Víkurfréttir Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
SKÓSPRENGJA
Opið til kl. 22:00 fimmtudag og föstudag vegna Keflavík musicfestival
25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÓM
vf.is
FIMMTUdagurinn 7. JÚNÍ 2012 • 23. tölubl að • 33. árgangur
14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011
spennandi Árborg uknattleikir Sumar 2012
Lifandi samfélag í alfaraleið
ehf.
Reykjanesbær ur: vf@vf.is a daga kl. 09-17
to.
kosti með gen.
endur vænn er ari
Víkurfréttir í nýja miðbæinn!
Víkurfréttir hafa flutt ritstjórnarskrifstofur blaðsins í nýtt húsnæði við Krossmóa 4 í Reykjanesbæ sem hægt er að tala um sem nýjan miðbæ Reykjanesbæjar. Þar hefur blaðið hreiðrað um sig á fjórðu hæð hússins eftir tæp sextán ár á Grundarvegi 23 í góðri sambúð með Spkef og síðan Landsbankanum sem mun væntanlega fylgja VF í glerhýsið. Útsýnið úr nýju skrifstofunum er glæsilegt þar sem sjá má yfir stóran hluta Reykjanesbæjar, Faxaflóa og Reykjanesfjallgarðinn og fyllir starfsmenn vonandi andagift í fréttaflutningi, hönnun prentverks og umsjón vefmiðla eins og vf.is og kylfingur.is en það eru vefir Víkurfrétta. Starfsemi Víkurfrétta rúmast vel í glæsilegasta atvinnuhúsnæði á Suðurnesjum en það er í eigu Urtusteins, fasteignafélags Kaupfélags Suðurnesja. Það var baðað glæsilegri miðnætursól í vikunni en á þessu sólrauða augnabliki gekk plánetan Venus þvert yfir sólina. Fleiri myndir af því má sjá á Víkurfréttavefnum, vf.is. VF-mynd: Hilmar Bragi
Opið Kölku allan Eldurinn raskaði ekki starfsemi sólarhringinn E
ldur kom upp í sorp- veggir stöðvarinnar eru háir. Kölku, sem hefur það hlutverk brennslustöðinni Kölku á Tjón í brunanum var nokkuð að brenna sorpi Suðurnesjasjötta tímanum á þriðjudags- en það raskaði þó ekki starfsemi manna. morgun. Þegar slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á vettvang logaði eldur í norðurvegg stöðvarinnar. Allur sjáanlegur eldur var fljótt slökktur. dag fylgir Víkurfréttum 24 Í framhaldinu voru slökkvisíðna kynningarblað um liðsmenn sendir á þak sorpMorgu nver Sveitarfélagið Árborg, þar eyðingarstöðvarinnar til að matseð ðarÞað er háspenna í körfuboltanum í Reykjanesbæ þessa dagana. Keflavík og KR eigast við í undansem kynnt er ýmis þjónusta rjúfa þakkantinn en eldur var ill Aðeins úrslitum Iceland Express-deildar karlaloga í körfuknattleik og staðan í viðureign liðanna er 2:2. íb inni í veggnum og í sveitarfélaginu með áherslu talinn Subway oði á Fitjum verður í viðureign í KR-heimilinu í Reykjavík í kvöld. Spennan er ekki minni rauk úr þakskegginu. Fjölmennt á Oddaleikur unglingalandsmót UMFÍ liðanna í úrslitaviðureign Keflavíkur og Njarðvíkur í kvennaboltanum. Þar er staðan reyndar orðin 2:0 sem haldið verður á Selfossi í slökkvilið var að störfum við fyrir Keflavík eftir tvo æsispennandi háspennuleiki. geta orðið Íslandsmeistarar en aðstæðurKeflavíkurstúlkur til að rjúfa sumar. Blaðaukinn er gefinn út Kölku Frá VF-mynd: slökkvistarfi við Kölku á þriðjudagsmorgun. kvenna með sigri á Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, föstudagskvöld. HBB þakkantinn voru erfiðar þar sem af Sunnlenska fréttablaðinu.
Í
Holtsgötu 52 - 260 Reykjanesbæ s. 420 5000 - Fax: 421 5946
TM
Blaðauki um Árborg
Fitjum
- sjá nánar á bls. 23
NÝ T T
HÁGÆÐASTEYPA FRÁ BORG
– TIL AFHENDINGAR STRAX! (FRAMLEITT SAMKVÆMT STÖÐLUM ÍST EN 206-1, ÍST EN 197-1, ÍST EN 12620)
VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND | www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |
Kaplahrauni 9b - 220 Hafnarfirði - Sími: 414 7777
rðarbraut 13 @heklakef.is
Easy ÞvoTTaEfni
Easy MýkingarEfni
aloE vEra
2l
2
FIMMTUDAGURINN 7. júní 2012 • VÍKURFRÉTTIR
NJARÐVÍKURSKÓLI
UMSJÓNARMAÐUR FRÍSTUNDASKÓLANS Njarðvíkurskóli auglýsir starf umsjónarmanns Frístundaskólans laust til umsóknar frá 15. ágúst nk. 50% starf. Frístundaskólinn býður upp á samfellda dagskrá fyrir nemendur í 1.- 4. bekk eftir skóla frá kl. 13:20-16:00. Starfssvið Umsjónarmaður Frístundaskólans ber ábyrgð á og stjórnar starfssemi Frístundaskólans í samráði við skólastjóra. Menntunar- og hæfniskröfur: Uppeldismenntun æskileg Skipulagshæfileikar Góð mannleg samskipti Góð tölvukunnátta æskileg Upplýsingar gefur Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri í síma 420-3002 eða 863-2426 Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar http://www.reykjanesber.is/stjórnkerfi/laus-storf. Eingöngu er tekið við rafrænum upplýsingum Umsóknarfrestur er til 22. júní.
LISTASKÓLINN Skemmtilegt og skapandi sumarnámskeið fyrir 7 – 13 ára. 11. – 29. júní frá kl. 09:00 – 12:30. Námskeiðsgjald kr. 10.000. Systkinaafsláttur 20% Leiðbeinendur: Jóna Guðrún Jónsdóttir – leikkona og leiklistarkennari Magnús Valur Pálsson – myndlistarmaður og myndlistarkennari. Takmörkuð þátttaka. Skráning hafin á listaskolinn@reykjanesbaer.is Nánari upplýsingar í vefritinu Sumar í Reykjanesbæ 2012 á reykjanesbaer.is og á reykjanesbaer.is/listasafn eða í síma 863-4989.
32,7 milljónum úthlutað til menningarverkefna
S
amstarf ríkisins og sveitarfélaga á Suðurnesjum í menningarmálum hófst formlega árið 2007 og var fyrsta styrkúthlutun Menningarráðs Suðurnesja í apríl árið 2008. Í gegnum menningarsamninginn hafa runnið til menningarmála á Suðurnesjum tæpar 100 milljónir króna frá fyrstu úthlutun vorið 2008. Að þessu sinni úthlutar Menningarráð til viðbótar 32,7 milljónum króna. Úthlutunin fór fram sl. fimmtudagskvöld á svokölluðu Heklugosi í Eldey þróunarsetri á Ásbrú. Frestur til að sækja um styrki til Menningarráðs fyrir árið 2012 rann út 20. apríl sl. Að þessu sinni voru umsóknir um verkefnastyrki 43 talsins og umsóknir um stofn-
og rekstrarstyrki voru 13 talsins. Til verkefnastyrkja voru 22,7 milljónir króna til úthlutunar. Stofn- og rekstrarstyrkir voru auglýstir nú í fyrsta sinn og voru 10 milljónir til úthlutunar. Styrkir þessir voru áður á hendi fjárlaganefndar Alþingis. Með því að færa stofn- og rekstrarstyrki í menningarsamninginn er ákvörðun um einstök verkefni tekin af nærsamfélaginu sem þekkir best til svæðisbundinnar menningar og getur tekið ákvarðanir á faglegan hátt. Án efa hafa styrkir Menningarráðs verið listafólki mikil hvatning og styrkt og eflt menningarlífið á Suðurnesjum og um leið gert alla umgjörð menningarstarfsemi faglegri. Tækifæri listamanna til að hrinda góðum verkefnum í fram-
HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA Í SUMAR? Vefritið Sumar í Reykjanesbæ 2012 er komið á reykjanesbaer.is. Allar upplýsingar um það sem er í boði fyrir börn og ungmenni í sumar á einum stað. Nánari upplýsingar eru veittar hjá þjónustuveri Reykjanesbæjar í síma 421-6700
=
kvæmd hafa gjörbreyst til betri vegar. Styrkir Menningarráðs hafa í mörgum tilfellum orðið til þess að hægt hefur verið að ráðast í metnaðarfull verkefni sem hafa vakið athygli bæði á svæðinu og ekki síst vakið ahygli á menningu á Suðurnesjum. Það er staðreynd að listir og menning er hluti af því samfélagi sem við viljum búa í. Listir, menning og skapandi greinar ásamt menningartengdri ferðaþjónustu munu vera hluti af atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum í náinni framtíð. Menningartengd ferðaþjónusta er stór hluti af því sem ferðamenn vilja upplifa á ferð sinni um Ísland, þar liggja tækifæri okkar Suðurnesjamanna ekki síst. n
OSTBORGARI
franskar kartöflur, ½ l gos í plasti og lítið Prins Póló
1.145 kr.
FRÁBÆR OG=FREISTANDI VEITINGATILBOÐ
VINNUSKÓLINN AUGLÝSIR Vinnuskóli Reykjanesbæjar býður eldri borgurum og öryrkjum upp á sláttuþjónustu sumarið 2012. GJALD FYRIR HVERJA UMFERÐ ER 3000 KR. Miðað er við hefðbundinn heimilisgarð eða allt að 800m². Öryrkjar skrái sig hjá Þjónustumiðstöð Fitjabraut 1c gegn framvísun ökuskírteinis. Skráning eldri borgara er í síma 420-3200.
N1 AÐALSTÖÐIN REYKJANESBÆ SÍMI: 421 4800
KJÚKLINGABORGARI
=
franskar kartöflur, ½ l gos í plasti og lítið Prins Póló
=
með frönskum kartöflum á milli og ½ l gos í plasti
1.375 kr.
AÐALPYLSA 695 kr.
3
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 7. júní 2012
VELKOMIN Á BIFRÖST
Fjarnám í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði (HHS)
Fjarnám við Háskólann á Bifröst er háskólanám sem ferðast þangað sem þú vilt fara. Í HHS lærir þú þrjár greinar hug- og félagsvísinda: Heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Þetta er óvenjulegt og innihaldsríkt grunnnám sem veitir nemendum víðsýni og undirbýr þá fyrir fjölbreytt og krefjandi störf. Nemendur í fjarnámi stunda sitt nám þaðan sem þeir kjósa. Fyrirlestrar eru aðgengilegir á vef skólans og nemendur nálgast þá þegar þeim hentar. Á hverri önn er haldin vinnuhelgi á Bifröst þar sem nemendur og kennarar hittast og vinna saman.
