28 tbl 2015

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Höfum fengið nýt t símanúmer 590 5090

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

vf.is

F IMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2 0 15 • 2 8. TÖ LUB LA Ð • 36. Á RGA NGU R

Syntu nýtt Njarðvíkursund - Hreiðar Hreiðarsson, Kristinn Einarsson og Daníel Óskarsson syntu milli Njarðvíkanna. X„Við X byrjuðum að leika okkur í sjósundi í Nauthólsvíkinni í fyrra og fengum þá hugmynd að synda milli Njarðvíkanna,“ sögðu fyrrverandi körfuboltakapparnir Hreiðar Hreiðarsson og Kristinn Einarsson en með þeim var félagi þeirra Daníel Óskarsson. Þremenningarnir syntu frá Innri-Njarðvík inn í höfnina í Ytri-Njarðvík í fyrrakvöld. Nánar á bls 13.

Hreiðar Hreiðarsson, Daníel Óskarsson og Kristinn Einarsson hressir eftir sjósundið í höfninni í Njarðvík

Brýn þörf á að styrkja kvöldvaktir heimahjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja:

1800 fleiri vitjanir hjá heimaþjónustu HSS 18% aukning á milli ára. Rúmlega 28 þúsund vitjanir árið 2014.

FÍTON / SÍA

„Um leið og skapast svigrúm til að bæta þjónustu heimahjúkrunar tel ég brýna þörf að byrja á að styrkja kvöldvaktir heimahjúkrunar með viðveru hjúkrunarfræðings á kvöldvöktum en í dag eru eingöngu sjúkraliðar sem sinna kvöldvöktum í heimahjúkrun,“ segir Þórunn Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar HSS. Fyrstu fimm mánuði þessa árs voru vitjanir á vegum

einföld reiknivél á ebox.is

heimsþjónustunnar 12.479. Á sama tíma í fyrra voru þær 10.607, sem gerir 18% aukningu á milli ára. Heildarfjöldi vitjana allt árið í fyrra var 28.073. Vegna hagræðingakrafna í kjölfar hrunsins voru bakvaktir styttar og að lokum voru þær teknar af en með fyrirvara um að hægt sé að setja á bakvaktir allan sólarhringinn þegar að-

stæður breytast vegna mikilla veikinda skjólstæðings t.d. vegna líknandi meðferðar í heimahúsi. Í dag eru hjúkrunarfræðingar á morgunvöktum alla daga vikunnar og eru stöðugildin 5,3. Sjúkraliðar vinna alla daga vikunnar á morgun- og kvöldvöktum og eru stöðugildin 6.3. Fyrir nokkrum árum voru bakvaktir hjúkrunarfræðinga kl 16:00-08:00 alla daga vikunnar.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

Vegna hagræðingakrafna í kjölfar hrunsins var byrjað á að stytta bakvaktir úr 16:00-08:00 í 16:00-22:00 og að lokum voru þær teknar af en með fyrirvara um að hægt er að setja á bakvaktir allan sólarhringinn þegar aðstæður breytast vegna mikilla veikinda skjólstæðings t.d. vegna líknandi meðferðar í heimahúsi. Nánar er fjallað um heimaþjónustu HSS í miðopnu Víkurfrétta.

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Heimaþjónusta Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er fertug

bls 8-9

Meistaramót golfklúbbanna

bls 15


2

fimmtudagur 16. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

STÖRF Í BOÐI

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Velferðarsvið: Starfsfólk í liðveislu. Njarðvíkurskóli: Kennari í afleysingar. Hljómahöll: Umsjónarmaður veitinga. Fræðslusvið: Talmeinafræðingur. Holtaskóli: Umsjónakennari yngsta stig. Sækja skal um öll störfin á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur, starfssvið og tengilið.

HLJÓMAHÖLL

VIÐBURÐIR FRAMUNDAN Stapi 24. október: Af fingrum fram með Gunnari Þórðarsyni og Jóni Ólafssyni. Stapi 30. desember: Hljómsveitin Valdimar kemur fram á stórtónleikum. Miðasala í fullum gangi á hljomaholl.is.

ÁTTU PÓSTKORTASAFN SEM ÞÚ VILT SÝNA? Bókasafn Reykjanesbæjar óskar eftir póstkortasafni til að sýna í læstum glerskáp á jarðhæð Ráðhússins. Áhugasamir hafi samband við Sigurrósu í bókasafninu sími 421-6770 milli kl. 09:00 og 16:00 virka daga eða í netfangið sigurros.i.sigurbergsdottir@reykjanesbaer.is.

ER NÁGRANNI ÞINN AÐ GERA GÓÐA HLUTI? SEGÐU OKKUR FRÁ ÞVÍ!

Umhverfissvið mun veita umhverfisviðurkenningar í sumarlok. Óskað er eftir ábendingum frá íbúum bæjarins um fallega garða, fallega endurbyggingu á gömlum húsum og lóðum hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Hægt er að senda ábendingar á netfangið berglind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is eða hringja í Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar í síma 420-3200, milli kl. 08:00 og 16:00.

SUMARSÝNINGAR DUUS SAFNAHÚSA

Huldufley. Skipa- og bátamyndir Kjarvals. Klaustursaumur og filmuprjón. Textíll í höndum kvenna. Konur í sögu bæjarins. Brot úr sagnaþáttum Mörtu Valgerðar Jónsdóttur. Sýningarnar standa til 23. ágúst. Duus safnahús eru opin alla daga kl. 12:00 – 17:00 og er aðgangur ókeypis.

Sumarblóm liggja eins og hráviði um garðinn:

Skemmdarverk í skrúðgarðinum í Keflavík „Þetta er nánast árlegt vandamál. Allavega einu sinni yfir sumarið er búið að rífa upp sumarblóm og búið að grýta þeim um svo að þau liggja eins og hráviði um svæðið. Oft gerist þetta þegar blómin eru nýkomin en svo gerist þetta líka núna í júlí,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, garðyrkjufræðingur hjá vinnuskóla Reykjanesbæjar. Sumarblómum hefur ítrekað verið kippt upp úr moldinni í skrúðgarðinum í Keflavík. Berglind segir að ekki sé um að ræða örfá blóm, heldur séu þetta tugir blóma víða um skrúðgarðinn. Sum liggi jafnvel enn hálf í holunni. „Blómastúlkurnar hjá vinnuskóla Reykjanesbæjar sjá um að gera beðin fín og setja niður sumarblóm, vökva og týna dauð blóm. Þá er leitt að horfa upp á að búið sé að skemma það sem búið var að eyða tíma í. Það virðist einhverjum finnast þetta spennandi og kannski kunna ekki að umgangast blóm, ég veit ekki. Ég á erfitt með að ímynda mér að þetta sé bara einskær ásetn-

ingur. Þetta er eitthvað nýtt sem laðar að.“ Þá segir Berglind einhverja hafa nefnt við hana að hafa séð til barna henda blómunum í hvert annað í einhverjum leik, en hún hafi engar sannanir fyrir því. „Lögreglan var eitt sinn kölluð til í skrúðgarðinn í Njarðvík þar sem fullorðinn einstaklingur var að ná sé í sumar-

blóm, setja þau í bakka að fara með þau heim. Honum var gert að setja þau aftur á sinn stað.“ Berglind segist aðallega vilja vekja athygli á þessu og ef einhver verður vitni af slíkum skemmdaverkum þá væri gott ef hann gæti látið lögregluna eða þau hjá vinnuskólanum vita. „Þetta eru bara skemmdarverk. Við förum þó alltaf og lögum þetta, við gefumst ekkert upp.“

Egill, Eyþór, Pétur og Stefanía í Lögum unga fólksins

S

öngvararnir Egill Ólafsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Pétur Guðmundsson og Stefanía Svavarsdóttir munu taka þátt í sýningunni Lög unga fólksins í ár þar sem horft verður til hins vinsæla útvarpsþáttar með tilheyrandi nostalgíu. Lög unga fólksins eru hátíðarsýnins Ljósanætur og fimmta sýning hópsins Með blik í auga en sýningar fara fram í Andrews leikhúsinu á Ásbrú. Söngvurum til halds og traust verður að venju stórhljómsveit undir stjórn tónlistarsjóra Arnórs B. Vilbergssonar auk bakraddanna og bryddað verður upp á ýmsum nýjungum í sviðsetningu að sögn aðstandenda. Kynnir er að venju Kristján Jóhannsson og hefst miðasala 10. ágúst.


Markhönnun ehf

! r ma su í Grillum

Kræsingar & kostakjör

40%

Nautalundir erlendar áður 3.798 kr/kg

nú 3.228 kr/kg

líu si ra B , ur tt le ti ó k Grísa áður 1.998 kr/kg

nú 1.199 kr/kg

35%

ðar Kindalundir krydda kg nú 2.960 kkr/ r/kg áður 4.228

Kjúklingabringur í Miðjarðarhafsmarineringu

áður 2.384 kr/kg

- nú 1.883 kr/kg

44%

Lambakjuðar, grill, NY krydd nú 779 kr/kg áður 1.198 kr/kg

50%

Kjúklingalundir, 700 gr nú 986 kr/pk áður 1.761 kr/pk

Lambahryggur, 1/ lundamegin, frosin 2 n

áður 2.198 kr/kg

- nú 1.692 kr/kg

Bökunarkartöflur nú 98 kr/kg áður 195 kr/kg

Tilboðin gilda 16. júlí – 19. júlí 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4

fimmtudagur 16. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Keilir í samstarf við Arctic Adventures

Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku

K

eilir hefur undirritað samkomulag við Arctic Adventures um samstarf og aðkomu þeirra að leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku sem skólinn hefur starfrækt í samstarfi við Thompson Rivers University (TRU) síðan haustið 2013. Samstarfið snýr að aðgengi nemenda námsins að sérhæfðum búnaði til flúðasiglinga og jöklaferða, auk þess sem samstarf verður milli aðilanna við kennslu og undirbúning námskeiða. Þá munu Arctic Adventures bjóða útskrifuðum nemendum námsins upp á möguleika til starfa á sviði ævintýraferðmennsku sem fullt starf enda eru mikil atvinnutækifæri fyrir faglega

menntaða ævintýraleiðsögumenn innan greinarinnar. Af þreyingarferðamennska er meðal þeirra greina ferðaþjónustunnar sem vex hvað hraðast hér á landi og eru mikil atvinnutækifæri innan greinarinnar bæði hérlendis og erlendis. Leiðsögunám Keilis og TRU í ævintýraferðamennsku tekur átta mánuði og fer um helmingur námsins fram víðsvegar um landið. Áhersla er lögð á verklega nálgun á vettvangi í náttúru Íslands, til að mynda í sjókajaknámskeiði á Breiðfirðinum, við flúðasiglingar á Hvítá eða við klifur á Svínafellsjökli. Að hámarki eru teknir inn um tuttugu nemendur árlega og hafa þeir verið mjög eftirsóknarverðir starfskraftar innan greinar-

