05 tbl 2014

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17

Ð O ur B R látt L s A I f T UNN 20% a r VIK m sokka Di

Auglýsingasíminn er 421 0001

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

Hringbraut 99 - 577 1150

vf.is

F IMMTUDAGUR INN 6. F E BR ÚAR 2 0 14 • 5 . TÖ LU BLA Ð • 35. Á RGA NGU R Mörghundruð nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla á Suðurnesjum kynntu sér störf um 60 manns í íþróttamiðstöðinni við Sunnubraut á mánudagsmorgun. Víkurfréttir voru á staðnum og tóku myndir og einnig viðtöl við nokkra viðstadda. Áhugasvið nemendanna voru fjölbreytt og þeir voru vel undirbúnir með tilbúnar spurningar. Flestir nemendur spurðu um laun og vinnutíma en lengd náms o g a tv i n n u m ö g u le i ka r fylgdu þar fast á eftir. Fleiri myndir og frásögn eru á bls. 6 í blaðinu í dag.

Söfnun fyrir Norðurljósaturnum gengur vel

Hvað fáum við í laun?

VILL LÁTA „HALDA Á“ BRÚNNI Á MILLI HEIMSÁLFA

V

ið Suðurnesjamenn vitum að hér er brú á milli tveggja heimsálfa. Mig langar að búa til nýja hefð sem verður fólgin í því að taka mynd hjá þessari brú eins og verið sé að halda á brúnni sem tengir Evrópu og Ameríku,“ segir Daniel Alexandersson, 13 ára nemi í 8. bekk í Akurskóla. Skakki turninn í ítölsku borginni Pisa er þekkt kennileiti og ferðamenn taka gjarnan mynd af sér hallandi eins og turninn eða styðjandi við hann. „Þetta er fræg ítölsk hefð og mig langar að hvetja til slíkrar hefðar hér hjá okkur. Auðvitað verður hún ekki allt í einu til og það þyrfti kannski að

gera þægilega gangstétt sem leiðir að staðnum þar sem fólkið mun taka myndirnar,“ segir Daniel. Hann bætir við að sniðugt væri að láta þetta svo berast innan ferðamannaiðnaðarins á Íslandi. „Hingað til lands koma margir frægir og það væri sniðugt að fá þá til þess að „halda á brúnni milli heimsálfa. Ég er viss um að þessi hefð gæti orðið mikilvæg fyrir Suðurnesin því hingað koma margir ferðamenn. Þetta gæti orðið skemmtileg viðbót til þess að hvetja ferðamenn til að fara víðar um Reykjanesið,“ segir hinn hugmyndaríki Daniel.

Atvinnuleysi 35% minna A tvinnuleysi á Suðurnesjum dróst töluvert saman á milli áranna 2012 og 2013. Í desember 2013 var atvinnuleysi 30% minna en á sama tíma árið áður. Alls voru 779 atvinnulausir á Suðurnesjum í lok árs 2013 en 1123 í lok árs 2012.

Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar. Þetta telst jákvæð þróun og atvinnulausum hefur fækkað jafnt og þétt en hæst fór fjöldi þeirra í 1670 sem voru án atvinnu á Suðurnesjum árið 2009. Þá fækkar atvinnulausum talsvert í öllum sveitarfélögum á svæðinu. Atvinnulausir karlar voru í lok árs 2012 alls 567 og konur 556 án atvinnu en í desember

2013 voru 357 karlar án atvinnu á Suðurnesjum og 422 konur. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, eru samninganefndir að hittast á ný þessa dagana og ráða ráðum sínum, eftir að samningar voru felldir í janúar. Jákvæð þróun og stígandi sé í atvinnumálum og hann nefnir til dæmis að 100 færri voru á atvinnuleysisskrá í janúar en í desember. „Þrátt fyrir að kjarasamningar væru felldir erum við í uppsveiflu. Þegar þeir hafa náðst verður þetta allt upp á við,“ segir Kristján.

Listamaðurinn Guðmundur Rúnar Lúðvíksson hefur fengið góðar móttökur við hugmynd sinni um gera átta metra háa Norðurljósaturna sem hann hyggst reisa í Reykjanesbæ. Guðmundur hefur falast eftir landi undir verkið en ætlar sjálfur að standa straum af kostnaði við verkið sjálft. Áhugasamir geta styrkt og hjálpað til við að gera Norðurljósaturnana að veruleika. Hver sá sem styrkir verkefnið um a.m.k. 1.140 kr. fær nafn sitt grafið í eina af súlunum á verkinu. Nú þegar hafa safnast hátt á 800 þúsund krónur en áætlaður kostnaður eru fjórar milljónir. Á heimasíðu verkefnisins segir að með lítilli upphæð frá hverjum og einum ætti að vera möguleiki á að Norðurljósaturnarnir rísi hér á landi.

www.lyfja.is

Frábært vöruúrval og þjónusta í Reykjanesbæ Betri kjör fyrir heldri borgara

Félagar í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum njóta sérkjara í Lyfju Reykjanesbæ.

16%afsláttur

af lyfjum utan greiðsluþátttöku

12% afsláttur

af lausasölulyfjum og öðrum vörum

FÍTON / SÍA

Við stefnum að vellíðan. einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Lyfja Reykjanesbæ Krossmóa 4 Sími 421 6565

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

Afgreiðslutími: mán.–fös. 9–19 laugard. 10–16 sunnud. 12–16


2

fimmtudagurinn 6. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

NESVELLIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Léttur föstudagur 7. febrúar kl. 14:00 Séra Skúli, Arnór og félagar Allir hjartanlega velkomnir

ERTU TIL Í FJÖR?

n Tónlistarskólinn fluttur og allt komið í gang: Hefur þú áhuga á leiklist, söng, dansi, sminki, búningagerð eða öðru því sem við kemur uppsetningu á söngleik? Fimmtudaginn 6. febrúar 2014 verður haldinn kynningarfundur á sviðsverki sem sýnt verður 26. og 27. apríl. Áætlað er að tvinna saman brot úr þekktum söngleikjum og spuna. Fundurinn verður haldinn hjá MSS, Krossmóa 4a, 3. hæð kl. 20.00.

Fyrsti kennsludagur í Hljómahöllinni Fyrsti kennsludagur hjá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í Hljómahöllinni var á sl. mánudag. Tónlistarskólinn flutti þangað með viðhöfn síðastliðinn föstudag. Þegar Víkurfréttir litu við beið Gyða Dröfn Davíðsdóttir eftir að komast í þverflaututíma og var alveg til í að stilla sér upp með hljóðfærið. Þá var Emil Örn Gunnarsson í gítartíma hjá Alexöndru Pitak og Snæbjörn Gauti Snæbjörnsson leið-

beindi Bergþóru Káradóttur á saxófón. Von var á fleiri nemendum í tíma þegar líða tók á daginn, enda fer kennslan í tónlistarskólanum að miklu leyti fram eftir að kennslu í grunnskólum lýkur. Aðstaða, borð og stólar, verða til staðar svo að krakkar geti nýtt stund á milli stríða í að kíkja í skólabækur. Nemendur og kennarar sem blaðamaður ræddi við voru ánægðir með nýju aðstöðuna og hlökkuðu til vetrarins.

Leikstjórar eru Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Henning Emil Magnússon.

Hvatagreiðslur hækka í 10.000

ALLIR VELKOMNIR! Nánari upplýsingar hjá jenny@mss.is eða í síma 421-7500 (Jenný Magnúsdóttir)

DUUSHÚS

MENNINGAR- OG LISTAMIÐSTÖÐ REYKJANESBÆJAR Í Duushúsum er opið virka daga frá kl. 12 – 17 og um helgar 13 -17. Aðgangur að öllum sýningum er ókeypis. Nú standa yfir eftirtaldar sýningar: Listasalur KRÍA / KLETTUR / MÝ Sýning á nýjum þrívíddarverkum Svövu Björnsdóttur. Bátasalur Sýning á yfir 100 bátalíkönum eftir Grím Karlsson og munum frá Byggðasafni Reykjanesbæjar. Ljósmyndir eftir Heimi Stígsson á breiðtjaldi. Byggðasalur Á vertíð – Þyrping verður að þorpi. Sýning Byggðasafns Reykjanesbæjar. Sagan fyrir vélvæðingu. Bíósalur Verk úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar. Verið velkomin.

Mikill áhugi og möguleikar í flugvirkjun O

pnað hefur verið fyrir umsóknir í flugvirkjanám AST hjá Keili sem hefst í lok ágúst 2014. Fyrst var boðið upp á flugvirkjanámið haustið 2013 og bárust vel yfir hundrað umsóknir um þau 28 pláss sem voru í boði. Það er því ljóst að mikill áhugi er meðal Íslendinga að sækja flugvirkjanám, enda er mikill skortur á flugvirkjum í heiminum. Keilir og AST vilja benda á að nám og starf í flugvirkjun hentar jafnt konum sem körlum og því hvetjum við konur sérstaklega til að skoða þennan möguleika í framtíðinni. Atvinnugrein í örum vexti Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri ITS var í viðtali í Morgunblaðinu á dögunum, en þar var meðal ann-

ars fjallað um umsvif viðgerðarog viðhaldsstöðvar þeirra á Keflavíkurflugvelli. Alls starfa um 320 manns hjá fyrirtækinu og eru um helmingur starfsmanna flugvirkjar. „Síðustu misserin hefur verið talsverð hreyfing á fólki og nokkrir af eldri starfsmönnum okkar farið á eftirlaun. Í staðinn hefur komið inn fínn mannskapur, til dæmis strákar sem í kringum aldamótin fóru til Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjum og tóku flugvirkjanámið,“ segir Jens. Í huga ungs fólks er flugið gjarnan sveipað ævintýraljóma, margir fara í flugnám eða leggja fyrir sig tengdar greinar svo sem flugvirkjun. Í dag eru á annað hundrað manns að læra flugvirkjun, þar á meðal hjá Keili á Ásbrú, sem gefur til kynna að flugið er áhugaverð atvinnugrein í örum vexti.

u Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur ákveðið að upphæð á hvatagreiðslum árið 2014 verði 10.000 krónur á hvert barn á grunnskólaaldri til íþrótta-, tómstunda- og listgreinastarfs. Hvatagreiðslur voru teknar upp að nýju haustið 2013 en þá var upphæðin 9000 krónur á hvert barn í Reykjanesb æ. Hvat agreiðslur hjá bæjarfélaginu hófust árið 2008 en var um tíma hætt vegna hagræðingar hjá Reykjanesbæ. Árið 2008 nýttu 650 börn greiðslurnar sem voru að upphæð 7000 krónur. Á árinu 2013 voru 840 börn frá 16 félögum sem nýttu sér hvatagreiðslurnar í Reykjanesbæ. Heildarupphæð greiðslna var samtals 7.560.000 krónur í samanburði við 4.550.000 kr. árið 2008.

Tvöfalt fleiri í strætó í Vogum uAlls voru farþegar Vogastrætós 3.989 árið 2013, samanborið við 1.912 árið 2012. Farþegafjöldi í strætó í Vogum á Vatnsleysuströnd tvöfaldaðist á milli ári en þeir voru fjögur þúsund árið 2013 í samanburði við 1912 árið á undan. Árið 2013 var annað heila árið í starfrækslu Vogastrætós eftir að fyrirkomulagi akstursins var breytt síðari hluta árs 2011. Þjónustan er nú orðin nokkuð föst í sessi, ferðum hefur markvisst verið fjölgað og farþegum fer fjölgandi. Akstrinum er nú sinnt af starfsmönnum Umhverfisdeildar, með 14 farþega bíl í eigu sveitarfélagsins. Nýting bílsins er góð, því auk strætóaksturs er hann er einnig notaður fyrir skólaakstur og fleira hjá sveitarfélaginu.


Markhönnun ehf

magnpaKning

Kræsingar & kostakjör grísaKótelettur Áður 1.849.–

-30%

1.294.-

-20% grísabógur ferskur Áður 935

-36%

598.Frosið sagað

Tannkrem 125ml Compact Care 499 399 kr. 125ml extra White sensitive 499 399 kr. 50ml adv.White max booster 879 703 kr. 75ml adv.White 459 367 kr. 75ml adv.White sensitive 459 367 kr. 75ml brilliant sparkle 459 367 kr.

