02 tbl 2016

Page 1

• Fimmtudagurinn 14. janúar 2016 • 2. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Reykjanes ekki lengur aðeins stoppistöð hjá ferðamönnum l Gott hljóð í ferðaþjónustuaðilum. l Dagsferðir mjög vinsælar um Reykjanesið.

Hafna umhverfisvöktun í gámi n Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Garðs hafnar því að gámur verði notaður sem varanleg lausn fyrir umhverfisvöktunarbúnað í Helguvík. Nefndin tók til afgreiðslu fyrirspurn um byggingarleyfi fá United Silicon þar sem óskað er eftir því að staðsetja 10 feta gám með umhverfisvöktunarbúnaði í landi Garðs í Helguvík. Því er hafnað að gámur verði notaður sem varanleg lausn og skipulags- og byggingarfulltrúa er jafnframt falið að vinna áfram að málinu.

Suðurnesin hafa ekki farið varhluta af auknum fjölda ferðamanna og fór nýting á gistirýmum í nóvember síðastliðnum fram úr björtustu vonum og er almennt gott hljóð í ferðaþjónustuaðilum. Að sögn Þuríðar Aradóttur Braun, verkefnisstjóra Markaðsstofu Reykjaness, eru ferðamenn farnir að staldra lengur við. „Reykjanesið er ekki lengur

aðeins stoppistöð fyrir og eftir flug,“ segir hún. Undanfarin misseri hefur verið unnið að því að kynna Reykjanesið sem ákjósanlegan áfangastað ferðamanna og er starfið nú farið að bera árangur. Sífellt fleiri ferðaþjónustufyrirtæki bjóða nú upp á dagsferðir um Reykjanesið frá höfuðborgarsvæðinu. „Oft eru þetta dagsferðir þar sem ferðamenn

vilja upplifa óbyggðir nærri höfuðborgarsvæðinu. Þá er vinsælt að fara að Kleifarvatni, um Krísuvík, að Gunnuhver og Valahnúk. Þá snæðir fólk gjarna hádegismat í Grindavík en kvöldmat í Sandgerði eða Reykjanesbæ.“ Algengt er að ferðamenn ljúki dagsferðum í Vogum eða Garði í von um að ná að skoða norðurljós eða kvöldsólina. // 10

Margrét ósátt við uppsögnina n Margrét Sturlaugsdóttir fráfarandi þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta gagnrýnir stjórn deildarinnar harkalega en hún fékk reisupassann fyrr í vikunni. Hún segir að hún hefði gjarnan viljað vera áfram með liðið og uppsögnin hafi komið henni mikið á óvart. // 18

Burstabæ hafnað en samþykktu hótel

FÍTON / SÍA

n Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Garðs hefur hafnað erindi frá eiganda Skagabrautar 86 í Garði þar sem óskað er eftir að fá að byggja burstabæ og koma upp veitingaaðstöðu. Byggingaáformin eru kölluð Valhöll á Hólavöllum. Erindinu er hafnað enda samræmist umsóknin ekki gildandi aðalskipulagi og skilmálum þess, segir í afgreiðslu nefndarinnar. Á sama fundi var hins vegar samþykkt að úthluta lóð á Garðskaga undir hótel. Lóðir undir hótel og ferðaþjónustu voru nýverið skipulagðar á Garðskaga. Það er fyrirtækið GSE ehf. sem sækir um lóðina sem er merkt „A“ í deiliskipulagði Útgarðs. Lóðinni verður úthlutað að uppfylltum þeim skilmálum sem settir verða um uppbyggingu lóðanna.

einföld reiknivél á ebox.is

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Vilja 8 metra dýpi l Framkvæmdir við Miðgarð Grindavíkurhafnar kosta rúman milljarð Hafnarstjórn Grindavíkurhafnar fellst á að fylgja eftir verkáætlun Vegagerðarinnar við hönnun á Miðgarði Grindavíkurhafnar en leggur áherslu á að dýpið við áfanga tvö verði 8 metrar í stað 6 metra. Nú þegar eru mörg skip með heimahöfn í Grindavík með meiri djúpristu en 6 metrar og búast má við að ný skip sem smíðuð verða verði einnig með 6 metra djúpristu eða meira. Einnig eru nefndarmenn í hafnarstjórn Grindavíkurhafnar sammála um það að fara með nýja þilið eins stutt frá

gamla þilinu og kostur er. Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri Grindavíkurhafnar, segir fyrirhugaðar framkvæmdir við Miðgarð óhemju dýrar. Áætlaður kostnaður nemur rúmum milljarði króna og þar af er hlutur Grindavíkurhafnar um 400 milljónir króna. Framkvæmdatími er áætlaður þrjú ár en vonast er til að hægt verði að skipta verkinu þannig upp að það hafi sem minnst áhrif á umsvif við höfnina. Sigurður hafnarstjóri er í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta í kvöld þar sem

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

hann ræðir fyrirhugaðar framkvæmdir við Grindavíkurhöfn og fer yfir umfangsmikla starfsemi við höfnina á síðasta ári og horfir til framtíðar. Í þættinum er meðal annars komið inn á það að höfnin í Grindavík er ekki bara stór útflutningshöfn því um fjórðungur af öllu salti sem flutt er til landsins kemur um Grindavíkurhöfn en árlega eru flutt um 90.000 tonn af salti til Íslands. Myndin hér að ofan var einmitt tekin þegar hollenskt saltflutningaskip fór frá Grindavík síðdegis í gær.

Vogamönnum fjölgaði um 4% n Íbúum í Sveitarfélaginu Vogum fjölgaði um 4% á síðasta ári. Í upphafi ársins 2015 voru þeir 1.102 en í árslok voru þeir orðnir 1.147. Íbúum fjölgaði því á árinu um 45. Tekjur sveitarfélagsins jukust jafnframt talsvert á árinu 2015 og urðu hærri en það sem bæði upphafleg áætlun og útkomuspá að hausti gerði ráð fyrir. Þar kemur vafalaust margt til, m.a. bætt atvinnuástand og þar með minna atvinnuleysi, hærri meðaltekjur, fjölgun íbúa o.fl.


2

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 14. janúar 2016

STARFSFÓLK ÓSKAST Á HEIMILI FATLAÐS FÓLKS

Reykjanesbær leitar að fólki til starfa á heimilum fatlaðs fólks. Um er að ræða bæði fullt starf og hlutastarf í vaktavinnu með möguleika á framtíðarstarfi. Aðallega er um kvöld- og helgarvinnu að ræða. Meðal helstu verkefna er að veita íbúum stuðning við athafnir daglegs lífs, heimilishald og samfélaglega þátttöku. Í boð er spennandi og lærdómsríkt starf með fjölbreyttum verkefnum og tækifæri til starfsþróunar. Lágmarksaldur umsækjenda er 20 ár. Umsóknum skal skila rafrænt á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf, þar sem einnig er að finna upplýsingar um hæfniskröfur. Bæði karlar og konur eru hvött til að sækja um. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Erna María Jensdóttir, forstöðumaður í netfangið erna.m.jensdottir@reykjanesbaer.is.

SÚPUFUNDUR

FERÐAÞJÓNA Í REYKJANESBÆ Reykjanesbær býður ferðaþjónum, starfsfólki og hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu í Reykjanesbæ á súpufund í Hljómahöll kl. 11:00 til 13:00 í dag. Gagnleg og skemmtileg erindi, góðar umræður um ferðamál svæðisins og kjötsúpa í boði Víkingaheima. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í netfangið hrafnhildur.y.hafsteinsdottir@reykjanesbaer.is.

MÁLÞING

UM SÝNINGUNA KVENNAVELDIÐ

Tilfinningalegur heiðarleiki kvenna – er hann staðreynd? Málþing um sýninguna Kvennaveldið í Listasafni Reykjanesbæjar í Duus safnahúsum sunnudaginn 17. janúar kl. 15:0016:30. Ókeypis aðgangur, allir velkomnir. Sjá nánar á vef safnsins, www.reykjanesbaer.is/listasafn.

NESVELLIR

LÉTTUR FÖSTUDAGUR Á morgun, 15. janúar kl. 14:00 verður erindi um fjármál við starfslok á léttum föstudegi. Allir hjartanlega velkomnir.

Eldur kom upp í fiskeldi við Hafnir Eldur kom upp í fiskeldi Stofnfisks við Kalmanstjörn við Hafnir á mánudag. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað til og náði að slökkva eldinn á skömmum tíma. Eldurinn var ekki ýkja mikill og náði ekki mikilli útbreiðslu. Að sögn slökkviliðsins er talið að eldurinn hafi kviknað vegna bilunar í endurnýtingardælu í rafmagnskerfi sem stjórnar vatnsflæði inn í fiskikörin. Út frá því hafi eldurinn svo náð að læsa sig inn í þakið. Allt útlit er fyrir að fiskurinn hafi sloppið óskaddaður, en um 15.000 laxar eru í rýminu sem eldurinn kom upp í. Meðfylgjandi er mynd frá vettvangi sem ljósmyndari Víkurfrétta tók.

Sækja um lóð undir steypustöð í Helguvík ■■Steypustöðin ehf. hefur sótt um lóð undir steypustöð í Helguvík. Sótt er um óstofnaða lóð við Stakksbraut í Helguvík til skipulags- og byggingarnefndar Sveitarfél a g si n s G arð s , en l ó ð i n er innan sveitarfélagamarka Garðs. Nefndin tekur vel í erindið og er skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram. Steypustöðin ehf. er þegar með steypustöð í Helguvík en þarf að flytja stöðina þar sem hún er í dag á lóð sem hefur verið úthlutað undir kísilver Thorsil í Helguvík.

Sveitarfélögin haldi áfram að reka þjónustu fyrir fatlaða Þjónustusvæði um málefni fatlaðs fólks á Suðurnesjum var tekið til umfjöllunar í bæjarstjórn Sandgerðis á dögunum. Þar samþykkti bæjarstjórn að sveitarfélögin á Suðurnesjum haldi áfram að reka þjónustuna með sama hætti og verið hefur, m.a. með vísan til þess að endurskoðun laga hefur ekki farið fram og ekki liggur fyrir hvort ákvæði um lágmarksstærð þjónustusvæða verði í lögunum og þá með hvaða hætti. Bæjarstjórnin samþykkti einnig tillögu um að stjórn málaflokks fólks með fötlun færist frá stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum [SSS] til sveitarfélaganna til samræmis við niðurstöðu stjórnar SSS frá 17. nóvember 2014 þar sem fram kemur að samningur um þjónustusvæði í

málefnum fatlaðs fólks renni út í lok árs 2014 og þar sem ekki liggi fyrir vilji til að koma á byggðasamlagi um þjónustuna vísi stjórn SSS verkefninu til sveitarfélaganna. Stjórn og ábyrgð á rekstri og þróun þjónustunnar liggi þannig hjá hverri bæjarstjórn fyrir sig. Þá var samþykkt tillaga um að sveitarfélögin eða félagsþjónustusvæðin geri með sér samkomulag um þjónustuúrræði eins og þjónustu Hæfingarstöðvarinnar og Heiðarholts. Þá segir í tillögu sem samþykkt var í bæjarstjórn Sandgerðis að sveitarfélögin munu stofna samráðsvettvang sem hefur það hlutverk að miðla þekkingu og upplýsingum, ræða sameiginlega rekin þjónustuúrræði og leita leiða til að reka þjónustuna með sem hagkvæmustum hætti.

Þeim sem þiggja fjárhagsaðstoð fækkar um 40% - Heildarupphæð húsaleigubóta hækkar um 7,7% ■■Reykjanesbær greiddi 40 prósent minna í fjárhagsaðstoð til einstaklinga og fjölskyldna í nóvember 2015 en í sama mánuði 2014. Í nóvember 2015 greiddi bæjarfélagið 11.941.921 krónur í fjárhagsaðstoð til 112 heimila. Til samanburðar var upphæðin 19.875.022 til 185 heimila í nóvember 2014. Þetta kemur fram í fundargerð Velferðarráðs Reykjanesbæjar frá 14. desember síðastliðnum. Í nóvember 2015 greiddi Reykjanesbær 35.794.551 krónur í húsaleigubætur. Í nóvember 2014 var upphæðin 33.049.765. Hækkunin er því 7,7 prósent.


