• Fimmtudagurinn 11. febrúar 2016 • 6. tölublað • 37. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Afbrotum fækkar í Grindavík n Afbrotum í Grindavík hefur fækkað frá árinu 2010 en örlítil aukning varð á milli áranna 2014 og 2015, samkvæmt því sem kemur fram á vef bæjarins. Í síðustu viku áttu sviðsstjórar Grindavíkurbæjar fund með lögreglustjóranum á Suðurnesjum þar sem farið var yfir tölfræði síðasta árs og rætt um áherslur og áætlanir á nýju ári. Um var að ræða árlegan yfirlitsfund. Umferðaróhöppum í Grindavík hefur fjölgað á milli ára. Á vef bæjarfélagsins kemur fram að Grindvíkingar hafi löngum vakið athygli á því en talað fyrir daufum eyrum, að kominn sé tími á endurbætur á Grindavíkurvegi og Norðurljósavegi. „Þessir vegir voru einfaldlega ekki hannaðir fyrir þessa umferð og vonandi er þess ekki langt að bíða að bætt verði úr í þessum málaflokki,“ segir á vef Grindavíkurbæjar.
Skrautleg á öskudagsgleði í Reykjanesbæ - Sjáið fleiri myndir í blaðinu í dag og á vf.is
Kvarta undan háu strætóverði
l Fáist skaðabætur frá ríkinu vegna afnáms einkaleyfis á akstri á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur gæti skapast svigrúm til að lækka verð l Háskólanemar reyna frekar að leigja á höfuðborgarsvæðinu l Stök ferð fyrir almenning kostar 1.600 krónur
Þrjú gistiheimili á topp tíu lista Trip Advisor n Þrjú gistihús á Suðurnesjum komust á topp tíu lista á ferðavefnum Trip Advisor yfir þau gistiheimili á Íslandi sem hafa fengið bestu umsagnir gesta. Þetta eru 1x6 Guesthouse, Ace Guesthouse og Raven´s Bed and Breakfast. Öll eru gistihúsin í Reykjanesbæ. Gistihúsin eru 1x6 Guesthouse sem er í þriðja sæti á listanum, Ace Guesthouse í fimmta sæti og Raven’s Bed and Breakfast í því níunda.
dóttir býr í Höfnum og stundar nám við HÍ. Í sama streng taka Kristjana Vigdís Ingvadóttir úr Reykjanesbæ og Marta Sól Axelsdóttir úr Vogum sem eiga sæti í Stúdentaráði fyrir hönd Vöku. „Ég held að margir vilji frekar leigja á höfuðborgarsvæðinu en að keyra á milli, meðal annars því svo dýrt er að taka strætó,“ segir Marta. Kristjana segir Stúdentaráð
ekki vilja hvetja nemendur til að nota einkabíla þar sem það sé miður umhverfislega séð en að samgöngur verði að vera góðar svo þær séu betri kosturinn. Önnur þéttbýlissvæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins greiða ekki niður annarkort fyrir háskólanema. Stök ferð fyrir almenning á milli höfuðborgarsvæðis og Suðurnesja kostar
1.600 krónur og nær leiðin yfir fjögur gjaldsvæði og því þarf að greiða fjóra staka strætómiða fyrir hana. Til samanburðar þarf að greiða einn miða á öllum leiðum innan höfuðborgarsvæðisins. Að sögn Berglindar Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, er reynt að reka samgöngukerfið á sjálfbæran hátt og greiða sveitar-
Restin af HF verður rifin n Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa móttökuhúsin að Hafnargötu 2, sem jafnan ganga undir nafninu HF. Húsin eru í lélegu ástandi en þar hefur síðustu ár verið tómstundastarf eins og golfæfingar og púttaðstaða. Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar segir í samtali við Víkurfréttir að ráðist verði í að rífa húsin síðar á árinu. Í ársbyrjun var hluti hússins rifinn en sá hluti varð eldi að bráð fyrir rúmum þremur áratugum og þak hússins fauk af í óveðri í desember og olli tjóni í gamla bænum í Keflavík. Húsnæði Svarta pakkhússins mun standa áfram ásamt áföstum vélasal en þar eru gamlar frystivélar HF en vélasalurinn er einstakur á Íslandi og verðugur safngripur. Þá er unnið að endurbótum á Fisherhúsi sem stendur á horni Hafnargötu 2. Skipt hefur verið um þak á húsinu og
FÍTON / SÍA
Strætókort fyrir háskólanema á Suðurnesjum sem stunda nám í Reykjavík kosta 82.000 krónur fyrir eina önn. „Þetta háa verð á almenningssamgöngum heftir því aðgang fólks á Suðurnesjum að námi. Það er verið að tala um að minnka vægi einkabílsins en það á eftir að ganga hægt þegar verðið í strætó er svona hátt,“ segir Borghildur Guðmunds-
einföld reiknivél á ebox.is
Hluti gamla fiskvinnsluhússins var rifinn í ársbyrjun. Restin verður rifin síðar á árinu þegar starfsemi í húsinu hefur verið fundinn annar staður.
verið er að endurnýja klæðningu hússins og koma henni í upprunalegt horf. Guðlaugur Helgi segir að nú sé unnið að því að finna þeim sem nú nýta þessa aðstöðu á Hafnargötu 2 annan stað fyrir starfið.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
félögin ekki inn í það. Þá hafi verið mikið högg fyrir Suðurnesin þegar einkleyfi á akstri á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins var aflétt árið 2012. Nú stendur yfir dómsmál vegna þess og fáist skaðabætur greiddar muni þær renna inn í samgöngukerfið. Nánar er fjallað um málið á blaðsíðu 2 í Víkurfréttum í dag.
101 árs á hestbaki á Mánagrund n Lárus Sigfússon, fyrrverandi bóndi og ráðherrabílstjóri, fagnaði 101 árs afmæli sl. föstudag. Á afmælisdaginn mætti Lárus ásamt Kristínu Gísladóttur sambýliskonu sinni, sem er 91 árs, í hesthús á Mánagrund í Reykjanesbæ þar sem þau skelltu sér á hestbak í tilefni dagsins. Sjónvarp Víkurfrétta var á staðnum og ræddi við hinn 101 árs gamla knapa. Sjónvarp Víkurfrétta er á dagskrá ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 21:30. Í þættinum er einnig rætt við ljósmyndara sem í dag sýnir myndir tengdar brotthvarfi Varnarliðsins í Listasafni Reykjanesbæjar. Ferðamálum eru gerð skil þar sem Flughótel, sem í dag heitir Park Inn by Radison, er skoðað eftir miklar endurbætur og rætt við hótelstjórann. Einnig er rætt við þá Johan D. Jónsson og Gísla Heiðarsson frá Ferðamálasamtökum Reykjaness, farið á tónleika í Stapa og fréttir vikunnar eru sagðar. Þátturinn er einnig á vf.is.
2
VÍKURFRÉTTIR
Telja lagalega óvissu um forkaupsrétt á Óla á Stað ●●Báturinn seldur til Fáskrúðsfjarðar ásamt 1.164 tonna kvóti í krókaaflamarkskerfinu. Hjálmar ehf., dótturfélag Loðnu- sem fyrirvara stjórnar Loðnuvinnslvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, hefur unnar hafði ekki verið aflétt. Í ljósi keypt línubátinn Óla á Stað GK af þess frestaði bæjarstjórn Grindavíkur Stakkavík í Grindavík. Báturinn, sem afgreiðslu málsins á fundi sínum 15. fengið hefur nafnið Sandfell SU 75, desember 2015. Þann 16. desember skv. frétt Fiskifrétta. Með í kaupunum tilkynnir stjórn Loðnuvinnslunnar fylgir 1.164 tonna kvóti í krókaafla- hf. að fyrirvari um samþykki stjórnar markskerfinu en á móti lætur Loðnu- væri aflétt. Hinn 15. janúar 2016 tilvinnslan frá sér 200 tonna kvóta í afla- kynnir lögmaður Loðnuvinnslunnar að það sé skilningur fyrirtækisins að markskerfinu. fjögurra vikna Í f und argerð forkaupsréttarbæjarráðs tími sé liðinn. Grindavíkur frá Grindavíkurbæ því á miðvikuhefur ekki bordag í síðsutu ist tilkynning viku kemur um að Stakkaf r am a ð þ a ð vík telji söluharmi framtilboðið gilt að göngu málsaðnýju og var í ila í söluferli á góðri trú um línubátnum Óla Óli á Stað GK-99 hefur nú verið seldur til að ekkert samá Stað GK-99. komulag væri Bæjaryfirvöld í Fáskrúðsfjarðar. VF-mynd: Hilmar Bragi milli aðila um Grindavík óskuðu þann 26. janúar síðastliðinn eftir kaup á bátnum og aflaheimildum. fjögurra vikna fresti til að taka afstöðu Þann 27. janúar fékk Grindavíkurbær vitneskju um að aðilar væru að til forkaupsréttar á bátnum. Eftirfarandi er bókun bæjarráðs ganga frá kaupsamningi vegna viðGrindavíkur frá miðvikudeginum 3. skiptanna, og fékk það staðfest á fundi febrúar síðastliðnum um sölu Stakka- með lögmönnum Loðnuvinnslunnar og Stakkavíkur þann 1. febrúar síðastvíkur á Óla á Stað til Hjálmars ehf.: Kaupsamningur milli Stakkavíkur liðinn. ehf. sem seljanda og Hjálmars ehf. og Bæjarráð harmar framgöngu málsaðLoðnuvinnslunnar hf. sem kaupenda ila í ferlinu. Bæjarstjórn Grindavíkur dags. 26. janúar 2016, um bátinn Óla hefur aldrei fjallað efnislega um málið, á Stað og tilgreindar aflaheimildir, í ljósi þess að sölutilboðið var afturkallað 14. desember. Nú er staðan lagður fram. Stakkavík ehf. bauð Grindavíkurbæ sú að lagaleg óvissa er um hvort forforkaupsrétt á bátnum og aflaheim- kaupsrétturinn sé enn fyrir hendi og ildum þann 1. desember 2015. Þann inngrip sveitarfélagsins gæti því haft 14. desember 2015 tilkynnir Stakkavík í för með sér óvissu og tjón fyrir aðila að tilboðið hafi verið afturkallað þar málsins.
fimmtudagur 11. febrúar 2016
Hátt strætóverð heftir aðgang Suðurnesjamanna að háskólanámi ●● Háskólanemar greiða 164.000 kr. á ári fyrir strætókort ●● Segja verðið ekki í takt við upphæð námslána ●● Fáist skaðabætur vegna niðurfellingar á sérleyfi aksturs ● frá Keflavíkurflugvelli gæti skapast svigrúm til að lækka fargjöld
Háskólanemar, búsettir á Suðurnesjum, greiða 82.000 krónur á önn fyrir strætókort til að komast í skóla í Reykjavík. Borghildur Guðmundsdóttir er nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands og búsett í Höfnum. Hún segir verð strætókorta vera allt of hátt sé tekið mið af námslánum. „Háskólanemar verða að leggja út 82.000 krónur í byrjun hverrar annar og fæstir hafa tök á því. Þetta háa verð á almenningssamgöngum heftir því aðgang fólks á Suðurnesjum að námi. Það er verið að tala um að minnka vægi einkabílsins en það á eftir að ganga hægt þegar verðið í strætó er svona hátt,“ segir hún.
Borg hildur Guðmundsdóttir,
Kristjana Ingvadóttir,
Marta Sól Axels dóttir,
Kristjana Vigdís Ingvadóttir er úr Reykjanesbæ og mun sitja í Stúdentaráði á næsta skólaári fyrir hönd Vöku. Hún segir marga nema hafa nýtt sér
Laus störf í leikskólum hjá Skólum ehf.
Allir leikskólar Skóla ehf. starfa eftir Heilsustefnunni og leggja ríka áherslu á heilsueflingu, jákvæðan skólabrag og öflugt lærdómssamfélag þar sem samvinna og gleði ríkir. Því leitum við að samstarfsfólki sem: • Er tilbúið til að tileinka sér starfsaðferðir leikskólans • Hefur áhuga á heilsueflingu, umhverfismennt og umhyggjusömum samskiptum • Er tilbúið til að taka þátt í öflugri starfsþróun • Er stundvíst, samviskusamt og leggur sig fram um að velja sér jákvæð viðhorf í dagsins önn.
karla sem konur til aðskólastarfi? sækja um! HefurVið þúhvetjum áhuga ájafnt heilsueflandi
Heilsuleikskólinn Háaleiti, Reykjanesbæ Heilsuleikskólinn Háaleiti, Ásbrú í Reykjanesbæ Auglýsir eftir: Auglýsir eftir: þroskaþjálfa eða starfsmanni með reynslu sem getur tekið að sér stuðning. Leikskólakennara, • Leikskólakennara og/eða uppeldismenntuðum starfsmanni Gott er að viðkomandi hafi þekkingu á TEACCH (skipulagðri kennslu).í 100% stöðu
• Leikskólakennara og/eða uppeldismenntuðum starfsmanni í 50% stöðu
Heilsuleikskólinn Háaleiti er þriggja deilda leikskóli með um 60 börn. Heilsuleikskólinn Háaleiti er þriggja deilda leikskóli með um 60 börn.
upplýsingar veitir: Leikskólinn starfar eftir Heilsustefnunni ogNánari leggur ríka áherslu á heilsueflingu og jákvætt viðhorf. Skólinn fylgir Þóra Sigrún Hjaltadóttir leikskólastjóri, símiá 426-5276 sameiginlegum matseðli í takti við Næringarstefnu Skóla ehf. Endilega kíkið heimasíðuna okkar www.skolar.is Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn á http://www.leikskolinn.is/haaleiti/ undir „Um leikskólann“. Nánari upplýsingar veitir: Skólasími eru: Þóra SigrúnHeilsuleikskólar Hjaltadóttir skólastjóri, 426-5276
Hamravellir í Hafnarfirði, Háaleiti á Ásbrú í Reykjanesbæ, Kór í Kópavogi, Krókur í Grindavík Ungbarnaleikskólinn Ársól í Reykjavík. Rafrænar umsóknir er hægt aðog leggja inn á www.skolar.is/Starf Umsóknarfrestur er til 19. febrúar nk. Heilsuleikskólar Skóla ehf. eru: Hamravellir í Hafnarfirði, Háaleiti á Ásbrú í Reykjanesbæ, Kór í Kópavogi, Krókur í Grindavík og Ungbarnaleikskólinn Ársól í Reykjavík.
ferðir þegar boðið var upp á fríar ferðir frá Ásbrú sem ekki eru lengur í boði. „Það er mín upplifun að stúdentar vilji frekar flytja til Reykjavíkur í stað þess að borga þennan pening í rútuferðir á milli. En þar sem margir nýttu sér fríu þjónustuna þegar hún var í boði að þá grunar mig að margir væru til í að skilja bílinn eftir heima og fara með rútunni ef verðið væri hagstæðara,“ segir Kristjana. Þeir sem hún þekkir til og búa enn heima fara frekar á bíl til Reykjavíkur eða í samfloti með öðrum frekar en að fara með rútunni. Kristjana segir Stúdentaráð vera að kynna sér hvernig almenningssamgöngum væri best háttað og að það muni beita sér í að þrýsta á þá aðila sem að málinu koma til að gera háskólanemum kleift að nýta sér þessa þjónustu. „Umhverfis- og samgöngunefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands hefur slegið á að í raun sé ódýrara að fara á einkabílnum í stað þess að borga fyrir rútuferðir hjá Strætó. Þetta er sorgleg staðreynd og algjörlega óboðlegt. Við viljum ekki hvetja fólk til þess að nota einkabílinn þar sem það er miður umhverfislega séð, en á móti verða að vera góðar samgönguleiðir svo að þær séu betri kosturinn.“ Marta Sól Axelsdóttir er nýkjörinn varamaður í Stúdentaráð Háskóla Íslands fyrir hönd Vöku. Hún býr í Vogum og keyrir á bíl í skólann. Hún segir lækkun á fargjöldum fyrir háskólanema vera ofarlega á forgangslista Stúdentaráðs. „Ég held að margir vilji frekar leigja á höfuðborgarsvæðinu en að keyra á milli, meðal annars því svo dýrt er að taka strætó,“ segir hún.
