39 tbl 2015

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

NÝR OG BETRI OPNUNARTÍMI

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17

OPIÐ ALLA DAGA 10-20

kræsingar & kostakjör

NETTÓ REYKJANESBÆ

Auglýsingasíminn er 421 0001

vf.is

F IMMTUDAGUR 8. O KTÓ BE R 2 0 15 • 39. TÖ LU BLA Ð • 36. Á RGA NGU R

Gengið eftir Tjarnargötu í haustblíðunni

Það er orðið haustlegt yfirbragð á gróðrinum og alveg kjörið að skella sér í göngutúr og njóta haustlitanna. Þessar gengu eftir gangstéttinni við Tjarnargötu í Keflavík og var ferðinni heitið á bókasafn Reykjanesbæjar til að skila góðri bók. VF-mynd: Hilmar Bragi

Fámennt á íbúafundi andstæðinga byggingar kísilvers Thorsils í Helguvík:

Það er alltaf hægt að komast út úr samingum ef vilji er fyrir hendi „Ég er sannfærður um að sú staðreynd að niðurstaða kosninganna verði ekki bindandi hafi haft áhrif á það hversu fáir mættu á fundinn. Umræður voru samt góðar og fjörugar og baráttuandinn hjá þeim sem eru á móti efldist við fundinn,“ segir Benóný Harðarson, fundarstjóri og einn

skipuleggjenda íbúafundar á Mánagrund í Reykjanesbæ í fyrrakvöld. Tilefni fundarins var bygging kísilvers Thorsils í Helguvík en milli 40 og 50 manns mættu á fundinn. Hópurinn sem að fundinum stóð safnaði í sumar undirskriftum yfir 25 prósent kosn-

ingabærra íbúa Reykjanesbæjar sem vilja fá að kjósa um breytingu á deiliskipulagi í Helguvík vegna fyrirhugaðrar byggingar kísilversins. Áætlað er að kosningarnar muni fara fram 8. til 20. nóvember en bæjarstjórn hefur samþykkt að niðurstaða þeirra

verði ekki bindandi. „Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, sagði að kosningarnar myndu ekki skipta neinu máli en það verða haldnir fleiri fundir fyrir kosningarnar og fólk verður að gera sér grein fyrir að auðvitað skipta niðurstöðurnar máli sama hvað bæjarstjórinn segir,“ sagði Benóný. Sjá nánar á bls 15.

Ný íslensk netverslun með aðsetur á Ásbrú:

„Getum valdið byltingu í vöruverði“ X„Við X erum stór hópur fólks sem sættir sig ekki við að borga allt frá áttfalt eða jafnvel fimmtánfalt verð fyrir vöru, aðeins vegna tolla, milliliða og flutningsmáta. Oshop.is hefur verið í undirbúningi sl. 4 ár eða allt frá því samningarviðræður hófust á milli Íslands og Kína um fríverslun,“ segir Védís Hervör Árnadóttir, framkvæmdastjóri Oshop, sem er ný vefverslun sem hefur aðsetur á Ásbrú í Rreykjanesbæ. „Við sýnum það strax í verðinu sem við kynnum að ef almenningur tekur þessu vel, getum við saman valdið byltingu í verðlagi á Íslandi og gefum engan afslátt í gæðum,“ segir Védís jafnframt. Oshop.is er ný hugsun í verslun, ný íslensk netverslun sem opnaði sl föstudag. Oshop. is hefur það markmið að bylta verðlagi sérvöru á Íslandi fyrir almenning. Markmið oshop.is er að ná gæðavöru á sem allra bestu verði, segir Védís. „Við herjum sérstaklega á þá vöruflokka sem eru hvað dýrastir hér á Klakanum. Við eltumst ekki við merkjavöru né bjóðum við upp á ólöglegar eftirlíkingar. Viðskiptavinir kaupa kynnta vöru beint af oshop.is en geta einnig leitað uppi vörur á stórum alþjóðlegum netverslunum og kannað síðan hvort Oshop nær að skila vörunni á lægra verði með safnkaupum og hagkvæmari flutningsmáta. Íslenskir starfsmenn eru m.a. staðsettir í Kína þar sem oshop.is rekur vöruhús. Starfsmenn þar kanna gæði vöru frá framleiðanda, áður en gefin er heimild á að flytja vöruna til Íslands. Þar er jafnframt séð um að pakka vörunni áður en hún leggur af stað til kaupanda á Íslandi. Varan fer síðan í fjölsendingu til Íslands, til að lækka flutningskostnað. Nánar er fjallað um netverslunina á vef Víkurfrétta, vf.is.

FÍTON / SÍA

VIKULEGUR MAGASÍNÞÁTTUR SJÓNVARPS VÍKURFRÉTTA einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

HORFÐU Í KVÖLD KL. 21:30 Á ÍNN

rnesjum!

Alltaf eitthvað nýtt frá Suðu


2

fimmtudagur 8. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR

KÆRAR ÞAKKIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Þökkum kærlega fyrir þátttöku í Heilsuog forvarnarviku Reykjanesbæjar 2015! Allar ábendingar eru vel þegnar á heilsuvika@reykjanesbaer.is f.h. Fræðslusviðs og Velferðarsviðs, Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi.

MRSÍ/ICELANDIC HUMAN RIGHTS

VIÐTALSTÍMAR/ APPOINTMENTS

Mannréttindaskrifstofa Íslands(MRSÍ) verður með mánaðarlega viðtalstíma fyrir innflytjendur í Reykjanesbæ, milli kl. 12:00 og 16:00 í Fjölskyldusetri Reykjanesbæjar, Skólavegi 1 frá og með 14. október nk. Þjónustuver Reykjanesbæjar tekur á móti tímapöntunum í síma 421-6700 milli kl. 9.00 og 16.00 alla virka daga. Taka þarf fram hvort þörf sé á túlkaþjónustu í viðtalinu. Icelandic Human Rights (MRSÍ) will have monthly appointments for immigrants in Reykjanesbær between 12:00 o´clock and 16:00 o´clock in the Family Centre at Skólavegi 1. These appointments will start on the 14 of October. It is necessary to book appointments through customer service at the Town hall, phone 421-6700 between the hours 9:00 and 16:00 o´clock on weekdays. If necessary, need for an interpreter in the interview has to be stated.

AÐSTOÐARLEIKSKÓLASTJÓRI ÓSKAST

Sr. Erla og sr. Eva Björk settar í embætti Þ

að var merkur dagur í Keflavíkurkirkju á sunnudag þegar Þórhildur Ólafs, prófastur, setti sr. Erlu Guðmundsdóttur í embætti sóknarprests og sr. Evu Björk Valdimarsdóttur í embætti prests í Keflavíkurprestakalli. Fjöldi gesta var viðstaddur hátíðarguðsþjónustuna en að henni lokinni var gestum boðið að þiggja veitingar í Kirkjulundi, safnaðarheimili kirkjunnar.

Leikskólinn Hjallatún auglýsir stöðu aðstoðarleikskólastjóra lausa frá 16. nóvember 2015. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, jákvæðni, samskiptahæfni, þjónustulund og áhuga á þróun nýjunga í leikskólastarfi.

Rekstur Reykjanesbæjar verri 2015 en gert var ráð fyrir

Umsóknarfrestur er til og með 18. október nk. Umsóknum skal skila rafrænt á www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf, þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunar og hæfniskröfur. Nánari upplýsingar veitir Ólöf Magnea Sverrisdóttir leikskólastjóri í síma 420-3150 eða 698-6061 eða með tölvupósti á olof.sverrisdottir@hjallatun.is

BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR

NÁMSKEIÐ UM EGILS SÖGU

Námskeið um Egils sögu hefst 13. október nk. ef næg þátttaka fæst. Þorvaldur Sigurðsson bókmennta- og íslenskufræðingur stýrir námskeiðinu sem verður á þriðjudagskvöldum kl. 19:30 - 21:30 til 10. nóvember, samtals 5 skipti. Verð: kr. 5000, kaffi og meðlæti innifalið. Skráning í afgreiðslu Bókasafnsins eða á netfanginu bokasafn@reykjanesbaer.is.

SÝNINGAR Í DUUS Minnum á að Ljósanætursýningar í Duus Safnahúsum eru enn í fullum gangi. Opið alla daga frá kl. 12:00 - 17:00, ókeypis aðgangur. Nánari upplýsingar um sýningar á listasafn.reykjanesbaer.is

Leggur til að Fríhöfnin verði lögð niður og verslunarrýmið boðið út - Þá verði einnig opnað fyrir aðkomu einkaaðila að fjármögnun framkvæmda á Keflavíkurflugvelli

V

iðskiptaráð leggur til að Fríhöfnin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði lögð niður og verslunarrýmið boðið út til einkaaðila. Þá verði einnig opnað fyrir aðkomu einkaaðila að fjármögnun framkvæmda á Keflavíkurflugvelli. Þetta kom fram í máli Hreggviðs Jónssonar, formanns Viðskiptaráðs á opnum fundi Sjálfstæðisfélagsins í Reykjanesbæ nýlega. Hreggviður sagði að umsvif Fríhafnarinnar væru veruleg og tímaskekkja en hún er með um þriðjungs markaðshlutdeild í sælgæti og snyrtivörum hér á landi. Fríhöfnin þurfi ekki að gera skil á virðisaukaskatti og það skekki samkeppnina.

Þá sé arðsemi Fríhafnarinnar lág samanborið við smásala hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum. Viðskiptaráð telur að hægt sé að losa um fjármuni með því að fá einkaaðila að fjármögnuninni og þá mætti nýta til að lækka vaxtakostnað ríkisins og í leiðinni lækka rekstraráhættu ríkisins. Einnig gæti það bætt rekstrarhorfur Keflavíkurflugvallar að fá fjársterka aðila með þekkingu á rekstri alþjóðlegra flugvalla sem meðeiganda sem geti hjálpað til með hraðari uppbyggingu. Nefndi Hreggviður dæmi frá Kaupmannahöfn þar sem danska ríkið seldi helming í Kastrup flugvelli.

XXRekstur Reykjanesbæjar er verri en gert var ráð fyrir í áætlunum að því er kemur fram í útkomuspá fyrir árið 2015 og send var til Kauphallar í síðustu viku. Hún var einnig kynnt á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í gær. Samkvæmt henni verður samandregin rekstrarniðurstaða neikvæð um 716 milljónir króna á árinu, sem er um 300 milljónum krónum verra en áætlanir gerðu ráð fyrir. A-hlutinn, sem er grunnrekstur sveitarfélagsins, mun verða rekinn með 725 milljóna króna tapi, en áætlanir gerðu ráð fyrir 514 milljón króna tapi. Samanlagaður rekstur A- og B-hluta, sem er aðallega Reykjaneshöfn og Fasteignir Reykjanesbæjar, mun verða rekinn með 716 milljón króna tapi en áætlanir höfðu gert fyrir að tapið yrði 411 milljónir króna.

Þjófar létu greipar sópa - biblíu, borvél og bakkmyndavél stolið XXÓvenjumargar tilkynningar um þjófnaði og innbrot bárust lögreglunni á Suðurnesjum á mánudag. Tilkynnt var um þjófnað á skjávarpa af veitingastað. Þá var farið inn í íbúðarhúsnæði og þaðan stolið fartölvu og veski með nokkur þúsund krónum í. Úr annarri íbúð, sem brotist hafði verið inn í, var meðal annars stolið skarti, ryksugu, flatskjá, borvél, tölvuskjá og biblíu. Úr næstu íbúð fyrir ofan á sama stigagangi var búið að stela ryksugu, auk þess sem skemmdir höfðu verið unnar á húsnæðinu. Þá var farið inn í bifreið í umdæminu síðastliðinn föstudag og þaðan stolið bakkmyndavél, um 40 geisladiskum, auk fleiri muna.


PIPAR \ TBWA •

SÍA •

153018

BLEIKA FATAN

6 bitar af klassískum kjúklingabitum til að taka með eða borða á staðnum.


Markhönnun ehf

örbylgjuofn

kræsingar&kostakjör

dantax 23l m/grilli

-30%

13.997

sími þráðlaus

pHilips - dect - 3faldur

6.998

áður 19.995 kr

áður 13.995 kr

-50%

ferðatæki m/cd pHilips

6.997 áður 9.995 kr

-30% kaffiVél gourmet

Heilsugrill

pHilips-fjólubl.

13.997

-40%

-35%

áður 19.995 kr

melissa - sVart/stál

3.897 áður 5.995 kr

-30%

dolce gusto piccolo

8.997 áður 14.995 kr

Heilsugrill

princess-classic

3.897

-35%

áður 5.995 kr

Vöfflujárn

princess

-50%

3.498 áður 6.995 kr

princess-1000w

3.897 áður 5.995 kr

-35% rakVél

sléttujárn

pHilips-salon straigHt

3.998 áður 7.995 kr

u

á

kaffiVél - delongHi

brauðrist

-1

pHilips-m/Hleðslu

-50%

6.997 áður 9.995 kr

Hárklippur

pHilips m/Hleðslu

4.197

-30%

áður 5.995 kr

Tilboðin gilda 8. – 15. okt 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Gildir aðeins í Nettó REykjanesbæ

-30%


-60.000kr

50” fHd led tV

%

panasonic

119.995 áður 179.995 kr

47” smart led tV pHilips

99.995 áður 129.995 kr

-30.000kr

-20.000kr

-12.000kr united 32” led

blue ray 3d spilari

-20%

united 40” led

32.995

49.995

áður 44.995 kr

áður 69.995 kr

pHilips

11.996 áður 14.995 kr

Heimabíó soundbar

-10.000kr

pHilips - 2.1

19.995 áður 29.995 kr

Raftækjadagar frystikista 204 l wHirpool

44.995 -20.000kr

frystikista 390 l wHirpool

-30.000kr 59.995 áður 89.995 kr

áður 64.995 kr

uppþVottaVél 60cm wHirpool - HVít

54.995 -15.000kr áður 69.995 kr

uppþVottaVél 60cm wHirpool - stál

59.995 -20.000kr áður 79.995 kr

www.netto.is | Reykjanesbær |

RISA DVD MARKAÐUR

-30% ryksuga

melissa - forza

6.997 áður 9.995 kr

þVottaVél 8 kg

wHirpool-zen-1400 sn.

