• Fimmtudagurinn 18. febrúar 2016 • 7. tölublað • 37. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Græn veröld á Garðskaga Æfðu í óbyggðum Reykjanesskagans n Björgunarþyrla kanadíska flughersins var við æfingar á Íslandi í vikutíma. Síðasta verkefni þyrlunnar á Íslandi var björgunaræfing sem fram fór í Reykjanesfjallgarðinum. Nánar verður fjallað um æfinguna í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld kl. 21:30 á ÍNN og vf.is.
Sveitarfélagið Garður hefur einsett sér að vera Norðurljósabærinn á Íslandi. Norðurljósunum verður gert hátt undir höfði í sýningu á byggðasafninu en frekari uppbygging í ferðaþjónustu er fyrirhuguð á Garðskaga. Norðurljósin skörtuðu sínu fegursta yfir Garðhúsavíkinni á Garðskaga þegar Hilmar Bragi, ljósmyndari Víkurfrétta, tók þessa myndi á dögunum.
Mikil ánægja með þjónustu Grindavíkurbæjar l Óánægja með þjónustu grunnskólans Um 89 prósent þeirra íbúa Grindavíkur sem tóku þátt í þjónustukönnun á vegum Capacent Gallup eru ánægðir eða mjög ánægðir með þjónustu bæjarfélagsins. Af þeim eru 51 prósent mjög ánægðir og 39 prósent frekar ánægðir. 6 prósent segjast vera hvorki né og þrjú prósent eru frekar óánægð og 2 prósent mjög óánægð. Í samanburði við hin 19 sveitarfélögin sem tóku þátt í könnuninni er Grindavík í 6. sæti og hefur hækkað upp um 7 sæti síðan árið 2014. Ánægjan hefur vaxið á milli ára þar sem mjög ánægðum fjölgar og mjög óánægðum fækkar. Þeir þættir sem Grindvíkingar eru helst óánægðir með eru þjónusta við eldri borgara, fatlaða og þjónusta grunnskólans. Í samanburði við hin 19 sveitarfélögin er Grindavík í 15. sæti þegar kemur að þjónustu grunnskólans. Í leikskólamálum er Grindavík í 4. sæti sé miðað við önnur sveitarfélög sem tóku þátt í könnuninni. Um 80 prósent sögðust í könnuninni vera ánægð eða mjög ánægð með gæði umhverfisins í nágrenni heimilis síns. Þá eru 76 prósent ánægð eða mjög ánægð með þjónustu við barnafjölskyldur.
l Búast við auknum ferðamannastraumi um svæðið í kjölfar umræðu Umhverfis og ferðamálanefnd Grindavíkur segir að gera megi ráð fyrir að aukin umræða um Eldvörp leiði til aukinnar umferðar ferðamanna um svæðið. Svæðið er mjög viðkvæmt og því brýnt að þegar verði hafist handa við að skipuleggja stígagerð og gera aðrar þær ráðstaf-
anir til að stýra umferð fólks um svæðið. Þetta kemur fram í bókun ráðsins í síðustu viku. Nefndin leggur til að leitað verði ráðgjafar hjá Ómari Smára Ármannssyni, sem hefur kynnt sér svæðið manna best. Einnig vill nefndin árétta mikilvægi þess að aðilar á vegum Grinda-
víkurbæjar hafi mjög náið eftirlit með öllum framkvæmdum á svæðinu og fylgi því eftir að allar takmarkanir á umfangi borteiga séu virtar. Einnig að strangt eftirlit verði haft með þeim framkvæmdum sem óhjákvæmilega verða vegna uppbyggingar og styrkingar á vegum og slóðum á svæðinu.
n Guðmundi Bjarna Sigurðssyni, listrænum stjórnanda og einum af eigendum Kosmos & Kaos í Reykjanesbæ, hefur verið boðið að gerast hluti af dómarateymi hjá CSS Design Awards sem er eitt fremsta hönnunargallery á netinu í dag. „Ég er þarna á meðal mikilla heiðursmanna og kvenna,“ segir Guðmundur Bjarni en dómarateymið fær til sín hundruð vefsíðna á hverjum degi þar sem valin er vefsíða dagsins. Dómnefndin kemur svo saman mánaðarlega og velur vef mánaðarins og svo að lokum vef ársins. Hjá CSS Design Awards er Guðmundur Bjarni kominn í draumalið vefsérfræðinga víðsvegar að úr heiminum sem hafa það verkefni að verðlauna það besta sem gert er í vefsíðugerð hverju sinni.
Óásættanlegt að hagsmunir Suðurnesja verði ekki metnir l Hópur þingmanna vill fela ráðherra að láta kanna kosti þess að flytja innanlandsflug til Keflavíkurflugvallar Oddný Harðardóttir fer fyrir hópi þingmanna sem vill fela innanríkisráðherra að láta kanna kosti þess að flytja innanlandsflug til Keflavíkurflugvallar. Einnig verði lagt mat á rekstrargrundvöll og möguleg sóknarfæri Keflavíkurflugvallar með tilliti til þróunarmöguleika flugvallarins og áhrifa á íbúa, ferðaþjónustu og atvinnulíf á Suðurnesjum. Ætlast er til að ráðherra skili skýrslu með niðurstöðum könnunarinnar nú á vorþingi 2016. Rögnunefnd lagði mat á flugvallarsvæði fyrir innanlandsflug þar sem Hvassahraun var fremsti möguleiki, einkum vegna þróunarmöguleika þess svæðis. Að mati Oddnýjar þýðir það að góðir möguleikar séu til stækkunar í Hvassahrauni og
FÍTON / SÍA
n Ungir menn á göngu í Grindavík.
Vilja strangt eftirlit með Eldvörpum
Kominn í draumalið vefdómara
einföld reiknivél á ebox.is
því möguleiki á að færa allt millilandaflug þangað. „Þetta er lagt til án þess að Keflavíkurflugvöllur hafi verið metinn með sama hætti. Það finnst mér óásættanlegt,“ segir Oddný. Hún telur mikla hagsmuni undir fyrir Suðurnesjamenn í þessu máli. „Mér virðist sem menn vilji meta hagsmuni landsbyggðarinnar og borgarbúa ef færa á innanlandsflug
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
úr Vatnsmýrinni. Ég get ekki sætt mig við að hagsmunir okkar Suðurnesjamanna verði ekki metnir í þessu samhengi og því legg ég þingsályktunartillöguna fram.“ Oddný segir afar mikilvægt að Suðurnesjafólk verði tilbúið til andófs ef það sé raunverulega ætlunin að flytja millilandaflug í Hvassahraun sem sé aðeins í 20 mínútna akstursleið frá alþjóðaflugvellinum. Atvinna og hagur Suðurnesja er undir að hennar mati. Aðrir flutningsmenn eru ásamt Oddnýju: Páll Valur Björnsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Róbert Marshall, Páll Jóhann Pálsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Reykjanesbæ Lesum heiminn 2
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 18. febrúar 2016
Leikskólinn Holt tilnefndur til Evrópuverðlauna
Ferskir vindar í úrslitum Eyrarrósarinnar Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar sem haldin er annað hvert ár í Garði er meðal þriggja verkefna sem keppa um Eyrarrósina í ár. Fyrr á árinu var tilkynnt um tíu verkefni sem tilnefnd voru en eftir val dómnefndar standa þrjú verkefni nú eftir. Auk Ferskra vinda eru það Menningar- og fræðslusetrið Eldheimar í Vestmannaeyjum og Verksmiðjan á Hjalteyri sem keppa um Eyrarrósina í ár. Tilkynnt verður í dag, fimmtudag, hvert þeirra hlýtur Eyrarrósina 2016. Öll þrjú verkefnin hljóta peningaverðlaun og flugmiða frá Flugfélagi
Íslands. Dorrit Moussaieff er verndari Eyrarrósarinnar og mun hún afhenda verðlaunahafanum 1.650.000 krónur við hátíðlega athöfn í Frystiklefanum á Rifi. Eyrarrósi n er veitt framúrskarandi menni nga rv erke fni á starfss væði Byggðastofnu nar. Hún hefur verið veitt frá árinu 2005 og er ætlað að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar. Að Eyrarrósinni standa Byggðastofnun, Listahátíð í Reykjav ík og Flugfél ag Íslands.
Leikskólinn Holt í Innri Njarðvík hefur verið tilnefndur til Evrópuverðlaunanna eTwinning í ár. Holt fær tilnefningu fyrir verkefnið „Read the World“ eða Lesum heiminn í aldurshópnum 4 til 11 ára. Tilkynnt verður á næstu dögum um það hvaða verkefni hlýtur verðlaunin. DómHeiðu nefndin er samsett af 35 Ingólfsdóttur sérfræðingum frá ýmsum löndum. Í verkefninu Lesum heiminn hefur leikskólinn Holt átt í samstarfi við leikskóla og skóla á Spáni, í Slóveníu, Frakklandi og Póllandi. Að sögn Heiðu Ingólfsdóttur, leikskólastjóra á Holti, hefur samstarfið þróast með tímanum. „Nú erum við komin í Erasmus plús sem er enn stærra og meira og er það tveggja ára verkefni. Í apríl tökum við á móti 13 manns í tengslum við það verkefni sem felur í sér kennaraskipti og fleira,“ segir hún. Í verkefninu Lesum heiminn hafa kennarar unnið markvisst með ungum börnum þar sem þau eru hvött til að hugsa út fyrir kassann, vera skapandi í hugsun og til að leita sér þekkingar á ýmsum sviðum. „Með því að vinna verkefni sem þetta erum við að vinna með svo marga þætti, til dæmis með upplýsingatækni, menningu og umhverfi okkar. Við unnum mikið með umhverfi hvers skóla þar sem við skiptumst á myndum, um-
Við leitum að rafeindavirkja eða rafvirkja Advania óskar e ir að ráða rafeindavirkja eða rafvirkja í framtíðarstarf við Fjarskiptastöðina Grindavík. Starfssvið
Í starfinu felst daglegur rekstur á vélbúnaði Fjarskiptastöðvarinnar ásamt bilanagreiningu og útskiptingu bilaðra íhluta. Einnig mun viðkomandi sinna fyrirbyggjandi viðhaldi á búnaði og sjá um almenna umhirðu búnaðar og mælitækja. Unnið er á tvískiptum vöktum og mun viðkomandi ýmist starfa á dag- eða næturvöktum.
Menntunar- og hæfniskröfur • • • • •
Sveinspróf í rafeindavirkjun eða rafvirkjun Víðtæk starfsreynsla Rík þjónustulund og go viðmót Góð enskukunná a, í ræðu og riti Hreint sakavo orð
Tekið er á móti umsóknum á www.advania.is/atvinna. Það verður ráðið í þessa stöðu þegar ré ur einstaklingur finnst. Það er því ekki um eiginlegan umsóknarfrest að ræða heldur eru umsækjendur kallaðir inn e ir því sem við á. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Ósk Jakobsdó ir, radningar@advania.is / 440 9000.
Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er ölskylduvænn vinnustaður. Fyrirtækið hefur öfluga jafnré isstefnu og virka samgöngustefnu. Í Fjarskiptastöð Advania í Grindavík starfa um 15 manns.
Höfundur myndverks: Haraldur Pétursson
●●Hafa unnið með læsi í samstarfi við skóla víða um heim
Í verkefninu Lesum heiminn var unnið með bókina um Greppikló sem til er á ýmsum tungumálum. Hér á myndinni má sjá Greppikló.
ferðarskiltum og litum í náttúrunni svo eitthvað sé nefnt,“ segir Heiða. Í gegnum verkefnið Lesum heiminn var unnið með bókina um Greppikló eða Gruffalo á ensku en hún varð fyrir valinu því hana er hægt að nálgast á mörgum tungumálum. N „Það er gaman LAU ERÐ að segjaVfrá því að gbörnin og Sigurin eTwinn björt Kristjánsdóttir bjuggu til texta um Greppikló sem er einstaklega
skemmtilegt en laglínan kom annars staðar frá.“ Heiða segir ávinning barna af verkefni sem þessu afar mikinn. „Þau fá innsýn inn í menningu og umhverfi annarra landa ásamt því að finna leiðir og lausnir á ýmsum málum.“ Verkefnið tengist alltaf læsi á ýmsan hátt og unnið er markvisst með upplýsingatækni.
Sprautunálar og amfetamín í nærbuxunum
Ók sviptur og á stolnum númerum
■■Í bifreið sem lögreglumenn stöðvuðu á dögunum voru fimm einstaklingar sem allir voru í annarlegu ástandi. Ökumaðurinn reyndist hafa neytt amfetamíns og var einnig sviptur ökuréttindum. Farþegi var með hníf í buxnastreng og sprautunálar og amfetamín í umbúðum í nærbuxum. Annar farþegi var einnig með amfetamín innan klæða. Hinn þriðji var með slatta af töflum í fórum sínum sem hann gat ekki gert grein fyrir. Að auki fundust nokkrir amfetamínpokar í bifreiðinni. Í kjölfarið var gerð húsleit hjá einum farþeganna og fundust sterar á heimili hans. Í tilkynningu frá lögreglunni er minnt á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.
■■Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum haft afskipti af allmörgum ökumönnum sem höfðu sitthvað á samviskunni. Einn þeirra var grunaður um fíkniefnaakstur, sviptur ökuréttindum og bifreiðin var á stolnum númerum. Í bifreið viðkomandi fundust hins vegar nokkrir pokar með meintum fíkniefnum og viðurkenndi farþegi í henni að eiga efnin. Annar ökumaður sem staðinn var að hraðakstri á Grindavíkurvegi reyndist vera próflaus. Þá voru fáeinir til viðbótar staðnir að fíkniefna- og ölvunarakstri. Loks óku nokkrir bifreiðumbifreiðum sem voru ótryggðar eða óskoðaðar og voru skráningarnúmer fjarlægð af þeim.
