Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
Meðal efnis í þætti vikunnar:
tta Sjónvarp Víkurfré
Í KVÖLD
PÓSTKORTUM RIGNIR YFIR MYLLUNEMA
FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 21:30 Á ÍNN
vf.is
F IMMTUDAGUR 24. SE PTE MBE R 2 0 15 • 37. TÖLU BLA Ð • 36. Á RGA NGU R
FJÖLBURAFJÖLDI Í FJÖLBRAUT Það að vera tvíburi er nokkuð merkilegt og hvað þá þríburi. Í Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur aldrei áður sést annar eins fjöldi tvíbura og þríbura. Þar eru í dag tuttugu og eitt par af tvíburum og tvö pör af þríburum. Þetta mun vera óstaðfest met í íslenskum framhaldsskóla því samkvæmt lauslegri könnun í stærstu framhaldsskólum landsins, þá komast þeir ekki með tærnar þar sem Fjölbrautaskóli Suðurnesja hafði hælana. Hópurinn var kallaður saman í myndatöku á dögunum en þegar ná þarf 46 einstaklingum saman á mynd, þá vandast málið. Hér að ofan má sjá þá tvíbura og þríbura sem mættu í myndatökuna.
Skortur á íbúðum í bæ fullum af tómu húsnæði - ein af hverjum ellefu íbúðum í Sandgerði yfirgefin. „Þetta hefur bæði áhrif á bæjarmyndina og bæjarsálina.“
Í
FÍTON / SÍA
búðalánasjóður á um 90 fasteignir í Sandgerði sem eru flokkaðar sem íbúðir. Þetta eru ríflega 16% af öllum íbúðum í bæjarfélaginu. Fimmtíu íbúðir, eða rúmur helmingur þessara eigna Íbúðalánasjóðs standa auðar og yfirgefnar á sama tíma og íbúum í Sandgerði. Þetta þýðir að ein af hverjum ellefu íbúðum í Sandgerði er tóm. Atvinnulífið í Sandgerði blómstarar og samkvæmt öllu ætti bæjarbúum að vera að fjölga. Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis, segir hins vegar að skortur á íbúðarhúsnæði valdi því að bæjarbúum fækki.
einföld reiknivél á ebox.is
Starfshópur skipaður fulltrúum Sandgerðisbæjar og Íbúðalánasjóðs hefur verið að skoða stöðu eigna sjóðsins í Sandgerði með það að markmiði að leggja fram tillögur um það hvernig megi bæta ástandið. Þessi vinna hefur leitt í ljós að stór hluti af þessum fasteignum Íbúðalánasjóðs sem standa auðar í bæjarfélaginu eru farnar að súrna. Hvað er átt við því að þær séu að súrna? Eignirnar eru verðlagðar of hátt og ástand eignanna er þannig að of dýrt er að koma þeim aftur á markað, hvort sem er í sölu eða leigu. Íbúðirnar eru sem sagt verðlagaðar þannig að þær seljast ekki og þegar kostnaður við viðhald
bætist við yrði dæmið kaupandanum ofviða. Þá þurfa eignirnar mikið viðhald og Íbúðalánasjóður hafi sett sér viðmiðunarupphæð í standsetningu húsnæðis fyrir leigu. Sé kostnaðurinn meiri en viðmið haldi Íbúðalánasjóður að sér höndum og eignin standi áfram auð og haldi áfram að súrna. Illa farnar eignir „Stór hluti eigna Íbúðalánasjóðs hér í Sandgerði eru það illa farnar að þær falla í þennan flokk þannig að Íbúðalánasjóður vill ekkert gera. Þetta eru þessar súru eignir og það sem verra er að þær súrna með hverju árinu
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
sem líður. Ástandið í þeim lagast ekkert og það er ekkert verið að gera fyrir þær. Þær verða sífellt þyngri og sitja í eignasafni Íbúðalánasjóðs sem losnar ekki við þær. Á sama tíma eru þessar eignir samfélagsmein hér hjá okkur í Sandgerði. Þetta eru oft eldri hús og við gömlu aðalgöturnar okkar, Suðurgötu og Brekkustíg. Þetta hefur bæði áhrif á bæjarmyndina og bæjarsálina,“ segir Ólafur Þór. Nánar er fjallað um málið í viðtali við Ólaf Þór í blaðinu í dag.
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Við Brekkustíg í Sandgerði standa margar yfirgefnar eignir í eigu Íbúðalánasjóðs. VF-mynd: Hilmar Bragi
2
fimmtudagur 24. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR
ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐVAR
STARFSKONUR ÓSKAST Sundmiðstöðin Vatnaveröld óskar eftir tveimur konum til starfa. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Starfskonur þurfa að standast hæfnispróf sundlaugarvarða, hafa ríka þjónustulund og vera stundvísar og reglusamar.
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Þröngt á þingi í Helguvíkurhöfn:
Meiri flugumferð um Keflavíkurhöfn eykur umsvif í Helguvíkurhöfn
Umsóknarfrestur er til og með 8. október nk. Umsóknum skal skilað rafrænt á www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf.
Olíuskipið Vendome Street kemur til hafnar í Helguvík. Fyrir í höfninni var skipið Abis Bilbao sem flutti byggingarefni og búnað í kísilver United Silicon. VF-myndir: Hilmar Bragi
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjanesbæjar og Starfsmannafélags Suðurnesja. Frekari upplýsingar um starfið veitir Hafsteinn Ingibergsson í síma 899-8010.
Hljómahöll
DAGSKRÁ FRAMUNDAN -Ómar Guðjónsson og Tómar R. Einarsson 28. september í Bergi -Dúndurfréttir 15. október í Stapa -Högni Egilsson 18. október í Bergi -Gunnar Þórðarsson og Jón Ólafsson 24. október í Stapa -Mugison 14. nóvember í Bergi (UPPSELT) -KK & Ellen jólatónleikar 11. desember í Stapa -Valdimar 30. desember í Stapa Miðasala á hljomaholl.is
HEILSU- OG FORVARNARVIKA
Þ
að er þröngt á þingi í Helguvíkurhöfn þessa dagana. Þar voru samtímis sl. mánudag bæði flutningaskip að koma með byggingarefni fyrir kísilver United Silicon og ríflega 180 metra langt eldsneytisflutningaskip sem kom með flugvélaeldsneyti fyrir Keflavíkurflugvöll. Skipið heitir Vendome Street og er 183 metra langt og flytur 35.000 tonn af flugvélaeldsneyti sem verður dælt á tanka bæði í Helguvík og á Keflavíkurflugvelli. Ein af birtingarmyndum aukningar flugumferðar um Keflavíkurflugvöll er tíðari komur eldsneytisflutningaskipa í Helguvíkurhöfn. Þannig er eldsneytisskipið sem kom á mánudag það fjórða sem kemur hingað síðan í maí. Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, tók á móti skipinu á mánudag og hann fagnar aukinni umferð um Helguvíkurhöfn enda þýðir svona skipakoma talsverðar tekjur í kassann fyrir höfnina. Varlega áætlað má gera ráð fyrir að bara hafnargjöld af svona skipakomu séu vel á aðra milljón króna og þá eiga eftir að leggjast vörugjöld á farminn sem er landað.
Halldór sagði í samtali við Víkurfréttir að nú væri staðan sú að það væri þröngt á þingi í höfninni. Nokkrum mínútum áður en olíuskipið kom í höfn yfirgaf grænlenskt fjölveiðiskip höfnina og þá er verið að skipa upp úr flutningaskipi sem kom með byggingarefni fyrir kísilver United Silicon. Þörf er orðin fyrir lengri viðlegukanta í höfninni vegna kísilveranna, bæði fyrir aðföng og útflutning. Þá má búast við tíðari komum olíuskipa vegna aukinnar flugumferðar til og frá Keflavíkurflugvelli. Forsvarsmenn Reykjanesbæjar og hafnarinnar áttu fund í gær með fulltrúum frá fjárlaganefnd og átti m.a. að ræða Helguvík á þeim fundi. Olíuskip koma orðið oftar við í Helguvík á leið sinni frá SuðurAmeríku til Noregs til að létta á sér fyrir siglingu inn þröngan Oslóarfjörð á leið með eldsneyti sem m.a. er notað á Gardemoen-flugvelli. Olíuskipið sem nú er í Helguvík kom hingað frá Venesúela og verður farmurinn, um 35.000 tonn af flugvélaeldsneyti, allur settur á tanka í Helguvík og á Keflavíkurflugvelli.
Við hvetjum íbúa Reykjanesbæjar til virkrar þátttöku í þeim viðburðum sem boðið er upp á í heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar 28. september til 4. október eða bara að skella sér í góða göngu um bæinn okkar. Nánari upplýsingar um dagskrá vikunnar er hægt að nálgast á Fésbókarsíðu Íþrótta- tómstunda- og forvarna í Reykjanesbæ og á vef Reykjanesbæjar.
HVAÐ ÞÝÐIR AÐ VERA HEILBRIGÐUR? Magnús Scheving heldur fyrirlestur í Bergi, Hljómahöll fimmtudaginn 1. október kl. 20:00, í tilefni heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ. Aðgangur ókeypis.
Vilja að lausaganga katta verði óheimil í Sandgerði
T
illaga vinnuhóps um kattaog hundahald í Sandgerðisbæ ásamt bókun umhverfisráðs á fundi ráðsins frá 17. ágúst sl. var tekin fyrir á fundi bæjarráðs Sandgerðis á dögunum. Umhverfisráð Sandgerðis vill ganga lengra í samþykktum um kattahald í bæjarfélaginu og að í reglum um kattahald standi „Lausaganga katta er óheimil í Sandgerðisbæ“ í stað: „Lausaganga katta er ekki heimil í þéttbýli og ber eigendum/ forráðamönnum að gæta þess að kötturinn valdi ekki tjóni, hættu, óþægindum eða raski ró manna.“
Bæjarráð Sandgerðisbæjar hefur hins vegar frestað afgreiðslu málsins þar til Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur veitt sína umsögn. Bæjarráð hvetur jafnframt stjórn Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja til að flýta afgreiðslu málsins eins og unnt er. Kettir í Sandgerði hafa verið nokkuð í sviðsljósinu síðustu mánuði þar sem kattadauði hefur verið tíður og vilja íbúar í bænum halda því fram að eitrað sé fyrir köttum í bæjarfélaginu.
Íbúaþing haldið í Reykjanesbæ:
Fjöldi góðra tillagna bárust frá íbúum XXMargar góðar hugmyndir og ábendingar bárust varðandi bre ytingar á aðalskipulagi Reykjanesbæjar á íbúaþingi sem haldið var í Stapa sl. laugardag. Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs segist, á vef Reykjanesbæjar, ánægður með fjölda þátttakenda og sérstaklega hversu vel þeir tóku þátt í umræðunni og höfðu sterkar skoðanir. Hugmyndum íbúa verður fundinn staður í þeirri vinnu sem nú fer að hefjast í endurskoðun á aðalskipulagi bæjarins. „Meiningin er að halda kynningarfund fljótlega eftir áramót, þar sem íbúum verður kynnt staða mála. Fundir af þessu tagi hafa verið haldnir áður þegar unnið hefur verið með aðalskipulag og hafa þeir mælst vel fyrir,“ segir Guðlaugur. Aðalskipulag Reykjanesbæjar var samþykkt í bæjarstjórn árið 2010 og hugmyndir voru uppi um að það gilti til ársins 2024. Margar þær forsendur sem byggt var á í skipulaginu, s.s. byggðaþróun og fólksfjölgun, hafa hins vegar breyst og því þykir ástæða til að endurskoða það. Á þinginu fór Stefán Gunnar Thors umhverfishagfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf yfir gildandi skipulag, forsendur og breyttar forsendur. Hann sagði ekki óalgengt að fara þyrfti yfir aðalskipulag fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna breyttra forsenda. Nú þurfi að taka mið af nýrri íbúaspá, uppbyggingu atvinnu- og íbúasvæða, verndun svæða og fleiri þátta. Farið var í fimm þætti í aðalskipulagi og þátttakendum gefinn kostur á að velja sér þátt eða þætti eftir áhugasviði. Farið var í atvinnumál, byggðaþróun, náttúru- og umhverfi, þjónustu- og menningu og samgöngur. Ýmsar spurningar lágu frammi á hverju þátttökuborði fyrir sig og var svörum og hugmyndum safnað saman. „Núna erum við að vinna úr þeim fjölmörgu hugmyndum og ábendingum sem komu fram á þinginu og setja upp. Þær verða svo kynntar á næsta fundi umhverfis- og skipulagsráðs um miðjan október. Þá verður jafnframt settur á laggirnar stýrihópur um endurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæjar, sem ég á von á að í sitji fulltrúar meiri- og minnihluta auk embættismanna, líkt og verið hefur.“ Guðlaugur segist eiga von á því að fljótlega upp úr áramótum liggi fyrir einhver drög að breytingum sem síðan verði unnið með á öðru íbúaþingi. Stefnt sé að því að nýtt endurskoðað aðalskipulag taki gildi haustið 2016.