79.995 -20.000kr áður 99.995 kr


6

fimmtudagur 8. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR RITSTJÓRNARPISTILL PÁLL KETILSSON

vf.is

Af hverju mætir fólk ekki á fundi? ÚTGEFANDI: AFGREIÐSLA OG RITSTJÓRN: RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÉTTASTJÓRI: BLAÐAMENN: AUGLÝSINGASTJÓRI: UMBROT OG HÖNNUN: AFGREIÐSLA: PRENTVINNSLA: UPPLAG: DREIFING: DAGLEG STAFRÆN ÚTGÁFA:

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Dagný Gísladóttir, dagny@vf.is Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is og kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001

Það var fámennt á mótmælafundi gegn kísilveri Thorsil í Helguvík í félagsheimili hestamanna í vikunni. Forsvarsmaður fundarins, Benóný Haraldsson, og formaður Vinstri grænna, segir að sú staðreynd að niðurstaða kosninga sem framundan er um breytingu á deiliskipulagi í Helguvík, verði ekki bindandi fyrir bæjarstjórn Reykjanesbæjar, hafi haft þau áhrif að fáir mættu á fundinn. Þetta má vel vera rétt hjá Benóný en er ekki hugsanlegt að það séu líka önnur skilaboð í slakri mætingu. Fólk í Reykjanesbæ telji bara komið gott í mótmælum gegn kísilveri Thorsil í Helguvík. Mótmælin hafa ekkert að segja í þessu máli. Það er ekki aftur snúið eins og bæjarstjórn hefur sagt og Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs sagði það á fundinum og einnig við fjölmiðla að honum loknum. Reykjanesbær þarf að standa við gerða samninga við Thorsil. Ef bæjarfélagið gerir það ekki muni taka við málaferli sem gæti kostað Reykjanesbæ stórar fjárhæðir vegna skaðabóta. Er kröftum fulltrúa Reykjanesbæjar ekki betur varið í Sóknina sem er verkefni sem snýr að því

að endurreisa fjárhag bæjarfélagsins en að standa í svona máli? Mótmælendur hafa komið sínum málflutningi á framfæri og þeir hafa vakið athygli á mengunarþættinum sem margir hafa áhyggjur af. Umhverfisstofnun hefur gefið grænt ljós á þann þátt og Thorsil hefur fengið starfsleyfi. Benóný segir í viðtali við VF að það sé alltaf hægt að komast út úr samningum ef viljinn er fyrir hendi. Það er óraunhæft hjá honum að halda slíku fram þegar vitað er að fyrirtækið er þegar búið að kosta til miklum fjármunum í undirbúning og gera sölusamninga til áratugar. Það fylgir því ábyrgð að gera samning um stórframkvæmdir og að sama skapi óábyrgt að halda því fram að það sé hægt að henda slíkum samningum út um gluggann eins og ekkert sé. Friðjón Einarsson sagði við visir.is að hann harmaði það hvað íbúafundir væru illa sóttir. Það gæfist íbúum kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri og leggja til breytingar um skipulag. „Við erum búin að bjóða fólki upp á að breyta skipulagi, koma með hugmyndir, minnka iðnaðarsvæði, en því miður mætir fólk ekki á fundi. Það er þar sem áhrifin eru mest.“

Mikill kærleikur og hvatning

Freydís Kneif með hluta af þeim póstkortum sem hafa borist. VF-myndir: Hilmar Bragi

- í póstkortum til nemenda í erlendum samskiptum í Myllubakkaskóla

N

emendur í valáfanga um erlend samskipti í Myllubakkaskóla fengu þá hugmynd að fá fólk víðsvegar um heiminn til að senda til sín póstkort sem síðan yrði svarað með póstkorti á móti. Þegar hafa borist um 500 póstkort víðvegar að úr heiminum. Nemendurnir óskuðu eftir póstkortunum með því að birta mynd á Facebook af nemendahópnum í áfanganum þar sem þau héldu á skilaboðum og birtu heimilisfang skólans. Það er Freydís Kneif Kolbeinsdóttir sem leiðir verkefnið og í samtali við Víkurfréttir segist hún ánægð með hvernig til hafi tekist. Póstkortin séu þegar orðin fleiri en nemendur þorðu að vona við upphaf verkefnisins sem mun standa í níu vikur. Flest koma kortin frá Evrópu þar sem Þýskaland trónir efst á lista yfir fjölda sendra korta. Finnar eru öflugasta Norðurlandaþjóðin í póstkortasendingum. Danir hafa hins vegar ekki sent kort en eitt kort hefur t.a.m. borist frá Lesótó í Afríku. Þá hafa þrjú kort komið innanlands. Er ekki gamaldags að senda póstkort? „Eru ekki allir að senda póstkort? Jú, það er að detta uppfyrir. Það er hins vegar gaman að kynna fyrir krökkunum að senda póstkort. Ég efa að þau hafi sent kort áður eða höndlað með frímerki.” Hver hafa viðbrögðin við póstkortabeiðninni verið? „Viðbrögðin hafa verið ótrúlega góð. Myndinni var deilt rúmlega

1300 sinnum og sem betur fer ekki meira. Við höfum fengið tæp 500 póstkort nú þegar frá sex heimsálfum. Við höfum fengið mikið af skilaboðum við myndina á fésbókinni. Ég hef fengið persónuleg skilaboð, m.a. frá kennurum víða um heim sem vilja meira samstarf. Við höfum fengið skilaboð frá frímerkjasöfnurum sem eru að óska eftir ákveðnum frímerkjum, einnig póstkortasöfnurum.“ Hvernig eruð þið að nýta þessi póstkort? „Eins og staðan er núna þá erum við ekkert farin að nýta þau öðruvísi en að við erum að svara þeim. Hugmyndin er að koma þeim í meiri vinnu og ekki endilega í þessum hópi, heldur öðrum bekkjum skólans. Það má nýta þau í eitthvað fjölmenningarþema.“ Danir vita ekki hvað póstkort er Þið hafið einhverja tölfræði um hvaðan kortin eru að koma? „Já, þau eru að taka saman tölfræðina núna en ég var aðeins búin að skoða hana. Evrópa er ótrúlega sterk og það er kannski af því að það eru fyrstu kortin sem berast. Það er ýmislegt sem kemur á óvart. Finnar eru ótrúlega duglegir að senda póstkort, sem og Þjóðverjar og Hollendingar. Danir hinsvegar, ég held að þeir viti ekki hvað póstkort eru. Við höfum ekkert póstkort fengið frá frændum okkar Dönum.“ Áttuð þið von á þessum viðbrögðum við myndinni?

„Nei, ekki krakkarnir. Vissulega átti ég von á að við fengjum slatta af póstkortum en kannski ekki 400 kort. Ég spurði þau í upphafi hvað þau héldu að kæmu mörg kort. Þau giskuðu á 10-70 póstkort þannig að við höfum farið vel fram yfir þær vonir. Kortin eru enn að berast og það koma tugir korta á dag.“ Hvað er fólk að segja í þessum kortum? „Fólk er að segja ótrúlega margt. Það má segja að þetta skiptist í fjóra hópa. Þau sem skrifa okkur eru oft kennarar og nemendur, fólk sem hefur komið til Íslands eða fólk sem langar að koma til Íslands. Þá er þarna einnig fólk sem er að safna póstkortum og frímerkjum. Krakkarnir eru að fá ótrúlega mikið af fallegum orðum. Það er mikill kærleikur og hvatning. Það er hvatning um að þeim gangi vel í skólanum og í þessu verkefni. Fólk er að lýsa sínum heimaslóðum og ferðum sínum til Íslands. Það er allt á milli himins og jarðar í þessum kortum.“ Ég sé að fólk er jafnvel að skrifa á íslensku. „Já, fólk skrifar á íslensku og google translate kemur sterkt inn. Við fáum mikið af „halló“ og „bestu kveðjur“. Við fengum m.a. kort frá Hollendingi sem var skrifað á

íslensku og hann hafði greinilega notað google translate. Hann endar bréfið sitt á orðunum „ég verð að fara núna. Ég held að ég hafi séð álf rétt í þessu“, svo bara bestu kveðjur. Það er gaman þegar fólk er að reyna að skrifa á íslensku. Við fáum líka póstkort á frönsku og reyndar heilu bréfabálkana á frönsku því frakkar skrifa ekki mikið á ensku þannig að við höfum einnig þurft að nota google translate til að hjálpa okkur að þýða.“ Lítil börn og lestarstjóri senda póstkort Freydís segir að það sé ótrúlega mikið af ungu fólki, milli fimmtán ára og þrítugs, sem er að svara beiðninni um póstkortin. „Svo sjáum við líka eldra fólk, ömmur og afa. Við höfum fengið kort frá læknum og kennurum. Við höfum fengið kort frá litlum börnum og ég man eftir korti frá lestarstjóra.“ Eru einhver póstkortasamfélög að svara ykkur? Já, það eru nokkur póstkortasamfélög til, t.d. Postcrossins sem er mjög vinsælt og er með milljónir félagsmanna. Við erum að fá mikið af kortum frá fólki í því samfélagi. Fímerkjasafnarar eru að senda okkur póst í von um fágæt frímerki. Þá veit ég að myndinni

var deilt inn á samfélag póstkortasafnara í Brasilíu.“ Þið ætlið að svara öllum póstkortum sem þið fáið. Hvað kemur fram í svarinu? „Það er ýmislegt. Krakkarnir lesa öll póstkortin og reyna að svara út frá því sem manneskjan skrifar. Ef sendandinn er að lýsa sínum heimabæ, þá lýsum við okkar. Ef að fólk er að lýsa póstkortinu sínu, þá lýsum við okkar. Ef við fáum hins vegar bara „hér er póstkort“ þá sendum við á móti „hér er póstkort til þín.“ Vantar fjárstuðning við verkefnið Foreldrar, starfsmenn Myllubakkaskóla, Reykjanesbær og HS Orka hafa stutt nemendurna í verkefninu sem er fjárhagslega nokkuð dýrt. Það kostar að jafnaði um 210 krónur að senda póstkort og sjálft kortið kostar um 100 krónur. Það kostar því yfir 150.000 krónur að svara þeim tæplega 500 póstkortum sem þegar hafa borist. Nemendurnir í valáfanganum í erlendum samskiptum kalla því eftir fleiri styrktaraðilum til að láta verkefnið ganga upp. Einstaklingar eða fyrirtæki sem vilja leggja málinu lið geta haft samband við Myllubakkaskóla í Keflavík en það er Freydís Kneif Kolbeinsdóttir sem leiðir verkefnið.



8

fimmtudagur 8. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Flugköttur slapp úr búri

Elskulegi bróðir okkar mágur og frændi,

Ingimundur Arnar Markússon, Bói frá Bjargasteini í Garði,

XXLögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning frá öryggisgæslunni á Keflavíkurflugvelli um að köttur hefði sloppið úr búri við flugvél Icelandair á vellinum. Atvikið átti sér stað í síðustu viku. Ekki varð úr frekari ferðalögum kisa á eigin vegum því þegar lögreglumaður mætti á staðinn höfðu starfsmenn hlaðdeildar flugfélagsins haft snarar hendur og gómað hann. Kötturinn var því kominn aftur í búrið sem hafði verið lokað vel og vandlega svo hann endurtæki ekki leikinn.

lést þann 30.september. Verður jarðsunginn frá Útskálakirkju þriðjudaginn 13. október kl. 14:00. Aðstandendur.