Markhönnun ehf

Þú færð þorramatinn í Nettó

-40%

VERÐSPRENGJA!

GOÐI SÚRS. SVIÐASULTA KR/KG

GOÐI ÞORRABAKKI, LÍTILL KR/PK

ORA RÓFUSTAPPA - 285 G KR/STK

GOÐI SÚRS. HRÚTSPUNGAR KR/KG

GOÐI ÞORRABAKKI, STÓR KR/PK

GOÐI SÚRMATUR Í FÖTU - 700 G KR/PK

2.967

GOÐI LAMBASVIÐ Í POKA VERÐ ÁÐUR: 498 KR/KG KR/KG

2.851

299

1.708

2.248

298

1.798

-30% -29%

DARRI HARÐFSIKUR ÝSA - 400 G

HROSSASALTKJÖT

NETTÓ KJÚKLINGABRINGA

ÁÐUR 1.498 KR/KG

ÁÐUR 2.098 KR/KG

ÁÐUR 4.198 KR/PK

KALKÚNALÆRI HÁLF ÚRBEINUÐ

KJÖTSEL - LAMBALÆRI FERSKT Í SALT & PIPAR

ÁÐUR 2.498 KR/KG

ÁÐUR 1.698 KR/KG

1.888

1.049

-25%

2.981

-40% NETTÓ KJÚKLINGAVÆNGIR

299

ÁÐUR 398 KR/KG

1.499

-22%

1.528

-21%

KRISTALL MEXICAN LIME

GOURMET HAMBORGARI MEÐ BRAUÐI - 4 X 90 G

KJÖTSEL - LAMBAHRYGGUR FERSKUR M. SALTI

ÁÐUR 236 KR/STK

ÁÐUR 1.279 KR/PK

ÁÐUR 2.390 KR/KG

198

995

1.888

www.netto.is | Tilboðin gilda 14. – 17. jan 2016 Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


ÚÐIN

æ

4

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 14. janúar 2016

NÁMSKEIÐ Í QIGONG HEFURU TÍMA AFLÖGU ?

Krabbameinsfélag Suðurnesja og Rauðikrossinn á Suðurnesjum standa fyrir Oigong námskeiði sem hefst 18. janúar nk. Okkar vantar sjálfboðaliða í heimanámsaðstoð fyrir grunnskólanema af erlendum uppruna frá og með janúar Leiðbeinandi er Þóra Halldórsdóttir. 2016 á Bókasafni Reykjanesbæjar. Verkefnið heyrir undir Námskeiðið fer fram að hjá Smiðjuvöllum 8 Reykjanesbæ. Heimsóknarvini Rauða krossinum. Námskeiðið er tvisvar í viku mánudögum Miðað verður við tvisvar í viku eftir klukkan tvö á daginn og fimmtudögum kl.17:00 18:30 sex skipti. 14:30 - 16:00). (mánudagar 14:00 -til 15:30 ogí miðvikudagar SkráningÁhugasamir fer fram hjá Krabbameinsfélaginu mega hafa samband við skrifstofu Rauða í síma 421-6363 eða á sudurnes@krabb.is. krossins (Fanney)netfang í síma 4204700 eða Kolbrúnu, umsjónarmanneskju verkefnisins - kolbrunbjork@gmail.com. Rauði krossinn á Suðurnesjum

Stofnað hefur verið til undirskriftasöfnunar vegna fyrirhugðara framkvæmda HS Orku við Eldvörp. Forstjóri HS Orku segir það matsatriði hvort borteigar muni breyta ásýnd svæðisins.

Segir ekki standa til að eyðileggja Eldvörp ●● Forstjóri HS Orku segir orkuvinnslu og ferðamennsku samtvinnaða ● og að ferðamenn njóti þess að skoða orkuver á Íslandi því þau framleiði græna orku. „Við viljum ganga mjög varlega um. Okkur er mjög annt um náttúruna,“ sagði Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS orku, um fyrirhugaðar framkvæmdir við Eldvörp í viðtali í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni síðasta föstudag. Í viðtalinu kom einnig fram að ferðamennska og orkuvinnsla væru samtvinnuð og að þannig myndi það vera áfram. Grindavíkurbær hefur gefið út framkvæmdaleyfi til HS Orku til rannsóknaborana við Eldvörp og er áætlað að framkvæmdir hefjist á þessu ári. Stofnað hefur verið til undirskriftasöfnunar vegna framkvæmdanna og hafa tæplega 2600 manns skrifað undir. Aðspurður um áhyggjur fólks af því að til standi að eyðileggja svæðið kvaðst Ásgeir skilja þær áhyggjur en að það standi ekki til. Þá sagði Ásgeir sumt í umræðunni þess eðlis að hann telji það byggt á misskilningi. „Til dæmis að það eigi að eyðileggja gígaröðina. Síðan er talað um að það eigi að skemma ósnortið hraun. Það er ekki hægt að gera neitt á Reykjanesskaganum því það er þakið hrauni. Við

þurfum að passa hvar við gerum það og hvar ekki. Margar mikilvægustu ákvarðanir sem við tökum eru um það hvað við gerum ekki,“ sagi hann. Veitt hefur verið heimild til HS Orku til að gera fimm borteiga við Eldvörp. Ásgeir segir það breyta ásýnd svæðisins eitthvað þar sem borteigarnir muni sjást. „Hvort þeir breyti því mikið er bara matsatriði. Ég er ekki sammála því sjálfur. Þeir eru að vísu gerðir úr sams konar efni og hraunið og felldir vel inn í landslagið.“ Í máli Ásgeirs kom einnig fram að með framkvæmdunum væri verið að halda áfram um það bil 40 ára langri þróun sem hefur átt sér stað á svæðinu í kringum Svartsengi. Hann sagði þróunina hafa byrjað á sínum tíma til að finna heitt vatn, fyrst og fremst til að hita upp hús í Grindavík og víðar á Reykjanesinu. Þá nefndi Ásgeir að orka af svæðinu hafi verið notuð á öðrum sviðum, svo sem til fiskeldis, eldsneytisframleiðslu, fiskþurrkunar, gróðurhúsa og í Bláa lónið. Hann benti á að þörf væri á orku, því hagkerfið, ferðaiðnaður, iðnaður og

Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.

atvinnustarfsemi væri að vaxa. „Öll þurfum við rafmagn. Markaðurinn þarf rafmagn. Það er verið að leita að tækifæri til að þjóna þeirri eftirspurn.“ Hann benti einnig á að fyrirhugaðar framkvæmdir hafðu farið í gegnum umhverfismat og aðal- og deiliskipulag og að enginn hafi lagt fram kæru. Opnir fundir hafi verið haldnir en þeir verið fámennir. Boruð var hola við Eldvörp árið 1983 og segir Ásgeir hana draga að sér ferðamenn í dag og að erlendir ferðamann hafi mikla ánægju af að skoða orkuver á Íslandi því þau framleiði græna orku.

ÆÐI HREINT MATAR - HREINSUN LANGAR ÞIG AÐ PRÓFA EINFALDA OG ÁHRIFARÍKA HREINSUN? LÆRÐU HVERNIG ÞÚ GETUR VIRKJAÐ AFEITRUNARKERFI LÍKAMANS TIL FULLS! GEFÐU LÍKAMANUM TÆKIFÆRI Á AÐ ENDURNÝJA SIG Á HREINU MATARÆÐI.

Á NÁMSKEIÐINU ER FARIÐ YFIR... ■ Hvernig afeitrunarkerfi líkamans virkar. ■ Toxísk efni í fæðu, húðvörum og umhverfi okkar. ■ Jákvæð áhrif hreinsunar á líkamann. ■ Hugmyndir að hreinsandi máltíðum. ■ Náttúruleg bætiefni og jurtir sem hreinsa. ■ Nærandi uppskriftir sem örva hreinsun líkamans. VERÐ: 4.900 KR. NÁMSKEIÐSGÖGN ÁSAMT UPPSKRIFTUM INNIFALIÐ. SKRÁNING Á ASDIS@GRASALAEKNIR.IS EÐA 899-8069. NÁMSKEIÐIÐ VERÐUR HALDIÐ ÞRIÐJUDAGINN Í SAL VERSLUNARMANNAFÉLAGS SUÐURNESJA, VATNSNESVEGI 14, ÞRIÐJUDAGURINN 19. JANÚAR KL. 20:00 - 22:00.

VERSLUN HERTEX FLYTUR! Nytjamarkaðurinn flytur á Ásbrú, Flugvallarbraut 730, þann 18. janúar. Verið velkomin á nýjan stað!



6

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 14. janúar 2016

RITSTJÓRNARPISTILL Páll Ketilsson

SÆTASTA STELPAN VERÐUR AÐ ÞIGGJA DANSANA

Þrítugir Hlöllabátar þrífast vel í Reykjanesbæ Hlöllabátar fagna 30 ára afmæli sínu nú í apríl. Staðurinn í Reykjanesbæ sem opnaði árið 2011, er níundi staður Hlöllabáta á landsvísu. Fyrir eru átta staðir í Reykjavík, Kópavogi, Akureyri og á Selfossi. Húsnæðið við Hafnargötu 12 þar sem staðurinn er til húsa er fornfrægur, en þar var áður til húsa m.a. Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur og bæjarskrifstofur Keflavíkur. Guðjón er bókstaflega vakinn og sofinn yfir staðnum en hann hefur hreiðrað um sig á efri hæð hússins við Hafnargötuna. Þar segist hann kunna vel við sig. Guðjón Valsson er rekstrarstjóri staðarins í Reykjanesbæ en hann fluttist til bæjarins fyrir skömmu. Guðjón

sem er Mosfellsbæingur hafði áður séð um rekstur staðarins í Spönginni í Grafarvogi. Hann segir heimamenn hafa tekið sér vel og að staðurinn sé á miklu skriði nú síðustu misseri. „Þetta er allt á uppleið en á tímabili var þetta í smá lægð hjá okkur. Við vorum ekki að koma því til skila sem við bjóðum upp á.“ Guðjón segir að úrvalið sé fjölbreyttara en margar grunar og er mun meira á matseðlinum en bara þessir klassísku bátar sem allir þekkja. „Við erum með talsvert af hollum kostum eins og t.d. fimm mismunandi salöt og svo vefjur. Eins sem til eru góðir borgarar með beikoni og „pulled pork,“ sem eru mjög vinsælir að sögn Guð-

jóns. Vinsælastir meðal bátanna eru Tuddinn og New York sem báðir eru með nautakjöti, að sögn Guðjóns. Hann segir Hlöllabáta ætla að fagna afmælinu ærlega og búast megi við flottum nýjungum og ýmsum uppákomum núna þegar nær dregur tímamótunum. Staðirnir eru alls staðar með nætursölu og er Reykjanesbær þar engin undantekning. Guðjón segir að nætursalan sé mjög vinsæl meðal Suðurnesjamanna en opið er til klukkan 06:00 á nóttunni á laugardögum. Margur svangur næturbröltarinn kemur við á Hlölla á leiðinni heim um helgar að sögn Guðjóns. Á virkum dögum er svo opið frá 23:00-02:00. ÍSLENSK A SI A .IS ICE 78028 01/15