Opið fyrir umsóknir til 15. júní á bifrost.is
4 markhonnun.is
FIMMTUDAGURINN 7. júní 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Lambahryggur Frystivara
Kræsingar & kostakjör
1.689 áður 1.898 kr/kg
Verið Velkomin í nettó! Lambahryggur
sparnaðarhakk
hryggvöðvi
frystivara
blandað 500 g frystivara
norrænn
1.997 áður 2.698 kr/kg
299
239
áður 378 kr/pk
ttur
40% afsLá
áður 398 kr/pk
30% afsláttur af öllum cAsA fiesTA vörum
ttur
26% afsLá nautahakk ferskt
1.198
DAGAR kjúkLingur
áður 1.498 kr/kg
LambakóteLettur
frystivara
á grillið
bökunarkartöfLur í lausu
74
áður 148 kr/kg
679 áður 849 kr/kg
1.691 áður 1.989 kr/kg
www.netto.is | mjódd · salavegur · hverafold · akureyri · höfn · grindavík · reykjanesbær · borgarnes · egilsstaðir · selfoss |
ttur
50% afsLá
5
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 7. júní 2012
grísahnakki
úrb. Mangó/chili
25% afsLátt
ur
1.499 áður 1.998 kr/kg
kíkið Við og gerið góð kaup! ttur 25% afsLá
usa
great taste
bláber 225 g gult/rautt mix 300 g jarðarber 300 g
ur
tt 43% afsLá
199
2.249
áður 349 kr/pk
áður 2.998 kr/kg
mr. freeze
nautakótiLettur
klakalengjur
m/hvítlauk & rósapipar
29
baguette
bakað á staðnum
áður 69 kr/stk
ttur
25% afsLá
50% afsLáttur
ttur
58% afsLá
1.949
115 áður
229 kr/stk
áður 2.598 kr/kg
hamborgarar XXL 6 stk. frystivara
2
ur 5% afsLátt
ódýrt fyrir heimiLið matarkex 2 x 250 mjólkurkex 500g
298 899
áður 359 kr/pk
áður 1.198 kr/pk
Tilboðin gilda 7. - 10. JÚní tilboðin gilda meðan birgðir endast. | birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
nÝBAkAð TilBoð
nautagriLLsteik
6
FIMMTUDAGURINN 7. júní 2012 • VÍKURFRÉTTIR
vf.is
Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Bæjarhátíðir og íþróttahreyfingin Bæjarhátíðir hafa rutt sér til rúms á Íslandi og Grindvíkingar voru fyrstir að venju til að starta þeirri hátíðarröð. Þetta ört vaxandi bæjarfélag sem lengi hefur lifað á sjávarútvegi hefur sótt í sig veðrið í ferðaþjónustu en innan veggja þess, ef svo má segja, er jú vinsælasti ferðamannastaður Íslands – Bláa lónið. Grindvíkingar stóðu vel að Sjóaranum síkáta og það var gaman að sjá hvað bæjarbúar tóku góðan þátt í því að skreyta bæinn í tilefni hátíðarhaldanna. Öll sveitarfélögin á Suðurnesjum eru með sínar hátíðir, Garður, Vogar og Sandgerði og svo má segja að Reykjanesbær loki hringnum með Ljósanótt sem er sennilega stærsta bæjarhátíðin. Það er engum blöðum um það að fletta að bæjarhátíðir krydda tilveru fólks á hverjum stað. Fólk sem er flutt úr gömlum heimahögum og býr annars staðar sækir heim sinn gamla bæ og dregur með sér vini og ættingja. Veitingastaðir og önnur þjónusta græðir og selur gestum og heimamönnum og skaffar þannig meiri atvinnu á staðnum. Fjölmiðlaathyglin er á viðkomandi stöðum og við sjáum viðtöl í blöðum og miðlum utan svæðis sem innan við bæjar-
stjóra en líka Jón og Gunnu sem reka fyrirtæki í viðkomandi bæjum. Bæjarhátíðir hafa á undanförnum árum sannað gildi sitt og þær efla mannlíf á Íslandi.
Íþróttalífið er blómlegt á Suðurnesjum. Á aðalfundi Íþróttabandalags Reykjanesbæjar í vikunni kom fram að starfið er gríðarlega öflugt. Velta allra félaganna undir hatti ÍRB sem eru Keflavík og Njarðvík með á annan tug deilda sem stærstu félögin og þar næst Golfklúbbur Suðurnesja og Hestamannafélagið Máni,
Leiðari Víkurfrétta Páll Ketilsson, ritstjóri eru nærri 500 milljónir króna á síðasta ári. Félagar innan raða ÍRB eru nærri þrettán þúsund og reksturinn er í lagi þó erfiður sé á flestum stöðum. Heildartap félaga innan ÍRB voru um 7 millj. kr. 2011. Fram kom hjá Jóhanni B. Magnússyni, sem var kjörinn sem formaður tólfta árið í röð, að gríðarlega mikið sjálfboðaliðastarf fer fram í íþróttahreyfingunni í Reykjanesbæ. Sigríður Jónsdóttir, stjórnarkona í Íþróttasambandi Íslands hrósaði ÍRB fyrir öfluga starfsemi og góðan árangur. Það er ljóst að íþróttastarf er öflugasta forvörnin hjá ungu fólki og mjög óalgengt er að íþróttakrakkar lendi í óreglu. Þrátt fyrir það virðist skilningur yfirvalda vera af skornum skammti. Forráðamenn íþróttahreyfingarinnar hafa bent á að listir og menning fái miklu hærri fjárstyrki. Án þess að gagnrýna framlög til menningar og lista þá er það umhugsunarefni að svo sé. Gagnrýni kom fram á fundi ÍRB að þjálfarastyrkur frá Reykjanesbæ hefur staðið í stað í fimm ár. Þó svo að kreppa bíti þá hlýtur Reykjanesbær að geta gert betur í þessum efnum. Þetta eru ekki stórar tölur. Það skiptir máli að ungmenni stundir íþróttir og með því er verið að minnka líkurnar á því að þau lendi á refilstigum. Kostnaður fyrir samfélagið í heild er þar miklu hærri.
Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 14. júní 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is
Um rekstur Dvalarheimila á Suðurnesjum Á
aðalfundi DS þann 29. maí 2012 vor u kynntir ársreikningar heimilanna Garðvangs og Hlévangs. Fram kom að rekstrarniðurstaða Garðvangs er neikvæð um rúmar 10 milljónir þegar tekið hefur verið tillit til fjármagnsliða en rekstrarniðurstaða Hlévangs neikvæð um rúmar 2 milljónir. Á fundinum spurði ég út í tæplega 17 milljóna króna hækkun á lífeyrisgreiðslum í ársreikningi Garðvangs. Hækkunin skipti miklu máli, án hennar hefði rekstrarniðurstaða Garðvangs verið jákvæð um 7 milljónir.
Ég fékk það svar að um væri að ræða ógreitt framlag í lífeyrissjóð vegna launa framkvæmdarstjóra. Þær upplýsingar sem ég fékk á fundinum skýrðu að mínu mati ekki málið. Ríkið hafði hafnað umræddum greiðslum, fjárhagsnefnd Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hafði hafnað beiðninni og stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hafði staðfest þá ákvörðun. Málið hafði verið kynnt í stjórn DS og hvergi kemur fram að greiðslan hafi verið samþykkt. Samt sem áður fór greiðslan fram og er bókfærð í ársreikningi Garðvangs. Á fundinum kom fram hávær krafa um að sveitarfélögin á Suðurnesjum leggðu meira fé í rekstur
dvalarheimilanna og til að leggja áherslu á mikilvægi þess tilkynnti framkvæmdarstjórinn fyrirhugaðar uppsagnir 6 starfsmanna. Í skýrslu Landlæknis um heimilin Garðvang og Hlévang kemur fram alvarleg staða í mönnun heimilanna og telur landlæknir að staðan sé það slæm að mönnun á heimilunum sé komin að þolmörkum. Jafnvel svo að öryggi íbúa kunni að vera stofnað í hættu vegna þess. Þrátt fyrir þetta boðar framkvæmdarstjóri enn uppsagnir og skerðingu á þjónustu. Ég hef gert athugasemdir við þá ákvörðun. Sveitarfélögin á Suðurnesjum vilja standa vel að uppbyggingu í öldrunarmálum. Mín skoðun er þó sú að ákvörðun um frekara fjármagn
til heimilanna eigi að fresta þar til stefnumótun, endurskipulagning og framtíðarsýn liggur fyrir. Þeir sem bera ábyrgð á rekstri félaga sem rekin eru af opinberu fé þurfa að taka ábyrga afstöðu til mála sem þessara. Hluti af því er að spyrja sig um málsmeðferð og lögmæti þeirra greiðslna sem ársreikningar birta. Er lífeyriskrafa framkvæmdarstjórans lögmæt? Ef svo er hefði þá ekki átt að fara með hana sem lífeyrisskuldbindingu í ársreikningi? Hefði verið hægt að dreifa greiðslunni á lengri tíma? Hvernig fór greiðslan fram? Var um að ræða eingreiðslu til framkvæmdarstjórans? Var um að ræða eingreiðslu til lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins? Var greiðslan í samræmi við sambærileg mál sem
upp hafa komið? Hver samþykkti greiðsluna, hver framkvæmdi hana og hver hafði vitund um hana? Ég vona að sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum fái svör við þessum sjálfsögðu og eðlilegu spurningum. Þau svör komu því miður ekki fram á aðalfundi Dvalarheimilanna á Suðurnesjum. Inga Sigrún Atladóttir, forseti bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Vogum
›› FRÉTTIR ‹‹ „Missti“ fíkniefni úr leggöngum
Húsasmiðjan Reykjanesbæ leitar að
metnaðarfullum og þjónustulunduðum
T
starfskrafti til sölu- og afgreiðslustarfa.
Um er að ræða sumarstarf með möguleika á framtíðarstarfi í haust. Ábyrgðarsvið • Sala og þjónusta við viðskiptavini og önnur tilfallandi störf Hæfniskröfur • Þekking á pípulagnaefni er skilyrði
Húsasmiðjan leggur metnað sinn í að veita fyrsta flokks þjónustu og hafa gott aðgengi að vörum sínum og starfsfólki. Það sem einkennir starfsmenn Húsasmiðjunnar eru eftirfarandi gildi:
Metnaður Þjónustulund Sérþekking
• Þekking á festingum kostur
Grunsamlegur maður býður vinnu
• Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð • Samskiptahæfni
Umsóknir berist fyrir 14. mai n.k. til Guðrúnar Kristinsdóttur gudrunk@husa.is Húsasmiðjan Holtagörðum, 104 Reykjavík Öllum umsóknum verður svarað.
æplega þrítug kona situr í gæsluvarðhaldi eftir að hún reyndi að smygla nær hálfu kílói af fíkniefnum í leggöngum sínum til landsins. Konan, sem er af erlendu bergi brotin, var að koma frá Kaupmannahöfn og vaknaði grunur um að hún væri með fíkniefni í fórum sínum við hefðbundið eftirlit tollgæslu. Þegar farið var að ræða nánar við hana „missti“ hún á fimmta hundrað grömm af extacy-dufti niður úr leggöngum sínum. Lögreglan á Suðurnesjum var þá kvödd í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þar sem konan hafði „misst“ efnin og var hún handtekin og færð á lögreglustöð. Hún var skömmu síðar úrskurðuð í gæsluvarðhald. Rannsókn lögreglu er á lokastigi.
L
hluti af Bygma
Allt frá grunni Að góðu heimili síðAn 1956
ögreglunni á Suðurnesjum bárust í vikunni tvær tilkynningar um grunsamlegan mann sem færi um Reykjanesbæ og byði húsráðendum að laga stéttar við híbýli þeirra. Í öðru tilvikinu kom karlmaður, af erlendu bergi brotinn, á bílaleigubíl og bauð húsráðanda að steypa nýja stétt við heimili hans. Í hinu tilvikinu bankaði karlmaður, einnig af erlendu bergi brotinn, upp á hjá húsráðanda og bauðst til að malbika stéttina fyrir hann. Í þetta skiptið var sá vinnufúsi á hvítum Peugeot sendiferðabíl. Málið er í rannsókn.
7
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 7. júní 2012
Kona með þrjú börn læst inni á salerni
T
ilkynnt var til lögreglunnar á Suðurnesjum í síðustu viku að kona væri læst inni á salerni í kvennaklefa í Sundmiðstöðinni í Reykjanesbæ. Óttast var að súrefnislaust gæti orðið á salerninu. Lögregla fór þegar á staðinn. Þar hafði þá kona, ásamt þremur börnum, verið læst inni á salerninu í um 45 mínútur. Starfsmaður Sundmiðstöðvarinnar hafði loks náð að brjóta hurðina og hleypa þeim út.
Vnr. 86363041-540 Kjörvari pallaolía, glær, græn, hnota, fura, rauðfura eða rauðviður, 4 l.
KAUPAUKI
4.890
1l af viðarskola fylgir frítt með Kjörvara 12.
kr.
Gjósum saman!
