Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Póstur: vf@vf.is
Markhönnun ehf
Sími: 421 0000
NeSbæ
kjA RISA RAftækjAútSAlA í Nettó Rey Kræsingar & kostakjör
Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
Philips DVD Spilari 7.995 |-996 | 6.999 kr Nextbook SpjalDtölVa 7,85” 16.995 | -2.596 kr | 14.399 kr
RISA RAftækjADAgAR nettó reyKjAnesbæ
10%
20% 30%
40%
Philips 50” lED SjónVarp FHD 119.995 | 19.996 | 99.999 kr Allir sem versla raftæki geta tekið þátt í leik og unnið þetta Philips 50” leD sjónvarp að verðmæti 119.995kr
! vf.is
F IMMTUDAGUR INN 5 . MARS 2 0 15 • 9. TÖ LU BLA Ð • 36. Á RGA NGU R
Fimleikar, loðna og leikhús
Níundi þáttur Sjónvarps Víkurfrétta verður á dagskrá ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21:30. Í þættinum kíkjum við m.a. í heimsókn til Fimleikadeildar Keflavíkur en ungir fimleikastrákar nældu í fyrsta bikarmeistaratitil deildarinnar á móti um síðustu helgi. Fimleikastrákarnir eru á myndinni hér til hliðar. Í þættinum skellum við okkur einnig í loðnuhrognavinnslu hjá Saltveri í Njarðvík, tökum púlsinn á ferðamálum á svæðinu og ræðum við Davíð Guðbrandsson leikara sem er að leikstýra í fyrsta skipti um þessar mundir. Þátturinn verður einnig aðgengilegur í háskerpu á vf.is.
Páll Valur þingmaður á Alþingi:
Eru Gunnhildur og Gerður ekki betri en 13-14 ára unglingar? H
■■Tugir kláruðu bótarétt sinn um áramótin og fá ekki félagslega aðstoð:
Færri atvinnulausir en fleiri í neyð -Fólk er opnara með neyð sína, segir formaður VSKF. Fáir atvinnulausir hjá Verslunarmannafélaginu.
A
FÍTON / SÍA
tvinnulausum á Suðurnesjum hefur fækkað um 186 á milli áranna 2013 og 2014. 655 voru atvinnulausir í janúar, 290 karlmenn og 365 konur. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar. Hlutfallslegt atvinnuleysi á Suðurnesjum í janúar var alls 5,8%; 4,8% karla og 7,1% kvenna. Fjöldi atvinnulausra í lok janúarmánaðar voru 43 í Grindavík, 466 í Reykjanesbæ, 77 í Sandgerði, 43 í Garði og 26 í Vogum. 3,6% atvinnuleysi var á landinu á sama tíma. Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, segir fækkun meðal atvinnulausra vera í samræmi við það að þeim sem fá félagslega aðstoð hjá Reykjanesbæ fækki einnig. „Einnig hefur atvinnulausum félagsmönnum VS fækkað verulega og í dag eru innan við 40 félagsmenn VS á atvinnuleysisskrá.“
einföld reiknivél á ebox.is
„Það voru þó nokkrir sem sem kláruðu bótaréttinn sinn um áramótin vegna lagabreytinga. Þetta er fyrsti hópurinn sem klárar bótarétt sinn eftir að réttur var skertur, bótarétturinn var á lengdur á tímabilinu eftir hrun. Margt af þessu fólki telst hvergi og fær ekki félagslega aðstoð frá sveitarfélaginu sínu vegna þess að maki þess er yfir hámarkskvarða í tekjum. Þetta er ótrúleg grimmd og kerfið hættir að leita að vinnu fyrir fólk,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður VSKF. Fólk sé orðið ófeimnara við að leita sér fjárhagsaðstoðar en áður. „Það þykir ekki eins mikil skömm að standa í röð til þess og ég held að það sé mjög hæpið að fólk geri slíkt að ástæðulausu til að fá mjólkurpott, brauð og bjúgupakka, sem er nálægt því að renna út á tíma. Fólk er opnara með neyð sína. Atvinnuleysið er örugglega meira en tölur sýna og þær segja ekkert til um félagslega stöðu fólks. Það er
því ekki ólíklegt að þessi hópur, sem fær hvergi höfði sínu að halla, leiti til kirknanna, Rauða krossins og Fjölskylduhjálpar.“ Þórunn Íris Þórisdóttir, rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju sem hefur umsjón með Velferðarsjóði Suðurnesja, segir hvorki hafa fækkað né fjölgað í hópnum sem leiti til hennar. „Aldursbilið er orðið breiðara, hópurinn margbrotinn og meira af ungu fólki á menntaskólaaldri sem er í vandræðum.“ Unga fólkið sem leiti til hennar geri sér stundum ekki grein fyrir því að ýmislegt er í boði til að efla sjálfsmynd þess til að breyta stöðunni. „Margir sem koma hingað þurfa fyrst og fremst á hvatningu og stuðningi að halda sem þeir fá ekki heima. Það kemur jafnvel stolt hingað til að segja frá góðum árangri sem það hefur náð í námi eftir að hafa þegið styrk úr Velferðarsjóði fyrir skólagjöldum, bókakostnaði og skólamat.“
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
æstvirtur forseti. Það stendur í frumvarpinu að það muni aldrei koma til þess að yngri en 18 ára afgreiði vín. En ég velti þá fyrir mér, af því að verslunin í landinu er alltaf að reyna að ná niður kostnaði og græða meira, að t.d. í mínum heimabæ, Grindavík, er meðalaldur þeirra sem eru að afgreiða á kassa 13 og 14 ára, og starfsmannaveltan er gríðarleg,“ sagði grindvíski þingmaðurinn Páll Valur Björnsson, Bjartri framtíð, í andsvari í umræðu um áfengisfrumvarpið á Alþingi í gær. Páll Valur velti líka fyrir sér hvort Nettó í Grindavík yrði tilbúið að fara að stækka húsnæði sitt til þess að vera með áfengi. „Ég veit það ekki. Ég held að þetta yrði gríðarlegt vandamál. Nú þegar starfa 350 manns við þetta og starfsmenn ÁTVR á Íslandi eru mjög ánægðir. Í Grindavík erum við með ÁTVR nánast við hliðina á búðinni. Þar starfa ósköp glaðlyndar og skemmtilegar konur, Gunnhildur og Gerður, og þær hafa miklar áhyggjur af þessu. Þetta hefur sett starf þeirra í mikið uppnám. Ég held að það myndi verða mjög erfitt fyrir verslunareigendur að hafa eftirlit með þessu.“
Fauk á hliðina í slippnum Vonin KE 10 fauk á hliðina í slippnum hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur í óveðrinu sem gekk yfir í gær. Í snarpri vindhviðu lagðist Vonin á hliðina. Bátur sem stendur við hliðina stóð einnig tæpt og ætluðu menn að bíða þar til vind lægði til að huga frekar að bátunum. Vonin KE er þjónustubátur fyrir köfunarverkefni og var í slippnum til viðhalds. VF-mynd: Hilmar Bragi
2
fimmtudagurinn 5. mars 2015 • VÍKURFRÉTTIR
DAGUR UM MÁLEFNI FJÖLSKYLDUNNAR
-fréttir
Grunsamlegur haugur í Kúagerði mögulega lögreglumál „Fann þessa hrúgu um daginn í Kúagerðinni. Það kostar ekkert að fara með þetta í endurvinnslu en samt leggur fólk sig svo lágt að fara útí náttúruna og losa sig við svona úrgang,“ segir umhverfisverndarsinninn Tómas J. Knútsson í færslu á Facebook. Hann birti meðfylgjandi mynd með.
Laugardaginn 7. mars verður dagskrá í Fjölskyldusetrinu sem hefst kl. 11:00. Þér er boðið. Dagskrá: Kynning á Fjölskyldusetri - Anna Hulda Einarsdóttir Ávarp bæjarstjóra - Kjartan Már Kjartansson Erindi - Unnar S. Sigurðsson Fjölskyldan og fyrirtæki verða ekki skilin að – Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður félagsmálaráðs veitir viðurkenningar til fjölskylduvænna fyrirtækja/stofnana. Tónlistaratriði Dagskráin er öllum opin og eru foreldrar/forráðamenn hvattir til að taka börnin með. Kaffi og meðlæti. Barnagæsla á staðnum – andlitsmálun og fleira. Í tilefni dagsins er frítt fyrir alla í Duushús, tveir fyrir einn í Víkingaheima og Rokksafnið og frítt fyrir börn. Fjörheimar/88 húsið er öllum opið kl. 13:00-17:00 og Ungmennagarðurinn er opinn frá kl. 10:00-22:00.
ATVINNA Á HEIMILI FATLAÐS FÓLKS Óskað er eftir starfsmanni á heimili fyrir fatlað fólk í Reykjanesbæ. Um er að ræða 50% starf. Vinnutími frá 9.00 - 13.00 alla virka daga. Upplýsingar veitir Ólafur Garðar Rósinkarsson forstöðuþroskaþjálfi í síma 421-5041 og á netfangið olafur.g.rosinkarsson@reykjanesbaer.is. Umsóknarfrestur er til og með 19. mars nk. Sækja þarf um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf.
SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM Helgina 13. og 14. mars er þér boðið til menningarveislu. Frítt á öll söfn, setur og sýningar á Suðurnesjum. Hápunktur helgarinnar verður opnun sýningarinnar „Páll Óskar - Einkasafn poppstjörnu“ í Rokksafni Íslands laugardaginn 14. mars kl. 15:00. Verið velkomin: • Duushús - 6 sýningar • Rokksafn Íslands • Víkingaheimar - 5 sýningar • Bókasafn Reykjanesbæjar • Skessan í hellinum • Rokkheimur Rúnars Júlíussonar • Íbúð kanans • Slökkviliðssafn Íslands • Opnar vinnustofur • Hönnun og handverk ....og margt fleira Sjá nánar á safnahelgi.is og í Víkurfréttum í næstu viku.
pósturu vf@vf.is
Færsla Tómasar fær heilmikil viðbrögð og nefnir fólk m.a. að hrúgan minni á hluti sem notaðir séu við kannabisræktun. Einungis vanti kannbisplönturnar á kubb-
ana á myndinni. Ástæðan fyrir því að þetta hafi ekki farið í endurvinnsluna gæti verið viðkvæmni fyrir því að þurfa að útskýra kannabisræktun. Tómas svarar því til að hann hafi komið að pokum í svipuðum haug á leiðinni upp að [fjallinu] Keili í fyrra sem hann hreinsaði einnig í burtu. Hann ætti einnig myndir af þeim. Mögulega gæti verið um lögreglumál að ræða, en það er auðvitað lögreglunnar að meta það og rannsaka.
Vogamenn hamstra strætómiða á lægra verði XXÍ ljósi boðaðra hækkunar á gjaldskrá Strætó bs. sem taka á gildi 1. mars 2015 hefur bæjarstjórn Sveitrfélagsins Voga samþykkt að almennir farmiðar verði seldir íbúum með lögheimili í sveitarfélaginu á sama verði og gilti fyrir hækkun. Á fundi bæjarstjórnar í gær var samþykkt að fest verði kaup á 1000 almennum farmiðum f yrir gildistöku gjaldskrárbreytingar og þeir seldir á innkaupsverði. Fyrirkomulagið mun gilda til og með 31. maí 2015 eða eins og birgðir endast.
Holtaskóli tók Lífshlaupið með stæl
Starfsmenn Holtaskóla gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins árið 2015. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa, vinnustaða og skóla. Keppt er hvoru tveggja í fjölda daga og mínútna og sigraði Holtaskóli með yfirburðum í báðum flokkum. Mjög margir starfsmenn Holtaskóla stunda einhvers konar hreyfingu nokkrum sinnum í viku en þátttaka í Lífshlaupinu hvetur enn fleiri til dáða.
