Stærra og efnismeira blað í hverri viku!
Víkurfréttir
Grundarvegur 23, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is
Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
Ljúffengar vöfflur með sveitasultu og rjóma! vf.is
MIÐVIKUdagurinn 1. JÚNÍ 2011 • 22. tölubl að • 32. árgangur
›› Listakonan
›› Menningin
›› Dúxinn
Fríða Rögnvalds elskar að synda
Það þarf fólk eins og þig
Kláraði stúdentsprófið á 3 árum
› Síða 10
› Síður 12-14
› Síða 18
Fall sparisjóðanna rannsakað
OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN
Ljósmynd: Oddgeir Karlsson
›› Dansskólaslit í Andrews
ill matseðði á
í bo Aðeins tjum Fi Subway
Þ
ingsályktunartillaga um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna var samþykkt á Alþingi í gær. Nefndinni er ætlað að ljúka störfum fyrir 1. sept. 2012 og skila skýrslu fyrir þann tíma. Skipuð verður þriggja manna rannsóknarnefnd og skal hún m.a. leggja mat á hvort um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða við framkvæmd laga og reglna um starfsemi sparisjóða og eftirlit með henni, og hverjir kunna að bera ábyrgð á því. Þá eigi nefndin að meta starfshætti sparisjóðanna á undanförnum árum og varpa ljósi á hverjar séu helstu orsakir mismunandi árangurs rekstrar þeirra.
14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011
spennandi uknattleikir ehf.
Reykjanesbær ur: vf@vf.is a daga kl. 09-17
to.
kosti með gen.
endur vænn er ari
ÝnTverðTarN Morgu
TM
Fitjum
›› Ólögleg ráðning:
Stjórn SSS biðst afsökunar
Opið allan
S
tjórn Sambands sveitarsólarhringinn félaga á Suðurnesjum telur ábendingar innanríkisráðuneytisins réttmætar og mun SSS hafa þær í huga þegar kemur að ráðningum starfsfólks í framtíðinni og eru hlutaðeigandi aðilar beðnir afsökunar. Ráðuneytið úrskurðaði ráðningu Bjarkar GuðjónsdóttMorgu ur í embætti verkefnastjóra nver matseð ðarÞað er háspenna í körfuboltanum í Reykjanesbæ þessa dagana. Keflavík og KR eigast við í undanólögmæta. Gunnar Þórill Aðeins úrslitumformaður Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik og staðan í viðureign liðanna er 2:2. Í Reykjanesbæ eru reknir tveir stórir dansskólar þar sem mikill fjöldi ungmenna af íSuðurnesjum b arinsson, stjórnar Subway oði á Fi tj um Oddaleikur verður í viðureign í KR-heimilinu í kvöld. Spennan er ekki minni sækir sitt dansnám.í Reykjavík Skólarnir tveir héldu báðir vorsýningar sínar í Andrews-leikhúsinu á Ásbrú á SSS, segir ráðninguna hafa liðanna í úrslitaviðureign Keflavíkur orðin 2:0 dögunum.í kvennaboltanum. Meðfylgjandi myndÞar er er úr staðan sýningureyndar Danskompaní. Í Víkurfréttum í næstu viku birtum við verið verk fyrri stjórnar SSS. og Njarðvíkur fyrir Keflavík eftirátvo æsispennandi háspennuleiki. Keflavíkurstúlkur orðið Íslandsmeistarar fleiri myndir frá vorsýningumgeta dansskólanna sem Sölvi Logason, ljósmyndari VF, tók. Nánar um málið síðu 16.
K. Steinarsson ehf.
Njarðarbraut 13 - 260 Reykjanesbæ Sími 420 5000
TM
Fitjum
NÝ T T - sjá nánar á bls. 23 Dansað inn í sumarið
SUMARDEKK OG FELGUR Á ALLAR GERÐIR BIFREIÐA
kvenna með sigri á Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, föstudagskvöld. VF-mynd: HBB
VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND | www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |
rðarbraut 13 @heklakef.is
N1 GRÆNÁSBRAUT 552
Easy ÞvoTTaEfni
Easy MýkingarEfni
Meira í leiðinni
2
Miðvikudagurinn 1. júní 2011 • VÍKURFRÉTTIR
›› FRÉTTIR ‹‹ Vilja nýta höfuðstól Framfarasjóðs Voga til greiðslu skulda
T
illaga um að höfuðstóll Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga verði nýttur til uppgreiðslu skulda A-hluta við sjóðinn, til greiðslu framkvæmda árið 2011 og heimild til að draga á sjóðinn allt að 50 milljónum til að mæta rekstri árið 2011 var tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi í Vogum í síðustu viku en fyrir fundinum lá álit sérfræðings um málið. Oddur Ragnar Þórðarson (H) lagði fram eftirfarandi tillögu: „Í stað þess að veitt sé heimild til að draga á Framfarasjóðinn til að mæta rekstri árið 2011 krónur 87.600.000.- verði veitt heimild til að draga á sjóðinn til að mæta kostnaði við framkvæmdir árið 2011. Skilgreindar verði framkvæmdir eftirfarandi: 62.000.000 kr. í framkvæmdir við tvo nýja fótboltavelli. 20.000.000 kr. í framkvæmdir við fráveitu. 10.000.000 kr. í framkvæmdir við endurbætur á götum“. Tillaga Odds Ragnars var felld en tveir greiddu henni atkvæði, tveir sátu hjá og þrír greiddu atkvæði á móti. Bergur Álfþórsson (E) lagði fram eftirfarandi bókun: „Ekki er hægt annað en að greiða atkvæði gegn tillögu Odds Ragnars Þórðarsonar þar sem hún er byggð á miklum misskilningi og eða vanþekkingu á rekstri sveitarfélagsins. Óskað er eftir heimildinni fyrir 87,6 milljónir til að gera upp skuld aðalsjóðs við Framfarasjóð, vegna framkvæmda og rekstrar árið 2010, en ekki árið 2011 eins og Oddur telur“. Tillögunni var vísað til seinni umræðu og kynningar á íbúafundi. hilmar@vf.is
Nýr sjúkrabíll kominn til Brunavarna Suðurnesja
B
runavarnir Suðurnesja fengu afhentan nýjan sjúkrabíl fyrr í mánuðinum frá Rauða krossi Íslands. Sjúkrabíllinn er af gerðinni Mercedes-Benz Sprinter og var bíllinn innréttaður og breytt af Sigurjóni Ólafssyni ehf. á Ólafsfirði að undangengnu útboði í samstarfi við Rauða krossinn og sjúkraflutningamenn. Sjúkrabíllinn er afturhjóladrifinn sem gerir hann aðeins lægri en eldri bílana og snarpari í snúningum. Undanfarin ár hafa verið notaðir bæði Ford Econoline og Benz Sprinter sjúkrabílar hjá BS og hafa verið skiptar skoðanir um hvor bílanna sé betri en sá nýi lofar mjög góðu. Sjúkrabílar hjá BS eru búnir öllum þeim fullkomnasta búnaði sem völ er á og eru í raun og veru slysa- og bráðastofa á hjólum. Sjúkrabíllinn hefur nú þegar verið tekinn í notkun og láta sjúkraflutningamenn hjá BS mjög vel af honum. hilmar@vf.is
›› Fundur samtaka stofnfjáraðila Spkef:
Sorglegt hvernig fór fyrir Spkef -samtökin segja sparisjóðsstjóra og stjórnendur hafa innleyst stofnfé eftir bankahrun. „Alrangt,“ segir sparisjóðsstjóri „Þetta er alrangt,“ sagði Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri um að hann, sonur hans og fleiri stjórnendur Sparisjóðsins í Keflavík hafi innleyst stofnfé eftir bankahrun á meðan öðrum sem þess óskuðu var neitað um slíkt. Upplýsingar þess efnis komu fram á fundi Samtaka stofnfjáreigenda Spkef og í grein Silju Daggar Gunnarsdóttur, varabæjarfulltrúa í Reykjanesbæ á vef Víkurfrétta, daginn eftir fundinn, sl. fimmtudag. Geirmundur sagðist að öðru leyti ekki vilja tjá sig að svo stöddu um málefni Sparisjóðsins í Keflavík. Á fundinum var rannsóknarvinna stjórnar samtakanna kynnt en þau eru eins árs. Þórunn Einarsdóttir, formaður samtaka stofnfjáreigenda Spkef sagði á fundinum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sorglegt hvernig hefði farið
fyrir þessari stofnun sem Suðurnesjamenn hefðu verið svo stoltir af og ánægðir með. Hún sagði ljóst að 20-30 manna hópur hefði fengið megnið af útlánum Sparisjóðsins síðustu árin. Þau hefðu flest verið með afar litlum tryggingum eða ónýtum veðum. „Regluverkið var allt í óreiðu og sparisjóðsstjóri virðist hafa haft þau völd sem hann vildi án þess að þurfa að fá samþykki stjórnar,“ sagði Þórunn. Í máli stjórnarmanna samtak-
anna kom fram að þeir telja að stofnfjáraukningarnar sem fram fóru árið 2007 hafi verið byggðar á röngum forsendum og hefðu ekki átt að ná fram að ganga. Það hafi orðið til þess að mikill hluti stofnfjáreigenda sæti uppi með háar skuldir hjá lánastofnunum sem mynduðust við kaup á handónýtum stofnfjárbréfum en stjórnendur sparisjóðsins höfðu eindregið hvatt fólk til lántöku vegna þessara kaupa. Samtökin telja að eftirlitsaðilar, Fjármálaeftirlitið
og Seðlabanki Íslands, hafi með glæfralegu aðgerðarleysi, átt stóran þátt í því að óheilbrigð starfsemi sparisjóðanna hafi verið látin viðgangast alltof lengi. Stofnfjáraðilar í Spkef voru 1750 en þeir töpuðu 16,5 milljörðum á falli sparisjóðsins. Nálægt 100 manns mættu á fundinn og var stjórn samtakanna endurkjörin. Um 550 manns hafa greitt 2000 kr. árgjald til samtakanna en forráðamenn þeirra vonast til að fleiri geri það. Fjármunirnir eru notaðir í rannsóknarvinnu tengdri falli Spkef. „Við höfum verið í eitt ár í þessari vinnu og lent á ýmsum veggjum, t.d. nánast verið hent út úr Fjármálaeftirlitinu. Ef fleiri myndu borga gætum við ráðið lögfræðing í meira starf fyrir samtökin sem væri nauðsynlegt,“ sagði Þórunn Einarsdóttir, formaður.
›› Sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík haldin um helgina:
Sæmd er hverri þjóð að eiga sægarpa enn S
jómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík verður haldin með pompi og pragt um helgina en alls eru skráðir um 100 viðburðir. Í raun hefst hátíðin í kvöld, miðvikudag, með tónleikum og ljósmyndasýningu og síðan rekur hver viðburðurinn annan. Mikið er lagt upp úr glæsilegri barnadagskrá en að sögn Þorsteins Gunnarssonar upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar er búist við fjölmenni á Sjóarann síkáta en um tuttugu þúsund gestir komu á hátíðina í fyrra. „Það er frábært að sjá hvað Grindvíkingar sjálfir eru orðnir öflugir að skreyta bæinn og hvet ég Suðurnesjabúa til að koma og sjá hvað bærinn er orðinn flottur. Bænum er skipt í fjögur litahverfi sem eru búin að halda fundi hvert í sínu lagi til að skipuleggja skreytingarnar og hátíðargönguna á föstudagskvöldið. Þá fer hver ganga
af stað úr sínu hverfi og svo hittast þær allar við Ránargötuna og ganga saman niður á hátíðarsvæðið við höfnina. Þetta er tilkomumikil sjón og stemmningin alveg frábær. Þar verða ýmis skemmtiatriði frá hverfunum og síðan taka við hljómsveitirnar Buffið og Ingó og Veðurguðirnir á bryggjuballi,“ segir Þorsteinn. Á laugardag og sunnudag er svo mikið um að vera um allan bæ þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Vönduð barnadagskrá, skemmtiatriði, Sterkasti maður á Íslandi, leiktæki, handverksmarkaður, kappróður, ýmis íþróttamót, sigl-
ing, keppni í sjómanni og kerlingahlaupi, flökun og netagerð, ýmsir tónleikar og skemmtanir er meðal þess sem er á dagskrá en allar upplýsingar um hátíðina má sjá á www.sjoarinnsikati.is. Þá verða hefðbundin hátíðarhöld Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur á Sjómannadaginn á sunnudaginn en Sjóaranum síkáta lýkur með stórtónleikum í íþróttahúsinu á sunnudagskvöldið með Guðrúnu Gunnars og Ragga Bjarna í minningu Ellýjar Vilhjálms. Nýja tjaldsvæðið í Grindavík verður eflaust þétt setið en Þorsteinn bendir á að nægt
pláss sé á tjaldsvæðinu því það sé stækkað um meira en helming yfir Sjóarann síkáta. Nýtt þjónustuhús var tekið í notkun í síðustu viku sem gerir tjaldsvæðið eitt hið glæsilegasta á landinu. „Við leggjum áherslu á að þetta er fyrst og fremst sjómanna- og fjölskylduhátíð. Ströng gæsla verður í bænum og á tjaldsvæðinu. Á sama tíma og verið er að leggja hátíðarhöld Sjómannadagsins niður víða um land eru Grindvíkingar hins vegar að bæta í hátíðina og gera hana sem glæsilegasta enda erum við stolt af því að vera sjávarútvegsbær og viljum með þessu heiðra sjómennina sem halda þessu landi okkar á floti líkt og áður, eða eins og segir í textanum að sæmd er hverri þjóð að eiga sægarpa enn. Ég hvet sem flesta til að mæta og taka þátt í skemmtuninni með okkur Grindvíkingum,“ sagði Þorsteinn að endingu. hilmar@vf.is
›› Velferðarráðuneytið skiptir um skoðun:
Ekkert hjúkrunarheimili á Nesvöllum
V
elferðarráðuneytið hefur tilkynnt að ekki verði af þeim breytingum sem átti að gera á Nesvöllum vegna hjúkrunarrýma. Lagt var fram svarbréf Velferðarráðuneytisins frá 16. maí sl. ásamt umsögn Framkvæmdasýslu ríkisins frá 28. apríl 2011 fyrir bæjarráð Reykjanesbæjar þann 19. maí sl. Í framhaldi af því bókaði bæjarráð Reykjanesbæjar eftirfarandi: „Samningar við Nesvelli ehf. um nýtingu ónotaðra íbúða að Nesvöllum sem breytt yrði í 30 hjúkrunaríbúðir voru með fyrirvara um samþykki Heilbrigðisráðuneytisins, nú Velferðarráðuneytisins. Fyrir sex mánuðum síðan taldi ráðuneytið, eftir mat Fram-
kvæmdasýslu ríkisins, mögulegt að ganga að slíkum hugmyndum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum sem gera þyrfti á húsnæðinu. Unnið hefur verið að útfærslu þeirra breytingatillagna undanfarna mánuði. Stefnt var að því að taka íbúðirnar í notkun í lok þessa árs. Tillögur sem bæjarfélagið taldi mjög aðgengilegar voru svo kynntar ráðuneytinu í síðasta mánuði. Ráðuneytið, með vísan í umsögn Framkvæmdasýslu ríkisins, hefur nú svarað með tilkynningu um að það geti ekki fallist á að íbúðunum verði breytt í hjúkrunaríbúðir. Breytir Framkvæmdasýslan þar með fyrri skoðun sinni á fyrirliggjandi hugmyndum. Sex mánaða undirbúningsvinna er þar með
ónýt. Um leið eru samningar við Nesvelli fallnir úr gildi. Upphafleg tillaga Reykjanesbæjar miðaði að því að byggja 60-90 rúma hjúkrunaríbúðir að
Nesvöllum. Þar var gert ráð fyrir að flytja starfsemi af Hlévangi í þetta nýja húsnæði auk 30 nýrra hjúkrunarrýma, samtals 60-70 rými, auk framtíðarstækkunar. Við þetta fengist hagkvæmur og góður rekstrarkostur. Velferðarráðuneytið hefur hins vegar aðeins samþykkt að greiða fyrir nýbyggingu 30 rýma. Í ljósi afsvars ráðuneytisins nú telur bæjarráð brýnt að fá fram hvort ráðuneytið sé reiðubúið að endurskoða samning þannig að unnt sé að byggja stærra heimili með því að flytja núverandi starfsemi á Hlévangi þangað einnig. Þá er mikilvægt að fyrir liggi áætlun á leigugreiðslum frá ríkinu þar sem ljóst er að hjúkrunarheimili verður vart tilbúið fyrr en á árinu 2013.
Bæjarráð telur brýnt að fá strax úr þessu skorið og felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með ráðuneytisstjóra hið bráðasta“. Í fundargerð Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum er greint frá niðurstöðu velferðarráðuneytisins og sá bæjarráð Garðs ástæðu til að bóka eftirfarandi: „Bæjarráð Garðs harmar þann drátt sem verður á uppbyggingu hjúkrunarrýma á Nesvöllum vegna synjunar Velferðarráðuneytisins á þeim hugmyndum sem unnið hefur verið að sl. 6 mánuði og kostað bæði mikið fé og fyrirhöfn. Bæjarráð Garðs hvetur stjórn DS til þess að þegar verði sett í gang stefnumótunarvinna vegna framtíðarhúsnæðis DS,“ segir í bókun sem samþykkt var samhljóða.
