Víkurfréttir
Beitir í Vogum Bræðralag boltans Skólahreysti Bæjarstjórinn
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA Vikulegur sjónvarpsþáttur frá Suðurnesjum Í vikulegum þætti Sjónvarps Víkurfrétta segjum við frá mannlífi, menningu, íþróttum og atvinnulífi á Suðurnesjum. Þátturinn fær áhorf um allt land á ÍNN og á vf.is. Þátturinn er einnig sýndur á rás Kapalvæðingar í Reykjanesbæ. Tilvalið fyrir fyrirtæki og aðila á Suðurnesjum að vekja athygli á sér út fyrir Suðurnesin. Hafið samband við auglýsingadeild VF í síma 421-0001 eða leitið tilboða hjá fusi@vf.is
Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30 – og í HD á vf.is þegar þér hentar!
vf.is
F IMMTUDAGUR 3 0. AP R ÍL 2 0 15 • 17. TÖ LUBLA Ð • 36. Á RGA NGU R
Þ
að búa ekki öll börn við það að eiga foreldra sem geta sinnt hlutverkum sínum sem skyldi. Baklönd margra barna eru beygð eða brostin og þá reynir á úrræði til að tryggja sem besta velferð þeirra á mikilvægum mótunarárum. Sex börn og ungmenni eru í varanlegu fóstri hjá hjónunum Karen Jónsdóttur og Vilhjálmi Einarssyni í Akurhúsum í Garði. Fósturforeldrar sinna mikilvægu hlutverki við að móta og bæta líf barna. Að vera fósturforeldri felst lítið og annað meira en að vera foreldri; veita húsaskjól, fæðu, öryggi, hlýju og hlusta og hvetja. Í miðopnu Víkurfrétta í dag tökum við hús á heimilisfólkinu í Akurhúsum. Á myndinni hér til hliðar eru hins vegar þær Thelma Hafrós og Árný Inga, sem hafa verið fósturbörn í Garðinum síðustu ár, mættar í sauðburð í Garðinum í gær. Lömbin létu hins vegar á sér standa áður en blaðið fór í prentun.
Dæmi um að fólk hafi flutt lögheimili sitt úr Reykjanesbæ
L Sauðburður byrjaður á fósturheimili í Garði
■■Ferðaþjónustan á Suðurnesjum á fullri ferð. Hundruð nýrra starfa:
Fækkar ört á atvinnuleysisskrá
angflestir bæjarbúa sýna stöðunni skilning þó auðvitað séu þeir ekki sáttir við að þurfa að greiða hærri gjöld. Það er mikilvægt. En svo eru aðrir sem eru ekki svona skilningsríkir og hafa flutt lögheimili sitt út úr bænum til barna eða skyldmenna. Það er auðvitað stórfurðulegt mál en heilt yfir er viðhorfið gott. Það líður ekki sá dagur sem ég fæ ekki hvatningu frá fólki um hvort þetta fari ekki að lagast,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta um stöðuna, nýja ársreikninga, möguleikana í Helguvík og einnig hugsanlega mengun þar. Kjartan segir að unnið sé að því öllum árum að bæta fjárhagsstöðu bæjarfélagsins svo hægt verði að lækka álögur á bæjarbúa. „Það fyrsta sem verður gert hérna er að færa þessar álögur til baka, þannig að það verði áfram sama útsvar hér og í flestum öðrum sveitarfélögum," Viðtalið er birt í heild á Víkurfréttavefnum, vf.is en brot úr því verður einnig í sjónvarpsþætti vikunnar.
-fyrirtæki og stofnanir far að leita eftir starfsfólki út fyrir Suðurnesin
Þ
að er góður tími hjá okkur núna, mikið af störfum að koma inn og mikil fækkun á atvinnuleysisskránni,“ sagði Íris Guðmundsdóttir forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum. Um hundrað manns hafa fengið störf á frá því í síðsta mánuði og talan á atvinnuleysisskránni mun lækka ört á næstu dögum og vikum. Á mars í fyrra voru 830 manns (7,5%) á atvinnuleysisskrá en
630 núna í mars (5,6%) eða um 200 færri. Núna mánuði síðar, í lok apríl, eru um 530 manns á skránni. Að sögn Írisar mun sú tala halda áfram að lækka alveg fram til 1. júní. Forsvarsmenn Isavia, IGS og fleiri aðila í flugstöðinni hafa þurft að leita út fyrir Suðurnesin eftir starfsfólki. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar kom inn á þetta í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta í vikunni. Hann segir að einhver dæmi séu um að fólk fái ekki vinnu
í flugstöðinni m.a. vegna þess að það fái ekki aðgangsheimild, þar sem það sé ekki með hreint sakavottorð. „Við erum með þungan hóp í hópi atvinnuleitenda sem er erfitt að miðla, m.a. vegna tungumálaerfiðleika, fólk sem hvorki talar íslensku né ensku. Þegar við bjóðum fólki störf spyrjum við alltaf út í sakavottorð,“ sagði Íris. Aðspurð um það að fyrirtæki séu farin að leita út fyrir svæðið að starfsfólki sagði hún að
þó hún myndi tæma atvinnuleysisskrána myndi það ekki duga. Skráin myndi aldrei geta fullnægt allri þörf eftir starfsfólki. „Þetta eru góðar fréttir fyrir svæðið. Ferðaþjónustan er lang stærsti aðilinn sem er að óska eftir starfsfólki um þessar mundir, aðilar í og við flugstöð en einnig hótel- og gistiheimili. Svo detta líka inn fyrirspurnir frá fiskvinnslu og öðrum aðilum.“
FÍTON / SÍA
SUMRI FAGNAÐ einföld reiknivél á ebox.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Fjölmenni var í skrúðgöngu að morgni sumardagsins fyrsta en það er gömul hefð í Reykjanesbæ að skátar gangi fylktu liði góðan hring um bæinn á leið til messu í Keflavíkurkirkju. Hér má sjá skátana með tónlistarfólki úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í göngunni á Hafnaragötu þegar sumri var fagnað í björtu en frekar köldu veðri.
2
fimmtudagur 30. apríl 2015 • VÍKURFRÉTTIR
TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR
OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Bláa Lónið og Grindavíkurbær sameinast í stórframkvæmdum til að klára golfvöllinn í Grindavík:
Framkvæmdir fyrir 50 milljónir
B
Höfum opnað fyrir nýjar umsóknir fyrir næsta skólaár. Tökum á móti umsóknum á hljóðfæri í öllum deildum. Píanó, orgel, harmonika, hljómborð (Hljómborðsdeild). Fiðla, lágfiðla, selló, kontrabassi, klassískur gítar (Strengjadeild). Blokkflauta, þverflauta, klarinett, saxófónn, trompet, horn, bariton, básúna, túba, trommur/slagverk (Blásaradeild). Klassískur söngur (Söngdeild). Rafgítar, rafbassi, píanó, söngur (Rytmísk deild). Tónver (vinnsla tónlistar á tölvur, upptökutækni). Umsóknir liggja frammi í skólanum, Hjallavegi 2, en einnig eru umsóknir á vefnum mittreykjanes.is. Umsóknarfrestur er til 15. maí nk. Upplýsingar fást á skrifstofu skólans í síma 420-1400 milli kl.13:00 og 17:00 mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga, en miðvikudaga milli kl.9:00 og 13:00.
láa Lónið og Grindavíkurbær munu leggja til 50 milljónir króna til áframhaldandi uppbyggingar Húsatóftavallar hjá Golfklúbbi Grindavíkur á næstu þremur árum. Markmið uppbyggingarinnar og breytinga er til að styrkja stöðu Grindavíkur sem áfangastaðar fyrir innlenda og erlenda ferðamenn. Með breytingunum mun Húsatóftavöllur verða í fremstu röð golfvalla á Íslandi. Grindavíkurbær hefur tekið þátt í uppbyggingu vallar og aðstöðu á undanförnum árum fyrir á sjötta tug millj. kr. Bláa lónið mun leggja að hámarki 40 millj. kr. á næstu þremur árum. Þá mun fyrirtækið kynna golfvöllinn í Grindavík sérstaklega í markaðs- og kynningarefni Bláa Lónsins. Golfvöllurinn verður liður í að hvetja gesti til að njóta upplifunar á svæðinu og auka fjölda gesta Bláa lónsins sem heimsækir Grindavík. Fjármagn Bláa lónsins til golfvallarins verður eyrnamerkt
Halldór E. Smárason formaður GG, Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa Lónsins og Róbert Ragnarsson bæjarstjóri Grindavíkur undirrituðu samninga um framkvæmdir við Húsatóftavöll. VF-myndir/pket.
framkvæmdum við breytingar á brautum 1,2,3 og 17 og gerð nýrra brauta á 13. og 14. holu. Þá verður það einnig notað til umhverfisverkefna sem felast í gerð teiga, flata, stíga og tjarna við 17. braut.
FRAMHALDSPRÓFS- OG BURTFARARTÓNLEIKAR
Ístak leggur jarðstreng út í Helguvík fyrir Landsnet
Sigrún Lína Ingólfsdóttir, mezzosópran, heldur framhaldsprófs- og burtfarartónleika sína í Bergi, Hljómahöll, fimmtudaginn 30. apríl kl. 20.00. Meðleikari er Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Skólastjóri
AUGLÝSING UM VEITINGU FRAMKVÆMDALEYFIS Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 20. janúar 2015 umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir Fitjalínu 2 eins og framkvæmdum vegna hennar er lýst í framkvæmdaleyfisumsókn, greinagerð og matsskýrslu. Bæjarstjórn hefur tekið rökstudda afstöðu til veitingu leyfisins. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag Reykjanesbæjar 2008 - 2024. Framkvæmdaleyfið er bundið ákveðnum skilmálum, sem byggja á mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og áliti Skipulagsstofnunar. Framkvæmdaleyfið, sem útgefið var 21. janúar 2015, ásamt fylgigögnum er aðgengilegt á heimasíðu Reykjanesbæjar. Framkvæmdaleyfi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar er kæranlegt til úrskurðanefndar umhverfis og auðlindamála, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík, sbr. 52. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010. Kærufrestur er einn mánuður frá því að auglýsing um leyfið er birt, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, nr. 130/2011. Skipulagsfulltrúi
Grindavíkurbær mun ganga frá og leggja bundið slitlag að golfskála og á bílastæði við hann. Einnig við gerð undirganga undir Nesveg sem tengir saman brautir á neðra og efra svæði Húsatóftavallar.
Ræddu skipulagsbreytingar og mengun í Helguvík
U
mhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar hélt opinn íbúafund í Hljómahöll síðdegis í gær til að kynna skipulagsbreytingar í Helguvík. Þá voru rædd mál sem tengjast mengun frá stóriðju þar. Tæplega 100 manns mættu á fundinn sem stóð ennþá þegar Víkurfréttir fóru til
prentunar síðdegis í gær. Á meðfylgjandi mynd sjáum við Ellert Grétarsson, varaformann Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands, sem var einn þeirra sem stóð upp á fundinum og ræddu mengunarmál tengd Helguvík. VF-mynd: Hilmar Bragi
Landsnet hefur undirritað samkomulag við ÍSTAK um lagningu jarðstrengs milli Fitja og Helguvíkur og er miðað við að framkvæmdum verði að fullu lokið í haust. Samningurinn er upp á tæplega 228 milljónir króna. Ístak hefur mikla reynslu af lagningu jarðstrengja fyrir Landsnet og lagði meðal annars Nesjavallastreng 2, 25 km langan streng milli Nesjavalla og Geitháls, árið 2010. Strax verður hafist handa við undirbúning og slóðagerð í Helguvík og standa vonir til að hægt verði að byrja að grafa fyrir jarðstrengnum í næstu viku. Undirbúningur jarðstrengsverkefnisins hófst hjá Landsneti haustið 2014, í framhaldi af samningi um flutning raforku til kísilvers United Silicon sem kveður á um að tengingin verði tilbúin 1. febrúar 2016. Strengurinn mun tengja saman Stakk, nýtt tengivirki Landsnets í Helguvík sem nú er í byggingu, og tengivirki félagsins á Fitjum.
Vilja 30 rýma hjúkrunarheimili á Garðvangi „Aðalfundur DS hvetur sveitarfélögin á Suðurnesjum til að bregðast við bráðavanda í málefnum sjúkra aldraðra á Suðurnesjum og sameinast um samþykkta tillögu síðasta aðalfundar og einhenda sér í framhaldinu í að ná samningum við heilbrigðisráðherra fyrir hönd ríkisvaldsins um endurbyggingu og frekari uppbyggingu hjúkrunarheimilisins Garðvangs þannig að þar verði hægt að reka allt að 30 rýma hjúkrunarheimili“. Þetta kemur fram í ályktun með greinargerð sem lögð var fram af stjórn DS á aðalfundi D.S. sem haldinn var í Miðhúsum í Sandgerði 22. apríl. Ályktunin var samþykkt með
öllum greiddum atkvæðum eftir töluverðar umræður. Í greinargerð með ályktuninni segir: Þörfin fyrir uppbyggingu á þjónustu fyrir eldri borgara á Suðurnesjum er brýn. Nú eru 57 á biðlista eftir vist á hjúkrunarheimili og allt bendir til að staðan á Suðurnesjum versni enn frekar á næstu árum. Til að hægt sé að svara þeirri miklu þörf sem er fyrir uppbyggingu hjúkrunarrýma á Suðurnesjum telur stjórn D.S. lykilatriði að samstaða náist milli sveitarfélaganna á svæðinu. Þótt uppbygging hjúkrunarrýma sé alfarið verkefni ríkisvaldsins og á ábyrgð þess þá þurfa Suðurnesjamenn að sameina krafta
sína, marka sér sameiginlega stefnu í málefnum eldri borgara á Suðurnesjum og tryggja fjölgun hjúkrunarrýma á Suðurnesjum. Stjórn D.S. telur rökréttasta fyrsta skrefið vera að endurbyggja og stækka Garðvang og leita samstarfs við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um reksturinn. Stjórnin telur að rekstur 30 hjúkrunarrýma á Garðvangi undir stjórn HSS verði til þess að hægt verði að leysa þann bráðavanda sem upp er kominn í þjónustu við aldrað fólk á svæðinu. Þá þarf að efla og samþætta betur samstarf félagsþjónustu sveitarfélaganna og HSS. Hugsa þarf einnig til framtíðar og byrja undirbúning nýrrar 60 rýma álmu við Nesvelli.
PIPAR\TBWA-SÍA - 143655
Verður þín hugmynd að veruleika á Ásbrú? Gamla varnarasvæðið við Keflavíkurflugvöll, þar sem nú heitir Ásbrú, hefur tekið þvílíkum stakkaskiptum á síðustu árum að allir sem þangað koma hrífast af uppbyggingunni. Hér er suðupottur tækifæra fyrir ungt og kraftmikið fólk.
skapandi-
Hér trúir fólk á framtíðina Á innan við áratug hefur byggst upp á Ásbrú þróttmikið og litríkt samfélag með öfluga menntastofnun, fjölda spennandi fyrirtækja, gróskumikla nýsköpun og blómstrandi mannlíf þar sem skapandi fólk horfir fram á vel launuð framtíðarstörf í þeim greinum atvinnulífsins sem vaxa nú hvað hraðast. Það er af þessum sökum sem Ásbrú er orðið að einu kraftmesta og framsæknasta vaxtarsvæði Íslands þar sem sköpunargleði og hátækniþekking fá notið sín í hverju horni – og saman fer jákvæðni og bjartsýni í spennandi og skemmtilegu samfélagi.
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.asbru.is
4
fimmtudagur 30. apríl 2015 • VÍKURFRÉTTIR
SUMARSTÖRF Í BOÐI FYRIR NÁMSMENN Í HÁSKÓLANÁMI Sumarið 2015 fær Reykjanesbær styrk frá Vinnumálastofnun fyrir 10 störfum fyrir námsmenn í háskólanámi. Um er að ræða fjölbreytt störf en þau eru: • Ráðgjafi í barnavernd hjá Velferðarsviði • Ráðgjafar í félagsþjónustu á Velferðarsviði • Skjalavinnsla á Velferðarsviði • Ráðgjöf og stuðningur í heimahúsum • Tveir safnafulltrúar í söfn bæjarins • Skalavinnsla hjá Umhverfissviði Nánari upplýsingar um störfin veita framkvæmdarstjórar Umhverfissviðs, Guðlaugur H. Sigurjónsson, Velverðarsviðs, Hera Ósk Einarsdóttir og Menningarsviðs, Valgerður Guðmundsdóttir. Sótt er um störfin á vef Reykjanesbæjar: www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf þar sem nálgast má nánari upplýsingar um störfin og hæfniskröfur. Með umsókn þarf að fylgja staðfesting á að umsækjandi hafi verið í námi á vorönn og sé skráður í háskólanám á haustönn.
BREYTTUR ÚTIVISTARTÍMI
Í Barnaverndarlögum nr. 80/2002 kemur fram að frá 1. maí til 1. september lengist útvistartími barna þannig að börn 12 ára og yngri skulu ekki vera úti lengur en til kl. 22:00 nema í fylgd með fullorðnum og börn á aldrinum 13-16 ára skuli ekki vera ein á almannafæri eftir klukkan 24:00.