Ók á verslunarhúsnæði XXBifreið var ekið á hús í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á sunnudag. Ökumaðurinn var kominn inn í verslun, sem er í húsnæðinu sem hann ók á, þegar lögreglu bar að garði. Hann reyndist vera sviptur ökuréttindum og kvaðst hafa ætlað að tilkynna óhappið daginn eftir. Skemmdir urðu á bifreiðinni og húsnæðinu.
Ölvaður, réttindalaus og eftirlýstur XXÖkumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum handtók á sunnudag vegna ölvunaraksturs hafði aldrei öðlast ökuréttindi á Íslandi. Auk þess hafði hann verið sviptur ökuréttindum í heimalandi sínu vegna ölvunaraksturs. Þá var hann eftirlýstur vegna vararefsingar. Tveir farþegar sem voru í bifreiðinni með honum gátu ekki tekið við akstri hennar því þeir voru einnig ölvaðir. Annar ökumaður sem ók í veg fyrir lögreglubifreið án þess að átta sig á því reyndist hafa neytt fíkniefna.
FJÖR Á ÞEMADÖGUM Í FS XXLína langsokkur var meðal þeirra sem mættu blaðamanni á Þemadögunum 'Lífið er yndislegt' sem stóð yfir í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í síðastliðinni viku. Þar kenndi ýmissa grasa og nemendur fræddust og upplifðu öðruvísi hluti en þeir eru vanir og sáu kennara sína í nýju ljósi. Þegar Víkurfréttir kíktu við var m.a. verið að kenna sushi-gerð, textílvinnu, blómaskreytingar, sultugerð, pizzugerð, múffugerð, kertagerð og graffitimeistarar létu til sín taka. Þá fengu nemendur og kennarar einnig blóðþrýstinginn mældan. Boðið var upp á ilmandi vöfflur. Klæðnaður kennara og umsjónarfólks Þemadaganna vakti mikla lukku, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Hafnsögubátur sótti slasaðan sjómann í togara – sjómaður brenndist mikið eftir vinnu við rafmótor
Hafnsögubátur Grindavíkurhafnar sótti slasaðan sjómann um borð í togara skammt undan Hópsnesinu við Grindavík í síðustu viku. Þung alda var á vettvangi og um 4 metra ölduhæð. Þrátt fyrir það gekk vel að koma manninum úr togaranum og í hafnsögubátinn. Þegar hjálparbeiðni barst var hafnsögubáturinn fyrstur af stað en björgunarskip frá björgunarsveitinni Þorbirni fylgdi í kjölfarið. Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík, sagði í samtali við Víkurfréttir
að verkefnið hafi gengið vel og samvinna góð milli björgunaraðila. „Við vorum fyrstir af stað á hafnsögubátnum eftir að hjálparbeiðni barst frá togaranum. Ég bað björgunarsveitina strax um að óska eftir aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar því maðurinn sem við vorum að sækja var talsvert slasaður. Það gekk vel að koma honum um borð hjá okkur og að flytja hann í land“, segir Sigurður. Tveir björgunarsveitarmenn komu yfir í hafnsögubátinn á vettvangi og hlúðu að hinum slasaða á meðan hann var fluttur í land.
Maðurinn var fluttur að smábátabryggjunni þar sem hann fór með sjúkrabíl að norðurgarði Grindavíkurhafnar. Þar beið þyrla Landhelgisgæslunnar og flutti manninn á Landspítala í Fossvogi. Maðurinn var að vinna við rafmótor í togaranum og hlaut þó nokkur brunasár. Frá því hjálparbeiðni barst leið innan við hálftími þar til hinn slasaði var kominn í land og að þyrlunni sem beið við höfnina. Sigurður segir að aðstæður við skipið hafi alls ekki verið góðar. Ölduhæðin upp á fjóra metra og erfitt að athafna sig. Þrátt fyrir aðstæður hafi aðgerðir tekist vel.
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A — 1 5 - 0 5 5 4
Spennandi störf á Keflavíkurflugvelli Isavia óskar eftir öflugum einstaklingum til þess að bætast í frábæran hóp starfsfólks. Okkur vantar verkefnastjóra, bifvélavirkja, málara og kraftmikið sumarstarfsfólk.
Verkefnastjóri
Bifvélavirki/vélvirki
Málari
Leitað er að öflugum verkefnastjóra til þess að taka þátt í uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli.
Starfið felst í viðgerðum og viðhaldi á öllum tækjum og bifreiðum Keflavíkurflugvallar.
Óskað er eftir faglærðum og vandvirkum málara í viðhaldsteymi eignaumsýslu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Viðkomandi mun taka þátt í skipulagningu og eftirliti með framkvæmda- og fjárfestingaverkefnum. Verk- eða tæknifræðimenntun er nauðsynleg.
Meirapróf og vinnuvélapróf er skilyrði og sveinspróf í bifvélavirkjun/vélvirkjun er æskilegt.
Umsækjendur þurfa að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.
Sumarstörf á Keflavíkurflugvelli Við óskum eftir öflugum og heilsuhraustum einstaklingum í sumarstörf. Störfin felast í viðhaldi Keflavíkurflugvallar og umhverfis hans. Aukin ökuréttindi eru kostur.
Umsóknarfrestur er til og með 21. mars. Umsóknum skal skila inn rafrænt á heimasíðu Isavia, www.isavia.is/atvinna
Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 850 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbyggingu og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.
4
fimmtudagurinn 5. mars 2015 • VÍKURFRÉTTIR
Sjáið meira í Sjónvarpi Víkurfrétta!
Hressir skólastrákar í næturloðnuvinnu. Þeir geta náð sér í 3-400 þús. kr. eftir nokkrar vikur.
■■Saltver með hátækni loðnuhrognavinnslu í Reykjanesbæ:
Skipin landa í Helguvíkurhöfn og þar fer flokkun loðnunnar fram.
Falleg hrogn renna sína leið í tækjunum í Saltveri.
Saltver er með hátækni loðnuhrognavinnslu.
Texti og myndir: Hilmar Bragi Bárðarson.
Guðmundur Jens Guðmundsson.
Vinna 190 tonn af hrognum á sólarhring – og skólafólk vinnur sér inn góðar tekjur á næturvöktum
Þ
etta vef vel af stað hjá okkur. Við erum búnir að tæknivæða verulega hjá okkur frá því fyrir ári síðan. Það hefur verið talsvert um brælur á miðunum en þetta byrjar vel hjá okkur. Tvo fyrstu dagana höfum við tekið inn um 300 tonn af hrognum til frystingar,“ segir Guðmundur Jens Guðmundsson framleiðslu- og útgerðarstjóri hjá Saltveri. Vinnsla á loðnuhrognum hófst hjá fyrirtækinu sl. sunnudag en fyrirtækið er það eina á Suðurnesjum sem frystir loðnuhrogn. – Þessi tæknivæðing skiptir sköpum fyrir ykkur. „Hún er algjör bylting. Það er mikil sjálfvirkni í vinnslunni þannig að frá því hrognunum er sturtað í síló við upphaf vinnslulínunnar þá þarf mannshöndin að hafa fá inngrip þar til frosin loðnuhrognin eru komin í kassa og á bretti við hinn enda línunnar, þaðan sem þau fara í frystiklefa og svo í skip til Japan“. Loðnuhrognin koma frá flokkunarstöðinni í Helguvík og eru flutt þaðan í körum á hafnarvog í Keflavík og þaðan í vinnsluna hjá Saltveri við höfnina í Njarðvík. Þar eru hrognin látin standa í körum í 12-24 tíma, allt eftir því í hvaða vinnslu þau fara. „Japanshrognin“ standa í 12 tíma en „iðnaðarhrognin“ standa í sólarhring. Hrognin fara svo í gegnum pokavélar sem mata tvo frysta. Út úr frystunum fara svo frosnar öskjur inn í pökkunarlínuna sem skilar afurðunum innpökkuðum í kassa og á vörubretti sem fara í frystiklefa og þaðan til útflutnings. „Það eru margar hendur sem koma að þessu þrátt fyrir að vinnslan sé þó svo tæknivædd eins og raun ber vitni, en þetta gengur mjög vel,“ segir Guðmundur.
Umhverfisvænar ræstingar
– Ástæða þess að þið farið í þessa tæknivæðingu er að það fékkst ekkert fólk til að vinna við loðnuna. „Það var þannig árið 2006 þegar Þorsteinn Erlingsson byrjaði á þessu, þá leit ekki út fyrir að hægt væri að fá marga starfsmenn. Það hefur hins vegar breyst all verulega og nú eru margir sem sækja um vinnu þegar hrognavinnslan hefst“. Saltver var fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að setja upp tæknivædda vinnslulínu fyrir hrognafrystinguna og
síðan þá hafa samskonar vinnslulínur verið settar upp á nokkrum stöðum á landinu. Þorsteinn Erlingsson sé frumkvöðull á þessu sviði og framsýnn þegar kemur að þessari vinnslu sjávarafurða, segir Guðmundur. – Þið eruð að fá þó nokkuð af skólafólki til ykkar. „Já, það eru sennilega yfir 100 krakkar búnir að sækja um hjá mér fyrir sumarið þegar við förum í frystingu á makríl og svo erum við núna með um 20 ungmenni á næturvaktinni nú í loðnunni og eru örugglega dauðþreyttir í skólanum í dag,“ segir Guðmundur og brosir. – og er þetta allt í lagi? „Já, buddan verður í lagi hjá þeim og það er vonandi að skólinn sætti sig við það“. – Hvað er vertíðin í hrognunum lögn hjá ykkur? „Hún virðist ætla að vera löng núna. Hún er yfirleitt þrjár vikur en við erum að vonast til að fá fjórðu vikuna núna. Í góðum gangi er það að gefa okkur 190 tonn af hrognum á sólarhring. Þá hefur kvótinn verið aukinn þannig að þau fyrirtæki sem við vinnum fyrir eru komin með meiri loðnukvóta. Þá er vöntun á markaði. Það varð hrun á ansjósum í Suður Ameríku, sem veldur hækkunum á markaði. Þá veiddu Norðmenn ekki nóg í fyrra, þannig að það er góður seljendamarkaður“. – Hvert fara afurðirnar frá ykkur? „Þetta fer allt á Japansmarkað. Markaðir í Úkraínu og Rússlandi eru erfiðir núna. Sá markaður er sérstakur, eiginlega bara hættulegur í augnablikinu“. – Það er af sem áður var þegar loðnuhrogn voru fryst í öllum frystihúsum á Suðurnesjum. Þið eruð einir eftir? „Það er orðið lítið um þessa vinnslu í dag og við erum þeir einu sem sitjum að þessu. Við vinnum hrognin í verktöku fyrir Síldarvinnsluna, Samherja og Gjögursamsteypuna. Þeir eiga skipin sem veiða þetta og loðnumjölsverksmiðjuna. Við erum þakklátir fyrir það að geta unnið með þeim. Við vinnum mikið með Síldarvinnslunni, Samherja og HB Granda og það skiptir okkur miklu máli“.
Forðaði árekstri við kött
HVAÐ GETUM VIÐ GERT FYRIR ÞIG? Páll borinn til hinstu hvílu www.allthreint.is // Holtsgötu 56, 260 // Sími 421 2000
XXPáll Hreinn Pálsson, útgerðarmaður í Grindavík, var jarðsunginn í Grindavíkurkirkju sl. föstudag að viðstöddu fjölmenni. Börn Páls og tengdabörn voru kistuberar. Mynd: Viktor Svan Sigurðarson.
Árekstur varð um helgina þegar köttur hljóp í veg fyrir bifreið í Njarðvík. Ökumaðurinn stöðvaði bifreiðina til að keyra ekki yfir köttinn og við það hafnaði önnur bifreið aftan á henni. Þá urðu nokkrir ökumenn staðnir að hraðakstri eða að sinna ekki stöðvunarskyldu. Loks voru skráningarnúmer fjarlægð af bifreiðum sem voru ýmist óskoðaðar eða ótryggðar.