Þangað til næst – gangi þér vel. Anna Lóa
SUMARIÐ er tíminn
Verðvernd BYKO tryggir þér lægsta verðið. Ef þú kaupir vöru hjá okkur og sérð sömu eða sambærilega vöru auglýsta ódýrari annars staðar, innan 20 daga, endurgreiðum við þér mismuninn og 10% af honum að auki! Sjá nánari upplýsingar og skilmála á www.byko.is
Kvöldið byrjaði með látum þegar það var nokkuð ljóst að fólkið streymdi að. Styrkir voru afhentir fyrir spennandi verkefni, tískusýning eins og þær gerast flottastar, opnar smiðjur út um allt hús, kynningar frá listamönnum og frumkvöðlum, gjafir, gleði og ótrúleg ,,gos“virkni. Hér er vísað í Heklugos sem var viðburður í Eldey þróunarsetri í síðustu viku. Orkan sem einkenndi þetta kvöld hefði örugglega mælst í einhverju raunformi hefði einhver tekið að sér þær mælingar og gleðin í húsinu var ósvikin og einlæg. Þetta hefur vakið mig til umhugsunar: hvað fær fólk til að stíga út fyrir þægindahringinn og hefja framleiðslu á sápum og kertum, hanna og búa til fatnað, gera skartgripi úr endurunnum pappír, gera upp gömul húsgögn og blogga um það, búa til minjagripi og muni fyrir erlendan markað og margt annað sem maður varð vitni að þessa kvöldstund! Hvað skilur á milli þeirra sem láta drauma sína rætast og þeirra sem ganga með þá í maganum en gera ekkert í því að koma þeim í framkvæmd? Þegar draumar okkar eru annars vegar held ég að þar skipti gríðarlega miklu máli að vera sinn eigin besti vinur. Enginn annar mun byggja upp fyrir þig það líf sem þig dreymir um og enginn annar mun algjörlega skilja hvað er að baki draumunum þínum. Það munu vera einstaklingar á hliðarlínunni sem bæði letja þig og hvetja, en draumarnir eru þínir og því skiptir mestu máli að vera þinn eigin besti vinur á þessu ferðalagi!! Í byrjun er gott að sjá fyrir sér hvert þú ert að fara, hvaða hugmyndir ertu með í kollinum og hvaða drauma hefur þú sem hljóma jafnvel óraunverulegir og hégómlegir! Við þurfum að þagga niður í röddinni í hausnum á okkur sem segir í sífellu „ég er ekki tilbúinn ennþá“. Hversu hæfileikaríkur og klár einstaklingur sem þú ert þá máttu ekki setja markið svo hátt að fullkomnun sé það sem þú einblínir á, því á meðan gæti einhver annar verið að vinna þínar hugmyndir. Stökktu út í djúpu laugina og þú kemst að því í leiðinni hversu tilbúin þú ert og ekki gleyma að mistök eru eðlilegur hluti af ferlinu. Hræðsla, innri gagnrýni og hugsanavillur munu vera ferðafélagar þínir og eiga greiðan aðgang að þér í þessu ferðalagi sem er eðlilegt þegar fengist er við nýja hluti. Kvíði og óöryggi er hluti af okkar innbyggða og fullkomna varnarbúnaði sem verndar okkur frá því að lenda í miklum hættum og gerir ekki greinarmun á hvers konar hættuástand um er að ræða: er tígrisdýr framundan, þarftu að tala fyrir framan hóp eða koma nýju kjólunum þínum í sölu!! Það er líka gott að spyrja sig: eftir hverju er ég að bíða – kannski að einhver annar uppgötvi hæfileika mína og bjóði mér í framhaldinu að láta draumana rætast? Að einn daginn banki einhver upp á og segi „heyrðu, ég hef á tilfinningunni að þú viljir ná lengra á þínu sviði þrátt fyrir að þú hafir ekki sóst eftir því“. Teljum við okkur kannski trú um að með því að vera hógvær þá bíði einhver hinum megin við hornið og verðlauni okkur með betri launum, flottari stöðu og ótrúlegum tækifærum...af því að við eigum það svo skilið. Þannig gerast hlutirnir einfaldlega ekki og það hafa frumkvöðlarnir í Eldey gert sér grein fyrir. Hlutirnir gerast þegar ÞÚ ert tilbúinn að láta þá gerast – ekki fyrr og ekki seinna. Allir þeir sem hafa náð árangri eru einstaklingar sem hafa þorað að eiga drauma og fylgt þeim eftir þrátt fyrir efasemdir og vantrú frá umhverfinu og jafnvel þeim sjálfum á ákveðnum tímabilum. Þegar við leyfum okkur að eiga drauma og fylgja þeim eftir þurfum við oft að öðlast þykkan skráp í leiðinni. Vinur minn sagði við mig um daginn „það brýtur á þeim sem standa upp úr“, þegar ég leitaði til hans vonsvikin vegna gagnrýni sem mér fannst ósanngjörn. Allir sem eru að fást við eitthvað sem vekur eftirtekt þurfa að venjast því að fólk hrósar á einlægan hátt á meðan aðrir eru í ósanngjarnri gagnrýni og jafnvel niðurrifi. Stundum getum við forðast þannig umhverfismengun en best að ákveða strax að maður láti slíkt ekki stoppa sig. Það yndislega við þetta allt saman er að það þarf ekki öllum að líka við okkur eða það sem við erum að gera og það var léttir þegar ég sagði upp sem „little miss sunshine“. Mundu að sumir upplifa stöðu þína sem ógnandi, öðrum líkar ekki það sem þú ert að gera og svo eru það þeir sem styðja þig aðeins á sínum forsendum. Þú getur gert hlutina öðruvísi og hrósað öðrum fyrir það sem vel er gert – jafnvel þó fólk sé að vinna að sömu hlutum og þú. Það er alltaf pláss fyrir hæfileikaríkt fólk – þú þarft ekki að slökkva ljós annarra til að þitt skíni skærar. Kíktu t.d. upp í Eldey þar sem frumkvöðlar vinna hlið við hlið, jafnvel að svipuðum hlutum. Ég er full af orku, eldmóði og jákvæðri virkni eftir „gosið“ í síðustu viku og vildi óska þess að fleiri mundu leyfa sér að „gjósa“. Ef þú lesandi góður ert einn af þeim sem langar að láta slag standa – þá hvet ég þig eindregið til að láta á það reyna – það er ekkert víst að það klikki!!
Sérfræðiráðgjöf 8. júní Sérfræðingur frá Málningu hf. verður í BYKO Suðurnesjum föstudaginn 8. júní kl. 11:00-18:00 og kynnir viðarvörn, viðarskola og pallaolíur ásamt því að veita ráðleggingar varðandi aðrar vörur frá Málningu hf.
Vnr. 86790040-2337 ÞOL þakmálning, margir litir, 4 l.
Vnr. 86647583-8083 KÓPAL STEINTEX múrmálning, 10 l.
Vnr. 86332040-9040 Kjörvari 14, viðarvörn, margir litir, 4 l. Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl.
3.995
kr.
5.995
kr.
11.420 Verð frá:
kr.
11.995
Vnr. 86270640 STEINVARI 2000 útimálning á múr og steypu, allir litir, 4 l.
kr.
8
FIMMTUDAGURINN 7. júní 2012 • VÍKURFRÉTTIR
›› Nýjar áherslur í leikskólastarfi Sandgerðisbæ:
Viljayfirlýsing við Hjallastefnuna undirrituð
U
Hjálmarnir hafa sannað gildi sitt
K
iwanisklúbbarnir Keilir og Varða afhentu fyrstu bekkingum allra grunnskóla í Reykjanesbæ á annað hundrað hjálma fyrir framan húsnæði klúbbanna að Iðavöllum 3 sl. fimmtudag. Það voru þakklát og glöð börn sem tóku við hjálmunum sínum í sól og blíðu. Yfir 20 þúsund börn hafa notið góðs af þessari gjöf Eimskips og Kiwanis í gegnum árin. Hjálmarnir hafa nú þegar sannað gildi sitt og eru börnin hvött til að nota þá þegar þau fara á reiðhjól, hlaupahjól, línuskauta og hjólabretti.
Milljón í laugina við Valbjargargjá
F
erðamálasamtök Suðurnesja fengu úthlutað 1 milljón króna úr Pokasjóði í ár til að endurhlaða laugina við Reykjanesvita í Valbjargargjá. Þessi laug var hlaðin upp á fyrri hluta síðustu aldar þar sem Grindvíkingum var kennt sund um tíma. Þarna var volgra sem ekki nýtur lengur við og er það ætlun FSS að koma heitu og köldu vatni að lauginni svo hægt verði að bjóða upp á böð í volgu vatni. Fyrr á árinu fengu Ferðamálasamtökin 1,5 milljón króna úthlutun
frá Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða til að setja upp skilti, stika gönguleiðir og til kortagerðar í Hundrað gíga garðinum. Hundrað gíga garðurinn er ysti hluti Reykjanessins þar sem er Valbjargargjá, Valahnjúkur, Reykjanesviti, 100 gíga leiðin, Gunnuhver, Gráalónið, Reykjanesvirkjun, Stóra-Sandvík og Brú milli heimsálfa. Allt eru þetta staðir sem hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og sóttu um 110 þúsund ferðamenn Hundrað gíga garðinn á síðasta ári. Krisján Pálsson form. FSS
Víkurfréttir eru fluttar í Krossmóa 4 í Reykjanesbæ vf.is
Krossmóa 4 • 4. hæð • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 0000
ndirrituð var viljayfirlýsing Sandgerðisbæjar og Hjallastefnunar ehf. sl. þriðjudag um að Hjallastefnan taki við rekstri leikskólans Sólborgar strax að loknu sumarleyfi leikskólans í ágúst. Gerður verður samningur við Hjallastefnuna um rekstur skólans til þriggja ára. Markmið samkomulagsins er að styrkja enn frekar það góða leikskólastarf sem fyrir er með nýjum áherslum, og hugmynda- og aðferðafræði Hjallastefnunnar. Hjallastefnan hefur áður verið ráðgefandi við leikskólann og verða tengslin styrkt enn frekar með þessum samningi. Á Leikskólanum Sólborg eru 130 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára á fimm deildum. Fjölmennt var á opnum kynningarfundi á þriðjudaginn um fyrirhugaðar breytingar á rekstri
leikskólans. Á fundinum kynnti Margrét Pála Ólafsdóttir áherslur Hjallastefnunnar í leikskólastarfi og svaraði fyrirspurnum foreldra og fundargesta. Hanna Gerður Guðmundsdóttir skólastjóri leikskólans sem starfað
hefur þar frá árinu 2004 lét af störfum í lok maí og eru henni færðar bestu þakkir fyrir gott og metnaðarfullt starf. Sólveig Guðrún Ólafsdóttir gegnir starfi leikskólastjóra uns Hjallastefnan tekur við rekstrinum.
Troðfullt hús á Heklugosi í Eldey
Þ
að ríkti sköpunargleði og kraftur á Heklugosi sem fram fór í Eldey þróunarsetri í síðustu viku en um 500 gestir kynntu sér fjölbreytt verkefni hönnuða á Suðurnesjum. Alls tóku 40 hönnuðir þátt í sýningunni, þar af sprotafyrirtæki í Eldey, og hönnun 9 fatahönnuða var sýnd á glæsilegri tískusýningu í einni af stóru smiðjunum í húsinu. Vinnusmiðjur hönnuða voru
Fitjatorg.is
Fornbílaklúbburinn mun verða á planinu við Orkuna á Fitjum kl. 19:00 þriðjudaginn 12. júní. Opið verður í bílavarahlutadeildinni á Fitjatorgi og verða veittir afslættir. Pulsur á grillinu fyrir gesti.
Á myndinni eru Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri Sandgerðisbæjar og Margrét Pála Ólafsdóttir frá Hjallastefnu.
opnar og gestir kynntu sér hönnun um allt hús en að auki kynntu Bláa lónið, Sif Cosmetics og Alkemistinn vörur sínar. Alls starfa nú 18 sprotafyrirtæki í Eldey, flesti á sviði hönnunar, og starfsmenn í húsinu eru 30 talsins. Mikil eftirspurn hópa hefur verið í heimsóknir í Eldey þar sem skoðaðar eru vinnusmiðjur hönnuða og að auki hafa Reykjavík Concierge hafið skiplagðar ferðir með ferðamenn til hönnuða á Suðurnesjum þannig að gerjunin er mikil í þessum geira og greinilegt að áhugi á hönnun er mikill. Afhentir voru styrkir Menningarráðs Suðurnesja fyrir samtals 32,7 milljónir króna sem er mikil hvatning fyrir þá sem starfa í skapandi
greinum en það er sú atvinnugrein sem er í hvað örustum vexti í dag. Frú Dorrit Moussaieff var heiðursgestur kvöldsins en bakhjarlar voru Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, Kadeco þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Íslandsbanki og ÍAV. Margir tóku þátt og gáfu vinnu sína eða studdu framtakið á einhvern hátt enda fannst mönnum mikilvægt að segja jákvæðar fréttir af Suðurnesjum þar sem sköpunarkrafturinn er mikill. Heklugos á Suðurnesjum var samstarfsverkefni Eldeyjar, Menningarráðs Suðurnesja og SKASS (Samtök kraftmikilla, alvöru, skapandi Suðurnesjakvenna) en SKASS hefur nú fengið aðstöðu í Eldey.
