33.tbl.

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

LJÓSANÓTT NÁLGAST! Tryggðu þér pláss tímanlega í Ljósanæturblaði Víkurfrétta og dagskrá Ljósanætur! Hafðu samband við auglýsingadeild Víkurfrétta í síma 421 0001 eða fusi@vf.is

vf.is

FIMMTUdagurinn 23. ágúst 2012 • 33. tölubl að • 33. árgangur

›› Óperan Eugence Onegin eftir Tschaikovsky flutt í Hljómahöllinni:

Óperuveisla í Hljómahöllinni Ó

peran Eugence Onegin eftir Tschaikovsky sem verður flutt í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ nú um helgina. Sýningar fara fram föstudaginn 24. ágúst og sunnudaginn 26. ágúst. Jóhann Smári Sævarsson sem sér um leikstjórn á verkinu og leikur eitt aðalhlutverka

sagði í samtali við Víkurfréttir að sviðsmyndin væri með þeim glæsilegri sem sést hefði hérlendis en verkið verður flutt í bæði Hljómahöll og Stapanum á tveimur sviðum þar sem áhorfendur verða í miklu návígi við leikarana. Sýningin er gríðarlega metnaðarfull og fjöldi fólks er að leggja fram

óeigingjarnt starf til þess að þessi uppfærsla verði að veruleika. Jóhann áætlar að 400 gestir komist fyrir á hverri sýningu. Minnt er á að miðasala er á midi.is og eru allir Suðurnesjamenn hvattir til að tryggja sé miða í tíma á þessa óvanalegu og spennandi sýningu.

14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011

spennandi uknattleikir

B

Arnar Freyr aftur til Danmerkur

akvörðurinn Arnar Freyr Jónsson sem leikið hefur með Keflavík undanfarið tímabil er staddur í Danmörku þessa dagana þar sem hann er að ganga frá samningi við danska úrvalsdeildarliðið Aabyhoj í Árósum. Arnar lék um stutta stund með liðinu árið 2010 en varð þá fyrir því að slíta krossband í hné og hélt því heim á ný. Arnar var á leið á æfingu þegar blaðamaður Víkurfrétta náði tali af honum en hann kvaðst spenntur fyrir því að fá annað tækifæri í Danmörku. Hann sagði jafnframt að gengið yrði frá samningum á næstu dögum. Arnar lék með Keflvíkingum í gegnum alla yngri flokka félagsins og síðar meistaraflokki. Hann lék með liði Grindavíkur í tvö tímabil áður en hann hélt upphaflega til Danmerkur. Þaðan kom hann aftur á heimaslóðir í fyrra.

ehf.

Reykjanesbær ur: vf@vf.is a daga kl. 09-17

to.

kosti með gen.

endur vænn er ari

›› Arnar Helgi lætur lömun ekki stöðva sig:

Fór heilt maraþon Fitjum á handafli í hjólastól Opið allan sólarhringinn TM

A

rnar Helgi Lárusson kláraði sitt langa vegalengd en hann fer jafnan um fyrsta maraþon um síðastliðna helgi 15 kílómetra leið frá heimili sínu í Innriþegar Reykjavíkurmaraþonið fór fram í Njarðvík nokkrum sinnum í viku. Ferðin blíðskaparveðri. Arnar hljóp ekki eins og hjá Arnari tók 5 klukkustundir og 8 mínM rgu nverð kveðst hann venja þykir heldur fór hann kílómetrana útur á laugardaginnoog ar- mjög ma Það er háspenna í körfuboltanum í Reykjanesbæ þessa dagana. KR eigast við í sáttur undan-við þann tíma. tseðilhóf Arnar hlaupið 42 á handaflinu einuKeflavík saman.og Arnar er laml Aðeins úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik og staðan í viðureign liðanna er aftastur 2:2. í boði á og fyrstu 10 Su kílómetrana fór Arnar aður frá brjósti og niður og fór hlaupið bway Fi tjum Oddaleikur verður í viðureign liðanna í KR-heimilinu í Reykjavíkhjólastól í kvöld. Spennan er ekkiáminni klukkutíma og 3 mínútum, sem er undir fram í venjulegum en ekki sérí úrslitaviðureign Keflavíkur og Njarðvíkur hönnuðum í kvennaboltanum. Þar er eins staðan 2:0 meðaltíma þeirra sem einungis hlupu 10 keppnisstól ogreyndar oft eruorðin fyrir Keflavík eftir tvo æsispennandi háspennuleiki. kílómetra. notaðir.Keflavíkurstúlkur geta orðið Íslandsmeistarar kvenna með sigri á Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, föstudagskvöld. HBB við Arnar Helga er í blaðinu í dag. Þetta var í fyrsta sinn sem Arnar fer VF-mynd: svona Viðtal

- sjá nánar á bls. 23

NÝ T T

VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND

Holtsgötu 52 - 260 Reykjanesbæ s. 420 5000 - Fax: 421 5946

| www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |

rðarbraut 13 @heklakef.is

Easy ÞvoTTaEfni

Easy MýkingarEfni


2

FIMMTUDAGURINN 23. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR

ÞJÓNUSTUÍBÚÐIR SELJUDAL Óskað er eftir starfsfólki til starfa á heimili fatlaðs fólks í Reykjanesbæ. Um er að ræða 50 - 70% störf í vaktavinnu. Starfið felur í sér að veita fötluðu fólki stuðning og aðstoð við athafnir daglegs lífs. Hæfniskröfur: Þroskaþjálfa- og/eða félagsliðamenntum æskileg eða önnur menntun sem nýtist í starfi Áhugi á að vinna með fötluðu fólki Góð mannleg samskipti Upplýsingar veitir Þórdís Marteinsdóttir í síma 662-3805 Umsóknarfrestur er til 6. september nk. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf

STARF VIÐ UMÖNNUN FATLAÐRA Óskað er eftir konum til starfa á einkaheimili við umönnun fatlaðra barna. Um er að ræða u.þ.b. 30% starf (5 - 7 vinnudagar í mánuði) og er vinnutími frá 16:00 - 21:30 virka daga en frá 11:00 - 21:30 um helgar. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Daníelsdóttir í síma 421-6700 Umsóknarfrestur er til 6. september nk. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf

LJOSANOTT.IS Allt um dagskrá Ljósanætur á ljosanott.is Línudans, Ljósanætursýning Listasafnsins, kjötsúpa, Rokkstokk, sagnakvöld, Gærur og glimmer, tónleikar, harmonikuball, söguganga, árgangaganga, Skessan, bíla- og bifhjólasýning og svo margt, margt fleira.

›› Nýr meirihluti í bæjarstjórn Grindavíkur:

Hafna hefðbundnum vinnubrögðum í stjórnmálum Nýr meirihluti hefur verið myndaður í Grindavík en á mánudag skrifuðu formenn og bæjarfulltrúar Framsóknarfélags Grindavíkur, Lista Grindvíkinga og Samfylkingarfélagsins í Grindavík undir samstarfssamning í bæjarstjórn. Helstu atriði samstarfssamningsins eru þau að hafnað er hefðbundnum vinnubrögðum í stjórnmálum þar sem meirihluti keyrir í gegn mál í krafti fjöldans án aðkomu minnihluta. „Aðilar eru sammála því að þótt þessi samstarfssamningur sé undirritaður þá eigi mál að vera leyst í bæjarstjórn með aðkomu allra bæjarfulltrúa. Leitast verður við að hafa gott samstarf milli allra bæjarfulltrúa óháð flokki og tryggja að sjónarmið allra komi að borðinu áður en ákvörðun er tekin. Ávallt verður reynt að miðla málum og komast að sameiginlegri niðurstöðu. Náist það ekki mun mál fara fyrir bæjarstjórn þar sem bæjarfulltrúar kjósa í samræmi við sína sannfæringu,“ segir í tilkynningu frá nýjum meirihluta. Fulltrúa Sjálfstæðisflokksins verður boðið sæti áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Fulltrúar B-, G- og S-lista telja mikilvægt að bæjarstjórn haldi áfram að styðja við atvinnuuppbyggingu í bæjarfélaginu sem og að styðja við þau fyrirtæki sem nú þegar eru staðsett í Grindavík, svo sem í sjávarútvegi og ferðamannaiðnaði. Stefnt skal að því að gera Grindavíkurbæ að eftirsóknarverðum stað bæði fyrir íbúa

bæjarfélagsins sem og gesti, meðal annars með því að halda áfram uppbyggingu á göngustígum og fegrun bæjarins. Aðilar hafa komist að samkomulagi um að forseti bæjarstjórnar verði Bryndís Gunnlaugsdóttir, oddviti Framsóknar, að Kristín María Birgisdóttir, oddviti Lista Grindvíkinga, verði formaður bæjarráðs og þær tvær ásamt Páli Vali Björnssyni, oddvita Samfylkingarinnar, muni skipa bæjarráð. Fulltrúa Sjálfstæðisflokksins verður boðið sæti áheyrnarfulltrúa í bæjarráði og einnig verður Sjálfstæðisflokknum boðið eitt sæti í öllum fimm aðalnefndum bæjarins. „Mér líst rosalega vel á þetta samstarf og við erum bjartsýn. Við höfum verið að vinna saman um tíma og það er svo sem ekkert sem á eftir að koma okkur á óvart í þessu,“ sagði Kristín María Birgis-

dóttir oddviti Lista Grindvíkinga og nýr formaður bæjarráðs. „Okkar framboð talaði upphaflega um samstarf allra flokka og ég tel að með þessu séum við að brjóta blað í íslenskri stjórnmálasögu og vonandi sendum við frá okkur strauma sem eiga eftir að berast víðar.“ Hafa mál varðandi Festi verið rædd? „Í rauninni var engin ástæða til þess að ræða þau mál sérstaklega þar sem búið er að selja húsið. Það er þó fyrirvari í kaupsamningnum að ef ekki fáist leigusalar þá gengur salan til baka, það kemur í ljós eftir rúman mánuð. Á meðan hugum við að byggingu íþróttamannvirkja, tónlistaskóla og bókasafns, þau verkefni eru enn í sama farvegi.“ Kristín vonast til þess að Grindvíkingar trúi því að þetta samstarf komi til með að halda en hún hefur sjálf fulla trú á að svo verði.

›› Verk- og raunvísindadeild háskólabrúar Keilis:

GEYMUM HUNDINN HEIMA

26 útskrifast frá Keili T Sýnum tillitssemi og geymum hundinn heima á Ljósanótt. Hundabann gildir á hátíðasvæði Ljósanætur yfir Ljósanæturhelgina. Munum eftir dýrunum og gerum ráðstafanir þeim til verndar á meðan á flugeldasýningunni stendur.

uttugu og sex nemendur útskrifuðust úr verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar föstudaginn 17. ágúst síðastliðinn. Tuttugu og einn úr staðnámi og fimm úr fjarnámi. Athöfnin fór fram í Andrews Theater á Ásbrú að viðstöddu fjölmenni. Dúx að þessu sinni er Haukur Óli Ottesen með meðaleinkunnina 8,97. Valdimar Guðmundsson og Björgvin Ívar Baldursson fluttu tónlistaratriði við úskriftina. Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis og Soffía Waag Árnadóttir forstöðumaður Háskólabrúar fluttu ávörp, auk þess sem Eiríkur George Huijbens flutti ræðu útskriftarnema.


3

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 23. ÁGÚST 2012

Ljósnetsdagur í Verslunarmiðstöðinni föstudaginn 24. ágúst

Ljósnetsdagur

Háhraðanet

TV / VOD

Netvarinn

5 myndlyklar

Á siminn.is sérðu hvort þú getur tengst strax í dag!

*Allt að 50Mb/s. Nánar á siminn.is

Við bjóðum Grindvíkinga velkomna í Verslunarmiðstöðina föstudaginn 24. ágúst kl. 12 til 17. Komdu og hittu sérfræðinga Símans og fáðu ráðgjöf um Ljósnetið. Þeir sem eru í netþjónustu Símans fá Ljósnetið tengt samdægurs.

Það verður líf og fjör allan daginn: Lukkuhjól, blöðrur og hoppukastali fyrir börnin. Grillveisla frá kl. 15. Við hlökkum til að sjá ykkur!


4 markhonnun.is

FIMMTUDAGURINN 23. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR

danskar

KjúKlingabringur

900 g frosnar Kræsingar & kostakjör

-500 kr

1.198 áður 1.698 kr/pk

BEstu tilBoðin KjúKlingabaKa

Kaffi

lambabógur íTAlSkuR

500 G

PETER lARSEn

ur

tt 35% afslá

999

1.169

áður 1.298 kr/stk

ttur

25% afslá

áður 1.798 kr/kg

spergilKál/ hvítKál

hrásalat/ Kartöflusalat

red rooster 1l

800 G

ttur

25% afslá

ttur

50% afslá

375

149

áður 469 kr/stk

áður 199 kr/stk

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


5

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 23. ÁGÚST 2012

ur t t á l s f a % 34 nautahaKK ferskt

989 áður 1.498 kr/kg

í nEttó ísblóm

trönuberjasafi

ýMSAR GERðiR

1l

speltbrauð MyllAn

25% afsláttur 25% afsláttur

239 áður 319 kr/stk

GlERHREinSiR EldHúSHREinSiR BAðHREinSiR

töflur í uppþvottavél 40 STk

339

kr/2 pk

baguette

BAkAð á STAðnuM*

50% afsláttur

399 áður 555 kr/stk

399 áður 589 kr/pk

115

NÝBAKAÐ

mr.muscle 5in1

2 fyrir 1

áður 229 kr/stk *Gildir ekki um Nettó Salaveigi

Tilboðin gilda 23. - 26. ágúst Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


6

FIMMTUDAGURINN FIMMTUDAGURINN23. 2. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Leiðari Víkurfrétta

vf.is

Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Eyþór Sæmundsson, blaðamaður

Þrekraun Arnars Helga

Í vikunni tók ég viðtal við Arnar Helga L ár usson sem var að klára sitt fyrsta maraþonhlaup um síðastliðna helgi. Arnar lamaðist frá brjósti og niður í mótorhjólaslysi fyrir 10 árum síðan og hefur stuðst við hjólastól síðan. Arnar er jákvæður og kraftmikill og hann kveðst vera feginn að vera á lífi og geta notið þess að vera börnum sínum góð fyrirmynd. Arnar fór eins og áður segir maraþon, eða 42,2 kílómetra á laugardaginn en það gerði hann á handaflinu einu saman á venjulegum og óbreyttum hjólastól. Ég hugsa að fólk geri sér ekki alveg grein fyrir því hversu mikið afrek Arnar vann en hann sagði sjálfur að hann vildi einfaldlega sýna fólki að það væri allt hægt. Hann fer langt með að sanna það með þessari þrekraun. Arnar var ekki að auglýsa það að hann ætlaði sér að taka þátt í hlaupinu en hann hóf undirbúning fyrir rúmum þremur árum og hefur bætt sig mikið á þeim tíma. Arnar

var ekki íþróttamaður á sínum yngri árum en núna fellur hann sannarlega í þann hóp. En af annars konar hreyfingu. Reykjanesgönguferðir Rannveigar Lilju Garðarsdóttur hafa slegið í gegn í sumar og í ár var metþátttaka. Rannveig segir aukningu göngugarpa vera til marks um áhuga fólks á Reykjanesskaganum sem býr yfir stórkostlegri náttúru. Fjölbreytnin í náttúrunni er mikil að hennar sögn en í sumar voru farnar 10 ferðir vítt og breitt um Suðurnesin.

