• Fimmtudagurinn 7. janúar 2016 • 1. tölublað • 37. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Milljóna tjón í innsiglingunni til Sandgerðis
Sparsamir í Garði ■■Í fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins G arðs f y rir ári ð 2016 er gert ráð fyrir að fjárfestingar og f r am kvæmdir nemi 65,2 mkr. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2016, útkomuspá ársins 2015 og ársreikningi 2014, nær sveitarfélagið þeim áfanga að standast jafnvægisreglu í fjármálareglum Sveitarstjórnarlaga, er varðar rekstrarniðurstöðu. Þetta kemur fram í afgreiðslu bæjarstjórnar Garðs á fjárhagsáætlun áranna 2016 til 2019, sem tekin var til síðari umræðu og afgreiðslu í nýliðnum desember. Hlutfall heildarskulda og skuldbindinga af heildartekjum, skuldahlutfall, í árslok 2016 er áætlað 40,8%. Samkvæmt langtímaáætlun er gert ráð fyrir að í árslok 2019 verði skuldahlutfallið 36,8%.
■■Sandgerðishöfn er nú að kanna réttarstöðu sína gagnvart útgerð flutningaskips sem sigldi niður innsiglingarstaur í innsiglingarrennu Sandgerðisshafnar í júlí 2014. Tjónið er umtalsvert en viðgerð kostar um 16 milljónir króna. Það er óumdeilt að það var skipið Thor Scandia sem sigldi staurinn niður í lok júlí 2014 og eyðilagðist hann við áreksturinn. Samkvæmt kostnaðaráætlun í minnisblaði frá hafnarsviði Vegagerðarinnar frá því í september 2015 má gera ráð fyrir að það kosti um 16 milljónir kr. með virðisaukaskatti að gera við skemmdir. Hjá Sandgerðisbæ fengust þær upplýsingar að bæjaryfirvöld séu að kanna stöðu sína gagnvart þeim aðilum sem bera ábyrgð á viðkomandi skipi um að fá tjónið bætt.
Skipstjórnarmönnum hefur ekki alltaf gengið vel að ráða við innsiglinguna til Sandgerðis. Hér er flutningaskipið Fernanda strand við hafnarkjaftinn í Sandgerði.
Þarf að vera vilji og löngun „Aðalatriðið er að byrja á markmiðasetningu. Maður verður að vera tilbúinn að breyta um lífsstíl en ekki fara í átak í nokkrar vikur. Það þarf að vera vilji og löngun en ekki bara harka, þú tekur ekkert á hörkunni einni saman. Þú getur þó notað hörkuna til þess að koma þér yfir erfiðustu hjallana í þessu,“ segir Sævar Borgarsson þjálfari í Sporthúsinu en fjöldi fólks mætir til hans í Superform æfingakerfið. // 32
Menntun er leiðin út úr fátækt
Sigvaldi Arnar maður ársins
Sigvaldi Arnar Lárusson lögreglumaður og göngugarpur er „Maður ársins á Suðurnesjum 2015“. Þetta er í 26. sinn sem Víkurfréttir standa að þessu vali og Sigvaldi er vel að útnefningunni kominn. Hann var áberandi á árinu fyrir magnað afrek þegar hann gekk frá Keflavík til Hofsóss og notaði tilefnið til að safna peningum fyrir langveik börn. Þegar hann kom á leiðarenda fylgdi honum hópur fólks líkt og Forrest Gump í samnefndri mynd þegar söguhetjan hafði hlaupið nægju sína. Sigvaldi komst oftar en einu sinni í fréttirnar á árinu sem „dýralöggan“, ýmist vegna útkalla
tengdum uglu, nýfæddum kettlingum, köttum í brennandi íbúð eða hundi sem var farþegi bíls sem lenti í árekstri. Víkurfréttir ræða við Sigvalda um liðið ár og ýmislegt fleira en kappinn er Keflvíkingur í húð og hár. Viðtalið við Sigvalda er í miðopnu blaðsins í dag. Sigvaldi er einnig í þætti vikunnar hjá Sjónvarpi Víkurfrétta. Á myndinni hér að ofan má sjá þá Pál Ketilsson ritstjóra Víkurfrétta og Sigvalda með viðurkenningarskjal til staðfestingar á útnefningunni sem maður ársins 2015 á Suðurnesjum. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mikil fjölgun útkalla í flugstöðina
FÍTON / SÍA
■■Sjúkrabílar frá Brunavarnum Suðurnesja fóru í 2276 sjúkraflutninga á árinu 2015. Það eru örlítið færri flutningar en árið áður en þá voru flutningar 2313 talsins. Þrátt fyrir að sjúkraflutningum fækki örlítið þá hefur útköllum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgað, sem er í sam-
einföld reiknivél á ebox.is
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
Rán opnaði Ófærð ■■Rán Ísold Eysteinsdóttir úr Keflavík leikur í þáttunum Ófærð sem sýndir eru á RÚV við miklar vinsældir. Hún sagði aðeins fáum frá hlutverkinu sínu svo það kom mörgum vinum og kunningjum á óvart að sjá hana á skjánum. Ekki aðeins er fyrsta stóra hlutverkið hennar í vinsælustu sjónvarpsþáttaröð á Íslandi heldur krafðist hlutverkið þess að hún léki nakin í kynlífsatriði. // 12
Bláa lónið þurrkað upp ■■Bláa lóninu var lokað á mánudagskvöld og hefur lónið verið tæmt. Framkvæmdir við stækkun og endurhönnun upplifunarsvæðis Bláa lónsins hófust þá en hluti framkvæmdanna var að tæma lónið sjálft. Magnea Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Bláa lónsins, sagði að verkefnið hefði farið vel af stað. // 26
ræmi við aukinn ferðamannastraum um stöðina. Á síðustu þremur árum hefur útkölluð fjölgað í stöðina úr 3% í 9%. Á síðasta ári var slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kallað í samtals 191 verkefni. Það er svipaður fjöldi útkalla og árið áður.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
„Það skiptir okkur miklu máli að öll börn hafi jafnan aðgang að menntun og tómstundum,“ segir Þórunn Þórisdóttir, rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju. Hún heldur utan um Velferðarsjóð Suðurnesja. Meðal verkefna sjóðsins er að styðja við ungmenni sem ekki eiga möguleika á að fara í framhaldsskóla vegna fátæktar. // 6
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
2
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 7. janúar 2016
Svona verður útlit verslunar- og þjónustumiðstöðvarinnar sem fær nafnið Rósasel.
HÚSALEIGUBÆTUR 2016 Endurnýja þarf umsóknir um húsaleigubætur vegna ársins 2016 fyrir 16. janúar nk. Sótt er um á Mitt Reykjanes (www.mittreykjanes.is). Þar er einnig hægt að sækja um lykilorð og hægt að velja um að fá lykilorð sent í pósti eða netbanka. Með umsókninni þarf að skila inn: • Staðgreiðsluyfirliti þar sem fram koma heildartekjur ársins 2015. • Yfirlit frá Tryggingastofnun, lífeyrissjóðum, Vinnumálastofnun eða öðrum launagreiðendum og öðrum gögnum er varða laun. • Skattframtali fyrir árið 2015 hafi því ekki þegar verið skilað inn. • Endurnýjuðum húsaleigusamningi sé hann ekki í fullu gildi. Umsókn inn á www.mittreykjanes.is þarf að hafa borist eigi síðar en 16. janúar 2016. Sigurbjörg Gísladóttir húsnæðisfulltrúi
BREYTINGAR Á LEIÐUM 55 OG 88 Smávægilegar tímabreytingar urðu á Suðurnesjaleiðunum 55 og 88 (utanbæjarstrætó) þann 3. janúar sl. Notendum er bent á nánari upplýsingar á vef strætó, www.strætó.is. Leiðarbækur eru ekki lengur prentaðar en allar upplýsingar um leiðir, komutíma, brottfarir, kort og aðra þjónustu er hægt að finna á vefnum, í Strætó-appinu eða hjá Þjónustuveri Strætó í síma 5402700.
LEIKSKÓLAKENNARI ÓSKAST Leikskólinn Hjallatún óskar eftir leikskólakennara í stöðu deildarstjóra til að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra, þ.m.t. - Að bera ábyrgð á uppeldis-og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni - Stjórnun, skipulagning og mat á starf deildarinnar - Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá - Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf, þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunar og hæfniskröfur. Umsóknarfrestur er til og með 18. janúar n.k. Frekari upplýsingar veitir Ólöf Magnea Sverrisdóttir leikskólastjóri í síma 4203150/6986061 eða olof.sverrisdottir@hjallatun.is Leikskólinn Hjallatún er opin leikskóli og starfar eftir fjölgreindarkenningu Howard Gardners. Áhersla er lögð á leikinn, lýðræði og samskipti.
GJALDSKRÁRBREYTINGAR Ýmsar gjaldskrárbreytingar urðu hjá Reykjanesbæ um áramótin, flestar tengdar þróun vísitölu. Stærstu breytingarnar eru gjaldtaka í Duus safnahús, hækkun á stökum sundmiða og sérstakt gjald er nú tekið fyrir heimsenda máltíð. Þá hækka gjöld Tónlistarskóla Reykjanesbæjar umfram vísitölu til að nálgast gjaldtöku annarra sveitarfélaga. Gjaldskrá 2016 fyrir Reykjanesbæjar má nálgast á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is.
Byggja stóra verslunar- og þjónustumiðstöð við flugstöðina ●●Framkvæmdir hefjast í vor og lýkur 2017 ●●Miklir möguleikar felast í uppbyggingu í þjónustu við flugvöllinn Kaupfélag Suðurnesja mun í vor hefja byggingu á stórum verslunar- og þjónustukjarna á tuttugu þúsund fermetra lóð við hringtorg næst Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Kaupfélagið vinnur að verkefninu í samvinnu við Sveitarfélagið Garð en byggingarsvæðið er í landi þess. Nafn verslunar- og þjónustukjarnans verður Rósasel en Rósaselsvötn eru skammt frá. „Því hefur lengi verið spáð að mikil uppbygging ætti eftir að eiga sér stað í framtíðnni meðfram Reykjanesbrautinni, umferðaræðinni sem liggur til og frá flugstöðinni. Uppbygging þjónustukjarnans er fyrsta merkið um að sú þróun sé loks hafin og er í takti við öra þróun ferðaþjónustunnar,“ segir Skúli Skúlason. Þjónustuskjarninn mun stórbæta aðstöðu í næsta nágrenni flugvallarins en mikill fjöldi ferðamanna tekur við bílaleigubílum í flugstöðinni og í nágrenni hennar. Skúli segir að við val á staðsetningu hafi verið hugað að mörgum þáttum, s.s. framtíðarskipulagi Keflavíkurflugvallar (sem kynnt var í haust), svæðaskipulagi, aðalskipulagi bæjarfélaganna, umferðarspá, hljóðvist, hæð bygginga vegna flugvallarins, stækkunarmöguleikum og veðri. Í verslunar- og þjónustumiðstöðinni Rósaseli verður m.a. Nettó verslun, kaffihús, veitingastaðir, ferðatengd verslun, bensínstöð, þjónusta við bíleigendur og aðstaða fyrir bílaleigur.
Aron ánægður með Iphone 6S ■■Hinn tíu ára Aron Smári Sörensen úr Keflavík fékk afhendan Iphone 6S síma á mili jóla og nýars en hann var dreginn út úr Jólalukku Víkurfrétta á aðfangadag, en nærri tuttugu þúsund miðar bárust í Nettó og Kaskó. Þessi vinsælasti sími í heimi og reyndar fjögur stykki af honum, var einn af glæsilegum vinningum í Jólalukku Vikurfrétta 2015. Nöfn vinningshafa í fjórum útdráttum voru birtir í síðasta tölublaði ársins en er einnig að finna á vef Víkurfrétta, vf.is. Víkurfréttir þakka öllum samstarfsaðilum en þeir skiptu mörgum tugum og óska einnig vinningshöfum til hamingju. Vinningar í Jólalukkunni voru sex þúsund og verðmæti þeirra um 7 milljónir króna.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á fyrri hluta árs 2016 og að þeim ljúki á árinu 2017. Það fer þó allt eftir umfangi og lokahönnun bygginga. Um er að ræða fyrsta stóra uppbyggingarverkefnið utan flugvallarsvæðisins frá því hin mikla aukning ferðamanna hófst. Skúli segir að miklir möguleikar séu taldir felast í uppbyggingu í þjónustu við flugvöllinn, starfsmenn sem sækja vinnu þar og ferðamenn að koma til landsins og á leið utan. Þá er ónefndar margar þúsundir starfsmanna í og við flugstöðina en þeir eru áætlaðir yfir 5 þúsund manns að því er kom fram hjá forstjóra Isavia við kynningu á masterplani Keflavíkurflugvallar nýlega. Fjöldi starfsmanna mun einnig hefja störf í Helguvík á komandi árum.
Gjöld vegna grunnþjónustu við börn hækkar ekki Stök sundferð og gjald ● í tónlistarskóla hækkar
■■Reykjanesbær mun ekki hækka tímagjald í leikskóla, gjöld frístundaskóla, áskriftir skólamáltíða eða sundferðir barna nú um áramót. Flestar hækkanir á gjaldskrá Reykjanesbæjar árið 2016 eru samkvæmt hækkun vísitölu, samkvæmt því er fram kemur á vef bæjarfélagsins. Stærstu breytingarnar í gjaldskrá Reykjanesbæjar árið 2016 er gjaldtaka í Duus safnahús sem verður í samræmi við aðgangseyri Rokksafns Íslands, það er 1500 krónur fyrir almenning, 1200 fyrir eldri borgara og öryrkja og frítt fyrir börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Frá áramótum þarf að greiða sérstakt gjald fyrir heimsenda máltíð, gjaldtaka heimaþjónustu er nú tekjutengd og stakur miði í sund hækkar um 150 krónur, fer úr 550 krónum í 700 krónur. Gjöld í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hækka umfram vísitölu til að nálgast gjaldtöku annarra sveitarfélaga. Aðrar hækkanir eru samkvæmt þróun vísitölu. Fasteignagjöld og útsvarsprósenta verða óbreytt.
4
VÍKURFRÉTTIR
Nú er unnið að mestu stækkunum flugstöðvarinnar frá því hún var byggð árið 1987 auk þess sem leitað er allra leiða til að bæta nýtingu núverandi mannvirkja.
ATVINNA LÖGREGLUSTJÓRINN Á SUÐURNESJUM ÓSKAR EFTIR STARFSFÓLKI Í FRAMTÍÐAR- OG SUMARSTÖRF LANDAMÆRAVARÐA Í FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR. HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ: Starfsskyldur landamæravarða er að sinna landamæraeftirliti í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli þar sem þeir starfa við hlið lögreglumanna og undir þeirra stjórn í samræmi við reglugerð um för yfir landamæri nr.1212/2007.
fimmtudagur 7. janúar 2016
Icelandair fagnaði því að 3 milljónasti farþeginn flaug með félaginu seint á síðasta ári. Hér er hann með forstjóra og áhöfn vélarinnar í flugstöðinni.
Tæpar 5 milljónir farþega fóru um Keflavíkurflugvöll árið 2015 ●●Öflug markaðssetning hefur skilað góðum árangri ●●Gæti tekið við 10 milljónum farþega með betri dreifingu innan dagsins Árið 2015 fóru 4.855.505 farþegar um Evrópu og Norður-Ameríku, en eins á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár. Keflavíkurflugvöll, einni milljón fleiri og áður sagði eru tímarnir á milli þess- Árið 2010, þegar Isavia var stofnað en árið 2014. Fjöldinn hefur aldrei ara álagspunkta vannýttir. Með betri fóru tvær milljónir farþega um flugverið meiri og er um að ræða 25,5% nýtingu flugvallarins og aukningu völlinn en síðasta ár fóru tæpar fimm aukningu frá fyrra ári. Skiptingin var á milli aðalálagstíma sólarhringsins milljónir í gegnum sama mannvirkið. þannig að 1.693.858 komu til lands- gæti flugvöllurinn tekið við hátt í 10 Auðvitað geta komið upp hikstar ins um flugvöllinn, 1.696.769 fóru milljónum farþega á ári hverju þegar þegar miklar framkvæmdir standa frá landinu og 1.464.878 millilentu. framkvæmdunum sem nú standa yfir yfir á sama tíma og farþegum fjölgar Júlí var stærsti mánuður ársins með er lokið. Það liggja því mikil tækifæri svona mikið. Við urðum vör við það 662.750 farþega. Samkvæmt farþe- fyrir Isavia, flugfélögin og Ísland í í sumar, en þá var það einmitt ósérgaspá Isavia er gert ráð fyrir að 6,25 betri nýtingu núverandi mannvirkja hlífni og þrotlaus vinna starfsfólks milljón farþegar fari um flugvöllinn á meðan unnið er að stækkunarfram- sem gerði það að verkum að hægt var, kvæmdum. Með betri dreifingu yfir á mjög stuttum tíma, að gera úrbætur árið 2016. Með öflugu markaðsstarfi hefur daginn væri hægt að nýta flugvöllinn og breytingar sem flýttu afgreiðslu um Isavia tekist að fjölga mjög ferðum mun betur þangað til framkvæmdir flugstöðina. Nú þurfum við, í samvinnu við flugfélögin, að leita leiða til og áfangastöðum erlendra flugfélaga hafa náð farþegaaukningunni. aðNE nýta mannvirki betur UM og efla þannig samkeppni og auka SJ núverandi A¡ I¡ É 3 U¡ UR IN GAáBLKeflavíkurflugâSIsavia svo stærsta útflutningsgrein þjóðar„Starfsfólk ferðamöguleika Íslendinga. ÞessiTTflugGL AU G O A RÏ TA Fkomið RSleyti félög hafa að3T mestu inn velli hefur staðið sig með eindæmum innar, ferðaþjónustan, geti haldið utan háannatíma sólarhringsins og því vel í að ráða við þá fordæmalausu áfram að vaxa næstu árin,“ segir Björn hefur nýting flugvallarins aukist mjög farþegaaukningu sem orðið hefur Óli Hauksson forstjóri Isavia. með markaðsstarfi. Enn er þó mikill vannýttur tími utan háannatíma og vinnur félagið að því að dreifa enn betur álagi innan sólarhringsins.
HÆFNISKRÖFUR: ■ Vera íslenskur ríkisborgari og hafa náð 20 ár aldri. ■ Hafa ekki gerst brotlegur við refsilög. Ef brot á refsilögum er smávægilegt eða langt um liðið frá því að það var framið er það háð mati lögreglustjóra hvort undanþága verði veitt; ■ Standast bakgrunsskoðun flugverndar með jákvæðri umsögn; ■ Vera andlega og líkamlega heilbrigður og standast læknisskoðun; 16 þúsund fermetrar í byggingu ■ Hafa lokið a.m.k. tveggja ára framhaldsmenntun Nú er unnið að mestu stækkunum eða annarri menntun sem nýtist í starfi; flugstöðvarinnar frá því hún var GUR ÉRGAN byggð 1987 auk þess sem leitað er LA¡ s ■ Hafa gott vald á íslensku og ensku. Önnur tungumálakunnátta er kostur. R árið A Þ N TÚLUB JA N DAGURIN allra leiða til að bæta nýtingu núver■ Lögð er áhersla á skipuleg og vönduð vinnubrögð, &IMMTU andi mannvirkja. Um þessar mundir þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum. FREKARI UPPLÝSINGAR UM STARFIÐ: Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Nánar er kveðið á um hlutverk landamæravarða í reglugerð um för yfir landamæri og í starfslýsingu sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum gerir fyrir hvern landamæravörð. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða. LANDAMÆRAVÖRÐUR – FRAMTÍÐARSTÖRF Um er að ræða vaktavinnu og er starfshlutfall breytilegt, frá 50% upp í 100%. Ráðið verður frá 1. mars nk. Nánari upplýsingar á Starfatorgi, www.starfatorg.is auglýsingu -201512/1325 LANDAMÆRAVÖRÐUR – SUMARSTÖRF Um er að ræða vaktavinnu og er starfshlutfall 100%. Ráðið verður frá 15. maí nk. Nánari upplýsingar á Starfatorgi, www.starfatorg.is auglýsingu -201512/1326.
9PXPYO`] QÇ ùô LQ^WÇ__ SUÇ >-6
eru 16 þúsund fermetrar í byggingu, þar af komast níu þúsund í gagnið á árinu 2016 og sjö þúsund til viðbótar árið 2017. Í þróunaráætlun flugvallarSEM JANESB R OG 3"+ M ins erEYK þá gert ráð fyrir að flugstöðin SSA ING ENN ANN AST ALM H F U¹ TIL OG FRÕ verði G N 140GUR þúsund fermetrar árið 2032, S£R ¹INU HAFA GERT ME¹ ¹I SV ríflega GAR BOR er sem tvöföldun á núverandi BJ 3"+ A¹ SAM KOM ULA G UM NEM A UTA N mannvirki. NÕM SM NN UM SEM FARGJ LDUM AFSLÕTT AF SV ¹IS Mestu álagstímar eru DAG LEGA LD OG sólarhringsins -I¹ A¹ VI¹ FULLT GJA UR AFSLÕTTUR GETíslensku félögin Icelþeir tímar sem NOTKUN VAGNANNA NUM ©¢SUND KR INN NUMI¹ andair og UM WOW nota til þess að tengja ¹I
2
Õ MÕNU GGST 3"+ AUKA -E¹ ©ESSU TILBO¹I HY YKJANESB R 2E N«TINGU VAGNANNA OG NEMENDUR VI¹ HYGGST KOMA TIL M TS SV ¹IS àEIR N UTA LA SEM ERU ¤ SK Õ A¹ FER¹ AST T KOS SU ©ES ¹ EIGA ME MU M H TTI Õ MIL LI ME ¹ HAG KV M TS VI¹ AT àANNIG ER KOM I¹ TIL URFELLINGU NI¹ HUGASEMDIR UM ALLA A SEM NEMA STYRKJA TIL EINSTAKLING Õ VF IS NIG EIN UTAN SV ¹IS 3JÕ
Hvað sagði farþegaspáin 2005?
