Víkurfréttir
NÝR& BETRI OPNUNARTÍMI
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000
OPIÐ ALLA DAGA 10-20 NETTÓ REYKJANESBÆ
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
vf.is
F IMMTUDAGUR 15 . O KTÓ BE R 2 0 15 • 4 0. TÖ LU BLA Ð • 36. Á RGA NGU R
Framtíðarútlit flugstöðvar og umhverfis
Fann 250.000 krónur á gangstétt
H
eiðvirð kona í Reykjanesbæ kom með umslag, fullt af peningum, á lögreglustöðina við Hringbraut í Keflavík á þriðjudagsmorgun. Umslagið fann þessi borgari á gangstétt í Reykjanesbæ. Í umslaginu voru 250.000 krónur í 5000 króna seðlum. Lögreglan lýsti eftir eiganda peninganna á fésbókarsíðu sinni. Við nánari skoðun kom svo í ljós að í umslaginu var kvittun fyrir úttekt peninganna sem höfðu verið teknir út í Landsbankanum í Reykjanesbæ. Eigandi peninganna var mjög þakklátur konunni fyrir að koma fénu til skila, enda upphæðin umtalsverð.
Risaframkvæmdir framundan við Flugstöð Leifs Eiríkssonar:
Eitt þúsund manns munu starfa við fyrsta stækkunaráfangann
-Þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar „Masterplan“ sýnir gríðarlega mikla uppbyggingu á næstu árum
FÍTON / SÍA
„Ef það væri einn þáttur sem ég hefði mestar áhyggjur af í þessu dæmi þá væri það ekki byggingarhraði eða fleira tengt framkvæmdum heldur mönnun. Í dag eru um 4500 manns sem starfa á flugvallarsvæðinu og ef við erum að fara að tvöfalda bygginguna og fjölda ferðamanna á næstu árum sem fer í gegnum hana er ljóst að þetta er mikill fjöldi starfsfólks sem þarf fyrir alla starfsemi á Keflavíkurflugvelli. Má gera ráð fyrir fjöldi starfa geti farið í 5500 til
einföld reiknivél á ebox.is
6000 á næsta ári,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia en fyrirtækið kynnti þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar til ársins 2040 í Hljómahöllinni sl. þriðjudag. Um er að ræða gríðar mikla áætlun. „Mér finnst standa mest upp úr að vera komin með leiðarljós, einhverja línu til að fara eftir til framtíðar. Undanfarin ár höfum verið verið að stækka stöðina
hér og þar í frekar litlum mæli en nú er komin framtíðarlína. Þetta eru risa framkvæmdir framundan en verða unnar í áföngum. Stærð þeirra ræðst af því hversu mikil og hröð farþegaaukningin verður. Þó er ljóst að fyrsti áfanginn verður stór vegna mikillar uppsafnaðar þarfar til afkastaaukningar. Ekki er gert ráð fyrir að íslenska ríkið sem eigandi Isavia þurfi
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
að leggja fjármuni til framkvæmdanna, þar sem möguleikar Isavia til fjármögnunar eru góðir og einnig eru til staðar tækifæri sem tengjast aðkomu annarra að Isavia. Við áætlum að framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjist á árinu 2017 með fyrstu skóflustungu en næsta ár (2016) fari í hönnun og undirbúning. Gert ráð fyrir því að um eitt þúsund manns muni starfa við fyrsta áfanga í stækkun flugstöðvarinnar sagði Björn Óli.“
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Peningaseðlarnir sem voru í umslaginu sem fannst á gangstétt í Reykjanesbæ á þriðjudagsmorgun. VF-mynd: Lögreglan á Suðurnesjum.
2
fimmtudagur 15. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR
STARFSMAÐUR SKÓLA ÓSKAST
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Akurskóli óskar eftir starfsmanni skóla. Starfsmaður starfar með nemendum í leik og starfi í frístundaskóla, aðstoðar í nestistímum og sinnir öðrum störfum sem skólastjóri felur honum. Vinnutími er kl. 13:00 – 16:00. Umsóknum skal skilað rafrænt á www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf þar sem einnig eru að finna upplýsingar um launakjör, menntunar- og hæfniskröfur. Umsóknarfrestur er til og með 29. október. Karlmenn jafnt sem konur eru hvött til að sækja um. Nánari upplýsingar veitir Gróa Axelsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 420-4550 eða 824-1069. Einnig má senda fyrirspurn á netfangið groa.axelsdottir@akurskoli.is.
SENN LÍÐUR AÐ LOKUM LJÓSANÆTURSÝNINGA
DUUS SAFNAHÚS Jafnvægi milli hins náttúrulega og hins tilbúna: Síðasta sýningarhelgi á kjólum Örnu Atladóttur í Gryfju. Kirkjan mín, kirkjan þín, kirkjan okkar allra: Keflavíkurkirkja 100 ára, opin til 25. október. Andlit bæjarins: Ljósmyndir af bæjarbúum, opin til 8. nóvember. Heimasætan: Ljósmyndir Vigdísar Viggósdóttur, opin til 8. nóvember. Duus Safnahús eru opin alla daga frá kl. 12:00 - 17:00, ókeypis aðgangur og allir velkomnir.
Eldsvoði við Fjörubraut á Ásbrú:
Kettir björguðu lífi móður og barns K
- og slökkvilið og lögregla björguðu lífi kattanna
ettir eru taldir hafa bjargað lífi móður með ungt barn á Ásbrú í Reykjanesbæ á mánudagsmorgun. Móðirin var með barnið sofandi inni í svefnherbergi þegar krafsað var ákveðið í svefnherbergishurðina. Konan fór þá að athuga hvað væri í gangi. Um leið og hún opnaði hurðina mætti henni þykkur svartur reykur. Hún tók barnið í fangið og kom sér út úr íbúðinni um svalahurð. Eldur logaði við eldavél í eldhúsi íbúðarinnar, sem er á fyrstu hæð í fjölbýli við Fjörubraut á Ásbrú.
Lögregla og slökkvilið var fljót á vettvang.Fljótlega fundust kettirnir á svefnherbergisgólfi íbúðarinnar. Þeim var komið út um glugga þar sem slökkviliðsmaður tók þann fyrsta en hina tvo tók lögreglan. Húsráðandi fór strax með fyrsta köttinn á dýraspítala en hinir tveir voru líflausir þegar lögreglumenn á vettvangi tóku sig til og nudduðu lífi í þá. Þá fengu þeir súrefniskút í sjúkrabíl á vettvangi og gáfu köttunum súrefni. Þeim var svo ekið með hraði til dýralæknis. Þar fengu þeir áframhaldandi meðferð og hresstust fljótt og voru þá settir í
bað, enda sótugir eftir að hafa verið í reykjarkófinu. Eigendur kattanna fengu þá svo síðdegis á mánudag og voru fagnaðarfundir á dýraspítalanum. Talsvert tjón varð í íbúðinni sem fylltist af reyk og sóti eftir að eldur úr potti læsti sig í eldhúsinnréttingu. Peli sem verið var að sjóða gleymdist með þessum afleiðingum. Heimilisfólkinu hefur þegar verið útveguð önnur íbúð en talsverð vinna er að þrífa og endurnýja íbúðina þar sem eldurinn kom upp.
LÉTTUR FÖSTUDAGUR
NESVELLIR
Ljóðahópur frá Gjábakka kemur 16. október kl. 14:00. Allir hjartanlega velkomnir.
Stjórn DS vill selja Garðvang
UPPELDI SEM VIRKAR Foreldranámskeið fyrir foreldra barna á aldrinum 0-6 ára hefst 20. október í Fjölskyldusetrinu, Skólavegi 1. Samtals fjögur kvöld í fjórar vikur. Leiðbeinandi verður Guðný Reynisdóttir skólaráðgjafi og er námskeiðsgjald 8.000 kr., námskeiðsgögn innifalin. Kenndar verða aðferðir til að styrkja hæfni foreldra í að laða fram æskilega hegðun og fyrirbyggja erfiðleika. Skráning í síma 421-6700 eða netfangið thjonustuver@reykjanesbaer.is. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á www.reykjanesbaer.is.
