39 tbl 2014

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Stórir draumar hjá Krabbameinsfélagi Suðurnesja

Þekkt vörumerki ekki nóg

bls. 6

bls. 12

vf.is

F IMMTUDAGUR INN 9. O KTÓ BE R 2 0 14 • 39. TÖLU BLA Ð • 35. Á RGA NGU R

VF-mynd: Eyþór Sæmundsson

Milljarða framkvæmd sem skapar 30 störf

Ö

rþörungaverksmiðja líftæknifyrirtækisns Algalífs hefur tekið til starfa á Ásbrú í Reykjanesbæ, aðeins átta mánuðum eftir undirritun fjárfestingasamnings. Þessi tveggja milljarða króna græna fjárfesting skapar þrjátíu ný störf á Suðurnesjum í fullkomnustu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum. Á myndinni hér til hliðar opnar Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, verksmiðjuna formlega með því að klippa á grænan borða. Nánar má lesa um verkefnið á síðu 2 í Víkurfréttum í dag.

Hitamál út af fiskifýlu í Grindavík -Eigandi eins stærsta fiskvinnslufyrirtækisins hótaði að hætta að styrkja íþróttahreyfinguna ef hann fengi ekki framlengt starfsleyfi. Fékk leyfið framlengt til fjögurra ára þrátt fyrir mótmæli Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Vandræðagangur í bæjarstjórn Grindavíkur út af málinu.

FÍTON / SÍA

„Ef ég er að styrkja íþróttalífið í Grindavík og bæjarapparatið ætlar að setja fyrir okkur fótinn, þá er ekki hægt að styrkja íþróttastarfið. Það er bara verið að benda á að ef fyrirtækið lokar þá getur það ekki styrkt íþróttastarfið,“ segir Hermann T. Ólafsson, eigandi Stakkavíkur, eins stærsta fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækis í Grindavík en hann sendi í vor hótun í tölvupósti til bæjarfulltrúa Grindavíkur og forráðamanna Ungmennafélags Grindavíkur þess efnis að fái hann ekki starfsleyfi til fjögurra ára fyrir fyrirtækið Þurrkaðar fiskafurðir, sem hann á helmingshlut í, þá myndi fyrirtæki hans (Stakkavík) hætta stuðningi við íþróttastarf í bæjarfélaginu. Hermann og fyrirtæki hans hafa verið einn stærsti stuðningsaðili íþrótta í Grindavík um árabil.

einföld reiknivél á ebox.is

Vandræðgangur var með afgreiðslu málsins í Bæjarstjórn Grindavíkur fyrir kosningarnar í vor og ekki samstaða um málið á þeim bæ. Svo fór að lokum að fulltrúi Grindavíkurlistans (G-listans) keyrði í gegn samþykkt á fundi Heilbrigðisnefndar Suðurnesja um að Þurrkaðar fiskafurðir fengju starfsleyfið til fjögurra ára, þrátt fyrir hávær mótmæli og þvert á vilja Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar og fulltrúi G-lista, segir að ekki hafi verið samstaða um málið í bæjarstjórninni. „Við fórum hins vegar og kynntum okkur málið mjög vel áður en tekin var ákvörðun um þetta í heilbrigðisnefndinni. Við kynntum okkur hvernig búnaðurinn virkaði, heimsóttum fyrirtækið og ræddum við sérfræðinga hjá Matís. Við vissum líka

að það að vera með ársleyfi setur fyrirtæki í erfiða stöðu þegar þau eru að fjárfesta og byggja upp.“ „Bærinn hefur hagsmuni af því að fyrirtæki styðji við íþróttastarf í bænum, þá á bærinn að styðja vel við bakið á okkur líka, en ekki brjóta okkur niður,“ segir Hermann og líkir málinu við hryðjuverk. „Svona starfsemi á ekki heima inni í þéttbýli. Það eru tvær fiskþurrkanir í Garðinum og þar eru eilífar kvartanir og vandamál í kringum þetta. Fólk einfaldlega kærir sig ekki um þessa lykt inni hjá sér. Við viljum að þessi fyrirtæki færi sig fjarri mannabyggð. Úti á Reykjanesi er kjörinn staður fyrir svona fyrirtæki,“ sagði Magnús Guðjónsson hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Ítarleg umfjöllun um þetta hitamál á bls 10 og 11.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Yfir 200 ný störf á hverju ári

K

eflavíkurflugvöllur mun stækka ört á næsta áratug. Árið 2023, eftir níu ár, verður fjöldi farþega sem fer um Flugstöð Leifs Eiríkssonar kominn yfir sjö milljónir. Störfum í tengslum við flugvöllinn mun fjölga hratt á næstu árum en þumalputtareglan er að til verði 900 ný störf fyrir hverja milljón farþega sem fjölgar um. Samkvæmt áætlunum Isavia mun störfum fjölga jafnt og þétt eða um yfir 200 ár ári. Þannig mætti segja að ígildi álvers verði til í tengslum við flugið á Keflavíkurflugvelli á tveggja ára fresti næsta áratuginn. Nánar um vöxtinn á Keflavíkurflugvelli í viðtali VF við Þröst V. Söring, framkvæmdastjóra flugvallarsviðs Keflavíkurflugvallar í þessu tölublaði.

ILMANDI OKTÓBER 15% afsláttur af völdum dömu og herra ilmum. Gildir frá 4. - 19. október.

Hringbraut 99 - 577 1150


2

fimmtudagurinn 9. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR

LISTASAFN REYKJANESBÆJAR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

LEIÐSÖGN

Sunnudaginn 12. október kl. 15 leiðir Kristín Rúnarsdóttir gesti um sýningu sína Leikfléttur, í sýningarsal Listasafnsins í Duushúsum. Heitt á könnunni og allir velkomnir.

HÁALEITISSKÓLI

ATVINNA Sérkennari óskast á yngsta- og miðstigi. Umsóknarfrestur er til 31. október Sækja skal um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar þar sem einnig er að finna hæfniskröfur og nánari upplýsingar um starfið. www.reykjanesbaer.is/stjórnkerfi/laus-storf Upplýsingar gefur Anna Sigríður Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 4203050 / 6945689 eða Jóhanna Sævarsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 4203050 / 6957616

ÚTSVAR

■■ Örþörungaverksmiðja líftæknifyrirtækisns Algalífs tekin til starfa:

Framleiða fæðubót sem skortur er á í heiminum - Samið við KADECO um að stækka verksmiðjuna um 6000 fermetra

Ö

Baldur, Grétar og Guðrún mæta liði Reykjavíkur í Útsvari á morgun. Áfram Reykjanesbær!

TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR

DJASS-TÓNLEIKAR Í BERGI Djass-snillingarnir Maarten Ornstein, klarínettu- og saxófónleikari og Sunna Gunnlaugsdóttir, píanóleikari, halda stutta tónleika í Bergi, Hljómahöll í dag fimmtudaginn 9. október kl. 19.30. Tónleikarnir eru í framhaldi af námskeiði sem Maarten hélt fyrir nemendur skólans. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Skólastjóri

HEILSU- OG FORVARNARVIKAN Íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar þakkar öllum þeim sem tóku þátt í Heilsu- og forvarnarvikunni 2014. Á næsta ári fer vikan fram á tímabilinu 28. september til 4. október. Allar ábendingar eru vel þegnar. Vinsamlega sendið þær á netfangið heilsuvika@reykjanesbaer.is

rþörungaverksmiðja líftæknifyrirtækisns Algalífs hefur tekið til starfa á Ásbrú í Reykjanesbæ, aðeins átta mánuðum eftir undirritun fjárfestingasamnings við iðnaðar- og v i ð s k ipt ar á ð u n e y ti ð . Þ e s si tveggja milljarða króna græna fjárfesting skapar þrjátíu ný störf á Suðurnesjum í fullkomnustu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opnaði í gær formlega fyrsta áfanga örþörungaverksmiðju Algalífs. Fyrsti áfangi hefur gengið vonum framar en áætlaður kostnaður við uppbyggingu örþörungaverksmiðjunnar er um tveir milljarða króna eða 17,6 milljónir Bandaríkjadala. Verksmiðjan verur fullkláruð um mitt ár 2015. Nú starfa tæplega tuttugu manns hjá fyrirtækinu, en verða um 30 þegar verksmiðjan verður komin í fullan gang. Algalíf Iceland ehf. var stofnað í ágúst 2012 og er í eigu norska félagsins NutraQ A/S. Í versksmiðjunni verða ræktaðir örþörungar sem nefnast Haematococcus Pluvialis, en úr þeim er unnið virka efnið Astaxanthin. Það er sterkt andoxunarefni sem notað er í fæðubótarefni og vítamínblöndur, auk þess að vera neytt í hylkjaformi. Mikill og vaxandi markaður er fyrir efnið og heimsframleiðslan núna annar hvergi nærri eftirspurn. Í samtali við Víkurfréttir sagði Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalíf, að nú sé framleiðslugeta verksmiðjunnar 300 kíló af Astaxanthin á ári. Þegar verksmiðjan verður fullbyggð verður framleiðslugetan eitt tonn af efninu á ári. Fullum afköstum verður náð árið 2016. Skilyrði eru sérstaklega hagstæð hér á landi til grænnar hátækniframleiðslu af þessu tagi. Nálægð við alþjóðaflugvöll, hreint vatn, örugg afhending orku og hæft starfsfólk eru meðal þeirra þátta sem réðu staðarvalinu.

Kjartan Már virðir fyrir sér fæðubótarefnin

Skarphéðinn Orri Björnsson framkvæmdastjóri Algalíf með fæðubótarefni sem framleidd eru á Ásbrú.

Framleiðslan er einstaklega umhverfisvæn og er verksmiðjan sú fullkomnasta sinnar gerðar í heiminum. Þörungarnir eru ræktaðir í lokuðu kerfi þar sem næringu, hita og birtumagni er stýrt nákvæmlega. Algalíf nýtir nú 1.500 fermetra húsnæði sem þegar er til á Ásbrú. Gengið hefur verið frá samningum um að byggja við það um 6.000 fermetra. Gengið hefur verið frá

öllum samningum við KADECO, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. Samtals verða verksmiðja og rannsóknarstofur í 7.500 fermetra húsnæði þegar uppbyggingunni verður lokið. Fullbyggð verksmiðja Algalífs mun nota 5 megavött af raforku til framleiðslunnar samkvæmt samningi við HS orku um raforkukaup til 25 ára.


Verður þín hugmynd að veruleika á Ásbrú?

PIPAR\TBWA-SÍA - 142943

Ásbrú í Reykjanesbæ er suðupottur tækifæra. Þar hefur á skömmum tíma byggst upp litríkt samfélag, þar sem saman fer öflug menntastofnun, fjöldi spennandi fyrirtækja og blómstrandi mannlíf. Nánari upplýsingar á www.asbru.is.

Gagnaverin velja Ásbrú Uppbygging alþjóðlegrar miðstöðvar gagnavera á Ásbrú heldur áfram; gagnaverin sem valið hafa Ásbrú sem bækistöð eru nú orðin fjögur talsins. Þeirra á meðal eru Verne Global sem er stærsta gagnaver landsins og hýsir m.a. tölvur BMW – og gagnaver Advania sem m.a. sérhæfir sig í Bitcoin vinnslu. Öll gagnaverin fjögur eru knúin af grænum endurnýjanlegum orkugjöfum, auk þess sem þau eru sérhönnuð til að nýta vindkælingu á svæðinu. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.asbru.is


4

fimmtudagurinn 9. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Fengu risaþorsk á Austfjarðamiðum Á

Eigendur Allt hreint, þau Halldór Guðmundsson, Hilmar R. Sölvason og Inga Rut Ingvarsdóttir ásamt hluta starfsfólksins. VF-mynd: Hilmar Bragi

Allt hreint fær Svansvottun A

llt hreint hlaut nýlega Svaninn sem er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Allt hreint er annað fyrirtækið á Suðurnesjum sem er Svansvottað en Umhverfisstofnun hefur umsjón með útgáfu Svansmerkisins.

Fram kom þegar Allt hreint tók við vottuninni að miklar kröfur eru gerðar til þeirra fyrirtækja sem hljóta Svansmerkið. Hins vegar sé einnig til mikils að vinna fyrir þau fyrirtæki sem hljóta vottunina.