„Farþegafjöldi um Keflavíkurflug- arða kr. í breytingum og stækkun á völl mun tvöfaldast á næstu tíu árum, flugstöðinni næstu tvö árin. verða 3,1 millj. farþega en þeir voru „Starfsfólki við flugstöðina og tengdra 1,6 milljón árið 2005.“ Svo segir í for- aðila mun fjölga um 50% á næstu síðufrétt í Víkurfréttum í janúar 2005. árum. Í dag er fjöldi starfsmanna í Þetta kom fram í farþegaspá sem og við stöðina um 1800 manns. Á því breska fyrirtækið BAA plc. vann fyrir mun verða mikil breyting á næstu árum,“ sagði Höskuldur í ársbyrjun Keflavíkurflugvöll. Þáverandi framkvæmdastjóri Flug- 2005. stöðvar Leifs Eiríkssonar, Höskuldur samkvæmt Ásgeirsson, sagði í viðtali við VF að Ljóst er TOO þessu að bresku RX ]L[WÇ^^ YT `]R]P sérfræðingarnir sáu ekki fyrir enn ljóst væri að menn yrðu að halda vel á " OL ESB R MU N EYK JAN farþegafjölgun en farþegaspöðunum og hraða eftir mætti fram- meiri ÕFR AM NI¹ URG REI ¹A ¹R varð 4,8 millj. en HJÕ DAGM 2015 kvæmdum við að stækka og breyta fjöldinn VISTUN árið G Õ¹UR MA H TTI O ME¹ SA þeir spáðu 3,1 milljón. Þeir spáðu skipulagi í flugstöðinni til að halda í UM Õ R¹I NG OG FYR IRH UGU ¹ SKE EKKI en raunin varð UR tvöföldun áratug við farþegafjölgunina. Gert væri ráð NI¹ URG REI¹SLUM áTEK I þreföldun. fyrir framkvæmdum upp á 4-5 millj- GILD UR KEN NI A¹ ©ES SI
7Ç_L `YOLY ]½^_TYRT QZ]PWO]L
2
ILLJAR¡ KRØNA Ó ST KKUN RFESTA É ALLS FJØR¡A M 'ERT SÏ RÉ¡ FYRIR A¡ FJÉ NA¡I FYRIR FAR¤EGA OG FLUGREKSTRARA¡ILA É ¡BÞ RI A BET É FAR¤EGA OG BREYTINGUM OG ÉN ¤ESS A¡ ÉLÚGUR ÉRUNUM OG AUKNAR FLUGREKENDUR HAFI VERI¡
^_` õô Ç]`X% W`RaÕWW _aÕQLWOL^_ Ç Y
aÞV`]Q 8 1L] PRLQUÕWOT `X 6PQWL
L Q ] L _ ^ L ] ] ½ Y ` ] 3`YO T W W P a R ` W Q ] ` V Þ a L W Q P Ç 6 LAV¤K AR©EGAFJ LDI UM +EF AST FALD URFLUGV LL MUN TV R©EGAR Õ N STU ÕRUM &A N VER¹A LIN V L UM A FAR SEM EIR VORU MILLJ N ÕRI¹ EN © TTA KEMUR àE MILLJ N Õ S¤¹ASTA ÕRI NI SPÕ SEM FRA M ¤ END URM ETIN ! PLC HEFUR BRESKA FYRIRT KI¹ "! RFLU GV LL GER T FYR IR +EF LAV ¤KUFAR©EGAR EN àETTA ERU FLEIRI FYRIRT KIS A ¤ HLI¹ST ¹RI SPÕ SAM FRÕ ÕRINU
&
SON FRA M ( SKU LDU R ¸SG EIRS R ,EIFS %I ¹VA KV MDASTJ RI &LUGST T A¹ MENN LJ S R¤KSSONAR HF SEGIR SP ¹UM OG Õ VER¹I A¹ HALDA VEL KV MDUM FRAM TTI M R EFTI HRA¹A YTA SKIPULAGI VI¹ A¹ ST KKA OG BRE DA ¤ VI¹ FAR ¤ FLUGST ¹INNI TIL A¹ HALS£ RÕ¹ FYRIR T ©EGAFJ LGUNINA 'ER ¹A MILLJAR¹ A¹ FJÕRFESTA Õ ALLS FJ RYTINGUM OG BRE N KR NA ¤ ST KKU R FAR©EGA OG BETRI A¹B¢NA¹I FYRI NUM ÕRU FLUGREKSTRARA¹ILA Õ
u G VI¹ EKKI ¤ ÕKV R¹ UN OKK AR VAR PBYGG ANDA ©EIRRAR MIKLU UP NNAR LDU INGAR ¤ ©ÕGU FJ LSKY DA FYRIR SEM VI¹ VILJUM STAN R£TTA LEI¹ ©V¤ OG VI¹ VILJ UM ¹I¹ A¹ HANA 6I¹ H FUM ÕKVE OG LDRA VER¹A VI¹ SKUM FORE HALDA OG RA VER¹ANDI FOR ELD ME¹ ÕFRAM NI¹URGREI¹SLUMR ÕRA FYRI SAMA H TTI OG VAR G YTIN BRE ¹ M T &YR IRHUGU DIh SEGIR GENGUR ©V¤ EKKI ¤ GIL JARSTJ R I ¸RNI 3IG F¢SSON B IN SEM 2EYKJANESB JAR ¤ GRE TIR ¤ R ¤ 6¤K URF R£T $ % HAN N RITA $! ! ## !
DAG
ÕL GUR Õ FAR OG ÕN ©ESS A¹ HAFI VERI¹ UR ©EGA OG FLUGREKEND FLUGST ¹ VI¹ AUKNAR u3TARFSF LKI MUN FJ LGA LA INA OG TENGDRA A¹I M Ù DAG ER ÕRU UM Õ N STU ST ¹INA OG FJ LDI STARFSF LKS VI¹ SV ¹INU UM A¹ILA TENGDRI HENNI Õ S£S T A¹ Õ SU ©ES MA NNS ¸ VER¹A MIKLAR N STU ÕRUM MUNU
v SAG¹I ( SK BREYTINGAR Õ ST ¹INNI URFR£TTIR 6¤K ULDUR ¤ SAMTALI VI¹
Markhönnun ehf
ÚTSALA!
ÚTSALAN ER HAFIN
30% – 70 % AFSLÁTTUR www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór· Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
6
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 7. janúar 2016
Menntun er leiðin út úr fátækt
RITSTJÓRNARPISTILL Páll Ketilsson
FRÁ PALESTÍNU TIL KEFLAVÍKUR Göngugarpurinn og lögreglumaðurinn Sigvaldi Arnar Lárusson er maður ársins á Suðurnesjum 2015 en þetta er í tuttugasta og sjötta sinn sem Víkurfréttir standa að þessari útnefningu. Víkurfréttir stóðu að valinu í fyrsta sinn árið 1990 og völdu þá Dagbjart Einarsson, útgerðarmann og bónda úr Grindavík, sem mann ársins á Suðurnesjum. Sigvaldi er svo sannarlega maður fólksins, Keflvíkingur í húð og hár og lögreglumaður á Suðurnesjum. Uppátæki hans að ganga frá Keflavík til Hofsóss vakti landsathygli en hann nýtti sér meðbyrinn sem hann fékk í því og efndi til styrktarsöfnunar í leiðinni. Alls söfnuðust á þriðju milljón sem hann afhenti Umhyggju, styrktarfélagi langveikra barna. Sú upphæð hækkaði um nokkur hundruð þúsund krónur eftir að Sigvaldi stóð fyrir kótilettukvöldi síðla árs. Hann segir í viðtali við Víkurfréttir að hann útiloki ekki að standa að annarri uppákomu en þó líklega ekki á þessu ári. Sigvaldi var einnig í sviðsljósinu í lögreglubúningnum. Þegar lögreglumenn björguðu fjórfætlingum nokkrum sinnum á árinu var okkar maður oftast í framlínunni. Hann segir lögreglustarfið fjölbreytt og skemmtilegt en fólk sé ekki í því vegna launanna en Sigvaldi lét einnig til sín taka á vettvangi baráttu fyrir bættum kjörum lögreglumana á árinu. Þetta er eins og fyrr segir í tuttugasta og sjötta sinn sem við veljum Suðurnesjamann ársins. Það er áhugavert að skoða listann sem er ansi fjölbreyttur. Við vorum þó greinilega með atvinnulífið ofarlega á listanum fyrsta áratuginn en þá voru átta af tíu fólk þaðan, ein kona og sjö karlar. Tveir af fyrstu tíu voru prestar, þeir Hjörtur Magni Jóhannsson og Sigfús Ingvason en þeir þóttu leysa afar vel mjög erfið verkefni þessi ár. Þetta hefur verið meira bland í poka síðustu fimmtán árin, tónlistarfólk, frumkvöðlar og íþróttamenn. Óhætt er að segja að tímamót hafi verið á síðasta ári þegar við kusum Fidu Abu Libdeh, unga konu sem er fædd og uppalin í Palestínu, en er orðinn góður þegn á Íslandi og reyndar gott betur. Hún er nefnilega frumkvöðull og stofnaði fyrirtæki í nýsköpun eftir nám hjá háskólasamfélaginu Keili á Ásbrú. Fida er á blússandi siglingu eins og reyndar fleiri af listanum. Af nýlegum mönnum ársins eru nokkrir þeirra á fleygiferð, meðal annarra tónlistarfólkið Nanna og Brynjar úr Of Monsters and Men og Axel Jónsson í Skólamat. Þið sjáið listann yfir Menn ársins inni í blaðinu. Flest finnum við fyrir meiri jákvæðni og bjartsýni á Suðurnesjum og það kemur nokkuð skýrt fram í viðtölum við átta einstaklinga sem við sýnum í sjónvarpsþætti vikunnar. Við á Víkurfréttum ætlum að vera á jákvæðum nótum og sendum lesendum og áhorfendum okkar bestu óskir um gleðilegt ár með bestu þökkum fyrir liðin ár. Símstöðin við Suðurgötu í Sandgerði
●●Velferðarsjóður Suðurnesja styður við efnalitlar fjölskyldur og einstaklinga. Umsjónarmaður sjóðsins segir aldraða og öryrkja sitja eftir núna þegar efnahagsástandið fer batnandi „Það skiptir okkur miklu máli að öll börn hafi jafnan aðgang að menntun og tómstundum,“ segir Þórunn Þórisdóttir, rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju. Hún heldur utan um Velferðarsjóð Suðurnesja. Meðal verkefna sjóðsins er að styðja við ungmenni sem ekki eiga möguleika á að fara í framhaldsskóla vegna fátækar. Fyrir þá unglinga greiðir sjóðurinn skólagjöld, námsgögn og skólamat. „Fátækt erfist, þar sem þeir einstaklingar sem alast upp við fátækt hafa ekki sömu tækifæri til menntunar og tómstunda eins og önnur börn. Menntun er besta leiðin út úr fátækt. Það eru dæmi um að þrír ættliðir sömu fjölskyldu leiti til okkar. Þau ungmenni sem búa við fátækt hafa oft engar væntingar til framtíðarinnar og vita jafnvel ekki hvaða möguleika þau hafa. Það er alltaf ánægjulegt þegar þessir einstaklingar útskrifast úr framhaldsskóla og stefna á meiri menntun.“ Tæplega 150 heimili leituðu til sjóðsins á síðasta ári. Fyrir jólin fengu 111 heimili úthlutun. Fólk leggur fram gögn um tekjur og mánaðarleg útgjöld, séu þær undir viðmiðunarmörkum miðað við fjölskyldustærð er því úthlutað úr sjóðnum. Að sögn Þórunnar er almenna reglan sú að fjölskyldur fái úthlutað úttektarkorti í matvöruverslun þrisvar sinnum á ári og sérstaka úthlutun um jólin að auki. Einstaklingar fá að jafnaði úthlutun einu sinni á ári en á því eru undantekningar. Sjóðurinn aðstoðar fjölskyldur sem eru undir viðmiðunarmörkum einnig við að greiða fyrir eina tómstund fyrir hvert barn og skólamat. Í dag greiðir sjóðurinn skólamáltíðir fyrir 250.000 krónur á mánuði. Þórunn segir flesta leita til sjóðsins í desember. „Fólk getur þá bjargað sér hina mánuðina en leitar til okkar fyrir jólin.“ Hún kveðst finna
Þau ungmenni sem búa við fátækt hafa oft engar væntingar til framtíðarinnar og vita jafnvel ekki hvaða möguleika þau hafa
Velferðarsjóður Suðurnesja er samstarfsverkefni kirkna á Suðurnesjum, stéttarfélaga og Rauða krossins. Rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju heldur utan um sjóðinn.
fyrir því að efnahagsástandið sé að batna. „Það er mun minna atvinnuleysi og færri sem fá fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum. Það er þó ákveðinn hópur sem situr eftir; aldraðir og öryrkjar. Það þarf að gera meira fyrir þá hópa. Einstaklingar fá rúmar 170.000 krónur á mánuði og greiða af því 120.000 krónur í húsaleigu, auk þess að þurfa meira á læknisþjónustu og lyfjum að halda en aðrir.“ Fólk á vinnumarkaði með lægstu launin er einnig í hópi umsækjenda, sérstaklega einstæðir foreldrar. Starfsmenn og sjálfboðaliðar Keflavíkurkirkju fóru í októberbyrjun 2008 í vinnuferð í Skálholt og var í þeirri ferð ákveðið að stofna Velferðarsjóð Suðurnesja og fá aðra til samstarfs. Velferðarsjóður Suðurnesja er sameignarsjóður kirkna á Suðurnesjum, stéttarfélaga og Rauða krossins á Suðurnesjum. Hugmyndin með stofnun hans var að sinna betur þeim efnaminnstu. Daginn eftir heimkomu úr Skálholti hrundi efnahagur landsins og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bar Guð um að blessa Ísland. Frá októberbyrjun til desember loka 2008 söfnuðust 20 milljónir í sjóðinn. Þórunn segir að segir að einstaklingar, starfsmannafélög, góðgerðafélög, stéttarfélög, fyrirtæki og stofnanir standi vörð um sjóðinn og fyrir það eru þau sem
Þórunn Þórisdóttir, rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju. Hún heldur utan um Velferðarsjóð Suðurnesja.
að honum standa afskaplega þakklát fyrir því að án þessara framlaga væri sjóðurinn ekki til. Sjóðurinn starfar eftir sömu verklagsreglum og Hjálparstarf kirkjunnar og segir Þórunn það hafa virkað vel. Þar sé mikil reynsla sem sjóðurinn nýtur góðs af. „Með því að hafa ákveðið verklag og verklagsreglur þá sitja allir við sama borð og þá getum við gert jafn vel við alla.“ Að lokum vill Þórunn þakka öllum þeim á liðnum árum hafa lagt sjóðnum lið.
SANDGERÐINGAR VILJA LJÓSNET INN Á ÖLL HEIMILI ●●Aðeins hluti bæjarins ljósnetstengdur ●●Verkefninu lokið á landsvísu eftir 3 ár
Bæjarráð Sandgerðis ítrekar nauðsyn þess að flýta framkvæmdum við lagningu ljósnetsins í Sandgerðisbæ þannig að allir sitji við sama borð þegar að lágmarksþjónustu kemur. Hafa bæjaryfirvöld í Sandgerði sett sig í samband við Mílu og spurst fyrir um hvenær fyrirtækið áformi að ljúka lagningu ljósnets í bæjarfélaginu. Fyrir nokkrum árum var settur upp búnaður við Suðurgötu 2 í Sandgerði til að íbúar gætu tengst ljósnetinu. Íbúar sem búa í allt að 1000 metra fjarlægð geta nú nýtt sér ljósnet en ekki aðrir íbúar. Það er þó nokkur
fjöldi heimila í Sandgerði sem ekki nær að nýta sér ljósnetið og hafa íbúar kvartað vegna þessa og vegna lélegra tenginga við internetið. Þegar áætlun um lagningu ljósnets í Sandgerði var kynnt á sínum tíma kom fram að stöðin við Strandgötu væri fyrsta skrefið og síðan yrðu settir skápar víðar þannig að ljósnetið væri öllum aðgengilegt. Í erindi sem Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerði, sendi til Mílu er spurt hvenær fyrirtækið ætli að ljúka lagningu ljósnetsins í Sandgerði. Þá óska bæjaryfirvöld eftir því að það verði gert hið fyrsta.
Í svörum Mílu til Sandgerðisbæjar kemur fram að forgangsröðun í Ljósveitu/Ljósneti var þannig að upphaflega voru allir helstu þéttbýliskjarnar á landinu tengdir út frá símstöð. Á sumum stöðum næst til allra heimila en á stærri stöðum og þar sem fjarlægð frá símstöð er mikil þarf aðrar fjárfestingar. Til að bjóða Ljósveitu/ Ljósnet fjær símstöð þarf að bæta við svokölluðum götuskápum sem tengdir eru með ljósleiðara til símstöðvar. Götuskápur er einskonar smásímstöð þar sem er sérhæfður búnaður sem
tryggir góðan hraða yfir þann enda sem eftir er inn til notandans. „Um okkar forgangsröðun má segja að almennt reynum við að fara fyrst þar sem flestir geta nýtt þjónustuna fyrir hverja fjárfesta krónu. Það er ástæða þess að í upphafi var þjónustan sett upp út frá símstöð á minni þéttbýliskjörnum. Ýmislegt getur haft áhrif á framkvæmdakostnað á hverjum stað og þar með forgangsröðun svo sem þeir innviðir sem við eigum á hverju svæði sem hægt er að nýta í verkefnið. Í nýrri hverfum eru gjarnan til staðar
innviðir sem hjálpa án þess að það sé algilt,“ segir m.a. í svörum Mílu. Þar kemur jafnframt fram að byrjað hafi verið á höfuðborgarsvæðinu og á nýliðnu ári hafi stærstur hluti framkvæmda verið á Akureyri en nokkur önnur þéttbýlissvæði séu á dagskrá fyrirtækisins. Ekki koma fram upplýsingar um hvenær ráðist verði í frekari framkvæmdir í Sandgerði aðrar en þær að Míla mun halda áfram að bæta við götuskápum á komandi árum til að bæta tengingar. Áætlanir gera ráð fyrir að það geti tekið allt að 3 ár að klára það verkefni á landsvísu.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Tilboðin gilda til 18. janúar 2016
PRJÓNAGARN
25-50%
afsláttur
25-35%
fjöldi annarra vara á lækkuðu verði
8
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 7. janúar 2016
Lífið með Lindu Maríu
Áramótaheitin 2016 Nýtt ár gengið í garð, komdu fagnandi 2016 ;) Nú er tækifæri til að byrja frá grunni, taka sjálfan sig í gegn bæði líkamlega og andlega. Breyta því sem virtist svo ómögulegt fyrir nokkrum andartökum síðan, draga inn andann og fá trúna á sjálfan sig á ný. Þetta snýr allt að viðhorfinu og styrknum sem við öll höfum að geyma. Okkar styrkleiki er sannur og stór, það býr risi í okkur öllum. Líkamsræktarstöðvarnar stútfyllast í byrjun janúar og það eina sem gripið er í búðunum er grænmeti og ávextir. Jákvætt viðhorft tekur stjórnina og hvert markmiðið á fætur öðrum fer upp á ísskápinn. Ég hef verið í vandræðum með að skilja á milli mín og þess almenna þegar ég skrifa þessa pistla, veit ekki alltaf hvar þessi lína liggur. Ég var búin að ákveða að á nýju ári myndi ég gera breytingu, ég myndi gera hluti sem endurspegla mig sjálfa ekki bara gjörðir mínar þó við séum auðvitað ekkert annað en gjörðir okkar í raun. Þó ræktin sé að sjálfsögðu í topp tveimur þá er ekki minna mikilvægt að passa upp á sinn innri mann. Spakmælum sem ég gleymi aldrei úr íslenskutíma í framhaldsskóla koma úr Hávamálum, innihald þeirra segir okkur að orðspor okkar lifir líkamann, við kveðjum þessa jarðvist en sporin sem við skiljum eftir í hjörtum annarra lifa eftir okkar dag. Svo margt sem ég man sem amma og afi sögðu mér hef ég mér í hjartastað, gallinn er samt sá að ég geri mitt besta til að geyma þetta í lokaðri kistu lengst inní horni hjarta míns. Þegar ég leyfi mér að vera litla stelpan, fara til baka þegar þau voru á lífi, verð ég svo hjálparvana og brothætt þá
líður mér eins og ég sé í frjálsu falli. Það grípur mig ekkert, þess vegna verð ég að vera sterk fyrir alla, fyrir mig, fyrir ömmu og afa. Ég á svo erfitt með að gráta og leyfa mér að sleppa tökunum, það er mér nánast ómögulegt. Það er samt svo hollt að gráta. Það er einmitt það besta sem við gerum til að losa okkur við óþarfa, svo nauðsynlegt í nýju upphafi eins og núna. Nýtt ár og ný tækifæri, þetta snýst um það ekki satt ? Styrkur okkar kemur fram í ólíklegustu aðstæðum, við komum sjálfum okkur á óvart í hvert sinn. Líkamlegur styrkleiki er ekki mikilvægari en andlegur er það? Er andlega hliðin ekki mikilvægari, því líkaminn er jú ekkert annað en skelin utan um kjarnann? Það er mikilvægt að hafa þakklæti með í farteskinu ásamt jákvæðni en tjáningin getur bjargað lífi okkar. Orð hafa meira vald en okkur grunar og þeir sem berjast hvað mest gegn tjáningunni þarfnast hennar oft mest. Það er sorglega stutt síðan fólk átti að bera harm sinn í hljóði, margir kjósa að gera það enn með tilheyrandi vanlíðan og leyfa lífi sínu að hafa sinn taktfasta, tilbreytingarsnauða hljóm sem aldrei býður upp á meira en soðna ýsu með smjöri. Það er svo margt annað sem er á boðstólum og margt verra til en að opna sig og losna við hlekkina sem halda okkur niðri. Hættum að biðjast afsökunar á að vera tilfinningarík eða dramatísk, hópumst frekar saman og drögum fólkið sem er lokað og dómhart inn í birtuna sem fylgir hækkandi sól á árinu 2016. Ást og friður Linda María
www.vf.is
Colin Mura, japanskur og bandarískur listamaður, vinnur að verki úr hrauni. Verkið er í sýningarsal við Sunnubraut 4. Ljósmynd Lucie Jean.
