• Fimmtudagurinn 31. mars 2016 • 13. tölublað • 37. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
HÉLDUST Í HENDUR Í KRINGUM AKURSKÓLA
n Nemendur og starfsfólk Akurskóla tóku þátt í alþjóðlegum degi gegn kynþáttamisrétti á dögunum. Mannréttindaskrifstofa Íslands stóð fyrir verkefni sem fólst í að fara út fyrir
skólabygginguna og leiðast í kringum hana og standa þannig saman með margbreytileika í okkar samfélagi. Skilaboðin eru skýr: „Það er bannað að mismuna vegna útlits eða uppruna.
Njótum þess að vera ólík og allskonar“. Myndina hér að ofan tók Óli Hauki Mýrdal hjá Ozzo Photography þegar nemendur og starfsfólk Akurskóla faðmaði skólann sinn.
Byggja 42 herbergja hótel á Garðskaga l Óska eftir byggingarleyfi fyrir hótel við Norðurljósaveg í Garði l Byggt í tveimur áföngum
Norðurljós á Garðskaga.
Fyrirtækið GSE ehf. hefur óskað eftir byggingarleyfi fyrir hótel að Norðurljósavegi 2 í Garði. Umsókn um byggingarleyfi var tekin fyrir í skipulagsog byggingarnefnd Garðs þann 15. mars sl. Með umsókninni fylgir einnig bréf umsækjenda með ósk um ívilnanir o.fl. í fjórum liðum. Að fyrirtækinu standa þrír bræður í Garði, einn þeirra er Gísli Heiðarsson, bæjarfulltrúi sveitarfélagsins.
Fyrirhugað er að byggja 42ja herbergja hótel á einni hæð á lóðinni í tveimur áföngum. Sótt hefur verið um byggingarleyfi til byggingar á fyrsta áfanga sem er 26 herbergi ásamt móttöku, matsal og fylgirýmum, alls u.þ.b. 1.250 m2. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrirhuguð byggingaráform með fjórum atkvæðum. Bjarki Ásgeirsson situr hjá þar sem hann telur að byggingin nái ekki markmiðum skipulagsins um að falla vel að
Slíðrar vopnin í flugstöð
Lögregla stöðvaði starfsemi heimagistingar á Suðurnesjum n Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði nýverið starfsemi svokallaðrar Airbnb heimagistingar í umdæminu þar sem engin rekstrar – né starfsleyfi reyndust vera til staðar. Var því um að ræða brot á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Lögregla mun á næstunni heimsækja fleiri staði þar sem heimagisting er
l Dregið úr viðbúnaði
FÍTON / SÍA
Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurnesjum, hafa ákveðið að draga úr vopnuðum viðbúnaði á Keflavíkurflugvelli sem komið var á vegna hryðjuverkanna í Brussel. Þessi ákvörðun byggist á framvindu mála í Evrópu, en kann að taka breytingum með skömmum fyrirvara, segir í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra og Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Vopnaðir sérsveitarmenn stóðu vaktina í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá því um miðja síðustu viku og yfir páskana ásamt lögreglumönnum frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Stóðu sex lögreglumenn vopnaða vakt hverju sinni.
einföld reiknivél á ebox.is
umhverfi sínu og endurspegla aðliggjandi búsetulandslag og náttúrufar. Byggingarfulltrúa falið að undirbúa útgáfu byggingarleyfis. Þremur liðum í bréfi um ívilnanir var vísað til bæjarráðs Garðs en byggingarfulltrúa var falið að ganga frá útfærslu á einum lið bréfsins í samráði við umsækjanda við útgáfu byggingarleyfis. Hvers eðlis ívilnanirnar eru kemur ekki fram í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar.
auglýst á Airbnb og athuga hvort tilskilin leyfi séu til staðar.
Júlíus Friðriksson hlaut 11 milljón dollara styrk Tveir þungvopnaðir sérsveitarmenn í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á skírdag. VF-mynd: Hilmar Bragi
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
n Keflvíkingurinn Dr. Júlíus Friðriksson, prófessor í talmeinafræði við Suður Karolínu háskóla og samstarfsfélagar hans hafa hlotið 11,1 milljón dollara styrk, 1.3 milljarða króna frá bandarísku heilbrigðisstofnuninni NIH, til þess að stofna vísindamiðstöð sem vinnur að rannsóknum á sviði endurhæfinga eftir heilablóðfall. Styrkurinn verður notaður til að rannsaka hvernig aldur, kyn og heilbrigði hefur áhrif á enduhæfingu þeirra sem fengið hafa málstol vegna heilablóðfalls. „Við erum að rannsaka hvernig við getum bætt endurhæfingu heilablóðfallssjúklinga, sérstaklega þeirra sem
eru með tjáningarvandamál eftir skaða á vinstra heilahveli. Einnig erum við að reyna að bæta hvernig spáð er um batahorfur eftir heilablóðfall. Við þessar rannsóknir styðjumst við mikið við segulómskanna til að taka myndir af heila sjúklinga til að meta bæði heilaskaða og áhrif heilablóðfalls á heilavirkni,“ sagði Júlíus í stuttu spjalli við VF. Júlíus stýrir verkefninu en að því koma fjórar stofnanir sem að vinna saman að þessum rannsóknum: University of South Carolina, Medical University of South Carolina, Johns Hopkins University, og University of California Irvine.
2
VÍKURFRÉTTIR
AUGLÝSING UM SKIPULAG Í SVEITARFÉLAGINU VOGUM.
TILLAGA AÐ BREYTINGU Á DEILISKIPULAGI FYRIR IÐNAÐARSVÆÐI VIÐ VOGABRAUT Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 30. mars 2016 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir iðnaðarsvæði við Vogabraut vegna breyttrar staðsetningar á fyrirhugaðri súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju sem til stendur að reisa á iðnaðarsvæðinu. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð og vísast til hennar um nánari upplýsingar. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með föstudeginum 1. apríl 2016 til og með þriðjudagsins 17. maí 2016. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en þriðjudaginn 17. maí 2016.
fimmtudagur 31. mars 2016
39 milljón kr. styrkir til Geopark og Garðskaga ●●Hlutu styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur samþykkt úthlutun styrkja til 66 styrkja að upphæð tæplega 600 milljónir kr. Þrjú verkefni á Suðurnesjum hljóta styrki að þessu sinni. Reykjanes Geopark hlaut 25.600.000, m. kr. styrk vegna framkvæmda við Brimketil í landi Grindavíkur. Um er að ræða bílastæði, stíga og útsýnispalla. Sveitafélagið Garður fékk svo styrk upp á 13.200.00 kr. vegna uppbyggingar á salernis-og hreinlætisaðstöðu við Byggðasafnið á Garðskaga. Selatangar, kr. 1,38 millj. endurbætur á aðgengi og aukin upplýsingagjöf. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarog viðskiptaráðherra hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun vorið 2016. Alls eru veittir styrkir til 66 verkefna hringinn í kringum landið en að þessu sinni var sérstaklega horft
til öryggismála og miða 37 verkefnanna að því að bæta öryggi á ferðamannastöðum. Alls nema styrkir til einstakra verkefna tæplega 596 m.kr. en 51. m.kr. verður úthlutað sérstaklega af ráðherra ferðamála til brýnna verkefna vegna öryggis á ferðamannastöðum að tillögu Stjórnstöðvar ferðamála. Hæstu einstöku styrkirnir eru 30 m.kr. og eru veittir fjórir slíkir; til verkefna við Dynjanda, Geysi, Skaftafell og Dettifoss. Reykjanes Geopark - Brimketill: Aðkoma og upplifunarsvæði kr. 25.600.000,- styrkur til framkvæmda við Brimketil í landi Grindavíkur á grundvelli samþykkts deiliskipulags. Um er að ræða bílastæði, stíga og útsýnispalla. Vel undirbúið og mikilvægt verkefni vegna aðgengis og öryggis
ferðamanna, og grunndvallarinnviða á sífellt fjölsóttari ferðamannastað. Sveitarfélagið Garður: Salernisog hreinlætisaðstaða Garðskaga kr. 13.200.000,- styrkur vegna uppbyggingar á salernis-og hreinlætisaðstöðu við Byggðasafnið á Garðskaga. Brýnt verkefni til uppbyggingar grunnaðstöðu á sívinnsælli áfangastað, ekki síst með tilliti til norðurljósaferða utan hefðbundins opnunartíma. Minjastofnun Íslands - Selatangar: Endurbætur á aðgengi og aukin upplýsingagjöf. Kr. 1.380.000,- styrkur til endurbóta á aðgengi og aukinni upplýsingagjöf við friðlýsta minjastaðinn á Selatöngum í Grindavík. Verkefnið gerir gönguleiðina og sjálfan minjastaðinn öruggari fyrir ferðamenn, auk þess að styðja við upplifun á svæðinu og eykur þannig líkur á góðri umgengni við minjar og náttúru.
Vogum, 31. mars 2016 f.h. bæjarstjórnar, Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
AÐALFUNDI Starfsmannafélags Suðurnesja hefur verið frestað til mánudagsins 25. apríl kl. 20:00 á Krossmóa 4a, 5. hæð, 260 Reykjanesbæ. Venjuleg aðalfundarstörf, samkvæmt lögum félagsins. Önnur mál. Kaffiveitingar Félagar hvattir til að mæta. Stjórn STFS
Orlofshús VSFK Sumar 2016 Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út í sumar: 2 hús í Svignaskarði (Veiðileyfi í neðra svæði Norðurá í boði) 3 hús í Húsafelli 2 hús í Ölfusborgum 2 hús í Hraunborgum 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri Útleigutímabilið er frá föstudeginum 27. maí 2016 og fram til föstudagsins 26. ágúst 2016. Umsóknir liggja frammi á skrifstofu félagsins og einnig inn á heimasíðu vsfk.is VSFK mun senda virkum félagsmönnum umsókn á rafrænu formi, þar sem hægt er að klára umsóknarferlið inn á mínum síðum VSFK. Umsóknafrestur er til kl. 16.00 mánudaginn 4.apríl 2016. Úthlutað verður samkvæmt punktakerfi. Orlofsnefnd VSFK
Hæsti styrkurinn á Reykjanesi fer til framkvæmda við Brimketil í landi Grindavíkur.
