13tbl_2011

Page 1

NÝ OG STÆRRI VERSLUN Í KROSSMÓUM OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 8–18 N1 VERSLUN REYKJANESBÆ

WWW.N1.IS / SÍMI 421 7510

Meira í leiðinni

13. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 31. mars 2011

Víkurfréttir ehf.

Grundarvegur 23 - 260 Reykjanesbær Sími 421 0000 - Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17

Das Auto.

Nýttu þér kosti metans með Volkswagen. Metan er innlendur og umhverfisvænn orkugjafi sem er helmingi ódýrari en bensín.

Vorið nálgast... Skjótt skipast veður í lofti og eftir harðan marsmánuð virðist vorið vera á næsta leiti. Snjórinn er bráðnaður og lofthitinn hefur hækkað. Börnin á leikskólanum Háaleiti á Ásbrú nýttu sér góða veðrið og fóru í göngutúr um nágrenni leikskólans. Börnin spegluðust í pollunum sem myndast hafa í snjóbráðinni. Apríl gengur í garð á morgun en sumarið kemur samkvæmt dagatalinu í apríl.

VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND | www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |

K. Steinarsson – Njarðarbraut 13 420 5000 - heklakef@heklakef.is

Easy ÞvoTTaEfni

Easy MýkingarEfni

aloE vEra 2.7 kg

2l

989kr/stk. Tilboðsverð!

Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær

339kr/stk. Tilboðsverð!

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is


ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDASVIÐ Sundmiðstöð - Vatnaveröld Um er að ræða starf í baðvörslu karla og sundlaugarvörslu. Unnið er í vaktavinnu og viðkomandi þarf að gangast undir sundpróf árlega. Umsóknarfrestur er til 15. apríl og skal umsóknum skilað til starfsmannaþjónustu, Tjarnargötu 12, eða á mittreykjanes.is Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnar Örn Pétursson íþróttafulltrúi í síma 421-6700.

FRÆGUSTU BALLÖÐUR CHOPIN Í STAPANUM

Sunnudaginn 3. apríl kl. 15.00 mun Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari flytja verk eftir pólska tónskáldið Fréderic Chopin. M.a. verða fluttar Ballöður nr. 1, nr. 3 og nr. 4 og Sónata nr. 2 Sjá nánar á vef Reykjanesbæjar. Aðgangseyrir kr. 1.000, ókeypis fyrir nemendur Tónlistarskólans. Tónlistarfélag Reykjanesbæjar, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og menningarsvið Reykjanesbæjar.

BARNAHÁTÍÐ – ALLIR MEÐ!

Reykjanesbær hvetur áhugasama einstaklinga og hópa til þátttöku í Barnahátíð í Reykjanesbæ. Megin áherslan verður lögð á uppákomur sumardaginn fyrsta, 21. apríl og laugardaginn 23. apríl. Um er að ræða kjörið tækifæri fyrir menningar-, tómstundaog íþróttahópa til kynningar á starfsemi sinni með skemmtilegum hætti eða uppákomum, svo og einstaklinga sem kunna að luma á skemmtilegum hugmyndum eða tilbúnu efni fyrir börn. Áhugasamir sendi póst á netfangið barnahatid@reykjanesbaer.is

2

VÍKURFRÉTTIR I 13. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR

4 Opnun Byrs í Reykjanesbæ:

Ótrúlegar móttökur, kossar og faðmlög „Móttökurnar sem við höfum fengið hafa verið ótrúlegar. Það hefur verið hérna stanslaus traffík síðan við opnuðum á fimmtudaginn í síðustu viku. Við höfum aldrei lokað klukkan fjögur. Hér hafa síðustu viðskiptavinirnir verið að fara út klukkan fimm,“ segir Ásdís Ýr Jakobsdóttir, útibússtjóri Byrs í Reykjanesbæ aðspurð um viðbrögð fólks við opnun banka í Reykjanesbæ. Margrét Ingibergsdóttir, þjónustufulltrúi, sagði að fólk hafi ekki sett það fyrir sig að þurfa að bíða lengi eftir að komast að hjá þjónustufulltrúa en margir vilja flytja viðskipti sín yfir til Byrs. Jóna Björg Antonsdóttir, þjónustufulltrúi, sagði viðtökurnar hafa verið framar björtustu vonum en langflestir eru að koma með viðskipti sín úr Landsbankanum. Jóna segist ánægð að hafa stigið

þetta skref að fara til Byrs og taka þátt í opnun útibúsins í Reykjanesbæ. Undir þetta tóku samstarfskonur hennar. Það hafi verið erfitt að standa upp úr stólunum og yfirgefa gamla vinnustaðinn en þær telji ákvörðunina vera þá réttu. „Einn sagði í dag að nú væri hann kominn aftur í gamla góða sparisjóðinn sinn og þannig störfum við í anda sparisjóðsins,“ sagði Ásdís Ýr. Starfslið Byrs í Reykjanesbæ er skipað fjórum fyrrverandi starfsmönnum Sparisjóðsins í Keflavík sem allar eru með yfir 25 ára starfsreynslu. Þær hafa líka fengið óteljandi kossa og faðmlög síðustu daga. Síðustu daga hafa þær fjórar haft liðsauka frá höfuðstöðvum Byrs og ekki veitir af. Ásdís Ýr á reyndar von á því að útibúið í Reykjanesbæ stækki hratt og fjölga þurfi starfsmönnum. Elsa Skúladóttir, þjónustu-

fulltrúi, segir það vera einfalt mál fyrir viðskiptavini að færa viðskipti á milli banka. Aðeins þurfi að fylla út eitt eyðublað og svo sjái bankarnir um viðskiptaflutningana og að millifæra reikninga viðskiptavina, segja upp greiðsluþjónustureikningum og stofna nýja, svo eitthvað sé nefnt. Eins og segir hér að framan koma langflestir viðskiptavinirnir frá Landsbankanum. Landsbankinn hefur svarað því að hann hafi ekki fengið beiðnir um viðskiptaflutning og sagði Ásdís eðlilegar skýringar á því. Byr hafi ekki sent beiðnir um viðskiptaflutning til Landsbankans og það verði ekki gert fyrr en nýir viðskiptavinir Byrs verði komnir með greiðslukort vegna nýrra reikninga. hilmar@vf.is

Magnús fyrstur til að stofna reikning M

agnús Bjarnason varð fyrstur til að stofna viðskiptareikning í BYR þegar þegar hann opnaði í Reykjanesbæ í síðustu viku. Hann fékk afhentan myndarlegan blómvönd frá Ásdísi Ýr Jakobsdóttur útibússtjóra við það tækifæri. Í útibúinu koma til með að starfa fjórir af fyrrum starfsmönnum Spkef sparisjóðs, undir stjórn Ásdísar Ýrar Jakobsdóttur en þessir starfsmenn eru með samanlagt yfir 100 ára starfsreynslu. Byr hefur unnið náið með Spkef sparisjóði, áður Sparisjóði Keflavíkur í mörg ár og veitir sambærilega þjónustu og sparisjóðurinn gerði.

Magnús Bjarnason og Ásdís Ýr Jakobsdóttir á opnunardaginn. AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001


HEKLA óskar eftir

umboðsmanni í Reykjanesbæ Um að ræða rekstur þjónustuverkstæðis fyrir Volkswagen, Audi, Skoda og Mitsubishi ásamt sölu nýrra bíla í húsnæðinu að Njarðarbraut 13 í Reykjanesbæ. Einstakt tækifæri fyrir trausta og metnaðarfulla rekstraraðila með reynslu af rekstri bílaverkstæðis og bílasölu. Óskað eftir þremur bifvélavirkjum til starfa á verkstæðinu. Áhugasamir sendi inn umsókn á póstfangið sbk@hekla.is Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Das Auto.

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI!

VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 31. MARS 2011

3


YOGA-HÚSIÐ

Holtsgötu 6, Njarðvík sími 823 8337

VORNÁMSKEIÐ í yoga og slökun.

Nú Nú eru eru að að hefjast hefjast síðustu síðustu námskeið námskeið fyrir fyrir sumarfrí. sumarfrí. 66 vikur vikur sem sem byrja byrja 4. 4. og og 5. 5. apríl. apríl. Auk Auk Rope Rope yoga yoga og og Fit Fit pilates pilates verður verður meðgönguyoga meðgönguyoga ef ef næg næg þátttaka þátttaka næst. næst. Skráning Skráning og og upplýsingar upplýsingar eru eru íí síma síma 823 823 8337 8337

Viðskipti og atvinnulíf

Íris Sigtryggsdóttir

„Það er alltaf einn og einn húmoristi sem hringir inn“

Skilafrestur vegna stjórnarkjörs Samkvæmt 6. grein laga Starfsmannafélags Suðurnesja, auglýsir uppstillinganefnd félagsins frest til að skila inn tillögum vegna stjórnarkjörs á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 17. maí nk. Í kjöri eru formaður í stjórn kosinn til tveggja ára, tveir aðalmenn í stjórn kosnir til tveggja ára og tveir varamenn í stjórn kosnir til eins árs Tillögum skal skila til Uppstillingarnefndar, Krossmóa 4, Reykjanesbæ eigi síðar en 17. apríl 2011. Tillögum skal fylgja nafn, kennitala, starfsheiti, heimilisfang og heiti vinnustaðar þeirra sem tillagan er gerð um. Uppstillinganefnd STFS 4

VÍKURFRÉTTIR I 13. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR

„Þetta fyrirtæki er alveg til fyrirmyndar hvað varðar umönnun starfsfólks og tækni,“ segir Íris Sigtryggsdóttir, svæðisstjóri Já í Reykjanesbæ. Útibú Já í Reykjanesbæ opnaði 1. júní 2006 og störfuðu þá sex einstaklingar þar. Útibúið hefur farið ört stækkandi síðan þá og eru nú í það heila 33 starfsmenn starfandi við útibúið, þar af eru 13 fastráðnir og um 20 í hlutastörfum. „Þegar aðili hringir í Já 118 er ekkert líklegra að hann lendi á þjónustuaðila sem er honum nálægt heldur er hann sendur á þann næsta lausa og getur lent á þjónustufulltrúum Já á Akureyri, Reykjavík eða Reykjanesbæ,“ sagði Íris. Oft kemur fyrir að fólk lendi í sínu bæjarfélagi og sagði Íris það oft vera skemmtileg símtöl. Starfsmaðurinn kveikir kannski á perunni seint í símtalinu og þá heyrist oft hlátur. Já sinnir ýmsum verkefnum og er þeim alltaf að fjölga. Í dag er Já með 118 og einnig þjónustuna 1811 þar sem leitað er að einstaklingum eða fyrirtækjum erlendis. „Við sinnum líka úthringiþjónustu fyrir Skjáinn þar sem starfsmenn okkar hringja út og selja áskriftir. Einnig erum við með skiptiborð fyrir nokkur fyrirtæki eins og Lýsingu, Mílu, Microsoft, Símann, Skjáinn og fleiri þannig að sami starfsmaðurinn getur verið að svara meira en fimm mismunandi þjónustunúmerum,“ sagði Íris. Þegar nýr aðili er tekinn inn, byrjar hann að svara fyrir 118. Hægt og rólega öðlast hann þekkingu og fær kennslu við fleiri þætti þannig að á end-

„Einnig finnum við alltaf fyrir því sem er að gerast í þjóðfélaginu eins og t.d. þegar hrunið varð. Þá hringdi fólk að biðja um númerin í bönkunum og hjá þingmönnunum þannig við finnum alltaf fyrir þjóðarpúlsinum og gangi mála að hverju sinni í þjóðfélaginu.“ anum mun sá aðili getað þjónustað allt sem Já býður upp á. „Hér í Reykjanesbæ starfar mjög fjölhæft fólk og eru næstum allir starfsmenn í þessu útibúi með allan pakkann, það er auðvitað markmið okkar. Svo er þessi vinna mjög hentug fyrir skólafólk og eru margir sem starfa nú þegar hjá okkur í skóla. Það hefur þó aðeins dregið úr starfsmannafjölda eftir hrun en við höfum sem betur fer ekki þurft að segja neinum upp.“ Reyna að klekkja á starfsmönnum með erfiðum spurningum Íris sagði Já vera í auglýsingaherferð þar sem hvatt er til að hringja í 118 og leggur Já áherslu á að reyna að svara öllu. Hún tók þá líka fram að sumir væru að hringja inn og reyna að klekkja á starfsmönnum með erfiðum spurningum. „Það er alltaf einn og einn húmoristi sem hringir

inn en við reynum eins og við getum að svara spurningunum. Þetta getur líka oft verið bara gaman og fyndið,“ sagði Íris. „Einhvern tímann hringdi stúlka inn í Já, reyndar ekki hérna hjá okkur, en hún var að leita að strák sem hún hafði hitt helgina áður og mundi ekkert um hann nema hver frænka hans var. Það vildi svo skemmtilega til að starfsmaðurinn, sem svaraði hjá Já, var úr sama bæjarfélagi og stelpan og gat fundið númerið handa henni. Hún kom þeim í samband og í dag eru þau hamingjusamlega gift.“ Símtölin sem berast Já geta verið eins ólík og þau eru mörg. „Við erum oft þessi „hringdu í vin“ möguleiki hjá fólki þegar það er að spila eða skemmta sér. Við erum með fólki úti á lífinu, í sumarbústaðnum, félagar fólks sem á í erfiðleikum og eiginlega bara allt. Við svörum því sem fólk vill svar við og reynum að finna úr hlutunum með fólkinu. Einnig finnum við alltaf fyrir því sem er að gerast í þjóðfélaginu eins og t.d. þegar hrunið varð. Þá hringdi fólk að biðja um númerin í bönkunum og hjá þingmönnunum þannig að við finnum alltaf fyrir þjóðarpúlsinum og gangi mála hverju sinni í þjóðfélaginu.“

markhonnun.is

-segir Íris Sigtryggsdóttir, svæðisstjóri Já í Reykjanesbæ

siggi@vf.is

AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001

Ke


FRÁBÆRT VERÐ Í KASKÓ! kJÚkLinGABRinGUR MAGnpAkninG

% 5 2 afsláttur 1.799

kr/kg Verð áður 2.398 kr/kg

kORnFLEx

EpLi - pink LAdy

COLA

500 G

4 Í pAkkA

2 LÍTRAR

9% 5 afsláttur

98

kr/kg Verð áður 239 kr/kg

249

99

kr/pk. Verð áður 398 kr/pk.

kr/stk. Verð áður 159 kr/stk.

