3 tbl 2014

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17

nn A r ha i D r y f BÓN UR andi vörum VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ G n n A e D af sp Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

ð

l bú

Ful

Auglýsingasíminn er 421 0001

Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

Hringbraut 99 - 577 1150

vf.is

F IMMTUDAGUR INN 2 3 . JANÚAR 2 0 14 • 3 . TÖ LU BLA Ð • 35. Á RGA NGU R

Flóabandalagið og Verslunarmannafélag Suðurnesja fella kjarasamning

F

lóabandalagið, sem Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis á aðila að, hefur fellt kjarasamning sem gerður var milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Verkalýðsfélag Grindavíkur hefur einnig fellt samninginn og sömu sögu er að segja af Verslunarmannafélagi Suðurnesja. Verkalýðsfélag Sandgerðis samþykkti hins vegar samninginn. Flóabandalagið (Efling, Hlíf og VSFK) Já 46% Nei 53% Auðir og ógildir 1% Samningurinn er felldur. Verkalýðsfélag Grindavíkur Á kjörskrá 648, atkvæði greiddu 172 eða 26% Já 29 eða 17% Nei 136 eða 79% Auðir 7 Samningurinn felldur. Verslunarmannafélag Suðurnesja Á kjörskrá voru 1.222. 139 greiddu atkvæði eða 11.37& Já 44 eða 32%, Nei 93 eða 67% Auðir 2 eða 1% Samningurinn felldur. Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis Á kjörskrá 360, atkvæði greiddu 107 eða 30% Já 63 eða 59% Nei 40 eða 37% Auðir og ógildir 4 eða 4% Samningurinn samþykktur.

- Sjá nánar á vf.is

REGNBOGI Í REYKJANESBÆ

Hvar eru þingmennirnir? F

www.lyfja.is

- Fjörugar umræður um almenningssamgöngur í bæjarstjórn Reykjanesbæjar

riðjón Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Reykjanesbæ, spyr hvar þingmenn Suðurnesja séu nú þegar þarf á þeim að halda. Almenningssamgöngur á Suðurnesjum voru aftur teknar til umræðu á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ á þriðjudagskvöld vegna þeirrar stöðu sem komin er upp eftir að Vegagerðin sleit einhliða samningi við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum um einkaleyfi á akstursleiðinni milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjavíkur. „Er þöggun í gangi?,“ spurði Friðjón á fundinum og vill sjá þingmenn svæðisins taka málið upp, enda hafi tugir milljóna króna verið teknar af sveitarfélögum á Suðurnesjum með því að slíta samningnum; milljónir sem átti að nota til að byggja

upp öflugt kerfi almenningssamgangna á Suðurnesjum. Friðjón fullyrti á bæjarstjórnarfundinum að hann hefði sent þingmönnum fyrirspurn um málið og ekki fengið svör. „Af hverju hafa þeir ekki dug í að tala við okkur?,“ spurði Friðjón. Hann hvatti jafnframt fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Reykjanesbæjar til að tala við sitt fólk á þingi. Eysteinn Eyjólfsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar, sagði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, vera að eyðileggja uppbyggingu í samgöngumálum á Suðurnesjum. Það væri runnið undan rifjum hennar að Vegagerðin hefði slitið samningnum við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. Málið væri tilbúin úlfakreppa af hálfu innanríkis-

ráðherra. Nú ætti að einkanýta feitu bitana en þjóðnýta tapið. „Hverra hagsmuna er verið að gæta?,“ spurði Eysteinn og vildi meina að með þessu væri verið að draga taum stórfyrirtækja. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagði að Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, SSS, væri að vinna sína vinnu vel og að SSS væri með sterka stöðu í málinu. Böðvar Jónsson, forseti bæjarstjórnar og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði það ósmekklegt þegar talað væri um að verið væri að gæta hagsmuna stórfyrirtækja. Hann benti jafnframt á að búið hefði verið að gera samning við Samband sveitarfélaga á Suðurnesja og ljóst sé að það eigi að greiða bætur fyrir hann.

Frábært vöruúrval og þjónusta í Reykjanesbæ Betri kjör fyrir heldri borgara

Félagar í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum njóta sérkjara í Lyfju Reykjanesbæ.

16%afsláttur

af lyfjum utan greiðsluþátttöku

12% afsláttur

af lausasölulyfjum og öðrum vörum

FÍTON / SÍA

Við stefnum að vellíðan. einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Lyfja Reykjanesbæ Krossmóa 4 Sími 421 6565

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

Afgreiðslutími: mán.–fös. 9–19 laugard. 10–16 sunnud. 12–16


2

fimmtudagurinn 23. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

HVATAGREIÐSLUR 2014

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar biður gjaldkera íþrótta- og tómstundafélaga (einig listgreina s.s. dans, söngur og ballet) í Reykjanesbæ að senda á rafrænu formi (excelskjal) eftirfarandi upplýsingar á netfangið hvatagreidslur@reykjanesbaer.is • Staðfestingu á að iðkandi/þátttakandi hjá deild/félagi hafi greitt æfinga- eða þátttökugjald vegna ársins 2014 • Upphæð gjaldsins • Kennitölu og nafn barns og kennitölu og nafn foreldris/forráðamanns Þegar þessar upplýsingar hafa borist Þjónustuveri bæjarins mun Reykjanesbær greiða kr. 10.000.- til foreldra barna í gegnum kerfið Mitt Reykjanes. Greiðsla fer fram 10. hvers mánaðar, í fyrsta skipti 10. febrúar og lýkur 10. desember 2014. Hvatagreiðslur nýtast ekki fyrir Frístundaskólann. Greiðslurnar eru fyrir grunnskólanemendur þ.e. 6-16 ára. Íþrótta- og tómstundasvið

LISTASAFN REYKJANESBÆJAR

KRÍA/KLETTUR/MÝ

Frá Grænlandi. Þar eru ýmis verkefni sem þjónustua má frá Suðurnesjum. Ljósmynd: Haraldur Haraldsson

Spennandi verkefni á norðurslóðum kynnt á Ásbrú -kynningarfundur í dag kl. 17:00.

H

Verið velkomin við opnun einkasýningar Svövu Björnsdóttur í sal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum laugardaginn 25. janúar kl. 15.00.

vað eru norðurslóðir? Svörin við því fást á kynningarfundi sem verkefnastjórn á vegum Heklunnar - Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja, Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi og Isavia halda nk. fimmtudag, 23. janúar kl. 17-19. Fundurinn verður haldinn í þróunarsetrinu Eldey, Grænásbraut 506, á Ásbrú. Allir eru velkomnir á fundinn. Mikilvægt er að fyrirtæki á Reykjanesi og aðrir sem hafa áhuga á málefninu, komi og kynni sér hvaða framtíðartækifæri felast í verkefnum á Grænlandi og Norður-Íshafinu. Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi, Heklan og ISAVIA skipuðu fulltrúa í verkefnishóp til að skoða tækifæri sem gætu skapast með verkefnum á norðurslóðum þegar

skipaumferð eykst, verkefni á Grænlandi aukast og það verði farið að bora fyrir olíu og gasi á Drekasvæðinu. „Lögð er áhersla á að markaðssetja Ísland sem aðila til að takast á við þessi verkefni og þurfum við að vinna ötullega að undirbúningi þessara verkefna þannig að við séum tilbúin þegar þau koma. Í þessu tilefni þá hafa SAR og Heklan skrifað undir samstarfsyfirlýsingu við atvinnuþróunarfélag Eyfirðinga þess efnis,“ segir Guðmundur Pétursson, formaður SAR, Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi í samtali við Víkurfréttir. „Næsta skref í ferlinu er að samstarfsaðilar okkar á Norðurlandi koma hingað þann 23. janúar til að kynna þá aðila sem helst koma að þessu á Norðurlandi. Ísland á

alla möguleika á að geta þjónað þessum verkefnum ef staðið er saman sem ein heild í undirbúningi og skipulagi. Tækifærin eru fjölmörg og má nefna að hér á svæðinu er alþjóðaflugvöllur með mannvirki sem mætti nýta sem birgðastöð, alþjóðlega höfn og mikið af mannvirkjum sem gætu nýst í þeim efnum. Þarna gætu skapast tækifæri í að efla ferðaþjónustu í báðar áttir og þar með stuðla betur að beinu flugi frá Keflavíkurflugvelli til Norðurlands og til baka. Hér var í mörg ár rekin björgunarsveit Varnarliðsins og eru mörg mannvirkin sem notuð voru enn til staðar og má skoða það í þessu samhengi,“ segir Guðmundur Pétursson jafnframt.

Sýningin stendur til 9. mars. Ókeypis aðgangur.

NESVELLIR

LÉTTUR FÖSTUDAGUR 24. JAN. KL. 14:00 Sigurður Guðmundsson frá UMFÍ kynnir landsmót 50+ á Húsavík Allir hjartanlega velkomnir

EKUR ÞÚ VARLEGA? 30 km hámarkshraði er í íbúðahverfum. Hvetjum íbúa til að aka varlega

Sýnum tillitssemi – ökum varlega.

30

MEIRAPRÓFSBÍLSTJÓRI Vantar starfsmenn í sumarafleysingar við eldsneytisáfyllingar á flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Vaktavinna Viðkomandi þarf að hafa meirapróf og trailer réttindi. Hreint sakavottorð er skilyrði. Upplýsingar veitir Helgi í síma 425-0752 og helgi@eak.is Eldsneytisafgreiðslan á Keflavíkurflugvelli


Hot wings leikur Vinningar í hverri viku! Skíða- eða snjóbrettanámskeið

Garmin VIRB hasarmyndavél

Vinstri vængur

Playstation 4

Hot Wings veisla Jöklaferð

brjóttu saman vængina

hægri vængur

KFC SKEYTI Á DULMÁLI BORAR

Á ÞIG GÖT OG ÞANNIG

Leystu eitthvert af eftirfarandi verkefnum: Selfie með selebi, Sjósund, Knúsaðu stjórnmálamann, Góðverk, Farðu í

stuttermabolina

alla

þína í einu, Quiz Up á

Esjunni, Notaðu venjulegan síma með snúru,

Hopp’í polla.

Sendu okkur mynd á Facebook-síðu KFC merkt:

# KF C H O PPANDIKÁTÍNAMEÐHOT W I N g S Vinstri vængur

brjóttu saman vængina

svooogott

hægri vængur

FAXAFENI • GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUM HAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆ REYKJANESBÆ • SELFOSSI

WWW.KFC.IS


4

fimmtudagurinn 23. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

- KEFLAVÍKURHRAÐLESTIN // Möguleikar á lest milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar skoðaðir: Texti og myndir: Hilmar Bragi Bárðarson / Páll Ketilsson

Hraðlestin raunhæft verkefni Þ

- segir Runólfur Ágústsson ráðgjafi

etta er gríðarlega stór framkvæmd. Við erum að áætla kostnað upp á 95-105 milljarða króna og að framkvæmdin taki um 4 ár í undirbúningi og um 3 ár í framkvæmd. Þetta er mjög stórt verkefni sem myndi hafa mikil áhrif á Suðurnesjum og myndi færa Suðurnes í sömu stöðu og úthverfi Reykjavíkur, sem myndi hækka fasteignaverð og bæta atvinnulífið“. Þetta segir Runólfur Ágústsson, ráðgjafi, sem vinnur að úttekt á því hvort hagkvæmt sé að ráðast í lagningu lestarspors milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykavíkur. - Nú heyrum við áhyggjur hjá ferðaþjónustunni að þetta muni senda alla útlendingana beint til Reykjavíkur. „Lestin virkar í báðar áttir. Ég held að það sé að skapast með þessu, ef af verður, miklu stærri og fleiri tækifæri heldur en þær ógnanir sem mögulegar breytingar hafa í för með sér. Menn þurfa að mæta því með opnu og jákvæðu hugarfari og skynja tækifærin sem breytingar hafa í för með sér. - Er þetta raunhæft verkefni? „Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær. Almennt er talið að það þurfi þrjár milljónir farþega til að standa undir svona framkvæmd að lágmarki. Við erum að gera ráð fyrir 3 til 4 milljónum farþega árið 2024 og svo hóflegum vexti þaðan í frá. Við teljum að þetta geti verið og sé klárlega raunhæft verkefni. Við erum að reikna arðsemina og erum hóflega bjartsýn á að þetta gangi upp“. - Miðað við þá stóru tölu sem

Lestin virkar í báðar áttir. Ég held að það sé að skapast með þessu, ef af verður, miklu stærri og fleiri tækifæri heldur en þær ógnanir sem mögulegar breytingar hafa í för með sér. RUNÓLFUR ÁGÚSTSSON

Fjórar hraðlestir í förum á milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur? H

Hraðlest við Flugstöð Leifs Eiríkssonar? Gæti verið raunveruleiki innan áratugar.

þetta kostar, þetta er þá lengi að borga sig upp. Hverjir eru tilbúnir að kaupa sig inn í svona fyrirtæki? „Verkefnið og framtíð þess ræðst af slíku að hægt sé að selja það fjárfestum. Við erum að horfa á þetta til 30 ára; að menn fái á þeim tíma sína peninga til baka“. - Þú vilt meina að innan 10 ára verði þetta raunhæft og að fram að þeim tíma noti menn tímann til að vinna í málinu? „Það er hugmyndin. Við erum að vinna að viðskiptaáætlun og ætlum að skila henni af okkur um miðjan febrúar. Við erum komin með stofnkostnaðinn nokkuð vel framsettan. Við höfum nokkuð góða hugmynd um mögulegar tekjur og erum núna að vinna í rekstrarkostnaði, sem skiptir verulegu máli“. - Stendur þetta ekki og fellur með því að einhverjir séu tilbúnir að

borga brúsann? Ertu með hugmyndir um fjárfesta, t.d. lífeyrissjóði? „Ég ætla ekki að hafa hugmyndir um það. Verkefnið stendur og fellur með því að sterkir fjárfestar séu tilbúnir að leggja í það fjármagn vegna þess að þeir sjá arðsemina og sjá sér hag í því. Svona framkvæmd þarf bæði að framkvæma með eigin fé og lánsfé. - Þú fékkst margar spurningar úr sal á kynningarfundinum og þær voru alls ekki allar jákvæðar. „Þær voru bæði jákvæðar og neikvæðar. Ég held að heildaráhrifin hér suðurfrá af þessari framkvæmd verði afar jákvæð en auðvitað breytingar fyrir ákveðna aðila. Það er ljóst að þessi samgöngumáti verður í samkeppni við aðra samgöngumáta eins og rútur, bíla og vegi. Þetta er kannski bara partur af því sem koma skal í okkar samfélagi“.

ugmyndir að hraðlest milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur voru kynntar á opnum fundi á Ásbrú í vikunni. Hraðlest gæti hafið starfsemi árið 2022 miðað við að farið verði í verkefnið strax á næsta ári. Stofnkostnaður yrði á bilinu 95-105 milljarðar króna. Runólfur Ágústsson ráðgjafi fór yfir möguleika hraðlestarsamgangna á þessari leið en hann hefur verið að skoða verkefnið fyrir Kadeco - Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, verkfræðistofuna Eflu, fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans, Isavia, Ístak, Reykjavíkurborg, fasteignafélagið Reiti og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. Markmið verkefnis var að kanna kostnað og hagkvæmni þess að byggja og reka hraðlest milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur í einkaframkvæmd. Hámark 20 mínútna ferðatími Forsendur hraðlestar eru að ferðatími verði innan við 20 mínútur að hámarki og að ferðatíðni verði á 15 mínútna bili á annatíma. Undirbúningstími vegna hraðlestar er 4 ár og framkvæmdatíminn er 3 ár. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir 3-4 milljónum far-

þega á ári 2023 en 5-6,5 milljónum ársfarþega 10 árum síðar. Stofnkostnaður vegna hraðlestar er á bilinu 95-105 milljarðar króna en gert er ráð fyrir um 10 milljarða ársbrúttótekjum við opnun. Fjórar lestareiningar á tvöföldum teinum Hraðlestin mun notast við tvöfalda teina eftir yfirboði frá Keflavík að Hafnarfirði. Einfaldur teinn liggur svo um göng frá Straumsvík að miðborg Reykjavíkur. Lengd leiðar er 46 km, þar af 12,3 í göngum. Meðalhraði lestarinnar er u.þ.b. 180 km/klst. Hámarkshraði rúmlega 200 km/klst. Fjórar lestareiningar sem geta í upphafi annað allt að 1.000 manns á klukkustund í hvora átt. Möguleiki á að a.m.k. tvöfalda þá getu síðar. Hugmyndin gerir ráð fyrir að aðeins séu tvær lestarstöðvar, önnur sem yfirbyggð lestarstöð við flugstöðina, hin neðanjarðarstöð við gangaendann í miðborg Reykjavíkur. Fjórir mismunandi farþegahópar myndu nýta sér lestarsamgöngurnar. Fyrst skal nefna erlenda ferðamenn á leið til og frá landinu, þá íslenska ferðamenn í sömu erindum. Þriðji hópurinn eru svokallaðir skiptifarþegar og loks almennir innlendir farþegar.

Ekki nauðsynlegt að flytja innanlandsflugið

Flutningur innanlandsflugs úr Vatnsmýri til Keflavíkurflugvallar er ekki forsenda lestar en hún skapar stóraukin sóknarfæri í innanlandsflugi. Farþegar í innanlandsflugi myndu litlu bæta við heildarfarþegafjölda. Styttri tengitími milli alþjóða- og innanlandsflugs myndu skapa innanlandsfluginu ný tækifæri en fáir erlendir ferðamenn nýta innanlandsflugið sem samgöngukost.

Skiptar skoðanir

tjú tjú!

Frá opnum fundi á Ásbrú í vikunni þar sem hugmyndin um hraðlest var kynnt.