TannbursTar

75ml enamel Care Whiten 799 639 kr. 50ml adv.White max booster 879 703 kr. 75ml adv.White 459 367 kr. 75ml adv.White sensitive 459 367 kr. 75ml brilliant sparkle 459 367 kr. 75ml enamel Care Whiten 799 639 kr.

sonic tannburstar 2.497 1.998 kr. spinbrush my Way boys 1.699 1.359 kr. spinbrush my Way girls 1.699 1.359 kr. 799 639 kr. sonic tannb.áfyllingar 699 559 kr. spinbrush my Way girls 1.699 1.359 kr.

lambalæri Áður 1.998.–

-20%

1.598.-

grísahnaKKi pork roast Áður 1.989.–

-30%

1.392.með aldinKjöti

vatnsmelóna Áður 279.–

-50%

140.-

Kleinuhringir usa - bakað Á staðnum Áður 189.–

129.-

-32%

trópí

Coop saltstangir

1 l appelsínu Áður 229.–

250 g Áður 193.–

199.-

149.-

Tilboðin gilda 6. - 9. feb 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

-23%


4

fimmtudagurinn 6. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

n Stór tímamót í Sandgerði:

Landsbankinn fimmtugur Ú

Tækifæri fyrir Suðurnesjamenn á norðurslóðum T

ækifæri í atvinnuuppbyggingu á norðurslóðum voru kynnt fyrir fyrirtækjum á Suðurnesjum í síðustu viku. Þá fór fram fyrsti kynningarfundur verkefnisstjórnar á vegum Heklunnar- Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja, Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi og Isavia um ný tækifæri í atvinnuuppbyggingu á norðurslóðum. Hátt í eitthundrað manns sóttu fundinn sem haldinn var í Eldey, þróunarsetrinu á Ásbrú. Helstu tækifæri Suðurnesjamanna í þjónustu við norðurslóðir er að á Keflavíkurflugvelli verði staðsett

björgunarmiðstöð fyrir norðurslóðir vegna þeirra verkefna sem unnið er að t.a.m. vegna opnunar siglingarleiða og í tengslum við olíuleit við austurstönd Grænlands, svo dæmi séu tekin. Fjórir aðilar fluttu fyrirlestra á fundinum og sögðu frá gangi mála í þessu stóra verkefni. Guðmundur Pétursson, formaður SAR, Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi sem sá um undirbúning fundarins sagðist afar ánægður með þær upplýsingar sem komu fram og þá framtíðar möguleika sem væru fyrir Suðurnesjamenn í tengslum við norðurslóðir.

ERUM FLUTTIR Á IÐJUSTÍG 1C VIÐ HLIÐINÁ SS BÍLALEIGUNNI BÍLAVIÐGERÐIR-PARTASALA

Iðjustíg 1c - sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Orlofshús VSFK Páskar 2014 Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út um páskana: 2 hús í Svignaskarði 3 hús í Húsafelli 2 hús í Ölfusborgum 2 hús í Hraunborgum 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h á Akureyri Útleigutímabil er frá miðvikudeginum 16. apríl til og með miðvikudeginum 23. apríl 2014. Umsóknir liggja frammi á skrifstofu félagsins og er umsóknarfrestur til kl. 15:00 föstudaginn 7. mars 2014. Úthlutað verður samkvæmt punktakerfi.

Orlofsstjórn VSFK

tibú Landabankans í Sandgerði fagnaði 50 ára afmæli síðastliðinn föstudag. Af því tilefni færðu bæjarstjórinn, Sigrún Árnadóttir, og forseti bæjarstjórnar, Ólafur Þór Ólafsson, Elísu Baldursdóttur þjónustustjóra veglegan blómvönd. Elísa hefur starfað við bankann í tæp 30 ár, eða frá því hún var 17 ára. Nemendur 3. bekkjar grunnskólans kíktu við og sungu afmælissönginn. Myndaalbúm lágu frammi fyrir viðskiptavini að skoða og gestir og gangandi gæddu sér á afmælisköku og öðrum kræsingum

Viðskiptavinur og fyrrum starfsmaður skoðar albúm.

Ólafur Þór Ólafsson, Elísa Baldursdóttir og Sigrún Árnadóttir.

Grunnskólabörn sungu afmælissönginn og gæddu sér á veitingum.

Starfskonur Landsbankans, Guðrún Sigríður Helgadóttir, Hrönn Hjörleifsdóttir, Sigrún Ragnarsdóttir, Guðrún Jóna Aradóttir og Elísa Baldursdóttir.

n Vel heppnuð starfakynning fyrir grunnskólanema:

„Hvað færðu í laun?“ M

örghundruð nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla á Suðurnesjum kynntu sér störf um 60 manns í íþróttamiðstöðinni við Sunnubraut í morgun. Víkurfréttir voru á staðnum og tóku myndir og einnig viðtöl við nokkra viðstadda. Áhugasvið nemendanna voru fjölbreytt og

þeir voru vel undirbúnir með tilbúnar spurningar. Flestir nemendur spurðu um laun og vinnutíma en lengd náms og atvinnumöguleikar fylgdu þar fast á eftir. Einn hafði ákveðið fyrir 12 árum að verða kokkur og annar hafði gert myndbönd í 6 ár og stefnir í kvikmyndagerð.

Þá var ein stúlka harðákveðin í að verða lögregla. Almenn ánægja var meðal nemenda og þeirra sem standa að kynningunni, sem síðast var árið 2010. Auðvelt var að fá fólk til að kynna störf sín og það í sjálfboðavinnu utan venjulegs vinnutíma.


H

V R C ONDA

R Á L L Í B

*

G O A P P KKI JE

GA N I L P P JE

* Skv. vali Bandalags íslenskra bílablaðamanna, BÍBB.

Á

O L F Í I D ÍSLAN

4 1 0 2 S SIN

HONDA C KOSTAR F EYÐSLA

www.honda.is

R-V

FRÁ

5.290.000 4 , 5 L/100km

Njarðarbraut 15 • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 7800 • www.bernhard.is


6

fimmtudagurinn 6. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-ritstjórnarbréf

Texti: Olga Björt Þórðardóttir // olgabjort@vf.is

Páll Ketilsson skrifar

Útsýnið frá sturtunni er ægifagurt.

Samstaða í kjaramálum og norðurljósum Það er ekki hægt annað en að vera á jákvæðu nótunum hér í þessum pistli þegar þróunin er á þann veg í atvinnulífinu hér á Suðurnesjum. Í blaðinu í dag er sagt frá kjarakönnun hjá Flóabandalaginu en Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur er í því. Þar má margt jákvætt sjá. Það sem vekur fyrst athygli er að nú eru fleiri í starfi en hafa verið síðan í ágúst 2007 og til að mynda voru 100 fleiri með atvinnu í desember 2013 miðað við sama mánuð árið á undan. Þá hafa samkvæmt könnuninni laun hækkað nokkuð en í niðurstöðu hennar kemur einnig fram að mikilvægt sé að hraða uppbyggingu efnahagslífsins með því að efla atvinnulífið og skapa þannig gott svigrúm til almennrar kaupmáttaraukningar. Losun hafta sé forgangsmál og forsenda stöðugleika. Þetta kom líka fram í máli forráðamanns lífeyrissjóða í Kastljósi í vikunni. Og Kristján Gunnarsson, framkvæmdastjóri Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, er bjartsýnn þó svo að kjarasamningar hafi fengið slæmar móttökur hjá fólki. „Þrátt fyrir að kjarasamningar væru felldir erum við í uppsveiflu. Þegar þeir hafa náðst verður þetta allt upp á við,“ segir Kristján við Víkurfréttir. Háværar raddir um frekari kjarabætur m.a. hjá framhaldsskólakennurum og fleirum eru vissulega ákveðið áhyggjuefni því margir spá því að sú barátta muni enda með verkfalli. Það er því von allra að landsmenn, hvar í stétt þeir eru, taki höndum saman og nái samningum um kaup og kjör. Verkföll eru ekki það sem atvinnulífið og samfélagið á Íslandi þarf á að halda núna. Frábær hugmynd listamannsins Guðmundar R. Lúðvíkssonar um að reisa norðurljósaturna hefur fengið góðar móttökur en hann hvetur fólk, fyrirtæki og stofnanir til að taka þátt í verkefninu. Á forsíðu blaðsins í dag er sagt frá stöðu mála en nú reynir á samstöðu þarna eins og víðar. Það er deginum ljósara að norðurljósaturnar munu vekja heimsathygli hér á Suðurnesjum og draga hingað þúsundir ferðamanna.

Vörubíll í ljósum logum á Sandgerðisvegi V

örubifreið stóð í ljósum logum á Sandgerðisvegi þegar lögregluna á Suðurnesjum bar þar að í síðustu viku. Hafði ökumaður ekið bifreiðinni suður Sandgerðisveg þegar hann varð var við eld í húsi hennar og stöðvaði hann hana þá þegar. Brunavarnir Suðurnesja sáu um

að slökkva eldinn og var bifreiðin fjarlægð að því loknu. Þá var haft samband við vegagerðina og óskað eftir því að menn frá henni yrðu sendir til að þrífa upp óhreinindi á veginum eftir brunann, sem gætu ella skapað hættu fyrir aðra ökumenn.

Aðalfundur Aðalfundur skátafélagsins Heiðabúa fer fram mánudaginn 24. febrúar 2014 að Hringbraut 101 í Reykjanesbæ.

n Bauð erlendum ferðamönnum gistingu í náttúruparadís:

BESTA ÚTISTURTA Í HEIMI Á REYKJANESI „Þegar ég segi fólki að ég eigi bústað á Reykjanesi spyr fólk stundum: Hvers vegna í ósköpunum þar? Ég svara því gjarnan til að hvergi sé Ísland fegurra en einmitt þar og mannlíf best í heimi hér. Það gengur ekki alltaf vel að útskýra að annað sé til en Gullfoss og Geysir,“ segir Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri Reykjanesbæjar. Hann á sumarhús á landi Hafurbjarnarstaða, en það er gömul landnámsjörð í Sandgerði. Engin tölva og ekkert sjónvarp Húsið notar hann sjálfur 10 daga í mánuði og segir strangar reglur gilda þar, svo sem að ekki má vera með tölvu og aðeins má nota síma til þess að hringja. Þar er ekkert sjónvarp en það má stilla á Bylgjuna. „Ég nota rekavið til að kynda upp. Brimið þarna og fuglalífið hafa einstök áhrif á Suðurnesjastrákinn í mér,“ segir Gylfi Jón.

Hann sá út um gluggann á skrifstofunni sinni á bæjarskrifstofunni að þau höfðu tjaldað í skrúðgarðinum innan um framkvæmdir. Hann gekk út til þeirra, kynnti sig og komst að því að þau voru strand vegna þess að þau biðu eftir að fá mótorhjólið sitt afgreitt úr tollinum í Kanada. „Ég bauð þeim þá í mat og svo gistingu í sumarhúsinu mínu næstu tvær vikur. Þau höfðu ákveðið að selja allt sitt, kaupa mótorhjól og ferðast svo um heiminn. Síðan urðu þau par,“ segir Gylfi Jón.

Ég bauð þeim í mat og svo gistingu

Tjölduðu í skrúðgarðinum Rocky Vachon og Paula Fatia frá Kanada voru gestir Gylfa Jóns í fyrrasumar og hann segir þau hafa fallið flöt fyrir mannlífi og náttúrufegurð á Suðurnesjum. Paula ánægð í sturtunni.

Bestu sturtuferðirnar í vetrarhríð „Rocky er snillingur með myndavélina og sannar að glöggt er gests augað. Næst þegar ég verð spurður: Af hverju í ósköpunum áttu bústað á Reykjanesi, ætla ég að sýna þeim myndirnar hans Rocky. Paula segir að útisturtan í bústaðnum sé besta útisturta í heimi,“ segir Gylfi Jón og bætir við að bestu sturtuferðirnar séu þegar hríð er úti. „Þá finnur maður fyrir heitri sturtunni en fær jafnframt hríðina og vindinn í andlitið. Manni verður heitt og kalt á sama tíma og það er mjög hressandi,“ segir Gylfi Jón að lokum.

Rocky og Paula.

Gylfi Jón sýnir gestunum náttúrufegurð á Reykjanesi.

Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn skátafélagsins Heiðabúa

vf.is

SÍMI 421 0000

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


7

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. febrúar 2014

-viðtal

pósturu olga@vf.is

Dansandi sveitastelpa úr Garðinum - Dirty Dancing uppáhalds myndin. NFS frumsýnir söngleik 20. feb.

