Víkurfréttir
Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan greiðsluþáttöku
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000
VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.
Hringbraut 99 - 577 1150
vf.is
F IMMTUDAGUR INN 27. MARS 2 0 14 • 12 . TÖ LUBLA Ð • 35. Á RGA NGU R
Íbúar á hjúkrunarheimilum sem hafa safnað talsverðum lífeyri:
Greiða allt að 360.000 kr. úr eigin vasa á mánuði Þ
- Finnbogi Björnsson framkvæmdastjóri DS til 37 ára gerir upp árin hjá Garðvangi og Hlévangi
eir sem safna sér talsverðum lífeyrissjóði á lífsleiðinni taka talsverðan þátt í dvalarkostnaði sínum þegar sú stund kemur að viðkomandi þarf að flytja á hjúkrunarheimili. Fólk getur þurft að borga með sér 350-360 þúsund krónur á mánuði ef fjárhagur þess er þannig. Það finnist mörgum ekki sanngjarnt. Þetta segir Finnbogi Björnsson, framkvæmdastjóri Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum [DS] í viðtali við Víkurfréttir í dag. Finnbogi segir að fólk hafi alla tíða átt erfitt með að sætta sig við þessa staðreynd.
Sjónvarp! Finnbogi er einnig í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN og vf.is í kvöld kl. 21:30
„Það leiðinlega sem okkur varðar sem rekstraraðila er að við fáum pappíra sem segja, þú átt að innheimta þetta mikið hjá þessum aðila. Síðan eigum við að skila þessu til Tryggingastofnunar. Ef að við náum ekki
þessum fjármunum frá heimilisfólkinu, þá draga þeir það frá daggjöldunum næsta mánuð á eftir. Við höfum ekkert með þessa peninga að gera annað en að innheimta þá. Eins og vel er hægt að ímynda sér, þá er ekki alltaf skemmtilegt að rukka fólk um fleiri hundruð þúsund, vegna þess hversu góðan lífeyri það hefur unnið sér inn,“ segir Finnbogi m.a. í viðtalinu við Víkurfréttir í dag. Finnbogi hefur starfað sem framkvæmdastjóri DS í 37 ár en stendur nú á tímamótum eins og fram kemur í viðtalinu þar sem hann fer yfir sína vakt hjá DS í þessa tæpu fjóra áratugi. - Sjá síðu 12
Rokksýning!
FÍTON / SÍA
Nú er unnið að uppsetningu á sýningu á Rokksafni Íslands í Hljómahöllinni og hér má sjá Björn Björnsson sýningarstjóra skoða sýningarmuni síðdegis í gær. Formleg opnunarhátíð Hljómahallar og Rokksafns Íslands verður þann 5. apríl nk. VF-mynd: Olga Björt
einföld reiknivél á ebox.is
Söfnuðu 600 undirskriftum:
74% skrifa undir ósk um persónukjör B
æjarfulltrúinn Pálmi Steinar Guðmundsson gekk í nær öll hús í Garðinum og safnaði 600 undirskriftum fyrir persónukjöri í Sveitarfélaginu Garði. Undirskriftirnar afhenti hann Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra á mánudag og verða þær, ásamt erindi sem þeim fylgir, teknar fyrir í bæjarráði Garðs í dag, fimmtudag. „Ég hef átt samræður við flesta íbúa sem hér eru á kjörskrá og safnað undirskriftum fyrir persónukjöri í komandi sveitarstjórnarkosningum í Garðinum. Af þeim sem ég hef rætt við hafa 600 íbúar á kjörskrá ritað undir áskorun um að í kosningum 2014 verði viðhaft persónukjör í Sveitarfélaginu Garði. Í kosningunum 2010 greiddu 812 atkvæði sem þýðir að 74% þeirra sem tóku þátt í kosningunum vilja persónukjör í komandi sveitarstjórnarkosningum,“ segir Pálmi m.a. í erindi sínu til bæjarráðs. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, segir að erindið fari fyrir bæjarráð í dag og samkvæmt ósk Pálma á það svo að fara í framhaldi fyrir bæjarstjórn. Þar hefur óskum um persónukjör hingað til verið hafnað af sitjandi meirihluta.
ERUM FLUTT Í SPORTHÚSIÐ
Einkaþjálfun - Hópþjálfun - Fjarþjálfun www.einka.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Suðurnes8890
fasteignasadavík
2
fimmtudagurinn 27. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-pólitík
pósturu vf@vf.is
n Tekist á um framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Tveir núverandi bæjarfulltrúar ósáttir:
Gunnar út af listanum og íhugar sérframboð -Einar í næst neðsta sæti. Bæjarstjóri bauðst til að taka 6. sætið
N
okkur kurr og mikil umræða hefur verið vegna framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem samþykktur var eftir verulegar breytingar frá niðurstöðu prófkjörs, á fundi fulltrúaráðs í síðustu viku. Tveir af núverandi bæjarfulltrúum flokksins eru ekki á meðal sjö efstu á listanum. Gunnar Þórarinsson, sem varð í 5. sæti í prófkjörinu fyrr í mánuðinum, er ekki á lista og Einar Magnússon, sem náði 7. sæti í prófkjörinu, er í næstneðsta sæti listans. Þá höfðu Böðvar Jónsson sem varð í 2. sæti og Magnea Guðmundsdóttir sem varð þriðja sætaskipti á listanum. Á fundi fulltrúaráðsins var tekist á um hvort listinn yrði óbreyttur frá niðurstöðum prófkjörs en þar
urðu tvær konur í tíu efstu sætum. Kjörnefnd hafði heimild til að gera breytingar á niðurstöðu prófkjörs, samkvæmt reglum flokksins, og lagði til að jafna hlut kvenna á listanum. Meirihluti fulltrúaráðsins samþykkti þá niðurstöðu og röðun listans með 57% atkvæða á móti 43%. Listann skipa tólf karlar og tíu konur. Þrjár konur eru í sex efstu sætum á listanum. Þá er hlutur ungs fólks óvenjumikill á listanum sem samþykktur var á fundi fulltrúaráðsins en ungir sjálfstæðismenn voru ekki sáttir með niðurstöður prófkjörsins. Í kjölfar birtingu endanlegs lista hafa komið fram miklar umræður um hvernig staðið var að málum og bæði Gunnar og Einar tjáð sig í greinum á vef Víkurfrétta sem og
YFIR 300 EIGNIR Á SUÐURNESJUM TIL SÖLU HJÁ OKKUR Skoðið heimasíðu okkar alltfasteignir.is
Grindavík sími 426-8890 Dagbjartur Willardsson sölustjóri gsm 861 7507 // Þórir Sigfússon sölufulltrúi gsm 612 2266 // Þorbjörn Pálsson löggiltur fasteignasali gsm 898 1233.
15% * afsmlápatkktniungrum Af öllu
ars
* Gildir í m
Ragnar Örn Pétursson, formaður fulltrúaráðs og fleiri aðilar. Prófkjör virt að vettugi Gunnar Þórarinsson skrifaði grein á vef Víkurfrétta í síðustu viku undir fyrirsögninni „Prófkjör virt að vettugi“. Í greininni segir Gunnar m.a.: „Frá prófkjöri hefur verið mikil undiralda í ráðum og nefndum flokksins. Háværar raddir hafa verið uppi um að fara algerlega á svig við úrslit prófkjörsins, réttlæta það með lagatæknilegum flækjum og þvinga þannig fram uppstillingu. Það kom svo á daginn að mér var boðið 7. sætið sem ég hafnaði á þeim forsendum að ég teldi prófkjörið hafa svarað því á lýðræðislegan hátt hver uppröðun listans skyldi vera“. Gunnar segir svo að á fjölmennum fundi fulltrúaráðsins hafi síðan endanlega verið gengið frá framboðslistanum. „Þá kom í ljós það sem legið hafði í loftinu um nokkurt skeið að nafn mitt var þurrkað út af listanum. Þau undirmál og ofríki sem hafa grasserað innan nefnda og ráða flokksins síðustu vikurnar opinberuðust þar með skýrum hætti“. Þá segir Gunnar undir lok bréfsins: „Ég mun á næstu vikum íhuga mín mál með mínum stuðningsmönnum. Öllum má ljóst vera að ég hef fullan hug á því að vinna áfram að framfararmálum sveitarfélagsins með setu í bæjarstjórn. Fái ég til þess góðan byr og hvatningu mun ég ásamt stuðningsmönnum mínum efna til sérframboðs“. Árni tilbúinn að taka 6. sætið Ragnar Örn Pétursson, formaður kjörnefndar fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, sá ástæðu til að rita grein á vef Víkurfrétta um prófkjörið og þær ásakanir sem bornar höfðu verið á kjörnefnd flokksins. Hann segir í grein sinni að þegar niðurstöður prófkjörs lágu fyrir var ljóst að mjög hallaði á konur í efstu sætum listans. Aðeins 2 konur voru í 10 efstu sætum hans og aðeins 1 kona var í efstu 5 sætum listans. Í ljósi niðurstöðu prófkjörs var kjörnefnd sammála um að gera breytingar á listanum þannig að hlutur kvenna yrði aukinn, enda hallaði mjög á hlut þeirra. „Kjörnefnd ræddi þessa áherslu við frambjóðendur sem tóku nær allir vel í að taka þátt í þessari vinnu. Böðvar Jónsson sem náði 2. sæti í prófkjörinu var tilbúinn að færa sig í það 3ja þannig að Magnea Guðmundsdóttir yrði í 2. sæti. Einar Magnússon, sem náði 7. sæti í prófkjörinu var tilbúinn að víkja úr því sæti og þáði 21. sætið. Reynt var með öllum ráðum að fá Gunnar Þórarinsson með í þessa veg-
Um 1500 manns tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Aðeins tveir af sjö efstu í prófkjörinu eru í sömu sætum eftir breytingar fulltrúaráðs á listanum.
ferð til að hleypa konu að í 5. sætið. Honum var fyrst boðið að taka 7. sætið og reyndar á sama fundi var óskað eftir við Árna Sigfússon að hann færði sig í 6. sætið, þannig að allir frambjóðendur tækju þátt í þessari vinnu. Árni var tilbúinn að gera það en ekki Gunnar, sem hafnaði 7. sætinu. […] Til þess að ná sáttum var ákveðið að bjóða Gunnari svo 6. sætið en hann hafnaði því og sagði að hann vildi ekki sæti neðar en 5. sætið, annars tæki hann ekki þátt og vildi ekki vera á lista. Meirihluti kjörnefndar ákvað að bjóða honum ekki 5. sætið og á fundi fulltrúaráðs var tillaga kjörnefndar samþykkt“. Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni. „Undarleg umræða og rangar staðhæfingar tengdar undirbúningi að sérframboði Gunnars Þórarinssonar. Hann sóttist eftir 1.-2. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ en hafnaði í 5. sæti. Hann náði samt ekki tilskildum atkvæðafjölda til að eiga rétt á því sæti á lista samkvæmt prófkjörsreglum. Það sem fáir vita fram að þessu er að þrátt fyrir sterka kosningu í 1. sæti var ég reiðubúinn að fara í 6. sæti að ósk kjörnefndar. Þeirra hugmynd var að Gunnar tæki þá 7. sæti, sem er sami sætafjöldi og við höfum í bæjarstjórn í dag. Ég samþykkti að taka 6. sætið án skilyrða. Gunnar hafnaði 7. sætinu! Þá var honum boðið að fara í 6. sæti. Hann hafnaði því líka. Það var miður. Þessar staðreyndir sýna að það var fullur vilji til að hann ynni með okkur. Einhverra hluta vegna eru þessar upplýsingar ekki að koma fram hjá honum,“ segir Árni. Bauðst aldrei 7. sætið Einar Magnússon bæjarfulltrúi, sem hafnaði í 7. sæti í prófkjörinu en var færður niður í það 21. sá einnig ástæðu til að skrifa grein á vef Víkurfrétta til að leiðrétta rangfærslu í grein Ragnars Arnar Péturssonar formanns kjörnefndar. Ragnar Örn hafði skrifað: „Einar Magnússon, sem náði 7. sæti í prófkjörinu var tilbúinn að víkja úr því sæti og þáði 21. sætið.“ Í grein Einars segir hins vegar: „Þetta er rangt og vegna þess að margir af mínum stuðningsmönnum hafa spurt mig að því hvers vegna listinn er eins og hann er finnst mér þeir eiga rétt á að vita hið rétta í málinu. Hið rétta er að mér bauðst aldrei 7. sætið eins og Ragnar heldur fram og ég bauðst
ekki til að víkja úr því. Í prófkjörinu sóttist ég eftir 4. sæti og fer ekki leynt með að égt varð vonsvikinn að hafna í 7. sæti. […] Það kom mér því á óvart þegar ég var kallaður aftur á fund kjörnefndar og mér boðið neðsta sætið á listanum. Á þeim fundi afþakkaði ég sæti á listanum. Síðar var mér boðið 8. sæti listans, sem ég þáði ekki heldur. […] Ég er ekki vanur að hlaupa frá verkum mínum. Ég ákvað því að lokum, kvöldið áður en listinn var samþykktur, að taka 21. sætið á listanum til að sýna stuðning við samstarfsfólk mitt og að ég væri stoltur af þeim verkum sem ég hef tekið þátt í að vinna að í bæjarstjórn á kjörtímabilinu. […] Pólitíkin hefur ekki sérlega góða ímynd þessa dagana og til að fá fleira ungt fólk og fleiri konur að pólitísku starfi er mikilvægt að auka gegnsæi,“ segir Einar Magnússon m.a. í grein sinni. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ 1. Árni Sigfússon, bæjarstjóri 2. Magnea Guðmundsóttir, upplýsingafulltrúi og bæjarfulltrúi 3. Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi 4. Baldur Guðmundsson, útibússtjóri og bæjarfulltrúi 5. Björk Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi 6. Ingigerður Sæmundsdóttir, framhaldsskólakennari 7. Jóhann S. Sigurbergsson, forstöðumaður 8. Una Sigurðardóttir, sérfræðingur 9. Ísak Ernir Kristinsson, stúdent 10. Guðmundur Pétursson, framkvæmdastjóri 11. Hildur Gunnarsdóttir, lögfræðingur og varaformaður SUS 12. Hanna B. Konráðsdóttir, viðskiptafræðingur og meistaraprófsnemi í lögfræði 13. Þórarinn Gunnarsson, stúdent og formaður ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ 14. Anna Sigríður Jóhannesdóttir, sálfræðinemi 15. Rúnar Arnarson, bankastarfsmaður 16. Haraldur Helgason, matreiðslumeistari 17. Sigrún I. Ævarsdóttir, lögfræðingur og kaupmaður 18. Erlingur Bjarnason, rekstrarstjóri 19. Gígja S. Guðjónsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur 20. Grétar Guðlaugsson, byggingafræðingur 21. Einar Magnússon, skipstjóri og bæjarfulltrúi 22. Ragnheiður Elín Árnadóttir, alþingismaður og ráðherra
www.peugeot.is
Frumsýnum bíl ársins
PEUGEOT LAUGARDAG MILLI KL. 11:00 OG 16:00
Bíll ársins í Evrópu 2014
PEUGEOT 308 kostar frá kr.