3
VÍKURFRÉTTIR • Miðvikudagurinn 1. júní 2011
Landsbankinn lækkar skuldir yfir 30 þúsund viðskiptavina Kynntu þér nýja skuldalækkun Landsbankans. Við lækkum skuldir einstaklinga og munu yfir 30 þúsund viðskiptavinir njóta góðs af. Þetta gerum við í samræmi við þá stefnu okkar að styðja við endurreisn heimila og atvinnulífs. Við ætlum að vera Landsbankinn þinn.
1
Við endurgreiðum 20% af vöxtum
2
Við lækkum fasteignaskuldir
3
Við lækkum aðrar skuldir
JÓNSSON & LE’MACKS
•
jl.is
•
SÍA
Þær aðgerðir sem nú eru kynntar koma til framkvæmda fyrir 1. október 2011. Viðskiptavinir sem áður voru með viðskipti sín hjá Spkef njóta allra sömu réttinda og aðrir viðskiptavinir Landsbankans. Skilmála og nánari upplýsingar um skuldalækkun Landsbankans má finna á heimasíðu okkar, landsbankinn.is, eða í næsta útibúi Landsbankans.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
4 markhonnun.is
Miðvikudagurinn 1. júní 2011 • VÍKURFRÉTTIR
kalkÚNaGrillsNeiðar
kryddaðar
45%
Kræsingar & kostakjör
afsláttur
989kr/kg áður 1.798 kr/kg
Sumarleg stemmning Nautarib-eye
GrísaGrillpiNNar
ferskt
m/GræNmeti 690 G
28 % afsláttur
GræNmetisbuff 4 stk. 320 G fersk
30%
afsláttur
45%
afsláttur
2.419
kr/kg áður 4.398 kr/kg
NautaiNNralæri ferskt
796
349
kr/kg áður 1.098 kr/kg
44 % afsláttur
kr/kg áður 498 kr/kg
tómatar á stilk 500g 449kr/pk.
269 kr/pk.
40%
afsláttur
Rauðir tommy santa, 250 g 331 kr/pk.
199 kr/pk.
1.998
kr/kg áður 3.549 kr/kg
40%
afsláttur
tómatar ísl
Plómu ísl.
598 kr/pk.
698 kr/pk.
419 kr/pk.
30%
afsláttur
Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes
489 kr/pk.
30%
afsláttur
5
VÍKURFRÉTTIR • Miðvikudagurinn 1. júní 2011
r
g
%
sprauturjómi 250ml 239 kr/stk.
199
Ljúffengar r sveitasultu tti á 20% afslæ
kr/stk.
Vöfflu kynning Nettó ReykjaNesbæ Föstudaginn 14:00-19:00 Laugardag 13:00-16:00
Vöfflumix 450 g 359 kr/pk.
299 kr/pk. Tilboðin gilda 2. - 5. júní eða meðan birgðir endast
Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.
r
6
Miðvikudagurinn 1. júní 2011 • VÍKURFRÉTTIR
Ritstjórnarpistill Víkurfrétta
vf.is
páll ketilsson, ritstjóri
Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15.
Fall Sparisjóðsins og leyndin Á
fundi stofnfjáraðila í Sparisjóðnum í Keflavík í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og einnig í grein Silju Daggar Gunnarsdóttur, varabæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ á vef Víkurfrétta, vf.is, er undrast um þögn um málefni Spkef og aðdraganda hruns stofnunarinnar. Silja spyr í sinni grein hvers vegna svo lítið hafi verið fjallað um bankaránið mikla í Keflavík. Hvort það sé smæð samfélagsins og innbyrðis tengsl, vanmáttur og áhugaleysi fjölmiðla eða jafnvel pólitík? Fall Spkef er eitt stærsta mál sem komið hefur upp í samfélaginu á Suðurnesjum. Ríkissjónvarpið, eitt allra fjölmiðla, komst í trúnaðarskýrslu sem gerð var um starfsemi Spkef af KPMG og var afhent rétt fyrir bankahrun. RÚV fjallaði ítarlega um hana í fréttum í vetur. Fljótlega eftir þessa umfjöllun sem stóð í marga daga var í kjölfarið hætt við endurreisn Spkef. Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra sagði í viðtali að það hefði ekki verið í mannlegu valdi að endurreisa Spkef. Aðrir fjölmiðlar en RÚV hafa lítið fjallað um fall Spkef enda liggja upplýsingar um það ekki á lausu þar sem bankaleynd ríkir um einstök mál og málefni lántakenda. Af þeim sökum hafa Víkurfréttir eins og margir aðrir fjölmiðlar ekki getað fjallað um aðdraganda og ástæður hruns Spkef. Á einu ári hefur samtökum
stofnfjáreigenda Spkef ekki orðið mikið ágengt í upplýsingaöflun sinni m.a. vegna bankaleyndar sem ríkir á Íslandi. Um leið og ástæða er til að þakka fyrir störf samtakanna skiptir líka máli að forráðamenn þeirra vandi sig í upplýsingaöflun og komi réttum upplýsingum á framfæri. Það er ekki á bætandi að aðilar séu hafðir fyrir rangri sök í þessu erfiða máli. Það skal á engan hátt úr því dregið að fall Spkef er eitt stærsta áfall sem Suðurnesjamenn hafa orðið fyrir og því er eðlilegt að spurt sé eftir upplýsingum um ástæður þess að svona fór. Sautján hundruð og fimmtíu stofnfjáreigendur töpuðu samtals 16,5 milljörðum. En það eru ekki bara Suðurnesjamenn sem töpuðu miklu fé því fólk í öðrum bæjarfélögum þar sem sparisjóðir höfðu sameinast Spkef er margt mjög illa statt. Þar er Hvammstangi helst nefndur en þar tóku margir aðilar stór lán til stofnfjárkaupa. Í gær var samþykkt þingsályktunartillaga á Alþingi um rannsókn á falli Spkef og sparisjóðanna. Nefndinni er ætlað að ljúka störfum fyrir 1. sept. 2012 og skila skýrslu fyrir þann tíma. Því miður hefur skipan rannsóknarnefndarinnar tekið allt of langan tíma því sl. haust var samþykkt að fara í gerð hennar. Hvað sem þeirri gagnrýni líður þá munu að rannsókn lokinni vonandi liggja fyrir upplýsingar um fall Spkef. Páll Ketilsson, ritstjóri.
Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 9. júní. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is
Blómamarkaður Systrafélags Ytri-Njarðvíkurkirkju
D
agana 1.-3. júní er Systrafélag Ytri-Njarðvíkurkirkju með sinn árlega blómamarkað. Þetta er 30. árið sem blómamarkaðurinn er haldinn og er hann orðinn fastur liður í hugum margra bæjarbúa. Mörgum finnst sumarið fyrst komið þegar Systrafélagskonur hefja sölu sína. Þetta er aðal fjáröflunarleið félagsins og vonumst við eftir að sem flestir komi og geri góð kaup. Eins og undanfarin ár verður m.a. boðið upp á sumarblóm, rósir og runna. Að þessu sinni ætlum við að byrja markaðinn á miðvikudegi. Hann verður við kirkjuna eins og áður og er opnunartíminn að þessu sinni: Miðvikudagur kl. 17-21, fimmtudagur kl. 13-17 og föstudagur kl. 14-17. Alltaf heitt kaffi á könnunni. Með fyrirfram þökk fyrir góðan stuðning, Systrafélag Ytri-Njarðvíkurkirkju
Sáttur við opnun mótorsmiðju í Vogum
„Ég vil lýsa ánægju minni með að bæjarráð skuli ætla að samþykkja húsnæði undir mótorsmiðju frá og með 1. september næstkomandi. Málið kom til okkar sem nú eru í frístunda- og menningarnefnd frá síðustu nefnd og höfum við verið að vinna að því í allan vetur. Nú er hægt að setja aukinn kraft í málið og vonandi hægt að starta verkefninu í haust. Það er von mín að þetta verkefni geti orðið hluti af öflugu forvarnastarfi hér í bænum,“ segir Björn Sæbjörnsson, bæjarfulltrúi í Vogum í bókun við fundargerðir bæjarráðs Voga frá 113. og 114. fundum ráðsins.
›› Körfuboltastjarna úr Keflavík gerist golfkennari:
Erla Þorsteinsdóttir, íþróttastjóri Golfklúbbs Suðurnesja:
Mikill áhugi og gróska í Leirunni „Nýja starfið er mjög spennandi og leggst vel í mig. Þetta er bæði tækifæri og áskorun í senn,“ segir Erla Þorsteinsdóttir, nýráðin golfkennari hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Hún tekur við af Karen Sævarsdóttur nú í vor. Golfkennarastarf Erlu hjá GS ber reyndar stærri titil, íþróttastjóri, því hún hefur yfirumsjón með allri þjálfun hjá félaginu. Erla var lengi einn af lykilmönnum Keflavíkur í kvennakörfunni og vann marga titla með félaginu. Hún hefur þó frá unga aldri einnig leikið golf en
ákvað svo að fara í golfkennaranám sem kennt er hjá PGA golfkennarasamtökunum á Íslandi. Hvernig er starfi íþróttastjóra GS háttað og hvernig sérðu fyrir þér framtíðina hjá GS? „Starf íþróttastjóra GS er margþætt. Ég sé um barna- og unglingastarfið ásamt afreksstarfinu fyrir klúbbinn. Þar að auki verð ég með námskeið og einkakennslu fyrir félagsmenn. Það verður margt í boði í sumar eins og t.d. námskeið fyrir börn á aldrinum 7-12 ára, námskeið fyrir byrjendur, golfnámskeið fyrir kon-
›› Sjómannadagurinn í Reykjanesbæ:
Dagskrá í Duushúsum S
jómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur með stuttri dagskrá í Duushúsunum eins og verið hefur undanfarin ár. Dagskráin er unnin í samstarfi nokkurra aðila og hefst með sjómannamessu á vegum Keflavíkurkirkju. Sr. Sigfús B. Ingvason, Arnór Vilbergsson og félagar úr kór Keflavíkurkirkju sjá um messuna og sjómannalög verða leikin og sungin með þátttöku gesta. Hafsteinn Guðnason úr stjórn Bátafélagsins ásamt fleirum afhenda ný bátalíkön í Bátasafnið og líkanasmiðurinn
Grímur Karlsson segir sögur tengdar nýju bátunum. Sigrún Ásta Jónsdóttir safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar heldur erindi í máli og myndum um sjóminjar í eigu safnsins. Í lok dagskrár verður að venju lagður krans við minnismerki sjómanna fyrir tilstilli Skipstjóraog stýrimannafélags Suðurnesja, Vélstjórafélags Suðurnesja og Verkalýðs- og sjómannafélags Suðurnesja. Eftir dagskrána er boðið upp á fiskisúpu á Kaffi Duus gegn vægu gjaldi.
Segja Suðurnesin heppilegan stað fyrir Landhelgisgæsluna
B ur ásamt kennslu í stutta spilinu og margt fleira. Þann 2. júní kl. 14.00-16.00 verður Golfklúbbur Suðurnesja með þá nýjung að hafa opinn dag fyrir börn og unglinga í 5.-10. bekk. Þarna er kjörið tækifæri fyrir áhugasama að kynna sér golfíþróttina. Það er mikill hugur í GS mönnum, áhuginn er mikill og mikil gróska í þessari skemmtilegu íþrótt. Það verður nóg um að vera í Leirunni í sumar,“ segir Erla sem mun auk kennslunnar leika golf þegar tími gefst til.
eiðni um umsögn frá Samgöngunefnd Alþingis um þingsályktunartillögu um flutning Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar var tekin fyrir á síðasta bæjarráðsfundi í Grindavík. Bæjarráð Grindavíkur tekur undir með flutningsmönnum að á Suðurnesjum er afar heppileg aðstaða fyrir starfsemi Landhelgisgæslunnar til framtíðar, ekki síst ef þau verkefni sem áður heyrðu undir Varnarmálastofnun verði falin Landhelgisgæslunni. Á svæðinu er húsnæði, flugbrautir, góð hafnaraðstaða og stoðkerfi sem fullnægir þörfum Landhelgisgæslunnar að öllu leyti. Frá Suðurnesjum er stutt á aðal starfssvæði Landhelgisgæslunnar, hafsvæðið í kringum Ísland. Með flutningi skapast aðstæður til að sameina alla starfsemi Landhelgisgæslunnar til framtíðar á einum stað. Bæjarráðið bókar jafnframt eftirfarandi: Bæjarráð Grindavíkur telur að hagkvæmnisathugun vegna flutnings starfsemi Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja sé mjög takmörkuð og nái engan veginn að varpa ljósi á kosti og galla þess að Landhelgisgæslan verði flutt. Bæjarráð telur mikilvægt að kláruð verði sú vinna að skoða hagkvæmni flutninganna þannig að ráðamenn geti tekið upplýsta ákvörðun um þetta mikilvæga mál.
7
VÍKURFRÉTTIR • Miðvikudagurinn 1. júní 2011
KEILIR ER GóÐUR KOstUR Keilir er alhliða menntafyrirtæki í eigu háskóla, fyrirtækja og almannasamtaka og byggist upp á fjórum mismunandi skólum: Háskólabrú, Heilsuskóla, Orku- og tækniskóla og Flugakademíu. Komdu í nútímalegt, metnaðarfullt og skemmtilegt nám. Komdu í Keili.
HÁsKóLabRúIN Háskólabrú Keilis býður upp á nám fyrir þá sem hafa ekki lokið stúdentsprófi. Að loknu námi uppfylla þeir inntökuskilyrði í háskóla.
HEILsUsKóLINN Heilsuskóli Keilis býður upp á fjölbreytt nám í þjálfun og á sviði heilsu-, heilbrigðis- og íþróttafræða.
HEILsUsKóLINN
ÍAK EINKAÞJÁLFUN Heilsuskóli Keilis býður upp á fjölbreytt og hagnýtt nám í þjálfun. Mikil lögð á verklega kennslu samhliða ÍAKáhersla HÓPÞJÁLFUN bóklegri. ÍAK ÍÞRÓTTAÞJÁLFUN
ÍAK einKAþjálfun ÍAK ÍþróttAþjálfun ÍAK Hópþjálfun
fLUGaKadEMíaN flugakademía Keilis leggur áherslu á nútímalega kennsluhætti og flugfloti Keilis er bæði nýstárlegur og hátæknilegur.
einKAflug AtVinnuflug fluguMferðArStjórn flugþjónuStA
ORKU- OG tæKNIsKóLINN PiPar\TBWa • Sía • 111141
Orku- og tækniskóli Keilis býður upp á fjölfaglegt og hagnýtt tæknifræðinám á háskólastigi. námið fléttar saman atvinnutengdum verkefnum og bóklegu námi.
OrKu- Og uMHVerfiStæKnifræði MeKAtrónÍK tæKnifræði trOMpið VerKefnA- Og ViðBurðAStjórnun
NÁM OG HEIMILI 63.000 KR. Á MÁNUÐI! Verðið miðast við skólagjöld í B.Sc. námi í tæknifræði og leigu á 3ja herbergja fjölskyldu- eða paraíbúð.
UMsóKNaRfREstUR ER tIL 6. júNí.
Nánari upplýsingar er að finna á www.keilir.net
8
Miðvikudagurinn 1. júní 2011 • VÍKURFRÉTTIR
NÝ SÖLU- OG ÞJÓNUSTUUMBOÐ ÖSKJU Á SUÐURNESJUM
KOMDU OG REYNSLUAKTU MARGFÖLDUM VERÐLAUNABÍLUM K. Steinarsson ehf. er nýtt söluumboð Öskju á Suðurnesjum og Bílar & hjól nýtt þjónustuumboð. Um leið og við óskum Suðurnesjamönnum, KIA og Mercedes-Benz eigendum á Suðurnesjum innilega til hamingju með nýju umboðin bjóðum við þér á sérstaka opnunarhátíð í húsakynnum K. Steinarssonar ehf. að Holtsgötu 52, Reykjanesbæ, laugardaginn 4. júní, frá kl. 12.00-16.00. Boðið verður upp á reynsluakstur á Kia Sorento, Kia Sportage, Kia cee’d og Kia cee’d Sporty Wagon.
Söluumboð K. Steinarsson ehf. | Holtsgötu 52 260 Reykjanesbæ | Sími 420 5000 | ksteinarsson.is
Þjónustuumboð Bílar & hjól | Njarðarbraut 11d 260 Reykjanesbæ | Sími 421 1118 | bilaroghjol.is
OÐ
UM
9
VÍKURFRÉTTIR • Miðvikudagurinn 1. júní 2011
7 ára ábyrgð
á öllum nýjum KIA bílum
Eigum bíla til afgreiðslu strax!
Sími: 420-5000 Kia Sportage 2,0, dísil, fjórhjóladrifinn
Kia Sportage 1,6, bensín, framhjóladrifinn
Verð frá
Verð frá
5.490.000 kr.
4.290.000 kr.
Kynning á Mercedes-Benz bílum Einnig verður boðið upp á reynsluakstur á Mercedes-Benz E-Class, B-Class metan og GLK sportjeppanum. Grillaðar pylsur, kaffi og kleinur í boði. Allir hjartanlega velkomnir!
www.kia.is
10
Miðvikudagurinn 1. júní 2011 • VÍKURFRÉTTIR
GRUNN
SKÓLANEMI VIKUNNAR
Helgi Jónsson 5. BEKK NJARÐVÍKURSKÓLA Uppáhalds:
Matur: Subway Bíómynd: Rio Sjónvarpsþáttur: How I Met Your Mother Veitingastaður: Chucky Cheese Tónlist: Bruno Mars Vefsíðan: Youtube Íþrótt: Körfubolti Íþróttamaður: Zach Randolph, Chris Bosh og Ryan Andersen Þetta eða hitt ?