9
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 7. júní 2012
Fornbílaeigendur grilla á Fitjum
Þ
riðjudaginn 12. júní ætlar Fornbílaklúbbur Íslands, Suðurnesjadeild, að vera með smá grillpartý við Orkuna á Fitjum og er það í boði Orkunnar og Paulsen. Allir sem eiga gamla bíla, eldri en 25 ára, eru hvattir til að mæta og sjá aðra og sýna sig og sína bíla. Menn þurfa ekki að vera meðlimir í klúbbnum en hafa áhuga á gömlum bílum og tækjum. Dagskráin byrjar kl. 19.00 og væri gaman að sjá sem flesta, segir í tilkynningu frá stjórn Suðurnesjadeildarinnar.
Bryggjudagurinn í Vogum
B
ryggjudagurinn verður haldinn hátíðlegur í Sveitarfélaginu Vogum nk. laugardag, 9. júní 2012. Dagurinn er í umsjón Smábátafélagsins í Vogum og Björgunarsveitarinnar Skyggnis. Dagskráin hefst með dorgveiði á smábátabryggju kl. 11. Klukkan 12 verða pylsur og Svali í boði smábátafélagsins. Útimarkaður frá Hlöðunni verður á staðnum. Boðið verður upp á smakk úr garðinum þeirra, t.d. skonsur með rjóma, rabarbaragraut með rjóma, brauð með hundasúru og fl. Þá mun Kalip (Hermann Ingi) syngja og leika sjómannalög. Klukkan 13 verður Björgunarsveitin Skyggnir með dagskrá. Þar verður flekahlaup, koddaslagur, kanóakeppni og m.fl. Boðið verður upp á skemmtisiglingu ef aðstæður leyfa og opið hús verður hjá smábátafélaginu. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnin sín og dagskráin hér að framan er með fyrirvara um að veður verði gott.
Sjötta starfsár Keilis að byrja
K
eilir hefur sitt sjötta skólaár næsta vetur. Inntaka nýnema er í fullum gangi og umsóknarfrestur rennur út nk. miðvikudag. Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, markaðsstjóri Keilis segir umsóknir hafa gengið vonum framar. Mikil aðsókn er á flestar námsbrautir. Mikill skortur á tæknifræðingum Aldrei hefur verið eins mikil aðsókn í tæknifræðina og nú. Námið er 3ja ára háskólanám, unnið í samstarfi við Háskóla Íslands og fyrstu tæknifræðingar okkar eru að útskrifast í vor. Atvinnulífið hreinlega öskrar á fleiri tæknifræðimenntaða einstaklinga og laun í atvinnugreininni eru mjög góð. Keilir hefur lagt þunga áherslu á tæknifræðina frá upphafi. Kennsluaðstaðan er framúrskarandi, fullkomnar rannsóknarstofur og smiðjur með m.a. stórum vinnuþjörkum (róbotum). Í tæknifræðinni er lögð rík áhersla á verklega kennslu samhliða þeirri bóklegu og sökum þessa hefur námið verið mjög vinsælt hjá þeim sem eru með iðnmenntun að baki og vilja helst vinna með höndunum. Margir nýta sér það að koma inn í námið með iðnmenntun sína og starfsreynslu en við brúum þá yfir í háskólanámið með Háskólabrúnni. Á þremur árum geta þeir svo lokið námi og útskrifast sem tæknifræðingar með góða atvinnumöguleika og fínar tekjur. Flugið styrkist Flugakademía Keilis hefur nú sannað sig. Nemendur okkar velja að fljúga hjá Keili fyrst og fremst vegna glæsilegs flugþota en ekki
síður vegna þjónustulipurðar hjá starfsfólki sem er alltaf reiðubúið að hjálpa til. Mikil aukning hefur verið á erlendum flugnemum, sérstaklega frá Danmörku og Bretlandi en Bandaríkjamenn koma líka gjarnan til Keilis til að sækja sér evrópskt flugleyfi. Þeir segjast undantekningarlaust velja Keili vegna góðs orðspors og hagstæðs verðs. Keilir á í dag fimm glæsilegar kennsluflugvélar frá Diamond en þarf fljótlega að fara að bæta fleiri vélum við til að anna eftirspurninni. Auk einka- og atvinnuflugnáms er líka kennd flugþjónusta og flugumferðarstjórn. Stærsta Háskólabrúin Háskólabrú Keilis hefur verið fjölmennasta námsleið Keilis frá upphafi. Hana sækja þeir sem luku ekki stúdentsprófi á sínum tíma og vilja nú fara í háskólanám. Háskólabrúin er kennd á einu ári og að henni lokinni geta nemendur sótt um í hvaða háskólanámi sem
KYNNA
NÆTURSALA OG OPIÐ INN Í SAL MIÐASALA Á MIDI.IS, HÓTEL KEILIR OG GALLERÍ KEFLAVÍK
er á Íslandi og í mörgum erlendum háskólum. Gunnhildur segir ástæðu vinsælda Háskólabrúarinnar hjá Keili vera líkt og í öðrum námsleiðum Keilis fyrst og fremst þjónustan sem veitt er nemendum. Í Keili er öllum mætt á þeim stað sem þeir eru. Námsráðgjafar okkar eru virkilega flinkir og allir kennarar við Háskólabrúna eru opnir fyrir nýjungum í kennsluháttum sem skila betri kennslu. Þá geta nemendur við Háskólabrú valið á milli fjögurra námsleiða, eftir því á hvaða sviði þeir hyggjast sækja sitt háskólanám en í flestum öðrum frumgreinadeildum er aðeins ein leið fyrir alla. Mikil áhersla er lögð á hópavinnu. ÍAK einkaþjálfarar eftirsóttir Fjórða stoðin er Íþróttaakademía Keilis er þar er kennt hið geysivinsæla nám, ÍAK einkaþjálfun sem hefur aldeilis sannað gildi sitt á vinnumarkaðnum. ÍAK einkaþjálfarar njóta mikilla vinsælda
enda mjög færir í sínu fagi eftir strembið nám. Gunnhildur segir nemendur við ÍAK einkaþjálfun með mjög blandaðan bakgrunn. Þetta er upp til hópa fólk sem er með talsverða menntun að baki sér en í vetur voru yfir 25% nemenda með a.m.k. eitt háskólapróf. Meðalaldurinn er um 30 ár og allir eiga það sameiginlegt að hjartað þeirra tikkar í öllu sem við kemur heilsu. Íþróttamenn sækja líka mikið í námið en núna í vetur var t.d. Edda Garðarsdóttir, knattspyrnukona í Svíþjóð, í náminu. Hún kom heim mánaðarlega til að sækja staðkennslu. Íþróttaakademía Keilis hefur einnig skapað sér nafn fyrir framúrskarandi ráðstefnur og símenntunarnámskeið sem þjálfarar víðs vegar um landið sækja stíft. Keilir hefur verið mikið í umræðunni í vetur fyrir hugmyndir um speglaða kennslu (flipped classroom) en þessir kennsluhættir verða innleiddir í skólann næsta vetur og hefur Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, leitt það verkefni. Þar nýtum við okkur tæknina. Fyrirlestrar og kynningar kennara eru vistuð á netinu þannig að nemendur hlusta/horfa á þá heima eins oft og þeir vilja. „Heimavinnan“, þ.e. verkefnavinna, fer hins vegar fram í skólanum. Þetta hefur verið að ryðja sér til rúms erlendis við miklar vinsældir enda meiri þjónusta við nemendur og meira lifandi nám. Að lokum vill Gunnhildur hvetja alla áhugasama um að hafa samband við Keili fyrir frekari upplýsingar um námsleiðir. „Nú er rétti tíminn til að læra.“ n
10
FIMMTUDAGURINN 7. júní 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Víkurfréttir eru fluttar í Krossmóa 4 í Reykjanesbæ vf.is
Hér erum við á fjórðu hæð!
ERT ÞÚ FRÁBÆR SÖLUMANNESKJA?
ÓSKAÐ ER EFTIR SÖLUFULLTRÚA Í SÖLUDEILD OKKAR AÐ STAPABRAUT 7, REYKJANESBÆ.
Við leitum að söludrifnum og þjónustusinnuðum einstaklingi með metnað, frumkvæði, og helst með reynslu af sölu á dagvörumarkaði. Skriflegum umsóknum má skila með tölvupósti á gudbjorg@kaffitar.is til og með 18.júní 2012. Frekari upplýsingar veitir Guðbjörg Ásbjörnsdóttir í s: 420 2703 Kaffitár framleiðir og selur einungis úrvalskaffi. Við leggjum áherslu á gæði og ferskleika. Við erum skemmtileg, alúðleg, umhverfisvæn, litaglöð og líka röff og töff. Við setjum fólk í fyrirrúm og opnum hjarta okkar til að koma boðskap Kaffitárs til skila og tengjast viðskiptavinum okkar traustum böndum.Við kaupum kaffi án krókaleiða til að stuðla að því að við fáum besta mögulega kaffi sem mögulegt er og að bændurnir fái sanngjarnt verð fyrir vöru sína.
Sjóarinn síkáti Fjölskyldu- og sjómannahátíðin Sjóarinn síkáti var haldin í Grindavík um sl. helgi. Þúsundir manna skemmtu sér konunglega í frábæru veðri á hátíðinni sem stóð frá fimmtudegi til sunnudagskvölds. Ítarlega er fjallað um hátíðina í máli og myndum á vef Víkurfrétta en hér eru nokkrar myndir frá þessari stærstu sjómannahátíð landsins ár hvert.
LOKAÐ FYRIR HEITA VATNIÐ Lokað verður fyrir heita vatnið á öllu veitusvæði HS Veitna nema í Grindavík þriðjudaginn 12. júní frá kl. 20:00 og fram eftir morgni miðvikudagsins 13. júní. Lokunin er vegna viðhaldsvinnu í dælustöð og dreifikerfi. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar framkvæmdir kunna að valda viðskiptavinum.
hsveitur.is
Smíðavellir 2012 Smíðavellir verða starfandi í sumar fyrir börn fædd 2000 – 2004, frá 13. júní til 3. júlí. Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 13:00 – 16:00. Innritun fer fram dagana 11. – 12. júní frá kl. 13:00 – 16:00 á svæði smíðavalla við Baugholt / Krossholt. Gjaldið er kr. 6000,Systkinaafsláttur kr. 500,ATH. Ekki er hægt að greiða með greiðslukorti.
Bæjarfulltrúar í Grindavík fá ljósmyndabók um Reykjanesskaga
N
áttúruljósmyndarinn Ellert Grétarsson afhenti sl. föstudag Róberti Ragnarssyni, bæjarstjóra Grindavíkur, ljósmyndabókina „Reykjanesskagi – ruslatunna Rammaáætlunar“. Í bókinni eru ljósmyndir frá þeim svæðum á Reykjanesskaga sem líklegt má telja að verði virkjuð, samkvæmt þingsályktunartillögu að Rammaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi. Allir bæjarfulltrúar Grindavíkurbæjar fá bókina í hendur. Fjöldi ljósmynda af náttúruperlum Reykjanesskagans prýðir bókina en Ellert, sem er stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands, hefur tekið myndirnar á gönguferðum sínum um skagann síðastliðin sex ár. Bókin er gefin út af þrettán náttúruverndarsamtökum sem skiluðu sameiginlegri umsögn um drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landsvæða í nóvember á liðnu ári. Náttúruverndarsamtökin þrettán
gáfu öllum þingmönnum á Alþingi bókina í síðustu viku og tók forseti Alþingis formlega við bókunum fyrir hönd þingsins. Bókin kom út í vefútgáfu fyrir nokkru og hefur verið aðgengileg almenningi á netinu. Viðbrögð við henni hafa verið afar góð en um fimm þúsund manns hafa nú skoðað hana. Í framhaldi af útgáfunni efndu Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands til gönguferða um Sveifluháls og Eldvörp og mættu um eitt hundrað þátttakendur í hvora ferð sem voru undir leiðsögn Ellerts og Ástu Þorleifsdóttur, jarðfræðings.