3.360.000
Eldsneytiseyðsla í blönduðum akstri frá 3,6 til 5,6L/100km og CO2 útblástur (g/km) frá 93 til 129.
Þú finnur okkur á
Bernhard Reykjanesbæ • Njarðarbraut 15 • 260 Reykjanesbæ, sími 421 7800
facebook.com/PeugeotIceland
4
fimmtudagurinn 27. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR
SUMARSTÖRF ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR OG VINNUSKÓLA Þjónustumiðstöð og Vinnuskóli Reykjanesbæjar auglýsa sumarstörf laus til umsóknar. Við leitum að starfsfólki í garðyrkjudeild, flokkstjórum, yfirflokkstjórum og starfsmanni á skrifstofu. Allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf eða í síma 420-3204. Umsóknafrestur er til 3. apríl 2014 Önnur störf vinnuskóla verða auglýst síðar. ATH. eldri umsóknir verður að endurnýja!
BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR
ERLINGSKVÖLD
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Netsamskipti og Símafélagið sameinast
S
ímafélagið og Netsamskipti hafa komist að samkomulagi um að sameina rekstur félaganna undir merkjum Símafélagsins og styrkja starfsstöð sameinaðs reksturs á Suðurnesjum. Félögin hafa á undanförnum árum aukið samstarf sitt verulega og hófu Netsamskipti til að mynda á síðasta ári að bjóða upp á símaþjónustu til einstaklinga og fyrirtækja á kerfum Símafélagsins. Félögin höfðu áður sameinað útlandagáttir sínar fyrir Internet og þótti sameiginlegur rekstur því eðlilegt framhald á samstarfinu. Með þeirri hagræðingu sem myndast með sameiningunni eykst rekstraröryggi, þjónustustig og vöruframboð. „Með sameiningunni verður til stærri og öflugri rekstareining og gefur okkur aukna möguleika að mæta betur þeim fjölmörgu verkefnum sem framundan eru. Mannauðurinn er mjög mikill og hér er verðmæt sérþekking og kunnáttta. Framundan eru spennandi tímar enda sjáum við mikla möguleika í
Brjánn Jónsson, framkvæmdastjóri Símafélagsins og Brynjar Jónsson eigandi Netsamskipta.
þessum geira,“ segir Brjánn Jónsson, framkvæmdastjóri Símafélagsins. Netsamskipti er eitt elsta Internetfyrirtæki landsins en það er stofnað árið 1994. Félagið er staðsett í hjarta Reykjanesbæjar og hefur veitt Suðurnesjabúum netþjónustu, hýsingarþjónustu, tækniþjónustu og nýverið einnig símaþjónustu. Viðskiptavinir eru bæði einstaklingar og fyrirtæki og hefur félagið lagt áherslu á að veita heima-
Heiða í stjórn Félags leikskólakennara
Boðið verður upp á ljóðasúpu og ljóðaþvott á árlegu Erlingskvöldi Bókasafnsins sem fram fer í samstarfi við Ráðhúskaffi fimmtudaginn 27. mars kl. 18:00. Gestir geta keypt sér súpu á viðráðanlegu verði og fá í kaupbæti listaukandi ljóðaflutning framreiddan af ljóðahópi Jakobs S. Jónssonar leikstjóra. Leikarar flytja. Þá verða íslensk og pólsk ljóð hengd upp á snúru „til þerris“. Allir velkomnir.
LISTASAFN REYKJANESBÆJAR
LISTAMANNSLEIÐSÖGN
Hvernig nýtist Facebook mínu fyrirtæki? – margir hlýddu á fyrirlestur Þórönnu Jónsdóttur í Eldey
M
argir nýttu sér tækifærið og hlýddu á fyrirlestur Þórönnu Jónsdóttur í Eldey frumkvöðlasetri í vikunni sem leið, en þar sagði hún frá því hvernig samfélagsmiðillinn Facebook getur nýst sprotafyrirtækjum til markaðssetningar. Facebook er langstærsti samfélags-
Laugardaginn 29. mars kl. 14.00 mun Stephen Lárus Stephen taka á móti gestum og spjalla um verk sín á sýningu Listasafnsins MANNLEGAR VÍDDIR. Stephen er annar tveggja myndlistarmanna sem sýna mannamyndir á sýningunni sem opnuð var þann 15. mars sl. Athugið að leiðsögnin fer fram á ensku. Heitt á könnunni, ókeypis aðgangur og allir hjartanlega velkomnir.
mönnum fyrsta flokks þjónustu í sinni heimabyggð. Símafélagið hóf starfsemi 1. nóvember 2008 og hefur á þeim tíma byggt upp mjög öflugt grunnnet á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi, Akureyri og víða á Norðausturlandi. Símafélagið hefur frá upphafi lagt áherslu á að byggja upp sín eigin kerfi, bæði fyrir Internet og síma og rekur nú eitt af þremur stærstu grunnkerfum landsins.
miðillinn á Íslandi og notendur ein billjón í heiminum. Að sögn Þórönnu skiptir mestu máli að efnið sem miðlað er á Facebook sé áhugavert því annars minnkar sýnileiki. Þar skiptir mestu að byggja upp samband við viðskiptavini á persónulegum nótum og þekkja þarfir hans og uppfylla.
Skólastjóraskipti í Holtaskóla Jóhann Geirdal hættir og Eðvarð Þór tekur við „ Ákvörðunin hefur ek ker t að ger a me ð rekstur Myllubakkaskóla eða samskipti mín við starfsfólk, nemendur og foreldra þar. Mig langaði einfaldlega í þetta starf og sló til,“ segir Eðvarð Þór Eðvarðsson, skólastjóri Myllubakkaskóla en Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti beiðni Eð-
varðs Þórs um tilfærslu í starfi fimmtudaginn 13. mars síðastliðinn. Hann hefur störf sem skólastjóri Holtaskóla í haust og tekur við keflinu af Jóhanni Geirdal, sem hefur sinnt því starfi síðan 2007. Eðvarð Þór hefur verið skólastjóri Myllubakkaskóla í tvö ár og var þar áður aðstoðarskólastjóri í Holtaskóla og þar áður kennari við Heiðarskóla. Staða skólastjóra Myllubakkaskóla hefur þegar verið auglýst.
u Heiða Ingólfsdóttir, sérkennslustjóri á leikskólanum Holti í Reykjanesbæ, var kjörin í stjórn Félags leikskólakennara í síðustu viku. Ný stjórn Félags leikskólakennara tekur við á aðalfundi félagsins 25. apríl næstkomandi og situr fram að aðalfundi árið 2017. Formaður FL, Haraldur Freyr Gíslason, er sjálfkjörinn en kosið verður í önnur trúnaðarstörf á aðalfundinum í apríl.
Kjarasamningur verslunarmanna samþykktur u Kjörfundi um nýjan kjarasamning milli Verslunarmannafélags Suðurnesja og Samtaka atvinnulífsins sem skrifað var undir 20. febrúar sl. lauk kl. 14. föstudaginn 28. febrúar. Alls voru 1.175 á kjörskrá Atkvæði greiddu 130 eða 11,06% Já sögðu 103 eða 79,23% Nei sögðu 27 eða 20,77% Auðir seðlar og ógildir 0 Kjarasamningurinn telst því samþykktur
Leikskólinn Holt tilnefndur til verðlauna - Evrópuverðlaunin 2014
u Leikskólinn Holt hefði verið tilnefndur til Evrópuverðlauna 2014 fyrir e twinning verkefnið „talking Pictures“. Verkefnið var valið úr 134 verkefnum víðs vegar að úr Evrópu og lenti í einu af þremur efstu sætunum. Mun Anna Sofia, deildarstjóri á Holti, sem hefur leitt verkefnið, fara til Brussel nú í vor og veita verðlaununum viðtöku.
Skemmtilegustu gjafirnar
í Omnis
Lenovo IdeaPad Y510p
Dell Inspiron 3537 • • • • • • •
IdeaPad Y510p er fáguð fartölva sem vekur athygli Hún er með Haswell örgjörva og er gerð fyrir leiki og skemmtun. kemur með tvöföldu skjákorti (nVidia SLI) - sem gefur hreint ótrúleg afköst og hágæða JBL Dolby hljóðkerfi.
Intel Core i5-4200U 4GB DDR3 vinnsluminni 15.6” HD WLED True-Life skjár 750GB harður diskur Windows 8.1 2GB AMD Radeon 8670M DDR3 skjákort 3ja ára varahlutaábyrgð
Fermingartilboð kr.
• • • • • • •
Intel Core i7 quad core 64bit 16 GB DDR3 vinnsluminni 15,6” FHD LED Full HD Skjár TVÖ NVIDIA® GeForce® GT750M (2GB) Skjákort 1TB diskur og 24GB SSD sem eykur afköst verulega Windows 8.1 3ja ára ábyrgð
Fermingartilboð kr.
219.900 Vörunr.: 59393363
134.990
Vörunr.: INSPIRON3537#04
Lenovo IdeaPad S500 Thonet&Vander Kürbis 2.0 Bluetooth
Snilldar hönnun og glæsilegt útlit sem vekur athygli á frábæru verði. • • • • • •
Intel Pentium 2117U 4GB vinnsluminni 15,6” HD LED skjár 500GB Harður diskur Windows 8 3 ára ábyrgð
Tengdu snjallsímann, fartölvuna eða spjaldtölvuna þráðlaust við þessa glæsilegu Bluetooth hátalara, dúndur hljóðgæði.
Fermingartilboð
Fermingartilboð kr.
kr.
89.900
Vörunr.: JH TV KURBIS BT
Vörunr.: 59372485
• • • • • • • •
1920x1080p video með hljóðupptöku 5mp hágæða sensor 12mp kyrrmyndaupplausn með þjöppun 4x digitalzoom Fjarstýring fylgir Linsa 120 gráður Innbyggð lithium rafhlaða Ýmsir fylgihlutir
Fermingartilboð
Canon MG4250 prentari
kr.
Nettur og háþróaður fjölnota WiFi prentari með prentun, ljósritun og skönnun.
kr.
13.990
Vörunr.: 6224B006BA
• Spilar tónlist þráðlaust • Virkar sem handfrjáls búnaður fyrir farsímann
Fermingartilboð
19.990 Vörunr.: EP20106
kr.
