33 2015

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

vf.is

F IMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2 0 15 • 3 3 . TÖ LUBLA Ð • 36. Á RGA NGU R

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja:

Bíða út vikuna með að auglýsa eftir hjúkrunarfræðingum - fjórtán uppsagnir enn til staðar Stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS, ætla að bíða út vikuna með að auglýsa eftir hjúkrunarfræðingum til starfa hjá stofnuninni. Fimmtán hjúkrunarfræðingar sögðu upp störfum sínum í sumar í kjarabaráttu. Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, sagði í samtali við Víkurfréttir að sl. föstudag hafi ein af þessum fimmtán uppsögnum verið dregin til baka. Eftir standa því 14 hjúkrunarfræðingar sem hafa sagt upp störfum við stofnunina. Í samtali við Víkurfréttir sagði Halldór að hjúkrunarfræðingar væru þessa dagana að kynna sér kjör sín í kjölfar úrskurðar kjaradóms. Þessi vika fengi því að líða áður en ráðist yrði í að auglýsa lausar stöður á HSS.

Palli vildi sjálfsmynd með Sandgerðingum Stærsta „sjálfa“ Sandgerðis var tekin í gær þegar Sandgerðisdagar voru settir með formlegum hætti í Grunnskóla Sandgerðis. Þangað mætti sjálfur Páll Óskar og skemmti skólabörnunum og fékk þau til að hreyfa sig við taktfasta tónlist. Þegar fjörið náði hámarki kallaði söngvarinn ljósmyndara á svið til að fá mynd af sér með nemendum skólans. Þetta var árangurinn, kannski ekki svokölluð selfie en a.m.k. mynd af Páli sjálfum.

Samningur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja við Gravitas:

Innlagnir sjúklinga af skurðdeild skapa meiri vinnu - veita sjúklingum Gravitas meiri þjónustu í september

H

FÍTON / SÍA

eilbrigðisstofnun Suðurnesja vonast til að starfsemi skurðdeildar HSS haldi áfram í vetur. Stofnunin gerði í byrjun sumars samning við fyrirtækið Gravitas, sem Auðun Sigurðsson skurðlæknir rekur, en Auðun hefur sérhæft sig í aðgerðum vegna yfirþyngdar. Samningur HSS og Gravitas er tímabundinn og nær til loka september á þessu ári. Gravitas leggur til starfsfólk á sjálfa skurð-

einföld reiknivél á ebox.is

stofuna, en HSS til annarra verka, m.a. í móttöku, skráningu, vöknun, sótthreinsun o.fl. Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, vonast til að þessi starfsemi haldi áfram á skurðstofunni í vetur. Ekki hafi verið gengið frá samningum milli HSS og Gravitas en í september verður starfsemin umfangsmeiri fyrir starfsfólk HSS þar sem gert er ráð fyrir innlögnum

sjúklinga eftir aðgerðir samhliða aðgerðum þar sem sjúklingar fara heim sama dag og aðgerð fer fram. Þá vonast Halldór jafnframt til að fleiri aðilar komi og nýti sér skurðdeild HSS fyrst starfsemi hennar sé á annað borð komin í gang að nýju en samningur HSS og Gravitas er grunnur að frekari starfsemi á skurðdeildinni.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Sex sóttu um prest í Keflavík XXSex umsækjendur voru um starfs prests í Keflavíkurkirkju en frestur til að sækja um embættið rann út 7. ágúst sl. Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar en viðtöl við umsækjendur fara fram í lok þessarar viku. Í valnefnd eru níu manns úr Keflavíkursókn auk prófasts. Umsækjendur eru þessir: Mag. theol. Dís Gylfadóttir. Cand. theol. Erla Björk Jónsdóttir. Cand. theol. Eva Björk Valdimarsdóttir. Mag. theol. Fritz Már Berndsen Jörgensson. Cand. theol. María Gunnarsdóttir. Séra Þórhallur Heimisson.

Verið tímanlega með auglýsingar í Ljósanæturblað Víkurfrétta 3. september.


2

fimmtudagur 27. ágúst 2015 • VÍKURFRÉTTIR

ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐVAR

-fréttir

pósturu vf@vf.is Þar sem áður voru falleg sumarblóm.

STARFSFÓLK ÓSKAST Starfsfólk óskast í störf í tveimur íþróttamiðstöðvum bæjarins. Íþróttamiðstöð Heiðarskóla óskar eftir konu í 100% starf. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf 1. október nk.

Íþróttamiðstöð Njarðvíkur óskar eftir konu í 90% starf. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst.

Starfskonur þurfa að standast hæfnispróf sundlaugarvarða, hafa ríka þjónustulund og vera stundvísar og reglusamar. Um er að ræða tímabundnar ráðningar. Umsóknarfrestur er til og með 3. september nk. Frekari upplýsingar um starfið veitir Hafsteinn Ingibergsson í síma 899-8010. Sækja skal um störfin á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf.

DAGKSRÁ LJÓSANÆTUR Í HEILD SINNI

Ljósanótt nálgast. Dagskrá ljósanætur má nálgast í heild sinni á vef hátíðarinnar, ljosanott.is. Dagskráin hefst nk. miðvikudag og lýkur sunnudaginn 6. september.

BÖRNIN Á LJÓSANÓTT

Bræðraborg í Garði:

Margverðlaunaður skrúðgarður dó í höndum bæjarins

U

m þessar mundir eru liðin 10 ár frá því Unnur Björk Gísladóttir afhenti Sveitarfélaginu Garði skrúðgarð við Bræðraborg í Garði til minningar um Magnús Magnússon frá Bræðraborg. Magnús var mikill áhugamaður um ræktun og umhverfi. Hann var fæddur 29. ágúst árið 1915 og hefði því orðið 100 ára nk. laugardag. Skrúðgarðurinn við Bræðraborg í Garði var áratuga starf Magnúsar en uppbygging garðsins tók 55 ár. Eftir fráfall Magnúsar árið 1994 hélt Unnur Björk, ekkja Magnúsar, áfram að hugsa um skrúðgarðinn þar til hann var gefinn Sveitarfélaginu Garði þann 29. ágúst 2005 á 90 ára árstíð Magnúsar. Þegar sveitarfélagið tók við skrúðgarðinum hófst hins vegar sorgarsaga því umhirða í garðinum hefur verið lítil og er skrúðgarðurinn nú orðinn að hryllingsgarði eins og Unnar Már, sonur Magnúsar heitins, lýsir garðinum. Nú er þessi fyrrum náttúruperla í Garði að drukkna í illgresi og órækt þrátt fyrir fögur fyrirheit þegar gjöfinni var veitt móttaka. „Að sjálfsögðu verður sveitarfélagið að sjá vel um skrúðgarðinn,“ sagði Sigurður Jónsson, þáverandi bæjarstjóri í Garði árið 2005. Fimm árum síðar tók Ás-

Minningarsteinn um Magnús Magnússon í garðinum.

mundur Friðriksson, þáverandi bæjarstjóri í Garði, við bréfi frá ættingjum Magnúsar, þar sem lýst var vonbrigðum með umhirðu á skrúðgarðinum. Í dag, fimm árum síðar, er ástandið í skrúðgarðinum orðið enn verra og óræktin mikil. Þar eru þó hugmyndir uppi um að setja púttvöll fyrir eldri borgara í Garði. Hins vegar er ástandið á grasinu í þessum fyrrum skrúðgarði þannig að töluverðan tíma tekur að ná því í nothæft ástand fyrir púttvöll. Unnar Már hvetur bæjaryfirvöld í Garði til að sýna gjöfinni til sveitarfélagsins meiri virðingu nú á 100 ára fæðingarafmæli Magn-

Rúmlega 25% íbúa í Reykjanesbæ vilja íbúakosningu Nóg er um að vera fyrir börnin á Ljósanótt. Ávaxtakarfan kemur í heimsókn á Bókasafnið kl. 11:00, les og syngur fyrir börnin. Blönduð fjölskyldudagskrá á útisviði frá kl. 14:00 - 16:30. Leikhópurinn Lotta stýrir dagskránni eins og honum er einum lagið og hópurinn verður sjálfur með leikþátt um miðbik dagskrár. Brúðubíllinn verður fyrir aftan Duushúsin kl. 14:30. Skessan býður í lummur frá kl. 14:30 - 17:00. Sundlaugarpartý verður fyrir 5.-7. bekk í sundmiðstöðinni á föstudag kl. 18:00-20:00. Ljósanæturball verður fyrir 8.-10. bekk í Stapanum á föstudagskvöldið kl. 20:00 -23:00.

XXRúmlega 25% íbúa í Reykjanesbæ hafa skorað á bæjaryfirvöld að efna til íbúakosninga um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík. Þeim sem tóku þátt í undirskriftasöfnuninni hefur Þjóðskrá sent rafrænt bréf því til staðfestingar. Þeir sem tilheyra þessum hópi geta nálgast rafræna bréfið sitt í pósthólfinu sínu á „mínum síðum“ á Ísland.is. Þjóðskrá Íslands hefur móttekið og farið yfir nöfn þeirra einstaklinga sem studdu áskorun á bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ um að láta fara fram íbúakosningu um hvort rétt hafi verið að breyta deiliskipulagi í Helguvík vegna fyrirhugaðs kísilvers. Söfnun undirskrifta fór fram samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 155/2013 um undirskriftasafnanir vegna almennra atkvæðagreiðslna samkvæmt sveitarstjórnarlögum og var bæði rafræn á Ísland.is og á pappír. Þjóðskrá Íslands staðfestir að 2.697 nöfn uppfylltu ákvæði reglugerðar-

innar, sem eru 25,3% af kjörskrárstofni sem er 10.655 manns. Því er 25% markinu náð, sem Reykjanesbær gerir kröfu um vegna íbúakosninga. Til að tryggja gagnsæi hefur Þjóðskrá Íslands sent ofangreindum 2.697 einstaklingum rafrænt bréf því til staðfestingar, Þeir sem tilheyra þessum hópi geta nálgast rafræna bréfið sitt í pósthólfinu sínu á mínum síðum á Ísland.is.

Hér er allt í órækt.

úsar Magnússonar og að skrúðgarðinum verði komið í það form að sómi sé af fyrir Garð. Eins og staðan er í dag hefur þessi margverðlaunaði skrúðgarður dáið í höndum sveitarfélagsins.

Rafmagnsleysi hafði ekki áhrif á starfsemi HSS XXÞó svo rafmagn fari af í Reykjanesbæ á það ekki að hafa áhrif á starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS. Ástæðan er að sjúkrahúsið er tengt við varaaflstöð sem fer í gang um leið og rafmagni slær út. Rafmagnsleysi í vikunni hafði því ekki áhrif á starfsemi HSS, segir Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, í samtali við Víkurfréttir. Varaaflstöð fyrir sjúkrahúsið virkaði eins og hún á að gera. Rafmagni sló hins vegar út í nokkrum rýmum vegna álags á tengla en rafmagni var komið á öll rýmin á mjög skömmum tíma. Nær öll tölvukerfi HSS eru einnig á varaafli þannig að rafmagnstruflanir eiga ekki að hafa áhrif á kerfin þó einstaka tölvur hafi orðið rafmagnslausar. Þær séu ræstar að nýju en engin gögn glatast.