Áfram heldur umfjöllun okkar um mál hælisleitenda í Reykjanesbæ og nú verður farið yfir samning sem Reykjanesbær og Útlendingastofnun gerðu með sér árið 2004 um að Fjölskylduog félagssvið bæjarins sjái um aðbúnað og þjónustu við þá sem leita hælis á Íslandi. Þar kennir ýmissa grasa en nánar má lesa um það í blaði okkar í dag.

Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 30. ágúst 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða fusi@vf.is

›› FRÉTTIR ‹‹ Reiðhjólaþjófar á ferð í Reykjanesbæ

N

okkuð hefur verið um það að undanförnu að reiðhjólum hafi verið stolið í Reykjanesbæ. Þrjár tilkynningar þess efnis hafa borist lögreglunni á Suðurnesjum á síðustu dögum. Á einu hjólanna var barnastóll, sem þjófurinn tók einnig. Um er að ræða dýr og góð reiðhjól og tjónið því tilfinnanlegt fyrir eigendur þeirra. Lögreglan skorar á þá sem tóku hjólin að skila þeim aftur til eigendanna.

Kannabis og loftskammbyssur

K

annabisefni og tvær loftskammbyssur fundust í íbúðarhúsnæði í Reykjanesbæ í síðustu viku. Lögreglan á Suðurnesjum fór í húsleit á staðinn, að fengnum dómsúrskurði, og fann þá lítilræði af kannabis, auk byssanna. Fíkniefnaleitarhundur var með í för og vísaði hann á staðina þar sem efnin voru falin.

Níræður ökumaður ölvaður undir stýri

L

ögreglan á Suðurnesjum stöðvaði bifreið í umdæminu nýverið, þar sem grunur lék á að ökumaðurinn væri ölvaður. Lögreglumenn voru við umferðareftirlit þegar sást til bílsins sem ekið var yfir á öfugan vegarhelming, þannig að bifreið sem kom úr gagnstæðri átt þurfti að hægja á sér og víkja. Ökumaðurinn, tæplega níræður karlmaður, reyndist vera ölvaður. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum.

Frá skólasetningu í Holtaskóla í Reykjanesbæ í gærmorgun. VF-mynd: Eyþór Sæmundsson.

Nýtt skólaár – ný tækifæri N

ú heldur Menntavagninn aftur af stað eftir gott sumarfrí. Á sama tíma er skólahald að hefjast um allt land og yfir 6.000 manns að hefja nám hér á Suðurnesjum í leikskólum, grunnskólum og framhaldsnámi. Um 300 börn útskrifuðust úr leikskóla síðasta vor og byrja grunnskólagöngu sína á næstu dögum. Sjálf á ég litla stelpu sem var að byrja í leikskóla nú í ágúst eftir mikla eftirvæntingu. Hún er í hópi ríflega 1.400 leikskólabarna á svæðinu. Tilhlökkunin er örugglega mikil á mörgum heimilum í upphafi nýs skólaárs enda rúmlega 3.000 nemendur alls í grunnskólum á Suðurnesjum. Í Fjölbrautaskóla Suðurnesja verða um 1.150 nemendur, sem gerir þetta skólaár að einu af þeim fjölmennari frá stofnun skólans. Þar af eru nýnemar í kringum 240 talsins. Í Keili verða um 600 nemendur á þessu skólaári. Þar af eru 124 að hefja nám á háskólabrúnni og 30 í BS námi í tæknifræði en þeir fyrstu til að ljúka því námi útskrifuðust síðasta vor, alls 15 nemendur sem hafa nú haldið til frekara náms eða út í atvinnulífið. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum býður meðal annars upp á undirbúning fyrir frekara nám í Grunnmenntaskólanum og Menntastoðum auk Skrifstofuskólans. Alls munu um 60 einstaklingar stunda nám í Menntastoðum, ýmist í stað-, dreifi- eða fjarnámi. Ætla má að

einhverjir tugir einstaklinga muni skrá sig til náms í Grunnmenntaskólanum og Skrifstofuskólanum þegar þeir fara af stað nú á haustönn. Er þá ótalinn allur sá fjöldi fólks sem stefnir á þátttöku í einstökum námskeiðum og smiðjum hjá miðstöðinni. Hjá Fisktækniskólanum munu sjö einstaklingar stunda nám í vetur í fisktækninámi. Það skiptist í þrjár mismunandi námslínur sem eru góð viðbót við það sem fyrir er á svæðinu. Að auki býður skólinn upp á ýmis styttri námskeið bæði sem endurmenntun í sjávarútvegi og fyrir almenning. Þessi fjöldi nemenda í framhaldsnámi á Suðurnesjum endurspeglar vel gróskuna í námsframboði á svæðinu og viðhorf Suðurnesjamanna til náms. Fjölbrautaskóli Suðurnesja og Keilir hafa verið að koma vel út úr könnunum sem gerðar hafa verið á árangri útskrifaðra nemenda þegar komið er í háskóla og gaman er að segja frá því að tveir af fjórum nemendum sem hlutu viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur við útskrift úr Háskólanum í Reykjavík síðastliðið vor eru stúdentar frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Á síðastliðnu skólaári birtust alls þrjátíu greinar í Menntavagninum þar sem meðal annars var

fjallað um það metnaðarfulla starf sem á sér stað í skólunum hér á svæðinu auk þess sem ýmis félagsleg úrræði voru kynnt. Þá var fjallað um niðurstöður kannana og rannsókna sem snúa að menntun og hafa verið gerðar hér á svæðinu auk umfjöllunar um athyglisverðar uppákomur í tengslum við þróunarverkefnið um eflingu menntunar á Suðurnesjum. Þróunarverkefninu lýkur formlega um næstu áramót en þangað til mun Menntavagninn ferðast á milli skóla og upplýsa lesendur um það áhugaverða starf sem þar á sér stað. Margar nýjar námsleiðir hafa farið af stað á meðan á verkefninu hefur staðið, enda skólar á svæðinu í sífelldri þróunarvinnu þegar kemur að námsframboði og úrræðum sem henta breiðum hópi nemenda. Þá eru ýmsar góðar hugmyndir varðandi námsframboð í skoðun sem verða vonandi að veruleika áður en langt um líður. Rúnar Árnason, annar tveggja verkefnisstjóra, hefur látið af störfum til að sinna öðrum verkefnum og óska ég honum góðs gengis á nýjum vettvangi. Hanna María Kristjánsdóttir Verkefnisstjóri um eflingu menntunar á Suðurnesjum


LJÓSANÓTT

2012 30. ágúST TiL 1. SepT.

afsláttur af öllum vörum Opið: 30. ágúst 31. ágúst 1. sept.

kl. 09 til 18 kl. 09 til 18 kl. 11 til 18

30 ára

Fríar sjónmælingar

SÍMI 421 3811 –


8

FIMMTUDAGURINN 23. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR

›› Reykjanesbær – Ásbrú:

TILKYNNING FRÁ ÍÞRÓTTAVÖLLUM EHF., REKSTRARFÉLAGI ÍÞRÓTTAHÚSSINS Á ÁSBRÚ Vegna breyttra aðstæðna sem fela í sér aðkomu nýrra rekstraraðila á nýrri líkamsræktarstöð í íþróttahúsinu á Ásbrú, sem ber heitið Sporthúsið Reykjanesbæ, verður aðgengi í Íþróttahúsið skert og aðgangsstýringar vegna framkvæmda. Reynt verður að halda húsinu opnu eins lengi og mögulegt er. Við biðjumst velvirðingar á því raski sem kann að verða á þessum tíma. Korthafar Íþróttavalla munu sjálfkrafa færast yfir í nýju stöðina við opnun hennar þann 15. september nk. og halda óbreyttum gildistíma. Þeir korthafar sem eiga kort sem rennur út á tímabilinu 18. ágúst til 31. september fá mánaðarlengingu á kortum sínum í nýrri stöð. Sporthúsið býður korthöfum aðgang að Sporthúsinu í Kópavogi á meðan á framkvæmdum stendur. Við bjóðum Sporthúsið Reykjanesbæ velkomna og óskum þeim til hamingju með nýja og glæsilega stöð. Frekari upplýsingar veitir Tómas Tómasson í síma 899-0525 eða Anna Steinunn Jónasdóttir í síma 843-6023. Virðingarfyllst, Stjórn Íþróttavalla ehf.

ANNOUNCEMENT FROM THE GYM AT ASBRU

Kjartan Þór Eiríksson, Eva Lind Ómarsdóttir, Ari Elíasson og Þröstur Jón Sigurðsson.

Sporthúsið opnar nýja heilsuog líkamsræktarstöð á Ásbrú

S

porthúsið mun opna nýja og glæsilega 2000 fermetra heilsu- og líkamsræktarstöð á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þetta verður sterk eining og viðbót innan heilsuþorps Ásbrúar og þar með hluti af vaxandi samfélagi frumkvöðla, fræða og atvinnulífs á Ásbrú sem telur yfir 90 fyrirtæki og stofnanir, 500 starfsmenn, 600 námsmenn og 1.800 íbúa. Það er Suðurnesjafólkið og hjónin Ari Elíasson og Eva Lind Ómarsdóttir sem eiga og reka stöðina ásamt eigendum Sporthússins í Kópavogi, þeim Þresti Jóni og Inga Páli Sigurðssonum. Sporthúsið er vel þekkt fyrirtæki á þessu sviði og rekur eina stærstu og öflugustu líkamsræktarstöð landsins í Kópavogi. Í samtali við Víkurfréttir sögðu þau Ari, Eva og Þröstur að mikill metnaður væri fyrir því að byggja upp

öfluga heilsu- og líkamsræktarstöð með fjölbreyttu framboði til hollrar hreyfingar fyrir Suðurnesjafólk á öllum aldri. Markmiðið væri að veita framúrskarandi persónulega þjónustu, bjóða upp á fjölbreytt úrval af opnum tímum og námskeiðum þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Stöðin mun bjóða allt það helsta í líkamsrækt í dag; fullkominn tækjasal, einkaþjálfun, leikfimissali , CrossFit, Hot yoga, skvass, spinning, Fit pilates, ketilbjöllur og úrval opinna tíma. Einnig verður boðið upp á barnagæslu, veitingasölu og boostbar, auk þess sem fyrirhuguð er opnun verslunar í húsnæðinu. Þá verður Sporthúsið í samstarfi við íþrótta- og heilsuskóla Keilis. „Við stefnum á opnun laugardaginn 15. september næstkomandi. Hluta aðstöðunnar verður lokað tímabundið frá og með laugardeg-

inum 18. ágúst. Viðskiptavinir geta þó æft í tækjasal og ástundað þau námskeið sem seld hafa verið á þessu tímabili.“ Viðskiptavinir sem hafa nú þegar virkan aðgang að stöðinni munu halda sínum kortum óbreyttum. Miklar endurbætur verða gerðar á húsinu og allri aðstöðu og eru þær nú þegar hafnar. „Á Ásbrú hefur mótast einstakt umhverfi fyrir skapandi og kraftmikil fyrirtæki. Við fögnum því að fá Sporthúsið í rekstur innan Heilsuþorps Ásbrúar sem mun styrkja það og efla enn frekar. Þá munu Sporthúsið og Heilsuskóli Keilis styðja vel við hvort annað og skapa skemmtileg tækifæri til samstarfs.“ segir Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar sem hefur leitt uppbyggingu Ásbrúar undanfarin ár.

Due to changing circumstances which include new operators opening a new fitness gym at Asbru gym, called Sporthúsið Reykjanesbæ, the access of cardholders to the gym will be reduced and access controls due to construction. Attempts will be made to keep the building open as long as possible. We apologize for the disruption that may occur during this time. Cardholders will automatically move to the new fitness gym at the opening on September 15th and retain the expiration date. Cardholders whose card expires during the period of August 18th - September 31st get a month extension on their access card in the new gym. Sporthúsið offers cardholders access to Sporthúsið in Kópavogur while Asbru gym is under construction. We offer Sporthúsið Reykjanesbæ welcome and congratulate them with a new and impressive fitness gym. For more information contact Tomas Tomasson, 899-0525 or Anna Steinunn Jónasdóttir, 843-6023.

Hér mun Sporthúsið opna þann 15. september nk.

HÁR

FAKTORÝ Sími 421-3969

OPNUM Á MORGUN Gauja og Lilja sem áður störfuðu hjá Nýja Klippótek opna föstudaginn 24. ágúst nýja hársnyrtistofu í sama húsnæði að Hafnargötu 20

Ljósanæturblað VF og Dagskrá Ljósanætur koma út í næstu viku. Velkomin á björtustu fjölskylduhátíð landsins

Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar verður haldin dagana 30. ágúst – 2. september.

VelkominLaugardagur á björtustu fjölskylduhátíð landsins 1. september

Ljósanótt, og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar Blönduð menningarfjölskyldudagskrá á útisviðinu allan daginn. verður haldin dagana 30.Akademían ágúst – 2. september. Ávarp bæjarstjóra • Bryn Ballett • Bestu vinir í bænum Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar • Danskompaní • Taekwondo Laugardagur 1. september Ellý og Vilhjálmur Tribute • Valdimar Guðmundsson • Ragnheiður Gröndal Blönduð fjölskyldudagskrá á útisviðinu allan daginn. Sigurður Guðmundsson • Sigríður Thorlacius • Tilbury Ávarp bæjarstjóra • Bryn Ballett Akademían • Bestu vinir í bænum Blár Ópal • Nýdönsk • • Danskompaní Retro Stefson Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar • Taekwondo

Vertu tímanlega að panta auglýsingapláss í síma 421 0001 eða á fusi@vf.is

Ellý og Vilhjálmur Tribute • Valdimar Guðmundsson • Ragnheiður Gröndal

Listsýningar um allan bæ og hin ómissandi Sigurður Guðmundsson • Sigríður Thorlaciusárgangaganga. • Tilbury Tónlistarveisla, kjötsúpa, Rokkstokk Blár Ópal • Nýdönskog• sagnakvöld. Retro Stefson Gærur og glimmer, harmonikkuball, kvikmyndasýningar, söguganga og bíla- og bifhjólasýning. Listsýningar um allan bæ og hin ómissandi árgangaganga. Leiktæki, hoppukastali og Skessan í hellinum býður í lummur. Tónlistarveisla, kjötsúpa, Rokkstokk og sagnakvöld. Gærur og glimmer, harmonikkuball, kvikmyndasýningar, söguganga og bíla- og bifhjólasýning. Bjartasta flugeldasýning landsins. Leiktæki, hoppukastali og Skessan í hellinum býður í lummur.

Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Ljósanætur.

Hlökkum til að sjá ykkur, Gauja og Lilja

Bjartasta flugeldasýning landsins. Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Ljósanætur.

Láttu sjá þig!

Víkurfréttir Láttu sjá þig!

Respectfully, The board of Asbru gym Fáðu dagskrá ljósanætur í símann þinn: ljos.ymir.is Fáðu dagskrá ljósanætur í símann þinn: ljos.ymir.is

ljosanott.is

ljosanott.is


VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 23. ÁGÚST 2012

Gaerur Glimmer og Gaddavir

Íslandsbanki er aðalstyrktaraðili

9


10

FIMMTUDAGURINN 23. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR

HÖFUÐBEINA & SPJALDHRYGGSJÖFNUN Höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun er ákaflega mild og öflug meðferð sem getur hjálpað flestum, hvort sem um er að ræða minniháttar óþægindi eða alvarlega kvilla. Meðferðin felst í mjög mildri snertingu þess sem meðhöndlar. Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 8648020.

Ljósanæturútgáfa Víkurfrétta í næstu viku! Verið tímanlega með auglýsingar...