Eigendurnir með Svansvottunina

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem byggist á óháðri vottun og viðmiðum sem taka tillit til alls lífsferils vöru og þjónustu. Tilgangur Svansins er að ýta undir sjálfbæra þróun samfélagsins svo að komandi kynslóðir hafi jafna möguleika og við til að mæta þörfum sínum. Allt hreint þjónustar fjölda fyrirtækja og stofnana í Reykjanesbæ sem og á höfuðborgarsvæðinu og hjá því starfa um þrjátíu manns. Fyrirtækið býður bæði einstaklingum og fyrirtækjum upp á ræstingar, hreingerningar, gluggahreinsun, rimlagardínuhreinsun, teppahreinsun, steinteppahreinsun, bónhreinsun, bónun gólfa og dúka ásamt því að sjá um þrif á flísum og þrif á loftræstikerfum. Allt hreint hefur á bak við sig ræstingarfólk sem hefur áratuga reynslu af ræstingum en lögð er sérstök áhersla á persónuleg samskipti við verkkaupa. Einnig er veitt öll sú aðstoð sem þörf er á hvað varðar ráðgjöf og fleira.

Smart Watch

Nú erum við að tala saman !

höfnin á Ágústi GK 95 fékk heldur betur vænan þorsk á línuna á Austfjarðamiðum þann 3. október. Þorskurinn á myndinni var 165 sm langur en þyngdin á honum er eitthvað óljós en þorskurinn var talinn vera 45-50 kílóa þungur. „Aflinn þennan dag var mjög góður og kaldaskítur á miðunum,“ segir í fréttaskeyti frá áhöfninni til Víkurfrétta. Ágúst GK landar á Djúpavogi um þessar mundir.

Eysteinn Örn Garðarsson, 1. vélstjóri, með þorskinn væna.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar nefndin heimsótti höfuðstöðvar Reykjanesbæjar. Á myndinni er Seðalabankafólkið ásamt Hirti Zakaríassyni, staðgengli bæjarstjóra Reykjanesbæjar. VF-mynd: Hilmar Bragi

Peningastefnunefnd Seðlabankans til Suðurnesja P eningastefnunefnd Seðlabanka Íslands fundaði á Suðurnesjum sl. föstudag. Þetta er fyrsti fundur nefndarinnar utan Seðlabankans, en nefndin hóf fyrst störf árið 2009. Nefndin hélt fund á Northern Light Inn fyrir hádegi sl. föstudag en eftir hádegið var rætt við fulltrúa Reykjanesbæjar og Grindavíkur,

farið í skoðunarferðir um bæina og fyrirtæki og stofnanir heimsóttar. Tilgangur þess að peningastefnunefnd er að funda með þessu móti er meðal annars að kynna sér sjónarmið heimafólks bæði í atvinnulífi og opinberri starfsemi, en upplýsingar af þessu tagi nýtast peningastefnunefndinni við ákvörðunartöku.

Breytingar hjá lögfræðisviði lögreglustjórans á Suðunesjum XXAlda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum, hefur verið sett sem varalögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í eitt ár frá 1. október s.l. Vilhjálmur Reyr Þórhallsson, yfirmaður lögfræðisviðs, tekur við af Öldu. Einnig er Óli Ásgeir Hermannsson fulltrúi í ársleyfi en hann fór til starfa sem lögfræðingur hjá Landhelgisgæslu Íslands. Tveir nýir starfsmenn hjá sviðinu eru Súsanna Fróðadóttir, sem hóf störf um síðastliðin mánaðamót og Guðmundur Þórir Steinþórsson, sem hefur störf um þau næstu.

Grindvíkingar vilja taka yfir hjúkrun í Grindavík:

Þetta er jólagjöfin í ár.

Margmiðlunarúr með öllu. Verðin okkar eru frá 16.560 .Heildsalan - Ludviksson ehf - Ledljós Njarðarbraut 3i - Innri Njarðvík - S: 8678911

Ekki tímabært að taka þátt í stofnun Öldungaráðs XXÓskað var eftir því að félagsmálanefnd Grindavíkur að hún tilnefndi tvo fulltrúa í undirbúningshóp um stofnun Öldungaráðs á Suðurnesjum. Félagsmálanefnd Grindavíkur hefur bókað að í ljósi þess að stefna Grindavíkurbæjar er að taka yfir rekstur hjúkrunarheimilisins í Víðihlíð og heimahjúkrun, telur félagsmálanefnd rétt að Grindavíkurbær einbeiti sér að því að koma á fót Öldungaráði í Grindavík sem geti verið bæjarstjórn til samráðs um það verkefni. Félagsmálanefnd telur eftir sem áður mikilvægt að halda góðu samstarfi við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum um uppbyggingu þjónustu við eldri borgara á Suðurnesjum, en telur ekki tímabært að taka þátt í stofnun Öldungaráðs á Suðurnesjum að svo stöddu. Bæjarráð Grindavíkur tekur undir tillögu félagsmálanefndar um að ekki sé tímabært að taka þátt í stofnun Öldungaráðs á Suðurnesjum.


7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum

www.kia.com

Nýr Kia Sportage

Besti sportjeppinn H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 4 - 2 1 5 9

samkvæmt könnun J.D. Power

Reynsluaktu sparneytnum og kraftmiklum dísilbíll Nú er Kia Sportage kominn í nýrri útfærslu með breyttu útliti, enn betri hljóðeinangrun og skemmtilegum nýjungum. Nýr Kia Sportage er öflugur og sparneytinn sportjeppi sem eyðir frá 6,0 l/100 km í blönduðum akstri. Fáanlegur beinskiptur og sjálfskiptur. Kia Sportage hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga og reyndist m.a. besti sportjeppinn að mati þýskra bíleigenda 2014 í könnun markaðsrannsóknarfyrirtækisins J.D. Power. Þá hefur bíllinn hlotið hin virtu Red Dot hönnunarverðlaun.

Komdu og reynsluaktu - við tökum vel á móti þér. Holtsgötu 52 · Reykjanesbær · Sími 420 5000 · ksteinarsson.is

Fáanlegur 1,7 dísil, 2wd. Verð frá 4.890.777 kr.

Kia Sportage 2,0 dísil, beinskiptur 6 gíra, 4wd Verð frá

Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

5.990.777 kr.

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.


6

fimmtudagurinn 9. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-ritstjórnarbréf

-viðtal

pósturu olgabjort@vf.is

Olga Björt Þórðardóttir skrifar

Krabbamein sjaldnast dauðadómur Líklega þekkjum við öll einhvern sem hefur fengið krabbamein. Margir hafa sigrast á þessum algenga sjúkdómi og lifað góðu lífi síðan. Í mörgum tilfellum hefur meinið þó því miður haft betur og kærir ástvinir kvatt of fljótt eftir erfiða baráttu. Hvort sem um er að ræða veikindaferli sem endar vel eða illa snertir það ekki einungis sjúklinginn heldur einnig aðstandendur hans. „Fjölskyldur verða oft dofnar þegar einhver innan þeirra greinist með krabbamein. Einnig er tímabilið oft erfiðara fyrir aðstandendur en sjúklinginn,“ segir Helga Steinþórsdóttir hjá Krabbameinsfélagi Suðurnesja, í viðtali í nýjasta tölublaði Víkurfrétta. Krabbameinsfélagið vill vera til staðar fyrir báða hópana því dagarnir eru langir hjá þeim sem greinast og mikil bið. „Við viljum auðvelda þeim biðina,“ segir Helga og nefnir til viðmiðunar starfsemi Ljóssins í Reykjavík. Þangað eru allir velkomnir og geta fengið svör við þeim fjölmörgu spurningum sem eðlilegt er að komi upp í krabbameinsferlinu. Sem aðstandandi krabbameinssjúklings viðurkennir undirrituð fúslega að vera oft ringluð, áttavillt í öðrum hlutverkum og eiga suma daga erfitt með að vita hvernig líðanin á að vera. Ég hef fundið að ég þarf á því að halda að geta tjáð mig og er meyrari og grætnari en venjulega. Ég veit samt líka að það er eðlilegt að taka út svona ferli á jafn ólíkan hátt og við erum mörg. Og við megum það. Hjá Ljósinu og Krabbameinsfélaginu er hægt að sækja sér stuðning og fræðslu sem eru svo mikilvæg til að fara sem best með sig og sína. Í viðtalinu mælir Helga einnig með því að fólk leiti sér upplýsinga um sjúkdóminn hjá Krabbameinsfélaginu í stað þess að „gúgla“. „Flestir tengja krabbamein við dauða, sem er miklu sjaldnar niðurstaðan, eða að lenda í miklum erfiðleikum.“

■■ Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri FLE, svarar gagnrýni vegna umdeilds forvals:

Þekkt vörumerki ekki nóg „Við höfum fylgt ferlinu í forvalinu af erlendri fyrirmynd frá a-ö. Höfum m.a. fengið viðkvæmar trúnaðarupplýsingar frá umsækjendum og í einhverjum tilfellum gleymdist kannski að svara eða var ekki svarað einhverju sem við óskuðum eftir og þá gátum við ekki gefið viðkomandi hátt fyrir einhverja þætti á skorblaðinu. Það var allur gangur á því en samt skýrt hvers óskað var eftir. Það er ekki nóg að skrifa: Það þekkja allir þetta vörumerki. Þetta er stór hluti af því hvers vegna sumir eru ósáttir við sína niðurstöðu,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eíríkssonar. Töluverð umræða hefur verið um forval vegna útleigu á verslunar- og veitingarrými í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Hlynur ræddi málin við blaðamann Víkurfrétta.

Október er bleikur mánuður þar sem lögð er áhersla á árvekni og forvarnir í tengslum við krabbamein. Mánuðurinn er í raun einnig tilvalinn til að sækja sér fræðslu um aðferðir til að láta sér líða eins vel og hægt er - hvort sem maður er Forval en ekki útboð sjúklingur eða ástvinur hans. Einhverjar vangaveltur hafi verið

um hvort um hafi verið að ræða útboð eða forval. „Ákvörðun um að veita rými undir verslunarrekstur eða veitingarekstur með útboði getur leitt af sér of há og óraunhæfa tilboð. Þá hefðum við kannski fjárfest í rekstraraðila sem hefði kannski ekki getað sína veltutengdu leigu af sölunni. Þannig er forvalsleiðin betri. Í íslenskum lögum segir að útboð gildi ekki um útleigu rýma. Í forvali erum við að ákveða hverjir fá leigu á rými. Þetta hefur því aldrei verið útboð og því hafa ekki gilt útboðsreglur. Við erum bundin þeim trúnaði að veita ekki upplýsingar sem lagðar voru inn til grundvallar né hvað við gáfum í skor. Gagnsæið gekk út á það að allir sátu við sama borð og áttu að skila inn sömu gögnum, sem ítarlega var gert grein fyrr í forvalsgögnum“ segir Hlynur.

vf.is

SÍMI 421 0000

Fríhöfnin eina fyrirtækið utan forvals Tvö fyrirtæki af Suðurnesjum hafa verið í veitingarekstri í flugstöðinni og Hlynur er spurður hvort ekki hefði átt að kappkosta að hafa þau inni áfram. „Við töldum ekki færanlega leið að velja einhverja aðila sérstaklega af þeim sem hér hafa verið með rekstur vegna þess að þeir eru af svæðinu. Meginmarkmiðið var að hámarka heildartekjurnar og að verslanir gætu líka hámarkað sínar tekjur í endurhönnuðu umhverfi. Eina fyrirtækið sem fór ekki í forval var dótturfélagið Fríhöfnin, sem selur áfengi, sælgæti, tóbak og snyrtivörur,“ segir Hlynur og bætir við að hlutverk flugstöðvarinnar sé að leggja áherslu á íslenskt. „Við viljum þó leggja mesta áherslu á að vöruúrvalið verði þannig að það henti gestum okkar sem best. Í dag er hlutfall erlendra gesta 70% og það eykst að öllum líkindum á næstu árum. Þeir vilja bæði sjá erlent og íslenskt vöruúrval. Við erum að vonast til að blanda að vörum, veitingum ásamt áherslum í þemahönnun skili sér í jákvæðri upplifun.“ Reynsla og þekking starfsfólks mikilvægar Eins og fram kom í forsíðufrétt Víkurfrétta fyrir viku mun fólk af Suðurnesjum hafa forskot á störf í flugstöðinni. Hlynur segir að nýir rekstraraðilar hafi látið vita af því að þeir vilji hafa það sem fyrsta val. „Starfsfólkið á svæðinu hefur forskot því það er með passa á svæðið, þekkingu um hvernig er að vinna hérna, hvernig vaktavinnan gengur fyrir sig og mikilvæga reynslu af svæðinu. Við erum alveg fullviss um það að með meiri sölu, veltu, þjónustu, stærri veitingastöðum og verslunum mun á endanum þurfa enn fleira starfsfólk héðan af Suðurnesjum til að vinna þessi störf.“

