28.tbl

Page 1

Víkurfréttir Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is

›› Útivist

›› Kirkjan

›› Dýralíf

Vinsælar Reykjanesgöngur

Keflavíkurkirkja fær upprunalegt útlit

Þetta gerir Náttúrustofa Reykjaness

› Síða 2

› Síða 8-9

› Síða 10-11

Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

›› Allt um meistaramót GS á íþróttasíðu

vf.is

FIMMTUdagurinn 12. JÚLÍ 2012 • 28. tölublað • 33. árgangur

Í

slandsferð eldri hjóna hófst með ósköpum um nýliðna helgi. Eftir að hafa tekið jeppa á leigu hjá bílaleigu á Keflavíkurflugvelli keyrði ökumaðurinn niður gjaldhlið við flugstöðina og fór þaðan yfir tengikassa, þvert yfir rútu- og leigubílastæði og út í tjörnina við listaverkið Þotuhreiðrið. Svo virðist sem ökumaðurinn hafi ætlað upp úr tjörninni aftur en hafnaði þar á stórum steinum. Þaðan var bílnum bakkað aftur út í tjörnina þar sem hann staðnæmdist mikið skemmdur.

14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011

spennandi uknattleikir

Íslandsferðin hófst í tjörninni við Leifsstöð

Þessi kríuungi er nýlega skriðinn úr eggi og var kominn upp á veginn við Norðurkot þegar Bárður Sindri handsamaði hann og kom honum út fyrir veg að nýju. VF-myndir: Hilmar Bragi

›› Ökumenn fara óvarlega í kríuvarpi við Norðurkot:

ehf.

Reykjanesbær ur: vf@vf.is a daga kl. 09-17

to.

kosti með gen.

endur vænn er ari

Kríuungarnir keyrðir í klessu

K

Opið allan sólarhringinn

ríuvarpið við Norðurkot í Sand- gamalli reynslu þá eiga margir eftir að enda gerði er að takast með miklum lífið með þessum hætti á næstu dögum. glæsibrag þetta sumarið. Aldrei áður Sigríður segir að kríuvarpið sé að heppnhefur sést eins mikið af kríu á svæðinu ast núna í fyrsta skipti í fjögur ár. Engir og mikið af ungum eru nú að taka fyrstu ungar hafi komist á legg síðustu ár þar sem skrefin út í lífið. Þessi skref geta hins fæðubrestur hafi verið í hafinu og ekkert vegar verið banvæn eins og Sigríður H hentugt síli fyrir ungana. Sigurðardóttir, húsfreyja í Norðurkoti „Það er leiðinlegt að horfa upp á ungana bendir á. Ungarnir sækja upp á heitt keyrða svona niður loksins þegar varpið malbikið og þar verða þeir óvarkárum er að takast,“ sagði Sigríður sem hvetur Morgu nver ökumenn til að taka lífinu rólega á þessum ökumönnum að bráð. matseð ðarÞað er háspenna í körfuboltanum í Reykjanesbæ þessa dagana. Keflavík og KR eigast við í undanÍ fyrrinótt fóru fyrstu ungarnir á stjá og 700 metra kafla þar sem ungarnir sækja ill Aðeins Iceland karla í körfuknattleik og staðan liðanna er 2:2. Kríuungi í klessu íb upp á veginn. Það þurfi aðí viðureign sýna ungunum út áúrslitum þjóðveginn sem Express-deildar liggur á milli SandSubway oði á Fitjum Oddaleikur verður Ökumenn í viðureign sem liðanna í Reykjavík í kvöld. á þjóðveginum tillitsemi og keyra rólega um Spennan svæðið oger ekki minni gerðis og Stafness. faraí KR-heimilinu í úrslitaviðureign Keflavíkur og Njarðvíkur í kvennaboltanum. Þar er staðan reyndar orðin 2:0 við Norðurkot í um svæðið huga margir hverjir ekki að njóta þess að fylgjast með krúttlegum ungfyrir Keflavík eftir tvo æsispennandi háspennuleiki. Keflavíkurstúlkur getafuglalífið orðið Íslandsmeistarar gærdag. unum. Nánar er fjallað um á ungunum og hreinlega keyra þá í klessu. kvenna með sigri á Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, föstudagskvöld. VF-mynd: HBB Margir ungar hlutu þessi örlög í gær og af Suðurnesjum í blaðinu í dag.

TM

Fitjum

- sjá nánar á bls. 23

Holtsgötu 52 - 260 Reykjanesbæ s. 420 5000 - Fax: 421 5946

NÝ T T

HÁGÆÐASTEYPA FRÁ BORG

– TIL AFHENDINGAR STRAX! (FRAMLEITT SAMKVÆMT STÖÐLUM ÍST EN 206-1, ÍST EN 197-1, ÍST EN 12620)

VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND | www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |

Kaplahrauni 9b - 220 Hafnarfirði - Sími: 414 7777

rðarbraut 13 @heklakef.is

Easy ÞvoTTaEfni

Easy MýkingarEfni

aloE vEra

2l


2

FIMMTUDAGURINN 12. júLí 2012 • VÍKURFRÉTTIR

›› Tveir hælisleitendur fóru inn á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar og földu sig í flugvél:

Isavia yfirfer öryggiseftirlit L

iðna helgi komust tveir ungir hælisleitendur inn á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar og fundust um borð í vél Icelandair við reglubundna skoðun. Isavia lítur mjög alvarlegum augum á atvikið en bendir á að öryggiskerfið hafi virkað þar sem að áhöfn Icelandair hafi fylgt forskrifuðum verklagsreglum í hvívetna og fundið mennina áður en vélin fór í loftið. Þetta segir í tilkynningu sem Isavia hefur gefið út. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins og liggur niðurstaða rannsóknar ekki endanlega fyrir. Isavia hefur veitt lögreglunni aðgengi að öllum gögnum sem kunna að varpa ljósi á hvernig mennirnir komust inn á svæðið og í flugvélina. Isavia tók þá ákvörðun að veita ekki upplýsingar um málið fyrr en það lá fyrir með hvaða hætti

TT O G RÐ VE

mennirnir komust inn á svæðið. Ljóst er að mennirnir fóru ekki í gegnum öryggishlið inn á flugvallarsvæðið né í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fóru þeir yfir girðingu inn á svæðið og þaðan inn á flughlaðið við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Öryggisdeild Isavia, sem fer með öryggis- og flugverndarmál á Keflavíkurflugvelli, starfar eftir mjög ströngu verklagi sem samþykkt er af Flugmálastjórn Íslands. Við skoðun á verklagi öryggisstarfsmanna Isavia á þeim tíma er viðkomandi atvik átti sér stað kemur ekkert athugavert í ljós við störf þeirra. Hælisleitendurnir hafa greinilega verið vel skipulagðir. Í ljósi alvarleika málsins mun Isavia yfirfara öryggiseftirlit með starfssemi á svæðinu, þrátt fyrir að öryggiskerfið hafi virkað í þessu tilviki, segir í tilkynningu Isavia.

N U L S R E V A T A F A N R A B KVEN- OG

J&J Hafnargata 21

Víkurfréttir hafa flutt ritstjórnarskrifstofur blaðsins að Krossmóa 4 í Reykjanesbæ

Vinsælar göngur

A

ðsókn í gönguferðir um Re y kjanessk ag ann me ð Reykjanesgönguferðum hefur verið með miklum ágætum í sumar, að sögn Rannveigar Lilju Garðarsdóttur, leiðsögumanns, sem staðið hefur fyrir gönguferðunum. Stærstur hluti göngufólksins kemur frá Suðurnesjum en einnig hafa göngumenn verið að koma af höfuðborgarsvæðinu til að njóta þess sem náttúra Suðurnesja hefur uppá að bjóða.

Rannveig segir að 50-70 manns séu í hverri gönguferð að jafnaði og þátttakendur séu á öllum aldri. Reynt sé að hafa ferðirnar þannig að þær henti öllum áhugasömum um gönguferðir. Gengið er á miðvikudögum og nú eru sex göngur að baki og fjórar eftir. Meðfylgjandi mynd var tekin á dögunum þegar gengið var um Sveifluháls en þar er mikil náttúra eins og sjá má á myndinni. Nánar má lesa um Reykjanesgöngur á vf.is.

Tvær af þremur á vegum Icelandair

F

arþegaþotur hófu sig á loft tæplega tólf hundruð sinnum frá Keflavíkurflugvelli í júní. Langflestar voru merktar Icelandair. Þetta kemur fram á vefnum Túristi.is Þeim hefur fjölgað erlendu flugfélögunum sem sjá sér hag í að fljúga til Íslands. Vægi þessara félaga er hins vegar lítið þegar horft er til allra brottfara á Keflavíkurflugvelli í júnímánuði. Flest eru þau með í kringum eitt til tvö prósent af heildinni samkvæmt talningu Túrista. Icelandair ber höfuð og herðar yfir aðra því tæplega sjötíu prósent af ferðum

frá landinu voru á vegum þess. Iceland Express er annað umsvifamesta fyrirtækið í millilandaflugi með níu prósent hlutdeild og WOW air er í þriðja sæti. Airberlin og SAS eru stærstu erlendu félögin eins og sjá má á töflunni hér að neðan. Vægi þeirra 5 stærstu á Keflavíkurflugvelli í júní 1. 2. 3. 4. 5.

Icelandair - 68,5% Iceland Express - 9% WOW air - 6% Airberlin - 3,5% SAS - 3%


3

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 12. júLí 2012

Sandgerðingar vilja milljarð kr. að láni B

æjarráð Sandgerðis samþykkti í sl. viku að óska eftir viðræðum við Lánasjóð sveitarfélaga um að taka að láni einn milljarð króna vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar. Sandgerði er skuldugasta sveitarfélag landsins og skuldaði um síðustu áramót 5,2 milljarða sem er 428% af heildartekjum. Skuldastaða Sandgerðisbæjar er afar slæm. Framlegð bæjarsjóðs er reyndar yfir viðmiðum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, en skuldirnar eru svo miklar að hún dugar ekki til þess að standa undir skuldum og skuldbindingum. Bæjarfélagið gerði á síðasta ári samning við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem kveðið er á um að farið verði ítarlega í saumana á fjárhagsstöðu bæjarsjóðs með það fyrir augum að ná markmiðum sveitarstjórnarlaga um að skuldirnar séu ekki meiri en 150% af tekjum. Á síðasta ári var bæjarsjóður rekinn með 390 milljón króna tapi. Fjárhagsáætlun þessa árs gerir ráð fyrir

tapi upp á 260 milljónir. Samkvæmt fjárhagsáætluninni þarf sveitarfélagið að greiða 409 milljónir í vexti og verðbætur í ár. Afborganir langtímalána nema 173 milljónum

og leigugjöld vegna húseigna sem bærinn nýtir og eru í eigu Eignarhaldsfélagsins Fasteignar nema 40 milljónum, segir á mbl.is.