Mugison seldist upp á einum degi

OKTÓBERTILBOÐ VÍKINGAHEIMA Aðgangur að safninu, kjötsúpa og kaffi í fallegu umhverfi á aðeins kr. 1.500, Alla daga milli kl. 11:00 og 14:00. Vöfflukaffi alla sunnudaga milli kl. 14:00 og 17:00 Aðgangur og nýbakaðar og ilmandi vöfflur í vetur á aðeins Kr. 1.500,-

VÍKINGAHEIMAR www.vikingaheimar.is Opið alla daga kl. 07:00 - 18:00

XXUppselt varð á tónleika Mugison í Bergi í Hljómahöll á innan við sólarhring. Frá því miðasala opnaði tók ekki nema 15-16 tíma að selja alla miðana á tónleikana. „Það hefur líklega aldrei selst svona hratt á neinn viðburð sem við höfum staðið fyrir frá því að húsið opnaði sem Hljómahöll í apríl í fyrra. Mugison er sjálfur í skýjunum með viðbrögðin en hann hefur lítið látið fara fyrir sér sl. þrjú til fjögur ár,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar við Víkurfréttir. Verið er að kanna möguleikann á aukatónleikum en þó er ekkert víst að það sé hægt að koma þeim að þar sem Mugison verður á miklu ferðalagi um landið og með þétta dagskrá. „En það er aldrei að vita fyrst að áhuginn er svona mikill,“ segir Tómas að endingu.

www.kronan.is

i r æ f i k æ t u Atvinn Krónan Reykjanesbæ óskar eftir kjötstjóra

Við leitum að duglegum og jákvæðum einstaklingi til starfa. Starfslýsing:

Menntunar- og hæfniskröfur:

• • • • •

• Menntun eða góð reynsla í kjötiðn er skilyrði • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Skipulögð vinnubrögð • Tölvufærni

Verkstjórn í kjötdeild Kjötpökkun Umsjón pantana Verðmerkingar og áfyllingar Gæðaeftirlit

Kristín Helgadóttir nýr leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar:

Kveður leikskólann Holt eftir 20 ára starf sem leikskólastjóri K

ristín Helgadóttir var á dögunum ráðin leikskólafulltrúi hjá fræðslusviði Reykjanesbæjar. Kristín á að baki yfir 30 ára reynslu við störf tengd leikskólum, ýmist sem leiðbeinandi, leikskólakennari, deildarstjóri, aðstoðarleikskólastjóri og leikskólastjóri en hún hóf störf á Garðaseli sem leiðbeinandi árið 1981. Síðustu 20 ár hefur Kristín verið leikskólastjóri á leikskólanum Holti og segir hún blendnar tilfinningar fylgja því að kveðja börnin og samstarfsfólk þar. „Það eru spennandi tímar framundan og ég hlakka til að eiga samstarf við skólasamfélagið og foreldra í bæjarfélaginu. En að sama skapi er mjög erfitt að kveðja börnin á Holti sem ég hef verið svo heppin að fá að taka þátt í að ala upp. Á Holti hefur verið stöðugur starfsmannahópur og því hef ég unnið lengi með sama fólkinu þar.“ Meðal brýnustu úrlausnarefna leikskólafulltrúa er að taka þátt í áframhaldandi mótun menntastefnu í Reykjanesbæ. „Ég mun halda áfram að vinna að framtíðarsýn Reykjanesbæjar í menntamálum. Þá finnst mér afar mikilvægt að vinna með skólunum og

styrkja innviði þeirra. Stefnan er að vera í góðum tengslum við leikskólana og leikskólastjórana í hlutverki ráðgjafa.“ Aðspurð um stöðu leikskólamála í Reykjanesbæ segir Kristín hana nokkuð góða. „Öll börn sem urðu tveggja ára á þessu ári komust inn á leikskóla í haust svo það eru í rauninni ekki neinir biðlistar. Við myndum þó gjarna vilja að leikskólar væru líka fyrir yngri börnin og helst að þau kæmust inn þegar fæðingarorlofi líkur. Það er eitt þeirra mála sem vert er að vinna að í framtíðinni.“ Kristín lauk leikskólakennaraprófi frá Fóstruskóla Íslands árið 1990 og dipl.Ed í stjórnun frá Kennaraháskóla Íslands árið 2003.

Forseti Úkraínu fékk fisk á Duus

P

etro Poroshenko, forseti Úkraínu, birtist skyndilega á veitingahúsinu Café Duus í Keflavík á dögunum ásamt lífvarðasveit. Úkraínuforseti fékk sér fisk og líkaði vel. Poroshenko var á leið yfir hafið og millilenti á Keflavíkurflugvelli til að taka eldsneyti á leið sinni til fundar hjá Sameinuðu þjóðunum. Sigurbjörn Sigurðsson, veitingamaður á Café Duus, sagðist ekki

ræða einstaka gesti við fjölmiðla. Víkurfréttir hafa þó heimildir fyrir því að áður en forsetinn kom hafi hópur lífvarða hans mætt og tekið út öryggismál á veitingahúsinu. Hópurinn kom svo síðdegis sl. föstudag og fékk sér fisk af matseðli staðarins. Heimildir Víkurfrétta herma að Petro Poroshenko hafi líkað fiskurinn vel og farið sáttur af landi brott ásamt um fimmtán manna lífvarðasveit.

Sony 50” W8 Aðeins

199.990-

Sótt er um störfin á www.kronan.is Umsóknarfrestur er til 11. október 2015

!

r é þ r i t f e r a – ósk

Blue-Ray spilari fylgir frítt með

50” Full HD 1920x1080 3D afspilun EDGE LED baklýsing Innbyggt WIFI Android stýrikerfi 4 x HDMI tengi Upptaka í gegnum USB Birtuskynjari stillir myndgæði sjálfvirkt 5 ára ábyrgð

HAFNARGATA 40 S. 422 2200

REYKJANESBÆ


9

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 1. október 2015

HAUSTVERKIN KALLA! – vertu klár

Einar Friðrik tæknifulltrúi í Garði og Sandgerði XEinar X Friðrik Brynjarsson hefur hafið störf sem tæknifulltrúi og mun starfa með Jóni Ben Einarssyni umhverfis-, skipulags-og byggingarfulltrúa. Þeir starfa báðir fyrir Sveitarfélagið Garð og Sandgerðisbæ, samkvæmt samstarfssamningi sveitarfélaganna. Einar Friðrik á og rekur fyrirtækið Lauftækni sem er umhverfis-, garðyrkju- og sérfræðiþjónusta og er staðsett á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Vitahjónin fengu viðurkenningu – fyrir stuðning við ferðaþjónustu og menningarmál í Sandgerði XAtvinnu-, X ferða- og menningarráð Sandgerðis samþykkti á dögunum að leggja til við bæjarstjórn Sandgerðis að einstaklingi verði veitt viðurkenning á Sandgerðisdögum fyrir stuðning við ferðaþjónustu og menningarmál í Sandgerðisbæ. Bæjarráð Sandgerðis samþykkti að veita þeim Stefáni Sigurðssyni og Brynhildi Kristjánsdóttur eigendum veitingahússins Vitans viðurkenningu fyrir áralangan stuðning við ferðaþjónustu og menningarmál í Sandgerðisbæ. Var viðurkenningin veitt á setningarhátíð Sandgerðisdaga nú nýverið.

TY2007X Vinnuljóskastari ECO perur 2x400W tvöfaldur á fæti

TY2007K Vinnuljóskastari m handf 400W ECO pera, 1,8m snúra

6.590

3.290

Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa

6.890

Black&Decker háþrýstidæla max bar 130

SHA­2625 Vinnuljóskastari Rone 28W m. innst. blár. 1,8m snúra

6.990

Bor / brotvél með höggi SDS Plus 800W með meitlum og borum kr.

13.990

Rafhlöðuborvél 12V 2 gíra Liion rafhlaða kr.

29.990

1700W, 370 lítr./klst. Þolir 50°C heitt vatn 5,5 metra barki, sápubox

11.990 Rafhlöðuborvél 18V 2 gíra LiIon rafhl kr.

48.990

Hitabyssa 200W

3.290

13.990

Sjá verðlista á www.murbudin.is Protool fjölnota verkfæri 220W með 37 fylgihluti í tösku

11.990

Protool veltisög 250mm, 1800W, borð 47x51 cm

Arges HKV­100GS15 1000W 1000W, 15 lítrar

24.900

Deka Hrað 5 kg

1.890

Rakaþolplast 0,2x4x25m

11.990

Weber Milligróf múrblanda 25 kg

1.890

Meister fúgubursti með krók #4360430

2.590

(með auka vírbursta)

Bíla & gluggaþvotta­ kústur, gegn um rennandi 116>180cm, hraðtengi með lokun

ÍTÖLS GÆÐ K I

2.660 MAR16266

395

EP Pallettu­tjakkur 2 tonna lyftigeta

38.900 Soteco Base XP 315 1300W

RLA­05 Áltrappa 5 þrep, tvöföld

6.590

35.990

Drive útdraganlegt rafmagnskefli 15 metra

11.990

6 þrepa 7.790 7 þrepa 8.990

Ökumaður bifhjóls féll í götuna við árekstur XÖkumaður X bifhjóls féll í götuna eftir að ekið hafði verið í veg fyrir farartæki hans. Atvikið átti sér stað í síðustu viku í umdæmi lögreglunnar á Su ðurnesjum. Bif rei ð hafði verið ekið úr stæði og í veg fyrir hjólið sem hafnaði á henni með ofangreindum afleiðingum. Ökumaður bifhjólsins fann fyrir eymslum og var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Dráttarbifreið fjarlægði hjólið af vettvangi. Þá misstu ökumenn tveggja bifreiða sem voru á ferð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum stjórn á ökutækjum sínum með þeim afleiðingum að bæði höfnuðu utan vegar. Annað óhappið varð á Reykjanesbraut og var miklu vatni í hjólförum kennt um. Um hundrað metrar voru frá hjólförum bifreiðarinnar þar sem hún fór út af veginum og þar til að hún staðnæmdist. Engin slys urðu á fólki í þessum tveimur óhöppum.

Frábært verð á stál- og plastþakrennum.

Járnbúkkar sett = 2 stykki

4.690 LLA­112 Álstigi 12 þrep 3,38 m

7.900

Fuglavík 18. Reykjanesbæ

25 metra rafmagnssnúra

5.490

Drive160 L steypurhrærivél

45.990

MARGAR STÆRÐIR OG MIKIÐ ÚRVAL AF STIGUM

Opið 8-18 virka daga

Sími 421 1090 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!

rnesjum í hverri viku! Alltaf eitthvað nýtt frá Suðu VIKULEGUR MAGASÍNÞÁTTUR SJÓNVARPS VÍKURFRÉTTA

Í KVÖLD Á ÍNN KL. 21:30 MEÐAL EFNIS: UNA Í GARÐI OG DAGSTJARNAN • KÖTLUMÓT KARLAKÓRA • RAFORKAN Í HELGUVÍK


10

fimmtudagur 8. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

AÐSÓKNIN HEFUR FARIÐ FRAM ÚR VÆNTINGUM -segir Tómas Young framkvæmdastjóri Hljómahallarinnar

T

óm­a s Young tók við sem framkvæmdastjóri Hljómahallarinnar, tónlistar- og menningarhúss í Reykjanesbæ í lok árs 2013 en segja má að fyrstu skref Hljómahallar lofi góðu þótt starfið sé enn í mótun.Tómasi leist vel á verkefnið í byrjun og fannst það áhugavert að Hljómahöll yrði nokkurs konar miðstöð tónlistar í Reykjanesbæ þar sem Stapi, Rokksafn Íslands og Tónlistarskólinn yrðu undir sama þaki. „Ég sá mörg tækifæri í því sem ég tel okkur vera að nýta mjög vel í dag. Þetta var auðvitað bylting fyrir tónlistarskólann og sjáum við þess greinileg merki á starfsfólki þess sem brosir hringinn allan daginn yfir nýju aðstöðunni.“ Komnir fastagestir Hvernig leist þér á þetta verkefni í upphafi og hverjar voru þínar áherslur? „Í upphafi var auðvitað margt óljóst. Hugmyndin að húsinu og samspil Stapa við það sem hét áður Poppminjasafnið var nokkuð ljós en nákvæmar útfærslur voru kannski ekki alveg fullmótaðar þegar ég tók við starfinu. Fyrstu mánuðirnir einkenndust því mikið af mjög mörgum ákvörðunum sem þurfti að taka á hverjum degi þegar verið var að klára húsið að innan. Salurinn Berg og útfærslan á honum var til dæmis ákveðin á frekar skömmum tíma af annars vegar byggingarstjóra hússins og mér og Inga Þór tæknistjóra í

samstarfi við Harald Árna, skólastjóra tónlistarskólans. Þegar ég horfi til baka þá afrekuðum við ansi margt en ég var ráðinn rétt rúmum fjórum mánuðum áður en húsið opnaði. Þegar ég kom til starfa um miðjan desember 2013 dundu á mér spurningarnar um það hvernig ég vildi hafa hitt og þetta og það tók nokkra daga að komast inn í það og átta sig á því að húsið myndi bera varanleg merki þeirra ákvarðana sem okkur þóttu bestar á þessum stutta tíma.“ Tómas segir að áhersla hafi verið lögð á það eftir opnun að bóka tónlistarviðburði sem höfðuðu til margs konar hópa. Fjölbreytnin hafi verið vel sýnileg. „Fjölbreytnin sást best eftir áramót þegar við vorum á stuttum tíma með hljómsveitina Árstíðir sem samanstendur af fjórum strákum sem spila á kassagítar, bassa, fiðlur og selló og svo stuttu seinna var þungarokkshljómsveitin Skálmöld með tónleika í Stapa. Ég vissi að það tæki tíma að „þjálfa“ upp fólkið á svæðinu til að mæta á tónleika í stað þess að horfa á Netflix eða VOD-ið heima hjá sér. Okkur finnst okkur hafa tekist ágætlega upp á þessu eina og hálfa ári frá því að húsið opnaði en við sjáum mjög oft sömu andlitin og það er greinilegt að húsið á sér nú þegar marga fastagesti sem koma á nánast alla tónleika og viðburði í húsinu. Okkur þykir það mjög ánægjulegt.“ Ekki var gert ráð fyrir mikilli aðsókn í Rokksafnið fyrstu mánuðina og lögð var áhersla á gott uppbygg-

