Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
www.lyfja.is
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17
16%
12%
af lyfjum utan greiðsluþátttöku
af lausasölulyfjum og öðrum vörum
afsláttur
Sími: 421 0000
Frábært vöruúrval og þjónusta í Reykjanesbæ Félagar í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum njóta sérkjara í Lyfju Reykjanesbæ.
Auglýsingasíminn er 421 0001 Lyfja Reykjanesbæ, Krossmóa 4, sími 421 6565
afsláttur
Við stefnum að vellíðan.
Afgreiðslutími: mán.–fös. 9–19, laugard. 10–16, sunnud. 12–16
vf.is
F IMMTUDAGUR INN 15 . JANÚAR 2 0 15 • 2 . TÖ LU BLA Ð • 36. Á RGA NGU R
SJÁIÐ MEIRA Í SJÓNVARPI VÍKURFRÉTTA
Keilir sendi flugvél í loðnuleit
T
veggja hreyfla flugvél frá flugskóla Keilis á Ásbrú var notuð til loðnuleitar norður af landinu sl. sunnudag. Það voru bræðurnir Kári og Tómas Kárasynir sem flugu vélinni en með þeim var Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur á Hafrannsóknastofnun. Flogið var frá Egilsstöðum og norður fyrir land til að kanna vísbendingar um loðnu. Kári er reyndur atvinnuflugmaður og fyrrum skólastjóri flugskóla Keilis og Tómas er einnig flugmaður auk þess að vera skipstjóri á Beiti NK. Þeir bræður skiptust á að fljúga vélinni sem nýtt var til ferðarinnar. Vélinni var flogið 560 mílur á tæpum fimm klukkustundum. Ekki sást til hvals, sem gefur vísbendingar um loðnu, en talsvert var af fugli vestast á leitarsvæðinu. Þar höfðu fundist lóðningar og staðfesti fuglalífið að þar væri mikið æti, segir í frétt um loðnuleitina á vef Síldarvinnslunnar.
Páll Ketilsson ritstjóri VF afhenti Fidu viðurkenningarskjal og blóm.
FRUMKVÖÐULLINN FIDA Maður ársins á Suðurnesjum 2014 F
FÍTON / SÍA
rumkvöðullinn Fida Abu Libdeh sem stofnaði nýlega nýsköpunarfyrirtækið Geosilica er „Maður ársins á Suðurnesjum 2014“. Hún kom 16 ára frá Palestínu, gekk í menntaskóla í Reykjavík en náði ekki að ljúka stúdentsprófi vegna erfiðleika með íslenskuna. Hún vildi mennta sig meira og gera meira á lífsleiðinni en var komin í öngstræti þegar hún uppgötvaði háskólabrú í Keili á Ásbrú. Þar var hún greind með lesblindu og fékk viðeigandi hjálp til að halda áfram að læra. Það gerði hún
einföld reiknivél á ebox.is
Á hvalaslóðum, Tómas Kárason, Gísli Víkingsson og Kári Kárason. Ljósmynd: Tómas Kárason.
með stæl, lauk stúdentsprófi og síðan í framhaldinu þriggja ára háskólanámi í umhverfis- og orkutæknifræði. Hún stofnaði síðan frumkvöðlafyrirtæki með skólafélaga sínum Burkna Pálssyni og nú um áramótin kom vara þeirra á markaðinn en það er hágæða kísilfæðubótarefni, unnið úr náttúrulegum íslenskum jarðhitakísli. Saga Fidu er mögnuð og við segjum hana í miðopnu blaðsins og einnig í sjónvarpsþætti okkar í kvöld á ÍNN og vf.is.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
2
fimmtudagurinn 15. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR
HLJÓMAHÖLL
-fréttir
pósturu vf@vf.is
VIÐBURÐIR FRAMUNDAN
Laddi - 13. febrúar - miðasala hafin! Nýdönsk - 5. mars - miðasala hafin! miðasala á hljomaholl.is
HVATAGREIÐSLUR 2015 Reykjanesbær greiðir árlega hverju barni sem lögheimili á í bæjarfélaginu og er á aldrinum 6-16 ára (grunnskólaaldri) kr. 15.000 til niðurgreiðslu á viðurkenndu íþrótta,- tómstunda og listgreinastarfi. Skilyrði þess að hægt sé að nýta hvatagreiðslurnar er að um skipulagt starf sé að ræða, sem er stundað undir leiðsögn þjálfara og kennara/leiðbeinanda og nái yfir eina önn eða að lágmarki 8 vikur. Hafi viðkomandi ekki nýtt sér hvatagreiðslur að hluta eða að fullu þá falla eftirstöðvar niður um áramót. Íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar biður gjaldkera íþrótta- og tómstundafélaga (líka listgreinar s.s. dans, söngur og ballet) í Reykjanesbæ að senda á rafrænu formi (exelskjal) eftirfarandi upplýsingar á netfangið hvatagreidslur@reykjanesbaer.is Staðfestingu á að iðkandi /þátttakandi hjá deild/félagi hafi greitt æfinga- eða þátttökugjald vegna ársins 2015, upphæð gjaldsins, kennitölu og nafn barns og kennitölu, reikningsnúmer og nafn foreldris/forráðamanns. Þegar þessar upplýsingar hafa borist Þjónustuveri bæjarins mun Reykjanesbær greiða kr. 15.000.til foreldra barna í gegnum kerfið mittreykjanes. Greiðsla fer fram 10. hvers mánaðar í fyrsta skipti 10.febrúar og lýkur 10. desember 2015. Hvatagreiðslur nýtast ekki fyrir Frístundaskólann. Íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar
LIST ÁN LANDAMÆRA 2015
List án landamæra er listahátíð fjölbreytileikans og er haldin á landsvísu á hverju vori. Þar er pláss fyrir alls konar fólk og atriði. List án landamæra á Suðurnesjum, sem er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum, leitar nú að atriðum og þátttakendum, til þátttöku í hátíðinni 2015 sem haldin verður í kringum sumardaginn fyrsta 23. apríl. Listafólk, aðstandendur listafólks, listnemar, leiðbeinendur, gallerýrekendur, leikhússtjórar, tónleikahaldarar, forsetar, hugmyndasmiðir, smiðir og aðrir þeir sem áhuga hafa á að leggja hönd á plóg eru sérstaklega hvattir til að hafa samband sem fyrst. Áhugasamir hafi samband fyrir 5. febrúar á netfangið menningarfulltrui@reykjanesbaer.is eða í s. 863-4989.
13 milljarða hlutafjáraukning hjá Verne gagnaverinu -Íslenskir fagfjárfestar bætast í hóp hluthafa
V
erne Global, gagnaverið á Ásbrú í Reykjanesbæ, hefur lokið við hlutafjáraukningu fyrir allt að 98 milljónir bandaríkjadala eða 12,7 milljarða króna. SÍA II, framtakssjóður í rekstri Stefnis, kemur ásamt hópi lífeyrissjóða nýr inn í hluthafahóp félagsins. Stærstu hluthafar Verne Global fyrir hlutafjáraukninguna, Wellcome Trust, Novator Partners og General Catalyst, tóku einnig þátt í hækkuninni. Verne Global mun nota hið nýja hlutafé til að auka afkastagetu gagnaversins og útvíkka þjónustu framboð. Fjármögnunin gerir það að verkum að Verne Global getur ráðist í nauðsynlegar fjárfestingar til að mæta vaxandi eftirspurn frá núverandi og nýjum viðskipta vinum. „Hið mikla magn nýrra gagna sem verða til og eru unnin á hverjum degi leiðir til þess að markaðurinn hefur endurmetið þörf sína fyrir gagnavörslu, gagna vinnslu og hvar þessi þjónusta fer
fram,“ segir Jeff Monroe, forstjóri Verne Global. „Til að ná árangri í hagkerfi sem er drifið áfram af gögnum og vinnslu upplýsinga skiptir aðgangur að orku, áreiðanleiki hennar og kostn aður miklu máli. Allir þessir þættir eru hagstæðir á Íslandi sem gerir það að verkum að við teljum Ísland vera ákjósanlegan og hagfelldan stað til að staðsetja gagnaversþjón ustu fyrir alþjóðleg fyrirtæki.“ Gagnaver Verne Global hóf starf semi í byrjun árs 2012. Isaac Kato, fjármálastjóri Verne Global, segist ekki geta gefið upp heildarraforku notkun gagnaversins í dag en segir takmarkið vera 100 megavött inn an næstu fimm til sjö ára. Hann segir gagnaverið hafa vaxið um nokkur hundruð prósent á síðasta ári og hefur eftirspurnin verið mik il eftir auknu rými. Um fjörutíu starfsmenn vinna hjá Verne Global og verða fleiri ráðnir í framhaldi af aukningu hluta fjár. Fyrirtækið skiptir við fjölda fyrirtækja og skapast fjölda starfa
við það. Isaac segir að umhverfi gagnavera á Íslandi sé mjög gott. Græn og hagkvæm orka og stöð ugur og frekar lágur umhverfishiti gerir það mögulegt að byggja upp orkusparandi gagnaver. Íslenska útikælingin sem kostar ekki neitt nýtist vel. Þá nefndi Isaac að orku samningar sem Verne hafi gert hér á landi til langs tíma hjálpi fyrir tækinu í sölu- og áætlanagerð og minnki mikið óvissu í rekstri. Það skipti miklu máli. Kjartan Már Kjartansson bæjar stjóri í Reykjanesbæ segir ánægju legt að fylgjast með vexti og þróun gagnavers Verne. „Ég hef átt þess kost að vinna náið með forsvars mönnum gagnaversins alveg frá upphafi, m.a. vegna fyrri starfa minna sem framkvæmdastjóri Sec uritas Reykjanesi, og get ekki annað en glaðst yfir velgengni fyrirtækis ins. Þar ríkir mikil fagmennska á öllum sviðum og ég er sannfærður um að þessi framtíðaráform þeirra eiga eftir að vera atvinnulífinu og íbúum á Suðurnesjum til heilla.“
Tvö börn fæðast á viku á Suðurnesjum – 104 af 312 Suðurnesjabörnum fæddust á HSS XXMikið hefur dregið úr fæðingum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að skurðstofum stofnunarinnar var lokað árið 2010. Á síðasta ári fæddust 104 börn á fæðingardeildinni í Keflavík. Hins vegar eru 312 börn fædd á árinu 2014 í ungbarnaeftirliti á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þannig að 208 börn eru fædd utan Suðurnesja. Það er því aðeins þriðjungur Suðurnesjabarna sem eru fædd á Suðurnesjum en að jafnaði fæðast eingöngu tvö börn á Suðurnesjum á viku. Auk þeirra 104 barna sem fæddust á Suðurnesjum á síðasta ári þá byrjuðu 34 aðrar fæðingar á Suðurnesjum en mæð urnar voru svo fluttar á kvennadeild Landspítala þar sem börnin fæddust. Fæðingar á Suðurnesjum voru 20 fleiri í fyrra en árið 2013 þegar aðeins 84 börn voru fædd á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hins vegar voru fæðingarnar hér 138 árið 2011. Það ár fæddust aðeins 244 Suðurnesjabörn og því var hlutfall barna fæddra á Suðurnesjum 57% árið 2011 á móti 33% í fyrra.
Verður þín hugmynd að veruleika á Ásbrú?
PIPAR\TBWA-SÍA - 143655
Annar stofnanda GeoSilica, Fida Muhammad Abu Libdeh, kom 16 ára til Íslands, flosnaði úr námi sakir lítils stuðnings við íslenskukennslu, en vissi samt alltaf innst inni að hún gæti náð langt. Svo fór að þessi kraftmikla kona frá Palestínu tók Háskólabrú Keilis, þar sem hún blómstraði bæði í íslensku og öðrum fögum. Að því loknu tók hún Bsc-gráðu frá HÍ í umhverfis- og orkutæknifræði Keilis. Og núna blómstrar hún í draumastarfinu á Ásbrú.
ný-
Hérna blómstrar sköpunin Nýsköpunarfyrirtækið GeoSilica er búið að koma sér vel fyrir á Ásbrú innan um önnur framsækin tæknifyrirtæki, en þar eru unnar hágæða heilsuvörur úr kísil fyrir ört stækkandi markað, jafnt heima og erlendis. Enda þótt saga GeoSilica sé ævintýri líkust er hún í anda þeirrar grósku og frumleika sem einkennir samfélagið á Ásbrú.
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.asbru.is
4
fimmtudagurinn 15. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
ÞORRABLÓT ELDRI BORGARA
Í MIÐHÚSUM FIMMTUDAGINN 29. JANÚAR Nú er komið að hinu árlega þorrablóti eldri borgara í Miðhúsum í Sandgerði. Borðhald hefst kl. 18:00. Verð kr. 5000,- á mann. Skráning og upplýsingar í síma 420 7540. Skráning fyrir 22. janúar.
AÐALFUNDUR MÁNA Frammhalds aðalfundur Hestamannafélagsins Mána verður haldin þriðjudaginn 27. janúar 2015 í félagsheimili Mána kl. 20:00. Dagskrá: Reikningar félagsins fyrir árið 2014 lagðir fram. Önnur mál. Stjórn Mána
ATVINNA Starfskraftur óskast í verslun okkar Upplýsingar veittar á staðnum
ERT ÞÚ „ALLT MULIGT“ MAÐUR ? Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar leitar eftir húsumsjónarmanni. Starfið felst meðal annars í viðhaldi og umsjón fasteigna Reykjanesbæjar. Leitað er eftir áhugasömum og úrræðagóðum starfsmanni sem getur unnið sjálfstætt og hefur til að bera ríka þjónustulund og mikla færni í mannlegum samskiptum. Krafa um iðnmenntun og ökuréttndi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðlaugur H Sigurjónsson, framkvæmdarstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs í síma 421-6739 og á netfanginu gudlaugur.h.sigurjonssson@reykjanesbaer.is. Umsóknir skulu berast rafrænt á heimasíðu Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Umsóknarfrestur er til 29. janúar 2015
■■ Maggi Kjartans og Sönghópur Suðurnesja hefja afmælisdagskrá:
Kirkjan í bítlabænum 100 ára K
eflavíkurkirkja er 100 ára í ár og verður ýmislegt gert í tilefni því á árinu. Magnús Kjartansson og Sönghópur Suðurnesja munu munu ríða á vaðið með viðburðinum Kirkjan í bítlabænum í kvöld fimmtudag kl. 20. Magnús verður, eins og hann er þekktur fyrir, með farteskið fullt af skemmtilegum sögum og tónlist. Hann segir frá uppvexti sínum í nágrenni kirkjunnar, fyrsta fermingarárgangnum, þar sem strákarnir fermdust í
háhæluðum skóm og með axlarsítt hár og leikur tónlist fyrir gesti. Meðal fleiri reglulegra viðburða í kirkjunni vegna afmælisins á árinu annars, verða tónleikar, söngleikir, frásagnir fermingarbarna frá gömlum tímum og afmælismessa þar sem biskup Íslands þjónar fyrir altari. Þá verða hátíðartónleikar í Hljómahöll þar sem fjöldi kóra mun koma fram. Einnig verður sögusýning í Duus-húsum og fleira í tengslum við Ljósanótt.
■■ Ágóði af sölu dagatals rennur til systra með sjaldgæfan sjúkdóm:
Slökkviliðsmenn styrkja Emelíu og Helenu
F
ullltrúar Félags starfsmanna Brunavarna Suðurnesja afhentu í dag Rut Þorsteinsdóttur og Þór syni hennar ágóða af sölu dagatala fyrir árið 2015. Fjárhæðin nemur 270 þúsund krónum og henni er ætlað er að styrkja dætur Rutar, Helenu og Emelíu Keilen, sem eru með arfgengan sjúkdóm í hvatberum. Sjúkdómur af þessu tagi hefur víðtæk áhrif á líffærastarfsemi og veldur oftast alvarlegum frávikum í starfsemi miðtaugakerfis. Heilsufar systranna hefur verið mjög slæmt síðustu ár vegna tíðrar lungnasýkinga og óviðráðanlegra floga. Fjölskyldan fer erlendis næstkomandi mánudag til meðferðar en öll ráð hafa verið reynd sem í boði eru hér á landi.
Haraldur Haraldsson, Sigurður Skarphéðinson, Þór Keilen, Rut Þorsteinsdóttir, Jóhann Sævar Kristbergsson formaður F.S.B.S., Pétur Ó. Péturson og Herbert Eyjólfsson.
Hliðið að athafnasvæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. VF-mynd: Hilmar Bragi
Ók inn á öryggissvæði í leit að húsi vinkonu – undir áhrifum ópíumblandaðs efnis og kannabis. XXÖkumaður var handtekinn í umdæmi lögre g lunnar á Su ðurn e sju m u m h el g i n a vegna fíkniefnaaksturs. Karlmaður um tvítugt re y ndist haf a ne y tt kannabis, að þv í er sýnatökur á lögreglustöð staðfestu. Í bifreið hans, sem úr barst mikil kannabislykt fannst glerkrukka með tveimur kannabispokum í.