Listamenn frá ýmsum heimshornum í Garðinum ●●Listamenn gista á gömlu hjúkrunarheimili. Nýjar dyr opnar fyrir krakka sem finna sig ekki í fótboltasamfélaginu
Ú T SA L A N E R HA F I N
Opunarsýningar alþjóðlegu listahátíðarinnar Ferskra vinda í Garði verða núna um helgina, laugardag og sunnudag. Á Ferskum vindum koma saman 50 listamenn frá ýmsum löndum. Þeir hafa síðan 15. desember unnið í opnum vinnustofum víða um Garð að listsköpun sinni og fengið innblástur úr umhverfinu og nýtt sér hráefni þaðan. Listahátíðin er haldin annað hvert ár og þetta sú fjórða. Mireya Samper er listrænn stjórnandi Ferskra vinda og segir hún hátíðina sérstaka að því leyti að listafólkið komi ekki með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvað það ætli að gera. „Fólk upplifir Ísland, Garð, íslenska menningu og fólkið hér og verður fyrir áhrifum og finnur hugmyndir og efnivið,“ segir hún. Afraksturinn verður sýndur í tónum, gjörningum og myndum nú um helgina 9. og 10. janúar og um þá næstu, 16. og 17. janúar. Opnun listaveislu Ferskra vinda hefst við Sunnubraut 4 á laugardag klukkan 14:00. Ókeypis leiðsögn um sýningarsvæðin með rútu hefst svo klukkan 15:00. „Á opnunarsýningunum segja listamennirnir frá hugsuninni á bak við listaverkin sem getur verið mjög mikilvægt fyrir fólk sem kannski er ekki vant að skoða myndlist eða hefur ekki lesið mikið um myndlist. Maður heyrir fólk stundum
segja að það skilji ekki myndlist en það er ekkert til sem heitir að skilja, maður upplifir hana bara. Þetta snýst um tilfinningar,“ segir Mireya. Listamennirnir hafa dvalið á Garðvangi, þar sem áður var hjúkrunarheimili. Þeir koma meðal annars frá Japan, Frakklandi, Danmörku, Austurríki, Þýskalandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Ungverjalandi og Íslandi. Listafólkið hefur unnið að list sinni í áhaldahúsinu, samkomuhúsinu, listasal við Sunnubraut, inni í vitunum tveimur og vitavarðahúsinu á Garðskaga. Nemendur Grunnskólans í Garði hafa komið í heimsókn með kennurum sínum í opnu vinnustofurnar og segir Mireya suma svo koma sjálfa eftir skóla. „Á fyrstu hátíðinni var stúlka sem kom til okkar á hverjum degi eftir skóla. Hún lærði að steypa í gips, móta í leir, skrifa með bleki og ýmislegt annað. Til okkar hafa einnig komið krakkar sem kannski hafa ekki fundið sig í fótboltasamfélaginu. Þarna opnast allt í einu nýjar dyr fyrir þá.“ Nánar verður fjallað um Ferska vinda í vikulegum þætti Sjónvarps Víkurfrétta á sjónvarpstöðinni ÍNN í kvöld klukkan 21:30 í kvöld, fimmtudagskvöld. Einnig má nálgast þáttinn á Víkurfréttavefnum vf.is.
STÖRF HJÁ IGS 2016 Við bjóðum fjölbreytileg og skemmtileg störf í spennandi umhverfi flugheimsins. IGS leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytileg og skemmtileg störf hjá fyrirtækinu. Um er að ræða störf í flugeldhúsi, cateringu, frílager, frakt, hlaðdeild, hleðslueftirlit, ræstideild og veitingadeild/Saga biðstofa Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi, stundvísi, sveiganleika og árvekni. Unnið er á vöktum. Umsækjendur þurfa í sumum tilfellum að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið og standast próf, áður en til ráðningar kemur. Ráðningartími er breytilegur allt frá mars til nóvember 2016 og jafnvel lengur.
Nánari upplýsingar um aldurstakmark og hæfniskröfur: CATERING Starfið felst m.a. útkeyrslu og annarri tengdri þjónustu sem fer um borð í flugvélar. Aldurstakmark er 20 ára, almennra ökuréttinda, vinnuvélaréttindi æskileg ,enskukunátta. FRÍLAGER Starfið felst m.a. í lagervinnu og pökkun á söluvörum sem fara um borð í flugvélar. Lágmarksaldur 20 ár, tölvu- og enskukunnátta. ELDHÚS Starfið felst m.a. framleiðsla og pökkun á matvælum ásamt öðrum störfum sem tilheyra matvælaframleiðslu. Lágmarksaldur 18 ár, íslensku- og/eða enskukunnátta. SAGA BIÐSTOFA Þjónusta við farþega er varðar mat og drykki. Lágmarksaldur 20 ár, góð tungumálakunnátta.
FRAKTMIÐSTÖÐ Vörumóttaka á inn- og útfluttningi Lágmarksaldur 19 ár, tölvukunnátta, almenn ökuréttindi, vinnuvélaréttindi æskileg, enskukunnátta. HLAÐDEILD Starfið felst m.a. í hleðslu og afhleðslu flugvéla á töskum og frakt. Lágmarksaldur 19 ár, almenn ökuréttindi, vinnuvélaréttindi æskileg, enskukunnátta. RÆSTING FLUGVÉLA Starfið felst m.a. í ræstingu um borð í flugvélum og lagerstörf. Lágmarksaldur 18 ár, almenn ökuréttindi, enskukunnátta. HLEÐSLUEFTIRLIT Starfið felst m.a. gerð hleðsluskráa, þjónustu við áhafnir og samræma upplýsingastreymi innan IGS og til áhafnagagna. Lágmarksaldur 20 ár, stúdentspróf æskilegt, góð tungumálakunnátta og tölvukunnátta. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið.
Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS sjá www.igs.is fyrir 7. febrúar 2016.
10
VÍKURFRÉTTIR
MÓTMÆLA RÖSKUN HJÁ ELDVÖRPUM
●●Grindavíkurbær hefur þegar gefið út öll leyfi til rannsóknarborana HS Orku við Eldvörp. Baráttumaður fyrir náttúruvernd á Reykjanesskaga segir ásýnd svæðisins gjöreyðilagða með fyrirhuguðum borteigum. Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæði hægt að nýta og njóta. HS Orka mun hefja tilraunaboranir við Eldvörp, gígaröð í landi Grindavíkur, á næsta ári gangi áætlanir eftir. Stofnað hefur verið til undirskriftasöfnunar gegn framkvæmdunum á vefnum avaaz.org. Stefnt er að því að safna 10.000 undirskriftum. Þegar Víkurfréttir fóru í prentun, miðvikudagskvöldið 6. janúar höfðu tæplega 1800 skrifað undir. Ekki er ljóst hver stendur að undirskriftasöfnuninni en á vef hennar kemur fram að markmiðið sé að sýna HS Orku og Grindavíkurbæ þann vilja fólks að svæðið verði óraskað fyrir núverandi og komandi kynslóðir til að njóta.
og borun rannsóknarhola verði neikvæðari því nær sem farið er að gígaröðinni og að eðli málsins samkvæmt verði umhverfisáhrif meiri eftir því sem fleiri holur verða boraðar og fleiri borplön útbúin. Skipulagsstofnun telur að hvort sem ráðist verði í borun þriggja borhola á þremur borplönum eða fimm hola á fimm plönum verði sjónræn áhrif og áhrif á landslag staðbundið talsvert neikvæð vegna umfangs plananna og staðsetningar þeirra í og við þá landslagsheild sem Eldvarparöðin er.
Á vef HS Orku kemur fram að tilgangur framkvæmdanna sé að auka við þekkingu á umfangi, eðli og innri gerð jarðhitasvæðisins og meta tengsl við næstliggjandi jarðhitakerfi í Svartsengi. Þá er tilgangurinn einnig að skera úr um hæfni svæðisins til virkjunar. Rannsóknarholurnar í Eldvörpum verða þeirrar gerðar að þær geti síðar nýst sem vinnsluholur ef til virkjunar kemur. Í deiliskipulagi Grindavíkurbæjar er gert ráð fyrir fimm borplönum við Eldvörp.
Grindavíkurbær hefur þegar gefið út framkvæmdaleyfi til HS Orku. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, á ekki von á því að undirskriftasöfnunin breyti neinu um framkvæmdirnar. „Að söfnuninni standa ónafngreindir aðilar sem vísa ekki á nein gögn, nema fallegt myndaband af svæðinu. Að mínu mati er fólk að taka alveg óupplýsta ákvörðun með undirskrift sinni.“ Hann Róbert Ragnarsson bendir á að búið sé að gera breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi Grindavíkurbæjar og að þær breytingar hafi verið auglýstar á sínum tíma. „Fólk hefur haft mörg tækifæri til að koma athugasemdum sínum á framfæri. Þessu ferli hefur verið sinnt í samræmi við lög.“
Talsvert neikvæð áhrif að mati Skipulagsstofnunar
Samkvæmt áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna rannsóknaborana frá 22. september 2014 eru helstu neikvæðu áhrif framkvæmdanna sjónræns eðlis og vegna hávaða á framkvæmdatíma sem komi aftur til með að hafa neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna sem sækja svæðið heim. Þá telur Skipulagsstofnun jarðfræðilega sérstöðu Eldvarpasvæðisins óumdeilanlega en svæðið er á náttúruminjaskrá vegna stórbrotinnar jarðfræði. Í álitinu segir að ljóst sé að áhrif af gerð borplana
Segir ólíklegt að undirskriftir hafi áhrif
Boruð var ein hola við Eldvörp árið 1983 og segir Róbert síðan hafa staðið til að bora fleiri. „Upphaflega hugmyndin var að bora í gígaröðina sjálfa en í auðlindastefnu Grindavíkurbæjar eru settar fram takmarkanir á framkvæmdum við hana. Í undirbúnings-
ferlinu höfum við reynt að koma til móts við sjónarmið þeirra sem eru á móti tilraunaborununum. Í huga sumra er allt rask við gígaröðina rask á náttúrunni og ég ber virðingu fyrir því sjónarmiði en er ekki sammála. Það er bæði hægt að nýta og njóta.“ Róbert bendir á að Grindavíkurbær hafi sett hverfisvernd á gígaröðina sem er friðun með ákveðnum skilmálum þannig að gígunum verði ekki raskað, heldur verði borað austan við gígaröðina. „Í skilmálum fyrir framkvæmdaleyfi og breytingar á deiliskipulagi eru einnig ýmsir skilmálar, svo sem að geyma eigi hraun og annað sem er verið að raska og ganga frá því aftur eins og það var,“ segir hann. Í skilmálum eru einnig ákvæði um að halda mannvirkjum í lágmarki, hafa umfang vegslóða í lágmarki og forðast rask á hraunum.
Fjöldi ferðamanna ár hvert á Reykjanesið
Til Grindavíkur kemur um ein milljón ferðamanna ár hvert. Í lok síðasta árs setti UNESCO, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, Reykjanesið í heild sinni á lista yfir 120 áhugaverðustu jarðvanga í heiminum. Aðspurður um það hvort framkvæmdir eins og tilraunaboranir HS Orku við Eldvörp muni hafa neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna kveðst Róbert ekki óttast það. „Við í Grindavík erum mjög meðvituð um þau áhrif sem virkjanir hafa. Til að mynda höfum við tekið þá ákvörðun að í Grindavík rísi ekki stóriðja. Við ætlum áfram að vera framúrskarandi á sviði matvælaframleiðslu og ferðamennsku. Við tökum ekki neinar ákvarðanir sem munu skemma fyrir uppbyggingu ferðaþjónustunnar, hún er ein af okkar undirstöðum.“
fimmtudagur 7. janúar 2016
Eldvörp eru um 10 kílómetra löng gígaröð norðvestur af Grindavík. Þar eru stórir gígar og verulegur jarðhiti og gufuuppstreymi mikið. Í gamla daga var þar bakað brauð í einum gígnum og liggur einmitt Brauðstígur þangað frá Grindavík. Gígaröðin myndaðist í Reykjaneseldum á 13. öld. Úr einum gígnum og hrauninu í kringum rýkur eins og gosi sé nýlokið. Þegar rammaáætlun var samþykkt af Alþingi árið 2013 voru Eldvörp sett í orkunýtingarflokk. Í rammaáætlun eru landsvæði flokkuð í orkunýtinar-, verndar,og biðflokk á grundvelli laga um verndar-og orkunýtingaráætlun sem Alþingi samþykkti árið 2011.
„Við skulum ekki gleyma því að ósnortin náttúra er líka náttúruauðlind, ekki síst á tímum vaxandi ferðaþjónustu þar sem yfir 80 prósent erlendra ferðamanna koma til Íslands til að upplifa ósnortna náttúru,“ segir Ellert Grétarsson, baráttumaður fyrir náttúruvernd á Reykjanesskaga. Hann skrifaði blogg á vef Stundarinnar 12. desember síðastliðinn. Hann segir ljóst að greinin ásamt myndbandi hafa hreyft við fólki því horft hefur verið á myndbandið rúmlega 8000 sinnum og tæplega 3000 manns hafa „líkað við“ greinina. „Nýting náttúruauðlindar felst ekki Ellert Grétarsson eingöngu í því að bora hana í tætlur eða sökkva í uppistöðulón. Hér erum við að tala um annars konar nýtingu sem skilar meiru í þjóðarbúið en stóriðja og virkjanir. Jafnvel þó að ekki verði hróflað við gígaröðinni sjálfri með framkvæmdunum þá gefur það auga leið að ef hún er römmuð inn með fimm gríðarstórum borteigum hefur ásýnd svæðisins og upplifunin af því verið gjöreyðilögð.“ UNESCO setti Reykjanesið á lista yfir 120 áhugaverðustu jarðvanga í heimi á síðasta ári. Ellert telur að staða náttúru- og umhverfisverndar á Reykjanesskaga hafi aldrei verið verri en nú, sé miðað við þau tíu ár sem hann hafi fylgst náið með málum. „Landsnet stefnir nú að því að leggja risavaxna háspennulínu eftir endilöngum Reykjanesskaganum og hefur þjösnast á móti því að leggja jarðstrengi. Ég veit ekki hvort fólk geri sér grein fyrir því að þessi lína mun til dæmis gnæfa yfir tvö helstu útivistarsvæði Suðurnesjamanna við Sólbrekkuskóg og Háabjalla. Þá er ljóst að menn stefna að því að virkja allt sem hægt er að
virkja en ef villtustu draumar HS Orku og OR verða að veruleika þá verður í framtíðinni ein samfelld virkjanaröð á Reykjanesskaganum frá Reykjanestá að Þingvallavatni. Í Rammaáætlun fóru aðeins þrjú svæði af nítján í verndarflokk, samt vilja menn fá þessu þrjú til mats í þriðja áfanga rammaáætlunar. Engu skal eirt. Síðan munu risavaxnir stóriðjustrompar í Helguvík varða sjóndeildarhringinn ásamt háspennulínunum við innganginn í landið.“ Ellert segir það skjóta skökku við að á sama tíma og bæjaryfirvöld í Grindavík hafi talað um uppbyggingu ferðaþjónustu og fræðslu sem byggi á einstökum jarðminjum sé HS Orku veitt leyfi til rannsóknarborana við merkustu jarðminjar svæðisins. Aðspurður um sérstöðu svæðisins segir Ellert að í jarðsögu Íslands hafi sprungugos flest orðið undir jökli og skilið eftir móbergsmyndanir eins og hina áhugaverðu móbergshryggi en slíkar jarðmyndanir finnist hvergi annars staðar í heiminum. „Enn fátíðari eru gígaraðir sem myndast hafa á nútíma eða eftir að ísaldarjöklarnir hurfu. Eldvörp eru eins konar smækkuð útgáfa af Lakagígum, frægustu gígaröð landsins og eru á náttúruminjaskrá. Gígaröðin, sem er um 10 kílómetra löng, myndaðist í Reykjaneseldum á 13. öld og er glöggur vitnisburður um eldvirkni á mótum tveggja jarðskorpufleka en hvergi í heiminum má sjá jafn skýr ummerki slíks fyrirbæris á þurru landi. Mikil verðmæti felast þess vegna í því að eiga slíka náttúru tiltölulega ósnortna í nágrenni við þéttbýlið, meðal annars með tilliti til möguleika í ferðaþjónustu og útivist, eins og Skipulagsstofnun tók undir í umsögn sinni.“
Landsnet stefnir nú að því að leggja risavaxna háspennulínu eftir endilöngum Reykjanesskaganum og hefur þjösnast á móti því að leggja jarðstrengi
TÍMAMÓT
RAVMÖGNUÐ STÓRSÝNING Í REYKJANESBÆ
ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 77872 01/16
NÝR RAV4 HYBRID
LAND CRUISER 150
YARIS
Með pakka að verðmæti 750.000 kr. sem færir hann í æðra veldi.
Ómótstæðilega flottur hvort sem þú velur bensín-, dísil- eða hybrid-útgáfuna.
ADVENTURE
Kynntu þér Toyota FLEX - nýja leið til að eignast Toyota bifreið
Lág
innborgun
TREND
Tryggt
framtíðarvirði
Fastar
mánaðargreiðslur
LAUGARDAGINN 9. JANÚAR KL . 12-16 HJÁ TOYOTA REYKJANESBÆ Komdu á frumsýningu á nýjum og glæsilegum RAV4 sem markar straumhvörf enda fæst hann núna í hybrid-útfærslu í fyrsta sinn. Auk þess er ekkert lát á vinsældum Land Cruiser 150 Adventure og Yaris Trend – sérútgáfum sem bjóðast áfram í takmarkaðan tíma. Njóttu þess að skoða þessa tímamótasýningu hjá viðurkenndum söluaðila Toyota í Reykjanesbæ um helgina.
VILDARPUNKTAR MEÐ ÖLLUM NÝJUM TOYOTUM*
5 ÁRA ÁBYRGÐ
Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600
*Viðkomandi þarf að vera meðlimur í Icelandair Saga Club. Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega þann búnað sem tilgreindur er. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur. Nánari upplýsingar hjá söluráðgjöfum.
