Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
›› Mannlífið
Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is
›› Jarðvangur
›› Arnór Ingvi
400 í skötumessu í Garðinum
Opnar mikla möguleika fyrir Reykjanes
„Gæti ekkert án liðsfélaganna“
› Síða 6
› Síða 8-9
› Síða 15
Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
›› Enn um steinda glugga í Keflavíkurkirkju - síða 13
vf.is
FIMMTUdagurinn 26. JÚLÍ 2012 • 30. tölublað • 33. árgangur
400 bílar um Suðurstrandarveg á dag
Þ
e g ar l ang t er li ði ð á sumar er líkur til þess að meðalumferð (ÁDU) um nýjan Suðurstrandarveg verði á bilinu 375 - 435 bílar á sólarhring á vegkafla 427-04 en 320 - 350 á vegkafla 427-11 eða um 350 bílar á sólarhring fyrir alla leiðina, Þorlákshöfn í Grindarvík, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Mesta umferð á einum sólarhring á vegkafla 427-04, mældist sunnudaginn 8. júlí 1126 bílar. Mesta umferð á einum sólarhring um vegkafla 427-11, mældist sömuleiðis 8. júlí eða 1074 bílar.
14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011
spennandi uknattleikir
Vikulega fer Rannveig Lilja Garðarsdóttir með tugi göngugarpa á öllum aldri í gönguferðir um Reykjanesskagann undir merkjum Reykjanesgönguferða. Í síðustu viku var gengið um Sandakraveg. Í blaðinu í dag eru fleiri myndir úr gönguferðinni. Þá er einnig fjallað um jarðvang á Reykjanesi í blaðinu í dag og möguleika í ferðamennsku tengt því verkefni.
ehf.
Fallegur makríll hjá Sigga Bjarna GK
Reykjanesbær ur: vf@vf.is a daga kl. 09-17
to.
kosti með gen.
endur vænn er ari
Ljósanótt eftir mánuð
Opið allan sólarhringinn
U
ndirbúningur fyrir Ljósanótt 2012 er kominn á fullt hjá Víkurfréttum. Eins og undanfarin ár gefa Víkurfréttir út dagskrárblað Ljósanætur sem haldin er dagana 30. ágúst til 2. september. Einnig er Morgu veglegt Víkurfréttablað í nver tengslum við hátíðina. matseð ðarÞað er háspenna í körfuboltanum í Reykjanesbæ þessa dagana. Keflavík og KR eigast við í undanill Þeir sem vilja auglýsa eða Aðeinskipa úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik oghér staðan í viðureign er 2:2. Makrílveiðar standa nú yfir við land og hafa liðanna gengið með miklum ágætum. Meðal sem stundað síb Subway oði á Fi koma efni í Ljósanæturúttj um Oddaleikur verður í viðureign liðanna KR-heimilinu í Reykjavík í kvöld. Spennan er ekki hafa íveiðarnar eru þeir Siggi Bjarna GK og Benni Sæm GK,minni sem gerðir eru út af Nesfiski í Garði. Þeir gáfuna hafi samband í síma og Njarðvíkur í úrslitaviðureign Keflavíkur í kvennaboltanum. staðan reyndar orðin 2:0 fóru fyrir helgi með makríltroll Þar semer þróað hefur verið af Hampiðjunni. Trollið draga bátarnir samtímis 421 Keflavík 0001 eða sendi póst á fyrir eftir tvo æsispennandi Keflavíkurstúlkur getaHér orðið Íslandsmeistarar enháspennuleiki. aflinn fór um borð í Sigga Bjarna GK. er verið að landa 17 tonnum af fallegum makríl sem svo fusi@vf.is. kvenna með sigri á Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, föstudagskvöld. HBB Hilmar Bragi Bárðarson. var heilfrystur í vinnslu fyrirtækisins íVF-mynd: Garði. VF-mynd: TM
Fitjum
- sjá nánar á bls. 23
NÝ T T
VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND
Beint samband við fréttadeild Víkurfrétta í síma 421 0002
| www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |
rðarbraut 13 @heklakef.is
Easy ÞvoTTaEfni
Holtsgötu 52 - 260 Reykjanesbæ s. 420 5000 - Fax: 421 5946
Easy MýkingarEfni
2
FIMMTUDAGURINN 26. júLí 2012 • VÍKURFRÉTTIR
›› Reykjanesbær:
Uppsteypa hjúkrunarheimilis hafin
›› FRÉTTIR ‹‹
F
ramkvæmdir við byggingu á nýju hjúkrunarheimili á Nesvöllum í Reykjanesbæ eru hafnar og ganga vel. Fyrsta steypa var lögð í undirstöður byggingarinnar í síðustu viku, en verktakinn, Hjalti Guðmundsson ehf. vinnur nú að fyrsta áfanga framkvæmda.
Í því felst að steypa upp sökkla, kjallara og plötu fyrstu hæðar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við þennan áfanga ljúki í lok september og þá verði strax hafist handa við næsta áfanga þess sem er uppsteypa og frágangur utanhúss. Nýtt hjúkrunarheimili í Reykja-
nesbæ verður 4.350 m2 að stærð, með 60 nýtískulegum einstaklingsíbúðum, en auk þess verður hluti af þegar byggðri þjónustumiðstöð á Nesvöllum nýtt fyrir starfsemi hjúkrunarheimilis. Stefnt er að því að taka nýtt hjúkrunarheimili í notkun í byrjun ársins 2014.
Frá framkvæmdum við nýtt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ.
Stúlka fæddist í sjúkrabíl á Reykjanesbraut
S
túlka fæddist í sjúkrabíl frá Brunavörnum Suðurnesja á Reykjanesbrautinni í liðinni viku. Stúlkunni og móður heilsast vel. Stúlkan kom í heiminn þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í fimm að morgni síðasta fimmtudags en þá var sjúkrabíllinn í Hvassahrauni á bæjarmörkum Voga og Hafnarfjarðar. Óskað hafði verið eftir sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til að flytja verðandi móður á fæðingardeild í Reykjavík. Tveir sjúkraflutningamenn voru í bílnum ásamt verðandi móður en engin ljósmóðir eða læknir voru með í för. Þegar sjúkrabíllinn var að renna út af tvöfaldri Reykjanesbrautinni í Hvassahrauni vildi litla stúlkan koma í heiminn. Það kom því í hlut sjúkraflutningamanna að taka á móti stúlkunni. Það gekk vel og öllum heilsast vel.
Í
Djasstónleikar í Sandgerði
tilefni af útgáfu geisladisksins „Concrete“ verða haldnir tónleikar í Safnaðarheimilinu í Sandgerði mánudaginn 30. júlí kl. 21:00. Tónlistarmenn eru þeir sömu og spila á geisladisknum; Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Einar Valur Scheving á trommur, Leifur Gunnarsson á bassa og Magnús Rafnsson á píanó. Spiluð verður tónlist af plötunni Concrete í bland við sígildan djass.
›› FRÉTTIR ‹‹ Meiri áhersla á stíga og malbikun í Grindavík
F
arið var yfir forgangsröðun framkvæmdaverkefna hjá Grindavíkurbæ á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur. Ljóst er að framkvæmdir við íþróttamannvirki og uppbyggingu fyrir tónlistarskóla og bókasafn munu fara hægar af stað en áætlanir gerðu ráð fyrir. Bæjarráð samþykkir því að leggja meiri áherslu á stíga og malbikun á þessu ári. Þá var tekið fyrir mál um göngustíg í Selskóg og að Bláa lóninu. Bæjarstjóri gerði grein fyrir samkomulagi um skiptingu kostnaðar milli HS Orku, Bláa lónsins og Grindavíkurbæjar um stíginn frá Selskógi að Bláa lóninu. Bæjarráð fól bæjarstjóra að ganga frá verksamningum fyrir allt verkið.
Breytt umferðarskipulag við Leifsstöð B T
il að auka öryggi þeirra sem fara um lóð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, hefur verið ákveðið að gera breytingar á umferðarskipulagi við flugstöðina. Ástæðan er að á álagstímum hefur myndast öngþveiti og hætta fyrir vegfarendur. Fyrsta skrefið er breytt umferðarskipulag komumegin, að austanverðu við flugstöðina, þar sem svæði fyrir hópferðabifreiðar, leigubifreiðar og einkabíla er orðið of lítið og mikil hætta skapast. Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar: Lokað er fyrir allri umferð við forgarð austan megin fyrir framan flugstöðvarbygginguna. Nýtt svæði fyrir hópferðabifreiðar austan við FLE tekur um 20-30 hópferðabifreiðar. Svæði fyrir leigubifreiðar er við norðausturhorn Flugstöðvar. Svæði fyrir bílaleigubíla færist austar. Á skammtímastæði kom-
umegin verða fyrstu 7 mínúturnar gjaldfrjálsar. Svæði fyrir bílaleigur, hópferðabifreiðar og leigubifreiðar var tekið í notkun föstudaginn 20. júlí sl. Nýja umferðarskipulagið hefur verið kynnt helstu hagsmunaaðilum s.s. forsvarsmönnum hjá
bílaleigum, hópferðabifreiðum og leigubifreiðum. Margar góðar ábendingar bárust og tekið var tillit til þeirra, segir á vef Isavia. Lögreglustjóri Suðurnesja hefur samþykkt breytingarnar á nýja umferðarskipulaginu og mun hafa náið eftirlit með framfylgd þess.
Breytingar eru á umferðarskipulagi við Leifsstöð.
Brennandi hús reyndist varðeldur
runavörnum Suðurnesja barst í síðustu viku tilkynning um að eldur logaði að Hafurbjarnarstöðum við Sandgerði. Slökkvilið frá S andgerði o g Reykjanesbæ var því kallað til, ásamt sjúkraliði og lögreglu. Þegar slökkvilið kom á staðinn reyndist hins vegar um stóran varðeld að ræða. Eldurinn var fljótt slökktur. Samkvæmt upplýsingum f rá Brunavörnum Suðurnesja mættu 13 slökkviliðsmenn í útkallið, enda ekki ljóst frá fyrstu stundu að eldurinn logaði utan við húsið. Hjá slökkviliði fengust einnig þær upplýsingar að talsvert sé að færast í vöxt að útköll berist vegna elda þar sem fólk er að brenna rusli. Síðast í byrjun þessarar viku þegar rusli var brennt í heimagerðu eldstæði í Njarðvík.
Reyndi að komast undan á hlaupum
L
ögreglumenn mættu bifreið á Reykjanesbraut sl. fimmtudagskvöld sem mældist á 148 km/klst. Er lögreglumenn hugðust hafa afskipti af ökumanninum jók hann hraðann og ók inn í íbúðarhverfi í Reykjanesbæ. Hann stöðvaði bifreiðina og reyndi að komast undan á hlaupum en lögreglumenn eltu hann uppi. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og gisti hann á lögreglustöðinni þar til víman rann af honum.
Slappaðu af með fjölskyldunni á Hótel Örk – kynntu þér tilboðin á hotelork.is
Fékk iPad frá Skötumessunni og Omnis
O
Breiðumörk 1c, 810 Hveragerði / www.hotelork.is / info@hotel-ork.is / sími: 483 4700
mnis afhenti í liðinni viku Máney Dís iPad að gjöf en Máney hefur legið á Barnaspítala Hringsins síðan hún greindist með sjálfsofnæmissjúkdóminn Crohn's. Gjöfin var gefin í samstarfi við Skötumessuna í Garði, þar sem 400 manns mættu og gæddu sér á skötu og öðru sjávarfangi um leið og þeir lögðu góðum málefnum lið en skötumessunni er æltað að styðja við bakið á fötluðum og veikum börnum og ungmennum.
3
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 26. júLí 2012
SkólatöSkudagar 15% afSláttur af öllum SkólatöSkum dagana 26. júlí - 2. ágúSt
Öll bönd töskunnar eiga að vera breið, stillanleg og auðvelt að herða þau og losa. Þyngd tösku með innihaldi má ekki vega meira en 10% af líkamsþyngd barnsins.
Taskan á að falla þétt að hrygg barnsins og vera vel bólstruð að aftan.
