• fimmtudagurinn 6. apríl 2017 • 14. tölublað • 38. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Ekki meiri stóriðja í Helguvík
Berjast næst í bókasafninu! Fjarlægja annan hvern staur við Reykjanesbraut
■■Vegagerðin vinnur nú að því að fjarlægja annan hvern ljósastaur við Reykjanesbraut en slökkt hefur verið á þeim undanfarin ár. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verða ljósastaurar við gatnamót ekki fjarlægðir. Þá hefur verið ákveðið byrja á því næsta sumar að skipta út þeim staurum sem eftir verða og setja upp aðra betri, vottaða staura.
●●Bæjarstjórn Reykjanesbæjar bannar frekari mengandi starfsemi ■■Bæjarstjórn Reykjane sbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að banna frekari mengandi stóriðnað í sveitafélaginu. Samþykkt var nýtt aðalskipulag þar sem gerðar eru talsverðar breytingar á iðnaðarsvæðinu við Helguvík. „Við höfum stigið það skref að minnka þetta verulega og læra kannski af reynslunni, við hefðum kannski átt að bregaðst fyrr við,“ sagði Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um málefni United Silicon í morgun. Nú þegar hafa þrjú fyrirtæki fengið leyfi til stóriðju á svæðinu. Auk kísilverksmiðju United silicon þá er fyrirhugað að Thorsil reisi samskonar verksmiðju í Helguvík. Norðurál hefur svo leyfi fyrir álveri sem talið er ólíklegt að muni taka til starfa.
■■Keflvíkingar lögðu stjörnum prýtt lið Íslandsmeistara KR í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino’s deildarinnar í körfubolta karla. Hér sjást þrír af lykilmönnum Keflvíkinga í baráttunni í öðrum leik liðanna í TM höllinni eða Sláturhúsinu í Keflavík sl. mánudag, Magnús Már Traustason reynir skot. Stuðningsmenn Keflvíkinga hafa látið heyra í sér svo um munar og trommað og sungið allan leikinn og meira að segja eftir leiki í úrslitakeppninni. Það hefur hjálpað bítlabæjarliðinu. Þeir munu þó þurfa að láta sönginn duga annað kvöld þegar þeir mæta í Vesturbæinn í þriðja leikinn gegn KR. Íþróttahúsið þar hefur fengið viðurnefnið „Bókasafnið“ því þar má ekki tromma eða slá takt í auglýsingaspjöld. Grindvíkingar eru í góðum málum gegn Stjörnunni og í gærkvöldi var þriðji leikur kvennaliðs Keflavíkur gegn Skallagrími í undanúrslitum kvenna. Nánar á bls. 23. VF-mynd/pket.
Nálægð við íbúabyggð umhugsunarefni ●●Umhverfisráðherra segir áhyggjuefni að mengun í Helguvík muni væntanlega aukast með fleiri verksmiðjum l Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fundaði um mengun frá United Silicon „Það er jákvætt að Alþingi skuli taka þetta mál upp. Það sýnir að lætin í okkur hafa skilað sér,“ sagði Dagný Halla Ágústsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ í gær, eftir fund Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um mengun frá United Silicon. Á fundinum voru málefni kísilverksmiðjunnar rædd frá ýmsum hliðum og sátu fyrir svörum nefndarinnar þau Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, Helgi Þórhallsson, forstjóri United Silicon, Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, Þórólfur Júlían Dagsson, fulltrúi íbúa og Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Kísilverksmiðjan tók til starfa um miðjan nóvember síðastliðinn og síðan þá hafa íbúar í næsta nágrenni
sumir hverjir fundið fyrir óþægindum í öndunarvegi vegna mengunar. Þórólfur Júlían sagði á fundinum að ljóst væri að svæðið henti engan veginn undir stóriðju. Keflavíkurflugvöllur sé í næsta nágrenni, fjöldinn allur af bílaleigum og gríðarleg bílaumferð um Reykjanesbraut. „Við viljum að verksmiðjunni verði lokað. Mér heyrist fólk hérna gera sér grein fyrir því að
hér hafa verið gert risastór mistök,“ sagði Þórólfur á fundinum. Á næstunni mun óháður aðili gera verkfræðilega úttekt á rekstri og hönnun verksmiðjunnar. Að sögn Helga Þórhallssonar, forstjóra United Silicon, tekur um eitt til tvö ár fyrir rekstur verksmiðju sem þessarar að komast í réttan farveg. Nú er beðið eftir nýrri síu sem minnka á lyktarmengun og vonast Helgi til að hún komi innan tveggja til þriggja mánaða. Verksmiðjan er staðsett rúmlega kílómetra frá íbúabyggð og var nálægðin rædd á fundinum í gær. Í máli Sigrúnar Ágústsdóttur, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun kom fram að í reglum um hollustuvernd segir að íbúasvæði skuli ekki vera innan þynningarsvæðis en slíkt er ekki skilgreint í kringum
Frá fundi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gær. Frá hægri á myndinni má sjá Helga Þórhallsson, forstjóra United Silicon, Sigrúnu Ágústsdóttur, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun, Björt Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, Friðjón Einarsson, formann bæjarráðs Reykjanesbæjar og Þórólf Júlían Dagsson, fulltrúa íbúa. VF-mynd/dagnyhulda
kísilverksmiðjuna. Þynningarsvæði þýðir að mengun má fara yfir mörk. Sigrún sagði návígið við íbúabyggð umhugsunarefni. „Þetta var áhyggjuefni í ferlinu og það var bent á það. Þetta er eitthvað fyrir okkur að hugsa um,“ sagði Sigrún. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, tók undir með
Sigrúnu og sagði fulla ástæðu til að endurskoða reglur um fjarlægð á milli stóriðjusvæða og íbúabyggða. „Væntanlega mun íbúabyggðin stækka og mengun aukast á svæðinu enda eru uppi áform um fleiri verksmiðjur þar. Þetta er því gríðarlegt áhyggjuefni,“ sagði umhverfisráðherra.
Hafnargötu 20, 230 Reykjanesbær S: 420 4000
FÍTON / SÍA
Guðlaugur H. Guðlaugsson lögg. fasteignasali einföld reiknivél á ebox.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Halldór Magnússon lögg. fasteignasali Brynjar Guðlaugsson aðstm. fasteignasala Haraldur Freyr Guðmundsson aðstm. fasteignasala studlaberg@studlaberg.is
studlaberg.is
2
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 6. apríl 2017
STJÓRN KEILIS HEFUR FUNDAÐ 100 SINNUM ■■Sá sögulegi atburður gerðist mánudaginn 3. apríl að stjórn Keilis hélt sinn 100. fund frá stofnun. Keilir var stofnaður þann 4. maí 2007 og verður því 10 ára í vor. Þá verður efnt til mikillar afmælishátíðar í Andrews, samkomuhúsinu á Ásbrú. Á þessum 10 árum hefur margt gerst í sögu Keilis. Tæplega 3.000 manns hafa verið útskrifaðir frá skólanum. Á þessu ári er áætlað að Keilir velti um einum milljarði króna og um 150 manns koma að verkefninu með ýmsum hætti. Stjórnarformaður frá upphafi er Árni Sigfússon og er hann fjórði frá vinstri á meðfylgjandi mynd. Aðrir í stjórn eru frá vinstri: Guðbjörg Kristinsdóttir (Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis), Kjartan Eiríksson (Kadeco), Ásgeir Margeirsson (HS Orka), Árni Sigfússon, Einar Jón Pálsson (SSS), Sæunn Stefánsdóttir (Háskóli Íslands), Halldór Jónsson (Háskóli Íslands) og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri. Á myndina vantar Ásdísi Kristinsdóttur (Orkuveitu Reykjavíkur). Anna Margrét Ólafsdóttir, verkefnastjóri í Bókasafni Reykjanesbæjar, að leggja lokahönd á undirbúning sýningarinnar sem var opnuð á föstudaginn í síðustu viku. VF-mynd/dagnyhulda
Vörubretti og hjólbarðar brunnu inni í kísilverinu
Fermingarbörn í nútíð og fortíð
■■Eldsvoði varð í kísilveri United Silicon á sjöunda tímanum á þriðjudagskvöld. Eldur logaði í vörubrettum og hjólbörðum inni í kísilverinu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja. Mikinn reyk lagði frá kísilverinu um tíma. Orsök eldsins var sú að málmur skvettist á vörubrettin og hjólbarðana. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað til og voru slökkvibílar og sjúkrabílar sendir á vettvang. Starfsmönnum United Silicon tókst að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á vettvang en það slökkti í glæðum á gólfi verksmiðjunnar. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var eldurinn minniháttar.
●●Sýning um fermingar opnuð í Bókasafni Reykjanesbæjar ■■Sýning um fermingar var opnuð í Bókasafni Reykjanesbæjar síðasta föstudag. Á sýningunni eru ýmsir munir úr fórum íbúa í Reykjanesbæ, tengdir fermingum. Þá eru einnig hópmyndir af fermingarbörnum liðinna ára frá nokkrum kirkjum á Suðurnesjum. Meðal ger-
sema á sýningunni eru einnig gömul fermingarföt og fermingargjafir. Þá eru einnig sýnd þar viðtöl við íbúa Reykjanesbæjar um fermingardaginn. Sýningin mun standa fram yfir hvítasunnu.
Rafhleðslustöð við Íþróttamiðstöðina í Garði ■■Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur ákveðið að hleðslustöð fyrir rafbíla verði sett upp við Íþróttamiðstöðina í bænum. Áætlaður kostnaður við uppsetninguna er 250.000 krónur. Hleðslustöðin var gjöf frá Orkusölunni sem undanfarna mánuði hefur fært öllum sveitarfélögum landsins slíka stöð að gjöf. Verkefnið kallast „Rafbraut um Ísland“.
Erfiðleikar United Silicon hafa áhrif á fjármögnun Thorsil Erfiðleikar við rekstur United Silicon hafa áhrif á fleiri en íbúa Reykjanesbæjar en greint var frá því í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, í gær að Almenni lífeyrissjóðurinn hafi ekki enn staðfest tæplega 350 milljón króna fjárfestingu í kísilverksmiðju Thorsil í Helguvík, þrátt fyrir
að stjórn hafi samþykkt fjárveitinguna fyrir ári síðan. Verksmiðjan hefur um nokkurt skeið verið á teikniborðinu og mun rísa við hlið verksmiðju United Silicon, gangi áætlanir eftir. Framkvæmdastjóri sjóðsins sagði í samtali við Markaðinn að ýmsar forsendur hafi breyst, meðal annars hafi lífeyris-
sjóðir nú víðtækari fjárfestingarheimildir og komið hafi fram neikvæðar fréttir vegna verksmiðju United Silicon. Starfsleyfi Thorsil var kært í mars síðastliðnum af Landvernd, Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands og íbúum í Reykjanesbæ.
ATVINNA KVÖLD- OG HELGARVINNA Í BOÐI.
UPPLÝSINGAR Á STAÐNUM, FÖSTUDAGINN OG MÁNUDAGINN FRÁ KL. 15:00 TIL 17:00. REYKLAUS VINNUSTAÐUR
Hringur er flugumferðarstjóri í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. Hann er hluti af góðu ferðalagi.
V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI? Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Nú vantar okkur fleiri til að vera hluti af góðu ferðalagi með okkur. RAFIÐNAÐARMAÐUR CNS TÆ K N I ÞJ Ó N U S T U F L U G L E I Ð S Ö G U S V I Ð S
F L U G VA L L A R S TA R F S M E N N Á K E F L AV Í K U R F L U G V E L L I
Helstu verkefni eru uppsetning, viðgerðir og eftirlit með aðflugsbúnaði á Keflavíkurflugvelli. Í boði er krefjandi og skemmtilegt starf í spennandi starfsumhverfi hjá ört vaxandi fyrirtæki. Um er að ræða sumarstarf.
Helstu verkefni eru eftirlit með flugbrautum og flugvallarmannvirkjum, eftirlit og viðhald á vélbúnaði og tækjum, umsjón og framkvæmd snjóruðnings og hálkuvarna, björgunar- og slökkviþjónusta, viðhald flugvallar og umhverfis hans og ýmis tækjavinna.
Hæfniskröfur: • Reynsla af rafeindavirkjun eða sambærilegum störfum æskileg (gæti hentað nema í rafeindavirkjun) • Góð tölvukunnátta • Þekking á tölvubúnaði • Sjálfstæð vinnubrögð • Geta til að vinna vel í hóp og undir álagi Upplýsingar um starfið veitir Halldór Sigurðsson, rekstrarstjóri CNS kerfa, í netfanginu halldor.sig@isavia.is.
Hæfniskröfur: • Aukin ökuréttindi • Stóra vinnuvélaprófið er kostur • Reynsla af snjóruðningi og hálkuvörnum er æskileg • Reynsla af slökkvistörfum er kostur • Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur, t.d. bifvélavirki/vélvirki eða önnur iðnmenntun • Góð tök á íslenskri og enskri tungu, ásamt grunntölvukunnáttu
Isavia hlaut gullmerki PwC fyrir launajafnrétti í jafnlaunaúttekt PwC 2015 og 2016. Við erum stolt af þeirri niðurstöðu og er hún í takt við jafnréttisáætlun félagsins sem hefur það að markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað.
S TA R F S S T Ö Ð : K E F L AV Í K U R F L U G V Ö L L U R
UMSÓKNARFRESTUR: 24. APRÍL 2017
UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A
320kr.
RISAEGG
4x1,5L
verðlækkun pr. kg
1.259 kr. kg OS Góðostur 26% - Verð áður 1579 kr./kg
995 kr. saman
Coca-Cola kippa og Nóa Páskaegg nr. 3 4 x 1,5 lítrar
995 kr. 900 g
Macintosh Konfekt 900 g
2.598 kr. 1 kg
Kolvetni
Bónus Páskaegg 1 kg
259
Ný
BRAGÐ TEGUND
kr. 55 g
249 kr. 330 ml
Nocco BCAA Orkudrykkur 330 ml, 5 teg.
