Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17
Kræsingar & kostakjör
Auglýsingasíminn er 421 0001
Súpa dagSinS
398kr
Súpubrauð
19kr/stk
Salatbarinn
549kr
tilboð Súpa, brauð og Salat 798kr
vf.is
F IMMTUdagur inn 16. maí 2 0 13 • 19. tö lubla ð • 34. á rga ngur
Nýr göngustígur frá Grindavík að Bláa lóninu
I FYR
LLA
RA
EIN STÆRSTA TÓNLISTARHÁTÍÐ LANDSINS
5. - 9. JÚNÍ Miðasala hjá og www.keflavikmusicfestival.com
Frá vígslu stígsins, Júlíus Jónsson frá HS Orku, Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs Grindavíkur og Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins með leikskólakrökkunum.
N
FÍTON / SÍA
ýr göngustígur sem liggur frá Grindavík í Bláa lónið var formlega opnaður í gær. Efnt var til nafnasamkeppni og hlaut stígurinn nöfnin Ingibjargarstígur frá Grindavík að Selskógi og Orkustígur frá Selskógi að Bláa lóninu. „Við ætlum að leggja meiri áherslu á að gera fleiri stíga og bæta aðstöðu fyrir ferðamenn í og við Grindavík. Við viljum endilega ná hluta af þeim mikla fjölda sem sækir Bláa lónið til Grindavíkur,“ sagði Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs Grindavíkur við vígslu stígsins. Stígurinn er samstarfsverkefni Grindavíkurbæjar, Bláa lónsins og HS Orku hf. Samstarfsaðilarnir kosta gerð stígsins sem er um 5 kílómetra langur og mikil samgöngubót fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. - sjá nánar á vf.is.
������� ��������� � e���.��
Tvær stórar tónlistar hátíðir haldnar í sumar Þ
- Keflavik Music Festival og All Tomorrow Parties
að verður svo sannarlega nóg að gerast í tónlistarlífinu í Reykjanesbæ í sumar. Tvær stórar tónlistarhátíðir munu fara fram á tæpum mánuði í bæjarfélaginu. Þann 5.-9. júní fer fram hátíðin Keflavik Music Festival og fer hátíðin fram á helstu skemmtistöðum Reykjanesbæjar og einnig í Keflavíkurkirkju og Reykjaneshöll. Nú þegar hafa fjölmargir þekktir innlendir sem erlendir tónlistarmenn boðað komu sína. „Undirbúningurinn fyrir hátíðina hefur gengið mjög vel. Það hefur verið mjög mikið að gera og við sofum lítið þessa dagana,“ segir
Ólafur Geir Jónsson sem undirbýr hátíðina ásamt Pálma Erni Erlingssyni. „Miðasalan hefur gengið vonum framar og við erum farnir að sjá fram á að þetta verði ein stærsta tónlistarhátíð landsins. Bærinn á eftir að iða af lífi,“ segir Pálmi. Í lok júní fer fram All Tomorrow Parties hátíðin sem fram fer á Ásbrú. Þar mun meðal annars Nick Cave koma fram. Hátíðin fer fram í samstarfi við aðra samnefnda hátíð sem haldin er í Bretlandi og víðar. Búast má við talsverðum fjölda erlendra tónlistaráhugamanna á þá hátíð.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
VIÐ SJÁUM UM
VIÐHALD OG VIÐGERÐIR Á ÍSSKÁPUM, FRYSTIKISTUM, KÆLI- OG FRYSTIKERFUM
Rauðagerði 25 - 108 Reykjavík Sími:5170900/6953770 www.kaelivirkni.is
2
fimmtudagurinn 16. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR
TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR
VORTÓNLEIKAR OG SKÓLASLIT Fimmtudagur 16. maí kl.17.30 í Ytri-Njarðvíkurkirkju: Strengjasveitirnar Fimmtudagur 16. maí kl.18.00 í Tónlistarskólanum við Þórustíg: Vortónleikar Tónversins Föstudagur 17. maí kl.17.00 í Ytri-Njarðvíkurkirkju: Samspilshópar gítardeildar
FRÉTTIR
n Reykjanesbær:
Heilsustígar tengdir Strandleiðinni H
eilsustígar í Reykjanesbæ eru meðal áhersluverkefna bæjarfélagsins á þessu ári. Þetta kom m.a. fram á íbúafundi með bæjarstjóranum sem haldinn var í Keflavík í síðustu viku. Hugmyndin er að tengja hringleiðir við göngu- og hjólreiðastíga sem nú liggja meðfram allri strandlengjunni í Keflavík og Njarðvík. Á
þessum hringleiðum, verður komið fyrir einföldum æfingatækjum, sem þola íslenskt veðurfar, svo göngumenn geti gripið til þeirra og notið alhliða líkamsþjálfunar á hressingargöngu sinni. „Þessa hressingu geta allir nýtt sér óháð efnahag og það er mjög ánægjulegt að finna að stöðugt fleiri nýta sér gönguleiðirnar meðfram
ströndinni, enda strandlengjan orðin hin fallegasta. Með þessu móti eru tengingarnar úr íbúahverfunum skýrari og auðvelt að ganga nýjar leiðir til tilbreytingar“ segir Árni. Fyrir er mikið af göngustígum í Reykjanesbæ en með þessu verða þeir betur tengdir við meginæðina við ströndina.
Sterk staða Sveitarfélagsins Garðs
Þriðjudagur 21. maí kl. 20.00 í Stapa, Hljómahöllinni: 25 ára afmælistónleikar Léttsveitarinnar Miðvikudagur 22. maí kl.19.30 í Stapa, Hljómahöllinni: Lúðrasveitirnar. Ath. breytta dagsetningu frá fyrri auglýsingu
Á
rsreikningur Sveitarfélagsins Garðs fyrir árið 2012 hefur verið samþykktur samhljóða. Staða sveitarfélagsins er sterk samkvæmt reikningnum. Handbært fé þess í óbundnum bankainnistæðum er 655 milljónir króna. Langtímaskuldir voru kr. 291 milljónir. Skuldahlutfall samkvæmt viðmiðum í fjármálareglum sveitarstjórnarlaga var 2,04%, en má vera allt að 150%.
Vortónleikar deilda/kennara hafa staðið yfir frá 10. maí og þeim lýkur 22. maí. Skólaslit verða í Stapa, Hljómahöllinni, fimmtudaginn 23. maí kl.18.00 Skólastjóri
NJARÐVÍKURSKÓLI
ATVINNA Njarðvíkurskóli óskar eftir þroskaþjálfa til starfa við sérdeildina Ösp Starfssvið: ˾ ÏÜ åÌãÜу å ƓÜÙÝÕËƓÔåÖÐßØ ÙÑ ß×ŊØØßØ ØÏ×ÏØÎË Ĝ Öspinni ásamt deildarstjóra. ˾ ÏÖÎßÜ ßÞËØ ß× ÝÞËÜÐÝÝàÓƒ ÝÞ߃ØÓØÑÝÐßÖÖÞÜŴË Ĝ samráði við deildarstjóra. ˾ ÏÜ åÌãÜу å ×ËÜÕàÓÝÝß× ÝË×ÝÕÓÚÞß× àÓƒ ʪŊÖÝÕãÖÎßÜ ØÏ×ÏØÎË ÙÑ ßÚÚÖƇÝÓØÑËÑÔŊÐ ÙÑ ßÚÚÖƇÝÓØÑËŊʮßØ ÞÓÖ ƓÏÓÜÜË ÝÏ× ×åÖÓƒ àËÜƒË àÏÑØË sérþarfa nemenda. ˾ ÏÞßÜ ÐÜË× ×ËÜÕ×Óƒ ÙÑ ×ŇÞËÜ ÝÞÏÐØß ÝĀÜÎÏÓÖÎËÜ ásamt deildarstjóra og skólastjórnendum. Menntunar- og hæfniskröfur: ˾ ÇÜÙÝÕËƓÔåÖÐË×ÏØØÞßØ ˾ ÓÚß܃ Ĝ ×ËØØÖÏÑß× ÝË×ÝÕÓÚÞß× Sérdeildin Ösp er undir stjórn Njarðvíkurskóla og er deildin ætluð þroskahömluðum/fötluðum nemendum í 1.-10. bekk. Sjá nánar um skólann á njardvikurskoli.is Umsóknarfrestur er til 30. maí n.k. Nánari upplýsingar gefur Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri í s. 420 3000/863 2426 eða á netfangið: asgerdur.thorgeirsdottir@njardvikurskoli.is Sækja skal um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar. http://www.reykjanesbaer.is/stjórnkerfi/laus-storf
ÞAKKIR Að lokinni vel heppnaðri Barnahátíð sendir ReykjanesÌôÜ ƓËÕÕÓÜ ÞÓÖ ËÖÖÜË ƓÏÓÜÜË ÝÏ× ÖŊÑƒß ÒŊØÎ å ÚÖŇÑ àÓƒ ˃ ÑÏÜË ÒåÞĜƒÓØË ÔËÐØ ʪŊÖÌÜÏãʵË ÙÑ ÝÕÏ××ÞÓÖÏÑË ÙÑ ÒŴØ varð. Leikskólarnir, grunnskólarnir, tónlistarskólinn, dansskólarnir, menningar- og tómstundahópar og ×ËÜÑÓÜ ʮÏÓÜÓ ÏØ ÝĜƒËÝÞ ÏØ ÏÕÕÓ ÝĜÝÞ ÑÖôÎÎß ÑÏÝÞÓÜ hátíðarinnar hana lífi og gerðu hana að frábærri ÝÕÏ××ÞßØ ÐãÜÓÜ ËÖÖË ʪŊÖÝÕãÖÎßØ˲
Farþegum í Glæsileg tískusýning ókeypis strætó í Atlantic Studios fjölgar ört eklugos verður haldið í kvöld, fimmtudaginn 16. maí, en þar
H
verður boðið upp á glæsilega tískusýningu sem fer fram í Atlantic Studios á Ásbrú í Reykjanesbæ kl. 20:00. Þeir hönnuðir sem taka þátt eru Spíral, Mýr Design, Líber, Agnes, MeMe og Duty Free Fashion. Kynnt verður kraftmikil hönnun af Suðurnesjum og verða módel öll af svæðinu. Þá munu förðunarfræðingar leggja fram vinnu sína og hárgreiðslustofur á Suðurnesjum taka jafnframt þátt í verkefninu. Umgjörð verður öll hin glæsilegasta og eru gestir hvattir til að mæta tímanlega til að tryggja sér sæti.
ATVINNA SKRIFSTOFUSTARF
Stolt Sea Farm (www.stoltseafarm.com), alþjóðlegt, leiðandi fiskeldisfyrirtæki reisir fiskeldisstöð fyrir flúru (Senegal Sole) á Reykjanesi. Fyrirtækið óskar að ráða starfsmann á skrifstofu frá og með júní 2013. Starfið felur m.a. í sér öll almenn skrifstofustörf ásamt færslu bókhalds og verður það hlutastarf til að byrja með. Um framtíðarstarf er að ræða.
Þ
að er ánægjulegt að geta skýrt frá því að breytingarnar sem við gerðum á strætósamgöngum um áramót eru að skila 70% fjölgun farþega það sem af er þessu ári. Við höfum ekki séð jafn mikla fjölgun frá því að við hófum að bjóða ókeypis almenningssamgöngur fyrir alla fyrir 7 árum síðan, en þá tók notkunin einnig mikinn kipp“ segir Árni Sigfússon bæjarstjóri. Þetta er meðal þess sem kynnt er á íbúafundum sem nú standa yfir í Reykjanesbæ. Samgöngukerfið byggir á fjórum leiðum. Á þremur leiðum er notast við almenningsvagna, þar sem ferðatíðni var aukin og ekið lengur fram á kvöld og um helgar. Fjórða leiðin er síðan leigubílaþjónusta við Hafnir á Reykjanesi, þar sem ekið er eftir leiðar- og tímakerfi eins og í öðrum hverfum, en notast við leigubíla. Miðja kerfisins verður nú færð að Krossmóum, sem eru við svokallaða Þjóðbraut og við eitt helsta þjónustusvæði bæjarins.
Hæfniskröfur: • Reynsla og þekking á færslu bókhalds • Góð enskukunnátta. • Haldbær tölvuþekking. Umsóknarfrestur er til 20. maí 2013. Umsókn og ferilskrá sendist á íslensku og ensku á netfangið ssficeland@stolt.com
Daglegar fréttir á vf.is
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 16. maí 2013
3
4
fimmtudagurinn 16. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR
RITSTJÓRNARBRÉF PÁLL KETILSSON
vf.is
Vöxturinn í ferðaþjónustunni Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: BlaðamENN: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154 Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Á meðan beðið er eftir stærsta atvinnutækifæri Suðurnesja í Helguvík og flestir eru sammála um að eigi að verða að veruleika, stækkar ferðaþjónustan dag frá degi og er fyrir löngu orðin stærsti atvinnuveitandinn á Reykjanesi. Fyrir nærri þremur áratugum þegar Hótel Keflavík hóf starfsemi en greint er frá gangi mála á þeim bænum í þessu blaði, var ferðaþjónustan á uppleið með fjölgun farþega til Íslands en ekkert í líkingu við fjölgun ferðamanna undanfarin ár. Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafði nokkrum árum áður verið byggð í landi Sandgerðinga á Miðnesheiði en á þessum árum hefur starfsemi tengd flugstöðinni vaxið hraðar en nokkur önnur atvinnugrein og skipar nú stærsta sess í atvinnulífi svæðisins. Flugstöðin mun létta mikið á lista atvinnulausra í sumar en auk mikils fjölda sem fær þar sumarvinnu fjölgar þeim einstaklingum ár frá ári sem fá fasta stöðu í margvíslegri starfsemi innan stöðvarinnar en einnig utan hennar. Tugir fyrirtækja eru starfrækt í nágrenni hennar, bílaleigur og ýmis fyrirtæki í flugtengdum rekstri. Bláa lónið mun á næstu mánuðum fara í milljarða framkvæmdir við stækkun Bláa lónsins þar sem lögð verður áhersla á að sinna gestum betur á margvíslegan hátt. Þar er
n Lögreglufréttir:
Barði bíl með steikarpönnu L
ögreglunni á Suðurnesjum barst aðfaranótt sunnudagsins tilkynning þess efnis að maður væri að berja bíl með steikarpönnu fyrir utan skemmtistað í umdæminu. Þegar lögreglumenn mættu á staðinn kom í ljós að einnig var búið að brjóta rúðu á skemmtistaðnum og aðra á veitingastað við hliðina. Fyrrnefnda rúðan var í hurð sem er milli dansgólfsins og garðs við staðinn. Brotnaði hún þegar steini var kastað í gegnum hana. Einum gestanna sem þá var á dansgólfinu
L
ögreglunni á Suðurnesjum barst á sunnudagskvöld tilkynning um að ekið hefði verið á pilt á torfæruhjóli með þeim afleiðingum að hann féll í jörðina og slasaðist. Ökumaðurinn skeytti ekki um afdrif piltsins, að sögn hans, en ók af vettvangi. Atvikið átti sér stað klukkan 18:25 á sunnudag. Pilturinn, sem er um tvítugt var á hjóli sínu á hafnarsvæðinu
í Keflavík þegar atvikið átti sér stað. Í beygju mætti hann svartri jeppabifreið, sem ók á afturhjól hjólsins og við það datt hann af því. Ungi maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar og þaðan á Landspítalann til frekari skoðunar. Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir að ná tali af ökumanni umræddrar bifreiðar, svo og þeim sem kynnu að hafa orðið vitni að atvikinu.