ATVINNA Starfsmaður óskast í póstútburð í Vogum,Vatnsleysuströnd. - 50% starf - Framtíðarstarf Nánari upplýsingar í síma 847 8770 eða á netfangið eli1@simnet.is

ATVINNA Vegna mikilla anna auglýsum við lausa stöðu í afgreiðslu:

Starfið felur einkum í sér almenna þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins, kennslu á tæki og skjalafrágang. Hæfniskröfur: Rík þjónustulund, tölvukunnáta, tungumálakunnáta, bílpróf og áhugi á ferðaþjónustu. Lágmarksaldur er 20 ár. Við sækjumst eftir duglegu fólki af báðum kynjum í skemmtilegt og krefjandi starf, frá miðjum júlí fram til loka september 2015. Ítarleg kennsla fer fram áður en starfsfólk hefur störf að starfsstöð okkar, Smiðjuvöllum 5 a, Reykjanesbæ. Umsókn sendist með upplýsingum um starfsferil (CV) og mynd á iceland@mcrent.is. Umsóknin skal berast fyrir 27. júlí næstkomandi. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 578-6070.

Smiðjuvöllum 5 a // 230 Reykjanesbær // Sími: 578-6070

+ www.vf.is

83% LESTUR

innar að námi loknu, en auk þess hafa nemendur úr náminu haldið áfram háskólanámi við TRU. Samstarf Keilis og Arctic Adventures var undirritað af Arnari Hafsteinssyni, forstöðumanni Íþróttaakademíu Keilis og Styrmi Þór Bragasyni, framkvæmdastjóra Arctic Adventures, en hann væntir mikils af samstarfinu. „Það er mjög mikilvægt að fólk með áhuga á útivist og ferðaþjónustu sæki sér í auknu mæli menntunar á því sviði“ segir Styrmir. „Við höfum ráðið til okkar nýútskrifaða nemendur úr náminu og höfum góða reynslu af þeim starfmönnum og þeirri þjálfun sem þeir hafa hlotið í náminu. Við munum áfram leitast eftir að bjóða nýútsrifuðum nemendum framtíðarstarf hjá Arctic Adventures, Glacier Guides og Trek Iceland, sem í dag er stærsta ævintýraferðaþjónustu fyrirtæki landsins.“ Þriðji árgangur nemenda í leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku hefur nám í lok ágúst næstkomandi og er enn hægt að sækja um í námið. Nánari upplýsingar má nálgast á www.adventurestudies.is

Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line vill mæta þörfum farþega:

Skoða rútuferðir milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar F

erðaþjónustuf y rir tæk ið Gray Line hefur undanfarna mánuði skoðað möguleikann á því að bjóða beinar rútuferðir milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar. Þannig yrði að hluta til mætt þörfum farþega í millilandaflugi sem eiga erindi norður eða að norðan. „Hugmyndin er að ferðirnar verði í tengslum við komur og brottfarir á Keflavíkurflugvelli síðdegis. Við teljum að við þurfum að byrja með a.m.k tvær ferðir í viku, síðdegis til Akureyrar og að norðan að morgni dags,“ segir Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Gray Line, og bætir við að með þessu móti gætu farþegar verið komnir til Akureyrar fyrir miðnætti sama

Gray Line leggur áherslu á að ferðalagið verði þægilegt og ánægjulegt og mun leggja til leiðarinnar lúxusrútur úr flota fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur kynnt þessi áform fyrir ýmsum aðilum í ferðaþjónustunni og fengið ágætar undirtektir.

Keflavíkurflugvöll. Sá flugvöllur þjónar öllum áfangastöðum erlendis en viðbúið er að beint flug til Akureyrar tengist aðeins einum áfangastað erlendis. Við teljum því skynsamlegast í stöðunni að megináherslan í markaðssetningu Norðurlands beinist áfram að flugfarþegum sem fara um Keflavikurflugvöll, enda fara þar um 9 af hverjum 10 ferðamönnum sem hingað koma,“ segir Þórir ennfremur.

„Beint flug til Akureyrar hefur verið reynt og ekki gengið upp. Vafalítið mun koma að því að slíkar ferðir geti orðið sjálfbær kostur. En meðan verið er að skapa þann markað teljum við farsælast að byggja á þeirri staðreynd að mestallt millilandaflug fer um

Að mati Gray Line geta beinar rútuferðir milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar stuðlað að lengri dvöl ferðamanna fyrir norðan og verið ákjósanlegur valkostur fyrir þá sem eiga aðeins erindi þangað og ætla ekki að stoppa á höfuðborgarsvæðinu.

dag og þeir lenda. Á sama hátt gætu þeir náð síðdegisflugi frá Keflavíkurflugvelli sama dag og þeir leggja af stað frá Akureyri.

Glæpasögur fyrir þýskt sjónvarp myndaðar á Suðurnesjum:

Sandgerðingum borgað fyrir að mæta í jarðarför XXUndanfarnar vikur hefur verið unnið að framleiðslu þýskra kvikmynda hér á landi þar sem sögusviðið er m.a. náttúra og byggðir Suðurnesja. Þannig hafa umfangsmiklar tökur farið fram í Grindavík og á dögunum fóru fram upptökur í Hvalsneskirkjugarði. Daginn fyrir tökur var auglýst eftir fólki í Sandgerði til að mæta í jarðarförina og að fólk fengi greitt fyrir þátttöku í útförinni. Það er íslenska kvikmyndafyrirtækið Oktober sem er að þjónusta þýska kvikmyndafyrirtækið Neue Deutsche Filmgesellschaft (NdF) sem í samvinnu við sjónvarpstöðina ZDF í Þýskalandi er að leggja grunn að röð sjónvarpsmynda sem allar gerast á Íslandi. Sögurnar eru glæpasögur og eru allar aðalsöguhetjurnar íslenskar en leiknar af þýskum leikurum á þýsku. Sögurnar eiga það sameiginlegt að gerast allar hér á landi og draga efnivið sinn úr íslenskum veruleika. Áætlað er að gera 2-3 myndir á ári næstu 3 árin. Á árinu 2015 verða teknar upp 2 myndir. Meðfylgjandi myndir voru teknar á tökustað á Hvalsnesi. VF-myndir: Hilmar Bragi.


RÝMINGAR-

SALA

Á SUMARVÖRUM

Hefst kl. 10 á fimmtudaginn

RÝMINGARSALA & ÚTSALA

Allt að 50% afsláttur í Húsasmiðjunni

RAFMAGNSSLÁTTUVÉLAR 25%, GASGRILL 20%, HEKKKLIPPUR 30%,

KEÐJUSAGIR 20%, REIÐHJÓL 20–30%, REIÐHJÓLAFYLGIHLUTIR 30%, TRAMPÓLÍN 20%, GRILLÁHÖLD 30%, BÚSÁHÖLD 25%, ÚTIPOTTAR 30%, GOSBRUNNAR 30%, RAFMAGNS- OG BENSÍNORF 20% OG FLEIRA.

50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Í BLÓMAVALI Með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana. Afsláttur gildir ekki af vörum merktum „Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar“.

525 3000 • husa.is


6

fimmtudagur 16. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR RITSTJÓRNARPISTILL OLGA BJÖRT ÞÓRÐARDÓTTIR

vf.is

Virðing, þekking og reynsla ÚTGEFANDI: AFGREIÐSLA OG RITSTJÓRN: RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÉTTASTJÓRI: BLAÐAMENN:

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Olga Björt Þórðardóttir, olgabjort@vf.is Sigurður Friðrik Gunnarsson, siddi@vf.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is UMBROT OG HÖNNUN: Víkurfréttir ehf. Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006

AFGREIÐSLA: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is PRENTVINNSLA: Landsprent UPPLAG: 9000 eintök. DREIFING: Íslandspóstur DAGLEG STAFRÆN ÚTGÁFA: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001

Þegar óvæntur hlykkur kemur á lífsleiðina eins og þegar alvarleg veikindi verða, standa sjúklingur og aðstandendur ringlaðir og ríghalda í trú og von um að allt fari á besta veg. Í slíku ferli er nærvera heilbrigðisstarfsfólks og samskipti við það af afar stór þáttur í minningunni þegar litið er til baka. Hvernig sem fer. Sem aðstandandi sjúklings í líknandi meðferð var mikið öryggi fólgið í því að vita af móður minni í góðum höndum heimahlynningar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og afar dýrmætt hversu lengi mamma gat dvalið heima hjá sér í veikindum sínum, nánast fram á síðasta dag. Það var líka vegna þess að faðir minn gat aðstoðað hana við athafnir daglegs lífs og verið henni nauðsynlegur félagsskapur. Ég fylgdist oft með samskiptum mömmu og pabba við hjúkrunarfræðingana og sjúkraliðana sem komu daglega til þeirra. Færnin, þekkingin, reynslan, hlýjan, húmorinn og mannþekkingin voru algjör. Eins og fram kemur í viðtali Víkurfrétta við Margréti Blöndal hjúkrunarfræðing, sem stýrir 17 kvenna

teyma heimahjúkrunar og heimahlynningar, eru aðstandendur alltaf stór þáttur í því að fólk geti verið veikt heima. Boðið hefur verið upp á líknandi meðferð í heimahúsum frá því Sigurður Árnason krabbameinslæknir hóf störf hjá HSS árið 2003. Sú þjónusta er opin bók á þann hátt að þarfir og aðstæður eru metnar hjá hverjum og einum og snýst þjónustan um samvinnu og handleiðslu. Heildarfjöldi vitjana heimahjúkrunar og heimahlynningar HSS var tæp 30 þúsund í fyrra, til 434 einstaklinga. Yngstu skjólstæðingar heimahjúkrunar hafa verið allt niður í nokkurra daga ungabörn. Öllum aldurshópum er sinnt en verkefnin eru mjög mismundi, allt frá næringu og/eða lyfjagjöf í æð yfir í aðstoð við böðun. Góð samvinna er við aðrar deildir HSS eins og Margrét bendir á í viðtalinu eru Suðurnesin landfræðilega vel til þess fallin að veitt sé góð heimaþjónusta; heimahjúkrun og félagsleg þjónusta. Það er einstakt fólk starfar við þetta á Suðurnesjum, flestir úr samfélaginu á staðnum og því með mikla tengingu við það. Slíkt er ómetanlegt og kallar fram trúnað, traust og öryggiskennd sjúklinga og aðstandenda á erfiðum tímum. Vonandi fær þessi þjónusta að eflast og dafna áfram, öllu samfélaginu til góðs.