GÆ ÐA
www.erasmusplus.is
Þremur vísað úr flugi vegna Bifreið með fimm ölvunar Lögreglan á Suðurnesjum hefur ungmennum valt ■á ■undanförnum dögum þurft að ■■Mikil mildi þykir að ekki fór verr en raun varð á þegar bifreið með fimm ungmennum valt á Vatnsleysustrandarvegi í síðustu viku. Þegar lögreglan á Suðurnesjum kom á vettvang voru ökumaður og farþegar komnir út úr bifreiðinni og töldu sig hafa sloppið án meiðsla. Öll kváðust ungmennin hafa verið í bílbelti. Engu að síður var ákveðið að flytja þau á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til nánari skoðunar. Dráttarbifreið var fengin til að fjarlægja bifreiðina. Tildrög óhappsins eru talin vera af völdum hálku.
hafa afskipti af þremur einstaklingum sem vísað var úr flugi vegna ölvunar. Tveir karlmenn sem áttu bókað flug til Gdansk fengu ekki að fara með vélinni af þessum sökum samkvæmt ákvörðun flugstjóra.
Þeir gistu að eigin ósk á lögreglustöðinni í Keflavík. Sá þriðji lét ófriðlega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem honum hafði verið synjað um að fara um borð í flugvél vegna ölvunar og var hann ósáttur. Hann sættist á að fá flugmiða sínum breytt og láta renna af sér.
NÝR RAV4
ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 78401 02/16
DRÁTTARKLÁR Í VORVERKIN
Brenderup 1205S
DRÁTTARKLÁR RAV4 MEÐ BEISLI OG KERRU Aukahlutapakki að verðmæti 344.000 kr. í takmarkaðan tíma.*
Dráttarbeisli
Verð frá 4.990.000 kr. RAV4 GX Dísil 2WD býðst í takmarkaðan tíma með dragfínum aukahlutapakka, Brenderup kerru og dráttarbeisli, hjá viðurkenndum söluaðila Toyota Reykjanesbæ. Hann er dísilknúinn og dráttarklár, með yfir 1.600 kg dráttargetu; sparneytinn, sprækur í akstri og gælir við augað með nýrri hönnun að utan sem innan.
VILDARPUNKTAR MEÐ ÖLLUM NÝJUM TOYOTUM
Kynntu þér Toyota FLEX - nýja leið til að eignast Toyota bifreið
5 ÁRA ÁBYRGÐ
Lág
innborgun
Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600
*Gildir ekki með öðrum tilboðum. Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega það verð og þann búnað sem tilgreindur er. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur. Nánari upplýsingar hjá söluráðgjöfum.
Tryggt
framtíðarvirði
Fastar
mánaðargreiðslur
markhönnun ehf
Verðsprengja
-50%
SS KINDABÓGUR
699 ÁÐUR 1.398 KR/KG
-25% -30%
FERSK NAUTA PIPARSTEIK
GOÐI PÍTUBUFF M. BRAUÐI - 6 X 60 G
3.158
1.199
ÁÐUR 4.511 KR/KG
ÁÐUR 1.598 KR/PK
Verðsprengja NAGGAL GORDON BLEU - 350 G
690 ÁÐUR 798 KR/PK
-47%
-32%
GOÐI GRÍSAPOTTRÉTTUR Í SVEPPASÓSU
1.584 ÁÐUR 2.329 KR/KG
Verðsprengja KS KINDAHAKK
794 ÁÐUR 1.498 KR/KG
-40%
KS KINDAFILLE
2.399 ÁÐUR 3.998 KR/KG
GRANDIOSA PIZZUR
KS LAMBAFILLE - FERSKT
598
3.148
ÁÐUR 789 KR/PK
ÁÐUR 3.498 KR/KG
Tilboðin gilda 18. – 21. feb 2016 Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
-41%
DANPO KJÚKLINALUNDIR - 700 G
997 ÁÐUR 1.689 KR/PK
-40%
-26%
-30%
ÍSFUGL HVÍTLAUKS KJÚKLINGAVÆNGIR
479
-23%
ÍSFUGL FERSK KALKÚNABRINGA
2.794
ÁÐUR 798 KR/KG
ÁÐUR 3.629 KR/KG
EMERGE ORKUDRYKKUR BERRY - 250 ML
CADBURY SÚKKULAÐI M. DAIM - 120 G
95
298
ÁÐUR 129 KR/STK
ÁÐUR 329 KR/STK
LÁGKOLVETNA BRAUÐ
NUTELLA SÚKKULAÐISMJÖR - 350 G
489 ÁÐUR 698 KR/STK
-20%
399 ÁÐUR 499 KR/PK
-50%
APPELSÍNUR
125 ÁÐUR 249 KR/KG
-20%
DJÖFLATERTA M. KÓKOS
1.198 ÁÐUR 1.498 KR/STK
GREAT TASTE JARÐARBER - 1 KG
399
www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss
GREAT TASTE BLÁBER - 225 G
199 ÁÐUR 299 KR/PK
6
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 18. febrúar 2016
RITSTJÓRNARPISTILL Páll Ketilsson
UPP MEÐ HÖKUNA OG SJÁLFSTRAUSTIÐ Það var ánægjulegt að heyra um niðurstöður skýrslu Landfræðistofnunar Norðurlandanna að Suðurnesin séu í topp 20 af 74 svæðum, þegar lagt er mat á framtíðarmöguleika í atvinnumálum, íbúaþróun og efnahag. Suðurnesin eru í 18. sæti en Stór-Reykjavíkursvæðið er í 10. sæti en stóru borgarsvæðin eru talin búa yfir mestum krafti og hafa líka mest aðdráttarafl. Suðurnesin eru eina svæðið á Íslandi þar sem staðan hefur batnað miðað við úttektir síðustu ára. „En ef maður skoðar Suðurnesjasvæðið út frá bæði nálægð við höfuðborgarsvæðið og íbúaþróun og íbúafjölda, þá er þetta svæði sem er mjög líklegt til þess að vaxa ásmegin líka bara í tengslum við ýmsa aðra hagþróun,“ sagði Anna Karlsdóttir, sérfræðingur hjá Landfræðistofnun Norðurlandanna, í viðtali við RÚV um niðurstöður skýrslunnar. Við höfum svo sem ekkert verið að draga úr þessum jákvæða viðsnúningi hér í Víkurfréttum og fjallað mikið um hann að undanförnu. Skúli Mogensen, eigandi Wow flugfélagsins sagði Suðurnesin vera „sætustu stelpuna á ballinu“ og bætti við að svæðið ætti mesta möguleika allra á að vaxa á næstunni. Skóf ekkert utan af því. Skúli er sprettharður mjög og með sjálfstraustið í lagi. Nú er lag að Suðurnesjamenn setji hökuna upp og sjálfstraustið með. Það er þó ekki langt síðan að í þessum dálki var verið að skrifa um erfiða stöðu svæðisins og að aðgerða væri þörf. Þessi viðsnúningur hefur orðið á síðustu tveimur til þremur árum af nokkrum þunga en vissulega mátti greina örlítinn bata ár eða tvö á undan. Fyrstu þrjú árin eftir bankahrun voru mjög erfið á Suðurnesjum. Þá var verið að berjast fyrir því að styrkja atvinnuþáttinn með ýmsum aðgerðum, til dæmis að fá fyrirtæki og aðila til atvinnurekstrar á Ásbrú, samanber gagnaver og mörg fleiri dæmi eins og í líftækniiðnaði. Það hefur svo sannarlega gengið og því var laumað að okkur að meira væri framundan. Verne Global gagnaverið á Ásbrú var með næst stærstu fjárfestinguna í tæknigeiranum á Norðurlöndum á síðasta ári. Uppbygging Ásbrúar, gamla hervallarins, hefur gengið ótrúlega vel. En það var líka barist í Helguvík en þar er eitt kísilver að hefja starfsemi eftir nokkra mánuði og annað í startholunum auk ýmislegs annars. Stærsta sprengjan er í flugsækinni starfsemi eins og flestir vita. Við erum að tala um þúsundir nýrra starfa. Á sama tíma og fyrrverandi meirihluti Reykjanesbæjar hefur fengið skammir fyrir skuldasöfnun sem hann á vissulega „skuldlaust“ er að skila sér vinna sem hann var að hamast í. Það er því óhætt að segja að staðan sé skrýtin því mesta vinna hjá núverandi meirihluta Reykjanesbæjar hefur farið í viðræður um skuldalækkun sem nú sér loks fyrir endann á. Á sama tíma er allt í blússandi uppsveiflu í bæjarfélaginu. Það sjá kröfuhafar og hafa því ekki verið neitt voðalega uppglenntir að lækka skuldirnar, vilja bara lengja í þeim. Þessi gullni meðalvegur getur því oft verið erfiður þegar horft er til uppbyggingar samfélagsins okkar. Í lok þessa pistils er vert að minnast á baráttu nokkurra þingmanna undir forystu Oddnýjar Harðardóttur sem vill láta kanna kosti þess að flytja innanlandsflug til Keflavíkurflugvallar. Að lagt verði mat á rekstrargrundvöll og möguleg sóknarfæri Keflavíkurflugvallar með tilliti til þróunarmöguleika flugvallarins og áhrifa á íbúa, ferðaþjónustu og atvinnulíf á Suðurnesjum. Það hlýtur að vera eðlilegt að sá möguleiki að færa innanlandsflugið til Keflavíkur sé skoðaður af alvöru en tuð og tilfinningar ekki látið ráða ferðinni í þeim efnum.
Frá athöfninni þar sem þeir Najdan Llievski og Nikola Tisma voru verðlaunaðir. VF-mynd: Hilmar Bragi
Fengu viðurkenningu fyrir björgunarafrek á Ósabotnavegi ●●Najdan Llievski og Nikola Tisma verðlaunaðir á 112-daginn Þeir Najdan Llievski og Nikola Tisma voru sæmdir viðurkenningu á 112-daginn, sem haldinn var hátíðlegur í síðustu viku, fyrir björgunarafrek sem þeir unnu við Ósabotnaveg á fyrrihluta síðasta árs. Þar komu þeir Alexöndru Ósk Magnúsdóttur til bjargar eftir að hún festist undir bíl sínum eftir bílveltu. Alexandra var með tvö börn í bílnum þegar slysið varð. „Það var erfitt að liggja föst undir bílnum og heyra börnin hágráta og hrædd. Ég vonaðist eftir því að einhver kæmi og bjargaði þeim en átti sjálf alveg von á því að vera að enda lífið þarna,“ sagði Alexandra Ósk sem missti bíl sinn út af í lausamöl á veginum við Ósabotna, milli Hafnavegar og Stafness í viðtali við Víkurfréttir á síðasta ári. Hún var þakklát þeim Nikola Tisma og Najdan Ilievski sem komu að slysinu og lyftu bílnum af henni og kölluðu til lögreglu og slökkvilið til hjálpar. Þeir Najdan og Nikola voru boðaðir til Rauða kross deildarinnar á Suðurnesjum í síðustu viku þar sem þeim var færð viðurkenning fyrir afrek sinn á síðasta ári en alls voru fimm viðurkenningar veittar á landsvísu. Þeir fengu viðurkenningarskjal, blóm og gjafabréf á skyndihjálpartösku. Í viðtali við Víkurfréttir á síðasta ári sagði Alexandra þegar hún er spurð út í óhappið að hún hafi strax fundið að hún réði ekki við neitt þegar hún missti bílinn útaf. „Ég man eftir fyrstu
Frá slysstaðnum á Ósabotnavegi á síðasta ári. VF-mynd: Hilmar Bragi
veltunni og svo eftir þá næstu flaug ég með hausinn út um bílrúðuna farþegamegin fram í og fann svo þakið detta ofan á hausinn á mér. Vinstri hendin lendi líka undir og þetta tvennt náði ég ekki að hreyfa en gat hreyft fætur og annað. Ég var að reyna að ná til barnanna og heyrði bara háværan grát og vildi því freista þess að róa þau. Það næsta sem ég man var þegar ég heyrði í björgunarmönnunum koma. Það gaf mér von. Svo var mikill léttir þegar þeir lyftu bílnum ofan af mér.“ Hún segist ekki vera alveg viss hvort hún hafi verið í öryggisbelti, hún hafi rætt það við prestinn eftir slysið. Hún hafi t.d. ekki losnað úr sætinu við fyrstu veltuna heldur í þeirri næstu. Hugsanlega hafi beltið gefið sig. „Ég var ekki í símanum þegar ég missti bílinn út af heldur að tala við dóttur mína
og horfði á hana í baksýnisspeglinum. Börnin voru föst í sínum stólum aftur í og þau sluppu alveg ómeidd út þessu sem er ótrúlegt. Við vorum nýbúin að skipta um belti hjá stelpunni. Þau voru auðvitað mjög hrædd en sluppu alveg við meiðsli.“ Serbarnir Najdan og Nikola, sem hafa búið og starfað á Suðurnesjum á annan áratug, sögðu þetta hafa tekið á andlega og þeir hafi verið í miklu uppnámi eftir slysið. Najdan segir að þeir hafi báðir grátið í bíl sínum á leið heim. Það urðu aftur fagnaðarfundir í síðustu viku því þegar þeir tóku við viðurkenningum sínum frá Rauða krossinum hafi Alexandra einnig mætt á svæðið með börnin tvö sem þeir félagar hafi aðstoðað fyrir tæpu ári síðan.
Byggingakranar ljóstra upp um stórframkvæmdir Bláa lónið lætur lítið yfir sér í Illahrauni undir hlíðum Þorbjarnar. Hingað til hafa gufubólstrar frá heitu baðlóninu verið það eina sem vísað hefur á lónið, því mannvirki á svæðinu falla vel að landslaginu. Nú ljóstra hins vegar byggingakranar upp um stórframkvæmdir á svæðinu því eins
og flestir vita stendur yfir bygging á lúxushóteli við Bláa lónið auk þess sem upplifunarsvæði lónsins stækkar. Á myndinni má sjá nokkra byggingakrana rísa úr hrauninu þar sem hótelbyggingin rís. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Apotek Sudurnesja-Nicotinell Fruit-Vikurfrettir5x39 copy.pdf
1
05/02/16
13:46
% 0 2 r u t t á l afsaf öllum pakknin
gum
®
Afslátturinn gildir í febrúar
8
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 18. febrúar 2016
Bergþóra Sigurjónsdóttir, hótelstjóri með blómvönd frá Reykjanesbæ og þeim Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra og Friðjóni Einarssyni, formanni bæjarráðs.