S

öngleikurinn Dirty Dancing verður frumsýndur í Andrews Theatre fimmtudaginn 20. febrúar á vegum Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja (NFS). Leikstjóri sýningarinnar er Gunnella Hólmarsdóttir og danshöfundur er Ásta Bærings. Sýningin er byggð á vinsælli kvikmynd frá níunda áratugnum sem sló eftirminnilega í gegn á sínum tíma. Tónlist, dans og drama spila stórt hlutverk í metnaðarfullri sýningu sem NFS stendur nú fyrir. Við tókum Aþenu Eir, unga aðalleikkonu Dirty Dancing tali. Hún er afar spennt fyrir sýningunni og segir að áhorfendur megi eiga von á frábærum tilþrifum. Hin 16 ára Aþena Eir Jónsdóttir fer með hlutverk Frances „Baby“ Houseman, sem á íslensku kallast einfaldlega Lilla. Aþena sem er fædd og uppalin í Garðinum segist hafa horft á hina vinsælu bandarísku kvikmynd ótal sinnum í æsku. „Guð já, þetta er búin að vera uppáhalds myndin mín síðan ég var lítil,“ segir hún. Þannig að hún ætti líklega að vera með hlutverkið á hreinu? „Það mætti nú segja það,“ segir Aþena og hlær. Mikið er um dansatriði í sýningunni en sjálf hefur Aþena æft dans frá 10 ára aldri. Hún hefur m.a. stundað freestyle-dans, jazzballet og nútímadans. Um þessar mundir æfir hún hjá Danskompaníi og þar líður henni ákaflega vel. Aþena komst fyrst að í sýningu NFS sem dansari en var síðar beðin um að koma í leikprufu. „Eitt kvöldið var ég beðin um að koma í leikprufur og fékk þar af leiðandi þetta dúndur verkefni,“ segir hún spennt. Aþena er ekki alveg óvön því að leika á sviði en í grunnskóla lék hún iðulega í leikritum á

árshátíðum auk þess sem hún hefur oft komið fram sem dansari. Þetta verkefni er ívið stærra en Aþena er vön, en hún segist vera spennt fyrir frumsýningu. „Já það er náttúrulega mjög lítill tilfinningalegur munur á milli spennu og stress, þegar að þessu kemur mun ég ekki vita hvort ég sé spennt eða stressuð, en í augnablikinu er ég ótrúlega spennt.“ Stór hópur kemur að sýningunni sem frumsýnd verður í Andrews Theatre þann 20. febrúar. „Hópurinn er alveg hreint frábær, við erum öll að verða nánari með hverjum deginum,“ segir Aþena en hún segir að áhorfendur megi eiga von á sjúklega flottum dansatriðum í sýningunni. „Verið bara tilbúin!“ segir hún. Tónlist skipar veigamikinn sess í sýningunni og verður Aþena að þenja raddböndin örlítið, en því er hún ekki vön. En gæti dansarinn úr Garðinum hugsað sér að leggja leiklistina fyrir sig? „Kannski svona „on the side,“ þetta heillar mig þó mikið og er ótrúlega skemmtilegt,“ segir Aþena sem stundar nám á viðskipta- og hagfræðibraut hraðferðalínu og stefnir á að útskrifast á þremur árum frá FS. Dansinn er ekki eina áhugamál Aþenu en hún er einnig mikil hestamanneskja og að eigin sögn algjör sveitastelpa. Sýningin 20. febrúar er ætluð nemendum FS eingöngu en síðar verða þrjár almennar sýningar helgina 21. - 23. febrúar. Miðasala fer einungis fram í gegnum netið á NFS.is.

Hagstæðustu gleraugnakaupin

umgjarðir frá kr. 8.900

kaupauki Með öllum margskiptum glerjum* fylgir annað par frÍtt með í sama styrkleika. Tilvalið sem sólgleraugu eða varagleraugu. * Margskipt gler á við Varilux, Multifocal, Progressive og tvískipt gler

Fagmennska fyrst og fremst Persónuleg og góð þjónusta

Módel: Kristín Jóna Hilmarsdóttir Umgjörð: Lindberg Spirit


8

fimmtudagurinn 6. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu olga@vf.is

n Bláa Lónið laðar að sér starfskrafta og er með landsliðsmenn í eldhúsinu:

Lært af þeim bestu í Lóninu Nokkrir af bestu matreiðslumeisturum Íslands starfa hjá Bláa Lóninu þar sem þeir Ingi Þórarinn Friðriksson og landsliðskokkarnir Þráinn Freyr Vigfússon og Viktor Örn Andrésson starfa. Matreiðslumeistarar framtíðarinnar starfa einnig hjá Bláa Lóninu en þar eru nú 14 matreiðslunemar sem læra af þeim bestu eins og þeir segja sjálfir. Olga Björt leit í heimsókn í Bláa Lónið og spjallaði við matreiðslumeistara og nema. Stefna tekin á heimsklassa stað Þráinn Freyr Vigfússon er fyrirliði kokkalandsliðsins. Hann er meðal fremstu matreiðslumeistara Evrópu og hefur náð einstökum árangri í alþjóðlegum matreiðslukeppnum. „Við erum með fullt af fólki sem vill skara framúr á sínu sviði og það er gaman að vinna með öllum þeim sem koma að starfsemi Bláa Lónsins á degi hverjum og taka þátt í uppbyggingu þess. Veitingaþátturinn er mikilvægur hluti af heildarupplifun Bláa Lónsins. Þetta er bara teymisvinna, ekkert annað,“ segir Þráinn Freyr Vigfússon, einn af yfirmatreiðslumeisturum Bláa Lónsins og kom til starfa í september. Með gott starfsfólk „Umhverfið er einstakt og spennandi að starfa innan ferðaþjónustunnar, þar sem matarupplifunin skiptir miklu máli. Staðsetningin, nálægðin við náttúruna, fiskurinn úr sjónum við Grindavík og uppbyggingin sem er á döfinni eru allt þættir sem gera starfið enn áhugaverðara. Þá er gaman að taka þátt í því sem matreiðslumeistararnir Ingi og Viktor eru búnir að byggja upp hér í Bláa Lóninu, ásamt Magnúsi Héðinssyni sem stýrir sviðinu,“ segir Þráinn og bætir við að hugmyndir séu um enn frekari stækkun og þróun. „Við erum með gott starfsfólk hjá okkur og erum að undirbúa okkur fyrir framtíðina. Við mætum miklum skilningi hjá þeim sem reka Bláa Lónið. Það skiptir svo miklu máli.“ Stefnan sé tekin á heimsklassa stað sem á að laða að erlenda og innlenda gesti. Heildarupplifun sem felst í mat, spa og gistingu. Viktor og Þráinn fyrir utan Lava, veitingahús Bláa lónsins.

Erum við öllu búin „Við erum með efnilega matreiðslumenn og erum að byggja upp það teymi sem þarf í framtíðarþróun. Við finnum líka að vegna þess að við erum búin að byggja upp ákveðinn gæðastaðal þá hefur það þau áhrif að fólk sækir í að starfa hérna. Þetta er langhlaup og gerist ekki á einni nóttu,“ segir Þráinn. Hann starfaði á Michelin-stjörnu veitingastaðnum, Domaine de Clairfontane í Lyon í Frakklandi, auk þess sem hann hefur starfað sem aðstoðaryfirmatreiðslumeistari á Grillinu og yfirmatreiðslumeistari á Kolabrautinni hér heima. Hann segir starfið vera fjölbreytt en jafnframt mikla áskorun. „Hingað koma margir og það skiptir máli að halda í þann hóp. Kannski eru 2000 manns í Lóninu og það þarf ekki nema brot af því til að fylla salinn. Því verðum við að vera við öllu búin, hafa nægt starfsfólk og viðhalda góðri þjónustu,“ segir Þráinn að lokum.

Styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín - segir Viktor Örn Andrésson, Matreiðslumeistari ársins 2013 Viktor Örn Andrésson, er einn þriggja yfirkokka Bláa Lónsins og er að hefja sitt fjórða starfsár. Hann sigraði í keppninni um matreiðslumann ársins í fyrra og er með Þráni í kokkalandsliðinu. „Við erum þrír yfirmatreiðslumeistarar hér, erum ólíkir og styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín.“ Viktor segir að

þeir félagarnir séu á miðri leið og starfið hafi gengið vel. Þeir hafi þó að sjálfsögðu metnað í að gera enn betur. Viktor segir að það hafi verið gaman að taka þátt í uppbyggingu Lava veitingastaðar Bláa Lónsins. „Við þurfum að vera tilbúin til að taka á móti bæði hópum sem hafa bókað fyrirfram og einnig gestum Bláa Lónsins sem panta þá af seðli. Góð liðsheild og andi á meðal starfsfólks skiptir lykilmáli til að allt gangi vel hjá okkur.“ Umhverfið skiptir miklu máli Erlendir gestir eru í meirihluta þeirra sem sækja veitingastaðinn og mest er að gera í hádeginu. Þar er íslenska lambið vinsælast ásamt fisknum. „Umhverfið skiptir miklu máli og fólk kann vel að meta umhverfi Bláa Lónsins þar sem fólk slakar vel á og nýtur matarins um leið. Ég hvet þá sem eiga eftir að heimsækja okkur til að koma, sjá og upplifa,“ segir Viktor sem ekur 40 mínútna leið til vinnu frá höfuðborginni. Kemur pollrólegur heim „Ég gekk alltaf fimm mínútna leið til og frá vinnu áður og var því alltaf með vinnuna í kollinum þegar ég kom heim. Núna nýti ég tímann á leiðinni í að slaka á og fá tíma út af fyrir mig og hugsa. Það er fínt að keyra brautina og koma pollrólegur heim.“ Hann segist þó fara alltof sjaldan í Lónið en reyni þó að fara einu sinni í viku. Starf matreiðslumanns er krefjandi og ekki fyrir alla,“ segir Viktor en hann er jafnframt ánægður með hversu margir sýni því áhuga á að koma og læra hjá þeim. Með 14 nema í vinnu Um er að ræða nemendur sem búnir eru með grunnnám og einnig ungt fólk sem er harðákveðið í að fara út í þetta og á eftir að fara í nám. „Við erum með 14 nema hjá okkur núna og við reynum að hvetja þá til að taka þátt í keppnum og fara til útlanda til að heimsækja erlenda veitingastaði, dvelja um tíma og fá að taka þátt í starfi þeirra. Hann er nýkominn frá Chicago þar sem hann heimsótti veitingastaðinn Alinea og kynntist því helsta sem er einkennandi fyrir einn framsæknasta veitingastað heims. Veitingahúsaumhverfi getur verið mjög krefjandi en einn af kostunum við að vera kokkur er að það er hægt að vinna hvar sem er í heiminum,“ segir Viktor og brosir.

Rúnar Pierre, Matreiðslunemi ársins 2013 er ánægður í eldhúsinu í Bláa lóninu:

Gæti ekki fengið betri kennara „Hér er besta aðstaðan og kennslan, með landsliðsstjóra og fyrirliða kokkalandsliðsins, ásamt matreiðslumanni ársins. Ég gæti ekki fengið betri kennara,“ segir Rúnar Pierre Heriveanx, sem byrjaði fyrir ári sem matreiðslunemi í Lava. Hann segist áður hafa haft smávegis starfsreynslu í eldhúsi en gerði sér svo lítið fyrir og sigraði nemakeppni Matreiðslumanns ársins í september í fyrra. „Fyrir keppnina kunni ég ekki mikið en svo tóku Viktor og Ingi mig í gegn í svona vikutíma og veittu mér frábæra leiðsögn og þjálfun. Bláa Lónið hjálpaði mér einnig mikið með hráefni og aðstöðu. Viktor og Ingi hvöttu mig til að taka þátt og til að byrja með var ég ekkert rosalega spenntur. En þeir héldu áfram að hvetja mig og segja að ég yrði Íslandsmeistari.“ Og það gekk eftir. Rúnar segir undirbúningsvikuna hafa verið rosalega. Hann hafi

fengið að gista í Lækningalindinni því hann undirbjó sig fram á nótt og varð að byrja æfingar snemma næsta dag. „Ég var mjög stressaður. Viktor er frekar strangur þjálfari og þjálfaði mig í þeim fjölmörgu atriðum sem snerta keppnina alla vikuna. Við tókum þetta í raun skrefinu lengra en í nemakeppninni sjálfri og ég fékk einkunnina 10, en hefði í raun ekkert átt að fá hana því það gera allir einhver mistök í svona keppni,“ segir Rúnar hæverskur og hann hafi verið hissa á að hafa unnið. „Ég brosti ekki einu sinni og varð hálf vandræðalegur þegar ég var spurður að því hvort ég væri ekki ánægður. En ég var feginn þegar keppnin var búin,“ segir hann og bætir aðspurður við að hann ætlar að taka þátt í keppninni um Matreiðslumann ársins eftir að hann útskrifast. „Já þeir hafa líka verið að þrýsta á mig með það,“ segir þessi ungi metnaðarfulli matreiðslunemi.