Markhönnun ehf

kræsingar & kostakjör

-36%

lambalærissneiðar argentínumarinering

1.983 Áður 3.098 kr/kg

-40%

grísabógur ferskur

599

tex mex vængir

-35%

full eldaðir

471

Áður 998 kr/kg

Áður 724 kr/kg

“Je suis un pomme de terre, trés delicious”!!!

byggbrauð 500 gr

-20%

Áleggsbréf kjarnafæði

-34%

bakað Á staðnum

296 Áður 449 kr/stk

kartöflur 1.5 kg

-60%

frÁ frakklandi

159 Áður 398 kr/pk

-20%

tilboð á casa fiesta vörum!

nautgripahakk ferskt

1.189 Áður 1.450 kr/kg

kaffi500 gr

peter larsen

súkkulaðipopp

pepsí max

nói - 250 gr

299

299

Áður 699 kr/pk

Áður 389 kr/pk

4x2 ltr.

695 Áður 799 kr/pk

Tilboðin gilda 27. ágúst – 30. ágúst 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4

fimmtudagur 27. ágúst 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

Lenovo B50

og viðskipti

pósturu vf@vf.is

Aðeins

59.990Örgjörvi Intel Celeron N2840 2,16-2,58GHz dual core 1MB Minni 4GB (8GB mest) Skjár 15,6” HD m. myndavél Upplausn: 1366x768 punkta Diskur 500 GB Skjákort Intel HD

HAFNARGATA 40 S. 422 2200

REYKJANESBÆ

ATVINNA Laghentir, bílaverkstæði og varahlutasala, leitar að starfsmanni í afgreiðslu og í smáviðgerðir. Verður að hafa vit á og áhuga á bílum og rekstri. Um er að ræða langtímastarf. Upplýsingar veitir Guðmundur í síma 776 7600 eða á Bolafæti 1.

Jón Þór Gylfason fyrir framan Lemon við Hafnargötu 29 í Keflavík.

Lemon opnar í Keflavík V

eitingastaðurinn Lemon opnar við Hafnargötu í Keflavík fyrir Ljósanótt. Ungur Keflvíkingur, Jón Þór Gylfason er eigandi staðarins en þetta er fyrsti staðurinn undir þessu nafni sem opnar utan Reykjavíkur en þar eru þeir þrír. Að sögn Jóns Þórs býður Lemon upp á ferskan og safaríkan mat, matareiddan úr besta mögulega hráefni hverju sinni og hollusta er efst á listanum. „Við verðum með ferska djúsa, sælkerasamlokur og gott kaffi. Þá verðum við líka fersk á morgnana en þá munum við bjóða upp á magnaðan hafra-

graut til viðbótar við annað. Þá verður auðvitað tilvalið að koma hér snemma til að taka með sér alvöru kaffi í vinnnuna,“ sagði Jón Þór sem hefur unnið að opnun staðarins síðustu tvo mánuði. Hann segir að það verði 30 til 40 sæti inni á staðnum en svo er mikil hefð fyrir „take away“ á Lemon, þ.e. að taka matinn með sér. Þá er einnig lagt mikið upp úr góðri þjónustu við fyrirtæki sem vilja panta mat, samlokubakka og djús. Á staðnum verður öflug tölvutenging fyrir þá sem vilja komast í þráðlaust wifi samband. Opið verður alla daga frá

kl. 8 á morgnana til tíu á kvöldin og frá kl. 10 á morgnana um helgar. Jón Þór er einnig eigandi Center skemmtistaðarins sem er í sama húsi en inngangur hans er að neðan en inngangur í Lemon er frá Hafnargötunni. Center er með opið föstudags- og laugardagskvöld frá miðnætti til fimm á morgnana. Þá hafa fyrirtækjahópar einnig sótt staðinn heim á öðrum tímum. Hljómsveitin Hjálmar mun leika á Center á föstudagskvöld á Ljósanótt. „Það verður gaman að geta boðið upp á eina vinsælustu hljómsveit Íslands undanfarin ár,“ sagði Jón Þór.

Auglýsing um drög að tillögu um aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 2013–2030 Skipulagsyfirvöld Keflavíkurflugvallar auglýsa hér með drög að tillögu um aðalskipulag Keflavíkurflugvallar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Drög aðalskipulagsins eru aðgengileg á heimasíðu Keflavíkurflugvallar: www.kefairport.is/Flytileidir/Um-felagid/Skipulagsmal/ Megináherslur skipulags eru á breytt flugbrautarkerfi, stækkun flugþjónustusvæðis, aðkomu að flugstöð, ný atvinnusvæði og umhverfisskýrsla. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 21. september 2015. Skila skal skriflegum athugasemdum og/eða ábendingum til: Skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli eða sveinn.valdimarsson@isavia.is.

Gefur 50 falin listaverk á Ljósanótt

L

istamaðurinn Guðmundur Rúnar Lúðvíksson fer sjaldan troðnar slóðir. Hann opnaði í síðustu viku listsýningu í 40 feta gámi við höfnina í Reykjavík sem hann kallar Svunta Kunta í samstarfi við Ingu Rósu Kristinsdóttur. Á Menningarnótt voru þau einnig með gjörninginn „Sletta“. Guðmundur Rúnar var búinn að ákveða að taka ekki þátt í Ljósanótt 2015 „vegna fýlu minnar út í verklagið hjá skipuleggjendum og allsráðendum þessarar miklu hátíðar Suðurnesjamanna. En nú hef ég ákveðið að slíðra fýlupúkann í mér og setja upp leynileg 50 verk eftir mig víðsvegar um bæinn minn. Ef þú finnur verk þá er það þitt. Ég ætla sem sé að gefa samborgurum mínum þessi 50 verk - en segi ekki hvar þau eru - ykkar er að finna þau hangandi hér og þar,“ segir Guðmundur Rúnar á fésbókinni.


VERIÐ VELKOMIN Á SANDGERÐISDAGA 27 FIMMTUDAGUR

29 LAUGARDAGUR

KIRKJUBÓLSVÖLLUR Golfklúbbur Sandgerðis, tilboð á vallargjöldum alla helgina. Nánar á www.golf.is HAFNARSVÆÐI 11-13 Dorgveiðikeppni, skráning á staðnum. MIÐHÚS 13-17 Handavinnumarkaður Vöfflu & kaffisala KÖRFUBOLTAVÖLLUR 13:30 Vígsla nýs körfuboltavallar við Grunnskólann HÁTÍÐARSVÆÐI VIÐ GRUNNSKÓLANN 13:30-17 Leiktæki frá Hopp & Skopp Vatnaboltar 28 Go-Kart TÓNLISTARSKÓLINN Paintball 13-16 Opið hús Hoppukastali frá Landsbankanum KNATTSPYRNUSVÆÐI REYNIS HÁTÍÐARSVIÐ VIÐ GRUNNSKÓLANN 14-16 Sápubolti. Skráning fer fram á Barnadagskrá 14-16:30 skrifstofu skólans og á Gói, Lína Langsokkur, Börn af bæjarskrifstofu. Sólborg syngja, Taekwondo, 16-18 Norðurbær-Suðurbær Bryn Ballett ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ UM SANDGERÐI 19-03 Knattspyrnufélagið Reynir 80 ára SKOÐUNARFERÐ Rútuferð um Sandgerði í leiðsögn 15-16 Afmælishátíð. Fram koma meðal Reynis Sveinssonar í rútu frá annars: Páll Óskar, Hljómsveitin Konukvöl og Ingó Veðurguð Hópferðum Sævars. Farið er frá MAMMA MÍA Vörðunni 17-23 Létt tónlist og tilboð. VARÐAN Hverfaganga, farið verður frá 20 SÝNINGAR Vörðunni stundvíslega kl 20 LISTATORG HÁTÍÐARSVIÐ VIÐ GRUNNSKÓLANN Eija Pirttilahti sýnir verk sín. 20:30-22:30 Skemmtidagskrá Opið er alla daga frá 13-17 Fram koma meðal annars: Sóli Hólm, Trilógía, Kenneth Máni VARÐAN & Stjórnin Kolbrún Vídalín opnar sýninguna FLUGELDASÝNING “Gömul ævintýri á fimmtudag kl 17. Flugeldasýning í umsjón Sigurvonar 22:30 ÞEKKINGASETUR MAMMA MÍA Ljósmynda- og sögusýningin 23:30-03 Föruneytið með ball, “Garðvegur 1” verður opnuð á miðasala við inngang laugardag kl 13.

K&G VÖLLURINN 18-20 Reynir-Kári, 3. deild karla REYNISHEIMILIÐ 20-22 Lodduganga, “Lítið en ljúft er veitt í Loddu”. Gengið er frá Reynisheimilinu. 18 ára aldurstakmark ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ 21-23 Sundlaugarpartý fyrir 8. bekk og eldri. Steindi jr. og Bent SAMKOMUHÚSIÐ 22-00 Pétur Jóhann Óheflaður Forsala fer fram á Mamma Mía MAMMA MÍA 17-01 Létt tónlist og tilboð.

FÖSTUDAGUR

SANDGERÐIS

DAGAR‘15


6

fimmtudagur 27. ágúst 2015 • VÍKURFRÉTTIR RITSTJÓRNARPISTILL PÁLL KETILSSON

vf.is

Lifnar yfir aðalgötu bítlabæjarins ÚTGEFANDI: AFGREIÐSLA OG RITSTJÓRN: RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÉTTASTJÓRI: BLAÐAMENN:

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Friðrik K. Jónsson, frikki@vf.is Dagný Gísladóttir, dagny@vf.is Sigurður Friðrik Gunnarsson, siddi@vf.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is UMBROT OG HÖNNUN: Víkurfréttir ehf. Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006

AFGREIÐSLA: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is PRENTVINNSLA: Landsprent UPPLAG: 9000 eintök. DREIFING: Íslandspóstur DAGLEG STAFRÆN ÚTGÁFA: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Það er svo sannarlega að lifna við á mörgum vígstöðvum á Suðurnesjum. Við höfum greint frá miklu framboði af atvinnu en ekki er langt síðan við vorum með harmakvein um erfiða stöðu í atvinnumálum. Hundruð manna voru atvinnulausir og Reykjanesið rjúkandi rúst. En nú er allt á uppleið, líka á fleiri vígstöðvum. Til dæmis á Hafnargötunni í Keflavík sem er aðal verslunargata bítlabæjarins. Fyrr í vetur opnaði skemmtilegt kaffihús sem fékk heitið Stefnumót. Fyrir utan er svo Stefnumóta– staurinn þar sem hægt er að hlusta á lagið „Skólaball“ með Magnúsi Kjartanssyni, einum af sonum Keflavíkur. Hljómplötur þar sem hann kom við sögu á, m.a. í hljómsveitunum Júdasi, Trúbroti og Hljómum runnu út úr hljómplötuversluninni sem var á þessu frægasta götuhorni Keflavíkur, á árum áðum. Nú renna inn og út ánægðir viðskiptavinir eftir góðan kaffibolla eða klúbbsamloku. Og að undanförnu hefur úrval kaffihúsa verið að aukast

við Hafnargötuna og heyrst hefur að skemmtileg ísbúð sé að mæta á svæðið. Ungur Keflvíkingur er að opna hollustustaðinn Lemon og nýlega vaknaði líf í bakaríinu rétt hjá. Nú er aðeins beðið eftir því að bætist í hóp verslana. Það er vissulega tækifæri fyrir þær við Hafnargötu. Kaupmaðurinn í veiðibúðinni Fluguveiðikofanum sagði nýlega í VF að það hefði orðið mikil aukning hjá honum, m.a. með tilkomu fleiri ferðamanna á svæðið. En til þess að allt þetta gangi þurfa bæjarbúar að beina viðskiptum sínum til þessara aðila. Við sem búum á Reykjanesi þurfum að standa saman um það.