Á fundinum á Ásbrú í dag komu fram mjög skiptar skoðanir á hugmyndinni um hraðlest milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur. Áhyggjur manna beinast helst að ferðaþjónustu á Suðurnesjum og að með lest sé verið að flytja ferðafólk beint út af svæðinu. Þá var einnig talað fyrir því að með því að tvöfalda Reykjanesbrautina alla leið frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og til Reykjavíkur þá væri hægt að stytta ferðatíma enn frekar og með þreföldun brautarinnar væri einnig hægt að auka ferðahraða umtalsvert og nálgast þau markmið sem sett eru með ferðatíma hraðlestar á milli þessara staða.


1 4 - 0 1 6 0 - H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Framkvæmdastjóri flugvallarsviðs Keflavíkurflugvallar Isavia leitar að öflugum stjórnanda í spennandi starf / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / /

Leitað er að öflugum stjórnanda í starf sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð. Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi.

Meðal verkefna framkvæmdastjóra flugvallarsviðs á Keflavíkurflugvelli eru: • Að tryggja daglega þjónustu og rekstur flugvallarkerfis í samræmi við lög og reglur um loftferðir • Annast áætlanagerð og eftirlit með fjárhag, framkvæmdum og öryggismálum • Stjórnun starfsmannamála • Hámarka afkomu af eignum sem sviðið hefur til ráðstöfunar Nánari upplýsingar fást hjá Þóri Þorvarðarsyni – thorir@hagvangur.is . Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar.

Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna

1 4 - 0 1 6 0 - H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 850 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbyggingu og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.

Spennandi störf á Keflavíkurflugvelli Isavia leitar að öflugum starfsmönnum með mikla færni í samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / /

VERKEFNASTJÓRI Á FJÁRMÁLASVIÐI Meðal verkefna eru áætlana- og skýrslugerð í samráði við stjórnendur, greining og undirbúningur ársreikninga, rekstrar- og kostnaðargreiningar, ráðgjöf og stuðningur við afkomusvið félagsins og innleiðing umbótaverkefna á fjármálasviði og eftirfylgni. Hæfniskröfur: • Háskólamenntun í viðskiptafræði er skilyrði • Góð þekking á upplýsingatækni og greiningarvinnu í Excel • Reynsla og þekking á Navision er kostur

SKIPULAGSFULLTRÚI Skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar hefur með höndum umsjón með skipulagsgerð aðal- og deiliskipulags, kynningar á skipulagstillögum, útgáfu framkvæmdaleyfa og úttektir og kannanir á sviði umhverfismála. Hæfniskröfur: • Réttindi til skipulagsgerðar eru skilyrði • Góð þekking á upplýsingatækni • Góð tækni- og tölvukunnátta • Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í töluðu og rituðu máli

VERKEFNASTJÓRI SKIPULAGS, UPPBYGGINGAROG ÞRÓUNARMÁLA Meðal verkefna eru gerð þróunar og skipulagsáætlanir fyrir Keflavíkurflugvöll, kostnaðareftirlit á verkefnum, eftirlit og samræming á verkefnum sem snúa að þróun bygginga, hönnun gatna, opinna svæða og veitukerfis á Keflavíkurflugvelli. Hæfniskröfur: • Verk- eða tæknifræðimenntun er skilyrði • Reynsla af verkefnastjórn er nauðsynleg • Góð tækni- og tölvukunnátta • Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í töluðu og rituðu máli

Umsóknum skal skila á rafrænu formi sem hægt er að nálgast á heimasíðu félagins www.isavia.is/atvinna. Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar. Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 850 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbyggingu og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.


6

fimmtudagurinn 23. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-ritstjórnarbréf Páll Ketilsson skrifar

Á háhraða út úr bænum Á fyrstu dögum þessarar viku síðla janúarmánaðar voru tveir kappar á leið út úr bænum á miklum hraða. Hannes Friðriksson er maður vikunnar á Suðurnesjum og Runólfur Ágústsson er örugglega númer tvö. Báðir á miklum hraða í lífinu. Þorrablóts-annáll Keflvíkinga heillaði á sjöunda hundrað gesti á blótinu og hafði síðan margfeldisáhrif þegar Víkurfréttir og fleiri sýndu þennan skemmtilega videó-annál. Hannes Friðriksson, sem hefur staðið í framlínu bæjarpólitíkur í Reykjanesbæ fyrir Samfylkinguna og verið duglegur að halda meirihluta Sjálfstæðismanna við efnið með skrifum í Víkurfréttir, var í hópnum sem tók gríninu illa. Hann hótaði að stinga af með fyrsta bíl út úr bænum og fann annál Keflvíkinga allt til foráttu. Keflvíkingar svöruðu því til að annállinn ætti bara að vera upplýsandi og skemmtilegur, kannski pínu kryddaður. Hvað um það. Hlutir gerðust hratt og viðbrögð við viðbrögðum Hannesar voru mikil í samfélaginu og meira að segja rataði þetta í stóru netmiðlana. Nýjustu fréttir eru þær að Hannes hefur tekið gleði sína á ný og er kominn heim eins og hann segir í grein í blaðinu. Til stóð að blása í friðarpípu og gera video-„skets“ með Hannesi „komnum heim“. Kíkið á vf.is til að sjá hann. Þetta er góður endir. Hannes segist hafa fengið fólk til að hugsa um ímynd bæjarfélagins og annálsmenn eru ánægðir að Hannes sé ekki lengur í fýlu. Fínasta niðurstaða. Allir glaðir og hressir í byrjun árs. Ef annállinn hefði farið illa í fleiri er ekki ólíklegt að það hefðu orðið miklir fólksflutningar úr bænum. Runólfur háhraðalestar-kappi kynnti í vikunni grundvöll fyrir því að koma upp lestarkerfi milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Virkilega athyglisvert mál. Áhrifin verði lang mest góð fyrir Suðurnesjamenn. Jóhann heitinn Einvarðsson, þingmaður og bæjarstjóri, reifaði fyrst þessa hugmynd fyrir allmörgum árum síðan. Þá var hlegið og hugmyndin þótti ekki tímabær. Eflaust var Jóhann framsýnn og miðað við orð Runólfs er þetta ekki spurning um hvort þetta verður að veruleika - heldur bara hvenær. Miðað við faraþegaspár til næstu ára er líklegt að svo sé rétt.

N

Vel heppnað Keflavíkurþorrablót R

úmlega sexhundruð Keflvíkingar skemmtu sér vel á Þorrablóti Keflavíkur 2014 sem fram fór í Íþróttahúsi Keflavíkur sl. laugardag. Þrátt fyrir mikið fjör og mikinn mannfjölda fór allt vel fram. Frábær þorramatur frá Réttinum, fjölbreytt skemmtiatriði og brekkusöngur sló í gegn. Þá var fluttur videoannáll og góð veislustjórn var

í höndum Jóns Björns Ólafssonar. Ingó og veðurguðirnir sáu um danstónlistina og gerðu það með stakri prýði. Á meðfylgjandi myndum má sjá lítinn hluta af prúðbúnum þorragestum. Á efstu myndinni eru kapparnir úr Þorrablótsnefndinni. Í myndasafni á vf.is má sjá fleiri myndir.

KRÍA/KLETTUR/MÝ

æstkomandi laugardag, 25. janúar, verður opnuð sýning á nýjum verkum Svövu Björnsdóttur, myndlistarmanns í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum, í Keflavík. Svövu þarf vart að kynna; hún hefur um árabil verið meðal þeirra listamanna sem mest hafa lagt til endurnýjunar þrívíddarlistarinnar á landinu. Allt frá því hún sneri heim frá Þýskalandi við upphaf níunda áratugarins, eftir glæstan námsferil og margvíslegan framgang í München og víðar í Evrópu, hefur hún sent frá sér fjölda verka sem umbylt hafa viðteknum hugmyndum okkar um hlutverk og verkan þrívíddarmynda í nútíma umhverfi. Verkin hefur hún steypt úr lituðum pappírsmassa, sem hefur gert henni kleift að nýta sýningarrými – og rými almennt – með nýjum hætti. Þannig virkjar Svava ekki einasta gólf og veggi, heldur

einnig loft, skúmaskot og afkima sýningarrýmisins. Með markvissri sviðsetningu verka sinna gerir hún sérhvert rými að heildstæðri innsetningu með dramatísku ívafi. Formgerð Svövu er sömuleiðis óvenjuleg. Verk hennar minna í senn á vélarhluta, form náttúrunnar og lifandi verur, og eru jafn fjölbreytileg að inntaki. Lögun og litróf verkanna sk ipt a hana mi k lu máli, en einnig léttleiki þeirra, samspil og ljóðrænn slagkraftur. Fyrir sýninguna í Listasafni Reykjanesbæjar s e tt i Sv av a s am an innsetningu sem hún nefnir KRÍA/KLETTUR/MÝ, og er tilraun til að skapa samnefnara fyrir ákveðna náttúruinnlifun. Og þó að þessi innlifun sé ekki bein endurspeglun aðstæðna hér í Keflavík, er eflaust margt í henni sem Suðurnesjabúar kannast við. Sýningin er opnuð kl. 15

-mundi Farðu úr bænum - hvað þetta var fyndinn annáll!

vf.is

SÍMI 421 0000

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


Markhonnun ehf

Kræsingar & kostakjör

ært Frábrð! ve

LambaLæri

snyrt - frosið

998 áður 1.349 kr/kg

Ferskur& svalandi kristaLL

guLrætur

-30% 251

sítrónu/mex Lime 2L

-27% 179

ísL - 500 g

áður 245 kr/stk

áður 359 kr/kg

nn með i l a v l i T tnum! a m a r r þo hámark

próteindrykkur

169 áður 199 kr/pk

egiLs piLsner

kjúkLingur

-30% 734

500 mL

heiLL

95 áður 105 kr/stk

áður 1.049 kr/kg

Gleðilegan bóndadag!

Goði Þorrabakki lítill 1.399kr. Goði Þorrabakki Stór 1.598kr. Goði Súrmatur í fötu 700gr. 1.598kr.

30%

Fjallalamb Svið r Verkuð á gamla mátann afsláttu 349 kr/kg 498 kr/kg

Ostahúsið Rófustappa 250gr 205 kr/pk r u t t á afsl 293 kr/kg

30%

Tilboðin gilda 23. - 26. jan 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


8

fimmtudagurinn 23. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

LIST ÁN LANDAMÆRA

-viðtal

pósturu eythor@vf.is

LISTAHÁTÍÐ FJÖLBREYTILEIKANS

List án landamæra er Listahátíð sem haldin er á landsvísu einu sinni á ári. Þar er pláss fyrir alls konar fólk og alls konar atriði. List án landamæra á Suðurnesjum, sem er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum, leitar að atriðum og þátttakendum, til þátttöku í hátíðinni 2014 sem hefst 24. apríl og stendur yfir í um tvær vikur. Listafólk, aðstandendur listafólks, listnemar, leiðbeinendur, gallerýrekendur, leikhússtjórar, tónleikahaldarar, forsetar, hugmyndasmiðir, smiðir og aðrir þeir sem áhuga hafa á að leggja hönd á plóg eru sérstaklega hvattir til að hafa samband.

n Keflvíkingurinn Georg Brynjarsson:

Áhugasamir hafi samband fyrir 5. febrúar á netfangið menningarfulltrui@reykjanesbaer.is eða í síma 863-4989.

K

FJÖLSKYLDUVÆNN VINNUSTAÐUR 2014

Vinnur þú á fjölskylduvænum vinnustað? Leitast fyrirtækið sem þú vinnur hjá við að gera starfsmönnum sínum kleift að samræma sem best fjölskyldu- og atvinnulíf? Hefur þú og samstarfsmenn þínir áhuga á að tilnefna ykkar vinnustað fyrir jákvætt viðmót til fjölskyldunnar og stuðla þannig að því að fyrirtækið fái viðurkenningu Reykjanesbæjar sem fjölskylduvænt fyrirtæki? Ef svarið við spurningunum er jákvætt, þá eruð þið hvött til að senda inn tilnefningu á fjolskyldan@reykjanesbaer.is fyrir 28. janúar 2014.

Skrítið að vera gestur á Ljósanótt eflvíkingurinn Georg Brynjarsson var áberandi í Reykjanesbæ upp úr aldamótunum síðustu. Hann hóf ungur rekstur á tölvufyrirtækinu Gjorby margmiðlun og lét m.a. að sér kveða í stjórnmálum í bænum. Hann hálfpartinn hvarf af sjónarsviðinu þegar hann fór í háskólanám fyrir rúmum sjö árum síðan. Georg dúkkaði upp á dögunum þegar hann var ráðinn til starfa sem hagfræðingur Bandalags háskólamanna (BHM). Blaðamaður Víkurfrétta sló á þráðinn til Georgs og spurði hann hvað hefði á daga hans drifið síðan hann kvaddi heimaslóðirnar, en Keflvíkingurinn hefur ýmislegt verið að bralla hérlendis sem erlendis. Georg er nú kominn heim til Íslands eftir töluverða dvöl erlendis. Hann er ekki alveg viss um hvort hann sé kominn heim fyrir fullt og allt, en hann fer ekki í neinar grafgötur með það að honum þótti lærdómsríkt að læra og vinna erlendis. Hann segist því vel geta hugsað sér að taka upp þráðinn og fara aftur út í heim þegar fram líði stundir. Fyrst hefur hann þó hugsað sér að ljúka þeim verkefnum sem hann er að fást við þessi misserin og öðlast reynslu í starfi. Fannst nám vera tímasóun Georg byrjaði rekstur á eigin fyrirtæki þegar hann var kornungur, eða aðeins 17 ára gamall. Honum var frekara nám ekki ofarlega í huga. „Mér fannst þetta ekki skipta neinu máli, fannst þetta bara vera tímasóun. Mér fannst skólinn ekkert geta kennt mér neitt sem ég þurfti að vita. Maður varð svo auðmýkri þegar skólagangan hófst aftur síðar,“ segir Georg og hlær. Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt fjall að klífa að hefja nám eftir langt hlé. „Þessi ár eftir að ég hóf háskólanám hafa þó verið skemmtilegustu ár ævi minnar. Háskólanámið átti vel við mig.“ Háskólagráðurnar hans tvær samanstanda af námi við fjóra mismunandi skóla, en hann segir að það hafi verið gott að fara út fyrir

þægindahringinn þegar hann bjó m.a. í Bandaríkjunum, Danmörku og Lúxemborg. Hinn 33 ára gamli Georg starfaði eins og áður segir í tölvugeiranum en hann hóf háskólanám þegar hann var 25 ára. „Mér fannst tölvutæknin búin að slíta barnsskónum og mig langaði að breyta til. Mér fannst ég vera staðnaður að vissu leyti. Þegar ég fór í nám vissi ég í raun ekkert hvert þetta myndi leiða mig.“ Georg hafði þó hug á því að læra hagfræði. Áður hafði hann haft áhuga á stjórnmálafræði en fannst sem hagfræðin væri hagnýtari.

Fylgist ágætlega með því sem er að gerast í gamla heimabænum Hér á árum áður var Georg nokkuð áberandi í viðskiptalífinu og stjórnmálum í Reykjanesbæ. Hann var um tíma formaður Heimis, félags ungra sjálfstæðismanna. Georg var svo kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir alþingiskosningarnar 2003 og fyrir bæjarstjórnarkosningar árið 2006. „Ég tók jú þátt í stjórnmálastarfi hér áður fyrr, maður var stundum duglegur við það að rífa kjaft,“ segir Georg léttur í bragði. Í dag er hann óflokksbundinn og laus við stjórnmálavírusinn í bili að eigin sögn. Georg hélt fyrst til náms við Háskólann á Bifröst. Þaðan fór hann til Kaliforníufylkis í Bandaríkjunum í skiptinám og þar var hann í hruninu árið 2008. Aftur fór Georg í skiptinám og nú var það Danmörk sem varð fyrir valinu, en þar lauk hann svo meistaragráðu í hagfræði árið 2012. Samhliða námi starfaði hann um tíma í Lúxemborg sem sérfræðingur hjá hagdeild EFTA sem hann segir hafa verið mikið veganesti inn í framtíðina. Að loknu námi lá leiðin í utanríkisráðuneytið þar sem hann vann við

efnahags- og gjaldmiðilshlutann í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. „Það að vinna beint við aðildarviðræðurnar var alveg einstakt, það var afskaplega lærdómsríkt og skemmtilegt“. Það starf var eðli málsins samkvæmt tímabundið og Georg hélt á önnur mið. Þá stóð til boða að taka við starfi sem hagfræðingur BHM sem eru heildarsamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði á Íslandi. Georg var í þeim hugleiðingum að leita sér að einhverju til lengri tíma. „Þetta fannst mér sérstaklega spennandi þar sem um nýja stöðu er að ræða. Mitt verk er að móta hér skrifstofu hagfræðings BHM frá grunni.“ Georg segir að BHM hafi hingað til ekki verið jafn áberandi í almennri þjóðfélagsumræðu og kannski önnur heildarsamtök launþega þótt bandalagið sé engu að síður rótgróið. „Það má segja að þessi nýja staða (hagfræðings) sé til marks um það að bandalagið vilji gera sig breiðari í þjóðfélagsumræðunni, enda háskólamenntuðum sífellt að fjölga á vinnumarkaði og mikilvægt að þeir eigi sér öflugan málsvara. Fyrir mig að koma að þessu á þessum tímapunkti á mínum starfsferli er mjög áhugavert og spennandi,“ segir hann. Georg segist fylgjast ágætlega með því sem er að gerast í gamla heimabænum, enda eigi hann þar bæði fjölskyldu og vini. „Ég heimsótti mömmu talsvert á námsárunum en eftir að ég flutti heim og til Reykjavíkur hefur hún eiginlega meira komið til mín“. Hann segir að það sé gaman að vera ættaður úr Reykjanesbæ enda sé ánægjulegt að sjá hve brottfluttir Suðurnesjamenn hafi náð langt á flestum sviðum samfélagsins á Íslandi. „Þó auðvitað sé það sérstaklega áberandi á sviði menningar og lista“ segir Georg. Hann segist muna vel hve gaman það var að hitta brottflutta Keflvíkinga sem komu og heimsóttu Reykjanesbæ á Ljósanótt. „Mér fannst svolítið skrítið þegar ég uppgötvaði að nú er ég orðinn einn af þeim,“ segir Georg að lokum.