4.990 Vörunr.: EP53101
TALAUST LÁN
12 MÁNAÐA VAX
LUR Í ALLT AÐ
R RAÐGREIÐS
VAXTALAUSA
444 9900
28.900
GoXtreme Speed Full HD hasarmyndavél UrbanMonkey • Vatnshelt hús niður á 10 metra hátalarar • 6 cm snertiskjár
Akranesi Dalbraut 1
12 MÁNUÐI
Borgarnesi Borgarbraut 61
Reykjanesbæ Tjarnargötu 7
www.omnis.is
6
fimmtudagurinn 27. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-ritstjórnarbréf
Mynd/Texti: Olga Björt Þórðardóttir // olgabjort@vf.is
Páll Ketilsson skrifar
Flottur tengdasonur Það er öruggt að mörgum Suðurnesjamönnum muni hlýna um hjartaræturnar þegar þeir hafa lesið viðtal okkar við „hafnfirska“ handboltakappann og íþróttamanninn Loga Geirsson (hér til hliðar). Hann fer lofsamlegum orðum um svæðið en hann og kona hans, Suðurnesjamærin Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir, sem m.a. lék körfubolta með sigurliði Keflavíkurstúlkna, búa í Reykjanesbæ. „Suðurnesin hafa komið mér mikið á óvart og ég er stoltur af því að búa hérna. Það er ekki bara slagsmál og rok hérna eins og oft er talað um heldur er þetta fjölbreytt samfélag með marga frábæra kosti og satt best að segja grunaði mig ekki hversu gott er að búa hér,“ segir íþróttamaðurinn Logi Geirsson og bendir á ýmsa fleiri kosti en líka á það sem mætti gera betur. Eitt af því sem „tengdasonur“ Suðurnesja segir frá í viðtalinu er að of mikið af neikvæðri umræðu gefi ekki rétt mynd af svæðinu, því svo margir jákvæðir hlutir séu að gerast á hverjum degi. Undir þetta má taka. Það er ekkert launungarmál að stefna okkar á Víkurfréttum er að einbeita okkur meira að jákvæðum málefnum þó vissulega birtist efni í miðlum okkar sem hægt er að segja að sé „neikvætt“. Í prentútgáfu Víkurfrétta og á vef okkar undanfarna mánuði hefur þetta komið skýrt fram, fjöldi viðtala við fólk sem er að gera skemmtilega og góða hluti sem og greina um margt jákvætt. Í sjónvarpsþáttum okkar í Sjónvarpi Víkurfrétta sem við sýnum vikulega á vef okkar vf.is, á kapalrás Reykjanesbæjar og á ÍNN þar sem fjöldi annarra en Suðurnesjamanna fylgist með, leggjum við mikla áherslu á að sýna hvað það er margt jákvætt og fjölbreytt í gangi í samfélaginu á Suðurnesjum. Þetta ætti líka að vera umhugsunarefni fyrir alla sem eru duglegir á samfélagsmiðlum, - að gæta tungunnar þegar verið er að gagnrýna aðra eða tjá sig á mjög neikvæðan hátt. Forseti Íslands benti á það í áramótaávarpi sínu að þróunin í tjáningu á samfélagsmiðlum á borð við Facebook væri áhyggjuefni. Undir það má taka.
Stephen Lárus með leiðsögn í Listasafninu L
augardaginn 29. mars kl. 14.00 tekur Stephen Lárus Stephen, annar tveggja Stefána sem nú sýna í Listasafni Reykjanesbæjar, á móti gestum og fjallar um verk sín á sýningunni MANNLEGAR VÍDDIR. Leiðsögnin fer fram á ensku. Stefánarnir báðir hafa sérhæft sig í gerð mannamynda. Báðir eiga þeir erlenda feður og hafa sótt listmenntun sína til annarra landa, Stephen Lárus til Bretlands og Stefán til Noregs og Ítalíu. Að öðru leyti eru þeir afar ólíkir. Stephen Lárus hefur getið sér gott orð fyrir portrettmyndir af ýmsum „opinberum“ Íslendingum. Málverk hans af Sólveigu Pétursdóttur, fyrrverandi alþingismanni og forseta Alþingis, vakti nokkuð umtal þegar það var vígt fyrir tveimur árum; þetta málverk er að finna á sýningunni. Yfirlýst markmið Stephens er að koma á framfæri viðmóti fyrirsæta sinna, án þess
að ganga of nærri einkalífi þeirra. Þarna er um að ræða jafnvægislist þar sem listmálarinn þarf að taka tillit til margra þátta, sjálfsvirðingar þeirra sem sitja fyrir, þjóðfélagsstöðu þeirra, og ekki síst þess hlutverks sem portrettmyndirnar eiga að gegna. Meðan á vinnuferlinu stendur er listmálarinn í stöðugu „viðræðusambandi“ við margar þekktustu mannamyndir listasögunnar; þær eru honum allt í senn áskorun, viðmið og hugmyndabanki. Hér gefst gullið tækifæri til að sjá saman komin mörg helstu portrett Stephens Lárusar hin síðari ár, en mörg þeirra hafa hvergi verið til sýnis opinberlega. Á sýningunni er einnig að finna formyndir listamannanna að nokkrum sýndum verkum, allt frá frumdrögum til nákvæmra lokaútlistana. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson. Sýningin var opnuð þann 15. mars og stendur til 27. apríl 2014.
vf.is
SÍMI 421 0000
n Auðvelt að kynnast fólki á Suðurnesjum segir Logi Geirsson:
Eintóm hamingja að búa hér L
ogi Geirsson, fyrrum landsliðsmaður og atvinnumaður í handbolta, er einn af tengdasonum Suðurnesja. Unnusta hans er Njarðvíkurmærin Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir. Logi segir í stuttu viðtali við Víkurfréttir hvernig honum líkar að búa hér á svæðinu og hvað hann fæst við í dag. Lítið mál að fá dagmömmu „Við fluttum frá Þýskalandi árið 2010 og fyrsta árið vorum við búsett í Hafnarfirði. Það var svo röð atvika sem leiddu okkur á Suðurnesin. Unnusta mín er flugfreyja hjá Icelandair og því vorum við stutt frá flugvellinum. Einnig var erfitt að finna pláss hjá dagmömmu fyrir strákinn okkar í Hafnarfirði en það var lítið mál hér og svo leist okkur svo vel á eitt hús í Ásahverfinu að við skelltum okkur bara í smá ævintýri,“ segir Logi, sem núna er háskólanemi og eigandi Fjarform.is. Hann segir að fjölskyldunni líði mjög vel í Reykjanesbæ og geti varla hugsað sér að flytja þaðan, eins og staðan er. „Þetta er búið að vera eintóm hamingja síðan við settumst hér að. Kostirnir við samfélagið er smæð þess, það minnir mann svolítið á Hafnarfjörð og maður er fljótur að kynnast fólki hérna.“
þar sem ég mætti að horfa á körfuboltaleiki hérna á yngri árum þar sem yfirleitt var fullt af fólki og gríðarleg stemmning. Ég held að það væri hægt að rífa þetta betur upp hérna aftur með smá vinnu og vera með kjaftfullt á hverjum leik. Einnig mætti vera meira um einfalda viðburði tengdum menningu,“ segir Logi en tekur þó fram að svona heilt yfir þá telji hann að það mætti vera meira af jákvæðum fréttum af Suðurnesjum yfirleitt því að hellingur af góðum hlutum séu að gerast hérna á hverjum degi. „Einhverra hluta vegna skín það ekki í gegnum neikvæða umræðu sem virðist oft eiga sér stað um Suðurnesin.“ Langvarandi áhrif á líf fólks Logi er um þessar mundir að skrifa Bs. ritgerð í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst, útskrifast þaðan í vor. „Síðan er það fyrirtæki mitt, www.fjarform.is, sem er eitt af því sem ég hef skapað og hef mest gaman af. Þar leitumst við eftir að vera mikils virði fyrir heilsu fólks og hafa góð langvarandi áhrif á líf fólks. Þetta er Fjarþjálfun í grunninn. Við fræðum fólk um það sem skiptir mestu máli og hvetjum það til að ná markmiðum sínum.“ Logi segist mjög stoltur af því að geta hjálpað og kennt fólki að breyta um lífsstíl. „Ég hef fengið til mín í þjálfun helling af Suðurnesjafólki. Það hvílir mikil ábyrgð í því að taka heilsu einstaklinga í sínar hendur en það er það skemmtilegasta sem ég geri.“
Suðurnesin hafa komið mér mikið á óvart og ég er stoltur af því að búa hérna
Lögreglan mjög sýnileg Logi segir Sporthúsið vera frábært mannvirki og eina glæsilegustu stöð landsins sem hann vonar að sem flestir nýti sér; þar sé eitthvað fyrir alla. „Mér finnst líka gaman að sjá hvað Árni Sigfússon og félagar hafa búið til mikið aðdráttarafl og glætt bæjarfélagið og bæinn lífi. Svo finnst mér líka aðdáunarvert hversu sýnilegir lögreglumenn eru hérna, það heyrir til undantekninga að keyra Hafnargötuna án þess að mæta lögreglunni.“
Hollari skyndibitastaðir og jákvæðari fréttir Í öllum sveitarfélögum er hægt að gera eitthvað betur og að mati Loga mættu koma hollir skyndibitastaðir eins og Saffran eða Serrano. „Einnig man ég tímana
Samfélagsmiðill í smíðum Einnig er Logi með í smíðum samfélagsmiðil sem væntanlega verður að veruleika innan tveggja ára þannig að ekki vantar járnin í eldinn. „Suðurnesin hafa komið mér mikið á óvart og ég er stoltur af því að búa hérna. Það er ekki bara slagsmál og rok hérna eins og oft er talað um heldur er þetta fjölbreytt samfélag með marga frábæra kosti og satt best að segja grunaði mig ekki hversu gott er að búa hér,“ segir Logi að lokum.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
markhonnun.is
Davíð mælir með nOW vörunum. Davíð verður með fría ráðgjöf og aðstoðar þig við að versla inn fyrir 30 DaGa mataræðið fimmtudaginn 3. apríl frá 16:30-18
Davíð kristinsson, næringar- og lífsstílsþjálfari, verður með námskeiðið „30 DaGar-Leið TiL BeTri LÍfsssTÍLs“ í nettó krossmóa þann 3. apríl kl 20-21:30. Það er ekki svo galið að taka sig á núna því mataræði Davíðs býður upp á marga góða og gómsæta möguleika. Mjög margir hafa tekið sig á að hætti Davíðs og náð mjög góðum árangri og sjaldan liðið betur. Þess ber að geta að yfir 5500 íslendingar hafa farið í gegnum 30 daga hreinsun á mataræði. Davíð fer yfir mataræðið í bókinni.
Verð á námskeiði með bókinni 5.900 kr skráningar á www.30.is og í síma 461 3200
r u k æ b
Á nÁmskeiðinu er farið yfir: – Svefn – Streitu – Hvað matur virkar fyrir þig – Hvers vegna léttist ég ekki – Hvaða leiðir eru færar í mataræði – Skipulag og hagkvæmni – Hvaða mat á ég að forðast – Hvernig kem ég blóðsykrinum í lag og losna við sykurpúkann
www.netto.is KROSSMÓA REYKJANESBÆ
8
fimmtudagurinn 27. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR
Hjólað með fjölskyldunni í Madríd. F.v: Jorge, Nora, Ella og Aron.
„Spánverjar meistarar í að njóta lífsins og líðandi stundar“ - Njarðvíkingurinn Elín Ragna elskar lífið í Madrid
S
íðustu níu árin hefur Njarðvíkingurinn Elín Ragna Ólafsdóttir haldið til í Madríd höfuðborg Spánar. Þar hefur hún sinnt spennandi starfi við þá Ólympíuleika sem haldnir eru hverju sinni í heiminum. Ella, eins og hún er jafnan kölluð, unir vel við lífið á Spáni en hún hélt ævintýralegt brúðkaup á Íslandi í fyrra með alþjóðlegum blæ. Blaðamaður Víkurfrétta heyrði hljóðið í Ellu þar sem hún var nýlega komin heim frá vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi þar sem hún var við störf. Elín fluttist til Spánar árið 2005 og hóf nám í innanhússhönnun í Institutuo Europeo di Design skólanum. Hún lauk námi árið 2008 en kynntist svo núverandi eiginmanni sínum. Örlögin sáu því til þess að hún ílengdist á Spáni. Eftir að námi lauk var Elín þegar farin að starfa í Madríd en fljótlega var henni boðin staða sem aðstoðarmanneskja forstjóra verkfræðideildar hjá Olympic Broadcasting services, undirfyrirtæki Alþjóða ólympíunefndarinnar. Fyrirtækið sér um að sjónvarpa öllum Ólympíuleikum, vetrar- og sumarleikum. Fyrirtækið er staðsett í Madríd en starfsmenn eru búsettir í nokkra mánuði í því landi sem leikarnir eru haldnir hverju sinni. Elín var til dæmis fjóra mánuði í London þegar sumarólympíuleikarnir voru haldnir þar árið 2012.