Göngugatan sem margir kannast við er skemmtileg þar sem nú er hægt að tylla sér með veitingar og taka spjall.
Glæsilegt Park Inn by Radisson hótel í Keflavík „Með þessum breytingum förum við úr því að vera flugvallarhótel í glæsilegt ráðstefnuhótel undir nafninu Park Inn by Radisson,“ segir Bergþóra Sigurjónsdóttir, hótelstjóri en nýlega var nafni Icelandair hótelsins í Keflavík breytt eftir að gengið var til samstarfs við Carlson Rezidor hótelkeðjuna en hún er þekkt og ein sú stærsta í heimi. Í upphafi hét hótelið Flughótel og var stofnað af hjónunum Steinþóri Júlíussyni heitnum og Sigrúnu Hauksdóttur konu hans. Síðar undir eignarhaldi Bjarna Pálssonar breyttist það í Icel-
andair hótelið í Keflavík. Bjarni segir að það séu spennandi tímar framundan hjá þeim og þau hlakki til samstarfsins við nýju keðjuna. Í hótelinu nú eru sjö ráðstefnusalir og búið er að endurnýja nær öll herbergi hótelsins auk þess sem byggð hafa verið ný. Herbergin er í þeim stíl sem sjá má á Park Inn hótelum víða um heim þar sem litir fá að njóta sín. Þau Bergþóra og Bjarni eru sammála um að Reykjanesið sé sífellt að verða vinsælla meðal erlendra ferðamanna. Dvöl þeirra sé að lengjast og þeir séu ánægðir með náttúrufegurð og fleira á Ljósmynd: Olgeir Andrésson
Séð inn í eitt af nýjum herbergjum Park Inn hótelsins í Keflavík.
svæðinu. Einnig séu Íslendingar duglegir að nota þjónustu hótelsins enda í fimm mínútna fjarlægð frá flugstöðinni og býður auk þess upp á að geyma bíla gesta á meðan þeir dvelja í útlöndum. Meðal breytinga á hótelinu er mikil stækkun á afgreiðslu og þá hefur göngugatan fengið nýtt hlutverk en þar er nú hægt að setjast niður með drykk og veitingar í glæsilegu umhverfi. Lögð verður áhersla á enn meiri þjónustu í mat og drykk á Local veitingastaðnum.
Sjö salir af ýmsum stærðum eru nú í hótelinu.
Lífið
Fíkniefni í mannlausri bifreið
með Lindu Maríu
Vertu þinn eiginn sigurvegari FERÐAMANNASTAÐUR VIKUNNAR Á SUÐURNESJUM:
STAÐARBORG
Staðarborg heitir sérkennilegt mannvirki og afar fallegt á miðri Strandarheiði í sveitarfélaginu Vogar. Mun þetta vera gömul fjárborg sem tilheyrði Kálfatjörn. Enginn veit þó nákvæmlega hvenær borgin var reist og ekki er vitað hvenær bændur áttu mikið fé að þyrfti svona stóra fjáborg, enda er hún óvenju stór; hæð veggja er 2 m, þykkt 1,5 m neðst, þvermál að innan 8 m og ummál að utan 35 m. Þjóðsagan segir að maður að nafni Guðmundur, mikill hagleiksmaður, hafi hlaðið borgina. Hann vandaði valið á steinum sem pössuðu vel saman og hlóð borgina eins og pússluspil. Þegar presturinn á Kálfatjörn kom eitt sinn að athuga hvernig gengi með verkið, sá hann þá, sér til mikillar gremju, að fullhlaðin myndi borgin verða hærri en kirkjuturninn í Kálfatjarnarkirkju og myndi skyggja á hann. Lagði hann blátt bann
við að fullhlaða borgina, en þá reiddist Guðmundur, hætti við verkefnið og hvarf á braut. Sagt er að presturinn og sálmaskáldið Sr. Stefán Thorarensen á Kálfatjörn hafi boðið heimilisfólki og öðrum sóknarbörnum sínum í töðugjöld í Staðarborg. Var þar drukkið heitt súkkulaði. Auðvelt er að ganga að Staðarborg, hvort heldur er frá gamla þjóðveginum um Vatnsleysuströnd eða frá Reykjanesbraut. Gömul þjóðleið, Þórustaðastígur, liggur framhjá borginni áleiðis upp að Krýsuvík. Skilti er við gamla þjóðveginn og vegvísar þar sem best er að hefja gönguna. Hvort sem valið er, tekur gangan ca. 20 – 30 mínútur. Staðarborg hefur verið friðlýst sem fornminjar frá 1951. Samantekt: Helga Ingimundardóttir.
Nú þegar febrúarmánuður er hálfnaður er gott að taka stöðuna á hlutunum. Ég lít út um gluggann og jú, enn er vetur konungur í öllu sínu veldi, enn fellur snjórinn og enn á ný þykknar klakinn. Í byrjun árs voru flestir í að strengja sér áramótaheit, ætli þau séu enn við lýði? Ég ákvað á nýju ári að taka líf mitt í gegn, ég ætlaði að sinna bæði sál og líkama og taka ákvarðanir sem væru mér fyrir bestu, hætta að gera það sem er öðrum fyrir bestu. Ég mæti enn samviskusamlega í ræktina, ögra mér þar til ég er komin að þolmörkum og er enn að slást við sykurpúkann. Á hverjum einasta degi er ég að upplifa freistingar, rétt eins og allir aðrir, heimurinn er stútfullur af freistingum. Það er eðlilegt að efast, alls ekki óeðlilegt að rífa sig stundum niður og reyna að fullvissa sjálfan sig um að maður geti ekki náð markmiðum sínum. Það er manninum eðlislægt að efast, við erum jú tilfinningaverur. Ég er enn í háskólanámi ásamt minni vinnu, sé um sama heimili og á enn sömu fjölskyldu. Ég hef á nýju ári reynt að yfirfæra sömu vinnusemi á sjálfa mig eins og ég hef tamið mér með aðra hluti. Ekki dytti mér til hugar að gefast upp á fjölskyldunni minni þó stundum séu dagarnir erfiðir. Ekki færi ég að hætta að sinna skól-
anum þó ég sé suma daga alveg að drukkna og ekki hætti ég að mæta í vinnuna mína þó ég sé illa fyrir kölluð eða þreytt. Nei af hverju ætti ég þá að gefast upp á sjálfri mér ? Mesti lærdómur minn af þessu nýja ári sem komið er stutt af stað er sá að ég sé í fyrsta sinn að ég get alveg uppfyllt drauma mína. Það er eins með mig og aðra, við verðum bara að ögra okkur og hafa trú á okkur sjálfum. Við þurfum að losa okkur við sykurpúkann og innri neikvæðni sem bæði reyna að tækla okkur á hverjum degi. Við verðum að stíga út fyrir þægindaramann, það getur verið erfitt en það er svo gott þegar það er afstaðið! Ég segi svo oft við börnin mín að þau séu sinnar eigin gæfu smiðir og ég innræti í þau allt það besta sem ég mögulega get. Ef þau koma buguð eða niðurlút heim þá gef ég þeim klapp á bakið og veiti þeim styrkinn sem þau þurfa. Af hverju ætti það sama ekki að gilda um okkur sjálf? Veitum okkur sjálfum þennan styrk og látum ekki deigan síga. Við sjálf getum líka verið sigurvegarar, við verðum bara að trúa því. Ást og friður, Linda María.
■■Lögreglan á Suðurnesjum fann í sl. viku fíkniefni í mannlausri bifreið, sem skilin hafði verið eftir á Garðvegi. L ögreglumenn voru við hefðbundið eftirlit þegar þeir komu auga á bifreiðina sem var utan vegar á gatnamótum Garðvegar og Útgarðsvegar. Þegar lýst var inn í bifreiðina sáust í opnu hanskahólfi þrír pokar með meintum kannabisefnum. Lögregla hóf leit að ökumanni hennar og fann í skemmu sem hann hafði til afnota tvo poka með kannabisefnum. Ökumaðurinn heimilaði leit í bifreiðinni og játaði akstur undir áhrifum fíkniefna og eign sína á kannabispokunum. Í bifreið annars ökumanns sem handtekinn var vegna fíkniefnaaksturs fundust fíkniefni í sólskyggni. Hinn þriðji ók án ökuskírteinis á ótryggðri bifreið og sá fjórði neitaði að láta í té sýni á lögreglustöð. Hann var því sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Meðal framsæknustu skóla landsins ■■Grunnskóli Grindavíkur er meðal framsæknustu skóla landins í upplýsingatæknimálum. Áætlun um tölvumál í Grunnskóla Grindavíkur til 2019 var lögð fram til kynningar í bæjarráði Grindavíkur í síðustu viku. Þar kemur fram að Tónlistarkóli Grindavíkur er einnig leiðandi við notkun spjaldtölva og speglaðrar kennslu í tónlist.
Mitsubishi L200 er hann kominn með nýtt útlit, aukið rými og meiri snerpu. Þú finnur varla sterkbyggðari og áreiðanlegri bíl. Svo er hann svo notadrjúgur að erfið verkefni munu bara gleðja hann. Komdu og náðu þér í nýjan L200 áður en hann flýgur frá þér. Mitsubishi L200 Intense 6 gíra beinskiptur, fjórhjóladrifinn frá:
6.890.000 kr.
„Hér er því kominn bíll sem mjög auðvelt er að mæla með og sannast sagna átti reynsluökumaður alls ekki von á svo góðum bíl er hann var sóttur.“ Finnur Thorlacius, Fréttablaðinu
FYRIR HUGSANDI FÓLK HEKLA · Njarðarbraut 13 · Reykjanesbæ · Sími 590 5090 · heklarnb.is
10
VÍKURFRÉTTIR
FLOKKSTJÓRAR ÓSKAST Höfum opnað fyrir umsóknir um störf flokkstjóra í vinnuskóla fyrir sumarið 2016. Áhugasömum er bent á að skoða auglýst störf inni á www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/lausstorf. Önnur störf í vinnuskóla verða auglýst síðar.
NÁMSKEIÐ Í GRETTIS SÖGU Þriðjudaginn 23. febrúar frá klukkan 19.30-21.30 hefst námskeið í Grettis sögu í Bókasafni Reykjanesbæjar. Þorvaldur Sigurðsson stýrir námskeiðinu sem verður í 5 skipti, alltaf á sama tíma. Verð: 5000 kr, kaffi og meðlæti innifalið. Skráning í afgreiðslu safnsins eða í gegnum netfangið bokasafn@reykjanesbaer.is
GRÓFIN 9-11
TIL LEIGU Reykjanesbær auglýsir til tímabundinnar leigu lóðina Grófin 9-11 (fyrrum hænsnabú við Vesturbraut). Leigutími 3-5 ár. Lóðin verður afhent og skilað í því ástandi sem hún er í nú. Snyrtileg og mengunarlaus starfssemi skilyrði. Reykjanesbær áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Fyrirspurnir berist til gudlaugur.h.sigurjonsson@reykjanesbaer.is. Áhugasamir skili inn tilboði með leiguverði og þeirri starfssemi sem er fyrirhuguð til Sviðsstjóra Umhverfissviðs fyrir föstudaginn 26. febrúar.
HLJÓMAHÖLL VIÐBURÐIR FRAMUNDAN
Mið-Ísland - 25. febrúar. Örfáir miðar eftir! Söngvaskáld Suðurnesja - 3. mars og 7. apríl Karlakórinn Heimir – 11. mars Jón Jónsson ásamt hljómsveit – 15. apríl Miðasala og allar nánari upplýsingar á hljomaholl.is.
NESVELLIR Léttur föstudagur 19 febrúar kl 14:00. Stuttar frásagnir og tónlist - Baldvin og Dói. Hreyfing á Nesvöllum. Leikfimi mánudaga og fimmtudaga kl. 10:00. Dans þriðjudaga kl. 10:00. Allir hjartanlega velkomnir.
LJÓSANÆTURFUNDUR
fimmtudagur 18. febrúar 2016
Opnaði heimilið fyrir ferðamönnum ●●Rekur gistiheimili í gömlu fjósi ●●Á lista Trip Advisor yfir þau gistiheimili á Íslandi sem fá besta umsögn gesta
Hulda Sveinsdóttir hefur rekið gistiheimilið Raven´s Bed and Breakfast við höfnina í Njarðvík frá árinu 2013. Fyrst í stað var gistiheimilið aðeins opið yfir sumartímann en nú er í fyrsta sinn opið yfir veturinn. Gistiheimilið er í fjósi sem talið er að hafi verið byggt snemma á 20. öld og tilheyrði bænum Höskuldarkoti. Sjálf býr Hulda á gistiheimilinu og deilir því eldhúsi, baði og stofu með ferðamönnum. Hún segir þurfa nokkra þolinmæði til að búa við þær aðstæður en að sama skapi sé það mjög líflegt. „Um 99,9 prósent gestanna eru alveg yndislegt fólk. Um daginn voru á sama tíma hjá mér gestir frá Bandaríkjunum, Ítalíu, Rússlandi, Póllandi og Írlandi. Það er virkilega gefandi að opna heimili sitt á þennan hátt og manni leiðist aldrei,“ segir hún. Yfir sumartímann býður Hulda upp á morgunverð og bakar brauð og kökur daglega og lagar te úr birki, myntu og hvönn sem hún tínir í kringum fjósið. „Ég er svo mikið heimavið og nýti daginn vel og undirbý til að gera dvölina sem þægilegasta fyrir gestina.“ Í vetur er verðið fyrir gistingu lægra og þá er morgunverðurinn ekki innifalinn en gestir geta sjálfir fengið sé te, kaffi og morgunkorn sér að kostnaðarlausu. Rekstur gistiheimilis er meir en fullt starf og segist Hulda að meðaltali hafa fengið fjögurra tíma svefn á nóttu í fyrrasumar enda séu sumrin ein allsherjar vertíð hjá fólki í ferðamennsku.