Barebells Próteinbar 55 g, 3 tegundir
379
289
Ragnars Rúllutertubrauð Frosið, 200 g
H-Berg Piparmöndlur 150 g
kr. 200 g
Engin
kr. 150 g
198 kr. pokinn
Bónus Frise Blanda, 100 g Bónus Spínat, 100 g Bónus Klettasalat, 75 g
Uppþýdd þyngd
400g
798
198 kr. parið.
498
Dögun Lúxus Rækja Frosin, 400 g
Barnasokkar Margar tegundir
Fermingarkort Margar tegundir
kr. 400 g
Verð gildir til og með 9. apríl eða meðan birgðir endast
kr. stk.
88%
900g
Kjöt
3.198 kr. kg
skilar til viðskiptavina Nautalundir Þýskaland, frosnar
ólöglegri gjaldtöku ríkisins við útboð á kvóta til innflutnings á kjöti.
1.179 kr. 900 g ES Kjúklingabringur Frosnar, 900 g, danskar
GOTT VERÐ Í BÓNUS Grísakjöt af
NÝSLÁTRUÐU
ÍSLENSKT Grísakjöt
698 kr. kg
1.398 kr. kg
1.298 kr. kg Bónus Grísakótilettur Ferskar, kryddaðar
Ali Grísabógur Ferskur
Bónus Hamborgarhryggur Með beini
Ferskt
ÍSLENSKT lambakjöt
SAMA VERd
um land allt
1.998 kr. kg
1.359 kr. kg
1.298 kr. kg
Kjarnafæði Lambakótilettur Í raspi, frosnar
Íslandslamb Lambalæri Ferskt, kryddað
Íslandslamb Lambalæri Ferskt
Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00
6
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 6. apríl 2017
RITSTJÓRNARPISTILL Páll Ketilsson
RÖDD FÓLKSINS HEFUR ÁHRIF Málefni kísilvera í Helguvík hafa vissulega verið mál málanna í Reykjanesbæ að undanförnu og náði nýjum hæðum í vikunni þegar Alþingi boðaði til fundar um stöðu mála. Þar kom reyndar fátt nýtt fram en eftir fundinn sögðu tveir aðilar í viðtali við fréttamann VF (sjáið viðtal á vf.is) sem staðið hafa í framlínu þeirra sem mótmælt hafa starfsemi kísilvers United Silicon að þrýstingur íbúa hafi skilað sér og náð eyrum alþingismanna. „Það er jákvætt að Alþingi taki þetta mál upp. Það sýnir að lætin í okkur hafa skilað sér,“ segir Dagný Halla Ágústsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ en hún sat fundinn ásamt Þórólfi Júlían Dagssyni fyrir hönd íbúa. Þó svo það hafi verið mikill meirihluti sem var sammála stóriðju í Helguvík í skoðanakönnun sem gerð var fyrir um það bil ári síðan er ljóst að stuðningsmönnum stóriðju þar eða í bæjarfélaginu, hefur fækkað mikið. Og líka í bæjarstjórninni því hún samþykkti í vikunni að það yrði ekki samþykkt frekari stóriðja í Helguvík á þeirra vakt. „Við höfum stigið það skref að minnka þetta verulega og læra kannski af reynslunni, við hefðum kannski átt að bregðast fyrr við,“ sagði Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um málefni United Silicon. Annað sem hefur gerst er að þessi ógangur, ef svo má segja, í starfsemi United Silicon, hefur m.a. haft áhrif á fjárfesta og þá sér í lagi forráðamenn stórra lífeyrissjóða sem höfðu ákveðið í fyrra að setja verulega peninga í Thorsil kísilverið. Þeir hiksta núna og sagt er að fjármögnun verksmiðjunnar sé komin á byrjunarreit. Það gæti líklega þýtt að bygging hennar sé í hættu. Það hefur komið fram í umræðum um málefni í Helguvík að það sé erfitt að stoppa af mál sem hafa verið samþykkt í bæjarstjórn og íbúar hafi skellt skollaeyrum við í undirbúningnum, eins og gerðist greinilega í stóriðjumálum Helguvíkur. Þó seint sé, er þó ljóst að rödd íbúa hefur áhrif. Þetta ætti líka að vera lærdómur í því og bæjarbúar verða að vera á tánum þegar stærri mál koma upp og leitað er eftir áliti þeirra á þeim. En úr kísilþrasi í skemmtilegri mál. Fréttamenn Víkurfrétta eru stöðugt á þeysingi og í blaði vikunnar er skemmtilegt viðtal við ungan mann úr Njarðvík, Arnar Stefánsson, en hann gerði sér lítið fyrir og tók upp myndskeið á símann sinn allt árið 2016, reyndar ekki nema 2 sekúndur á dag af hinum og þessum viðburðum en úr varð magnað myndband. Þetta er skemmtilegt mál í mannlífinu á Suðurnesjum og við sýnum þetta líka í Suðurnesjamagasíni vikunnar. En hann er ekki eini ungi maðurinn í sviðsljósinu hjá okkur því við spjöllum líka við Ellert Björn Ómarsson, ungan Keflvíking, sem lærði húsasmíði en skellti sér svo í arkitektúr til viðbótar. Það ku vera ansi skemmtilegt kombó. Margt fleira áhugavert í miðlum VF í vikunni en við biðjum fólk endilega að benda okkur á hin margvíslegu mál sem eiga heima þar.
Verðlaunahafar í Stærðfræðikeppni grunnskólanna við verðlaunaafhendingu.
Verðlaun veitt í Stærðfræðikeppni grunnskólanna ●●Tilgangur keppninnar meðal annars að efla áhuga nemenda á stærðfræði Stærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja 14. mars síðastliðinn. Þátttakendur voru 119 úr öllum grunnskólum á Suðurnesjum. Nemendur mættu í FS klukkan 14:30 og fengu pizzu og gos. Keppnin sjálf hófst síðan klukkan 15:00 og stóð til 16:30. Ragnheiður Gunnarsdóttir stærðfræðikennari sem hafði umsjón með keppninni eins og undanfarin ár.
Verðlaunaafhendingin fór síðan fram fimmtudaginn 30. mars. Þar mættu tíu efstu í hverjum árgangi ásamt foreldrum sínum, stærðfræðikennurum og skólastjórnendum grunnskólanna. Allir sem voru boðaðir fengu viðurkenningarskjal. Íslandsbanki og Verkfræðistofa Suðurnesja gáfu verðlaunin. Verðlaun fyrir fyrsta sæti voru 20.000 krónur, fyrir annað sætið 15.000 krónur og 10.000 krónur fyrir það
þriðja. Að auki fengu þrír efstu í 10. bekk grafiskan vasareikni frá Verkfræðistofu Suðurnesja. Flensborgarskólinn hélt fyrst stærðfræðikeppnir fyrir grunnskólanema vorið 1996 og síðan hafa fleiri framhaldsskólar bæst við. Tveir háskólanemar í stærðfræði sömdu dæmin sem voru lögð voru fyrir í keppninni. Tilgangurinn með keppninni er að auka samstarf við grunnskólana og efla áhuga nemenda á stærðfræði.
Í 8. bekk voru eftirtaldir í þremur efstu sætum en þar voru þátttakendur 56.
Í 9. bekk voru eftirtaldir í þremur efstu sætum en þar voru þátttakendur 38.
Í 10. bekk voru eftirtaldir í efstu sætum en þar voru þátttakendur 25.
1. sæti var Stefán Ingi Víðisson, Heiðarskóla 2. sæti var Eyþór Ingi Einarsson, Gerðaskóla 3. sæti var Alexander Viðar Garðarsson, Myllubakkaskóla
Jafnar í 1. til 2. sæti voru systurnar Guðbjörg Viðja Pétursdóttir og Sigurbjörg Erla Pétursdóttir úr Stóru-Vogaskóla 3. sæti var Birgitta Rós Ásgrímsdóttir, Heiðarskóla
1. sæti var Glóey Hannah, Holtaskóla. 2. sæti var Ólafur Þór Gunnarsson, Holtaskóla 3. sæti var Bergur Daði Ágústsson, Heiðarskóla
Eimskip eykur þjónustugetu sína í Helguvíkurhöfn ■■Eimskip hefur bætt þjónustugetu sína svo um munar í Helguvíkurhöfn. Með Lagarfossi kom á dögunum 132 tonna þjónustutæki sem er sérlega afkastamikið við að ferma og afferma vörur og farma við krefjandi aðstæður. Framleiðandi tækisins er Sennebogen í Þýskalandi og er þetta fyrsta tæki sinnar tegundar á Íslandi. Á meðfylgjandi mynd sést stærð tækisins vel.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, sími 421 0002, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Tíndu rusl á skólalóðinni ■■Þrír ungir drengir í 4.bek k Heiðarskóla tóku sig til og tíndu rusl á skólalóðinni í hádegisfrímínútum í síðustu viku. Þeim þótti ruslið á lóðinni vera orðið alltof mikið og vildu gera eitthvað í málinu. Þeir fengu ruslapoka, brettu upp ermar og gengu vaskir til verks. Verst þótti þeim hve mikið er af tyggjóklessum á stéttunum í kringum skólann. Þeir héldu ruslatínslunni áfram daginn eftir og þá bættust fleiri nemendur í hópinn.
FERMINGARGJAFIR 25% Heyrnartól Super Style VILDARVERÐ: 5.249.Verð áður: 6.999.-
#AMEN
25%
vildarafsláttur
vildarafsláttur
25% vildarafsláttur
Þráðlaus hátalari með hljóðnema VILDARVERÐ: 7.499.Verð áður: 9.999.-
CROSS Star Wars pennar VILDARVERÐ: 4.499.Verð: 5.999.-
30% vildarafsláttur
GOTT
VERÐ! Gæfuspor gildin í lífinu Verð: 2.999.-
Íslenskar þjóðsögur TILBOÐSVERÐ: 6.699.Verð áður: 7.899.-
Vísindabókin TILBOÐSVERÐ: 3.899.Verð áður: 6.499.-
Austurstræti 18
Álfabakka 16, Mjódd
Hafnarfirði - Strandgötu 31
Ísafirði - Hafnarstræti 2
Skólavörðustíg 11
Kringlunni norður
Keflavík - Sólvallagötu 2
Vestmannaeyjum - Bárustíg 2
Laugavegi 77
Kringlunni suður
Akureyri - Hafnarstræti 91-93
Húsavík - Garðarsbraut 9
Hallarmúla 4
Smáralind
Akranesi - Dalbraut 1
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Hnattlíkan með merkipinnum VILDARVERÐ frá: 3.499.Verð frá: 4.999.-
540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is
Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Vildarverð gilda til og með 9. apríl. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.
8
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 6. apríl 2017
Akurskóli fékk góða útkomu úr mati Menntamálastofnunar
Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar AÐALFUNDUR 2017
●●Tóku matinu sem góðu tækifæri til að sjá hvernig skólinn stendur
Aðalfundur sjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 27. apríl nk. kl 17:30. Fundurinn verður haldinn í sal bæjarstjórnar, Tjarnargötu 12. Dagskrá: • Venjuleg aðalfundarstörf skv. 5. grein samþykktar sjóðsins. • Kynning á samningi um sameiningu Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar og Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Sjóðsfélagar og lífeyrisþegar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Stjórn Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar
Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@vf.is
Menntamálastofnun framkvæmir svokallað ytra mat á grunnskólum hér á landi og síðasta haust var Akurskóli í Innri-Njarðvík einn þeirra skóla sem metinn var. Niðurstaða matsins var sú að af 23 liðum sem kannaðir voru, voru fjórtán metnir mjög góðir og taldir fyllilega samræmast lýsingu um gæðastarf. Sjö liðir voru metnir þannig að flestir þættir þeirra væru í samræmi við lýsingu á gæðastarfi. Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla, segir niðurstöðuna mikið gleðiefni og staðfesta að í skólanum sé unnið gæðastarf. „Við tókum matinu sem skemmtilegri áskorun og góðu tækifæri til að sjá hvar við stæðum. Okkur grunaði að við myndum koma ágætlega út en niðurstaðan var óvanalega góð. Að sama skapi er líka dýrmætt að fá ábendingar um það sem betur má fara,“ segir hún. Til að mynda fékk Akurskóli athugasemd um að valgreinar væru of fáar og í haust verður bætt úr því með valhópum í 1. til 7. bekk og með sérstökum vinnustundum þar sem nemendur í 8. til 10. bekk geta valið hvaða námsgrein þeir vilja leggja áherslu á í tvo tíma á viku. Nú þegar hafa margir skólar á Íslandi farið í gegnum ytra mat og stefnt er að því að allir skólar á landinu fari í gegnum slíkt mat á næstu árum.
Sólveig Silfá Guðmundsdóttir, deildarstjóri, Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri, Gróa Axelsdóttir, aðstoðarskólastjóri. VF-mynd/dagnyhulda
Bæta kennslu með markvissu mati
MUGISON verður laugardaginn 20. maí og miðasala á tix.is
Grænt - Mjög gott verklag sem samræmist fyllilega lýsingu um gæðastarf. Ljósgrænt - Gott verklag, flestir þættir í samræmi við lýsingu á gæðastarfi. Gult – Viðunandi verklag, uppfyllir viðmið um gæðastarf að mörgu leyti, einhverjir mikilvægir þættir sem þarfnast úrbóta. Rautt – Óviðunandi verklag, uppfyllir ekki viðmið um gæðastarf í mörgum
fylgjumst með. Eftir kennslustund hrósum við kennurum fyrir það sem vel var gert og bendum á það sem betur má fara. Við fengum þau viðbrögð frá Menntamálastofnun að þetta verklag væri til fyrirmyndar.“ Gróa segir það sömuleiðis tilfinningu skólastjórnenda í Akurskóla að verklagið hafi bætt kennslu hjá kennurum. „Þetta er skref sem sífellt fleiri skólar eru að stíga, að meta kennsluna markvisst.“
Þakkar góðum hópi starfsfólks
Fyrir utan einkar góða niðurstöðu í matsþætti tengdum stjórnun fékk
Akurskóli góða niðurstöðu varðandi alla þætti er snerta nám og kennslu. Sigurbjörg segir það einstaklega góðum hópi starfsfólks að þakka. „Suðurnesin eru þannig svæði að við skólastjórnendur finnum mjög hratt fyrir þenslu og þá leita kennarar í önnur störf. Við erum með hátt hlutfall leiðbeinenda við kennslu en þeir eru mjög vel menntaðir. Margir þeirra eru í kennaranámi og hafa lokið námi af ýmsu tagi og auðvitað nýtist það við kennsluna.“ Gróa bendir á að starfsmannahópurinn sé ungur og móttækilegur fyrir breytingum og að það komi sér vel hvern dag í Akurskóla.