BORGARAFUNDUR SÁÁ SÁÁ heldur opinn borgarafund um áfengisog vímuvandann í Bíósal Duus húsa í kvöld, fimmtudaginn 15. október kl. 20:00. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Allir velkomnir.
Fá bætur vegna myglu í leiguíbúð á Ásbrú
H
éraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að Háskólagörðum ehf. bæri að greiða pari tæplega 1.200.000 krónur með dráttarvöxtum vegna myglu í íbúð við Fjörubraut sem það leigði veturinn 2011 til 2012. Parið fær leigugreiðslur endurgreiddar, samtals að upphæð 625.175 krónur, sem og kostnað við þrif á innbúi að upphæð 450.000 krónur en þau höfðu farið fram á að fá innbú sitt bætt að fullu. Í niðurstöðu dómskvaddra matsmanna kom fram að óverulegt magn af myglu hafi komið fram í sýnum sem tekin voru af innbúi parsins og því nokkuð líklegt að hægt verði að þrífa það. Alvarleg veikindi komu upp hjá fjölskyldunni sem þau töldu að mætti rekja til ástands íbúðarinnar en ekki var tekin afstaða til þess í dómnum.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja skoðaði íbúðina að beiðni leigjendanna 14. maí 2012 og sendi í framhaldinu bréf til leigusala. Í því kemur fram að í tengslum við málið hafi heilbrigðiseftirlitinu verið lagðar til greiningarskýrslur frá Náttúrufræðistofnun Íslands um niðurstöður rannsókna á myglusýnum í íbúðinni en í þeim kemur fram að mygluvöxt hafi verið að finna í sýnum af sökkli baðinnréttingar íbúðarinnar, hurðakarmi af baði, málningu yfir sturtu, glugga baðherbergis og glugga hjónaherbergis. Var það mat Heilbrigðiseftirlitsins að greiningarskýrsla Náttúrufræðistofnunar væri afdráttarlaus og að gæta eigi fyllstu varúðar í málinu og ekki tefla heilsu fólks, þá sér í lagi barna í tvísýnu, enda væru skýr ummerki um rakaskemmdir og sýnilegan mygluvöxt í íbúðinni. Var niðurstaða heilbrigðiseftirlitsins sú að dvöl í umræddri íbúð gæti haft heilsuspillandi áhrif á fólk.
XXStjórn DS samþykkti á fundi sínum sl. mánudag tillögu Reykjanesbæjar og Voga þess efnis að Garðvangur verði seldur hið fyrsta verði húsnæðið ekki nýtt sem hjúkrunarheimili. Fulltrúar Sandgerðis og Sveitarfélagsins Garðs sátu hjá við afgreiðsluna sem samþykkt var með 4 atkvæðum Reykjanesbæjar og Voga. Að sögn Eysteins Eyjólfssonar, formanns stjórnar DS, er löngu orðið tímabært að sveitarfélögin á Suðurnesjum komi sér saman um hvaða leiðir eigi að fara til að efla hjúkrunarþjónustu fyrir sjúka aldraða á Suðurnesjum og fjölga hjúkrunarrýmum. „Í kjölfar umræðu á aðalfundi SSS vænti ég þess að ný stjórn SSS komi sterk til leiks og hniki málum áfram. Brýnt er t.d. að taka afstöðu til þess sem fyrst hvað gera eigi við Garðvang, að mínu viti á að selja hann ef ekki á að nýta hann sem hjúkrunarheimili, auk þess að taka þarf afstöðu til framtíðarhlutverks Hlévangs." Að mati Eysteins þurfa sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum og þingmenn að fylgja eftir ályktunum aðalfundar SSS. „Það á að gera skýlausa kröfu til stjórnvalda, en málaflokkurinn er á ábyrgð ríkisins, um að þau standi með sveitarfélögunum á Suðurnesjum í því að byggja upp hjúkrunarþjónustu við aldraða sem uppfylli vaxandi þörf og standist samanburð við önnur heilbrigðisumdæmi landsins. Næsta víst er að ef ekkert verður gert þá stefnir í óefni.“
KEFLAVÍK Valur Orri Valsson
NJARÐVÍK
Logi Gunnarsson
GRINDAVÍK
Jóhann Árni Ólafsson
GRINDAVÍK
Íris Sverrisdóttir
dominosdeildin.is kki.is
Markhönnun ehf
Verðsprengja
kræsingar&kostakjör
-30%
NAuTAmjAÐmASTEIK FROSIN
1.959 ÁÐuR 2.798 KR/Kg
LAmbAbÓguR
DÁDÝRAVÖÐVI
2 STK - KYLFA - FROSINN
NÝjA SjÁLAND - FROSINN
-40%
gRíSAKÓTILETTuR FERSKAR
1.139 ÁÐuR 1.898 KR/Kg
3.733
798
ÁÐuR 4.666 KR/Kg
ÁÐuR 998 KR/pK
-40%
hEIL ÖND
FROSIN - 2,1 Kg
1.142
-40%
ÁÐuR 1.903 KR/Kg
KINDAFILLET
FROSIÐ - 2 STK
2.579 ÁÐuR 4.298 KR/pK
-20% COOp ANgLAmARK
jARÐAbER
250 g - DRISCOLL’S
bARNAmATuR - 125-200 g
349
159-447
ÁÐuR 499 KR/ASKjAN
ÁÐuR 199-559 KR/STK
-30%
Bakað á staðnum! CROISSANT
m/SKINKu Og OSTI
149 -40%
ÁÐuR 249 KR/STK SKÓgARbRAuÐ 500 g
-30% 348 ÁÐuR 497 KR/STK
NETTÓ KAFFI
AppELSíNuSAFI
498
269
ÁÐuR 579 KR/pK
ÁÐuR 299 KR/pK
400 g
Tilboðin gilda 15. okt – 18. okt 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
x-TRA - 1,5 L
N
K
g
K
Heill-mismkaunlkandúnn i stærðir
-36%
hEILL KALKúNN - ERLENDuR
4,6 Kg - 5,4 Kg - 6,6 Kg - 7,2 Kg
991 ÁÐuR 1.549 KR/Kg
-50%
gRíSAbÓguR
FERSKuR - hRINgSK.