FRAMKVÆMDUM Á EFSTU HÆÐ HÓTELS KEFLAVÍK LOKIÐ:

STARFSFÓLKIÐ FÆR NÁMSKEIÐ Í LÚXUSÞJÓNUSTU

„Nú er framkvæmdum á útliti Hótel Keflavík og Diamond Suites á efstu hæð hótelsins loksins lokið og er útkoman framar bestu vonum,“ segir Steinþór Jónsson hótelstjóri og vísar í meðfylgjandi mynd sem ljósmyndarinn Ozzo tók af hótelinu um síðustu helgi. Allt efnisval, lýsing og hönnun hótelsins hefur alfarið verið í höndum hótelstjórans Steinþórs sem leitar jafnan eftir góðum hugmyndum í ferðum erlendis, hjá eigin starfsmönnum og tugum iðnaðarmanna sem hann segir hafa staðið sig einstaklega vel síðustu tvö ár við framkvæmdina að eigin sögn. Stórbrotið úsýni yfir Keflavíkina „Á efstu hæðinni má sjá útlitið á Diamond Suites, fyrsta 5 stjörnu

lúxushóteli landsins, útilýsingu og nýja heita potta sem eru vel staðsettir með stórbrotið útsýni yfir Keflavíkina, Reykjanesið og Bláa Lónið. Við pottana er komið mjög fullkomið hljóðkerfi og sér arineldur verður við hvorn pottinn. Stærsta svítan er 260 fermetra og mun bjóða uppá þessar einkasvalir, lúxusbaðkör, ljós, hljóðkerfi og húsbúnað frá fremstu hönnuðum heims,“ segir Steinþór og bætir við að til að gestir Diamonds Suites geti notið útsýnisins enn betur yfir Keflavík verði þjónustustigið með því besta sem þekkist. Veitingar KEF restaurant og líkamsræktaraðstaða Lífstíls verði í boði allan sólarhringinn fyrir gesti sem gista á þessum lúxus svítum og munu starfsmenn hótelsins fara í kennslu

strax í haust sem er hugsuð fyrir starfsmenn fimm stjörnu hótela. Að auki verði starfsfólki boðið á námskeið í almennri þjónustu, förðun og hárgreiðslu svo eitthvað sé nefnt,“ segir Steinþór. Allra skemmtilegasta viðbótin hingað til Öll rými Diamond Suites hafa nú verið tekin í gagnið en lúxusbúnaður og fimm stjörnu þjónusta verður komin á fullt síðar í vetur. Gegnheilar hurðar úr Eik frá TSA í Njarðvík eru komnar í notkun með allra nýjasta hurðarstýrikerfi Ving Card, sem er stærsti framleiðandi heims á því sviði, en þeirra nýjasta afurð fyrir lúxushótel, Allure, var fyrst sett upp í heiminum á Diamond Suites. Gólf hafa verið

flísalögð með Versace flísum og eru stigagangar nú í sömu vinnslu. „Eftir tæpa 30 ára uppbyggingu hótelsins þá er Diamond Suites allra skemmtilegasta viðbótin hingað til og mjög spennandi að vera fyrst til að bjóða uppá alvöru lúxusgistingu á hóteli hér á landi. Á þessu stigi sér maður að rýmið og herbergin standast samanburð við það allra besta og þá er bara þetta nýja þjónustustig sem við verðum að sanna okkur með. Ég held að það takist líka vel með okkar góða starfsfólki,“ segir Steinþór. Herbergjanýting oft yfir 100% Eftir langbesta vetur í sögu hótelsins þar sem nýting var yfir 90% þá segir Steinþór nýtinguna í sumar

alveg 100% og oftar en ekki vel yfir það þegar áhafnir koma inn á óreglulegum tímum hægt er að nýta herbergin tvisvar sinnum á sama sólarhringnum. Þá hefur meðalverð á gistingu hækkað töluvert samhliða auknum gæðum á herbergjum og almennri uppbyggingu. „Það er ekki spurning að sú fjárfesting er að skila sér en þessi gæði gera okkur líka auðveldra að skilgreina okkur fyrir gesti sem vilja greiða fyrir betri gæði og þjónustu. Lúxushótel hugmyndin byggir því á þessari reynslu og nýjum möguleikum til að auka tekjur án þess að stækka frekar en fjölgun herbergja er síðan næsta skref og verður að veruleika fyrr enn seinna,“ segir Steinþór að lokum.


7

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 16. júlí 2015

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Hundrað ár að baki í Holtaskóla

Þ

að var sannarlega með eftirsjá sem þau Guðrún Björk Jóhannesdóttir, Hólmfríður Guðmundsdóttir og Kjartan Másson voru kvödd á skólaslitum Holtaskóla í Keflavík síðastliðinn þriðjudag. Þetta heiðursfólk hefur sinnt kennslustörfum í yfir 100 ár samanlagt.

Hólmfríður hefur sinnt heimilisfræðikennslu í yfir 40 ár, Kjartan íþróttakennslu í yfir 30 ár og Guðrún Björk aðallega sinnt íslenkukennslu í yfir 30 ár. Þessir aðilar eru svo sannarlega samofnir sögu Holtaskóla og verður sárt saknað af nemendum og starfsfólki.

Karlakór Keflavíkur stendur fyrir Kötlumótinu í ár:

700 karlakórsfélagar væntanlegir í október

Þ

or varður Guðmundsson, formaður Karlakórs Keflavíkur, undirritaði á dögunum ráðningarsamning við Guðmund E. Finnsson sem verkefnisstjóra að Kötlumótinu, sem er söngmót fyrir sunnlenska karlakóra. Guðmundur er vanur viðburðarstjórnandi og hefur m.a. séð um Sandgerðisdaga auk fjölda annarra viðburða víðs vegar um land. Reiknað er með um 700 söngmönnum úr 18 karlakórum til Reykjanesbæjar 17. október, en

Karlakór Keflavíkur stendur fyrir mótinu að þessu sinni. Tónleikahald verður víða um Reykjanesbæ auk þess sem að haldin verður heljarinnar veisla með þátttöku allra karlakóranna um kvöldið. Það er því ljóst að Karlakór Keflavíkur stendur í stórræðum við að auðga menningarlífið á Suðurnesjum með þessari söngveislu. Kötlumót er samband sunnlenskra karlakóra og félagssvæði Kötlu nær frá Höfn í Hornafirði í austri allt að Stykkishólmi í vestri.

Formaður Björgunarsveitarinnar Ægis vill huga vel að framtíð sveitarinnar:

Sjálfboðaliðastarf að líða undir lok XX„Ég held að sjálfboðaliðastarfið muni smátt og smátt líða undir lok ef engin breyting verður á. Það vill enginn taka við. Það fylgir því gífurleg vinna að starfa í þessu. ,“ segir Oddur Jónsson, sem verið hefur formaður Björgunarsveitarinnar Ægis í Garði í 19 ár og gengur að eigin sögn illa að hætta. „Fólk hefur minni tíma fyrir þetta starf og unga fólkið er ekki tilbúið að fórna eins miklum tíma og áður. Það er svo mikil afþreying og annað í boði í dag og erfiðara að fá menn í ýmis verkefni, sem kannski eðlilegt er. Það þarf að hugsa um þessa hluti til framtíðar.“ Sjá nánar viðtal við Odd um 80 ára afmæli sveitarinnar í blaðinu í dag.

F.v.: Guðrún Björk Jóhannesdóttir, Hólmfríður Guðmundsdóttir, Kjartan Másson, Eðvarð Þór Eðvarðsson skóalstjóri, Helga Hildur Snorradóttir og Guðbjörg Rut Þórisdóttir.

+ www.vf.is

83% LESTUR

Tombólustelpur XXÓlafía Rún Guðmundsdóttir og Sólrún Lilja Bragadóttir héldu tombólu hjá Kaskó og gáfu Rauða krossinum andvirðið.

• • • • • •

Ábyrgð á Dagleg s Umsjón Eftirfylgn Ábyrgð á Önnur til

PENNAVINUR ÓSKAST Í LEIFSTÖÐ Hjá Pennanum Eymundsson starfar frábær hópur fjölhæfra og skemmtilegra einstaklinga – en okkur vantar fleiri. Við óskum eftir harðduglegum og brosmildum starfsmanni í afgreiðslustarf í verslun okkar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

HÆFNISKRÖFUR • • • • • •

Góð tungumálakunnátta Reynsla af afgreiðslustörfum æskileg Góð almenn tölvukunnátta, þekking á Navision er kostur Rík þjónustulund og jákvæðni Hæfni í mannlegum samskiptum Unnið er eftir vaktaskipulagi

Áhugasamir vinsamlegast sendið umsóknir og fyrirspurnir á atvinna@eymundsson.is fyrir 23 júlí nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Um framtíðarstarf er að ræða og er æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

Austurstræti 18

Álfabakka 14b, Mjódd

Hafnarfirði - Strandgötu 31

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Skólavörðustíg 11

Kringlunni norður

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Bárustíg 2

Laugavegi 77

Kringlunni suður

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Hallarmúla 4

Smáralind

Akranesi - Dalbraut 1

540 2000 | p


8

fimmtudagur 16. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal Heimaþjónusta Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er fertug, skjólstæðingarnir allt að 170 og starfsmenn 16:

Ofboðslega skemmtilegt þótt maður horfi upp á ýmislegt erfitt -Tæplega 30 þúsund heimavitjanir í fyrra. Að geta komið í vinnuna og fengið smá hjálp með sjálfa sig hjálpar mjög mikið til, segir Margrét Blöndal hjúkrunarfræðingur. Þjónusta heimahjúkrunar á Suðurnesjum hófst árið 1975. Þá var heilsugæslan á neðri hæð í húsnæði Arnbjörns Ólafssonar heimilislæknis við Skólaveg. Heimahjúkrun er lögbundin þjónusta þar sem markmiðið er að veita hjúkrun fyrir einstaklinga sem eiga ekki heimangengt vegna heilsubrests og/eða skerta færni. Þannig er þeim gert kleift að dvelja heima eins lengi og unnt er. Einnig má geta þess að heimahjúkrun starfar einnig sem heimahlynning en sú starfsemi lýtur að líknandi meðferð í heimahúsi. Margrét Blöndal hjúkrunarfræðingur stýrir 16 kvenna hópi, sjö hjúkrunarfræðingum og 10 sjúkraliðum, sem hefur sinnt allt að 170 skjólstæðingum í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum, utan Grindavíkur. Stærsti hluti skjólstæðinga eru aldraðir en yngstu eru allt til nýfæddra barna.