Ryksuguúrval Model-LD801 Cyclon ryksuga 2200W
8.990,Spandy heimilisryksugan
7.490,-
Drive ryksuga í bílskúrinn
• 1600W • afar hljóðlát • mikill sogkraftur > 18KPA • Hepa filter • margnota poki
5.990,-
Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum
Grindvíkingar í samvinnu við Bláa lónið og HS Orku ætla að ná til gesta Lónsins og annarra með því að bæta aðstöðu fyrir göngu-, hjóla- og útivistarfólk, t.d. með fleiri gönguleiðum. Í Grindavík er líka eitt flottasta tjaldsvæði landsins. Sveitarfélögin hafa verið að bæta aðstöðuna smám saman til að taka á móti fleiri ferðamönnum en þurfa að gera enn betur, t.d. úti á Reykjanesi. Framboð afþreyingar mætti einnig vera meira. Þar mættu Suðurnesjamenn taka Akureyringa sér til fyrirmyndar en þar virðist alltaf eitthvað vera í gangi. Auðvitað væri hægt að benda á margt sem er í gangi á Suðurnesjum og í byrjun sumars eru til að mynda tvær tónlistarhátíðir sem munu draga að sér þúsundir gesta. Í því sambandi skiptir máli að aðilar séu samstíga í því verkefni að taka vel á móti nýjum gestum á svæðið. Í þessu tölublaði er talað við forráðamenn Keflavík Music Festival en sú hátíð var haldin í fyrsta sinn í fyrra en verður miklu stærri núna. Bæjarhátíðir skipa vissulega sess í því verkefni að laða fólk til bæjanna en vel heppnuð hátíð var í Reykjanesbæ um síðustu helgi þegar Barnahátíð var haldin. Nærri 10 þúsund manns sóttu viðburði hennar um helgina þó vissulega hafi meirihlutinn verið heimamenn. En það á auðvitað líka að hugsa um þá. Fólkið sem býr hérna og borgar skattana.
n Reykjanesbær:
brá illilega þegar steinhnullungur hvein við eyra hans. Reyndist steinninn sá vega rúm tvö kíló. Dyraverðir skemmtistaðarins voru með meintan skemmdarvarg, verulega ölvaðan, í haldi og játaði hann að hafa barið bílinn með pönnunni. Hann neitaði hins vegar að hafa brotið rúður. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð, þar sem hann ærðist og var því vistaður í fangaklefa. Skemmdir sáust á bifreiðinni eftir barsmíðarnar og pannan var talsvert beygluð.
Lögregla leitar ökumanns
• 1200W • 20 lítra • sogkraftur > 16KPA • fjöldi fylgihluta
hugmyndin ekki endilega að fá fleiri ferðamenn heldur að sinna þeim betur sem koma. Ná til „dýrari“ ferðamanna.
– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Gamli vatnstankurinn fær andlitslyftingu -alþjóðleg samtök listamanna vilja skreyta tankinn með þemanu „Uppspretta“
U
nnið er að því að gamli vatnstankurinn á Vatnsholtinu í Keflavík fái andlitslyftingu. Heimamenn í samtökum Toyista langar að myndskreyta tankinn með leyfi og stuðningi Reykjanesbæjar. Vatnstankurinn sem er ekkert augnayndi í dag fengi andlitslyftingu sem myndi sóma svæðinu vel og hugsanlega laða ferðamenn inn í bæinn. Hugmyndin er að skreyta tankinn með þemanu UPPSPRETTA, þ.e.a.s. vatni, lífgjafa og uppsprettu vatnsorku og fleiru sem því viðkemur þar sem það er upprunalega hlutverk tanksins. Toyistasamtökin eru alþjóðlegur hópur listamanna sem ganga með grímur undir nafnleynd á meðan á sýningum og ljósmyndun á vinnustundum stendur. Þannig er ekki gerður mannamunur og listin skiptir meira máli en listamaðurinn sjálfur. „Á undanförnum árum hefur hópurinn tekið að sér tvö stærri verkefni og endurbætt niðurnítt mannvirki, veitt heilu hóteli andlitslyftingu auk annarrar sköpunar- og listverkefna. Þar er hægt að nefna Doppuna (The Dot) sem var áður gastankur og bar listsköpunin þess merki þar sem þemað var græn orka. Einnig má nefna annað verkefni sem enn er í gangi og er það Hotel Ten Cate í Emmen Hollandi, þar sem þemað er Draumar í morgunmat (Dreams for Breakfast). Þegar er búið að mála það að utan og sjö herbergi að auki, en nú bíður hópsins það verkefni að mála 6 herbergi til viðbótar, eða alls 13 herbergi en 13 er happatala Toyismans. Það er ástæðan fyrir því að við viljum að íslenska verkefnið eigi sér stað árið 2013,“ segir einn af þremur íslenskum
fulltrúum hópsins hér á landi, ung kona hér á Suðurnesjum. Listamenn alls staðar að koma að verkinu en geta þó aldrei orðið fleiri en 26 þar sem hið almenna stafróf inniheldur ekki fleiri stafi en svo. Hver listamaður á sinn staf sem hann býr til dulnefni úr. Innan samtakanna eru listamenn m.a. frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Kanada, Rúmeníu, Malasíu, Mexíkó, Hollandi og Íslandi. Hugmyndin er að gera vatnstankinn í Reykjanesbæ að höfuðstöðvum Toyista á Íslandi en það yrði þá fyrsta alþjóðlega kennileiti Toyismans utan Hollands, sem er upprunalandið. Að sögn Toyismans hefur hópurinn leyfi og stuðning Reykjanesbæjar fyrir þessari framkvæmd, með því skilyrði að honum takist að fjármagna þetta með styrkjum, til að standa undir kostnaði sem er á fimmtu milljón króna. „Hópurinn hefur þegar fengið samþykki fyrir menningarstyrk frá Menningarráði Suðurnesja fyrir þriðjungi þeirrar upphæðar, einnig hafa komið nokkrir smærri styrkir en þó vantar nokkuð upp á og því leitum við til ykkar með von um góðar viðtökur, þar sem þetta er samfélagslegt verkefni sem ætlað er að auðga andann og eins og fyrr er getið lífga upp á bæinn á fleiri en einn máta. „Ég vona að bæjarbúar taki vel í þetta verkefni og hjálpi mér að ná settu marki. Ég er með síðu á facebook þar sem þið getið fylgst með verkefninu og er hægt að finna það á þessari vefslóð www.facebook. com/uppspretta13 þar er hægt að nálgast mig og ég get gefið upplýsingar um hvernig má styrkja okkur um eitthvað smáræði,“ sagði Toyistinn.
5
PIPAR\TBWA-SÍA - 131513
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 16. maí 2013
HEkLuGoS
Skapandi kraftur á Suðurnesjum fimmtudaginn 16. maí kl. 19.00 í Eldey og Atlantic Studios
Saman látum við hlutina gerast! Hönnunar- og handverkssýning verður opnuð kl. 19 í frumkvöðlasetrinu Eldey. Þar verða opnar vinnustofur hönnuða. Tískusýning í Atlantic Studios hefst kl. 20. Þeir sem sýna eru Spíral, Mýr design, Líber, MeMe, Agnes og Duty Free Fashion. Lifandi tónlist, léttar veitingar og sköpunarkraftur. Heiðursgestir eru forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson og frú Dorrit Moussaief. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir! Nánari upplýsingar á asbru.is og heklan.is.
Þróunarfélag keflavíkurflugvallar
6
fimmtudagurinn 16. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR
surf & turf
nautalundir erlendar
Kræsingar & kostakjör
3.499 áður 4.729 kr/kg
humarveisla í neTTó ! 26% afsLáttur gríms humarsúpa
humar 2kg.
420mL- frosin
askja
2.999 5.998 kr/askjan
kr kg
ora fiskisúpa
499
400mL - frosin
399
áður 665 kr/stk
25% afsLáttur
humar 1kg.
áður 499 kr/stk
skeLbrot
20% afsLáttur
1.877 áður 2.980 kr/kg
37% afsLáttur Þorskhnakkar
baguette
sÞ
280g
1.499 áður 1.998 kr/kg
baguette 440g
199
fagfisk LaxafLök snyrt
115 1.297
áður 229kr/stk
áður 1.879 kr/kg
50% afsLáttur
áður 398kr/stk
25% afsLáttur
31% afsLáttur
www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
7
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 16. maí 2013
grísakótiLettur
rauðvínskryddaðar
1.494
coca coLa 1.25L
199
áður 2.298 kr/kg
áður 229 kr/stk
35% afsLáttur
regnbogasiLungur
með roði - frosinn
1.598 áður 1.998 kr/kg
nautafiLLe ferskt
31% afsLáttur
3.499 áður 4.429 kr/kg
Lambaprime ferskt
2.870 áður 4.159 kr/kg
sveppir
199
áður 398 kr/askjan
50% afsLáttur
nýtt kortatímabil
natroL acai brennsLutöfLur 60 hyLki
2.990
kr pk
lokað hvítasunnudag sunnudaginn 19.maí
hydroxycut WiLdberry 21 bréf
5.990
kr pk
Tilboðin gilda 16.maí - 20.maí Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
8
fimmtudagurinn 16. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR
VIÐSKIPTI
Miklar framkvæmdir og nýtt fullkomið bókunarkerfi tekið í notkun -30 herbergi endurnýjuð frá grunni á Hótel Keflavík
M
iklar framkvæmdir hafa staðið yfir á Hótel Keflavík að undanförnu og nýlega tók hótelið einnig í notkun nýtt bókunarforrit til að halda utan um allar bókanir og aðra þætti sem tengjast veru fólks á hótelinu. Að sögn Steinþórs Jónssonar, hótelstjóra er nýja forritið mjög fullkomið þar sem hægt er að fylgjast
með stöðu mála í gegnum „App“ í snjallsímanum. „Það skiptir mjög miklu máli fyrir hótel að hafa góð bókunarforrit til að halda utan um allar bókanir og þá fjölmörgu þætti sem tengjast hverjum hótelgesti. Á bak við hvern gest er bókun með upphæð gistingar, persónuupplýsingum, símanúmeri og heimilsfangi, hver bókar
Bað og sturta! n nnu ö h Ný NAPOLI hitastýrt sturtusett
14.990
AGI-160 hitastýrð blöndunartæki fyrir baðkar einnig fáanlegt með áföstu sturtusetti
Swift snagi, burstað stál, mikið úrval
1.590
SAFIR sturtusett
26.900
AGI-167 hitastýrð blöndunartæki fyrir sturtu fáanl. m. upp stút
1.995
10.990
Rósetturog hjámiðjur fylgja öllum blöndunartækjum
Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
ATVINNA
REKSTRARSTJÓRI
og hvert á að senda reikninginn. Síðan þarf að tékka viðkomandi inn, tékka hann út, setja inn viðbótarreikning vegna veitinga og fleira. Þá þarf að halda utan um skilaboð, vakningar, þrif og aðra þætti á meðan viðkomandi gistir. Það er því einstakt tækifæri að fá að þróa slíkt forrit með fagmönnum svo ekki sé talað um þessa nýju vídd sem Roomer kerfið býður upp á,“ segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri og bætir því við að það sé auðvitað skemmtilegt að viðkomandi tölvufræðingur, Björn Guðmundsson, sem hann fékk árið 1986 til að búa til nýtt bókunarkerfi fyrir Hótel Keflavík hafi í framhaldi selt það kerfi í 27 ár. Aðgengilegt hvar sem er „Roomer.is er svokallað „cloud“kerfi. Það þýðir að það er aðgengilegt hvaðan sem er og getur stækkað nánast óendanlega. Það er hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum sem gert er sérstaklega fyrir hótel og Keflavíkurhótelið því það fyrsta í heiminum sem tekur slíkt kerfi í notkun. Árið 1986 smíðaði ég hótelkerfi í náinni samvinnu við Steinþór fyrir Hótel Keflavík. Það kerfi, sem kallað var ÓÐAL, var til dæmis þannig hannað að á skerminum gastu strax séð stöðu einstakra herbergja og gesta. Þetta var gert með notkun lita. Það var í fyrsta sinn sem slíkt var gert í hótelkerfum en í dag gera þetta flestir og meira að segja á sama hátt“, segir Björn Guðmundsson, hönnuður og eigandi Roomer sem er nafnið á hótelkerfinu. „Það forrit var einstakt á sínum tíma og við ákváðum í sameiningu að hafa liti undir nöfnum gesta til að skilgreina hvort gestur væri ókominn, mættur í hús eða úttékkaður. Ég fékk það hlutverk að velja liti fyrir hverja stöðu og ákvað að velja þá út frá pólitísku litrófi þannig
Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju auglýsir eftir rekstrarstjóra í fullt starf frá og með 1. ágúst nk. Um er að ræða krefjandi og metnaðarfullt framtíðarstarf. Í starfinu felst m.a. umsjón með skrifstofu og fjárreiðum safnaðarins, umsjón með húsnæði ásamt útleigu á sölum safnaðarheimilis og öðrum tekjuaflandi verkefnum. Einnig sinnir rekstrarstjóri velferðarþjónustu safnaðarins, „Energi og trú“ og Velferðarsjóði Suðurnesja. Viðkomandi þarf að hafa færni í rekstri, ásamt tölvu- og enskukunnáttu. Hann þarf að hafa brennandi áhuga á kirkjulegu starfi, búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum og hafa fallega framkomu. Óskað er eftir að umsækjendur geri skriflega grein fyrir menntun ásamt starfsferli og láti í té aðrar persónuupplýsingar. Einnig fylgi með afrit af sakavottorði. Umsóknarfrestur rennur út 31. maí nk. Umsóknir sendist til Keflavíkurkirkju, b.t. sóknarnefndar, Kirkjulundi v/Kirkjuveg 230 Reykjanesbæ.
Keflavíkurkirkja www.keflavikurkirkja.is
Bræðurnir Davíð og Steinþór Jónssynir í móttöku hótelsins með nýja bókunarkerfið á skjánum. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hótelfeðgarnir Jón William Magnússon og Steinþór Jónsson framan við Hótel Keflavík sem á síðustu vikum hefur fengið mikla andlitslyftingu en öll byggingin hefur verið klædd að utan með vönduðum steini.
að rautt átti við um ókominn gest, grænt um þá sem væru á förum en blái liturinn lýsti upp nöfn inntékkaðra og núverandi gesti. Það er fróðlegt að segja frá því að síðar byrjuðu önnur hótel að þróa forrit með svipuðu litrófi. Þá er ekki síður skemmtileg sú staðreynd að litirnir merkja í dag um allan heim það sama og litla hótelið okkar byrjaði með 1986. Blátt fyrir flokkinn minn og gestina mína og þannig er það nú um allan heim í anda Hótel Keflavík,“ rifjar hótelstjórinn upp. Nú er Björn aftur, ásamt erlendum aðilum, að hanna nýtt og einstakt hótelkerfi á heimsvísu sem Steinþór og hans fólk fékk að þróa með þeim. „Við á Hótel Keflavík erum því mjög stolt af þessari samvinnu og höfum þegar séð mikla möguleika og þægindi sem þessu bókunarforriti fylgir. Svo ég taki dæmi þá get ég nú í nýju „appi“ á símanum mínum séð bókunarstöðu dagsins eða alls mánaðarins hvar og hvenær sem er. Ég get fylgst með í rauntíma hvar sem ég er staddur
hvernig þrifin ganga og hvað mörg herbergi á eftir að þrífa,“ segir Steinþór. Björn var mjög ánægður með samvinnuna við Steinþór og hans fólk og sagði þetta: „Það er nokkuð merkilegt til þess að hugsa að þessir hlutir gerast allir í Keflavík, af öllum stöðum“. Aðspurður um komandi sumartraffík segir Steinþór að bókunarstaðan sé mjög góð en einstaklingsbókanir hafa aukist á meðan hópabókanir haldast í stað. „Nær 30 ára markaðssetning hótelsins og aukning ferðamanna hefur jákvæð áhrif en á sama tíma hefur fjölgun herbergja á Suðurnesjum nær tvöfaldast og þá helst í ódýrari gistingu á Ásbrú. Helsta ógn hótela og gististaða á Reykjanesi er ójöfn samkeppnisstaða þegar hver blokkin af fætur annarri á Ásbrú er leigð út stjórnlaust, m.a. á veltutengdri leigu og breytt í gistirými, þrátt fyrir loforð stjórnvalda um annað. Þetta heldur verðum niðri og þá einnig á fínni hótelum eins og Hótel Keflavík vissulega er.“ Ný heimasíða og endurbætur Ný heimasíða www.kef.is hefur verið í þróun og hönnun hjá Suðurnesjafyrirtækjunum Dacoda og Kosmos og Kaos. „Að okkar mati glæsileg vinna hjá þessum aðilum enda með þeim bestu á sínu sviði á landinu öllu og sérlega ánægjulegt að þeir skuli vera í sama bæjarfélagi og við. Samhliða þessu höfum við staðið í mestu framkvæmdum sem við höfum ráðist í frá upphafi sem felast m.a. í að skipta um alla glugga, flísaleggja allt hótelið að utan og gera það glæsilegt gestum og bæjarbúum til ánægju og yndisauka. Þá erum við að endurnýja 30 herbergi frá grunni og flísaleggja baðherherbergi en síðustu herbergin verða kláraðuð næsta vetur. Það má því með sanni segja að hótelið sem við byggðum og opnuðum 1986 sé nú aðeins tveggja ára í tíma og rúmi og bjóði upp á það sem best gerist í Evrópu,“ sagði Steinþór. n
9
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 16. maí 2013
HONDA Jazz Árgerð 2011, bensín Ekinn 40.000 km, sjálfsk.