Kísilver í Helguvík Stakksbraut 9 ehf. er að vinna að byggingu kísilverksmiðju í Helguvík sem mun geta framleitt allt að 100.000 tonn af hrákísil (e. metallurgical grade silicon) á ári í fjórum ljósbogaofnum. Nálgast má tillögur að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum á heimasíðunni www.s9.is. Almenningi gefst kostur á að kynna sér tillögurnar og koma með athugasemdir sem þurfa að berast Stakksbraut 9 ehf. eigi síðar en 31. ágúst 2012. Athugasemdir má senda á netfangið rannveig@juris.is eða með pósti á heimilisfang félagsins Stakksbraut 9 ehf., Borgartúni 26, 6. hæð, 105 Reykjavík.

Sandgerðingar bjóða til Sandgerðisdaga

S

andgerðis dagar hófust í vikunni og ná hámarki um komandi helgi. Í kvöld verður diskótek fyrir yngri kynskóðina og einnig hin kunna Lodduganga, sem er víst bara fyrir fullorðna. Á föstudagskvöldinu verður svo efnt til skemmtunar fyrir unga fólkið en þar troða upp bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór og plötusnúður. Undanfarin ár hafa íbúar Sandgerðisbæjar ekki látið sitt eftir liggja við það að skreyta bæinn sinn. Það er virkilega gaman að sjá hvernig bærinn lifnar við þegar hverfin taka höndum saman og skreyta bæinn í líflegum litum. Í ár ætti engin breyting að vera þar á. Teikni- og ljósmyndakeppni verður á sínum stað þetta árið og þemað í ár verður Sjórinn og fjaran. Myndum í ljósmyndakeppni skal skilað á stafrænu formi á netfangið hjalmar@sandgerdi.is í síðasta lagi föstudaginn 24. ágúst. Það sama gildir um teikningar en þeim skal skilað á skrifstofu Sandgerðisbæjar. Á hafnarsvæðinu verður svo mikið líf þar sem fjöldi bása verður með ýmsan varning til sölu. Einnig verður boðið upp á svokallaða skottsölu að enskri fyrirmynd. Þar kemur fólk á bílum sínum og selur muni beint úr farangursgeymslunni. Á laugardegi verður dagskrá alveg frá morgni til kvölds en dagurinn hefst á dorgveiðikeppni laust fyrir hádegi og á sama tíma hefst golfmót á Kirkjubólsvelli. Á hátíðarsviðinu verður nóg um að vera en þar verður m.a. sýning Bryn-ballett og Tekwondo-deildar Keflavíkur. Karamelluflugið verður á sínum stað og loks mæta Solla stirða og Íþróttaálfurinn á svæðið klukkan 15:00. Boðið verður upp á rútuferðir um Sandgerði og nágrenni með Helgu Ingimundardóttur og Hópferðum Sævars. Hápunktur helgarinnar er svo þegar hátíðadagskrá hefst um kvöldið á laugardeginum. Þar mun efnilegt tónlistarfólk frá Suðurnesjum stíga á stokk og þeir félagar Stebbi og Eyfi sjá um að halda fólki í stuði. Hljómsveitin Í svörtum

Stakksbraut 9 ehf.

LEIKSKÓLAKENNARAR ÓSKAST TIL STARFA HEILSULEIKSKÓLINN SUÐURVELLIR ÓSKAR EFTIR AÐ RÁÐA LEIKSKÓLAKENNARA TIL STARFA Suðurvellir er fjögurra deilda leikskóli sem vinnur eftir Viðmiðum Heilsustefnunnar. Yfirmarkmið leikskólans er að auka gleði og vellíðan barna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik og starfi. Umsóknareyðublöð má nálgast í leikskólanum, einnig er hægt að sækja um með rafrænum hætti á http://www.leikskolinn.is/sudurvellir Umsóknarfrestur er til 5. september nk. Ef leikskólakennarar fást ekki til starfa koma aðrir umsækjendur til greina. Nánari upplýsingar veita: María Hermannsdóttir skólastjóri og Oddný Baldvinsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 440-6240. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á leikskóli@vogar.is

fötum verður svo með heljarinnar dansleik eftir miðnætti. Á sunnudeginum fer svo fram Smyglaraganga í boði Fjallavina. Það er því ljóst að allir ættu að finna

eitthvað við sitt hæfi í Sandgerði um helgina. Svipmyndir frá hátíðarhöldum í Sandgerði verður hægt að sjá á vf.is.

Ó ó, æ æ, aumingja ég! „Hann er með þessa dæmigerðu „karlaflensu“, æ þið vitið, þessa venjulegu flensu sem stökkbreytist þegar hún leggst á hann og heimilið er undirlagt. Þið vitið hvernig þetta er stelpur mínar þegar þessar elskur verða veikir þá verða þeir svoooooo veikir“. Við hlógum allar og tókum undir þetta og gott ef ég muldraði ekki: þessir karlar mar, þessir karlar (rétt eins og sjómaðurinn í Fóstbræðraþáttunum sem reyndi að selja umheiminum að hann væri ofursvalur harðjaxl þegar sannleikurinn var að tilfinningasamari og viðkvæmari mann var varla hægt að finna). Ég tilheyri kynslóð sem hefur ótakmarkað skotleyfi á karlmenn þegar brandarar og grínsögur eru annars vegar. Þá er gjarnan tekið fyrir of mikil eða lítil karlmennska, skortur á tilfinningasemi og virkri hlustun, útlit, framkoma, vankunnátta þegar kemur að heimilisverkum, barnauppeldi, félagsfærni, ofuráhersla á kynlíf og síðast en ekki síst, hversu veikir þessar elskur verða. Margt af því sem við konur „megum“ gera grín af í fari karla mundi teljast sem argasti dónaskapur og kvenfyrirlitning væri því beint frá þeim til okkar og þarna gildir jafnréttið engan veginn. Þegar ég set status um veikindi á FB fæ ég samúð og hjúkrunarleiðbeiningar en karlmenn fá iðulega að heyra að þeir séu að krydda hlutina og skuli hætta þessu væli. Mýtan um veikindi karla er lífsseig og gamansögurnar ófáar. Staðreyndin er hins vegar allt önnur á mínu heimili. Fjölskyldan hefur verið frekar lánsöm þegar kemur að heilsunni en við fáum þessar klassísku flensur og annað sem stór hluti þjóðarinnar lendir í. Þegar ég verð veik er ekki gaman að vera í kringum mig. Það verður „engin“ eins veikur og ég, taugakerfið fer í rúst og eins og hendi sé veifað breytist ég í rauðþrútna og skælandi smástelpu sem kemst með erfiðismunum í gegnum langa og erfiða daga. Mér finnst annað heimilisfólk tillitslaust og eigingjarnt því það sinnir ekki þörfum mínum – sem ég á ekki að þurfa að nefna því það liggur í augum uppi hvað það er sem mig vantar! Ljótan, fitan, fýlan og Grýlan eru algengir fylgifiskar í veikindunum svo það skellur á ein allsherjar tilvistarkreppa þessa nokkra daga á ári. Ég er meðvituð um þetta og reyni í dag að takmarka samskipti við aðra því þau eru ekki vænleg til árangurs. Fæ almennilega tilfinningaútrás við systur mínar en þær forðast að setja fram röksemdir eins og „Anna Lóa mín, þetta gæti verið svo miklu verra“ eða „hugsaðu þér alla sem eiga við alvarleg veikindi að stríða“. Á þessum tímapunkti finnst mér ég vera mjög alvarlega veik og þarf því ekki á svona að halda. Synir mínir hafa lært að það borgar sig að vera lítið heima við (enda ánægðir að hafa bílinn minn) en eru þeim degi fegnastir þegar aftur sér til sólar og mamma skrapar sér saman í frumeintakið af sjálfri sér. Sjálfir takast þeir á við veikindi sín af mun meira æðruleysi. Á milli flensufaraldra er ég hins vegar hörð í horn að taka og þoli illa allt væl og veikindaraus og sletti fram setningum eins og „ég er nú svo heppin að ég verð aldrei veik“ eða „veikindafrí, hvað er nú það, MAÐUR mætir bara í vinnuna“. Ég átti það til að senda syni mína veika í skólann hér í gamla daga með þau skilaboð að þeir ættu að herða sig – þetta væri ekkert til að tala um. Sonur minn er duglegur að minna mig á þegar ég ætlaði að senda hann „lífshættulega“ veikan í skólann en amma hans „bjargaði“ honum. Ég sýni mun minni samúð en ég ætlast til að fá sjálf og minni viðkomandi á hversu heppinn hann sé þrátt fyrir allt að fá þó BARA flensu. „Svona, svona“ og bank á öxlina, eru klassísk viðbrögð hjá mér, viðbrögð sem fengju mig í sömu aðstæðum til að afhenda viðkomandi reisupassann í ákveðinn tíma. Ég ætla því að nota tækifærið og biðja karlmennina í lífi mínu afsökunar og viðurkenna það að þegar ég er veik þá er ég illa haldin af „smástelpuflensu“. Þessar stelpur mar, þessar stelpur!! Þangað til næst – gangi þér vel.

Anna Lóa

Fylgstu með mér - http://www.facebook.com/Hamingjuhornid


11

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 23. ÁGÚST 2012

DAGSKRÁ SANDGERÐISDAGA 2012 FIMMTUDAGUR

17:00-19:00 - GRUNNSKÓLINN Í SANDGERÐI Diskótek fyrir yngri kynslóðina: 6-12 ára 19:30 - VARÐAN - LODDUGANGAN „Lítið en ljúft er veitt í loddu“ 22:00 - MAMMA MÍA Hljómsveitin Valdimar: Aðgangseyrir kr. 1000 VITINN Opið á Vitanum

FÖSTUDAGUR

16:00 - N1 VÖLLUR Knattspyrnukeppni: Norðubær-Suðurbær. www.nordursudurbaer.is Sápubolti 20:00 - REYNISHEIMILI Saltfisksveisla fyrir keppendur í Norðurær-Suðurbær -Helgi Björns skemmtir 20:00 - SUNDMIÐSTÖÐ SANDGERÐIS Skemmtun fyrir ungt fólk: Krakkar fæddir ´99 og eldri -Friðrik Dór og Jón Jónsson -DJ Mettattack 20:00 - EFRA SANDGERÐI -Söngva- og sagnakvöld -Kynnir: Guðjón Þ. Kristjánsson -Sigurlín Bjarney -Sigurbjörg og Hlynur -Magnús Óskar Ingvarsson -Matti Óla -Einar Valgeir Aarson 23:00 - VITINN -Hljóp á snærið leika fyrir dansi. Aðgangseyrir kr. 1000 23:00 - MAMMA MÍA -Axlabandið leika fyrir dansi. Aðgangseyrir kr. 1000

LAUGARDAGUR

13:00-17:00 - HÁTÍÐARSVÆÐI - ÝMISLEGT -Skottsala -Spákona í herbergi 5 á Fræðasetrinu -Andlitsmálun -Mótorhjól mæta á svæðið -Hoppikastalar og önnur leiktæki frá Hopp og Skopp -Sproti og kastali fyrir yngstu börnin frá Landsbankanum -Hestar: börnum boðið á bak -Brunavarnir Suðurnesja sýna tæki og tól -Listatorg: Samsýning listamanna úr Sandgerði -Ellen Magnúsdóttir, Guðný Karlsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Kolbrún Vídalín, Jórunn Ingimundardóttir og Svandís Georgsdóttir -Fræðasetrið: Heimskautin heilla -Vitinn: Kaffihlaðborð og ýmis góð tilboð í gangi alla helgina -Mamma mía: Man Utd-Fulham og Tottenham-West Brom. Tilboð í gangi alla helgina

LAUGARDAGUR

11:30 - SANDGERÐISHÖFN Dorgveiðikeppni KIRKJUBÓLSVÖLLUR Vodafone- og Bláa Lónsmótið skráning á golf.is 13:00-17:00 - MIÐHÚS Markaður og vöfflukaffi. 13:00 - HÁTÍÐARSVIÐ -Harmonikkutónlist 14:00 - 15:00 - DAGSKRÁ - KYNNIR JÓHANN G. -Karamelluflug -Verðlaunaafhendingar -Elín Helgadóttir -Bryn Ballet Akademía -Taekwondodeild Keflavíkur 15:00-17:00 -Amelía Rún Fjelsted -Latibær: Íþróttaálfurinn og Solla stirða -Hanna Margrét syngur -Leikskólabörn koma og syngja -Mæðgurnar Drífa og Bogga syngja kántrýlög -Jónsi í Svörtum Fötum 14:00-15:00 - FRÆÐASETRIÐ Rútuferð um Sandgerði og nágrenni með Helgu Ingimundardóttur í boði Hópferða Sævars

LAUGARDAGSKVÖLD

20:00 - VARÐAN Hverfin mætast við Vörðuna 20:15 - Skrúðganga hefst 20:30-23:00 - HÁTÍÐARSVIÐ - DAGSKRÁ - ARNA VALA OG FRÍÐA kynna -Harmonikkutónlist -Umhverfisviðurkenningar Sandgerðisbæjar 2012 -Blöðruæði -Sigríður og Sólborg Guðbrandsdætur -Eydís Huld Helgadóttir syngur -Taekwondodeild Keflavíkur -Trúðurinn Wally -Elín Helgadóttir syngur -Hanna Margrét syngur -Stebbi og Eyfi -Hljómsveitin Hrafnar -Flugeldasýning í umsjón Björgunarsv. Sigurvonar -Harmonikkutónlist 23:00 - VITINN Dansleikur - Hljómsveitin Hrafnar leika fyrir dansi: Aðgangseyrir kr. 1000 00:00 - SAMKOMUHÚSIÐ Dansleikur í umsjón Mamma mía Í Svörtum fötum leika fyrir dansi. Forsala á Mamma Mía næstkomandi fimmtudag. Miðaverð í forsölu 2000kr. Við hurð 2500kr.

SUNNUDAGUR

11:00 - SAMKOMUHÚS Smyglaraganga í boði Fjallavina 14:00 - HVALSNESKIRKJA Messa - Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur segir frá ritum sínum um Hallgrím Pétursson og Guðríði Símonardóttur MAMMA MÍA -Enski boltinn -Stoke City-Arsenal og Liverpool-Man City


12

FIMMTUDAGURINN 23. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Vildi sýna fólki að það er allt hægt Texti: Eyþór Sæmundsson // eythor@vf.is

Arnar Helgi Lárusson

kláraði sitt fyrsta maraþon um síðastliðna helgi þegar Reykjavíkurmaraþonið fór fram í blíðskaparveðri. Arnar hljóp ekki eins og venja þykir heldur fór hann kílómetrana 42 á handaflinu einu saman. Arnar er lamaður frá brjósti og niður og fór hlaupið fram í venjulegum hjólastól en ekki sérhönnuðum keppnisstól eins og oft eru notaðir. Þetta var í fyrsta sinn sem Arnar fer svona langa vegalengd en hann fer jafnan um 15 kílómetra leið frá heimili sínu í Innri-Njarðvík nokkrum sinnum í viku. Ferðin hjá Arnari tók 5 klukkustundir og 8 mínútur á laugardaginn og kveðst hann mjög sáttur við þann tíma. Arnar hóf hlaupið aftastur og fyrstu 10 kílómetrana fór Arnar á klukkutíma og 3 mínútum, sem er undir meðaltíma þeirra sem einungis hlupu 10 kílómetra.