WELCOME TO REYKJANES GEOPARK
© M74. Studio — 2015
N V Garðskagi
Reykjavík
A
47 51
S
Garður
Hafnarfjörður Hraunavík
Sandgerði Vatnsleysuvík
18
Hvalsnes
Reykjanesbær
49
13 52
Keflavík International airport
Vogar
55
Hafnir
10
38
45
Sólbrekkur Seltjörn
37
Ósar
Afstapahraun
16
25
40
12
4 7 Keilir
54
34 21
Arnarseturshraun
41 24
Stapafell
8
Bridge between continents
28
Blue Lagoon
19 Sandfellshæð
Fagradalsfjall 53
42
44 Þorbjarnarfell
23
22
36
50 30
15 43
20
9
5
48 17
31 11 Hraunsvík
Grindavík
32
Geitahlíð
Stóra Eldborg
46
6
Sandvík
2
3
1
Þórðarfell
35
14
Ögmundarhraun 26 39
Krýsuvík
33 Hælsvík
27
Reykjanestá Eldey 29
VIÐ ERUM
REYKJANES GEOPARK vinalegur bær
Reykjanes Geopark Reykjanes Geopark eða Reykjanes Jarðvangur vinnur að því að vekja áhuga íbúa og gesta á Jörðinni, m.a. með því að vekja athygli á áhugaverðri jarðsögu, menningarsögu, fræða og annast landið. Reykjanes Geopark hefur hlotið alþjóðlega vottun og aðild að samtökunum European Geoparks Network sem eru samtök svæða sem þykja jarðfræðilega merkileg og njóta þau stuðnings UNESCO, Mennta-, menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna. Aðeins 69 svæði í Evrópu hafa þessa vottun. Vottun Reykjanes Geopark er lyftistöng fyrir svæðið á sviði ferðamála, framleiðslu og fræðslu og þá styður verkefnið nýsköpun og sjálfbæra þróun heima í héraði. Þessi vottun og sú vinna sem unnin hefur verið innan Reykjanes Geopark á undanförnum árum styrkir samkeppnishæfni svæðisins með auknu markaðsstarfi, betra aðgengi og öryggi að náttúruperlum, þróun fræðsluefnis, lengingu ferðamannatímans og aðild að alþjóðlegu neti Jarðvanga.
Markhönnun ehf
- ferskt ri jö sm nu ó tr í s -í ð da yd kr la - eða ko
kræsingar&kostakjör
-25%
lambaprime 3 teg.
ferskt, sítrónusmjör,kolakrydd
2.474 Áður 3.298 kr/kg
-40%
bjúgu 6 stk nettó
-38%
skinkan
pítubuff
m/6 brauðum
fulleldað
991
1.598
Áður 934 kr/pk
Áður 1.598 kr/pk
Áður 1.998 kr/kg
hvítlauksvrauð 2stk
franskar kartöflur
epla /appelsínusafi
299
159
Áður 399 kr/pk
Áður 199 kr/stk
560
coop, 2 teg, 350 gr
229
-25%
Áður 298 kr/pk
-38%
ódýr ís
3 teg, 900 ml
249 Áður 399 kr/stk
-30%
í ofn, x-tra, 1kg
orkubolti 750 gr
279
cp, 1 ltr
vínarbrauð
-30%
Áður 398 kr/stk
tilboðin gilda 24. sept – 27. sept 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
pecan
139 Áður 199 kr/stk
Frábært í teið!
dað
kjúklingabringur danskar, 900 gr
1.391
lime og sítrónur
-30%
-30%
kg
349 Áður 498 kr/kg
Áður 1.761 kr/kg
kalkúnn 1/1
ferskar og fínar
önd 1/1
-32%
franskur
1.084
2.1 kg
2.713 Áður 3.989 kr/stk
Áður 1.549 kr/kg
Ásdís grasalæknir
Heilsukvöld Nettó
humar Án skeljar
-30%
1 kg poki, 20% íshúð
3.499 Áður 4.998 kr/pk
londonlamb
-30%
kea
1.998 Áður 2.854 kr/kg
heldur þriðjudaginn 29/9 í nettó reykjanesbæ frÁ kl.19:30-21:00 Ásdís fræðir gesti um heilsusamlegt mataræði & uppskriftir 10% afsl. af heilsuvörum fyrir nÁmskeiðsgesti
food doctor snakk 4 tegundir
139 Áður 179 kr/stk
-25%
epla cider 2ltr, coop
299
Áður 399 kr/stk
! ig þ á sj u tt Lá
www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Búðakór· Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
6
fimmtudagur 24. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR RITSTJÓRNARPISTILL HILMAR BRAGI BÁRÐARSON
vf.is
Súrt ástand í Sandgerði ÚTGEFANDI: AFGREIÐSLA OG RITSTJÓRN: RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÉTTASTJÓRI: BLAÐAMENN:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Friðrik K. Jónsson, frikki@vf.is Dagný Gísladóttir, dagny@vf.is Sigurður Friðrik Gunnarsson, siddi@vf.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is UMBROT OG HÖNNUN: Víkurfréttir ehf. Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006
AFGREIÐSLA: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is PRENTVINNSLA: Landsprent UPPLAG: 9000 eintök. DREIFING: Íslandspóstur DAGLEG STAFRÆN ÚTGÁFA: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001
Í Sandgerði eru um 550 fasteignir sem eru flokkaðar sem íbúðir. Af þessum eignum eru um 90 í eigu Íbúðalánasjóðs og hafa komist í eigu sjóðsins eftir hrun. Það er hins vegar sorglegra að á uppgangstímum á Suðurnesjum þá standa um 50 af þessum 90 eignum í Sandgerði auðar og yfirgefnar. Uppbygging er í atvinnulífinu í Sandgerði og íbúum ætti að vera að fjölga. Þeim hefur hins vegar fækkað, því skortur er á húsnæði á sama tíma og þessar 50 fasteignir standa auðar. Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis, segir í samtali við Víkurfréttir í dag að hann hafi fundið fyrir vilja fólks til að setjast að í Sandgerði. Þar skorti hins vegar húsnæði á sama tíma og tugir eigna standi auðar og yfirgefnar. Þegar allar forsendur segja að íbúum ætti að vera að fjölga, þá er íbúum Sandgerðis að fækka. Það er uppbygging í atvinnulífi Sandgerðis og hefur verið aukning í atvinnu á öllu svæðinu en útaf þessari stöðu á fasteignamarkaði þá er að fækka íbúum. Í viðtali við Víkurfréttir í dag segir Ólafur Þór m.a.: „Sem forsvarsmaður sveitarfélags er það sárt og vont að horfa uppá fjölskyldufólk og fólk sem á ekki þak yfir höfuðið, vitandi um tómu eignirnar, að sveitarfélagið geti ekki hjálpað þessu fólki. Það eru færri börn í skólanum og við nýtum leikskólann ekki eins
VF-mynd: Hilmar Bragi
vel. Við viljum fjölga íbúum, því þannig er auðveldara að standa undir rekstri sveitarfélags og mannlífið verður blómlegra.“ Ástandið í Sandgerði er ekkert einsdæmi. Í Sveitarfélaginu Garði eru einnig fjölmargar tómar íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs. Sagan er svipuð úr Reykjanesbæ. Við fluttum einmitt af því fréttir á dögunum að eignasafn Íbúðalánasjóðs eða Leigufélagsins Kletts, sem er í eigu sjóðsins, sé risavaxið á Suðurnesjum. Um síðustu áramót voru eignir sjóðsins 781 íbúð á Suðurnesjum, 418 voru í sölumeðferð og 347 í leigu. Starfshópur skipaður fulltrúum Sandgerðisbæjar og Íbúðalánasjóðs hefur verið að skoða stöðu eigna sjóðsins í Sandgerði með það að markmiði að leggja fram tillögur um það hvernig megi bæta ástandið. Þessi vinna hefur leitt í ljós að stór hluti af þessum fasteignum séu farnar að súrna, þ.e. eignirnar eru verðlagðar of hátt og ástand eignanna er þannig að of dýrt er að koma þeim aftur á markað, hvort sem er í sölu eða leigu. Vinnuhópurinn mun skila af sér tillögum á næstu vikum. Kerfið er hins vegar þungt í vöfum og því mun ástandið í Sandgerði áfram verða súrt um nokkurt skeið. Það er alls ekki gott því á Suðurnesjum hefur orðið mikill viðsnúningur í atvinnumálum. Nú má segja að hrópað sé á vinnuafl. Það vantar vinnandi hendur á flestum sviðum atvinnulífsins en á sama tíma skortir húsnæði.
Ljósmynd: Landhelgisgæslan
Eldur í Nesfisktogara fyrir norðan
Hressandi salíbuna í aparólunni XUngmennagarður, X sem er afsprengi hugmynda- og undirbúningsvinnu Ungmennaráðs Grindavíkurbæjar, er að verða til á skólalóðinni á mótum Ása- og Víkurbrautar í Grindavík. Þar hefur m.a. verið sett upp svokölluð aparóla sem mörg grindvísk börn hafa lengi beðið eftir. Þá er einnig búið að setja upp útigrill og skýli en meðal annarraa tækja sem verða í Ungmennagarðinum eru, sófaróla, minigolf, strandblak og trampólín körfuboltavöllur. Áfram verður unnið í uppbyggingu garðsins en í ár verður varið 6 milljónum í verkið en næstu tvö ár fara samtals 8 milljónir í framkvæmdir í ungmennagarðinum. Á meðfylgjandi mynd má sjá hressa nemendur Grunnskóla Grindavíkur fá sér salíbunu í aparólunni nú í vikunni.
Nýir liðsmenn Lögfræðistofu Suðurnesja í Reykjanesbæ XTveir X lögfræðingar munu hefja störf hjá Lögfræðistofu Suðurnesja á næstu dögum. Alls munu þá starfa sex lögfræðingar á stofunni. Daníel Reynisson er lögfræðingur frá lagadeild Háskóla Íslands og stúdent frá Menntaskólanum við Sund. Daníel hefur starfað hjá Samgöngustofu frá árinu 2011. Lokaritgerð Daníels við lagadeild HÍ fjallaði um einelti meðal barna út frá sjónarhóli lögfræði og var hluti af þverfræðilegri rannsókn á vegum rannsóknarstofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni. Riti, sem inniheldur samantekt og niðurstöður rannsóknarinnar, var dreift í alla grunnskóla landsins. Hann hefur flutt þó nokkra fyrirlestra um málefnið í kjölfar verkefnisins. Arna Björg Rúnarsdóttir er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og stúdent frá Menntaskólanum við Sund. Arna lauk prófi í verðbréfamiðlun árið 2012, öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2014 og löggildingu í fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu árið 2015. Samhliða námi starfaði Arna hjá LOGOS lögmannsþjónustu og síðan sem lögfræðingur hjá Landsbankanum árin 2011 - 2015.
XXNesfisktogarinn Sóley Sigurjóns GK var dregin til Siglufjarðar eftir að ekki tókst að koma aðalvél skipsins í gang eftir eldsvoða í vélarrými skipsins á þriðjudag. Það var grindvíska línuskipið Tómas Þorvaldsson GK sem dró Sóleyju til Siglufjarðar en skipið var í um klukkustundar fjarlægð frá Sóleyju þegar útkall barst. Rétt fyrir hádegi á þriðjudag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tilkynning frá togaranum Sóleyju Sigurjóns GK um að mikill reykur og hiti væri í vélarrými togarans og hugsanlegur eldur. Togarinn, sem er tæplega 800 tonn að stærð og um 45 metrar á lengd, var staddur um 25 sjómílur norðvestur úr Sauðanesi við rækjuveiðar. Um borð voru átta skipverjar. Skipverjum tókst að loka vélarrýminu og kveikja á slökkvikerfi sem kæfði eldinn. Á meðfylgjandi mynd má sjá TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, yfir skipinu en þyrlan flutti m.a. reykkafara um borð.