Taskan þarf að falla að smekk barnsins og mikilvægt að það taki þátt í valinu.
Taskan má ekki vera of breið þar sem það hindrar eðlilegar hreyfingar barnsins.
Iðjuþjálfi aðstoðar við val á skólatöskum Þriðjudaginn 31.07.12 - Eymundsson Reykjanesbæ - kl. 16-18
Jeva töskurnar þarf vart að kynna enda mest seldu skólatöskurnar.
+5% aukafsláttur fyrir Vildarklúbbinn
Nýtt merki hjá Eymundsson. Hágæða skólatöskur „Hinar norsku Jeva“.
Enginn ætti að verða fyrir vonbrigðum með Eastpak. Hentar eldri nemendum.
Vildarklúbbur Eymundsson er góð hugmynd fyrir námsmenn 5% afsláttur af öllum vörum auk spennandi sértilboða!
Ótrúlega flottar töskur sem börnin elska. Vinsælli með hverju árinu.
4
FIMMTUDAGURINN 26. júLí 2012 • VÍKURFRÉTTIR
markhonnun.is
víNAr pYL Sur xxL 5 Stk
xxL pYL SuBrAuð
úr va
Ve r ið ve l k o m i n !
frítt MEð
598 k r/p k
gríSAkótELEttu rI M /BEIN
-32% r jö k a t s o k & r a g in Kræs
1.971k r/kg áður 2.898 kr /kg
HuNANgS tu r gríSAkótE LELtétt r .
Þu r r k rY DDAðA r LAMBAgr ILL SNE IðAr
-28% g k / r k 3 8 1.5 áðu r 2 .198 k
r /kg
1.966k r/kg áður 2.398 kr
/kg
www.netto.is | mjódd · salavegur · hverafold · akureyri · höfn · Grindavík · reykjanesbær · borgarnes · egilsstaðir · selfoss |
tilboð
5
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 26. júLí 2012
r u n n fi ð i l a v r ú þú í n ettó
tóMAtADAgAr
-50%
!
íslenskir kirsub/kokteil konfekt ísl. tommy santa r. Plómu ísl. stórir heilsu ísl
HvítLAukSBrAuð 2Stk . 350 g
kjúkLINgABr INgu r
áður 339 kr/pk
247kr/pk
LAMBALÆr I SAgAð
áðu r 2.398 kr/kg
1.990k r/kg 1.392k r/kg áður 1.698 kr /kg
gr EAt tAStE froSN Ir ávExtI r
áðu r 349 kr/pk
199k r/p k
-50%
áður 198 kr/Stk
99kr/stk
*Gildir ekki um Nettó Salaveigi
-43%
CAfé pr EM .kAff IpúðAr rEgu LAr/St roNg 36 Stk/pk
kANI LSNúðAr BAkAð á StAðNuM*
áðu r 498 kr/pk
398 k r/p k
Tilboðin gilda 26. - 29. JÚLÍ tilboðin gilda meðan birgðir endast. | birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
6
FIMMTUDAGURINN 26. júLí 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Leiðari Víkurfrétta
vf.is
Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Tjöldum ekki til einnar nætur Það hefur færst mjög í vöxt að ferðafólk nýti sér tjaldstæði á Suðurnesjum til lengri eða skemmri dvalar. Grindvíkingar hafa byggt upp glæsilegt tjaldstæði með góðri þjónustu sem er mikið notað af bæði innlendum sem erlendum ferðalöngum. Í Sandgerði er einnig verið að byggja upp tjaldstæði. Þar er góð aðstaða í þjónustuhúsi, rafmagnstengingar og aðstaða til að losa húsbíla. Á Garðskaga er ágætis aðstaða sem er ókeypis fyrir ferðalanga og nýtt tjaldstæði í sannkölluðum listaverkagarði er í uppbyggingu við íþróttamiðstöðina í Garði. Þá hafa Vogamenn komið upp aðstöðu fyrir tjaldferðalanga. Í Reykjanesbæ er eina tjaldstæðið rekið af ferðaþjónustufyrirtæki við Aðalgötu neðan Reykjanesbrautar. Þetta er hins vegar síðasta sumarið sem fyrirtækið ætlar að reka tjaldstæði og þar með verður ekkert tjaldstæði í boði í þessu 14.000 manna sveitarfélagi. Bæjaryfirvöld skoða nú möguleika á að setja upp tjaldstæði og nefna gamlan knattspyrnuvöll á Iðavöllum í því sambandi. Eftir að frétt um málið birtist á vef Víkurfrétta barst blaðinu grein frá Hannesi Friðrikssyni sem benti áhugaverða lausn á tjaldstæðamálinu. Hann kastar fram þeirri tillögu að staðsetja nýtt tjaldstæði inni á milli skjólgóðra garða við Víkingaheima og landnámsdýragarðinn. Þar hefur á síð-
Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri
ustu árum verið unnið að uppbyggingu ferðaþjónustu og þar gæti passað vel að útbúa flöt fyrir tjöld og stæði fyrir húsbíla. Á ferðalögum mínum um landið má víða sjá vel útbúin tjaldstæði með góðri aðstöðu fyrir sífellt stærri ferðavagna og húsbíla landsmanna. Það skiptir nefnilega máli hvaða aðstaða er í boði svo fólk setji sig niður í eina nótt eða fleiri. Í Reykjanesbæ verður að vera til staðar aðstaða fyrir ferðaglaða landsmenn og erlenda ferðalanga. Hugmyndin um að útbúa tjaldstæði á svæðinu við Víkingaheima er eitthvað sem bæjaryfirvöld ættu að skoða.
Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 2. ágúst 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða fusi@vf.is
Tripadvisor veitir Bláa lóninu þrjár viðurkenningar
T
- „Certificate of Excellence“ fyrir framúrskarandi þjónustu.
ripadvisor, einn vinsælasti ferðavefur heims, hefur veitt Bláa lóninu þrjár viðurkenningar fyrir framúrskarandi þjónustu. Viðurkenningarnar eru veittar Blue Lagoon Spa, Lava, veitingastað Bláa lónsins, og Bláa lóninu lækningalind. Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa lónsins, segir viðurkenningarnar vera mjög hvetjandi. „Tripadvisor byggir á umsögnum þeirra sem hafa heimsótt okkur og upplifað umhverfi
og þjónustu Bláa lónsins. Vefurinn er gífurlega vinsæll. En notendur setja inn bæði umsögn og myndir og deila upplifun sinni með öðrum notendum Tripadvisor.“ Tripadvisor veitir viðurkenninguna þeim stöðum sem meðlimir síðunnar veita framúrskarandi einkunn. Viðurkenningin er veitt gististöðum, afþreyingarstöðum og veitingastöðum sem eru listaðir á Tripadvisor og viðhalda hárri einkunn notenda og fá jafnframt hátt hlutfall afar góðra umsagna.
›› Skötumessan 2012 haldin í Garðinum:
400 mættu í skötumessu
400 manns mættu í skötumessu sem haldin var í Gerðaskóla í Garði í síðustu viku. Auk skötu, saltfisks og plokkfisks var boðið upp á glæsilega skemmtidagskrá sem stóð fram eftir kvöldi. Meðfylgjandi myndir sýna brot af þeim gestum sem voru í Garðinum og borðuðu til góðs en hagnaður af skötumessunni fer í að styrkja fötluð og veik börn og ungmenni. VF-myndir: Hilmar Bragi
H
Hótel Keflavík fær viðurkenningu Tripadvisor
ótel Keflavík fékk í síðustu viku viðurkenningu frá Tripadvisor „Certificate of Exellence“ fyrir árið 2012 og því greinilegt að ferðaþjónustufyrirtæki hér á Reykjanesi eru að veita gæðaþjónustu og bera sig saman við það besta sem í boði er hér á landi. „Þetta er þriðja árið í röð sem við fáum þessa miklu viðurkenningu og ætlum okkur að halda því áfram. Hótelið er í stanslausum endurbótum bæði innan og utan dyra auk þess sem veitingastaður-
inn Café Iðnó hefur skorað betur með hverju árinu hjá hótelgestum og þeim ferðaþjónustuaðilum sem halda skori gesta sinna til haga. Fyrr á árinu kláruðum við endurbætur á öllum baðherbergjum og tókum svítur og deluxe herbergi í gegn. Í vetur stendur til að flísaleggja hótelið og skipta út síðustu gluggunum en til að fá viðurkenningar eins og frá Tripadvisor verða endurbætur að vera miklar og þjónustan aðburðagóð,“ segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótel Keflavíkur í tilkynningu.
7
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 26. júLí 2012
›› Reykjanesgönguferðir:
Gengu Sandakraveg
R
eykjanesgönguferðir gengu í síðustu viku hluta af gamalli þjóðleið sem nefnist Sandakravegur. Hún lá á milli Grindavíkur og Hafnarfjarðar. Gengið var frá Gíghæð að Stóra Skógfelli. Þaðan
var Sandakraveginum fylgt yfir Beinavörðuhraun að Fagradalsfjalli og gengið með fjallinu og endað við Suðurstrandarveginn. Gönguleiðin er 10 km löng og að mestu var gengið í hrauni.
Minningartónleikar um Ellý Vilhjálms
G
læsilegir minningartónleikar verða haldnir til heiðurs Ellý Vilhjálms, laugardaginn 6. október í Laugardalshöllinni.
Einstakur ferill Ellýjar verður rifjaður upp í máli og myndum, með tónlist og ýmiskonar myndskeiðum, nýjum og gömlum. Laugardalshöllinni verður breytt í tímavél og gestir munu eiga kost á því að hverfa aftur til 6. og 7. áratugarins í eina kvöldstund. Ásamt Senu standa ættingjar Ellýjar að tónleikunum og munu ýmsir samferðamenn og vinir Ellýjar koma fram á einn eða annan hátt. Guðrún Gunnarsdóttir, einn helsti merkisberi minningar Ellýjar síðastliðin ár skipar veigamikið hlutverk í tónleikahaldinu sem og Margrét Blöndal, sem er kynnir tónleikanna. Margrét situr þessa dagana við skriftir um ævi Ellýjar og er bók væntanleg um sama leyti og tónleikarnir verða haldnir. Efni úr bókinni verður notað við handritasmíð tónleikanna, enda verður hún í höndunum á Margréti og
Gunnari Helgasyni, leikstjóra tónleikanna. Allar helstu söngkonur landsins munu koma fram á tónleikunum og nú þegar eru eftirfarandi stjörnur staðfestar: Andrea Gylfadóttir Diddú Eivör Ellen Kristjánsdóttir Guðrún Gunnarsdóttir Kristjana Stefánsdóttir Lay Low Ragnhildur Gísladóttir Sigga Beinteins Þessi föngulegi hópur verður dyggilega studdur af Agli Ólafs, Friðriki Ómari, Gissuri Páli Gissurarsyni og Sigurði Guðmundssyni, auk stórsveitar, strengjasveitar og kóra. Fleiri gestir munu bætast við og verður uppljóstrað um þá fljótlega. Áætlað er að hefja miðasöluna í lok ágústmánaðar og verður fyrirkomulag hennar tilkynnt nánar innan skamms.
Nýr hljómdiskur Hinna Guðdómlegu Neanderdalsmanna kominn út
H
inir Guðdómlegu Neanderdalsmenn hafa gefið út hljómdiskinn Fagnaðarerindið og er því tuttugu ára óþreyjufullri bið mannkyns á enda. Á disknum er að finna tíu lög sem hljómsveitin hefur nostrað við síðan í árdaga og nú loks, hugsanlega vegna afstöðu himintunglanna ellegar vegna áforma alföðursins, er tíminn réttur. Upptökur hljómdisksins fóru fram í hjarta Keflavíkur (Studíó Lubba) í ágústmánuði árið 2010 undir styrkri stjórn hljóðmannsins Inga Þórs Ingibergssonar. Hljómsveitina Hina Guðdómlegu Neanderdalsmanna skipa: Ingibergur Kristinsson
Vilhjálmsbikarinn 2012 Íslandsmót í Greensome Miðvikudaginn 8. ágúst á Hólmsvelli í Leiru Mæting kl. 15:00 - Ræst út af öllum teigum kl. 16:00 Leikið verður með Greensome fyrirkomulagi, tveir saman í liði.