A

ðstaða heimahjúkrunarinnar á HSS er heimilisleg og blaðamaður tekur sérstaklega eftir því hvað starfsfólkið er hlýlegt og brosmilt. Fjórir hjúkrunarfræðingar starfa sem teymisstjórar og fara þeir í fyrstu vitjun í sínu hverfi og skipuleggja hjúkrunina. „Skipulagið okkar virkar vel, við tökum viku fyrir í einu. Sjúkraliðarnir vinna styttri vinnudag og fara oftast í vitjanir fyrir hádegi, stundum með okkur. Sjúkraliðar vinna svo einnig á kvöldvöktum. Hjúkrunarfræðingarnir fara í vitjanir og koma svo til baka með úrlausnarefni.

Þetta geta verið mál eins og að panta hjálpartæki, fara yfir rannsóknarniðurstöður og meta hvort þörf sé á að læknir skoði þær, ráðfæringar við lækna vegna ýmissa mála, símtöl við sérfræðinga og aðrar stofnanir. Við lendum oft í því að senda mikið veikt fólk í okkar þjónustu á bráðamóttöku og í innlögn. Við skipuleggjum einnig hvíldarinnlangir í samráði við deildina,“ segir Margrét og bætir við að góð samvinna sé við aðrar deildir eins og rannsókn, sjúkraþjálfun, D-deildina, röntgen, bráðamóttöku og heilsugæslulækna. „Við erum alltaf að meta og endurmeta. Landfræðilega eru Suðurnesin vel til þess fallin að veitt sé góð heimaþjónusta. En heimaþjónusta er bæði heimahjúkrun og félagsleg þjónusta. „Við höfum svo góða stærð; gott svæði, frekar stuttar vegalengdir og við eigum að geta

veitt framúrskarandi þjónustu á sjúkrahúsinu og í heimahúsum. Það er einstakt fólk sem starfar hér, flestir úr samfélaginu á staðnum og því með mikla tengingu við það.“ Samfélagið eldist og veikist Margrét kynntist heimahjúkruninni árið 2002 þegar hún vann sem sjúkraliði og sá hversu miklu máli þessi þjónusta skiptir fyrir íbúa á svæðinu. „Flestir skjólstæðinga okkar eru aldraðir en aldraðir eru líka margir hverjir orðnir svo veikir; með undirliggjandi hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, gigt, verki, andlega sjúkdóma og krabbamein.“ Einnig hafi heilabilunartilfellum meðal aldraðra fjölgað mikið. „Fólk verður eldra en tíðni langvinnra sjúkdóma eykst með auknum aldri. Við erum með samfélag sem er að eldast og þörfin fyrir hjúkrun eykst um leið. Starfsfólk heimahjúkrunar sinnir alltaf

Það er þetta öryggi sem skiptir svo miklu mál. Að fólk upplifi sig öruggt og geti vitað hvert það á að leita

veikasta fólkinu úti í samfélaginu,“ segir Margrét. Félagsþjónustan á vegum sveitarfélaganna er einnig til staðar en hún sinnir einstaklingum sem þurfa aðstoð við heimilishald, athafnir daglegs lífs o.fl. vegna færniskerðingar. Tæpar 30 þúsund vitjanir Heimahjúkrun var áður fyrr eingöngu veitt á virkum dögum og sá einn hjúkrunarfræðingur um að veita þá þjónustu. Árið 1978 flutti heilsugæslan í núverandi húsnæði og árið 1995 veitti heimahjúkrun þjónustu alla daga, kvöld og helgar ársins og fjöldi starfsmanna var samtals 5,6 stöðugildi sem skiptust á 7 manns; 2 hjúkrunarfræðinga, tvo sjúkraliða og 3 ófaglærða starfsmenn. Heildarfjöldi vitjana það ár voru 7252. Á biðlista í brýnni þörf fyrir vistun á hjúkrunardeild voru 14 manns árið 1995 og 23 manns í „byrjunarþörf fyrir dvalarrými“. Margrét segir fjölda skjólstæðinga hafa undanfarin ár

verið stöðugan í kringum 150 en hann hafi síðan farið upp í um 170 þegar opnaðist fyrir hvíldarinnlagnir fyrir ári síðan. Fjöldi vitjana hefur stökkbreyst síðan 1995 en árið 2014 voru farnar tæpar 30 þúsund vitjanir til 434 skjólstæðinga. „Við erum sautján núna, sjö hjúkrunarfræðingar og tíu sjúkraliðar og er þjónustan veitt alla daga og öll kvöld allt árið um kring“. Þá hafa breytingar orðið í heilbrigðisþjónustu undanfarin ár og er t.d. skárningakerfi orðið betra og opnara á milli stofnanna. „Þetta skiptir svo miklu máli og einfaldar vinnuna okkar tölvert.“ Fjölbreytt og mannlegt starf Margrét segir starf sitt vera afar fjölbreytt og að mannlegi þátturinn

og samskiptin séu stærsti hlutinn. „Mér finnst það ofboðslega skemmtilegt þótt maður horfi upp á ýmsilegt erfitt. Til að okkur líði vel þá tölum við mikið saman og myndast hefur góð samkennd innan hópsins. Hér á okkur að líða vel. Sumar vitjanir eru erfiðari en aðrar.“ Aðspurð segir Margrét að hún og samstarfskonur finni fyrir mjög miklu þakklæti. „Við fáum endurgjöf frá fólkinu sem er í þjónustu hjá okkur. Það er þetta öryggi sem skiptir svo miklu máli. Að fólk upplifi sig öruggt og geti vitað hvert það á að leita. Enda höfum við lent í því að fólk leitar til okkar um alls konar mál sem tengist ekki endilega heimahjúkrun.“ Þá finnst henni endurmenntun einnig vera mikilvæga fyrir starfsfólk heima-


9

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 16. júlí 2015

pósturu olgabjort@vf.is Sjúkraliðinn Sjöfn Þórgrímsdóttir mælir blóðþrýstinginn hjá skjólstæðingnum Reyni Jónssyni.

hjúkrunar. „Það er svo nærandi að ná í þekkingu og spegla okkur í öðrum“. Aðstæður og aðstandendur vega þungt Eins og gefur að skilja eru aðstandendur einnig alltaf stór þáttur í því að fólk geti verið veikt heima. „Það fer allt eftir fjölskyldumynstri, aðstæðum og ýmsu öðru. Við höfum verið að veita líknandi meðferð í heimahúsum frá því Sigurður Árnason krabbameinslæknir byrjaði hér árið 2003. Sú þjónusta er opin bók á þann hátt að þarfir og aðstæður eru metnar hjá hverjum og einum og snýst þjónustan um samvinnu og handleiðslu,“ segir Margrét. Spurð hvort það þurfi ekki góða mannþekkjara í slík störf segir Margrét svo vera. „Þær sem starfa hér eru mjög reyndar, við vinnum teymisvinnu og tölum mikið saman. Við vinnum saman sem ein heild og berum saman bækur okkar til að vera á sömu blaðsíðu. Þannig hjálpum við hver annarri og erum til staðar. Við hvetjum líka hvor aðra til að létta á sér. Það koma slæmir dagar og vikur hjá öllum og það getur eðlilega komið þreyta í mannskapinn. Heimilin geta verið ólík og aðstæður. Oft þarf að skipta um gír; fara úr mikilli sorg á einum stað þar sem er deyjandi einstaklingur og yfir á annað heimili þar sem aldraður einstaklingur þarf létta aðstoð og stuðning við athafnir daglegs lífs.“ Yngstu skjólstæðingarnir nýfæddir Yngstu skjólstæðingar heimahjúkrunar hafa verið allt niður í nokkurra daga ungabörn. Eins og

fram hefur komið sinnir heimahjúkurn öllum aldurshópum, oft börnum, en verkefnin eru mjög mismundi, allt frá næringu og/ eða lyfjagjöf í æð yfir í aðstoð við böðun. Margrét segir störf hjúkurnarfræðinga heimahjúkrunar snúast að miklu leyti um það að aðstoða skjólstæðinga að lifa með langvinna sjúkdóma. „Þeir þurfa að öðlast færni í því að þekkja sjúkdómseinkenni sín og hvað það er í þeirra lífsstíl sem hægt er að breyta til þess að líða betur. Hreyfing er t.d. mjög mikilvægur þáttur í því að líða betur“. Það fari síðan eftir sambandinu sem myndast hversu mikið skjólstæðingur opni sig og sé tilbúinn að fræðast um sjúkdóminn og einkennin. „Við erum bara duglegar að leita okkur upplýsingar. Það getur verið að fólki líði betur með einhverjum starfsmanni en öðrum og treysti honum betur og verður þá opnara. Við vinnum í teymisvinnu með læknum og og metum hvar læknisþjónustan tekur við af okkar þjónustu. Þegar um er að ræða líknandi meðferð þá erum við í sambandi við Sigurð lækni. Eftir andlát í heimahúsi fylgjum við maka/aðstandendum eftir með samtali eftir um það bil sex vikur. Einnig má geta þess að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, í samstarfi við prestana í Keflavíkursókn, bauð aðstandendum allra þeirra sem létust á HSS og í heimahús á árinu, til samverustundar á allra heilagra messu í fyrra. Eftir samverustund var boðið upp á kaffi í safnaðarheimilinu sem starfsfólk d-deildar sá um að útbúa. Margir lýstu ánægju sinni með þessa samverustund og er fyrirhugað að þetta sé komið til með að verða áfram,“ segir Margrét að lokum.