LJÓSADAGAR 24. SEPTEMBER – 1. OKTÓBER
25%
Ljós og afsláttur perur byko.is
AuðvelT að versla á byko.is sendum út um allt land
8
fimmtudagur 24. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu hilmar@vf.is
Um fimmtíu auðar og yfirgefnar fasteignir Íbúðalánasjóðs í Sandgerði:
Súrar eignir eru samfélagsmein
Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis.
Í
Sandgerði eru um 550 fasteignir sem eru flokkaðar sem íbúðir. Af þessum eignum eru um 90 í eigu Íbúðalánasjóðs og hafa komist í eigu sjóðsins eftir Hrun. Það er hins vegar sorglegra að á uppgangstímum á Suðurnesjum þá standa um 50 af þessum 90 eignum í Sandgerði auðar og yfirgefnar. Uppbygging er í atvinnulífinu í Sandgerði og íbúum ætti að vera að fjölga. Þeim hefur hins vegar fækkað, því skortur er á húsnæði á sama tíma og þessar 50 fasteignir standa auðar. Starfshópur skipaður fulltrúum Sandgerðisbæjar og Íbúðalánasjóðs hefur verið að skoða stöðu eigna sjóðsins í Sandgerði með það að markmiði að leggja fram tillögur um það hvernig megi bæta ástandið. Þessi vinna hefur leitt í ljós að stór hluti af þessum fasteignum Íbúðalánasjóðs sem standa auðar í bæjarfélaginu eru farnar að súrna. Hvað er átt við því að þær séu að súrna? Jú, eignirnar eru verðlagðar of hátt, og ástand eignanna er þannig að of dýrt er að koma þeim aftur á markað, hvort sem er í sölu eða leigu. Íbúðirnar eru sem sagt verðlagaðar þannig að þær seljast ekki og þegar kostnaður við viðhald bætist við yrði dæmið kaupandanum ofviða. Áberandi að margir misstu eignir sínar Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis, segist í viðtali við Víkurfréttir hafa áhyggjur af stöðu íbúðamarkaðar í sveitarfélaginu Sandgerði. „Síðustu ár hafa verið mörgum erfið fjárhagslega hér í Sandgerði og því miður hafa margir misst eignir sínar sem margar hverjar standa nú tómar. Það sem við gerðum er að við sendum erindi til ráðherra og til Íbúðalánasjóðs og áttum samtal við þessa aðila í fyrra. Úr því samtali varð til vinnuhópur fulltrúa frá
bænum og Íbúðalánasjóði til að fara yfir þessar eignir til að finna lausnir á þessum vanda. Sú vinna hefur verið í gangi í nokkurn tíma en gengur alltof hægt. Þetta er allt ofboðslega þungt og erfitt að ýta málum áfram,“ segir Ólafur Þór. Eignirnar sem nú súrna í eignasafni Íbúðalánasjóðs í Sandgerði eiga það sameiginlegt að vera verðlagðar of hátt, þær þurfi mikið viðhald og Íbúðalánasjóður hafi sett sér viðmiðunarupphæð í standsetningu húsnæðis fyrir leigu. Sé kostnaðurinn meiri en viðmið haldi Íbúðalánasjóður að sér höndum og eignin standi áfram auð og haldi áfram að súrna. Enginn vilji svo kaupa eignina því hún sé hátt verðlögð og Íbúðalánasjóður sé tregur til að veita afslætti“. Illa farnar eignir „Stór hluti þessara eigna hér í Sandgerði eru það illa farnar að þær falla í þennan flokk þannig að Íbúðalánasjóður vill ekkert gera. Þetta eru þessar súru eignir og það sem verra er að þær súrna með hverju árinu sem líður. Ástandið í þeim lagast ekkert og það er ekkert verið að gera fyrir þær. Þær verða sífellt þyngri og sitja í eignasafni Íbúðalánasjóðs sem losnar ekki við þær. Á sama tíma eru þessar eignir samfélagsmein hér hjá okkur í Sandgerði. Þetta eru oft eldri hús og við gömlu aðalgöturnar okkar, Suðurgötu og Brekkustíg. Þetta hefur bæði áhrif á bæjarmyndina og bæjarsálina,“ segir Ólafur Þór. 90 eignir Íbúðalánasjóðs í Sandgerði Íbúðalánasjóður á um 90 fasteignir í Sandgerði eins og áður segir og er um helmingur þeirra auðar og yfirgefnar íbúðir. Nú hefur farið fram greining á þessu húsnæði og segist Ólafur Þór vonast til að nú komi fram tillögur um hvað gert verði. Töluverður hluti þeirra eigna sem
standa auðar flokkast sem súrar eignir. „Eitthvað af þessum eignum eru ónýtar. Við vitum að eitthvað af þessum húsum eru orðin það léleg að þau verða aldrei mannabústaðir aftur. Þá þarf bara líka að taka ákvörðun um það að þau hús verði ekki gerð upp. Íbúðalánasjóður þarf hins vegar að taka þá ákvörðun, það sé ekki á valdi sveitarfélagins“. Eitthvað af húsunum eru sem sagt ónýt og önnur eru þannig að það þarf að setja aukið fjármagn í að gera við þau til þess að koma þeim í not, hvort sem það sé leiga eða sala. „Íbúðalánasjóður hefur ekki hag af því að eiga þessar eignir. Hann þarf að losna við þær. Fasteignamarkaðurinn hér í Sandgerði, er eins og annarsstaðar, að lifna við. Ef það tekst að gera við þessar eignir þá myndu þær líklegast seljast strax eða verða leigðar út. Það þarf bæði kjark og fjármagn til að leysa þessi mál. Íbúðalánasjóður þarf að hafa kjark til að taka þessa ákvörðun, því lengur sem beðið er, þá vesnar ástandið. Það þarf líka fjármagn, sem þá líklega kemur úr ríksissjóði, til að fara í þetta verkefni,“ segir Ólafur Þór og bætir við: „Þetta eru ekki bara súrar eignir, þetta er líka súrt ástand því að á sama tíma og við sitjum uppi með þessar tómu eignir hér í Sandgerði þá finnum við fyrir töluvert mikilli eftirspurn frá fólki sem vill koma og búa í sveitarfélaginu“. Önnur hlið á vandanum er að það er orðin eftirspurn eftir smærri og meðalstórum eignum. Þá er einnig orðin meiri eftirspurn eftir því að leigja en að kaupa. Sárt að geta ekki hjálpað fólki „Sem forsvarsmaður sveitarfélags er það sárt og vont að horfa uppá fjölskyldufólk og fólk sem á ekki þak yfir höfuðið, vitandi um tómu eignirnar, að sveitarfélagið geti ekki
hjálpað þessu fólki,“segir Ólafur Þór. Þegar allar forsendur segja að íbúum ætti að vera að fjölga, þá er íbúum Sandgerðis að fækka, segir Ólafur Þór. Það er uppbygging í atvinnulífi Sandgerðis og hefur verið aukning í atvinnu á öllu svæðinu en útaf þessari stöðu á fasteignamarkaði þá er að fækka íbúum. „Það eru færri börn í skólanum og við nýtum leikskólann ekki eins vel. Við viljum fjölga íbúum, því þannig er auðveldara að standa undir rekstri sveitarfélags og mannlífið verður blómlegra“. Ólafur Þór segir rétt að taka það fram að þeir sem vinna þessa vinnu með sveitarfélaginu hjá Íbúðalánasjóði eru allir af vilja gerðir. „Vand-
inn liggur ekki hjá þeim, heldur þarf að taka pólitískar ákvarðanir. Íbúðalánasjóður er bundinn af samþykktum sínum. Það þarf að taka ákvarðanir sem gefa Íbúðalánasjóði svigrúm til að gera það sem þarf að gera“. Skila af sér tillögum á næstu vikum Vinnuhópur sveitarfélagsins og Íbúðalánasjóðs mun skila af sér tillögum á næstu vikum. „Vonandi fara þær til stjórnar sjóðsins sem mun þá vinna þær áfram. Tillögurnar verði þá verkfæri til að vinna hlutina áfram,“ segir Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerði í samtali við Víkurfréttir.
Þessar eignir standa við Brekkustíg í Sandgerði og súrna í eignasafni Íbúðalánasjóðs.
9
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 24. september 2015
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Leikskólinn Háaleiti á Ásbrú:
Fékk Grænfánann í afmælisgjöf
L
eikskólinn Háaleiti á Ásbrú hélt upp á sjö ára afmæli sitt á dögunum. Ýmislegt var gert í tilefni afmælisins og þá fékk leikskólinn afhentan Grænfánann. Börnin á leikskólanum byrjuðu daginn á árlegu Háaleitishlaupi. Eftir hlaupið fengu öll börnin viðurkenningarverðlaunapening sem var afhentur við hátíðlega athöfn inn í sal fyrir hádegi. Verðlaunapeningana höfðu börnin á Djúpa- og Kotvogi gert nokkrum dögum áður í listasmiðjunni. Góðir gestir mættu í afmæli leikskólans, foreldrar, fyrrum nemendur, starfsfólk fræðsluskrifstofunnar, starfsfólk og eigandi Skóla ehf., skólastjórar í Reykjanesbæ og síðast en ekki síst Kjartan Már bæjarstjóri og hljólbörubandið. Bandið lék fyrir fyrir gesti nokkur vel valin lög. Þá var tekið formlega á móti Grænfánanum. „Það er óhætt að segja að það hafi verið mikil gleði meðal starfsfólks og barnanna að hafa náð þessum áfanga en honum náðum við
Grænfáninn afhentur formlega í leikskólanum Háaleiti.
ATVINNA Starfsmaður Óskast á Básnum. Kvöldvaktir 2-3-2 vaktakerfi, 30% starf.
Æskilegt að umsækjandin sé ekki yngri en 18 ára Umsóknareyðublöð á staðnum
með því að gera umhverfisvernd að föstum þætti í skólastarfinu. Á umhverfisfundi með börnunum í vor ræddum við um hvað hægt væri að gera fyrir umhverfið og þá komu margir áhugaverðir og góðir punktar frá börnunum. Úr þessum punktum sömdum við umhverfissáttmálann okkar og settum hann í lag sem flutt var af þessu tilefni,“ segir í frétt frá Háaleiti.
Básinn
Þegar Grænfánanum var fagnað þótti ástæða til að faðma fánastöngina.
VERKAMENN ÍAV óskar eftir að ráða öfluga verkamenn til starfa í Helguvík.
Landsnet býður út undirbúningsvinnu vegna Suðurnesjalínu 2 XXLandsnet hefur auglýst eftir tilboðum í gerð vegslóða, jarðvinnu og undirstöður vegna byggingar Suðurnesjalínu 2, 220 kílóvolta (KV) háspennulínu frá Hraunhellu Í Hafnarfirði að Rauðamel norðan Svartengis. Línuleiðin er rúmir 32 kílómetrar og möstrin verða alls 100 talsins. Verkið felur í sér gerð nýs vegslóða með línunni og vinnuplana við möstur auk jarðvinnu við undirstöður og ýmislegt fleira. Verkinu skal fullu lokið fyrir septemberlok 2016. Suðurnesjalína 2 verður hluti af almennu raforkuflutningskerfi Landsnets. Áætlaður framkvæmdakostnaður eru tæpir þrír milljarðar króna, framkvæmdatími er um tvö ár og er nú stefnt að því að þær hefjist á næstu mánuðum. Mannaflaþörf verkefnisins er 42 ársverk og ráðgert að allt að 50 manns vinni að því þegar umsvifin verða hvað mest.