Múrbúðarverð á garðvörum LÆKKAÐ VERÐ

GNUM

Á GARÐHÚSGÖ

Þrýstiúðabrúsi 5 lítrar WZ-6004

Borð 80x125cm 5.990,Stólar kr. 1,190,- hvítir Vatnskanna 890,Glös kr. 125,- ýmsir litir Græn plast salatskál 299,Diskur m/hjálmi 790,-

Vega stólar 2.390,Borð samanbrjótanlegt með ál fótum 70x115cm 8.990,- nokkrir litir. Glös 6 stk 890,Salatskál 465,Diskur með hjálmi 790,Nestisbox, oval 1.290,-

208 3ja arma garðúðari

325,-

WZ-9019 Greinaklippur

Þrýstiúðabrúsi 1 líter WZ-4001

1.490,-

Slöngutengjasett með úðara WZ-9304

495,-

395,-

WZ-9006 Greinaklippur Slöngutengjasett með úðabyssu Q308

590,-

Slöngusamtengi

98,-

(mikið úrval tengja)

Garðverkfæra hirsla 52x32x20 cm

Öflugar hjólbörur 90 lítra

Skipta út lömpum í ljósastaurum til að spara

G

rindavíkurbær er að ráðast í orkusparandi aðgerðir með því að skipta út lömpum í ljósastaurum í bænum. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs leggur til að 250 w lömpum í götulýsingu bæjarins verði skipt út fyrir 150 w lampa. Alls er um 115 slíkir lampar í bænum. Áætlað er að breytingin spari um 1,1 milljón króna á ári í innkaupum á rafmagni þegar breytingin er að fullu komin til framkvæmda. Heildarkostnaður er áætlaður um 7,7 milljónir kr. Lagt er til að verkefninu verði skipt í tvo áfanga. 42 lampar í ár og vinna svo í útskiptingu á afgangnum á næstu tveimur árum. Farið er fram á 2,7 milljónir kr. á þessu ári til kaupa og uppsetningu á 42 lömpum. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum og vísar tillögunni til umfjöllunar um endurskoðaða fjárfestingaráætlun ársins á næsta fundi bæjarráðs.

Víkur fréttir á nýjum stað! Erum á 4. hæð í Krossmóa 4, Reykjanesbæ.

1.590,-

1.390,-

7.490,-

MARGAR GERÐIR AF HJÓLBÖRUM

690,-

WZ-9008 Hekk klippur 8”

1.690,-

695,-

1.250,-

einnig til 10 lítra kr 995,-

Slönguhjól 1/2” f/45 metra

1.590,-

Slönguvagn á hjólum 1/2” f/50 metra

2.490,-

Mako sterkir ruslapokar 120 lítrar 10stk

Laufhrífa

Garðverkfærasett

690,-

430,-

390,-

Garðkarfa 65L

1.890,-

5 lítra bensínbrúsi

PAR blómapottur 60 cm

460,-

1,990,-

án bakka

Malarhrífa verð frá

1.390,Leirpottur ø18 cm H15 cm

120,-

Garðkanna 5 L

695,-

Diskur 70,(stærðir 18-52 cm)

1/2” slanga 15 metra með byssu og tengjum Garðkarfa 25L

990,-

Plastpottur ø26 cm H22 cm

330,-

Diskur 130,-

Plastpottur ø20 cm

1.390,-

Plastpottur ø25 cm H20 cm

225,-

MIKIÐ ÚRVAL AF

RISAPOTTUM

370,-

Diskur 120,-

GAS GRILL

37.900,-

4 brennarar 14 kw/h. (12.000Btu) Kveikja í stillihnapp – hitamælir Grillgrind er postulínshúðuð. 43x37 cm Hitaplata er postulínshúðuð. 43x39 cm Þrýstijafnari og slanga fylgir.

Jarðvegspokar 60 L

1.090,-

Grænmetisyfirbreiðsla

715,-

Jarðvegsdúkur 10x1,2 m

1.290,-

Strákústur 30cm breiður

695,-

12 lítra fata

Fuglavík 18, Reykjanesbæ Opið mán.–fös. kl. 8-18

298,-

– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!


4 markhonnun.is

FIMMTUDAGURINN 12. júLí 2012 • VÍKURFRÉTTIR

lambalæri

Kræsingar & kostakjör

frosið

1.198 áður 1.498 kr/kg

Sól og sumarskap Egils rEyktur lax

svínalundir

niðuRSnEidduR fRoSinn

ttur

40% afslá

1.139

áður 849 kr/kg

M

t

ttur

40% afslá

696

ýt

fERSkT

HEill fRoSinn

H

n

kjúklingur

2.393 áður 3989 kr/kg

áður 1.898 kr/kg

115

kaffi pETER l.

ur

tt 50% afslá

*Gildir ekki um Nettó Salaveigi

NÝBAKAÐ TILBOÐ

áður 229 kr/stk

479 639 699 ttur

20% afslá

croissant mEð súkkulaði BAkAð Á STAðnuM*

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

c

2


5

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 12. júLí 2012

ta s E i f asa

c

tur t á l s f a 25%

í nettó Hrásalat

grísavöðvi

MM 220 G

319

fitty

BRAzil

SAMlokuBRAuð

kr/2 stk

ttur

34% afslá

áður 198 kr/stk

capri súkkulaðibitar 200 G

989

2 fyrir 1

áður 1.498 kr/kg

fjölskylduís

fErskjur í öskju

4 TEGundiR

500 G

ttur

50% afslá

199 áður 249 kr/pk

129 249 áður 189kr/stk

ávöxTur vIKuNNAr

139

áður 498 kr/askjan

Tilboðin gilda 12. - 15. JÚLÍ Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


6

FIMMTUDAGURINN 12. júLí 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Leiðari Víkurfrétta

vf.is

Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri

Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Víkurfréttir og tjáningarfrelsið Það er alltaf gaman að gera breytingar til góðs og við hérna á ritstjórninni erum ánægð með þær breytingar sem við gerðum á vefsíðu Víkurfrétta í síðustu viku. Þá var sett í loftið töluvert endurbætt útgáfa af vf.is þar sem vefir Víkurfrétta, fréttavefurinn vf.is og golfvefurinn kylfingur.is voru sameinaðir í einn vef. Nýja vefsíðan er mun einfaldari en sú gamla og framsetning á fréttum er aðgengilegri. Nýi vefurinn hefur verið í þróun undanfarið ár og höfum við átt gott samstarf við hugbúnaðarfyrirtækið Dacoda í Reykjanesbæ sem framleiðir vefumsjónarkerfið sem heldur utan um umfangsmikið frétta- og myndakerfi vf.is. Frá því vefurinn fór fyrst í loftið sumarið 1995 hafa tugþúsundir frétta og mynda verið settar inn á vefinn og þar er mikla sögu að finna. Vefnum hefur verið breytt nokkrum sinnum í gegnum

tíðina og oftast fáum við að heyra að gamla útgáfan hafi nú verið betri, enda lesendur vanafastir. Viðbrögðin við nýjustu breytingunni hafa verið mjög jákvæð, ef undan er skilin athugasemd sem markaðs- og auglýsingastjóri DV hefur gert við síðuna. Markaðsstjóri DV segir í grein á dv.is Víkurfréttir vera að fara illa með tjáningarfrelsið þegar ritstjórnin hafi lokað á þann möguleika að lesendur gætu skrifað athugasemdir undir fréttir og greinar á vefnum. Þessi sami markaðs- og auglýsingastjóri DV fór mikinn í athugasemdakerfinu á vef Víkurfrétta og lét þar orð falla sem lögfróðir menn segja ærumeiðandi. Markaðs- og auglýsingastjórinn bæði hringdi í starfsmenn Víkurfrétta og sendi þeim póst og óskaði eftir afsökunarbeiðni blaðsins vegna þeirrar ákvörðunar að hafa tekið út þann valkost á vef vf.is að þar væri

hægt að skrá athugasemdir lesenda. Vefmiðill markaðs- og auglýsingastjóra DV tekur sjálfur á sínum lesendum með eftirfarandi hætti: „Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg“. Það er algjörlega í höndum ritstjórnar Víkurfrétta að meta það hvað sé birt og hvað ekki í miðlum Víkurfrétta, hvort sem er á prenti eða netinu. Við þurfum ekki að biðja markaðs- og auglýsingastjóra DV afsökunar á því að hafa tekið út athugasemdakerfið. Markaðsstjórinn verður því bara að nota sinn eigin vef áfram til að ata sinn gamla heimabæ aur. Sé það tjáningarfrelsi að meiða æru fólks, þá þarf eitthvað að taka þetta tjáningarfrelsi til skoðunar. Hilmar Bragi Bárðarson

Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 19. júlí 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is Scott Ramsay kíkir í nammipokann hjá Guðjóni Þórðarsyni þjálfara sínum í leiknum gegn Valsmönnum.

Munu börn í Reykjanesbæ slá lestrarmet í sumar? Á

Fór ótæpilega í nammipokann og var aðvaraður af dómara

S

temmningin á varamannabekk Grindavíkur var með besta móti í liðinni viku þegar heimamenn tóku á móti Valsmönnum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur, er þekktur fyrir sælgætispokann sem hann mætir ávallt með á leiki. Guðjón opnar pokann og býður upp á bita þegar hans menn skora mark. Í leiknum náðu Grindvíkingar forystunni snemma leiks og mikil stemmning var í liðinu sem ætlaði sér sigur í leiknum. Það var því farið ótæpilega í pokann góða á meðan á leik

stóð. Sagði Guðjón eftir leikinn að einn af aðstoðarmönnum hans á bekknum hafi farið full oft í pokann, fengið sykursjokk og orðið æstur þannig að dómari leiksins varð að koma og aðvara hann. Á meðfylgjandi myndum má sjá gleðina á bekknum og þegar leikmönnum og öðrum var boðið upp á nammi eftir að Grindavík hafði aukið forystuna í 2:0. Úrslit leiksins urðu 2:0 sigur heimamanna og fyrsti sigur Grindavíkur í Pepsi-deildinni orðinn að veruleika. VF-myndir: Hilmar Bragi

›› Fríða Rögnvaldsdóttir sýnir í Flóahreppi:

Myndlistarsýningin Ferðalag í Tré og list Forsæti

Þ

ann 14. júlí 2012 kl. 16-18 opnar Fríða Rögnvaldsdóttir myndlistarkona úr Keflavík sýninguna Ferðalag í Tré og list Forsæti, Flóahreppi. Léttar veitingar verða við opnun. Fríða hefur komið víða við á ferli sínum, var meðlimur og í stjórn Baðstofunnar í Keflavík, sem er hópur áhugafólks um myndlist frá árunum 1986-1999. Hún tók sumarnámskeið í vatnslitamálun 1995 í Myndlistarskóla Kópavogs. Fornám í Myndlistaw- og handíðaskóla Íslands veturinn 1999. Auk þess fékk Fríða inngöngu í Academie of fine kunst í Tongeren í Belgíu haustið 1999. Hún nam þar í málaradeild til des. 2001 ásamt því að vera gestanemi í grafík- og skúlptúrdeild skólans. Fríða hefur haldið fjölda einkasýninga hérlendis, ásamt einkasýningu í Lúxemburg. Einnig hefur hún tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima, ásamt 5 samsýningum erlendis, í Belgíu, í New York og síðasta

haust í Istanbúl í Tyrklandi, þar sem mynd hennar Vinkonur var tilnefnd til verðlauna. Fjölbreytta myndlist Fríðu má sjá á heimasíðu hennar, frida-r.com Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Tré og list, treoglist.is

þriðja hundrað börn lesa nú af kappi í sumarlestri Bókasafns Reykjanesbæjar. Hver þátttakandi fær fisk á fyrsta þátttökudegi til að setja í fiskabúr sumarlesturs og þar svamla nú 233 fiskar. Það hefur því gengið vel að fiska eftir lestrarhestum það sem af er

sumri. Sumarlestri er þó hvergi nærri lokið og mestallur júlí og allur ágúst eftir. Við gætum því enn slegið þátttökumetið frá árinu 2008 en þá tóku 255 börn þátt. Grunnskólabörn í Reykjanesbæ og læs börn á leið í grunnskóla eru hvött til að hjálpa okkur á Bókasafninu að slá metið.