12
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 7. janúar 2016
RÁN
LEIKUR Í VINSÆLUSTU ÞÁTTARÖÐ ÍSLANDSSÖGUNNAR Rán Ísold Eysteinsdóttir úr Keflavík leikur í þáttunum Ófærð sem sýndir eru á RÚV við miklar vinsældir. Hún sagði aðeins fáum frá hlutverkinu sínu svo það kom mörgum vinum og kunningjum á óvart að sjá hana á skjánum. Rán Ísold Eysteinsdóttir, tvítug stúlka úr Keflavík, fer með hlutverk í spennuþáttunum Ófærð sem sýndir eru á RÚV um þessar mundir. Rán leikur stúlkuna Dagnýju í upphafsatriði fyrsta þáttar sem sýndur var 27. desember síðastliðinn. Hlutverkið í Ófærð er stærsta hlutverk Ránar til þessa. Ekki aðeins er fyrsta stóra hlutverkið hennar í vinsælustu sjónvarpsþáttaröð á Íslandi heldur krafðist hlutverkið þess að hún léki nakin í kynlífsatriði. Rán segir þetta hafa verið viðkvæmt verkefni en að fagmannlega hafi verið að öllu staðið. „Fyrir tökurnar hitti ég Baltasar Breka, leikarann sem lék á móti mér, á kaffihúsi svo við þekktumst aðeins. Á tökustað var talað opinskátt um senuna og ég fékk að spyrja eins margra spurninga og ég vildi. Það var tekið fullt tillit til tilfinninga minna og þess hversu ný ég er í þessu,“ segir hún. Erfitt að horfa á sjálfa sig í sjónvarpi Rán segir það erfiðasta við hlutverkið að horfa sjálf á það og einnig að vita til þess að aðrir myndu líka horfa. Eftir sýningu þáttarins hefur hún fengið mjög góð viðbrögð. „Fólk hefur hrósað mér fyrir það hversu hugrökk ég er. Ég var reyndar ekki búin að segja mörgum frá hlutverkinu svo það vissu ekki margir að ég væri að leika í Ófærð. Það voru því margir hissa,
fólk var bara heima hjá sér að horfa á Ófærð og þá birtist ég á skjánum.“ Þátturinn var frumsýndur í Sambíói í Egilshöll á Reykjavík Film Festival síðasta haust og sá Rán atriðið í fyrsta sinn þá. „Þar sat ég með kærastanum mínum og 500 öðrum sem var örugglega aðeins verra en að sjá þáttinn heima í sjónvarpinu. Ég var svolítið stressuð til að byrja með því ég vissi ekkert hvernig þetta myndi koma út. Ég dolféll svo fyrir þessu, atriðið er svo stílhreint og vel gert að ég sá ekki eftir neinu.“
Óraunverulegt að fá símtal frá Selmu Björns
Rán er nýútskrifuð úr Versló og tók virkan þátt í leiklistarlífi skólans. Selma Björns sá um að velja leikara í Ófærð og það var einmitt stelpa sem Rán þekkir úr Versló sem benti Selmu á hana. „Þessi stelpa var með mér í stjórn Nemendafélagsins og hún hefur ýmis sambönd. Selma hafði samband við hana því hún var að leita að stelpu með ákveðið útlit og ég passaði við lýsinguna. Svo hringdi Selma í mig og það var svolítið óraunverulegt að fá símtal frá henni,“ segir Rán. Við tóku prufur þar sem tekin voru myndbönd og myndir af Rán. Svo þegar hlutverkið var í höfn hitti hún leikstjóra þáttanna, Baltasar Kormák. Hvernig var svo að leika með einum fremsta leikstjóra á Íslandi og mörgum af þekktustu leikurunum? „Maður þorir ekkert að sýna að maður sé alveg að missa sig yfir þessu. Ég hélt að Balti væri mjög ákveðinn en svo er hann hinn ljúfasti og við
vorum bara að gantast. Ég hitti hann einmitt úti í búð um daginn og knúsaði hann. Hann er ekkert öðruvísi en hver annar.“
Stefnir að námi í grafískri hönnun
Núna er Rán í ársleyfi frá námi og vinnur á bílaleigu. Næsta haust stefnir hún svo að því að hefja nám í grafískri hönnun. Hún kveðst þó ekkert hafa á móti því að leika meira í framtíðinni. „Ég er svolítill tækifærissinni og ætla ekki að elta leiklistarferilinn uppi en ég gríp öll þau hlutverk og tækifæri sem á vegi mínum verða. Upplifunin og tengslanetið sem hægt er að mynda í kringum verkefni eins og Ófærð er ómetanlegt.“ Eftir að tökum á Ófærð lauk hefur Rán farið í nokkrar prufur fyrir önnur hlutverk. Helmingur landsmanna, eða 128.000 manns, horfðu á fyrsta þáttinn þegar hann var sýndur á RÚV sunnudaginn 27. desember síðastliðinn. Enn fleiri horfðu á annan þátt sem sýndur var um síðustu helgi, eða 53 prósent, samkvæmt bráðabirgðartölum frá Gallup. Þættirnir eru framleiddir af RVK Studios og eru ein dýrasta framleiðsla á sjónvarpsefni sem ráðist hefur verið í hér á landi en kostnaður við þættina nemur um 1,1 milljarði króna. Þættirnir fjalla um það þegar sundurskorið lík finnst á sama tíma og Norræna kemur til hafnar. Ekki er hægt að ljúka spjallinu án þess að spyrja Rán hvort hún viti hver morðinginn er. „Nei, ég hef ekki hugmynd. Ég er ekki viss um leikararnir viti það. Það er mikil dulúð og leynd yfir þessu öllu. Ég held að enginn viti það nema Balti.“
Rán Ísold ásamt Baltasar Kormáki, leikstjóra Ófærðar og syni hans Baltasar Breka sem leikur í þáttunum.
Sixt vill þig í hópinn! Við erum að bæta í hópinn og leitum að hressu og metnaðarfullu fólki sem vill starfa í skemmtilegu og fjölbreyttu umhverfi. Um er að ræða sumarstörf sem og framtíðarstörf.
• Ertu með ríka þjónustulund? • Ertu góð/ur í tungumálum?
• Vinnur þú vel undir álagi? • Góð laun í boði fyrir duglegt fólk.
Sölufulltrúi í Reykjanesbæ og Reykjavík - laust er til umsóknar bæði á dag- og næturvaktir í Reykjanesbæ Starfssvið: • Afgreiðsla á bílaleigubílum • Bókanir og eftirfylgni með þeim • Sala á allri vörulínu Sixt • Símsvörun og upplýsingagjöf • Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur: • Stúdentspróf • Góð enskukunnátta skilyrði • Góð framkoma og rík þjónustulund • Reynsla af sölustörfum er kostur • Framúrskarandi söluhæfileikar • Bílpróf
Starfsmaður á skutlu í Reykjanesbæ og Reykjavík Starfssvið: • Akstur • Umsjón með bílaflota • Móttaka viðskiptavina • Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur: • Bílpróf • Góð enskukunnátta er skilyrði • Góð framkoma og rík þjónustulund • Meirapróf er kostur en ekki skilyrði
Þjónustufulltrúi í Reykjanesbæ og Reykjavík Starfssvið: • Almenn skrifstofustörf • Bókanir og eftirfylgni með þeim • Dagleg samskipti við viðskiptavini • Sala á þjónustu fyrirtækisins • Símsvörun og upplýsingagjöf • Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur: • Stúdentspróf • Góð enskukunnátta er skilyrði • Góð framkoma og rík þjónustulund • Bílpróf
Unnið er á dag-, kvöld- og næturvöktum. 12 tíma vaktir og unnið eftir 2-2-3 kerfi. Umsóknir berist til Sixt rent a car, Fiskislóð 18, 101 Reykjavik eða á tölvupóstfangið atvinna@sixt.is fyrir 31.01.2016.
Sixt rent a car er stærsta bílaleiga Þýskalands, stofnuð 1912, með yfir 4000 afgreiðslustaði í yfir 105 löndum. Sixt á Íslandi hefur starfsstöðvar í Reykjavík og Reykjanesbæ. Sixt hefur verið í miklum vexti undanfarin ár og ætíð lagt ríka áherslu á fagmennsku, framúrskarandi þjónustu og gott starfsumhverfi.
Sixt rent a car - Fiskislóð 18 - 101 Reykjavík - 540 2222 - www.sixt.is - sixt@sixt.is
14
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 7. janúar 2016
Átak bílaleiga auglýsir eftir starfsfólki
Hefur þú ríka þjónustulund? Óskum eftir að ráða starfsfólk í starfstöð okkar við Leifsstöð. Um er að ræða almenn afgreiðslustörf og þjónusta við erlenda ferðamenn. Einnig vantar starfsmenn við þrif á bílum og önnur tilfallandi verkefni. Viðkomandi starfsmenn þurfa að vera a.m.k. 20 ára, með ríka þjónustulund og hæfileika í mannlegum samskiptum. Við gerum kröfur um stundvísi og almenn reglusemi. Góð laun eru í boði fyrir rétta aðila. Viljum ráða í framtíðar- og sumarstörf. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir sendist á atak@atak.is fyrir 18. janúar.
Átak Car Rental Smiðjuvegur 1 • Reykjavík atak@atak.is • www.atak.is Sími: 554 6040
Það er hugur í Vogamönnum. Hér er bæjarstjórinn, Ásgeir Eiríksson að smella mynd af sigursælu knattspyrnuliði bæjarins sem vann sig upp um deild á árinu.
Hámarksútsvar í Vogum Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að miða við að útsvarshlutfall fyrir árið 2016 verði hámarksútsvar, þ.e. 14,48% af útsvarsstofni, að viðbættri hækkun sem kveðið verður á um í lögum um tekjustofna sveitarfélaga á grundvelli samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um endurmat á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Bæjarstjórn Voga hefur jafnframt samþykkt samhljóða fjárhagsáætlun fyrir árin 2016 til 2019 ásamt tillögu að gjaldskrá sveitarfélagsins fyrir nýhafið ár. Á þessu ári er gert ráð fyrir að skatttekjur verði 537 mkr., framlög jöfn-
unarsjóðs séu 280 mkr. og aðrar tekjur sveitarfélagsins 100 mkr. Heildargjöld samstæðunnar án fjármagnsliða eru áætluð 906 mkr. Þau skiptast þannig að laun og launatengd gjöld séu 551 mkr., annar rekstrarkostnaður 311 mkr. og afskriftir: 44 m.kr. Fjármunatekjur og fjármunagjöld eru 47 mkr. Fulltrúar E-listans í bæjarstjórn Voga lagði fram svohljóðandi bókun: „Nýsamþykkt er metnaðarfull fjárhagsáætlun þar sem, þrátt fyrir þröngan fjárhag, er ekki slegið af við uppbyggingu innviða sveitarfélagsins. Áfram er haldið við endurgerð gatna, og langt er síðan jafn vel hefur verið í
lagt í viðhald fasteigna sveitarfélagsins. Á næsta ári mun reyna áfram á forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins að halda starfsemi innan heimilda eins og þeir hafa gert á líðandi ári, og mun hér eftir sem hingað til verða virkt eftirlit með því að allur rekstur verði innan heimilda. Mikil vinna hefur farið í fjárhagsáætlunargerðina og hefur bæjarráð ásamt bæjarstjóra borið hitann og þungann af þeirri vinnu. Bæjarráð hefur verið samstíga við þessa vinnu og viljum við í E-listanum þakka fulltrúa D-lista og áheyrnarfulltrúa L-lista í bæjarráði fyrir afar gott samstarf við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016“.
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001 Átak til atvinnusköpunar
Á markað með snjallt nýsköpunarverkefni? Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átaki til atvinnusköpunar. Veittir eru styrkir til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja. Markmið verkefnis: Að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari ármögnun sjóða og árfesta Að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða frumkvöðla og fyrirtækja Sérstök áhersla er lögð á Hönnun Afþreyingu í ferðaþjónustu Styrkir geta að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnisins. Ekki eru veittir styrkir til árfestinga s.s. í tækjum og tækjabúnaði. Nánari upplýsingar og rafræn umsóknareyðublöð eru á www.nmi.is Beiðni um upplýsingar og aðstoð má senda á netfangið hildur@nmi.is.
Umsóknarfrestur til kl. 12:00 á hádegi þann 21. janúar 2016
Roð- og beinlaus
100%
kk
a Ungnautah
Roð- og beinlaus
1.298 kr. kg
1.098 kr. kg
1.598 kr. kg
Norðanfiskur Ýsubitar Roð- og beinlausir, frosnir
Norðanfiskur Þorskbitar Roð- og beinlausir, frosnir
Íslandsnaut Ungnautahakk Verð áður 1898 kr. kg
300kr.
g
k Verðlækkun pr.
HOLLUSTA Á GÓÐU VERÐI
1.898 kr. kg
598 kr. kg
Bónus Kjúklingabringur Ferskar
898 kr. 1 kg
998
Grænmetisbuff Forsteikt og frosin, 1 kg
Gríms Plokkfiskur 1 kg
kr. 1 kg
Ali Grísabógur Ferskur
459 kr. 400 g
kr. 100 g
69
kr. 500 g
95
Bónus Chiafræ 400 g
Euro Shopper Rískökur, 100 g
Euro Shopper Haframjöl, 500 g
298 kr. 1 kg
Bónus Tröllahafrar, 1 kg
198 kr. 1 l
Floridana Heilsusafi 1 lítri
Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00 Verð gilda til og með 10. janúar eða meðan birgðir endast
20 16
VÍKURFRÉTTIR VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 7. janúar 2016 fimmtudagur 7. janúar 2016
FRÉTTAÁRIÐ 2015 Í MYNDUM Veðravíti og vatnselgur n Veður setti mark sitt á nýliðið ár. Leysingavatn olli tjóni í Grófinni og fjúkandi járnplata gerði Suðurnes rafmagnslaus klukkustundum saman eftir að platan flæktist í háspennustreng á Fitjum. Keflavíkurflugvöllur lamaðist og atvinnlífið stöðvaðist í staumleysinu.
Brautarnesti brann og hvarf! n Elsta sjoppan í Keflavík og án efa ein elsta sjoppa landsins, Brautarnesti, brann á árinu. Húsnæðið skemmdist það mikið í brunanum að ákveðið var að ráðast ekki í endurbætur og var húsið rifið og umhverfi þess breytt í bílastæði.
Glóðaraugu og nauðlendingar n Fjölmargar stjörnur komu til Keflavíkurflugvallar á árinu. Þær fóru líka jafn margar og sumar meira að segja með góðaraugu eftir pústra í höfuðstaðnum. Flugvélar hafa aldrei verið fleiri á Keflavíkurflugvelli og sumar komu án þess að gert væri ráð fyrir þeim. Oftast var það vegna veikra farþega um borð en líka vegna þess að flugfreyjur voru að festa puttana í þröngum götum inni á salerni.
„Tvíhöfði“ n Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók fyrstu skóflustunguna að Knarrarneskirkju. Kirkjan mun rísa í túnfætinum við Minna-Knarrarnes á Vatnsleysuströnd. Kirkjan verður bændakirkja í 19. aldar stíl sem hjónin Anna Rut Sverrisdóttir og Birgir Þórarinsson reisa. Forsætisráðherra sagði þegar hann tók skóflustunguna að athöfnin væri ein sú skemmtilegasta og mest uppörvandi opinbera athöfn sem hann hefði tekið þátt í. Áður en skóflustungan var tekin helgaði séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson staðinn þar sem kirkjan mun rísa við svokallað Brandsleiði. Séra Kristinn ákvað einnig að lauma sér skemmtilega inn á myndina hér að ofan og breytti þar með Önnu Rut Sverrisdóttur í nokkurs konar „tvíhöfða“.
Eddan í Garð Erla kosin í 100 ára kirkju
n Kristín Júlla Kristjánsdóttir nældi í fyrstu Edduverðlaun Garðmanna á árinu þegar hún fékk þessa stóru viðurkenningu fyrir gervi Móra í kvikmyndinni Vonarstræti. Kristín hefur verið að gera góða hluti í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðinum í hári og förðun.
n Keflavíkurkirkja fagnaði 100 ára afmæli á nýliðnu ári en talsverðar breytingar urðu í kirkjunni á afmælisárinu. Sóknarbörn kröfðust prestkosningar eftir að séra Skúli Ólafsson hætti. Séra Erla Guðmundsdóttir var kjörin í embættið sem sóknarprestur Keflavíkurkirkju. Biskup Íslands hefur skipaði svo Evu Björk Valdimarsdóttur í embætti prests í Keflavíkurprestakalli sl. haust.
Hátíð í bæ á Suðurnesjum
500 andlit bæjarins á sýningu n Björgvin Guðmundsson áhugaljósmyndari hjá ljósmyndaklúbbnum Ljósopi í Reykjanesbæ myndaði andlit 500 bæjarbúa á árinu. Úrval mynda úr verkefninu endaði svo á ljósmyndasýningunni Andlit bæjarins sem var í listasal Listasafns Reykjanesbæjar á Ljósanótt.
Jónas eignast tarmpólín! n Hversu oft komast trampólín í fréttirnar? A.m.k. einu sinni á síðasta ári og það varð 2. vinsælasta fréttin á vf.is. Hann Jónas, íbúi í Sandgerði, eignaðist þá trampólín einn hvassan morgun eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem Kristinn Ingi Hjaltalín tók.
Ráðherrasonur borðar ekki lax!
n Grindvíkingar héldu sína bæjarhátíð á sjómannadagshelginni, Garðmenn fylgdu í kjölfarið með sólseturshátíð í lok júní og svo voru Vogamenn og Sandgerðingar með sínar hátíðir í ágústmánuði. Ljósanótt var svo haldin fyrstu helgina í september. Allt gekk að óskum og veðrið var þokkalegt á öllum þessum viðburðum.
n Helgi Matthias, sonur Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var alls ekki sáttur við að það væri lax í matinn, fannst það eiginlega bara alveg ómögulegt og reyndi hvað hann gat til að komast undan því að borða. Mamman var hins vegar ekki á því að gefa sig og lax var það fyrir unga manninn. Frá þessu greindi ráðherrann á fésbókarsíðu sinni. „Eftir mat kallaði hann á fjölskyldufund þar sem hann afhenti mér þetta bréf og bað mig að lesa það upphátt fyrir alla fjölskylduna,“ segir Ragnheiður Elín. Innihald bréfsins var stutt og laggott: „Ég er farinn að heiman“ „Svo dreif hann sig í skóna og var á leiðinni út. Hætti þó við þegar honum stóð til boða hálfur kleinuhringur í eftirmat. Ákvað að minnsta kosti að bíða með þetta. Hjúkk“, segir ráðherra að lokum í færsu sinni.
Þetta er aðeins örlítið sýnishorn frá fréttaárinu 2015 á Suðurnesjum. Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á vf.is
ÚTSALA HÚSASMIÐJUNNAR
HEFST FIMMTUDAGINN 7. JANÚAR
ALLT AÐ
50%
11.495 kr 17.635 kr
Hleðsluborvél Black & Decker 14.4V.
5246006
35%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
EIN STÆRSTA ÚTSALA OKKAR FRÁ UPPHAFI SMÁRAFTÆKI 20-40% • FLÍSAR 30% • LJÓS 25% • VEGGÞILJUR 30-40% RAFMAGNSVERKFÆRI 20-40% • BLÖNDUNARTÆKI 25-35% • HANDVERKFÆRI 20-40% • VERKFÆRATÖSKUR 20-40% • HEIMILISTÆKI VALDAR VÖRUR 15-35% • INNIMÁLNING 20-30% PARKET VALDAR VÖRUR 30-40% ...OG ÓTAL MARGT FLEIRA!
40%
AFSLÁTTUR
5.539 kr 9.229 kr
Handlaugartæki Emmevi, Winny. 7900012
22%
40%
AFSLÁTTUR
59.990 kr 76.900 kr
Þvottavél
7 kg, 1200sn. Orkunýting A+++ 1805690
32%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
23.695 kr 39.495 kr
Borðhandlaug
Laufen Pro, 36x36x13 cm 7920140
Afslættir á útsölu gilda ekki af vörum merktum „lægsta lága verð Húsasmiðjunnar“ og tilboðsvörum • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana.
19.995 kr 29.395 kr
Fjölnotavél Worx
WU678 250W. Sagar og pússar, taska of fjöldi fylgihluta 5244916
20
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 7. janúar 2016
LEIÐ EINS OG FORREST GUMP Sigvaldi Arnar Lárusson lögreglumaður og göngugarpur er maður ársins á Suðurnesjum 2015
Sigvaldi Arnar Lárusson lögreglumaður er maður ársins 2015 á Suðurnesjum. Sigvaldi lét gott af sér leiða með því að ganga frá Keflavík til Hofsóss og safna pening fyrir langveik börn. Þegar hann kom á leiðarenda fylgdi honum hópur fólks líkt og Forrest Gump í samnefndri mynd þegar söguhetjan hafði hlaupið nægju sína. Sigvaldi komst oftar en einu sinni í fréttirnar á árinu sem „dýralöggan“, ýmist vegna útkalla tengdum uglu, nýfæddum kettlingum, köttum í brennandi íbúð eða hundi sem var farþegi bíls sem lenti í árekstri. Sigvaldi Arnar Lárusson er 41 árs og ólst upp við Háaleitið í Keflavík fram til 8 til 9 ára aldurs en þá flutti fjölskyldan í Eyjabyggð. Hann er sonur Lárusar Kristinssonar eða Lalla á sjúkrabílnum og Kristínar Jóhannsdóttur. Nú býr Sigvaldi í Njarðvík ásamt eiginkonu sinni Berglindi Kristjánsdóttur, verkefnisstjóra hjá Keili. Þau eiga tvö börn, 8 ára gamlan son og 2 ára dóttur. Fyrir á hann 16 ára stúlku sem býr í Reykjavík. „Hér sleit ég barnsskónum og flutti 17 ára til Reykjavíkur að læra til kokks.“ Sigvaldi segir skólagönguna í Keflavík hafa verið ótrúlega skemmtilega. „1974 árgangurinn var auðvitað besti árgangurinn. Eru ekki allir árgangarnir bestu árgangarnir,“ segir hann og hlær. „Þetta voru frábær ár og með mér í árgangi var fullt af skemmtilegu og flottu fólki.“ Sigvaldi átti stóran og samrýmdan vinahóp. „Ætli við höfum ekki verið 12 strákar sem héldum hópinn. Við vorum alltaf fastir saman í hvaða horni sem var.“ Ljóst varð á æskuárum að Sigvaldi yrði kokkur. „Ég var alltaf að vesenast í eldhúsinu heima og gladdi mömmu óendanlega mikið með því.“ Eftir að námi lauk vann hann sem kokkur í nokkur ár í Reykjavík og fór svo í framhaldsnám til Kaliforniu í skóla sem heitir Culinary Institute of America, skammstafað CIA. Eitt sinn var hann stoppaður við vegabréfaeftirlit í Bandaríkjunum og þurfti að sýna skilríki. „Þá var þetta allt í einu ekkert vesen. Seinna rak ég augun í þessa skammstöfun á skilríkjunum og ég held að hún sé ástæðan fyrir því að ég slapp við allt vesen,“ segir hann.