ingarstarf sem tæki tíma. Því kom það ánægjulega á óvart að sögn Tómasar að aðsókn fór strax fram úr væntingum fyrsta árið. „Þá vorum við svo heppin að Páll Óskar gaf okkur öll fötin sín og mjög marga muni. Það var auðvitað kjörið tilefni að gera fyrstu sérsýninguna um hann þar sem hann er dáður af öllum aldurshópum. Áhuginn reyndist svo sannarlega mikill en í júlí höfðu 10 þúsund gestir komið á safnið en árið áður komu 5 þúsund gestir í það heila, þannig að það má segja að aðsóknin hafi enn og aftur farin fram úr væntingum okkar. Nú er bara að halda dampi og gera nýja sýningu einu sinni á ári vonandi.“ Gott samstarf við Tónlistarskólann Hvernig hefur samstarfið verið við Tónlistarskólann? Er kostur að vera í sama húsnæði? „Samstarfið við Tónlistarskólann hefur gengið mjög vel. Skólinn hefur nýtt sér aðstöðuna okkar mikið, þá sérstaklega Bergið. Þá höfum við einnig aðgang að húsnæðinu þeirra til að mynda þegar stórar ráðstefnur eru í húsinu en þar getum við t.d. nýtt tónlistarskólastofurnar undir vinnuhópa. Það er auðvitað stór kostur fyrir tónlistarskólann að geta verið með alla kennslu undir sama þaki auk tónleika sem eru á þeirra vegum. Þá fáum við stundum litlar sveitir úr skólanum til að spila við kvöldverði sem eru bókaðir hjá okkur í Hljómahöll. Þá nýtist auðvitað búnaður innanhúss og sparast oft töluverðar fjárhæðir í því að geta hoppað yfir og fengið lánað hátalara eða statíf og annað slíkt og það gildir í báðar áttir.“ Hvernig hafa bæjarbúar tekið Hljómahöll? Eru menn duglegir að sækja viðburði? „Mér finnst móttökurnar hafa verið mjög góðar. Fólk er venjulega yfir sig hissa þegar það sér hversu vel hefur tekist til. Það vissi kannski ekkert hverju það átti von á en tilfinningin mín er sú að útkoman hafi farið fram úr björtustu vonum gestanna. Svo er það skemmtilegast að sýna húsið í heild sinni en það ber alls ekki með að utan að vera yfir 5000 fermetrar að stærð. Fólk hefur oft líkt húsinu við kofann í mynd Stuðmanna „Með allt á hreinu“ þar sem hljómsveitarfélagar ganga inn í lítið samkomuhús sem reynist svo geyma risastórt svið og dansgólf. Það er mjög skemmtilegt.“ Aðsókn á tónleika er alltaf að aukast að sögn Tómasar og oft sér starfsfólk sömu andlitin á viðburðum. Hann segir að auðvitað megi gera betur en menn geri sér jafnframt grein fyrir því að tónleikasókn á svæðinu verði ekki breytt á einni nóttu heldur taki það tíma. „Það má alveg koma fram að hér er mikið lagt upp úr hverjum viðburði. Það er mikið lagt upp úr

góðu hljóði og svo er líka mikil áhersla lögð á að sviðið sé flott og lýsingin góð. Fólk hefur oft hrósað okkur fyrir flott „show“ og okkur þykir vænt um það þegar fólk tekur eftir því sem við erum að gera vel. Ég hvet bara sem flesta íbúa á svæðinu að kíkja á viðburði í Hljómahöll í haust og eiga með okkur skemmtilega kvöldstund. Líkurnar eru gestum í hag en það má nánast lofa því að gestir munu skemmta sér vel og njóta vel á viðburðum okkar í haust enda búið að ganga frá glæsilegri haustdagskrá.“ Nefnir Tómas Dúndurfréttir, Högna Egilsson, Gunnar Þórðarson ásamt Jóni Ólafssyni, Mugison og Valdimar auk þess sem KK& Ellen verði með jólatónleika. „Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Svo verður önnur eins veisla eftir áramót.“

„Grunnsýningin okkar, Rokksafn Íslands, stendur svo til ennþá óbreytt frá því að húsið opnaði enda stutt síðan að safnið opnaði. Það hafa bæst við munir úr Rokksögunni og erum við alltaf að bæta einhverju við sýninguna og við höfum bætt við tungumálum á iPad-ana sem gestir fá afhenta þegar þeir skoða safnið. Textarnir uppi á veggjum eru auðvitað á íslensku en eru líka á ensku. Í iPadunum er svo búið að þýða sýninguna yfir á norsku, þýsku og frönsku og það er til að auka aðgengi erlendra gesta að sýningunni.“ Tómas segir að sýningin um Pál Óskar hafi verið alger bylting þegar kemur að aðsókn en tekið er að hans sögn á móti mörgum hópum í viku hverri og virðist sem ekkert lát sé á starfsmannaferðum fyrirtækja á sýninguna.

Hvernig er rokksögusýningin að nýtast, hafa verið gerðar einhverjar breytingar á henni og eru fleiri viðbætur í farvatninu?

Glæsileg og fjölbreytt Palla-sýning „Sýningin heppnaðist líka vonum framar og er stórglæsileg þökk sé búningum Páls Óskars. Sýningin


VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 1. október 2015

11 pósturu dagny@vf.is

Ég held að svona menningarhús á borð við Hljómahöll, Hof og Hörpu hafi mjög mikil áhrif á bæjarfélögin sem þau eru staðsett í er fjölbreytt. Ef fólk hefur áhuga á lesa söguna hans þá getur fólk gert það en Páll Óskar leiðir gesti líka í gegnum ævi sína í myndböndum þar sem hann talar um hvert æviskeið og það er búið að klippa inn í myndböndin alls kyns myndefni frá hans ferli. Svo er það rúsínan í pylsuendanum en það var krafa frá Páli Óskari að gestir gætu sungið lög eftir hann og fengið upptökurnar sendar í tölvupósti, í hljóði og mynd. Þetta hefur verið mjög vinsælt og oftar en ekki eru hópar miklu lengur hjá okkur en þeir ætluðu í upphafi vegna karókíklefans, eins og við köllum aðstöðuna.“ Hvaða áhrif hefur svona menningarhús að þínu mati fyrir bæjarfélagið og svæðið í heild og hvernig sérðu fyrir þér að Hljómahöll muni þróast næstu ár? „Ég held að svona menningarhús á borð við Hljómahöll, Hof og Hörpu hafi mjög mikil áhrif á bæjarfélögin sem þau eru staðsett í. Það eykur gildi svæðanna að þar séu slík hús þar sem skipulagðir eru menn-

ingarviðburðir. Húsið ýtir undir að fleiri viðburðir séu haldnir og þá hafa íbúar svæðisins aðgang að afþreyingu sem væri annars kannski ekki í boði. Það er eitt að hafa hús, götur, skóla og sjúkrahús en það hlýtur að hafa áhrif þegar fólk er t.d. að velja sér búsetustað hvernig aðgangur er að menningu og afþreyingu.“ Þá segir Tómas að Rokksafn Íslands sé kynnt fyrir erlendum gestum og sé safnið liður í því að búa til aðdráttarafl fyrir ferðamenn. „Það er sífelld aukning í fjölda ferðamanna á Rokksafnið og það færir auðvitað bæjarfélaginu auknar tekjur því það má heldur ekki gleyma fjárhagslegum ávinningi fyrir svæðið sem felast í húsi á borð við Hljómahöll. Bæði hafa gestir Rokksafnsins og þeir viðburðir sem fara fram í húsinu s.s. fundir og árshátíðir afleidd fjárhagsleg áhrif á fyrirtæki á svæðinu og má þar nefna veitingamenn, rútufyrirtæki, hótel og aðra gististaði, leigubíla, veitingastaði, dúkaleigur, birgja með hreinlætisvörur, bakarí og þannig mætti áfram telja.


12

fimmtudagur 8. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Talsverðar umræður um samstarf sveitarfélaga á aðalfundi SSS um liðna helgi:

Reykjanesbær vill endurskoða samstarf og Reykjavíkurborg daðrar við Sandgerði „Samvinna er upphafið að sameiningu en það er svolítið í það hjá Grindavík,“ sagði fulltrúi Grindavíkurbæjar.

T

alsverðar umræður sköpuðust um samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum [SSS] í Reykjanesbæ um nýliðna helgi. Breytingar voru gerðar á dagskrá aðalfundarins í kjölfar þess að fulltrúar Reykjanesbæjar lýstu því að þeir vildu velta við steinum í samstarfinu og skoða það upp á nýtt. Baldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og fundarstjóri aðalfundar SSS, sagði að ástæða þess að Reykjanesbær færi í þessa vegferð væri erfið fjárhagsstaða sveitarfélagsins og því yrði m.a. að skoða samstarfið út frá því hver fjárhagsstaða sveitarfélagsins væri. Hann sagði að ekki væri alltaf hægt að meta ávinninginn af samstarfi í peningum „en við verðum að gera það. Skoða málið blákalt í Exel“. Hann spurði einnig hvort sveitarfélögin væru að snúa bökum saman og vildi meina að þau væru oft ekki einhuga og kæmu ekki fram sem ein rödd og því ekki að ná árangri. „Þurfum að endurskoða samstarfið á öllum sviðum“ Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, startaði umræðunni á fyrri degi aðalfundar SSS og hélt svo málinu áfram á seinni deginum. „Fjárhagsleg staða Reykjanesbæjar er með þeim hætti að við þurfum að endurskoða alla þætti er lúta að samstarfi sveitarfélaga,“ sagði Friðjón. Hann fór yfir þá vinnu sem unnin hefur verið í Reykjanesbæ síðasta árið og gengur undir nafninu Sóknin. „Við erum þrír gamlir karlar sem erum í forystu fyrir þetta ásamt fiðluleikara og samstarfið er afburða gott. Við ætlum að klára þetta mál,“ sagði hann í léttum dúr og vitnaði þar til samstarfs oddvitanna í bæjarstjórn og bæjarstjórans. Friðjón fór yfir ýmsa þætti í samstarfi sveitarfélaganna á Suðurnesjum þar sem hann vakti athygli á því að vantaði þátttöku Grindavíkurbæjar. Nefndi hann þar Öldrunarráð Suðurnesja, Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum og Brunavarnir Suðurnesja, sem væru samstarfsvettvangur án Grindavíkur. „Við erum með Kölku þar sem við erum öll saman. Þetta þýðir það Frá aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

að sveitarfélögin velja sér oft það sem þau vilja vera í samstarfi. Ég er ekki að segja að það sé rangt en það er kannski það sem við Reyknesbæingar viljum gera núna. Við veljum okkar þar sem við viljum vera í samstarfi, þar sem það hentar okkur“. Og Friðjón bætti við: „Samstarf er nauðsynlegt fyrir framþróun á svæðinu á öllum sviðum. Við eigum ekki að rífast um öldrunar- eða hjúkrunarrými. Þar er aldrei nein samstaða. Ég man eftir fundi fyrir ári síðan þar sem Grindvíkingar lýstu því yfir að þeir ætluðu að gefa eftir fimm rými svo hægt væri að endurbyggja Garðvang. Ég hef ekki séð þau rými koma þar. Það var gert í einhverri gleði. Hver ætlar að fara að reka 20 rýma hjúkrunarheimili? Enginn. Það vita allir hér inni að það er ekki hægt. Það er of dýrt. Við þurfum að endurskoða samstarfið á öllum sviðum og ganga opin í þá umræðu. Við erum til í allt en við þurfum að tala um þetta eins og þetta er, en ekki eins og við höldum að þetta sé“. Og Friðjón hélt áfram: „Það eru yfir 20 grasvellir á Suðurnesjum. Það eru 10 sundlaugar á Suðurnesjum fyrir 25.000 manns. Þetta kostar sitt, enda eru sveitarfélögin frekar illa stödd rekstrarlega. Þegar ég segi frá því að við séum með 21 knattspyrnuvöll og 9 eða 10 sundlaugar, þá er ég spurður: Hvar býrð þú eiginlega? Við getum ekki rekið þetta svona til framtíðar. Ef við hefðum ekki selt Hitaveituna, hvar værum við þá stödd? Ef við hugsum það til baka, það væri skelfilegt“. Friðjón fór yfir skuldastöðu Reykjanesbæjar og samskiptin við kröfuhafa sem vilja helst ekkert gera annað en að lengja í skuldum til allt að 50 ára. Hann sagði að aðeins væri að rofa til í samningaviðræðum. „Þeir verða líka að tapa á þessu hruni. Það voru þeir sem lánuðu okkur peningana“. Þá sagði Friðjón að kröfuhafar væru ekki endilega erfiðastir. „Ríkið hefur verið okkur erfiðast. Ekki bara varðandi Helguvík, heldur ota þeir okkur saman og segja við okkur að við stöndum ekki saman,“ og vísaði til þess að sveitarfélögin á Suðurnesjum töluðu ekki einni röddu.

