14 tbl 2014

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan greiðsluþáttöku

Sími: 421 0000

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Hringbraut 99 - 577 1150

Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

vf.is

F IMMTUDAGUR INN 10. AP R ÍL 2 0 14 • 14. TÖ LU BLA Ð • 35. Á RGA NGU R

Vatnalóa finnst í Garðinum

B

j ar n i S æmu n d s s on fuglaáhugamaður fann þessa vatnalóu í Garðinum í síðustu viku. Þetta er í fyrsta skipti sem fugl þessar tegundar finnst á Íslandi. Vatnalóa líkist mjög sandlóu en er ögn minni og með áberandi augnhring meðal annars.

HÖLL HLJÓMANNA OPNUÐ „Hér er risin virkjun tónlistarinnar, stærsta virkjun okkar í héraði – mælt í mannfólki sem vinnur beint við þessa virkjun, mælt í gleði af afrakstri þessarar virkjunar. Hér er virkjun sem framleiðir bæði rafmagnaða og órafmagnaða tónlist – hér er virkjun mannsandans,“ sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri við formlega opnun Hljómahallar í Reykjanesbæ sl. laugardag. Hljómahöll býr yfir einum glæsilegasta tónlistarskóla landsins og splunku-

nýju Rokksafni Íslands. Árni og lofaði arkitektúrinn í húsinu og þá iðnaðarmenn sem komu að verkinu sem hefur verið í framkvæmd síðustu fimm ár. Ítarlega er fjallað um Hljómahöll í blaðinu í dag. Í kvöld er Sjónvarp Víkurfrétta á dagskrá á ÍNN kl. 21:30. Þátturinn er tileinkaður Hljómahöll og innihlegur fjölda viðtala og tónlistaratriði. Þátturinn verður einnig aðgengilegur á vf.is í háskerpu.

Vatnalóan sem fannst í Garðinum í síðustu viku. Myndina tók Bjarni Sæmundsson.

n Afmælisfagnaður í Grindavík í dag vegna 40 ára kaupstaðarafmælis:

Forsetahjónin til Grindavíkur Í

umar ökuferðir enda öðruvísi en ætlað var. Þessi bifreið hafnaði inni á gólfi í Bílanausti við Krossmóa í Reykjanesbæ.. Rúða í versluninni brotnaði og skemmdir urðu á bifreið á bílastæði framan við Bílanaust. Ekki urðu alvarleg slys á fólki en ökumanni og farþega var brugðið.

FÍTON / SÍA

Ók inn í Bílanaust S

dag fagnar Grindavíkurbæjar 40 ára kaupstaðarafmæli. Í tilefni dagsins verður skemmtileg afmælisdagskrá fyrir alla aldurshópa frá morgni til kvölds. Forsetahjónin heimsækja Grindavík á afmælisdaginn og koma víða við. Um morguninn verður flaggað um allan bæ í tilefni afmælisins og fyrirtæki og stofnanir hvött til þess að halda upp á daginn með starfsfólki sínu og taka vel á móti gestum. Verslanir og þjónustuaðilar verða með tilboð í tilefni afmælisins. Ókeypis aðgangur verður í sund í tilefni 40 ára kaupstaðarafmælis og 20 ára af-

einföld reiknivél á ebox.is

mælis sundlaugarinnar. Eurovisionfararnir úr Pollapönk mæta á leikskólana Laut og

Krók og skemmta ungum aðdáendum sínum. Einnig verða strákarnir í Hópsskóla. Grindavíkurbær ætlar svo að gefa bæjarbúum frítt bókasafnsskírteini allt afmælisárið. Dagkráin um kvöldið er svo ekki af verri endanum en þá verður m.a. boðið upp á Íþróttaafmælisfjör í íþróttahúsinu fyrir 3-8 ára sem vilja spreyta sig í þrautabrautum eða taka þátt í leikjum. Ýmis tónlistaratriði verða í boði og mun Ari Eldjárn kitla hláturstaugar gesta með uppistandi í grunnskólanum klukkan 19:00 þar sem grindvíski rapparinn Ari Auðunn hitar upp.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.


2

fimmtudagurinn 10. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR

HOLTASKÓLI

ATVINNA Holtaskóli starfar eftir PBS atferlisstefnunni, stuðningur við jákvæða hegðun. Lögð er áhersla á metnaðarfullt skólastarf þar sem líðan og árangur nemenda er í öndvegi.

-fréttir

pósturu vf@vf.is

n Öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli:

Rekstur bygginga kostar 71 milljón á ári

Kennarar óskast til starfa næsta skólaár Umsóknarfrestur er til 6. maí en ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst.

Frá öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli

Starfssvið: • Umsjónarkennsla á yngsta- og miðstigi • Samfélagsfræðikennsla á miðstigi • Sérkennsla Menntunar- og hæfniskröfur: • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla • Góð íslenskukunnátta • Góð mannleg samskipti • Metnaður til að bæta námsárangur og vinna að framkvæmd framtíðarsýnar Reykjanesbæjar í skólamálum Umsókn fylgi afrit af leyfisbréfi og ferilskrá ásamt upplýsingum um meðmælendur. Sækja skal um starfið á http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Upplýsingar veita skólastjórnendur, Eðvarð Þór Eðvarðsson, edvard.t.edvardsson@holtaskoli.is, sími 842-5640 og Helga Hildur Snorradóttir, helga.h.snorradottir@holtaskoli.is ,sími 848-1268

ÞJÓNUSTUVER REYKJANESBÆJAR

SUMARAFLEYSINGAR Þjónustuver Reykjanesbæjar óskar eftir starfsmanni í sumarafleysingar. Í starfinu felst meðal annars móttaka viðskiptavina, símsvörun, afgreiðsla, upplýsingagjöf ásamt ritun og skráningu gagna. Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 22 ára aldri og hafi stúdentspróf eða aðra sambærilega menntun. Við leitum að einstaklingi sem er samviskusamur og jákvæður ásamt því að eiga auðvelt með mannleg samskipti. Sækja skal um starfið á www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf og er umsóknarfrestur til 24.apríl 2014. Einungis er tekið við rafrænum umsóknum. Nánari upplýsingar veitir Sólveig Einarsdóttir, þjónustustjóri, solveig.einarsdottir@reykjanesbaer.is eða í síma 421-6700.

ROKKSAFN ÍSLANDS

HLJÓMAHÖLL Opið frá kl. 12:00 – 17:00 Aðgangseyrir kr. 1.500 (frítt fyrir 6 ára og yngri) Hægt að panta leiðsögn á info@hljomaholl.is Símanúmer 420 1030. Sjá nánar á rokksafn.is og á Facebook. Verið velkomin.

R

íkið greiðir fyrir rekstur 58 bygginga á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Samtals eru þessar byggingar tæpir 52.000 m2. Byggingarnar eru flestar í einhverri notkun ef frá eru taldar sex byggingar sem hafa verið aftengdar frá hita- og rafveitum og verða að öllum líkindum rifnar. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Silja Daggar Gunnarsdóttur alþingismanns um byggingar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Margar byggingar eru aðeins tengdar við rafveitu og því óverulegur kostnaður tengdur rekstri þeirra. Vannýtt rými er í dag metið um 12.560 m2 og er þá fyrst og fremst um að ræða rými í byggingum sem eru að hluta í fullri notkun en hægt væri að nýta betur. Áætlaður rekstrarkostnaður 2014 fyrir þær 58 byggingar sem hér um ræðir er 70.984.427 kr. Ekki liggja fyrir nákvæmar kostnaðartölur vegna rýmis sem ekki er að fullu nýtt. Af þeim byggingum sem eru á öryggissvæðinu eru 16 í umsjón Isavia, eitt flugskýli er leigt til Flugskóla

Keilis, eitt vöruhús er í umsjón embættis ríkislögreglustjóra og hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg einnig afnot af einu vöruhúsinu. Olíudreifing ehf. er með olíubirgðastöðvarnar og tengd kerfi á leigu. Framangreindir aðilar eru ábyrgir fyrir allri notkun, rekstri og viðhaldi. Rafkerfi breytt fyrir 585 milljónir króna Búið er að breyta rafkerfum í 20 byggingum á öryggissvæðinu. Í desember 2013 hófst vinna við að breyta rafkerfum í stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli og er síðan ráðgert að flugskýli 831 verði að hluta til breytt síðar á árinu. Almennt gildir að umfang breytinga miðast við notkun bygginga eins og hún er í dag. Á vestursvæðinu verður 31 byggingu ekki breytt fyrir en eftir 2017, þ.e. þær hafa verið tengdar við bráðabirgðadreifikerfi sem rekið er í samvinnu við Isavia. Ekki er á dagskrá að breyta rafkerfum í fimm til sex byggingum á öryggissvæðinu þar sem ekki er sjáanleg framtíðarnotkun eða ástand

Erla Ósk Pétursdóttir, Codland; Hjálmar Árnason, Keilir; Hanna María Kristjánsdóttir, Þekkingarsetur Suðurnesja.

þeirra með þeim hætti að til stendur að rífa þær. Leigutakar eru ábyrgir fyrir rafkerfisbreytingum í þeim byggingum sem þeir hafa til umráða. Áætlaður heildarkostnaður við rafkerfisbreytingar á mannvirkjum á öryggissvæðinu, þ.e. þær breytingar sem lokið verður við fyrir árslok 2014, er 585 millj. kr., þar af er búið að framkvæma fyrir um 339 millj. kr. Verkefnið er fjármagnað með framlögum úr sjóðum Atlantshafsbandalagsins og framlögum sem Ratsjárstofnun hafði til viðhalds á mannvirkjum bandalagsins.

Alvarlega slasaður eftir vinnuslys - féll úr lestaropi flugvélar uTvö vinnuslys urðu í umdæmi

lögreglunnar á Suðurnesjum í síðustu viku. Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli féll aftur fyrir sig niður um lestarop flugvélar við affermingu hennar og lenti á flughlaðinu. Fallhæðin var tæplega þrír metrar. Viðkomanda var komið undir læknishendur á Landspítala, en hann reyndist alvarlega slasaður á höfði. Þá slasaðist sjómaður um borð í m/b Keili SI-145 þegar hann lenti með höndina í netaspili, með þeim afleiðingum að þumalfingur hans brotnaði. Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Fundu mikið magn af kannabis í goskæli

Codland, Keilir og Þekkingarsetur Suðurnesja í samstarf – Samstarf sjávarútvegsfyrirtækja og menntastofnana á Suðurnesjum

C

odland, Keilir og Þekkingarsetur Suðurnesja hafa gert með sér samkomulag sem miðar að verðmætasköpun í sjávarútvegi með því að tengja saman mennta- og rannsóknastofnanir og fyrirtæki í sjávarútvegi. Codland er fullvinnslufyrirtæki í sameiginlegri eigu sjávarútvegsfyrirtækja með það að markmiði að skapa grundvöll fyrir frekari þróun í sjávarútvegi. Hlutverk Codland er að efla ímynd haftengdrar starfsemi, hámarka fullnýtingu á fisktengdum afurðum og hvetja til umræðu og samstarfs sem skilar sér í auknu verðmæti afurða. Codland, Keilir og Þekkingarsetur Suðurnesja hafa gert með sér samkomulag sem stefnir að ofangreindum markmiðum. Með því er verið að leiða saman fyrirtæki í sjávarútvegi annars vegar og hins vegar samfélag mennta og vísinda. Þannig eru tvær auðlindir tengdar

saman í þeirri trú að verðmæti aukist enn frekar. Keilir ræður yfir einstakri aðstöðu til rannsókna og þróunarverkefna, ásamt sérhæfðum búnaði og tæknismiðju. Þá hafa fyrirtæki, meðal annars í sjávarútvegi, sóst í auknum mæli eftir því að háskólanemendur Keilis í tæknifræði taki að sér styttri og lengri verkefni. Út úr því samstarfi hafa nú þegar orðið til mörg athyglisverð nýsköpunarverkefni. Þekkingarsetur Suðurnesja leggur m.a. áherslu á rannsóknir og athuganir á lífríki sjávar. Aðstaðan í Sandgerði býður upp á fjölbreytileg tækifæri sem meistara- og doktorsnemar nýta sér dyggilega ásamt innlendum og erlendum rannsóknastofnunum. Með samstarfinu krækja fyrirtækin höndum saman um að nýta þau tækifæri sem auðlindir hafs og hugar fela í sér.

u Mikið magn af kannabisefnum fannst í húsleit, sem lögreglan á Suðurnesjum gerði í húsnæði í umdæminu í vikunni sem leið. Efnið fannst í goskæli í bílskúr. Ýmsu dóti hafði verið raðað fyrir framan kælinn og var aðgengi að honum því þröngt. Karlmaður um þrítugt var handtekinn vegna málsins og færður á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af honum. Hann var laus úr haldi að því loknu.

Hugmyndasmiðja um hafnarsvæðið og miðbæinn - í Kvikunni í Grindavík u Opin hugmyndasmiðja var haldin í Kvikunni í Grindavík um helgina þar sem hátt í 30 manns mættu til að móta hugmyndir fyrir skipulagsvinnu Bæjarstjórnar Grindavíkur fyrir miðbæ og hafnarsvæði í Grindavík. Fundurinn tókst að sögn þátttakenda virkilega vel en umsjón hans var í höndum EFLU verkfræðistofu og Ármanns Halldórssonar sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs. Margar góðar hugmyndir litu dagsins ljós og verða þær nýttar í þá skipulagsvinnu sem framundan er og kynnt verður síðar.


www.kia.com

7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum.

Glæsilegur Kia Rio

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 4 - 0 1 3 4

- rúmgóður og einstaklega sparneytinn

Eyðir aðeins frá 3,6 lítrum á hundraðið Nútímatækni og hönnun hefur ekki einungis skilað mögnuðum gæðabíl, heldur er hann einn sparneytnasti fjöldaframleiddi dísilbíll í heimi. Magn CO2 í útblæstri er einnig mjög lítið svo hann fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mínútur í senn. Að sjálfsögðu er 7 ára ábyrgð á nýjum Kia Rio, svo hún gildir til ársins 2021. Fjölbreytt fjármögnun í boði: Bílasamningar til allt að sjö ára og vaxtalaus lán til þriggja ára fyrir allt að 40% af kaupverði. Komdu við í sýningarsal Öskju að Krókhálsi 11 eða hjá umboðsmönnum okkar og kynntu þér þennan einstaklega sparneytna bíl.

Eigum bíla til afgreiðslu strax! Komdu og reynsluaktu.

Verð frá

2.590.777 kr. Rio 1,1 dísil

Aðeins 24.980

kr. á mánuði í 84 mánuði*

*M.v. 1.129.000 kr. útborgun eða uppítökubíl að sambærilegu verðmæti og bílasamning ERGO í 84 mánuði. 9,55% óverðtryggðir vextir. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,5%.

Holtsgötu 52 · Reykjanesbær · Sími 420 5000 · ksteinarsson.is

Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.


4

fimmtudagurinn 10. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

GARÐASEL

ATVINNA

n Viðskipti og atvinnulíf:

Aðstoðarleikskólastjóri Heilsuleikskólinn Garðasel auglýsir stöðu aðstoðarleikskólastjóra lausa til eins árs frá 11. ágúst 2014 – 11. ágúst 2015. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, jákvæðni, samskiptahæfni, þjónustulund og áhuga á þróun nýjunga í leikskólastarfi. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf og leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf sem leikskólakennari • Reynsla af stjórnun æskileg. • Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða. • Lipurð og hæfni í samskiptum. • Sjálfstæði og frumkvæði. • Góð tölvukunnátta • Góð íslenskukunnátta Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Félags stjórnenda leikskóla.