Fjós með sögu
Síðast var fjós í húsinu árið 1952 en síðan þá hefur ýmis starfsemi verið rekin þar, svo sem trésmíðaverkstæði og stálsmiðja. Á gistiheimilinu eru ýmsir munir frá gömlum tíma sem fundust þegar verið var að gera fjósið upp. Það má því segja að gistiheimilið minni svolítið á safn. „Fólkið í Höskuldarkoti var bæði í landbúnaði og sótti sjóinn. Hér fannst til dæmis tól til að draga báta upp á land, gamall sjóhattur og fleira. Sumt er hér á gistiheimilinu en annað hefur verið gefið á Byggðasafnið.“ Hvert herbergi gistiheimilisins hefur sitt þema. Til dæmis er eitt músikherbergi og segir Hulda það vinsælasta herberið. Þar inni eru mörg hljóðfæri sem flest eru í eigu Sögu Roman, dóttur Huldu. „Svo er líka gamall rokkur þar því maður rokkar í músíkherbergjum,“ segir Hulda og hlær. Annað herbergi heitir Fjósið og eru þar ýmsir munir sem minna
á kýr. Eitt herbergjanna er nefnt eftir dóttur Huldu enda var það hennar afdrep áður en heimilinu var breytt í heimagistingu. Ferðamennirnir eru margir hverjir forvitnir um þá muni sem gistiheimilið prýða og margir taka myndir af því sem þar fyrir augu ber. Köttur Huldu, hún Gónlaug, er mannblendin og kann því vel við að búa innan um ferðamennina.
Meðmæli á Trip Advisor
Raven´s Bed and Breakfast er í 9. sæti þeirra gistiheimila á Íslandi sem hafa fengið hvað besta umsögn gesta á ferðavefnum Trip Advisor. Hulda segir það skipta miklu máli fyrir aðsóknina að eiga sæti á þeim lista. „Fólk fer gjarnan inn á Trip Advisor til að skoða svo það viti við hverju megi búast. Umsagnirnar eru líka góð leið
til að halda manni á tánum og reyna alltaf að gera sitt besta.“ Aðsókn að heimagistingunni hennar hefur aukist samhliða þeim aukna fjölda ferðamanna sem sækja Ísland heim. Hulda segir það eiginlega með ólíkindum hve margir komi að skoða íslenska náttúru í janúar og febrúar. Í flestum tilvikum gista ferðamenn á Raven´s Bed and Breakfast fyrstu nóttina sína á Íslandi og þá síðustu. Aðrir dvelja lengur og nota heimagistingu sem áningu eftir dagsferðir og líka þegar verið er að skoða allt það sem Reykjanesið hefur upp á að bjóða. Hulda segir alltaf gaman að hitta ferðamennina aftur rétt fyrir brottför. „Þá fæ ég að heyra ferðasöguna og fólk er búið að fá sér íslenska pylsu eða flottan fisk og jafnvel skoða einhverja af þeim stöðum sem ég hef mælt með.“
Ertu með hugmynd að viðburði, tónleikum, afþreyingu eða einhverju öðru skemmtilegu á Ljósanótt eða langar bara að taka þátt í umræðum? Menningarráð Reykjanesbæjar heldur fund um Ljósanótt og framkvæmd hennar árið 2016 í Bíósal Duus Safnhúsa þriðjudaginn 23. febrúar kl. 19.30 og býður alla bæjarbúa velkomna til skrafs og ráðagerða.
FRÆÐSLUFUNDUR Í DUUS Byggðasafn Reykjanesbæjar og Sögufélag Suðurnesja halda fræðslufund í Duus Safnahúsum 18. febrúar kl. 17:30. Básendaflóðið, kaupmannsfjölskyldan og afdrif þeirra. Erindið flytur Magnús Ó. Ingvarsson. Allir velkomnir, ókeypis aðgangur.
Vinsælt er hjá ferðamönnum að láta ferðaþreytuna líða úr sér í heita pottinum.
Í antíkherberginu eru ýmsir gamlir munir og myndir.
VEGNA AUKINNA VERKEFNA VILJUM VIÐ FÁ ÞIG TIL LIÐS VIÐ OKKUR TÆKNIMAÐUR
ÖRYGGISVÖRÐUR - AFLEYSING Í GÆSLUDEILD Á REYKJANESI
Hjá tæknisviði Securitas býðst þér öflugt og gott þjálfunarferli og tækifæri til að sinna fjölbreyttum tæknistörfum og eftirlitsþjónustu við ýmiskonar öryggiskerfi.
Gæsludeild Securitas á Reykjanesi sinnir fjölbreyttum verkefnum, m.a. staðbundinni gæslu, verðmætaflutningum, farandgæslu, útkallsþjónustu og sérverkefnum. Við erum á vaktinni allan sólarhringinn og við leitum að aðila sem getur og vill unnið dag og nótt. Um er að ræða sumarafleysingar og mikil vinna i boði.
Hæfniskröfur: · Nám í rafvirkjun eða rafeindavirkjun eða önnur marktæk þekking/reynsla · Góð tölvukunnátta Um er að ræða 100% starfshlutfall,
ÖRYGGISVÖRÐUR - HLUTASTARF
Um er að ræða 50% starf, vinnutími frá kl. 9:00 - 13:00 alla virka daga.
STARFSMAÐUR Í ÞJÓNUSTU VIÐ FATLAÐA OG HREYFIHAMLAÐA (PRM) Í FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Helstu verkefni: Að aðstoða fólk sem oftast er í hjólastól, við að komast um borð í flugfar eða frá flugfari og í gegnum innritun, vopnaleit, vegabréfaskoðun, töskusal og tollskoðun. Þjónustuna þarf að veita á stuttum tíma og byggingin er stór svo að starfinu fylgir talsvert andlegt og líkamlegt álag. Vinnan þykir hinsvegar skemmtileg og gefandi. Hæfniskröfur · Vera agaður, vandvirkur, tillitssamur, áreiðanlegur · Góður í mannlegum samskiptum og í góðu, líkamlegu ástandi. · Búa yfir skipulagshæfni og geta starfað sjálfstætt. · Geta komið upplýsingum skýrt á framfæri, munnlega og skriflega, á íslensku og/eða ensku.
Sameiginlegar hæfniskröfur allra starfa hjá Securitas: Umsækjendur skulu hafa hreint sakarvottorð, þurfa að geta framvísað málaskrá lögreglu og sækja undirbúningsnámskeið. Að standast bakgrunnsskoðun í FLE er forsenda ráðningar. · Hreint sakavottorð · Rík þjónustulund · Hæfni í mannlegum samskiptum · Stundvísi og snyrtimennska · Sjálfstæð vinnubrögð og metnaður að gera vel · 20 ára aldurstakmark en 18 ár í PRM þjónustu · Tölvu- og enskukunnátta kostur · Bílpróf nauðsynlegt fyrir öryggisverði og tæknimenn Möguleiki á fastráðningu að loknum reynslutíma
Vaktavinna. Leitum bæði að fólki í föst störf og sumarafleysingar. 70-100% starfshlutfall. Viljum einnig ráða fólk sem vill vera á útkallslista og taka álagstoppa og forföll með litlum fyrirvara. Eða vilja vera í föstu, litlu hlutastarfi með öðru starfi. Lágmarksaldur umsækjenda er 18 ár. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Securitas Reykjanesi, Hafnargötu 60, Reykjanesbæ, sími 5807200, netfang reykjanes@securitas.is. Umsóknir berist fyrir 1. mars 2016. Securitas hf. er stærsta fyrirtæki landsins á öryggismarkaði, með um 450 starfsmenn. Hjá Securitas starfar metnaðarfullt starfsfólk sem leggur áherslu á að veita frábæra þjónustu. Securitas rekur útibú og starfsstöðvar víða um land en höfuðstöðvarnar eru í Skeifunni 8 í Reykjavík. Öll störf henta jafnt körlum sem konum.
SECURITAS REYKJANESI
HAFNARGÖTU 60, 230 REYKJANESBÆ, S. 580 7000
12
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 18. febrúar 2016
Fiskmarkaðir skipta miklu í hraðri þróun fiskvinnslu ●●Sérhæfing í fiskvinnslu fiskmörkuðum að þakka ●●Fiskmarkaður Suðurnesja elsti fiskmarkaður landsins ●●Uppboðsklukkan mikil bylting
Fiskmarkaður Suðurnesja [FMS] er elsti fiskmarkaður landsins og fagnar 30 ára afmæli á næsta ári. FMS er með starfsstöðvar í Grindavík, Hafnarfirði, Höfn, Ísafirði og Sandgerði en þar eru einnig aðalskrifstofur fyrirtækisins. Á starfsstöðvum fyrirtækisins á Suðurnesjum eru tólf starfsmenn og tveir á aðalskrifstofunni. Uppruni Fiskmarkaðs Suðurnesja er í atvinnumálanefnd Keflavíkur. Þar komu að máli menn eins og Logi Þormóðsson, Grétar Mar Jónsson, Þorsteinn Erlingsson og fleiri. Síðan komu að þessu nær allir útgerðarmenn á Suðurnesjum þannig að Fiskmarkaður Suðurnesja er stofnaður af mjög miklum fjölda hluthafa og að honum koma margir litlir hluthafar. Farið var af stað með Fiskmarkað Suðurnesja 1987 en hugmyndin hér suður með sjó var að fara allt aðra leið en hafði verið farin í Reykjavík og Hafnarfirði, þ.e. að vera með fjarskiptauppboð, þannig að fiskurinn væri seldur á sjó í gegnum fjarskipti og að kaupendur þyrftu svo bara að mæta á hafnirnar til að taka á móti þeim fiski sem þeim keyptu. „Þetta var byltingarkennd hugmynd sem ekki hafði verið reynd áður og þekktist ekki einu sinni í Evrópu, þar sem menn voru bara vanir uppboði inni á gólfi,“ segir Ragnar Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdarstjóri FMS, í samtali við Víkurfréttir.
Þessir menn riðu á vaðið og síðan voru ráðnir fyrstu starfsmennirnir til Fiskmarkaðs Suðurnesja. Brynjar Vilmundarson var fyrsti uppboðshaldarinn og starfsemin byrjaði í litlu húsnæði í Njarðvík. Fljótlega var Ólafur Þór Jóhannesson ráðinn sem framkvæmdastjóri en Logi Þormóðsson var stjórnarformaður. Ragnar segir að aðalatriðið til að láta þetta allt verða að veruleika væri að vera með bankaábyrgðir. Í upphafi gekk illa að fá bankana til að gangast undir þá hugmynd. Það gekk þó að lokum og flestar bankaábyrgðir á Suðurnesjum voru hjá Sparisjóðnum í Keflavík. Svo breiddist þetta út í alla bankana því allir voru komnir með ábyrgðir á öllum mörkuðum því kaupendur þurftu að hafa ábyrgð til að geta keypt, sem var trygging útgerðarmanna sem seljendur fisksins.
Fiskmarkaður Suðurnesja opnaði tækifæri
Með tilkomu Fiskmarkaðs Suðurnesja opnuðust mikil tækifæri m.a. tengd flugi. Menn sáu tækifæri í því að selja ýsu ferska með flugi og fá hærra verð. Þá opnaði fiskmarkaðurinn einnig markaði fyrir allar aukategundirnar sem komu með þorskinum. Fyrsta uppboðið hjá Fiskmarkaði Suðurnesja var 15. september 1987 og menn sáu það fljótlega að til að þjónusta allan þennan flota sem var að eiga
Ragnar Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdarstjóri FMS. VF-mynd: Hilmar Bragi
viðskipti við markaðinn þyrfti að vera með lyftara og húsnæði á hverjum stað. Farið var í þá uppbyggingu, fyrst í Sandgerði, svo í Grindavík. Aðstaða FMS var færð úr Njarðvík yfir í Keflavík um tíma en svo aftur til Njarðvíkur. Ragnar segir frumkvöðlana hjá Fiskmarkaði Suðurnesja hafa verið hugaða. Þegar ráðist var í gerð tölvukerfis var verkfræðistofa í Reykjavík fengin til að búa til kerfi sem hét Tengill. „Logi og Ólafur voru forsjálir og réðu drenginn frá verkfræðistofunni, Ingvar Guðjónsson, í vinnu sem framkvæmdastjóra Reiknistofu fiskmarkaða og festu hann hér suðurfrá. Ingvar er klár tölvumaður og þróaði Tengil með starfsmönnum Fiskmarkaðs Suðurnesja. Á þessum tíma voru þetta orðnar tvær blokkir, Reiknistofa fiskmarkaða annars vegar og svo Tölvukerfi Íslandsmarkaðar sem sá um sína markaði víða um land. Árið 2000 var þetta orðið dýrt kerfi fyrir kaupendur varðandi ábyrgðir á fleiri en einum stað. Þá var tölvukerfi Íslandsmarkaðar ekki nógu sterkt og úr varð að reiknistofurnar voru sameinaðar undir því sem í dag heitir Reiknistofa fiskmarkaða og heldur utan um öll uppboð fiskmarkaða á Íslandi. Þegar Fiskmarkaður Suðurnesja varð til þá var mikill netabátafloti á Suðurnesjum og einnig mikið um minni línubáta. Menn voru helst að eltast
við þorsk fyrir saltfiskverkanir. Menn voru farnir að sýna ýsunni meiri áhuga vegna þess að henni var flogið ferskri á markaði erlendis. Allar aukategundirnar voru hins vegar að flækjast fyrir mönnum en með markaðnum gafst mönnum tækifæri á aukinni sérhæfingu í ákveðnum tegundum, eins og ufsa eða keilu. Ragnar segir að á fyrstu árum fiskmarkaðanna hafi orðið til fleiri möguleikar fyrir fiskverkanir. Margar verkanir bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum hafi verið í viðskiptum við fiskmarkaðinn frá upphafi og aldrei staðið í útgerð. Þróun í fiskvinnslu hafi verið hröð á Íslandi og fiskmarkaðir hjálpað mikið til á þeim vettvangi.
Fiskverkanir spruttu upp
„Fiskmarkaðarnir hafa aukið verulega verðmæti fyrir útgerðirnar í aukategundum og gert það að verkum að allar þær verkanir sem spruttu upp sem ekki áttu báta og kvóta, gátu sérhæft sig. Með tilkomu fiskmarkaða varð til fjöldi fiskverkana sem sérhæfðu sig í ákveðnum tegundum. Þá opnaði þetta nýjan heim fyrir þá sem reka fiskbúðir sem gátu keypt hráefni á mörkuðum í stað þess að mæta fyrir allar aldir á bryggjurnar. Með fiskmörkuðum höfðu fleiri aðgang að hráefni og verð hækkaði til útgerðarmanna.“ segir Ragnar.