Ný Corsa
Frumsýning á nýrri Opel Corsa – 7. mars! Laugardaginn 7. mars frumsýnum við fimmtu kynslóðina af Opel Corsa – sportlegan fimm manna bíl sem kemur sannarlega á óvart fyrir fullkominn tækni- og öryggisbúnað, ferska hönnun, sprækar vélar, sparneytni og frábært verð. Vertu velkomin(n) á frumsýningu Corsa, Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ, 7. mars. Opið milli kl. 12 og 16. Við hlökkum til að sjá þig.
Bílabúð Benna, í samstarfi við Lykil, býður upp á 10% útborgun við kaup á nýjum Opel. Fáðu nánari upplýsingar hjá sölumönnum Opel.
6
fimmtudagurinn 5. mars 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-ritstjórnarbréf
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
Olga Björt Þórðardóttir skrifar
Að velja sér bakland Ungmennin er okkur hugleikin í Víkurfréttum þessa dagana. Bakgrunnur þeirra er misjafn alveg eins og áhugamálin sem eru fjölbreytt. Davíð Guðbrandsson fann sig ekki í fótbolta, sundi eða körfubolta sem að hans mati þurfti að geta til að meika það í heimabænum þegar hann var barn og unglingur. Hann prófaði að fara í Leikfélag Keflavíkur og var tekið þar opnum örmum. „Það er líka mikill þroski fyrir ungt fólk að taka þátt í leikfélagsstarfi. Þetta er góður félagsskapur fólks á öllum aldri og þessu fylgir mikil ábyrgð,“ segir Davíð í viðtali í Víkurfréttum. Drengjafimleikar eiga sér mjög stutta sögu hjá Keflavík en fulltrúar félagsins, 9-14 ára, unnu fyrsta bikarmeistaratitilinn í sögu þess, á bikarmóti í áhaldafimleikum um síðustu helgi. Aðrir keppendur frá Keflavík kræktu sér í brons eða unnu sér inn þátttökurétt á Íslandsmótinu. Þar er þjálfarinn Vilhjálmur Ólafsson greinilega að vinna gott starf fyrir félagið, laða að og draga fram það besta í sínu fólki.
Ekkert væl bara stuð hjá Reykjanesbæ!
íf
Árshátíð Reykjanesbæjar var haldin 28. feb. í Stapa og mættu rúmlega 500 manns og skemmtu sér konunglega. Örvar Þór Kristjánsson var veislustjóri, Pétur Jóhann var með uppistand, Sverrir Bergmann og Halldór fjallabróðir voru með skemmtiatriði ásamt því að spila á Stapabar. Síðan hélt Buffið uppi stuðinu. Holta- og Háaleitisskóli sáu um árshátíðina í ár. Í nefndinni voru úr Holtaskóla Elínborg Herberstdóttir, Freydís Helga Árnadóttir, Hildur Bára Hjartardóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir og Stefanía Helga Björnsdóttir. Úr Háaleitisskóla voru Guðný Ólöf Gunnarsdóttir, Halla Karen Guðjónsdóttir og Jón Haukur Hafsteinsson. Hér eru myndir af nokkrum en það má sjá fleiri á vf.is.
Yfir 100 skólakrakkar hafa sótt um sumarvinnu hjá Saltveri í Njarðvík og 20 ungmenni starfa þessa dagana á næturvöktum í loðnuvinnslu þar. „Þeir eru örugglega dauðþreyttir í skólanum. Buddan verður í lagi hjá þeim og það er vonandi að skólinn sætti sig við það,“ segir Guðmundur Jens Guðmundsson, framleiðslu- og útgerðarstjóri, í samtali við Víkurfréttir. Það er ekki oft sem skólakrökkum gefst tækifæri til að vinna sér inn góðar tekjur á stuttum tíma og kynnast fjörinu og puðinu sem fylgir vertíðum. Sú var tíðin að skólar gáfu nemendum jafnvel frí til þess að hægt yrði að bjarga slíkum verðmætum í vinnslu. Til er hópur unglinga sem skortir sjálfsöryggi til að finna styrkleika sína og stuðninginn sem þarf til að virkja þá. Þórunn Íris Þórisdóttir, sem hefur umsjón með Velferðarsjóði Suðurnesja, segir fleira ungt fólk á menntaskólaaldri eiga í vandræðum en áður. Unga fólkið sem leiti til hennar geri sér stundum ekki grein fyrir því að ýmislegt er í boði til að efla sjálfsmynd þess til að breyta stöðu sinni. „Margir sem koma hingað þurfa fyrst og fremst á hvatningu og stuðningi að halda sem þeir fá ekki heima. Þeir koma jafnvel stoltir hingað til að segja frá góðum árangri sem þeir hafa náð í námi eftir að hafa þegið styrk úr Velferðarsjóði fyrir skólagjöldum, bókakostnaði og skólamat,“ segir Þórunn Íris í forsíðufrétt í Víkurfréttum. Þótt baklönd unga fólksins séu misjöfn heima fyrir, þá eru þau samt víða í samfélaginu og þar er vel hægt að ná fram því besta, leyfa því að prófa fjölbreyttar leiðir til að finna sig; hvort sem það er í námi, vinnu eða félagsstarfi. Svo má ekki gleyma að hrósa þeim og hvetja.
Hefur þú ekki tíma fyrir morgunmat? Sumir hlaupa út á morgnana með tóman maga og gefa sér ekki tíma til að byrja daginn á staðgóðum morgunmat. Þarna er snilld að vera búin að græja morgunmatinn áður en þú ferð að sofa og kippa þessu bara með í vinnuna eða skólann næsta morgunn. Þannig ertu viss um að þú sért að byrja daginn vel og getur betur haldið þér í jafnvægi með næstu máltíðir yfir daginn. Hér eru nokkrar hugmyndir að morgunmat sem mér finnst gott að eiga tilbúið í ísskápnum ef tíminn er naumur næsta dag.
ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR
• Hafragrautur eða chiagrautur í krukku. Láta hafra eða chia fræ í krukku með vatni eða möndlumjólk og í ísskáp. Sniðugt að bæta kanil, rúsínum, kakódufti, bláberjum og kókósflögum út í. T.d. alveg hægt að gera chia krukkugraut fyrir 3 daga í einu. • Eggjamuffins. Hrærið saman í ommilettu og hellið í sílikon muffins form og bakið í ofni kvöldinu áður. Fínt að grípa 1-2 með sér í vinnuna. • Berjaboost sem hægt er að geyma í ísskápnum og drekka strax um morguninn. Líka gott að gera grænmetissafa í safapressunni gulrótar -eða rauðrófusafa með sítrónu. • Soðin egg og avókdaó. Mjög gott að sjóða vel af eggjum til að grípa með sér ef lítill tími. Egg og avókadó fer mjög vel saman til að redda sér á í morgunkaffinu. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is, www.pinterest.com/grasalaeknir
vf.is
SÍMI 421 0000
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Prentun: Landsprent hf. Upplag: 9000 eintök. Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
ÁFRAM REYKJANES! Skólahreysti – hreystikeppni allra grunnskóla á landinu er hafin. Grunnskólar á Reykjanesi etja kappi í Skólahreysti fimmtudaginn 19. mars kl. 19:00 í íþróttahúsinu í Keflavík. Það er ókeypis inn og við hvetjum alla grunnskólakrakka til að mæta. Keppnin verður svo sýnd á RÚV í apríl.
SKÓLAHREYSTI ER Í BOÐI LANDSBANKANS MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTIÐ
facebook.com/skolahreysti
#skolahreysti
8
fimmtudagurinn 5. mars 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
VILL EKKI VERA
forréttindapjakkur Maður hefur dálítið gott af því að neyðast út í önnur djobb og taka dálítið á sér
Leikstjóri Leikfélags Keflavíkur segist læra mikið af öllum störfum.
L
eikarinn og Keflvíkingurinn Davíð Guðbrandsson stýrir sínu fyrsta sviðsverki um þessar mundir í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ. Þar frumsýnir Leikfélag Keflavíkur á næstunni sýninguna Killer Joe. Sjálfur var Davíð í leikfélaginu frá 1994-1999, þegar hann komst í Leiklistarskólann - og leiklistarbakterían var þar með komin til að vera. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ að bera ábyrgðina sjálfur, rífa svolítið kjaft og segja 'I'm the boss' á æfingum og láta hlýða mér og svona“, segir Davíð og glottir. Honum finnst greinilega gaman að fá að bera hitann og þungann af verkinu og ákvörðunin með að taka það að sér var ekki erfið. „Þótt ég sé með ótrúlega gott fólk með mér, þá eru ákvarðanirnar svolítið mínar og það er nýtt fyrir mér. „Mig hafði langað að gera þetta lengi og í raun gamall draumur að fá að koma til baka og vinna með Leikfélaginu.“
bolta, sundi eða körfubolta sem maður þurfti að vera til að meika það í heimabænum þá. Ég ólst svolítið upp í leikfélaginu hér og fann mig svo mikið þar. Kom hingað fyrst 1994 í gamla Félagsbíó og var tekið opnum örmum. Lék fyrst í Stígvélaða kettinum. Eftir það var eiginlega aldrei spurnig um að gera nokkuð annað. Það er líka mikill þroski fyrir ungt fólk að taka þátt í leikfélagsstarfi. Þetta er góður félagsskapur fólks á öllum aldri og þessu fylgir mikil ábyrgð.“
Mikill þroski fæst í leikhússtarfi Davíð segist vera Keflvíkingur, ekki Reykjanesbæingur. „Við erum nokkrir sérvitringar að því leyti. Ég var aldrei nógu góður í fót-
Kann vel við sig í svörtu, gluggalausu rými Í framhaldi af því sótti Davíð um í gamla Leiklistarskóla Íslands, komst inn og útskrifaðist úr Listaháskólanum fjórum árum
síðar. „Ég var í einum af þeim bekkjum sem gert var tilraunir með varðandi nám. Fór í framhaldi af því að vinna á heimili fyrir aldraða öryrkja. Það var líka mikill skóli. Svo lék ég fljótlega í Borgarleikhúsinu og með leikhópi sem settu upp söngleikinn Hárið í Austurbæjarbíó og svo í Kallakaffi, sællar minningar.“ Næstu fimm árin lék Davíð svo í Borgarleikhúsinu og segist að upplagi þykja vænt um leikhús og kunna vel við sig í svörtu, gluggalausu rými. Varð þakklátari fyrir önnu störf Undanfarin 6-7 ár hefur Davíð starfað sjálfstætt. „Það er ‘fansí’-orðið, en ég hef oft þó verið atvinnulaus og snúið mér að öðru. Hef þó unnið við sjónvarp, kvikmyndir, talsetningar o.þ.h. Einnig var ég aðstoðarleikstjóri í kvikmyndinni Fölskum fugli sem ég framleiddi ásamt nokkum öðrum fyrir örfáum árum. Hef einnig fengið frábær hlutverk og tekið þátt í skemmtilegum sjónvarpsverkefnum og kvikmyndum“. Þá segist Davíð einnig hafa fengið tækifæri til að kynnast því hve mikil vinna fer í að koma handriti að frumsýningu. „Ég varð þakklátari fyrir starf
hins fólksins þegar ég er að leika því leikarastarfið virkar auðvelt og lítið snúið í samanburði við margt sem aðrir gera.“ Gott að beisla orkuna í leiklist Stærsti draumurinn vinnulega segir Davíð vera að fá að gera sitt lítið af hverju. „Maður verður háður þessari leikarabraut þegar maður er kominn á hana. Hún er stutt, maður sér fyrir endann á verkefnunum og er alltaf að kynnast nýju fólki og nýjum efnivið. Þó er gaman að staldra við í vinnu af öðrum toga inni á milli. Vera ekki bara forréttindapjakkur sem fær að gera það sem hann vill gera. Maður hefur dálítið gott af því að neyðast út í önnur djobb og taka dálítið á sér og kynnast sjálfum sér í leiðinni,“ segir Davíð brosandi en vonar þó að hann haldi áfram að gera það sem hann er að gera. „Það er ótrúleg hreinsun í því og góð leið til að beisla orkuna og koma tilfinningunum í farveg; fá að vera einhver annar en ég fæ að vera í daglegu lífi því samfélagið hefur kennt mér annað. Kannski sem betur fer,“ segir Davíð að lokum.