Veitt verða verðlaun fyrir efstu 5 sætin og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins. Dregið úr skorkortum í leikslok.
trommur, Sverrir Ásmundsson bassi, Magnús Sigurðsson gítar, Sigurður Eyberg Jóhannesson söngur, munnharpa og saxafónn og Þröstur Jóhannesson söngur og gítar. Hljómdiskurinn mun verða til sölu í öllum helstu hljómplötuverslunum landsins og einnig mun hann vera fáanlegur í rafrænu formi á Tónlist. is og gogoyoko.com Þess má geta í framhjáhlaupi að þegar eru farnar að birtast á ýmsum stöðum umsagnir um Fagnaðarerindið og fá hér nokkrar að fljóta með:
I love it!!! It is full of fresh energy and fun. Quite an accomplishment for such a longstanding unit…I love everything about it. -- John Hayworth Det lyder super fedt. Jeg tror jeg har fundet den klang. -- Peter Fenger (Disco Papa) Das ist sehr gut.
-- Tappert
Gev okkum í dag okkara dagliga breyð. Tey koma beint í mit hjerte. -- Pétur Færeyingur
Skráning er hafin á www.golf.is Verð kr. 4.000 á mann
8
FIMMTUDAGURINN 26. júLí 2012 • VÍKURFRÉTTIR
›› Reykjanes Geopark Project stofnað í haust:
Mikil verðmæti fyrir Reykj S
- að vera jarðvangur, segir Eggert Sólberg Jónsson verkefnastjóri um stofnun og þróun jarðva
veitarfélögin á Suðurnesjum hafa samþykkt að vinna að stofnun og þróun jarðvangs (e. geopark) á svæðinu. Stefnt er að því að sækja um alþjóðlega vottun á jarðvangnum og því stendur til að sækja um aðild að European Geoparks Network og UNESCO Global Geoparks Network.
Eggert Sólberg Jónsson er verkefnastjóri um stofnun og þróun jarðvangs og er hann með aðsetur hjá Heklunni, atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja í Eldey í byggingu 506 á Ásbrú. Eggert segir að bundnar séu vonir við að árangur verkefnisins skili sér í fjölgun ferðafólks á svæðinu, eflingu vísindarannsókna, meiri Eggert Sólberg Jónsson
samvinnu og uppbyggingu í ferðaþjónustu og dýpri og aukinni þekkingu á viðfangsefninu jarðvangur. Hann segir að verkefnið sé í dag að taka sín fyrstu skref og móta verkefnið en gert sé ráð fyrir formlegri stofnun Reykjanes Geopark nú í haust. Þá þarf einnig að samþykkja skipulagsskrár, vinna að merki, letri og litum og öllu sem lýtur að útliti og umgjörð verkefnisins. Samhliða þessu er verið að skrifa umsókn til Evrópusamtaka jarðvanga og fá þá vottun sem svæðið er að sækjast eftir til þess að mega kalla sig jarðvang (e. geopark). Þangað til svæðið fær vottunina má kalla verkefnið „Reykjanes Geopark Project“. Þegar vottunin er komin fellur „Project“ út og svæðið má kalla Reykjanes Geopark eða Jarðvanginn á Reykjanesi. Aðspurður hvort hægt sé að fjölga ferðamönnum með stofnun jarðvangs, þá bendir Eggert á að fólk sé sífellt að mennta sig meira og því séu ferðamenn orðnir fróðleiksfúsari og vilji meiri upplýsingar um þá staði sem þeir sækja. Með aðild að þessum alheimssamtökum jarðvanga, fær Reykjanes vottun sem eitt af merkilegustu svæðum heims í þeim fræðum sem kallast geo-túrismi. Í vottun sem þessari felast mikil verðmæti, fyrir svæðið, ferðaþjónustuaðila og jafnvel framleiðendur sem eiga möguleika á að merkja vörur að þær séu framleiddar í jarðvanginum. Hvað er jarðvangur? „Jarðvangur er gæðastimpill á svæði
sem inniheldur merkilegar eða einstakar jarðminjar og kemur þeim á framfæri. Fyrstu jarðvangarnir í heiminum voru stofnaðir undir lok tíunda áratugarins í Evrópu og Asíu. Fljótlega voru stofnuð samstarfsnet þessara jarðvanga með stuðningi UNESCO. Í dag eru 84 jarðvangar starfandi í heiminum með viðurkenningu frá samstarfsnetinu, þar af 50 í Evrópu. Jarðvangar eru áhugaverð svæði vegna ýmissa hluta, s.s. rannsókna, fræðslugildis, fjölbreytilegrar náttúru, sjaldgæfra jarðminja o.s.frv. Markmið jarðvanga er að bæta viðhorf og þekkingu á jarðminjum og náttúru, byggja upp jarðfræðiferðamennsku t.d. með uppsetningu fræðsluskilta, bæta merkingar á gönguleiðum, gefa út þjónustu- og/eða gönguleiðakort o.s.frv. Ekki er þó eingöngu horft á jarðminjar því lögð er áhersla á að koma staðbundinni menningu og hefðum á framfæri, auka úrval matvæla úr héraði í verslunum og á veitingastöðum og koma handverki úr héraði á framfæri svo eitthvað sé nefnt. Jarðvangur byggir á þátttöku heimamanna og hefur skýra stefnu um sjálfbæra þróun,“ segir Eggert og tekur fram að Reykjanesskaginn sé eins og opin bók fyrir þá sem hafa áhuga á jarðsögu almennt og mótun heimsins. Horft er á svæðið í jarðvanginum sem eina heild og leitast við að ferðamaðurinn nái að upplifa söguna, samtímann og hefðbundna menningu, landslag, jarðfræði,
matarmenningu, listir og handverk sem og staðbundið gróðurfar og dýralíf. Leitast er við að gera ferðamanninum kleift að upplifa fyrrnefnda þætti í sátt við íbúa svæðisins og áhersla lögð á vellíðan ferðamannanna sem og einnig vellíðan íbúanna. Hver er ávinningurinn af jarðvangi? „Ávinningurinn af stofnun jarðvangs er hvort tveggja samfélagsog efnahagslegur. Stefnt er að því að jarðvangurinn verði lyftistöng fyrir svæði á sviðum ferðamála, framleiðslu og fræðslu. Má þar nefna að áhersla er lögð á nýsköpun og sjálfbæra þróun heima í héraði. Þá styrkist samkeppnishæfni svæðisins með auknu markaðsstarfi, betra aðgengi og öryggi að náttúruperlum, þróun fræðsluefnis, lengingu ferðamannatímans, betra aðgengi að erlendum styrktarsjóðum og aðild að alþjóðlegu neti jarðvanga“. Eggert gerir ráð fyrir að jarðvangurinn nái yfir allt land sveitarfélaganna á Suðurnesjum, þ.e. Garðs, Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar, Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Voga. Öll sveitarfélögin hafa samþykkt þátttöku í Öll sveitarfélögiun á Suðurnesjum hafa samþykkt þátttöku í stofnun Reykjanes Geopark, auk fyrirtækja eins og Bláa lónsins, HS Orku, Keilis, Ferðamálasamtaka Suðurnesja og Reykjanesfólkvangs. Þá eiga fleiri möguleika á að koma að verkefninu á síðari stigum.
Jarðvangar eru áhugaverð svæði vegna ýmissa hluta, s.s. rannsókna, fræðslugildis, fjölbreytilegrar náttúru, sjaldgæfra jarðminja o.s.frv. Markmið jarðvanga er að bæta viðhorf og þekkingu á jarðminjum og náttúru, byggja upp jarðfræðiferðamennsku t.d. með uppsetningu fræðsluskilta, bæta merkingar á gönguleiðum, gefa út þjónustu- og/eða gönguleiðakort o.s.frv.
9
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 26. júLí 2012
Stampagígar á Reykjanesi. Ljósmynd: Ellert Grétarsson / elg.is
Einn virtasti sérfræðingur heims á sviði jarðminjaferðamennsku um jarðvang:
Stórt skref fyrir ferðaþjónustu á svæðinu
D
r. Ross K. Dowling prófessor í ferðamálafræði við ECU háskólann í Ástralíu heimsótti Ísland á dögunum. Hann er einn virtasti sérfræðingur heims á sviði jarðminjaferðamennsku sem er skilgreind sem ferðaþjónusta sem byggir á sérstæðri jarðfræði og nýtur stöðugt meiri vinsælda á heimsvísu. Fyrir um 10 árum síðan fékk Dr. Dowling þá hugmynd að gera út á ferðamennsku sem sneri að jarðfræði og landslagi. UNESCO og heimsminjaskrá voru þá þegar byrjuð að vinna að svokölluðum jarðvangi þar sem lagt væri upp úr slíkri ferðamennsku. Dr. Dowling er mikill talsmaður þess að jarðfræðileg fyrirbæri verði betur tengd inn í ferðamál sem aðdráttarafl. Geotourism kallar hann það á enskunni en kalla mætti það jarðvangsferðamennsku. Það eru u.þ.b. 100 jarðvangar í heiminum í dag og er aðeins einn þeirra á Íslandi. Hann kallast Katla Geopark og er 9542 ferkílómetrar að stærð. Dr. Dowling aðstoðaði m.a. við umsóknarferli garðsins. Er jarðvangurinn staðsettur í Skaftárhreppi, Mýrdalshreppi og Rangárþingi eystra. Ólíkt þjóðgarði þá eru jarðvangar ekki verndaðir af ríkisstjórnum.