499
-30%
ÁÐuR 998 KR/Kg
-50%
KALKúNAgRILLSN. íSFugL - gRILLpOKI
1.449 ÁÐuR 2.898 KR/Kg
þORSKhNAKKAR
ROÐ- Og bEINLAuSIR
1.582
gRíSARIF
gRíSAhRYgguR
FuLLELDuÐ
pÖRuSTEIK
999
1.669
ÁÐuR 1.298 KR/Kg
ÁÐuR 2.384 KR/Kg
-38%
píTubuFF
m/bRAuÐI - 6x60 g
991
-50%
ÁÐuR 1.598 KR/Kg
KjúKLINgAbRINguR DANSKAR - 900 g
1.391
AVOCADO
„hASS“ - 750 g NET
288 ÁÐuR 575 KR/Kg
humAR
VIp ASKjA - 800 g
6.430
ÁÐuR 1.761 KR/pK
ÁÐuR 6.989 KR/pK
x-TRA FLÖguR
Yum Yum NúÐLuR
599
299
59
ÁÐuR 699 KR/pK
ÁÐuR 369 KR/pK
ÁÐuR 1.798 KR/Kg
RúSíNuR Og SALThNETuR NÓA - 500 g
SOuR CREAm - 300 g
www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Búðakór· Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
60 g - 5 TEg
ÁÐuR 69 KR/pK
6
fimmtudagur 15. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR RITSTJÓRNARPISTILL PÁLL KETILSSON
vf.is
Skjótt skipast veður í lofti ÚTGEFANDI: AFGREIÐSLA OG RITSTJÓRN: RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÉTTASTJÓRI: BLAÐAMENN: AUGLÝSINGASTJÓRI: UMBROT OG HÖNNUN: AFGREIÐSLA: PRENTVINNSLA: UPPLAG: DREIFING: DAGLEG STAFRÆN ÚTGÁFA:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Dagný Gísladóttir, dagny@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001
Það var svolítið sérstök tilfinning að sitja kynningarfund Isavia um svokallað Masterplan Keflavíkurflugvallar til næstu 25 ára, Þróunar- og framkvæmdaáætlun. Leiðarljós Isavia til framtíðar á Keflavíkurflugvelli eins og forstjóri Isavia sagði. Tilfinningin var sérstök út af því að þetta masterplan mun eiga risastóran þátt í því að tryggja fjölbreytta atvinnumöguleika á Suðurnesjum næsta aldarfjórðunginn. Það er ekki langt síðan að hér var skrifað um hvað hægt væri að gera í atvinnutækifærum hér á Suðurnesjum. Þeim þyrfti að fjölga. Vissulega er flugstöðin ekki bara að koma svona sterk inn á síðustu mánuðum eða ári, hún hefur algerlega haldið Suðurnesjum á floti frá hruni og svo hefur hún bætt í á síðustu tveimur árum. Við höfum líka spurt hvernig við Suðurnesjamenn ætlum að manna öll störf sem eru í boði á flugstöðvarsvæðinu. Þúsund manns munu starfa beint við stækkunarframkvæmdir fyrsta áfanga á árunum 2016-2020. Nú þegar er erfitt að manna öll störf í og við stöðina. Svör við
þessum spurningum liggja ekki á lausu. Það er þó nokkuð öruggt að Íslendingar munu ekki geta mannað öll störfin á næstu árum og áratugum. Forstjóri Isavia deilir þessum áhyggjum sínum á sama tíma og hann er að segja stoltur frá framtíðarmúsíkinni í ferðaþjónustunni og ótrúlega örum vexti á Keflavíkurflugvelli. Sumir segja lúxusvandamál. Það má taka undir það því afleiðingar bankahrunsins voru þyngstar á Suðurnesjum og vissulega eru timburmenn hér og þar, sé bara vitnað til fjölda íbúa og húseigna í eigu Íbúðalánasjóðs og annarra. En, framundan eru betri tímar. Fleiri störf í boði, ekki bara í flugstöðinni heldur í Helguvík og víðar. Hvernig við ætlum við að manna þetta allt er næsta stóra verkefni. Atvinnulífið finnur verulega fyrir þessu ástandi. Það er komin mikil samkeppni um starfsfólk. Við heyrum af fólki sem færir sig á milli aðila, fær betri laun eða þægilegri vinnutíma eða jafnvel bæði. Við heyrum líka af veitingastöðum og verslunum sem eiga erfitt með að manna fyrirtækin. VF ætlar að taka púls á því á næstu dögum og við ætlum að spyrja þessa aðila hvernig þau leysi málin og hvað þau telji að sé til ráða. Nú er öldin önnur!
Rauði krossinn fær kerru til fjöldahjálpar Til nota við fyrstu hjálp ef til slyss eða náttúruhamfara kæmi
D
Engar fernur í Akurskóla - Nemendur og starfsfólk Akurskóla láta ekki sitt eftir liggja í umhverfisvernd „Núna eru nemendur og foreldrar mjög ánægðir með þetta og hvað er betra en ísköld mjólk með samlokunni á morgnana,“ segir Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla í Reykjanesbæ. Frá stofnun skólans árið 2005 hafa nemendur verið hvattir til að koma ekki með drykki í fernum með sér að heiman í nesti í skólann. „Eins og alltaf með nýjungar þá voru skiptar skoðanir á þessu og eru í raun enn. Það er þó gaman að sjá að allir aðrir skólar í bæjarfélaginu hafa tekið þetta upp,“ segir hún. Nemendur í Akurskóla eru 458 talsins og því er ljóst að í hverjum mánuði er komið í veg fyrir töluverða notkun á fernum. Ef miðað er við að í mánuði séu 22 skóladagar gerir það 10.076 fernur í Akurskóla á aðeins einum mánuði sé miðað við að hver nemendi kæmi með eina fernu í nesti á dag. Yfir heilt skólaár myndi fjöldi ferna vera um 80.000. Í rýmum nemenda í Akurskóla er svokölluð mjólkurbelja, vatnskönnur og glös. Því er alltaf köld mjólk í boði fyrir nemendur sem eru í mjólkuráskrift og vatn fyrir alla nemendur. Stefna Akurskóla í umhverfismálum nær til fleiri þátta. „Við hvetjum til að nemendur noti fjölnotabox undir nesti og notum eins lítið af einnota glösum og bollum eins og hægt er á viðburðum eins og samtalsdögum, árshátíð og á fundum. Við eigum töluvert af diskum og slíku sem við grípum í og reynum að bæta við það í stað þess að kaupa einnota,“ segir Sigurbjörg. Þá eru allir matarafgangar í skólastofum flokkaðir og notaðir til moltugerðar fyrir utan skólann.
eildir Rauða krossins á Suðurnesjum og í Grindavík fengu á dögunum afhenda fjöldahjálparkerru til að hafa til taks á svæðinu. „Ef hér yrði stórt slys, til dæmis flugslys, rútuslys eða ef skemmtiferðaskip myndi sökkva eða ef það yrðu hér náttúruhamfarir eins og eldgos, flóð eða jarðskjálfti, þá myndum við nota búnaðinn í kerrunni sem okkar fyrsta viðbragð. Þetta er lítil fjöldahjálparstöð með öllum helsta fyrsta viðbúnaði,“ segir Guðmundur Þ. Ingólfsson, verkefnastjóri neyðarnefndar Rauða krossins á Suðurnesjum. Í kerrunni eru 30 hermannabeddar, 60 teppi, neyðarmatur, skriffæri, merkingar, ljósavél og fleira sem til þarf til að opna fjöldahjálparstöð. Í Hafnarfirði er birgðastöð deilda Rauða krossins á Íslandi þar sem neyðarhjálparbúnaður er geymdur. „Þá gætum við notað búnaðinn í kerrunni sem fyrsta viðbragð og í framhaldinu kallað eftir því að fá búnaðinn sendan frá Hafnarfirði. Þar erum við með
tvo gáma og í hvorum þeirra eru 750 beddar og 3000 teppi svo við erum vel búin. Til dæmis væri hægt að nota Reykjaneshöllina og setja þar upp bedda og sinna fjölda fólks fljótt.“ Til stendur að hafa slíkar fjöldahjálparkerrur til taks í öllum lögregluumdæmum landsins og er þessi sem kom til Suðurnesja á dögunum sú fyrsta sem afhent hefur verið. „Eftir eldgosið í Eyjafjallajökli kom þessi hugmynd upp. Þá fórum við að hugsa um hvernig við þyrftum að vera búin ef rýma þarf Suðurlandið. Í framhaldinu sóttum við um styrk til verkefnasjóðs á vegum landsskrifstofu Rauða krossins um að fá þessa fjöldahjálparkerru. Ef neyðarástand skapast yrði Landsskrifstofa Rauða krossins með yfirumsjón með viðbúnaði en stærri deildir úti á landi geta nýtt sér búnaðinn í svona kerru því þær sinna aðhlynningu á þeim svæðum þar sem mörgu slösuðu fólki er safnað saman. Ef til þess kæmi hér, myndi þessi búnaður koma sér mjög vel.“
OPNUM Í NJARÐVÍK LAUGARDAGINN 17. OKTÓBER
Fitjum - Njarðvík
8
fimmtudagur 15. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir
pósturu vf@vf.is
35% aukning á tjaldsvæði Grindavíkur í sumar
M
etaðsókn var á tjaldsvæðinu í Grindavík í sumar, frá miðjum maí og til loka september, bæði hvað varðar gesti og gistinætur. Aukningin á gistinóttum á milli ára er um 35% og aukning gesta um 34%. Grindavíkurbær greinir frá þessu á vefsvæði sínu. Alls komu 9120 gestir á tjaldsvæðið í sumar frá maí til september en gistinætur voru 10.449. Aukning bara í september var um helming.