Ein birtingarmyndin í aukningu ferðamanna til Íslands er fjöldi gistirýma á Suðurnesjum. Þeim hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum árum en auðvitað hefur fleiri afleiddum þáttum ferðaþjónustunnar einnig fjölgað. Sem dæmi má nefna bílaleigur og fleira en eins og sjá hefur mátt að undanförnu, til dæmis hér í Víkurfréttum, þá hafa fyrirtæki í og við flugstöðina auglýst stíft eftir starfsfólki. Þetta er auðvitað allt hið besta mál. Það er nokkuð magnað að á Reykjanesi séu um 800 herbergi á þrettán hótelum og gistiheimilum með um 2 þúsund rúmum. Fyrir þremur áratugum var fyrsta hótelið í Keflavík byggt, Hótel Keflavík. Nú standa þar yfir miklar framkvæmdir við 5 stjörnu gistingu, þá fyrstu á Íslandi. Nýtingin á herbergjunum á svæðinu fór fram úr björtustu vonum í nóvember síðastliðnum. Þetta kemur fram í viðtali við verkefnisstjóra markaðsmála hjá Markaðsstofu Reykjaness. Líklega eru herbergin og rúmin nokkuð fleiri því ekki nærri allir hafa skráð starfsemina. Það er hluti af vaxtaverkjum sem fylgja ferðaþjónustunni en verkirnir eru vissulega á fleiri stöðum. Markaðsstjórinn segir þá lúxusvandmál og að hljóðið í ferðaþjónustuaðilum sé mjög gott. Yfir veturinn er Reykjanesið að koma enn sterkara inn því flestir ferðamenn dvelja á suðvesturhorninu og fara minna út á land. Ferðaseljendur hafa bætt á listann fleiri dagsferðum til hinna ýmsu staða á Reykjanesi. Það er eitt sem hefur vantað, meira framboð af „ferðapökkum“, styttri ferðum. Nú hefur verið bætt úr því. Hluti af vaxtaverkjunum hafa verið þannig að á nokkrum stöðum hafa aðstæður ekki verið nægjanlegar til að þjónusta ferðamennina, til dæmis hvað varðar snyrtiaðstöðu. Það er skrýtið að svona þættir séu enn í ólagi en vonandi fer það að lagast. Hvar pissar fólk til dæmis úti á Reykjanestá? Vonandi tekst okkur líka að auka framboðið í veitingastöðum og laga Hafnargötuna í miðbæ Keflavíkur þar sem margir ferðamenn sem gista á hótelunum í nágrenninu spranga þar um. Í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar er gert ráð fyrir nokkrum milljónum í Hafnargötuna þannig að líklega mun eitthvað gerast þar á næstunni. En hvað sem öllu líður í þessari miklu ferðamannasprengju er ljóst að Reyknesingar eru að taka drjúgan part til sín. Það eru örugglega miklu fleiri tækifæri því eins og Skúli Mogensen hjá Wow flugfélaginu sagði á fundi í Hljómahöllinni í haust eru svæði nálægt flugvöllum alltaf mjög sterk í margs konar ferðaþjónustu. Reykjanesið er „Sætasta stelpan á ballinu“ eins og hann orðaði það á skemmtilegan hátt um leið og hann sagði svæðið eiga mesta möguleika allra svæða á landinu á næstu árum. „Sætasta stelpan“ verður því að vera dugleg að þiggja dansana sem í boði eru.

SUMARSTARF

á söluskrifstofu Icelandair í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Icelandair leitar að öflugum liðsmanni á söluskrifstofu félagsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á krefjandi starfi í hröðu og síbreytilegu alþjóðlegu umhverfi.

STARFSSVIÐ:

HÆFNISKRÖFUR:

n

Sala á flugfarseðlum, hótelgistingu og bílaleigubílum

n

Menntun í ferðafræðum – IATA-UFTAA próf er æskilegt

n

Upplýsingaveita, ráðgjöf og þjónusta

n

Þekking og reynsla af farseðlaútgáfu og Amadeus bókunarkerfi

n

Útgáfa ferðagagna

n

Góð tungumálakunnátta er nauðsynleg

n

Önnur tilfallandi verkefni sem fara fram í deildinni

n

Góð almenn tölvuþekking er nauðsynleg

Hér er um sumarstarf að ræða. Vaktafyrirkomulag er 2-2-3. Lögð er áhersla á vönduð, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt hæfni til að vinna í hóp. Við leitum að áhugasömum einstaklingi sem sýnir frumkvæði, er jákvæður og viðmótsþýður og sem býr yfir ríkri þjónustulund.

+ Umsóknir ásamt ferilskrá óskast sendar með tölvupósti til Ólafíu G. Ólafsdóttur á olafia@icelandair.is. eigi síðar en 15. febrúar 2016. Nánari upplýsingar veita: Ólafía G. Ólafsdóttir I olafia@icelandair.is Pétur Ómar Ágústsson I starf@icelandair.is


LAUS STÖRF Í FARÞEGAAFGREIÐSLU IGS 2016

IGS LEITAR AÐ ÖFLUGUM EINSTAKLINGUM Í FJÖLBREYTILEG OG SKEMMTILEG STÖRF HJÁ FYRIRTÆKINU Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi, stundvísi, sveiganleika og árvekni. Unnið er á vöktum. FARÞEGAAFGREIÐSLA Starfið felst m.a. í innritun farþega og annarri tengdri þjónustu við þá. Lágmarksaldur 20 ár, stúdentspróf æskilegt en ekki skilyrði, góð tungumála -og tölvukunnátta Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið. Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS sjá www.igs.is fyrir 31. janúar 2016.


8

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 14. janúar 2016

Fjör á bílasýningum í byrjun árs Mjög góð aðsókn var að tveimur bílasýningum sem voru í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Sýndir voru nýjar bílar hjá Toyota og hjá Bernhard. „Það er búið að vera mikið fjör í allan dag og það hefur verið mjög mikil aukning í sölu hjá okkur að undanförnu,“ sagði Ævar Ingólfsson, bílasali og undir það tók Erlingur Hannesson hjá Bernhard en þessar bílasölur eru nánast á sama fermetrarnum á Fitjum í Njarðvík. Ævar og félagar sýndu nýja Toyota RAV4 Hybrid og sagði hann að bílinn hafi vakið mikla athygli enda sé um byltingarkennda breytingu að ræða. Eins og alltaf á bílasýningum vöktu aðrar gerðir einnig athygli, m.a. hin sívinsæli Landcrusier jeppi sem er einn mest seldi bíll á Suðurnesjum á undanförnum árum. Þó var að heyra

að hann væri kominn með verðugan keppinaut í RAF jepplingnum. Minni bílarnir hafa selst mikið og úrvalið er gott hjá Toyotu. Erlingur í Bernhard hefur selt margar Hondu og Peugot bifreiðar á Suðurnesjum í gegnum tíðina. Á sýningunni mátti sjá nokkrar nýjar gerðir, m.a. nýja útfærslu af hinum vinsæla Honda CR-V en hann er nú fáanlegur með öflugri dísilvél og 9 gíra sjálfskiptingu. Minni bílarnir hjá Peougot hafa rokið út enda sparneytnir og á góðu verði. „Eftir nokkur mögur kreppuár er ljóst að það eru margir að hugsa sér til hreyfing í bílamálum. Það er búið að vera stígandi í bílasölu á síðustu 2-3 árum,“ sagði Erlingur. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Toyotu og Bernhard síðastliðinn laugardag.

Silja Dögg þingmaður svarar Séð og heyrt MEIRAPRÓFSBÍLSTJÓRI Vantar starfsmenn í afleysingar við eldsneytisáfyllingar á flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Vaktavinna Viðkomandi þarf að hafa meirapróf og trailer réttindi. Hreint sakavottorð er skilyrði. Upplýsingar veitir Helgi í síma 4250752 eða á netfangið helgi@eak.is Eldsneytisafgreiðslan á Keflavíkurflugvelli

„Hvað mega þingmenn gera í frítíma sínum? Mega þeir stunda golf? Mega þeir stunda hestamennsku?“ Þetta er meðal þess sem Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi, spyr í færslu á Facebook-síðu sinni. Tilefnið er frétt Séð og heyrt þess efnis að nám sumra þingmanna valdi pirringi meðal annarra þingmanna en Silja stundar meistaranám í alþjóðaviðskiptum í fjarnámi. Í frétt Séð og heyrt segir að fjöldi þingmanna hafi tekið upp á því að stunda nám samhliða þingstörfum og að það valdi pirringi meðal annarra þingmanna sem telja sig vart hafa undan við að sinna skyldum þeirra sem starfinu fylgja á Alþingi. Þá kemur fram að þingmennirnir Vilhjálmur Árnason, Karl Garðarsson, Elsa Lára Arnardóttir, Róbert Marshall og Haraldur Einarsson séu meðal þeirra þingmanna sem stundað hafa nám með þingmennsku.


ERTU FLJÚGANDI FÆR DJÚSARI? JOE & THE JUICE vill fjölga í áhöfninni í Leifsstöð í sumar REYNSLA AF SAMBÆRILEGUM STÖRFUM ÆSKILEG FRÁBÆR ÞJÓNUSTULUND SKILYRÐI SKIPULAG Í TOPPSTANDI NETTAR DANSHREYFINGAR KOSTUR ÞARF AÐ ELSKA GÓÐAN DJÚS ÞARF HELST AÐ VERA MORGUNMANNESKJA

Sækja skal um á joeandthejuice.is Umsóknarfrestur er til 31. janúar Aldurstakmark 16 ára

SMÁRALIND | KRINGLUNNI | WORLD CLASS LAUGUM | LEIFSSTÖÐ


10

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 14. janúar 2016

Erlendir ferðamenn hafa fjölmennt út á Reykjanes að undanförnu. Þessi mynd var tekin um áramótin.

„Við erum hliðið að Íslandi“ ●● Sífellt fleiri ferðamenn koma í dagsferðir um Reykjanesið og vilja upplifa óbyggðir nærri höfuðborgarsvæðinu. ●●Tvö þúsund rúm í 800 herbergjum í boði á svæðinu. leiðis gistiheimilin. Á mörgum þeirra er þjónustan líkari því sem gerist á hótelum.“ Þuríður segir flóru kaffihúsa og veitingastaða einnig blómstra með ferðamönnum og af því njóti fólk á svæðinu góðs. „Það eru margir ferðamenn á gangi á Hafnargötunni í Reykjanesbæ og því hafa fleiri veitingastaðir verið opnaðir. Það sama hefur gerst í Grindavík. Þar er hótel og ferðamenn leita að annarri þjónustu sem hefur smátt og smátt sprottið upp.“

Gunnuhver er einn af þessum vinsælu stöðum.

Um ein milljón ferðamanna kemur til Grindavíkur ár hvert. Yfir 100.000 ferðamenn heimsækja Garðinn árlega, margir til að skoða norðurljósin.

Margir í dagferðir um Reykjanesið Þuríður Aradóttir Braun, verkefnastjóri Markaðsstofu Reykjaness.

Reykjanesið hefur ekki farið varhluta af auknum fjölda ferðamanna sem koma hingað til lands. Að sögn Þuríðar Aradóttur Braun, verkefnisstjóra Markaðsstofu Reykjaness, hefur verið mikil aukning á ferðamönnum yfir vetrartímann. „Nýting á gistirýmum í nóvember síðastliðnum fór fram úr björtustu vonum,“ segir hún. „Yfir heildina eru ferðamenn líka farnir að stoppa lengur en eina til tvær nætur hér á svæðinu. Reykjanesið er ekki lengur aðeins stoppistöð fyrir og eftir flug.“

Gistiheimilum fjölgar

Á Reykjanesi eru um 800 herbergi á hótelum og gistiheimilum með um 2000 rúmum. Þuríður segir stöðum sem hafa skráð sig sem heimagistingu einnig vera að fjölga mikið og að mjög jákvætt sé að fólk hafi slík viðskipti uppi á borðum. „Færri hótelrými hafa bæst við hérna en aftur á móti hefur gistiheimilum fjölgað. Hér eru 70 gististaðir og af þeim eru 13 hótel. Hótelin eru mjög fín og sömu-

Þuríður segir mikla gerjun í gangi á öllum sviðum ferðaþjónustunnar á Reykjanesi. „Það örlar á smá vaxtarverkjum sem er kannski bara lúxusvandamál.“ Hún segir yfir heildina vera mjög gott hljóð í forsvarsfólki ferðaþjónustufyrirtækja. „Fyrirtæki hafa verið að feta sig áfram með að bjóða upp á dagsferðir um svæðið. Mörg þeirra hafa fengið góða dóma og hafa meir en nóg að gera. Ég hef einnig heyrt það frá ferðaþjónustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu að mjög mikið af nýjum ferðum sem þeir eru að selja séu á Reykjanesið. Oft eru þetta dagsferðir þar sem ferðamenn vilja upplifa óbyggðir nærri höfuðborgarsvæðinu. Þá er vinsælt að fara að Kleifarvatni, um Krísuvík, að Gunnuhver og Valahnúk. Þá snæðir fólk gjarna hádegismat í Grindavík en kvöldmat í Sandgerði eða Reykjanesbæ. Svo er algengt að ferðamenn ljúki dagsferðum í Vogum eða Garð í von um að ná að skoða norðurljós eða kvöldsólina.” Undanfarin misseri hefur verið unnið að því að kynna Reykjanesið sem ákjósanlegan áfangastað ferðamanna og segir Þuríður það taka tíma að

Reykjanesbær er 7. vinsælasti áfangastaður ferðamanna yfir vetrartímann á Íslandi.

ná eyrum ferðaþjónustuaðila. Nú sé áhugi þeirra hins vegar vakinn og því aldrei að vita nema Reykjaneshringurinn ávinni sér álíka sess og Gullni hringurinn um Gullfoss og Geysi.