FÉKK MOKKA ANDANN Í UPPELDINU -segir Guðmunda Sigurðardóttir á Stefnumóti

Kaffihús og veitingastaður á þekktasta götuhorni Keflavíkur Guðmunda með Gylfa syni sínum, hin börnin hennar voru fjarverandi þegar VF kom við. VF-mynd/pket.

„Þetta er svakalega skemmtilegt og við erum mjög ánægð með mótttökurnar,“ segir Guðmunda Sigurðardóttir, eigandi Stefnumóts, nýs kaffihúss og veitingastaðar á einu þekktasta götuhorni Keflavíkur. Á þessu horni var í tugi ára verslunin Hljómval og þar á undan hljómtækjaverslun Víkurbæjar sem var í eigu Árna Samúelssonar núverandi bíókóngs og fjölskyldu. Plássið hafði staðið autt í nokkurn tíma eftir bankahrun og Guðmunda segir að hún hafi séð að þetta hafi verið kjörinn staður fyrir kaffihús og veitingastað. „Ég fékk kaffihúsamenningu í æð þegar ég var lítil en það var fastur liður hjá móður minni að fara á Mokka kaffi í Reykjavík. Þar andaði maður að sér myndlistarmenningunni þegar maður dvaldi þar löngum stundum með mömmu. Það má því segja að ég sé að hluta til alinn upp á kaffihúsi. Þegar ég varð eldri þá kom þetta aftur upp hjá mér og nú nokkru síðar lét ég drauminn verða að veruleika,“ segir Guðmunda en hún er fædd og uppalin í bítlabænum Keflavík og átti heima lengst af á Háteignum.

með Magga Kjartans á staurnum beint fyrir utan staðinn (sem var tekið í notkun á Ljósanótt 2014) þó það geti verið lýjandi ef hann er spilaður oft sama daginn. Með henni í rekstrinum eru börnin hennar á fullu, þau Gylfi Þór, Selma Kristín og Eyþór Elí Ólafsbörn. Fjölskyldan hefur staðið vaktina sem er löng á svona stað. Það þarf að opna snemma og það má ekki loka fyrr en seint. „Þetta byrjaði með miklum látum. Við opnuðum 1. febrúar en svo dalaði síðla vetrar en rauk upp aftur með ferðamönnunum í sumar. Þeir hafa verið duglegir að koma við opnun staðarins kl. 9 og það hefur verið vinsælt hjá þeim að fá sér egg og beikon og hafragraut með epli og kanil og jafnvel bönunum. Útlendingarnir hafa verið mjög ánægðir. Svo komast gestir hér í tölvusamband og fá gott kaffi. En jú það eru líka fastagestir héðan úr bæjarfélaginu, margir skemmtilegir en við höfum líka fengið nokkuð af starfsmannahópum í heimsókn. Við stækkuðum nýlega staðinn hér inn eftir þar sem hjónin í Hljómval stóðu við framköllunarvélina,“ segir hressa rauðhærða veitingakonan.

Fjölskyldan stendur vaktina Hún hafði haft annað nafn í huga sem tengist bítlabænum og Hljómum en stökk á Stefnumót þegar það dúkkaði upp óvænt. Guðmunda segist þó mjög ánægð

Vill sjá gömlu kallana Hún segist sjá fyrir sér stærri hóp fastagesta og vill sjá gömlu kallana í bænum koma við á morgnana í kaffi og kruðerí. Einnig sé hún með stóran skjá þar sem hægt er að

fylgjast t.d. með enska boltanum. Trúbator hefur einnig haldið uppi fjöri á staðnum reglulega við miklar vinsældir. „Þá höfum við líka aðeins verið að sýna myndir frá Suðurnesjum og útlendingar eru mjög ánægðir með það. Við viljum gera meira af því. Gylfi sonur minn er í þeirri deild og það eigum við eftir að þróa enn betur. Það hafa komið útlendingar að máli við okkur og sagst ætla að koma aftur til Íslands og vilja skoða Reykjanesið betur. Margir segjast hafa stoppað of stutt hér á svæðinu.“ Guðmunda segir að matseðillinn sé með hinum ýmsu réttum, m.a. súpu dagsins, kjúkling og pasta, samlokum og fleiru. Vinsælast hafi klúbbsamloka staðarins verið sem og kjúklingasalatið. Á stefnuskránni er að bæta við meiru matarkyns á matseðilinn en á honum er einnig úrval kaffidrykkja, amerískar pönnukökur, ljúffengar tertur og aðrar kökur. Sem sagt; eitthvað fyrir alla. Og hún leggur áherslu á að öllum líði vel þegar þeir koma inn á staðinn. Húsgögnin á staðnum eru í bland borð og stólar og síðan mjúkir stólar og sófar og það kemur mjög vel út. Í framtíðarhugmyndum er gert ráð fyrir að setja borð og stóla fyrir utan staðinn og vonandi gangi það upp fyrr en síðar.

Staðurinn var stækkaður í sumar og er mjög rúmgóður en hlýlegur.

Fjölgun staða við Hafnargötu gott fyrir alla Eins og á Mokka hafa verið myndlistarsýningar á Stefnumóti og á Ljósanótt verða tvær nýjar. „Við erum að undirbúa Ljósanótt og verðum tilbúin í stærstu helgi ársins á Suðurnesjum þegar hún gengur í garð,“ segir Guðmunda og bætir því við í framhaldinu að nú þegar séu komnir margir fastagestir. Á stuttum tíma hefur kaffihúsum og veitingastöðum fjölgað í og við Hafnargötu og Guðmunda segir að það sé gott að kaffi-

húsa- og veitingastaðaflóran sé að stækka. Allir við Hafnargötuna og nágrenni græði á því. Guðmunda er bjartsýn á framhaldið og er með ýmsar nýjungar í farvatninu. Hún hefur aðeins verið spurð út í opnunartímann en sumir hafa viljað sjá hann lengri. „Við höfum haft opið 9 til 20 í sumar en í vetur lengjum við tímann og verðum 9-22 virka daga en níu til tvö um helgar. Vonandi verður því vel tekið,“ sagði hressa veitingakonan. Einn vinsælasti smárétturinn, klúbbsamloka Stefnmóts. Til hliðar er kjúklingur og sætar.


LJÓSANÓTT 2015 afsláttur af öllum vörum Fríar sjónmælingar

Opið:

3. sept. 4. sept 5. sept

kl. 09 til 22 kl. 09 til 18 kl. 11 til 18

KAUPAUKI

Með öllum margskiptum glerjum fylgir annað par FRÍTT með í sama styrkleika.

Tilvalið sem sólgleraugu eða gleraugu til skiptanna. Módel: Kristjana Dögg Jónsdóttir. Umgjörð: Chrome Hearts

SÍMI 421 3811 –


8

fimmtudagur 27. ágúst 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Fjölskyldur gleðjast saman S

andgerðisdagar voru settir formlega í gærkvöldi á hátíðardagskrá í safnaðarheimilinu í Sandgerði. Þar var myndarleg tónlistardagskrá þar sem fram komu m.a. KK, hljómsveitin Eva, Vox Felix, Amelía og Viktoría. Fyrr um daginn var setningarathöfn sem nemendur í grunnskólanum og leikskólanum tóku þátt í þar sem söngvarinn Páll Óskar fór með stórt hlutverk eins og sjá má á forsíðu Víkurfrétta í dag. Sandgerðisdagar hófust óformlega á mánudagskvöld með heimboði í græna hverfið þar sem boðið var upp á fiskisúpu og götustemmningu. Í dag, fimmtudag, er Loddugangan einn af stóru viðburðum dagsins en

- á Sandgerðisdögum hún er reyndar bönnuð yngri en 18 ára. Sundlaugarpartý verður fyrir 8. bekk og eldri þar sem Steindi jr. og Bent halda uppi stuði. Pétur Jóhann Sigfússon verður óheflaður í Samkomuhúsinu og síðdegis verður svo leikur á K&G vellinum milli Reynis og Kára í 3. deildinni. Stærsti viðburður föstudagsins verður 80 ára afmæli Reynis í íþróttahúsinu þar sem fram koma m.a. Páll Óskar, hljómsveitin Konukvöl og Ingó Veðurguð. Fyrr um daginn verður tónlistarskólinn með opið hús, sápubolti verður á knattspyrnusvæði Reynis og svo leikur milli Norðurbæjar og Suðurbæjar. Sandgerðisdagar ná hámarki á laugardag með viðamikilli dag-

skrá. Þá veður golfmót, dorgveiði, handavinnumarkaður og vígsla á nýjum körfuboltavelli, svo eitthvað sé nefnt. Dagskrá fyrir alla fjölskylduna verður á hátíðarsvæði við grunnskólann, annarsvegar frá kl. 14-16:30 og svo aftur frá kl. 20:3022:30 sem endar svo með flugeldasýningu. Á kvölddagskránni verða meðal annars Sóli Hólm, Trilógía, Kenneth Máni og Stjórnin. Þá verður hverfaganga frá Vörðunni kl. 20 þar sem bæjarbúar sameinast í öllum regnbogans litum. Á sunnudeginum verður svo messað í Hvalsneskirkju kl. 11:00. Nánar má kynna sér dagskrá Sandgerðisdaga á vef Sandgerðisbæjar.


Þekking í þína þágu

Langar þig í nám? Grunnmenntaskólinn — 9. september Námið hentar þér ef þú þarft meiri grunn eða mjög langt er liðið frá því þú varst síðast í skóla. Áhersla er lögð á íslensku, stærðfræði, ensku og tölvunotkun. Námið byggist á verkefnavinnu og verklegum æfingum í stað hefðbundinna prófa.

Skrifstofuskólinn — 9. september Námið styrkir þig og þjálfar í algengustu verkefnum sem skrifstofufólk sinnir. Hægt er að taka námið með vinnu, kennt seinnipart dags. Helstu námsgreinar eru bókhald, bæði tölvu- og handfært, tölvu og upplýsingatækni s.s. Word og Excel og verslunarreikningur.

Kvikmyndasmiðja I — 8. til 26. október Nemendur öðlast grunnþekkingu á framleiðslu stuttmyndar allt frá handritsgerð til lokavinnslu. Nemendur öðlast skilning á helstu verkþáttum við kvikmyndagerð og koma að framleiðslu á kvikmyndaverki. Nemendur fá innsýn í verk sem unnin eru á tökustað, kynnast eftirvinnslu og takast á við raunhæf verkefni á tökustað.

Grafísk hönnunarsmiðja — 15. sept. til 3. Desember Nemendur öðlast grunnþekkingu á vinnslu efnis fyrir prent og vefmiðla á tölvu-tæku formi. Þátttakendur læra á Adobe forritin: Illustrator (teikning), Photoshop (myndvinnsla) og InDesign (umbrot).

Hljóðsmiðja I — 4. september til 11. október Nemendur öðlast grunn þekkingu á helstu atriðum sem skipta máli við upptökur á lögum. Nemendur læra hvernig á að stilla upp hljóðnemum, upptökuferlið og hljóðblöndun. Notast er við og kennt á Pro Tools upptökuforritið.

Hljóðsmiðja II — 22. október til 15. nóvember

M74. st. 2015

Nemendur læra ítarlega á Pro Tools og læra á innviði hljóðvers og taka að sér upptöku í hljóð-veri, eftirvinnslu og mix. Þátttakendur kynnast hljóðvinnslu fyrir bíó og taka upp foley, umhverfishljóð, hljóðblanda létt bíóverkefni og setja upp tæki fyrir tónleika.