Ætlaði að vera í eitt ár í löggunni
Eftir að framhaldsnáminu í Kaliforníu lauk vann Sigvaldi þar og á Manhattan. Hann flutti aftur til Íslands árið 2000 og ákvað að breyta til og starfa í eitt ár hjá lögreglunni. „Það ár stendur enn og ég er búinn að vera þar í 15 ár. Starfið sem slíkt er fjölbreytt. Það er alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi. Þetta er ofboðslega skemmtilegt og erfitt starf og fáránlega illa launað. Það er enginn í löggunni til að verða ríkur. Ég vinn með strákum sem ég hef unnið með í 15 ár. Við þekkjumst mjög vel og vitum nákvæmlega hvar við höfum hvern annan.“ Í starfi lögreglumannsins hefur Sigvaldi þurft að hringja símtöl og tilkynna foreldrum að börnin þeirra
hafi slasast. „Sjálfur tók ég við svona símtali um dóttur mína daginn fyrir gamlársdag. Maður getur sett sig í spor beggja og það er ekki auðvelt. Ég var á leiðinni á næturvakt og fékk símtal frá Lögreglunni í Reykjavík og var tilkynnt að keyrt hafi verið á dóttur mína á Kringlumýrarbrautinni.“ Dóttir Sigvalda handleggsbrotnaði og fótbrotnaði og bíllinn sem hún varð fyrir er óökufær. „Hún var mjög heppin að hafa sloppið ekki meira slösuð en þetta.“ Hann segir lögreglumenn bara venjulegt fólk sem skilji fötin sín eftir í vinnunni þegar það fer heim. „Okkur verður öllum á en reynum öll að standa okkur eins og við getum. Mínir menn eru fagmenn fram í fingurgóma og vinna sitt starf af algjörum heilindum.“ Sigvaldi segir það sennilega öðruvísi að starfa sem lögreglumaður á Suðurnesjum en á höfuðborgarsvæðinu. „Hér þekkir maður nánast alla og það getur líka verið gott. Það er öðruvísi að vera í stóru samfélagi en ég lít á þetta sem kost hér.“
Fjöldi útkalla tengdur dýrum
Á árinu komst Sigvaldi nokkrum sinnum í fréttirnar vegna útkalla tengdum dýrum í háska. „Þetta byrjaði um nótt þegar íbúi á Kirkjuveginum hringdi og þá voru komin tvö hross inn í garðinn hjá honum og hann vaknaði við hávaðann í þeim. Við fórum tveir í þetta verkefni, hvorugur hestamaður. Við kölluðum bara gobba-gobb út um gluggann og keyrðum niður í Gróf og hestarnir eltu. Við fórum með þá í gerði svo þetta leystist mjög vel.“ Í október var hundurinn Emma farþegi í bíl sem lenti í árekstri og var skelkaður eftir atvikið og kom það í hlut Sigvalda að ná henni út úr bílnum. Í þeim mánuði bjargaði Sigvaldi ásamt félögum sínum lífi þriggja katta þegar eldur kom upp í íbúð á Ásbrú. Þeir höfðu fundist nær líflausir á gólfi íbúðarinn-
ar. Í nóvember gaut svo læða þremur kettlingum í ruslaskýli við heimili Sigvalda. Einn þeirra drapst en hinum var komið til móður sinnar. Nóg var að gera við dýra-útköll í haust því að einnig kom tilkynning um uglu sem var föst í gaddavír á girðingu. Sigvaldi og félagar mættu á vettvang og fluttu ugluna til dýralæknis.
Vildi efna loforð til sonar
Í byrjun árs 2015 var Sigvaldi að horfa á útsendingu frá vali á íþróttamanni ársins. Hann lofaði syni sínum því að ef knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson yrði ekki fyrir valinu myndi hann ganga til Hofsóss. „Ég setti þetta á Facebook og örfáum mínútum eftir að í ljós kom að Gylfi hafði ekki verið valinn byrjaði fólk að hringja.“ Sigvaldi er ættaður úr Skagafirði og er því vel kunnugur svæðinu. „Ég var með ýmsa varnagla á þessu loforði og vissi að í Hegranesi er bær sem heitir Keflavík og þaðan eru ekki nema 30 kílómetrar til Hofsóss. Ég á svo góða vinnufélaga sem sáu til þess að það yrði gengið héðan frá Keflavík.“ Úr því sem komið var ákvað Sigvaldi að vera syni sínum góð fyrirmynd og standa við loforð sitt og ganga til Hofsóss. Sigvaldi undirbjó sig vel fyrir gönguna löngu sem tók níu daga. „Þetta er miklu meira en að segja það. Undirbúningurinn var mjög skemmtilegur tími. Svo ákvað ég að setja af stað söfnun og gera alvöru úr þessu.“ Sigvaldi hafði samband við Garðar hjá Bílaleigunni Geysi og bað um að fá lánaðan bíl til ferðarinnar til að geyma farangur og annað í. „Hugmyndin var að fá lítinn sendibíl og gista í tjaldi eða á gistiheimilum á leiðinni en svo fékk ég húsbíl. Þá vaknaði sú hugmynd að selja auglýsingar utan á hann og það gekk mjög vel. Boltinn varð risastór á nokkrum mánuðum og það söfnuðust rúmar tvær milljónir og það er enn að safnast.“
Fjöldinn allur af fólki gekk með Sigvalda til Hofsóss og segir hann það hafa hjálpað sér mikið. „María, kona úr Keflavík, gekk með mér bróðurpartinn af leiðinni og æskuvinur minn Jóhann Axel gekk tvisvar sinnum með mér. Svo komu vinnufélagar mínir, þeir Baddi og Siggi Kári og gengu með mér og félagsskapurinn var ómetanlegur.“ Eftir því sem á ferðina leið var Sigvaldi þreyttari og segir það hafa verið svolítið erfitt að leggja alltaf af stað með nýju og fersku fólki á hverjum morgni og þurfa að halda í við það. Hann segir Holtavörðuheiðina hafa verið erfiðasta hluta leiðarinnar. „Það voru 60 kílómetrar og ég var orðinn brunninn á fótunum eftir hitakrem og taldi á mér 17 blöðrur. Ég át 20 verkjatöflur á leiðinni en þetta hafðist.“
Fékk marga seðla á leiðinni
Sigvaldi hóf gönguna við Lögreglustöðina við Hringbraut og byrjuðu bílstjórar þá að flauta á hann í hvatningarskyni og hættu flautin ekki fyrr en hann henti sér í sundlaugina á Hófsósi níu dögum síðar. Margir afhentu honum pening í söfnunina út um bílrúðuna á leiðinni. „Það var einn bílstjóri sem snéri við og kom til baka og stoppaði hjá Jóhanni Axel félaga mínum sem þá var fremstur og lét okkur hafa 10.000 krónur. Ég veit ekki hve marga þúsundkrónaseðla ég fékk út um bílrúður. Í Borgarnesi var okkur boðið í sund og við Laxárbakka í mat og gistingu. Það var alltaf tekið vel á móti okkur svo að eftir á var þetta algjörlega ógleymanleg upplifum og ofboðslega skemmtilegt.“ Sigvaldi kveðst þó ekki ætla að gera gönguna að árlegum viðburði. „Á leiðinni voru tvær til þrjár 60 kílómetra langar dagleiðir og það er allt of langt, sérstaklega ef það eru svo 300 kílómetrar eftir. Ég læri af þessu fyrir næstu göngu.“ Sigvaldi segir náttúruna, fegurðina og
veðrið hafa verið það eftirminnilegasta á leiðinni. „Á tímabili var rosalega gott veður. Ég er mikið náttúrubarn og veiðikarl og finnst frábært að vera úti í náttúrunni. Það var líka gott að hafa fjölskylduna með en konan mín gekk helling með mér og krakkarnir.“ Björgunarsveitin Suðurnes fylgdi Sigvalda alla leiðina og sá um fætur og skutl og segir Sigvaldi framlag þeirra ómetanlegt. Eins og áður sagði hefur fólk áfram styrkt börn í gegnum Sigvalda og hefur einstaklingur sem ekki vill láta nafns síns getið gefið töluverðar fjárhæðir sem runnið hafa til barna á Suðurnesjum. Í nóvember stóð Sigvaldi fyrir skemmtikvöldi Kótilettuklúbbs Suðurnesja þar sem fólk hittist, hafði gaman og borðaði kótilettur. Ágóðinn rann svo til brýnna málefna barna á Suðurnesjum. Sigvaldi segir það mjög gefandi að gefa öðrum. „Þetta er gaman, það er ekkert öðruvísi. Ég er kokkur og matur er mitt áhugamál.“ Hann segir aldrei að vita nema kótilettukvöldið verði að árlegum viðburði. Titilinn „Maður ársins á Suðurnesjum 2015“ segir Sigvaldi mikinn heiður sem hann muni bera með sóma. Að lokum vill hann þakka fyrir góðar móttökur á göngunni í sumar, jafnt hjá vinnufélögum og fólki sem gekk með honum. „Þegar ég kom á leiðarenda á Hofsósi leið mér um tíma eins og Forrest Gump. Fyrir aftan mig voru um 50 manns en því miður man ég ekki nöfnin á þeim öllum.“
Það er enginn í löggunni til að verða ríkur
fimmtudagur 7. janúar 2016
21
VÍKURFRÉTTIR
Sigvaldi með ug lu se flæktist í gadd m Keflavík á síðas avír í ta ári.
Frá atvikinu þar sem Sigvaldi tók þátt björgun katta í úr brennandi íbúð á Ásbrú í haus t.
Maður ársins 2015 á Suðurnesjum að mati Víkurfrétta, Sigvaldi Arnar Lárusson, með viðurkenningarskjal og blóm á skrifstofu Víkurfrétta. Fjármunir úr söfnun Sigvalda fóru á marga góða staði.
Ólafur Helgi Kjartansson rífur í spaðann á Sigvalda við brottför.
Sigvaldi leggur af stað í gönguna í sumar og strax var farið að flauta á kappann sem þakkaði með þumli á loft.
STÓR-ÚTSAL A Í M
Góður afsláttur af M
Flísar
Töfrasproti – Blandari
40 tegundir
1.867
1.400
15-50% AFSLÁTTUR
489 391 5006 7,5 lítra 785 628 5007 15 lítra 995 746 5005 3,5 lítra
Djús/ávaxtablandari með glerkönnu 40w 1,3l.
3.942
4 litir 3 stærðir
2.957 30%
afsláttur
Strekkibönd og Casters hjól
Rafhlöðuborvél með höggi, HDA2544 18V
17.990
12.593
30%
Drive 12V Li Ion rafhlöðuborvél
6.990
AFSLÁTTUR
5.592
afsláttur
AR636 18V Skrúfvél Ni-Cd 2,0Ah 158Nm
40%
25%
18.990
11.394
25%
20%
afsláttur
34.990
17.495 50%
22.493 1.571 1.178
Lavor Vertico 20 140bör 400 min ltr.
35.990
4.990
INDUCTION
2.994
MOTOR POWERED
40%
afsláttur
afsláttur Drive útdraganlegt rafmagnskefli 20 metra
Ryco LDL-MD418A lampi m. grind 4x18W T8 62x60x8 cm með perum
4.897
6.995
11.990
Járnbúkkar sett=2 stykki
afsláttur
4.690
25%
afsláttur
119.900
83.930
N e y t e n d u r
4.897
3.752
30%
afsláttur
1
Drive160 L steypurhrærivél
Búkki – Vinnuborð stillanlegt (E)
45.990 6.290
BO
9.743
6.995
36.792
Kapalkefli 40 m
9.
12.990
Patrol verkfærakista Trophy
4.990
Bol-8 þykk
ALM 14DW 2 hraða borvél 14,4V Ni-Cd 2,0 Ah
Mikið úrval af verkfærakistum
Karbít Borasett 3383mm 6stk
9.592 3.743
30%
Drive LG3-70A 1800W flísasög 86x57cm borð
afsláttur
28.792
LFD105TA Stáltrappa 2 þrep
30%
afsláttur
ALM14DF 14,4V Li-Ion herðsluskrúfvél 2,8Ah 135Nm
Límbyssa í tösku
2.398
3.390
2.712
29.990
3.195
Drive Delta Sander 180W
MJÖG ÖFLUG dæla 16,7kg
ALM18DB 18V Li-Ion borvél 2,8Ah 38Nm
Hitabyssa 200W
Mi
afsláttur
743
990
5.290
4.232
20%
afsláttur
Drive toppasett 17 stk 1/4”
Smergel 150W
4.718
3.942
3.154
Bíla kúst 116 með
2.
1.
Drive DIY 500mm flísaskeri
7.990
5.993
a t h u g i ð !
M ú r b ú ð i n
s e l u r
a l l a r
v ö r u r
s í n a r
á
l á g m a r k
MÚRBÚÐINNI !
af MÚRBÚÐARVERÐI – það er gott verð Handlaugar 20-50%
Hitastýrð blöndunartæki 20%
8.993
Sturtusett m/hitastýrðu tæki 20% Baðherbergisflísar 20-50%
Protool kúttari GW8012, 1900W 254mm blað
28.990
WC 20-25%
TY2007W Vinnuljóskastari á telescope fæti 400W ECO pera
23.192
Stálvaskar 25-40%
5.390
Mikið úrval af stalvöskum með 30% afslætti
6.993
25%
Flísaþvottasett á hjólum
afsláttur
30% 9.990
afsláttur
20%
27%
afsláttur
Bol-834 80x48x18cm þykkt 0,8mm
20%
Skolvaskar 20%
3.935
5.790
Spandy 1200W Cyclone heimilsryksuga
afsláttur
11.990
4.343
Gua-543-1 vegghengdur,
9.592
1mm stál 17.990
14.392
afsláttur
BOZZ hitastýrð blöndunartæki
20%
BOZZ- LH2202-3 Hitastýrt sturtutæki með uppstút kr.
afsláttur
9.890
(rósettur fylgja) einnig til með niðurstút kr. 9.890
7.912
BOZZ-SH2101-1 Bað og sturtusett með hitastýrðu tæki
31.990
BOZZ hitastýrt baðtæki m/úrtaki
13.990 11.192
afsláttur
2.590
1.995
m a r k s v e r ð i
5.920
22%
21.592
afsláttur
2.660
7.590
afsláttur
5 lítrar
25%
Bíla & gluggaþvottakústur, gegn um rennandi 116>180cm, hraðtengi með lokun
BOZZ SH22015-3 Sturtusett m/hitastýrðu tæki (rósettur fylgja)
1.490
Gúmmímottur
• 1200W • 20 lítra • sogkraftur > 16KPA • fjöldi fylgihluta
26.990
MIKIÐ ÚRVA L
25%
Drive ryksuga í bílskúrinn
afsláttur
25.592
7.912
20% 2.990 afsláttur 2.397 1.192
20%
(rósettur fylgja)
L VA ÚR KIÐ MI
4
Sturtuklefar og -horn 20-40%
11.990
80W
orð
Náttúrusteinsvaskar 30-50%
Protool fjölnota verkfæri 220W með 37 fylgihluti í tösku
Drive Juðari
20%
afsláttur
2.072
SAN-SM-CLE206 Fjölnota pallur/trappa
18.990
2.490
BOZZ sturtuklefi 1.992 80x80cm
43.990
35.192
Fást einnig rúnnaðir 43.990 35.192 Fást einnig 80x80cm 41.990 33.592 Sturhorn 80x80 29.990 23.992 Sturtustöng og -brúsa fylgja. Vatnslás og botnventill frá McAlpine seldur sér á kr. 1.290
pallur fylgir
13.293
Rafmagnshitablásari 3Kw 1 fasa
20%
afsláttur
8.890
7.120
Reykjavík
Kletthálsi 7
Opið virka daga kl. 8 -18, laug. 10 -16
Reykjanesbær
Fuglavík 18
Opið virka daga kl. 8 -18
30%
afsláttur f y r i r
a l l a ,
a l l t a f .
G e r i ð
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
v e r ð -
o g
g æ ð a s a m a n b u r ð !
Fimmtudagurinn 7. janúar 2016 • Sjónvarpsstöðin ÍNN kl. 21:30 • 1. þáttur
VIKULEGUR MAGASÍNÞÁTTUR FRÁ SUÐURNESJUM
Dagný Hulda Erlendsdóttir blaðamaður Víkurfrétta ræðir við Brynhildi Kristjánsdóttur á Vitanum í Sandgerði. Viðtalið verður m.a. á dagskrá SVF á næstunni.
Heimsóknir SVF í fyrirtæki n Sjónvarp Víkurfrétta, SVF, lætur sér ekkert óviðkomandi og hluti af þættinum allt frá upphafi hafa verið heimsóknir til atvinnulífsins á Suðurnesjum. Dagskrárgerðarfólk SVF mun halda áfram að kynna sér atvinnulífið í vikulegum þáttum í vetur. Hvort sem það er sjávarútvegur, flugtengd starfsemi, verslun, veitingar eða ferðaþjónusta, þá á það erindi í þáttinn. Ábendingum um áhugavert efni úr atvinnulífinu má senda á pket@vf.is.
SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA / HILMAR BRAGI BÁRÐARSON
Bryggjuhúsið umgjörð um mann ársins í Sjónvarpi Víkurfrétta Starfsmenn Sjónvarps Víkurfrétta hafa verið tíðir gestir á Byggðasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum síðustu vikur. Sjónvarpsmenn hafa notað aðra hæð Bryggjuhússins sem leikmynd í nokkrum sjónvarpsviðtölum sem tekin hafa verið að undanförnu. Nú síðast var Bryggjuhúsið umgjörð um viðtal við Sigvalda Arnar Lárusson, mann ársins 2015 á Suðurnesjum að mati Víkurfrétta. Víkurfréttir
Ferskir vindar úr Garðinum Menningin hefur blómstrað í Sveitarfélaginu Garði frá því fyrir jól. Þar eru um 50 listamenn frá 20 þjóðum að vinna að list sinni. Afrakstur vinnunnar verður svo sýndur almenningi en formleg opnun á listsýningum Ferskra vinda verða nk. laugardag í Garðinum. Dagný Hulda fór í Garðinn og tók púlsinn á Ferskum vindum og ræddi m.a. við Mireyu Samper, sem sér um þessa mögnuðu listahátíð. Nánar um Ferska vinda í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld kl. 21:30 á ÍNN og vf.is í háskerpu.
hafa staðið fyrir vali á Suðurnesjamanni ársins frá árinu 1987. Bryggjuhúsið er hins vegar aðeins eldra en viðurkenning Víkurfrétta, því Hans Peter Duus lét reisa Bryggjuhúsið sem pakkhús árið 1877. Á myndinni ræðir Páll Ketilsson við Sigvalda Arnar, mann ársins 2015. Viðtalið verður í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld kl. 21:30 á sjónvarpsstöðinni ÍNN og einig á vef Víkurfrétta, vf.is, í háskerpu.
Bjóðum landsmönnum sýnishorn af Suðurnesjum l efnið unnið samtímis á þrjá miðla l ítarlegri umfjöllun á vef Víkurfrétta, vf.is
Sjónvarp Víkurfrétta hefur framleitt yfir eitthundrað sjónvarpsþætti á Suðurnesjum sem sýndir hafa verið á hinni alíslensku sjónvarpsstöð, ÍNN. Síðustu tvö ár hafa starfsmenn Víkurfrétta framleitt samtals 90 þætti, 41 árið 2014 og svo 49 þætti á síðasta ári. Fyrstu þættirnir voru framleiddir fyrir nokkrum árum og þá undir heitinu Suðurnesjamagasín. Nafn þáttanna, Sjónvarp Víkurfrétta, leggur áherslu á að sjónvarpsefnið er framleiðsla Víkurfrétta. Hver þáttur er tæpur hálftími að lengd. Það hefur verið stefna framleiðenda þáttanna að þeir séu á jákvæðum nótum og
geri grein fyrir menningu, mannlífi og atvinnulífi Suðurnesja. Þeir eru ekki vettvangur pólitískrar umræðu, enda nægt rými á öðrum stöðum fyrir hana. Tilgangurinn með Sjónvarpi Víkurfrétta er að mæta heim í stofu til landsmanna og bjóða þeim uppá sýnishorn af Suðurnesjum og því sem er að gerast á svæðinu. Formið á þættinum hefur ekki verið niðurneglt, sem gefur dagskrárgerðarfólki meira frelsi til að vinna innslög í þáttinn. Þannig getur þátturinn eina vikuna verið samansettur úr mörgum styttri innslögum meðan hann er hina vik-
d l ö v k s p ar v n jó s er Það í kvöld kl. 21:30 Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN! - munið svo að poppa
una með lengri og ítarlegri umfjöllunarefni. Í þessari viku er eitt stórt mál til umfjöllunar, maður ársins 2015 á Suðurnesjum. Einnig sjáum við stutt innslag um Ferska vinda í Garði og tökum púlsinn á nokkrum
Suðurnesjamönnum sem segja okkur frá því hvað sé eftirminnilegast frá nýliðnu ári og hvaða væntingar séu til ársins 2016. Í þættinum á ÍNN í kvöld eru þó aðeins stuttar útgáfur af þessum nýársviðtölum. Lengri útgáfur verða aðgengilegar á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er einmitt kostur þess að vinna saman með sjónvarp og vef, að lengri útgáfur má nálgast á netinu en í sjónvarpinu. Þá er prentútgáfa Víkurfrétta þriðji miðillinn sem vinnur með sjónvarpinu okkar. Við vinnum efnið samtímis í sjónvarpið, á vefinn og í blaðið og þú velur hvaða miðil þú skoðar.