HEIÐARSEL
ATVINNA Heilsuleikskólinn Heiðarsel óskar eftir leikskólakennara í stöðu deildarstjóra frá og með 10. ágúst nk. Einnig er óskað eftir leikskólakennurum, þorskaþjálfa eða öðru uppeldismenntuðu starfsfólki frá og með 10. ágúst nk. Leikskólinn Heiðarsel er heilsuleikskóli sem starfar eftir heilsustefnunni. Áhersla er lögð á hreyfingu, næringu og sköpun í leik og starfi. Umsóknarfrestur er til 19. maí nk. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunarog hæfniskröfur. Frekari upplýsingar veitir Kolbrún Sigurðardóttir leikskólastjóri í síma 4203131/8665936 eða kolbrún.sigurdardottir@heidarsel.is
-fréttir
pósturu vf@vf.is
■■Mekano ehf. í frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú:
Fyrirtækið tilnefnt til Nordic Startup Awards - og hannar nýja kynslóð fjöltengja
T
æknifræðingurinn og frumkvöðullinn Sigurður Örn Hreindal Hannesson hefur haft í nógu að snúast undanfarin misseri. Sigurður Örn er 29 ára en hann útskrifaðist úr tæknifræðináminu frá Keili seinasta sumar sem Mekatróník hátæknifræðingur og fékk þar að auki viðurkenningu frá Tæknifræðingafélagi Íslands fyrir lokaverkefni sitt sem bar heitið Nálavindivél. Sigurður Örn var nýverið kosinn í stjórn Tæknifræðingafélags Íslands þar sem hann gegnir stöðu gjaldkera og ætlar hann að beyta sér fyrir því að efla kynningarstarf í tæknifræði og frumkvöðlastarfsemi á Suðurnesjum. Ævintýrið hjá Sigurði Erni hófst svo fyrir alvöru í febrúar á þessu ári þegar hann sendi eina af hugmyndum sínum í frumkvöðlakeppnina Gulleggið sem haldið er af Klak Innovit ásamt fleirum og lenti þar í 2. sæti auk þess að sópa að sér fjölda aukaverðlauna, meðal annars frá KPMG, Lögfræðistofunni Advel og Íslandsstofu. Eftir keppnina stofnaði hann fyrirtækið Mekano ehf. sem er staðsett í frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú. Þessa stundina er Mekano að fullgera hönnun á nýrri kyn-
Sigurður Örn Hreindal er 29 ára Mekatróník hátæknifræðingur af Suðurnesjum sem hefur komið sér fyrir í Eldey á Ásbrú í Reykjanesbæ.
slóð fjöltengja. Mekano fjöltengið er samansett einingafjöltengi fyrir allar gerðir raftækja og er mun minna í sniðum en þau fjöltengi sem þekkjast í dag. Verkefnið miðar að því að fækka snúrum, nýta pláss betur, ásamt því að koma í nýstárlegu, stílhreinu og flottu útliti. Í liðinni viku var Mekano svo tilnefnt til Nordic Startup Awards sem Best Newcomer eða besti nýliði sprotafyrirtækja frá Íslandi og er þessi keppni ein af stóru viðburðunum í nýsköpun á norðurlöndunum. Útlitið á fjöltengum Mekano hefur enn ekki verið gert opinbert en
Sandgerði réttu megin við núllið
– jákvæð rekstrarniðurstaða Sandgerðisbæjar á árinu 2014
Á
rsreikningur Sandgerðisbæjar fyrir árið 2014 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 21. apríl sl. Síðari umræðan fer fram 5. maí. Rekstrarniðurstaðan er jákvæð um 43 milljónir króna og 114 milljónum króna betri en áætlun ársins gerði ráð fyrir. Niðurstaða ársreikningisins gefur skýrt til kynna að fjárhagslegar aðgerðir síðustu ára eru að skila sér. Undanfarin ár hafa farið fram miklar aðgerðir til að endurskipuleggja fjárhag sveitarfélagsins og uppfylla ákvæði fjármálareglna sveitarstjórnarlaga. Árið 2014 var haldið áfram með hagræðingaraðgerðir auk þess sem farið var í endurfjármögnun skulda og lokið við uppkaup á eignum sem áður voru í eigu Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði í A og B hluta er jákvæð um 139 millj. kr. Rekstur málaflokka og stofnana er innan áætlunar og oft vel það þrátt fyrir mikla hækkun lífeyrisskuldbindinga. Fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur lækka umtalsvert milli ára eða úr 253 milljónum kr. árið 2013 í 96 milljónir kr. árið 2014. Þessi lækkun skýrist m.a. af lágri verðbólgu á árinu, uppkaupum eigna og skuldbreytingu lána. Handbært fé frá rekstri er 262 milljónir kr. og hefur hækkað frá fyrra ári um tæpar 87 milljónir. Kennitölur í rekstri sýna að fjárhagslegur styrkur
Sandgerðisbæjar er að aukast. Framlegðarhlutfall A og B hluta er 18% og skuldaviðmiðið er komið í 201% en var tæp 227% árið 2013 og hefur lækkað umtalsvert á undanförnum árum. Skuldaviðmiðið fyrir A hluta er 149% en var árið 2013 tæp 170%. Ef áætlanir næstu ára standast mun rekstrarjöfnuður nást eigi síðar en á árinu 2017 og skuldaviðmiðið fyrir A og B hluta verður komið niður fyrir hin lögbundnu 150% á árinu 2019. „Þessi niðurstaða ársreikninganna er mjög jákvæð fyrir okkur Sandgerðinga,“ segir Ólafur Þór Ólafsson forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. „Í fyrsta skipti frá árinu 2007 er rekstur Sandgerðisbæjar réttu megin við núllið eftir að tekið hefur verið tillit til fjármagnsliða sem er einstaklega ánægjulegt og sýnir að aðgerðir síðustu ára eru að skila árangri. Þá gleður það ekki síður að við færumst nær fjárhagslegum markmiðum okkar hraðar en áætlanir gera ráð fyrir og ættum að standast öll fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnalaga innan fjögurra ára,“ segir Ólafur jafnframt. „Ég vil ekki draga úr mikilvægi ytri þátta en tel þó að þennan árangur megi að stærstum hluta þakka samstöðu allra aðila í þessu erfiða verkefni hvort sem það er í bæjarstjórn, í starfsliði sveitarfélagsins eða meðal íbúa. Svona góður árangur næst ekki nema allir standi saman“.
hægt er að fylgjast með framgangi mála á www.mekano.is og hugsanlega að vera einn af þremur sem hlítur byrjunarpakka frá Mekano um leið og varan kemur á markaði. Mekano ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Stefnan er að koma fyrstu vörunum á markað um næstu áramót og hefja svo útflutning í framhaldinu. Þau skilaboð sem Sigurður Örn hefur til ungra Suðurnesjamanna, sem hafa áhuga á tækni og nýsköpun, vilja reka sitt eigið fyrirtæki framtíðinni og stefna hátt, þá eiga þeir heima í tæknifræðináminu hjá Keili upp á Ásbrú.
Haldlögðu fíkniefni og neyslutól XXL ögreg lan á Suðurnesjum lagði um helgina hald á fíkniefni í húsnæði í Reykjanesbæ. Megna kannabislykt lagði á móti lögreglumönnum þegar þeir komu á staðinn. Í stofunni voru nokkrir einstaklingar og fíkniefni og neyslutól lágu á stofuborði. Að auki reyndist einn vera með meint amfetamín í fórum sínum. Þá hafði lögregla afskipti af tveimur ökumönnum vegna gruns um fíkniefnaakstur. Annar þeirra játaði neyslu og sýnatökur á lögreglustöð staðfestu neyslu hins ökumannsins.
Bíræfinn bifhjólamaður í ofsaakstri XXBíræfinn ökumaður bifhjóls reyndi nýverið að stinga lögregluna á Suðurnesjum af með ofsaakstri. Ók hann allt hvað aftók um götur Keflavíkur, göngustíg, tún og móa og reiðveg uns hann gafst upp á akstrinum og reyndi að fela hjólið og sig við húsnæði í Reykjanesbæ. Upphaf máls var að lögreglumenn voru við hefðbundið umferðareftirlit þegar bifhjóli var ekið á móti þeim á öfugum vegarhelmingi á alltof miklum hraða miðað við gildandi hámarkshraða. Þegar ökumanni hjólsins var gefið merki um að stöðva það gaf hann allt í botn og lá leiðin um vegi og vegleysur. Var akstur hans með þeim hætti að hjólið fór í loftköstum á köflum. Lögreglumenn fylgdust með akstri hans sem linnti svo með ofangreindum hætti. Ökumaðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann játaði að vera ekki með ökuréttindi á bifhjólið og iðraðist sáran gjörða sinna.
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 5 - 0 8 0 7
Við komum til þín Mercedes-Benz atvinnubílar og Schmitz Cargobull á ferðinni á Suðurnesjum mánudaginn 4. maí Þessa dagana eru starfsmenn Bílaumboðsins Öskju og Kapp ehf. á ferð um landið og sýna sendi- og vörubifreiðar frá Mercedes-Benz ásamt vörukassa og vagni frá Schmitz Cargobull. Með í för eru Mercedes-Benz Citan, Vito, og Atego ásamt Actros dráttarbíl. Boðið verður upp á reynsluakstur eftir því sem aðstæður leyfa.
Hlökkum til að sjá þig Grindavík kl. 10 - Fjórhjólaleigan, Tangasundi1 Reykjanesbær kl. 13 - K. Steinarsson ehf, Holtsgötu 52
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook
6
fimmtudagur 30. apríl 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-ritstjórnarbréf
-viðtal
pósturu vf@vf.is
Olga Björt Þórðardóttir skrifar
Það er mikilvægt að tilheyra Það búa ekki öll börn við það að eiga foreldra sem geta sinnt hlutverkum sínum sem skyldi. Baklönd margra barna eru beygð eða brostin og þá reynir á úrræði til að tryggja sem besta velferð þeirra á mikilvægum mótunarárum. Sex börn og ungmenni eru í varanlegu fóstri hjá hjónunum Karen Jónsdóttur og Vilhjálmi Einarssyni í Akurhúsum í Garði. Fósturforeldrar sinna mikilvægu hlutverki við að móta og bæta líf barna. Að vera fósturforeldri felst lítið og annað meira en að vera foreldri; veita húsaskjól, fæðu, öryggi, hlýju og hlusta og hvetja. Skortur er á fósturforeldrum í tímabundnu og styrktu fóstri á Suðurnesjum. Þótt fóstur sé alltaf neyðarúrræði er það mikilvægt innlegg í velferð og framtíð barnanna, þó ekki sé um að ræða langan tíma. Langur, en þó mislangur, aðdragandi er að hverju fóstri fyrir sig. Það er almennt búið að reyna öll stuðningsúrræði áður. Þau sem vilja gerast fósturforeldrar fara í gegnum ferli þar sem hagsmuna barnanna og öryggis er gætt. Síðan hafa viðkomendur tækifæri til að gefa af sér og leyfa börnum að njóta þess að fá mögulega sömu tækifæri í lífinu og önnur börn. „Að leyfa þeim fá að vera hluti af virkri fjölskyldu og láta gott af sér leiða,“ segir Þórdís Elín Kristinsdóttir, félagsráðgjafi hjá fjölskyldu- og félagsþjónustusviði Reykjanesbæjar, í viðtali í nýjasta tölublaði Víkurfrétta. Fósturmamman Karen segir í sömu umfjöllun að um sé að ræða vinnu sem oft sé erfið en ósköp gefandi. Tvær ungar konur, Thelma Hafrós og Árný Inga, hafa búið í Akurhúsum i 6 og 8 ár. Þær segja það hafa eiginlega bjargað lífi sínu að finnast þær vera hluti af heild; hluti af fjölskyldu. Fósturforeldrarnir urðu svo góðar fyrirmyndir að Árný Inga ætlar sjálf að verða fósturmamma síðar á lífsleiðinni. Það er ómögulegt að setja sig í spor barna sem þurfa á slíkum neyðarúrræðum að halda að vera tekin af heimilum sínum og komið fyrir annars staðar, tímabundið eða varanlega. Það er samt eitthvað svo ótrúlega fallegt við að það sé til svo vel gert og yndislegt fólk sem hefur svo mikið að gefa að það vill leyfa slíkum einstaklingum að njóta þess. Lítum aðeins inn á við um stund og spyrjum okkur hvort við gætum jafvel bæst í hóp slíkt fólks.
AÐALFUNDUR Sjálfsbjargar á Suðurnesjum
verður haldinn fimmtudaginn 7. maí í húsi félagsins á Iðavöllum 9A kl. 18:00 Venjuleg aðalfundarstörf og kaffiveitingar Stjórnin
■■Verkefnið Andlit bæjarins fer vel af stað:
VINIR, VANDAMENN OG ALLIR HINIR Ljósop, félag áhugaljósmyndara á Suðurnesjum, vinnur að því verkefni að ljósmynda íbúa Reykjanesbæjar; fráflutta, aðflutta, konur og karla, unga sem aldna. Hugmyndin er að sýna myndirnar á Ljósanótt 2015. Víkurfréttir tóku tali Björgvin Guðmundsson, einn ljósmyndaranna sem standa að verkefninu. „Verkefnið varð til eftir áramót þegar við í Ljósopi ákváðum að setja upp litla sýningu fyrir Safnahelgi sem haldin var í mars síðastliðnum. Við hjálpumst öll að þó að ég sé aðallega í því að mynda og vinna myndirnar. Við byrjuðum að prufumynda og þróa stílinn strax í janúar. Á Safnahelgi vorum við komin með u.þ.b. 20 myndir sem voru til sýnis,“ segir Björgvin, sem er sjálfstæður margmiðlunarhönnuður og hefur verið að taka og vinna myndir síðustu 15 árin. Hann er fæddur og uppalinn í Keflavík, en telur sig vera hálfan Njarðvíking, þar sem hann hefur búið meirihluta ævinnar. Verkefni hefur undið upp á sig Ljósops-hópurinn byrjaði á því að mynda vini og vandamenn en fór fljótlega að hafa uppi á persónum sem gaman væri að mynda. „Suma fundum við í kirkjunni, aðra í Sporthúsinu og úti á götu. Auk þess mynduðum við gesti sem komu til okkar á Safnahelginni. Verkefnið hefur svo spurst út
vf.is
SÍMI 421 0000
smám saman og eftir að við óskuðum eftir þátttöku fólks á Facebook hefur það aldeilis undið upp á sig.“ Björgvin segir að bæjarbúar hafi tekið verkefninu mjög vel og aðsóknin í myndatöku verið vonum framar. Fjöldi þeirra sem áætlað var að mynda segir Björgvin alltaf vera að stækka. „Okkur þætti gaman að ná 150-200 manns fyrir Ljósanótt. Erum þegar komin í 100 manns.“ Spurður um hvort verkefnið sé ekki mikilvægur þáttur í að skrásetja sögu Reykjanesbæjar segir Björgvin svo vera og talað sé um að þetta hafi mikið og skemmtilegt sögulegt gildi, þá sérstaklega fyrir komandi kynslóðir. „Það verður mjög gaman að skoða allar þessar myndir eftir 10 til 15 ár. Við erum að vonast til að finna fyrirtæki eða einstaklinga til að styðja við bakið á okkur svo við getum haldið stóra sýningu á næstkomandi Ljósanótt,“ segir Björgvin að lokum. Slóð á vefsíðu verkefnisins er www. ljosop.org/andlit-baejarins/.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Sigurður Friðrik Gunnarsson, siddi@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur P Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Toyota FLEX
ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 73039 04/15
Aktu nýrri Toyota bifreið á 2–3 ára fresti Innborgun
Tryggt framtíðarvirði
Eftirstöðvar
Þú velur hvað þú vilt borga mikið inn á Toyota FLEX samninginn, minnst 10% og mest 30% af verðlistaverði.
Söluaðili skilgreinir hvert lágmarksvirði bílsins á að vera við lok Toyota FLEX samningstímabils.
Fastar greiðslur á samningstímanum miðast við eftirstöðvarnar og vextina af Tryggðu framtíðarvirði.