Hagstætt veðurfar og mikil aukning útlendra gesta hér á landi hafði auðvitað mikið að segja, þá var tjaldsvæðið opnað viku fyrr og opið út september. Jafnframt fer ekki á milli mála að tjaldsvæðið í Grindavík þykir glæsilegt og þjónustan góð og verð sanngjarnt. Aukningin undanfarin ár hefur verið í kringum 20% á ári en sumarið núna var einstaklega gott.
Það var oft fjölmennt á tjaldsvæðinu í Grindavík í sumar. Vf-mynd/pket Lesið.
VETRARTILBOÐ Í NUDD Mánudaga til föstudaga. Kl.8:00 - 14:00 6.500,- tíminn. Bjóðum upp á gjafabréf fyrir sama tímaverð. Tímapantanir í síma 867-4866.
Iðavellir 7 // Keflavík (bakvið Nýmynd)
Ólafur Daði Helgason verslunarstjóri Bónus í Keflavík, Þórunn Þórisdóttir frá Velferðarsjóðnum og Bjarni Sæmundsson verslunarstjóri Bónus í Njarðvík.
Bónus opnar í Félagsbíói í Keflavík B
iðröð var fyrir utan Félagsbíó á laugardagsmorgunn þegar Bónus opnaði nýja verslun í gamla bíóhúsinu í Keflavík. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði að það væri ánægjulegt að fá svona mótttökur. Við opnunina færði Bónus Velferðarsjóði Suðurnesja 1 milljón króna gjafakort í versluninni. Þórunn Þórisdóttir, framkvæmdastjóri Keflavíkurkirkju og sjóðsins sagði framlagið afar þakkarvert og kæmi sér vel. Nýja Bónus verslunin er í 600 fermetra plássi og sagði Guðmundur að úrvalið væri um 60% af því sem er í stærri verslunum eins og í Njarðvík. Í boði væru allar söluhæstu vörur verslunarinnar. „Við vorum strax spennt fyrir því að opna hér þegar okkur stóð þetta húsnæði til boða. Hér er góður kjarni fólks í göngufæri og svo er aukning í ferðamönnum á Suðurnesjum. Við erum bjartsýn og hlökkum til,“ sagði Guðmundur.
Margt jákvætt að gerast í Reykjanesbæ XXMun fleiri jákvæðar fréttir en neikvæðar hafa birst í fjölmiðlum frá Reykjanesbæ það sem af er ári þrátt fyrir erfiðleika í rekstri bæjarins og erfiðar ákvörðunartökur bæjaryfirvalda. Það sýnir að margt gott er að gerast í bæjarfélaginu sem vert er að veita athygli og gaman er að segja frá. Reykjanesbær greinir frá þessu á vef sínum og vísar í upplýsingar frá Fjölmiðlavakt Credit Info. Samkvæmt upplýsingum frá Fjölmiðlavakt Credit Info eru fréttir frá Reykjanesbæ jákvæðar í 32,98% tilfella, neikvæðar eru að jafnaði 6,84% og hlutlausar og jafnaðar fréttir samtals 60,18%. Á níu mánaða tímabili hafa 212 fréttir verið jákvæðar, 44 verið neikvæðar og hlutlausar og jafnaðar fréttir 387 talsins. Vöktun Credit Info nær yfir alla fjölmiðla landsins, blöð, útvarp, sjónvarp, netmiðla og ýmsa sérvefi en einnig erlenda netmiðla. Áðurnefndar tölur eru frá 1. janúar til 30. september 2015.
bæta við Keflavík aftan við Iðavelli og í tímaset-
ningunni fyrir ofan, frá kl. 12 www.n1.is facebook.com/enneinn
Dugnaðarforkur í Reykjanesbæ N1 óskar eftir að ráða áreiðanlegan og duglegan starfsmann við smur- og dekkjaþjónustu á þjónustuverkstæði félagsins í Reykjanesbæ. Hæfniskröfur: • Reynsla af smur- og hjólbarðaþjónustu er kostur • Rík þjónustulund • Öguð og vönduð vinnubrögð • Reglusemi og stundvísi Hjólbarðaverkstæði N1 hafa öll hlotið vottun samkvæmt gæðakerfi Michelin, en þá vottun fá eingöngu þau hjólbarðaverkstæði sem uppfylla ströngustu gæðakröfur Michelin. Nánari upplýsingar veitir Pétur A. Pétursson í síma 440 1372 eða 892 6012
1 5 - 2 2 3 6 - H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A
Við leitum að fluggáfuðu fólki
Við óskum eftir einstaklingum sem eru skipulagðir, hafa góða samskiptahæfileika, lipra og þægilega framkomu og geta unnið sjálfstætt. Umsjónarmaður flugupplýsingakerfa Isavia
Starfið felst í því að hafa umsjón með nýju flugupplýsingakerfi með sérstakri áherslu á Keflavíkurflugvöll. Umsjónarmaður flugupplýsingakerfa mun bera ábyrgð á gögnum og gagnagæðum og gegnir lykilhlutverki við innleiðingu, uppfærslur og breytingastjórnun. Góð tækni- og tölvukunnátta er skilyrði. Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur og reynsla af störfum á flugvelli er æskileg. Isavia notast meðal annars við Airport Operational Database (AODB) gagnagrunn fyrir flugupplýsingar, Flight Information Display System (FIDS) skjáupplýsingakerfi, Resource Management System (RMS) fyrir úthlutun flugvélastæða og fleiri kerfi.
Hópstjóri Rekstrarstjórnstöðvar
Starfið felst í daglegri stjórnun rekstrarstjórnstöðvar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Hópstjóri ber ábyrgð á vaktaskipulagi, skráningum og gögnum og hefur umsjón með langtímaáætlunum og skipulagi. Hann er tengiliður Isavia við flugafgreiðsluaðila og sér um eftirfylgni úrbóta og athugasemda við rekstur flugstöðvarinnar. Gerð er krafa um góða tæknikunnáttu og háskólamenntun sem nýtist í starfi. Reynsla af stjórnunarstörfum og störfum á flugvelli er kostur. Rekstrarstjórnstöð samhæfir, stýrir og hefur eftirlit með daglegum rekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, hússtjórnarrekstri, búnaði og kerfum ásamt því að sinna stæðisúthlutun fyrir flugvöllinn í heild.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sævar Garðarsson, deildarstjóri eignaumsýslu: saevar.gardarsson@isavia.is og www.isavia.is/atvinna
Umsóknarfrestur er til og með 25. október 2015
Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 1040 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbyggingu og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.