LAMBALÆRi

FRAnskAR

snEiTT Í pOkA

RiFFLAðAR

markhonnun.is

4% 2 afsláttur 1.299

kr/kg Verð áður 1.510 kr/kg

296

kr/pk Verð áður 389 kr/pk.

örugglega ódýrt!

5 STÆRSTA OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ SUÐURNESJUM Ke f l av íFRÉTTAk • www. ka s ko. i s • ÁVe r ð b i r t mÍ YFIR e ð ÞRJÁ f y r ÁRATUGI! i r va ra u m p re n t v i l l u r • G i l d i r 3 1 m a rVÍKURFRÉTTIR s . - 3 . a p rI íFIMMTUDAGURINN l e ð a m e ð a n31.bMARS i rg ð2011 i r e n d a st


Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15.

U

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamaður: Sigurður Jónsson, sími 421 0004, siggi@vf.is Auglýsingadeild: Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Útlit, umbrot og prenvistun: Víkurfréttir ehf. Auglýsingagerð: Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is og Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is F I S M E R KI VER og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is MH Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Upplag: 8500 eintök. 141 776 Dreifing: Íslandspóstur PRENTGRIPUR Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Ritstjórnarpistill Víkurfrétta PÁLL KETILSSON, RITSTJÓRI

Menning og álver V

ið fjölluðum um fjölbreytta menningarstarfsemi í Reykjanesbæ í síðustu viku en við það er að bæta að íþróttastarfsemi er gríðarlega sterk og hefur ekki látið undan í kreppunni. En það eru ekki bara íbúar Reykjanesbæjar sem eru að gera það gott í menningu og íþróttum. Nágrannar þeirra í Garði og Grindavík hafa lítið gefið þeim eftir. Garðmenn voru fyrr í vetur með mjög öfluga dagskrá sem hét „Ferskir vindar“ og nú 2. apríl hefst menningarvika í Grindavík. Það er ekki bara „fiskur undir steini“ í þessu mikla sjávarplássi. Þar hafa íþróttir og menning sótt mikið á undanfarin ár og dagskráin í þessari menningarviku er mjög fjölbreytt. Ekki eru bara margir spennandi menningarviðburðir heldur er hægt að fara í heita pottinn með bæjarfulltrúum alla næstu viku. Grindvíkingar eru duglegir og framtakssamir í mörgum málum. Ætíð hefur verið næg atvinna í bæjarfélaginu og stefnt er að opnun menntaskóla. Þeir halda úti virkri vefsíðu um málefni bæjarins og gefa út Járngerði, fréttablað þrisvar á ári. Það er ástæða til að hrósa Grindvíkingum fyrir góðan gang á mörgum sviðum. Landsvirkjun og álverið Björgvin G. Sigurðsson, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis skrifaði grein á vf.is þar sem hann hvatti Landsvirkjun til að koma að orkuöflun í álverinu í Helguvík með yfirtöku virkjana Orkuveitu Reykjavíkur sem á við mikla fjárhagserfiðleika að etja. „Landsvirkjun hefur alla burði til að ganga inn í þessi verkefni og

myndi það liðka fyrir orkusölu til álvers í Helguvík og líkast til koma í veg fyrir að þau áform yrðu að engu. Áfram er reiknað með því að HS Orka skaffi meirihluta orkunnar til álvers í Helguvík. Þessháttar aðkoma Landsvirkjunar að verkefninu, ásamt því að leggja umframorku í kerfi sínu á næstu árum til verkefnisins, gæti skipt sköpum um framhald málsins. Það er mjög brýnt nú þegar mikið liggur við, að koma öflugum framkvæmdum af stað vegna atvinnustigsins og hagvaxtarauka, að Landsvirkjun leiti allra leiða til þess að koma að Helguvíkurverkefninu. Það gæti hoggið á Helguvíkurhnútinn og tryggt framgang verkefnisins,“ segir Björgvin sem flutti sams konar mál á Alþingi í upphafi vikunnar. Undir orð hans tók Kristján Möller, formaður iðnaðarnefndar en hann sagði að tvö þúsund störf yrðu til innan fimm mánaða ef Helguvíkurframkvæmdirnar kæmust í gang. Það væri ekki svo lítið þegar haft væri í huga að fimmtán þúsund manns gengju um atvinnulausir. Það væri eitt mesta þjóðfélagsmeinið um þessar mundir sem kostaði um þrjátíu milljarða króna. Ekki er hægt að greina annað en að stuðningur sé við álversverkefnið innan vébanda Samfylkingarinnar en Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra hefur alltaf talað fyrir álveri. Hins vegar höfðu forráðamenn Reykjanesbæjar og Garðs áhyggjur af því þegar forsætisráðherra tilgreindi nýlega ekki álverið í þeim verkefnum sem horft væri til á næstunni. Nú er bara spurning hvort Samfylkingin hafi vilja og þrek til að fylgja málum eftir og tryggja álversframkvæmdum framgang eða hvort „fúlir á móti“ Vinstri grænir nái að tefja málið áfram.

Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 7. apríl. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is

4 Bergsveinn Alfons Rúnarsson, þjónustustjóri farþegaafgreiðslu IGS

Tók í spaðann á Magic Johnson og Steven Segal

B

ergsveinn Alfons Rúnarsson, fæddur hið merka ár 1983, starfar sem þjónustustjóri farþegaafgreiðslu IGS á Keflavíkurflugvelli. Bergsveinn á eina litla dóttur, hana Kamillu Nótt, með Guðríði Jónsdóttur. Hann kláraði grunnskólann með stæl og svo lá leiðin í FS. „Þar átti ég nokkur skemmtileg ár en stuttu áður en ég nálgaðist hvítu húfuna ákvað ég að taka mér frí og stendur það ennþá yfir,“ sagði Bergsveinn. „Ég þarf að fara að klára þetta svo ég fái þessa blessuðu húfu.“ Bergsveinn er með yfirumsjón yfir starfsemi farþegaafgreiðslunnar en það er innritun farþega og almenn þjónusta við þá. Einnig sér hann um móttöku flugvéla og að birgja þær upp. „Ég vinn á tólf tíma vöktum, bæði daga og nætur. Þegar ég er á næturvakt, geng ég frá deginum sem leið og undirbý næstu daga.“ Bergsveinn hóf starf hjá IGS árið 1997 og þá sem kerrustrákur. Hann hefur svo unnið

Bergsveinn Alfons Rúnarsson, hér í appelsínugulu vesti, tekur í spaðann á... tja, ekki er það Magic Johnson né Steven Segal...

Starfið mitt við hin ýmsu störf innan IGS eins og í hlaðdeild, Catering og Load control en byrjaði svo í farþegaafgreiðslunni árið 2005. „Mér finnst þetta frábært starf. Þetta er mjög fjölbreytt og dagarnir því yfirleitt aldrei eins. Oftar en ekki er mjög mikið að gera hjá okkur og mikið álag en við höfum svo frábært starfsfólk að það gengur alltaf allt upp að lokum,“ sagði Bergsveinn, aðspurður hvernig honum líkaði

starfið. „Það sem mér finnst skipta mestu máli er að mórallinn hjá okkur er eins góður og hann gerist og því er alltaf gaman að mæta í vinnuna.“ Mikið af fræga fólkinu hefur komið í heimsókn til Íslands og auðvitað þarf það að fara í gegn hjá Bergsveini. En hvaða frægi einstaklingur er þér minnisstæðastur? „Maður hefur nú alveg hitt þá nokkra en minnisstæðast var að taka í spaðann á Magic Johnson

og Steven Segal,“ sagði Bergsveinn stoltur. „Er samt ennþá að bíða eftir því að Kate Hudson komi og kíki á kallinn.“ Bergsveinn hefur þurft að ferðast nokkuð vegna vinnunnar, bæði innanlands sem utan. „Ég fór fyrir nokkrum árum til Parísar vegna vinnunnar á meðan starfsfólkið þar var í setuverkfalli en það var bara gaman og fróðlegt. Svo stóð maður vaktina á Akureyri á meðan á eldgosinu stóð, strembið verkefni en ótrúlega gaman. Starfsfólk IGS og Icelandair gerðu ótrúlega hluti við að halda fluginu gangandi á meðan stóru flugfélögin úti í heimi felldu niður flug í hrönnum.“ Bergsveinn er mjög ánægður með starfið sitt og er ekkert á leiðinni að hugsa sér að breyta neitt til eins og staðan er í dag. „Mér líkar þetta mjög vel en ég hef þó ekki ennþá ákveðið hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór,“ sagði Bergsveinn, þó hann sé nú orðinn nokkuð stór.

STANDIÐ MEÐ OKKUR VAKTINA! Tekið er við ábendingum um jákvæðar og skemmtilegar fréttir alla daga í síma 421 0002 eða á póstfangið vf@vf.is ÚTKALLSSÍMI ALLAN SÓLARHRINGINN 898 2222

Spurning vikunnar // „Hvað ætlar þú að kjósa í Icesave deilunni?“

Haraldur Leifsson „Ég ætla að segja já.“ 6

Eva Lind Ómarsdóttir „Ég veit ekki hvort ég kýs en ég mun ekki samþykkja.“

VÍKURFRÉTTIR I 13. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR

Guðbjörg Irmý Jónsdóttir „Ég er ekki ákveðin en hallast að samþykki.“

Guðmundur Ingi Einarsson „Ég ætla að kjósa á móti.“

Stefanía Guðmundsdóttir „Ég hugsa að ég kjósi ekki.“

AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001


H V Í T A H Ú SI Ð / SÍ A 1 1 - 0 5 6 1

Þú velur þinn banka Íslandsbanki býður þér í viðskipti

Við höfum margt að bjóða þér: Íslandsbanki leggur mikinn metnað í að veita góða þjónustu. Við viljum stöðugt gera betur og höfum m.a. kallað eftir hugmyndum viðskiptavina um hvernig við getum bætt þjónustna. Við leggjum mikið upp úr bjóða úrræði og lausnir sem auðvelda viðskiptavinum okkar að taka upplýstar ákvarðanir í fjármálum. Að flytja viðskipti sín milli banka er auðveldara en þú heldur. Komdu í heimsókn og ráðgjafar okkar fara yfir það hvað við getum boðið þér og hvernig það gengur fyrir sig að skipta um viðskiptabanka. Við tökum vel á móti þér. Verið velkomin til okkar, starfsfólk Íslandsbanka í Reykjanesbæ.

• Framúrskarandi ráðgjöf og þjónustu. • Verðlaunavefinn meniga.is sem auðveldar þér að halda heimilisbókhald og gera útgjaldaáætlanir. • Fjölbreytt og sveigjanlegt úrval úrræða fyrir skuldsetta einstaklinga og fyrirtæki. • Þægilegan netbanka þar sem þú getur leyst flest þín mál. • Öfluga vildarþjónustu sem umbunar þeim sem nýta sér heildarþjónustu bankans.

Hafnargata 91 - 542 Reykjanesbær www.islandsbanki.is Sími 440 4000

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI!

VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 31. MARS 2011

7


4 Keilir hefur útskrifað 720 nemendur frá stofnun:

Jákvæð áhrif Keilis á menntastig á Suðurnesjum Á

þriðja heila starfsári Keilis, miðstöðvar vísinda fræða og atvinnulífs, sem staðsett er að Ásbrú í Reykjanesbæ, hefur tekist að ná rekstrinum í jafnvægi, útskrifa 720 nemendur og þar af skapa yfir 400 nemendum ný tækifæri til að hefja háskólanám með tilkomu háskólabrúar. Meirihluti þeirra kemur frá Suðurnesjum og nær 90% þeirra stunda nú háskólanám. Á aðalfundi Keilis nú nýverið rifjaði Árni Sigfússon stjórnarformaður Keilis upp aðdraganda stofnunar. Í maí 2007 sameinuðust 19 fyrirtæki og félagasamtök um að breyta herstöð í háskólasamfélag – Keilir, miðstöð vísinda fræða og atvinnulífs, var stofnaður. Lagðar voru fram á 4. hundrað milljónir í stofnfé og lagt af stað með byggingu brúar á milli nýrra atvinnutækifæra og menntunar á Suðurnesjum. Þetta var í samræmi við þá

stefnu sem bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ höfðu markað við brotthvarf hersins í október árið áður og fengið þáverandi ríkisstjórn til að styðja. Í máli Hjálmars Árnasonar, framkvæmdastjóra Keilis, á aðalfundinum kom fram að á þriðja heila starfsári Keilis hefur tekist að ná rekstrinum í jafnvægi, útskrifa 720 nemendur og þar af skapa yfir 400 nemendum ný tækifæri til að hefja háskólanám með til-

komu háskólabrúar. Meirihluti þeirra kemur frá Suðurnesjum og nær 90% þeirra stunda nú háskólanám. Þetta hefði ekki tekist án stuðnings stofnendanna því ríkið hefur hingað til lagt mun minna til reksturs skólans en til sambærilegra skóla t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Þannig gekk á framlag stofnenda á fyrstu árum Keilis. Enn er vonast eftir að ríkið skapi Keili sömu rekstrarforsendur m.a.