Reykjanesbær verður að meta stöðuna blákalt Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, var næstur upp til að skýra ástæður þess að Reykjanesbær vildi endurskoða samstarf sveitarfélaganna. „Við getum ekki skattpínt íbúa Reykjanesbæjar umfram aðra. Það gengur ekki upp. Íbúar sem enga sök bera á að staðan er þessi geta ekki borið skaðann einir. Það verða einhverjir aðrir að koma til. Þess vegna erum við í þessum viðræðum við kröfuhafa því þeir eru hluti af þessu vandamáli. Menn lánuðu ótæpilega og skuldir hlóðust upp. Það verða allir að bera ábyrgð á því, ekki bara íbúar. Það er alveg kýrskýrt að við ætlum ekki að láta íbúana bera þær álögur áratugi fram í tímann. Þetta er það sem ræður hugsanagangi okkar frá degi til dags og vangaveltum um það hvernig við getum farið í hverja einustu músarholu sem til er til að leita að fjármagni til að geta rekið þetta blessaða sveitarfélag okkar. Samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum er ein músarholan. Það hafa í gegnum tíðina runnið talsverðir fjármunir inn í þetta samstarf,“ sagði Guðbrandur. Guðbrandur nefndi tap nokkurra aðila í samstarfinu eins og Dvalarheimili aldraðra, Brunavarnir Suðurnesja og strætósamgöngur. Það lenti á Reykjanesbæ að greiða stærstan hluta af því tapi. „Eins og bent var á hér áðan þá eru ekki alltaf öll sveitarfélögin í samstarfinu. Það getur verið uppi sú staða núna að Reykjanesbær verði að meta það blákalt að það geti verið hagkvæmara fyrir sveitarfélagið, því það er heimilt vegna stærðar okkar, að reka ýmsa þjónustuþætti inni á okkar borði. Það er heimilt að vera svokallað leiðandi sveitarfélag. Mér hefur fundist að önnur sveitarfélög taki ekki vel í það að Reykjanesbær verði svokallað leiðandi sveitarfélag. Það er einn möguleiki fyrir lítil sveitar-

félög að ganga til samstarfs við stærri sveitarfélög og kaupa þjónustu af stóra sveitarfélaginu. Ég hef ekki upplifað þennan vilja hér á Suðurnesjum. Stundum er ég ekki alveg viss um þetta samstarf. Eru menn heilir í því eða bara þegar það hentar mér?,“ sagði Guðbrandur og bætti við að endingu: „Við eigum að hugsa um það að finna eins góðar leiðir til að veita eins góða þjónustu fyrir eins litla peninga og við getum“. Grindvíkingar vilja samvinnu en ekki sameiningu Guðmundur Pálsson, bæjarfulltrúi í Grindavík, var næstur í pontu. Hann sagði það stóra málið hvort sveitarfélögin ættu að vinna saman og þá hvernig. „Auðvitað hefur það áhrif á öll hin sveitarfélögin þegar kjölfestu sveitarfélagið á í vandræðum. Við skiljum vel að menn þurfi að ná sér í allan þann sparnað sem hægt er og sjálfsögðu innan SSS ef því er að dreifa. Þeir hafa svolítið skotið á Grindvíkinga fyrir að velja sér þjónustuþætti til að vera í samstarfi um“. Guðmundur nefndi slökkviliðið og sagði að Grindvíkingar telji öryggisþáttinn þar svo mikilvægan að þeir vilji hafa liðið undir sinni stjórn í Grindavík. „Annars held ég að allir séu tilbúnir að skoða hvar við getum skorið niður. Það er rétt að stærsti kostnaðaraukinn lendir á Reykjanesbæ því þar eru flestir íbúarnir. Ég held að það sé enginn að hræðast það að taka ákvarðanir hvar við þurfum að skera niður til að koma til móts við aðila. Það getur vel verið að við þurfum að segja að almenningssamgöngur gangi ekki upp og við verðum bara að hætta þessu. Ef þetta er rekið með tug milljóna króna halla, eins og lítur út fyrir, þá lendir sá halli mest á Reykjanesbæ. Þá verðum við að taka þá meðvituðu ákvörðun eins og með fleiri mál, þó þetta sé stærsta málið í taprekstrinum“.

Guðmundur sagði sérstakt að koma inn á fundinn á seinni aðalfundardeginum og finna hvað andrúmsloftið var rafmagnað eftir fyrri fundardaginn. „Við verðum að skipa hóp til að fara ofan í þetta. Hvernig viljum við sjá þetta, svo við komumst lengra? Í Grindavík vilja menn ekki sameiningu þó þeir vilji samvinnu. Samvinna er upphafið að sameiningu en það er svolítið í það hjá Grindavík. Ég skora á menn að finna hóp og ræða málið í þaula. Við verðum að finna niðurstöðu með framtíðina“. Þögnin í salnum sýnir alvarleika málsins „Ég held að ég hafi aldrei gengið upp í pontu í svona þöglum sal. Það sýnir alvarleika málsins. Það á að vera fulltrúum Reykjanesbæjar alveg ljóst að við tökum þetta mjög alvarlega og munum gera það í framhaldinu. Það er alvarlegt og stór orð ef menn íhuga að ganga úr samstarfi fimm sveitarfélaga og eins og kom fram þá er stóri bróðir í vanda og nefnir það að hugsanlega ganga kannski út,“ sagði Einar Jón Pálsson, bæjarfulltrúi í Garði þegar hann kom í pontu. „Það væri fróðlegt að vita hvað menn gera sér í hugarlund að þetta séu stórar upphæðir sem sparist fyrir Reykjanesbæ. Þegar skuldirnar eru 42 milljarðar króna þá geri ég mér í hugarlund að sparnaðurinn sé ekki stór við að ganga úr samstarfinu. Halda menn að rekstur Brunavarna Suðurnesja batni við það að 4000 íbúar hætta að borga inn í það batterý? Ætla menn að fækka bara vöktum og standa ekki þjónustuna við íbúa?,“ sagði Einar Jón og bætti við: „Hvað sjá menn fyrir sér að það náist margar milljónir í sparnað við að ganga út úr samstarfi SSS eða að hluta? Við þurfum að setjast niður og taka málið áfram í vinnuhópi. Við eigum að vinna saman og vinna miklu meira saman. Sam-


13

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 1. október 2015 vinna er fyrsta skref ef menn ætla að sameinast einhvern tímann“. Garðvangur orðinn baggi Inga Rut Hlöðversdóttir, bæjarfulltrúi Vogum, vakti athygli á rekstrarkostnaði Garðvangs sem stendur mannlaus í Garðinum . Rekstrarkostnaðurinn er rúmar 6 milljónir króna á ári, neysluvatn er farið að leka í eldri hluta hússins og ekki vilji til að leigja húsnæðið eða selja. Reykjavík vill sameinast Sandgerði „Þó ástandið sé þungt í Reykjanesbæ þá er það ekki einsdæmi. Vandamálið er stórt og hefur áhrif á okkur öll. Það er svo stórt fyrir ríkisvaldið að það vantar hugrekki að stíga inn og hjálpa. Það vill enginn fara inn í 14.000 manna samfélag og taka þátt í svo stórum rekstravanda. Það vildi ekki koma inn í 1600 manna samfélag sem Sandgerði var og taka þátt í þeim rekstrarvanda. Menn vilja segja eins lengi og þeir geta, leysið þetta sjálfir,“ sagði Ólafur Þór Ólafsson, bæjarfulltrúi í Sandgerði á fundinum. „Ég kem úr sveitarfélagi þar sem við fórum úr skuldaviðmiði sem var um 460% og erum komin niður í rúm 200% í dag. Við fórum úr því að vera með neikvæða niðurstöðu úr rekstri í að við skilum afgangi á hverju ári og erum með eigið fé í dag sem veldur því að við getum staðið í framkvæmdum. Var það létt? Nei. Þruftum við að taka erfiðar ákvarðanir? Já. Þurftum við að leggja álögur á íbúa? Já. Eru ennþá álögur á íbúa? Já. Koma þær með að leysast strax? Nei. Við eigum eftir tvö, þrjú, fjögur ár. Þetta er staðan og ákvarðanir sem við þurftum að taka. Þurftum við að taka ákvarðanir? Já. Erum við hrædd við að

taka þær? Nei. Svona þurfum við að nálgast verkefnið sem býður okkar nákvæmlega í dag. Við þurfum að horfast í augu við verkefnin. Við þurfum að meta stöðuna“. Og Ólafur Þór bætti við: „Hallinn á Strætó er á milli 50-60 milljónir króna í ár. Það eru á milli 25003000 krónur á íbúa á Suðurnesjum. Það eru jafn miklar 2500-3000 krónur á íbúa í Sandgerði eins og í Reykjanesbæ. Við getum heldur ekki horft á það að það séu 10 sundlaugar á Suðurnesjum og það sé eyðsla. Það er ein sundlaug í Sandgerði, ein í Garði, ein í Vogum og ein í Grindavík. Það eru því sex sundlaugar í Reykjanesbæ. Það er því Reykjanesbæjar að taka á því hvaða sundlaug þeir ætla að loka“. Ólafur Þór nefndi að hann hafi verið á málþingi á dögunum þar sem borgarstjórinn í Reykjavík hafi komið að máli við sig og nefnt á léttum nótum að þar sem í Reykjavík og Sandgerði væru tveir stærstu flugvellir landsins þá ættu Reykjavík og Sandgerði að sameinast. „Kannski er leiðin að Sandgerði og Reykjavík verði eitt sveitarfélag eftir nokkur ár,“ sagði Ólafur Þór þegar hann gekk úr pontu og uppskar hlátur fundargesta. Lýðræðishalli í samstarfinu Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, sagði að lengi hafi verið ákveðinn lýðræðishalli í samstafinu „og það hefur verið agnúi sem að við í Reykjanesbæ höfum auðvitað fundið að og gert tillögur um að verið einhvernveginn leiðrétt. Þetta er eiginlega stærsti ljóðurinn á samstarfinu“. Gunnar sagðist leggja til að Garðvangur verði seldur eða komum honum í einhver not sem gefur tekjur. „Það er leið sem getur verið fyrsti áfangi í því að koma með ábyrgum hætti fram við íbúana hérna og spara

peninga. Við getum selt húsið eða leigt og fengið tekjur á móti lífeyrisskuldbindingum“. Gunnar kom inn á orð Ólafs Þórs um sameiningu Sandgerðis og Reykjavíkurborgar: „Ólafur talar um sameiningu við Reykjavíkurborg sem er ágætis hugmynd. Hefur honum ekki dottið í hug að sameinast Reykjanesbæ? Er það ekki ráð? Væri það ekki hugmynd? Nú kunna einhverjir að segja að það sé ekki hægt að sameinast Reykjanesbæ því hann skuldar svo mikið. Það kann vel að vera rétt. En innar tíðar verðum við betur settir en vel flestir á höfuðborgarsvæðinu. Hér á Suðurnesjum eru ákveðin tækifæri sem munu nýtast okkur vel. Það skiptir meginmáli að íbúarnir njóti góðs af því sem við erum að gera. Ég sé alveg fyrir mér að Garður, Sandgerði, Reykjanesbær og Vogar geti sameinast. Það eru ákveðin tækifæri í því,“ sagði Gunnar. Þarf kjark til að skila verkefnum til baka Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerði, sagði að eðlilegt sé að öll verkefni sveitarfélaganna verði skoðuð sérstaklega og hvort hægt sé að draga úr kostnaði og nefndi þar t.d. almenningssamgöngur. „Það þarf kjark til að taka ákvarðanir að skila verkefnum til baka. Hvað ætlum við lengi að hafa þolinmæði í að reka húsnæði Garðvangs. Það eru 6 milljónir á ári og er því fljótt að safnast upp í háar fjárhæðir,“ sagði Sigrún. „Góð hugmynd er að stofna vinnuhóp til að skoða hvar við getum losnað við verkefni og það þarf að taka af skarið. Okkur ber skylda til að skoða hvernig við rekum sveitarfélög svo vel sé og að við getum veitt sem besta þjónustu til íbúanna“.

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum:

Úrbóta víða þörf á vegum á Suðurnesjum

A

ðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2. og 3. okt. ályktaði um vegamál á Suðurnesjum. Huga þurfi að framkvæmdum við vegi víða á svæðinu. Lögð er áhersla á að unnið verði að því að breikka Grindavíkurveg. Vegurinn er illa farinn vegna mikilla þungaflutninga og mjög sprunginn á köflum. Vert er að benda á að vegurinn liggur í gegnum vatnsverndarsvæði Suðurnesja og því afar mikilvægt að hann sé þannig úr garði gerður að hægt sé að bregðast við mengunarslysum. Laga þarf gatnamót að afleggjara Bláa lónsins sem eru dimm og hættuleg, en þau þarf að endurhanna og bæta umferðaröryggi. Jafnframt þarf að laga vegi til Sandgerðis og Sveitarfélagsins Garðs.

Breikka þarf vegina og þarfnast þeir talsverða lagfæringa. Nokkur straumur er um vegina af stórum bifreiðum m.a. vegna fiskflutninga og uppfylla þeir ekki öryggiskröfur. Fundurinn bendir á að mikilvægt er að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautarinnar upp í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða í það minnsta bæta innkomur í Reykjanesbæ og auka umferðaröryggi við Aðalgötu og Þjóðbraut. Aðalfundurinn gerir athugasemdir við þá aðferð sem notuð var þegar skoðaðir voru kostir fyrir staðsetningu innanlandsflugs. Sameiginlegur stýrihópur ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group mat millilandaflugvöll á Miðnesheiði, Keflavíkurflugvöll ekki sem einn þeirra valkosta sem kæmu til greina.

STÓRTÓNLEIKAR Í HEILAN DAG!

Kötlumót 2015 18 kórar - Um 700 söngmenn Kötlumót 2015 - Á fimm ára fresti Reykjanesbæ laugardaginn 17. október Miðaverð kr. 4.900

Miðasala á Miði.is, Hljómahöll og við innganginn.

Þú Velur úr 18 tónleikum Kl. 13:00 til 15:30

Hljómahöll / Ytri- Njarðvíkurkirkja Nesvellir - Reykjanesbæ

Þú Upplifir 700 manna risakarlakór Kl. 16:30 til 18:00

Atlantic Studios - Ásbrú – Reykjanesbæ Stjórnandi: Guðlaugur Viktorsson

Þú Hlustar á Stórhljómsveit

Stjórnandi – Karen Sturlaugsson Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar

Þú Heyrir einsöngvara

KATLA

SAMBAND SUNNLENSKRA KARLAKÓRA

KARLAKÓR KEFLAVÍKUR

Jóhann Smári Sævarsson Eyþór Ingi


14

fimmtudagur 8. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

á Suðurnesjum Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra með skylda sjúkdóma

KAFFIHÚSA – SPJALL OG FRÆÐSLA FAAS tenglar á Suðurnesjum halda fyrsta fræðslufund vetrarins nk. þriðjudag 13. október, kl. 16:30 á Nesvöllum Reykjanesbæ / þjónustumiðstöð.