Aðstoðarmatráður Starfskraftur óskast í 100% stöðu aðstoðarmatráðs frá 1. júní 2014 eða eftir samkomulagi. Helstu verkefni: • Að annast öll almenn störf í eldhúsi og þvottahúsi í samvinnu við matráð og leikskólastjóra leikskólans. Hæfniskröfur: • Óskað er eftir sjálfstæðum, ábyrgum og jákvæðum einstaklingi • Áhugi á að framreiða hollan og næringarríkan mat. • Eigi auðvelt með samskipti og sé tilbúinn að takast á við krefjandi og skemmtilegt starf. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur fyrir bæði störf er til og með 28. apríl 2014. Sækja skal um störfin á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Guðjónsdóttir leikskólastjóri í síma 420-3160 eða 896-5058 eða með tölvupósti á ingibjorg.gudjonsdottir@leikskolinngardasel.is

EKUR ÞÚ VARLEGA?

30 km hámarkshraði er í íbúðahverfum. Hvetjum íbúa til að aka varlega

Sýnum tillitssemi – ökum varlega.

pósturu vf@vf.is

30

Ný fasteignasala í Reykjanesbæ F

orsvarsmenn LS L egal í Reykjanesbæ hafa opnað fasteignasölu á skrifstofu stofunnar að Hafnargötu 51-55 í Reykjanesbæ og hefur fasteignasalan hlotið nafnið PRODOMO. Lilja Valþórsdóttir mun gegna stöðu sölumanns fasteigna í fullu starfi og hefur hún þegar hafið störf. Forsvarsmenn LS Legal og starfsmenn PRODOMO telja að framundan séu spennandi tímar í íslensku atvinnulífi og á fasteignamarkaðnum. Þá hafa þeir fulla trú á því að það séu fjölbreytt tækifæri framundan í Reykjanesbæ og á Suðurnesjum. Ljóst er að aukin bjartsýni ríkir í atvinnulífinu á Suðurnesjum. Helstu starfssvið fasteignasölunnar eru sala íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, verðmöt á öllum tegundum eigna, gerð leigusamninga og önnur skjalagerð. Markmið starfsmanna PRODOMO fasteignasölu er að veita vandaða þjónustu á skilvirkan hátt. Starfsmenn leggja sig fram við að bregðast fljótt við fyrirspurnum viðskiptavina, þannig að fasteignaviðskiptin geti gengið hratt og örugglega fyrir sig. LS Legal er alhliða ráðgjafarfyrir-

Lilja Valþórsdóttir er sölumaður á fasteignasölunni Prodomo.

tæki í eigu Ásbjörns Jónssonar hæstaréttarlögmanns og Unnars Steins Bjarndal héraðsdómslögmanns. Á lögfræðistofunni starfa sjö lögfræðimenntaðir starfsmenn. Stofan er rótgróin og hefur veitt alla almenna lögmannsþjónustu á Suðurnesjum og víðar síðustu áratugi. LS Legal býður upp á lögfræðiþjónustu á breiðum grunni og

n Listi Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ:

S-listinn samþykktur á fjölmennum félagsfundi

F

jölmennur félagsfundur samþykkti einróma tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ. Hlutfall kynjanna er jafnt í efstu sex sætum listans sem og á listanum öllum. Framboðið er með listabókstafinn S. 1. Friðjón Einarsson, 57 ára bæjarfulltrúi, ráðgjafi og kennari, Suðurgötu 51 2. Guðný Birna Guðmundsdóttir, 32 ára hjúkrunarfræðingur og mastersnemi, Vallarási 19 3. Eysteinn Eyjólfsson, 47 ára bæjarfulltrúi og leiðbeinandi, Íshússtíg 6 4. Dagný Steinsdóttir, 52 ára framkvæmdastjóri, Túngötu 18 5. Sigurrós Antonsdóttir, 33 ára hársnyrtimeistari, Kirkjubraut 13 6. Gunnar Hörður Garðarsson, 25 ára stjórnmálafræðinemi, Erlutjörn 2 7. Jón Haukur Hafsteinsson, 33 ára forstöðumaður sérdeildar og stjórnunarfræðinemi, Skógarbraut 928 8. Jóhanna Sigurbjörnsdóttir, 42 ára fótaaðgerðafræðingur, Garðavegi 12

9. Ómar Jóhannsson, 33 ára þjálfari og nemi, Brekkubraut 5 10. Katarzyna Jolanta Kraciuk, 47 ára kennari, Heiðarvegi 19a 11. Teitur Örlygsson, 47 ára verslunarmaður og þjálfari, Melavegi 4 12. Heba Maren Sigurpálsdóttir, 31 árs þroskaþjálfi, Heiðarholti 26a 13. Hinrik Hafsteinsson, 19 ára stúdent, Hraunsvegi 23 14. Valgeir Ólason, 42 ára vakt- og björgunarstjóri, Reykjanesvegi 6 15. Elínborg Herbertsdóttir, 42 ára kennari, Álsvöllum 10 16. Elfa Hrund Guttormsdóttir, 42 ára félagsráðgjafi, Lágmóa 18 17. Arnbjörn H. Arnbjörnsson, 48 ára trésmíðameistari, Melavegi 13 18. Margrét Blöndal, 43 ára hjúkrunarfræðingur, Garðavegi 7 19. Vilborg Jónsdóttir, 32 ára þroskaþjálfi og sérkennslustjóri, Hæðargötu 14 20. Bjarni Stefánsson, 41 árs málarameistari, Íshússtíg 14 21. Ásmundur Jónsson, 68 ára rafvirki, Hlíðarvegi 60 22. Erna Þórdís Guðmundsdóttir, 76 ára kennari, Hjallavegi 5c

hafa lögmenn lögfræðistofunnar mikla og haldbæra reynslu af rekstri fasteignasölu og ráðgjafar á sviði fasteignakauparéttar.

Átak í menntunarmálum sjúkraflutningamanna u Heilbrigðisstofnun Suður-

nesja hefur í samstarfi við nokkra aðila gert átak í menntunarmálum sjúkraflutningamanna HSS í Grindavík og sent þrjá sjúkraflutningamenn í framhaldsnám í sjúkraflutningum. Í tilkynningu frá HSS segir að stofnunin vilji koma á framfæri þakklæti til þessara aðila því mikilvægt er að sjúkraflutningamenn hafi kost á framhaldsmenntun sem þessari. Námið er um 320 klst. og kennt í streymi með verklegum staðarlotum. Eftirtaldir aðilar, ásamt HSS, styrktu verkefnið: Landssamband Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur, Stakkavík ehf, Vísir hf og Þorbjörn hf.

Foreldrar ánægðir með skólastjóra í Reykjanesbæ u Foreldrar nemenda í Reykja-

nesbæ eru afar ánægðir með skólastjórana sína. Þessar upplýsingar koma fram í Skólavoginni þar sem safnað er saman upplýsingum um starf grunnskóla á Íslandi. Í Skólavoginni kemur fram að skólastjórar í Reykjanesbæ voru í 4. sæti af þeim 27 sveitarfélögum sem tóku þátt í foreldrahluta könnunarinnar hvað varðar ánægju með störf þeirra. Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri er að vonum ánægður með sitt fólk og segir að vel hafi tekist til með val á skólastjórum. „Skólafólkið okkar hefur það að markmiði að laða fram það besta í hverjum og einum og búa nemendur undir fullorðinsárin. Mat foreldrahópsins á störfum skólastjóranna bendir eindregið til að það sé þeim að takast,“ segir Gylfi Jón.


.-21. APRÍL 2014 TILBOÐIN GILDA 10

kjör gar & kosta KræsingarKræ&sinkostakjör

FYLLTUR LAMBAHRYGGUR

Á PÁSKABORÐIÐ

PÁSKABLAÐ NETTÓ ER KOMIÐ ÚT!

Ð A L B A PÁSK emmeSS rjómaíS cAppuccinO verð áður 639.–

390,–

is www.netto.

| Mjódd

aðir · Selfoss | Borgarnes · Egilsst · Reykjanesbær · vík nda Gri · fn reyri · Hö · Hverafold · Aku · Grandi · Salavegur

páSKaegg no 9 Freyju rís- eðA drAuMAegg

-39%

2.198,–

KalKÚnn FranSKur Kílóverð

1.167,– TAKMArKAð FrAMBOð!

Heilnæmur lambaHryggur Kílóverð verð áður 2.198,–

2.148,–

fna. allra aukae afurðum ánum siðferðislega r ist á hreinum r ríkar kröfu línan bygg Heilnæmaeiðslu þeirra eru gerða Við framl lagslega ábyrgð í verki. og samfé

IS

3 A02 EFTA Kælivara 0-4°C

Blönduós Samkaup hf braut 39, 540.is | Framleitt fyrir ir ehf., Huna SAH Afurð | E-mail: sah@sahun Tel: 455 2200

Tilboðin gilda 10. – 21. apríl 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


6

fimmtudagurinn 10. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-ritstjórnarbréf

Texti: Eyþór Sæmundsson // eythor@vf.is

Páll Ketilsson skrifar

Suðurnesjamenn eru ekki nógu góðir Flugstöð Leifs Eiríkssonar er fjölmennasti vinnustaður á Suðurnesjum og hann er oft í fréttum hjá okkur á Víkurfréttum. Við Suðurnesjamenn montum okkur af þessu vinsæla húsi enda hefur flugstöðin komið okkur til bjargar í atvinnulegu tilliti, sérstaklega árin núna eftir bankahrun. Fjölgun ferðamanna hefur aldeilis skilað sér í fleiri störfum tengdum ferðaþjónustunni í og við flugstöðina. Öllu þessu höfum við fagnað enda eru Suðurnesjamenn í miklum meirihluta í þessum störfum og frekari uppbygging fyrirtækja skilar sér einnig í fleiri tækifærum fyrir Suðurnesjamenn. Tvö mál tengd flugstöðinni sem komu í umfjöllun eða fréttum í vikunni vekja mann til umhugsunar. Í nýrri stjórn Isavia sem skipuð var af pólítíkinni nú í tengslum við aðalfund félagsins í byrjun vikunnar er ekki skipuð neinum Suðurnesjamanni en einum í varastjórn, Jóni Norðfjörð. Það er vægast sagt sérstakt að það sé virkilega ekki til frambærilegur einstaklingur á eða frá Suðurnesjum sem þarna ætti að eiga sæti. Er það ekki eðlilegt í þessari fjandans pólitík að hún hugi að því að hafa fulltrúa frá því svæði sem hýsir flugstöðina? Við viljum ekki trúa því að það séu ekki til nógu góðir kandídatar frá Suðurnesjum í þessa stjórn. Maður hefði haldið að Sjálfstæðisflokkurinn sem er með sterkustu stöðu allra flokka í Suðurkjördæmi og í Reykjanesbæ hefði notað tækifærið og tilnefnt aðila en því miður fann hann engan í stjórnina. Heimamenn sem láta sér þetta mál varða, ekki síst forráðamenn flokksins hér á svæðinu hljóta að vera vonsviknir, svo ekki sé meira sagt, og hljóta að krefjast svara. Sama er uppi á teningnum hjá hinum flokkunum nema Samfylkingu en þaðan kemur Sandgerðingurinn Jón varamaður. Hitt málið er skráning Keflavíkurflugvallar, áfangastaðar útlendinga hér þegar þeir lenda á Íslandi. Í nær öllum tilfellum er nafnið REYKJAVÍK skráð á flugvöllum í útlöndum. Hvernig í ósköpunum stendur á því að því að KEFLAVÍK sé ekki haft eða alla vega með (Reykjavík/Keflavík) þannig að flugfarþegar viti hvar þeir eru að lenda? Steinþór Jónsson, hótelstjóri í Keflavík benti réttilega á þetta nýlega og sagðist ætla að fylgja málinu eftir með aðilum tengdum málinu frá Suðurnesjum og flugfélögunum. Hann benti á að margir útlendingar væru mjög hissa þegar þeir lentu hér og hefðu þær upplýsingar að hótelið þeirra í Reykjavík væri aðeins 5-10 mínútur frá alþjóðaflugvellinum. Er ekki málið að kippa þessu í lag í eitt skipti fyrir öll. Það getur varla verið stórmál fyrir flugfélögin.

-instagram

#vikurfrettir

Mynd: kristinmaria

vf.is

SÍMI 421 0000

Keflvísk samvinna að löngu gleymdri galdrabók - Arnar Fells Gunnarsson dúxaði með Galdraskræðu

K

eflvíkingurinn Arnar Fells Gunnarsson er útskrifaður grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands. Hann ákvað að ráðast í metnaðarfullt lokaverkefni þar sem hann tók fyrir efni sem honum var afar hugleikið. Hann gerði sér lítið fyrir og endurgerði bókina Galdraskræðu eftir Jochum Magnús Eggertsson, einnig þekktur sem Skuggi, en bókin sú hafði verið ófáanleg um áratugaskeið. Fyrst kom hún út árið 1940 í litlu upplagi, en henni var misvel tekið enda viðfangsefnið umdeilt. Á öðru ári í Listaháskólanum sótti Arnar tíma hjá Guðmundi Oddi Magnússyni prófessor við skólann. Í þeim áfanga voru skoðaðir íslenskir galdrastafir og var Galdraskræða Skugga aðal rannsóknarverkið. Arnar hrósaði happi yfir því enda fróður og áhugasamur um flest verk Skugga. Arnar segir að Skuggi hafi verið jaðarrithöfundur sem naut ekki mikillar hylli samtímamanna sinna. Hann var til að mynda harðlega gagnrýndur fyrir kenningar sínar um að landnám Íslendinga væri sögufölsun og að landið hefði fyrst verið byggt af hámenningu Krýsa sem höfðu m.a. aðsetur í Krýsuvík. „Skuggi var beittur penni og oftar en ekki upp á kannt við aðra. Þegar hann gerði Galdraskræðu héldu eflaust margir að hann væri endanlega búinn að tapa glórunni. Það þorði enginn að gefa nokkuð út um galdra á þessum tíma, til þess hefur þurft sterkan karakter.“ Tilviljun réði því að Arnar fór í samstarf með Lesstofunni sem er bókaútgáfa sem var stofnuð árið 2011. Markmið hennar er að gefa út áhugaverðar bækur, gamlar sem og nýjar. Þar eru tveir Keflvíkingar innanborðs, þeir Svavar Steinarr Guðmundsson og Þorsteinn Surmeli. Arnar frétti af því að Lesstofan hyggðist endurútgefa Galdraskræðu. Hann setti sig í samband við þá Þorstein og Svavar og úr varð samstarf. Upphaflega ætlaði Lesstofan að ljósrita bókina og hreinskrifa hana. Arnar vildi fara með verkefnið alla leið og ráðist var í að endurteikna upp alla galdrana og gera bókina að eigulegum grip. Ærið verk var því fyrir höndum en Arnar þurfti í raun að hreinskrifa upp allan textann og teikna upp galdrana og táknin sem telja yfir fimmtán hundruð. Arnar sá um uppsetningu og hönnun á bókinni en verkefnið varð á endanum að útskriftaverkefni hans við Listaháskólann. Svo vel tókst til að Arnar hlaut hæstu einkunn frá skólanum fyrir verkefnið og dúxaði með glæsibrag. „Þetta er magnaður hópur af algjörum snillingum. Það

er í raun aðdáunarvert hvað þau eru miklir bókamógúlar. Það var mjög gaman að vinna með þeim“ segir Arnar um Lesstofuna sem hefur unnið hörðum höndum við að kynna bókina fyrir heimsbyggðinni. Bókin vakið áhuga víða um heim Lesstofan kynnti bókina á hinni heimsþekktu bókamessu í Frankfurt síðastliðið haust og vakti hún áhuga margra. „Bókin kom út í september og strax í kjölfarið fundum við fyrir miklum áhuga, bæði frá Íslendingum og fólki víða um heim. Salan hér heima hefur gengið mjög vel en stærstur hluti upplagsins kláraðist fyrir jólin. Við höfum líka sent mörg eintök í báðar áttir yfir hafið, t.d. til Rússlands, jafnvel þótt kaupendurnir hafi ekki skilið stakt orð í íslensku,“ segir Keflvíkingurinn Þorsteinn en búið er að þýða bókina á ensku. „Við vorum að fá ensku þýðinguna í hendurnar og gerum við ráð fyrir að hún muni líta dagsins ljós á allra næstu mánuðum. Sjálfur hef ég unnið í bókabúð í Reykjavík og veit hversu mikinn áhuga ferðamenn hafa á íslenskri menningu, og þá sérstaklega galdramenningu. Hingað til hefur engin bók komið út sem veitir jafn gott yfirlit yfir galdra og Galdraskræðan og við búumst því við að margir vilji kippa eintaki með sér í heimalandið og prófa alvöru íslenskt kukl, t.d. til að ná ástum kvenna, bola burt óvinum eða gera sig ósýnilegan. Það er ýmislegt í boði,“ segir bókaútgefandinn Þorsteinn.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