Ásett verð
2.690.000,-
ÚRVALS
NOTAÐIR BÍLAR í REYKJANESBÆ
Komdu til okkar á Njarðarbraut 13 og prófaðu einn af gæðingunum í notuðum bílum. Sölumenn taka vel á móti þér!
HYUNDAI Santa Fe
KIA Sorento
PORSCHE Cayenne
VW Polo
Ásett verð:
Ásett verð
Ásett verð
790.000,-
1.190.000,-
2.490.000,-
2.390.000,-
VW Passat
VW Passat
AUDI A4
Árgerð 2011, dísil Ekinn 23.000 km, sjálfsk.
Árgerð 2007, dísil Ekinn 104.000 km, sjálfsk.
Ásett verð
Ásett verð
Ásett verð
Ásett verð
850.000,-
390.000,-
5.490.000,-
6.290.000,-
HONDA Accord sedan
M.BENZ C c230k Árgerð 2006, bensín Ekinn 99.000 km, sjálfsk.
M.BENZ C c200 kompressor
VOLVO S40
Árgerð 2007, bensín Ekinn 101.000 km, sjálfsk. Ásett verð
Ásett verð
Ásett verð
Ásett verð
2.150.000,-
2.790.000,-
1.250.000,-
Árgerð 2004, bensín Ekinn 183.000 km, sjálfsk. Ásett verð
Árgerð 2002, bensín Ekinn 168.000 km, beinsk.
Njarðarbraut 13 Reykjanesbæ Sími 420 3040 www.heklarnb.is
Árgerð 2003, bensín Ekinn 104.000 km, sjálfsk.
Árgerð 1999, bensín Ekinn 160.000 km, beinsk.
Árgerð 2004, bensín Ekinn 158.000 km, sjálfsk.
carlsson. Árgerð 2000, bensín Ekinn 194.000 km, sjálfsk.
Árgerð 2011, bensín Ekinn 45.000 km, sjálfsk.
AUDI Q7
Árgerð 2006, bensín Ekinn 102.000 km, sjálfsk.
1.990.000,-
10
fimmtudagurinn 16. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR
VF
2000 MYNDIR MERKTAR #VIKURFRETTIR Instagram leikur Víkurfrétta er enn í fullum gangi. Líklegt verður að teljast að enn meira fjör færist í leikinn þegar sumarfrí skólanna hefst og sólin hækkar á lofti. Við munum líklega hressa upp á leikinn og gera eitthvað skemmtilegt í sumar en þið megið endilega halda áfram að merkja myndirnar ykkar með hashtaginu #vikurfrettir. Hér að neðan eru svo nokkrar góðar myndir frá undanförnum dögum en eins og stendur eru tæplega 2000 myndir merktar Víkurfréttum á Instagram. Vel gert Suðurnesjamenn! Einhver þessara mynda getur átt von á veglegum verðlaunum frá Bláa Lóninu, Olsen Olsen og Sambíóunum Keflavík.
grindavík
Bláa lónið stofnar ferðaskrifstofu B
láa lónið er að færa út kvíarnar og hefur stofnað hlutafélagið Blue Lagoon Travel ehf. sem er ætlað að halda utan um rekstur ferðaskrifstofu, almennrar ferðaþjónustu og skipulagningu hópferða. Viðskiptablaðið greinir frá þessu. Að sögn Gríms Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins, þá er fyrirtækið að sækja um tilskilin leyfi sem þarf
til að sinna miðlun á ferðaþjónustu. „Við fáum hátt í eina milljón heimsókna á vefsíðuna okkar árlega. Þetta er því ákveðin viðskiptaþróun sem við erum að vinna að,“ segir Grímur í samtali við Viðskiptablaðið. Hann bætir við að Bláa lónið ætli sér að fara mjög rólega af stað á þessum markaði. Nú er búið að stofna félagið og í kjölfarið verður
sótt um ferðaskifstofuleyfi. Bláa lónið er líklega vinsælasti ferðamannastaður Íslands en þangað koma langflestir þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja Ísland á ári hverju. Það eru því mikil tækifæri fyrir fyrirtækið á sviði ferðaþjónustu. Einnig hafa verið uppi áform um hótelbyggingu við Bláa lónið en óljóst er hvenær verður af þeim framkvæmdum.
Sjóarinn síkáti haldinn um sjómannadagshelgina 31. maí til 2. júní með pompi og pragt í Grindavík:
Styttist í Sjóarann síkáta í Grindavík
S
MUNDU EFTIR AÐ MERKJA MYNDIRNAR ÞÍNAR Á INSTAGRAM
Auglýsingasíminn er 421 0001
jóarinn síkáti í Grindavík hefur fest sig í sessi sem ein öflugasta sjómannadagshátíð landsins. Á sama tíma og hefðbundin hátíðarhöld sjómannadagsins hafa víða verið lögð niður undanfarin ár hafa Grindvíkingar tekið þá stefnu að efla Sjóarann síkáta enn frekar enda Grindavík einn öflugasti sjávarútvegsbær landsins. Mikið er lagt upp úr því að Sjóarinn síkáti er fyrst og fremst fjölskylduhátíð þar sem fjölbreytnin er í fyrirrúmi en hátíðin fer fram 31. maí til 2. júní næstkomandi. Dagskráin er óðum að taka á sig mynd og að sögn Þorsteins Gunnarss onar, upplýsingafulltr úa Grindavíkurbæjar, hefur hún líklega aldrei verið glæsilegri. „Við verðum með landslið skemmtikrafta. Hátíðin hefst með skemmtilegum tónleikum með Magga Eiríks og KK og þá verður hljómsveitin Skálmöld einnig með tónleika þetta kvöld. Bubbi Morthens verður með tónleika, Páll Óskar verður á bryggjuballinu ásamt Rokkabillýbandi Matta Matt þar sem Helgi Björns verður sérlegur gestur. Skítamórall verður með ball, svo eitthvað sé nefnt. Sem fyrr leggjum við upp úr fjölbreyttri fjölskyldudagskrá alla helgina sem nær hámarki á sunnudeginum, sjálfum Sjómannadeginum. Það besta við þessa bæjarhátíð okkar Grindvíkinga að mínu mati er hversu margir koma að henni og bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega viðburði til heiðurs íslenska sjómanninum og
fjölskyldu hans,“ segir Þorsteinn. Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur kemur myndarlega að hátíðinni, sérstaklega á Sjómannadeginum sjálfum þar sem verða heiðursviðurkenningar og kappróður og margt fleira. Fimmta árið í röð er svo bænum skipt upp í fjögur litahverfi og síðan verður litaskrúðganga á föstudagskvöldinu úr hverfunum fjórum að hátíðarsvæðinu við Kvikuna þar sem verður hefðbundið bryggjuball. Grindvíkingar hafa skreytt bæinn sinn hátt og lágt og tekið virkan þátt í hátíðarhöldunum. Fyrir yngri kynslóðina verða ýmis skemmtileg dagskráratriði eins og dorgveiðikeppni sem nýtur mikilla vinsælda, brúðubíllinn sívinsæli, Skoppa og Skrítla, skemmtisigling fyrir alla fjölskylduna, töframaður,
sjópulsan vinsæla verður í höfninni, hægt að fá reiðtúr með mótorhjóli, fara á hestbak, vatnaboltar, sprellleiktæki, hoppikastalar og trúðar verða á svæðinu og margt fleira. Þá verður keppnin Sterkasti maður á Íslandi á sínum stað en hún hefur notið mikilla vinsælda. „Við reynum að bæta umgjörð hátíðarinnar á hverju ári í samvinnu við þá fjölmörgu aðila sem koma að undirbúningi hennar á hverju ári. Við vonumst auðvitað til að fá sem flesta gesti í heimsókn,“ segir Þorsteinn og bendir á að nóg pláss sé á glæsilegu tjaldsvæði í bænum. Margt fleira er á boðstólum í Grindavík alla Sjómannadagshelgina. Dagskráin verður gefin út í heild sinni 22. maí. Allar helstu upplýsingar um hátíðina er hægt að nálgast á www.sjoarinnsikati.is.
11
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 16. maí 2013
FYRSTA HÚÐMJÓLKIN SEM NOTUÐ ER Í STURTUNNI 1
Skolaðu af þér sápuna
2
Berðu á þig NIVEA IN-SHOWER
3
Skolaðu af þér eftir nokkrar sekúndur
4
Þurrkaðu þér og þú getur klætt þig strax
NÝTT
IN-SHOWER húðmjólk
www.NIVEA.com
12
fimmtudagurinn 16. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR
SKÓLAMÁL Samfélagið er að breytast með eðli þekkingar. Nýjar aðferðir og kennslutæki eru að ryðja sér til rúms og skólastarf er að færast nær raunveruleika nemenda. Reykjanesbær er um þessar mundir að innleiða Ipad-spjaldtölvur inn í grunnskólastarf bæjarins en Heiðarskóli ríður þar á vaðið, hinir skólarnir fylgja svo í kjölfarið um áramót. Nemendur í 8.-10. bekk fá spjaldtölvurnar í hendur og þeim kennt að nýta sér tæknina sem spjaldtölvurnar bjóða upp á í námi. Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri Reykjanesbæjar og Haraldur Axel Einarsson aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla, settust niður með blaðamanni Víkurfrétta og ræddu spjaldtölvuvæðinguna.
www.heidarskoli.is
Reykjanesbær spjaldtölvuvæðist:
Risaskref inn í framtíðina Haraldur er einn af þeim fyrstu til að nýta sér spjaldtölvu við kennslu. Haraldur fór hægt af stað, var í upphafi bara að leitast eftir því að geta skrifað beint á tölvuna því sem varpað væri síðan upp á töflu. „Ég keypti mér sjálfur Ipad og kem með hann í skólann og byrjaði að prófa mig áfram. Við sáum strax að þetta var skrifbrettið sem við höfðum leitast eftir.“ Þetta vatt smám saman upp á sig, í ljós kom að notkunarmöguleikar Ipadanna voru miklir. Það verður síðan til þess að spjaldtölvan verður notuð meira við kennslu og innan skamms eru nemendur farnir að mæta með spjaldtölvur í skólann. Áhugi nemenda og ánægja í kennslu hefur aukist mikið. „Nú koma nemendur til okkar og benda okkur á forrit eða einhverjar leiðir sem sniðugt er að nota í náminu. Það er alveg nýtt. Það hefur ennþá enginn nemandi komið til mín með bók og tjáð mér að það væri gott að nota hana í náminu. Með því að nota spjaldtölvuna í kennslu erum við að sjá að nemendur eru í auknum mæli með meiri ábyrgð á sínu námi.“
Tók strax eftir breytingum í kennslustofunni
Haraldur tók strax eftir breytingum í kennslu en fyrir það fyrsta þá þurfti hann ekki lengur að snúa baki í nemendur meðan innlögn fór fram. „Maður fór að horfast í augu við nemendur um leið og maður var að leggja inn nýtt námsefni en ég fann að það hefur ótrúleg áhrif. Þú getur lesið meira í bekkinn og tengist krökkunum mun betur,“ segir Haraldur sem telur að virknin í stofunni breytist til muna og að kennslustundin sé farin að snúast mun meira um nemendur og nám þeirra en kennarann sjálfan.
Páll Orri Pálsson nemandi í 8. bekk Heiðarskóla hefur um nokkurt skeið notast við spjaldtölvu í skólanum, en hann segir nemendur einnig finna mikinn mun á kennslu. „Það er mun auðveldara að nálgast kennarann og hann getur verið hvar sem er í stofunni þegar hann er að kenna,“ en Páll segir það jafnframt hjálpa honum mikið í hinu daglega lífi að kunna vel á svona tæki. Það virðist stefna í það að námsbækur heyri að mestu leyti sögunni til og við það léttist taska nemenda því allar bækur sem notaðar eru í skólanum eru til á rafrænu formi og þess vegna óþarfi að hafa þær í töskunni. Páll Orri segir það vera mikinn mun frá því sem áður var en hann hefur nú notast við Ipadinn í nokkurn tíma í nokkrum námsgreinum.
Texti og myndir: Eyþór Sæmundsson // eythor@vf.is
Með spjaldtölvunum er hægt að gefa nemendum beina endurgjöf á nám sitt. Einnig er verið að ýta undir sköpun, sem er lykilatriði í kennslu að mati Haraldar. „Við erum með þessu að einblína á nemandann og einstaklingsmiðað nám. Auk þess verður nám hraðara og hnitmiðaðra,“ segir Haraldur. Gylfa Jóni finnst það vera eitt af meginatriðunum. Það sé alltaf verið að tala um að miða námið að þörfum hvers og eins. „Mér finnst Ipadinn vera tæki sem býður upp á þann möguleika. Menn geta farið á sínum eigin hraða yfir námsefnið.“
Frá kynningu iPad-innleiðingarinnar í Heiðarskóla á dögunum.