E

ftir rúma 20 kílómetra segir Arnar að hann hafi lent harkalega á veggnum margfræga og ósýnilega sem hlauparar tala oft um. „Það var bara eins og einhver héngi aftan í stólnum hjá mér. Ég hélt jafnvel að það væri eitthvað fast í dekkinu og ég var við það að fara að stoppa og athuga hvort það væri eitthvað að. Ég hugsaði þó að ef ég myndi stoppa þá væri þetta bara búið, það var ekki í boði,“ segir Arnar. Hann náði þó að yfirstíga þá erfiðleika og þegar leið á 30 kílómetrana hugsaði Arnar með sér að núna væri bara eftir æfingahringur eins

og hann er vanur að fara. „Síðustu 10 kílómetranir voru því nokkuð góðir því það sem hafði haldið í stólinn sleppti takinu, hvort sem það var andlegt eða líkamlegt.“ Arnar er duglegur að æfa í lyftingasalnum en hann hefur aldrei tekið þátt í skipulögðu hlaupi áður og aldrei farið meira en rúma 20 kílómetra á stólnum. Hann var heldur ekki í íþróttum áður en hann lamaðist í slysi fyrir 10 árum síðan. „Ég ætlaði ekki að vera síðastur, það er í raun eina markmiðið sem ég setti mér,“ en Arnar gerði gott betur en það og hafnaði í kringum 600.

Eftir rúma 20 kílómetra segir Arnar að hann hafi lent harkalega á veggnum margfræga og ósýnilega sem hlauparar tala oft um. „Það var bara eins og einhver héngi aftan í stólnum hjá mér. Ég hélt jafnvel að það væri eitthvað fast í dekkinu og ég var við það að fara að stoppa og athuga hvort það væri eitthvað að“. sæti af rúmlega 800 keppendum. „Keppnin byrjaði fyrst eftir þessa rúmu 20 kílómetra sem var ótrúlega erfiður kafli,“ segir Arnar sem er augljóslega mikill keppnismaður og frekar þrjóskur að eigin sögn. Arnar segir að allir hlauparar hafi tekið honum ótrúlega vel og hann segir samstarfið við þá sem stóðu að hlaupinu hafa verið mjög gott. „Ég byrjaði bara aftast og hélt mig til hlés þangað til að dreifast fór úr fólksfjöldanum. „Ég ætlaði ekki að reyna að taka framúr einhverjum í þvögunni og eiga á hættu að slasa mig eða einhvern annan.“ Arnar segir að ferðin hafi verið erfið og þá sérstaklega þar sem hitinn var mikill og á köflum hreyfðist vindurinn varla. „Það eru kaflar í hlaupinu sem ég man varla eftir, eins og í Laugardalnum þar sem var skjólgott og heitt.“ Undirbúningurinn hefur tekið þrjú ár og Arnar segist ekki vita til þess að nokkur Íslendingur hafi farið maraþon á almennum hjólastól en það er talið mun erfiðara en á sérstökum keppnisstól sem er hannaður fyrir íþróttir. Þannig stólar eru gríðarlega dýrir og Arnar ákvað að taka bara slaginn á almennum stól eftir að hafa eytt miklum tíma og kröftum í að standsetja keppnisstól sem hann hafði keypt notaðan á internet-

inu. Hann vildi ekki vera að láta fólk vita að hann ætlaði sér að taka þátt því hann vildi ekki setja aukna pressu á sjálfan sig. „Þessi draumur kviknaði fyrir nokkrum árum síðan. Ég vissi að ég væri þokkalega sterkur í efri líkamanum og gæti hugsanlega gert þetta með mikilli og agaðri þjálfun.“ Arnar var ekki með neina þjálfara eða ráðgjafa varðandi hlaupið heldur gerði hann sjálfur æfingakerfi sem hann fór eftir. Hann lagði sérstaka áherslu á að þjálfa þolið í vöðvum í öxlum og höndum en það eru fremur litlir vöðvar sem fljótlega verða þreyttir. „Mig langaði bara að sýna fólki að það er allt hægt. Tilfinningin að klára þetta er frábær og í raun ólýsanleg,“ segir Arnar sem var þó byrjaður að sjá að hann væri að fara að klára hlaupið þegar rúmir 30 kílómetrar voru að baki. Sóley Bára Garðarsdóttir, kona Arnars hjólaði með honum alla leiðina og segir Arnar að stuðningur hennar hafi verið ómetanlegur í erfiðustu brekkunum. Aðspurður hvort hann ætli sér að gera þetta aftur þá segir Arnar að hann ætli að melta þetta aðeins. „Ég get ekki verið með of miklar yfirlýsingar en þá verð ég að gera þetta af alvöru og fá mér alvöru keppnisstól,“ sagði Arnar.


13

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 23. ÁGÚST 2012

›› Björk Þorsteinsdóttir skrifar:

Með 240 metra „orm“ í eftirdragi

Ljósanótt er hápunktur sumarsins

S

ólríkasta sumri í manna minnum er við það að ljúka og ætlum við í Reykjanesbæ að klára það með stæl eins og okkur einum er lagið. Þrettánda Ljósanóttin er handan við hornið og allt komið á fullt við undirbúning hennar. Ekkert verður gefið eftir til þess að halda Ljósanóttina sem fjölbreyttasta og glæsilegasta sem endranær. Við eigum mikið og gott úrval af listafólki á öllum sviðum og þessi hópur hefur vaxið stöðugt frá fyrstu hátíðinni og er árið í ár engin undantekning þar á. Velunnarar hátíðarinnar, fyrirtækin, félögin og einstaklingarnir á svæðinu, standa við sitt og fyrir það erum við mjög þakklát, enda ógerlegt að halda jafn glæsilega hátíð án þeirra.

L

jósanótt er menningar- og fjölskylduhátíð, en hún er líka tækifæri til atvinnusköpunar á margan hátt. Listamenn, handverksfólk og margskonar söluaðilar geta nýtt sér tækifærið til þess að kynna sig og sína vöru í þessa fjóra daga sem hátíðin stendur yfir. Fólksfjöldinn tvö- ef ekki þrefaldast á þessum dögum og markhópurinn því ansi stór. Hægt er að leiga aðstöðu í tjöldum á aðalsvæðinu á Hafnargötunni, nú eða koma með sitt eigið tjald, bás eða vagn. Því fleiri því betra. Veitingafólk ætti sérstaklega að nýta sér þetta tækifæri þar sem allir þurfa að borða og þau fyrirtæki sem fyrir eru anna ekki eftirspurn.

É

g er þeirrar skoðunar að Ljósanótt sé besta kynningin á okkar frábæra bæjarfélagi. Allt of fáir leggja leið sína eftir Reykjabesbrautinni til að heimsækja okkur án tilefnis, en þegar tilefnið er jafn stórkostlegt og Ljósanótt þá kveður við annan tón. Orðspor hátíðarinnar er mjög jákvætt og þar skipum við bæjarbúar veigamesta hlutverkið. Verum nú dugleg að bjóða gestum frá öðrum bæjarfélögum á hátíðina okkar. Samskiptamiðlarnir geta nýst vel, en best er orð úr munni og eigum við að nýta okkur öll tækifæri til að auglýsa hvað við höfum upp á að bjóða. Einfaldast er að benda fólki á nýjan vef Ljósanætur, ljosanott.is, þar inni eru allar hagnýtar upplýsingar, sölumál og viðburðirnir í tímaröð. Klárlega eitthvað fyrir alla.

N

ú tökum við höndum saman í þrettánda skiptið og njótum þess sem Ljósanótt og Reykjanesbær hefur upp á að bjóða. Hátíðin hefst formlega fimmtudaginn 30. ágúst kl.11:30 með hefðbundinni blöðrusleppingu við Myllubakkaskóla, en söngveislan Með blik í auga II -Gærur, glimmer og gaddavír þjófstartar á miðvikudagskvöldinu 29. ágúst og er hægt að kaupa miða á midi.is. Annars eru langflestir viðburðirnir án aðgangseyris svo allir geta verið með og alltaf lang skemmtilegast að hitta vini og vandamenn á röltinu um bæinn í góða veðrinu sem við erum að sjálfsögðu búin að panta !

E

flaust hafa einhverjir velt því fyrir sér hvað var um að vera niður við Keflavíkurhöfn síðastliðinn föstudag enda töluvert af fólki þar saman komið seinnipart dags. Það var óneitanlega sjónarspil að sjá dráttarbátinn Auðun með langan hala í eftirdragi frá Fitjum í Njarðvík að Keflavíkurbryggju. Þarna var um að ræða 240 metra langa skólplögn sem minnti helst á sjálfan Lagarfljótsorminn. Lögnin var þar tengd en verkið sem er ætlað að klárist í september hefur verið í vinnslu síðan í maí. Meðfylgjandi myndir tóku Eyþór Sæmundsson og Einar Guðberg Gunnarsson.

Velkomin á Ljósanótt og góða skemmtun. Björk Þorsteinsdóttir formaður Menningarráðs Reykjanesbæjar

Númeruð sæti á gærur, glimmer og gaddavír

M

iðasala á sýninguna Með blik í auga II - Gærur, glimmer og gaddavír sem frumsýnd verður á Ljósanótt er hafin á midi. is en vakin er athygli á því að nú er boðið upp á númeruð sæti í Andrews leikhúsi. Að sögn tónleikahaldara er því um að gera að tryggja sér góð sæti í tíma en frumsýning er 29. ágúst kl. 20:00. Önnur sýning er fimmtudagskvöldið 30. ágúst kl. 22:00 sem hentar einstaklega vel eftir hina hefðbundnu opnun sýninga um allan bæ og síðasta sýning er sunnudag kl. 20:00.

Skráning hefst

22. ágúst DYNAMO REYKJAVÍK

Sími 420 2500

www.skolamatur.is

Skólamatur ehf. | Iðavellir 1 | 230 Reykjanesbær


14

FIMMTUDAGURINN 23. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Kæru viðskiptavinir Hef opnað aftur Hársnyrtistofu Anítu eftir 6 mánaða tímabundna lokun. Tímabókanir í síma 421 7878/6963376, Bjarnarvellir 12

›› Fréttaskýring - Málefni hælisleitenda:

Þjónusta Reykjanesbæjar við hælisleitendur

V

Breski miðillinn Tim Abbott verður með opinn fund sunnudaginn 26. ágúst kl. 20:30. Húsið opnar kl. 20:00. Allir velkomnir!

íkurfréttir leituðust eftir svörum frá Reykjanesbæ varðandi mál hælisleitenda í bænum og hér á eftir verða þau útlistuð. Reykjanesbær og Útlendingastofnun gerðu með sér samning 2004 um að Fjölskylduog félagssvið (FFR) bæjarins sjái um aðbúnað og þjónustu við þá sem leita hælis á Íslandi. Þjónustan stendur yfir á meðan mál hælisleitenda eru til afgreiðslu hjá Útlendingastofnun svo og í þeim tilvikum sem niðurstaða Útlendingastofnunar hefur verið kærð til innanríkisráðuneytis.

Túlkað verður fyrir þá sem vilja. Upplýsingar í síma 421-3348

Samningurinn er um eftirfarandi þætti:

Allir velkomnir, kveðja Aníta Opið alla daga frá kl. 10:00 - 17:00. (bíð líka uppá aðra tíma eftir samkomulagi)

Skyggnilýsingarfundur

Atvinna

Óskum eftir handflakara. Upplýsingar í síma 863 0151 eða 863 0152 og kgehf@simnet.is

Víkurfréttir hafa flutt ritstjórnarskrifstofur blaðsins að Krossmóa 4 í Reykjanesbæ

Þjónusta við hælisleitendur Við komuna til Reykjanesbæjar og á meðan á dvöl hælisleitenda stendur, fá hælisleitendur húsnæði, fæði, heilbrigðisskoðun og alla nauðsynlega heilbrigðis- og félagsþjónustu, auk almennrar þjónustu sveitarfélagsins eftir því sem við á. Rétt er að taka fram að allir sem sækja um hæli fara fyrst í gegnum hendur lögreglu, sem síðan kemur þeim til starfsmanna FFR. Húsnæðismál Samningur er í gildi við gistiheimilið Fit um gistingu fyrir hælisleitendur. Um er að ræða herbergi fyrir einstaklinga (einn eða tveir í hverju herbergi) með sameiginlegan aðgang að eldhúsi, baðherbergi og stofu (sjónvarp/tölvu- og bókaherbergi). Þar eru að jafnaði 30 einstaklingar í senn og valið að hafa þar einhleypa karlmenn. Við erum einnig með sambærilegan samning við gistiheimili Hótel Keflavíkur og að jafnaði dvelja þar einn til þrír einstaklingar. Hjón og fjölskyldufólk svo og aðrir sem ekki búa á Fit eða Hótel Keflavík, eru í íbúðum víðs vegar um bæinn. Þetta fyrirkomulag hefur verið í á þriðja ár og gefist vel að sögn Reykjanesbæjar. Ekki hafa borist neinar kvartanir frá nágrönnum. Það gerist hins vegar oft að nágrannar láta sig þetta fólk varða á jákvæðan hátt. Heilbrigðismál Öllum hælisleitendum er ætlað að

ATVINNA Leikskólinn Sólborg í Sandgerði leitar af jákvæðum og duglegum einstaklingum.

Við leitum af framtíðarstarfsmanni sem er tilbúinn að stýra eldhúsinu í skólanum. Starfið felst í undirbúningi og frágangi í eldhúsi en matur er aðkeyptur og kemur tilbúinn í skólann. Að auki leitum við af barngóðum einstaklingi í hlutastarf til að vera með börnum í lok dags. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Leikskólinn Sólborg er rekinn af Hjallastefnunni og starfar eftir hugmyndafræði hennar. Í leikskólanum Sólborg eru um áttatíu nemendur og 25 starfsmenn. Fyrirspurnir og frekari upplýsingar fást með því að senda tölvupóst á netfangið solborg@hjalli.is eða hjá skólastýru í síma 423-7620. Umsóknir skal senda á netfangið starf@hjalli.is

HJALLASTEFNAN

Hvaðan koma hælisleitendur í Reykjanesbæ? Afganistan 6 Albaníu 1 Alsír 9 Erítreu 3 Eþíópíu 1 Gambíu 1 Georgíu 6 Ghana 2 Hvíta-Rússlandi 5 Írak 5

Íran 8 Kólumbíu 3 Kyrgizstan 2 Liberíu 1 Libya 1 Makedóníu 5 Marokkó 1 Máritaníu 1 Morroco 1 Nígería 1

Nígeríu 10 Pakistan 1 Palestínu 1 Rússlandi 1 Senegal 1 Serbíu 2 Sómalíu 1 Súdan 2 Úganda 2

fara í almenna heilbrigðisskoðun fljótlega eftir komu til Reykjanesbæjar/landsins. Meðal þess sem kannað er, er almennt heilsufar, bólusetningar og mögulegir smitsjúkdómar. Hælisleitendum stendur til boða viðtal hjá sálfræðingi m.a. með tilliti til áfallastreituröskunar eða annarra erfiðleika sem viðkomandi hefur orðið fyrir. Sé það mat lækna og félagsráðgjafa hjá FFR að þörf sé á sálfræðiviðtölum eða öðrum sérfræðiviðtölum eru þau veitt. Önnur læknisþjónusta s.s. augnlækna, og tannlækna er veitt skv. þörfum. Miðað er við nauðsynlega þjónustu, s.s. tannviðgerðir vegna tannverkja, lagfæringar á gleraugum o.s.frv.