Stök ferð kostar 1.600 krónur
Þegar farið er með strætó frá höfuðborgarsvæðinu til Suðurnesja nær leiðin yfir fjögur gjaldsvæði. Almenningur sem greiðir með stökum miðum greiðir því fjóra miða. Sé greitt með greiðslukorti kostar hver ferð 1.600 krónur. Mánaðarkort fyrir almenning á þessari leið kostar 43.600 krónur. Til samanburðar kostar mánaðarkort á höfuðborgarsvæðinu, Græna kortið, 10.900 krónur. Mánaðarkort frá Akranesi og til höfuðborgarsvæðisins kostar 32.700 á mánuði og sömuleiðis til Hveragerðis. Verðið á Selfoss er aftur á móti það sama og til Suðurnesja.
Að sögn Berglindar Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, er ein af ástæðum þess að greiða þurfi fyrir fjögur gjaldsvæði sú að samgöngukerfið eigi að vera sjálfbært og að sveitarfélögin greiði ekki með því. „Það hefur verið reynt að reka kerfið á sjálfbæran hátt en það hefur ekki gengið upp og er það því rekið með halla,“ segir hún. Berglind bendir á að árið 2012 hafi þáverandi innanríkisráðherra tekið einhliða ákvörðun um að aflétta einkaleyfi sveitarfélaganna á Suðurnesjum á akstri á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins en Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum var með einkaleyfið samkvæmt samningi við Vegagerðina. „Það var gríðarlegt högg fyrir Suðurnesin því sú akstursleið skilaði mestum tekjum. Þær tekjur voru svo notaðar til að lækka kostnað við aðrar leiðir.“
Dómsmál gegn innanríkisráðuneyti
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur höfðað dómsmál á hendur Innanríkisráðuneytinu vegna áætlaðs tjóns sem sveitarfélögin urðu fyrir og er beðið eftir að fá dómskvaddan matsmann tilnefndan til að meta tjónið. „Komi til greiðslu skaðabóta munu þær renna inn í samgöngukerfið og þá skapast vonandi svigrúm til að fækka gjaldsvæðum og þar með lækka verð,“ segir Berglind. Eftir að einkaleyfi á akstri frá flugvellinum var fellt niður eru eftir leiðir sem ekki eru eins arðbærar. „Það er að sjálfsögðu markmiðið að fækka gjaldsvæðum um leið og hægt er því almenningssamgöngur eru byggðaþróunarmál,“ segir Berglind. Varðandi verð á kortum til háskólanema þá segir Berglind vert að hafa í huga að önnur þéttbýlissvæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins niðurgreiði ekki annarkort fyrir háskólanema líkt og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. Reynt sé að halda verðinu eins lágu og mögulegt er. Það sem af er ári hefur farþegum til og frá Suðurnesjum fjölgað jafnt og þétt. Á síðasta ári voru farþegarnir 129.000 og tímabilið september til nóvember voru þeir að meðaltali 16.000 á mánuði.
Apotek Sudurnesja-Nicotinell Fruit-Vikurfrettir5x39 copy.pdf
1
05/02/16
13:46
% 0 2 r u t t á l afsaf öllum pakknin
gum
®
Afslátturinn gildir í febrúar
markhönnun ehf
2
Verðsprengja
-20%
saman í pakka Stutt læri - Meira kjöt - Minna af beinum
SS LAMBALÆRI STUTT 2 STK - XFROSIN
x 1.198
ÁÐUR X KR/KG ÁÐUR 1.498 KR/KG
-21%
ÍSFUGL KALKÚNABRINGA
FERSKT LAMBAPRIME X
ÁÐUR 3.629 KR/KG
ÁÐUR ÁÐUR 3.998 X KR/KG KR/KG
2.867
GOÐI LAMBABÓGUR X
1.066 x
3.598 x
-20%
ÁÐUR ÁÐUR 1.198 X KR/KG KR/KG
COCA COLAXZERO - 2L
195 x
ÁÐUR ÁÐUR224X KR/STK KR/KG
SS LAMBALUNDIRX - FROSNAR
4.238 x
ÁÐUR ÁÐUR 5.298X KR/KG
-25%
GRANDIOSA PIZZA X - 4 TEG
589 x
ÁÐUR ÁÐUR789X KR/KG KR/PK
Tilboðin gilda 11. – 14. feb 2016 Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
-36%
T
E
NAR
TEG
KJÖTSEL LAMBALÆRI - FERSKT X
SUN YAN NÚÐLUR - 65 G
SUN YAN NÚÐLUR - 85 G
ÁÐUR 1.690 KR/KG ÁÐUR X KR/KG
ÁÐUR 155 KR/PK
ÁÐUR 59 KR/PK
1.487 x
-50%
-30%
JARÐARBER X
Ferskt Verð frá 299 kr/pk
ÁÐUR ÁÐUR598X KR/KG KR/PK
499 x
49
RANA PASTA - FERSKT
299 x
OKKARXKAFFI
99
-34%
ÁÐUR ÁÐUR599X KR/KG KR/PK
GULRÓTARTERTA X
989 x
-25%
FINISH CLASSIC X - 30 STK
674 x
ÁÐUR ÁÐUR 1.498 X KR/KG KR/STK
ÁÐUR ÁÐUR899 X KR/KG KR/PK
DOWNTOWN CRAVING ÍS 4 TEG
OETKER PIZZABURGER X 2 TEG
ÁÐUR 798 KR/STK
ÁÐURÁÐUR 599 XKR/PK KR/KG
699
www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss
497x
6
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 11. febrúar 2016
Ný flotastöð í Keflavík?
RITSTJÓRNARPISTILL
●●Samtöl um mögulega aukin umsvif Bandaríkjanna hafa átt sér stað ●●Engar viðræður um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi
Dagný Hulda Erlendsdóttir
SKIPTA SAMGÖNGUR MÁLI? Samgöngur skipta miklu máli í okkar samfélagi og ekki er langt síðan Reykjanesbær byrjaði með ókeypis strætóferðir innanbæjar, sem var mjög gott framtak. Þær nýtast öllum bæjarbúum. Þeir sem þurfa að nota strætó frá Suðurnesjum til höfuðborgarsvæðisins standa hins vegar mun verr að vígi og óhætt er að segja að það létti pyngjuna verulega. Háskólanemar greiða 82.000 krónur fyrir kort sem gildir eina önn og þykir sumum það nokkuð mikið, sérstaklega þegar miðað er við það hve mikið nemar fá í námslán. Eins og kemur fram í svari Berglindar Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, er reynt að reka samgöngukerfið með sjálfbærum hætti, það er notendur greiða fullt verð og kerfið er ekki niðurgreitt af sveitarfélögunum á svæðinu og skýrir það verðið. Undirrituð tekur strætó nokkra daga í viku á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Hver ferð kostar 1.600 krónur svo ferðir einn dag í og úr vinnu kosta því 3.200 krónur. Hægt er að kaupa 9 miða kort sem kostar 3.500. Með því að greiða með miðum kostar ferðin 1.556 krónur og sparast því ekki nema 44 krónur. Margt jákvætt er þó hægt að segja um strætóferðirnar á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins eins og þær eru í dag. Ferðir eru mjög tíðar, nær allan daginn á klukkustundar fresti og oftar á morgnana. Það tekur ekki langan tíma að fara á milli með strætó og hann er alltaf á réttum tíma. Því er mjög óheppilegt að fólk telji sig spara það spari með því að fara á bíl. Það er nefnilega mun ódýrara að fara á bíl, svona fyrir þá sem á annað borð eiga bíl. Ágóðinn af því að sem flestir noti almenningssamgöngur er ótvíræður, mengun er minni, og þörf fyrir viðhald gatna og risa framkvæmdir við mislæg gatnamót og annað minnkar þegar fjöldi bíla helst í skefjum. Fram til ársins 2012 höfðu sveitarfélögin á Suðurnesjum einkaleyfi á ferðum á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Þáverandi innanríkisráðherra afnam það og standa nú yfir málaferli. Eins og kemur fram í máli Berglindar hjá SSS var það gríðarlegt högg fyrir Suðurnesin því mestar tekjur fengust af þeirri leið. Fáist skaðabætur verða þær látnar renna inn í samgöngukerfið á Suðurnesjum og þá gæti skapast svigrúm til að lækka fargjöldin. Það er vonandi að svo verði sem fyrst, svo hægt verði að lækka verðið bæði fyrir háskólanema og almenning, því að ef gjaldsvæðum yrði fækkað úr fjórum í þrjú, og verðið lækkað úr 1.600 krónum í 1.200 krónur, myndi það skipta miklu máli og verðið færi úr því að vera hátt í að verða viðráðanlegt og jafnvel samkeppnishæft við einkabílinn.
Bandaríski sjóherinn er að koma aftur til Keflavíkurflugvallar í kunnuglegt verkefni úr kalda stríðinu, að fylgjast með ferðum rússneskra kafbáta. Herinn hefur óskað eftir fjárveitingum frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu á fjárlögum ársins 2017 til að endurnýja flugskýli á Keflavíkurflugvelli sem munu hýsa P-8 Póseidon, sem eru arftakar Orion P-3 kafbátaleitarvélanna sem voru staðsettar á Keflavíkurflugvelli á tímum Varnarliðsins. Frá þessu er greint í veftímariti bandaríska hersins, Stars & Stripes. Utanríkisráðuneytið segir hins vegar í tilkynningu að engar viðræður eigi sér stað á milli Íslands og Bandaríkjanna um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. „Hins vegar er ljóst að umhverfi öryggismála í Evrópu hefur breyst mikið á umliðnum árum og, í því ljósi, eins og utanríkisráðuneytið hefur áður greint frá, hafa eðlilega átt sér stað samtöl um mögulega aukin umsvif Bandaríkjanna og annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins á norðanverðu Atlantshafi og Íslandi í samræmi við sameiginlegar varnarskuldbindingar,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Bandaríski sjóherinn sendir reglulega Orion P-3 til Keflavíkurflugvallar til
að fylgjast með ferðum rússneskra kafbáta á Norður-Atlantshafi. Sjóherinn hefur sagt opinberlega að P-8 Poseidon vélarnar komi í stað Orionvélanna þegar flugskýlin hafa verið uppfærð en samkvæmt frétt Stars & Stripes þarf að endurnýja rafkerfi, gólfefni og almennt standsetja skýlin. Rússneskra kafbáta hefur undanfarin misseri orðið vart á Norður-Atlantshafi, m.a. við strendur Bretlands, Noregs og Finnlands. Ríkisútvarpið vakti athygli á því á síðasta ári að áhugi væri á mögulegri endurkomu bandarískra hersveita til Keflavíkurflugvallar. Sjóherinn skoðar nú þann möguleika að koma upp tímabundnu eftirliti með P-8 Poseidon kafbátaleitarvélum sem í dag hafa aðsetur á Sikiley en áherslur banda-
ríska sjóhersins hafa færst nær Miðjarðarhafi í ljósi ástandsins í þeim heimshluta. Það sé hins vegar til skoðunar hjá bandaríska sjóhernum að koma upp varanlegri aðstöðu aftur á Keflavíkurflugvelli enda Ísland vel staðsett mitt á milli austurstrandar Bandaríkjanna og Evrópu. Flotastöð á Keflavíkurflugvelli er því aftur inni í myndinni áratug eftir að varnarliðið fór frá Íslandi. „Þeir vilja að þessar kafbátavélar kom ist inn í skýlið þannig að það sé hægt að þjónusta þær hér á landi. Það er ekki verið að tala um að opna hér nýja herstöð eða eitthvað slíkt,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem hafði samband við utanríkisráðuneytið vegna frétta flutnings Bandaríkjamanna.
Hækka bílastæðagjald til að standa undir framkvæmdum við ný stæði Bílastæðagjöld við Flugstöð Leifs Eiríkssonar munu hækka umtalsvert frá og með 1. apríl nk. Gjald á skammtímastæði sem er í dag 230 kr. á klukkustund fer upp í 500 krónur fyrir fyrstu klukkustund og 750 kr. á klukkustund eftir það. Fyrstu 15 mínúturnar eru gjaldfrjálsar. Í frétt á heimasíðu Isavia segir: Vegna mikillar fjölgunar farþega um Keflavíkurflugvöll og aukinnar aðsóknar að bílastæðum við flugvöllinn er nauðsynlegt að fara í framkvæmdir við fjölgun þeirra. Gríðarleg aðsókn hefur verið í bæði skammtíma- og langtímastæði og á álagstímum hafa myndast
langar biðraðir. Á langtímastæðum er nýtingin allt að 96% sem þýðir að færri en 100 af 2.100 stæðum eru laus á álagstíma. Af þessum sökum verður gjaldskránni breytt og bílastæðagjöldin hækkuð, svo þau geti staðið undir kostnaði við stækkunarframkvæmdir. Einnig er nú hafin gjaldtaka á starfsmannabílastæðum við flugstöðina. Gjaldskrárbreytingin tekur gildi 1. apríl 2016. Þrátt fyrir hækkunina verður enn mun ódýrara að leggja bílum á stæðum við Keflavíkurflugvöll en á helstu alþjóðaflugvöllum í Evrópu. Áfram verða
fyrstu 15 mínúturnar gjaldfrjálsar í skammtímastæðum Isavia hefur þá stefnu að tekjur af bílastæðum standi undir kostnaði við þá þjónustu sem þar er veitt og þær framkvæmdir sem þarf að ráðast í. Með þessum breytingum á verðlagningu bílastæða verður hægt að fjölga bílastæðum í takt við farþegaaukningu.. Framkvæmdir eru þegar hafnar við ný starfsmannastæði og núverandi starfsmannastæði munu því fljótlega bætast við langtímastæðin. Við þessa framkvæmd mun farþegastæðum fjölga um 300.
Traffíkin hefur aukist mikið við flugstöðina. Þessi mynd var tekin í vikunni.
MILLJARÐUR RÍS 2016 FÖSTUDAGINN 19.FEB KL. 11:45 Í HLJÓMAHÖLL.