Fjárfesting sem getur skipt sköpum
„Þetta er auðvitað fjárfesting. Það er alveg klárt að þetta er ekki ókeypis, en það eru hlutir sem detta út á móti. Þar sem þetta hefur verið tekið upp í skólum þá fer ljósritunarkostnaður til dæmis niður um 80%. Auk þess sem þetta er að sjálfsögðu umhverfisvænt. Bilanatíðni í þessum tölvum er mun fátíðari en í hinum hefðbundnu tölvum og spjaldtölvurnar munu að einhverju leyti leysa þær af hólmi,“ segir Gylfi Jón. Ofan á allt annað sýnir reynslan erlendis frá að yfirleitt batnar námsárangur í skólum þar sem spjaldtölvur eru notaðar með þeim hætti og fyrirhugað er í Reykjanesbæ. Haraldur segir að það verði að hugsa upp á nýtt hvernig skólinn hyggist endurnýja tölvubúnað skólans. Það sé ekki víst að nýjar tölvur verði teknar inn ef spjaldtölvurnar reynast eins og vonast sé til. Tölvukennsla gæti hreinlega farið fram á spjaldtölvum. „Tölvukennsla í dag er með allt öðrum hætti en áður var. Það á ekki að vera með nemendur í sérstökum tölvutímum heldur eiga þau að læra á tæknina og búnaðinn í gegnum námsefnið. Samhliða náminu áttu að geta nýtt þér tæknina til þess að koma efninu til skila,“ segir Haraldur (Hef nú þegar tekið við því starfi). Hann viðurkennir að hann kveðji kennsluna með söknuði, þar sem spennandi tímar séu framundan. Gylfi Jón segir að eðli þekkingar sé að breytast og með tilkomu tækja eins og spjaldtölvu sé ekki sama
þörf á utanbókarlærdómi og áður. „Nemendur eru ekki nema 10 sekúndur að slá einhverju inn í vélina og fá svar. Það er mjög mikilvægt að nemendum verði þessi tækni eðlileg og eiginleg. Mín tilfinning er sú að 99% krakka og unglinga séu þegar að nota sér tölvutæknina í sínu daglega lífi utan skólans.“
Hættum að segja stopp við tækninni Í gegnum tíðina hafa símar og ýmis önnur tæki verið litin hornauga inni í kennslustofunum en það virðist þó vera að breytast. „Við þurfum að hætta að segja stopp við tækninni og taka hana meira inn í kennslustofuna. Við getum kennt nemendum að nýta sér snjallsímana og tölvurnar í þeirra námi,“ segir Haraldur sem vill síður vera með boð og bönn. „Nemendur okkar verða að þróa með sér þá hæfni að geta metið þær upplýsingar sem þeir gúggla eða finna á netinu, hvaða heimildir skal taka gildar og hverjum skal hafna. Einnig þurfa þeir að átta sig á því hvenær á við að nýta hana og hvenær ekki. “
Erum að stíga risa skref inn í framtíðina Gylfi hefur það á orði að talað sé um yngri kynslóðina sem „digital native,“ sem útleggst kannski á íslensku sem stafrænn innfæddur. Eldri kynslóðin sé þá eins og stafrænir innflytjendur í netheima, en
13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 16. maí 2013
Páll Orri Pálsson, nemandi í 8. bekk Heiðarskóla, Haraldur Axel Einarsson, aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla og Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri Reykjanesbæjar.
Er bíllinn klár fyrir sumarið?
þeir ljúka grunnskólanámi enda tölvan orðin mikilvægt verkfæri í þeirra námi. Annars verður tölvan nýtt áfram í skólanum að sögn Haraldar. Þetta á þó eftir að þróa.
Við erum með réttu dekkin
Opna skólasamfélagið upp á gátt
Við bjóðum upp á gæðadekk frá Toyo, BFGoodrich, Maxxis og Interstate.
Auðvitað hangir margt annað á spýtunni og verður að kenna kennurum að notast við spjaldtölvurnar. „Það hefur sýnt sig úti í heimi þar sem þetta hefur tekist vel til að kosta þarf töluverðu til svo upplýsa megi kennara og foreldra, það verður því boðið upp á námskeið fyrir kennara næsta haust ,“ segir Gylfi. Haraldur vonast til þess að foreldrar læri á spjaldtölvuna í gegnum börnin sín en hann telur að með tilkomu þeirra sé verið að opna skólasamfélagið upp á gátt. „Við ætlum að nýta okkur möguleikann á því að setja inn kennslumyndbönd þar sem kennari skýrir út námsefni og með því sjá foreldrar hvernig skólastarfið fer fram að mestu leyti. Þannig geta foreldrar tekið virkari þátt í námi barnsins.“
þetta er samlíking sem oft er notuð þar sem þessa tækni ber á góma. Þar á Gylfi við að þeir sem eldri séu þurfi að læra á tæknifyrirbrigði eins og spjaldtölvur og snjallsíma, en yngri kynslóðin þurfi þess ekki, sé þetta næstum eðlislægt, þar sem þau hafi alist upp við hana. „Þetta er veruleiki okkar nemenda og tel ég það vera hlutverk skólanna að búa nemendur fyrir þann heim sem þau búa í. Við erum að stíga risa skref inn í framtíðina með þessu.“ Eins og Gylfi Jón segir þá á það stundum við að fullorðið fólk sé hrætt við allar þessar tækninýjungar sem flæða um samfélagið en Haraldur segir það ekki gilda um yngri kynslóðina. „Ég tel að þau séu hvergi bangin. Maður upplifir mikinn spenning. Það er enginn beint hræddur við þetta en auðvitað eru nemendur misfljótir að aðlagast eins og gengur og gerist. Þetta er þó það auðvelt að þú getur lagt svona tæki fyrir framan tveggja ára barn og það finnur strax út leiðir til þess að fá það til þess að virka.“ Til að byrja með verða keyptar spjaldtölvur fyrir 8.-10. bekk. Gylfi segir að vilji sé fyrir því að fara jafnvel niður í yngri bekki með spjaldtölvurnar. Heiðarskóli stígur fyrstu skrefin í átt að spjaldtölvuvæðingunni en allir hinir skólarnir í Reykjanesbæ fylgja á eftir strax um næstu áramót. „Heiðarskóli mun ríða á vaðið en við munum nýta reynslu skólans af notkun tölvanna þegar hinir skólarnir koma inn,“ segir Gylfi.
Námið áhugaverðara og skemmtilegra Páll Orri segir að nemendur séu orðnir spenntir fyrir að spreyta sig
á spjaldtölvunum „Ég hugsa að það verði áhugaverðara og skemmtilegra að læra á Ipad. Þetta er nútíminn. Eftir fermingu eiga 90% af krökkum snjallsíma eða Ipad og það kunna allir á þetta. Ég man hvað ég hlakkaði til að koma með Ipad í skólann og það hefur gert námið mun skemmtilegra.“ Páll segir að í mörgum skólum sé það svo að símar og slík tæki séu illa liðin, en sú sé ekki raunin í Heiðarskóla. „Við erum jafnvel hvött til þess að nota símann sem reiknivél.“
Nemendum er treyst fyrir tækjunum Teknar verða í gildi skýrar reglur varðandi umgengni tækjanna en ætlast verður til þess að hver nemandi geti farið með spjaldtölvuna heim og unnið heimanámið. Það er eins með spjaldtölvurnar eins og bækurnar, nemendur skila þeim á vorin fyrir sumarfrí. Eftirlit má hafa með notkun nemenda á spjaldtölvunni og þar verður fylgst með því að tækið verði ekki misnotað. „Við viljum þó fara af stað þannig að nemendum sé treyst fyrir tækinu og þeir læri að umgangast það rétt,“ segir Haraldur. Búið er að gera samkomulag við foreldra þar sem skýrt er kveðið á um það að ábyrgðin sé þeirra þegar tækið er komið í heimahús. Fari svo að tækin eyðileggist þá sé hvert einstakt tilfelli skoðað hvað varðar tryggingamál. Tækin eru þó vel varin og slys á þeim afar fátíð þar sem reynsla er komin á notkun tækjanna. Ætlast er til þess að nemendur geti notast við sömu spjaldtölvuna frá 8. til 10. bekk og þá verður framhaldið skoðað varðandi notkun tölvanna. Hugsanlega verður nemendum boðið að kaupa tölvurnar þegar
Sumardekk
Reykjanesbær verður í allra femstu röð „Í þessu ferli vitum við að það verða hindranir á vegi okkar. Við ætlum bara að læra af þeim á leiðinni. Það er bara allt í lagi. Ég er líka alveg sannfærður um það að þetta mun skapa ný störf í framtíðinni. Krakkar í Reykjanesbæ verða í allra fremstu röð í notkun á þessari tækni og þeir munu í fyllingu tímans bæta enn frekar við og finna nýjar leiðir til að nota tæknina og það mun í fyllingu tímans skapa störf í Reykjanesbæ,“ segir Gylfi Jón.
Sendibíladekk
Við bjóðum vaxtalaus lán frá Visa og Mastercard í allt að 12 mánuði
Heilsársdekk
Nú þegar hafa verið keyptar 44 Ipadar fyrir nemendur Heiðarskóla, aðrir 8 voru keyptar fyrir kennara og auk þess eru fyrir fimm spjaldtölvur sem skólinn fjárfesti sjálfur í á síðasta ári. 8 Ipadar hafa verið keyptir í hvern hinna skólanna fyrir kennara.
Jeppadekk
Eftir áramót verður svo einum árgangi í hverjum skóla Reykjanesbæjar afhentir Ipadar. Kennarar eru að taka tækninni vel en Haraldur viðurkennir að þeir séu oft dálítið íhaldssamir. „Það er aðeins verið að rugga bátnum, en upp til hópa eru flestir jákvæðir fyrir þessu,“ þó svo að þægindahringur þeirra sé að þrengjast að vissu leyti. „Ég sé fyrir mér að hér muni rísa upp fyrirtæki tengd þessari tækni í framtíðinni. Fyrsta skrefið í átt til þess er að nemendum sé eðlilegt að nota þessa tækni 21. aldarinnar. Við erum að bjóða þeim upp á það. Þetta er eitthvað sem nær til nemenda með allt öðrum hætti en við eigum að þekkja. Ef við gerum þetta vel þá erum við að styrkja nemendur okkar og kennara í þessu samfélagi okkar sem er nú þegar til fyrirmyndar og hefur alla burði til að verða enn betra,“ segir Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri Reykjanesbæjar að lokum.
Við bjóðum einnig upp á smur- og viðgerðarþjónustu
Opnunartími: Virka daga: Kl. 08:00 - 18:00 Laugardaga: Kl. 10:00 -14:00
Nesdekk Njarðarbraut 9 • Reykjanesbæ Sími: 420 3333 • Gsm: 825 2217 www.benni.is • nesdekkr@benni.is
14
fimmtudagurinn 16. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR
An
na
H amingj u h o rnið
Ég er eins og ég er... ...hvernig á ég að vera eitthvað annað. Hvað verður um mig, ef það sem ég er, er bölvað og bannað. Textinn er auðvitað úr laginu „Ég er eins og ég er“ sem Páll Óskar hefur sungið örugglega inn í hjörtu okkar (þýð: Veturliði Guðnas). Mér hefur verið tíðrætt um það í pistlunum mínum hversu miklu máli skiptir að við fáum að vera við sjálf, með kostum okkar og göllum. Samt sem áður dettum við svo oft í þá gildru að dæma samferðarfólk okkar út frá okkur sjálfum. Veit ekki hversu oft ég hef fengið að heyra: þú mátt ekki vera svona viðkvæm!! Lengi vel fannst mér svakalegur veikleiki að vera mikil tilfinningavera, eða þangað til ég áttaði mig á því að styrkleikar og veikleikar mínir eru hluti af sama menginu. Áhugi minn á fólki og ANNA LÓA atferli hefur verið til staðar frá ÓLAFSDÓTTIR því að ég var barn, ég hef verið félagslynd og gjarnan viljað vera SKRIFAR í sviðsljósinu. Ég á það til að vera hvatvís, líkar vel að vinna í hópi og vilja gjarnan leysa vandamál með því að tala um þau. Með þessa eiginleika hef ég fundið draumastarfið mitt í kennslu og ráðgjöf. Ég elska að þjálfa, kenna og sýna fólki skilning þegar kemur að vandamálum. Bíddu er konan að skrifa ferilskrá, gæti einhver verið að hugsa núna. Nei, það sem ég er að reyna að benda á að þessir ákveðnu eiginleikar geta snúist upp í andhverfu sína í miklu álagi eða þegar ég lendi í erfiðum aðstæðum. Ég hef þurft að berjast við hvatvísina á stundum, þurft að
Hún á oft erfitt með mig og klæjar í puttana að fá aðeins að flokka, raða og skipuleggja og kenna mér hvernig á að gera þetta allt. greina og skilja allt, og gleymt mér í að tala um vandamálin þangað til ég man ekki um hvað þau snerust í byrjun. Þetta getur átt við allar starfsstéttir, þ.e. að ákveðnir eiginleikar sem nýtast í starfi geta snúist upp í andhverfu sína. Ég þekki bæði smið og bifvélavirkja sem eru handlagnir og að vinna með vélar, hluti og tæki fellur þeim vel. Þeir eru frekar jarðbundnir og íhaldssamir og allar breytingar verða að vera hagkvæmar til að þeim líki þær. Þeir vilja ganga í hlutina, vinna þá eins og menn og ekkert kjaftæði. Þeim finnst ekkert voðalega gaman að ræða hlutina. Einu sinni þurfti ég að ræða málin við bifvélavirkjann minn og hans viðbrögð urðu: heyrðu, ég ætla aðeins út í bílskúr að laga bílinn, tökum þessa umræðu síðar. Svo áttaði ég mig á því að hann er búinn að vera úti í bílskúr í 3 mánuði!! Listrænir og skapandi einstaklingar þurfa að vera meðvitaðir um allan tifinngaskalann því annars reynist þeim erfitt að skapa og koma fram. Hver mundi nenna að horfa á leikara uppi á sviði sem væri ekki í tilfinningunni eða hlusta á söngvara sem syngur vélrænt. Leikarar og aðrir
Ló a
listamenn þurfa að búa yfir ákveðinni tækni til að koma fram því lífið þeirra er ekki alltaf dans á rósum frekar en hjá öðrum. Við heyrum ekki tilkynningar eins og: Borgarleikhúsið frestar sýningu í kvöld því aðalleikarinn er ekki í andlegu jafnvægi – nei „the show must go on“. Við gætum því séð fyrir okkur leikara sem skrapar botninn tilfinningalega fyrir hádegi, en getur svo látið heila þjóð hlæja með sér um kvöldið. Vinkona mín vinnur sem bókari og þarf umfram allt að vera skipulögð og með næmt auga fyrir villum. Hún vill hafa allt í kringum sig vel skipulagt – já hafa hlutina í röð og reglu. Þetta hefur sína galla því ef handklæðin heima hjá henni eru ekki brotin rétt saman svo ég tali nú ekki um eftir lit, finnur hún fyrir líkamlegri vanlíðan. Hún á oft erfitt með mig og klæjar í puttana að fá aðeins að flokka, raða og skipuleggja og kenna mér hvernig á að gera þetta allt. Umfram allt vill hún að ég hætti þessu tilfinningarausi – eða allt þar til hún þurfti sjálf á ráðgjöf að halda. Við skulum fagna fjölbreytileikanum og þakka fyrir að það séu til manneskjur sem búa yfir öðrum eiginleikum en við og sinna því störfum sem við höfum hvorki áhuga né hæfni til að taka að okkur. Nú sit ég bara og græt, æ þetta er eitthvað svo tilfinningahlaðið allt saman!! Þangað til næst – gangi þér vel! Anna Lóa Fylgstu með mér – http://www. facebook.com/Hamingjuhornid
n Lögreglufréttir:
Vafinn inn í startkapla í annarlegu ástandi L ögreglan á Suðurnesjum hafði á dögunum afskipti af tæplega fertugum karlmanni sem hafði sýnt af sér grunsamlega hegðun í Keflavík. Hafði hann verið að sniglast í kringum hús og reyndi svo að komast inn í bílskúr í eigu annars manns. Eftir það ranglaði hann að Keflavíkurkirkju og fitlaði við kirkjuhurðina. Þaðan lá leiðin að húsi í nágrenninu. Lögregla svipaðist um eftir manni sem
gæti passað við lýsingu sjónarvotta. Hann fannst skömmu seinna, enn á röltinu. Lögreglumenn tóku hann tali og reyndist hann þá mjög ölvaður og undarlegur í háttum. Að auki var hann með startkapla vafða um sig miðjan. Þar sem hann var allsendis ófær um að gera grein fyrir ferðum sínum var hann handtekinn og færður á lögreglustöð, þar sem hann var vistaður meðan hann var að ná áttum.
n Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar:
U
Við hliðina á Múrbúðinni
Verslunar-lager og/eða iðnaðarhúsnæði 420,4 m2.. Góð aðkoma að framan og með iðnaðarhurð að aftanverðu. Einnig 104,4 m2 bil aðeins fyrir snyrtilega starfsemi. Laust með stuttum fyrirvara. Upplýsingar í síma 660 6470.
vö slys voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum T um helgina. Erlend kona féll á
gólf búningsklefa í Bláa lóninu og var talið að hún hefði handleggsbrotnað. Hún var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þá missteig karlmaður sig þegar hann var að ganga upp tröppur við Sambíóið í Keflavík. Var talið að hann hefði farið úr ökklalið eða jafnvel fótbrotnað. Hann var einnig fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Á fundinum færði Kalka Björgunarsveitinni Suðurnes peningagjöf að upphæð kr. 250.000 fyrir veitta aðstoð þegar eldmúr og einangrun hrundi á síðasta ári.