Nánari upplýsingar veitir Magni Helgason mannauðsstjóri í síma 530 4200. Umsóknir má finna á heimasíðu ÍAV, www.iav.is
Við breytum vilja í verk ÍAV hf. | Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | s. 530 4200 | www.iav.is
SPENNANDI STÖRF Í FERÐAÞJÓNUSTU Keflanding er ferða- og söluskrifstofa með aðsetur í Reykjanesbæ. Vegna aukinna verkefna í ferðaþjónustu leitum við að jákvæðum og samviskusömum samstarfsmönnum með góða þjónustulund í eftirfarandi störf:
SÖLU – OG MARKAÐSSTJÓRI Leitum eftir öflugum aðila til að sjá um alhliða markaðsmál, heimasíðu, kynningarefni, tilboðsgerð og önnur verkefni. Sjálfstæð vinnubrögð, þekking og reynsla á ferðaþjónustumarkaði hérlendis og erlendis eru kostir. Um er að ræða afleysingarstarf næstu 6-9 mánuði vegna fæðingarorlofs en með möguleika á framtíðarstarfi.
BIFREIÐASTJÓRI Leitum eftir traustum og áreiðanlegum bifreiðastjórum með rútupróf í tilfallandi akstur í dags- og kvöldferðir.
Umsóknarfrestur er til og með 4. október. Umsóknir sendast á mariaben@keflanding.com
Keflanding
.com
Ljósmyndir: Jón Óskar
Hreinlætistækjadag -16 10 l. k /9 6 2 N IN G A D R A G U ATH. OPIÐ LA
15%
Riga salerni með setu gólf- eða veggstútur
afsláttur
21.990
15%
Þýsk gæði
Ido Trevi vegghengt með setu
20.990
18.691
afsláttur
17.842
B þ
3-6 lítra hnappur
15%
CERAVID SETT WC - kassi, hnappur og hæglokandi seta.
33.992
42.492
16%
afsláttur
BOZZ- LH2202 afsláttur Hitastýrt sturtutæki fæst m. upp og niður-stút
Schutte blöndunartæki með lyftitappa 33710
20%
afsláttur
15%
Cisa blöndunartæki
4.990
4.242
Bidalux BWR sturtusett
25%
13.890
afsláttur
Mistillo MTG sturtusett
14.990 afsláttur Cisa Layer kr.
4.752
LÁTUM FAGMENN VINNA VERKIN N e y t e n d u r
afsláttur
5.990
4.493
Baðþil-hurð 150x80cm
13.990
afsláttur
12.591
Náttúrusteinn handlaug Phili 50x40x8cm
35.992
21.595
15%
CR Plast skolvaskur 55x34x21cm með botnventli og vatnslás
afsláttur
B
Fe Fe
G
7.302
8.590
2.990
2.243
25%
Mikið úrval
25%
3.790
afsláttur
2.843
afsláttur
1.490
3.290
2.468
afsláttur
a t h u g i ð !
Úrval af náttúrusteins handlaugum!
Swift snagar körfur og fl. MIKIÐ ÚRVAL!
11.992
20%
40%
9.988
afsláttur
9.723
5.590
11.890
afsláttur
15%
10%
afsláttur
15%
30%
1.190
20%
afsláttur
Skál: „Scandinavia design“
Ryðfrír barki 220 cm kr.
952
15%
Hæglokandi seta
3.192
a
49.990
57.792
9.172
1
Ido Seven D með setu
67.990
Sturtusett kr.
afsláttur
1
frá Finnlandi
Ido Seven D vegghengt m.hæglokandi setu
10.790
20%
17.592
39.990
afsláttur
3.990
21.990
afsláttur
Þýsk gæðavara
15%
Ceravid Bathline Classic baðkar 170x75cm
1.118
1.590
25%
1.990
1.290 1.493 23.990afsláttur
1.193
M ú r b ú ð i n
s e l u r
a l l a r
v ö r u r
968
s í n a r
1.590
1.193 á
l á g m a r k
agar í Múrbúðinni! BOZZ sturtuklefi
25%
15%
afsláttur
afsláttur
90x90cm
43.990
35% Bol-834 80x48x18cm þykkt 0,8mm
11.990
39.591
afsláttur
7.794
Gua 539-1 með veggstálplötu, grind fylgir, 1mm stál
7.790
afsláttur
37.791
5.843
14.442
Vatnslás og botnventill frá McAlpine seldur sér á kr. 1.490
Mikið úrval af eldhúsvöskum og blöndunartækjum
15.876
afsláttur
Fást einnig rúnnaðir 90x90 klefar á kr. 43.990 Sturtustöng og -brúsa fylgja.
Botnventill og vatnslásar fylgja öllum vöskum
Gua-543-1 vegghengdur, 1mm stál, einnig fáanlegur í borð kr. 17.990 15.117
10%
41.990
(fleiri stærðir til)
16.990
16%
18.900
Bol-604 48x43x18cm Þykkt stáls 0,8mm 80x80cm
15% BOZZ afsláttur
SH2101 Bað- og sturtutæki-sett
33.990
28.892
%
r
10%
10%
afsláttur
20%
afsláttur
IÐ MIK AL ÚRV Sturtuhaus 200 mm kr.
4.995
afsláttur
0cm
%
ttur
3.996
Handlaugar mikið úrval!
BOZZ sturtuhorn
25-65%
26.991 28.791 Guoren hitastýrð blöndunartæki
Ferkantað og rúnnað 80x80 29.990 Ferkantað og rúnnað 90x90 31.990
afsláttur
Guoren 4F Hitastýrt baðtæki Exclusive
20%
!
%
18.990
15.192
afsláttur Málm handföng. Rósettur og hjámiðjur fylgja.
ttur
20%
afsláttur
Guoren TLY Sturtusett
39.990
Guoren-AL Hitastýrt tæki með uppstút
31.992
13.990
20%
11.192 afsláttur
3
EN 1111:1997
m a r k s v e r ð i
f y r i r
Guoren-BO Hitastýrt tæki með niðurstút
13.990
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
11.192
Reykjanesbær
Fuglavík 18
Opið virka daga kl. 8 -18
OPIÐ LAUGARDAGINN 26/9 kl. 10-16 a l l a ,
a l l t a f .
G e r i ð
v e r ð -
o g
g æ ð a s a m a n b u r ð !
12
fimmtudagur 24. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-ferðaþjónusta
pósturu vf@vf.is
REYKJANES GEOPARK KOMINN MEÐ VOTTUN
EUROPEAN GEOPARKS NETWORK
Áherslan er á vellíðunarferðamennsku REYKJANES GEOPARK
vinnur að því að kveikja áhuga íbúa og gesta á Jörðinni, m.a. með því að vekja athygli á einstakri jarðsögu, fræða og annast landið. Hugtakið Geopark er skilgreint af alþjóðlegum samtökum Geoparka sem nefnast Global Geoparks Network og starfa þau undir verndarvæng UNESCO. Um 100 geoparkar eru aðilar að samtökunum í dag, þ.e. svæði sem innihalda merkilegar jarðminjar og koma þeim á framfæri. Reykjanes Geopark fékk formlega vottun sem geopark á þrettándu haustráðstefnu European Geoparks Network í Rokua Geopark í Finnlandi í september 2015. Reykjanes Geopark er annað svæðið á Íslandi til að hljóta þessa vottun en Katla Geopark hlaut hana árið 2011. Reykjanes Geopark er jafnframt 66. svæðið í Evrópu sem hlýtur þessa vottun.
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík og stjórnarformaður Reykjanes Geopark.
VIÐTAL HILMAR BRAGI BÁRÐARSON
EYKJANES GEOPARK er sjálfseignarstofnun frá fimm sveitarfélögum á Suðurnesjum og sex hagsmunaðilum sem eru aðilar að stofnuninni. Sveitarfélögin fimm eru Grindavíkurbær, Reykjanesbær, Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður og Sveitarfélagið Vogar. Ásamt sveitarfélögunum eru Heklan - atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, Ferðamálasamtök Reykjaness, Bláa lónið, Þekkingarsetur Suðurnesja, Keilir - miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs auk HS Orku aðilar að Reykjanes Geopark. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, er stjórnarformaður Reykjanes Geopark. Víkurfréttir ræddu við Róbert um þetta áhugaverða samstarfsverkefni. - Segðu mér frá þessari vottun sem Reykjanes jarðvangur var á fá? „Við höfum fengið vottun evrópsku Geopark-samtakanna sem eru í tengslum við UNESCO. Við megum kalla Reykjanesið Geopark og njótum viðurkenningar þessara samtaka. Við höfum þurft að uppfylla ákveðin skilyrði til að fá þessa viðurkenningu. Það að fara í gegnum þá vinnu og uppfylla skilyrðin er mesti ávinningurinn fyrir okkur sem og að ná þessari samstöðu í því sem við höfum verið að gera. Viðurkenningin felur það í sér að við megum nota þeirra merki, fáum aðgang að sérfræðinganeti og mun það styrkja okkur í markaðsstarfinu sem er framundan.“ – Hvað er að vera Geopark eða jarðvangur? „Það felur það í sér að við tökum höndum saman í atvinnuþróunaráætlun. Þetta er uppbygging ferðaþjónustu og fræðslu sem byggir á einstökum jarðminjum og við erum að
nýta þetta svæði sem við erum með hér inn í okkar starf. Ef við tengjum þetta við ferðaþjónustuna þá er eitt meginverkefnið að koma í veg fyrir að það verði leki útaf svæðum, að fyrirtæki séu að koma og nýta sér jarðminjarnar og tekjurnar fari eitthvað annað. Við horfum til þess að vera „local“ og nýta þá ferðaþjónustu sem er á svæðinu eins og hótel, samgöngufyrirtæki og þess háttar. Við ætlum að reyna að byggja okkur upp sem eina heild.“ – Hvað þýðir þetta fyrir fyrirtæki á svæðinu. Hvernig geta þau nýtt sér þennan stimpil? „Þau geta til dæmis nýtt það í markaðsstarfinu. Við erum t.a.m. með eitt dæmi hér í Grindavík, gamla Festi sem nú er orðið hótel og notar tækifærið að vera „GEO“ og vera með jarðminjar í sínum innréttingum og hótelið heitir Geo Hotel Grindavík og nær tengingunni þar inn. Veitingastaðir á svæðinu hafa síðan verið að leggja áherslu á staðbundið hráefni á sínum matseðlum. Salthúsið í Grindavík og Vitinn í Sandgerði eru dæmi um það og eru að vinna með okkur í verkefni með norskum, sænskum og kanadískum jarðvöngum sem heitir Ge-
Önglabrjótsnef.
Kerlingabás.
13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 24. september 2015
pósturu hilmar@vf.is
Valahnjúkur á Reykjanesi.
Ljósmyndir úr landslagi Reykjanesskagans eftir Olgeir Andrésson.
oFood. Það snýst um að nýta staðbundið hráefni í matargerð og koma því á framfæri. Fyrirtæki geta nýtt sér Geopark í sínu markaðsstarfi og fengið ráðgjöf og aðstoð frá okkar starfsfólki og tengingar við fólk annarsstaðar í öðrum jarðvöngum“. – Geta menn merkt sínar framleiðsluvörur með merki Reykjanes Geopark? „Já, það er meðal þess sem við horfum til. Katla jarðvangur hefur útbúið merki fyrir vörur sem framleiddar eru í þeirra jarðvangi og við erum að horfa til þess sama. Við sjáum til dæmis að veitingastaðir geti merkt rétti á matseðli með Geopark-merkinu þannig að viðskiptavinir sjái hvaða réttir eru unnir úr hráefni heima í héraði.“ – Það var langt og strangt ferli að fá þessa vottun? „Já og það var mjög skemmtilegt. Við erum reyndar með þeim fljótari sem hafa fengið
þessa vottun. Það tók rúmt ár fyrir Kötlu jarðvang að fá sína vottun enda með lifandi eldfjall og erfitt að segja að þeir séu ekki merkilegir. Ferlið tók okkur þrjú ár og hefur gengið prýðilega. Eggert Sólberg verkefnisstjóri hefur haldið vel utanum verkefnið. Flest þau svæði sem eru að vinna í vottun núna hafa verið að vinna að henni í 10-15 ár og því hefur okkur gengið prýðilega. Við fórum þessa íslensku leið, sóttum bara um, fengum athugasemdir, brugðumst við þeim og lögðum svo inn endurbætta umsókn. Við létum slag standa og erum að uppskera núna“. – Þið hafið opnað upplýsingamiðstöð um jarðvanginn í Reykjanesbæ. „Já, við opnuðum í mars landshlutamiðstöð fyrir ferðaþjónustuna í heild sinni og gestastofu Geopark. Í framhaldinu verða opnaðar minni stofur í öllum hinum sveitarfélögunum. Jafnframt erum við að opna nýja
Keilir.
vefsíðu, reykjanesgeopark.is, þannig að sýnileikinn er að aukast. Við höfum verið að nota fánann meira og merkin eru komin upp á brautinni, við erum að vinna í því að gera okkur sýnilegri.“ - Og vinnan heldur áfram? Já, við þurfum að standa okkur til að halda vottuninni þannig að nú hefst vinnan aftur. Við þurfum að endurnýja vottunina reglulega. Fókusinn okkar núna er úti á Reykjanesi og við Brimketil. Við ætlum að halda áfram að byggja upp þessa ferðamannastaði og við vonumst til að ferðaþjónustan bregðist vel við og byggi upp ferðaþjónustu á þessum stöðum í leiðinni.