kjanes
n jarðvangs
Af hverju Reykjanes? „Reykjanes er tilvalið svæði fyrir jarðvang vegna legu sinnar og áhugaverðra jarðsögu- og menningarminja. Víðtæk áhrif jarðhræringa eru áþreifanleg um nánast allt Reykjanesið með einum eða öðrum hætti. Jarðvangur myndi sýna á fjölbreyttan hátt samspil náttúru og menningar að fornu og nýju og jarðmyndanir með sérstöðu á heimsvísu. Áhersla er lögð á að nýta þá sérstöðu til áframhaldandi þróunar og uppbyggingar á Suðurnesjum,“ sagði Eggert Sólberg Jónsson, verkefnastjóri Reykjanes Geopark, í samtali við Víkurfréttir. Viðtal: Hilmar Bragi Bárðarson
Á göngu um Reykjanes. Ljósmynd: Rannveig L. Garðarsdóttir
„Ég hélt að ég væri með þessa frábæru nýju hugmynd en þá voru hjólin þegar byrjuð að snúast. Tíu árum síðar hefur svo ferðamennska tengd jarðfræði aukist gríðarlega um heim allan,“ sagði Dr. Dowling þegar blaðamaður Víkurfrétta hitti hann og Wendy konu hans á dögunum þegar þau voru stödd hérlendis. Bæjarfélög á Suðurnesjum eru með metnaðarfullar áætlanir um stofnun jarðvangs á Reykjanesi og þess vegna voru Ross og Wendy í heimsókn á Íslandi en þau hafa þó dvalið hér áður og hefur Ross m.a. kennt við Háskóla Íslands. Bæjarfélögin á Suðurnesjum ætla að efla ferðaþjónustu sem og vísindarannsóknir á svæðinu með stofnun jarðvangsins. Jarðvangsferðamennska hefur sótt í sig veðrið á síðustu árum en það er ferðaþjónusta sem byggir aðdráttarafl sitt á náttúru og leggur höfuðáherslu á varðveislu ásýndar landsins. Horft er á svæðið sem eina heild og leitast við að ferðamaðurinn nái að upplifa söguna, menningu, landslag, jarðfræði, matarmenningu, listir og handverk sem og staðbundið gróðurfar og dýralíf. Leitast er við að gera ferðamanninum kleift að upplifa fyrrnefnda þætti í sátt við íbúa svæðisins og áhersla lögð á vellíðan ferðamannanna sem og einnig vellíðan íbúanna. Jarðvangur á Reykjanesi myndi sýna fram á samspil náttúru og menningar að fornu og nýju. Og þegar litið er til þess að á svæðinu er m.a. Bláa lónið, 100 gíga garður, hrikaleg og ægifögur strandlengja og stórbrotnar gönguleiðir. Það er trú manna og von að það felist mikil tækifæri í jarðavanginum
Dr. Ross K. Dowling prófessor í ferðamálafræði, ásamt Wendy, eiginkonu sinni . VF-mynd: Eyþór Sæmundsson sem skili sér í fjölgun ferðafólks á svæðinu, eflingu vísindarannsókna, meiri samvinnu og uppbyggingu í ferðaþjónustu. Margt þarf að vera til staðar svo að jarðvangur af þessu tagi verði
samþykktur. Ekki einungis þarf ferðaþjónustan að snúa að fyrirbærum í jarð- og landmótunarfræði, heldur þarf svæðið að leggja áherslu á menntun tengdri jarðfræði og síðast en ekki síst þarf að varðveita sögu, t.d. steingervinga, ýmissa steinefnasambanda og landmótunar. Með ferðamennsku á slíkum svæðum er ætlað að fjármagna jarðvanga svo hægt sé að huga að verndun svæðisins. Þau Ross og Wendy vilja binda skilgreiningu jarðferðamennsku eingöngu við staði sem eru einstakir hvað varðar jarðfræði og landmótunarfræði. Þau leggja þá áherslu á staði sem hafa yfir að ráða landsvæði sem er einstakt jarðfræðilega og varðveitir t.d. steingervinga, sögu landmótunar og flókin steinefnasambönd. Ferðamennska á þess konar svæðum ætti að vera aðgerðarlaus skemmtun þar sem fólk kemur til að skoða og læra að meta þessi fyrirbæri. Með því að læra um náttúruna og á sama tíma njóta hennar með því að ferðast um hana og leysa ýmis verkefni. Mikið tækifæri fyrir Reykjanesið „Ef jarðvangur er samþykktur hjá UNESCO þá mun fólk víðsvegar
um heiminn vita af því um leið. Jarðvangurinn yrði umsvifalaust hluti af stóru samskiptaneti milli slíkra garða. Árið 2004 voru ekki neinir slíkir garðar til en nú eru þeir orðnir 100. Það er fjöldi fólks, og í raun stórt samfélag af fólki sem er að heimsækja þessa garða árlega. Fólk utan Íslands veit t.d. ekki að Reykjanes sé verndarsvæði og margt áhugavert að sjá hér, en um leið og svæðið verður samþykkt sem jarðvangur þá mun fjöldi fólks vita af því,“ sagði Dr. Dowling. Þau hjónin, í samstarfi við Kristján Pálsson hjá Markaðsstofu Suðurnesja, ætla nú í ágústmánuði að standa fyrir ráðstefnu hér á svæðinu þar sem rætt yrði um ferðamennsku tengdri jarðfræði og landslagi. Með þessu vilja þau auka möguleika Reykjaness á því að hljóta samþykki frá UNESCO um að verða að jarðvangi. Áður hafa hjónin staðið fyrir þremur slíkum ráðstefnum víða um heiminn og Dr. Dowling hefur einnig skrifað nokkrar bækur er varða ferðamennsku. „Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa unnið að stofnun geoparks á Reykjanesi í nokkur ár og kynnt það á ráðstefnum m.a. á Suðurnesjum. Það var því ánægulegt að sveitarfélögin skuli taka svo vel í þessa hugmynd sem raun ber vitni um og er það stórt skref fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu. Ferðamálasamtökin telja að yfirlýsing sveitarfélaganna muni tvímælalaust efla ferðaþjónustuna á Reykjanesinu og styrkja innviðina,“ sagði Kristján Pálsson hjá Markaðsstofu Suðurnesja í samtali við Víkurfréttir. Það var á alþjóðlegri ráðstefnu um geotourisma í Oman sl. haust að ákveðið var að halda næstu alþjóðlegu ráðstefnu um geotourisma á Íslandi og þá á Reykjanesinu. Ferðamálasamtök Suðurnesja og Markaðsstofa Suðurnesja verða gestgjafar ráðstefnunnar sem haldin verður í Andrews menningarmiðstöðinni og Keili á Ásbrú 25.-28. ágúst 2013. Dr. Professor Ross Dowling og Wendy voru hér gagngert til að undirbúa ráðstefnuna og ganga frá lausum endum, ræða við aðila hér á Suðurnesjum og í Reykjavík m.a. ferðamálastjóra og stjórn Reykjanes Geopark en þau koma aftur í vetur til frekari undirbúnings. Heimasíða ráðstefnunnar verður opnuð núna í vikunni en fyrirlesarar eru m.a. frá Ástralíu, USA, Asíu og Íslandi. „Þessi ráðstefna er mikið tækifæri fyrir Reykjanesið en í kjölfar hennar verða blaðaskrif í erlendum fjölmiðlum og sá sístækkandi hópur ferðamanna sem vill vita meira um landið okkar fær úr miklu að moða,“ sagði Kristján að lokum. Viðtal: Eyþór Sæmundsson
10
FIMMTUDAGURINN 26. júLí 2012 • VÍKURFRÉTTIR
›› FRÉTTIR ‹‹ Opnar sýningarsal með lifandi kröbbum og skeldýrum
V
eitingahúsið Vitinn í Sandgerði hefur sett upp sýningarsal í næsta húsi, en þar eru lifandi krabbar og skelfiskdýr til sýnis fyrir gesti Vitans og er þeim velkomið að njóta sýningarinnar endurgjaldslaust. Í dag er Vitinn eini veitingastaðurinn á Íslandi, ef ekki í Evrópu, sem að býður upp á grjótkrabba. Þessa sérstöðu má einkum rekja til takmarkaðrar útbreiðslu grjótkrabbans við austurströnd N-Ameríku. Árið 2006 varð hans þó fyrst vart í Hvalfirði en síðan þá hefur hann fundist á nokkrum stöðum í innanverðum Faxaflóa og Breiðafirði. Vitinn hefur verið að gera tilraunir með matreiðslu grjótkrabbans frá því í fyrra enda þykir hann herramannsmatur. Sjómenn á svæðinu sjá þeim fyrir krabbanum ferskum og flottum auk þess sem Vitinn fær frábæra aðstöðu við Fræðasetrið í Sandgerði, segir í tilkynningu.
Grafa upp 1800 rúmmetra innan hafnar
H
afnarstjórn Grindavíkur ætlar að láta duga að hafa innsiglinguna til Grindavíkurhafnar 7 metra djúpa eins og hönnunardýpið í dag segir til um. Samkvæmt hönnunardýpi dýpkunarframkvæmdarinnar 2012 er gert ráð fyrir 7,5 metra dýpi. Dýpkun um 0,5 metra umfram það dýpi sem er fyrir í innsiglingarrennu kemur ekki að gagni, segir hafnarstjórnin. Tillaga var því lögð fram á síðasta fundi hafnarstjórnar að dýpi innsiglingarrennu verði áfram 7 metrar. Í samráði við verktaka var því ákveðið að dýpka í 7 metra í stað 7,5 metra. Við það sparast um 1.800m3 sem verða grafnir upp innan hafnar í staðinn.
E
Ekki svipur hjá sjón
ftir langvarandi þurrka í sumar er Miðhúsasíkið í Garði ekki svipur hjá sjón. Yfirborð þess hefur lækkað mikið í sumar eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var á mánudagskvöldið. Á Miðhúsasíkinu hafa Garðmenn stundað skautaíþróttina í áratugi þegar síkið hefur frosið. Það hefur þó ekki frosið eins í seinni tíð og vilja margir halda því fram að vatnið í síkinu sé saltara í seinni tíð.
Mannbætandi mynd
Heimildarmynd Ragnhildar Steinunnar ,,Hrafnhildur” verður frumsýnd 7. ágúst nk.
R
agnhildi Steinunni Jónsdóttur þarf vart að kynna, hvorki fyrir Suðurnesjamönnum né öðrum landsmönnum. Hún er keflvískur orkubolti sem spriklaði í fimleikasalnum á Sunnubrautinni og lék og lærði í Myllubakka-, Holta- og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Frá árinu 2004 hefur hún fengist við hin ýmsu þáttagerðarstörf hjá RÚV og því verið gestur í stofum landsmanna í heil 8 ár. Lengst af hefur hún verið fréttamaður í Kastljósinu en undanfarið hefur hún að mestu sinnt hugarfóstri sínu Ísþjóðinni en þá þætti má segja að hún eigi frá a-ö. Minna hefur þó farið fyrir verkefni sem hefur verið í vinnslu síðastliðin 5 ár en þann 7. ágúst verður heimildamynd hennar ,,Hrafnhildur“ frumsýnd í Bíó Paradís. Í heimildarmyndinni fylgist Ragnhildur Steinunn með kynleiðréttingarferli transkonunnar Hrafnhildar og fylgir henni m.a. í heimsóknir til geðlækna og í hormónameðferðir. Þegar hún réðist í verkefnið hafði hún enga tengingu við heim transfólks en segir þó hugmyndina hafa orðið til fyrir mörgum árum síðan. „Hugmyndin kviknaði í rauninni fyrir mörgum árum, þó ég hafi kannski ekki alveg gert mér grein fyrir því þá. 16 ára þjálfaði ég Völu Grand í fimleikum í Keflavík og hugsaði með mér að það væri áhugavert að fylgja þessari stelpu eftir en þá var hún lítill strákur. Ég hitti svo Völu aftur fyrir fimm árum og sagði henni að mér hefði dottið í hug að gera heimildamynd um kynleiðréttingaferli. Ég byrjaði að taka upp viðtöl við Völu en síðan kynnti hún mig fyrir Hrafnhildi og við vorum sammála um að saga Hrafnhildar hentaði betur fyrir myndina.“ Ragnhildur Steinunn og unnusti hennar Haukur Ingi byrjuðu að vinna saman að heimildaöflun fyrir 5 árum síðan en upptökur hófust ári síðar. „Haukur Ingi er menntaður í sálfræði og hann vann alla heimildavinnu fyrir myndina. Við gátum þannig reynt að setja okkur inn í hugarheim fólks sem gengur í gegnum þessa reynslu. Við ferðuðumst meðal annars til Tælands þar sem kynleiðréttingar eru mjög tíðar. Við ræddum þar við fjöldann allan af einstaklingum sem höfðu leiðrétt kyn sitt.“
Hvaða þýðingu heldur þú að þessi heimildarmynd hafi fyrir transfólk? „Ég held að myndin hafi mikla þýðingu fyrir transfólk. Hún gefur sýn inn í þeirra hugarheim og baráttu – fyrir þeim er kynleiðrétting ekki valkostur heldur nauðsyn. Barátta transfólks er rétt að byrja og núna í júní voru til að mynda samþykkt lög til að tryggja transfólki jafna stöðu á við aðra, nokkuð sem átti sér stað fyrir nokkrum árum hjá samkynhneigðum.“ Að sögn Ragnhildar Steinunnar hefur mikill tími, blóð, sviti og tár farið í gerð þessarar heimildamyndar. Nú styttist þó óðum í að hún þurfi að klippa á naflastrenginn og leyfa myndinni að lifa sjálfstæðu lífi í sýningarsölum og sjónvarpi. „Það er mjög skrýtin tilfinning sem fylgir þeirri tilhugsun að myndin verði senn frumsýnd. Í 4 ár hef ég vitað nánast allt um líf annarrar manneskju, hvernig henni líður og hvað hún er að fara gera hverju sinni. Hún hefur verið hluti af mínu lífi og ég hennar. Núna heldur Hrafnhildur áfram með sitt líf og ég mun snúa mér að öðrum verkefnum. Við munum sjálfsagt báðar upplifa ákveðið tómarúm svona fyrst um sinn. Svo fylgir svona verkefni gífurlega mikil vinna. Það er tímafrekt og getur reynt mjög á þolrifin. Ég held að fólk geri sér almennt enga grein fyrir hversu mikil vinna liggur á bak við gerð svona myndar. Ég gerði mér ekki einu sinni grein
fyrir því sjálf þegar ég byrjaði, þrátt fyrir að hafa unnið í sjónvarpi í mörg ár! Að búa til heimildarmynd er í raun vesen frá a-ö, þannig er það nú bara. Ég hef margoft viljað hætta við á miðri leið og hreinlega ekki nennt að standa í þessu en það er alltaf eitthvað sem togar mann áfram, einhver þörf til að segja frá. Eftir þessa vinnu var ég staðráðin í að ráðast ekki í heimildarmyndagerð aftur en viti menn ég er byrjuð á nýrri mynd! Það kemur í ljós síðar um hvað sú mynd er.“ Hrafnhildur verður sýnd í Bíó Paradís frá 7. ágúst og RÚV mun einnig taka hana til sýningar í október. Hvaða væntingar hefur þú til myndarinnar þegar svo stutt er í frumsýningu? „Ég vona einfaldlega svo innilega að fólk geri sér ferð í bíó. Það er mannbætandi að sjá þessa mynd“.