Endurskipulagningarferli Kölku á réttri leið Á
25 ára afmælistónleikar
TIL leigu Fuglavík 18 í Reykjanesbæ
Bíóferðin endaði á sjúkrahúsinu
m þessar mundir eru 25 ár frá því Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar var stofnuð. Það var annar af forverum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Tónlistarskólinn í Keflavík, sem kom sveitinni á laggirnar og ekki leið á löngu þar til Léttsveitin fór að vekja athygli út fyrir bæjarfélagið, enda er hún fyrsta stórsveitin sem var og er alfarið skóla-stórsveit. Í tilefni af þessu merkisafmæli, efnir Tónlistarskólinn til sérstakra 25 ára afmælistónleika Léttsveitarinnar, þriðjudaginn 21. maí kl. 20.00 í Stapa, Hljómahöllinni. Á tónleikunum mun Léttsveitin koma fram eins og hún er skipuð
í dag og leika afar fjölbreytta, spennandi og skemmtilega efnisskrá, en auk þess hafa fyrrum félagar Léttsveitarinnar verið kallaðir saman sérstaklega af þessu tilefni og munu þeir spila nokkur lög sem „Léttsveitin Gömlu brýnin“ og það verður örugglega bráðskemmtilegt að heyra í þeirri stórsveit. Stjórnandi Léttsveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hefur frá upphafi verið Karen Janine Sturlaugsson, fyrir utan Ólaf Jónsson og Eyþór Inga Kolbeins sem stjórnuðu sveitinni í einn vetur hvor. Það má enginn láta þessa tónleika fram hjá sér fara. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnnir.
35. aðalfundi Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. sem haldinn var 24. apríl síðastliðinn kom m.a. fram að endurskipulagningarferli stöðvarinnar frá árinu 2010 hefur gengið vel og reksturinn stefnir nú í að verða sjálfbær. Hagnaður hefur verið af rekstrinum frá árinu 2010 og var rekstrarhagnaður ársins 2012 tæplega 102 milljónir króna. Samvinna við lánardrottna fyrirtækisins hefur gengið mjög vel frá því að ferlið hófst og sér nú fyrir endann á því með mikilli niðurfærslu skulda. Þegar ferlið hófst námu heildarskuldir um 1,3 milljörðum og eigið fé var neikvætt upp á um 600 milljónir – samfellt tap hafði verið af rekstri frá upphafi í Helguvík. Ásamt því að rekstrinum hefur verið snúið til betri vegar stefnir í að skuldir muni lækka um meira en helming frá því ferlið fór í gang. Á aðalfundinum kom einnig fram að vegna betri rekstrarniðurstöðu svo og vegna upptöku hóflegra notendagjalda á endurvinnslustöðvum gat stjórn fyrirtækisins tekið ákvörðun um að hækka ekki sorphirðu- og sorpeyðingargjöld á sveitarfélögin fyrir árið 2013 frá því sem gjaldið var á árinu 2012. Frá árinu 2006 til 2012 höfðu þessi gjöld hækkað að meðaltali um 14,5% á ári sem var talsvert umfram verðlagsþróun. Forstjóri Umhverfisstofnunar var gestur á aðalfundinum og voru ýmis mál sem varða starfsleyfi og umhverfisþætti fyrirtækisins til umræðu. Uppsöfnun svokallaðrar „flugösku“ hefur verið óleyst vandamál hjá fyrirtækinu fram til þessa og hefur verið unnið að framtíðarlausn þess, m.a. í góðri samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 16. maí 2013
Óskum sigursælasta körfuboltaliði landsins til hamingju með glæsilegan árangur! KEFLVÍKINGAR GERÐU SÉR LÍTIÐ FYRIR OG UNNU
13
af28
ÍSLANDS- OG BIKARMEISTARATITLUM SEM Í BOÐI VORU Í VETUR
- MEIRA EN NOKKURT ANNAÐ FÉLAG!
Meistaraflokkur
Unglingaflokkur
Stúlknaflokkur
9. flokkur stúlkna
8. flokkur stúlkna
7. flokkur stúlkna
Mini Bolti stúlkna
7. flokkur drengja
8. flokkur drengja
Kræsingar & kostakjör
16
fimmtudagurinn 16. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR
AÐALFUNDUR
Póstkassinn
Suðurnesjadeildar Búmanna verður haldinn fimmtudaginn 23. maí 2013 í samkomusal Búmanna Stekkjargötu 73 Innri Njarðvík.
n Friðrik guðmundsson skrifaR:
Skólamál fatlaðra
Fundurinn hefst kl 17:30 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Suðurnesjadeild Búmanna Búmenn hsf
FUNDARBOÐ Aðalfundur félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ verður haldinn í Listasmiðjunni Keilisbraut 773 á Ásbrú fimmtudaginn 23. maí næstkomandi kl. 20:00. Dagskrá aðalfundar • Setning • Kosning fundarstjóra og fundarritara • Skýrsla stjórnar • Endurskoðaðir reikningar lagðir fram • Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikninga • Lagabreytingar • Kosning stjórnar og varamanns skv. 5. grein • Kosning tveggja endurskoðenda skv. 5. grein • Ákvörðun um árgjald • Önnur mál
Tilboðum í breytingar á íþróttamiðstöð hafnað B
æjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs hefur hafnað þeim tveimur tilboðum sem bárust í framkvæmdir við íþróttamiðstöðina í Garði. Ástæðan er að tilboðin voru mun hærri en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. „Í því felst ekki að hætt hafi verið við framkvæmdina. Framvinda málsins er í höndum bæjarstjóra og formanns bæjarráðs, samkvæmt samþykkt bæjarráðs,“ segir í fundargerð bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs.
Ég man eftir því þegar ég útskrifaðist úr grunnskóla hvað það var mikil spenna og undirbúningur í kringum það, m.a. að fara í vettvangsferðir, læra fyrir samræmdu prófin, skrifa umsókn til þess að komast í framhaldsskóla og ná að klára skólann með prýði, það tókst og ég útskrifaðist úr grunnskóla árið 2005. Það var stór breyting fyrir mig að byrja í framhaldsskóla, kynnast nýju fólki, þroskast og verða fullorðinn. Ég byrjaði í Fjölbrautaskóla Suðurnesja haustið 2005 og fór í nám á starfsbraut og tók líka almenn fög, m.a. ensku, sögu, leiklist, sálfræði, félagsfræði og líffræði. Námið tók mig 4 ár og ég útskrifaðist árið 2009 með 50 öðrum nemendum sem útskrifuðust af mismunandi brautum, meðal annars bróðir minn sem varð stúdent af tölvufræðibraut. Ég mun aldrei gleyma framhaldsskólaárunum og öllu fólkinu sem ég kynntist, reynslan þaðan verður alltaf djúpt í hjarta mínu og ég sakna oft þess að
vera þarna, en svo tekur auðvitað lífið við og allt sem fylgir því. Draumurinn minn er að ná að stunda fullt nám í háskóla í leiklist en til þess að ég geti það verður margt að breytast í þessu samfélagi, til dæmis ferðaþjónusta. Ég fæ úthlutað frá Reykjanesbæ tveimur ferðum í mánuði til Reykjavíkur, ein til þess að fara til læknis og hin til þess að fara í skemmtiferð, svo sem bíó, leikhús, djamm eða fara í mataboð hjá vinum og ættingjum. Það eru bara ekki nóg af ferðum til þess að stunda nám í háskóla, ferðaþjónustan sér um akstur fyrir mig til þess að komast á milli staða. Svo var ég að heyra að það er engin útskriftarathöfn fyrir fatlaða nemendur í starfstengdu diplómanámi í Háskóla Íslands, það er sú stefna að aðeins þeir sem útskrifast með BA/BS gráður og meistarapróf verði við útskriftarathöfnina og að þetta eigi að spara tíma. Það vill svo til að þetta er æðsta menntunarstig sem stendur fötluðum nemendum í diplómanámi til boða. Ég vil bara segja að lokum að ég vona að menntunarkerfið taki öllu fólki jöfnu sama hver manneskjan er. Kær kveðja, Frikki Gumm
n Reykjanesbær:
Frábær árangur í úrvinnslu eineltismála
Félagar vinsamlegast takið daginn frá, fjölmennið á fundinn og takið með ykkur gesti
FMR
Kirkjugarður Njarðvíkur Auglýsing varðandi umsjónarmann Kirkjugarðs Njarðvíkur. Frá og með 15. maí 2013 mun Arnar Einarsson sinna umsjón Kirkjugarðs Njarðvíkur. Eru aðilar beðnir um að snúa sér til hans varðandi greftranir og annað er lýtur að umsjón legstaða. Símanúmer hjá Arnari eru 846 6212 og 421 1852. Tölvupóstur; arnar.einarsson@hotmail.com. Pósthólf kirkjugarðsins er 226 - 260 Njarðvík. Stjórn Kirkjugarðs Njarðvíkur.
^ a V _ ^ M BQXRQ^ M V _ Q Z ^ a a ?
T
íðni eineltis er með allra lægsta móti eða 2,2% meðal kennara og starfsmanna í grunnskólum Reykjanesbæjar miðað við það sem gerist á landsvísu, en einungis þrjú sveitarfélög af 25 eru með lægri tíðni eineltis en
Reykjanesbær. Þessar upplýsingar koma fram í Skólavoginni, mælitæki sem gefur ýmsar upplýsingar um skólastarf í landinu. Aðspurður sagði Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri að ánægjulegt væri að sjá hversu vel er tekið á eineltis-
FISKTÆKNISKÓLINN SANNAR GILDI SITT FISKTÆKNINÁM Námið er hagnýtt tveggja ára nám þar sem önnur hver önn er í skóla og hin fer fram í formi vinnustaðanáms. Nemendur geta valið sér leiðir í námi í sjómennsku, fiskvinnslu og fiskeldi. Þessi blanda verklegs og bóklegs náms hentar mörgum vel. Línurnar eru þrjár þ.e. fiskvinnslu-, sjómennsku- og fiskeldislínu. Fisktækniskólinn býður einnig upp á nám í netagerð sem er löggild iðngrein. Nýtt nám er í undirbúningi með sérhæfingu á gæðastörf (þriðja árið). Innritað er á menntagátt.is eða hjá Fisktækniskóla Íslands í síma 4125966
NÁM Í SKÓLA
auglýsir
MEÐ SJÓ – SUMARIÐ SUÐUR IR BAnaRbaNrnaAtil. PLIFAaN SUMAsæRkjaUumPsty lifa rki vegn sumarupp
. Hægt er að rnesja sumarið 2013 Velferðarsjóðs Suðu .h. o.þ iða ske til sumarnám Um er að ræða styrk un styrkjanna. lut úth við ar nn kju lparstarfs kir Notuð eru viðmið Hjá tekjur og útgjöld. að skila gögnum um rfa 14. þu ur nd kje sæ Um rhúsinu, Vallargötu ása ág Gr a ml um kl. 10-12 í Ga Opið á fimmtudög
málum í skólum í Reykjanesbæ. Gylfi Jón sagði að hægt sé að draga verulega úr einelti með samstilltu átaki stjórnenda og starfsmanna og það er greinilega verið að gera í grunnskólunum.
Fisktækniskóli Íslands Icelandic College of Fisheries
Víkurbraut 56 - 240 Grindavík - Sími: 412 5966 - www.fiskt.is www.facebook.com/fisktaekniskoli - info@fiskt.is
NÁM Á VINNUSTAÐ
17
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 16. maí 2013
Flugvirkjanám Keilis og AST fær fljúgandi start
n Konráð lúðvíksson skrifaR:
Yndisgróður fyrir alla
með sín fylltu, fallegu lillarauðu blóm og dimmgrænu holdmiklu blöð. Sem óreyndur eljusamur ræktandi hélt ritari að hægt væri að þekja Reykjanesskagann með henni og fylla rofabörð með blómskrúð. Margan fúlapyttinn hefur maður fallið í og marga plöntuna séð misfarast, en samt er þetta alltaf jafn spennandi tilvist. Sumt hefur tekist vel og er til prýði. Mér þykir miður að hafa fyrir 25 árum sett niður sitkagreni í garðinn sem hefur vaxið svo að veldur skugga fyrir sólu og er satt að segja til lítillar prýði. Samt tími ég ekki að höggva þau niður, því þau færðu á sínum tíma von um að eitthvað gæti hér vaxið. Í dag væri valið annað, en nákvæmlega hvað?
Þ
riðjudaginn 21. maí nk. munu FFGÍR og Suðurnesjavaktin standa fyrir erindi um áskoranir stjúpfjölskyldna. Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi mun koma og halda erindi um helstu áskoranir stjúpfjölskyldna sem eru í raun þær sömu og í öðrum fjölskyldum en að auki þurfa bæði börn og fullorðnir að takast á við ný verkefni og aðstæður sem geta reynt á. Þegar skortir upplýsingar um við hverju er að búast og viðurkenningu samfélagsins reynir hver og einn að fóta sig eftir bestu getu og óuppbyggi-
legar lausnir vilja oft verða til. Í erindinu mun Valgerður fjalla um það hvernig takast megi á við þessar áskoranir á uppbyggilegan hátt. Valgerður er félagsráðgjafi, MA og formaður Félags stjúpfjölskyldna og ritstýrir einnig vefsíðunni stjuptengsl.is. Hún hefur haldið fjölmörg erindi sem tengjast stjúptengslum, foreldrasamvinnu, og umgengni eftir skilnað m.a. fyrir skóla, foreldrafélög, félagasamtök, og kirkjuna. Erindið fer fram í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hefst klukkan 20.00. Allir velkomnir.
Norræna félagsins í Reykjanesbæ haldinn 23. maí kl. 20:00 í sal á jarðhæð Aðalgötu 1 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin
NÝOPNUÐ NAGLASTOFA Í DRAUMAHÁRI ÁSBRÚ
Ð
Er erfitt að vera stjúp...?