– Hverjar eru helstu áherslur Reykjanes jarðvangs? „Við erum að leggja áherslu á jarðminjarnar. Það eru flekaskilin, jarðvarminn og allt sem því tengist sem er okkar kjarni og við byggjum á. Við leggjum áherslu á að fólk komi hingað og skoði jarðminjar og erum með áherslu á vellíðunarferðamennsku. Bláa lónið hefur verið að byggja það upp hjá sér og við höfum það í sundlaugunum hér allt í kring. Það sem þessu tengist svo eru gönguferðir um svæðið, að hlaupa og hjóla í náttúrunni er mjög vaxandi sport. Þá er jóga og hugleiðsla í svona umhverfi stórkostleg upplifun. Að vera í geo og vera í vellíðan, það er okkar.“
REYKJANES JARÐVANGUR
Í SJÓNVARPI VÍKURFRÉTTA FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 21:30 Á ÍNN
14
fimmtudagur 24. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-viðskipti-
og atvinnulíf
pósturu hilmar@vf.is Íris Sigtryggsdóttir verslunarstjóri BYKO Suðurnes. VF-mynd: Hilmar Bragi
ÍRIS SIGTRYGGSDÓTTIR VERSLUNARSTJÓRI BYKO SUÐURNES Í VIÐTALI:
„ÞAÐ ER EITTHVAÐ SVO NOTALEGT VIÐ ÞETTA FYRIRTÆKI“ Keflvíkingurinn Íris Sigtryggsdóttir tók við stöðu verslunarstjóra hjá BYKO Suðurnesjum fyrir réttu ári síðan en áður hafði hún verið svæðisstjóri hjá upplýsingaveitunni JÁ í Reykjanesbæ í átta ár og reyndi svo fyrir sér hjá hugbúnaðarfyrirtæki áður en starfið hjá BYKO bauðst henni.
B
yggingariðnaðurinn á Suðurnesjum hefur verið í lægð undanfarin ár en frá því Íris tók við starfi verslunarstjóra hefur hún fundið vel hvernig allt er á uppleið á svæðinu. „Það er ótrúlega mikill viðsnúningur hér á stuttum tíma,“ segir Íris. „Það er allt á fullu, menn jákvæðir og horfa bjartari augum fram á veginn. Þetta er það sem við sjáum og heyrum á verktökum og iðnaðarmönnum þannig að það er mjög spennandi að taka við svona verslun á þessum tíma,“ segir Íris.
Hvernig datt þér í hug að gerast verslunarstjóri í byggingarvöruverslun? „Ég stýrði áður þjónustu- og upplýsingafyrirtæki þar sem nánast störfuðu eingöngu kvenmenn og fyrirtækið kvenlægt líka sem var mjög skemmtilegt. Það var því áskorun að fara hingað. Ég var hins vegar á tímamótum og datt niður á þetta verslunarstjórastarf, sótti um og fékk starfið. Áskoranir af ýmsum toga heilla alltaf, þetta hljómaði sem spennandi starf hjá stóru og rótgrónu fyrirtæki og alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt“. Íris þekkir vel til aðeins til starfa iðnanarmanna því hún hóf störf hjá Keflavíkurverktökum fyrir tæpum tveimur áratugum og starfaði þar í tíu ár. Hvernig var svo að koma til BYKO. Var þetta eins og þú áttir von á? „Nei, ég get ekki sagt það, þetta er miklu skemmtilegra en ég bjóst við. Enn í dag er hver dagur að koma mér á óvart og það skemmti-
lega á óvart. Það kom mér einnig skemmtilega á óvart hvað BYKO er flott fyirtæki. Það er eitthvað svo notalegt við þetta fyrirtæki sem ég þekkti lítið til, samstaða og samhugur sem kemur fram hjá starfsfólkinu. Hér hefur sama starfsfólkið verið til margra ára, margir í tugi ára. Þegar ég kom fyrst til fyrirtækisins fór ég í meiriháttar starfsþjálfun hjá BYKO bæði í Reykjavík, Selfossi og víðar. Þar var ég í timburdeildunum og lagnadeildunum og fékk í raun kynningu inn á allar deildir fyrirtækisins. Þar var ég að hitta fólk sem hefur starfað hjá BYKO í 30 ár og 40 ár. Það er hending ef það er einhver búinn að starfa hér minna en 15 ár,“ segir Íris og brosir. „Það sagði mér ýmislegt um fyrirtækið. Þetta er fjölskyldufyrirtæki og andrúmloftið notalegt sem skýrir þennan háa starfsaldur hjá fyrirtækinu. Þetta kom mér skemmtilega á óvart“.
„Ég mun aldrei verða sérfræðingur í þessu öllu en það bætist við þekkinguna á hverjum degi. Starfsfólkið hér er orðið sérfræðingar hver á sínu sviði“. Hjá BYKO Suðurnesjum starfa um tveir tugir starfsmanna, þar af 15 í föstu starfi og svo kemur lausafólk um helgar og einnig á öðrum tímum en er að vinna allt árið um kring. „Við erum að sjá aukningu og ég hef því aðeins verið að bæta við starfsfólki“.
í Helguvík og uppbygging við Bláa lónið er á fullu alveg eins og gagnaverin og uppbygging á Reykjanesi. Pípulagnafyrirtæki, smiðir, stórir verktakar, minni verktakar eru meðal þess sem við erum að þjónusta alla daga. Við erum líka að þjónusta einstaklinga og heimilin. Við stílum inn á alla markhópa, alla flóruna. Hér er líf og fjör alla daga því viðskiptahópurinn er svo blandaður. Það er gaman að sjá að allir verktakarnir eru hlaðnir verkefnum og mikið framundan og svo einstaklingsframtakið sem skiptir miklu máli líka“.
Íris sagði tilfinnguna pínu óttablendna að koma svo hingað suður, eftir starfsþjálfun í Reykjavík og taka við versluninni. „Hér er starfsaldurinn líka hár og flestir sem hér starfa búnir að vera meira en í 10 ár hjá fyrirtækinu, en að sjálfsögðu var tekið vel á móti mér af þessu yndislega starfsfólki“.
Það eru spennandi tímar framundan hjá BYKO og hlakka ég til þess að vera þáttakandi í þeim verkefnum með þessu frábæra starfsfólki
Aðspurð hvort verslunin væri mikið að breytast á milli árstíða, sagði Íris að grófvaran, verkfærin og annað sem snýr að iðnaðnarmanninum heldur sér allt árið meira og minna og er kjarninn í BYKO. Nú er hins vegar verið að pakka niður sumrinu inni í versluninni og setja fram vörur sem tengjast haustinu „Svo styttist í jólin“. Það er vetur, sumar, vor og haust í BYKO og allt sem tengist því, sagði Íris og brosti breytt en það komst einmitt í fréttinar í vor að verslunin hafði auglýst að sumarið væri komið í BYKO á sama tíma og allt var á kafi í snjó víða um land, en það kom snemma í BYKO.
Hér er gríðarleg reynsla og þekking „Hér er starfsfólk sem býr að gríðarlegri reynslu og þekkingu. Þjónustulundin og metnaðurinn er einnig svo mikill hjá þessu fólki. Að koma inn í þetta starf með litla og enga þekkingu á vöruflokkunum er áskorun,“ segir Íris en hjá BYKO eru á milli 35-40.000 vöruflokkar.
Það eru uppgrip á Suðurnesjum Verslun BYKO í Reykjanesbæ er næst minnsta verslun BYKO á landinu öllu. Hún er fyrst og fremst að þjónusta fagmenn, iðnaðnarmenn og verktaka í byggingariðnaði. „Það hafa verið uppgrip. Það er mikið að gerast í tengslum við flugstöðina, það er allt að lifna við
Starfsfólkið á gólfinu lætur verslunina ganga Þó svo Íris beri titil sem verslunarstjóri þá segist hún einnig vera töluvert frammi á gólfi verslunarinnar og taki þátt í daglegum verslunarstörfum, enda vilji hún kynnast þessu vel og vera í tengslum við viðskiptavini BYKO. Hún segist oft vera rekin á gat af viðskipta-
vinum en þá komi reynslumikið starfsfólk BYKO og aðstoðar við að leysa málin. „Þetta fólk stendur við bakið á mér og er mikill auður fyrir þessa verslun og okkar viðskiptavini,“ segir Íris. „Það er starfsfólkið á gólfinu sem lætur þessa verslun ganga eins og vel smurða vél og fyrir það ber að þakka“. Eins og fram kemur hér að framan er verslun BYKO í Reykjanesbæ næst minnsta BYKO verslunin á landinu. Hún nýtur hins vegar nálægðar við Reykjavík og ef varan er ekki til að morgni er mögulegt að fá hana senda í verslunina og afgreidda síðdegis eða strax næsta dag. Þannig leggja iðnaðarmenn oft inn pantanir og sækja svo vöruna sama dag eða þann næsta. Þrátt fyrir að Írisi finnist gaman í vinnunni þá á hún sér áhugamál fyrir utan starfið. Hún er leiðsögumaður að mennt og hefur gaman af útivist og gengur mikið um Reykjanesskagann og notar hvert tækifæri til þess. Hún hefur mikinn áhuga á ferðamannaiðnaði og þjónustu við ferðafólk og það hefur blundað í henni lengi og hún segir frábært að sjá hvernig þjónustua við ferðafólk er að byggjast upp og sem verslunarstjóri í BYKO í Reykjanesbæ þá hittir hún marga sem eru að t.a.m. að byggja og breyta til að taka á móti ferðafólki. „Það eru spennandi tíma framundan hjá BYKO og hlakka ég til þess að vera þáttakandi í þeim verkefnum með þessu frábæra starfsfólki hér í BYKO á Suðurnesjum. Ég horfi spennt fram á veginn.
15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 24. september 2015
-aðsent
pósturu vf@vf.is
■■Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum:
Af hverju raunfærnimat? M
Sálfræðistofa Suðurnesja Hafnargata 51-55
Námskeið í heilsulæsi Að lesa á milli línanna
Viltu efla þekkingu þína og skilning á heilsutengdum upplýsingum? Jóhann Fr. Friðriksson, lýðheilsufræðingur, heldur örnámskeið um heilsulæsi í tengslum við Heilsu-og forvarnarviku í Reykjanesbæ. Heilsulæsi Rannsóknir
Mataræði
• 2. október kl.20.00 í sal Eldeyjar, Ásbrú. • Verð: 2500 kr.
-
ikuna 28. september - 4. október næstkomandi verður heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ. Þetta er í áttunda skiptið sem heilsu- og forvarnarvikan er haldin undir kjörorðinu Samvinna-Þátttaka-Árangur. Vonast er til að fyrirtæki og stofnanir í bænum taki virkan þátt í verkefninu með því að bjóða bæjarbúum upp á heilsutengda viðburði. Skila þarf inn upplýsingum fyrir 21. september nk.
Markmiðið með heilsu- og forvarnarvikunni er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa. Að sögn Hafþórs Barða Birgissonar íþrótta- og tómstundafulltrúa Reykjanesbæjar er vonast til að fyrirtæki og stofnanir taki virkan þátt í verkefninu með fjölbreyttum viðburðum og tilboðum sem höfði til sem flestra. „Allar stofnanir Reykjanesbæjar taka þátt í verk-
efninu og er það von okkar að sem flest fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og íþrótta-og tómstundafélög í Reykjanesbæ sjái hag sinn í þátttöku verkefnisins.“ Ætlunin er að útbúa viðburðadagatal yfir þau tilboð og verkefni sem verða í gangi í heilsu- og forvarnarvikunni og verða ýmsar leiðir nýttar við að auglýsa verkefnið sjálft. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 898 1394 eða á netfangið heilsuvika@reykjanesbaer. is.