RÁÐGJAFI VIÐ

STARFSENDURHÆFINGU Stéttarfélög á Suðurnesjum leita að ráðgjafa í fullt starf til að starfa á sviði starfsendurhæfingar. Aðsetur verður á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurnesjum að Krossmóa 4 a, 260 Reykjanesbæ. Helstu verkefni ráðgjafans verða: • Stuðningur og ráðgjöf fyrir einstaklinga • Upplýsingaöflun og mat skv. viðurkenndum aðferðum • Umsjón, eftirfylgni og leiðsögn varðandi endurhæfingaráætlanir einstaklinga, í samstarfi við fagaðila • Náin samvinna við atvinnurekendur og stéttarfélög með það að markmiði að auka starfshæfni og varðveita vinnusamband einstaklinga á vinnumarkaði • • • • • • • • •

Helstu hæfniskröfur til ráðgjafa eru eftirfarandi: Mjög góð samskiptahæfni og þjónustulund Góð þekking á vinnumarkaði og nærsamfélagi Háskólamenntun á sviði félags-, heilbrigðis- og menntavísinda eða sambærileg menntun Áhugi á að vinna með einstaklingum Geta til að skilja og setja sig inn í mismunandi aðstæður einstaklinga Sveigjanleiki og færni til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni Tungumálakunnátta, enska og eitt Norðurlandamál Geta til að koma frá sér efni í ræðu og riti

um háskólabrú og skólum á höfuðborgarsvæðinu eru búnar. Þess er enn vænst að það komi nú fram í fjáraukalögum ríkisstjórnarinnar. Á aðalfundinum var rifjað upp að í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um borð í víkingaskipinu

Íslendingi þann 9. nóvember í fyrra var því heitið að rekstrargrundvöllur menntastofnana á Suðurnesjum yrði tryggður og talið mikilvægt að styðja og þróa nýtt og fjölbreyttara námsframboð. hilmar@vf.is

Fjölsmiðjan innréttar gömlu Húsasmiðjuna

N

ýtt vinnusetur fyrir fólk á aldrinum 16-24 ára er að rísa á Iðavöllum í gamla Húsasmiðjuhúsinu. „Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir fólk sem er hvorki í skóla né vinnu,“ sagði Ólafur Þór Ólafsson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar á Suðurn e sju m . „ Í stuttu m á l i gengur starfsemin út á það að bjóða krökkum í þessum hópi verkefni til að hjálpa þeim að byggja sig upp en vonandi skilar þetta þeim á vinnumarkaðinn eða í nám seinna meir.“ Fjölsmiðjan á Suðurnesjum á sér fyrirmyndir í Kópavogi og eins á Akureyri sem er líkari að stærð. „Við verðum með 20 til 25 þátttakendur og svo þrjá starfsmenn en það er svipað og er á Akureyri. Þetta er rekið eins og hver annar vinnustaður og fá krakkarnir greitt fyrir vinnuna en ef einhver mætir ekki, þá fær hann engin laun fyrir þann dag.“ Ólafur sagði þau vera komin á annað stig í starfseminni en það fyrsta var undirbúningur sem fór bara fram á skrifborðinu hjá Ólafi. „Við leigðum þetta húsnæði og erum núna á fullu að breyta en við gerum

það sjálf. Hér eru starfsmenn sem vinna með þátttakendum að byggja þetta húsnæði, þ.e.a.s. málari og húsasmiður,“ sagði Ólafur. Stefnt er á að í vor verði húsnæðið tilbúið til notkunar og mun mikil starfsemi fara þar fram. „Hingað færist kompan sem Rauði kross Íslands er með og munum við halda henni meira opinni og gera þetta að flottari verslun. Einnig verðum við með viðgerðarþjónustu, bón og þrif á bílum, pökkunar- og niðurrifsþjónustu og svo mötuneyti fyrir þá sem hér starfa.“ Fj ölsm ið j an rekur si g á rekstrarsamningum við ríki og sveitarfélög. Til að svona verkefni geti hafist þarf eitthvað stofnfé og kom það frá Rauða krossi Íslands, Reykjanesbæ, Vinnumálastofnun, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur, Verslunarmannafélagi Suðurnesja og FIT sem er Félag iðnaðar- og tæknigreina. „Svo þegar fram líða stundir þurfum við að afla hluta af tekjunum sjálf en svona verkefni verður í raun og veru ekki til nema þörfin sé til staðar og munum við gera þetta eins vel og hægt er.“ siggi@vf.is

Starf ráðgjafans er samstarfsverkefni milli stéttarfélaganna og Starfsendurhæfingarsjóðs. Nánari upplýsingar um starf ráðgjafa og starfsemi Starfsendurhæfingarsjóðs er að finna á heimasíðu sjóðsins www.virk.is Til að tryggja þekkingu og símenntun ráðgjafans mun hann fá sérstaka þjálfun sem skipulögð er af Virk, Starfsendurhæfingarsjóði. Umsókn um starfið skal skilað fyrir kl. 15:00, föstudaginn 8. apríl nk. á skrifstofu Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis að Krossmóa 4, 260 Reykjanesbæ í lokuðu umslagi merktu VIRK – starfsendurhæfing/umsókn um starf.

Ólafur Þór Ólafsson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum. 8

VÍKURFRÉTTIR I 13. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR

AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001


PIPAR\TBWA-SÍA

Spennandi húsnæði til sölu eða leigu

Skuldlaus banki! Húsnæðið er 292 m2 og hýsti áður banka. Húsið er steinsteypt á tveimur hæðum og var byggt árið 1956. Gengið er inn á fyrstu hæð í afgreiðslu með afgreiðsluborðum. Á fyrstu hæð eru einnig tvær skrifstofur, baðherbergi og peningaskápur. Á efri hæð eru sjö skrifstofur af ýmsum stærðum ásamt baðherbergi. Húsnæðið hentar vel undir skrifstofur, verslun eða aðra þjónustu.

Atlantic Studios

Andrews-leikhúsið

Atlantic Studios er 4.730 m2 kvikmyndaver í flugskýli sem þjónaði áður Bandaríkjaher. Kvikmyndaverið er hið stærsta á Íslandi, með 2.700 m2 aðalsviði (e. soundstage) þar sem lofthæð er 9 metrar. Einnig er þjónustuaðstaða með búningsherbergjum, skrifstofum og kaffistofu. Kvikmyndin Reykjavík Whale Watching Massacre var meðal annars tekin upp í verinu.

Hið sögufræga Andrews­leikhús er til sölu eða leigu. Húsið var áður kvikmyndasýningar­ salur Nató, en byggingin var endurnýjuð árið 2010. Salurinn tekur 499 í sæti og sviðið er 100 m2. Myndvarpi, tjald og gott hljóðkerfi er til staðar fyrir fyrirlestra. Húsnæðið hentar undir leik­ eða kvikmyndasýningar, tónleika eða ráðstefnur.

Ásbrú er spennandi svæði þar sem fyrrum herstöð er umbreytt í samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs. Á Ásbrú er stór háskólagarður, spennandi nám í boði hjá Keili, kvikmyndaver, heilsuþorp í fararbroddi heilsuferðamennsku, tækniþorp þar sem alþjóðlegt gagnaver er að rísa og fjöldi áhugaverðra sprotafyrirtækja. Mikil uppbygging er á svæðinu og má þar nú meðal annars finna leikskóla, grunnskóla, verslun og veitingastað. Þetta er einungis sýnishorn af þeim eignum sem eru til

Lýðháskóli

Skotheld bygging

Húsnæði með 100 íbúðum er til sölu eða leigu. Húsið er 3.359 m2 á þremur hæðum. Það var byggt árið 1976 og er í mjög góðu ástandi. Baðherbergi og eldhús er í öllum íbúðum og húsnæðið gæti því hentað vel undir stúdentagarða, lýðheilsuskóla, ráðstefnur o.fl. Húsið er staðsett í heilsu­ þorpinu á Ásbrú.

Húsnæðið hýsti áður samskiptamiðstöð Bandaríkjahers. Það var byggt árið 1997 og er tæplega 1.700 m2. Húsið er ákaflega rammbyggt, hefur eins metra þykka steypuveggi og stálhurðir sem hannaðar eru til að standast loftárásir. Lóðin er afgirt og slökkvistöð í næsta nágrenni. Húsið hentar því vel sem geymsla fyrir mikilvæg verðmæti, hvort sem þau eru stafræn eða áþreifanleg.

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI!

sölu eða leigu á svæðinu. Nánari upplýsingar um eignir á www.asbru.is/fasteignir.

Sími 425 2100 | fyrirspurnir@kadeco.is

VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 31. MARS 2011

9


GRUNN

SKÓLANEMI VIKUNNAR

Berglind Anna

Berglind

4 RÉTT

dur Ingimun úlega vel. tr ó k ek „Þetta g , ég vann þetta! a Ég mein ki náð að undirk Ég hef e stu keppnir en búa síðu emma í morgun sn “ vaknaði r fréttasíðurnar, og las yfi imundur um sig g sagði In nn hóf nám í við a H la . ó n k s n á ri u ði við H skiptafræíkur og stefnir v ja k y að er Re nám. „Þ á masters tefnan að fara s auðvitað masterinn, en áfram í rður hér heima ð ve hvort þa veit ég ekki.“ eða úti

1. Harper 1. Sheen 2. Pass 2. Pass 3. Sverrir Þór Sverrisson 3. Sverrir Þór Sverrisson 5. tölublað • 32. árgangur4.• Fimmtudagurinn Wyclef Jean 3. febrúar 2011 4. Pass 5. Tripoli 5. Beirut Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi 6. Quentin Tarantino 6. Pass 7. Ljón 7. Tígrisdýr 8. Íshokkí 8. Hafnarbolti 9. Atli Már Gylfason 9. Atli Már Gylfason 10. 25. mars 10. 20. janúar amstaða á Suðurnesjum 11.kvenna Gísli Örn Gíslason 11. Gísli Örn Garðarsson hefur vakið athygli en í september 12. Akureyri 12. Fjallabyggð komu rúmlega 100 konur saman til að 13. Unknown 13. Limitless stofna SKASS, Samtök kraftmikilla, 14. 1980 14. 1980 alvöru, skapandi Suðurnesjakvenna.

mfangsmikil leit

egla og björgunarsveitenn hafa fundið Frank no Mcgregor sem lýst rið eftir. Fjölmenn leit ninum hófst á Suðurí fyrrinótt og lauk um hádegið í gær. Þá m 80 björgunarsveitn að störfum í Sand-

Ingimundur

Mikil samstaða kvenna á Suðurnesjum S

9 RÉTT

SVÖR: 1. Harper 2. The king of limbs 3. Sverrir Þór Sverrisson 4. Wyclef Jean 5. Tripoli 6. Alfred Hitchcock 7. Blettatígur 8. Hnefaleikar / Box 9. Atli Már Gylfason 10. 25. mars 11. Gísli Örn Garðarsson 12. Akureyri 13. Unknown 14. 1980

1. Hvert er eftirnafn allra þriggja aðalpersónanna í þáttunum Two and a half men? 2. Hvað heitir nýja plata Radiohead sem kom út fyrir skömmu? 3. Hver þjálfar kvennalið Njarðvíkur í körfubolta? 4. Hvaða fyrrum frægi tónlistarmaður var skotinn fyrir skömmu er hann var staddur á eyjunni Haítí? 5. Hvað heitir höfuðborg hins stríðshrjáða lands Líbýu? 6. Hvaða hrollvekjumeistari sagði eitt sinn: „Ég þoli ekki spennu“? 7. Hvert er eina kattardýrið sem getur ekki dregið klærnar inn? 8. Hver var fyrsta íþróttin til að vera kvikmynduð? 9. Um 75.000 manns sóttu um lærlingsstöðu hjá Charlie Sheen en nú er búið að skera niður og eru 250 umsækjendur eftir. Einn af þeim er strákur hér af Suðurnesjum, hvað heitir hann fullu nafni? 10. Mikið af fólki hefur beðið eftir nýjum sendingum af vörum frá apple framleiðandanum. Hvaða dag kom iPad2 til landsins og fór í sölu sama dag? 11. Hvaða einstaklingur prýðir forsíðu Monitor tímaritsins sem kom út í síðustu viku? 12. Lið Reykjanesbæjar datt úr keppni í spurningakeppninni Útsvari á síðasta föstudag. Hvaða lið sló Reykjanesbæ úr keppni? 13. Hvað heitir ný kvikmynd sem sýnd er í bíóum landsins og skartar leikurum eins og Liam Neeson, January Jones, Diane Kruger og Adian Quinn? 14. Hvaða ár komu Víkurfréttir fyrst út?

Ingimundur

SPURNINGAR:

SKASS eru opin samtök fyrir konur á Suðurnesjunum. Tilgangurinn er að efla tengslanet kvenna á svæðinu, fræðast og fræða, efla okkur sjálfar og um leið hvor aðra og styðja konur á Suðurnesjunum til dáða í námi og starfi. upplýsingar um málið bættuÖrn um betur á þriðjudags-erfði hæfileikana að hans sögn Ingimundur Í síðustu viku mættust Konurnar þau Garðar i að hafa hjá lögreglu d n li rg e B þegar þær fjölmenntu í Frumen hætti í boltanum til að leyfa litla bróður Arnarson og Berglindkvöldið Anna Magnblaðið fór í prentun nbrigði o v il ik ru m iá Ásbrú þarað sem var fjölbreytt skína. með öruggum ALLA u eftir hádegið í gær. ALLA VIRKA VIRKA DAGA DAGA „Þetta e en það er grein u úsdóttir sem endaði kvöðlasetrið FRÁ dagskrá og kynningar. FRÁ 11:30 11:30 -- 14:00 14:00 sigri Berglindar. Í þessari viku er úr- - Nánar á vf.is. fyrir mig fylgist ekki nóg i g ð slitakeppnin um fyrstu verðlaun og legt að é eð fréttum,“ sag MATUR, GOS mikið m um tapið gegn - mætast þau Ingimundur Guðjónsson og Berglind Anna Magnúsdóttir en Berglind Berglind stund OG KAFFI Berglind á stigametið í keppninni di. ds Ingimun ið Háskóla Íslan hingað til, 8 stig. ð v a egir þ ar nám AÐEINS Berglind Anna er 21 árs Grindvíkæði en s í lífefnafr ið. „Þetta er bara ingur og stundar nám við Háskóla ÍsKR. 1290,ð d a n n u n b a a rir tím lands þar sem hún lærir lífefnafræði í ningur fy Das Auto. undirbú langar að fara a en Berglind stefnir á að læra læknnám. Mign það er ótrúleg inn. e n n in in r n a k þ læ Ingimundur er 21 árs háskólanemi komast undirð a tt rfi e og sonur fótboltakappans Guðjóns er fínn inn.“ a tt e þ o sv Guðmundssonar en hann átti sín r lækn ri fy r u g búnin bestu ár í boltanum með Víði Garði.