• Greiddur vikulegur vasapeningur að upphæð kr.2.700,• Aðgengi að líkamsrækt er niðurgreitt um helming þau greiða sjálf mismun af vasapeningum, góðum gönguleiðum og útivistarsvæðum • Hársnyrting að hámarki á 6 vikna fresti • Íslenskunámskeið hjá MSS

Matarúttekt upp á 8.000 á viku

Fyrir börn og ungmenni fram að 18 ára aldri:

Fæði og önnur framfærsla Hælisleitendur fá vikulega matarúttekt upp á 8.000 krónur sér til framfærslu. Þeir sjá alfarið sjálfir um innkaup og matseld.

• Leikskóladvöl • Nám í grunnskóla • Þátttaka í Vinnuskólanum á sumrin • Félags-og tómstundastarf

Önnur þjónusta Aðgangur að söfnum Reykjanesbæjar Internetaðgangur í Bókasafni bæjarins í eina klst. á dag Aðgangur að Virkjun í Ásbrú Sundkort í Sundmiðstöðina Aðgangur að strætó Aðgangur að fatamarkaði Suðurnesjadeildar RKÍ Farmiða með SBK í tengslum við hælisumsókn þeirra

Að loknum grunnskóla geta ungmenni sótt nám í FS

Farmiða með SBK 1x í mánuði til Reykjavíkur Rútumiða milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur til eigin nota 1x mánuði Eftir 4 vikna dvöl í hælismeðferð er bætist við ofangreinda þjónustu eftirfarandi eftir því sem við á:

Útlendingastofnun greiðir kr. 7.246 með hverjum hælisleitanda á dag. Sú upphæð dekkar allan kostnað þ.m.t. þjónustu starfsmanna Reykjanesbæjar við hópinn. Reykjanesbær telur rétt að benda á að það eru mörg fyrirtæki og þjónustuaðilar sem veita hælisleitendum þjónustu og hafa tekjur af.

Ert þú í árgangi 1952? Þá á þessi frétt erindi við þig

Þ

að er að verða nokkur hefð fyrir því að árgangar komi saman í tengslum við Ljósanótt, en á þeim tímamótum eru margir brottfluttir sem koma og heimsækja gamla bæinn sinn. Þær sem standa fyrir þessu hafa auglýst á facebook brunch fyrir hópinn og maka á Flughótel kl. 11:30 laugardaginn 1. september nk. Áætlað er að fara síðan saman í árgangagönguna og setja svip sinn á hana, enda stór áfangi hjá þessum árgangi á árinu 2012. Forsvarsmenn settu sig í samband við blaðið og báðu um hjálp við að ná til þeirra sem ekki eru á facebook. Frekari upplýsingar fáið þið hjá Hjördísi í síma 862 5299.


15

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 23. ÁGÚST 2012

Velkomin á björtustu fjölskylduhátíð landsins Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar verður haldin dagana 30. ágúst – 2. september.

Laugardagur 1. september Blönduð fjölskyldudagskrá á útisviðinu allan daginn. Ávarp bæjarstjóra • Bryn Ballett Akademían • Bestu vinir í bænum Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar • Danskompaní • Taekwondo Ellý og Vilhjálmur Tribute • Valdimar Guðmundsson • Ragnheiður Gröndal Sigurður Guðmundsson • Sigríður Thorlacius • Tilbury Blár Ópal • Nýdönsk • Retro Stefson Listsýningar um allan bæ og hin ómissandi árgangaganga. Tónlistarveisla, kjötsúpa, Rokkstokk og sagnakvöld. Gærur og glimmer, harmonikkuball, kvikmyndasýningar, söguganga og bíla- og bifhjólasýning. Leiktæki, hoppukastali og Skessan í hellinum býður í lummur. Bjartasta flugeldasýning landsins. Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Ljósanætur.

Láttu sjá þig!

Fáðu dagskrá ljósanætur í símann þinn: ljos.ymir.is

ljosanott.is


16

FIMMTUDAGURINN 23. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Fjör á Fjölskyldudögum í Vogum V

eðurguðirnir brostu sannarlega sínu blíðasta um helgina þegar Fjölskyldudagar fóru fram í Vogunum um helgina. Fjöldi manns kom saman í Aragerði þar sem fjölbreytt afþreying var í boði. Krakkarnir sátu sem fastast yfir Brúðubílnum eða

hoppuðu og skoppuðu í uppblásnum köstulum. Fullorðna fólkið gæddi sér á kræsingum og nutu veðurblíðunnar. Um kvöldið var svo lífleg kvölddagskrá sem endaði með glæsilegri flugeldasýningu.

Iðnaðaráform í Helguvík L

iðlega fjögur ár eru liðin síðan við Oddný fjármálaráðherra, Árni bæjarstjóri, nafni hans Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra, Kristján verkalýðsleiðtogi ásamt fulltrúum Norðuráls tókum stóflustunguna að álveri í Helguvík. Margt hefur gerst síðan sem tafið hefur framkvæmdir líkt og við öllum blasir. Verkefnið hefur hins vegar aldrei stoppað og trúin á það er enn til staðar, ekki síst heima í héraði. Nú er að ná samningi um orkuverð við þau þrjú fyrirtæki sem hyggjast selja rafmagn til stóriðju Norðuráls í Helguvík. Á þessum árum hef ég fylgst grannt með gangi mála og alltaf verið sannfærður um að saman náist og þetta stærsta og mikilvægasta verkefni á svæðinu verði að veruleika. Ég hef enn þá trú og skora ég á orkufyrirtækin öll að ná saman við Norðurál til að við getum notað haustið og veturinn framundan til að ná verkinu á fulla ferð.

-nú er að ná samningum

Margt hefur gengið eftir af áformum um atvinnumál á Suðurnesjum. Líkt og nýtt gagnaver, undirbúningur öflugrar kísiliðju sem skapar fjölda fjölbreyttra starfa, uppbygging menntastofnunarinnar góðu Keilis,

nýr Suðurstrandarvegur opnar nýjar víddir í ferðaþjónustu og mikil og vaxandi umferð erlendra ferðamanna eykur enn umsvifin í Flugstöðinni sem er einn stærsti vinnustaður landsins. Og nú er áformað að stækka

stöðina verulega. Þá er ónefnt eitt mikilvægasta verkefnið sem er nýtt hjúkrunarheimili sem heilbrigðisyfirvöld eru að byggja í Reykjanesbæ. Allt er þetta til marks um metnaðarfull áform um uppbyggingu og eflingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Ekki hefur allt gengið eftir eða eins hratt og stefnt var að og því skiptir miklu að gefast ekki upp heldur halda órauð áfram og klára málin. Til að auka enn á umsvif og vöxt á svæðinu er álver með öllum þeim störfum sem því fylgir mikilvægur áfangi. Þá má segja að samfélagið hafi náð sér á ný eftir það áfall sem brotthvarf hersins fyrir sex árum var með öllum þeim hundruðum starfa sem honum fylgdu. Stöndum áfram saman þingmenn, sveitarstjórnarmenn og heimamenn allir og náum áformum um álver í Helguvík á fullt framkvæmdastig. Til þess þurfa allir að ganga fram af sanngirni sem að málum koma. Björgvin G. Sigurðsson, 1. þingmaður Suðurkjördæmis.


17

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 23. ÁGÚST 2012

Þeir félagar Kristján Jóhannsson og Arnór Vilbergsson hafa staðið í ströngu við æfingar og undirbúning sýningarinnar Gærur, glimmer og gaddavír en hún er framhald á sýningunni Með blik í auga sem sýnd var fyrir fullu húsi á síðustu Ljósanótt þar sem tekinn var fyrir áratugurinn 1950 – 1970 í tónum og tali. Nú skal haldið áfram þar sem frá var horfið og lofa þeir félagar enn betri skemmtun á áratugnum 1970 – 1980.

ð i g a l a ð r Tímafe m a r f á r heldu ›› Gærur, glimmer og gaddavír í Andrews leikhúsi á Ljósanótt:

-tónlist og tíðarandi 1970 - 1980

„Þetta verður tímaferðalag um áttunda áratuginn í tali tónum og myndum. Þetta var áratugur hippanna, kalda stríðsins, Richard Nixons, Brésnjeffs og Geirs Hallgrímssonar. En þetta var líka áratugur ABBA, Creedence Clearwater og diskósins þar sem John Travolta varð stórstjarna á einni nóttu. Hérna heima var þessi áratugur líka viðburðaríkur og má þar nefna landhelgisdeilur við Breta, átök á vinnumarkaði, skipskaða og eldgos. En fólk kunni líka að skemmta sér“ segir Kristján og nefnir hljómsveitir eins og Júdas, Geimstein, Mána, Pelican og fleiri og fleiri. Að sýningunni koma um 30 manns, allir af Suðurnesjum og er vel við hæfi að tónlistarsögu Íslands séu gerð skil hér í bítlabænum. Stemningin verður rifjuð upp í glæsilegri umgjörð þar sem m.a. verður flutt tónlist eftir Magnús og Jóhann, Magnús Þór, Rúnar Júlíusson, Magnús Kjartansson, Bimkló, Stuðmenn, Mána og ýmsa fleiri. „Hver man ekki eftir sjónvarpslausum fimmtudagskvöldum og útvarpsleikritunum á gufunni þegar hringvegurinn var málið, Spur og Miranda var drukkið í sjoppunum og saxbauti var í kvöldmatinn?“ segir Kristján en hann er handritshöfundur sýningarinnar þar sem tíðarandinn verður skoðaður á gamansaman hátt.

Meðal flytjenda eru Valdimar Guðmundsson, Fríða Dís Guðmundsdóttir, Bríet Sunna Valdimarsdóttir og Hermannssynir; Guðmundur, Karl og Eiríkur auk hljómsveitar en Arnór hefur á höndum tónlistarstjórn og útsendingar. Hljómsveitina skipar einvalalið tónlistarmanna og má þar nefna reynsluboltann og fjármálastjóra sýningarinnar Guðbrand Einarsson. Við erum með frábært fólk með okkur á öllum aldri en yngstu þátttakendurnir eru að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni s.s. Melkorka Rós Hjartardóttir og Sólborg Guðbrandsdóttir, svo erum við með reynslubolta eins og þá Guðmund, Karl og Eirík Hermannssyni sem hafa nú eitthvað komið að þessum bransa“, segir Arnór og hlær. „Við höfum haft það að leiðarljósi að hafa útsetningar eins nálægt

orginalnum og við mögulega getum. Við erum að láta yngri söngvara syngja lög sem þessir gömlu jálkar sungu og negldu – við reynum að vera trúir upprunanum enda fáránlegt að fara í tímaflakk og útsetja svo eitthvað allt annað“. Hvernig voru Suðurnesin á þessum tíma? „Það var næg atvinna og menn og konur komu hvaðanæva af landi á vertíð suður með sjó – það fengu allir sem vildu vinnu. Svo var það völlurinn sem skaffaði ófáum vinnu, verktakarnir, herinn og allir hinir. Uppi á velli varð líka til vinnutilhögunin sem hefur þróast áfram í áranna rás og kallast: Look Busy – Do nothing. Bæjarbragurinn var líka allur að koma til og hér var bæði djammað og dansað þótt stúkan væri enn að beina fólki á beinu brautina.

Hvar voru þið á þessum áratug? Arnór: „Ég fæðist árið 1975, flyt hingað ca. 5 ára gamall um 1980 og þá bjuggum við fyrir ofan verslunina Álnabæ. Þar hafði ég stóran glugga með flottu útsýni og úr honum drakk ég í mig bæinn og menninguna.“ Kristján: „Á þessum árum var ég yfirleitt í fjörunni, á bryggjunni eða að leika mér í einhverjum byggingarframkvæmdum, kirkjan í Njarðvík var t.d. vinsæll leikstaður. Júdas æfði í Njarðvík og við löðuðumst að bílskúrnum því það var alltaf svo skrítin lykt þar. Svo var maður svoldið að þvælast upp í Stapa á böllin.“ Að sögn þeirra Kristjáns og Arnórs hefur verið gaman að skoða tónlist þessa tíma og sumt vakið kátínu t.d. textagerðin. „Það verður að segjast eins og er að það var nú ekki alltaf verið að nostra við textana í gamla daga. Stundum var þessu hreinlega snarað á íslensku í miklum flýti. Maður sér fyrir sér að textinn hafi verið skrifaður á servéttu, kannski með eina filterslausa Camel að brenna upp í öskubakka við hliðina og litla kók í gleri við hendina og svo var bara setið og skrifað og reynt að láta þetta ríma.“ Alls verða fluttar þrjár sýningar

í Andrews leikhúsi á Ásbrú en aðalstyrktaraðili er eins og áður Íslandsbanki. Frumsýning er miðvikudaginn 29. ágúst kl. 20:00. „Við ákváðum að færa sýningarnar örlítið framar í dagskrá Ljósanætur svo segja má að fjörið hefjist fyrr og endi svo með húllumhæi á sunnudagskvöldið þegar punktur er settur á eftir hátíðarhöldin. Okkur fannst líka tilvalið að bjóða þeim sem vilja sækja opnanir myndlistarmanna á fimmtudeginum að enda daginn á sýningu kl. tíu um kvöldið – það verður örugglega stuð á þeirri sýningu, svona svipuð stemmning og á 11 bíósýningunum í den“, segja þeir félagar sem halda ótrauðir áfram í tónlistarferðalaginu. Lokasýning verður sunnudaginn 2. september kl. 20:00 en miðasala fer fram á midi.is. Að þessu sinni er selt í númeruð sæti og því um að gera að tryggja sér góð sæti segja þeir félagar. Verður áratugurinn 1980 – 90 næstur? „Eigum við ekki bara að klára þessa sýningu fyrst – við skulum svo sjá til“ segja þeir félagar en víst er að af nógu er að taka og ekki vantar hæfileikafólkið á Suðurnesjum. Texti: Dagný Gísladóttir Myndir: Hilmar Bragi

Gærur, glimmer og gaddavír

Kvöldsýning á fimmtudagskvöldið

B

oðið verður upp á kvöldsýningu á Gærur, glimmer og ga dd av ír se m er he ntug t fy rir al la þá se m vi op na ni r m yn dl ist lja sæ kj a ar sý ni ng a víðs vegar um bæ inn en þá er hægt að skella sé r á sýningu í lokin. Sý ni ng in he fst kl . stendur fram á miðn 22 :0 0 og ætti. Miðasala er á midi .is.


18

FIMMTUDAGURINN 23. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR

›› Ferðasumarið 2012 á Suðurnesjum:

60 sumarstarfsmenn hjá Bláa lóninu

„Sumarið hefur gengið vel hjá okkur hér í Bláa lóninu. Megináhersla okkar hefur verið á upplifun gesta okkar og gott þjónustustig. Við höfum hlotið góð viðbrögð gesta okkar og fengum m.a. þrjár viðurkenningar Trip Advisor í sumar. Sem lið í því að bjóða meiri upplifun, taka hana skrefinu lengra – bjóðum við nú áhugaverðar skoðunarferðir um svæðið,“ segir Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa lónsins, eins vinsælasta ferðamannastaðar á Íslandi. Ferðin sem kallast Uppgötvaðu undur Bláa lónsins veitir tækifæri til að upplifa Bláa lónið á óhefðbundinn hátt. Fróðleikur um arkitektúr Bláa lónsins sem er dæmi um samspil náttúru og mannvirkja, upplýsingar um jarðfræði og jarðvarma og hraunið sem umlykur Bláa lónið er meðal þess sem fjallað er um í ferðunum. „Vísindastarf Bláa lónsins er einn áhugaverðasti þáttur starfseminnar.