Hún er svo rétt nýkomin frá Sochi í Rússlandi þar sem hún hefur dvalið síðustu tvo mánuði á meðan vetrarólympíuleikarnir fóru fram. Ásamt því að starfa að Ólympíuleikunum hefur Elín verið að taka að sér hönnunarverkefni víðsvegar, m.a. fyrir Latabæ þegar sett var á laggirnar sýning á Spáni. „Drifum okkur út á vit ævintýranna“ Ella hafði áður búið um stund í Venezuela og hafði því góð tök á spænskunni. Áður en Ella flutti til Spánar var hún við nám í tækniteiknun í Iðnskólanum og starfaði á ferðaskrifstofunni Terranova. „Ég og sonur minn sem þá var fjögurra
Spánverjar eiga það til að detta svolítið í hann Nonna neikvæða ára drifum okkur út á vit ævintýranna, ég hugsaði á þeim tíma að ég gæti alltaf komið til baka ef ég sæi að þetta myndi ekki ganga upp. Hins vegar gekk allt eins og í sögu, bæði með góðum stuðningi fólks míns hér heima og svo vinahópi sem ég kynntist í Madríd. Aron Tristan, sonur minn, er mjög að-
Ella á sumarólympíuleikunum í London 2012.
lögunarfær, hann var farinn að tala spænsku á einum mánuði þannig að það var lykillinn að velgengni okkar.“ Elín býr í miðborg Madrídar ásamt fjölskyldu sinni, eiginmanni og tveimur börnum. Í maí er svo von á fjölgun í fjölskyldunni en þá er væntanleg lítil stúlka. „Það er frábært að búa í Madríd með börn, Spánverjar yfir höfuð eru mjög barnvænir og þó svo að Madríd sé stórborg þá er mikið af fallegum görðum til að vera með börnin, og ekki skemmir veðrið fyrir. Einnig er gaman að því að börn eru alltaf velkomin alls staðar, jafnvel á veitingastöðum og kaffihúsum að kvöldi til, aðrar stórborgir í Evrópu eru ekki eins fjölskylduvænar,“ segir Ella sem kann afar vel við Spánverjana. „Ég kann mjög vel við Spánverjana og eru þeir einhvern veginn alltaf glaðir, enda meistarar í að njóta lífsins og líðandi stundar, eitthvað sem kannski margar aðrar þjóðir gleyma í daglegri rútínu. Hér er alltaf tími fyrir að hitta vini á kaffihúsi í tapas og spjalla. Eitt sem við Íslendingar höfum þó fram yfir þá að mínu mati er bjartsýnin og jákvæðnin, Spánverjar eiga það til að detta svolítið í hann Nonna neikvæða.“ Spennandi starf á framandi stöðum Starf Ellu felst aðallega í uppsetningu og skipulagningu fyrir Ólympíuleikana hverju sinni en fyrirtækið sem hún starfar hjá sér um að sjónvarpa frá leikunum. Ella segir Ólympíuleikana í London árið 2012 hafa verið frábæra í alla staði. Þeir hafi verið vel skipulagðir allt frá opnunarhátíð til enda og Englendingarnir tekið vel á móti gestum sínum. Munurinn á leikunum í London og í Sochi var sá að í Rússlandi þurfti að byggja nánast allt frá grunni, þ.m.t. hótel og veitingastaði, ásamt leikvöngum og svæðum fyrir leikana sjálfa. „Rússar komu mér einstaklega á óvart, ofsalega kurteist og vingjarnlegt fólk. Varðandi Ólympíuleikana, þá er alveg ótrúlegt hvað var byggt fyrir einungis þessar fjórar vikur sem leikarnir standa yfir. Þetta var allt mjög glæsilegt en
Móðurfjölskylda eiginmanns Ellu stofnaði Hello tímaritið á sínum tíma. Skapast hefur hefð fyrir því að birta myndir af brúðkaupum í fjölskyldunni í tímaritinu. Hér má sjá fallega mynd af Ellu og eiginmanninum Jorge Mendez Junco. Á myndinni fyrir ofan má sjá myndir úr brúðkaupinu þeirra í blaðinu.
mig blæðir að hugsa til alls þess fjár sem var eytt og væri svo þarfara á öðrum stöðum.“ Eins og áður segir krefst starfið þess að Ella dvelji löngum stundum fjarri fjölskyldunni á meðan á leikum stendur. „Það getur verið erfitt. Í London komu þau þó með mér og voru hjá mér allan tímann sem var alveg frábært.“ Næst á dagskrá hjá Ellu eru svo sumarleikarnir í Ríó árið 2016. Ævintýralegt brúðkaup á Íslandi Ella og Jorge eiginmaður hennar hafa verið saman síðan árið 2008 en í fyrra gengu þau í hjónaband. Brúðkaupið var tekið alla leið en það var haldið með frábæru fólki á Íslandi yfir eina ævintýralega helgi. „Þar sem við búum erlendis var það engin spurning að við vildum bæði halda brúðkaupið á Íslandi,“ segir Ella en brúðkaupið var með mjög alþjóðlegu ívafi. Í heildina voru 150 gestir en u.þ.b. helmingurinn kom erlendis frá. Allt frá Spáni, Bretlandi, Bandaríkjunum, Hollandi, Grikklandi, Tyrklandi, Portúgal, Ítalíu, Ungverjalandi, Kanada og Írlandi. Gera átti Íslandsdvölina sem eftirminnilegasta fyrir erlendu
gestina og lá undirbúningurinn að mestu í að skipuleggja skemmtilegar dagsferðir fyrir þau um landið. „Við vorum til dæmis uppi á Langjökli í 12 klukkustunda snjósleðaferð daginn fyrir brúðkaupið,“ segir Ella og hlær. Brúðkaupið var þó fremur hefðbundið að sögn Ellu, athöfn í Fríkirkjunni og tapasveisla að spænskum sið á Iðnó. Þegar líða tók á veisluna kom pylsuvagninn frá Bæjarins Bestu við og gátu gestir fengið sér alíslenska pylsu. „Útlendingarnir tala ennþá um hversu rosalega góðar pylsurnar voru. Ég heyrði að síðustu gestir hafi farið heim klukkan tæplega sjö um morguninn, þannig að ég efast ekki um að fólk hafi skemmt sér vel. Daginn eftir veisluna fórum við með tvær fullar rútur af gestum í Bláa lónið og þar var slakað á. Þetta var án efa skemmtilegasta helgi sem ég hef upplifað. Það er svo gaman að fá tækifæri til að fá alla vini og ættingja þína saman og fagna,“ segir Ella. Hún reynir að koma til Íslands í það minnsta einu sinni á ári og heimsækja fólkið sitt í Njarðvík. „Það er alveg nauðsynlegt og ef ég ætti fleiri frídaga kæmi ég mun oftar,“ segir hún að lokum.
Þú gætir eignast nýjan Skoda Citigo ef þú drífur bílinn í skoðun! góð stA u n ó j þ stæð g A h og kjör á num skoðu
opið á laugardag
Í rEYKJaNESBÆ Opið frá kl. 9:00-15:00 þ. 29.03 KÆri BÍlEigaNdi
Mundu að aftasti stafurinn í bílnúmerinu þínu táknar þann mánuð sem mæta á með bílinn í skoðun. Hafðu þitt á hreinu og komdu með bílinn í skoðun til okkar á réttum tíma.
IS
AP 234 14 2014
Engar tímapantanir (frjáls mæting).
Opið mánud.-föstud. kl. 8-17.
HappdrÆtti
Þeir sem koma með bíl í skoðun hjá Frumherja geta skráð sig í happdrætti á heimasíðu Frumherja og þannig öðlast möguleika á því að eignast stórglæsilegan Skoda Citigo sem verður dreginn út 1. júlí 2014.
Bifreiðaskoðun Reykjanesbæ
Sími: 570 9090 · Netfang; frumherji@frumherji.is · www.frumherji.is
Markhönnun ehf
Dan
Dandaskgairr!
-50% -40% Grísarif BBQ - alvöru gæði! Verð per kíló Áður 1.498
Bayonneskinka Verð per kíló Áður 1.989
1.195,-
749,-
Danskir ! dagar
-30% nautalunDir Verð per kíló Áður 4.989
3.492,-
kjúklinGapopp danpo-240 g Verð per pk
kjúklinGaBorGarar danpo-240 g Verð per pk
kjúklinGanaGGar danpo-320 g Verð per pk
kjúklinGur heill danpo-heill Verð per kG Áður 798.-
498,-
498,-
-25% kálfa riBeye frosið 2-2,5kg Verð per kíló Áður 3.989
2.992,Danskir dagar!
598,-
598,-
Da
arla Buko 4 tegundir Verð per pk Verð frá
382,-
snofrisk 125 g Verð per pk Áður 498
423,-
cocio súkkulaðimjólk 250 ml Verð per stk
199,-
Tilboðin gilda 27. mars – 6. apríl 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
Danskir dagar!
GrísaBóGur hringskorinn kílóVerð Áður 889
kjúklinGur Bringur/lundir 900/700 Gr poki Áður 1.698
1.398,-
598,-
Danskir ! dagar
-25%
l
Danskgiarr! - da
-
975,-
corDon Bleu danpo-240 g Verð per pk
,-
-50% Grísakótelettur ferst kílóVerð Áður 1.949
596,-
arar
250 ml
-33%
finthakket skinkesalat
598,-
550,Danskir dagar!
175 g kr stk
kylling&bacon salat 175 g
398
rækjur -500G smÁar - ódýrt fyrir heimilið pakkaVerð Áður 598
æggesalat
175 g
389
kjúklinGalæri/leGGir danpo - 2 kg Verð per kG Áður 798.-
kr stk
298
kr stk
reje salat 175 g
389
kr stk
Mikið úrval af ötvöruM hágæða dönskuM kj frá tuliP
www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
12
fimmtudagurinn 27. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu pket@vf.is
n Finnbogi Björnsson hefur verið framkvæmdastjóri DS í 37 ár:
ÁTTUM MJÖG ERFITT ÞEGAR FÓLKIÐ VAR AÐ FARA Finnbogi Björnsson hefur verið framkvæmdastjóri Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum [DS] í 37 ár. Á þessum árum hafa heimilismenn á Garðvangi og Hlévangi verið næstum 700 talsins að ótöldu öllu starfsfólkinu. Finnbogi segir líka að það sé eftirminnilegast frá öllum starfsárunum hjá DS hvað hann hafi kynnst mörgu fólki. Það var því líka undarleg stund á sunnudegi fyrir næstum hálfum mánuði þegar allt fólkið á Garðvangi borðaði saman hádegisverð í matsal heimilisins. Eftir að hafa fengið nautagúllas og tertusneið komu ættingar heimilisfólks og sóttu það og fluttu á nýtt heimili á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Eftir sat Finnbogi í yfirgefnu hjúkrunarheimilinu í Garðinum sem var áður heimili allt að 40 einstaklinga og örugglega stærsti kvennavinnustaður byggðarlagsins. Víkurfréttir tóku hús á Finnboga daginn eftir að Garðvangur lokaði og ræddu við hann um starf hans hjá Dvalarheimilum aldraðra á Suðurnesjum og þau tímamót sem eru nú í öldrunarmálum á svæðinu.
Hófst með samstarfi sjö sveitarfélaga Þetta eru veruleg tímamót þegar allur rekstur af Garðvangi er að flytja á Nesvelli. Ef þú rifjar upp þessa sögu, hvernig þetta byrjaði allt saman. „Þetta hófst með því að sveitarfélögin á Suðurnesjum, sem þá voru sjö, tóku sig saman um rekstur dvalarheimilis hér á Garðvangi. Þau keyptu þá þetta fyrsta húsnæði sem var risið þá og hét þá Grímshóll. Þá var þetta dvalarheimili og hér bjuggu 22 aðilar. Þróunin hér hefur verið sú að við bættum við árið 1984. Síðar var bætt við allri aðstöðu eins og sal fyrir félagsstarf, hand- og fótsnyrtingu og fleira árið 1996. Þetta þróaðist þannig að þegar mest var hér þá bjuggu hér liðlega 40 aðilar en Garðvangur breytist hægt og rólega úr dvalarheimili yfir í hjúkrunarheimili og hefur verið hjúkrunarheimili allar götur síðan 1986“.
Keflavíkurbær hafði rekið Hlévang frá árinu 1958 en Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum yfirtaka reksturinn árið 1981. Þá voru þrettán einstaklingar á Hlévangi og það voru allt dvalarrými. Árið 1992 var lokið við að byggja við Hlévang og heimilismenn þar verða þrjátíu talsins og allt í dvalarrýmum. „Rýmin á Hlévangi breyttust svo hægt og rólega yfir í hjúkrunarrými þar sem fólkið var að eldast og var að koma veikara inn á heimilið en áður og nú eru þar 30 hjúkrunarsjúklingar. Hrafnista tók yfir rekstur þess heimilis þann 1. mars sl. og heimilisfólkið af Garðvangi flutti á Nesvelli um þarsíðustu helgi“. Hvað hafa margir dvalið á Garðvangi? „Við erum mjög nálægt því að hér hafi farið í gegn 450 aðilar á Garðvangi og 230 manns verið heimilismenn á Hlévangi í gegnum tíðina,
þannig að það eru að nálgast 700 manns sem hafa búið á þessum heimilum á minni vakt“. Já, þú ert búinn að vera hérna frá upphafi. „Já, ég byrjaði hérna 1. nóvember 1976 en þá hafði enginn fengist til að sjá um launamál og annað, þannig að ég lét til leiðast að fara í þetta. Þetta þróaðist áfram, það fékkst ekki í þetta starfsmaður og ég var með þetta í hlutastarfi og gerði þetta með aðstoð konunnar minnar sem sá um launaútreikninga og eitt og annað. Það gerðist svo ýmislegt fleira, þannig að ég var ekki einvörðungu í þessu í 37 ár, það var sem betur fer meiri fjölbreytni í þessu líka“. Kynnst alveg ótrúlega mörgu fólki Hvað er eftirminnilegast frá þessum tíma hjá dvalarheimilum aldraðra? „Þú kynnist alveg ótrúlega mörgu fólki. Af því heimilisfólki sem var hér að flytja á Nesvelli þá voru tveir sem hafa verið hér á Garðvangi í nær 10 ár. Fyrr á tíð var heimilisfólk hér enn lengur þegar þetta var dvalarheimili. Ég þekkti mikið af eignaraðilum DS, sveitarstjórnarmönnunum, í krafti þess að ég var það sjálfur hér í Garðinum. Þannig var þetta léttara, því ég hafði kynni
Aðalheiður Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá DS, kveður Bergþóru Ólafsdóttur sem var að flytja á Nesvelli.