Úrslitakeppnin

tu þér kosti ans með Sigurvegarinn í lokaumferðinni gistingu og kvöldverð fyrir kswagen. fær tvo á Hótel Arnarhvoli og

Panorama restaurant. Sá sem n er innlendur tapar í hverri umferð fær út að mhverfisvænn borða á Thai Keflavík.

jafi sem er ngi ódýrari 10 nsín.

Konur af Suðurnesjum troðfylltu Frumkvöðlasetrið að Ásbrú á þriðjudagskvöldið og tóku þar þátt í fyrirlestrum og kynningum margskonar.

VÍKURFRÉTTIR I 13. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR

HÁDEGISTILBOÐ

Fanney Rún Einarsdóttir 7. ÍH í Myllubakkaskóla Uppáhalds: Matur: Pabba spaghettí og kjúklingalasagna hjá mömmu. Bíómynd: Dispicable me og fleiri. Sjónvarpsþáttur: 90210 og Gossip girl. Veitingastaður: Hamborgarafabrikkan er bara best og auðvitað Langbest! Tónlist: Bítlarnir, Friðrik Dór og fleiri! Vefsíðan: Facebook og Bleikt.is Íþrótt: Fótbolti og skotbolti Íþróttarmaður: Fernando Torres Þetta eða hitt ? Kók eða Pepsi? Mér finnst bæði gott en myndi frekar velja kók. Morgunblaðið eða Fréttablaðið? Fréttablaðið, það er líka frítt! Hamborgari eða Pizza? Pizza hjá mömmu. Vatn eða Mjólk? Bara bæði Cherioos eða Hafragrautur? Hafragrautur á morgnana. Maggi Mix eða Nilli? Maggi Mix, hann er aðal gæinn!! Versla eða ekki? Auðvitað versla.. Justin Bieber eða Usher? Usher, hann er betri en Justin Bieber.. Nerds eða Air heads? Air heads Spurning frá seinasta grunnskólanema vikunnar: Ef þú mættir vera einhver íþróttarmaður í einn dag hver myndi það vera? Ég verð að segja Steven Gerrard..

FRÁBÆR TAKE AWAY TILBOÐ!

Lokaspurningar: Hvað ertu að hugsa núna? Um kleinuhringi (það er uppáhaldið mitt) Hvað langar þig að verða í framtíðinni? Listamaður og arkitekt.. Hver eru helstu áhugamálin þín? Vinir,teikna og íþróttir :) Hvað viltu spyrja næsta grunnskólanema vikunnar að? Ef þú mættir vera hvaða manneskja sem er hver myndi það vera?

Hafnargata 39 - 421 8666

UMSJÓN: PÁLL ORRI PÁLSSON

AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001

VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND


vikurfrettir:Layout 1

29.3.2011

11:43

Page 1

Glæsileg Menningarvika 2.-9. apríl

FLOKKSSTJÓRAR VIÐ VINNUSKÓLA GRINDAVÍKUR Vinnuskóli Grindavíkur auglýsir hér með eftir flokksstjórum til að starfa við skólann sumarið 2011. Starfstímabil er frá 23. maí til 19. ágúst. Leitað er að einstaklingum 19 ára og eldri sem hafa; - ríka þjónustulund, - góða skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði, - góða hæfni í mannlegum samskiptum, - mikla ábyrgðartilfinningu og síðast en ekki en síst - ánægju að því að vinna með og leiðbeina unglingum.

Setning Menningarviku Grindavíkur verður í Grindavíkurkirkju laugardaginn 2. apríl kl. 13:00 þar sem verða ýmis tónlistaratriði og jafnframt verða afhent menningarverðlaun 2011.

Flokkstjórar stjórna daglegu starfi vinnuflokka skólans og stuðla að reglusemi, ástundun og góðri umgengni starfsmanna.

Í kjölfarið tekur við hver viðburðurinn á fætur öðrum þar sem uppistaðan er framlag heimafólks auk þess sem fjöldi landsþekktra tónlistarmanna og rithöfunda heimsækja Grindavík í menningarvikunni.

Flokkstjórar vinna með unglingunum og sýna þeim hvernig staðið skuli að verki og leiðbeina um notkun á áhöldum og tækjum. VINNUSKÓLI GRINDAVÍKURBÆJAR ER TÓBAKSLAUS VINNUSTAÐUR.

Menningarvikunni hefur verið vel tekið undanfarin tvö ár. Allir leggjast á eitt við að bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Tónleikar, skemmtanir, frásagnir, sýningar og uppákomur verða alla vikuna.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Nánari upplýsingar um störfin veitir Ásta Jóhannesdóttir garðyrkjufræðingur í síma 660 7322, netfang: asta@grindavik.is

Suðurnesjabúar eru hvattir til þess að nýta sér tækifærið og fjölmenna á menningarviðburðina.

Umsækjendur fylli út umsóknareyðublað sem er að finna á heimasíðu bæjarins (Umsókn um starf hjá Grindavíkurbæ) og skili á bæjarskrifstofu Grindavíkur í síðasta lagi föstudaginn 29. apríl n.k.

Dagskrá Menningarvikunnar er á: www.grindavik.is/menningarhatid

STARFSMENN Á TJALDSVÆÐI GRINDAVÍKUR OG Í SALTFISKSETRI ÍSLANDS Grindavíkurbær og Saltfisksetur Íslands auglýsa hér með eftir starfsfólki til að starfa á tjaldsvæði Grindavíkurbæjar og í Saltfisksetri Íslands sumarið 2011. Starfstímabil er frá 16. maí til 31. ágúst. Ráðnir verða fjórir starfsmenn sem ganga munu vaktir á þessum tveimur starfsstöðum. Starfið felst í móttöku gesta, upplýsingaveitu, uppgjöri og þrifum. Leitað er að einstaklingum 20 ára og eldri sem hafa; - ríka þjónustulund, - góða tungumála kunnáttu (enska og eitt Norðurlandamál skilyrði), - góða skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði, - góða hæfni í mannlegum samskiptum - mikla ábyrgðartilfinningu og síðast en ekki síst, - góða þekkingu á staðháttum í Grindavík og nágrenni. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Nánari upplýsingar um störfin veitir Þorsteinn Gunnarsson upplýsinga- og þróunarfulltrúi í síma 420 1100, netfang: thorsteinng@grindavik.is Umsækjendur fylli út umsóknareyðublað sem er að finna á heimasíðu bæjarins (Umsókn um starf hjá Grindavíkurbæ) og skili á bæjarskrifstofu Grindavíkur í síðasta lagi föstudaginn 15. apríl n.k.

KJÖRFUNDUR VEGNA ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU Kjörfundur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga nr. 13/2011 verður haldinn laugardaginn 9. apríl frá kl. 10:00 - 22:00. Kjörstaður er Grunnskóli Grindavíkur. Kjósendum er bent á að hafa með sér persónuskilríki. Unnt er að skila athugasemdum vegna kjörskrár til bæjarstjórnar. Kjörskráin liggur frammi á bæjarskrifstofunni, Víkurbraut 62 Grindavík, til kjördags. Utankjörfundar atkvæðagreiðsla er í útibúi sýslumanns, Víkurbraut 25, neðri hæð, sem hér segir: Á virkum dögum til og með 1. apríl frá kl. 08:30 til 13:00. Dagana 4.-8. apríl frá kl. 08:30 til 17:00.

Kjörstjórn Grindavíkurbæjar

Grindavíkurbær, Víkurbraut 62, sími 420 1100 • grindavik@grindavik.is • www.grindavik.is • facebook/grindavikurbaer STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI!

VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 31. MARS 2011

11


Kattaveiðari fær 8.000 krónur á kött H

Ef kötturinn er óskráður er hann geymdur á kattarhóteli í 7 daga. Þetta er samkvæmt dýraverndarlögum. Kostnaðurinn er kr. 1900 á dag eða samt. kr. 13.300. Ef kattarins er ekki vitjað af eiganda er honum lógað.

eilbrigðiseftirlit Suðurnesja [HES] hefur ekki mannskap til að sinna kattaveiðum á Suðurnesjum. Þess í stað hefur stofnunin ráðið sjálfstætt starfandi meindýraeyði í Keflavík til að veiða kettina en útvegað honum allan búnað. Fyrir kattaveiðar greiðir Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja ca. 8000 krónur á kött. Innifalið í því er að egna upp búrið og vakta það en það krefst a.m.k. tveggja ferða á vettvang. Ef köttur kemur í búrið er farið með hann á Dýrasetrið í Keflavík og hann skannaður eftir örmerki. Ef kötturinn er löglega skráður, sem er mjög sjald-

gæft, er hann keyrður aftur á þann stað þar sem hann kom í búrið og sleppt. Yfirgnæfandi líkur er á að hann muni forðast búrið eftir það. Ef kötturinn er hins vegar óskráður er hann geymdur á kattarhóteli í 7 daga. Þetta er samkvæmt dýraverndarlögum. Kostnaðurinn er kr. 1900 á dag eða samt. kr. 13.300. Ef kattarins er ekki vitjað af eiganda er honum lógað á Dýralæknastofu Suðurnesja, segir Magnús H. Guðjónsson hjá HES við fyrirspurn bæjarstjóra Garðs, sem kynnt var í bæjarráði fyrir helgi. HES hefur ekki fengið margar kvartanir úr Garðinum út af lausum

hundum upp á síðkastið. HES hvetur fólk til að láta vita, sérstaklega ef það veit hver eigandinn er. Hundaeftirlitsmaður keyrir reglulega um svæðið til að leita að lausum hundum. Ef hundar eru að valda nágrönnum ónæði með gelti þá reyna starfsmenn HES að ræða við eigendur. „Ef slíkt ónæði er eftir kl. 11 á kvöldin er það að mínu mati lögreglumál,“ segir Magnús H. Guðjónsson í svari til bæjarstjórans í Garði sem kynnt var í bæjarráði þar sem svarað var fyrirspurn L-lista varðandi lausagöngu hunda og katta í Garði. hilmar@vf.is

Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Orri Vignir Hlöðversson framkvæmdastjóri Frumherja við opnun stöðvarinnar. VF-myndir: Hilmar Bragi

Frumherji opnar skoðunarstöð í Grindavík N

ý skoðunarstöð Frumherja var opnuð hjá Vélsmiðju Grindavíkur að Seljabót 3 í Grindavík í síðustu viku. Skoðunarstöðin er sú þrítugasta og fyrsta sem Frumherji opnar á landinu en Frumherji rekur einnig skoðunarstöð við Njarðarbraut í Reykjanesbæ. Það var Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, sem fékk það hlutverk að opna stöðina formlega og naut aðstoðar Orra Vignis Hlöðverssonar, framkvæmdastjóra Fumherja.

Áður hafði Orri tekið formlega við lykli að stöðinn frá Ómari Davíð Ólafssyni, verkstjóra hjá Vélsmiðju Grindavíkur. Nýja skoðunarstöðin er í viðbyggingu við vélsmiðjuna og hefur bygging hússins tekið fimm mánuði. Aðstandendur stöðvarinnar vænta mikils af stöðinni og að hún komi til með að veita Grindvíkingum góða þjónustu en nú þurfa Grindvíkingar ekki að leita út fyrir bæjarmörkin með bíla sína í skoðun. hilmar@vf.is

SKIPTIR lgist með y F MÁLI! 14. apríl! 12

VÍKURFRÉTTIR I 13. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR

AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001


Okkar eigin Grindavík - safarík leiksýning framundan!

U

ndanfarin tuttugu ár hefur Grunnskólinn í Grindavík lagt metnað sinn í að vera með leikstjóra fyrir unglingastigið á árshátíðinni. Í ár var hins vegar erfitt að nálgast leikara til að leikstýra unglingunum og því var brugðið á það ráð að leita á nýjar slóðir, vegna anna hjá leikarastéttinni. Marta Eiríksdóttir var fengin til verksins en hún hefur yfir tuttugu ára reynslu af leiklistarvinnu með börnum og unglingum. Marta er grunnskólakennari að mennt með viðbótarmenntun í leiklistarkennslu og leikstjórn, sem hún lærði í Danmörku á árum áður. Hún kenndi jafn-

framt leiklist í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í fimm ár. Marta ákvað að leyfa nemendunum sjálfum að semja leikritið. Nemendur bjuggu því til draumastykkið sitt, sem fjallar um unglingalíf á gamansaman hátt í revíuformi. Þetta er einvala lið hæfileikaríkra nemenda en allir þátttakendur eru í aðalhlutverkum. Söngur og dans mun krydda leiksýninguna ásamt einfaldri en fallegri sviðsmynd. Þetta er stórskemmtilegt unglingaleikhús, þar sem krakkarnir semja leikritið, semja líka suma söngtextana við skemmtileg lög og dansa nýjustu dansana.