Nánari upplýsingar og skráning er á mss.is og í síma 421 7500


10

fimmtudagur 27. ágúst 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu dagny@vf.is

Frumbyggi á Ásbrú hefur búið í þremur hverfum og er mjög sáttur:

Samfélagið allt mjög móttækilegt fyrir hugmyndum Hafliði Ásgeirsson útskrifaðist á dögunum sem tæknifræðingur frá Keili og Háskóla Íslands eftir þriggja ára nám en lokaverkefni hans fjallaði um metanvinnslu úr ónýttum aukaafurðum lýsisframleiðslu í samblöndun við kúamykju.

H

afliði er einn af frumbyggjunum á Ásbrú, hefur búið í öllum hverfum utan við eitt og tekið virkan þátt í því nýsköpunarsamfélagi sem þar hefur skapast. Hann er 25 ára og ættaður úr Leirá í Leirársveit en hann kolféll fyrir náminu hjá Keili og sótti um samdægurs þegar hann sá það auglýst. „Af einhverjum ástæðum hafði ég haft áhuga því hvað yrði um svæðið þar sem Kaninn hélt til einu sinni. Þegar ég útskrifaðist úr fjölbraut þá hélt ég í bakpokaferðalag um heiminn og hafði enga hugmynd um það hvað ég ætlaði mér að verða þegar ég yrði stór. Ég rakst á nemendatímarit frá háskólanum í Victoria þegar ég var að ferðast um eyjarnar hjá Vancouver í Kanada. Ein greinin þar fjallaði um nýtingu á metani á fiskiskipum og þá small eitthvað hjá mér. Ég ákvað að leita mér að einhverju

raungreinatengdu námi í tengslum við orkunýtingu þar sem ég hafði á þeim tíma mikinn áhuga á stærstu vandamálum nútímans: orkuskorti og umhverfisvandamálum. Ég fór því að skoða hvaða nám væri mögulegt á Íslandi. Ég skoðaði fyrst nám á Akureyri í orku- og umhverfisfræði en þá kom í ljós að því námi hafði verið hætt. Þá frétti ég af því að Keilir væri að kenna orku- og umhverfistæknifræði, ég kolféll fyrir því og sótti um samdægurs“. Staðsetningin heillaði Það sem heillaði Hafliða í upphafi var staðsetning námsins á Ásbrú og sú hugmyndafræði nýsköpunar sem þar er unnið eftir. „Staðsetningin er sérstaða tæknifræðinámsins í Keili. Þegar fólk hefur ákveðið að flytja á Ásbrú og stunda þar nám eða stofna fyrirtæki í kringum verkefni eða hugarfóstur – þá verður miklu meira

úr því. Ásbrú er frábært svæði ef maður hefur rétta hugarfarið og það er stutt í flest allt sem nemandi eða frumkvöðull þarf. Ég fékk til að mynda tækifæri til þess að láta hugmynd verða að veruleika og það var bara vegna þess að ég hafði með mér frábæra samnemendur, frábæra leiðbeinendur sem tóku þátt eða veitti ráðgjöf og móttækilega einstaklinga í samfélaginu sem höfðu áhuga á því að láta hluti gerast. Frumkvöðlasetrið í Eldey hefur reynst algjör himnasending og ég held að námið og búsetan hefði ekki verið eins ánægjulegt ef ekki hefði verið fyrir starfsemina þar. Samfélagið allt virðist líka bara vera mjög móttækilegt fyrir hugmyndum og vill að þær verði að veruleika.“ Námið var krefjandi og viðurkennir Hafliði að hann hafi lítið þekkt til tæknifræði þegar hann byrjaði.

Jöfnunarstyrkur til náms Umsóknarfrestur á haustönn 2015 er til 15. október nk. Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu. Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms). Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili og fjarri skóla). Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is). Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd

„Árin í Keili fóru töluvert fram úr mínum björtustu vonum. Að sjálfsögðu var námið nýtt þegar ég byrjaði, aðeins einn árgangur útskrifaður á þeim tímapunkti og mikið sem hefði betur mátt fara. Það góða er hinsvegar það að deildin var mjög opin fyrir því að nemendur tækju þátt í uppbyggingu og mótun á sérstöðu skólans og ég held að það hafi verið öllum til bóta“. Að sögn Hafliða var nemendahópurinn þéttur enda hafi bekkjarfélagar séð hvorn annan meira en fjölskyldur sínar á námstímanum. „En þetta var þó allt þess virði og mikil reynsla sem hefur myndast við að kljást við erfið verkefni og koma með góðar lausnir á ýmisskonar vandamálum.“ Sáttur við það að geta gengið í skólann Hafliði hafði aðeins einu sinni áður komið á Ásbrú áður en hann settist þar á skólabekk og fékk þar afhenta íbúð. Hann byrjaði í einstaklingsíbúð í 700 hverfinu og leið að eigin sögn svoldið eins og að gista á hóteli án þjónustunnar. „Það var voða skrítið. Ég fílaði ekki að búa einn þannig að ég flutti um haustið í íbúð í 1100 hverfinu ásamt bekkjarfélaga mínum og það var mjög skemmtilegt, mikill gestagangur og fjör. Ári seinna fluttum við í 1200 hverfið í stærri íbúð og tókum annan félaga með okkur. Þannig að ég hef eiginlega búið í öllum hverfunum á Ásbrú nema 900 hverfinu. Ég var rosalega sáttur með að geta alltaf gengið í skólann, það er eiginlega það sem stendur upp úr. Þá bjuggu flestir bekkjarfélagar mínir eiginlega í næstu götu þar í kring og því mikill samgangur á milli manna.“ Hafliði tók sæti í nemendafélaginu á fyrsta ári og bauð sig strax fram í formannssætið. „Ég hafði bara svo margar hugmyndir um það hvernig hægt væri að bæta nemendalífið og mig langaði rosalega mikið að taka virkan þátt í samfélaginu. Ég held að mér hafi tekist flest af því sem mig langaði að gera í upphafi en ég sat í nemendafélaginu eins lengi og

ég gat. Það gaf mér tækifæri á að kynnast samfélaginu á virkan hátt, og af einhverri ástæðu þá tekur fólk mann meira alvarlega ef maður kynnir sig sem einstakling í forsvari fyrir einhvern hóp.“ Ein af hugmyndunum sem fæddust í nemendafélaginu var að stofna rými fyrir nemendur þar sem þeir gætu unnið að hugmyndum utan skóla. Félagið fékk aðstöðu í Eldey frumkvöðlasetri og úr varð stafræn smiðja sem fékk nafnið Hakkit. „Hakkit hefur þróast svo ótrúlega skemmtilega og aldrei stoppa hugmyndirnar og tækifærin. Hakkit hefur núna flest þau verkfæri og þau tæki og tól sem fólk þarf til að búa til nánast hvað sem er. Stefnan er að bæta ennþá meira þjónustuna þannig að frumkvöðlar geti nýtt sem aðstöðuna sér til framdráttar, hvort sem það er til að kynnast öðrum í samfélaginu, til að þróa frumtýpur af einhverri vöru eða þá sem fyrsta vinnurými.“ Lokaverkefnið Hafliða var unnið í samstarfi við nýsköpunarfyrirtæki sem er staðsett í Reykjavík. Fyrirtækið sérhæfir sig í því að finna not fyrir hráefni sem er venjulega urðað í dag og skoðaði Hafliði það metanamgn sem hægt er að vinna úr aukaafurðum sem verða til við lýsisframleiðslu sem í dag er borgað fyrir að urða. Hafliði vann við leiðsögn í sumar og segir hann það góða reynslu að meðhöndla hópa, hugsa fyrir þá og stjórna þeim. „Draumurinn er hins vegar að taka virkan þátt í að þróa betur starfsemina og hugmyndafræðina á Ásbrú. Hvort sem það verður í gegnum hakkið eða eitthvað annað verður bara að koma í ljós. Ég held að draumastarfið mitt væri að vinna í hugmyndum og leiða saman fólk með mismunandi bakgrunn til þess að gera flotta hluti. Tæknifræðigráða er ótrúlega víðtæk og gefur manni kost á því að framkvæmda það sem maður hugsar, hún hjálpar manni við að búta niður hugmyndir í raunhæfari einingar – og svo framkvæma þær“.


Reykjanesbær 2015 Velkomin á björtustu fjölskylduhátíð landsins Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar verður haldin dagana 2.– 6. september

Dagskrá á útisviði Blönduð fjölskyldudagskrá á útisviðinu allan daginn Ingó Veðurguð • Bæjarstjórnarbandið • Jóhanna Ruth • Leikhópurinn Lotta Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar • Bestu vinir í bænum • Sígull Bryn Ballett Akademían • Taekwondo • Danskompaní • Pakkið Kolrassa Krókríðandi • Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar • Líf og friður Sveitapiltsins draumur, tónleikar til heiðurs Rúnari Júlíussyni Listsýningar um allan bæ og hin ómissandi Árgangaganga Tónlistarveisla • Kjötsúpa • Heimatónleikar • Sagnakvöld • Lög unga fólksins Bryggjusöngur • Bíla- og bifhjólasýning • Hátíð í Höfnum • Hjólbörutónleikar Gospel og læti • Rokksafn Íslands • Leiktæki • Hoppukastalar Brúðubíllinn • Skessulummur og dúndur Ljósanæturtilboð í verslunum Sjá dagskrá á ljosanott.is HS Orka lýsir upp Ljósanótt! Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Ljósanætur

Láttu sjá þig!

ljosanott.is


12

fimmtudagur 27. ágúst 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Hagkvæmt að setja upp sjálfvirk landamærahlið H

– í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

agkvæmt er talið að setja upp allt að tíu sjálfvirk landamærahlið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þetta er niðurstaða vinnuhóps sem unnið hefur að greiningu á hagkvæmni og skilvirkni slíkra hliða. Þetta kemur fram í ársskýrslu 2014 embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Snemma árs 2014 var ákveðið að setja á laggirnar vinnuhóp til þess að greina hagkvæmni og skilvirkni sjálfvirkra landamærahliða (e. Automatic Border Control, ABC) með landamæravörslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar að leiðarljósi. Vinnuhópinn skipa fulltrúar frá ISAVIA, Ríkislögreglustjóra og Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Á fyrsta fundi vinnuhópsins var ákveðið að sækja Frontex ráðstefnu á Gatwick flugvelli í Bretlandi. Einnig var farin vettvangsferð á flugvöllinn í Helsinki þar sem sjálfvirk landa-

mærahlið voru skoðuð en Finnar eru komnir hvað lengst í innleiðingu á þessari tækni við landamæravörslu. Unnin var margvísleg rannsóknarvinna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er varðar afgreiðslutíma um landamærin sem síðan var sett upp í hermilíkan. Niðurstaða af þessari vinnu varð sú að

hagkvæmt er talið að setja upp allt að 10 sjálfvirk landamærahlið. Þess ber að geta að þótt umrædd hlið séu talin munu gagnast vel munu þau þó engan veginn leysa af hólmi lögreglu og landamæraverði og með þeim þarf stöðugt að fylgjast. Áfram verður unnið að þessu verkefni á næsta ári.