Auknar gjaldeyristekjur og íslensk hönnun En hvað með hagsmuni almennings, borga erlendu fyrirtækin skatt til íslenska þjóðarbúsins? „Já, þau eru stofnuð sem íslensk fyrirtæki og greiða í sjálfu sér beina og óbeina skatta og gjöld til íslenska ríkisins. Meginhluti af öllum rekstri verður hér á landi. Þeim mun meiri og hraðari uppbygging sem verður á flugstöðinni og rekstri hennar, því fleiri útlendingar koma til landsins og skila þar af leiðandi auknum gjaldeyristekjum inn í landið,“ segir Hlynur. Rekstrareiningarnar á svæðinu í flugstöðinni verða 13 og af þeim eru sex verslanir sem halda áfram og einn veitingastaður. „Íslenskum hönnuðum verða gefin aukin tækifæri í sama mæli og var. Íslensk merki eru orðin allt að 20% af veltunni og þessir aðilar átta sig á að hér er markaður sem er öðruvísi en annars staðar, sérstaklega vegna mikils uppgangs á síðustu árum í hönnun. Veitingar verða einnig að mestu íslenskar og hráefnið líka.“ Ráðgjafinn einnig í valnefndinni Erlendi ráðgjafinn í forvalinu var einnig í valnefndinni, er það eðlilegt? „Já, erlendi aðilinn er algjörlega óháður. Við lögðum mikið upp úr því að viðkomandi ráðgjafi gerði áætlun um hvað hægt væri að fá út úr svæðinu og að hann myndi vinna með okkur áfram með að stilla upp rekstrarmódelinu þannig að samningar yrðu rétt samsettir, þ.e. að veltugjaldið sem rynni til Isavia yrði eðlilegt. Þess vegna var mikilvægt að við tækjum ekki tilboðum sem voru óraunhæf. Ráðgjafinn þekkir það,“ segir Hlynur og tekur sérstaklega fram að t.d. sé megintilgangur af rekstri Fríhafnarinnar að skapa tekjur til móðurfélagsins og þannig stuðla að frekar uppbyggingu Keflavíkurflugvallar.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


BÁTURS DAGSIN

SUNNUDAGUR

MÁNUDAGUR

Grilluð kjúklingabringa

Skinkubátur

ÞRIÐJUDAGUR

Kalkúnsbringa og skinka

NÝTT

FIMMTUDAGUR

FÖSTUDAGUR

Sterkur ítalskur

Subway Club

NÝTT

LAUGARDAGUR Subway bræðingur

MIÐVIKUDAGUR Pizzabátur

NÝTT BRAGÐ Á HVERJUM DEGI. 6 tommu bátur á

549

kr.

nýtt bragð á hverjum degi

6” bátur*

250 kcal 2,4 g fita

KJÚKLINGABRINGA Miðað við

100 g

Orka

470 kj / 110 kcal

Prótein

9,9 g

Kolvetni

17,3 g

Fita

1,1 g

*Miðað við staðlaðan 6" bát í heilhveitibrauði með fersku grænmeti, án sósu og osts.

Verð og framboð getur verið breytilegt. Auka kjötálegg og ostur er ekki innifalið í verði. Ekki er hægt að nota þetta tilboð með öðrum tilboðum. ©2014 Doctor’s Associates Inc. SUBWAY® er skráð vörumerki Doctor’s Associates Inc.


8

fimmtudagurinn 9. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Hafa áhyggjur af lögbrotum í tóbakssölu

Gamli vitinn á Garðskaga. Verður opnað kaffihús þar yfir sumarmánuðina?

– Yfir fjórðungur sölustaða fer ekki að lögum

Styrktu Rauðakrossinn XXÞau heita Elín Bjarnadóttir og Magnús Orri Lárusson sem söfnuðu fé styrktar Rauða Krossins og létu gott af sér leiða til með að selja dót fyrir utan Bónus í Reykjanesbæ á dögunum.

ATVINNA Óskum eftir vönu fiskvinnslufólki í snyrtingu í nýtt frystihús Vísis hf, Miðgarði 3 , Grindavík. Laun samkvæmt kjarasamningum SA og SGS. Frekari upplýsingar gefur Ingólfur Hjaltalín í síma 856 5754, einnig er hægt að send póst á netfangið ingi@visirhf.is

Atvinna

Opnar kaffihús í gamla vitanum á Garðskaga? G

arðmenn horfa til ferðamála í nýrri stefnumótun í markaðs- og atvinnumálum sem markaðs- og atvinnumálanefnd Sveitarfélagsins Garðs vinnur að. Leitað var til utanaðkomandi aðila og þeir Sigurður Þorsteinsson og Jóhann Ísberg voru fengnir til að taka verkefnið að sér og koma með tillögur til bæjarstjórnar. Hvað geta Garðmenn gert til að ná árangri? Hvað getur Garðurinn gert fyrir okkur á næstu árum? Hvað viljum við sjá í bænum okkar? Efla sérstöðu Garðsins. Í tillögum Sigurðar og Jóhanns er horft til ferðamála. Þeir vilja nýta sérstöðu Garðsins í matarmenningu og nýta nýja vit-

ann sem útsýnisstaður. Þeir segja Garðskaga vera paradís sem þurfi að nýta betur. Umræða var um sjósund, göngur, stangveiði, köfun, hestaleigu, norðurljósin og fleira. Ein þeirra hugmynda sem komið hafa fram er að opna kaffihús í gamla vitanum eða inni í bænum. „Við viljum koma Garðinum á kortið hjá ferðamönnum, við erum byrjuð en það þarf að halda áfram á þessari braut og taka næsta skref, t.d betri aðstöðu fyrir ferðamenn,“ segir í fundargerð Markaðs- og atvinnumálanefndar Sveitarfélagsins Garðs en haldinn verður fundur með hagsmunaaðilum fljótlega.

Slökkvilið að störfum á Suðurnesjum. VF-mynd: Hilmar Bragi

Hæfniskröfur: • Reynsla og þekking af smur– og hjólbarðaþjónustu • Rík þjónustulund • Öguð vinnubrögð

■■ Sveitarfélög á Suðurnesjum ræða saman:

Vinnutími er frá kl. 13:00 - 17:00 alla virka daga. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 16. október. Umsóknum skal skilað á netfangið glpalsson@simnet.is eða á Tannlæknastofuna Víkurbraut 62, 240 Grindavík.

Hefja viðræður um byggðasamlag um brunavarnir B æjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að hefja viðræður við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum um byggðasamlag um brunavarnir. Bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar gerðu á fundi bæjarráðs grein fyrir umræðum á fundi með starfsmönnum Slökkviliðs Grindavíkur sem fram fór 22. september sl.

„Hvað svo sem viðræðurnar leiða í ljós er skýr krafa Grindavíkurbæjar að áfram verði starfandi slökkvilið í Grindavík og að slökkvistöð og búnaður verði áfram af sambærilegum gæðum og nú er,“ segir í fundargerð bæjarráðs Grindavíkur. Að greiningarvinnu lokinni skal leggja þær niðurstöður fyrir bæjarráð, áður en viðræðum verði haldið áfram.

Grenndarkynna nýja kirkju á Vatnsleysuströnd

U

GUÐMUNDUR PÁLSSON, TANNLÆKNIR

XXKnattspyrnudeild UMFG hefur óskað eftir viðræðum við Grindavíkurbæ um kaup á húsnæði gamla tónlistarskólans að Víkurbraut 34. Í gögnum bæjarráðs Grindavíkur kemur fram að nú þegar hefur verið samþykkt að auglýsa húsið til sölu og að knattspyrnudeild UMFG geti gert tilboð í húsið hjá fasteignasala.

Vinna deiliskipulag við Valahnjúk

Rís 32 herbergja hótel á Garðskaga?

Nánari upplýsingar um starfið veitir Pétur A. Pétursson í síma 440 1372 eða 892 6012.

Aðstoð óskast á Tannlæknastofuna í Grindavík.

Knattspyrnumenn í tónlistarskóla?

XXReykjanesjarðvangur óskar eftir heimild og fengið samþykkt að vinna deiliskipulag á Reykjanesi á því svæði sem Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa á leigu, en það er í nágrenni Valahnjúks og Reykjanesvita. Deiliskipulagið verður unnið í samræmi við gildandi aðalskipulag og í samráði við umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar.

N1 óskar eftir að ráða vanan starfsmann á hjólbarðaverkstæði sitt í Reykjanesbæ. Um tímabundið starf er að ræða.

ATVINNA

XXBæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs lýsir áhyggjum sínum yfir niðurstöðum tóbakskönnunar Samsuð 2014 og skorar á verslanir að fylgja lögum um sölu tóbaks betur eftir, enda lögbrot að selja börnum undir 18 ára aldri tóbak. Könnun á því hvort sölustaðir á Suðurnesjum færu að lögum um sölu á tóbaki til ungmenna var framkvæmd föstudaginn 19. september. Könnunin var á vegum Samtaka félagsmiðstöðva á Suðurnesjum, (SamSuð) og fór fram í öllum sveitarfélögunum á svæðinu. Sjö af þeim tuttugu og fimm sölustöðum sem voru kannaðir var tóbak selt of ungum unglingum. Það þýðir að um 72% sölustaða á Suðurnesjum seldu ekki tóbak til ungmenna undir 18 ára aldri.

mhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að byggingarleyfisumsókn vegna byggingar kirkju að Minna-Knarrarnesi verði grenndarkynnt. Afgreiðslu umsóknarinnar um byggingarleyfi fyrir kirkju var frestað í sumar en umsækjandi hefur nú lagt fram afstöðuuppdrátt. Þá hefur verið samþykkt að umsóknin skuli grenndarkynnt fyrir

eigendum og íbúum Stóra-Knarrarness I og II, Stóra - Knarrarness I sumarhús og Hellum. Nefndin áréttar jafnframt að gætt verði að 15 m friðhelgun fornminja skv. umsögn Minjastofnunar dags. 14. mars 2014. Einnig þarf að athuga gólfkóta m.t.t. hækkandi sjávarstöðu sbr. bréf Skipulagsstofnunar 9. maí 2014.

XXSótt hefur verið um lóð undir hótel á Garðskaga til skipulagsog byggingarnefndar Sveitarfélagsins Garðs. Óskað er eftir 6400 fermetra lóð á svæði ofan Skagabrautar. Í tillögu til aðalskipulags er svæðið skilgreint undir hótel. Skipulags- og bygginganefnd tók málið til afgreiðslu á síðasta fundi sínum en segist ekki geta úthlutað lóð á þessu svæði að svo stöddu. Nefndin leggur til við sveitarfélagið að svæðið verði deiliskipulagt. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta eru hugmyndir uppi um að byggja 32 herbergja hótel á lóðinni. Hótelið yrði byggt í tveimur áföngum, 16 herbergi í hvorum áfanga. Frá Minna-Knarrarnesi.