Vilja dreifa ferðamönnum jafnt

Þuríður segir gríðarleg tækifæri fyrir ferðaþjónustuna á Reykjanesi og að unnið sé að því að byggja upp til framtíðar. „Dæmi um það er Reykjanes Geopark. Það er komin áætlun um þá staði sem á að byggja upp. Við höfum mikla möguleika á að taka við fleiri ferðamönnum. Við höfum þó ekki tækifæri til að taka á móti öllum því svæðið myndi ekki þola það. Með góðri skipulagningu og með því að byggja upp víða náum við að dreifa ferðamönnum um svæðið og það er takmarkið. Hér eru mikil tækifæri til náttúruskoðunar, fuglaskoðunar og til að upplifa menningu því söfnin á svæðinu eru ótrúlega vel upp sett.“

Þuríður segir hraunið á Reykjanesinu einstakt náttúrufyrirbrigði, sem og flekaskilin og hverasvæðin. Slíkt dragi fólk að svæðinu. „Það þarf líka að hugsa hvað meira getur verið í boði því þá fer fólk að skipuleggja heilu dagana á svæðinu. Núna erum við að vinna að því að finna og koma á framfæri þessum öðrum stöðum fyrir fólk að njóta.“ Aðgengi á Reykjanesi er alla jafna nokkuð gott sé miðað við landsbyggðina hvað varðar færð á vegum og segir Þuríður það koma ferðaþjónustu á svæðinu mjög til góða. „Hér eru vegir yfirleitt opnir og ekki svo snjóþungt.“ Þrátt fyrir mikla uppbyggingu tengda ferðamönnum segir Þuríður mikilvægt að gleyma ekki annarri uppbyggingu. „Það sem okkur finnst skemmtilegt, eins og til dæmis útvistarsvæði

og leiksvæði, finnst erlendum ferðamönnum líka gaman að upplifa með sínum fjölskyldum. Eins það að fara í sund á morgnana og ræða málin í heita pottinum, það er eitthvað sem ferðamenn vilja líka upplifa. Ferðamennirnir vilja upplifa okkar menningu.“ Er eitthvað farið að örla á pirringi meðal Suðurnesjamanna yfir öllum þessum ferðamönnum? „Nei, ekki ennþá. Það á eftir að fara eftir umræðunni og því hvort við tölum almennt á jákvæðan eða neikvæðan hátt um þessa þróun. Við þurfum að vera dugleg að tala saman og koma því á framfæri hvernig við viljum sjá ferðaþjónustuna þróast til framtíðar. Það er mjög margt skemmtilegt við ferðaþjónustuna á Reykjanesi. Við erum hliðið að Íslandi og ekki síst að mannlífinu svo við þurfum að hugsa um hvernig við ætlum að tækla það.“


300kr.

100% Ungnautahakk

2.998 kr. kg

g

k Verðlækkun pr.

1.598 kr. kg

Íslandsnaut Piparsteik Ungnautasteik, fersk

Íslandsnaut Ungnautahakk Verð áður 1898 kr. kg

ÍSLENSKT KJÖT Í BÓNUS 400kr.

. kg Verðlækkun pr

1.498 kr. kg

598 kr. kg

Ali Grísabógur Ferskur

3.998 kr. kg

Ali Grísalundir Ferskar Verð áður 1898 kr.kg

Íslandsnaut Ungnauta Ribeye, ferskt

1.098 kr. kg Bónus Grísakótilettur Ferskar

1.379 kr. kg

198 kr. kg

Bökunarkartöflur Í lausu

Bónus Beikon

ferskir með flugi

239 kr. kg

259

Royal Gala Smáepli Frakklandi

Sveppir 250 g, Holland

kr. 250 g

198 kr. kg

Appelsínur Beint frá Spáni

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00 Verð gilda til og með 17. janúar eða meðan birgðir endast


12

VÍKURFRÉTTIR

Rekstur sveitarsjóðs Voga afar viðkvæmur ■■Rekstur Sveitarfélagsins Voga gekk þokkalega á árinu 2015, þegar á heildina er litið. Bæjarsjóður tók á sig talsverða útgjaldaaukningu í kjölfar nýrra kjarasamninga sem að hluta til fólu í sér afturvirkar hækkanir. Á móti komu hærri skatttekjur sem jafna upp að mestu þennan útgjaldaauka. Að öðru leyti tókst að halda rekstrarkostnaði að mestu innan ramma áætlunar. Þetta segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í vikulegum pistli bæjarstjóra. „Sem fyrr er rekstur sveitarsjóðs afar viðkvæmur og má við litlum áföllum, því verður áfram lögð áhersla á virkt kostnaðareftirlit og ráðdeild og sparsemi í öllum rekstrarþáttum,“ segir í pistlinum. Framkvæmdir á árinu 2016 munu einkennast af varfærni, einkum verður áhersla á viðhaldsframkvæmdir við götur og stíga, auk framkvæmda við gatnagerð í tengslum við úthlutun lóða á iðnaðarsvæði. „Með þessu móti leggjum við traustan grunn að framtíðaruppbyggingunni og öflugri starfsemi sveitarfélagsins,“ segir bæjarstjórinn að endingu.

FRÁBÆRT ATVINNUTÆKIFÆRI Fiskbúðin Vík í Keflavík er til leigu/sölu. Nánari upplýsingar í síma 898 4694

ATVINNA

fimmtudagur 14. janúar 2016

Telja sig hafa verið ódýrt vinnuafl ●● Björgunarsveitin Skyggnir í Vogum hefur slitið samstarfssamningi við sveitarfélagið. ●● Bæjarstjórinn segir sorglegt að samningar hafi ekki náðst. „Við viljum gefa vinnu okkar í almannaþágu en ekki vera ódýrt vinnuafl sveitarfélagsins. Það skýtur skökku við að sveitarfélagið styrki ekki björgunarsveitina nema hún vinni fyrir hverri krónu í láglaunavinnu,“ segir Kristinn Björgvinsson, formaður björgunarsveitarinnar Skyggnis í Vogum. Á dögunum sleit sveitin samstarfssamningi sínum við sveitarfélagið Voga. Samningurinn hafði verið í gildi undanfarin ár og kvað meðal annars á um að sveitarfélagið myndi greiða 1.200.000 krónur á ári til björgunarsveitarinnar fyrir ýmis störf, svo sem á bæjarhátíðum og fyrir umsjón með brennum og flugeldasýningum. Að mati björgunarsveitarmanna var vinnan of mikil miðað við greiðslu bæjarfélagsins og mun sveitin nú leita annarra leiða til fjáröflunar. „Þetta er sett upp sem styrkur til okkar en er í rauninni mjög lágt tímakaup. Við sjáum um brennu á áramótum, setjum hana upp og berum ábyrgð á henni, kveikjum í og vöktum fram yfir miðnætti. Þetta er allt á stórhátíðardegi,“ segir Kristinn. Virkir félagar í björgunarsveitinni eru á bilinu 12 til 14 og segir Kristinn þau einnig hafa séð um gæslu á Fjölskyldudögum Voga sem er þriggja daga hátíð. „Þá erum við með brennu á föstudegi, bryggjudag og dorgveiðikeppni á sunnudegi, auk þess að sjá um sjúkragæslu alla hátíðina. Samkvæmt samningnum skuldbundum við okkur til að vera til taks á öllum hátíðum á vegum bæjarins.“ Í fundargerð bæjarráðs Voga frá 2. desember síðastliðnum segir að það harmi að ekki skuli nást samningar og þakkar björgunarsveitinni fyrir samstarfið á liðnum árum. Að sögn Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra í Vogum, er það hið versta mál að samningar hafi ekki tekist. „Á síðasta ári voru styrkir til allra félaga í sveitarfélaginu lækkaðir vegna aðhalds í rekstri, nema til björgunarsveitarinnar. Mér sýnist

að hér í Vogum hafi stuðningur við sveitina ekki verið lakari en til dæmis í Sandgerði og Garði.“ Hann segir að í svo litlu samfélagi sem Vogum sé það brýnt verkefni að sveitarfélagið eigi í góðu samstarfi við félagasamtök. „Það verður bara að segja það eins og það er að mönnum finnst það ómaklegt af björgunarsveitinni að hafna áframhaldandi samstarfi.“ Árlega hefur sveitarfélagið keypt flugelda fyrir 800.000 krónur og hefur björgunarsveitin séð um flugeldasýningar á Fjölskyldudögum og á þrettándanum. Að sögn Kristins voru flugeldarnir seldir á kostnaðarverði, ásamt því efni sem þarf til að koma þeim í loftið. Sú ákvörðun var tekin að slíta samningnum þegar bæjaryfirvöld buðu björgunarsveitinni að fá þær 400.000 krónur sem annars myndu fara í flugeldakaup fyrir þrettándann í styrk. „Ef sýningunni hefði verið sleppt hefði skuldinni verið skellt á okkur og það vildum við alls ekki og ákváðum að slíta viðræðunum,“ segir Kristinn. Bæjarstjórinn segir að í því tilviki hafi sveitarfélagið viljað breyta áherslum sínum. „Okkur fannst peningunum betur varið með því að styrkja björgunarsveitina en að fjárfesta í flugeldum,“ segir Ásgeir.

Inni í styrknum voru fasteignagjöld vegna húsnæðis björgunarsveitarinnar og segir Kristinn standa til að sækja um niðurfellingu á þeim, þrátt fyrir að samstarfssamningurinn sé ekki í gildi. „Húsnæðið okkar lýtur að almannavarnaskipulagi og við erum með bjargir í húsinu ef til almannavár kemur. Við erum sjálfboðaliðar og rekum húsnæði, tvær bifreiðar, vararafstöðvar og fleira. Starfið okkar er nauðsynlegt fyrir fólkið í sveitarfélaginu og því er leitt að það sé ekki tekið með í myndina heldur aðeins hvernig við getum unnið önnur störf fyrir bæjarfélagið.“ Að sögn Smára Sigurðssonar, formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar, er einhvers konar samkomulag á milli björgunarsveita og sveitarfélaga á all flestum stöðum á landinu. „Sveitarfélög líta þannig á að þau séu að efla almannavarnaviðbragð með því að styðja við björgunarsveitir, þær eru þessi öryggisventill. Sveitarfélögin bera ákveðna ábyrgð hvað almannavarnir og almannahag hrærir og því er mjög eðlilegt að þau standi við bakið á björgunarsveitum.“

FS-INGUR VIKUNNAR ig að ég get ekki hreyft mig almennilega restina af lífinu. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Adam Eiður því hann er svakalegur í körfu.

Launafulltrúi Icelandic NÝ-FISKUR leitar að öflugum starfsmanni í starf launafulltrúa félagsins. Helstu verkefni og ábyrgð: • Sér um launavinnslu fyrir starfsfólk vinnslu. • Gerir ráðningarsamninga við nýja starfsmenn. • Fer yfir tímaskráningar. • Almenn aðstoð og ráðgjöf til starfsmanna vegna launa. • Gjaldkerastörf og aðstoð við bókhald. • Önnur almenn skrifstofustörf.

Hver er fyndnastur í skólanum? Guðlaugur Ómar, mesti snillingur sem ég veit um.

Hæfniskröfur: • Nákvæmni í vinnubrögum. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Skipulagshæfni. • Sjálfstæði í vinnubrögðum. • Almenn góð tölvukunnátta Navision, Excel. • Íslensku og enskukunnátta.

Menntun og reynsla: Almenn góð menntun sem nýtist í starfi og reynsla af launavinnslu er æskileg. Icelandic Ný-Fiskur er sjávarútvegsfyrirtæki í eigu Icelandic Group sem sérhæfir sig í framleiðslu hágæða ferskra sjávarafurða til útflutnings. Hjá Icelandic Ný-fiski starfa um 75 manns. Umsóknir skulu sendar á netfangið job@icelandic.is fyrir 20. janúar nk.