Á 157 km hraða án ökuréttinda
Laugardaginn 8. apríl
Dj-FúZi frítt inn
Fish House - Bar & Grill erum á facbook
Ytra mat Menntamálastofnunar fer, í stuttu máli sagt, þannig fram að skólastjórnendur senda stofnuninni ýmis gögn, svo sem skólanámskrá, starfsáætlun, allar reglur skólans, verklagsreglur, handbækur starfsmanna og fleira. Tveir fulltrúar Menntamálastofnunar dvelja svo í skólanum í fjóra daga og sækja um þrjátíu kennslustundir og meta gæði kennslunnar. „Fulltrúarnir komu í skólann ákveðna daga en fóru fyrirvaralaust í kennslustundir. Þeir tóku mörg viðtöl, bæði við yngri og eldri nemendur og við formann nemendafélagsins, fulltrúa úr skólaráði og fulltrúa foreldra,“ segir Sigurbjörg. Þá voru einnig tekin viðtöl við skólastjórnendur, starfsmenn og kennara. Gróa Axelsdóttir, aðstoðarskólastjóri Akurskóla, bendir á að í skólanum hafi það verklag verið tekið upp haustið 2014 að skólastjórnendur fylgist með einni og einni kennslustund. „Þá sitjum við stjórnendur til hliðar og
Léttöl
Glæfraakstur undir áhrifum og án réttinda ■■Ungur ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af um helgina vegna gruns um fíkniefnaakstur hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Hann hafði ekið glæfralega eftir Reykjanesbraut og var hann færður á lögreglustöð þar sem sýnatökur og skýrslutaka fóru fram. Vegna ungs aldurs ökumannsins var barnaverndarnefnd kunngert um málið. Auk ökumannsins unga hafði lögregla afskipti af öðrum ökumanni sem grunaður var um fíkniefnaakstur og öðrum sem grunaður var um ölvun við aksturinn.
●● Ökumaðurinn hafði aldrei tekið bílpróf ■■Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum kærði fyrir of hraðan akstur um helgina hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Bíll hans mældist á 157 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þetta var í annað sinn sem hann var stöðvaður við akstur án ökuréttinda. Nokkrir ökumenn til viðbótar voru kærðir fyrir of hraðan akstur um helgina. Lögregla hafði afskipti af ökumönnum sem höfðu gerst brotlegir í umferðinni, meðal annars með því að virða ekki stöðvunarskyldu, tala í farsíma án handfrjáls búnaðar og aka án þess að hafa öryggisbelti spennt. Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bílum því ekki hafði verið farið með þá í skoðun eða þeir ekki tryggðir.
Eldri borgarar baka og bresta í söng ■■Eldey, kór eldri borgara á Suðurnesjum, heldur kökubasar föstudaginn 7. apríl klukkan 15.30 í Kjarna Park-Inn hótelsins Hafnargötu 57. Basarinn byrjar með því að bresta í söng. „Vonumst til að sjá sem flesta, nú er tækifærið að kaupa gott meðlæti fyrir páskana. Hlökkum til að sjá ykkur, kát og hress,“ segja söngfuglarnir í Eldey í tilkynningu.
Verslunarstjóri & sumarstarf
Verslunarstjóri óskast í Vínbúðina Grindavík Helstu verkefni og ábyrgð • Sala og þjónusta við viðskiptavini • Dagleg stjórnun, birgðahald og umhirða búðar • EEirfylgni þjónustu- og gæðastefnu fyrirtækisins • Framsslling á vöru og vörumeðhöndlun
Hæfniskröfur • Reynsla af verslunarstörfum • Reynsla af verkstjórn kostur • Frumkvæði og metnaður í starfi • Góð framkoma, jákvæðni og rík þjónustulund • Hæfni í mannlegum samskiptum • Tölvukunnááa, þekking á Navision kostur
Sumarstarfsmaður óskast í Vínbúðina Reykjanesbæ Helstu verkefni og ábyrgð • Sala og þjónusta við viðskiptavini • Framsslling á vöru og vörumeðhöndlun • Umhirða búðar
Hæfniskröfur • Jákvæðni og rík þjónustulund • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Reynsla af verslunarstörfum er kostur
Við leitum að jákvæðum, glaðlyndum og þjónustuliprum einstaklingum sem eru lbúnir að veita framúrskarandi og ábyrga þjónustu.
Gildi ÁTVR eru LIPURÐ - ÞEKKING - ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu munu taka mið af þessum gildum. Umsóknir óskast fylltar út á vinbudin.is. Umsóknarfrestur er l og með 18.04.2017. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri. Sakavooorðs er krafist. Nánari upplýsingar veiir Guðrún Símonardóór (starf@vinbudin.is - 560 7700)
10
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 6. apríl 2017
DEILISKIPULAG Heilsueflingarátak fyrir eldri borgara AUGLÝSING um skipulag í Sveitarfélaginu Vogum. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði við Vogabraut. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 29. mars 2017 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir iðnaðarsvæði við Vogabraut þar sem lóðirnar við Heiðarholt 2, 2a og 4 eru sameinaðar í eina lóð, Heiðarholt 2. Stærð sameinaðar lóðar er 6.728 m2. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð og vísast til hennar um nánari upplýsinga. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með fimtudeginum 6. apríl 2017 til og með fimtudeginum 18. maí 2017. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@ vogar.is fyrir 18. maí 2017 fh. Bæjarstjórnar Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
ATVINNA SBK ehf óskar eftir að ráða til sumarafleysinga bifreiðastjóra við akstur á hópferðabílum fyrirtækisins sem og aksturs strætó milli Keflavíkur og Reykjavíkur Hæfniskröfur: Rútupróf Dugnaður og sjálfstæð vinnubrögð Hæfni í mannlegum samskiptum Áhugasamir sendi umsókn á sbk@sbk.is og til að fá frekari upplýsingar.
●●Styrktarþjálfun nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir hægfara vöðvarýrnun
Á næstunni mun fara af stað verkefni sem stuðlar að bættri heilsu eldri borgara á Suðurnesjum. Verkefnið er í samstarfi við dr. Janus Guðlaugsson, íþrótta- og heilsufræðing og lektor við Háskóla Íslands. „Stjórnendur Reykjanesbæjar voru hrifnir af þessari hugmynd og kölluðu eftir frekari útfærslu sem nú er að verða að veruleika. Fjölgun í eldri aldurshópum kallar á nýjar útfærslur sem leysa geta ákveðinn vanda í ört fjölgandi samfélagi hinna eldri. Verkefnið er fyrirbyggjandi heilsuefling,“ segir Janus, en verkefnið er fyrir fólk 65 ára og eldri. Markmið þess snýr að skipulagðri heilsurækt svo eldri einstaklingar geti sinnt athöfnum daglegs lífs eins lengi og kostur er, geti búið lengur í sjálfstæðri búsetu, geti komið í veg fyrir eða seinkað innlögn á dvalar- og hjúkrunarheimili og eigi möguleika á því að starfa lengur á vinnumarkaði. Janus segir ávinninginn geta orðið gríðarlegan. „Það sem sérstaklega vantar í tenglum við líkamlega virkni hinna eldri er aukin styrktarþjálfun, en hún kemur í veg fyrir hægfara vöðvarýrnun. Hún hittir okkur öll þegar við eldumst og ansi kröftuglega, ef við spyrnum ekki við fótum. Markmiðið er að kenna fólkinu ýmsar aðferðir til að það geti séð um sig sjálft samhliða því að finna æfingar sem henta hverjum og einum til að byggja upp eða viðhalda sinni heilsu.“ Þátttakendum verður boðið að taka þátt í verkefninu endurgjaldslaust. „Verkefnið fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja auk þess sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur sýnt því áhuga að vera okkur innan handar með mælingar og ráðgjöf. Þá er það einnig mikilvægt að vita hvernig æskilegt sé að næra sig sam-
Janus Guðalaugsson og Hera Ósk Einarsdóttir frá Reykjanesbæ. VF-mynd/pket.
hliða þjálfun, því styrktaræfingar skila sér ekki nægilega vel ef æskileg næring er ekki til staðar. Við munum fá næringarfræðing með fyrirlestur og öldrunarlækni til að skoða lyf og lyfjanotkun en margir hinna eldri eru á blóðþrýstings- og hjartalyfjum og slík lyf gefa haft áhrif á hjartsláttinn við þjálfun,“ segir hann. Mælt er með 30 mínútna hreyfingu alla daga vikunnar og styrktarþjálfun að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku. Þá er hvatt til hóflegrar notkunar á salti, sykri, gosdrykkjum og sætindum og mælt með fjölbreyttri næringu. Þátttakendum verður boðið upp á ýmsar mælingar í upphafi og síðan á 6 mánaða fresti. Þetta eru meðal annars afkastagetumælingar, hreyfifærnimælingar og mælingar á líkamssamsetningu. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við Velferðarsvið Reykjanesbæjar og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og yfirumsjón með þjálfunni, í samstarfi við Janus, hefur Ingvi Guðmundsson,
BS-íþróttafræðingur og meistaranemi við Háskóla Íslands. Janus hvetur fólk til þess að mæta á kynningarfund á Nesvöllum í Reykjanesbæ þriðjudaginn 18. apríl næstkomandi kl. 20 og fá frekari upplýsingar um verkefnið. „Þetta er framtíðin að bættri heilsu hinna eldri, þetta er það sem koma skal innan sveitarfélaga,“ segir Janus. Hera Ósk Einarsdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs Reykjanesbæjar, er bjartsýn fyrir verkefninu. „Við viljum öll halda heilsu út ævina og geta verið sjálfbjarga þegar við eldumst. Til að geta það þurfum við meðal annars að huga að hreyfingu og næringu og það er aldrei of seint að byrja. Það er von okkar, sem stöndum að verkefninu, að við séum að mæta eftirspurn þeirra aldurshópa sem eru að komast á þriðja æviskeiðið. Markmið þeirra sem að verkefninu koma er að aðstoða þátttakendur við að gera æviskeiðið að tíma til þess að njóta, við góða heilsu, virkir og hamingjusamir. Til þess er leikurinn gerður.“
Páskamót Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hefst með samkomu Skírdag 13. apríl kl. 20.00 Föstudaginn langa kl. 20.00. Samkoma Páskadag kl. 11.00. Samkoma SBK · Grófin 2 – 4 · 230 Reykjanesbæ · Sími 420 6000 · Fax 420 6009 sbk@sbk.is · sbk.is
Að þessu sinni fáum við syngjandi fjölskyldu frá Færeyjum í heimsókn. Þannig að það verður mikill og góður söngur. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
AÐALFUNDUR Verslunarmannafélags Suðurnesja verður haldinn að Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ, mánudaginn 10. apríl nk. kl. 20:00. DAGSKRÁ Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. Stjórn Verslunarmannafélags Suðurnesja.
Lóan er komin og við fögnum vorinu á Suðurnesjunum Glæsileg vortilboð í Apótekaranum Keflavík og Fitjum dagana 6.–10. apríl
PIPAR \ TBWA
•
SÍA
10%
FRÍTT
Apótekarinn Keflavík
afsláttur af lausasölulyfjum
í allar mælingar
20%
afsláttur af snyrtivörum og sokkabuxum
Blóðþrýstingur Blóðsykur Blóðfita
Apótekarinn Fitjum
- lægra verð
12
VÍKURFRÉTTIR
HÚSASMÍÐIN VEITIR MÉR FORSKOT
fimmtudagur 6. apríl 2017
Ellert á Gran Canary.
●●Ellert Björn uppfyllir draum sinn ● um að verða arkitekt Ellert Björn Ómarsson dreymdi um það frá tíu ára aldri að læra arkitektúr og lét drauminn rætast eftir að hafa lokið námi í húsasmíði frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja.Hann er nú á öðru ári í námi í arkitektúr við Listaháskóla Íslands. „Ég útskrifaðist með sveinspróf í húsasmíði árið 2014 og bætti svo við mig stúdentsprófi. Ég valdi svo að taka áfanga eins og myndlist sem myndu svo nýtast mér í umsókninni í Listaháskólanum,“ segir hann. Sólborg Guðbrandsdóttir solborg@vf.is
Næstkomandi laugardag liggur leið Ellerts til Berlínar í Þýskalandi þar sem hann verður í skiptinámi í sumar. Valið stóð á milli tveggja skóla, en Ellert fékk inngöngu í þá báða. „Ég verð í skóla í allt sumar og kem svo heim í haust og byrja strax á þriðja árinu mínu í arkitektúr hérna heima. Það er engin pása,“ segir hann. Í vetur vann Ellert hjá KRADS arkitektum, hjá strákum sem höfðu áður kennt honum. Þar vann hann nokkur verkefni í módelsmíðum og gerð á þrívíddar teikningum. Í tengslum við Hönnunarmars var Ellert svo beðinn um að gera módel af einu verkefni, sem endaði síðan með því að hann gerði módel fyrir þrjú verkefni. En verkefnin tengd Hönnunarmars eru hluti sýningar, sem verður í Ráðhúsinu í Reykjavík næstu tvö árin í það minnsta og sýnir almenningi svolítið hvað sé að gerast og hvað muni verða. Sýningin inniheldur líkön af nýbyggingum sem unnið er að í miðborg Reykjavíkur. Ellert segir verkefnið hafa verið umfangsmikið og tekið langan tíma en að allt borgi þetta sig. „Maður skapar sér tengslanet við arkitektúrstofur og þetta er líka mjög gaman. Ég vissi alveg að þetta yrði mikil vinna en maður reddar þessu.“ Hann segir það klárlega hafa hjálpað að læra húsasmíðina í grunninn. „Þetta blandast allt saman hjá mér; smíðin, arkitektúrinn og þessar list-
greinar. Ég tel það góðan grunn að hafa byrjað á því að læra húsasmíði. Það veitir mér forskot í mörgum verkefnum í náminu.“ Fyrir ári síðan vann Ellert, ásamt þremur öðrum, að verkefni í Öskjuhlíðinni. „Það heppnaðist það vel að Reykjavíkurborg leyfði skúlptúrnum að standa í heilt ár þó að hann hafi upprunalega bara átt að standa í eina viku,“ segir hann. Annað slagið tekur Ellert að sér ýmis önnur verkefni. Hann hannaði meðal annars tvær sviðsmyndir frá grunni fyrir Vox Arena, listaráð Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Það voru rosalega skemmtileg verkefni. Ég hef mjög gaman af því að vera í kringum leik og söng. Svo hef ég líka aðeins starfað fyrir ljósafyrirtæki, við uppsetningu á árshátíðum og tónleikasviðum til dæmis.“ Frítímann notar Ellert svo í það að elta öldur og hefur gert í nokkur ár. „Við Vilhjálmur, vinur minn, byrjuðum í þessu en vissum í raun ekkert út í hvað við vorum að fara. Í dag erum við búnir að fara í tvær utanlandsferðir til að sörfa. Maður verður heltekinn af þessu. Það er svo gott að komast frá öllu þessu stressi, skilja símann eftir og vera án allra tengsla í smá tíma.“
Reykjavíkurborg leyfði skúlptúrnum að standa í heilt ár í Öskjuhlíðinni.