MUNUM ÞÁ SEM GLEYMA Gagnlegar upplýsingar fyrir minnisskerta og aðstandendur þeirra. Jón Eyjólfur Jónsson öldrunarlæknir verður með fræðslu um „Meðferð og lyfjagjafir fyrir minnisveika“ (fyrri hluti). (Seinni hluti verður þriðjudaginn 10. nóvember á sama stað og tíma þ.e. kl. 16.30 á Nesvöllum/ þjónustumiðstöð).

Fyrirspurnir og umræður. Allir velunnarar FAAS ásamt öllu áhugafólki um málefni félagsins eru velkomnir. Við hvetjum fólk til að láta sig málið varða, styðja þannig við félagið og fá fræðslu um hverskonar minnisveikindi á heimaslóðum. Enginn aðgangseyrir. Kaffiveitingar á staðnum, frjáls framlög upp í útlagðan kostnað eru vel þegin. Kveðja FAAS tenglar á Suðurnesjum facebook síðan okkar á Suðurnesjum er FAAS - Tenglar á Suðurnesjum.

Á fimmta tug aldraðra bíða eftir hjúkrunarrými – Óásættanleg fyrir íbúa Suðurnesja.

43 sjúkir aldraðir bíða eftir hjúkrunarrými á Suðurnesjum. Ljóst er að það stefnir í óefni ef ekkert verður gert í þessum málaflokki. Það hlýtur að vera forgangsmál að vinna nú þegar að fjölgun hjúkrunarrýma á Suðurnesjum. Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum vakti athygli á málinu. Ef stuðst er við reiknireglu Velferðarráðuneytisins við mat á þörf ætti hjúkrunarrými á Suðurnesjum að vera 141 en eru aðeins 118. Reiknireglan gerir einnig ráð fyrir því að 10-15% rýma séu skilgreind sem hvíldarrými en í dag eru einungis 8 rými af 118 með þá skilgreiningu eða 6,7%. Sé gengið út frá forsendum miðspár Hagstofu Íslands um fjölgun aldraðra til ársins 2025 má búast við að öldruðum íbúum á Suðurnesjum fjölgi um 857 á næstu 10

Skorað á ríkisvaldið að styðja við uppbyggingu í Helguvík

A

Tímabil á við október 2015 til 29. apríl 2016.

HÚSAVAGNAHÝSING Vantar þig húsnæði undir tjaldvagninn, fellihýsið, hjólhýsið eða ferðabílinn í vetur.Við erum að bjóða upphitað og snyrtilegt húsnæði að Borgartröð 25 Ásbrú 235 Reykjanesbæ. Ef þú vilt tryggja þér pláss fyrir húsvagninn þinn hjá okkur þá vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á volundarhus@volundarhus.is með helstu upplýsingum og við höfum samband. Nánari upplýsingar má fá í síma 864 - 2400 á milli kl. 09:00 - 17:00. Leiguverð per meter. Tjaldvagnar -10.000 kr. Fellihýsi -12.000 kr. Hjólhýsi -15.000 kr að 7m. Húsbílar - 15.000 kr að 7m.

rnesjum í hverri viku! Alltaf eitthvað nýtt frá Suðu VIKULEGUR MAGASÍNÞÁTTUR SJÓNVARPS VÍKURFRÉTTA

Í KVÖLD Á ÍNN KL. 21:30 MEÐAL EFNIS: UNA Í GARÐI OG DAGSTJARNAN • KÖTLUMÓT KARLAKÓRA • RAFORKAN Í HELGUVÍK

árum og 1708 á næstu 20 árum. Sé stuðst við reiknireglu ráðuneytisins þyrftu að vera 182 hjúkrunarrými á Suðurnesjum árið 2025 og 267 rými árið 2035. Þessi staða er með öllu óásættanleg fyrir íbúa Suðurnesja og gerir aðalfundurinn því þá kröfu til stjórnvalda að þau standi með sveitarfélögunum á Suðurnesjum í þeirri viðleitni að byggja upp hjúkrunarþjónustu við aldraða sem uppfyllir þörf, mæti nútíma- og framtíðarþörfum í málaflokknum og standist samanburð við önnur heilbrigðisumdæmi landsins. Fundurinn skorar því á Velferðarráðherra að beita sér fyrir bragarbót í öldrunarþjónustu á Suðurnesjum þar sem ríki og sveitarfélögin verði leiðandi í nýrri nálgun í heildrænni þjónustu við aldraða, segir í ályktun SSS.

- Ráðast þarf einnig í framkvæmdir við hafnirnar í Sandgerði og Grindavík

ðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, haldinn 2.-3. október 2015 skorar á ríkisvaldið að styðja við uppbyggingu í Helguvík. Þessa daganna er verið að reisa kísilver United Silicon og gert er ráð fyrir að uppbygging Thorsil hefjist á næsta ári. Uppbygging í Helguvík hefur tekið á fjárhagslega hjá Reykjanesbæ og fyrirsjáanlegur er töluverður kostnaður við áframhaldandi uppbyggingu á næstu árum. Fundurinn leggur til við hlutaðeigandi að fyrirhuguðum hafnarframkvæmdum sem og kostnaði vegna fyrri framkvæmda verði sett á fjárlög 2016. Jafnframt verði horft til þess að á næstu fjórum árum þar á eftir komi fjárframlög. Lagt er til að hluti þessara fjárframlaga byggi á forsendum hafnarlaga nr. 61/2003 og vegalaga nr. 80/2007 og hluti verði vegna sérlaga um sértakan stuðning. Aðalfundurinn bendir á að þjóðhagslegur ávinningur framkvæmda í Helguvík er margfaldur umfram þau fjárframlög sem óskað er eftir að lagt verði í verkefnið. Samkvæmt samþykktu svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024 er gert ráð fyrir því að Helguvíkurhöfn gegni hlutverki sem útskipunarhöfn Suðurnesja og er hún mikilvæg í allri atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Jafnframt kemur fram í Svæðisskipulagi Suðurnesja að hafnirnar í Grindavík og Sandgerði eru skilgreindar sem fiskihafnir og að er

ekki gert ráð fyrir nýjum höfnum. Nauðsynlegt er að endurgera þil við Miðgarð í Grindavík og þil í Sandgerðishöfn. Fyrrgreind þil eru frá 1964-1978 og en meðallíftími bryggjuþilja 40 ár. Samkvæmt minnisblaði Vegagerðarinnar um stálþilið í Grindavík, dags. 08.05.2015 kemur fram að ástand stálþilsins er ekki gott enda þilið orðið um 50 ára gamalt. Ástand þekju er ekki gott og ástand bryggjukants þó sýnu verra. Metur Vegagerðin það sem svo að brýn þörf sé á að endurbyggja bryggjuna innan mjög fárra ára. Grindavíkurhöfn er með næstmesta verðmæti afla á hvern metra viðlegukants á landinu. Afar mikilvægt er að allir viðlegukantar séu í notkun og hægt sé að veita þjónustu hratt og örugglega, svo skip komist sem fyrst aftur á sjó til veiða. Í minnisblaði hafnasviðs Vegagerðarinnar dags. 24.02.2015 um ástand Suðurbryggju Sandgerðishafnar kemur fram að víða hafa myndast göt á stálþilið vegna tæringar og að burðargetan er mjög skert eða aðeins 20% af upprunalegum styrk þilsins. Takmarka hefur þurft þungaumferð um bryggjuna. Brýn þörf er á að allar bryggjurnar séu nothæfar enda er Sandgerðishöfn meðal þeirra hafna þar sem flestar landanir eru á ári hverju. Metur Vegagerðin brýna þörf á að endurbyggja bryggjurnar í Grindavík og Sandgerði innan mjög fárra ára.


15

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 1. október 2015

pósturu vf@vf.is

Fámennt á íbúafundi andstæðinga byggingar kísilvers Thorsils í Helguvík:

Frá mótmælum í Reykjanesbæ í vor.

Það er alltaf hægt að komast út úr samingum ef vilji er fyrir hendi „Ég er sannfærður um að sú staðreynd að niðurstaða kosninganna verði ekki bindandi hafi haft áhrif á það hversu fáir mættu á fundinn. Umræður voru samt góðar og fjörugar og baráttuandinn hjá þeim sem eru á móti efldist við fundinn,“ segir Benóný Harðarson, fundarstjóri og einn skipuleggjenda íbúafundar á Mánagrund í Reykjanesbæ í fyrrakvöld. Tilefni fundarins var bygging kísilvers Thorsils í Helguvík en milli 40 og 50 manns mættu á fundinn. Hópurinn sem að fundinum stóð safnaði í sumar undirskriftum yfir 25 prósent kosningabærra íbúa Reykjanesbæjar sem vilja fá að kjósa um breytingu á deiliskipulagi í Helguvík vegna fyrirhugaðrar byggingar kísilversins. Áætlað er að kosningarnar muni fara fram 8. til 20. nóvember en bæjarstjórn hefur samþykkt að niðurstaða þeirra verði ekki bindandi. „Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, sagði að kosningarnar myndu ekki skipta neinu máli en það verða haldnir fleiri fundir fyrir kosningarnar og fólk verður að gera sér grein fyrir að auðvitað skipta niðurstöðurnar máli sama hvað bæjarstjórinn segir,“ sagði Benóný.

Friðjón Einarsson, forseti bæjarráðs Reykjanesbæjar, hélt erindi á fundinum og segir Benoný það hafa verið mjög jákvætt. „Hann fór yfir málið frá sínum sjónarhóli sem var mjög gott en ég er ekki sammála honum. Það kom fram í máli hans að bæjarstjórn hefði fengið samning um byggingu kísilvers Thorsil í hendurnar frá fyrri bæjarstjórn. Sá samningur var gerður áður en farið var með málið í umhverfismat og það er auðvitað algjört brjálæði að gera samning áður en allt liggur fyrir. Bæjaryfirvöld þurfa að gera sér grein fyrir því að þau vinna fyrir íbúa Reykjanesbæjar en ekki erlent stórfyrirtæki. Það er alltaf hægt að komast út úr samingum ef viljinn er fyrir hendi.“ Benóný segir mikilvægt að fá öll gögn upp á borðið og eyða allri óvissu í kringum byggingu kísilversins. „Í þeim gögnum sem lögð hafa verið fram kemur fram að ekki verði hægt að tryggja að ekki nein hætta stafi af starfseminni.“ Samkvæmt áætlunum mun kísilver Thorsil hefja starfsemi árið 2017 en ári áður mun kísilver Silicon United hefja starfsemi sína í Helguvík. Benoný segir mikilvægt að gera umhverfismat sem byggi á því að á svæðinu verði starfrækt tvö kísilver og jafnvel meiri stóriðja. „Það er til skoðun á hverju fyrir sig en ekki á

samanlögðum áhrifum. Það verður að skoða allar hliðar þessa máls og þetta er ekki eitthvað sem skiptir aðeins máli fyrir íbúa Reykjanesbæjar, heldur alla Íslendinga.“ Í niðurstöðu mats Skipulagsstofununar á umhverfisáhrifum í Helguvík frá 1. apríl síðastliðnum kemur meðal annars fram að stofnunin telji að þó Thorsil hafi sýnt fram á að styrkur annarra mengunarefna en brennisteinsdíoxíðs muni verða innan viðmiðunarmarka utan þess þynningarsvæðis sem hefur verið afmarkað fyrir álver Norðuráls þá muni loftgæði á svæðinu umhverfis Helguvík rýrna talsvert vegna efna úr samanlögðum útblæstri frá fyrirhugaðri starfsemi Thorsil, Norðuráls og United Silicon á svæðinu. Þar sem um er að ræða mikið magn mengunarefna sem muni berast út í andrúmsloftirð nærri íbúðarbyggð muni áhrifin verða talsvert neikvæð. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur gefið það út að ekki sé hægt að gera neitt í málinu og hún muni standa við gerða samninga við Thorsil. Það ítrekaði Friðjón Einarsson á fundinum og við fjölmiðla í gær. Fjárfesting kísilveranna tveggja nemur nærri 50 milljörðum króna og mun veita mörg hundruð störf á uppbyggingartíma og til framtíðar litið.

PIXMA MG5650 Aðeins

16.900Háþróaður fjölnotaprentari með WiFi. Prentun, ljósritun og skönnun, allt í sama tækinu. Til í svörtu og hvítu.

HAFNARGATA 40 S. 422 2200

REYKJANESBÆ

Ath!

nýr og betri opnunArtími Virka daga Laugardaga Sunnudaga

10 - 19 10 - 18 12 - 18

KASKO • IÐAVÖLLUM 14 • Reykjanesbæ • SÍMI: 421-5407 • www.kasko.is


16

fimmtudagur 1. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-fs-ingur

-mannlíf

vikunnar

pósturu vf@vf.is

Tek bara einn dag í einu Davíð Smári Árnason er FS-ingur vikunnar. Hann hræðis Rósu kennara mest og finnst vanta kók í dós í mötuneytið. Hér koma svör Davíðs. Á hvaða braut ertu? Félagsfræðibraut Hvaðan ertu og aldur? Sandgerði, 18 ára

Hver er fyndnastur í skólanum? Fyrst að Kusinn flúði til Ekvador, þá hreppir Grétar Karls titilinn Hvað sástu síðast í bíó? Straight Outta Compton

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Eigum við að kíkja í kassan?