Nýjustu fréttir Víkurfréttir hafa boðið upp á stutt fréttayfirlit frá Suðurnesjum í þætti Sjónvarps Víkurfrétta, sem sýndur er vikulega á fimmtudagskvöldum á ÍNN. Fréttirnar eru samantekt af því markverðasta úr Víkurfréttum sem koma út sama dag og þátturinn fer í loftið og af vef Víkurfrétta, sem er mest lesni fréttavefur héraðsfréttablaðs á landinu. Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, hefur séð um fréttalesturinn.
LISTDANSSKÓLI REYKJANESBÆJAR
BRYN BALLETT AKADEMÍAN
GLEÐILEGT NÝTT ÁR! VORÖNNIN ER AÐ HEFJAST! Dansaðu með okkur! - skráning á www.bryn.is
Listdansbraut hefst fimmtudaginn 7. janúar Inntökupróf fyrir nýja nemendur á grunn- og framhaldsskólastigi mánudaginn 11. janúar Hlökkum til að sjá ykkur!
Listdansbraut og dansstúdíó fyrir 10 -12 og 13 - 15 ára. Listdansbraut fyrir framhaldsskólastig 16 ára og eldri. Nútímadans, Ballett, Djassdans, Táskó tækni, Hip Hop og fleira! Dansbikarkeppni nemenda 9 - 20 ára. London dansferð eldri nemenda. Danspartý yngri nemenda. Tvær glæsilegar nemendasýningar á ári. Þrír danssalir, dansverslun æfingastúdíó, dansbókasafn og fl.
Forskóli BRYN 3ja - 8 ára hefst miðvikudaginn 13. janúar Ballett fyrir 3ja til 4 ára. Ballett og djassdans fyrir 5 - 6 ára og 7 - 8 ára.
SÍMI: 426 5560
NETFANG: BRYN@BRYN.IS
WWW.BRYN.IS
26
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 7. janúar 2016
DÆLDU ÖLLU VATNI ÚR BLÁA LÓNINU ●●Tæmdu lónið á þremur klukkustundum ●●Opna stærra og endurhannað lón 22. janúar
Hér má sjá yfir hluta stækkunar lónsins. Hér er steyptur botn undir lóninu.
fimmtudagur 7. janúar 2016
Bláa lóninu var lokað á mánudagskvöld og hefur lónið verið tæmt. Framkvæmdir við stækkun og endurhönnun upplifunarsvæðis Bláa lónsins hófust þá en hluti framkvæmdanna var að tæma lónið sjálft. Magnea Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Bláa lónsins, sagði í samtali við Víkurfréttir í gær, að verkefnið hefði farið vel af stað. „Lónið var tæmt á þremur klukkustundum. Verkefnið sem er tæknilega flókið gekk því vonum framar.“ Stækkun Bláa lónsins er hluti af stærri verkefni sem felst í nýju hraun upplifunarsvæði og lúxus hóteli sem mun opna árið 2017. Stærra lón mun tengja
27
VÍKURFRÉTTIR
lónssvæðið og nýtt upplifunarsvæði. Það er Sigríður Sigþórsdóttir hjá Basalt Arkitektum sem er aðalhönnuður verkefnisins. Grindvíkingurinn Hartmann Kárason stýrir verkefninu og öðrum nýframkvæmdum Bláa lónsins. Hann sagði við Víkurfréttir að verkefnið sem væri afar krefjandi hefði gengið vel. „Stór þáttur í því er hversu samstilltur og góður hópur fólks starfar að verkefninu, en alls koma um 100 starfsmenn að þessu spennandi verkefni,“ segir Hartmann. Stefnt er að því að opna endurnýjað og stærra lón þann 22. janúar næstkomandi.
Stórvirkar vinnuvélar að störfum úti í miðju lóninu. Þarna verður blátt lón komið að nýju þann 22. janúar nk.
HELSTU BREYTINGAR VERÐA EFTIRFARANDI: - Baðlón er stækkað um helming. - Nýr Skin Care bar mun auka aðgengi að hinum fræga, hvíta Blue Lagoon kísilmaska. - Nýtt spa-svæði fyrir Blue Lagoon spa-meðferðir. - Nýtt veitingasvæði. - Betri aðstaða fyrir gesti.
Yfirborð Bláa lónsins tekið að lækka og kísillagður botninn sést vel. Myndir: Oddgeir Karlsson og Hilmar Bragi.
28
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 7. janúar 2016
Vilja tryggja áframhaldandi rekstur Bjargarinnar ●● Ekki er gert ráð fyrir fjármagni ● til rekstrar frá Reykjanesbæ ●● 30 til 40 manns sækja Björgina á hverjum degi Ekki er gert ráð fyrir fjármagni til rekstrar Bjargarinnar - geðræktarmiðstöðvar Suðurnesja eftir mitt næsta ár, samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar. Björgin er rekin af Reykjanesbæ í samstarfi við önnur sveitarfélög á Suðuresjum. Mikill vilji er þó meðal bæjaryfirvalda Reykjanesbæjar til að halda starfseminni áfram. Velferðarráð Reykjanesbæjar lagði til á fundi sínum 16. desember síðastliðinn að Björgin verði skilgreind sem hæfingar- og endurhæfingarstöð samkvæmt lögum um málefni fatlaðra og verði þar með lögbundin þjónusta á geðheilbrigðissviði. Ráðið lagði jafnframt áherslu á að leita eftir stuðningi við rekstur starfseminnar hjá ríki og félagasamtökum. Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þriðjudaginn 5. janúar síðastliðinn samþykktu allir bæjarfulltrúar að vísa málinu til bæjarráðs. Í umræðum um málið kom fram vilji til að finna leiðir og halda starfseminni áfram. Í máli Kristins Þórs Jakobssonar, bæjarfull-
trúa Framsóknarflokks, kom fram að illt væri til þess að vita að þessi staða væri staðreynd. „Ótrúlegur fjöldi fólks hefur haft samband þegar það frétti að loka ætti Björginni. Aðstandendur hafa áhyggur af fólki sem sækir þangað. Við verðum að finna einhver ráð til að halda henni opinni. Það eru sex mánuðir þangað til henni verður lokað, þangað til verðum við að finna ráð til að halda henni opinni,“ sagði hann í umræðum um málið. Hafdís Guðmundsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar, kveðst vera vongóð um að það takist að tryggja framtíð Bjargarinnar. „Ég ætla að trúa því að Björginni verði ekki lokað og heyri ekki annað en að það sé mikill stuðningur við áframhaldandi starfsemi. Við höfum skilað góðum árangri og daglega sækja til okkar á milli 30 og 40 manns. Það er vilji en það skortir fjármagn,“ segir hún. Björgin á í samstarfi við geðteymi á HSS, geðsvið LSH, Samvinnu, félagsþjónustur sveitarfélaganna og fleiri.
Hafdís segir að frá opnun árið 2005 hafi fjöldi þeirra sem sæki þjónustuna aukist jafnt og þétt. „ Á fyrsta árinu sóttu 60 einstaklingar Björgina en í lok árs 2014 hafa 619 manns sótt þar einhverja þjónustu. Á árinu 2014 bættust við 99 einstaklingar og má þar telja fólk sem hefur verið í endurhæfingu, fengið ráðgjöf, viðtöl, tekið þátt í námskeiðum, hópastarfi eða sótt athvarfið á eigin forsendum.“ Björgin er endurhæfingarúrræði, athvarf og þar er fólki veitt eftirfylgd eftir þörfum. Endurhæfing er einstaklingsmiðuð, haldið er utan um endurhæfingaráætlanir, fylgst með mætingu og árangur metinn.
TUTTUGU ÁR FRÁ FYRSTA KLEMMANUM
■■Klemenz Sæmundsson hefur hlaupið „Klemman“ í tuttugu ár. Á gamlársdag var tímamótunum fagnað þegar yfir 30 einstaklingar gengu, skokkuðu, hlupu eða hjóluðu Klemman, sem er tæplega 24 km. hringur frá Heiðarbóli í Keflavík í gegnum Sandgerði og Garð og með endastöð í Heiðarbólinu. Klemenz hefur hlaupið leiðina á gamlársdag í
20 ár. Fyrstu árin var hann einn á ferð en nokkrum árum síðar fór að bætast í hópinn og nú eru þátttakendur í Klemmanum farnir að skipta tugum. Me ðf y lgjandi my ndir vor u tek nar v i ð end a markið í Heiðarbóli að morgni gamlársdags. VF-myndir: Hilmar Bragi
TIL LEIGU
140m2 skrifstofurými á góðum stað að Hafnargötu 62 efri hæð suðaustur hluti. Nánari upplýsingar í 421-5460 eða á skuli@urtusteinn.is
Með þökk fyrir viðskiptin óskum við landsmönnum öllum farsældar á nýju ári
LAUGARDAG MILLI KL. 12:00 OG 16:00 Það verður líf og fjör hjá okkur í Bernhard Reykjanesbæ á Opnu húsi, laugardaginn 9. janúar nk. Við sýnum gæðabifreiðar frá Honda og Peugeot og má þar á meðal nefna, nýja útfærslu af hinum geysivinsæla Honda CR-V, en nú er hann fáanlegur með öflugri dísilvél og nýrri hagkvæmri 9 gíra sjálfskiptingu. Einnig munum við sýna vinsælar útfærslur Peugeot bifreiða. Komdu og kynntu þér það nýjasta frá bæði Honda og Peugeot, léttar veitingar á boðstólnum.
Reynsluakstursleikur Heppnir einstaklingar geta unnið eldsneytiskort frá Olís að verðmæti frá kr. 25.000. Njarðarbraut 15 • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 7800 • www.bernhard.is
30
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 7. janúar 2016
Myndarleg áramótabrenna í Garði Fjölmargir lögðu leið sína að áramótabrennunni í Garði á gamlárskvöld. Félagar í Björgunarsveitinni Ægi hafa mörg undanfarin ár séð um brennuna í Garðinum, sem ávallt hefur verið myndarlegur bálköstur. Svo var einnig í ár. Brennan er að mestu byggð úr vörubrettum og öðru timbri en strangar reglur eru um það í dag hvað má fara á brennur og hvað ekki. Að þessu sinni var einnig gjörningur í tengslum við Ferska vinda á brennusvæðinu, boðið upp á flugeldasýningu og sungin og spiluð áramótalög. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi við þetta tækifæri.
GARÐUR
R A D N I V R I / K S R E F S D N I W H S E FR NAL T H E I N T E R N AT I O
ART BIENNALE
HÁTÍÐ A L Þ J Ó Ð L E G L I S TA
VI N D A la ug arda gi nn A R K S R FE lu is ve O pn un lis ta br au t 4 í G ar ði . 6 K L . 1 4 .0 0 á Sunnu
9. JANÚAR 201
photo © Alix Marie / graphic design : kaminoto.com
ng ar m ál ar áð he rra M en nt a- og m en ni n so rs na un G i ug Ill op na r sý ni ng un a. M its uk o Sh in o og Se nd ih er ra Ja pa ns n ds Ph ili pp e O ’Q ui se nd ih er ra Fr ak kl an he ið ra sa m ko m un a. 15 .0 0. æ ði n se m he fs t kl. sv ar ng ni sý um n r 20 15 ðs ög rð i frá 15 . de se m be Í kjö lfa rið ve rð ur lei Ga í ð fa ar st r fu he lis ta m an na um og m yn du m . Al þj óð leg ur hó pu r ur í tó nu m , gj ör ni ng nd sý nú n rin tu ks og ve rð ur af ra
O pn ar vi nn us to fu r
17. JAN. F R Á 1 5 . D E S . T IL Vi ðb ur ða rh el ga r
7. JAN. 1 & . 6 1 G O . N A J 9. & 10. .0 1. 20 16 . ur ði r frá 09 .0 1- 17 ðb vi rir að og ar ng Sý ni
pákomur? p u r ta n æ v ó g o r, gjörningar a ik le n tó r, a g in n ý Myndlistars ENN Í GARÐI
AM T IS || L 0 5 R U Ð R 50 ARTISTS IN GA
news_255x185_2016.indd 1
fresh-winds.com 06/01/2016 16:17
SUMARSTÖRF Í FRÍHÖFNINNI LANGAR ÞIG AÐ VINNA Í BESTU FRÍHÖFN EVRÓPU?
Fríhöfnin ehf. óskar eftir að ráða starfsfólk í sumarafleysingar Um er að ræða sumarstörf á lager og í verslunum Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Leitað er að þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, eiga auðvelt með að nálgast fólk, hafa lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir og geta unnið undir álagi. Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri.
Verslun
Vöruhús
Starfið felst í sölu og þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins og áfyllingum í verslun. Unnið er í vaktavinnu.
Starfið felst í almennum lagerstörfum. Vinnutími er alla virka daga frá kl. 7 til 16 og annan hvern laugardag frá kl. 7 til 11.
Hæfniskröfur:
Hæfniskröfur:
• Góður sölumaður með ríka þjónustulund
• Meirapróf og/eða lyftarapróf er æskilegt
• Reynsla af verslunarstörfum er kostur
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Góð tölvukunnátta
• Gott vald á íslenskri og enskri tungu
• Gott vald á íslenskri og enskri tungu
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf um miðjan maí og starfað til loka ágúst. Umsóknum skal skilað inn rafrænt á www.dutyfree.is/atvinna.
Umsóknarfrestur er til og með 17. janúar. Fríhöfnin er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi og hefur hlotið fjölda viðurkenninga síðastliðin ár, m.a. í starfsmenntamálum, fyrir að vera besta fríhöfn í Evrópu og fjölskylduvænt fyrirtæki. Stærstu vöruflokkarnir í verslunum félagsins eru áfengi, tóbak, snyrtivörur og sælgæti. Fríhöfnin hefur sett sér það markmið að vera ávallt til fyrirmyndar í jafnréttismálum og leggur áherslu á góðan starfsanda.
www.dutyfree.is
32
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 7. janúar 2016
AÐALATRIÐIÐ AÐ FÓLK FARI AÐ HREYFA SIG
Við viljum að fólk horfi á stóru myndina sem er breyttur lífstíll.“
●●Mikil aðsókn í áskorendakeppni Superforms
Nú er sá tími ársins þar sem fólk fer oftar en ekki að huga að breyttum lífstíl. Það vakti athygli nú á dögunum að Superform Áskorun sem fram fer í Sporthúsinu fylltist á aðeins rúmum sólahring. Við ákváðum að heyra í Sævari Inga, eiganda Superforms og forvitnast aðeins um þennan mikla áhuga á keppninni. Sævar Ingi Borgasson hefur upplifað margar breytingar og byltingar í heilsugeiranum. Hann hóf sjálfur að stunda líkamsrækt og lyftingar eftir að ferli hans lauk í fótboltanum í kringum aldarmótin. Þar hafði hann ítrekað verið að glíma við meiðsli og þurft að gangast undir fjölda aðgerða. „Ég fór í fjórar hnéaðgerðir og fótbrotnaði sex sinnum á ferlinum,“ segir Sævar pollrólegur. „Það er harka og læti í þessu og mikið um tæklingar,“ bætir hann við. Eftir að hann hætti í boltanum sökum meiðalsnna fór hann að hugsa til þess hvernig hann gæti haldið áfram að hreyfa sig. „Ég þurfti að finna leið til þess að losa um orku, en af henni hafði ég nóg.“ Hann fór því í líkamsræktina þar sem hann fór fljótlega að láta að sér kveða í kraftlyftingum og Icefitness þar sem hann vann til fjölda verðlauna. Hann segist hafa hætt öllum keppnum eftir að hungrið hvarf og þá sneri hann sér að þjálfun. Hann fékkst við einkaþjálfun í langan tíma og á endanum fór það svo að hann hannaði sitt eigið æfingakerfi. Hann hafði hugsað til þess að þróa æfingakerfi þar sem hann gæti sameignað þrjá þætti. Fyrir það fyrsta vildi hann kenna fólki hvernig það ætti að hreyfa sig. Hann vildi að æfingarnar yrðu fjölbreyttar og skemmtilegar, auk þess sem hann lagði mikið upp úr því að félagslega hliðin væri til staðar. Að fólk myndi búa til vinatengsl og finna
Sævar Ingi Borgarsson
fyrir krafti fjöldans. Þannig fæddist Superform. Æfingarnar í Superform byggjast á lyftingum með ketilbjöllum, æfingateygjum og ýmsum fjölbreyttum æfingum. Unnið er í skorpuþjálfun eða sekúndum þar sem unnið og hvílt er í fyrirfram ákveðinn tíma. „Aðalatriðið er að fólk fari að hreyfa sig. Geri það á sínum hraða og eftir sinni getu. Það er orðin svo mikil vitundavakning hjá fólki að hreyfa sig,“ segir þjálfarinn Sævar.
Brjáluð aðsókn í áskorendakeppni
Þau í Superformi hafa undanfarin ár haldið sérstaka áskorendakeppni þar sem vegleg verðlaun eru í boði fyrir sigurvegara. Sævar segir gríðarlegan áhuga vera á keppninni og nú síðast hafi verið fullbókað á rúmum sólarhring eins og áður kom fram. Alltaf hefur verið uppselt. „Mér er illa við eitthvert 12 vikna átak. Þannig að það sem við erum að gera með þessu er að hvetja fólk til þess að nota þennan tíma til þess að byrja á einhverju stærra. Halda áfram að hreyfa sig og
Þjálfarar hjá Superformi í Sporthúsinu
borða með meðvitund. Við viljum að fólk horfi á stóru myndina sem er breyttur lífstíll.“ Er í þessu til þess að sjá fólk blómstra Sævar segir að nýlega hafi verið ákveðið að bjóða unglingum upp á æfingarnar í Superform líka en hann telur mikilvægt að kennar ungu fólki snemma rétta líkamsbeitingu og ekki síður undirbúa það fyrir líkamsræktarstöðvarnar. „Þegar krakkar eru að hætta í íþróttum þá er líkamsræktarstöðin oft næsti viðkomustaður. Þau eru oftar en ekki óundirbúin undir það sem þar fer fram því lyftingar eru
HS Veitur hf óska eftir að ráða í starf svæðisstjóra rafmagnsdeildar Suðurnesjum Helstu þættir starfsins eru: Hæfniskröfur: - Hönnun á há- og lágspennudreifikerfum. - Fullnaðarpróf frá rafmagnsdeild, verkfræði- Rekstur og viðhald á aðveitu- og dreifikerfum. eða tækniskóla. - Verkumsjón. - Rafvirkjaréttindi og/eða reynsla við rafvirkja- Almennt skipulag. störf við háspennuvirki æskileg. - Vinna við landupplýsingarkerfi. - Haldgóð þekking á rafdreifikerfi veitna. - Uppbygging á verkbókhaldi. - Góð þekking á íslensku, ensku og einu - Samvinna við aðrar deildir s.s. mæla- og norðurlandamáli. vatnsdeild.
ekki kenndar á grunnskólastiginu. Við viljum byggja þau þannig upp að það sér auðveldara að taka þetta skref að fara í ræktina. Ásamt því að vera með þau í Superform ákváðum við að bjóða krökkunum upp á hóptíma einu sinni í mánuði sem eru í boði í Sporthúsinu eins og spinning, Foam Flex, Yoga og margt fleira. Með því náum við að víkka út sjóndeildarhringinn og kynna fyrir þeim fleiri möguleika á hreyfingu. Fyrir flesta sem hafa ekki hreyft sig þá er þetta bara rosalega stórt skref.“ Sævar segir að það gefi sér mikið sem þjálfara að hjálpa krökkum að breyta um lífstíl og ná árangri.
Ætlar sér að verða osteopati
Sævar er núna að læra að vera osteopati og stundar nám í Svíþjóð þar sem hann er með annan fótinn. Starfsvið osteopata mætti kannski útskýra sem hnykkjara og sjúkraþjálfara með greiningarþætti bæklunarsérfræðings. Íþróttafólk leitar í miklu magni til osteopata og hyggst Sævar starfa á þeim vettvangi í framtíðinni auk þess að halda áfram með Superformið.
„Maður er í þessu til þess að sjá árangur hjá fólki. Hvort sem það nær að vinna á stoðkerfisvanda, losa sig við einhver kíló eða auka styrk. Að sjá fólk sem hefur enga trú á sér sem blómstrar svo algjörlega. Það er ánægjan sem maður fær út úr þessu.“
Hvað myndir þú ráðleggja þeim sem sitja núna heima og vilja koma sér af stað í hreyfingu? „Aðalatriðið er að byrja á markmiðasetningu. Maður verður að vera tilbúinn að breyta um lífstíl en ekki fara í átak í nokkrar vikur. Það þarf að vera vilji og löngun en ekki bara harka, þú tekur ekkert á hörkunni einni saman. Þú getur þó notað hörkuna til þess að koma þér yfir erfiðustu hjallana í þessu,“ segir Sævar að lokum.