Elíza Newman skrifar undir saming hjá Wixen Music T ónlistarkonan Elíza Newman skrifaði undir höfundarréttarsamning í síðustu viku við ameríska fyrirtækið Wixen Music. Wixen Music var stofnað fyrir um 30 árum síðan og er sjálfstætt höfundarréttarfyrirtæki sem býður listamönnum sínum mikið samstarf og góða stjórn á sínum höfundarrétti. Tónlistarmenn á borð við Neil Young, The Black Keys, Audioslave, Rage against the Machine,Weezer og Tom Petty eru á meðal listamanna sem Wixen Music eru með á sínum snærum. Munu Wixen einbeita sér að því að koma tónlist Elízu á framfæri í ýmsum miðlum og má þar nefna að lagið „I Wonder“ af síðustu sólóplötu hennar, mun hljóma í ástralska sjónvarpsþættinum „Winners and Losers“ bráðlega. Winners and Losers er vinsæll leikinn sjónvarpsþáttur sem fjallar um fjórar vinkonur sem vinna saman í Lottó stóran vinning

og líf þeirra eftir þær breytingar. Þátturinn er sýndur um víða veröld, m.a í Bretlandi, Frakklandi, Finnlandi og SuðurAfríku. Elíza er um þessar mundir að k lára upptökur á þriðju sólóplötu sinni sem mun koma út á Íslandi í haust. Verður platan gerð í tveimur útgáfum þ.e. ein á íslensku fyrir Íslandsmarkað og önnur á ensku fyrir erlendan markað. Fyrsta lag plötunar Stjörnuryk er komið í góða spilun á Íslandi og hefur verið á vinsældarlista Rásar 2 í 6 vikur. Elíza er bæði þekkt sem söngkona Kolrössu Krókríðandi og Bellatrix en einnig sem sóló listamaður á Íslandi jafnt sem erlendis. Síðasta plata Elízu, Pie in the sky naut vinsælda og átti þó nokkur vinsæl útvarpslög eins og Ukulele song for you og Hopeless case, einnig hlaut lag hennar um Eyjafjallajökul heimsathygli árið 2010. n


VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 12. júLí 2012

VERTU KEFLVÍKINGUR Á

ÁHÖFNIN ER KLÁR! TRYGGJUM BYR Í SEGLIN

NETTÓVÖLLUR

KEFLAVÍK - KR Í KVÖLD KL.19.15

7


8

FIMMTUDAGURINN 12. júLí 2012 • VÍKURFRÉTTIR

›› FRÉTTIR ‹‹

Sr. Erla Guðmundsdóttir, Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir formaður sóknarnefndar og Sr. Skúli S. Ólafsson sóknarprestur Keflavíkurkirkju. Í fangi hans situr sonur hans, Guðjón Ingi Skúlason.

„Eðlilegt að íbúar verði upplýstir“

M

eirihluti bæjarráðs Reykjanesbæjar vísaði í liðinni viku tillögu fulltrúa Samfylkingar frá um að gerð verði sjálfstæð úttekt á fyrirliggjandi samningsdrögum við Eignarhaldsfélagið Fasteign og fjárhagslegum skuldbindingum. Vísað var til þess að vinnan stendur enn. Í bókun fulltrúa Samfylkingar segir að það sé miður að meirihluti bæjarráðs Reykjanesbæjar skuli ekki samþykkja tillögu bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar sem vísað var til bæjarráðs af bæjarstjórn þann 26. júní sl. Í henni var lagt til að bæjarráð sameinist um að ráða óháðan sérfræðing, sem ekki hefur starfað fyrir Eignarhaldsfélagið Fasteign né Capacent, og feli honum að gera sjálfstæða úttekt á fyrirliggjandi samningsdrögum og fjárhagslegum skuldbindingum. Niðurstöðurnar yrðu síðan kynntar fyrir bæjarstjórn áður en til endanlegrar staðfestingar bæjarstjórnar kemur á samningi Reykjanesbæjar við EFF. „Ljóst er að afdrif EFF mun hafa áhrif á fjárhag bæjarins til langrar framtíðar næstu árin og því eðlilegt að íbúar bæjarins verði upplýstir um málið og sé gefið tækifæri á að tjá skoðun sína.“

Framkvæmdaleyfi fyrir 18 holu golfvelli á Vatnsleysuströnd

U

msókn Golfklúbbs Vatnsleysustrandar um framkvæmdaleyfi til uppbyggingar 18 holu golfvallar á landi ofan Vatnsl e y s u s t r a n d a rvegar var tekin fyrir í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga í vikunni. Bæjarráð samþykkir veitingu framkvæmdaleyfisins í samræmi við bókun nefndarinnar. Í dag rekur Golfklúbbur Vatnsleysustrandar 9 holu golfvöll að Kálfatjörn.

Steypa kantstein í Grindavík

S

umarið er tími ýmissa framk v æ m d a . G a ng s t í g a g e rð verður fyrirferðamikil í Grindavík í sumar og meðal annars verður settur kantsteinn víða áður en gangstéttarnar verða lagðar. Myndin var tekin við tjaldsvæðið í Grindavík þar sem var verið að steypa kantstein í blíðskaparveðri, segir á vef Grindavíkurbæjar.

Kirkjan færð í upprun horf fyrir 100 ára afm Keflavíkurkirkja fagnar 100 ára afmæli árið 2015 og til að fagna þeim tímamótum er spennandi starf komið í gang innan kirkjunnar sem m.a. miðar að því að færa kirkjuna í upprunalegt form, svo langt sem hægt er að fara með það verkefni miðað við nútíma þarfir og af því að kirkjan sjálf hefur stækkað í báða enda, ef svo má að orði komast. Þannig er komið nýtt anddyri á kirkjuna og KÓRINN (sem er svæðið í kringum altarið) er einnig í síðari tíma viðbyggingu. Kirkjunni hefur oft verið breytt í gegnum tíðina en þær innréttingar sem nú eru í henni eru frá lokum 7. áratugarins og eru eftir teikningum Ragnars Emilssonar arkitekts. Meðal þess sem gert var má nefna að söngloftið, sem var úr tré, var rifið burt. Nýja söngloftið er eins stórt og framast er kostur vegna gluggaskipunar, bogadregið að framan og steinsteypt, nema hvað ofan á bogadreginni steinbríkinni er eikarhandrið. Þá voru nýjar grátur og predikunarstóll smíðuð í stíl við veggþiljurnar. Í kirkjuna komu nýir bólstraðir kirkjubekkir. Þeir voru að stærstum hluta gjöf frá Systrafélagi Keflavíkurkirkju, sem stofnað var 12. mars 1965. Einnig voru allar hurðir endurnýjaðar nema útihurðirnar. Lýsingu kirkjunnar var gerbreytt. Sett var upp tvöföld röð af ljósakrónum, fjórar í hvorri röð. Gömlu ljósakrónurnar þrjár, sem aflagðar voru við stækkunarframkvæmdirnar, voru svo settar upp að nýju fyrir jólin 1974. Kirkjan var svo endurvígð árið 1967.

Fyrsta steinda glerlistaverkið sem kirkjan eignaðist er í hringglugganum á framhlið kirkjunnar. Verkið er enskrar gerðar frá 1968. Steindu gluggana í kirkjuskipinu og kór kirkjunnar teiknaði Benedikt Gunnarsson listmálari. Þeir voru gerðir í Þýskalandi í samráði við Benedikt og voru

settir í kirkjuna árið 1977. Breytingin á kirkjunni á þessum tíma var mjög róttæk og breytti algjörlega svip Keflavíkurkirkju að innan. Fyrir breytingarnar var oft talað um það að Keflavíkurkirkja væri ein fallegasta kirkja landsins að innan. Fyrir þessar breytingar þótti kikjan

Ásýnd innandyra á eftir að verða allt önnur eftir að breytingum lýkur.

svo stílhrein og að birtan flæddi inn um gluggana. Breytingarnar voru hins vegar barn síns tíma. Nú er sem sagt vilji til þess innan Keflavíkurkirkju að hverfa aftur til upprunalegs útlits og er í gangi vinna sem miðar að því að finna liti sem notaðir voru þegar kirkjan var vígð 1915. Helstu breytingar verða þær að panell fer af veggjum, gráturnar við altarið verða í upprunalegu útliti, gamli predikunarstóllinn verður færður í upprunalegt útlit, skipt um gólfefni í kirkjunni og bekkir færðir í upprunalegt horf en hafðir þægilegir að sitja á. Þá munu steindir gluggar verða teknir úr kirkjunni og sett í hana venjulegt gler til að hleypa inn náttúrulegu ljósi. Þá verður upprunalegur litur settur á ramma altaristöflunnar og upprunalegi predikunarstóllinn fær sinn sess að nýju. Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, formaður sóknarnefndar Keflavíkurkirkju, sagði í samtali við Víkurfréttir að nauðsynlegt viðhald væri aðkallandi og því yrði tækifærið notað til að koma kirkjunni í upprunalegt útlit.


9

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 12. júLí 2012 Svona er upprunalegt útlit Keflavíkurkirkju. Farið verður eins nálægt því og hægt er með nútíma þarfir í huga.

unalegt mælið Sr. Skúli S. Ólafsson sóknarprestur Keflavíkurkirkju við predikunarstólinn sem verður endurgerður í upprunalega mynd. Englarnir eru t.a.m. ekki hluti af upprunalegum stól.