Áhugamál? Íþróttir, aðallega fótbolti

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Kók í dós

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það er mjög fínt

Hvað hræðistu mest? Rósu

Hver er þinn helsti galli? Ætli það sé ekki leti

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Tek bara einn dag í einu

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Landsliðs Fannar

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Snapchat, Twitter og Facebook

Helsti kostur FS? Félagsskapurinn

Eftirlætis

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Frjáls mæting Leikari: Leonardo DiCaprio

Kennari: Bogi

Hver er best klædd/ur í FS? Sammi Bulk (þegar hann nennir því)

Flíkin: Sixth June jakkinn Kvikmynd: Inception

Fag í skólanum: Félagsfræði

Skyndibiti: LEMON

Sjónvarpsþættir: Ballers, Modern Family og Gotham

Hljómsveit/tónlistarmaður: Kanye West Vefsíður: Twitter og Bet365

Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)? One Direction

DEILISKIPULAG Auglýsing um skipulag í Sveitarfélaginu Vogum. Tillaga að deiliskipulagi fyrir Nesbú á Vatnsleysuströnd. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 30. september 2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir Nesbú á Vatnsleysuströnd vegna áforma um lagfæringar á húsakosti alifuglabúsins. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð og vísast til hennar um nánari upplýsingar. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með mánudeginum 5. október 2015 til og með mánudagsins 16. nóvember 2015. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en mánudaginn 16. nóvember 2015. Vogum, 5. október 2015 f.h. bæjarstjórnar, Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri

rnesjum í hverri viku! Alltaf eitthvað nýtt frá Suðu VIKULEGUR MAGASÍNÞÁTTUR SJÓNVARPS VÍKURFRÉTTA

Í KVÖLD Á ÍNN KL. 21:30 MEÐAL EFNIS: UNA Í GARÐI OG DAGSTJARNAN • KÖTLUMÓT KARLAKÓRA • RAFORKAN Í HELGUVÍK

Kötlugos á Suðurnesjum - 600 karlar í fimmtán karlakórum syngja í bítlabænum á laugardag „Við vonumst til að sjá sem flesta því hér er mjög skemmtilegur viðburður á ferð,“ sögðu þeir Þorvarður Guðmundsson og Guðjón Kristjánsson frá Karlakór Keflavíkur en nk. laugardag 17. október fer fram svokallað Kötlumót 2015 í Reykjanesbæ. Um sexhundruð karlar munu þenja raddirnar í bítlabænum þennan dag. Katla er samband sunnlenskra karlakóra og nær sambandið austan frá Höfn í Hornafirði, vestur um Suðurland og höfuðborgarsvæðið, að Snæfellsnesi. Í sambandinu eru nú 18 karlakórar og munu 15 þeirra taka þátt í Kötlumótinu sem haldið er á fimm ára fresti. Karlakór Keflavíkur heldur mótið að þessu sinni, dyggilega studdir af Söngsveitinni Víkingunum. Mótið fer þannig fram að kl. 13:00 til 15:00 verða tónleikar einstakra kóra í Stapa og Bergi í Hljómahöll, í Ytri- Njarðvíkurkirkju og á Nesvöllum. Fjórir kórar syngja á hverjum stað í 20 mínútur hver. Tónleikagestir geta valið úr kórum til að hlusta á og gengið á milli staða á þá tónleika sem þeir kjósa. Síðdegis hefjast svo stórtónleikar kl. 16:30 í Atlantic Studios á Ásbrú. Þá koma allir kórarnir saman í einum 600 manna risakór og syngja við undirleik stórhljómsveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem sett er saman úr Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar undir stjórn Karenar Stur-

laugssonar. Tónleikunum stjórnar Guðlaugur Viktorsson fráfarandi stjórnandi Karlakórs Keflavíkur. Dagskráin er sett saman úr tónlist sem tengist Suðurnesjum. Höfundar eru allir tengdir Suðurnesjum með einum eða öðrum hætti. Finna má tónlist frá hefðbundnum karlakórslögum til popplaga útsettum fyrir karlakóra. Þar verður einnig frumflutt lagið „Upp skal á kjöl klífa“ eftir Sigurð Sævarsson bæjarlistamann Reykjanesbæjar við texta úr Sturlungu. Aðrir höfundar spanna allt frá Sigvalda Kaldalóns til Rúnars Júlíussonar. Einsöngvarar verða Jóhann Smári Sævarsson og Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Allt þetta er í boði fyrir sama aðgöngumiðann sem kostar 4.900 kr. Kórarnir sem taka þátt í mótinu eru: Karlakór Grafarvogs, Karlakór Hreppamanna, Karlakór Keflavíkur, Karlakór Kjalnesinga, Karlakór Kópavogs, Karlakór Reykjavíkur, Karlakór Selfoss, Karlakórinn Esja, Karlakórinn Fóstbræður, Karlakórinn Jökull, Karlakórinn Stefnir, Karlakórinn Þrestir, Raddbandafélag Reykjavíkur, Söngsveitin Víkingarnir og gestakór af Norðurlandi verður Karlakór Eyjafjarðar. Nánar er rætt við þá Þorvarð sem er formaður Karlakórs Keflavíkur og Guðjón en hann er formaður Kötlumótsins í Sjónvarpi Víkurfrétta frá kl. 21.30 á ÍNN í kvöld og á vef Víkurfrétta, vf.is

Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og við útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa

Ketils Vilhjálmssonar,

fyrrv. bifreiðastjóra, Túngötu 5 Keflavík, Sigrún B. Ólafsdóttir, Magnús Ketilsson, Auður Tryggvadóttir, Sigurgísli Ketilsson, Halldóra Jóhannesdóttir, Páll Ketilsson, Ásdís B. Pálmadóttir, Valur Ketilsson, Hjördís Hilmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.


17

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 1. október 2015

Lífið

með Lindu Maríu

Meðvirkni

Þ

að hefur lengi verið á mínum aðgerðalista að uppræta meðvirkni mína. Hún er djúpt í iðrum sjálfs míns. Í mörgum tilfella er hún svo einstaklega lúmsk að það tekur mig langan tíma að átta mig á því eftir á hversu blinduð ég var af henni. Hún var lengi vel hækjan mín, það er svo miklu auðveldara að takast ekki á við vandamálin en að ráðast á þau vopnuð bæði kjarki og sjálfstrausti. Ég get ekki talið þau skipti þar sem ég leyfði meðvirkninni að gleypa mig, stundirnar sem ég reif mig niður vegna þess að ég virkilega trúði því að ég væri ekki betri en ímyndin sem ég sá í speglinum. Meðvirkni í uppeldi er eitur, meðvirkni í fjölskyldu er kviksyndi og meðvirkni í vinahóp er upphafið að endanum. Ég tel mig vera sigurvegara í dag, ég komst útúr þessum sjálfspíningarpitti, ég svara fyrir mig sterkari en nokkru sinni fyrr. Ég er alltaf að læra, sem betur fer, enginn er fullkominn en ég í stað þess að beygja mig þá passa ég mig á rísa uppá afturlappirnar og tekst á við daginn. Ég er meðvitaðri um mínar veiku hliðar og reyni að vera besta útgáfan af sjálfri mér. Meðvirknin er alls staðar í kringum okkur, það

er alltaf batamerki ef við bara leyfum okkar að viðurkenna að við sjáum hana. Það að þora ekki að mæta einstaklingi, hvort sem hann er fjölskyldumeðlimur, vinnufélagi, vinur eða ókunnugur þá eigum við alltaf rétt á að hafa skoðun, við höfum rétt á að tilfinningar okkar jafngildi tilfinningum annarra. Meðvirkur einstaklingur þekkir ekki annað en sjúklegan raunveruleika sem hann nær ekki að losa sig útúr. Meðvirkni er form af eðlilegum viðbrögðum við verulega óeðlilegum aðstæðum. Þegar ég var krakki fékk ég oft að heyra mottóið „Þetta er bara svona.“ Ég sé það alltaf betur og betur þegar ég þroskast og eldist um hvað þessi stutta setning snerist. Það að takast aldrei á við vandamál sín er meðvirknin í sinni verstu mynd. Hver dagur kemur og fer, uppfullur af bæði litlum sigrum og stórum. Verum sjálfum okkur hliðholl og veljum það sem er okkur fyrir bestu, það er líka hollt að hrósa sjálfum sér því okkar afrek eru engu minni en annarra. Ást og friður Linda María.

Lögreglustjórar styðja kjarabaráttu XLögreglustjórafélag X Íslands samþykkti á fundi sínum fyrir viku eftirfarandi ályktun: Stjórn Lögreglustjórafélags Íslands samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að brýnt væri að ljúka samningum við Landssamband Lögreglumanna hið allra fyrsta. „Störf lögreglumanna eru afar mikilvæg fyrir íslenskt samfélag og án öflugrar löggæslu fær það ekki þrifist til lengdar,“ segir í ályktun lögreglustjóranna.Stjórnin hvetur jafnframt samingsaðila til að ljúka samningum hið allra fyrsta.

smáauglýsingar -

TIL LEIGU 180fm iðnaðarbil á Njarðarbraut, við Vikingaheima. Stór innkeyrsluhurð með góðum gluggum. Áhugasamir vinsamlega hringið í s:899-3926.

Liðsstyrkur á starfsmannasvið Við leitum að liðsstyrk á starfsmannasvið fyrirtækisins. Um tvær stöður er að ræða, annars vegar í þjálfunar- og fræðslumál og hins vegar í ráðningar og almenn starfsmannamál. Ef þú ert skipulagður einstaklingur með framúrskarandi samskiptahæfileika gæti þetta verið starf fyrir þig.

ÞJÓNUSTA Get bætt við mig verkefnum. Parketlagnir, innréttingar, hurðar, milliveggir og fl uppl í sima 8669103

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Verið velkomin

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 Samkoman 11. okt er í umsjón Samhjálpar. Sönghópur frá Samhjálp og Vörður Traustason framkvæmdastjóri Samhjálpar prédikar.

Ráðningar og almenn starfsmannamál

Þjálfunar- og fræðslumál

Helstu verkefni:

Helstu verkefni:

• • • • • •

• • • • • •

Val og ráðningar nýrra starfsmanna Þátttaka í starfshópum Stuðningur við mannauðs- og viðverukerfi Upplýsingagjöf og ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna Gerð ferla, mælikvarða og markmiða í starfsmannamálum Önnur tilfallandi verkefni innan starfsmannasviðs

Gerð þjálfunaráætlunar Skipulag og utanumhald fræðslu í samstarfi við deildarstjóra Skráningar og þróun fræðslukerfis Endurmenntun starfsmanna Þátttaka í starfshópum Önnur tilfallandi verkefni innan starfsmannasviðs

Menntunar-og hæfniskröfur:

Menntunar-og hæfniskröfur:

• • • • •

• • • • •

Háskólamenntun sem nýtist í starfi Starfsreynsla á sviði starfmannamála kostur Mikil skipulagshæfni og góðir samskiptahæfileikar Sjálfstæði, frumkvæði og hæfni til að vinna í hóp Mjög góð færni í íslensku og ensku

Háskólamenntun sem nýtist í starfi Starfsreynsla á sviði starfmannamála kostur Mikil skipulagshæfni og góðir samskiptahæfileikar Sjálfstæði, frumkvæði og hæfni til að vinna í hóp Mjög góð færni í íslensku og ensku

Við leitum af öflugum einstaklingum með brennandi áhuga á starfsmannamálum. Mikil áhersla er lögð á skipulagshæfni og góða samskiptahæfileika. Nánari upplýsingar veitir Telma Guðlaugsdóttir, telma@airportassociates.com. Umsóknir ásamt ferilskrá óskast fylltar út á heimasíðu fyrirtækisins, www.airportassociates.com. Umsóknarfrestur er til 18. október 2015. Starfsemi Airport Associates tekur til allrar þjónustu við farþega- og fraktflugvélar svo sem hleðslu flugvéla sem og annarar þjónustu á flughlaði, farþegainnritunar, hleðslueftirlits og alls þess er lítur að flugvélaafgreiðslu. Meðal viðskiptavina okkar eru: British Airways, Cargolux, Delta Airlines, UPS, Air Berlin, Germanwings, Bluebird Cargo, Fly Niki, First Choice Airways, WOW air, easyJet, Norwegian, Baseops Europe, Avcon, Transavia, Corendon, MNG Airlines, Volga Dnepr, Airbridge, ABX air og fleiri félög.


18

fimmtudagur 1. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir Tap hjá Keflavíkurstúlkum í Lengju-úrslitum XKeflavíkurstúlkur X töpuðu fyrir Haukum í úrslitaleik Lengjubikarkeppninnar í körfubolta en úrslitaleikurinn fór fram á Selfossi sl. laugardag. Lokatölur urðu 70-47 og sigur Hauka öruggur eins og tölurnar bera með sér. Helena Sverrisdóttir skoraði 22 stig fyrir Hauka og Bryndís Guðmundsdóttir 12 stig fyrir Keflavík.

Gunnar tekur við kvennaliði Keflavíkur XGunnar X Magnús Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari meistarflokks kvenna til næstu tveggja ára en hann hefur verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Gunnar Magnús er Keflvíkingur í húð og hár og fyrrverandi leikmaður félagsins. Hann hefur lengi starfað við þjálfun yngri flokka hjá Keflavík. Þá þjálfaði Gunnar meistaraflokk kvenna hjá Grindavík um árabil og lið Njarðvíkur á árunum 2011-2013. Kvennaknattspyrnan hefur átt undir högg að sækja í Keflavík á undanförnum árum en liðið fékk aðeins eitt stig í b-riðli 1. deildar í sumar.