Viltu vinna í ferðaþjónustu? Gray Line Iceland leitar að sjálfstæðum og drífandi einstaklingum sem búa yfir mikilli þjónustulund. Keflavíkurflugvöllur – framtíðarstarf Í boði er: • 100% starf og hlutastarf • Unnið er á 12 klst. vöktum Helstu verkefni: • Upplýsingagjöf til ferðamanna • Sala á ferðum • Önnur tilfallandi störf Menntunar- og hæfniskröfur: • Góð enskukunnátta • Önnur tungumálakunnátta kostur • Góð þekking á Íslandi • Þjónustulund og sveigjanleiki

Gray Line Iceland Gæði – Öryggi – Þjónusta

Umsóknir berist til: Elínar Hlífar Helgadóttur, mannauðsstjóra, elin@grayline.is. Umsókn þarf að fylgja kynningarbréf ásamt ferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 21. júlí 2015.

Gray Line Iceland er leiðandi íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki í örum vexti. Fyrirtækið er handhafi viðskiptasérleyfis Gray Line Worldwide sem er stærsta skoðunarferðafyrirtæki í heimi. Félagið er ferðaskipuleggjandi, ferðaskrifstofa og hópferðafyrirtæki með starfsemi einkum í skipulögðum dagsferðum með yfir 60 áfangastaði víðs vegar um Ísland. Gray Line á Íslandi á einn yngsta rútubílaflota landsins, 65 hópferðabíla sem taka frá 9 til 71 farþega. Félagið flutti rúmlega 510 þúsund ferðamenn árið 2014 í eigin ferðum. Fyrirtækið kappkostar að veita góða og persónulega þjónustu við ferðamenn á Íslandi.


10

fimmtudagur 16. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Kvenfélagið Fjóla bauð öllum bæjarbúum Voga í afmælisveislu. Vildu þakka veittan stuðning í tæpa öld:

Mikil endurnýjun og öflugt starf í kvenfélaginu í Vogum K

venfélagið Fjóla í Vogum fagnaði 90 ára afmæli 5. júlí sl. og af því tilefni buðu félagskonur öllum íbúum Sveitarfélagsins Voga til veislu í Tjarnarsalnum. „Ég er ekki búin að telja nöfnin í gestabókinni en líklega komu 400-500 manns. Ég hef aldrei séð svona margt fólk í Tjarnarsalnum, röðin var út á götu. Þarna voru ekki aðeins bæjarbúar heldur ættingjar þeirra víða að,“ segir Hanna Helgadóttir formaður í samtali við Víkurfréttir. Kvenfélagið vildi bjóða bæjarbúum til kaffisamsætis til að þakka fyrir veittan stuðning í gegnum tíðina. 52 konur eru skráðir sem félagar, ásamt heiðurskonum, sú yngsta 25 ára. „Elsta sem er enn að koma á fundi og í ferðir með okkur er 83 ára og meðalaldur er í kringum 40 ár. Því hefur endurnýjun verið mjög mikil og það er mjög jákvætt og alls ekki sjálfgefið,“ segir Hanna. Elsa Björnsdóttir var heiðruð og einnig Hrefna Kristjánsdóttir sem var búin að vera formaður í 12 ár, en hún átti ekki heimangegnt í Tjarnarsal þennan dag. Kvenfélagið Fjóla er, ásamt 9 öðrum kvenfélögum, í Sambandi Gullbringu- og Kjósasýslu. Það er 5. stærsta félagið í því sambandi þrátt fyrir að vera í einu af fámennustu sveitarfélögunum. „Þetta er öflugt félag og við erum mjög duglegar,“ segir Hanna að lokum.

Tékkar kynntu sér leikskólastarf í Reykjanesbæ

T

íu manna hópur leikskólakennara frá Tékklandi heimsótti nýlega Reykjanesbæ til að kynna sér það öfluga starf sem unnið er í leikskólum bæjarins. Að sögn Ingibjargar Bryndísar Hilmarsdóttur leik-

skólafulltrúa hafa heimsóknir verið tíðar sl. tvö ár og þá sérstaklega til að kynna sér hvernig áhersluþáttum eins og læsi og stærðfræði er fléttað saman við námið. Flestar heimsóknir hafa verið frá höfuðborgarsvæðinu. Leikskólakennararnir frá Tékklandi höfðu aðsetur í Reykjanesbæ og notuðu þeir tækifærið til þess að skoða sig um á Suðurnesjum í heimsókninni. Meginmarkmið hópsins var að kynna sér íslenskt leikskólastarf og dvaldi hópurinn í þeim tilgangi í þrjá daga í leikskólanum Hjallatúni, en þar er starfað eftir fjölgreindarkenningu Howards Gardner. Einnig átti hópurinn fund með leikskólafulltrúa og sérkennsluráðgjafa leikskóla þar sem gestirnir fengu innsýn og kynningu á leikskólastarfi í Reykjanesbæ og stöðu leikskólamála á Íslandi. Áhugavert var að heyra hvað það var sem vakti athygli gestanna í íslenskum leikskóla og hvað það er sem greinir þá frá leikskólum í heimalandinu, segir í frétt á heimasíðu Reykjanesbæjar.

Bókhald, virðisaukaskattskil, launaútreikningur, gerð ársreiknings og skattframtals Veitum faglega þjónustu

apal@apal.is ı Sími 535 0220

Leikskólinn Holt fær Erasmus+ styrk:

Bæði spennandi og áhugavert, segir leikskólastjóri „Verkefnið er bæði spennandi og áhugaver t o g er st ar fs mannahópurinn fullur tilhlökkunar að takast á við það,“ segir Kristín Helgadóttir leikskólastjóri á leikskólanum Holti í Reykjanesbæ, en skólinn fékk á dögunum góðan styrk frá Erasmus+. Með styrknum er ætlað að vinna samstarfsverkefni með skólum í þremur löndum í Póllandi, Slóven-

íu og á Spáni. Verkefnið ber heitið „Through democracy to literacy“ og mun standa yfir næstu tvö árin. Holt er stýriskóli verkefnisins og heldur utan um skýrslur og verkefnið í heild. Þá gerir styrkurinn skólanum kleift að ferðast til þessara landa, skoða og kynnast starfi samstarfsskólanna. „Eins og nafnið ber með sér þá ætlar starfsfólk að rýna í lýðræði og læsi og skoða hvernig það stendur að þessum þáttum í skólastarfinu. Markmiðið er að bæta vinnubrögðin og læra nýja hluti,“ segir Kristín.


11

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 16. júlí 2015

-viðtal

pósturu olgabjort@vf.is

Þorskeldi er síkvikur vettvangur þekkingar á þeim gula. Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar er í Grindavík:

Ef slæmt er í sjóinn þá er hægt að nota eldisfiskinn til að brúa bilið Á

dögunum fór fram úthlutun úr AVS sjóðnum og hlutu 40 verkefni styrk að upphæð samtals 222 milljónir króna. Stærsti styrkurinn kom í hlut Tilraunaeldisstöðvar Hafrannsóknastofnunar, 22 milljónir króna, og verður upphæðinni varið í seiðaeldi og kynbætur á þorski. Tilraunaeldisstöðin er staðsett inni á athafnasvæði Íslandsbleikju, steinsnar frá Grindavík.

styrkt verkefnið frá upphafi,“ segir Agnar. Hrognin sem safnað var fyrst um sinn voru tekin í eldisstöð Hafró, klakin út og búnir til svokallaðir fjölskylduhópar. Eftir þrjú ár var gerður grunnstofn og hægt var að hefja kynbótastarfið. „Sala á seiðum til eldisfyrirtækja var um 200 þúsund seiði á ári. Icecod tók síðan við verkefninu í eldisstöð sinni í Höfnum á Reykjanesi árið 2008.“

„Hafró sér um eldi á klakfiski og seiðaframleiðslu, Stofnfiskur leggur fram þjónustu kynbótafræðings í hálfu starfi og Hraðfrystihúsið Gunnvör á Hnífsdal, HG, sér um eldi seiðanna upp í matfiskstærð í sjókvíum sínum við Súðavík. Styrkurinn úr AVSsjóðnum dugir til að fjármagna kostnað Hafrannsóknastofnunar af verkefninu,“ segir Agnar Steinarsson, sérfræðingur Hafró í samtali við Morgunblaðið, en hann stýrir verkefni sem stofnunin hefur unnið í samstarfi við Icecod, sem er í eigu Hafró, Stofnfisks og nokkurra sjávarútvegsfyrirtækja. Um er að ræða tilraunaeldi á þorski sem hófst fyrir röskum áratug. Agnar segir að á þessum árum hafi komið í ljós að vöxtur fisksins á fyrsta æviskeiðinu skiptir miklu fyrir framtíðarvöxtinn. Markaðsforsendur þorskeldis hafi breyst þegar þorskstofnar fóru að ná sér aftur á strik.

Ásættanleg afföll um 1% á mánuði Stór fyrirtæki stunduðu um tíma aleldi á þorski auk smærri aðila í áframeldi á smáþorski. Í dag er það aðeins Hraðfrystihúsið Gunnvör á Hnífsdal (HG) sem stundar aleldi á þorski og tekur við 20 þúsund kynbættum þorskseiðum frá Hafró á hverju sumri. „Helstu vandamálin í þorskeldinu hafa tengst óhóflegum afföllum vegna sjúkdóma en þorskurinn hefur afar frumstætt ónæmiskerfi sem gerir bólusetningu illmögulega, en ásættanleg afföll í laxeldi eru um 1% á mánuði sem verður að hámarki 15-20% yfir allan vaxtartíma fisksins“ segir Agnar í viðtalinu.

AVS-sjóðurinn hefur styrkt frá upphafi Þegar slæmt ástand á þorskstofnum samhliða góðu markaðsvirði þorsks var fljótlega eftir aldamót kviknaði áhugi hjá Íslendingum og fleiri Evrópuþjóðum á þorskeldi. Gerðar voru tilraunir við aleldi á þorski hér á landi árið 2002 og kynbótaverkefni Icecod hófst ári síðar. „Það átti að auka arðsemi þorskeldis með því að bæta vaxtarhraða og lífsþrótt líkt og gert er í laxeldi og bleikjueldi með góðum árangri. AVS-sjóðurinn hefur

Eldisfiskur brúar bilið í brælu Hafró hefur nú tekið aftur við verkefninu og elur allan klakfisk í Tilraunaeldisstöðinni. Fyrir fiskvinnslufyrirtæki eins og HG býður verkefnið upp á möguleika til betri nýtingar á tækjabúnaði og mannauði sem þegar er til staðar. „Ef slæmt er í sjóinn þá hægt að nota eldisfiskinn til að brúa bilið og skaffa hráefni til vinnslu. Markmiðið í fiskeldi að hámarka vöxt, bæta fóð- urnýtingu og lágmarka afföll. Til að tryggja góðan vöxt á fyrstu æviskeiðunum þarf að gefa seiðunum lifandi fæðudýr sem eru ræktuð í miklu magni í Tilraunaeldisstöðinni,“ segir Agnar að lokum, vongóður um að verkefnið muni verða fjárhagslega hagkvæmt innan tíðar.