Áður hafði kona á sjötugsaldri ekið á bómuhlið og í gegnum að aðstöðu Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli og þar með inn á lokaða öryggissvæði. Hún kvaðst hafa verið að leita að húsi vinkonu sinnar og hreinlega ekki séð bómuhliðið. Sýnatökur staðfestu að hún hafði neytt ópíumblandaðs efnis og kannabis.
Langflestir í bílbeltum XXÍ sérstöku umferðareftirliti lögreglunnar á Suðurnesjum nýverið var fylgst með notkun bílbelta. Af 277 ökumönnum og farþegum í 212 bifreiðum sem ekið var um eftirlitssvæðið voru 263 með bílbeltin spennt. Af hinum fjórtán sem voru án belta voru sjö ökumenn og sjö farþegar. Fleira bar fyrir augu lögreglumanna. Einn ökumaður ók mjög ógætilega. Hann hafði ekki haft fyrir því að skafa snjó og hélu af rúðum bifreiðarinnar, svo útsýni hans var af afar skornum skammti. Hann var því stöðvaður og á kæru yfir höfði sér. Annar ökumaður talaði í farsíma við aksturinn án þess að nota handfrjálsan búnað. Hann lét ekki af spjallinu þótt hann yrði lögreglu var og var stöðvaður og sektaður.
6
fimmtudagurinn 15. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-ritstjórnarbréf
-viðtal
pósturu vf@vf.is
Páll Ketilsson skrifar
Sagt hefur það verið um (flotta) Suðurnesjamenn! Víkufréttir völdu nú í tuttugasta og áttunda sinn „Mann ársins á Suðurnesjum“. Frumkvöðullinn Fida Abu Libdeh hlýtur viðurkenninguna að þessu sinni og er sannarlega vel að henni komin. Fida stofnaði frumkvöðlafyrirtækið Geosilica með skólafélaga sínum og nú um áramótin fór í fyrsta sinn í sölu frá fyrirtækinu, hágæða fæðubótarefni, unnið úr náttúrulegum íslenskum jarðhitakísli. Saga Fidu er mögnuð. Hún er frábær fyrirmynd þeirra sem hafa draum og gera allt til þess að láta hann rætast. Þrátt fyrir margar hindranir eins og erfitt tungumál sem íslenskan er og lesblindu sem uppgötvaðist ekki fyrr en eftir framhaldsskóla, hefur hún afrekað ótrúlega hluti frá því hún kom til Íslands frá Palestínu á unglingsaldri. „Menntaferð“ Fidu var torsótt en hún sá tækifæri hjá háskólasamfélaginu Keili á Ásbrú árið 2007 þegar skólinn byrjaði með svokallaða háskólabrú. Þar gefst fólki kostur á að ljúka stúdentsprófi og Fida hafði verið í erfiðleikum með tungumálafög eins og íslensku og dönsku en mjög góð í öðrum greinum. Fida lauk þar stúdentsprófi með stæl og fylgdi því eftir með háskólanámi í tæknifræði frá sama skóla. Hún var greind með lesblindu þegar hún kom í skólann í upphafi en það hafði háð henni mikið samhliða því að læra tungumálið en eftir það var greiðin leið. Hún lauk ekki aðeins háskólaprófi heldur bætti við sig MBA námi sem hún er að klára í vor en það hefur hún stundað samhliða uppbyggingu frumkvöðlafyrirtækisins. Saga Fidu tengist mörgum jákvæðum þáttum í uppbyggingu Suðurnesja eftir efnahagshrun, þar sem hún náði að nýta sér mörg tækifæri til menntunar og betri framtíðar. Hún er í framlínu „heilsu og tækni“ í nýja fyrirtækinu en þetta tvennt hefur verið áberandi í samfélaginu. Hún lét ekki erfiðleika stoppa sig og hún talar einnig af mikilli ánægju um hvernig henni hafi verið tekið á Suðurnesjum og er þakklát fyrir tækifærin og mikla aðstoð á leiðinni. Framkoma hennar, ljúf lund og skemmtilegheit smita út frá sér, nokkuð sem þeir sem hafa kynnst henni nefna gjarnan úr hennar fari. Fyrstu árin sem Víkurfréttir völdu Mann ársins voru karlar í fiskvinnslu og útgerð í sviðsljósinu. Fjórir fiskikarlar fengu viðurkenningu á fyrsta áratugnum og segir svolítið um samfélagið á þeim tíma. Á síðustu fimm árum hefur nýsköpun, tækni, íþróttir og heilsa verið meira áberandi. Í fyrra fékk Klemenz Sæmundsson, hlaupa- og hjólagarpur, viðurkenninguna en hann hjólaði í kringum landið á fimmtugsafmæli sínu. Árið 2012 völdum við Suðuresjatónlistarfólkið Nönnu og Brynjar í hljómsveitinni Of Monsters and Men og 2011 Guðmund Gunnarsson júdóþjálfara. Árið 2010 völdum við Axel Jónsson í Skólamat sem var vissulega nýsköpunarfyrirtæki sem hann þróaði á mörgum árum. Þetta eru allt flottir menn ársins á Suðurnesjum. Fólk sem er Suðurnesjunum til sóma alveg eins og Fida á eftir að verða.
■■Dúx FS á leið í förðunarskóla og ætlar svo að taka stöðuna:
Busaönnin og útskriftarönnin skemmtilegastar S
ara Lind Ingvarsdóttir var dúx Fjölbrautaskóla Suðurnesja á haustönn 2014. Stærstur hluti stúdenta í þessum hópi var að ljúka stúdentsprófi á þremur og hálfu ári og var Sara Lind ein þeirra. „Ég hef engin sérstök framtíðaráform núna eftir nám en ætla að vinna á næstunni. Svo fer ég í förðunarskóla í mars. Það er líka gott að hvíla sig aðeins eftir námið og sjá til með hvað ég geri í haust,“ segir Sara Lind. Að hennar mati er Fjölbrautaskóli Suðurnesja fínn skóli en það mætti laga námsleiðirnar, sem hún segir þó að standi til að gera. Aðspurð segir hún Gulla stærðfræðikennara vera í uppáhaldi. „Hann hefur svo mikinn áhuga á því sem hann kennir.“ Félagslífið skiptir miklu máli Sara Lind segir að það sem prýði góðan framhaldsskóla sé félagslífið. „Þegar krakkar velja sér framhaldsskóla þá held ég að félagslífið skipti miklu máli. Auð-
Alexander afhenti veglegar fjárhæðir XXGrindvíkingur ársins, Alexander Birgir Björnsson, afhenti í vikunni Einhverfusamtökunum og Birtu, landssamtökum foreldra barna/ungmenna sem látist hafa fyrirvaralaust, veglega styrki, samtals um 1,3 millj. kr. Fjárhæðirnar söfnuðust þegar Alexander stóð fyrir tónleikunum Ég og fleiri frægir í Grindavíkurkirku í lok nóvember. Með Alexander við afhendinguna voru foreldrar hans, Elín Björg Birgisdóttir og Björn Kjartansson og frændi Alexanders, tónlistarmaðurinn Pétur Örn Guðmundsson. Pétur Örn aðstoðaði Alexander við að undirbúa tónleikana.
vf.is
SÍMI 421 0000
Líkamsrækt, ferðalög og samvera með vinum Helstu áhugamál Söru Lindar utan náms eru líkamsrækt og ferðalög, vera með vinunum og slíkt. Þegar viðtalið var tekið var hún stödd í útskriftarferð í Marokkó með 43 skólafélögum. „Það er búið að vera mjög gaman og áhugavert að kynnast annarri menningu.“ Spurð um styrkleika sem námsmaður segist Sara Lind bara vakna þegar hún á að vakna. „Er haldin sjálfsaga og námið liggur auðveldlega fyrir mér. Ég mæti alltaf í tíma og læri það sem ég á að læra.“
Er haldin sjálfsaga og námið liggur auðveldlega fyrir mér
O Alexander og fjölskylda, auk fulltrúa Einhverfusamtakanna og Birtu.
vitað skiptir svo líka máli kennslan og námið.“ Minnistæðir tímar úr náminu segir hún vera busaönnina og útskriftarönnina, þær hafi verið langskemmtilegastar. „Það er allt nýtt og skemmtilegt á busaönninni og þá kynnist maður öllum. Svo er það félagslífið og allt það. Ég var þokkalega virk í því sjálf, mætti a.m.k. á stærstu viburðina.“
Gáfu Krabbameinsfélagi Suðurnesja milljón
ddfellowstúkan Steinunn afhenti á dögunum Krabbameinsfélagi Suðurnesja eina milljón króna til að styðja við starfsemi félagsins á Suðurnesjum. Hjá Krabbameinsfélagi Suðurnesja er rekið umfangsmikið starf til að styðja við þá sem glíma við krabbamein og aðstandendur þeirra. Skrifstofa Krabbameinsfélags Suðurnesja er að Smiðjuvöllum 8 í Reykjanesbæ (í húsi Rauða krossins) og er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12-16. Síminn er 421 6363 og vefslóð www.krabb.is/sudurnes. Á skrifstofunni er veitt ráðgjöf og hægt er að fá bæklinga og annað fræðsluefni sem tengist krabbameinum. Sigrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur starfar hjá félaginu og hægt er að fá viðtalstíma hjá henni eftir þörfum. Á opnunartíma er alltaf kaffi á könnunni.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þær Rut Ragnarsdóttur og Ingibjörgu Jónu Jónsdóttur frá Oddfellowstúkunni Steinunni og þau Sigrúnu Ólafsdóttur og Guðmund Björnsson frá Krabbameinsfélagi Suðurnesja. VF-mynd: Hilmar Bragi
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur P Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
2 A 5%
markhönnun ehf markhönnun ehf
ALLT
FS
AF LÍ LÁTTU HEILS FSSTÍLS R UVÖR & UM
Kræsingar & kostakjör
Heilsublað Nettó er komið út! 3 SAMAN 2 StÆrÐir
skipulagður snæðingur
NÁTTÚRULE GA BRAGÐG ÓÐ
í skemmtilegu boxi frá
BrúSi 998 kr
800ml vatnsFlaska með gripi
Tveggja máltíða nestisbox með tveimur aukahólfum
snack attack
SALAtBOx M/ kÆLikuBBi 2.369 kr
heilsu & ar lífsstílsdag
MOrguNVerÐArBOx aukahólf+skeið
ALLT
snack attack samlokubox með tveimur
aukahólfum
SNAck AttAck Stórt 1.498 kr
salatbox með aukahólFum, hníFapörum og sósuboxi
ALLt AÐ
nestisbox með saFaFlösku og þremur aukahólFum
nýtt fyrir nestið25% afslát
598 kr
Stór kuBBur 1.498kr
Fjórskiptur og enn stærri nestiskubbur! Fyrir lengra komna.
SALAtBOx 1.381 kr
heildsala I www.ygg drasill.is
krÍLiN uPPSkriFtir e ad FFi Tr FairÐi SÉrFÆ oFur ka m sem lega ábyrgu ður rænn þörungur sty með siðferðis Klórella er blág ingarþéttni sína. 1 kaffibolli Við vinnum rð við Sambazon, semgum nær fyrir er smjólk bo tur ods þekk má ð af tir í samfélö birgju StA 2 msk kóko inforest Fo ngi má finna miki n HOLLu sína, fjárfes Í þessum þöru kakó frá Ra ods ræktendur ir náttúruna. sem mannslíkamin ½ msk hrá inforest Fo þeirri næringu uPPSkriFtir rra og virð duft frá Ra llan inniþei ca klóre s ma Klórella er blágrænn þörungur sem od sem k Fair Trade Fo þess ms st ½ þarfnast auk frá Rainfore þekktur er fyrir næringarþéttni sína. allar lífsnauðsynlegu amínóuPPByggiNg 1 tsk chia fræ heldur r 59 grömm
m vörum
Isola jurtam jólkin
markhönnun ehf
uMHVerFiÐ
2.800 kr
1.010 kr
1.010 2.80kr0 kr
1.710 kr
1.010 kr 1.710 kr
biotta
972 kr
ALLT
1.710 kr
Lífrænt
AF LÍFSSTÍLS & HEILSUVÖRUM
1.710 kr
1.710 kr
2 A 5% ALLT
FS
AF LÍ LÁTTU HEILS FSSTÍLS R UVÖR & UM
ld
peperona
Bættu próteinog trefjaríku baunum í uppáha lds súpun eða pottréttinn þinn! Opnað dósina, skolaðu baunirnar í sigti og bættu í réttinn í lok eldunartímans.
1.010 kr
1.088 kr
Lífrænt
25% AFSLÁTTUR
frá eftirtö
lífræn t & auðve að elda lt
972 kr
1.710 kr 1.010 kr
tur af 1.