11
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 7. júní 2012
Guðbjörg ráðin aðstoðarskólastjóri í Grindavík
G
uðbjörg M. Sveinsdóttir hefur verið ráðin nýr aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Grindavíkur. Á fundi bæjarráðs 9. maí síðastliðinn var samþykkt tillaga skólastjóra um að auglýsa aðstoðarskólastjórastöðu við Grunnskóla Grindavíkur. Staðan var auglýst laus til umsóknar og rann um-
sóknarfrestur út 24. maí síðastliðinn. Umsækjendur um stöðuna voru sex. Skólastjóri og sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs tóku viðtöl við alla umsækjendur og lögðu mat á umsóknir. Við mat á umsækjendum var stuðst við gátlista þar sem m.a. er litið til menntunar umsækjenda, starfsreynslu, reynslu af faglegri forystu og skólaþróun. Einnig var leitast við að leggja mat á umsækjendur út frá hæfniskröfum
Ljósleiðari lagður í Grindavík
M
íla hóf framkvæmdir við Ljósnet Símans í Grindavík sl. mánudag. Framkvæmdunum fylgir nokkuð jarðrask því víða þarf að grafa ljósleiðara í jörð og jafnframt að setja upp 15 götuskápa víðs vegar um bæinn. Með Ljósnetinu fæst háhraðanettenging sem verður bylting fyrir Grindvíkinga. Upphal og niðurhal tekur mun skemmri tíma og hægt að streyma tónlist og kvikmyndum, tengt allt að fimm háskerpumyndlykla fyrir
sjónvarpið og verið með leikjatölvur og önnur nettengd tæki fjölskyldunnar í öruggu sambandi á sama tíma. Framkvæmdir hófust í Austurhópi og Vesturhópi. Í fyrsta áfanga frá 4. júní til 13. júlí verða jarðvegsframkvæmdir við: Vesturhóp, Suðurhóp, Austurhóp, Árnastíg, Gerðavelli, Blómsturvelli, Efstahraun, Heiðarhraun, Leynisbraut, Selsvelli, Víkurbraut, Ránargötu og Austurveg. n
Sofandi ökumaður ók aftan á bíl
L
ítil meiðsl urðu á fólki en talsverðar skemmdir á tveimur bílum þegar rúmlega tvítugur ökumaður ók aftan á bifreið á Reykjanesbraut í Hvassahrauni. Ökumaðurinn tjáði lögreglunni á Suðurnesjum að hann hefði sofnað við aksturinn og því hefði farið sem fór. Þegar betur var að gáð reyndist hann vera með útrunnið ökuskírteini. Hann var einn í bifreiðinni en ökumaður og farþegi í bílnum sem hann ók á. Allir þrír fundu til minni háttar eymsla og ætluðu sjálfir að leita til læknis teldu þeir sig þurfa þess.
sem voru m.a. samkvæmt auglýsingu frumkvæði og samstarfsvilji, góðir skipulagshæfileikar og hæfni í mannlegum samskiptum. Auk viðtala við umsækjendur var stuðst við viðtöl við umsagnaraðila með tilliti til færniþátta. Að lokinni úrvinnslu var niðurstaðan að bjóða Guðbjörgu M Sveinsdóttur starfið. Guðbjörg hefur lýst sig reiðubúna til að ráða sig í starf aðstoðarskólastjóra Grunnskóla Grindavíkur. Auk grunnskólakennaraprófs hefur Guðbjörg lokið námi í náms- og starfsráðgjöf og MPA námi í opinberri stjórnsýslu. Hún hefur mikla reynslu af kennslu í grunnskóla, var rekstrar- og grunnskólafulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar í 15 ár og staðgengill fræðslustjóra. Hún starfar nú sem náms- og starfsráðgjafi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. n
AÐALFUNDUR OG LOKAHÓF Mánudaginn 11. júní kl.18:00 í sal Akurskóla. Stjórnin.
FLOKKSTJÓRI ÓSKAST Stálsmiðjan Málmey óskar eftir að ráða flokkstjóra til starfa í Reykjanesbæ sem allra fyrst. Málmey er ört vaxandi fyrirtæki sem sérhæfir sig í smíði á vélum og búnaði fyrir fiskvinnslur auk margskonar annarra verkefna. Við leggjum mikið á okkur til að uppfylla þær væntingar og kröfur sem gerðar eru til okkar og vitum við að lykillinn að árangri er framúrskarandi starfsfólk. Við leitum því að hæfileikaríku fólki sem hefur áhuga á skemmtilegum verkefnum og að taka þátt í því sem við erum að gera. Hæfniskröfur Menntun á sviði vélvirkjunar/vélstjórnunar og/ eða tæknimenntunar. Þekking á AutoCAD eða Autodesk Inventor kostur. Almenn þekking á svörtu- og ryðfríu stáli. Rík hæfni í mannlegum samskiptum. Skipulagshæfileikar og metnaður í starfi.
Helstu verkefni Dagleg umsjón og skipulagning framleiðslu. Útdeiling verkefna og umsjón með starfsfólki. Samskipti við birgja og flutningsaðila.
Umsóknarfrestur er til 22. júní. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Sigþórsson, framkvæmdarstjóri, í síma 590 7702 eða með tölvupósti gs@malmey.is. Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt ferilskrá á job@malmey.is.
Kannabisræktun, riffill og skot
L
ögreglan á Suðurnesnjum stöðvaði kannabisræktun í íbúð í Grindavík í vikunni. Að fengnum dómsúrskurði til húsleitar var farið með fíkniefnahundinn Ellu á staðinn. Við leit í íbúðinni fannst riffill ásamt riffilskotum í fataskáp. Í þvottaherbergi fundust leifar af kannabis í pokum, tóbaksblandað kannabis og tól til neyslu. Í kjallara undir bílskúr fannst síðan ræktunin, nokkrir tugir plantna í blóma, ásamt tækjum og tólum til athæfisins. Lögregla minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja gjaldfrjálst og undir nafnleynd og koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.
Tveir með kannabis
T
veir tæplega tvítugir menn játuðu vörslur á kannabisefnum í tveimur aðskildum málum þegar lögreglan á Suðurnesjum var við hefðbundið eftirlit í vikunni. Annar mannanna heimilaði leit á sér og reyndist hann vera með tóbaksblandað kannabis í buxnavasanum. Að fenginni heimild til leitar í hinu málinu fann lögreglan kannabisefni í plastumbúðum í bifreið. Átján ára piltur játaði vörslur á efninu. Mennirnir voru báðir handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem tekin var af þeim skýrsla.
AðAlfundur
Sjálfsbjargar á Suðurnesjum verður haldinn sunnudaginn 10. júní í húsi félagsins á Iðavöllum 9A kl. 15:00 Venjuleg aðalfundarstörf og kaffiveitingar Stjórnin
Opinn kynningarfundur um endurskoðun Aðalskipulags Keflavíkurflugvallar Opinn kynningarfundur um endurskoðun Aðalskipulags Keflavíkurflugvallar 2012 - 2030, verður haldinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 3. hæð (Marklandi), fimmtudaginn 7. júní kl. 16:30 - 17:45. Þar verður almenningi og öðrum hagsmunaaðilum gefin kostur á því að kynna sér leiðarljós og áherslur vinnuhóps aðalskipulags Keflavíkurflugvallar. Á fundinum verður farið yfir helstu viðfangsefni sem eru mikilvæg fyrir hagsmuni og þróun Keflavíkurflugvallar. Að undanförnu hefur vinnuhópur aðalskipulags unnið að þarfagreiningu Keflavíkurflugvallar og hefur þar litið til flugbrauta, flugstöðva, flugþjónustu, öryggis flugumferðar, samgangna og veitna, og öryggissvæðisins. Á fundinum verða kynntar helstu niðurstöður greiningar og umfjöllunar um valkosti og þær tillögur og áherslur sem áframhaldandi skipulagsvinna mun fylgja. Tilgangur fundarins er að kynna þessar niðurstöður og er lögð áhersla á að fá fram sjónarmið og umræðu við framlögð gögn áður en haldið verður lengra í skipulagsvinnunni. Hægt verður að nálgast „Leiðarljós og áherslur skipulagsvinnu“, þann 6. júní á skrifstofu skipulagsfulltrúa Keflavíkurflugvallar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á heimasíðu Keflavíkurflugvallar: http://www.kefairport.is/Flytileidir/Um-felagid/Skipulagsmal Hægt verður að senda inn ábendingar um Leiðarljós og áherslur skipulagsvinnu til og með 5. júlí nk. Senda skal þær til skipulagsfulltrúa, Sigurðar H. Ólafssonar, á póstfangið shol@isavia.is eða á skrifstofuna, merktar Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar. Keflavíkurflugvelli, 29. maí 2012. F.h. Skipulagsyfirvalda á Keflavíkurflugvelli Sigurður H. Ólafsson, skipulagsfulltrúi.
2 12
VÍKURFRÉTTIR
FIMMTUDAGURINN 7. júní 2012 • VÍKURFRÉTTIR Fimmtudagurinn 14. apríl 2011 Hljómsveitin Valdimar spilar á veitingahúsinu Ránni í kvöld, fimmtudagskvöld.
SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS
ÓSKAST
TIL LEIGU
Geymslur til leigu búslóðageymslur, vélhjóla- og tjaldvagnageymslur lausar. Pantanir í síma 778 0100. Herbergi í Heiðarholti Til leigu herbergi nýstandsett helst langtímaleiga. Uppl. í síma 841 1715 eftir kl 13.00.
TAPAÐ / FUNDIÐ Farsími Fannst í holtinu hjá FS. Eigandi hringi í 862 5264.
Raflagnir & viðgerðir Þvottavélaviðgerðir
896 0364
Skartsmiðjan Hafnargötu 35
Skart Perlur Tölur Lokkar Keðjur Skraut Steinar Pinnar Lásar Vír Öskjur Kúlur Hraun Tangir Roð Nælur Hringir Leður Opið 11 – 18 Nánari upplýsingar í síma 421 5121
3-4 herbergja íbúð óskast til leigu Kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja óskar eftir 3-4 herbergja íbúð. Upplýsingar í síma 898 3811. Óska eftir einbýlishúsi eða stórri íbúð í Garði eða Innri - Njarðvík til leigu. Uppl. í síma 699 6092.
ÝMISLEGT Bílskúrsútsala föstudag 8/6 og laugardag 9/6 kl. 14 – 17 á Brekkubraut 5 Keflavík. Stórt sem smátt. s: 862 5299 Tek að mér allskonar viðgerðir á bílum, sláttuvélum. Er með greiningartölvu til að bilanagreina margar tegundir bíla. Vanur maður, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð! Uppl. S: 864 3567. Bílskúrssala!! Bílskúrssala verður sunnudaginn 10. júní milli klukkan 13 og 16 að Lyngmóa 4, Njarðvík. Barnaföt og margt fleira. Endilega kíktu við. Kvensjúkdómalæknir Hafsteinn Sæmundsson sérfræðingur hefur aukið þjónustu sína í Læknastöðinni í Glæsibæ og er nú með móttöku mánudaga til fimmtudaga. Tímapantanir í síma 535 6800.
Þjónustumiðstöðin Nesvöllum
Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja
Vikan 6. - 12. júní nk. • Bingó • Gler- keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi • Dans • Hádegismatur
Miðlarnir Lára Halla Snæfells og Þórhallur Guðmudsson verða starfandi hjá félaginu í júní. Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 421 3348.