Kók eða Pepsi? Pepsi er miklu betra! Morgunblaðið eða Fréttablaðið? Fréttablaðið því það er frítt Hamborgari eða Pizza? Pizza því hún er betri Vatn eða Mjólk? Mjólkin því hún er holl KR eða Keflavík? Keflavík, Jesús hatar KR Tölvuleikir eða Sjónvarp? Tölvuleikir þeir eru skemmtilegri Lucky Charms eða Cocoa Puffs? Lucky Charms, Coca Puffs er vont Maggi Mix eða Nilli? Nilli því hann er meistari Snickers eða Mars? Mars því það eru ekki hnetur í því Spurning frá seinasta grunnskólanema vikunnar: Ferðu til útlanda í sumar? Nei, var að koma frá Orlando Lokaspurningar:
Hvað ertu að hugsa núna? Um tölvuleiki Hvað langar þig að verða í framtíðinni? Frægur körfuboltaleikmaður Hver eru helstu áhugamálin þín? Körfubolti Hvað viltu spyrja næsta grunnskólanema vikunnar að? Hvor staðnum væriru til í að búa á, Egilstöðum eða Ísafirði? UMSJÓN: PÁLL ORRI PÁLSSON
V
ið mæltum okkur mót á uppáhaldsstaðnum hennar Fríðu, í sundfötum báðar tvær, ofan í útisundlauginni í Keflavík en þangað mætir Fríða á hverjum morgni og syndir hressilega, fer síðan í heita pottinn til að hitta sundvini sína. „Já, ég get ekki án sundsins verið, þetta er allra meina bót og kemur mér af stað inn í nýjan dag. Ég spila líka golf en það er ekki eins ómissandi fyrir mig og sundið,“ segir Fríða glaðbeitt og hress ofan í heita pottinum. Þennan tiltekna morgun lenti Fríða í óvæntri afmælisveislu eins sundvinar síns, sem varð fimmtugur og þá er siður innan sundhópsins, að bjóða upp á rjómatertu á stórafmæli.
Hún elskar að synda Fríða Rögnvalds, myndlistarkona opnar sýningu á Sjómannadaginn í Sandgerði „Við erum tólf sundvinir, sem höfum verið að synda saman hérna en ég hef verið með þeim með hléum, í svona sirka 13 ár. Að vísu hef ég stundum mætt seinna á morgnana en þau og lendi þá með næsta sundhópi og þar á ég líka góða vini. Það er alltaf svo skemmtilegt að koma í sund. Maður syndir og á svo góða stund á eftir með fólkinu í heita pottinum. Mér finnst sund vera allra meina bót, það heldur manni líka gleði megin í lífinu, því sundið styrkir bæði líkamann og andann“, segir Fríða, sem heitir fullu nafni Sigurfríð Rögnvaldsdóttir, fædd og uppalin í Keflavík. Fjölbreyttur lífsferill Fríða hefur fengist við margt um dagana. Margir muna eftir henni úr gamla Sparisjóðnum í Keflavík en þar vann hún í sautján ár. Í dag er hún einna þekktust fyrir glæsilegu málverkin sín. En hún lærði upphaflega tannsmíði og vann hjá Einari Magnússyni, tannlækni við það
og einnig hjá Magnúsi Torfasyni. Fríða var einnig fararstjóri á Ítalíu en hún er ágætis málamanneskja, sem er ekki skrýtið, því bæði tungumálafærni og listrænir hæfileikar, tengjast jú hægra heilahveli. Fríða hefur teiknað síðan hún man eftir sér og var alltaf heilluð af myndlist. Hún vildi verða listakona en mamma hennar taldi hana af því á sínum tíma, því þá var vonlaust fyrir konur að ætla að lifa eingöngu af list sinni. Þegar hún var ung, fór hún í húsmæðraskóla, því mömmu hennar fannst hún yrði einnig að kunna eitthvað hagnýtt til heimilisins. Það var alls ekki ónýtt nám, því Fríða segist hafa lært margt þar. „Ég hef teiknað síðan ég man eftir mér. Þegar ég var átta ára, fékk ég verðlaun í skólanum fyrir teikningu. En ég fór aldrei í formlegt nám hérna heima, heldur í Brussel, þar sem ég bjó á þriðja ár. Ég byrjaði á sínum tíma með Baðstofuhópnum hjá Erlingi Jónssyni en þegar ég flutti til Brussel, ásamt
manninum mínum heitnum, Axel Birgissyni, þá fór ég í tveggja ára myndlistarnám og það var frábær tími. Ég hlakkaði til að fara í skólann á hverjum morgni, þetta var svo spennandi allt saman. Þar byrjaði ég fyrst að nota steypu í myndirnar mínar,” segir Fríða. Áhorfendur skapa myndirnar líka Fríða hefur verið dugleg að sýna á Ljósanótt í Reykjanesbæ, við miklar vinsældir. Hún hefur málað margar myndir, sem tengjast sjómennsku og saltfisk. Myndirnar eru oftast af andlitslausu fólki. En hvers vegna að mála saltfisk og fólk án andlits? „Þegar ég sýndi fyrstu myndirnar mínar í Saltfisksetrinu góða í Grindavík, þá rakst ég á gamla ljósmynd þar niðri þegar ég var að skoða húsið. Myndin var af manni að vaska saltfisk en þessi ljósmynd reyndist vera af afa mínum. Mér fannst þetta svo skemmtileg tilviljun, að ég ákvað að tengja mál-
verkin betur við afa minn og mála myndir af fólki með saltfisk. Fólk hreifst svo af þessum myndum og bað um fleiri, þannig að ég fór ósjálfrátt að mála meira af myndum, sem tengdust saltfiski, fólki og fiskverkun. Þetta kom bara svona til mín. Stundum gerist það að eitthvað myndefni dettur til manns, kemur bara óvart. Svo vil ég hafa fólkið á myndunum án andlits, því þá geta áhorfendur sjálfir fullkomnað andlitin. Ég vil að þú t.d. sjáir sjálfan þig í andlitum fólksins á myndunum. Mér finnst fólk eiga léttar með að tengja myndirnar sjálfu sér eða einhverjum, sem það þekkir, þegar ég mála þær svona“, segir hún brosandi og það er alltaf stutt í brosið hennar Fríðu. Sjómaður dáðadrengur Fríða var nýbúin að sýna í Vestmannaeyjum, þegar félagsmenn Listatorgs höfðu samband við hana og báðu hana að sýna í salnum í Sandgerði fyrstu helgina í júní. Hún tók erindinu vel og opnar sýningu á Sjómannadagshelgi. Það á einkar vel við að sýna myndirnar hennar Fríðu á Sjávarrokkshátíð Listatorgs, á hátíð sem er til heiðurs sjómönnum, sjónum og sjávarfangi. Fríða nefnir sýningu sína Sjómaður dáðadrengur en ein myndanna á sýningunni heitir einmitt þessu nafni. Fríða býður alla gesti hjartanlega velkomna á sýninguna sína í Sandgerði á Listatorgi, sem opnar laugardaginn 4. júní klukkan 13:00 og stendur til sunnudagsins 12. júní. Viðtal okkar Fríðu fór nú upp úr sundlauginni og leiddist næst yfir á vinnustofu Fríðu, sem er í iðnaðarhverfi nálægt Helguvík. Þangað var gaman að koma. Fríða er á fullu að undirbúa næstu sýningu, mála fleiri myndir og gera klárt. Þennan tiltekna dag, sem viðtalið fór fram, ætlaði hún einnig að taka þátt í golfmóti en það veitir henni mikla ánægju þegar vel viðrar. Fríða lætur sér ekki leiðast, hún syndir inn í nýjan dag á hverjum morgni, málar fallegar myndir af lifandi fólki, spilar golf og nýtur þess að hitta góða vini þess á milli. Það þarf hugrekki til að fylgja draumum sínum eftir, það hugrekki hefur Fríða og ræktar með gleði. Viðtal: Marta Eiríksdóttir.
11 ENNEMM / SÍA / NM4 6 9 8 2
VÍKURFRÉTTIR • Miðvikudagurinn 1. júní 2011
Já, okkur vantar starfsfólk Auglýst er eftir þjónustufulltrúum í sumarstörf með möguleika á framtíðarstarfi í starfsstöð okkar í Reykjanesbæ. Hlutverk þjónustufulltrúa er að veita viðskiptavinum upplýsingar í dagsins önn, bæði hratt og örugglega. • • • • •
Upplýsingar um símanúmer og heimilisföng innanlands og erlendis Leiðbeiningar um hvernig á að finna heimilisföng eftir kortum Upplýsingar úr Gulu síðunum Skiptiborðssvörun Annað tilfallandi
Til þess að geta svarað hratt og örugglega þurfa þjónustufullrúar að búa yfir almennri þekkingu og læra vel á þau upplýsinga- og símkerfi sem notuð eru. Almenn tölvuþekking er mikilvæg, enskukunnátta er kostur. Um er að ræða vaktavinnu – 100% starfshlutfall og þurfa viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Við hvetjum karla jafnt sem konur til þess að sækja um.
Umsóknir og nánari upplýsingar Já óskar eftir traustum og kraftmiklum starfsmönnum. Hjá Já starfar
Umsóknarfrestur er til og með 15. júní nk. Umsækjendur eru beðnir um
samheldinn hópur hæfileikaríks starfsfólks sem hefur gildin Traust, Hraða,
að senda umsókn ásamt ferilskrá á netfangið iris@ja.is.
Fróðleiksást, Nýsköpun og Umhyggju að leiðarljósi í öllum störfum sínum.
Nánari upplýsingar veitir Íris Sigtryggsdóttir í síma 522 3260.
118
ja.is
-er svarið
Símaskráin
Óskum sjómönnum til hamingju með daginn
Reykjaneshöfn
12
Miðvikudagurinn 1. júní 2011 • VÍKURFRÉTTIR
• Málþing um menningu á Suðurnesjum í Duushúsum MENNINGARVERKEFNIÐ HLAÐAN Í VOGUM.
JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON ÓPERUSÖNGVARI.
Það þarf fólk eins og þig LJÓSMYND: ELLERT GRÉTARSSON
- fyrir fólk eins og mig M
enning þrífst þegar fólk tekur þátt. Það þarf fólk til að skapa menningu. Ef engin mætir á viðburð, þá gerist ósköp lítið. Gaman hefði verið t.d. að byrja eftirfarandi grein svona; Það var troðfullt út úr dyrum á málþingi um menningu, sem fram fór í Bíósal Duushúsa sl. laugardag. Nú missa sumir kannski hjartslátt og hugsa með sér, að þeir hafi misst af einhverju stórmerkilegu. Það er nefnilega oft þannig að þegar fólk sér að annað fólk er að fara eða gera eitthvað, þá vill það líka vera með. Fólksfjöldi er nefnilega smitandi. Ef þú sérð t.d. marga inni á einhverjum veitingastað, þar sem þú þekkir lítið til, þá ferðu þangað inn því allir hinir eru þar. Þú treystir því að staðurinn sé góður, því þarna er svo mikið af fólki. Skrýtin erum við. Ókey þú misstir ekki af fólksmergð í þetta sinn en þú misstir samt af miklu. Ef þú varst ekki þarna á laugardaginn, þá misstirðu af skemmtilegum hugmyndum, sem komu frá frumkvöðlum, fólki sem er að skapa þér og mér tækifæri til að lifa betra mannlífi. Þetta er fólkið, sem er að búa til menningu en auðvitað er allt sem maðurinn skapar í raun menning. Menning er ekki bara eitthvað snobb, notað á tyllidögum. Menning er alla daga að fæðast og gerist allt í kringum okkur mannfólkið. Þeir sem töluðu á málþinginu voru lifandi fólk með skemmtilegar hugmyndir til að bæta menningarlíf okkar allra. Mæting hefði mátt vera betri, það verður að segjast eins og er. TEXTI marta eiríksdóttir
MYNDIR
Menning skiptir okkur öll máli Jæja en málþingið var stórmerkilegt, já það var það. Fólkið, sem mér fannst áhugaverðast var okkar fólk af svæðinu, já þessir Suðurnesjamenn voru heillandi. Það er einhver rosa kraftur í þessu fólki og margt mjög skapandi að gerast eða alveg að fara að gerast. Það eru margir að sjóða hugmyndir í pottum sínum, enda er framtíðin þeirra er þora að skapa sér tækifæri, það er bara þannig. Gamla Keflavík rifjaðist upp fyrir manni, þegar Einar Falur Ingólfsson, landsfrægur keflvískur ljósmyndari, hélt lifandi framsögu um gamla bæinn sinn og hvers hann saknaði úr menningaruppeldi sínu í Keflavík en það voru helst sjónlistir. Þá var ekki kominn þessi merkilegi sýningarsalur, Suðsuðvestur, sem hann sagði í raun vera stórvirki á landsvísu. Tónlistaruppeldi fékk hann þó óspart af og nefndi hljómsveitina sína, sem æfði í gömlu þvottahúsi á Suðurgötunni. Með honum í hljómsveit voru ekki
HILMAR BRAGI BÁRÐARSON OG LJÓSMYNDASAFN VÍKURFRÉTTA
ómerkari menn en Jóhann Smári og Bjarni Thor, sem fengu þó ekki að syngja þá, því þeir þóttu ekki nógu góðir. Guðmundur Karl, sem nú er prestur í Kópavogi, var söngvari sveitarinnar og hinir hafa núna meikað það sem ótrúlega magnaðir einsöngvarar, báðir með hyldjúpa bassarödd. En svona er þetta, maður veit aldrei hvað maður er með í höndunum þá stundina. Tíminn leiðir ævintýrin og miklu mennina í ljós. Bítlabærinn vagga tónlistar Keflavík iðaði af tónlist á árum áður og gerir í raun enn. Héðan hefur sprottið landsfrægt tónlistarfólk alla tíð. Jónatan Garðarsson kom einmitt með fróðlegt erindi um þetta, um allar hljómsveitirnar og alla söngvarana héðan af Suðurnesjum, sem á árum áður skemmtu öllum landsmönnum með tónlist. Hann nefndi einnig nýjar hljómsveitir en gleymdi að minnast á klassíkina og nýju óperusöngvarana, sem koma héðan. Enn er mikil gerjun í gangi hérna og nú
BÍTLABÆRINN ER VAGGA TÓNLISTARINNAR.
bráðum líka meira í klassíkinni. Merkilegir hlutir eru í undirbúningi á óperusviðinu, Jóhann Smári sagði okkur það, svo að eftir verður tekið, ekki bara á landsvísu heldur á heimsvísu. Jónatan Garðarsson nefndi allt það sem hann sæi fyrir sér í ferðabransanum fyrir svæðið út frá tónlist fyrri ára og sá mörg stór tækifæri fyrir Suðurnesin í því samhengi. Hann vildi endilega tengja okkur meira við veru hersins, hafa hérna Kanadaga en það skal tekið fram að Jónatan er ekki alinn upp í Keflavík. Ég er ekki viss um að gamlir Keflvíkingar séu sammála honum, með að svoleiðis dagar kæmu Keflavík á kortið? Þeir gerðu það ekki í gamla daga. Það var nefnilega þannig þá, að við vorum oftast illa stimpluð vegna veru Kanans hérna. Það þótti ekki fínt að búa í Keflavík vegna nálægðar við Kanann en það þykir kannski fínna núna, þegar fólk sér menningarverðmætin, sem sköpuðust af veru þeirra. Hér var mikil gerjun á tónlistarsviðinu vegna kanaútvarpsins og sjónvarps seinna meir. Kaninn leiddi marga góða hluti inn í keflvískt samfélag t.d. á sviði tónlistar. En ég man hvað við stelpurnar urðum alltaf að réttlæta keflvíska tilveru okkar, þegar borgarbúar spurðu okkur hvort við værum mikið á Vellinum. Nei, það voru nú frekar stelpurnar úr höfuðborginni sem sóttu í þá, okkur þótti það ekkert sérstaklega fínt að vera viðloðandi Kanann og fá þannig á sig kanamellu stimpilinn. Með auknum þroska og af því að fjarlægðin gerir fjöllin blá, þá gætum við einhvern tímann búið til Kanadaga en þeir þurfa þá kannski fyrst að vera haldnir í Reykjavík
Ef þú varst ekki þarna á laugardaginn, þá misstirðu af skemmtilegum hugmyndum, sem komu frá frumkvöðlum, fólki sem er að skapa þér og mér tækifæri til að lifa betra mannlífi. Þetta er fólkið, sem er að búa til menningu en auðvitað er allt sem maðurinn skapar í raun menning. Menning er ekki bara eitthvað snobb, notað á tyllidögum. Menning er alla daga að fæðast og gerist allt í kringum okkur mannfólkið. með Kanaútvarpinu hans Einars Bárðar og öllu hans reykvíska staffi, sem þekkti þó ekki hina einu sönnu kanaútvarps stemningu, sem við ólumst upp við hérna. Kannski? Það þarf nefnilega stundum að meika það annars staðar og þá sést hversu merkilegt eitthvað er. Svona erum við mannfólkið. Skrýtin. Let´s face it! Landnámssetrið með góð fjölmiðlatengsl Það voru nokkrir landsþekktir gestafyrirlesarar staddir þarna (svona rétt á meðan þeir fluttu erindi sín), og komu færandi hendi með hugmyndir til okkar Suðurnesjamanna, varðandi svæðið okkar hérna og ferðamennsku. Kjartan Ragnarsson leikari, talaði hratt og mikið en hann kom á fót Landnámssetrinu í Borgarfirði ásamt eiginkonu sinni. Þau hjónin fengu þessa frábæru hugmynd, sem bæjaryfirvöld í Borgarnesi, gripu á lofti með þeim og unnu að því að gera Borgarfjörð að lifandi nútíma virki Egils Skallagrímssonar og Ís-
lendingasagna, þeirra sem tengjast svæðinu. Draumar og hugmyndir þeirra í Borgarfirði halda áfram að vaxa, því nú vilja þeir opna miðaldaböð, þar sem þeir nýta heita vatnið úr jörðu Borgarfjarðar. Snilldarhugmynd, þar sem álfar og fleiri vættir fá að vera með í landslaginu í kringum heitu böðin. Þetta á eftir að slá í gegn, það er ég viss um. Kjartan sagðist sjálfur ekki vera neinn hagfræðingur og þess vegna leysir hann ekki reikningsdæmin en hann og konan hans eru í flæði hugmynda, sem þau koma í framkvæmd með velviljuðum bæjaryfirvöldum á staðnum. Landnámssetrið er að gera það mjög gott á landsvísu en einnig á heimsvísu, því margir erlendir ferðamenn sækja líka staðinn. Eldhugar eru alls staðar! Í lokin nefndi einn aðstandenda ráðstefnunnar, að Suðurnesin þyrftu að fá einn svona eldhuga eins og Kjartan Ragnarsson til að rífa upp Víkingasafnið okkar hérna.