Panelklæðningin frá 1965 sé orðin þurr og skemmdir á nokkrum stöðum. Bekkir þurfi viðhald og gólfefni séu orðin lúin. Þá segir Ragnheiður Ásta að gamli predikunarstóllinn sé til og hann sé geymdur í Kirkjulundi. Hann eigi sér mikla sögu og því sé honum gerð mikil virðing með því að taka hann í notkun að nýju. Kostnaður við þessar breytingar er talinn vera um 10 milljónir króna og nú sé unnið að því að afla þess fjár. Þá liggur fyrir að orgel kirkjunnar er að syngja sitt síðasta og sú stund færist nær að það mun hreinlega hrynja. Orgelið er gamalt og verksmiðjuframleitt í Austur-Þýskalandi á sínum tíma en er ekki eins og orgel í dag, sem eru sérsmíðuð inn í hverja kirkju. „Okkur langar að sýna kirkjunni þá virðingu sem henni ber,“ segir Ragnheiður Ásta í samtali við blaðamann. Til þess að breytingarnar geti orðið að veruleika verður að gera þær í nokkrum skrefum. Breytingarnar hófust fyrir tveimur árum þegar panelklæðning var tekin úr kórnum, hann var málaður og altaristaflan var hreinsuð. Núna

í ágúst verður kirkjunni lokað í einn mánuð, þar sem engin brúðkaup verða í ágústmánuði. Panell verður tekinn af veggjum og þeir málaðir, bekkir verða teknir út úr kirkjunni og endurnýjaðir, auk þess sem skipt verður um gólfefni. Að ári verður síðan farið í að laga kirkjuloftið og laga gráturnar. Í framhaldinu verður síðan farið í að setja upp gamla predikunarstólinn. Ragnheiður Ásta segir að þegar litið er til sögunnar þá hafi Keflavíkurkirkja verið byggð af

miklum stórhug. Stærstur hluti kirkjunnar var gefinn af kaupmanninum á staðnum en einnig lögðu bæjarbúar til bæði vinnuframlag og fjármuni til byggingarinnar. Nú er einnig horft til þess að bæjarbúar í Keflavíkursókn leggi til vinnu og fjármuni til kirkjunnar sinnar. Stórhugurinn á sínum tíma var svo einstakur. Þá bjuggu á fimmta hundrað manns í sveitarfélaginu en þeir byggðu kirkju sem tók 200 manns í sæti. Núna geta bæjarbúar

Steindu gluggarnir munu víkja fyrir glæru gleri eins og var í kirkjunni þegar hún var vígð fyrst.

Rammi altaristöflunnar fær dökkbrúnan lit, sem er upprunalegur litur.

lagt fjármuni til verksins t.a.m. með því að kaupa pípu í nýja orgelinu eða leggja fram vinnu einn og einn dag. Séra Skúli S. Ólafsson sóknarprestur segir að hugmyndin sé að virkja hinn mikla félagsauð sem er innan kirkjunnar til góðra verka. Þá hefur kirkjan fengið hinn færa arkitekt, Pál V. Bjarnason til verksins. Hann hefur að sögn legið yfir teikningum og gömlum ljósmyndum af kirkjunni. Þá hefur hann farið ofan í alla gamla muni sem hafa varðveist úr kirkjunni til að finna upprunalega liti. Þannig er búið að finna liti á tréverki og bútur af upprunalegum gólfdúk fannst í gamla predikunarstólnum, þannig að þar geta menn fengið sama lit og áferð. Steindir gluggar kirkjunnar verða teknir niður og þeim komið í geymslu. Þá hefur Keflavíkurkirkja aðstöðu til að hafa þá til sýnis áfram, a.m.k. að hluta. Sýnist fólki svo að steindu gluggana eigi að setja upp að nýju, þá sé alltaf möguleiki á því. Þannig verði gengið frá þeim að þeir verði varðveittir. Ragnheiður Ásta segir að sóknarnefndarfólk sé spennt að sjá hvernig kirkjan líti út án steindu glugganna. Steindir gluggar hafi á sínum tíma verið mikil tískubóla í mörgum kirkjum. Steindu gluggarnir í Keflavíkurkirkju hafa enga trúarlega skírskotun. Stefnt er að því að hafa lokið þeim áfanga sem nú verður unninn fyrir Ljósanótt og bjóða gestum úr árgangagöngunni að koma við í kirkjunni og njóta þeirra breytinga sem þá verða tilbúnar.


10

FIMMTUDAGURINN 12. júLí 2012 • VÍKURFRÉTTIR

›› Náttúrustofa Reykjaness ›› FRÉTTIR ‹‹

Endurgreiðsla kostnaðar vegna tannlækninga barna hækkar tímabundið - Hækkunin gildir frá 1. júlí til næstu áramóta. Tímabundnar úrbætur fyrir tannheilsu barna.

T

annheilsa barna hefur verið þó nokkuð í umræðunni og vaxandi áhyggjur af tannheilsu barna, sérstaklega þeirra barna sem búa við efnahagslegar þrengingar og fátækt. Rekja má þessar áhyggjur m.a. til deilu um gjaldskrá vegna tannlækninga sem ríkið hefur ekki samþykkt að taka mið af við útreikninga sína um endurgreiðslur, en einnig til þeirrar kaupmáttarrýrnunar og kjaraskerðinga sem heimili landsins hafa orðið fyrir í kjölfar efnahagshruns fjármálakerfisins á Íslandi 2008. Í reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga er kveðið á um 75% greiðsluþátttöku vegna tannlækninga barna og er þá miðað við hina opinberu gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. Ef gjaldskrá tannlæknis er hærri en opinbera gjaldskráin greiðir sjúklingurinn mismuninn sem skýrir að endurgreiðsla raunkostnaðar hefur verið mun lægri en nemur 75% frá því að samningar hins opinbera við tannlækna féllu úr gildi. Með núverandi hækkun á endurgreiðslu kostnaðar Sjúkratrygginga Íslands er áætlað að hlutfall endurgreiðslu raunkostnaðar hækki úr tæpum 42% í að meðaltali í 62,5%. Getur hér munað nokkru fyrir pyngju heimilanna og eru foreldrar hvattir til að kynna sér þessar breytingar.

Sumarlestur á bókasafninu í Garði

L

estrarátak nemenda Gerðaskóla hófst í byrjun júní á Bókasafninu í Garði og stendur yfir frá júní - ágústloka. Átakið fór vel af stað, enn er nægur tími til að hefja þátttöku. Við viljum hvetja foreldra til að koma með börnunum á bókasafnið og aðstoða þau við val á bókum og styðja þau þannig í þessu skemmtilega verkefni. Nánar i upplýsingar gef ur bókavörður á opnunartíma safnsins sem er opið: Mánudaga – Fimmtudaga frá kl. 15.00 – 18.00. Opið í allt sumar!

Krían og sílamávurinn haldast í hendur Gunnar Þór Hallgrímsson er forstöðumaður Náttúrustofu Reykjaness sem staðsett er á Fræðasetrinu í Sandgerði. Stofan er ekki stór, því þar starfa einungis tveir starfsmenn. Náttúrustofa Reykjaness á hins vegar í góðu samstarfi við aðrar stofnanir í húsinu þannig að samlegðaráhrif eru mikil. Náttúrustofa Reykjaness er ein af sjö náttúrustofum sem dreifðar eru hringinn í kringum landið. Stofurnar eru í eigu sveitarfélaga á sínu svæði en reknar með stuðningi frá ríkinu og starfa eftir lögum sem gilda fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands og þessar náttúrustofur. Hlutverk Náttúrustofu Reykjaness er að skrá og skoða náttúrufar á sínu svæði sem er Reykjanesskaginn. Á Náttúrustofu Reykjaness hefur helsta verkefnið undanfarin ár verið fuglarannsóknir og rannsóknir á lífríki fjöru. Gróðurfar heyrir einnig undir stofuna og segir Gunnar Þór að það sé eitt af verkefnunum að skrá plöntur og gróður sem ekki hafi áður fundist á svæðinu. Þá er tekið við upplýsingum um náttúrufar og stunduð almenn náttúrufarsvöktun sem er útbreiðsla og fjöldi lífvera. Verkefnin eru viðamikil en starfsfólkið fátt og það þarf að halda vel utan um allar skráningar. Upp úr 1990 var gerð úttekt á 10x10 ferkílómetra reitarskala á Reykjanesskaga á útbreiðslu varpfugla. Gunnar segir að þessari úttekt hafi ekkert verið fylgt eftir

og því sé nauðsynlegt að gera aðra úttekt til að fá samanburð. Gunnar segist þó vita að miðað við þessa könnun sem gerð var

upp úr 90, þá hafi orðið töluvert miklar breytingar. Þá eru bæði tegundir eins og starri sem hefur dreift sér og ýmsar andartegundir

eru komnar sem ekki voru áður. Þá eru einnig dæmi þess að tegundum hafi fækkað og þá hjá sendlingum og snjótittlingum. Gunnar hefur á síðustu árum fylgst með ástandi kríunnar samhliða rannsóknum á sílamávi og segist hann sjá ótrúlega margt svipað þar. Þegar það gengur vel hjá kríunni, þá gengur einnig vel hjá mávinum. Þessir tveir fuglar eiga sér samnefnara sem við teljum vera sandsíli. Á vorin veiðir Náttúrustofa Reykjaness nokkuð af sílamávi til rannsókna og merkinga. Í vor var mönnum ljóst að mávurinn var í betra líkamsástandi en oft áður. Þá virðist sem varpið

Víkurfréttir hafa flutt ritstjórnarskrifstofur blaðsins að Krossmóa 4 í Reykjanesbæ


11

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 12. júLí 2012

›› Ný skýrsla Umferðarstofu: hafi einnig farið betur af stað í vor en allra síðustu ár. „Þetta veitir okkur ákveðna von um að þetta þýði betra start einnig hjá kríunni. Hún er yfirleitt seinna en mávurinn af stað. Hins vegar er ekki alltaf samræmi á milli þess að það sé gott upphaf á varpi og að það sé góður varpárangur,“ segir Gunnar Þór í samtali við Víkurfréttir. Hann segir að stundum sé góð byrjun en lélegur endir og stundum léleg byrjun og góður endir. Það þurfi hins vegar að fara saman gott upphaf og góður endir svo árið sé gott. Gunnar segir því að ómögulegt sé að segja hvort kríunni takist vel til í ár. Nýverið barst Víkurfréttum bréf frá fuglaáhugamanni sem sagðist hafa séð til máva vera að éta smáfugla. Við spurðum Gunnar Þór að því hvort þetta væri algengt.

Gunnar Þór Hallgrímsson er forstöðumaður Náttúrustofu Reykjaness sem staðsett er á Fræðasetrinu í Sandgerði. Hér er hann á skrifstofu sinni með uppstoppaðan fálka, rjúpu og tvo lunda.