FYRIR
EFTIR
Sótt er um starfið á heimasíðu HS Veitna, www.hsveitur.is. Nánari upplýsingar varðandi starfið veitir Petra Lind Einarsdóttir, starfsmannastjóri HS Veitna hf. Umsóknarfrestur er til og með 17. janúar 2016. HS Veitur hf voru stofnaðar 1. des. 2008 þegar Hitaveitu Suðurnesja hf var skipt í HS Veitur hf og HS Orku hf. HS Veitur annast raforkudreifingu á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, í hluta Garðabæjar m.a. Álftanesi, í Vestmannaeyjum og í Árborg. HS Veitur annast hitaveiturekstur á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum og vatnsveiturekstur að stórum hluta á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Starfsstöðvar HS Veitna eru fjórar, þ.e. í Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum og í Árborg. Hjá HS Veitum starfa nú 84 starfsmenn.
HS VEITUR HF www.hsveitur.is
HAFNARVERNDARNÁMSKEIÐ
INNLEIÐING HACCP
EXCEL II ELDVARNARNÁMSKEIÐ
SAMSKIPTI INDEX MIRACLE
ADR
CY 2 VEN SOL
AFN ÁM HAF
Í VE GI NU M LJ Ó NI Ð TA
TRELLO NÁMSKEIÐ
UPPLÝSINGATÆKNI FORRITUN
AGR NÁMSKEIÐ
RAKI OG MYGLA Í HÚSUM
RAFRÆNIR REIKNINGAR
LÍKAMSTJÓN
FJÁRMÁL OG REKSTUR
ÁRANGURSRÍK SALA
POWER PIVOT
BÓKLEGT VINNUVÉLANÁMSKEIÐ
ISO/IEC
27001
ÞJÓNUSTU NÁMSKEIÐ
www.attin.is
ÞÉR ER BOÐIÐ Á KYNNINGARFUND Áttin veitir þér fjármagn til fræðslu Rétt fræðsla og þjálfun eflir starfsfólk og er lykillinn að velgengni fyrirtækja til lengri og skemmri tíma. Nú getur þú sótt um styrk til fræðslu starfsmanna fyrirtækisins á einum stað. Skilaðu inn einni umsókn og sæktu þannig um styrk úr mörgum fræðslusjóðum atvinnulífsins samtímis. Flóknara er það ekki. Áttin.is er eina heimasíðan sem þú þarft að heimsækja. Þú getur sótt um styrk til fræðslu fram í tímann eða allt að 12 mánuði aftur í tímann.
Fimmtudaginn 14. janúar verður fundur til kynningar á Áttinni kl. 12:00-13:30 í Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Krossmóum 4. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, SA Halldór Grönvold, ASÍ Sveinn Aðalsteinsson, verkefnastjóri Áttarinnar
ÁRNASYNIR
Nánari upplýsingar á attin.is
34
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 7. janúar 2016
UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir
Múrbúðin í Reykjanesbæ leitar starfsmanna 1. Starfsmaður í verslun, heilsdags starf. Starfsvið: Sala og afgreiðsla á byggingavörum, ráðgjöf til viðskiptavina. Hæfniskröfur: Þekking á byggingavörum æskileg, kurteisi og lipurð. Nákvæm vinnubrögð. 2. Starfsmaður í verslun, HLUTASTARF. Vinnutími ca. 3-4 tímar á dag 4-5 daga vikunnar, síðdegis. Umsóknir óskast sendar á netfangið: sudurnes@murbudin.is Upplýsingar um störfin fást í síma 660 6410
Fuglavík 18 Reykjanesbæ. Opið virka daga kl. 8-18
Ártún 21, Garður, fnr. 229-8456, þingl. eig. Junjul Oyod Lim og Haydee Canete Apas, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 12. janúar nk. kl. 09:10. Bjarmaland 9, Sandgerði, fnr. 2094653 , þingl. eig. Egill Ólafsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 12. janúar nk. kl. 09:40. Borgarhraun 16, Grindavík, fnr. 2091589 , þingl. eig. Bessi Aðalsteinn Sveinsson og Guðrún Sigríður Hauksdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 12. janúar nk. kl. 12:05. Faxabraut 34B, Keflavík, fnr. 208-7473 , þingl. eig. Allan Geneciran Basbas og Emmanuel Pastolero Antioquia, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 12. janúar nk. kl. 10:20. Gerðavegur 14c fnr. 233-2952, Garður , þingl. eig. Jóhannes Ingi Sigurðsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á
INNKAUPASTJÓRI ÓSKAST
Suðurnesjum, þriðjudaginn 12. janúar nk. kl. 09:20. Hafnargata 28, Keflavík, fnr. 208-8015 , þingl. eig. Fjórir vinir ehf., gerðarbeiðendur Heron slf. og Vátryggingafélag Íslands hf.Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 12. janúar nk. kl. 08:45. Heiðarhraun 28, Grindavík, fnr. 2091835 , þingl. eig. Hallgrímur Bogason, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 12. janúar nk. kl. 12:05. Lerkidalur 13, Njarðvík, fnr. 230-6211 , þingl. eig. Árni Samúel Samúelsson, gerðarbeiðendur ÍbúðalánasjóðurTryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 12. janúar nk. kl. 11:40. Mávabraut 11, Keflavík, fnr. 208-9979 , þingl. eig. Sara Olsen, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 12. janúar nk. kl. 10:30. Mávatjörn 2, Njarðvík, fnr. 228-4369, þingl. eig. Guðrún Margrét Jónsdóttir og Snorri Gíslason, gerðarbeiðendur ÍbúðalánasjóðurAlmenni lífeyrissjóðurinn, þriðjudaginn 12. janúar nk. kl. 11:00.
Mávatjörn 22 fnr. 228-0356, Njarðvík , þingl. eig. Sigríður Helga Karlsdóttir, gerðarbeiðendur ÍbúðalánasjóðurReykjanesbær, þriðjudaginn 12. janúar nk. kl. 11:10. Njarðvíkurbraut 2, Njarðvík, fnr. 2093963 , þingl. eig. OVO slf., gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 12. janúar nk. kl. 11:20. Smáratún 20, Keflavík, fnr. 209-0368 , þingl. eig. Grímur Thor Bollason Thoroddsen, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 12. janúar nk. kl. 10:05. Stapabraut 5 fnr. 229-0261, Njarðvík, þingl. eig. Nesbyggð eignarhaldsfélag ehf., gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á SuðurnesjumHS Veitur hf., þriðjudaginn 12. janúar nk. kl. 10:50. Svölutjörn 36, Njarðvík, fnr. 228-0111 , þingl. eig. Katrín Alda Ævarsdóttir og Sigurpáll D Ásgeirsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 12. janúar nk. kl. 11:30. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 5 janúar 2016
Smáauglýsingar Til leigu ■■Fjölskyldu vantar 4-5 herb. íbúð strax í Reykjanesbæ, Garði, Sandgerði, Vogum eða Grindavík. Þyrfti að vera laus 1. febrúar eða fljótlega eftir það. Upplýsingar í síma 788-4343. ■■Studíóíbúð til leigu í Keflavík. Aðeins reglusamir, reyklausir einstaklingar með fasta vinnu koma til greina. Ekkert dýrahald. Sími 863-0733.
Reykjanesbær auglýsir nýtt starf innkaupastjóra á fjármálasviði. Um er að ræða fullt starf. Starfið heyrir undir sviðsstjóra fjármálasviðs. Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar 2016. Helstu verkefni: • Umsjón með og framkvæmd útboða og verðkannana er varða kaup á vörum og þjónustu • Mótun innkaupastefnu, innleiðing og eftirfylgni • Áætlanagerð og greiningarvinna vegna innkaupa • Samningagerð • Miðlun upplýsinga og þekkingar um vörur og þjónustu • Ráðgjöf til stjórnenda sveitarfélagsins • Önnur tilfallandi verkefni Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer. is/stjornkerfi/laus-storf, þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur til umsækjenda. Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Katrín Ólöf Egilsdóttir (katrin.egilsdottir@capacent.is) hjá Capacent. Hjá Reykjanesbæ starfar samhentur hópur starfsmanna sem hefur það að leiðarljósi að þjónusta við íbúa bæjarfélagsins sé eins og best verður á kosið hverju sinni. Við bjóðum góða starfsaðstöðu, jákvætt andrúmsloft og samstarfsfólk sem tekur áskorunum hvers dags af eldmóði og krafti.
■■2 herbergja íbúð til leigu á Faxabraut. LAUS STRAX. Upplýsingar 780-7879.
Þrettándaskemmtun í Reykjanesbæ frestað til laugardags ■■Vegna veðurs og óhagstæðrar vindáttar hefur fyrirhugaðri þrettándaskemmtun verið frestað til næsta laugardags. Spáin fyrir laugardag er góð og er stefnt að þrettándagleði þá. Dagskráin verður óbreytt en hefst klukkustund fyrr, eða klukkan 16:00 en þá hefst luktarsmiðja í Myllubakkaskóla. Klukkan 17:00 verður blysför þaðan að hátíðarsvæði. Nánari upplýsingar um dagskrána má nálgast á vef Reykjanesbæjar. Þrettándagleði að flugeldasýningu undanskilinni var haldin í Grindavík. Flugeldasýningin verður á laugardag kl. 18.
Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla
Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Verið velkomin
á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00
Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
Upplýsingar veitir: Festa lífeyrissjóður er tíundi stærsti lífeyrissjóður landsins með um 16.000 greiðandi sjóðfélaga og rúmlega 7.000 lífeyrisþega. Heildareignir sjóðsins nema um 112 milljörðum króna. Sjóðurinn starfar í tveimur deildum, aldurstengdri samtryggingardeild og séreignardeild. Hjá sjóðnum starfa 12 starfsmenn. Aðalskrifstofa sjóðsins er í Reykjanesbæ.
Sverrir Briem sverrir@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 18. janúar nk.
Forstöðumaður reikningshalds Festa lífeyrissjóður óskar eftir að ráða forstöðumann reikningshalds. Starfssvið
Menntunar- og hæfniskröfur
• Umsjón með reikningshaldi • Vinnsla árshlutauppgjöra og ársuppgjörs • Ábyrgð á innra eftirliti á sviði reikningshalds • Skýrslugerð til stjórnar og opinberra aðila • Samskipti við innri og ytri endurskoðendur • Áætlanagerð og áhættustýring
• Háskólapróf í viðskiptafræði með áherslu á reikningshald • Starfsreynsla við bókhaldsuppgjör og gerð ársreikninga • Mjög góð tölvukunnátta (Excel) • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Agi og skipulag í vinnubrögðum • Góð íslensku- og enskukunnátta
Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
markhönnun ehf
SKIPULAGSDAGAR HIN FULLKOMNA GEYMSLULAUSN
400 ml box 175 ml box
TRAUSTIR Kassarnir eru sterkbyggðir og þola vel hnjask sem fylgir flutningum og geymslu.
375 ml box
810 ml box
1,7 l box STAFLANLEGIR Kassarnir er hannaðir með það fyrir augum að allar stærðir staflist haganlega saman og taki sem minnst pláss.
MIKIÐ ÚRVAL
14L
27L
40L
30L
60L
90L
Smáhlutabakki Hvítur, seldur sér
Skipulagsbox – lítil Hvít, 3 í pakka m/lokum
Skipulagsbox – stór Hvít, 3 í pakka m/lokum
Skjalamöppufestingar 2 í pakka
Merkimiðar 8 í pakka
Áfestanlegir gúmmítappar 8 í pakka
Áfestanleg snúningshjól 4 í pakka
www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Búðakór· Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
36
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 7. janúar 2016
HVERNIG SAMFÉLAG VILJUM VIÐ?
Fyrir nákvæmlega hundrað árum síðan, við upphaf ársins 1916, stóð fyrri heimsstyrjöldin sem hæst. Og þegar henni lauk árið 1918 höfðu meira en 17 milljónir manna látið lífið. Þar af a.m.k. 9 milljónir hermanna, oftast strákar sem voru á bilinu 19 til 22 ára þegar styrjöldin hófst árið 1914. Þá særðust um 15 milljónir hermanna, misstu útlimi eða sjón og margar Páll Valur milljónir komu stórBjörnsson skaddaðir á sál úr þessu skelfilega stríði, sviptir öllum lífgæðum og oft lífsviljanum líka. Um þetta má lesa í stórfróðlegri bók Gunnars Þórs Bjarnasonar, sagnfræðings, sem kom út fyrir jólin. Og á þessu báru alla ábyrgð þeir stjórnmálamenn sem mestu réðu í voldugustu ríkjum Evrópu. Hvílík þjáning og hvílík sóun og hvílík ógæfa sem þessir stjórnmálamenn bera ábyrgð á. Nú segja sjálfsagt einhverjir sem þetta lesa að þetta sé nú ekki stórmerkileg speki hjá mér og sumir telja mig örugglega óttarlega einfaldan að trúa að þetta geti einhvern tíma orðið og aðrir segja mjög líklega að þetta sé svo sjálfsagt að það þurfi ekki að skrifa um þetta. En ég er fullkomlega ósmammála þeim sem þannig hugsa. Það er nefnilega því miður svo að of margir stjórnmálamenn líta alls ekki
á það sem meginskyldu sína að vinna að bættum lífgæðum alls almennings í nútíð og framtíð og jöfnum tækifærum fólks og fyrirtækja eða þeir gera þá a.m.k. eitthvað allt annað en þeir hugsa og segja og vilja.
Jöfn tækifæri.
Að mínu mati hafa stjórnmálamenn það eina hlutverk og þá einu skyldu að gera það sem í þeirra valdi stendur til að bæta lífsgæði fólks í nútíð og framtíð og að tryggja því sem jöfnust tækifæri. Ég er sannfærður um að þjóðfélag þar sem sátt er um það meginmarkmið að tryggja fólki og fyrirtækjum sem jöfnust tækifæri tryggir líka almenna velmegun, framtak og framþróun, sátt, sanngirni og mannúð og stuðlar að stórbættum lífsgæðum fólks og hamingju. Fólk sem býr við þannig aðstæður beitir ekki annað fólk ofbeldi og þjóð sem býr við þær aðstæður ræðst ekki á aðrar þjóðir. Við sem störfum í Bjartri framtíð teljum að viljum skipuleggja þjóðfélagið þannig að allir landsmenn hafi jöfn tækifæri til að nýta margbreytilega hæfileika sína sjálfum sér og okkur öllum til framdráttar og leggjum áherslu á að allt þetta sé gert í fullkominni sátt við náttúruna og umhverfið, með sjálfbærni og ábyrgð og langtímahagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Við viljum vera virkir þátttakendur í því og leggja okkar af
mörkum við að byggja hér upp lifandi efnahags- og velferðarkerfi sem býr við heilbrigt samkeppnisumhverfi sem hvetur fjárfesta og frumkvöðla til framtaks, athafna og fjárfestinga sem munu skapa ótal tækifæri, tækifæri sem munu gera okkur öllum kleift að fá vinnu sem henta okkar margvíslegu hæfileikum og áhugamálum.
Enga fordóma
Við í Bjartri framtíð viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar til þess að hér verði auðvelt að lifa og starfa fyrir alla og allir fái tækifæri til að taka þátt og leggja sitt af mörkum án þess að þurfa að þola mismunun og fordóma. Þetta hefur alltaf verið mikilvægt en þó aldrei sem nú á þessum tímum fjölmenningar og margbreytileika mannlífsins og allra þeirra stórkostlegu tækifæra sem því fylgja. Við þurfum að hafa vit á að nýta þessi tækifæri en reisa ekki veggi og óþarfar, gagnslausar hindranir fyrir okkur sjálf og aðra með fordómum og þröngsýni. Gríðarstórt skref í þá átt væri að fullgilda og hrinda vel í framkvæmd samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Annað stórt skref í þessa átt væri að fullgera og samþykkja stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára sem lögð var fram á Alþingi í haust. Með velunninni stefnu tryggjum við að þeir sem eiga við geðheilbrigðis-
vanda að etja fái viðeigandi þjónustu hratt og örugglega. Sérstaklega eigum við að leggja höfuðáherslu á að efla forvarnir og mæta börnum sem eiga við ýmis konar raskanir að stríða strax á fyrstu stigum.
Áskoranir
En að byggja hér upp samfélag sem verður besta útgáfan af sjálfu sér er mikil áskorun; áskorun sem krefst kjarks og þátttöku allra þeirra sem þetta samfélag byggja. Þátttöku stjórnvalda, sveitarfélaga, atvinnulífsins, fræðasamfélagsins, hvers konar samtaka og félaga og ekki síst alls fólksins sem í landinu býr, ungra og gamalla , kvenna og karla. Til þess að ná sem bestum árangri í þeirri viðleitni okkar að skapa samfélag sem setur framfarir og hag almennings í forgrunn verðum við að að tilbúin til og hafa kjark til að leita allra leiða til að leggja til hliðar ágreiningsefnin. Þau geta auðvitað verið mýmörg ef við viljum svo hafa. Við eigum ekki að einblína á það sem skilur okkur að, okkur greinir á um og sundrar okkur heldur eigum við að horfa fyrst og fremst á það sem við eigum sameiginlegt og hvernig við getum eflt og styrkt það sem sameinar okkur.
Leiðarljós til framtíðar
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir m.a. að samfélag sé samvinnu-
verkefni þar sem öll störf skipta máli og haldast í hendur og mikilvægt er að hlúð sé að þeim sem þurfa á aðstoð að halda. Að fólk fái notið árangurs erfiðis síns og hugkvæmni og ekki síst að aldraðir skulu njóta öryggis og velferðar og þá skuli öllum skal tryggð hlutdeild í þeirri verðmætasköpun sem Ísland og íslenska þjóðin getur af sér. Unnið verði að því að tryggja jafnrétti allra landsmanna, óháð einstaklingsbundnum þáttum og stöðu að öðru leyti Þar stendur einnig ríkisstjórnin ætli að leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Þetta finnst mér að ætti að vera leiðarljós okkar allra á komandi ári og ætti ekki að vera mikið mál ef við erum samhuga og einlæg í því að láta það gerast. Aðstæður eru til þess og tækfærin eru þarna öll ef við bara nýtum þau en klúðrum þeim ekki með sundurlyndi, eigingirni og þröngsýni. Ég óska landsmönnum öllum gleðilegs og farsæls árs og hvet okkur öll til að láta það ár sem nú er að hefjast marka upphaf þess að við byggjum saman upp þjóðfélag jafnra tækifæra, sáttar og sanngirni. Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar
Heimanámsaðstoð í 800.000 kr. frá Bláa lóninu Bókasafni Reykjanesbæjar til Krabbmeinsfélagsins Sigurlaug Gissurardóttir, m arkaðs- og fjáröflunarfulltrúi Karbbameinsfélagsins, Grímur Sæmundsen, læknir og forstjóri Bláa Lónsins, Ragheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, Magnea Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Bláa Lónsins og Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins.
■■Nýlega afhenti Bláa Lónið Krabbameinsfélaginu styrk að upphæð krónur 800.000. Í tilefni af Bleikum október rann 20% af söluandvirði 24h Serum Bláa Lónsins til árveknisátaksins. Varan var sérpökkuð í bleikar umbúðir og seld í verslunum Bláa Lónsins hér heima og einnig í gegnum netverslun fyrirtækisins.
AUKAVINNA:
RÉTTURINN LEITAR EFTIR STARFSFÓLKI Í VINNU Rétturinn auglýsir eftir duglegu og sjálfstæðu fólki í aukavinnu. Um kvöldvinnu er að ræða virka daga frá 17:00 - 21:00 og dagvinnu á laugardögum frá 09:00 - 15:00. Þetta hentar framhaldsskólafólki sérstaklega vel sem aukavinna með skólanum. Upplýsingar veitir Magnús á Réttinum.
Starfsfólk Bókasafns Reykjanesbæjar og sjálfboðaliðar Rauða kross Suðurnesja bjóða upp á heimanámsaðstoð, Heilakúnstir, fyrir börn í 4.-10. bekk. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi þjónusta er í boði. Heilakúnstir er hópur barna í 4. bekk sem hittist á mánudögum kl. 14-15.30 og á miðvikudögum kl. 14.30-16.00 í bókasafninu. Nemendur fá aðstoð við heimanám og skólaverkefni frá sjálfboðaliðum Rauða krossins.
Nemendur og sjálfboðaliðar hittast á neðri hæð safnsins í vinnuherbergi sem nefnist ,,Búrið“. Afslappað andrúmsloft er í forgrunni þar sem hver
og einn hefur tækifæri til að vinna á eigin hraða. Verkefnið er samstarfsverkefni Bókasafns Reykjanesbæjar og Rauða krossins á Suðurnesjum og er unnið að fyrirmynd Heilahristings sem er heimanámsaðstoð á vegum Borgarbókasafnsins.
Bókasafnið hentar vel fyrir starfsemi sem þessa þar sem það er hlutlaus, afslappaður og óformlegur staður þangað sem allir eru velkomnir. Segja má í raun að Bókasafnið sé eins konar gátt inn í samfélagið. Auk þess nýtist safnkostur Bókasafnsins vel í námi og leggur starfsfólk sig fram við að að-
stoða nemendur og sjálfboðaliða í leit að gögnum og upplýsingum. Heimanámsaðstoðin er ókeypis og allir eru velkomnir. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram. Umsjón með heimanámsaðstoðinni hefur Kolbrún Björk Sveinsdóttir. Leitað er eftir sjálboðaliðum í þetta verkefni sem heyrir undir Heimsóknarvini Rauða krossins. Samkvæmt reglum hans þurfa allir sjálfboðaliðar að skila inn hreinu sakavottorði. Áhugasamir geta haft samband við skrifstofu Rauða krossins (Fanney) í síma 420-4700 eða sent póst á netfangið:kolbrunbjork@gmail.com.
tm.is/afhverju
Ánægja
TM
Ánægjan er okkar aðalsmerki Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni eru ánægðustu viðskiptavinir tryggingafélaga hjá TM. Ekkert fyrirtæki á Íslandi hefur hlotið þennan heiður jafn oft. Við þökkum kærlega fyrir okkur.