88 húsið Menningarmiðstöð ungs fólks Úr framtíðarsýn D-listans 2002

Húsdýragarður

Hafnargatan

í Víkingaheimum úr framtíðarsýn 2006

úr framtíðarsýn 1998

ÞÍNAR HUGMYNDIR ÞÍN FRAMTÍÐARSÝN

Nýju hliðin Fallegar aðkomur í bæinn. Bæjarhlið úr framtíðarsýn Reykjanesbæjar 2011

Strandleiðin úr framtíðarsýn 2006

Komið í Merkines í Hljómahöll kl. 11 á laugardaginn og leggið fram ábendingar um það sem þið viljið sjá gerast í bænum okkar á næstu fjórum árum. Nú sem fyrr leitum við í þínar hugmyndir. Fyrir hverjar bæjastjórnarkosningar sl. 12 ár höfum við kallað til íbúafunda til að fá fram hugmyndir íbúa um áherslur þeirra fyrir bæinn okkar næstu 4 ár. Í framhaldi af þeim fundum höfum við mótað framtíðarsýn, sem lögð hefur verið fyrir málefnanefndir bæjarins og bæjarstjórn. Þar geta allir átt hlut að máli, óháð stjórnmálaflokkum. Framtíðarsýninni hefur markvisst verið fylgt eftir og Reykjanesbær hefur hlotið opinbera viðurkenningu fyrir slík vinnubrögð. Allir sjá afraksturinn t.d. í skólamálum, umhverfismálum, þjónustumiðstöð og hjúkrunarheimili fyrir eldri borgara að Nesvöllum, í uppbyggingu Stapa, Rokksafns íslands og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í Hljómahöll o.s.frv. osfrv. Bæjarstjóri hefur fylgt þessum verkum eftir á árlegum íbúafundum þar sem íbúar koma ábendingum sínum áfram að. Barnagæsla á staðnum - Fundur fyrir alla fjölskylduna

Nesvellir Úr framtíðarsýn Reykjanesbæjar 2006

Hljómahöll tónlistar og rádstefnumiðstöð úr framtíðarsýn 2006

Við frambjóðendur XD bjóðum alla velkomna með hugmyndir sínar

Keilir Nýr framhaldsskóli tengdur vísindum og íþróttum Úr framtíðarsýn RNB 2006 (keilir)

Akurskóli Reykjaneshöll íþróttahúss úr framtídarsyn D-listans 1994

Orkuverið jörð í Reykjanesvirkjun úr framtíðarsýn 2006

Nýr grunnskóli í Innri-Njarðvíkurhverfi úr framtíðarsýn D-listans 2002


8

fimmtudagurinn 10. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Tekjur Isavia jukust um 1400 milljónir G

ert er ráð fyrir um 9 milljarða króna fjárfestingu næstu tvö ár til aukningar á afköstum á Keflavíkurflugvelli. Vænta má að farþegar verði orðnir yfir 7 milljónir árið 2023. „Afkoma félagsins er mjög góð og í takt við þær áætlanir sem við höfum unnið eftir undanfarin ár og miða að því að standa undir nauðsynlegum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Næsta skref er að stækka suðurbyggingu í flugstöðinni til vesturs með sex nýjum brottfararhliðum og biðsvæðum fyrir farþega og er sú framkvæmd þegar hafin. Þá kynntum við nýlega breytingar á verslunarsvæði flugstöðvarinnar og auglýstum eftir tilboðum í verslunarreksturinn. Með þessu höfum við lagt góðan grunn að uppbyggingu á flugvellinum sem félagið getur byggt á af krafti til framtíðar,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, á aðalfundi félagsins sem

haldinn var sl. föstudag. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segir markmið með sameiningu Keflavíkurflugvallar og Flugstoða með stofnun Isavia árið 2010 hafa náðst. Félagið sé tilbúið að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir til að mæta auknum straumi ferðamanna til landsins. Flugfarþegar á Keflavíkurflugvelli hafi fjölgað um 54% frá árinu 2010. Vænta má að farþegar verði orðnir yfir 7 milljónir árið 2023. Þessi öra fjölgun kalli á mikla uppbyggingu flugvallarmannvirkja á næstu árum. Auknar tekjur og umsvif Heildarafkoma Isavia í fyrra nam 3.217 milljónum króna sem er 2.479 milljóna aukning frá fyrra ári en af því námu tekjur af fjáreignum og fjárskuldum 2.528 milljónum króna milli ára. Heildareignir samstæðunnar voru 34.511 milljónir króna í árslok

Ný stjórn Isavia, Ragnar Óskarsson, Heiða Kristín Helgadóttir, Sigrún Traustadóttir, Ingimundur Sigurpálsson og Matthías Páll Imsland.

og þar af voru varanlegir rekstrarfjármunir og óefnislegar eignir um 29.036 milljónir. Aukning varð á umsvifum Isavia á síðastliðnu ári líkt og undanfarin ár. Tekjur félagsins námu alls 19.810 milljónum króna og jukust um 1.414 milljónir króna, eða 7,7% frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði jókst um 421 milljón króna og nam 2.818 milljónum króna. Þessi afkoma er í takt við áætlanir félagins. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 1.200 milljónir en styrking krónunnar á árinu skilað umtalsverðum gengishagnaði vegna lána í erlendri mynt. Leiðandi í ferðaþjónustu Isavia er í hópi leiðandi fyrirtækja í ferðaþjónustu og hefur hvatakerfi félagsins á Keflavíkurflugvelli með beinum hætti aukið flug til og frá landinu. Sautján flugfélög héldu uppi áætlunarflugi til landsins á síðasta sumri og sex í vetur og farþegafjöldi jókst um 15,6% milli áranna 2012 og 2013. Félagið undirbýr nú aukin umsvif á Keflavíkurflugvelli vegna farþegaaukningar svo tryggja megi áfram framúrskarandi þjónustu við flugrekendur og flugfarþega. Gert er ráð fyrir um 9 milljarða króna fjárfestingu næstu tvö ár til aukningar á afköstum á Keflavíkurflugvelli, sem meðal annars felst í því að reisa viðbyggingu við vesturálmu suðurbyggingar flugstöðvarinnar með brottfararhliðum sem þjóna munu svonefndum fjarstæðum í grennd við flugstöðina sem farþegum verður ekið að flugvélum í sérbyggðum rútubifreiðum. Þá er hafin stækkun farangurskerfis flugstöðvarinnar og fyrir dyrum

standa gagngerar endurbætur á verslunar og veitingasvæðinu. Ef horft er til fjárfestingaætlunar samstæðunnar í heild næstu tvö árin, bæði nýframkvæmdir og viðhaldsframkvæmdir þá nemur sú fjárhæð ríflega 15 milljörðum króna. Framsækin dótturfélög Dótturfélög Isavia eru Fríhöfnin og hugbúnaðarfyrirtækið Tern Systems. Miklar breytingar og umbætur urðu hjá Fríhöfninni á síðastliðnu ári með opnun glæsilegra verslana, nýrri heimasíðu og nýju útliti á ásýnd félagsins. Fríhöfnin hlaut margar viðurkenningar á árinu 2013 og var m.a valin besta fríhöfn Evrópu. Einnig fékk fyrirtækið starfsmenntaverðlaun SAF, viðurkenningu sem fjölskylduvænt fyrirtæki og sem framúrskarandi fyrirtæki samkvæmt könnun Creditinfo. Um 180 manns starfa hjá félaginu. Framkvæmdastjóri er Ásta Dís Óladóttir. Tern Systems hefur í yfir 25 ár hannað og framleitt hugbúnað til flugumferðarstjórnar og þjálfunar flugumferðarstjóra og er með kerfi uppsett og í notkun hér á landi og víða í Evrópu, Asíu og Afríku. Hjá fyrirtækinu starfa 35 manns auk þess sem mikið af þekkingu og reynslu er sótt til móðurfélagsins eftir þörfum og verkefnum. Framkvæmdastjóri er Tómas Davíð Þorsteinsson. Gott rekstrarútlit Áætlað er að samanlögð velta Isavia

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia í ræðustól á aðalfiundinum.

samstæðunnar verði um 21,2 milljarður króna á árinu 2014, og að um þriðjungur verði í erlendri mynt. Gert er ráð fyrir að rekstrarafkoma ársins 2014 verði álíka og rekstrarafkoma ársins 2013. Gert er ráð fyrir nýjum lántökur á árinu vegna fyrirhugaðra fjárfestinga, m.a. í endurbótum á flugstöðinni og flugvallarmannvirkjum á Keflavíkurflugvelli. Stjórn félagsins Í stjórn voru kosin Heiða Kristín Helgadóttir, Ingimundur Sigurpálsson, Matthías Páll Imsland, Sigrún Traustadóttir og Ragnar Óskarsson. Í varastjórn voru kosin Friðbjörg Matthíasdóttir, Jens Garðar Helgason, Jón Norðfjörð, Sigurbjörn Trausti Vilhjálmsson og Tryggvi Haraldsson.

n Farþegum fjölgar og verslunarpláss í forval:

Milljarða framkvæmdir til að mæta milljónum ferðamanna

F

ramundan er stærsta ferða- við í innritun,“ bætir hann við en þar sumar sögunnar hér á landi og eru einmitt fyrirhugaðar töluverðar hefur Isavia þurft að bregðast við breytingar. síauknum ferðamannafjölda með Að mati alþjóðasamtaka flugvalla miklum breytingum og stækkun á hefur vel til tekist en Flugstöðin Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Kostn- hefur á undanförnum árum fengið aður við þær nemur í heild nærri margvísleg verðlaun fyrir það góða tug milljörðum króna. starf sem þar er unnið. Guðmundur Flugstöðin iðar af lífi en þar fer stærsti fagnar því. „Við erum stolt af því og vinnustaður á Suðurnesjum. Starf- það sýnir að við erum á réttri leið semin er af ýmsum toga og mikið um hvað varðar farþegaupplifun,“ en að vera í síbreytilegu landslagi ferða- Flugstöðin hefur þar með skipað sér iðnaðarins. á stall með nokkrum af bestu flugÍ samtali við Víkurfréttir sagði Guð- völlum í Evrópu. Guðmundur segir mundur Daði Rúnarsson aðstoðar- að FLE taki alvarlega skoðanir farframkvæmdastjóri FLE að vel hefði þega en fyrir nokkrum árum kom tekist til að mæta þessari fjölgun hraði á innritun og internet aðgengi ferðamanna. illa út hjá FlugÝm s u m a ð stöðinni. „Við gerðum hefur höfum notað verið hrundið mælikvarða til af stað og talsþess að bregðve rð u m f j árast við og fara í munum varið fjárfestingar og í u p p b y g g - Gunnhildur Vilbergssamstarf með i n g u í F lu g - dóttir, viðskiptastjóri þjónustuaðstöðinni. „Við hjá Flugstöð Leifs ilum á svæðinu Eiríkssonar. höfum verið að til þess að bæta leggja töluverða þá þætti.“ áherslu á netinnritun og sjálfsaf- Dýrar en skynsamar fjárfestingar greiðslu. Þannig að þegar kúnninn Hafnar eru framkvæmdir við uppkemur til okkar þá er hann eins vel færslu farangurskerfisins í Flugstöðundirbúinn og mögulegt er fyrir inni fyrir fleiri hundruð milljónir en brottför sína,“ segir Guðmundur. það mun tvöfalda afgreiðslu farang„Þannig geta farþegar eytt meiri tíma urs. Maren Lind Másdóttir verkefnisí að njóta þess að vera á brottfarar- stjóri farangurskerfa segir að vegna svæðinu í stað þess að staldra lengi breytinga verði að bregðast öðruvísi

við hvað varðar innritun. Stækkun farangurskerfisins í þrjár línur er mikil framkvæmd en nauðsynlegt þótti að ráðast í þessa vinnu fyrir sumarið þrátt fyrir að það muni líklega bitna örlítið á páskaumferðinni. Niðurstaðan verður betri aðstaða bæði fyrir starfsfólk og farþega í FLE. Stækkun á suðurbyggingu stöðvarinnar er í plönunum en þannig verða hliðin 16 í stað 10 sem hefur í för með sér að afgreiða má mun fleiri vélar. Þeim framkvæmdum á að ljúka sumarið 2016. „Við erum byrjuð á dýrum en skynsömum fjárfestingum til þess að mæta þessari aukningu farþega,“ en Guðmundur telur það ferli að mæta kröfum þessa fjölda farþega vera stöðugt. „Þetta er í stöðugri þróun og það er gaman að takast á við þessa stækkun. Á hverjum ársfjórðungi er verið að takast á við nýja áskorun,“ segir Guðmundur en viðurkennir að vissulega geti þetta verið strembið. Erfitt er að spá fyrir um frekari farþegaaukningu á næstu árum en gert er ráð fyrir 10% aukningu á næsta ári. Guðmundur telur að sníða verði stakk eftir vexti og sjá hversu vel flugfélögin geti annað aukningu ferðamanna en þar spila fleiri þættir ferðaþjónustu á Íslandi einnig stóra rullu. „Það er erfitt að spá lengur en næstu þrjú ár en við erum bjartsýn á framtíðina,“ sagði Guðmundur en von er á stærsta ferða-

Guðmundur fyrir framan nýjasta barinn í stöðinni en hann hefur notið mikilla vinsælda eftir opnun í suðurbyggingunni.

mannasumri Íslandssögunnar núna. Átján flugfélög munu fljúga með farþega til og frá Keflavík sumarið 2014. Nýverið bættust nýir áfangastaðir við sem og ný flugfélög. Flugstöðin er komin á kortið Isavia hélt kynningarfund á forvali vegna aðstöðu til verslunar- og veitingareksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Hörpu nýlega. Samningstími rekstraraðila í brottfararsal flugstöðvarinnar rennur út í árslok. Samhliða vali á rekstraraðilum verður ráðist í breytingar á brottfararsal flugstöðvarinnar og þjónustan endurskipulögð og er áætlað að henni ljúki vorið 2015. Það kemur til vegna mikilla breytinga á markaði og gríðarlegri aukningu farþega um Flugstöðina, þá sérstaklega erlendra farþega. Gunnhildur Vilbergsdóttir viðskiptastjóri FLE segir að með auknu flæði erlendra farþega verði að mæta þeirra kröfum hvað varðar þjónustu. Síðast þegar endurbætur voru gerðar á brottfararsvæði árið 2007 var jafnvægi erlendra ferðamanna og íslenskra nánast jafnt, en búist er við því að 70% farþega

Flugstöðvarinnar verði erlendis frá á næstu árum. Því er ætlunin að bæta úrval veitinga og verslana. Gunnhildur segir að líklega geti orðið breytingar á þeim fyrirtækjum sem sjá munu um þessa þjónustu. „Það eru allar líkur á því. Allt er uppi á borðinu og hér þurfa allir að bjóða í þjónustuna aftur fyrir utan Fríhöfnina.“ Gunnhildur segir að það sé ekkert launungarmál að þær verslanir sem höfði helst til útlendinga séu að ná hvað bestum árangri hvað varðar sölu á varningi og nefnir hún sem dæmi íslenskar ullarvörur sem séu nú í tísku hjá mörgum. Þá sé ætlunin að ná að tengja Ísland sterkum böndum við flugstöðina og þannig gera upplifun erlendra gesta af landi og þjóð sem sterkasta. Forvalið vakti mikla athygli innanlands og erlendis, og sóttu um 200 manns kynninguna frá um 120 rekstraraðilum. Það má með sanni segja að slegist sé um að komast að í Flugstöðinni. „Það er verið að taka okkur alvarlega í þessum heimi, það mætti segja að við séum komin á kortið,“ segir Gunnhildur að lokum.