af þessu fólki á öðrum vettvangi“. Hvernig finnst þér skilningur ríkis og bæjar vera á því sem fer fram á þessum heimilum? „Ef við tölum um eignaraðilana að DS, þ.e. Reykjanesbæ, Sandgerði, Garð og Voga, þá er skilningur þeirra prýðilegur. Hér á Garðvangi stóðu menn frammi fyrir því að það þurfti að leggja töluvert fjármagn til endurbóta ef við ætluðum að reyna að nálgast þær kröfur sem gerðar eru af hálfu hins opinbera til hjúkrunarrýma í dag. Rekstur hjúkrunarheimila á Íslandi er þungur. Hið opinbera hefur viðurkennt að daggjöldin eru of lág. Vonandi stendur það til bóta að það verði léttara fyrir reksturinn. Hjá sveitarfélögunum eru menn vel opnir fyrir þörfum þessara heimila“. Reksturinn hefur orðið flóknari með árunum þar sem þeir sem koma hingað inn eru veikari? „Já, og það sem fólk hefur alla tíð átt erfitt með að sætta sig við er, að hafi fólk haft góðar tekjur og talsverðan lífeyrissjóð þá er þannig komið núna að fólk er farið að taka töluverðan þátt í dvalarkostnaði sínum. Það finnst mörgum ekki sanngjarnt. Fólk getur þurft að borga með sér 350-60 þúsund krónur ef fjárhagur þess er þannig. Það leiðinlega sem okkur varðar sem rekstraraðila er að við fáum pappíra sem segja, þú átt að innheimta þetta mikið hjá þessum aðila. Síðan eigum við að skila þessu til Tryggingastofnunar. Ef að við náum ekki þessum fjármunum frá heimilisfólkinu, þá draga þeir það frá daggjöldunum næsta mánuð á eftir. Við höfum ekkert með þessa peninga að gera annað en að innheimta þá. Eins og vel er hægt að ímynda sér, þá er ekki alltaf skemmtilegt að rukka fólk um fleiri hundruð þúsund, vegna þess hversu góðan lífeyri það hefur unnið sér inn“. Þeir sem eiga meiri pening, þeir þurfa að borga meira. Hver eru viðbrögð ættingja sem hjálpa sínu fólki? „Það tekur oft tíma að koma því í skilning um þetta. Skrifstofustjórinn hjá mér til 28 ára, Guðrún Ey-
Finnbogi ásamt Halldóru Ingibjörnsdóttur á gangi Garðvangs. Halldóra bjó alla sína tíð á Flankastöðum við Sandgerði og var kennari við Gerðaskóla í fimm áratugi. Hún hefur síðustu ár dvalið á Garðvangi en er nú flutt á Nesvelli eins og 37 aðrir heimilismenn af Garðvangi.
vindsdóttir, hefur þetta verkefni. Hún er ósköp þægileg viðureignar og það hefur því aldrei skapast leiðinlegt ástand þess vegna“. Glæsileg aðstaða á Nesvöllum Hvernig finnast þér svo aðstæður á Nesvöllum og þessar breytingar? „Þetta er glæsileg aðstaða og þetta er það sem koma skal. Hvort að rýmið á að vera 32 fermetrar nettó, eða 27 fermetrar eða eitthvað annað - það kostar mikið að byggja svona heimili. Þetta eru glæsilegar vistarverur og gefur ekki eftir öðrum nýjum heimilum sem ég hef skoðað á landinu“. Hvernig er tilfinningin að sjá þetta heimili hér í Garðinum tómt og alla vistmenn farna á nýjan stað. Hvernig er sú tilfinning? „Við áttum mjög erfitt þegar fólkið
13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. mars 2014
ATVINNA Starfsmaður óskast í hálft starf. Upplýsingar hjá Láru í verslun.
AÐALFUNDUR Finnbogi Björnsson ásamt síðustu vaktinni á Garðvangi.
var að fara. Fólkið sjálft skiptist nokkuð í hópa. Sumir voru með mikinn trega gagnvart þessu, aðrir glaðir og ánægðir. Það getur maður vel skilið. Af þessum 38 sem hér bjuggu, þá voru 30 að flytja heim í Keflavík og Njarðvík og örugglega finnst því fólki það notalegt en það er heldur ekki algilt. Við starfsfólkið vorum tregablandin og það var afskaplega einkennilegt að ganga hér um ganga og heilsa ekki á báðar hendur eins og maður var vanur“.
Keflavíkurkirkju verður haldinn 6. apríl kl. 12:30 í Kirkjulundi orðinn of gamall og það eru tveir aðrir sem bauðst ekki sambærileg vinna. Tveir kusu að hætta en 96-7% af starfsfólkinu fékk vinnu áfram hjá Hrafnistu. Og það gerðist líka á Hlévangi, þar fengu allir vinnu áfram sem vildu vinna“. Svona að lokum, hvernig sérðu þróunina í þessu á næstu árum? „Það er mikið talað um stefnur og hér vilja menn helst nálgast
Skandinavíu og Danmörku. Þar er það þannig að þegar þú ferð inn á heimili, þá ert þú með þinn sjálfstæða fjárhag. Þú borgar fyrir matinn þinn, þrifin og þvottana þína. Þannig veit fólk nákvæmlega að hverju það gengur og hvað það hefur. Það getur kannski sparað sér eitthvað og haft úr meiru að spila. Aðalatriðið þar, sem er ekki hér, að það heldur sínu fjárforræði. Það er það sem koma þarf “. Er ekki í golfinu en ég finn mér eitthvað Það eru ekki margir sem vinna hjá hinu opinbera í 37 ár. Hvað ætlar þú að fara að gera? „Ég ætla að klára að ganga frá reikningunum fyrir árið 2013 og þessum næstum þremur fyrstu mánuðum þessa árs. Ég er ekki mikið í golfinu, en ég finn mér eitthvað. Þegar ég varð sjötugur var ég beðinn um að vera áfram til að sjá hvernig þetta færi hér og síðan eru liðin um tvö ár. Ég kvíði þessu ekki, þetta er orðið mjög gott. Þetta er orðið ágætt.“
Verður Garðvangur gistiheimili? Hvað verður um þetta húsnæði? „Nú veit ég ekki. Nú þarf DS og eignaraðilar DS að taka ákvarðanir um það. Mikið af búnaðinum höfum við selt yfir til Nesvalla. Þetta verður mjög líklega auglýst til leigu eða sölu. Húsið er í mismunandi ástandi. Elsti hlutinn þarf verulegra endurbóta við. Það eru allir í ferðamálum í dag og þetta húsnæði er á margan hátt heppilegt í slíkt. Það sem hefur háð starfseminni hér er að herbergin hafa verið lítil, mörg þeirra og salernisaðstaðan ekki nógu góð. Á nýju heimilunum eru allir með salerni upp á 6 fermetra og það er allt önnur staða fyrir fólk. Ég hef setið í nokkrum nefndum sem hafa haft samskipti við ráðuneyti og hæsta talan sem ég hef heyrt nefnda að menn hafa viljað slást fyrir í rými eru 40 fermetrar. Á Nesvöllum eru rýmin 32 fermetrar nettó en þar eru 75 fermetrar alls á hvern einasta mann í því húsi“.
FLOORING SYSTEMS
Keflavíkurkirkja
Orlofshús VSFK Sumar 2014 Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út í sumar: 2 hús í Svignaskarði 3 hús í Húsafelli 2 hús í Ölfusborgum 2 hús í Hraunborgum 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri Útleigutímabilið er frá föstudeginum 30. maí og fram til föstudagsins 22. ágúst.
Orlofsnefnd VSFK
Daglegar fréttir á vf.is
Gólfdúkur
hjarta heimilisins
Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju
Umsóknir liggja frammi á skrifstofu félagsins og er umsóknarfrestur til kl. 16:00 þriðjudaginn 15. apríl 2014. Úthlutað verður samkvæmt punktakerfi.
Hvernig var með starfsfólk sem var hérna, fékk það vinnu hjá nýjum aðila? „Já, ég held að allir sem óskuðu eftir því og vildu flytjast fengu vinnu. Mér bauðst það ekki, enda
Eldhúsi›
Venjuleg aðalfundarstörf
skynsamleg, smekkleg og hagkvæm lausn
Svefnherbergi›
þægilegt andrúmsloft
Forstofan
einfaldara ver›ur þa› ekki
Heimilisdúkur, sígild lausn: -léttur í þrifum -au›veldur í lögn -glæsilegt úrval -fæst í 2, 3 og 4 m rúllum.
Stofan
alltaf jafn heimilislegt
Ba›herbergi›
hl‡tt og mjúkt undir fæti
Sérverslun me› gólfdúk og teppi SÍ‹UMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 510 5510
14
fimmtudagurinn 27. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir Stolin bifreið á Geirsnefi u Lögreglunni á Suðurnesjum var
tilkynnt um helgina að bifreið hefði verið stolið í umdæminu. Eigandinn kom á lögreglustöð og kvað bíl sínum hafa verið stolið í hádeginu á laugardag. Lögregla hóf þegar leit að bifreiðinni og fannst hún síðar um daginn á Geirsnefi í Reykjavík.
Bifreiðir skullu saman u Tvær bifreiðir skullu saman á Grindavíkurvegi á sunnudagsmorgun. Ökumenn voru báðir í öryggisbeltum og sakaði þá ekki. Þá var lögreglan á Suðurnesjum kölluð út um helgina vegna umferðaróhapps við Krossmóa. Þar hafði bifreið verið ekið inn í hlið
pósturu vf@vf.is
Prófkjör S-listans í Sandgerði 5. apríl
annarrar bifreiðar. Engin slys urðu á fólki. Loks voru fjórir ökumenn staðnir að því að virða ekki stöðvunarskyldu. Einn þeirra var ekki með ökuskírteini meðferðis og ökuréttindi annars voru fallin úr gildi.
Neitaði að blása í áfengismæli u Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í síðustu viku för ofurölvi ökumanns, sem einnig var undir áhrifum fíkniefna. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Þar neitaði hann að blása í áfengismæli, en tjáði lögreglu að hann hefði drukkið einn til þrjá bjóra og hálfan vodkapela. Þá kvaðst hann einnig hafa reykt þrjár „jónur“ um kvöldið. Sýnatökur staðfestu að hann hefði neytt kannabis.
SKEYTASLA VERÐUR OPIN SEM HÉR SEGIR Dagana 27. apríl, 10. og 11. maí 2014 verður skátaheimilið við Hringbraut opið frá kl. 10:30 - 15:00 fyrir þá sem vilja heimsækja okkur. Einnig er hægt að hringja í síma 421-3190 til að senda fermingarbörnum heillaskeyti. Skeytin eru alltaf á sama lága verðinu, eða kr. 1200.- fyrir hvert skeyti. Innifalið í verði er aksturs-/sendingarkostnaður. Við minnum á að það er opið á netinu alla fermingardaga Reykjanesbæjar, Sandgerðisbæjar, Garðs og sveitarfélagsins Voga til að panta skeyti. Þá er ekki óhugsandi að panta skeyti handa fermingarbörnum í öðrum sóknum. Skeytin verða keyrð út samdægurs eftir atvikum eða póstlögð daginn eftir að pöntun hefur borist.
Einar Jón efstur og Jónína í 2. sæti E
inar Jón Pálsson er í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokks og óháðra í Garði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eftir prófkjör sem fram fór sl. laugardag. Nýr frambjóðandi á lista kom, sá og sigraði, því Jónína Magnúsdóttir tryggði sér annað sætið á listanum. Gísli Heiðarsson er þriðji, Einar Tryggvason fjórði og Brynja Kristjánsdóttir fimmta. Annars er röðin svona: 1. Einar Jón Pálsson, tæknifræðingur og forseti bæjarstjórnar. 2. Jónína Magnúsdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá MSS. 3. Gísli Heiðarsson, framkvæmdastjóri hjá GSE ehf og bæjarfulltrúi. 4. Einar Tryggvason, vinnuvélastjórnandi og bæjarfulltrúi. 5. Brynja Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi og aðalmaður í bæjarstjórn frá 2006. 6. Björn Bergmann Vilhjálmsson, verkamaður sjá SI raflögnum. 7. Bjarki Ásgeirsson, grunnskólakennari og húsasmíðameistari. Situr einnig í Bygginganefnd. 8. Björn Vilhelmsson, kennari og deildarstjóri. 9. Sævar Leifsson,
vallarstjóri hjá Knattspyrnudeild Keflavíkur.