-41%

Kræsingar & kostakjör

EpLi LÍfRæn í poka 1kg pokaVERÐ verð áður 679,-

398,-

-46%

súpukjöt Frábært verð! kÍLÓVERÐ verð áður 1.098,-

593,-

kaLkúnabRinGa Fersk - ísFugl kÍLÓVERÐ verð áður 3.498,-

2.499,-

1.097,-

1.979,-

99,-30%

GRÍsasnitsEL bautabúrið kÍLÓVERÐ verð áður 1.924,-

RoastEd duck 625 g stykkjaVERÐ verð áður 2.998,-

VÍnaRbRauÐ sérbakað stykkjaVERÐ verð áður 198,-

S

-43%

-34%

-50%

VERÐ- ! A J G N E PR

-43% önd Heil kÍLÓVERÐ verð áður 1.738,-

991,-

-30% andabRinGuR Franskar kÍLÍVERÐ verð áður 4.279,-

2.995,-

-40% kEnGúRa Fíle kÍLÍVERÐ verð áður 4.998,-

2.999,-

-23 % oRkudRykkuR emerge - berry - orginal stykkjaVERÐ verð áður 129,-

99,-

kEx coop 3 tegundir pakkaVERÐ 150G 150 g pakkar

198,-

Tilboðin gilda 9. - 12. okt 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


10

fimmtudagurinn 9. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu eythor@vf.is

HÓTANIR OG HITAMÁL ÚT AF FISKIFÝLU Í GRINDAVÍK

-Einn stærsti styrktaraðili íþrótta í Grindavík hótaði að hætta stuðningi ef hann fengi ekki lengra starfsleyfi fyrir fiskþurrkunarfyrirtæki í hans eigu. „Þetta var bara hryðjuverk, það átti bara að ráðast á þetta fyrirtæki og loka því,“ segir Hermann Ólafsson, eigandi Stakkavíkur og Þurrkaðra fiskafurða. Titringur og ósamstaða var um málið í bæjarstjórn Grindavíkur. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja segir að fiskþurrkanir eigi ekki heima í þéttbýli og það hafi verið óábyrgt að veita leyfið. „Ef ég er að styrkja íþróttalífið í Grindavík og bæjarapparatið ætlar að setja fyrir okkur fótinn, þá er ekki hægt að styrkja íþróttastarfið. Það er bara verið að benda á að ef fyrirtækið lokar þá getur það ekki styrkt íþróttastarfið,“ segir Hermann T. Ólafsson, eigandi Stakkavíkur, eins stærsta fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækis í Grindavík en hann sendi í vor hótun í tölvupósti til bæjarfulltrúa Grindavíkur og forráðamanna Ungmennafélags Grindavíkur þess efnis að fái hann ekki

starfsleyfi til fjögurra ára fyrir fyrirtækið Þurrkaðar fiskafurðir, sem hann á helmingshlut í, þá myndi fyrirtæki hans (Stakkavík) hætta stuðningi við íþróttastarf í bæjarfélaginu. Hermann og fyrirtæki hans hafa verið einn stærsti stuðningsaðili íþrótta í Grindavík um árabil. Þetta hitamál kom upp í aðdraganda kosninga í vor. Þurrkaðar fiskafurðir ehf. sóttust þá eftir starfsleyfi til fjögurra ára en áður hafði leyfi verið veitt til eins árs til reynslu. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hafði veitt leyfið til þess að skoða mætti hvort sérstakur hreinsunarbúnaður virkaði sem skyldi. Fulltrúar frá B- og S-lista í Grindavík vildu klára þennan umrædda árs-reynslutíma og lögðu t i l s köm mu f y r i r kosningar í vor, að málinu yrði frestað fram á haust. Fulltrúar G-lista voru því ekki sammála. Í bókun bæjarráðs þann 21. maí s.l. segir að það sé vilji fyrirtækisins að vera með sitt á hreinu enda hafi þeir fjárfest í dýrum búnaði til að koma í veg fyrir ólykt. Fulltrúar G-listans vildu veita þeim leyfið og eyða þeirri rekstraróvissu sem fyrirtækið hafi búið

við og svo það gæti haldið áfram sinni uppbyggingu. Fulltrúi D-lista tók undir með fulltrúa G-lista. Leyfið var síðan samþykkt á fundi Heilbrigðisnefndar Suðurnesja en í henni sitja fulltrúar frá öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum, þar af er einn frá Grindavík, sem sótti það stíft að fyrirtækið fengi leyfið til fjögurra ára. Lovísa H. Larsen frá G-lista var fulltrúi Grindavíkur í Heilbrigðisnefnd Suðurnesja á þessum tíma. „Það er heill flokkur sem tekur þessa ákvörðun. Eftir að hafa skoðað málin ítarlega þá vorum við þeirrar skoðunar að það væri hægt að halda lyktinni í algjöru lágmarki og það á iðnaðarsvæði. Með það í huga að þeir færðu sig út á Reykjanes í framtíðinni,“ segir Lovísa. Hún segist hafa farið í umrætt fyrirtæki og skoðað aðstæður ásamt Jóni Guðmundi Ottóssyni frá Stakkavík og fleirum. Hún segir svo meirihlutanum í Grindavík að hún gæti ekki neitað þeim um leyfið af engum ástæðum. Þegar hún svo heldur á fund heilbrigðisnefndar þá hafi bæjarfulltrúar frá Grindavík haft samband við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja. Lovísa biður þá um að afgreiðslu málsins verði frestað. Hún segir að við það hafi margir aðilar orðið reiðir. Í þessu ferli öllu saman segist hún

ekki hafa rætt neitt við Hermann Ólafsson hjá Stakkavík. „Eftir að málinu var frestað þá sendir hann einhvern tölvupóst. Ég fékk hann ekki en heyrði af honum frá mínum flokksfélögum,“ sagði Lovísa. Hvernig varð ykkur um við innihald póstsins? „Mér líkar aldrei vel við hótanir, sama hver á í hlut. Ég tók þarna upplýsta ákvörðun áður en ég labba inn á þennan fund sem var svo frestað. Þessi póstur berst svo eftir það.“ Lovísa segir að eftir að Kristín kom af bæjarráðsfundi með bókun frá Sjálfstæðisflokki þá hafi þessi ákvörðun verið tekin innan G-lista. „Við hefðum annars aldrei gert það ein,“ segir Lovísa og ítrekar að ákvörðunin hjá G-lista hafi verið tekin í samráði við fulltrúa D-lista. Létu ekki undan þrýstingi frá Hermanni Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar og fulltrúi G-lista, segir að ekki hafi verið samstaða um málið í bæjarstjórninni. „Við fórum hins vegar og kynntum okkur málið mjög vel áður en tekin var ákvörðun um þetta í heilbrigðisnefndinni. Við kynntum okkur hvernig búnaðurinn virkaði, heimsóttum fyrirtækið og ræddum

við sérfræðinga hjá Matís. Við vissum líka að það að vera með ársleyfi setur fyrirtæki í erfiða stöðu þegar þau eru að fjárfesta og byggja upp.“ Kristín viðurkennir að hún kannist við það að Hermann í Stakkavík hafi látið í sér heyra og gert því skóna að hann hygðist hætta að styrkja íþróttastarf í bænum. „Það hafði alls ekki áhrif á okkar ákvarðanatöku. Ef mönnum sem eiga hagsmuna að gæta finnst að sér vegið, eins og honum fannst þarna, þá skil ég alveg þeirra sjónarmið. Við vorum hins vegar ekki að láta undan þrýstingi frá Hermanni í Stakkavík.“ Finnst þér eitthvað óeðlilegt við þessa yfirlýsingu hans? „Ég ætla ekki að fara að meta hvað er eðlilegt og óeðlilegt í fari Hermanns í Stakkavík. Það verður hver og einn að fá að hafa það eins og hann vill, hvernig hann ætlar að verja sína hagsmuni. Þetta hafði ekki áhrif á okkar ákvörðun.“ Kristín segir að fyrirtækið hafi verið starfrækt í fleiri mánuði án þess að nokkur segði neitt. Það hafi ekki verið fyrr en fyrirtækið sóttist eftir leyfi að umræðan fór í gang. „Það virtist sem svo að þá hafi allir skyndilega byrjað að finna lykt. Kannski fór fólk að gefa því


Þurrkaðar fiskafurðir eru í þessu húsi í Grindavík

meiri gaum. Við fengum líka loforð um það að þessu yrði lokað ef það færi að finnast einhver fnykur um allan bæ.“ Úr tölvupósti Hermanns: „Stundum gerast óvæntir hlutir, óvinaherinn kom óvænt baka til upp á eyjuna, fimm af fulltrúum Grindavíkur mótmæltu þessu. Þannig að ekkert varð úr. Þetta lítum við mjög alvarlegum augum og mjög mikla vanvirðingu við hið góða starf sem við í Stakkavík höfum unnið hér í bæ, að við héldum. Að fá svona afgreiðslu frá bæjarstjórn Grindavíkur virkar sem þungt högg í okkar andlit. Við héldum að við værum að dansa sama dans. Í ljósi þessa höfum við í Stakkavík ákveðið að loka fyrir alla styrki til þeirra íþrótta hér í bær, sem við höfum verið að styrkja.“ Ekki hótun Hermann segist í samtali við Víkurfréttir ekki vera að hóta einu eða neinu í tölvupóstinum. „Ef ég er að styrkja íþróttalífið í Grindavík og bæjarapparatið ætlar að setja fyrir

okkur fótinn, þá er ekki hægt að styrkja íþróttastarfið. Það er bara verið að benda á að ef fyrirtækið lokar þá getur það ekki styrkt íþróttastarfið, forsendan væri brostin. Þá sagði ég bara, þá takið þið bara við. Bærinn hefur hagsmuni af því að fyrirtæki styðji við íþróttastarf í bænum, þá á bærinn að styðja vel við bakið á okkur líka, en ekki brjóta okkur niður.“ Eftir að þú sendir póstinn frá þér, hafði þá einhver fulltrúi frá bænum eða UMFG samband við þig? „Nei, það held ég ekki, ég man ekki til þess sérstaklega. Ég held að enginn hafi tekið mark á þessu. Ég held að það hafi allir verið á því að við fengjum að starfa þarna áfram og allt yrði í góðu lagi. Ég held að það hafi enginn trúað því að við myndum hætta að styrkja íþróttirnar eða að þessu yrði lokað. Menn túlka þetta bara eins og þeir vilja, ef þeir túlka þetta sem hótun þá bara gera þeir það,“ segir Hermann og bætti því að hann skyldi ekki af hverju enginn hefði komið og rætt málin, t.d. varðandi vonda lykt.

„Af hverju hefur enginn komið og rætt við okkur ef það er svona mikið lykt af starfseminni? Það er komið aftan að okkur allan tímann. Það er einhver hulduher sem vinnur þarna á bak við tjöldin. Þetta var bara hryðjuverk, það átti bara að ráðast á þetta fyrirtæki og loka því. Ef þetta hefði haft eðlilegan aðdraganda þá hefði verið búið að áminna okkur og ræða við okkur.“ Hermann segir að tölvupósturinn hafi verið settur fram til þess að minna á það sem fyrirtækið er að gera, frekar en að um hótun væri að ræða.„Ég var orðinn pínu þreyttur á þessu þegar ég sendi þetta. Menn eru ekki að vinna í takt. Þegar maður telur sig hafa verið að vinna gott starf í bænum og fá svo svona viðbrögð, þá kannski fýkur í mann. Stundum þarf bara að láta vita af sér. Maður lætur ekki vaða yfir sig á skítugum skónum án þess að segja eitt einasta orð.“ Hermann segir að fyrirtækið vilji starfa í sátt og samlyndi við alla aðila og reyna að byggja starfsemina upp á þessum fjórum árum.

Samþykkt þrátt fyrir hávær mótmæli og þvert á vilja heilbrigðiseftirlitsins XX Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri HES, sagði í samtali við Víkurfréttir að málið hafi ekki snúist um það hvort menn hefðu trú á þessum mengunarbúnaði eða ekki. „Við starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsins vildum að fyrirtækið fengi leyfi í eitt ár til þess að prófa þennan búnað sem hreinsa á lykt úr útblæstrinum,“ Það hafi verið samþykkt á fundi heilbrigðisnefndar Suðurnesja. Þar sitja fimm fulltrúar frá sveitafélögunum á Suðurnesjum. „Það kemur svo umsókn um áframhaldandi leyfi til fjögurra ára frá fyrirtækinu áður en þetta eina ár er hálfnað. Það var tekið fyrir á heilbrigðisnefndarfundi og samþykkt þrátt fyrir hávær mótmæli og þvert á vilja heilbrigðiseftirlitsins. Við töldum að það væri óábyrgt að gefa út fjögurra ára leyfi áður en væri búið að reyna á búnaðinn í þetta ár. Þetta var fyrst og fremst gert vegna óska fulltrúa Grindavíkur í heilbrigðisnefnd Suðurnesja. Fulltrúi Grindavíkur (Lovísa Hilmarsdóttir) sótti það mjög stíft að fyrirtækið fengi leyfi fjögur ár til viðbótar. Ég reifst og skammaðist á þessum fundi enda fannst mér þetta óeðlileg afgreiðsla af þeim ástæðum sem ég nefndi hér áður. Reynsla Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja er sú að það sé alltaf mengun af fiskþurrkunarfyrirtækjum og er stefna okkar að þau eigi ekki heima inni í þéttbýli. Við ráðum þó engu, það er heilbrigðisnefndin sjálf sem er yfirvaldið.“ Magnús segir að nefndin og fulltrúi Grindavíkur hafi trúað á búnaðinn án þess að starfsmenn HES gerðu það. „Svona starfsemi á ekki heima inni í þéttbýli. Það eru tvær fiskþurrkanir í Garðinum og þar eru eilífar kvartanir og vandamál í kringum þetta. Fólk einfaldlega kærir sig ekki um þessa lykt inni hjá sér. Við viljum að þessi fyrirtæki færi sig fjarri mannabyggð. Úti á Reykjanesi er kjörinn staður fyrir svona fyrirtæki,“ sagði Magnús.