Samkeppni um nafn í Grindavík

F

- ÁR

A A f m æl i

- ÁR

-

A A f m æl i

-

TakTu þáTT í nETfangalEik kaupfélags suðurnEsja í TilEfni af

70 ára afmæli okkar Þú gætir dottið í lukkupottinn og unnið: Gjafabréf í Nettó að upphæð

Til að Taka þáTT:

Ertu félagsmaður? Farðu þá inn á www.ksk.is og skráðu netfangið þitt. Þeir sem þegar hafa skráð netfang eru sjálkrafa með í lukkupottinum. Viltu alltaf afslátt og afsláttarkjör? Þá þarftu bara að gerast félagsmaður. Þú ferð inn á www.ksk.is, sækir um félagsmannakort og skráir líka netfangið þitt. Þannig dettur þú í afmælislukkupottinn og færð hér eftir alltaf 2% afslátt við kassann og regluleg sértilboð. Dregið verður 1.september.

Verið tímanlega með auglýsingar í Ljósanæturblað Víkurfrétta 3. september.

élagsstarf Ungmennafélags Grindavíkur og Kvenfélags Grindavíkur hefur verið flutt í nýja og glæsilega félagsaðstöðu í nýrri íþróttamiðstöð Grindav í ku r b æ j ar v i ð Au stu r ve g . Ákveðið hefur verið að efna til nafnasamkeppni fyrir þessa nýju félagsaðstöðu. Skilafrestur er til og með 1. sepember nk. Í nýju aðstöðunni eru bæði skrifstofuaðstaða og svo samkomusalur. Nafnið þarf að hafa skírskotun til þeirrar starfsemi sem fer fram í húsinu, sem er íþróttastarf, tómstundastarf, forvarnarstarf, samkomur en jafnframt verður hægt

að leigja salinn undir veislur, fundi og aðra viðburði. Nafnið sem verður fyrir valinu verður tilkynnt við formlega opnun á nýja íþróttamannvirkinu í næsta mánuði. Tillögur um nafn á sameiginlegri starfsstöð skal senda á netfangið thorsteinng@grindavik.is, (nafn, heimilisfang og símanúmer þess sem kemur með tillöguna.) Í verðlaun eru árskort í nýju líkamsræktarstöðinni sem Gymheilsa ehf. rekur í íþróttamiðstöðinni og árskort fyrir tvo á heimaleiki UMFG í úrvalsdeild karla og kvenna í körfubolta í vetur.

Hilmar Þór gestaprófessor við Cornell University í Bandaríkjunum

H

ilmar Þór Hilmarsson Njarðvíkingur og prófessor við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri er gestaprófessor (e. Visiting Professor) við Cornell University í Bandaríkjunum haustið 2015 og mun stunda rannsóknir á fjármögnun hreinna orkuframkæmda þar , einkum jarðhita. Hann hefur undanfarin ár rannsakað þátttöku al þjó ðafjármálastofnana í orkuframkvæmdum í þróunar og nýmarkaðsríkjum og birt niðurstöður sínar á fræðilegum vettvangi. http://energyinstitute.engineering.cornell.edu/node/208 Hilmar er í Cornell í boði Jefferson Tester, prófessor við Cornell University sem jafnframt er Director Cornell Energy Institute ( http://energyinstitute.engineering.cornell.edu/faculty/director ). Prófessor Tester er einn fremsti vísindamaður Bandaríkjanna á sviði jarðhita og var meginhöf-

undur MIT skýrslunnar um jarðhitaauðlindir Bandaríkjanna og nýtingu þeirra í framtíðinni. Prófessor Tester hefur komið til Íslands og kynnt sér rækilega fjölnýtingu jarðhita á Íslandi, þar á meðal á Suðurnesjum sem eru í fremstu röð í heiminum á þessu sviði. Hilmar hefur áður flutt fyrirlestra við Cornell University, þ ar á me ð a l við Cornell Energy Institute og Cornell Global Finance Initative. Fyrirlestrarnir voru birtir í bók sem kom út í New York í Bandaríkjunum haustið 2014. Hann var starfsmaður Alþjóðabankans í 12 ár og átti m.a. fundi með ýmsum sérfræðingum bankans í Washington á leið sinni til Cornell University. Alþjóðabankinn leggur vaxandi áherslu á stuðning við jarðhitaframkæmdir viða um heim. Þess má geta að Hilmar útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 1982.

Hafragrautur í boði alla morgna - í barnaskólum Grindavíkur XXBoðið verður upp á hafragraut alla morgna í báðum skólum Grunnskóla Grindavíkur í allan vetur áður en skólastarf hefst. Boðið verður upp á grautinn frá kl. 07:30 til 08:00 og er hann nemendum að kostnaðarlausu. Boðið er upp á hafragrautinn í samstarf i við Foreldrafélag Grunnskóla Grindavíkur. Þær Katrín Þorsteinsdóttir og Þórunn Jóhannsdóttir sjá um að elda á Ásabrautinni og Sigurbjörg Guðmundsdóttir (Didda) eldar í Hópsskóla. Hafragrautur er einfaldur, saðsamur, fullur af hollri og góðri orku og er eitt besta eldsneyti sem maður getur fengið fyrir daginn.

Rafræn íbúagátt tekin upp í Vogum XXUndanfarnar vikur hefur verið unnið að undirbúningi upptöku rafrænnar íbúagáttar hjá Sveitarfélaginu Vogum. Mörg sveitarfélög hafa þegar tekið slíkar gáttir í notkun. Íbúagáttin gerir íbúum sveitarfélagsins kleift að sinna ýmsum erindum við sveitarfélagið á rafrænan hátt, og eru því ekki háðir opnunartíma skrifstofunnar eða þurfa að koma á staðinn. Íbúar sveitarfélagsins skrá sig inn með rafrænum auðkennum eða Íslykli. Unnt verður að fylla út ýmiss konar eyðublöð og umsóknir, senda inn fyrirspurnir, formleg erindi o.s.frv. Þá verður einnig unnt að skoða álagningarseðla fasteignagjalda. Gert er ráð fyrir að íbúagáttin opni formlega um næstu mánaðamót og verður krækja inn á gáttina sett á vefsíðu sveitarfélagsins, segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í fréttabréfi bæjarins.


13

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 27. ágúst 2015

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Sjókayakferðir í yndislegu umhverfi -góð leið til að upplifa íslenska náttúru

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Ásókn í stór bátaskýli í Hvassahrauni XXUmhverfis- og skipulagsyfirvöldum í Sveitarfélaginu Vogum hafa borist tvær umsóknir með stuttu millibili þar sem óskað er eftir því að fá að byggja stór bátaskýli í Hvassahrauni. Eru óskir um að byggja allt að 50 fermetra bátaskýli við ströndina. Nefndin telur að breyta þurfi gildandi deiliskipulagi á svæðinu svo heimilt verði að byggja stærri verkfæra/bátaskýli en skipulagsskilmálar heimila og vísar ákvörðun um það til eiganda lóða á skipulagssvæðinu. Það er álit nefndarinnar að heildarstærð slíks húss geti verið 40 fermetrar.

Myndlistarfólk vill á efri hæð Svarta pakkhússins XXFélag myndlistarmanna í Reykjanesbæ hefur sent bæjaryfirvöldum erindi vegna aðstöðu fyrir myndlistarmenn í bæjarfélaginu. Óskar félagið eftir aðkomu Reykjanesbæjar við að koma efri hæð Svarta pakkhússins við Hafnargötu í nothæft ástand. „Ljóst er að mikill missir er að aðstöðu félagsins í Listasmiðjunni á Ásbrú og leggur ráðið til að tillögur Félags myndlistarmanna um ýmsar lagfæringar á efri hæð Svarta pakkhússins verði hafðar í huga við gerð næstu fjárhagsáætlunar,“ segir í fundargerð menningarráðs Reykjanesbæjar.

Samstarf um leikskólapláss á milli sveitarfélaga?

R

eykjanes Seakayak er ungt fjölskyldufyrirtæki á Þórustöðum á Vatnsleysuströnd sem er miðja vegu milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Fyrirtækið býður upp á ferðir fyrir einstaklinga og smærri hópa á „Sit on Top“ kajökum og segir Brynjar Guðmundsson einn eiganda kajakana henta öllum og ekki þurfi til grunnkunnáttu til að róa þeim.

„Þátttakendur klæðast þurrbúningum og allar ferðir eru farnar með leiðsögn. Algengast er að fara í 1-2 tíma róður út að Gerðistandavita, en einnig er möguleiki á að panta sérstakar hópferðir og miðnætursiglingar sem eru toppurinn í sumar.“ Reykjanes Seakayak hóf starfsemi vorið 2014, en undirtektir hafa að sögn Brynjars verið mjög góðar,

„Enda varla til yndislegri leið til að upplifa íslenska náttúru með fjölbreytt fuglalíf og forvitna seli“ segir Guðmundur. Umsagnir gesta má lesa bæði á Facebook síðu Reykjanes Seakayak og eins á Trip Advisor og hafa þær verið mjög góðar og þar má jafnframt sjá fjölda mynda frá þessum ferðum þar sem komist er í beina snertingu við náttúruna.

Skráning er hafin á ný námskeið hjá Gargandi snilld. Námskeiðin hefjast í september.

Leikur, söngur, glens og gleði. Byrjenda- og framhaldsnámskeið

(einnig eru námskeið í boði fyrir lengra komna).

Takmarkaður fjöldi í hvern hóp. Allar nánari upplýsingar í síma 869 1006. - Guðný Kristjánsdóttir.

Skráning á www.gargandisnilld.is.

XXVinnuhópur um framtíðarsýn í leikskólamálum í Sandgerði hefur m.a. lagt til að kannað verði hvort Reykjanesbær og Sveitarfélagið Garður séu reiðubúin til samstarfs í leikskólamálum. Markmiðið væri að auka val foreldra um uppeldisstefnu og að foreldrar geti sótt um leikskólapláss fyrir börnin sín í því sveitarfélagi sem best hentar með tilliti til atvinnu. Þetta kemur fram í skýrslu sem skilað hefur verið til bæjaryfirvalda í Sandgerði. Þá leggur hópurinn til að gott samstarf Grunnskólans og Sólborgar verði eflt enn frekar með það í huga að elsti árgangur Sólborgar auki viðveru sína í grunnskólanum. Bæjarráð hefur tekið fyrir framtíðarsýn vinnuhópsins og afgreitt tillögur hópsins. Þar segir m.a. að gott samstarf grunnskólans og Sólborgar verði eflt enn frekar með það í huga að elsti árgangur Sólborgar auki viðveru sína í grunnskólanum, var vísað til skoðunar hjá stjórnendum skólastofnananna tveggja. Ekki er að sjá sérstaka afgreiðslu á hugmynd um samstarf við Reykjanesbæ og Garð aðra en þá að bæjarráð tekur undir með vinnuhópnum um að halda þurfi umræðu um framtíðarsýn í leikskólamálum opinni. Nánar er fjallað um skýrsluna á vef Víkurfrétta, vf.is.


14

fimmtudagur 27. ágúst 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

Sandgerðisbær fyrsta sveitarfélagið í rafræna skjalavörslu Þ

jóðskjalasafn Íslands hefur veitt Sandgerðisbæ heimild til að hefja rafræna skjalavörslu og skila gögnum á rafrænu formi til safnsins til langtímavarðveislu. Sandgerðisbær er fyrsta sveitarfélagið hérlendis sem fær slíka heimild.