13
VÍKURFRÉTTIR • Miðvikudagurinn 1. júní 2011
Telja ekki þörf á umhverfismati vegna breytinga á fiskimjölsverksmiðju E
rindi Skipulagsstofnunar vegna fiskimjölsverksmiðju í Helguvík ásamt umsögn yfirverkfræðings var til umfjöllunar bæjarráðs Reykjanesbæjar í liðinni viku. Þar kom fram að aðalskipulag Reykjanesbæjar gerir auglysing:Layout 1 30.5.2011 ráð fyrir iðnaði á þessu svæði og hefur fiskimjölsverksmiðjan
verið starfrækt þarna í um 10 ár. Fjarlægð í næstu íbúabyggð er um 1500 m og því ekki hætta á áhrifum á hana, enda hafa umkvartanir ekki borist á þessum árum. Breytingar tækjabúnaði til 16:18 Pageá 1 aukningar afkasta úr 900 tonnum á sólarhring í 1200 tonn hefur
minnkað olíunotkun um 50% á unnið tonn og innlendir orkugjafar, sem valda minni mengun, eru meira nýttir. Að framansögðu þá telur bæjarráð Reykjanesbæjar að ekki sé þörf á því að fara í mat á umhverfisáhrifum vegna ofangreindrar framkvæmdar.
FRÁ MÁLÞINGINU Í BÍÓSAL DUUS UM SL. HELGI. En ég hélt að allir vissu hvers vegna Landnámssetrinu hefur vegnað svona vel. Það er jú auðvitað að einhverju leyti, vegna Kjartans en einnig vegna góðs fréttaflutings af svæðinu í fjölmiðlum landsmanna. Það vantar alls ekki eldhuga hér fyrir sunnan, það er til nóg af þeim hérna. Það sem okkur vantar miklu frekar, er ríkisrekinn fjölmiðlafulltrúi, eins og Gísla Einarsson, sem hefur greiðan aðgang að fjölmiðli allra landsmanna. En Gísli hefur verið mjög duglegur að markaðssetja heimasvæðið sitt, Borgarfjörð. Það er þessi fjölmiðlatenging sem opnar fyrir meiri umfjöllun um tiltekið landssvæði. Það er t.d. enginn fréttaritari fyrir alla tuttugu þúsund íbúa Suðurnesja. Landshluti okkar er ávallt talinn innan höfuðborgarsvæðisins en er það þó alls ekki. Við eigum að krefjast fréttaritara hingað frá ríkisfjölmiðlum, sem mundi búa á svæðinu. Það er nefnilega þannig, að ef það birtist ekki í útvarpi eða sjónvarpi, þá verður það aldrei eins merkilegt, þó það sé samt stórmerkilegt. Nei, okkur vantar ekki Kjartan Ragnarsson hingað, okkur vantar jákvæða umfjöllun frá suðurneskum fréttaritara í föstu starfi hjá RÚV, sem talar um allt það góða menningarstarf, sem er að gerast hérna. Þá komast Suðurnes loksins á kort landsmanna á jákvæðan hátt. Kvikmyndagerð í Garðinum Ungur eldhugi kom þarna fram með áhugavert erindi um kvikmyndagerð á heimaslóðum en hann lærði þessa iðn og vill skrásetja heimabyggð sína, Garðinn, í kvikmynd og jafnframt opna safn til heiðurs sjáandanum og huglækninum Unu í Garðinum. Guðmundur Magnússon heitir maðurinn og er sannur eldhugi með ótalmargar hugmyndir, sem hann er þegar að koma í verk. Hann er að láta verkin tala. Ég vænti þess að sjá stórmerkilegar kvikmyndir og viðburði koma frá honum Guðmundi í framtíðinni. Óperan lifir góðu lífi Jóhann Smári Sævarsson, óperus öng v ar i , h e f u r ót a l m arg ar skemmtilegar hugmyndir, sem hann er þegar farinn að framkvæma með sönghópnum sínum Norðurópi en þau hafa sett upp óperur hérna Suður með sjó. Hann er núna að undirbúa opnun söngskóla og vill setja upp óperusýningar hérna. Hann er þegar búinn að ákveða að setja upp stórvirkið Tosca í samstarfi við Keflavíkurkirkju á árinu. Þar vilja stórsöngvarar landsins endilega vera með honum, nöfn eins og Kristján Jóhannsson, Jóhann Friðgeir og Bergþór Pálsson hafa pantað að vera með. Smári er víðsýnn, enda víðförull vegna óperunáms erlendis. Hann segir að smæðin hjálpi okkur að vekja athygli, það sé „in“ að vera
smár og kannski líka pínu hrár og náttúrulegur. Að vera „orginal“, að vera maður sjálfur, vera í grasrótinni, þaðan sem maður sprettur og að vera einlægur, þora að vera mannlegur og gefa af sér. Smári nefndi í þessu tilviki frægt óperuhús í Evrópu í litlum bæ, þar sem reisa átti álver en húsgrindin var svo frekar notuð til að hýsa óperuna og reyndist fullkomin tekjulind fyrir bæjarfélagið, sem nú rakar inn peningum. Nú sækir þangað fullt af fólki alls staðar að, því fjarlægð skiptir engu máli þegar þú vilt sjá frægt fólk koma fram. Hrá og sveitaleg umgjörð getur jafnvel heillað meira en stílhreint, stíft og of fágað umhverfi. Skapandi líf í Vogunum Marta Jóhannesdóttir, hugvitskona, lætur frumlega og frábæra drauma sína rætast með opnun Hlöðunnar í Vogunum. Hún opnar á möguleikann fyrir aðra að fá útrás fyrir listsköpun sína með því að standa að rekstri Hlöðunnar, sem er staður þar sem margt skemmtilegt og óvenjulegt gerist. Hugsjónir reka hana áfram og fólkið, sem vinnur þarna með henni. Sem betur fer er til svona fólk eins og Marta, sem er rekin áfram af elsku til samferðamanna sinna og samfélagsins en ekki græðgi. Hún vinnur hægt og hljótt að merkilegri viðburðum en margan grunar. Fylgjumst öll betur með Hlöðunni hennar Mörtu í Vogunum en þangað streyma gestir hvaðanæva að úr heiminum en fæstir kíkja samt við sem eiga heima inni í Vogum. Merkilegt. En er það ekki alltaf þannig? Við sjáum ekki það sem stendur okkur næst. Ekki fyrr en að aðrir benda okkur á það, sem koma gagngert til að sjá það sem við vildum ekki sjá. Frægt dæmi um þetta er Björk Guðmundsdóttir, sem var fremur fyrirlitin en dáð hér á landi, þar til Englendingar uppgötvuðu gullið í henni, þá opnuðum við augun fyrir snilldar tónlistargáfum Bjarkar „okkar“ Guðmundsdóttur. Handverkskonur og listagyðjur Hildi Harðardóttur og Írisi Jónsdóttur þarf vart að kynna en báðar hafa þær skapað sérstöðu á sviði listar í Keflavík. Hildur leysti Írisi af hólmi með gallerý Hringlist, þegar hún ákvað að halda þeirri starfsemi áfram og Íris hvarf af vettvangi um tíma. Hildur er þekkt fyrir frumlegar silki- og ullarflíkur en jafnframt fyrir myndirnar sínar en hún er einnig leikskólakennari, sem vinnur að því að vekja áhuga barna á listsköpun og svo aftur áhuga okkar fullorðinna á listsköpun barnanna. Hún er ein af aðstandendum Listahátíðar barna í Reykjanesbæ, þar sem menning barna fær að blómstra um allan bæ og einnig á Framhald á næstu síðu...
Sjóarinn síkáti 3.-5. júní 2011 Brimsölt og glæsileg dagskrá í Grindavík fyrir alla fjölskylduna: Föstudagur: - Götugrill um allan bæ kl. 18. Grindavíkurbæ hefur verið skipt upp í fjögur hverfi þar sem hvert þeirra hefur sinn lit og sitt þema. - Kl. 20:00 Litaskrúðganga úr hverfunum fjórum að hátíðarsvæðinu við Hafnargötu. - Bryggjuball á hátíðarsvæðinu við Kvikuna með Ingó og Veðurguðunum og Buffinu. Laugardagur: Mikið um að vera á hátíðarsvæðinu allan daginn fyrir fjölskylduna. - Skemmtidagskrá og leiktæki fyrir börnin - Sterkasti maður á Íslandi - Uppákomur, tónleikar og skemmtiatriði - Sýningar - Íslandsmót í flökun og netagerð - Handverksmarkaður - Reykköfun, veltibíll Sunnudagur(Sjómannadagur): Mikið um að vera á hátíðarsvæðinu allan daginn fyrir fjölskylduna. - Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur heldur sjómannadaginn sjálfan hátíðlegan með glæsilegri dagskrá. - Tónleikar, uppákomur, barnadagskrá og margt fleira.
Sjá nánar á
www.sjoarinnsikati.is SJOARINN SÍKÁTI
14
Miðvikudagurinn 1. júní 2011 • VÍKURFRÉTTIR
Það þarf fólk eins og þig... sérstakri barnalistaráðstefnu, þar sem börnin sjálf taka þátt. Virðingarvert framtak hjá Hildi og leikskólunum, sem vita af eigin raun, hvað það er þarft að vekja athygli fullorðinna á menningu litla fólksins okkar. Íris Jóns er óhrædd við að láta drauma sína rætast, það hefur hún gert í mörg ár, bæði með því að flytja með alla fjölskylduna til Akureyrar, þar sem hún nam myndlist og að ferðast sjálf til Ítalíu til að fræðast meira um listir. Hún hefur byggt upp listnámsbraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja ásamt góðum kennurum þar en nú hverfur hún þaðan um tíma, því nýjasta afkvæmið hennar er að stækka hratt. Hún og æskuvinkonan, Ingunn Yngva stofnuðu fatahönnunarfyrirtæki fyrir ári síðan, sem nefnist Spiral en fatnaðurinn selst eins og sjóðheitar lummur. Þær hafa ekki undan og eru komnar með saumastofu núna utan um allt saman. Frábær árangur hjá þeim skvísum, sem auðvitað eru algjörar tískugellur og vilja núna leiða íslenskar konur, á öllum aldri, ákveðna tískuslóð. Spiral er fyrir allar konur, líka þær sem vilja vera aðeins meiri skvísur til að lífga upp á tilveruna.
Rúnni okkar Júll Geimsteinn er elsta stúdíó landsins, stofnað af Rúnari okkar Júlíussyni en það er elst í lífaldri kennitölu hér á landi, sem segir allt sem segja þarf. Baldur, sonur Rúnna Júll, sagði frá þeirri frábæru hugmynd að búa til poppminjasafn utan um ævi foreldra hans, á heimili þeirra hjóna Rúnars og Maríu Baldursdóttur. Poppminjasafnið er alltaf opið þeg-
ar gestir vilja, staðsett á Skólavegi í Keflavík en eins og margir vita þá átti Rúnni Júll alltaf heima í Keflavík en aldrei í Reykjanesbæ. Þarna á Skólavegi er einnig til húsa þetta fornfræga upptökustúdíó Geimsteinn, sem enn er í fullri notkun. Rúnar pabbi Baldurs var dæmalaust hlýr og hjartagóður maður, sem gaf öllum sjéns, sem vildu fá að taka upp tónlist hjá honum. Hemmi Gunn var einn af þeim, sem vildi fá að syngja inn á plötu. Ekki það að Rúnar hefði einhverja sérstaka trú á honum, að hann syngi svona vel, heldur var eldmóður Hemma og lífsgleði svo smitandi, að Rúnni stóðst ekki mátið. Rúnar veðjaði á réttan hest, því Hemmi sló í gegn á einhvern furðulegan hátt með sveitalega slagara eins og „Út á gólfið“ og „Einn dans við mig“. Maður veit aldrei hvenær „hittari“ fæðist!
Ljósmyndari á heimsmælikvarða Við fengum að sjá gullfallegar ljósmyndir og hlusta á framúrstefnulegar ferðamannahugmyndir á málþinginu. Maðurinn á bak við myndirnar og þessar hugmyndir er sannur hugsjónamaður, uppfullur af frábærum hugmyndum en segist ekki kunna neitt á fjárhagsáætlanir og lætur því margar hugmyndir sínar fuðra upp í tómið. Svona fólk eins og Ellert Grétarsson, þarf að taka í fóstur, dæla í hann fjárstuðningi og virkja magnaðar hugmyndir hans áfram til okkar hinna. Hann byrjaði sem áhugaljósmyndari en er í dag verðlaunaður ljósmyndari og lærði m.a. leiðsögumanninn til að fara með fólk út í náttúruna til að mynda furður náttúrunnar. Hann leiðsegir erlendum ljósmyndurum um Reykjanesskagann og segir þá ekki eiga orð yfir
fegurð skagans. Ellert hefur löngum verið ástfanginn af Reykjanesinu og myndað ótrúlegustu myndir af svæðinu. Hann hefur opnað augu okkar hinna fyrir leyndum stöðum og þekkir líklega manna best verðmætin í náttúrufegurð Suðurnesja. Nafli alheimsins? Það sem við skiljum ekki alltaf, á samt rétt á sér, því það gefur okkur innblástur á einhvern óútskýranlegan hátt. Inga Þórey Jóhannsdóttir, áhugakona og framkvæmdastýra um sýningarsalinn Suðsuðvestur benti okkur á þessa staðreynd. Það eru ekki allir listamenn alveg eins, að mála skýr málverk, sem við hin skiljum og þolum að horfa á. Stundum þurfum við að horfa á það sem ýtir við okkur, gerir okkur ringluð og rugluð, því list á líka að víkka okkur út. Hún á stundum að vera óþægileg, sýna okkur það sem okkur finnst rugl og vitleysa, þá vitum við kannski betur hvað við viljum ekki eða viljum. Ef einhver hefur þörf á að skapa svo dauðfrumlega list, hver á þá að banna honum það og segja að hann megi það ekki? Þegar hann má það bara víst. Þetta er hans tjáning og er hvorki betri né verri. Þetta er hreyfiafl mannlífsins, list sem heldur okkur vakandi og kemur hreyfingu á lífið. Það er gaman að fara og sjá ögrandi, óskiljanlega list, hún rífur í mann, hristir upp í manni og sýnir líka, að það eru fleiri skrýtnari en þú eða gáfaðri eða bara eitthvað eða ekkert. Frumlegt fólk þarf líka að tjá sig en það er ekki að biðja um einkunnarspjald fyrir sköpun sína. Bara það að við öndum listinni þeirra inn, finnum hana í hjarta okkar, sendum hana aftur út með öndun, það er upplifun í sjálfri sér. Það gleður þann sem sýnir, að þú sást þér færi á að koma og skrifa þig í gestabókina hans. Það vilja ekki allir selja þér eitthvað, bara það að fá athygli þína og tíma með þér, er stundum nóg. Grindavík er magnaður leikhúsbær Það gustaði í salnum þegar Grindvíkingurinn, Bergur Ingólfsson, landsfrægur leikari kom fram með erindi um GRAL, sem er atvinnu-
Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir
veitir ókeypis ráðgjöf um mataræði og bætiefnanotkun í Heilsuhúsinu, Hringbraut 99, Reykjanesbæ þriðjudaginn 7. júní milli kl. 15:00 og 18:00.
www.heilsuhusid.is
Hringbraut 99 • Keflavík • Sími 578 5560 Opið: mánud. - föstud. 10 -18
Það vantar alls ekki eldhuga hér fyrir sunnan, það er til nóg af þeim hérna. Það sem okkur vantar miklu frekar, er ríkisrekinn fjölmiðlafulltrúi, eins og Gísla Einarsson, sem hefur greiðan aðgang að fjölmiðli allra landsmanna. En Gísli hefur verið mjög duglegur að markaðssetja heimasvæðið sitt, Borgarfjörð.