Agnar með fallegan þorsk.

Það eru þúsundir seiða í kerjunum hjá Agnari og félögum.

Grásleppa í eldi.


12

fimmtudagur 16. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR UMSJÓN: PÁLL ORRI PÁLSSON POP@VF.IS

-mannlíf

pósturu vf@vf.is Fagurgalinn, af plötunni Straumhvörf:

Jón

Arnór Sverrison

Elíza Newman gefur út nýtt lag XXFagurgalinn og er annað lagið til að koma út af fjórðu sóló breiðskífu Elízu, Straumhvörf, sem kemur út seinna á árinu. Lagið er tekið upp og unnið með Gísla Kristjáns í studio Stereohóll. Elíza hefur undanfarið unnið að nýrri sólóplötu sinni ásamt því að hafa nýlokið við að koma fram með Kolrössu Krókríðandi í mjög vel heppnaðri endurkomu sveitarinnar á 17. júní og hátíðartónleikum í Hörpu 19. júní. Fagurgalinn skírskotar eilítið til Kolrössu í hljómi þar sem lagið er meira rokk en Elíza hefur verið að fást við nýlega og einnig er fiðlan komin inn aftur í trylltu fiðlusólói. Elíza hefur gefið út og samið mörg vinæl lög eftir að hún hóf sólóferlll sinn og má þar nefna Ukulele song for you, Eyjafjallajökull, Stjörnuryk og Hver vill ást?, ásamt Eurovision laginu Ég syng. Útgefandi er Lavaland Records. Lagið er á tonlist.is og spotify og fleiri stöðum. (Rafræn útgáfa).

Alltaf gaman að fara til Eyja Jón Arnór Sverrison er 17 ára Njarðvíkingur. Hann vinnur sem málari í sumar og æfir körfubolta. Aldur og búseta? 17 ára og á heima í Njarðvík Starf eða nemi? Nemi í FS. Hvernig hefur sumarið verið hja þér? Sumarið hefur verið mjög fínt hjá mér. Hvar verður þú að vinna í sumar? Er að vinna hjá pabba í því að mála. Hvernig á að verja sumarfríinu? Bara æfa körfu,lyfta og vinna og svo nátturulega bara gera eitthvað skemmtilegt með vinum minum. Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá? Fór á NM í Svíþjóð og svo er EM framundan. Eftirlætis staður á Íslandi? Alltaf gaman að fara til Eyja (Vestmannaeyjum). Hvað einkennir íslenskt sumar? Allir verða hressari og betra veður og svona. Áhugamál þín? Körfubolti og Fótbolti Einhver sem þú stundar aðeins á sumrin? Hef alltaf bara verið í fótbolta á sumrin og körfu svo á veturnar, en er hættur í fótbolta núna þannig að maður er bara í körfunni. Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina? Verð úti á EM. Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling? Gott veður, grill og fótbolti. Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati? Haltu fast í höndina á mér - Sálin. Hvað er það besta við sumarfríið? Fara til útlanda, útileigur og bara frí í skólanum. En versta? Það er ekkert slæmt við sumarið finnst mér, nema að það mætti vera betra veður bara.

Hljómsveitin Æla gefur út plötuna Vettlingatök:

„Þurftum að eignast fullt af börnum og skoða heiminn“ „Við vorum að gefa út plötu sem við köllum Vettlingatök. Við fengum hana til landsins um daginn og nú eru hún komin í allar helstu hljómplötuverslanir, fysískar og stafrænar. Okkur finnst þessi plata frábær. Við vonum að þér finnist það líka,“ segir H a l l b j ö r n V. Rúnarsson (Halli Va l l i ) , s öng v ari og g ítarl ei k ari su ðurnesísku hljómsveitarinnar Ælu og bætir v i ð að örlíti ð erfitt hafi verið fyrir bandið að klára þetta ferli. „Það var ekkert erfitt að semja þessi lög. Það var eiginlega erfiðara að muna þau því þetta var á svolítið löngum tíma. Við þurftum bara að eignast fullt af börnum og skoða heiminn betur á sama tíma. Það dró þetta svolítið á langinn.“ Fyrsta plata hljómsveitarinnar, Sýnið tillitssemi, ég er frávik, kom út í júlí 2006. Hljómsveitin fylgdi plötunni vel eftir með tónleikahaldi um allt land, og fór einnig í þrjár tónleikaferðir á árunum 2007

og 2008, til Bretlands og Frakklands, þar sem hún átti í viðræðum við plötuútgefendur og tónleikahaldara. Hljómsveitin hefur einnig verið fastur liður í dagskrá Iceland Airwaves öll ár síðan 2005. Ælu hefur verið líkt við bönd eins og The Minutemen, Shellac, Les Savy Fav, Purrkur Pillnikk og Slint. Hljómsveitina skipa Hafþór Skúlason á trommur, Hallbjörn V. Rúnarsson á gítar og syngur, Sveinn Helgi Hafþórsson á bassa og Ævar Pétursson á gítar. „Frá upphafi hefur það verið takmarkalaus orka, gleði og hispurslaus og skemmtileg framkoma á tónleikum sem hefur vakið athygli. Sú blanda var einmitt kjarninn í markmiðum bandsins fyrir upptökur á þessari plötu: Að virkja óreiðuna, kraftinn, fáránleikann og gamanið sem einkennir hljómsveitina Ælu. Því var hljómplatan öll tekinn upp lifandi með alla meðlimi í sama rými. Engin önnur leið var valmöguleiki,“ segir Halli Valli.

Upptökur annaðist Sveinn Helgi Halldórsson, bassaleikari Ælu og upptökustjóri ársins 2013. Hljóðblöndun var í höndum Alberts Finnbogasonar og Finnur Hákonarsson masteraði. Gísli Dúa tók einstaka ljósmynd sem prýðir plötuumslagið. Æla sendir frá sér myndband við lagið „Your Head is my Ground“ innan skamms og fylgir útgáfunni eftir með tónleikum á Paddy’s í Keflavík, 16. júlí og í Reykjavík stuttu seinna. Plötuna á má finna í öllum helstu plötuverslunum og helstu stafrænu sölumiðlum.

Uppáhalds grillmatur? Grillað lambalær klikkar ekki. Sumardrykkurinn? Appelsín.

Gunnar Þórðarson & Jón Ólafsson í Hljómahöll – Af fingrum fram í október

TRJÁKLIPPINGAR -TRJÁFELLINGAR í görðum og sumarbústaðalöndum. Öll almenn garðaumhirða. Gerum tilboð. Áratuga reynsla og fagmennska.

GRÆNU KARLARNIR EHF.

Kristján Bjarnason garðyrkjufræðingur // s. 848 2418.

XXS p j a l l t ó n l e i k a r ö ð i n A f fingrum fram hefur gengið fyrir fullu húsi í Salnum í Kópavogi síðustu sex árin og nú mætir gestgjafinn í Stapann ásamt sjálfum Gunnari Þórðarsyni sem þarf vart að kynna fyrir Suðurnesjamönnum. Lög þessa meistara melódíunnar eru löngu greypt í þjóðarsálina og mun hann flytja sín þekktustu lög milli þess sem hann rabbar við Jón Ólafsson um einstakan tónlistarferil og lífshlaup. Tónleikarnir verða þann 24. október og hefjast kl. 20:30. Húsið opnar kl. 19:30. Miðasala er hafin.


13

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 16. júlí 2015

Vekja athygli á olíubirgðastöð

pósturu vf@vf.is

– og uppbyggingu öryggismiðstöðvar á Keflavíkurflugvelli XXAtvinnu- og hafnaráð Reykjanesbæjar fagnar því að bent sé á mikilvægi alþjóðaflugvallarins á Keflavíkurflugvelli í drögum að skýrslunni „Hagsmunir Íslands á norðurslóðum“ frá Ráðherranefnd um málefni norðurslóða 2015. Atvinnu- og hafnaráði finnst að benda megi á möguleikana sem Helguvíkurhöfn hefur vegna olíubirgðastöðvar og með tenginguna við flugvöllinn. Einnig þarf að benda á möguleikana í áætlunum um uppbyggingu öryggismiðstöðvar á Keflavíkurflugvelli fyrir norðurskautsríkin, sem tengist Landhelgisgæslunni og flugumsjónarsvæðis Íslands.

Fríhöfnin styrkir umhverfismál við Stóru-Vogaskóla XXUmhverfisnefnd Stóru-Vogaskóla sótti nýverið um styrk til Umhverfissjóðs Fríhafnarinnar. Sá sjóður veitir styrki m.a. til að efla gróður og náttúrufar í nágrenni flugstöðvarinnar. Stóru-Vogaskóli hlaut styrk að fjárhæð kr. 250.000 til að fegra og snyrta umhverfi skólans.

Fengu viðurkenningu fyrir þátttöku í unglingadeildinni Kletti – hjá Björgunarsveitinni Suðurnes

Þrír félagar tóku sig til og syntu í sjónum frá Innri-Njarðvík til Ytri Njarðvíkur:

„Gerum þetta vonandi að árlegum viðburði“

XXUndanfarin ár hefur nemendum í 9. og 10. bekk Njarðvíkurskóla staðið til boða að taka sem valgrein starf innan unglingadeildar Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Margir nemendur hafa fundið sig vel í þeim félagsskap og allmargir hafa ílengst þannig að þeir hafa farið úr unglingadeildinni Kletti upp í nýliðasveit björgunarsveitarinnar og þaðan áfram í starf björgunasveitarinnar. Á skólaslitum Njarðvíkurskóla nú í júní fengu tveir nemendur í 10. bekk hvatningarverðlaun frá björgunarsveitinni fyrir gott starf innan sveitarinnar en þetta er í fyrsta sinn sem slík viðurkenning er veitt. Það voru þeir Adam Assouane og Guðjón Oddur Kristjánsson sem fengu flotta áttavita að gjöf. Það var Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir, umsjónarmaður unglingadeildarinnar, sem afhendi verðlaunin fyrir hönd gefenda.