HOSTED BY UN WOMEN - ÍSLENSK LANDSNEFND - PUBLIC Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
NÝR MITSUBISHI OUTLANDER INTENSE
TILFINNINGIN ER ÓLÝSANLEG ÞAR TIL ÞÚ PRÓFAR
Mitsubishi Outlander Intense er kominn með nýtt útlit. Betur búinn fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll er vandfundinn og ekki skemmir verðið fyrir. Komdu í reynsluakstur og fáðu tilfinninguna sem svo erfitt er að lýsa – jafnvel eftir að þú prófar. Mitsubishi Outlander Sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn frá:
5.390.000 kr. FYRIR HUGSANDI FÓLK HEKLA · Njarðarbraut 13 · Reykjanesbæ · Sími 590 5090 · heklarnb.is
8
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 11. febrúar 2016
Vill sérstakt ákvæði um eltihrella ●●Lögreglustjórinn á Suðurnesjum leggur áherslu á að friðhelgi þolanda sé tryggð
Söfnuðu 930.000 kr. fyrir Guðmund Atla og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna Fyrir jólin greindist hinn sjö ára gamli Guðmundur Atli með bráðahvítblæði. Guðmundur er nemandi í 2.SS í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ. Hann býr hjá ömmu sinni og afa sem standa eins og klettur við hlið hans og gera allt til þess að reyna að stytta honum stundirnar á spítalanum. Guðmundur eyddi jólum og áramótum á barnaspítala. Í gegnum allt hefur
hann haldið í gleðina og brosið, enda einstaklega brosmildur og lífsglaður drengur. Um nýliðna helgi voru haldnir styrktartónleikar í Stapa til stuðnings Guðmundi Atla og Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Hópur af frábærum tónlistarmönnum var tilbúinn að taka þátt og gefa vinnu sína. Fram komu: Páll Óskar, Valdimar Guðmundsson, Blaz Roca, Herra Hnetusmjör, María Ólafs, Shades of Reykjavík og Sígull. Einnig komu bekkjarsystkini Guðmundar fram og Sesselja Ósk jólastjarna. Á tónleikunum söfnuðust samtals 700.000 krónur og jafnframt bárust styrkir upp á 230.000 krónur beint inn á reikning Guðmundar Atla. Aðstandendur tónleikanna vilja þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn, listafólkinu og öllum sem komu að tónleikunum og þeim sem gáfu veitingar sem seldar voru á tónleikunum. Guðmundur Atli: 0542-14-404971 190808-4080
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, telur að setja þurfi sérstakt ákvæði um umsáturseinelti, eða „stalking“ eins og það er kallað á ensku. Þessi skoðun hans kemur fram í umsögn um frumvarp innanríkisráðherra þar sem sérstakt ákvæði um heimilisofbeldi verður lögfest í hegningarlögum. Í frumvarpinu segir að ekki sé talin þörf á að setja sérstakt ákvæði um eltihrella en því er lögreglustjórinn á Suðurnesjum ekki sammála. Í umsögn Lögreglustjórans á Suðurnesjum kemur fram að hann telji mikilvægt að í slíku ákvæði um eltihrella komi fram með skýrum hætti að réttur þess sem fyrir umsáturseinelti verði sé talinn ríkari en réttur þess sem því beitir. Þannig þurfi að koma skýrt fram að friðhelgi þess sem telur sig verða fyrir áreiti sé tryggð. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur það vera grundvallarmannréttindi einstaklings að þurfa ekki að sæta áreitni frá öðrum einstaklingi og því skuli vera heimilt að skerða réttindi þess sem áreitinu beitir í þeim tilgangi að tryggja friðhelgi þess sem fyrir því verður. Því telur hann brýnt að sérstakt ákvæði um umsáturseinelti verði bætt sérstaklega við almenn hegningarlög. Að mati hans ganga úrræði laga um nálgunarbann og brottvísun af heimili ekki nógu langt í þessum efnum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gerir einnig athugasemdir við orðalag í kafla frumvarpsins um umsátursei-
Skyndihjálparapp Rauða krossins sjálfsagður búnaður
nelti þar sem segir að nálgunarbann geti verið ein tegund viðurlaga önnur en refsing. Í umsögn lögreglustjórans á Suðurnesjum segir að nálgunarbann eigi ekki að vera talið til viðurlaga, frekar ætti að flokka úrræðið nálgunarbann sem eitt af þeim úrræðum sem til boða standa til að tryggja öryggi þolanda ofbeldis eða umsáturseineltis og að fyrst og fremst sé um öryggisúrræði að ræða.
Auglýsingasíminn er 421 0001
Félag krabbameinssjúkra barna: 301-26-545 630591-1129
VERTU MEÐ VINNUTÍMANA Á HREINU Klukk er nýtt og frítt tímaskráningarapp fyrir launafólk. Þú skráir vinnutímana þína með einum smelli í Klukk og veist þá nákvæmlega hversu mikið þú vinnur og hvenær. Hægt er að virkja staðsetningarbúnað í appinu sem minnir þig á að klukka þig inn eða út. Náðu þér í Klukk í AppStore eða á GooglePlay.
Nánar á asi.is/klukk
■■Skyndihjálparapp Rauða krossins hefur fengið frábærar viðtökur um allt land síðan það fór í loftið fyrir rúmlega tveimur árum. Hafa nú ríflega 31.000 manns sótt forritið sem þegar hefur sannað gildi sitt því dæmi eru um að appið hafi hjálpað fólki að bregðast rétt við neyð. Appið er ókeypis og ólíkt flestum smáforritum er því ætlað að gera notendur hæfari til að bjarga mannslífum. Þetta er gert með einföldum leiðbeiningum um hvernig fólk eigi að bregðast við og beita skyndihjálp ef fólk veikist eða slys ber að höndum. Í appinu geta notendur skoðað myndbönd, prófað þekkingu sína, og ef um neyðarástand er að ræða náð beinu sambandi við Neyðarlínuna. Upplagt er að nýta annars dauðan tíma meðan beðið er í röð í búðum, setið í strætó, eða nota kaffitímann og frímínútur til að kíkja á appið og rifja upp skyndihjálpina. Rauði krossinn hvetur alla landsmenn sem eiga snjallsíma og spjaldtölvu til að nýta sér þessa tækni til að auka þekkingu sína og færni í skyndihjálp. Hægt er að nálgast appið á vefsíðu Rauða krossins skyndihjalp.is . Þó tæknin sé góð kemur skyndihjálparappið þó ekki í alfarið í stað námskeiða. Deildir Rauða krossins víða um land bjóða uppá fjölbreytt námskeið í skyndihjálp og er fólki bent á að hafa samband við Rauða kross deildina í sinni heimabyggð eða kynna sér hvaða námskeið eru í boði á heimasíðu félagsins.
1Ís0lens0kt%
Líka heilhveitivefjur
ungnautahakk
200kr.
. kg Verðlækkun pr
359 kr. pk.
1.698 kr. kg
298
Santa Maria Wrap Tortilla Stórar vefjur, 6 stk.
Íslandsnaut Ungnautahakk Verð áður 1898 kr. kg
Santa Maria Soft Tortilla Mjúkar vefjur, 8 stk.
kr. pk.
SPARAÐU MEÐ BÓNUS ítalskir tómatar
229 kr. 230 g
359 kr. 350 g
kr. 400 g
Santa Maria Taco Sauce, 230 g, 3 teg.
Santa Maria Chunky Salsa, 350 g, 3 teg.
Euro Shopper Tómatar 400 g, 2 tegundir
79
450 grömm
259 kr. 450 g
Euro Shopper Tortilla Chips 450 g, 2 tegundir
4320
21
blöð
Aðeins
kr
hver þvottur
7
Aðeins kr
hver þvottur
4.998 kr. pk.
698 kr. stk.
398
Ariel Þvottaefni Allt að 245 þvottar
Lenor Mýkingaefni Allt að 100 þvottar
Fairy Uppþvottalögur 900 ml, 2 teg.
kr. 900 ml
798 kr. 18 rl.
Designer Salernispappír 18 rúllur
Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00 Verð gilda til og með 14. febrúar eða meðan birgðir endast
10
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 11. febrúar 2016
Suðurstrandarvegur fái meiri vetrarþjónustu Bæjarráð Grindavíkurbæjar tekur undir áskorun bæjarráðs Árborgar þar sem farið er fram á að Vegamálastjóri breyti skilgreiningu á vetrarþjónustu fyrir Suðurstrandarveg á þann hátt að þjónusta á veginum verði færð upp um þjónustuflokk. Nú fellur Suðurstrandarvegur í þjónustuflokk 4, líkt og vegir þar sem meðalumferð nemur innan við 100 bílum VDU (vetrardagsumferð) og fær vetrarþjónustu 1-2 daga í viku, en samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar mældist umferð um Suðurstrandarveg þegar árið 2014 172 VDU við Festarfjall og 142 VDU við Selvog og hefði því þátt að breyta þjónustu við veginn eigi síðar en síðasta haust.
Miðað við umferð ætti Suðurstrandarvegur að vera í þjónustuflokki 3 og vera með vetrarþjónustu 5 daga vikunnar. Vegna tíðra lokana Suðurlandsvegar á Hellisheiði og í Þrengslum er mjög brýnt að hafa möguleika á að beina umferð um Suðurstrandarveg. Lokanir á Suðurlandsvegi hafa mikil og neikvæð áhrif á íbúa og fyrirtæki á svæðinu og nauðsynlegt að hafa aðra leið færa á milli Suðurlands og höfuðborgarsvæðisins/Suðurnesja. Bæjarráð Grindavíkurbæjar tekur undir áskorun bæjarráðs Árborgar og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir við Vegamálastjóra.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför.
Jón Línberg Stígsson,
Smáratúni 30, Reykjanesbæ.
Líf og fjör á degi leikskólans Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur í leikskólum um land allt síðasta föstudag. Í Sandgerði, Garði og Reykjanesbæ var dagurinn helgaður því að hvetja karlmenn til að líta til leikskólans sem framtíðarvinnustaðar en karlar eru aðeins um 7 prósent starfsmanna leikskóla á Íslandi. Það var góð stemmning á degi leikskólans á Hjallatúni í Reykjanesbæ. Foreldrar komu í heimsókn og börnin lærðu vísindi í gegnum ýmsa leiki. Nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja voru boðnir sérstaklega velkomnir til að kynna sér starf leikskólans og tóku nokkrir boðinu og var tekið fagnandi.
Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Björnsdóttir, Björn Línberg Jónsson, Helga Jónsdóttir, afa- og langafabörn.
Anna Birgitta Nicholson, Sigurjón Mýrdal,
arf t s r a m Su 2016 ÞJÓNUSTUFULLTRÚI Í BÍLALEIGU Í KEFLAVÍK
Thrifty Car Rental, bílaleiga Brimborgar, leitar að röskum og jákvæðum starfsmanni í sumarstarf þjónustufulltrúa á starfsstöðvar í Keflavík. Skemmtilegt og krefjandi starf í líflegu umhverfi. Stutt lýsing á starfi: • Afhending bíla til erlendra sem innlendra viðskiptavina og móttaka við leiguskil • Upplýsingagjöf og sala þjónustu • Skráning bókana • Skutl viðskiptavina til og frá starfstöð Hæfniskröfur: • Stúdentspróf og/eða reynsla af sambærilegu starfi • Hæfni í tölvunotkun • Gilt bílpróf og vera jafnvíg(ur) á beinskiptan og sjálfskiptan bíl • Framúrskarandi þjónustulund • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta Unnið er á vöktum 06:00-18:00 og frá 18:00-06:00 (5/4). Viðkomandi þarf að geta hafið störf um miðjan maí og starfað a.m.k. til 19. ágúst. Nánari upplýsingar um starfið má finna á www.brimborg.is (laus störf). Umsóknarfrestur er til 15. mars 2016
Auglýsingasíminn er 421 0001
Spinkick slógu í gegn í Ísland Got Talent Nokkrir hæfileikaríkir taekwondo iðkendur af Suðurnesjum mynduðu hópinn Spinkick og tóku þátt í sjónvarpsþættinum Ísland Got Talent sem sýndur var á Stöð 2 síðasta sunnudagskvöld. Hópnum var vel tekið af áhorfendum og dómururum sem allir gáfu þeim sitt atkvæði til að halda þátttöku áfram. Dr. Gunni var þó ekki alveg viss um að hleypa þeim áfram enda ekki mikill áhugamaður
um íþróttir. Ágústa Eva Erlendsdóttir hefur stundað bardagaíþróttir af kappi og var himinlifandi með frammistöðu Spinkick sem léku ýmsar skemmtilegar listir eins og að brjóta spýtur. Í Spinkick eru taekwondo iðkendur á aldrinum 12 til 29 ára frá Reykjanesbæ, Sandgerði og Grindavík. Öll eru þau með svarta beltið í taekwondo og hafa æft í fimm til fimmtán ár.
Í gegnum tíðina hafa þau unnið til fjölmargra verðlauna. Til gamans má geta þess að til samans hafa þau unnið 71 Íslandsmeistaratitil, 14 Norðurlandameistaratitla og yfir 120 bikarmeistaratitla. Í hópnum eru taekwondo maður Íslands árið 2012 og taekwondo kona Íslands 2012 til 2014. Það er því ljóst að enginn skortur er á hæfileikum innan hópsins.
hlJÓðneMinn sÖngvakeppni nemenDafélags fJÖlbraUTaskÓla sUðUrnesJa
hlJÓðneMinn 2016 hlJÓMahöll 17.febrúar kl.19.00 Húsið opnar kl.18.30 aðgangseyrir 1000.krallir velkomnir
Kynnar: Steindi Jr. & auðunn Blöndal dÓMneFnd: marÍa bJÖrgvin Ívar emilÍa b alDa DÍs ÓlafsDÓTTir balDUrsson ÓskarsDÓTTir arnarsDÓTTir
12
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 11. febrúar 2016
UNAÐSDAGAR Á STYKKISHÓLMI
Dvöl frá mánudeginum 11. apríl til föstudagsins 15. apríl. Verð fyrir gistingu og fullt fæði og skemmtiatriði á kvöldin er kr. 39.900 á mann. Rútauferðir kr. 4000 Boðið er upp á dagskrá allan daginn gegn gjaldi. Rútan fer frá eftirtöldum stöðum: Auðarstofu, Garði, kl.10:00. Miðhúsum, Sandgerði, kl.10:30. Nesvöllum, Reykjanesbæ, kl. 11:00. Álfagerði, Vogum 11:30. Tekið er á móti pöntunum fyrir 27. mars. Frekari upplýsingar hjá nefndinni og skráning í ferðina: Örn, Vogum, 846-7334 Lýdía, Sandgerði, 423-7604 Brynja, Garði, 422-7177 Bjarney, Reykjanesbæ, 421-1961
Íþróttir stór hluti af menningu Suðurnesja ●●Gera heimildarmynd um knattspyrnulið Víðismanna á níunda áratugnum
arf t s r a m Su 2016 STARFSMAÐUR Í BÍLAÞRIF Í BÍLALEIGU Í KEFLAVÍK
Thrifty Car Rental, bílaleiga Brimborgar, leitar að röskum og jákvæðum starfsmanni í sumarstarf við bílaþrif í Keflavík. Æskilegt að viðkomandi sé búsettur á Keflavíkursvæðinu. Stutt lýsing á starfi: • Vinna við bílaþrif fyrir Thrifty bílaleigu ásamt almennri aðstoð við þjónustufulltrúa eins og skutl viðskiptavina til og frá starfsstöð Hæfniskröfur: • Laghentur og hörkuduglegur verkmaður • Gilt bílpróf skilyrði og vera jafnvígur á beinskiptan og sjálfskiptan bíl • Stundvísi • Framúrskarandi þjónustulund • Heiðarleg, áreiðanleg og vönduð vinnubrögð Unnið er á vöktum 06:00-18:00 og frá 18:00-06:00 (5/4). Viðkomandi þarf að geta hafið störf um miðjan maí og starfað a.m.k. til 19. ágúst. Nánari upplýsingar um starfið má finna á www.brimborg.is (laus störf). Umsóknarfrestur er til 15. mars 2016
Þeir Eyþór Sæmundsson og Þorsteinn Surmeli vinna nú að gerð heimildarmyndar um glæsilegan árangur Víðismanna á níunda áratugnum þegar þeir léku í efstu deild karla í knattspyrnu og léku til bikarúrslita árið 1987. Þeir Eyþór og Þorsteinn koma úr Reykjanesbæ en þeir hafa alla tíð vitað af þessum svokölluðu gullárum Víðismanna sem þó virðast vera að falla í gleymsku meðal yngri kynslóða. Þeir telja báðir að íþróttir séu stór hluti af menningu Suðurnesja og eigi mikinn þátt í að móta hér sögu og mannlíf. „Við höfum lengi vitað af þessum afrekum Víðismanna og alltaf langað að fræðast um þetta ævintýri. Okkur þótti því tilvalið að ráðast í þetta verkefni á þessu afmælisári félagsins,“ segir Þorsteinn en félagið Víðir fagnar 80 ára afmæli á árinu. Áhuginn á kvikmyndagerð hefur lengi verið til staðar hjá þeim Eyþóri og Þorsteini og langaði þá félaga til þess að skrásetja söguna á sínum heimaslóðum á einhvern hátt. Nú fyrir skömmu rataði rétta viðfangsefnið í fang þeirra þegar ævintýri Víðismanna skaut aftur upp kollinum. „Ég myndi segja að þegar kemur að hópíþróttum á Íslandi þá komist fá afrek nærri þeim sem Víðismenn unnu á þessum tíma. Það að svona fámennt sveitafélag með ekki betri aðstöðu og ekkert fjármagn til þess að fá leikmenn hafi komist í röð þeirra bestu og í bikarúrslit er einstakt að mínu mati.