Hvað sástu síðast í bíó? Star Wars, The force awakens. Ein af bestu myndum sem ég hef séð. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Bleikan Kristal plús. Hver er þinn helsti galli? Mæti alltaf seint. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Snapchat, Messenger og leikur sem heitir Boom Beach.

Bjarmi Anes Eiðsson Hvaðan ertu og aldur? Ég er frá litlu bæjarfélagi sem heitir Kirkjubæjarklaustur og er 17 ára. Helsti kostur FS? Elska fólkið sem er í FS. Áhugamál? Tækni, leiklist og útivist t.d. fjallgöngur og skíði. Hvað hræðistu mest? Það sem ég hræðist mest er of væmið þannig ég ætla bara að svara því sem hræðir mig næst mest. Og það er að lenda í slysi sem breytir líkamanum mínum þann-

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Ég myndi hætta sem skólameistari og sækja um aðra vinnu. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? skíttu uppí loftið og skallaðu það, hræktu svo og málaðu yfir það!!! og F-orðið. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Nemandafélagið er að gera sitt besta en ég held að það mætti vera meiri þátttaka og áhugi hjá nemendunum. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Gera það sem gerir mig glaðan. Hver er best klædd/ur í FS? Ég.

Bjarmi Anes Eiðsson er á tölvufræðibraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og kemur alla leið frá Kirkjubæjarklaustri sem er lítið bæjarfélag á Suðurlandi. Hann er mjög sáttur í stærðfræði en helsti gallinn er óstundvísi.

Eftirlætis: Kennari: Jóhanna. Því það er smá heimspeki í okkur báðum og ég elska stæ. Fag í skólanum: Stærðfræði. Sjónvarpsþættir: Empire. Mæli með þeim! Kvikmynd: Jurassic World. Því f***ing risaeðlur!!! Hljómsveit/tónlistarmaður: Kaleo Leikari: Matt Damon Vefsíður: Facebook og Youtube. Flíkin: Litríka peysan mín. Skyndibiti: Pönnu flatbaka á Dominos. Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)? Það er eiginlega ekkert lag sem ég fíla í laumi því ég á minn eiginn tónlistarsmekk og ég er ekki hræddur um hvað öðrum finnst um hann.


Markhönnun ehf

25% Afsláttur af öllum vítamínum og bætiefnum í Nettó NEW NORDIC MELISSA DREAM VERÐ ÁÐUR: 2.499 KR/PK 25% | 1.874 KR/PK

NEW NORDIC ACTICE LIVER VERÐ ÁÐUR: 2.799 KR/PK 25% | 2.099 KR/PK

BIO KULT CANDEA/ORIGINAL VERÐ ÁÐUR: 2.199 KR/PK 25% | 1.649 KR/PK

NOW D3 LIQUID EXTRA - 29 ML VERÐ ÁÐUR: 2.199 KR/PK 25% | 1.649 KR/PK

FEMARELLE VERÐ ÁÐUR: 3.298 KR/PK

25% | 2.474 KR/PK

ÖLL BÆTIEFNI FRÁ

NOW D3 LIQUID - 59 ML VERÐ ÁÐUR: 1.599 KR/PK

25% | 1.199 KR/PK

&

NOW D3 200 IU 120 HYLKI VERÐ ÁÐUR: 1.499 KR/PK 25% | 1.124 KR/PK

GULI MIÐINN B12+FÓLÍN/B-6 STERI VERÐ ÁÐUR: 869 KR/PK ATH% | 652 KR/PK

NOW D3 1000 IU 180 HYLKI VERÐ ÁÐUR: 1.399 KR/PK

25% | 1.049 KR/PK

Á 25 % AFSLÆTTI

GULI MIÐINN ACIDOPHILUS PLÚS VERÐ ÁÐUR: 1.199 KR/PK

ATH% | 899 KR/PK

GULI MIÐINN D3 VÍTAMÍN 500 UG VERÐ ÁÐUR: 1.096 KR/PK

ATH% | 822 KR/PK

NÝTT

VEGAN

ULTIMATE SUPERFOODS - 60 HYLKI VERÐ ÁÐUR: 3.499 KR/PK 25% | 2.624 KR/PK

TERRA NOVA DUFT - 227 G LIFE DRINK VERÐ ÁÐUR: 3.799 KR/PK

PAKKI AF NORÐURKRÍLL FYLGIR FRÍTT MEÐ NUTRILENK

-25%

NÝTT

25% | 3.449 KR/PK

LÍFRÆNT

VEGAN HANSAL FJÖLVÍTAMÍN ÚRVAL FREYÐIVÍTAMÍNA Á FRÁBÆRU VERÐI

25% | 2.849 KR/PK

TERRA NOVA DUFT - 224 G INTENSE BERRIES /INTENSE GREENS VERÐ ÁÐUR: 4.599 KR/PK

TERRA NOVA B-VÍTAMÍN COMPLEX VERÐ ÁÐUR: 1.799 KR/PK

25% | 1.349 KR/PK

VEGAN TERRA NOVA B12 VÍTAMÍN 500 UQ VERÐ ÁÐUR: 1.899 KR/PK 25% | 1.424 KR/PK TERRA NOVA D3 VÍTAMÍN 2000 VERÐ ÁÐUR: 1.899 KR/PK 25% | 1.424 KR/PK

OFURFÆÐI

RAINFOREST HYLKI ÚRVAL LÍFRÆNNA BÆTIEFNA Á FRÁBÆRU VERÐI

www.netto.is | Tilboðin gilda 14. – 17. jan 2016 Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


14

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 14. janúar 2016

ALVÖRU ÚTSALA

Hugmynd að útliti veitingasvæðis.

Ríflegur afsláttur af MÚRBÚÐARVERÐI Stálvaskar 30% Sturtuhorn 15-30% AFS LÁT TUR AFSLÁTTUR og klefar Keramik 20-50% Plastkassar handlaugar A F SL Á TTU R

20-25%

Harð parket 2AF0SL-30% ÁT TU R

AFSLÁTTUR

0% Asaki bor-r 2A5FS-5 LÁ TT U R la é /skrúfv

Ryksugur 20-22% (Iðnaðar & heimilsryksugur)

AF SL ÁT TU R

AFSLÁTTUR

Verkfæri Gúmmí25-40% mottur

Flísar

15-50%

25% AFSLÁTTUR

Verkfæra- 20-30% AFS LÁT TUR kistur

20-25% AFSLÁTTUR

Háþrýsti20% dælur AFSLÁTTUR

Smávörur allt að

AF SLÁ TTU R

WC

50% AFSLÁTTUR

BoZZ hitastýrð blöndunartæki

og ótal margt fleira!

20% AFSLÁTTUR

Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Mikil tækifæri við Rósasel ●●Viðbrögð fyrir fyrirætlununum Kaupfélags Suðurnesja um byggingu á verslunar- og þjónustukjarna við flugvöllinn hafa verið jákvæð. ●●Áætlað er að kjarninn rísi á næsta ári. Kaupfélag Suðurnesja kynnti í síðustu viku hugmyndir um uppbyggingu á verslunarog þjónustukjarna við Keflavíkurflugvöll. Að sögn Skúla Skúlasonar, Skúli stjórnarformanns Skúlason, Kaupfélags Suðurnesja, stjórnarforgrundvallast hugmaður Kaupfélags myndin á því að styðja Suðurnesja við þá umfangsmiklu þróun sem á sér stað við Flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Þjónustumiðstöðin verður staðsett við hringtorgið næst Flugstöðinni, á milli afleggjara til Garðs og Sandgerðis. Áætlað er að framkvæmdir hefjist á fyrri hluta ársins og að þeim ljúki á því næsta. „Það hafa sjálfsagt margir horft til þessa svæðis sem tækifæri fyrir okkur Suðurnesjamenn en síðastliðið sumar var athafnamaður hér á Suðurnesjum sem hvatti félagið til að hafa frumkvæði að því að þróa uppbyggingu á svæðinu við hringtorgið,“ segir Skúli um aðdraganda þess að ákveðið var að ráðast í byggingu á Rósaselstorgi. „Við gripum boltann á lofti enda hefur félagið skilgreint sig sem hreyfiafl framfara. Við kynntum hugmyndina fyrir sveitarfélaginu Garði og höfum verið að undirbúa þetta í samráði við bæjaryfirvöld.“

TILFINNINGALEGUR HEIÐARLEIKI KVENNA – ER HANN STAÐREYND? ●● Málþing um sýninguna Kvennaveldið í Listasafni Reykjanesbæjar nk. sunnudaginn Sýningin „Kvennaveldið: Konur og kynvitund“ stendur nú yfir í Listasafni Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum. Á sýningunni er að finna verk eftir tólf listakonur, Doddu Maggý, Guðnýju Kristmanns, Guðrúnu Tryggvadóttur, Hlaðgerði Írisi, Huldu Vilhjálmsdóttur, Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur, Kristínu Gunnlaugsdóttur, Louise Harris, Magdalenu Margréti Kjartansdóttur, Rósku, Valgerði Guðlaugsdóttur og Þórdísi Aðalsteinsdóttur. Verkin segja frá tilurð kynhvatar og kynþroska og upphefja áður „óumræðanleg“ fyrirbæri á borð við sköp og fýsn kvenna, flétta saman eigin líffræði, táknfræði og sagnfræði og listakonurnar fara samkvæmt texta í sýningarskrá, ekki í felur með langanir sínar og ímyndanir.

Nú er ætlunin að halda málþing í safninu sunnudaginn 17. janúar kl. 15.00–16.30 þar sem velt verður upp nokkrum spurningum m.a. hvort þessi svokallaði „tilfinningalegi heiðarleiki“ listakvennanna gagnvart líkamanum sé staðreynd og hvort þessi heiðarleiki geti beinlínis verið sú fílósófía sem bjargað getur heiminum? Stjórnandi málþingsins er Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og sýningarstjóri, dr. Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor við HÍ verður með stutta framsögu og listakonurnar Guðrún Tryggvadóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir og Magdalena Margrét Kjartansdóttir eru þátttakendur í pallborði. Allir eru velkomnir á málþingið og ókeypis aðgangur.

Nú er verið að kynna verkefnið fyrir hinum ýmsu aðilum. Skúli segir að gaman væri ef heimamenn sæju tækifæri í staðsetningunni. „Að sjálfsögðu er aðalatriðið að þarna myndist rekstrargrundvöllur fyrir sterka heild í verslun og þjónustu.“ Að sögn Skúla verður sala á dagvöru að öllum líkindum kjölfestan í þjónustunni en stefnt er að opnun Nettó verslunar þar. Hann segir einnig ljóst að eftirspurn sé eftir bensínstöð og bílatengdri þjónustu á svæðinu. Þá séu einnig vafalaust tækifæri fyrir veitingaaðila, verslanir með ferðatengda vöru, banka og bílaleigur. „Viðbrögðin hafa verið afar jákvæð og greinilegt að margir hafa verið að hugleiða á svipuðum nótum og við. Aðilar eru að setja sig

Svona gæti sameiginlegt rými fyrir bílaleigur litið út.

Hugmynd að útliti upplýsingamiðstöðvar.

í samband við okkur og við erum að kynna verkefnið fyrir hinum ýmsu aðilum þessa daga, segir Skúli.“

Sér fyrir sér klasasamstarf

Skúli segir klasasamstarf vera að aukast á ýmsum sviðum og er það að hans mati áhugaverð þróun. Ein hugmyndin er að í Rósaselstorgi verði veitingasalan öll á sama stað og að gestir neyti veitinga í rými sem sameiginlegt er með öllum stöðunum, líkt og þekkist í verlsunarmiðstöðvum. „Að mínu viti er það í raun ein tegund samvinnu. Fyrirtæki geta verið í samkeppni en til að hámarka nýtingu og auka hagkvæmni þá eru ákveðnir þættir samnýttir, þau reyna sem sagt að hámarka arðsemi í virðiskeðjunni. Þannig gæti ég séð fyrir mér, ef áhugi er fyrir, að veitingastarfsemin yrði skipulögð eins og „Food Cort“, þá samnýta staðirnir borð, stóla og fleira en keppa sín á milli um viðskiptavinina á grundvelli framboðs, verðs og þar fram eftir götunum.“

Þjónustuver fyrir bílaleigur

Önnur áhugaverð þróun sem Skúli nefnir eru bílaleigumiðstöðvar. „Slíkar er algengt að sjá víða erlendis.