Á fyrstu árum fiskmarkaða mættu menn á ákveðna sölustaði með númeruð spjöld. Starfsmenn fiskmarkaðanna þuldu þá upp miklar tölur og oft í langan tíma. Talið var upp þar til einn maður var eftir og þá fékk hann þann fisk sem boðinn var hverju sinni. Svona var þetta til ársins 2004. Þá fóru menn að kynna sér nýjustu tækni og uppboðsklukku sem yrði aðgengileg á netinu, þannig að menn gætu setið við tölvuna í stað þess að mæta á markaðinn sjálfan. Kerfið sem notað er kemur frá Belgíu. Kaupendur tengjast því á netinu og það virkar fullkomlega, því símkerfið á Íslandi er sagt vera einstakt. Kerfið var tekið í notkun á kvennafrídaginn 2004 og hefur að sögn Ragnars varla klikkað síðan. Með nýja kerfinu þurftu kaupendur ekki lengur að koma á markaðinn, heldur gátu þeir setið á sinni skrifstofu og keypt þann fisk sem þeir þurftu. Ragnar segir að það sé mjög gott en það sé hins vegar eftirsjá í því að hitta ekki kaupendur lengur og hafa bara samskipti við þá um síma eða tölvupóst. Kosturinn fyrir kaupendur er hins vegar sá að það skiptir ekki máli hvar þeir eru staddir í heiminum, ef þeir eru nettengdir þá geta þeir keypt á markaði ef þeir eru með bankaábyrgð fyrir viðskiptum sínum.
Útflutningur á ferskum fiski um Keflavíkurflugvöll.
fimmtudagur 18. febrúar 2016
13
VÍKURFRÉTTIR
Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri RSF.
Uppboðið einstakt á heimsvísu ●● RSF tengir 12 fiskmarkaði á 26 stöðum ●● í eitt uppboðsnet ●● Örugg viðskipti með bankaábyrgð eða tryggingu
Viðskiptavinir fiskmarkaða eru allt frá minnstu bátum og upp í stærstu togara. Stóru útgerðirnar eru að setja allan þann fisk sem þær ekki nýta sjálfar til vinnslu inn á fiskmarkað. Litlu útgerðirnar selja mjög mikið á Fiskmarkaði Suðurnesja og strandveiðiflotinn meira og minna allur. Ragnar segist vilja sjá stjórnvaldið horfa til þess hvað þeir sjá fiskmarkaði í framtíðinni. Hvar á fiskmarkaðurinn að vera eftir 15 ár en ekki horfa bara á þetta frá degi til dags. Í dag eru þrettán fiskmarkaðir á 28 stöðum á landinu. Þessir markaðir skapa hundruði starfa og afleiðslustörf m.a. í flutningum og þjónustu. „Fiskmarkaðirnir skipta ekki bara máli fyrir stóru staðina hér á Suðurnesjum, heldur líka litlu staðina úti á landsbyggðinni“.
PIPAR\TBWA
•
SÍA
Frá Sandgerðishöfn.
160923
Fiskmarkaðirnir á Íslandi eru að selja frá 92.000 til 108.000 tonn af fiski sem er um 25% af bolfiski sem er í boði hverju sinni. Síðustu þrjú fiskveiðiár hefur úthlutun á þorski verið að aukast en framboðið á þorski hefur hins vegar minnkað um 1% á ári á fiskmörkuðum. Ragnar segir skýringuna á því bæði vera ákveðna samþöppun í kerfinu en það sem hafi mest áhrif séu stjórnvaldsaðgerðir í svokölluðum byggðakvótum sem ekki mega fara í gegnum fiskmarkað. Þegar 100 tonna byggðakvóta er úthlutað þá verða menn að veiða hann og selja á föstu verði inn í verkun og leggja jafnframt 100 tonn á móti. „Við segjum að þá fari 200 tonn út af fiskmarkaðnum,“ segir Ragnar.
•
Minna framboð af þorski
Reiknistofa fiskmarkaða hf. [RSF] er hlutafélag í eigu þriggja fiskmarkaða og er reiknistofa og tölvuþjónusta fyrir íslensku fiskmarkaðina. Reiknistofa fiskmarkaða tengir 12 fiskmarkaði á 26 stöðum í eitt uppboðsnet og heldur fiskuppboð þar sem tvö til þrjúhundruð kaupendur kaupa fisk í fjarskiptum. Reiknistofa fiskmarkaða heldur einnig utan um peningaflæðið á milli útgerða, kaupenda, fiskmarkaða, og hins opinbera. Það má því segja að hún sé hjartað í uppboðskerfinu þar sem um fimmti hver bolfiskur sem veiddur er við Ísland er boðinn upp. Suðurnesjamenn eru frumkvöðlar í rekstri fiskmarkaða hér á landi og ákváðu strax í upphafi að fara nýjar leiðir í uppboði á fiski hjá Fiskmarkaði Suðurnesja. Áður þekktist aðeins að bjóða upp fisk inni á gólfi en hugmyndir Fiskmarkaðs Suðurnesja voru að bjóða upp fisk spriklandi ferskan á sjó þar sem sjómenn tilkynntu veiddan afla með fjarskiptum. Það gekk eftir og hugmyndin var þróuð áfram. Þegar uppboðsferlið var tölvuvætt varð Reiknistofa fiskmarkaða hf. til. Að jafnaði er verið að bjóða upp um 400 tonn á dag hjá 26 fiskmörkuðum allt í kringum landið sem fá fiskinn frá allt að 57 löndunarhöfnum. Uppboð fara fram alla virka daga en einnig á laugardögum yfir vetrartímann. Árið 2014 voru seld 103.000 tonn af fiski á mörkuðunum og veltan nam 30,6 milljörðum króna, sem er samanlögð
Úr starfsstöð FMS í Grindavík.
Þetta var byltingarkennd hugmynd sem ekki hafði verið reynd áður og þekktist ekki einu sinni í Evrópu, þar sem menn voru bara vanir uppboði inni á gólfi
sala á fiski og þjónustu auk virðisaukaskatts. Í fyrra voru milljarðarnir orðnir 32 en starfsmenn RSF eru í þremur og hálfu stöðugildi þannig að veltan er næstum 10 milljarðar á mann.
Kaupendur tengdir internetinu
Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri RSF, segir uppboðið vera einstakt á heimsvísu því hvergi annars staðar sé boðinn upp fiskur á sama tíma af landinu öllu. Þá eru seljendur yfirleitt á sjó og jafnvel er fiskurinn óveiddur eða um borð í bátnum þegar hann er seldur. Bátarnir tilkynna aflann til fiskmarkaðanna sem skrá hann inn í sölukerfið sem reiknistofan á. Eyjólfur segir að skráningu á þeim afla sem er til sölu á markaði sé lokið á hádegi og uppboð hefjist kl. 13:00. Þá sitja kaupendur á sinni skrifstofu tengdir internetinu og bjóði í þann fisk sem þeir vilja kaupa og uppboðið gangi hratt fyrir sig. Uppboðið fer þannig fram að klukka fer í gang við hvert uppboð. Hún byrjar hátt og telur niður þannig að sá sem fyrstur ýtir á takkann fær uppboðið. Á sama tíma geta seljendur fylgst með uppboðinu í rauntíma og séð á hvaða verði fiskurinn seldist.
Allir geta keypt gegn ábyrgð eða tryggingu
Uppboðskerfið hefur verið í þróun frá árinu 2003 og gengið vel frá fyrsta degi. Eyjólfur segir engar hömlur vera á uppboðinu og hverjir geti keypt.
Hins vegar verði kaupendur að vera með bankaábyrgð eða hafa lagt tryggingu inn á Reiknistofu fiskmarkaða því ekki er hægt að kaupa út á kredit. Með þessu er sjómanninum eða útgerðarmanninum alltaf tryggð greiðsla fyrir aflann. Uppgjör fyrir uppboð fer fram á föstudegi viku til hálfum mánuði eftir uppboð. Eyjólfur segist halda að nokkur sátt sé um uppboðsferlið hjá flestum og einnig það að með tilkomu fiskmarkaða hafi orðið til meiri verðmæti en áður. Fiskur sem menn hirtu ekki áður er orðinn töluverð verðmæti í dag. Þá hafi gæðamál tekið mikið stökk með tilkomu fiskmarkaða. Eyjólfur segir að stöðug vinna eigi sér stað í að bæta gæði þjónustu, tækninnar og gæði fisksins. Fiskmarkaðir hafi leitt til bættrar meðferðar á afla um borð. Fiskur sem hefur ekki verið ísaður eða kældur rétt falli í verði á uppboðum. Eyjólfur er hokinn af reynslu þegar kemur að starfsemi fiskmarkaða. Hann byrjaði hjá Fiskmarkaði Suðurnesja árið 1988. Fiskmarkaður Suðurnesja stofnaði svo Reiknistofu fiskmarkaða árið 1992 og Eyjólfur fylgdi þangað yfir og hefur verið þar síðan. Frá þeim tíma sem fiskmarkaðirnir urðu til þá er fiskvinnsla orðin að hátækniiðnaði og fiskmarkaðir hjálpa verkendum að útvega nákvæmlega það hráefni sem þarf til vinnslunnar. „Það er allt jákvætt við fiskmarkaði og hagkvæmast fyrir alla að selja sem mest í gegnum markaði,“ segir Eyjólfur.
OLÍS VILL FJÖLGA Í GÓÐUM HÓPI STARFSFÓLKS Við óskum eftir ábyrgðarfullu og kraftmiklu starfsfólki í hlutastörf og sumarafleysingar í almennri afgreiðslu á þjónustustöð Olís, Básnum í Keflavík.
Unnið er á tvískiptum vöktum.
Störfin fela í sér almenna afgreiðslu, áfyllingar vöru, vörumóttöku, þrif, þjónustu við viðskiptavini og annað tilfallandi.
Umsóknarfrestur er til og með 29. febrúar.
Skilyrði er að umsækjendur hafi hreint sakavottorð og séu reyklausir. Nánari upplýsingar veitir Fríða Guðmundsdóttir, frida@olis.is. Sæktu um á olis.is/atvinna.
Áhersla er lögð á ríka þjónustulund, stundvísi, snyrtimennsku og hæfni í mannlegum samskiptum.
Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð.
14
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 18. febrúar 2016
Tadas Augustinaitis fyrir miðju með gylltu múrskeiðina. Á myndinni eru f.v.: Jón Óskar Hauksson frá Húsanesi, Bogi Kristjánsson verslunarstjóri Múrbúðarinnar í Reykjanesbæ, Tadas, Halldór Ragnarsson frá Húsanesi og Gunnlaugur Þór Guðmundsson sölumaður hjá Múrbúðinni. VF-myndir: Hilmar Bragi
Tadas vinnur við múrverk hjá Húsanesi sem er að byggja fjölbýlishús við Bjarkardal í Innri-Njarðvík.
Tadas fékk 10 á sveinsprófi í múrsmíði Múrbúðin færði honum gyllta múrskeið. Hefur búið í Keflavík í tíu ár. Tadas Augustinaitis starfar í múrverki hjá Húsanesi í Reykjanesbæ, sem þessar vikurnar vinnur að standsetningu á fjölbýlishúsi við Bjarkardal í Innri Njarðvík. Tadas tók á dögunum sveinspróf í múrsmíði við Tækniskólann og fékk hæstu mögulegu einkunn eða 10 á prófinu.
Fjölbýlishúsið í Bjarkardal þar sem Tadas vinnur við múrverk.
Sveinsstykkið sem Tadas vann að var óaðfinnanlegt. Það var gólf með hlöðnum veggjum, sem voru 1,5 metrar á hæð og lengd. Inn í vinkilinn voru hlaðnar sjö tröppur og allt verkið pússað. Einn veggurinn var flísalagður, annar steinaður og sá þriðji fínpússaður. Á einum vegg var skarð fyrir glugga, segir í lýsingu á verkinu. Í Morgunblaðinu er haft eftir Rafni Gunnarssyni, kennara hans, að Tadas sé algjör snillingur, mjög handlaginn og sérlega þægilegur í allri umgengni.
Tadas er 33 ára og kemur frá Litháen. Hann hefur búið í Keflavík í um tíu ár en hann kom hingað fyrst árið 2006. Kona hans, Kornelija Augustinaitienë, er einnig frá Litháen og eiga þau átta ára gamlan son, Justas Augustinaitis. Frá því Tadas kom til Íslands hefur hann alla tíð unnið hjá Húsanesi. Þar er hann helst í að múra og flísaleggja en tekur einnig þátt í steypuvinnu, járnabindingum og ísetningu glugga. Tadas fékk óvænta heimsókn í vinnuna í Bjarkardalinn í síðustu viku þegar þangað voru mættir tveir fulltrúar Múrbúðarinnar til að færa Tadas gjöf í tilefni af þessum glæsilega árangri, að fá 10 á sveinsprófinu. Tadas fékk af því tilefni gyllta múrskeið frá Múrbúðinni og viðurkenningarskjal. Þá fékk Tadas einnig sérstaka viðurkenningu á Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur á dögunum.