Konráð Lúðvíksson
FRAMHALDS AÐALFUNDUR
R O Æ ILB ÁB RT FR NA U
„Áskoranir stjúpfjölskyldna“
plöntuúrval að sama skapi í garðyrkjustöðvunum. Með aukinni fjölbreytni opnast takmarkalausar víddir fyrir sköpunargleðina. Samt er gott að fara að öllu með gát svo manni förlist ekki flugið í byrjun. Því fögnum við því í Suðurnesjadeild Garðyrkjufélags Íslands að fá til okkar á síðasta fund á þessu ári Samson Bjarnar Harðarson, landslagsarkitekt og garðplöntufræðing til að fjalla um verkefnið Yndisgróður og hverju það hefur skilað okkur. Hann er lektor í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands og einn af verkefnisstjórum Yndisgróðursverkefnisins. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum flytur hann okkur mjög Frábær opnunartilboð fróðlegt erindi þetta kvöld og hjálpar okkur að hefja ræktunarsumarið full af bjartsýni og væntingum. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta, ekki síst þeir sem sinna ræktunarstörfum fyrir bæjarfélögin á Suðurnesjum. Fundurinn er haldinn í Húsinu okkar (gamla K- húsið) við Hringbraut miðvikudaginn 22. maí kl. 20. Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir félagsmenn, 1000 kr. fyrir aðra. Léttar veitingar í boði.
samband við Flugakademíu Keilis á flugvirkjun@keilir.net. Nánari upplýsingar um námið má nálgast á heimasíðu Keilis: www. keilir.net/flug
PN
Ritari fagnar því af alhug að til sé félagsskapur sem hefur að markmiði að vera leiðbeinandi um plöntuval fyrir mismunandi landssvæði, afrakstur tilrauna og þróunar í samvinnu við Landbúnaðarháskólann á Reykjum. Innan þess félagsskapar eru leiðandi garðyrkjubændur sem lagt hafa metnað sinn í að skapa gagnagrunn sem hægt er að leita í þegar velja á plöntur fyrir íslenskar aðstæður. Í gagnagrunninum gefur að finna tugi há- og lágplantna sem reynst hafa vel þar sem þær hafa verið prófaðar. Slík tilraunasvæði hafa fengið nafnið Yndisgarðar og eru gjarnan staðsett innan bæjarmarka, þar sem almenningi gefst tækifæri til að heimsækja og fá hugmyndir um hvað vert sé að prófa. Einn slíkur er í Sandgerði og er vert að skoða. Aðgangur að þessum gagnagrunni er auðveldur gegnum netið. Þegar tollar voru afnumdir af plöntuinnflutningi 2007 jókst
msóknarfresti í flugvirkjanám AST hjá Keili lauk 1. maí síðastliðinn og bárust yfir hundrað umsóknir í námið. Það er því ljóst að mikill áhugi er meðal Íslendinga að sækja flugvirkjanám, enda er mikill skortur á flugvirkjum í heiminum. Alls bárust 112 umsóknir í þau 28 pláss sem í boði voru og hefst námið í september næstkomandi. Keilir og AST vilja benda á að nám og starf í flugvirkjun hentar jafnt konum sem körlum og því hvetjum við konur sérstaklega til að skoða þennan möguleika í framtíðinni. Næst verður tekið við umsóknum fyrir haustið 2014, en áhugasömum er bent á að hafa
O
Fyrir nákvæmlega 25 árum hélt ég sjálfum mér veislu til að fagna hátindi lífsferilsins. Mér voru þá færðar tölvuvert magn t r j áp l a nt n a o g runna. Ný fluttur í húsið á klettunum var það verkefni f r amt í ð ar i n n ar að búa sér til garð sem veitti lífsfyllingu í frístundum. Á þeim tíma var viðvera við Sjúkrahús Keflavíkur eins og heilbrigðisstofnunin hét þá oft á tíðum býsna krefjandi, þar sem bæði öllum slysum, bráðaaðgerðum og fæðingum var sinnt af sjúkrahúslæknum. Sem ungum metnaðarfullum manni fannst ritara mikilvægt að sinna sem flestum slíkum verkefnum í heimabyggð og senda sem minnst frá sér. Þetta hafði í för með sér mikla bindingu og því forréttindi að geta skapað sér umhverfi sem hægt var að leita til á milli skylduverka. Garðurinn skyldi veita útrás fyrir sköpunargleði, auk þess sem rýmið var þess eðlis að gefið gæti upplifunina að maður byggi út á landi, enda krækiberjalyng á klettunum og mófugl á melum. Oft á tíðum fékk maður bráðaútkall í miðjum moldargreftrinum og kom ekki alltaf á deildina með hreinar neglurnar, stundum í stígvélum angandi af hrossaskít. Sá orðstír fór af Suðurnesjum þess tíma að lítið væri hér hægt að rækta annað en allra harðgerðustu plöntur, enda bera garðar þess enn merki þar sem harðgerðustu skógarplöntur eins og sitkagreni, birki, reyniviður og harðgerðar víðitegundir eru ríkjandi. Að hugsa sér að hefja ræktun með blómstrandi runnum, rósum og nú síðast berjarunnum og ávaxtatrjám var á þeim tíma fjarlægur draumur. Úrval plantna í garðyrkjustöðvum var auk þess takmarkað og flutt inn erlendis frá þar sem vaxtarskilyrði voru gjarnan gjörólík okkar. Því gat maður búist við miklu affalli gróðursetta plantna. Ný endurvakið Skógræktarfélag Suðurnesja lagði þó út í það metnaðarfulla ræktunarstarf að rækta upp Vatnsholtið, Rósaselsvötnin og Grænásinn, auk þess sem haldið var áfram ræktunarstörfum við Selvatnið. Á þessum stöðum hefur landi verið breytt útivistarfólki til ánægju. Einkennisjurt Skógræktarfélagsins þess tíma var Rosa rugosa hansa, hansarósin, mikil uppáhaldsplanta ritara
U
s. 862 6748
18
fimmtudagurinn 16. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR
MANNLÍF
n Keflavik Music Festival fer fram í Reykjanesbæ 5.-9. júní:
Verður ein stærsta tónlistarhátíð landsins E
in stærsta tónlistarhátíð ársins fer fram í Reykjanesbæ þann 5.-9. júní þegar Keflavik Music Festival fer fram. Þetta er í annað sinn sem hátíðin fer fram en hátíðin í ár er talsvert umfangsmeiri og stærri en sú sem fram fór á síðasta ári. Það eru þeir Ólafur Geir Jónsson og Pálmi Örn Erlingsson sem standa á bak við hátíðina. Þeir hafa fengið rjómann af íslenskum tónlistarmönnum til að koma fram á hátíðinni og einnig nokkra heimsþekkta tónlistarmenn. Þar má helst nefna Tinie Tempha og The Temper Trap, auk fjölda fleiri atriða. Alls eru um 120 tónlistaratriði á hátíðinni í ár. „Undirbúningurinn fyrir hátíðina
hefur gengið mjög vel. Það hefur verið mjög mikið að gera og við sofum lítið þessa dagana,“ segir Óli Geir. „Miðasalan hefur gengið vonum framar og við erum farnir að sjá fram á að þetta verði ein stærsta tónlistarhátíð landsins. Bærinn á eftir að iða af lífi,“ segir Pálmi. Reykjanesbær verður undirlagður hátíðinni fyrstu vikuna í júní. Tónleikahald verður á öllum skemmtistöðum bæjarins, Keflavíkurkirkju, Reykjaneshöll og víðar. Þeir Ólafur og Pálmi segja að hátíðin nái til stórs aldursbils en höfðar helst til yngri kynslóðarinnar. „Við erum að reyna að hafa eitthvað fyrir alla. Við erum með atriði eins og Geirmund Valtýsson, Pál
Keflvíska sveitin Big Band Theory þreytti frumraun sína í fyrra.
Óskar og Moniku, KK og Bubba og koma þau fram í Keflavíkurkirkju. Þessi atriði höfða kannski frekar til eldri kynslóðarinnar. Erlendu tónlistaratriðin eru meira fyrir yngri kynslóðina og vorum við að eltast við það sem er heitt í dag.“
Reyndu að fá Sigur Rós Þegar litið er yfir dagskrána kemur bersýnilega í ljós að landslið íslenskra tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni. Óli og Pálmi segjast hafa talað við gríðarlegan fjölda tónlistarmanna um að koma fram á hátíðinni. Þeir reyndu meira að segja að fá Sigur Rós til að koma fram. Það gekk ekki enda sveitin á tónleikaferðalagi. „Það var ekki auðvelt að fá þessi þekktu erlendu nöfn á hátíðina, sérstaklega þar sem við höfðum lítið í höndunum til að byrja með. Þó við hefðum náð að fá 13 erlend atriði á hátíðina í ár þá höfðum við samband við um 200 bönd eða tónlistarmenn. Við erum mjög sáttir með þá dagskrá sem við höfum sett upp. Við erum með frábæra dagskrá og þá sérstaklega þegar litið er á íslensku tónlistarmennina. Þau íslensku bönd eða tónlistarmenn sem ekki spila á Keflavík Music Festival í ár eru erlendis því við reyndum að fá alla í lið með okkur – meira að segja Sigur Rós,“ segir Óli.
Ólafur Geir Jónsson og Pálmi Örn Erlingsson.
Hátíðin komin til að vera Ef vel gengur í ár er Keflavik Music Festival líklega komin til að vera. Það er í það minnsta stefnan hjá þeim Óla og Pálma sem eru nú þegar farnir að skipuleggja næsta ár. „Hátíðin er búin að mörghundruðfalda sig á einu ári og við vonum hreinlega að þetta stækki með hverju ári,“ segir Pálmi. „Þessi
hátíð er komin til að vera og við erum rétt að byrja,“ bætir Óli við. Þeir sem ekki hafa náð 18 ára aldri þurfa ekki að kvíða því sérstök dagskrá verður fyrir aldurshópinn 14-18 ára. Miðasala fer fram í afgreiðslustöðvum N1 og á heimasíðu hátíðarinnar, keflavikmusicfestival.com. Þar má finna nánari upplýsingar um hátíðina og um tónlistarmennina sem koma fram.
Margmenni á Barnahátíð
Þ
VF-myndir: Ólafur Andri Magnússon
rátt fyrir frekar blauta veðurspá var karamelluregn á Keflavíkurtúni eina rigningin sem lét sjá sig á líflegri Barnahátíð í Reykjanesbæ sem haldin var um helgina. Þeirri rigningu var stýrt af Brunavörnum Suðurn e sj a s em d rei fð u karamellum úr körfubíl yfir barnahópinn sem tók rigningunni opnum örmum í bókstaflegri merkingu. Mú g u r o g m ar g menni heilsaði upp á Skessuna sem bauð upp á lummur í glampandi sólskininu í tilefni hátíðarinnar og svitinn hreinlega bogaði af Fjólu tröllastelpu, vinkonu Skessunnar, sem komin var beint af fjalli vafin sauðagærum eftir langan vetur til að gefa börnunum blöðrur. Á fimmta þúsund gesta heimsóttu Víkingaheima á laugardaginn, þar sem margt var til skemmtunar svo sem opnun Landnámsdýragarðsins, leikfangamarkaður barnanna, sirkussýning, víkingar og margt
fleira. Á annað þúsund gesta lögðu leið sína í Duushús til að skoða sýningu leikskólanna og Listasafns Reykjanesbæjar, Umhverfi okkar er ævintýri, og fjöldi barna sótti smiðjur, lék sér í tívolítækjum eða öðru því sem hátíðin bauð upp á, öllum að kostnaðarlausu. Mikil ánægja er meðal aðstandenda hátíðarinnar yfir því hvernig til tókst en Barnahátíðin er liður í þeirri viðleitni Reykjanesbæjar að stuðla að fjölskylduvænu samfélagi. Dagskráin byggðist upp á þeim tækifærum sem eru til staðar í bænum fyrir börn og fjölskyldur svo sem Landnámsdýragarðinum, Víkingaheimum, Duushúsum, Innileikjagarðinum og Vatnaveröld, auk viðburða sem boðið var upp á sérstaklega í tilefni hátíðarinnar. Andrúmsloftið var afslappað, fjölskyldur nutu dagskrárinnar saman og ekki skemmdi fyrir að veðrið lék við gesti og gangandi.
19
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 16. maí 2013
Svona bjó Kaninn
S
ýningin Íbúð kanans, lífið á vellinum var opnuð um nýliðna helgi. Sýningin er að Grænásbraut 607, sem er íbúðarhús í næsta nágrenni Offiseraklúbbsins. Sýningin verður í framtíðinni opin fyrir hópa. Frekari upplýsingar og pantanir á ibudkanans. tumblr.com og ibudkanans@ gmail.com Segja má að Bandaríkjamenn, hermenn og borgarar sem störfuðu á varnarstöðinni í Keflavík hafi verið hluti af daglegu lífi Suðurnesjamanna óslitið í hálfa öld. Í september 2006 lauk þeirri sögu er síðasti hermaðurinn fór af landi brott en talið er að alls hafi rúmlega tvö hundruð þúsund Bandaríkjamenn starfað eða dvalið hér á landi á vegum varnarliðsins frá upphafi. Þá hafa þúsundir Íslendinga komið að rekstrinum með einum eða öðrum hætti. Markmið sýningarinnar er að gefa innsýn í hversdagslíf bandarískra hermanna á Íslandi og skoða jafnframt hvort og hvaða áhrif þeir höfðu á menningu þeirra sem
bjuggu hinum megin við hliðið, og öfugt. Sýningunni er jafnframt ætlað að varpa fram nýrri sýn á herstöðina sem oft hefur verið neikvæð og pólitísk. Hér er sjónum beint að hinu hversdagslega og því persónulega, að fólkinu sem þar bjó og samskipti þeirra skoðuð sem og menningarleg áhrif á báða bóga. Þetta er vinsamlega snertið sýning. Gestir eru hvattir til þess að miðla sinni reynslu og sögu og geta þeir skráð hana í gestabók á staðnum. Þá verður hægt að gefa muni til sýningarinnar og verður hún uppfærð eftir því sem ábendingar berast frá gestum. Sýningarstjóri er Dagný Gísladóttir og er sýningin hluti af mastersverkefni í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands.
n Reykjanesbær:
Rekstrarafgangur hjá Reykjanesbæ -Meintur árangur kemur af eignasölu, segir Samfylkingin.
Á
rsreikningar Reykjanesbæjar fyrir árið 2012 voru samþykktir á bæjarstjórnarfundi í sl. viku. Þriðja árið í röð skilar bæjarsjóður rekstrarafgangi. Þessi jákvæða niðurstaða er fyrst og fremst að þakka mjög öflugu starfsfólki sem tekst að veita góða þjónustu með litlum tilkostnaði, segir í bókun meirihluta sjálfstæðismanna í bæjarstjórn. Þar segir jafnframt: „Tekist hefur að lækka skuldir og skuldbindingar um þrjá og hálfan milljarð um leið og eiginfjárhlutfall, sem mælir eignir á móti skuldum vex úr 20,7% í 25%. Engin erlend lán hvíla á Reykjanesbæ og engin ný lán voru tekin fyrir bæjarsjóð. Hreint veltufé frá rekstri er um 358 milljónir króna. Handbært fé frá rekstri er um 300 milljónir króna. Veltufjárhlutfall er 1,04. Samstæðureikningurinn er Reykjanesbæ áfram erfiður vegna Helguvíkurhafnar, þótt hann skili sterkri stöðu fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði og árangur sé betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Inntakið í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar var á aðra leið: „Niðurstöður ársreiknings Reykjanesbæjar fyrir árið 2012 opinbera afleiðingar óskynsamrar fjármálastjórnar meirihluta sjálfstæðismanna á undanförnum árum. Árin fyrir hrun byggði meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ áætlanir sínar á óraunhæfum spám um fjölgun íbúa – spám sem voru í engum takti við spár Hagstofu Íslands. Allt of mikil ný byggð var skipulögð og bæjarbúum fjölgaði – en atvinnutækifærum hefur ekki fjölgað að sama skapi. Fullyrðingar meirihlutans um að reksturinn hafi gengið vel á síðasta ári eru óvenju innantómar þegar litið er til þeirrar staðreyndar að selja þurfti eignir fyrir rúmlega 4.000 milljónir króna til þess að ná þessum meinta „árangri“.