9
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 5. mars 2015
-fréttir
pósturu vf@vf.is Svona er framtíðarsýnin fyrir Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár.
Fulltrúar frá Isavia og Nordic - Office of Architecture í Noregi, en hönnunarstofan varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppninni. Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, kynnti verðlaunatillöguna.
Svona verður Keflavíkurflugvöllur árið 2040 - rík áhersla lögð á samráð við hagsmunaaðila og nærsamfélag flugvallarins.
E
lín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, kynnti í síðustu viku vinningstillögu að masterplani eða þróunaráætlun fyrir Keflavíkurflugvöll til næstu 25 ára í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Masterplan er sveigjanleg þróunaráætlun sem tekur á öllu svæði og umhverfi flugvallarins, því sem er innan öryggisgirðingar og utan. Masterplan er stjórntæki sem haghafar geta nýtt sér til stefnumótunar og uppbyggingar. Þar eru uppbyggingaráform Keflavíkurflugvallar kortlögð
þannig að vel sé farið með fjármagn flugvallarins. Masterplan er þannig leiðarljós fyrir framtíðarskipulag þar sem unnið er flugvellinum í hag í samræmi við umferðar- og farþegaspá. Það var Hönnunarstofan Nordic - Office of Architecture í Noregi sem varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni. Í hönnunarsamkeppni um Masterplan Keflavíkurflugvallar var kallað eftir hugmyndum um skipulag flugstöðvarinnar og nærumhverfis, skipulag flug-
vallarins og umhverfisskýrslu. Sömuleiðis var óskað eftir tillögu að nálgun hvað varðar samráð við hagsmunaaðila en slíkt samráð er afar mikilvægt til þess að endanleg áætlun muni lýsi sameiginlegri framtíðarsýn hagsmunaaðila og flugvallarins sjálfs. Sú tillaga sem nú liggur fyrir uppfyllti best þær kröfur sem settar voru fram í hverjum flokki og lýsir áhugaverðum hugmyndum sem uppfylla þarfir flugvallarins til framtíðar í takti við þróun í farþegafjölda og umferð.
„Valnefnd var einróma í niðurstöðu sinni og var sömuleiðis samhljómur í álitsgjöf hagsmunaaðila um vinningstillögu. Tillaga Nordic er vel útfærð og uppfyllir kröfur í þeim þáttum sem settir voru fram í samkeppnisgögnunum. Sett er fram heildstæð áætlun í umhverfismálum og gert ráð fyrir miklu og góðu samráði við hagsmunaaðila á öllum stigum skipulagsgerðarinnar. Þá er hugsað fyrir því að nýir tekjumöguleikar opnist í hverjum framkvæmdaáfanga og að tækifæri til tekjuöflunar opnist um leið og
afkastageta er aukin,“ segir Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia og formaður valnefndar. Vinningstillagan þótti skara fram úr varðandi sjálfbærni og skipulags- og umhverfismál auk þess sem skýr stefna er sett í tekjusköpun á uppbyggingartíma og rík áhersla er á samráð við hagsmunaaðila og nærsamfélag flugvallarins. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun flugstöðvarinnar til norðurs og lagningu nýrrar norður-suður flugbrautar vestan við flugvöllinn í framtíðinni.
420 4000 studlaberg.is
Guðlaugur H. Guðlaugsson Löggiltur fasteignasali
Halldór Magnússon Löggiltur fasteignasali
Haraldur Freyr Guðmundsson Sölumaður
Hátún 34 – 230 Reykjanesbær
Heiðarbrún 15 – 230 Reykjanesbær 6 herbergja einbýli á góðum stað í Keflavík. Óborganlegt útsýni í átt að berginu. Mikið endurnýjað (sjá á heimasíðu)
Einbýlishús á besta stað í Keflavík, lækkað verð. Ca 200 fm þar af bílskúr ca 30m2, 5 herbergi. Eign sem vert er að skoða, innst í botnlanga.
23.000.000,-
43.000.000,-
40.900.000,-
Heiðarból 45 – 230 Reykjanesbær
10
0%
YF
IR TA K
A
4ja herbergja hæð á góðum stað í Keflavík. Hæðin er ca 115 fm og bílskúr ca 35m2. Flottur staður í botnlanga götu.
Baugholt 25 – 230 Reykjanesbær
Tjarnabraut 16 – 260 Reykjanesbær
Háteigur 14 – 230 Reykjanesbær
Glæsilegt einbýli á góðum stað í Keflavík. Eignin er samtals 202m2 þar af 40m2 bílskúr. Mikið endurnýjuð eign sem vert er að skoða.
Nýleg 3ja herbergja íbúð á annari hæð, alls 92m2. Íbúðin hefur sér inngang og sameiginleg geymsla er í húsi. Vel staðsett íbúð í innri Njarðvík, nálægt skóla og leikskóla.
Skemmtileg 4ja herbergja íbúð með sér inngang. Eignin er samtals 120 fm ca þar af bílskúr ca 26m2. Efrihæð með fallegu útsýni.
42.900.000,-
19.900.000,-
21.000.000,-
Yfirtaka + kostnaður
Stuðlaberg - Hafnargata 20 - 230 Reykjanesbæ - Sími 420 4000 - www.studlaberg.is
Markhönnun ehf
10
fimmtudagurinn 5. mars 2015 • VÍKURFRÉTTIR
Kræsingar & kostakjör
baYonnesKinKa
-44% 895
verð
áður 1.598 Kr/Kg
sprengja
grísaKótilettur
KjúKlingabringur
rauðvínsKrYddaðar
nettó
-40% 1.493
1.798
áður 2.488 Kr/Kg
áður 1.998 Kr/Kg
grísaKótilettur
ÞorsKhnaKKar
í rasPi - fersKt
roð og beinlausir
-40% 1.241
-30% 1.259
áður 2.069 Kr/Kg
áður 1.798 Kr/Kg
wYmans’s 1,36Kg
berjablanda/bláber
-15%
earth’s Pride
ber/broKKolí 1,36Kg - 1,81Kg
-15%
x-tra vörur í miKlu úrvali bómullarskífur eyrnapinnar 200 stk verð áður 99,-
89,-
100 stk verð áður 159,-
129,-
sjampó/hárnæring/sturtusápa 500 ml verð áður 179,-
149,-
handsápa
fljótandi, 500 ml verð áður 189,-
159,-
Tilboðin gilda 05. - 08. mars 2015 tilboðin gilda meðan birgðir endast. | birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
vingu
ávaxtah verð áð
29
grísahrYggur
frábært
með Pöru - vac.PaKKað
verð!
-50% 1.140 áður 2.280 Kr/Kg
KjúKlingalundir
grísarif bbQ
frosið, 700gr
goði
-44% 986
1198
áður 1.761 Kr/Kg
sunYan núðlur 85g
grísahnaKKi
hot&sPicY /KjúKl./ beef
úrbeinaður
49
-35% 1.293
áður 59 Kr/PK
áður 1.989 Kr/Kg
sætar Kartöflur
ódýrt ís 900ml 3 tegundir
-50% 182
-25% 299
áður 363 Kr/Kg
áður398Kr/stK
100% safi 1,5l epla/appelsínu verð áður 299,-
239,vingummi 300gr ávaxtahlaup verð áður 349,-
flögur 300gr
bbq/salt/sour cream verð áður 369,-
299,-
299,www.netto.is | mjódd · salavegur · hverafold · Grandi · akureyri · höfn · Grindavík · reykjanesbær · borgarnes · egilsstaðir · selfoss |
12
fimmtudagurinn 5. mars 2015 • VÍKURFRÉTTIR
grindavík
pósturu vf@vf.is
Pottaspjall, léttmessa á Menningarviku í Grindavík M
enningarvika Grindavíkur verður haldin 14.-22. mars n.k. og er nú haldin í sjöunda sinn. Dagskráin er að vanda fjölbreytt og skemmtileg þar sem vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi.
Meðal þess sem búið er að bóka í Menningarviku eru Tónleikar Jóns Ólafssonar, Af fingrum fram, með afmælisbarninu Gunnari Þórðarsyni. Sameiginlegir tónleikar með listafólki frá Grindavík og vinabænum Piteå í Svíþjóð. Fjölmenningarhátíð verður í Salthúsinu og bókasafninu og Færeyjakvöld Norræna félagsins í Grindavík. Málverkasýningar Helgu Kristjánsdóttur og Pálmars Guðmundssonar verða, svo og ljósmyndasýning Tinnu Hallsdóttur. Myndasýningar, gönguferðir o.fl verða svo á vegum Minja- og sögufélagsins. Glæsileg dagskrá verður í tilefni þess að konur fengu kosningarétt fyrir 100 árum. Nýtt íþróttamannvirki verður einnig til sýnis, auk tónleikar Dagbjarts Willardssonar og dagskrá Norræna félagsins. Þá má nefna léttmessu, pottaspjall bæjarfulltrúa, námskeið í að skapa tónlist í snjalltækjum, matreiðslunámskeið, Siggi stormur kemur í heimsókn, fréttaskot úr fortíðinni, handavinnusýning, árshátíð bæjarins, kútmagakvöld Lions, konukvöld, blústónleikar og margt fleira. Þá verða stofnanir í Iðu, þ.e. grunnskólinn, bókasafnið, tónlistarskólinn og Þruman með opið hús og
Frá undirritun fjárfestingarsamniangs við Matorku
-Ný 3000 tonna fjöleldisstöð við Grindavík skapar 40 störf - Heildarfjárfesting 1,5 milljarður króna
öfluga dagskrá og þá kemur Lína langsokkur í heimsókn á yngsta stigið í grunnskólann og í leikskólana. Formleg setning hátíðarinnar verður í Grindavíkurkirkju laugardaginn 14. mars kl. 17:00. Eftir setninguna er gestum boðið í safnaðarheimilið í fjölmenningarlegt veisluborð. Á Menningarhátíðinni að þessu sinni verður lögð áherslu á fjölmenningu. Meðal annars var sett á laggirnar fjölmenningarráð sem skipuleggur tvo skemmtilega viðburði, ekki síst fyrir Grindvíkinga til þess að kynna sér menningu fjögurra landa að þessu sinni; Póllands, Tælands, Filippseyja og Serbíu. Þá verður kynning á rithöfundum á bókasafninu frá þessum löndum. Sem fyrr er uppistaðan í Menningarvikunni framlag heimafólks auk þess sem landsþekkt tónlistarfólk, listafólk og skemmtikraftar heimsækja Grindavík.
Ný fiskeldisstöð sem nýtir affall úr Svartsengi
R
agnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði fyrir helgi fjárfestingarsamning við Matorku ehf. vegna fyrirhugaðrar fiskeldisstöðvar í Grindavík. Áætlað er að framleiðsla hefjist á þessu ári og fullum afköstum verði náð á árinu 2016. Áætluð ársframleiðslugeta er 3.000 tonn af eldisfiski og mun framleiðslan skapa 40 varanleg störf. Heildarfjárfesting fjárfestingarverkefnisins hljóðar upp á tæpar 1.430 m.kr. Fjárfestingarsamningurinn miðar við að félaginu verði veittir afslættir af sköttum og gjöldum til samræmis við þær ívilnanir sem fram koma í frumvarpi til laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi sem liggur fyrir á Alþingi. Ívilnanirnar eru jafnframt í samræmi við ívilnanir til annarra nýfjárfestingarverkefna sem eru í burðarliðnum og þá fjárfestingarsamninga sem gerðir hafa verið á undanförnum misserum.