Yfir 5 milljónir hafa safnast fyrir minnisvarða

Y

fir fimm milljónir króna hafa safnast fyrir minnisvarða sem stendur til að reisa í hrauninu við Grindavíkurveg til að minnast Andrews hershöfðingja og áhafnar B-24D Liberator „Hot Stuff “ herflugvélarinnar sem fórst á Fagradalsfjalli fyrir rúmum 70 árum. Bræðurnir Þorsteinn og Ólafur Marteinssynir eru áhugamenn um sögu síðari heimsstyrjaldarinnar á Íslandi og hafa sýnt sögu „Hot Stuff “ sérstakan áhuga og stóðu m.a. fyrir því að sett var upp upplýsingaskilti í hrauninu við Grindavíkurveg árið 2013 þegar 70 ár voru liðin frá slysinu. Vinur þeirra, Jim Lux, áhugamaður um seinni heimsstyrjöldina hefur náð merkum áfanga við söfnun á fjármunum til að reisa minnisvarða um flugslysið í Fagradalsfjalli. Safnast hafa yfir 40.000 dollarar af þeim 70.000 sem áætlað er að þurfi til verkefnisins. Meiningin er að minnisvarðinn verði vígður 3. maí 2018 en þá eru 75 ár liðin frá atburðinum. Hinn 3. maí 1943, fórst bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B- 24D Liberator sem bar heitið Hot Stuff á Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Flugvélin var á leið heim til Bandaríkj-

anna í fyrirhugaða sigurför sem fyrsta sprengjuflugvélin sem hafði náð ósködduð að fljúga 25 árásarferðir frá Bretlandi yfir meginland Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni. Í fyrstu voru margar slíkar flugvélar skotnar niður af orrustuflugmönnum Þjóðverja og hét Bandríkjaher áhöfnum sprengjuflugvéla sem lykju 25 árásarferðum að þeir fengju að snúa heim. Áhöfn Hot Stuff var sú fyrsta til að ná þessum merka árangri. Í flugslysinu fórust fjórtán manns, þar á meðal Frank M. Andrews hershöfðingi og æðsti maður herafla Bandaríkjanna í Evrópu sem var á leið til Washington til þess að leggja á ráðin um undirbúning innrásar Bandamanna á meginland Evrópu. Einn maður lifði slysið af, George A. Eisel stélskytta, og var það í annað sinn sem hann komst lífs af úr slíku flugslysi. Við fráfall Andrews tók Dwight D. Eisenhower hershöfðingi við sem æðsti maður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og alls herafla bandamanna í Evrópu og stjórnaði innrásinni í Normandí árið eftir. Eisenhower var síðan forseti Bandaríkjanna á árunum 1953 – 1961.

Um er að ræða heimild til að afhenda gögn á rafrænu formi úr skjalavörslukerfi bæjarins. Sandgerðisbær mun því hætta að prenta út gögn úr kerfinu til varðveislu og varðveita gögnin eingöngu á rafrænu formi. Undanfarna mánuði hafa starfsmenn Sandgerðisbæjar og Þjóðskjalasafns unnið að málinu í góðu samstarfi. Fyrsta afhending á rafrænum gögnum Sandgerðisbæjar verður árið 2017. Sandgerðisbær er afhendingarskyldur til Þjóðskjalasafns þar sem sveitarfélagið er ekki aðili að héraðsskjalasafni. „Sandgerðisbær leggur áherslu á faglega stjórnsýslu og liður í því er rafræn skráning skjala og mála sem til vinnslu eru hjá bæjarfélaginu. Rafræn skjalastjórnun auðveldar yfirsýn og rekjanleika mála, þjónusta við bæjarbúa og viðskiptavini verður áreiðanlegri. Um leið verður

umtalsverður sparnaður á pappír og geymsluplássi“, segir Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri í Sandgerði. Þjóðskjalasafn setti árið 2009 fyrst reglur um rafræn opinber gögn og skil á þeim. Síðan hafa stofnanir og embætti ríkisins tilkynnt alls 146 gagnakerfi til safnsins og fjöldi ríkisstofnana fengið heimild til rafrænnar skjalavörslu. Þjóðskjalasafn hefur fengið til varðveislu alls 17 afhendingar á rafrænum gögnum og á næstu árum munu rafræn gögn í safnkosti Þjóðskjalasafns margfaldast.

Að sögn Eiríks G. Guðmundssonar, þjóðskjalavarðar, eru enn fjölmörg gagnakerfi hjá hjá hinu opinbera sem sem eftir á að tilkynna safninu svo hægt sé að tryggja varðveislu og aðgengi að upplýsingum í þeim til framtíðar: „Stofnanir ríkisins ráða yfir nokkrum gagnakerfum og aðeins brot af þeim hefur verið tilkynnt til Þjóðskjalasafns. Það er ánægjulegt að fyrsta sveitarfélagið hafi nú hafið rafræna skjalavörslu og er von til þess að sporganga Sandgerðisbæjar verði sveitarfélögum og stofnunum ríkisins til eftirbreytni.“

Fjárhagslegur stuðningur við Ljósanótt - Reykjanesbær undirritar samninga við helstu styrktaraðila Ljósanætur „Það þarf fólk eins og þig“ söng Rúnar Júlíusson í vinsælu lagi og segja má að þessi lína gæti verið einkennislína Ljósanætur árið 2015. Ljósanótt er ein af stærri bæjarhátíðum landsins og fer nú fram í 16. sinn dagana 2.-6. september nk. Í sumar var sent út bréf til fjölda fyrirtækja á svæðinu og leitað eftir fjárhagslegum stuðningi við framkvæmd hátíðarinnar og í vikunni skrifaði bæjarstjórinn Kjartan Már Kjartansson undir samninga við þrjá stærstu styrktaraðilana sem eru Landsbankinn sem er

helsti styrktaraðili Ljósanætur, Nettó sem styrkir vel dagskrá föstudagsins og barnadagskránna og HS Orka sem lýsir upp Ljósanótt með því að fjármagna flugeldasýninguna. Bæjarstjóri þakkaði fulltrúum þessara þriggja fyrirtækja sitt framlag og jafnframt hvatti hann þau fyrirtæki sem enn hafa ekki svarað bréfinu, að senda nú inn sem fyrst, jákvæð svör og taka þannig þátt í að halda Ljósanótt sem einni bestu menningar- og fjölskylduhátíð landsins.

Inspiron 15 Aðeins

154.900Örgjörvi Intel Core i7-5500U 5Gen (4M, allt að 3.30GHz) Minni 8GB 1600MHz DDR3L Skjár 15.6” HD WLED True-Life skjár Diskur 1TB harður diskur

HAFNARGATA 40 S. 422 2200

REYKJANESBÆ

Hallur Geir Heiðarsson rekstrarstjóri Nettó, Jóhann Snorri Sigurbergsson forstöðumaður viðskiptaþróunar HS Orku, Einar Hannesson útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í fremstu röð. Á bakvið þau standa fulltrúar úr Ljósanæturnefnd Reykjanesbæjar. VF-mynd: Hilmar Bragi


15

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 27. ágúst 2015

pósturu vf@vf.is Stefán Sigurðsson matreiðslumeistari á Vitanum með krabba- og sjávarréttaveislu Vitans. Mynd úr einkasafni.

Þessi hressu tombólubörn voru svo dugleg að selja dót hjá Nettó og gáfu Rauða krossinum ágóðann. Þau heita: Jón Arnar Birgisson, Arnþór Ingi Arnarsson og Bergþóra Ólafsdóttir. Á myndina vantar Daníel Óskar Karl Obemaer, en hann býr í Austurríki.

Veitingahúsið Vitinn með sérstöðu:

Einstakar krabbaveislur njóta vinsælda langt út fyrir landsteinana

V

e i t i n g a h ú s i ð Vi t i n n í Sandgerði hefur skapað sér sérstöðu á meðal íslenskra veitingahúsa. Vitinn er sjávarréttastaður við höfnina í Sandgerði sem hefur getið sér gott orð fyrir krabba- og sjávarréttaveislu sem slegið hefur í geng. Veislan samanstendur af krabbasúpu í forrétt og grjótkrabba, öðuskel, bláskel, beitukóng og rækju í aðalrétt. Hjónin Stefán Sigurðsson matreiðslumeistari Vitans og Brynhildur Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri eru í viðtali við

Sjónvarp Víkurfrétta í kvöld á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þar ræða þau hvernig aukning í ferðamannastraumi til landsins hefur skilað sér á vitann en veitingastaðurinn er mikið bókaður langt fram á næsta ár. Þá skiptir engu hvort um er að ræða jól eða áramót, stórir hópar eru í mat alla daga.

hvort byrja eða enda ferðalagið um Ísland með sjávarréttaveislu í Sandgerði. Margir vilja gera vel við sig og hafa óskað eftir því að fá að lenda þyrlum við veitingastaðinn. Því hafa þau hjón á Vitanum óskað eftir því við bæjaryfirvöld í Sandgerði að útbúið verði svæði í nágrenni hafnarinnar þar sem hægt sé að taka á móti þyrlum.

Fjölmargir leggja leið sína á Vitann til að gæða sér á krabba- og sjávarréttaveislunni og koma margir langt að. Vinsælt er hjá erlendum ferðamönnum að annað

Allt um grjótkrabbann og sjávarréttaveisluna í Sandgerði í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld á ÍNN og vf.is kl. 21:30.

Þessar duglegu stúlkur heita, Kristbjörg Katla Ólafsdóttir, Kamilla Rún Jónsdóttir og Bergþóra Ólafsdóttir. Þær héldu tombólu í Nettó og gáfu Rauða krossinum andvirðið.

Þessar brosmildu stúlkur eru skapandi og bjuggu til skartgripi og seldu til styrktar Rauða krossinum. Þær heita Stefanía Lind Guðmundsdóttir og Alma Rut Einarsdóttir.


16

fimmtudagur 27. ágúst 2015 • VÍKURFRÉTTIR UMSJÓN: PÁLL ORRI PÁLSSON POP@VF.IS

Gerður Garðarsdóttir

Edda

- ljósmyndasýning um Garðveg 1 í Sandgerði

Þ

Edda Gerður Garðarsdóttir er 16 ára stelpa úr Keflavík. Hún er nemi í FS og starfar á pulsuvagninum. Mix í dós var sumardrykkurinn og Þingvellir er eftirlætis staðurinn.

Hvernig hefur sumarið verið hja þér? Afslöppun með vinkonum mínum og unnið mikið. Hvar varst þú að vinna í sumar? Var/ er að vinna á pulsuvagninum. Hvernig var varið sumarfríinu? Unnið mikið, farið í nokkrar útilegur og síðan á ég eina tónleika eftir. Ferðaðist þú í sumar, og hvert þá? Já ég ferðaðist til Milano, Ítalíu. Eftirlætis staður á Íslandi? Þingvellir, þar sem ég get alltaf notið mín upp í bústað. Hvað einkennir íslenskt sumar? Þegar það er 17-19 gráður úti og þá fara Íslendingar beint í sumargallann og snappa á fullu. Áhugamál þín? Rúnta upp og niður Hafnó.

pósturu vf@vf.is

Arfur breyttrar verkmenningar

Rúnta upp og niður Hafnó Aldur og búseta? 16 ára í Keflavík Starf eða nemi? Er í Fjölbrautaskóla suðurnesja og vinn líka á Pulsuvagninum.