Nánari upplýsingar í síma 420 3400
Tónlistarhjartað slær í Keflavík um helgina T
ónlistarhátíðin Keflavík Music Festival telur í fyrstu tónleika á Ránni í kvöld en þá munu Suðunesjasveitirnar Valdimar og Klassart leika fyrir tónlistarunnendur. Hátíðin er stór í sniðum og eru nánast allir vinsælustu tónlistarmenn landsins búnir að boða komu sína á hátíðina en alls eru um 100 atriði. Þar nægir að nefna Retro Stefson, Jón Jónsson, Dikta, Sólstafi, Lay Low og marga fleiri. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi enda verður öll tónlistarflóran í miðbæ Reykjanesbæjar þar sem hátíðin mun fara fram á skemmtistöðum bæjarins. Dagskráin er ansi þétt en allt frá því að hátíðin hefst klukkan 20:00 á fimmtudag og þar til á sunnudagsmorgun munu ljúfir tónar fylla hjarta bæjarins sem svo oft er kenndur við Bítlana. Ólafur Geir Jónsson og Pálmi Þór Erlingsson eru forsprakkar hátíðarinnar og hafa þeir fengið Smára Guðmundsson úr hljóm-
sveitinni Klassart til liðs við sig við undirbúning þessarar veigamiklu hátíðar. Einnig stendur til að skrásetja hátíðina sem vonandi verður árlegur viðburður hér eftir. Lið kvikmyndagerðarmanna ætlar að mynda herlegheitin og í leiðinni verður tónlistarsögu Keflavíkur gerð góð skil. Vinnuheiti myndarinnar er Keflavíkurnætur og verður þar farið yfir sögu vinsælla hljómsveita á svæðinu, allt frá Hljómum og Trúbroti, til Of Monsters And Men og Valdimars. Garðar Örn Arnarson er einn af framleiðendum myndarinnar og hann segir að það sé í raun fáránlegt að það hafi ekki verið haldin tónlistahátíð hér í bæ fyrr en árið 2012. „Við viljum reyna að fanga stemninguna á svona hátíð og munum fylgja ýmsum listamönnum eftir á meðan á hátíðinni stendur,“ segir Garðar. Fyrirmyndin er Rokk í Reykjavík sem Friðrik Þór Friðriksson gerði árið 1982.
Helgarpassi á hátíðina kostar 6.900 kr. og stakt kvöld er á 3.900 kr. Yfir daginn á laugardeginum munu svo Ingó Veðurguð, Smári og Fríða úr Klassart, Lúðrasveit Reykjanesbæjar og Johnny Cash Tribute spila í verslunum við Hafnargötuna og er öllum frjálst að sækja þá tónleika. Aðstandendur búast við að um 1500 manns leggi leið sína á hátíðina og því má búast við miklu lífi í bænum um komandi helgi. Miðasala í Galleri Keflavík, Hótel Keili og á Midi.is. Í tilefni hátíðarinnar verður svo einnig haldið ball fyrir 8.-10. bekk í Stapanum laugardaginn 9. júní milli kl. 20:00 og 23:00 þar sem koma fram nokkrir af flottustu tónlistarmönnum landsins, m.a. XXX Rottweiler hundar, Friðrik Dór og Þórunn Antonía. Rútur fara frá Njarðvíkurskóla, Akurskóla, Ásbrú, Holtaskóla, Heiðarskóla og Myllubakkaskóla kl. 19:15 og svo aftur heim í alla skólana eftir ballið kl. 23.00.
Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400 UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Básvegur 1 fnr. 208-6998, Keflavík, þingl. eig. Kristinn Guðmundsson, gerðarbeiðandi Reykjanesbær, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 10:35. Básvegur 3 fnr. 228-7026, Keflavík, þingl. eig. Kristinn Guðmundsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 10:40. Birkidalur 3 fnr. 229-7058, Njarðvík, þingl. eig. Ágúst Harðarson, gerðarbeiðendur N1 hf, Reykjanesbær, Sýslumaðurinn í Keflavík og Vörður tryggingar hf, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 12:20.
Birkiteigur 1 fnr. 208-7059, Keflavík, þingl. eig. Stefán Egilsson og Kristín Stefánsdóttir, gerðarbeiðendur Avant hf, Íslandsbanki hf, Reykjanesbær og Sýslumaðurinn á Blönduósi, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 09:55. Brekkustígur 20 fnr. 209-4700, Sandgerði, þingl. eig. Einar Hans Þorsteinsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Sandgerðisbær og Sjóvá-Almennar tryggingar hf, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 09:10. Fitjabraut 14 fnr. 209-3241, Njarðvík, þingl. eig. Svavar Sædal Einarsson og Einar Sædal Svavarsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 11:35. Fífumói 5c fnr. 209-3192, Njarðvík, þingl. eig. Friðrik Jónsson, gerðarbeiðandi Fífumói 5c,húsfélag, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 11:05. Grímsholt 5 fnr. 228-8169, Garður, þingl. eig. Birgitta Sædís Eymundsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Sveitarfélagið Garður og Vörður tryggingar hf, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 08:45. Grænás 2b fnr. 209-3327, Njarðvík, þingl. eig. Evy Britta Kristinsdóttir, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 11:45. Háseyla 3 fnr. 209-3354, Njarðvík, þingl. eig. Kristín Fjeldsted, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 12:00. Heiðarhvammur 5 fnr. 208-8968, Keflavík, þingl. eig. Lúðvík Helgi Hallsson, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn
á Blönduósi og Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 09:45. Hlíðargata 34 fnr. 209-4798, Sandgerði, þingl. eig. Brynja Hjarðar Þorsteinsdóttir og Ásgeir Svavarsson, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Tryggingamiðstöðin hf, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 09:20. Njarðvíkurbraut 26 fnr. 209-4000, Njarðvík, þingl. eig. Katrín Sjöfn Sveinbjörnsdóttir og Jósef Zarioh, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Tryggingamiðstöðin hf, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 12:10. Sjávargata 18 fnr. 209-4093, Njarðvík, þingl. eig. Abdul Sami Sina Omid, gerðarbeiðandi Reykjanesbær, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 11:25. Sólvallagata 40 fnr. 209-0570, Keflavík, þingl. eig. Héðinn Heiðar Baldursson og Ragnheiður Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Faxabr 25-27/Sólvg 38-40,húsfél og Sýslumaðurinn á Blönduósi, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 10:55. Tjarnargata 29 fnr. 209-0935, Keflavík, þingl. eig. Anna Lilja Hreggviðsdóttir, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Blönduósi og Tryggingamiðstöðin hf, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 10:05. Vatnsnesvegur 22a fnr. 209-1130, Keflavík, þingl. eig. Ásta Gunnarsdóttir og Emil Ágúst Georgsson, gerðarbeiðandi Reykjanesbær, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 10:15. Sýslumaðurinn í Keflavík, 5. júní 2012. Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.
Húsfélagið Hof
Suðurgötu 4a, 6 & 8 í KeflavíK,
NÝTT
óskar eftir tilboðum í eftirfarandi: 1. Viðgerðum og málun á svölum, handriðum og grindverkum. 2. Viðgerðum og málun á öllu húsinu (ekki þak).
Forvarnir með næringu
Vinsamlegast skilið tilboðum fyrir 15. júní. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Arnbjörnsson Suðurgötu 6, sarnbjornsson@isl.is 421 0025 / 899 5565.
Opið alla daga fram á kvöld
STAPAFELL
Hafnargötu 50, Keflavík
Víkurfréttir eru fluttar í Krossmóa 4 í Reykjanesbæ vf.is
Krossmóa 4 • 4. hæð • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 0000
13
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 7. júní 2012 www.facebook.com/grasalaeknir.is
Svalandi grænmetissafar G
rænmetissafar eru sneisafullir af næringarefnum og frábær leið til þess að auka inntöku okkar á grænmeti og ávöxtum sem við annars myndum kannski ekki ná að borða yfir daginn. Þeir eru líka mjög hentugir til að koma grænmeti ofan í börn og unglinga og eins þá sem eru ekki mikið fyrir grænmeti. Gott ráð er að hafa hlutföllin ¾ hluta grænmeti á móti ávöxtum þannig að uppistaðan sé aðallega grænmeti og koma þannig í veg fyrir að við séum að innbyrða of mikinn ávaxtasykur í hreinu formi. Grænmetissafar eru yfirleitt notaðir sem hluti af máltíð eða milli mála og stuðla að bættri heilsu okkar á marga vegu ásamt því að vera frískandi
og svalandi í amstri dagsins. Ferskir safar hafa hreinsandi og nærandi áhrif og það er afar einfalt að útbúa holla heilsudrykki úr fersku grænmeti og ávöxtum. Læt fylgja með eina klassíska uppskrift að gulrótarsafa en svo er bara að prófa sig áfram! Gulrótarsafi: 4 gulrætur 1 appelsína Engiferbútur 1 epli -allt sett í safapressu Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is
Tækifæri! Skólamatur leitar eftir starfsmanni til að sinna mannauðs- og samskiptamálum í eitt ár. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi skipulagshæfileika, þjónustulund, góða samskiptahæfileika og geti unnið vel undir álagi. Kostur er að umsækjandi hafi viðskiptafræðimenntun eða sambærilega menntun. Spennandi tækifæri fyrir jákvæðan einstakling.
Umsóknir berist rafrænt á skolamatur@skolamatur.is fyrir 15.júní nk.
Landnámið lifnar við M enningarsvið Reykjanesbæjar bauð í síðustu viku nemendum 5. bekkja í grunnskólum Reykjanesbæjar í vettvangsferð í Víkingaheima og að fornleifarannsókn í Vogi í Höfnum þar sem árið 2002 fundust rústir af landnámsskála. Árið 2009 hóf Fornleifafræðistofan undir stjórn Dr. Bjarna F. Einarssonar fornleifarannsókn þar í samstarfi við Byggðasafn Reykjanesbæjar. Frumniðurstöður sýna skála sem gæti verið með elstu mannvistaleifum sem fundist hafa á Íslandi. Nú er hafinn þriðji og væntanlega síðasti áfangi rannsóknarinnar í Höfnum.
Í Víkingaheimum eru til sýnis ýmsir gripir sem fundist hafa í rannsókninni í Höfnum. Skemmst er frá því að segja að nemendur 5. bekkja í Reykjanesbæ sem flest hafa kynnst Leifi heppna og landnáminu í námi sínu í vetur stóðu sig frábærlega í heimsóknunum, voru áhugasamir og fróðleiksfúsir og sjálfum sér og skólum sínum til sóma í allri framkomu. Þeir hafa nú séð með eigin augum raunverulegar minjar frá landnámi í sinni heimabyggð og geta örugglega frætt foreldra sína og aðra um ýmislegt áhugavert þessu tengt – ef þau bara eru spurð!
HJÚKRUNARHEIMILI Á NESVÖLLUM
›› FRÉTTIR ‹‹ 260 lítrum af olíu stolið
T
ilkynnt var til lögreglunnar á Suðurnesjum í liðinni viku að díselolíu hefði verið stolið af tveimur bílum. Þjófnaðurinn hefði átt sér stað nóttina áður. Í ljós kom að um 260 lítrum af olíu hafði verið stolið af bílunum, sem eru í eigu flutningafyrirtækis. Á vettvangi hafði verið skilinn eftir lítill olíubrúsi og slanga, sem hinir óprúttnu höfðu notað við þjófnaðinn.
Hundur beit og glefsaði
T
ilkynning barst til lögreglunnar á Suðurnesjum um hund sem hafði verið að sniglast laus í kringum tiltekið hús í Reykjanesbæ í vikunni og bitið barn. Áður hafði hann glefsað í konu. Líklegast var talið að um flækingshund væri að ræða og var hann sagður ógnandi. Tilkynnandi sagði að hann liti út eins og „stór rotta“ og væri grimmur. Lögreglan kom á vettvang og svipaðist um eftir hundinum en hann var þá horfinn.
ÚTBOÐ II
Skólamatur framleiðir hollan, góðan og heimilislegan mat. Hjá fyrirtækinu starfa um 80 manns, á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu.
Sími 420 2500 I skolamatur@skolamatur.is
I
skolamatur.is
Hollt gott og heimilislegt
REIÐSKÓLI MÁNA 2012 Reiðnámskeið verða haldin í sumar á Mánagrund fyrir börn og unglinga, 7 ára og eldri. Hefjast fimmtudaginn 7. júní. Skráningar eru hafnar. Frekari upplýsingar: www.mani.is, reiðskólinn Upplýsingar og skráning: Sigurlaug Anna (Anna Lauga) sími: 891-8757
SÖKKLAR, KJALLARI OG GÓLFPLATA 1. HÆÐAR
Verkfræðistofa Suðurnesja ehf, fyrir hönd Reykjanesbæjar, óskar eftir tilboðum í verkið: „Hjúkrunarheimili Nesvöllum Útboð II - Sökklar, kjallari og gólfplata 1. hæðar“. Verkið felst í uppsteypu á sökklum, kjallara og gólfplötu 1. hæðar ásamt grunnlögnum og tilheyrandi jarðvinnu. Búið verður að grafa grunn og fylla undir sökkla þegar verktaki þessa verks kemur að verkinu. Helstu magntölur: Steypa 580 m³ Mót 750 m² Járn 60.000 kg Fylling 2.000 m³
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og vinar,
Þessu verki skal að fullu lokið eigi síðar en 15. september 2012.