„Áskoranir stjúpfjölskyldna“ Er erfitt að vera stjúp...? Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi heldur erindi um helstu áskoranir stjúpfjölskyldna í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þriðjudaginn 21.maí kl. 20:00 Allir velkomnir FFGÍR og Suðurnesjavaktin
Gáfu nýtt tæki til blóðrannsókna á HSS H
eilbrigðisstofnun Suðurnesja tók á dögunum við myndarlegri gjöf sem Lionshreyfingin á Suðurnesjum hafði veg og vanda að í samstarfi við nokkur fyrirtæki og félagasamtök. Um var að ræða greiningartæki til storkumælinga að verðmæti á þriðju milljón króna. Tækið mun koma að góðum notum við blóðrannsóknir hjá HSS og leysir af hólmi minna tæki sem jafnframt er ekki eins nákvæmt og það sem nú hefur verið tekið í notkunn. Að gj öf inni st anda L ionsklúbburinn Æsa, Lionsklúbburinn Keilir, Lionsklúbburinn Garður, Lionsklúbbur Sandgerðis, Lionsklúbbur Njarðvíkur, Lionsklúbbur Keflavíkur, Lionsklúbbur Grindavíkur, Lionessuklúbbur Keflavíkur, Íslenski hjálparsjóður Lions, Ballskákfélag eldri borgara á Suðurnesjum, Samkaup hf., HS Orka hf., Verslunarmannafélag Suðurnesja, Púttklúbbur Suðurnesja, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Félag iðn- og tæknigreina, Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja en framlag styrktarfélagsins er til minningar um Hildi Guðmundsdóttur, Maríu Hermannsdóttur og Jóhann Einvarðsson.
Það var myndarlegur hópur sem mætti á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og afhenti gjöfina. VF-myndir: Hilmar Bragi
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Innritun Innritun eldri nemenda stendur nú yfir og lýkur 31. maí. Sótt er um á www.menntagatt.is. Fjölbrautaskóli Suðurnesja býður upp á fjölbreytt námsframboð, bæði verknám, starfsnám og bóknám. Í haust verður einnig boðið upp á nám á afreksíþróttabraut ef næg þátttaka fæst. Rétt er að benda á nokkrar nýjar starfsnámsbrautir eins og ferðaþjónustubraut, heilbrigðis- og félagsþjónustubraut, verslunar- og þjónustubraut, tölvuþjónustubraut og löggæslu- og björgunarbraut. Einnig er ráðgert að bjóða upp á nám í „Smiðjum“ sem getur verið góður kostur fyrir þá sem vilja hefja nám að nýju í framhaldsskóla. Smiðjurnar eru blanda af bóknámi og einstaklingsmiðuðu verk- eða listnámi. Um er að ræða smíðasmiðju, listasmiðju o.fl. Á heimasíðu skólans www.fss.is má fá frekari upplýsingar um námið. Við viljum minna á að umsóknarfrestur um skólavist fyrir nýnema er til 10. júní. Nánari upplýsingar og aðstoð við innritun má fá hjá námsráðgjöfum skólans. Hægt er að panta tíma á skrifstofunni í síma 421-3100 Skólameistari
20
fimmtudagurinn 16. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR
FRÉTTIR
Sígarettustubbar og smokkar komu í ruslapokann „Þetta tókst ákaflega vel og margir tóku til hendinni. Við hreinsuðum upp mikið af sígarettufílterum, safafernum og sælgætisbréfum. Svo var einn og einn smokkur sem kom upp í rusapokana,“ sagði Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, íþróttaog ungmennafélags en það stóð fyrir umhverfisdegi sama dag og gengið var til alþingiskosninga. Stjórnarmenn deilda félagsins
komu saman og hreinsuðu upp rusl í kringum íþróttasvæði sín. Dagurinn tókst vel og nokkuð af rusli féll til. Að endingu var efnt til grillveislu þar sem formaður félagsins grillaði hamborgara fyrir það duglega fólk sem tók þátt í verkefninu. „Það er markmið félagsins að vel sé gengið um keppnissvæði og nærumhverfi félagsins, þau séu snyrtileg og öllum til sóma. Félagið
n HELGA RÚN HLYNSDÓTTIR // UNG
vill sýna gott fordæmi með því að efna til umhverfisdags innan félagsins þar sem stjórnarmönnum og öðrum félagsmönnum gefst kostur á að koma og leggja sitt af mörkum,“ sagði Einar. Umhverfisdagur Keflavíkur var í samstarfi við Víkurfréttir, Samkaup og umhverfissvið Reykjanesbæjar lagði til ruslapoka og fargaði því rusli sem safnaðist eftir þessa tiltekt.
Umsjón: Páll orri pálsson • pop@vf.is
Flugmaður eða læknir
Fundu fíkniefni og stöðvuðu ræktun
L
ögreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun í íbúðarhúsnæði um helgina. Á sama stað fundust um þrjátíu grömm af amfetamíni, sem hafði verið komið fyrir í tveimur krukkum í frysti í eldhúsinu. Upphaf máls var það, að lögregla hafði afskipti af ökumanni á fertugsaldri vegna gruns um ölvunarakstur. Þau afskipti leiddu til þess að hann var handtekinn og færður á lögreglustöð, þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráða-
2
birgða af ofangreindum sökum. Maðurinn gaf lögreglu heimild til húsleitar á heimili sínu. Þar fannst amfetamínið og um fimmtíu kannabisplöntur í ræktun. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.
VÍKURFRÉTTIR
sMÁAUGLÝsiNGAR 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS
ÓSKAST Óska eftir skrifstofuhúsnæði Óska eftir skrifstofuhúsnæði eða öðru húsnæði sem hentar undir skrifstofur, miðsvæðis í Keflavík. Þarf að henta fyrir 2-3 starfsmenn. S: 662 1740, Guðni. Óska eftir íbúð til leigu Góðan daginn, ég óska eftir 3-4 herbergja íbúð til leigu við miðbæ Keflavíkur. Helst frá 1. sept. Öruggum greiðslum heitið og bankaábyrgð. S: 776 1026 Hildur. Vantar íbúð til leigu ! Vantar bráðnauðsynlega 3-4 herbergja íbúð í Keflavík. Öruggar greiðslur. Uppl. í síma 659 6670. Húsnæði óskast Róleg, reglusöm og reyklaus mæðgin óska eftir 3-4 herbergja íbúð á Suðurnesjum frá fyrsta júlí. Upplýsingar í síma +45-4113-9019. Sárvantar íbúð Einstæð kona um 50 óskar eftir íbúð, er reglusöm og skilvís s: 895 8121.
ÞJÓNUSTA
Sprauta innréttingar Sprauta allar gerðir og stærðir af innréttingum. Eldhús-, baðherbergisinnréttingar og fleira.
KAUPUM BÍLA Í NiÐURRif Eigum varahluti í marga bíla
Iðavellir 9c - 230 Reykjanesbæ - 421 7979
www.bilarogpartar.is
Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 15. maí - 22. maí nk.
• Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Félagsvist • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi Föstudaginn 17. maí nk. á Nesvöllum kl. 14:00 Séra Sigurður Grétar með létt spjall og gítarinn Allir velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/
www.vf.is
H
elga Rún Hlynsdóttir er nemandi í 8. bekk í Njarðvíkurskóla. Hún segir að hún sé góð og glaðlynd en getur verið pínu stjórnsöm. Henni finnst sund og náttúrufræði leiðinlegast í skólanum og svo væri hún til í að getað flogið og lesið hugsanir. Hvað gerirðu eftir skóla? Ég fer á æfingar, borða, læri, svo er ég oftast með vinum mínum. Hver eru áhugamál þín? Körfubolti er mitt helsta áhugamál. Uppáhalds fag í skólanum? Íþróttir og stærðfræði er líka fínt. En leiðinlegasta? Sund og náttúrufræði. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Rihanna eða Beyonce. Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Mig langar að geta flogið, eða
lesið hugsanir. Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Mig langar til þess að læra annað hvort flugmanninn eða læknisfræði. Hver er frægastur í símanum þínum? Erna Freydís og mamma. Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Hitti Bubba Morthens í Færeyjum einhvern tímann. Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag? Ég myndi örugglega bregða öllum. Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Bara venjulegum stelpufötum. Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Góð og glaðlynd en er stundum pínu stjórnsöm. Hvað er skemmtilegast við
Njarðvíkurskóla? Nemendurnir bara. Hvaða lag myndi lýsa þér best? Vá veit það ekki haha. Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Friends lýsir mér best.
Besta: Bíómynd? Taken myndirnar, The Impossible og The Call. Sjónvarpsþáttur? The Vampire Diaries, Pretty Little Liars, The Lying Game og Friends. Tónlistarmaður/Hljómsveit? Rihanna, Beyonce og fleiri. Matur? Tacos er best. Drykkur? Fimmtudagurinn apríl 2011 Appelsínudjús er besti14. drykkurinn. Leikari/Leikkona? Það eru svo margir. Fatabúð? Forever21, H&M, Ginatricot, Zara, Topshop og Primark Vefsíða? Tumblr og Facebook.
heilsuhornið
10 súper fæðutegundir fyrir konur Þ
að er mikilvægt að konur hugsi vel um sig og heilsuna sína en nútímakonan er oft með mörg járn í eldinum og er að reyna standa sig vel á öllum sviðum lífsins sem getur tekið sinn toll af heilsunni. Konur eru oft undir miklu álagi og sumar borða jafnvel óreglulega yfir daginn og borða einhæft og fá þá ekki öll þau næringarefni sem þær þurfa úr mataræðinu sínu til að byggja upp og viðhalda góðri heilsu. Ásdís Við þurfum að hlúa vel að okkur grasalæknir sem konur og borða fjölbreytt, skrifar hreyfa okkur og draga úr streitu og njóta þess að vera til! Hér er smá listi fyrir okkur konur sem gott er að neyta regulega til að efla heilsuna. 1. Lax – ríkur af omega 3 fitusýrum sem eru mikilvægar fyrir allar frumur líkamans. 2. Bláber – innihalda mesta magn andoxunarefna af berjum og verja okkur því fyrir ótímabærri öldrun og eru því talin ‘yngjandi’. 3. Brokkolí – talið fyrirbyggjandi gegn brjóstakrabbameini með því að ýta undir niðurbrot á umfram estrogeni í gegnum lifrina.
4. Valhnetur – ríkar af vítamínum, steinefnum og trefjum. 5. Avokadó – gefa okkur einómettaðar fitursýrur sem eru góðar fyrir húðina og E-vítamín. 6. Grísk jógúrt – próteinrík, inniheldur góða meltingargerla fyrir heilbrigða þarmaflóru og einnig kalkrík. 7. Grænt te – inniheldur virk efni sem örva efnaskiptin og er talið fyrirbyggjandi gegn magakrabbameini og sykursýki 2. 8. Graskersfræ – innihalda mikið magn af sínki og amínósýrunni tryftófan, sem hvoru tveggja hefur bætandi áhrif á geðið okkar. 9. Egg – fullkomin próteingjafi og innihalda Aog D-vítamín ásamt efni sem heitir kólín sem er mikilvægt fyrir starfsemi heilans. 10. Dökkt súkkulaði – inniheldur efni eins og magnesíum, fosfór og fleiri efni mikilvæg fyrir hjarta- og æðakerfi og er talið gott líka fyrir beinheilsu. Þarf að vera að lágmarki 70-85% kakóinnihald. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir
*Suðurnesjamagasín
ag Næsta mánud .is og vf N ÍN á 0 :3 21 . kl
21
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 16. maí 2013
VIÐSKIPTI
Gleraugu fundust Þ
essi gleraugu fundust í Reykjanesbæ á dögunum. Þau voru í gráu gleraugnahulstri og í hulstrinu var nafnspjald lögfræðings sem var á fundi Framsóknarmanna á Flughóteli þann 21. febrúar sl. Nú er stóra spurningin hvort einhvers staðar þarna úti sé gleraugnalaus framsóknarmaður. Þeir sem
Eins misritaði ég nafn Alexöndru þ.e. eftirnafn hennar en það á að vera Chernyshova.
Karlakórinn á tónleikum sínum í Ytri Njarðvíkurkirkju á mánudagskvöldið. VF-mynd: Páll Ketilsson
Flottir vortónleikar sextugs Karlakórs Keflavíkur
K
arlakór Keflavíkur hélt tvenna tónleika í YtriNjarðvíkurkirkju í vikunni að viðstöddu fjölmenni. Kórinn fagnar 60 ára afmæli sínu síðar á árinu og af því tilefni heldur kórinn á vit ævintýra í Rússlandi í sumar. Karlakórinn er einn af fjölmörgum vorboðum en hann heldur jafnan tónleika þá og í ár var engin undantekning á því. Kórinn flutti nítján lög undir stjórn Helgu Bryndísar Magnúsdóttur en undirleikari var fyrrum stjórnandi kórsins, Vilberg Viggósson. Tónleikagestir urðu ekki fyrir vonbrigðum með frammistöðu kórsins á þessum tónleikum en alls flutti hann 19 lög, mörg þekkt en einnig minna þekkt lög.
Eins og alltaf slá þekktari lögin betur í gegn og það mátti sjá og heyra þegar kórinn söng lög eins og „Á Sprengisandi“, „Suðurnesjamenn“ og „Vor í Vaglaskógi“. Eitt lag þótti undirrituðum þó eitt besta lag tónleikanna en það var lagið „Ást“ eftir Njarðvíkinginn Magnús Sigmundsson við ljóð Sigurðar Norðdal. Ragnheiður Gröndal söng þetta lag ekki alls fyrir löngu á plötu og það hefur ómað í útvarpi og víðar mjög mikið á undanförnum árum. Lagið er frábært og kórinn flutti það sérlega skemmtilega og hefur greinilega æft það vel í vetur.
kannast við gleraugun geta vitjað þeirra á skrifstofu Víkurfrétta.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi
Hilmar Jónsson, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 12. maí. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju þann 21. maí 2013 kl. 11:00.
Elísabet Jensdóttir, Jens Hilmarsson, Sigfríð Margrét Bjarnadóttir, Jón Rúnar Hilmarsson, Alexandra Chernyshova, Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, Jón Þór Antonsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir,
Ársæll Guðmundsson, frá Bjargi Sandgerði, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir, laugardaginn 11. maí. Útförin fer fram frá Hvalsneskirkju, föstudaginn 17. maí kl:13:00
Karen Olga Ársælsdóttir, Daníel Máni Einarsson, Ellen María Einarsdóttir, Aðalsteinn Guðmundsson.
Einar Þór Egilsson,
Páll Ketilsson.
Öryggi þitt vaxtalausar veltur á dekkjuNum! 12 mán aFborgaNir 3,5% lántökugj.
driving emotion
Dekkjaverkstæði
Smurþjónusta
Smáviðgerðir
Hjólastillingar
Bremsuklossar
Rúðuþurrkur
Rúðuvökvi
JEPPADEKK
Rafgeymar
Peruskipti
Fitjabraut 12, Njarðvík
☎ 421 1399 www.solning.is
22
fimmtudagurinn 16. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR
SPORTIÐ Falur nýr formaður körfunnar í Keflavík
F
alur Harðarson var á dögunum kjörinn formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Mun hann því taka við hlutverki Hermanns Helgasonar, sem kveður stjórnina eftir 13 ára stjórnarsetu. Birgir Már Bragason gaf ekki kost á sér í stjórn áfram, en hann hefur setið í stjórn frá 1997.
Keflavíkurvöllur í sérflokki
V
ið hefðbundna úttekt eftirlitsaðila frá KSÍ á aðstæðum knattspyrnuvalla fékk Nettóvöllurinn í Keflavík framúrskarandi umsögn. Þessi einkunn er mikið ánægjuefni fyrir Nettóvöllinn og er tilkomin vegna margra samverkandi þátta. Má þar nefna hitalögnina undir vellinum, nýtt vatnsúðunarkerfi og einnig hvernig hann var uppbyggður við endurnýjun hans fyrir þremur árum. Síðast en ekki síst má þakka þessa góðu umsögn góðu starfi vallarstjórans, Sævars Leifssonar, sem fær góða ráðgjöf frá fyrirtækinu Lauftækni ehf varðandi m.a. umhirðu og áburðargjöf á völlinn.