Ekki lokið við tvöföldun Reykjanesbrautarinnar á þessu kjörtímabili Suðurnesjamenn þurfa enn að bíða í nokkur ár eftir því að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar. Í fjögurra ára samgönguáætlun Ólafar Nordal innanríkisráðherra, sem lögð var fyrir Alþingi fyrr í mánuðinum, kemur fram að ekkert fjármagn verður sett í tvöföldun Reykjanesbrautarinnar á næstu tveimur árum. Með aukinni umferð um Reykjanesbrautina vegna fjölgunar ferðamanna höfðu margir bundið vonir við að ráðist yrði í viðeigandi framkvæmdir. Árið 2017 verða gerð mislæg gatnamót við Krýsuvíkurveg en að öðru leyti verður ekkert unnið að tvöföldun brautarinnar út þetta kjörtímabil. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi situr í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Hann segir Vilhjálmur mikilvægt að klára tvöÁrnason földun á Reykjanesbraut þingmaður sem allra fyrst og í raun Sjálfö ætti verkið að vera lengra stæðisá veg komið. „Það þarf að flokksins klára tvöföldunina sem er bæði hagsmunamál fyrir íbúa Suðurnesjanna og Hafnarfjarðar. Það eru
svosem jákvæð tíðindi að það er búið að flýta þeirri framkvæmd að gera mislægu gatnamótin við Krýsuvík,“ segir Vilhjálmur.
Ekki nægileg áhersla á brautina frá sveitarfélögum
Þingmaðurinn segir að margir samvinnandi þætti þurfti til þess að flýta framkvæmdum sem þessum og þar nefnir hann til sögunnar að sveitafélögin á Suðurnesjum þurfi að auka samvinnu. „Uppbyggingin á Keflavíkurflugvelli tengist þessu einnig því það verða ennþá fleiri sem fara um brautina með fjölgun ferðamanna. Kadeco,
Isavia og þrjú sveitarfélög koma að því og þau þurfa að vinna saman. Með því að koma með sameiginleg markmið og skapa þrýsting á þá sem semja samgönguáætlun, er best hægt að ná árangri. Það er mikilvægt að upplýsa fólk um hvar hætturnar eru og hvar þörfin er mest. Sveitarfélögin á svæðinu hafa helst verið að tala um hafnirnar sínar í samgöngumálum og ekki lagt nógu mikla áherslu á vegina. Núna er Grindavík farið að tala um Grindavíkur- og Suðurstrandaveginn en mér hefur ekki þótt mikill þrýstingur frá Reykjanesbæ varðandi Reykjanesbrautina, fókusinn hefur verið á að fá fjármagn í hafnirnar.“ Vilhjálmur keyrir sjálfur Reykjanesbrautina á hverjum degi og Grindavíkurveginn þar sem allt að 4000 bílar fara um dag hvern að sumri til. „Það eru holur á brautinni og það vita allir hversu hættulegur Grindavíkurvegurinn getur verið. Það er kominn tími til að fókusinn fari á að auka umferðaröryggi og fólk þarf að átta sig á því að uppbygging á Keflavíkurflugvelli leiðir af sér efnahagsleg verðmæti fyrir þjóðina alla sem ríkið mun svo græða á. Það kostar að græða.“
markhönnun ehf
NETTÓ KJÚKLINGUR 1/1
798 ÁÐUR 849 KR/KG
-25%
NETTÓ KJÚKLINGAVÆNGIR
BBQ RIF FULLELDUÐ
998
299
KR KG
-25%
ÁÐUR 398 KR/KG
-50% CORDON BLEU - 350 G
LOW CARB BRAUÐ
ANANAS GOLD DEL MONTE
599
593
179
ÁÐUR 798 KR/PK
ÁÐUR 698 KR/STK
ÁÐUR 358 KR/KG
-23% FROZEN SÚKKULAÐIEGG 20 G
EMERGE ORKUDRYKKUR 250 ML
SNICKERS/MARS SNACKSIZE - 4 Í PK.
269
99
299
ÁÐUR 299 KR/STK
ÁÐUR 129 KR/STK
ÁÐUR 349 KR/PK
Tilboðin gilda 31. mars – 3. apríl 2016 Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
4
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 31. mars 2016
Frá vettvangi bílveltunnar á Fitjum.
STÖRF Í BOÐI Sumarstarf með fötluðum. Í Seljudal er þörf fyrir kraftmikið fólk sem langar til að vinna á bæði krefjandi og gefandi vinnustað við fjölbreytt verkefni. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorkatla Sigurðardóttir forstöðumaður í Seljudal sími 420 3265 / 616 9954, netfang: thorkatla.sigurdardottir@reykjanesbaer.is Vinnuskóli. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vinnuskóla Reykjanesbæjar sumarið 2016. Störfin bjóðast nemendum sem eru að ljúka 9. og 10. bekk. Garðyrkjuhópur. Í vinnuskólanum 2016 verður starfræktur garðyrkjuhópur fyrir 17 ára og eldri. Athugið að takmarkaður fjöldi kemst í þennan hóp. Allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Reykjanesbæjar og á upplýsingasíðu vinnuskólans, www.vinnuskolinn.wordpress.com. Kennarar óskast. Háaleitisskóli óskar eftir að ráða áhugasama og metnaðarfulla kennara næsta skólaár; umsjónarkennara, stærðfræðikennara og textíl- og heimilisfræðikennara. Umsóknarfresturinn er til 14. apríl. Nánari upplýsingar um störfin veita Anna Sigríður Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 420-3050 / 694-5689 eða í gegum tölvupóst anna.s.gudmundsdottir@haaleitisskoli. is og Jóhanna Sævarsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 420-3050 / 695-7616 eða í gegnum tölvupóst johanna. saevarsdottir@haaleitisskoli.is.
Velti bíl á hringtorgi eftir glæfraakstur Mikil mildi þótti að ekki fór verr þegar erlendur ferðamaður ók nýlega á 100 km. hraða inn í hringtorgið við Stekk á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 70 km. á klukkustund. Afleiðingarnar voru þær að bifreiðin fór tvær veltur og endaði á toppnum inni á hringtorginu. Fjórir farþegar voru í bifreiðinni og voru þrír þeirra fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þeir reyndust ekki vera slasaðir en höfðu fengið skrámur við óhappið. Skráningarnúmerið var tekið af bifreiðinni þar sem hún reyndist ónýt eftir veltuna og var hún fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið. Þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Sá sem hraðast ók mældist á 121 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Jafnframt voru þrír ökumenn stöðvaðir vegna vímuefnaaksturs. Borgari hafði stöðvað akstur eins þeirra, sem var á ferðinni á Vatnsleysuströnd, þegar lögreglu bar að garði. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu neyslu ökumannsins á metamfetamíni. Sex jarðskjálftamælar verða settir upp á Reykjanesi.
Umsóknum í öll ofangreind störf skal skila rafrænt á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/lausstorf, þar sem einnig er að finna nánari upplýsingar um störfin.
ERLINGSKVÖLD
Erlingskvöld
Fimmtudagskvöldið 31. mars verður Erlingskvöld í Bókasafni Reykjanesbæjar. Dagskráin verður glæsileg að vanda en að þessu sinni verða flutt lög úr tónleikaröðinni Söngvaskáld á Suðurnesjum, höfundar Hugarfrelsis koma og kynna leiðir til betra lífs og Héðinn Unnsteinsson fjallar um bók sína Vertu úlfur. Húsið opnar 19:45 og dagskrá hefst klukkan 20.00
Vilja koma fyrir sex jarðskjálftamælum á Reykjanesi ÍSOR hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu á sex jarðskjálftamælum á Reykjanesi í landi Grindavíkur. Mælarnir verða settir austan við Lágafell skammt frá Árnastíg, austan við Sundvörðuhraun skammt frá Árnastíg, við Rauðhól vestan við Eldvörp, í Lágum austan við Þórðarfell, við
Borgarfjall skammt frá Sandakrastíg og í Litla-Skógfell. Skipulagsnefnd Grindavíkurbæjar leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt með fyrirvara um leyfi landeiganda og að gert verði grein fyrir hvernig uppsetning fer fram án þess að utanvegaakstur eigi sér stað.
Bæta við leikskóladeild með útistofu ■■Biðlistar í leikskólum og nemendafjöldi í skólum Grindavíkur var til umfjöllunar á fundi Fræðslunefndar Grindavíkur á dögunum. Á fundinum var lögð fram samantekt og tillögur starfsmanns skólaskrifstofu um aðgerðir til að mæta auknum fjölda barna í sveitarfélaginu. Fræðslunefnd leggur til að Grindavíkurbær bæti við deild á Leikskólanum Króki til bráðabirgða með því að setja niður útistofu á leikskólalóðinni. Fræðslunefnd leggur einnig til að skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur geri grein fyrir hvernig brugðist verði við auknum nemendafjölda næsta skólaárs á yngsta stigi. Greinargerð verður lögð fram á fundi nefndarinnar í maí. Fræðslunefnd mun fylgja málinu eftir og fela skólaskrifstofu að vinna framtíðaráætlun um hvernig brugðist verði við auknum nemendafjölda í leik- og grunnskóla á næstu árum. Framtíðaráætlun verði svo lögð fram fyrir næstu fjárhagsáætlunargerð Grindavíkurbæjar.
Allir hjartanlega velkomnir
HÆKKUN ÚTSVARS Vakin er athygli á því að þótt álagningarprósenta útsvars í Reykjanesbæ hafi hækkað þ. 1. janúar 2015 í 15,05% mun innheimt útsvarshlutfall áfram verða það sama um allt land þ.e. 14,44%. Þetta er vegna innheimtureglna Fjársýslu ríkisins sem sér um innheimtu fyrir ríki og sveitarfélög. Leiðrétting til hækkunar mun svo koma fram við álagningu og uppgjör þ. 1. júlí 2016, byggt á skattaskýrslum fyrir 2015. Bæjarbúum er ráðlagt að búa í haginn fyrir bakreikninginn sem þá mun líklega berast vegna þessa.
Lóan mætti á Garðskaga um páskana.
Sinueldur við Hringbraut í Gróf Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út síðdegis á mánudag vegna sinubruna við Hringbraut í Gróf. Tveir slökkvibílar og tankbíll voru notaðir í að ráða niðurlögum sinueldsins, auk fjölda slökkviliðsmanna með bönkur sem eru notaðar til að berja á gras og gróður.
Slökkvistarfið tók vel á aðra klukkustund en nokkuð hvasst var á staðnum og því hafði eldurinn náð að breiðast talsvert út. Meðfylgjandi mynd tók Páll Ketilsson af slökkvistarfinu.
Lóan er mætt – sást í fjörunni á Garðskaga sl. laugardag
■■Heiðlóan er komin til landsins og sást á vappi í fjörunni á Garðskaga sl. laugardagsmorgun. Það var Guðmundur Falk fuglaljósmyndari sem náði þessum myndum af lóunni sem nú er á ferðinni í fyrra fallinu en koma hennar veit vonandi á gott í sumar.