10

fimmtudagurinn 10. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR

TÓNLEIKAR

STAPI

Sinfóníuhljómsveit og kammersveit frá Kraká í Póllandi Sinfóníuhljómsveit og Kammersveit Wladislaw Zelenski Tónlistarskólans í Kraká heldur tónleika í Stapa, Hljómahöll á morgun, föstudaginn 11. apríl kl.19.00. Þessar hljómsveitir, sem eru skipaðar alls um 40 nemendum á aldrinum 14- 20 ára, eru gestir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en Strengjasveit TR mun heimsækja Wladislaw Zelenski Tónlistarskólann í júní nk. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Skólastjóri

NJARÐVÍKURSKÓLI

ATVINNA

Kennarar óskast til starfa á næsta skólaári. Aðallega er um að ræða kennslu á yngra- og miðstigi Menntunar og hæfniskröfur: • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla • Góð íslenskukunnátta • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Þekking á þeirri hugmyndafræði sem höfð er að leiðarljósi í skólastarfinu • Metnaður til að bæta námsárangur og vinna að framkvæmd framtíðarsýnar Reykjanesbæjar í skólamálum Umsóknum fylgi afrit af leyfisbréfi og ferilskrá, ásamt upplýsingum um meðmælendur.

-aðsent

pósturu vf@vf.is

n Steinþór Jónsson skrifar:

Bærinn okkar M

iðað við fjölmiðlaumræðu og tal í sumum spjallþáttum virðast ekki allir í 101 Reykjavík gera sér grein fyrir hversu gott er að búa í Reykjanesbæ. Þá síður að gera sér grein fyrir að okkar ákvörðun um búsetu er ekki síðri en þeirra. Alla vega hef ég persónulega ekki mikinn áhuga á að búa með mína fjölskyldu í miðborg Reykjavíkur eða í höfuðborginni sjálfri yfir höfuð. Á síðustu árum hefur margt verið gert til að bærinn okkar uppfylli kröfur okkar um það sem skiptir máli. Má þar nefna uppbyggingu skóla og skólastarfs en frábær árangur hefur náðst í skólum sveitarfélagsins á síðustu árum. Skólarnir eru jafnframt meðal fremstu skóla landsins við nýtingu tölvutækni í kennsluháttum. Uppbygging svæðis fyrir eldri borgara með öryggisíbúðum, þjónustumiðstöð og hjúkrunarheimili í hjarta bæjarins, opnun Hljómahallar með Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Rokksafn Íslands í forgrunni, fegrun opinna svæða og svo mætti áfram telja. Eitt af mínum áhugamálum hefur alltaf verið umhverfismál og lagði ég mitt m.a. á vogarskálina sem formaður Umhverfis- og skipulagssviðs til uppbyggingar Hafnargötunnar, hugmyndavinnu vegna Strandleiðarinnar, tjörn við Fitjar, falleg hringtorg við aðalgötur og svo mætti lengi telja. Reyndi meira að segja einu sinni að fá samþykki fyrir bæjarlæk niður Hafnargötuna en náði ekki stuðningi í það skiptið. Að auki hef ég reynt að bæta útlit minna fyrirtækja í gegnum tíðina og stend nú í framkvæmdum

við Hótel Keflavík en vonir standa til að klára þær endanlega fyrir júníbyrjun. Allar svona framkvæmdir kalla á fjármagn en margt má þó gera án þess að þær tölur séu óyfirstíganlegar, s.s. með nýjum hugmyndum, málningu og snyrtimennsku sem kostar ekki neitt. Þá tel ég að uppbygging við Krossmóa hafi tekist einstaklega vel og ástæða til að óska hlutaðeigandi til hamingju með vel unnið verk, fallegt húsnæði og snyrtilegt umhverfi. Þá hefur bærinn gert stórvirki í umferðarmannvirkjum þar í kring og er þjóðbrautin með sínum hringtorgum glæsilegur afrakstur þeirrar vinnu. En nú er aftur kominn tími á miðbæinn í Keflavík. Endurvekja þarf samtökin Betri Bæ og hvetja alla verslunareigendur í miðbæ til að taka höndum saman um sameiginleg verkefni ásamt bæjaryfirvöldum. Verkefnin sem við þurfum að klára

nú þegar í vor eru: Fá bæjaryfirvöld til að lagfæra gangstéttir og malbik þar sem nýjar skemmdir hafa komið fram. Að lista upp eigendur allra íbúðarog verslunarhúsa sem standa við Hafnargötuna og tengdra gatna til að tengja hagsmunaaðila saman. Gera þrívíddarteikningu af Hafnargötunni og götum þar í kring. Setja inn nýja liti, þakkanta, samræmdar merkingar o.s.frv. Fá fjármálastofnanir bæjarins til að lagfæra útlit sinna eigna ekki síðar en strax og koma með fjármagn í heildarverkefni sem eykur verðmat húsnæðis til muna. Nú er tími til góðra verka. Stöndum saman hvar í flokki sem við erum og látum verkin tala. X fyrir miðbæinn okkar. Steinþór Jónsson, Hótelstjóri á Hótel Keflavík.

Nánari upplýsingar gefur Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri í síma: 420 3000/863 2426 eða með tölvupósti á netfangið asgerdur.thorgeirsdottir@njardvikurskoli.is Umsóknarfrestur er til 28. apríl n.k. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um.

ÍBÚAVEFUR REYKJANESBÆJAR

Auglýsing um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga, sem fram eiga að fara 31. maí 2014 er hafin hjá sýslumanninum í Keflavík, og verður sem hér segir á skrifstofum sýslumannsins í Keflavík, Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ og Víkurbraut 25, Grindavík: Reykjanesbær: • Alla virka daga til og með 2. maí frá kl. 08:30 til 15:00. • Alla virka daga 5.-30. maí frá kl. 08:30 til 19:00. • Á uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí, frá kl. 10:00 til 14:00. • Laugardagana 3. og 10. maí frá kl. 10:00 til 12:00 og laugardagana 17. og 24. maí og á

Með nýrri framvindustiku geta íbúar nú fylgst með því hvar hugmyndir eru staddar í ferlinu frá íbúum til stjórnsýslu. Að hugmynd fái áheyrn í fagráði eða eigi möguleika á að vera tekin fyrir sem tillaga í fagráði veltur á íbúum. Með þátttöku þinni á http://rnb.ibuavefur.is eflir þú íbúavefinn og gefur íbúum meira vægi í bæjarmálunum. Viltu það?

kjördag 31. maí, frá kl. 10:00 til 14:00

Grindavík:

Opið virka daga og á uppstigningardag sem hér segir: • Til og með 23. maí frá kl. 08:30 til 13:00. • Dagana 26.- 28. og 30. maí frá kl. 08:30 til 18:00. • Á uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí, frá kl. 10:00 til 14:00. Atkvæðagreiðsla á sjúkrahúsum og hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra fer fram 26. til 28. maí nk. skv. nánari auglýsingu á viðkomandi stofnunum.

Sýslumaðurinn í Keflavík 7. apríl 2014 Þórólfur Halldórsson sýslumaður


TIL HAMINGJU HLJÓMAHÖLL nýtt tónlistar-, ráðstefnu- og menningarhús í Reykjanesbæ.


12

fimmtudagurinn 10. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR Árni Sigfússon, bæjarstjóri flutti opnunarræðu. Hér er hann með „Hjálmana“ í forgrunni.

pósturu vf@vf.is

HÉR ER RISIN VIRKJUN TÓNLISTARI n - sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar þegar glæsileg Hljómahöll opnaði formlega 5. apríl.

H

ér er risin virkjun tónlistarinnar, stærsta virkjun okkar í héraði – mælt í mannfólki sem vinnur beint við þessa virkjun, mælt í gleði af afrakstri þessarar virkjunar. Hér er virkjun sem framleiðir bæði rafmagnaða og órafmagnaða tónlist – hér er virkjun mannsandans,“ sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri við formlega opnun Hljómahallar í Reykjanesbæ sl. laugardag. Bæjarstjóri hélt aðalræðu dagsins í tilefni þessara stóru tímamóta, opnun Hljómahallar, hallar sem býr yfir einum glæsilegasta tónlistarskóla landsins og splunkunýju Rokksafni Íslands. „Í þessu húsi leika saman frábær arkitektúr Sigvalda Thordarsonar í Stapanum og Guðmundar Jónssonar í Hljómahöll með dyggri aðstoð THG arkitekta,“ sagði Árni og lofaði iðnaðarmenn sem komu að verkinu sem hefur verið í framkvæmd síðustu fimm ár. Hér er gripið meira í ræðu bæjarstjórans og auðvitað kom hann

inn á rokkara landsins, Rúnar heitinn Júlíusson. „Á þessari stundu minnist ég vinar míns sem var með þeim fyrstu til að mæta á bæjarskrifstofur til mín – og þá til að ræða framgang tónlistarinnar hér í bæ – með sínum blíða og hógværa hætti. Og honum var svo annt um að hafa rétt áhrif - að hann nefndi meira að segja við mig - líklega í fyrsta sinn - nafnið Reykjanesbær – Þetta var Rúnar Júlíusson. Baldur sonur hans sagði í tilefni af þessari opnun að „nú væri sveitapiltsins draumur“ að rætast! Við áttum marga fundi eftir það og stundum voru með í för aðrar tónlistarhetjur eins og Gunnar Þórðarson og Magnús Kjartansson. Þeir sáu tækifærin í því að skapa okkur sess með tónlist, rétt eins og skólastjórar tónlistarskólans okkar, eða þekktir óperusöngvarar – að auðga menninguna; skapa störf með tónlist.

Þótt Rúnar Júlíusson væri manna iðnastur, skildi hann að það er ekki iðnaðarsamfélagið, með sinn 8-5 vinnutíma, matarhlé, hvíldarhlé og stimpilklukkur - þar sem stritað er í verksmiðjum af fjölbreyttum toga - sem aðgreinir okkur frá dýraríkinu. Hann skildi að tónlistin er náttúrulegt lækningalyf um leið og hún er eldfim tjáning mannkynsins, eitthvað sem snertir okkur öll, óháð því frá hvaða menningarheimum við erum; allir elska tónlist.“ Þetta hjartnæma fyrirbæri tónlist hefur einnig á sér aðra hlið. Hún skapar veraldleg verðmæti. Hún skapar atvinnugreinar, skapar tekjur og lífsviðurværi. Hún er atvinnugrein eins og ferðaþjónusta, iðnaður, landbúnaður, fiskveiðar. Hlutur tónlistar er bæði mælanlegur á íslenskum vinnumarkaði og í landsframleiðslunni. Á landinu eru yfir 80 tónlistarskólar og nemendur í tónlistarskólum eru vel á 14 þúsund. Íslenskar rannsóknir sýna að skapandi

greinar velta yfir 200 milljörðum á ári og mynda yfir 10 þúsund ársstörf. Hér er því mótuð enn ein mikilvæg stoð undir atvinnulíf þjóðarinnar. Gott dæmi um ört vaxandi tækifæri í greininni er meiri snerting við alþjóðlegar tónlistarhátíðir. Þannig dregur tónlistin að sér ferðamenn og skapar af sér svo margvíslega aðra þjónustu því tengda. Dæmi um slíka nýja sprota hér á landi er ATP hátíðin að Ásbrú hér í Reykjanesbæ á fyrrum varnarsvæði. Í fyrra keyptu um 300 útlendingar farmiða til Íslands til að mæta á hátíðina. Nú eru þegar á annað þúsund erlendir tónlistaráhugamenn búnir að skrá sig. Hér eru líka ógrynni tækifæra sem við munum spila saman, Hljómahöll, alþjóðaflugvöllur, þetta svæði allt og höfuðborgin okkar – því tónlistin hefur það í eðli sínu að flæða og finna lausnir.

Tilbúið tónlistarver! A

„Stórkostlegt að fá að upplifa þetta“ - segir Kjartan Már Kjartansson, stjórnarformaður Hljómahallar.

T

ónlistarskóli var stofnaður hér árið 1957, fyrir tæpum sex áratugum. Skólarnir í Keflavík og Njarðvík hafa frá þeim tíma verið í bráðabirgðahúsnæði. Menn eru búnir að vera að bíða eftir þessu í tæp 60 ár og nú er dagurinn; við erum að fá endanlegt sérbyggt hús fyrir tónlistarkennslu,“ segir Kjartan Már Kjartansson, stjórnarformaður Hljómahallar í viðtali við Víkurfréttir. „Ég er í skýjunum. Þetta er stór-

kostlegt að fá að upplifa þetta og fá að taka þátt í þessari uppbyggingu,“ segir Kjartan Már þegar hann er spurður um upplifun sína af Hljómahöllinni. Kjartan efast ekki um að Rokksafn Íslands eigi eftir að draga að fjölda ferðamanna. Hann nefnir íslenskt tónlistarfólk í heimsklassa eins og Björk, Of Monsters And Men og Ásgeir Trausta og segir að ferðamenn vilji örugglega kynna sér söguna og úr hvaða jarðvegi þetta tónlistarfólk er sprottið.

far stór liður í þessu verkefni sem hér opnar er aðstaða fyrir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Hinum megin við örþunnt glerið eru þeir sem eru að læra að skapa – þar er sáningin og vöxturinn – grunnurinn að framtíðinni. Hérna megin eru þeir sem hafa skapað og eru að skapa, vaxa áfram! Hér allt umhverfis er nú kominn Tónlistarskóli Reykjanesbæjar – stolt okkar bæjarbúa – alls með tæplega 800 nemendur,“ sagði Árni.

„Ég vona að þið kynnist því hér að í þessu nýja húsnæði er öll aðstaða til fyrirmyndar, bæði til kennslu og tónleikahalds. Þetta eru merkileg tímamót í sögu tónlistarskólakennslu í Reykjanesbæ. Tónlistarskólinn umlykur allan þenna sal á efri hæð og stóran hluta neðri hæðar hér fyrir aftan mig og mér á hægri hönd. Tónlistararfurinn með tónlistarskólann í forgrunni er ríkur í okkar samfélagi. Tónlistarmenn frá Keflavík, Njarð-

vík og Höfnum mörkuðu djúp spor í hryntónlistarmenninguna á sjöunda áratugnum og enn í dag er talað um bítlabæinn Keflavík. Hér er elsta starfandi hljómplötuútgáfa landsins, Geimsteinn, og síðustu árin hafa margar af þekktustu hljómsveitum landsins stigið sín fyrstu spor. Tónlistarskólinn, hljómplötuútgáfan og sagan mynda frjóan jarðveg fyrir unga tónlistarmenn. Jarðvegurinn hefur getið af sér þekkta hryntónlistarmenn en einnig innan annarra stíltegunda tónlistar, eins og í jasstónlist, klassískri tónlist og þróun nútímatónlistar, þ.e. tónskáld, hljóðfæraleikara, söngvara og tónlistarkennara. Það er því óhætt að segja að uppskeran hafi verið sérlega góð og framtíðin sé björt.“ Fjárfest í tónlistinni Í dag skulum við öll gleðjast, líka þeir sem hafa gagnrýnt að nær hefði verið að greiða niður milljarða lántökur vegna iðnaðarverkefna í Helguvík. Ég leyfi mér að spyrja á móti. Hvað eiga trogbíll

Úr kennslustofu í nýja tónlistarskólanum.

og flygill sameiginlegt? Jú, þau eru bæði flutningatæki en annað flytur tonn af möl og en hitt flytur tónlist. Það var kominn tími til að við fjárfestum einnig í nýjum flutningatækjum tónlistar. Og hvers vegna skyldum við ekki byggja á þessari löngu tónlistarhefð okkar, rétt eins og við vinnum að fullvinnslu sjávarafurða. Hvers vegna skyldum við ekki búa samfélag þar sem annað ræður för en klukka iðnbyltingarinnar? Til þess að svo megi verða þarf að fjárfesta í tónlist og menningu. Þau eru mörg verin á einhverju vinnslustigi í þjóðfélagi okkar í dag – orkuver- iðnver- rafræn gagnaver og ferðaþjónustan er helst mæld í sængurverum. En þetta er okkar tónlistarver og það er ekki væntanlegt – það er tilbúið!