VERÐBÓLGAN ER DÝRKEYPT. STÖNDUM SAMAN. HÖLDUM AFTUR AF VERÐHÆKKUNUM, AUKUM KAUPMÁTT OG TRYGGJUM STÖÐUGLEIKA.

Stjórnarráð Íslands


10

fimmtudagurinn fimmtudagurinn 23. 16. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

- fréttaskýring // Náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum Suðurnesjum

ÞAR SEM HJÖRTU SKÓLANNA SLÁ

Náms- og starfsráðgjafar sinna afar mikilvægu starfi í samfélagi okkar, meðal annars innan skólakerfisins. Með því að ræða við þá gefast tækifæri til að skoða og meta eigin stöðu, til dæmis áhuga og hæfni, átta sig á hvaða möguleikar eru í boði og gera áætlun um hvert skal stefna. Að mati náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum á Suðurnesjum hefur áhersla breyst á undanförnum áratug úr því að vera það sem lögverndað starfsheiti þeirra gefur til kynna yfir í viðtöl vegna líðan skólabarna. Í sumum tilfellum hafa ofbeldismál á heimilum eða vitneskja um slæmt bakland komið fyrst í ljós í slíkum viðtölum. Olga Björt hitti þau sem sinna þessu starfi í grunnskólunum og ræddi við þau um afar fjölbreytt verkefni sem þau fást við og það sem skiptir þau mestu máli, velferð barnanna. Fjallað verður um þetta í þessu tölublaði og næstu blöðum.

n Könnun um líðan ber meiri árangur með nafngreiningu:

Er fyrst og fremst talsmaður nemenda Guðrún Inga Bragadóttir hefur verið náms- og starfsráðgjafi við Grunnskólann í Grindavík frá árinu 2005. Hún segir starfið afar fjölbreytt og það hafi breyst töluvert á þessum árum. „Það komu 515 nemendur til mín í viðtöl í fyrra og það er fyrir utan þá sem koma í náms- og starfsfræðslu í 10. bekk. Þessi tala fer hækkandi ár frá ári. Ég tel að kennarar, nemendur og foreldrar séu orðnir meðvitaðri um starfið og leiti oftar námsráðgjafa.“ Flestir koma vegna líðan Guðrún Inga viðurkennir að flestir leiti til hennar vegna líðan leiti einnig til hennar vegna námstækni. „Við erum með sálfræðing sem sér aðallega um að greina nemendur. Svo tekur námsráðgjafi við varðandi það sem þarf að vinna í með nemendum. Námsráðgjafar vilja fæstir hafa þetta svona. Þetta er hluti af mínu starfi og ég nýt leiðsagnar sálfræðings og félagsráðgjafa í þessari vinnu. Ég hef aukið menntun mína á þessu sviði til að komast til móts við þarfir nemenda,“ segir Guðrún Inga og leggur sérstaka áherslu á að undirstaða náms sé líðan nemanda og því þurfi að passa vel upp á hana.

lögreglunnar, félagsþjónustunnar og hinna á Suðurnesjum í þessum málum er mjög gott. „Við höfum fengið til okkar nemendur sem segja frá og jafnvel í fyrsta sinn,“ segir Guðrún Inga og bætir við að nemendur geti komið við hjá henni hvenær sem er. Hún sé oftast með opið í frímínútum og þeir viti hvar hana er að finna. Þeir þurfi ekki beiðni frá foreldrum eins og áður var. Það nægi bara tölvupóstur frá foreldrum eða símtal til að panta viðtal og þeir séu ánægðir með það. „Ég er fyrst og fremst talsmaður nemenda og starfa með nemendafulltrúaráði skólans sem við köllum Stuðboltana. Hver bekkur hefur sinn fulltrúa í ráðinu sem er ætlað að auka lýðræði nemenda og koma með hugmyndir að bættum skólabrag. Ég funda me ð Stuðb oltum f imm sinnum á ári og kem þeirra hugmyndum áfram til starfsfólks og stjórnenda. Það er gefandi og gaman að vinna með Stuðboltum í þessari vinnu,“ segir Guðrún Inga.

Kannski eru strákar opnari og tilbúnari að leita lausna. Mér finnst það jákvætt

Marktæk könnun með nafngreiningu Gerð er könnun árlega á líðan nemenda í 3. - 10. bekk þar sem þeir svara spurningum undir nafni. Einnig geta nemendur nafngreint þá sem mögulega valda þeim vanlíðan og þolendur eineltis eru einnig nafngreindir. Guðrún Inga vinnur úr könnuninni og kemur upplýsingum til kennara sem fer yfir mál umsjónarnemenda sinna. Í framhaldinu er nemendum boðið að koma til Guðrúnar Ingu í viðtal. „Við fengum gagnrýni um nafngreiningu frá örfáum, en svo fékkst samþykki frá foreldrum um að hafa könnunina eins og áður. Nú síðast voru 93% nemenda sem tóku þátt í könnuninni. Hún er því vel marktæk,“ segir Guðrún Inga og bætir við að helst séu það eldri nemendur sem nenni ekki að taka þátt. Þeir sem hafi eitthvað að segja svari allir könnuninni. „Könnunin gefur góða mynd af líðan barna en ég held að aðrir grunnskólar á landinu hafi sína könnun nafnlausa.“ Ofbeldismál mjög falin Erfiðustu mál sem koma á borð Guðrúnar Ingu eru barnaverndarmál. „Það koma upp ofbeldismál en þau eru ofboðslega falin. Samstarf

Fleiri strákar en stelpur leita til hennar Þá segir Guðrún Inga fleiri drengi leita til hennar en áður. Hundrað fleiri strákar en stelpur komu til hennar á síðasta skólaári en árið áður. „Kannski eru þeir opnari og tilbúnari að leita lausna. Mér finnst það jákvætt. Ég er einnig með reiðinámskeið, prófkvíðanámskeið, kvíðahópa og sjálfstyrkingarnámskeið.“ Hún segir að börn þurfi að geta tjáð sig og að foreldrar leiti til hennar til að tala við barnið sitt ef eitthvað amar að. Allir séu að verða opnari. „Svo þurfa börn stundum bara slökun og við höfum slökunarrými til þess. Ég fór á námskeið þar sem ég lærði að tileinka mér sjálfstyrkingaraðferð sem kallast Baujan. Allir fundir enda með slökun sem mér finnst virka mjög vel á nemendur. Börnin koma stundum fjögur í einu og láta ekkert trufla sig. Segjast bara hafa andað niður í maga og þá lagaðist allt,“ segir Guðrún Inga brosandi.

Texti og mynd: Olgabjort@vf.is

n Nemendur bera mikið traust til Steinunnar í Heiðarskóla:

Eru frekar ófeimin við að opna sig

Steinunn Snorradóttir er menntuð náms- og starfsráðgjafi og hefur starfað sem slíkur í Heiðarskóla síðan 2007. Hún segir starfið mjög fjölbreytt og skemmtilegt að fá að kynnast nemendum á öllum aldri, allt frá 6 ára börnum sem eru að hefja sína skólagöngu og upp í unglingana sem eru að velja sér það nám sem hentar framtíðaráformum þeirra best. Í alls kyns erindagjörðum Starfið felst í náms- og starfsfræðslu, sjálfsstyrkingarnámskeiðum, aðstoð við markmiðsetningu, námstækni og persónulegum viðtölum. Nemendum er frjálst að nálgast hana og geti t.d. bara bankað upp á. Hún er með dyrnar opnar þegar hún er laus. „Þau koma í alls kyns erindagjörðum. Unglingarnir eru að spá í hvað þeir vilji gera eftir grunnskóla. Aðrir koma til að spjalla. Þau fara oft léttari í anda út ef þeim hefur liðið illa. Þau opna sig stundum mjög mikið og það hefur komið mér á óvart hversu mikið þau treysta mér. Þau vita að það sem þau ræða við mig fer ekki lengra,“ segir Steinunn. „Hún þarf aðeins að tala við þig“ Steinunn segir brosandi að oft komi félagar með vini sína með sér og segi: „Hún þarf aðeins að tala við þig“ og krakkarnir styðji oft hvert annað. Hún sé í vinnunni til klukkan fjögur síðdegis og nemendur hafi því tækifæri til að lauma sér til hennar eftir skólatíma ef þau vilji ekki að aðrir taki eftir því. „Annars eru þau frekar ófeimin við þetta. Kynjahlutföll eru ekki áberandi og bæði strákar og stelpur mjög dugleg að kíkja við.“ Tekin í einkaviðtöl í 10. bekk Steinunn fer inn í bekkina með fræðslu um

nám sem eru í boði eftir grunnskóla, talar við nemendur um hvað hentar þeim best miðað við hvað þau langar að vinna við að námi loknu. Hún hjálpar þeim við að finna út hvað skiptir þau mestu máli þegar velja á starf og nám við hæfi. Nemendur í 10. bekk eru teknir í einkaviðtöl þar sem hugleiðingar þeirra eru ræddar og þeir aðstoðaðir við að velja það sem hentar hverjum og einum. Meiri kvíði og andleg vanlíðan Hún segist hafa fundið mun á líðan barna undanfarin ár. „Meiri kvíði og andleg vanlíðan. Ég hef spurt sjálfa mig hvort um væri að ræða tilviljun því svona komi stundum í bylgjum eða hvort ástandið í þjóðfélaginu hafi sitt að segja. Erfitt sé að greina orsakavaldinn. Slík tilfelli eru unnin í samvinnu við aðra fagaðila eða vísað til skólasálfræðingsins,“ segir Steinunn. Sigrarnir mest gefandi Ef nýr nemandi byrjar í skólanum kynnir Steinunn sig fyrir honum svo að hann viti hver hún er. Svo spyr hún hann hvernig gengur, hvort hann sé búinn að eignast vini og hvernig námið leggist í hann. „Það sem er mest gefandi við starfið eru mannlegu samskiptin og sjá sigrana sem krakkarnir ná. Að sjá þau blómstra,“ segir Steinunn að lokum.

n Börn eru seig en þurfa að hlustað sé á þau:

Læra svo margt sem þeim er ekki kennt Sigríður Bílddal er náms- og starfsráðgjafi í Holtaskóla. Hún segir að börn séu ótrúlega seig miðað við oft erfiðar aðstæður. Þau geri bara það sem þau geti hverju sinni. „Þau hafa aðgang að svo mörgum innan skólans til að ræða sín mál. Foreldrar hafa einnig samband ef eitthvað er. Misjafnt er þó á milli krakka hvað þeir eru tilbúnir að ræða. Stundum þarf að ganga eftir því án þess að þau átti sig á tengingunni.“ Sigríður segir að áherslan sé á að þau tali við einhvern. Stundum komi beiðnir í gegnum foreldra, umsjónarkennara eða aðra starfsmenn skólans. Stelpur almennt opnari „Yngri börnin eru dálítið opnari en sum feimin. Stelpur eru almennt opnari og duglegri að tala um tilfinningar. Strákar eru aftur á móti oft hræddir við hvern annan eða hræddir um viðbrögð hinna,“ segir Sigríður. Félagar barnanna komi líka og láta vita um leið ef eitthvað er að hjá vini sínum. Sumir komi í hópum og þá oftast stelpur. Stundum koma þau með viðkomandi með sér og í öllum tilfellum komi stelpur með stráka með sér. Einhverjir segjast ekki hafa neinn til að tala við og um er að ræða stráka í öllum þeim tilfellum. Foreldrar eiga of annríkt Sigríður segir dálítið um að börn leiti til hennar vegna samskiptavanda. Þau ímyndi sér að þessi eða hinn hugsi svona eða hinsegin. „Oft kunna þau ekki að leysa úr málum. Fá allskonar upplýsingar að heiman því foreldrar vilja hjálpa til og eru duglegir við það. Börnin eru bara oft klaufar í þessu og vantar réttu verkfærin. En þau eru dugleg að ráðleggja hvert öðru.“ Henni börn eiga lítil samskipti með fullorðnu fólki almennt. Það vanti að setjast niður og tala við börnin. Foreldrar geri marga góða hluti en sinni svo miklu og eigi annríkt. Börnin þurfi að hlustað sé á þau og spjallað við þau í 20 - 30 mínútur á dag. Það skipti svo miklu máli. Erfitt þegar nemandi er að bugast Sigríður segir ungt fólk opnara í dag en það var fyrir 10 árum. En því fylgi kostir og gallar. „Þau kunna ekki mörk og halda að það sé í lagi að gera eitthvað eða segja og segja svo bara „djók“. Þau átta sig til dæmis oft ekki á því hvað er einelti og hvað ekki. En ég hef gaman að þeim sem hafa frumkvæði að einhverju eins og hvernig þau opna sig.“ Erfiðustu málin sem koma á borð Sigríðar eru t.d. prófkvkíðamál. Sigríður notar mælitæki sem metur hvort þörf sé á meðferð hjá sálfræðingi. Þá þarf stundum meðferð hjá sálfræðingi sem notar mælitæki sem greinir frávik. Einnig hafa kvíðaköst komið upp og slík mál fara oft einnig til skólasálfræðingsins.

„Krakkar hafa talað um sjálfsvíg og stundum er það í gríni en það er alltaf kannað af fyllstu alvöru. Á hverju ári kemur til mín nemandi sem er að bugast og mér finnst það alltaf jafn ótrúlegt og erfitt.“ Mannorð skiptir máli Mannorð er meðal hugtaka sem Sigríður hefur rætt um við nemendur á námskeiðum sem hún heldur. „Mannorð fylgir okkur mjög lengi og jafnvel alla tíð. Ef einhver var leiðinlegur við alla í skóla þá gleymist það ekki og fylgir jafnvel viðkomandi í framhaldsskóla. Stundum þarf að flytja burt til að byggja upp nýtt mannorð,“ segir Sigríður og bætir við að til dæmis ef einhver sem tilheyrði hóp komist ekki aftur inn vegna mannorðsins sem hann er búinn að skapa sér. „Það er eiginlega það versta og erfitt að horfa upp á. Sumir fá bara ekkert að vera með. Fá ekki tækifæri aftur. Getur verið erfitt að koma viðkomandi í skilning um hvað hann þarf að gera til að komast aftur inn. Hvernig skaparðu þér mannorð og á hvaða hátt hafa aðrir áhrif á mannorð? Ákveða 11 ára hvað eru kvenna- og karlastörf „Börn í dag læra svo margt sem þeim er ekki kennt. Eitthvað sem þau tileinka sér. Við vitum ekki hvað börn læra sem fá að vera í tölvu óáreitt. Þar er orðaval og ýmislegt annað sem þau tileinka sér,“ segir Sigríður. Tölvunotkun geti nýst þeim vel ef þeim er leiðbeint og fylgst með. T.a.m. læri börn unglingar í 10. bekk í Holtaskóla að gera ferilskrá á tölvutæki formi sem þau geta notað þegar þau fara á vinnumarkaðinn síðar. Þá öðlist þau grunnþekkingu í að búa til skrána og aðferðir við að leita að vinnu. Í Holtaskóla er náms- og starfsfræðsla með nemendum í 7.-10. bekk. „Þau skoða styrkleika sína og gildismat. Náms- og starfsfræðsla er mikilvæg. Samkvæmt ýmsum rannsóknum eru börn um ellefu ára aldur í raun búin að ákveða hvað eru kvenna- og karlastörf og þá er erfiðara að fá nemendur til að skoða störf út frá áhuga,“ segir Sigríður.


Hvað eru NORÐURSLÓÐIR?

Verkefnisstjórn á vegum Heklunnar – Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja, Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi og Isavia, bjóða til kynningafundar um ný tækifæri í atvinnuuppbyggingu undir heitinu „HVAÐ ERU NORÐURSLÓÐIR“.

Dagskrá:

Fundurinn verður haldinn 23 janúar kl. 17:00 til 19:00 í þróunarsetrinu Eldey, Grænásbraut 506, Ásbrú.

3. Norðurslóða viðskiptaráðið Haraldur I. Birgisson, framkvæmdastjóri.

Allir eru velkomnir á fundinn, kaffi og kleinur verða í boði. Vinsamlega staðfestið mætingu á netfangið sar@sar.is Á þennan fyrsta kynningarfund um verkefnið er mikilvægt að fyrirtæki á Reykjanesi og aðrir sem áhuga hafa, komi og kynni sér hvaða framtíðartækifæri felast í verkefnum á Grænlandi og norður íshafinu.

1. Fundarsetning: Guðmundur Pétursson formaður S.A.R. 2. Norðurslóðastefna stjórnvalda Tómas Orri Ragnarsson, sendiráðunautur

4. Arctic Services Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri atvinnuþróunarfélags Eyfirðinga. 5. Norðurslóðanetið Embla Eir Oddsdóttir, framkvæmdastjóri. 18:15 Önnur mál 19:00 Fundir slitið. Fundarstjóri verður Árni Sigfússon formaður stjórnar atvinnuþróunarfélagsins Heklunnar.

Fyrirtæki á Reykjanesi eru hvött til að mæta til að kynna sér hvort þarna gætu legið tækifæri


12

fimmtudagurinn 23. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

Skipasmíðastöð Njarðvíkur vill breyta þessu húsi í gistiheimili. VF-mynd: Hilmar Bragi

Skipasmíðastöð breytt í gistiheimili?