ŠKODA Fabia
Grípur meira en athyglina
ŠKODA Fabia gerir aksturinn skemmtilegri hvert sem þú ferð. Komdu og prófaðu bílinn sem var valinn bíll ársins af WhatCar? og hlaut Red Dot hönnunarverðlaunin 2015. Hlökkum til að sjá þig.
Verð frá aðeins
2.290.000 kr. HEKLA · Njarðarbraut 13 · Reykjanesbæ · Sími 590 5090 · heklarnb.is
www.skoda.is
6
VÍKURFRÉTTIR
RITSTJÓRNARPISTILL Páll Ketilsson
HVAÐ ÞARF TIL AÐ KLÁRA BRAUTINA? Það er oft erfitt að skilja forgangsröðun stjórnvalda og stjórnmálamanna. Manni verður hugsað til ummæla Ásmundar Friðrikssonar, alþingsmanns sem sagði í viðtali við Víkurfréttir í lok síðasta árs að þingmenn hefðu engin völd og það væri erfitt fyrir þá að koma málum áfram. Oft hefur maður fengið sömu tilfinningu og Ási. Í frétt í blaðinu er viðtal við Vilhjálm Árnason, þingmann úr Grindavík um Reykjanesbrautina, og hann spurður út í seinkun á tvöföldun hennar. Hann situr í umhverfis- og samgöngunefnd og kappinn er jú í Sjálfstæðisflokknum sem er í meirihluta ríkisstjórnar. Vilhjálmur segir að marga samvinnandi þætti þurfi til að flýta framkvæmdum og nefnir í því sambandi að sveitarfélögin þurfi að auka samvinnu og hafa Isavia og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar inni í því dæmi. Sveitarfélögin þurfi að þrýsta meira á málefni í vegagerð. Til dæmis hafi Reykjanesbær verið með fókus á hafnarmálum (Helguvík) og því hafi lítill þrýstingur komið þaðan á málefni Reykjanesbrautar. Sveitarfélögin eigi að sameinast um þrýsting á þá sem semja samgönguáætlun. Þannig náist betri árangur. Ég verð að segja að mér finnst þetta frekar slappur málflutningur hjá þingmanninum unga sem sjálfur keyrir skemmdan Grindavíkurveg og Reykjanesbrautina í vinnu á hverjum degi. Ekki er annað hægt að lesa úr svari Vilhjálms en staðfestingu á orðum Ásmundar. Hann hafi lítið að segja í samöngunefndinni sem raðar framkvæmdum í röð. Nú er ljóst að ekkert fjármagn verður sett í Reykjanesbrautina næstu tvö árin. Það má vel vera að það séu til brýnni málefni, það er misjafnt hvað fólki finnst í þeim efnum en það slær mig samt hvernig þingmaðurinn svarar. Hann er í nefndinni og það eru sjö þingmenn frá Suðurnesjum með einn ráðherra í kjördæminu. Hefur það ekkert segja? Staðan hjá ríkisstjóði ekki verið betri í langan tíma. Svo er þetta ekki bara málefni Suðurnesjamanna. Ekki eru þeir einir á brautinni eða að einir að njóta góðs af aukningu í ferðaþjónustu. Á aldamótaárinu 2000 fékk almenningur á Suðurnesjum nóg þegar mörg banaslys urðu á Reykjanesbraut og til að fá athygli og vonandi árangur í framhaldinu tók hópur fólks sig til og lokaði brautinni í smá tíma á kafla nærri Njarðvík. Það varð auðvitað allt vitlaust en engu að síður fóru hjólin að snúast í framhaldinu. Til varð áhugahópur um tvöföldun Reykjanesbrautarinnar sem hélt borgarafund og gaf þáverandi samgönguráðherra nýja skóflu sem hann átti að nota í fyrstu skóflustungu að tvöföldun brautarinnar, ekki seinna en mjög fljótlega. Hópurinn hélt ráðherra og fleirum við efnið eftir þúsund manna borgarafund og hjólin fóru að snúast. Þingmenn og fleiri höfðu talað um tvöföldun í mörg ár án nokkurs árangurs. Það gerðist ekkert í þessu máli fyrr en fólkið á svæðinu tók sig til og lamdi í borðið. Skóflan fór loft og tvöföldun milli Njarðvíkur og bæjarmarka Hafnarfjarðar lauk á næstu átta árum í tveimur áföngum og niðurstaðan er sú að ekkert banaslys hefur orðið á brautinni frá þeim tíma. Hluti af svörum Vegargerðarinnar í upphafi voru á þá leið að það væri ekki nægjanleg bílatraffík um brautina til að tvöfalda hana. Nú getur maður spurt sig í ljósi ótrúlegrar ferðamannaaukningar til landsins, hvernig væri staðan ef þessi tvöföldun hefði ekki orðið að veruleika? Það er óþarfi að leggja fram tölur því flestir vita að aukningin t.d. í bílaleigubílum er í þúsundum prósenta á áratug auk annarar traffíkur eins og langferðabíla sem flytja ferðamenn til og frá Keflavíkurflugvelli. Það er áfram spáð metsumri í komu ferðamanna og í síðustu viku var harkalegt bílslys á Fitjum þar sem útlendingur keyrði á ofsahraða upp á hringtorg. Öryggi er eitthvað sem við verðum að huga að í þessu málum. Það eiga ekki að þurfa að verða banaslys á veginum til þess að farið verði í aðgerðir til að klára framkvæmdir á brautinni upp að flugstöð sem og hinum megin. Ég segi bara: Koma svo!
fimmtudagur 31. mars 2016
Lokatónleikar Söngvaskálda á Suðurnesjum ●●Jóhann Helgason er vanmetinn listamaður
Lokatónleikar tónleikaraðarinnar Söngvaskáld á Suðurnesjum verða haldnir í Hljómahöll fimmtudaginn 7. apríl og að þessu sinni tileinkaðir Jóhanni Helgasyni. Aðstandendur tónleikaraðarinnar eru Dagný Gísladóttir, Arnór B. Vilbergsson og Elmar Þór Hauksson og eru þau að sögn Dagnýjar ánægð með viðtökunar sem framtakið hefur fengið en uppselt var á tónleika Vilhjálms Vilhjálmssonar og fullt hús á Sigvalda Kaldalóns en þeir tónleikar voru jafnframt fluttir á menningarviku í Grindavík á dögunum. „Okkur fannst áhugavert að láta á það reyna hvort áhugi væri á slíkum söngvakvöldum þar sem blandað er saman fróðleik um okkar ríka tónlistararf og söngvaskáld og tónlistin flutt í heimilislegu andrúmslofti. Það hefur nú bara tekist nokkuð vel, þótt við segjum sjálf frá og aldrei að vita nema við endurtökum leikinn á næstaári. Það er í það minnsta nokkuð víst að söngvaskáldin mun ekki skorta“, segir Dagný sem er nú að leggja lokahönd á handritið um Jóhann. „Hann er
alveg ótrúlega fjölhæfur og afkastamikill listamaður og að mínu mati hefur hann ekki verið metinn að verðleikum, það eru t.d.fáir sem vita það að hann var fyrstur Íslendinga til þess að fá útgáfusamning erlendis þótt heimsfrægðin hafi aðeins látið standa á sér. Svo er hann höfundur eins ástsælasta lags allra tíma sem er
lagið Söknuður en þar á annað sönvaskáld, Vilhjálmur Hólmar textann. Þannig fléttast sögur þessara söngvaskálda skemmtilega saman,“ segir Dagný og bætir því jafnframt við að það sé skemmtilegt að þessu sinni að söngvaskáldið sem fjallað er um sé sprelllifandi og verði að sjálfsögðu heiðursgestur á tónleikunum.
Allir ökumenn með sitt á hreinu ■■Lögreglumenn á Suðurnesjum könnuðu yfir páskahátíðina ökuréttindi leigubifreiðastjóra á bifreiðastæðinu við komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Er skemmst frá því að segja að allir voru með sitt á hreinu og höfðu tilskilin ökuréttindi og akstursheimildir í lagi. Kváðust þeir ánægðir með þetta framtak lögreglu. Sama máli gegndi um þá sem flytja fólk til og frá flugstöðinni í atvinnuskyni. Þegar þeirra réttindi voru könnuð reyndist allt í besta lagi. Við eftirlit með umferð um flughlað og umhverfis flugstöðina var akstur ökumanna til fyrirmyndar og engin tilefni til afskipta. Loks var lögregla með eftirlit með skemmtistöðum í umdæminu um páskahátíðina og þar fór allt vel fram.
Átta metra loftnet í Voga ■■Umhverfis- og skipulagsnefnd Voga hefur samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir loftnet á horni Hvammsdals og Stapavegar í Vogum. Þar sækja HS-Veitur um framkvæmdaleyfi fyrir 8 m háan staur með lofneti á toppi vegna hitaveitumælaverkefnis. Umhverfis- og skipulagsnefnd Voga hefur samþykkt leyfið.
ATVINNA SÖLUMAÐUR ÓSKAST
Um sumarstarf er að ræða með möguleika á áframhaldandi starfi. Í starfinu felast öll almenn verslunarstörf, s.s. sölumennska, vöruframsetning, áfylling og fleira. Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á sigurdurhelgi@sshlutir.is eða umsækjendur komi í verslun á Brekkustíg 39, 260 Reykjanesbær.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
ÓDÝR OG GÓÐ PIZZUVEISLA
198 kr. pk.
198 kr. 400 g
Wewalka Pizzadeig ferskt, 400 g
198 kr. 200 g
198
Bónus Pizzablanda Rifinn ostur, 200 g
Bónus Pizzasósa, 430 g
kr. 430 g
359 kr. pk.
SPARAÐU MEÐ BÓNUS
Fulleldað
Bónus Samlokuskinka, 237 g
Bónus Pepperoni, 153 g
Gott á grillið
Aðeins að hita
998 kr. kg
1.598 kr. kg
1.098 kr. kg
kr. 145 g
Ali Spareribs Fulleldað, ferskt
Ali Grísafillet Kryddlegið, ferskt
Blandað Hakk Naut/lamb, ferskt
Maryland Kex 145 g, 4 tegundir
1.998 kr. kg Íslandslamb Lambalærissneiðar Kryddlegnar, ferskar
Gott á grillið
98
3.598 kr. kg
3.798 kr. kg
3.798 kr. kg
Íslandslamb Lambafillet Ferskt
Íslandslamb Lambafillet Kryddlegið, ferskt
Kjarnafæði Lambalund Krydduð, fersk
Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00 Verð gilda til og með 3. apríl eða meðan birgðir endast
8
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 31. mars 2016
Skrúðganga barnastúkunnar Nýársstjörnunnar 1971 í tilefni 85 ára afmælis hennar.