10
fimmtudagur 15. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR
OPINN BORGARAFUNDUR SÁÁ
-fréttir
UM ÁFENGIS- OG VÍMUEFNAVANDANN
pósturu vf@vf.is
Krabbameinsfélag Suðurnesja:
Sigurbjörg heiðruð fyrir óeigingjarn sjálfboðastarf – bleikur föstudagur á morgun
Í REYKJANESBÆ
FIMMTUDAGINN 15. OKTÓBER KL. 20.00–22.00
Í DUUS HÚSUM Erindi í tónum og tali: Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi Arnþór Jónsson formaður SÁÁ | Einar Már Guðmundsson rithöfundur Haukur Hilmarsson fjármálaráðgjafi | Eva Þyrí Hilmarsdóttir píanóleikari Fundarstjóri Ásgerður Th. Björnsdóttir framkvæmdastjóri SÁÁ
Að loknum erindum verður gestum boðið að tjá sig og spyrja spurninga
RAUÐAKROSSBÚÐIN Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ Opnunartímar Miðvikudagar frá kl. 13:00 – 17:00 Fimmtudagar frá kl. 13:00 – 17:00 Fatnaður, skór og gjafavara Rauði krossinn á Suðurnesjum
E
ins og undanfarin ár heiðrar Krabbameinsfélag Suðurnesja konu á Suðurnesjum með því að afhenda henni fyrstu bleiku slaufuna í október. Sigurbjörg Þorleifsdóttir hlaut þann heiður í ár. Hún hefur unnið farsælt og óeigingjarn sjálfboðastarf fyrir Krabbameinsfélag Suðurnesja og Samhjálp kvenna, sem er stuðningsfélag þeirra sem greinst með brjóstakrabbamein. Það var Sigríður Ingibjörnsdóttir, nýr starfsmaður félgsins, sem afhenti Sigurbjörgu slaufuna. Krabbameinsfélag Suðurnesja er að hefja vetrarstarf sitt eftir sumarfrí. Félagið býður upp á fræðslu og upplýsingagjöf fyrir krabbameinssjúka og aðstandur þeirra. Haldin verða námskeið og fyrirlestar fyrsta þriðjudagskvöld hvers mánaðar í húsi félagsins eins og verið hefur. Félagið býður upp á hópastarf þar sem krabbameinssjúklingar og aðstandendur þeirra geta hitt aðra í svipaðri stöðu, tekið þátt í handavinnuhóp, gönguhóp og fleira.
Sigurbjörg Þorleifsdóttir tók við bleiku slaufunni frá Sigríði Ingibjörnsdóttur starfsmanni Krabbameinsfélags Suðurnesja. VF-mynd: Dagný Gísladóttir
Bleikur mánuður er mikilvægur til að minna konur á að huga að heilsunni og mæta í kabbameinsleit í brjóstum og leghálsi. Bleika slaufan er seld nú í október til árverknisog fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands. Fjöldi bygginga á Suðurnesjum eru lýstar upp með bleiku ljósi af því tilefni.
ATVINNA
Óðu tjöruna í malbikunarframkvæmdum
Vegna góðra verkefnastöðu þurfum við að bæta við okkur starfsmönnum. Í starfinu felst vinna við bílamálun og réttingar.
XUnnið X var við malbikun á hafnarsvæðinu í Grindavík á dögunumþar sem nýtt malbik var m.a. lagt á Ránargötu. Áður en malbikið var lagt var gatan böðuð í tjöru. Tjörubaðið kom þó ekki í veg fyrir að gangandi vegfarendur gerðu sér ferð yfir tjöruna með tilheyrandi klessuverki undir skósóla.
Upplýsingar á staðnum.
Bílbót // Bolafæti 3 // 260 Reykjanesbæ // 421 4117
VÍGSLUATHÖFN Verið velkomin við formlega opnun á nýrri Íþróttamiðstöð Grindavíkur við Austurveg, laugardaginn 17. október nk. kl. 15:00.
Föstudaginn 16. október beinir Krabbameinsfélagið því til allra að klæðast bleiku eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi. Við viljum beina því til fyrirtækja á svæðinu að vera með bleikt í fyrirrúmi. Með því sýnum við samstöðu í verki. Skólar gætu t.d. haft bleikt þema.
DAGSKRÁ: • Formleg vígsla kl. 15:00 á nýja sviðinu fyrir utan aðalinnganginn (ef veður leyfir). • Íþróttamannvirkið til sýnis • Boccia eldri borgara í litla sal/anddyri, júdóæfing í Gjánni, aðstoð í tækjasal hjá Gym heilsu, Kvenfélagið með veislu í Gjánni (grillaðar pylsur og tertur), skriðsundskeppni sunddeildar UMFG, skákborð í móttökusal fyrir gesti, fótboltaboltavídeó með Grindavíkurliðunum rúllar á sjónvarpsskjá í anddyri. • Grindavík-Valur í úrvalsdeild kvenna í körfubolta kl. 16:30 í íþróttahúsinu. Ókeypis aðgangur. • Í hálfleik: Skrifað undir samninga við UMFG, Golfklúbb Grindavíkur, Hestamannafélagið Brimfaxa og Kvenfélag Grindavíkur. • Sundlaug opin til kl. 17:00. Ókeypis í sund.
Bandarískur doktorsnemi rannsakar hersvæðið og Ásbrú XAlix X Johnson er doktorsnemi í mannfræði við University of California, Santa Cruz og mun hún dvelja næsta árið á Íslandi við rannsóknir. Hluti af rannsóknarefninu er saga herstöðvarinnar á Miðnesheiði og hvernig svæðið þróaðist eftir brottför hersins en einnig ætlar hún að skoða hvernig Ásbrú varð til. Hún hefur mikinn áhuga á að hitta fólk frá Suðurnesjum sem hefur reynslu af svæðinu og er opið fyrir því að segja sögur og/ eða deila skoðunum sínum af vellinum. Rannsóknin um herstöðina á Íslandi verður hluti af doktorsrannsókninni sem gefin verður út sem bók innan nokkurra ára. Þeir sem hafa áhuga á að spjalla við Alix, endilega hafið samband í gegnum tölvupóst - albajohn@ucsc.edu.
SÖLUFULLTRÚI Í ELKO FLUGSTÖÐ ELKO leitar að jákvæðum sölufulltrúa til starfa á Keflavíkurflugvelli. Starfið felur í sér almenn afgreiðslustörf í verslunum ELKO á Keflavíkurflugvelli. Helstu verkefni eru almenn sala, áfylling, vörumóttaka, símsvörun og tiltekt pantana.
Starfslýsing og helstu verkefni:
• Almenn sala og þjónusta við viðskiptavini • Áfyllingar í verslunum • Vörumóttaka • Símsvörun • Tiltekt pantana • Framsetning vara Um tímalaunastarf er að ræða. Unnið er á 2-2-3 vöktum og er vinnutími breytilegur – 120-190 tímar á mánuði skipulagt a.m.k. mánuð fram í tímann og reynt að mæta þörfum hvers og eins. Viðkomandi þarf að geta hafið störf um áramót.
Hæfniskröfur:
• Framúrskarandi samskiptahæfileikar og rík þjónustulund • Jákvætt viðmót og sveigjanleiki • Góð tölvukunnátta til að leysa dagleg verkefni og til að tileinka sér ný tölvukerfi • Reynsla af verslunarstörfum er kostur • Lágmarks aldur er 20 ár • Hreint sakavottorð – þarf að standast bakgrunnsskoðun lögreglunnar • Reyklaus
VAKTSTJÓRI Í ELKO FLUGSTÖÐ ELKO leitar að jákvæðum vaktstjóra til starfa á Keflavíkurflugvelli.
Starfið felur í sér ábyrgð á rekstri verslana ELKO á Keflavíkurflugvelli í samráði við verslunarstjóra. Vaktstjóri er staðgengill verslunarstjóra. Helstu verkefni eru m.a. almenn sala, ábyrgð á vöruframsetningu, áfyllingu og stjórnun birgða ásamt verkstjórn. Stuðla að hvatningu meðal starfsmanna til að ná settum markmiðum. Halda utan um dagleg störf starfsmanna og stýra þjónustu verslunar í umboði verslunarstjóra.
Starfslýsing og helstu verkefni:
• Ábyrgð á rekstri verslunar • Dagleg stjórnun og starfsmannahald • Almenn sala og þjónusta við viðskiptavini • Umsjón og ábyrgð á útliti verslunar og framsetningu • Ábyrgð á kassauppgjöri og umsjón með fjármunum • Ábyrgð á að sölu- og þjónustumarkmið náist • Mönnun vakta og ráðningar Unnið er á 2-2-3 vöktum og vinnutími er breytilegur en þó almennt 05:00-17:00 og þarf viðkomandi að geta hafið störf um áramót.