Kostir Toyota FLEX eru ótvíræðir: lág innborgun, Tryggt framtíðarvirði og fastar mánaðargreiðslur. Þú stýrir ferðinni. Við lok samningstímans velur þú um að eiga bílinn áfram, skila honum eða endurnýja samninginn með nýjum bíl. Kynntu þér Toyota FLEX hjá Toyota Reykjanesbæ, viðurkenndum söluaðila Toyota á Íslandi eða á toyota.is/flex
5 ÁRA ÁBYRGÐ
Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600
Markhönnun ehf
Kræsingar & kostakjör
Ný vara!
grísagrillsneiðar 950 gr
998
ferskt lambaprime hvítl/rósm
-23% 2.995
lambahryggUr ferskUr
1.898
ÁðUr 3.889 kr/kg
ÁðUr 1.998 kr/kg
lambaframpartUr
grísakótilettUr
grillsagaðUr
-30% 699
ÁðUr 998 kr/kg
andabringUr franskar
-20% 2.398 ÁðUr 2.998 kr/kg
rasp/ferskt
-30% 1.448
ÁðUr 2.069 kr/kg
fanta 2 l
2 tegUndir
198 ÁðUr 239 kr/stk
Betty Crocker allar tegundir 20% afsláttur
Tilboðin gilda 30. apríl - 03. maí 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
r
r
Opnunartímar Nettó 1.maí
kjúklingabringUr danpo, 900gr
-21% 1.391
ÁðUr 1.761 kr/pk
Nettó Nettó Nettó Nettó Nettó Nettó Nettó Nettó Nettó Nettó Nettó
Akureyri Borgarnes Egilsstaðir Grandi Grindavík Hverafold Höfn Kópavogur Mjódd Reykjanesbær Selfoss
10:00 - 18:00 10:00 - 18:00 10:00 - 18:00 Opið 24 klst. 10:00 - 18:00 10:00 - 18:00 10:00 - 18:00 10:00 - 18:00 Opið 24 klst. 10:00 - 18:00 10:00 - 20:00
gríshnakkafile grillpinnar
1.379
grísakótilettUr frosið
-50% 899
kg
ÁðUr 2.298 kr/kg
ÁðUr 1.798 kr/kg
r
naUtalUndir
ciabatta 300gr
kg
k
erlendar, frosið
3.380
tómat/hvítlaUk
-50% 199
ÁðUr 3.798 kr/kg
ÁðUr 398 kr/stk
knorr bollasúpUr
vínber raUð
9 tegUndir
249
fersk
-50% 299
ÁðUr 289 kr/stk
ÁðUr 598 kr/kg
daz þvottaefni
egils kristall
4,2 kg,/65 þv
2.698
2 l, sítrónU
-21% 189
ÁðUr 2.998 kr/pk
www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
ÁðUr 239 kr/stk
10
fimmtudagur 30. apríl 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu hilmar@vf.is
■■Fjölskyldufyrirtækið Beitir í Vogum:
Góðar viðtökur á ört stækkandi Noregsmarkaði B
eitir er fjölskyldufyrirtæki sem hóf starfsemi í 70 fermetra bílskúr í Vogum árið 1989. Eigendur fyrirtækisins eru Hafsteinn Ólafsson og Þóra Bragadóttir. Fyrirtækið varð til þegar Þóra var búin að ala upp tvö eldri þeirra hjóna og tilkynnti bónda sínum að nú væri komið að honum að ala upp tvö yngri börnin. Hafsteinn var á þessum tíma vélstjóri til sjós á stærstu loðnuskipum íslenska flotans, síðast á Guðmundi RE. Hann var því lítið heima en frúin setti honum stólinn fyrir dyrnar og sagði honum að koma í land. Hafsteinn varð að finna sér eitthvað að gera í landi og úr varð að bílskúrinn við heimili þeirra í Vogum var tekinn undir smiðju þar sem hafist var handa við blandaða smíðavinnu en fljótlega var farið í sérhæfingu í ryðfríu stáli sem hefur haldist síðan. Beitir smíðar í dag flest tæki úr ryðfríu stáli fyrir
fiskvinnslu- og matvælaiðnað. Fyrirtækið er best þekkt fyrir framleiðslu á beitningartrektum, línuspilum og beituskurðarhnífum fyrir 6 til 100 tonna báta. Fyrsta afurð fyrirtækisins varð beitingartrekt og þar kom nafnið á fyrirtækinu, Beitir. Beitningartrektin var sýnd á sjávarútvegssýningu í Laugardalshöll og þar með var boltinn farinn að rúlla. „Frá þessum tíma höfum við verið með fókusinn á línuveiðum og öllu sem þeim tilheyrir,“ segir Hafsteinn í samtali við Víkurfréttir. „Í framhaldi af beitningartrektinni var beðið um línuspil og færaspil, lyftukör og þvottakör um borð í bátana, aðgerðaraðstöðu og fleira. Nú var komið að þeim tímamótum að plássið í bílskúrnum var búið og því varð að taka ákvörðun um að annað hvort að hætta eða halda áfram að byggja upp fyrirtækið. Við ákváðum að halda áfram og byggðum 500 fermetra hús yfir
Frá sjávarútvegssýningunni í Lófóten á dögunum
Sveinn Einarsson, Þóra Bragadóttir, Hafsteinn Ólafsson og Arkadiusz Dabkowski.
starfsemina við Jónsvör í Vogum og fluttum þar inn árið 2000. Það er gaman að starfa hér og við gátum leyft okkur að kaupa betri tækjabúnað. Nýja húsið gerði okkur einnig kleyft að fara víðar og smíða meira og það hefur gengið mjög vel,“ segir Hafsteinn. Elsti starfsmaðurinn að verða 87 ára - Þið smíðið næstum allt frá grunni. „Já, það er nánast allt smíðað hér. Það eru aðeins rótorar sem þarf að nota við spilin sem við fáum erlendis frá og línuskífur sem steyptar eru fyrir okkur í Danmörku. Annað er smíðað hér innanhúss hjá okkur. Við erum með mjög færa starfsmenn hér hjá okkur sem hafa verið lengi. Ég er með rennismið af gamla skólanum, hann Svein Einarsson. Hann er með 67 ára starfsreynslu í rennismíði en hann er að verða 87 ára gamall. Okkur þykir vænt um það að hann skuli vera hér enn. Við erum fimm á gólfinu að smíða og svo er frúin með bókhaldið og fjármálin, starfar sem sendill og allt mögulegt þar á milli“. - Hvernig ertu að selja vörur fyrirtækisnis. Hvernig lætur þú þetta spyrjast út? „Það er helst gert með því að fara á sýningar og vera sýnilegur sjálfur á bryggjunni. Sem dæmi um það má nefna að síðasta sumar fórum við hjónin í mikið ferðalag um Norður-Noreg í einn og hálfan mánuð. Í stað þess að fara á sjávarútvegssýningu í Þrándheimi fórum við í ferðalag og keyrðum allan Norður-Noreg, fórum á bryggjurnar og hittum sjómennina. Það skilaði okkur mikilli athygli á sýningu sem við fórum á nú í apríl í Kabelvåg í Lófóten. Við fórum með þrettán línuspil og hluti sem fylgja þeim á þá sýningu. Þetta seldist allt á sýningunni og meira til. Við erum í þessari viku að senda þrjú línuspil til viðbótar til Noregs og við verðum að senda þau með flugi. Staðan er líka sú að lagerinn er enginn eins og stendur og nóg að gera í að framleiða upp í pantanir“. - Hver er munurinn á þeim búnaði sem þú smíðar fyrir íslenska línuflotann og þann norska? „Hann er þó nokkur. Norðmenn beita öðrum aðferðum við línuveiðar en við Íslendingar. Þeir eru með mun grennri línu, eins og var hér á Íslandi fyrir um 15 árum. Svo eru þeir með þessa svokölluðu girnislínu sem menn hafa ekki náð
Sveinn Einarsson rennismiður og Arkadiusz Dabkowski, kallaður Arek.
tökum á hér heima. Þeir virðast ná ágætis tökum á henni og enn betri eftir að þeir fengu línuspilið frá okkur og geta dregið hana svona hratt því hún hringast í balann eins og venjuleg lína. Þetta kom mönnum á óvart og gerir það að verkum að þeir geta lagt helmingi lengri línu og dregið hana á betri tíma en áður með þeim búnaði sem þeir höfðu og er norskur“. 12.000 km bryggjurúntur um Noreg Á ferð þeirra Hafsteins og Þóru um Norður-Noreg síðasta sumar fór Hafsteinn í nokkra línuróðra og sá hvernig búnaðurinn frá Beiti virkaði við norskar aðstæður og hverjir hnökrarnir væru. Hann ræddi málin við sjómennina og fór í að leysa vandamálin. „Það eru engin vandamál þannig að ekki sé hægt að finna á þeim lausn,“ segir Hafsteinn og nú sendir hann út breytta útgáfu af línuspilum en þau eru öðruvísi fyrir norska markaðinn en þann íslenska. - Þú vilt meina að þetta ferðalag ykkar um Noreg í fyrra hafi skilað sér vel á sýningunni nú í apríl? „Ekki spurning. Þetta er sú besta auglýsing sem við höfum nokkurn tímann fengið. Nánast hver einasti maður sem kom til okkar á sýningunni vissi það að við höfðum farið hringferð um hafnirnar í NorðurNoregi, allt frá Kirkenes og niður til Lófóten sem er gríðarlegt svæði. Við ókum t.a.m. um 12.000 kílómetra á þessu ferðalagi okkar sem tók sex vikur. Við fengum líka að vita það að norsku fyrirtækin eru ekki að gera þetta. Þau bíða bara við símann eftir pöntunum. Við lofuðum því að koma annað hvert ár og fara á milli hafna í stað þess að fara á sýninguna í Þrándheimi. Við ætlum á þessu ferðalagi að vera til staðar að leysa vandamál og gefa góð ráð. Við erum einnig með umboðsmann þarna norðurfrá og
erum að byggja upp varahlutalager þar. Ánægður með fraktflutninga Icelandair Hafsteinn segir að í fyrstu hafi Norðmennirnir verið hræddir við að skipta við Beiti og fundist fyrirtækið vera langt í burtu, staðsett í Vogum á Íslandi og þjónustan gæti orðið erfið. „Það hefur orðið algjörlega öfugt. Samstarf Icelandair og SAS er mjög gott og það tekur aldrei meira en tvo til þrjá daga að koma vörum og varahlutum á áfangastað, jafnvel þó svo við sendum heilt línuspil“. Norðmenn hafa fram til þessa sætt sig við langan afgreiðslufrest á ýmsum aðföngum og þeim þykir ekkert sjálfsagðara en að keyra í fjóra til sex tíma til að sækja varahluti eða önnur aðföng. Vegalengdir eru það miklar á þessum slóðum. Noregsmarkaður skiptir miklu máli Noregsmarkaður skiptir fyrirtækið í Vogum miklu máli og er orðinn miklu stærri en markaðurinn hér heima. Línubátum þar er einnig að fjölga mikið. „Norðmenn eru að átta sig á því að línuveiðar skapa miklu meiri verðmæti og betra hráefni,“ segir Hafsteinn. Þau Hafsteinn og Þóra reyna að miða rekstur og verkefni fyrirtækisins við þann starfsmannafjölda sem nú er hjá fyrirtækinu, því það sé fyrst og fremst fjölskyldufyrirtæki. Nú séu yngri fjölskyldumeðlimir að koma inn í fyrirtækið. „Þeir koma hingað fljótlega sonur okkar og dætrasynir tveir sem hafa starfað hér síðustu 3-4 ár. Það kemur að því að þeir taki við þessu og þá verður gaman að sjá hvað ný kynslóð í fyrirtækinu gerir. Við höldum vel sjó í dag og erum að huga að því að bæta enn frekar við tækjabúnað. Við sjáum hvað gerist. Allt hefur sinn tíma,“ segir Hafsteinn Ólafsson að endingu.
VILTU STARFA AÐ HEILSU OG VELLÍÐAN Í BLÁA LÓNINU LÆKNINGALIND? Bláa Lónið leitar eftir einstaklingum með áhuga á heilsu og vellíðan sem vilja starfa í einstöku umhverfi Bláa Lónsins Lækningalindar. Störfin eru vaktavinnustörf. Framkvæmdir við stækkun hótelhluta Lækningalindar standa nú yfir og á næstu mánuðum verða 35 fallega hönnuð herbergi í boði. Gestir Lækningalindar hafa aðgang að sér lóni, áhersla er á heilsusamlegt fæði og heilsutengda afþreyingu. Lækningalindin er staðsett í einungis 10 mínútna göngufjarlægð frá Bláa Lóninu. ÞJÓNUSTUSTJÓRAR
GESTGJAFAR Á LÓNSSVÆÐI LÆKNINGALINDAR
Við leitum að sterkum leiðtogum með ríka þjónustulund og góða samskipta- og samstarfshæfileika. Hlutverk þeirra er að leiða dagleg störf í Lækningalind með það að markmiði að hámarka jákvæða upplifun gesta. Þjónustustjórar stýra vaktinni m.a. með tilliti til mönnunar, frammistöðu starfsmanna, eftirfylgni verkferla og öryggismála.
Hlutverk gestgjafa er að hámarka jákvæða upplifun gesta. Þeir leiðbeina gestum á lónssvæði, tryggja öryggi gesta, bjóða veitingar og halda klefum og lónssvæði snyrtilegu. Við leitum bæði að körlum og konum með jákvætt viðhorf og framúrskarandi þjónustulund.
Hæfniskröfur • Sterk leiðtogahæfni • Rík þjónustulund • Góð samskipta- og samstarfshæfni • Reynsla af stjórnunarstörfum og ferðaþjónustu • Góð almenn tölvuþekking, þekking á hótelbókunarkerfum • Góð íslensku- og enskukunnátta • Stúdentspróf er skilyrði og háskólamenntun er kostur Nánari upplýsingar um starfið veita Þorbjörg Jónsdóttir, rekstrarstjóri Lækningalindar, og Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir, sérfræðingur á mannauðssviði, í síma 420-8800. Umsóknarfrestur er til og með 11. maí 2015. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn í gegnum heimasíðu Bláa Lónsins www.bluelagoon.is.
Hjá Bláa Lóninu starfar samhentur hópur starfsfólk með breiðan bakgrunn. Bláa Lónið var valið eitt af 25 undrum veraldar af National Geographic.
Hæfniskröfur • Þjónustulund og jákvæðni • Góð samskipta- og samstarfshæfni • Sjálfstæði og öguð vinnubrögð • Samviskusemi og sterk öryggisvitund • Góð enskukunnátta •
Stúdentspróf eða sambærileg menntun
12
fimmtudagur 30. apríl 2015 • VÍKURFRÉTTIR
RAUÐAKROSSBÚÐIN Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ Opnunartímar Fimmtudagar frá kl. 13:00 – 17:00 Föstudagar frá kl. 13:00 – 17:00 Fatnaður, skór og gjafavara Rauði krossinn á Suðurnesjum
Okkar ástkæri
Óskar Guðjón Einarsson Hrísmóum 1, Garðabæ,
varð bráðkvaddur á heimili sínu í Dóminíkanska lýðveldinu 21. apríl sl. Útför auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda Margarita Cruz, Rósa María Óskarsdóttir, Hinrik Jóhann Óskarsson, Marlenis Peniche.
Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
■■Söngvarinn Valdimar og gítarleikarinn Örn með tónleika í Frumleikhúsinu í kvöld:
Flytja lög sem mótuðu þá í æsku „Við ætlum að gera þetta eins stórt og mögulegt er miðað við að vera bara tveir og með einn gítar. Baritóngítarinn er með fullt af effektum og hljóðum sem gera stórt og mikið sánd. Það passar vel við stóra og mikla rödd,“ segir stórsöngvarinn Valdimar Guðmundsson, en hann ætlar ásamt vini sínum, Erni Eldjárn, að halda tónleika í Frumleikhúsinu í kvöld. Með svipaðan tónlistarsmekk Þeir félagar hafa spilað mikið saman síðan þeir kynntust í tónsmíðum í Listaháskóla Íslands árið 2007. „Svo kom upp að Mugison (Örn Elías Guðmundsson) hringdi í mig og spurði hvort það væri hægt að fá mig og gítarleikara til að koma og spila í Ísafjarðarkirkju á föstudagskvöldinu á hátíðinni Aldrei fór ég suður. Ég taldi þá bara sniðugast að fá Örn með í það og við tækjum prógramm með lögum sem við fílum. Við spiluðum fimm lög á Ísafirði og bættum svo við 11 - 12 lögum sem einnig verða spiluð í kvöld,“ segir Valdimar og Örn bætir við: „Við ákváðum að velja lög sem hafa það sameiginlegt að hafa mótað okkur að einhverju leyti og komumst að því að við erum með svipaðan mótunarmúsiksmekk.“ „Fyrir utan hip-hop-ið, ég er meira í því,“ segir Valdimar. Aðallega verði um að ræða tónlist frá 10. áratug síðustu aldar og fyrsta ára-
tug þessarar aldar, en finna megi þó eitt og eitt eldra. Meðal efnis á tónleikunum verða lög með Megasi, Bob Dylan, Radiohead og Arcade. „Hellingur af góðu stöffi. Tónlist sem við eigum miklar rætur til.“ Frumsamið efni í pípunum Valdimar segist hafa upphaflega fengið Örn með sér í Eldar verkefnið sem hann og Björgvin Ívar Baldursson eru enn saman í. Annars er Örn m.a. í hljómsveitnni Tilbury með Kristni Evertssyni sem einnig er í Valdimar. „Það tengjast einhvern veginn allir í íslenska tónlistarbransanum og allir hafa unnið með öllum. Við Örn stefnum að því að gera einhvern tímann saman verkefni sem kemur í ljós síðar. Menn eru að klára ýmis verkefni og þegar þeim lýkur er aldrei að vita nema úr verði samstarf með frumsamdri tónlist. Við höfum í raun
stefnt að því lengi,“ segir Valdimar. Örn leggur áherslu á að þá muni kveða við nýjan tón hjá þeim og þeir muni fara meira út í elektróníkina. „En svo veit maður aldrei hvað gerist þegar maður sest niður til að semja. Við viljum aðallega að ögra okkur og gera eitthvað sem við erum ekki vanir að gera.“ Valdimar tekur undir það og bæti við að skemmtilegast sé að vera á dálítið ókunnugum stað. Það sé gott fyrir þroskann og sálina. „Þegar maður er kominn á einhvern þægilegan áfangastað þá er þetta bara einhvern veginn búið. Þar eitthvað til að rífa sig framúr á morgnana.“ Tónleikarnir í Frumleikhúsinu verða um tveir tímar með hléi. Félagarnir hvetja alla til að mæta því um verði að ræða skemmtilegt kvöld, frekar rólegri tónlist en þægilegri til að fagna sumrinu.
www.n1.is
facebook.com/enneinn
Þú færð réttu sumardekkin hjá okkur Bíleigendur vita að gott jarðsamband er lykillinn að góðu ferðalagi. Aktu inn í sumarið á nýjum dekkjum frá Hjólbarðaþjónustu N1.
ÍSLENSKA/SIA.IS ENN 73950 04/15
Hjólbarðaþjónusta N1 – Reykjanesbæ, Grænásbraut 552
440-1372
Bílaþjónusta N1
440-1120
www.n1.is/dekk
14
fimmtudagur 30. apríl 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu olgabjort@vf.is
■■85 ára lætur gamlan draum rætast og gefur út geisladisk:
Guðmundur Haukur tók lagið á Nesvöllum og Steinar sonur hans lék undir.