Þá köstuðu þeir tómum bjórdósum í okkur ●●Jóhann Helgason segir frá Keflavík æskunnar og tónlistinni Jóhann Helgason hefur um árabil verið í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna, sem einn virtasti lagahöfundur og flytjandi landsins. Mörg laga hans hafa notið hylli landsmanna og sum hver fest rætur í þjóðarsálinni, eins og lagið söknuður sem hann samdi við texta Vilhjálms Vilhjálmssonar frá Merkinesi í Höfnum. Fimmtudaginn 7. apríl verða haldnir tónleikar til heiðurs Jóhanni í Hljómahöll en þeir eru þeir síðustu í tónleikaröðinni Söngvaskáld á Suðurnesjum sem vakið hefur athygli en markmið hennar er að kynna ríkan tónlistararf Suðurnesja. Þar verður farið yfir tónlistarferil Jóhanns í máli, myndbrotum og tónlist en flytjendur eru Elmar Þór Hauksson, Arnór B. Vilbergsson og Dagný Gísladóttir. Jóhann ólst upp í gamla bænum í Keflavík, nánar tiltekið við Íshússtíginn, en hann var langyngstur systkina sinna og hafði því helst félagsskap af kettinum á heimilinu og hlustaði þess á milli á messur í útvarpinu eða það nýjasta í Kananum. Rak beljurnar heim með Helgu Geirs
„Það var frábært að vera í Keflavík sem krakki. Þar var allt við hendina hvort sem það var bryggjan til þess að veiða, slippurinn með sín ævintýri, fótbolti á Túnbergi eða hatrammir bardagar milli hverfa. Við strákarnir sáum sjálfir um fótboltavöllinn sem var rammaður inn af Kirkjuvegi, Vesturgötu og Vesturbraut. Við fengum salt úr frystihúsinu til þess að gera línuna og svo saumaði mamma Sævars Jóhannssonar búninga á liðið en pabbi hans var járnsmiður í slippnum.“ Jóhann var í hópi krakka sem rak beljurnar heim með Helgu Geirs frá Túnbergi eftir Kirkjuveginum og fór
í þrjú bíó og á stúkufundi hjá Framnessystrum Guðlaugu og Jónu sem þá voru með stærstu barnastúku landsins. Einnig var vinsælt var að vera í bílaleik upp á heiði. „Þá vorum við fyrir ofan kaupfélagið við Hringbraut en sonur Kristínar í Kristínarbúð smíðaði bíla fyrir stráka, með fjöðrum og allt. Við undum okkur við þetta lengi hópur af strákum og best var að númeraplöturnar voru eins og alvöru, teknar af fataskápum hjá ameríska hernum“, segir Jóhann og hlær.
Notaði gítarinn til að stríða kettinum
Móðir Jóhanns, Inger Marie Nielsen, hlustaði oft á útvarpsmessuna með steikinni á sunnudögum og Jóhann
hlustaði því á sálma og annað sem í boði var í útvarpinu, þótt ekki væri það mikið. Þá var gott að geta stillt á Kanaútvarpið en þar kynntist Jóhann fjölbreyttri popp- og rokktónlist. „Þegar ég kom heim frá Ameríku 1964, eftir sumardvöl hjá systrum mínum var Bítlaæðið skollið á fyrir alvöru og vinir mínir búnir að stofna hljómsveit. Þá var mér var gefin gítarbók. Systir mín hafði verið í skátunum og skildi eftir gítar á veggnum. Ég hafði nú aðallega notað hann til þess að stríða kettinum með því að strjúka eftir strengjunum og líkja eftir urri og breimi en nú var hann nýttur til þess að læra gripin. Hljómsveitin tróð upp í æskulýðsheimilinu en þeir kunnu ekki
Það var frábært að vera í Keflavík sem krakki. Þar var allt við hendina hvort sem það var bryggjan til þess að veiða, slippurinn með sín ævintýri, fótbolti á Túnbergi eða hatrammir bardagar milli hverfa.
fimmtudagur 31. mars 2016
9
VÍKURFRÉTTIR
Ég spilaði og söng fyrir hann nýsamið lag í símann og hann hringdi stuttu síðar með mótframlag og öfugt. Þannig hvöttum við hvorn annan í jákvæðri samkeppni
Frá Hafnargötu í Keflavík.
Mynd frá 1962 og í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar.
neitt og fór framkoman fyrir ofan garð og neðan að sögn Jóhanns sem glottir þegar hann rifjar þetta upp. Seinna kom til hljómsveitin Rofar en yngsti meðlimurinn þurfti að fá leyfi hjá barnavernd til þess að koma fram á tónleikum í Krossinum því hann var svo ungur. Þeir félagar höfðu oft bara æft 2-3 lög og því fór spileríið að þynnast út eftir því sem á leið. „Þeir voru fljótir að henda í okkur tómum bjórdósum amerísku hermennirnir á klúbbunum þegar það gerðist, höfðu ekki þolinmæði fyrir þessu,“ segir Jóhann og glottir.
Hringdu lögin á milli
Rofar breyttust síðar í Nesmenn en bandið hætti 1969 þegar liðsmenn tvístruðust um allar trissur til vinnu, Magnús fór á sjóinn og Jóhann til Bolungavíkur. Eftir þá dvöl fóru þeir að hittast og semja tónlist og úr varð hið þekkta tvíeyki. „Við vorum ekki alveg búnir að sleppa þessum tónlistaráhuga. Ég hafði verið að fikta við að semja frá 1967 en ekki alvarlega og þarna tökum við þetta fastari tökum. Við fengum Barry sem var skiptinemi í Njarðvík til þess að semja nokkra texta á ensku og svo vorum við Maggi að hringja í hvorn annan en hann bjó í Njarðvík. Ég spilaði og söng fyrir hann nýsamið lag í símann og hann hringdi stuttu síðar með mótframlag og öfugt. Þannig hvöttum við hvorn annan í jákvæðri samkeppni. Það gekk mjög vel.“ Það gekk svo vel að þeir félagar fengu plötusamning í ársbyrjun 1972. Þá sögðu þeir upp vinnunni og fóru á fullt í verkefnið sem mörgum þótti óðs manns æði.
Magnús og Jóhann slá í gegn tilraun til heimsfrægðar
„Við tókum rútu í bæinn og útgefandinn sótti okkur á umferðarmiðstöðina. Platan var tekin upp á 3-4 eftirmiðdögum og kom út um vorið 1972. Hún sló strax í gegnum og við höfðum ótrúlega mikið að gera.“ Jóhann fékk þá hugmynd og hann sagði við Magnús „Ég ætla að semja lag og fá samning úti.“ Það er skemmst frá því að segja að sú varð raunin. Til varð lagið Yakketti Yak, Smacketty Smack síðsumars 1972, þeir félagar fóru til London og fengu samning. Breski útgefandinn Orange nefndi þá Change og gerð var tilraun til heims-
frægðar. Hún lét þó bíða eftir sér og við tók fjölbreyttur sólóferill Jóhanns þar til að hann samþykkti að taka þátt í verkefni Gunnars Þórðarsonar og skipaði dúettinn Þú og ég ásamt Helgu Möller. „Ég vissi samt ekkert hvað diskó var”, segir Jóhann en segja má að dúettinn sé holdgervingur diskóæðisins á Íslandi. Mörg laga Jóhanns eiga sér fyrirmyndir úr bæjarlífinu í Keflavík eða tengjast ákveðnum stöðum. Má þar nefna lagið um grásleppu, hangikjöts og sælgætiskallinn, „Mamma gefðu mér grásleppu“ sem varð til 1970 þegar Jóhann vann sem aðstoðarmaður bakara á Keflavíkurflugvelli. Á ensku hét það upprunalega „I was working in a bakery shop“ en það varð „það var einu sinni grásleppukarl“. Grásleppukarlinn var Helgi Jensson. „Hann var alltaf með riffil á trillunni sinni og um leið og hann kom á bryggjuna flugu fuglarnir í burtu“, segir Jóhann og hlær. „Hangikjötskarlinn var Ingimundur í Ingimundarbúð, vel stæður kaupmaður og sælgætiskarlinn er um hana Kristínu í Kristínarbúð. Hún var rétt hjá mér og þar keypti maður allt frá því að maður man eftir sér. Þar fékk maður Pepsí en í barnæsku notuðum við oft næsta nagla og grjót til þess að gera gat á tappann. Hún var ekki með kæli svo maður vandist á það að drekka heitt gos“, segir Jóhann og hlær. En hvernig leggjast tónleikarnir í Jóhann og verkefnið Söngvaskáld á Suðurnesjum? „Tónleikarnir leggjast vel í mig og ég vona að sem flestir sjái sér fært að mæta. Söngvaskáld á Suðurnesjum er virkilega flott framtak og einkar fagmannlega að verki staðið hjá þeim Dagnýju, Elmari Þór og Arnóri. Mér sýnist þessi snjalla hugmynd ætli að fá þá verðskulduðu athygli og aðsókn sem hún á skilið. Nái tónleikaröðin flugi í Hljómahöll gæti hún hæglega, miðað við fjölda söngvaskálda af svæðinu, orðið að árlegum viðburði sem myndi tvímælalaust styrkja ímynd og auka hróður samfélagsins á Suðurnesjum með tengingu við Rokksafn Íslands.“ Tónleikarnir verða haldnir í Bergi í Hljómahöll fimmtudaginn 7. apríl kl. 20:00 og er miðaverð kr. 3.200. Miðasala er á hljomaholl.is og í afgreiðslu Hljómahallar.
Frá Aðalgötu í Keflavík.
Myndin tekin 1947 og í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar.
Ómar, Magnús, Ingvar, Jóhann.
IceRentalCars ECO FRIENDLY CAR RENTAL
ÞJÓNUSTUFULLTRÚI Bílaleigan IceRentalCars óskar eftir að ráða hressan og duglega einstaklinga í starf þjónustufulltrúa í starfsstöð fyrirtækisins í Reykjanesbæ.