Tryggingamiðstöðin
tm@tm.is
tm.is
38
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 7. janúar 2016
ÍÞRÓTTIR
Eyþór Sæmundsson // eythor@vf.is
ÍÞRÓTTAFÁRIÐ 2015 ●●Eftirminnilegustu atvik ársins í íþróttum á Suðurnesjum
Hér er stiklað á stóru á léttu nótunum um það eftirminnilegasta sem gerðist á árinu 2015 í íþróttum á Suðurnesjum. Auðvitað er mjög margt jákvætt sem gerðist á árinu og fjölmargt íþróttafólk sem afrekaði gríðarlega mikið sem ekki verður talið upp hér. Árið var heilt yfir ekkert sérstakt hjá þessum stærstu greinum. Fótboltinn hefur ekki átt eins slæmt ár í lengri tíma og körfuboltafólk hefur oft verið meira áberandi og skilað fleiri titlum. Áfram eru það bardagaíþróttir og greinar sem ekki teljast til boltagreina sem eru að halda heiðri svæðisins á lofti. Yngri iðkendur eru í fínum málum og sigurganga Suðurnesja í Skólahreysti heldur áfram. Þrenna ársins
Ástrós Brynjarsdóttir var kjörinn Íþróttamaður Reykjanesbæjar þriðja árið í röð. Ástrós vann fimm Íslandsmeistaratitla á árinu, hún vann til tíu gullverðlauna, tveggja silfur verðlauna og þriggja bronsverðlauna. Ástrós hefur sýnt það ítrekað að hún er með betri íþróttamönnum í heimi í hinni erfiðu og fjölmennu íþróttagrein taewkondo.
Vonbrigði ársins
Keflvíkingar unnu aðeins tvo leiki í Pepsi-deild karla í fótboltanum sumar og settu í leiðinni tvö vafasöm met. Liðið fékk aðeins 10 stig í 22 leikjum, sem er met í 12 liða efstu deild. Liðið var með 39 mörk í mínus, 22 skoruð og 61 fengin á sig, sem er met í 12 liða efstu deild. Árangurinn var enn verri í kvennaboltanum en þar náðu Keflvíkingar aðeins í eitt stig í sumar og höfnuðu í neðsta sæti 1. deildar.
Gíróseðill ársins
Oft er þörf en nú er nauðsyn, sögðu Keflvíkingar þegar þeir laumuðu gíróseðli inn á heimabanka bæjarbúa Reykjanesbæjar þegar fótboltaliðið var botnfrosið í Pepsi deildinni. Með þessum fjármunum átti sennilega að borga fyrir þá útlendinga sem komnir voru til þess að bjarga liðinu af botninum. Það tókst líka svona glimrandi vel. „Það fer mikil vinna í það að ná í peninga til að reka svona deild. Við fengum góð viðbrögð fyrir gíróseðli sem sendur var til allra íbúa í Keflavík þó svo vissulega hafi það gerst á erfiðum tíma hjá liðinu í Pepsi-deildinni,“ sagði Nonni Ben formaður við VF í haust.
Heimkoma ársins
Styrkur ársins
Njarðvíkingurinn Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir kom sá og sigraði, næstum því, árið 2015. Sara varð Evrópumeistari í Crossfit í sumar og tryggði sér þar með þátttökurétt á heimsleikunum í Los Angeles. Þar kom hún flestum á óvart og leiddi keppnina þegar lokadagurinn hófst. Nýliðinn náði hins vegar ekki að halda út og varð að gera sér þriðja sætið að góðu, sem er ótrúlegur árangur engu að síður hjá þessari öflugu íþróttakonu.
Lið ársins
Holtaskóli sigraði í Skólahreysti í fjórða sinn á síðustu fimm árum en grunnskólar úr Reykjanesbæ hafa sigrað síðustu sex árin, en Heiðarskóli hefur sigrað tvisvar. Magnaður árangur hjá þessum krökkum. Vonandi að einhverjir þessara krakka fari að skila sér í boltagreinarnar sem þurfa sárlega á titlum að halda.
Stærstu félagsskiptin í fótboltanum komu eftir tímabilið en þá fengu Keflvíkingar Jónas Guðna Sævarsson aftur á heimaslóðir. Spurning hvort gíróseðillinn hafi hjálpað til þar? Annar öflugur miðjumaður er einnig kominn á heimaslóðir en Gunnar Þorsteinsson er orðinn Grindvíkingur aftur eftir að hafa spilað í hinum heimabænum sínum, Vestmannaeyjum.
Rimma ársins
Magga Stull og Bryndís Guðmundsdóttir háðu furðulega fjölmiðlarimmu á árinu. Önnur lét allt flakka og fór mikinn á meðan hin kaus að tjá sig ekkert um málið. Niðurstaðan varð sú að Bryndís leikur nú með Snæfellingum og Magga hætti með landsliðinu. Allir sáttir.
Atvinnumaður ársins
Arnór Ingvi Traustason varð sænskur meistari og lagði upp flest mörk í deildinni með liði sínu Norrköping. Hann vann sér inn sæti í landsliði Íslands og hefur hann verið orðaður við nokkur stór lið í Evrópu.
Meiðsli ársins
Gormurinn Stefan Bonneau kom víst eitthvað laskaður til æfinga hjá Njarðvíkingum úr sumarfríi. Hann sleit svo hásin eftir að hann steig inn í Ljónagryfjuna og hefur síðan verið einn öflugasti stuðningsmaður Njarðvíkur af bekknum.
Kúvending ársins
Njarðvíkingar afþökkuðu sæti í efstu deild kvenna í körfubolta. Í lok árs fengu þær svo öflugan erlendan leikmann (Carmen Tyson-Thomas) og formaðurinn sagði stefnuna setta á sæti í efstu deild!
Bikar ársins
Grindvíkingar urðu bikarmeistarar kvenna í körfubolta snemma árs með því að sigra granna sína frá Keflavík. Sigurður Ingimundar spilaði hugaleikfimi og sagði Carmen Tyson-Thomas ekki geta leikið með í úrslitunum. Hún kom svo í Höllina öllum að óvörum, eldhress og í góðu skapi. Óhætt er að segja að hún hafi ekki hjálpað Keflvíkingum í leiknum sem vissu ekki að hún yrði með fyrr en á síðustu stundu.
Skipting ársins
Kristján Guðmundsson var látinn taka poka sinn hjá Keflavík og heimahetjurnar Haukur Ingi og Jóhann Birnir tóku við. Kristján náði í eitt stig í sex leikjum en þeir Jói og Haukur náðu í níu í 16 leikjum. Nú er Þorvaldur Örlygsson kominn í brúna og geta blaðamenn Víkurfrétta hreinlega ekki beðið eftir því að taka viðtöl við kappann næsta sumar.
Endurkoma ársins
Hjörtur Harðar gafst upp á körfuboltanum og fór yfir í blakið. Þar er hann strax orðinn bestur eftir hálft tímabil.
Móment ársins
Logi Gunnarsson Njarðvíkingur var eini fulltrúi Suðurnesjamanna á EM í körfubolta, sem er hálf grátlegt fyrir þetta mikla körfuboltasvæði. Hann lék afbragðs vel á mótinu og framkallaði eitt eftirminnilegasta augnablik í íslenskum körfubolta gegn Tyrkjum, þar sem hann tryggði liðinu framlengingu með rosalegum þristi á lokasekúndu leiksins. „Sjáðu skotið hjá Loga,“ sungu Íslendingar.
Vistaskipti ársins
Magnús Már Traustason fór leið sem fáir hafa fetað, þegar hann fór frá Njarðvík yfir í Keflavík í körfuboltanum. Hann fékk aðeins að heyra það frá nokkrum grænum sem voru sárir yfir því að missa einn sinn efnilegasta leikmann. Hann hefur svo leikið ljómandi vel með Keflvíkingum. Njarðvíkingar gátu huggað sig við það að Haukur Helgi Pálsson mætti ferskur frá Berlín í Ljónagryfjuna. Sannarlega stórhveli fyrir Njarðvíkinga. Tryggvi Guðmundsson gekk svo til liðs við Njarðvíkinga í fótboltanum og átti þátt í því að liðið hélt sæti sínu í 2. deild.
Smölun ársins
Þorsteinn Magnússon var endurkjörinn formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur á aðalfundi deildarinnar en hann fékk mótframboð frá Baldri Þóri Guðmundssyni. Metþátttaka var á fundinum og mættu m.a. fjölmargir sem ekki hafs sést á Nettóvellinum um árabil. Sú stjórn steig svo til hliðar nokkru síðar alveg óvænt og ve ð h l aup a he st ar n i r hans Nonna tóku við.
fimmtudagur 7. janúar 2016
39
VÍKURFRÉTTIR
Þú kemst ekki neitt í lífinu með hálfum hug segir íþróttamaður ársins í Reykjanesbæ Kristófer Sigurðsson var bæði valinn íþróttamaður Keflavíkur og Reykjanesbæjar á árinu sem var að líða. Á árinu náði hann frábærum árangri. Hann vann til sjö íslandsmeistaratitla og hefur unnið sér inn 734 FINA stig. Á AMÍ sem haldið var á Akureyri í sumar varð Kristófer Íslandsmeistari í fimm greinum: 100, 200 og 400m skriðsundi, 200m bringusundi, 200m baksundi og 200m fjórsundi. Einnig var hann í tveimur boðsundsveitum sem unnu til verðlauna. Kristófer var svo í liði Íslands á Smáþjóðaleikunum.
Hvað varst þú persónulega ánægðastur með á árinu? Það sem ég var persónulega ánægðastur með á árinu var þegar ég varð Íslandsmeistari í 200 og 400m skriðsundi á Íslandsmeistaramótinu í apríl, á tíma sem ég var mjög sáttur við. Hvaða íþróttamaður frá Suðurnesjum stóð sig best á árinu að þínu mati? Ég ætla að segja vinur minn hann Arnþór Ingi Guðjónsson. Fáir sem ég þekki sem hafa jafn mikla ástríðu fyrir sportinu eins og hann.
Kristófer Sigurðsson og Ástrós Brynjarsdóttir íþróttafólk Reykjanesbæjar
Hvað ætlar þú að afreka á nýju ári? Ég er búinn að setja mér þau markmið að standa mig vel í öllu því sem ég mun taka mér fyrir hendur, hvort sem það er í lauginni eða annars staðar.
Þú kemst ekki neitt í lífinu með hálfum hug.
Hvað lærðir þú á árinu sem var að líða?
Náðir þú öllum þeim markmiðum sem þú ætlaðir þér á árinu? Að mestu leyti. En þó svo að ég hafi ekki endilega náð þeim öllum, þá var ég rosalega nálægt þeim og það má segja að ég sé mjög sáttur við frammi-
Stefnir á heimsmeistaramót á árinu
Hvað varst þú persónulega ánægðust með á árinu? Ég var ánægðust með þýska mótið (German open) sem er A-mót. Í mínum flokki voru 45 keppendur og margir af þeim bestu í Evrópu. Á því móti endaði ég í 3. sæti sem ég er mjög ánægð með.
Íþróttaárið 2015 á Suðurnesjum var…….ágætt að mínu mati. Hjá okkur í taekwondo deildinni var árið glæsilegt. Við erum með mikið af flottum keppendum sem eru að keppa fyrir hönd Íslands á erlendum mótum, iðkendum hefur fjölgað og fullt af fólki er að gera góða hluti.
ákaflega sigursæl á árinu, vann fimm Íslandsmeistaratitla, tíu gullverðlauna, tvö silfur verðlaun og þrjú bronsverðlaun. Ástrós varð fyrsta íslenska konan í ár til að verða Norðurlandameistari í tækni og eini Íslendingurinn sem hefur orðið Norðurlandameistari í bæði bardaga og tækni.
Hvaða íþróttamaður frá Suðurnesjum var að standa sig best á árinu að þínu mati? Að mínu mati fannst mér Ágúst Kristinn Eðvarðsson standa sig best. Hann bætti sig mikið og það sem stóð upp úr hjá honum var Evrópumótið í bardaga, þar sem hann nældi sér í bronsverðlaun.
Hvað ætlar þú að afreka á nýju ári? Ég ætla að reyna að keppa á sem flestum erlendum stórmótum og stefni á að komast á heimsmeistaramótið sem er næsta haust.
Íþróttaárið 2015 á Suðurnesjum var…….gott, en 2016 verður ennþá betra.
segir íþróttakona ársins í Reykjanesbæ
Ástrós Brynjarsdóttir er orðin þekkt nafn í bard ag aí þróttu m enda hefur hún verið valin taekwondokona ársins tvisvar og íþróttakona Reykjanesbæjar undanfarin þrjú ár. Ástrós var
Hvað lærðir þú á árinu sem var að líða? Stundum nær maður ekki markmiðum sínum þó svo að maður hafi
stöðu mína á árinu. En það er alltaf hægt að gera betur, hvort sem maður nær markmiðum sínum eða ekki. Breyttir þú einhverju í þínum æfingum, venjum eða mataræði á árinu? Það eina sem ég breytti, og fann mun á, var að ég minnkaði sykurneyslu mína verulega og drakk meira vatn. lagt allt undir, þá þýðir ekki að gefast upp og maður gerir bara betur næst. Náðir þú öllum þeim markmiðum sem þú ætlaðir þér á árinu? Nei, því miður. Markmið mín voru að komast á pall á Evrópumeistaramótinu í tækni sem haldið var í Serbíu en mér gekk ekki eins vel og undanfarin mót og varð því að sætta mig við 9. sæti í þetta skipti. Einnig náði ég ekki markmiðinu mínu á Evrópumótinu í bardaga sem haldið var í Lettlandi. Breyttir þú einhverju í þínum æfingum, venjum eða mataræði á árinu? Já, ég þurfti bæði að breyta æfingum vegna hnémeiðsla og einnig þurfti ég að breyta mataræðinu.
Verðlaunahafar úr öllum greinum hjá ÍRB árið 2015
Akstursíþróttamaður Rnb – Ragnar Bjarni Gröndal Taekwondokarl Rnb –Ágúst Kristinn Eðvarðsson Júdómaður Rnb – Ægir Már Baldvinsson Blakkarl Rnb – Hjörtur Harðarson Blakkona Rnb – Sæunn Svana Ríkharðsdóttir Fimleikakona Rnb – Laufey Ingadóttir Fimleikakarl Rnb – Atli Viktor Björnsson Þríþrautarkarl Rnb - Rafnkell Jónsson
Þríþrautarkona Rnb - Guðbjörg Jónsdóttir Íþróttakarl fatlaðra í Rnb – Már Gunnarsson Íþróttakona fatlaðra í Rnb – Sigríður K. Ásgeirsdóttir Boyd Handboltamaður Rnb – Jóel Freyr Magnússon Skotkarl Rnb - Theodór Kjartansson Skotkona Rnb – Sigríður Eydís Gísladóttir Hnefaleikamaður Rnb – Arnar Smári Þorsteinsson Knattspyrnukona Rnb – Kristrún Ýr Hólm Keflavík
FIMMTUDAGINN, 7. JANÚAR KL. 19:15
Knattspyrnukarl Rnb - Einar Orri Einarsson Keflavík Sundkona Rnb – Sunneva Dögg Friðriksdóttir Körfuknattleikskarl Rnb - Logi Gunnarsson Körfuknattleikskona Rnb - Sandra Lind Þrastardóttir Lyftingakarl Rnb - Hörður Birkisson Lyftingakona Rnb – Inga María Henningsdóttir Hestaíþróttamaður Rnb - Jóhanna Margrét Snorradóttir Kylfingur Rnb – Zúzanna Korpak
HEIMALEIKJAKORTIN VERÐA TIL SÖLU Á LEIKNUM KR. 7.500,- Á ALLA KARLA OG KVENNA LEIKI
GRILLAÐIR HAMBORGARAR FYRIR ALLA HEIMALEIKI
Mundi
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001
Þessi lyktarmengun í Garði… Það eru ekki Ferskir vindar, er það nokkuð?
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Markhönnun ehf
facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir
Yfirmenn eru 44% lögreglumanna ■■Um 44 prósent lögreglumanna hjá Lögreglunni á Suðurnesjum eru yfirmenn. Meðaltal fjölda yfirmanna hjá öllum níu lögregluumdæmum landsins, auk ríkislögreglustjóra er tæplega 41 prósent. Fyrir rúmlega ári síðan var lögregluumdæmum fækkað og er það ein ástæða þessa fjölda yfirmanna á landsvísu. Samkvæmt úttekt Vísis er 1 yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, 3 aðstoðaryfirlögregluþjónar, 9 aðalvarðstjórar, 7 lögreglufulltúar, 16 varðstjórar, 14 rannsóknarlögreglumenn og 32 lögreglumenn. Lögreglumenn og rannsóknarlögreglumenn hafa ekki mannaforráð en þeir síðarnefndu hafa hærri tekjur en almennir lögreglumenn. Í viðtali við Vísi segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins að markmiðið sé að fjölga þeim sem séu að sinna verkefnum úti í umdæminu en ekki stjórnendum. „Það er ekki hægt að gera það í einu vetfangi því það má ekki taka stöður af fólki sem það er komið með. Í mínum huga þarf að fletja út píramídann til að boðleiðirnar séu ekki of langar.“ Þá segir hún að lögreglufulltrúar hafi ekki alltaf mannaforráð heldur fari í sumum tilfellum með forráð ákveðins málaflokks. „Í núverandi launaumhverfi lögreglunnar er erfitt að umbuna lögreglumönnum fyrir vel unnin störf nema með stöðuhækkunum. Aukinn sveigjanleiki, til dæmis með meira fjármagni inn í stofnanasamninga, getur haft áhrif á hlutfall stjórnenda,“ segir Sigríður.
NETTÓ KJÚKLINGALEGGIR VERÐ ÁÐUR 869 KR/KG
NETTÓ KJÚKLINGUR 1/1 VERÐ ÁÐUR 849 KR/KG
695
747
KR KG
DANPO KJÚKLINGALUNDIR 700 G VERÐ ÁÐUR 1.691 KR/PK
1.353
KR KG
FROSIÐ
FROSIÐ ÝSUBITAR ROÐ- & BEINLAUSIR VERÐ ÁÐUR 1.698 KR/KG
1.392
COOP PESTÓ - 190 G GRÆNT/RAUTT VERÐ ÁÐUR 329 KR/PK
FAGFISK LAXAFLÖK SNYRT VERÐ ÁÐUR 1.949 KR/KG
1.754
KR KG
279
KR KG
169
KR PK
AFSLÁTTUR
BLÁBER - 125 G ASKJA FRÁ CHILE VERÐ ÁÐUR 549 KR/PK KR PK
DIT VALG HAFRAMJÖL 1 KG - FÍNT/GRÓFT VERÐ ÁÐUR 229 KR/PK
199
KR PK
COOP MÚSLÍ BLANDAÐ/BLÁBERJA/ SÚKKULAÐI/TROPICAL VERÐ ÁÐUR 598 KR/PK
538
KR PK
DALOON RÚLLUR - 600 G M. KJÚKLING M. KARRÍKJÚKLING VERÐ ÁÐUR 637 KR/PK
RISTORANTE - 26 CM PIZZA SPECIALE, PIZZA HAWAII, PIZZA MOZZARELLA. VERÐ ÁÐUR 499 KR/PK
497
449
KR PK
2 KG 699
■■Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt að boða framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja til fundar eins fljótt og mögulegt er. Ástæðan er fjöldi tilkynninga til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja er varða lyktarmengun í Garðinum.Samþykkt bæjarráðsins er í kjölfar tillögu fulltrúa N-listans á fundi ráðsins þann 17. desember sl.
KR PK
COOP PASTA SKRÚFUR 500 G - 3 LITIR VERÐ ÁÐUR 199 KR/PK
50%
275
Lyktarmengun í Garði á borði bæjarráðs
KR PK
KR PK
5 KG
399
KR PK
25%
-21°C
499
KR PK
NÁTTÚRA FUGLAFÓÐUR VERÐ ÁÐUR 789 KR/PK HÁLKUSALT - 5 KG VERÐ ÁÐUR 449 KR/PK RÚÐUVÖKVI - 3 L VERÐ ÁÐUR 589 KR/STK
KR PK
AFSLÁTTUR
COOP SYMFONI GRÆNMETISBLANDA - 750 G COOP BROKKOLÍ - 800 G COOP BLÓMKÁL - 700 G VERÐ ÁÐUR 389 KR/PK
COOP BROKKOLÍBLANDA 750 G VERÐ ÁÐUR 299 KR/PK
TALENT ELDHÚSRÚLLUR 4 RÚLLUR VERÐ ÁÐUR 298 KR/PK
COOP WC PAPPÍR 16 RÚLLUR VERÐ ÁÐUR 1.198 KR/PK
299
249
259
899
KR PK
KR PK
KR PK
KR PK
www.netto.is | Tilboðin gilda 7. – 10. jan 2016 Mjódd · Salavegur · Búðakór· Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.