Stefán Geirsson, matreiðslunemi kann vel við sig innan um meistarakokka Lava:

Kunni ekki að elda Keflvíkingurinn Stefán Geirsson hefur verið nemi hjá Viktori, Inga og Þráni í bráðum þrjá mánuði. „Mér líkar mjög vel, reyndar alveg frábærlega, starfið kom skemmtilega á óvart.“ Stefán segir að veitingateymi Bláa Lónsins hafi verið að leita að nemum og hann ákveðið að slá til. „Ég fékk áhuga á náminu þegar ég komst að því að ég kynni ekki að elda. Þá vatt ég mér bara út í það að læra og kom hingað á besta staðinn, hjá þremur meisturum.“ Stefán segir það besta við að vera hjá Bláa Lóninu sé hversu mikið nýtt hann læri á hverjum degi.

Starfið verður í raun lífsstíll og það kemur fyrir að ekki mikið annað rúmist innan dagsins, sérstaklega þegar mikið er að gera.“ Stefáni finnst starfið eiga vel við hann og er spenntur fyrir því að læra til meistarans.


9

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. febrúar 2014

-fréttir

FÉLAGSFUNDUR

n Ný kjarakönnun Flóabandalagsins:

Fleiri með vinnu og auknar fjárhagsáhyggjur leiri eru í fullu starfi nú en hafa verið síðan í ágúst 2007 og hlutfall þeirra sem eru starfandi eykst í öllum aldurshópum hjá Eflingu og VSFK en stendur í stað hjá Hlíf. Þó er dvínandi starfsöryggi og óöryggi tengist t.a.m. áhyggjum af fjárhagsstöðu. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna nýrrar kjarakönnunar sem Capacent gerði fyrir Flóabandalagið, en í því eru Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis. Aukin atvinnuþátttaka Fjölgun meðal atvinnuþátttakenda er í næstum öllum aldurshópum og aukning hjá öllum félögum. Þá hefur atvinnuleysistími styst. Lægst var starfsöryggi hjá ríki, í byggingarstarfsemi/mannvirkjagerð, málmframleiðslu, heildsölu og smásölu. Auknar áhyggjur eru af fjárhagsstöðu í öllum aldurshópum og stéttarfélögunum þremur. Laun hækka og vinnutími stendur í stað Heildarlaun hækka um 10%, körlum fjölgar örlítið í hópnum og því hækka launin í heild meira en hjá hvoru kyni fyrir sig. Laun félagsmanna félaganna þriggja hækka mismikið en álíka mikið ef miðað er við tímabilið 2010-2013. Þá er ánægja með að laun standi í stað. Vinnutími og vinnuálag standa nokkurn veginn í stað. Fjarvistir hafa aukist síðustu ár, úr 38% 2011 í 42% 2013. Flestir eru ánægðir með staðsetningu orlofshúsa og mjög fáir óánægðir. Fleiri konur atvinnulausar Yngra fólk hefur frekar reynslu af atvinnuleysi síðastliðin tvö ár og

fólk með skemmri starfsaldur. Fólk með „veika atvinnustöðu“ hefur einnig frekar reynslu af atvinnuleysi. 67 af svarendum voru án atvinnu, flestir styttra en 2 mánuði. Flestir atvinnulausir eru konur á aldrinum 45-54 ára. Úrtak og þýði Lagt var upp með að úrtak endurspeglaði þýði með tilliti til stéttarfélags og ÍSAT Atvinnugreinar. Ef litið er til kynjahlutfalla svarenda, þá starfa karlar aðallega sem verkamenn og véla- og vélgæslumenn, en konur í mötuneytum, við veitingastörf, umönnun og ræstingar, leiðbeinendur og við iðnaðarstörf. Þá hafa flestir svarendur lokið grunnskólaprófi auk starfsmenntunar. 81,5% svarenda eru launþegar eða einyrkjar, 8% án atvinnu og 10,5% eru í námi, leyfi, á eftirlaunum eða heimavinnandi. Um þriðjungur svaraði Könnunin fór þannig fram að send voru bréf til 3300 viðtakenda, með upplýsingum um könnunina, vefslóð og lykilorði. Af 3300 bréfum voru 329 endursend þar sem þátttakendur fundust ekki. Í framhaldinu var hringt í þátttakendur og þeim boðið að svara könnuninni í síma eða á neti. Af þeim sem náðist í neituðu 725 að svara en 519 fundust ekki. Það náðist í 1449, sem fengu senda könnun og henni svöruðu 1082. Aukinn kostnaður á almenning Á vefsíðu VSKF kemur fram að minnkandi atvinnuleysi megi rekja að miklu leyti til fjölgunar starfa í ferðaþjónustu sem óvíst sé að verði til frambúðar. Bág kjör, erfið

Dagur leikskólans 6. febrúar 6. febrúar er merkisdagur í leikskólum landsins. Þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Markmiðið með þessum degi er að beina kastljósinu að því gróskumikla og mikilvæga starfi sem fram fer innan leikskólanna og beina sjónum að menntun og velferð ungra barna. Leikskólar eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir en eiga það sameiginlegt að vinna á markvissan hátt að því að efla þroska barna og undirbúa þau fyrir lífið sem framundan er í lýðræðissamfélagi. Í leikskóla stíga börn sín fyrstu skref á menntabrautinni og er því mikilvægt að sú reynsla sé jákvæð. Að vekja áhuga barna á námi er eitt af því mikilvægasta sem góður leikskólakennari gerir. Það skilar sér í gagnrýnum einstaklingum sem hafa gaman af áskorunum lífsins. Leikskólakennarastarfið er einstaklega fjölbreytt starf og

enginn dagur er eins. Það sem einkennir leikskólana er gleði og jákvæðni en öll börn eiga skilið að alast upp og menntast í jákvæðu og styðjandi skólaumhverfi. Góðir leikskólar eru stolt hvers bæjarfélags og getur okkar bær hreykt sér af metnaðarfullum leikskólum og leikskólakennurum. Við óskum leikskólasamfélaginu öllu til hamingju með daginn. Margrét Kolbeinsdóttir, Heiða Ingólfsdóttir, Ragna Kristín Árnadóttir Stjórn Félags leikskólakennara. 9. deild.

skuldastaða heimila og fyrirtækja og viðvarandi há verðbólga sé það sem einkenni íslenskt samfélag. Ríki, sveitarfélög og atvinnulífið í landinu hafi ítrekað velt kostnaðarauka yfir á almenning. Á sama tíma og forsvarsmenn atvinnulífsins og ríkisvaldið tali um nauðsyn þjóðarsáttar í formi kostnaðaraðhalds í samfélaginu séu vísbendingar um aukið launamisrétti í þjóðfélaginu. Stöðugleiki ekki á valdi launafólks Mikilvægt sé að hraða uppbyggingu efnahagslífsins með því að efla atvinnulífið og skapa gott svigrúm til almennrar kaupmáttaraukningar. Losun hafta sé forgangsmál og forsenda stöðugleika. Það verði hins vegar ekki gert með því að setja kröfuna um stöðugleika á launafólk eitt og sér. Til verði að koma víðtæk aðgerðaráætlun og samstaða þar sem ríkisvaldið, sveitarfélög, fjármálamarkaðurinn og Samtök atvinnulífsins axli einnig ábyrgð á viðfangsefninu.

Dagskrá Fyrirkomulag og undirbúningur framboðs Samfylkingarinnar til sveitarstjórnakosninganna í Reykjanesbæ í maí n.k. Félagar fjölmennið. Laugardagskaffi 8. febrúar Munið laugardagskaffi jafnaðarmanna á hverjum laugardegi kl. 10:30-12:00 að Víkurbraut 13. Næsta laugardag þann 8. feb. munu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar halda stutt erindi og svara spurningum sem brenna á íbúum. Félagar takið með ykkur gesti. Allir velkomnir!

FRÁBÆRT ATVINNUTÆKIFÆRI Fiskbúðin Vík í Keflavík er til leigu/sölu. Nánari upplýsingar í síma 898 4694

Samræmd launastefna Megináherslur Flóabandalagsins taka mið af fyrrgreindum staðreyndum og að markmið launabreytinga verði að tryggja aukinn kaupmátt, hækka sérstaklega lægri launataxta og tekjutryggingu. Mikilvæg forsenda samninga verði að byggt sé á samræmdri launastefnu allra samtaka launafólks. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynnir:

Skráðu þig Landskeppni í hreyfingu

Lífshlaupið rúar! byrjar 5. feb

Þín heilsa – þín skemmtun

• Vinnustaðakeppni • Grunnskólakeppni • Einstaklingskeppni

Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ fyrir alla aldurshópa. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um hreyfingu og gera hreyfingu að föstum lið í lífsstíl sínum.

Samstarfsaðilar

Ólympíufjölskylda ÍSÍ

Skráning og nánari upplýsingar á:

www.lifshlaupid.is

ÍSLENSKA / SIA.IS / ISI 66775 01/14

F

Félagsfundur Samfylkingarfélaganna í Reykjanesbæ verður haldinn fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20:00 í sal Samfylkingarinnar að Víkurbraut 13 við Keflavíkurhöfn.


10

fimmtudagurinn 6. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

A t v in n a

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. óskar eftir starfsmanni í brennslustöð fyrirtækisins. Unnið er á vöktum og um er að ræða framtíðarstarf. Óskað er eftir vélfræðingi eða aðila með vélstjórnarréttindi eða aðra menntun sem nýtist í starfið. Starfsmenn í brennslustöð þurfa að hafa frumkvæði og góða samskiptahæfni, geta unnið skipulega og sjálfstætt og vera vel tölvufærir. Góð enskukunnátta er kostur. Upplýsingar veitir rekstrarstjóri brennslustöðvar í síma 862 3505. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2014. Umsóknir sendist til Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. Berghólabraut 7, 230 Reykjanesbæ. Netföng: ingtor@kalka.is og/eða jon@kalka.is

TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR

NÁMSKEIÐ Í HLJÓMASLÆTTI Á KASSAGÍTAR Námskeiðið er ætlað byrjendum og lengra komnum. Kennt verður í litlum hópum, 1 klst. í senn á þriðjudögum í 8 vikur. Einungis verður um 3 hópa að ræða og tímasetningar verða sem hér segir: Kl. 16-17, 17-18 og 18-19 Námskeiðið hefst þriðjudaginn 18. febrúar og lýkur þriðjudaginn 8. apríl. Kennsla fer fram í nýju húsi skólans í Hljómahöll. Kennari er Þorvaldur Már Guðmundsson Innritun stendur yfir frá 6. til 14. febrúar frá kl.13:00 - 17:00 á skrifstofu skólans Austurgötu 13 eða í síma 420-1400 Skólastjóri

Atvinna Starfskraftur óskast til starfa í afgreiðslustörf. Æskilegt að viðkomandi hafi kunnáttu á meðhöndlun á kjöt- og fisk. Umsóknum skal skilað á netfangið rnb@shipohoj.is.

Reykjanesbæ

Fjör á fjölmennu Njarðvíkurblóti U

m fjögur hundruð manns mættu á skemmtilegt þorrablót Ungmennafélags Njarðvíkur sem fram fór í Ljónagryfjunni sl. laugardag. Blótið þótti heppnast afar vel, góður matur, skemmtiatriði og fjör. Örn Árnason skemmti Njarðvíkingum en hann var

veislustjóri kvöldsins og þá þóttu körfuboltaþjálfararnir Örvar Þór Kristjánsson og Einar Árni Jóhannsson fara á kostum í annál sem þeir fluttu. Hreimur Örn Heimisson og Magni Ásgeirsson sáu um danstónlistina fram eftir morgni.


11

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. febrúar 2014

-aðsent

pósturu vf@vf.is

n Sigurður G. Sigurðsson sóknarprestur:

n Árni Sigfússon bæjarstjóri:

Persónukjör - áhugaverður kostur

Masterlykillinn!