„Á meðal máva eru alltaf einstaklingar sem sérhæfa sig í smáfugla- og ungadrápi. Mér hefur sýnst þetta vera svolítið mismunandi á milli landssvæða. Sílamávar á mið-Suðurlandi og eins á Norðurlandi, þar sem ég hef skoðað varp, virðast oftar vera meiri eggjaungadráparar en sílamávar á Suðurnesjunum. Þeir eru meiri sjófuglar,“ segir Gunnar Þór. Hann segir þó að eggjaungadráparar finnist á Suðurnesjum. Þá þekkist það einnig á meðal máva að þeir fara í ránfuglseðli og drepa fullorðna fugla. „Við höfum séð þá taka fullorðnar sandlóur og kríur. Þetta er ekki Gróusaga en hins vegar ekki almenna reglan hjá þeim,“ segir Gunnar Þór. Hann segir svona hegðun máva í raun sýna aðlögunarhæfni þeirra hverju sinni. Þeir kunni að bjarga sér. Mikil breyting hefur orðið á varpsvæðum máva á Reykjanes-

skaganum. Á árunum 1990 til 2000 voru varpsvæði allt í kringum Keflavíkurflugvöll og lögð var mikil áhersla á það hjá flugmálayfirvöldum að halda mávinum í skefjum og frá flugbrautum. Varpið náði hámarki í kringum 2004 þegar hér voru 40.000 pör í varpi. Síðan þá hefur orðið mikill viðkomubrestur í fjölda varpfugla og árið 2006 voru ekki nema um 6.000 pör verpandi. Þá hafa þau fært sig norðar frá flugvellinum þannig að í dag eru fáir fuglar nærri Keflavíkurflugvelli. Þeir eru allir komnir á norðanverða Miðnesheiðina. Hættan af völdum máva í dag er hverfandi miðað við hvað hún var í kringum 2000. Á þessu ári var birt grein í vísindatímariti um samspil tófu og mávs sem sýnir að mikil tengsl eru á milli þess þegar tófa gerir sér greni og að mávurinn flýr þær kringumstæður. Þar sem virkt greni var þá færðist jaðar varpsins fjær. Tófan hefur mikil fælingaráhrif í varplöndum mávsins og niðurstöður þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið eru í raun ótrúlegar. Gunnar Þór segir þó að í dag séu viðbrögð máva við tófunni önnur en í kringum árið 2000. Hugsanlega eru þeir orðnir vanari tófunni í dag og kippa sér ekki eins upp við hana. Niðurstaðan er sú að tófan hafði mikil áhrif á útbreiðslu varpsins en hún hafði ekki áhrif á fjölda varpfugla. Fjöldi fugla í varpi er langmest háður fæðuframboði eða síli í þessu tilviki. Sílið hrynur síðla árs 2005 og árið 2006 er algjört hrun í varpinu. Það er því sílið sem stjórnar því hversu margir verpa, segir Gunnar Þór Hallgrímsson, forstöðumaður Náttúrustofu Reykjaness við Víkurfréttir. Texti: Hilmar Bragi Bárðarson

Mikil fækkun alvarlega slasaðra í þéttbýli á Suðurnesjum

S

amkvæmt nýútkominni skýrslu Umferðarstofu um umferðarslys á árinu 2011 kemur í ljós að alvarlega slösuðum á Suðurnesjum fækkaði um 7 frá árinu á undan. Þetta er nánast helmingsfækkun alvarlega slasaðra en 8 slösuðust árið 2011, en þeir voru 15 árið 2010. Langflestir þeirra sem slasast alvarlega á svæðinu lenda í slysum utanbæjar eða 7 talsins. Á hinn bóginn varð umtalsverð fjölgun meðal þeirra sem urðu fyrir minni háttar meiðslum, en þeir voru 81 fyrra árið, en 105 á síðasta ári. Ekkert banaslys varð á árinu á Suðurnesjum en á landinu öllu urðu 12 banaslys í fyrra. Góður árangur hefur náðst í að koma í veg fyrir að fólk slasist alvarlega innan þéttbýlis, en þeir voru 9 árið 2010, en aðeins einn í fyrra. Þegar slys á árunum 2007 – 2011 eru skoðuð með tilliti til staðsetn-

ingar kemur í ljós að flest hafa þau orðið á Reykjanesbraut (brú yfir Vatnsleysustrandarveg – Grindavíkurvegur eða 4,7 á hvern kílómetra á tímabilinu. Næst kemur Grindavíkurvegur frá Reykjanesbraut að Gerðavöllum í Grindavík með 2,8 slys á hvern kílómetra og í þriðja sæti er Reykjanesbraut frá Grindavíkurvegi að Njarðvíkurvegi eða 2,4 slys á kílómetra. Þegar skoðað er hvers eðlis þessi slys eru kemur í ljós að í einu tilfelli var ekið á hjólreiðamann, bifhjólamaður ók bifhjól út af vegi, tvær aftanákeyrslur urðu og leiddu til alvarlegs slyss, einn féll af reiðhjóli og í tvígang var ekið út af vegi hægra megin. Í annarri aftanákeyrslunni slösuðust tveir alvarlega. Umferðarstofa vekur athygli á slysakorti sem er á vefnum www.us.is og á forsíðunni er borði sem á stendur Slysakort. Þar geta allir skoða slysastaði í sínu nærumhverfi. n

ÞÖKKUM FYRIR FRÁBÆRAR MÓTTÖKUR

Sumar opnunartími: Mánudagar 13:00 - 18:00 Þriðjudagar - föstudagar 10:00 - 18:00 Lokað um helgar

SKÓVINNUSTOFA SIGGA Krossmóa - Sími 421 2045

loka vegna sumarleyfa starfsfólks dagana 16. til 20. júlí nk. Stofan opnar aftur þann 23. júlí kl. 10:00

Tjarnabraut 24 260 Reykjanesbæ Sími 421 7100

r tt e frí em s um d nd lan Se t á er

hv

H e l l u h r a u n i 1 2 • H a f n a r fj ö r ð u r • 5 4 4 5 1 0 0 • w w w . g r a n i t h u s i d . i s Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is


12

FIMMTUDAGURINN 12. júLí 2012 • VÍKURFRÉTTIR www.facebook.com/grasalaeknir.is

Skokk og langlífi Þú gengur frá kaupum á smáauglýsingum með því að fara inn á vf.is 2 VÍKURFRÉTTIR

SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS

TIL LEIGU

ÞJÓNUSTA

Til leigu. 2ja herbergja íbúð í Keflavík ca. 65m². Leiga 75 þús + rafmagn. Laus strax. Upplýsingar gefur Gunnar 868 4479. 2-3ja herbergja parhús til leigu 2-3ja herbergja parhús í Keflavík til leigu. Gæludýr leyfð. Upplýsingar í síma 848-6475 e. kl. 16:00. Til leigu. 114m² 4ra herbergja íbúð í Keflavík til leigu. 95 þús. + rafmagn. Laus strax. Upplýsingar gefur Gunnar 868 4479.

ÓSKAST Íbúð óskast! Kennari við Akurskóla óskar eftir íbúð til leigu. Helga sími 869 8136. Vantar íbúð! Manneskja frá Egilsstöðum óskar eftir 2ja til 3ja herbergja íbúð til leigu í Keflavík eða Njarðvík sem allra fyrst. Sími 661 7476.

Tek að mér allskonar viðgerðir á bílum, sláttuvélum. Er með greiningartölvu til að bilanagreina margar tegundir bíla. Vanur maður, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð! Uppl. S: 864 3567.

BOUTIQUE

hefur verið gerð á yfir 20.000 þátttakendum á aldrinum 20 til 93 ára og staðið yfir í rúmlega þrjá áratugi. Eftir að hafa fylgst með þessu fólki sem skokkar reglulega og hvaða áhrif það hefur á heilsuna komust rannsakendur að því að karlkyns skokkarar framlengdu líf sitt um 6 ár og kvenkyns skokkarar um 5,5 ár. Áhrifin voru mest hjá þeim sem skokkuðu 1-2,5 klst. á viku á hægum og jöfnum hraða. Fyrir utan áhrif á langlífi, komu einnig í ljós að auki önnur heilsubætandi áhrif þess að skokka eins og t.a.m. lækkun kólesteróls, lækkun blóð-

þrýstings, betri stjórn þyngdar, andleg vellíðan, lækkun á bólguvísum, sterkara ónæmiskerfi og aukin beinþéttni. Fimmtudagurinn 14. apríl 2011 Þessar niðurstöður ættu að vera okkur góð hvatning til þess að gera hreyfingu að mikilvægum þætti í okkur daglega lífsstíl. Nú er bara að reima á sig skóna og finna vellíðunina og lífskraftinn sem fylgir því að hreyfa sig! Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/ grasalaeknir.is

Enn um málefni DS

Ekki láta þetta fram hjá þér fara. Mössun og djúphreinsun á sætum og gólfi, fólksbíll 14.000 kr., jeppi 15.000 kr. Alþrif með bóni, lakkhreinsun, djúphreinsun á sætum og gólfi, fólksbíll 8.500 kr., jeppi 9.000 kr. Mössun fólksbíll 9.000 kr. Jeppi 10.000 kr. Stærri jeppi 12.000 kr. Alþrif með bóni, fólksbíll 5.000 kr. Jeppi 6000 kr. Stærri jeppinn 7000 kr. ÞrIF - ÞrIF - ÞrIF Tek að mér heimilis- og flutningsþrif í Reykjanesbæ og nágrenni. Upplýsingar í síma 846 9908.

AFMÆLI

Fellihýsi Coleman Cheyenne árg. 2000 með sólarsellu, markísu, tveimur gaskútum, ísskáp, heitu og köldu vatni, ferðaklósetti og hljómtæki. Vel umgengið og alltaf geymt inni á veturna. Engin skipti. Verð 950.000,- Upplýsingar í síma 846 4181 og 857 6339.

ÝMISLEGT

jölbreytt og regluleg hreyfing er vissulega þáttur sem við ættum að tileinka okkur sem hluta af heilbrigðum lífsstíl. Engin ein tegund hreyfingar hentar öllum og klárlega er mikilvægt að finna hreyfingu við hæfi sem er í senn fjölbreytt og skemmtileg. Ef við tökum skokk sem dæmi þá komu nýlega í ljós áhugaverðar niðurstöður úr danskri rannsókn á vegum Copenhagen City Heart Study. Rannsóknin

›› Inga Sigrún Atladóttir skrifar um málefni DS:

TIL SÖLU

VW Transporter ´85 húsbíll. Nýskoðaður. Reimo hús, dísel og skattlaus. Verð 500.000 kr. Sími 421 3596 eða 865 5933.