Við höfum lengi vitað af þessum afrekum Víðismanna og alltaf langað að fræðast um þetta ævintýri Það er einhver rómantík sem leynist þarna sem okkur langar að fanga,“ segir Eyþór. Þeir eru þegar farnir á stúfana við að afla efnis og viðmælenda í myndina en þar er að mörgu að hyggja. Þeir vonast til þess að sem flestir muni sem komu að þessum árangri á nokkurn hátt vilji taka þátt í verkefninu en viðbrögðin hafa verið afar jákvæð hingað til að þeirra sögn.
Til stendur að fjalla um alla umgjörð liðsins og stemninguna í bæjarfélaginu á þessum árum og gera þannig sögu Garðins hátt undir höfði. „Við viljum nota tækifærið og biðla til þeirra sem eiga gamlar ljósmyndir eða myndbönd frá þessum tíma að hafa endilega samband við okkur. Við erum á facebook.“
Dagur tónlistarskólanna ●●haldinn hátíðlegur um öll Suðurnes
Tónlistarskólar landsins eru um níutíu talsins. Í þeim fer fram gríðarlega fjölbreytt og öflugt starf og á hátíðisdegi þeirra, Degi tónlistarskólanna, efna skólarnir til ýmiskonar viðburða til að vekja athygli á starfsemi sinni. Markmiðið er að auka sýnileika og styrkja tengsl tónlistarskóla við nærsamfélagið. Dagur tónlistarskólanna er haldinn annan laugardag í febrúar ár hvert, sem nú ber upp á 13. febrúar. Flestir tónlistarskólar reyna að haga starfsemi sinni þannig að dagskrá þeirra beri upp á hinn formlega Dag tónlistarskólanna, en stundum kemur það fyrir að það gengur ekki upp og er þá valinn annar dagur í staðinn. Tónlistarskólarnir á Suðurnesjum halda Dag tónlistarskólanna hátíðlegan eins og venjulega og hér fyrir neðan er stutt yfirlit yfir dagskrá þeirra þann dag.
Garður
Tónlistarskólinn í Garði verður með hátíðartónleika í tilefni af Degi tónlistarskólanna Tónleikarnir verða haldnir
í Miðgarði og hefjast þeir kl.11. Þar koma fram hópatriði og einstaklingar.
Grindavík
Tónlistarskólinn í Grindavík heldur Dag tónlistarskólanna hátíðlegan þann 13. feb. kl. 14-16. Heitt verður á könnunni og gestir og gangandi hvattir til að kíkja við og skoða skólann og kynna sér starfsemi hans. Nemendur tónlistarskólans spila fyrir gesti á heila og hálfa tímanum.
Reykjanesbær
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar heldur Dag tónlistarskólanna hátíðlegan laugardaginn 13. feb. kl. 10.30-16.30. Dagskráin fer fram í Hljómahöllinni og hefst í Rokksafninu kl.10.30 með sérstakri dagskrá fyrir Forskóla 2 og aðstandendur þeirra. Forskólinn heldur þar stutta tónleika við undirleik kennarahljómsveitar og síðan fá forskólanemendur hljóðfærakynningar og prufutíma á hljóðfæri á efri hæð Tónlistarskólans til kl.12. Frá kl.13.00 til 16.15 verður keppni í tónfræði milli tónfræðibekkja á barna og unglingastigi. Keppnin fer
fram í Stapa. Inn á milli verða stuttir tónleikar, eða örtónleikar, í Bergi á hverjum heila tíma. Tónver skólans verður opið kl. 13-16 og gefst gestum kostur á að skoða verið og forvitnast um starfsemi þess. Kaffihús Strengjadeildar verður starfrækt frá kl.11 – 16 en í boði verða veitingar á vægu verði. Ágóðinn rennur í ferðasjóð deildarinnar. Nánar í auglýsingu hér í VF, á vefsíðu skólans tonlistarskoli.reykjanesbaer.is og á Facebooksíðu skólans. Allir hjartanlega velkomnir.
Sandgerði
Tónlistarskóli Sandgerðis heldur upp á Dag tónlistarskólanna með tónleikum, laugardaginn 20. febrúar frá kl.11 – 12. Tónleikarnir verða haldnir í húsnæði skólans við Skólabraut. Leikið verður í öllum rýmum skólans, jafnt í kennslustofum sem og á göngum skólans og kaffistofu. Tónleikagestum gefst því kostur á að hlýða á nemendur leika út um allan skóla, skoða skólann og þiggja léttar veitingar á meðan. Allir eru hjartanlega velkomnir og eru bæjarbúar og suðurnesjafólk allt hvatt til að mæta.
fimmtudagur 11. febrúar 2016
VÍKURFRÉTTIR
Einstakar minjar úr frystihúsamenningu í Keflavík ●●Gamli vélasalurinn úr HF varðveittur
1 6 - 0 4 5 2 - H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A
Hluti af hinu gamla frystihúsi HF að Hafnargötu 2 í Keflavík var rifinn í ársbyrjun og síðar á árinu verður restin af vinnslusölum frystihússins rifinn. HF átti sitt blómaskeið fyrir áratugum en eftir stórbruna í hluta hússins árið 1983 breyttist starfsemin í húsunum. Hin síðari ár hefur lista- og tómstundastarf ýmiskonar verið með aðsetur í húsum HF. Nú er svo komið að ástand bygginga er mjög lélegt og tekin hefur verið ákvörðun um að rífa það sem eftir stendur af húsunum. Þó verður þeim hluta hússins sem hýsir Svarta Pakkhúsið hlíft. Í rústum HF eru einnig miklar og einstakar menningarminjar úr frystihúsamenningu hér á landi. Vélasalurinn þar sem frystivélarnar fyrir frystiklefa og frystitæki HF stendur enn og ekki þarf mikla vinnu til að gera vélasalinn sýningarhæfan. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta mun þessi vélasalur vera einstakur hér á landi og hafa mikið varðveislugildi. Gömul frystihús hafi annað hvort verið rifin eða þau nútímavædd með nýjum tækjum og vélum. Því er ekki fyrir að fara í gamla vélasalnum í HF eins og sjá má á meðflylgjandi myndum.
Vélasalurinn er í þessu húsi ofan við sýningarrými Svarta pakkhússins.
Séð inn í gamla vélasalinn. Þarna stendur sagan í stað. Ráðast þarf í endurbætur á þaki og einum útvegg.
Okkur vantar liðsmenn á völlinn Við leitum að þjónustulunduðum og jákvæðum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir og geta unnið undir álagi.
Flugvallarstarfsmaður á Keflavíkurflugvelli Helstu verkefni eru snjóruðningur, hálkuvarnir og björgunar- og slökkviþjónusta, viðhald flugvallarins og umhverfis hans, og viðhald bifreiða og tækja. Hæfniskröfur: • Aukin ökuréttindi eru skilyrði • Reynsla af slökkvistörfum, snjóruðningi og hálkuvörnum er kostur • Iðnmenntun (bifvélavirki, vélvirki eða svipað) sem nýtist í starfi sem og vinnuvélapróf eru kostir • Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraustir og krafa er gerð um að standast læknisskoðun áður en störf hefjast
Isavia mun sjá umsækjendum fyrir þeirri þjálfun sem nauðsynleg er vegna starfsins. Þeir sem ráðnir verða munu hefja störf í dagvinnu en fara síðar á vaktir eftir atvikum. Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar. Nánari upplýsingar veitir Guðjón Arngrímsson, gudjon.arngrimsson@isavia.is Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar. Umsóknum skal skila inn á isavia.is/atvinna
Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 1100 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbyggingu og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.
13
14
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 11. febrúar 2016
Gæfuríkt ár að baki í ferðaþjónustunni ●● Verið er að þróa upprunamerkingar ● matvæla af Suðurnesjum ●● Nálægð við náttúruöflin vinsæl hjá pörum Ferðaþjónustan á Suðurnesjum er að ganga í gegnum miklar breytingar, enda hefur ferðamönnum fjölgað og mikil uppbygging átt sér stað. Víkurfréttir litu yfir síðasta ár hjá ferðaþjónustunni með Þuríði Aradóttur Braun, forstöðumanni Markaðsstofu Reykjaness og Eggerti Sólberg forstöðumanni Reykjanes UNESCO Global Geopark. Eggert segir aðild að alþjóðlegum samtökum geoparka, eins og þá sem Reykjanes Geopark fékk á árinu, vera mikla viðurkenningu fyrir íbúa og atvinnurekendur á svæðinu. „Aðildin nýtist til markaðssetningar, fræðslu og uppbyggingar,“ segir hann. Auk þessa setti UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, Reykjanes Geopark á lista sinn. Svæðið er þá eitt af fjórum á Íslandi á listum stofnunarinnar. Ferðamenn og aðrir eiga því eftir taka eftir merki UNESCO á Reykjanesi á næstu árum. Í tengslum við Reykjanes Geopark hefur verið unnið að verkefninu GEOfood. Hugmyndin er að þróa upprunamerkingar og markaðsefni fyrir veitingastaði og matgæðinga á svæðinu í samstarfi við norræna geoparka. Veitingastaðir og matvælaframleiðendur geta nýtt sér merkið og markaðsefnið uppfylli þeir ákveðin skilyrði um hráefni úr héraði.
hópar á ferð um Reykjane s i ð komu marg i r hverjir við í Gestastofunni og fræddust um Reykjanes Geopark. Þá kom fjöldi erlendra og íslenskra ferðamanna Eggert Sólvið í leit að upplýsingum berg, forstöðu um þjónustu á svæðinu. maður Margir erlendir ferða- Reykjanes menn koma einnig við UNESCO og leita upplýsinga um Global áfangastaði á Reykjanesi Geopark. eða til að undirbúa sig undir lengra ferðalag um Ísland. Í síðustu viku var auglýst eftir áhugasömum aðilum til að byggja og reka þjónustumiðstöð Þuríður við Reykjanesvita. Nú Aradóttir liggur fyrir deiliskipu- Braun, lag fyrir Brimketil ann- forstöðu ars vegar og Reykjanes maður Markaðs og nágrenni hins vegar. stofu Eggert segir standa til að Reykjaness. stórbæta aðstöðu fyrir gesti á þessum stöðum, endurnýja bílastæði, útbúa göngustíga, útsýnispalla og merkingar. Árlega koma á milli 200.000 og 300.000 ferðamenn að Reykjanesvita og segir Eggert að búast megi við að þeir verði enn fleiri eftir endurbæturnar.
Gestastofa vinsæl meðal skólanemenda
Rómantíska Reykjanes
Reykjanes Geopark og Reykjanesbær opnuðu Gestastofu í Duushúsum í vor. Þar er að finna sýningu um myndun og mótun Reykjanesskagans ásamt upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem rekin er af Reykjanesbæ með styrk frá Markaðsstofu Reykjaness. Á síðasta ári var góð aðsókn í gestastofuna og upplýsingamiðstöðina. Skóla-
Lesendur USA Today kusu Reykjanesið einn besta óþekkta rómantíska stað í heimi og í framhaldi af því hefur Markaðsstofan kynnt svæðið sem slíkt á ferðasýningum erlendis. „Áfangastaðir á Reykjanesi og nálægð við náttúruöflin er eitthvað sem pörum þykir eftirsóknarvert að upplifa saman. Bláa lónið er mjög vinsæll áfangastaður en einnig hafa svæði eins og Brú á milli
Orlofshús VSFK Páskar 2016 Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út um páskana: 2 hús í Svignaskarði 3 hús í Húsafelli 2 hús í Ölfusborgum 2 hús í Hraunborgum 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri Útleigutímabil er frá miðvikudeginum 23. mars til og með miðvikudeginum 30. mars 2016. Umsóknir liggja frammi á skrifstofu félagsins og inn á mínar síður hjá VSFK. Umsóknarfrestur er til kl. 15.00 föstudaginn 19. febrúar 2016. Úthlutað verður samkvæmt punktakerfi.
Orlofsstjórn VSFK
Auglýsingasíminn er 421 0001
Hver í Krýsuvík.
heimsálfa, Gunnuhver og svæðið við Valahnúk mikið aðdráttarafl,“ segir Þuríður. Allt bendir til þess að ferðamenn dvelji lengur á Reykjanesi en áður og er svæðið sérstaklega vinsælt yfir vetrartímann. Að sögn Þuríðar er enn verið að vinna úr tölum um gistinætur en eigendur hótela og gistihúsa eru á
Mynd: Ellert Grétarsson
einu máli um að fjölgun gesta á milli ára hafi verið nokkur. Á liðnu ári var nýr vefur um Reykjanesið tekinn í notkun, visitreykjanes. is, og er hann miðaður að áhugasviði gesta svæðisins. „Á nýja vefnum er sýnileiki aðila í ferðaþjónustu og samstarfsaðila markaðsstofu Reykjaness meiri en áður. Einnig eru góðar upplýsingar um afmarkaða hluta
eins Reykjanesið sem ráðstefnu- og fundarsvæði. Þá eru einnig góðar upplýsingar um vita á svæðinu, ljósmyndun, afþreyingu fyrir fjölskylduna og svo framvegis,“ segir Þuríður. Það er því ljóst að bjartir tímar eru framundan í ferðaþjónustunni og eru Eggert og Þuríður full eftirvæntingar að sjá hvernig málin þróast í ár.
Helga Kristjánsdóttir bæjarlistamaður Grindavíkur 2016 Helga Kristjánsdóttir listmálari hefur verið útnefnd Bæjarlistamaður Grindavíkur 2016 af frístunda- og menningarnefnd. Verðlaunin verða afhent í Menningarviku Grindavíkur sem verður dagana 12.-20. mars n.k. Helga steig sín fyrstu spor í myndlistinni 1995 í Myndlistaskóla Reykjavíkur og síðar í Myndlistaskólanum í Kópavogi. Þá tók hún þátt í Master Class hjá Bjarna Sigurbjörnssyni. Árið 2002 flutti hún til Barcelona og lærði þar málaralistina í Escola Masssana centre d’Art Disseney. Hún tók einnig þátt í vinnustofum með Cynthia Packard í Boston 2008 og með Serhiy Savchenko í Úkraníu 2010. Árið 2015 fór Helga til Slóveníu til að læra grafík hjá Eduard Belsky og Vasil Savchenko. Í framhaldi af því var henni boðið að taka þátt í myndlistarviku og samsýningu með listamönnum frá 10 þjóðum og var haldin í júní í fyrra. Í dag rekur Helga Art Gallery 101 á Laugarvegi 44 með 13 konum . Vinnustofa Helgu er að
Helga Kristjánsdóttir listmálari hefur verið útnefnd Bæjarlistamaður Grindavíkur 2016 af frístunda- og menningarnefnd. Ljósmynd: Guðfinna Magnúsdóttir.