Í

áramótaræðu minni á gamlársdag 2012 ræddi ég um kosti persónukjörs í smærri sveitafélögum. Ég sé persónukjör fyrir mér með þeim hætti að kjósendur velji sjö nöfn úr hópi þeirra kandídata sem í kjöri eru. Þeir sjö efstu skipa þannig sveitastjórn og sjö næstu verða varamenn í þeirri röð sem atkvæðamagn þeirra segir til um. Þessi hópur myndar þannig stjórn sveitafélagsins. Þessir einstaklingar geta haft ólíka sýn á hin ýmsu mál, þeir hafa rétt á að vinna hugsjónum sínum fylgi, hafa eflaust kynnt helstu stefnumál sín og svo framvegis. Þessir sjö gætu þess vegna haft einhvern nærhóp á bak við sig sem einstaklingar eða fleiri saman. Hóp sem þeir virkja til að spegla hugmyndir sínar. Helstu kostir þessa fyrirkomulags eru í mínum huga eftirfarandi: Mál geta farið í gegnum sveitastjórn á ólíkum meirihluta hverju sinni. Samstarf er ekki sett í uppnám þó um hitamál sé að ræða. Menn taka upplýsta ákvörðun, komast að niðurstöðu og halda áfram. Hver sveitastjórnarmaður er bund-

inn sinni sannfæringu og þarf að vera trúr henni. Treysti hann sér ekki til að vinna áfram tekur fyrsti varamaður sæti hans. Minni líkur eru á að góðar hugmyndir fari forgörðum af því að þær komu ekki úr „réttri átt“ ef svo má að orði komast. Opnir íbúafundir gætu verið upplýsandi og leiðbeinandi fyrir sveitastjórnarmenn um vilja íbúa í einstökum málum. Meiri líkur eru á farsælu samstarfi allra fulltrúa þar sem allir eru í raun í sama liðinu. Ég leyfi mér að skora á hin smærri sveitafélög hér á Suðurnesjum, þ.e. Voga, Grindavík, Garð og Sandgerði að hafa persónukjör í komandi sveitastjórnarkosningum og bera síðan saman bækur sínar reglulega á kjörtímabilinu til að meta árangur þessa fyrirkomulags. Vilji allra er sá sami, að bæta samfélagið í sinni heimabyggð. Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur Útskálaprestakalli

+ www.vf.is

83% Ávaxtakarfan í Frumleikhúsinu L

eikfélag Kef lavíkur æfir nú uppsetningu á Ávaxtakörfunni eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, en um þessar mundir eru 15 ár síðan Ávaxtakarfan var fyrst sett á svið. Æfingar hófust fyrir 2 vikum undir stjórn leikstjórans Gunnars Helgasonar. Gunnar er þaulreyndur leikari og leikstjóri og hefur einnig getið sér gott orð sem barnabókahöfundur. Hann skrifaði fótboltabækurnar Víti í Vestmannaeyjum, Aukaspyrna á Akureyri og Rangstæður í Reykjavík. Bæði ungir og reyndir leikarar sem fara með hlutverk í sýningunni en haldnar voru leikog söngprufur þar sem fjölmargir, hæfileikaríkir einstaklingar komu og reyndu sig. Leikfélag Keflavíkur er eitt það öflugasta á landinu og er þetta 3. sýningin sem sett er á svið í Frumleikhúsinu þetta leikárið. Sviðsmyndin er hönnuð af Davíð Erni Óskarssyni, en eins og nafn verksins gefur til kynna þá gerist leikritið í ávaxtakörfu þar sem ávextir og grænmeti af öllum stærðum og gerðum koma fram. Stefnt er að frumsýningu föstudaginn 7. mars. Nánar verður fjallað um uppsetninguna í næstu tölublöðum Víkurfrétta.

LESTUR

VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM

V

önduð kærleiksrík umönnun og þjálfun fyrir börn á fyrstu árunum í lífi þeirra er áhrifaríkast til að þau nái að vaxa sem heilbrigðir, hamingjusamir og sjálfstæðir einstaklingar. Þetta er þjónusta sem leikskólarnir okkar veita öllum börnum í góðu samstarfi við foreldra. Það eru ekki öll samfélög sem bjóða vandaða dagforeldraþjónustu fyrir þá sem á þurfa að halda og síðan leikskóla fyrir öll börn tveggja til sex ára. Hér í Reykjanesbæ höfum við sérstaklega notið þess í nærsamfélaginu að hafa getað sinnt þörfum sérhvers einstaklings, líka þeirra sem standa höllum fæti eða hafa veikt bakland. Alúð og fagmennska leikskólastarfsfólks er aðdáunarverð. Hér gefst einstakt tækifæri fyrir okkur að sameina krafta foreldra og fagfólks til að tryggja að öll börn eigi færi á að njóta hins besta á þessum mikilvægu uppvaxtarárum. Byggt á niðurstöðum vandaðra rannsókna Niðurstöður erlendra rannsókna, með áherslu á að veita börnum með veikt bakland sérstaka athygli og örvun, hafa fært okkur heim sanninn um gildi örvunar og góðs atlætis barna fyrstu æviárin þegar barnið er móttækilegast fyrir að ná góðum málþroska, hreyfi- og tilfinningaþroska. Rannsóknir, þar sem fylgst var með sömu einstaklingum í allt að fjörutíu ár, hafa sýnt greinilegan mun á börnunum sem á fyrstu æviárum fengu sérstaka örvun og þjálfun á móti samanburðarhópi sem fékk ekki

sömu þjálfun. Þetta eru einstaklingar sem nú eru orðnir fertugir en voru á leikskólaaldri þegar þjálfun hófst, sem þó stóð yfir í aðeins nokkur ár. Hér liggja m.a. að baki niðurstöður tveggja langtímarannsókna. Þær eru kenndar við Abecedarian Project og Perry Preschool Project Þær sýna að börnin sem fá vandaða umönnun og skipulega þjálfun á fyrstu æviárunum, þurfa minni sérkennslu, ljúka frekar grunnskóla og framhaldsnámi en samanburðarhóparnir, eru félagslega sterkari, þurfa síður á bótakerfum að halda, lenda síður í afbrotum og hafa að meðaltali hærri laun á vinnumarkaði. Áhugi hagfræðinga Það er þess vegna sem virtir hagfræðingar hafa fengið áhuga á málinu, tekið niðurstöðurnar og reiknað þjóðfélagslegan sparnað af því að leggja meira í stuðning við þessi fyrstu æviár. Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, James Heckman, hefur sýnt fram á að fyrir hverja eina krónu sem fjárfest er í vandaðri umönnun og fræðslu á fyrstu árunum í lífi hvers barns, sparist þannig 7 krónur í félagslegum kostnaði skattgreiðenda síðar. Rannsóknir sýna að því eldri sem börnin eru þegar byrjað er að örva þau, verður erfiðara að ná sama árangri. Vinna Heckmans byggir á að þróa vísindalegan grunn fyrir efnahagsstefnu sem styður öflugri menntun og örvun barna á leikskólaaldri. Hann hefur skoðað atvinnuleysi, launaþróun og færni á vinnumarkaði í samhengi og sýnt fram á hvernig aukin framleiðni einstaklingsins getur verið byggð á því að fjárfesta sérstaklega í þjálfun hans á þessum fyrstu æviárum. Það eru því ekki

bara rök fyrir félagslega sterkari og sjálfstæðari einstaklingum sem hvetja til fjárfestingar í leikskólastarfinu, heldur einnig rök fyrir bæði lægri samfélagskostnaði og aukinni framleiðni. Leiðin er skýr Það er þess vegna sem leikskólarnir okkar, í góðu samstarfi við foreldra, geta verið eins og Masterlykill að heilbrigði, hamingju og sjálfstæði barnanna, auk minni útgjalda úr opinberum bótakerfum. Í dag er „dagur leikskólans“. En það er alltaf við hæfi að draga fram mikilvægi leikskólastarfsins. Allir þeir tíu leikskólar sem reknir eru hér í Reykjanesbæ, vinna af miklum metnaði. Þeir eru að takast á við þetta stóra verkefni að búa börnin okkar undir framtíðina. Þar er faglegt starf haft í heiðri. Þar er öflugt fagfólk og nánast undantekningalaust stöðugleiki í starfsmannahaldi. Leikskólarnir bjóða umönnun og nám af bestu gerð með sérstaka áherslu á læsi og stærðfræði. Öll nálgun er lausnarmiðuð. Þar ríkir opinn hugur og kjarkur fyrir nýjum leiðum og áskorunum. Allir leikskólar Reykjanesbæjar gefa úr nýja skólanámskrá á þessu ári sem tekur mið af nýrri aðalnámskrá leikskóla. Skólarnir okkar eru fyrirmynd um gott samstarf foreldra og fagmanna sem ná fram langtímaárangri. Yngstu börnin okkar eru þegar að sýna óvenju góðan árangur á fyrstu árum grunnskólans. Það verður áhugavert að fylgjast með þeim áfram næstu 40 árin og sjá þau vaxa sem hamingjusama, heilbrigða og sjálfstæða einstaklinga. Árni Sigfússon, bæjarstjóri


12

fimmtudagurinn 6. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

Bryndís Hulda Garðarsdóttir, Skógarbraut 1101, Ásbrú/Reykjanesbæ, lést miðvikudaginn 22. janúar á gjörgæsludeild Landspítalans. Útför hennar fer fram í Keflavíkurkirkju þann 7. febrúar kl. 13:00.

Sandra Valsdóttir, Garðar Magnússon, Dagný Ósk, Rökkvi.

smáauglýsingar Þjónustumiðstöðin Nesvöllum

TIL LEIGU

Vikan 16. - 22. jan. nk.

Vatnsnesvegur 5 Ca. 70 fm atvinnuhúsnæði með innkeyrsludyrum og góðri loftæð á besta stað í Keflavík. Mjög auðvelt aðkoma. Frekari upplýsingar í síma 661 7000. 2 herb. íbúð i Grindavík Til leigu strax falleg 2 herbergja íbúð. Vinsaml. sendið okkur E-mail á gugga@ tron.is og við munum hafa samband.

ÓSKAST Óskum eftir einbýlishúsi eða íbuð til leigu í innri Njarðvík Hjón með 3 börn og eitt á leiðinni óska eftir húsnæði til leigu í innri Njarðvík sem fyrst. Erum með 100% meðmæli frá fyrri leigusala, Öruggar greyðslur og góð umgengni. Uppl. í síma 8465898 Palli

ÞJÓNUSTA Vantar þig iðnaðarmann ? Lærður húsasmiður getur bætt við sig verkefnum, utan sem innanhúss. Áratuga reynsla. s.863 6095 ÓDÝR HÚSGAGNA OG TEPPAHREINSUN Við djúphreinsum: rúmdýnur, sófasett, hæginastóla, teppi og mottur. s:7808319; djuphreinsa@gmail.com

GÆLUDÝR Hundasnyrting Tek að mér að klippa og snyrta hunda. Löng reynsla og vönduð vinnubrögð. Sjá FB síðu Hundasnyrting. Kristin S. 897 9002

Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 7. - 13. feb. nk.