er sérstaklega bragðgóð og er upplög ð í þeytinginn , kuBBur LÍtiLL þrískiptur nestiskubbur út ásistema grautinnestisboxið 986kr vinsælasta n, í baks nú komið í glæru plasti turinn og almenna mat argerð. Hún er & lífsstílsdagar /janúar 2015 / 3 25% Ljúffenga/rheilsu sósur með pas líka ljúffeng afsláttur ta, baunum eða ein og sér, ísk steiktu grænm öld. Finndu þína upp eti. áhalds! frábærir lífrænir áv passata 35 axtaog grænm 0g 579kR|25%|4 et 34kR basil 350g viðbættur issafar, enginn 601kR|25%| sy 451kR í hverri flö kur, hreinn safi sku! arrabiata toscana
Í þessum þörungi má finna mikið af ein af Við vinnum með siðferðislega ábyrgum T inniheldu ía oFur kaFFi Chia fræ eru talin hafa verið einChia af fræ eru talin hafa verið sýrurnar. Duftið eg 1 tsk kókosol eða vanilluextrakt til ulstyður grömmum á borð við Sambazon, Rís/kókosmjólk þeirri næringu sem mannslíkaminn na sem jum 100birgjum náTTúr illa aræðis Aztekan af próteini í hver uppistöðum mataræðis Aztekanna um anum joð, Stevía, van þarfnast auk þess sem klórellan inni- t því að færa líkamræktendur sína, fjárfestir í samfélögum af hylkjum,1töfl uppistöðum mat lt kaffibolli Rís/Möndlum ta gðbæ rs ásam árum orðið sífel bra ar jólk anna stu hinum hráog en hafa á síðustu árum orðið sífellt 2 / heilsu & lífsstílsdagar / janúar 2015 / okk sem að síðu ta ín á þeirra og virðir náttúruna. heldur allar lífsnauðsynlegu amínóað sæ en hafa Vörulína iheldur ekkert 2ann ndara ásamt eina mínútu, sumeðmsk kókosmjólk tamín og B12-vítam u. Til að auka bla heil í al D-ví með því inn fni ltu vinsælla hráefni meðal heilsumeðgu í sýrurnar. Duftið inniheldur 59 grömm í jurtaríkin og dufti vinsælla hráe innikaffið og hel landað duft. ½ msk hrákakó frá Rainforest er vandfundið hæstu stillin ar. , ób2015 rinnar hafa Lagaðu Foods ndabúa. Fræin - 1.intfeb. vitaðra Vesturlandabúa. Fræin inniaf próteini í hverjum 100 grömmum janhre nn ganga á en kkj 15. ha upptöku næringa rofn r gilda vitaðra Vesturla dry in ttu i freka við tilboð ir Lá nd ga-3 enn . ½ msk maca duft frá Rainforest efnunum Foods hressandi og freyða llunnar verið ásamt því að færa líkamanum joð, halda ríkulegt magn af omega-3 halda ríkulegt magn af ome myndavíxl frumuveggir klóre náTTúrulegT næmu fyrirvara um villur og eða svo þessa 1 tsk chia fræ frá Rainforest D-vítamín og B12-vítamín sem annars taðirduft og omega-6 fitusýrum í heilnæmuog omega-6 fitusýrum í heil njóttuFoods sins. s | birt með rnes · Egilssgerð · Selfos gð ær · íBorga vandfundið jurtaríkinu. etto.iseru þau uppfull ði Tryg 1 tsk kókosolía g Til að auka hlutfalli. Auk þess eru þauww uppfullw.n Vörulína okkar af hylkjum,gæ töflum Grindavík · Reykjeranesb duft 200næringarinnar hlutfalli. Auk þess ellaupptöku Klór og · Grandi · Akureyri · Höfn · efni m hrá enn frekar hafa efnu fold gu Hvera stein · nle st og dufti inniheldur ekkert annað vanilla af vítamínum, steinefnum|ogMjóddaf· víta um, fáa Stevía,um Salav mínegur Rainfore er að eða vanilluextrakt til Chia fræ 300g frumuveggir veljum bestu Hrákakóiðenfráhreint, rt sem ar 2.280 klórellunnar verið rofnir við eða amínósýrum. sæta bragðbæta lítið óblandað duft. Viðuppruna þeirra, hvo aðluð i ber aðimol amínósýrum. Chia fræ 300g acaog gerð duftsins. foods er lífrænt, og súkkul Klórelladuft 200g 7 urrkuð og mödi. 1.34 og uppfullt ræða frostþ Nýja Sjálan unnið, óristað Lagaðu kaffið og helltu því í blandara óásamt hinum hrágri frá ilvæ mik ras 1.347 2.280 1 dl hrákak og itig ri hve af heilnæm efnunum. Láttu hann ganga á hæstu stillingu í eina mínútu, ía gæði Tryggð rótinni er unniðHrákakóið frá Rainforest ur a sol held kó mac ri inni kó sæt akó dl Úr 1 i næringu. Hrák sem gefur bæð njóttu svo þessa hressandi og freyðandi drykkjar. t agave járni foods er lífrænt, lítið rauðbeðu handhægt duft af kalki ogbestu 1/2 dl lífræn via mikið veljum mi | t.a.m. Við engt bragð unnið, óristað og uppfullt Úr sætri maca rótinni er unnið - fáanlegu hráefni gViTsse mango mix gulrótar | morg Hu vanilluste næringu og ljúff a annarra stein a dr un | græn di, fjöld ark og uppruna þeirra, hvort sem um er að t 10 er | cranberr ið hám ásam Duft i. að handhægt duft sem gefur bæði n | vita 7 til 500ml verð verði fljótan y | gran frá 287kR a, hollra fitu- og möluð acai ber í ýmiss konar rétt um og af heilnæmri og mikilvægri | atepla | eðaeru þróaðar di í dagslíu svo hún vítamínfrostþurrkuð efna,ræða meltingar mín næringu og ljúffengt bragð Vörur okkargan ávinning og þæginldur til Velgið kókóso an í skál, hellið í falleg Það næringu. Hrákakó inniheldur a. | hveitigras frá Nýja Sjálandi. mjög ríkt af víta oníð ihe flav sle súkkulaðimolar sýra og heilsufar Biot öllu sam okkar inn ir í ýmiss konar rétti. Duftið er inniheldur 10% rið ftið ta en sti Tom du ra hræ t.a.m. mikið af kalki og járni fry ato ca í rríka steinefnum og Juic Ma und tegml die 500 og stingið er því næringa ins önn. Biotta nan frábært í ásamt fjölda annarra steinrm mjög ríkt af vítamínum og 369 er mu a tfo ó. ta kr. mis Mac fek rkak eyt 1 dl hrákakó rauð rar ein. 25% lbr konkr. beðþan prót usafinig 277 bundið bökuna 500fjö dæmis fjóBiotog veitir búðinga. hefð ml og r steinefnum og inniheldur 10% öku 369 HugViTssemi t. hrák kr. 25% kls ta gulrótar1safi efna, vítamína, hollra fitudl500 kókósolía ndu. þeytinga, í 1-2 maca rótar allr 277 kr. ml a í einni blö prótein. Maca er frábært í Biotta Brea kr. 25% sýra og flavoníða. Það ti þeirra lífrænt399agave kfas1/2 t Drindl 299 kr. k 500 Vörur okkar eru þróaðar til að kos hámarkaBiot þeytinga, hrákökur og búðinga. ml 489 kr. er því næringarríkara en ta Br. grænm. 25% 10safi dr500 vanillustevia heilsufarslegan ávinning og þægindi í dags367 kr. ml 498 kr. Hrákakó 250g Biot hefðbundið bökunarkakó. ta Vita ins önn. Maca duftið okkar inniheldur til 7 safiVelgið 500 ml kókósolíu svo25% Vegan 374 kr.fljótandi, di hún verði gjan dæmis fjórar mismunandi tegundir Biotta Mango vot 1.296 ar af 529 kr.a 25% taðtic) (Exo 397 kr.yn boosT eru Mixhrærið Maca duft 300g öllu í skál, hellið í falleg 500 lun 559 ml iðssaman okk aiberja maca rótar og veitir þannig fjölbreytta mle ac taar VörurBiot Cran cieyty. JuicÍefra og kr.í frysti 25% Acai berja duft 125g Maca Hrákakó 250g istingið Soberr duft 125g 500anmlhrá eru berja300g konfektform og kosti þeirra allra í einni blöndu. The Ve 419 kr. i Acaiduft 589efn Biotgan kr. veg 1.347 ta Kakóbaunirnar gran tuð 25% no atep in ngu lasa 442 kr. 1 banan fi inn , brotnar 500klst. ml lda669eng iha í 1-2 eru ein 1.3473.733 3.733 1.296 ar Biotgö sin bláber kr. handtíndar í Perú ta okk fro Digeur 25% stive Drink 500 og vör 502 kr. 1/3 bolli gerjast. na hylkiBiot ml 698 kr. efni. niður og látnar hrárry sin jarðaber inforest af fæðu víkingan Vegan tt erbe Pow 25% Bygg var hluti erfðabtarey á náttúrule524 kr. 1/3 bolli fro 500 ml Ra Kakóbaunirnar eru 759 kr. 25% Þannig dregur Biotta Balance í dag kjarngóð Bygg var hluti afn eru fæðu víkinganna og berjaduft frá i enn ði eng Acai berin eru ljúffeng og ir aca ljúff brag þyk k mu og wee ms 569 k 8.999nkr.Vo beri í Perú, brotnar kr. 1 grasi Vörur okkar eru vottaðar af gan hátt úr röm bur. 25%TTað6.74 fæða. Úr handtíndar Biot io og þykirAcai enn í dag kjarngóð rrík rbom ta svo aT inga sannkallaðar næringarbombur. inga Wel eru ci nær nær lnes 9 kr. Þær og ðar niður af og látnar gerjast. Foods k The Vegan Society. Í framleiðslunasoil assos weeyngjandi eða vatn sannkallafæða. k stu nnin öll kakóbaunanna. jól síðu 8.99 ógry s lum og næringarrík Úr grasi tuð 9 fást rúm af s nd kr. Þau hafa rutt sér til rúms síðustu til vot ænt25% byggsin lli mö þurrkaðar eru eingöngu notuð vegan hráefni og . Foods hafa rutt sér á náttúrulem, m.adregur acaiberjaboosT orest er lífr hreinsaðar og inf steinefnuÞannig idd 6.749 kr. 1/2 bo ia fræ frá Rainforest byggsinsÞau fást ógrynnin öll sta af heilsufæða i ár sem ein vinsælasta heilsufæða vítamínum og og vörur okkar innihalda enginÖll vörulína Rasociation og er framle num afurðin haldhylki ein vinsæla og úr römmu bragði ár sem sýruhátt 1 msk ch kostgæfni svo um, fólíngan As 1 bananiumhverfisvæ vítamínum og steinefnum, m.a.vinsælt vesturlanda og er afar vinsælt og er afar powerber kalki, magnesí ingargildi erfðabreytt hráefni. nat af The Soil býlum ð og kakóbaunanna. Þær eru svo vesturlandafólínsýru arljósi. sem hæstu nær ry 500ml ½ bolli spí um 1/3 me kalki, magnesíum, og grauta. fæst frostþurrkað ega að leið æn kiog a að nota þau í drykki og grauta. sérl Hér lífr i. dryk ur í á bolli frosin bláber dýr járn ð nibb þau 787kR|25%| fer gum kakó nota hreinsaðar vel dhæ og þurrkaðar af enda eru sið í han 590kR 1 tsk kanill ljúffeng járni. Hérað fæst frostþurrkað ogst Foods og aðferðum og 1/3 bolli frosin jarðaber Acai duft frá Rainforest Foods Rainfore malað bygggra narefnumsoil a afurðin haldi ur, Acai duft ífráhandhægum er að bætsvo ara. associaTion VoTTað nd ríkar af andoxu g auðveltkostgæfni að bla 300 í svo malað bygggrasið það í á korter nærandi pottrét llt m bur ót er frostþurrkað með það að með úðu ske umb Kakónib 1 msk acai berjaduft frá RainforestÖllu frostþurrkað sem við hæstu næringargildi tur ersvo frábærar sem viðb stur. i! tu ingu eru hæs nær sem æru umbúðum auðvelt er að bæta markmiði að viðhalda sem hæstu „Þrátt fyrir að þessari fráb gð tkakónibbur sérlega Rainforest er lífrænt vottuð grauta eða bakÖll vörulína kmiði að viðhalda ðum. yr a, Foods enda eru grau mar áb ting þessi réttur sé gun 7 þey g mor eg 1.34 sl þessari frábæru næringu viðbragðgæ næringargildi og bragðgæðum. ger ass duft 300 ggr hvaða drykk eða ríkar af andoxunarefnum af The Soil Association og er framleidd mFélag1/2 bolli möndlumjólknce er Byg bra sa og gði rn næringargildi og eða vatn ð ótrúlega gott og ður úr eins konar dósamat girnist. hvaða drykk eða morgungraut orest Co inf á lífrænum býlum með umhverfisvænum sem hugurinn Ra eins ð an og frá me eru frábærar sem viðbót í hann sé heimage ð chia fræ frá Rainforest grunni. næring nái 1 msk ga. Sam Foods 2.280 sem hugurinn girnist. knis aðferðum og velferð dýra að leiðarljósi. argildið er hátt rður Kakónibbur 300g Við vinnum num við verndun skó arhættu, Bygggrass duft 300g þeytinga, grauta eða bakstur. ingarríkur skammta af þes og ég elska að sar grasalæ bolli nd spínat ing a er einnig nær verndarsjóð ½skó elda stóra sum til að njóta gle i í útrým Spir ir ar kriftir Ásdí 1.347ulín dag 2.280 með marga pot hefur verið vel tsk kanillsvæðanna. Fyr verndum við1 mb ófaðu upps ega ljúffeng þörungur sem trétti sem innihal inn eftir. Eins og gerist kl Pr og malað fru yggjamögnum við kaup ta i hráefni kað og ns tand þurr alíf ei Hveitigrasduft er þurrkað og malað er subæ ft dýr tóm ra heil da þessi blanda alve fjár í blandara. atsaFi 500 tómatgrunn ver Hveitigrasdu vöruskellt ki ba u og þekktur sem ald samFélagsleg ábyrgð Öllu ar í Ekvador. g stórkostlega ður Spirulína er einnig næringarríkur 383kR|25%|2 ml sem tryggja sem hverja seldame með aðferðum sem tryggja sem ð. Próteininnih sem eru ek r af næring tra rengskóg mik hafa beðið í íssk 87kR með aðferðum a. þörungur sem hefur verið vel um áratuga skei 60-70% og hún á einum fer i í hverjum pok áp yfir nótt. Þes lu bragðbetri eftir að nna. ig uppfulla hæst næringargildi í hverjum poka. u hæst næringargild s vegna er han Við vinnum náið með Rainforest Concern huga jafnvel me spirulínu er á bilin ótal ensím, heldur einn krafti Rainforest vara þekktur sem heilsubætandi hráefni n í mínum hágæða prótein Það inniheldur hágæða prótein iri nestismáltíð jafnframt ur verndarsjóðnum við verndun skóga. Saman Það inniheldur held m inni ffrekar en skyndi kvöldsins!“ um áratuga skeið. Próteininnihald af vítamínum, og fjöldan allan af vítamínum, ni, andoxunare verndum við skóglendi í útrýmingarhættu, réttur a náttúrulegu w.grasalaeknir.is og fjöldan allan plöntunæringaref unaVar spirulínu er á bilinu 60-70% og hún æta K-vítamín. þ.á.m. hið dýrmæta K-vítamín. ww steinefni, auk ome dýralíf og frumbyggja svæðanna. Fyrir Verðla þ.á.m. hið dýrm að inniheldur jafnframt ótal ensím, var kosið ni, vítamín og HRáEFni mað áhrif þess fitusýranna. Gott hverja selda vöru fjármögnum við kaup Margir hafa dásamað áhrif þess að s Maca duftið Margir hafa dása ga-3 og omega-6 til skiptis á við á einum fermetra rengskógar í Ekvador. Rainforest Food rfæðuduftið á Janey fa á plöntunæringarefni, andoxunarefBut assa tern itigr ut hve grASke LÍFrÆNN Og Hr neyta nýpressaðs hveitigrassafa á ulínu a ofu Prófaðu uppskriftir Ásdísar grasalæknis neyta nýpressaðs þú hefur ekki er að nota spir BionA toScAnA r - 1 Stk eiNN SAFi Í HA besta lífrænPlatinum awards. g ni, vítamín og steinefni, auk omeen ef báðar tegundir PAStASóSA - 1 hverjum degi, en ef þú hefur ekki NdHÆguM PAk Spirúlínu duft 200 hverjum degi, a Vikuskammtur dóS Lee Grace klórellu eða nota kókoSMjólk sem eru ekki bara einstaklega ljúffengar kA ðarleikur að bæt ga-3 og omega-6 fitusýranna. Gott 1/2 dóS tök á því er hægðarleikur að bæta tök á því er hæg kjúklingABAun saman. Biotta safa og af sérlega bragðgóðum, lífr asdufti í vatn eðaer að nota spirulínu til skiptis á við 1.450 ir - 1 dóS itigr teskeið af hveitigrasdufti í vatn eða VerðlaunaVara hve heldur einnig uppfullar af næringu og af jur æn eið tatei ásamt leið um tesk t 200g as duftegundir fyr yrða þannig klórellu eðaHve itigr nota báðar LEið ir innb bei BEin hve aðra drykki og innbyrða þannig og nin ki inGAR rn dag vikunnar gum aðra dryk bu. náttúrulegum krafti Rainforest varanna. Rainforest Foods Maca duftið var kosið . Afhýddu graskeri Hveitigras duft 200g egu næringarbom saman. Spirúlínu duft 200g þessa náttúrulegu næringarbombu. wellness ð og skerðu það þessa náttúrul 2.280 we besta lífræna ofurfæðuduftið á Janey Skolaðu kjúkling í teninga. 9.335kR|25%|7 ek www.grasalaeknir.is 14 / aba 2.280 1.450 .001kR Lee Grace Platinum awards. öllu saman í pott unirnar, blandaðu svo heilsu & úar 2015 / jan / líf og r sst ga da ílsdagar graskerið er orði láttu krauma þar til lífsstíls / jan & u úar ils ð 10 / heilsu & lífsstílsdagar / janúar 2015 / mjú 2015 / kt. 10 / he njóttu með sala ti, hrísgrjónum , byggi, kínóa eða góðu brau ði.
1.010 kr
Lífrænt
m.a. öllu
-jógúrtbox Fylgir með-
Yggdrasill
þeytiNgur LÍFrÆNt
NeStiSBOx 1.777kr
Úrval s FjöLdi BOxA h verð frá ráef ni
veljA lífræ
Með því Að velj A lífrænt erum að styðja við bak við einnig ið á leið hlúa að lífrík lífrænni ræktun og um i jarðar. Í hvert skipti sem við kaupum mat erum við í leið inni að kjósa um það hvernig mat velja lífrænt, því við viljum. Því fleiri sem betra. Stórfyrir tækin úti í heimi eru ekki mikið betra að selja lífræ að spá í því hvort það sé nt eða ólífrænt bara selja. Við – þau vilja sem neytendur höfum mikið um það að segj a hvað er í boð i fyrir okkur úti í búð og líka á hvaða verði.
}
SNAck AttAck MiÐStÆrÐ 1.198 kr
fjöldann allan af ni hátt. Í Nettó finnur þú st um þær erfið og lífið á aðeins græn Allt fyrir heilsuna, umhv lda þér að finna þær, fræða lsvörum. Við viljum auðve grænni tilveru og mari heilnæ að spennandi heilsu- og lífsstí a auðveldi þér leiðin blað þetta að vonum og þekkja. Við því þangað stefnum við.
& TurÍLS M S S F Í átt SL L StÍLVSÖ& RU AF AF AF LÍFS U Hei E H ILLSuSVöruM
25%
afsláttur
Lífræn Vegan
986 kr
2AFS25L5ÁT%%TUR
salatbox með kælikubbi, hníFapörum og sósuboxi
Af hverju Að
Að veljA lífrænt snýst ekki um eitthvað snobb einfaldlega nær e ingarríkari. Han n inni vítamínum og ensímum. Til dæm heldur mun m is að 78% meira C vítamín en spín má nefna að lífr at sem hefur veri Þegar jarðvegurin ð ræ n hefur ekki veri inniheldur han ð mengaður með n meiri næringu sem skilar sér aftur í næringa rríkara grænme ti og Flóran í jarðveg inum þarf að vera ávöxtum. heilbrigð og í góðu jafnvæg i, rétt eins og flóra meltingarvegi ní attack okkar þarf snack að vera í jafnvæg til þess að við störnestisbox i með lokuðu aukahólfi fum eðlilega og öll næringarefn nýtum vel in úr matnum. Steindauður 798 kr jarðvegur skila r ekki af sér góð u grænmeti eða ávöxtum.