F

60 árA AFMÆLI

Sigtyggur Pálsson verður sextugur í mánuðinum. Af því tilefni ætla þau hjónin að taka á móti vinum og vandamönnum heima hjá sér laugardaginn 14. júlí frá klukkan 19:00. Fjölskyldan

Hafnargata 54

Í

grein í VF 14. júní sl. svarar Baldur Þ. Guðmundsson formaður stjórnar DS grein minni um fjármál Dvalarheimilanna á Suðurnesjum sem birtist í sama blaði viku f y r r. Um r æ ð a ok k ar Ba l durs hefur snúist um rekstrarvanda DS og 17 milljóna króna lífeyrissjóðsgreiðslu vegna lífeyrissparnaðar framkvæmdarstjóra DS. Að mínu mati gætir nokkurs misskilnings í máli stjórnarformannsins. Í gagnrýni sinni á málflutning minn blandar hann saman tveimur hliðum á málum. Annars vegar hvort krafa um 17 milljónir í lífeyrissjóð framkvæmdarstjóra DS sé lögmæt og hins vegar hvernig fjármagna eigi kröfuna. Í greininni minni var ég fyrst og fremst að fjalla um fjármögnun kröfunnar en ég hef hvergi tekið afstöðu til lögmæti hennar. Baldur fullyrðir að það sé rangt hjá mér að stjórn DS hafi hafnað kröfunni, einnig telur hann rangt að fjárhagsnefnd Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hafi aukaframlag vegna hennar. Baldur telur einnig rangt hjá mér að ríkið hafi hafnað kröfunni auk þess sem hann telur rangt að stjórn SSS staðfesti höfnun fjárhagsnefndarinnar. Í grein Baldurs segir orðrétt „Málið var kynnt í stjórn DS sl. haust og var afgreitt á fundi 15. sept. 2011. Hvorki ríkið, fjárhagsnefndin eða stjórn SSS hafa fengið málið sérstaklega til umfjöllunar þannig að ég fæ ekki séð hvernig tilgreindir aðilar gátu hafnað því.“ Um þetta vil ég segja eftirfarandi: Á fundi DS 15. september 2011 er

málið afgreitt eins og Baldur bendir á. Það segir hins vegar ekki alla söguna því jafnframt er samþykkt að vísa afgreiðslu málsins til úrvinnslu fjárhagsnefndar SSS hvað varðar fjármögnun eftirstöðva. Þannig samþykkti stjórnin ekki að taka fé af daggjöldum hjúkrunarheimilanna til að greiða lífeyriskröfuna heldur samþykkti að greiða hana með aukaframlagi frá Sambandi Sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS). Á fundi Fjárhagsnefndar SSS 22. nóvember 2011 var Finnbogi Björnsson framkvæmdarstjóri DS gestur fundarins. Finnbogi kynnti fundarmönnum fjárhagsáætlun DS vegna ársins 2012 og óskaði eftir að sveitarfélögin leggi til kr. 74.700.000,- auk greiðslu vegna uppsafnaðra lífeyrisréttinda framkvæmdastjóra. Í afgreiðslu erindisins lagði Fjárhagsnefndin til að sökum árferðis hjá sveitarfélögunum á Suðurnesjum verði framlög til DS 2012 þau sömu og 2011. Á sama fundi fjárhagsnefndar kynnti Finnbogi að ríkið hefði fyrir sitt leyti hafnað því að veita DS aukaframlag vegna lífeyrisskuldarinnar. Höfnunin var byggð á því að laun Finnboga voru hærri en annarra í sambærilegri stöðu hjá ríkinu og því ættu sveitarfélögin sem sömdu við framkvæmdarstjórann um laun að greiða skuldina. Ég hef þær upplýsingar frá aðalmanni Sveitarfélagsins Voga í stjórn DS að framkvæmdarstjórinn hefði gert grein fyrir málinu á sama hátt í stjórn DS. Á fundi stjórnar SSS þann 5. desember 2011 var fjárhagsáætlun SSS og samanrekinna stofnana og fyrirtækja sveitarfélaga á Suðurnesjum 2012 samþykkt. Einnig voru samþykktar tillögur fjárhags-

nefndar SSS eins og þær birtast í fundargerðum nefndarinnar. Þar með tók stjórn SSS undir höfnun fjárhagsnefndar á aukaframlagi til DS vegna þeirra liða sem framkvæmdarstjórinn hafði kynnt fyrir fjárhagsnefnd. Um meint þekkingarleysi mitt, dómhörku og tortryggni sem Baldur greinir í fyrirspurnum mínum vil ég segja eftirfarandi: Ég sat alla fundi fjárhagsstjórnar SSS árið 2011 fyrir hönd Voga ásamt bæjarstjórum annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum. Ég sat fundinn 22. nóvember þar sem framkvæmdarstjóri DS kynnti kröfuna um uppsöfnuð lífeyrisréttindi sín og bar fram ósk um að SSS fjármagnaði umræddar lífeyrisgreiðslur. Ég tók þátt í umræðu um málið og studdi höfnunina. Ég sit einnig í stjórn SSS með öðrum forsetum bæjarstjórna á Suðurnesjum þar sem afgreiðsla fjárhagsnefndarinnar var staðfest. Ég er einnig varamaður í stjórn DS og hef lagt áherslu á að setja mig vel inn í þau mál sem þar eru á dagskrá. Ég efast því um að nokkur sveitarstjórnarmaður á Suðurnesjum þekki eins vel til þessa máls og ég. Ég vil að lokum taka heilshugar undir með Baldri þegar hann segir að spennandi tímar séu framundan í öldrunaþjónustunni og við ættum öll að einbeita okkur að því að koma hjúkrunarheimilum á svæðinu í gott horf. Gagnrýnar spurningar, aðhald og opin umræða er að mínu mati skref að því markmiði og vona ég að formaður stjórnar DS deili með mér því sjónarmiði. Inga Sigrún Atladóttir forseti bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Vogum

Snyrtirvörur - Undirfatnaður - Sportfatnaður

vf.is

40 árA

Föstudaginn 13. júlí mun Jón Axelsson fagna 40 góðum árum á „Tveimur vitum“ við Garðskagavita kl. 19:00. Vinir og vandamenn eru hjartanlega velkomnir.

Helguvík - Berghólabraut 27 Komdu með öll raftæki, brotajárn og málma til okkar í Helguvík! Við borgum þér fyrir flesta málma. - Skilum betur til baka

Fáðu pening fyrir gamla bílinn þinn. Farðu með hann til Bílastofu Davíðs, Grófinni 7 eða hringdu í 421-1415 og við sækjum hann. ALLAR ALMENNAR

BÍLAVIÐGERÐIR

bÍlastofa davÍÐs

SUÐURNES

D.IBSEN ehf.

Grófin 7

Hringrás smáauglýsing 1a.indd 1

e-mail: dibsen@mitt.is

Sími: 421-1415

Raflagnir & viðgerðir Þvottavélaviðgerðir

896 0364

5/30/12 2:36:11 PM

Víkurfréttir eru fluttar í Krossmóa 4 í Reykjanesbæ


13

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 12. júLí 2012

Rúmlega 100 jarðskjálftar á Reykjanesi

F

ram kemur á vef Veðurstofunnar, að rúmlega 100 jarðskjálftar hafi mælst á Reykjanesskaga í júnímánuði og um 20 á Reykjaneshrygg í allt að 90 kílómetra fjarlægð frá Reykjanestá. Skjálftarnir voru á stærðarbilinu -0,7 til 2,3, sá stærsti varð 7. júní á Reykjaneshrygg.

›› Skötumessan 2012 í Garði:

Ágóði rennur til fatlaðra barna og unglinga

S

kötumessan 2012 verður haldin í Miðgarði, sal Gerðaskóla í Garði miðvikudaginn 18. júlí nk. og hefst kl. 19:00. Að venju er gert ráð fyrir miklum fjölda gesta til að borða hæfilega kæsta skötu, saltfisk, plokkfisk og tilheyrandi meðlæti. Eins og áður er vegleg skemmtidagskrá þar sem fram koma harmonikuunnendur af Suðurnesjum, Eyjabandið, Siggi á Háeyri, Jón Berg og fl. gott fólk. List án Landamæra flytja tónlistaratriði úr Brúðkaupsnóttinni, Páll Rúnar Pálsson bassasöngvari frá Heiði í Mýrdal, Árni Johnsen, Einar Mikael sýnir ótrúlegar sjónhverfingar, Björn Björnsson fv. skólastjóri fer með gamanmál, Jóhannes Kristjánsson eftirherma og Guðni Ágústsson fv. ráðherra verður veislustjóri. Þeir eiga eflaust eftir að herma hvor eftir öðrum félagarnir þegar þeir fá þetta einstæða tækifæri til að tala saman. Nú er tækifærið fyrir fólk að sjá og heyra hvor nær Guðna betur, Guðni eða Jóhannes. Það kemur í ljós á Skötumessunni 2012. Eins og áður rennur hagnaður Skötumessunnar að mestu til styrktar fötluðum einstaklingum og félagasamtökum þeirra. Félagar frá íþróttafélagi fatlaðra á Suðurnesjum NES og Knattspyrnufélaginu Víði hafa aðstoðað við framkvæmd messunnar eins og starfsmenn frá Vinnuskólanum í Garði sem hafa aðstoðað við að undirbúa Miðgarð fyrir veisluna og vonandi verður svo áfram. Frá upp-

hafi hafa Fiskmarkaður Suðurnesja og Skólamatur ehf. verið helstu stuðningsaðilar Skötumessunnar og engin breyting verður á því í ár og er þeim enn og aftur þakkaður stuðningurinn. Styrkir frá Skötumessunni 2011, voru afhentir á Bessastöðum af forseta Íslands, þriðjudaginn 23. ágúst 2011. Alls voru afhentir styrkir að upphæð kr. 850.000 krónur og hlutu eftirtaldir aðilar styrk: Íþróttafélagið NES, Á allra vörum, Jón Margeir Sverrisson sundmaður í Kópavogi, Hallfríður Reynisdóttir og sjálfboðaliðar á Garðvangi. Styrkina fá þeir sem með einum eða öðrum hætti sinna störfum fyrir sjúka og fatlaða. Öllum þeim er tóku þátt í Skötumessunni í Garði 2011er þakkað fyrir stuðninginn, hvort heldur var í framlögðu hráefni, framlagi í skemmtidagskrá og ekki síður vinnu og hvatningu með margskonar stuðningi við verkefnið. Helstu stuðningsaðilar 2011 voru: Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, Skólamatur ehf, Axel Jónsson, Víkurfréttir, Fiskmarkaður Suðurnesja, Sveitarfélagið Garður, Saltver ehf., H. Pétursson fiskverkun í Garði, Íslenskir sjávarréttir, Petrína Sigurðardóttir, Guðlaug Helga Sigurðardóttir, Jóna Hallsdóttir, Theodór Guðbergsson, Ingunn Pálsdóttir, Árni Johnsen, Halldór Einarsson, Henson, Hreimur, Bjartmar Guðlaugsson, Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson, Kolfinna Baldursdóttir og fl.

ZEDRA

Verslunarkjarnanum Fitjum Reykjanesbæ

Enn meiri verðlækkun á Útsölunni

50 – 70 % afsláttur Verið velkomin Sími 568-8585

ICELANDAIR ÓSKAR EFTIR AÐ RÁÐA ÖFLUGAN STARFSMANN Í TÆKNIÞJÓNUSTU FÉLAGSINS Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI

STARFSMAÐUR Á SKRIFSTOFU Í VERKFRÆÐIDEILD STARFSSVIÐ • Aðstoða starfsmenn deildarinnar við ýmis dagleg störf svo sem við söfnun og frágang tæknigagna er varða viðvarandi lofthæfi flugvéla • Umsjón með útgáfu og dreifingu á ýmsum skýrslum deildarinnar • Skrá og halda utan um fundagerðir

HÆFNISKRÖFUR • Stúdentspróf eða sambærilegt tæknipróf • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta • Góð almenn tölvufærni í Excel, Word og Autocad • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæð vinnubrögð • Góðir skipulagshæfileikar • Mikilvægt að viðkomandi hafi áhuga og einhverja þekkingu á tæknimálum

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir óskast fylltar út á www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 22. júlí. NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA: Unnar Sumarliðason – unnar@its.is Steinunn Una – unasig@icelandair.is


14

FIMMTUDAGURINN 12. júLí 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Verðlaunahafar í öllum flokkum.