Vörðusundi 1 í heimabænum Grindavík. Helga hreyfst snemma af abstrakt málaralist og hefur einbeitt sér að kröftugum og litríkum verkum, innblásin af krafti íslenskrar náttúru og
landslags. Hún hefur aðallega unnið með olíu á striga en einnig með önnur form. Hún hefur bæði haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum, m.a. í Menningarviku Grindavíkur.
fimmtudagur 11. febrúar 2016
15
VÍKURFRÉTTIR
Tvær sýningar um herstöðina og Ásbrú opnaðar ÞÓRDÍS BIRNA Í SÖNGVAKEPPNINNI Á RÚV Listasafn Reykjanesbæjar opnaði um nýliðna helgi ljósmyndasýninguna ICELAND DEFENSE FORCE – ÁSBRÚ í sýningarsal safnsins í Duus Safnahúsum. Þá opnaði Byggðasafn Reykjanesbæjar á sama tíma sýninguna „Herstöðin sem kom og fór“ í Gryfjunni í Duus Safnahúsum. „Ára“ yfirgefinna staða er framar öðru viðfangsefni Braga Þórs Jósefssonar ljósmyndara í þessari myndröð sem sýnd er en flestar myndirnar tók Bragi á Keflavíkurflugvelli í kjölfar brottflutnings hersins árið 2006. Sýningin „Herstöðin sem kom og fór“ fjallar um sögu Keflavíkur-
●● Syngur lag eftir kærastann Júlí Heiðar ●● Var lengi í fýlu eftir að Selma komst ekki í úrslit Eurovision árið 2005 Þórdís Birna Borgarsdóttir, 23 ára söngkona og sálfræðinemi úr Reykjanesbæ, tekur þátt í seinni undankeppni Eurovision á laugardagskvöld. Þar mun hún syngja lagið Spring yfir heiminn. Keppnin leggst vel í Þórdísi sem hefur staðið í ströngu undanfarið við æfingar samhliða náminu við Háskóla Íslands. „Það er mjög spennandi að fá að prófa þetta,“ segir hún. Aðspurð segir hún það ekki hafa verið draumurinn að taka þátt í Eurovision. „Ég var lengi vel í fýlu eftir að Selma komst ekki í úrslit árið 2005. Fyrir nokkrum árum fór ég svo að fylgjast aftur með. Þetta hefur verið rosalega gaman og eftir þetta verð ég sennilega mikill Eurovision aðdáandi.“ Þórdís er að ljúka þriðja ári í sálfræði við Háskóla Íslands og býr núna í stúdentaíbúð í Reykjavík. Hún ólst upp í Re y kjanesbæ og er dóttir Freydísar Kneifar og Borgars Þórs. Hún á 15 ára systur sem heitir Ester. Þórdís stundaði nám við Holtaskóla nær alla grunnskólagönguna fyrir utan fyrsta árið þegar hún gekk í Njarðvíkurskóla. Fjölskyldan bjó svo í tvö ár í Danmörku. Þórdís hefur lengi sungið og tók þátt í uppfærslu á Grease í Holtaskóla þegar
hún var í 8. bekk. „Í 9. bekk lék ég svo í Öskubusku sem þær Gunnheiður, Íris og Guðný settu upp í leikhúsinu og í 10. bekk tók ég þátt í „Hvað er í kassanum“ sem Íris, Gunnheiður og Freydís, mamma mín settu upp í Myllubakkaskóla.“ Þá tók Þórdís tvisvar sinnum þátt í Samfés. Hún byrjaði 14 ára að læra söng í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og stundaði námið í um fimm ár. Hún gekk í Versló og söng mikið þar. Lagið sem Þórdís syngur er eftir Júlí Heiðar, kærasta hennar. Íslenski textinn er eftir Júlí Heiðar og Guðmund Snorra Sigurðarson og texti lagsins á ensku eftir þann síðarnefnda. Guðmundur rappar einnig í laginu.
stöðvarinnar sem hófst á stríðsárunum með byggingu tveggja flugvalla, rúmlega hálfrar aldar sögu varnarliðsins og hvað gerðist eftir að herstöðin lokaði, en í ár eru 10 ár liðin síðan herstöðinni var lokað. Safnið er opið alla daga kl. 12.0017.00 og er öllum bæjarbúum boðið til opnunarteitis 6. febrúar kl. 14.00 í Duus Safnahúsum og sérstaklega þeim sem unnu hjá hernum á sínum tíma. Í tilefni dagsins er ókeypis aðgangur í safnahúsið þennan dag. Við sama tækifæri opnar Byggðasafn Reykjanesbæjar sýninguna Herstöðin sem kom og fór.
SPENNANDI STÖRF Í FERÐAÞJÓNUSTU Reykjavik Excursions-Kynnisferðir leitar að dugmiklum einstaklingum með ríka þjónustulund til starfa í afgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Í boði eru 100% störf í vaktavinnu og sumarstörf. Unnið er á 2-2-3 vöktum.
Tólf lög keppa um að komast áfram í úrslit og um næstu helgi komast þrjú lög af sex áfram. Í undankeppninni syngja allir flytjendur á íslensku en í úrslitakeppninni eru lögin sungin á því tungumáli sem þau yrðu flutt á í Eurovision keppninni í Svíþjóð í vor. Lagið sem Þórdís syngur heitir á ensku Ready to Break Free.
Nánari upplýsingar veitir Rakel Guðbjörg Sigurðardóttir, stöðvarstjóri í síma 779 9041 eða á rakel@re.is. Tekið er á móti umsóknum rafrænt á www.re.is/atvinnuumsokn ásamt ferilskrá og mynd. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 29. febrúar 2016. Reykjavik Excursions-Kynnisferðir er ört vaxandi ferðaþjónustufyrirtæki með um 300 starfsmenn. Við erum leiðandi í skipulagningu og rekstri dagsferða með erlenda og innlenda ferðamenn um Ísland. Hjá okkur starfar metnaðarfullt starfsfólk sem leggur sig fram við að veita framúrskarandi þjónustu.
Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík •
Starfssvið • Sala á farmiðum og bókanir í ferðir. • Símsvörun og upplýsingagjöf. • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- & hæfniskröfur • Lágmarksaldur er 18 ár. • Góð íslensku- og enskukunnátta. • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. • Snyrtimennska, reglusemi og stundvísi. • Jákvæðni, drifkraftur og sjálfstæð vinnubrögð. • Góð tölvufærni.
580 5400 • main@re.is • www.re.is • www.flybus.is
Viltu vinna í ferðaþjónustu? Gray Line Iceland leitar að drífandi einstaklingum sem búa yfir mikilli þjónustulund. Við bjóðum upp á lifandi, krefjandi og skemmtilegt starfsumhverfi.
Keflavíkurflugvöllur – framtíðarstarf Í boði er: • 100% starf. Unnið er á 12 klst. næturvöktum.
Keflavíkurflugvöllur – sumarstörf
Í boði er: • 100% störf frá 1. maí til 30. sept. Unnið er á 12 klst. vöktum. • 100% störf frá 1. júní til 31. ágúst. Unnið er á 12 klst. vöktum.
Helstu verkefni: • Upplýsingagjöf til ferðamanna • Sala á ferðum • Önnur tilfallandi störf Menntunar- og hæfniskröfur: • Góð enskukunnátta • Önnur tungumálakunnátta kostur • Góð þekking á Íslandi • Þjónustulund og sveigjanleiki
Umsóknir berist til: Jóhannesar Georgssonar, johannes@grayline.is Umsókninni þarf að fylgja kynningarbréf ásamt ferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar 2016.
Gray Line Iceland Gæði – Öryggi – Þjónusta
Gray Line Iceland er leiðandi íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki í örum vexti. Fyrirtækið er handhafi viðskiptasérleyfis Gray Line Worldwide sem er stærsta skoðunarferðafyrirtæki í heimi. Félagið er ferðaskipuleggjandi, ferðaskrifstofa og hópferðafyrirtæki með starfsemi einkum í skipulögðum dagsferðum með yfir 60 áfangastaði víðs vegar um Ísland. Gray Line á Íslandi á einn yngsta rútubílaflota landsins, 70 hópferðabíla sem taka frá 9 til 71 farþega. Félagið flutti rúmlega 580 þúsund ferðamenn árið 2015 í eigin ferðum. Fyrirtækið kappkostar að veita góða og persónulega þjónustu við ferðamenn á Íslandi.
16
VÍKURFRÉTTIR
AÐALFUNDUR Körfuknattleiksdeildar UMFN verður haldinn í Íþróttahúsinu í Njarðvík, laugardaginn 20. febrúar, kl. 14:00.
fimmtudagur 11. febrúar 2016
HÆFILEIKARÍKAR MÆÐGUR FRAMLEIÐA HÚSMUNI ●●Eru með verkstæði og verslun á gömlu hafnarvigtinni í Grindavík ●●Nýta efnisbúta sem falla til á trésmíðaverkstæði fjölskyldunnar
ATVINNA GAGNAVER VERNE GLOBAL LAUSAR STÖÐUR Á TÆKNISVIÐI Við leitum að starfsmönnum í gagnaver Verne að Ásbrú, sem eru tilbúnir að takast á við ögrandi og spennandi starfsumhverfi. Viðkomandi verður þátttakandi í uppbyggingu sem krefst aðlögunarhæfni, áhuga og vilja til að tileinka sér nýja þekkingu og tækni.
TÆKNIMAÐUR Á TÆKNISVIÐI. VÉLVIRKI, RAFVIRKI EÐA RAFEINDAVIRKI Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu og þekkingu á sviði háspennu- eða stjórnkerfa í iðnaði s.s iðntölva og/eða kæli- og loftræstibúnaðar. Góð enskukunnátta er skilyrði.
AÐSTOÐARMAÐUR Á TÆKNISVIÐI Við leitum að laghentum, duglegum og áhugasömum starfsmanni með þægilegt viðmót og ríka þjónustulund. Æskilegt er að viðkomandi sé enskumælandi og með vinnuvélaréttindi fyrir a.m.k. lyftara að lyftigetu 10 tonn og minni. Umsóknarfrestur er til 19. febrúar 2016, viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega. Fyrirspurnir um nánari upplýsingar ásamt umsóknum sendist í tölvupósti til albert@verneglobal.com.
Samrýmdar og listrænar mæðgur í Grindavík með ólíka menntun og bakgrunn hafa sameinað krafta sína og framleiða ýmsa fallega muni til að prýða heimilið undir merkinu VIGT. Þetta eru þær Hulda Halldórsdóttir og dætur hennar Arna, Hrefna og Guðfinna Magnúsdætur. Hulda hefur rekið verktaka- og innréttingafyrirtækið Grindina ásamt eiginmanni sínum, Magnúsi Guðmundssyni nær alla sína tíð. Þær segja hönnun og framleiðslu þeirra núna hafa sprottið út frá rekstri Grindarinnar. „Hugmyndin í upphafi var að reyna að nýta það efni sem til fellur á trésmíðaverkstæðinu en þar er alveg ógrynni af timbri hent. Þessa trébúta er mjög hentugt að nota í framleiðslu á smærri hlutum í færri eintökum,“ segir Arna.
Eru á gömlu hafnarvigtinni
Mæðgurnar eru með verkstæði og verslun í litlu húsi nálægt höfninni í Grindavík. Áður var Hafnarvigt Grindavíkur í húsinu og þaðan er nafnið VIGT komið. „Við vissum ekki alveg hvað við áttum að láta merkið heita. Þegar við hófum starfsemi í húsinu töluðum við alltaf um að við værum að fara niður í Vigt. Þetta festist við og tókum við ákvörðun um að þetta væri nafnið,“ segir Guðfinna. Guðmundur Ívarsson, tengdapabbi Huldu og afi stelpnanna, byggði húsið fyrir Hafnarvigt Grindavíkur á sínum tíma og því skemmtilegt að það sé nú vinnustofa mæðgnanna. Fyrirtækið VIGT stofnuðu mæðgurnar árið 2013 og hafa gefið sér góðan tíma í þróun hugmynda í náinni samvinnu. Á síðasta ári settu þær sér það markmið að stofna vefverslun og varð hún að veruleika í nóvember. „Við getum ekki sagt annað en að móttökurnar hafi verið góðar því að á aðfangadag voru flestar vörurnar uppseldar. Við höfum unnið að því á þessu ári að vinna upp lagerinn,“ segir Hulda. Vefverslunin er alltaf opin en verslunin á Hafnargötunni er aðeins opin einn dag í viku og segja þær viðskiptavini ótrúlega duglega að keyra af höfuðborgarsvæðinu og frá öðrum bæjarfélögum á Suðurnesjum
Við getum sett þekkingu okkar allra saman og höfum aðgang að tækjum og efni allt í kringum okkur til þeirra. Þá hafa Grindvíkingar einnig verið duglegir að kíkja við.
Hélt að dæturnar færu ekki í smíðar
Ásamt því að sinna VIGT starfa mæðgurnar einnig með einhverjum hætti hjá fjölskyldufyrirtækinu Grindinni. Arna er lærður tækniteiknari og sér meðal annars um alla teiknivinnu og rekstur. Hrefna er lærður gullsmiður og starfar sem smiður á trésmíðaverkstæðinu og hefur gert samhliða námi síðan að hún var unglingur. Guðfinna lærði ljósmyndun og er með aðstöðu í sama húsi og VIGT. Um helgar og á kvöldin þegar ekki er nein starfsemi á trésmíðaverkstæðinu finnst þeim gott að hittast þar og smíða og inna af hendi önnur verkefni við framleiðsluna. Þær segja pabba sinn og samstarfsmenn sína á verkstæðinu veita þeim mikinn stuðning við smíðarnar. „Hann eignaðist þrjár dætur en engan son. Hann hélt að þær myndu fást við eitthvað allt annað en smíðar þegar þær yrðu fullorðnar en svo koma þær allar að fyrirtækinu á einhvern hátt,“ segir Hulda og brosir. Börn Örnu eru 17 og 12 ára og eru þegar farin að hjálpa til. „Þau eru stundum að aðstoða okkur. Þau komast ekki hjá því að kynnast þessu ekki frekar en við systurnar,“ segir Arna. Nú þegar hafa mæðgurnar í VIGT meðal annars framleitt bakka, rammabox, smáhillu, ilmkerti og púða og bjóða til sölu í netversluninni og á vinnustofunni í gömlu hafnarvigtinni. Þær hafa einnig framleitt ýmsa aðra muni í smáu upplagi og selt, til dæmis
þegar þeim áskotnast fallegir bútar sem ekki duga í fjöldaframleiðslu. Í VIGT eru einnig seld kerti og horn frá Danmörku. Upphaflega var ætlunin að selja aðeins eigin framleiðslu en svo ákváðu þær að bæta við örlitlu af vörum frá öðrum framleiðendum til að auka vöruframboðið í byrjun. Kertin, Alterlyset, eru framleidd af rótgrónu dönsku fjölskyldufyrirtæki og hefur fimmti ættliðurinn nú tekið við því. „Við reynum alltaf að vanda vel þær vörur sem fara í sölu hjá okkur og hugmyndin er að vörurnar séu framleiddar á mannvænlegan hátt,“ segir Guðfinna. Markmiðið á þessu ári er svo að koma fleiri vörum í framleiðslu, þar á meðal aðeins stærri innanhúsmunum.
Gott að vera í Grindavík
Þegar fjölskyldan hittist er mikið rætt um vinnuna, eins og oft vill verða þegar fjölskyldan vinnur öll á sama stað. „Stundum þarf maður að vanda sig við matarborðið og reyna að finna eitthvað annað til að ræða,“ segir Hulda. Allar búa þær í Grindavík og segjast hvergi annars staðar vilja vera. Fjölskyldan borðar saman kvöldmat að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku og oft í hádeginu líka og eru þær sammála um að þau séu svolítið eins og stór ítölsk fjölskylda. Eftir langa daga á verkstæðinu um helgar taka karlarnir í fjölskyldunni gjarnan á móti þeim með mat sem þeir hafa skipulagt saman. Mæðgurnar segja það hafa skipt sköpum í öllu hönnunar- og framleiðsluferlinu að hafa aðgang að trésmíðaverkstæði fjölskyldunnar. Þær hanna sjálfar munina og útfæra framleiðslu þeirra í samvinnu við föður sinn og smiðina á verkstæðinu. „Það má því segja að við búum vel að öllu leyti. Við getum sett þekkingu okkar allra saman og höfum aðgang að tækjum og efni allt í kringum okkur,“ segir Hrefna. Arna bætir við að oft þurfi þær aðeins að gera eina prótótýpu af hverjum hlut því undirbúningsvinnan sé svo góð og unnin í góðri samvinnu við alla
Áttu þér draum um að fara á STRANDVEIÐAR - þá höfum við námið fyrir þig Víkurbraut 56 240 Grindavík, info@fiskt.is
SMÁSKIPANÁMSKEIÐ 12 m og styttri
Auglýsingasíminn er 421 0001
Nám í dreifnámi eða staðnámi sem veitir atvinnuréttindi. Á námskeiðinu verða kennd bókleg atriði sem krafist er samkvæmt námskrá um skipstjórnarnám: siglingafræði og samlíkir, siglingareglur, stöðugleiki skipa, slysavarnir, siglingatæki, fjarskipti og aflameðferð. Kennt verður tvö kvöld í viku í staðnámi frá kl 19:00-22:00 og tvo laugardaga. Kennsla í dreifnámi verður samkvæmt skipulagi dreifnáms, upplýsingar í skóla. Áætlaður námstími er sex vikur.