Þá taka nokkrar bílaleigur sig saman og leigja sameiginlega aðstöðu þar sem viðskiptavinir ólíkra bílaleiga eru afgreiddir með bíla sína. Viðskiptavinirnir gætu þá verið sóttir í flugstöðina af skutlu sem bílaleigurnar reka saman. Þá gætu þessir aðilar hugsanlega haft aðgang að sameiginlegri þvottaaðstöðu og annarri grunnþjónustu,“ segir hann.

Tækifæri fyrir Suðurnesin í ferðamennsku

Ljóst er að allir flugfarþegar til og frá Keflavíkurflugvelli munu eiga leið fram hjá Rósaselstorgi og því býður staðsetningin upp á gríðarleg tækifæri fyrir bæjarfélögin á Suðurnesjum til að kynna fyrir ferðamönnum hvað þau hafa upp á að bjóða. „Það gæti verið að þarna væri rétta staðsetningin fyrir miðstöð upplýsinga um svæðið okkar, nokkurs konar gluggi inn í bæjarfélögin. Samkvæmt hagtölum ferðaþjónustunnar sem birtar voru í apríl á síðasta ári var Reykjanesbær í 7. sæti yfir áfangastaði á Íslandi yfir vetrartímann. Við getum án nokkurs vafa aukið áhuga og kynningu á svæðinu okkar, ekki bara fyrir erlenda ferðamenn heldur líka íslendinga.“

Stefna að áframhaldandi uppbyggingu við Rósaselstorg Forseti bæjarstjórnar í Garði segir staðsetningu Rósasels fela í sér dýrmæt tækifæri fyrir Suðurnesin til að kynna svæðið fyrir ferðamönnum. „Þetta Einar Jón er virkilega jákvæð Pálsson, uppbygging f yrir forseti Suðurnesin í heild bæjar sinni,“ segir Einar Jón stjórnar Pálsson, forseti bæjarí Garði stjórnar í Garði, um fyrirhugaða byggingu á verslunarog þjónustumiðstöðinni Rósaseli við Keflavíkurflugvöll. Rósasel mun rísa á lóð innan sveitarfélagamarka Garðs. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á fyrra hluta þessa árs og að þeim ljúki á næsta ári.

Fyrirhugað er að í framtíðinni muni á svæðinu í kringum Rósaselstorg rísa húsnæði sem hýsir ýmsa starfsemi tengda flugi og ferðaþjónustu. „Þarna eru miklir möguleikar því að með stækkun flugstöðvarinnar þrengir að fyrirtækjum í næsta nágrenni hennar. Allt sem tengist flugstöðinni og flugtengdri þjónustu gæti því flutt á svæðið í kringum Rósaselstorg, sérstaklega það sem tengist ferðamönnunum sjálfum, svo sem bílaleigur og önnur þjónusta. Þá mun þessi uppbygging á þjónustu ekki síður nýtast fyrir íbúa á svæðinu.“ Einar Jón segir forsvarsmenn margra fyrirtækja hafa lýst yfir áhuga á að byggja á svæðinu. Einar segir staðsetningu Rósasels fela í sér dýrmæt tækifæri fyrir Suður-

nesin í heild sinni til að kynna svæðið fyrir ferðamönnum. „Rósasel verður kjörinn staður til að kynna hvað Suðurnesin hafa upp á að bjóða, sem er fjölmargt, en það þarf að ná betur til ferðamanna.“ Fólksfjölgun í Garði hefur staðið í stað undanfarin ár en Einar kveðst vongóður um að þessi uppbygging sem og uppbyggingin á flugstöðvarsvæðinu og í Helguvík, komi til með að fjölga íbúum í Garði. Garður muni fá greidda fasteignaskatta af þeim byggingum sem muni rísa við Rósaselstorg. Einar segir að töluverður kostnaður fyrir bæjarfélagið fylgi þó framkvæmdunum í upphafi en að hann muni skila sér til baka þegar fram sækir.


PIPAR \ TBWA •

SÍA •

156249

ZINGER TWISTER Zinger kjúklingalundir, iceberg salat, salsa-sósa og létt piparmajónes. Allt vafið saman í heita, mjúka, ristaða tortillu.

929 KR.

Boxmáltíð

1.899 KR.

Zinger Twister, franskar, 3 Hot Wings, gos og Conga súkkulaði.


16

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 14. janúar 2016

Eylandið Ásbrú

Elmar, Dagný og Arnór lofa góðri skemmtun.

Við erum rík af tónlist ●●Söngvaskáld á Suðurnesjum. ●●Tónleikaröð í Hljómahöll á nýju ári

Tónleikaröðin Söngvaskáld á Suðurnesjum hefur göngu sína í Hljómahöll á nýju ári þar sem kynntur verður ríkur tónlistararfur Suðurnesjamanna á þrennum tónleikum fram á vor. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir fimmtudaginn 4. febrúar þar sem fjallað verður um hinn ástsæla Vilhjálm Hólmar Vilhjálmsson úr Höfnum, þá verður fjallað um þekkar tónsmíðar héraðslæknis Keflvíkinga og „Grindvíkingsins“ Sigvalda Kaldalóns föstudaginn 3. mars og að lokum eru tónleikar helgaðir Jóhanni Helgasyni 7. Apríl en eftir hann liggja ófáar tónsmíðar og þekkt lög. Tónleikarnir verða haldnir í Bergi þar sem kynnt verður sagan á bak við tónlistina en kynnir er Dagný Gísladóttir,

söngvari er Elmar Þór Hauksson og undirleikur og útsetningar eru í höndum Arnórs B. Vilbergssonar. Að sögn Dagnýjar er markmiðið að kynna tónlistarmenningu Suðurnesja sem sé rík og þar sé af nógu að taka. „Vonandi er þetta bara byrjunin, það er hægt að halda lengi áfram en við ætlum að sjá til hvernig viðtökur þessi tónleikaröð fær og hvort áhugi er á þessu formi þar sem kynning fer saman við lifandi tónlist.“ Arnór B. Vilbergsson er Suðurnesjamönnum að góðu kunnur en hann starfar sem organisti við Keflavíkurkirkju auk þess sem hann hefur séð um tónlistarstjórn á hinum vinsælu sýningum Með blik í auga. Elmar Þór Hauksson hefur vakið athygli að

Minning: Jakob Kristjánsson Jakob Kristjánsson, félagi okkar til tuga ára, er látinn eftir skamma sjúkdómslegu. Þegar Kiwanisklúbburinn Keilir Keflavík, var stofnaður árið 1970 var Jakob einn af stofnfélögum hans. Jakob var mjög virkur innan Kiwanisklúbbsins Keilir og gengdi mörgum trúnaðarstörfum innan klúbbsins. Hann var forseti Kiwanisklúbbsins Keilis árið 1979 og var árið 1995 veitt æðsta viðurkenning Kiwanis hreyfingarinnar á Íslandi fyrir störf

sín í þágu Kiwanis Með Jakobi er genginn góður maður, heill í gegn í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var orðvar maður og hallaði aldrei á neinn. Jakobs verður sárt saknað og skarð hans vandfyllt. Blessuð sé minning Jakob Kristjánssonar. Kiwanisklúbburinn Keilir Keflavík.

OPINN FUNDUR EYGLÓ HARÐARDÓTTIR, FÉLAGS- OG HÚSNÆÐISMÁLARÁÐHERRA,

stendur fyrir opnum fundi um húsnæðismál fimmtudaginn 21. janúar kl.17.00 í Framsóknarhúsinu að Hafnargötu 62 í Reykjanesbæ. Allir velkomnir.

undanförnu fyrir söng sinn en hann hefur komið fram sem einsöngvari auk þess að syngja með kórum og í kvartett og er Vilhjálmur að hans sögn í miklu uppáhaldi og því við hæfi að hefja tónleikaröðina á honum. Hljómahöll er samstarfsaðili tónleikaraðarinnar og segir Dagný spennandi að sjá hvernig útkoman verði og jákvætt að verið sé að framleiða efni af svæðinu sem gæti einnig vel hentað fyrir gesti af höfuðborgarsvæðinu og þannig aukið hróður Suðurnesja. „Þetta er okkar framlag til íslenskrar menningar og það er nú ekkert lítið enda hýsum við að sjálfsögðu Rokksafn Íslands í Hljómahöll.“ Miðasala fer fram á hljomaholl.is og tix.is og er miðaverð kr. 3.200.

Aug lýsing í f ramhaldi af áramótaskaupi sjónvarpsins þar sem Ásbrú / Kadeco óskaði okkur landsmönnum gleðilegs nýs árs, ásamt stærri f yrirtækjum Steinþór landsins sem senda Jónsson svona kveðju á þessum auglýsingatíma í sjónvarpi, vakti athygli mína. Af hverju er eitt hverfi í sveitarfélaginu mínu farið að senda svona kveðjur ítrekað eitt og sér? Hvergi kom fram að Ásbrú væri hluti af Reykjanesbæ og staðsett þar. Þetta hverfi er líka komið með sérstakan Ásbrúardag og þá hljóta næst að koma Keflavíkurdagar, Njarðvíkurdagar og Hafnardagar. Árvissir viðburðir þar sem fyrirtæki og brautryðjendur í hverju hverfi fyrir sig fái jákvæða umfjöllun og hrós fyrir dugnað og einstaklingsframtak. Á sínum tíma þegar herinn fór var tekin ákvörðun um að nýta það húsnæði sem hann skildi eftir sig fyrir svæðið öllum til heilla. Margir voru ósammála þeirri ákvörðun og margir hafa bæst í þann hóp. Staðreyndin er hins vegar sú að ekki verður aftur snúið. Því þurfum við bæjarbúar að fá að vera með, vera upplýstir og vita hvenær eitt hverfi í bænum okkar

hættir að vera rekið af sérstöku þróunarfélagi og öll hverfin fari að vinna saman. Eða á Hafnargatan að halda áfram að drabbast niður þangað til miðbærinn með þeirri verslun sem þar er ennþá, vegna dugnaðar og þrautseigju eiganda, rekstraraðila og starfsfólks, færist í heilu lagi í nýjasta hverfi bæjarins - Ásbrú. Kannski er þetta allt í góðu og undirritaður að misskilja aðferðafræðina, en ef svo er þá tel ég að kominn sé tími til að upplýsa okkur bæjarbúa betur og útskýra verkefnið. Er ekki kominn tími á fund með bæjarbúum þar sem spilin eru lögð á borðið og upplýst hvenær og hvernig uppbygging á Ásbrú muni skila bænum í heild ávinningi. Nýjar fréttir um fjölgun íbúa, nýjar íbúðir og nýtingu húsnæðis virðast allavega ekki koma frá kosnum fulltrúum Reykjanesbæjar. Ég skora á þá sem settu þessa fallegu kveðju í loftið að boða til fundar við bæjarbúa, og þá er ég að tala um íbúa Reykjanesbæjar en ekki bara Ásbrú. Ásbrú getur ekki og má ekki vera eyland í bænum okkar frekar en Helguvík, Hafnir, Njarðvík eða Keflavík. Steinþór Jónsson, hótelstjóri