BiOttA HeiLSu
VikAN
bauna- og kornblanda 225 g
Skoðaðu fjölda nær www.hugmynd ingarr iradhollust
1.088 kr
heilsu & lífsstílsdagar Blaðið í heild sinni er aðgengilegt á netto.is
Tilboðin gilda 15. janúar –01. febrúar 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
/ heilsu &
lí
8
fimmtudagurinn 15. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Slipp-hostel með 150 rúmum hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur
S
Bygging slippsins fyrir miðri mynd. Þar eru uppi hugmyndir um hostel. VF-mynd: Hilmar Bragi
vo gæti farið að ferðamenn sem gisti í Njarðvík vakni við sjónarspil þegar stór skip eru dregin upp eða færð til hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Fyrirtækið auglýsir nú til sölu atvinnu- og skrifstofuhúsnæði sitt við Sjávargötu þar sem möguleiki er á að byggja 150 rúma gistiheimili, Slipp-hostel. Í auglýsingu Skipasmíðastöðvarinnar í Viðskiptablaðinu segir að fyrir liggi samþykktar grunnteikningar af húsnæðinu þar sem gert er ráð fyrir því að byggð verði ein
hæð ofan á húsin og notkuninni verði breytt í gistiheimili eða hostel með u.þ.b. 150 rúmum. Núverandi stærð húsnæðisins er 1.125 fermetrar. Ekki stendur til að breyta rekstri Skipasmíðastöðvarinnar heldur er vonast til að starfsemi hennar muni bjóða upp á sjónarspil þegar unnið er við stór skip á svæði stöðvarinnar, þeim sem gista muni í Slipphostel til ánægju. Fasteignasalan Ásberg í Reykjanesbæ er með húsnæðið í sölu en ásett verð er 75 milljónir króna.
Tölvugerð mynd af stækkun suðurbyggingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
FÉLAGSFUNDUR VERKALÝÐSFÉLAGS GRINDAVÍKUR
Þriðjudaginn 20. janúar verður félagsfundur um væntalega kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins. Samningarnir renna út 28. febrúar nk. Fundurinn er haldinn í sal Verkalýðsfélagsins að Víkurbraut 46 kl 20:00. Mikilvægt mæta og láta sína skoðun í ljós og stilla saman kröfur.
32 milljónir evra í aukin afköst Keflavíkurflugvallar – Isavia ohf. og Norræni fjárfestingarbankinn undirrita lánasamning.
I
savia ohf. og Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hafa undirritað lánasamning að upphæð 32 milljónir evra (um 5 milljarða króna) vegna framkvæmda og endurbóta á Keflavíkurflugvelli sem miða að því að auka afköst flugvallarins. Mikil fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll kallar á aukin afköst og er vinna þegar hafin við 5.000 fermetra stækkun flugstöðvarinnar með biðsölum og brottfararhliðum fyrir fjarstæði. Fleiri framkvæmdir eru í undirbúningi eins og fjölgun flughlaða og breytingar á innviðum flugstöðvarinnar. Áætlað er að framkvæma í afkastaaukandi verkefnum á flugvellinum fyrir um 15 milljarða króna (100 milljón evra) á árunum 2014-2016.
Norræni fjárfestingarbankinn er alþjóðleg bankastofnun í eigu átta norrænna ríkja: Danmerkur, Finnlands, Íslands, Eistlands, Lettlands, Litháens, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn annast fjármögnum verkefna á vegum opinberra aðila og einkaaðila innan og utan norrænu landanna og nýtur hæsta lánshæfismats hjá helstu matsfyrirtækjum heims, Standard & Poor’s og Moody’s. „Farþegum á Keflavíkurflugvelli hefur fjölgað jafnt og þétt. Fyrirhugaðar fjárfestingar sem Norræni fjárfestingarbankinn fjármagnar munu að hluta koma til móts við aukna eftirspurn eftir þjónustu og auka möguleika á samkeppni flugfélaga í flugi til og frá Íslandi“, segir Henrik Normann bankastjóri.
Lán bankans til Isavia er veitt án sérstakra trygginga eða ábyrgðar frá eiganda og er til marks um tiltrú bankans á félaginu og rekstri þess. „Miklar fjárfestingar eru nauðsynlegar á Keflavíkurflugvelli til þess að mæta síauknum kröfum um aukna afkastagetu og þjónustu. Áætlað er að gerð aðalskipulags og þróunaráætlunar fyrir flugvöllinn ljúki á næsta ári og þá skýrist betur hvaða leið verður farin til þess að mæta langtímaþörfum flugvallarins og notenda hans. Við fögnum samstarfinu við Norræna fjárfestingarbankann og teljum það fyrirtækinu til framdráttar að vera með svo öflugan bakhjarl sem lánveitanda“, segir Björn Óli Hauksson forstjóri.
Kannabisræktun stöðvuð á Suðurnesjum XXLögreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun í umdæminu í gærkvöld. Húsráðandi heimilaði húsleit og fannst kannabisræktun í tveimur herbergjum. Að auki fundu lögreglumenn fíkniefni á stofuborði og í eldhúsi. Húsráðandi viðurkenndi aðild sína að málinu og kvaðst hafa ætlað efnin til eigin nota. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.
9
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 15. desember 2014
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
Ungmenni funduðu með bæjarstjórn Reykjanesbæjar U
ngmenni í Reykjanesbæ sem skipa ungmennaráð Reykjanesbæjar áttu fund með bæjarstjórn Reykjanesbæjar í síðustu viku. Ungmennaráð fundar að jafnaði tvisvar á ári með bæjarstjórninni. Fundurinn í síðustu viku átti að fara fram fyrir áramót en var frestað þar sem miklar annir voru hjá bæjaryfirvöldum vegna úrlausnar á skuldamálum sveitarfélagsins.
Á fundinum með bæjarstjórninni ræddu fulltrúar ungmennaráðs þau mál sem hvað heitast brenna á ungmennum í bæjarfélaginu um þessar mundir. Til umræðu var félagslíf ungmenna, strætósamgöngur og aðbúnaður í skólum. Rætt var um spjaldtölvuvæðingu og hvernig megi útvíkka starfsemi 88 hússins. Ungmennin gerðu sér grein fyrir að staða sveitarfélagsins væri erfið
Ungmennin sem mættu á fund bæjarstjórnar Reykjanesbæjar ásamt bæjarfulltrúum, bæjarstjóra og fulltrúum tómstundasviðs bæjarins.
og því settu þau fram hófsamar kröfur. Það var þó gagnrýnt á fundinum í síðustu viku að ungmennaráðið hafi ekki fengið að hitta bæjarstjórnina áður en gengið var frá fjárhagsáætlun fyrir þetta ár. Bæjarstjóri lofaði að næsti fundur yrði haldinn fyrir vorið og svo yrði seinni fundurinn í haust í tæka tíð fyrir gerð næstu fjárhagsáætlunar. Frá fundi ungmennaráðs Reykjanesbæjar með bæjarstjórn Reykjanesbæjar. VF-myndir: Hilmar Bragi
TEK AÐ MÉR ALLA ALMENNAR SMÍÐAR t.d. sólpallasmíði, húsaklæðningar, þök, uppsetningar á milliveggjum, innréttingum og inni- og útihurðum, parketlögn og fleira bæði stór og smá verk. Margra ára reynsla. Ævar Ingólfsson bílasali á spjalli við áhugasama viðskiptavini á Toyota sýningunni.
Minnti á gömlu góðu dagana - segir Ævar Ingólfsson í Toyota. Mikil aðsókn á fyrstu bílasýningu ársins. „Það var brjáluð traffík, virkilega skemmtilegt. Minnir mann á gömlu góðu dagana þegar við fengum nær alltaf mikinn fjölda á bílasýningar,“ sagði Ævar Ingólfsson, bílasali í Toyota Reykjanesbæ, eftir fyrstu bílasýningu ársins. Efnt var til stórsýningar í tilefni 50 ára afmæli Toyota á Íslandi. Starfsmenn Toyota í Reykjanesbæ sögðu að traffíkin á bílasýningunni hefði jafnvel minnt á fjörið í góðærinu. Allar gerðir Toyota voru til sýnis í salnum á Fitjum en vakin var sérstök athygli á hinum sívinsæla
Landcruiser jeppa en einnig voru margir sem skoðuðu aðra fjórhjólabíla eins og jepplinginn RAV4 og Hilux. Ævar sagði að bílasala hafi aukist á undanförnum tveimur árum en fljótlega eftir bankahrun seldust ekki margir nýir bílar. Allt stefndi í að bílasala yrði mjög góð á nýbyrjuðu ári. Aðsókn á bílasýninguna hefði vissulega sýnt það. Úrval nýrra bíla af öllum stærðum væri mjöð gott. Með meiri tækni og fullkomnari vélum hefði eldsneytiseyðsla minnkað mikið. Það hefði líka góð áhrif og ekki skemmdi lækkandi eldsneytisverð.
Upplýsingar í síma 821 3185
Rammagerðin auglýsir eftir starfsfólki til starfa í verslanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í sumar Við leitum að starfsfólki sem er vel að sér í íslenskri sögu og hefur áhuga á íslensku handverki. Umsækjendur þurfa einnig að hafa áhuga á sölumennsku og hafa til að bera ríka þjónustulund. Annað: • Góð tungumálakunnátta, íslenska og enska eru skilyrði. • Færni í samskiptum og ríkir samstarfshæfileikar. • Öguð vinnubrögð og sveigjanleiki. Um er að ræða hluta- og heilsdagsstörf þar sem unnið er á vöktum. Bæði karlar og konur eru hvött til að sækja um. Aldursviðmið er 20 ár. Rammagerðin er reyklaus vinnustaður. Umsóknir óskast sendar á: atvinna@rammagerdin.is fyrir sunnudaginn 25. janúar.
Rammagerðin er ein elsta gjafavöruverslun landsins og hefur selt íslenskt handverk síðan 1940
Landcrusier var kynntur í afmælisútgáfu en bíllinn hefur alltaf verið vinsæll á Suðurnesjum.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar International Airport
10
fimmtudagurinn 15. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR
Fida Abu Libdeh kom 16 ára frá Palestínu en ákvað að láta drauminn rætast á Íslandi. Hún hefur stofnað nýsköpunarfyrirtæki í framhaldi af háskóla-námi hjá Keili á Ásbrú og er alsæl á Suðurnesjum. Fida er
„Maður ársins á Suðurnesjum 2014“
FRUMKVÖÐULL FYRIRMYND OG
F
ida er frábær fyrirmynd þeirra sem hafa draum og gera allt til þess að láta hann rætast. Þrátt fyrir margar hindranir hefur hún afrekað ótrúlega hluti frá því hún kom til Íslands frá Palestínu á unglingsaldri. Eftir erfiðleika í menntaskóla á Íslandi þar sem erfitt tungumál og lesblinda gerðu ferðina torsótta í menntuninni sá hún tækifæri hjá háskólasamfélaginu Keili á Ásbrú árið 2007. Fida lauk þar stúdentsprófi og fylgdi því eftir með háskólanámi í tæknifræði frá sama skóla. Lokaverkefni hennar fjallaði m.a. um nýtingu affalsvatns jarðvarmavirkjana til að framleiða hágæða kísilheilsuvörur úr 100% náttúrulegum íslenskum jarðhitakísli án aukaefna. Draumur hennar rættist þegar hún stofnaði, ásamt Burkna Pálssyni, fyrirtækið Geosilica sem nú hefur hafið framleiðslu á hágæða heilsubótarvörum úr affalsvatninu. Saga Fidu tengist mörgum jákvæðum þáttum í uppbyggingu Suðurnesja eftir efnahagshrun, þar sem hún náði að nýta sér mörg tækifæri til menntunar og betri framtíðar. Fida Abu Libdeh er „Maður ársins á Suðurnesjum 2014“.
„Þetta er búið að vera löng og ströng leið og að fá svona viðurkenningu er mikill heiður. Maður heldur alltaf að maður sé ekki búinn að gera nóg, þurfi að gera meira. Þetta er líka innspýting, færir manni meiri orku en líka pressa því vissulega er stefnan að afreka meira,“ segir hin ljúfa og skemmtilega Palestínukona sem talar reiprennandi íslensku. Hún skellir líka af og til upp úr með smitandi hlátri en framkoma hennar þykir einstök og lundin ljúf. Við setjumst niður með Fidu í frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú og spyrjum hana út í troðna leið hennar sem skólameistari Keilis segir vera öskubuskusögu. „Þetta hefur ekki verið auðvelt ævintýri,“ segir hún pínu alvarleg en það er alltaf stutt í brosið og hún bætir
strax við að þetta hafi allt verið svo skemmtilegt og virkilega þess virði. Hún segir í upphafi spjalls okkar endilega vilja koma á framfæri þökkum til nokkurra aðila því án aðstoðar þeirra hafi þetta aldrei orðið að veruleika með stofnun nýsköpunarfyrirtækisins Geosilica. Þar nefnir hún fyrst Keili en einnig Kadeco, Vaxtasaming Suðurnesja, Atvinnumál kvenna og Tækniþróunarsjóð Íslands en Fida hefur fengið nærri 40 milljónir króna í styrki þessum sjóðum og aðilum. Það er vissulega magnað að eitt fyrirtæki fái svo góða aðstoð en þeir sem til þekkja segja flest nýsköpunarfyrirtæki oftast deyja eða lenda í vandræðum í upphafinu - í uppbyggingarfasanum. Fida tekur undir það.
Erfið byrjun á Íslandi Fida kom til Íslands með móður sinni og fimm systkinum og þá var hún 16 ára og eldri systir hennar ári eldri. Tengingin við Ísland kom í gegnum móðurbróður þeirra sem hafði búið í marga áratugi á Íslandi. Fida byrjaði í 10. bekk í grunnskóla í Reykjavík en segir að hún hafi lent í miklum erfiðleikum í framhaldsskóla með fög eins og íslensku og dönsku og hún hafi ekki náð að ljúka stúdensprófi vegna þess á þeim tíma. Ekki hafi verið horft til aðstæðna með móðurmálið hjá henni og eldri systur í kerfinu. Á næstu sjö árum hafi henni tekist að ljúka öllum áföngum nema íslensku og dönsku. Það hafi verið erfitt að geta ekki fengið stúdentsprófið viðurkennt en Fida þráði heitt að ganga menntaveginn en
EIN FLASKA Á MÁNUÐI. Kísillinn er seldur í 300 ml. flöskum. Flöskurnar eru seldar í apótekum og heilsubúðum. Gott er að taka eina matskeið á dag eða um eina flösku á mánuði. Flaskan kostar um 3700 kr.
á þessum árum þurfti hún einnig að vinna með náminu. Fida sótti um undanþágu í Háskóla Íslands til halda áfram en var synjað en eldri systir hennar hætti námi. Fyrstu árin var Fida með mikla heimþrá og eftir menntaskólaárin ákvað hún að snúa aftur til Palestínu. Seldi allt sem hún átti og fór til heimalandsins. „Ég fann það fljótt að ég var orðin meiri Íslendingur og sneri því aftur hálfu ári síðar,“ segir Fida og ekki löngu seinna sá hún auglýsingu frá Háskólabrú Keilis á Ásbrú og þá fóru hjólin að snúast hjá henni.
„Ég sá auglýsingu frá Keili og eftir að hafa skoðað þetta hjá skólanum á netinu mætti ég á staðinn og fór í viðtal. Ég var spurð hvað ég vildi verða og ég sagði auðvitað að ég vildi verða bankastjóri enda var það vinsælt eða inni eins og sagt er árið 2007. Ég fékk það svar að ég þyrfti ekki að taka fögin sem ég var í erfiðleikum með, heldur gæti einblínt á stærðfræði, bókhald og hagfræði og slík fög. Háskólabrúna kláraði ég á einu ári og þaðan lá leiðin í umhverfis- og orkutæknifræði og ég lauk þar BS háskólagráðu. Reyndar fór ég í millitíðinni
Það var mjög vel tekið á móti mér á Suðurnesjum. Við erum búin að vera hér í sjö ár og ég er mjög ánægð. Ég hef einnig séð hvernig tekið hefur verið á móti útlendingum hérna. Það er lögð áhersla á það sem fólk hefur að bjóða en ekki það sem það skortir. Fida með starfsmönnum fyrirtækisins í höfuðstöðvum þess á Ásbrú.
11
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 15. desember 2014 ÁFYLLING Á ÁSBRÚ. Starfsmenn Geosilica tappa á flöskurnar í húsnæði fyrirtæksins á Ásbrú. Hér er Fida við störf.