FRÚIN LÉT RENNA Í BAÐ FYRIR JARÐARFARASÖNGINN Keflvíski heldri borgarinn Guðmundur Haukur Þórðarson gaf nýverið út geisladisk þar sem hann syngur nokkur af sínum uppáhaldslögum sínum. Víkurfréttir hittu Guðmund á Nesvöllum, þar sem hann tók lagið í tilefni af útgáfu disksins og spurðu hann m.a. hvað hafi komið til þess að maður á hans aldri, 85 ára, hafi látið verða af slíku. „Mig langaði alltaf að eiga fleiri upptökur af söng mínum. Það var ekki um mikið að ræða, en þetta safnast svona þegar saman kemur.“ Sonur hans, Þórður, vann að mestu leyti í að safna upptökunum saman en einnig annar sonur hans, Steinar. Raddir þeirra hljóma undir í sumum laganna. Á disknum er samansafn laga sem Guðmundur hefur sungið með karlakórum í Keflavík og Hafnarfirði. „Sum lögin voru töluvert spiluð í útvarpinu og sonur Inga, tökumaðurinn, fann ýmislegt fyrir okkur. Má segja hist og her.“ Sótti söngtíma hjá merku fólki Þegar Guðmundur er beðinn um að rifja upp hvar hann man eftir að hafa sungið fyrst, telur hann það hafa verið í barnaskólanum þegar hann var 12 ára. „Þá söng ég einsöng hjá Valtý Guðjónssyni. Svo söng ég dálítið í Reykholti þegar ég var þar. Þar byrjaði maður á dægurlögunum. Svo spilaði ég í Ungó með hljómsveitum en það varð ekkert meira úr því sem betur fer.“ Eftir það sótti Guðmundur söngtíma hjá merku fólki eins og Maríu Markan og Stefán Íslandi og sérstaklega Sigurði Demetz. „Hann var alveg frábær söngkennari. Allt fram á sjötugsaldurinn var hann með mig í tímum og ég þakka það mjög mikið í dag,“ segir Guðmundur. Honum finnst tónlistin hafa mikið breyst í tímans rás og poppið heldur yfirgnæfandi.
Hringdi í frúna til að láta renna í bað Að vonum hefur Guðmundur kynnst mörgum í gegnum árin í aðalstarfi sínu sem sendibílstjóri og farið víða. „Maður stundaði nú erfiða vinnu. Fyllti bílinn að morgni í Reykjavík og stundum varð maður að hringja og biðja frúna að láta renna í baðið svo að maður næði að syngja jarðarfarir.“ Spurður um hvort einhvern tímann hefði komið til greina að gera sönginn að aðalstarfi segir Guðmundur það ekki hafa verið möguleika á þeim tíma. „Maður tók voða lítið fyrir þetta, sama og ekkert. Það var ekki í tísku þá að taka mikið fyrir söng. Núna er rándýrt að fá þetta fólk.“ Áhugasvið Guðmundar í söng liggur aðallega í léttum aríum og óperettum. „Þegar ég var í karlakórnum tókum við dálítið af óperettulögum og kvartettum. Keflavíkurkvartettinn varði því miður bara í 10 ár, en það var farið víða meðan á því stóð.“
Karlakórinn annað heimili Guðmundur var formaður Karlakórs Keflavíkur í 17 ár og segir hann félagsskapinn hafa verið hans annað heimili. „Þegar hús karlakórsins við Vesturbraut var byggt urðum við að vinna sjálfir og borga sjálfir kostnað. Við höfðum þarna duglega menn sem því miður eru margir fallnir frá. Þetta var dásamlegur félagsskapur. Ég þekki félagsskapinn ekki í dag því ég hætti að syngja með þeim fyrir dálitlu síðan. Það tekur allt enda.“ Spurður segir Guðmundur ekki standa til að troða upp vegna útgáfu disksins. Hann þakkar það að heilsan sé nógu góð til að syngja og gaman sé að syngja fyrir samborgara sína á Nesvöllum. „Það er virkilega gaman. Alveg meiriháttar.“
VEGNA MIKILLAR SÖLU VANTAR OKKUR BÍLA Á SKRÁ STRAX
HYUNDAI Santa fe crdi.
HYUNDAI I10 gl.
HYUNDAI I20 classic.
Verð 2.690.000,-
Verð 1.580.000,-
Verð 1.690.000,-
Árgerð 2013, ekinn 29 Þ.KM, bensín, 5 gírar.
Árgerð 2013, ekinn 62.000 km, bensín, 5 gírar.
TIL B
OÐ
Árgerð 2008, ekinn 136.000 km, dísel, sjálfskiptur.
Þú finnur bíl sem hentar þínum þörfum. Lykill fjármagnar allt að 80% af kaupverði bílsins. Við aðlögum greiðslubyrðina að þínum fjárhag.
HYUNDAI I30 comfort wagon.
HYUNDAI I40.
Verð 1.550.000,-
Verð 3.790.000,-
Árgerð 2008, ekinn 125.000 km, bensín, sjálfskiptur.
Umboðsaðili
Umboðsaðili
Árgerð 2012, ekinn 79.000 km, dísel, sjálfskiptur.
4 200 400
Bolafótur 1 - 260 Reykjanesbæ - Sími 420 0400 gebilar@gebilar.is - www.gebilar.is
BARÁTTUKVEÐJUR TIL VERKAFÓLKS 1. MAÍ 2015 vinalegur bær
Reykjanesbæ
Authorized Service Contractor
Express ehf. Fálkavöllur 7 - 235 Keflavik Airport Tel. +354 420 0900 - Fax +354 420 0901 www.express.is - info@express.is
16
fimmtudagur 30. apríl 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttaskýring
pósturu olgabjort@vf.is
■■Fósturforeldrar sinna mikilvægu hlutverki við að móta og bæta líf barna:
Tengsl sem aldrei hverfa
S
kortur er á fósturforeldrum í tímabundnu og styrktu fóstri á Suðurnesjum. Félagsráðgjafi hjá fjölskyldu- og félagsþjónustusviði Reykjanesbæjar segir það sýna samfélagslega ábyrgð að láta á reyna að gerast fósturforeldri. Þótt fóstur sé alltaf neyðarúrræði er það mikilvægt innlegg í velferð og framtíð barnanna, þó ekki sé um að ræða langan tíma. „Að vera fósturforeldri felst í grófum dráttum í að veita húsaskjól, öryggi, hlýju, hafa samskipti við skóla, frístundir og slíkt. Það er ekki verið að biðja um neitt meira en eðilegt og gott heimili. Leyfa börnunum að fá að vera hluti af virkri fjölskyldu, veita þeim ummönnun og aðstoð og láta gott af sér leiða,“ segir Þórdís Elín Kristinsdóttir, félagsráðgjafi hjá fjölskyldu- og félagsþjónustusviði Reykjanesbæjar. Unnið í því að börnin geti farið heim „Ef barn fer í tímabundið fóstur þá er sá tími nýttur í að setja börn og foreldra í þá stöðu að þau geti búið saman. Tímabundið fóstur getur varað frá einhverjum vikum upp í ár. Svo er hægt að framlengja því um ár en eftir það er um að ræða varanlegt fóstur. Þá þurfa foreldrar að afsala sér forsjá til Barnaverndar, sem er nýtt í lögum. Áður gátu börn verið í varanlegu Þórdís Elín Kristinsdóttir, félagsráðgjafi hjá fjölskyldu- fóstri og foreldrar haldið og félagsþjónustusviði forsjá og málin þá unnin Reykjanesbæjar. í samvinnu,“ segir Þórdís. Styrktarfóstur er í 6 mánuði í senn, en hægt að framlengja um 6 mánuði og það er fyrir börn sem eru með mikinn hegðunarvanda og/eða geðrænan vanda. „Þá er unnið í því að þau geti farið aftur heim. Oft er þá verið að vinna með foreldra og börn, en fyrst og fremst barnið.“
Sumum léttir við að fara í varanlegt fóstur Þórdís segir upplifun hennar sé að það sé erfiðara að koma börnum í fóstur, þ.e.a.s. vissum börnum og unglingum. Þetta sé flóknara en fólk heldur. „Það er ekki endilega að það vanti heimili. Það er einfaldlega krefjandi að setja 15 ára gamalt barn í fóstur. Það er búið að mynda tengsl við foreldra sína og svo á allt í einu að senda það út í fóstur - jafnvel út á land. Það er í raun erfiðara að finna rétta fósturheimilið, sem hentar hverjum og einum. Það getur jafnvel verið vandasamt að undirbúa tímabundið fóstur. Tengingin við fósturforeldrana verður stundum ekki eins mikil því börnin vita að þau verða bara tímabundið á nýju heimili og erfiðara að vinna að því að bæta aðstæður barnanna. Það getur svo skapað önnur vandamál í samskiptum. Sumum börnum hefur létt við að fara úr tímabundnu fóstri í varanlegt fóstur, því þá er hægt að fara almennilega að vinna með þeim að bættum aðstæðum.“
Það er almennt búið að reyna öll stuðningsúrræði áður
hefur gert úttekt á heimilinu. Barnaverndarstofa tekur svo endanlega ákvörðun. Eftir það fara væntanlegir foreldrar á undibúningsnámskeið sem nefnist Foster-Pride. „Þetta er spurning um að vilja láta gott af sér leiða. Þetta er krefjandi, en ef fólk hefur eitthvað að gefa þá er um að gera að leyfa þessum börnum að njóta þess að fá mögulega sömu tækifæri í lífinu og önnur börn. Sýna samfélagslega ábyrgð bara með því að vera til staðar,“ segir Þórdís. Tilfinningarnar lagðar undir Þórdís segir að misjafnt sé hvort um sé að ræða barnlaust fólk, fólk með uppkomin börn, ömmu og afa eða fólk með börn sem gerist fósturforeldrar. „Þetta er vinna sem gefur mikið á annan hátt en fjárhagslega. Ég hef hitt fósturforeldra sem taka við börnum sem verða síðan alltaf hluti af fjölskyldunni. Það er verið að leggja inn fyrir framtíð barnanna, þó ekki sé um að ræða langan tíma. Oft reynist fólki erfitt þegar börnin fara vegna þess að það er verið að leggja tilfinningarnar undir. Ég vil samt hvetja fólk til að kynna sér þetta aðeins og láta slag standa. Samfélaginu öllu til heilla. Við getum öll lagst á eitt,“ segir Þórdís.
Búið að reyna öll stuðningsúrræði áður Langur, en þó mislangur, aðdragandi er að hverju fóstri fyrir sig. „Það er almennt búið að reyna öll stuðningsúrræði áður. Það fer líka eftir aldri barns en hvert og eitt barn er einstakt,“ segir Þórdís og bætir við að reynt sé af fremsta megni að hafa systkini á sama stað nema að hagsmunum þeirra sé þannig varið að umönnunin sé betri ef tekið er við einu barni en fleirum. „Stundum er um að ræða ættingjafóstur, t.d. ömmu og afa. Systkini eru kannski ekki samfeðra og eiga endilega sömu ættingja.“ Leyft að njóta sömu tækifæra Þau sem vilja gerast fósturforeldrar sækja um leyfi til Barnaverndarstofu. Þangað þarf að skila öllum tilskyldum pappírum eins og læknisvottorði, sakavottorði, skattaskýrslu og umsögn barnaverndarnefndar í hverju bæjarfélagi sem
Fósturbörn saman við borðstofuborðið.
17
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 30. apríl 2015 Þyrfti stundum að grípa fyrr inn í Karen segir að engin börn séu vistuð eða tekin af heimilum nema eftir margar tilkynningar til barnaverndarnefnda. „Því fyrr því betra segi ég, því ef vandamál eru til staðar, t.d. námslega séð, þá getur verið seint að grípa inn í þegar þau eru orðin eldri. Ég hef oft hugsað út í að það hefði verið hægt að gera miklu meira fyrir sum börn ef gripið hefði verið fyrr inn í.“ Tilgangur með vistuninni sé alltaf bættari líðan barnanna. „Börn sem dvalið hafa hér hafa fengið sálfræðiaðstoð því eðlilega er ýmislegt að brjótast um í börnum í þeirri stöðu að eiga veikt foreldri og þurfa að fara að heiman. Þeim hefur verið hjálpað mjög mikið og presturinn er líka til staðar ef áföll eins og dauðsföll verða meðal aðstandenda þeirra.“
Sex börn eru í varanlegu fóstri hjá hjónunum Karen og Vilhjálmi í Garði:
K
„Ég elska þig amma“
aren Jónsdóttir og Vilhjálmur Einarsson hafa um árabil tekið að sér fósturbörn. Þau búa á vinalegu býli, Akurhúsum í Garði, þar sem þau stunda nokkurs konar búskap með hestum, kindum og hænum. Umhverfið einkennist af fallegri náttúru og víðáttu nálægt sjónum. Hjá þeim dvelja sex börn og ungmenni, þar af 8 ára tvíburabræður og tvö systkini sem komin eru yfir tvítugt. Sjálf eiga Karen og Vilhjálmur stóra fjölskyldu sem einnig hefur myndað tengsl við fósturbörnin. „Það er fínt fyrir börn að alast upp með dýrum. Þó er hægt að fóstra börn hvar sem er. Það skiptir mestu máli að fólk sé góðar manneskjur,“ segir Karen. Börnin sem komið hafa til þeirra hjóna eru á ýmsum aldri. Tvíburabræðurnir voru tæplega fimm ára þegar þeir komu í varanlegt fóstur. Ég er með sex því ég er með svo gömul börn sem hafa ekki viljað fara. Tvö þeirra, þessi elstu, hafa eiginlega misst alla frá sér. Móðir þeirra, faðir, afar og ömmur eru öll látin. Þau eiga hálfsystur sem er kannski pínulítið í sambandi en þau eiga annars engan að. Þau fengu að vera bara áfram.“ Hrós frá greiningardeild fyrir framfarir Þegar tvíburarnir komu þurftu Karen og Vilhjálmur að kenna þeim nánast allt. „Þeir voru varla talandi, svo að við settumst niður með 1000 orða bækur og kenndum þeim hvað allt hét: stóll, borð og allt. Þetta var bara eins og að vera komin með ungabörn. Það þurfti að gera þetta á skömmum tíma til að ná því að þeir yrðu tilbúnir til að fara í skóla. Það gekk upp. Ég fékk heilmikið hrós frá greiningardeild fyrir framfarir hjá drengjunum og spurð að því hvort ég vildi taka fleiri,“ segir Karen og hlær. Hún bætir við að oft sé þetta ofboðsleg vinna, svona inni á milli, en þetta sé líka mjög gefandi. „Ég er mamma þeirra á meðan þau eru hér“ Spurð um þakklæti segist Karen vissulega líka finna fyrir því. „Það kemur stundum: ég elska þig amma! Það er svo krúttað því barnabörnin mín eru á svipuðu reki. Ég er að verða svo gömul að það er bara flott að vera amma þeirra.“ Einnig er hún búin að mynda sterk tengsl við eldri börnin því þau eru búin að vera talsvert lengi hjá þeim hjónum. „Hingað kom eitt sinn drengur sem var hjá okkur í ár. Hann var af góðu fólki og var vistaður tímabundið og það gekk vel með hann. Sá fyrsti sem var hjá mér býr núna í Danmörku og vinnur við að sminka leikara þar. Gengur mjög vel hjá honum. Svo hefur farið frá mér stelpa sem var alveg ótrúlega flott. Hún taldi sig tilbúna að fara, en málið er að ef börnin hafa ekki sterkt bakland þegar þau ætla að fara að búa, hafa ekki sterka fjölskyldu, þá getur þetta verið stórhættulegt. Þótt þau séu búin að vera hér í einhver ár, þá þurfa þau áfram aðhald og fjölskyldu sem styður við þau. Ég er mamma þeirra á meðan þau eru hér.“
Ég hef oft hugsað út í að það hefði verið hægt að gera miklu meira fyrir sum börn ef gripið hefði verið fyrr inn í
Akurhús heimili Karenar og Vilhjálms og fósturbarna þeirra.