Aðspurður um framtíðina segist Ellert stefna að því að ná sér í smá starfsreynslu og fara svo í mastersnám. „Draumurinn er náttúrulega að opna mína eigin stofu, líklegast á Íslandi og að hanna og smíða mitt eigið hús. En það getur svo sem breyst.“
„Þetta blandast allt saman hjá mér; smíðin, arkitektúrinn og þessar listgreinar. Ég tel það góðan grunn að hafa byrjað á því að læra húsasmíði“
Hafnartorg.
Mögulegt heimili.
Laugavegur 4 - 6.
Vesturbugt.
fimmtudagur 6. apríl 2017
UNGA FÓLKIÐ UM OPIN LANDAMÆRI Dagur Funi Brynjarsson:
Við búum á eyju þar sem það væri rosalega auðvelt að vera með lokuð landamæri og strangt eftirlit með innflutningi. En er það samt eitthvað sem við viljum? Vissulega er mikilvægt að hafa gott eftirlit með hlutunum, en viljum við ekki að fólk geti flutt til landsins í von um betra líf? Viljum við ekki að landið okkar sé fjölbreytt og fullt af mismunandi menningu? Fyrir mér er allavega mikilvægt að vera með opin landamæri. Móttaka flóttamanna er einnig umdeilt mál. Við getum ekki tekið við öllum, en mér finnst sjálfsagt að taka við þeim sem við getum. Fólkið er í neyð, á flótta frá stríðsástandi í eigin heimalandi og þarf aðsetur. Hvað myndum við vilja að gert væri fyrir okkur ef við værum í þeirra sporum?
Laufey Ebba Eðvarðsdóttir:
-Mér finnst ekki sniðugt að opna öll landamæri. Á Íslandi er há skattbyrði og með því erum við að greiða fyrir ákveðinn þjónustustuðul í landinu, til dæmis varðandi heilbrigðisþjónustu, þó þar megi margt bæta. En greiðsluþungi sem hvílir á einstaklingum er ekki mikill þegar upp koma veikindi miðað við mörg önnur lönd og þá er, að mínu mati, ekki sniðugt að hver sem er geti komið hingað bara til þess að nýta sér þessa þjónustu án þess að hafa lagt eitthvað til samfélagsins. Það er samt sem áður eftirsóknarvert að búa í samfélagi þar sem fjölbreytileiki í menningu og mannlífi er mikill og því myndi ég ekki vilja loka landamærum alveg. Þó finnst mér að Ísland eigi að taka við fleiri flóttamönnum og aðstoða betur þá sem hingað eru komnir við að aðlagast samfélaginu. Til að draga þetta saman þá finnst mér
13
VÍKURFRÉTTIR
LÓRITÍN 10, 30 OG 100 STK
20%
AFSLÁTTUR 6. - 10. APRÍL
mikilvægt að hafa stýrt flæði fólks á milli landa.
Gunnar Dagur Jónsson:
-Þegar ég sá alla þessa umfjöllun um Trump og að hann hafi lokað landamærum Bandaríkjanna fyrir ákveðnum þjóðernum varð ég vonsvikinn og sár, en á sama tíma mjög ánægður með það að búa á Íslandi og að vera Íslendingur. Við gerum vel í því að taka á móti flóttafólki. Samt sem áður þarf að bæta alla umgjörð í kringum þetta ferli. Við getum tekið á móti mun fleiri flóttamönnum en þurfum að stíga varlega til jarðar þar. Við höfum frábært tækifæri til þess að læra af Svíum í þessum málum, af mistökum og því sem var rétt gert. Opin landamæri Íslands eru einnig mjög mikilvæg fyrir alþjóðaviðskipti okkar og það að geta stundað inn- og útflutning.
Hólagötu 15 260 Reykjanesbæ. s: 421-3393 læknasími 421-3394 og fax: 421-3383 Opnunartími 9:00 til 18:00 virka daga - 12:00 til 16:00 laugardaga. Vaktsími lyfjafræðings er 8211128 ef afgreiða þarf lyf utan opnunartíma.
Vordagar 6. - 10. apríl
Margrét Edda Arnardóttir:
-Mér finnst mjög sniðugt að vera með opin landamæri, þar sem það auðveldar okkur að ferðast milli landa sem eru í Schengen og við þurfum ekki að fara í gegnum vegabréfaeftirlit, sem sparar okkur tíma og biðraðir. Að vera með opin landamæri auðveldar einnig lögreglu að komast að upplýsingum um aðra einstaklinga og vörur í gegnum Schengen-upplýsingakerfið, en þar er meðal annars hægt að fylgjast með eftirlýstum glæpamönnum og týndum einstaklingum sem stuðlar að öryggi okkar. Þó svo að það sé auðveldara fyrir alls konar fólk að komast í gegnum landamærin, þá tel ég að við séum betur sett í Schengen heldur en ekki, því ég tel þetta auðvelda samskipti og samstarf milli landanna.
ATVINNA STARFSKRAFTUR ÓSKAST TIL AÐ RÆSTISTARFA Í HSS KEFLAVÍK Vinnutími virka daga frá kl. 08:00 til 13:30 einnig möguleiki á vinnu um helgar Leitað er að einstaklingi 25 ára eða eldri. Íslenskukunnátta æskileg.
STARFSKRAFTUR ÓSKAST TIL AÐ RÆSTISTARFA Í HSS HLUTA Í VÍÐIHLÍÐ Í GRINDAVÍK Viðkomandi þarf að hafa aðgang að bíl. Vinnutími er frá kl. 08:00 til 15:00. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Leitað er að einstaklingi 25 ára eða eldri. Íslenskukunnátta æskileg.
2a 0% fsláttur
af öllum skóm á vordögum
Hafnargata 29 - s. 421 8585
Vordagar
20% AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM VÖRUM FIMMTUDAGS TIL MÁNUDAGS
Umsóknum skal skila á tölvupópóstfangið halldor@allthreint.is fyrir 21. apríl nk.
Hafnargötu 15 // Keflavík Sími 421 4440
14
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 6. apríl 2017
Eigi rétt á upplýsingum um uppruna sinn ●●Tillaga um rétt barna til upplýsinga um líffræðilega foreldra
Krakkarnir kynntu hugmyndir sínar á fundi bæjarstjórnar. Mynd af vefnum vogar.is.
Kynntu bæjarstjórn niðurstöður ungmennaþings Ungmennaráð í Vogum fór á fund bæjarstjórnar sveitarfélagsins á dögunum. Þar kynntu ungmennin hugmyndir sínar og áttu góðar samræður við bæjarstjórn. Ungmennaþing var haldið í fyrsta sinn í Vogum 1. nóvember síðastliðinn. Tilgangur þingsins var að fá hugmyndir frá ungu fólki um málefni sem þau varða. Þingið er vettvangur ungmenna til að koma saman og ræða ýmis mál, hvað má gera betur og hverju má breyta. Ungmennin hittust einu sinni í mánuði og fóru í verkefnavinnu þar
sem margar hugmyndir komu fram, til dæmis tengdar samgöngumálum, leikaðstöðu barna og unglinga, fræðslu fyrir ungmenni og fleira. Vinnan hjá ungmennaráði mun halda áfram. Á vef Sveitarfélagsins Voga segir að farið verði með tillögur á viðeigandi staði þar sem krakkarnir kynna sínar hugmyndir áfram. „Verður gaman að fylgjast með þessum krökkum áfram enda mjög mikilvægt að raddir þessa hóps íbúa heyrist,“ segir á vef sveitarfélagsins.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að dómsmálaráðherra verði falið að undirbúa lagabreytingu sem tryggir að börn sem getin eru með tæknifrjóvgun og kynfrumugjöf eigi rétt á upplýsingum um uppruna sinn. Tillöguna lagði Silja fram ásamt Einari Brynjólfssyni og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur. Hér á landi eiga börn, sem getin eru með tæknifrjóvgun, ekki sjálfstæðan rétt á að fá upplýsingar um hverjir líffræðilegir foreldrar þeirra eru sé notað gjafaegg eða gjafasæði. Í tillögunni segir að þau rök hafi verið fyrir því að leyfa nafnleynd kynfrumugjafa hafa til að mynda verið þau að ef nafnleynd yrði afnumin yrði ólíklegra að fólk gæfi kynfrumuur til tæknifrjóvgunar og fólk sem þyrfti á þjónustunni að halda hefði því ekki aðgengi að henni vegn ónógs framboðs. Í tillögunni er bent á að í bókinni Siðfræði lífs og dauða frá 2003 bendi höfundur, Vilhjálmur Árnason, á að rannsóknir í Svíþjóð sýni að þó að mjög hafi dregið úr sæðisgjöfum fyrst eftir að lög kváðu á um rétt barns til að vita nafn gjafa hafi þeim svo fjölgað á nýjan leik. Vilhjálmur bendir einnig á
að ekki megi ýta til hliðar þeim brýnu hagsmunum barns að fá að vita um uppruna sinn til þess eins að bæta úr barnleysi og lina þær þjáningar sem því kunna að fylgja. Með því skapist hætta á að farið sé að „nota barnið sem tæki til að þjóna markmiðum foreldra en horft framhjá því að það er einstaklingur með sjálfstæð réttindi og hagsmuni“. Flutningsmenn tillögunnar telja mikilvægt að réttindi einstaklings sem getinn er með gjafakynfrumum séu sett í forgrunn og honum tryggður með lögum sjálfstæður réttur til að fá upplýsingar um uppruna sinn. Með því að leyfa nafnleynd kynfrumugjafa líkt og nú er gert sé brotið á rétti einstaklings sem getinn er með þessum hætti. Hafi hann þörf á að fá upplýsingar um uppruna sinn en sé synjað um þær getur því fylgt mikið sálarstríð og erfiðleikar. Mikilvægt sé jafnframt að virða friðhelgi fólks og þröngva ekki þessum upplýsingum upp á einstaklinga, enda geti þörf þeirra fyrir að nálgast þær verið mjög mismunandi og í einhverjum tilvikum ekki til staðar. Æskilegt sé því að upplýsingar um uppruna verði fólki aðgengilegar.
Ljósmyndakeppni og Graffitinámskeið
ALLTAF PLÁSS Í B ÍLNUM
Listahátíð barna vekur athygli á þremur skemmtilegum viðburðum fyrir unglinga
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG.
SUÐURNES - REYK JAVÍK SÍMI: 845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
FAGLEG, TRAUST OG PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA VIÐ BJÓÐUM MEDISMART RUBY BLÓÐSYKURMÆLA, STRIMLA, BLÓÐHNÍFA OG NÁLAR FRÍTT FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ SKÍRTEINI FRÁ TR. MJÖG EINFALDUR Í NOTKUN, STÓR SKJÁR, LÉTTUR OG HANDHÆGUR - „No coding“ þarf ekki að núllstilla - Þarf mjög lítið magn til mælinga, aðeins 0,6µl - Mælir blóðsykur á bilinu 1.1 - 35 mmol/L - Mæling tekur aðeins 5 sek. - Geymir 480 mælingar í minni - Hægt að tengja við tölvu Apótek Suðurnesja leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum sínum lyf á lágmarksverði, þar sem fagmennska, heiðarleiki og nærgætni við viðskiptavini er í fyrirrúmi.
Hringbraut 99 - 577 1150
Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 14:00 - 18:00.
Skessan í hellinum býður til Listahátíðar barna í tólfta sinn Undirbúningur tólftu Listahátíðar barna í Reykjanesbæ er nú í fullum gangi á öllum skólastigum, Tónlistarskóla og dansskólum og verður blásið til hátíðar þann 4. maí með opnunum á listsýningum skólanna í Duus Safnahúsum. Þeir sem til þekkja vita hversu ótrúlega skemmtilegar sýningar Listahátíðar hafa verið og verður engin undantekning á því í þetta sinn. Hátíðin er orðin feikistór og snertir nánast allar fjölskyldur í bænum með einum eða öðrum hætti. Ýmsir viðburðir taka við í framhaldi af opnunum og að venju verður boðið upp á dagskrá fyrir fjölskyldur laugardaginn 6. maí með listasmiðjum, lummum í Skessuhelli og fleiru.
Dagskráin á Facebook
Dagskráin er óðum að taka á sig mynd og verður hún aðgengileg á vef Reykjanesbæjar þegar nær dregur.
„Auk þess hefur verið stofnuð síða á Facebook sem heitir Listahátíð barna í Reykjanesbæ og hvetjum við alla áhugasama til þess að líka við hana og fylgjast með,“ segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.