STARFSLÝSING:
HÆFNISKRÖFUR:
• • • •
• • • • •
Afhending og móttaka bílaleigubíla Upplýsingagjöf Skráning bókanna Ferjun viðskiptavina til og frá starfsstöð
Góð tungumálakunnátta Góð tölvukunnátta Framúrskarandi þjónustulund Áreiðanleg og vönduð vinnubrögð Hreint sakavottorð
Nánari upplýsingar og umsókn um starfið er að finna á www.bernhard.is/storf
Ómar, Ingvar, Friðrik, Jóhann
www.icerentalcars.is • info@icerentalcars.is • Sími: 591 7900
10
VÍKURFRÉTTIR
Á þriðja hundrað í göngu Grindavíkurbæjar og Bláa Lónsins
fimmtudagur 31. mars 2016
Lífið með Lindu Maríu
„Ekki gleyma að finna lyktina af rósunum“
Hvorki fleiri né færri en 234 manns mættu í hina árlegu göngu Grindavíkurbæjar og Bláa Lónsins á öðrum degi páska undir öruggri leiðsögn Sigrúnar Franklín Jónsdóttur. Gengið var m.a. um mosagróið Illahraun, framhjá Rauðhól (gígnum sem
hraunið kom úr á sögulegum tíma), farið með Skipstíg, fornri þjóðleið, haldið austur með norðurhlíðum Þorbjarnarfells og inn á Baðsvelli. Kíkt var á þjófaslóðir og hin gömlu sel Grindvíkinga og hið litskrúðuga lóns-
svæði að lækningalindinni og endað í heilsulind. Sigrún Franklín fræddi göngugarpa um það sem fyrir augu bar af einstakri fagmennsku, segir á vef Grindavíkurbæjar. Þaðan eru einnig meðfylgjandi myndir úr göngunni.
20%
Clinique dagar í Lyfju Reykjanesbæ dagana 31. mars – 6. apríl.
afsláttur a f Clinique vöru fimmtuda g og föstu m dag.
Kaupauki fylgir ef keyptar eru vörur frá Clinique fyrir 6.900 kr eða meira.* Kaupaukinn inniheldur: Liquid facial soap All about eyes Superdefence SPF 20 High impact mascara Pop lip colour + primer *á meðan birgðir endast .
Þessa vikuna er ég minnt á ákvarðanir mínar. Núna er mikið álag í skólanum, verkefnaskil eftir verkefnaskil, þrír kúrsar að klárast sem þýðir bara eitt, fyrsta árið mitt í háskólanum er að klárast. Á sama tíma og þetta liggur á herðum mínum tók ég ákvörðun um að hækka mig í starfshlutfalli sem er ekki ólíkt mér kannski, ég er ekki vön öðru en að ögra mér svona hér og þar. Á þessum tímum þar sem álagið ætlar alla menn að kæfa eða kaffæra þá man ég alltaf eitt af heilræðunum hans afa Svenna. Hann sagði við mig „Ekki gleyma að finna lyktina af rósununum Linda María.“ Hann sagði þetta á sinni víðfrægu amerísku að sjálfsögðu, þvílíkur töffari sem hann var. En þetta hefur alltaf setið í hjarta mínu. Þrátt fyrir erfiða tíma þá er nauðsynlegt að minna sig á að ef við hægjum ekki á okkur þá getur lífið þotið framhjá. Hann afi var mikill snillingur og hjartahlýrri maður er vandfundinn. Þrátt fyrir að hafa fengið að hafa hann í lífi mínu í stuttan tíma þá kenndi hann mér mikið, ég hef tamið mér að hugsa til hans þegar mér líður illa eða ég keyri mig út. Það vita flestir sem mig þekkja að ég slaka stundum ekki á og set mér markmið sem erfitt er að ná. Þetta er alls ekki hollt og það veit ég, ég er enn að læra að ég þarf ekki að þóknast öllum, alltaf. Það er mikilvægt að draga inn andann endrum og sinnum, leyfa sér að slaka á og það sem er mikilvægast, leyfa öðrum að rétta okkur hjálparhönd. Það er svo skrýtið að þegar við erum vön því að vera klettur fyrir aðra þá er auðvelt að gleyma að við þurfum ekki minna á hjálpinni að halda. Það er öllum hollt og kannski sérstaklega þeim sem eru virkir og barma sér minnst að þiggja hjálp og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Ef það er eitthvað sem ég þarf að minna mig á þá eru það orðin hans afa. Enginn veit sína ævina og ég er alltaf að læra. Það er alveg sama hversu gömul við verðum, við erum alltaf að læra eitthvað nýtt. Það er mikilvægt að faðma fólkið sitt, þakka fyrir þá ást og umhyggju sem til okkar streymir og vera ekki hrædd við að opna hjarta sitt. Áður en við vitum af þá erum við minningin ein og það eina sem eftir lifir er hvernig manneskja við vorum í lifandi lífi. Lifum, lærum og njótum. Það er ekki eftir neinu að bíða. Ást og friður Linda María
Nýtt Lúxus krem-maski sem gerir húðina fyllri og þéttari.
Sérfræðingur frá Clinique verður í Lyfju föstudaginn 1. apríl.
fimmtudagur 31. mars 2016
11
VÍKURFRÉTTIR
Vinabæirnir munu vinna að Útboð ríkiskaup þremur umbótaverkefnum Fulltrúar vinabæjanna Reykjanesbæjar, Kerava, Kristiansand og Trollhättan skrifuðu undir vinabæjarsamning á nýafstöðnu vinabæjarmóti í Trollhättan og halda þar sem áfram áratugalöngu vinabæjarsamstarfi. Þá hófst vinna við þrjú umbótarverkefni sem vinabæirnir munu vinna sameiginlega að á næstu tveimur árum. Þrír sviðsstjórar og þrír bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar þáðu boð bæjaryfirvalda í Trollhättan þar sem vinabæjarmótið fór fram að þessu sinni. Trollhättan fagnar 100 ára afmæli á árinu og fékk bærinn yfirlitsmynd af Reykjanesbæ eftir ljósmyndarann OZZO að gjöf. Í Trollhättan hófst vinna við þrjú umbótarverkefni sem fulltrúar Reykjanesbæjar taka þátt í ásamt vinabæjunum. Fyrst er að nefna umbætur og þróun rafrænnar stjórnsýslu, þá móttöku erlendra nýbúa og loks hvernig draga megi úr brottfalli nemenda úr framhaldsskólum. Erindi héldu Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri Stjórnsýslusviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs og Helgi Arnar-
15721 - Þjónusta Iðnmeistara - Rammasamningur Ríkiskaup, fyrir hönd áskrifenda að rammasamningakerfi ríkisins á hverjum tíma, standa fyrir þessu útboði á þjónustu iðnmeistara á fasteignum ríkisins á landsvísu. Heimilt er að bjóða í einstaka iðngreinar og flokka í útboðinu.
Undirskrift vinabæjarsamnings. F.v. Kirsi Rotu Kerava, Paul Åkelund Trollhättan, Harald Furre Kristiansand og Friðjón Einarsson Reykjanesbæ. Hjá þeim stendur Levio Benedette upplýsingafulltrúi Trollhättan.
son sviðsstjóri Fræðslusviðs, enda umrædd verkefni innan þeirra sviða. Friðjón Einarsson, formaður bæjaráðs, kynnti Reykjanesbæ fyrir gestgjöfum og gestum og bæjarfulltrúar ræddu ýmis verkefni stjórnsýslunnar við kollega sína í vinabæjunum. Auk Friðjóns fóru Kristinn Þór Jakobsson og Árni Sigfússon.
Norrænt vinabæjarsamstarf á sér langa sögu og hefur haft það að markmiði að mynda góð tengsl m.a. í gegnum menningarviðburði og íþróttamót ásamt því að vinna saman að margvíslegum málefnum. Hjörring í Danmörku sagði sig úr áratugalöngu vinabæjarsamstarfi í ársbyrjun vegna breyttra áherslna í erlendum samskiptum.
Um er að ræða eftirtaldar iðngreinar: · Blikksmíði · Múrverki · Dúklagningu · Pípulagningu · Málun · Rafiðnaði · Málmiðnaði · Skrúðgarðyrkju · Trésmiði (aðra en blikksmíði) Nánari upplýsingar er að finna í útboðsgögnum, sem eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa,www.rikiskaup.is. Tilboð verða opnuð 12. apríl 2016 kl. 14.00 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík.
Úthluta ÍSAGA nýrri lóð í eigu Sveitarfélagsins Voga ●●Ráðist í breytingar á deiliskipulagi á nýju lóðinni Sveitarfélagið Vogar hefur ákveðið að ráðast í deiliskipulagsbreytingu á iðnaðarsvæði við Vogabraut vegna breyttrar staðsetningar á fyrirhugaðri súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju sem til stendur að reisa á iðnaðarsvæðinu. Bæjaryfirvöld í Vogum hafa úthlutað ÍSAGA annarri lóð á sama iðnaðarsvæði og áður. Fyrri lóð var í sameiginlegri eigu sveitarfélagsins og
einkaaðila. Hins vegar náðust ekki samningar milli bæjarfélagsins og meðeigenda um kaup Voga á lóðinni undir fyrirhugaða verksmiðju. Sveitarfélagið hefur því úthlutað nýrri lóð til ÍSAGA og þarf nú að ráðast í breytingu á deiliskipulagi fyrir þá lóð. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, segir í samtali við Víkurfréttir að breytingin á deiliskipulaginu snúi einkum að hæð bygginganna sem leyft verður að byggja á lóðinni. Breyting-
arnar á skipulaginu séu í raun þær sömu og gerðar voru á deiliskipulagi fyrir fyrri lóðina. Ásgeir segir málið í eðlilegum farvegi. Umhverfis- og skipulagsnefnd er búin að afgreiða málið og það var tekið fyrir í bæjarstjórn í gær, eftir að Víkurfréttir fóru í prentun. Að lokinni afgreiðslu bæjarstjórnar fer málið til Skipulagsstofnunar og í auglýsingaferli, sem tekur um sex vikur.