Sett hefur verið upp líkan af lítilli færanlegri rannsóknastofu „Crazy lab“ þar sem þátttakendur fá að kynnast virkum efnum Bláa lónsins sem eru: kísill, steinefni og þörungar,“ en leiðsögnin er í höndum menntaðra leikara. „Þá er það einnig sérstaklega ánægjulegt að segja frá því að við réðum til okkar 60 sumarstarfsmenn og er það dæmi um þau störf sem ferðaþjónustan skapar,“ segir Magnea. Tækifæri í vetrarferðaþjónustu „Sumarið í sumar hefur verið annasamt hjá okkur í Bláa lóninu eins og hjá flestum ef ekki öllum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Meirihluti gesta okkar kemur yfir hásumarið og því er umtalsverður munur á fjölda gesta yfir sumar- og vetrartímann.“ Magnea segir mikil tækifæri felast í vetrarferðamennsku og aukin markaðssetning á Íslandi utan háannatímans sé afar jákvæð.

„Við hjá Bláa lóninu höfum tekið þátt í markaðsverkefninu Ísland allt árið ásamt öðrum lykilfyrirtækjum í ferðaþjónustu og íslenskum stjórnvöldum.“ Magnea segir að þau hjá Bláa lóninu verði vissulega vör við það að gestir þeirra hafi áhuga á öðrum stöðum hér á Reykjanesi og vilji dvelja lengur á svæðinu. „Við viljum styðja við ferðaþjónustu á svæðinu og sem lið í því bjóðum við ferðaþjónustufyrirtækjum að hafa bæklinga sína hér hjá okkur. Í vetur munum við taka í notkun nýtt þjónustuhús sem mun einnig hýsa upplýsingamiðstöð og verður þá allt upplýsingaefni um aðra möguleika í ferðaþjónustu enn aðgengilegra. Við leggjum einnig áherslu á að segja erlendum blaðamönnum sem hingað koma frá öðrum möguleikum á svæðinu en árlega tökum við á móti um 500 erlendum blaðamönnum. Umfjöllun í erlendum fjölmiðlum

skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Fyrr á þessu ári valdi National Geographic Bláa lónið t.a.m. sem eitt af 25 undrum veraldar. Auk þeirra gesta sem sækja Blue Lagoon Spa þá koma einnig fjölmargir erlendir gestir vegna psoriasismeðferðarinnar sem veitt er í Bláa lóninu – lækningalind. Árlega koma meðferðargestir okkar frá um 20 þjóðlöndum og flestir dvelja hjá okkur í tvær til þrjár vikur.“ Vetrarkort eru hentug fyrir íbúa á Reykjanesi „Fyrir Suðurnesjamenn og aðra þá sem vilja heimsækja okkur reglulega henta árs- og vetrarkortin mjög vel. Vetrarkortin sem gilda frá 1. september til 31. maí kosta kr. 10.000,- fyrir einstakling og kr. 15.000,- fyrir fjölskyldu og gilda þá fyrir tvo fullorðna og fjögur börn 16 ára og yngri“, sagði Magnea. Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 17 ár

Fáðu áminningu Skráðu þig á póstlistann okkar þegar þú kemur í skoðun og veldu í hvaða mánuði þú vilt að við minnum þig á að láta skoða bílinn á næsta ári.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 1 1 6 3

Þú gætir unnið

200 lítra bensínúttekt hjá Atlantsolíu eða 50.000 kr. úttekt hjá Pústþjónustu BJB. Vinningar verða dregnir út mánaðarlega úr skráningum á póstlistann.

HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ

Í GÓÐUM HÖNDUM HVAR HENTAR ÞÉR AÐ LÁTA SKOÐA?

Við erum með fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum. HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG!

www.adalskodun.is Reykjavík

Grjóthálsi 10 Sími 590 6940

Reykjavík

Skeifunni 5 Sími 590 6930

Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900

Kópavogur

Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935

Reykjanesbær

Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970


19

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 23. ÁGÚST 2012

Ítalski maðurinn kominn í leitirnar V

íkurfréttir auglýstu eftir aðilum sem gætu þekkt ítalskan karlmann að nafni Salvatore Massaro sem búsettur var í Keflavík á árunum í kringum 1950-60. Ástæðan fyrir því var að hjón frá Ítalíu þau, Guiseppe og Sederica eru stödd hérlendis og leituðu þau upplýsinga um manninn sem var afi Guiseppe en hann lést á Íslandi og fjölskyldan vissi nánast ekkert um afdrif mannsins. Auglýsingin bar ávöxt en Ellert Eiríksson fyrrum bæjarstjóri Reykjanesbæjar kannaðist við manninn og var viljugur til þess að hitta

›› FRÉTTIR ‹‹ Lasergeisla beint að flugvél

L

ögreglunni á Suðurnesjum barst á föstudag tilkynning þess efnis að lasergeisla hefði verið beint að flugvél sem var að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Ekki er vitað hvaðan geislinn kom né hver var þar að verki, en ekkert óhapp hlaust af þessu alvarlega athæfi. Lögreglan rannsakar málið.

L

Ellert hitti hjónin Guiseppe og Sederica á Hótel Berg.

ßbWdgZxf Hljómahöllin í Reykjanesbæ 24. & 26. ágúst 2012 kl. 20.00

Ölvaður í hraðakstri

ögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af ellefu ökumönnum, sem gerðust brotlegir við umferðarlög. Fimm óku of hratt og mældist bifreið karlmanns á fimmtugsaldri á 146 kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn er 90 kílómetrar. Annar þessara fimm var ölvaður undir stýri og var því handtekinn og sviptur ökuréttindum. Sá þriðji talaði í farsíma, án handfrjáls búnaðar, meðan á hraðakstrinum stóð. Að auki klippti lögregla númerin af nokkrum bílum sem ýmist voru óskoðaðir, ótryggðir eða hvoru tveggja. Einn þessara bíla hafði ekki verið skoðaður síðan 2010.

Flugfarþegar í góðum málum

L

ögreglan á Suðurnesjum kannaði fyrir og um helgina ástand ökumanna sem voru að koma úr flugi og voru á leið til síns heima frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Stöðvaðir voru 279 bifreiðar frá fimmtudegi og fram á sunnudag. Enginn þessara nær þrjú hundruð ökumanna reyndist vera ölvaður, en örfáir höfðu gleymt ökuskírteininu sínu heima.

F

barnabarn hans. Ellert staðfesti að maðurinn hafi búið að Hafnargötu 79 í Keflavík

og þar hefði hann m.a. fengist við það að gera við klukkur. Það var augljóst að Guiseppe var ánægður að heyra sögur af afa sínum en hann vissi mjög lítið um manninn og í raun var aldrei vitað af hverju hann kom hingað til lands og ílengdist hér. Gamli maðurinn hafði þá komið hingað til lands þegar hann var um fimmtugt og látist hér um áratug síðar. Ef þú hefur einhverjar upplýsingar um manninn má hafa samband við Ólöfu í síma 898 7925, eða á skrifstofu Víkurfrétta í síma 421 0000.

Frakki fastur í sandi

ranskur ferðamaður óskaði á sunnudag eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum vegna umferðaróhapps á Suðurstrandarvegi við Selatanga. Þegar að var komið reyndist hann hafa fest bíl sinn rækilega í sandi utan vegar. Haft var samband við björgunarsveitina Þorbjörn, sem fór á vettvang og kom manninum til aðstoðar.

7VFKDLNRYVN\

Eugene

Onegin

Jóhann Smári Sævarsson, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson Rósalind Gísladóttir, Viðar Gunnarsson, Dagný Jónsdóttir, Hörn Hrafnsdóttir Egill Árni Pálsson, Bragi Jónsson, Gunnar Kristmannsson, Sigurjón Jóhannesson Leikstjórn/Leikmynd: Jóhann Smári Sævarsson, Tónlistarstjórn: Antonia Hevesi Lýsing: Magnús Kristjánsson, Hljómsveit og Kór Norðuróp, Bryn Ballett Akademían

Miðasala á midi.is P

R

I

N

T

I

N

G

P

L

A

N

T


20

FIMMTUDAGURINN 23. à GÚST 2012 • V�KURFRÉTTIR

VirĂ°um Ăştivistarreglur ĂĄ LjĂłsanĂłtt sem og aĂ°ra daga

ViĂ° konan myndum gott teymi viĂ° eldhĂşsverkin

K

ristjån Helgi Jóhannsson er staddur � Eldhúsinu hjå VíkurfrÊttum Þessa vikuna og Ìtlar að deila gómsÌtum rÊtti með lesendum VíkurfrÊtta. Fyrir valinu varð dýrindis lamba ribey og Norður-afrískar kartÜflur, hvorki meira nÊ minna. Kristjån er slÜkkviliðs- og sjúkraflutningarmaður hjå BrunavÜrnum Suðurnesja. „Ég vil meina Það að Êg leggi mitt af mÜrkum í eldhúsinu. Ég og konan mín reynum yfirleitt að hjålpast að með eldhúsverkin enda myndum við gott teymi. Ég sÊ alltaf um að

grilla en er alltaf aĂ° eflast Ă­ ĂžvĂ­ aĂ° bĂşa til ekta Ă­slenskan heimilismat og hef mjĂśg gaman af ĂžvĂ­ aĂ° stĂşssast Ă­ Ăžessu. RĂŠtturinn sem ĂŠg deili meĂ° lesendum er ekkert endilega minn sĂŠrrĂŠttur en Ăžetta er rĂŠttur sem ĂŠg grĂ­p oft til Ăžegar ekki viĂ°rar vel fyrir grillmat og okkur langar Ă­ einskonar „sumarmat“. Svo finnst Ăśllum Ă­ fjĂślskyldunni lambakjĂśt alveg einstaklega gott. Lamba rib-eye 4 x 150-200 gr. stk. 5-6 msk Ă?sĂ­Ăł 4 eĂ°a Olive olĂ­a. Ferskt rĂłsmarĂ­n saxaĂ° u.Ăž.b. 2 msk.

à stkÌr móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

Ă sta KristinsdĂłttir, Vallarbraut 6, ReykjanesbĂŚ, lĂŠst ĂžriĂ°judaginn 14. ĂĄgĂşst sl. ĂštfĂśr hennar fer fram frĂĄ Innri-NjarĂ°vĂ­kurkirkju fĂśstudaginn 24. ĂĄgĂşst kl. 13:00.

Georg Ă rnason, Inga Ă rnadĂłttir, ValdĂ­s Ă rnadĂłttir, Hulda Ă rnadĂłttir, KristĂ­n Ă rnadĂłttir, barnabĂśrn og langĂśmmubĂśrn.

L

Hrafnhildur Jónsdóttir, SÜlvi Stefånsson, Guðmundur Halldórsson, HafÞór Jónsson,

MĂ–MMULEIKFIMI

MĂ NUDAGINN 27. Ă GĂšST 2x Ă­ viku Ă­ 6 vikur kr. 12.500,3x Ă­ viku Ă­ 6 vikur kr. 15.500,-.

3-4 hvítlauksgeirar saxaðir Safi úr ½ sítrónu Salt og pipar Olíu, rósmarín, hvítlauk, salt og pipar blandað saman í skål. HrÌrt vel saman og dreift vel yfir allt kjÜtið. Låtið liggja å í a.m.k. 30 mín. Hita pÜnnu vel og loka kjÜtinu å henni (tÌp ½ mín å hverri hlið). Låta kjÜtið standa í 3-4 mín åður en Það er sett í 180° heitan ofn í 1213 mín. KjÜtið svo tekið út og låtið standa í 5-6 mín. Passar að få sÊr einn Thule å meðan beðið er. Norður afrískar kartÜflur 5-6 Þokkalega stórar kartÜflur 1 stór sÌt kartafla ½ rófa 3-4 gulrÌtur 1-2 hvítlauksgeirar 1 rauðlaukur 5-6 perlulaukar 10 Þurrkaðar apríkósursalt dass af salt dass af pipar 2 tsk kanill 2 tsk cumin ½ tsk chili pipar (må sleppa)

1 bolli olía (�síó 4 eða Olive olía) Ofninn hitaður í 200°. Allt grÌnmeti skorið í jafnstóra bita (u.Þ.b. 2x2 cm). Olíu, cumin, chili pipar, salti og pipar blandað saman, hrÌrt vel saman og dreift yfir allt saman. Bakað í ofni í 30-40 mín eða Þar til að allt er orðið meyrt. Gott að hrÌra í rÊttinum 2-3 meðan hann er að bakast. Rjómasveppasósa (A la Kolla hans Berta) Ein askja Flúðasveppir 50-75 gr íslensk smjÜr ½ l matreiðslurjómi 1 tsk aromat krydd ½ -1 msk sojasósa 1 teningur lambakraftur Maizena mjÜl til að Þykkja SmjÜrið brÌtt og sveppir steiktir vel åður en rjóma og rest af hråefni er bÌtt út í. Thule, rauðvín eða Coca Cola til að skola Þessu Üllu niður. Allt annað å ekki við.

Tími: månudaga, miðvikudaga og fÜstudaga frå kl. 10:00 - 10:50 Staður: SundmiðstÜðin í Keflavík (niðri) Skråning og upplýsingar í síma 892-3724 eða å netfangið astamjoll83@gmail.com

Håtíðarkveðjur María Gunnarsdóttir ForstÜðumaður barnaverndar ReykjanesbÌjar

Kennari: Ă sta MjĂśll Ă?AK- einkaĂžjĂĄlfari

ALLIR Ă? KĂ–RFU t ŠÜOHBUBøBO FS B§HFOHJMFH Ăˆ IFJNBTĂ“§V GĂ?MBHTJOT XXX VNGO JT t ŠÜOHBS CZSKB IKĂˆ ĂšMMVN øPLLVN NĂˆOVEBHJOO ĂˆHĂžTU OL TLW Â?ĂśOHBUĂšøV t *§LFOEVS NJOOJCPMUB TFN TLSĂˆ TJH GZSJS PLUĂ˜CFS GĂˆ HKĂšG GSĂˆ 6OHMJOHBSĂˆ§J ,,% t 4LSĂˆOJOH GFS GSBN Ă“ HFHOVN OFUJ§ Ăˆ TMĂ˜§JOOJ XXX VNGO GFMPH JT FO FJOOJH WFS§VS TLSĂˆOJOHBSEBHVS Ă“ ϢSĂ˜UUBNJ§TUĂš§ /KBS§WĂ“LVS ĂśNNUVEBHJOO TFQUFNCFS LM