13

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 10. apríl 2014 Séð inn í Hljómahöllina.

Rokksagan í tímalínu.

SJÁIÐ SJÓNVARPSÞÁTT VF FRÁ OPNUNINNI Á ÍNN, Á VF.IS OG KAPALVÆÐINGU

ARINNAR

Ýmsir munir, fatnaði rog hlutir frá hinum ýmsu tónlistarmönnum eru í Hljómahöllinni.

LIFANDI ROKKSAFN ÍSLANDS R

okksafn Íslands, sýningin í miðju Hljómahallarinnar á eftir að vekja mikla athygli en undanfari þess er Poppminjasafn Íslands en fyrsta sýning þess var árið 1997 á veitingastaðnum Glóðinni í Keflavík. Hér er gripið í ræðu Árna: „Ég verð að leyfa ykkur að heyra lýsingu frá þessari fyrstu sýningu, þar sem textahöfundur þeirrar sýningar, Þorsteinn Eggertsson, gerði merkan samanburð á Bítlunum frá Liverpool og Bítlunum frá Keflavík. Hann benti á þá heimsþekktu staðreynd að báðir bæirnir væru fimmtu fjölmennustu bæir sinna landa. Þorsteinn segir að skammt frá báðum bæjunum voru settar upp bandarískar herstöðvar eftir stríðið. Þar höfðu því unglingar tök á að heyra ameríska rokkmúsík á undan öðrum löndum sínum. Og áfram heldur Þorsteinn: Um 1960 kom Elvis Presley Englands (Billy Fury) frá Liverpool en Elvis Presley Íslands (Þorsteinn Eggertsson) kom frá Keflavík. Þá segir Þorsteinn: Skammt frá Liverpool er bærinn Birkenhead en þaðan hafa komið nokkrir skemmtikraftar sem stundum eru kenndir við Liverpool. Rétt hjá Keflavík er bærinn Njarðvík. Þaðan hafa komið nokkrir skemmtikraftar sem stundum eru kenndir við Keflavík. Þá bendir hann á þá staðreynd að Keflvíkingar og Liverpool búar eru báðir þekktir fyrir „góð“ knattspyrnulið. Samlíkingu sína endar svo Þor-

steinn með því að segja að á sínum tíma hafi starfað a.m.k. 270 hljómsveitir í Liverpool en 7 hljómsveitir í Keflavík. Miðað við höfðatölu hafi þó gróskan verið heldur meiri í Keflavík.

En Rokksafn Íslands sem hér er, býður margfalt viðameiri sýningu. Þessi nýja sýning sem hér er byggir á gríðarlegri undirbúningsvinnu Jónatans Garðarssonar. Hann hefur verið mörg ár að safna þessu efni og skrifa og útfæra hugmyndir fyrir okkur. Ég fullyrði og veit að langmestur hluti hans vinnu hefur verið án nokkurrar fjárhagslegrar endurgjafar - mun meira í sjálfboðavinnu og af einskærum áhuga og eldmóði fyrir að koma þessu verkefni í þá höfn sem hér er. Mér finnst vinna hans einkennast af þekkingu og ríkri réttlætistilfinningu sem vísar honum veginn. Ég veit líka að Jónatan gerði upphaflega ráð fyrir að efnið gæti orðið mun viðameira og því var úr vöndu að ráða að koma því fyrir innan þessara veggja. Það þurfti að skera niður, fækka myndum og nöfnum, en samt eru hér vel á 5. þúsund nöfn einstaklinga og hljómsveita á veggjunum. Og þetta verður lifandi safn! Það er til ógrynni af upplýsingum sem á eftir að bæta við með einum eða öðrum hætti, fjölmargar hljómsveitir og einstaklingar sem á eftir að gera skil innan safnsins og nú hefst sú vinna að bæta við upplýsingarnar. Það verður gert með ýmsum hætti svo sem með efni á

HLJÓMAHÖLL FYRST Á TEIKNI-BORÐIÐ FYRIR ÁRATUG „Á árunum 1994-1998 fór ég fyrir vinnuhópi Bæjarstjórnar sem þá fjallaði um stefnumótun og framtíð tónlistarskólanna í bænum, sem þá voru tveir, annar í Keflavík og hinn í Njarðvík. Vinnuhópurinn lagði fram 4 tillögur sem hver um sig var nokkuð stór ákvörðun. Tillögurnar fjölluðu m.a. um að sameina tvo tónlistarskóla í einn, tónlistarkennsla yrði í grunnskólum og hugað yrði að byggingu nýs hús fyrir tónlistarskólann.

Árið 2004 komu svo fram fyrstu hugmyndir um byggingu nýs húsnæðis undir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og fjórum árum síðar tókum við fyrstu skóflustungu að þessari byggingu sem nú er Hljómahöll,“ sagði Böðvar Jónsson, forseti Bæjarstjórnar Reykanesbæjar við opnun Hljómahallar. Með Böðvari munduðu Rúnar Júl heitin og Ragnheiður Skúladóttir, núverandi bæjarlistamaður skóflurnar fyrir sex árum.

spjaldtölvum. Sá búnaður er þegar til hér. Sýningargestir geta fengið spjaldtölvur - slegið inn númer sem eru á flekunum, hlustað á tónlistina og fengið mun fyllri og ítarlegri upplýsingar um viðkomandi tímabil. Það sem sést í safninu er því grunnsýning, tímaás sem ákveðið var að láta ganga í gegnum safnið en möguleikarnir á að bæta við með þessum hætti eru óendanlegir.

STAPINN ENDURNÝJAÐUR FRÁ GRUNNI Ýmis fróðleikur um aðdraganda að byggingu Stapans settur upp í anddyrinu

B

æjarstjóri sagði í ræðu sinni að mikilvægur hluti af þessari heildarmynd væri okkar sögufræga félagsheimili Stapinn en húsið var vígt fyrir 49 árum síðan. „Til að varðveita söguna og viðhalda þessu fornfræga húsi höfum við endurnýjað Stapann frá grunni og sett upp ýmsan fróðleik um aðdraganda að byggingu Stapans. Það er gert á skiltum, á sérbúnum vegg utan við anddyri Stapans, og í tilefni af opnun Hljómahallar nú - þótti okkur við hæfi að setja upp veggmynd í anddyri Stapans af Ólafi heitnum Sigurjónssyni, hreppstjóra, aðalhvatamanni að byggingu Stapans á sínum tíma og mi k lum stuðningsmanni Hljóma. Hann útvegaði þeim æfingaaðstöðu og lánaði þeim fyrir fyrsta búnaðinn sem þurfti til að halda fyrsta ballið þeirra í Stap-

anum. Fjöllistamaðurinn Viðar Kristjánsson, sem á með öðrum margar góðar lausnir hér í húsinu, hannaði uppsetninguna og setti þetta upp með aðstoð öflugra Sparra manna. Stapinn hefur allur verið endurnýjaður eins og þið sjáið þegar þið gangið þar inn, gegnt nýja tónlistarsalnum okkar í Bergi.

Með því að byggja tengigang inn í þetta rými og sal í enda Stapasalarins, sem við köllum Merkines - þar sem Ellý Vilhjálms var uppalin, er opnuð góð tenging við nýju bygginguna, rokksafnið og tónlistarskólann. Þannig skapast samtenging og stór fjölþætt ráðstefnuaðstaða.“

Hljómarnir komu að sjálfsögðu fram á opnuninni og sungu Bláu augun þín og Fyrsti kossinn.


14

Hljómahöllin

fimmtudagurinn 10. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR

pósturu vf@vf.is

Magnús Kjartansson og hljómsveit ásamt Sönghópi Suðurnesja sem hann stýrir.

Tónlistarmenn ánægðir með rokksafnið - segir Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar

„Ég á alveg von á því að það verði smá umgangur hér í sumar af ferðamönnum. Hingað hafa komið bæði leikskóla- og grunnskólakennarar og það vilja allir koma hingað með hópana sína og sýna þeim Hljómahöllina,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar. Tómas segir að í Hljómahöll sé besti búnaður sem völ er á til ráðstefnuhalds og mikil áhersla verði lögð á að draga slíka viðburði til bæjarins. Hægt sé að varpa mynd og hljóði á milli allra sala í húsinu. T.a.m. sé hægt að hafa beina útsendingu úr Stapa yfir í tónleikasalinn Berg og á fjóra myndvarpa í Rokksafninu og í bíósal í húsinu. „Í tónlistarskólanum eru einnig fjölmörg fundarherbergi og skólastofur sem má nýta til ráðstefnuhalda, þannig að við getum tekið á móti frekar stórum ráðstefnum,“ segir Tómas. Nýjasta tækni er einnig notuð á Rokksafni Íslands. Þar er öll framsetning myndræn. Textar og myndir eru á veggjum, þar eru níu skjáir sem miðla efni og þá fá sýningargestir spjaldtölvur með hljóð- og myndleiðsögn og þar með er Rokksafn Íslands fyrsta safnið á Íslandi til að taka það skref. Tómas segir að svokallað „SoundLab“ sé mjög vinsælt. Þar getur fólk sest við hljóðfæri, sett á sig heyrnartól og leikið af fingrum fram án þess að nokkur annar heyri. Þá þykir Tómasi vænt um að Brynjar í Of Monsters And Men hafi afhent safninu gítarinn sem fór í heimsreisu OMAM. Ljósabúningur frá Páli Óskari er á sýningunni og þá er trommusett Gunnars Jökuls á sýningunni. „Gunnar notaði trommusettið á plötunni Lifun, sem er ein besta plata Íslandssögunnar,“ segir Tómas. Aðspurður um viðbrögð tónlistarmanna við sýningu Rokksafns Íslands, þá segir Tómas þau vera góð. „Þeir sem hafa komið hingað eru alveg gríðarlega ánægðir með hvernig sagan er sögð og hvaða tækni er verið að nota“.

Mikið grúsk og nördapæling liggja að baki sýningunni n Jónatan Garðarsson poppfræðingur er höfundur sýningar Rokksafns Íslands „Við ákváðum að byrja á tímalínu og byrja nokkuð aftarlega í tíma eða 1835 þegar Jónas Hallgrímsson yrkir „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur“, sem er fyrsta íslenska poppið, lag sem allir lærðu og flaug um landið. Við tökum þetta svo í stökkum til ársins 1930 en þá verður alvöru útgáfa á Íslandi. Þá eru teknar upp fyrstu plöturnar hér á landi, einar 70-80 plötur. Síðan fylgjum við sögunni ár frá ári og allt til ársins í ár. Síðustu atburðir á sýningunni eru frá því núna í mars og svo þurfum við að halda áfram, því sagan heldur áfram,“ segir poppsérfræðingurinn Jón-

Hljómarnir fóru aldrei í tónlistarskóla - segir Gunnar Þórðarson Gunnar Þórðarson tónlistarmaður sagði það sérstaka tilfinningu að koma í Hljómahöllina. „Við byrjuðum 15 ára strákar og enduðum eins og aðrir, gamlir menn. Mér finnst þetta alveg frábært framtak hérna. Þetta er svo glæsilegt,“ segir Gunnar í samtali við Víkurfréttir.

Hljómahöll er startkapall

atan Garðarsson, þegar hann er spurður út í það hvernig sýning Rokksafns Íslands er byggð upp. Jónatan er höfundur sýningarinnar og hefur varið ómældum tíma í heimildaöflun. Hann segir mikið grúsk og nördapælingu liggja að baki sýningunni. „Þetta var nett Kleppsvinna“. Hann segir að þegar öllu hafi verið safnað saman, þá hafi þurft að skera niður og það hafi verið langerfiðast. Mikið af efni sé til sem á eftir að vinna úr. Það fari m.a. á þá níu skjái sem séu í sýningarkerfinu og jafnframt verður mikið af efni tiltækt á spjaldtölvum sem sýningargestir

„Maður er kominn á þann aldur að allt svona til baka er skemmtilegt. Tónlistarskólinn er líka svo flottur og loksins kominn í gott húsnæði. Við Hljómarnir fórum aldrei í tónlistarskóla, en það er framtíðin,“ sagði Gunnar Þórðarson glaður í bragði.

fá þegar þeir sko ð a rok k sýninguna. Jónatan segir nóg pláss í húsinu til að bæta við söguna. Þar se nóg pláss á gólfum og veggjum til að bæta við munum og þegar plássið þrjóti í Rokksafni Íslands, þá verði veggir tónlistarskólans einnig teknir undir sýninguna. „Það er fullt af veggjum þar,“ segir Jónatan Garðarsson poppfræðingur.

Tónlistarfeðgar fyrstir Tónlistarfeðgarnir Helgi Pétursson úr Ríó Tríói og Snorri Helgason tónlistarmaður voru fyrstu gestir Rokksafns Íslands á mánudag, fyrsta opnunardegi safnsins. Í tilefni af því fengu þeir rósir, bókina hans Arnars Eggerts „Tónlist...er tónlist“ og diskinn hans Rúnars Júlíussonar „Söngvar um lífið“. Snorri var á leið í flug en hann er að leggja í tónleikaferðalag með Ásgeiri Trausta og feðgarnir ákváðu að kíkja við á safninu fyrst og urðu þar fyrstu borgandi gestirnir á Rokksafni Íslands.

ÞAU VORU Á OPNUNARHÁTÍÐNINI OG MARGIR AÐRIR. SJÁIÐ FLEIRI MYNDIR Á VF.IS

- segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar

„Besta tilfinningin í þessu húsi er að þetta er svona startkapall. Þetta er upphaf að einhverju sem á bara eftir að stækka og verða íburðarmeira og flottara,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður um Hljómahöll og Rokksafn Íslands. Páll Óskar hefur afhent Rokksafni Íslands alla sérsaumaða búninga sína, auk gullplatna og ýmissa aðra muna. Hugmyndin er að gera sérsýningu úr munum Páls Óskars, þó svo hún hafi ekki verið tímasett. Viðtal við Pál Óskar er í Sjónvarpi Víkurfrétta, sem sýnt verður á ÍNN og er jafnframt aðgengilegt á vf.is.

Þetta safn á hvergi annars staðar heima

Jóhann Helga, Leifur og Brynjar Leifsson.

Ragnheiður ráðherra og Árni Ragnars.

Guðmundur, Ragnheiður, Árni og Erlingur .

Bryndís Guðmundsdóttir og Sambíóhjónin, Guðný og Árni.

Ásdís, Jónína og Kjartan Már.

Magnús Garðarsson og Fríða Rögnvalds .

Elísa Newman tók lagið á opnuninni.

Valdimar og Björgvin komu fram.

Inga Birna, María Baldurs og Guðrún Á .

- segja Magnús og Jóhann

Tónlistarmennirnir Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason voru við opnun Rokksafns Íslands í Hljómahöll um liðna helgi. Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við þá félaga og verður viðtalið aðgengilegt á vef Víkurfrétta. Þeir voru meðal annars spurðir hvort þeir hefðu getað ímyndað sér að svona safn myndi rísa á Íslandi. „Nei, ekki í þessum skala en þetta safn á hvergi annars staðar heima en hér því það er svo mikill auður af hæfileikaríku fólki sem hefur komið héðan. Þetta er mjög gott minnismerki um það,“ segir Magnús Þór Sigmundsson.