-fréttir

Eitthvað sem þú stundar aðeins á sumrin? Er með vinkonum mínum miklu meira, sem er yndis. Hvað gerðir þú um Verslunarmannahelgina? Ég var að vinna, og kíkti síðan eitt kvöld upp í bústað. Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling? Ein ísköld og skemmtileg útilega, sem í ár var Jájá útilegan í Galtalæk með vinum mínum. Hvað var sumarsmellurinn í ár að þínu mati? Sturla Atlas platan á replay. Hvað er það besta við íslenskt sumar? Íslensk tónlist og sólin (ef hún lætur sjá sig). En versta? Kuldinn og rigningin. Uppáhalds grillmatur? Grillpizza sem Agnes frænka gerir stundum fyrir mig.

ekkingarsetur Suðurnesja opnar ljósmyndasýninguna „Garðvegur 1 - Arfur breyttrar verkmenningar“ nk. laugardag, 29. ágúst, kl. 13 í húsnæði Þekkingarsetursins að Garðvegi 1 í Sandgerði. Sýningin er opin alla helgina frá kl. 13-17 og aðgangur ókeypis. Húsnæði Þekkingarsetursins hefur mikla sögu að geyma og á sýningunni er saga þess sögð í máli og myndum. Uppbyggingarsjóður Suðurnesja styrkti uppsetningu sýningarinnar sem er hluti af dagskrá Evrópska menningarminjadagsins 2015 en þema ársins er arfur verk- og tæknimenningar.

-

smáauglýsingar TIL LEIGU

AFMÆLI

Íbúð, 100fm 4 herb. í Ytri Njarðvík (nær Keflavík) , 100þ. kr./ mán. miklar kröfur um meðmæli, og annað. Eingöngu reglusamt fólk kemur til greina. 1. og síðasti mánuður greiddur og 1 mán. í tryggingu. Sendið á email mystuffalways@gmail.com

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla

NÝTT

Forvarnir með næringu

Opið alla daga fram á kvöld

STAPAFELL

Hafnargötu 50, Keflavík

Bjarni Ástvaldsson verður 60 ára þann 27. ágúst og Harpa Jóhannsdóttir verður fimmtug laugardaginn 29. ágúst. Þau verða með opið hús til að halda uppá herlegheitin að Bogabraut 8 í Sandgerði frá kl. 19:00 föstudaginn 4. september.

TIL SÖLU

Verið velkomin

Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

www.vf.is

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Peugeot 508, fimm dyra alvöru fjölskyldubíll, ekinn 50 þús. Árg. 2013. Nánari upplýs. í s. 893-3717.

Sumardrykkurinn? Mix í dós, sem er bara hægt að kaupa á sumrin.

Bíldshöfða 12, 112 Reykjavík - Sími 587 6666 - Fax 567 3624 isloft@isloft.is - www.isloft.is

Víkurfréttir auglýsa eftir fréttafólki Víkurfréttir auglýsa eftir hressum einstaklingi í starf fréttamanns/blaðamanns. Starfið er geysilega fjölbreytt og felst í fréttamennsku fyrir miðla VF, blað, vef og sjónvarpsþátt. Um fullt starf getur verið að ræða en einnig hlutastarf. Fréttamaður/blaðamaður þarf að hafa mjög góð tök á íslensku máli, vera hugmyndaríkur og geta unnið sjálfstætt. Tölvan er góður vinur okkar og á hana þarf að kunna, alla vega allt það helsta. Víkurfréttir sinna fréttamennsku á Suðurnesjum og leggja áherslu á að flytja fréttir og umfjöllun frá Suðurnesjum. Áhugasamir sendi tölvupóst með helstu upplýsingum um sig til Páls Ketilssonar ritstjóra á pket@vf.is. vf.is

ÓSKAR EFTIR EFTIRFARANDI STARFSMÖNNUM TIL STARFA M.A. Á ÁSBRÚ: · Mönnum vönum vinnu við verklegar framkvæmdir · Málmiðnaðarmönnum og/eða öðrum iðnaðarmönnum · Blikksmiðum · Nemum í blikksmíði · Aðstoðarmönnum

Um er að ræða fjölbreytt störf við uppsetningu á loftræsibúnaði, lögnum ofl. í verkefnum okkar á Ásbrúarsvæði í Keflavík . Mjög góð verkefnastaða er framundan á Ásbrú, Reykjavík, Hellisheiði og víðar. Umsóknir sendist í tölvupósti á isloft@isloft.is. Einnig er hægt að fylla út umsókn á www.isloft.is með því að smella á link efst á síðunni.

Nánari upplýsingar í síma 5876666.


17

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 27. ágúst 2015

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Hátíð í Höfnum – á Ljósanótt, sunnudaginn 6. september

N

okkrir Hafnabúar hafa sett saman menningardagskrá og bjóða nú til Hátíðar í Höfnum á Ljósanótt, sunnudaginn 6. september kl. 13:00–18:00. Félagsheimilið var fyrst byggt sem skóli árið 1928 og er teiknað af Guðjóni Samúelssyni. Það þjónar nú Hafnabúum sem félagsheimili. Þar bjóðum við uppá kaffi og bakkelsi frá kl. 13:00 til 17:00 og rennur allur ágóði af sölu þess til styrktarsjóðs Kirkjuvogskirkju. Í félagsheimilinu verða verk til sýnis eftir Helga Hjaltalín Eyjólfsson og Valgerði Guðlaugsdóttur. Leikhorn mun verða fyrir yngstu börnin. Á milli 14:00 og 15:00 munu Ketill Jósefsson og Sigurjón Vilhjálmsson vera með sagnastund tengda Höfnum. Kirkjuvogskirkja í Höfnum var byggð á árunum 1860-1861 og er elsta kirkja á Suðurnesjum. Hún var gerð upp árið 1970-1972 og þjónar enn Hafnabúum. Á milli

16:00 og 17:20 mun Elíza Geirsdóttir Newman og Gísli Kristjánsson ásamt sérstökum gesti, Bjartmari Guðlaugssyni, vera með tónleika í kirkjunni. Það er frír aðgangur á tónleikana og allir velkomnir. Dagskrá 13:00-18:00 Kaffisala og Myndlistasýning í félagsheimilinu. 14:00-15:00 Sagnastund Ketils Jósefssonar og Sigurjóns Vilhjálmssonar. 16:00-17:20 Tónleikar í Kirkjuvogskirkju. Bjartmar Guðlaugsson, Elíza Geirsdóttir Newman og Gísli Kristjánsson. Í Félagsheimilinu: Listamennirnir sem munu sýna í félagsheimilinu eru þeir Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Valgerður Guðlaugsdóttir. Þau fluttu í Hafnir árið 2005 og reka þar vinnustofur sínar. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson er skúlptúristi að upplagi en hefur í seinni

tíð hneigst í átt að vatnslitamálverki sem þó oftast tengist smíðagripum ýmiskonar. Verk Helga eru bræðingur menningarheima þar sem hann blandar saman vísunum og notar snyrtilega framsetningu til að fjalla um margslungnar merkingar í dægurmenningu samtímans. Valgerður Guðlaugsdóttir er þekkt fyrir að vinna með ímynd konunnar í nútíma samfélagi og í verkum sínum spyr hún oft áleitina spurninga. Valgerður vinnur í ýmsa miðla allt eftir því hvað þjónar megin hugmyndinni hverju sinni. Í verkum hennar hafa komið fyrir allt frá kvenpersónum úr rómantískum ástarsögum til þekktra Playboy fyrirsæta. Á sýningunni verða bæði ný og eldri verk. Einnig verður sýnd listræn heimildarmynd eftir þýska listamanninn Janosch B sem ber nafnið Geirfugl.

Sagnastund: Sigurjón Vilhjálmsson og Ketill Jósefsson rifja upp gamlar sögur úr Höfnum á milli klukkan 14:00 til 15:00. Sigurjón fluttist að Merkinesi í Höfnum ásamt fjölskyldu sinni árið 1934, þá 9 ára gamall. Sigurjón býr yfir miklum fróðleik um svæðið og kann fjöldann allan af sögum frá Höfnum í gamla daga. Ketill er fæddur í Höfnum og bjó þar til 13 ára aldurs. Hann er lærður leiðsögumaður og hefur áður flutt frásagnir frá Höfnum við góðar undirtektir. Tónleikar: Bjartmar Guðlaugsson er einn af ástsælustu laga- og texta höfundum Íslands og mikill vinur Reykjanesbæjar. Hann mun flytja nokkur vel valin lög í kirkjunni af ferlinum og er úr nógu að taka þar! Elízu þekkja flestir úr Kolrössu Krókríðandi og seinna sem sóló listamann ,og hefur hún farið víða á ferlinum allt frá pönki til Euro-

vision með stuttu stoppi á Eyjafjallajökli! Nú er hún orðin alvöru Hafnakona og mun flytja nokkur lög af ferli sínum og frumflytja nýtt efni af komandi breiðskífu, Straumhvörf. Gísli Kristjánsson hefur getið sér gott orð sem lagahöfundur og upptökustjóri siðastliðin ár þar sem hann hefur unnið með m.a Jamie Cullum, Duffy og mörgum fleiri listamönnum. Mun hann flytja frumsamið efni af annari sóló breiðskífu sinni sem er í vinnslu núna. Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög til styrktar viðhaldi Kirkjuvogskirkju eru afar vel þegin. Allir velkomnir í Hafnirnar! Að hátíðinni standa Hafnabúar, þeir Árni Hinrik Hjartarson, Elíza Geirsdóttir Newman, Gísli Kristjánsson, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson, Kolbrún Björk Sveinsdóttir, Lilja Dögg Bjarnadóttir og Valgerður Guðlaugsdóttir.

GRÆJAÐU SKÓLANN LENOVO G50-70

REYKJANESBÆ

CANON

PIXMA MG5650

SONY

ZX110 HEYRNARTÓL

Verð: 119.900 kr.

Tilboðsverð: 16.900 kr.

Verð: 6.990 kr.

Kraftmikil 15,6" fartölva á frábæru verði. i5 örgjörvi og 4GB minni.

Fjölnotaprentari með WiFi, prentun, ljósritun og skönnun.

Kraftmikið hljóð og mikil gæði. Fæst í svörtum, bleikum og hvítum lit.

Vnr. 9487B006aa

Vnr. MDRZX110

LENOVO U430

Verð: 139.900 kr. Glæsileg og létt 14" fartölva með snertiskjá. i5 örgjörvi og 8GB minni.

Vnr.59444579

LENOVO Y50-70

Vnr. 59403222

PLANTRONICS

BACKBEAT FIT HEYRNARTÓL

Verð: 209.900 kr.

Tilboðsverð: 19.400 kr.

Kraftmikil vél sem er frábær í leikina. i7 örgjörvi, 8GB minni og tvö skjákort.

Þráðlaust Bluetooth heyrnartól, frábært í ræktina. Fæst í rauðum, bláum og grænum lit.

Vnr. 59441600

Vnr. 200470-05

Omnis Reykjanesbæ

|

Hafnargata 40

|

422 2200


18

fimmtudagur 27. ágúst 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir Verðugt verkefni hjá Grindavík XXEnn eru tölfræðilegar líkur til staðar fyrir Grindvíkinga að komast upp úr 1. deild karla og í Pepsí deildina. 12 stig eru eftir í pottinum og þurfa Grindvíkingar að vinna upp 7 stiga mun sem skilur á milli þeirra í 4. sætinu og Þróttar í 2. sætinu. Verður að telja það verðugt verkefni en Grindvíkingar hafa unnið síðustu tvo leiki sína og munu mæta efsta liði deildarinnar, Víkingi Ólafsvík, á þriðjudagskvöldið kl. 18 en leikið er á Grindavíkurvelli.