Kynningarfundur fyrir þátttakendur verður þriðjudaginn 23. febrúar. kl. 19:00 í Fisktækniskóla Íslands. Námið er háð því, að tilskildum lágmarskfjölda verði náð. Verð 137.000.kr. Athugið niðurgreiðslu frá stéttafélagi Nánari upplýsingar hjá starfsmönnum Fisktækniskóla Íslands í síma 412-5966 eða á www.fiskt.is
fimmtudagur 11. febrúar 2016
17
VÍKURFRÉTTIR
Arna, Hrefna og Guðfinna Magnúsdætur og móðir þeirra Hulda Halldórsdóttir. Þær eru samrýmdar mæðgur sem hanna og framleiða fallega húsmuni í Grindavík. VF-mynd/dagnyhulda
Umbúðirnar hafa notagildi
■■Mægðurnar í VIGT hönnuðu ilmkertalínu og tók ferlið um hálft ár. Við framleiðsluferlið fundu þær þema fyrir línuna. „Að sjálfsögðu varð þemað viður,“ segja þær. Útkoman eru tveir ilmir sem hafa hvor sína stemmingu. Kertin eru í munnblásnum glösum með viðarloki sem hægt er að nota undir hvað sem er eftir að kertið hefur brunnið upp. „Okkur fannst mjög mikilvægt að umbúðirnar hefðu notagildi og væru fallegar eftir að ilmkertið sjálft væri búið,“ segir Guðfinna.
Hér má sjá hluta af þeim vörum sem mæðgurnar í Vigt hafa framleitt.
RÆÐUM SAMAN ÞINGMENN SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í SUÐURKJÖRDÆMI BOÐA TIL FUNDA Í REYKJANESBÆ OG GRINDAVÍK Í KJÖRDÆMAVIKU ALÞINGIS.
FIMMTUDAGINN 11. FEBRÚAR SJÁLFSTÆÐISHÚSINU, HÓLAGÖTU 15, KL. 18:00.
RAGNHEIÐUR ELÍN ÁRNADÓTTIR
UNNUR BRÁ KONRÁÐSDÓTTUR
ÁSMUNDUR FRIÐRIKSSON
VILHJÁLMUR ÁRNASON
SALTHÚSINU Í GRINDAVÍK KL. 20:00. ALLIR VELKOMNIR.
18
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 11. febrúar 2016
Meira salt!
FS-INGUR VIKUNNAR
SPJALL VIÐ HEBU GERIR DAGINN BETRI
Grindavíkurhöfn er ein stærsta innflutningshöfn salts á Íslandi en þangað kemur um fjórðungur þeirra 90.000 tonna af salti sem flutt er til landsins árlega. Meðfylgjandi mynd var tekin við uppskipun á salti í síðustu viku en voldugur krabbi var notaður til að moka saltinu á vörubíla sem svo fluttu það í saltgeymslu í Grindavík.
Opnunartími : Virkadaga frá kl. 10:00 - 18:00 Laugadaga frá kl. 10:00 - 14:00
LÆGRI
SÖLULA UN
Vegna mikillar sölu vantar okkur bíla á skrá
ÞAÐ ER ALLTAF TÍMI FYRIR HYUNDAI
HYUNDAI Santa fe style. Árgerð 2014, ekinn 28 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur.
HYUNDAI Ix35 comfort. Árgerð 2014, ekinn 70 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur.
Verð 6.790.000,-
Verð 4.790.000,-
Á hvaða braut ertu? Félagsfræðibraut. Hvaðan ertu og aldur? Ég er úr Keflavíkinni góðu, er 19 ára og verð 20 ára núna í mars. Helsti kostur FS? Mér finnst félagslífið skara mjög mikið fram úr og auðvitað má maður ekki gleyma Hebu minni, að taka gott spjall við hana gerir skóladaginn mun betri.
HYUNDAI I10 comfort. Árgerð 2015, ekinn 35 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.
Verð 1.890.000,-
Verð 2.090.000,-
Bolafótur 1 - 260 Reykjanesbær - GE bílar ehf - Sími 420 0400 - gebilar@gebilar.is - www.gebilar.is
Birkir Alfons Rúnarsson er FS-ingur vikunnar og stundar nám á félagsfræðibraut. Hann verður tvítugur í næsta mánuði og er fæddur og uppalinn í Keflavík.
Áhugamál? Körfubolti, fótbolti og svo er Ameríski fótboltinn (NFL) að koma sterkur inn.
Ég get pirrast mjög fljótt enn er ávalt mjög snöggur niður aftur.
Hvað hræðistu mest? Kóngulær og er dáldið hræddur við sjóinn.
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Snapchat, Instagram og Facebook.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Ég myndi segja Jón Axel. Drengurinn er að gera rosalega hluti í körfunni og á eftir að meika það í þeirri íþrótt.
Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Gefa krökkunum lengri tíma í nestinu og sleppa lokaprófunum.
Hver er fyndnastur í skólanum? Sigurður Smári á þann heiður, þvílíkur meistari.
HYUNDAI I30 classic ii . Árgerð 2014, ekinn 74 Þ.KM, bensín, 6 gírar.
Birkir Alfons Rúnarsson
Hvað sástu síðast í bíó? 13 hours: The secret soldiers of Bengazhi fór ég á seinast og er ein af bestu myndum sem ég hef séð! Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Tyggjó og súkkulaði. Hver er þinn helsti galli?
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Eins og ég sagði hérna fyrir ofan að mér finnst það skara mjög mikið fram úr og er að verða miklu skemmtilegra. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Það er nú bara að klára FS og líklegast að fara í Keili að læra flugumferðastjórnun og reyna í framhaldinu á því að fá vinnu í útlöndum. Hver er best klædd/ur í FS? Hjörtur Már Atlason fær þann heiður.
Eftirlætis: HRAFNISTA reykjanesbæ
Kennari: Íris Jónsdóttir er í miklu uppáhaldi. Fag í skólanum: Enska. Sjónvarpsþættir: Ég horfi á ótrúlega marga þætti þannig ég á ekki neinn uppáhalds. Kvikmynd: Pirates Of The Caribbean og Hobbit klikka ekki. Hljómsveit/tónlistarmaður: Justin Bieber er í miklu uppáhaldi. Leikari: Leonardo Dicaprio.
Vilt þú blómstra í sumar með ungum jafnt sem öldnum? Sumarstarfsfólk óskast til starfa á Hrafnistu í Reykjanesbæ. Hrafnista er vinnustaður þar sem starfsfólki gefst tækifæri til að afla sér reynslu og þekkingar. Gott vinnu umhverfi stuðlar að því að hæfileikar sérhvers starfsmanns njóti sín. Lágmarksaldur umsækjenda er 18 ára.
Hæfniskröfur: Góð færni í samskiptum – Sjálfstæði og stundvísi Jákvæðni og metnaður í starfi – Góð íslenskukunnátta Umsóknarfrestur er til og með 8. mars. Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Hrafnistu, www.hrafnista.is og á heimasíðu Talent ráðningar & ráðgjöf, www.talent.is
Vefsíður: Youtube, Facebook og Instagram. Flíkin: 66 gráður norður úlpan mín.
Óskum eftir að ráða í sumar: • • • • • • • • •
Hjúkrunarfræðinga Hjúkrunarfræðinema Læknanema Sjúkraliða Sjúkraliðanema Félagsliða Starfsfólk í aðhlynningu Starfsfólk í borðsal Starfsfólk í ræstingu
HRAFNISTA Reykjavík I Kópavogur I Reykjanesbær
Skyndibiti: Villabar klikkar aldrei. Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)? The Climb - Miley Cyrus.
fimmtudagur 11. febrúar 2016
19
VÍKURFRÉTTIR
Öskudagsgleði
■■Það var líf og fjör á Öskudaginn. Krakkarnir í Reykjanesbæ voru dugleg að heimsækja stofnanir og fyrirtæki sem langflest gáfu þeim eitthvað gott í gogginn. Mörg þeirra heimsóttu fyrirtækin í Krossmóa þar sem Víkurfréttir hafa aðsetur. Oddgeir Karlsson, ljósmyndari í Njarðvík gekk í lið með VF og smellti þessum myndum af hressu Öskudagskrökkum á öllum aldri. Fleiri myndir á vf.is
ATVINNA
Þjónar óskast til starfa á Kef reaustrant. Reynsla æskileg. Unnið a vöktum 2, 2, 3. Vantar einning þjóna á aukalista. Umsóknir sendist á jenny@kef.is
Vatnsnesvegi 12 // 230 Reykjanesbæ // 420 7011
FRAMSÓKN FYRIR HEIMILIN OPNIR STJÓRNMÁLAFUNDIR MEÐ ÞINGFLOKKI FRAMSÓKNARMANNA. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR – GRINDAVÍK
Opinn stjórnmálafundur með Silju Dögg Gunnarsdóttur, Páli Jóhanni Pálssyni og Vigdísi Hauksdóttur í Arnarborginni, Víkurbraut, kl. 10:30. Allir eru hjartanlega velkomnir!
Páll Jóhann Pálsson
Vigdís Hauksdóttir
Silja Dögg Gunnarsdóttir
20
VÍKURFRÉTTIR
Að missa björg Fyrir níu árum hóf ég störf á Heilbrigðistofnun Suðurnesja og varð brátt vör við starfsemi Bjargarinnar í vinnu heilsugæslulæknisins. Dyr Bjargarinnar standa opnar hverjum þeim, sem þangað leitar eftir athvarfi, góðu samneyti við aðra, stuðningi, aðstoð, iðju og rækt, sem getur haft meðferðar- og endurhæfingargildi. Í heimilislækningum og störfum geðteymis HSS sinni ég heilsu fólks og velferð í víðu samhengi. Góð samskipti, samráð og samvinna eru þar lykilþættir. Mikilvægt er að mæta sérhverjum, þar sem hann er staddur og finna leið á forsendum hans. Við erum öll á þessu ferðalagi. Þetta getur kallað á þverfaglega nálgun. Þá sameinast ólíkir fagaðilar kringum einstaklinginn með honum í teymi til að vinna að bata, sem á sér margar myndir. Ég hef átt gott samstarf við Björgina í ýmsum málum og mér finnst hún í raun nauðsynlegt úrræði. Fyrir mér er Björgin aðgengileg og mikilvæg þjónusta, sem fólk getur
Mótun menningarstefnu í Sveitarfélaginu Vogum nýtt milliliðalaust. Hún er líka samfélag allra þeirra, sem henni tengjast, og snertir líf margra. Björgin hefur endurtekið sýnt sköpunarmátt og framkvæmdakraft til að þróast með því að nýta möguleikana og mæta þörf. Námskeið, markmiðshópar og viðburðir eru dæmi þessa. Björgin hefur tengingar víða m.a. við félagsog heilbrigðisþjónustu. Ýmsir aðilar á og utan Suðurnesja þekkja til og vísa oft í þjónustu Bjargarinnar svo sem Landspítalinn, Reykjalundur, VIRK og TR. Hún er hluti af stærri heild. Rekstrargrundvöllur Bjargarinnar mun vera ótryggur til lengri tíma. Fyrir hönd geðteymis HSS vil ég koma á framfæri góðri reynslu og fullum stuðningi. Það er brýnt að tryggja Björgina til framtíðar. Bestu óskir, Margrét Geirsdóttir heimilislæknir og teymisstjóri geðteymis á HSS.
Ertu á hausnum þessa daganna? Ekkert er leiðinlegra en að hanga heima og geta ekki gert það sem mann langar og er vanur að gera. Maður kemst hægt yfir á hækjum, gifs á höndum hamlar daglegum verkum og verkir um allann kropp eftir slæma biltu eru ekkert gamanmál. Í vetrartíð eins og er þessa dagann er mikið um slys vegna hálku og snjóþunga, erfitt að fóta sig á klakabunkum svo ekki sé talað um þegar snjórinn felur þá. Ýmislegt er til í verslunum, sem gerir þeim sem eru gangandi í þessum aðstæðum öruggari, eins og skór með grófa sóla, mannbroddar af ýmsum gerðum og göngustafir. Mikið er af fréttum þessa daga um hálkuslysin og er mikið álag á heilsugæslu og útköll hjá sjúkrabíl vegna þeirra. Ekki er hægt að verjast öllum slysum en þó er hægt að vera með fyrirbyggjandi aðgerðir og nota mannbrodda og stafi þegar maður er á göngu, hægt að setja hálkusalt á heimtröð og bílastæði
fimmtudagur 11. febrúar 2016
og stundum höfum við getað náð í sand í boði Reykjanesbæjar. Félagar úr Slysavarnadeildinni Dagbjörgu fóru á slysavarnarúnt og kíktu í nokkrar verslanir hér í Reykjanesbæ til að kanna hvort eitthvað af þessum slysavarnartækjum væri til á svæðinu og kom það ánægjulega á óvart hvað margar verslanir seldu mannbrodda og hálkusalt. í þessari ferð var einnig kannað hvað væri til af endurskinsmerkjum því eins og allir vita er endurskinsmerki eitt allra besta slysavarnatæki sem til er miðað við stærð. Við hvetjum ykkur til að nota þessi slysavarnatæki og varna því að þið þurfið að fara í heimsókn á heilsugæsluna, farið frekar í verslanir og fáið ykkur það sem hentar hverjum og einum því úrvalið er ágætt. Munið að það er töff að vera á broddum… og það er gott að versla heima. Slysavarnadeildin Dagbjörg.
Hálkusalt Bónus
Krónan
Húsasmiðjan
Kostur
Nettó
Bílanaust
Byko
10-11 Hafnargötu
Bónus
Hagkaup
Skóvinnustofa Sigga
Byko
K- Sport
Apotek Suðurnesja
Mannbroddar
Endurskinsmerki Hagkaup
Lyfja
Byko
Apotek Suðurnesja
Eymundson
Dýrabær
K-Sport
Endurskinsborðar Hagkaup
Lyfja
Skartsmiðjan
Byko
K-Sport
Dýrabær
Aðalfundur
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Grindavíkur verður haldinn á Salthúsinu fimmtudaginn 25. febrúar nk. kl. 20:00. Dagskrá: • Venjuleg aðalfundarstörf • Önnur mál Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér nýja félaga Stjórn Sjálfstæðisfélags Grindavíkur
Sjálfstæðisfélag Grindavíkur
Frístunda- og menningarnefnd sveitarfélagsins hefur sent til umsagnar tillögu að menningarstefnu. Með henni er ætlunin að efla menningarstarf og virkja og samhæfa betur kraftana. Tilgangur menningarstefnu Sveitarfélagsins Voga er að íbúar bæjarins fái notið menningar. Leiðarljós stefnunnar er að efla áhuga, löngun og möguleika bæjarbúa til að skapa menningu og njóta menningar. Markmiðið er að Sveitarfélagið Vogar verði betri staður að búa á. Menningarstarf verði veigamikill þáttur í bæjarlífinu árið um kring; markvisst verði unnið að listrænu uppeldi barna og unglinga og upplýsingar um menningarstarfsemi bæjarbúa verði aðgengilegar og vel kynntar. Þá verður starfsemi safna aukin, fjölmenning fái notið sín og bætt tengsl við vinabæ Voga sem er Fjaler í Noregi.
Frá skólaþinginu í Stóru-Vogaskóla.