S

kipasmíðastöð Njarðvíkur hefur óskað eftir afstöðu Atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar til þess hvort það geti fallist á breytta notkun eignanna Sjávargötu 6-8 í Reykjanesbæ, sem nú hýsa skrifstofur, mötuneyti og trésmíðaverkstæði Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. Hugmyndir eru uppi um að breyta húsinu þannig að þar verði komið upp gistiheimili. Ráðið telur fyrirhugaðar breytingar

geta fallið innan þessa iðnaðarog hafnarsvæðis og vísaði málinu áfram til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar. Það tekur undir afgreiðslu Atvinnuog hafnarsviðs en segir að þegar teikningar og endanleg ákvörðun liggi fyrir þurfi að grenndarkynna málið og umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar taki endanlega ákvörðun þegar niðurstaða grenndarkynningar liggur fyrir.

Ásýnd hafnarsvæðisins í Grindavík breytist Á

sýnd hafnarsvæðisins í Grindavík mun breytast ansi mikið en nú er verið að rífa gömlu lýsistankana sem hafa staðið ónotaðir eftir brunann mikla í fiskifjölsverksmiðjunni á þessu svæði fyrir um áratug síðan. Hauktak á lóðina og er fyrirhuguð uppbygging á þessu atvinnusvæði við höfnina sem taka mun miklum breytingum eftir þetta, ekki síður eftir að landfyllingu við Suðurgarð lýkur.

Rammagerðin auglýsir eftir starfsfólki til starfa í verslanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í sumar Við leitum að starfsfólki sem er vel að sér í íslenskri sögu og hefur áhuga á íslensku handverki. Umsækjendur þurfa einnig að hafa áhuga á sölumennsku og hafa til að bera ríka þjónustulund. Annað: • Góð tungumálakunnátta, íslenska og enska eru skilyrði. • Færni í samskiptum og ríkir samstarfshæfileikar. • Öguð vinnubrögð og sveigjanleiki. Um er að ræða hluta- og heilsdagsstörf þar sem unnið er á vöktum. Bæði karlar og konur eru hvött til að sækja um. Aldursviðmið er 20 ár. Umsóknir óskast sendar á: atvinna@rammagerdin.is fyrir sunnudaginn 2. febrúar.

Rammagerðin er ein elsta gjafavöruverslun landsins og hefur selt íslenskt handverk síðan 1940 Flugstöð Leifs Eiríkssonar International Airport

Við leitum að fólki sem kann að meta vont veður 66°NORÐUR leitar að dugmiklum útivistargörpum til sölustarfa í verslanir sínar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í sumar. Hæfniskröfur: • • • • • • • •

Brennandi áhugi á útivist og hreyfingu. Þátttaka í starfi björgunarsveitanna er kostur. Mjög góð enskukunnátta. Kunnátta í Norðurlandamáli, þýsku eða öðrum tungumálum er kostur. Þjónustulund og jákvætt viðmót. Reynsla af sölustörfum. Stúdentspróf. Framhaldsmenntun er kostur.

+ www.vf.is

83%

VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM

PRÓFKJÖR Auglýsing eftir framboðum til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ Samþykkt var á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ að efna til prófkjörs til að velja á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 31. maí 2014. Prófkjörið fer fram 1. mars 2014. Kosið verður um sjö efstu sæti listans. Frambjóðendur í prófkjörinu skulu valdir þannig: A) Gerð er tillaga til kjörnefndar fyrir kl. 18.00, mánudaginn 10. febrúar 2014. Tillagan er því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokksmann. Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri en sex tillögum. B) Tillagan skal borin fram af 20 flokksmönnum búsettum í Reykjanesbæ. Kjörnefnd er heimilt að tilnefnda prófkjörsframbjóðendur til viðbótar framjóðendum samkvæmt A-lið. Hér með auglýsir kjörnefnd fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ eftir frambjóðendum til prófkjörs sbr. A-lið hér að ofan. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í bæjarstjórnarkosningunum í Reykjanesbæ 31. maí 2014. Tillögum að framboðum ber að skila, ásamt mynd af viðkomandi og stuttu æviágripi á tölvutæku formi á netfangið xd.profkjor2014@gmail.com Allar nánari upplýsingar um prófkjörið veitir formaður kjörnefndar Ragnar Örn Pétursson á netfanginu xd.profkjor2014@gmail.com Framboðsfrestur er til 10. febrúar 2014 kl. 18.00. Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ

Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar nk. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn ásamt ferilskrá á netfangið starf@66north.is með fyrirsögninni „Umsókn – Starfsmaður í FLE“.

LESTUR

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ


græn áskorun hildar &

í gerð Hildur er snillingur nna þeytinga og mun ke galdurinn! þátttakendum allan Lærðu að búa til og elska græna heilsudrykki Skráðu þig strax á netto.is/graenaskorun

heilsu & 25% AFSLáttur lífsstílsdagar SkOÐAÐu BÆkLinginn á nettO.iS

á yFir 2000 VöruM Fyrir HeiLSunA Og LÍFSStÍLinn

– FjöLdi HugMyndA, uPPSkriFtA Og SPennAndi tiLBOÐA

Nætur grautur

þeytingur

hrá fæði

LÍFrÆnt krÍLin heilsa

tröllhafrar 500g 339kr|25%|254kr

1 dl grófir hafrar 2 dl mÖndlu/rísmjólk 1 handfylli frosin bláber 1 msk goji ber 1 msk kakónibbur 2 msk graskersfræ nokkrar saxaðar mÖndlur 1 tsk Vanilluduft

Öllu blandað saman í skál og látið standa í ísskáp yfir nótt. Að morgni bíður lÍf ræNT þín þessi seðjandi og gómsæti grautur,uppfullur af næringu.

goji ber 200g 2.169kr|25%|1.627kr

kakónibbur 300g 1.298kr|25%|974kr

SÉrFÆÐi HOLLuStA

lÍf

lÍf

ræNT

graskersfræ 200g 629kr|25%|472kr

ræNT

lÍf

ræNT

isola Vanilluduft rÍs/möndlumjólk 750ml 859kr|25%|644kr 398kr|25%|299kr

uPPBygging uMHVerFiÐ

lÍf

ræNT

nærandi og bragðbætandi í drykkinn lÍf

ræNT

kakónibbur 300g 1.298kr|25%|974kr

chlorella duft 200g 2.198kr|25%|1.649kr

lÍf

ræNT

bygggras duft 200g 2.198kr|25%|1.649kr

lÍf

ræNT

acaiberja duft 125g 3.598kr|25%|2.699kr

lÍf

ræNT

hVeitigrasduft 200g 2.198kr|25%|1.649kr

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

lÍf

ræNT

maca duft 300g 1.298kr|25%|974kr

lÍf

ræNT

kakóduft 250g 1.249kr|25%|937kr

tilboðin gilda 16. - 29.jan. 2014


14

fimmtudagurinn 23. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu olgabjort@vf.is

Það eru svo margir sem hafa mikla hæfileika sem sjást aldrei. Það er miður n Þóra Jónsdóttir, áttræður listmálari segir sköpun besta meðalið:

Er eiginlega svolítill flippari M

yndlistarkonan Þóra Jónsdóttir er fædd árið 1933. Hún fékk áhuga á að mála fyrir 30 árum þegar hún var fimmtug og segir að það sé aldrei of seint að finna sér áhugamál eins og sköpun. Hún sér á eftir Guðmundi Rúnari sem kennara og óskar þess að hann komi aftur.

Lærði að hekla á fimmtugsaldri „Ég ögra sjálfri mér. Ég verð alltaf að byrja á því sem ég eiginlega á að gera í lokin. Ég er bara svona. Það hefur gengið, annars væri ég löngu hætt,“ segir Þóra hlæjandi. Hún segir það kannski vera einhverja frekju í sér að krefjast of mikils af sjálfri sér, en hún sé svona í öllu. Þóra var t.a.m. komin yfir fertugt þegar hún byrjaði að hekla. Hún bjó þá í Danmörku og systir Hemma Gunn, sem bjó í sama húsi, kenndi henni að hekla. „Ég byrjaði á því að hekla skírnarkjól með breiðri blúndu að neðan. Ætlaði mér að gera þennan kjól. Hún las alltaf upphátt uppskriftina fyrir mig og enn þann dag í dag les ég upphátt ef ég geri einhverja vitleysu þegar ég hekla,“ segir Þóra og brosir. Léttast að skapa út frá sjálfri sér Þóra segir listamanninn og Suðurnesjamanninn Kristin Má Pálmason hafa haft mest áhrif á sig. Hann sé alltaf efstur í huga sér því hann hafi ögrað henni mest. Kristinn er meðal þeirra sem hafa kennt á námskeiðum á vegum Myndlistarfélags Reykjanesbæjar, sem stofnað var árið 1995. Þóra hefur verið félagi frá byrjun. Áður var hún í Baðstofunni þar sem m.a. Eiríkur Smith kenndi. „Það er svo skemmtilegt hvað kennararnir eru ósammála. Mér hefur líkað við þá alla. Eitt sinn málaði ég lauf blá og einn kennari sagði mér að mála yfir þau. Öðrum kennara fannst bara flott að hafa þau blá. Ég er eiginlega svolítill flippari og mest hrifin af abstract. Mér liggur léttast að gera eitthvað frá sjálfri mér.“ Þrír til fjórir listamenn kenna hjá Myndlistarfélaginu yfir veturinn og hver með sín áhrif. „Svo kenna þeir ekki endilega eins og þeir vinna sjálfir verkin sín og eru þekktir fyrir. Daði

Guðbjörnsson, sem þekktur er fyrir sínar krúsidúllur, lét okkur til dæmis teikna landslagsmyndir,“ segir Þóra. Sér mikið eftir Guðmundi Rúnari Listamaðurinn Guðmundur Rúnar Lúðvíksson kenndi á síðasta námskeiði og afrakstur þeirrar kennslu er sýndur í Kjarnanum undir heitinu Húsin í bænum. Þegar Guðmundur Rúnar afhenti nemendum sínum skírteinin segir Þóra það hafa slegið sig þegar hann sagði í leiðinni að hann ætlaði að taka sér frí. Hún vissi ekki hvort hann væri að hætta eða ekki. „Það má ekki missa svona orkubolta úr samfélaginu. Hann er alveg sérstakur maður og hefur gert svo mikið fyrir nemendur. Mér finnst hann ekki vaða úr einu í annað eins og sumir vilja halda fram. Hann segir ekki mikið en hann gefur þeim sem eru að byrja svo mikinn tíma. Sumir kennarar verða þreyttir ef einhver einn spyr margs en Guðmundur Rúnar missir aldrei þolinmæðina. Svo reynir hann alltaf að hafa allt á sem ódýrastan máta,“ segir Þóra sem bersýnilega saknar kennara síns. Hann klári öll námskeið með nemendasýningu og það sé svo mikilvægt. „Við áttum bara að hafa 2 tíma í viku en hann hafði 4 daga í viku. Án þess að þiggja aukagreiðslu fyrir það. Hann er eins og hálmstráið mitt.“ Eins og að fara til sálfræðings Frá því að Þóra byrjaði að mála hefur henni fundist hún hverfa úr þessu daglega lífi og yfir í heim þar sem henni líður svo vel. „Þegar maður byrjar þá gefur maður svo mikið af sér og er svo alveg búin á því og líður samt svo vel. Þetta er heimur sem er svo gaman að fara í. Ég er búin að ganga í gegnum veikindi fullorðinna barna minna og ýmislegt. Það að skapa er mér eins og að fara til sálfræðings. Hálfgert pensillín. Tilfinningarnar brjótast fram í gegnum sköpunina og hægt er að sjá í litunum hvað er að. Við sem erum eitthvað í þessu sjáum í myndum hvers annars hvort eitthvað hefur gengið á.“ Þóra segir að á meðan hún geti gert þetta þá ætli hún ekki að hætta því. „Þetta er svo yndislegt fólk. Við erum

öll saman og þótt ég sé 25 árum eldri en sá næstelsti þá get ég aldrei fundið að ég sé sú gamla. Þetta er yndislegur félagsskapur og ótrúlegur kjarni. Við erum 12 - 15 manns að mála, málum steinþegjandi og svo hljómum við eins og kríugarg þegar það kemur kaffipása,“ segir Þóra og hlær dátt. Áhugamál öllum nauðsynleg Þóru finnst fullorðið fólk eiga að hafa áhugamál. Margir viti ekki hvað þeir eigi að gera við tímann. Hætta sé á því að þegar horft er mikið á sjónvarp þá sé erfitt að standa upp aftur. Gott sé fyrir alla að hafa eitthvað fyrir stafni. „Ef það er ekki gert þá verða allir hinir svo leiðinlegir. Ég hef einfaldlega ekki upplifað það ennþá. Ég hef heldur aldrei hugsað um að verða eitthvað. Ég geri þetta ánægjunnar og selskapsins vegna. Stundum byrja ég á einhverju sem ég er viss um að geta ekki klárað en þá er spennan svo mikil að ég get ekki hætt,“ segir Þóra og líkir málverkum við jazz að því leyti að þau eru aldrei búin. Það sé endalaust hægt að horfa á og skapa og bæta við þau. „Það er aldrei hægt að vera kvöldstund með olíumálverk, það getur farið upp í marga mánuði.“ Vinsælasta herbergið í húsinu Sjálf segist Þóra samt ekki vera með sérstaka aðstöðu. „Lítið herbergi með saumavélinni og öllu mínu drasli. Mér líður ógurlega vel þar. Stundum er ég með mörg verk í gangi, raða þeim þá á gólfið eða bak við hurð.“ Hún segir þetta vera vinsælasta herbergið í húsinu og að kannski sé einkennilegt fyrir svona gamla konu að vera með leikherbergi. „Samt er maður voða fátækur ef ímyndunaraflið vantar. Ég stoppa til dæmis oft á Reykjanesbrautinni bara til að horfa á himininn. Hann er svo stórkostlegur,“ segir hún dreymin á svip. Hún hvetur alla á öllum aldri að láta drauma sína rætast og segir það einfaldlega aldrei of seint. „Það eru svo margir sem hafa mikla hæfileika sem sjást aldrei. Það er miður. Stundum sjáum við voðalega stutt miðað við allt það sem við höfum í kringum okkur,“ segir Þóra að lokum.

Hér má sjá þrjú málverk eftir Þóru frá kunnuglegum stöðum á svæðinu


ÚtsAlA hÚsAsmiðJunnAr A n i g l e h m u r u K lÝ

ATNAÐUR 30-50% UR 25% • FLÍSAR 20-30% • ÚTIVISTARF VERKFÆRI 20-40% • VERKFÆRATÖSK 25% 30-50% • JÓLAVÖRUR 40-70% • LJÓS VINNUFATNAÐUR 30-50% • BÚSÁHÖLD SETT 20% • PARKET 20% • VASKAR 20-30% • KLÓ 0% 20-3 KI TÆ RAF SMÁ • 5% 20-2 KI BLÖNDUNARTÆ margt fleira... 20% • LÍKAMSRÆKTARTÆKI 50% og NG LNI IMÁ INN • 0% 20-7 IR LUT GIH BAÐFYL

rÝmingAr

sAlA á lJósum

% 0 5 30 ur! t t á l s Af DAG U T M FIM AGS D U N Á -M

BÓNDADAGUR

á föstudag Túlípanar 15 stk.

1.690

kr.

Bóndadags vöndur

2.990

*Afsláttur gildir eingöngu af útsöluvörum. Gildir ekki af vörum merktum „Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar“. Vöruúrval getur verið misjafnt milli verslana

kr.

hluti af Bygma

Allt frá grunni Að góðu heimili síðAn 1956


16

fimmtudagurinn 23. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Fólkið mitt suður með sjó F

ólkið mitt suður með sjó, nefnist nýútgefin bók sem inniheldur niðjatal hjónanna Elínar Þorsteinsdóttur og Ólafs Jafetssonar af Suðurnesjum. Hér komin viðamikil útgáfa með sjaldséðum myndum og sögum um stóran ættboga sem átti rætur sínar. m.a. í Njarðvik, Keflavík og Vogum og hundruð íbúa á Suðurnesjum í dag tengjast. Í bókinni er mikill fjöldi fágætra mynda m.a. frá vélbátum, horfnum bryggjum, hafnaraðstöðu, frá Duushú s u m o g St o k k av ör, Aðalgötu, Tjarnargötu og gömlum húsum m.a. frá Njarðvík, Keflavík og Vogum. Þá prýða bókina hundruð mannamynda, tengd nöfnum ættingja; Suðurnesjamanna, allt frá byrjun síðustu aldrar og til nýfæddra barna á síðasta ári. Í bókinni eru ekki síst rifjaðar upp sögur um baráttuna fyrr á tíð. Bókin er 341 bls. að stærð. Eintakið

Bæta aðgengi við Stafnesvita F

erða- og menningarráð Sandgerðisbæjar hefur óskað eftir greinargerð frá sviðsstjóra umhverfis- og byggingamála um stöðu verkefna sem Sandgerðisbær hefur fengið styrki til að vinna að. Fundur nefndarinnar var haldinn í nóvember sl.