11
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 26. júLí 2012
Leggja Garðvangi til aukaframlag
B
æjarráð Sandgerðisbæjar leggur til að Sandgerðisbær leggi til 1.381.500 kr. sem aukaframlag til reksturs Garðvangs í samræmi við erindi stjórnar D.S. dags. 07.03.2012. Bæjarráð telur samt sem áður að það sé á ábyrgð ríkisins að standa straum af kostnaði við rekstur Garðvangs og því krafa ráðsins að íslenska ríkið endurgreiði ofangreint framlag. Bæjarráð telur rétt að framlag Sandgerðisbæjar sé háð því skilyrði að öll sveitarfélögin sem standa að D.S. leggi málinu lið.
›› Steypt fyrir Ben Stiller?
Laga bryggjuna í Garði N
ú loks er verið að laga bryggjuna í Garðinum en hún hefur verið hreint og beint hættuleg eins og hún hefur verið allt of lengi. Umferð á bryggjunni hefur aukist til muna undanfarið bæði vegna makrílgengdar og kvikmyndafólks en það færist sífellt í vöxt að kvikmyndafólk komi í Garðinn og taki upp bíómyndir hér. Oftar en ekki er þá notast við
Menningarveisla í Sandgerði
U
m nýliðna helgi var boðið til menningarveislu í Sandgerði. Á laugardeginum opnaði einstaklega skemmtileg sýning í Listatorgi á verkum Guðlaugar Brynjarsdóttur og Lárusar Guðmundssonar. Glerverk þeirra mæðgina eru í senn glæsileg og glettin. Maður brosir um leið og maður dáist að vönduðu handverkinu. Á sunnudeginum stóð Thailenskíslenska félagið fyrir sýningunni Samfelld tælensk arfleifð 2012. Á sýningunni komu fram hæfileikaríkir dansarar og tónlistarfólk frá tælenskum listaháskóla og gestir fengu að njóta tælenskrar matargerðar. Eina kvöldstund breyttist Samkomuhúsið í Sandgerði í tælenska höll sem iðaði af lífi. Því miður fyrir þá sem ekki komust verður sýning tælenska listafólksins ekki endurtekin. Hins vegar mun sýning þeirra Guðlaugar og Lárusar í Listatorgi standa til 19. ágúst og er opið alla daga milli kl. 13:00 og 17:00 þannig að sem flestir ættu að ná að renna við og njóta. Ólafur Þór Ólafsson forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar
bryggjuna til að taka upp atriði sem eiga að gerast á sjó, en auk þess hefur makrílgengdin við landið orsakað aukna umgengni á bryggjur landsins almennt, en mikið veiðist af honum af bryggjunni í Garði. Unnið var af kappi, í góða veðrinu í vikunni við að fylla í helstu sprungurnar sem krakkar úr vinnuskólanum höfðu þrifið og undirbúið undir steypuvinnuna. n
Bað og sturta! AGI-160
NAPOLI hitastýrð blöndunartæki fyrir baðkar
14.900,-
NAPOLI hitastýrt sturtusett
26.900,-
einnig fáanlegt með áföstu sturtusetti
SAFIR sturtusett
1.995,NAPOLI hitastýrð blöndunartæk i f yrir sturtu
AGI-167-1C
11.990,-
ADE-15752204
AGI-167-1B
Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum
– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Hafnargötu 90 (fyrir ofan Tölvulistann)
s. 420 6070
Reynir Ólafsson lögg, fasteignasali. Júlíus Steinþórsson lögg, leigumiðlari, sölumaður Sigrún Inga Ævarsdóttir sölumaður
Krían fékk sér próteinbombu
„Kríur geta verið duglegar að pikka upp skordýr eins og mý og fiðrildi á landi og stundum einnig ánamaðka. Við vötn þar sem veiðimenn nota beitu (makríl, ánamaðk) þá tína kríurnar upp það sem eftir liggur. Mögnuð er hún krían,“ segir Dr. Gunnar Þór Hallgrímsson hjá Náttúrustofu Reykjaness um meðfylgjandi mynd sem Hilmar Bragi tók við höfnina í Sandgerði nýverið. Þar slóst krían við mávana um þá matarbita sem var að finna á bryggjunni. Á myndinni má sjá kríuna næla sér í próteinbombu, þ.e. bita af makríl.
Tjarnabraut 22, 260 Njarðvík Falleg og björt 100,5 fm 4ra herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, þvottahús, geymslu, 3 svefnherbergi, baðherbergi og stofu ásamt geymslu í sameign. Möguleg skipti á sumarbústað fyrir vestan. Verð kr. 19.500.000
Hólabraut 2, 230 Keflavík Mjög skemmtileg 40,6 fm 2ja herbergja risíbúð í 3ja íbúða húsi sem hefur verið mikið endurnýjað og yfirfarið á undanförnum mánuðum, bæði að utan og innan. Möguleiki er að fá íbúðina á 100% láni. Verð kr. 9.000.000
Klapparstígur 8, 230 Keflavík Vel staðsett 67,9 fm 3ja herb íbúð á 1. hæð í tvíbýli. Möguleiki er að fá þessa íbúð á 100% láni þar sem greiðslubyrði er um 51.000 kr. á mánuði. Verð kr. 12.000.000
Heiðarból 2, 230 Keflavík Góð 77,5 fm 3ja herb. íbúð á annarri hæð í fjölbýli. Vel staðsett við Heiðarskóla í Keflavík. Verð kr. 13.700.000
Hjallavegur 9, 260 Njarðvík 66,5 fm 3ja herb. íbúð ásamt geymslu í sameign. Möguleg skipti á eign í Vestmannaeyjum. Verð kr. 10.900.000
Skólabraut 1, 260 Njarðvík Nýleg og rúmgóð 106 fm 3-4 herbergja íbúð í fjórbýli. Íbúðin er vel staðsett við grunnskóla og leikskóla. Verð kr. 21.000.000
Mikill fjöldi sótti um 10 störf
S
aumastofa Icewear/Víkurprjóns í Reykjanesbæ hefur hafið starfsemi. Saumastofan hefur aðsetur að Flugvallarvegi 740, Ásbrú í Reykjanesbæ. Auglýst var eftir starfsfólki í Víkurfréttum 10. maí síðastliðinn. Mikill fjöldi sótti um þau 10 störf sem auglýst voru og hefur verið ráðið í öll störfin. Í kjölfar yfirtöku Icewear á Víkurprjóni fyrr á árinu var ákveðið að stórauka framleiðslu á prjónavörum í Vík í Mýrdal. Þar sem saumageta er takmörkuð þar var ákveðið að opna saumastofu á Suðurnesjum. Á Icewear saumastofunni í Reykjanesbæ verður lögð áhersla
á að framleiða nærföt úr angóruull ásamt því að framleiða ýmiskonar vörur úr íslenskri ull. Nærfatalínan mun heita „Reykjanes“. Icewear bindur miklar vonir við að byggja upp öfluga saumastofu á Reykjanesi, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.
ÓSKum efTir eigNum á Sölu- og leiguSKrá
12
FIMMTUDAGURINN 26. júLí 2012 • VÍKURFRÉTTIR Frá tjaldstæðinu við aðstöðu Alex við Aðalgötu í Keflavík. Þar verður ekki hægt að tjalda á næsta ári. Reykjanesbær skoðar aðra möguleika. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir og amma,
Jóhanna Svanlaug Sigurvinsdóttir, Upphæðir 7, Sólheimum, lést á Kvennadeild Landspítalans föstudaginn 20. júlí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 27. júlí kl. 13:00. Þorvaldur Kjartansson, Kjartan Þorvaldsson, Jóhanna Þorvaldsdóttir, Kristjana Vilborg Þorvaldsdóttir, Hrafn Theodor Þorvaldsson, Jóhanna Karlsdóttir og barnabörn
Sólborg Gígja Guðmundsdóttir, Baldvin Ingi Gíslason, Magni Freyr Guðmundsson, Erna Elísabet Óskarsdóttir,
Þú gengur frá kaupum á smáauglýsingum sem birtast í með því að fara inn á vf.is VÍKURFRÉTTIR 2Víkurfréttum
sMÁAUGLÝsiNGAR – 421 0000
Ekkert tjaldsvæði í Reykjanesbæ árið 2013? „Þetta er síðasta sumarið sem við munum reka tjaldsvæði hérna,“ segir Einar Þór Guðmundsson framkvæmdarstjóri Alex gistiheimilis í Reykjanesbæ. Þar með er ekkert tjaldsvæði í Reykjanesbæ en það verður að teljast óvenjulegt í bæjarfélagi sem telur yfir 14.000 íbúa. Einar sagði í samtali við Víkurfréttir að sumarið í ár hefði verið með svipuðu móti og undanfarin ár hvað umferð varðar, en Alex hefur nú rekið tjaldsvæði í 10 ár. Einar segir nánast enga Íslendinga heimsækja tjaldsvæðið og að flestir kúnnarnir séu erlendir ferðamenn
NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS
sem gisti fyrstu nóttina sína eftir komu til landsins og svo þá jafnan líka síðustu nóttina hér á landi. Einar segir ástæðurnar fyrir því að Alex ætli sér að hætta að bjóða upp á tjaldgistingu vera þá að fyrirtækið ætli sér að einblína á önnur gistirými en alls eru um 50 smáhýsi og herbergi í boði fyrir ferðamenn í húsakynnum Alex gistihúss. Ólíkir hópar sæki í þessar mismunandi gistingar að sögn Einars sem fari ekki endilega vel saman. Guðlaugur H. Sigurjónsson framkvæmdarstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar sagði aðspurður að það væri verið
að skoða þessi mál og þau yrðu tekin upp til umræðu á næstunni. Guðlaugur sagði jafnframt að auðvitað yrði að vera tjaldsvæði í bæjarfélaginu. Sagði hann að jafnvel mætti m.a. nýta gamla fótboltavöllinn á Iðavöllum, sem ekki er lengur í notkun undir tjaldsvæði en hann býst ekki við að miklum fjármunum verði varið í framkvæmdir. „Við höfum náð að láta dæmið ganga upp á viðburðum eins og Fimmtudagurinn 14. apríl 2011 Ljósanótt með því að bjóða upp á gistingu við skóla bæjarins og víðar,“ sagði Guðlaugur að lokum.
Verður næsta tjaldstæði Reykjanesbæjar hér? VF-mynd: Hilmar Bragi
ÝMISLEGT
TIL LEIGU Falleg íbúð í Heiðarbóli í Keflavík mjög stutt í skóla, leikskóla og verslun. Það er búið að taka helling í gegn og mála. Leiguverð er 85.000 plús rafmagn og hiti. Sími 616 9383.
Tek að mér allskonar viðgerðir á bílum, sláttuvélum. Er með greiningartölvu til að bilanagreina margar tegundir bíla. Vanur maður, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð! Uppl. S: 864 3567.
ÞJÓNUSTA
ÓSKAST Fullkominn leigjandi Nýútskr. læknanemi. Herbergi eða lítil íbúð, 1. ágúst. Langtímaleiga. Reglusamur, allt kemur til greina. S. 8981357.