KÍSILL TIL MANNELDIS í viðskiptafræði í Háskóla Íslands en líkaði það ekki, hafandi samanburð við Keili. Eftir tæknifræðinámið mitt í Keili langaði mig samt að bæta við mig viðskiptaþekkingu og samhliða uppbyggingu okkar á fyrirtækinu og vinnu minni þar er ég núna að ljúka í vor MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík.“ Þáttaskil með lesblindugreiningu Það urðu þó veruleg þáttaskil í menntunarsókn Fidu í Keili þegar hún var greind með lesblindu. Hún segist alltaf hafa átt erfitt með að skilja íslenskuna þegar hún var í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Gerði ráð fyrir því að móðurmálið hennar, arabískan, hafi átt þátt í því. En við komuna í Keili sendi námsráðgjafi hana í lesblindugreiningu, m.a. vegna erfiðleika hennar með
fög eins og íslensku en einnig ensku og dönsku. Hún var greind lesblind og í framhaldinu fékk hún aðstoð á þann hátt að hún gat hlustað á allt námsefnið í tölvunni, bækur, glærur og fleira. Þá urðu erfiðu fögin auðveldari fyrir Fidu sem var ekki í neinum erfiðleikum í öðrum fögum og náði mjög góðum árangri. „Ég er ekki í nokkrum vafa að lesblinda háði mér áður en ég fékk greiningu og þetta var því enn erfiðara fyrir mig hafandi annað móðurmál en íslenskuna.“ Er íslenska erfið fyrir útlendinga? „Málfræðin finnst mér mjög erfið. Ég heyri alveg þegar ég segi eitthvað rangt eða beygi orðin vitlaust en er oftast ekki nógu fljót að leiðrétta mig og læt því bara vaða. Ég ætla samt að halda áfram að bæta mig í íslensku. Það er
nauðsynlegt til að geta verið fullvirkur þátttakandi í samfélaginu.“
áhersla á það sem fólk hefur að bjóða en ekki það sem það skortir.“
Samfélagsleg ábyrgð Fida segir varðandi fyrirtækjareksturinn að það sé miklvægt að sýna samfélagslega ábyrgð og það sýni þau í fyrirtækinu með því að eiga viðskipti við fyrirtæki í nærsamfélaginu, þ.e. á Suðurnesjum en ef hún þarf að leita annað þá til höfuðborgarsvæðisins, alls ekki til útlanda. Hún segir að hún hafi alla tíð verið ánægð sem íbúi á Íslandi, fyrst á höfuðborgarsvæðinu en á Ásbrú frá 2007. Hún var verið með fyrstu íbúunum á Ásbrú, gamla varnarsvæðinu. „Það var mjög vel tekið á móti mér á Suðurnesjum. Við erum búin að vera hér í sjö ár og ég er mjög ánægð. Ég hef einnig séð hvernig tekið hefur verið á móti útlendingum hérna. Það er lögð
En hversu mikilvægt er fyrir útlendinga að læra íslensku vel? „Það er gríðarlega mikilvægt að læra íslensku, annað er skerðing á lífsgæðum. Þú getur ekki verið virkur þátttakandi í samfélaginu nema geta talað málið.“ Heimþrá alltaf til staðar Fida fylgist vel með átökunum í heimalandinu m.a. í gegnum samskiptamiðla en segir það oft taka á og vera erfitt því hluti fjöskyldu hennar sé þar. Hún segist þakka Guði daglega það líf sem hún geti boðið börnum sínum hér á Íslandi en neiti því þó ekki að hún fái oft heimþrá. „Ég ætla að reyna að fara með vöruna okkar til mið-Austurlanda, á mínar heimaslóðir. Það hlýtur að
vera hægt að selja hana þar,“ segir hún og hlær. Aðspurð um hvort það myndi ekki vekja athygli í Palestínu hvað hún hafi náð góðum árangri á Íslandi svarar hún játandi en segir jafnframt að konur í Palestínu séu sterkar andlega. Þær þurfi að taka málin í sínar hendur þegar feðurnir fara út á vígvöllinn. Og margar hafi þurft að upplifa það að pabbarnir hafi ekki snúið heim. Á undanförnum árum hefur Fida ekki aðeins gælt við menntagyðjuna svo um munar heldur byggt upp fjölskyldu samhliða. Hún er nýbúin að eignast þriðja barnið með manni sínum Jóni Kristni Ingasyni viðskiptafræðingi. „Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi,“ segir hún með bros á vör.“
Lokaverkefni
varð að sprotafyrirtæki L
okaverkefni Fidu í orku- og umhverfistæknifræði fjallaði um áhrif kísils á mannslíkamann og góður skólafélagi hennar, Burkni Pálsson, var á sama tíma að rannsaka aðferðir til að hreinsa jarðhitakísil. Leiðir þeirra lágu saman og þau stofnuðu nýsköpunarfyrirtækið Geosilica. „Þessi hugmynd fæddist á lokaárinu okkar í orku- og umhverfistæknifræði í Keili. Við sáum tækifæri í affallsvatni jarðvarmavirkjana hér á landi en það er mjög kísilríkt og í raun ónýtt auðlind en um 45 þúsund tonn af kísil falla til árlega og eru ekki nýtt,“ segir Fida þegar hún rifjar upp hvernig hugmyndin að fyrirtækinu varð til. „Við skoðuðum rannsóknir og hvað kísillinn er nýttur í en hann er m.a. notaður sem fyllingarefni í tölvukubba og í málningu en hæsta kílóverðið var í heilsuvörum. Kísillinn er talsvert notaður í fæðubótaefni erlendis og slík efni eru flutt inn hingað til Íslands af nokkrum fyrirtækjum. Það er engin framleiðsla hér heima en nóg til af honum. Aðferðin sem við höfum þróað við kísilvinnslu er algjör nýjung og skapar fyrirtækinu okkar mikla sérstöðu. Hvergi annars staðar í heiminum er verið að hreinsa náttúrulegan jarðhitakísil á þennan hátt. Við notum engin efnafræðileg ferli við hreinsunina. Þannig verður kísillinn tandurhreinn og það eina sem við þurfum að gera er að skilja hann frá öðrum efnum sem eru yfir leyfilegum mörkum í jarðhitavökvanum. Vökvinn er mjög steinefnaríkur, blandaður arseniki, áli og öðrum óæskilegum efnum. Við
höfum þróað tæknina til að skilja þessi náttúruefni frá þannig að eftir verður fullkomlega hrein náttúruafurð. Til að ná upp hæfilegu magni fyrir heilsuvöruna þarf að sjóða affalsvatnið þrjátíufalt niður og þannig eykst kísilstyrkurinn. Neytandinn á að taka eina matskeið á dag til að vinna gegn beinþynningu og bæta húð, hár og neglur. “ Beinþynning vandamál „Það er ekki langt síðan að menn uppgötvuðu mikla eiginleika kísils í formi fæðubótarefnis. Hann styrkir bein hjá körlum og konum og losar óæskileg efni sem hlaðast upp í líkamanum. Beinþynning er alvarlegt vandamál hjá konum en þriðja hver kona lendir í því og fimmti hver karl. Þetta er því mikilvægt fyrir samfélagið ef við getum hjálpað til. Nú er framleiðslan hafin hjá okkur og stefnan í byrjun er að framleiða um tólf þúsund einingar á fyrsta árinu. Markaður fyrir heilsuvörur með kísil er mjög vaxandi, kílóverðið er hátt og þannig getum við gert nýtingu jarðhitavatnsins mjög arðbæra.“ Fida bætir því við að einnig sé á stefnuskránni að þróa kísil- og steinefnaríkt drykkjarvatn sem yrði markaðssett eins og íslenskt vatn en með sérstöku tilliti til kvenna á
breytingaskeiði og annarra sem eru í áhættuhópi vegna beinþynningar. Allar lokatilraunir og mælingar hafa verið gerðar og verkefnið er núna að byggja upp lagerinn og stækka tæki og búnað. Í góðum málum í Eldey Geosilica er með aðsetur í frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú, en þar eru um 25 fyrirtæki með aðsetur. Fida segir aðstæður mjög góðar fyrir nýsköpunarfyrirtæki því í Eldey sé fólk úr mörgum greinum með margvíslega þekkingu sem fólkið innan hússins getur nýtt sér. „Við fáum mikla aðstoð hjá þessu fólki og verkefnastjóri Eldeyjar heldur vel utan um hin ýmsu mál og hefur t.d. lesið yfir umsóknir okkar um styrki. Leiguverðið er lágt og allir eru fúsir að hjálpa hinum. Þetta verður ekki miklu betra.“ Þegar Fida er spurð út í umhverfi nýsköpunarfyrirtækja segir hún það hins vegar oft erfitt. „Fjármögnun er erfiðasti hjallurinn í lang flestum tilfellum. Við vorum heppin að fá veglega styrki og það hjálpaði okkur mikið. Gjaldeyrishöft og litlar fjárfestingar innanlands gera þetta líka erfiðara en við erum mjög þakklát fyrir mikla hjálp sem við höfum fengið.“
Kardashian þarf flösku „Við byrjum fyrstu 6-7 mánuðina hér heima en svo er stefnan sett á útlönd og byrja í Bretlandi en við erum t.d. að skoða samstarfsaðila hvað það varðar. Það er t.d. dýrt að flytja vöruna.“ Fida segir að þau hafi sent tuttugu manns flösku til að prófa vöruna til að athuga virknina. Ein af þeim var með psóríasis og hafði notað kísil útvortis en sagði að það hefði líka hjálpað að taka inn vökvann okkar. Við þurfum að klára að gera klíníska rannsókn þannig að við vitum nákvæmlega hvaða áhrif þetta hefur á líkamann. „Það myndi hjálpa að finna einhvern frægan. Kim Kardashian er með psoriasis. Ég þarf að koma flösku til hennar,“ segir Fida og hlær.
Fida og Burkni Pálsson meðeigandi hennar saman á göngunum í Keili þar sem ævintýrið byrjaði.
12
fimmtudagurinn 15. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR
ANNO 2014
SEINNI HLUTI Alltaf í sjónvarpinu! Suðurnesjamenn voru bara alltaf í sjónvarpinu á síðasta ári. Þökk sé Sjónvarpi Víkurfrétta, vikulegum þætti á sjónvarpsstöðinni ÍNN og á vef Víkurfrétta. Framleiddir voru 38 hálftíma þættir á nýliðnu ári og haldið verður áfram á þessu ári í gerð Suðurnesjasjónvarps hjá VF.
! s o g u n n u G
Gunnuhver leiddist eitthvað athyglin sem Bárðarbunga fékk á árinu og ákvað því að skvetta aðeins úr sér. Þar hófst hraustlegt leirgos í haust þannig að ásýnd hverasvæðisins varð talsvert öðruvísi en við eigum að venjast. Lögregla lokaði svæðinu um tíma, enda ástandið hættulegt...
Kæst!
Um 400 manns mættu í kæsta veislu í Gerðaskóla í Garði á árinu. Skötumessan er árleg þar sem aflað er fjár fyrir góðan málstað í skiptum fyrir magafylli af skötu.
Kísilver rís í Helguvík Framkvæmdir hófust á árinu við nýtt kísilver United Silicon í Helguvík. Þegar skilti var sett upp á framkvæmdasvæðinu rétt fyrir kosningar heyrðust háværar raddir um að framkvæmdin væri kosningamál. Enn er unnið að framkvæmdinni og kosningar löngu liðnar...
Pottagleði á bæjarhátíð Suðurnesjamenn fá aldrei nóg af bæjarhátíðum og ein slík er haldin í hverju bæjarfélagi yfir sumarmánuðina. Grindvíkingar ríða á vaðið með Sjóaranum síkáta og svo taka Garðmenn við með sólseturshátíð. Sandgerðisdagar, bæjarhátíð í Vogum og Ljósanótt í Reykjanesbæ hafa einnig fest sig í sessi. Fimmtánda Ljósanóttin var t.a.m. haldin árið 2014. Myndin er frá pottakvöldi í Sandgerði.
Golf á milli heimsálfa
Týndasti hundur í heimi?
Brotlenti á Vatnsleysuströnd
Við þekkjum öll IKEA og sænskar kjötbollur. Týndasti hundur í heimi er einnig sænskur. Hann heitir Hunter og var leitað á Suðurnesjum eftir að hann stakk af frá Keflavíkurflugvelli eftir að búr sem flutti hann hafði opnast í slysi við flugafgreiðslu. Fundarlaunum var heitið fyrir Hunter. Engum sögum fer af því hvort þau hafi verið greidd...
Flugnemendur hjá Keili taka námið alla leið. Það er þó ekki inni í námsefninu að brotlenda kennsluvélunum. Það gerðist þó í sumar að kennsluvél brotlenti á golfvellinum á Vatnsleysuströnd. Engin slys urðu á fólki en vélin skemmdist talsvert.
Steinn Erlingsson er ekki bara góður söngvari. Hann er einnig liðtækur þegar kemur að golfinu. Steini leiddist eitthvað í sumar og ákvað þá að skella sér í golf á milli heimsálfa. Við Brú á milli heimsálfa stillti Steinn sér upp Evrópumegin og með góðu höggi sendi hann boltann alla leið yfir til Ameríku. Tækifæri í ferðaþjónustu á svæðinu!
Rækta líkama og senegalflúru! Börnin í Garði ræktuðu líkama og sál í haustblíðunni með nýja líkamsræktarstöð í byggingu í baksýn. Á Reykjanesi er líka verið að rækta. Þar er ræktuð senegalflúra í heitu vatni. Útflutningur hefst nú í janúar.
Heimsins stærstu í Keflavík! Heimsins stærstu flugvélar voru á Keflavíkurflugvelli í sumar. Antonov AN-225 kom hingað tvívegis á leið sinni yfir hafið. Airbus A-380 frá British Airways hafði einnig viðkomu í Keflavík með veikan farþega.
13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 15. desember 2014
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Tvíburar rufu 3000 íbúa múrinn í Grindavík
T
víburar sem komu í heiminn aðfaranótt síðasta fimmtudags komast í sögubækurnar í Grindavík fyrir rjúfa 3000 íbúa múrinn í Grindavík. Tvíburarnir eru drengir sem þurfa að vera á Landspítalanum fram yfir helgi. Þeir eru í hitakassa og þurfa smá aðstoð við öndun. Bræðurnir voru teknir með keisara aðfaranótt 8. janúar kl. 02:20. Foreldrar drengjanna eru Sigrún Ísdal Guðmundsdóttir og Steinar Nói Kjartansson. Tvíburarnir eru þeirra fyrstu börn.
Sigrún sagði í samtali við Víkurfréttir vera í skýjunum með drengina sem reyndar virðast hafa verið að flýta sér í heiminn. Nokkur stærðarmunur er á þeim bræðrum. Annar þeirra er 2896 grömm en hinn er 1976 grömm. Sigrún hefur fengið staðfest að drengirnir eru íbúar í Grindavík númer 3000 og 3001. Drengirnir munu fá sérstaka móttöku bæjaryfirvalda þegar þeir koma heim af fæðingardeildinni.
Myndin sem lét stjórnendur Facebook roðna.
Herra Rokk særir blygðunarkennd Facebook – Fræg mynd af rokkgoðinu fór fyrir brjóstið á samfélagsmiðlinum
Á
árinu stendur til að halda sérstaka afmælistónleika til heiðurs Rúnari Júlíussyni, sem hefði orðið sjötugur á árinu. Að því tilefni ákváðu ættingjar Rúnars að halda til samfélagsmiðislsins Facebook og leita ráða hjá vinum og velunnurum Geimsteins og Rúnars heitins varðandi lagaval á tónleikunum, sem fara fram í Stapa þann 11. apríl n.k.. Meðfylgjandi með stöðuuppfærslunni var fræg ljósmynd af Rúnari, þar sem hann mundar bassann íklæddur engu nema hatti, ullarsokkum og sólgler-
augum. Bassinn nær þó að hylja það allra heilagasta, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Eitthvað fór myndin fyrir brjóstið á Mark Zuckerberg og félögum hjá Facebook, en þeir báðu Geimsteinsmenn um að myndinni yrði breytt eða hún fjarlægð þar sem of mikið af holdi væri til sýnis hjá rokkgoðinu. Eins sem stellingin hjá Rúnari þótti nokkuð tvíræð. Myndin stendur enn á vef Geimsteins, en ekki má notast við þessa frægu ljósmynd sem auglýsingu á Facebook, til þess þarf að hylja hold rokkarans betur.
Tvíburarnir í hitakössum á kvennadeild Landspítalans.
LEIKFÉLAG KEFLAVÍKUR KYNNIR ALMENNUR FÉLAGSFUNDIR MEÐ NÝRÁÐNUM LEIKSTJÓRA, ÞAR SEM VORVERKEFNI LK VERÐUR KYNNT.
FIMMTUDAGINN 16.JAN KL.20:00 ALLIR 18 ÁRA OG ELDRI SEM HAFA ÁHUGA Á AÐ TAKA ÞÁTT Í EINHVERJU TENGDU UPPSETNINGUNNI VELKOMNIR. DAVÍÐ GUÐBRANDSSON HEFUR VERIÐ RÁÐINN SEM LEIKSTJÓRI FYRIR NÆSTA VERK LEIKFÉLAGS KEFLAVÍKUR LEIKFÉLAG KEFLAVÍKUR- VESTUBRAUT 17- 421-2540
66°NORÐUR leitar að dugmiklu fólki til sölustarfa í verslanir sínar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í sumar.
Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001
Hæfniskröfur:
• Brennandi áhugi á sölumennsku, útivist og hreyfingu. • Góð tungumálakunnátta, íslenska og enska eru skilyrði. • Þjónustulund, samviskusemi, heiðarleiki, sveigjanleiki og jákvætt viðmót. Bæði karlar og konur eru hvött til að sækja um. Aldursviðmið er 20 ár.