Burðarásar menningar í Vogum
Stofnanir sveitarfélagsins gegna þar lykilhlutverki. Þar má nefna grunnskólann, leikskólann, íþróttamiðstöð, félagsstarf bæði með unglingum og öldruðum og bæjarstjórn og bæjarskrifstofu. Í sveitarfélaginu eru u.þ.b. 20 frjáls félög, mis stór í sniðum, sem öll gegna menningarhlutverki. Ungmennafélagið Þróttur og kvenfélagið Fjóla eru öflugust. Að auki má nefna golfklúbbinn, Sögu- og minjafélagið, lionsklúbbinn Keili, björgunarsveitina Skyggni, landgræðslu- og skógræktarfélagið Skógfell, Norræna félagið, Vélavini, smábátafélagið og félag eldri borgara. Í fyrirtækjunum þróast starfsmenning og þau styðja menningarstarfsemi á ýmsan hátt. Framleidd eru margs konar matvæli, vélbúnaður, ljósmyndir og veitt margs konar þjónusta. Síðan eru býsna margir einstaklingar sem iðka listir og handverk fyrir sig og sína og einnig til að selja. Þeir fást við sjónlistir, handverk, hannyrðir, tónlist, ritlist, varðveislu fornleifa, örnefna og sagna og rannsóknir af ýmsu tagi.
Fundur um menningarmál
Fyrir viku síðan var haldin opinn fundur í Álfagerði í Vogum þar sem tillagan að menningarstefnu var kynnt og litið yfir menningarakurinn sem er blómlegri en margur heldur sökum hlédrægni margra og ónógrar kynningar á því góða sem gert er. Á fundinum kom fram vilji til að ráða bót á því, m.a. að nýta vef sveitarfélagsins betur. Einnig að sveitarfélagið styðji betur metnaðarfull menningarverkefni. Fram kom áhugi á að efla tónleikahald en í sveitarfélaginu eru ágætir salir til að flytja margs konar tónlist. Dregið hefur úr leiklist hin
Frá menningarfundinum í Álfagerði.
síðari ár og kom fram ákveðinn vilji til að ráða þar bót á. Talsvert var rætt um ímynd Sveitarfélagsins Voga og möguleika þess til að hafa þar áhrif. Aðkomumenn og fólk sem flytur í sveitarfélagið verður jafnvel undrandi á því sem þar er í boði og hvað umhverfið er kyrrsælt og fallegt en íbúar mættu gera meira af því að kynna kostina fyrir öðrum. Nálægðin við höfuðborgarsvæðið og flugvöllinn gefur mikil tækifæri, en bitnar jafnframt á menningar- og félagslífi vegna þess hve auðvelt er að sækja allt mögulegt annað.
Grunnskólinn kjarni menningar í Vogum
Stóru-Vogaskóli er stærsta stofnunin í Vogum og þungamiðja menningarlífsins. Þar fá börnin fjölþætt veganesti út í lífið og barnafjölskyldur eru nátengdar skólanum um árabil. Það sem gerist í skólanum hefur mikil áhrif á mannlífið, bæði í nútíð og framtíð - og
einnig í fortíð, enda er þetta einn af elstu skólum landsins, hefur starfað í nær 144 ár. Þegar fólk sem nú er um nírætt var þar í skóla um 1930 var skólinn sjálfur á miðjum aldri, hafði þá starfað í nær 60 ár!. Myndin sýnir skólaþing sem haldið var í vikunni sem leið, þar sem nemendur í öllum bekkjum, nema þeim allra yngstu, sitja í 10 aldursblönduðum vinnuhópum og ræða undir stjórn eldri nemenda hvernig þau geti bætt starf skólans. Stjórn skólafélagsins (nemendur) höfðu kafað í könnun um líðan nemenda (skólapúlsinn) og búið til umræðuspurningar út frá því, stjórnuðu síðan hver sínum hópi og skráðu niðurstöðurnar beint í tölvu. Þetta er eitt lítið dæmi um hvernig lagður er góður grunnur að menningu okkar til frambúðar. Þorvaldur Örn Árnason (varaformaður Frístundaog menningarnefndar)
Að gera hlutina vel
Um nýja menntastefnu Reykjanesbæjar Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar skrifaði grein í síðasta tölublað Víkurfrétta vegna nýrrar menntaHaraldur stefnu fyrir Reykjanesbæ, Árni sem nú er verið að móta. Haralds- Ég mæli með því að þeir son sem ekki hafa lesið þessa grein, geri það, til að fá innsýn í heildarmyndina. Að móta nýja menntastefnu er yfirgripsmikið verkefni og mikilvægt að þeir sem áhuga hafa á menntamálum í bænum okkar taki virkan þátt í umræðunni, svo að menntastefnan endurspegli sem fjölþættust sjónarmið í þessum mikilvæga málaflokki. Menntun er okkar stærsta fjárfesting í nútíð og framtíð og allir ættu að láta sig hana varða. Eins og gefur að skilja þá kemur stýrihópurinn sem vinnur að menntastefnunni inn á öll svið menntunar, umgjörð hennar og inntak. Eitt af því sem rætt er um og er afar mikilvægur þáttur í þessu öllu, er virkni foreldra
og jákvætt viðhorf þeirra til náms og góðrar ástundunar. Með góðri ástundun eigum við ekki eingöngu við að mætingar séu góðar í það sem unga fólkið okkar tekur sér fyrir hendur, heldur einnig að það þurfi að sinna því vel í verki. Þá er ég kominn að megininntaki þessarar greinar. Í Tónlistarskólanum eru fjölmargir nemendur sem eru í krefjandi tónlistarnámi, en eru jafnframt í tveimur eða jafnvel þremur öðrum greinum, íþróttum og eða dansi, fyrir utan svo auðvitað grunnskólann eða framhaldsskólann. Í öllum þessum greinum eru gerðar miklar kröfur um góða ástundun og í sumum þeirra kröfur um heimanám, a.m.k. í skólunum og tónlistarskólanum. Það gefur auga leið að vikan hjá þessum börnum og unglingum er ofhlaðin og ástundun lætur í flestum tilfellum undan. Íþróttastarf er öflugt og gott hér í Reykjanesbæ og íþróttaiðkun mjög almenn. Það er ómetanlegt og allir ættu að stunda íþróttir. Svo hefur
danslistin/-íþróttin fest sig í sessi sem er ánægjuleg viðbót við listmenntun bæjarins og gott innlegg í menningarlífið. En það þarf að gæta þess að þau verkefni sem unga fólkið okkar tekur sér fyrir hendur verði ekki svo mörg að þau nái ekki að sinna þeim vel, því þá eru verkefnin orðin íþyngjandi. Afleiðingarnar verða oftast þær að gleðin, eftirvæntingin og vellíðanin, sem ætti að vera aðal drifkrafturinn, fer fyrir bí. Gætum þess að gæðin séu í fyrirrúmi frekar en magnið. Að lokum er rétt að geta þess, að stýrihópur um nýja menntastefnu fyrir Reykjanesbæ, efnir til íbúaþings þriðjudaginn 8. mars nk. frá kl.17-19 í Stapa, Hljómahöll. Allir áhugasamir um menntamál í Reykjanesbæ eru hjartanlega velkomnir. Haraldur Árni Haraldsson skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og fulltrúi í stýrihópi um nýja menntastefnu Reykjanesbæjar
fimmtudagur 11. febrúar 2016
Leikur á selló, kveður og notar ýmis rafhljóð ●●Kristín Lárusdóttir á fyrstu tónleikum ársins hjá Tónlistarfélagi Reykjanesbæjar „Á fyrstu tónleikum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar á nýju ári kveður við annan tón en áður hefur heyrst á okkar tónleikum. Þá stígur á stokk sellóleikarinn Kristín Lárusdóttir sem flytur sína eigin tónlist. Tónlist Kristínar er innblásin af íslenskum tónlistararfi og náttúru. Hún spilar bæði á selló, kveður og notar ýmis rafhljóð. Tónlist Kristínar er lagræn, en líka tilraunakennd og smá teknó,“ segir í tilkynningu frá Tónlistarfélagi Reykjanesbæjar. Tónleikarnir fara fram í Bergi í Hljómahöll fimmtudaginn 11. febrúar kl. 20:00. Miðarverð er 1.500 kr. og fá meðlimir félagsins sem greitt hafa árgjaldið 20% afslátt. Nemendur tónlistarskóla fá miða á 1.200kr.“
Kristín Lárusdóttir er klassískt menntaður sellóleikari. Hún hefur að auki menntað sig í barokk tónlist, gömbuleik og djassi. Kristín hefur spilað með Íslensku Óperunni, Sinfóníuhljóm-
sveit Norðurlands, er meðlimur Fimm í Tangó og Kammerhópnum Reykjavík Barokk. Í apríl 2012 frumflutti Kristín á Íslandi, ásamt Kammerkór Suðurlands, hið stórkostlega verk Svyati eftir John Tavener fyrir einleiksselló og blandaðan kór. Kristín hlaut mikið lof fyrir flutning sinn á Tavener. Sellókennsla hefur verið eitt af aðal starfi Kristínar síðastliðin 19 ár ásamt því að spila. Kristín lauk framhaldsprófi í raftónlist vorið 2013 og hlaut toppeinkunn fyrir lokatónleikana. Kristín gaf út sína fyrstu sólóplötu Hefring haustið 2013 með eigin tónsmíðum, útsetningum og sellóleik. Hún sá einnig sjálf um upptökur og hljóðblöndun.
Qigong til heilsubótar Við val á heilsurækt er margt er í boði, enda þarfir okkar misjafnar og getan ólík. Qigong æfingar byggja mikið á hægum, einföldum og náttúrulegum hreyfingum og hafa reynst mörgum vel til viðhalds og uppbyggingar heilsu. Við nánari kynni hreyfst ég af þessum fræðum og fór að sækja mér frekari heilsubót og þekkingu hjá YMAA í Kaliforníu, sem er eitt fremsta fræðasetur á þessu sviði, undir handleiðslu meistarans dr. Yang, Jwing-Ming. Ég hef heimsótt dr. Yang árlega og numið fræðin í rúm 5 ár, en árið 2014 lauk ég prófi sem leiðbeinandi frá YMAA. Ég hef leiðbeint í Qigong hér heima síðastliðin ár, bæði með reglulegum Qigong æfingum og hugleiðslum. Qigong á rætur að rekja til kínverskrar menningar og heimspeki Daoisma
21
VÍKURFRÉTTIR
og hefur verið iðkað í þúsundir ára. í Qigong er unnið með lífsorkuna sem býr í okkur, ásamt því að þjálfa m.a. hugann og öndun. Þetta eru mildar æfingar sem fara mjúkum höndum um okkur. Qigong þjálfar margt í senn en auk þess að bæta orku-og blóðflæðið, stuðlar regluleg iðkun Qigong að bættu jafnvægi, dýpri öndun, auknum styrk og liðleika. Ávinningurinn af því að stunda Qigong er margvíslegur og ummæli tveggja þátttakenda gefa smá innsýn í þeirra upplifun: Áslaug Ólafsdóttir: “Haustið 2014 ákvað ég að prófa Qigong heilsuæfingar hjá Þóru. Ég var á þeim tíma mjög slæm af verkjum m.a. í liðum vegna Lupus sjúkdóms og tók sterk verkjalyf. Eftir að hafa stundað æfingarnar 3x viku í nokkrar vikur
fann ég að verkirnir og stirðleiki almennt hafði minnkað og ég hvíldist betur á nóttinni. Eftir fjögra mánaða ástundun ákvað ég að prófa að hætta að taka verkjalyfin. Ótrúlegt en satt ég hef ekki þurft á þeim að halda síðan. Í fyrstu var ég efins um að heilsuæfingarnar hefðu þessi góðu áhrif á líkamann, en í dag er ég sannfærð um að svo sé. Ég sé það best á því að þegar ég stunda ekki æfingarnar reglulega svo sem eins og á sumrin þá finn ég fyrir vaxandi verkjum og stirðleika. Það er því engin efi í mínum huga að æfingarnar hjálpa.“ Dagbjört Torfadóttir: “Qigong er frábær heilsurækt, sem styrkir líkamann og nærir hugann og fer fram í notalegu og kærleiksríku umhverfi” Með ósk um ánægjulegt Qigong ár, Þóra Halldórsdóttir
SMÁAUGLÝSINGAR Til leigu
Ég er að leita að leigja íbúð með 2 herbergjum í Reykjanesbæ. Vinsamlegast hafðu samband 8562472.
LOFTNET NETSJÓNVARP
HÚSASMIÐUR GETUR BÆTT VIÐ SIG VERKEFNUM KLETTATRÖÐ 11 235 REYKJANESBÆR SÍMI 892 1820 WWW.VERKHAGUR.IS
UPPSETTNING OG VIÐGERÐIR Loftnet-LofnetskerfiLjósnet-Ljósleiðaratengingar-TölvulagnirSímalagnir-BústaðirHúsbílar
Loftnetstækni.is Sími 894-2460
Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Verið velkomin
SUNNUDAGURINN 14. FEBRÚAR KL. 11:00 Messa og sunnudagaskóli. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir. ÞRIÐJUDAGURINN 16. FEBRÚAR KL. 20:00 Fræðslukvöld í kirkjunni. Haraldur Hreinsson, guðfræðingur flytur erindið Hver er þessi Jesús frá Nasaret - birtingarmyndir Jesú frá fornöld fram á okkar daga MIÐVIKUDAGURINN 17. FEBRÚAR KL. 12:00 Kyrrðarstund í umsjón presta og organista. Súpa og brauð 500 kr. FIMMTUDAGURINN 18. FEBRÚAR KL. 16:00 Fermingarfræðsla hjá stelpum og strákum í kirkjunni kl. 16:00
á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
www.vf.is
Rafvirkjar Trésmiðir Píparar Tækjamenn Verkamenn ÍAV er eitt stærsta og öflugasta verktakafyrirtæki landsins sem byggir á áratuga reynslu í mannvirkjagerð. Verkefni ÍAV eru á öllum sviðum byggingariðnaðar bæði hérlendis og erlendis. Við leggjum mikla áherslu á að ráða til okkar kraftmikla og framsækna einstaklinga, með góða hæfni í mannlegum samskiptum. Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og erum stolt af starfsandanum og þeim metnaði sem hjá okkur ríkir. ÍAV er eina verktakafyrirtækið á Íslandi sem hefur bæði ISO 9001 gæðavottun og OSHAS 18001 öryggisvottun.
Vegna aukinna verkefna óskar ÍAV eftir að ráða metnaðarfulla starfsmenn til starfa á eftirfarandi sviðum. • Rafvirkjar ÍAV óskar eftir að ráða rafvirkja og nema til starfa. • Trésmiðir ÍAV óskar eftir að ráða trésmiði og nema til starfa. • Píparar ÍAV óskar eftir að ráða pípulagningamenn og nema til starfa. • Tækjamenn ÍAV óskar eftir að ráða fólk með vinnuvélaréttindi til starfa. • Byggingaverkamenn ÍAV óskar eftir að ráða byggingaverkamenn til starfa. Fyrir rétta aðila eru í boði góð laun, góður starfsandi og góð starfsaðstaða. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Smiðir og verkamenn: Upplýsingar veitir Magni Helgason í síma 530-4218. Rafvirkjar: Upplýsingar veitir Ásgeir Gunnarsson í síma 530 4252.
Við breytum vilja í verk ISO 9001
OHSAS 18001
FM 512106
OHS 606809
Quality Management
Píparar: Upplýsingar veitir Snæbjörn Rafnsson í síma 530 4245. Tækjamenn: Upplýsingar veitir Elís Björn í síma 414 4304. Umsóknir má finna á heimasíðu ÍAV, www.iav.is “Almenn umsókn”
Occupational Health and Safety Management
ÍAV hf. | Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | s. 530 4200 | www.iav.is
22
VÍKURFRÉTTIR
VILTU SPILA? Laugardaginn 13. febrúar kl. 13:00 koma Spilavinir í heimsókn í Bókasafn Reykjanesbæjar og kynna og kenna á nokkur vel valin spil. Í tilefni dagsins verða spilin dregin fram og við hvetjum gesti til að grípa í spil á leið sinni um safnið.