• Bingó • Listasmiðja • Handverk • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Félagsvist • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi

• Bingó • Listasmiðja • Handverk • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Félagsvist • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi Föstudaginn 24. jan nk. á Nesvöllum kl. 14:00. Sigurður Guðmundsson frá UMFÍ , kynnir Landsmót 50+ 2014 Allir velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is

PARKETÞJÓNUSTA Parketslípun, lagnir, viðgerðir og almennt viðhald húsnæðis. Látið fagmenn vinna verkin! Parketþjónusta Árna Gunnars, s. 698 1559, arnigunnars@simnet.is

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla

Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/

Daglegar fréttir á vf.is

Alexandra Herbertsdóttir er tvítugur Keflvíkingur sem þjáist af snákafóbíu. Hennar helsti galli er óþarfa stress og hún á það til að vera löt. Alexöndru finnst gaman að lesa, hlusta á tónlist og svona. FS-ingur vikunnar gjörið þið svo vel. Helsti kostur FS? Þeir eru nú alveg nokkrir, skemmtilegir kennarar, stutt fyrir mig að rölta í skólann og svona. Hjúskaparstaða? Er í sambandi. Hvað hræðistu mest? Það er margt, er með snákafóbíu en það hljómar bara gelgjulega þannig að örugglega bara svona þetta týpíska, að missa sína nánustu og þannig. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Kannski Guðbjörg Ægisdóttir vinkona mín fyrir verðlauna framkomu sína í Landsbankamyndbandinu. Hver er fyndnastur í skólanum? Myndi segja að það væri strákur sem er með mér í tíma, veit ekki hvað hann heitir og ég held hann sé heldur ekkert að reyna að vera fyndinn. Annars finnst mér bróðir minn Eyjólfur vera eitt það fyndnasta sem ég veit um, hann er í FS. Hvað sástu síðast í bíó og hvernig var sú mynd? Fór með mömmu og systur minni á Last Vegas síðustu helgi, hún var virkilega skemmtileg fannst mér. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Kannski allt. Hver er þinn helsti galli? Óþarfa stress og stundum get ég verið mjög löt. Hvað er heitasta parið í skólanum? Vá, ef ég á að segja eins og er þá dettur mér ekkert par í hug bara

Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Föstudaginn 8. feb nk. á Nesvöllum kl. 14:00. Séra Skúli , Arnór og félagar Allir velkomnir

pósturu eythor@vf.is

Held að hausinn á mér springi á endanum

Ástkær dóttir okkar og systir,

-

fs-ingur vikunnar

NÝTT

Forvarnir með næringu

Opið alla daga fram á kvöld

STAPAFELL

Hafnargötu 50, Keflavík

+ www.vf.is

83%

LESTUR

VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM

A

yfir höfuð, greinilega ekki nógu mikið inn í öllu. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Góð spurning, kannski byrja aftur á að hafa kvöldskóla og breyta sumum reglum annars er skólinn fínn. En svo væri náttúrulega fínt að hafa fleiri sófa og svona kósý. Áttu þér viðurnefni? Það virðist oft taka of langan tíma að segja Alexandra þannig að oftast heyri ég bara Lexa, annars er ég með mörg viðurnefni frá hinum og þessum. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? „What“

Eftirlætis:

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Tek nú ekki mikinn þátt í því lengur en held það sé örugglega bara fínt.

Kennari: Má segja Heba? Annars hefur mér alltaf fundist allir kennarar skemmtilegir á sinn hátt. Fag í skólanum: Líffræði

Áhugamál? Hreyfing, hollusta, ræktin, vera í góðra vina hóp og hafa gaman að lífinu og áskorunum sem verða á vegi mínum. Nei ég er að grínast, ég er samt farin að hafa áhuga á hreyfingu talsvert meira en ég gerði áður, svo finnst mér gaman að lesa og hlusta á tónlist og svona.

Sjónvarpsþættir: Sex and the city, modern family, entourage, friends og svo margir að ég nenni ekki að telja þá upp, er núna að horfa á Will and Grace og ég dýrka þá.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Það er mjög góð spurning sem ég þori ekki að svara, svo margt sem mig langar að stundum held ég að hausinn springi á endanum. Ertu að vinna með skóla? Já er að vinna í Eymundsson og bæði sem liðveitandi og stuðningsforeldri sem er virkilega gaman! Hver er best klædd/ur í FS? Finnst svo margir flott klæddir alltaf í skólanum, en ef ég þyrfti að velja einn þá væri það pottþétt Valur Orri, hann er alltaf flottur. Hver myndi leika þig ef gerð yrði kvikmynd um líf þitt? Eflaust margir sem myndu slást um það hlutverk en mér finnst Ellen Page voða skemmtileg.

Kvikmynd: Búin að hugsa það mikið og fyrir utan Rocky horror picture show þá verð ég að segja Batman myndirnar. Hljómsveit/tónlistarmaður: Á mér margar uppáhalds hljómsveitir, Daft Punk og Gus Gus eru svona með bestu en svo eru líka hljómsveitir eins og Crystal Castles, Röyksopp, Chromeo, Fm Belfast, Hot Chip,The knife og fleiri. Leikari: Leonardo di Caprio shet. Vefsíður: Þær vefsíður sem ég skoða mest eru mbl, vísir, facebook, google og svo finnst mér mjög gaman að fara á vísindavefinn. Flíkin: Maður gerir ekki upp á milli barna sinna Skyndibiti: KFC alltaf. Hvað tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Hlusta stundum á kjánaleg technolög svona þegar enginn er nálægt en það er þá oftast bara ef ég er í ræktinni eða sambærilegum fíling.

KENNA SUÐURNESJAMÖNNUM LJÓSMYNDUN

lgengt er að fólk fjárfesti í dýrum myndavélum án þess að nota alla þá möguleika sem vélarnar bjóða upp á. Ljósmyndararnir Ellert Grétarsson og Oddgeir Karlsson hyggjast bæta úr þessu með kvöldnámskeiðinu „Hugsað út f y r i r au to - i ð “ s e m v e rð u r á n æ s tu n n i haldið á Ljósmyndastofu Od dgeirs v i ð Borgarveg í Njarðvík. Um er að ræða ódýr 3ja tíma kvöldnámskeið fyrir þá sem vilja læra á DSLR myndavélina sína og nýta möguleika hennar betur til skapandi verka. Farið verður yfir grunnstillingar og tæknileg atriði ljósmyndunar, s.s. samspil hraða og ljósops, iso, white balance og annað sem ræður lýsingu myndar. Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 13. feb kl.

19 – 22 og fimmtudaginn 18. feb. á sama tíma. Þá verður einnig boðið upp á námskeiðið „Taktu betri myndir“. Þar verður fjallað um hagnýt atriði ljósmyndunar og hvernig maður ber sig að við mismun-

andi viðfangsefni, s.s. landslags- og náttúrumyndatökur og barna- og fjölskyldumyndatökur. Námskeiðið hentar mjög vel fyrir þá sem hafa lært betur á myndavélina sína á myndavélanámskeiðinu og aðra sem vilja fræðast meira um ljósmyndun.

Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 25. febrúar kl. 19 – 22 og miðvikudaginn 5. mars kl. 19 – 22. Myndvinnsla er nauðsynlegur hluti stafrænnar ljósmyndunar og ætla þeir félagar því að bjóða upp á tveggja kvölda grunnnámskeið í Lightroom, sem er eitt vinsælasta myndvinnsluforrit samtímans. Það verður haldið mánudaginn 10. mars og þriðjudaginn 11. mars frá kl. 19 – 22. Þátttaka verður takmörkuð við einungis 8-10 manns á hvert námskeið svo hægt verði að sinna betur hverjum og einum þátttakanda. Skráning á Ljósmyndastofu Oddgeirs, í síma 421 6556 eða ok@mitt.is eða elg@elg.is


13

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. febrúar 2014

-

ung // Halla Margrét Helgadóttir

pósturu pop@vf.is

Hitti Obama á leiðinni í óperu n Stórhuga lýðheilsufulltrúi Sandgerðisbæjar:

Draumurinn að efla alla aldurshópa „Ég var ekkert endilega að leita að öðru starfi en þegar ég sá auglýsinguna fannst mér starfslýsingin skemmtileg og eiga vel við mig. Er mjög ánægð með að reyna fyrir mér í þessu,“ segir Rut Sigurðardóttir, lýðheilsufulltrúi hjá Sandgerðisbæ. Hún tók við þessu nýja starfi í september sem gengur út á að skipuleggja alls kyns íþrótta- og frístundastarf í bænum. Blaðamaður Víkurfrétta hitti hana í húsnæði bæjarskrifstofunnar. Mest gefandi þegar vel tekst til Rut er frá Akureyri og hefur búið í Reykjanesbæ í 8 ár, þar sem hún var íþróttakennari áður en hún tók við starfi lýðheilsufulltrúa. Þá þjálfar hún í Sporthúsinu á morgnana og aðstoðar eiginmann sinn, Helga Rafn Guðmundsson, í að þjálfa nemendur í taekwondo. „Allt sem ég starfa við eru áhugasvið mín. Það er mest gefandi þegar vel tekst til og fólk er ánægt með það sem ég geri.“ Rut hóf starfið með því að leggja könnun fyrir alla nemendur grunnskólans um hvers konar námskeið og annað þau hefðu áhuga á að boðið yrði upp á. „Ég er svolítið að verða

við þeirra óskum og ætla að þróa það áfram. Ég er að fara af stað með ýmiss námskeið handa grunnskólabörnum,“ segir Rut. Þá sér hún mikið um að skipuleggja, búa til auglýsingar, fara í skólana að hitta krakka, kennara og skólastjóra. Einnig fer hún í Miðhús að hitta eldri borgara og í íþróttamiðstöðina. Eldri borgarar rosalega duglegir Heilsueflingarátak hefur verið fyrir eldri borgara síðan í nóvember, m.a. stafganga og jóga. „Stafgangan átti að hætta fyrir skömmu en það kom ósk frá þeim um að halda áfram alla vega mánuð í viðbót. Það er alltaf að bætast í hópinn og þetta gengur vel. Þau ganga í öllum færum og eru rosalega dugleg.“ Fyrstu vikuna í mars verður heilsuvika fyrir alla aldurshópa. Rut finnst spennandi hvað verður hægt að vinna úr því. Ef það er eitthvað sem fólk hefur áhuga á vill hún endilega koma því í framkvæmd. „Minn draumur er að efla þetta enn betur. Bjóða upp á eitthvað fyrir alla aldurshópa, bæði hreyfingu og alls kyns frístundastarf, “ segir Rut hress að lokum.

Halla Margrét Helgadóttir er í Heiðarskóla í 10. bekk. Hún elskar að fara á snjóbretti og dansa. Henni finnst sund leiðinlegasta fagið í skólanum og væri til í að verða flugmaður. Hvað geriru eftir skóla? Fer oftast bara heim að chilla og fer á dansæfingu eða ræktina. Hver eru áhugamál þín? Mér finnst geggjað að fara á snjóbretti og svo er það náttúrulega dansinn og vera með vinunum. Uppáhalds fag í skólanum? Íþróttir er alltaf skemmtilegast. En leiðinlegasta? Váhh það er sko sund! Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Miley Cyrus allan daginn! Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Að getað lesið hugsanir væri svaðalegt. Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Draumajobbið er að verða flugmaður. Hver er frægastur í símanum þínum? Haha vinkonur minar þær eru frægastar. Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Ætlaði í bíó í Boston og hitti Obama fyrir utan á leiðinni á operu.

Hvað myndiru gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag? Myndi örugglega taka næsta flug til Ameríku og fara í svakalega verslunarferð og taka allt sem mig langaði í. Hvernig myndiru lýsa fatastílnum þínum? Myndi lýsa honum sem frekar kósy bara. Hvernig myndiru lýsa þér í einni setningu? Er geimvera frá plánetunni Halla. Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla? Alltaf gaman að hitta alla krakkana í skólanum. Hvaða lag myndi lýsa þér best? Three little birds með Bob Marley.

Besta: Bíómynd? Ætli það sé ekki Titanic. Sjónvarpsþáttur? Chuck Tónlistarmaður/Hljómsveit? Queen B ofcourse. Matur? Kalkúnninn á áramótonum. Drykkur? Mix hefur alltaf verið best. Leikari/Leikkona? Ed Westwick og Jennifer Lawrence. Fatabúð? Urban Outfitters er flottust! Vefsíða? Twitter hefur tekið við af facebook. Bók? Englar Alheimsins.

Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Friends held ég bara.

KOMDU TIL LIÐS VIÐ OKKUR TÆKNIÞJÓNUSTA ICELANDAIR Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI ÓSKAR EFTIR RENNISMIÐ-CNC Við leitum að öflugum liðsmanni til starfa í stærsta flugskýli landsins í tæknivæddu og alþjóðlegu umhverfi. Um er að ræða spennandi og krefjandi framtíðarstarf í góðu starfsumhverfi þar sem öryggi, áreiðanleiki og hágæðavinnubrögð eru höfð að leiðarljósi. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á að ná árangri í starfi og hafa metnað til að vinna sem hluti af öflugri liðsheild.

STARFSSVIÐ: ■

Heiðarskóli sigraði Gettu enn betur G

ettu enn betur, spurningakeppni grunnskólanna í Reykjanesbæ, var haldin mánudagskvöldið 3. febrúar í Myllubakkaskóla. Lið Heiðarskóla fór með sigur af hólmi að þessu sinni eftir harða og jafna keppni. Ásamt Heiðarskóla sendu Akurskóli, Holtaskóli, Myllubakkaskóli og Njarðvíkurskóli lið til þátttöku. Í úrslitum mættust Heiðarskóli og Njarðvíkurskóli. Eftir jafna og skemmtilega úrslitaviðureign stóð Heiðarskóli uppi sem sigurvegari í Gettu enn betur 2014.