Snyrtifræðin snýst um mannleg samskipti
Barnafjölskyldur í vandræðum í Grindavík Bið eftir plássi á leikskóla og í daggæslu
●● Kara Björk hlaut viðurkenningu
■■Foreldrar ungra barna í Grindavík skrifuðu á dögunum bréf til allra bæjarfulltrúa þar sem bent er á vanda sem foreldrar standa frammi fyrir. Biðlistar hafa myndast hjá leikskólum og dagmæðrum í bæjarfélaginu og fyrir vikið eiga foreldrar erfiðara með að komast aftur á vinnumarkaðinn að fæðingarorlofi loknu. Börn komast ekki í daggæslu fyrr en um 15 mánaða aldur. Þegar fæðingarorlofið er aðeins níu mánuðir skilur það eftir sig gat í innkomu fjölskyldna. Alls er um að ræða 42 fjölskyldur sem rita nöfn sín undir umrætt bréf. Eru dæmi um að ein móðir hafi þurft að segja upp vinnu sinni, eða að foreldrar séu launalausir þá sex mánuði sem um munar.
frá Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur hefur hún verið frá árinu Kara Björk B essadóttir 2013 og lauk verklegum snyrtifræðingur hlaut á hluta námsins þar. Kara dögunum viðurkenningu segir námið og starf snyrtifrá Iðnaðarmannafélagi fræðingsins mjög fjölbreytt Reykjavíkur á nýsveitahátíð o g ske m mt i l e g t . Ve rk félagsins í Ráðhúsi Reykjanámið tekur tvö ár og áður víkur. Viðurkenninguna þarf að ljúka undanförum í fékk hún fyrir framúrskarbóklegu námi, eins og heilandi árangur og handverk brigðisfræði og lífefnafræði. á sveinsprófi í snyrtifræði. Kara hefur lengi haft áhuga Kara er úr Grafarvogi en á snyrtifræði og litaði sig flutti í Reykjanesbæ fyrir alltaf og plokkaði sjálf. „Ég fimm árum síðan þegar hún vissi samt ekki alveg hvað ég kynntist kærastanum sínum, var að koma mér út í með Aroni Kristinssyni. Hún náminu. Snyrtifræðingar eru segir það mjög hvetjandi að í rauninni húðsérfræðingar. hljóta slíka viðurkenningu. Kara Björk Þetta er miklu meira og „Þetta er mikill heiður og Bessadóttir dýpra nám en fólk almennt það var virkilega gaman að snyrtifræðingur gerir sér grein fyrir.“ Kara fá þessi verðlaun,“ segir Kara segir snyrtifræðina einnig sem strax er farin að huga að frekara námi. „Nú er boðið upp á nám mikið snúast um mannleg samskipti. í fótaaðgerðafræðum hjá Keili og það „Stundum hugsa ég með mér að það finnst mér mjög spennandi. Svo er ég ætti að vera meiri grunnur í sálfræðiað stefna að því að hefja meistaranám náminu. Sem snyrtifræðingur er í snyrtifræði í haust. Mér finnst það maður kominn rosalega nálægt fólki, vera rökrétt framhald af sveinspróf- það slakar vel á og opnar sig þá oft um hin ýmsu málefni. Þá þarf maður að inu.“ Kara er 23 ára og starfar á Snyrti- passa sig að vera góður hlustandi en stofunni Lipurtá í Hafnarfirði. Þar ekki endilega að gefa ráðleggingar.“
Kara Björk ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni við verðlaunaafhendinguna á dögunum.
Corsa Essentia, 1.2 L, beinskiptur
2.390.000 kr.
Mokka Enjoy, 1.4 L, sjálfskiptur
4.590.000 kr.
Insignia Cosmo 1.6 L, sjálfskiptur
4.690.000 kr.
ÞÝSK OPEL GÆÐI
Sumir bílar henta þínum lífsstíl betur en aðrir. Opel vörulínan skartar búnaði og útfærslum sem bæði neytendur og fagmenn hafa hlaðið lofi og verðlaunum. Komdu og mátaðu þýsku Opel gæðin við þig og þína fjölskyldu. Verið velkomin í reynsluakstur. Kynntu þér Opel úrvalið á opel.is eða á benni.is. Reykjanesbær Opið virka daga frá 9 til 18 Njarðarbraut 9 Laugardaga frá 12 til 16 420 3330
Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga á verði og búnaði án fyrirvara.
HVAÐA OPEL ERT ÞÚ?
16
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 18. febrúar 2016
Færðu tjaldbúa skjólfatnað Dansa gegn ofbeldi í Hljómahöll ●●Dansinn tileinkaður konum á flótta UN Women á Íslandi stendur fyrir dansbyltingunni Milljarður rís um allt land á morgun, föstudaginn 19. febrúar klukkan 11:45. Á Suðurnesjum verður dansað í Hljómahöllinni. Í ár er dansinn tileinkaður konum á flótta sem leggja líf sitt að veði í leit að öruggara lífi fyrir sig og börn sín. Allir eru hjartanlega velkomnir í Hljómahöllina til að taka þátt í dansbyltingunni. Hugmyndin er að með samtakamætti láti heimsbyggðin til sín taka. Í tilkynningu frá UN Women segir að yfir milljarður karla, kvenna og barna komi saman til að dansa fyrir réttlæti og fyrir heimi þar sem allir fái að njóta sömu tækifæra. Er þetta í fjórða sinn sem UN Women stendur fyrir dansbyltingu hér á landi. Samtökin hvetja alla til að rísa upp gegn ofbeldi og mæta með „Fokk ofbeldi húfu“ með sér í dansinn, bera
hana með stolti og vekja fólk um leið til vitundar um hið margslungna ofbeldi og óöryggi sem konur á flótta og börn þeirra búa við um þessar mundir. UN Women á Íslandi skorar á vinnustaði, skóla og vinahópa til að mæta og taka þátt í byltingunni með dansinn að vopni. • Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimstyrjaldar • Um 500 þúsund konur og börn flýja nú heimalönd sín og leggja leið sína til Evrópu • Talið er að 12% kvenna sem ferðast yfir Miðjarðarhafið séu barnshafandi • Gríðarleg aukning hefur orðið á mæðradauða síðan flóttamannastraumurinn hófst • Konur og stúlkur á flótta eiga í stöðugri hættu á að vera beittar ofbeldi, kynferðislegri misnotkun eða mansali
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
Einar Árnason
bifvélavirki, Njarðarvöllum 2, Njarðvík,
verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 19. febrúar kl. 13:00. Einar Ingvi Einarsson, Ásta Einarsdóttir, Árni Einarsson, Áslaugur Einarsson, Arnar Einarsson, Guðlaug Einarsdóttir, Jóhanna Egilsdóttir, Helgi G. Steinarsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Fyrirtækið Voot Beita í Grindavík færði Tryggva Hansen, tjaldbúa í Reykjavík, ýmsan skjólfatnað á dögunum. Tryggvi smíðaði sér tjald og býr í því í skógi í Reykjavík. Hann er Grindvíkingum vel kunnugur enda hannaði hann Sólarvé þeirra ásamt Jóni Sigurðssyni, fyrrum bæjartæknifræðingi.
Tryggvi frétti af því að hjá Voot Beitu í Grindavík væru seld afbragðs góð stígvél og eftir að hann falaðst eftir einu pari bætti fyrirtækið um betur og afhenti honum ýmsan skjólfatnað, eins og stígvél, buxur, sjóstakk og annað sem án efa á eftir að koma sér vel í vetrarveðrinu.
„Sælla er að gefa en þiggja“ á Þemadögum í FS Í dag og á morgun, 18. og 19. febrúar verða þemadagar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og mun þema dagana verða „Sælla er að gefa en þiggja“. Fyrri daginn munu nemendur taka þátt í hinum ýmsu námskeiðum. Nemendur velja sér eitt námskeið fyrir hádegi og eitt eftir hádegi. Einnig verða þeir með kaffihús, þar sem þeir bjóða gestum upp á kaffi, kakó og kökur gegn vægu gjaldi Á föstudeginum verður markaðsstemmning í FS, þar sem afrakstur námskeiðanna verður til sölu fyrir gesti og gangandi. Ýmis tónlistaratriði verða á sal og uppistand frá þjóðþekktum aðilum. Það sem safnast á föstudeginum mun síðan renna til góðgerðamála.
Dagskrá föstudagsins á sviði skólans verður sem hér segir: 10:00 Ómar syngur 10:15 Guðrún Pálína sigurvegari í hljóðnemanum 2015 syngur 10:30 Steinar B. 11:00 Sólmundur Hólm með uppistand 11:30 Sigurður Smári syngur 11:45 Sigga Ey syngur 12:00 Glowie. 12:30 Sigurvegari í Hljóðnemanum 2016 syngur. Skyldumæting er á Þemadaga en alemenningur er velkominn á föstudeginum.
Ingibjörg Sverrisdóttir, Guðrún Jóna O’Connor, Guðfinna Eðvarðsdóttir, Hafsteinn Ingibergsson, Skúli Hermannsson, Aneta Grabowska,
FERÐAÞJÓNAR Á REYKJANESI! HVAÐ VERÐUR Í BOÐI FYRIR GESTI SVÆÐISINS NÆSTA SUMAR?
Ferðamálasamtök Reykjaness standa fyrir kynningarkvöldi fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á Reykjanesi í Bryggjuhúsi DUUSSafnahúsa mánudaginn 29. febrúar nk. frá 19:00 til 21:00. Öllum ferðaþjónum svæðisins er boðið að kynna fyrirtæki sín. Hvað verður í boði næsta sumar? Skúli Skúlason, Kaupfélagi Suðurnesja, kynnir verkefnið „Þjónustumiðstöð við Rósaselstorg“ Tilvalið tækifæri fyrir þjónustaðila að kynna sig og sjá aðra – ræða málin. Skráning þátttakenda er til 22. febrúar nk. á netfangið johdj@mitt.is Stjórn Ferðamálasamtaka Reykjaness.
FS-INGUR VIKUNNAR
ÞAKKAR PABBA SÍNUM FYRIR BAKFLÆÐIÐ
Áttu þér einhver viðurnefni? Big Bjösmaskínen, Kristaps Porslingdick, Nelson Bangdela, Daddy Long Legs og Threezus. Á hvaða braut ertu? Viðskiptabraut. Hvaðan ertu og aldur? Kef City 230. 20 ára, ungur. Helsti kostur FS? Sjá þessi sikk vape ský niðri í matsal. Áhugamál? Tónlist, fótbolti og körfubolti. Hvað hræðistu mest? Að Kanye hætti að búa til tónlist. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Nóri Grellz vinnur Darwin verðlaunin eftir nokkur ár. Hver er fyndnastur í skólanum? Nóri Grellz. Hvað sástu síðast í bíó? Star Wars: The Force Awakens.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Vape djúsa. Hver er þinn helsti galli? Að vera með bakflæði, takk pabbi. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Twitter, Alien Blue og Messenger. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Ég myndi hafa árlega vape keppni. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Mate. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mjööög gott, spila á ballinu í kvöld, by the way. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Búa í Atlanta eða eitthvað. Hver er best klædd/ur í FS? Hjösmaskínen aka Money Margiela.
Eftirlætis:
Black Dynamite, Friday og Do The Right Thing.
Kennari: Monster shoutout á Axel í ensku.
Hljómsveit/tónlistarmaður: Kanye, Future, Young Thug, Migos og Boards of Canada.
Fag í skólanum: Próflausir áfangar. Sjónvarpsþættir: Fresh Prince of Bel-Air. Kvikmynd:
Leikari: Tom Hardy. Vefsíður: Twitter og r/hiphopheads
Björn Elvar Þorleifsson Björn Elvar Þorleifsson er FS-ingur vikunnar. Hann er 20 ára Keflvíkingur og stundar nám á viðskiptabraut. Honum finnst vanta vape djúsa í mötuneytið og segir félagslífið gott. Flíkin: Hvíta Nike derran og notaði bomberinn minn. Skyndibiti: Fletsa. Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)? Risastórt shoutout á Collide með Howie Day.
Roð- og ir að beinhreins
998
998
698
kr. kg
kr. 800 g
kr. kg
Norðanfiskur Þorskbitar Roð- og beinlausir, frosnir
Bónus Þorskbitar í raspi Forsteiktir og frosnir, 800 g
SS Lambasúpukjöt 2015 slátrun, frosið
SPARAÐU MEÐ BÓNUS
1Ís0lens0kt%
Íslenskt jöt ungnautak
ungnautahakk
200kr
verðlækkun pr.
kg
3.998 kr. kg
2.998 kr. kg
1.698 kr. kg 74kr
Íslandsnaut Ungnautahakk Verð áður 1898 kr. kg
Íslandsnaut Piparsteik Ungnautasteik, fersk
verðlækkun
Líka efjur heilhveitiv
319kr
verðlækkun pr.
298 kr. pk.
379 kr. 400 g
1.179 kr. kg
Santa Maria Soft Tortilla Mjúkar vefjur, 8 stk.
Smjörvi, 400 g Verð áður 453 kr.
Gouda Ostur, 26% Verð áður 1498 kr. kg
Íslandsnaut Ungnauta Fillet ferskt
kg
4320 blöð
179 kr. 385 g
Heimilisbrauð 385 g
NÝBAKAÐ
198 kr. 225 g
kr. 500 ml
98
359 kr. 100 g
798 kr. 18 rl.
259
Bláber Frosin, 225 g
Viking Léttöl 500 ml
Bónus Frise blanda Salat, 100 g
Designer Salernispappír 18 rúllur
Bónus Kringlur 4 stk.
kr. 4 stk.
Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00 Verð gilda til og með 21. febrúar eða meðan birgðir endast
Frá sameiginlegum fundi ungmennaráða í Garði og Sandgerði.
18
VÍKURFRÉTTIR
Verið velkomin
á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
SUNNUDAGURINN 21. FEBRÚAR KL. 11:00 Messa og sunnudagaskóli. Í tilefni konudagsins matreiða karlaraddir Kórs Keflavíkur bragðmikla gúllassúspu í boði kórsins. ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR KL. 20:00 Listakona Kristín Gunnlaugsdóttir flytur erindið AÐ SEGJA SATT sem lið í námskeiðinu Biblíusögur fyrir fullorðna MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR KL. 12:00 Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar. Súpa og brauð 500 kr. MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR KL. 20:00 Vígslubiskup, Kristján Valur Ingólfsson, kemur með fræðslu um helgihald og sálmasöng FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR KL. 15:45-17:45 Fermingarfræðsla drengja í KFUM og KFUK húsinu
Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
LOFTNET NETSJÓNVARP UPPSETTNING OG VIÐGERÐIR Loftnet-LofnetskerfiLjósnet-Ljósleiðaratengingar-TölvulagnirSímalagnir-BústaðirHúsbílar
Loftnetstækni.is Sími 894-2460
fimmtudagur 18. febrúar 2016
Sameiginlegur fundur ungmennaráða í Garði og Sandgerði Sameiginlegur fundur ungmennaráða Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar var haldinn á dögunum en fundurinn var í fundarsal bæjarstjórnar Garðs. Ungmennaráðið í Garði hefur verið vel virkt og fundað reglulega undir leiðsögn Guðbrandar Stefánssonar íþrótta-og æskulýðsfulltrúa. Þá hefur ungmennaráðið mætt á fundi hjá bæjarstjórn, þar sem málefni ungmenna í Garði hafa verið til umræðu. „Það var vel til fundið og ánægjulegt að ungmennaráðin í Garði og Sandgerði hafi fundað sameiginlega. Þar fóru þau yfir ýmis málefni sem þau eiga sameiginleg, meðal annars samstarf ungmenna sveitarfélaganna á ýmsum sviðum,“ segir í pistli sem Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, ritar á vef sveitarfélagsins.