Hæfniskröfur:
• Framúrskarandi samskiptahæfileikar og rík þjónustulund • Jákvætt viðmót og sveigjanleiki • Góð tölvukunnátta til að leysa dagleg verkefni og til að tileinka sér ný tölvukerfi • Geta sýnt frumkvæði í starfi og tekist á við krefjandi verkefni með bros á vör • Reynsla af verslunarstörfum • Lágmarks aldur er 25 ár • Hreint sakavottorð – þarf að standast bakgrunnsskoðun lögreglunnar • Reyklaus
Vinsamlegast sendið umsóknir á www.elko.is/is/um_elko/storf_i_elko Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember 2015 Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störfin Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.
14
fimmtudagur 15. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir
Ferðaþjónustan heldur áfram að stækka
R
agnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, kynnti á dögunum Vegvísi í ferðaþjónustu. Þar kemur fram að áætlað er að gjaldeyristekjur af greininni í heild muni aukast verulega; fari úr 350 milljörð u m á r i ð 2015 í meira en 620 milljarða 2020 og líklega yfir 1.000 milljarða árið 2030. Þetta eru gríðarlega háar fjárhæðir í ljósi þess að áætlaðar heildargjaldeyristekjur þjóðarinnar árið 2015 verða um 1.140 milljarðar króna. Hlutur ferðaþjónustu í útflutningi verður sífellt meiri og var í fyrra rúmlega 28%, sem er gríðarlega hátt. Til samanburðar má nefna að grundvallaratvinnugrein Íslendinga í gegnum tíðina, sjávarútvegurinn, var með 23% hlut.
Risaframkvæmdir framundan við Flugstöð Leifs Eiríkssonar:
Fyrsti áfangi kostar 70-90 milljarða og verður kláraður á 4-5 árum -Útlit er fyrir að strax á næsta ári mun farþegafjöldi ná 6 milljónum, nokkuð sem var talið að næðist ekki fyrr en árið 2018 „Við lögðum af stað í þessa vinnu með það í huga að það verður að taka frumkvæði – hugsa til framtíðar. Framtíð Keflavíkurflugvallar er björt, hann er á hentugu svæði og möguleikar til uppbyggingar eru góðir, en það verður að nýta þá. Við verðum að horfa til framtíðar, til lengri tíma en næsta árs og svo næsta og þannig koll af kolli. Taka frumkvæði. Hugsa stórt, en þó þannig að sé í samræmi við það sem von er á,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia en fyrirtækið kynnti þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar til ársins 2040 í Hljómahöllinni. Um er að ræða vægast sagt viðamikla áætlun. Þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar eða svokallað Masterplan, var fyrst kynnt í vor en síðan hefur víðtækt samráð átt sér stað við hagsmunaaðila sem skilaði sér í þeirri áætlun sem kynnt var. Í fyrsta stækkunaráfanga samkvæmt þessari framtíðaráætlun er m.a. gert ráð fyrir nýrri byggingu á tveimur hæðum norðan við flugstöðina sem mun verða bæði fyrir komu- og brottfararfarþega, stækkun á farangursflokkunarkerfi og innritunarsvæða og fjölda nýrra flughlaða sem verða fyrst byggð til austurs, síðar til vesturs, en þau verða aukin jafnt og þétt á komandi árum. Kostnaður við fyrsta áfanga verður nærri 70-90 milljarðar. Keflavíkurflugvöllur mun geta tekið á móti allt að 14 milljónum farþega á hverju ári þegar framkvæmdum við Þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar verður lokið árið 2040, sé miðað við sömu dreifingu álags og er nú. Dreifist álag með jafnari hætti yfir sólahringinn en nú er og getur flugvöllurinn þá tekið á móti allt að 25 milljónum farþega. Samkvæmt áætlunum gætu farþegarnir verið 14 milljónir árið 2040, en verði það fyrr mun Keflavíkurflugvöllur engu að
síður vera í stakk búinn til að taka á móti umræddum fjölda. „Mér finnst standa mest upp úr að vera komin með leiðarljós, einhverja línu til að fara eftir til framtíðar. Undanfarin ár höfum verið verið að stækka stöðina hér og þar í frekar litlum mæli en nú er komin framtíðarlína. Þetta eru risa framkvæmdir framundan en verða unnar í áföngum. Stærð þeirra ræðst af því hversu mikil og hröð farþegaaukningin verður. Þó er ljóst að fyrsti áfanginn verður stór vegna mikillar uppsafnaðar þarfar til afkastaaukningar. Ekki er gert ráð fyrir að íslenska ríkið sem eigandi Isavia þurfi að leggja fjármuni til framkvæmdanna, þar sem möguleikar Isavia til fjármögnunar eru góðir og einnig eru til staðar tækifæri sem tengjast aðkomu annarra að Isavia. Við áætlum að framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjist á árinu 2017 með fyrstu skóflustungu en næsta ár (2016) fari í hönnun og undirbúning. Gert er ráð fyrir því að um eitt þúsund manns muni starfa við fyrsta áfanga í stækkun flugstöðvarinnar.“ Björn sagði að til þess að þessar áætlanir geti orðið að veruleika og ferðaþjónustan nái að skapa þessar gjaldeyristekjur þurfi að vera aðstaða til að koma þeim til landsins. Sú staða má ekki skapast að Keflavíkurflugvöllur verði flöskuháls í þeirri uppbyggingu sem mun skila svo miklu til þjóðarbúsins. Því það er þjóðarbúið allt sem liggur undir og stækkun Keflavíkurflugvallar er því mál okkar allra, enda koma um 97% erlendra ferðamanna sem sækja landið heim í gegnum Keflavíkurflugvöll. Það er heldur ekki ráð nema í tíma sé tekið, allar spár um fjölgun farþega hafa reynst of varfærnar og útlit er fyrir að strax á næsta ári mun farþegafjöldi ná 6 milljónum, nokkuð sem var talið að næðist ekki fyrr en árið 2018,“ sagði Björn Óli.
Flækjustigið meira í Keflavík
H
önnunarstofan Nordic – Office of Architecture í Noregi varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um gerð uppbyggingar- og þróunaráætlunar (Masterplan) Keflavíkurflugvallar til næstu 25 ára. „Það sem var erfiðast í upphafi var að kanna hvernig hægt væri að nýta núverandi flugstöð og mannvirki í nýju áætluninni en þegar það kom í ljós var framahaldið á góðri braut.
Flugstöðin í Keflavík er mjög sérstök að því leytinu til að mikill farþegafjöldi er á svæðinu á sama tíma, tenging frá Evrópu til Bandaríkjanna og öfugt. Þetta er sjaldgæft á alþjóðlegum mælikvarða og þannig er flækjustigið aðeins hærra en í öðrum flugstöðvum. En við erum með góða reynslu úr vinnu við flugstöðvar og hún nýttist okkur í þessu verkefni,“ sagði Hallgrímur Þór Sigurðsson verkefnisstjóri en hönnunarstofan Nordic hefur m.a. verið að vinna að stækkunar flugstöðvarinnar í Osló, Stokkhólmi og víðar.