Styrkur til HSS fyrir þróun þverfaglegs samstarfs ■■Verkefni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hlaut í síðustu viku styrk frá velferðarráðuneytinu að upphæð 500.000 krónur. Frá þessu er greint á vef Heilbrigðisstofnunarinnar. Verkefnið, sem ber yfirskriftina „Þróun þverfaglegs samstarfs á heilsugæslu“, er eitt af tólf verkefnum sem hlutu styrki að þessu sinni, en þeir voru annars vegar veittir til verkefna sem miða að nýbreytni í verklagi innan heilsugæslunnar og hins vegar verkefna sem ætlað er að efla þverfaglegt samstarf. Í rökstuðningi HSS fyrir verkefninu segir: „Í langan tíma hefur verið skortur á læknum á HSS, bæði sérfræðingum í heimilislækningum og unglæknum. Því hefur verið erfitt að halda utan um skjólstæðinga heilsugæslunnar, fylgja þeim eftir og sjá til þess að þeir fái örugglega þá þjónustu sem þurfa. Skjólstæðingar eiga einnig erfitt með að fá eftirfylgni hjá sama lækni vegna þessa skipulags. Þróa á teymisvinnu hjúkrunarfræðings og lækna á heilsugæslu HSS í þverfaglegu samstarfi við faghópa innan HSS og utan til þess að halda utan um þjónustu skjólstæðinga heilsugæslu HSS. Haft er að leiðarljósi að þverfaglega samstarfið verði til þess að eftirfylgni með þjónustu skjólstæðinga heilsugæslu HSS sem leita læknisaðstoðar verði markviss og árangursrík.“
ÍSAGA hefur fengið aðra lóð á iðnaðarsvæðinu við Voga. Lóðin er alfarið í eigu sveitarfélagsins. VF-mynd: Hilmar Bragit
BÆTT LÍÐAN BETRI STJÓRN
6 vikna námskeið út frá hugrænni atferlismeðferð við kvíða og þunglyndi. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 20. apríl og stendur yfir í 6 vikur, tvo tíma í senn kl 16:15 – 18:15 í húsnæði Sálfræðistofu Suðurnesja Hafnargötu 51-55 efri hæð. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og einstaklingsverkefnum undir handleiðslu sálfræðinga. Meðal annars verður farið yfir tengsl hugsana og tilfinninga, helstu kvíðaraskanir, áhrif virkni á líðan, þróun grunnviðhorfa og hvernig takast má á við óttann á kerfisbundin hátt. Verð á námskeiðið er 35.000 kr. Við vekjum athygli á því að sum verkalýðsfélög niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Skráning og upplýsingar má fá með því að senda póst á salsud@salsud.is
Hulda Sævarsdóttir Sálfræðingur hulda@salsud.is sími: 898 6846
Instagram vikunnar gunnbjorn Það er svona gott veður í Keflavík. #vikurfrettir
Sigurður Þ. Þorsteinsson Sálfræðingur sigurdur@salsud.is sími: 847 6015
Sálfræðistofa Suðurnesja Hafnargata 51-55
Auglýsingasíminn er 421 0001
12
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 31. mars 2016
ATVINNA „Eitt töfrateppi, takk“ Óskum eftir starfsmanni í fullt starf á starfstöðinni okkar í Grindavík.
Gott ef viðkomandi er með lyftararéttindi en ekki nauðsynlegt. Íslenska er skilyrði. Góðir tekjumöguleikar í boði. Upplýsingar veitir stöðvastjóri á staðnum, Seljabót 2.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA HF.
ATVINNA Sumarafleysingar
Starfsmaður óskast í útkeyrslu og afgreiðslu á Fitjabakka 2 - 4. Umsóknareyðublöð eru á staðnum einnig er hægt að sækja um á steinar@olis. Æskilegt að umsækjandi sé ekki yngri en 20 ára.
í Frumleikhúsinu Á morgun, föstudaginn 1. apríl verður nýtt verk frumflutt í Frumleikhúsinu. Verkið er samstarfsverkefni Leikfélags Keflavíkur, NFS og VoxArena, leikfélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Handritshöfundar og leikstjórar eru leikfélagarnir Arnór Sindri Sölvason og Jón Bjarni Ísaksson en þeir sjá einnig um leikstjórn. Þeir Arnór og Jón Bjarni hafa lengi starfað með leikfélaginu og kunna því sitthvað fyrir sér þegar kemur að skrifum og leikstjórn. Einungis nemendur fjölbrautaskólans taka þátt sem leikarar og dansarar og er þarna á ferðinni mikið hæfileikafólk sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni. Auk leikara og dansara er stór hópur sem kemur að sviðsvinnu, förðun, ljósavinnu ofl. en alls taka um 50 manns þátt á einhvern hátt og hefur undirbúningur staðið yfir frá því í janúar en skrifin að verkinu hófust fyrir u.þ.b. 10 mánuðum síðan. S é rs tök f r am k v æ m d an e f n d skipuð stjórn LK, NFS og VoxArena hefur séð um alla framkvæmd verksins og skipulagsvinnu. Þetta er í fjórða skiptið sem Leikfélag Keflavíkur og FS vinna saman að uppsetningu enda öll aðstaða til fyrirmyndar í Frumleikhúsinu og gaman að leyfa öðrum að upplifa stemninguna sem skapast þar. Það er einlæg ósk okkar sem að sýningunni stöndum að Suðurnesjamenn kíki í Frumleikhúsið til þess að sjá þessa tímamótasýningu. Allar upplýsingar um sýningatíma, verð ofl. má finna á www.lk.is. Sjáumst í Frumleikhúsinu. Framkvæmdanefndin.
FS-INGUR VIKUNNAR
MAMMA, NENNIRÐU AÐ LEGGJA INNÁ MIG? Á hvaða braut ertu? Félagsfræði Hvaðan ertu og aldur? Ég er hálfur Ítali og hálfur Íslendingur, er 18 að verða 19 í desember. Helsti kostur FS? Heilsueflandi skóli. Áhugamál? Elda fyrir fólk og dansa af mér rassgatið.
AÐALFUNDUR SUÐURNESJADEILDAR BÚMANNA verður haldinn þriðjudaginn 5. apríl 2016 í Samkomuhúsinu Garði Gerðavegi 8 . Fundurinn hefst kl. 17:00. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Félagsmenn í Suðurnesjadeild hvattir til að mæta á fundinn Stjórnin.
Hvað hræðistu mest? Snáka og hákarla Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Sæmundur Ingi Margeirsson, fyrir listina sína, holy cow hvað hann er góður í sínu fagi
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Facebook, Snapchat og Lumman (fótbolta app) Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Blessaður og mamma, nennirðu að leggja inná mig? Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mjög gott Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Klára framhaldsskólann og fara í Háskóla og læra Sálfræði. Hver er best klædd/ur í FS? Veit ekki, fylgist voða lítið með fatnaði hjá fólki
Gabríel Mattia Luppi er 18 ára FS-ingur og búsettur í Njarðvík. Hann er á félagsfræðibraut og segir að Bogi sé uppáhalds kennarinn.
Eftirlætis:
Leikari: Jim Carrey
Kennari: Bogi félagsfræði kennari
Vefsíður: Fotbolti.net
Fag í skólanum: Íþróttir :)
Flíkin: Klárlega NFS hettupeysan
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Brandarabók Magga Mix
Sjónvarpsþættir: Núna er Blacklist í uppáhaldi hjá mér
Skyndibiti: Dominos/ Subway
Hver er þinn helsti galli? Hugsa ekki nógu vel um sjálfan mig
Kvikmynd: The Shawshank Redemption og Pulp Fiction
Hver er fyndnastur í skólanum? Pálmi Viðar Pétursson en ekki hvað? Hvað sástu síðast í bíó? Held Deadpool
Hljómsveit/tónlistarmaður: Coldplay og Robbie Williams
Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)? Ætli það sé ekki bara „Wake me up before you GoGo“ eða Total Eclipse Of The Heart…
fimmtudagur 31. mars 2016
13
VÍKURFRÉTTIR
UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum miðvíkudaginn 6. apríl nk. sem hér segir:
Grænir unnu starfshlaup FS Hið árlega Starfshlaup Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram í 21. sinn í síðustu viku en þessi keppni fór fyrst fram árið 1994. Fyrir þá sem ekki þekkja starfshlaupið þá reyna nemendur með sér í n.k. boðhlaupi þar sem keppt er í flestum þeim námsgreinum sem kenndar eru við skólann auk ýmis konar þrauta. Að þessu sinni kepptu fimm lið í hlaupinu en í hverju liði eru nokkrir tugir keppenda. Fyrir hverju liði fara nokkrir fyrirliðar sem koma úr hópi væntanlegra útskriftarnemenda skólans. Þó Starfshlaupið fari alltaf fram síðasta kennsludag fyrir páska er það farið að hafa nokkurn aðdraganda. Í ár var nokkrum sinnum keppt á sal í hádeginu síðustu vikurnar fyrir keppnina sjálfa. Þar var m.a. keppt í spurningakeppni, þrautakeppni, bekkpressu og Sing Star. Liðin taka stigin síðan með sér í sjálft Starfshlaupið. Alltaf verða einhverjar breytingar milli ára, einhverjar þrautir og greinar detta út og aðrar koma inn.
Keppnin sjálf byrjaði í Íþróttahúsinu þar sem keppt var í reiptogi, badminton, stultuhlaupi og fleiri greinum. Síðan var synt, hjólað og hlaupið en að því loknu þeystu keppendur inn í skólann þar sem liðin hlupu milli kennslustofa og leystu verkefni auk þess að leysa ýmsar þrautir á göngum. Keppnin endaði síðan á sal þar sem liðin dönsuðu, léku o.fl. Eins og áður sagði var keppnin mjög jöfn að þessu sinni sem hefur reyndar verið raunin undanfarin ár. Að lokum fór svo að Græna liðið vann en Gula liðið kom þar rétt á eftir og hin liðin voru ekki langt á eftir. Það var því Græna liðið sem hlaut Starfshlaupsbikarinn og pítsuveislu í verðlaun. Umsjónarmenn Starfshlaupsins eru íþróttakennararnir Kristjana Hildur Gunnarsdóttir og Andrés Þórarinn Eyjólfsson. Sjónvarp Víkurfrétta var á staðnum og í þætti vikunnar er skemmtilegt innslag um hlaupið.
Suðurgata 44, Keflavík, fnr. 209-0756, þingl. eig. Jónas Rafnsson og Maríanna Rós Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf,útibú, kl. 10:25.
Strandgata 10, Sandgerði, fnr. 2095050, þingl. eig. Hafliði Þórsson, gerðarbeiðendur BYR hf og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., kl. 08:45.
Hafnargata 66, Keflavík, fnr. 2088119, þingl. eig. Þorsteinn Elíasson, gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Íbúðalánasjóður og Landsbankinn hf., kl. 10:40.
Heiðarbraut 6, Sandgerði, fnr. 2094735 , þingl. eig. Helgi Þór Haraldsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, kl. 09:00.
Víkurbraut 3, Keflavík, fnr. 209-1279, þingl. eig. Hjalti Guðmundsson ehf., gerðarbeiðendur HS Veitur hf. og Reykjanesbær, kl. 10:55.
Skólabraut 10, Garður, fnr. 209-5715, þingl. eig. Sædís Sif Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Íbúðalánasjóður, kl. 09:20.