-sögðu þeir Hreiðar Hreiðarsson, Kristinn Einarsson og Daníel Óskarsson „Við byrjuðum að leika okkur í sjósundi í Nauthólsvíkinni í fyrra og fengum þá hugmynd að synda milli Njarðvíkanna,“ sögðu fyrrverandi körfuboltakapparnir Hreiðar Hreiðarsson og Kristinn Einarsson en með þeim var félagi þeirra Daníel Óskarsson. Þremenningarnir syntu frá InnriNjarðvík inn í höfnina í YtriNjarðvík í fyrrakvöld. Heiðar og Kristinn eru nýgræðingar í sjósundi en undirbjuggu sig í heilt ár fyrir þetta Njarðvíkursund en Daníel hefur synt sjósund í tólf ár. Leiðin úr Innri-Njarðvík í höfnina í Ytri-Njarðvík er um 1100 metrar og voru þeir kappar um hálftíma á leiðinni. Þeir létu

duga að vera bara í sundskýlu og sokkum. Lítil trilla fylgdi þeim alla leið til öryggis. Þeir syntu því á ágætum hraða og voru hinir hressustu þegar þeir komu í land. „Ég segi ekki að þetta hafi verið létt en þetta hafðist. Við vorum um hálftíma á leiðinni sem er ekki svo slæmt,“ sagði Hreiðar en félagi hans Kristinn sagði að það væri aðeins erfiðara að synda í sjó en í sundlaug. „Formið á manni mætti vera betra. Mér kólnaði aðeins í restina,“ sagði körfuboltakappinn. Daníel, sá vani, sagði að kannski yrði þetta uppátæki að árlegum viðburði. „Við tengjum þetta kannski sjómannadeginum,“ sagði hann og hló.

Afi Hreiðars, Karvel Ögmundsson synti oft fyrr á árum í sjónum í Njarðvík. Það gerðu bæjarbúar þó nokkuð í gamla daga. Karvel kafaði og skoðaði aðstæður þar sem höfnin er núna og lagði mikla áherslu á að velja vel stæði fyrir hana og staðsetningin yrði sem best í ljósi vinda og strauma. „Mér fannst tilvalið að prófa að synda hérna, ég hef oft vel þessu fyrir mér af hverju fólk var svona mikið í sjósundi í gamla daga. Ég veit þó ekki til þess að afi eða aðrir hafi synt á milli Innri- og Ytri Njarðvíkur. Þessi sundsprettur var því kannski aðeins tileinkaður honum en þó mest bara fjör hjá okkur félögunum,“ sagði Hreiðar.

-

smáauglýsingar TIL LEIGU

Til leigu 4. herbergja einbýlishús á einni hæð á góðum stað í Garðinum. Leiga er 130 þúsund á mánuði. Laust 1. ágúst. Upplýsingar í síma 699-8241

ÓSKAST Er einhver sem lumar á Betamax videó tæki í geymsluni hjá sér. Sigurður Þorleifsson GSM 8637265. Mail siggil@simnet.is

Verið velkomin

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

WWW.VF.IS

TIL LEIGU/SÖLU VERKSTÆÐI Kveðja frá Lionsklúbbi Njarðvíkur AÐ NJARÐARBRAUT 1, REYKJANESBÆ

R

eynir Ólafsson fæddist í Keflavík 8. júní 1948. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. júní 2015. Reynir gekk til liðs við Lionsklúbb Njarðvíkur árið 2007. Hann var ætíð virkur lionsfélagi og gaf vel af sér í lionsstarfinu. Reynir var ritari klúbbsins starfsárið 2011-2012. Hann starfOkkar ástkærií Lionsklúbbi Njarðvíkur þökkum aði einnig í ýmsum nefndum klúbbsins. Við félagarnir fyrir að fá að starfa með Reyni, sem var öflugur lionsmaður og mikill húmoristi. REYNIR ÓLAFSSON Lionsklúbbur Njarðvíkur sendir innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu Reynis. viðskiptafræðingur, Blessuð sé minning Reynis Ólafssonar. Heiðarbakka 1, Reykjanesbæ,

Fyrir hönd Lionsklúbbs Njarðvíkur, Árni Brynjólfur Hjaltason.

lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 7. júní. Útför auglýst síðar. .

Drífa Maríusdóttir, Gestur Páll Reynisson, Inga María Vilhjálmsdóttir, Kristín Guðrún Reynisdóttir, Sigurður Helgi Tryggvason,

Verkstæðið er í nýju 360m2, húsi (áður þjónustuverkstæði BL). 3 stk tveggja pósta lyftur 1 stk fjögurra pósta lyfta. Hjólastillitæki, vinnuborð, vélagálgi, gírkasstatjakkar, verkfæravagnar, loftpressa, legupressa og fullkomið smurkerfi. Laust nú þegar. Upplýsingar í síma 892 8808.


14

fimmtudagur 16. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir Njarðvíkingar í 10. sæti þegar deildin er hálfnuð

Golfklúbbur Vatnsleysustrandar fékk gefið hjartastuðtæki:

Meðalaldurinn í klúbbnum er nokkuð hár -kemur sér því vel, segir formaður klúbbsins. Skemmtilegur golfvöllur á Kálfatjörn

XXNjarðvíkingar eru dottnir niður í 10. sæti 2. deildar karla eftir 0-3 tap gegn Ægi í síðustu umferð. Njarðvíkingar hafa þar með farið úr því að vera ósigraðir og efstir í deildinni niður í það að vera komnir í bullandi botnbaráttu þegar deildin er hálfnuð. Á laugardaginn sækja Njarðvíkingar Hött heim á Egilsstaði.

Elías heldur áfram að skora XXElías Már Ómarsson skoraði fyrra mark Valerenga í 2-0 sigri á Sandefjord um liðna helgi. Valerenga er í þriðja sæti norsku úrvaldeildarinnar, 6 stigum á eftir Rosenborg.

Reynir lagði KFS 5-2

G

o l f k l ú b b u r Va t n s l e y s ustrandar fékk góða gjöf á dögunum þegar kvenfélagið Fjóla og Lionsklúbburinn Keilir, bæði félög sem starfa í Vogum á Vatnsleysuströnd, gáfu golfklúbbnum hjartastuðtæki að gjöf. Tilefnið er að bæði félögin eiga stórafmæli á þessu ári, Fjólan er 90 ára og Keilir er 40 ára.

Hilmar Egill Sveinbjörnsson, formaður golfklúbbs Vatnsleysustrandar sagðist í samtali við Víkurfréttir vera afar þakklátur fyrir gjöfina. „Þetta er góð og vegleg gjöf sem við erum mjög þakklát fyrir. Þetta er orðinn fastur liður hjá svona félögum eins og golfklúbbnum okkar að hafa svona tæki til taks ef á þarf að halda en að sjálfsögðu vonumst við nú til þess að þurfa ekki að nota það.“ Hilmar sagði að meðalaldur félaga í golfklúbbnum væri nokkuð hár, svona rétt um fimmtugt. „Þannig að í ljós þess er nú auðvitað mjög fínt að fá þetta tæki að gjöf, nei ég segi nú svona,“ sagði Hilmar hlægjandi.

að taka eina brautina til lendingar og snerti eitt grínið hjá okkur en það sást ekkert á því. Það sáust hjólför á gríninu en það var búið að jafna sig eftir tvo til þrjá daga. Það var ekki neitt neitt, ótrúlegt.“ Veðurfar í vor og framan af sumri var, eins og kunnugt er, ekki gott og kalt lengst af. Gróður var lengi af stað og á það einnig við um golfvelli landsins. „Völlurinn kom bara vel undan vetri. Vorið var kalt eins og við sjálfsagt öll vitum en á tveimur til þremur vikum kom völlurinn fljótt til.“ Aðsókn á golfvelli landsins var lítil fyrst í vor og sumar, vegna veðurs en hvernig er aðsóknin á Kálfatjarnarvöll búin að vera það sem af er sumri? „Aðsóknin er bara búin að vera með ágætu móti. Það var náttúrulega kalt í vor þannig að eins og gefur að skilja þá fór fólk seinna af stað með settin sín, tók þau seinna út en síðan hefur þetta bara gengið ágætlega. Aðsóknin hingað til er líklega betra en í fyrra og síðastliðin tvö ár,“ sagði Hilmar. Hvernig er félagsskapurinn í golfklúbbi Vatnsleysustrandar?

„Þetta er afskaplega góður félagsskapur hérna hjá okkur. Hérna er rólegt og fínt andrúmsloft og fólk afslappað. Sæmileg traffík er á vellinum. Hérna er þetta afslappað, félagar eru farnir að eldast aðeins eins og ég sagði, þannig að það kannski segir sitt.“ Hvernig er kynjaskiptingin í klúbbnum að Kálfatjörn, eru fleiri karlar en konur? „Já þeir eru fleiri enn sem komið er en við vonumst til að konunum fari nú að fjölga hjá okkur.“ Golfvöllurinn að Kálfatjörn er 9 holur en hvað er það sem einkennir golfvöllinn sjálfan? „Það sem einkennir völlinn hjá okkur er þetta manngerða landslag sem er í honum. Hér er mikið af gömlum tóftum og hlöðnum túngörðum og öðru sem fyrir þann sem ekki hefur komið hingað áður, er óneitanlega bæði fallegt og sérstakt. En það getur líka refsað kylfingum illa að lenda í þessum görðum og ef þeir ætla sér eitthvað stórt, þá getur farið illa fyrir þeim. Völlurinn okkar að Kálfatjörn er alls ekki erfiður yfirferðar en hætturnar leynast víða,“ sagði Hilmar að lokum.

XXReynir Sandgerði berst um efstu sætin í 3. deild karla en liðið lagði KFS 5-2 í Sandgerði síðasta laugardag. Reynismenn eru þar með jafnir Kára í 2. sæti deildarinnar með 19 stig og mæta liði Berserkja annað kvöld.

Þróttarar hafa enn ekki tapað leik XXÞróttur Vogum er topmálum í C-riðli 4. deildar karla þar sem að liðið er með 17 stig eða 6 stigum á undan næstu liðum. Þróttarar hafa enn ekki tapað leik það sem af er sumri.

Logi ráðinn yfirþjálfari yngri flokka hjá Njarðvík XXLandsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson var á dögunum ráðinn yfirþjálfari yngri flokka hjá Njarðvík í körfubolta. Logi tekur við starfinu af Einari Árna Jóhannssyni sem að hefur unnið mikið og gott starf sem yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu.