Matorka ehf, sem er í blönduðu eignarhaldi, Íslendinga og erlendra fjárfesta, hefur gert fjárfestingarsamning við Ríkisstjórn Íslands um ívilnanir til næstu 10 ára. Heildarsamningurinn hljóðar upp á 425 milljónir króna. Matorka ehf er fiskeldisfyrirtæki sem elur laxfiska á umhverfisvænan hátt með nýtingu jarðhita og annara sjálfbæra lausna. Matorka mun byggja nýtt eldi í Grindavík og með samningi við HS orku er affall frá Svartsengi nýtt til framleiðslu. Matorka sérhæfir sig í landeldi, sem mengar ekki hafið og hefur ekki áhrif á villta laxastofna við Ísland. Vatnstakan er hreint og ómengað sjóblandað vatn sem rennur undan hrauninu og því er ekki þörf fyrir sýklalyf né önnur varnarefni gegn laxalús. Jarðhitinn frá Svartsengi mun gera félaginu kleift að framleiða mikið magn af hágæða laxfiski við kjörhitastig allan ársins hring.
Stafsemi fyrirtækjasamstæðunnar hefur verið síðan 2010 og unnið að sjálfbæru og umhverfisvænu fiskeldi. Með vaxandi íbúafjölda jarðar bætast við rúmlega 100 milljónir manns árlega - sem þurfa að borða. Vaxandi kaupmáttur í þróunarlöndum og hollustuleitandi vesturlandabúar auka eftirspurn eftir dýrapróteinum þar sem prótein úr fiski eru hágæða prótein og holl. Sér í lagi þar sem laxfiskur er ríkur af omega3 fitusýrum. Framleiðsla félagsins er seld erlendis, skapar mörg ný störf og gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. Félagið rekur nú fyrir eldisstöð á Suðurlandi og þar eru seiðin fyrir Grindavík framleidd. Því mun slátrun úr nýju eldisstöðinni í Grindavík byrja í lok árs. Á næstu vikum munu framkvæmdir við stærstu landeldisstöð landsins hefjast. Fullbúin verður framleiðslugetan 3000 tonn á ári. Stöðin er svokölluð fjöleldisstöð, þar sem ýmsar tegundir geta verið aldar við ýmis seltu og hitastig.
HRAFNISTA REYKJANESBÆ
Viltu vinna með okkur í sumar? Sumarstarfsfólk óskast til starfa á Hrafnistu í Reykjanesbæ. Hrafnista er vinnustaður þar sem starfsfólki gefst tækifæri til að afla sér reynslu og þekkingar. Gott vinnu umhverfi stuðlar að því að hæfileikar sérhvers starfsmanns njóti sín. Lágmarksaldur umsækjenda er 18 ára.
Óskum eftir að ráða í sumar: • • • • • •
Hjúkrunarfræðinga Hjúkrunarfræðinema Sjúkraliða Starfsfólk í aðhlynningu Starfsfólk í eldhús Starfsfólk í ræstingu
Umsóknarfrestur er til og með 8. mars. Öllum umsóknum verður svarað fyrir 7. apríl 2015.
Nánari upplýsingar: Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á www.hrafnista.is
HRAFNISTA Reykjavík I Kópavogur I Reykjanesbær
NeSbæ
Markhönnun ehf
ja RISa RafTækjaúTSala í NeTTó Reyk
Kræsingar & kostakjör
United 32” lEd sjónvarp 39.995 | -5.996 | 33.999 kr
Philips 50” lEd sjónvarp FHD 119.995 | 19.996 | 99.999 kr í allir sem versla raftæki geta tekið þátt leik og unnið þetta Philips 50” led sjónvarp að verðmæti 119.995kr
Philips dvd spilari 7.995 |-996 | 6.999 kr
RISA RafTækjadagaR nettó reyKjanesbæ
10%
20% 30%
40%
Nextbook spjaldtölva 7,85” 16.995 | -2.596 kr | 14.399 kr Asus MeMo Pad 7” spjaldtölva 8GB hvít 24.995 | 3.796 | 21.199 kr Toshiba Satellite L50-B-1T2 i3 fartölva gyllt Asus Transformer Pad TF303CL 32GB 4g spjaldtölva 79.995 | -11.996 | 67.999 kr
|109.995 |-16.496|
93.499 kr
gerðu góð kaup á raftækjum og taktu þátt í leik. Þú gætir unnið 50” sjónvarp!
Tilboðin gilda 04. mars. - 08. mars. 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana
netto.is
14
fimmtudagurinn 5. mars 2015 • VÍKURFRÉTTIR
■■Enska stórborgin Birmingham er nýjasti áfangastaður Icelandair. Önnur stærsta borg Bretlands býður upp á all það helsta sem ferðalanga þyrstir í:
Selfridges byggingin í Bullring verslanamiðstöðinni. Ekkert grín með útlitið hjá Selfridges.
Yngsta borg Evrópu er græn og væn
Birmingham er næst stærsta borg Englands en hefur vissulega staðið í skugganum af London og síðar Manchester sem vinsæll áfangastaður hjá Íslendingum. Eitthvað hefur hún þó að geyma úr því Icelandair bætti henni á áfangastaðalistann hjá sér og hóf áætlunarflug þangað í febrúar. Birmingham er yngsta borg Evrópu en um 40% íbúa eru yngri en 25 ára. Hún er ákaflega áhugaverð og á án efa eftir að verða vinsæl meðal íslenskra ferðalanga. Icelandair flýgur tvisvar í viku til borgarinnar, á fimmtudögum og mánudögum. Víkurfréttir voru í fjölmiðlahópi sem sótti borgina heim á dögunum. Birmingham stendur svo sannarlega undir nafni sem fjölbreytt og skemmtileg borg. Hafandi farið mörgum sinnum til London og Manchester þá er ljóst að Birmingham hefur flest sem systurborgirnar hafa og síðan ýmislegt sem hinar geta ekki státað sig af. Rólegri en London en fjörugri en Manchester. Verslun, veitingastaðir og fjör
Verslun er oftast í fyrsta sæti hjá Íslendingum þegar farið er í borgarferðir og þar er Birmingham í toppmálum. Þar er mikil hefð fyrir verslun og viðskiptum og í miðborginni er t.d. verslunarmiðstöðin Bullring en í henni eru 160 verslanir auk 25 veitingastaða og í næstu götum eru hundruð sérverslana. The Malbox er annað skemmtilegt verslunarsvæði og miklum stækkunarframvæmdum á því er að ljúka núna í vor. Þá má geta þess að BBC ríkisfjölmiðillinn er með skrifstofu sína fyrir miðlöndin í húsinu og þar gefst gestum kostur á að komast
nær beinni útsendingu á sérstöku svæði sem er opið almenningi. Í borginni er svakalegt úval pöbba og veitingastaða og auðvitað fjörugt næturlíf. Þá er Birmingham karrýborg Bretlands. Fjöldi múslima býr í Birmingham og kannski þess vegna eru yfir þúsund indverskra og asískra veitingastaða. Balti matseld er gríðarlega vinsæl og mikill fjöldi staðanna er í Balti þríhyrningnum en það er stórt svæði með Asíustemmningu. Þangað koma yfir 20 þús. manns í hverri viku og borða, versla og njóta lífsins. Balti nafnið tengist pönnu eða diski sem notaður er til að framreiða vinsælan karrýrétt í. Í verslunum í Balti þríhyrningnum er skartgripum gert hátt undir höfði en nærri helmingur demantasölu í Bretlandi er frá Birminhgam Við sóttum einn indverska staðinn sem heitir Mughal e Azam en hann er í gamalli kirkju. Virkilega skemmtilegur veitingastaður í sér-
stöku umhverfi en gestir mega taka sitt eigið vín með eins og á mörgum fleiri Balti stöðum. Óvanalegt en gleðilegt fyrir Íslendinga. En Birmingham státar sig af enn frekari viðurkenningu í veitingamennsku því utan London er borgin með flesta Michelin veitingastaði, alls fjóra. Svo eru margir hipp og kúl staðir eins og The Cube sem er á 25. hæð í einum skýjakljúfnum í borginni. Hinn heimsþekkti kokkur Marco Pierre White er þar við stjórnvölinn.
Séð inn í Bullring verslanamiðstöðina, líf og fjör.
Síkjasigling og grasagaðar
Hluti af einkennum borgarinnar er mikill fjöldi síkja en vatn rennur um fleiri slíka kílómetra en í Feneyjum. Það er skemmtileg upplifun að fara í bátsferð um Birmingham og skoða hana þaðan með einn kaldan á kantinum. Borgin er líka kunn fyrir fjölda grasagarða en yfir 8 þúsund eru í henni og Birmingham er þannig ein grænasta borg Bretlands.
The Cube bar og veitingastaður er á 25. hæð í einum skýjakljúfnum í borginni.
Síkjasigling er skemmtileg afþreying í Birmingham. Icelandair norðurljósavélin á flugvellinum í Birmingham vakti óskipta athygli. T.v.: Forráðamenn Icelandair ásamt borgarstjóra Birmingham og sendiherra Íslands í Bretlandi. Lengst til vinstri er Suðurnesjamærin Guðrún Lilja Sigurðardóttir, aðstoðarmanneskja Birkis Hólm framkvæmdastjóra Icelandair.
Kolaport þeirra í borginni er stórt og mikið. Hér er mynd frá ávaxta- og grænmetismarkaði.
Brabazon golfvöllurinn, einn af þremur á Belfry svæðinu. Skylduheimsókn fyrir kylfinga.
15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 5. mars 2015
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Ný Corsa frumsýnd í Reykjanesbæ Ný Opel Corsa verður frumsýnd, laugardaginn 7. mars hjá Bílabúð Benna í Reykjanesbæ. Nýja Corsan er afar sportlegur fimm manna bíll sem kemur virkilega á óvart fyrir óvenju fullkominn tækni- og öryggisbúnað, ferska hönnun, sprækar vélar, sparneytni og frábært verð. Í Birmingham er eitt vinsælasta leikhús Bretlands en þar stíga verðandi stjörnur á stokk í Britain got talent sjónvarpsþættinum. Hér eru tveir ungir á ferð með sjónvarpsvélina á hælunum.
Súkkulaði og fleira skemmtilegt í Birmingham
H
vort sem þú vilt fjör, fótbolta, listir og menning eða verslun er Birmingham að rokka. Hér eru nokkur dæmi: Breska súkkulaðið Cadbury á heima í Birmingham. Það er áhugaverð heimsókn að fara í Cadbury World, fræðast um súkkulaðið, hvernig það er búið til og auðvitað fær maður að smakka. Enda svo heimsóknina á að fara í stærstu Cadbury súkkulaðverslun í heimi. Eitt af flaggskipum borgarinnar er National SEA LIFE Centre, sædýrasafnið. Þar eru skjaldbökur og hákarlar og allt þar á milli sem getur rúmast í safni. Ef maður vill fara í eitthvað sem tengist gamla tímanum í Englandi er tilvalið að heimsækja Warwick kastalann en þar erum við að tala um meira en þúsund ára sögu. Frá árinu 1978 hefur Warwick kastalinn verið opinn fyrir heimsóknir og á þeim tíma hafa fjölda sýninga verið opnaðar sem tengjast miðöldum. Árið 2013 voru opnuð herbergi sem höfðu verið lokuð. Í Warwick er hægt að eyða góðu hluta úr degi, þess vegna heilum degi því það er mikið að skoða. Fleiri ævintýri er að finna fyrir alla fjölskylduna í sannkölluðu skógarævintýri í Cannock Chase og Wyre Forest. Fyrir meiri hraða og fjör er tilvalið að heimsækja Go Kart brautina F1K. Meðal áhugaverðra safna má nefna The Jewellery Quarter en þar eru fjögur söfn, m.a. pennasafn en hér á árum áður voru framleiddir pennar í milljónavís í Birmingham. Shakespeare
Borgin hefur byggst hratt upp á unanförnum áratugum og margar eldri byggingar verið endurbyggðar en nýjar byggðar. Eitt glæsilegast hús borgarinnar er bókasafnið en það var opnað 2013 en arkitektinn sagði það eiga að vera „höll fólksins“. Hið heimsþekkta skáld Shakespeare nýtur sín í þessari höll en hann er fæddur í smábænum Stratford sem liggur við ána Avon skammt frá. Í bænum er Royal Shakespeare-leikhúsið þar sem sýnd eru fjölmörg verk á hverju ári. Í Birmingham er líka glæsilegt listasafn,
Back to back húsin sýna hvernig hluti Englendinga bjó gamla daga.