Á nýliðnu ári fékkst styrkur upp á eina milljón króna til að vinna að aðgengi við Stafnesvita, 1,5 milljónir í ferðamannaveg á Rosmhvalanesi og tvær milljónir króna í gönguleiðir umhverfis Sandgerðistjörn.

kostar aðeins kr. 3700. Bókin er til sölu hjá höfundi Guðmundi K. Egilssyni, s. 8611028, netfang: gudmunduregilsson@ gmail.com og dóttur hans Bryndísi Guðmundsdóttur, netfang: bryngudm@gmail.com Facebook.com/folkidmittsudurmedsjo

Stafnesviti. VF-mynd: Hilmar Bragi

Á

Ánægja með skólastarf í Reykjanesbæ

nægja foreldra með skólastarf í Reykjanesbæ er mikil, að sögn Gylfa Jóns Gylfasonar fræðslustjóra, og greinilegt að íbúum hugnast vel þær áherslur sem lagðar hafa verið í skólamálum. Skólavogin er samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaga. Skólavogin skilar nú m.a. árlegum samanburði á viðhorfi foreldra til grunnskólastarfs í 69 grunnskólum í yfir 30 sveitar-

félögum. Í könnun fyrir skólaárið 2012-2013 reyndist Reykjanesbær vera í efstu sætum í mati foreldra með þjónustuþætti grunnskólanna. Niðurstaða mælinga skólavogarinnar fyrir starfsárið 2012-2013 sýnir að Reykjanesbær er í 6. sæti af sveitarfélögunum 30 með ánægju foreldra með samskipti starfsfólks við nemendur. Þá er bærinn einnig í 6. sæti sveitarfélaganna varðandi ánægju foreldra með aðstöðu í grunnskólunum.

Reykjanesbær er í 4. sæti hvað varðar áhrif foreldra á ákvarðanir varðandi nemendur og þátttöku foreldra í gerð námsáætlunar, í 2. sæti með mat foreldra á hraðri úrvinnslu skólans á eineltismálum og 3. sæti með mat foreldra á hæfilegum aga í skólanum. Útgjöld til skólamála 2014 nema um 4,5 milljörðum kr. eða um 52% af heildarútgjöldum bæjarsjóðs Reykjanesbæjar. Þau eru langstærsti þjónustuliður bæjarfélagsins.

GJALDSKRÁ REYKJANESBÆJAR 2014 ENGAR BREYTINGAR HAFA ORÐIÐ Á GJALDSKRÁ FRÁ 2013 Gjaldskrá Reykjanesbæjar 2014 Útsvar ..............................................................................................................14.52% ............................................................................................................................. Fateignaskattur, hlutfall af heildarfasteignamati: Íbúðarhúsnæði, A-stofn .........................................................................0.30% Opinberar byggingar, B-stofn ..............................................................1.32% Atvinnuhúsnæði og annað húsnæði, C-stofn ..............................1.65% Hesthús...........................................................................................................0.30% Lóðarleiga: Hlutfall af lóðarmati .......................................................................................................................................2.00% - 35% afsláttur til þeirra sem greiða 2% ........................................................................................... Vatnsgjald: HS Veitur ehf sjá um álagningu og innheimtu ..................................................................................... Fráveitugjald / Holræsagjald, hlutfall af heildarfasteignamati : Íbúðarhúsnæði ..................................................................................................................................................0.17% Atvinnuhúsnæði................................................................................................................................................0.36% Sorpgjöld, kr. pr. fasteignanúmer á íbúðir: Sorphirðugjald ...................................................................................................................................................14.225 Sorpeyðingargjald ...........................................................................................................................................23.210 Lækkun fasteignaskatts: Elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í Reykjanesbæ er veittur tekjutengdur afsláttur af fasteignaskatti. Rétt til afsláttar eiga íbúðareigendur í Reykjanesbæ sem búa í eigin íbúð og eru 67 ára á árinu eða eldri og/eða hafa verið úrskurðaðir 75% öryrkjar fyrir 1. janúar 2014. Afsláttur nær einungis til þeirrar íbúðar sem viðkomandi býr í. Til þess að njóta þessa réttar verður viðkomandi að eiga lögheimili í Reykjanesbæ og vera þinglýstur eigandi fasteignar og/eða geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar.Reglur um viðmiðunartekjur eru birtar sérstaklega. Gjalddagar fasteignagjalda eru 10, 25. janúar til og með 25. október og eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga Fjölskyldu og félagsþjónusta Heimaþjónusta / Heimilishjálp: Félagsleg heimaþjónusta fylgir hækkunum sem ákvarðaðar eru af Tryggingastofnun ríkisins

Greiddar verða kr. 35.000 mánaðarlega til foreldra sem lokið hafa töku fæðingarorlofs til 15 mánaða aldurs barns. Eftir það er eingöngu greitt til þeirra sem hafa börn hjá dagforeldrum. Sækja þarf um greiðslurnar rafrænt á Mitt Reykjanes á heimasíðu bæjarins. Niðurgreiðsla til dagforeldra frá 15 mánaða aldri barns...............................................................35.000 Dagdvöl aldraðra: Gjald skv. reglugerð um dagvistun aldraðra Félagsstarf athvarfs aldraðra: Þjónustukort ..............................................................................................2.200 - Þátttakendur greiða sjálfir efnisgjald Fræðslu- og uppeldismál Leikskólar: Tímagjald, kr. / klst ..................................................................................3.150 Tímagjald (milli 16 og 17) .......................................................................4.750 Forgangshópar tímagjald, kr. / klst.................................................2.375 Lágmarkstími ............................................................................................4 Hámarkstími ..............................................................................................9 Fjölskylduafsláttur (er eingöngu af tímagjaldi) - fyrir annað barnið er greitt .....................................................................................................................50% - fyrir þriðja barnið er greitt......................................................................................................................Frítt - fyrir fjórða barnið er greitt .....................................................................................................................Frítt Matargjald leikskólabarna...........................................................................................................................7.880 Gjaldið skiptist eftirfarandi: - Morgunhressing, kr. / mán ......................................................................................................................1.990 - Hádegismatur, kr. / mán ...........................................................................................................................3.900 - Síðdegishressing, kr. / mán ....................................................................................................................1.990 Skýringar á forgangs- og /eða niðurgreiðslum: Forgangur og/eða niðurgreiðslur leikskólagjalda fyrir eitt og / eða öll eftirtalin atriði: - Börn einstæðra foreldra.......................................................................................................................... - Börn þar sem annað foreldri er í fullu dagnámi (15/30 ein á önn) ........................................ - Börn sem búa við félagslega erfiðleika eða erfiðar heimilisaðstæður ........................... - Foreldrar sem eiga barn undir leikskólaaldri og annað á leikskóla eiga rétt á systkinaafslætti að loknu fæðingarorlofi. Beiðnir eru afgreiddar hjá leikskólafulltrúa á fræðsluskrifstofu og skal umóknin endurnýjuð fyrir 31. ágúst árlega. Leikskólarýmum er úthlutað eftir aldri barna.

Fjölskyldu- og félagsþjónustan: Akstur fatlaðra, kr. pr. ferð innanbæjar .................................................................................................260

Frístundaskóli: Mánaðargjald (innifalin síðdegishressing) ..........................................................................................16.000 Síðdegishressing kr. pr. dag ........................................................................................................................115 Tímagjald kr. klst. ..............................................................................................................................................355

Umönnunargreiðslur - Niðurgreiðsla til dagmæðra: Niðurgreiðsla til foreldra frá 6 / 9 mánaða aldri barns .................................................................35.000

Grunnskóli: Skólamáltíð í áskrift........................................................................................................................................298

Söng Heilt Hálft Heilt Heilt Hálft Hálft Valgr Auka Auka Auka Auka Tónfr Tóns Undi Hljóð

Fjöls Fyrir Fyrir Fyrir Við s

Íþrótt Skóla Þáttt Þáttt

Félag Aðga Þáttt

Íþrótt Reyk Allur 1/2 sa


4

m.

i al

17

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 23. janúar 2014

Viltu opna kaffihús á Garðskaga?

Nýjar merkingar við brú milli heimsálfa

u Rekstur veitingasölu í húsnæði byggðasafnsins á Garðskaga er til sölu fyrir áhugasaman aðila. Sve it ar fé l ag i ð Garður á húsnæðið á Garðskaga en núverandi rekstraraðili veitingastaðarins Tv e i r v i t a r á Garðskaga hefur óskað eftir að selja rekstur sinn. Ástæðan er au kin umsvif í rekstri fyrirtækisins á öðrum vettvangi. Bæjarstjóra Garðs hefur verið falin úrvinnsla málsins í samráði við bæjarráð.

uÁ næstu vikum stendur til að setja

Samið um skipun hjálparliðs almannavarna u Samningur um skipun hjálpar-

liðs almannavarna á Suðurnesjum var undirritaður um nýliðna helgi. Samningurinn kveður á um boðun hjálparliðsins og aðkomu að stjórnun aðgerða sem byggir á áhættuskoðun almannavarna og þeim viðbragðsáætlunum sem í gildi eru. Að þessum samningi koma Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurnesjum, björgunarsveitirnar Suðurnes frá Reykjanesbæ, Þorbjörn frá Grindavík, Sigurvon frá Sandgerði, Ægir frá Garði og Skyggnir frá Vogum, slysavarnadeildirnar Þórkatla frá Grindavík og Una frá Garði og kvennasveitin Dagbjörg frá Reykjanesbæ.

upp nýjar merkingar við Brú milli heimsálfa en þær sem fyrir voru eru komnar til ára sinna. Nýju skiltin skarta nýjum skýringamyndum sem hannaðar eru af Guðmundi Bernhard, grafískum hönnuði. Skiltin sjálf eru samkvæmt skiltastaðli sem sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa sameinast um við merkingar á áhugaverðum stöðum. Reykjanes jarðvangur, Ferðamálasamtök Reykjaness og Reykjanesbær hafa unnið í sameiningu að verkefninu. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða styrkir verkefnið.

Norðurlandaþjóðir fylla gistirými í Reykjanesbæ í febrúar u Nýr áfangi í öryggis- og varnar-

samstarfi Norðurlandaþjóðanna verður í febrúar nk. en þá munu Norðmenn, Finnar og Svíar verða með talsverða starfsemi á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Til viðbótar framangreindu tekur NATO þátt í verkefninu ásamt bandaríska og hollenska flughernum. Búist er við allt að 400 gestum, þ.e. liðsafla þátttökuþjóðanna, NATO, blaðamönnum, ráðherrum og öðrum gestum. Mest allt gistirými í Reykjanesbæ er nú þegar frátekið vegna verkefnisins og má búast við að bæjarbúar og fyrirtæki verði vör við gestina. Allir helstu yfirmenn varnarmála

viðkomandi landa munu koma til landsins í febrúar, þ.m.t. eru utanríkis- og varnarmálaráðherrar Norðurlandaþjóðanna en ráðherrafundur þjóðanna verður haldinn í Reykjanesbæ.

Styrkja Brimfaxa um 36,3 milljónir króna u Hestamannafélagið Brimfaxi í

Grindavík hefur óskað eftir styrk á móti gatnagerðargjöldum reiðhallar félagsins að Hópsheiði 34 við Grindavík. Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að veita Brimfaxa styrk að fjárhæð tæpar 36,3 milljónum kr. á móti gatnagerðargjöldum reiðhallar, en áréttar að greiða skuli fasteignagjöld af hesthúsum sem ráðgert er að byggja við reiðhöllina.

„Rafrænar íbúakosningar eru framtíðin“ uN-listinn í Garði spurði á síðasta

fundi bæjarstjórnar Garðs hvort það væri vilji meirihlutasamstarfs xD og xL að leyfa kjósendum í Sveitarfélaginu Garði að taka afstöðu hvort vilji er fyrir persónukjöri í næstu s ve it arstj ór narkosningum sem yrði þá framkvæmd með rafrænni íbúakosningu? Á fundinum kom fram að D-listi hefur tekið ákvörðun um framboð og hefur hafið undirbúning að prófkjöri. „Afstaða meirihlutans veldur vonbrigðum. Rafrænar íbúakosningar eru framtíðin, það þarf kjark til að vera í forystu meðal sveitarfélaga,“ segir í bókun frá N-listanum, sem lögð var fram við þetta tækifæri.

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar skólaárið 2013 - 2014: Hljóðfæradeildir, grunn og miðnám. Öll hljóðfæri: ................... Heilt nám, kr. / árið ....................................................................................73.500 Hálft nám, kr. / árið....................................................................................47.800 Hljóðfæradeildir, framhaldsnám. Öll hljóðfæri nema gítar og píanó: Heilt nám, (með undirleik 15 mín./v) kr. / árið ...............................93.500 Hálft nám, (með undirleik 15 mín./v) kr. / árið ..............................65.100 Hljóðfæradeildir, framhaldsnám. Gítar og píanó: Heilt nám, kr. / árið ...................................................................................80.900 Hálft nám, kr. / árið ...................................................................................57.200

Söngdeild, kr. / árið: Heilt nám án undirleiks ..................................................................................................................................81.900 Hálft nám án undirleiks ..................................................................................................................................57.600 Heilt nám með undirleik (20 mín./v) ........................................................................................................100.300 Heilt nám með undirleik (30 mín./v) ........................................................................................................109.200 Hálft nám með undirleik (20 mín./v)........................................................................................................69.300 Hálft nám með undirleik (30 mín./v)........................................................................................................76.700 Valgreinar, kr. / árið: Aukahljóðfæri, heilt nám ..............................................................................................................................44.100 Aukahljóðfæri, hálft nám ..............................................................................................................................28.400 Aukahljóðfæri, Söngur heilt nám..............................................................................................................49.400 Aukahljóðfæri, Söngur hálft nám .............................................................................................................32.000 Tónfræðagreinar eingöngu .........................................................................................................................31.400 Tónsmíðar eða tónver ....................................................................................................................................14.000 Undirleikur, hljóðfæradeildir í grunn- og miðnámi (15 mín./v) ....................................................20.700 Hljóðfæraleiga, kr. / árið ...............................................................................................................................10.900 Fjölskylduafsláttur: Fyrir 2 börn er 5% afsláttur af heildargjöldum beggja ..................................................................5% Fyrir 3 börn er 10% afsláttur af heildargjöldum allra .....................................................................10% Fyrir 4 börn og fleiri er 15% afsláttur af heildargjöldum allra ...................................................15% Við samninga um 6 mánaða greiðsludreifingu á korti bætist við 5% umsýslugjald. Íþrótta - og tómstundamál Skólagarðar: Þátttökugjald ......................................................................................................................................................4.750 Þátttökugjald systkina (2 börn) .................................................................................................................5.300 Félagsmiðstöðvar: Aðgangseyrir að dískótekum .....................................................................................................................580 Þátttökugjald sumarnámskeiða í samvinnu við vinnuskóla ........................................................4.750 Íþróttahús: Reykjaneshöllin: Allur salurinn, pr. 50 mínútur, alla daga ..................................................................................................24.840 1/2 salurinn, pr. 50 mínútur, alla daga ......................................................................................................12.420 Daggjald, allur salurinn............................................................................195.000 Sunnubraut 34, A-salur: Allur salurinn, pr. mín ................................................................................105 Sunnubraut 34, B-salur: Allur salurinn, pr. mín ................................................................................92 Íþróttamiðstöð Akurskóla, Heiðarskóla og Njarðvíkur: Allur salurinn, pr. mín ................................................................................92

Safnaði fé í sjötugsafmæli fyrir hjartadeild LSH S

offía G. Ólafsdóttir í Keflavík varð sjötug 30. nóvember 2013 og bað fólk að sleppa því að færa sér gjafir en láta í staðinn fé af hendi rakna til að færa hjartadeild 14E/G á Landspítala. Þannig söfnuðust 310 þúsund krónur sem Soffía færði deildinni. Gjöfin kom hjartadeildinni vel og á eftir að nýtast mörgum sjúklingum þar því ákveðið var að nýta hana til að kaupa vandaðar 2 dýnur í sjúkrarúm. Gjöf Soffíu er til minningar um eiginmann hennar, Sæmund Kristin Klemensson, sem var úr Vogum. Hann glímdi við hjartasjúkdóm og lést 28. október 2010 fyrir aldur fram. Landspítali á öflugan bakhjarl í

þessari fjölskyldu af Suðurnesjum. Fyrir skömmu afhenti sonur hennar, Klemens Sæmundsson, blóðlækningadeild tæpa eina milljón króna sem safnaðist í tengslum við hringferð hans um landið á hjóli.

ATVINNA Óskum að ráða laghentan mann eða vanan verkstæðismann í almenna trésmíðavinnu á verkstæði okkar í Reykjanesbæ. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Upplýsingar í síma 896-2788, Stefán.