15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 15. október 2015
pósturu vf@vf.is
GÆÐAMÁLNING
H
70 fleiri í ágúst á þessu ári
já Isavia störfuðu 70 fleiri í ágústmánuði í sumar en í sama mánuði í fyrra. Björn Óli segir að framundan sé vöntun á starfsfólki í öllum greinum, líka menntuðu fólki, alls kyns fræðingum. „Við höfum verið að fá verkfræðinga frá Noregi sem finnst spennandi verkefni hér og við höfum heyrt frá nokkrum sem ætla að skoða að byggja hér á Suðurnesjum.“
Mikilvægi Keflavíkurflugvallar
E
nginn þarf að velkjast í vafa um mikilvægi alþjóðlegs flugvallar eins og Keflavíkurflugvallar. Fyrir hverja 10% aukningu í flugteningum á Íslandi eykst þjóðarframleiðsla um 0,5%. Það eru háar tölur, sem skýrast ekki síst af því að áhrif flugs og flugvalla eru yfirleitt meiri á eyjum en á meginlandi. Það er líka vert að hafa í huga að flugvellir skapa bein störf. Um 19.700 störf eru tengd flugvöllum á Íslandi í dag sem jafngildir um 11% vinnuafls. Og aukin umferð um flugvelli kallar á fleiri störf. Þegar litið er til beinna starfa skapa hverjir 1.000 farþegar 1 starf á flugvöllum sem eru í sama stærðarflokki og Keflavíkurflugvöllur.
Risaskref fyrir Suðurnesjamenn
B
jörn Óli byrjaði að vinna hjá Isavia 6. október 2008 sem var hrundagurinn. „Ég held að flest allt sem hafi gerst síðan þá hafi verið jákvætt og skemmtilegt og þessi dagur í dag (þegar Masterplanið var kynnt) sé grunnur mikillar þróunar þessa svæðis á allan hátt til framtíðar litið. Þannig muni Suðurnesjamenn geta horft til baka og sagt að þarna hafi menn hugsað stórt og stigið risaskref í framtíð flugvallarsvæðisins til hagsbóta fyrir samfélagið á Suðurnesjum.“
Deka Project grunnur. 10 lítrar
Deka Projekt 05, 10 lítrar (stofn A)
6.195
Deka Projekt 10, 10 lítrar (stofn A)
6.990
5.390
3 lítrar kr. 2.390
Malartvatt Paint Wash
1.195 Bostik málarakýtti Deka Meistaralakk 70 Deka Meistaragrunnur Akrýllakk. hvítt. 1 líter Hvítur. 1 líter
2.195 1.895
Tia Framlengingar skaft 24 mtr.
2.495
LF Veggspartl 0,5 litrar
945 4.595
Deka Spartl LH. 10lítrar
3 lítrar kr. 2.295
495
Bakki, 25 cm rúlla, grind og pensill. - Sett
6.295
Deka Projekt 02, 10 lítrar (stofn A)
Aqua 25 innimálning á böð 4 lítrar
1.695
4.795
20m2 málningaryfirbreiðsla
225
Málningarpappi 20mx80cm
795
Litaspray, verð frá Scala Panellakk Glært. 1 líter
1.795
995
25cm Málningarrúlla og grind
840
Landora 7% Veggmálning 9 lítrar Litur: Starbright
5.995
V-tech epoxy lím
V-tech alhliða lím, 7ml.
410 210 1.095 Maston Hammer málning 250 ml.
Mako pensladós
325
Mako 12 lítra fata Deka Olíugrunnur 1 líter Deka Olíulakk 30
2.195 Deka menja 1 líter
1.245
1.895 Proflex Nitril vinnuhanskar
Yfirbreiðsla Fleece 1x3m
590
490
1x5m kr. 825
375
Mako pensill 50mm
275
Áltrappa 3 þrep
3.990 Deka Gólfmálning grá 3 lítrar
4.995 Málningarlímband 25mmx50m
245
Fuglavík 18. Reykjanesbæ
Hagmans 2 þátta Vatnsþ / epoxy 4kg
11.860
Mako bakki og 10 cm rúlla Mako ofnarúlla
425
245
Framlengingarskaft fyrir rúllur Tia-EP 1,2 metrar
395
Opið 8-18 virka daga Sími 421 1090 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!
VIKULEGUR MAGASÍNÞÁTTUR SJÓNVARPS VÍKURFRÉTTA ALLA FIMMTUDAGA KL. 21:30 Á ÍNN OG VF.IS
UPPBYGGING KEFLAVÍKURFLUGVALLAR ótti í Vogum Þr já h mamót
og tí
SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA - alltaf eitthvað nýtt í hverri viku!
16
fimmtudagur 15. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlíf
pósturu dagnyhulda@vf.is
Unglingar í Grindavík hjóluðu hringinn í kringum Ísland
Gefandi að sjá fólk fá trú á sjálfu sér Upplifa náttúruna á nýjan hátt á hjóli „Eftir að ég byrjaði að hjóla svona mikið hef ég meira sjálfstraust og er síður hrædd við að taka áhættu. Ég finn líka mun á líkamlegu formi,“ segir Katla Sif Gylfadóttir, hjólreiðagarpur og nemandi í 9. bekk í Grunnskóla Grindavíkur. Hún tekur þátt í verkefninu Hjólakraftur en það hófst í Grindavík í byrjun mars og var þá hjólaklúbbur á vegum félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar í samstarfi við grunnskólann. Verkefnið stóð í þrjá mánuði, frá mars og fram í júní og vakti mikla lukku. Krakkarnir í Hjólakrafti tóku meðal annars þátt í Hjólreiðakeppni Bláa Lónsins og í Wow Cyclothon þar sem þau hjóluðu hringinn í kringum landið, hvorki meira né minna. Í haust var gerð sú breyting að Hjólakraftur er hluti af valnámskeiðum á unglingastigi Grunnskóla Grindavíkur. Katla ákvað að skrá sig í Hjólakraft eftir að hafa séð kynningu frá þjálfara. „Hann sýndi okkur myndband um hjólreiðar og kynnti verkefnið fyrir okkur og ég ákvað að skrá mig. Við vorum fjörutíu sem skráðum okkur en aðeins tíu sem komumst að og ég var svo heppin að vera ein af þeim.“ Aðspurð hvort þau hafi þurft að eiga mikið að hjólagræjum í byrjun segir Katla svo ekki hafa verið. „Við vorum bara í venjulegum fötum til að byrja með og þau okkar sem ekki áttu hjól fengu þau lánuð hjá þjálfaranum. Nýlega fengum við svo ljós á hjólin því við hjólum stundum snemma á morgnana.” Hópsneshringurinn skemmtilegastur Katla hafði ekki hjólað mikið áður og segir æfingarnar hafa verið dálítið erfiðar í fyrstu. „Þá var ég ekki viss um það hvort ég ætlaði að halda áfram en svo komu framfarirnar fljótt.“ Hópsneshringurinn er í uppáhaldi hjá Kötlu en hann liggur austur fyrir Grindavík. „Það sem er svo skemmtilegt við æfingar er að við vitum yfirleitt aldrei fyrirfram hvert við ætlum að hjóla. Mér finnst mjög gaman að hjóla í náttúrunni með krökkum sem ég þekki.“ Þegar hópurinn tók þátt í Bláalónsþrautinni í sumar, þar sem hjóluð var 60 km löng leið,