Anthony

Eðvarð Þór

Agata

Aleksandra

Anika

Baldvin

Birta

Bjarndís

Björgvin

Daníel

Diljá

Eiríkur

Elva

Erla

Eydís

Gunnhildur

Guðrún

Hreiðar

Ingi

Írís

Jóna

Karen

Klaudia

Kolbrún

Kristófer

Matthea

Ólöf

Rakel

Sandra

Steinunn

Sunneva

Svanfíður

Sylwia

Þröstur

VIÐ ÓSKUM SUNDFÓLKI ÍRB VELFARNAÐAR Á ÍM50

MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á SUÐURNESJUM

Tannlæknastofan Tjarnargötu 2 - 230 Keflavík Sími: 421 5615 & 421 2577

Afa fiskur - Alex ferðaþjónusta - Álasund ehf - Ásberg fasteignasala - Bitinn - Georg V. Hannah s/f - Hár og rósir - Hárfaktory - Ísfoss - Kaffitár Karen Sævarsdóttir Einfalt golf - Kóda - K-Sport - Köfunarþjónusta Sigurðar ehf - Mannvit - Merkiprent - Metabolic - Netsamskipti ehf - Olís Pulsuvagninn - Rörvirki - Saltver - Ship-O-Hoj ehf - Sjúkraþjálfunin Átak - Skiltagerð ehf - Skólamatur - Superform Tannlæknastofa Kristínar Geirmundsdóttur - Tjarnagrill - Toyota Reykjanesbæ - Vélsmiðja Sandgerðis ehf. - Vox lögmannstofa ehf


16

fimmtudagurinn 10. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

Okkur vantar kröftugan og skemmtilegan einstakling til starfa á kaffihúsi Kaffitárs á Stapabraut.

pósturu vf@vf.is

Sýnishorn af því sem Kross-saumur framleiðir

Starfið:

Kaffibarþjónn í 80% stöðugildi, unnið alla virka daga og aðra hvora helgi.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins í fatamarkaði samtakanna við Smiðjuvelli í Keflavík

Starfssvið:

Starfið felst í framreiðslu á kaffidrykkjum, veitingum og sölu á úrvalskaffi og kaffivörum.

Hæfniskröfur:

Við leitum að áhugasömum og þjónustuljúfum einstakling með metnað og frumkvæði. Starfsmenn fá starfsþjálfun og kennslu í fagi kaffibarþjónsins. Lágmarksaldur er 20 ár og um framtíðarstarf er að ræða. Ferilskrá ásamt upplýsingum um meðmælendur má skila með tölvupósti á starf@kaffitar.is. Umsóknarfrestur er til 16.apríl. Kaffitár framleiðir og selur einungis úrvalskaffi. Við leggjum áherslu á gæði og ferskleika. Við erum skemmtileg, alúðleg, umhverfisvæn, litaglöð og líka röff og töff. Við setjum fólk í fyrirrúm og opnum hjarta okkar til að koma boðskap Kaffitárs til skila og tengjast viðskiptavinum okkar traustum böndum. Við kaupum kaffi án krókaleiða til að stuðla að þvi að við fáum besta kaffi sem völ er á og að bændurnir fái sanngjarnt verð fyrir vöru sína.

Fundarboð

AÐALFUNDUR

Aðalfundur Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis verður haldinn í Krossmóa 4, 5. hæð, mánudaginn 14. apríl nk. kl. 20:00. Dagskrá. • Venjuleg aðalfundarstörf. • Breyting á reglugerð sjúkrasjóðs. • Önnur mál.

n Rauði krossinn á Suðurnesjum:

Opna Kross-saum og flokka fatnað til fjáröflunar R

auði krossinn á Suðurnesjum hefur opnað vinnustofuna Kross-saum í húsnæði deildarinnar á Smiðjuvöllum 8 Reykjanesbæ. Markmið verkefnisins er að nýta efni og gera við fatnað sem ýmist er gefin í fatagámana eða sem framlög frá fyrirtækjum. Má þar nefna meðal annars Pfaff, Vouge, Tölvulistann í Reykjanesbæ og fleiri sem hafa lagt þessu verkefni lið. Á vinnustofunni sauma sjálfboðaliðar ýmislegt eins og til dæmis: hrísgrjónabakstra, vöggusett, dúkkusett, svuntur og fleira. Boðið er upp á leiðsögn í saumaskap en hópurinn kemur saman einu sinni til tvisvar í viku. Afraksturinn er síðan seldur í Rauðakrossbúðinni á Smiðjuvöllum sem opnaði í september síðastliðinn. Hún er opin á fimmtudögum og föstudögum frá 13 – 17:15. Eins verður opið einn laugardag í mánuði, næst laugardaginn 12. apríl. Mikið af góðum og fallegum fatnaði er seldur þar á sanngjörnu

Þessar sátu við saumavélarnar í Kross-saumi þegar ljósmyndari VF var á svæðinu.

verði. Verslunin er rekin í fjáröflunarskyni sem þýðir að þeir sem versla eru í rauninni að gefa. Fataflokkun er einnig í húsnæðinu en þar flokka sjálfboðaliðar allan fatnað sem berast í fatagámana fyrir utan. Fatnaðurinn er ýmist flokkaður í verslunina eða sendur til Reykjavíkur til frekari flokkunar. Þar er til dæmis hlýr fatnaður sendur áfram til Hvíta Rússlands.

Frá alþjóðlegu kattasýningunni í Grindavík. Mynd: Grindavíkurbær.

ögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af tæplega tvítugum ökumanni sem ók á mikilli ferð um götur Keflavíkur. Á vegarkafla, þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund ók hann á 80 kílómetra hraða, meðal annars um svæði þar sem margt fólk var á ferli. Að auki reyndist hann ekki vera með ökuskírteinið meðferðis. Hann var kærður fyrir hið síðarnefnda, auk hraðakstursins.

Félagar fjölmennum! Stjórnin

www.vf.is

Kattasýningin mæltist vel fyrir

83% A LESTUR

VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM

Glæfraakstur stöðvaður

L

Kaffiveitingar verða á fundinum.

+

Þess má geta að Rauði krossinn þiggur allan fatnað og efni í hvaða ásigkomulagi sem er því allt eru þetta verðmæti. Mikil vakning hefur orðið í endurvinnslu og gífurlegt magn berst í fatagámana og sendir Rauði krossinn á Suðurnesjum sínar bestu þakkir fyrir. Starfsemin er öll byggð á sjálfboðaliðum sem gefa vinnu sína með bros á vör.

lþjóðleg sýning Kattaræktarfélags Íslands fór fram í nýju reiðhöllinni í Grindavík um helgina. Sýningin tókst vel og mættu nokkur hundruð manns að fylgjast með þeim 120 köttum

sem skráðir voru til leiks. Guðbjörg Hermannsdóttir úr Grindavík var aðal driffjöðurin að fá sýninguna til Grindavíkur og ríkti mikil ánægja með hvernig til tókst, segir á vef Grindavíkurbæjar.

Sjö ökumenn til viðbótar voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu um helgina. Öll áttu brotin sér stað á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók mældist á 130 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Tveir af ökumönnunum sjö voru erlendir ferðamenn. Þá hafði lögregla afskipti af ökumanni sem ók bifreið án skráningarnúmera eftir Reykjanesbraut. Ökumaðurinn greiddi 7.500 króna sekt á staðnum. Loks voru skráningarnúmer fjarlægð af ótryggðri bifreið.


17

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 10. apríl 2014

-mannlíf

ATVINNA

pósturu vf@vf.is

Ásbrúardagurinn í lok maí

Starfskraftur óskast í Apótek Suðurnesja . Um sumarstarf er að ræða.

- sannkölluð karnivalstemmning

Á

sbrúardagurinn er orðinn árviss hátíð í upphafi sumars. Til þessa hefur dagurinn verið haldinn hátíðlegur á sumardaginn fyrsta og þá hafa þúsundir Suðurnesjamanna og gesta af höfuðborgarsvæðinu safnast saman á Ásbrú í karnivalstemmningu. Ásbrúardagurinn verður aftur haldinn hátíðlegur í ár en nú hefur dagsetningin verið færð til. Að þessu sinni verður hann haldinn hátíðlegur í lok maí, fimmtudaginn 29. maí. Unnsteinn Jóhannsson er verkefnastjóri fyrir Ásbrúardaginn og vinnur nú að skipulagningu hátíðarinnar ásamt Önnu Steinunni Jónasdóttur hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, Kadeco. Þau sögðu í samtali við Víkurfréttir nú í vikunni að dagskráin á Ásbrúardeginum verði á svipuðum nótum og í fyrra. Hátíðin sé með karnivalsniði og þar verði sannkölluð fjölskyldustemmning með jákvæðu andrúmslofti. Áhersla verði lögð á skemmtilega upplifun fyrir gesti og að fjölbreytt dagskrá verði í boði. Aðalhátíðarsvæðið verður í Atlantic Studios, sem er kvikmyndaverið á Ásbrú. Þar verður skemmtidagskrá og leiktæki, auk þess sem myndað verður markaðstorg með sölubásum. Þeir sölubásar eru þó eingöngu á vegum íþrótta- og góðgerðafélaga á Suðurnesjum til fjáröflunar. Í kvikmyndaverinu verður einnig vettvangur fyrir fyrirtæki

á Ásbrú að kynna starfsemi sína. Þá mun samfélagið á Ásbrú láta vita af því hvað þar er um að vera, enda margt skemmtilegt að gerast á Ásbrú. Á Ásbrúardeginum verður Keilir einnig með opið hús þar sem starfsemi skólans verður kynnt. Þar verður einnig boðið upp á skemmtidagskrá. Þá verður frumkvöðlasetrið Eldey opið og fjölbreytt starfsemi í húsinu kynnt fyrir fólki. Eins og á síðasta ári verður Ásbrúardagurinn í ár í góðu samstarfi við bandaríska sendiráðið sem kemur með ósvikna ameríska stemmningu í húsið. Þannig verða keppnir um besta Chili-réttinn hjá veitingastöðum og einnig einstaklingskeppni um amerískar bökur. Nú er verið að skipuleggja dagskrána fyrir Ásbrúardaginn og þá

Vinsamlegast sendið umsóknir á lyfjaval@lyfjaval.is

er verið að kalla eftir þátttakendum til að taka þátt í uppákomum í kvikmyndaverinu eða félagasamtökum sem hafa áhuga á að setja upp sölubása til fjáröflunar. Þeir sem vilja taka þátt eru beðnir um að láta vita af sér með pósti á opnidagurinn@asbru.is.

Hringbraut 99 - 577 1150

kr. 39.000.000,-

Frá Ásbrúardeginum í fyrra. VF-mynd: Hilmar Bragi

BREKKUBRAUT 1, 230 REYKJANESBÆ Herbergi: 9 - Stærð: 221,8m2 - Bílskúr - Auka íbúð

Hringdu og bókaðu skoðun Einbýlishús með tveimur íbúðum á besta stað miðsvæðis í Keflavík. Aðaleignin er með fjórum góðum svefnherbergjum og auðvelt að bæta við því fimmta. Aukaíbúðin er þriggja herbergja. Húsið er í almennt góðu ástandi. Búið er að endurnýja skolp og dren ásamt því að nýlega var þak yfirfarið og lagað. Upplýsingar fást hjá Berglindi gsm 694-4000 BERGLIND HÓLM BIRGISDÓTTIR Löggiltur fasteignafyrirtækja og skipasali

ÞÚ PASSAR HANN

VIÐ PÖSSUM ÞIG

Ventus K115

Kynergy

ALAUS

12

I

R

mánaða

BO

R

A

F

XT

A

VA

VELDU ÖRYGGI FYRIR ÞIG OG ÞÍNA

RGAN

Nánari upplýsingar

www.solning.is

Dynapro

Smiðjuvegi 68-72, Rvk

Rúðuvökvi

Fitjabraut 12, Njarðvík

Eyrarvegi 33, Selfossi

Hjallahrauni 4, Hfj Barðinn, Skútuvogi 2


18

fimmtudagurinn 10. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Gunnlaug Hauksdóttir, fædd 9. október 1949, lést á heimili sínu sunnudaginn 6. apríl 2014. Verður jarðsungin á þriðjudaginn 15. apríl 2014 í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 14:00.

Arnar Steinn Sveinbjörnsson, Lilja Tahirih Þorsteinsdóttir, Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, Guðný Ósk Gottliebsdóttir, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Kristrún Anna Skarphéðinsdóttir, Anna María Sveinbjörnsdóttir Brewer, Derek Brewer, barnabörn og barnabarnabörn.

Sálumessa og Ragnheiður í Keflavíkurkirkju - á Pálmasunnudag, 13. apríl

K

ór Keflavíkurkirkju flytur sálumessu eftir Gabriel Fauré í Keflavíkurkirkju á pálmasunnudag, 13. apríl og standa nú yfir strangar æfingar fyrir þennan metnaðarfulla viðburð. Verkið verður flutt í Keflavíkurkirkju og auk kórsins taka 10 manna hljómsveit og einsöngvarar þátt í flutningnum. Kórnum hefur hlotnast sá heiður að flytja tvær aríur úr hinni vinsælu óperu Gunnars Þórðarsonar, Ragnheiði, en hún hefur slegið í gegn á síðustu misserum. Verða þær fluttar á tónleikunum ásamt

þekktum aríum úr tónlistarsögunni. Einsöngvarar verða Jóhann Smári Sævarsson og Bylgja Dís Gunnarsdóttir og á orgel leikur Sigrún Gróa Magnúsdóttir. Stjórnandi er Arnór B. Vilbergsson. Sálumessan er eitt af þekktustu verkum Fauré. Hún hefur notið mikilla vinsælda frá því að hún var fyrst flutt árið 1888. Sjálfur sagði Fauré sálumessu sína einkennast frá upphafi til enda af trú á eilífa hvíld í dauðanum. Ýmsir samtímamenn Fauré höfðu orð á því að í sálumessu hans væri hvergi

að finna ótta við dauðann og sumir kölluðu hana vögguvísu um dauðann. Æfingar hafa staðið yfir frá áramótum og er mikill metnaður lagður í uppsetninguna. Kór Keflavíkurkirkju býr að miklum listrænum metnaði og fer ekki á milli mála hversu fjölhæfur hann er. Kórinn hlaut menningarverðlaun Reykjanesbæjar, Súluna, árið 2012. Haldnir verða tvennir tónleikar, kl. 17 og 20 og er miðaverð kr. 2.000. Miðasala verður í Keflavíkurkirkju og við innganginn.

Thorsil ehf.

Kísilmálmverksmiðja í Helguvík í Reykjanesbæ Ársframleiðsla allt að 110.000 tonn Drög að tillögu að matsáætlun

HLUTASTARF UMSJÓN Í FUNDARAÐSTÖÐU OG ELDHÚSI

Gagnaver Verne leitar að manneskju til að sjá um aðstoð við innkaup, framreiðslu í fundaraðstöðu og eldhúsi, þrif, tiltekt og fleira tilfallandi. Við leitum að starfsmanni með þæglegt viðmót og ríka þjónustulund. Um er að ræða hlutastarf frá um kl. 10:00 til - 14:00 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða nýtt starf á ört vaxandi og spennandi vinnustað þar sem viðkomandi mun aðstoða við að móta starfið. Æskilegt er að viðkomandi sé enskumælandi. Bílpróf er skilyrði.

Thorsil ehf. kynnir áform um að byggja kísilmálmverksmiðju í Helguvík í Reykjanesbæ. Gert er ráð fyrir að ársframleiðsla verksmiðjunnar verði allt að 110.000 tonn af kísilmálmi (metallurgical grade silicon). Áætluð aflþörf verksmiðjunnar er um 170 MW. Áformað er að reisa verksmiðjuna á 15 hektara lóð á iðnaðarsvæði í Helguvík. Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt 1. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum. Matsvinnan er hafin og eru drög að tillögu að matsáætlun til kynningar á heimasíðu Mannvits verkfræðistofu, www.mannvit.is. Almenningi gefst kostur á að kynna sér þessi drög á framangreindri vefsíðu og setja fram athugasemdir í tengslum við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar fram til föstudagsins 2. maí 2014. Hægt er að senda athugasemdir bréfleiðis á neðangreint póstfang eða með tölvupósti á netfangið axel@mannvit.is. Frestur til að gera athugasemdir er til 2. maí 2014.

Umsóknarfrestur er til 25. apríl 2014, viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Fyrirspurnir og nánari upplýsingar ásamt umsóknum sendist í tölvupósti til jons@verneglobal.com.