TSA ehf. Brekkustígur 38 · Reykjanesbær · tsa@tsa.is · s. 421 2788 Stefán Einarsson s. 896 2788 · Ari Einarsson s. 894 0354

Myllubakkaskóli, íþróttasalur: Allur salurinn, pr. mín ................................................................................32 Sundmiðstöð, kjallari: Allur salurinn, pr. mín ................................................................................32 Sundlaugar: 12,5 x 8 m Akurskóla-, Njarðvíkur- og Heiðarskólalaug, pr. mín .....93 25 x 12,5 m Sundmiðstöð við Sunnubraut, pr. mín .....................153 Sundmiðstöin, sunddeildin ...................................................................105 Sundstaðir: Fullorðnir, stakur miði ....................................................................................................................................400 Fullorðnir, 30 miða kort .................................................................................................................................7.800 Fullorðnir, 10 miða kort ..................................................................................................................................3.250 Börn á grunnskólalaldri, stakur miði .......................................................................................................Frítt 67 ára og eldri og öryrkjar ............................................................................................................................Frítt Árskort ...................................................................................................................................................................22.000 Leiga á sundfatnaði og handklæðum .....................................................................................................300 Menningarmál Bókasafn Reykjanesbæjar: Árgjald fyrir 18 ára og eldri ....................................................................1.650 Árgjald fyrirtækja ......................................................................................2.700 Tryggingargjald sem utanbæjarmenn greiða ..............................2.700 DVD - kvikmyndir .......................................................................................450 Internetaðgangur pr. skipti, hámark 1 klst. í einu........................315 Dagsektir á bókum pr dag .....................................................................17 Dagsektir á nýsigögn ...............................................................................55 Ellilífeyrisþegar, atvinnulausir, öryrkjar, börn og unglingar 18 ára og yngri fá frí skírteini en sömu útlánareglur gilda að öðru leyti fyrir þessa hópa Byggðasafn Reykjanesbæjar, Listasafn Reykjanesbæjar, Stekkjarkot: Duushús, aðgangseyrir hvern gest ..........................................................................................................Frítt Leiga á sal fyrir menningarstarfsemi .....................................................................................................37.000 Móttaka hópa í Duus hús eftir lokun - lágmarksverð......................................................................32.000 Leiðsögn hópa í Duus hús .............................................................................................................................16.000 Sýningar í Stekkjarkoti ..................................................................................................................................Frítt Útseld vinna sérfræðings ............................................................................................................................8.000 “Innskönnun” gamalla mynda, pr. mynd..................................................................................................1.400 Listaskóli barna: Þátttökugjald ......................................................................................................................................................8.500 Almenningssamgöngur: Fargjald innanbæjar ........................................................................................................................................Frítt


18

fimmtudagurinn 23. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-póstkassinn

pósturu vf@vf.is

n Hannes Friðriksson skrifar:

Kominn aftur Hvernig liði þér ef þú í sexhundruð manna samkvæmi yrðir útnefndur leiðinlegasti maðurinn í samkvæminu? Við tölum mikið og oft rætt um að eitt stærsta vandamál Reykjanesbæjar sé ímyndarvandamál. Að við getum leyst það með því að tala vel um okkur sjálf og þannig leysist málið með tímanum. Er það ekki svipað og að tala um að byggja hús, en gera ekkert meira í málinu og koma svo eftir sex mánuði og reikna með að húsið standi á staðnum. Óvænt hótun mín um brottflutning úr bænum sökum lítils brandara á þorrablóti Keflavíkur hefur nú að því er virðist sett nokkuð mark á umræðuna. Og var til þess gerð. Ekki sem brandari heldur fyrst og fremst til þess að beina augum okkar að samfélagsvandamáli í bænum okkar, sem bætir ekki ímyndina, heldur er fyrst

og fremst til þess að letja fólk til þátttöku og gagnrýninnar hugsunar á því hvert stefnir. Samfélag sem ekki er meðvitað um hvert það stefnir, getur varla vænst góðs. Í fyrstu hafði ég hreint ekki hugað að því að hafa neina skoðun á þeim brandara sem að mér var beint á þorrablóti þessu, en sá að sumir kunningjar og ættingjar tóku þetta nær sér en ég gerði. Þetta varð að stöðva. Þeir höfðu sennilega ekki hlustað nægilega vel á það sem sagt var, eða miskilið. Þannig er það oft. Ég var ekki, eins og í greinarskrifum mínum, sagði útmálaður neikvæðasti maðurinn í bænum, heldur tiltekinn ákveðinn fjöldi greina sem ég hafði skrifað um neikvætt málefni sem ekki var hægt að fjalla um á jákvæðan hátt. Á því er reginmunur sem misskildist eða var túlkaður að þeim er heyrðu að ég væri neikvæður. Það skiptir nefnilega máli hvernig hlutirnir eru sagðir eða uppsettir. (Sé

fjöldi greinanna réttur, hef ég bara verið nokkuð duglegur, og á skilið klapp á bakið fyrir það að minnsta kosti) Það hefur því miður verið vandamál í bænum okkar að þeir sem skoðanir hafa haft og gagnrýnt meirihlutann sem hafa setið undir að hafa verið útmálaðir sem neikvæðnisrausarar, samt hefur flest það sem þeir hafa sagt og varað við gengið eftir. Er ekki komin tími til að hættum að metast um hver er jákvæður og hver er neikvæður en ræðum málin er að baki liggja og skipta máli? Þannig mun árangur nást og margumtöluð ímynd hugsanlega breytast. P.S. Flyt sennilega ekki úr bænum, en ef þá í mesta lagi til Njarðvíkur, eftir þorrablót þeirra. Með bestu kveðju Hannes Friðriksson

n Vilhjálmur Árnason, alþingismaður skrifar:

Aukin löggæsla á landsbyggðinni Alþingi samþykkti, að frumkvæði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, að verja 500 milljónum til eflingar löggæslu á landsbyggðinni. Innanríkisráðherra fól undirrituðum þá ábyrgð að fara fyrir nefndinni ásamt fulltrúum allra flokka á Alþingi. Nefndin skilaði til ráðherra tillögum sínum í síðustu viku. Verkefni nefndarinnar var að koma með tillögur að því hvernig fjármagni þessu yrði best varið. Líkt og allir vita er fjármagn af skornum skammti. Því var ljóst frá upphafi að ekki yrði hægt verða við öllum óskum með 500

milljónum, sem eru engu að síður talsverðir fjármunir. Því þurfti að forgangsraða og var lögð áhersla á að auka viðbragðsgetu, sýnileika og eftirlit lögreglunnar á landsbyggðinni. Þessum markmiðum verður náð með fjölgun lögreglumanna- og kvenna; auknum akstri ökutækja lögreglu á þjóðvegum landsins; aukinni þjálfun og menntun; auknum búnaði og að endingu bættum mannauðsmálum. Þá verða rannsóknardeildirnar enn fremur efldar. Öryggis- og þjónustustig lögreglunnar mun aukast þegar tillögurnar komast til framkvæmda, en Innanríkisráðherra hefur nú þegar samþykkt þær. Tillögurnar miða að því

að lögregluembættin geti strax hafist handa við að auglýsa lausar stöður svo að ráðningar geti hafist frá og með 1. mars. Þá mun öryggi lögreglumanna aukast og starfsaðstæður verða bættar. Það er jákvætt og ekki síður mikilvægt eftir tíma niðurskurðar og aðhalds að geta snúið vörn í sókn og eflt lögregluna til muna. Þetta er aðeins fyrsta framfaraskrefið af mörgum en verkefninu er alls ekki lokið. Og mun ég leggja mitt af mörkum til að svo megi verða! Góðar stundir. Vilhjálmur Árnason, alþingismaður.

Samvinnuhugsjónin á erindi við þjóðina

Samvinnufélögin algeng Það er því kannski ekki tilviljun að

í vaxandi hagkerfum BRIC-landanna, Brasilíu, Rússlands, Indlands og Kína, eru um 15 prósent landsmanna í samvinnufélagi og þar með eigendur að félögunum. Það er e.t.v. heldur ekki tilviljun að fjórðungur þýska bankakerfisins er rekinn í samvinnuformi, né heldur að um 42 milljónir Bandaríkjamanna fái heimilisrafmagnið frá samvinnufyrirtæki á sviði raforkusölu. Í Bandaríkjunum einum eru um 30 þúsund samvinnufélög sem skapa um tvær milljónir starfa. Í Kenía afla samvinnufélög 45% þjóðarfra Í samvinnufélagi eru meðlimir þess jafnframt eigendur félagsins. Sú er jafnframt grunnforsenda samvinnustarfsins. Í Asíu eru 536 milljónir manna eigendur að samvinnufélagi, 171 milljón manna eigendur að hlutafélögum. Í Evrópu eru um 123 milljónir manna í samvinnufélagi, 58 milljónir eigendur að hlutafélögum. Á Íslandi eru í dag rúmlega 30 þúsund manns í samvinnufélagi, eða um 10% þjóðarinnar. Heimsþekkt vörumerki Samvinnufélög framleiða margar þekktustu vörur heims, þeirra á meðal er ein elsta og þekktasta vara Frakka, kampavínið frá Champagnehéraði. Lurpak er eitt þekktasta vörumerki í smjöri í Evrópu. Það er framleitt og í eigu átta þúsund samvinnubænda í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi. Um 90% heildarfram-

„Við gerum þennan annál þannig að við förum yfir öll tölublöð Víkurfrétta á árinu og finnum þar út það helsta sem er að gerast í bæjarfélaginu. Við reynum svo að krydda það með smá húmor,“ segir Sævar Sævarsson einn höfunda annálsins umtalaða sem sýndur var á Þorrablóti Keflavíkur um síðustu helgi. „Það er aldrei lagt upp með að særa neinn. Við erum ekki að fjalla beint um pólitík né er annálnum ætlað að vera pólitískur á nokkurn hátt, heldur reynum við að gera hnittið efni sem fólk getur hlegið af.“ Hannes Friðriksson var vægast sagt ósáttur við þorrablótsannál Keflavíkur og gaf það út að hann hyggðist flytja úr bæjarfélaginu. Í grein sem Hannes birti á vf.is sl. sunnudagskvöld segist hann vera útmálaður sem neikvæðasti maður Reykjanesbæjar ásamt Guðbrandi Einarssyni. Sævar segir að annállinn hafi mælst vel fyrir líkt og í fyrra. „Við erum ekki að þessu til þess að særa nokkurn. Það er það síðasta sem við förum af stað með. Sumt er fyndið eitt og sér og annað þarf aðeins að vinna með. Grínið með Hannes og Guðbrand er hugsað þannig að þarna eru menn sem eru að vinna þarft verk, með því að skrifa greinar sem gagnrýna rekstur bæjarins, auk þess sem þeir benda á ýmislegt sem

betur má fara í okkar samfélagi.“ Sævar segir að eftirtektarvert hafi verið hve Hannes hafi skrifað margar greinar í Víkurfréttir og þó svo margar hverjar þeirra hafi klárlega verið þarfar, hafi þeir sem stóðu að annálnum viljað gera saklaust grín af því. Vonum að hann haldi áfram að skrifa í blaðið og flytji ekki „Okkur þykir miður að honum hafi sárnað. Ég ítreka að þetta var bara ætlað sem saklaust grín. Ég þekki Hannes bara af góðu einu og þykir margt til hans greina koma. Þetta er síður en svo einhver atlaga að honum. Við vonum svo sannarlega að hann haldi áfram að skrifa greinar í blaðið, það er þörf á manni eins og honum,“ segir Sævar. Garðar Örn Arnarson var leikstjóri og einn af höfundum annálsins en hann segir að stundum sé dansað á línunni í gríninu en markmiðið sé alls ekki að særa né meiða. „Þetta er nú bara í anda áramótaskaupsins og til gamans gert. Við vonum samt innilega að Hannes flytji nú ekki úr bænum,“ segir leikstjórinn. Höfundar annálsins voru þeir: Sævar Sævarsson, Guðmundur Steinarsson, Gunnar Stefánsson, Davíð Örn Óskarsson og Garðar Örn Arnarson. Eins og sjá má hér til hliðar í grein sem kom frá Hannesi eftir mikil viðbrögð við viðbrögðum hans er hann hættur við að flytja.

Neysluvatn í hæsta gæðaflokki á Suðurnesjum Yfirlýsing frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja varðandi stöðuskýrslu Umhverfisstofnunar um vatnasvæði Íslands.

n Skúli Þ. Skúlason skrifar:

Íbúar jarðar eru um 7 milljarðar um þessar mundir og af þeim er um 1 milljarður skráður í samvinnufé l a g . S amv i n nu félögin eru gríðarsterk um allan heim. Þau eru nærri ein og hálf milljón talsins og starfa á fjölmörgum sviðum samfélagsins. Hér á landi er verslunarrekstur þeirra aðalsvið, en auk þess starfa þau í landbúnaði og útgerð. Í öðrum löndum fást félögin við heilsugæslu, fjármálastarfsemi, tryggingastarfsemi, rekstur íþróttafélaga, búsetufélaga, útfararþjónustu, fjarskiptafyrirtækja og svona mætti áfram telja. Í löndum þar sem atvinnulíf og mikilvægir innviðir samfélagsins eru vanþróaðir, ganga æ fleiri framleiðendur til liðs við samvinnuhugsjónina og á það ekki síst við um matvælaframleiðendur, og þá einkum bændur. Markmiðið er að bæta lífskjörin, en það er einmitt megintilgangur samvinnufélaganna, að stuðla að efnahagslegum ávinningi félagsmanna og um leið samfélagsins í heild. Grundvöll sinn byggja þau á lýðræði félagsmanna og jöfnum atkvæðisrétti við stjórnun félaganna, þar sem ákvarðanir eru teknar í þágu samfélags og samvinnu, ekki í þágu sérhagsmuna.

Átti bara að vera saklaust grín

leiðslu Parmesanostsins á Ítalíu eru framleidd hjá samvinnubændum. Hráefnið í sinnepið Colman’s English kemur frá breskum samvinnumönnum. Fairtrade frá Mexíkó Fairtrade er vaxandi viðskiptasáttmáli í alþjóðaviðskiptum og valkostur við hinar hefðbundnu alþjóðlegu viðskiptavenjur. Fairtrade lofar stöðugu verðlagi og langtíma viðskiptasambandi. Það stuðlar jafnframt að því að framleiðendur í þróunarlöndunum fái hærra verð en áður hefur tíðkast, að því tilskyldu að þeir verji meira fjármagni til að bæta vinnuskilyrði, afla hreinna vatns og taki þátt í samfélagslegum verkefnum. Fairtrade var stofnað af samvinnuhreyfingunni í Mexíkó. Nú eru um 75% vara undir merkjum Fairtrade framleiddar af samvinnufélögum. Eins og fyrr segir eru íslensk fyrirtæki mörg hver rekin í samvinnufélögum, þeirra á meðal eru útgerðarfyrirtæki og verslanir, auk félaga á öðrum sviðum. Það er því ekki að efa að enn eiga grunngildi samvinnustarfs um þátttöku, jafnræði og samfélagslega ábyrgð erindi við íslenska þjóð. Skúli Þ. Skúlason Höfundur er formaður stjórnar Kaupfélags Suðurnesja

Fjölmiðlar fjölluðu í síðustu viku um nýútkomna skýrslu Umhverfisstofnunar um ástand ferskvatns á Íslandi. Fram kom að grunnvatn á Rosmhvalanesi (Reykjanesbæ, Sandgerði og Garði) væri í svokölluðum hættuflokki. Af þessu tilefni vill Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja ítreka að aldrei hefur mælst mengun í grunnvatni í Sandgerði og Garði. Mengun í grunnvatni hefur einungis mælst á Keflavíkurflugvelli og má að mestu rekja hana til starfsemi varnarliðsins fyrr á árum. Þess ber að geta að mengunin er afar lítil en nóg til þess að grunnvatnið telst óhæft til neyslu. Bandaríkjamenn viðurkenndu þátt

sinn í mengun grunnvatnsins og féllust á að kosta gerð nýrra vatnsbóla á óspilltu svæði við Lága fyrir um tveimur áratugum síðan. Reykjanesbær, Sandgerði og Grindavík fá neysluvatn frá Lágasvæðinu. Sveitarfélagið Garður fær hluta af sínu neysluvatni frá Lágasvæðinu og hluta úr borholum í Garðinum. Sveitarfélagið Vogar fær vatn úr borholum í Vogavík, vestan við bæinn. Hafnir fá vatn úr borholum norðan við þéttbýlið. Samkvæmt mælingum er allt þetta neysluvatn í hæsta gæðaflokki. Magnús H. Guðjónsson Framkvæmdastjóri HES

ATVINNA RAFVIRKI ÓSKAST TIL STARFA Rafmúli ehf óskar eftir starfsmanni með rafvirkjamenntun til starfa. Áhugasamir geta sett upplýsingar um sig inn á netfangið bergsteinn@rafmuli.is Ekki verður tekið við umsóknum í gegnum síma.


19

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 23. janúar 2014

Listviðburðir um Garðinn endilangan

H

átíðleg opnun þriðju alþjóðlegu listahátíðarinnar Ferskir vindar í Garði fór fram um nýliðna helgi. Þá var opnuð sýning listamanna að Sunnubraut 4 í Garði en einnig eru listaverk og gjörningar á yfir 20 stöðum um Garðinn endilangan. Sendiherrar frá Japan og Frakklandi voru viðstaddir opnun hátíðarinnar en listamenn frá þessum tveimur löndum eru áberandi þátttakendur í Ferskum vindum. Um 50 listamenn taka þátt í listsköpun á listahátíðinni. Ferskir vindar eru framkvæmdaaðili listahátíðarinnar í samstarfi við Sveitarfélagið Garð. Í ár er viðburðurinn einn af stórum listviðburðum í Evrópu sem evrópska sjónvarpsstöðin ARTE veitir sérstaka athygli og fjallað hefur verið ítarlega um hátíðina í miðlum ARTE. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi í opnunarhátíðinni.

AÐALFUNDUR Ernir bifhjólaklúbbur Suðurnesja boðar til aðalfundar fimmtudaginn 30. janúar kl. 20:00 uppá Arnarhreiðri Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin

HR AF N I S T A R E Y KJ ANE S B Æ

Nýtt starf í spennandi umhverfi Matreiðslumaður óskast til starfa hjá Hrafnistu í Reykjanesbæ Í marsmánuði hefur Hrafnista rekstur tveggja hjúkrunarheimila í Reykjanesbæ, á Nesvöllum og Hlévangi. Öll matseld fyrir heimilin verður í nýju miðlægu eldhúsi í glæsilegri þjónustumiðstöð á Nesvöllum. Auk matseldar fyrir hjúkrunarheimilin er matreitt fyrir gesti þjónustumiðstöðvarinnar svo og fyrir margs konar viðburði og skemmtanir. Náin samvinna er við eldhús Hrafnistu í Reykjavík. Matreiðslumaður hefur yfirumsjón og ber ábyrgð á allri matreiðslu sem fram fer í eldhúsinu svo og á matarinnkaupum. Vinnuskipulag og mannaforráð eru á hans hendi. Vinnutími er virka daga frá kl. 07:30-15:30. Leitað er að einstaklingi sem hefur til að bera drifkraft og metnað til að móta og þróa starfsemina.