Tveir 16 ára leikmenn komu inn á í lokaleik Keflvíkinga í Pepsi-deildinni - níu uppaldir leikmenn voru í leikmannahópnum.

Einar Orri og Kristrún Ýr best hjá Keflavík

E

inar Orri Einarsson og Kristrún Ýr Holm voru valin bestu leikmenn meistaraflokka Keflavíkur í knattspyrnu á lokahófi knattspyrnudeildar sl. laugardagskvöld. Veittar voru viðurkenningar fyrir frammistöðu sumarsins hjá meistaraflokkum og 2. flokki. Markvörðurinn Sindri Kristinn Ólafsson var valinn efnilegasti leikmaðurinn, Hörður Sveinsson

fékk gullskóinn og Magnús Þórir Matthíasson fékk silfurskóinn. Þeir urðu markahæstu leikmenn liðsins í sumar en Hörður lék færri leiki og fékk því gullskóinn. Hjá meistaraflokki kvenna var Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir valin efnilegust og Ólöf Stefánsdóttir besti félaginn. Margrét Hulda Þorsteinsdóttir fékk gullskóinn og Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir fékk silfurskóinn.

Í 2. flokki karla var Einar Þór Kjartansson leikmaður ársins en Samúel Þór Traustason efnilegastur. Sindri Þór Guðmundsson fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir og Bergsveinn Andri Halldórsson var besti félaginn. Marín Guðmundsdóttir var valin best hjá 2. flokki kvenna. Þar var Sólveg Lind Magnúsdóttir efnilegust og Þóra Kristín Klemenzdóttir besti félaginn.

XXKeflvíkingar enduðu tímabilið í Pepsi-deildinni með sigri á Leikni á Nettó-vellinum í Keflavík í síðustu umferðinni. Leikurinn var sérstakur fyrir þær sakir að bæði liðin voru fallin. Lokatölur urðu 3-2 en staðan var 2-1 fyrir heimamenn í hálfleik.

Mörk Keflvíkinga skoruðu Hörður Sveinsson (2) og Sigurbergur Elísson. Þetta var annar sigur heimamanna í sumar sem hvíldu útlendingana í liðinu. Nokkrir bráðungir og efnilegir knattspyrnumenn voru í hópnum, þar af níu sem eru uppaldir hjá liðinu. Komu tveir þeirra inn á í fyrsta sinn hjá Keflavík, þeir Stefán Alexander Ljubicic og Sigurbergur Bjarnason, báðir 16 ára. Stefán er sonur Zorans Ljubicic fyrrverandi þjálfara Keflavíkur en eldri bróðir hans, Bojan, var einnig í leikmannahópnum. Sigurbergur er sonur Bjarna Jóhannssonar sem þjálfaði síðast KA á Akureyri. Ekki er ólíklegt að þessir peyjar taki við keflinu hjá bítlabæjarliðinu á næstu árum.

Hringbraut 99 - 577 1150

KYNNING Á NOW OG SOLARY VÍTAMÍNUM MÁNUDAGINN 12. OKTÓBER, KL. 16:00 - 18:00.

20% KYNNINGARAFSLÁTTUR

ÁSDÍS RAGNA GRASALÆKNIR verður á staðnum að veita ráðgjöf af gæða vitamínum.

AF NOW OG SOLARY VÍTAMÍNUM

Afslátturinn gildir frá mánudeginum 12. október til laugardagsins 17. október.


19

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 1. október 2015

pósturu vf@vf.is

Nýr formaður og ný stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur

Sveit veðhlaupahesta bíður spennt segir Jón G. Benediktsson eini frambjóðandi til formanns Knattspyrnudeildar Keflavíkur. Aukaaðalfundur í kvöld.

„Fyrsta stóra verkefni nýrrar stjórnar verður að ráða þjálfara. Það er mjög mikilvægt að fá góðan mann í það starf því það eru allir sammála um að koma Keflavík aftur í Pepsi-deildina. Við eigum að vera í hópi bestu liða landsins. Það er ekkert öðruvísi,“ sagði Jón G. Benediktsson, - Jón Ben, en hann er eini frambjóðandi til formanns stjórrnar Knattspyrnudeildar Keflavíkur. Boðað hefur verið til aukaaðalfundar í kvöld og munu nýir menn taka sæti í stjórn. „Við erum ekki byrjaðir í formlegum viðræðum við neina í þjálfarastarfið,“ segir Jón og vill ekki greina frá nöfnum kandidata í þjálfarastarfið. VF heyrði af nafni Bjarna Jóhannssonar sem þjálfaði KA stóran hluta sumars og Jón sagði það vera rétt en vildi ekki segja meira. Einnig munu Keflvíkingar hafa áhuga á Þorvaldi Örlygssyni, fyrrverandi atvinnumanni í Englandi en hann hefur m.a. þjálfað Fram hér heima. Jón neitaði þó í útvarpsviðtali í fyrradag orðrómi um hann. Haukur Ingi Guðnason sem þjálfaði Keflavík í sumar með Jóhanni B. Guðmundssyni eftir uppsögn Kristjáns Guðmundssonar, hefur gefið það út að hann muni ekki bjóða starfskrafta sína áfram. Ekki er vitað hvort Jóhann B. sé á þjálfaralista Keflvíkinga en hann var ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Keflavíkur áður en hann tók við þjálfarstöðu meistaraflokks með Hauki í sumar. Hvað leikmannamál segir Jón þau vera í góðu ferli, lang flestir leikmenn séu með samning við Keflavík. Áhugi er fyrir því að byggja upp sterkt framtíðarlið og góður grunnur sé í félaginu og góður árangur 3. og 2. flokks í sumar hafi sýnt að framtíðin er björt. Jón er mjög bjartsýnn á framtíð Keflvíkinga og hlakkar til að vinna með góðu fólki í stjórn. „Þetta er sveit veðhlaupahesta sem bíður eftir því að fá að hlaupa. Við lítum á þetta sem nýtt upphaf fyrir Kefla-

vík og hlökkum mikið til. Menn eru ótrúlega spenntir,“ segir Jón. Allir núverandi stjórnarmenn knattspyrnudeildarinnar hafa ákveðið að hætta en þó hefur ekki verið tekin ákvörðun um framtíð Þorsteins Magnússonar, framkvæmdastjóra og núverandi formanns deildarinnar. Hann mun sinna því starfi áfram og vinna með nýrri stjórn. Snemma á þessu ári sýndi hópur fólks áhuga á að taka við deildinni og bauð fram Baldur Guðmundsson sem formann. Núverandi stjórn var ekki tilbúin í breytingar og varðist þannig að formaður hélt velli á mjög fjölmennum aðalfundi. Margir hafa gagnrýnt hvernig staðið var að málum en Jón Ben er eini sem hefur boðið sig til formannsembættis og verður því sjálfkjörinn á fundinum. Með honum er vösk sveit manna sem hafa mikinn áhuga á framtíð knattspyrnunnar í Keflavík. Jón segir að þrátt fyrir að allir stjórnarmenn ætli að hætta sé góð sátt um þessar breytingar og margir þeirra sem hafa starfað hafi lýst yfir áhuga sínum á því að hjálpa áfram í starfinu. Jón hefur verið í varastjórn deildarinnar í eitt og hálft ár og þekkir því vel til verka. Hann segir að átökin á síðasta aðalfundi hafi dregið örlítið úr mönnum sem hafi staðið sig vel í mörg ár, peningamál séu í ágætum málum og allir stefni sömu leið fyrir félagið. „Það fer mikil vinna í það að ná í peninga til að reka svona deild. Við fengum góð viðbrögð fyrir gíróseðli sem sendur var til allra íbúa í Keflavík þó svo vissulega hafi það gerst á erfiðum tíma hjá liðinu í Pepsi-deildinni. Við höfum fengið fyrirspurnir frá Keflvíkingum úti á landi sem hafa viljað styrkja liðið og sumir hafa greitt hærri upphæð.“ Nýir stjórnarmenn í knattspyrnudeild með Jóni verða Gunnar Oddsson, Karl Finnbogason, Hermann Helgason og Þorleifur Björnsson. Gunnar er fyrrverandi leikmaður og þjálfari liðsins og Karl lék með liðinu um árabil. Hermann hefur

verið virkur í stjórn körfuknattleiksdeildar og Þorleifur leysir Hjördísi konu sína sennilega af hólmi en hún var í gömlu stjórninni. Jón segir að hópurinn sé sterkur og góðir aðilar komi einnig inn í varastjórn.

ProBook 455 Aðeins

119.900Örgjörvi AMD Quad Core A8-7100 1.8 GHz, Turbo Speed: 3.0 GHz Minni 8GB (DDR3) 1600MHz Skjár 15,6” LED HD Anti-glare skjár Diskur 500GB Smart SATA

HAFNARGATA 40 S. 422 2200

REYKJANESBÆ

01 VÍKURFRÉTTIR - vikulegt fréttablað - dreift frítt inn á hvert heimili og fyrirtæki á Suðurnesjum Nýtt efni, viðtöl, menning, mannlíf, íþróttir, greinar og pistlar.

02 FRÉTTAVEFURINN VF.IS

- vinsælasti héraðsfréttavefurinn í 20 ár og einn af 25 vinsælustu vefjum landsins.

03 GOLFVEFURINN KYLFINGUR.IS - vinsælasti golffréttavefur landsins fagnar 10 ára afmæli á þessu ári.

04 SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA

05

- nýjung í fjölmiðlun VF frá árinu 2013. Mannlíf, fjör og atvinnulífið á Suðurnesjum. Vikulegur þáttur sýndur á ÍNN, á vf.is og hjá Kapalvæðingu í Reykjanesbæ.

PRENTÞJÓNUSTAN OG HÖNNUN Auglýsingahönnun í blöð, bæklinga, kynningarefni og hvers kyns prentverk. Nafnspjöld, logo og myndbandsgerð. Gerum tilboð.

VÍKURFRÉTTIR Sími 421 0000


vf.is

FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER • 39. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR

Ók niður stuðlaberg XXL ögreglu barst í síðustu viku tilkynning um að stuðlaberg sem er við bifreiðastæðin framan við Hljómahöllina í Njarðvík hefði verið ekið niður. Á myndbandsupptöku af atvikinu sést þegar bifreið var ekið úr stæði og á grjótið með þeim afleiðingum að það losnaði upp og féll á hliðina. Haft var samband við umræddan ökumann. Þá var bifreið ekið inn í hlið annarrar á gatnamótum Þjóðbrautar og Njarðargötu í Keflavík. Engin slys urðu á fólki.

-mundi Eru Helguvíkurandstæðingar flúnir úr bænum? Þeir sáust ekki á íbúafundinum…

Verðsprengja

kræsingar&kostakjör

NautaliuNdir erleNdar

2.999

Borgari stöðvaði ölvaðan ökumann

áður 3.998 kr/kG

XXLögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni sem leið tvo ökumenn sem grunaðir voru um að vera ölvaðir undir stýri. Í öðru tilvikinu var ökumaðurinn stöðvaður af borgara í Grindavík og handtók lögregla manninn skömmu síðar. Báðir voru færðir á lögreglustöð og sleppt að lokinni skýrslutöku.

Skemmdir unnar á flugvél XXLögreglan á Suðurnesjum var um helgina kölluð út vegna skemmda sem unnar höfðu verið innanborðs á flugvél Icelandair sem var að koma frá Portland. Búið var að krota, að líkindum með tússpenna, á innréttingar salerna í vélinni. Voru sjáanlegar skemmdir á skápum á þremur salernum sem staðsett eru fyrir miðu vélarinnar. Lögreglan rannsakar málið.

Handtekinn grunaður um fíkniefnasölu XXLögreglan á Suðurnesjum hafði um þarsíðustu helgi afskipti af karlmanni sem staddur var á veitingastað í umdæminu vegna gruns um að hann væri að selja fíkniefni. Í fórum hans fannst poki með meintum fíkniefnum. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af honum. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Þrír meiddust í árekstri XXÞrír fóru á slysadeild eftir árekstur sem varð á gatnamótum Hringbrautar og Tjarnargötu í Keflavík á dögunum. Óhappið varð með þeir hætti að bifreið var ekið frá Tjarnargötu, þar sem er stöðvunarskylda, og inn á Hringbraut, þar sem hún lenti á hliðinni á annarri bifreið. Talsvert högg varð við áreksturinn. Ökumenn beggja bifreiðanna og farþegi í annarri bifreiðinni fóru til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, því allir fundu þeir til eymsla eftir áreksturinn. Bifreiðirnar voru fjarlægðar af vettvangi með dráttarbifreið þar sem þær voru báðar óökufærar. Fleiri óhöpp urðu í umferðinni um helgina, en þau voru öll minni háttar og engin slys á fólki.

Dúndurverð!

-23%

lambahryGGur dúNdurverð

1.755 áður 2.279 kr/kG

kjúkliNGabriNGa

lamba rib-eye

1.979

2.399

áður 2.384 kr/kG

áður 3.998 kr/kG

piparmariNeriNG

ss

-40%

lambafile m/fitu ss

2.759 áður 4.598 kr/kG

Gæða vínber beint frá Am eríku

-30%

-40% kaNilsNúðar

kaffi

bki ClassiC 500 G

569 áður 599 kr/pk

bakað á staðNum

tosCaNa brauð

500 G bakað á staðNum

119

279

áður 198 kr/stk

áður 398 kr/stk

víNber

-50%

rauð

449 áður 898 kr/pk

Nýr oG betri opNuNartími

opið alla daGa 10-20 Nettó reykjaNesbæ

kjúkliNGaluNdir 700 G

986 áður 1.761 kr/pk

Tilboðin gilda 8. sept – 11. október 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.