Kemur fram við þau eins og sín börn Spurð um hvað mikilvægast sé að fósturforeldrar hafi að bera segir Karen að þegar þau hjón ákváðu að gera þetta í upphafi ákváðu þau í leiðinni að koma fram fósturbörnin eins og sín eigin börn. Nota þær reglur og hefðir sem þau notuðu í uppeldi barna sinna. „Það gekk vel með mín börn og við komum þeim ágætlega til manns. Maður verður svo bara að vera vel inni í hvað er í gangi hverju sinni. Fara með þeim inn í hlutina. Þau koma svo bara inn í mynstrið hér og það getur tekið tíma að aðlagast því og þau róast smátt og smátt. Þetta tekur eðlilega tíma.“ Vilhjálmur starfar í Sandgerði en Karen sér um allt heimilishald og er til staðar fyrir börnin. Aðspurð hvort þau hafi aldrei hugsað með sér: jæja, nú er þetta komið gott, nú hættum við þessu, hlær Karen og segir að stundum verði þetta mjög erfitt. „Þá verður maður líka að hlaða batteríin einhvers staðar annars staðar.“ Fá að dvelja eins lengi og þau vilja Karen og Vilhjálmur halda sambandi við ungmenni sem hafa dvalið hjá þeim í tímans rás. „Þau droppa stundum við í heimsókn en við erum aðallega í sambandi á Facebook. Það er mjög gefandi að finna hversu mikið hægt er að styðja þau og að hafa skipt máli í þeirra lífi. Það er erfitt að leyfa öðrum að komast að hjá okkur því þau sem eru hér vilja ekki fara,“ segir Karen brosandi og bætir við að þau elstu séu reyndar búin að kaupa sér íbúð og komið sé fararsnið á einhver þeirra. Þau megi dvelja eins lengi og þau vilja. Öll börn eiga rétt á góðri umönnun Karen hvetur fólk sem hefur áhuga á að vista börn að láta endilega á það reyna. „Börn eru í vistun vegna ýmiss ástæðna sem ekki eru endilega þeim að kenna. Þetta eru persónur eins og við sem eiga rétt á góðri umönnun. Það þarf bara að kenna þeim á lífið, spjalla, hlusta og útskýra. Auðvitað hlýtur að vera skrýtið fyrir þau að koma inn á annað heimili en það hefur aldrei komið fyrir hjá mér að barn hafi ekki viljað vera hér. Það er frekar að þau segist ekki vilja fara.“
Árný Inga, bráðum tvítug, segir fósturforeldra geta bætt líf svo margra:
Á
Ætlar sjálf að verða fósturforeldri
rný Inga Magnúsdóttir er að verða tvítug og hefur í sex ár verið í fóstri hjá Karen og Vilhjálmi. Hálf taílensk og ættuð frá Akureyri. „Ég kom hingað því ég bjó í rauninni ein. Pabbi minn var aldrei heima og það
var ákveðið að ég færi hingað. Aðrir ættingjar bjuggu víðs fjarri,“ segir Árný Inga. Henni líkar mjög vel á heimilinu, finnst það í raun æðislegt. „Það breytti lífi mínu og hjálpaði mér mjög mikið. Staðsetningin, fólkið og allt.“ Árný Inga stundar, eins og Thelma, nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Ég er á 2. önn á sjúkraliðabraut. Mig langaði að klára stúdentinn og leist vel á þessa braut. Ég mun starfa á elliheimili í Reykjavík í sumar svo þegar ég hef lokið náminu í FS langar mig að vinna á Nesvöllum. Svo kannski á sjúkrahúsi síðar ef ég læri meira í þessu.“ Eina fólkið sem ég á að Aðspurð segir Árný að fjölskyldulífið á fósturheimilinu sé bara ósköp venjulegt. Hún megi vera þar eins lengi og hún vill þótt yfirleitt sé miðað við 20 ára. „Ég er reyndar að fara að flytja bráðum hér innanbæjar í Garði. Ég verð örugglega samt alltaf í kvöldmat hérna. Ég veit ekki hvar ég væri í raun án Villa og Karenar. Þau hafa kennt mér rétt og rangt eins og aðrir foreldrar. Þau eru stundum ströng en þannig á það líka að vera. Karen er bara svona ekta mamma og við höfum líka kynnst börnunum þeirra og barnabörnum. Það skiptir mjög miklu að finnast maður vera ein af fjölskyldunni. Þau eru eina fólkið sem ég í raun á að.“ Hægt að bæta líf svo margra Árný Inga mælir með því að fólk gerist fósturforeldrar því það geti bætt líf svo margra, andlega og líkamlega. „Það er bara frábært að fólk skuli vilja gera þetta og það er allt gott við fósturheimili. Ég væri líklega bara úti á götu að ráfa eitthvað ef ég hefði ekki komið hingað. Ég hef oft sagt það við Karen að ég ætla að verða fósturmamma þegar ég verð fullorðin. Það hafa allir gott af því að takast á við svona og þroskast“.
Thelma, 17 ára, segir fósturheimilið skipta sig miklu máli:
Þetta er bara eins og fjölskylda - mín fjölskylda
T
helma Hafrós Hinriksóttir er 17 ára og hefur dvalið hjá Karen og Vilhjálmi í átta ár. Hún þurfti að skipta um fósturheimili, var áður rétt hjá Borgarnesi. Foreldrar hennar voru í neyslu þegar hún var lítil og ekki með aðstöðu til að hafa hana. Hún heldur sambandi við þau í dag og svo á hún tvær systur og einn bróður í Reykjanesbæ. „Ég hef búin að vera mjög ánægð hér og gæti ekki hugsað mér að vera annars staðar. Hér eru eru allir svo góðir og svo gaman að vera hérna, alveg yndislegt. Það sem gerir þetta að góðum stað er hversu allir eru góðir vinir hérna. Þetta er bara eins og fjölskylda, mín fjölskylda.“ Hestarnir í uppáhaldi Thelma stundar nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og fær far á milli með kærastanum sínum, sem einnig býr í Garðinum. Spurð segist Thelma örugglega mega vera eins lengi á fósturheimilinu og hún vill. „Villi og Karen eru mjög skemmtilegt, fjörugt og æðislegt fólk. Það er líka mjög gott að umgangast dýrin sem eru hér. Hestarnir eru í uppáhaldi, ég elska hesta.“ Thelmu finnst skipta miklu máli fyrir börn í svipaðri stöðu og hún var að komast á svona gott fósturheimili. „Ég væri ekki sú sem ég er í dag ef ég hefði ekki komið hingað. Ég væri að gera eitthvað allt annað. Ég er uppalin hér.“
Það skiptir mjög miklu að finnast maður vera ein af fjölskyldunni
1965
Stofnun Landsvirkjunar
2015
Landsvirkjun 50 ára
Verðmæti til framtíðar
Ársfundur á 50. afmælisári Landsvirkjunar
Landsvirkjun var stofnuð 1. júlí 1965. Búrfellsstöð var fyrsta stórframkvæmd fyrirtækisins og stærsta framkvæmd Íslands sögunnar á þeim tíma. Með byggingu hennar var lagður grunnur að nýjum iðnaði í landinu sem leiddi af sér aukna verkþekkingu og fjölbreyttara atvinnulíf á Íslandi.
Landsvirkjun byggir á traustum grunni. Eftirspurn eftir endur nýjanlegri íslenskri raforku er orðin meiri en framboð og góður rekstur hefur skapað tækifæri til að skila arði til eiganda fyrirtækisins, íslensku þjóðarinnar.
Á opnum ársfundi á 50. afmælis ári Landsvirkjunar bjóðum við landsmönnum að kynna sér sögu og framtíð orkufyrirtækis í almannaeigu. Við stöndum frammi fyrir einstökum tæki færum til að skapa þjóðinni aukin verðmæti til framtíðar.
Verið velkomin á ársfund Landsvirkjunar í Eldborg í Hörpu, þriðjudaginn 5. maí kl. 14-16. Bein útsending frá fundinum verður á Landsvirkjun.is. Nánari upplýsingar og skráning á landsvirkjun.is.
20
fimmtudagur 30. apríl 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir
pósturu vf@vf.is
■■Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, í Íslandsheimsókn:
Skoðaði aðstæður á Keflavíkurflugvelli J
ens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kom í Íslandsheimsókn í sl. viku og lenti með fylgdarliði sínu með flugvél belgíska flughersins á Keflavíkurflugvelli nýlega. Hans fyrsta verk var að kynna sér varnartengd verkefni Landhelgisgæslu Íslands á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og loftrýmisgæslu Bandaríkjanna, sem fram fer nú um stundir undir merkjum Atlantshafsbandalagsins. Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar ásamt starfsmönnum Landhelgisgæslunnar tók á móti framkvæmdastjóranum og fór með hann og hans fylgdarlið um Öryggissvæðið þar sem öll helstu verkefni voru kynnt, þar með talið dagleg framkvæmd verkefna sem þar fer fram í samvinnu við stofnanir bandalagsins. Heimsókn sem þessi er mikilvæg í þeim tilgangi að sýna yfirmönnum Atlantshafsbandalagsins hvernig dagleg framkvæmd öryggis- og varnartengdra verkefna fer fram
Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Jón B. Guðnason yfirmaður starfsemi Landhelgisgæslunnar í Keflavík tóku á móti Stoltenberg í flugskýli Landhelgisgæslunnar og NATO á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
á Íslandi en fjöldi mannvirkja og búnaðar á Öryggissvæðunum eru á eignalista bandalagsins og hefur bandalagið styrkt framkvæmdir við viðhald og rekstur þeirra. Heimsókn framkvæmdastjórans til Landhelgisgæslunnar í morgun endaði í stjórnstöð NATO á Íslandi. Þar sér Landhelgisgæslan um framkvæmd samþætts loftrýmiseftirlits
Framkvæmdastjórinn og fylgdarlið kynntu sér loftrýmisgæslu Bandaríkjanna sem fram fer nú á starfssvæði Landhelgisgæslunnar undir merkjum Atlantshafsbandalagsins.
og loftrýmisgæslu í samvinnu við þær þjóðir sem eru hér á landi á hverjum tíma og aðgerðarstjórnstöð NATO (Combined Air Operations Center) í Uedem í Þýskalandi en stjórnstöðin hér á landi er auk þess tengd stjórnstöðvum NATO í Norður Ameríku, Noregi, Danmörku og Bretlandi.
Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins ásamt fulltrúum Landhelgisgæslunnar og tengilið NATO á Íslandi. Frá vinstri: Jón B. Guðnason, Georg Kristinn Lárusson, Jens Stoltenberg, Svanhildur Sverrisdóttir, Auðunn Friðrik Kristinsson og Hanne Johnslöv.
Í sveitarfélaginu Garði búa rúmlega 1.400 íbúar. Sveitarfélagið er á nyrsta odda Reykjaness. Í Garði er blómlegt tómstunda-, íþrótta- og menningarlíf. Lögð er áhersla á að allir aldurshópar íbúanna fái notið sín í fjölbreyttu félagslífi. Góð aðstaða er til íþróttaiðkunar í vel búinni íþróttamiðstöð. Nánari upplýsingar um Garð er að finna á vefsíðunni www.svgardur.is
Upplýsingar veita:
Um 200 nemendur stunda nám við Gerðaskóla og býr skólinn við mjög góðan aðbúnað og aðstöðu. Einkunnarorð skólasamfélagsins í Garði eru: Árangur, virðing, gleði, leikur, sköpun og ábyrgð.
Þórir Þorvarðarson thorir@hagvangur.is
Sigurjón Þórðarson sigurjon@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 11. maí nk.
Skólastjóri
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is
Staða skólastjóra við Gerðaskóla í Garði er laus til umsóknar. Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2015. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn til að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag af metnaði og dugnaði með virðingu og ánægju að leiðarljósi. Markmið og verkefni
Menntun, færni og eiginleikar
• Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi, fjárhagsáætlunum
• Grunnskólakennaramenntun og önnur
og rekstri skólans • Fagleg forysta • Stuðla að framþróun skólastarfsins • Ráðningar og mannauðsstjórnun • Þekking og góður vilji til að leiða samstarf skólasamfélagsins út frá skólastefnu sveitarfélagsins og gagnvart samstarfsverkefnum/samningum sem skólinn á við aðrar stofnanir
reynsla skv. lögum nr. 87/2008, 12. gr.
• Menntun í stjórnun menntastofnana eða
annað sambærilegt framhaldsnám er kostur
• Reynsla af skipulagi og stjórnun er kostur • Mjög góð færni í samskiptum og góð meðmæli þar um • Geta til að tjá sig í ræðu og riti • Frumkvæði og styrkur í ákvarðanatöku • Hvetjandi og góð fyrirmynd
Aðstoðarskólastjóri Staða aðstoðarskólastjóra við Gerðaskóla í Garði er laus til umsóknar. Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2015. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn til að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag af metnaði og dugnaði með virðingu og ánægju að leiðarljósi. Markmið og verkefni
Menntun, færni og eiginleikar
• Fagleg forysta • Stjórnun, ábyrgð á daglegri starfsemi sem staðgengill skólastjóra í forföllum hans • Stuðla að framþróun skólastarfsins • Aðkoma að ráðningum, mannauðsstjórnun og vinnutilhögun • Þekking og góður vilji til að leiða samstarf skólasamfélagsins út frá skólastefnu sveitarfélagsins og gagnvart samstarfsverkefnum/samningum sem skólinn á við aðrar stofnanir
• Grunnskólakennaramenntun og önnur
reynsla skv. lögum nr. 87/2008, 12. gr.
• Framhaldsmenntun í stjórnun æskileg • Reynsla af skipulagi og stjórnun er kostur • Mjög góð færni í samskiptum og góð meðmæli þar um • Hvetjandi og góð fyrirmynd
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is
VINNUR ÞÚ AÐ UMHVERFISMÁLUM? UMHVERFISSJÓÐUR FRÍHAFNARINNAR
Umhverfissjóður Fríhafnarinnar auglýsir eftir umsóknum vegna styrkja á sviði umhverfismála. Umsóknarfrestur er til 22. maí 2015. Sjóðurinn er fjármagnaður með sölu poka í Fríhöfninni og er tilgangur hans að styrkja samstarfsverkefni í umhverfismálum, sem byggjast á sjálfboðaliðastarfi, frumkvæði félagasamtaka eða einstaklinga í hreinsun, verndun gróðurs, ræktun og verndun svæða eða plöntu- og dýralífs með áherslu á nærsvæði Fríhafnarinnar. Áhugasamir eru hvattir til þess að sækja um styrki á heimasíðu Fríhafnarinnar, www.dutyfree.is/styrkur.
www.dutyfree.is
22
fimmtudagur 30. apríl 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Fjölmenn ráðstefna um nýjungar í skólastarfi K
UPPBYGGINGARSJÓÐUR SUÐURNESJA AUGLÝSIR EFTIR STYRKUMSÓKNUM
Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum. Uppbyggingarsjóður Suðurnesja er samkeppnissjóður. Auglýst er opinberlega eftir umsóknum og þær metnar út frá reglum sjóðsins. Hægt er að sækja um styrki í eftirfarandi flokkum: • Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar. • Styrkir á sviði menningar og lista. • Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningarmála. Öllum umsóknum skal skilað með rafrænum hætti á netfangið uppbyggingarsjodur@sss.is Umsóknarfrestur er framlengdur til 11. maí n.k. kl. 16:00. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum www.sss.is. Þar er hægt að nálgast umsóknareyðublað og kynna sér úthlutunarreglur sjóðsins. Eða hafið samband við Björk Guðjónsdóttur verkefnastjóra á netfangið bjork@sss.is eða í síma 420 3288. Athygli er vakin á því að styrkir sem áður voru veittir úr Menningarsamningi Suðurnesja og Vaxtarsamningi Suðurnesja sameinast nú undir heitinu Uppbyggingarsjóður Suðurnesja.
SÓKNARÁÆTLUN SUÐURNESJA
eilir, ásamt íslenskum og evrópskum samstarfsaðilum, stóðu fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um vendinám í skólastarfi 14. apríl síðastliðinn. Hátt í 400 kennarar og skólastjórnendur sóttu ráðstefnuna og fengu innsýn í hvernig hægt er að nýta vendinám og tækninýjungar við kennslu og þróun nýrra kennsluhátta. Vendinám gengur út á að snúa hefðbundinni kennslu snúið við. Fyrirlestrar og kynningar kennara eru vistuð á netinu og geta nemendur horft á þær eins oft og þeim sýnist og hvar sem þeim sýnist. Nemendur vinna aftur á móti heimavinnuna í skólanum, oft í verkefnum, undir leiðsögn kennara. Kennslustundir í skólanum verða fyrir vikið frábrugðnar hefðbundinni kennslu. Þar sem þetta form hefur verið reynt virðist lærdómurinn verða lifandi ferli sem virkjar nemendur á skemmtilegan hátt. Nám er alltaf á ábyrgð nemenda og undirbúningur fyrir verkefnatímana í skólanum er nauðsynlegur til þess að vinnan í skólanum nýtist á virkan hátt. Aðal fyrirlesarar ráðstefnunnar voru Jonathan B ergmann og Aaron Sams Jonathan Bergmann og Aaron Sams, forsprakkar vendinámsins og höfundar bókarinnar „Flip Your Classroom: Reach Every Student in Every Class Every Day“. Fyrirlestri þeirra var síðan fylgt eftir með hátt í tuttugu mismunandi vinnustofum þar sem kennarar víðsvegar af landinu kynntu tæki, tækni og kennsluhætti sem nýtast þeim í skipulagningu og framkvæmd vendináms. Í framhaldin af ráðstefnunni stóðu Jonathan og Aaron fyrir vinnubúðum fyrir um 60 skólastjórnendur og kennara um hvernig hægt er að innleiða vendinám í skólastarfi.
Þróun handbóka fyrir skóla sem vilja innleiða vendinám Haustið 2014 hlaut Keilir, ásamt samstarfsaðilum á Íslandi og í Evrópu, rúmlega þrjátíu milljóna króna styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins til þróunar á handbókum um innleiðingu vendináms í skólum þar sem upplýsingatækni er notuð til að auðga námsumhverfi nemenda. Verkefnið er til tveggja ára og nefnist „FLIP - Flipped Learning in Praxis“. Einkum verður leitast við að afmarka og gera grein fyrir þeim þáttum í innleiðingarferli sem stuðla að árangursríkri notkun upplýsingatækni, einstaklingsmiðuðu námsumhverfi, og verkefnamiðuðu námi. Meðal afurða verkefnisins eru handbækur fyrir kennara sem vilja innleiða vendinám, verða ráðstefnur og vinnubúðir fyrir kennara í samstarfslöndunum, samantekt á fyrirmyndarverkefnum og bestu starfsvenjum í vendinámi, uppsetning á opnum gagnagrunni þar sem aðilar geta deilt efni sem tengist innleiðingu og utanumhaldi vendináms. Háskólabrú Keilis er leiðandi aðili í vendinámi á Íslandi Á Háskólabrú Keilis er lögð megin áhersla á vendinám og hefur skólinn undanfarin ár markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur. Kennsluhættir miða við þarfir fullorðinna nemenda, miklar kröfur eru gerðar um sjálfstæði í vinnubrögðum og eru raunhæf verkefni lögð fyrir. Yfir 1200 nemendur hafa útskrifast úr Háskólabrú Keilis frá upphafi og hafa langflestir þeirra haldið áfram í háskólanám að því loknu. Keilir er eini skólinn sem býður upp á aðfararnám í samstarfi við Háskóla Íslands, sem þýðir að útskrifaðir nemendur Háskólabrúar hafa úr mestu námsframboði að velja af íslenskum skólum sem bjóða upp á aðfaranám.