Vægi
di
Heimildir Næring
g líðan ættir
Andle
Áhrifaþ
Skilningur Blaðagreinar Læknisráð
Inn
iha
ld
Ráðleggingar
Upplýst
ákvörðun
smáauglýsingar ÞJÓNUSTA
Get bætt við mig verkefnum. Parketlagnir, innréttingar, hurðar, milliveggir og fl uppl í sima 866-9103.
Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ
V
rigði
• Skráning & upplýsingar: johannfridrik.com & jff@jff.is
Jórunn Alda Guðmundsdóttir Form. Öldungaráðs Suðurnesja.
Heilsu- og forvarnarvika haldin í áttunda sinn
Heilb
Vísin
ar
framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá HSS, kynna hjúkrunar- og læknaþjónustu hjá Heilsugæslunni s.s. sysa-, bráða- og sykursýkisþjónustu, Margrét Blöndal deildarstjóri heimahjúkrunar kynnir heimaþjónustu/heimahjúkrun, hvíldarinnlögn eldri borgara og endurhæfingu. Ágætu eldri borgarar, Öldungaráð Suðurnesja er ykkar hagsmunaaðili, við hvetjum ykkur til að huga vel að því, sem getur bætt líf okkar á efri árum. Munum að huga vel að eigin heilsu, það gerir það enginn betur en við sjálf.
sigurdur@salsud.is sími: 847 6015
Sálfræðingur
ing
aðild eiga að ráðinu og sameiginleg verkefni sem unnið er með. Farið var á fund bæjarráða / bæjarstjórna með niðurstöður, þakkað það sem vel er gert og bent á það sem betur má gera, munum við vera með eftirfylgni sem hvetja á til framkvæmda. Við höfum m.a. lagt áherslu á fjölgun hjúkrunarrýma og samþættingu heimahjúkrunar og heimilishjálpar, með það í huga að auka þjónustuna og nýta sem best mannauð og rekstrarfé. Aðalfundur Öldungaráðs Suðurnesja verður haldinn mánudaginn 28. september kl.16 á Nesvöllum, Njarðarvöllum 4, Reykjanesbæ. Auk almennra aðalfundarstarfa mun Þórunn Benediktsdóttir,
hulda@salsud.is sími: 898 6846
Sálfræðingur
kn
Ö
ldungaráð Suðurnesja hefur starfað í tæpt ár en það var stofnað 29. nóvember 2014. Meginhlutverk ráðsins er að gæta hagsmuna eldri borgara á Suðurnesjum og vera bæjarstjórnum á Suðurnesjum og þeim sem mál þeirra varða til ráðgjafar. Lögð er áhersla á að tengja saman alla þá sem koma að málefnum eldri borgara, fá heildarsýn á stöðuna eins og hún er í dag og geta þaðan unnið að einni framtíðarsýn, að vita hvert við stefnum auðveldar okkur að ná markmiðum okkar. Öldungaráð hefur unnið að verkefninu „Brúum bilið“ en þar höfum við kannað þjónustu við eldri borgara í þeim bæjarfélögum sem
Sigurður Þ. Þorsteinsson
Læ
Hvernig er hægt að stuðla að farsælum efri árum?
Hulda Sævarsdóttir
Lyf
Sveinn Örvar er einn þeirra sem fór í gegnum raunfærnimat í fisktækni og er nú í miðju námi í fiskeldisfræði í Hólaskóla. „Starfsmaður hjá MSS og gamall nágranni vissi að ég hafði slasað mig út á sjó og þá hafði ég verið mörg ár á sjónum. Hún benti mér á að raunfærnimat í fisktækni væri sniðugt fyrir mig til að fá reynslu mína á sjó metna til eininga. Ég tók vel í þetta og í gang fór ferli. Ég þurfti að svara nokkrum spurningum og meta hvar ég stæði á hinum ýmsu sviðum sem tengjast sjómennsku. Seinna fór ég síðan í munnlegt samtal þar sem ég þurfti að svara hinum ýmsu spurningum um sjómennskuna. Ég var ansi stressaður um að ég hafði klúðrað því, huggaði mig þó við að ég hafði gert mitt besta og meira var ekki hægt að gera. Seinna fékk ég út úr matinu og stóðst ég það með stæl og fékk tæpar 80 feiningar metnar. Í framhaldi af því skellti ég mér í Fisktækniskólann í Grindavík og útskrifaðist þaðan sem fisktæknir. Núna er ég í Háskólanum á Hólum að læra fiskeldisfræði og líkar mjög vel. Þannig að raunfærnimatið kom mér af stað aftur í skóla og mæli ég með því að fólk með mikla starfsreynslu á sjó skelli sér í matið, því það hefur engu að tapa.“ Áhugasamir um raunfærnimat geta haft samband við Jónínu Magnúsdóttur náms- og starfsráðgjafa MSS með því að senda póst á netfangið jm@mss.is eða hringja í síma 412c5958.
g fin ey Hr lsa ei ðh Lý
iðstöð símenntunar hefur boðið upp á raunfærnimat í hinum ýmsu greinum frá árinu 2010 og hafa nú yfir 100 manns fengið starfsreynslu sína metna á móti námsgreinum á framhaldsskólastigi. Viðkomandi þarf því ekki að sækja nám í þeim námsáföngum sem hann fær metna. Stytting námstíma er því töluverð og meiri hvati til að ljúka námi. Raunfærnimat er stökkpallur fyrir fullorðna einstaklinga inn í menntakerfið á ný þar sem starfsreynsla, félagsstörf, nám og lífsreynsla er metin formlega í skipulögðu ferli. Náms- og starfsráðgjafi fylgir þátttakendum í gegnum ferlið alla leið og styður jafnframt við einstaklinginn eftir matið. Í haust er Miðstöðin m.a. með raunfærnimat í Fisktækni sem er hagnýtt 2ja ára nám og byggt upp sem bóklegt og verklegt nám. Námið skiptist í þrjár línur, fiskvinnslulínu, fiskveiðilínu og fiskeldislínu. Námið gefur möguleika á fjölbreyttum atvinnutækifærum í vaxandi sjávarútvegi og/eða til áframhaldandi náms. Einstaklingar sem hafa að minnsta kosti 3ja ára starfsreynslu á þessu sviði og eru orðir 23ja ára eiga erindi í raunfærnimat á þessari braut. Eftir matið hefur þátttakandi tækifæri til að ljúka brautinni en jafnframt möguleika á áframhaldandi sérhæfðu námi fyrir sjávarútveginn eins og Marel vinnslutækni og gæðastjórnun. Marel vinnslutækni er eins árs nám við vélar og hugbúnað frá Marel. Gæðastjórnun er einnig eins árs nám sem skiptist í fagbóklegar greinar og vinnustaðanám undir leiðsögn tilsjónarmanns. Raunfærnimat í Fisktækni er frábært tækifæri fyrir einstaklinga sem hafa starfsreynslu í fiskvinnslu, á sjó eða í fiskeldi. Þess ber að geta að raunfærnimat er þátttakanda að kostnaðarlausu. Raunfærnimat er ekki skuldbinding af hálfu þátttakanda til frekari náms. En oft leiðir matið til frekari náms. Nokkuð margir sem hafa mikla reynslu úr sjávarútveginum hafa fengið 75-85% metið af fisktæknibrautinni og hafa í kjölfarið nýtt sér matið til frekara náms.
Verið velkomin
á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
WWW.VF.IS
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
+ www.vf.is
83% LESTUR
16
fimmtudagur 24. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
-aðsent
pósturu vf@vf.is
Vann iPad í fermingarleik
J
ón Þór Eyþórsson úr Reykjanesbæ datt í luk kupottinn í fermingarleik sem allar verslanir Húsasmiðjunnar og Blómavals stóðu fyrir fyrr á þessu ári í samstarfi við Macland. Leikurinn fór þannig fram að þegar fólk keypti fermingarvörur í verslunum Húsasmiðjunnar og Blómavals gat það sett nafn fermingarbarns í pott í versluninni. Nokkrir vinningar voru dregnir út en sá stærsti k o m t i l R e y kj a n e s bæjar. Á myndinni hér að ofan afhendir Einar L. Ragnarsson rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Reykjanesbæ Jóni Þór aðalvinninginn, iPad spjaldtölvu frá Maclandi.
Ljósmyndirnar tóku Svanhildur Skúladóttir og Óskar Birgisson.
■■Óskar Birgisson skrifar:
Skák eflir skóla V
ATVINNA Óskum eftir smiðum og vönum byggingaverkamönnum til starfa.
Upplýsingar gefur Andrés í síma 892 8621
erkefnið „Skák eflir skóla – kennari verður skákkennari“ fór af stað í haust og taka tveir skólar í Reykjanesbæ þátt í því. Tilgangur og markmið verkefnisins er að auka færni og þekkingu almennra kennara í skákkennslu. Forsagan er sú að í ársbyrjun 2013 skipaði Mennta- og menningarmálaráðherra nefnd til að kanna kosti skákkennslu í grunnskólum með sérstakri áherslu á áhrif skákkennslu á námsárangur og félagslega færni barna. Niðurstöður nefndarinnar voru þær að það þyrfti að fjölga þeim sem kenna skák til að geta eflt skákkennslu í grunnskólum. Í kjölfarið var Skáksambandi Íslands falið að hafa umsjón með verkefninu og auglýst var eftir þátttakendum. Niðurstaðan er sú að níu grunnskólar og einn leikskóli á landinu voru valdir til
-fs-ingur
að taka þátt í þessu verkefni. Af þeim eru tveir grunnskólar af Suðurnesjum, Myllubakkaskóli og Heiðarskóli í Reykjanesbæ. Í Myllubakkaskóla fer skákkennslan fram í öðrum bekk og eru tímarnir í stundatöflu nemenda og sér umsjónakennari um kennslunina. Í upphafi þurfti að dusta rykið af skákdóti í skólanum og fannst m.a. gamalt veggkennsluborð í skólanum en ekki taflmenn til að nota við kennsluna. Kennarinn ásamt smíðakennara skólans tóku sig þá til og söguðu út taflmenn til að nota við kennsluna. Í Heiðarskóla fer skákkennslan fram í fjórða bekk skólans og eru skáktímarnir einu sinni í viku í stundartöflu nemenda. Kennari innan skólans sér um skákkennsluna.
Skákkennari frá Skáksambandi Íslands stýrir verkefninu og fylgir því eftir. Hann kemur reglulega í skólana og er kennurum til stuðnings. Kennarinn fær þannig um leið þjálfun og kennslu til að verða skákkennari. Nemendur eru mjög áhugasamir og hafa gaman af þessari nýjung í skólastarfi. Sumir kunna eitthvað en aðrir eru að tefla í fyrsta skipti. Fyrstu kennslustundirnar fóru að mestu í að læra hvað skákmennirnir heita og hvernig þeir ganga um skákborðið. Auk þess sem nemendur byrja að fá að handfjatla skákmennina og taka svokallaða peðaskák sem er góð byrjun til að læra mannganginn. Óskar Birgisson
vikunnar
Vantar eitthvað sætt eins og bakarísmat í mötuneytið Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Ketill Vilhjálmsson,
fyrrv. bifreiðastjóri, Túngötu 5 Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 21. september. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 1. október kl. 13:00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hans er bent á styrktarsjóð Kirkjuvogskirkju í Höfnum 0542-26-2902 kt. 690169-0299 Sigrún B. Ólafsdóttir, Magnús Ketilsson, Auður Tryggvadóttir, Sigurgísli Ketilsson, Halldóra Jóhannesdóttir, Páll Ketilsson, Ásdís B. Pálmadóttir, Valur Ketilsson, Hjördís Hilmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Ólöf Birna Jónsdóttir 19 ára Keflvíkingur og nemandi á félagsfræðibraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hún stefnir á að verða snyrtifræðingur í framtíðinni enda er allt sem tengist snyrtibransanum hennar helsta áhugamál. Á hvaða braut ertu?
Ég er á félagsfræðibraut.
Unnur Gréta G. Grétarsdóttir, Melbraut 17, Garði,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, föstudaginn 18. september. Útförin fer fram frá Útskálakirkju, föstudaginn 25. september kl. 15:00. Sigurður Smári Hreinsson, Haraldur Grétar Jóhannesson, Steingrímur Jóhannesson, Eva María Sigurðardóttir, Sigurpáll Sigurðsson, og barnabörn.