Upplýsingar veitir: Sverrir Briem sverrir@hagvangur.is

DMM Lausnir er hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtæki. DMM Lausnir eru framleiðendur hugbúnaðarkerfisins DMM, sem er notað á vettvangi viðhaldsstjórnunar, verkefnisstjórnunar, eftirlits og gæðastjórnunar. Meðal þeirra sem nota DMM eru öll stærstu orkufyrirtæki landsins. DMM er notað í flestum aflstöðvum og í flestum dreifikerfum landsins. DMM hefur verið þróað samfellt í um 20 ár, mjög mikið er lagt upp úr áreiðanleika kerfisins og síþróun þess. DMM Lausnir er vel staðsett að Hafnargötu 91 í Reykjanesbæ. Á bak við DMM Lausnir eru sterkir eigendur. Aðbúnaður starfsmanna er til fyrirmyndar sem og vinnuandinn. DMM Lausnir hafa skilað jákvæðri rekstrarafkomu í 10 ár í röð og er í hópi framúrskarandi fyrirtækja ársins 2013 valið af Creditinfo.

Þróunarstjóri í hugbúnaðargerð

Umsóknarfrestur er til og með 21. október nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Við erum að stækka forritunarteymið og huga að næstu kynslóð hugbúnaðarkerfis okkar. Ef þú ert leiðtogi í hugbúnaðargerð með mikla starfsreynslu, þá skaltu endilega kynna þér þetta tækifæri! Við bjóðum þér: • Að taka þátt í að leiða og móta gerð næstu kynslóðar hugbúnaðarkerfis okkar. Sem þróunarstjóri færðu það hlutverk að útbúa tæknilegan vegvísi, miðla tæknilegri framtíðarsýn, leiða hönnun nýrra kerfiseininga, koma á fót viðeigandi leikkerfum á vinnustað og taka þátt í forritun og samskiptum við viðskiptavini • Vel skipulagðan, krefjandi og ljúfan vinnustað. Unnið er í anda Agile Scrum aðferðafræðinnar • Góða vinnuaðstöðu á einkar huggulegum stað með fallegu útsýni

Það sem sem þú þarft að hafa fram að færa: • Að lágmarki B.Sc. gráða í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði • Afburða hæfileiki til að hanna og leiða þróun hugbúnaðarkerfis • Þörf fyrir að vinna að stöðugum endurbótum og framförum fyrir þig sjálfa(n), teymið og hugbúnaðarkerfið • Reynsla af Microsoft .NET Framework

• Reynsla af „service oriented architecture“ með SOAP og/eða REST vefþjónustum • Yfirgripsmikil þekking á líftímaþróun hugbúnaðarkerfa og reynsla á sviði samfelldrar þróunar og afhendingar hugbúnaðarkerfis til viðskiptavina • Hæfileiki til að vera allt í senn leiðtogi, liðsmaður og einstaklingur sem hvern einasta dag vinnur að því að ná hámarksárangri á vettvangi hugbúnaðargerðar SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700

www.hagvangur.is


12

fimmtudagurinn 9. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu olgabjort@vf.is

■■Stórir draumar hjá Krabbameinsfélagi Suðurnesja:

Öll svörin á einn stað - Hlutfallslega greinast færri á Suðurnesjum með krabbamein en víða annars staðar á landinu, annað en haldið hefur verið fram. „Dagarnir eru langir hjá þeim sem greinast og mikil bið. Við viljum auðvelda þeim biðina,“ segir Helga Björg Steinþórsdóttir, talsmaður Krabbameinsfélags Suðurnesja. „Minn draumur er að geta breytt því sem var í boði þegar ég fékk krabbamein. Þá var ég að gúgla til að finna upplýsingar um sjúkdóminn og það er ekki gott. Þetta eru svo miklar upplýsingar víða að úr heiminum og þá er nánast búið að jarða mann,“ segir Helga Steinþórsdóttir, talskona Krabbameinsfélags Suðurnesja. Faðir Helgu lést úr krabbameini og móðir hennar hefur oft greinst með meinið en er, að sögn Helgu, ótrúlega hress. Sjálf greindist Helga með lungnakrabbamein en segir ferlið hafa gengið vonum framar. Vilja auðvelda biðina Helga er með 34% lungnastarfsemi og segist líta úr fyrir að vera miklu hraustari en hún er í raun. Hún er mjög upptekin af hreyfingu og hollustu, það sé það eina sem sé í boði fyrir sig til að halda sem bestri mögulegri heilsu. Hún reykti áður fyrr og var oft bent á hættuna á að fá lungnakrabbamein. Helga segir að fjölskyldur verði oft dofnar þegar einhver innan þeirra greinist með krabbamein. Einnig sé tímabilið oft erfiðara fyrir aðstandendur en sjúklinginn. „Okkur langar að vera til staðar fyrir báða hópana. Dagarnir eru langir hjá þeim sem greinast og mikil bið. Við viljum auðvelda þeim biðina.“ Hlutfallslega greinast færri á Suðurnesjum með krabbamein en víða annars staðar á landinu, annað en haldið hefur verið fram. „Það kom fram á fundi hjá Krabbameinsfélags Íslands. Samt greinast mjög margir Suðurnesjamenn á hverju ári. Andlega hjálpin er til staðar hjá Ljósinu í Reykjavík og hún hjálpar mörgum. Við viljum vera með einhvers konar sýnishorn af því hér á Suðurnesjum. Vera með öll svörin á einum stað þar sem fólk finnur að fleiri eru í sömu sporum,“ segir Helga. Fjórir greindust úr sömu fjölskyldunni Reynsla langflestra sem greinast með krabbamein er að þeir upplifa sig sem dálítið eyland. Allir verða hissa og fá áfall, einangrast jafnvel og verða uppteknir af sjúk-

dómnum og fjölskyldunni. „Flestir tengja krabbamein við dauða, sem er miklu sjaldnar en niðurstaðan, eða að lenda í miklum erfiðleikum. Ég fékk lungnakrabbamein og í 30% slíkra tilfella er kannski líklegt að lifa í fimm ár. Á móti greinist fólk með lungnakrabba yfirleitt miklu eldra en ég. Það hjálpaði mér að greinast svona ung. Æxlið mitt var orðið stórt og var illkynja

Það hangir alltaf yfir manni hvort meinið taki sig upp aftur þó að jákvæðar niðurstöður séu. Það koma tímabil og þá er svo gott að geta rætt við einhvern en hægt var að skera það í burtu,“ segir Helga, en bætir við að óvenjumargir hefðu greinst með sama meinið og hún á sama tíma, þar af fjórir úr sömu fjölskyldunni. Hentugra húsnæði væri betra Salan á Bleiku slaufunni í október rennur einungis til Krabbameinsfélags Íslands og verður Krabbameinsfélag Suðurnesja að sjá um eigin fjáraflanir. Stuðningskvöld eru haldin fyrir félagið og rennur allur ágóði beint til þess. Sérstök

áhersla verður lögð á það í þessum mánuði, m.a. með Float-parýi, eða samfloti, í Akursundlaug. „Við viljum líka vekja fólk til umhugsunar með að fara í skoðun og forvarnirnar. Okkur langar að gera svo miklu meira en við erum að gera. Það hefur ekki gengið nógu vel að ná til fólks. Húsnæði félagsins er við hlið húsnæðis þar sem hælisleitendur halda til og er það því læst. Þeir sem vilja leita sér aðstoðar eða fræðslu hjá okkur, sem eru þung skref að taka, þurfa að hringja bjöllu í stað þess að geta bara gengið beint inn og fundist þeir velkomnir, sem þeir sannarlega eru. Við þyrftum húsnæði á öðrum stað og geta stjórnað opnunartíma betur,“ segir Helga. Vilja fleiri karlmenn Ýmis dagskrá er hjá félaginu og það á sér velgjörðarfólk, eins og Ágústu Gizurardóttur jógakennara og Lögfræðiþjónustu Suðurnesja. „Gönguhópur hittist tvisvar í viku og hann er mjög mikilvægur því þá fer fólk að tala saman og ýmis vandamál leysast. Hvernig best er að snúa sér í hinu og þessu í óvæntum og nýjum aðstæðum. Það hangir alltaf yfir manni hvort meinið taki sig upp aftur þó að jákvæðar niðurstöður séu. Það koma tímabil og þá er svo gott að geta rætt við einhvern,“ segir Helga og að draumurinn sé að byggja upp eitthvað jákvætt þar sem gott og gaman er að koma, fræðast og iðka tómstundir og sköpun. „Bæði fyrir konur og karla. Okkur vantar fleiri menn því þetta er ekki kvensjúkdómur.“

Sigrún Ólafsdóttir afhenti Helgu fyrstu bleiku slaufuna.

Um Krabbameinsfélags Suðurnesja K

rabbameinsfélag Suðurnesja var stofnað 15. október 1953 og fagnaði því 60 ára afmæli á síðasta ári. Rekstur félagsins er byggður á framlögum velunnara og félaga og fjáröflunum auk þess sem Krabbameinsfélag Íslands leggur til framlag vegna launa starfmanns. Skráðir félagar eru um 850 og er félagsgjaldið 2.500 krónur á ári. Minningarkort eru til sölu á skrifstofunni og einnig í Lyfju í Krossmóa, Lyfjum og heilsu á Suðurgötu og í Pósthúsinu í Reykjanesbæ. Hlutverk og markmið félagsins er að styðja og efla í hvívetna baráttuna gegn krabbameini, beita sér fyrir réttindum krabbameinssjúklinga og vera málsvari þeirra. Skrifstofa Krabbameinsfélagsins að Smiðjuvöllum 8 í Reykjanesbæ (í húsi Rauða krossins) er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12–16. Síminn er 421-6363 og vefslóðin er www.krabb. is/sudurnes, en einnig má finna félagið á Facebook. Svarað er í símann á öðrum tímum ef erindið er brýnt. Á skrifstofunni er veitt ráðgjöf og hægt er að nálgast bæklinga og annað fræðsluefni sem tengist krabbameini. Þangað geta allir komið hvort heldur þeir sem hafa greinst með krabbamein, aðstandendur þeirra eða vinir og fengið upplýsingar og stuðning. Einnig fer starfsmaður í heimahús ef þess er óskað. Á opnunartíma er alltaf heitt kaffi á könnunni og við hvetjum fólk til að koma og nýta sér þjónustu félagsins. Frá og með 14. október mun Sara Dögg Gylfadóttir félagsráðgjafi veita krabbameinssjúklingum fría ráðgjöf um félagsleg réttindamál í veikindum. Tímapantanir eru á opnunartíma í síma 421-6363. Á síðasta ári var stofnaður gönguhópur. Gengið er frá Sundmiðstöðinni á mánudögum og miðvikudögum kl. 16.30. Þetta hefur reynst góður vettvangur til uppbyggilegrar samveru. Síðasta mánudag hvers mánaðar hittist hópurinn eftir göngu á kaffihúsi og geta þá þeir sem ekki treysta sér í gönguna komið þangað. Jóga með Ágústu er á þriðjudögum og fimmtudögum kl 10.00. Þeim sem greinst hafa með krabbamein er boðið í fría jógatíma í boði eigenda Om setursins að Hafnargötu 57. Ágústa Hildur Gizzurardóttir jógakennari leiðbeinir.

Fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann er boðið upp á dagskrá á skrifstofu félagsins. Fram að jólum er dagskráin þessi: Þriðjudaginn 4. nóv. kl. 19.30 kemur Ásdís Ragna Einarsdóttir og ræðir um náttúrulegar leiðir til heilsusamlegrar uppbyggingar. Þriðjudaginn 2. des. kl. 19.30 verður Sr. Erla Guðmundsdóttir með aðventuhugvekju og boðið verður upp á súkkulaði og smákökur. Dagskráin eftir áramót verður auglýst á Facebooksíðunni. Samflot Laugardaginn 18. október kl. 14:00 stendur Krabbameinsfélagið fyrir samfloti í sundlaug Akurskóla. Unnur Valdís Kristjánsdóttir er hönnuður flothettu sem notuð er við samflotið. Flothettan nýtur síaukinna vinsælda til slökunar og til að draga úr streitu. Unnur verður á staðnum og leigir hettur og leiðbeinir við notkun. Lifandi tónlist mun hljóma af sundlaugarbakkanum í flutningi tónlistarmanna af Suðurnesjum. Október – bleikur mánuður Síðan árið 2000 hefur októbermánuður verið helgaður árvekni um krabbamein hér á landi. Ýmis mannvirki eru lýst í bleikum lit í byrjun október og bleik slaufa í formi barmmerkis er seld til stuðnings baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Helgina 24. og 25. október hafa nokkrir veitingastaðir á Suðurnesjum tekið að sér að halda bleikt kvöld og gefa hluta af ágóða sínum til félagsins. Suðurnesjamönnum gefst því kostur á að bregða undir sig betri fætinum og fara út að borða og njóta bleika kvöldsins með fjölskyldu og vinum og leggja um leið góðu málefni lið. Veitingastaðirnir eru: Flughótel og Hótel Keflavík í Reykjanesbæ, veitingastaðurinn Tveir vitar í Garði og veitingastaðurinn Vitinn í Sandgerði. Sunnudaginn 26. október kl 20:00 verður haldin messa í Keflavíkurkirkju sem helguð verður konum og krabbameinum. Í lok mánaðarins verður gengin bleik rökkurganga sem er viðburður fyrir alla fjölskylduna til að taka þátt, en hún verður nánar auglýst á Facebook.



14

fimmtudagurinn 9. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu hilmar@vf.is

Hér rís viðbygging við suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

■■Störfum á Keflavíkurflugvelli fjölgar hratt á næstu árum:

Yfir 200 ný störf á hverju ári - Sóknarfæri fyrir Suðurnes, segir Þröstur V. Söring framkvæmdastjóri flugvallarsviðs KEF

K

eflavíkurflugvöllur mun stækka ört á næsta áratug. Árið 2023, eftir níu ár, verður fjöldi farþega sem fer um Flugstöð Leifs Eiríkssonar kominn yfir sjö milljónir. Störfum í tengslum við flugvöllinn mun fjölga hratt á næstu árum en þumalputtareglan er að til verði 900 ný störf fyrir hverja milljón farþega sem fjölgar um. Samkvæmt áætlunum Isavia mun störfum fjölga jafnt og þétt eða um yfir 200 ár ári. Þannig mætti segja að ígildi álvers verði til í tengslum við flugið á Keflavíkurflugvelli á tveggja ára fresti næsta áratuginn. Þröstur V. Söring er framkvæmdastjóri flugvallarsviðs Keflavíkurflugvallar. Það er meðal annars á hans borði að fylgja eftir þeim vexti sem er að verða á Keflavíkurflugvelli. Vöxtur sem við erum ekki vön „Þessi vöxtur er eitthvað sem menn eru ekki vanir að fást við. Fjölgun farþega um eina miljón á áratug er ekki svo mikið. Það er því meiri áskorun fyrir okkur að fara úr þremur milljónum farþega upp í sex til sjö milljónir á tíu árum. Það er gríðarleg áskorun,“ segir Þröstur í samtali við Víkurfréttir. Helsti vandinn við þessa fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll er sá að fjölgunin á sér nær öll stað á sömu klukkustundum sólarhringsins. „Við erum að búa til rými sem nýtist í sex klukkustundir yfir sólarhringinn. Hinar átján stundirnar eru rólegri á flugvellinum. Okkar stærsti viðskiptavinur er búinn að byggja upp sitt leiðakerfi með þessum hætti og virkar það vel fyrir þá sem eru að ferðast á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Icelandair er að byggja upp sitt leiðakerfi á milli Bandaríkjanna og Evrópu með viðkomu á Íslandi og Wow air ætlar sér að byggja upp svipað kerfi“ Eldgosin kynna Ísland Þröstur segir að fulltrúar Isavia fari reglulega á ferðakaupstefnur erlendis til að sækja nýja viðskiptavini en öll vinna sé lögð í það að fá inn viðskiptavini til að nýta rólegan tíma í flugstöðinni. „Það hefur tekist rosalega vel en við viljum fá meira. Þegar við stækkum flughlöðin og fjölgum stæðum fyrir flugvélar þá verðum við líka að

fá flugfélög til að nýta „dauðu“ tímana. Við erum með mjög flott fólk sem fer erlendis og sækir þessi viðskipti. Eldgosin hafa verið að hjálpa þeim við þessa vinnu. Í dag þurfa þau ekki að tala í 15 mínútur og segja frá Íslandi. Þeir sem eru á þessum kaupstefnum vita hvað Ísland er. Okkar fólk getur farið beint í að selja vöruna sem það eru að bjóða og þannig hafa gosin hjálpað okkur“. Þröstur segir að þýsk flugfélög séu dugleg að nota afgreiðslutíma seint á kvöldin yfir sumarið. Þá er easyJet dæmi um flugfélag sem byrjaði smátt á Íslandi en er alltaf að stækka. „Við heyrum að þeir eru mjög ánægðir. Þeir eru með góða sætanýtingu og hafa sífellt verið að bæta í. Við höfum heyrt að easyJet noti innanhúss hjá sér að Ísland sé verkefni sem hafi gengið upp og módel sem þeir vilji nýta annarsstaðar“. Velta Keflavíkurflugvallar árið 2013 var rétt um 20 milljarðar króna og eignir 34,5 milljarðar og starfsmenn 850. Yfir sumartímann eru starfsmenn Isavia rétt um 1100 talsins. Tekjurnar eru áætlaðar 21,2 milljarðar á þessu ári. Rekstrarkostnaður hækkar einnig en ekki eins mikið. Fjárfestingar eru einnig að aukast mjög mikið. 85% starfsmanna búa á Suðurnesjum 85% starfsmanna Isavia á Keflavíkurflugvelli eru búsett á Suðurnesjum. Ég held að ég geti fullyrt að 85% starfsmanna á Keflavíkurflugvelli séu búsett á Suðurnesjum. Það eru helst flugvirkjar, flugmenn og áhafnir sem ekki búa á Suðurnesjum. Nú eru 3 stór verkefni í gangi hjá Isavia. Verið er að hefja stækkun flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavík upp á um milljarð króna, breytingar verða gerðar á verslunarsvæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og stækkun suðurbyggingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sem kostar um þrjá milljarða. Þá voru framkvæmdir á flugbrautum í Keflavík í sumar upp á um 340 milljónir króna. Keflavíkurflugvöllur er 25 ferkílómetrar innan girðingar. „Þetta er gríðarlega stórt svæði fyrir flugvöll að hafa og mikil gæði. Við þurfum á þessu landi að

halda. Flugvellir erlendis hafa yfirleitt ekki svona mikið svæði. Það er líka nægt rými til uppbyggingar við sjálfan flugvöllinn. Á svokölluðu austursvæði er mikið af gömlum húsum sem Varnarliðið byggði á árunum uppúr 1943 til 50 og hafa fengið lágmarksviðhald. Nú er unnið að svokölluðu Masterplani fyrir framtíðaruppbyggingu Keflavíkurflugvallar og segir Þröstur þá vinnu vera mjög spennandi. Sóknarfæri fyrir Suðurnesjamenn Áætlanir Keflavíkurflugvallar gera ráð fyrir að fjöldi farþega um Keflavíkurflugvöll verði 3,8 milljónir á þessu ári. Árið 2023, eftir níu ár, er gert ráð fyrir að heildarfjöldi farþega um Keflavíkurflugvöll verði kominn yfir 7 milljónir. Þar af verða þeir farþegar sem aðeins millilenda á Íslandi orðnir um 2,5 milljónir. „Talsverð sóknarfæri eru á Suðurnesjum í að sækja í farþega sem koma til Keflavíkurflugvallar að morgni og fara aftur af landinu að kvöldi áfram til Evrópu. Þetta fólk

Þröstur V. Söring er framkvæmdastjóri flugvallarsviðs Keflavíkurflugvallar.

er með takmarkaðan tíma en þarf einhverja afþreyingu og væri tilbúið að kaupa þjónustu eða veitingar niðri í bæ,“ segir Þröstur. Hann segir þær spár sem gerðar hafa verið til þessa hafi staðist. „Upplýsingum er safnað víða að. Við notum spár frá öðrum inn í okkar spár til að gera þetta sem raunsannast“. 2616 með passa í dag - verða 5200 eftir áratug Á Keflavíkurflugvelli fær enginn aðgangspassa nema að hann þurfi þess starfs síns vegna að hafa aðgang inn í flugstöðina eða inn á flugvöllinn. Í dag eru þessir passar 2616 talsins. Þessum aðgangsheimildum hefur fjölgað um 1000 talsins frá árinu 2009. Starfsmenn sem þurfa aðgangsheimildir verða orðnir yfir 5200 árið 2023. Þá eru ekki talin þau störf sem tengjast fluginu og eiga sér stað utan flugvallarins, eins og hjá bílaleigum og í ýmis konar flugtengdri þjónustu. „Þumalputtareglan er að hver milljón farþega geti af sér 900 störf. Þetta er reynslan og til að þjóna

þessum fjölda farþega þá þarf þetta mörg störf. Flugvellir eru þannig til einsleitir og við erum ekkert að gera hlutina öðruvísi hér heldur en í öðrum löndum. Við þurfum að vera hóflegir þegar kemur að væntingum en við þurfum líka að búa okkur undir þennan fjölda. Það þarf að ráðast í framkvæmdir og stækka flugvöllinn. Það þarf að þjálfa fólk. Við þurfum að hafa aðgengi að menntuðu fólki til að vinna fjölbreytt störf. Við höfum m.a. verið að reyna að finna leiðir til að eiga samstarf við Fjölbrautaskóla Suðurnesja varðandi verkmenntabrautirnar þar því það eru alltaf færri og færri sem sækja í verknám, því miður, en það er svo sannarlega fólk sem við þurfum á að halda. Við sækjumst eftir fólki með menntun í vélstjórn, vélvirkjun og rafvirkjun, sem dæmi. Allir innviðir samfélagsins þurfa að búa sig undir að taka við þessu fólki, hvort sem það eru hótel, veitingastaðir eða bara að undirbúa þá náttúru sem fólkið er að sækja,“ segir Þröstur.


Nú er Domino’s-deildin að hefjast og þá mætast stálin stinn í körfunni. Hvernig koma þessi bestu lið landsins undan sumri? Ekki missa af leik með þínu liði í Domino’s-deildinni.

DOMINO’S-DEILD KARLA

SKALLAGRÍMUR–KEFLAVÍK Fimmtudagskvöld 9. okt. kl. 19:15

KR–NJARÐVÍK

Fimmtudagskvöld 9. okt. kl. 19:15

HAUKAR–GRINDAVÍK Föstudagskvöld 10. okt. kl. 19:15 DOMINO’S-DEILD KVENNA

HAUKAR–KEFLAVÍK Sunnudagskvöld 12. okt. kl. 19:15

PIPAR \ TBWA • SÍA • 143350

SJÁUMST Á VELLINUM!


16

fimmtudagurinn 9. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

Jóhanna Karlsdóttir, Vesturbraut 11, Keflavík,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 5. október. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju kl. 13:00 þann 16. október. Hafsteinn Sigurvinsson, Sigurvin Ægir Sigurvinsson, Ólöf Sigurvinsdóttir, Dröfn Sigurvinsdóttir, Karítas Sigurvinsdóttir, Hreinn Steinþórsson, Leo George , Þorvaldur Kjartansson, barnabörn, barnabarnabörn.