Að baki er stíft en skemmtilegt æfingatímabil hjá þrjátíu nemenda leikhópi, þar sem allir sem einn stefndu að frábærri sýningu, sem vonandi gleður og kætir alla þá sem koma og sjá! Gleðisýning sem hentar öllum aldurshópum, líka ömmu og afa! Sýningar hefjast þriðjudaginn 5. apríl klukkan 16:30 fyrir nemendur skólans en opnar sýningar fyrir almenning verða miðvikudaginn 6. og fimmtudaginn 7. apríl klukkan 20:00 á sal Grunnskólans í Grindavík. Allir hjartanlega velkomnir! Aðgöngumiðar seldir við innganginn. hilmar@vf.is

Menningin blómstrar - Glæsileg menningarvika framundan í Grindavík

M

enningarvika Grindavíkur verður haldin 2.-9. apríl nk. undir yfirskriftinni Menning er mannsins gaman. Þetta er í þriðja sinn sem menningarvikan er haldin og er dagskráin fjölbreytt og skemmtileg en fjölmörg metnaðarfull atriði eru á dagskrá. Uppistaðan í dagskránni er framlag heimafólks en margt af fremsta tónlistarfólki þjóðarinnar kemur þar einnig fram. Má þar nefna Kristján Jóhannsson tenór, Magnús Eiríksson og KK. Jafnframt koma fram rithöfundarnir Ólafur Gunnarsson og Einar Már Guðmundsson, leikkonan Brynhildur Guðjónsdóttir og ýmsir fleiri. Af listburðum heimafólks má nefna árshátíðarleikrit grunnskólans, Okkar eigin Grindavík, kirkjukór Grindavíkurkirkju, Listastofu Helgu, hljómsveitina RIP sem heldur upp á 30 ára starfsafmæli og framlag leikskóla, tónlistarskólans

og fleiri aðila. Auk þessa má nefna Þórhall Guðmundsson miðil, pottaspjall bæjarfulltrúa, Gola kvartettinn, tónleikana Dýrin mín stór og smá, Matthías Johannessen skáld og fyrrverandi ritstjóra, landsþekkta uppistandara og ýmislegt fleira. Tónleikar, skemmtanir, frásagnir, sýningar og uppákomur verða alla dagana á bókasafninu, Bryggjunni, Salthúsinu, Aðal-braut, Veitingastofunni Vör, Kantinum, íþróttahúsinu, Kvennó, Víðihlíð, sundlauginni, Grindavíkurkirkju, leikskólunum, grunnskólunum, listastofum, Landsbankanum, verslunarmiðstöðinni, Aþenu og handverksfélaginu Greip. Setning menningarvikunnar verður laugardaginn 2. apríl í Grindavíkurkirkju kl. 13:00. Þar verða menningarverðlaun Grindavíkur afhent. Dagskrá menningarvikunnar er glæsileg en hana er hægt að nálgast á heimasíðu Grindavíkurbæjar, www. grindavik.is/menningarhatid

Ný skoðunarstöð í Grindavík Við bjóðum viðskiptavini okkar velkomna í nýja og glæsilega skoðunarstöð okkar í Grindavík. Stöðin er til húsa í húsnæði Vélsmiðju Grindavíkur að Seljabót 3. Tímapantanir í síma 570 9090 Allar frekari upplýsingar á www.frumherji.is

Grindavík, Seljabót 3

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI!

VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 31. MARS 2011

13


Bragi bassi á leið í frekara nám erlendis

B

ragi Jónsson, bassasöngvari frá Sandgerði, hélt burtfararprófstónleika 25. mars sl. í Guðríðarkirkju í Grafarholti. Bragi var að ljúka burtfararprófi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík en hann hefur lært þar í rúm 5 ár og á þeim tíma hefur Bergþór Pálsson leiðbeint honum í fjóra vetur. Mikill fjöldi fólks mætti á tónleikana og heppnuðust þeir eins og í sögu að sögn Braga. „Nú er stefnan sett á frekara nám erlendis en það er ekki alveg ákveðið hvert. Ég er búinn að fá inngöngu í söngskóla í London en fer í lok maí í inntökupróf í Tónlistarháskólann í Vínarborg,“ sagði Bragi. „Vínarborg heillar mikið, mikil saga þar og mikil menning. Óperuhús og tónleikasalir eru þar á hverju strái en tíminn mun svo bara leiða í ljós hvert framhaldið verður.“ Í vetur hefur Bragi sungið reglulega á hádegistónleikum

u ng r a e i ns öng v ar a s e m hafa verið á vegum Íslensku Óperunnar í hverjum mánuði. Einnig kom hann fram á tónleikum með Óp-hópnum í Salnum í febrúar þar sem hinar ýmsu óperusenur voru fluttar. Þá kom hann fram á hátíðartónleikum Ljósanætur í september og söng þar meðal

annars hlutverk Fígaró í atriði úr Brúðkaupi Fígarós. Bragi Jónsson hóf tónlistarnám sitt sex ára í Tónlistarskóla Öxarfjarðarhéraðs, fyrst á trompet og síðan á píanó til fimmtán ára aldurs. Árið 2006 hóf hann nám við Söngskólann í Reykjavík þar sem hann hefur notið leiðsagnar hjá Má Magnússyni, Alex Ashworth og undanfarin fjögur ár hjá Bergþóri Pálssyni. Hann hefur jafnframt notið leiðsagnar píanóleikaranna Ólafs Vignis Albertssonar, Kristins Arnar Kristinssonar, Iwonu Aspar Jagla og nú Krystynu Cortes og mun hann ljúka burtfararprófi á komandi vori. Bragi hefur tekið þátt í uppf æ rslu m ne me nd a óp e r u Söngskólans á Brúðkaupi Fígarós, The show must go on, Don Djammstaff, Tondeyleyó og nú síðast í Óperustund í Snorrabúð. Hann byrjaði 11 ára í kirkjukór í Kelduhverfi og hefur sungið með hinum ýmsu kórum síðan. Hann hefur verið meðlimur

KOSNINGAR VEGNA ICESAVE SAMNINGSINS. 9. APRÍL 2011 Kjörskrá og kjörstaðir í Reykjanesbæ. Kjörskrá í Reykjanesbæ vegna kosninga um Icesave samninginn sem fram fer þann 9. apríl 2011 liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar frá 1. april 2011 fram að kjördegi. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Kjörfundur fyrir íbúa í Innri Njarðvík, Höfnum og Ásbrú er í Akurskóla Kjörfundur fyrir íbúa í Ytri Njarðvík er í Njarðvíkurskóla Kjörfundur fyrir íbúa í Keflavík er í Heiðarskóla Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði.

í Óperukórnum í Reykjavík undir stjórn Garðars Cortes síðan vorið 2006 og komið fram sem einsöngvari með kórnum við ýmis tilefni. Bragi er einnig félagi í karlakórnum Voces Masculorum sem er eingöngu skipaður tónlistarmenntuðum söngvurum. Kórinn syngur aðallega við jarðarfarir en einnig af og til við önnur tilefni. Þá er

hann í Kór Íslensku óperunnar þar sem hann hefur tekið þátt í nokkrum uppfærslum og má þar nefna Cavalleria rusticana og I pagliacci (2008), Ástardrykkurinn (2009), Draugagangur í Óperunni (2009), Hel (2009), og Rigoletto (2010) þar sem hann fór með hlutverk Ceprano greifa. Sjá myndskeið frá tónleikum Braga á vef Víkurfrétta í dag.

MINNING

Henrý Olsen, hárskerameistari

H

enrý Olsen, hárskerameistari, lést á hjú k r unarheimilinu Hlévangi 15. mars sl. Henrý fæddist í Ásbyrgi, Ytri Njarðvík, 16. júní 1946. Foreldrar hans eru Gunnlaug F. Olsen f.19. des. 1923 d. 25. sept. 2008 og Jón Kristján Olsen f. 10. sept. 1921. Systur hans eru Júlía Sigríður, Helga Rósa og Rut. Henrý eignaðist tvö börn með Lilju Jóhannsdóttur en hún andaðist 3. ágúst 2009. Börn þeirra eru Maríanna og Gísli Birgir, Gísli á einn son Tristan Breka. Henrý lærði hárskeraiðn hjá Ólafi Kjartanssyni hárskerameistara í Austurstræti árin 1967-1971. Áður var hann búinn með matsveininn. Að námi loknu rak Henrý eigin stofu að Grundarstíg í Ytri Njarðvík eða til ársins 1976 en það ár keypti hann

hlut í hárskerastofu á Keflavíkurflugvelli sem hann rak í félagi til ársins 1979 eftir það rak hann stofuna einn eða til ársins 2002 þegar að hann veiktist og var óvinnufær upp frá því. Utförin hefur þegar farið fram. Aðstandendur vilja senda hjartans þakkir til starfsfólks Hlé-vangs fyrir góða ummönnun þessi ár sem Henrý dvaldi þar. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Takk fyrir samfylgdina elsku bróðir. Rut Olsen

Kjörstaðir opna kl. 09:00 og loka kl. 22:00. Á kjördag mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur í Heiðarskóla sími 420 4515. Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar

SKIPTIR MÁLI! 14

VÍKURFRÉTTIR I 13. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR

eð Fylgist m 14. apríl! AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001


FRÉTTAVAKT VÍKURFRÉTTA

HS Veitur hf með 320 millj. kr. hagnað 2010 - greiða niður skuldir umfram lánsskilmála um 15%

H

S Veitur hf (gamla Hitaveita Suðurnesja) sem er að 66,7% hluta í eigu Reykjanesbæjar, skilaði 321 milljón króna hagnaði á árinu 2010. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir nam 920 milljónum króna. Rekstrartekjur fyrirtækisins á árinu 2010 námu 4,2 milljörðum kr. Á aðalfundi HS Veitna hf sem haldinn var í Stapa í Reykjanesbæ fimmtudaginn 24. mars kom fram í máli Árna Sigfússonar stjórnarformanns að í ljósi sterkrar lausafjárstöðu hefði stjórn félagsins ákveðið að greiða niður skuldir félagsins, umfram lánaskilmála, að upphæð 900 milljónir króna og lækka þannig heildarskuldir um 15%. Eigið fé HS Veitna hf nemur 8,7 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall er 53%. HS Veitur hf eiga kaldavatnslindir í Svartsengi og selja heitt

og kalt vatn til allra heimila og fyrirtækja á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Auk þess sér fyrirtækið um dreifingu á raforku á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Álftanesi, Árborg og Vestmannaeyjum og hluta Garðabæjar. Auk Reykjanesbæjar á Orkuveitan 16,6% hlut í fyrirtækinu og Hafnarfjörður 15,4%. Á aðalfundinum var ný stjórn kjörin en í henni sitja. Frá Reykjanesbæ: Böðvar Jónsson (formaður), Árni Sigfússon (varaformaður), Magnea Guðmundsdóttir (ritari), Guðný Kristjánsdóttir og Friðjón Einarsson. Frá Hafnarfirði: Eyjólfur Sæmundsson. Frá Orkuveitu Reykjavíkur: Páll Erland.

898 2222

KJÖRFUNDUR vegna þjóðaratkvæðagreiðslu í Sveitarfélaginu Vogum 9. apríl 2011

Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00 Kosið verður í Stóru-Vogaskóla, gengið inn frá leikvelli Kjörskrá í Sveitarfélaginu Vogum vegna þjóðaratkvæðagreiðslu liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga fram að kjördegi. Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga, Hilmar Egill Sveinbjörnsson, Jón Ingi Baldvinsson, Þórdís Símonardóttir.

29.900,-

26.900,-

Reiðhjól

26” Vectra 21” Hi Ten stell. 18 gíra Shimano Revoshift

LÆG S LÁGA TA VER Ð HÚS AS

3899998

MIÐ JUNN AR*

Gasgrill

Outback Omega 200EX . 2 brennarar 6.2 Kw. Grillflötur 50x36 cm.

Ð I M O K R E Ð I R O V

3000235

Háþrýstidæla

Greina klippur

3.375,-

5084652

3.375,4.499,-

Greina klippur

5084653

4.499,-

3.375,-

5084651

Nýr opnunartími í Reykjanesbæ

Texas.650W, 61cm blað, 20 mm klippigeta. 5083595

17.995,-

4.559,-

Hekk klippur

Rafmagnshekkklippur

NILFISK, 1400W 110 Bar. 440 ltr/klst. 5254241

Laufhrífa 5084338

12.995,-

25%

AFSLÁTTU

Frá og með 1 .apríl verður opnunartíminn í Húsasmiðjunni Fitjum eftirfarandi:

795,LÆG S LÁGA TA VER Ð

HÚSA SMIÐ JUNN AR*

R

Virka daga Iðnaðarmannainngangur og Timbursala Laugardaga Iðnaðarmannainngangur og Timbursala Sunnudaga

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI!

09:00-18:00 08:00-18:00 10:00-16:00 10:00-14:00 Lokað

*Vörur merktar “Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar” er lægsta verð sem Húsasmiðjan býður á viðkomandi vörum á hverjum tíma. Húsasmiðjan leggur sig fram um að bjóða alltaf lágt verð en ábyrgist ekki að “Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar” sé alltaf lægsta verð á markaðnum. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana.

VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 31. MARS 2011

15


Gylfi Jón Gylfason skrifar

Viltu bæta námsárangur hjá barninu þínu með góðu verklagi? H

ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA Laugardaginn 9. apríl 2011. Greidd verða atkvæði um hvort lög nr. 13/2011, sem gjarnan eru kennd við svokallað Icesave-samkomulag, skuli halda gildi sínu eða falla úr gildi, í kjölfar þess að forseti Íslands synjaði þeim staðfestingar. Kjörskrá liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar í Vörðunni, Miðnestorgi 3, fram að kjördegi. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Kosið er í Grunnskólanum í Sandgerði. Sérstök athygli er vakin á því að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjósendur eru hvattir til að koma snemma á kjörstað til að forðast biðraðir. Kjörstaður opnar kl. 09:00 og lokar kl. 22:00. Á kjördag mun kjörstjórn hafa aðsetur í Grunnskólanum í Sandgerði Kjörstjórn Sandgerðisbæjar.

ryllingssagnahöfundurinn Stephen King er gríðarlega afkastamikill rithöfundur. Afrek hans á ritsviðinu er kannski auðveldara að meta í hillumetrum en fjölda bóka, svo mikið liggur eftir hann. Einu sinni var Stephen í viðtali hjá blaðamanni. Honum fannst mikið til um afköstin og spurði Stephen hvernig í ósköpunum hann hefði farið að því að skrifa allar þessar bækur? Stephen horfði á hann þegjandi nokkra stund en svaraði svo: Það var ekkert mál, ég skrifaði bara einn staf í einu! Auðvitað er þetta hárrétt hjá karlinum, með þessu verklagi verða stafirnir að orðum, orðin að setningum, setningarnar að málsgreinum, málsgreinarnar að bókarköflum og bókarkaflarnir enda að lokum sem bók. Stephen hefur auðvitað verið lúsiðinn og skipulagður líka, annars hefði hann ekki afkastað jafnmiklu og raun ber vitni. Aðferð Stephens má heimfæra yfir á flesta hluti sem við mannfólkið tökum okkur fyrir hendur, hvort heldur það er að byggja hús, leysa erfitt vandamál, ala upp börn eða ná góðum árangri í námi. Það þarf að skipuleggja sig og búta markmiðið sem maður ætlar sér að ná niður í smærri viðráðanlegar einingar og takast svo á við hvern bút eða einingu, ljúka honum, raða bútunum saman og þannig koll af kolli. Svo er auðvitað mikilvægt að halda áfram og vera ekki endalaust að hugsa um hlutina heldur ganga í verkið og framkvæma.