TIL SÖLU Opel Astra G. til sölu Til sölu vel farin 2 dyra Opel Astra G. Rauður, árg 99’. 1.6 vél. Ekinn 180 þ. TILBOÐ í síma: 771 8211. Palomino Colt fellihýsi Til sölu fellihýsi árg. ‘06, á götu ‘07. Ísskápur, eggjadýnur og annar aukabúnaður fylgir ásamt fortjaldi frá Seglagerðinni Ægi. Verð: tilboð. Upplýsingar í síma 892 7619. Senda má fyrirspurn á frimol@ simnet.is
Hjólhýsi - Hjólhýsi - Hjólhýsi til leigu Gistiheimilið Njarðvík. Hjólhýsaleiga og gistiheimili. Ýmsar gerðir Hobby hjólhýsa til leigu Sanngjörn verð og góð þjónusta S: 421 6053 & 691 6407 www.gistiheimilid.is gistiheimilid@gistiheimilid.is
HE- verk ehf. Öll almenn trésmíðavinna Nýsmíði – viðhaldsvinna Höfum mót og krana til uppsteypu Hannes sími 861 5599 Ellert sími 696 9638
www.vf.is
BOUTIQUE
Hafnargata 54
Helguvík - Berghólabraut 27
Snyrtirvörur - Undirfatnaður - Sportfatnaður
Komdu með öll raftæki, brotajárn og málma til okkar í Helguvík! Við borgum þér fyrir flesta málma. - Skilum betur til baka
Fáðu pening fyrir gamla bílinn þinn. Farðu með hann til Bílastofu Davíðs, Grófinni 7 eða hringdu í 421-1415 og við sækjum hann. ALLAR ALMENNAR BÍLAVIÐGERÐIR
Raflagnir & viðgerðir Þvottavélaviðgerðir
896 0364
bÍlastofa davÍÐs
SUÐURNES
Hringrás smáauglýsing 1a.indd 1
D.IBSEN ehf.
Grófin 7
e-mail: dibsen@mitt.is
Sími: 421-1415
›› Hannes Friðriksson skrifar:
Sýnum nú smá metnað Þ
rátt fyrir þungan og erfiðan fjárhag Re y kjanesb æ jar er ástæðulaust að láta hugmyndadoða og metnaðarleysi ná yfirhöndinni. Svör framkvæmdarstjóra u m hv er f i s - o g skipulagsviðs bæjarins um málefni tjaldsvæðis í Reykjanesbæ í Víkurfréttum bera það með sér að svo sé orðið. Þar virðist metnaðurinn beinast að því láta hlutina reddast í stað þess að gera eitthvað alvöru úr þeim. Ferðamannaiðnaðurinn er sú starfsgrein sem einna mest hefur vaxið á Íslandi undanfarin ár. Reiknað er með að sá vöxtur haldi áfram næstu ár og þegar er farið að ræða stækkun eða jafnvel nýja flugstöð á Keflavíkurflugvelli. Þar á bæ sem og víðar um landið eins og til að mynda í nágrannasveitarfélagi okkar Grindavík átta menn sig á að til þess að ná í viðskipti ferðamanna verður þjónustan að vera í lagi. Sómasamleg tjaldstæði
5/30/12 2:36:11 PM
eru hluti þeirrar þjónustu. Nýtt og veglegt tjaldstæði í Grindavík hefur þegar sannað gildi sitt, ferðamönnum fjölgað um leið og viðskipti hafa glæðst. Þar er horft til meira en einnar bæjarhátíðar á ári. Ekki vil ég gera lítið úr hugmynd framkvæmdarstjórans um að unnt væri að nýta gamla fótboltavöllinn á Iðavöllum, sem hugsanlegt tjaldstæði, en finnst þó að rétt sé að benda á aðrar lausnir sem ef til vill gætu gagnast uppbyggingu ferðamannaiðnaðarins betur. Hér er verið að tala um það svæði er byggt hefur verið upp í kringum Víkingaheima. Hvað sem segja má um þann kostnað sem lagt hefur verið í vegna Víkingaheima er það þó öllum ljóst að þar í kring hefur farið fram mikil uppbygging, sem þó er aðeins nýtt að hluta. Nútíma tjaldstæði er ekki bara einhver blettur sem hefur verið aflagður. Með tilkomu tjaldvagna, húsbíla og annarra nútímaþæginda hafa kröfurnar breyst. Nú þarf að vera rafmagn og þokkaleg snyrtiaðstaða. Eflaust væri hægt að samnýta þannig snyrtiaðstöðuna
í Víkingaheimum með smávægilegum breytingum. Þær háu og flottu manir sem með miklum tilkostnaði fyrir bæinn gætu þannig verið ágætisrammi um tjaldstæði bæjarins sem gæti jafnvel styrkt rekstrarafkomu Víkingaheima. Ekki veitir nú af. Þar mætti setja upp lítið kaffihús sem gestir tjaldstæðisins gætu nýtt sér á fögrum sumarkvöldum eftir rómantíska göngu meðfram ströndinni, á meðan börnin nytu þess að skoða húsdýragarðinn eða leika sér í flæðarmálinu þar sem nemendur Akurskóla hafa byggt upp frábæra aðstöðu. Ekki þyrfti að vera um aukinn kostnað í mannahaldi að ræða þar sem sá er sinnir starfi dýrahirðis sinnti tjaldstæðinu einnig. Hvort heldur menn velja gamla fótboltavöllinn við Iðavelli eða flottu manirnar við Víkingaheima yrði kostnaðurinn sennilega svipaður, en umhverfið ólíkt. Með bestu sumarkveðju Hannes Friðriksson
13
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 26. júLí 2012
›› Skúli S. Ólafsson sóknarprestur Keflavíkurkirkju skrifar:
Steindu gluggarnir í Keflavíkurkirkju
Þ
egar horft er yfir nærri aldarlanga sögu Keflavíkurkirkju má sjá að margsinnis hefur samfélagið í kringum kirkjuna staðið fyrir endurbótum á þessum helgidómi. Ekki þ arf að undr a þar sem álagið á húsnæðinu er mikið, þar er gestkvæmt með eindæmum og veðurfarið hefur sitt að segja hérna við sjávarsíðuna. Þegar gengið er um kirkjuskipið í núverandi mynd blasir við okkur hönnun og handbragð, einkum frá lokum sjöunda áratugarins þegar skipt var um allar innréttingarnar í kirkjunni. Mikill framfarahugur einkenndi allt það starf, en ekki var litið til upprunalegrar hönnunar. Gylltu ljósahjálmarnir í loftinu lentu í ónáð og gamli predikunarstóllinn sem upphaflega var smíðaður í gömlu kirkjuna við Hafnargötuna var talinn úreltur. Þessu tókst þó að bjarga. Byggðarsafnið fékk stólinn til varðveislu en ljósakrónurnar voru fljótt settar aftur upp í staðinn fyrir plastið sem þar hékk um tíma og gárungarnir kölluðu „þvolbrúsana“. Nú er stóllinn geymdur í safnaðarheimilinu og senn verður honum komið fyrir að nýju í kirkjuskipinu. Það stendur mikið til í kirkjunni. Hún verður aldargömul eftir aðeins þrjú ár, þann 14. febrúar 2015. Nú á að horfa aftur til upprunans og innrétta hana í þeim anda sem líkist því sem var þegar Rögnvaldur Ólafsson hannaði þessa nýklassísku byggingu, með stílhreinum einföldum línum, vönduðum innréttingum og birtu sem flæddi inn um gluggana. Já, birtan á að flæða inn í kirkjuna eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Steindu gluggarnir sem settir voru upp áratug eftir þessar breytingar verða teknir niður og þeim verður komið fyrir annars staðar. Í fyrstu verða þeir hafðir í geymslu en jafnvel kemur til greina að finna einhverjum þeirra, annan stað þar sem þeir munu njóta sín, þá væntanlega í safnaðarheimilinu. Sú ákvörðun að fjarlægja steindu gluggana er líklega sú erfiðasta í öllu ferlinu. Gluggarnir voru gjöf frá einstöku fólki sem vildi kirkjunni sinni allt hið besta og enginn ætti að draga í efa það þakklæti sem við berum til þess. Ástæðurnar fyrir því að steinda
Lokar þú eftir verslunarmannahelgina? Síðasta blað fyrir verslunarmannahelgi kemur út fimmtudaginn 2. ágúst nk. Þar er tilvalið fyrir þau fyrirtæki sem taka langt verslunarmannahelgarfrí og loka í vikunni eftir verslunarmannahelgi að auglýsa lokun. Sími auglýsingadeildar er 421 0001. Ath. Víkurfréttir koma næst út 2. ágúst og næsta blað þar á eftir kemur þann 16. ágúst.
BÓKARI Einn af viðskiptavinum okkar er að leita að vönum bókara. Viðkomandi þarf að sjá um bókhald félagsins, afstemmingar, skýrslugerð og launavinnslu. Einnig þarf viðkomandi að geta séð um alla skýrslugerð til Fiskistofu og önnur tilfallandi skrifstofustörf. Unnið er með DK bókhaldskerfi. Gerð er krafa um góða bókhaldsþekkingu og reynslu af skrifstofustörfum. Upplýsingar um starfið veitir Karl Antonsson í síma 545-6000. Einnig má senda umsóknir og ferilskrá á netfangið kantonsson@kpmg.is KPMG - Suðurnes
glerið verður fjarlægt eru hins vegar þessar: • Gluggarnir standa fyrir innan rúðugler sem þýðir að ekki þarf að setja nýtt gler í staðinn. Vegna þessa hafa þeir hins vegar ekki notið sín sem skyldi og birtan fellur ekki beint á þá heldur fer hún í gegnum rúðurnar sem eru þar fyrir utan. • Þótt gluggarnir verði teknir niður mælir ekkert gegn því að setja þá aftur upp í ljósi þess að nýtt gler verður ekki sett í staðinn. • Vegna málningarvinnu við kirkjuna hefði þurft að taka þá niður einfaldlega til þess að hlífa þeim. Gera þarf við múrinn, lagfæra sprungur og mála bak við steinda glerið. • Hönnunin eftir Benedikt Gunnarsson hefur enga skírskotun í sögu kirkjunnar eða útlit hennar að öðru leyti. Kirkjur í þessum anda eru þvert á móti hannaðar fyrir gegnsætt gler enda er hugsunin sú að birtan berist að utan inn í kirkjurýmið, ólíkt til dæmis gotneskum kirkjum þar sem leitast er við að skapa sem sterkastar andstæður milli innanrýmis kirkjunnar og umhverfisins.
• Vegna hins steinda glers er ekki hægt að koma fyrir opnanlegum fögum í gluggunum. Þetta hefur verið bagalegt svo ekki sé fastar að orði kveðið. Með þessum breytingum mun ekki bara birtan leika um kirkjurýmið heldur einnig ferskt loft sem kirkjugestir, ekki síst í fjölmennum athöfnum eiga eftir að njóta af. Við vonum að bæjarbúar og aðrir velunnarar kirkjunnar skilji sjónarmið þau sem hér hefur verið lýst. Þær breytingar sem framundan eru í kirkjunni ber að skoða í ljósi þess hversu oft hefur verið staðið að endurbótum á henni. Þær eru í raun eðlilegt viðhald en vegna þeirra tímamóta sem framundan eru, verður í þetta skiptið leitast við að endurskapa það útlit sem upphaflega var á kirkjuskipinu. Við hvetjum fólk til þess að fylgast með því hvernig kirkjan mun taka á sig þann svip sem var á henni eftir að eldhugar höfðu reist þennan helgidóm fyrir bráðum hundrað árum. Skúli S. Ólafsson Sóknarprestur í Keflavíkurkirkju
vf.is
AUGLÝSING Á TILLÖGU AÐ SVÆÐISSKIPULAGI SUÐURNESJA 2008-2024 Samvinnunefnd um Svæðisskipulag Suðurnesja hefur samþykkt að auglýsa tillögu að Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024 ásamt umhverfisskýrslu í samræmi við 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (www.sss.is) og allra sveitarfélaganna sem eiga aðild að nefndinni. Á heimasíðunni verður jafnframt hægt að nálgast viðbrögð við athugasemdum og ábendingum sem bárust við drög að svæðisskipulaginu. Tillagan mun auk þess liggja frammi á bæjarskrifstofum allra sveitarfélaganna og hjá Skipulagsstofnun. Svæðisskipulagið mótar stefnu og leikreglur skipulagsyfirvalda fyrir þau málefni sem eru mikilvæg á svæðisvísu og snerta hagsmuni fleiri en eins aðila í samvinnunefndinni. Samvinnunefndin hefur skilgreint megin áherslur skipulagsvinnu og út frá þeim þau viðfangsefni sem skipulagsáætlunin skal vinna að. Viðfangsefni skipulagsins eru: - Atvinna - Auðlindir - Veitur og samgöngur - Flugvallarsvæðið - Samfélag Ábendingar og athugasemdir við tillöguna skal senda til samvinnunefndarinnar á netfangið oto@sandgerði.is. Einnig er hægt að senda athugasemdir merktar Svæðisskipulag Suðurnesja á póstfangið, Bæjarskrifstofur Sandgerðisbæjar, Vörðunni, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði. Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við tillögu að svæðisskipulaginu er til og með 13. september 2012.