Njarðvíkingar eiga á brattan að sækja

Dæmigerð mynd frá fótboltasumrinu hjá Keflvíkingum. Sindri markvörður súr á meðan andstæðingar fagna. VF-mynd/hilmarbragi.

Sárt tap Keflvíkinga gegn KR K

Slysalegt mark gestanna réði úrslitum í hörkuleik

eflvíkingar þurftu að sætta sig við 0-1 tap gegn KR er liðin mættust í 17. umferð Pepsí deildar karla. Slysalegt mark um miðbik síðari hálfleik réði úrslitum leiksins en Keflvíkingar áttu skilið meira en ekki neitt úr leiknum. Keflvíkingar voru virkilega óheppnir að fá ekki meira út úr þessum leik. Fín færi og góð barátta hefðu jafn-

vel getað skilað þeim öllum stigunum sem í boði voru. Staða þeirra í deildinni batnaði ekki með úrslitunum og eru nú aðeins fimm umferðir eftir af Íslandsmótinu. Keflvíkingar þurfa að vinna upp 8 stig í þessum 5 leikjum og þurfa því að treysta á að ÍA, ÍBV og Leiknir fari ekki að taka uppi á því að vinna sér inn of mörg stig í næstu umferðum.

XXNjarðvíkingar eiga á brattann að sækja í 2. deild karla en liðið leikur næstu tvo leiki sína gegn efstu liðum deildarinnar. Njarðvíkingar eru í næstneðsta sætinu með 16 stig þegar 5 umferðir eru eftir og þurfa nauðsynlega á stigum að halda í næstu leikjum til að forðast fall í 3. deild. Njarðvík sækir Huginn heim á Seyðisfjörð á laugardaginn kl. 15.

Garðmenn hafa klórað sig úr botnsætinu XXVíðir í Garði hefur ekki tapað leik í 3. deild karla síðan liðið lá á heimavelli fyrir grönnum sínum í Reyni Sandgerði þann 2. júlí s.l. Garðmenn hafa síðan þá heldur betur spýtt í lófana og hafa klórað sig úr botnsætinu upp í 7. sætið. Víðir getur kvatt fallbaráttuna fyrir fullt og allt með sigri á Völsungi á laugardaginn kl. 14. Leikið er á Nesfisksvellinum í Garði.

Reynismenn geta farið langt með að tryggja sér annað sætið XXReynismenn standa í harðri baráttu við Völsung um laust sæti í 2. deild að ári og vonast eftir að Húsvíkingar misstígi sig í Garðinum. Reynismenn geta þá farið langt með að tryggja sér annað sætið takist liðinu að leggja lið Kára í kvöld á Sandgerðisvelli. Flautað verður til leiks kl. 18.

Þróttarar taplausir í gegnum c-riðil

4. flokkur Njarðvíkur Rey Cup meistari XX4. flokkur Njarðvíkur karla tók þátt á hinu alþjóðlega knattspyrnumóti Rey Cup sem var haldið á dögunum í Laugardalnum. Strákarnir skemmtu sér konunglega og stóðu sig jafnframt mjög vel en þeir stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar í keppni b liða. Í úrslitaleiknum sigraði Njarðvík lið Hattar Egilstöðum 3-1.

XXÞróttarar luku riðlakeppni 4. deildar karla með 4-2 sigri á liði Harðar Ísafirði s.l. sunnudag. Þar með fóru Þróttarar taplausir í gegnum criðil, sigruðu 10 leiki og gerðu tvö jafntefli en ekkert annað lið lék það eftir þeim. 8 liða umspil um sæti í 3. deild hefst um helgina og munu Þróttarar mæta liði Hvíta Riddarans í tveimur leikjum sem skera úr um hvort liðið fer í undanúrslit. Fyrri leikurinn verður leikinn á laugardag kl. 14 á N1 vellinum í Mosfellsbæ og síðari leikurinn á Vogabæjarvelli á þriðjudag kl. 17:30.

Grindavíkurkonur leika í umspili um sæti í Pepsí deildinni Mæta liði Augnabliks í 8 liða úrslitum - fyrri leikurinn á laugardag í Fífunni

K

Árgangur 1955 - 60 ára Höfum ákveðið að hittast laugardaginn 5. september nk., sem er Ljósanæturhelgin kl. 11:00 á Flughótelinu í Keflavík og fá okkur súpu. Eftir borðhald förum við í árgangagönguna og sýnum okkur og sjáum aðra. Þeir sem ætla að mæta í súpuna verða að láta vita sem fyrst, ekki seinna en 30. ágúst í eftirfarandi netföng: hallatom@simnet.is og kristinsig@internet.is.

vennalið Grindavíkur í knattspyrnu lauk riðlakeppni 1. deildar kvenna með öruggum 3-0 sigri á liði Víkings frá Ólafsvík s.l. miðvikudag þar sem Marjani Hing-Glover og og Guðrún Bentína Frímannsdóttir sáu um markaskorun Grindvíkinga. Þar með tryggðu þær sér efsta sæti b-riðils en Grindavíkurkonur náðu öðrum besta árangri allra liða í riðlunum þremur sem leikið var í. Grindavík náði sér í 30 stig eða tveimur minna en lið Völsungs sem lék í c-riðli en riðlaskipting í 1. deild kvenna fer ekki eftir styrkleika liðanna, heldur er dregið í riðla fyrir Íslandsmót. Átta lið, tvö efstu í hverjum af þeim þremur riðlum sem leikið

er í og tvö stigahæstu liðin sem enduðu í 3. sæti, halda nú áfram keppni og leika í umspili um tvö laus sæti í Pepsí deild kvenna næsta sumar. Með sínum góða árangri unnu Grindvíkingar sér inn réttinn til að leika gegn liði Augnabliks sem að endaði í 3. sæti síns riðils og ætti því fyrirfram að vera nokkuð þægilegur andstæðingur fyrir þær gulklæddu. Leikið er á heimavelli beggja liða og ráða samanlögð úrslit því hvort liðið heldur áfram í undanúrslit og komast þar með skrefinu nær Pepsí deildinni. Fyrri leikur liðanna fer fram í Fífunni á laugardag kl. 14 og síðari leikurinn verður svo leikinn á Grindavíkurvelli á þriðjudag kl. 17:30.


19

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 27. ágúst 2015

pósturu siddi@vf.is

Norrköping enn með í baráttunni um sænska meistaratitilinn

Arnór Ingvi hefur skorað 5 mörk

K

nattspyrnukappinn Arnór Ingvi Traustason og liðsfélagar hans í Norrköping eru enn með í baráttunni um sænska meistaratitilinn. Arnór skoraði eitt þriggja marka liðsins er liðið lagði Helsingborg 3-2 á mánudagskvöldið á dramatískan hátt, en sigurmark heimamanna kom ekki fyrr en á 5. mínútu uppbótartíma. Arnór skoraði fyrsta mark leiksins á 24. mínútu, en þetta var fimmta mark Arnórs á leiktíðinni. Helsingborg komst yfir með tveimur mörkum í síðari hálfleik áður en Norrköping jafnaði leikinn 10 mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma og tryggðu sér svo sigurinn í uppbótartíma eins og áður segir. Norrköping er í 4. sæti deildarinnar með jafnmörg stig og AIK en slakari markatölu. Aðeins tvö stig skilja liðin frá efstu liðunum en þar sitja IFK Gautborg og IF Elfsborg. 9 umferðir eru eftir af sænsku deildinni og verður því spennandi að fylgjast með lokasprettinum. Norrköping heimsælir Falkenbergs FF á laugardaginn.

ALLSHERJAR ATKVÆÐAGREIÐSLA

Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör aðal- og varafulltrúa á þing LÍV (Landssamband ísl. verslunarmanna) sem haldið verður á Akureyri dagana 16. og 17. október nk. Kosnir verða 4 fulltrúar og 4 til vara. Framboðslistum sé skilað á skrifstofu Verslunarmannafélags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ, eigi síðar en kl. 12:00, föstudaginn 4. september nk. Öðrum listum en lista stjórnar skulu fylgja meðmæli 50 fullgildra félagsmanna. Kjörstjórn

ProBook 455 Aðeins

119.900Örgjörvi AMD Quad Core A8-7100 1.8 GHz, Turbo Speed: 3.0 GHz Minni 8GB (DDR3) 1600MHz Skjár 15,6” LED HD Anti-glare skjár Diskur 500GB Smart SATA

HAFNARGATA 40 S. 422 2200

REYKJANESBÆ


vf.is

FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST • 33. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR

XXUmhverfis- og ferðamálanefnd Grindavíkurbæjar er sammála um að fjölga þurfi skiltum sem beina gestum á tjaldsvæðið í Grindavík. Fjöldi og staðsetningar skiltanna verða ákveðin í samráði við starfsmenn bæjarins, segir í fundargerð nefndarinnar. Þar segir einnig að bærinn þurfi að marka sér stefnu um framtíðarskipulag tjaldsvæðis.

Hefur nærri fjórfaldast frá árinu 2002

Bolafótur 1 - 260 Reykjanesbæ - Sími 420 0400 gebilar@gebilar.is - www.gebilar.is

XXUm 180 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júlí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 36 þúsund fleiri en í júlí á síðasta ári. Aukningin nemur 25% milli ára. Það sem af er ári hefur mælst aukning milli ára alla mánuði eða 34,5% í janúar, 34,4% í febrúar, 26,8% í mars, 20,9% í apríl, 36,4% í maí og 24,2% í júní. Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Kínverjum, Bretum, Þjóðverjum og Kanadamönnum mest milli ára í júlí en 14.237 fleiri Bandaríkjamenn komu í júlí í ár en í fyrra, 3.171 fleiri Kínverjar, 2.960 fleiri Bretar, 1.988 fleiri Þjóðverjar og 1.741 fleiri Kanadamenn. Þessar fimm þjóðir báru uppi 66,8% aukningu ferðamanna í júlí. Nokkrum þjóðum fækkaði hins vegar í júlí ár frá því í fyrra. Þannig fækkaði Rússum um 40,2% og Norðurlandaþjóðunum um 5,5%. Ferðamönnum í júlí hefur fjölgað jafnt og þétt frá því Ferðamálastofa hóf talningar á Keflavíkurflugvelli árið 2002. Heildarfjöldi ferðamanna í júlímánuði hefur nærri fjórfaldast frá árinu 2002 og munar þá mestu um aukningu N-Ameríkana sem hafa meira en sjöfaldast og þeirra sem flokkast undir „annað“ sem hafa nærri áttfaldast.

Opið á laugardaginn frá kl. 10:00 til 16:00.

Heildarfjöldi ferðamanna í júlímánuði:

Sjúkrahúsið verður að gera feitan samning við þenna skurðlækni...

ÝJAN UM N SON KYNN I TUC NDA HYU

Hvar má tjalda í landi Grindavíkurbæjar?

4 200 400

XXBæjarráð Sveitarfélagsins Voga tók í gærmorgun fyrir undirskriftarlista með undirritun 23 eldri borgara sem búsettir eru í sveitarfélaginu. Þar kemur fram beiðni um að framvegis verði máltíðir í Álfagerði matreiddar á staðnum. Að auki er þeim tilmælum beint til bæjarstjórnar að kannaðir verði möguleikar á að veita þessa þjónustu alla daga ársins. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur falið bæjarstjóra að vinna að frekari skoðun málsins.

Umboðsaðili

Vilja eldað á staðnum

-mundi


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.