Nánari upplýsingar: Magnea Símonardóttir í síma 585 9529 Umsóknareyðublöð fást á www.hrafnista.is

Umsækjandi þarf að hafa: • Réttindi sem matreiðslumaður • Reynslu af stjórnun eldhúsa æskileg • Áhuga á fjölbreyttri og hollri matargerð • Góða framkomu og þjónustulund • Mjög góða hæfni í mannlegum samskiptum Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. mars nk. Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar nk.


20

-

fimmtudagurinn 23. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

smáauglýsingar Þjónustumiðstöðin Nesvöllum

TIL LEIGU

Vikan 16. - 22. jan. nk.

• Bingó • Listasmiðja • Handverk • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Félagsvist • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi

Íbúð til leigu í Njarðvík 4 herbergja íbúð til leigu í fjórbýli í Njarðvík. Laus um miðjan febrúar, aðeins reyklaust fólk kemur til greina. Engin gæludýr leyfð. Leigist án hita og rafmagns á 140.000 með hússjóð. Uppl. í síma 899 3899.

Föstudaginn 24. jan nk. á Nesvöllum kl. 14:00. Sigurður Guðmundsson frá UMFÍ , kynnir Landsmót 50+ 2014

Atvinnuhúsnæði til leigu. Til leigu u.þ.b. 110 m2 atvinnuhúsnæði, góð lofthæð og bílalyfta fylgir. Uppl. í síma 860 8909 og 895 8230.

Allir velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is

Rétt þak ehf.

ÓSKAST Atvinna óskast Óska eftir starfi eða hlutastarfi með skóla. Er á 17. ári á fyrsta ári í FSS. Er duglegur, heiðarlegur og heilsuhraustur. Allt kemur til greina. Samúel Gísli S:773 6997 sammiduper@hotmail.com

Viðhald húsa og nýsmiði, s.s klæðning, gluggaskipti, glerskipti, uppsetning á bílskúrhurðum, trésmíði ,málun, uppsetning innréttinga , flisa-& parketlagnir og fl.

ÞJÓNUSTA Fyrirtæki og félagasamtök athugið! Ég get bætt á mig verkefnum. Færi fjárhagsbókhald, sé um vsk-skil, launavinnslu, uppgjör, ársreikninga- og framtalsgerð. Hrefna Díana Viðarsdóttir Viðurkenndur bókari s.695 6371.

S 863 6095 retttak@gmail.com

PARKETÞJÓNUSTA

Daglegar fréttir á vf.is

Parketslípun, lagnir, viðgerðir og almennt viðhald húsnæðis. Látið fagmenn vinna verkin! Parketþjónusta Árna Gunnars, s. 698 1559, arnigunnars@simnet.is

-

fs-ingur vikunnar

pósturu eythor@vf.is

Vill Natalie Portman í mötuneytið Atli Freyr Ásbjörnsson er 19 ára Keflvíkingur sem stundar nám á félagsfræðibraut í FS. Ef Atli fengi einhverju ráðið í FS myndi hann stofna áfanga sem héti Leggjasig103. Auk þess myndi hann ráða leikkonuna fögru Natalie Portman til starfa í mötuneytið. Atli er FS-ingur vikunnar að þessu sinni. Helsti kostur FS? Verð að segja þetta Twitterdrama hjá nemendum skólans sem er bara veisla! Hjúskaparstaða? Lausu og er að reyna að lenda í svona öskubuskuævintýri. Hvað hræðistu mest? Fara til tannlæknis, svitna svo lygilega mikið þegar ég fer þangað. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Elvar Már Friðriksson er orðinn celeb. Hann verður einnig þekktur fyrir modelbransann með abercrombie. Líklegastur er samt Maciek Baginski fyrir að vera stjörnulögfræðingur og útrásarvíkingur BSigurþór Sumarliðason (Sig3D), hefði verið Tómas Orri Miller en hann er nýútskrifaður. Hvað sástu síðast í bíó? Wolf Of Wall street var svakaleg!

-

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Dr. Pepper og Natalie Portman. Hver er þinn helsti galli? Get verið mjög latur. Hvað er heitasta parið í skólanum? Bergþór Ingi og Hanna (Hannþór). Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Myndi umsvifalaust troða inn áfanga sem myndi bera nafnið Leggjasig103 og ráða Natalie Portman í mötuneytið. Áttu þér viðurnefni? Á það til að vera kallaður Freysi. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Engan sérstakan frasa.

Bruce Willis eða Will Smith, erfitt val á milli þeirra.

Eftirlætis: Kennari: King Þorvaldur

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Hvaða félagslíf?

Fag í skólanum: Saga

Áhugamál? Karfan og leggja mig.

Kvikmynd: Eitthvað með Will Ferrell

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Klára þennan skóla alla veganna sem fyrst. Ertu að vinna með skóla, ef já hvar þá? Sem pítsakóngurinn á Langbest. Hver er best klædd/ur í FS? Aron Freyr Kristjánsson tekur þetta nokkuð örugglega, Valur Orri líka. Hver myndi leika þig ef gerð yrði kvikmynd um líf þitt?

ung // Arnór Sveinsson

Sjónvarpsþættir: Supernatural, Walking Dead og Arrow

Hljómsveit/tónlistarmaður: Kanye West Leikari: Will Ferrell eða Steve Carell Vefsíður: nba.com og fótbolti.net Flíkin: Sokkarnir Skyndibiti: Hot Torg Borgari á Villa. Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Er smá Bieber og Nicki Minaj maður.

pósturu pop@vf.is

Kann ekkert í dönsku sa n a d r i ý N

r!!

Reykjanesbær

Kennslustaður KK salurinn

Einstaklingar - Fullorðnir

Dans fyrir alla - þarft ekki dansfélaga. Lærið , salsa, línudans, freestyle, samkvæmisdansa og fleira Innritun og upplýsingar í síma: 866 2640, 866 2494 Innritun 16. - 23. jan. milli kl. 19 - 21

Arnór Sveinsson er nemandi í 8. bekk í Heiðarskóla. Helstu áhugamál hans eru körfubolti og fótbolti. Hann væri til í að geta flogið og hitta Michael Jordan Hvað geriru eftir skóla? Klára læra og fer á æfingar. Hver eru áhugamál þín? Körfubolti og fótbolti. Uppáhalds fag í skólanum? Stærfræði er skemmtileg. En leiðinlegasta? Danskan, ég kann ekkert í dönsku. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Michael Jordan, allan daginn. Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Það væri svakalegt að geta flogið, þá gæti ég troðið frá þriggja stiga línunni.

Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og systir

Hrafnhildur Betty Young, andaðist að heimili sínu í South Carolina þann 10. janúar.

Willjam Young, Guðrún Helga Mehrins, Sigríður Anna Adólfsdóttir, Villhelm Bernhöft Adólfsson, og fjölskyldur.

Monique Mehrins, Hildur Björk Sigurgeirsdóttir,

Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Atvinnumaður í körfubolta. Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Christian Eriksen. Hvað myndiru gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Laumast í banka og fara út með nokkra seðla. Hvernig myndiru lýsa fata-

stílnum þínum? Bara venjulegur. Hef reyndar aldrei pælt í því. Hvernig myndiru lýsa þér í einni setningu? Ég er frekar skrýtinn gaur. Hvað er skemmtilegast v ið Heiðarskóla? Starfsfólkið er vinalegt. Hvaða lag myndi lýsa þér best? I Belive i Can Fly. Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? NBA þátturinn sem Shaq er í. Í hvaða bekk og skóla ertu í? 8. FÓ

Besta: Bíómynd?

We're The Millers. Sjónvarpsþáttur? Family Guy. Tónlistarmaður/Hljómsveit? Jón Jónsson er flottur. Matur? Pizza klikkar aldrei. Drykkur? Vatn. Leikari/Leikkona? Will Ferrell. Lið í Ensku deildinni? Liverpool. Lið í NBA? Chicago Bulls. Vefsíða? NBA.com


21

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 23. janúar 2014

Samstarfsnet norrænna fisktækniskóla stofnað í Grindavík D

agana 15. og 16. janúar síðastliðinn heimsóttu skólastjórnendur fisktækniskóla frá Noregi, Danmörku, Færeyjum og Grænlandi Fisktækniskóla Íslands í Grindavík. Tilgangur með heimsókninni var að taka þátt í stofnun formlegs samstarfsnets norrænna fisktækniskóla. „Þó svo að umgjörð skólanna sé um margt ólík milli þjóðanna er ótrúlega margt sem skólarnir eiga sameiginlegt,“ sagði Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólastjóri, aðspurður um markmið með verkefninu. „Við eigum það allir sameiginlegt að skólarnir eru frekar litlir og sérhæfðir, en þjóna mjög mikilvægri framleiðslugrein á hverjum stað“.

Samvinna skóla þvert á landamæri Nútímaveiðar og vinnsla sjávarfangs hefur síðustu áratugina verið að taka á sig alþjóðlegan blæ, en hvergi þó jafn mikið og einmitt hér á norður Atlandshafinu. „Við eigum það einnig sameiginlegt að vera oftast eini skólinn hver í sínu landi (að Noregi undanskildum þar sem skólarnir eru 13) og lá því beinast við að þessir skólar ynnu saman þvert á landamæri,“ segir Ólafur Jón jafnframt. Verkefninu er stýrt frá Fisktækniskólanum í Grindavík sem fékk á síðasta ári veglegan styrk til þriggja ára frá Norrænu Ráðherranefndinni, til að byggja upp samstarfið. Auk þess að skiptast á upplýsingum og deila gögnum (náms- og kennsluefni) verður megináherslan næstu árin á sameiginlega þætti, svo sem gæðamál og að styrkja fag-

legan grunn sérgreinakennara. Á fundinum var einnig rætt um nemendaskipti og möguleika á því að nýta styrkleika hvers skóla.

Styrkleikar skólanna misjafnir „Það er ljóst að skólarnir eru missterkir á einstökum sviðum. Við höfum til dæmis töluverða yfirburði þegar kemur að veiðitækni (netagerð) og vinnslu, á sama tíma og Norðmenn eru sérlega sterkir í grunnmenntun í fiskeldi og Danir t.d. í markaðsetningu og þjálfun milliliða eins og fisksala. Það er óneitanlega hagræðing í því fyrir skólana að geta sent nemendur, sem vilja sérhæfa sig á ákveðnu sviði og ekki er grundvöllur fyrir í heimalandinu vegna smæðar hópa, til samstarfsskóla sem starfa á svipuðum grunni. Sem dæmi má nefna að rætt hefur verið um möguleika á því að Danir og Færeyingar sendi nemendur í netagerð til okkar. Þetta eru 2-3 nemar hjá þeim á hverju ári meðan meðaltalið hjá okkur er um 6-8. Það er því tilvalið að sameinast um faglega þætti þó svo að almenni hlutinn og starfsþjálfun fari fram í heimalandinu“. Auk þess að heimsækja fyrirtæki og skóla fór hópurinn í heimsókn í Hús Sjávarklasans og Marel í Garðabæ, fékk kynningu á Codland verkefninu auk þess að eiga fund með Illuga Gunnarssyni, menntamálaráðherra. Næsti fundur hópsins verður í Fiskeriskolen í Thyborön í Danmörku og verður meginþema fundarins gæðakerfi.

HEILSUHORNIÐ

Makademíuhnetur á til með að deila með ykkur nýjasta æðinu hjá mér þessa dagana en það eru makademíuhnetur, ég er nýbúin að uppgötva þessar dásamlegu hnetur sem auðvitað eru sneisafullar af hollustuefnum. Makademíuhnetur innihalda mikilvæg steinefni, vítamín og góðar einómettaðar fitusýrur sem eru æskilegar fyrir heilsu hjarta- og æðakerfis. Einómettaðar fitur geta haft áhrif á að lækka slæma kólesterólið (LDL). Þessar hnetur eru einnig ríkar af járni, magnesíumi, sínki, selen, A, B og E vítamínum. Þær innihalda mikið magn af ÁSDÍS flavóníðum sem eru GRASALÆKNIR virk plöntuefni sem SKRIFAR vernda okkur gegn ýmsum sjúkdómum. Makademíuhnetur eru einu hneturnar sem innihalda fitursýruna ‘palmitoleic acid’ sem er talin auka efnaskiptin og þ.a.l. góðar þegar kemur að þyngdarstjórnun. Einnig eru þessar ljúffengu hnetur taldar hafa jákvæð áhrif á lifrina. Makademíuhnetur hafa sætt smjörkennt bragð og alveg upplagt að eiga þær við höndina sem millibita, í eftirrétti eða hristinga og njóta heilsusamlegra áhrifa þeirra. Læt fylgja með syndsamlega góða uppskrift að hnetusmjöri. Umm... Makademíu súkkulaðihnetusmjör: 1 ½ bolli makademíuhnetur frá Now (ca 225 gr) 3-5 dr vanillustevía t.d. French vanilla frá Now 2 tsk hreint kakóduft t.d. frá Rapunzel * Setjið hneturnar í matvinnsluvél og látið ganga í 3-5 mín eða lengur þar til orðið að hnetusmjöri. Bætið þar næst kakó og stevíu og blandið saman við. Setjið í krukku eða loftþétt box, geymist í 2 vikur í ísskáp. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir

Frá fundi með menntamálaráðherra Illuga Gunnarssyni í menntaog menningarmálaráðuneytinu og frá heimsókn í Marel.

Arna Björk Hjörleifsdóttir - minning Arna Björk Hjörleifsdóttir var fædd í Keflavík 8. september 1965. Hún lést 31. desember 2013. Útför Örnu Bjarkar fór fram frá Keflavíkurkirkju 13. janúar 2014 Þegar ég var lítill var hún Arna systir sú sem ég leit hvað mest upp til. Utan þess hvað hún var alltaf góð við mig var hún svo klár. Henni gekk mjög vel í skóla og var fljót að læra hlutina. En þrátt fyrir það hætti hún snemma námi og fór að vinna, var flutt að heiman að verða 17 ára. Hún Arna var bráðþroska líkamlega og var, að því að mér er sagt, strítt töluvert vegna þess. Þegar við bræðurnir vorum litlir passaði hún okkur stundum eins og vera ber, en ég upplifði það eins og við systkinin værum heima að leika. Ég man ekki eftir því að hún væri að aga okkur með því að brýna röddina eða skipa fyrir. En það hlýtur samt að hafa þurft að skamma annan hvorn okkar einu sinni eða tvisvar. En þar sem hún fullorðnaðist fljótt og fór á vinnumarkaðinn minnkuðu samskiptin þar til ég varð eldri og við fórum að geta aðstoðað hvort annað meira. Arna systir var ekki skaplaus, hún var áræðin og vildi gera sig gildandi í þeim félagsskap sem hún starfaði í. Hún gat verið snögg upp og látið heyra í sér, að lesa yfir einhverjum eða segja til syndanna gat alveg dúkkað upp. Stundum var hún sögð frek og það gat hún verið, en sem karlmaður hefði hún verið sögð ákveðin oftar en ekki. Á sinni stuttu ævi gekk hún í gegnum mikil veikindi og erfiðleika en lífið var líka gott. Hún eignaðist tvo drengi og með Högna, fyrrum eiginmanni sínum, átti hún góð ár. Langvarandi veikindi geta gert fólk brúnaþungt

og leitt, að halda sig innan dyra verður skjól gagnvart lífinu. Síðastliðið haust var hún greind með Alzheimer en hana hefur grunað það því hún var alltaf í örvandi minnisleikjum í tölvunni að reyna að halda í sjálfa sig. Eftir að hún skildi og flutti í nýja íbúð var svo gaman að sjá hana blómstra, taka meiri þátt í lífinu og njóta augnabliksins, verða aftur smá skotin og spennt. Í leikhúsferð á annan í jólum sat lítil hnáta fyrir framan hana, þær skiptust á orðum í hléi og ég gat ekki séð hvor þeirra ljómaði meira að lokinni sýningu. Ég elska Örnu systur, sakna hennar og sé eftir að hafa ekki tekið utan um hana og sagt "ég er stoltur af þér". sorgin býr ekki í dauðanum sorgin býr í lífinu sem er lifað án kærleika í neikvæðni Rut Gunnarsdóttir Þinn bróðir, Ingvi Þór.

Ungmennaráð fundaði með bæjarstjórn U

ngmennaráð Reykjanesbæjar mætti á fund bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þann 6. janúar sl. og ávarpaði fulltrúa bæjarstjórnar ásamt því að taka þátt í óformlegu spjalli eftir framsöguræður. Þetta er í annað sinn sem Ungmennaráð mætir á fund bæjarstjórnar til að leggja áherslu á þau mál sem þeim eru hugleikin. Í framsöguræðunum og umræðu kom fram ánægja með samstarfið við bæjarstjórn og að það sem þau lögðu áherslu á síðast hefði verið framkvæmt. Þau nefndu m.a. hvatagreiðslur, bætt strætókerfi og Ungmennagarðinn sem nú er verið að gera við 88 húsið. Þar komu Fjörheima- og Ungmennaráðið fram með hugmyndir ungmenna og tóku þátt í hönnun garðsins. Formaður Ungmennaráðs, Sóley Þrastardóttir, lagði til að haldinn yrði sérstakur íþróttadagur fyrir alla nemendur í 9. og 10. bekk. Azra Crnac bað bæjaryfirvöld að beita sér fyrir því að fræðsla yrði aukin fyrir afburðarnemendur og að þeir ættu kost á að taka fleiri áfanga í FS innan grunnskólans og geta þar með flýtt náminu. Í framsögu Thelmu Rúnar kom fram áhersla á að fræðsla yrði aukin um vímuvarnir og að kynfræðsla yrði efld innan grunnskólanna. Þau undruðust hve notkun endurskinsmerkja væri léleg nú í skammdeginu og hvöttu bæjarstjórn til að láta útbúa endurskinsmerki sem bæði börn og ungmenni væru til í að nota. Fjölga má ruslafötum og hafa þær litríkari. Lýsingar má bæta á nokkrum stöðum í bænum, sérstaklega á göngustígum sem liggja á milli hverfa. Fleiri tillögur komu fram sem Ungmennaráð bað bæjarstjórn að skoða með sér og kom fram hjá bæjarfulltrúum að best væri að hittast aftur á vordögum og fara yfir verkefnalistann sem hópurinn lagði fram á fundinum.