Víkurfréttir eru fluttar í Krossmóa 4 í Reykjanesbæ
Samvinnunefndin vonast til þess að sem flestir kynni sér þá stefnumörkun sem unnið hefur verið að fyrir Suðurnesin og þær áherslur og aðgerðir sem talið er nauðsynlegt er að ráðast í á næstu árum til að ná settum markmiðum. Samvinnunefnd um svæðisskipulag Suðurnesja
14
FIMMTUDAGURINN 26. júLí 2012 • VÍKURFRÉTTIR
www.facebook.com/grasalaeknir.is
Ofurfæðan grænkál M
ér til mikillar gleði og ánægju þá opnaði ég grænmetiskassann minn í vikunni og blasti við mér fullur kassi af brakandi fersku laufmiklu salati af ýmsum gerðum og litum. Alltaf jafn ánægjulegt að bíða eftir uppskerunni á sumrin og geta svo farið út í garð og klippt sitt eigið grænmeti og salat á diskinn. Grænkálið er afar sérstakt kál að mínu mati, það er harðgert, auðvelt í ræktun og vex mjög kröftuglega allt sumarið og fram eftir hausti fyrir utan hvað það er bráðhollt fyrir okkur! Grænkálið er eitt næringarríkasta grænmeti sem fyrirfinnst og inniheldur m.a. A, C, vikurfrettir:Layout 1 25.7.2012 09:14
þið búið ekki svo vel að rækta grænkál sjálf er hægt að fá grænkál í sumum stórmörkuðum og heilsubúðum.
Heilsuefling á Garðskaga!
Grænkáls snakk: 6-8 blöð af grænkáli Smá sjávarsalt 3 msk ólífuolía
og E vítamín, járn, kalk, magnesíum og fólínsýru. Grænkálið hefur góð áhrif á ristil, þarma og lifrina en efni úr grænkáli eru talin ýta undir afeirrunarstarfsemi lifrarinnar. Hægt er að nota grænkálið á ýmsa vegu í daglegu mataræði eins og í ávaxtaboost, súpur, salöt, pottrétti, gufusoðið eða léttsteikt á Page 1 pönnu með öðru grænmeti. Ef
-fjarlægja stöngla og rífa niður kálblöðin í skál. -allt hrært vel saman í skál og olían látin smyrjast vel á blöðin. -setja á bökunarpappír í ofnskúffu og bakað í ofni við 200°C með blæstri í 10-15 mín. -ljúffengt snakk sem er súperhollt! Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/ grasalaeknir.is
F
ólk notar ekki bara Garðskaga til útivistar því undanfarið hefur færst í vöxt að svæðið sé notað til heilsueflingar. Þannig hefur undanfarið mátt sjá bæði Bootcamp-hópa og fólk í Jóga í fjörunni á Garðskaga. Þá hefur sjósund færst í vöxt á Garðskaga og hefur fólk verið þar daglega á sundi í allt sumar. Myndirnar hér að ofan voru teknar í síðustu viku. VF-myndir: Hilmar Bragi
K AF STAÐ Á REYKJANESIÐ Menningar- og sögutengd gönguhátíð í Grindavík um verslunarmannahelgina Í tilefni af því að nú eru 100 ár frá því að hafist var handa við gerð akvegar til Grindavíkur verða gengnar nokkrar gamlar leiðir í og við Grindavík um verslunarmannahelgina 3. - 6. ágúst. >> Föstudagur 3. ágúst: Mæting kl. 20 við tjaldsvæði Grindavíkur. Gengið verður með leiðsögn um Járngerðarstaðahverfi, gamla bæjarhlutann í Grindavík í 1-2 tíma. Fróðleikur í Flagghúsinu í lok göngu. Aðgangur ókeypis. >> Laugardagur 4. ágúst: Mæting kl. 11 við tjaldsvæði Grindavíkur. Genginn verður hluti af gömlu þjóðleiðinni milli Grindavíkur og Voga, Skógfellastígur. Til baka verður farinn hestaslóði. Gangan tekur um 3-4 tíma. Svæðið býður upp á stórbrotna náttúru, jarðfræði og sögu. Gott er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm. Þátttökugjald kr. 1000. Frítt fyrir börn. Í lok göngu verður boðið upp á heilgrillað lamb á teini í Salthúsinu. Verð kr. 3.100 >> Sunnudagur 5. ágúst: Mæting kl. 11 við golfskálann í Grindavík. Gengin verður hluti af gömlu þjóðleiðinni milli Grindavíkur og Hafna, Prestastígur frá Húsatóftum í Eldvörp og Árnastígur til baka, Gangan tekur um 3-4 tíma. Svæðið býður upp á stórbrotna náttúru, jarðfræði og sögu. Gott er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm. Þátttökugjald kr. 1000. Frítt fyrir börn. >> Mánudagur 6. ágúst: Mæting kl. 11 við bílastæði Bláa lónsins - Gengið með leiðsögn um hluta af gömlu þjóðleiðinni milli Grindavíkur og Njarðvíkur, Skipsstígur og með hlíðum Þorbjarnar til baka. Gangan tekur um 3-4 tíma. Svæðið býður upp á stórbrotna náttúru, jarðfræði og sögu. Gott er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm. Þátttökugjald kr. 1000. Frítt fyrir börn. Boðið er upp aðgangseyri, 2 fyrir 1 í Bláa lónið í lok göngu. Leiðsögumaður í ferðum er Sigrún Jónsd. Franklín, gsm 6918828. Nánar upplýsingar um ferðir og/ef um breytingar er að ræða má sjá á www.grindavik.is og facebook „sjf menningarmiðlun". Gönguhátíðin er styrkt af Menningarráði Suðurnesja.
Árni Már í annað sinn á Ólympíuleikum
Á
rni Már Árnason sundmaður úr Njarðvík/ÍRB er á leið á sína aðra Ólympíuleika. Árni Már bætti nú nýverið eigið Íslandsmet frá Ólympíuleikunum 2008 og náði um leið lágmörkum fyrir leikana í London. Árni synti á tímanum 22,53 á Canet-en-Roussillon sundmótinu í Frakklandi í júní, en átti 22,81 frá ÓL 2008 sem er talsverð bæting í svona stuttri vegalengd. Þessi bæting er jafnvel enn athyglisverðari og betri þegar tekið er tillit til þess að 2008 þá synti hann í svokölluðum „sundgalla“ en núna setti hann metið í venjulegri sundskýlu. Fyrir okkur venjulegan almenning sem heimsækir sundlaugina er Árni Már eins og stormsveipur sem æðir um laugina, svo mikill er hraðinn á kappanum. Árni Már sem á Íslandsmetið í 50m skriðsundi, bæði í 25m og 50m laug, er tvímælalaust hraðasti sundmaður Íslandssögunnar og kann afar vel við sig á stórmótum. Við íbúar í Reykjanesbæ fylgjumst því spennt með fulltrúa okkar, og vonumst til þess að nýtt Íslandsmet í 50m skriðsundi líti dagsins ljós á Ólympíuleikvanginum í London 2. ágúst.
nattspyrnulið Keflvíkinga í Pepsi-deild karla inniheldur ansi skemmtilega blöndu þetta árið. Liðið er skipað bæði reynsluboltum sem margir hverjir hafa átt glæstan feril í atvinnumennsku, líkt og þeir Jóhann Birnir Guðmundsson og Haraldur Freyr fyrirliði, og svo ungum og efnilegum leikmönnum með takmarkaða reynslu í efstu deild. Einn þessara ungu og upprennandi leikmanna er miðjumaðurinn Arnór Ingvi Traustason en hann hefur skorað fjögur mörk í fyrstu 12 leikjum deildarkeppninnar í ár og er margur knattspyrnuáhugamaðurinn sennilega búinn að leggja nafn hans á minnið. Arnór segir að velgengni hans væri eflaust ekki mikil ef liðsheildin hjá Keflvíkingum væri ekki jafn sterk og raun ber vitni. „Ég gæti ekki gert mikið án þessara góðu liðsfélaga minna. Það er góð blanda af ungum og reynslumiklum mönnum og þetta hefur verið gaman í sumar,“ sagði Arnór í samtali við Víkurfréttir í vikunni. Arnór segir gengi liðsins hafa verið ágætt hingað til en nú þurfi liðið hins vegar aðeins að stíga upp að hans mati. Honum er greinilega enn í fersku minni ósigur síðasta mánudags en þá þurftu Keflvíkingar að lúta í gras gegn Fylki. „Við þurfum að koma okkur frá neðri hluta deildarinnar og vera frekar í pakkanum sem er að gæla við Evrópusæti, það væri alger draumur.“ Á dögunum fór Arnór til reynslu til liðsins Sandnes
15
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 26. júLí 2012
Tóku þátt í Laugavegshlaupinu
Þ
rír hlauparar frá Grindvík tóku þátt í Laugavegsvegshlaupinu sem fram fór þarsíðasta laugardag. Það er 55 kílómetra langt og tengir saman Landmannalaugar og Þórsmörk á sunnanverðu hálendi Íslands, tvær náttúruperlur. Á þessari krefjandi leið verða hlauparar vitni að ótrúlegri náttúrufegurð en hlaupið er á sandi og möl, í grasi og snjó, á ís, í ám og lækjum. Christine Bucholz hljóp Laugavegshlaupið í þriðja sinn og gerði það á rúmum sex tímum. María Jóhannesdóttir hljóp einnig í þriðja sinn og var á rétt rúmum sex og hálfum tíma. Þá hljóp Þorsteinn Gunnarsson Laugavegshlaupið í fyrsta sinn og var í rúma átta tíma.
›› Miðjumaðurinn efnilegi Arnór Ingvi Traustason
„Gæti lítið án liðsfélaganna“ Ulf í Noregi sem leikur efstu deild þar ytra og áður hefur hann farið til reynslu hjá enska félaginu West Brom Albion. „Þjálfarinn var mjög ánægður með okkur og hefur sett sig í samband við Keflavík. Ég er svo ekki klár á því hvert framhaldið verður,“ segir Arnór en hann segir að liðið hafi verið fínt og allir mjög vinalegir. Arnór fór ásamt Sigurbergi Elíssyni liðsfélaga sínum hjá Keflavík til Noregs en liðið er að leita að ungum efnilegum leikmönnum í þær stöður sem þeir félagar leika í. Arnór hefur jafnan leikið sem miðjumaður sem tekur jafnan þátt í sóknar - og varnarleiknum en nú er hann í töluvert veigameira sóknarhlutverki en áður. Þar segist hann kunna vel við sig en hann fær að leika lausum hala fyrir aftan Guð-
mund Steinarsson framherja sem er eini leikmaður Keflavíkurliðsins sem skorað hefur fleiri mörk en Arnór í sumar. Gæti Arnór hugsað sér að leika í norsku deildinni? „Já en það má líka halda fleiri möguleikum opnum, það gætu komið upp fleiri tækifæri,“ en Arnór segir að fyrir honum virðist það rökrétt að fara til Norðurlanda að spila og ef vel gengur þar þá væri það fínn stökkpallur á stærri vettvang. Fyrir hjá liðinu leikur Íslendingurinn Steinþór Freyr Þorsteinsson og svo Gilles Mbang Ondo sem lék lengi vel með Grindvíkingum. Liðið er búið að leysa Ondo undan samningi en Arnór tjáir blaðamanni það að aukakílóin hafi eitthvað verið að stríða framherjanum sem hampaði gullskónum á Íslandi árið 2010.