Hákonar Kristinssonar,
Útboðsgögn (geisladiskur eingöngu) verða seld á skrifstofu Verkfræðistofu Suðurnesja ehf, Víkurbraut 13, 230 Reykjanesbæ, á kr. 10.000,- frá og með þriðjudeginum 5. júní 2012. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Nesvalla, Njarðarvöllum 4, 230 Reykjanesbæ, mánudaginn 14. júní 2012, kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Garðvangs, Garði fyrir góða umönnun.
vélsmiðs, Innri-Njarðvík.
Þorsteinn Hákonarson, Stefanía Hákonardóttir, Bryndís Hákonardóttir, Steinunn Hákonardóttir,
Kristín Tryggvadóttir, Sigurbjörn Júlíus Hallsson,
Elvar Ágústsson, Guðfinna Ingimarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.
r tt e frí em s um d nd lan Se t á er
hv
H e l l u h r a u n i 1 2 • H a f n a r fj ö r ð u r • 5 4 4 5 1 0 0 • w w w . g r a n i t h u s i d . i s Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is
14
FIMMTUDAGURINN 7. júní 2012 • VÍKURFRÉTTIR
GARÐAÚÐUN co/ Björn Víkingur og Elín
Úðum gegn:
Á næstunni mun Víkurfréttir kynna ungt og efnilegt íþróttafólk af Suðurnesjunum bæði hér í blaðinu og með myndbandi á vf.is. Umsjón með þættinum hefur Páll Orri Pálsson.
Roðamaur, kóngulóm, lirfum og lús í trjágróðri, illgresi í grasflötum (fíflum) og fl.
Það er oftast eitthvað lag í hausnum á manni B
aldvin Sigmarsson er 14 ára gamall sundkappi sem æfir hjá ÍRB. Hann fer aldrei í sund til þess að tana eða leika sér. Hann er nýkominn heim af smáþjóðaleikum í Andorra þar sem hann nældi sér í þrenn gullverðlaun. Hann hefur vart tölu á verðlaunapeningum sínum og hann á fjögur Íslandsmet unglinga nú þegar. Hann stefnir á að komast til Ríó á Ólympíuleikana árið 2016. Baldvin er efnilegi íþróttamaðurinn hjá Víkurfréttum þessa vikuna. Hvernig kom það til að þú byrjaðir að æfa sund? „Mér var svona eiginlega kastað út í laugina þegar ég var lítill og ég fór strax að synda. Ég byrjaði fjögurra ára í Heiðarskóla og síðar í gömlu sundlauginni. Ég er búinn að vera að synda síðan.“ Hvað heillar þig mest við sund? „Sund er bara stórundarleg íþrótt. Hún er eitthvað svo einstök. Sund er bara sund.“ Hvernig undirbýrðu þig fyrir mót? „Sef vel og borða vel.“ Borðarðu þá hollan mat? „Já, nei. Ég bara borða og borða nóg.“ Hvað er leiðinlegast við sundæfingar? „Það eru löngu settin. Þá þurfum við að synda mjög mikið. En hvað er skemmtilegast? „Það eru tækniæfingarnar þar sem við syndum stuttar vegalengdir og förum yfir áherslur.“ Áttu þér einhver markmið í sundinu? „Eru það ekki bara Ólympíuleikarnir í Ríó?“ Er það raunhæft? „Já, já, maður þarf bara að halda áfram að æfa vel. Svo stækkar maður og styrkist og nær þessu vonandi.“ Hvað æfirðu mikið í viku? „Ég fer á átta sundæfingar, einu sinni í jóga og á tvær þrekæfingar.“ Hver er eftirlætis greinin? „200 metra flugsund.“ Hvað ferðu oft í sturtu á dag? „Svona fjórum eða fimm sinnum.“ Hvernig er félagsskapurinn í sundi? „Hann er mjög góður. Það er alltaf fjör á æfingum og allir brosandi, oftast.“ Ferðu í sund þér til skemmtunar. Bara með vinum þínum að tana eða leika ykkur? „Nei ég geri það ekki. Sundæfingarnar eru alveg nóg fyrir mig.“ Hvað ertu búinn að vinna marga verðlaunapeninga? „Ég er varla með töluna á þessu. Ætli þeir séu ekki um 170 kannski.“ Hvað er það stærsta sem þú hefur afrekað í sundinu? „Það eru fjögur Íslandsmet sem ég á. Í 200 metra flugsundi og 400 metra fjórsundi í stuttri og langri laug.“ Hvað hefurðu verið lengi í kafi? „Ég hef náð 50 metrum. Ætli það sé ekki um 45-50 sekúndur.“ Hvað hugsarðu þegar þú ert að synda? „Það er oftast eitthvað lag í hausnum á manni. Maður vonar að þau séu góð en það kemur fyrir að þau séu leiðinleg. En svo hugsar maður um hvað þetta tekur langan tíma og hvað maður sé þreyttur.“ Fylgistu með sundi í sjónvarpinu, Ólympíuleikunum t.d.? „Já það kemur alveg fyrir að maður horfi á þetta.“ Hefurðu slasað þig í sundi?
Fullgild réttindi og mikil reynsla! Garðaúðun Suðurnesja efh. 822-3577 · 699-5571 · 421-5571 netfang: bvikingur@visir.is
Keflavík og Grindavík mættust í 32 liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu á Nettóvellinum í Keflavík í gærkvöldi. Blaðið var farið í prentun áður en leikurinn fór fram og því geta lesendur nálgast úrslit úr leiknum á vef Víkurfrétta. Meðfylgjandi ljósmynd er úr viðureign Grindavíkur og ÍA í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram í Grindavík sl. laugardag. Úrslitin urðu 2-2 jafntefli. Allt um boltann á vf.is
útspark
Ómar Jóhannsson
Stutt í leik „Nei ég hef ekki gert það.“ Hver er besti sundmaður sem Íslendingar hafa átt? „Það er Örn Arnarson.“ Hugarðu að mataræði þínu? „Nei ég geri það ekki.“ Hefur það komið fyrir að þú vaknar og langi helst að brjóta vekjaraklukkuna? „Já það gerist mjög oft. Maður þarf bara að vera fljótur að standa upp úr rúminu svo maður sofni ekki aftur.“ Hefurðu sofið yfir þig á morgunæfingum? „Nei ég á góðan pabba sem vekur mig alltaf.“ Hver er fyrirmyndin þín í íþróttum? „Það er körfuboltamaðurinn Shaquille O´Neal. Hann klikkar ekki.“ Hver er besti íþróttamaður allra tíma að þínu mati? „Michael Phelps. Átta gull á Ólympíuleikunum segja frekar mikið.“ Ein góð saga að lokum? „Ég var einu sinni heima fyrir jólamót og hafði verið að fá mér að borða. Ég labbaði niður stigann heima og gleymdi síðasta þrepinu. Ég missteig mig í lendingu. Ég kældi löppina aðeins og fór síðan að keppa. Ég bætti Keflavíkurmet í 100 metra flugsundi. Það kom svo í ljós eftir mót að ég var ristarbrotinn.“
Ómar Jóhannsson, markvörður og starfsmaður í Fríhöfninni sparkar pennanum fram á ritvöllinn.
Uppáhalds! Matur? „Hamborgarhryggur.“ Sjónvarpsþáttur? „Scrubs klikkar ekki.“ Drykkur? „Malt og appelsín.“ Kvikmynd? „Rocky IV.“ Tónlistarmaður? „Owl city.“ Flíkin? „Lakers búningur með Shaq. Pínulítill frá 2004 held ég.“ Nammi? „Rautt M&M.“ Hlutur? „Bláu Beats heyrnatólin mín.“
Sjáið skemmtilegt video um þetta efni á vf.is
Skyndibiti? „KFC.“ Leikari? „Samuel L. Jackson.“
Það góða við fótboltann er að það er oftast stutt í næsta leik. Ég sit og skrifa þetta á þriðjudagskvöldi með hugann við Grindavíkurleikinn í bikarnum á morgun. Þegar blaðið kemur út á fimmtudaginn verður sá leikur búinn og komið í ljós hvort það verðum við eða Grindavík sem fara áfram. Bikarinn er sérstakur, það er allt eða ekkert. Gengið í deildinni hefur ekkert að segja né í hvaða deild þú spilar. Einn góður leikur er allt sem þarf til að komast áfram. Það skiptir ekki máli að við höfum tapað síðasta leik illa í deildinni. Bikarinn er allt önnur keppni og hver leikur úrslitaleikur. Allir vilja spila stærsta leik ársins á Íslandi sem er úrslitaleikurinn á Laugardalsvellinum. Að fá að spila þar fyrir framan fullt af stuðningsmönnum um bikar er erfitt að toppa. Að vinna bikarinn er þó aðeins betra. Allir sem hafa verið með um það hljóta að vera sammála mér í því. Bikarinn getur líka verið góð tilbreyting frá deildinni. Síðasti leikur þar var ekki eitthvað sem maður vill hengja á jólatréð. Að drullutapa fyrir Val er ekki góð skemmtun. Að eiga ömurlegan leik í þokkabót er ekki heldur góð skemmtun. Það er erfitt að segja hvað það er sem veldur því að leikur sem var í ágætis jafnvægi í fyrri hálfleik tapast 4-0. Ein af orsökunum er að ég átti ekki góðan dag. Ein af mörgum. Maður fer yfir mörkin og leikinn um það bil 3000 sinnum í huganum á næstu dögum. Ég gæti skrifað marga pistla um það af hverju ég og liðið klikkuðum. Best er samt að bíða bara þolinmóður eftir næsta leik og reyna að bæta það upp þar. Það er skrítið að skrifa þetta áður en sá leikur spilast. Það er því miður ekki hægt að lofa góðum úrslitum. Það er ekki einu sinni hægt að lofa því að maður fái ekki klaufalegt mark á sig. Bestu markmenn í heimi geta ekki einu sinni lofað því. Ekki frekar en að bestu framherjar heims geta lofað því að skora úr öllum sínum færum. „Hvernig getur hann klúðrað þessu, með 20 milljónir á viku,“ og aðrar svipaðar setningar heyrir maður stundum þegar horft er á fótbolta. Eins og peningar geri einhvern minna mannlegan, ónæman fyrir mistökum. Það er ekkert öruggt í fótbolta nema að það kemur leikur eftir þennan leik. Hvort sem við höfum unnið eða tapað á móti Grindavík þá spilar Keflavík fljótlega aftur. Mikið væri ég samt til í að geta hringt í Palla og fengið að kíkja í blaðið til að vita hver vann. Ég verð víst að bíða eins og allir hinir. Ég fékk að vera með árið 2006 að vinna bikarinn, stórkostleg minning. Vonandi eitthvað sem fleiri en ég muna eftir með bros á vör. Hvort það verður í ár eða einhvern tíma seinna þá er það klárlega eitthvað sem ég vil gjarnan upplifa aftur. Það góða við fótbolta er nefnilega að það er alltaf stutt í næsta leik og vonandi næsta sigur. Það er alla vega tilfinningin, að stutt sé í næsta sigur, en það er bara aldrei hægt að bóka neitt.