jĂłsanĂłtt, menningar- og fjĂślskylduhĂĄtĂ­Ă° Ă­ ReykjanesbĂŚ verĂ°ur haldin Ă­ ĂžrettĂĄnda sinn frĂĄ 30. ĂĄgĂşst til 2. september. ReykjanesbĂŚr hefur ĂĄvallt haft ĂžaĂ° aĂ° leiĂ°arljĂłsi aĂ° LjĂłsanĂłtt sĂŠ fjĂślskylduhĂĄtĂ­Ă° og viĂ° skipulagningu hennar er lĂśgĂ° ĂĄhersla ĂĄ aĂ° dagskrĂĄratriĂ°i hĂśfĂ°i til fĂłlks ĂĄ Ăśllum aldri. HĂĄtĂ­Ă°arhĂśldin hafa alla jafna fariĂ° vel fram og ĂĄnĂŚgjulegt aĂ° sjĂĄ fjĂślskyldur Ăşr Ăśllum ĂĄttum sameinast meĂ° okkur Ă­ ReykjanesbĂŚ ĂĄ Ăžessum tĂ­mamĂłtum. ViĂ° viljum hvetja foreldra aĂ° vera samtaka um aĂ° virĂ°a ĂştivistartĂ­ma barna, hvort sem um er aĂ° rĂŚĂ°a ĂĄ LjĂłsanĂłtt eĂ°a Ăśnnur kvĂśld ĂžvĂ­ ĂžaĂ° er sannreynt aĂ° ĂĄkveĂ°in hĂŚtta fylgir ĂžvĂ­ aĂ° bĂśrn sĂŠu eftirlitslaus Ăşti eftir aĂ° rĂśkkva tekur. Ăžann 1. september breytist ĂştivistartĂ­minn Ăžannig aĂ° bĂśrn 12 ĂĄra og yngri mega ekki vera lengur Ăşti en til kl. 20.00 nema Ă­ fylgd meĂ° fullorĂ°num og bĂśrn ĂĄ aldrinum 13 til 16 ĂĄra skulu ekki vera ein ĂĄ almannafĂŚri eftir kl. 22.00. ĂžaĂ° er ĂžvĂ­ mikilvĂŚgt aĂ° fjĂślskyldur fari saman heim Ăşr miĂ°bĂŚnum Ăśll kvĂśldin aĂ° lokinni dagskrĂĄ hverju sinni. Ă? tengslum viĂ° hĂĄtĂ­Ă°ina verĂ°ur rekiĂ° athvarf Ă­ ĂśryggismiĂ°stÜð aĂ° HafnargĂśtu 8. AĂ° athvarfinu standa FjĂślskyldu- og fĂŠlagsĂžjĂłnustan, Ăštideildin, LĂśgreglan og ForeldrafĂŠlag grunnskĂłlanna Ă­ ReykjanesbĂŚ. AthvarfiĂ° verĂ°ur starfrĂŚkt fĂśstudags- og laugardagskvĂśld eftir aĂ° skipulagĂ°ri dagskrĂĄ lĂ˝kur. BĂśrn og ungmenni sem eru ein ĂĄ ferli og/ eĂ°a eru undir ĂĄhrifum ĂĄfengis eĂ°a vĂ­muefna verĂ°a fĂŚrĂ° Ă­ athvarfiĂ° og foreldrum gert aĂ° sĂŚkja Ăžau. Foreldrar stĂśndum saman, verum góðar fyrirmyndir barna okkar. Megum viĂ° Ăśll eiga ĂĄnĂŚgjulegar stundir ĂĄ LjĂłsanĂłtt.

SellĂł- og hĂśrputĂłnleikar Ă­ ĂštskĂĄlakirkju S

- sunnudaginn 26. ĂĄgĂşst kl.17

unnudaginn 26. ĂĄgĂşst kl. 17 verĂ°a haldnir tĂłnleikar Ă­ ĂštskĂĄlakirkju Ă­ GarĂ°i. Gunnar Kvaran sellĂłleikari og ElĂ­sabet Waage hĂśrpuleikari munu leika Ăžar tĂłnleika undir yfirskriftinni: MelankĂłlĂ­a Ă­ melĂłdĂ­um og fjĂśrugir dansar. Ă efnisskrĂĄnni er barokktĂłnlist og rĂłmantĂ­k ĂĄsamt draumkenndum sĂ˝num Ă­ tĂłnsmĂ­Ă° sem samin var sĂŠrstaklega fyrir dúóiĂ°. Flutt verĂ°ur tĂłnlist eftir m.a. Couperin, John Speight, SigfĂşs Einarsson, Saint-SaĂŤns og Granados. DĂśkkur og safarĂ­kur sellĂłtĂłnninn og bjartir hĂśrpu-

LjĂłsanĂŚturblaĂ° VF og DagskrĂĄ LjĂłsanĂŚtur koma Ăşt Ă­ nĂŚstu viku. Velkomin ĂĄ bjĂśrtustu fjĂślskylduhĂĄtĂ­Ă° landsins

hljómarnir blandast sÊrlega ljúflega. Gunnar og Elísabet hafa starfað saman um langa hríð. Efnisskrå Þeirra hefur teygst frå barokktímanum til dagsins í dag. Þau hafa haldið tónleika víða um land s.s. å hÜfuðborgarsvÌðinu, í Borgarnesi og Vestmannaeyjum, å Þingeyrum og Seyðisfirði. à rið 2004 gaf Zonet útgåfan út geisladisk Þeirra. Þar må finna ýmsar perlur, m.a. Schubert Arpeggione sónÜtuna og Svaninn eftir Saint-SaÍns. Aðgangseyrir er kr. 1500/1000

Ljósanótt, menningar- og fjÜlskylduhåtíð ReykjanesbÌjar verður haldin dagana 30. ågúst – 2. september.

VelkominLaugardagur ĂĄ bjĂśrtustu fjĂślskylduhĂĄtĂ­Ă° landsins 1. september

Ljósanótt, og fjÜlskylduhåtíð ReykjanesbÌjar BlÜnduð menningarfjÜlskyldudagskrå å útisviðinu allan daginn. verður haldin dagana 30.Akademían ågúst – 2. september. à varp bÌjarstjóra • Bryn Ballett • Bestu vinir í bÌnum LÊttsveit Tónlistarskóla ReykjanesbÌjar • Danskompaní • Taekwondo Laugardagur 1. september Ellý og Vilhjålmur Tribute • Valdimar Guðmundsson • Ragnheiður GrÜndal BlÜnduð fjÜlskyldudagskrå å útisviðinu allan daginn. Sigurður Guðmundsson • Sigríður Thorlacius • Tilbury à varp bÌjarstjóra • Bryn Ballett Akademían • Bestu vinir í bÌnum Blår Ópal • NýdÜnsk • • Danskompaní Retro Stefson LÊttsveit Tónlistarskóla ReykjanesbÌjar • Taekwondo

Vertu tímanlega að panta auglýsingaplåss í síma 421 0001 eða å fusi@vf.is

Ellý og Vilhjålmur Tribute • Valdimar Guðmundsson • Ragnheiður GrÜndal

ListsĂ˝ningar um allan bĂŚ og hin Ăłmissandi SigurĂ°ur GuĂ°mundsson • SigrĂ­Ă°ur ThorlaciusĂĄrgangaganga. • Tilbury TĂłnlistarveisla, kjĂśtsĂşpa, Rokkstokk BlĂĄr Ă“pal • NĂ˝dĂśnskog• sagnakvĂśld. Retro Stefson GĂŚrur og glimmer, harmonikkuball, kvikmyndasĂ˝ningar, sĂśguganga og bĂ­la- og bifhjĂłlasĂ˝ning. ListsĂ˝ningar um allan bĂŚ og hin Ăłmissandi ĂĄrgangaganga. LeiktĂŚki, hoppukastali og Skessan Ă­ hellinum býður Ă­ lummur. TĂłnlistarveisla, kjĂśtsĂşpa, Rokkstokk og sagnakvĂśld. GĂŚrur og glimmer, harmonikkuball, kvikmyndasĂ˝ningar, sĂśguganga og bĂ­la- og bifhjĂłlasĂ˝ning. Bjartasta flugeldasĂ˝ning landsins. LeiktĂŚki, hoppukastali og Skessan Ă­ hellinum býður Ă­ lummur.

Landsbankinn er aðalstyrktaraðili LjósanÌtur. Bjartasta flugeldasýning landsins. Landsbankinn er aðalstyrktaraðili LjósanÌtur.

LĂĄttu sjĂĄ Ăžig!

VĂ­kurfrĂŠttir LĂĄttu sjĂĄ Ăžig!

FĂĄĂ°u dagskrĂĄ ljĂłsanĂŚtur Ă­ sĂ­mann Ăžinn: ljos.ymir.is FĂĄĂ°u dagskrĂĄ ljĂłsanĂŚtur Ă­ sĂ­mann Ăžinn: ljos.ymir.is

ljosanott.is

ljosanott.is


VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 23. ÁGÚST 2012

21


222

VÍKURFRÉTTIR

apríl 2011 FIMMTUDAGURINNFimmtudagurinn 23. ÁGÚST 2012 • 14. VÍKURFRÉTTIR

sMÁAUGLÝsiNGAR – 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS

TIL SÖLU

TIL LEIGU

Æfinga- og keppnissvæði tekið formlega í notkun í Vogum

Til leigu 4ra herb. íbúð v/ Faxa­ braut. Laus strax. Uppl. í síma 892 5329.

ÓSKAST Óska eftir skiptum á 102 fm, 4ra herb. íbúð v/ Faxabraut fyrir minni íbúð. Uppl. í síma 892 5329.

BÍLSKÚRSSALA Bílskúrssala í Vantsholti 1 c, fimmtudag og föstudag frá kl. 14 -18. Einnig til sölu rúm 195 x 195 verð 10.000 kr. Uppl. í síma 694 4910.

BARNAGÆSLA Óska eftir barnapíu fyrir tveggja ára dóttur mína, 2-2-3 kl. 4.308.00. Erum í Garðinum. Nánari upplýsingar hjá Birgittu í s: 8672510.

Sérhæð í Keflavík, efri hæð Myllubakkaskólahverfi Til sölu um 70 fm 3ja herb. efri hæð í tvíbýlishúsi við Ásabraut í Keflavík. Hús klætt með Steni klæðningu, hús í góðu standi. Sameiginlegt þvottahús á neðri hæð. Ásett verð 13.900.000 lítil útborgun. Sími: 691 2361. Til sölu 120 fm fokhelt raðhús í Njarðvíkum. Söluaðili lánar 20 prósent af söluverði. Upplýsingar í síma 899 3761.

AFMÆLI

S

íðastliðinn föstudag var stórglæsilegt æfinga- og keppnissvæði tekið formlega í notkun í Vogunum. Þetta glæsilega æfingasvæði rúmar tvo knattspyrnuvelli í fullri stærð. Vígslan var hluti af dagskrá Fjölskyldudaga í Vogum og komu þeir Atli Eðvaldsson fyrrverandi landsliðsþjálfari og Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari kvenna fyrir hönd KSÍ til þess að

vera viðstaddir vígsluna. Færðu þeir félaginu bolta og vesti að gjöf. Alexandra Líf Ingþórsdóttir iðkandi hjá Þrótti fékk þann heiður að klippa á borðann. Í framhaldi af vígslunni tóku Þróttarar á móti liði Grundafjarðar í æsispennandi leik sem endaði 4-2 heimamönnum í vil. Markaskorarar heimamanna voru Reynir Þór Valsson og Dalibor Laziz með

tvö mörk hvor. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína á völlinn og var mikil stemmning á meðal bæjarbúa. Má með sanni segja að bjart sé framundan enda nýja keppnis- og æfingasvæðið algjör bylting fyrir knattspyrnuiðkendur í Vogum. Einnig fagnar félagið 80 ára afmæli á þessu ári og er fyrirhuguð afmælishátíð seinna á árinu.

www.vf.is

HE-verk ehf. Öll almenn trésmíðavinna Nýsmíði – viðhaldsvinna Höfum mót og krana til uppsteypu Hannes sími 861 5599 Ellert sími 696 9638

Dagskrá Lundar forvarnafélags

90 ÁRA Þessi myndarlegi maður, Meinert J Nilssen, verður 90 ára 23. ágúst. Í tilefni dagsins verður heitt á könnu nni í Safnaðarheimilinu Innri Njarðvík kl. 16-19. Gjafir afþakkaðar. Kær kveðja fjölskyldan

Ráðgjafaviðtöl frá kl. 13.00-16.00 og eru pöntuð í síma 421-6700 Stuðningsgrúppa frá kl. 16.30-17.30 Foreldrafræðsla frá kl. 18.00-20.00 Annað á www.lundur.net Ef þú átt í vanda með einhverja fíkn, þá átt þú erindi í Lund

UNGBARNAsUND HEiÐRÚNAR

Næstu námskeið eru að hefjast Ef þú ert aðstandandi þá átt skráning í síma: 8632480 eða á Velkomin á björtustu fjölskylduhátíð landsins þú erindi í Lund heidrun.sigmars@gmail.com Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar Munið Lundur forvarnafélag verður haldin dagana 30. ágúst – 2. facebook september. síðuna mína: „Ungbarnasund Heidrunar“ suðurgötu 15 – s: 772-5463

Metþátttaka í Reykjanesgöngum í sumar M etþátttaka var í Reykjanesgöngum í sumar og tóku rúmlega 500 manns þátt í göngunum. Boðið var upp á 10 göngur og var gengið um marga áhugaverðustu og fallegustu staði Reykjanesskagans. Göngurnar voru undir leiðsögn Rannveigar Garðarsdóttur og sagði hún að þær hefðu verið afar vel heppnaðar. „Aukinn áhugi á göngunum er til marks um áhuga fólks á Reykjanesskaganum sem býr yfir stórkostlegri náttúru. Fjölbreytnin er mikil, meðal annars var gengið um Hundrað Gíga Garðinn þar

Laugardagur 1. september

Blönduð fjölskyldudagskrá á útisviðinu allan daginn. Ávarp bæjarstjóra • Bryn Ballett Akademían • Bestu vinir í bænum Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar • Danskompaní • Taekwondo Ellý og Vilhjálmur Tribute • Valdimar Guðmundsson • Ragnheiður Gröndal Sigurður Guðmundsson • Sigríður Thorlacius • Tilbury Blár Ópal • Nýdönsk • Retro Stefson

Töfrandi bláberjasulta!

erjatíðin stendur sem hæst þessa dagana og ekki seinna en vænna að fara út í móa og reyna að kappkosta við að tína sem mest af bláberjum og krækiberjum til að eiga fyrir veturinn. Bláber eru sannkölluð ofurfæða fyrir líkamann en þau eru talin hægja á öldrun, hafa bólgueyðandi áhrif, auka insúlínnæmi og halda því blóðsykri í jafnvægi. Bláber eru stútfull af hollum efnum eins og A-vítamíni, járni og trefjum og ég mæli eindregið með þeim sem hluta af mataræði okkar.

Ljósanæturblað VF verður haldin dagana 30. ágúst – 2. september.

og Dagskrá Ljósanætur koma út í næstu viku. Bjartasta flugeldasýning landsins. Laugardagur 1. september Blönduð fjölskyldudagskrá á útisviðinu allan daginn. Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Ljósanætur.

Ávarp bæjarstjóra • Bryn Ballett Akademían • Bestu vinir í bænum Vertu að panta auglýsingapláss Léttsveittímanlega Tónlistarskóla Reykjanesbæjar • Danskompaní • Taekwondo Láttu sjá þig! Ellý og Vilhjálmur Tribute • Valdimar Guðmundsson • Ragnheiður Gröndal í síma 421 0001• Sigríður eða Thorlacius á fusi@vf.is Sigurður Guðmundsson • Tilbury Blár Ópal • Nýdönsk • Retro Stefson Listsýningar um allan bæ og hin ómissandi árgangaganga. Tónlistarveisla, kjötsúpa, Rokkstokk og sagnakvöld. Gærur og glimmer, harmonikkuball, kvikmyndasýningar, söguganga og bíla- og bifhjólasýning. Leiktæki, hoppukastali og Skessan í hellinum býður í lummur. Bjartasta flugeldasýning landsins. Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Ljósanætur.