Frá sameiginlegum fundi ungmennaráða í Garði og Sandgerði.
Garðmenn vilja Reykjanesbær og ræða þenslu Hjörring ekki lengur vinir Garðmenn vilja ræða þenslu á Suðurnesjum og áhrif hennar m.a. á sveitarfélögin á Suðurnesjum, þegar Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) kemur saman til vetrarfundar á næstu vikum. Undirbúningur vetarfundarins stendur nú yfir og hefur framkvæmdastjóra SSS verið falið að senda aðildarfélögum sambandsins beiðni um tillögur að fundarefni. Garðmenn hafa brugðist við erindi SSS og leggja til að fjallað verði um atvinnumál og þensluna á Suðurnesjum.
Vináttu Reykjanesbæjar og sveitarfélagsins Hjörring í Danmörku hefur verið hætt. Vinabæjasamskipti sveitarfélaganna hafa staðið áratugum saman en áður en Reykjanesbær varð til voru Keflavíkurbær og Hjörring í vinarbæjarsamstarfi. Sveitarfélagið Hjörring hefur með tilkynningu hætt þátttöku í norrænu vinarbæjarsamstarfi. Bæjarstjóra Reykjanesbæjar hefur verið falið að þakka Hjörring fyrir vinabæjarsamstarfið á liðnum árum.
AÐALFUNDIR UMFN 2016 VERÐA HALDNIR Í ÍÞRÓTTAHÚSINU Í NJARÐVÍK, NEMA ANNAÐ SÉ TILGREINT, KL. 19:30 EFTIRTALDA DAGA: Miðvikudaginn 24. febrúar Þríþrautardeild UMFN
Mánudaginn 29. febrúar Knattspyrnudeild UMFN íþróttavallarhúsinu við Afreksbraut
Þriðjudaginn 1. mars Júdódeild UMFN
Miðvikudaginn 2. mars Sunddeild UMFN
Fimmtudaginn 3. mars Líkams- og kraftlyftingardeild UMFN
Miðvikudaginn 16. mars Aðalstjórn UMFN íþróttahúsinu í Njarðvík.
f.h. Aðalstjórnar UMFN Jenný L.Lárusdóttir frkvstj.
VILJA AÐSTÖÐU FYRIR HJÓLABRETTI Í REYKJANESBÆ ●●Pöntuðu fund með bæjarstjóra
V
Sýnum ábyrga
Fjórir ungir hjólabrettakappar komu til fundar við Kjartan Má bæjarstjóra og Hafþór íþrótta- og tómstundarfulltrúa Reykjanesbæjar nýverið til þess að koma á framfæri hugmynd að hjólabrettaaðstöðu innandyra í Reykjanesbæ. Þessir framtakssömu piltar sem sjá má hér með Kjartani bæjarstjóra og Hafþóri, heita Gísli Róbert Hilmisson, Aron Örn Hákonarson, Tómas Ingi Magnússon og Valur Þór Hákonarson.
afstöðu
og greiðum atkvæði um kjarasamninginn Tökum þátt og bætum kjörin
7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum
www.kia.com
Þú venst athyglinni Við frumsýnum nýja kynslóð Kia Sportage laugardaginn 20. febrúar frá 12– 16
Sérstakt tilboð fyrir Kia eigendur
– 20% afsláttur af aukahlutum
Brandenburg
Gildir aðeins laugardaginn 20. febrúar.
Kia Sportage brunar fram úr öllum væntingum Ný kynslóð Kia Sportage setur ný viðmið í hönnun, þægindum og öryggi. Búðu þig undir að venjast athyglinni, því Kia Sportage stenst ekki bara væntingar þínar — hann brunar fram úr þeim. Fyrsta flokks tæknibúnaður og einstök gæði gera hverja ferð ógleymanlega. Þú verður að prófa til að sannfærast. K. Steinarsson kynnir nýja kynslóð Kia Sportage. Komdu og prófaðu. K. Steinarsson · Holtsgötu 52 · 260 Reykjanesbæ · 420 5000 · ksteinarsson.is Söluaðili Kia
Nýr Kia Sportage á verði frá: 2WD 1,7 dísil, beinskiptur — 4.790.777 kr. 4WD 2,0 dísil, beinskiptur — 5.790.777 kr. 4WD 2,0 dísil, sjálfskiptur — 6.290.777 kr.
Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland
20
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 18. febrúar 2016
ATVINNA
Lionsmenn úr Lionsklúbbi Keflavíkur hreinsa kúttmaga í Saltveri um sl. helgi.
VIÐ BREYTUM!
Langbest óskar eftir starfsfólki í sumarstörf! Við leitum að einstaklega þjónustulunduðum, glaðlyndum, hraustum og duglegum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, þægilega framkomu, LANGBEST VERÐUR LOKAÐ MILLI NÝÁRS VEGNA eru sveigjanlegir og JÓLA getaOG unnið undir álagi.BREYTINGA. ÓskaðENDURBÆTTAN er eftir starfsfólki bæði VEITINGASTAÐ í hluta- og VIÐ OPNUM heilsdagsstörf2.enJANÚAR. um er að ræða vaktavinnu. Aldurstakmark er og17sjáumst ára. hress á nýju ári. Óskum viðskiptavinum gleðilegrar hátíðar Áhugasamir sendaStarfsfólk tölvupóst á helena@langbest.is Langbest
Kúttmagar sem hafa verið hreinsaðir og eru tilbúnir til fyllingar.
DÓMARANÁMSKEIÐ KKÍ stendur fyrir dómaranámskeiði á í Reykjanesbæ helgina 20.-21. febrúar 2016. Leiðbeinendur eru Dominos-deildar dómarar úr Reykjanesbæ Námskeiðið stendur öllum til boða og mun kosta 5.000,- kr. Bent er á að leikreglur er að finna á kki.is. Skráning er á kki@kki.is og þarf að taka fram nafn, kennitölu, símanúmer, heimilisfang, netfang og félag.
Kúttmaginn fylltur með lifur, mjöli og hrognum ●●Magarnir af Halamiðum aðeins minni ●●Kúttmaga á að sjóða í klukkustund og þrjú korter ●●Sjávarréttaveisla fyrir 7000 krónur og peningurinn fer í góð málefni Meltingarfæri þorsksins eru í hávegum höfð á árlegu kúttmagakvöldi Lionsklúbbs Keflavíkur. Hundruðum maga hefur verið safnað saman af áhöfnum tveggja skipa sem nú hafa verið hreinsaðir og bíða þess að vera fylltir fyrir veisluna stóru sem haldin verður í lok mánaðarins. „Þetta hefst þannig að við byrjum á að safna að okkur kúttmögum. Það gera aðallega tvær áhafnir, annars vegar á Erling KE og svo höfum við fengið 150-200 maga frá frænda mínum sem er á Verði EA frá Grenivík en hann veiðir mikið á Halamiðum og þar er fiskurinn aðeins smærri og kúttmagarnir þar af leiðandi minni. Við tökum alltaf einn laugardagsmorgun í að þrífa þetta en frystum þá svo aftur. Við setjum svo í þá fyllingu daginn fyrir hátíðarhöldin sem verða 26. febrúar,“ segir Lionsmaðurinn Hafsteinn Guðnason sem stóð í ströngu ásamt félögum sínum úr Lionsklúbbi Keflavíkur við hreinsun á kúttmögum í Saltveri í Njarðvík sl. laugardag. Hvað er sett í kúttmagann? „Það eru aðallega þrjár sortir. Við setjum lifur en sumir vilja bara lifrarmaga og þá setjum við svona góðan lifrarbrodd í magann og hnýtum fyrir. Svo eru það mjölmagarnir þar sem við hrærum saman lifur og rúgmjöli. Svo höfum við núna í nokkur ár bætt hrognum í blönduna. Þá skerum
UNAÐSDAGAR Á STYKKISHÓLMI
Dvöl frá mánudeginum 11. apríl til föstudagsins 15. apríl. Verð fyrir gistingu og fullt fæði og skemmtiatriði á kvöldin er kr. 39.900 á mann. Rútauferðir kr. 4000 Boðið er upp á dagskrá allan daginn gegn gjaldi. Rútan fer frá eftirtöldum stöðum: Auðarstofu, Garði, kl.10:00. Miðhúsum, Sandgerði, kl.10:30. Nesvöllum, Reykjanesbæ, kl. 11:00. Álfagerði, Vogum 11:30. Tekið er á móti pöntunum fyrir 27. mars. Frekari upplýsingar hjá nefndinni og skráning í ferðina: Örn, Vogum, 846-7334 Lýdía, Sandgerði, 423-7604 og 898-4654 Brynja, Garði, 422-7177 og 849-6284 Bjarney, Reykjanesbæ, 421-1961og 822-1962
Geymið auglýsinguna
við upp hrognið og tökum himnuna frá og hrærum hrogn saman við lifrar- og rúgmjölsblönduna. Þessi útfærsla hefur líkað alveg sérstaklega vel. Til viðbótar við þetta þá snúum við við hrognum, þannig að brækurnar aðskiljast og svo setjum við lifrar- og rúgmjölsfyllingu í hrognið. Svo þarf að vefja þetta með filmu áður en þetta er soðið og þetta er algjört sælgæti líka. Það þarf að passa að sjóða þetta allt saman vel. Kúttmagana þarf að sjóða í klukkutíma og þrjú korter þannig að þeir verði mjúkir og fínir“. Hafsteinn vildi koma á framfæri þökkum til áhafnanna á Erling KE og á Verði EA. Þá viljum við þakka Þorsteini Erlingssyni fyri að útvega okkur húsnæði til að vinna þetta og fyrir að skaffa okkur bæði hrogn og lifur. Stórkokkurinn Axel Jónsson í Skólamat og allt hans fólk sem sér um að elda þetta allt saman en auk kúttmagans þá verður eitt allsherjar sjávarréttahlaðborð. Hafsteinn segir að þeir sem vilja koma á kúttmagakvöldið geti haft samband við félaga í Lionsklúbbi Keflavíkur og fengið miða í veisluna. „Það er gjafverð að fá að komast á svona hátíð fyrir 7000 krónur en veislan verður í sal Frímúrara í Njarðvík föstudagskvöldið 26. febrúar. Kvöldið er öllum opið en í boði eru um 150 miðar í veisluna,“ segir Hafsteinn að endingu“. Allur ágóði af kúttmagakvöldinu fer í góð málefni sem Lions er þekkt fyrir að styðja.
Kristín Júlla tilnefnd til Edduverðlauna ■■Kristín Júlla Kristjánsdóttir, förðunarmeistari úr Garðinum, er tilnefnd til Edduverðalauna fyrir gervi í kvikmyndinni Hrútar. Tilkynnt var um tilnefningar á blaðamannafundi í Bíó Paradís í gær. Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn á hótel Hilton Reykjavík Nordica 28. febrúar næstkomandi.
Þórdís Birna í úrslitum Söngvakeppninnar ■■Þórdís Birna Borgarsdóttir, söngkona og sálfræðinemi úr Reykjanesbæ, tekur þátt í úrslitakeppni Söngvakeppninnar á RÚV næsta laugardagskvöld. Um síðustu helgi flutti Þórdís lagið Spring yfir heiminn í undanúrslitum Söngvakeppninnar og var lagið meðal þeirra þriggja sem þjóðin kaus. Lagið samdi kærasti Þórdísar, Júlí Heiðar Halldórsson. Textinn er eftir Júlí Heiðar og Guðmund Snorra Sigurðsson sem söng lagið með Þórdísi. Keppnin verður haldin í Laugardalshöll og sýnd í beinni útsendingu á RÚV og hefst klukkan 20:00.
SUÐURNESJAFYRIRTÆKI Í FREMSTU RÖÐ! Við erum stolt af því að vera í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Suðurnesjum skv. útnefningu Creditinfo.
Bakkalág 17, 240 Grindavík Sími 893 9713 / 898 8813 besaehf@gmail.com
Bakkalág 17, 240 Grindavík S. 893 9713 / 898 8813 besaehf@gmail.com
22
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 18. febrúar 2016
ÍÞRÓTTIR
Eyþór Sæmundsson // eythor@vf.is
Sara Sigmunds er rétt að hitna ●●Setur markið hátt á árinu 2016 ●●Lífið talsvert breytt eftir heimsleikana
Nike Global og bandarískt fæðubótarefni sem heita FitAid. Hún segir það vera nokkuð yfirþyrmandi að fólk þekki hana úti á götu og vilji fá mynd af sér með henni. Á samfélagssmiðlunum er Sara vinsæl. Á Instagram ljósmyndaforritinu á hún 140 þúsund fylgjendur og á Facebook hafa 28 þúsund manns líkað við síðuna hennar. Þegar hún setur inn efni á þessar síður þá fær hún hundruð svara og deilinga í hvert skipti.