Þorrablót Keflavíkur TM-Höllin 17.01.15
Húsið opnar kl. 18:30 og dagskrá hefst með Magnúsi Þór Sigmundssyni og
Jóhanni Helgasyni á slaginu kl. 19:00! Keflavíkurannáll
Syrpa með Agli Ólafs,
66°Norður er reyklaus vinnustaður. Umsóknir óskast sendar á atvinna@66north.is fyrir sunnudaginn 25. janúar.
Siggu Beinteins og Páli Óskari Brekkusöngur /Þorrablót Keflavíkur
Dansleikur með Ingó og Veðurguðunum
Huld Hannesdótsent rangt skjal) em er grafískur lagað myndina s betur durðu að það kipta henni út á gun?
14
fimmtudagurinn 15. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR
■■Sameining Brunavarna Suðurnesja og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins:
Ekki til að styrkja atvinnulíf í bæjarfélaginu - ómaklega vegið að stjórnendum og starfsmönnum BS, segir í ályktun Kristinn Jakobsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Reykjanesbæ, segir augljóst að meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar vinni ekki að því að styrkja atvinnulíf í bæjarfélaginu og uppgangi fyrirtækja í eigu bæjarfélagsins. Í bókun sem Kristinn lagði fram á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í síðustu viku gagnrýnir hann einhliða ákvörðun stjórnar Brunavarna Suðurnesja [BS], án umræðu við hagsmunaaðila s.s. starfsmenn, eigendur og möguleg samstarfsfélög á svæðinu, að leita til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
um sameiningu. Hann segir vaðið í þessar viðræður án nokkurrar umræðu eða ákvörðunar eigenda Brunavarna Suðurnesja. Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja sendu nýverið frá sér ályktun þar sem þeir hvetja eignaraðila til að standa vörð um stofnunina og það frábæra starf sem hefur verið unnið í rúma öld. Þá segir í ályktuninni að ómaklega sé vegið að stjórnendum og starfsmönnum Brunavarna Suðurnesja í fundargerð sem stjórn BS sendi frá sér í desember sl.
HRAÐÞJÓNUSTA
FYRIR SMÁA OG STÓRA PAKKA
Það kostar að sækja sjálfur Hafið samband o kannið ve g rðið
s. 770 3571 og 868 3571
Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
Jórunn Jónasdóttir, Víkurbraut 15, Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 12. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 20. janúar kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Suðurnesja. Jóna Björg Antonsdóttir, Guðrún Anna Antonsdóttir, Bogi Jón Antonsson, Anton Ellertsson, Guðmundur Karl Antonsson, og aðrir aðstandendur.
-aðsent
pósturu vf@vf.is
■■Gunnar Stefánsson skrifar:
Hvert stefnum við í atvinnumálum hér á svæðinu? M
é r v a r brugðið þegar ég sá fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja frá 1. desember 2014. „Stjórn samþykkir að óska nú þegar eftir viðræðum við stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um sameiningu Slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins“. Hver er ávinningurinn annar en að flytja þjónustuna til Reykjavíkur á sama tíma og stefnan er að flytja alla nærþjónustu í heimabyggð? Brunavarnir Suðurnesja fögnuðu 100 ára afmæli sínu árið 2013 og hafa verið ein af grunnstoðunum í samfélaginu hér suður með sjó. Halda stjórn og sveitarstjórnarmenn virkilega að sveitarfélögin á höfuðborgasvæðinu ætli að greiða niður reksturinn og halda þannig úti sömu frábæru þjónustunni sem starfsmenn BS hafa veitt íbúum á svæðinu? Brunavarnir Suðurnesja eru í eigu þriggja sveitarfélaga á Suðurnesjum, þ.e. Garðs, Voga og Reykjanesbæjar, en einnig var gerður samstarfssamningur um rekstur slökkviliðsins í Sandgerði árið 2012 og þar með tók BS yfir starfsemi þess. Í dag eru þrjú slökkvilið í rekstri á Suðurnesjum; Brunavarnir Suðurnesja, Slökkvilið Grindavíkur og síðan er flugvallarslökkvilið sem
ISAVIA rekur á Keflavíkurflugvelli. Er ekki nær að vinna að sameiningu þessara slökkviliða áður en við óskum eftir að komast undir pilsfaldinn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og færa alla yfirstjórn þangað? Hver er ávinningur okkar Suðurnesjamanna að vera með alþjóðaflugvöllinn þar sem hann er í dag ef menn sjá ekki hag í að samræma krafta þeirra sem eru að vinna svipaða vinnu eins og slökkviliðin? Væri ekki nær að ganga til samninga við ISAVIA um sameina þessi lið og efla þar með viðbragðsgetu slökkviliðanna? Suðurnesjamenn myndu njóta góðs af þeirri hagræðingu sem skapast við þann samrekstur. Ég get alveg tekið undir þann mikla vanda sem Reykjanesbær glímir við en þurfum við ekki að verja það sem við erum með áður en við gefumst upp og færum störfin úr sveitarfélaginu? Unnið hefur verið að ýmsum hugmyndum í að byggja upp atvinnu á svæðinu og má þar nefna alþjóða björgunar- og viðbragðsmiðstöð sem á að styrkja sameiginlega getu Íslands og samstarfslanda við leit og björgun á norðurslóðum. Þarna getur einnig skapast vettvangur til að standa að sameiginlegum æfingum og þjálfun björgunareininga hvaðanæva frá en mikil þekking og reynsla er til staðar hér á landi sem hægt er að miðla. Einnig hefur verið í umræðunni að flytja útkallseiningar Landhelgisgæslunnar hingað suðureftir en öll aðstaða fyrir hana er er til á
flugvellinum og stór hluti starfsemi Gæslunnar fer fram á Keflavíkurflugvelli nú þegar. Helstu rökin gegn flutningi suður hafa verið útkallstími hjá þyrlum en í dag gengur áhöfnin bakvaktir til að manna þyrluna. En er ekki kominn tími á að áhöfnin verði á föstum vöktum? Þá eru menn til taks allan sólarhringinn allt árið um kring sem styttir viðbragðstíma þyrlunnar verulega og því ætti það ekki að vera fyrirstaða í flutningi starfsemi LHG til Keflavíkur. Þessi áform hljóma öll vel en breyta því ekki að við þurfum að byrja á því að verja það sem þegar er til staðar. Endurskipulagning sem hefur verið í gangi í flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur haft það í för með sér að fyrirtæki úr heimabyggð eru að missa aðstöðu sína i flugstöðinni en inn koma erlendir veitingastaðir. En það er ekki hið eina. Fólk missir vinnuna í flugeldhúsinu og starfsemi flugumferðastjóra hefur verið flutt til Reykjavíkur, svo dæmi séu tekin. Eru Suðurnesjamenn í stjórnunarstöðum eða höfum við misst þær frá okkur? Ég vill hvetja stjórn Brunavarna Suðurnesja og sveitarstjórnarmenn til að endurskoða ákvörðun sína og þar með verja þau störf sem við erum með í dag. Nær væri að leita frekar eftir samvinnu slökkviliða á Suðurnesjum. Verjum störfin á Suðurnesjum! Gunnar Stefánsson
HEILSUHORNIÐ
Ellert Þórarinn Ólafsson, Natalja Krasnova, Ásdís Björk Guðmundsdóttir,
Þrjár leiðir til að koma þér af stað í heilsugírinn! • Hreinsaðu til í mataræðinu. Út með ruslið og inn með hollustuna! Snjallt t.d. að byrja daginn á eggjahræru, nærandi berjaboosti eða trefjaríkum hafragraut. Narta svo í holla millibita milli mála. Borða hádegis- og kvöldmat sem samanstendur af góðu próteini, flóknum kolvetnum og hollri fitu ásamt vel af grænmeti. Vökva kerfið með slatta af hreinu vatni, góðu jurtate og kaffi í hófi.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR ERLENDSSON, Melteig 19, Keflavík,
lést á sjúkrahúsi Keflavíkur miðvikudaginn 31. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kristín Rósa Einarsdóttir, Gestína Sigurðardóttir, Kristín Rósa Sigurðardóttir, Bjarni Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.
• Komdu jafnvægi á meltinguna. Meltingin á það til að fara úr skorðum eftir öll herlegheitin síðustu vikur þannig að nú er bara bretta upp ermar og koma meltingunni í gott stand. T.d. með því að nota psyllium husk trefjaduft, triphala jurtina, chia fræ, aloe vera safa, meltingarensím, acidophilus góðgerla, hörfræolíu eða magnesíum duft en þetta örvar meltinguna og hefur góð áhrif á þarmaflóruna. Mæli nú ekki með að taka þetta allt í einu heldur prófa hvað hentar ykkur. Losa okkur svo við mat sem stíflar ristilinn en þar má nefna ÁSDÍS unnin fæða, einföld kolvetni í miklu magni og mjólkurvörur í óhófi. Heilsan okkar byggir GRASALÆKNIR að miklu leyti á hversu góð meltingin okkar er en þar eiga margir sjúkdómar upptök sín. SKRIFAR
Þórður Magnússon, Arna Guðríður Sigurðardóttir,
• Dragðu úr eitur-og úrgangsefnum í líkamanum. Hefur þú velt því fyrir þér hversu mörg kemísk og toxísk efni líkami þinn verður fyrir daglega? Miðað við lífsstíl okkar í hina vestræna heimi þá hefur þörfin sennilega aldrei verið meiri til að styðja við afeitrunarferli líkamans eins og mögulegt er. Þarna þurfum við að skoða hvernig við getum dregið úr þessum eiturefnum í fæðunni, húðvörum, hreinsivörum og nánasta umhverfi okkar. Nokkur ráð til að hreinsa líkamann er t.d. sítrónuvatnið góða, jurtate eins og dandelion te og nettlu te (frá Clipper), borða söl, taka spirulinu eða chlorella hylki, drekka græna hreinsandi boosta, grænmetissafa og nærandi súpur. Tökum hressilega á móti nýju ári með því að setja heilsuna í forgang og tileinkum okkur góðar heilsuvenjur! Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, tengdadóttir og systir okkar,
www.grasalaeknir.is, www.facebook.com/grasalaeknir.is, www.instagram.com/asdisgrasa
Laufey Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur,
lést þann 11. janúar. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 23. janúar kl. 13:00. Sérstakar þakkir fær starfsfólk HSS fyrir einstaka aðhlynningu. Hannes Einarsson, Ína Björk Hannesdóttir, Einar Hannesson, Hrund Óskarsdóttir, Brynja Huld Hannesdóttir, Jakob Hafsteinn Hermannsson, Ellert Hannesson, Magnea Lynn Fisher, María Jónsdóttir, barnabörn, systkini og aðrir aðstandendur.
Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30
Frumkvöðullinn Fida Horfðu í kvöld kl. 21:30 á ÍNN Þátturinn verður einnig á vf.is í háskerpu.
15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 15. desember 2014
-fs-ingur
vikunnar
Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30
Maður ársins 2014 á Suðurnesjum
Eba fyndnust í skólanum Selma Rut Ómarsdóttir er FS-ingur vikunnar. Hún segir helsti kostur FS sé langar matarpásur. Hún hræðist hunda og er mikið fyrir Sushi.
Víkurfréttir hafa útnefnt Fidu Abu Libdeh sem Suðurnesjamann ársins 2014. Fida er frábær fyrirmynd þeirra sem eiga sér draum og gera allt til þess að láta hann rætast. Hún sá tækifæri hjá háskólasamfélaginu Keili á Ásbrú árið 2007. Fida lauk þar stúdentsprófi og fylgdi því eftir með háskólanámi í tæknifræði frá sama skóla. Fida gerðist frumkvöðull og stofnaði fyrirtækið GeoSilica á Ásbrú og framleiðir hágæða heilsubótarvöru.
Á hvaða braut ertu?
Ég er á réttri braut í lífinu. Hvaðan ertu og aldur?
Ég er frá Fáskrúðsfirði og Grindavík og er 16 ára. Helsti kostur FS?
Langar matarpásur.
Horfðu í kvöld kl. 21:30 á ÍNN
Áhugamál?
Tónlist, vera með vinum, góður matur og tíska.
Þátturinn verður einnig á vf.is í háskerpu.
Viltu auglýsa í Sjónvarpi Víkurfrétta?
Hvað hræðistu mest?
Hunda.
Nánari upplýsingar gefur Páll Ketilsson á pket@vf.is
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Fyrir utan sjálfa mig er það Ingvi Þór Guðmundsson vegna körfuboltahæfileika hans. Hver er fyndnastur í skólanum?
Heba ritari og kímnigáfa hennar. Hvað sástu síðast í bíó?
The Hobbit: The Battle of the Five Armies en ég varð fyrir vonbrigðum. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Nú þegar ég er hætt að drekka Pepsi þá vantar engifer kristal plús og einnig væri gaman að fá sushi og hreindýralundir 1-2 í mánuði. Hver er þinn helsti galli?
Ég er mjög morgunfúl.
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?
Snapchat, 1010! og Facebook. Hafa böllin á föstudögum, og færa skólann til Grindavíkur eða útbúa hvíldaraðstöðu fyrir rútuferðalanga. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Mætti vera meira af uppákomum og allir ættu að taka þátt í þemum eins og ljótupeysudeginum. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Leitað er að fólki í eftirfarandi störf:
Viðar Hammer er með þetta.
kennari. Fag í skólanum:
Félagsfræði allan daginn. Sjónvarpsþættir:
Dexter, Criminal Minds, Pretty little liars og Carrie Diaries. Kvikmynd:
Green Mile, átakamesta mynd sem ég hef séð.
EVERY TRIP IS AN ADVENTURE
Óskað er eftir fólki með ríka þjónustulund, bæði morgunhönum og nátthröfnum. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að hefja störf kl. 05:00 á morgnana og/eða unnið yfir hánóttina. Tungumálakunnátta er mikill kostur þar sem viðskiptavinir Geysis tala m.a. ensku, frönsku, spænsku og þýsku, að ógleymdum norðurlandamálunum.
Langar í heimsreisu og prófa að búa í Kalíforníu.
Kennari: R ó s a dönsku-
Bílaleigan Geysir óskar eftir sumarstarfsfólki. Starfstímabilið er allt frá 1. apríl 2015 til 31.október 2015 og jafnvel lengur (eða frá því umsækjandi er laus úr skóla og þangað til hann/hún þarf að byrja aftur í skóla).
Sofuhurnigure.
Hver er best klædd/ur í FS?
Eftirlætis
SUMARSTÖRF Á BÍLALEIGU
Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Vefsíður:
Hlusta oft á tónlist á Youtube og bara á Facebook. Flíkin:
Hlýja úlpan mín sem yljar mér í morgunfýlunni.
1. Afgreiðsla og sala á skrifstofu á Keflavíkurflugvelli 2. Afgreiðsla og sala á skrifstofu í Reykjavík 3. Símsvörun - þjónustuver 4. Verkstæði - bifreiðaviðgerðir, smurþjónusta og dekkjaskipti 5. Þrif og standsetning á bifreiðum (Keflavíkurflugvöllur og Reykjavík) Lágmarksaldur er 18 ár, bílpróf og hreint sakavottorð er skilyrði. Umsóknir frá fólki með áratuga reynslu af vinnumarkaði eru sérstaklega velkomnar. Nánari upplýsingar veitir Þórunn Þorbergsdóttir í síma 421-5566 frá kl. 8-16. Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á netfangið: atvinna@geysir.is eða í gegnum www.facebook.com/geysircarrental fyrir 15. febrúar 2015.
Skyndibiti:
S u s h i Tr a i n , Osu s h i, Su s hibarinn og Tokyo Sushi.
Í umsókninni þarf að koma fram við hvaða starf viðkomandi sækist eftir.
Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)?
Kv e ð j a – Bubbi Morthens.
Hljómsveit/tónlistarmaður:
Sam Smith, Beyoncé, Hozier og Ed Sheeran. Leikari:
Leonardo DiCaprio, fjúddífjú.