Keflvíkingar sitja á botninum XX1-1 jafntefli Keflvíkinga og Leiknis í Breiðholtinu á mánudag lokaði fyrri hálfleik Pepsí deildar karla. Uppskeran er vægast sagt rýr, Keflvíkingar sitja á botninum með 5 stig og markatöluna -13. Það er því djúpur dalur sem bíður yfirferðar hjá liðinu ætli liðið sér að snúa við gangi mála og halda sæti sínu í deildinni. Þegar litið er yfir töfluna eru ekki nema 4 stig sem skilja Keflvíkinga frá öruggu sæti en ljóst er að liðið þarf að byrja að hala inn stigum gegn liðunum í neðri helmingi deildarinnar ekki seinna en í næsta leik gegn Víkingum á sunnudag.

Félagar í golfklúbbi Vatnsleysustrandar að Kálfatjörn hafa þó orðið vitni að ótrúlegustu hlutum en skemmst er að minnast á þegar lítil einkaflugvél brotlenti á golfvellinum síðasta sumar. „Já já, það er rétt,“ sagði Hilmar. „Hún ákvað

Jóhanna Margrét valin í íslenska landsliðið í hestaíþróttum

M

ánakonan Jóhanna Margrét Snorradóttir hefur verið valin í íslenska landsliðið í hestaíþróttum. Hún mun keppa í flokki ungmenna í slaktaumatölti og fjórgangi á hestinum Stimpli frá Vatni á heimsmeistaramótinu í Herning í DK sem stendur frá 3.-9. ágúst.


15

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 16. júlí 2015

pósturu eythor@vf.is

Meistaramót golfklúbbanna:

Guðmundur og Heiður urðu klúbbmeistarar GS 2015.

Guðmundur Rúnar og Heiður sigruðu í Leirunni M

eistaramót golfklúbbana fór fram fyrstu og aðra vikuna í júlí. Þátttaka var góð en hefur þó oft verið betri en nærri því þrjúhundruð kylfingar spreyttu sig við ágætar aðstæður á golfvöllunum fjórum á Suðurnesjum. A l ls vor u 105 kepp endur á meistaramóti GS sem fór fram í síðustu viku og aldrei hafa fleiri konur tekið þátt. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson sigraði í meistaraflokki karla þriðja árið í röð og Heiður Björk Friðbjörnsdóttir hjá kvenfólkinu en hún sigraði með yfirburðum. Guðmundur Rúnar þurfti að hafa mikið fyrir þessum titli því Sigurður Jónsson var kominn með aðra höndina á hann fyrir síðustu 9 holurnar á lokahringnum. Sigurður átti þá 4 högg á Guðmund sem hins vegar spýtti í lófana svo

um munaði og vann þau upp og gott betur með því að leika síðustu 9 holurnar á 3 undir pari. Sigurður lék hins vegar á tveimur yfir og varð að játa sig sigraðan. Helgi og Svanhvít best í Grindavík Helgi Dan Steinsson og Svanhvít Helga Hammer urðu klúbbmeistarar Golfklúbbs Grindavíkur en meistamóti GS lauk sl. laugardag. Helgi fékk litla samkeppni í ár og van með 35 högga mun og endaði á þremur yfir pari vallarins. Svanhvít var í svipuðum málum og vann með 18 högga mun. Þátttaka var mjög góð en 74 kylfingar mættu til leiks.

Verðlaunahafar hjá Golfklúbbi Suðurnesja.

Þór og Hulda unnu í Sandgerði Þór Ríkharðsson varð klúbbmeistari Golfklúbbs Sandgerðis. Þór lék 72 holurnar á 286 höggum eða 2 Helgi Dan Steinsson og Svanhvít Helga Hammer sigruðu í Grindavík.

undir pari og var nítján höggum á undan næsta manni. Í kvennaflokki sigraði Hulda Björg Birgisdóttir á 311 höggum. Adam og Guðrún léku best á Kálfatjörn Klúbbmeistari hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar varð Adam Örn Stefánsson en hjá kvenfólkinu sigraði Guðrún Egilsdóttir. Adam lék á 292 og Guðrún á 295 höggum.

Elskulegi bróðir okkar,

Eiríkur Skúlason,

f. 7. feb. 1959, lést 26. júní 2015 í Eureka Spring Arkansas USA. Hann verður jarðsunginn 23. júlí í Eureka Spring. Fyrir hönd fjölskyldu hans, Sigurjón Skúlason, Ingólfur Skúlason, Ólafur Th. Skúlason, Valdís Skúladóttir, Kolbrún Skúlasdóttir.

Verðlaunahafar í Grindavík.

Fyrir pallinn og stéttina Lavor háþrýstidæla STM 160 • • • • • • • •

160 bar Max 8,5 lítrar/mín. 2500W Pallabursti 8 metra slanga Turbo stútur Slanga fyrir stíflulosun Þvottabursti

Bio Kleen pallahreinsir

895 5 lítrar kr. 3.295

27.990 Made by Lavor

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001

Landora tréolía

Meister fúgubursti með krók #4360430

2.590

(með auka vírbursta)

ODEN EÐAL OLÍA á palla. Hágæða Silikonalkyd efni. 3 l.

4.390

2.690 Mako penslasett

590 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is


vf.is

-mundi Fínt að vera í fyrra fallinu og skella sér á barinn í Leifsstöð.

FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ • 28. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR

VIKAN Á VEFNUM Eyjólfur Sverrisson

Nú er sumarið komið sem ég er búin að bíða eftir!

Tómas J. Knútsson

Óopinber hitamælir á pallinum sýnir 22°hita, eða eins og Guðmundur afastrákur sagði í den, mamma það er alltaf Mallorca veður í Sandgerði.

Jón Kr. Magnússon Leiran í dag með þessum fallegu kylfingum.

Rúnar Ingi Hannah

Var ég búinn að nefna það að Gunni Nelson er frændi minn. Vá hann var rosalegur.

Magnús Valgeirsson

Þoli ekki þegar maður býður einhverjum nammi og viðkomandi tekur meira en eitt, maður var ekki að bjóða nömm, sem er fleirtalan af nammi. Sumt fólk kann sig ekki.

Biðraðir við innritun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gríðarlegt álag í stöðinni:

Farþegar tóku vel við ábendingum og mæta fyrr -um 23 þúsund farþegar á sólarhring þegar mest er

„Staðan hjá okkur er mun betri núna heldur en fyrir rúmri viku síðan. Þær aðgerðir sem við fórum í að biðja farþega um að mæta fyrr hafa skilað góðum árangri, nú mæta farþegar fyrr og innritun opnar fyrr,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia vegna ófremdarástands í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vopnaleit. Langar biðraðir mynduðust við vopnaleitina en bilanir hafa verið í nýjum öryggisleitarlínum sem settar voru upp í vor. Þá hefur aukning ferðamanna verið enn meiri en gert var ráð fyrir. „Við höfum við náð fjórum nýjum öryggisleitarlínum í notkun og þjálfað mikið af starfsmönnum á þær. Þær eru með sjálfvirku bakkakerfi þannig að bakkarnir koma til baka á neðra færibandi og færast sjálfir til farþegans. Nú ganga raðirnar því hraðar, en við erum ennþá með mjög mikinn farþega-

straum um flugstöðina, allt upp í 22-23 þúsund manns á sólarhring þessa stærstu daga og við búumst við þessum tölum í júlí og ágúst á sunnudögum og fimmtudögum sérstaklega.“ Guðni segir samstarfið hafa verið sérlega gott við flugfélög og innritunaraðila og innritunaraðilar

hafi verið fljótir að bregðast við og opnað innritun fyrr á morgnana til þess að hægt væri að dreifa álaginu. „Nú hefst innritun á þessum álagstímum um þremur tímum fyrir brottför og við hvetjum fólk ennþá til þess að mæta snemma til þess að forðast langar raðir og geta notið tímans betur í upphafi ferðalagsins,“ segir Guðni.

Aldrei hafa fleiri farþegar farið um flugstöðina en síðustu vikurnar og ástandið verður þannig til sumarloka.

Framtíðarstörf

Við viljum fá þig í hópinn

Við leitum að framtíðarstarfsfólki í eftirfarandi stöður: Gestamóttaka Við leitum að áreiðanlegu samstarfsfólki með ríka þjónustulund til starfa í gestamóttöku Northern Light Inn. Starfið felst í samskiptum við gesti og ferðaskrifstofur, undirbúning fyrir komu og brottför gesta, úrlausn þeirra verkefna sem upp koma hverju sinni sem og önnur verkefni sem falla til í margbreytilegu starfi gestamóttökunnar. Góð enskukunnátta er skilyrði, önnur tungumálakunnátta er kostur. Reynsla af störfum í gestamóttöku eða öðrum þjónustustörfum er kostur. Við leitum að einstaklingi með góða samskipta- og samstarfshæfni sem sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum. Unnið er á 2-2-3 vaktakerfi og er vinnutíminn frá kl. 07:00 til kl. 19:00.

Vaktstjóri í veitingasal Við leitum að þjóni eða manneskju með reynslu af störfum þjóns. Um er að ræða stöðu vaktstjóra á veitingastað hótelsins, Max’s Restaurant. Góð enskukunnátta er skilyrði, önnur tungumálakunnátta er kostur. Við leitum að einstaklingi með góða samskipta- og samstarfshæfni sem sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum. Unnið er á 2-2-3 vaktakerfi og er vinnutíminn frá kl 10:30 til kl. 22:30.

Northern Light Inn er 32 herbergja hótel í Svartsengi (við Bláa Lónið), Grindavík. Við erum einnig með veitingastaðinn Max’s Restaurant á sama stað sem tekur 150 manns í sæti. Á Northern Light Inn / Max’s Restaurant starfar hópur af samhentu starfsfólki og við leggjum áherslu á að fá til liðs við okkur fólk sem hefur gaman af vinnunni, er þjónustulundað, gestrisið og leggur áherslu á samvinnu og gleði. www.nli.is. Ef þú hefur áhuga á að ganga til liðs við okkur hafðu þá endilega samband við Friðrik Einarsson í síma 852 1907 eða sendu tölvupóst með upplýsingum um þig á fridrik@nli.is. Öllum umsóknum verður svarað og við hvetjum konur sem karla til að sækja um hjá okkur. Umsóknarfrestur er til og með 24. júlí 2015.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.