Örn Ævar og Karen, klúbbmeistarar GS 2012.

›› Meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja:

Þegar Harry hitti Sallý! Karlar og konur geta aldrei verið vinir því kynlífs-þátturinn flækist alltaf fyrir. Enginn karlmaður getur átt vinkonu sem honum finnst aðlaðandi án þess að girnast hana. Þrátt fyrir að hún hafi ekki áhuga á honum þá svífur kynlífsþátturinn yfir vinskapnum sem þýðir að þetta gengur aldrei upp. Það er ein undantekning og hún er sú að þegar báðir aðilar eru í sambandi við aðra manneskju þá geta þau átt vini af hinu kyninu því þá er búið að losa um pressuna varðandi kynlíf. En samt eru ekki miklar líkur á að það gangi heldur því manneskjan sem þú ert í sambandi við veltir fyrir sér hvað vanti í sambandið ykkar sem kallar á að þú þurfir að eiga vin af gagnstæðu kyni og þegar það er gengið á þig og spurt út í þann vinskap þá eru miklar líkur á því að þú verðir ásakaður um að vera hrifin af vininum. Sem er þegar öllu er á botninn hvolft, líklega rétt, sem færir okkur aftur á byrjunarreit – karlar og konur geta aldrei verið vinir (samtal úr myndinni: When Harry met Sally). Stórkostleg kona er fallin frá. Nora Ephron er manneskjan á bak við myndir eins og Silkwood, When Harry Met Sally, Sleepless in Seattle, You´ve got mail, Julie & Julia o.fl. Ég hefði viljað hitta Noru og spyrja hana út í samskipti kynjanna en myndir hennar tóku á því málefni á skemmtilegan, áhugaverðan og raunsannan hátt. Nora lét hafa eftir sér að karlmenn kæri sig ekki um að eiga konur sem vini – því þeir eigi nóg af vinum, en konur vilji aftur á móti eiga karlmenn sem vini því ef þær gætu skilið þá betur væri lífið kannski ekki svona flókið. Hún var sjálf þrígift en mið eiginmaður hennar var rannsóknarblaðamaðurinn Carl Bernstein sem var annar þeirra sem svipti hulunni af Watergate-hneykslinu. Nora skrifaði bókina Heartburn, sem varð seinna að stórmynd með Jack Nicholson og Meril Streep en sagan er byggð á lífi þeirra Bernstein. Þau skildu þegar hann fór að halda við sameiginlega vinkonu sem Nora lýsir á skemmtilegan hátt í bókinni sem manneskju sem líkist gíraffa með ótrúlega stóra fætur. Persónulega finnst mér frábært að eiga karlmanns vini og hef ekki orðið vör við að kynlífsþátturinn hafi svifið, legið eða trónað á annan hátt yfir okkur og kæmi mér gjörsamlega á óvart ef þeir eru að hugsa um hvernig ég lít út á nærbuxunum þegar við ræðum verðlag á bensíni eða forsetakosningarnar. Þrátt fyrir sumarbústaðaferðir, matarboð, kaffihúsaheimsóknir og langa göngutúra þá hafa mörkin alltaf verið á hreinu. Kannski þarf ég að taka Harry/Sallý umræðuna við þá og fá út úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvort Nora Ephron hafði lög að mæla. Bíðið – síminn hringir: -Anna mín, ætlar þú ekkert að fara að koma upp í sumarbústað til mín, búinn að bjóða þér 10x og aldrei kemur þú! -Jú elsku Jón, fer að koma að þessu. Er að klára grein um samskipti kynjanna og er að taka Harry/Sallý kenninguna fyrir: konur og karlar geta ekki verið vinir af því að kynlífsþátturinn flækist alltaf fyrir! Hei sjáðu okkur – ekki hefur þetta verið vandamálið! -Segðu Anna mín – þessi góði vinskapur til margra ára. Neibb, aldrei neitt vandamál hjá okkur og ég lít frekar á þig sem systur en kynveru! Mundi ekki hvarfla að mér að reyna við þig – ég ætti ekki annað eftir, hahahahahahaha (aðeins of löng hlátursgusa hér). -Hei Jón, svona áður en þú kafnar í eigin hláturrokum, ÞAKKA ÞÉR ÞÁ KÆRLEGA FYRIR að slengja þessu svona framan í mig. Ég áttaði mig nú alveg á því að þú værir ekki andvaka vegna drauma um mig og villtar kynlífsnætur en alveg óþarfi að gefa í skyn að ég sé bæði óaðlaðandi og ekki í það minnsta kynþokkafull! Sjáum bara til með þessa sumarbústaðaferð, hver nennir svo sem að fá feita og ljóta kerlingu í heimsókn til sín. Vertu blessaður, ég get ekki dílað við þetta akkúrat núna. Guð blessi minningu Noru Ephron! Þangað til næst – gangi þér vel. Anna Lóa Fylgstu með mér - http://www.facebook.com/Hamingjuhornid

Örn Ævar vann í tólfta sinn í Leirunni

Ö

– Karen Sævars kvennameistari

rn Ævar Hjartarson varð klúbbmeistari GS í tólfta sinn og endaði 72 holurnar á tveimur undir pari en mótinu lauk 7. júlí. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og Sigurður Jónsson sóttu þó hart að Erni á lokahringnum en hann náði að sigra þó lokahringurinn hafi verið hans lakasti í mótinu. Guðmundur endaði tveimur höggum á eftir Erni og Sigurður þremur. Karen Sævarsdóttir vann í kvennaflokki eftir spennandi keppni við nöfnu sína Guðnadóttur. „Þetta var bara spennandi og skemmtilegt. Þeir Guðmundur og Sigurður þjörmuðu að mér. Sigurður vann fjögur högg af mér á fyrstu fimm holunum og síðan vann Guðmundur fjögur högg af mér á fjórum holum í seinni hring, frá 13. til 16. holu. Hann fékk síðan fugl á 17. holu en ég náði að svara því á sömu flöt þegar ég setti niður 3 metra pútt. Það munaði því miklu að hafa tvö högg í forskot fyrir lokaholuna. Það dugði,“ sagði Örn Ævar, sæll og glaður eftir tólfta sigurinn á meistaramóti GS. Karen Sævarsdóttir hefur ekki keppt lengi á meistaramóti GS en á þó nokkra titla. Hún var þremur höggum á eftir nöfnu sinni Guðnadóttur fyrir lokahringinn og sá munur var orðinn fimm högg fyrir Guðnadóttur eftir fjórar holur á lokahringnum. Sú „gamla“ ef svo má segja, hélt áfram þó byrjunin hafi verið skrykkjótt og með fugli

á 9. braut var hún komin í forystusætið með einu höggi. Það var mjög jafnt eftir það en Sævarsdóttir kláraði dæmið og lék lokahringinn á 76 höggum og vann með tveimur á 317 höggum. Karen Guðnadóttir var önnur og lék á 319 höggum. Spennandi keppni var í flestum flokkum. Veðrið lék við kylfinga og 150 manns nutu sín við golfleik. Félagar í Golfklúbbi Suðurnesja eru um 500 og því er það frábær þátttaka að um þriðjungur félaga hafi verið með í meistaramótinu. Úrslit: Meistaraflokkur karla: Örn Ævar Hjartarson 286 Guðmundur R. Hallgrímsson 288 Sigurður Jónsson 289 Meistaraflokkur kvenna: Karen Sævarsdóttir 317 Karen Guðnadóttir 319 Rut Þorsteinsdóttir 342 1. flokkur karla: Hafliði M. Brynjarsson 307 Garðar K. Vilhjálmsson 310 Óskar Halldórsson 311 2. flokkur karla: Gísli Eiríksson 331 (eftir umspil) Jóhannes Ásgeirsson 331 Sigurður Albertsson 333 3. flokkur karla: Tómas Pálmason 342 Rúnar M. Sigurvinsson 349 Karl D. Magnússon 355

4. flokkur karla: Davíð Ö. Hallgrímsson 365 Kristinn A. Sigurðsson 372 Guðfinnur S. Jóhannsson 383 5. flokkur karla: Jón Guðbrandsson 401 Halldór Guðmundsson 416 1. flokkur kvenna: Elínora G. Einarsdóttir 341 Helga Sveinsdóttir 361 Laufey J. Jónsdóttir 363 2. flokkur kvenna: Þóranna Andrésdóttir 378 Elsa Lilja Eyjólfsdóttir 404 Karitas Sigurvinsdóttir 422 3. flokkur kvenna: Sigrún Haraldsdóttir 506 Eva D. Sigurðardóttir 538 70 ára og eldri karlar: Guðmundur R. Hallgrímsson 267 Sigurður Friðriksson 277 Jón Ólafur Jónsson 277 Drengir 13-14 ára: Róbert S. Jónsson 317 Haukur I. Júlíusson 329 Páll Orri Pálsson 349 Telpur 14 ára og yngri: Kinga Korpak 386 Strákar 12 ára og yngri: Birkir Orri Viðarsson 242 Kristján J. Marinósson 303 Sindri S. Gunnarsson 389

Örn Ævar sæll og glaður með tólfta titilinn. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og Sigurður Jónsson óska honum til hamingju eftir lokapúttið.


15

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 12. júLí 2012

Fyrsti sigurinn og komnir í undanúrslit bikarsins

Logi til Frakklands

L

ogi Gunnarsson landsliðsmaður úr Njarðvík mun færa sig um set í atvinnumennskunni og leika í Frakklandi á næsta tímabili. Logi hefur gert samning við lið Angers sem er lítil borg suðvestur af París. Logi hefur verið í Svíþjóð síðustu tvö tímabil með Solna Vikings og var með tilboð í höndunum um að halda áfram í Svíþjóð. „Angers er flottur klúbbur sem ég þekki ágætlega frá því ég var í

Frakklandi hér um árið,“ sagði Logi í spjalli við Karfan.is. Angers er í NM1 deildinni í Frakklandi sem er þriðja efsta deild og ætla má að sú deild sé sterkari en sú sænska. Logi átti einnig í viðræðum við lið á Ítalíu en þegar allt kom til alls þá var það Frakkland sem varð ofan á. „Ég tel mig eiga mörg góð ár eftir og vil vera í atvinnumennskunni eins lengi og skrokkurinn leyfir,“ sagði Logi ennfremur við Karfan.is

ATVINNA

KENNARI ÓSKAST Kennari óskast í Myllubakkaskóla Staða kennara við Myllubakkaskóla er laus til umsóknar. Starfssvið: • Kennsla á yngsta stigi Menntunar- og hæfniskröfur: • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla • Metnaður til að taka þátt í framsæknu skólastarfi • Góð mannleg samskipti Umsóknarfrestur er til 26. júlí nk.