Böðvar Jónsson, forseti bæjarstjórnar, þakkaði góð framsöguerindi og fróðlegt spjall á fundinum og hvatti ungmennin til að fylgja tillögunum eftir. Böðvar gat þess að það væri fagnaðarefni að einn framsögumanna Ungmennaráðsins, Viðar Páll, væri karlkyns og um leið fyrsti karlmaðurinn sem talaði fyrir hönd ráðsins frá því að Ungmennaráðið var stofnað. Ungmennaráð hefur fundað fjórum sinnum frá því í september og hefur mæting verið mjög góð á alla fundina. Framundan er eftirfylgni verkefna og lokaferð ráðsins á vordögum.


22

fimmtudagurinn 23. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

pósturu eythor@vf.is

Frjálst fall Grindvíkinga eftir brotthvarf Pálínu

Mynd: www.karfan.is

- Jón Halldór Eðvaldsson segir tímabilið hafa verið erfitt í Grindavík

T

öluverðar væntingar voru gerðar til þess að Grindvíkingar myndu blanda sér í toppbaráttuna í Domino’s deild kvenna í körfubolta þetta tímabil. Liðið styrktist mikið með komu leikmanna eins og Ingibjargar Jakobsdóttur, Pálínu Gunnlaugsdóttur og Maríu Ben Erlingsdóttur. Hinn sigursæli þjálfari Jón Halldór Eðvaldsson var fenginn til þess að stýra liðinu sem sigraði 1. deildina í fyrra. Meiðsli og vandræði með erlenda leikmenn hafa hins vegar sett stórt strik í reikninginn. „Þetta er búið að vera erfitt tímabil. Það er mikið álag á nokkrum einstaklingum þar sem leikið er þétt. Það þarf að passa upp á að halda öllum ferskum. Það hefur ekki gengið eins vel og maður hafði vonað,“ sagði Jón Halldór þjálfari Grindvíkinga í samtali við blaðamann Víkurfrétta. Leikmenn sem áttu að bera liðið uppi Tveir sterkustu leikmenn liðsins, Pálína Gunnlaugsdóttir og Petrúnella Skúladóttir hafa verið frá

að mestu þetta tímabil. Petrúnella er barnshafandi og hefur ekkert leikið og Pálína hefur verið meidd síðan í lok nóvember. Síðan hún meiddist hafa Grindvíkingar fallið úr fjórða sæti deildarinnar í það sjöunda og næstsíðasta. Af þeim átta leikjum í deildinni sem Pálína

Þetta er erfitt þegar þú missir tvo leikmenn sem áttu í raun að bera þetta lið uppi hefur misst af hafa sjö tapast, auk eins leiks í bikarnum. „Þetta er bara eins og þú myndir taka tvo bestu leikmennina úr hvaða liði sem er á landinu, landsliðsmenn sem eru í byrjunarliði. Þetta er erfitt þegar þú missir tvo leikmenn sem áttu í raun að bera þetta lið uppi,“ segir þjálfarinn.

Erfitt að skipta um erlanda leikmenn Það er óhætt að segja að Grindvíkingar hafi ekki verið heppnir með erlenda leikmenn þessa leiktíðina, en um áramót var Lauren Oosdyke látin fara frá liðinu og Bianca Lutley mætti til leiks. Sú síðarnefnda hefur ekki alveg staðið undir væntingum og samkvæmt heimildum Víkurfrétta þykir líklegt að hún verði látin fara innan skamms. „Það versta sem getur gerst, fyrir utan að missa þína bestu leikmenn í meiðsli, er að skipta um erlendan leikmann. Það fer mikill tími í að kenna þeim inn á leik liðsins og fá þá til þess að treysta þjálfaranum og liðsfélögum sínum.“ Jón segist hins vegar hafa verið sáttur við Oosdyke en eftir að Pálína meiddist þurfti hann öðruvísi leikmann. Hópurinn er þunnskipaður hjá þeim gulklæddu um þessar mundir og hefur Jón aðeins getað nýtt níu leikmenn að undanförnu, þar með er talda hina 13 ára Hrund Skúladóttur. „Það eru ungar stelpur þarna sem eru óvanar að leika margar mínútur í efstu deild og það tekur tíma að öðlast reynslu.“

Ekki vanar að axla ábyrgð Pálína hefur verið að æfa með liðinu að undanförnu en engu að síður í endurhæfingu vegna hnémeiðsla. Hún var í búningi gegn KR í bikarnum á dögunum en Jón ákvað að nota hana ekki í leiknum. Ef litið er á tölfræðina, og þá staðreynd að aðeins hafi komið tvö stig í hús hjá Grindvíkingum frá því að Pálína meiðist, þá er ekki óeðlilegt að tengja slæma gengið við fjarveru hennar. „Hún er auðvitað besti leikmaðurinn á Íslandi, hefur verið kjörin það undanfarin tvö ár. Þegar þú ert með þunnan hóp og missir besta leikmanninn þinn út þá getur það vegið ansi þungt. Það er hins vegar þannig að eins manns dauði er annars brauð. Ég hef alltaf sagt það að þegar einhver dettur út þá verða aðrir leikmenn að stíga upp. Vandamálið sem við höfum verið að glíma við er að þessar stelpur eru ekki vanar að taka á sig ábyrgð. Allt frá yngri flokkum hefur það verið

þannig. Ef þú tekur yngri flokkana í Keflavík sem dæmi, þá er búið að kenna þessum krökkum frá 7-8 ára aldri að vera sigurvegarar. Þær í Grindavík hafa alla burði til þess að axla ábyrgð en það tekur tíma að kenna þetta.“ Á undirbúningstímabilinu áttu Grindvíkingar hreinlega í erfiðleikum með að smala í lið á æfingar. Fjölmargir leikmenn sem höfðu verið með í fyrra ákváðu að halda ekki áfram af ýmsum ástæðum. „Þetta var nýtt fyrir mér að vera með lið þar sem það eru vandræði með að fá mannskap á æfingar. Ég vinn því bara úr því sem ég er með, það þýðir ekkert að vera að velta sér upp úr þessu.“ Jón segir að sjálfsögðu sér stefnt á fjórða sætið aftur og þar með í úrslitakeppni. „Það er líf og fjör í þessu. Við leggjumst ekkert í jörðina og förum að gráta, við höldum bara áfram. Ef allt gengur upp þá náum við fjórða sætinu, þá byrjar líka nýtt mót,“ segir þjálfarinn að lokum.

ÁLAGNINGARSEÐLAR FYRIR ÁRIÐ 2014 Tilkynning til eigenda fasteigna um álagningu ársins 2014 Álagningarseðlar fyrir árið 2014 verða eingöngu birtir rafrænt og ekki sendir út í bréfapósti. Nú geta fasteignaeigendur nálgast álagningarseðilinn á mittreykjanes.is og á upplýsinga- og þjónustuveitunni www.island.is. Reykjanesbær mun þó áfram senda einstaklingum 67 ára og eldri álagningarseðil í pósti. Þeir sem óska eftir að fá álagningarseðilinn sendan í pósti er bent á að senda tölvupóst á netfangið thjonustuver@reykjanesbaer.is Gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu. Fyrsti gjalddagi er 25. janúar 2014 til og með 25. október 2014. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og falla öll gjöld ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Reynist heildarálögð gjöld 20.000 krónur eða lægri er gjalddagi heildargjaldanna 25. janúar 2014. Athygli er vakin á því að greiðsluseðlar vegna fasteignagjalda eru sendir út rafrænt og birtast í heimabönkum. Þeir sem vilja fá senda greiðsluseðla er bent á að senda tölvupóst á thjonustuver@reykjanesbaer.is


23

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 23. janúar 2014

Taekwondo fjölskyldan sigursæl á Reykjavíkurleikunum u Um síðastliðna helgi var haldið fjölgreinamótið Reykjavíkurleikarnir (Reykjavík International Games) í sjöunda sinn. Þar var keppt í taekwondo á laugardag og sunnudag. Keflvíkingar mættu með gott lið eins og venjulega og uppskáru ríkulega. Meðal keppenda var svartabeltisfjölskyldan Kolbrún Guðjónsdóttir með dótturina Ástrósu Brynjarsdóttur og soninn Jón Steinar Brynjarsson. Þau gerðu sér lítið fyrir og sigruðu keppni í hópatækni en það er þegar allir keppendur liðsins þurfa að sameina fyrirfram ákveðnar bardagahreyfingar á sem bestan hátt. Ekki bara sigruðu þau þar heldur sigruðu Kolbrún og Ástrós líka í paratækni og Ástrós sigraði í einstaklingstækni. Ástrós var svo valin keppandi Reykjavíkurleikanna í taekwondo þar sem hún var með fjögur gull af fjórum mögulegum. Ástrós er núverandi íþróttamaður Reykjanesbæjar, íþróttakona Keflavíkur og taekwondo kona Íslands. Kristmundur Gíslason sigraði stærsta flokk mótsins með ótrúlegum hætti en hann vann alla bardaga á áðurnefndri 12 stiga reglu. Það er ekki algengt að sjá slíkan mun í eins sterkum flokki og þessi flokkur var. Kristmundur hefur verið á góðri siglingu síðustu misseri og meðal annars nælt sér í gullverðlaun á þremur síðustu mótum.

Í

þróttafélagið Nes og úrvalsdeildarlið Keflavíkur í knattspyrnu öttu kappi í Reykjaneshöllinni í vikunni þar sem Nesarar fóru með sigur af hólmi. Staðan í leikslok var 10-7 og greinilegt að menn voru með markaskóna vel reimda í leiknum. Á heimasíðu

uGömlu brýnin í b-liði Keflavíkur mættu ofjörlum sínum á þriðjudag þegar þeir máttu sætta sig við 139-90 tap á útivelli í 8-liða úrslitum Powerdebikars karla. Sigur ÍR var aldrei í hættu en þó sýndu leikmenn Keflvíkinga gamalkunna takta inni á milli. Gunnar Einarsson skoraði 23 stig fyrir Keflvíkinga í leiknum og Sverrir Þór Sverrisson var með 15. Magnús Gunnarsson sneri svo aftur eftir meiðsli og skoraði 11 stig í leiknum.

Hrannar bikarmeistari í Danmörku u Keflvíkingurinn Hrannar Hólm varð um helgina bikarmeistari með liði sínu SISU í Danmörku, en Hrannar hefur nú þjálfað liðið undanfarin ár og skilað fjölda titla í hús. Lið Hrannars vann 79-59 sigur en þetta mun vera í fjórða sinn sem Hrannar vinnur bikarinn í Danmörku.

Keflvíkinga segir að það sé vel við hæfi að þessi ágætu félög mætist í vináttuleik enda séu margir leikmenn Nes meðal dyggustu stuðningsmanna Keflavíkur. Á heimasíðu Nes á Facebook má sjá margar skemmtilegar myndir frá leiknum.

VILT ÞÚ SPENNANDI OG LÍFLEGT STARF Í FERÐAÞJÓNUSTU? Sölufulltrúar – Sumarstarf

Starfið felur í sér afgreiðslu á bílaleigubílum. Unnið er samkv. 2-2-3 vaktakerfi á dag-, kvöld- og næturvöktum. Helstu verkefni: • Afhending og móttaka bílaleigubíla • Gerð leigusamninga • Samskipti við erlenda og innlenda viðskiptavini • Sala til erlendra og innlendra viðskiptavina

ÍR-ingar of stór biti fyrir kempurnar

Nes lagði Keflvíkinga 10-7

Þrif á bílum – Sumarstarf

Starfið felur í sér þrif á bílaleigubílum. Unnið er samkv. 2-2-3 vaktakerfi á dag-, kvöld- og næturvöktum. Helstu verkefni: • Þrif á bílum – að innan og utan • Yfirferð á ástandi bíls • Akstur

Sumarstarf á verkstæði

Starfið felur í sér almenna vinnu á dekkja- og smurverkstæði.

Almennar hæfniskröfur: • Bílpróf er skilyrði • Tungumálakunnátta er skilyrði (helst 2 tungumál) • Tölvuþekking • Lipurð í mannlegum samskiptum, ásamt framúrskarandi þjónustulund • Hreint sakavottorð • Jákvæðni, frumkvæði og dugnaður • Snyrtimennska • 20 ára lágmarksaldur Almennar hæfniskröfur: • Bílpróf er skilyrði • Lipurð í mannlegum samskiptum, ásamt framúrskarandi þjónustulund • Hreint sakavottorð • Enskukunnátta • Jákvæðni, frumkvæði og dugnaður • Snyrtimennska • 20 ára lágmarksaldur

Almennar hæfniskröfur: • Bílpróf er skilyrði • Meirapróf er kostur • Lipurð í mannlegum samskiptum, ásamt framúrskarandi þjónustulund • Hreint sakavottorð • Jákvæðni, frumkvæði og dugnaður • Snyrtimennska • 20 ára lágmarksaldur

Umsóknir sendist á atvinna@alp.is merkt „Sumarstarf“. Umsóknarfrestur er til 2. febrúar 2014.

Bílaleiga AVIS og Budget er ein stærsta bílaleiga í heimi og starfar í 180 löndum með yfir 5.000 leigustöðvar. Á Íslandi er AVIS og Budget ört vaxandi fyrirtæki með leigustöðvar um allt land og geta viðskiptavinir AVIS og Budget leigt bíla við öll tækifæri. Hjá AVIS og Budget starfar öflugur og reyndur hópur fólks sem vinnur ávallt með þjónustu og áreiðanleika að leiðarljósi. Leitast er við að skapa starfsfólki gott starfsumhverfi og aðstöðu en ánægja starfsfólks og viðskiptavina er lykilatriði í velgengni AVIS og Budget.


vf.is

FIMMTUDAGURINN 23. JANÚAR 2014 • 3. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR

83%

+ www.vf.is Garðar Arnarson Er þetta falinn myndavél?? #þorrablotkef14 #víkurfréttir

Magnús Þór Magnússon @gardarorn23 Ég og Viktor Smári höfum einnig ákveðið að slíta öll tengsl við Keflavík eftir útreið laugardagskvöldsins. Takk fyrir okkur! Hanna Gestsdóttir Langar í Joe and the Juice í Keflavik Lewis Clinch Great moment captured.. Me and the fans of Grindavik celebrate the victory.Heading to the semifinals…

VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM

ÚTSALA

VIKAN Á VEFNUM #hakaÍgólf

LESTUR

Lækkun á MÚRBÚÐARVERÐI er ávísun á gott verð!

25-50% afsláttur Kletthálsi Reykjavík og Reykjanesbæ DASH PRO höggborvél stiglaus hraði 2 rafhlöður 18V 1,5Ah

14.990

11.240

Ryco LDL-MD418A lampi m. grind 4x18W T8 62x60x8 cm með perum

Smergel 350W

6.490

7.990

4.865

HDD1106 580W stingsög DIY

3.990

5.990

einnig til Smergel 150W kr 3.740

2.990 Drive Fjölnotatæki 300W

7.990

5.990

Bol-834 80x48x18cm þykkt 0,8mm

Guðmundur Bjarni Sigurðsson Innilega ánægður með 7 tilnefningar í ár. 7 er guðleg tala á Eskifirði. Til hamingju allir sem fengu tilnefningar og áfram við! Sverrir Þór Sverrisson Ég og alnafni minn náðum vel saman í boltanum í gær en í kvöld verður bara einn Sveppi í kef b gegn ÍR í Seljaskóla. Oddný Harðardóttir Ég vona að Hannes endurskoði ákvörðun sína um að flytja frá Reykjanesbæ. Sá bær þarf eins og aðrir á réttmætri gagnrýni að halda en samfélag sem hrekur sína skörpustu gagnrýnendur frá sér er samfélag í miklum vanda. Er það virkilega svo að ef þú ert ekki í liðinu (þ.e. gagnrýnir gjörðir Sjálfstæðisflokksins) þá sé sjálfsagt að taka þig niður á helstu samkomum bæjarins? Það er mikilvægt að Hannes dusti af sér þessa vitleysu sem hvert annað kusk og að hann haldi áfram að vinna samfélaginu gagn hér eftir sem hingað til.

11.990 8.990

Hitabyssa 200W

2.890

Drive Juðari

2.167

2.190

1.640 Hleðsluljós LM6006

Drive toppasett 17 stk 1/4”

990

3.990

50% 1.990

Vörutrilla 80kg

Drive Delta Sander 180W

4.990

3.290

3.742

2.465

742

ZB LED ljós með hleðslurafhlöðu

2.995

Ryco-1509 Olíufylltur 2000W rafmagnsofn m/termo stillingum og yfirhitavörn 9 þilja

7.990

5.990

1.497

Ryk/blautsuga Drive ZD1050L 1000W, 50 lítrar

28.900,-

21.675

Bíla & gluggaþvottakústur, gegn um rennandi 116>180cm, hraðtengi með lokun Drive-HM-120C 1200W - 12cm Hræripinni - 2 hraðar

16.990 Alvöru skrúfstykki 15cm 14 Kg Drive flísasög 600W

8.990

6.742

7.690

12.740

2.490

1.867

5.767

Fuglavík 18. Reykjanesbæ Opið virka daga kl. 8-18 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.