Axel Valur Birgisson Grensásvegur 1 108 Reykjavík


19

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 10. apríl 2014

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Ljós í Hrauni Sæmundar

L

istamaðurinn Sæmundur Gunnarsson heldur sína sjöundu einkasýningu um þessar mundir. Nýjasta sýning Sæmundar kallast Ljós í Hrauni en þar fæst listamaðurinn við hraun með áhugaverðum hætti, en sjálfur segir Sæmundur að nýlegir atburðir við Gálgahraun hafi veitt honum innblástur við vinnu verkanna sem unnin eru í akrýl. Sýningin hefst 12. apríl og stendur til 6. maí. Sýningin fer fram að Skólavörðustíg 5 í húsnæði Ófeigs gullsmiðs í Reykjavík. Sæmundur er fæddur í Reykjavík árið 1962, en hefur búið í Reykjanesbæ allar götur síðan 1985. Myndlist hefur fylgt Sæmundi frá unga aldri, hann hefur krassað og teiknað frá því að hann man eftir sér. Hann hefur sótt fjölda námskeiða, meðal annars í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Myndlistarskóla Reykjavíkur, námskeið hjá Þuríði Sigurðardóttur og ýmiss námskeið á vegum Myndlistarfélags Reykjanesbæjar.

n Tónleikar í Stapa, Hljómahöll:

Sinfóníuhljómsveit og kammersveit S

infóníuhljómsveit og Kammersveit Wladislaw Zelenski Tónlistarskólans í Kraká heldur tónleika í Stapa, Hljómahöll á morgun, föstudaginn 11. apríl kl.19.00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Þessar hljómsveitir, sem eru skipaðar alls um 50 nemendum á aldrinum 14-20 ára, eru gestir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Strengjasveit TR mun síðan heimsækja Wladislaw Zelenski Tónlistarskólann í júní nk. Í Kráká mun Strengjasveit TR halda nokkra tónleika en að auki taka þátt í masterklass-tíma og kennslustundum við Wladislaw Zelenski Tónlistarskólann. Fyrir utan tónleikana í Stapa, munu pólsku gestirnir leika fyrir eldri borgara á Nesvöllum kl.14.00 á morgun.

ATVINNA

STARFSMAÐUR Í VIÐHALD Vantar starfsmann í viðhald á bílum, tækjum og búnaði Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli. Viðkomandi þarf að vera laghentur og úrræðagóður og hafa reynslu af viðhaldi vinnuvéla, bíla o.þ.h. Hreint sakavottorð skilyrði. Nám í vélvirkjun, bifvélavirkjun, vélstjórn eða sambærilegu kostur, en ekki skilyrði. Upplýsingar veitir Halldór í síma 425-0751 og halldor@eak.is Eldsneytisafgreiðslan á Keflavíkurflugvelli

Sálu messa Fauré

Pálmasunnudagur 13. apríl

Kór Keflavíkurkirkju ásamt hljómsveit og einsöngvurum Keflavíkurkirkja kl. 17:00 og 20:00

Söguratleikur á Garðskaga? – Afþreying fyrir ferðafólk á Garðskaga

E

rindi frá Oddnýju K. Ásgeirsdóttur var tekið fyrir hjá bæjarráði Garðs á dögunum. Þar kemur fram tillaga um afþreyingu fyrir ferðafólk á Garðskaga sem felst í söguratleik um svæðið umhverfis Garðskaga. Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs tekur jákvætt í erindið og samþykkti að fá umsögn byggingafulltrúa um það.

Bylgja Dís Gunnarsdóttir Jóhann Smári Sævarsson Stjórnandi Arnór B. Vilbergsson Í samstarfi við Tónlistarfélag Reykjanesbæjar

Miðaverð kr. 2.000


20

fimmtudagurinn 10. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR

Asaki VERKFÆRI *****

25% kynningara fslá í apríl og maí ttur

ALM14DF 14,4V Li-Ion herðsluskrúfvél 2,8Ah 135Nm

5 stjörnu verkfæri

Asaki verkfæri fyrir iðnaðarmanninn AR636 18V Skrúfvél Ni-Cd 2,0Ah 158Nm

ALM18DB 18V Li-Ion borvél 2,8Ah 38Nm

36.890

18.890

39.990

27.665

14.165

29.925

ALB10DAS 10,8V Li-Ion Bor/skrúfvél 1,4Ah 30Nm

ALM18DB 18V Li-Ion borvél 2,8Ah 38Nm

ALM18DD 18V höggborvél Li-Ion 2,8Ah 38Nm 2 hraðar

39.990

29.925

41.890

14.890

11.165

AM14DW 14,4V NI-Cd borvél 1,5 Ah 36N.m

16.990

AM18DWE 18V NI-CD borvél Ah 38N.m.

18.990

14.242

12.742

Myndi labba út í sjoppu og taka nammi Eggert Gunnarson er nemandi í 9. bekk í Holtaskóla. Hann hefur mikinn áhuga á fótbolta og er harður Manchester United maður. Hann hefur hitt Sir Alex Ferguson og er draumurinn að verða atvinnumaður í fótbolta. Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Ég myndi labba út í sjoppu og taka eins mikið nammi og ég gæti.

Hver eru áhugamál þín? Aðallega fótbolti en ég hef áhuga á mörgum íþróttum.

Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Venjulegur bara.

Uppáhaldsfag í skólanum? Íþróttir eru skemmtilegasta fagið. En leiðinlegasta? Íslenska.

Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ

– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

ATVINNA Sumarafleysingar

Starfsmaður óskast í útkeyrslu og afgreiðslu á Fitjabakka 2 - 4. Umsóknareyðublöð eru á staðnum einnig er hægt að sækja um á steinar@olis.is Æskilegt að umsækjandi sé ekki yngri en 20 ára.

-

pósturu pop@vf.is

Hvað gerirðu eftir skóla? Læri og fer svo á æfingar.

31.420 ATH: Tvær rafhlöður, taska og hraðvirkt hleðslutæki fylgir hverri hleðsluvél!

-ung

smáauglýsingar ÞJÓNUSTA

TIL SÖLU Whirlpool uppþvottarvél til sölu, einnig er ég með til sölu 26" karlmanns reiðhjól. Uppl. í síma 661 3570

Markaður BRYGGJUBÁSAR. Opið föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 13 til 18. Erum með básaleigu, umboðssölu ,og kaffihús á staðnum. Upplýsingar á staðnum. Harðfiskur og flatkökur til sölu ásamt glæsilegum veitingum á vægu verði. Næg bílastæði. Endalaust vöruúrval. Erum í sömu götu og Bykó , grænt hús á móti hafnarvigtinni. FACEBOOK síða bryggjubasar/ ZOO sjopp Velkomin.

www.vf.is Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 9. - 16. apríl nk.

Cajon til sölu, upplýsingar í síma 892 0442 Bílaviðgerðir - Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla

• Bingó • Listasmiðja • Handverk • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Félagsvist • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi Föstudaginn 11.apríl nk.á Nesvöllum kl. 14:00. Kammersveit frá Póllandi sem er í heimsókn í Reykjanesbæ Allir velkomnir

Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 - bilarogpartar.is

Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.rnb.is

Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Hávaxinn og myndarlegur strákur.

Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Það væri David Beckham.

Hvað er skemmtilegast við Holtaskóla? Það er ekki margt skemmtilegt í skólanum en félagsskapurinn er fínn.

Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Að geta flogið. Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Atvinnumaður í fótbolta. Hver er frægastur í símanum þínum? Mamma.

Bíómynd? Back To The Future. Sjónvarpsþáttur? Breaking Bad er í uppáhaldi. Tónlistarmaður /Hljómsveit? Kanye West. Matur? Lambakjöt.

Hvaða lag myndi lýsa þér best? Ég hef ekki hugmynd.

Drykkur? Íslenskt vatn.

Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Ekki viss.

Leikari/Leikkona? Jonah Hill. Lið í Ensku deildinni? Manchester United! Lið í NBA? LA Lakers.

Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Sir Alex Ferguson.

-fs-ingur

BESTA:

vikunnar

pósturu eythor@vf.is

Vaknar ekki við vekjaraklukkur Grindvíkingurinn Hanna Gestsdóttir er FS-ingur vikunar að þessu sinni. Hún er 18 ára og stundar nám á félagsfræðibraut við skólann. Hönnu langar til þess að starfa sem geðlæknir í framtíðinni og hún hlustar stundum á klassíska tónlist. Hún segist hræðast alla mögulega hluti og er með mjög stuttan þráð að eigin sögn. Helsti kostur FS? Bílastæðið á annari hæð sem er hægt að keyra í gegnum, þá þarf maður ekki að bakka, ég elska það.

kerfið. Ef kennarar eru veikir fáum við sms, og það verður komið fyrir 7.30 - ekki mail klukkan 08:00 þegar maður er mættur upp í skóla.

Hjúskaparstaða? Á föstu.

Áttu þér viðurnefni? Nei, ekkert svoleiðis.

Hvað hræðistu mest? Ég hræðist allt, bókstaflega.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? „Ég er svo pirruð sko“

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Daníel Leó, útaf fótboltahæfileikum. Hver er fyndnastur í skólanum? Hermann Hermannsson. Hvað sástu síðast í bíó? Lífsleikni Gillz, hún var ágæt Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Joe & the Juice! Hver er þinn helsti galli? Ég er með mjög stuttan þráð, og vakna ekki við vekjaraklukkur. Hvað er heitasta parið í skólanum? Jón Axel og Guðlaug Björt. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Myndi setja upp fjarverandi-sms-

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mér finnst Elva Dögg ásamt öllum sem starfa í nemendaráðinu vera að standa sig frábærlega. Áhugamál? Ljósmyndun, fótbolti og lestur. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Mig langar að verða geðlæknir, en 100 ára nám heillar mig ekki, svo þetta á eftir að koma í ljós. Ertu að vinna með skóla? Stakkavík ehf. Hver er best klædd/ur í FS? Thelma Birgisdóttir kemur fyrst upp í hugann.

EFTIRLÆTIS Kennari:

Simon Larsen

Fag í skólanum:

Enska og danska,svo kemur íslenska

Sjónvarpsþættir: Friends

Kvikmynd:

The Shawshank Redemption og Englar Alheimsins eru ofarlega á listanum

Hljómsveit/ tónlistarmaður: Coldplay

Leikari:

Tom Hanks

Vefsíður: Tumblr

Flíkin:

Ef þið teljið skó sem flík þá eru það Vans-skórnir mínir, annars náttsloppurinn

Skyndibiti: McDonald's

Hvað tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Klassíska tónlist


21

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 10. apríl 2014

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

n Sigurvegarar í Superformi létu gott af sér leiða:

Gáfu verðlaunafé til góðra mála S

nædís Guðmundsdóttir og Óskar Haraldsson eru sigurvegarar í Superform-áskorun 2014. Þátttakendur æfa í Sporthúsinu á Ásbrú. Árshátíð Superform var haldin sl. laugardagskvöld þar sem úrslitin voru birt. Áskorunin hófst 15. janúar og stóð yfir í 12 vikur eða þar til á laugardaginn. Árangurinn stóð ekki á sér en keppendur undir leiðsögn Sævars Inga Borgarssonar, eiganda Superforms. Þátttakendur lögðu mikið á sig og sneru við blaðinu varðandi hollt mataræði og heilbrigða hreyfingu. Allir keppendur fengu góð ráð um mataræði bæði í fyrirlestrarformi og ráðgjöf í gegnum tölvupóst. Að auki var boðið var upp á fyrirlestur með Hauki Inga Guðnasyni sem ráðlagði um það hvernig er hægt að ná árangri og setja sér raunhæf markmið. Heildar verðmæti verðlauna í keppninni voru hvorki meira né minna en 1,3 milljónir króna en veitt voru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki. Eins og fyrr segir voru það Snædís Guðmundsdóttir og Óskar Haraldsson sem enduðu í fyrsta sæti en þau náðu hreint út sagt frábærum árangri og fengu bæði í sinn hlut 100.000 krónur í beinhörðum peningum ásamt veglegum gjafabréfum frá Superform, Sporthúsinu, Nike, Sci Mx, Bláa Lóninu, Sportvörum, Snyrti Gallerý og Cabo.

KEFLAVÍKURKIRKJA DAGSKRÁ Helgihald í Keflavíkurkirkju, í dymbilviku og á páskum

Pálmasunnudagur, 13. apríl, kl. 17:00 og kl. 20:00

Kór Keflavíkurkirkju ásamt hljómsveit og einsöngvurum flytur Sálumessu Fauré undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Einnig verða fluttar þekktar aríur, m.a. úr íslensku óperunni Ragnheiður sem slegið hefur öll met. Miðaverð kr. 2000.- Kynnir er sr. Skúli S. Ólafsson.

Skírdagur 17. apríl, kl. 20:00

Kvöldmessa í kirkjunni. Lesið úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Prestar eru sr. Erla Guðmundsdóttir og sr. Skúli S. Ólafsson.

Föstudagurinn langi 18. apríl, kl. 11:00

Guðsþjónusta. Lesið úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar og þeir hugleiddir. Prestar eru sr. Erla Guðmundsdóttir og sr. Skúli S. Ólafsson.

Páskadagur, 20. apríl, kl. 8:00

Hátíðarguðsþjónusta á páskdag. Prestur er sr. Sigfús B. Ingvason. Að guðsþjónustu lokinni verður messugestum boðið í páskadögurð Kirkjulundi. Snædís Guðmundsdóttir og Óskar Haraldsson eru sigurvegarar í Superform-áskorun 2014.

Í öðru sæti urðu Laufey Vilmundardóttir og Einar Orri Einarsson og í þriðja sæti voru Harpa Rós Drzymkovska og Guðni Sigurbjörn Sigurðsson. Sannarlega glæsilegur árangur hjá þeim og öllum hinum keppendunum. Eftir að úrslit voru kunngerð ákváðu báðir sigurvegarar að láta allt sitt verðlaunafé renna til góðra málefna. Óskar Haraldsson setti 100.000 krónur í söfnun fyrir æskufélaga sinn Gylfa Örn Gylfason en hann háir hetjulega baráttu við hvítblæði um þessar mundir. Snædís Guðmundsdóttir gerði slíkt hið sama ásamt því að bæta við öðru eins í nafni fyrirtækis

N

síns Dís íslenskrar hönnunar og að auki gaf verslunin 10-11 inneign að andvirði 100.000 krónur. Snædís ákvað að færa Huldu Ósk Jónsdóttur og Hirti Fjeldsted, vinafólki sínu, alla fjárhæðina en þau eru foreldrar ungs drengs að nafni Stefán Sölvi sem hefur undanfarið glímt við erfið veikindi og dvelur að mestu leyti inni á Barnaspítala Hringsins. Rausnarlegt framtak hjá þeim báðum. Superform og Sporthúsið þakkar öllum keppendum fyrir frábæra keppni og öllum styrktaraðilum fyrir veittan stuðning.

FYRSTA HJÓLASTÓLARÓLAN Á ÍSLANDI

ý hjólastólaróla var tekin í notkun við 88 húsið í Reykjanesbæ sl. föstudag. Rólan er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi en hún er staðsett í ört vaxandi ungmennagarðinum við 88 Húsið við Hafnargötu. Ástvaldur Ragnar Bjarnason fékk þann heiður að fara fyrstu ferðina en hann skemmti sér konunglega. Boðið var upp á grillaðar pylsur og Sóley Þrastardóttir formaður Ungmennaráðsins flutti stutt ávarp sem og Árni Sigfússon bæjarstjóri. Sóley sagði að þeir sem væru bundnir við hjólastól ættu að eiga sama rétt og aðrir á að skemmta sér. Það að róla hafi hingað til ekki verið fyrsti kostur fyrir þá sem eru í hjólastól, en með tilkomu þessarar rólu myndi það vonandi breytast til hins betra. „Vonandi verður þessi nýja róla mikið notuð og mín ósk er sú að það verði mjög skemmtilegt að róla í henni,“ sagði Sóley við vígslu rólunnar.

