekstrarkostnað íbúðarhúsnæðis. Best er að hafa einn í öllum svefnherbergjum og aðliggjandi rýmum. Í minni íbúðum er æskilegt að hafa reykskynjara í öllum rýmum nema baðherbergi. Þó skal íhuga staðsetningu reyksynjara í eldhúsi vel þar sem óæskileg boð eru til bölvunar, en þar getur hugsanlega reynst betra að hafa hitaskynjara. Jafnframt ætti að vera handslökkvitæki og eldvarnarteppi á hverju heimili en mikilvægt er að láta yfirfara handslökkvitæki reglulega. Eldvarnarbók heimilisins Mjög góðar upplýsingar um brunavarnir heimila má finna í Eldvarnarhandbók heimilisins á heimasíðu Mannvirkjastofnunar1. Verkís hvetur alla til að kynna sér bæklinginn og huga að eldvörnum á heimilum sínum. 1. Sjá nánar: http://www.mannvirkjastofnun.is/brunavarnir/ eldvarnabandalagid/eldvarnir-heimilisins/

27 Gangverk | Verkís


fréttamolar Virkjun fyrir klaustur Verkís hefur hafið hönnun smávirkjunar í nágrenni við Rila klaustrið í Búlgaríu, sem er stærsta og þekktasta klaustur rétttrúnaðarkirkjunnar í landinu og er jafnframt á heimsminjaskrá UNESCO. Uppsett afl virkjunarinnar verður allt að 830 kW og orkuvinnsla um 3,70 GWh. Umframorka verður seld og fjármunirnir notaðir til að endurbæta byggingar og innviði klaustursins. Virkjunarsvæðið sjálft er innan þjóðgarðs og því gerðar miklar kröfur til umhverfisvöktunar á verktíma. Klaustrið, sem stofnað var á tíundu öld, er staðsett í rúmlega 1000 m hæð og um milljón ferðamanna sækja það heim árlega. Verkís fær Steinsteypuverðlaun Í febrúar voru steinsteypuverðlaunin 2013 veitt við hátíðlega athöfn og framkvæmdaraðilar sem sáu um endurbyggingu Nýja Bíós verðlaunaðir. Verkís sá um nær alla verkfræðihönnun hússins sem og verkefnisstjórn og eftirlit með seinni áföngum framkvæmdanna. Að auki fengu eftirfarandi samstarfsaðilar í verkefninu verðlaun: Reykjavíkurborg sem eigandi, Studio Grandi sem arkitekt og Eykt sem verktaki. Nýja bíó var reist 1919 og var þá stærsta samkomuhús landsins með sæti fyrir 500 manns en í því var alla tíð bæði bíósalur og veitingahús. Húsið brann árið 1998 og var þá rifið. Það var endurbyggt í svokölluðum Jugend-stíl líkt og upprunalega húsið var og er nú steinsteypt þriggja hæða hús með um 200 fermetra grunnfleti. Nýtt hjúkrunarheimili Nýtt hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara á Sjálandi í Garðabæ var vígt í apríl og fékk nafnið Ísafold. Byggingin sem er felld inn í núverandi byggðarmunstur á Sjálandi er U-laga og myndar því skjólríkan garð í suðurátt með svölum sem snúa inn í garðinn. Þarna er heimili fyrir 60 íbúa en einnig er í húsnæðinu þjónustumiðstöð með iðjuþjálfun og dagdvöl, eldhús og matstofa, hárgreiðsla, hreyfisalur og fleira. Alls er byggingin á fjórum hæðum auk kjallara og er um 6.000 m2 að stærð. Verkís sá um eftirlit með framkvæmdum en THG eru arkitektar hússins.

Kaffihúsið í Lystigarði Akureyrar fær verðlaun Kaffihúsið í Lystigarði Akureyrar hlaut Menningarverðlaun DV, Verkís sá um alla verkfræðihönnun hússins en arkitektar voru Kollgáta. Kaffihúsið er í Lystigarði Akureyrar og hefur verið á skipulagi garðsins um árabil eða allt frá stofnun hans fyrir 80 árum. Útibúið á Selfossi 10 ára Þann 1. mars 2013 var áratugur síðan útibú Verkís á Selfossi var stofnað. Í upphafi voru tveir starfsmenn í útibúinu, en fljótlega bættust fleiri starfsmenn í hópinn. Árið 2008 urðu mikil umsvif í útibúinu þegar vinna hófst við tjónamat fyrir Viðlagatryggingu Íslands eftir jarðskjálftann í maí það ár. Þegar mest var voru um 25 manns við vinnu í útibúinu. Í dag eru þar fimm starfsmenn og felst vinna m.a. í ýmiskonar tjónamati og ráðgjöf fyrir Viðlagatryggingu ásamt ráðgjafarverkefnum á svæðinu, sérstaklega fyrir sveitarfélög, stærri fyrirtæki og stofnanir. Útibúið er til húsa að Austurvegi 10. Verkefni í Tansaníu Verkís ásamt Landsvirkjun Power hefur gert samning um eftirlit með endurnýjun í fimm vatnsaflsvirkjunum í Tansaníu, einkum í vélog rafbúnaði. Það er ríkisfyrirtækið TANESCO sem á virkjanirnar en samningsaðili Verkís er Norwegian Water Resource and Energy Directorate sem sér um verkið fyrir norska utanríkisráðuneytið sem hefur tryggt fé til verkefnisins. Um er að ræða áríðandi viðgerðir og viðhald á virkjununum fimm en heildar aflstærð þeirra er um 550 MW. Samningstíminn er tvö ár og hljóðar samningurinn alls upp á um 1.100.000 USD. Nýtt hótel við Suðurlandsbraut KEA hótel mun opna nýtt 105 herbergja hótel í sumar. Hótelið mun heita Reykjavik Lights og sér Verkís um hönnun, umsjón og eftirlit. Verkís mun m.a. hanna hreinlætis- og hitalagnir, loftræsikerfi, raf- og smáspennulagnir ásamt því að veita hljóðtækniráðgjöf. Að auki sér Verkís um heildar skipulagningu á framkvæmd og verkefnisstjórnun á verkstað, gerð kostnaðaráætlana og samningsgerð vegna framkvæmda og niðurrifs. Einnig mun Verkís sjá um byggingarstjórn og lokauppgjör.

28 Gangverk | Verkís


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.