Þetta verklag að hluta stórar einingar niður í smærri einingar einkennir að ég held flesta þá sem ég þekki sem skara fram úr, hver á sínu sviði. Þetta er til dæmis mjög mikilvægt í námi. Til að barnið þitt nái góðum árangri er ekki nóg að mæta í próf og þreyta það. Árangurinn byggir á því að það hafi sett sér raunhæf markmið og verkáætlun í samræmi við getu, mætt vel í tímana, fylgst vel með og æft þá færni í skólanum og í heimanáminu sem síðan er ætlunin að skila af sér með mælanlegum hætti í prófinu. Þú og kennarar barnsins þurfa auðvitað að styðja við barnið með því að skipuleggja, meta jafnóðum hvar það er statt, hvetja það og hjálpa því að missa ekki sjónar á markmiðinu, en aðalatriðið er að taka bara eitt skref í einu eða skrifa bara einn staf í einu svo vísað sé í aðferð Stephens King. Það góða við þessa nálgun er að sé rétt að staðið nánast tryggir það að hjá barninu kvikni einlægur áhugi á námi og löngun til að standa sig vel. Rannsóknir sýna einmitt að ein öruggasta leiðin til að tryggja að barnið nái árangri er að vekja áhuga þess á náminu. Sjálfkvæmur áhugi á námi kviknar ef barnið upplifir sig sem sigurvegara í náminu og það gerir það ef þú beitir þessari nálgun á námið. Ef þér tekst að vekja áhuga barnsins á náminu margfaldast líkurnar á því að barninu þínu vegni vel í lífinu og það er auðvitað markmiðið með þessu öllu. Gangi þér vel. Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur.

Auglýsingasíminn er 421 0001 Tölvupóstur: gunnar@vf.is Skilafrestur til kl. 17 á þriðjudögum. Auglýsingadeild Víkurfrétta

16

VÍKURFRÉTTIR I 13. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR

AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001


Bílahúsið/Nissan var áður til húsa. Í sama húsi hóf Aðalskoðun nýlega starfsemi. K.Steinarsson mun þar selja M. Benz og Kia bifreiðar…

Það gengur á ýmsu í viðskiptalífinu. Airport Assosiates á Keflavíkurflugvelli sem m.a. hefur sinnt flugafgreiðslu fyrir Iceland Express hefur sagt upp samningi við félagið. Ekki náðust samningar um áframhaldandi samstarf en Express segir í viðtali við VF að félagið hafi lengi haft áhuga á að taka þessa þjónustu yfir sjálft. Ekki er langt síðan Airport Assosiates auglýsti eftir sumarstarfsmönnum. Ekki er ólíklegt að einhverjir þeirra fái starf hjá Iceland Express Handling sem mun verða nafnið á félaginu… Framundan er breyting í bílasölugeiranum. K.Steinarsson sem selt hefur bíla fyrir Heklu í mörg ár hefur sagt upp samningi sínum við félagið en nýir eigendur tóku við því nýlega. K.Steinarsson mun flytja bílasöluna að Holtsgötu 52 þar sem

Það er heldur betur búið að vera fjör í nýju útibúi Byrs við Hafnargötu 90 í Keflavík frá því bankinn opnaði þar fyrir réttri viku síðan. Sumir eru svo harðir í því að skipta um banka að þeir hafa beðið lengi eftir að fá afgreiðslu, enda örtröð í nýja útibúinu. Við heyrðum sögu af einum viðskiptavini sem kom sér þægilega fyrir í sófa í afgreiðslu Byrs, klæddi sig úr skónum og sagði svo bara starfsfólkinu bara að vekja sig þegar kæmi að sér... Þá hefur fjörið í Byr í Reykjanesbæ smitast í útibúin á höfuðborgarsvæðinu því þar hefur viðskiptavinum einnig fjölgað eftir að auglýsingaherferðin hófst sem býður Suðurnesjamenn velkomna til viðskipta. Sendið okkur ábendingar um bragðgóðar sögur á vf@vf.is.

TIL SÖLU/LEIGU

ca 100m2 salur í Grindavík góð staðsetning hentar vel undir skrifstofur, verslun og fleira. Upplýsingar í síma 8977015 og vignir@voot.is

STANDIÐ MEÐ OKKUR VAKTINA!

Tekið er við ábendingum um jákvæðar og skemmtilegar fréttir alla daga í síma 421 0002 eða á póstfangið vf@vf.is ÚTKALLSSÍMI ALLAN SÓLARHRINGINN 898 2222

vinbudin.is

Vínbúðin í Reykjanesbæ

Verslunarstjóri og aðstoðarverslunarstjóri óskast Verslunarstjóri

Aðstoðarverslunarstjóri

Starfssvið: · Sala og þjónusta við viðskiptavini · Dagleg stjórnun, birgðahald og umhirða búðar · Fylgja eftir þjónustu- og gæðastefnu fyrirtækisins

Starfssvið · Sala og þjónusta við viðskiptavini · Birgðahald og umhirða búðar · Fylgja eftir þjónustu- og gæðastefnu fyrirtækisins · Verkstjórn í fjarveru verslunarstjóra

Hæfniskröfur: · Reynsla af verslunarstörfum nauðsynleg · Reynsla af verslunarstjórn æskileg · Frumkvæði og metnaður í starfi · Góð framkoma og rík þjónustulund · Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum · Tölvukunnátta nauðsynleg og er kunnátta í Navision æskileg

Hæfniskröfur · Reynsla af verslunarstörfum nauðsynleg · Reynsla af verkstjórn æskileg · Frumkvæði og metnaður í starfi · Góð framkoma og rík þjónustulund · Góð hæfni í mannlegum samskiptum · Tölvukunnátta æskileg, m.a. færni í Navision

Gildi ÁTVR eru LIPURÐ - ÞEKKING - ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu munu taka mið af þessum gildum. Nánari upplýsingar veita: Elísabet Sverrisdóttir, elisabet@hagvangur.is Kristín Guðmundsdóttir, kristin@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is

Stefna ÁTVR er að vera framúrskarandi þjónustufyrirtæki og þekkt fyrir samfélagslega ábyrgð. Fyrirtækið vill að vinnustaðurinn sé lifandi og skemmtilegur þar sem þjónusta og samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð.

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI!

VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 31. MARS 2011

17


Um víða veröld

Suðurnesjafólk á erlendri grundu

I

ngibjörg Ósk Jóhannsdóttir er 25 ára Keflvíkingur sem er búsett í Kaupmannahöfn. Hún flutti til Danmerkur fyrir rúmum fimm árum og hóf nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. Þar lagði hún stund á Viðskipta- og þjónustufræði og útskrifaðist með BA gráðu. Hún er sem stendur í Mastersnámi í markaðsfræði við sama skóla og hyggst ljúka Mastersritgerð sinni nú í lok sumars. Ingibjörg féllst á að deila með okkur reynslu sinni af því að búa erlendis og segja Víkurfréttum aðeins frá daglegu lífi sínu í Danmörku.

Fallin fyrir

hjólreiðamenningunni Hvað varð til þess að þú ákvaðst að flytja erlendis?

„Aðal ástæðan var námið. Annars langaði mig líka að prófa að búa í stórborg og upplifa aðra menningu. Ég bý núna með vinkonu minni úti á eyjunni Amager á litlu kollegi. Íbúðin er rosalega notaleg en í smærri kantinum. Hverfið mitt er ekkert voðalega skemmtilegt, en ég er enga stund að hjóla niður í bæ.“ „Það er frábært að búa í Kaupmannahöfn. Það besta við að búa hérna eru allir möguleikarnir sem borgin hefur upp á að bjóða, það skiptir ekki máli hvaða vikudagur er, það er alltaf eitthvað um að vera. Það allra besta við borgina er hjólamenningin. Þú kemst allt á hjóli og oftast er það auðveldasta leiðin. Það versta við borgina er sennilega hversu dýr Kaupmannahöfn er miðað við aðrar evrópskar stórborgir eins og t.d. London, Berlín og Vín,“ segir Ingibjörg aðspurð um hvað sé það besta við það að búa í Kaupmannahöfn. Hjólar í öllum veðrum Íslendingar velta veðrinu mikið fyrir sér, svo ég spyr Ingibjörgu hvernig danska veðrið færi í hana: „Það er misjafnt. Vorin og sumrin geta verið yndisleg. Síðustu vetur hafa ekki verið sem bestir upp á hjólamenninguna að gera. Þetta er ekki eins og á Íslandi að maður hoppi bara upp í bíl og setji miðstöðina á fullt. Hér hjólar maður í frosti og í snjóstormi og lætur sig hafa það enda ekkert annað í boði, nema að taka strætó eða lest sem tekur ennþá lengri tíma en að hjóla.“ Ingibjörg hefur sínar skoðanir á Dönum og matarvenjum þeirra „Danirnir eru fínir en stundum getur verið pirrandi hvað þeir fylgja alltaf reglunum. Þeir eru rosalega 18

skipulagðir sem er auðvitað gott, en stundum getur það verið einum of mikið.“ Ingibjörg segist jafnframt ekki vera mjög hrifin að matseld Dana og sakni íslenska matarins oft, þó segist hún varla geta lifað af án danska rúgbrauðsins í dag. Aðspurð hvort hún hafi átt í erfiðleikum með að ná tökum á tungumálinu segir Ingibjörg „Já, það má nú eiginlega segja það. Danskan er ekki auðveldasta tungumál í heimi þótt við Íslendingar lærum dönsku í mörg ár. En ég hugsa að það hafi tekið mig svona 2-3 ár að ná fullkomnum tökum á henni. Námið mitt hefur svo allt farið fram á ensku þannig ég var því aðeins lengur að ná dönskunni.“

Alltaf eitthvað um að vera um helgar „Ég elda oft með vinum og svo er kíkt eitthvað út á lífið og jafnvel er farið í late brunch daginn eftir. Ég á mér marga uppáhaldsstaði sem flestir eru við Vesterbro og Nørrebro. Má nefna staði svo sem Malbec, Dyrehaven, PatéPaté, Bang&Jensen og Gefährlich. Svo er alltaf nóg um að vera í Kødbyen t.d. á Jolene Bar og Bakken. Mínir uppáhalds kokteilstaðir eru Rubys, Oak Room og Mexi Bar sem er sennilega með ódýrustu kokteilana í bænum,“ segir Ingibjörg um skemmtanalífið í borginni sinni. Búðirnar eru jú fleiri í Danmörku heldur en á Íslandi og Ingibjörg taldi upp fyrir okkur þær verslanir sem hún heldur upp á. „Mínar uppáhaldsbúðir í augnablikinu eru Weekday, Monki, Urban Outfitters, Prag og Cos. Svo eru útimarkaðarnir á sumrin æðislegir, sérstaklega sá sem er við Frederiksberg ráðhúsið.“ Einnig fer Ingibjörg mikið út að borða og mælir með nokkrum veitingastöðum.

VÍKURFRÉTTIR I 13. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR

Ingibjörg var kjörin Fegurðardrottning Suðurnesja árið 2004. Hér eru myndir af henni og öðrum þátttakendum í keppninni á þessum tíma.

Efri mynd: Ingibjörg skellti sér á skíði í Austurríki er hún var þar í skiptinámi fyrir áramót. Neðri mynd: Ingibjörg fer oft í brunch með vinum sínum í Kaupmannahöfn.

„Sticks’n’sushi er í algeru uppáhaldi hjá mér. Wokshop kemur svo líka sterkur inn sem og Mother sem er ítalskur veitingastaður í Kødbyen.“ Ingibjörg hefur greinilega smitast af hjólreiðabakteríunni eftir dvölina í Danmörku og

eru þær eitt helsta áhugamál hennar. „Ég myndi segja að hjólreiðar séu í miklu uppáhaldi hjá mér enda ekki annað hægt hérna í Kaupmannahöfn. Annars þykir mér gaman að elda og prófa mig áfram í eldamennskunni, sem er frekar erfitt núna því eldhúsið mitt er ekki mjög stórt. Ég elska líka að ferðast og er næstu ferð heitið til Vínar til að hitta vinina þar.“ En síðasta haust hélt Ingibjörg til Vínar í Austurríki í skiptinám í eina önn og kunni hún vel við sig þar. „Þessi tími var án efa það besta sem ég hef upplifað. Vín er æðisleg borg, fallegar byggingar og hefur upp á mikið að bjóða.“ Gömul og gráhærð í Danmörku Aðspurð hvers hún sakni nú mest frá Íslandi segir Ingibjörg: „Fjölskyldunnar og vina er auðvitað sárt saknað. Það er mjög erfitt að vera frá litlu systkinabörnunum mínum, en sem betur fer er ég með

íslenskan heimasíma og svo auðvitað Skype. Ég sakna líka fisksins hans pabba mjög mikið. Ekkert jafnast á við nýveiddan fisk í boði pabba og mömmu. Ég sakna þess líka hvað sumt er miklu auðveldara heima. Hér stend ég algjörlega á mínum eigin fótum og þarf að bjarga málunum sjálf. Það er ekkert farið heim til mömmu og pabba og þau redda málunum.“ Ingibjörg sér ekki fram á að hún flytji heim í bráð. „Ég er búin að búa í Kaupmannahöfn í fimm og hálft ár. Ég reikna með að vera hérna þangað til ég er orðin gömul og gráhærð vonandi. En tímarnir geta alltaf breyst þannig að ég er opin fyrir öllu.“ Hún sér sjálfa sig í framtíðinni í draumastarfinu í draumaíbúðinni og enn í Kaupmannahöfn. „Og jú auðvitað fylgir mér vonandi karlmaður og jafnvel lítil kríli með,“ sagði Ingibjörg Ósk svo að lokum. eythorsaem@gmail.com AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001


• STUTTAR • Slátur fær 100.000 krónur í Garði

S

Sérfræðingar í bílum

- Notaðir bílar -

Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ, s. 420 3330, www.benni.is

Ek. 58 þús. 2,0 vél. 5 dyra. Ssk. Abs. Álf. Cd. ofl. Mögul. á allt að 90% láni.