15
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 7. júní 2012
Klassart vinna að nýrri plötu -Nýr smellur að ná vinsældum „Það er ný plata á leiðinni. Við erum að vinna í útsetningum og erum að finna út hvað við viljum segja á plötunni, en lögin eru klár,“ segir Smári Guðmundsson, lagahöfundur og gítarleikari hljómsveitarinnar Klassart. Eru einhverjar nýjar áherslur, er blúsinn enn til staðar? „Blúsinn er ekkert farinn og þetta er að mestu leyti sama tónlist og hefur verið hjá okkur. Þetta er sami grunnurinn en svo kemur í ljós hvernig platan verður,“ segir Smári sem semur öll lögin á plötunni en hann á um 17 lög á lager. „Þetta verða svona um 12 lög á plötunni,“ en Smári segir erfitt að negla niður hvenær platan verði tilbúin. Sveitin er búin að vera í pásu um nokkurt skeið og unnið að öðrum verkefnum og stundað nám. Smári og Fríða systir hans, sem er söngkona hljómsveitarinnar hafa þó verið að spila hér og þar saman enda þurfa tónlistarmenn að eiga fyrir salti í grautinn. „Þegar platan kemur svo út þá erum við með allt bandið með okkur og munum fylgja henni eftir. Við verðum að grúska í plötunni í sumar en við ætlum þó að gefa okkur tíma til að spila á Keflavík Music Festival,“ en Smári er einmitt einn af skipuleggjendum hátíðarinnar sem fram fer í Reykjanesbæ um komandi helgi. „Ég er mjög spenntur yfir þessari hátíð, það verður mikil hátíð í bæ. Við í Klassart ætlum að koma saman líka í fyrsta sinn í smá tíma með fullt band á hátíðinni, svo þetta er allt mjög spennandi. Við Fríða munum líka fara í alla leikskólana og spila fyrir krakkana. Þetta verður svaka fjör,“ en með systkinunum munu Þorvaldur Halldórsson úr Valdimar leika á trommur á hátíðinni og Björgvin Ívar úr Lifun og Eldar leikur á gítar. Er von á slagara á plötunni? „Já, já, það verða alveg fullt af hitturum á plötunni,“ segir Smári og hlær. „Maður veit aldrei hvað verður vinsælt og hvað ekki, það er ómögulegt að spá fyrir um það.“ Smári nefnir sem dæmi að lagið Yfirgefinn með hljómsveitinni Valdimar komst nánast ekki á plötu hljómsveitarinnar en varð svo síðar þeirra vinsælasta lag. Smári segist oft leita til annarra tónlistarmanna á Suðurnesjum varðandi hugmyndir. „Ég og Valdimar (Guðmundsson) erum oft á Facebook-spjallinu á kvöldin að kasta á milli okkar hugmyndum. Ég sendi honum lagabúta og hann sendir mér texta sem hann er að vinna í. Það er alltaf gott að fá álit annarra og við Valdi erum alveg hreinskilnir við hvorn annan. Ef eitthvað er ömurlegt þá er ekki farið leynt með skoðanir sínar.“ Þetta verður fyrsta platan sem Smári tekur ekki upp með Kidda í Hjálmum (Guðmundi Kristni Jónssyni) en Kiddi hefur tekið upp 10 breiðskífur sem Smári hefur komið nálægt. Félagi Smára, Björgvin Ívar Baldursson, erfðaprinsinn að Geimsteini mun sjá um upptökur á þessari plötu og sjálfsagt verða hans fingraför á plötunni. „Það kæmi aldrei til greina að ráða upptökustjóra sem vildi ekki fá að ráða einhverju, upptökustjórinn þarf að fá að koma sínu á framfæri.“ Verður þá hljómurinn til fyrir tilstilli upptökustjórans? „Það er alveg bókað mál. Kiddi á t.d. alveg helling í hljómnum á hinum plötunum okkar.“ Smári segir að honum finnist skemmtilegast að vinna í hljóðveri og að koma plötu frá sér. Hann hefur verið rólegur í lagasmíðum undanfarið en hann byrjaði að
semja lögin á þessa plötu í lok árs 2011. „Ég hafði bara ekki þörf fyrir það að semja og andinn kom ekki yfir mig. Svo fór ég að finna fyrir því að ég þurfti að skapa og semja tónlist. Nýjasta lagið sem maður semur er alltaf það besta í huga manns. Maður er því orðinn hræddur um að þegar maður semur nýtt lag þá fari maður að
henda þeim sem eldri eru, þó svo að það séu jafnvel miklu betri lög,“ segir Smári að lokum. Nýtt lag, Smástirni er komið í spilun frá hljómsveitinni en það situr þessa stundina í áttunda sæti vinsældarlista Rásar 2. Hægt er að nálgast lagið bæði á gogoyoko og á vefsíðu Víkurfrétta.
Málning! Deka Pro 4. Loft og veggjamálning. 10 lítrar
5.390,-
DekaCryl 7 Innimálning. 10 lítrar
Deka Pro 10 Innimálning. 10 lítrar
5.490,-
Aqua 25 innimálning á böð 4 lítrar
5.995,-
3.990,-
Veggspartl medium,10 lítrar
3.490,-
Hágæða sænsk málning 10% gljástig, verð 10L
DEKA PRO þakmálning, 10 lítrar
5.290,-
9.995,-
DEKAPRO útimálning, 10 lítrar
6.990,-
allir ljósir litir
Besta þekjandi viðarvörn í Skandinavíu samkvæmt prófun Folksham í Svíþjóð.
Áltrappa 5 þrep
5.990,Ath. margar stærðir
ODEN EÐAL OLÍA á palla. Hágæða Silikonalkyd efni. 2,7 lítrar
4.290,Álstigi 12 þrep 3,67 m Áltrappa 4 þrep
7.390,-
Sjá www.murbudin.is
Tréolía 3O, 3 lítrar Á pallinn og annað tréverk
2.790,-
ODEN þekjandi viðarvörn. 1 líter
1.795,-
4.990,Ath. margar stærðir
DEKA SÍLAN vatnsfæla, 5 lítrar
5.890,-
Scala Panellakk 15 Glært. 3 lítrar
Dicht-Fix þéttiefni. 750ml
3.195,-
Scala Steypugrunnur Betoprime glær. 1 líter
1.795,- 695,-
Álstigi 3x8 þrep 2,27-5,05 m
16.990,Truper litaspray 400ml
795,Scala málarakýtti
390,-
Scala Lackfarg 30 (olíu) 1 líter
Deka Meistaralakk 40 Akrýllakk. 1 líter
Deka menja 1 líter
LF Veggspartl 0,5 litrar
1.525,- 1.595,- 895,- 675,-
Framlengingarskaft fyrir rúllur
295,-
Fuglavík 18, Reykjanesbæ Opið mán.–fös. kl. 8-18, laugard. 10-14
– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!
auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is
Fimmtudagurinn 7. júní 2012 • 23. tölublað • 33. árgangur
FIMMTUDAGSVALS
Í HÁDEGINU ALLA DAGA
Valur Ketilsson skrifar
Heima er best
Þ
að var gott að fara í langt frí. Slökkti á öllu sem heitið gat. Farsíminn smáfölnaði með öllum sínum hringingum, tölvupóstum og skilaboðum. Kvikindið svaf. Á meðan vissi ég ekki neitt hvað var um að vera og hafði engar áhyggjur af því. Sleikti sólina og las. Kveikti ekki á sjónvarpi í tvær vikur og vissi þar af leiðandi ekkert um heimsmálin. Hvað þá óróann í heimalandinu. Fór út að borða á kvöldin eða grillaði heima eins og greifi. Notalegar kvöldstundir á stéttinni undir mánaskini. „Crikketin“ kurruðu sitt kvöldhjal í trjánum og myrkrið umvafði nágrennið. Ómurinn af bæjarlífinu lék um næturkyrrðina og endrum og eins heyrðum við söngvara hornbarsins kveða upp raust sína. Breskar ballöður.
É
g kvaddi nágrannana með virktum. Þrjár vikur í allt öðru og rólegra umhverfi, án áreitis eða ádeilna við guð og menn. Við lifðum í allt öðrum heimi. Vöknuðum níu á morgnana, heilsuðumst og virtum hvors annars friðhelgi fram undir miðjan dag. Þá tóku við umræður um lífsins lystisemdir eða lesti. Blessunarlega á ensku. Spánverjarnir sáu um sína hlið mála. Ræddum allt milli himins og jarðar. Náðum vel saman. Eins og vinir. Sögðum hvorum öðrum allt. Eða næstum því. Léttum á böli og bölmóð og kættumst yfir knattspyrnu eða knæpum. Breski ellilífeyrisþeginn var vinur minn og þáði vinskap á móti. Girðing á milli. Mörkin skýr.
N
ú var ég á heimleið. Fyrir aftan mig í flugvélinni sat sjóari af gamla skólanum, sem kallaði ekki allt ömmu sína. Kvartaði sáran yfir rúmmáli sætisins sem hann fékk. Taldi það vera sniðið fyrir tískudömur eða kynlega kvisti. Gæti aldrei og hefði aldrei sofnað í flugvél. Sniðugur á alla kanta. Andvarpaði og umlaði skömmu eftir flugtak og rumdi í svefni langleiðina að lendingu. Fylgdist ekki með sólarupprásinni íslensku á Austurlandi. Konan í sætaröðinni við hliðina fékk þrjú sæti út af fyrir sig. Lagðist til hvílu fljótlega með höfuðið að gangi. Hraut lungað úr leiðinni með sætisarm yfir enni. Hvein í hvílu sinni. Dauðöfundaði hana.
R
assinn minn var dofinn og lúrinn því enginn. Sólarhringur frá vöknun að svefni. Rúmið mitt. Mjúkt og ljúft tók það á móti mér. Eins og rauður dregill að hætti þjóðhöfðingja. Umhverfi og hlýja landsins umlukti mig að nýju. Alltaf gott að koma heim. Áttar þig á því að hér áttu heima. Og hvergi annars staðar.
Á
SÚPA DAGSINS OG FERSKUR FISKUR
Nítján ára á ofsahraða
fimmta tug ökumanna reyndist aka yfir leyfilegum hámarkshraða við umferðareftirlit lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga. Sá sem hraðast ók var nítján ára piltur. Hann mældist á 173 kílómetra hraða á Grindavíkurvegi, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Hann þarf því að greiða 150 þúsund krónur í sekt, auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum. Fjórir ökumenn reyndust ekki með bílbelti spennt, tveir voru að tala í farsíma við aksturinn og þrír voru með filmur í fremri hliðarrúðum.
Landi og amfetamín á skemmtistöðum
L
ögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af þremur karlmönnum um tvítugt sem allir reyndust vera með ólögleg vímuefni í fórum sínum inni á skemmtistöðum í umdæminu. Einn þeirra framvísaði amfetamíni, sem lögregla haldlagði. Annar var með lítra af landa og hinn þriðji var einnig með landabrúsa meðferðis. Lögregla hellti landanum niður í viðurvist mannanna. Þá var forráðamönnum viðkomandi skemmtistaða gert viðvart um atvikin.
T
KAFFIVEITINGAR, HAMBORGARAR, SAMLOKUR OG FLEIRA GÓÐGÆTI. OPIÐ ALLA DAGA FRAM Á KVÖLD FYRIR FÉLAGA Í GS OG AÐRA.
VEITINGASALAN Í LEIRU ER OPIN ALLA DAGA
Barið og stungið með flöskum
veir tæplega tvítugir karlmenn voru handteknir á hátíðinni „Sjóaranum síkáta“ í Grindavík um síðustu helgi, grunaðir um stórfelldar líkamsárásir í tveimur aðskildum málum. Annar þeirra var staðinn að því að berja mann á sextugsaldri með flösku. Í hinu tilvikinu stakk hinn meinti árásarmaður átján ára pilt nokkrum sinnum í handlegginn með brotinni glerflösku. Gerendurnir voru báðir fluttir á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af þeim og var þeim sleppt að því loknu.
HAFIÐ SAMBAND Í SÍMA 421 4100 EÐA NETFANGIÐ GS@GS.IS
husa.is
BrjálAð verð á GArðdöGum %ur 2f0 slátt
a vörn iðAr Af v
GAsGrill
PetuinA / tóBAKshorn
verð áður: 1.190 kr.
nú: 699 kr.
stjúPur 10 stK.
verð áður: 999 kr.
nú: 790 kr.
verð áður: 64.900 kr.
nú: 54.900 kr. Þú sPArA r
10.000 Kr
Outback Drifter 3 3 brennarar. 3000213 GArðstóll
1s0lá% ttur
verð áður: 8.900 kr.
ÞYKKAri BjálKi meiri GÆði.
Af lumm Af öl húsu GArð
GArðhús 4.4 m2 verð áður:
nú:
176.900 kr.
159.000 kr.
nú: 6.900 kr.
Húsasmiðjan selur eingöngu sérvalin gæðagarðhús sem þola íslenska veðráttu. Áratuga reynsla á Íslandi.
Þú sPArA r
20.900 Kr
hluti af Bygma
Garðstóll Kingsbury 3899087
Allt frá Grunni Að Góðu heimili síðAn 1956