Brekkustígur 35C, Njarðvík, fnr. 2093080, þingl. eig. Guðbjörg Elsie Einarsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, kl. 11:10.
Hrauntún 4, Keflavík, fnr. 208-9191, þingl. eig. Kristján Freyr Imsland, gerðarbeiðendur Tollstjóri og Íbúðalánasjóður, kl. 09:40.
Fífumói 5C, Njarðvík, fnr. 209-3191, þingl. eig. Hilmir S Hálfdánarson, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf, Keflavík og Fífumói 5. húsfélag, kl. 11:25.
Sóltún 12, Kefalvík, fnr. 209-0487, þingl. eig. Ólafur Þór Gylfason og Fjórir vinir ehf., gerðarbeiðandi Eignarhaldsfélag Suðurnesja hf., kl. 09:55. Sunnubraut 50, Kefalvík, fnr. 2090880, þingl. eig. Hrefna Björk Sigurðardóttir og Ólafur Jónsson, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf. Reykjanesbær, kl. 10:10.
SUNNUDAGUR 3. APRÍL KL. 11:00 OG KL. 14:00. Fermingarguðsþjónusta. Heiðarskólabörn verða fermd. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Prestar eru Erla Guðmundsdóttir og Eva Björk Valdimarsdóttir. MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL KL. 12:00 Kyrrðarstund í kapellu vonarinnar. Súpa og brauð 500 kr.
Steinás 26, Njarðvík, fnr. 226-8441, þingl. eig. Sæmundur Örn Kjærnested, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 6. apríl nk. kl. 11:40. Háseyla 26, Njarðvík, fnr. 228-9501, þingl. eig. Erlingur Jens Leifsson og Kristjana E Guðlaugsdóttir, gerðarb eiðendur Íbúðalánasjó ður og Reykjanesbær, kl. 11:55.
Njarðvíkurbraut 16, Njarðvík, fnr. 209-3985, þingl. eig. Valur Freyr Hansson og Sólveig Jóna Sævarsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, kl. 12:10. Heiðargerði 1, Vogar, fnr. 2278340, þingl. eig. Ingibjörg Magnúsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf.Vesturbæ, kl. 12:20. Víkurbraut 54, Grindavík, fnr. 2092564, þingl. eig. Jóhann Helgi Aðalgeirsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Grindavíkurbær og Landsbankinn hf., kl. 12:50. Brautarsel 39, Njarðvík, fnr. 233-2503, þingl. eig. Ökugerði eignarhaldsfélag ehf., gerðarbeiðandi Reykjanesbær, kl. 13:15. Mávatjörn 10, Njarðvík , fnr. 2284377, þingl. eig. Stefán Hjálmarsson og Victoria Nunez Cavazos, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, SjóváAlmennar tryggingar hf. og Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra, kl. 13:30. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 29. mars 2016, Ásgeir Eíriksson, staðgengill sýslumanns.
ATVINNA Icelandic Ný-Fiskur Sandgerði óskar eftir starfsfólki í fiskvinnslu. Framtíðar og sumarstörf í boði.
Verið velkomin
á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00
Icelandic Ný-Fiskur Sandgerði is hiring employees in our fish processing factory. Permanent employment or summer period available. Umsóknir skal senda á skrifstofa@nyfiskur.is eða koma á staðinn og fylla út umsókn.
Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Atvinna Starf í bókunardeild og gestamóttöku
NÝTT
Forvarnir með næringu
Leitum að starfskrafti á Airport Hotel Aurora við Flugstöð til að hafa umsjón með hótelbókunum, svara fyrirspurnum viðskiptavina og annast samskipti við ferðaskrifstofur. Góð tölvu og tungumálakunnátta áskilin. Vinsamlega sendið umsókn á hotelairport@hotelairport.is
Opið alla daga fram á kvöld
STAPAFELL
Hafnargötu 50, Keflavík
14
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 31. mars 2016
ÍÞRÓTTIR
Eyþór Sæmundsson // eythor@vf.is
SÆ
KT
U
UM
NÚ
NA
ÞJÓNUSTUFULLTRÚI Í BÍLALEIGU Í KEFLAVÍK
Thrifty Car Rental, bílaleiga Brimborgar, leitar að röskum og jákvæðum starfsmanni í starf þjónustufulltrúa á starfsstöðvar í Keflavík. Skemmtilegt og krefjandi starf í líflegu umhverfi. Stutt lýsing á starfi: • Afhending bíla til erlendra sem innlendra viðskiptavina og móttaka við leiguskil • Upplýsingagjöf og sala þjónustu • Skráning bókana • Skutl viðskiptavina til og frá starfstöð Hæfniskröfur: • Stúdentspróf og/eða reynsla af sambærilegu starfi • Hæfni í tölvunotkun • Gilt bílpróf og vera jafnvíg(ur) á beinskiptan og sjálfskiptan bíl • Framúrskarandi þjónustulund • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
Verður langt og erfitt sumar
Unnið er á vöktum 06:00-18:00 og frá 18:00-06:00 (5/4). Nánari upplýsingar um starfið má finna á www.brimborg.is (laus störf). Umsóknarfrestur er til 9. apríl 2016
Þjónustufulltrúi_Víkurfréttir_99x200_20160119.indd 1
●●Magnús Gunnarsson ekki viss um hvort körfuboltaferlinum sé lokið ●●Keflvíkingar ragir gegn Stólunum og duttu út úr úrslitakeppninni
30.3.2016 09:12:56
DÆLUHÚÐUN/RAFTECH
ATVINNA Óskum eftir rafvirkja og starfsmanni á verkstæði.
Óskað er eftir starfsmönnum við töflusmíði, uppsetningu stýringa, og almenna rafvirkjun. Viðgerðir á verkstæði og uppsetningar á búnaði. Upplýsingar í símum 895-3556 og 612-5552 eða á netföngin gulli@hudun.is eða kalli@raftech.is
S:612-5552 895-3556
www.fiskeldi.is
Keflvíkingar eru úr leik í úrslitakeppni karla í körfunni eftir 3-1 tap gegn Tindastólsmönnum í 8-liða úrslitum. Fjórði leikurinn fyrir norðan var algjör hörmung fyrir Suðurnesjamenn en þeir töpuðu með 29 stiga mun og mættu engan veginn klárir til leiks. Magnús Gunnarsson fyrirliði liðsins segir að hans menn hafi ekki verið tilbúnir í slaginn. Hann segir einnig að Jerome Hill hafi ekki náð að halda haus gegn fyrrum liðsfélögum sínum hjá Stólunum. Magnús ætlar að hugsa sig vel og vandlega um í sumar varðandi framhaldið í boltanum. Magnús segir að rútuferðin suður hafi verið döpur og erfitt hafi verið að festa svefn eftir leik. „Við ræddum þetta allt fram og tilbaka. Það var lítið sem við gátum gert í þessu. Ef við horfum samt yfir tímabilið þá stóðum við okkur ágætlega miðað við allar spár,“ segir fyrirliði Keflvíkinga. Magnús segist þó ekki hafa fundið fyrir pressu eftir frábæra byrjun á tímabilinu. „Það versta sem gat gerst fyrir okkur var að lenda á móti þessu Tindastólsliði. Bæði með það að fara norður og með þessi skipti á Hill,“ en eins og kunnugt er þá var Hill látinn fara frá Króknum og Keflvíkingar ákváðu að nýta sér starfskrafta hans eftir að hafa látið Earl Brown taka poka sinn.
Hræddir og ragir við Stólana
Varðandi leikinn á Króknum þá viðurkennir Magnús að Keflvíkingar hafi ekki verið klárir í slaginn. „Við mættum ekki tilbúnir. Við vorum hræddir og ragir frá fyrstu mínútu. Spennustigið var vitlaust stillt hjá okkur. Þetta er hörkulið, rándýrt lið sem á ekkert að vera í sjötta sæti.“ Keflvíkingar bitu frá sér í þriðja leik eftir að hafa tapað tveimur fyrstu nokkuð sannfærandi. „Í þriðja leiknum vorum við að spila okkar leik og hættum að hugsa um allt í kring um okkur. Þriðji leikurinn fyrir norðan var rosalega sérstakur og skrýtinn leikur,“ segir Magnús og bætir við. „Þegar maður lendir undir svona fljótt í leiknum þá ætlar maður að skora alltaf nokkrar körfur í einu. Maður áttar sig svo á því seinna að það er ekki hægt. Mér fannst við reyna og reyna en það fór ekkert ofan í og ekkert gekk upp hjá okkur.“ Kanaskipti Keflvíkinga fóru misvel í stuðningsmenn liðsins. Mörgum fannst sem að Hill væri alls ekki sú uppfærsla frá Earl Brown sem vonast var eftir. „Þessi skipti held ég að hafi verið hárrétt. Hill nýttist okkur vel. Hann er góður leikmaður eins og hann sýndi. Það var verst fyrir hann að vera sagt upp hjá Stólunum, þá varð þetta svolítið persónulegt stríð hjá honum gegn þeim. Því miður þá náði hann ekki að höndla það al-
mennilega. Spennustigið var rangt stillt hjá honum og við náðum ekki að hjálpa honum í því. Við fundum fyrir röngum straumum frá honum. Hann var að einblína á vitlausa hluti. Ég verð þó að segja að það væri gaman að skoða líkamann á honum eftir viðureignina við Helga Rafn Viggós. Hann klípur hann allan leikinn og þess vegna er hann með þessi látbrögð. Helgi er sniðugur, hann komst í hausinn á honum og vann sálfræðistríðið.“
Langar ekki að hætta eftir snemmbúið sumarfrí
Magnús er 35 ára gamall á árinu og hefur verið í fremstu röð körfuboltamanna í landinu í hart nær tvo áratugi. Magnús hlær við þegar hann er spurður um framtíðarhorfur í körfuboltanum. Verður hann í Keflavíkurbúning á næsta tímabili eða lætur hann gott heita? „Ég hugsa að þetta verði langt og erfitt sumar hjá mér. Ég ætla bara að sjá til í hvernig standi ég verð, hvernig ég æfi í sumar og hvað gerist hjá mér. Það kemur þó upp í hausinn á manni að mig langar ekki að hætta eftir að hafa dottið út í 8-liða úrslitum, en það kemur allt í ljós.“ Stórskyttan hefur ekki miklar áhyggjur af stöðu félagsins og segir bjarta tíma framundan. „Það verður gaman að sjá hverjir verða tilbúnir í slaginn á næsta ári, vonandi verða það sem flestir sem eru hjá liðinu.“
VIKULEGUR FRÉTTAMAGASÍNÞÁTTUR FRÁ SUÐURNESJUM Í SJÓNVARPI Á ÍNN FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 21:30 NORÐURKOTSSKÓLI
RAFTÓNLISTIN
Við Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd er lítið hús með stórar hugmyndir. Við skoðum það í þættinum.