Einstaklingar, hópar og fyrirtæki til þátttöku
Allir þeir sem luma á skemmtilegum hugmyndum um viðburði eða langar til að taka þátt í dagskránni eru hvattir til að hafa samband í gegnum netfangið listahatidbarna@reykjanesbaer. is. „Einnig er hér gott tækifæri fyrir hópa sem bjóða upp á dagskrá tengda börnum að kynna sig og starfsemi sína. Þá hvetjum við einnig fyrirtæki í bænum til að slást í lið með okkur og bjóða upp á tilboð fyrir börn og fjölskyldur í tilefni hátíðarinnar,“ segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.
■■Listahátíð barna sem sett verður í tólfta sinn þann 4. maí vekur athygli á þremur skemmtilegum viðburðum fyrir unglinga í tengslum við hátíðina. „Markhópur hátíðarinnar hefur fram til þessa verið krakkar frá leikskóla til 12 ára en nú ætlum við að teygja okkur örlítið lengra í átt til eldri krakka einnig,“ segir í tilkynningu frá hátíðinni. „Af því tilefni bjóðum við upp á Ljósmyndasamkeppni Listahátíðar og Ljósops fyrir krakka í 7. til 10. bekk. Þema keppninnar eru dýr en það er einmitt yfirskrift hátíðarinnar í ár. Keppnin stendur frá 5. til 21. apríl og eru krakkar hvattir til að setja upp listamannsgleraugun og senda inn fjölbreyttar og frumlegar myndir af dýrum. Á Listahátíðinni, sem sett verður þann 4. maí, verður sett upp sýning í Duus Safnahúsum á úrvali mynda úr keppninni og verða veitt verðlaun fyrir skemmtilegustu, frumlegustu, listrænustu og vinsælustu myndirnar,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Þá verður einnig boðið upp á skemmtilegt tveggja helga Graffiti námskeið þar sem verk verður unnið á vegg í Fjörheimum og DJ smiðju. Í þessar smiðjur þurfa krakkarnir að skrá sig fyrirfram á netfangið listahatidbarna@reykjanesbaer.is . Nánar má sjá um þessi verkefni á vef Reykjanesbæjar undir Auglýsingar.
fimmtudagur 6. apríl 2017
15
VÍKURFRÉTTIR
ÁR Í LÍFI ARNARS ●●Tók upp tvær sekúndur á dag ●●Fæðing frumburðarins stóð upp úr Njarðvíkingurinn Arnar Stefánsson tók upp allt árið 2016 á myndband en það var merkilegt fyrir margra hluta sakir. Arnar hefur þann háttinn á að taka bara upp tvær sekúndur á dag af alls kyns atburðum. Allt frá fæðingu frumburðarins frá uppvaski eða bíóferð. Þegar allar þessar sekúndur eru settar saman þá er útkoman magnað myndband sem lýsir lífi Íslendings ansi vel. Arnar segist oftast taka upp bara þetta eina skipti á dag en stundum verða þetta 3-4 myndbönd á dag, allt fari það eftir því hversu viðburðarríkur dagurinn er. Arnar viðurkennir að stundum geti verið erfitt að velja bara eitt myndband til dæmis þegar fjölskyldan er á ferðalagi. „Þá gerist svo mikið á hverjum degi, en þá reyndi ég bara að velja myndband sem lýsti deginum sem best og hjálpaði mér að muna sem mest eftir öllum deginum.“ Fyrir þremur árum gerði Arnar sams konar myndband sem vakti nokkra athygli. Myndböndin eru auðvitað mjög persónuleg þar sem um er að ræða daglegt líf vina, fjölskyldu og samstarfsfélaga. „Mér fannst ekkert mál að deila þessu með fólki, ég var búinn að gera þetta einu sinni áður www.n1.is
fyrir árið 2013 og þá var það aðeins meira mál að opna fyrir lífið mitt svona, en viðbrögðin sem ég fékk við 2013 myndbandinu mínu gerði þetta einhvern vegin eðlilegra. Fólk ýmist sagði við mig að ég ætti fullkomið líf, sem ég leiðrétti á stundinni og aðrir sögðu við mig að lífið mitt væri rosalega venjulegt. Svo er maður náttúrulega með það á bak við eyrað að þetta sé að fara í birtingu, því reyni ég bara að taka ekki neitt vafasamt upp, þó svo að Önnu finnist sum myndböndin af henni vera alveg á línunni,“ segir Arnar og hlær.
Tíu tímar af efni í jarðarförinni
Talverður tími fer í að púsla svona myndbandi saman en Arnar vann statt og stöðugt að því. „Maður til-
Arnar tekur hér myndband af blaðamanni að taka mynd. Arnar er duglegur að vera með símann á lofti og mynda daglegt líf sitt.
einkar sér alls konar flýtileiðir líka núna þegar maður er búinn að vera að vesenast í þessu í 2 ár samtals. Þetta er orðið alveg vel góður partur af lífinu mínu núna og flestir hættir að kippa sér of mikið upp við það þegar ég held allt í einu á símanum mínum að taka upp.“ Arnar er hvergi nærri hættur og sér fyrir sér að eiga orðið ansi gott safn myndbanda þegar yfir lýkur. „Ég tók þá ákvörðun að halda bara áfram að gera þetta, mér þykir svo ótrúlega falleg tilhugsun að ímynda mér 3-4 ár rúlla á einhverjum skjávarpa í brúðkaupinu og ég tala nú ekki um jarðarförina þegar ég verð vonandi kominn með yfir tíu klukkustundir af efni ef ég næ meðal aldrinum hjá íslenskum karlmanni, það verður eitthvað maraþon fyrir greyið gestina.“
facebook.com/enneinn
Rúllaðu inn í sumarið á nýjum dekkjum Pantaðu tíma fyrir dekkjaskiptin á www.n1.is
Michelin CrossClimate
Michelin Energy Saver
Michelin Primacy 3
Sérhönnuð fyrir norðlægar slóðir.
Margverðlaunuð fyrir veggrip, endingu og eldsneytissparnað.
Einstakir aksturseiginleikar.
Dekk sem henta margbreytilegum íslenskum aðstæðum sérlega vel og veita frábæra aksturseiginleika.
Frábært grip og góð vatnslosun. Ein bestu sumardekkin á markaðnum í dag.
Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða Fellsmúla Réttarhálsi Ægisíðu
440-1318 440-1322 440-1326 440-1320
Langatanga Mosfellsbæ Reykjavíkurvegi Hafnarfirði Grænásbraut Reykjanesbæ Dalbraut Akranesi Réttarhvammi Akureyri
440-1378 440-1374 440-1372 440-1394 440-1433
Opið mán – fös kl. 08-18 laugardaga kl. 09-13 www.n1.is
Hluti af vorinu
16
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 6. apríl 2017
ALLTAF MEÐ KYNJAGLERAUGUN UPPI ●●Isavia setur jafnréttismarkmið á hverju ári ●●Eitt af markmiðum Isavia í ár er að fjölga konum meðal stjórnenda. Þær sækja síður en karlar um þær stöður. l Segja ávinning af jöfnum launum ótvíræðan Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@vf.is
Isavia hlaut gullmerki PWC síðustu tvö ár fyrir góða niðurstöðu úr jafnlaunaúttekt. Hjá Isavia eru sett jafnréttismarkmið sem eru endurskoðuð á tveggja ára fresti og í lok árs er metið hvort þau hafi náðst. Frumvarp félagsmálaráðherra um jafnlaunavottun var lagt fram á Alþingi í vikunni en það kveður á um að öll fyrirtæki og stofnanir öðlist slíka vottun á næstu árum. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að fyrirtæki og stofnanir með 250 starfsmenn eða fleiri verði tilbúin undir vottunina í árslok 2018 en þau minnstu um áramótin 2020-2021. Tilgangurinn með frumvarpinu er að jafna laun kynjanna en rannsóknir hafa sýnt að víða fá konur greidd lægri laun en karlar fyrir sambærileg störf. Blaðamaður Víkurfrétta settist niður með þeim Sóleyju Rögnu Ragnarsdóttur, mannauðsstjóra Isavia í Keflavík, Róbertu Báru Maloney, deildarstjóra kjaramála og Hauki Þór Arnarsyni, mannauðsráðgjafa og jafnréttisfulltrúa fyrirtækisins. Eitt af markmiðum Isavia í jafnréttismálum í ár er að efla og fjölga konum sem eru stjórnendur hjá fyrirtækinu en þær eru færri en karlarnir. Sömuleiðis verður markmiðið í ár að efla jafnréttisvitund stjórnenda og starfsmanna. „Þegar
stjórnendastöður eru auglýstar lausar hér innanhúss þá finnst okkur ekki nógu margar konur sækja um. Þetta er verkefni sem við hlökkum til að takast á við,“ segir Sóley.
Sum störf sækja konur ekki um
Þegar Isavia var stofnað árið 2010 voru tvö fyrirtæki sameinuð í eitt. Hluti af því ferli var samræming jafnréttisáætlana en þær eru gerðar í samræmi við lög þess efnis og segir Sóley gullmerki PWC sýna að sú vinna hafi skilað árangri. Konur eru 35 prósent starfsmanna Isavia og segir Róberta ástæðuna þá að mörg starfanna hjá fyrirtækinu séu svokölluð „hefðbundin karlastörf “ þar sem krafist sé meiraprófs og iðnmenntun sé kostur. „Við gerum okkar besta til að fá konur í þau störf en þær sækja ekki einu sinni um,“ segir Róberta og nefnir sem dæmi að í 80 manna deild sem kallast flugvallaþjónusta sé aðeins ein kona. „Við auglýstum nýlega eftir fólki í þá deild og engin kona sótti um.“ Á skrifstofum Isavia er hlutfall kynjanna jafnara. Með árunum hefur kynjahlutfall meðal flugumferðarstjóra jafnast en ekki er svo langt síðan karlar voru í miklum meirihluta í þeirri stétt. Síðastliðið haust voru 40% af þeim sem hófu nám í flugumferðarstjórn konur,
en nám í flugumferðarstjórn er nú á vegum Isavia.
Vel mögulegt að jafna laun
Verði frumvarp Þorsteins Víglundssonar um jafnlaunavottun samþykkt er ljóst að Isavia verður vel í stakk búið að mæta þeim kröfum. Sóley, Róberta og Haukur eru sammála um að það sé ekki svo ýkja mikil vinna að passa upp á að konum séu ekki mismunað þegar kemur að launum. „Margir starfsmanna okkar fá greitt eftir launatöflum kjarasamninga. Þá hækkar fólk í launum eftir ákveðnum reglum,“ segir Róberta. Sóley bætir við að sem dæmi sé vel passað upp á að sérfræðingar séu með sömu laun miðað við menntun, reynslu, ábyrgð í starfi og umfang verkefna. Haukur bendir á að með ákveðnum verkferlum og með kynjagleraugun uppi sé vel mögulegt að ná jöfnum launum kynjanna. Öll eru þau sammála um að ávinningurinn af jöfnum launum sé óumdeilanlegur. „Það er auðvitað ávinningur að vera viss um að vera ekki með kynjamismun og að geta sýnt fram á það. Fyrirtækið verður líka eftirsóttari vinnustaður fyrir vikið,“ segir Róberta.
Haukur Þór Arnarson, mannauðsráðgjafi og jafnréttisfulltrúi Isavia, Sóley Ragna Ragnarsdóttir, mannauðsstjóri Isavia í Keflavík og Róberta Bára Maloney, deildarstjóri kjaramála hjá Isavia. VF-mynd/dagnyhulda
Vordagar 6. - 10. apríl Fullar búðir og veitingastaðir með spennandi vortilboð á góðu verði. Hlökkum til að sjá þig!
esjum
Vikulegur fréttatengdur magasínþáttur frá Suðurn
n n i r u l l ö v r a mal a g a fd lí n ju ý rn u d n e í r u g n e g í Keflavík Systkinin Sindri og Sara
daglegt líf
í hjúkrun
Arnars Stefánssonar vekur athygli
leiklistin
blómstrar í Grunnskóla Grindavíkur Lumar þú á ábendingu um áhugavert efni í þáttinn? Sendu okkur línu á vf@vf.is
Suðurnesjamagasín fimmtudagskvöld kl. 20:00 og 22:00 á Hringbraut og vf.is
18
VÍKURFRÉTTIR
DEILISKIPULAG AUGLÝSING um deiliskipulag íbúðabyggðar fyrir Aragerði 4 í Sveitarfélaginu Vogum Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 29. mars 2017, skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, lýsingu fyrir fyrirhugaða vinnu við deiliskipulags fyrir Aragerði 4 vegna áforma um byggingu lítils fjölbýlishúss. Lýsingin er sett fram í greinargerð og má nálgast hana á heimasíðu sveitarfélagsins www.vogar.is. Hún liggur einnig frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Iðndal 2, 190 Vogum. Skriflegum ábendingum við efni lýsingarinnar má skila til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogum, eða á netfangið skrifstofa@vogar.is fyrir 24. apríl 2017 fh. Bæjarstjórnar Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
ATVINNA Við erum að leita eftir Matráð, matsveini eða miklum reynslubolta í eldhúsið hjá okkur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vaktakerfi 2 2 3, vaktirnar eru frá kl. 09:00 -21:00 Einnig erum við að leita eftir góðu aðstoðar fólki í eldhús og sal 12 tíma vaktir frá kl. 09:00 -21:00 aðra hverja helgi. Upplýsingar um störfin gefur Elín Bogga gsm 660 9350 Áhugasamir sendi umsókn og ferilskrá á netfangið elinbogga@iss.is.