Bergþóra Sigurjónsdóttir, Halldór Rúnar Þorkelsson, Tryggvi Björn Tryggvason,

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,

Magnús Jónsson,

Háteigi 19, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, miðvikudaginn 24. september 2014. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur vilja koma á framfæri sérstöku þakklæti til starfsfólks legudeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja D-álmu. Sigríður Magnúsdóttir, Einar Haukur Helgason, Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, Kristbjörg Jónína Magnúsdóttir, Sjöfn Magnúsdóttir, Óskar Gunnarsson, Elísabet Magnúsdóttir, Hafþór Óskarsson, Pétur Magnússon, Valerie Jaqueline Harris, Sigurborg Magnúsdóttir, Gunnar Ellert Geirsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

Einlægar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, sonar, bróður og afa,

Markúsar Karls Valssonar, Heiðartúni 4 Garði,

sérstakar þakkir til SBK og Kaffi Duus fyrir stuðning á erfiðum tíma. Guðrún Sonja Hreinsdóttir, Jóhanna Andrea Markúsdóttir, Guðmundur Hreinn Markússon, Valur Ingi Markússon, Þorvaldur Markússon, Jóhanna Andrea Markúsdóttir, Valur Kristinsson, Þórunn Ólöf Valsdóttir, Kristinn Ingi Valsson, Daníel Þór Valsson, Markús Hreinn Jóhönnuson,

Með ryk í auga – Bráðfyndin revía frumsýnd í lok oktober

U

nd anf arnar v i kur haf a staðið yfir æfingar á revíunni „Með ryk í auga“ sem Leikfélag Keflavíkur frumsýnir þann 31. október. Það eru bæði nýir og gamalreyndir leikfélagar sem semja verkið að þessu sinni en af nægu er að taka enda mikið gerst á undanförnum árum hér á svæðinu. Leikstjórinn Hjálmar Hjálmarsson sagði í samtali við Víkurfréttir að mikill kraftur og áhugi einkenndi alla þá sem að verkinu koma hvort heldur um er að ræða höfunda, leikara eða aðra. „Þetta er frábær hópur og augljóst að leikfélagið býr yfir feikna kraftmiklu fólki,“ segir Hjálmar.“ Hann sagði það mikinn heiður að fá tækifæri til þess að setja á svið revíu með þessu metnaðarfulla fólki og hann hlakkar til frumsýningarinnar. Það hvílir reyndar mikil leynd yfir þeim mönnum og málefnum sem

tekin eru fyrir og öruggt að einhverjir verða pínu fúlir en þannig eru þessar revíur bara og hafa verið í gegnum tíðina; einhverjir fara í fýlu ef þeir eru teknir fyrir og aðrir verða fúlir yfir því að vera ekki teknir fyrir, aldrei hægt að gera öllum til hæfis. Eitt er þó

á hreinu miðað við hlátrasköllin og fjörið sem einkenndi leikarahópinn þegar blaðamaður kíkti á æfingu að þarna eru á ferðinni bráðfyndnir þættir og stiklað er á ýmsum málum sem allir ættu að þekkja úr sveitarfélögunum hér á Suðurnesjum.

Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og mágkona,

Gestrún Sveinsdóttir,

fyrrum kaupmaður á Tálknafirði, Ægisvöllum 1, Keflavík, sem lést þann 1. október í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 10. október kl. 13:00. Þeir sem vilja minnast hennar er bent á félagið Heilavernd. Ólafur Helgi Gunnbjörnsson, Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir, Gunnbjörn Ólafsson, Guðný Ösp Ólafsdóttir, Gerilaug Jónsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir,

Guðjón Sigurðsson, formaður MND.

■■Skapa sendiherra aðgengis með fyrirlestrum um landið: Bjartmar Hannesson.

Ekki eins og að sitja í stól „Við gerum þetta til að skapa sendiherra aðgengis í framtíðinni; að þau muni hafa upplifað á eigin skinni hvernig er að mæta þeim hrindrunum sem þau mæta þegar þau fara um bæinn sinn. Við vonumst til að þegar þau verða t.d. stjórnmálamenn, arkitektar eða byggingafulltrúar í framtíðinni, þá muni þau eftir þessari reynslu og skili henni inn í sín störf,“ segir Árnný Guðjónsdóttir, fulltrúi hjá MND félaginu og dóttir formanns félagsins, Guðjóns Sigurðssonar. Þau feðgin, ásamt Arnari Helga Lárussyni, formanni SEM samtakanna og Tryggva Frey Torfasyni, fulltrúa MND félagsins, hófu hringferð um landið í

Njarðvíkurskóla sl. mánudag. Stefnan er tekin á grunnskólana þar sem efld verður vitund 10. bekkinga um aðgengismál með fyrirlestrum. Greina hindranir í nærumhverfi Árnný segir verkefnið ganga út á kynna hvað hægt sé að gera þrátt fyrir takmarkanir sem hjólastóll veldur. Í kjölfarið verður haldin keppni sem gengur út á að nemendur, 4-6 saman í hóp, fá afhentan hjólastól og hafa hann í 24 klukkustundir. Þau muni greina hindranir í sínu nærumhverfi og koma mögulega með einhverjar lausnir. „Við erum að í raun að virkja kraftinn í unga

fólkinu því oft er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Þess vegna völdum aldurshópinn sem mun erfa landið. Þau hafa tvær vikur til að skila okkur skýrslu sem inniheldur uppl um hrindarnir og lausn við þeim.“ Erfitt að skreppa út í bakarí Arnar Helgi bætir við að verkefnið sé mjög þarft. „Við Guðjón sýnum þeim hvað við getum og gerum en á móti átta þau sig vonandi á að þetta er ekki hindranalaust og við þurfum að hafa miklu meira fyrir því að t.d. skreppa út í bakarí. Við þurfum að velja bakaríið úr frá aðgengi. Þetta er ekki bara eins og að sitja í stól.“


17

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 9. október 2014

-afþreying

-ung

Guðfaðirinn, Thom Yorke og Walter White Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson er með blæti fyrir því að gera lista yfir þær plötur sem hann hlustar á. Hann er ekki að horfa á neina nýja sjónvarpsþætti þessa dagana, en leitar reglulega í vandaða þætti eins og Breaking Bad, The Wire og Game of Thrones. Að hans mati eru þetta þeir allra bestu sjónvarpsþættir sem gerðir hafa verið. Síðast þegar Valdi gluggaði í bók, þá varð hin sígilda The Godfather, eftir Mario Puzo, fyrir valinu. Kvikmyndin sem gerð var eftir bókinni er í sérstöku uppáhaldi hjá söngvaranum. Valdimar ætti að fá aðra góða plötu í safnið á næstunni, en þá kemur út þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar Valdimar, en sú ber nafnið Batnar útsýnið. Bókin

Síðasta bókin sem ég las var The Godfather eftir Mario Puzo. Bíómyndin er náttúrulega ein af mínum uppáhalds og það var mjög skemmtilegt að lesa þessa bók því það eru alls konar litlir karakterar í myndinni, eins og Johnny Fontane og Luca Brasi, sem maður fær að kynnast miklu betur ef maður les bókina. Svo var ég nýlega að byrja að lesa The God Delusion eftir Richard Dawkins, mjög áhugavert stöff. Tónlistin Ég er búinn að vera mjög mikið að hlusta á plötur frá árunum 2010-2014 síðustu vikur. Ég er með eitthvað blæti fyrir því að gera lista og nýjasti listinn

er bestu plöturnar frá árunum 2010-2014. Þetta eru artistar eins og Arcade Fire, The National, Kanye West, Beach House, LCD Soundsystem, M83, Kendrick Lamar og fleiri. Ég spái því síðan að nýjasta platan frá átrúnaðargoði mínu, Thom Yorke, muni síðan fá mikla spilun hjá mér næstu daga. Sjónvarpsþátturinn Það er eiginlega enginn nýr þáttur að heilla mig það mikið þessa dagana. Ég er búinn að vera að horfa aftur á Breaking Bad, sem eru ásamt The Wire og Game of Thrones bestu þættir sem gerðir hafa verið. Ég er að spá í að tékka næst á Bojack Horseman, hef heyrt góða hluti um þá.

■■Reykjanesbær:

Útsvarsliðið sækir liðsstyrk á slysó B

Útsvarslið Reykjanesbæjar ásamt forseta bæjarstjórnar. F.v.: Anna Lóa Ólafsdóttir, Grétar Þór Sigurðsson, Guðrún Ösp Theódórsdóttir og Baldur Þórir Guðmundsson. VF-mynd: Hilmar Bragi

-

reytingar hafa orðið á Útsvarsliði Reykjanesbæjar. Útvarps- og hestakonan Hulda Geirsdóttir hefur yfirgefið liðið en í hennar stað er kominn liðsstyrkur frá slysa- og bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Guðrún Ösp Theódórsdóttir hjúkrunarfræðingur er kominn í liðið í stað Huldu. Þeir Grétar Þór Sigurðsson og Baldur Þórir Guðmundsson eru áfram í liðinu frá síðasta vetri. Útsvarsliðið kom saman í síðustu viku á veitingastaðnum Vocal í Keflavík til að bera saman bækur sínar. Þá var meðfylgjandi mynd tekin en með Útsvarsliðinu er Anna Lóa Ólafsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.

smáauglýsingar TIL LEIGU

ÓSKAST

Raðhús til leigu 134 ferm.m/ bílskúr leigu verð er 150.000 á mánuði. Tómas sími. 778 3000

Óska eftir vinskap við þokkalega og reyklausa konu sem hefur gaman af að fara út á lífið t.d. á kaffihús, tónleika, leikhús, bíó, dansa, ferðast, o.m.fl. til að gera lífið skemmtilegra. Er eins og ég, orðin leið á að gera og fara flest ein eða jafnvel ekki neitt. Er tæplega sjötugur, þokkalegur, reglusamur og vel á mig kominn. Æskilegt að viðkomandi sé á aldrinum 60 til 70 ára og búi á Suðurnesjum. Áhugasöm hafið samband með SMS í síma 861 1767. Öllum svarað með símtali. Ætlast er til að sýndur sé gagnkvæmur trúnaður. Ef maður gerir eitthvað, gerist eitthvað.

TIL SÖLU

Toyota Corolla árg 95. Skoðaður 2015. Upplýsingar í s: 897-3899. Nýskoðaður, ekinn 350 þúsund, hækkaður upp að aftan, nýir gormar og demparar. Krókur, álfelgur fylgja. Uppl. s.8924498 Hef til sölu hundabúr og Hotpoint frystir, upplýsingar í síma 7879934.

4 manna fjölskylda óskar eftir húsnæði til leigu sem allra fyrst í Keflavík eða Njarðvík í hverfi Holtaskóla er kostur en skoðum allt.. Skillvísum greiðslum og snyrtimennsku heitið. Upplýsingar í síma 868-9011 844-5868. Reyklaus og reglusöm kona á fimmtugsaldri óskar eftir 3-4 herbergja íbúð Í Keflavík. Meðmæli ef óskað er. Upll. í síma 894-6267

Traustur aðili óskar eftir 2-3 herb íbúð til leigu í Reykjanesbæ. upplýsingar í 866-0044 Traustur aðili óskar eftir Einbýlishúsi til leigu á suðurnesjum. skoða allt, 3-6 mánaða fyrirframgreiðsla, langtímaleiga. upplýsingar í 783-9493.

ÞJÓNUSTA Tek að mér að klippa, snyrta og baða smáhunda. Góð reynsal.Sjá hundasnyrting á FB. Kristín s. 897 9002.

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla

Stefni á flugmanninn Elsa Júlíusdóttir er nemandi í 10. bekk í Heiðarskóla. Hana langar að geta lesið hugsanir og segir að tónlist og vinir séu hennar áhugamál. Hún segir að fatastíllinn hennar sé ákaflega þægilegur og að íslenska er leiðinlegasta fagið í skólanum. Hvað gerirðu eftir skóla? Fer oftast bara heim að sofa eða fer og hitti vini mína. Hver eru áhugamál þín? Tónlist og vinir! Uppáhalds fag í skólanum? Samfélagsfræði og Íþróttir eru í uppáhaldi. En leiðinlegasta? Klárlega íslenska. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Kanye West og allir úr Kardashian fjölskyldunni. Ef þú gætir fengið einn ofurkraft, hver væri hann? Lesa hugsanir allan daginn!

Hvað my ndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Ég myndi örugglega bara byrja að flippa í fólki. Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Bara eins þægilegt og hægt er. Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Lífsglöð, traust og held hópnum lifandi. Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla? Klárlega starfsfólkið og krakkarnir!

Hvert er draumastarfið? Er að stefna á flugmanninn. Hver er frægastur í símanum þínum? Bestu vinkonurnar mínar, Guðný og Emilíana. Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Örugglega bara Frank Ocean og Tinie Tempah.

Hvaða lag myndi lýsa þér best? I still haven't found what im looking for með U2. Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Workaholics myndi lýsa mér best.

Besta: Bíómynd? Pineapple Express klikkar aldrei. Sjónvarpsþáttur? Breaking Bad, Prison Break, The Walking Dead og Keeping Up With The Kardashians. Tó n l i s t a r maður/ Hljómsveit? Coldplay, Kanye We s t o g T h e Weekend. Matur? Kjúklingapasta hjá

mömmu er best. Drykkur? Ískalt Fanta exotic og vatn. Leikari/Leikkona? Leonardo DiCaprio,Bryan Cranston og Seth Rogen Fatabúð? H&M er í uppáhaldi Vefsíða? Facebook og YouTube Bók? The Fault In Our Stars er góð.

póstur u pop@vf.is AFMÆLI

50 ára brúðkaupsafmæli föstudag 10. október.

Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

Til hamingju með áfangann Pabbi og Mamma. Takk fyrir að vera þessar flottu fyrirmyndir okkar í öll þessi ár.

sími 421 7979

Börnin ykkar þrjú.

www.bilarogpartar.is


18

fimmtudagurinn 9. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

pósturu eythor@vf.is

Keflvíkingum spá titlinum í kvennaflokki Spáin fyrir Domino´s deildirnar í körfubolta XXFyrr í vikunni lauk árlegum kynningarfundi vegna upphafs Domino's deildanna í körfubolta. Á fundinum er spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða opinberuð. Að þessu sinni er Keflavík spáð Íslandsmeistaratitlinum í kvennaflokki. Þar er Grindvíkingum spáð þriðja sæti. Karlaliðinum er spáð ágætis gengi. Samkvæmt spánni enda Grindvíkingar í öðru sæti og Njarðvíkingar í því fjórða. Keflvíkingum er svo spáð sjöunda sæti.

Haraldur og Anna Rún best hjá Keflavík Verðlaunin frá lokahófi Keflvíkinga

Elías á fljúgandi siglingu gegn Víkingum

Pressulausir Keflvíkingar unnu síðasta leik sumarsins Sjöunda sætið staðreynd Keflvíkingar unnu 2-0 sigur á Víkingum í lokaumferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu sem fram fór um liðna helgi. Það voru þeir Elías Már Ómarsson og Hörður Sveinsson sem skoruðu mörk Keflvíkinga í leiknum. Með sigrinum enduðu Keflvíkingar í sjöunda sæti deildarinnar með 28 stig. Mörk heimamanna komu í fyrri hálfleik, en í þeim seinni vörðust þeir vel gegn hungruðum Víkingum sem eltust við Evrópusæti. Þrátt fyrir úrslitin tókst Víkingum að tryggja sér sæti í Evrópu. Elías fer til Noregs á reynslu Elías Már Ómarsson segir að liðið hafi verið afslappað, enda léttir að hafa tryggt sætið í deildinni í síðasta leik. Hann var nálægt því að skora tvö mörk í leiknum en ákvað að gefa Herði Sveinssyni annað markið. „Hann er að berjast um gullskóinn. Ég sagði dómaranum að skrá markið á Hödda. Hann náði að pota honum inn að lokum,“ segir Elías og brosir. Framherjinn ungi segir að hann hafi náð sínum persónulegum markmiðum í sumar að mestu leyti, en hann ætlaði sér að ná að tryggja byrjunarliðssæti. Það tókst og gott betur. Aðspurður um næsta tímabil segir Elías að hann hafi heyrt af áhuga erlendra liða á sér, sérstaklega frá Noregi, en hann sé ekkert búinn að spá í slíkt. Hann mun halda til norska liðsins Start á næstunni þar sem hann verður til reynslu. Það leggst vel í hann en hann hefur fengið upplýsingar frá Haraldi Frey, fyrirliða Keflvíkinga, um klúbbinn, en Haraldur lék í Noregi um árabil. „Ég myndi ekki stökkva á hvað sem er. Ég þarf að skoða þessi mál og ákveða svo hvað sé best í stöðunni, ég er ekkert að stressa mig á þessu.“ Elías náði einnig að vinna sér inn sæti í U21 liði Íslands á þessu sumri ásamt því að skora sex mörk. „Ég bjóst ekki við því að verða valinn í U21 liðið og það er bara bónus ofan á allt saman. Það er mjög sætt.“ Lið Íslands leikur ytra gegn Dönum á morgun, föstudag, og segist Elías vonast eftir að fá tækifæri til þess að spila í leiknum. Nálægt sínum markmiðum Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, segir að sigurinn hafi skipt liðið miklu máli. Gott hafi verið að enda vel til þess að

fleyta liðinu inn í næsta tímabil í Pepsi-deildinni. Varðandi tímabilið í heild sinni segir hann að Keflvíkingar hafi ekki verið langt frá markmiðum sínum. Þeir hafi stefnt á sjötta sæti eða ofar og á að komast langt í bikarnum. Varðandi framhaldið hjá honum segist hann ekki vita hvað taki við hjá honum.

„Ég hef ekki heyrt af áhuga annarra liða. Þið verðið svo að spyrja dætur mínar hvort ég verði áfram hér í Keflavík,“ sagði Kristján glettinn. Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastóri Keflvíkinga, sagðist ekki eiga von á öðru en að Kristján verði áfram, enda væri hann með samning í tvö ár.

XXLokahóf knattspyrnudeildar Keflavíkur fór fram á laugardag. Þar voru veitt verðlaun fyrir árangur sumarsins í karla- og kvennaflokki, bæði í meistaraflokki og 2. flokki. Haraldur Freyr Guðmundsson var kjörinn besti leikmaður meistaraflokks Keflavíkur karla, en Anna Rún Jóhannsdóttir var best hjá meistaraflokki kvenna. Elías Már Ómarsson var efnilegastur karla, á meðan Sólveig Lind Magnúsdóttir var valin efnilegust kvenna.

Grindvíkingar töpuðu gegn KR í fyrsta leik Körfuboltinn farinn að rúlla XXKörfuboltavertíðin hófst um sl. helgi þegar leikið var um titilinn meistarar meistaranna í karla og kvennaflokki. Hjá körlunum léku bikarmeistarar Grindavíkur gegn Íslandsmeisturum KR. Þar höfðu KRingar öruggan sigur 105-81. Ólafur Ólafsson fór fyrir Grindvíkingum í leiknum en hann átti stórleik, skoraði 31 stig og tók 11 fráköst. Leiktíðin hefst svo fyrir alvöru í karlaflokki í kvöld, fimmtudaginn 9. október með heilli umferð. Þá leika reyndar öll Suðurnesjaliðin á útivelli. Njarðvíkingar heimsækja KR-inga, Keflvíkingar mæta Skallagrími og Grindvíkingar fara í Hafnarfjörð og leika gegn Haukum. Kvennadeildin hófst áí gær, miðvikudag með heilli umferð. Þar léku bæði Suðurnesjaliðin á heimavelli. Keflvíkingar fengu Blika í heimsókn á meðan Grindvíkingar tóku á móti Hamarskonum. Úrslit úr leikjunum má sjá á vf.is.

Styrmir Gauti leikmaður ársins hjá Njarðvík Brynjar Freyr efnilegastur XXVarnarmaðurinn Styrmir Gauti Fjeldsted var kjörinn leikmaður ársins á lokahófi meistaraflokks Njarðvíkur sem fór fram í gær, laugardag. Brynjar Freyr Garðarsson var útnefndur efnilegasti leikmaðurinn og Björn Axel Guðjónsson markahæsti leikmaður liðsins, með 12 mörk í 17 leikjum.

Sigurbergur átti gamla metið en var glaður fyrir hönd Hilmars.

Hilmar yngstur til þess að leika í efstu deild -Sló metið hans Sigurbergs

H

inn 15 ára gamli leikmaður Keflvíkinga, Hilmar Andrew McShane, varð yngstur leikmanna frá upphafi til þess að leika í efstu deild. Hilmar, sem er fæddur árið 1999, sló þar með met Sigurbergs Elíssonar sem hafði staðið óhreyft frá árinu 2007, en þá var Sigurbergur 15 ára og 105 daga gamall. Hilmar,

sem er 15 ára og 56 daga gamall, kom inn í leiknum fyrir Elías Már Ómarsson undir lokin og fékk lof í lófa frá áhorfendum. Þess má geta að Hilmar er sonur Paul McShane, leikmanns Keflvíkinga, en Paul var að láni hjá Reyni Sandgerði seinni hluta tímabils.

Reynismenn byrjuðu með sigri í 2. deild XXReynismenn hófu leik sinn í 2. deildinni í körfuknattleik karla með öruggum sigri á Aftureldingu. Leikið var í Mosfellsbæ þar sem lokatölur urðu 49-80 fyrir Sandgerðinga. Í hálfleik leiddu Reynismenn 3236, en þeir gerðu út um leikinn í þriðja leikhluta. Eftir þann leikhluta var staðan 38-55. Eftirleikurinn var svo auðveldur fyrir baráttuglaða Reynismenn. Alfreð Elíasson var stigahæstur Reynismanna með 28 stig.

Páll bestur Þróttara XXÞróttarar í Vogum héldu veglegt lokahóf á laugardag, þar sem samankomnir voru um 100 hressir gestir. Þorsteinn Gunnarsson fráfarandi þjálfari liðsins fékk fallega kveðjugjöf frá Vogabúum og fór með ræðu. Þakkaði hann kærlega fyrir skemmtilegar stundir og góðar minningar. Páll Guðmundsson var kjörinn besti leikmaður liðsins auk þess sem hann var markahæstur með 17 mörk á leiktíðinni. Aran Nganpanya var svo kjörinn efnilegastur.



vf.is

-mundi Það er einhver peningal...nei! meina skítalykt af þessu máli í Grindavík

FIMMTUDAGINN 9. OKTÓBER 2014 • 39. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR

Allt fyrir baðherbergið I Á MÚRBÚÐARVERÐ

VIKAN Á VEFNUM Fida Abu Libdeh Hani, krummi, hundur, svín, hver er okkar framtíðarsýn?

Þýsk gæði

80x80cm

43.900

3-6 lítra hnappur

Fást einnig í 90x90cm á kr. 45.900. Einnig eru til rúnnaðir 90x90 klefar á kr. 45.900 Sturtustöng og -brúsa fylgja.

CERAVID SETT WC - kassi, hnappur og hæglokandi seta.

Sverrir Þór Sverrisson Alltaf slæmt að missa góðan leikmann og félaga úr sínu liði en frábært tækifæri fyrir Sigga og gott skref fyrir hans feril. Sigurður Gunnar Þorsteinsson Gangi þér vel vinur.

Þýsk gæðavara

41.990

11.990 AGI-167 hitastýrð blöndunartæki fyrir sturtu fáanleg með upp stút.

Rósetturog hjámiðjur fylgja. Vatnslás og botnventill frá McAlpine seldur sér á kr. 1.290

Styrmir G. Fjeldsted Brot af þvi besta með Villa Vill, þvílik plata

aðherbergið b ir r y F Skál: króm Hæglokandi seta

g Burstað stál o21.990

CERAVID baðkar 170x75 cm

„Scandinavia design“

Halldór Halldórsson Uppselt á MIð-Íslands í hljómahöllinni á fimmtudag. I aint mad at cha. Elíza (Geirsdóttir) Newman @vikurfrettir komu í heimsókn á Staðarhól - local news came knocking #hafnirhollywood #víkurfréttir

BOZZ sturtuklefi

3.190,-

vara! Gæðaúrval! Gott

3.190,-

2.690,-

26.990

Vitra Grand 2.290,Scandinavia m. setu 3.790,OZY stál-sturtubarki 1,75m

LÁTUM FAGMENN VINNA VERKIN

990

Swift snagi, burstað stál, mikið úrval

1.590 1.690

1.690,1.590,-

11.990 VITRA Slope blöndunartæki með botnventli

1.690,-

1.490,-

hitastýrð blöndunartæki

kjavík

Kletthálsi Rey Reykjanesbæ

Akureyri jum Vestmannaey

- sala@murbud Sími 412 2500

.murbud in.is - www

in.is

Málm handföng. Rósettur og hjámiðjur fylgja.

6 mm Hert

EN 1111:1997

öryggisgler Guoren 4F Hitastýrt baðtæki Exclusive

Íslandi

Eva Sif Að hrökkva upp við þrumur og eldingar og húsið hrisstist er mjöööög skrýtið á

Benso Hvernig ætli stemmningin sé á skrifstofu @framsokn í dag. Vöfflur með rjóma og nýmjólk útí kaffið. #ms

#

víkurfréttir

kr.

19.990

FC 504 Sturtuhorn 80x80 cm

34.690

Guoren TLY Sturtusett kr.

Fuglavík 18. Reykjanesbæ

47.990

Opið 9-12 og 13-18 virka d.

Guoren 1L Hitastýrt baðtæki standard kr.

Guoren-AL Hitastýrt tæki með uppstút kr.

14.990

17.990

Guoren-BO Hitastýrt tæki með niðurstút kr.

14.990

Sími 421 1090 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.