Eftir tæplega mánaðardvöl á ferðlagi um heiminn er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir loks komin á heimaslóðir. Hún hefur verið meira og minna á ferðinni alveg síðan heimsleikarnir í crossfit fóru fram síðasta sumar. Þeir leikar breyttu lífi Söru til muna enda er hún núna orðin vel þekkt í þessari vinsælu grein víða um heim eftir að hafnað í þriðja sæti. Njarðvíkingurinn ætlar sér stóra hluti á þessu ári og gera má ráð fyrir atlögu að heimsmeistaratitlinum sjálfum. „Líf mitt breyttist heldur betur. Þetta er eiginlega yfirþyrmandi, ég er að fá endalaust af allskonar boðum að koma hingað og þangað um heiminn að halda námskeið og að heimsækja nýjar crossfit stöðvar. Auðvitað eru þetta frábær boð en maður þarf víst að halda sér á jörðinni og hugsa um aðalmarkmiðið fyrir þetta ár og hvort að þessi ferðalög hafi áhrif á æfingar, “ segir Sara sem er nýlega komin frá Brasilíu. Hún er með sín markmið á hreinu fyrir þetta ár og ljóst að hún ætlar sér stærri hluti en áður þrátt fyrir að afrekaskráin sé orðin löng og tilkomumikil.
„Ég er ekki alveg búin að átta mig á því hversu stórt crossfitið er orðið, en ég hef lent í tveimur góðum atvikum eftir leikana. Fyrst kom það upp skömmu eftir heimsleikana að ég var í Bláa lóninu með vinkonu minni og var að ganga inn þegar stoppaði mig maður og sagði að hann væri aðdáandi minn númer eitt. Hann hafði horft á alla crossfitleikana og hann vildi endilega fá mynd af sér með mér. Ég hugsaði bara hverjar voru líkurnar á öllum sem voru þarna að hann vissi hver ég var? Svo var ég seinna að keppa í Sviss og þá var ég á leið yfir götu þegar lögga kom hlaupandi til mín öskrandi og stoppar mig. Hún trúði því ekki að hún hafi hitt mig og vildi endilega fá mynd af sér með mér. Þannig það er hægt að segja að lífið mitt sé búið að breytast töluvert mikið,“ segir Sara og hlær.
„Ég get alveg sagt það að markmiðin mín eru sett mjög hátt fyrir þetta árið, þannig þetta mót var bara upphitun fyrir árið,“ segir Sara sem nýlega sigraði á sterku móti í Boston og það annað árið í röð. Framundan er undankeppnin fyrir Evrópuleikana sem fara fram í Madrid í lok maí. Hún fagnaði einmitt sigri á Evrópuleikunum í fyrra. Í raun er um mun stærra svæði en Evrópu að ræða sem tekur þátt í þessum leikum. Svæðið spannar Evrópu, Mið-Austurlönd og Afríku. Sara segist vonast til þess að komast á heimsleikana aftur í sumar en til þess þarf hún að standa sig í undankeppni Evrópuleikana sem hefst núna í lok febrúar.
Þarf að passa stressið og einbeitinguna
Á síðustu heimsleikum leit lengi vel út fyrir að Sara væri að fara að fagna sigri en henni fataðist flugið á síðasta degi. Hún hefur markvisst verið að vinna í hlutum sem hún telur til veikleika sinna. Þá þarf að bæta til þess að sigra næstu heimsleika. „Ég verð að passa að gera ekki nýliða mistök, eins og þjálfarinn minn kallar það. Ég á það til að vera of stressuð áður en ég keppi og lendi stundum í því að missa einbeitingu, en ég er að vinna í því núna,“ segir þessi magnaða íþróttakona.
Svissneska lögreglan meðal æstra aðdáenda
Eins og áður segir er Sara orðið þekkt nafn í heimi crossfit sem er stór grein á heimsvísu. Hún er með samninga við þekkt fyrirtæki eins og
ATVINNA SBK ehf óskar eftir að ráða bifreiðastjóra sem geta hafið störf sem fyrst og til sumarafleysinga. Hæfniskröfur: Rútupróf Dugnaður og sjálfstæð vinnubrögð Hæfni í mannlegum samskiptum Áhugasamir sendi umsókn á sbk@sbk.is og til að fá frekari upplýsingar.
SBK · Grófin 2 – 4 · 230 Reykjanesbæ · Sími 420 6000 · Fax 420 6009 sbk@sbk.is · sbk.is
ATVINNA Arctic Pet ehf óskar eftir að ráða starfsfólk í framleiðslu.
Starfssvið: Hefðbundin framleiðslustörf í verksmiðju fyrirtækisins á Iðngörðum í Garði. Hæfniskröfur: Jákvæðni Samviskusemi Stundvísi Frumkvæði í starfi Umsóknir og ferilskrár sendist á solmundur@arcticpet.com Öllum umsóknum verður svarað
Grindvíkingar skrefinu á eftir Hólmurum Snæfell urðu bikarmeistarar kvenna í körfubolta eftir sigur á Grindvíkingum í Laugardalshöll s.l. helgi. Lokatölur 78:70 þar sem Hólmarar voru ávallt skrefinu á undan í leiknum og sýndu af hverju þær eru besta lið landsins um þessar mundir. Grindvíkingar sem voru ríkjandi bikarmeistarar fundu sig aldrei almennilega í leiknum en voru þó aldrei langt undan Íslandsmeisturunum frá Stykkishólmi. Whitney Frazier var langbest Grindvíkinga í leiknum en hún skoraði 32 stig. Talsvert munaði um framlag frá öðrum og má þar nefna að systurnar Petúnella og Hrund Skúladætur skoruðu ekki stig í leiknum.
fimmtudagur 18. febrúar 2016
23
VÍKURFRÉTTIR
Vilja koma knattspyrnumönnum í vinnu
Knattspyrnudeild Ungmennafélags Grindavíkur hefur sent bæjaryfirvöldum í Grindavík erindi þess efnis að óskað er eftir að tveir erlendir leikmenn Grindavíkur í knattspyrnu fái sumarvinnu hjá Grindavíkurbæ. Í afgreiðslu síðasta fundar bæjarráðs Grindavíkur er erindinu frestað og óskað eftir frekari gögnum um málið.
við erum að leita að þér! TILVALIÐ FYRIR NÁMSFÓLK - BYKO
SUMAR- OG AFLEYSINGASTÖRF Í VERSLUN OG TIMBURSÖLU
ÍRB sópaði að sér verðlaunum á Gullmóti ■■Það var aldeilis kraftur í sundmönnum ÍRB á Gullmóti KR um helgina þar sem félagið sópaði til sín verðlaunum, og sundfólkið félagsins var nánast á verðlaunapalli í öllum greinum í öllum flokkum. Í sumum greinum áttu keppendur ÍRB öll þrjú verðlaunasætin. Helstu afrek ÍRB á mótinu voru eftirfarandi: Eydís Ósk Kolbeinsdóttir var í öðru sæti yfir stigahæsta sundfólk mótsins, ásamt því að fjögur mótsmet voru slegin af ÍRB. Mótsmetin settu Þröstur Bjarnason í 400m skriðsundi í opnum flokki, Sunneva Dögg Friðriksdóttir í 200 flugsundi í flokki 15- 17 ára, Sólveig María Baldursdóttir í 100m flugsundi í flokki 12 ára og yngri, og Fannar Snævar Hauksson í 50m skriðsundi í flokki 12 ára og yngri.
Fimm bikarmeistaratitlar til Suðurnesja ■■Suðurnesjamenn eignuðust hátt í hundrað bikarmeistara um sl. helgi í körfuboltanum. Þrátt fyrir að kvennalið Grindavíkur hafi ekki náð að fagna sigri um helgina gegn Snæfelli þá náðu yngri flokkarnir af Suðurnesjum að raka inn verðlaunum yfir bikarhelgina sem fram fór í Laugardalshöll. Alls komu fimm bikarmeistarartitlar til Suðurnesja, Grindavík nældi í tvo titla, Keflvíkingar lönduðu tveimur titlum og Njarðvíkingar náðu í einn bikar.
GJALDSKRÁ 2016 Börn og unglingar 18 ára og yngri: kr. 7.000
Hjónagjald 67 ára og eldri: kr. 55.000
Einstaklingar 19-26 ára: kr. 35.000 Einstaklingar 27-66 ára: kr. 58.000
Einstaklingar sem eru að byrja í golfi: kr. 25.000 Húkkaragjald 25% afsláttur
Hjónagjald 27-66 ára: kr. 83.000
FLATARGJÖLD
Einstaklingar 67 ára og eldri: kr. 35.000
9 holur: kr. 2.500 18 holur: kr. 4.000
Í tilefni af 30 ára afmæli GSG verður frítt í meistaramót klúbbsins sem haldið verður 6. - 10. júlí Nánari upplýsingar í síma 863 7756 eða á netfangið gsggolf@gsggolf.is
Við leitum að hressum og duglegum einstaklingum á öllum aldri í afleysingar um helgar og í fjölbreytt sumarstörf 2016. Í boði eru bæði störf í verslun og timbursölu sem fela í sér almenna afgreiðslu og ráðgjöf til viðskiptavina. Nauðsynlegt er að hafa ríka þjónustulund og góða hæfni í mannlegum samskiptum ásamt því að vera stundvís, jákvæður og heiðarlegur. Umsókn skal senda á verslunarstjóra BYKO á Suðurnesjum, Írisi Sigtryggsdóttur, á netfangið iris@byko.is
fagmennska - dugnaður - lipurð - traust
2vi0lda% r-
Verð: 4.299.-
Verð: 3.999.-
Mundi
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001
rafl
twitter.com/vikurfrettir
VIKAN [buzz]Á & VEFNUM [geim] Verð: 3.299.Friðrik Friðriksson
Hver man ekki eftir Gústa... Kef fan no:1, en þarna er verið að vekja athygli á tilliti til umgengni fatlaðra einstaklinga á opinberum stöðum í bænum.
Ingibjörg Ýr @ingibjorgys Hamingja umfram frelsi FSu - með FS - móti 8 liða úslit MORFÍs Föstudaginn 19. febrúar @ FS
@sammikara Þetta er kef..allir hata kef.. enn fara aldrei..þvi allir elska kef
Vildarverð: 4.799.Verð áður: 5.999.-
Ingunnembla Minn allra besti stuðningsmaður
100 herbergja hótel[buzz] á Ránni & [geim]
Skaraðu fram úr Verð: 3.999.Samúel Kári
instagram.com/vikurfrettir
Stundarfró
- saman í pakka Sigurbergur Elisson @sigurbergur23 Jæja Kanye minn... Allt í góðu bara?
afsláttur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
facebook.com/vikurfrettirehf
P
Er Vífilsstaðir ekki gott íslenskt nafn á þetta Hótel?
Fuglaþrugl og Naflakrafl
Oddur Bauer Hafnargata 79, sennilega ljótasta húsið á Íslandi...en það þýðir ekki að það eigi ekki skilið eins og eina skyssu. Blek + Túss.
- saman í pakka Verð: 3.499.-Bridge Hótel - Yrði eitt stærsta hótel á Suðurnesjum ●●Continental á lóð Hafnargötu 21 til samræðis Umhverfis- og skipulagssvið Reykja- Ráarinnar, sem stendur við Hafnar- húsi Verð: 3.299.við byggingu á lóð nr. 23. nesbæjar samþykkti á fundi sínum götu 19. þann 10. febrúar sl. fjögurra hæða byggingu ofan á hús nr. 19, 19a og 21 við Hafnargötu og einnar hæðar byggingu á baklóð nr. 21 en stefnt er á að reka þar um 100 herbergja hótel sem yrði þá eitt hið stærsta á Suðurnesjum. Umsækjendur eru Tvíhorf - arkitektar en að verkefninu standa feðgarnir Þorleifur Björnsson og Björn Vífill Þorleifsson, eigandi veitingastaðarins
Hótelið gengur undir nafninu Continental Bridge Hótel og vísar það til brúarinnar milli heimsálfa á Reykjanesi og tekur hönnun byggingarinnar mið af því þar sem tvær byggingar eru tengdar saman með tengibrú við aðalinngang. Gert er ráð fyrir 12 bílastæðum á lóð með aðkomu frá Ægisgötu og lágreistu
Að sögn Þorleifs er mikilvægt að íbúar, fyrirtækin og sveitarfélagið taki höndum saman og byggi Reykjanesbæ upp sem góðan kost fyrir ferðamenn enda lenda þeir í túnfæti bæjarins og bruna flestir framhjá. „Gamli bærinn þarf á uppbygginu að halda til að stuðla að bættri þjónustu, menningu og mannlífi fyrir ferðamenn sem og íbúa Reykjanesbæjar.“
PENNAVINUR ÓSKAST Í LEIFSSTÖÐ Óskum eftir harðduglegum og brosmildum starfsmanni í verslun okkar í Leifsstöð.
HÆFNISKRÖFUR •
Um framtíðarstarf er að ræða og er unnið eftir vaktaskipulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Góð tungumálakunnátta
Út í vitann • Reynsla af afgreiðslustörfum æskileg
Áhugasamir vinsamlegast sækið um á heimasíðu Skrímslakisi Eymundsson og er umsóknarfrestur til 25. febrúar nk.
• Góð3.499.almenn tölvukunnátta, þekking á Navision er kosturVerð: 3.499.Verð: •
Rík þjónustulund og jákvæðni
•
Hæfni í mannlegum samskiptum
FÍsafirði - Hafnarstræti 2
Surtsey í sjónmáli
Vestmannaeyjum - Faxastíg 36
Verð: 7.499.LeifsstöðLeifs Eiríkssonar Flugstöð
Nánari upplýsingar veitir Hildur Halldórsdóttir, hildurh@penninn.is.
Manndómsár
Út í vitann
Verð: 3.299.-
Verð: 3.499.-
540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is Austurstræti 18
Álfabakka 14b, Mjódd
Hafnarfirði - Strandgötu 31
Ísafirði - Hafnarstræti 2
Skólavörðustíg 11
Kringlunni norður
Keflavík - Sólvallagötu 2
Vestmannaeyjum - Faxastíg 36
Laugavegi 77
Kringlunni suður
Akureyri - Hafnarstræti 91-93
LeifsstöðLeifs Eiríkssonar Flugstöð
Hallarmúla 4
Smáralind
Akranesi - Dalbraut 1
Vöruúrval eftiroktóber. verslunum. Upplýsingar birtar með fyrirvaraum umvillur villurog ogmyndabrengl. myndabrengl. tilboða er frá 9. október,mismunandi til og með 12. Upplýsingar erueru birtar með fyrirvara
540 20
Vöruúrval eftiroktóbe verslu Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími tilboða er frá 9. október,mismunandi til og með 12.