Langveik börn og börn með ADHD fá styrk

ekinn þús. Ek. 72 15 þús. 2,0dísel, vél, 5 dyra, Ssk. Abs. Álf. Cd. ofl. Verð kr. 3.690.000,-

Komu upp um kannabisræktun í Reykjanesbæ

L

ögreglan á Suðurnesjum kom upp um kannabisræktun á heimili í miðbæ Reykjanesbæjar fyrir síðustu helgi. Lögreglumenn urðu varir við megna kannabislykt og bönkuðu upp á hjá húsráðanda sem viðurkenndi ræktun. Fimm kannabisplöntur voru komnar á lokastig ræktunar og voru þær haldlagðar af lögreglunni. Málið telst upplýst.

Fleiri fréttir á vf.is

20

miðvikudaginn 6. apríl kl. 17:00

20

08

hjá miðstöð símEnntunar á suðurnEsjum, krossmóa 4, rEykjanEsbæ

viltu læra hEima? Ssangyong Kyron M-200 Dísel 5/2008

20

06

TILBOÐ kr. 3.390.000,- stgr.

Eftirtaldar fjarnámslEiðir vErða í boði haustið 2011:

Hjúkrunarfræði* Iðjuþjálfunarfræði Fjölmiðlafræði Félagsvísindi Sálfræði Nútímafræði *Einungis í boði á Selfossi

Kennarafræði Líftækni Sjávarútvegsfræði Náttúru- og auðlindafræði Viðskiptafræði

www.unak.is

MMC. Outlander Comfort 12/2006 Ek. 89 þús. 2,4 vél. Ssk. Abs. Álf. Ný tímareim. o.fl. Verð kr. 2.290.000,-

06

TILBOÐ kr. 1.950.000,- stgr. 20

pecialisterne á Íslandi eða Sérfræðingarnir ses. ætla að meta, þjálfa og veita einstaklingum á einhverfurófi í hugbúnaðarprófunum og í annarri nákvæmnisvinnu. Sveitarfélagið Garður hefur ákveðið að gerast stofnfjáraðili að Sepcialisterne á Íslandi og bæjarráð leggur til að greiða í stofnfjárframlag sem nemur 50 kr. á hvern af 1462 íbúum Garðs eða 73.100 kr. Þetta var samþykkt samhljóða í bæjarráði Garðs fyrir sl. helgi.

Verð kr. 1.990.000,-

kynning á fjarnámi við háskólann á akurEyri

Chevrolet Kalos SE 12/2006 Ek. 86 þús. 1,4 vél. 5 gíra. Abs. Cd. Ný tímareim o.fl. Verð kr. 950.000,-

TILBOÐ kr. 790.000,- stgr. 08

S

Ford Mondeo 9/2006

20

Borga 50 kr. á hvern íbúa í stofnframlag

M

Á N R FJA

Chevrolet Lacetti CDX Sport 2/2008 Ek. 44 þús. 1,8 vél. 5 gíra. Abs. Cd. magasín. Filmur. Þokuljós. o.fl. Verð 1.590.000,-

TILBOÐ kr. 1.290.000,- stgr. 20 06

S

veitarfélögin Garður og Sandgerði hafa fengið samtals 2.760.000.- kr. styrk til verkefna í þágu langveikra barna og barna með ADHDgreiningu. Það er velferðarráðuneytið sem veitir styrkinn og hefur bæjarráð Garðs fagnað styrkveitingunni sem fer til sameiginlegra verkefna Garðs og Sandgerðis.

06

LÁTUR, Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík hafa hlotið 100.000 króna styrk vegna tónlistarviku í Garði 19. – 25. júní nk. Það er Sveitarfélagið Garður sem veitir styrkinn. „Bæjarráð Garðs fagnar því að listamenn í auknum mæli sjá þau tækifæri sem bæjarfélagið hefur upp á að bjóða til hverskonar tónleikahalds og listsköpunar. Garðurinn, undir forystu D-listans, er að skapa sér nafn sem ákjósanlegt umhverfi listsköpunar með markvissri samvinnu bæjaryfirvalda og listafólks,“ segir í fundargerð bæjarráðs Garðs og er styrkveitingin samþykkt samhljóða.

Subaru Forester CS AWD 7/2006 Ek. 80 þús. 2,0 vél. Ssk. Abs. Álf. ekinn 15 þús. dísel, Dráttarkúla. Cd. Crus. Kastarar. Loftkæling o.fl. Verð 2.250.000,-

TILBOÐ kr. 1.890.000,-

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI!

VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 31. MARS 2011

19


SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS TIL LEIGU

Hafnargata 90 e.h. - S. 420 6070

Fréttir af starfi Félags eldri borgara á Suðurnesjum

A

ðalfundur Félags eldri borgara á Suðurnesjum var haldinn 19. mars á Nesvöllum. Það verður að teljast markverðast á að á fundinum var undirritaður samstarfssamningur milli FEBS og Landsbanka Íslands Reykjanesbær en með honum styrkir bankinn félagið rausnalega. Félagið ráðstafar styrk sínum eftir eigin höðfi en hefur lýst því yfir að hann verði nýttur í félags- og menningarstarf á vegum félagsins eins go segir í samningnum. Berglind Rut Hauksdóttir aðstoðar útibússtjóri og Björn Kristinsson þjónstustjóri Landsbankans í Reykjanesbæ

undirritiðuðu samningin fyri rhönd Landsbankans en Eyjólfur Eysteinsson formaður og Árni Júlíusson gjaldkeri f.h. FEBS. Styrkurinn verður notaður til þess að létta undir með félögum með því t.d. að greiða niður ferðakostnað félaga. Formaður, stjórn og varastjórn voru öll endurkjörin, þá var ákveðið að félagsgjaldið verði áfram 1500 kr eins og það hefur verið síðustu árin. Landsbankinn sér um félagaskrá okkar og þeir sem vilja ganga í félagið hafi samband við Landsbankann. Fundurinn var fjölsóttur og mikill hugur í fundarmönnum að gera félagsstarfið sem skemmtilegast.

Orlofsíbúðir Akureyri. Höfum til leigu notalegar íbúðir í miðbænum. Sjá gistingamaro.is sími: 461 5403 Ýmsar stærðir og gerðir af herbergjum, með eða án húsgagna, með sameiginlegu eldhúsi og baðherbergi eða sér eldhús og bað, með eða án húsgagna. Aðgangur að gufubaði og borðtennisborði. Internet og orka innifalin og allur sameigilegur kostnaður. Góð staðsetning og hagstætt leiguverð. Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909. Til leigu nýleg 4ra herbergja íbúð m/ bílsskúr í Innri Njarðvík. Leiga pr. mán. 120 þús. Laus strax. Uppl. í síma 865 5719. Studio íbúðir til leigu á góðum stað í hjarta Keflavíkur 35-40m2 leiguverð 48,500.- ískápur, ,internet,þvottavél og þurrkari.kapalsjónvarp.Laus strax,leigubætur fáanlegar. Upplýsingar 691 1685 Nowe mieszkania (studio) do wynajecia. W kazdym z nich jest lazienka z prysznicem, dostep do internetu i kuchnia wyposazona w lodowke, mikrofalowke, i kuchenke. Dostep do pralni. Wszystko to w cenach od 45tys do 50tys, zaleznie od wielkosci apartamentu ( 35m-45m ) nie uwzgledniajac oplat za swiatlo i wode. Mieszkania ulokowane bardzo blisko centrum Keflaviku. Informacje pod nr tel: 691 16 85 2ja herb íbúð til leigu frá 1. maí. Leiga: 60 þús/mán. Uppl. í s: 618 4497 eftir kl. 5 eða á heidarbol10@ gmail.com. Tvíbýli til leigu í Kef. Frá 1.maí nk Verð 85 þús á mán+rafmagn&hiti. Tveir mán fyrirfram. Uppl eftir kl. 18 í síma 899 5353 116m2 íbúð í Keflavík. Upplýsingar í síma 898 3435.

ZEDRA

Meiri orka – Betri líðan ! H3O Pro Isotonic drykkurinn, ShapeWorks & flr. góðar vörur Ásdís og Jónas Herbalife dreifingaraðilar. S: 843-0656 (Á), 864-2634 (J) og 421-4656 Tölvupóstur: asdisjul@internet.is Heimasíða/netverslun: http:// www.betriheilsa.is/aj Viltu missa 5-50 kg? Ég missti rúmlega 4 kíló á aðeins 2 vikum! Viltu vita hvernig ég fór að því? Skoðaðu www.viltugrennast.com kv. Berglind

ÖKUKENNSLA Ökukennsla til almennra ökuréttinda og akstursmat. Aðstoða við enduröflun ökuréttinda. Kenni á Toyotu Auris. Karl Einar Óskarsson löggiltur ökukennari. S: 847 2514 / 423 7873 Allar upplýsingar á www.arney.is ÖKUKENNSLA - AKSTUSMAT Ökukennsla til almennra ökuréttinda. Framkvæmi einnig akstursmat. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag ökunáms og kostnað eru aðgengilegar á síðunni: aka. blog.is. Skarphéðinn Jónsson, ökukennari símar: 456-3170 og 777-9464. Netfang: sk.jonsson@gmail.com

Hundasnyrtir Hef hafið störf hjá K9 Keflavik. Tek allar gerðir af hundum. Uppl i sima 857 73 59 Katarzyna Porzeziska

Léttur föstudagur kl. 14:00 Gestir frá Gerðubergi koma í heimsókn Gerðubergskórinn tekur lagið. Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/

TÖLVUVIÐGERÐIR Er tölvan biluð hringdu þá í mig og ég geri við hana. sími. 772 4467 Ragnar.

ÝMISLEGT Tek að mér allskonar viðgerðir á bílum, sláttuvélum. Er með greiningartölvu til að bilanagreina margar tegundir bíla. Vanur maður, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð! Uppl. í s: 864 3567.

Búslóðaflutningar og allur almennur flutningur. Er með 20 rúmmetra sendibíl/kassabíl með lyftu. Uppl. í síma 860 3574 Siggi.

TIL SÖLU

BIFREIÐASKOÐUN Njarðarbraut 7, Sími 570 9090.

ÞJÓNUSTA Eldri borgarar athugið! Tek að mér alhliða heimilishjálp. Hvort sem það eru þrif, eldamennska eða matarinnkaup. Ég er 24 ára sveitapiltur að norðan og þaulvanur öllum húsverkum. Er ódýr og veiti góða þjónustu. Uppl í s. (Kristján) 773 6099

Opið frá kl. 8 -17 virka daga www. frumherji.is

www.vf.is

Opnunartími : Mán til fös 11:00 til 18:00 Lau 11:00 til 16:00

Fólk fyllir innkaupapoka af fatnaði og hann kostar kr. 1.000.-

VÍKURFRÉTTIR I 13. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR

Vikan 28. - 1. apríl. nk.

• Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Línudans • Félagsvist • Tölvuklúbbur • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi • Bókaútlán

Hurðir til sölu Tvöfaldar inni og útihurðir úr áli til sölu ásamt karmi.Uppl. í 897 6696.

Flóamarkaður

Sími 568-8585

Þjónustumiðstöðin Nesvöllum

GÆLUDÝR

Föt fyrir allar konur Verslunarkjarnanum Fitjum Reykjanesbæ

Verið velkomin 20 20

3 herb, lítil íbúð í Garði 45 þúsund á mánuði + hiti rafmagn og trygging 2 mánuðir fyrirfram s 8246963

HEILSA

Föstudaginn 1. apríl nk., verður haldinn flóamarkaður að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ, frá kl. 13:00 - 16:30

Rauði kross Íslands Suðurnesjadeild

Þú kaupir smáauglýsingu á vefnum, vf.is AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001


9

g

-

0

Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400

UPPBOÐ

Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Aðalgata 23 fnr. 208-6819, Keflavík, þingl. eig. þb.Gunnar Stefánsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 10:30. Aspardalur 11 fnr. 230-3105, Njarðvík, þingl. eig. Guðleifur Árnason, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 12:25. Birkidalur 3 fnr. 229-7058, Njarðvík, þingl. eig. Ágúst Harðarson, gerðarbeiðendur N1 hf, Reykjanesbær, Sýslumaðurinn í Keflavík og Vörður tryggingar hf, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 12:35. Brekkustígur 16 fnr. 209-4695, Sandgerði, þingl. eig. Suchada Prathai, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 09:05. Engjadalur 2 fnr. 228-8371, Njarðvík, þingl. eig. Sævar Gunnarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 12:45. Fífumói 3c fnr. 209-3142, Njarðvík, þingl. eig. Radoslaw Zembrzuski og Ewelina Agnieszka Sliz, gerðarbeiðendur Fífumói 3c,húsfélag, Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 10:50. Háseyla 35 fnr. 209-3392, Njarðvík, þingl. eig. Friðbjörn Níelsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 12:15. Háteigur 14 fnr. 208-8294, Keflavík, þingl. eig. Gunnar H Pálsson, gerðarbeiðandi Olíuverslun Íslands hf, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 10:10. Hlíðargata 23 fnr. 209-4784, Sandgerði, þingl. eig. Ólafur Högni Egilsson og Kristín Birna Karlsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 09:15. Hlíðargata 30 fnr. 209-4793, Sandgerði, þingl. eig. Somjai Moollek, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 09:25. Hlíðarvegur 30 fnr. 209-3506, Njarðvík, þingl. eig. Hafþór Þórðarson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Reykjanesbær og Vörður tryggingar hf, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 11:00. Hlíðar vegur 68 fnr. 209-3536, Njarðvík, þingl. eig. Jóhanna Björk Pálmadóttir og Pétur Reynir Jónsson, gerðarbeiðandi Spkef sparisjóður, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 11:10. Hólmgarður 2a fnr. 208-9129, Keflavík, þingl. eig. Hörður Óskarsson, gerðarbeiðendur Málflutningsskrst Austurv 6 ehf og Samúel Smári Hreggviðsson, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 10:20.