Rennismíði og CNC vinna

HÆFNISKRÖFUR: ■

Viðkomandi hafi menntun og/eða reynslu á sviði rennismíði og fræsivinnu

Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

Nánari upplýsingar veita: Theodór Brynjólfsson, netfang: tbrynjol@its.is Steinunn Una Sigurðardóttir, netfang: unasig@icelandair.is + Umsóknir óskast fylltar út á www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 17. febrúar.


14

fimmtudagurinn 6. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

pósturu eythor@vf.is

60 manna hópur NES til Malmö u Íþróttafélagið NES mun á

morgun föstudag skella sér á íþróttamótið Malmö Open sem fram fer í Svíþjóð. Alls fer um 60 manna hópur frá NES og munu keppendur keppa í sundi og boccia. Með í ferð verða þjálfarar og aðstandendur keppenda. Mikil eftirvænting er komin í mannskapinn og allir ætla að gera sitt besta ásamt því að kynnast nýju fólki og skoða sig um í Malmö. Er þetta í annað skipti sem NES fer á mótið en í fyrra stóðu keppendur sig með mikilli prýði. Við á VF munum fylgjast með gengi NES á mótinu og flytja fréttir á vf.is.

Porsche Landry farin frá Keflvíkingum

„Ég er samt það mikill keppnismaður að maður er aldrei sáttur. Ég er alveg fáránlega tapsár,“

Körfuboltinn kallaði - Frá loðnuvertíð í Vestmannaeyjum til Njarðvíkur

F

riðrik Erlendur Stefánsson kom til Njarðvíkinga um rúmlega tvítugt. Hefur hann verið sigursæll með liðinu svo ekki sé meira sagt. Nú þegar „Heimakletturinn“, eins og hann er stundum kallaður, er að slaga í 38 árin, er þó kominn tími til þess að segja þetta gott. Miðherjinn stæðilegi hóf tímabilið í haust með það fyrir augum að freista þess að fá lokatækifæri til þess að berjast um titla. Faðir tími og meiðsli hafa hins vegar reynst erfið og því var ákvörðunin tekin um að hætta. Þegar blaðamaður Víkurfrétta náði tali af Friðriki var hann nýbúinn að spila einná-einn við stórsöngvarann Sverri Bergmann. Ætli það hafi ekki verið síðasti leikurinn á ferlinum. Var sáttur við að hætta Friðrik hætti áður körfuboltaiðkun árið 2011 og hann var satt best að segja nokkuð sáttur við það. „Ég var alveg fínn, ætla ekkert að ljúga að þér með það. Það vantaði svo stóran varamann og ég sló aftur til. Maður fer svo bara aftur að æfa eins og maður sé 25 ára ennþá og slakar lítið á.“ Friðrik segir að eftir tímabilið í fyrra hafi hann ekki verið alveg sáttur og viljað meira. Hann sá að mikið bjó í ungu strákunum í Njarðvík. Því átti að taka tímabilið núna með trompi. Skrokkurinn var hins vegar á öðru máli. Var á leið í handboltann Friðrik hóf ferilinn í heimabænum Vestmannaeyjum þar sem hann fékk fljótlega tækifæri með unglingalandsliði Íslands, enda stórir og sterkir strákar ekki á hverju strái. Hann tók svo þá ákvörðun að reyna fyrir sér í höfuðborginni og varð KR þar fyrir valinu. Hann fór eftir það á svolítið flakk. Þá stóð til boða að fara til Ísafjarðar að spila og Friðrik stökk á það tækifæri. „Það var enn eitt flippið og gerðist

bara fyrir röð tilviljana.“ Friðrik lék þar með KFÍ í 1. deild en bauðst svo að fara til Þórs Akureyri þar sem hann hugðist reyna fyrir sér í úrvalsdeildinni. Atvinnuástandið var ekki sem best fyrir norðan á þeim tíma svo Friðrik fór á æskuslóðirnar þar sem loðnuvertíð og handbolti tóku við. „Þar datt ég inn í handboltann aftur og var á leið til Svíþjóðar með liði ÍBV í æfingaferð. Þorbergur Aðalsteinsson fyrrum landsliðsþjálfari var þarna með liðið,“ rifjar Friðrik upp og hlær. Þá kom aftur símtal frá Ísafirði þar

djöfuls vitleysa hjá manni. Maður hefði kannski átt að elta peningana einhvern tímann,“ segir Friðrik um þá ákvörðun að fara til Njarðvíkur á sínum tíma. Það átti hins vegar eftir að reynast ágætis ákvörðun hjá honum. Fór í starfsnám til Finnlands Friðrik segir að af og til hafi komið tilboð um tækifæri í atvinnumennsku auk þess sem önnur íslensk lið hafi viljað hann. Friðrik reyndi fyrir sér í Finnlandi um stutta stund en það segir hann ein-

Ef ég hefði samt talað um að eiga svona feril í körfubolta þegar ég var að slá úr tækjunum á loðnuvertíð í Vestmannaeyjum, þá held ég að fólk hefði talið mann vera eitthvað klikkaðan sem óskað var eftir starfskröftum Vestmannaeyingsins stóra. Þrátt fyrir að kunna ágætlega við handboltann kallaði körfuboltinn á Friðrik. Þar fór boltinn að rúlla og Friðrik vakti athygli fyrir vasklega framgöngu sína. Eftir eitt ár með KFÍ í úrvalsdeild kom tilboð frá Bandaríkjunum. Háskóli í Jacksonville, Flórída, vildi fá Friðrik í sínar raðið og var hann spenntur fyrir því. Það gekk hins vegar ekki upp af ýmsum ástæðum. Hafði alltaf haldið með Njarðvík Njarðvík var lið sem Friðrik hafði hug á að leika með. „Ég hafði alltaf haldið með þeim þegar ég var yngri. Við Palli Kristins vorum líka miklir vinir í gegnum unglingalandsliðin.“ Önnur lið vildu ólm fá miðherjann enda var hann þarna einn efnilegasti leikmaður landsins. „Ég hef bara alltaf fylgt minni sannfæringu. Oft getur það verið

faldlega hafa verið algjört klúður. „Ég var þarna á starfssamningi í stutta stund,“ segir miðherjinn kíminn. „Þar var enginn peningur og snarvitlaus þjálfari. Tóm veitleysa bara,“ segir Friðrik og hlær. Allt toppmenn í Njarðvík Þegar Friðrik lítur yfir farsælan feril hjá Njarðvík er þar margs að minnast. „Það fór m.a. fram risastór bikarúrslitaleikur árið 99’ þegar Hemmi [Hauksson] rölti aðeins og smellti þristi til þess að jafna leikinn,“ rifjar hann upp. Allir titlarnir sem unnust eru eftirminnilegir en tímabilið 2005-2006 var sérstaklega eftirminnilegt að sögn Friðriks. „Það var mitt besta tímabil. Þá var ég fyrirliði og við vorum með virkilega flottan hóp. Þarna voru ungir guttar í bland við okkur sem vorum leiðtogar í liðinu. Þarna voru sérstaklega margir góðir varnarmenn. Ég hef reyndar verið heppinn með að

hafa haft góða varnarmenn með mér í Njarðvík, það eru mikil forréttindi.“ Aragrúi leikmanna hafa orðið á vegi Friðriks á ferlinum. Margir hverjir ansi eftirminnilegir persónuleikar. „Fyrsta nafnið sem skýst upp í hausinn á mér er Örlygur heitinn. Svo gæti ég haldið áfram endalaust, þetta eru allt eintómir snillingar. Þetta eru allt toppmenn hérna í Njarðvík.“ Alltaf tilbúinn að spila fyrir þjóðina Friðrik á 112 landsleiki að baki og þykir það mikill heiður. Hann hefur sterkar skoðanir á landliðinu og rekstri þess. „Það er til háborinnar skammar hvernig ríkið kemur fram við mörg landslið okkar. Maður er þó alltaf tilbúinn að spila fyrir Ísland. Það er mesti heiður sem manni hlotnast. Það á líka að vera búið þannig að því að þú eigir að vera stoltur að spila fyrir þjóðina.“ Friðrik verður alltaf talinn meðal bestu íslensku miðherjanna en hann hefur barist við þá nokkra góða. „Á tímabili áttum við nokkra ansi frambærilega miðherja. Það var alltaf erfitt að spila gegn Fannari Ólafs og Hlyni Bærings. Svo var leiðinlegt að spila gegn Palla Kristins þegar hann fór til Grindavíkur.“ Þú getur ekki verið annað en sáttur með ferilinn, er það nokkuð? „Jú maður er sáttur. Ég er samt það mikill keppnismaður að maður er aldrei sáttur. Ég er alveg fáránlega tapsár,“ segir Friðrik og hlær. „Það eru hlutir sem svíða þegar maður horfir yfir ferilinn. Ef ég hefði samt talað um að eiga svona feril í körfubolta þegar ég var að slá úr tækjunum á loðnuvertíð í Vestmannaeyjum, þá held ég að fólk hefði talið mann vera eitthvað klikkaðan,“ segir Friðrik að lokum.

u Kvennalið Keflavíkur í Domino's deildinni hefur samið við Diamber Johnson sem áður lék með Hamri. Porsche Landry mun því ekki leika áfram með liðinu en hún er farin af landi brott. Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta óskaði Landry eftir því að komast heim til Bandaríkjanna og virtist leikmaðurinn ekki hafa löngun til þess að spila hérlendis lengur. Áður en leikmannaglugginn lokaðist bauðst Keflvíkingum að fá Johnson til liðsins og það þáðu þeir með þökkum. „Við ætluðum okkur að hafa þær báðar fyrst til að byrja með og taka svo ákvörðun. Porsche vildi svo halda aftur heim og því tók hún í raun ákvörðunina fyrir okkur,“ sagði Sævar Sævarsson í stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur í samtali við Víkurfréttir. Hann sagðist ekki viss um hvaða ástæður lægju að baki, hvort um heimþrá væri hreinlega að ræða hjá Landry.

Grindvíkingar í bikarúrslit uGrindvíkingar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum karla í körfubolta með góðum sigri gegn Þórsurum. Leikurinn fór fram í Grindavík og lauk honum með 93-84 sigri Íslandsmeistaranna. Grindvíkingar byrjuðu af krafti og leiddu 32-19 eftir fyrsta leikhluta. Allt virtist stefna í stórsigur en Þórsarar voru ekki á þeim buxunum. Gestirnir minnkuðu muninn í næstu tveimur leikhlutum og hleyptu spennu í leikinn. Að lokum sýndu Grindvíkingar þó styrk sinn og höfðu níu stiga sigur. Grindvíkingar leika svo gegn ÍR-ingum í úrslitum en leikurinn fer fram síðar í febrúar.

Jóhannes aðstoðarþjálfari Keflvíkinga Jóhannes Hleiðar Gíslason var í vikunni ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna Keflavíkur í knattspyrnu. Hann verður því Heiðari Birni Torleifssyni þjálfara liðsins til aðstoðar fram á haust. Ráðningin er liður í því að efla kvennaknattspyrnuna hjá Keflavík.


15

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. febrúar 2014

-

fréttir

pósturu vf@vf.is

Icelandic Group kaupir Ný-Fisk I

celandic Group hefur keypt fiskvinnslufyrirtækið Ný‐ Fisk í Sandgerði. Ný‐Fiskur sérhæfir sig í frumvinnslu og sölu á ferskum sjávarafurðum, sér í lagi þorski og ýsu. Samhliða mun Icelandic Group yfirtaka Útgerðarfélag Sandgerðis sem rekur línubátinn Von GK‐113 með kvóta upp á um 800 tonn. Í fréttatilkynningu kemur fram að Ný‐Fiskur notar yfir 7.000 tonn af hráefni árlega til sinnar framleiðslu. Um 70% af framleiðslunni er send sem ferskar afurðir með flugi þar sem fiskurinn er kominn á disk neytenda innan við 48 tímum eftir að fiskurinn kemur upp úr sjó. Í kjölfar kaupanna verður nafni Ný‐Fisks breytt í Icelandic Ný‐Fiskur. Í umfjöllun Fiskifrétta um NýFisk síðasta sumar kom fram

að Ný-Fiskur veltir hátt á fjórða milljarð króna. Fiskvinnslufyrirtækið Ný-Fiskur ehf., var stofnað árið 1996 af Birgi Kristinssyni framkvæmdastjóra félagsins. Fyrirtækið er staðsett í 3000 fm húsnæði að Hafnargötu 1 og eru starfsmenn þess tæplega 100 talsins. Allt frá stofnun hefur höfuðáhersla verið lögð á að selja ferskan línuveiddan fisk til viðskiptavina víðsvegar um Evrópu. Auk þess er Ný‐Fiskur mikilvægur birgir Icelandic Gadus, dótturfélags Icelandic Group í Belgíu. Ný‐Fiskur rekur verksmiðju sem fengið hefur BRC vottun ásamt því að reka HACCP gæðakerfi og er ein af fáum fiskvinnslum á Íslandi sem hefur fengið slíkar vottanir.