Sigurbergur á nýjum slóðum K
eflvíkingurinn Sigurbergur Elísson hefur fengið nýtt hlutverk hjá Keflvíkingum í Pepsi-deildinni þetta sumarið. Vanalega hefur Sigurbergur haldið sig framarlega á vellinum og spilað sem sóknarmaður eða kantmaður með meistaraflokki og jafnan fékk hann að leika lausum hala hjá 2. flokki þegar hann lék þar. Sigurbergur sem verður 21 árs innan skamms hefur tekið við hlutverki varnarsinnaðs miðjumanns en honum er ætlað að leysa hlutverk sem Einar Orri Einarsson leysti svo vel af hólmi í fyrra. Sigurbergur segir þetta vissulega vera nýtt umhverfi. Hann á stundum í erfiðleikum með að hemja sig og hlaupa ekki fram þegar liðið hefur sókn. „Þetta er svolítið skrítið en ég er með góða menn þarna í kringum mig sem maður lærir af.“ Einar Orri er meiddur og kemur líklega ekki til með að leika mikið á þessu tímabili. Zoran þjálfari nálgaðist þá Sigurberg og bað hann um að taka stöðuna að sér. „Hann ákvað að prófa mig þarna og það er greinilegt að hann treystir mér fyrir þessu.“ Í fyrsta sinn í þrjú ár náði Sigurbergur fullu undirbúningstímabili en hann glímdi við erfið meiðsli í hné sem hafa aftrað honum undanfarin ár. Nú er hann loks heill heilsu og virkar í fínu formi. Í fyrra náði Sigurbergur 18 leikjum með Keflvíkingum og vakti hann nokkra athygli enda skoraði hann fjögur mörk og sýndi frábær tilþrif inni á milli. Gott að hafa Frans- vélina við hlið sér Sigurbergur viðurkennir að varnarlega hliðin sé kannski ekki sú sterkasta hjá honum en hann er að eigin sögn fínn skallamaður og er óðum að læra á nýja stöðu. Hans hlutverk er að sækja boltann frá vörninni og koma spilinu af stað. Eins er honum ætlað að verja vörnina fyrir áhlaupum. Hlutverkið er ábyrgðarmikið og krefjandi. Sigurbergur býr svo vel að hafa góðvin sinn Frans Elvarsson með sér á miðjunni en Frans hefur vakið athygli fyrir mikla baráttu en svo virðist stundum að maðurinn sé þindarlaus. „Við þekkjumst vel bæði innan og utan vallar og það er gott að hafa svona kraftmikinn leikmann við hlið sér. Við köllum hann Frans-vélina en hann virðist aldrei þreytast,“ segir Sigurbergur. Keflvíkingar eiga leik í kvöld en þar eru nýliðar Víkings Ólafsvík mótherjarnir. „Þó svo að tímabilið sé nýhafið þá verður að segjast eins og er að þetta gæti talist sem sex stiga leikur. Það yrði ekki gott að vera stigalaus eftir þrjár umferðir og sennilega er langt síðan það gerðist.“ Það hefur í raun ekki gerst síðan Keflvíkingar komu aftur upp í efstu deild árið 2004. Það þarf að leita aftur til ársins 1986 en þá töpuðu Keflvíkingar fyrstu þremur leikjum sínum á Íslandsmótinu. Þá voru ennþá sex ár í að Sigurbergur kæmi í heiminn. Hann segir að Keflvíkingar ætli sér ekkert annað en sigur í Ólafsvík. „Við vorum frekar andlausir gegn KR og það mun ekki gerast í næsta leik. Við eigum að geta gert miklu betur,“ sagði Sigurbergur að lokum.
Lilja Björk innanfélagsmeistari Á
dögunum fór fram Innanfélagsmót Fimleikadeildar Keflavíkur. Keppendur stóðu sig með mikilli prýði og var mikið um skemmtilega fimleika og flott tilþrif. Gaman er að segja frá því að í 1. þrepinu eiga Keflvíkingar keppanda sem nýlega var valin í Unglingalandslið Íslands. Sú stúlka heitir Lilja Björk Ólafsdóttir og var hún einmitt Innanfélagsmeistari Keflavíkur 2013 og var það annað árið í röð sem Lilja hreppti þann titil. Á mótinu var m.a. keppt í hópfimleikum og áhaldafimleikum þar sem verðlaun voru veitt fyrir bestan árangur á hverju áhaldi.
Er lok 100% hsins eill
Ástrós og Svanur stóðu sig með prýði á Spáni K eflvíkingarnir Ástrós Brynjarsdóttir og Svanur Þór Mikaelsson, sem eru bæði ríkjandi Íslandsmeistarar og unglingalandsliðsmenn í taekwondo, tóku þátt í Evrópumótinu og Spænska opna mótinu í tækni (poomsae) fyrir skemmstu og stóðu sig vel. Ástrós endaði í 9. sæti og sigraði nokkrar stórþjóðir, meðal annars ríkjandi Norðurlandameistara frá Finnlandi, sem hafði áður sigrað
Ástrósu. Ástrós var hársbreidd frá því að komast í úrslit, en til þess þurfti hún að vera í 8. sæti. Þeir sem komast í 8 manna úrslit keppa aðra umferð. Ástrós fékk einkunnina 62,7, en sigurvegari flokksins, sem kom frá Serbíu fékk 65,7. Svanur stóð sig einnig vel í sterkum flokki. Hann fékk einkunnina 55,6 á meðan sigurvegari hans flokks endaði í 62,7.
23
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 16. maí 2013
Blakdeild Keflavíkur tekur til starfa B lakdeild Kef lav íkur var stofnuð nú fyrir skömmu og var af því tilefni kjörin stjórn. Áætlað er að starfrækja unglingastarf hjá deildinni en nú eru einungis starfræktir eldri flokkar bæði karla og kvenna. Formaður deildarinnar er Jasm-
ina Cruae. Brynjar Harðarson og Svanhildur Skúladóttir voru kosin til tveggja ára. Sigurbjörg Ásdís Snjólfsdóttir og Sveinn Björnsson voru kosin til eins árs. Varamenn í stjórn eru: Heiðrún Björk Sigmarsdóttir, Ragna Finnsdóttir og Freyja Másdóttir
Vilja skvísur í Pumasveitina
N
okkrir ungir eldhugar hafa tekið sig til og stofnað stuðningsmannasveit fyrir knattspyrnulið Keflavíkur. Ber sveitin nafnið Pumasveitin Jr. en nafnið er til heiðurs hinni sálugu Pumasveit sem lagði upp laupana. Þar voru margir kunnir kappar eins og Joey Drummer og Valdimar Guðmundsson fremstir í flokki. Þeir hafa nú vikið úr vegi og yngri menn tekið við. Valþór Pétursson er einn þeirra en hann hefur ásamt öðrum strákum rifið upp stemminguna í stúkunni að nýju. „Þetta hófst aðeins í fyrra en núna er ætlunin að gera þetta almennilega.“ Valþór segir að von sé á nýjum lögum frá sveitinni en nú eru ungir leikmenn að
koma fram á sjónarsviðið og þeir þurfa að sjálfsögðu sín eigin lög. „Ég get nefnt sem dæmi lag sem sungið er um Frans Elvarsson, en þar er notast við Batman-lagið. Svo verðum við að gefa einhverjum öðrum lagið um Gumma Steinars,“ segir Valþór léttur í bragði. Hann segir að nú séu um 25 strákar í hópnum en stefnan er sett á að ná 50 öflugum fyrir enda sumars. Valþór segir að allir séu velkomnir og þá sérstaklega stelpurnar. „Ég hef heyrt að þeim finnist þetta hálf kjánalegt. Við reynum að hafa gaman af þessu en það væri gaman að fá skvísur í hópinn.“ Valþór vonast líka til þess að stuðningsmenn verði duglegir að taka undir með stuðn-
ingssveitinni í sumar en áður var Pumasveitin meðal öflugustu stuðningssveita landsins. Strákarnir vilja helst mæta á alla leiki en útileikir verða oft erfiðir. „Geysir hefur lofað okkur fríum rútum fyrir hvern leik sem Keflavík vinnur, þannig að við bíðum bara eftir fyrsta sigrinum.“ Þeir sem vilja ganga til liðs við sveitina er bent á facebook og Twitter en þar má finna upplýsingar.
GARÐAÚÐUN Úðum gegn: Roðamaur, kóngulóm og fl. Björn Víkingur 822-3577 · 699-5571 · 421-5571
Boltinn af stað í neðri deildunum
F
yrstu umferðir neðri deildanna í fótboltanum voru leiknar á dögunum og var gengi Suðurnesjamanna dræmt. Njarðvíkingar hófu fótboltasumarið með tapi gegn Aftureldingu á útivelli í fyrstu umferð 2. deildar. Lokatölur urðu 3-1 þar sem Guðmundur Steinarsson skoraði mark Njarðvíkinga í blálokin. Grindavík tapaði fyrir Víkingi 1-2 í 1. umferð 1. deildar karla á Grindavíkurvelli. Grindavík hefði verðskuldað meira úr leiknum en liðið lék sérstaklega vel í seinni hálfleik en án þess að uppskera. Stefán Þór
Pálsson, lánsmaður frá Breiðablik, jafnaði metin fyrir Grindavík 1-1. En Víkingum tókst að komast aftur yfir skömmu síðar og tókst að krækja sér í þrjú stig. Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, Atli Eðvaldsson hefði sjálfsagt viljað hefja Íslandsmótið í 2. deildinni í fótbolta betur en með tapi á heimavelli. Sandgerðingar sem leika undir stjórn Atla þurftu að sætta sig við 3-1 tap á heimavelli gegn Dalvík/Reyni. Gestirnir komust í 3-0 en það var svo Gunnar Wigelund sem skoraði fyrir Reyni Sandgerði undir lokin.
dagar 16. til 20. maí
20% afsláttur Umboðs- og dreifingaraðili Ray Ban á Íslandi
í Optical Studio, Keflavík www.facebook.com/OpticalStudio
vf.is
fimmtuDAGURINN 16. maí 2013 • 19. tölublað • 34. árgangur
FIMMTUDAGSVALS VALUR KETILSSON SKRIFAR
É
Í krossins bláma
g fylgdist spenntur með skrúðgöngunni arka niður Hafnargötuna í átt að kirkjunni. Skátafélagar úr Heiðabúum spígsporuðu í fagurbláum skyrtum undir lúðraþyt og trommutakti lúðrasveitarinnar. Helgi S í fararbroddi. Þjóðfáninn í öndvegi. Hvítar risablöðrur hristu sig í norðan golunni. Fánablöðrur. Heiðskír himinn og blámi yfir öllu. Bros á vör hvers manns. Mæðurnar uppáklæddar með barnavagna eða kerrur. Eftir messu hélt hersingin áleiðis með stærsta fána Íslands í skrúðgarðinn. Einhver merkismanneskja fengin til þess að draga hann að húni. Einhvern tímann ætlaði ég að vera í þessum sporum. Fjallkonan forkunnarfögur. Heimir Stígs að mynda. Krakkar að veiða brunnklukkur í tjörninni. Karlakórinn að syngja. Ræða dagsins uppfull af eldmóði og ættjarðarást. Brekkan þéttsetin.
K
völdskemmtunin staðsett milli Ísbarsins og Stapafells. Leikfélagið með atriði. Skemmtikraftar fengnir úr höfuðborginni. Bessi Bjarna eða Kaffibrúsakallarnir. Endalaus gleði og glaumur. Unglingahljómsveitir að spreyta sig. Andskotans bítlagarg sagði gamla fólkið. Síðhærðir og söngelskir Hljómar í seinni lotunni. Rúnni Júll í allri sinni dýrð. Dásamaður af lýðnum. „Hey, hey, heyrðu mig góða...“ hljómaði um hverfið. Rúðurnar í Hreppskassanum
nötruðu. Kaupfélagið á horninu stóð þetta af sér. Opið hjá fisksalanum við hliðina á Kalla. Appelsínulímonaði og Spur í klakabökkum. Ýsa á morgun.
O
g þarna liggur hann, þjóðfáni Íslands, samanbrotinn uppi í skáp. Í fullri stærð. Búinn að eiga hann í tíu ár og aldrei flaggað honum. Aldrei átt fánastöng. Nágrannar mínir á Spáni eru miklu mun duglegri að flagga sínum fánum. Draga þá að ég held aldrei niður. Eru svakalega stoltir af þeim rauða og gula. Slá Árna Johnsen alveg út í flöggun. En nú líður að þjóðhátíðardeginum okkar og aldrei að vita nema fáninn fari á loft. Í einni eða annarri mynd. Frúin þvertekur fyrir það að kaupa fánastöng. Hef látið það eftir henni öll þessi ár. Strokið honum inni í skúr í staðinn og sungið heilu ættjarðarlögin í leyni. „Hæ, hó, jibbíjei og jibbíjei“.
E
n fánalögin leyfa samt engan vitleysisgang. Hann má nota við hátíðleg tækifæri, opinber eða einkalífs. Á sorgarstundu dreginn í hálfa stöng. Fánann má ekki draga á stöng fyrr en klukkan sjö að morgni og ekki vera lengur uppi en til sólarlags. Fánalínan skal vera strengd. Þegar fáni er dreginn niður, er það gert með jöfnum, hægum hraða. Eftir notkun er hann brotinn í fernt eftir endilöngu og vafinn þannig að einungis blái liturinn snúi út. Gæta skal þess að hann snerti ekki jörð, vatnsyfirborð eða gólf. Ég held ég bíði með þetta aðeins lengur.
Hafa lokið hjólaferð um Jakobsstíginn
Þ
á hefur þríeykið Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir, Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir og Ásta Gunnarsdóttir lokið við að hjóla hinn sívinsæla Jakobsstíg á Spáni. Þær komu til Santiago de Compostela eftir hádegi á mánudag, vel þreyttar að sögn. Þær áttu yndislegt mánudagskvöld, búnar að fara á torgið og láta mynda sig í bak og fyrir. Þá segjast þær búnar að fá syndaaflausnina afhenta. „Vorum að koma úr messu í kirkju heilags Jakobs í Santiago de Compostela. Nú erum við búnar
RENNISLÉTTUR ÞJÓÐVEGURINN BÍÐUR ÞÍN
að ná takmarkinu, eru sem sagt ekki lengur „Peregrinos“ á vegi Jakobs, heldur bara venjulegir ferðamenn að skoða gamlar kirkjur og læra smá um borgina,“ segja þær á Fésbókarsíðu ferðalagsins. Þær voru að hjóla í fjáröflunarskyni fyrir Kvennasveitina Dagbjörgu Reykjanesbæ. Hægt er að leggja fjáröfluninni lið með því að greiða inn á reikning kvennasveitarinnar, 0541 hb 04 reikn. 760400 kt. 700404-5280. Engin upphæð er of lítil.
ÁD
EKK BÝÐ JAHÓ GEY ST ÞÉ TEL I N R 1 M GEG A DEK AÐ KIN NV GJA ÆGU LDI
ÞÚ FÆRÐ MIKIÐ ÚRVAL AF DEKKJUM OG FLJÓTA OG ÖRUGGA ÞJÓNUSTU HJÁ N1
N1 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA REYKJANESBÆ | GRÆNÁSBRAUT 552 OPIÐ MÁN. - FÖS. KL. 8-18 OG LAU. KL. 9-13 SÍMI 440 1372
WWW.DEKK.IS
Meira í leiðinni