„Framundan eru spennandi tímar í Garðinum“
„Ég er mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fékk og fyrir það traust sem mér er veitt til að leiða listann í komandi sveitarstjórnarkosningum. Frambjóðendunum sem tóku þátt í prófkjörinu þakka ég fyrir prófkjörsbaráttuna sem var í alla staði til fyrirmyndar þar sem virðing var höfð í heiðri og engan skugga bar á,“ segir Einar Jón Pálsson, sem verður oddviti Sjálfstæðismanna og óháðra á D-lista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Garði. „Mér efst í huga þakklæti til þeirra fjölmörgu íbúa sem tóku þátt í prófkjörinu. Það er fagnaðarefni hve vel var mætt á kjörstað en 348 íbúar mættu til að taka þátt. Framundan er vinna við að klára uppröðun á listann og snúa sér svo að undirbúningi kosninganna þar sem fram verður lögð málefnaskrá okkar fyrir komandi kjörtímabil. Framundan eru spennandi tímar í Garðinum og ég er fullur tilhlökkunar að halda áfram að vinna með og fyrir íbúana að því markmiði að gera Garðinn að enn betri stað til að búa á,“ segir Einar Jón Pálsson.
u Prófkjör S-lista Samfylkingarinnar og óháðra borgara í Sandgerði vegna vals á lista fyrir sveitarstjórnarkosningar 2014 fer fram laugardaginn 5. apríl. Þrjú efstu sæti prófkjörsins verða bindandi samkvæmt tillögu kjörstjórnar sem var samþykkt á opnum fundi S-listans síðastliðinn miðvikudag. Kosið verður í sal Miðhúsa við Suðurgötu og verður kjörstaður opinn frá kl. 12:00 til kl. 18:00. Það eru sjö einstaklingar sem gefa kost á sér í prófkjörinu: Andri Þór Ólafsson gefur kost á sér í 2.-3. sæti Fríða Stefánsdóttir gefur kost á sér í 2.-4. sæti Helgi Haraldsson gefur kost á sér í 2.-3. sæti Kristinn Halldórsson gefur kost á sér í 2.-4. sæti Lúðvík Júlíusson gefur kost á sér í 1.-6. sæti Ólafur Þór Ólafsson gefur kost á sér í 1. sæti Sigursveinn Bjarni Jónsson gefur kost á sér í 2. sæti
SSS stefnir ríkinu u Stefna Samtaka sveitarfélaga
á Suðurnesjum (SSS) á hendur íslenska ríkinu vegna afturköllunar einkaleyfis á fólksflutningum til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður þingfest í þessari viku. Í ársbyrjun 2012 gerðu SSS og Vegagerðin samning sem veitti landshlutasamtökunum einkaleyfi á almenningssamgöngum í landshlutanum og tengingu við höfuðborgarsvæðið, þar með talinn akstur til og frá FLE. Vegagerðin afturkallaði hins vegar einhliða einkaleyfið á akstrinum milli FLE og höfuðborgarsvæðisins í árslok 2013. SSS telur þá afturköllun ólögmæta og krefst nú skaðabóta. Reynt var til þrautar að leita lausnar á ágreiningnum undanfarna mánuði, en án árangurs. Sambandinu er því nauðugur sá kostur að gæta hagsmuna sinna og svæðisins með því að leita til dómstóla..
15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. mars 2014
-fréttir
I
pósturu vf@vf.is
Eignarnám heimilað vegna Suðurnesjalínu
ðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað Landsneti hf. að taka eignarnámi ákveðnar jarðir á Suðurnesjum vegna lagningu Suðurnesjalínu 2. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu. Þar segir að beiðni um eignarnám hafi borist ráðuneytinu í febrúar í fyrra og hafi gagnaöflun staðið yfir síðan. Eignarnámsbeiðnin snýr að 220
kílóvatta háspennulínu (Suðurnesjalínu 2) sem fyrirhugað er að reisa á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Í ákvörðun ráðuneytisins um að heimila eignarnám er rakið að öll skilyrði eignarnáms séu að mati ráðuneytisins til staðar, þ.e. skilyrði um lagafyrirmæli. Samningaleið hafi verið reynd til þrautar, að almenningsþörf liggi að baki,
að nauðsyn beri til, að meðalhófs sé gætt og skilyrði um afmörkun eignarnáms. Í eignarnáminu felst ákveðinn afnotaréttur af viðkomandi jörðum fyrir Landsnet, í þágu framkvæmdarinnar. Matsnefnd eignarnámsbóta sker úr ágreiningi um eignarnámsbætur komi hann upp.
Gömul bifreið Björgunarsveitarinnar Eldeyjar. Hún er núna á safni.
Hvar er fundargerðarbók Eldeyjar?
N
ú er verið að ganga frá sögu Björgunarsveitarinnar Eldeyjar. Sveitin var stofnuð 6. desember 1931 og lögð niður 1999 og síðar sameinuð Björgunarsveitinni Suðurnes. Nú vantar fundargerðarbók sveitarinnar og liggur hún væntanlega hjá ritara stjórnar frá því fyrir 15 árum síðan. Þeir sem hafa upplýsingar um hvar fundargerðarbókina er að finna geta haft samband við Jón Borgarsson í síma 421 6919 eða 898 6919 sem kemur og sækir bókina, sé þess óskað. Einnig má koma bókinni góðu til Víkurfrétta, sem síðan koma henni í réttar hendur.
Gefðu sparnað í fermingargjöf og Landsbankinn bætir 6.000 krónum við Þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn Landsbankans greiðir bankinn 6.000 króna mótframlag inn á sama reikning. Þannig viljum við
Klippt af sex bifreiðum Fimm ótryggðar og ein óskoðuð
hvetja til sparnaðar.
S
kráningarnúmer voru fjarlægð af sex bifreiðum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Fimm þeirra voru ótryggðar og ein hafði ekki verið færð til skoðunar innan tilskilins tímaramma. Þá var einn ökumaður sektaður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu. Lögregla beinir þeim tilmælum til forráðamanna bifreiða að hafa tryggingar- og skoðunarmál í lagi svo ekki þurfi að koma til þess að þær verði teknar úr umferð.
Vatnsskemmdir í Vogum
Í
upphafi síðustu viku gerði asahláku með þeim afleiðingum að snjór og klaki tók að bráðna af miklum móð. Í íþróttahúsinu í Vogum vildi ekki betur til en svo að niðurföllin höfðu ekki undan og vatn tók að flæða inn á gólfið. Það fór svo að lokum að slökkviliðið var kallað til svo unnt væri að dæla vatninu burt með öflugum dælubúnaði. Það fór því betur en á horfðist í fyrstu, eigi að síður urðu smávægilegar skemmdir á parketinu. Skemmdirnar eru þó ekki það miklar að unnt er að nota allt gólfið án vandkvæða.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
16
fimmtudagurinn 27. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-ung
pósturu pop@vf.is
Hress fótboltafíkill
Andri Snær Sölvason er í 10. bekk í Myllubakkaskóla. Hann er harður Livepool aðdáandi og hann myndi vilja hitta Luis Suarez, framherja liðsins. Hvað gerirðu eftir skóla? Ég legg mig oft eftir skóla og fer svo á æfingu um kvöldið en ef það er engin æfing hitti ég vini mína. Hver eru áhugamál þín? Fótbolti aðallega. Uppáhaldsfag í skólanum? Íþróttir og heimilisfræði. En leiðinlegasta? Klárlega stærðfræði og íslenska.
FÉLAGSFUNDUR SAMFYLKINGARINNAR í Reykjanesbæ verður haldinn fimmtudaginn 3. apríl kl. 20:00 að Víkurbraut 13 við Keflavíkurhöfn. Dagskrá Tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista Samfylkingarinnar og óháðra fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjanesbæ 2014. Önnur mál. Stjórnin
Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Luis Suarez framherji Liverpool. Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Að vera ofur-hraður, það kæmi sér mjög vel ef maður er að verða of seinn. Hvað er draumastarfið? Atvinnumaður í fótbolta að sjálfsögðu. Hver er frægastur í símanum þínum? Ætli það sé ekki bara Arnór Sindri Sölvason bróðir minn vegna Tvíeggja.
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Dietmar Hamann fyrrum leikmann Liverpool.
Besta
Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Leynast í flug til Liverpool og fara á Anfield. Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Frekar venjulegur bara bolur peysa og nettar buxur.
Bíómynd? The Wolf of Wall Street.
Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Hress gaur sem er fótbolta fíkill.
Tónlistarmaður/ Hljómsveit? Kanye West.
Hvað er skemmtilegast við Myllubakkaskóla? Hann er svo þægilegur skóli því það eru svo fáir í 10. bekk svo ég held að það sé skemmtilegast við hann.
Matur? Pizza.
Hvaða lag myndi lýsa þér best? Friðrik Dór - Alveg sama (Til í allt II) Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Brooklyn Nine-Nine vegna húmorsins.
-heilsa
Sjónvarpsþáttur? Breaking Bad.
Drykkur? Pepsi. Leikari/Leikkona? Leonardo DiCaprio. Lið í Ensku deildinni? Liverpool! Lið í NBA? Miami Heat.
pósturu vf@vf.is
Suðurnesjamaður með mest seldu bókina frá áramótum S
Suðurgata 8 í Reykjanesbæ Falleg og björt 64.4m2 íbúð á 2. hæð (1. hæð frá Suðurgötu) í fjölbýlishúsi fyrir 55 ára og eldri. Eignin er öll mjög snyrtileg og í góðu ástandi og hefur fallegt útsýni yfir hluta af skrúðgarðinum. Eignin er laus strax. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Stuðlabergs og á studlaberg.is
Halldór Magnússon Löggiltur fasteignasali
Hafnargötu 20 // 230 Reykjanesbæ // Sími: 420 4000 // www.studlaberg.is
ATVINNA
Óskum eftir starfsmanni í 50% starf við að annast þrif. Erum staðsett í Garðinum. Nánari upplýsingar veita Gunnlaugur í síma 863 2105 og Ágústa í síma 863 0458
uðurnesjamaðurinn Davíð Kristinsson á mest seldu bókina á Íslandi frá áramótum, 30 dagar leið til betri lífsstíls, skv. Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. Davíð verður með ókeypis ráðgjöf í Nettó Reykjanesbæ þriðjudaginn 3. apríl kl. 16 til 18. Davíð Kristinsson hefur starfað sem einkaþjálfari í 15 ár og sérmenntað sig sem næringar- og lífsstílsþjálfari. Hann rekur nú Heilsuþjálfun ehf. á Akureyri ásamt eiginkonu sinni Evu Ósk. Hann segir að mataræðið sem kynnt er í bókinni 30 dagar – leið til betri lífsstíls, sé enginn kraftaverka- eða sveltikúr, heldur áhrifarík leið til að bæta heilsuna, koma jafnvægi á blóðsykurinn, vinna gegn ýmsum kvillum og öðlast aukna vellíðan og orku. Þetta megi gera með því að borða hreint fæði og útiloka mat sem gæti haft slæm áhrif á líkamsstarfsemina. Í bókinni er að finna fróðleik um jákvæð og neikvæð áhrif mismunandi fæðu, leiðbeiningar um hvað eigi að borða og hvað skal forðast, sem og grunnmatseðil fyrir 30 daga en einnig fitubrennslumatseðil og framhaldsmatseðil. Í bókinni eru líka hátt á annað hundrað uppskriftir að hollum og girnilegum réttum, innkaupalistar og útskýringar þar sem farið er yfir dagana 30, skref fyrir skref. Einnig er í bókinni ítarleg líkamsræktaráætlun í myndum, máli og töflum. Þann 3. apríl kl. 20-22 verður Davíð með námskeið um kvöldið. Hægt er að skrá sig á námskeiðið á www.30.is, á netfangið 30@30.is og í síma 461 3200.
Á námskeiðinu er farið yfir: Svefn. Streitu. Hvaða matur virkar fyrir þig. Hvers vegna léttist ég ekki. Hvaða leiðir eru færar í mataræði. Skipulag og hagkvæmni. Hvaða mat á ég að forðast. Hvernig kem ég blóðsykrinum í lag og losna við sykurpúkann. Þess ber að geta að yfir 5500 Íslendingar hafa farið í gegnum 30 daga hreinsun á mataræði.
Davíð Kristinsson hefur starfað við einkaþjálfun í 15 ár.