Birmingham Museum and Art Gallery.cuss. The Custard Factory er gott dæmi um vel heppnaða endurbyggingu í Birmingham. Þar var áður starfrækt verksmiðja en er nú eitt heitasti reiturinn í borginni þar sem saman koma verslanir, vinnustofur listamanna og salir með margvíslegum uppákomum. Yfir 500 fyrirtæki eru með aðsetur á svæðinu en á árum árum var þar framleiddur Alfred Bird krembúðingur. Nú fæðast þar nýjar hugmyndir á hverjum degi. Eftir að húsnæðið hafði staðið autt í tæpa tvo áratugi eftir flutning verksmiðjunnar fóru hlutir að gerast og nú er þetta einn vinsælasti staðurinn í borginni. Hann er á góðum stað og er t.d. í 5 mín. göngufæri frá Bullring verslunarmiðstöðinni.
liðið er í næst efstu deild og eins og víðar er mikill rígur. Auk þessara tveggja er efstudeildarliðið WBA með aðsetur rétt utan borgarmarka og í næsta nágrenni þekkt lið eins og Coventry og Wolverhamton. Í ferð okkar skoðuðum við Edgbaston leikvang krikketliðsins Warwickshire Bear en það er í efstu deild íþróttarinnar í Englandi. Þar drípur krikketsagan af hverju strái en leikvangurinn er rúmlega 100 ára gamall. Hann var þó endurnýjaður fyrir þremur árum síðan fyrir 5 milljarða króna takk fyrir. Um 40 leikir fara þar fram yfir sumarið þegar leiktíðin stendur yfir en yfir veturinn er hann nýttur fyrir ýmsar uppákomur og fögnuði. Í sumar verður stórleikur milli Englands og Ástrala og er búist við yfir 100 þús. áhorfendum í fimm daga sem áætlað er að leikurinn standi yfir.
Opel merkið hefur verið á mikilli uppleið í Evrópu og hlotið ótal hönnunar- og gæðaverðlaun að undanförnu. Metnaður Opel er gríðarlegur og er 4 milljarða evra fjárfesting fyrirtækisins í þróun á nýjum bílgerðum til marks um það. Það þýðir að fram til ársins 2018 gerir fyrirtækið ráð fyrir að kynna eina 27 nýja bíla og 17 nýjar bílvélar. Afraksturinn er að skila sér, jafnt og þétt, og nú er komið að fimmtu kynslóðinni af Corsa. Mikil eftirvænting hefur ríkt fyrir komu hans, enda ein mest selda einstaka bílgerðin sem framleidd hefur verið í Evrópu, með 12,3 milljón eintök seld frá markaðssetningu hans árið 1982. Nýi bíllinn hefur greinilega staðið undir væntingum jafnt gagnrýnenda sem neytenda, en nú í desember, aðeins þremur mánuðum eftir frumsýningu hans í Frankfurt, höfðu borist yfir 55 þúsund pantanir.
Dreglar og mottur
á frábæru verði! Gúmmímottur margar gerðir og stærðir, verðdæmi 66x99cm
Ódýrar mottur 40x60 cm frá kr.
2.490
350
6mm gúmmídúkur grófrifflaður
Hótelgisting er fjölbreytt í borginni. Hotel La Tour er eitt af mörgum og er mjög vel staðsett.
3.490
pr.lm. einnig til 3mm á kr.
1.990
1.590
PVC mottur 50x80 cm
Fjölbreytt hótelgisting
Hótelgisting er fjölbreytt í Birmingham. Íslenskir ferðalangar gistu á Hotel La Tour en það er staðsett nokkur hundruð metra frá Bullring verslunarmiðstöðinni. Staðsetningin er frábær og hótelið er líka sérlega skemmtilegt en í því eru 174 herbergi. Þau eru vistleg með öllum helstu þægindum eins og t.d. góðu flatsjónvarpi. Þá er hita og ljósum stjórnað af snertiskjá á veggnum. Þrátt fyrir nýmóðins útlit er hótelið vinsælt fyrir breskt síðdegiste fyrir gesti og gangandi en á hótelinu er góður veitingastaður sem býður upp á mjög veglegan morgunverð. hotel-latour.co.uk Það er rík íþróttahefð í borginni. Fótboltaliðin Aston Villa og Birmingham berjast um hylli borgarbúa en það fyrrnefnda er nú í efstu deild enska boltans. Villa Park tekur léttilega á móti 45 þús. fótboltaáhorfendum. Birmingham-
Það er ekki bara fótbolti og krikkett í Birmingham því þar eru flestar íþróttir stundaðar. Rugby eða ruðningur keppir við krikkett um vinsældir á eftir knattspyrnu en svo er golfíþróttin líka mjög vinsæl í og við Birmingham. Einn mest þekkti golfvöllur Bretlands heitir Belfry en hann er aðeins í um 15 mín. aksturfjarlægð frá flugvellinum. Það er alvöru golfsvæði með 3 golfvöllum og 300 herbergja gistiaðstöðu auk veglegrar æfingaaðstöðu og stærstu golfverslun í Englandi. Belfry er þekktastur fyrir að þar hefur stærsta golfkeppni heims, Ryder-bikarinn, verið haldinn fjórum sinnum. Forest of Arden golfvöllurinn er líka í nágrenninu en þar hafa mörg mót á Evrópumótaröðinni farið fram. Fjöldi minna þekktra golfvalla er í og við borgina. Nánar á visitbirmingham.com pket@vf.is
Villa Park fótboltavöllur Aston Villa úrvalsdeildarliðsins frá Birmingham.
Svona bjó fólk í borginni Back to Back housing er sérlega áhugaverður staður fyrir ferðalanga að sækja. Á 19. öld voru byggð „Back to back“ hús víða í Englandi. Þetta voru hrörleg hús ef svo má segja þar sem fólk þurfti virkilega að hafa fyrir því að halda á sér hita á köldum vetrardögum. Í þeim bjuggu mannmargar fjölskyldur við erfiðar aðstæður og mjög þröngan húsakost. Leiðsögumenn fara með gesti um húsin og segja frá sögu þeirra. Í leiðinni getur maður sett sig í spor þeirra sem bjuggu þarna. Í Birmingham hafa nokkur hús verið varðveitt og eru vinsæll viðkomustaður ferðalanga sem og margra heimamanna.
66x120 cm kr 100x150 cm kr
2.890 5.590
Breidd: 1 metri Verð pr. lengdarmeter
Breidd: 67 cm Verð pr. lengdarmeter
1.845
1.595
Margar stærðir og gerðir Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Styrkir Hefur þú rétt á styrk til jöfnunar flutningskostnaðar? Þeir sem geta sótt um styrk eru einstaklingar og lögaðilar sem: �
stunda framleiðslu á vörum sem falla undir c-bálk íslensku atvinnugreinaflokkunarinnar ÍSAT2008. Sjá nánar á vef Hagstofu Íslands.
�
flytja þurfa framleiðsluvöru sína meira en 245 km frá framleiðslustað á innanlandsmarkað.
Opnað verður fyrir umsóknir 1. mars og er umsóknafrestur til og með 31. mars. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Byggðastofnunar og í síma 455-5400.
Sími 455 54 00 Fax 455 54 99
postur@byggdastofnun.is byggdastofnun.is
16
fimmtudagurinn 5. mars 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-aðsent
pósturu vf@vf.is
■■Tómas Knútsson skrifar:
Og kannski margir fleiri að er oft erfitt hlutskipti að vera draumóramaður. Hugurinn reikar um óravíddir einhverra heima o g a l lt snýst í hringi fyrir spennunni sem því fylgir, sögur og viðburðir þeysast um hugann og það er ekki laust við það að maður verður þreyttur, jafnvel svo þreyttur að maður á erfitt með svefn. Myndin af hertrukknum mínum fyrir utan gamlan herbragga í snjó og kulda og skyndilega fer hugurinn á flug, upp rifjast bæði góðar og slæmar minningar um sögu Keflavíkurflugvallar. Slæmu minningarnar eru sem betur fer ekkert sem ég ræð við, á miklum umbrotatímum í heimssögunni var landið hernumið af Bretum og síðar meir tóku Íslenskir ráðamenn þá ákvörðun að setja hérna niður flugvöll til þess að leyfa hernaðarþjóðum að koma sér hér fyrir til að berja á óvininum. Stríð eru ömurleg staðreynd og hafa verið frá örófi alda. En saga Keflavíkurflugvallar er stórmerkileg saga og hana ber að varðveita. Núna koma góðu minningarnar til skjalanna. Keflavíkurflugvöllur hefur frá byrjun verið starfsvettvangur þúsunda Íslendinga, saga hans er saga okkar Suðurnesjamanna og saga þjóðarinnar. Hann hefur gefið okkur gríðarlega mikið í gegnum tíðina. Þessi saga er ekki bara saga um hermenn og flugvélarnar þeirra, hún er eitt stórt ævintýri flugsögu þjóðarinnar, samskipti okkar við Bandaríkjamenn, samskipti okkar við umheiminn,
tækifærið sem okkur var gefið og við urðum að lifa með, í blíðu og stríðu. Án þess að hallað sé á aðrar atvinnugreinar svæðisins vil ég meina að Keflavíkurflugvöllur hafi verið mikill happafengur fyrir okkur Íslendinga og Reykjanesið okkar. Ég man að í gamla daga var talað um að Varnarliðið gæfi um 25% af vergri þjóðarframleiðslu. Í mörg ár hef ég verið í stjórn félags, áhugafélags um sögu flugvallarins, Flug- og sögusetur Reykjaness ehf. Þessi áhugahópur hefur staðið fyrir 3 sýningum og viðburðum frá 2007 sem voru viðleitni hans til að vekja athygli á þessari merku sögu okkar. Hópurinn hittist yfir 20 skipti og þar var velt upp alls kyns hugmyndum um safn, skrifuð ótal bréf til ráðamanna og fyrirtækja og leitað eftir samstarfi, húsnæði og fjármagni til að getað komið þessum Draum á rekspöl. Miklar vonir voru síðan bundnar við loforð um Herminjasafn og skyldi því fundin staður á gamla varnarsvæðinu sem í dag heitir Ásbrú. Lofað var 200 milljónum króna til uppbyggingar á þessu safni, 50 milljónir fóru í að breyta The Officers club í tilvonandi safn, fengnir 3 álitsgjafar til að gefa skýrslu til stjórnvalda og síðan ekki söguna meir. Núna er verið að brenna líkamsfitu í þessum sal sem áskrifendur einhverrar sjónvarðsstöðvar geta fylgst með. Minn draumur þarf ekki svona mikið fjármagn, ég vil sjá safn þar sem að allir sem ráku fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli eiga sinn sýningarsal, safnið þarf reyndar að vera í rúmgóðu húsnæði,a.mk. 2-3000 m2. Þar fyrir utan yrði herþotan í glerhýsi vel varðveitt en hún er í umsjón okkar í Flug og sögusetrinu. Inni á safninu fengu síðan
vikunnar
VILL STYTTA HÁDEGIÐ
Ég á mér draum! Þ
-fs-ingur
þeir aðilar sem vilja segja sögu sína þar svæði sem þeir borguðu leigu fyrir. Þau fyrirtæki sem mesta sögu hafa af Keflavíkurflugvelli og ættu að nýta sér þetta safn til að koma sinni sögu til skila eru Icelandair ( saga Loftleiða, Flugfélags Íslands), ISAVIA (Fríhöfnin), N1 (ESSO), Íslenskir Aðalverktakar, Keflavíkur verktakar, íslenska ríkið (veðurstofan, tollur,lögregla), bandaríska ríkið (herminjar, slökkvilið, snjóruðningur, public works, skólahald og fleira), síðan eru Kadeco og Keilir þau fyrirtæki sem skrifa söguna eftir 2006. Einnig ætti að bjóða Rússum að segja sína sögu frá austrinu góða en tilurð flugvallarins var jú hættan á Rússagrýlunni eftir að heimstyrjöldinni síðari lauk. Þessir aðilar væru þungamiðjan í þessu safni, síðan gætu viðburðarstjórar hvers fyrirtækis eða safnins staðið fyrir alls kyns viðburðum fyrir sitt starfsfólk, boðið yrði upp á alls kyns viðburði í kringum safnið og það auglýst út um allan heim sem safnið þar sem austrið og vestrið mættust til að binda endi á þeirra fjandskap. Ef slíkt safn verður að veruleika þori ég að fullyrða að það yrði okkur Suðurnesjamönnum til mikils framdráttar, það er til fullt af sögulegum munum sem eru bara í felum og engin veit um. Það eru líka til munir sem aðrir vilja fá til sín og hafa annarsstaðar til sýnis, það heillar mig ekki að glata sögulegum munum af svæðinu. Ég skora á alla hagsmunaaðila að snúa saman bökum og láta þennan draum rætast, ekki bara minn draum heldur draum mjög margra sem vilja sjá sögu Keflavíkurflugvallar verða að veruleika. Með vinsemd og virðingu Tómas J. Knútsson
Sverrir Elífsen er FS-ingur vikunnar. Hún er á íþrótta- og afreksbraut, æfir taekwondo og segir Afrekslínuna vera helsta kost skólans. Á hvaða braut ertu?