-
smáauglýsingar TIL LEIGU
2-3 Herbergja Parhús í Keflavík, Laust 1.feb gæludýr leyfð. Upplýsingar í síma 8486475 eftir 18 á daginn. Ung kona í vaktavinnu í Keflavík en búsett í Reykjavík óskar eftir herbergi eða lítilli studíóíbúð til leigu. Vinsamlegast hafið samband í síma: 692-6992 Til leigu mjög rúmgóð og hugguleg stúdíó íbúð á Vatsnesvegi 5, verð kr 75.000 á mánuði. Reykleysi og reglusemi algert skilyrði. Vinsamlegast sendu upplýsingar um þig á sverrir@domusnova.is
Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla
MEIRAPRÓFSBÍLSTJÓRI Vantar starfsmenn í sumarafleysingar við eldsneytisáfyllingar á flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Vaktavinna Viðkomandi þarf að hafa meirapróf og trailer réttindi. Hreint sakavottorð er skilyrði. Upplýsingar veitir Helgi í síma 425-0752 og helgi@eak.is Eldsneytisafgreiðslan á Keflavíkurflugvelli
Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
WW.VF.IS
W
16
fimmtudagurinn 15. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu olgabjort@vf.is
Margir ungir stjórnendur fyrirtækja í dag mættu taka hann sér til fyrirmyndar og láta ekki græðgina stjórna sér ■■Hilmar Þór Hilmarsson prófessor við Háskólann á Akureyri en hans rætur eru í Njarðvík og á Suðurnesjum:
Hef trú á nýrri Suðurnesjasókn áður en langt um líður „Gæfa Íslands í hruninu fólst meðal annars í því að íslenskum stjórnvöldum tókst ekki það ætlunarverk sitt að bjarga íslensku bönkunum. Allir stærstu seðlabankarnir, þ.e. seðlabankar Bretlands, Bandaríkjanna og Evrópu, neituðu Seðlabanka Íslands um aðstoð,“ segir Njarðvíkingurinn Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, en hann gaf nýlega út bók um smáríki á alþjóðavettvangi undir heitinu Small States in a Global Economy – Crisis, Cooperation and Contributions. Hilmar Þór Hilmarsson lauk Cand. Oecon prófi frá Háskóla Íslands 1987, M.A. prófi í hagfræði frá New York University 1989 og doktorsprófi í opinberri stjórnsýslu og þróunarhagfræði frá the American University í Washington, D.C. árið 1992. Hilmar er nú prófessor við Háskólann á Akureyri og kennir alþjóðaviðskipti og þjóðhagfræði ásamt því að vera virkur í rannsóknum á alþjóðavettvangi. Hann hóf störf við HA árið 2006 og á þeim árum sem síðan eru liðin hefur hann birt meira en 50 fræðilegar greinar og bókakafla og haldið yfir 100 erindi við 30 háskóla víða um heim, þar á meðal við suma af bestu háskólum í heimi, t.d. UC Berkeley, Cornell, Georgetown, Stockholm School of Economics, UCLA og Yale. Áður starfaði hann
hjá Alþjóðabankanum í 12 ár og sem aðstoðarmaður utnanríkisráðherra í 4 ár. Hilmar var á ferðinni á Suðurnesjum um jólahátíðarnar og kemur víða við í spjalli sínu við Olgu Björt Þórðardóttur, blaðamann Víkurfétta.
Svía, og þeir, ásamt Evrópusambandinu, tóku yfir stjórn landsins og bönkunum var bjargað á kostnað almennings. Veikt velferðarkerfi Lettlands hrundi og atvinnuleysi varð mikið og er enn,“ segir Hilmar.
Hilmar segir að fyrir hrun hafi Íslendingar aðeins fengið takmarkaða aðstoð frá Norðurlöndunum. „Það er barnaskapur að treysta á Norðurlöndin í ástandi eins og í efnahagshruni. Reynslan sýnir að þau hugsa fyrst og fremst um sína eigin þrengstu hagsmuni og þjóna gjarnan stærri þjóðum eins og Bretlandi. Þetta gerðu þau í hruninu 2008 og áður við útfærslu landhelgi Íslands. Eftir hrun 2008 var samningunum um ICESAVE skotið í þjóðaratkvæði tvisvar og þjóðin hafnaði þeim í bæði skiptin. Stjórnarskráin gamla sem margir gagnrýna nú hafði það sem þurfti til að stoppa ICESAVE samningana.“ Það megi því segja að fyrst hafi erlendir aðilar stöðvað íslensk stjórnvöld með því að neita að bjarga bönkunum og síðan þjóðin sjálf með þjóðaratkvæðagreiðslum um ICESAVE samningana. „Í okkar tilfelli var nauðsynlegt að láta bankana falla og gengisfelling var óumflýjanleg. Stundum er best að skipið sökkvi og þá verður viss hreinsun. Þessu var ólíkt farið í tilfelli Lettlands. Bankakerfið þar er í eigu Norðurlandanna, einkum
Nýtir sér Erasmus styrkjakerfið Hilmar segir kreppuna hafa farið illa með íslenska háskóla og fjárhagur Háskólans á Akureyri hafi verið þröngur. Skólinn hafi lítið ráðrúm til að styðja rannsóknir eða fjármagna ráðstefnuferðir. „Ég hef nýtt mér ýmis styrkjakrefi t.d. Erasmus, sem fjármagnað er af Evrópusambandinu, og gengur út á það að þú kennir við erlendan háskóla 5 til 9 kennlustundir en færð í staðinn ferðakostnað að verulegu leyti greiddan. Kennslan erlendis bætist við kennsluskylduna heima þannig að álagið er mikið en þetta kemur sér vel í því hallæri sem háskólar á Íslandi búa við. Í leiðinni er ég oft með málstofur eða erindi á alþjóðlegri ráðstefnum.“ Hann bætir við að það megi gagnrýna Evrópusambandið fyrir marga hluti en það standi sig vel í að efla samskipti milli háskóla, bæði nemenda og kennara, og sé það vel. „Á sama tíma virðist vera sérstakt áhugamál íslenskra stjórnvalda að þrengja sem mest að háskólum hér á landi, sérstaklega landsbyggðarháskólum eins og Háskólanum á Akureyri
eins og nýlega hefur verið fjallað um í fréttum. Þetta gengur í berhögg við stefnu núverandi ríkisstjórnar um eflingu allrar landsbyggðarinnar. Stjórnvöld á Íslandi virðast ekki hafa mikinn áhuga á að hafa öfluga háskóla, kannski vegna þess að í öflugum háskólum eru rannsóknir fyrirferðarmiklar og niðurstöður þeirra ekki alltaf þóknanlegar stjórnvöldum. Það er ekki eitthvað sem íslensk stjórnvöld virðast vilja. Það er vegið að hinu akademíska frelsi með því að sníða háskólunum þröngan stakk. Á endanum bitnar þetta harðast á því unga fólki sem sækir sína menntun í íslenska háskóla og svo á þjóðfélaginu í heild t.d. með minni hagvexti og lakari lífskjörum,“ segir Hilmar. Spillt stjórnmálkerfi vandamál á Íslandi Að mati Hilmars virðist líka vera ákveðin spilling í gangi í úthlutun stjórnvalda til að fjármagna rannsóknir við háskóla. Hann gaf nýlega út bók í New York þar sem hann skrifaði meðal annars um viðbrögð íslenskra stjórnvalda við kreppunni auk aðkomu erlendra aðila, aðallega erlendra seðlabanka. „Niðurstöður mínar þóttu nægilega merkilegar til þess að sumir af bestu háskólum í heimi buðu mér að kynnar þær á málstofum. Ég fjármagnaði þessa rannsókn að mestu með mínum eigin launum
og gaf niðurstöðurnar út á bók sem kom út í Bandaríkjunum í október sl. Það var forlag í New York sem sóttist eftir því að birta þetta. Á sama tíma fékk prófessor við Háskóla Íslands fjármagn á silfurfati til að stunda sams konar rannsóknir án nokkurrar samkeppni. Eflaust mun hann vinna þetta með einhverjum innan HÍ en hvers vegna var öðrum háskólum ekki boðið að vinna þetta verk? Það á að vera samkeppni um úthlutun styrkja sem fjármagnaðir eru af hinu opinbera. Erfitt er að verjast þeirri hugsun að fræðimaðurinn við HÍ hafi verið fenginn til verksins til þess að koma með ákveðnar niðurstöður, þóknanlegar íslenskum stjórvöldum. Þetta er afar slæmt og sýnir að íslenskir stjórnmálamenn hafa lítið lært af hruninu sem hér varð haustið 2008. Spillt stjórnkerfi er enn mikið vandamál á Íslandi,“ segir Hilmar. Prófar á 10 stöðum á landinu í einu Spurður segist Hilmar ekki finna mikinn mun á hvaða flokkar eru við stjórn hverju sinni hvernig þeir sinna háskólunum. „Háskólinn á Akureyri er ótrúlega öflugur miðað við hvað hann hefur úr litlu að spila og þar er bæði staðarkennsla og fjarkennsla hringinn í kringum landið. Ég er oft að kenna og svo prófa á u.þ.b. 10 stöðum á landinu í einu. Þetta krefst mikillar tækniað-
17
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 15. desember 2014 stöðu hringinn í kringum landið. Akureyri er of lítill bær til að standa undir háskóla og því er fjarkennsla mikilvæg. Þetta er snjallt viðskiptamódel sem hefur verið þróað fyrir norðan í gegnum árin. Háskólinn á Akureyri hefur komið vel út úr gæðakönnunum sem meðal annars eru framkvæmdar af erlendum sérfræðingum og ég álít að okkar nám sé algerlega sambærilegt við það besta sem boðið er uppá hér á landi. Auðvitað viljum við að okkar nám sé jafn gott og við góða erlenda háskóla.“ Starf háskólakennara, Alþjóðabankinn og utanríkisráðuneytið „Starf háskólakennarans er ólíkt því að starfa hjá alþjóðastofnun eða opinberum stjórnvöldum. Þegar ég vann hjá Alþjóðabankanum skrifaði ég margar skýrslur í nafni stofnunarinnar og vann að opinberri stefnumótun í þremur ólíkum heimsálfum,“ segir Hilmar. Starf aðstoðarmanns ráðherra felist að mestu í að veita ráðherra (stjórnvöldum) ráð og í stjórnunarstörfum í ráðuneytinu. „Hjá Alþjóðabankanum var ég fyrst í Washington DC og vann einkum að Afríkumálefnum. Síðan fór ég til Lettlands og bjó í Riga og loks til Víetnam og var staðsettur í Hanoi. Þessu fylgja mikil ferðalög og ég hef ferðast til u.þ.b. 60 landa.“ Miklu meira frelsi sé í akademíunni að því leyti að þar miðli Hilmar Þór í eigin nafni en ekki í nafni ráðuneytis eða alþjóðastofnunar. „Þá þarf fyrst og fremst að sinna kennsluskyldu og stunda rannsóknir, birta greinar í fræðiritum, og miðla á málstofum og ráðstefnum. Ég legg mikla áherslu á að miðla mínum rannsóknum alþjóðlega enda snúast þær fyrst og fremst um alþjóðleg málefni sem er í samræmi við mína menntun og starfsreynslu.“
hann skrifaði vandaða umsögn um Rannsóknaráherslur og ný mína bók,“ segir Hilmar. bók gefin út í Bandaríkjunum Rannsóknir Hilmars hafa verið fjölbreyttar og undanfarið hefur hann Líflegar samræður við fjallað um efhahagshrunið 2008 nemendur og fræðimenn og afleiðingar þess, fjármögnun Önnur rannsóknarverkefni sem orkuframkvæmda, einkum jarð- Hilmar nefndi eru hrein orka, hita, og alþjóðlega þróunarsam- einkum árangur Íslands í nýtvinnu. „Þetta eru ólík viðfangsefni. ingu jarðhita, en þar stendur ÍsÉg fékk tvö rannsóknarmisseri, land öðrum þjóðum framar. „Ég hausti 2013 og vorið 2014, og var var með erindi um þetta m.a. við annað misserið við Stockholm School of Economics og hitt við Universtiy of Washington. Ég fór þá að velta fyrir mér ólíkum viðbrögðum við hruninu í Lettlandi o g á Ísl and i. Hilmar hefur haldið Áður hafði ég marga fyrirlestra og skrifað kafla um erindi um kreppuna og óheiðarleika íshreina orku Íslands. lenskra stjórnvalda fyrir hrun, þ.e. stjórnvöldu létu eins og ekkert væri þó banka- Earth Energy Institute við Corkerfið væri að hruni komið, sem nell háskóla síðastliðið vor og hef má flokka sem óheiðarleika, en oft fjallað um þetta á alþjóðlegum það er líka hugsanlegt að ríkjandi ráðstefnum, til dæmis á European stjórnvöld hafi alls ekki skilið hvað Geothermal Congress. Hagvöxur var að gerast. Þegar ég var í Banda- og eftirspurn eftir orku eru mest ríkjunum sl. vor var mér boðið að í þróunar- og nýmarkaðsríkjum fjalla um kreppuna á Íslandi við þar sem áhætta af fjárfestingu er marga virta háskóla eins og Berke- líka mikil. Þessar framkvæmdir eru ley, Cornell, UCLA og fleiri. Í Yale til langs tíma og fjármagnsfrekar. vildu þeir samanburð á árangri Ís- Ef við miðlum okkar reynslu til lands og Lettlands.“ Erindin voru þessara ríkja þurfum við að mínu opin öllum; fræðimönnum, nem- mati að gera það í samvinnu við endum og almenningi. Lífleg um- alþjóðafjármálastofnanir eins ræða hafi fengist og oft tekist á. og t.d. Alþjóðabankann.“ Þriðja „Margir fræðimenn eru að skrifa rannsóknarefnið sem hann nefndi um kreppuna og reyna að átta sig hér að ofan er alþjóða þróunará hvaða lærdóm hægt sé að draga samvinna. Hilmar er t.d. þeirrar af þessum atburðum. Í Berkeley skoðunar að Eystrasaltsríkin bað virtur pófessor mig um að lesa eigi að leggja meiri áherslu á að yfir kafla sem hann var að skrifa miðla sinni reynslu til ríkja sem um Ísland til að fá viðbrögð. Við skemmra eru komin í sinni efnahöfum síðan verið í sambandi og hagsþróun eins og Georgíu, Mol-
dóvu, Úkraínu, o.s.frv. „Ég hef flutt erindi við marga háskóla í öllum Eystrasaltsríkjunum og mér finnst þeir enn of hikandi við að láta til sín taka alþjóðlega. Ég hef átt í líflegum samræðum við fræðimenn og nemendur frá þessum löndum á undanförnum árum og ég held að þetta sé að breytast. Eystrasaltsríkin hafa hlutverki að gegna á alþjóðavettvangi.“ Um öll ofangreind efni og fleiri fjallar Hilmar í fyrrgreindri bók og sagt var frá í jólablaði Víkurfrétt a. „B ókin hefur hlotið góða dóma erlendra fræðimanna sem mér finnst ánægjulegt og hvetur mig til að halda áfram mínum rannsóknum og það er alltaf skemmtilegast að standa frammi fyrir fullum sal fræðimanna og nemenda og taka þátt í fjörugum umræðum,“ segir Hilmar. Ræturnar í Njarðvík og á Suðurnesjum Hilmar tók stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og margir af bestu nemendum við Háskólann á Akureyri eru í fjarnámi frá Suðurnesjum. „Einn af mínum bestu vinum, Magnús Ó. Ingvarsson, stærðfræðikennari, kenndi við FS stærstan hluta sinnar starfsævi og var mjög farsæll kennari. Ég tel mig því vera í góðu samabandi við svæðið.“ Á yngri árum starfaði Hilmar fyrir Kaupfélag Suðurnesja, en þá var Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjóri. Hann réð Hilmar sem ritstjóra kaupfélagsblaðsins. „Ég sakna svolítið samvinnuhreyf-
ingarinnar og þeirrar hugsjónar sem fylgdi kaupfélögunum. Gunnar var góður stjórnandi, hófsamur og heiðarlegur en líka framsýnn. Það var hann sem lét byggja Samkaup sem enn má segja að sé aðal verslunin í Reykjanesbæ. Margir ungir stjórnendur fyrirtækja í dag mættu taka hann sér til fyrirmyndar og láta ekki græðgina stjórna sér. Nú er Kaupfélag Suðurnesja einhverskonar skúffufyrirtæki og ég efast um að þeir sem eiga það, félagsmennirnir, fylgist með eða fái að fylgjast með hvað þar er að gerast.“ Annað fyrirtæki sem Hilmar segist sakna er Sparisjóðurinn í Keflavík. „Þegar ég kem hingað suður verð ég var við mikla reiði almennings í garð fyrrum stjórnenda Sparisjóðsins og skil ég það vel. Það er eins og græðgin hafi heltekið þessa menn og þeir virðast ekki kunna að skammast sín. Það var ekki glæsilegt að horfa á þessa aldargömlu stofnun í rúst, liggjandi í blóði sínu.“ Sóknarfæri tengd flugstöðinni Hilmar hefur ekki haft fast aðsetur í Njarðvík síðan 1983 þegar hann hóf nám við Háskóla Íslands og fylgist með úr fjarlægð. Hann á þó íbúð í Njarðvík og er þar oft áður en hann fer erlendis og á sumrin. „Mínar rætur eru í Njarðvík og á Suðurnesjunum eru sterkar þó ég hafi búið 16 ár erlendis og á Akureyri síðan 2006. Maður á aldrei að gleyma því hvaðan maður kemur. Reykjanesbær hefur orðið fyrir miklum áföllum. Það hefur verið farið geyst í fjárfestingum, varnarliðið fór og svo skall kreppan á 2008. Þó eru hér sóknarfæri t.d. tengd flugstöðinni sem eru orðin mjög umsvifamikil. Á Suðurnesjum býr dugandi fólk og ég hef trú á því að þar takist að hefja nýja sókn áður en langt um líður,“ segir Hilmar að lokum.