17
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. mars 2014
-aðsent
pósturu vf@vf.is
-
smáauglýsingar
n Starfsfólk heimahjúkrunar skrifar:
Stöndum vörð um þjónustuúrræði við eldri borgara í heimahúsum Í síðasta tölublaði Víkurfrétta ritar Eyjólfur Eysteinsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjanesbæ, grein þar sem að hann fagnar fjölgun hjúkrunarrýma á Suðurnesjum. Starfsfólk heimahjúkrunar fagnar einnig þessum áfanga og óskar Suðurnesjafólki til hamingju með nýtt og stórglæsilegt hjúkrunarheimili á Nesvöllum. Fjölgun hjúkrunarrýma er þó einungis eitt púsl í heildarmyndinni. Til að koma til móts við þarfir eldir borgara sem búa í heimahúsum og eru að kljást við skerta færni eða veikindi er ekki nóg að fjölga hjúkrunarrýmum, annað þarf að koma til. Einstaklingar eru með misjafnar þarfir, það þurfa því að vera fjölbreytt úrræði í boði og er mikilvægt að góð samvinna ríki á milli þjónustuaðila. Við þurfum að hafa öfluga heimahjúkrun, fé-
-minning
lagslega aðstoð, dagdvalarúrræði ásamt aðgengi að endurhæfingaog hvíldarinnlögnum. Við í heimahjúkrun greinum í auknu mæli þörfina á endurhæfinga- og hvíldarinnlögnum hjá skjólstæðingum okkar. Einstaklingar eru veikari heima og hvílir mikið álag á aðstandendum. Við opnun nýs hjúkrunarheimilis skapast tækifæri á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að sinna þessari þjónustu. Ef við fáum fjármagn til. Þetta er hagsmunamál okkar allra og hvetjum við í heimahjúkrun Suðurnesjafólk til að standa betur vörð um Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og berjast fyrir starfsemi sem mun þjóna eldri borgurum og aðstandendum þeirra. Virðingafyllst, starfsfólk heimahjúkrunar
rafnhildur Betty Adolfsdóttir Young fæddist þann 20. desember 1943 í Keflavík. Hún lést 10. Janúar síðastliðinn í Bandaríkjunum. Foreldrar hennar voru hjónin Hans Adolf Helgason, f. í Keflavík 22.5. 1913, d. 13.2. 1987 og Guðrún Indriðadóttir f. í Reykjavík 16.8. 1916, d. 15.6. 2009. Þau bjuggu allan sinn búskap í Keflavík. Systkini Hrafnhildar eru Vilhelm Bernhöft Adolfsson, f. 31.7. 1939, Indriði Arnar Adolfsson, f. 24.11. 1940, d. 18.8. 2009 og Sigríður Anna Adolfsdóttir, f. 31.12. 1949. Árið 1971 giftist Hrafnhildur William J. Young höfuðsmanni í Bandaríska flughernum sem hafði verið sendur hingað til lands frá Vietnam. Fyrir átti Hrafnhildur eina dóttur Guðrúnu Helgu Mehring f. 18.7. 1965 en eiginkona Gúðrúnar Helgu er Monique Mehring og eru þær búsettar í Baltimore, fyrir átti Monique tvö börn. Sama ár og Hrafnhildur og William giftu sig fluttu þau til Bandaríkjanna. Næstu fimmtán árin áttu þau eftir að búa ýmist á Íslandi eða í Bandaríkjunum þ.e. 5 ár í Bandaríkjunum en 10 ár hér á landi. Árið 1986 fór William svo á eftirlaun og þá fluttu þau alfarið til Charleston í Suður-Karólínu en þaðan er hann ættaður. Í bandaríkjunum starfaði Hrafnhildur sem hárgreiðslukona. Útförin fór fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 14. mars klukkan eitt. Mig langar til þess að minnast frænku minnar Hrafnhildar Bettyar Adolfsdóttur Young í nokkrum fátæklegum orðum. Fyrstu viðbrögð mín við fréttunum um að þessi kraftmikla kona væri horfin á braut var óraunveruleikatilfinning. Mér fannst svo ótrúlega stutt síðan við sátum saman einn sólríkan dag, hér heima á Íslandi, og ég tók viðtal við Betty um lífið í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Á þeim tíma átti Betty, eins og vinir og ættingjar voru vön að kalla hana, 28 ár í hamingjusömu hjóna-
TIL LEIGU Vatnsnesvegur 5 -atvinnuhúsnæði til leigu 70 fm atvinnuhúsnæði með innkeyrsludyrum og góðri lofthæð á besta stað í Keflavík. Mjög auðveld aðkoma. Frekari upplýsingar í síma 661 7000. Notaleg tveggja herbergja risíbúð á Þórustíg. Vel skipulögð tveggja herbergja risíbúð til leigu á Þórustíg í Njarðvík. Þvottahús, flottur garður, bílastæði og sólpallur í sameign. Leiguverð er 70.000 kr á mánuði + hiti og rafmagn. 140.000 kr trygging. Laus strax. Nánari uppl í s: 774 2037 eða 820 0099.
Vikan 27. - 2. apríl nk.
• Bingó • Listasmiðja • Handverk • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Félagsvist • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi Föstudaginn 28.mars n.k.á Nesvöllum kl. 14:00. Kynning á þjónustu Securitas. Allir velkomnir
Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.rnb.is
BRÚÐKAUPSAFMÆLI
NÝTT
Forvarnir með næringu
TIL SÖLU Hundasnyrting. Tek að mér að klippa og snyrta hunda. Löng reynsla. Sjá á FB Hundasnyrting. Kristín s.897 9002
ÞJÓNUSTA Skattframtalsgerð. Tek að mér gerð skattframtala fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. Bókhaldsþjónusta Suðurnesja sf Jónas Óskarsson Sími: 691 2361
Þessi yndislegu hjón eiga 40 ára brúðkaupsafmæli þann 29. mars næstkomandi. Innilega til hamingju með daginn elskurnar okkar. Við elskum ykkur. Knúskveðja frá dætrum, tengdasynum og barnabörnum.
Opið alla daga fram á kvöld
STAPAFELL
Hafnargötu 50, Keflavík
pósturu vf@vf.is
Hrafnhildur Betty Adolfsdóttir Young
H
Þjónustumiðstöðin Nesvöllum
Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla
bandi með William J. Young. Þau Betty höfðu kynnst þegar hún vann hjá Birgðarstofnun Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli en hann var höfuðsmaður í Bandaríska hernum og hafði verið sendur hingað eftir að hafa verið í Víetnam. Viðtalið var fyrirhugað að birta í tímaritinu Nýju lífi og birtist í 98. tbl. 22. árg. 1999. Við fréttirnar af andlátinu tek ég fram blaðið og hef lesturinn: “Ég sit og bíð eftir að Betty mæti í viðtalið og á mínútunni sem við höfum mælt okkur mót hringir bjallan. Úti fyrir stendur kona grönn og spengileg. Ég veit að hún er 56 ára en hún lítur út fyrir að vera um fertugt. Um leið og Betty er komin inn fyrir dyrnar lifnar umhverfið við. Hún hefur greinilega lag á að skapa líf og fjör í kringum sig.” Þessi orð lýsa Betty vel. Þessi orku mikla kona segir jafnframt frá því í viðtalinu þegar hún er spurð að því hvernig henni hafi tekist að aðlagast lífinu í Bandaríkjunum að sjálfsögðu hafi þetta verið örlítið erfitt í upphafi þar sem hún hafi farið í burtu frá ættingjum og vinum. Spurningin sé þó ávallt á endanum um að vorkenna sjálfum sér og leggjast í volæði eða finna upp á einhverju skemmtilegu sem gaman er að og lifa lífinu einsog maður eigi að gera það. Það sé hugarástand hvers og eins sem skipti mestu máli og að hún hafi aldrei verið á stað þar sem hún hafi verið óánægð: “Ég hef alltaf fundið eitthvað til þess að gleðjast yfir.” Já það er ótrúlegt að þessi orkumikla kona sé horfin á braut. Betty sem kom í heimsóknir til Íslands tvisvar til þrisvar á ári og hljóp tvær og hálfa mílu á hverjum einasta degi í mörg ár. Þegar Betty var í heimsókn í Keflavík sáu íbúar bæjarfélagsins hana oft á hlaupum í hlýrabol, buxum og strigaskóm einum fata, jafnvel í hörkufrosti. Elsku William, Guðrún Helga, Sirrý, Villi og fjölskyldan öll. Ég votta ykkur innilega samúð mína. Steinunn Björk Sigurðardóttir
SUÐURNES GARÐUR GRINDAVÍK REYKJANESBÆR SANDGERÐI VOGAR
FACEBOOK OG SAMFÉLAGSMIÐLAR NÁMSKEIÐ FYRIR FYRIRTÆKI Markaðsstofa Reykjaness og Heklan standa fyrir námskeiði í notkun á Facebook og samfélagsmiðlum fyrir fyrirtæki á Suðurnesjum. Á námskeiðinu verður farið yfir notkun á samfélagsmiðlum og verður gerð greining á Facebook síðum þátttakenda. Farið er í allt frá því hvernig Facebook síður eru stofnaðar til þess hvernig samfélagsvefurinn er notaður sem markaðstæki. Hvað ber að varast og hvar liggja tækifærin? Hvað virkar og hvað virkar ekki? Hvernig nær maður árangri og hvenær er maður að eyða tíma sínum til einskis? Hvernig á að búa til Facebook auglýsingar? Hvað eru Facebook öpp og get ég nýtt mér slíkt? Áhersla er lögð á að námskeiðið sé hagnýtt og fólk öðlist þekkingu sem það geti nýtt sér þegar í stað. Sérfræðingar í samfélagsmiðlum frá PIPAR/TBWA, Kristín Elfa Ragnarsdóttir, og PIPAR/TRAVEL, Unnar Bergþórsson, leiðbeina þátttakendum í gegnum efni námskeiðsins. Námskeiðið virkar bæði fyrir þá sem kunna talsvert fyrir sér í tölvunotkun og þá sem lítið kunna. Að loknu námskeiði eiga þátttakendur að geta nýtt miðilinn Facebook sem markaðstæki á markvissan hátt. Staður: Frumkvöðlasetrið Eldey, Grænásbraut 506 á Ásbrú. Tími: Fimmtudagurinn 10. apríl kl. 8:00 - 12.00 (fyrir byrjendur). Föstudagurinn 11. apríl kl. 8:00 - 12:00 (fyrir lengra koma). Skráning: Skráning fer fram á www.heklan.is, þátttakendur þurfa að skrá sig fyrir miðnætti 3. apríl nk. Verð: 10.000 kr. Innifalið er námskeið, veitingar, úttekt á Facebook síðu og ráðgjöf frá Pipar/TBWA að námskeiði loknu. Frekari upplýsingar um námskeiðið er að finna á heklan.is eða hjá Dagnýju, dagny@heklan.is eða Þuríði, thura@visitreykjanes.is
18
fimmtudagurinn 27. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-íþróttir
pósturu eythor@vf.is
Trúi ekki öðru en að þessar rassskellingar veki okkur -segir Guðmundur Jónsson leikmaður Keflavíkur. Þriðji leikurinn gegn Stjörnunni á föstudagskvöld í Keflavík.
„Erum í kjörstöðu til þess að klára dæmið“ Logi Gunnarsson nýtur forréttindanna að fá að taka þátt í íslensku úrslitakeppninni Njarðvíkingar geta klárað Hauka á morgun Njarðvíkingar eru þessa stundina í bestu stöðu Suðurnesjaliðanna þegar tveimur leikjum er lokið í hverri rimmu í úrslitakeppni Domino’s deildar karla í körfubolta. Njarðvíkingar leiða 2-0 gegn Haukum og getur liðið tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í Ljónagryfjunni á morgun. Bakvörðurinn reyndi Logi Gunnarsson hefur ýmsa fjöruna sopið en hann er afar sáttur við stöðuna sem og tímabilið í heild, en Logi kom sem kunnugt er úr atvinnumennsku til Njarðvíkinga fyrr í vetur. „Maður vissi að þetta yrði hörkurimma. Við erum í kjörstöðu til þess að klára dæmið og mér líst vel á að spila á heimavelli á föstudaginn fyrir okkar fólk. Þó svo að við höfum 2-0 forystu þá er ég óhræddur við það að menn verði værukærir eins og stundum vill verða,“ segir Logi en Njarðvíkingar hafa ekki klárað rimmu í lengri tíma í úrslitakeppni og nú telur Logi að tími sé til kominn. „Við höfum spilað mikið saman og eigum bara eftir að verða betri, sérstaklega með innkomu Ólafs Helga og Maciej.“ Logi veit sem er að Njarðvíkingar eru ekki búnir að vinna leikina gegn Haukum með mjög sannfærandi hætti, en hann telur það mikilvægt skref fyrir félagið að komast áfram í næstu umferð eftir magurt gengi undanfarinna ára í úrslitakeppninni. Liðið hefur ekki farið í undanúrslit síðan árið 2010 en þá töpuðu Njarðvíkingar gegn Keflvíkingum 3-1. Frábær tímasetning hjá Einari Á dögunum tilkynnti Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga að hann hyggðist hætta þjálfun meistaraflokks. Einar hefur verið með í verkefni sem hófst fyrir
rúmum tveimur árum þar sem ákveðið var að byggja liðið upp af ungum heimamönnum. „Það er búið að vera ákveðið ferli í gangi hjá þessu unga liði. Ég held að þetta sé frábær tímasetning hjá Einari að tilkynna þetta núna. Mér hefði fundist það óréttlátt hefði hann ekki gert það, þar sem margir leikmenn liðsins hafa verið með honum frá því að þeir fóru að drippla bolta. Það er gott að fá aukinn kraft með þessu og klára dæmið með Einari á frábærum nótum. Menn vilja oft klára fyrir þjálfara sinn á fullu gasi og gefa honum eitthvað til þess að geta gengið stoltur frá borði,“ segir Logi um ákvörðun þjálfarans. Nú er að klárast ákveðið tímabil hjá Njarðvík þar sem breytingar eru að verða á liðinu og stjórn. Elvar Már er að fara erlendis og nýr þjálfari kemur til með að stjórna liðinu í haust. Logi sjálfur samdi til árs tíma en hann segist vel getað hugsað sér að vera áfram í grænu. Hann sé þó aðeins að hugsa um úrslitakeppnina að svo stöddu og ekki farinn að huga að framtíðinni. Íslenska úrslitakeppnin einstök Logi segir að hann sé ánægður með
tímabilið hjá Njarðvík til þessa en hann kom til uppeldisfélagsins eftir langa dvöl erlendis áður en tímabilið hófst. „Auðvitað eru nokkrir leikir sem við hefðum viljað vinna og gaman hefði verið að fara alla leið í bikarúrslitin. Það gekk ekki eftir en svoleiðis er boltinn. Yfir heildina er ég sáttur við minn leik og liðsins.“ Logi er gríðarlega reynslumikill og hann reynir að miðla af visku sinni til ungu strákanna. Hann veit sjálfur hve sérstök íslensk úrslitakeppni er og á ferli sínum erlendis saknaði hann oft heimahaganna þegar vora tók. „Hér er maður að spila fyrir andlit sem maður þekkir í stúkunni og þetta er allt svo nærri manni. Þú ert að gera þetta fyrir þitt bæjarfélag og þitt fólk. Ég tel þetta bara vera þvílík forréttindi fyrir mig að fá svona leiki eins og gegn Haukum á föstudag.“ Logi segir að hann reyni að miðla þessu til ungu leikmannanna, að þeir eigi að njóta þessara augnablika. „Það er búin að vera frábær stemning gegn Haukum hingað til og við treystum mikið á kraft og leikleikgleði sem kemur að miklu leyti frá áhorfendum.“
„Ég held að það hafi enginn gert ráð fyrir því að við myndum lenda í svona vandræðum í fyrstu tveimur leikjunum gegn Stjörnunni. Mér dettur ekkert annað orð en vanmat í hug,“ sagði Keflvíkingurinn Guðmundur Jónsson en þriðji leikur Keflvíkinga og Stjörnunnar í Domino´s deildinni í körfubolta verður í TM höllinni annað kvöld. Stjörnumenn hafa unnið tvo fyrstu leikina sannfærandi og örugglega. Guðmundur segir að tapið í fyrsta leiknum hafi verið óvænt og köld vatnsgusa í andlit Keflvíkinga. Hugarfarið í upphitun í öðrum leiknum hafi verið gott en ekki skilað sér þegar í leikinn var komið. „Það var einhver helv… hræðsla um að staðan yrði slæm ef við töpuðum. Einbeitingin sem sagt úti á túni, fannst mér.“ Nú eru Keflvíkingar með bakið upp að vegg og verða að sigra í leiknum ætli þeir sér ekki að fljúga beint í sumarfríið. „Við höfum ekki náð að leika þann bolta sem við gerðum svo vel í vetur, höfum reyndar ekki gert
G
það eftir nauma tapið fyrir KR á dögunum. Ég trúi ekki öðru en að þessar rassskellingar veki okkur. Við erum með mjög gott lið og þess vegna segi ég ískaldur að það sé ekkert óraunhæft að við vinnum Stjörnuna þrisvar í röð. En það þarf að byrja á því að vinna næsta leik. Það er fyrsti hluti í því stóra verkefni.“ Guðmundur hefur leikið vel með Keflavík í vetur. Smollið inn í liðið eins og innfæddur Keflvíkingur þótt hann hafi alið manninn hjá Njarðvík og eigi bróður í nágrannaliðinu. „Það var pínu skrýtið fyrst að vera í Keflavíkurbúningi en mjög fljótt að venjast. Mér líður afar vel í Keflavík og mér hefur verið tekið mjög vel,“ en kappinn endurnýjaði samning við liðið nýlega. Aðspurður um amerískan þjálfara liðsins segir Guðmundur að hann sé mjög ánægður með hans störf og hafi aldrei haft annan eins þjálfara. „Mér fannst ég hreinlega vera að byrja í körfubolta fyrst eftir að hann kom. Hann kom með nýjar víddir inn í boltann okkar.“
Grindvíkingar mæta ÞÓR í kvöld
rindavík mætir Þór í þriðja leik liðanna í 8 liða úrslitum Domin's deildarinnar í körfubolta í kvöld. Liðin hafa unnið sitt
hvorn leikinn. Grindvíkingar urðu fyrir áfalli þegar Þorleifur Ólafsson, fyrirliði meiddist í síðasta leik og verður ekkert meira með.