Marargata 4 fnr. 226-3720, Vogar, þingl. eig. Sigurrós M Sigurjónsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sveitarfélagið Vogar, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 13:10. Norðurtún 9 fnr. 209-4953, Sandgerði, þingl. eig. Elín Margrét Stefánsdóttir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf og Sandgerðisbær, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 09:35. Selás 11 fnr. 229-6236, Njarðvík, þingl. eig. Gimmi ehf, gerðarbeiðendur NBI hf og Reykjanesbær, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 11:25. Sörlagrund 2b fnr. 223-1326, Keflavík, þingl. eig. Spyrill ehf, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 09:55. Tjarnabakki 8 fnr. 228-5094, Njarðvík, þingl. eig. Fe Amor Parel Guðmundsson og Edsel Georg Guðmundsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 11:35. Tjarnabraut 14 fnr. 228-9931, Njarðvík, þingl. eig. SJ-Hús ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 11:45. Tjarnabraut 22 fnr. 228-1801, Njarðvík, þingl. eig. Guðleifur Árnason og Kathrine Siegstad, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 11:55. Tjarnabraut 24 fnr. 228-9052, Njarðvík, þingl. eig. Dalshverfi ehf, gerðar-

beiðandi Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 14:00. Tjarnabraut 24 fnr. 228-9053, Njarðvík, þingl. eig. Dalshverfi ehf, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 14:00. Tjarnabraut 24 fnr. 228-9054, Njarðvík, þingl. eig. Dalshverfi ehf, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 14:00. Tjarnabraut 24 fnr. 228-9055, Njarðvík, þingl. eig. Dalshverfi ehf, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 14:00. Tjarnabraut 24 fnr. 228-9056, Njarðvík, þingl. eig. Dalshverfi ehf, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 14:00. Tjarnabraut 24 fnr. 228-9057, Njarðvík, þingl. eig. Dalshverfi ehf, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 14:00. Tjarnabraut 24 fnr. 228-9058, Njarðvík, þingl. eig. Dalshverfi ehf, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 14:00. Tjarnabraut 24 fnr. 228-9059, Njarðvík, þingl. eig. Dalshverfi ehf, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Keflavík, 29. mars 2011. Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.

✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

Úrsula Magnússon, Garðbraut 85, Garði,

lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, mánudaginn 21. mars. Útför Úrsulu verður frá Útskálakirkju, föstudaginn 1. apríl kl. 15:00. Friðrik Ívarsson, Guðjón Ívarsson, Magnea Ívarsdóttir, Óskar Ívarsson,

Anna Dóra Garðarsdóttir, Erla Elísdóttir, Jón Rósmann Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn.

✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

Katrín Ágústa Thorarensen, Hólmgarði 2a, Keflavík,

Handflakari óskast Upplýsingar gefur Magnús í síma 848 4508 eða 421 5772.

Aðalfiskur

lést á Grensásdeild Landspítalans, laugardaginn 12. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey frá Keflavíkurkirkju að ósk hinnar látnu. Ragnheiður Thorarensen, Andrea Thorarensen, Skúli Theodórsson, Thelma Theodórsdóttir, Andrea Theodórsdóttir, Katrín Thorarensen, Kristín Thorarensen, Sigurjón Harðarson

Theodór Jónsson, Dagný Erlendsdóttir, Elvar Sturluson, Valur Ingólfsson, Ólafur Númason, Davíð Hreinsson, og barnabarnabörn.

BIFVÉLAVIRKI

ÓSKAST Laghentir, alhliða bílaþjónusta, leitar að bifvélavirkja til starfa í Reykjanesbæ. Um er að ræða langtímastarf. Umsóknir sendist á www.laghentir.is Upplýsingar veitir Guðmundur í síma 861 7600 eða á staðnum, Iðjustíg 1 C

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI!

Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og vinarhug vegna fráfalls okkar ástkæra,

Jóns Ásgeirssonar, og heiðruðu minningu hans. Steinunn Helga Jónsdóttir, Hallgrímur Gunnarsson, Rebekka Dagbjört Jónsdóttir, Björgvin Halldórsson, Ásgeir Jónsson, Hrafnhildur H. Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

STANDIÐ MEÐ OKKUR VAKTINA!

Tekið er við ábendingum um jákvæðar og skemmtilegar fréttir alla daga í síma 421 0002 eða á póstfangið vf@vf.is ÚTKALLSSÍMI ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222

VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 31. MARS 2011

21


SPORT Reynismenn taplausir á útivelli Reynir Sandgerði lék sinn síðasta leik í A-riðli 2. deildarinnar í körfubolta gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á laugardaginn þar sem þeir fóru með sigur af hólmi 82-86. Eyjamenn voru mættir með sinn allra besta mannskap og nýbúnir að vinna síðasta heimaleik með rúmum 80 stigum. Eyjamenn litu vel út í byrjun og hirtu ógrynni af fráköstum sem skilaði þeim nokkrum tilraunum í hverri sókn. Reynismenn voru þó að hitta vel og því jafnræði á liðunum í fyrsta leikhluta en staðan eftir fyrsta fjórðung 23-23. Í öðrum leikhluta héldu Eyjamenn áfram að hirða fleiri fráköst en gestirnir og fóru að uppskera eftir því. Þeir náðu frumkvæði og mest 9 stiga mun í stöðunni 42-33. Páll Kristinsson, skytta Reyn-

ismanna, datt í gang og setti nokkrar mikilvægar körfur rétt fyrir hálfleik og var staðan þegar liðin gengu til búningsklefa 44-41, heimamönnum í vil. Reynismenn lentu fljótlega fimm stigum undir í stöðunni 69-64. En góður kafli hjá Sandgerðingunum gerði gæfumuninn og komust þeir fjórum stigum yfir, 75-79. Loka sekúndur leiksins fóru síðan fram á vítalínunni þar sem Eyjamenn freistuðu þess að jafna leikinn en það gekk ekki og lönduðu Reynismenn sanngjörnum sigri, 82-86. Þessi úrslit þýða það að Reynismenn eru ennþá taplausir á útivelli í vetur og taplausir á heimavelli eftir áramót. Næsti leikur er við Patrek úr Kópavogi í 8 liða úrslitum 2. deildar föstudaginn 1. apríl kl. 19:00 í Sandgerði.

Keflavík sigraði KA í Lengjubikarnum Keflavík sigraði KA 4-2 í Lengjubikarnum í knattspyrnu á laugardaginn en leikurinn fór fram í Reykjaneshöllinni. Leikurinn byrjaði með látum og strax á 7. mínútu skoraði Hilmar Geir Eiðsson gott mark af stuttu færi eftir gott spil Keflvíkinga. KA jafnaði eftir fimmtán mínútna leik þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði með skalla af stuttu færi. Hilmar Geir kom svo Keflavík aftur yfir á 20. mínútu með stórglæsilegu skoti beint í sammarann. KAmenn jöfnuðu á 24. mínútu með marki frá Elvari Páli Sigurðssyni og staðan því 2-2 í hálfleik en Keflavíkurliðið var ekki að leika vel. Keflavík byrjaði seinni hálfleikinn mun betur og hafði yfirhöndina. Andri Steinn Birg-

isson skoraði gott skallamark á 61. mínútu eftir aukaspyrnu Guðmundar Steinarssonar en það var svo Magnús Þórir Matthíasson sem skoraði fjórða markið á 87. mínútu með glæsilegu skoti utan teigs. Góður 4-2 sigur þar sem Keflavík var mun betra liðið í seinni hálfleik og fékk góð færi á að skora fleiri mörk. Staðan í riðlinum: KR er með 15 stig, ÍA 9, Keflavík er með 7 stig, Þór og Breiðablik 6 stig, Grótta og Selfoss 5 stig og KA er með 1 stig. ÍA og Breiðablik mætast á þriðjudag og þá hafa öll liðin í riðlinum leikið fimm leiki.

PÁSKABINGÓ Kvenfélag Keflavíkur auglýsir Páskabingó á fundi hjá okkur mánudaginn 4. apríl kl. 20:00 í Rauðakrosshúsinu. Allar konur hjartanlega velkomnar! Upplýsingar í síma 691-7949 eða kvenfelagkveflavikur@simnet.is Við erum líka á Facebook!

22

VÍKURFRÉTTIR I 11. 13. TÖLUBLAÐ TÖLUBLAÐ II 32. 32. ÁRGANGUR ÁRGANGUR

Keflavík og Njarðvík mætast í úrslitum Iceland Express deildar kvenna:

Frábært

Fyrir bæjarfélagið

„Við spiluðum frábæra liðsvörn og mjög góða sókn sem hélt þeim í lágu skori,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur en liðið sigraði Hamar 67-74 í Hveragerði í oddaleik um sæti í úrslitum Iceland Express deildar kvenna í fyrrakvöld. Stuðningsmenn Njarðvíkur fjölmenntu á leikinn og voru mjög virkir í stúkunni. „Þetta var svakalegur stuðningur sem við fengum og stuðningsmennirnir okkar áttu stúkuna frá fyrstu mínútu.“

Ljóst er að úrslitaleikurinn verður nágrannaslagur milli Keflavíkur og Njarðvíkur en þetta er í fyrsta skipti sem Njarðvíkurstúlkur komast í úrslit. „Þetta verður eintómt fjör og skuggalega gaman fyrir bæjarfélagið en það eru orðin nokkur ár síðan þessi lið mættust í karlaboltanum og nú í fyrsta skipti í sögu kvennaboltans. Það má samt ekki tapa sér í gleðinni. Við verðum að koma okkur á jörðina og móta okkur fyrir næsta leik. Stelpurnar þurfa að mæta

með sjálfstraustið og gleðina í þessa rimmu og halda áfram að stefna á toppinn en við höfum ekkert unnið neitt ennþá og stefnum hærra,“ sagði Sverrir. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, sagði þetta verða hörku skemmtilegt og frábært fyrir bæjarfélagið. „Þetta er í raun það sem flestir vildu og hafa beðið eftir held ég. Þær líta mjög vel út og eru vel að þessu komnar. Ég er einnig mjög stoltur af Sverri skólabróður mínum því hann hefur gert ótrúlega hluti með þetta lið,“ bætti Jón við. Jón Halldór sagði að Njarðvíkurstúlkum hefði verið spáð alltof neðarlega fyrr í vetur. „Þegar þær vinna svo Hauka var ég ekki að fara að sjá þær detta út gegn Hamri, þær voru bara einfaldlega þyrstari. Það mun vera gríðarleg stemning í bænum og þetta verða alvöru körfuboltaleikir, því get ég lofað.“ Fyrsta viðureign úrslitanna verður í Keflavík á laugardaginn kl. 16.

Helgi Hólm setti Íslandsmet í hástökki á Evrópumóti í frjálsum íþróttum nýorðinn sjötugur:

Fer eftir því hvað skrokkurinn leyfir

Helgi Hólm keppti á Evrópumeistaramóti í frjálsum íþróttum sem fram fór í Gent í Belgíu dagana 16. til 18. mars. Helgi keppti í hástökki og stökk 1,35 metra sem er nýtt Íslandsmet í flokki 70 ára og eldri. Hann fór í tilefni af afmæli sínu en Helgi varð sjötugur 18. mars, sama dag og hann hóf keppni í mótinu.

„Ég hef æft frjálsar íþróttir alveg frá því ég var 15 ára gamall. Æfði alltaf með ÍR þegar ég var ungl-ingur og keppti einnig með landsliðinu hér og þar í heiminum,“ sagði Helgi. Síðustu 20 árin hefur Helgi alltaf reynt að vera með á Íslandsmótunum hérna heima en keppt er bæði innan- og utanhúss á hverju ári. „Stundum keppi ég í hlaupum, stökkum, eða jafnvel köstum. Það fer bara eftir því hvað skrokk-

urinn leyfir hverju sinni.“ Þetta er í annað skiptið sem Helgi fer á Evrópumeistaramót öldunga en síðast fór hann árið 1998. „Núna ákvað ég að fara í tilefni af sjötugsafmæli mínu og með okkur konunni komu allar þrjár dætur mínar. Þær voru hið besta stuðningslið og að mínu mati virkustu áhorfendurnir á pöllunum, enda fékk ég alltaf uppklapp fyrir hvert stökk,“ sagði Helgi. Þó Helgi hafi orðið sjötugur á sínum fyrsta keppnisdegi, keppti hann í flokki 65-69 ára og endaði í 11. sæti af 17 keppendum. Helgi stökk yfir 1,35 m en það er jafn hátt og hjá þeim aðila sem var í 6. sæti en Helgi var þó með færri stig. Ef Helgi hefði keppt í sínum aldursflokki, 70 ára og eldri, hefði hann endað í fimmta sæti.

AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001


ÍBÚAFUNDIR MEÐ BÆJARSTJÓRA OG FRAMKVÆMDASTJÓRUM Á fundunum verður m.a. fjallað um helstu verkefni framundan á þessu ári. Í framhaldi af inngangi bæjarstjóra verður boðið upp á umræður og fyrirspurnir með framkvæmdastjórum, skipt eftir málaflokkum.

Íbúar í Innri-Njarðvík: Mánudaginn 4. apríl kl. 20:00 í Akurskóla Íbúar í Njarðvík: Miðvikudaginn 6. apríl kl. 20:00 í Njarðvíkurskóla Íbúar í Höfnum: Fimmtudaginn 7. apríl kl. 20:00 í safnaðarheimilinu í Höfnum Íbúar í Keflavík, sunnan Aðalgötu: Mánudaginn 11. apríl kl. 20:00 í Holtaskóla Íbúar í Keflavík, norðan Aðalgötu: Þriðjudaginn 12. apríl kl. 20:00 í Heiðarskóla Íbúar að Ásbrú: Fimmtudaginn 14. apríl kl. 20:00 í Háaleitisskóla

Fundirnir verða sendir út beint á vef bæjarins: reykjanesbaer.is og hægt verður að senda inn ábendingar á netfangið ibuafundir@reykjanesbaer.is.

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI!

VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 31. MARS 2011

23



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.