GRAL - GRINDVÍSKA ATVINNULEIKHÚSIÐ. leikhús í Grindavík, stofnað af honum og Víði Guðmundssyni, öðrum frægum leikara úr Grindavík. Bergur kveikti í salnum með eldmóði sínum fyrir litlu leikhúsi í fæðingarbænum, Grindavík. Þeir félagar, Víðir og hann, fengu þessa hugmynd fyrir nokkrum árum, vilja núna láta hana lifa áfram og vonast eftir dyggum stuðningi bæjarbúa, bæjaryfirvalda og þeirra er koma á leiksýningarnar. Þeir áætla að sýna einu sinni á ári en vantar sárlega núna fast húsnæði undir starfsemina í Grindavík. Bergi leist vel á að fá gamla Festi undir leikhús en því miður fékk sú hugmynd ekki hljómgrunn bæjaryfirvalda. Af hverju ekki? Mér datt í hug að ættleiða strákana tvo og hugmyndir þeirra til Sandgerðisbæjar, því þar er fullt af tómu húsnæði til að halda leiksýningar í en öll tómu frystihúsin í Grindavík eru víst full af tómum tjaldvögnum á veturna. Ég geri samt ráð fyrir því að Berg langi mest að fá framtíðarhúsnæði fyrir atvinnuleikhúsið í Grindavík. Þetta framtak Bergs og Víðis er mjög virðingarvert. Mér finnst þeir félagar sýna gamla bænum sínum og bæjarbúum mikla virðingu og heiður, með því að færa atvinnuleikhúsmenningu inn í svona lítinn bæ. Á þennan hátt segist Bergur vilja gefa til baka, þangað sem rætur hans liggja. Hann segir aðsókn hafa verið frábæra á fyrri sýningum þeirra í Grindavík, leikhúsgestir hafi komið úr plássinu sjálfu og annars staðar frá. Barnasýningin
hlaut verðlaun og gefur það þeim félögum enn meiri kjark til að halda áfram. Fleiri landsfrægir leikarar vilja endilega slást í hópinn með þeim, segir Bergur. Leikhúsmenning atvinnuleikara þarf ekki að einskorðast við höfuðborgina, það sannast vel á Akureyri og Ísafirði en þar er einnig atvinnuleikari með leikhús í öruggu húsnæði. Um leið og öruggt húsaskjól fæst utan um skapandi starfsemi, þá geta enn stærri hlutir farið að gerast, sem hafa margföld áhrif á alla starfsemi í kring. Allir njóta góðs af svona atvinnuleikhúsi, t.d. veitingahúsin, gististaðir, sundlaugar, íþróttahús, gallerý og sjoppur, svo eitthvað sé nefnt. Það eru listviðburðir sem koma bæjarfélögum á kortið, svo einfalt er það. Það er menning sem lætur hjartað slá í hverju bæjarfélagi. Og auðvitað er alltaf gott að hafa landsþekkt nöfn til að vekja enn meiri athygli! Mörg hestöfl í skapandi krafti Þetta var góð og gefandi ráðstefna, sem gaf manni ferskan innblástur. Gaman var að sjá kornungar tónlistarkonur flytja okkur gestunum hljómfagra tónlist á milli erinda. Nei, það var ekki fullt út úr dyrum á málþinginu í þetta sinn í Duushúsum en það verður það næst! Því menning er stóriðja framtíðarinnar, fólkið er stóriðjan og hugmyndir þess. Þarna liggja sóknarfæri okkar, í okkar eigin skapandi mætti. Tækifærin liggja núna einnig í stóriðju innlendrar og erlendrar ferðamennsku á Íslandi, segir Kristján Pálsson hjá Markaðsstofu Suðurnesja, sem mér finnst auðvitað miklu hollara fyrir fallegt umhverfi okkar en spúandi álver. Markaðsstofa Suðurnesja er að gera góða hluti og einnig Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum með því að standa að svona málþingi. SSS á líka lof skilið vegna styrkveitinga til menningarmála á svæðinu. Ef þessir aðilar halda áfram á sömu braut, þá verða Suðurnesin áfram sú vagga menningar, sem þau hafa í raun ávallt verið. Fleiri þurfa þó að fá að vita af öflugri menningu hérna, sem gæti gerst með góðum samböndum og réttri markaðssetningu inn á fjölmiðla landsins. Við þurfum að koma okkur upp einum svona Gísla Einarssyni, sem hefur góðar fjölmiðlatengingar. Þá gætu hlutirnir farið að gerast okkur í hag!
15
VÍKURFRÉTTIR • Miðvikudagurinn 1. júní 2011
›› K. Steinarsson flytur að Holtsgötu 52
›› FRÉTTIR ‹‹ Vestmannaeyjar gestabæjarfélag í Garðinum
B
æjarráð Sveitarfélagsins Garðs samþykkir að bjóða Vestmannaeyjabæ að verða „Gestabæjarfélag“ á Sólseturshátíðinni í Garði nú í ár. Þessi samþykkt er gerð í framhaldi af fundargerð Ferða-, safna- og menningarnefndar Garðs frá 23. maí sl. Kostnaður vegna verkefnisins er áætlaður 300.000.- kr. og verði hann greiddur á árinu 2011 af liðnum Menningarmál.
Kjartan Steinarsson bílasali í nýjum sýningarsal K. Steinarssonar við Holtsgötu í Njarðvík.
Ný bílasala með Mercedes Benz og Kia í Reykjanesbæ
Styrkja hvalarannsóknir í Garðsjó
U
msókn um styrk vegna hvalarannsókna í Garði var samþykkt á síðasta fundi bæjarráðs Garðs, sem haldinn var í síðustu viku. Styrkurinn hljóðar upp á 200.000 krónur. Bæjarráð fagnar því að aðstaðan á Garðskaga nýtist til rannsókna á atferli hvala í Garðsjónum. Hér er á ferðinni stórmerkilegt rannsóknarefni sem mun kynna náttúru Garðs og stórbrotið sjávarlíf, en þegar hafa kafarar uppgötvað magnað sjávarlíf við höfnina í Garði og Gaukstaðavör.
Þ
ustuverkstæði fyrir bíla frá Heklu. Síðustu ár hafa verið erfið í bílasölu og breytingar orðið á umboðum. Kjartani fannst því kominn tími á að gera breytingar sem nú hafa gengið í gegn. Hann segir eftirsjá í öllu því góða starfsfólki sem hann hafi haft með sér síðasta áratuginn en tekur jafnframt fram að það sé ánægjulegt að þegar hann lokar starfsstöðinni við Njarðarbraut, séu allir sem unnu hjá honum komnir með vinnu á öðrum stöðum. Í nýrri starfsstöð fyrirtækisins við Holtsgötu verða þrír starfsmenn en auk Kjartans verður eiginkona hans, Guðbjörg Theodórsdóttir, starf-
H V ÍT A H Ú S I Ð/S Í A 1 1- 0 9 3 9
VÍKURFRÉTTIR 236x178
áttaskil verða í rekstri fyrirtækisins K. Steinarsson ehf. í dag. Fyrirtækið hefur opnað nýja starfsstöð að Holtsgötu 52, við hliðina á skoðunarstöð Aðalskoðunar. Þar verður fyrirtækið með söluumboð fyrir Öskju og mun selja Mercedes-Benz og Kia. Í dag hefur fyrirtækið jafnframt lokað starfstöð sinni við Njarðarbraut og hætt með umboð fyrir bíla frá Heklu og rekstri þjónustuverkstæðis. Þjónusta fyrir bíla frá Öskju verður hjá Bílar & Hjól við Njarðarbraut. Kjartan Steinarsson opnaði fyrirtæki sitt á Njaðarbrautinni árið 2000 með umboð og þjón-
andi þar og bróðir hans, Sigtryggur Steinarsson. Þar verða eins og áður segir seldir nýir bílar frá Öskju, auk notaðra bíla. Síðustu þrjú ár eru án efa þau erfiðustu í sögu bílasölu á Íslandi og blasir við að fáir nýir bílar af þessum árgerðum hafa verið seldir í landinu sem mun koma niður á sölu notaðra bíla þegar vöntun verður á árgerðum 2008 til 2010. Bílasala er hins vegar aðeins að glæðast aftur þar sem endurútreikningur bílalána er að ganga í gegn og viðskipti tekin að glæðast að nýju. hilmar@vf.is
Hlaupið er á eftirtöldum stöðum á svæðinu: Vogar: Hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 2 til 3 km. Forskráning í Íþróttamiðstöðinni. Frítt í sund að loknu hlaupi. Reykjanesbær: Hlaupið frá Húsinu okkar, Hringbraut 108, Keflavík kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 2 km, 4 km og 7 km. Frítt í sund að hlaupi loknu. Forskráning 1. og 3. júní milli kl. 17 og 19 í Húsinu okkar. Grindavík: Hlaupið frá Sundmiðstöðinni Grindavík kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 5 km og 7 km. Forskráning í Sundmiðstöðinni Grindavík. Sandgerði: Hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 1,5 km, 3 km og 5 km. Forskráning í Vörðunni Miðnestorgi og í Íþróttamiðstöðinni. Frítt í sund að loknu hlaupi.
HREYFING ALLT LÍFIÐ
SJÓVÁ KVENNAHLAUP ÍSÍ LAUGARDAGINN 4. JÚNÍ GANGA EÐA SKOKK – ÞÚ RÆÐUR HRAÐANUM www.sjova.is
Garður: Hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni Garði kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 2 km, 3,5 km og 5 km. Forskráning í Íþróttamiðstöðinni Garði. Frítt í sund að loknu hlaupi.
Þátttökugjald er 1.250 kr.
16
Miðvikudagurinn 1. júní 2011 • VÍKURFRÉTTIR
Ráðning Bjarkar í starf verkefnastjóra var ólögmæt
I
nnanríkisráðuneytið hefur úrskurðað að ráðning Bjarkar Guðjónsdóttur í starf verkefnastjóra hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum var ólögmæt. Úrskurður ráðuneytisins er í stjórnsýslumáli sem Friðleifur Kristjánsson höfðaði gegn Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum [SSS], en Friðleifur var einn af fimm einstaklingum sem teknir voru í starfsviðtal vegna umsóknar um starf verkefnastjóra hjá SSS. Aðdragandi þess að ákveðið hafi verið að ráða í stöðu verkefnisstjóra hjá SSS hafi verið sá að stjórn SSS hafi vorið
2010 gert tvo samninga við íslenska ríkið. Annars vegar menningarsamning og hins vegar vaxtarsamning. Gildistími beggja samninga er eitt ár. Hvor samningur um sig hafi lagt þær kvaðir á SSS að ráðinn skyldi aðili til að sinna þeim verkefnum sem tengdust hvorum samningi fyrir sig. Þegar samningarnir höfðu verið undirritaðir var ákveðið á fundi Atvinnuþróunarráðs SSS, sem skipað er af bæjarstjórum allra sveitarfélaga á Suðurnesjum, að auglýsa eftir starfsmanni til eins árs til að sinna þeim störfum er að samningunum lutu.
Þann 8. júlí 2010 birtist svo auglýsing um að laust til umsóknar væri starf verkefnisstjóra hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Var umsóknarfrestur auglýstur til 26. júlí sama ár. Eftir að umsóknir höfðu verið yfirfarnar var tekin um það ákvörðun, þann 9. ágúst 2010, að ráða Björk Guðjónsdóttur í starfið. Á vef innanríkisráðuneytisins er ítarlega farið yfir málið. Úrskurðarorð ráðuneytisins eru að ákvörðun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem tekin var þann 9. ágúst 2010 um ráðningu í starf verkefnisstjóra er ólögmæt.
KOFABYGGÐ Kofabyggð verður starfandi í sumar fyrir börn fædd 2000 – 2004, frá 7. til 23. júní.
Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 13:00 - 16:00. Innritun fer fram 6. júní frá kl. 17:00 - 19:00 á svæði kofabyggðar við Krossholt/Baugholt.
Gjaldið er kr. 5.000,Systkinaafsláttur kr. 500,ATH. Ekki er hægt að greiða með greiðslukorti.
Auglýsingadeild í síma 421 0001 (gunnar@vf.is) Fréttadeild í síma 421 0002 (hilmar@vf.is) Ritstjórn og afgreiðsla í síma 421 0000
›› Grindavík:
Nýtt og glæsilegt þjónustuhús opnað á tjaldsvæðinu N ýja þjónustuhúsið á tjaldsvæðinu í Grindavík var opnað formlega síðasta föstudag. Þjónustuhúsið er í alla staði hið glæsilegasta og hafa tjaldsvæðisgestir í sumar lýst yfir mikilli ánægju sinni með það. Í nóvember 2009 voru opnuð tilboð í byggingu þjónustuhúss. Lægsta tilboð átti HH smíði upp á 51,8 milljónir króna en alls buðu 10 verktakar í húsið. Byggingaframkvæmdir gengu vel og skiluðu verktakar húsinu af sér í síðustu viku. Tjaldsvæðið sjálft var opnað 2009 en það sumar var gerð viðhorfskönnun meðal gesta á nýju tjald-
svæði bæjarins. Helstu niðurstöður voru að 98% gestanna voru ánægðir með tjaldsvæðið og töldu það í háum eða góðum gæðaflokki. Um þriðjungur erlendra gesta sem dvaldi á tjaldsvæðinu var annað hvort að koma úr flugi eða á leið í flug. Um þriðjungur valdi tjaldsvæðið til að skoða sig um í Grindavík og nágrenni. Gott orðspor virtist hafa töluverð áhrif á innlenda gesti. Flestar athugasemdir við tjaldsvæðið sem gerðar voru sneru að sturtuaðstöðu og svo þvotta- og eldunaraðstöðu. Tilkoma þjónustuhússins kemur til móts við þessar athugasemdir. Stefnt er að því að gera nýja þjónustukönnun í sumar.
vf.is • m.vf.is • kylfingur.is
Tveir vitar
Veitingahús á Garðsskaga
ÁRÁSIN Á GOÐAFOSS
Á Byggðasafninu á Garðskaga laugardaginn 4. júní kl. 14:00 Þór Whitehead rithöfundur segir frá árásinni á Goðafoss og stríðsárunum á Garðskaga. Jón Ársæll Þórðarson og Björn B. Björnsson segja frá tilurð myndarinnar. Allir velkomnir Myndin verður til sýnis á Byggðasafninu í sumar.
BYGGÐASAFNIÐ Í GARÐI KYNNIR
›› FRÉTTIR ‹‹ 20 til 30 villikettir veiddir í Grindavík
G
rindvíkingar eru hvattir til þess að örmerkja og skrá ketti sína en nú stendur yfir átak í því að fækka villiköttum og ómerktum köttum. Búið er að veiða milli 20 og 30 villiketti síðustu vikur í bænum en þeir eru geymdir í 7 daga hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja áður en þeim er lógað. Ef bæjarbúar telja að það sé villiköttur í nágrenni við hús þeirra er hægt að hafa samband við Grindavíkurbæ og óska eftir að það verði sett niður búr til þess að veiða köttinn.
Hælisleitandi reynir sjálfsvíg
P
alestínskur hælisleitandi var sendur á sjúkrahús í síðustu viku eftir að hann reyndi að svipta sig lífi á gistiheimilinu FIT í Reykjanesbæ. Hann hafði þá verið í hungurverkfalli í þrjá daga til að mótmæla þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að senda hann úr landi. Fyrir tveimur árum svipti lettneskur hælisleitandi sig lífi á gistiheimilinu FIT og tveir aðrir hælisleitendur hafa reynt að fremja sjálfsvíg á meðan þeir dvelja þar. Að minnsta kosti þrír hælisleitendur hafa verið lagðir inn á geðdeild undanfarið ár á meðan þeir bíða úrskurður Útlendingastofnunar, segir í frétt RÚV.
17
VÍKURFRÉTTIR • Miðvikudagurinn 1. júní 2011
Árásin á Goðafoss á Byggðasafninu á Garðskaga L
- Þór Whitehead og Jón Ársæll Þórðarson segja söguna.
augardaginn 4. júní nk. kl. 14:00 verður opnuð sýning á myndinni Árásin á Goðafoss á Byggðasafninu á Garðskaga sem gerð var eftir handriti Jóns Ársæls Þórðarsonar og Þórs Whitehead í leikstjórn Björns B. Björnssonar. Þór Whitehead verður með frásögn um slysið og stöðu Garðskagans í stríðinu en þar reistu Bretar fyrsta flugvöll sinn á Íslandi og miðunarstöð. Á svæðinu við flugvöllinn nálægt Hólavöllum er nú verið að grafa upp skot-
grafir sem voru til varnar flugvellinum en í ár eru 70 ár liðin frá komu Breta á Garðskaga. Jón Ársæll mun segja frá gerð myndarinnar en 10. nóvember 1944 er enn mörgum eldri Garðmönnum og Sandgerðingum í fersku minni. Fjöldi manns sá þegar Goðafoss varð fyrir tundurskeytinu frá kafbátnum U-300 og skipið lyftist í sjónum og miklar drunur fylgdu í kjölfarið. Í árásinni fórust 42 sem voru um borð í Goðafossi, þar af 24 sem voru í skipinu áður en
Arnarkast 4. júní L
augardaginn 4. júní næstkomandi mun Ernir, bifhjólaklúbbur Suðurnesja halda sitt árlega Arnarkast, er þetta leikur þar sem hjólað er um Reykjanesið og stoppað á fyrirfram ákveðnum stöðum þar sem kastað er teningum, í lokin eru síðan veitt verðlaun fyrir hæstu skorin. Þeir sem taka
þátt í þessum leik greiða ákveðið þátttökugjald, eins og undanfarin ár mun ágóðinn renna til góðs málefnis. Að þessu sinni mun klúbburinn styrkja ungan dreng, Helga Rúnar Jóhannesson sem átt hefur við alvarleg veikindi að stríða. Hjólakveðjur Stjórnin Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400
Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400 www.naudunagarsolur.is
UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir Tjarnabraut 8 fnr. 228-8295, Njarðvík, þingl. eig. Ester Bryndís Axelsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 8. júní 2011 kl. 09:15. Sýslumaðurinn í Keflavík, 30. maí 2011. Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.
Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400
www.naudungarsolur.is
UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Vatnsnesvegi 33, Keflavík, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Greniteigur 8 fnr. 208-7752, Keflavík, þingl. eig. Db. Guðrúnar E. Ólafsdóttur, gerðarbeiðandi Tómas Hrafn Sveinsson skiptastjóri, föstudaginn 10. júní 2011 kl. 10:00. Hafnargata 6 fnr. 208-7965, Keflavík, þingl. eig. Spjaldhagi ehf, gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Reykjanesbær, föstudaginn 10. júní 2011 kl. 10:00. Heiðardalur 1 fnr. 228-2612, Vogar, þingl. eig. Db. Jóhanns Már Jóhannsson og Ragnhildur B Svavarsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 10. júní 2011 kl. 10:00.
UPPBOÐ
Pósthússtræti 1 fnr. 227-2490, Keflavík, þingl. eig. Db. Sigurðar Þorgeirssonar, gerðarbeiðandi Tómas Hrafn Sveinsson skiptastjóri, föstudaginn 10. júní 2011 kl. 10:00.
Framhald uppboðs á eftirfarandi skipi verður háð á skrifstofu embættisins að Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ, sem hér segir:
Tjarnargata 8 fnr. 209-5139, Sandgerði, þingl. eig. Db. Gunnars Berg Guðnasonar, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 10. júní 2011 kl. 10:00.
Steinunn Finnbogadóttir RE-325, sknr. 245, þingl. eig. Skip ehf, gerðarbeiðandi Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf, föstudaginn 10. júní 2011 kl. 10:00.
Víkurbraut 3 fnr. 209-4717, Sandgerði, þingl. eig. Db. Gunnar Berg Guðnason, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 10. júní 2011 kl. 10:00.
Sýslumaðurinn í Keflavík, 30. maí 2011. Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.
Sýslumaðurinn í Keflavík, 30. maí 2011. Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.
www.naudungarsolur.is
Hvar ert þú að auglýsa? Auglýsingadeild í síma 421 0001 vf.is • m.vf.is • kylfingur.is
GARÐAÚÐUN SUÐURNESJA Úðum m.a. gegn:
Lirfum og lús í trjágróðri, roðamaur, kóngulóm, illgresi úr grasflötum (fíflum) og lús á grenitrjám.
Upplýsingar í símum: 822 3577, 699 5571 og 421 5571 eða á netfangið bvikingur@visir.is
Björn
Geymið auglýsinguna
›› Laugardaginn 4. júní kl. 14:00
Elín
Vertu í góðu sambandi! það bjargaði sjómönnum af breska olíuskipinu Shirvan skömmu fyrir árásina. Að loknum frásögnum þeirra verður myndin sýnd og gestum gefst kostur á að ræða við þá félaga. Á veitingastaðnum Tveir vitar (áður Flösin) verður boðið upp á veitingar, kaffi og meðlæti.
2
Auglýsingadeild í síma 421 0001 (gunnar@vf.is) Fréttadeild í síma 421 0002 (hilmar@vf.is) Ritstjórn og afgreiðsla í síma 421 0000
vf.is • m.vf.is • kylfingur.is
VÍKURFRÉTTIR
SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS TIL LEIGU
Orlofsíbúðir Akureyri. Höfum til leigu notalegar íbúðir í miðbænum. Sjá gistingamaro.is sími: 461-5403 Ýmsar stærðir og gerðir af herbergjum, með eða án húsgagna, með sameiginlegu eldhúsi og baðherbergi eða sér eldhús og bað, með eða án húsgagna. Aðgangur að gufubaði og borðtennisborði. Internet og orka innifalin og allur sameiginlegur kostnaður. Góð staðsetning og hagstætt leiguverð. Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909. Til leigu 100 m² og 280 m² atvinnuhúsnæði við Víkurbraut, hagstætt leiguverð. Skammtímaleiga möguleg. Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909. Íbúð í Y-Njarðvík, miðsvæðis. Uppl. í síma 892 3987. 2ja herb íbúð m/svölum 2ja herb. íbúð á fyrstu hæð við Fífumóa Njarðvík til leigu. Svalir. Laus strax. Verð: 55.000 + rafmagn (Fyrirframgr. 2 mán) Uppl í síma: 822 3858. 3ja herb. íbúð á 2. hæð við Þórustíg til leigu. Verð 70.000 + rafm. og hiti (2 mán fyrirfram). Laus strax. Uppl. í s. 822 3858.
ÖKUKENNSLA ÖKUKENNSLA - AKSTURSMAT Ökukennsla til almennra ökuréttinda. Nánari upplýsingar um verð og námstilhögun er á: www.aka.blog.is Skarphéðinn Jónsson löggiltur ökukennari s. 456-3170 og 777-9464
HEILSA Meiri orka – Betri líðan! H3O Pro Isotonic drykkurinn, ShapeWorks & flr. góðar vörur Ásdís og Jónas Herbalife dreifingaraðilar S: 843-0656 (Á), 864-2634 (J) og 421-4656 Tölvupóstur: asdisjul@internet.is Heimasíða/netverslun: http:// www.betriheilsa.is/aj
ÝMISLEGT Búslóðaflutningar og allur almennur flutningur. Er með 20 rúmmetra sendibíl/kassabíl með lyftu. Uppl. í síma 860 3574 Siggi. Tek að mér allskonar viðgerðir á bílum, sláttuvélum. Er með greiningartölvu til að bilanagreina margar tegundir bíla. Vanur maður, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð! Uppl. S: 864 3567.
www.vf.IS
Kirkjur og samkomur: Grindavíkurkirkja Sjómannadagsmessa kl. 13:00 Ræðumaður verður Birgir Hermannsson. Kór Grindavíkurkirkju syngur undir stjórn Helgu Bryndísar Magnúsdóttur organista. Einsöngvari: Berta Dröfn Ómarsdóttir. Ritningarlestra lesa Sigurður Jónsson og Fanney Pétursdóttir. Ingibjörg Sigurðardóttir ber blómakrans niður að Von. Sr. Elínborg Gísladóttir
Hvít Víðbláinn - Nuddmeðferðir, - Heilun, - Miðlun.
Tímapantanir í síma 861 2004 Reynir Katrínarson, Nuddmeistari.
Túnþökusala OddsTeins Erum mEð til sölu gæða túnþökur, fótboltagras, gólfvallagras, holtagróður, lyng og gras á opin svæði. margra ára rEynsla. sími: 663-6666/663-7666
Til leigu 2 snyrtilegar íbúðir í Grindavík, 2ja og 3ja herb. Verð 120.000 og 90.000, rafmagn og hiti innifalið. Trygging/bankaábyrgð. Uppl. í síma 772-0881.
Þjónustumiðstöðin Nesvöllum
Skrifstofur til leigu Góð skrifstofuherbergi með sameiginlegri fundaraðstöðu til leigu við Iðavelli 3. Upplýsingar í síma 860 3838.
• Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Línudans • Félagsvist • Tölvuklúbbur • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi • Bókaútlán
ÓSKAST 4 herb. íbúð í Keflavík S.O.S Vantar 3-5 herb. íbúð miðsvæðis við Myllubakkaskóla sem fyrst. Öruggar greiðslur Uppl. í síma 770-6565.
Vikan 1. júní - 9. júní. nk.
Tökum að okkur allar almennar hreingerningar og ræstingar. Einnig bónvinnu,teppahreinsun og fluttningsþrif. Stórhreingerningar og reglubundnar ræstingar fyrir stofnanir og fyritæki. Upplýsingar 849 9600 og 895 4990 www.stjornuthrif.com
Léttur föstudagur á Nesvöllum 3. júní 2011. Kaffihúsið opið. Dagskráin með Arnóri, Skúla og félögum fellur niður.
Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/
18
Miðvikudagurinn 1. júní 2011 • VÍKURFRÉTTIR
›› Bjarki Brynjólfsson dúx í FS:
Elín Jónsdóttir Griffin
Þakkir frá Fjölskylduhjálp
A
nna Jónsdóttir, verkefnastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands, Keflavík, vill þakka öllum þeim sem lagt hafa Fjölskylduhjálpinni lið með matargjöfum fyrir páska. Lionsfélaginu í Vogum og Skólamat fyrir rausnarlega matargjöf, Kvenfélaginu Fjólu fyrir bakstur og svo þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem gáfu páskaegg til barnanna. Þá gáfu Elín Jónsdóttir Griffin og fjölskylda hennar 45 þúsund krónur til að stofnsetja lyfjasjóð. Hún hefur verið búsett í Georgíufylki Bandaríkjanna og starfað mikið fyrir Íslendingafélagið þar og hana langaði að leggja Fjölskylduhjálpinni lið. Einnig langaði okkur að benda skjólstæðingum okkar á að fyrsta fimmtudag hvers mánaðar verður ekki úthlutað mat en opinn verður fatamarkaður fyrir þá sem vilja nýta sér það. Á fatamarkaðinum er mikið af góðum fatnaði, bæði notuðum og nýjum og eru allir velkomnir. Allur ágóði af fatasölu rennur í lyfjasjóð.
Kláraði stúdentsprófið á þremur árum B
jarki Brynjólfsson dúxaði á síðustu útskrift hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja en hann útskrifaðist með meðaleinkunn upp á 8,7. Bjarki er 18 ára Njarðvíkingur en hann kláraði stúdentsprófið á þremur árum og fór í útskriftarferðina í janúar til Mexíkó. Bjarki fékk verðlaun frá Íslenska stærðfræðafélaginu og Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði. Hann fékk einnig verðlaun frá skólanum fyrir frönsku, stærðfræði og efnafræði. Bjarki fékk einnig viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda og verðlaun frá danska sendiráðinu fyrir árangur sinn í dönsku. Bjarki segist hafa valið sér áfanga sem henti með læknisfræði en þangað stefnir Bjarki. Skólagangan tók Bjarka aðeins þrjú ár en hann var á náttúrufræðibraut í FS. Sterkasta fagið segir Bjarki vera stærðfræði og honum finnst Gunnlaugur Sigurðsson stærðfræðikennari vera einn af þeim betri á landinu. Bjarki æfði körfu á yngri árum en hætti í rauninni bara vegna þess að hann segist hafa verið lélegur. Hann var í tónlistarnámi sem hann
segir örugglega hafa hjálpað til við lærdóminn, það sé jú vísindalega sannað. „Það kom alveg til greina að fara til Reykjavíkur í MR eða Verzló en ég vildi fá að sofa aðeins lengur og valdi því FS,“ segir Bjarki í hálfgerðu gríni. „Bekkjarkerfið hjá þessum skólum heillaði dálítið en að menntunin sé eitthvað betri þar finnst mér bara ekki vera rétt. FS er með mjög góða kennara og allt til alls.“ Bjarki segir að skipulag og metnaður hafi fyrst og fremst skilað þessum árangri en hann hefur ætlað sér að komast að í læknisfræði allt frá fermingaraldri. Hann situr nú sveittur á Þjóðarbókhlöðunni og lærir undir inntökuprófið í læknisfræði en hann hefur einnig sótt um í læknisfræði í Danmörku en það að fara í læknisnám á dönsku hræðir hann ekki, enda fékk hann dönskuverðlaunin í útskriftinni. Bjarki getur vel hugsað sér að búa erlendis og þá sérstaklega í Skandinavíu þar sem tvö eldri systkini hans búa núna. Ef að það gengur ekki upp með læknisfræðina þá getur Bjarki vel hugsað sér að fara í einhverskonar verkfræði.
Til hamingju! Óskum öllum útskriftarnemum FS til hamingju með glæsilegan feril
Flóamarkaður Föstudaginn 3. júní nk., verður haldinn flóamarkaður að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ, frá kl. 13:00 - 16:30. Rauði kross Íslands Suðurnesjadeild
207x282_sandgerdi_velkomin.ai
1
31.5.2011
09:54
19
VÍKURFRÉTTIR • Miðvikudagurinn 1. júní 2011
Kæru Sandgerðingar Við hjá Vodafone höfum nú stóreflt þjónustuframboð okkar í Sandgerði Nú hafa bæjarbúar loks fullan aðgang að heimasímaþjónustu á kerfum Vodafone, ásamt aðgangi að ADSL-sjónvarpsþjónustu, sem tryggir úrval af erlendum sjónvarpsrásum og aðgengi að kvikmyndum og sjónvarpsefni á Leigunni. Við hvetjum ykkur til að skoða hagkvæmar og fjölbreyttar þjónustuleiðir okkar hjá Tölvuþjónustu Vals, umboðsaðila Vodafone í Keflavík. Allar nánari upplýsingar í síma 1414 eða á vodafone.is
vodafone.is
20
Miðvikudagurinn 1. júní 2011 • VÍKURFRÉTTIR
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
Stefán Frímann Jónsson,
múrarameistari, Kirkjuvegi 11, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, föstudaginn 27. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 3. júní kl. 13:00 Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Þráinn Stefánsson, Jón Kalman Stefánsson, María Karen Sigurðardóttir, Bergljót Sif Stefánsdóttir, Kristvin Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
G. Kjartan Sigurðsson,
vélstjóri, Háaleiti 27, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sunnudaginn 29. maí síðastliðinn. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 3. júní kl. 15:00.
Erla Sigurjónsdóttir, Sigurjón Kjartansson, Margrét Ragna Kjartansdóttir, Hafdís Kjartansdóttir, Sif Kjartansdóttir, Lilja Guðrún Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.
Rúna Sigurðardóttir, Pétur Valdimarsson, Árni H. Árnason, Haukur H. Hauksson, Svanur Þorsteinsson,
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Kristján Kristjánsson,
lögregluvarðstjóri, Hæðargötu 11, Reykjanesbæ, lést af slysförum á Spáni, laugardaginn 21. maí. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju, miðvikudaginn 8. júní kl. 13:00.
,,Hvað ætlar þú að verða væni, voða ertu orðinn stór!“ Anna Lóa Ólafsdóttir skrifar Það var árið 1977 sem Hrekkjusvínin sungu þetta lag inn á plötu við texta Péturs Gunnarssonar og er þarna verið að vísa í þá kröfu að við vitum hvað við ætlum að gera við líf okkar. Hver man ekki eftir unglingsárunum þegar maður vissi ekki í hvorn fótinn átti að stíga og á mann svifu ömmur, frænkur og nágrannar með spurningar eins og ,,hvað ætlar þú að verða“! Það var oft fátt um svör enda nóg að hafa áhyggjur af því hverju átti að klæðast daginn eftir eða hvort toppurinn hallaði út á rétta hlið. Staðreyndin er sú að flest okkar hafa ekki hugmynd um hvað við viljum gera við líf okkar, hverjir styrkleikar okkar eru og hvar þeim væri best varið. Það getur verið tilviljunum háð hvar við endum og því fylgir sú tilfinning að örlög manns hafi verið ráðin af einhverjum öðrum en manni sjálfum. Vissulega hefur margt breyst frá þeim tíma sem ég var að alast upp en samt sem áður fæ ég til mín fjölda fólks á öllum aldri sem segir nákvæmlega þetta ,,ég hef ekki hugmynd um hvað ég vil gera við líf mitt“. Við stöndum á miklum tímamótum í samfélaginu í dag og margir sem þurfa að horfa fram á miklar breytingar á lífi sínu. Á slíkum tímamótum er gott að horfa yfir farinn veg og skoða hvernig og hvaða ákvarðanir hafa verið teknar í lífinu, hvað er maður sáttur við og er eitthvað sem maður mundi vilja gera öðruvísi. Það er hollt og gott fyrir alla að staldra við og spyrja sig eftirfarandi spurninga: • Hverjir eru styrkleikar mínir? • Hvað færir mér merkingu og ánægju í vinnu og einkalífi ? • Hver eru áhugamál mín ? • Hvað ætlaði ég að verða sem barn ?
Þóra Ágústa Harðardóttir, Reynir Kristjánsson, Baldvin Kristjánsson, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabarn, vinir og vandamenn.
• Hvaða fög voru mín uppáhalds í skóla ? • Vil ég vinna í hóp eða ein/-n • Er ég mikið fyrir að taka áhættur eða kýs ég öryggið Í þessu ferli er hægt að nota áhugasviðsgreiningar en markmiðið með þeim er einmitt að aðstoða við að svara þessum spurningum. Með áhugasviðsgreiningu eru fundin tengsl milli persónuleika og áhugamála annars vegar og starfsgreina hins vegar. Áhugasviðsgreining getur verið gagnleg ef einstaklingur er í vafa um hvað hann vill gera í framtíðinni en út úr greiningunni koma hugmyndir að starfssviðum sem er líklegt að einstaklingnum líði vel í. Þá er hægt að nýta þessar greiningar í tengslum við starfslok og þá aðallega með það fyrir augum að skoða hvaða tómstundir eða námskeið henti viðkomandi. Það á ekki að teljast til forréttinda að gegna starfi sem maður brennur fyrir og sinnir af ástríðu þar sem maður er knúinn áfram af innri ástæðum. Starf þar sem maður finnur bæði merkingu og ánægju ásamt því að nýta styrkleika sína þannig að vinnan verður tilgangur í sjálfri sér. Hjá MSS eru í boði áhugasviðsgreining fólki að kostnaðarlausu. Áhugasamir geta haft samband við náms- og starfsráðgjafana Önnu Lóu Ólafsdóttur annaloa@mss.is eða Jónínu Magnúsdóttur jonina@ mss.is og pantað tíma eða hringt í síma 421-7500 í sömu erindagjörðum. Vertu virkur í að skapa eigin framtíð, betrumbæta hana og kynnast sjálfum þér betur í leiðinni. Ef þú veist ekki eða trúir því ekki að þú hafir val, þá hefur þú það ekki ! Anna Lóa Ólafsdóttir Náms- og starfsráðgjafi MSS
›› FRÉTTIR ‹‹ Kjarasamningarnir samþykktir hjá Verslunarmannafélagi Suðurnesja
F
SJÁVARROKK Hátíð til heiðurs sjómönnum, sjónum og sjávarfangi: Sjómannadagshelgi laugardag og sunnudag frá kl. 13:00 - 17:00.