Íþrótta- og afreksbraut Hvaðan ertu og aldur?
16 ára frá Sandgerði Helsti kostur FS?
Afrekslina FS
Hver er þinn helsti galli?
Blak
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?
Áhugamál?
Messenger, Snapchat og Instagram
Hvað hræðistu mest?
Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Taekwondo Nesa Hólm
Stytta hádegið
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
Ingimar Jenni fyrir söng Hver er fyndnastur í skólanum?
Sindri Lars Ómarsson auðvitað Hvað sástu síðast í bíó?
Maður segir bara svona Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Rosalega fínt
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Hot tub 2
Ólympíuleikar 2020 og einkaþjálfun
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Hver er best klædd/ur í FS?
Mætti sleppa þessum fiskibollum og kjötbollum og koma með eitthvað betra
Samúel Óskar alltaf kallinn flottur á því
Eftirlætis Kennari:
Andrés ÍÞF kennari er mjög fínn
Leikari:
Fag í skólanum:
Seth Rogen
Sjónvarpsþættir:
YouTube, Facebook, Fótbolti.net
Stærðfræði
Vefsíður:
B lu e Mou nt a i n State
Skyndibiti:
Kvikmynd:
Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)?
Wolf On Wall Street Hljómsveit/tónlistarmaður:
Red Hot Chilli Peppees
Subway
Smooth Criminal eftir Bruno Mars
-ung Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
Bergþóra Heiðrún Guðlaugsdóttir, frá Þverá, Norðurárdal,
áður til heimilis að Heiðarbóli 57, lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi, Reykjanesbæ, 25. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 12. mars kl. 13:00. Rakel Ketilsdóttir, Bergþóra Karen Ketilsdóttir, barnabörn og langömmubörn.
Guðmundur Björnsson, Þorsteinn Ingi Sigfússon,
HELGI RAFN FRÆGASTUR Í SÍMANUM Svanur Þór Mikaelsson er í 9. bekk í Heiðarskóla. Hann vill geta sparkað hraðar en Aaron Cook og langar í ævintýrabusiness. Hvað gerirðu eftir skóla? Fer heim að éta og í Fifa, svo æfing Hver eru áhugamál þín? Fifa og Taekwondo Uppáhalds fag í skólanum? Íþróttir eða enska En leiðinlegasta? Stærðfræði er glötuð, aðallega af því ég sökka í því
Ástkær móðir, tengdamóðir og amma,
Guðbjörg (Bubba) Þórhallsdóttir, Aðalgötu 1, Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 12. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjartans þakkir til starfsfólks D-deildar og heimahjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrir góða umönnun og stuðning. Baldur Kristjánsson, Sigríður Baldursdóttir, Sif Baldursdóttir, Björgvin Rúnar Baldursson, María Erla Pálsdóttir,
Svala Björgvinsdóttir, Erla Þórisdóttir,
Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Win Diesel Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Geta sparkað hraðar en Aaron Cook Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Atvinnumaður í Taekwondo eða einhvers konar ævintýrabusiness Hver er frægastur í símanum þínum? Helgi Rafn
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Aaron Cook eða Gunnar Nelson Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Sennilega skreppa í bankann Hvað er uppáhalds appið þitt? Snapchat eða fut appið Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Þægilegur og venjulegur Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? „Bad news you are not going to fit in with everyone, the good news are that the best ones never do“ Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla? Ekkert sérstakt haha Hvaða lag myndi lýsa þér best? Loose yourself-Eminem Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? pass
Besta: Bíómynd? The Lone Survivor
Drykkur? Hreinn appelsínusafi
Sjónvarpsþáttur? Hawaii five-o
Leikari/Leikkona? Mark Wahlberg
Tónlistarmaður/ Hljómsveit? Macklemore
Fatabúð? River Island
Matur? Kj ú l l a r é t t i r n i r h e n n ar mömmu klikka sjaldan
Vefsíða? Facebook Bók? Suarez líf mitt eða Zlatan bókin
18
fimmtudagurinn 5. mars 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-íþróttir
pósturu sport@vf.is
Útihlaupin úr sögunni hjá Keflavík
■■Kristján Guðmundsson þjálfari er óhræddur við að gera breytingar í þjálfunaraðferðum liðsins
K
ristján Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur, lítur björtum augum á keppnistímabilið sem er framundan í Pepsi-deildinni. Áherslubreytingar hafa verið gerðar á þjálfun liðsins í vetur og útihlaupin eru ekki á dagskrá lengur og aðeins unnið með bolta í þolþjálfunni. Leikmannamálin eru enn í vinnslu en Kristján telur að íslensk félagslið séu ekki nógu framsýn þegar kemur að uppbyggingu sinna félagsliða. Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið? – áherslur og annað sem því fylgir? „Undirbúningstímabilið hefur gengur vel. Við fórum aðeins breytta leið þetta árið og tókum aðeins lengra frí strax eftir að mótinu lauk s.l. haust. Það var því minna um frí yfir hátíðirnar – og þolþjálfuninni er stýrt með öðrum hætti en áður. Engin útihlaup og öll hlaup án bolta eru farin út. Öll þolþjálfun fer fram inni á fótboltavellinum við að spila leikinn sjálfan á mismunandi stórum svæðum, tímalengd, fjölda leikmanna inni á vellinum í senn, mismunandi hvíldir á milli leikja o.s.frv. Strákarnir hafa tekið mjög vel í þetta þrátt fyrir að fyrir marga þeirra er þetta algerlega nýtt.“
Hvernig metur þú stöðuna á liðinu fyrir átökin í Pepsideildinni? „Staðan á liðinu er góð. Það eru engin sérstök meiðsli á leikmönnum sem um getur sem þýðir að við getum spilað leikina okkar á þeim leikmönnum sem mest mun mæða á í sumar. Alexander Magnússon er að vísu að koma til baka baka eftir hnéaðgerðina en hann lítur vel út og verður kominn á fljúgandi ferð fyrr en varir. Markmiðin í fyrra voru að bæta í frá fyrri árum, vera hærra í töflunni í lok móts og hrista frá okkur falldrauginn en jafnframt minna á okkur í leiðinni. Það tókst fyrir utan það að drauginn var erfitt að setja niður. Í ár viljum við halda áfram að láta minna á okkur og ljúka mótinu hærra í töflunni en undanfarin ár. Undanfarin ár hafa kennt okkur að við þurfum líklega aðeins stærri leikmannahóp til að mæta afföllum sem vilja verða við meiðsli eða annað.“ Hvernig er staðan á leikmannamálunum og er liðsstyrkur í kortunum? „Við þurfum að bæta við okkur eins og þremur fullvöxnum leikmönnum fyrir tímabilið. Til þess að bæði fylla í þau skörð sem höggvin eru í leikmannahópinn frá í fyrra
sem og að hjálpa okkur í að þróa og þroska þá ungu leikmenn sem æfa með meistaraflokknum. Við erum að vinna í þessum málum öllum stundum, það eru margir leikmenn erlendis frá í boði. Það er eins og að ganga um jarðsprengjusvæði að fara um þann akur og þurfum við að halda vöku okkar þar þegar ákveðið er hvaða leikmenn á að taka til landsins. Innanlandsmarkaðurinn er aftur á móti mjög þröngur en þar þarf jafnframt að taka klókar ákvarðanir. Við erum nú þegar búnir að gera samkomulag við spænskan markvörð og mun hann vinna í markmannsstöðunni í samkeppni og samvinnu við Sindra Kristin.“ Þín tilfinning fyrir Pepsi-deildinni í sumar? „Það er gjá á milli þeirra liða sem ná í tekjur frá UEFA, ekki bara á Íslandi heldur einnig í flest öllum öðrum deildum í Evrópu. Þetta hefur gerst mjög hratt hér á Íslandi seinustu ár og athyglisvert er að skoða hversu marga erlenda leikmenn liðin sem ætla sér Evrópusæti í ár munu ná sér í til þess eins að tryggja Evrópuveltuna. Þær tölur sem rúlla í gegnum reikningana hjá liðunum sem hafa reglulega verið í efstu sætum deildarinnar seinustu ár eru óþægilega mikið hærri en margra þeirra
liða sem eiga að keppa við þau á samkeppnisgrundvelli úti á knattspyrnuvellinum. Fyrir þau lið sem ekki hafa aðgang að þess háttar tölum er mikilvægt að standa vel að barna og unglingaþjálfun og spara hvergi til þar til þess að koma leikmönnum upp í mfl. félaganna og treysta á sölu leikmanns erlendis kannski annað hvert ár. Jafnframt þurfa þessi sömu lið að ná að vera skrefinu á undan í einhverjum af þeim þáttum sem snúa að þjálfun og þroska knattspyrnuliðs. Fylgjast vel með nýjabruminu og vera óhrædd við að prófa nýjar og þroskandi leiðir við þjálfun til að ná þessu örlitla forskoti sem þarf. Við höfum tekið þau skref t.d. með breyttri þolþjálfun hjá liðinu okkar. Annað sem virðist fylgja þessu mikla kapphlaupi um UEFA tekjur og titlatog er hversu skammt of mörg félög hugsa. Það er undantekning að finna lið sem hugsar eitthvað fram í tímann með liðið sitt eða leikmannahóp, oft er ekki hugsað lengra en fram að næsta leik í deildabikar! Auðvitað viljum við alltaf vinna næsta leik en ef engin framtíðarstefna er t.d. í leikmannamálum félaga þá kemur ansi fljótt að þeim tímapunkti að enn erfiðara verður fyrir liðin að vinna einmitt þennan næsta leik,“ sagði Kristján Guðmundsson.
5G
smella
15 á
á b yrrag ð
2.690 kr/m
2
Harðparket Eurohome Nature Dökkur eikarplanki - líflegt útlit Fasaður hringinn Borðastærð 1.285 x 182 mm, 8 mm þykkt 147110
GERÐU GÓÐ KAUP
allt fínt fyrir páska!
Veggmálning
3.945 kr
Hillurekki Strong 265 Galva
Þurrkari
Stærð: 200x120x50 cm Litur: Galv
69.900 kr
ódýrt
5803675
Þvottavél
7 kg
Impra veggmálning 10 ltr Mött veggmálning Gljástig 10, litur hvítur 7119964
8000850
7 kg, 1400 sn
14,4V
1805568
1805658
7kg. 1400 sn
EOB 3311AOX Stál. 74 ltr, orkunýting A, kjöthitamælir. 1830202
Damixa Space.
3.947 kr
Þvottavél EWP1474TDW
Blástursofn
Handlaugartæki
74.290 kr
Þurrkari EDC1072LDW 7kg.