Samtaka, getum við það! Af lestri fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar fyrir árið 2016 er ljóst að óvissa er framundan hvað varðar suma þá þjónustu er bærinn veitir og ekki Hannes Friðriksson telst lögbundin. Einn þessara þátta er rekstur geðræktarmiðstöðvarinnar Bjargarinnar. Velferðarráð Reykjanesbæjar hefur með kjarnyrtri bókun þann 14. des sl. kallað eftir aðstoð bæði ríkis og félagasamtaka til þess að halda rekstri Bjargarinnar gangandi. Þar tala þeir sem þekkja og við því kalli hljótum við sem samfélag að bregðast við og hjálpa, sé þess nokkur kostur. Markmið starfsemi Bjargarinnar allt frá stofnun árið 2005 verið margþætt og stuðlað að því að byggja upp og styðja við einstaklinga sem eru eða hafa verið að glíma við geðraskanir. Það hefur verið gert með því að rjúfa félagslega einangrun þeirra, viðhalda og styrkja tengslanet , bæta lífsgæði og draga úr stofnanainnlögnum eftir því sem kostur er. Björgin er endurhæfingarúrræði þar sem þeir er þjónustunnar njóta eru á endurhæfinga- og örorkulífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins, eða með lágmarksframfærslu á meðan beðið er afgreiðslu endurhæfingar-/örorkumats. Ljóst er að starfið hefur skilað umtalsverðum árangri og á sama tíma hefur orðið til þekking og reynsla. Þá þekkingu og reynslu gæti orðið erfitt að endurheimta kæmi til lokunar eða skerðingar á starfseminni frá því sem nú er. Það er einkenni góðs og sterks samfélags að standa saman og standa vörð um þá þætti samfélagsþjónustunnar

sem talinn er nauðsynlegur svo gott mannlíf geti þrifist. Starfsemi Bjargarinnar er einn þeirra þátta sem nú þarf á stuðningi að halda. Það er nú sem reynir á hina samfélagslegu ábyrgð. Vilji bæjaryfirvalda til að viðhalda sem mestri og bestri þjónustu við bæjabúa er ljós, um leið og vitað er að gangi kröfur lánadrottna eftir um frekari niðurskurð munu miklar breytingar verða. Við megum ekki láta það gerast að hér verði rekið samfélag á forsendum lándrottna sem því miður virðast draga það að axla sína samfélagslegu ábyrgð. Það yrði samfélag stöðnunar, þar sem öll þjónusta yrði í lágmarki. Við skulum snúast til varnar og standa vörð um það sem vel hefur verið gert og er okkur til sóma. Hver sem niðurstaðan verður í samningarumleitunum bæjaryfirvalda við lánadrottna er ljóst að nokkrar breytingar eru fyrirsjáanlegar innan velferðarþjónustunnar. Viljinn er fyrir hendi, en fjármagnið vantar. Framtíð Bjargarinnar verður ekki tryggð nema til komi tímabundinn stuðningur félagasamtaka og fyrirtækja í bænum. Ég hvet því sem allra flesta áhugasama og fulltrúa félagasamtaka og fyrirtækja til að mæta á undirbúningsfund að stofnun Hollvinafélags Bjargarinnar er haldinn verður í húnæði Bjargarinnar þann 18 janúar kl 20.00. Á fundinum verða málin rædd og leitað tillagna til lausnar. Við skulum ekki gefast upp þó á móti blási. Við skulum sameinuð skapa það samfélag sem við getum verið stolt af. Samtaka getum við það. Með ósk um gleðilegt og gott nýtt ár. Hannes Friðriksson

Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,

Ásta Magnhildur Sigurðardóttir, Hlíðarvegi 9, Njarðvík,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, laugardaginn 9. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 19. janúar kl. 13:00. Guðmundur Brynjar Guðlaugsson, Sigurður Guðmundsson, Aðalheiður Hilmarsdóttir, Guðlaugur Guðmundsson, Kristín M. Hreinsdóttir, Brynja Guðmundsdóttir, Ólafur Björn Borgarsson, Brynjar Guðmundsson, og barnabörn.


fimmtudagur 14. janúar 2016

17

VÍKURFRÉTTIR

FERSKIR VINDAR SETJA SVIP Á GARÐINN Fjölmennt var við opnun sýninga Ferskra vinda um síðustu helgi.

●●50 listamenn frá öllum heimshornum skapa listaverk í Garðinum Listaverkefnið Ferskir vindar stendur nú sem hæst í Garðinum. Sem fyrr er listrænn stjórnandi og umsjónarmaður verkefnisins Mireya Samper. Hópur sem telur um 50 listamenn frá öllum heimshornum hafa haldið til í Garðinum síðustu vikur og unnið að listsköpun. Listsýningar voru svo opnaðar í Garðinum um síðustu helgi og um komandi helgi verða sýningar víða um Garðinn. Það var Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, sem opnaði sýningarnar en einnig voru sendiherrar Frakklands og Japan sérstakir gestir við opnunarhátíðina.

Listaverk eru m.a. til sýnis í sýningarrými við bæjarskrifstofurnar í Garði.

Bæjarbúar fjölmenntu á síðbúinn þrettánda Góð þátttaka var í síðbúnum þrettánda í Reykjanesbæ á laugardaginn. Myndarlegur hópur mætti í skrúðgöngu frá Myllubakkaskóla og að hátíðarsvæðinu við Hafnargötu þar sem fram fór dagskrá sviði og kveikt var í brennu á Bakkalág.

Björgunarsveitin Suðurnes skaut upp glæsilegri flugeldasýningu og púkar og tröll sáu um að hrella börn og fullorðna á meðan dagskránni stóð. Meðfylgjandi svipmyndir frá þrettándafagnaðinum tók Hilmar Bragi.

Þetta er í fjórða skiptið sem Ferskir vindar eru haldnir í Garðinum. Verkefnið var fyrst haldið áramótin 20102011 og hefur verið haldið annað hvert ár síðan. Árið 2012 var hópurinn í Garðinum í maí og júní en öll hin skiptin hafa listamennirnir verið yfir áramót.

Markmið listahátíðarinnar Ferskra vinda er að skapa lifandi umhverfi sem allir njóta góðs af, með nýstárlegum listaverkum og uppákomum. Einnig að mynda tengslanet milli innlendra og erlendra listamanna og efla um leið íslenska myndlist og fjölbreytileika menningarviðburða á Íslandi. Þá er það markmið að hátíðin gegni mikilvægu hlutverki við að auka komu ferðafólks á svæðið, færa listina til fólksins og auðga andann. Mörg verk pr ýða Garðinn í dag eftir fyrri skipti Ferskra vinda og eru í eigu Garðs. Einhverjir erlendir listamenn sem hér hafa verið, hafa nýtt sér myndir og annað á sýningar sínar erlendis. Listaverkefnið er nú orðið nokkuð þekkt og er eitt af stærri verkefnum tengt listum sem sveitarfélag á Íslandi kemur að, en nokkuð er fjallað um verkefnið bæði hér heima og erlendis. Meðfylgjandi myndir voru teknar við opnun sýninga um síðustu helgi.

SMÁAUGLÝSINGAR Til leigu

Til leigu íbúð. Íbúðin er laus og u.þ.b. 80 fm. Íbúðin er í Heiðaskólahverfinu og er er öll nýmáluð og með nýlegri eldavél. Langtímaleiga (íbúð ekki á sölu). Þinglýstur samningur með möguleika á húsaleigubótum. Uppl. í síma 773-3310. Studeoíbúð u.þ.b. 50 fm, laus strax. Leigist ekki yngri en 55 ára. Upplýsingar í síma 867-3909 eftir kl.17:00. U.þ.b. 80 fm íbúð til leigu í Sandgerði, laus strax. Upplýsingar í síma 8932974. Mikið endurnýjuð, björt og skemmtileg 88 fm íbúð á fyrstu hæð laus 1.febrúar. Sjón er sögu ríkari. Myndir og allar upplýsingar fást með tölvupósti á eojohanns@gmail.com

Óskast til leigu Fullorðna, reglusama konu bráðvantar 3. herb íbúð á Suðurnesjum frá mars n.k. Reykir ekki og drekkur ekki og greiðsla færi í gegnum greiðsluþjónustu í banka. Uppl. í síma 861-8311.

Verið velkomin

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

SUNNUDAGUR 17. JANÚAR KL. 11:00 Sunnudagaskóli hefst. Vox Felix syngur í guðsþjónustu. Sr. Eva Björk þjónar ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR KL. 20:00 Kristniboðasambandið kynnir starf sitt. MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR KL. 12:00 Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar. Súpa og brauð, 500 kr. að lokinni stund. MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR KL. 20:00 Skemmtilegt og fróðlegt leikrit eftir Valgeir Skagfjörðum um æsku sr. Hallgríms Pétursson. Allir velkomnir

Styrktu Heiðu ■■Þær Lilja, Inga Bryndís og Dzana eru 9 ára stelpur í Heiðarskóla sem langaði að láta gott af sér leiða og seldu skartgripi til styrktar Heiðu Hannesar. Þær stóðu sig mjög vel og söfnuðu 20.921 kr.


18

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 14. janúar 2016

ÍÞRÓTTIR

Eyþór Sæmundsson // eythor@vf.is

UNDIR HÆLNUM Á ÁKVEÐNUM LEIKMÖNNUM ●● Bjóst við betri vinnubrögðum frá stjórninni ●●Margréti Sturlaugsdóttur sagt upp hjá Keflavík Margrét Sturlaugsdóttir fráfarandi þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta gagnrýnir stjórn deildarinnar harkalega en hún fékk reisupassann fyrr í vikunni. Hún segir að hún hefði gjarnan viljað vera áfram með liðið og uppsögnin hafi komið henni mikið á óvart. Fyrr á tímabilinu höfðu deilur milli Margrétar og Bryndísar Guðmundsdóttur komist í kastljósið, málalyktir urðu þær að Bryndís ákvað að ganga til liðs við Snæfell og Margét hætti sem aðstoðarþjálfari hjá landsliðinu í kjölfarið. Falur Harðarson eiginmaður Margrétar hætti sem formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur í kjölfarið af uppsögn hennar. Jón Halldór Eðvaldsson tekur við formennsku en í samtali við Víkurfréttir sagði Jón að stjórnin myndi ekki tjá sig um ástæður uppsagnarinnar. „Málið er viðkvæmt og þetta er bara einkamál milli deildarinnar og Margrétar,“ sagði Jón. Hann vildi ekki tjá sig um hvort stjórnin hafi verið ósátt við störf Margrétar eða hvort ósætti hafi komið upp milli hennar og leikmanna. Margrét er á því að fyrst og fremst hafi ástæðan verið sú að leikmennirnir Bríet Hinriksdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir hafi verið ósáttar við sitt

hlutskipti. „Það er mín skoðun að þær hlupu á sig og urðu reiðar. Það er erfitt að bakka út úr því og segja fyrirgefðu við liðið.“ Margrét segir að þær hafi verið settar úr byrjunarliði eftir að hafa ekki mætt á allar æfingar.

Settar úr liðinu fyrir að mæta ekki á æfingar

„Í mínum þjálfarabókum hefur það alltaf verið þannig að þjálfarinn ræður byrjunarliðinu alveg saman hvað er í gangi. Hvort sem það er eins og í þessu tilfelli mætingu á æfingu, sem er ekkert stórmál, en það þarf það sama yfir alla að ganga. Það eru tvær sem byrja útaf, önnur varð brjáluð og hin ekki. Ég gaf tíu daga frí yfir jólin. Eftir landsliðsprógram þá mætir önnur þessara leikmanna ekki á fjórar æfingar og hin ekki á tvær, en það var ekki vegna landsliðsæfinga.“ Margrét segist hafa búist við betri vinnubrögðum frá stjórn körfuknattleiksdeildar þegar ákvörðun hafi verið tekin um að láta hana fara. „Ég hefði viljað betri vinnubrögð. Þeir töluðu aldrei við hina tólf leikmennina. Töluðu bara stuttlega við mig en meira við hinar geri ég ráð fyrir, það var svo tekin afstaða út frá því. Það er engin ástæða fyrir þessu nema sú að ég gat ekki ráðið byrjunarliðinu og öðru

nema vera undir hælnum á ákveðnum leikmönnum,“ hún segir að því hafi verið erfitt að kyngja en viðurkennir að stjórnin hafi verið í erfiðri stöðu. Margrét bætir því við að aðalmálið sé að Keflavík sé í góðum höndum núna og þessar stelpur þurfi bara að stíga upp og sanna sig. „Stjórnin gefur þá ástæðu að það sé óánægja til staðar. Við vorum í hellings barningi út af þessu máli með Bryndísi fyrr í vetur. Ég var svo glöð að hafa talað sjálf við stjórnina þá og talaði svo við stelpurnar eftir það og bað þær að vera í bandi ef það væri eitthvað. Þær höfðu því öll tækifæri til þess að vera opinskáar og ræða sín mál. Ég bað stjórnina um að tala við Bríeti og Söndru því þær voru bestu vinkonur Bryndísar í liðinu. Það var allt gert, þannig að allt átti að vera í blóma. Það er bara fyrirsláttur að það hafi verið eitthvað annað. Það var bara reiðin og pirringurinn yfir að vera ekki í byrjunarliðinu og að vera tekin út af.“

Gætu ekki nefnt leikmenn á nafn

Hvað finnst þér um þá staðreynd að ákveðnir leikmenn geti haft þessi áhrif á stjórnina? „Þeir verða að svara fyrir það. Þetta er greinilega lína sem þeir eru að leggja.