Majken Rod Jóhannesson, Úrsúla Ögn Guðnadóttir,
Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Hvað sástu síðast í bíó?
Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
Hvaðan ertu og aldur?
Atli Haukur.
Helsti kostur FS?
We are your friends.
Ég er 19 ára úr Keflavík.
Ég bý mjög nálægt skólanum. Áhugamál?
Allt sem tengist snyrtibransanum. Hvað hræðistu mest?
Tívolí!
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Anita Lóa verður frægur samkvæmisdansari einn daginn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
Hver er fyndnastur í skólanum?
Eftirlætis Fag í skólanum:
Ekkert því miður Kvikmynd:
Lion King
Hljómsveit/ tónlistarmaður: Ella Eyre Leikari:
Channing Tatum (þegar hann dansar)
Kennari:
Hanna
Loosen up a little.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Ég nota orðið „haaaa“ óþolandi mikið.
Hver er þinn helsti galli?
Það er allt á uppleið.
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?
Ná sem lengst sem förðunar/ snyrtifræðingur.
Mmmm... eitthvað sætt eins og bakarísmat. Ég er oftast með óþolandi mikla fullkomnunaráráttu. Ég nota yfirleitt Snapchat, Facebook og Instagram mest. Vefsíður: Youtube Sjónvarpsþættir: Suits Flíkin: Topshop gallabuxur Skyndibiti:
Serrano
Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)?
Gísla Pálma.
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Hver er best klædd/ur í FS?
Azra Crnac.
17
1 5 - H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 24. september 2015
Okkur vantar liðsmenn á völlinn Við leitum að þjónustulunduðum og jákvæðum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir og geta unnið undir álagi.
Störf í KEF parking
Bifvélavirki/vélvirki
Helstu verkefni eru umsjón með farangurskerrum í og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt almennri þjónustu og aðstoð við viðskiptavini á bílastæðum flugstöðvarinnar. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og hafa gott vald á íslenskri og enskri tungu.
Helstu verkefni eru viðgerðir og viðhald á tækjum og bifreiðum, nýsmíði úr málmi, rennismíði og suðuvinna. Einnig mun viðkomandi sinna snjóruðningi, ísingarvörnum og öðrum verkefnum flugvallarþjónustu eftir þörfum.
Óskað er eftir starfsfólki bæði í heilsdagsstörf og hlutastörf, en um er að ræða vaktavinnu.
Gerð er krafa um vinnuvéla- og meirapróf og sveinspróf í bifvéla- og/eða vélvirkjun er kostur.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð á www.isavia/atvinna
Umsóknarfrestur er til og með 8. október 2015
Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 1040 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbyggingu og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.
a t t é r f r u k í V p r a Sjónv
Í KVÖLD FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 21:30 Á ÍNN
NEMENDUR MYLLUBAKKASKÓLA fá núna send póstkort víðsvegar að úr heiminum eftir að hafa sett mynd á fésbókarsíðu þar sem óskað var eftir póstkortum. Nemendurnir eru í valáfanga og fengu þessa hugmynd að láta reyna á mátt netsins til að komast í samband við fólk um víða veröld. Þegar Sjónvarp Víkurfrétta heimsótti nemendurna og kennara þeirra á dögunum voru póstkortin orðin vel á fimmta hundrað og daglega komu ný póstkort í hús. Kortin eru frá yfir 50 löndum í sex heimsálfum. Meira um það í Sjónvarpi Víkurfrétta.
A L K I M Ð I Ð Ó L F PÓSTKORTA Í MYLLUBAKKASKÓLA
U HORFÐ ERPU Í HÁSK
BEST ÞEGAR ÞÉR HENTAR , VF.IS Á VEF VÍKURFRÉTTA
SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA er í eigu
Víkurfrétta ehf. sem þú finnur á fjórðu hæð Krossmóa 4a í Reykjanesbæ. Fyrirtækið gefur einnig út Víkurfréttir alla fimmtudaga og heldur úti vefsíðunum vf.is og kylfingur.is. Ef þú vilt auglýsa í miðlum Víkurfrétta, í sjónvarpi, blaði eða á vef, þá biðjum við þig að setja þig í samband við auglýsingadeild í síma 421 0001 nú eða bara að kíkja í kaffi í Krossmóa og kynna þér nánar auglýsingamöguleika Víkurfrétta ehf. Ef þig vantar hönnun og prentun, þá er sú þjónusta einnig á sama stað.
MERKILEJAGRÐUVARNGUR
REYKJANES GEOPARK vinnur að því að kveikja áhuga íbúa og gesta á Jörðinni, m.a. með því að vekja athygli á áhugaverðri jarðsögu, fræða og annast landið. Hugtakið Geopark er skilgrein af alþjóðlegum samtökum jarðvanga sem nefnast Global Geoparks Network og starfa þau undir verndarvæng UNESCO. Um 100 geoparkar eru aðilar að samtökunum í dag, þ.e. svæði svæði sem innihalda merkilegar jarðminjar og koma þeim á framfæri. Reykjanes Geopark fékk formlega vottun sem geopark á þrettándu haustráðstefnu European Geoparks Network í Rokua Geopark í Finnlandi á dögunum. Sjónvarp Víkurfrétta kynnti sér það hvað Reykjanes Geopark stendur fyrir.
18
fimmtudagur 24. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-íþróttir
Pabbi lét mig horfa á Bruce Lee myndir þegar ég var lítill Keflvíkingurinn Ágúst Kristinn Eðvarðsson hefur átt frábært ár í taekwondo
Þ
að er brosmildur og saklaus ungur maður sem tekur í höndina á mér í húsnæði taekwondo deildar Keflavíkur þegar ég geng þar inn úr rigningunni. Orðspor hans barst mér til eyrna fyrr á árinu þar sem hann var að gera góða hluti hér innanlands og er þar kannski ekki nógu djúpt tekið í árinni. Strákurinn hefur verið nær ósigrandi hér heima og síðan þá hefur hann klifrað metorðastigann á erlendum vettvangi líka. Toppnum var náð í Frakklandi þar sem hann náði 3. sæti á Evrópumótinu í flokki 12-14 ára en betri árangri hefur enginn Íslendingur náð á stórmóti og þykir mér nokkuð ljóst að gluggar framtíðarinnar séu honum galopnir. Keflvíkingurinn Ágúst Kristinn Eðvarsson er viðmælandi íþróttadeildar Víkurfrétta í þessari viku. Nær ósigrandi hér heima fyrir Hinn 14 ára Ágúst byrjaði að æfa taekwondo aðeins 6 ára gamall eftir að hafa æft fótbolta og prófað sund sem að hann fann sig ekki í. Hann segir áhrif að heiman hafa átt stóran þátt í því að hann mætti á sína fyrstu æfingu. „Pabbi lét mig horfa með sér á Bruce Lee karatemyndir þegar ég var lítill. Hann fór með mér á mína fyrstu æfingu árið 2008. Hann langaði alltaf að æfa sjálfur en það var víst ekki neitt svona í boði þegar hann var lítill. Hann æfði að vísu júdó í einhvern tíma en það er ekki byggt á höggum og spörkum eins og þessar greinar sem hann hreifst mest af. Ég var búinn að æfa í um eitt ár þegar ég vissi að þetta væri eitthvað sem ég vildi elta og reyna að ná langt í,“ segir Ágúst með ákveðinni rödd og ég er strax sannfærður um að þessi ungi maður sé með hugar-
far þess sem ætlar sér í fremstu röð. Árangurinn talar fyrir sig sjálfur. Á keppnistímabilinu sem leið vann hann allt sem hægt var að vinna hér heima í sínum flokki; Íslandsog bikarmeistaratitill, Reykjavíkurleikameistari, auk þess að vera valinn keppandi mótsins á því móti en bæði íslenskir og erlendir keppendur mæta á það mót í hvert sinn. Það er kannski við hæfi að taka það fram að Ágúst keppir upp fyrir sig í þyngdarflokki en -33 kg. flokkurinn sem hann tilheyrir er það fámennur að keppendur þar þurfa að eiga við sér þyngri mótherja. Hann keppir því iðulega í -37kg flokki. Þegar á erlenda grundu er komið keppir hann í sínum flokki þar sem fjöldi keppenda er eðlilegur. Ólýsanleg tilfinnning Ofan á þann frábæra árangur sem Ágúst hefur náð hér heima hefur hann vakið verðskuldaða athygli úti í heimi en sigur á opnu skosku móti og firnasterku opnu þýsku móti ættu að gefa ágæta mynd af möguleikum hans erlendis. Hann segir þó að sætasti sigurinn hafi komið á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem hann náði í þriðja sætið á mótinu sem er besti árangur sem nokkur Íslendingur hefur náð i greininni. Hann segist hafa átt erfitt með að trúa því í fyrstu hvað hann hafði afrekað. „Það tók mig nokkra daga að taka það inn. Mér leið eins og ég hefði ekkert verið að keppa á neinu móti en þegar þetta síaðist inn hægt og rólega fylltist ég miklu stolti enda er þetta besti árangur sem Íslendingur hefur náð. Þetta var alveg ólýsanlegt.“ Ágúst fékk boð um að keppa á heimsmeistaramótinu í taekwondo sem fór fram í Suður-Kóreu, sem er fæðingarstaður íþróttarinnar. Þar náði hann í 9. sætið sem er
Íþróttasálfræðilega nota ég svokallað sjálfstal til að koma mér í gang frábær árangur. Aðspurður um þá lífsreynslu segir hann að allir sem beri svarta beltið verði að heimsækja landið a.m.k. einu sinni á lífsleiðinni. „Þetta er staður sem ekki margir fá að heimsækja. Ferðalagið var um 40 klukkustundir með biðinni á flugvöllum og tók það alveg smá á mann. Mótið var haldið í ótrúlega flottum taekwondo garði sem er eins konar „mekka“ íþróttarinnar. Upplifunin er ótrúleg að koma þangað. Næsta heimsmeistarmót er eftir tvö ár og ég stefni að því keppa þar aftur. Annars fer ég út til þess að horfa á. Það er klárt mál.“ Þekkir alla andstæðinga sína innanlands mjög vel Þegar ég spyr hann útí muninn á því að keppa hér heima og erlendis segir Ágúst það vera eins og svart og hvítt þar sem að á Íslandi sé taekwondo heimurinn lítill. „Á Íslandi veit maður meira og minna allt um þá sem maður er að keppa við, veikleika og styrkleika, því maður hefur keppt svo oft við alla. Þegar við keppum erlendis eru næstum allir andstæðingar nýir fyrir manni og við höfum verið að taka andstæðinga mína upp á myndband til að kortleggja þá. Það er meiri vinna sem fer í það að keppa úti. Það er samt dýrmætt að geta skoðað hverju maður þarf að verjast og hvar möguleikar manns liggja í því að sækja stig gegn þeim.“ Fór með þjálfaranum í sumarfrí til að æfa fyrir HM Það er ekki sjálfgefið að 14 ára unglingar geti látið drauma sína
rætast og býr mikil vinna að baki þessum árangri. Ágúst segist fyrst og fremst vera þakklátur þeim góða stuðningi sem hann hefur á bakvið sig og segir hann ómetanlegan. „Ég er með mikinn sjálfsaga, reyni að borða hollt og fara snemma að sofa. Ég fæ mikinn stuðning frá foreldrum mínum og vinir mínir eru mjög duglegir að hjálpa til við undirbúning fyrir mót. Ég verð líka að koma inná hvað ég er heppinn með þjálfara en Helgi hefur reynst mér mjög dýrmætur.“ Þar á Ágúst við Helga Rafn Guðmundsson sem hefur unnið frábært starf í þágu taekwondo á Suðurnesjum og víðar. „Þegar við fengum að vita að ég fengi að keppa á HM í Kóreu var hann á leiðinni í sumarfrí á Akureyri með konunni sinni og við ekki að fara að æfa neitt saman í góðan tíma. Þau ákvaðu í hvelli að bjóða mér og Ástrósu (Brynjarsdóttur, tvöföldum íþróttamanni Reykjanesbæjar) með sér norður svo við gætum undirbúið okkur fyrir mótið og æft eins og best væri á kosið. Það er bara ómetanlegt að hafa svona teymi á bakvið sig og er ég þeim mjög þakklátur.“ Raula alltaf sama lagið til að peppa mig upp Ágúst æfði tvisvar sinnum á dag í sumar sem tók um 17 klukkustundir á viku. Þegar æfingabúðir voru haldnar gat sá tími farið uppí allt að 24 klukkustundir á viku. Hann segist samt eiga sér líf fyrir utan taekwondo. „Ég nota frítíma minn í að hreyfa mig öðruvísi, eins og að ganga fjöll, spila fótbolta og