élagsmenn Verslunarmannafélags Suðurnesja hafa samþykkt kjarasamning sem undirritaður var þann 5. maí sl. Kjörsókn var lítil eða 15,18%. Já sögðu 81,03% Nei sögðu 17,24% Auðir seðlar og ógildir voru 1,72% Þá hafa starfsmenn IGS einnig samþykkt nýgerða kjarasamninga en þeir gilda fyrir farþegaafgreiðslu/ hleðslueftirlit, frílager og flugþjónustu.
ZEDRA
Föt fyrir allar konur Verslunarkjarnanum Fitjum Reykjanesbæ
Komdu og eigðu frábæran dag í fallegum Sandgerðisbæ!
Full búð af nýjum vörum Verið velkomin Sími 568-8585
21
VÍKURFRÉTTIR • Miðvikudagurinn 1. júní 2011
Bókunarþjónustan stærsta markaðssetningartækifæri Suðurnesjamanna
Kristján Pálsson og Yngvi Örn Stefánsson skrifa
S
íðastliðið haust opnaði Markaðsstofa Suðurnesja fría bókunarþjónustu fyrir ferðamenn í Upplýsingamiðstöðinni í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Þessi bókunarþjónusta er nýtt innlegg í því að markaðssetja ferðaþjónustuna á Suðurnesjum. Bókunarþjónustan er rekin í samvinnu við ITA sem er stærsta bókunarþjónustufyrirtæki á landinu í sölu og markaðssetningu fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Með þessu var opnað fyrir alveg nýja þjónustu fyrir ferðaþjónustufyrirtækin á Suðurnesjum við að setja á markað nýja vöru, einir eða með öðrum, ásamt því að koma á framfæri því sem þeir hafa sérhæft sig í. Bláa lónið, Ráin og Vitinn af stað Margir hafa kvarað yfir því að ekki náist nógu vel til þeirra farþega sem bíða uppi á velli á milli véla. Með þessari bókunarþjónustu opnast góð leið til að ná til þessa fólks og nýta þannig nálægðina við flugvöllinn til hins ítrasta. Margir hafa reynt að ná til flugfarþega sem bíða á milli véla í Leifsstöð og fá þá til að skoða svæðið og njóta þess fjölmarga sem hér er í boði. Það nýjasta er að Bláa lónið mun setja á markað í júní ferð fyrir transit farþega í Bláa lónið með morgunmat. Verða farþegarnir þá keyrðir beint úr Leifsstöð í Lónið og til baka í tæka tíð fyrir vélina. Ferðirnar verða seldar í bókunarþjónstunni í Leifsstöð. Nokkrir matsölustaðir eru að reyna að skapa sér sérstöðu í matargerð og má þar nefna Rána
sem hefur sérhæft sig í laxaréttum og Vitann í Sandgerði sem er að sérhæfa sig í skelfiskréttum. Með samstilltu átaki má gera úr þessu öllu mikil viðskipti ef rétt er á málum haldið. Grípum tækifærin Undirritaðir vilja hvetja aðila í ferðaþjónustunni á Suðurnesjum, hvaða nafni sem hún nefnist, til að nýta sér bókunarþjónustuna í Leifsstöð. Bókunarþjónustan er að mati undirritaðra eitt stærsta markaðssetningartækifæri sem hefur gefist á Suðurnesjunum í ferðaþjónustunni til þessa. Það er spáð mikilli aukningu ferðamanna í sumar og bendir mikill fjöldi lendinga á Keflavíkurflugvelli í sumar til þess að sú verði raunin. Markaðsstofan tók þátt í átakinu Inspiered by Iceland í fyrra með fjárframlagi. Slíkt kynningarátak er ekki nauðsynlegt að þessu sinni þrátt fyrir Grímsvatnagosið, nú eiga ferðaþjónar á Suðurnesjum að grípa tækifærið. Það er gott ferðasumar í vændum.
SUMARTILBOÐ Í TÆKJASAL Kort í tækjasal sem gildir frá 1. júní til 31. ágúst á kr.10,000. Innifalið er eitt af eftirfarandi vali: • Leiðsögn ásamt æfingarforriti í tækjasal 40 mínútur • Hálftíma sjúkranudd framkvæmt af sjúkraþjálfara • Skoðun, blóðþrýstingsmæling og sérsniðið æfingarforrit hjá sjúkraþjálfara án leiðsagnar í sal. Upplýsingar í síma 421 7474
Kristján Pálsson framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurnesja Yngvi Örn Stefánsson framkvæmdastjóri ITA
ÁTAK NESVÖLLUM
Síminn er 421 0000
a j g n e r p s u p ú j t S l sunnudag
25%
i fimmtudag t
AFSLÁTTUR AF GARÐHÚSGÖGNUM
Tilboð 10 stk.
BRJÁLUÐ TILBOÐ Húsasmiðjunni og Blómavali
M VIÐ
FU NÚ HÖ
Á OPIÐ M FITJU
RDAG
NINGA
TIG UPPS
1.499,-
Tilboð 20 stk.
1.699,-
PYLSUPARTÍ laugardag 12-14
999,-
25%
AFSLÁTTUR AF LEIKFÖNGUM
12U-R1S6 ALA
TIMB Ð LOKU
Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana.
2.998,-
Tilboð 30 stk.
2.499,4.499,-
22
Miðvikudagurinn 1. júnà 2011 • V�KURFRÉTTIR
vf.is
Alexander MagnĂşsson er 22 ĂĄra NjarĂ°vĂkingur sem hefur leikiĂ° meĂ° GrindavĂk sĂĂ°an 2009. Hann ĂĄ aĂ° baki 41 leik meĂ° NjarĂ°vĂkingum en hann lĂŠk 15 leiki meĂ° GrindavĂk Ă fyrra og hefur byrjaĂ° Ă Ăśllum leikjum liĂ°sins Ă ĂĄr. Hann ĂĄ einnig aĂ° baki 2 leiki meĂ° U-19 ĂĄra landsliĂ°i Ă?slands. Alexander vakti athygli ĂĄ mĂĄnudaginn Ăžegar hann framkvĂŚmdi ansi tilĂžrifamikla vĂtaspyrnu Ă leik GrindvĂkinga og Þórs. „ÞaĂ° Ăžarf taugar Ă Ăžetta og menn gera kannski bara svona Ă stÜðunni 3-0, “ sagĂ°i Alexander Ă samtali viĂ° VĂkurfrĂŠttir. „Jamie (McCunnie) ĂŚtlaĂ°i aĂ° taka vĂtiĂ° en ĂŠg spurĂ°i Ă“la ĂžjĂĄlfara hvort ĂŠg mĂŚtti ekki taka utanfĂłtar vinstri. Ăžetta er svona mitt aĂ°alsmerki og ĂžaulĂŚft fyrir og eftir ĂŚfingar,“ segir hĂŚgri bakvĂśrĂ°urinn knĂĄi.
SPORTMOLAR VĂĂ°ismenn meĂ° sigur
VĂĂ°ismenn lĂŠku viĂ° liĂ° Augnabliks Ă 3. deild og fengu sex mĂśrk aĂ° lĂta dagsins ljĂłs aĂ° Ăžessu sinni. Heimamenn Ăşr GarĂ°inum lentu 0-2 undir snemma Ă leiknum en EirĂkur Viljar KĂşld minnkaĂ°i muninn. Gestirnir komust svo Ă 1-3 en meĂ° seiglu nĂĄĂ°u VĂĂ°ismenn aĂ° jafna meĂ° mĂśrkum frĂĄ Viktori GĂslasyni og Atla RĂşnari HĂłlmbergssyni. VĂĂ°ismenn hafa ĂžvĂ fjĂśgur stig eftir tvo leiki Ă 3. deildinni en liĂ°iĂ° er Ă 4. sĂŚti Ă sĂnum riĂ°li.
GrindvĂkingur til Ipswich
Gunnar Ăžorsteinsson, 17 ĂĄra gamall leikmaĂ°ur Ăşr GrindavĂk, mun Ă nĂŚsta mĂĄnuĂ°i skrifa undir tveggja ĂĄra samning viĂ° enska 1. deildar liĂ°iĂ° Ipswich Town. Gunnari var boĂ°iĂ° til ĂŚfinga hjĂĄ liĂ°inu Ă vikutĂma Ă vetur og Ă kjĂślfariĂ° ĂłskaĂ°i fĂŠlagiĂ° eftir aĂ° fĂĄ hann aftur Ăşt til skoĂ°unar og var hann hjĂĄ liĂ°inu viĂ° ĂŚfingar ĂĄ dĂśgunum. Gunnar hefur greinilega hrifiĂ° forrĂĄĂ°amenn enska liĂ°sins ĂžvĂ Ăžeir buĂ°u honum samning sem hann hefur ĂĄkveĂ°iĂ° aĂ° taka. BĂşiĂ° er aĂ° ganga frĂĄ Ăśllum pappĂrum og mun hann skrifa undir samning viĂ° Ipswich Ă lok Ăžessa mĂĄnaĂ°ar og hefja Þå um leiĂ° undirbĂşningstĂmabiliĂ° meĂ° liĂ°inu.
Falur ĂžjĂĄlfar KeflavĂk ĂĄ nĂ˝
KeflvĂkingar hafa gengiĂ° frĂĄ rĂĄĂ°ningu Fals HarĂ°arsonar sem ĂžjĂĄlfara kvennaliĂ°s fĂŠlagsins Ă kĂśrfubolta. Falur skrifaĂ°i undir samning til tveggja ĂĄra en hann var aĂ°stoĂ°arĂžjĂĄlfari liĂ°sins Ă fyrra, hann hefur einnig ĂžjĂĄlfaĂ° yngri flokka hjĂĄ fĂŠlaginu undanfarin ĂĄr en hann hefur ekki stĂ˝rt meistaraflokki sĂĂ°an ĂĄriĂ° 2003-2004 Ăžegar hann og GuĂ°jĂłn SkĂşlason stjĂłrnuĂ°u karlaliĂ°i KeflavĂkur.
KeflvĂkingar tĂśpuĂ°u gegn Fylki
GlĂŚsileg vĂtaspyrna Alexanders GrindvĂkingar fĂłru lĂŠtt meĂ° nĂ˝liĂ°a Þórs Ă Pepsi-deild karla Ă knattspyrnu og hĂśfĂ°u Ăśruggan sigur, 4-1. ĂžaĂ° tĂłk heimamenn Ă GrindavĂk ekki nema hĂĄlfa mĂnĂştu aĂ° skora og Ăžar var aĂ° verki Robbie Winters meĂ° laglegu skoti. Ekki Ăžurftu ĂĄhorfendur aĂ° bĂĂ°a lengi eftir nĂŚsta marki en ĂžaĂ° kom ĂĄ 9. mĂnĂştu og ĂžaĂ° gerĂ°i Yacine Si Salem en ĂžaĂ° var lĂka glĂŚsilegt.
GrindvĂkingar fylltust sjĂĄlfstrausti eftir Ăžetta og gerĂ°u algerlega Ăşt um leikinn Ăžegar JĂłhann Helgason skoraĂ°i beint Ăşr aukaspyrnu en hann var Þå nĂ˝bĂşinn aĂ° biĂ°ja um skiptingu. StaĂ°an ĂžvĂ 3-0 Ă leikhlĂŠ. ĂžrĂĄtt fyrir glĂŚsileg mĂśrk Ă fyrri hĂĄlfleik Þå kom fallegasta mark leiksins Ă sĂĂ°ari hĂĄlfleik. Alexander MagnĂşsson kom sĂŠr Þå ĂĄ YouTube meĂ° ĂžvĂ aĂ° framkvĂŚma eina
frumlegustu vĂtaspyrnu sem sĂŠst hefur Ă Ăslenska boltanum. Hann spyrnti knettinum utanfĂłtar meĂ° vinstri fĂŚti en allir bjuggust viĂ° spyrnu meĂ° hĂŚgri fĂŚti, Ăžar ĂĄ meĂ°al markmaĂ°urinn sem var lĂśngu farinn Ă rangt horn og staĂ°an 4-0. Þórsarar nĂĄĂ°u aĂ° minnka muninn Ă lokin en GrindvĂkingar unnu Ăžarna sanngjarnan sigur sem var sĂst of stĂłr.
KeflvĂkingar mĂĄttu sĂŚtta sig viĂ° 2-1 tap gegn FylkismĂśnnum Ă sjĂśttu umferĂ° Pepsideildar karla ĂĄ mĂĄnudagskvĂśld en leikurinn fĂłr fram Ă Ă rbĂŚnum. KeflvĂkingar byrjuĂ°u Þó af krafti og JĂłhann B. GuĂ°mundsson skoraĂ°i eftir aĂ°eins Ăžriggja mĂnĂştna leik en Hilmar Geir EiĂ°sson og GuĂ°mundur Steinarsson ĂĄttu Þått Ă undirbĂşningi marksins en JĂłhann klĂĄraĂ°i vel. 20 mĂnĂştum sĂĂ°ar skoraĂ°i Ingimundur NĂels Ă“skarsson fyrir heimamenn Ă Fylki og Ăžannig var staĂ°a Ă leikhlĂŠ, 1-1 og leikurinn fjĂśrugur. AnnaĂ° var uppi ĂĄ teningnum Ă sĂĂ°ari hĂĄlfleik Ăžar sem lĂtiĂ° markvert gerĂ°ist Ăžar til Ă blĂĄlokin Ăžegar Ingimundur NĂels skoraĂ°i sitt annaĂ° mark fyrir Fylki og tryggĂ°i Ăžeim stigin ĂžrjĂş.
Ă“skar Ă lokahĂłp U-21
GrindvĂkingurinn Ă“skar PĂŠtursson er eini SuĂ°urnesjamaĂ°urinn sem fer meĂ° Ă?slendingum ĂĄ EM U-21 landsliĂ°a Ă knattspyrnu sem hefst nĂş 11. jĂşnĂ. Ă Ă°ur voru JĂłsef Kristinn JĂłsefsson og Einar Orri Einarsson einnig Ă hĂłpnum en nĂş hefur endanlegur 23 manna hĂłpur veriĂ° valinn og er Ă“skar einn af Ăžremur markvĂśrĂ°um liĂ°sins.
Haraldur Ă A-landsliĂ°iĂ°
Haraldur Freyr GuĂ°mundsson fyrirliĂ°i KeflvĂkinga hefur veriĂ° kallaĂ°ur inn Ă Ăslenska A-landsliĂ°shĂłpinn Ă knattspyrnu fyrir leikinn gegn DĂśnum Ă undankeppni EM sem fram fer ĂĄ Laugardalsvellinum ĂĄ laugardagskvĂśldiĂ°. Haraldur tekur sĂŚti Ragnars SigurĂ°ssonar sem drĂł sig Ăşt Ăşr hĂłpnum. Haraldur, sem er 30 ĂĄra gamall, ĂĄ aĂ° baki tvo leiki meĂ° A-landsliĂ°inu. Hann kom viĂ° sĂśgu Ă 4:1 sigri gegn SuĂ°ur-AfrĂku Ă vinĂĄttuleik ĂĄriĂ° 2005 og lĂŠk gegn Ungverjum Ă undankeppni HM 2006 Ăžegar Ă?slendingar tĂśpuĂ°u ĂĄ heimavelli, 3:2.
Viltu lĂŚra aĂ° tĂna & nota Ăslenskar lĂŚkningajurtir? ✤ Hvernig ĂĄ aĂ° tĂna, Ăžurrka og geyma jurtir ✤ Hvernig er best aĂ° tĂna og viĂ° hvaĂ°a aĂ°stĂŚĂ°ur ✤ Hvernig ĂştbĂşa ĂĄ jurtablĂśndur ĂĄ einfaldan hĂĄtt ✤ ĂĄhrif algengra lĂŚkningajurta og notkun Ăžeirra
!# ,* $ !# -* $
" $ # ! #+ % # % ) " #
SUMARSUND SundnĂĄmskeiĂ° fyrir 3 ĂĄra og eldri. HĂłpunum er skiptu upp eftir aldri og getu: 3 til 5 ĂĄra, 6 til 7 ĂĄra, 8 til 9 ĂĄra, 10 ĂĄra og eldri og einn hĂłpur verĂ°ur fyrir Þå sem voru aĂ° ĂŚfa sund Ă vetur. NĂĄmskeiĂ°in verĂ°a haldin Ă sundlaug AkurskĂłla Ă Innri NjarĂ°vĂk og sundlaug HeiĂ°arskĂłla Ă KeflavĂk. NĂĄmskeiĂ°iĂ° kostar 5.000 kr. Leitast er viĂ° aĂ° kenna yngstu bĂśrnunum vatnsĂśryggi og grunnhreyfingar sundtakanna meĂ° og ĂĄn hjĂĄlpatĂŚkja. MarkmiĂ° meĂ° kennslu eldri barnanna er aĂ° kenna Ăžeim rĂŠtt sundtĂśk ĂĄn allra hjĂĄlpartĂŚkja. HeiĂ°arskĂłli og AkurskĂłli TĂmabil 1 = 14. - 30. jĂşnĂ TĂmabil 2 = 4. - 15. jĂşlĂ Hvert nĂĄmskeiĂ° er 10 skipt. Kl. 8:30 - 9:20 Kl. 9:30 - 10:20 Kl. 10:30 - 11:20 Kl. 11:30 - 12:20 Kl. 12:30 - 13:20
NĂĄmskeiĂ°iĂ° verĂ°ur haldiĂ° 7. jĂşnĂ kl. 18.30 - 20.30 Ă HĂşsinu Okkar Hringbraut 108, KeflavĂk. FariĂ° verĂ°ur ĂĄ tvo tĂnslustaĂ°i og jurtir skoĂ°aĂ°ar Ăşti Ă nĂĄttĂşrunni. VerĂ° 3500 kr.