Þ

að er allt á uppleið hjá Grindavík eftir brösugt gengi í Pepsi-deildinni í karlaknattspyrnunni í sumar. Liðið vann sinn fyrsta leik í síðustu viku þegar heimamenn í Grindavík fóru með 2:0 sigur af lánlausum Valsmönnum. Þá eru Grindvíkingar einnig komnir í undanúrslit Borgunarbikarsins, sem er bikarkeppni KSÍ eftir 0:3 sigur á Víkingi á sunnudagskvöld. Meðfylgjandi mynd er úr sigurleik Grindvíkinga gegn Valsmönnum og hér er engu líkara en karate-hetja sé að taka glæsistökk.

Upplýsingar veitir Eðvarð Þór Eðvarðsson verðandi skólastjóri í síma 842-5640. Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf.

Kylfingar sýni umburðarlyndi gagnvart nýju brautunum

V

egna opnunar á Húsatóftavelli í 18 holur kemur fram á heimasíðu GG að kylfingar eru þó beðnir um að sýna umburðarlyndi gagnvart nýju brautunum þar sem spretta á þeim hefur ekki verið samkvæmt væntingum og áætlunum vegna mikilla þurrka síðustu vikur. Vegna þessa verða leyfðar færslur á sáðu svæði á brautum 5, 6, 7, 8 og 18 (þrjár þeirra eru par 3 holur). Um helgina verður upphafsteigur á 18. braut þar sem

leikið verður frá gamla skálanum. Nýi skálinn verður síðan tekinn í notkun um og eftir helgi. Samhliða þessu verður tekin upp rástímaskráning á golf.is. Félagar í GG hafa 3ja daga fyrirvara á skráningu á meðan aðrir gestir hafa dags fyrirvara. Með þessu hverfur óvissa fyrir gesti Húsatóftavallar varðandi bókanir á völlinn og betri yfirsýn með skráningum og umferð um völlinn.

Gönguhátíð í Grindavík um verslunarmannahelgina

A

F STAÐ á Reykjanesið Menningar- og sögutengd gönguhátíð í Grindavík, verður á sínum stað um verslunarmannahelgina. Í tilefni af því að nú eru 100 ár frá því að hafist var handa við gerð akvegar til Grindavíkur verða gengnar nokkrar gamlar leiðir í og við Grindavík um verslunarmannahelgina 3. - 6. ágúst. Föstudagur 3. ágúst: Mæting kl. 20 við tjaldsvæði Grindavíkur. Gengið verður með leiðsögn um Járngerðarstaðahverfi, gamla bæjarhlutann í Grindavík í 1-2 tíma. Fróðleikur í Flagghúsinu í lok göngu. Aðgangur ókeypis. Laugardagur 4. ágúst: Mæting kl. 11 við tjaldsvæði Grindavíkur. Genginn verður

hluti af gömlu þjóðleiðinni milli Grindavíkur og Voga, Skógfellastígur. Til baka verður farinn hestaslóði. Gangan tekur um 3-4 tíma. Svæðið býður upp á stórbrotna náttúru, jarðfræði og sögu. Gott er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm. Þátttökugjald kr. 1000. Frítt fyrir börn. Í lok göngu verður boðið upp á heilgrillað lamb á teini í Salthúsinu. Verð kr. 3.100. Sunnudagur 5. ágúst: Mæting kl. 11 við golfskálann í Grindavík. Genginn verður hluti af gömlu þjóðleiðinni milli Grindavíkur og Hafna, Prestastígur frá Húsatóftum í Eldvörp og Árnastígur til baka. Gangan tekur um 3-4 tíma. Svæðið býður upp á stórbrotna náttúru, jarðfræði og sögu. Gott er að hafa með sér nesti

og vera í góðum skóm. Þátttökugjald kr. 1000. Frítt fyrir börn. Mánudagur 6. ágúst: Mæting kl. 11 við bílastæði Bláa lónsins - Gengið með leiðsögn um hluta af gömlu þjóðleiðinni milli Grindavíkur og Njarðvíkur, Skipsstígur og með hlíðum Þorbjarnar til baka. Gangan tekur um 3-4 tíma. Svæðið býður upp á stórbrotna náttúru, jarðfræði og sögu. Gott er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm. Þátttökugjald kr. 1000. Frítt fyrir börn. Boðið er upp aðgangseyri, 2 fyrir 1 í Bláa lónið í lok göngu. Leiðsögumaður í ferðum er Sigrún Jónsd. Franklín, gsm 6918828. Nánar upplýsingar um ferðir og/ef um breytingar er að ræða má sjá á www.grindavik.is og facebook „sjf menningarmiðlun".

SUMARTILBOÐ Í GOLF FYRIR BÖRN OG UNGLINGA

Golfklúbbur Suðurnesja býður öllum 14 ára og yngri (fædd ‘98 og síðar) að gerast meðlimir í golfklúbbnum án endurgjalds Með því að gerast félagi í GS veitist aðgangur að: - Heimasíðunni golf.is og forgjafarskráningu - Fríu eintaki af tímaritinu Golf á Íslandi - Sértilboði á sumarkorti á Jóel, 6 holu æfingarvöllur - Skipulögðum æfingum með golfkennara - Ódýrari bolta á æfingasvæði GS Tilboð þetta gildir aðeins í júlí og ágúst Golfklúbbur Suðurnesja hvetur foreldra og börn að nýta sér þetta frábæra tilboð Skráning í klúbbinn fer fram í golfverslun GS sími 421- 4103, eða með því að senda tölvupóst á gs@gs.is


auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is

Fimmtudagurinn 12. júlí 2012 • 28. tölublað • 33. árgangur

FIMMTUDAGSVALS

Í HÁDEGINU ALLA DAGA

Valur Ketilsson skrifar

Næst besta hátíðin

É

g ákvað að slá um mig og bjóða krökkunum mínum upp á næst bestu hátíðina. Hin var allt of dýr. Hótel og íslensk náttúrufegurð af bestu gerð í boði. Söngur, gleði, glaumur. Vestur á Snæfellsnesi. Þau gátu ekki neitað tilboðinu. Þurfti aðeins að stoppa í Rúmfatalagernum og kaupa fjögurra stjörnu helgarheimili. Á útsölu. Bað þau um að fara á hamborgarabúllu á meðan við hjónin keyptum það sem upp á vantaði. Vindsængur, tjaldstóla og lopavettlinga. Hver þarf felli- eða hjólhýsi þegar íslenskt sumarveður skartar sínu fegursta. Svoleiðis hljóðaði alla vega spáin.

SÚPA DAGSINS OG FERSKUR FISKUR

A

rnarstapi tók á móti okkur með kostum og kynjum. Og smá vætu. Bara til þess að reyna á þolinmæðina við að reisa herlegheitin. Þróunarvinna í hönnun og tjaldsaumi hefur skilað einfaldleikanum í agnarsmáan kassa á tuttugu þúsund kall. Innihaldið breiddi úr sér á túnfætinum á augabragði. Teinar með teygjum og nýtísku hælar skiluðu fagurgræna farandheimilinu upp á örskotsstundu. Tók að mér að leiðbeina öðrum með sömu tegund enda var ég orðinn sérfræðingur á þessu sviði. Skutlaði líka Hollendingi með gönguhóp til að sækja rútuna þeirra. Sá talaði allan tímann þessa tólf kílómetra leið. Sagðist elska þögnina! Kominn hingað í tíunda skiptið til að njóta hennar og náttúrunnar.

L

oftið var lævi blandið fyrstu nóttina. Rakt og kalt. Sængurnar kaldklístraðar og ekki dugði annað en tvöfalt sett af undirfatnaði. Súrefnið blés um bognar stangir og bleytan vætti hælana. Ættaróðalið fyrir vestan fagnaði komu okkar. Ættingjarnir innandyra vorkenndu frændfólkinu utandyra. Úti í úðanum og næðingnum. Litla fjölskyldan lét það ekki á sig fá. Heyrðum sama og ekkert í kríunum. Hvað þá íslensku hænunum sem hlupu um túnið. Skemmtum okkur vel. Af því að á morgun kæmi betri tíð með blóm í haga. Bara gaman.

Æ

ttarmótið á sinn árlega sess í hugum okkar. Tilhlökkun og eftirvænting er einkennandi. Nema hjá krökkunum mínum. Þau fengu nóg af heiðríkjunni. Treystu henni ekki. Vantaði stemmarann hjá okkur gamla fólkinu. Pökkuðu og fóru. Skildu okkur eftir með alltof marga tjaldstóla. Væntingarvísitalan eitthvað lægri hjá unga fólkinu. Framundan var fjörugur dagur með aldeilis frábærum ættingjum. Langborð og lærisneiðar. Lagvisst fólk með endemum. Sungum okkur hás inn í bjarta nóttina. Jökullinn hopar sem aldrei fyrr. Kraftar hans þverra þó ekki því Bárður Snæfellsás vakir yfir honum. Dagur reis með rigningarskúr og vætti þurrar kverkar. Döggin lá sem demantur á dúnmjúku túninu.

B

KAFFIVEITINGAR, HAMBORGARAR, SAMLOKUR OG FLEIRA GÓÐGÆTI.

Gera göngustíg frá Grindavík í Bláa lónið

OPIÐ ALLA DAGA FRAM Á KVÖLD FYRIR FÉLAGA Í GS OG AÐRA.

æjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að taka tilboði G.G. Sigurðssonar ehf. í gerð göngustígs sem liggur frá Grindavík um Selskóg og að Bláa lóninu. Bæjarráð samþykkir tilboð lægstbjóðanda í þann hluta sem er á ábyrgð Grindavíkurbæjar kr. 9.104.000, þ.e. frá Grindavík að Selskógi, og felur bæjarstjóra að vinna að framgangi gönguleiðarinnar frá Selskógi að Bláa lóninu í samstarfi við HS Orku og Bláa lónið.

VEITINGASALAN Í LEIRU ER OPIN ALLA DAGA

Sótt um byggingu fiskeldiskerja á Vatnsleysu

Í

slandsbleikja ehf. hefur sóttt um byggingarleyfi fyrir 8 fiskeldisker við fiskeldisstöð á Vatnsleysu skv. ódagsettri umsókn sem umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga tók á móti í byrjun júní. Umsóknin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi og deiliskipulag liggur ekki fyrir. Skal því fara fram grenndarkynning áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd í samræmi við skipulagslög. Kynna skal umsóknina fyrir íbúum og eigendum jarðanna Stóru-Vatnsleysu og Minni-Vatnsleysu og lóðanna Vatnsleysu og Vatnsleysu 2.

HAFIÐ SAMBAND Í SÍMA 421 4100 EÐA NETFANGIÐ GS@GS.IS

husa.is

PAllAdAgAr

í húsAsmiðjunni

20%

Afslá Af Alttur ViðAr lri VÖrn !

Allt e í PA fni

llinn

20% Allt A ð

Afslá ttur

20%

Afslá t Af Wo tur r

BlAck X og &dec ker

Autoglym %ur 2f0 slátt a

ag gard á lau

kynning og kennsla

Húsasmiðjunni Reyjanesbæ laugardaginn 14. júlí kl. 12:00-15:00 Sérfræðingar frá AutoGlym kynna þessar margverðlaunuðu bílahreinsivörur og sýna réttu handtökin.

hluti af Bygma

Allt frá grunni Að góðu heimili síðAn 1956


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.