MENNINGARKORT Reykjanesbær hefur tekið í notkun Menningarkort sem gildir í Duus Safnahús, Rokksafn Íslands og Bókasafn Reykjanesbæjar. Kortið kostar 3500 krónur og gildir út árið með ótakmarkaðan aðgang fyrir einn í söfnin þrjú. Kortið veitir einnig 10% afslátt í safnabúðum.
BREYTING Á HRAÐATAKMÖRKUN Frá og með 11. febrúar tekur gildi breyting á hámarkshraða á Aðalgötu frá Hringbraut að Heiðarbrún. Breytingin felur í sér hækkun hámarkshraða úr 30 km/klst í 50 km/klst.
MENNINGASTYRKIR Menningarráð Reykjanesbæjar auglýsir eftir styrkumsóknum í Menningarsjóð Reykjanesbæjar 1. Þjónustusamningar við menningarhópa Ákveðnu fjármagni verður varið í þjónustusamninga við menningarhópa í bæjarfélaginu árið 2016 eins og verið hefur. 2. Verkefnastyrkir til menningartengdra verkefna Ákveðnu fjármagni verður varið í verkefnastyrki á árinu 2016 sem miða að því að hægt verði að fá fjármagn til einstakra menningarverkefna sem standa muni bæjar búum til boða á árinu. Umsóknum skal skilað á netfangið menningarfulltrui@reykjanesbaer.is eða á skrifstofu menningarfulltrúa á Tjarnargötu 12 fyrir 15. febrúar nk. Eyðublöð á vef bæjarins www.reykjanesbaer.is/thjonusta/menning/menningarstyrkir
KENNARI ÓSKAST Laus er kennarastaða við Holtaskóla. Um er að ræða umsjónarkennslu í 3. bekk og þarf viðkomandi að geta hafið störf hið fyrsta.
ÍÞRÓTTIR
Hafa tapað þrisvar gegn Íslandsmeisturunum í vetur ●●Grindvíkingar mæta Snæfellskonum í Höllinni
■■Grindavíkurkonur munu halda uppi heiðri Suðurnesja um komandi helgi þegar úrslit bikarkeppninnar í körfubolta fara fram. Ríkjandi meistarar Grindavíkur mæta þar Íslandsmeisturum Snæfells í hörku rimmu. Þrisvar hafa liðin mæst í vetur og þrisvar hafa Snæfellskonur haft sigur. Við fengum nokkra spekinga til þess að spá í spilin fyrir stórleik helgarinnar.
Þurfa að stoppa systurnar og Bryndísi
Sigurkarfa frá Skúladætrum
■■Þorleifur Ólafsson leikmaður Grindavíkur: Ég held að Grindavík vinni 69:60. Til þess tel ég að Grindavík þurfi að stoppa systurnar í Snæfell og Bryndísi. Ég tel mikilvægt að byrja leikinn vel og hef ég fulla trú á að Grindavík nái því. Úrslit leiksins munu ráðast á þessu gamla góða, baráttu, vilja og góðum varnarleik. Petrúnella og Sigrún munu fara fyrir liði Grindavíkinga og ég vona að Jan eigi eftir að vekja athygli.
■■Ólöf Helga Pálsdóttir fyrrum leikmaður Grindavík: Ég spái því að leikurinn fari 65-62 Grindvíkingum í vil. Þetta verður sennilega svona jójó leikur þar sem liðin skiptast á að vera yfir, en ég er að vona að hann verði í járnum allan tíman. Snæfell á jafnvel eftir að komast aðeins framúr um miðbik leiksins en Grindvíkingar munu þá spýta í lófana og klára leikinn helst á þriggja stiga „buzzer“ frá annaðhvort Petrúnellu eða Hrund Skúladætrum.
Baráttan er lykilatriði ■■Sverrir Þór Sverrisson fyrrum þjálfari Grindvíkinga: Þessi bikarúrslitaleikur verður án efa jafn og skemmtilegur þar sem bæði liðin eru mjög vel mönnuð. Snæfell hefur verið besta liðið í vetur en Grindavík er alls ekki með síðra lið. Ég er á því að Snæfell sé með eitt vinnusamasta liðið í deildinni með systurnar Gunnhildi og Berglindi fremstar í flokki ásamt Keflvíkingnum Bryndísi Guðmunds og Haiden Palmer. Það er því lykilatriði fyrir Grindavík að þær berjist meira en Snæfell í öllum fráköstum, lausum boltum og leyfi Snæfell ekki að spila sinn leik. Ég ætla að skjóta á nauman Grindavíkursigur þar sem Petrúnella Skúladóttir verður áberandi á báðum endum vallarins og leiðir sínar stelpur til sigurs ásamt Whitney Frazier.
Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf, þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur, launa- og starfskjör. Umsókn fylgi afrit af leyfisbréfi og ferilskrá ásamt upplýsingum um meðmælendur. Umsóknarfrestur er til 26. febrúar nk. Holtaskóli er PBS skóli (stuðningur við jákvæða hegðun). Sjá nánar um Holtaskóla: www.holtaskoli.is Nánari upplýsingar veita Eðvarð Þór Eðvarðsson, skólastjóri í síma 420-3500 eða 842-5640 og Helga Hildur Snorradóttir aðstoðarskólastjóri í síma 420-3500 og 848-1268. Sækja þarf um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf.
HERSTÖÐIN SEM KOM OG FÓR Byggðasafn Reykjanesbæjar hefur opnað sýninguna Herstöðin sem kom og fór í Gryfjunni Duus Safnahúsum. Sýningin stendur til 24. apríl 2016. Sýningin fjallar um sögu Keflavíkurstöðvarinnar, sem hófst á stríðsárunum með byggingu tveggja flugvalla, rúmlega hálfrar aldar sögu varnarliðsins og hvað gerðist eftir að herstöðin lokaði. Í ár eru 10 ár liðin síðan herstöðinni var lokað. Duus Safnahús er opin alla daga kl. 12:00 til 17:00.
fimmtudagur 11. febrúar 2016
ERUM VIÐ AÐ LEITA AÐ ÞÉR? Pósturinn í Keflavík óskar eftir að ráða fólk til starfa. Óskað er eftir jákvæðum einstaklingum með ríka þjónustulund sem eiga auðvelt með samskipti. Gjaldkera í 100% starf þar sem vinnutíminn er frá 8:45 til 17:00. Bréfberar í sumarafleysingar þar sem vinnutíminn er frá 8:00 til 16:00. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2016 Nánari upplýsingar gefur Anna María Guðmundsdóttir í síma 421-4300 eða í netfangið annam@postur.is Umsóknum skal skilað á umsokn.postur.is
Neisti í Grindvíkingum ■■Erla Reynisdóttir fyrrum leikmaður Keflavíkur og Grindavíkur Ég tel að Snæfell sé líklegri til að sigra leikinn en hinsvegar er einhver neisti í þessu Grindavíkurliði sem er mjög vel mannað og hafa sýnt það í vetur að þær eiga í fullu tré við þessi lið í efstu sætunum. Án þess að setja of mikla pressu á neina leikmenn þá tel ég að þetta velti svolítið á þeim Skúladætrum hjá Grindavík. Petrúnella er sá leikmaður hjá Grindavík sem er hokin af reynslu og hún hefur farið áður í Höllina og gert þetta allt saman og það meira en einu sinni. Hrund systir hennar þó ung að árum sé, þá er hún framtíðin hjá Grindavík. Þetta er ekta leikur fyrir slíkan leikmann til að springa út og eiga góðan leik. Þrátt fyrir að ég telji Snæfell líklegri ætla ég að spá Grindavíkursigri með 5 stigum eftir baráttuleik.
fimmtudagur 11. febrúar 2016
23
VÍKURFRÉTTIR
Eyþór Sæmundsson // eythor@vf.is
QIGONG ORKUÆFINGAR Krabbameinsfélag Suðurnesja og Rauðikrossinn á Suðurnesjum standa fyrir Oigong námskeiði sem hefst 15. febrúar nk. Leiðbeinandi er Þóra Halldórsdóttir. Námskeiðið fer fram að Smiðjuvöllum 8 Reykjanesbæ. Námskeiðið er tvisvar í viku mánudögum og fimmtudögum kl.17:00 - 18:30 í sex skipti. Skráning fer fram hjá Krabbameinsfélaginu í síma 421-6363 eða á netfang sudurnes@krabb.is. Qigong æfingar byggja á hægum einföldum og náttúrlegum hreyfingum Adam Eiður Ásgeirsson var sjóðheitur gegn FSU.
Toppurinn að sigra í Sláturhúsinu ●●Adam Eiður stimplaði sig inn gegn FSU með skotsýningu Njarðvíkingurinn Adam Eiður Ásgeirsson stimplaði sig inn í Domino’s deildina í vikunni þegar hann skoraði 14 stig gegn liði FSU í stórsigri. Adam sem fagnar 18 ára afmæli sínu í sumar spilar ýmist sem bakvörður eða framherji á vængnum en hann er að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki karla. Hann segir það vera algjöra veislu að spila við hlið leikmanna eins og Loga Gunnars og Hauks Helga. „Það er ekki amalegt að fá að læra af þeim og þjálfurunum sem eru þaulreyndir. Logi kennir manni helling og það að horfa á Hauk Helga spila er algjör veisla,“ segir Adam. Hann segir að þjálfararnir séu duglegir að gefa ungu leikmönnunum sjálfstraust og þannig séu þeir öruggir þegar á völlinn er
komið. „Þetta var ákveðinn léttir að eiga svona leik og stimpla sig aðeins inn,“ segir Adam sallarólegur. Adam gerði sér lítið fyrir og setti niður 4 af 8 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og skoraði alls 14 stig á 17 mínútum. Adam er fremur hávaxinn en í föðurætt hans eru þeir nokkuð hávaxnir karlarnir sem gert hafa það gott með Njarðvík í körfuboltanum. Faðir hans Ásgeir og föðurbræðurnir Daníel og Hjörtur léku allir með liðinu hér áður fyrr. Adam hefur bæði fengið að spreyta sig gegn KR á dögunum og í grannaslagnum gegn Keflavík fyrir skömmu. „Það er mikil upplifun en það er eigin-
lega fyrsti leikurinn sem ég spila af einhverju viti í meistaraflokki. Það var mikil reynsla. Það toppaði svo allt að vinna í Sláturhúsinu.“ Eftir áramót í fyrra fékk Adam að æfa með meistaraflokki og segir það hafa verið magnaða reynslu að fá að sitja á bekknum í úrslitakeppninni í fyrra þar sem Njarðvíkingar voru hársbreidd frá því að leika til úrslita.
2AU¦I KROSS ¶SLANDS 3U¦URNESJADEILD
OPINN FUNDUR með þingmönnum Vinstri grænna fimmtudagskvöldið 11. febrúar kl. 20:00 á Café Petit í Reykjanesbæ. Verið öll velkomin að ræða áherslur VG á Alþingi, stöðuna í stjórnmálunum og stefnu VG í Suðurkjördæmi. VG Suðurnesjum
Tveir aðrir jafnaldrar Adams hafa verið að spila með liðinu og staðið sig vel, en það eru þeir Jón Arnór Sverrisson og Snjólfur Marel Stefánsson sem einmitt tók 10 fráköst í umræddum FSU leik. Þeir félagar hafa verið sigursælir saman í yngri flokkum og unnið þar fjölmarga titla undanfarin ár.
Framtíðarstarf
Við viljum fá þig í hópinn Northern Light Inn er 32 herbergja hótel í Svartsengi (við Bláa Lónið), Grindavík. Við erum einnig með veitingastaðinn Max’s Restaurant á sama stað sem tekur 150 manns í sæti.
Gestamóttaka Spennandi starf í ferðaþjónustunni! Við leitum að áreiðanlegum samstarfsmanni með ríka þjónustulund til starfa í gestamóttöku Northern Light Inn. Starfið felst í samskiptum við gesti og ferðaskrifstofur, undirbúning fyrir komu og brottför gesta, úrlausn þeirra verkefna sem upp koma hverju sinni sem og önnur verkefni sem falla til í margbreytilegu starfi gestamóttökunnar. Góð enskukunnátta er skilyrði, önnur tungumálakunnátta er kostur. Nauðsynlegt er að hafa ökuréttindi. Reynsla af störfum í gestamóttöku eða öðrum þjónustustörfum er kostur. Við leitum að einstaklingi með góða samskipta- og samstarfshæfni sem sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum. Unnið er á 2-2-3 vaktakerfi og er vinnutíminn frá kl. 07:00 til kl. 19:00.
Á Northern Light Inn / Max’s Restaurant starfar hópur af samhentu starfsfólki og við leggjum áherslu á að fá til liðs við okkur fólk sem hefur gaman af vinnunni, er þjónustulundað, gestrisið og leggur áherslu á samvinnu og gleði. www.nli.is. Ef þú hefur áhuga á að ganga til liðs við okkur hafðu þá endilega samband við Friðrik Einarsson í síma 852 1907 eða sendu tölvupóst með upplýsingum um þig á fridrik@nli.is. Öllum umsóknum verður svarað og við hvetjum konur sem karla til að sækja um hjá okkur. Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2016.
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001
Mundi
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
facebook.com/vikurfrettirehf
VIKAN Á VEFNUM
Kristín Lea@KristinLeas Hugur minn er hjá glúteinlausu vegan fólki í dag #bolludagur
Margret St @mstkef Monica Wright og Falur Harðar í NFL ham. Cuacamole chips salsa hummus. Breezer og Stella öl á kantinum.
twitter.com/vikurfrettir
instagram.com/vikurfrettir
Einn Wendy´s ostborgara og stóra Dr. Pepper, ...og komið með hervélarnar líka, thank you
Change is good
Nýr Hyundai Santa Fe Fjórhjóladrif, sjálfskipting, 200 hestafla dísilvél
Ólafur Ingvi Hansson @olafuringvi fyrir minna en ári síðan kostaði fyrsti klukkutíminn í skammtímastæðin í FLE 150 kr. núverið stendur hann í 500 kr. #OccupyIsavia Magnús Bjarni Denni @Denni240 Jón “Haxel” Guðmundsson, búinn að vera svindlkall í seinustu 2 leikjum #dominos365 Sævar Sævarsson @SaevarS Jæja, nú geta íslensku slagsmálahundarnir aftur lagt leið sína í 230 kef! Opnið Strikið og Kaffi Kef! #herinn er að koma aftur heim...!
ENNEMM / SÍA / NM73504
Björgvin Ívar @Bjorgvin_Ivar Hitti fulltrúa Ferencvaros á ECA þingi í París. Afar okkar mættust 65 þar sem Rúni Júl skoraði fyrsta mark Keflavíkur í Evrópu. #fotboltinet Jón Norðdal @JnNordal Enn og aftur væri kjörið að geta náð sér í kippu núna í kjörbúð fyrir ofurskálina!!! #drífaíþessu
Huldageirs Dolli og Doddi alveg í stíl og rosa gaman í vinnunni! @odilius #áspretti #ruv #rúv #hestar #ástund
Hyundai Santa Fe er glæsilegasti bíllinn í Hyundai fjölskyldunni. Nýr Santa Fe er nú með 200 hestafla, 2,2 lítra dísilvél og fjölda tæknilegra öryggisatriða sem auka öryggi og auðvelda ökumanni að bregðast rétt við mismunandi aðstæðum. Komdu og upplifðu gæði Hyundai í reynsluakstri á nýjum Hyundai Santa Fe með fimm ára ábyrgð.
Hyundai Santa Fe – Verð frá 7.090.000 kr. Hrefnasoring Enough of kisses for everybody! #hraun #grindavik #hraungrindavik #iceland #niceland #icelandichorse #nature #66north #vikurfrettir
#vikurfrettir
Dísilvél 2,2 lítrar, 200 hestöfl, eldsneytisnotkun 8,9 l/100 km*. Öllum Hyundai bílum fylgir 5 ára verksmiðjuábyrgð. *Viðmiðunartölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.
GE bílar - Umboðsaðili BL Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400
W W W.GEBIL AR.IS SÍMI 4200400