fimmtudagur 6. apríl 2017
Minningarorð um Sigurð Steindórsson Þá ert þú búinn að kveðja kæri vinur, leiðtogi og sannur KFK félagi. Það er afar margs að minnast þegar litið er yfir farinn veg en það sem alltaf stendur hæst í minningu um þig kæri vinur er öryggið sem við KFK krakkarnir höfðum í þá gömlu góðu þegar þú varst alltaf til staðar. Við þurftum ekki að hafa neinar áhyggjur því þú gast leyst alla hluti fyrir okkur. Það voru ekki nein vandamál, það voru bara lausnir. Þú áttir alltaf tíma fyrir okkur. Traustari vin en þig er ekki hægt að finna. Eins og áður segir er svo margs að minnast og fór ég yfir marga þá hluti í ræðu minni í stórafmælinu þínu sem haldið var í Stapanum þar sem við KFK fólkið þitt og fleira gott fólk var samankomið til að fagna með þér deginum þínum góða. Ég gleymi aldrei innkomu þinni þar sem þú stóðst og horfðir á hópinn þinn samankominn, steigst svo í pontu og sagðir: „Ég hélt ég væri gleymdur, samt ekki dauður en hér eruð þið öll.“ Svo fylgdi glottið góða í kjölfarið. Það var svo margt brallað og hver man ekki eftir Selfoss ferðunum á Föstudaginn langa. Þvílíkur dagur sem við upplifðum árlega á þessum góðu árum. Ég man að við Ingó og Jói Júl tókum alltaf mjög ríflegan skammt af nesti með okkur til að selja eldri strákunum sem þóttust of gamlir til að taka með sér nesti. Það var mikið prúttað og ávallt sátum við snauðir eftir og þurfti Siggi oftar en ekki að skerast í málið svo við tækjum gleði okkar fljótt aftur. Það var aðeins einn leikmaður sem ávallt komst upp með að snuða okkur en þeim ljúfling var alltaf fyrirgefið enda uppáhaldið okkar allra. Í minni fyrstu Selfoss ferð var um jafnan leik að ræða, 1-1 þegar skammt var til leiksloka. Ég næ þá í vítaspyrnu en þegar kom að framkvæmd þá var ég eilítið stressaður enda ekki tekið vítaspyrnu í kappleik áður. Í kjölfar vítaspyrnunnar var leikurinn stoppaður þar sem huga þurfti að einum leikmanni Selfoss og notaðir þú tækifærið og sagðir mér að skjóta bara uppi því markvörðurinn var lágvaxinn. Þegar
hins vegar kom að spyrnunni þá fannst mér öruggast að skjóta niðri og fórst það vel úr hendi og sigurinn í höfn. Eftir leikinn var ógurlegur fögnuður hjá okkur og með þetta veganesti var haldið út í rútu og nú yrðum við ekki snuðaðir aftur slíkt var sjálfstraustið sem við öðluðumst. En þá birtist Siggi. „Jón Óli ég sagði þér að skjóta uppi,“ sagði karlinn í grimmum tón sem við þekkjum öll. Ég leit hálf hræddur á Sigga en þegar ég sá þetta góðlátlega glott gerði ég mér grein fyrir því að hann var í raun að hrósa mér. Já, Siggi virkaði stundum grimmur en það var bara hans húmor í góðmennskunni. Ég fór bara í eina Siglufjarðar ferð og er hún ávallt rædd í þau fáu skipti þegar við KFK strákar hittumst. Eins og ég sagði í ræðu minni í afmælinu góða þá kenndi Siggi manni margt. Eitt af því var að vera hollur sínu félagi. Ég datt aðeins af leið einn daginn og ákvað að fara í Ungó. Þegar ég kom heim úr skólanum biðu mín skilaboð að ég ætti að hringja í Sigga Steindórs í síma 2373. En slík var virðing mín við Sigga að ég ákvað frekar að hlaupa niður eftir til hans. Eftir stuttan tíma og „þrumuræðu“ snérist mér að sjálfsögðu hugur og bragðaðist kakóið hennar Sigríðar á eftir einstaklega vel. Ég og Krissi Geirs vinur minn rifjuðum upp á dánardegi þínum tímann þegar við fengum að vera á vallarklukkunni á meistaraflokksleikjum. Þetta fannst okkur á sínum tíma vera
þvílíkur heiður því margir vildu komast að. Þetta var einstaklega gefandi starf, færa stóra vísi á 5 mínútna fresti og þegar mark kom í leikinn færðum við það inn. Ég hef ávallt verið mikið fyrir að fíflast í fólki en þarna passaði maður sig á því að halda einbeitingu allan tímann enda undir vökulum augum þínum. Fyrir frammistöðuna fengum við að sjálfsögðu nokkrar Freyju karamellur fyrir vel unnin störf. Fyrir leik mættum við strákarnir alltaf snemma til að sjá þig meðhöndla menn undir „rauða lampanum“, þetta þótti okkur mikil vísindi og hlakkaði okkur einhver ósköp til að komast í meistaraflokk til að fá að fara undir „rauða lampann“. Þá rifjast einnig upp víðavangshlaupin góðu þar sem maður keyrði sig algjörlega út til að vinna fyrir KFK. Einu hlaupinu man ég sérstaklega eftir en þá var ég í fjórða sæti, skammt í næsta mann og lítið eftir af hlaupinu er Malli kom æðandi á móti mér og kallaði á mig að Jói Magg væri að vinna og ég yrði að ná 3. sæti til að við myndum vinna bikarinn. Góður Guð, það tókst en ég hélt að ég myndi ekki lifa það af. Ef ekki hefði verið fyrir ævintýralegan svip Malla þegar hann kallaði á mig hefði þetta ekki tekist. Já, félagshollustan var mikil í þessa daga og held ég að ég megi mæla fyrir munn okkar allra að KFK verður alltaf í hávegum haft hjá okkur. Kæri vinur, nú fetar þú nýjar slóðir og gerir allt klárt fyrir okkur hina. Þú kannski færð Ragga Margeirs með þér að merkja malarvöllinn svo hægt verði að setja upp leik. Og kannski eitt enn, þú mátt líka minna Ragga á það að hann skuldar okkur Ingó og Jóa Júl nokkrar samlokur og kótilettur síðan úr Selfoss ferðunum. Elsku Siggi þakka þér allt það sem þú gafst af þér til okkar. Sigurður Steindórsson, þín verður ávallt minnst sem stórmennis. Hvíl í friði, Jón Óli, Vestmannaeyjum
Umsóknarfrestur er til 19. apríl.
MAT ASKUR
ATVINNA MAT Íslenskir aðalverktakar óska eftir dugmiklu starfsfólki í eftirfarandi störf : · Rafvirkja · Pípara · Smiði · Verkamenn
ASKUR
MAT
Um er að ræða skemmtilegt og fjölbreytt starf í þjónustu, fjölb viðhalds og nýframkvæmdum á Suðurnesjum.
Upplýsingar veitir Einar Ragnarsson í síma 414 4313 eða í tölvupósti einar.ragnarsson@iav.is
ASKUR
TILLAGA AÐ BREYTINGU Á DEILISKIPULAGI HÓLAHVERFIS-SUÐUR Í SANDGERÐISBÆ
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hólahverfis - suður í Sandgerðisbæ samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að við götuna Fagurhól verða byggð lítil raðhús í stað parhúsa. Raðhúsalengjurnar verða 4 með 3 íbúðum og 4 með 4 íbúðum þannig að heildar íbúðarmagn við götuna fer úr 16 íbúðum í 28. Ekki er gert ráð fyrir bílgeymslum í raðhúsunum. Áfram er gert ráð fyrir 12 einbýlishúsalóðum við Þinghól. Heildar íbúðarmagn í Hólahverfi – suður verður því 40 íbúðir. Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar, Vörðunni, Miðnestorgi 3 frá og með fimmtudeginum 6. apríl til og með fimmtudeginum 18. maí 2017. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sandgerðisbæjar, www.sandgerdi.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út fimmtudaginn 18. maí 2017. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar, Vörðunni, Miðnestorgi 3. Sandgerðisbæ 5. apríl 2017 Skipulagsfulltrúi Sandgerðisbæjar
fimmtudagur 6. apríl 2017
19
VÍKURFRÉTTIR
LAUS STÖRF AKURSKÓLI VINNUSKÓLI HÁALEITISSKÓLI UMHVERFISSVIÐ HEIÐARSKÓLI HEIMILI FATLAÐS FÓLKS VINNUSKÓLI NJARÐVÍKURSKÓLI AKURSKÓLI HÁALEITISSKÓLI AKURSKÓLI FJÁRMÁLASVIÐ SUNDMIÐSTÖÐ LYNGMÓI
Efnilegir leikarar í Grindavík Leikritin Partýland og Vinsæld voru frumsýnd á árshátíð elsta stigs Grunnskóla Grindavíkur síðastliðinn þriðjudag. Nemendur í 7.- 8. bekkjum sýndu leikritið Partýland í leikstjórn Aldísar Davíðsdóttur og nemendur í 9.-10. bekk sýndu leikritið Vinsæld eftir Pálmar Guðmundsson í leikstjórn höfundar. Víkurfréttir fengu að fylgjast með generalprufum leikritanna. „Þetta hefur gengið mjög vel. Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að taka svona verkefni að mér. Rauði
þráðurinn í leikritinu er vinátta og það að vera vinsæll og hvort það sé eitthvað sem skipti máli. Krökkunum finnst þetta fyndið og hafa verið mjög áhugasöm og dugleg,“ segir Pálmar, leikstjóri og höfundur Vinsældar. Aldís, leikstjóri og höfundur Partýlands, segir boðskap verksins vera þann að sama hvaða höft séu sett á mann, þá vilji maður samt hafa frelsi til þess að velja sjálfur. „Þetta er búið að vera merkilega stutt æfingaferli. Einhverjar þrjár vikur og örfáir tímar
SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN Í KEFLAVÍK Síðasta kvöldmáltíðin er sviðslistaverk í formi gönguferðar undir listrænni stjórn Steinunnar Knútsdóttur, Rebekku Ingimundardóttur og Halls Ingólfssonar. Verkið leiðir áhorfandann, einn í einu, til móts við eigin lífsgildi og lífsstíl um leið og það beinir sjónum að samfélagslegum álitamálum. Það er eins konar ratleikur hugleiðinga eða upplifunarganga sem býður gestum að sjá sína eigin sögu og eiga fund við sjálfa sig í gegnum áleitnar spurningar og frásagnir annarra. Gestir bóka sig á tíma og mæta einir í gönguferð þar sem á vegi þeirra verða spurningar, vangaveltur, hugvekjur og brot úr frásögnum af lífi og gildum annarra. Verkið verður flutt á fjórum stöðum á Íslandi á Skírdag, 13. apríl 2017: Á Raufarhöfn, Bolungarvík, Höfn í Hornafirði og í Keflavík. Opið öllum endurgjaldslaust frá sólarupprás til sólarlags.
SMÁAUGLÝSINGAR Óskast Vantar herbergi til leigu, er reglusamur og 100% greiðslum heitið. Upplýsingar í síma 691 1989, Valur
Til sölu Dekk til sölu. Sumardekk lítið notuð á felgum, undan Kía Sport Sorento. Upplýsingar í síma 848-3422.
WWW.VF.IS
Hver ganga er kortlögð í kringum sögu og andrúmsloft hvers staðar fyrir sig og unnin upp úr viðtölum við íbúa. Þá er framkvæmdin í nánu samstarfi við íbúa í hverju byggðarlagi þar sem hún er flutt. Í Keflavík er Síðasta kvöldmáltíðin í nánu samstarfi við Leikfélag Keflavíkur sem sér um framkvæmd verksins. Markmið verkefnisins er að kafa ofan í lífsgildi fólks á svæðum þar sem er atgervisflótti eða aðrar sviptingar, jákvæðar sem og neikvæðar - eftir því hvernig á það er litið. Verkinu er ætlað að skoða og draga fram hugmyndir íbúa þessara svæða um gott líf, hvað skipti mestu máli. Eru þær hugmyndir sameiginlegar öllum manneskjum? Verkið beinir umfram allt sjónum að hinu almenna og sammannlega og miðar að því að spegla líf og gildi hvers áhorfanda fyrir sig.
fyrir það. Þau eru búin að vera alveg á haus. En krakkarnir eru svo skapandi og gefandi. Þetta er búið að vera mjög góð samvinna.“ Sýning fyrir almenning var í gær, miðvikudag og í dag fimmtudaginn klukkan 20:00, þar sem bæjarbúum gefst tækifæri á að sjá sýningarnar. Fjallað er um málið í Suðurnesjamagasíni Sjónvarps Víkurfrétta í kvöld á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.
Óskað eftir tilboðum í tímabundið húsnæði fyrir grunnskóla ■■Reykjanesbær hefur auglýst eftir tilboðum í uppsetningu og fullnaðarfrágang á tímabundnu húsnæði fyrir nýjan grunnskóla í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Húsnæðið verður á einni hæð og er flatarmál þess um 600 fm. Í húsnæðinu verða þrjár kennslustofur, matsalur og eldhús, kennarastofa og önnur stoðrými. Miða skal við að auðvelt sé að fjarlægja húsnæðið og setja upp á öðrum stað þegar fyrirhugaðri notkun þess lýkur. Bjóðendur geta boðið mismunandi byggingaraðferðir. Húsnæðið skal standast þær sömu kröfur og almennt gilda um húsbyggingar á Íslandi. Verklok miðast við 15. ágúst 2017. Nánar má kynna sér útboðið á vef Reykjanesbæjar.
Deildarstjóri yfir starfsstöð Störf í garðyrkjuhópi Textílmennt- hlutastarf Skipulagsfulltrúi Kennarar Umönnunarstörf Sumarstörf, 9. og 10. bekkur Kennarar Umsjónarmaður Frístundaskóla Kennarar Starfsmaður í mötuneyti Sérfræðingur í launadeild Starfsmaður á vaktir Sumarstarf
Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykjanesbær - laus störf.
VIÐBURÐIR FARSÆL EFRI ÁR Í REYKJANESBÆ Framtíðarþing um farsæl efri ár í Reykjanesbæ verður haldið á Nesvöllum í dag, 6. apríl kl. 15-18 með fyrirkomulagi þjóðfundar. Umræður um öldrunarmál; væntingar, viðhorf og hugmyndir um hvernig stuðla megi að farsælum efri árum í Reykjanesbæ. Boðið verður upp á veitingar. LÉTTUR FÖSTUDAGUR Á NESVÖLLUM Spilabingó og tónlist á Léttum föstudegi á Nesvöllum 7. apríl kl. 14:00. Allir hjartanlega velkomnir. STORY TIME IN ENGLISH On Saturday, April the 8th, the Reykjanesbær library will be hosting Story Time in English. At 11:30 Ko-Lee will be reading a short shildren´s story; Frog and Toad are friends. Special offer for children at Ráðhúskaffi. Everyone is welcome.
Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta hefur fengið nýjan sýningartíma á fimmtudagskvöldum á Hringbraut. Framvegis er þátturinn sýndur kl. 20:00 og endursýndur kl. 22:00. Þá er þátturinn sýndur föstudaga kl. 12, 14, 16 og 18. Á laugardögum er þátturinn kl. 14 og 22.
Verið velkomin
Sunnudaga er Suðurnesjamagasín kl. 08 og 18.
á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN KEFLAVÍK
Miðasölusíminn er 421-2540
Sviðslistaverk um lífsgæði og lífsgildi Skírdag 13. apríl
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
@sidastakvoldmaltid
Opið frá sólarupprás til sólarlags Enginn aðgangseyrir
20
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 6. apríl 2017
Umhverfismælingar í Helguvík Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju, vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
●●mikilvægi óháðs mælingaaðila
Önnu Vernharðsdóttur, Smáratúni 12, Keflavík,
Leifur Eiríksson, Guðbjörg Eiríksdóttir Blanar, Örn Eiríksson, ömmubörn og langömmubörn.
Hildur Ingvarsdóttir, Richard Blanar,
Egill Þórir Einarsson, yfirmaður rannsóknarstofu Orkurannsókna
Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Kristján Júlíusson,
Heiðarbrún 1, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 31. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju 12. apríl kl. 13:00. Brynja Kristjánsdóttir, Sigrún Kristjánsdóttir, Júlíus Kristjánsson, Hildur Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Gunnar H Häsler, Guðmundur I Ragnarsson, Guðrún Jakobsdóttir,
Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta hefur fengið nýjan sýningartíma á fimmtudagskvöldum á Hringbraut. Framvegis er þátturinn sýndur kl. 20:00 og endursýndur kl. 22:00. Þá er þátturinn sýndur föstudaga kl. 12, 14, 16 og 18. Á laugardögum er þátturinn kl. 14 og 22. Sunnudaga er Suðurnesjamagasín kl. 08 og 18.
Umræða um niðurstöður mælinga á mengandi efnum frá verksmiðju United Silicon í Helguvík hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarna viku og þá einkum um hversu áreiðanlegar slíkar mælingar séu. Orkurannsóknir ehf. sem ábyrgðaraðili þessara mælinga hefur dregist inn í þá umræðu og fengið gagnrýni fyrir að benda á hugsanlega skekkju í niðurstöðum greininga á þungmálmum.
Umfang
Orkurannsóknir ehf. hafa annast umhverfismælingar í Helguvík samkvæmt samkomulagi við United Silicon. Orkurannsóknir eru óháður rannsóknaraðili sem starfar innan Keilis. Fyrirtækið var stofnað árið 2010 og er samþykkt af Umhverfisstofnun en kostnaður við þetta tiltekna verkefni er greiddur af United Silicon. Haustið 2015 voru tekin bakgrunnssýni af mosa, öðrum gróðri, jarðvegi og ferskvatni og í byrjun árs 2016 voru settar upp þrjár mælistöðvar í nágrenni verksmiðjunnar þar sem fram fara símælingar á lofttegundum og ryki. Á tveimur mælistöðvunum er einnig safnað ryk- og úrkomusýnum.
Fullkominn mælibúnaður
Mælibúnaður er vottaður samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisoxíð og örfínt ryk eru mæld með sjálfvirkum mælibúnaði á tíu mínútna fresti og niðurstöður birtar á vefsíðunni www.andvari. is. Ryksöfnun fer fram með því að draga loft í gegnum síu og er
safnað samfellt í sex daga í einu allt árið. Allir verkferlar eru skilgreindir samkvæmt gæðakerfi Orkurannsókna og rekjanleiki tryggður með skráningum á öllum stigum. Sýni eru send til rannsóknarstofu ALS í Svíþjóð sem fylgir vottuðum mæliaðferðum samkvæmt ISO 9001.
Mælingar þungmálma
Mælingar á þungmálmum í ryki frá Helguvík hófust í mars 2016 og hafa sýni hafa verið greind mánaðarlega. Fyrsti hluti var frá mars til september 2016, annar frá október til desember 2016 og sá þriðji frá janúar til mars 2017. Á línuritinu er sýnd niðurstaða þessara mælinga. Í öðrum áfanga mældust gildin fyrir flesta málma um fimmfalt hærri heldur en í fyrsta og þriðja áfanga. Ljóst var að niðurstöður annars áfanga stóðust ekki skoðun um áreiðanleika. Verksmiðjan var ekki gangsett fyrr en um miðjan nóvember 2016 auk þess sem suðlægar áttir voru ríkjandi allt þetta tímabil. Samanburður á styrk þungmálma í ryki frá mælistöðvum annars vegar og ryki úr útblæstri kísilverksmiðjunnar sýndu allt að 27-falt hærri styrk á arseni í ryki. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu þessi gildi einfaldlega verið tekin til hliðar þar til frekari mælingar lágu fyrir sem staðfestu eða útilokuðu þau. Aðstæður kröfðust hins vegar skjótra viðbragða og því var tekin ákvörðun um að tilkynna Umhverfisstofnun að um hugsanlega skekkju væri að ræða.
Hvernig er hægt að fyrirbyggja rangar niðurstöður? Það er ekkert til sem heitir „rétt“ niðurstaða í mælingum. Með endurteknum mælingum er reynt að komast sem næst því. Við mat á niðurstöðum eru núllpunktsskekkja, kerfisbundin mæliskekkja, mælióvissa og staðalfrávik lykilatriði. Orkurannsóknir fylgja viðurkenndum ferlum við mælitækni. Þegar hlutir fara úrskeiðis skipta viðbrögðin mestu máli og því verður gripið til eftirfarandi aðgerða: ALS hefur að beiðni Orkurannsókna hafið rannsókn vegna umræddra mælinga Samanburðarsýni fyrir ryk verða send til annarra rannsóknarstofa Verkferlar Orkurannsókna verða yfirfarnir og skráningar auknar
Samantekt
Í vinnslu er ársskýrsla fyrir umhverfismælingar í Helguvík fyrir árið 2016. Hún mun lýsa öllum þáttum mælinga sem farið hafa fram, þar á meðal mælingum á jarðvegs-, gróður- og vatnssýnum sem tekin voru haustið 2015. Gerð verður grein fyrir símælingum á lofttegundum og ryki sem hófust í janúar 2016 og samanburður á gildum fyrir og eftir gangsetningu verksmiðjunnar í nóvember 2016. Þessi skýrsla mun varpa skýrara ljósi á mælanleg áhrif kísilverksmiðju United Silicon á nánasta umhverfi. Umhverfisstofnun hefur falið Orkurannsóknum ehf. að annast skýrslugerðina og sýnir það það traust sem fyrirtækið nýtur.
VIÐ ERUM AÐ LEITA AÐ KRAFTMIKLU FÓLKI TIL STARFA Hlutverk Póstsins er að veita áreiðanlega þjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga á sviði dreifingar-, samskipta- og flutningalausna. Framtíðarsýn Íslandspósts er að fyrirtækið verði nýjunga- og tæknidrifið fyrirtæki sem svarar síbreytilegum þörfum viðskiptavina.
Störf í boði Pósturinn óskar eftir bílstjórum í fullt starf ásamt bréfberum í sumarstarf. Óskað er eftir jákvæðum einstaklingum með ríka þjónustulund, góða hæfni í mannlegum samskiptum og samvinnuhæfileika.
Bílstjórar í kvöldkeyrslu
Bréfberar í sumarstarf
Starfið felst í dreifingu pósts og annarra þjónustuvara í Reykjanesbæ. Um er að ræða kvöldkeyrslu.
Leitað er eftir hressum einstaklingum til að sinna útburði í Reykjanesbæ í sumar.
Hæfniskröfur
Hæfniskröfur
Bílpróf
Stundvísi og áreiðanleiki
Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Nánari upplýsingar veitir Anna María Guðmundsdóttir, svæðisstjóri í síma 421 4300 eða í netfanginu annam@postur.is Pósturinn hlaut Gullmerki jafnlaunaúttektar PwC árið 2016. Pósturinn leggur mikla áherslu á jafna stöðu kynjanna og er það mikilvæg staðfesting á því að vel sé staðið að jafnréttismálum hjá fyrirtækinu og að mikið sé lagt upp úr því að tryggja að allir fái jöfn tækifæri og eigi þann kost að vaxa og dafna í starfi á eigin verðleikum.
Umsóknarfrestur: 18. apríl 2017
Umsóknir: umsokn.postur.is
Ástrós Elísa Eyþórsdóttir
Baldvin Sigmarsson
Birna Hilmarsdóttir
Guðný Birna Falsdóttir
Hafdís Eva Pálsdóttir
Ingi Þór Ólafsson
Kolbrún Eva Pálmadóttir
Björgvin T. Hilmarsson
Davíð H. Aðalsteinsson
Dilja Rún Ívarsdóttir
Eva Margrét Falsdóttir
Íris Ósk Karen Mist Hilmarsdóttir Arngeirsdóttir
Kristófer Sigurðsson
Sólveig María Stefanía Baldursdóttir Sigurþórsdóttir
Sylwia Sienkiewicz
Tristan Þór K Wium
Þröstur Bjarnason
Steindór Gunnarsson, þjálfari
Eydís Ósk Gunnhildur B. Kolbeinsdóttir Baldursdóttir
Sunneva D. Robertson
Jón A Ólafsson, þjálfari
VIÐ ÓSKUM SUNDFÓLKI ÍRB VELFARNAÐAR Á ÍM50
H
F
AG seafood // Bernard Reykjanesbæ // Bitinn // Byko // Fasteignasalan Ásberg ehf // GE. Bílar // Hár og rósir // Ísfoss K-Sport // M2 Fasteignasala // Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) // Pulsuvagninn // Rörvirki // Saltver Tannlæknastofa Benedikts sf // Tannlæknastofa Kristínar Geirmundsdóttur // TÍ slf
22
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 6. apríl 2017
HAFA GOTT AF ÞVÍ AÐ
SPILA Á MÖLINNI
Eyþór Sæmundsson eythor@vf.is
Það eru sjálfsagt ekki margir malarvellir í notkun á Íslandi um þessar mundir þar sem gervigras er alls ráðandi í fótboltanum. Strákarnir í 3. flokki í Keflavík hafa þó fengið að kynnast mölinni sálugu að undanförnu en þeir æfa nú á gamla malarvellinum við Hringbraut sem ekki hefur verið notaður frá síðustu aldamótum. Jóhann B. Guðmundsson þjálfari piltanna segir þá hafa gott af því að reyna fyrir sér á mölinni en þaðan á hann sjálfur góðar minningar. Strákarnir þurfa að aðlagast mölinni en þeir eru vanir að spila á sléttu undirlagi þar sem boltinn fer þangað sem honum er ætlað. Á mölinni eru hins vegar alls kyns hindranir sem breyta ferðalagi boltans. „Maður þarf að hugsa langt til baka til þess að fá þessa tilfinningu aftur, það er mjög gaman að þessu. Ég held að þeir hafi ekki áttað sig á því að þetta
var einu sinni fótboltavöllur. Þetta eru flottir peyjar en ég held að þeir hafi ekki alveg áttað sig á því hvað þeir voru að fara út í til að byrja með,“ segir þjálfarinn. „Þetta er allt annað en að vera á gervigrasinu í hlýjunni. Þeir þurfa að leggja harðar að sér á mölinni. Þeir sem eru tæknilega góðir, það hverfur aðeins hér. Við erum líka að leita eftir því að fá þetta íslenska í okkur aftur, að aðstæður séu ekki alltaf fullkomnar. Ég hugsa að þeir eigi eftir að græða á þessu,“ bætir Jóhann við. Þó svo að iðkendur hafi sjálfsagt gott af því að fara út og spila fótbolta á þessu óvenjulega undirlagi þá er staðan sú að ekki er hægt að hýsa alla fótboltaiðkendur Keflavíkur og Njarðvíkur í Reykjaneshöllinni. Fjöldi iðkenda hefur aukist mikið undanfarin ár og því eru æfingatímar af skornum skammti. Þessir strákar sem æfa á mölinni eru til að mynda með æfingu fyrir skóla einu sinni í viku og svo klukkan 21:30 eitt kvöldið.
SJÁIÐ INNSLAGIÐ Í
SUMARBRAGUR Á GRASVELLINUM
Í KVÖLD KL. 20:00 OG 22:00
■■Grasið á Nettóvellinum hefur sjaldan litið eins vel út og kemur einstaklega vel undan vetri. Jón G. Benediktsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, segir að mikil vinna og fjármunir hafi verið lögð í að gera völlinn sem bestan. „Ég held að völlurinn hafi aldrei verið betri og hann er bara núna eins og hann er vanalega í júlí.“ Jón segir að deildin verði að nýta þá aðstöðu sem til er. Hann hefur mikla trú á því að farið verði í að bæta aðstöðuna innan tíðar. Þeir Sebastian Freyr Karlsson og Björn Aron Björnsson, leikmenn 3. flokks, sögðu í samtali við Víkurfréttir að þeir hefðu þurft smá tíma til þess að venjast mölinni. Þeir vissu sama og ekkert um svona velli en höfðu heyrt sögur. Þjálfarinn sagði þeim að mæta í „drasl“ takkaskóm á fyrstu æfingu. Strákarnir voru ekki alveg sammála um hvort það væri spennandi að fara í tæklingar á mölinni, en Sebastian var grjótharður á stuttbuxunum á æfingu og sló ekkert af. Þeir segjast græða mikið á því að spila á mölinni og spila allt öðruvísi fótbolta en þeir eru vanir.
fimmtudagur 6. apríl 2017
23
VÍKURFRÉTTIR
ÍÞRÓTTIR
Eyþór Sæmundsson eythor@vf.is
UNDANÚRSLIT LEIKUR 3
Holtaskóli í 2. sæti í Grunnskólakeppni Íslands í sundi ■■Holtaskóli hafnaði í ōðru sæti í Grunnskólakeppni Íslands í sundi sem haldin var í síðustu viku. Nemendur á unglingastigi Holtaskóla hōfnuðu í ōðru sæti eftir harða keppni við Hagaskóla og Brekkubæjarskóla. Nemendur á miðstigi náðu 6. sæti en um 35 skólar sendu lið til þátttōku.