Láttu sjá þig!

ljosanott.is

Blue Lagoon Spa þar sem þeir endurnýjuðu kraftana. Vinningar voru dregnir út og hlutu þrír þátttakendur glæsilega vinninga sem voru, Blue Lagoon dekurdagur, Prima loft úlpa frá 66°Norður og Blue Lagoon vörugjöf. Aðalstyrktaraðilar verkefnisins eru Bláa Lónið, HS Orka hf og HS Veitur hf. Samstarfsaðilar eru, Víkurfréttir, Hópferðir Sævars, Björgunarsveitin Suðurnes og 66°Norður.

www.facebook.com/grasalaeknir.is

B

Listsýningar um allan bæ og hin ómissandi árgangaganga. Tónlistarveisla, kjötsúpa, Rokkstokk og sagnakvöld. Gærur og glimmer, Velkomin á björtustusöguganga fjölskylduhátíð harmonikkuball, kvikmyndasýningar, og landsins bíla- og bifhjólasýning. Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar Leiktæki, hoppukastali og Skessan í hellinum býður í lummur.

Fáðu dagskrá ljósanætur í símann þinn: ljos.ymir.is

sem sjá má gígaraðir og einnig um stórbrotna strandlengju svæðisins,“ segir Rannveig. Víðir Jónsson, kynningarstjóri HS Orku hf og Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa Lónsins hf, sögðu að það væri ánægjulegt fyrir fyrirtækin að styðja við göngurnar. „Starfsemi beggja fyrirtækja þ.e. HS Orku hf og Bláa Lónsins hf., byggir á jarðvarma sem er mikilvægur þáttur einstakrar náttúru Reykjanesskagans. Síðasta ganga sumarsins fór fram miðvikudaginn 15. ágúst. Í lok göngu var þátttakendum boðið í

Þessi sulta er t.d. frábær ofan á brauðmeti, hafragraut, ofan á vöfflur eða sem eftirréttur með grískri jógúrt... 3 b fersk bláber 3-4 msk hlynsíróp 2 msk chia fræ ½ tsk vanilla duft

-bláber og síróp sett í pott og suða látin koma upp og lækka svo hita -hræra reglulega í 5 mín og kremja bláber varlega með gaffli -bæta chia fræjum út í, hræra reglulega og leyfa að þykkna í 15 mín -þegar sulta orðin þykk þá taka af hita og bæta vanillu, auka síróp ef of þykkt -hægt að nota aðra sætu t.d. agave síróp, pálmasykur, vanillustevia í dropum í stað dufts -verður úr þessu 1 b sulta, geymist vel í kæli í 1-2 vikur (klárast fljótt, svo gott!) Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/ grasalaeknir.is


23

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 23. ÁGÚST 2012

›› Andri Fannar Freysson:

Andri á vit ævintýra í háskólaboltanum

H

inn ungi og upprennandi sóknarmaður Njarðvíkinga í knattspyrnu, Andri Fannar Freysson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Njarðvíkinga í bili. Andri hefur söðlað um og hafið nám í Loyola háskólanum í Marylandfylki Bandaríkjanna. Andri fékk fullan skólastyrk til þess að leika knattspyrnu með liðinu sem leikur í efstu deild háskólaboltans þar ytra. Andri var valinn efnilegasti leikmaður 2. deildarinnar í fyrra þar sem hann skoraði 17 mörk þá 18 ára gamall. Í vor var Andri til reynslu hjá nokkrum úrvalsdeildarfélögum en hugur hans var þá þegar farinn að leita út. Skólinn sem Andri mun leika með er afar virtur og hann segir spennandi tíma framundan. „Lífið hérna úti er mjög ljúft þessa dagana, síðan ég kom hefur verið yfir 30 stiga hiti,“ en undirbúningstímabilið er í fullum gangi hjá liðinu. „Við hlaupum þrisvar sinnum í viku og lyftum þrisvar sinnum með einkaþjálfara og reynum að hittast til að spila minnst tvisvar í viku.“ Andri segir að það hafi tekið smá tíma að aðlagast hitanum og þar sem hann hafi verið meiddur var hann ekki upp á sitt besta þegar hann hélt út, en hann meiddist fremur illa með Njarðvíkingum fyrr í sumar. „Ég verð kominn í dúndur form þegar tímabilið byrjar,“ segir Andri léttur í bragði. En hvernig kom það til að Andri ákvað að halda á vit ævintýranna? „Ég fór til Flórída í september í fyrra og fór þá á æfingu með Embry-Riddle skólanum sem Viktor Guðnason félagi minn hjá Njarðvík er í. Þjálfarinn þar þekkti síðan þjálfarann hér í Loyola og lét vita af mér. Nokkrum vikum eftir þetta fékk ég tölvupóst frá honum um hvort ég hafði áhuga á að koma. Þá var ég í sambandi við nokkra skóla í Bandaríkjunum

en hann flaug síðan til Íslands og var hérna í nokkra daga að skoða mig. Hann bauð mér síðan fullan skólastyrk og þá var ekki aftur snúið,“ segir Andri. Skólinn lítur gríðarlega vel út að sögn Andra og umhverfið í kringum skólann er glæsilegt. Andri hélt út fyrir skömmu og er þegar byrjaður að kíkja í skólabækurnar. „Ég er í tveimur fögum í sumarskóla, heimspeki og listatíma.“ Andri viðurkennir það fúslega að það geti verið frekar erfitt að skilja heimspekina á ensku en hann verður þó betri með hverjum tímanum. „Hins vegar er maður að brillera í listatímanum og þar kemur reynslan frá Tjarnarseli sterk inn,“ segir Andri og hlær. Skólinn byrjar síðan af alvöru um næstu mánaðamót. „Fyrsti leikurinn okkar er síðan útileikur þann 25. ágúst á móti St. Francis og síðan er heimaleikur 31. ágúst á móti La Salle sem verður spennandi þar sem allir nemendur í skólanum eru neyddir til að mæta á leikinn að horfa á, og gríðarleg stemming myndast alltaf.“ Heimavöllur liðsins er glæsilegur en hann var tekinn í notkun árið 2008 og tekur 7000 manns. Andri Fannar býr í íbúð með 2 herbergjum, stofu og eldhúsi, ásamt öðrum nýliðum liðsins, Bandaríkjamanni, Þjóðverja og Breta sem Andri segir vera fínustu pilta. Til stendur að flytja í stærri íbúð þar sem sex nýliðar munu búa saman. Var sárt að kveðja heimahagana? „Að sjálfsögðu var mjög sárt að kveðja heimahagana þá sérstaklega kærustuna og fjölskyldumeðlimi og bíð ég spenntur eftir að fá þau í heimsókn. En með Skype og facebook og öllu því dóti þá er maður alltaf í sambandi við fólkið heima og það hjálpar til. Það var einnig leiðinlegt að geta ekkert hjálpað mínum mönnum í 2. deildinni áður en ég fór út,“ sagði Andri Fannar að lokum.

Grindvíkingar aldrei hugsað um að reka Guðjón „Guðjón hefur fullan stuðning frá okkur og það hefur skinið alveg í gegn frá upphafi,“ segir Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur í samtali við Víkurfréttir. Hann segir að leikurinn sem tapaðist gegn Selfossi hafi verið áfall fyrir Grindvíkinga. Hann segir jafnframt að stemningin í liðinu sé enn furðugóð en þó séu inni á milli pirraðir leikmenn eins og gerist og gengur en Grindvíkingar eru sem kunnugt er í neðsta sæti Pepsi-deildar karla. Hann segir Grindvíkinga aldrei hafa íhugað það að skipta um þjálfara á tímabilinu þrátt fyrir slakt gengi. „Þetta er bara eins og í hjónabandi. Það er ekkert skipt um maka við minnstu erfiðleika,

maður verður bara að vinna úr málunum,“ segir Jónas. „Guðjón hefur góða nærveru og það hefur satt best að segja komið mér á óvart hversu vel hann hefur tekið þessu gengi okkar.“ Jónas segir að Grindvíkingar séu með marga menn í meiðslum og það hafi nánast aldrei verið hægt að stilla upp sama liðinu tvo leiki í röð. „Leikmenn eins og Jósef Kristinn og Bogi Rafn hafa nánast ekkert verið með. Alexander og Tomi Ameobi hafa svo verið meiddir meira og minna frá upphafi tímabils og svo mætti áfram telja.“ Jónas segir að fjárhagsstaðan hafi ekki verið sterk og hann vill í raun halda því fram að alvarlegasta vandamálið í íslenskum fótbolta í

dag sé hve hátt hlutfall launa sé í rekstri félaga. „Það að 80-90% af peningnum fer í launagreiðslur þá er augljóslega búið að keyra þetta alveg í kaf,“ segir Jónas en hann nefnir sem dæmi hlutskiptakerfi sjómanna, það sé eitthvað sem knattspyrnan geti tekið til fyrirmyndar en þar eru þessi hlutföll í jafnvægi. Varðandi framhaldið hjá Grindvíkingum þá segir Jónas að þeir séu ekki búinir að missa trúna. „Við þekkjum það ekki hér í Grindavík,“ segir Jónas og hann vonast eftir því að stigin fari að koma í hús. „Eftir leikinn gegn Selfyssingum þurfum við augljóslega að glíma við stærri vanda en áður, en við tökum því sem fyrir hendur ber.“ Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur, gefur syni sínum, Jóhannesi Karli, úr nammipokanum þegar Skagamenn sóttu Grindvíkinga heim fyrr í sumar.

FIMLEIKADEILD KEFLAVÍKUR Skráning í fimleikana fyrir haustið 2012 hófst 17. ágúst og lýkur 26. ágúst. Æfingar munu síðan hefjast í vikunni 2. september - 8. september. Ítarlegri upplýsingar um skráningu og námskeið í boði má finna á heimasíðu fimleikanna keflavik.is/fimleikar. Vonumst til þess að sjá sem flesta í haust. Fimleikadeild Keflavíkur


auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is

Fimmtudagurinn 23. ágúst 2012 • 33. tölublað • 33. árgangur

Opið alla miðvikudaga frá kl. 8:00 – 16:00 Tímapantanir í síma 426 8540

FIMMTUDAGSVALS

VEITINGASALAN Í LEIRU ER OPIN ALLA DAGA

Valur Ketilsson skrifar

Í lausu lofti

Þ

að var engu líkara en að byggingin teygði sig alla leið upp til himna. Út úr henni stóðu vírar í allar áttir. Steypustöðin hafði í nógu að snúast og hver hræringurinn á fætur öðrum var hífður upp í sílóinu. Raggi krani brosti sínu breiðasta með pípuna í munnvikinu og sá til þess að lögurinn færi á réttan stað. Formaðurinn stjórnaði aðgerðum eins og hljómsveitarstjóri í sinfóníu. Við horfðum hugfangnir á Stapafellshöllina rísa. Hákon var í ham eins og aðrir stórkaupmenn á Hafnargötunni. Við strákarnir spörkuðum tuðrunni á Ásbergstúninu og stálumst í appelsínulímonaði á opna gosbílnum. Á meðan mataðist ökuþórinn hjá Ragga í Tjarnarkaffi. Í næstu viku gætum við klifrað upp í bygginguna.

Þ

að var sérstakur ilmur af grárri steypunni og naglaspýturnar lágu eins og hráviði fyrir neðan. Við príluðum upp tröppurnar og í hæstu hæðum blasti við drungalegt og dimmt lyftuop. Algerlega óvarið. Við heyrðum Bjarna bæjarvilling nálgast okkur óðfluga. Nú var engin undankomuleið. Hann valdi og kvaldi af kostgæfni. Ég var auðsjáanlega fórnardýr dagsins. Eyrnastór stubbur í rauðköflóttum brókum og ermalausum bol. Hrammar hans límdust undir handakrikana og fyrr en varði var ég í lausu lofti. Sveiflaðist fram og tilbaka yfir óvörðu opinu. Eina sem ég mundi var stríðnislegt augnaráð vargsins og gapandi djöfullegt hyldýpi nokkrar hæðir niður í enda lyftuganganna. Lofthræðslan greiptist í huga barnssálarinnar.

Þ

að var ákveðið að brjóta upp gott dagsverk og bjóða upp til sveita. Ekið frá landamærum Sviss yfir til Frakklands. Klukkustundarakstur í átt að Mont Blanc. Tignarlegur tindurinn blasti við í sveitabænum og titringurinn og suðið í kláfnum hljómaði líkt og kranahífan á Hafnargötunni. Stefnan tekin á nálægan tind í 3842 metra hæð. Samhentur átta manna hópur sem minnti um margt á ævintýri Grimmsbræðra um Mjallhvíti og dvergana sjö. Þjöppuðum okkur í eldrauðan og einvíra hólkinn. Sortinn fyrir augunum kafaði aftur í hyldýpið og sveiflurnar í vagninum vöktu upp óværar minningar hjá Stubbnum. Hrammar hamranna teygðu sig með ógnvænlegu augnaráði í áttina að honum. Síðasta spölinn svifum við lóðrétt upp eins og sálir til himna.

M

ig sundlaði á toppnum og þvarr í munni. Fikraði mig út á útsýnispallinn og náði að baða út höndunum við stefnið, eins og örlagatvennan í Titanic. Ég færði mig frá hengifluginu og fann friðhelgina miðsvæðis. Fannhvítur skriðjökullinn sveigði niður hlíðarnar og dó í botni dalsins. Greiptur í huga nærstaddra.

Opið virka daga frá kl. 8:00 – 17:00 Frjáls mæting

TTgar NjÝ n úffe L

ur

pizz

SÚPA DAGSINS OG FERSKUR FISKUR

Íslandsbanki styrkir Gærur, Glimmer og Gaddavír!

S

ighvatur Ingi Gunnarsson útibússtjóri Íslandsbanka í Reykjanesbæ og Guðbrandur Einarsson verkefnastjóri Með Blik í Auga handsöluðu samning um að Íslandsbanki verði aðal styrktaraðili stórtónleikanna Með Blik í Auga á Ljósanótt 2012. Á tónleikunum verður stiklað á stóru í tónlist áranna 1970-1980. Sunnudagstónleikarnir hafa verið eitt af aðalsmerkjum Ljósanæturhátíðarinnar og verður nú engin undantekning á. Í ár verða haldnir þrennir tónleikar, á miðvikudegi, fimmtudegi og sunnudeginum. Sighvatur segist vera stoltur yfir því að bankinn styðji við eins glæsilegan viðburð og tónleikarnir Gærur, Glimmer og Gaddavír séu: „Þetta er einn aðal viðburðurinn hér á Ljósanótt og það er sannarlega ánægjulegt að geta stutt við þetta frábæra fólk sem stendur að tónleikunum. Ljósanótt er orðin mjög stór viðburður fyrir bæjarfélagið og það hefur verið stefna okkar hjá Íslandsbanka að styðja menninguna hér í bænum.

KAFFIVEITINGAR, HAMBORGARAR, SAMLOKUR OG FLEIRA GÓÐGÆTI. OPIÐ ALLA DAGA FRAM Á KVÖLD FYRIR FÉLAGA Í GS OG AÐRA.

HAFIÐ SAMBAND Í SÍMA 421 4100 EÐA NETFANGIÐ GS@GS.IS

VIÐHALDS

DAGAR ALLt fYRIR ÞAKIÐ

Þakjárn Alusink vnr:430400

VERÐ ÁÐUR 1.916

1.790 kr/m

2

Sjáðu úrvalið í netblaðinu á www.husa.is

Íslensk framleiðsla fyrir Húsasmiðjuna. Þakp

VeRÐappi fRá

199

kr/m 2

2.490 kr /m

Svart ál, íslensk framleiðsla. 0,7 mm

1.930 kr /m

Grænt poly bárujárn, litur sem fellur vel að umhverfinu. Íslensk framleiðsla. Sterkt og endingargott. 0,5 mm

ÞAKu LL

20%

AfSLá ttuR

hluti af Bygma

ALLt fRá GRunnI AÐ GóÐu HeImILI SíÐAn 1956


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.