KFC kynnir endurkomu ársins: ®
á næsta KFC veitingastað! ®
PIPAR \ TBWA •
SÍA •
150705
9 7 0 1. kr.
1.849 kr.
BOX
BBQ-Meltz, 3 Hot Wings, franskar, gos og Lindu kaffisúkkulaði
svooogott
™
FAXAFENI • GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUM HAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆ REYKJANESBÆ • SELFOSSI
WWW.KFC.IS
24
fimmtudagur 30. apríl 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir
Notum virkan ferðamáta!
Hjólum • Göngum • Hlaupum • Tökum strætó
Taktu þátt í Instagram-leik #hjólaðívinnuna
pósturu vf@vf.is
Margir áhugasamir á húsbílasýningu GE í Reykjanesbæ:
KIPPUR Í BÍLASÖLU
-öflug bílaþjónusta á Bolafæti hjá GE Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynnir:
6.–26. maí
Vinnustaðakeppni ÍSLENSKA SIA.IS ISI 73837 04/15
Skráning og nánari upplýsingar á
hjoladivinnuna.is
Samstarfsaðilar
Aðalstyrktaraðili
STÖRF HJÁ IGS 2015
„Bílasalan hefur verið að taka góðan kipp í annað sinn í vetur og vor og síðan átti þessi húsbílasýning að vera vorboðinn. Hún var það að öllu leyti nema hvað veðrið varðar,“ sagði Guðmundur Valgerisson bílasali í GE bílum í Reykjanesbæ. Bílasalan efndi til mikillar bílasýningar á húsbílum og voru fjölmargir sem komu og kynntu sér notaða húsbíla sem voru boðnir til sölu. Um var að ræða Fiat og Ford húsbíla og sagði Guðmundur þetta vera í fyrsta sinn sem svona sölusýning væri með notaða húsbíla. Fyrirtækið Touring cars hefur verið á Suðurnesjum síðan árið 2009. Eigendur eru finnskir og eru
með starfsemi í flestum norðurlöndunum. Þeir hafa verið í samstarfi við GE bíla, eru með aðsetur á Ásbrú og bjóða upp á 60 húsbíla til leigu. Hjá þeim starfa um tólf manns á sumrin. Húsbílarnir á sýningunni voru á 4,4 til 5,9 millj. kr. Guðmundur rekur GE bíla með Enok Holm félaga sínum en GE er með umboð frá BL og bjóða m.a. Hyundai, Nissan, BMW, Land Rover og Renault bíla. „Þetta er mikil bílaflóra og úr nægu að velja, allt frá litlum yfir í stærri bíla sem við erum með umboð fyrir,“ sagði Guðmundur en þeir reka einnig bílaverkstæði og bónstöð í sömu húsaröð við Bolafót í Njarðvík.
Séð inn í einn húsbílinn, rúmið uppi og gott pláss fyrir framan.
Við bjóðum fjölbreytileg og skemmtileg störf í spennandi umhverfi flugheimsins. IGS leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytileg og skemmtileg störf hjá fyrirtækinu. Um er að ræða störf í cateringu, hlaðdeild og flugvélaræstingu. Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi, stundvísi, sveigjanleika og árvekni. Unnið er á vöktum. Nánari upplýsingar um aldurstakmark og hæfniskröfur:
CATERING Starfið felst m.a. í útkeyrslu og annarri tengdri þjónustu sem fer um borð í flugvélar. Aldurstakmark 20 ár, almenn ökuréttindi, vinnuvélaréttindi æskileg, íslensku- og/eða enskukunátta.
HLAÐDEILD Lágmarksaldur 19 ár, almenn ökuréttindi, vinnuvélaréttindi æskileg, íslenska og/ eða enskukunnátta. RÆSTING FLUGVÉLA Lágmarksaldur 18 ár, almenn ökuréttindi, íslensku og/eða enskukunnátta.
Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS sjá www.igs.is fyrir 15. maí 2015.
Fjölmargir kíktu við hjá GE og skoðuðu húsbílana.
AÐALFUNDUR
Björgunarveitarinnar Þorbjörns, Björgunarbátasjóðs Grindavíkur og unglingadeildarinnar Hafbjörgu verður haldinn í húsi Björgunarsveitarinnar að Seljabót 10, fimmtudaginn 7. maí kl. 18:00. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Félagar fjölmennum! Björgunarsveitin Þorbjörn Björgunarbátasjóður Grindavíkur Unglingadeildin Hafbjörg
25
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 30. apríl 2015
-fréttir
pósturu vf@vf.is
AÐALFUNDIR DEILDA UMFN
verða haldnir í Íþróttahúsinu í Njarðvík og hefjast eftirfarandi daga: Frá undirritun samnings á milli Keilis og Matorku. F.v.: Sverrir Guðmundsson, forstöðumaður tæknifræðináms Keilis, Stefanía K. Karlsdóttir, forstöðumaður, viðskiptaþróunar Matorku og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis. VF-mynd: Hilmar Bragi
■■Samstarfssamningur milli Keilis og Matorku vegna fiskeldis við Grindavík:
Nýta rannsóknaraðstöðu í Keili fyrir nýtt 3000 tonna fiskeldi í Grindavík
K
eilir og Matorka hafa undirritað samstarfssamning. Markmið samningsins er að efla tengsl fyrirtækjanna á sviði rannsókna og þróunar. Þeim markmiðum hyggjast f y rir tæk in ná með nemendaverkefnum, reglulegum kynningarfundum, þ.m.t. vísindaferðum, störfum fyrir nemendur eftir aðstæðum hverjum sinni, möguleikum á að nýta rannsóknaraðstöðu Keilis, þróunarverkefnum í samstarfi fyrirtækjanna og í þátttöku í klasastarfi um þróun námsbrauta í líftækni. Fiskeldi muni gegna lykilhlutverki í matvælaframleiðslu til framtíðar. Árleg aukning í fiskeldi er 6-8% eða um 25 milljón tonn til ársins 2020. Aukning kemur bara úr fiskeldi því ekki verður veitt meira úr höfum heimsins. Í samtali við Víkurfréttir sagði Stefanía Katrín Karlsdóttir frá Matorku að mikilvægt væri að hafa þessa og nokkrar aðrar staðreyndir varðandi stöðu fisks í heiminum. Hún sagði að Evrópusambandið þarf að flytja inn 65% af fiski til innanlandsneyslu, Finnland 75%, Katar 95% og Indland um 70%. Brasilía, Rússland, Indland og Kína eru þau lönd eða markaðssvæði með lang mesta vöxtinn. Samkvæmt frétt Intra Fish í apríl er því spáð að Brasilía muni innan nokkurra ára taka við allri laxaframleiðslu frá Chile. Stefanía segir jafnframt að fiskeldi á Íslandi sé fyrst og fremst til útflutnings, á heimsmarkað, um allan heim og að Íslendingar geta tekið pólitíska ákvörðun um það hvort
þeir vilja vera stærri þátttakendur á ört vaxandi fiskneyslumarkaði í heiminum eða hvort þeir vilja öðrum það eftir. Matorka hyggst vera með í þeirri uppbyggingu sem framundan er í heiminum og nýta hinar einstöku aðstæður á Reykjanesi þar sem vatn frá Svartsengi skapar einstakar aðstæður. Matorka mun nýta sér þær aðstæður og koma upp mjög vistvænu kerfi til framleiðslu á nokkrum tegundum fiskar, s.s. laxi, bleikju og fleiri tegundum. Stefnt er að árlegri framleiðslu upp á 3.000 tonn í fiskeldisstöð sem mun rísa á iðnaðarsvæði vestan Grindavíkur í nágrenni við golfvöll þeirra Grindvíkinga. Í máli Hjálmar Árnasonar, framkvæmdastjóra Keilis, kom fram að samningur þessi væri í samræmi við tilganginn með starfi Keilis, þ.e. að vinna náið með fyrirtækjum til að efla verðmætasköpun og þróa nýsköpun. Fyrirtækin geta nýtt sér hinn góða tækjabúnað Keilis en geta einnig unnið með nemendum í tæknifræðinni að raunhæfum verkefnum. Samstarfið við Matorku er kjörinn vettvangur til þess. Slíkt fyrirkomulag er til hagsbóta fyrir alla aðila, fyrirtækin og ekki síst nemendur sem þannig fá að vinna að lifandi verkefnum. Hjálmar vakti einnig athygli á því að á Reykjanesi væri að verða til sterkur líftækniklasi. Keilir væri með í undirbúningi í samstarfi við líftæknifyrirtækin á svæðinu að byggja upp spennandi námsbraut á sviði líftækni.
4. maí 5. maí 6. maí
Sunddeild kl. 19:30 7. maí Júdódeild kl. 19:30 Þríþrautardeild kl. 19:30 11. maí Körfuknattleiksdeild kl. 19:30 Massi - kraftlyftingadeild kl. 19:30 12. maí Aðalstjórn UMFN kl. 19:30
Elskar þú kaffi?
Sumarstörf hjá Kaffitár Stapabraut. Í boði eru fjölbreytt störf í skemmtilegu vinnuumhverfi
Sölu- og þjónustufulltrúi á skrifstofu Kaffitárs Helstu verkefni • Þjónusta við viðskiptavini Kaffitárs • Öflun nýrra viðskiptavina • Áætlanagerð, undirbúningur og eftirfylgni • Frágangur pantana Hæfniskröfur: • Reynsla af sölumennsku • Hæfni og áhugi á mannlegum samskiptum • Áhugi fyrir kaffi • Góð almenn tölvukunnátta • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð Vinnutími 08:00 til 16:00 alla virka daga. Umsóknafrestur er til 8. maí 2015. Upplýsingar veitir Hildur Guðlaugsdóttir sölustjóri í síma 420 2703 eða á hildurgg@kaffitar.is.
– leggur heiminn að vörum þér
Kaffitár framleiðir og selur einungis úrvalskaffi. Við leggjum áherslu á gæði og ferskleika. Við erum skemmtileg, alúðleg, umhverfisvæn,litaglöð og líka röff og töff. Við setjum fólk í fyrirrúm og opnum hjarta okkar til að koma boðskap Kaffitárs til skila og tengjast viðskiptavinum okkar traustum böndum. Við kaupum kaffi án krókaleiða til að stuðla að þvi að við fáum besta kaffi sem völ er á og að bændurnir fái sanngjarnt verð fyrir vöru sína.
Laust starf hjá Kaffibrennslu Kaffitárs Helstu verkefni • Pakka og framleiða okkar gæða kaffi . • Önnur þau verkefni sem snúa að kaffinu og framleiðslu þess. Hæfniskröfur: • Viðkomandi þarf umfram allt að hafa áhuga á að læra nýja hluti. • Frumkvæði og rík þjónustulund • Færni í mannlegum samskiptum og hæfileiki til að vinna með öðrum. • Lyftarapróf æskilegt, þó það sé ekki skylda. Vinnutími 08:00 til 16:00 alla virka daga. Umsóknafrestur er til 8. maí 2015. Upplýsingar veitir Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir framleiðslustjóri í síma 420 2713 eða á kristbjorg@kaffitar.is.
kaffitar.is
Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001 Svona mun eldisstöð Matorku við Grindavík líta út.
26
fimmtudagur 30. apríl 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-aðsent
pósturu vf@vf.is
■■Jóhann Björnsson, formaður Siðmenntar, skrifar:
Borgaraleg ferming á Suðurnesjum Þ
að var ánægjulegt að fylgjast með 14 unglingum taka þátt í fyrstu borgaralegu fermingunni í mínum gamla heimabæ, Reykjanesbæ þann 18. apríl sl. Athöfnin fór fram að viðstöddu fjölmenni í sal Fjölbrautaskólans. Í kjölfar athafnarinnar hafa margir spurt hvað borgaraleg ferming sé? Fyrsta borgaralega fermingin fór fram hér á landi árið 1989 þegar sextán börn fermdust. Í ár eru þau 305. Borgaralegar fermingar tíðkast víðar en á Íslandi og eru sérstaklega vinsælar í Noregi. Þar fór fyrsta borgaralega fermingin fram árið 1951 og var þá Gro Harlem Bruntland, fyrrverandi forstætisráðherra Noregs, á meðal fermingarbarna. Tilgangur borgaralegrar fermingar er meðal annars að efla heilbrigð og farsæl viðhorf unglinga til lífs-
ins með uppbyggilegri fræðslu. Á fermingarnámskeiðunum er megináhersla lögð á að efla umhugsunarvirkni barnanna með því að þjálfa gagnrýna hugsun og þátttöku í heimspekilegum samræðum þar sem meðal annars er tekist á við ýmis siðferðileg álitamál. Eins og annars staðar þar sem borgaralegar fermingar tíðkast er orðið ferming notað enda hefur orðið ýmsar merkingar. Ein merking orðsins felst í að styðja og styrkja og er litið svo á að með borgaralegri fermingu sé verið að styðja og styrkja unga fólkið í að verða heilsteyptir og ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi. Félagið Siðmennt stendur fyrir borgaralegum fermingum og geta öll ungmenni tekið þátt burtséð frá trúar- eða lífsskoðunum. Jóhann Björnsson formaður Siðmenntar
ATVINNA Óskum eftir að ráða vanan mann með réttindi á minni vinnuvélar, einnig óskast verkamaður til starfa. Upplýsingar í síma 660 2480 eða 660 2488.
Fædd og uppalin í Keflavík
F
östudaginn 8. maí frá kl. 13:00 til kl. 18:00 verður kosið til sóknarprests við Keflavíkurkirkju. Alls bárust Biskupi Íslands 1944 undirskriftir frá sóknarbörnum í Keflavík sem óskuðu þess að kosning færi fram um embætti sóknarprests, sem dugði til þess að knýja fram kosningu. Er það mikill sigur fyrir sóknarbörn að fá að velja sér sjálf sóknarprest í stað þess að stóla á valnefnd Biskupsstofu sem fara þyrfti eftir fyrirfram skilgreindum tilmælum sem taka m.a. ekki mið af því að sóknarprestur hafi búsetu í bæjarfélaginu. Nú er ljóst að Sr. Erla Guðmundsdóttir sem starfað hefur við Keflavíkurkirkju í tæplega 10 ár og 6 ár sem prestur, er eini umsækjandinn um stöðu sóknarprest í Keflavíkurkirkju. Því verður kosið um hana eina. Það að enginn annar sæki um stöðuna gefur til kynna að prestar
lýsi yfir stuðningi við Sr. Erlu. Hún hefur sinnt starfi sínu af alúð og er vel liðin innan kirkjunnar. Erla er fædd og uppalin í Keflavík og hefur sterk tengsl við bæjarfélagið. Hún hefur unnið frábært uppbyggingarstarf undir handleiðslu og í samstarfi við Sr. Skúla og Sr. Sigfús prestana við Keflavíkurkirkju. Safnaðarstarfið með þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum og sú sátt sem ríkt hefur í söfnuðinum undanfarin ár er rómuð langt út fyrir Keflavíkurkirkju. Við stuðningsmenn Sr. Erlu erum sannfærð um að hún sé bæði vel að embættinu komin og reynslumikill prestur. En til þess að hún hljóti góðan byr í nýtt hlutverk þarf hún áframhaldandi stuðning þinn lesandi góður. Þú þarft að koma og kjósa. Kosið er í Oddfellowhúsinu Grófinni 6, í Keflavík eftirtalda daga:
25% - 30 % AFSLÁTTUR AF ÖLLUM KERTUM Opið fimmtudag 30. apríl til sunnudagsins 3. maí kl. 13:30 - 18:30.
JÖKLALJÓS KERTAGERÐ Grófin 2 við Duus Hús, Keflavík
Stuðningsmenn sr. Erlu Guðmundsdóttur.
Séra Erla verðskuldar atkvæði þitt Þ
egar Erla Guðmundsdóttir kom í fyrsta skiptið inn á skrifstofuna mína, í ágústmánuði 2006, sagði ég henni að Keflavíkursókn ætti eftir að verða besti söfnuður á Íslandi. Ekki vissi ég á þeirri stundu hvernig við ætluðum að ná því markmiði, og raunar er minnist ég þess ekki að hugmyndin hafi áður kviknað í kolli mínum. Eftir á að hyggja, þá var það þessi nýjasti liðsmaður kirkjunnar, sem lét mig missa þessa yfirlýsingu út úr mér. Áhugi hennar var svo smitandi og ekki fór á milli mála hversu sterkar taugar hún bar til safnaðarins. Erla - eða séra Erla eins og hún varð síðar - er Suðurnesjakona eins og þær gerast bestar. Hún á ættir að rekja til fólks sem ól önn fyrir Keflavíkurkirkju, ræsti hana, snyrti og lagaði það sem laga þurfti. Formæður hennar saum-
uðu altarisdúka og lögðu mikið á sig til að þetta hjarta samfélagsins, væri um leið prýði þess og stolt. Þetta fólk leit á hina öldnu og tignarlegu byggingu sem framlengingu af eigin heimili og eigin lífi og þannig hugsar séra Erla líka. Ekki er annað hægt en að hrífast af þeim metnaði sem hún ber til safnaðarstarfsins. Upp úr þeim jarðvegi vann söfnuðurinn sín afrek. Já, kraftaverkin áttu eftir að gerast. Á sama tíma og kirkjan var skuldug upp fyrir hnettina tvo sem tróna á turninum, reif hópur leiðtoga kirkjustarfið upp í sögulegar hæðir. Á þeim dögum þegar samfélagið suður með sjó var í áfalli eftir þá miklu ágjöf sem fylgdi brottflutningi hersins og heilu efnahagshruni, blómstraði grasrótarstarfið í Keflavíkurkirkju. Þegar aðrir söfnuðir á Íslandi drógu svo úr æskulýðsstarfi að það varð vart svipur hjá sjón, streymdi fólk í barnastarfið í Keflavíkurkirkju. Í samstarfi við KFUM og KFUK á Suður-
■■Páll Valur Björnsson skrifar:
Í
JÖKLALJÓS KERTAGERÐ FLYTUR
Við hvetjum alla Keflavíkinga til þess að gefa sér tíma og kjósa, það skiptir okkur öll máli og mikilvægt að Biskup Íslands sjái að nýr sóknarprestur njóti trausts og hafi sterkan stuðning sóknarbarna Keflavíkurkirkju. Styðjum Sr. Erlu í embætti sóknarprests Keflavíkurkirkju.