vera með vinum mínum. Ég meira að segja spila Fifa öðru hverju,“ segir hann og tekur eftir því að ég verð svolítið hissa að svona metnaðarfullur strákur spili tölvuleiki yfir höfuð og hann hlær að mér fyrir einfaldleikann á bakvið þá hugsun. „Ég nýt þess líka að ferðast og upplifa nýja huti,“ bæti hann svo við. Ágúst segir andlegu hliðina vera stóran part af því að ná því besta útúr sjálfum sér. „Andlega hliðin skiptir rosalega miklu máli. Ég undirbý mig ekkert öðruvísi fyrir mót heldur en venjulegar æfingar, reyni bara að hafa þetta sem líkast. Íþróttasálfræðilega nota ég svokallað sjálfstal til að koma mér í gang. Ég segi ákveðna hluti við sjálfan mig sem peppa mig upp og svo raula ég alltaf sama lagið áður en ég fer á gólfið fyrir mót. Ég veit ekki einu sinni hvað þetta lag heitir, ég bara heyrði það í sjónvarpinu í tengslum við síðustu Ólympíuleika og það hefur virkað fyrir mig.“ Áður en ég kveð þennan glæsilega íþróttamann leikur mér hugur á að vita hvernig hann sjái fyrir sér framtíð sína í taekwondo og það stendur ekki á svarinu. „Ég er með lista sem ég bjó mér til með því sem mig langar til að afreka. Ég vil ná í verðlaun á Íslandsmóti, vil ná í verðlaun á Evrópumóti og svo vil ég ná í verðlaun á heimsmeistaramóti. Ég geri ráð fyrir því að vera í taekwondo þangað til líkaminn segir að nú sé nóg komið.“ Þorði ekki að keppa Ég næ í skottið á þjálfaranum Helga Rafni áður en ég yfirgef húsið og spyr hann út í framtíðarhorfur Ágústs. Helgi segir að Ágúst hafi margt til brunns að bera til að fara alla leið í íþróttinni. „Hann er einbeittur, ákveðinn, hlustar vel, sýnir góða íþróttamennsku, er hæfileikaríkur, snöggur, fyndinn og klár strákur. Það er auðvitað alltaf hægt að bæta einhver smáatriði ein heilt yfir þá býr hann yfir flestum þeim kostum sem þarf til að vera afreksíþróttamaður. Ef honum er alvara með að fara á Ólympíuleika eða á pall á heimsmeistaramóti þá getur hann það,“ segir Helgi og hefur greinilega tröllatrú á sínum manni sem þó var ekki undrabarn í íþróttinni frá fyrsta degi og skýtur Helgi að skemmtilegum punkti áður en hann þarf að drífa sig aftur inn í sal að þjálfa næsta hóp: „Þegar Ágúst byrjaði í taekwondo þorði hann ekki að keppa. Í dag er hann reyndasti keppandi landsins í sínum aldursflokki.“
19
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 24. september 2015
Sigurður Friðrik Gunnarsson skrifar um íþróttir pósturu siddi@vf.is
Keflvíkingar XXmæta Stjörnunni í Garðabæ á laugardag í næstsíðustu umferð Pepsí deildar karla en liðið steinlá fyrir ÍA á sunnudaginn á Nettóvellinum 0-4. Keflavík hefur þar með fengið á sig 52 mörk í sumar sem er 18 mörkum meira en það lið sem hefur fengið á sig næst flest mörk. Keflvíkingar eru eins og flestir vita fallnir niður í 1. deild þar sem að ferðalög á Akureyri, Seyðisfjörð, Fáskrúðsfjörð bíða þeirra á næsta tímabili svo eitthvað sé nefnt. Nái liðið ekki í sigur í báðum þeim leikjum sem eftir eru verða Keflvíkingar lélegasta lið í sögu 12 liða efstu deildar á Íslandi skv. stigafjölda. Ennfremur getur liðið slegið met í því að fá á sig mörk á einu tímabili með því að fá á sig 5 mörk í næstu tveimur leikjum.
Grindvíkingar XXlokuðu tímabilinu í 1. deild með stórsigri á Fram á laugardaginn var, 7-2 og enduðu þar með 5. sæti deildarinnar eftir að hafa verið með í baráttunni um Pepsí deildar sæti fram í 18. umferð. Grindvíkingar héldu lokahóf sitt sama kvöld þar sem að Hornfirðingurinn Alex Freyr Hilmarsson var útnefndur leikmaður ársins og Marínó Axel Helgason sá efnilegasti. Tomislav Misura varð markakóngur liðsins. Grindvíkingar heiðruðu einnig Scott Ramsey fyrir framlag sitt til knattspyrnunnar í Grindavík. Þá var Guðrún Bentína Frímannsdóttir útnefnd leikmaður ársina hjá meistaraflokki kvenna og Margrét Albertsdóttir varð markadrottning en Grindavíkurkonur rétt misstu af sæti í Pepsí deild kvenna.
Njarðvíkingar XXsluppu með skrekkinn í 2. deild karla þegar liðið hélt sæti sínu í deildinni á kostnað Tindastóls en Njarðvíkingar töpuðu fyrir Ægi í Þorlákshöfn 4-2 í síðustu umferð mótsins. Á sama tíma tapaði Tindastóll fyrir Aftureldingu og féll þar með niður í 3. deild. Markvörðurinn Ómar Jóhannsson var valinn leikmaður ársins á lokahófi Njarðvíkinga og Ari Már Andrésson sá efnilegasti. Theódór Guðni Halldórsson varð markakóngur liðsins en hann skoraði 16 mörk í öllum keppnum fyrir Njarðvíkurliðið.
Þrjú Suðurnesjalið í 3. deild karla XXÞað er þá komið á hreint að það verða þrjú Suðurnesjalið í 3. deild karla næsta sumar en Reynir Sandgerði, Víðir Garði og Þróttur Vogum munu lita deildina skemmtilegum blæ sumarið 2016 og verður því nóg um nágannaslagi sem að vert verður að leggja leið sína á. Að sama skapi verða bæði Keflavík og Grindavík í 1. deildinni og munu þá kljást um stigin í þeirri von að endurheimta sæti í deild þeirra bestu. Suðurnesin hafa munað fífil sinn fegurri í fótboltanum og verður mikil eftirsjá af því að horfa uppá Pepsí deild án liðs frá Suðurnesjum næsta sumar.
Guðjón Árni ráðinn yfirþjálfari yngriflokka hjá Reyni og Víði XXSameiginlegt unglingaráð Reynis og Víðis skrifaði á dögunum undir 5 ára ráðningarsamning við knattspyrnumanninn góðkunna Guðjón Árna Antoníusson sem leikið hefur með Keflavík og FH lengst af en hóf feril sinn hjá Víði enda uppalinn Garðmaður. Guðjón mun starfa sem yfirþjálfari yngriflokka án þess þó að þjálfa flokka sjálfur en Guðjón mun hafa umsjón með stefnumótunarvinnu fyrir yngriflokka félaganna tveggja. Guðjón er menntaður íþróttafræðingur og hefur lokið 4. stigi þjálfaramenntunar KSÍ.
Körfuboltatíðin farin af stað D
Stefan Bonneau úr leik hjá Njarðvík
omino´s deild karla hefst þann 15. október en undirbúningsmótin eru nú þegar byrjuð og hafa Suðurnesjaliðin verið að leika í Lengjubikarnum að undanförnu með misgóðu gengi. Ekki er hægt að segja of mikið um styrk liðanna á þessu stigi þar sem erlendir leikmenn eru ekki allir komnir til landsins og eiga eftir að setja mark sitt á spilamennsku liðanna og landslagið í deildinni. Njarðvíkingar urðu fyrir miklu áfalli í síðustu viku þegar hinn magnaði Stefan Bonneau sleit hásin á æfingu og mun því ekki leika körfuknattleik í vetur sem að setur Njarðvíkinga á byrjunarreit í útlendingamálum. Bonneau hreif körfuboltaáhugamenn á síðustu
leiktíð með frábærum tilþrifum sínum og þótti mörgum það nær of gott til að vera satt þegar fregnir bárust þess efnis að hann hyggðist leika með þeim grænklæddu aftur í ár. Ljóst er að það er ansi stórt skarð sem að Njarðvíkingar þurfa að fylla en Bonneau gerði um 37 stig að meðaltali í þeim 11 deildarleikjum sem hann lék með Njarðvík í fyrra að ógleymdu ótrúlegri frammistöðu hans í úrslitakeppninni þar sem að Njarðvíkingar voru hársbreidd frá því að slá KR-inga úr leik í undanúrslitum. Árleg spá spekinga, þjálfara og forráðamanna liða í efstu deild er að vænta á næstu dögum og munu Víkurfréttir gera körfuboltanum góð skil í næsta tölublaði.
ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI Verkstæðið er vel tækjum búið og annast allar þjónustuskoðanir ásamt almennum viðgerðum og vélaviðgerðum.
Iðavellir 9c // 230 Reykjanesbær // Sími: 421 8085 // Neyðarsími: 857 9979 // bilaver@bilaver.is // www.bilaver.is
vf.is
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER • 37. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR
-mundi Setjum Sigvalda löggu í samninganefnd. Þá fer þetta að ganga...
Ljósmyndakeppni Víkurfrétta:
Fönguðu stemmninguna á Ljósanótt
Ú
Frá samkomu lögreglunnar í Kúagerði í gærdag. VF-mynd: Hilmar Bragi
Löggan lagði undir sig Kúagerði L
ögreglan berst fyrir bættum kjörum og hafa fundahöld verið tíð hjá lögreglumönnum að undanförnu. Skiptir þá engu hvort fundir eru haldnir að næturlagi eða á fjölförnum umferðaræðum. Fjölmennt lögreglulið safnaðist í gærdag saman í Kúagerði. Þangað mættu lögreglumenn og -konur frá lögreglunni á Suðurnesjum og af höfuðborgarsvæðinu. Á fund-
inum bar lögreglufólkið saman bækur sínar um stöðuna í kjaraviðræðum við ríkið og svo hvað næstu dagar bera í skauti sér. Lögreglan hefur verið mjög sýnileg síðustu sólarhringa og hefur stoppað hundruð bifreiða í umferðarátaki. Þar hafa allir verið til fyrirmyndar og ekki hefur verið skrifuð ein sekt.
PIPAR\TBWA • SÍA • 150688
rslit í ljósmyndakeppni sem Víkurfréttir efndu til í tilefni Ljósanætur í Reykjanesbæ liggja nú fyrir. Veitt eru þrenn verðlaun sem koma frá Nettó, Sporthúsinu í Reykjanesbæ og frá Bláa lóninu. Þau sem merktu myndir sínar frá Ljósanótt með #vikurfrettir tóku sjálkrafa þátt í keppninni. Myndina í fyrsta sæti tók Rósa Guðmundsdóttir við hátíðarsviðið. Myndin fangar vel stemmninguna og veðrið á Ljósanótt. Hún fær 15.000 króna gjafakort frá Nettó í Reykjanesbæ. Myndina í öðru sæti tók María Sigurborg Kaspersma. Hún er tekin ofan af Berginu við Keflavík og fangar stemmninguna þar sem makrílbátarnir voru að veiðum alveg undir berginu þegar Ljósanótt var að bresta á. María fær þriggja mánaða kort frá Sporthúsinu í Reykjanesbæ Í þriðja sæti er svo mynd Brynjars Leifssonar sem sýnir mannfjöldann sem mætti á Ljósanótt og lét grátt veðrið ekki á sig fá. Brynjar fær veglega Blue Lagoon húðvörugjöf frá Bláa lóninu. Víkurfréttir biðja vinningshafa að hafa samband við skrifstofu blaðsins til að nálgast vinninga sína.
Öflug fjáröflun fyrir hópinn Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins
Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða næsta útibú Olís og leitið tilboða.
Reykjanesbær Grindavík
Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.
420 1000 426 7500
www.rekstrarland.is
Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100