ERUM VIÐ AÐ LEITA AÐ ÞÉR? HÚÐVÖRUR BLÁA LÓNSINS – SALA OG RÁÐGJÖF Við leitum að metnaðarfullum sölumanni til starfa í verslun Bláa Lónsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Bláa Lóns vörur eru húðvörur unnar úr einstökum jarðsjó Bláa Lónsins og hafa verið þróaðar samkvæmt vísindalegum aðferðum í 20 ár. Í boði er framtíðarstarf og starf í sumarafleysingum. Um vakta vinnu er að ræða. Hæfniskröfur • Brennandi áhugi á húðvörum • Rík þjónustulund • Áreiðanleiki og stundvísi • Sjálfstæði í vinnubrögðum • Góð samskipta og samstarfshæfni • Góð enskukunnátta • Snyrtifræðimenntun er kostur
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurborg Þórsdóttir verslunarstjóri Bláa Lónsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í síma 6608824 og í netfanginu sigurborg@bluelagoon.is. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn í gegnum heimasíðu Bláa Lónsins www.bluelagoon.is/atvinna Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar. Bláa Lónið hefur margsinnis verið valinn einn besti spa staðurinn á heimsvísu og hefur hlotið nafnbótina „Eitt af 25 undrum veraldar“ að mati National Geographic. Bláa Lónið er tóbakslaus vinnustaður og þar starfa um 300 starfsmenn.
18
fimmtudagurinn 15. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-íþróttir
pósturu eythor@vf.is
Stefnir ótrauður aftur út í háskólaboltann Bakvörðurinn Jón Axel Guðmundsson kominn aftur heim eftir dvöl í Bandaríkjunum
Þ
að var óneitanlega mikil blóðtaka fyrir karlalið Grindvíkinga í Domino’s deildinni þegar bakvörðurinn efnilegi Jón Axel Guðmundsson ákvað að leggja í víking og reyna fyrir sér í skólaboltanum í Bandaríkjunum. Dvölin varð reyndar styttri en upphaflega var ætlað og Jón Axel er nú kominn aftur í gula búninginn ásamt Ingva yngri bróður sínum. Jón minnti rækilega á sig þegar hann var staddur hérlendis í fríi í byrjun desember, þegar hann lék frábærlega, en óvænt, með Grindvíkingum gegn Tindastólsmönnum. Nú er hann klár í slaginn með bikarmeisturunum en stefnir ótrauður á háskólanám í Bandaríkjun innan skamms, þar sem stórir skólar hafa sýnt honum áhuga. Skóli Steph Curry hefur sýnt áhuga Þeir bræður léku með liði Church Farm menntaskólans í Pennsylvaniu-ríki í Bandaríkjunum. Þar var Jón Axel að gera góða hluti. Leiddi liðið í stigaskorun með yfir 20 stig í leik og var leiðtogi í hópnum sem var að gera góða hluti. Jón lék það vel að hann vakti nokkra athygli háskólaliða í efstu deild þar ytra. Þeirra á meðal eru lið sem alið hafa af sér NBA stjörnur, m.a. Davidson skólinn þar sem Steph Curry leikmaður
Golden State ól manninn. „Það hafa nokkrir skólar sýnt áhuga. Það var einmitt ástæðan fyrir því að við fórum út, til þess að vera sýnilegri fyrir háskólaliðin,“ segir Jón sem stefnir á að fara aftur til Bandaríkjanna eftir rúmt ár og upplifa háskóladrauminn. Hann fer hvergi leynt með það að stefnan sé tekin á háskólaboltann þrátt fyrir þetta bakslag. „Núna er ég með einhver sex tilboð á borðinu frá háskólum. Þetta eru flestir skólar sem keppa á móti Elvari Friðriks og Martin Hermanns, þannig að það er mjög spennandi.“ Meðal skóla sem hafa sýnt áhuga eru St. Joseph´s, Penn state og Davidson. Virkilega erfið ákvörðun Skiljanlega var erfitt fyrir þá bræður að fara frá skólanum eftir aðeins hálfs árs dvöl enda orðnir lykilmenn í liðinu. „Þjálfarinn var búinn að gefa okkur stórt hlutverk og liðinu gekk vel og því var þetta ferlega erfitt. Mér leið nokkurn veginn eins og maður væri að gefast upp á einhverju. Þetta var ekki alveg að ganga og við hugsuðum okkur að við fengjum meira út úr því að spila heima gegn fullorðnum mönnum. Einhverjir sögðu okkur að háskólar myndu ekki sýna áhuga ef við færum heim. Þeir skólar sem ég hef verið í sambandi við sögðu þó að ég ætti bara að gera það sem væri best fyrir
WNBA þjálfarinn alsæl með íslensku stúlkurnar
130 körfuboltastelpur af öllu landinu mættu til Reykjanesbæjar XXYfir 130 áhugasamar og efnilegar körfuboltastelpur mættu á æfingabúðir Jenny Boucek, WNBA þjálfara og fyrrum leikmanns Keflavíkur í TM-höllinni um helgina. Æfingar fóru fram alla helgina en búðirnar voru fyrir stúlkur fæddar árið 2006 og eldri. Stúlkurnar komu alls staðar af landinu og var þétt dagskrá alla helgina þar sem m.a. var boðið upp á fyrirlestra og frábærar æfingar frá Jenny og öðrum þjálfurum í fremstu röð á Íslandi. Að sögn Önnu Maríu Sveinsdóttur fyrrum þjálfara og samherja Jenny hjá Keflavík, þá var þjálfarinn í skýjunum með viðtökurnar og í raun kom henni á óvart hversu góðar íslensku stelpurnar eru. Þær séu tæknilega góðar og taki leiðbeiningum afar vel. Anna María sagði ennfremur að koma Jenny til landsins væri í raun hvalreki fyrir íslenska körfuboltaáhugamenn, enda er Jenny fyrrum leikmaður í hæsta gæðaflokki í WNBA deildinni og núverandi aðstoðarþjálfari hjá Seattle liðinu í þeirri deild og þykir líkleg til þess að taka við starfi aðalþjálfara liðsins.
mig, við ákváðum því að gera það,“ segir Jón. Hann segir einnig að skólinn hafi ekki alveg verið eins og við var búist. „Þetta var öðruvísi en var búið að segja við okkur. Allur okkar tími var í raun skipulagður fyrir okkur. Við höfðum engan tíma út af fyrir okkur nema á laugardögum,“ segir Jón. Þeir bræður bjuggu á heimavist við skólann sem var nokkuð fyrir utan næstu byggð. Það var því lítið um að vera þegar ekki var verið að læra eða spila körfubolta. Jón segir að ein að helstu ástæðunum fyrir því að hann fór í þennan skóla, var að hann vildi bæta líkamlegan styrk sinn. „Þeir höfðu lofað því að mikið yrði um lyftingar en það stóðst ekki,“ segir bakvörðurinn. Jón ætlar sér ekki að dvelja of lengi við þessa ákvörðun og einbeitir sér nú að Domino’s deildinni með Grindvíkingum. Liðinu hefur ekki gengið sem best og situr í níunda sæti sem stendur. Leikstjórnandinn ungi býst við liðinu sterku á nýju ári og finnst gott að vera kominn aftur í Röstina „Það er alltaf ljúft að vera í Grindavík og gott að vera kominn heim. Við eigum góðan séns að gera einhverja hluti í vetur. Ég held að við verðum stekari eftir áramót. Við bræðurnir komum til með að stækka hópinn, en við erum með 12 leikmenn sem geta gert eitthvað fyrir liðið,“ segir Jón Axel að lokum.
19
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 15. desember 2014
Elskar þú kaffi? Viltu verða kaffibarþjónn hjá Kaffitári?
Okkur vantar kröftugan og skemmtilegan einstakling til starfa á kaffihús Kaffitárs á Stapabraut. – leggur heiminn að vörum þér
Karen ráðin íþróttastjóri GS
Starfið:
XXKaren Sævarsdóttir hefur verið ráðin sem íþróttastjóri Golfklúbbs Suðurnesja. Karen er vel málum kunn hjá klúbbnum enda uppalin í Leirunni og þekkir vel allt starf GS. Frá þessu er greint á vefsíðu klúbbsins. Karen er menntuð sem LPGA golfkennari og hefur áður þjálfað hjá GS. Auk þess keppti Karen lengi undir merkjum GS með frábærum árangri. Hún hefur varð t.a.m. átta sinnum í röð Íslandsmeistari í golfi og hefur níu sinnum orðið klúbbmeistari GS. Karen kemur til með að sinna starfi íþróttastjóra samhliða golfkennslu og annarri vinnu. Stjórn GS býst við góðu samstarfi við Karen og hlakkar til komandi golftímabils.
„Er ennþá að melta þetta“ Elías Már valinn í A-landsliðið
Starfssvið: Starfið felst í framreiðslu á kaffidrykkjum, veitingum og sölu á úrvalskaffi og kaffivörum.
Hæfniskröfur: Við leitum að brosmildum einstakling með áhuga á þjónustu og sölu og brennandi ástríðu fyrir kaffi. Starfsmenn fá starfsþjálfun og kennslu í fagi kaffibarþjónsins. Umsóknarfrestur til 23.janúar 2015. Lágmarksaldur umsækjenda er 20 ár. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Kaffitárs, www.kaffitar.is.
Kaffitár framleiðir og selur einungis úrvalskaffi. Við leggjum áherslu á gæði og ferskleika. Við erum skemmtileg, alúðleg, umhverfisvæn, litaglöð og líka röff og töff. Við setjum fólk í fyrirrúm og opnum hjarta okkar til að koma boðskap Kaffitárs til skila og tengjast viðskiptavinum okkar traustum böndum. Við kaupum kaffi án krókaleiða til að stuðla að þvi að við fáum besta kaffi sem völ er á og að bændurnir fái sanngjarnt verð fyrir vöru sína.
Frekari upplýsingar veitir Lilja Pétursdóttir í síma 420 2722.
kaffitar.is
Allir í Ljónagryfjuna
8 liða úrslit í bikar kvenna 18. janúar KL. 19:15
PIPAR\TBWA ˙ SÍA ˙ 150085
XXKeflvíkingurinn Elías Már Ómarsson var nokkuð óvænt kallaður í hóp íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem þeir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback völdu fyrir tvo vináttuleiki gegn Kanada, sem fara fram í Flórída núna 16. og 19. janúar. Elías sem er 19 ára hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og var í sumar valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Elías er einn sex nýliða í hópnum þar sem einn annan Suðurnesjamann má finna, markvörðinn Ingvar Jónsson sem nú leikur í Noregi. „Tilfinningin er virkilega góð og þetta kom mér verulega á óvart, það er jú frekar stórt að fá tækifæri með A-landsliðinu. Það er held ég draumur allra fótboltamanna,“ sagði Elías í spjalli við VF. Hann sagðist búast við því að fá tækifæri í leikjunum þar sem þjálfararnir vilja skoða alla leikmenn í hópnum. En hvernig brást hann við þegar kallið kom? „Þegar ég fékk símtalið þá varð ég virkilega hissa. Ég fór svo í myndatöku í bænum í landsliðstreyjunni og var bara allan daginn að reyna að melta þetta og átta mig á því að þetta var í alvöru að gerast, ég bjóst aldrei við þessu.“
Kaffibarþjónn í hlutastarf, virka daga og aðra hvora helgi.
Þorrinn nálgast Gæðavörur á góðu verði fyrir þorrablót og aðrar vetrarveislur
Kertastjakar
Sprittkerti
Servíettur
Dúkar
Hafðu samband við sölumenn Rekstrarlands eða næsta útibú Olís fyrir nánari upplýsingar. Reykjanesbær
420 1000
Grindavík
426 7500
Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.
www.rekstrarland.is
Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100
vf.is
FIMMTUDAGINN 15. JANÚAR • 2. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR
-mundi Er bærinn að leita að útrásarvíkingum?
■■Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ:
Leita samstarfsaðila um Víkingaheima VIKAN Á VEFNUM bolta!
Sævar Baldursson Jæja ég segi bara að það er eins gott að drengirnir verði atvinnumenn í fót-
B
æjaryfirvöld í Reykjanesbæ ætla að freista þess að styrkja stöðu Víkingaheima enn frekar með því að leita eftir áhugasömum og fjársterkum samstarfsaðilum um rekstur Víkingaheima. Helsta aðdráttarafl hússins sé víkingaskipið Íslendingur sem Gunnar Marel Eggertsson og áhöfn hans sigldi yfir hafið til Ameríku árið 2000 til að minnast landafundanna. Uppgangur sé í starfsemi Víkingaheima, gestum fjölgar jafnt og þétt og þeir gefa bæði sýningum og starfsfólki góða einkunn í könnun sem gerð var á safninu. Þá voru þátttakendur einnig beðnir um að gefa ýmsum þáttum er varða Víkingaheima einkunn á bilinu 1-10. Ekki þarf að koma á óvart að bæði á meðal erlendra og innlendra ferðamanna fékk víkingaskipið Íslendingur hæstu einkunnina eða 9,6 -9,7 og fast á hæla þess kom þjónusta starfsfólks með einkunnina 9,5 sem er afar ánægjulegt. Árið 2011 voru gestir Víkingaheima um 8.500 en gestafjöldinn var kominn í 23.000 í fyrra og af þeim voru 16.000 gestir erlendir eða tæp 70%.
VILT ÞÚ SPENNANDI OG LÍFLEGT STARF Í FERÐAÞJÓNUSTU? Sölufulltrúar – Sumarstarf
Magnús Kjartansson The calm after the storm. Morgunstund á Snæfoksstöðum. Takið eftir músasporunum, Hún kemur alltaf að húsinu til að leita að einhverju til að borða greyið. Spurning um kött.
Starfið felur í sér afgreiðslu á bílaleigubílum. Unnið er samkv. 2-2-3 vaktakerfi á dag-, kvöld- og næturvöktum. Helstu verkefni: • Afhending og móttaka bílaleigubíla • Gerð leigusamninga • Samskipti við erlenda og innlenda viðskiptavini • Sala til erlendra og innlendra viðskiptavina
Þrif á bílum – Sumarstarf
Starfið felur í sér þrif á bílaleigubílum. Unnið er samkv. 2-2-3 vaktakerfi á dag-, kvöld- og næturvöktum. Logi Geirsson Ef Sigmundur fer til útlanda er allt brjálað og svo þegar hann fer ekki þá er hann fáviti. Ekki nema von að gæjinn viti ekki í hvorn skóinn hann eigi að stíga. Magni Freyr Guðmundsson Alltaf jafn hressandi að vera staddur í kælinum í Bónus og heyra kallað með háværri hneykslunar-rödd fyrir aftan sig: „Pabbi, ertu þetta strákatyppi eða matur?!?“ „Uuh, Hrafnhildur, þetta eru kjúklingaleggir.“ „Nei, þetta er ekki einu sinni líkt kjúklingaleggjum og þetta er líka andlitslitað eins og strákatyppi!“
r #vikurfretti
Helstu verkefni: • Þrif á bílum – að innan og utan • Yfirferð á ástandi bíls • Akstur
Starf á verkstæði - Framtíðarstarf
Starfið felur í sér almenna vinnu á dekkja- og smurverkstæði.
Almennar hæfniskröfur: • Bílpróf er skilyrði • Tungumálakunnátta er skilyrði (helst 2 tungumál) • Tölvuþekking • Lipurð í mannlegum samskiptum, ásamt framúrskarandi þjónustulund og söludrifni • Hreint sakavottorð • Jákvæðni, frumkvæði og dugnaður • Snyrtimennska • 20 ára lágmarksaldur Almennar hæfniskröfur: • Bílpróf er skilyrði • Lipurð í mannlegum samskiptum, ásamt framúrskarandi þjónustulund • Hreint sakavottorð • Enskukunnátta • Jákvæðni, frumkvæði og dugnaður • Snyrtimennska • 20 ára lágmarksaldur
Almennar hæfniskröfur: • Bílpróf er skilyrði • Meirapróf er kostur • Lipurð í mannlegum samskiptum, ásamt framúrskarandi þjónustulund • Hreint sakavottorð • Enskukunnátta • Jákvæðni, frumkvæði og dugnaður • Snyrtimennska • 25 ára lágmarksaldur
Umsóknarfrestur er til 26. janúar 2015 Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um ofangreind störf á heimasíðu Avis, www.avis.is Bílaleiga AVIS og Budget er ein stærsta bílaleiga í heimi og starfar í 180 löndum með yfir 5.000 leigustöðvar. Á Íslandi er AVIS og Budget ört vaxandi fyrirtæki með leigustöðvar um allt land og geta viðskiptavinir AVIS og Budget leigt bíla við öll tækifæri. Hjá AVIS og Budget starfar öflugur og reyndur hópur fólks sem vinnur ávallt með þjónustu og áreiðanleika að leiðarljósi. Leitast er við að skapa starfsfólki gott starfsumhverfi og aðstöðu en ánægja starfsfólks og viðskiptavina er lykilatriði í velgengni AVIS og Budget.