20% KYNNINGAR AFSLÁTTUR af öllum Sothys vörum í Lyfju Keflavík 10. - 14. apríl. Sérfræðingur verður með kynningu föstudaginn 11. apríl. Rakanærður líkami – falleg húð Yndislegt body lotion sem gefur húðinni raka og mýkt á einstakan hátt með langvarandi virkni. Hentar vel fyrir erfið svæði eins og olnboga, hné og fætur.

Annar í páskum, 21. apríl, kl. 11:00

Barnastund í Keflavíkurkirkju. Páskaguðspjallið lesið og góðir gestir koma í heimsókn. Páskaeggjaleit! Sr. Erla Guðmundsdóttir leiðir stundina ásamt Systu, Esther og Önnu Huldu. Kór Keflavíkurkirkju syngur við guðsþjónustur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar, organista.

Keflavíkurkirkja www.keflavikurkirkja.is

HVATNINGARVERÐLAUN FRÆÐSLURÁÐS

ER EKKI ÁSTÆÐA TIL HRÓSA

Fræðsluráð Reykjanesbæjar kallar eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna fræðsluráðs. Allir bæjarbúar geta tilnefnt einstaklinga eða skólaverkefni til verðlaunanna. Tilnefna má þróunarog nýbreytniverkefni eða önnur vel unnin störf sem þykja til fyrirmyndar í starfsemi skóla á yfirstandandi skólaári. Tekið er á móti tilnefningum á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar fram til 2. maí 2014.

STYRKIR ÚR SKÓLAÞRÓUNARSJÓÐI

FRÆÐSLURÁÐS MANNGILDISSJÓÐS

Hlutverk sjóðsins er að veita styrki og viðurkenningar sem að stuðla að nýbreytni- og þróunarstarfi í leik-, grunn- og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Styrkirnir eru veittir í samráði við reglur fræðsluráðs um styrki til þróunarverkefna frá 2006. Sækja þarf um til Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar fyrir 2. maí 2014. body lotion tvö orð Setja punkt í lok ensku setninganna tveggja í lokin, annars tengjast þær og verða ruglingslegar. :)

Almond seed extract og Shea butter sem nærir. White lupine styrkir varnarfilmu líkamans. LÍKAMSSKRÚBBUR – FYLGIR FRÍTT MEÐ ÁSAMT GLÆSILEGRI TÖSKU CHERRY BLOSSOM ILMKJARNAR NÆRA HÚÐINA OG VÉLRÆNU SKRÚBBKORNIN SKILJA HÚÐINA EFTIR SILKIMJÚKA.

+

www.vf.is

83%

LESTUR

VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM


22

fimmtudagurinn 10. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

pósturu eythor@vf.is

það er viss draumur að fá að stunda fimleika í Bandaríkjunum

„Stelpurnar öfunda mig svolítið“ - Mikið framundan hjá Lilju Björk sem æfir nú fimleika í Bandaríkjunum

F

imleikakonan Lilja Björk Ólafsdóttir frá Keflavík var á dögunum valin í unglingalandslið Íslands sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í áhaldafimleikum. Mótið fer fram í Svíþjóð um páskana en Lilja segist spennt fyrir því verkefni. Auk þess er Evrópumót í Búlgaríu á næstunni svo það er nóg framundan hjá þessum unga Keflvíkingi sem fagnaði öðrum Íslandsmeistaratitli sínum fyrir skömmu. Lilja sem kjörin var fimleikamaður ársins 2013 í Reykjanesbæ fagnaði á dögunum öðrum Íslandsmeistaratitli sínum á innan við ári, þegar hún sigraði á jafnvægislá í frjálsum æfingum. Hún segist sjálf hafa átt að gera betur á tvíslá í mótinu en þar varð hún fyrir því óláni að detta. Hún er einmitt hvað sterkust í þessum tveimur greinum. Til þess að ná árangri sem þessum þarf að æfa vel en Lilja æfir fjóra tíma í

senn fimm daga vikunar. Auk þess æfir hún ballet einu sinni í viku. Áður æfði hún fótbolta en hún varð að gefa boltann upp á bátinn, enda mikill tími sem fer í fimleikana hjá þessari efnilegu íþróttakonu. Hún verður að skipuleggja sig vel til þess að ná að sinna náminu vel en ljóst er að metnaðurinn er mikill. Lilja var á landsliðsæfingu fyrr í vikunni en hún segir þær æfingar vera töluvert erfiðari en gengur og gerist þar sem pressan sé töluverð á að sanna sig. Samkeppnin er hörð enda er samankomið í landsliðinu efnilegasta fimleikafólk landsins. Strax farin að láta að sér kveða í Bandaríkjunum Lilja fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna í desember á síðasta ári. Hún hefur strax látið að sér kveða í fimleikunum þar og sigraði tvær greinar á móti þar sem besta fimleikafólk Vestur Virginíu-fylkis keppti, en þar býr Lilja. „Það hefur

gengið mjög vel. Ég vann á slá og gólfi í mínum aldurflokki,“ segir Lilja en henni líkar lífið í Bandaríkjunum og segir fimleikana þar vera í öðrum gæðaflokki. „Stelpurnar heima í Keflavík öfunda mig svolítið. Í Bandaríkjunum eru æfingar talsvert strangari en á Íslandi og aginn meiri en það er viss draumur að fá að stunda fimleika í Bandaríkjunum,“ segir Lilja en sterk hefð er fyrir íþróttinni vestanhafs. Til þess að vera gjaldgeng í landsliðið þarf Lilja að taka þátt í mótum hérlendis a.m.k. einu sinni á ári líkt og hún gerði nú á dögunum. Hún segist ekki vera viss um að hún geri slíkt hið sama á næsta ári þar sem hún vill fremur æfa vel úti til þess að aðlagast betur að fullorðinsflokk, en það þykir talsvert stökk upp á við. Lilja verður 15 ára á þessu ári en hún fer í fullorðinsflokk á næsta ári.

Hvað er eftirlætis maturinn þinn? Íslenska Lambalærið. Áttu þér einhverja fyrirmynd í fimleikunum? Allar stelpurnar í ameríska landsliðinu. Erfiðasta æfing sem þú gerir? Erfiðasta þrekæfingin er örugglega sú að klifra kaðal án fóta, en erfiðasta æfingin sem ég get gert er örugglega flikk flikk án handa á slá og 1 1/2 skrúfa í framheljarstökk á gólfi. Hvað er skemmtilegast við það að æfa fimleika? það skemmtilegasta við að æfa fimleika er að læra nýjar æfingar. Áttu þér einhver framtíðar markmið? Að komast í landslið fullorðinna.


23

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 10. apríl 2014

Keflvíkingar sóla sig á Spáni K

eflavíkurliðið í knattspyrnu karla er statt á San Pedro del Pinatar á Spáni um þessar mundir þar sem liðið undirbýr sig fyrir komandi átök sumarsins í Pepsideildinni. Æft hefur verið að fullum

krafti og um helgina var veðrið það gott að menn voru orðnir léttklæddir. Það er liðsstjórinn Jón Örvar Arason sem tekur myndir í ferðinni en afar vel fer um hópinn eins og sjá má.

Grindvíkingar sýndu allar sínar bestu hliðar í Ljónagryfjunni E

invígi Njarðvíkinga og Grindvíkinga stendur nú yfir í Domino’s deild karla í körfubolta en þar er staðan jöfn, 1-1. Bæði lið hafa unnið útisigur en nú á mánudag völtuðu Grindvíkingar hreinlega yfir Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni og fögnuðu 22 stiga sigri, 73-95. Grindvíkingar léku á alls oddi og fóru þeir Lewis Clinch, Ómar Sævarsson og Sigurður Þorsteinsson algjörlega á kostum. Hjá Njarðvíkingum voru leikmenn almennt slakir en

Tracy Smith skilaði ásættanlegum tölum á skýrslu. Grindvíkingar höfðu mikla yfirburði í fráköstum en þar voru þeir Sigurður og Ómar sérstaklega framtakssamir. Eins voru Njarðvíkingar að hitta illa fyrir utan þriggja stiga línuna, en 3 af 20 fóru á sinn stað og var um að ræða slakasta leik þeirra grænklæddu í langskotunum í vetur. Næsta lota fer fram í Röstinni í Grindavík á morgun, föstudag en leikurinn hefst klukkan 19:15.

Heiðarskóli og Holtaskóli grunnskólameistarar í sundi G

runnskólamót Íslands í sundi var haldið í fyrsta sinn þriðjudaginn 8. apríl en þar fögnuðu Holtaskóli og Heiðarskóli frá Reykjanesbæ sigri. Keppt var í 8x25 metra boðsundi með frjálsri aðferð, þar sem fjórir strákar og fjórar stelpur voru í hverju liði skólanna. Yngra lið Holtaskóla gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn aldursflokk með glæsibrag. Það verður ekki annað sagt en að Holta-

skóli sé fullur af mögnuðu íþróttafólki en skólinn hefur sem kunnugt er sigrað Skólahreysti undanfarin þrjú ár. Lið Heiðarskóla í Reykjanesbæ sigraði í eldri flokki, Akurskóli hafnaði í öðru sæti og Holtaskóli í því þriðja, en það verður að teljast magnaður árangur hjá þessum þremur skólum Reykjanesbæjar. Alls voru 19 lið sem mættu til keppni og um 250 keppendur.

Víðismenn fyrstir á grasið V

íðir Garði sigraði Ísbjörninn örugglega 7-2 í fyrsta mótsleik ársins á Íslandi á grasi en leikið var á Garðskagavelli á laugardag. Einar Karl Vilhjálmsson skoraði þrjú mörk í leiknum en þeir Garðar Sigurðsson, Róbert Örn Ólafsson, Ísak Örn Þórðarson og Helgi Þór Jónsson skoruðu eitt mark hver. Þetta var þriðji leikur Víðismanna í riðlinum en áður hafði Víðir unnið Kóngana 8-2 og Létti 6-1.

Andy hættir hjá Keflvíkingum - Mikil vonbrigði með árangurinn í úrslitakeppninni.

A

ndy Johnston mun ekki þjálfa körfuknattleikslið Keflavíkur á næsta tímabili og er hafin leit að nýjum þjálfara eða þjálfurum fyrir karla- og kvennalið félagsins. Körfuknattleiksdeild Kef lavíkur (KKDK) og Andy hafa komist að samkomulagi um að hann verði leystur undan samningi sínum við Keflavík. Í yfirlýsingu Keflvíkinga segir: „Samningurinn við Andy var til tveggja ára og voru miklar væntingar gerðar til beggja liða fyrir tímabilið. Segja má að gengið í deildinni hafi verið á pari við

væntingar. Bæði lið duttu hins vegar út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, 3-0, og var það árangur sem bæði stjórn KKDK og Andy sjálfur gátu illa sætt sig við. Í kjölfarið hafði Andy Johnston samband við stjórn KKDK með þá ósk að vera leystur undan samningi þar sem hann vildi leyta á önnur mið í Bandaríkjunum auk þess sem hann vildi þakka fyrir það tækifæri sem honum hafði verið veitt af Keflavík. Var það mat stjórnar að það væri heillavænglegasti kosturinn að segja samningnum upp.


vf.is

-mundi Er ekki lengur hægt að komast í feitt í þessu Biggest Loser?

FIMMTUDAGURINN 10. APRÍL 2014 • 14. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR

VIKAN Á VEFNUM Védís Hervör Til hamingju Reykjanesbær og tónlistarfólk um land allt. Hljómahöll er stórkostleg!

Esther Elín Ég elska það að tónlistarskólinn sé í sama húsi og Rokksafn íslands. Alltaf góð tónlist í gangi. María Bára Arnarsdóttir Á þetta bara að vera leyfilegt? 2000kr inn á körfuboltaleik... Ja ok Örvar Þór Kristjánsson Sagan segir að Ljònagryfjan verði nú Hljómagryfjan. Það hefur víst einhver úr Hljómum komið þar inn… Ásmundur Friðriksson Fyrstu viðmælendur mínir í "STJÓRNARRÁÐINU" voru Árni Sigfússon og Birkir Jón Jónsson. Þaulvanir pólitíkusar sem ekki þurfti að hvetja neitt áfram og allt gekk vel. David Frost byrjaði líka á fyrsta þættinum.

Andri Orri Hreiðarsson Djöfull var gaman að mæta í skólann aftur í dag!

Friðrik Ingi Rúnarsson Stapi verður alltaf Stapi fyrir mér. Hljómahöll eitthvað allt annað, með fullri virðingu fyrir þeirri merku sveit, Hljómum. Ef ekki hefði verið fyrir STAPA og Krossinn hefði sjálfsagt lítið hljómað í Hljómum.

eru uppi.

sjónvarpið!

Smári Guðmundsson Það er gott að eiga traustan vin en stundum er bara best að treysta á sjálfan sig. Áfram Reykjanesbær, tökum þetta næst. #útsvar

Ragnheiður Elín Árnadóttir Ræddi stöðu mála í gistingageiranum við Lóu Pind í Stóru málunum í gær fín umfjöllun hjá Lóu sem fór vel yfir þau fjölmörgu sjónarmið sem þarna Heiða Ingólfsdóttir ÖI: mamma... Ég vil horfa á "ferningstölvuna" í Einars herbergi. Ég skildi ekkert hvað hann var að meina fyrr en hann sýndi mér.....túbuÁrni B. Erlingsson Hvað er nýtt Liverpool að fá víti, hvað ætli þeir séu búnir að fá mörg víti í vetur, ég bara spyr?

Eyþór Árni missti 62,1 kg E

yþór Árni Úlfarsson missti samtals 62,1 kg á þeim 200 dögum sem The Biggest Loser Ísland stóð yfir. Þessu stærsta sjónvarpsverkefni síðustu ára lauk á Ásbrú í síðustu viku með beinni úrsendinu úr Andrews menningarhúsinu. Þar fór fram lokaþáttur The Biggest Loser Ísland í beinni útsendingu á Skjá einum. Í salnum voru jafnframt 500 áhorfendur. Jóhanna Elísa Engelhartsdóttir 35 ára lífeindafræðingur sem býr í Mosfellsbæ var 126 kg þegar hún

byrjaði í The Biggest Loser Ísland. Hún bar sigur úr býtum í lokaþætti The Biggest Loser Ísland og léttist um 52 kg í keppninni. Ákveðið hefur verið að ráðast í aðra þáttaröð af The Biggest Loser Ísland. Fyrsta þáttaröðin var tekin upp á Ásbrú í Reykjanesbæ og í náttúru Reykjanesskagans en þrautir voru m.a. teknar upp á Reykjanesi, í Grindavík og Garði. Ekki hefur verið upplýst um það hvort næsta þáttaröð verði einnig tekin upp hér.

ERT ÞÚ SÖLUMAÐUR AF GUÐS NÁÐ?

FRAMTÍÐARSTARF VIÐ EITT AF UNDRUM VERALDAR Við leitum að orkumiklum og metnaðarfullum sölumanni til starfa í verslun Bláa Lónsins, Svartsengi. Um vaktavinnu er að ræða. Sumarstarf með möguleika á framtíðarstarfi. Hæfniskröfur: • Brennandi áhugi á húðvörum • Rík þjónustulund • Reynsla og áhugi á sölu- og ráðgjafastörfum • Áreiðanleiki og stundvísi • Sjálfstæð vinnubrögð • Góð samskipta- og samstarfshæfni • Góð enskukunnátta Snyrtifræðimenntun er kostur.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Eyrún Eggertsdóttir rekstrarstjóri Spa deildar og verslana Bláa Lónsins og Marisa Sicat verslunarstjóri í síma 420-8800. Umsóknarfrestur er til og með 18. apríl n.k. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn í gegnum heimasíðu Bláa Lónsins, www.bluelagoon.is/atvinna. Bláa Lónið hefur margsinnis verið valinn einn besti spa staðurinn á heimsvísu og fékk nýverið nafnbótina sem eitt af 25 undrum veraldar að mati National Geographic. Bláa Lónið er tóbakslaus vinnustaður og þar starfa að jafnaði um 250 starfsmenn.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.