Veit alltaf hvar ræturnar eru ●●Sverrir Þór er búinn að núllstilla sig og er klár í slaginn

Sverrir Þór Sverrisson tók við þjálfun Keflavíkurliðins af Margréti Sturlaugsdóttur. Sverrir hafði tekið sér frí frá þjálfun en hann átti erfitt með að hafna þessu tækifæri þegar það bauðst. Hann segir að Keflavíkurhjartað hafi tifað þegar haft var við hann samband. „Einhvern veginn kom upp þessi staða í Keflavík og eftir að þeir höfðu samband þá kviknaði áhuginn en ég var ekkert á leiðinni að fara að þjálfa. Ég lagði skóna á hilluna árið 2010 og hef ekkert verið í Keflavík síðan, það var því spennandi að koma tilbaka. Ég ætlaði að vera í fríi þetta tímabil en fann það bara að ég var tilbúinn,“ segir Sverrir sem hefur komið víða við á löngum ferli í körfunni og fótboltanum. „Ég er fæddur og uppalinn Keflvíkingur og það hefur aldrei breyst. Maður hefur gefið allt í starfið og ber taugar til þeirra félaga sem ég hef verið hjá og unnið titla með. En maður veit alltaf hvar ræturnar eru.“ Sverrir segist hafa þurft á fríinu að halda, hann hafi verið orðinn ansi lúinn.

Nauðsynlegt að taka sér frí

„Þetta var bara nauðsynlegt fyrir mig. Ég tók að mér að þjálfa bæði karla og kvennalið og svona eftir á að hyggja þá var það bara of mikið. Ég hef þó verið í góðu fríi núna og er bara orðinn ferskur aftur ég finn það bara og er fullur áhuga og er spenntur fyrir þessu. Áhuginn var alltaf til staðar en ég var bara orðinn þreyttur. Ég þurfti að stíga til hliðar og núllstilla mig.“ Tindastóll hafði samband við Sverri fyrr á tímabilinu en hann var ekki tilbúinn að flytja norður og taka að sér það verkefni. „Það þurfti að vera eitthvað svona sérstakt sem ég myndi taka að mér.“ Sverrir veit að hann er að stíga inn í sérstaka stöðu en talverð ólga hefur verið innan liðsins. „Já þetta er sérstök staða, en þetta dæmi sem er búið að vera í gangi það er bara búið að afgreiða, milli þá Möggu og liðsins. Nú horfum við bara fram á veginn og vinnum saman,“ segir þjálfarinn að lokum.

Því miður er það sorgleg staðreynd að þeir sem tóku ákvörðun um þetta lið, þeir hefðu ekki getað labbað niður á gólf á meistaraflokksæfingu og nefnt alla leikmenn á nafn,“ segir Margrét. „Þegar ég var ráðin í þetta starf, þá eru það orð stjórnar að það þyrfti að taka aðeins til og koma skikki á þetta lið aftur. Þannig að þeir voru að ráða inn mín vinnubrögð, eða það hélt ég.“ „Mín skoðun er sú að það hefur verið lenska í Keflavík að þjálfari meistaraflokks karla hafi þjálfað kvennaliðið líka síðan þessar stelpur komu upp. Mér finnst bara eins og þær hafi fengið að ráða of miklu. Svo kem ég og ákveð að vinna mína vinnu eins og ég hef alltaf gert og það bara hentar ekki.“ Heldur þú að þær hefðu komið öðruvísi fram við þig ef þú værir karlmaður? „Ö…, já,“ segir Margrét og hlær. „Það er kannski svolítið flókið fyrir stelpur að hafa kvenstjórnanda en ég átta mig ekki alveg á því af hverju svo er, hvort þær líti á mig sem einhverja samkeppni eða hvað.“ Margrét þekkir stelpurnar í liðinu afar vel. Margar þeirra eru vinkonur dætra hennar sem líka hafa leikið með liðinu.

Þegar ég var ráðin í þetta starf, þá eru það orð stjórnar að það þyrfti að taka aðeins til og koma skikki á þetta lið aftur. Þannig að þeir voru að ráða inn mín vinnubrögð, eða það hélt ég

„Þær vissu alveg fyrirfram hvernig ég er. Þetta kom greinilega eitthvað við kauninn á þeim og þeirra væntingar um að vera að spila. Þannig að ég get eiginlega ekki litið á það svo að þetta hafi verið mín vinnubrögð sem orsaka þetta.“ Margrét hefur kvatt liðið og horfir nú fram á veginn. Hún segist vel geta hugsað sér að halda áfram þjálfun, það sé ennþá eitt það skemmtilegasta sem hún gerir. „Allir hinir leikmennirnir komu til mín á föstudagskvöldið og ég knúsaði þær og kvaddi með virtum. Svo kíkti ég á æfingu í gær og talaði við hinar tvær, það var bara fínt. Maður þarf ekki endilega að vera sammála en maður getur verið fullorðinn og tekið mótlæti.“

Léttleiki í Ljónagryfjunni ■■Það var allt í mesta bróðerni þegar b-lið Njarðvíkinga fékk topplið Domino’s deildarinnar, Keflavík í heimsókn í átta liða úrslitum bikarkeppninnar. Gestirnir áttu ekki í teljandi erfiðleikum með að klára leikinn en það sama verður ekki sagt um b-liðið þar sem leikformið var ekki alveg til staðar hjá flestum leikmönnum. Keflvíkingar höfðu að lokum auðveldan 84:108 sigur. Meðfylgjandi myndir eru frá leiknum.

Brenton fékk sér sæti á Keflavíkurbekknum þar sem Gunni sjúkraþjálfari aðstoðaði hann.

Allir vinir. Einar Einars aðstoðarþjálfari Keflvíkinga og Hjörtur Guðbjartsson heilsast í hálfleik.


fimmtudagur 14. janúar 2016

VÍKURFRÉTTIR

Sérstök tilfinning að sjá strákinn í gömlu treyjunni ●●Ætlar að rifja upp gömlu Keflavíkursöngvana Gamla Keflavíkurgoðsögnin Jón Kr. Gíslason var mættur Keflavíkurmegin í Ljónagryfjuna í fyrrakvöld þegar lið Keflvíkinga sótti b-lið Njarðvíkinga heim. Jón hafði sérstaka ástæðu til þess að gleðjast yfir leiknum því Daði Lár sonur Jóns lék sinn fyrsta leik með Keflvíkingum. Daði hefur alla tíð verið Stjörnumaður en fjölskyldan hefur verið búsett í Garðabæ um árabil. „Mér líst ofsalega vel á þetta. Ég þekki þetta umhverfi í Keflavík og þegar hann nálgaðist mig drengurinn og vildi breyta til þá fannst mér spennandi að

hann færi í hópinn hans Sigga Ingimundar,“ segir Jón Kr. „Hann hefur vantað svolítið gleðina í boltanum og ég er að vonast til þess að þetta breyti því. Það hentar honum ofsalega vel þetta umhverfi hjá Sigga, það er hraði og læti á æfingum,“ bætir bakvörðurinn fyrrum við. Hann fer ekki leynt með stoltið sem fylgdi því að sjá strákinn í Keflavíkurbúningnum. „Ég get ekki neitað því að það var sérstök tilfinning að sjá hann í gömlu treyjunni minni. Við vorum eiginlega báðir pínu skrýtnir úti í bíl eftir leik-

inn, okkur fannst þetta báðum mjög sérstakt. Þetta er bara gaman og nú fer maður að rifja upp gömlu Keflavíkursöngvana,“ segir Jón Kr. og hlær. Daði Lár fékk búning númer 14, en eins og kunnugt er lék Jón Kr. sjálfur með það númer á bakinu hjá Keflavík. „Við vitum alveg að hann er kannski ekki að fara að leika einhvert stórt hlutverk núna en við erum að hugsa þetta til lengri tíma. Það var frekar skrýtið að sjá afkvæmi sitt í einhverjum öðrum búning en sem betur fer var það Keflavík,“ sagði herra Keflavík að lokum.

Á LEIÐ TIL ÚTLANDA?

Velkomin í verslun okkar á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð.

Gleraugu allt að 50% ódýrari en á meginlandi Evrópu Sjónmælingar (tímapantanir):

Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811

Vilt þú leggja okkur lið við að þjónusta ferðalanga?

Sumarstörf Við leitum að jákvæðu fólki í fjölbreytt störf í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sumarið 2016. Um er að ræða almenn störf í bankaþjónustu. Hæfni og eiginleikar sem við óskum eftir • Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvæðni og þjónustulund • Góð enskukunnátta • Reynsla af þjónustustörfum er æskileg

Nánari upplýsingar veitir Maríanna Finnbogadóttir mannauðsráðgjafi Netfang marianna.finnbogadottir@arionbanki.is Sími 444 6268 Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar 2016 og sótt er um störfin á arionbanki.is. Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

• Stúdentspróf er skilyrði

Arion banki er líflegur og spennandi vinnustaður Við vinnum með viðskiptavinum okkar að því að búa í haginn fyrir framtíðina. Við ræktum jákvæðan starfsanda, og leggjum áherslu á að starfsfólk okkar þroskist og þróist í starfi með markvissri fræðslu og þjálfun. Straumlínustjórnun er hluti af daglegri menningu með stöðugum umbótum og samvinnu allra starfsmanna. Jafn réttur kvenna og karla til starfa er okkur hjartans mál og nýverið hlutum við Jafnlaunavottun VR. Saman látum við góða hluti gerast.

19


Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001

Mundi STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Vonandi mála Keflavíkurstelpur Sverri ekki út í horn.

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Hakakrosstöflur og kannabisfræ haldlögð í tveimur húsleitum

Jólin kvödd með hvelli!

■■Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á umtalsvert magn af fíkniefnum í vikunni sem leið. Í öðru tilvikinu var upphaf máls það, að réttindalaus ökumaður var stöðvaður og lagði mikla kannabislykt úr bifreið hans. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. Skömmu síðar stöðvuðu lögreglumenn bifreiðina aftur. Var þá sambýliskona hans undir stýri en hann í farþegasæti. Hann reyndist þá vera með nokkurt magn kannabis og amfetamíns í fórum sínum. Að fenginni heimild g e rð i l ö g re g l a húsleit í híbýlum parsins. Þar fundust kannabis, amfetamín, hakakrosstöflur og kannabisfræ. Einnig grammavigt og hnúajárn. Maðurinn var með allmikla fjárhæð í fórum sínum. Grunur leikur á að þarna hafi farið fram sala á fíkniefnum. Í hinu tilvikinu fundust við húsleit í íbúðarhúsnæði amfetamín, kannabisklumpar svo og tóbaksblandað kannabis og hvítar efnaleifar um alla íbúð. Húsráðandi játaði eign sína á efnunum.

Ljósmynd: Hilmar Bragi

Skattadagur Deloitte í Reykjanesbæ Morgunverðarfundur þriðjudaginn 19. janúar kl. 8.30-10.00 á Park Inn by Radisson Keflavík

...

Áhugaverður morgunverðarfundur um skattamál og helstu breytingar á nýju ári. Húsið opnar kl. 8.00 með léttum veitingum. Skráning á fundinn er á netfanginu sob@deloitte.is Opnunarávarp Guðmundur Pétursson, formaður Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi Skattabreytingar: Íslenskur virðisaukaskattur á EM? Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte Skattabrunnur Deloitte: Er borin von að vinna Stóra Bróður? Pétur Steinn Guðmundsson, skatta- og lögfræðisvið Deloitte Isavia ohf. Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia ohf. Fundarstjóri Anna Birgitta Geirfinnsdóttir, forstöðumaður Deloitte í Reykjanesbæ


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.