Með stærstu varnaræfingum hérlendis Loftvarnaræfing Atlantshafsbandalagsins, Iceland Air Meet 2014 er með stærstu varnaræfingum sem haldin hefur verið hérlendis á síðustu árum.

L

oftvarnaræfing Atlantshafsbandalagsins, Iceland Air Meet 2014, hófst með formlegum hætti í gær, mánudag. Æfingin er með stærstu varnaræfingum sem haldin hefur verið hérlendis á síðustu árum en í henni taka þátt 300 manns og 23 erlend loftför þ.m.t. 18 herþotur frá Norðurlöndunum ásamt tveimur finnskum leitar- og björgunarþyrlum. Æfingunni lýkur 21. febrúar n.k. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er æfingin er haldin samhliða reglubundinni loftrýmisgæsluvakt Atlantshafsbandalagsins á Íslandi sem

Norðmenn hafa með höndum að þessu sinni. Samstarfsríki Atlantshafsbandalagsins, Svíþjóð og Finnland, taka þátt í æfingunni en sinna ekki loftrýmisgæsluverkefnum. Holland og Bandaríkin leggja til eldsneytisflugvélar sem þjónusta flugsveitirnar ásamt radarflugvél frá Atlantshafsbandalaginu. Þetta er í fyrsta skipti sem Svíar og Finnar taka þátt í loftvarnaræfingum á Íslandi og er æfingin mikilvægur liður í auknu öryggis- og varnarsamstarfi Norðurlandanna sem hefur vaxið ásmegin á síðustu árum.

HEILSUHORNIÐ Þreytt á að vera þreytt? Margir sem leita til mín eru að glíma við þreytu og slen, þetta eru sennilega með algengari einkennum sem ég hef orðið vitni að í gegnum árin meðal skjólstæðinga minna. Sumir eiga erfitt með að koma sér fram úr á morgnana þrátt fyrir að hafa sofið ágætlega yfir nóttina og eru jafnvel þreyttir yfir allann daginn. Það er vissulega eðlilegt að finna fyrir þreytu af og til en það er ekki eðlilegt þegar við erum langvarandi þreytt og yfirleitt er þá eitthvað undirliggjandi sem orsakar þreytuna. Hér eru nokkrir algengir orsakaþættir sem geta oft leitt til þreytu. • Mataræði. Heilsusamlegt mataræði er stór þáttur í því að viðhalda góðri orku yfir daginn og margt í fæðunni okkar sem að sama skapi getur gert okkur ÁSDÍS slenug og þreytt eins og ofneysla koffíns (kaffi, GRASALÆKNIR súkkulaði, koffínte, gos, orkudrykkir), sykur og SKRIFAR unnin kolvetni, óhóflegir matarskammtar (ofát), skortur á ýmsum næringarefnum (t.d. B12, járni) og fæðuóþol/ofnæmi. Kaffi og sykur veita okkur tímabundna orku en eyða þó orkubirgðunum okkar til lengri tíma litið og skilja okkur eftir þreytt. • Sýkingar/sjúkdómar. Ýmsar örverur geta valdið langvinnum sýkingum í líkamanum eins og sveppir (candida), sníkjudýr, vírusar (Epstein Barr-virus) og bakteríur geta haft bælandi áhrif á ónæmiskerfið og þar með stuðlað að þreytueinkennum. Mikilvægt er að vinna á þessum sýkingum ef viðkomandi grunar að um eitthvað af ofangreindum sýkingum er að ræða. Eins ef um langvinna sjúkdóma er að ræða þá er þreyta oft óhjákvæmilegur fylgikvilli. • Hormónaójafnvægi. Þarna ber helst að nefna innkirtla eins og nýrnahettur og skjaldkirtil en þessi líffæri eru afar mikilvæg til þess að viðhalda orkunni. Langvarandi streita og stress hefur letjandi áhrif á þessi líffæri til lengdar sem getur komið fram sem síþreyta. Ýmsar jurtir hafa styrkjandi áhrif á þessi líffæri og eins er mikilvægt að draga úr streitu eins og hægt er með t.d. jóga, göngutúrum, slökun og hugleiðslu. • Umhverfisþættir. Streita, svefnleysi, toxísk efni í umhverfi hafa öll hver á sinn hátt skaðleg áhrif á heilsu okkar og geta haft truflandi áhrif á starfssemi líffærakerfa með mismunandi hætti. Gífurlegt magn toxískra efna úr umhverfi og fæðu er eitthvað sem við þurfum að vera á varðbergi fyrir en þar má t.d. nefna plastefni s.s. phalates, skordýraeitur, þungamálar eins og kvikasilfur og myglusveppaeitrun, en þetta geta m.a. verið undirliggjandi þættir að þreytu í sumum tilfellum. Til þess að við náum að endurvekja lífskraftinn og grunnorkuna á ný ber því að huga að ýmsum þáttum og gagnlegt að fara yfir hjá sjálfum sér hvað það er í lífsstílnum okkar eða umhverfi sem dregur úr orkunni okkar.

SKATTAMÁL

Fróðleiksfundur í Reykjanesbæ Fim. 13. feb. | kl. 16:30 | Krossmóa 4 Á hverju ári eru fjöldi skattalagabreytinga sem snerta fólk og fyrirtæki. Á þessum fróðleiksfundi verða helstu breytingarnar kynntar auk þess sem handbók KPMG um skattamál verður dreift. Skráning er án endurgjalds og fer fram á kpmg.is

Dagskrá fróðleiksfundarins n

Helstu skattalagabreytingar árið 2013

n

Hvað fer úrskeiðis í sköttum

n

Skattamál ferðaþjónustunnar

Reykjavík Borgartúni 27

Reyðarfjörður Austurvegi 20

Akureyri Glerárgötu 24

Reykjanesbær Krossmóa 4

Blönduós Húnabraut 4

Sauðárkrókur Borgarmýri 1

Borgarnes Bjarnarbraut 8

Selfoss Austurvegi 4

Egilsstaðir Fagradalsbraut 11

Skagaströnd Oddagötu 22

Höfn í Hornafirði Krosseyjarvegi 17

Vestmannaeyjar Kirkjuvegi 23

www.kpmg.is

Sími 545 6000

SKATTA- OG LÖGFRÆÐISVIÐ

Skattabæklingur 2014 Upplýsingar um skattamál einstaklinga og rekstraraðila 2013 / 2014 kpmg.is

Í bæklingi þessum koma fram almennar upplýsingar og meginreglur. Í honum er ekki lýst aðstæðum tiltekinna fyrirtækja eða einstaklinga. Enginn ætti að grípa til aðgerða á grundvelli þessara upplýsinga nema tengja þær aðstæðum sínum eða leita faglegrar aðstoðar um það tilvik sem um ræðir. © 2014 KPMG ehf. á Íslandi er aðili að alþjóðlegu neti KPMG, samtökum sjálfstæðra fyrirtækja sem aðild eiga KPMG International Cooperative að (“KPMG International”), svissnesku samvinnufélagi. Nafn og kennimark eru vörumerki KPMG International KPMG Cooperative.

Skattabæklingur 2014

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir

Skráning og fre fróðleiksfundin


UMBOÐSAÐILAR BL & BÍLALANDS

vf.is

HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI • VARAHLUTIR BÍLAVERKSTÆÐI • SMURÞJÓNUSTA BÍLASALA • BÓNSTÖÐ

SÍMI : 4 200 400

FIMMTUDAGURINN 6. FEBRÚAR 2014 • 5. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR UMBOÐSAÐILAR

VIKAN Á VEFNUM Ragnheiður Elín Árnadóttir Þingmaður frá Keflavík Komst ekki á blótið en frétti að verið væri að gera grín að mér í annálnum á Njarðvíkurblótinu… einhverjir lausir í flutninga á morgun?

Jósef K. Jósefsson leikmaður Grindvíkinga í fótbolta BASSI nú stoppar þú ! Hjörvar Hafliðason Dagskrástjóri Stöð 2 Sport Ég skora Suðurnesin svona: 1.-2. sæti Sandgerði og Garður. Aðrir neðar. Þó ég haldi með Njarðvík í körfubolta.

Gabriela Ósk nemi Ég heimta ísbúð í Keflavík opna allan sólahringinn! Hinrik Hafsteinsson, nemi GP fær plús fyrir að alltaf seegja Keflavík og NJARÐVÍK þegar hann ávvarpaði salinn Lovísa Falsdóttir Leikmaður Keflavíkur í körfubolta Er svoldið pirruð því að Þorvaldur sagði að líklegast væru allir strákarnir sterkari en við stelpurnar í tímanum. Ég er reddý í sjómann!

-Versluninni í Njarðvík hefur verið vel tekið

M

argrét Örlygsdóttir og Gunnar Sigurðsson hafa keypt rekstur verslunarinnar Ship o Hoj af þeim Gunnari Örlygssyni og Arthuri Galvez. Ship o Hoj býður upp á ferskar fisk- og kjötvörur í smá- & heildsölu og er auk þess með veitinga- og veisluþjónustu. Reksturinn í Reykjanesbæ hófst í byrjun október 2013 og hefur verið verið hægt og bítandi að festa sig í sessi. „Reksturinn verður áfram innan fjölskyldunnar þar sem systir mín Margrét mun taka við keflinu. Hún er kunn fyrir frábæra matseld og hefur nef fyrir þessu. Ship o Hoj mun án efa eflast fyrir vikið enda mikilvægt að eigendur starfi sjálfir öllum stundum að rekstri

sem þessum. Fiskvinnsla okkar Arthurs í Sandgerði er að færa út kvíarnar og því var ákveðið að einbeita sér að þeim breytingum sem framundan eru í Sandgerði. Okkar fyrirtæki, AG Seafood, mun sem fyrr halda áfram að útvega ferskar sjávarafurðir til Ship o Hoj,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Örlygssyni.

-mundi Magga systir tekur við Shippu-bandinu af Gunna bróður ÍSLENSKA SIA.IS ICE 67708 2/14

Hannes Friðriksson Bara að hringja, á ennþá lausa kassa:)

Jón Björn Ólafsson ritstjóri Karfan.is „Og þeir skora“ langbesta stuðningslag Grindavikur...og þeir eiga nokkur

Nýir eigendur að Ship o Hoj

TÆKNIÞJÓNUSTA ICELANDAIR Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI ÓSKAR AÐ RÁÐA TIL SÍN SÉRFRÆÐING Í SKJÖLUN TÆKNIGAGNA (TECHNICAL RECORDS) Viðkomandi starfsmaður þarf að hafa þekkingu á rafrænni skjölun, vera nákæmur og eiga auðvelt með samskipti því starfinu fylgir miðlun upplýsinga til viðskiptavina innan og utan fyrirtækisins. Við leitum að kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi í spennandi og krefjandi starf í góðu starfsumhverfi þar sem öryggi, áreiðanleiki og hágæða vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi. Liðsmanni með ríka þjónustulund sem hefur brennandi áhuga á að ná góðum árangri í starfi og hefur gaman að vinna sem hluti af liðsheild.

STARFSSVIÐ: ■ ■ ■ ■

Greining tækniupplýsinga Miðlun upplýsinga um tækni og viðhaldsgögn Samskipti við viðskiptavini innan sem utan fyrirtækisins Greining tækniupplýsinga

HÆFNISKRÖFUR: ■

Háskólapróf eða önnur sambærileg menntun

Góð almenn tölvukunnátta

Góð enskukunnátta er skilyrði

Lögð er áhersla á vönduð og sjálfstæð vinnubrögð og góða samskiptahæfileika.

Nánari upplýsingar veita: Hafliði Jón Sigurðsson I haflidi@its.is Steinunn Una Sigurðardóttir I unasig@icelandair.is + Umsóknir óskast fylltar út á www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 17. febrúar 2014. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.