Arnór hefur vissulega vakið athygli í sumar en þessi 19 ára leikmaður hefur farið mikinn á miðjunni hjá Keflvíkingum á fyrri hluta tímabils. Arnór var m.a. valinn í undir 21 árs lið Íslands fyrr í sumar og á dögunum var hann valinn í 11 manna úrvalslið vefsíðunnar fótbolti.net. Í fyrra kom Arnór við sögu í 17 leikjum Keflvíkinga og komst þá einu sinni á blað. Einnig átti Arnór eftirminnilega innkomu í efstu deild árið 2010 þegar hann skoraði glæsilegt mark í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Keflvíkinga 17 ára gamall. Arnór sleit takkaskónum í Njarðvík en ákvað að færa sig yfir lækinn á eldra ári í 3. flokk. „Ég hef allt gott um Njarðvík að segja, það er mjög fínn klúbbur. Mér fannst framtíðin betri hjá Keflavík og sama ár og ég skipti yfir unnum við m.a. allt sem í boði var. Mig langaði að spila meðal þeirra bestu,“ segir Arnór um vistaskiptin. Njarðvíkingurinn er ekki alveg úr honum og hann viðurkennir að þegar liðin í Reykjanesbæ mætast í körfuboltanum þá styður hann jafnan þá grænklæddu. Arnór virkar sem jarðbundinn og hógvær piltur og er ekki að gera mikið úr velgengni sinni. Hann segist bara leggja sig fram fyrir félagið og allt annað sé einfaldlega rjómi á kökuna. „Maður heldur bara áfram að gera það sem maður hefur verið að gera, það hlýtur að vera eitthvað sæmilega gott,“ segir Arnór að lokum en þar er hittir hann svo sannarlega naglann á höfðið. Texti: Eyþór Sæmundsson
Ökufanturinn og hugsanalesarinn! Hugsanir okkar geta valdið okkur vanda – og sömu hugsanir geta átta greiðan aðgang að okkur ef við gagnrýnum þær ekki eða spyrjum okkur hvort þær séu endilega sannar eða réttar. Við getum þannig bundist sömu hugsunum árum og áratugum saman án þess að athuga sannleiksgildi þeirra. Ég hef komist að því oftar en einu sinni að ókannaðar hugsanir geta verið beinlínis lífshættulegar ef við könnum ekki sannleiksgildi þeirra. Ég sótti hana út á Seltjarnarnes á nýja bílnum sem ég var með í prufukeyrslu í sólarhring. Hún settist í framsætið og lýsti ánægju sinni með valið – leit út fyrir að vera traustur og góður bíll. Vissi að hún var hrædd með mér í bíl – hafði haft orð á því nokkrum sinnum að henni fyndist ég keyra of hratt. Ég fór rólega af stað en þegar ég var komin niður á Granda gaf ég bílnum aðeins inn og viðbragðið kom mér á óvart. Bíllinn kipptist við og ég sé hvar hraðamælirinn fer óðara upp í 80, þá 90 og ég steig á bremsuna til að hægja á, en ekkert gerðist. Bíllinn var kominn yfir 100 km hraða og svartur strókur steig aftan úr honum þegar ég reyndi aftur að stíga á bremsuna. Ég áttaði mig á að eitthvað mikið var að og þrykkti á bremsuna til að ná hægri beygju inn hliðargötu. Í sama mund öskraði ég „bensínið er fast í botni“....og hún öskrar strax á móti „dreptu á bílnum“. Um leið og ég hafði drepið á bílnum hægði hann smá saman á sér og stöðvaðist loks alveg. Við sátum frosnar í sætunum og sögðum ekki orð í fyrstu, hárið sleikt aftur og augun á stilkum. Svo gat ég loks stunið upp úr mér „Ég held ég kaupi ekki þennan bíl, en af hverju sagðir þú ekkert, ég var komin upp í 110 km hraða og einhverja hluta vegna fattaði ég ekki að drepa á bílnum“. Hún: Ég settist inn í bílinn og líkaði strax við hann. Smá kvíðahnútur því mér finnst hún stundum keyra of hratt en í þau skipti sem ég hef sett út á keyrsluna hennar verður spenna á milli okkar og oft eins og hún ögri mér í framhaldinu. Ekki núna, þetta á að vera góður dagur og ég veit að hún er spennt að sýna mér bílinn. Keyrðum sem leið lá niður á Granda og erum varla komnar inn á götuna þegar hún stígur bensínið í botn. Verð kannski að sýna því skilning að hún er að prófa bílinn, en fyrr má nú aldeilis. Bíddu, er ekki 60 km hámarkshraði og mín komin upp í 80 km, já og bíddu 90 km. Hún er að ögra mér, ég læt eins og ekkert sé. Já, já, farðu bara upp í 100 km, tralala læt þig ekki ná mér, keyrðu bara eins og vitleysingur, segir meira um þig. Bíddu ætlar hún að drepa okkur, hvað er að henni, ég veit bara að ég stíg aldrei upp í bíl með henni aftur, aldrei......guð minn góður 110 km......og ætlar hún að beygja!!! Þetta er vitfirring af verstu gerð, vá hvað hún gengur langt!! Anda inn – anda út, ekki láta hana ná stjórn á tilfinningum þínum! Skerandi öskur truflar hugsanir mínar „bensínið er fast í botni“ og ég og öskra strax á móti „dreptu á bílnum“. Bílnum var skilað – farið var yfir atburðarásina aftur og aftur og við sammála um að þarna hefði geta orðið stórslys. Hugsanir gera okkur ekki mein fyrr en við trúum þeim eins og um staðreyndir sé að ræða – það getur hreinlega verið lífsspursmál að kanna sannleiksgildi þeirra. Þangað til næst – gangi þér vel. Anna Lóa Fylgstu með mér - http://www.facebook.com/Hamingjuhornid
auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is
Fimmtudagurinn 26. júlí 2012 • 30. tölublað • 33. árgangur
FIMMTUDAGSVALS
Í HÁDEGINU ALLA DAGA
Valur Ketilsson skrifar
Banvæn blanda
V
ið félagarnir stóðum íbyggnir inni á Stóru-Aðalstöð og litum í kringum okkur. Gægðumst út um gluggann af og til og drukkum Spur úr gleri. Drekk‘ana hér! Biðin reyndi á taugarnar og bar engan árangur. Klukkan að verða sex á föstudegi og Ríkið að loka. Við tókum sprettinn niður á Dorró. Kannski kæmi einhver þangað til að kaupa sér sígarettur og hægt væri að tjónka við. Vorum með nokkra þúsundkalla í vasanum eftir að hafa spilað og unnið í Lionsbingói í Stapanum kvöldinu áður. Spiluðum með þrjú spjöld hvor og unnum á tvær láréttar línur og einn ramma. Skiptum gróðanum. Töldum okkur borubratta að geta keypt smávegis af veigum fyrir helgina. Partí um allan bæ og jafnvel pókerkvöld, ef illa viðraði.
SÚPA DAGSINS OG FERSKUR FISKUR
KAFFIVEITINGAR, HAMBORGARAR, SAMLOKUR OG FLEIRA GÓÐGÆTI. OPIÐ ALLA DAGA FRAM Á KVÖLD FYRIR FÉLAGA Í GS OG AÐRA.
Ó
dýrast var að kaupa kryppling af íslensku eða flösku af „Twenty-one“, ýmist rauða eða gula. Gott að drýgja það með vatni. Dugði oft tvö kvöld ef svo bar undir. Auralitlir keyptum við Martini Bianco og blönduðum rauðum opaltöflum út í til að bragðbæta súruna. Djöfull vondir fyrstu soparnir. Í miðri mæðunni birtist hann loksins. Nágranninn. Við hlupum út á Hafnargötu í veg fyrir stífbónaðan Mustanginn. „Hey, ertu ekki til í að fara í Ríkið fyrir okkur?“ Töffarinn sneri sér snaggaralega í leðurklædda ökumannssætinu, tók niður Ray-Ban gleraugun og kímdi. Greip aurana og reikspólaði tvo heila hringi svo stórsá á breiðum afturdekkjum tryllitækisins. Útvegsbankinn umlukinn gúmmímekki svo ekki glytti í útidyrnar. Iðnaðarbankinn slapp að mestu við tægjurnar sem þeyttust upp á gangstétt en bergmálið af ýlfri afturfelganna ómaði alla leið inn á Vatnsnestorg.
VEITINGASALAN Í LEIRU ER OPIN ALLA DAGA
H
elginni var reddað. Sopinn teygaður og stórkallasögur sagðar daginn eftir. Alltaf einhver sem stóð upp úr og var aðal. Hinir hámuðu í sig franskar með kokteilsósu á meðan sögustundin varði. Héngum á Þórðarsjoppu frá þrjú til sex. Afgreiðsludaman, lúin og Camelþurfi, rak okkur út með reglulegu millibili. Fylltum öskubakkann tvívegis á gleðistundu sem þessari. Marlboro í hörðum pakka ofan af Velli. Smyglað undir girðingu þrátt fyrir vökul augu tvíeykisins.
Þetta er Rosmhvalanes!
V
Nýtt upplýsingaskilti fyrir Rosmhvalanes hefur verið sett upp nærri gatnamótum Hafnavegar og Ósabotnavegar. Skiltið sýnir skemmtilega hringleið sem hægt er að aka um nesið og þá þjónustu sem er í boði á leiðinni.
ið hétum því að leika sama leikinn aftur um kvöldið. Einhver annar þyrfti að vera aðal. Aldrei sami tvö kvöld í röð. Ball í Bergás og lítið mál að lauma lögg í brók. Partí á Faxabrautinni á eftir. Brjálað stuð. Bæjarvillingar bannaðir og Brimkló á fóninum. Banvæn blanda. Sú saga bíður gleðistunda yfir sherrystaupi á Nesvöllum. Nema það verði bannað.
10% TTUR AUKAAFTSSLÖÁ LUVERÐI AF ÖLLU Ú
HAFIÐ SAMBAND Í SÍMA 421 4100 EÐA NETFANGIÐ GS@GS.IS
LÝKUR UM HELGINA
10%
10%
AUKAAFSLÁTTUR
AUKAAFSLÁTTUR
% 20%-40 TUR
OG BÆTUM NÚ VIÐ FERÐAVÖRUM Á 20-30% AFSLÆTTI
AFSLÁT
OG BÆT U
NÚ VIÐM FERÐAVÖ UM Á 20-30R%
GARÐHÚSGÖGN
10% AUKAAFSLÁTTUR
30%
AFSLÆT TI
AFSLÁTTUR
10% AUKAAFSLÁTTUR
20%
AFSLÁTTUR
SLÁTTUVÉLAR
SUMARBLÓM OG TRJÁPLÖNTUR
10% AUKAAFSLÁTTUR
20%
OUTBACK
DRIFTER
30%-70%
AFSLÁTTUR
MIKIÐL! ÚRVA
10% AUKAAFSLÁTTUR
50%
AFSLÁTTUR
ÚTIMÁLNING
AFSLÁTTUR
SUMAR BÚSÁHÖLD
HLUTI AF BYGMA
Afsláttur gildir ekki af vörum merktum „Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar“ enda er það lægsta verð sem við bjóðum á hverjum tíma. Gildir til 29. júlí eða á meðan birgðir endast. Úrval getur verið misjafnt milli verslana.
ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI SÍÐAN 1956