Kennarar eru: SĂłley MargeirsdĂłttir, ĂĂžrĂłttfrĂŚĂ°ingur og sundĂžjĂĄlfari hjĂĄ Ă?RB JĂłna Helena BjarnadĂłttir, sundkona og sundĂžjĂĄlfari hjĂĄ Ă?RB. UpplĂ˝singar og skrĂĄning fer fram fimmtudaginn 9. jĂşnĂ Ă VatnaverĂśld milli kl. 16:00 og 18:00.
YfirumsjĂłn hefur SĂłley MargeirsdĂłttir, ĂĂžrĂłttafrĂŚĂ°ingur.
Þåtttakendur Ăžurfa aĂ° klĂŚĂ°a sig eftir veĂ°ri og hafa meĂ°ferĂ°is skĂŚri og ĂlĂĄt undir jurtir og e.t.v. flĂłrubĂłk.
upplýsingar og skråning
!#
| s. 899-8069
|
asdisragna@hotmail.com
23
VÍKURFRÉTTIR • Miðvikudagurinn 1. júní 2011
loknu næsta tímabili, sama hvernig það endar er ég viss um að við förum að sjá miklar framfarir.“ „Í fyrra og árið áður þá var UMFN ekki lið að mínu mati, heldur tólf einstaklingar í grænum búning að reyna að vinna leiki og liðsandinn fannst mér ekki vera til staðar. Við sjáum það hins vegar núna þegar við erum búnir að æfa í mánuð að einingin og stemmingin er allt önnur. Félagsmaður sem vill styðja liðið kemur og horfir á leik og þú skynjar að allir á vellinum eru í fýlu og þá nennir þú síður að hvetja slíkt lið.“
„Það eru ákveðin tímamót hjá Njarðvíkingum núna. Nýja stjórnin sem tók við núna í febrúar fór af stað með ákveðin markmið og ákveðna hugsjón og hafa hugsað sér að fara ákveðna leið í þessu. Sú leið hentar kannski ekki öllum,“ segir Jón Júlíus Árnason formaður körfuknattleiksdeildar UMFN.
Gömlu gildin taka við N
jarðvíkingar standa núna á krossgötum. Körfuknattleikslið félagsins hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku þar sem máttarstólpar liðsins síðasta áratuginn eða svo hafa lagt skóna á hilluna. Leikmenn eins og Brenton Birmingham, Páll Kristinsson og Friðrik Stefánsson sem hafa fagnað titlum með liðinu og verið meðal bestu leikmanna úrvalsdeildarinnar síðan um aldamótin eru hættir að stunda íþróttina. Leikmenn eins og Jóhann Árni Ólafsson, Guðmundur Jónsson, Kristján Sigurðsson og Egill Jónasson hafa leitað annað. Félagið hefur tekið þann pól í hæðina að notast eingöngu við unga og óreynda leikmenn sem uppaldir eru hjá félaginu en einnig hafa þeir þegar ráðið til sín tvo erlenda leikmenn en þeir erlendu leikmenn sem léku með liðinu í fyrra munu ekki snúa aftur. „Það eru ákveðin tímamót hjá Njarðvíkingum núna. Nýja stjórnin sem tók við núna í febrúar fór af stað með ákveðin markmið og ákveðna hugsjón og hafa hugsað sér að fara ákveðna leið í þessu. Sú leið hentar kannski ekki öllum,“ segir Jón Júlíus Árnason formaður körfuknattleiksdeildar UMFN. Hver er sú leið? „Það eru gömlu góðu gildin, að spila fyrir fánann og UMFN og við munum ekki koma til með að borga leikmönnum okkar laun, menn fá leikmannasaminga en engin laun verða greidd. Við vissum svo sem að þegar þessi stefna var tekin yrðu einhver brottföll þó svo að við hefðum vonast til þess að halda sem flestum leikmönnum. Við ætlum okkur að setja boltann í hendurnar á ungu strákunum úr unglinga- og drengjaflokk. Þar er á ferðinni samheldinn hópur sem þekkir lítið annað en að æfa stíft og mikið. „Við byrjuðum að æfa 2. maí og munum æfa næstu 10 vikur þar sem æft er 8 sinnum á viku, bæði lyftingar og ýmsar körfuboltaæfingar. Mæting hefur verið nánast 100% en þetta er 12 manna hópur. Þetta verður kjarninn næsta tímabil segir Jón. Njarðvíkingar hafa þegar gengið frá samningum við tvo erlenda leikmenn. Annar er bakvörður sem getur leyst nokkrar stöður og svo einn miðherji. Þeir eru báðir bandarískir en í flestum tilfellum eru þeir leikmenn ódýrari og oftast betri en þeir frá Evrópu. Hver eru markmið félagsins? „Markmiðin eru alltaf sú sömu,
við höfum það mikla trú á þessum ungu strákum. Ef að maður á hins vegar að vera raunsær þá erum við ekki að fara að landa titlum á næsta ári. Það verður erfitt að keppa við hin liðin sem hafa safnað að sér reyndum leikmönnum. Fyrr en síðar verðum við þó komnir í þá stöðu,“ segir Jón en félagið horfir til framtíðar. „Við höfum teiknað upp 5 ára plan fyrir bæði karla- og kvennaboltann. Fyrsti liðurinn í þeirri áætlun er að fá þessa ungu leikmenn inn í liðið en bæði þjálfarar og þessir leikmenn skrifuðu undir þriggja ára samning á dögunum. Nú er félagið með tvo þjálfara, hvernig er það að virka? „Mig minnir að þetta sé í fyrsta sinn sem félag hefur tvo aðalþjálfara, yfirleitt er annar aðstoðarþjálfari eða eitthvað slíkt. En nú erum við með tvo þjálfara sem ég vil meina að
séu tveir af fjórum bestu þjálfurum landsins, þeir eru líka alveg með það á hreinu hver hlutverkaskipti þeirra eru. Hluti af þessari stefnu okkar er líka að hafa allan aðbúnað sem bestan hvað varðar þjálfun og annað. Aðstaðan hjá okkur er virkilega góð, flottur lyftingarsalur og við erum með skot- og frákastvélar og menn geta yfirleitt æft í salnum þegar þar eru dauðir tímar.“ Hvað finnst þér um launamál í íslenskum körfubolta? „Mér finnst kannski í góðu lagi, ef menn eru í hópi bestu leikmanna landsins, þá fái þeir umbun fyrir það. Ástandið hjá okkur í Njarðvík og eflaust hjá fleiri liðum var þannig að þetta var komið út í vitleysu, hreinlega orðið of mikið. Mér fannst jafnvel að menn væru ekki að leggja sitt af mörkum í samræmi við launin sem þeir voru að fá. Þá er ég að tala um það að taka aukaæfingar og leggja aukalega á sig, menn voru jafnvel orðnir áskrifendur að laununum. Hluti af þessu
vandamáli er bara röng uppeldisstefna hjá UMFN síðustu 10 árin eða svo. Þó að þú sért orðinn 20 ára og kominn í meistaraflokk þá þýðir það ekki að þú fáir einhvern pening, leikmenn eiga að spila fyrir klúbbinn og vilja skara framúr sem getur svo leitt til þess að menn komist á þann stall að geta fengið greitt fyrir körfubolta á erlendri grundu. Við viljum breyta þessari þróun og erum að því.“ Sagan segir að fjárhagsstaðan hjá félaginu hafi ekki verið góð. „Ástandið er langt frá því að vera gott, klúbburinn hefur sennilega ekki verið í þessari stöðu áður hvað varðar fjárhaginn, það er ekkert launungarmál. Það ýtir undir það að við getum ekki lengur borgað leikmönnum, við þurfum að taka reksturinn í gegn og skera niður og
það er nánast bara hægt að gera í launum leikmanna. Það er þó ekki ástæðan fyrir því af hverju við erum að fara út í þetta en sú staðreynd að staðan sé svona hjálpaði okkur að taka þessa ákvörðun. Við fimm sem erum í stjórn höfðum rætt þetta þegar við ákváðum að bjóða okkur fram og vissum ekki hver staðan væri nákvæmlega, þannig að þessi stefna er ekki einungis tilkomin af illri nauðsyn.“ Við munum leita eftir aðstoð bæjarbúa varðandi ýmsar hugmyndir og hverslags verkefni. Við verðum með opinn almennan félagsfund þar sem allir eru velkomnir. Þar munum við kynna mál körfuboltans í UMFN bæði karla og kvenna, fundurinn verður 7. júní. Hvað varð til þess að fjárhagurinn varð svona hjá UMFN? „Þetta er ekkert að gerast á einu til tveimur árum, það sem gerðist er að auglýsingatekjur og styrkir minnkuðu um 40% og ástand-
ið í þjóðfélaginu hefur sín áhrif. Menn sáu fram á þessa þróun og við hefðum þurft að stíga fyrr inn í varðandi leikmannasamninga og lækka þá, það hefði þurft að gerast miklu fyrr. Við ætlum hins vegar ekki að benda á einhverja sökudólga staðan er bara svona og við reynum að vinna úr þessu og koma klúbbnum á rétt ról. Í fyrra komu nokkrir erlendir leikmenn og það var kostnaðarsamt. Á ákveðnum tímapunkti vorum við í fallbaráttu og menn urðu smeykir, og því var þessi leið farin. Einn erlendur leikmaður var reyndar borgaður af hópi velferðarmanna félagsins með fjáröflun. Það hefur verið gert í gegnum tíðina en við viljum jafnvel frekar núna að þannig fjármagn skili sér inn í félagsstarfið, ekki bara tímabundið í einn leikmann. Njarðvík er eitt af flaggskipunum í körfuboltanum „Mér hefur fundist hluti af vandamálunum hjá UMFN vera sá hvað margar neikvæðar einingar eru í bæjarfélaginu. Það hafa allir skoðun á klúbbnum, sem er fínt, en neikvæðnin hefur verið háværari undanfarið. Við ætlum því að opna dyrnar og ef einhver er með eitthvað neikvætt að segja þá getur hann komið sinni skoðun á framfæri við okkur. Í íslenskum körfubolta er Njarðvík eitt af flaggskipunum, sagan segir til um það. Við ætlum okkur að koma liðinu á réttan kjöl aftur. Maður getur samt ekki alveg séð fyrir hvernig næsta tímabil verður. Einn daginn hugsa ég að þetta verði gott tímabil alveg í það að hugsa til þess að þetta verði jafnvel ströggl fram að síðasta leik, að halda sér í deildinni. Ég viðurkenni það alveg að það getur vel gerst. En strax að
Hefði viljað að Jóhann og Guðmundur tækju slaginn með okkur Jón segir erfitt að segja til um af hverju staðan hafi verið orðin svona en þar spili margt inn í. „Hjörtur Einarsson og Rúnar Ingi Erlingsson voru fljótir að gefa það út að þeir vildu vera áfram, Egill Jónasson og Kristján Sigurðsson voru strax farnir að huga að öðru en Jóhann Árni Ólafsson og Guðmundur Jónsson voru spurningarmerki. Persónulega var ég að vonast til þess að þeir yrðu áfram í UMFN, alla vega annar þeirra. Mér fannst núna vera tímapunktur fyrir þá að taka að sér leiðtogahlutverk í þessu verkefni okkar. Mér hefur fundist að þeir hafi verið að bíða eftir því að verða leiðtogar hjá liðinu, nú þegar reyndir leikmenn eru hættir og þeir næstir í goggunarröðinni. Ég hefði viljað að þeir hefðu verið meiri menn og tekið slaginn með okkur. En ég get aftur á móti skilið það að menn leiti þangað sem þeir fá greitt fyrir að spila körfubolta. Það var erfitt að sjá á eftir Guðmundi og Jóhanni. Hefði dugað fyrir þá að fá einhverja skiptimynt? Það var freistandi að gauka pening að þeim til að halda þeim, en við vorum búin að setja þessa stefnu og verðum að standa við hana.“ Jón segir engin leiðindi gagnvart þessum strákum þó svo að hann hefði óskað þess að þeir hefðu verið um kyrrt. Finnur fyrir jákvæðum viðbrögðum „Í fyrrasumar vorum við með æfingar fyrir hluta af þessum hóp sem er að koma upp. Það vakti mikið umtal og athygli innan körfuboltahreyfingarinnar, og ungir og metnaðarfullir leikmenn á landinu fylgdust með því sem var að gerast og við höfðum fengið fyrirspurnir frá ungum leikmönnum sem eru að fara í framhaldsskóla og vilja koma til UMFN. Við sjáum það bara í jákvæðu ljósi að fólk horfi til okkar og meti það starf sem hér er verið að vinna. Eftir að það byrjaði að spyrjast út hvað er að fara að eiga sér stað hérna þá finnst mér viðbrögð fólks vera afar jákvæð. Maður hefur hitt fólk sem hefur ekki mætt á leiki svo árum skiptir en vilja núna kaupa ársmiða. Fólk hefur trú á verkefninu og finnst þetta spennandi.“
Full búð af nýjum vörum Komdu í heimsókn og taktu þátt í leiknum. Tvö 20.000 króna gjafakort í verðlaun, dregið 17. júní Opið 10-18 virka daga, 10-14 laugardaga Njarðvíkurbraut 9 - Sími: 421 1052 - 823 4228
auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is
Bifreiðaskoðun
Opið frá kl. 8:00 - 17:00 Engar tímapantanir
Miðvikudagurinn 1. júní 2011 • 22. tölublað • 32. árgangur
Njarðarbraut 7
SVART & SYKURLAUST Karlmenn á jeppa stálu jukku Ósvífnir þjófar voru á ferðinni í Keflavík á dögunum og var þýfið all sérstakt. Þannig sáu íbúar í íbúðum eldri borgara við Kirkjuveg undir iljarnar á tveimur karlmönnum á jeppa þar sem þeir báru á milli sín stóra og myndarlega jukku, stungu henni inn í bílinn og óku á brott. Núna finnst íbúum hússins sameignin vera tómleg og vilja endilega fá jukkuna sína til baka. 14 ára internetstjarna frá Keflavík Fjórtán ára strákur að nafni Grétar Ágúst Agnarsson hefur heldur betur verið að gera það gott á myndbandsvefnum youtube.com að undanförnu. Hann sendi frá sér skemmtilegt myndband þar sem hann gerir nýja útgáfu af Coca- Cola laginu en gosdrykkurinn sjálfur kemur við sögu í laginu. Myndbandið má sjá á vef Víkurfrétta, vf.is.
GLÆSILEG BARNADAGSKRÁ Á SJÓARANUM SÍKÁTA Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á barnadagskrá á sjómanna- og fjölskylduhátíðinni Sjóaranum síkáta í Grindavík, laugardaginn 4. júní og sunnudaginn 5. júní. Barnadagskráin er í boði Landsbankans.
Dagskrá
Fékk eina spurningu í starfsviðtali Pólitíkin fékk blautt handklæði í andlitið þegar innanríkisráðuneytið úrskurðaði ráðningu Bjarkar Guðjónsdóttur í stöðu verkefnastjóra hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum ólöglega. Formaður stjórnar SSS bendir á að það hafi verið fyrri stjórn sem réð Björk. Starfsviðtölin sem tekin voru í ráðningarferlinu voru eitthvað innihaldslaus, samkvæmt heimildum sem svart & sykurlaust hefur. Þannig var maður boðaður af höfuðborgarsvæðinu í viðtal og eina spurningin sem hann fékk var, hvaða launakröfu hefur þú?
Sproti
Töframennirnir Ingó og Einar Mikael
Skoppa og Skrítla
Sirkus Sóley
Íþróttaálfurinn og Solla Stirða
Hoppukastali
Björgvin Franz og félagar
Dorgveiðikeppni
Brúðubíllinn
Götukörfubolti
Friðrik Dór
Vatnsrennibraut
og margt fleira
MUNDI num.
Skoppa og Skrítla verða á stað
Sproti mætir hr
ess að vanda.
Dagskrá Sjóarans síkáta og allar nánari upplýsingar eru á www.sjoarinnsikati.is Þjófar með jukku á rúntinum?
NÝJAR MOTTUR Á ÆFINGASVÆÐINU OPIÐ TIL 22:00 ÖLL KVÖLD GOLFTÍÐIN ER HAFIN
NÝIR FÉLAGAR VELKOMNIR
VEITINGASALAN OPIN ALLA DAGA FYRIR KYLFINGA OG AÐRA GESTI