74.900 kr
Hleðsluborvél
Strong 265
8.995 kr 120 cm
265 5245317 HVER HILLA
ALVEG MÖTT MÁLNING EIN HEITASTA MÁLNINGIN Í DAG!
Lady Pure Color 3 ltr 7122040-53
8.995 kr
hluti af Bygma
SPORTSMÆLKI XXKnattspyrnudeild Keflavíkur
og United Silicon undirrituðu á dögunum styrktarsamning til tveggja ára sem gerir fyrirtækið að einum stærsta styrktaraðila deildarinnar. Merki USi mun því prýða alla keppnisbúninga Keflavíkurliðsins á samningstímanum
XXAfekshópur ÍRB keppti nýverið á Euromeet, sterku alþjóðlegu sundmóti sem fram fór í Lúxemburg. Þátttaka í mótinu er mikilvæg fyrir sundfólk til að öðlast reynslu á stærra sviði og mæla sig við sundfólk á heimsmælikvarða. 800 sundmenn frá 26 löndum tóku þátt í Euromeet og náði Stefanía Sigurþórsdóttir í bronsverðlaun í 200m bringusundi en þónokkrir sundmenn frá félaginu náðu inná topp 10 listann í sínum aldursflokki í sínum bestu greinum. XXNettómótið sívinsæla fer fram í Reykjanesbæ um helgina. Mótið hefur fyrir margt löngu stimplað sig inn sem stærsta yngri flokka mót landsins en 23 félög og 192 keppnislið munu leika á 13 völlum á mótinu í ár. Mótið er ætlað iðkendum í 5. bekk og yngri og er aðalmarkmið mótsins að hafa gaman og njóta þess að vera með. Margt skemmtilegt verður í boði fyrir keppendur annað en að spila körfubolta því bíóferð, pizzaveisla og kvöldvaka er orðið að föstum liðum á Nettómóti.
■■ Krabbameinsfélag Suðurnesja með fjáröflun 6. og 7. mars nk.:
Mottumars og sultusala til fjáröflunar – fólk hvatt til að setja upp bláa lýsingu Marsmánuður – Mottumars er mánuður árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum hjá körlum. Krabbameinsfélag Suðurnesja mun taka virkan þátt í þessu átaki með ýmsu móti. Til fjáröflunar verða ýmsir munir boðnir til sölu, m.a. heimalöguð chilisulta og rabarbara- og gráfíkjusulta. Einnig munum við selja muni frá Raven design sem eru sérstaklega hannaðir fyrir átakið. Föstudaginn 6. mars verðum við að selja í verslunarmiðstöðinni Krossmóa í Reykjanesbæ eftir kl. 16:00 og laugardaginn 7. mars verðum við fyrir framan Bónus frá kl 11:00. Allur ágóði af því sem við seljum hér á svæðinu rennur beint til Krabbameinsfélags Suðurnesja. Sunnudaginn 22. mars kl 20:00 verður messa í Keflavíkurkirkju tileinkuð körlum og krabbameinum. Sr. Sigfús B. Ingvason og Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson þjóna. Kór Keflavíkurkirkju, undir stjórn Arnórs B. Vilbergssonar, flytur tónlist. Ólafur Gunnlaugsson mun segja frá reynslu sinni af því að greinast með krabbamein. Eins og í fyrra verður kirkjan lýst blá í tilefni af átakinu.
Gaman væri ef Suðurnesjamenn færu í fararbroddi fyrir því að gera körlunum álíka hátt undir höfði og konunum og láta bláa litinn loga jafn skært og bleika litinn í október. Starfsemi félagsins gengur vel og boðið hefur verið upp á ýmsar nýjungar í vetur. Má þar nefna að KS og lögfræðistofan LS Legal gerðu með sér samstarfssamning sem felur í sér fría lögfræðiráðgjöf fyrir skjólstæðinga félagsins. KS býður þeim sem greinast með krabbamein fría tíma hjá félagsráðgjafa sem veitir ráðgjöf um félagsleg réttindamál í veikindum. Áfram er frítt í jóga hjá Ágústu fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein. Jógað er í OM setrinu að Hafnargötu 57, Reykjanesbæ mánudaga og miðvikudaga kl 10:00. Nú eru í gangi tvö námskeið á vegum félagsins. Qi gong námskeið (Kínverskar æfingar), leiðbeinandi er Þóra Halldórsdóttir og Hugræn atferlismeðferð (HAM), leiðbeinandi er Gunnjóna Una Guðmundsdóttir félagsráðgjafi. Fullt er á bæði námskeiðin. (Frétt frá Krabbameinsfélaginu.)
UNAÐSDAGAR Á STYKKISHÓLMI
Dvöl frá mánudeginum 13. apríl til föstudagsins 17. apríl. Verð fyrir gistingu og fullt fæði og skemmtiatriði á kvöldin er kr. 39.900 á mann. Rútauferðir kr. 4000 Boðið er upp á dagskrá allan daginn gegn gjaldi. Rútan fer frá eftirtöldum stöðum: Auðarstofu, Garði, kl.10:00. Miðhúsum, Sandgerði, kl.10:30. Nesvöllum, Reykjanesbæ, kl. 11:00. Tekið er á móti pöntunum fyrir 27. mars. Frekari upplýsingar hjá nefndinni og skráning í ferðina: Örn, Vogum, 846-7334 Lýdía, Sandgerði, 423-7604 Brynja, Garði, 422-7177 Bjarney, Reykjanesbæ, 421-1961
STÖRF HJÁ IGS 2015 Við bjóðum fjölbreytileg og skemmtileg störf í spennandi umhverfi flugheimsins. IGS leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytileg og skemmtileg störf hjá fyrirtækinu. Um er að ræða störf í hlaðdeild og cateringu. Mikil áhersla er lögð hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi, stundvísi, sveigjanleika og árvekni. Unnið er á vöktum.
HLAÐDEILD Lágmarksaldur 19 ár, almenn ökuréttindi, vinnuvélaréttindi æskileg, íslensku- og/eða enskukunnátta. Ráðningartími er frá byrjun maí og út september en möguleiki á lengri starfstíma.
CATERING Starfið felst m.a. í útkeyrslu og annarri tengdri þjónustu sem fer um borð í flugvélar. Aldurstakmark er 20 ára, almenn ökuréttindi, vinnuvélaréttindi æskileg, íslensku- og/eða enskukunnátta.
Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS sjá www.igs.is fyrir 27. mars 2015.
ATVINNA
McRent Iceland húsbílaleiga auglýsir eftirfarandi störf. SKJALAVINNSLA Frágangur á fylgiskjölum í bókhald. Heilsárs hlutastarf. HÆFNISKRÖFUR: Gott er að viðkomandi hafi reynslu af skjalavinnslu, rík þjónustulund, tölvukunnátta, tungumálakunnátta, bílpróf og áhugi á ferðaþjónustu. Lágmarks aldur er 25 ár.
AFGREIÐSLA Starfið felur í sér almenna þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins, kennslu á tæki og skjalafrágang. HÆFNISKRÖFUR: Rík þjónustulund, tölvukunnáta, tungumálakunnáta, bílpróf og áhugi á ferðaþjónustu. Lágmarks aldur er 20 ár.
ÞRIF OG VIÐHALD HÚSBÍLA Við leitum eftir einstaklingum í þrif og viðhald bifreiða fyrirtækisins. HÆFNISKRÖFUR Bílpróf, góð þjónustulund, þægileg framkoma, dugnaður og nákvæmni.
Við sækjumst eftir duglegu fólki af báðum kynjum í skemmtileg og krefjandi störf, frá seinni hluta apríl fram til loka september 2015. Ítarleg kennsla fer fram áður en starfsfólk hefur störf að starfsstöð okkar, Smiðjuvöllum 5 a, Reykjanesbæ. Umsókn sendist með upplýsingum um starfsferil (CV) og mynd á iceland@mcrent.is. Umsóknin skal berast fyrir 20. mars næstkomandi. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 5786070.
AFGREIÐS
Frágangur á f þjónusta við v kennsla á tæk
Hæfniskröfu Gott er að við vinnslu, rík þjó tungumálaku ferðaþjónustu
AFGREIÐS
Starfið felur í viðskiptavini f kennslu á tæk
Hæfniskröfu Rík þjónustulu tungumálaku ferðaþjónustu
ÞRIF OG VI
Við leitum eft bifreiða fyrirtæ
Hæfniskröfu Bílpróf, góð þ Smiðjuvöllum 5 a // 230 Reykjanesbær // Sími: 578-6070
vf.is
-mundi „Draumaprinsinn“ var þá bara í stuði í flugstöðinni!
FIMMTUDAGINN 5. MARS • 9. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR
MÁLNINGARDAGAR af MÚRBÚÐARVERÐI 2fs0lá% ttur a
TIL 14. MARS
Lögregla kvödd til vegna titrara Lögreglan á Suðurnesjum var nýverið kvödd að einum landganga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna tösku sem verið var að ferma um um borð í flugvél á leið til London. Þótti taskan sú arna láta heldur grunsamlega því hún var öll á iði. Lögreglumenn höfðu upp á eiganda hennar, erlendri konu, og veitti hún leyfi til þess að taskan yrði opnuð. Gaf þá að líta tæki sem konur hafa stundum við höndina sér til yndisauka, svokallaðan titrara, sem hrokkið hafði í gang. Var slökkt á tækinu og taskan sett um borð að því búnu. Atvik af svipuðu tagi eiga sér alltaf öðru hverju stað á Keflavíkurflugvelli og er flugfarþegum bent á að ganga þannig frá rafmagnstækjum, svo sem rakvélum, tannburstum og öðru slíku að þau geti ekki hrokkið í gang við minnsta núning eða högg.
VIKAN Á VEFNUM DekaCryl 7 Innimálning. 10 lítrar
5.995
Deka Pro 10 Innimálning. 10 lítrar
4.796
6.995
5.596
Aqua 25 innimálning á böð 4 lítrar
4.795
Deka Gólfmálning grá 3 lítrar
4.995
3.996
Bakki, 25 cm rúlla, grind og pensill. - Sett
1.356
1.695
Veggspartl medium,10 lítrar
3.836
4.595
3.676
Deka Project grunnur. 10 lítrar
LF Veggspartl 0,5 litrar
945
6.295 5.036
756
Deka Meistaralakk 70 Akrýllakk. hvítt. 1 líter
2.195
1.756 SMIG Med veggspartl 5 kg.
180
1.590
1.272
Málningarpappi 20mx80cm
795
Mako pensill 50mm
636
Scala málarakýtti
495
396
Mako málaramotta 1x3 metrar
Mako málningarrúlla og bakki 25cm
1.295
Elín Rós Bjarnad óttir HFrumraun mín sem forseti bæjarstjórnar í dag. Góðan bata Anna Lóa mín. Treysti á að þú verðir með mér í anda. Silja Dögg Gunnarsdóttir Fréttatíminn: Stormur á morgun. Eldgosi að ljúka. Jarðskjálftahrina. Snjóflóðahætta á Vestfjörðum. Ó, þú brjálaða land, ég elska þig!
20m2 málningaryfirbreiðsla
225
Dúnna pæja Er að horfa á Kastljós...og mér finnst að það eigi að vera mjög harðar refsingar við því að vekja tálvon og hafa fé af ráðþrota dauðvona fólki...samviskulaus ógeð þessir sölumenn.
275
220
Guðbergur Reynisson Ég veit ekki hvernig ég fékk þig til að samþykkja þetta ástin mín en það er satt þetta er besti staðurinn ;) Arnbjörg Elsa Hannesdóttir.
1.036
1.145
916
Reykjavík
Kletthálsi 7.
Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16
Reykjanesbær
Fuglavík 18.
Opið virka daga kl. 8-18
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf, það breytist ekki!
Fimleikar Leikhúslíf Ferðamál Loðnuhrogn
Sjónvarp Víkurfrétta
á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30 – og í HD á vf.is þegar þér hentar!