Björn Valur vinnur tónlist með Emmsjé Gauta og Úlfi Úlfi.
STARFSHLAUPIÐ Hið árlega starfshlaup FS vekur ávallt athygli. Við vorum þar!
inum! tt æ þ a k s á p r ú ta s e b Brot af því
TAEKWONDO Í KEFLAVÍK
Íslandsmótið í bardaga fór fram í Keflavík þar sem heimamenn vörðu titilinn. Við vorum á mótinu.
Sjónvarp Víkurfrétta
- eitthvað fyrir alla!
fimmtudagur 31. mars 2016
15
VÍKURFRÉTTIR
ATVINNA
Vantar bifvélavirkja eða vanan verkstæðismann til starfa. Nauðsynlegt að umsækjendur séu bæði talandi á Íslensku og skrifandi. Umsóknum svarað á staðnum.
Arnór Ingvi:
Ekki viss um landsliðssæti en sáttur með frammistöðuna
Iðavellir 9c - 230 Reykjanesbæ - Sími: 421 8085 - Farsími: 857 9979
„Ég er ekki svo viss að ég sé búinn að tryggja mér sæti í landsliðshópnum fyrir EM í Frakklandi. Það eru svo margir góðir leikmenn en ég reyni að nýta mínar mínútur eins vel og ég get og leggja mig 100% fram,“ sagði Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í knattspyrnu í viðtali við fotbolti.net en hann skoraði fyrsta mark Íslands gegn Grikklandi í vináttuleik þar ytra í gærkvöldi. „Ég er þokkalega sáttur með mína frammistöðu. Fyrir markið hefði ég getað sett hann en boltinn fór yfir markið. Ég náði að bæta það upp tveimur mínútum seinna.“ Arnór hleypti von í íslenska liðið þegar það var tveimur mörkum undir þegar hann skoraði markið seint í fyrri hálfleik. Skömmu áður hafði hann átt glæsilegt skot af löngu færi en það endaði í þverslánni. Flestir spekingar telja að Arnór Ingvi sé búinn að tryggja sig inn í landsliðshópinn sem fer á EM í Frakklandi en hann hefur skorað þrjú mörk í sex undirbúningsleikjunum, m.a. í síðustu tveimur. mynd: Arnór Ingvi á fullri ferð gegn Grikkjum. VF-mynd/fotbolti.net
Halda Njarðvíkingar uppi heiðri Suðurnesjaliðanna? Aðeins eitt Suðurnesjalið á möguleika að komast í undanúrslit Domino’s deildarinnar í körfu eftir að Keflvíkingar og Grindavíkingar duttu út en Njarðvíkingar eiga oddaleik fyrir höndum. Staðan í viðureign þeirra við Stjörnuna er 2-2 en þeir grænu náðu ekki að klára dæmið í Ljónagryfjunni sl. þriðjdagskvöld. Njarðvíkingar náðu einhvern veginn aldrei nógu miklum dampi gegn Stjörnunni í fjórða leik liðanna. Þeirra bíður erfiður leikur í kvöld í Garðabæ en hafa þó sýnt að þeir geta leikandi
unnið þar. Grindvíkingar fóru eins og Keflvíkingar snemma í frí þetta árið. Chuck Garcia, erlendur leikmaður þeirra, var alls ekki að standa undir væntingum og virtist sem hann hefði engan áhuga á að vera í Grindavík. Eftir að hafa naumlega komist í úrslitakeppnina var Grindvíkingum sópað aftur í burtu af Íslands- og deildarmeisturum KR, 3-0. Keflvíkingar töpuðu fjórða leiknum í einvíginu við Tindastól á Króknum sl. mánudag. Sáu aldrei til sólar og töpuðu 3-1.
Úrslitakeppni kvenna hafin
ATVINNA Airport fashion er norsk kveðja sem er með glæsilega verslun á Keflavíkurflugvelli. Við leitum að einstaklega þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika og þægilega framkomu, um er að ræða Sumarstörf. Okkur vantar starfsfólki bæði í hluta- og heilsdagsstörf en um er að ræða vaktavinnu, umsækjendur þurfa að vera eldri en 20 ára. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn á inga.reynisdottir@airportretail.is
■■Undanúrslitin í kvennaboltanum hófust í gærkvöldi en þar munu Grindavíkurkonur takast á við deildarmeistara Hauka. Nánari upplýsingar um þá rimmu má nálgast á vefsíðu okkar vf.is.
80
ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ KNATTSPYRNUFÉLAGSINS VÍÐIS Í GARÐI 7. MAÍ 2016
VEISLUSTJÓRI: BJÖRN BRAGI
JÓN JÓNSSON OG FRIÐRIK DÓR
HLJÓMSVEITIN BUFFIÐ
DAGSKRÁ
■ Veisluþjónustan Rétturinn sér um dýrindis hlaðborð. Sjá nánar á vidirgardi.is ■ Sýnt brot úr heimildarmynd um gullaldarlið Víðis ■ Íþróttahúsið í Garði
■ Húsið opnar kl 19:00 borðhald hefst kl 20:00 ■ Miðaverð 7.500-, ■ Forsala aðgöngumiða hefst kl 19:30 4. apríl í Víðishúsinu
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001
Mundi
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
facebook.com/vikurfrettirehf
Páll Óskar vinsæll í Rokksafni Íslands ■■Alls heimsóttu 15.594 manns Rokksafn Íslands á síðasta ári og má það helst rekja til vinsælda sýni ng ar i n n ar u m Pál Óskar, Einkasafn poppstjörnu. Hlutfall gesta Rokksafnsins var 90% Íslendingar og 10% erlendir gestir. Þá seldust 3.793 miðar á viðburði í Hljómahöll á síð asta ári sem er talsverð aukning frá árinu áður þegar 1.660 miðar seldust. Þá jókst velta af útleigu á sölum í hús næði Hljómahallar um 50% frá árinu áður, að því er fram kemur í ársskýrslu Hljómahallar fyrir árið 2015 sem kynnt var í menningarráði Reykjanes bæjar á dögunum.
twitter.com/vikurfrettir
instagram.com/vikurfrettir
Metfjöldi flugfélaga í sumar á Keflavíkurflugvelli Alls hafa 25 flugfélög boðað komu sína til Íslands í sumar. Hefur flug félögunum því fjölgað um fimm frá árinu 2015 þegar 20 félög lentu hér á landi með farþega sína. Er þetta tölu verð fjölgun en árið 2010 voru flug félögin einungis tíu talsins og fimm árið 2005.
Áætlað er að um 6,7 milljónir far þega fari um Keflavíkurflugvöll í ár en til samanburðar fóru um 4,8 millj ónir manna um völlinn í fyrra. Þar á meðal eru komu-, brottfarar- og skiptifarþegar og því eykst heildarálag á flugvöllinn milli ára.
HARÐPARKET
Börn úr Sandgerði í stórhættulegri ævintýrabók ■■Nemendur Grunnskóla Sandgerðis verða gerð að persónum í stórhættulegri ævintýrabók, Bernskubrek Ævars vísindamanns: Vélmennaárásin, sem kemur út í apríl. Í byrjun vikunnar var dregið í lestrarátaki Ævars vísindamanns, sem stóð frá 1. janúar til 1. mars. Eftir talningu á innsendum lestrarmiðum kom í ljós að um 54 þúsund bækur voru lesnar í átakinu, en allir krakkar í 1. til 7. bekk máttu taka þátt. Þátttakan var framar öllum vonum, stærstur hluti gunnskóla landsins sendi inn lestrarmiða, sem og Glad saxeskóli í Danmörku, en þar stunda íslenskir krakkar nám. Krakkarnir sem dregnir voru úr lestrarátaks pottinum eru í Grunnskólanum í Sandgerði, Laugarnesskóla, Hörðu vallaskóla, Árskóla Sauðárkróki og Hríseyjarskóla. Í fyrra voru rúmlega 60 þúsund bækur lesnar á fjórum mánuðum í sama átaki, sem þýðir að tæpar 115 þúsund bækur hafa nú verið lesnar í lestrarátökum Ævars. Lestrátak Ævars vísindamanns er hugarfóstur Ævars Þórs Benedikts sonar, unnið þetta árið í samstarfi við Forlagið, Landsbankann, Ibby, Sorpu, 123Skóla, Menntamálastofnun, Odda, RÚV, Ikea og Heimili og skóla.
Hvurs lags er þetta, má maður ekki lengur bjóða ferðamönnum í kaffi og vöfflur öðru vísi en að fá leyfi?
EUROWOOD 8mm harðparket. TWO STRIP, bandsöguð áferð 19,3x138 cm
1.995 kr. m 1.695 kr. m 2
2
AC4
EUROWOOD KIBO EIK, Planki 12 mm, Gráhvít 18,8x184,5 cm
3.495 kr. m 2.971kr. m 2
15%
2
AC5
EUROWOOD KIBO EIK „Smoked“, Planki 12 mm, Grá 18,8x184,5 cm
3.495 kr. m 2.971kr. m 2
2
AC5
kynningarafsláttur
EUROWOOD KIPO EIK 12mm harðparket, 18,8x187,5 cm
3.495 kr. m 2.971kr. m 2
2
AC5 LAMIWOOD Eik bandsöguð áferð 1215x194x8,3 mm
1.890 kr. m
Vogar stækka bæjarskrifstofuna ■■Ráðist hefur verið í heilmiklar endurbætur á húsnæði bæjarskrifstofu Voga. Skrifstofur bæjarfélagsins stækka og útbúin hefur verið góð fundaraðstaða ásamt vinnustöðvum m.a. fyrir skipulags- og byggingafulltrúa, starfsfólk félagsþjónustunnar og lögregluna. Viðvera lögreglunnar færist því úr nú verandi aðstöðu í íþróttamiðstöðinni á bæjarskrifstofuna. Þá er gert ráð fyrir að næsti fundur bæjarstjórnar verði haldinn í hinni nýju fundarað stöðu, miðvikudaginn 30. mars.
2
AC4
2mm undirlag 16,5m2 kr.
2.890 2.312 AC4 Comfort line plastparket, eik 1215x194x8,3 mm
1.655 kr. m 1.423 2
AC4 Fösuð Eik Country, planki 1215x168x8,3 mm
1.790 kr. m 1.522
Reykjavík
Kletthálsi 7.
Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16
Reykjanesbær
Fuglavík 18.
Opið virka daga kl. 8-18
2
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!