Stóri maðurinn búinn að léttast um 15 kíló
M
iðherjinn Trac y Smith hefur heldur betur vakið athygli fyrir vakslega framgöngu að undanförnu enda búinn að leika stórkostlega gegn Haukum. Kappinn var ekki ýkja hreifanlegur þegar hann mætti fyrst í Ljónagryfjuna og mátti sæta nokkurri gagnrýni fyrir aukakílóin. „Hann er að nálgast sitt
besta form og það sést vel á leik hans,“ segir Logi en Smith er búinn að missa heil 15 kíló síðan hann kom um síðustu áramót. „Hann er klárlega besti stóri leikmaðurinn í þessari deild, ásamt Michael Craion,“ segir Logi að lokum en Njarðvíkingar freista þess að klára Hauka á morgun í Ljónagryfjunni.
19
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. mars 2014
Frábært félagsstarf á fimmtíu ára afmælisárinu
Hólmsvöllur í hálfa öld
– Jóhann Páll Kristbjörnsson, formaður móta- og nýliðanefnda Golfklúbbs Suðurnesja
G
olfklúbbur Suðurnesja varð 50 ára 4. mars sl. og það er okkar markmið á hálfrar aldar afmæli klúbbsins að reyna eftir fremsta megni að gera golfsumarið eftirminnilegt og skemmtilegt fyrir klúbbfélaga. Með það markmið í farteskinu stefnum við á að halda uppi líflegu félagsstarfi, að halda skemmtileg innanfélagsmót og hvetjum alla félaga til að vera duglega að taka þátt.
mánuði samkvæmt venju. Opna EGF kvennamótið verður haldið á Hólmsvelli um miðjan júní og verður mikið í það lagt enda eiga konurnar okkar skilið aðeins það besta. Það eru vonir okkar að EGF kvennamótið eigi eftir að skjóta rótum hjá okkur og verða að árlegum viðburði héðan í frá. Öflugt kvennastarf Konurnar í klúbbnum hafa átt frátekinn tíma á Leirunni á mánudögum og verður þannig áfram. Þarna koma saman konur af öllum getustigum, leika golf og skemmta sér. Þetta er tilvalinn vettvangur fyrir þær konur sem eru að taka fyrstu skrefin í golfíþróttinni því stefnt verður að því að hafa leiðbeinanda til taks á þessum konutímum í sumar. Mótum hefur verið slegið upp hjá GS konum bæði á
Kinga Korpak, einn efnilegasti kylfingur GS á 6. teig í Leirunni
Leirunni og Jóel, en á Jóelnum hittast nýliðar alltaf á miðvikudögum. Nánar er hægt að kynna sér kvennastarfið á heimasíðunni gs.is. Síðasta sumar var slegið upp tveimur léttum vinaklúbbamótum, GS konur fóru þá til GSE kvenna í Golfklúbbi Setbergs og Setbergskonur heimsóttu okkur á Hólmsvöll. Þetta þótti heppnast afbragðs vel og stendur til að endurtaka leikinn í sumar. Þær konur sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi GS kvenna er bent á að 23. apríl nk. verður haldið sumaropnunarteiti GS kvenna í golfskálanum til að kynna starfið sem framundan er. Bjóðum nýja félaga velkomna – golf er fyrir alla Golf er frábært áhugamál og heilsurækt. Golf er alltaf hægt að stunda, sama hvernig viðrar því veðurfar er hugarfar. Golf er íþrótt sem allir geta stundað saman, frábært fjölskyldusport þar sem margir ættliðir geta jafnvel verið saman í holli ef því er að skipta. Áhugasömum er bent á að kíkja á heimasíðu GS til að kynna sér sérstakt nýliðatilboð sem er í boði nú á afmælisárinu. Heimasíða Golfklúbbs Suðurnesja – gs.is Heimasíða klúbbsins hefur verið tekin hressilega í gegn og virkni hennar aukin. Síðan á eftir að gegna
miklu hlutverki fyrir félaga í framtíðinni, en þar er hægt að nálgast allar helstu upplýsingar um klúbbinn, félagsstarfið, þá viðburði sem framundan eru og senda fyrirspurnir. Skemmtileg viðbót á heimasíðunni er tenging við samfélagsmiðilinn Instagram og við hvetjum alla golfara að vera með símann við hendina í sumar, smella af myndum í Leirunni og merkja #leiran til að deila með öðrum hvernig lífið er í Leirunni. Hólmsvöllur í hálfa öld Við hér á Suðurnesjum eigum þessa dásamlegu perlu sem Hólmsvöllur er. Í Leirunni byrjum við að leika golf fyrr á árinu og hættum seinna en á flestum öðrum golfvöllum landsins. Það eru forréttindi okkar Suðurnesjamanna að geta farið í golf nánast hvenær sem okkur dettur í hug – og við ættum að nýta okkur það. Hólmsvöllur tekur vel á móti öllum. Hlakka til að hitta ykkur í Leirunni í sumar.
PÁSKAPÚTTMÓTARÖÐ UNGLINGAHÓPS GS Í HF Í KVÖLD FRÁ KL. 19. TÍU PÁSKAEGG OG FLEIRI VINNINGAR Í BOÐI.
1 4 - 0 8 1 5 - H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A
Mótamál Við vonum að vorið í ár verði gott hér á Suðurnesjum, enda stefnum við á að halda afmælismótaröð GS í apríl. Vormótin okkar hafa verið vel sótt undanfarin ár því Hólmsvöllur er fljótur að taka við sér í byrjun sumars (og hjá golfurum byrjar sumarið eigi síðar en 1. apríl). Eins og vanalega höldum við Þmótunum gangandi í allt sumar, en þau eru innanfélagsmót sem haldin eru flesta þriðjudaga frá maí fram í september. Þ-mótin hafa verið vinsæl meðal félaga Golfklúbbs Suðurnesja og hörð keppni er háð um sigur í mótaröðinni ár hvert. Í fyrra stóðu uppi sem stigameistarar þau Karitas Sigurvinsdóttir og Guðfinnur S. Jóhannsson. Í sumar munum við einnig endur-
vekja MasterCard-bikarinn. Í fyrstu umferð MasterCard-bikarsins verður leikið eftir punktafyrirkomulagi og 64 efstu kylfingar keppa svo í holukeppni með forgjöf þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Að auki heldur GS fjölmörg opin golfmót fyrir íslenska kylfinga þar sem öllum er heimil þátttaka. Vilhjálmsbikarinn er mót sem fjölskylda Vilhjálms Vilhjálmssonar hefur haldið undanfarinn áratug í Leirunni til minningar um Vilhjálm Vilhjálmsson, kylfing úr GS, sem lést árið 2000 aðeins tvítugur að aldri. Mótið hefur einnig verið kallað Íslandsmótið í Greensome en það er einmitt leikfyrirkomulagið sem er leikið eftir í Vilhjálmsbikarnum. Sú breyting verður á að héðan í frá mun Golfklúbbur Suðurnesja standa að baki mótinu og verður það haldið í ágúst-
Viltu þjóna flugi með okkur? Isavia óskar eftir að ráða smið og rafvirkja eða rafeindavirkja / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / /
Isavia leitar að öflugum smiði í viðhaldsteymi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og fjölhæfum rafvirkja eða rafeindavirkja til að vinna við viðgerðir og eftirlit með rafmagnskerfum og rafbúnaði Keflavíkurflugvallar. Umsækjendur þurfa að hafa sveinsbréf í viðkomandi fögum og búa yfir góðri tölvu- og tungumálakunnáttu.
Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl. Umsóknum skal skila inn rafrænt á www.isavia.is/atvinna, þar sem einnig er að finna nánari upplýsingar.
Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 850 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbyggingu og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.
vf.is
-mundi FIMMTUDAGURINN 27. MARS 2014 • 12. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR
Rúmast þú ekki í þínum flokki? Það er kannski tækifæri í Garðinum ef þeir samþykkja persónukjör...
VIKAN Á VEFNUM Guðmundur Auðun Ég get ekki séð að Böðvar hafi svarað neinni af spurningum Særúnar. Hann virðist vilja grafa þetta niður sem fyrst. #dapurt Benso Keflavík 2-0 undir á móti Stjörnunni, Árni Sigfússon hlýtur að boða til blaðamannafundar og lofa álveri í Helguvík#leysiröllheimsinsvandamál Arnór Ingvi Trausta Alltaf gaman að sjá Njarðvík vinna! #letsdothis
hann!
Anton Ingi Leifsson Teitur Örlygs er svo endalaust mikill winner! Respect á
Brynjar Guðlaugsson Lélegasta frammistaða Keflavíkur tölfræðilegaséð í vetur, og aðeins 9 stig. Guð hjálpi stjörnunni ef við spilum bara miðlungs góðan bolta.
ormur
kl 22:00
Aron Hlynur Er ekki búinn að taka upp bók í þessu verkfall, er ég einn um það? #bókaRóbert Þór Guðnason Andy verður atvinnulaus næstkomandi föstudag
Einar Daníelsson Langaði þig alltaf að leika í bíómynd og vera frægur eins og Ólafur Darri og Mark Wahlberg? Það er enn hægt! Þeir sem hafa áhuga á að vera aukaleikarar á Keflavíkurflugvelli á laugardaginn kemur endilega hafið samband við Sunna Guðrún Pétursdóttir með því að senda póst á sunnapeturs@gmail.com. Laun í boði! Viðkomandi þarf helst að vera yfir 35 ára.
KOmdU meÐ bROddAnA
nú eR viÐKvæm húÐ mÍn tilbúin
nýtt
Vinnur á ROÐA, ÞURRK Og stReKKtRi húÐ ÁN PARABENA, LITAR- OG ILMEFNA
niveA.com