■■Séra Skúli Ólafsson skrifar:
Samfélag án aðgreiningar
RÝMINGARSALA
Mánudaginn 27. apríl frá kl. 15:00 til kl. 18:00. Miðvikudaginn 29. apríl frá kl. 15:00 til kl. 18:00. Laugardaginn 2. maí frá kl. 13:00 til kl. 16:00. Þriðjudaginn 5. maí frá kl. 15:00 til kl. 18:00. Kjördagur er síðan föstudaginn 8. maí frá kl. 13:00 til kl. 18:00
lögum um grunnskóla segir að nemendur eigi rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum grunnskóla án aðgreiningar, án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis. Að mínu mati er þetta mjög góð stefna. Engin tvö börn eru eins. Skólinn á að laga sig að því og að þörfum þeirra. Öll börn eiga rétt á að fá að vera með öðrum börnum í námi og leik. Ekkert barn á að útiloka eða beita mismunun. Ég held líka að þessi stefna um skóla án aðgreiningar sé ekki bara mjög góð fyrir þau börn sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Ég er jafnsannfærður um að hún er ekki síður góð fyrir þau börn sem ekki þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Það er nefnilega svo þroskandi að kynnast alls konar fólki og mismunandi aðstæðum þess, læra að setja sig í spor annarra og taka tillit til þeirra. Ef börnin okkar læra það vel njóta þau sín öll miklu betur í samfélagi sem byggist á virðingu fyrir öðru fólki, tækifærum fyrir alla, tillitssemi og málamiðlunum. Og ég held að við viljum öll að börnin okkar tileinki sér þá hæfni og það hugarfar.
Betra samfélag
Ef við gerum þetta almennilega verður samfélagið okkar ekki bara manneskjulegra og mannlífið fjölbreyttara og skemmtilegra. Við förum þá líka mun síður á mis við þann mikla mannauð sem býr í öllum þeim fjölmörgu börnum sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda í námi sínu, sum tímabundið en önnur lengur. Þannig fá þau tækifæri til að vera með og leggja sitt af mörkum eftir getu hvers og eins. Skóli án aðgreiningar sem er vel búið að stórbætir því ekki bara lífsgæði mjög margra barna og aðstandenda þeirra. Hann eykur einnig mikið líkur á að börnin nái árangri í náminu og finni sér
störf við hæfi þegar þau verða fullorðin. Það er því til mjög mikils að vinna. Það er afar mikil sóun að láta marga verða óvirka í samfélaginu og lenda jafnvel út á jaðri þess og þurfa þess vegna á miklum og kostnaðarsömum stuðningi að halda, jafnvel ævina á enda.
Hvernig stöndum við okkur
En hvernig búum við að skólunum sem eiga að vera án aðgreiningar þannig að börnin okkar fái notið þeirra tækifæra sem í því felast og geti tekið virkan þátt í samfélagi án mismununar? Við stöndum okkur alls ekki nógu vel í því, finnst mér. - Og hvers vegna finnst mér það? Vegna þess að við leggjum allt of lítið í að greina þarfir þeirra mörgu barna sem þurfa á stuðningi að halda. Og það þó að þær greiningar séu augljóslega forsenda þess að skólarnir og kennararnir geti vitað hverjar þarfir þeirra eru. Er ekki augljóst að þannig geta þeir miklu betur sniðið kennsluna að þörfum hvers og eins barns og veitt þeim þann stuðning sem mestum árangri skilar. Biðlistar og biðtími eftir nauðsynlegum greiningum fyrir börn sem eru með einhvers konar raskanir vegna fötlunar, ofvirkni og/eða athyglisbrests (ADHD), einhverfu eða af geðrænum ástæðum eru of allt of langir. Börn með talmein og málþroskaraskanir eru mjög mörg og það spillir lífsgæðum þeirra og möguleikum til náms og þar með tækifæra í lífinu ef þau fá ekki viðeigandi greiningar og þjálfun þegar þau eru ung. Þjónusta við þessi börn er allt of ómarkviss og mismunandi milli sveitarfélaga og þjónustusvæða og svo er oft kostnaðarsamt að sækja hana sem leiðir augljóslega til að börnunum er mismunað vegna fjárhagsstöðu foreldra eða félagslegra aðstæðna.
Aðstæður kennara
Endurmenntun er skorin við nögl fyrir kennara um hvernig megi koma auga
nesjum, útskrifaði söfnuðurinn leiðtoga á sviði æskulýðsmála í stórum stíl. Fermingarfræðslan batnaði ár frá ári og sífellt fjölgaði sigrunum. Nýtt fólk slóst í hópinn með nýja krafta og endalausar hugmyndir, innblásið af þeirri elju sem fylgir séra Erlu. Það gerist ekki oft að ég reynist sannspár, en þarna síðsumars fyrir níu árum hitti ég naglann á höfuðið. Núna hefur þessi söfnuður tækifæri á að sýna prestinum með Suðurnesjahjartað stuðning sinn. Það gerir fólk með því að greiða henni atkvæði í þeim kosningum sem framundan eru. Sannarlega var það mikið brautargengi að 1944 kosningabær sóknarbörn skyldu undirrita yfirlýsingu um að kosning fari fram. Nú þarf að stíga skrefið til fulls og setja x við séra Erlu. Hún verðskuldar það og Keflavíkurkirkja mun áfram blómstra með hana sem sóknarprest. Skúli Ólafsson
á ýmiss konar raskanir hjá börnum og hvernig árangursríkast er að mæta þörfum þeirra í námi og félagslega. Og þá segja talsmenn samtaka sem vinna með hagsmuni barna að leiðarljósi að ekki sé lögð mikil áhersla á þá þekkingu og þjálfun í skyldunámi fyrir alla kennaranema sem stunda nám í kennaraskólum sem ríkið rekur. Þetta sama ríki hefur sett stefnuna góðu um skóla án aðgreiningar sem gerir ráð fyrir því að börnum með sérþarfir sé kennt með öðrum börnum og í sömu skólastofum og af öllum kennurum. Er þetta ásættanlegt? - Er nægilega vel að því staðið af hálfu menntamálayfirvalda að hrinda stefnu um skóla án aðgreiningar í framkvæmd og búa þannig að skólum og kennurum að þeir geti náð þeim mikilvægu markmiðum sem að er stefnt? Nei, því miður svo er alls ekki. - Og þetta er að sjálfsögðu langt frá því að vera ásættanlegt.
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna
Ísland fullgilti Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 1992 og hann hefur verið tekinn í íslensk lög. Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna sem hefur eftirlit með því hvernig aðildarríki að sáttmálanum uppfylla skyldur sínar hefur gert alvarlegar athugasemdir við hversu langir biðlistar og biðtími er á Íslandi eftir greiningum fyrir börn með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) og aðrar slíkar raskanir. Finnst okkur viðunandi að þetta sé svona í okkar ríka landi og að ekki hafi verið úr þessu bætt þó að þetta stangist á við skyldur okkar samkvæmt Barnasáttmálanum ? Eigum við ekki að leyfa Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna að einbeita sér að því að bæta kjör og stöðu barna í mjög fátækum löndum þar sem fjárskortur er raunverulegt vandamál og hindrun. Hjá okkur er þetta bara spurning um vilja stjórnvalda og forgangsröðun. Páll Valur Björnsson Þingmaður Bjartrar framtíðar
27
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 30. apríl 2015
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
Vortónleikar Karlakórs Keflavíkur
Það voru margir á sviðinu í leikverkinu Árshátíð í Ævintýraskógi.
Þ
Vel heppnuð List án landamæra
H
úsfyllir var á opnundegi listahátíðarinnar „List án landamæra“ en hún var sett í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ sl. laugardag. Þetta var í 7. sinn sem hátíðin er haldin á Suðurnesjum en hún er samstarf sveitarfélaganna á svæðinu og Miðstöðvar Símenntunar, MSS.
af Bestu vinum í bænum og Leikfélagi Keflavíkur. Höfundar og leikstjórar voru Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir. Þessra uppákomur í Frumleikhúsinu heppnuðust mjög vel og síðan var stór hluti dagskrárinnar einnig á sunnudag.
að er margt sem minnir á komu vorsins þó svo að veðrið minni helst á einhverja aðra árstíð núna um mundir. Einn af þessum vorboðum eru vortónleikar Karlakórs Keflavíkur. Þeir eru fastur liður í vorkomunni og menningarlífinu hér á Suðurnesjum. Að þessu sinni verða vortónleikarnir í Hljómahöllinni dagana 4. og 6. maí og hefjast þeir kl. 20:30. Að venju er efnisskráin metnaðarfull og fjölbreytt, frá hefðbundnum íslenskum og erlendum karlakóralögum yfir í popp. Í efnisskránni eru fjölmörg lög eftir tónskáld frá Suðurnesjum og er ástæða þess að kórinn hefur í vetur unnið að undirbúningi fyrir hið svokallaða Kötlumót sem haldið verður í Reykjanesbæ í október. Á Kötlulmótum koma karlakórar af
Suður- og Vesturlandi saman og flytur hver kór sína dagskrá auk þess sem að allir kórarnir sameinast á stórtónleikum sem haldnir verða í Atlantic Studios. Meginþema Kötlumótsins verður tónlist sem samin hefur verið af Suðurnesjamönnum og er tilgangurinn að kynna gestum mótsins það sem héðan kemur. Söngstjóri Karlakórs Keflavíkur er Guðlaugur Viktorsson sem tók aftur við stjórnartaumunum sl. haust eftir tveggja ára fjarveru. Einsöngvarar með kórnum eru Kristján Þ. Guðjónsson, Ingólfur Ólafsson og Sólmundur Friðriksson. Undirleikarar eru Aðalheiður Þorsteinsdóttir á píanó og Jón Rafnsson á bassa. Karlakórinn lofar góðri skemmtun bæði kvöldin og hvetur tónelskandi Suðurnesjafólk til að láta sjá sig.
Manuel Björn Gomes Jóhannsson, 18 ára Sandgerðingur og nemi á starfsbraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sýndi tölvugerðar myndir sem hann vann í listáfanga FS.
PIPAR\TBWA • SÍA • 150688
Lúðvík Ágústsson nemandi í 3. bekk í Akurskóla er með sýningu í Kaffitári sem lýkur 2. maí. „Snillingur í teikningu“ er sagt um peyjann. Hér er hann með Önnu Lóu Ólafsdóttur forseta bæjarstjórnar.
Í boði var fjölbreytt dagskrá, myndlist og leiklist þar sem fatlaðir og ófatlaðir unnu saman. Í frumleikhúsinu var frumsýnt skemmtilegt myndband þar sem fatlaðir félagar úr Hæfingarstöðinni fóru á kostum en þeir unnu það með Sindra Jóhannssyni. Þá var einnig frumflutt verkið Árshátíð í Ævintýraskógi
- í Hljómahöll 4. og 6. maí nk.
Öflug fjáröflun fyrir hópinn Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins
Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða næsta útibú Olís og leitið tilboða.
Reykjanesbær Grindavík
Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.
420 1000 426 7500
www.rekstrarland.is
Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100
28
fimmtudagur 30. apríl 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 5. maí kl. 13:30.
ðalánasjóður, fimmtudaginn 5. maí kl. 11:35.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir
Hlíðarvegur 56 fnr. 209-3526, Njarðvík , þingl. eig. Guðmundur Örn Björnsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær og HS Veitur hf., fimmtudaginn 5. maí kl. 08:45.
Skólabraut 5, fnr. 227-3940, Njarðvík , þingl. eig. Þórður Sigurðsson og Kolbrún Ágústsdóttir, gerðarbeiðandi Reykjanesbær, fimmtudaginn 5. maí kl. 09:00.
Arnarvöllur 4 fnr. 232-2544, Keflavíkurflugvöllur , þingl. eig. Vesturvör 34 ehf., gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf., fimmtudaginn 5. maí kl. 15:25. Engjadalur 2 fnr. 228-8373, Njarðvík , þingl. eig. Margrét Unnur Jónsdóttir Núpan, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 5. maí kl. 09:40. Faxabraut 31b fnr. 208-7445, Keflavík , þingl. eig. Vallarás ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 5. maí kl. 13:40. Greniteigur 18 fnr. 208-7774, Keflavík , þingl. eig. Anna María Cornette, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 5. maí kl. 14:10. Grímsholt 1 fnr. 228-8165, Garður , þingl. eig. Sigurrós Ösp Rögnvaldsdóttir og Atli Rúnar Hólmbergsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Íslandsbanki hf., fimmtudaginn 5. maí kl. 14:30. Heiðardalur 2, fnr. 228-2611, Vogar , þingl. eig. Júlíus Örn Kristinsson og Oddfríður Steinunn Helgadóttir, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf, fimmtudaginn 5. maí kl. 10:25.
+ www.vf.is
83% LESTUR
Heiðargerði 29 d fnr. 209-6449, Vogar , þingl. eig. Nujaree Mooreechat, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 5. maí kl. 10:05. Heiðarvegur 14 fnr. 208-9023, Keflavík , þingl. eig. Friðrik Þór Konráðsson og Íris Dröfn Johansen, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og
Hofgerði 8b fnr. 209-6470, Vogar , þingl. eig. Þóranna Þórarinsdóttir og Kristmann Klemensson, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., fimmtudaginn 5. maí kl. 10:15. Hvassahraun 3 fnr. 233-3195, Vogar , þingl. eig. Sigrún Guðna Gunnlaugsdóttir, gerðarbeiðandi Arion banki hf., fimmtudaginn 5. maí kl. 10:50. Klapparbraut 4 fnr. 209-5587, Garður , þingl. eig. Magnús Jónsson og Ragnheiður G Ragnarsdóttir, gerðarbeiðendur Sveitarfélagið Garður og Íslandsbanki hf. og Sýslumaðurinn á Blönduósi, fimmtudaginn 5. maí kl. 14:40. Lækjamót 67 fnr. 229-0724, Sandgerði , þingl. eig. Guðbjörg Sigríður Óskarsdóttir og Hans Ómar Borgarsson, gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og Íbúðalánasjóður og Sandgerðisbær og Sandgerðisbær, fimmtudaginn 5. maí kl. 15:05. Mávatjörn 10 fnr. 228-4377, Njarðvík , þingl. eig. Victoria Nunez Cavazos og Stefán Hjálmarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 5. maí kl. 09:20. Pósthússtræti 1 fnr. 227-2486, Keflavík , þingl. eig. Ástfríður Svala Njálsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, fimmtudaginn 5. maí kl. 15:40.
Stapabraut 5 fnr. 229-0262, Njarðvík , þingl. eig. Stapabraut ehf., gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Reykjanesbær, fimmtudaginn 5. maí kl. 09:30. Suðurgata 28 fnr. 209-0717, Keflavík , þingl. eig. Damian Mariusz Bialkowski, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 5. maí kl. 13:20. Sunnubraut 6 fnr. 209-0820, Keflavík , þingl. eig. Helgi Björnsson, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 5. maí kl. 13:50. Tjarnabakki 4 fnr. 228-8317, Njarðvík , þingl. eig. Davíð Örn Hallgrímsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 5. maí kl. 09:10. Túngata 15 fnr. 209-5179, Sandgerði , þingl. eig. Salóme Kristín Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 5. maí kl. 14:55. Þverholt 14 fnr. 209-1341, Keflavík , þingl. eig. Gunnólfur Árnason og Fanney Bjarnadóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 5. maí kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 28 apríl 2015 Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns.
Sjónarhóll 129156 fnr. 209-2702, Grindavík , þingl. eig. Helgi Einar Harðarson, gerðarbeiðandi Íbú-
420 4000 Guðlaugur H. Guðlaugsson Löggiltur fasteignasali
Halldór Magnússon Löggiltur fasteignasali
Haraldur Freyr Guðmundsson Sölumaður
LÆ
KK
AÐ
VE
RÐ
!
studlaberg.is
Akurbraut 36 – 260 Njarðvík
Heiðarból 65 – 230 Keflavík
Vatnsholt 24 – 230 Keflavík
Aðalgata 1 – 230 Keflavík
33.500.000,-
40.000.000,-
29.300.000,-
21.500.000,-
Hátún 39 – 230 Keflavík
Svölutjörn 48 – 260 Njarðvík
219m2 einbýli þar af 55m2 bílskúr. Fimm svefnherbergi, pallur með heitum pott. Eign staðsett innst í botnlanga.
135m2 parhús þar af 33 fm bílskúr. Tvö svefnherbergi, 12 fm sólskáli
94m2 íbúð á fjórðu hæð. Tvö svefnherbergi, svalir sem snúa í suður. Þvottarhús og geymsla er í íbúð
LÆ
KK
AÐ
VE
RÐ
!
134m2 raðhús þar af 29.7m2 bílskúr. Þrjú svefnherbergi, 140 fm pallur með heitum pott. Stutt í skóla og leikskóla.
Hlíðarvegur 11 – 260 Njarðvík
Brekkustígur 18 – 260 Njarðvík
157 fm hæð þar af 31 fm bílskúr. Tvö svefnherbergi möguleiki á þremur.