Fimm Íslandsmeistarar frá Keflavík ■■Fimleikadeild Keflavíkur eignaðist fimm Íslandsmeistara á Íslandsmótinu í þrepum í fimleikum sem fram fór um liðna helgi. Deildin átti 21 keppanda á mótinu og telst það einstaklega góður árangur. Atli Viktor Björnsson varð Íslandsmeistari í samanlögðu í fjölþraut í 3. þrepi. Hann sigraði í hringjum, á karlatvíslá og á svifrá í 3. þrepi. Snorri Rafn William Davíðsson varð Íslandsmeistari á bogahesti og í stökki í 4. þrepi. Snorri varð þannig í 3. sæti samanlagt. Svanhildur Reykdal Kristjánsdóttir varð Íslandsmeistari í stökki í 1. þrepi. Klara Lind Þórarinsdóttir varð Íslandsmeistari á slá í 3. þrepi og Alísa Myrra Bjarnadóttir varð Íslandsmeistari á gólfi í 5. þrepi.
Suðurnesjaliðin unnu til 21 verðlauna ■■Suðurnesjaliðin Grindavík, Njarðvík og Þróttur áttu mikilli velgengni að fagna á Íslandsmóti yngri flokka í júdó sem fram fór um helgina. Njarðvíkingar unnu til tíu verðlauna, þar af voru sjö gull, en þaðan komu 15 keppendur. Grindvíkingar unnu til átta verðlauna en níu keppendur mættu til leiks frá Grindvíkingum. Allir þrír Þróttararnir unnu til svo verðlauna þannig að uppskeran var rífleg. Hjá Njarðvíkingum unnu til gullverðlauna þau Jóhannes Pálsson, Daníel Árnason, Ægir Baldvinsson, Ingólfur Rögnvaldsson, Stefán Davíðsson og Bjarni Sigfússon. Þau Tinna Einarsdóttir, Aron Arnarsson og Adam Latkowski úr Grindavík fögnuðu Íslandsmeistaratitlum. Þróttarinn Jóhann Jónsson vann svo í -66 kg flokki undir 16 ára.
Margrét nældi í silfur á Norðurlandamótinu ■■Sandgerðingurinn Margrét Guðrún Svavarsdóttir hjá Hnefaleikafélagi Reykjaness hafnaði í öðru sæti í -75 kg flokki á Norðurlandamótinu í hnefaleikum sem fram fór í Danmörku um síðustu helgi. Margrét komst sjálfkrafa í úrslit gegn reynslumiklum sænskum keppanda eftir að annar keppandi þurfti frá að hverfa. Eftir þrjár æsispennandi lotur hafði sú sænska sigur en mjótt var á munum. Ekki mátti sjá að Margrét hefði 20 færri bardaga undir belti en andstæðingur sinn. Silfurverðlaun því niðurstaðan hjá hinni ungu og efnilegu Margréti sem var þarna fyrst íslenskra kvenna til þess að etja kappi í þessum þyngdarflokki.
MEISTARAFLOKKUR KVENNA
KEFLAVÍK - SKALLAGRÍMUR TM-HÖLLIN FIMMTUDAGINN 6. APRÍL KL. 19:15
GRILLAÐIR HAMBORGARAR FYRIR LEIK
Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta hefur fengið nýjan sýningartíma á fimmtudagskvöldum á Hringbraut. Framvegis er þátturinn sýndur kl. 20:00 og endursýndur kl. 22:00. Þá er þátturinn sýndur föstudaga kl. 12, 14, 16 og 18. Á laugardögum er þátturinn kl. 14 og 22. Sunnudaga er Suðurnesjamagasín kl. 08 og 18.
KÖRFUBOLTASNILLINGUR
BETRI Í DAG EN Í GÆR Körfuboltasnillingur vikunnar er Keflvíkingurinn Ásthildur Eva Hólmarsdóttir Olsen. Hún hefur ákaflega gaman af því að spila körfubolta enda æfir hún 9-10 sinnum í viku. Aldur og félag: Ég er á fjórtánda ári og æfi með Keflavík.
Leiðilegasta æfingin? Engin sérstök.
Hvað æfir þú oft í viku? Ég æfi 9-10 sinnum í viku með aukaæfingum.
Eftirlætis körfuboltamaður/ kona á Íslandi? Hörður Axel, Ariana Moorer og Daði Lár.
Hvaða stöðu spilar þú? Það er misjafnt hvaða stöðu ég spila. Hver eru markmið þín í körfubolta? Markmiðið mitt er að vinna markvisst að því að verða betri í dag en í gær og komast í landslið. Skemmtilegasta æfingin? Mér finnst einfaldlega gaman að spila körfubolta. En æfingarnar eru mis skemmtilegar.
Eftirlætis körfuboltamaður/ kona í NBA? Stephen Curry, Klay Thompsson, Draymond Green og Andre Iguodala. Lið í NBA? Golden State Warriors er klárlega uppáhalds liðið mitt.
Það var hart barist í Mustad höllinni í Grindavík sl. þriðjudagskvöld. Heimamenn hafa farið á kostum í fyrstu tveimur leikjunum við Stjörnuna og unnið báða. VF-mynd/hilmarbragi.
Mætast Grindavík og Keflavík í úrslitum? Fjör er að færast í körfuboltann en úrslitakeppni stendur nú sem hæst. Svo gæti farið að Grindavík og Keflavík mætist í úrslitum hjá körlunum en bæði lið eru í góðri stöðu í erfiðum einvígjum. Keflvíkingar eiga svo í hörku slag við Skallagrím í undanúrslitum kvenna þar sem allt er í járnum. Hjá körlunum eru Suðurnesjamenn í góðum málum. Grindvíkingar leiða 2-0 gegn Stjörnumönnum en gulklæddir líta mjög vel út og virðast vera
að toppa á réttum tíma. Næsta rimma fer fram í Garðabæ þar sem særðir Stjörnumenn reyna að finna svör við Ólafsbræðrum sem leikið hafa á alls oddi, innan sem utan vallar. Eftir útreið á „bókasafninu,“ eins og Keflvíkingar kalla nú DHL höllina, lögðu Keflvíkingar stjörnum prýtt lið KR í Sláturhúsinu í Keflavík í mögnuðum körfuboltaleik. Þung orð voru látin falla eftir leik og því má búast við blóðugum bardaga. Allt stefnir í
rosalegt einvígi þar sem staðan er 1-1 en næsti leikur er á morgun föstudag í Vesturbænum. Staðan í einvígi Keflavíkur og Skallagríms í kvennaboltanum eftir tvo fyrstu leikina var 1-1 en liðin áttust við í gærkvöldi í TM höllinni í Keflavík. Bæði lið hafa nælt sér í útisigur til þessa en nánari upplýsingar um leik gærdagsins má finna á vf.is.
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001
Mundi
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
facebook.com/vikurfrettirehf
LOKAORÐ Sævars Sævarssonar
Vorboðinn ljúfi Fyrir ansi marga Suðurnesjamenn er úrslitakeppnin í körfubolta fyrsti vorboðinn. Nú er 4-liða úrslit í fullum gangi og þar standa karlalið Grindavíkur og kvenna- og karlalið Keflavíkur í ströngu. Það sem vakið hefur hvað mesta athygli við úrslitakeppnina þetta árið, fyrir utan það að Amin Stevens, besti leikmaður Domino´s deilarinnar, er tengdasonur Sveins Andra Sveinssonar, er sú staðreynd að Sláturhúsið er aftur orðið það íþróttahús á Íslandi þar sem stemmningin er mest. Leik eftir leik halda „pepupsquadbois“, eins og hópurinn kallar sig, uppi slíkri stemmningu að þakka má almættinu fyrir að hið hripleka þak TM-hallarinnar haldi. Það besta við þennan öfluga hóp stuðningsmanna er að þó einstaka pillum sé skotið á stuðningsmenn og leikmenn andstæðinganna er krafturinn, sem nota mætti til að knýja öll 370 stóriðjuverin í Helguvík, aðallega nýttur á jákvæðan og uppbyggilegan hátt til stuðnings Keflavíkurliðunum. Auðvitað vonumst við eftir því að þessi veisla haldi áfram og öll ofangreind lið komist í úrslit. Þar á karlaliðið Keflavíkur auðvitað erfiðasta verkið fyrir höndum. Þeir þurfa að leggja eitt best mannaða lið allra tíma af velli á þeirra sterka heimavelli. Allt er þó hægt og með þessum stuðningi og þeirri baráttu sem liðið hefur sýnt undanfarið getur allt gerst. Til að auka þann möguleika hef ég auk þess farið þess á leit við Erlu Guðmundsdóttur, sóknarprest í Keflavíkurkirkju að hún biðli til sóknarbarna sinna að enda faðirvorið með neðangreindum hætti, en þetta kemur úr smiðju Atla Fannars Bjarkasonar, ritstjóra Nútímans: „Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, AMIN“.
PÁLMASUNNUDAGUR SUNNUDAGUR 9. APRÍL KL. 11:00 Verið velkomin í fjölskyldumessu á Pálmasunnudag! Eva, Arnór, Systa, Helga og Jón Árni leiða stundina. Við heyrum söguna um það hvað gerðist á Pálmasunnudag og hvers vegna hann heitir þetta. Það varður líf og fjör, söngur og gleði. SKÍRDAGUR FIMMTUDAGURINN 13. APRÍL KL. 20:00 Taize messa að kvöldi skírdags, hugljúf stund þar sem við sækjum kyrrð og frið að kvöldi dags, í gegnum bæn, tilbeiðslu og altarissakramenti. Lifandi ljós í rökkvaðri kirkjunni býður fólk velkomið og fallegir taize sálmar leiða inn í íhugun. Félagar úr kór Keflavíkurkirkju leiða sönginn undir stjórn Arnórs organista og séra Erla þjónar fyrir altari. FÖSTUDAGURINN LANGI FÖSTUDAGURINN 14. APRÍL KL. 14:00 Föstudagurinn langi er dagurinn er Jesús var krossfestur. Sá dagur er ólíkur öllum dögum í kristninni, sorgardagur og djúprar kyrrðar. Í messunni verða sálmar föstudagsins langa sungnir og píslarsagan lesin. Félagar úr kór Keflavíkurkirkju leiða sönginn undir stjórn Arnórs organista og séra Eva Björk þjónar.
Ætla KR-ingar að lesa yfir dómurunum á bókasafninu sínu?
twitter.com/vikurfrettir
instagram.com/vikurfrettir
Skemmtilegar fermingargjafir IDP 110 15” N3710
Örgjörvi: Intel Pentium N3710 1,6-2,56GHz Quad Core 2MB Minni: 4GB 1600MHz DDR3L (4GB mest, á mb.) Skjár: 15,6” HD LED TN m. myndavél Diskur: 1TB 5400sn. 2,5” SATA
kr. 69.900
IdeaPad Yoga 3
IDP Y520
Örgjörvi: Intel Core i3 5005u Minni: 8GB 1600MHz DDR3L Skjár: 14” IPS LED 10 punkta snertiskjár m. myndavél og Gorilla glass vörn Upplausn: FHD IPS 1920x1080 punkta Diskur: 256GB SSD
Örgjörvi: Intel Core i5 7300HQ 2,5-3,5GHz Qcore 64bit Minni: 1 x 16GB 2133MHz DDR4 minni Skjár: 15,6” FHD LED m. innbyggðri myndavél Upplausn: 1920x1080 punkta Skjákort: Optimus tækni: NVIDIA GeForce GTX1050M (4GB) og Intel HD630 Diskar: 256GB SSD M.2 PCIe og 1TB HDD 2,5” SATA Margmiðlun: hágæða JBL Dolby hljóðkerfi 2 x 2W
EINSTÖK HÖNNUN SAMEINAR FARTÖLVU OG SPJALDTÖLVU
kr. 99.900
IDEAPAD Y520 ER NÝJASTA LEIKJAVÉLIN FRÁ LENOVO
Dell Inspiron 15 (5567) Intel Core i5-7200U 7Gen 8GB DDR4 vinnsluminni 15.6” FHD (1920x1080) Anti-Glare skjár 1TB 5400rpm harður diskur
kr. 129.900 Fartölvutaska fylgir með öllum 15“ fartölvum í apríl
kr. 169.900
HP Notebook 15 AMD A8-7410 Skjástærð: 15,6` HD LED BrightView skjár Upplausn á skjá: 1366 x 768 Örgjörvi: AMD A8 7410 / 2.2 GHz Vinnsluminni: 8GB 1600 MHz Geymslumiðlar: 1TB HDD + 8GB SSD Hybrid diskur Skjákort: AMD Radeon R5 M430 2GB
kr. 89.900
HP Probook 455 A8-7410 8GB Skjástærð: 15,6” LED HD SVA Anti-glare Örgjörvi: AMD Quad Core A8-7410 2.2 GHz, Turbo Speed: 2.5 GHz Vinnsluminni: 8GB (1x8GB) 1600MHz (Max 16GB) Geymslumiðlar: 500GB 7200RPM harður diskur Skjákort: Radeon R6 með 2GB minni Lyklaborð: Í fullri stærð með talnaborði, vökvavarið. Íslenskir innbrenndir stafir
kr. 109.900
Bluetooth g hátalarar o l ó heyrnart
HAFNARGÖTU 40 - SÍMI 422 2200
Macbook Air
Örgjörvi: Intel i5 1,6/2,7GHz Skjástærð: 13,3’’ LED skjár Skjákort: Intel HD Graphics 6000 Vinnsluminni: 8GB RAM, 128GB Flash geymsla
kr. 149.990