182m2 parhús þar af 39m2 bílskúr. Fimm svefnherbergi, tvö baðherbergi. Búið að endurnýja mikið
156m2 raðhús þar af 35m2 bílskúr. Þrjú svefnherbergi, góð timburverönd. Stutt er í skóla og leikskóla.
34.000.000,-
29.900.000,-
27.700.000,-
30.500.000,-
160m2 einbýli þar af 31m2 bílskúr. Þrjú svefnherbergi, mikið endurnýjuð eign. Flott hús á góðum stað í Njarðvík.
Stuðlaberg - Hafnargata 20 - 230 Reykjanesbæ - Sími 420 4000 - www.studlaberg.is
29
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 30. apríl 2015
-fs-ingur
ATVINNA
vikunnar
Úlpan er uppáhalds flíkin Lovísa Ósk Davíðsdóttir er 16 ára Keflvíkingur og er á náttúrufræðibraut í FS. Hún segist oft vera mjög sein og líka vera löt en gæti hugsað sér að verða flugmaður. Helsti kostur FS?
Flestar vinkonur mínar eru í þessum skóla og ég þarf ekki að fara langt til þess að komast í skólann. Áhugamál?
Körfubolti og að vera með vinum. Hvað hræðistu mest?
Að smakka eitthvað sem að mér finnst vont. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Emelía Ósk eða Thelma Dís fyrir að vera góðar í körfubolta.
Hvað sástu síðast í bíó?
Of langt síðan að ég fór í bíó þannig að ég man ekki hvað ég sá síðast. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Meiri fjölbreytni.
Hver er þinn helsti galli?
Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
Ég nota og svo mjög oft. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Er oft mjög sein og svo er ég líka löt.
Mér finnst það bara mjög fínt.
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?
Mér langar að verða flugmaður en er samt ekki alveg viss.
Snapchat, Twitter og Facebook.
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Hver er best klædd/ur í FS?
Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Get ekki valið einhvern einn ákveðinn.
Sjónvarpsþættir:
Hljómsveit/tónlistarmaður:
Ég myndi hafa engin lokapróf.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Hún Emelía Ósk er mjög fyndin.
Eftirlætis kennari.
Kennari:
Þorvaldur íslensku
Greys Anatomy.
Beyonce. Leikari:
Leonardo DiCaprio.
Fag í skólanum:
Vefsíður:
Mér finnst eiginlega öll fögin mén leiðinleg þessa önn en danska hjá Rósu er alveg ágæt.
Facebook og svo hlusta ég stundum á lög á Youtube. Flíkin: Kvikmynd:
Ég get ekki valið einhverja eina ákveðna, svo margar sem að koma til greina.
Úlpan mín. Skyndibiti:
Subway.
Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)?
Natteravn sem er danskt lag.
-ung
Happy með Pharell lýsir mér best Geri oftast heimavinnuna og fer síðan á æfingu. Hver eru áhugamál þín?
Að æfa taekwondo er stærsta áhugamálið mitt. Uppáhalds fag í skólanum?
Íþróttir og stærðfræði er skemmtilegast. En leiðinlegasta?
Samfélagsfræði og náttúrufræði. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?
Ariana Grande eða Beyonce. Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?
Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag?
Myndi hrekkja allar vinkonur mínar. Hvað er uppáhalds appið þitt?
Besta: Bíómynd?
Divergent og The Mortal Instruments: City of Bones. Sjónvarpsþáttur?
The Fosters, Pretty Little Liars og The Vampire Diaries.
Ekkert sérstakt lag en myndi segja Happy með Pharrell.
Matur? Allt sem mamma og pabbi
Vefsíða?
Leikari/Leikkona?
Shailene Diann Woodley.
Húsgagnahreinsun. Djúphreinsun á borðstófustólum, hægindarstólum, sófasettum, rúmdýnum og teppum / mottum. Einnig leðurhreinsun á áklæði. s 7808319
Hvaða lag myndi lýsa þér best?
Fatabúð?
Drykkur? Vatn
smáauglýsingar
Þrif óskast ,við íbúð sem leigist ferðamönnum. Getur verið mikil vinna í sumar. Góð laun í boði. Sími: 699-4613
Félagsskapurinn, gangaverðirnir og kennararnir.
Tónlistarmaður/Hljómsveit?
elda er geðveikt gott.
Securitas er stærsta öryggisþjónustufyrirtæki landsins með um 400 starfsmenn. Securitas rekur útibú og starfsstöðvar víða um land, m.a. á Reykjanesi, en höfustöðvar fyrirtækisins eru í Reykjavík. Hjá Securitas starfar metnaðarfullt starfsfólk sem leggur áherslu á að veita frábæra þjónustu. Mikil áhersla er lögð á þjálfun og starfsþróun. Störfin henta bæði körlum og konum.
Hvað er skemmtilegast við Holtaskóli?
Mjög ákveðinn og dugleg í því sem ég tek mér fyrir hendur.
Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?
Ariana Grande og Beyoncé.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Securitas Reykjanesi, Hafnargötu 60, Reykjanesbæ, sími 5807200, netfang reykjanes@securitas.is. Umsóknir berist fyrir 10. maí í gegnum heimasíðu fyrirtækisins; www.securitas.is
Smiðir með margra ára reynslu eru að bæta við sig verkefnum. Hröð og góð þjónusta Gluggaviðgerðir og hurðir Rúðuskipti Sólpallar og skjólveggir Uppsetning innréttinga Parketlagnir Milliveggir - Gips Þakviðgerðir Húsaklæðningar einstaklingar og húsfélög Uppl Rúnar 8669103 Daniel 6926025 drverk@gmail.com
Mjög venjulegur og þægilegur.
Facebook og Snapchat.
Að vera ósýnileg.
Umsækjendur þurfa að geta framvísað málaskrá lögreglu og sækja undirbúningsnámskeið.
Færi myndefni sligdes negativur vidéó Og annað myndefni á DVD. Sími 8637265 siggil@simnet.is
Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu?
Íslensku söngvarana eins og Páll Óskar og fl.
Sumarafleysingar og framtíðarstörf. Nánari lýsingar á störfum og hæfniskröfum er að finna á heimasíðu fyrirtækisins www.securitas.is.
ÞJÓNUSTA
Hver er frægastur í símanum þínum? Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?
• 18 ára aldurstakmark og góð enskukunnátta. • Fastar vaktir – ýmsar útgáfur af starfshlutfalli. • Útkall vegna álags og forfalla – hentar vel með öðrum störfum (snemma á morgnana, eftirmiðdag, kvöld og helgar).
-
Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum?
Mamma.
Almennar hæfniskröfur: Hreint sakavottorð - Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum - Sjálfstæð vinnubrögð og metnaður að gera vel.
Hafnargötu 60, 230 Reykjanesbæ, s. 580 7000
Hvað er draumastarfið í framtíðinni?
Vera atvinnukona í taekwondo.
ÞJÓNUSTA VIÐ FATLAÐA OG HREYFIHAMLAÐA Í FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR
Securitas Reykjanesi
Ástrós Brynjarsdóttir er í 10. bekk í Holtaskóla. Henni finnst félagsskapurinn, gangaverðirnir og kennararnir það besta við skólann. Henni finnst allt gott sem foreldrar hennar elda. Hvað gerirðu eftir skóla?
Vegna aukinna verkefna vantar okkur enn fleiri starfsmenn.
Enginn sérstakur sem stendur upp úr sem ég man eftir. Topshop og Forever 21. Facebook. Bók? Afbrigði
og Skrifað í stjörnurnar.
Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
NÝTT
Forvarnir með næringu
Opið alla daga fram á kvöld
STAPAFELL
Hafnargötu 50, Keflavík
www.vf.is Verið velkomin
á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
30
fimmtudagur 30. apríl 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-íþróttir
■■ Skólastjóri Holtaskóla segir hefðir vinna vel með og bera árangur:
„Krakkarnir vilja þetta“
„Eins og við segjum oft þá er alltaf gaman að ná árangri og það er ekki bara í íþróttum, heldur á öðrum sviðum eins og upplestrarkeppninni, sundkeppni, stærðfræðikeppninni í FS o.s.frv. Við erum með alls konar ferla í skólanum þar sem við erum að ná flottum árangri,“ segir Eðvar Þór Eðvarðsson, fyrrverandi sundkappi og skólastjóri Holtaskóla eftir sigurhátíð sem haldin var eftir sigur skólahreystisliðsins í sl. viku. Eðvar sagði að augljósar framfarir væru hjá nemendum á öllum sviðum og því sé sigur Holtaskóla
í Skólahreysti svona hálfgerður bónus. „Þetta er líka ytri hlutinn á starfinu sem heldur betur hefur skilað sér síðustu misseri, eins og þetta sýnir. Höfum sigrað í fjögur skipti á fimm árum. Við getum hætt að tala um að það sé einhver hending að það gerist. Þetta hlýtur að vera skipulagt og gott starf hjá okkur sem verður til þess að þessi árangur næst.“ Skólahreystivalið skilaði árangri Spurður um hvað það sé sem geri það að verkum að skólinn nær svona miklum árangri segir Eð-
varð Þór að fyrir um sex til 7 árum hafi hann rætt við íþróttakennarar í Reykjanesbæ um það hvað gæti valdið því að við næðum ekki inn í úrslit. „Árið eftir settum við þunga í þetta og fórum af stað með Skólahreystival sem er vel sótt. Í dag stunda 70 krakkar það í 8.-10. bekk. Það er bara þannig að hefðirnar vinna vel með og kennararnir Beggi og Einar vita upp á hár hvernig þetta virkar. Krakkarnir vilja þetta. Maður sér glampann í augunum á nemendum í 1. - 2. bekk. Þau horfa á þetta og góðan árangur á undanförnum fimm árum. Þegar maður nær upp góðri
Til hamingju Holtaskóli! Við óskum Holtaskóla til hamingju með glæsilegan sigur í Skólahreysti. Enn á ný náðu skólar úr Reykjanesbæ frábærum árangri í keppninni. Landsbankinn er stoltur bakhjarl Skólahreysti.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
hefð þá er auðvelt að viðhalda henni. Það er stór þáttur.“ Samkeppnin harðnar ár frá ári Eðvarð Þór segir að það virðist einnig sem endalaust uppspretta sé af krökkum sem séu góðir keppendur, nánast nýr hópur á hverju ári. Og góðir þjálfarar. Skólinn finni vel fyrir viðbrögðum og ánægju fólks með árangurinn. „Þetta er gríðarlega stór sjónvarpsviðburður og svo hefur Heiðarskóli unnið tvisvar og skemmtileg samkeppni hefur skapast á milli skólanna. Okkar samfélag er mjög meðvitað um þessa keppni og allir
óska til hamingju og það er gríðarlega gaman að þessu.“ Spurður um viðmið við stóru skólana á höfuðborgarsvæðinu segir Eðvarð Þór að skólarnir í Reykjanesbæ séu í raun á eftir þeim í árangurssögunni. „Keppnin byrjaði 2005 og Heiðarskóli vann 2010. Við setjum mikið í þetta og áhuginn er hjá krökkunum. Það er það sem skiptir máli. Við verðum líka að horfa á það að aðrir skólar eru líka að bæta sig, fleiri sem eru með Skólahreysti í vali hjá sér. Það er því orðið erfiðara á ná toppárangri í þessu og því er þetta enn skemmtilegra fyrir vikið, “ segir Eðvarð Þór.
31
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 30. apríl 2015
pósturu siddi@vf.is
Nesarar bestir í boccia N
es gerði afbragðsgott mót á Sveitakeppninni í boccia sem fram fór í Kaplakrika dagana 11.-12. apríl sl. Nes landaði gullog silfurverðlaunum í 1. deild og fögnuðu Suðurnesjamenn sigrinum vel og innilega í Hafnarfirði. Stór hópur frá félaginu tók þátt í mótinu og hefur aldrei verið stærri en mikil gróska er í starfinu hjá Nesi. Lokastaðan á Íslandsmótinu í sveitakeppni í boccia - 1. deild:
1. sæti Nes - 1: Konráð Ragnarsson, Arnar Már Ingibergsson og Ragnar Lárus Ólafsson 2. sæti Nes - 2: Vilhjálmur Jónsson, Sigríður Karen Ásgeirsdóttir og John William Boyd 3. sæti Akur 3: Helga Helgadóttir, Guðrún Thelma Svansdóttir og Védís Elva Þorsteinsdóttir.
Pepsi deildin hefst á sunnudag Glæsilegur sigur Holtaskóla
H
oltaskóli sigraði nokkuð sannfærandi í Skólahreysti 2015 en úrslitakvöldið var í Laugardalshöllinni í sl. viku og var sýnt. Þetta var í fjórða sinn á fimm árum sem skólinn ber sigur úr býtum.
Annar skóli frá Suðurnesjum, Heiðarskóli í Keflavík var í úrslitum og endaði hann í 4. sæti en hann vann í fyrra og árið 2009. Síðustu sjö árin hafa Holta- og Heiðarskóli sigrað sex sinnum.
Keppni í Pepsi deild karla hefst á sunnudag þegar Keflvíkingar á móti Víkingum á Nettóvellinum. Báðum liðum er spáð fyrir neðan miðja deild þetta tímabilið en Víkingar enduðu í 4. sæti deildarinnar í fyrra á meðan Keflvíkingar börðust fyrir lífi sínu í deildinni fram á haust. Talsverðar breytingar hafa átt sér stað á leikmannahópi Keflavíkur frá því í fyrra og ber þar hæst að nefna að Hólmar Örn Rúnarsson og Guðjón Árni Antoníusson hafa snúið aftur heim eftir farsæl ár hjá FH. Þá hefur Alexander Magnússon komið til liðsins frá Grindavík og hinn ungi Indriði Áki Þorláksson kemur á láni frá FH. Keflavíkingar hafa einnig fengið til sín markvörðinn Richard Arends. Liðið hefur þá missti lykilmanninn Elías Ómarsson sem samdi við lið Valerenga í Noregi eftir síðasta tímabil. Leikur Keflavíkur og Víkings hefst kl. 19:15 á Nettóvellinum á sunnudag.
Engir Íslandsmeistaratitlar til Suðurnesja XXTímabilinu í körfunni er formlega lokið hjá öllum Suðurnesjaliðunum en það var ljóst á mánudagskvöld þegar Keflavíkurstúlkur töpuðu þriðja leik sínum gegn Snæfelli í Stykkishólmi. Snæfell vann þar með einvígið 3-0 og tryggði sér um leið Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Sara Rún Hinriksdóttir spilaði síðasta leik sinn fyrir Keflavík í bili en hún heldur í nám í Bandaríkjunum í haust. Sara endaði tímabilið með því að skora 31 stig í Hólminum en það var ekki nóg gegn ógnarsterkum Snæfellskonum. Njarðvíkingar komust lengst allra karlaliða á Suðurnesjum og voru hársbreidd frá því að leggja Íslandsmeistara KR í einvígi sem verður lengi í minnum haft sem eitt af þeim bestu í sögu körfuboltans á Íslandi. Njarðvíkingar geta vel við unað og borið höfuðið hátt eftir tímabilið en liðið sýndi magnaðan karakter í úrslitakeppninni og þá verður frammistaða Stefan Bonneau með liðinu til umræðu eitthvað fram eftir sumri.
Ægir Már fyrsti Íslandsmeistari júdódeildar Njarðvíkur XXÆgir Már Baldvinsson varð um s.l. helgi fyrsti Íslandsmeistari í sögu júdódeildar Njarðvíkur í fullorðinsflokki en Ægir sigraði alla sína bardaga með glæsibrag. Ægir er með svarta beltið í Tai Kwon Do en ljóst er að hann er liðtækur á fleiri sviðum.
Laufey sigraði á Mílanó mótinu XXHin unga Laufey Ingadóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði á Mílanó mótinu í fimleikum sem haldið var um helgina en Laufey varð fyrr á þessu ári Íslandsmeistari í 1. þrepi og bikarmeistari með liði Keflavíkur. Laufey lauk keppni í stúlknaflokki með einkunina 44,168 en Keflavík sendi 4 stúlkur á mótið sem allar stóðu sig með mikilli prýði.
vf.is
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL • 17. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR
-mundi Er það ekki á valdi bæjarbúa að hafa lögheimilið þar sem þeir vilja?
VIKAN Á VEFNUM Ellert Grétarsson Ernest Hemingway: „Myndirnar þínar eru mjög góðar, hvaða myndavél
notarðu?" Irving Penn: „Skáldsögur þínar eru frábærar, hvaða ritvél notarðu?" Þórður Helgi Þórðarson Lóan er grenjandi hérna fyrir utan, ætlar víst ekki að koma aftur. "þið getið kveðið burt þennan helvítis snjó bara sjálf" sagði hún, alveg brjáluð.
Una Sigurðardóttir Við fjölskyldan (mínus einn sem er slasaður á hné) fögnuðum sumri með þátttöku í 5km hlaupi. Jaja þetta lúkkar vel....en tveir á myndinn fá borgað fyrir að taka þátt, annar fær aur en hinn fær borgað í blíðu. Svona er lífið.
SUMARKORT 2015 12.990 kr.
gildir til 1. sept. 2015
Ásdís Ragna Einarsdóttir Ekki amalegt að hlusta á prívat tónleika með Jóni Jónssyni á gítarnum í fertugsafmæli hjá nágrannanum...nice :) Spurning að lokka hann yfir... ætli hann borði ekki örugglega dökkt heilsusúkkulaði?
www.sporthusid.is
Guðmundur Brynjólfsson Mogginn er í stóru broti í dag. Stórbrotinn. Maður er örþreyttur eftir lesturinn. Ég var fjóra tíma að ganga frá minningargreinunum um Magnus Olafson yfir í nauðungaruppboðin. Sem voru á næstu síðu. Ég hef ekki þrek í íþróttafréttirnar fyrr en síðdegis. Ég er að drepast í bakinu og í ómögulegum skóm.