var Katla með flensu og gat því ekki tekið þátt eins og hún hafði stefnt að. „Wow Cyclothon fór fram stuttu síðar og eftir veikindin var ég því ennþá spenntari að vera með í því.“ Wow Cyclothon var mikið ævintýri fyrir krakkana í Hjólakrafti og stefnir Katla að því að vera aftur með á næsta ári. Aðspurð að því hvort það hafi ekki tekið á að hjóla hringinn í kringum landið segir Katla að á tímabili hafi hún óttast að komast ekki alla leið. „Þetta var mjög gaman og ég var svolítið stressuð en svo bara hélt ég áfram og komst alla leið.“ Liðið skiptist á að hjóla og hver fékk fjögurra klukkutíma hvíld á milli þess sem hjólað var. Það tók liðið þrjá sólarhringa að hjóla hringinn í kringum landið. En hvernig gekk að ná svefni í bílnum á milli spretta? „Við sváfum nú ekki mikið, það voru svolítil læti í bílnum.“ Grindvíkingar í góðum gír Hjólagarpurinn Þorvaldur Daníelsson hefur umsjón með verkefni Hjólakrafts í Grindavík. Þorvaldur býr í Reykjavík en kemur til Grindavíkur tvisvar sinnum í viku á hjólaæfingar. Hann segir það hafa komið sér skemmtilega á óvart hversu duglegir Grindvíkingar eru að stunda útivist og hreyfingu. „Það er svo margt gott í gangi í þessum bæ. Áður heyrði ég stundum talað um Grindavík sem eineltis- og vandræðabæ en ég upplifi það sterkt að fólkið þar er búið að rétta úr bakinu og setja kassann fram. Það eru allir að fara út að hjóla og hlaupa eða að synda í sjónum og Hjólakraftur er einn anginn af því. Fólkið í bænum er að detta í góðan gír sem ég myndi vilja sjá víðar,“ segir Þorvaldur. Hjólakraftur er einnig með námskeið í Reykjavík og á næstunni byrja æfingar í Árborg. Þorvaldur á núna í viðræðum við tvö önnur sveitarfélög um að hefja æfingar á næstunni svo ljóst er að eftirspurn eftir Hjólakrafti er mikil. En hvað gefur hjólreiðaþjálfunin Þorvaldi? „Ég fæ útiveru, hreyfingu og félagsskap og að kynnast fólki. Í starfinu með Hjólakrafti kynnist ég ekki aðeins krökkunum heldur foreldrunum líka. Það
næst alltaf besti árangurinn þegar fjölskyldurnar taka þátt með einhverjum hætti. Mér finnst alltaf mjög gefandi þegar ég sé að það kviknar á ljósinu hjá fólki og það hugsar með sér: „Já, ég get þetta!“ Það finnst mér alveg rosalega skemmtilegt.“ Byggir þjálfunina ekki á neinum kenningum Fjögur tíu manna lið á vegum Hjólakrafts tóku þátt í WOW Cyclothon síðasta sumar. Af þeim voru 25 unglingar. Liðin voru blönduð og í þeim voru hjólreiðagarpar frá Grindavík, Árborg, Seltjarnarnesi, Hafnarfirði, Reykjavík og fjölskylda frá Akureyri. „Ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið landsliðið en hjólreiðafólkið kom víða að,“ segir Þorvaldur í léttum dúr. Meðal þeirra sem hjóluðu WOW Cyclothon með Hjólakrafti í sumar voru fimm börn á einhverfurófi. „Með okkur í hópnum var einvalalið úr ýmsum áttum sem hélt vel utan um hópinn. Þetta voru ekkert endilega bestu hjólamenn á landinu en þau skora öll gríðarlega hátt í mælingum á færni í mannlegum samskiptum.“ Aðspurður um hugmyndafræðina að baki Hjólakrafti segir Þorvaldur hana í rauninni ekki svo mikla, eiginlega sé hún engin. „Ég byggi þjálfunina ekki á neinum kenningum eða fræðibókum heldur nýti ég mér einfaldlega það sem ég hef sjálfur fundið, séð og upplifað. Þetta snýst um að þegar maður kemst af stað upp úr einhverjum hjólförum, þá sér maður heiminn frá öðru sjónarhorni. Til dæmis bara með því að hjóla ferða sinna í staðinn fyrir að keyra. Á þann hátt upplifir maður aðra hluti og skynjar sjálfan sig og umhverfið á annan hátt. Það getur oft fært fólki trú á að það geti meira en það hefur hingað til talið. Það má því segja að markmiðið með Hjólakrafti sé að koma fólki af stað upp úr hjólförunum og ná því frá vanvirkni til virkni.“ Allir eru velkomnir á æfingar hjá Hjólakrafti og meðal þeirra sem æfa eru einnig börn og unglingar sem æfa aðrar íþróttir.
Þorvaldur Daníelsson hjólreiðaþjálfari
Katla Sif Gylfadóttir hjólreiðagarpur úr 9. bekk
Hjólatúr um stíga og slóða við Grindavík Í
tilefni Hreyfiviku í Grindavík var boðið í hjólatúr en veðrið truflaði ferðaáætlun aðeins og því var ákveðið að endurtaka leikinn síðastliðinn sunnudag. Grindavíkurbær bauð þátttakendum í sund og bæjarstjórinn, Róbert Ragnarsson, bauð þátttakendum í kaffibolla að lokinni ferð. Mæting í þennan hjólatúr var afar góð en 46 hjólagarpar voru mættir til leiks og þar af var stór hluti utanbæjarfólk. Lagt var af stað frá sundlaug Grindavíkur og leiðinni síðan skipt í nokkra hluta þannig að fólk gat valið sér vegalengd eftir getu og nennu en þeir sem hjóluðu lengst hjóluðu 23 km. Meðfylgjandi hópmynd var birt á vef Grindavíkurbæjar eftir hjólatúrinn.
Varan fæst í verslunum Bláa Lónsins, Hagkaupa og í Hreyfingu.
www.bluelagoon.is
20% af hverju seldu eintaki af Hydrating 24h Serum í október, rennur til Krabbameinsfélags Íslands.
18
fimmtudagur 15. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
300 hressar konur á kvennakvöldi Víðis Tveir starfsmenn skólans þær Ólöf Sigurrós Gestsdóttir leikskólakennari og Sigríður Hrönn Guðmundsdóttir matartæknir voru heiðraðir en þær hafa starfað við skólann frá opnum hans.
Leikskólinn Heiðarsel í Keflavík 25 ára:
Tveir starfsmenn verið frá fyrsta degi L
eikskólinn Heiðarsel í Keflavík fagnaði 25 ára afmæli á fimmtudag í síðustu viku en leikskólinn var stofnaður þann 8. október 1990. Til að fagna afmælinu fóru börnin í Heiðarseli í skrúðgöngu um hverfið sitt með myndarlegan fána. Tveir starfsmenn skólans, þær Ólöf Sigurrós Gestsdóttir leikskólakennari og Sigríður Hrönn Guðmundsdóttir matartæknir, voru heiðraðir á afmælisdaginn en þær
hafa starfað við skólann frá opnun hans. Í skólanum eru fjórar deildir þar sem dvelja 94 börn. Við Heiðarsel starfa 27 starfsmenn og er mikill stöðugleiki í starfsmannahópnum. Árið 2004 fékk leikskólinn viðurkenningu sem heilsuleikskóli og hefur starfað eftir þeirri stefnu síðan. Áherslur í starfi leikskólans eru hreyfing, næring, sköpun og leikur. Aðrar áherslur skólans eru læsi og stærðfræði.
ATVINNA DEKKJAVERKSTÆÐI Bílastofan mun opna á Fitjum í Reykjanesbæ.
Við rekum nú þegar verkstæði á Stórhöfða í Reykjavík við góðan orðstír. Í tilefni komu okkar óskum við eftir starfsmönnum á Suðurnesjum, æskileg reynnsla eru bílaviðgerðir og góð framkoma er kostur. Upplýsingar í síma 861 2319.
Njarðabraut 11// Reykjanesbæ
K
vennakvöld Víðis fór fram í íþróttamiðstöðinni í Garði um sl. helgi. Hátt í 300 konur skemmtu sér á kvennakvöldinu sem náði hámarki þegar Páll Óskar kom á svið. Kvennakvöld Víðis eru árviss viðburður, vegna aukinnar aðsóknar undanfarin ár hefur skemmtunin verið færð úr Samkomuhúsinu í Íþróttamiðstöðina. Kvennakvöldið er liður í félagsstarfi Víðis, en ekki síður liður í öflugu fjáröflunarstarfi félagsins. „Það er alltaf jafn ánægjulegt að upplifa þann mikla kraft sem býr í Víðisfólkinu, margir einstaklingar leggja mikla sjálfboðavinnu að mörkum í þágu félagsins og samfélagsins í Garði,“ sögðu aðstandendur kvennakvöldsins sem fór vel fram en dagskráin var fjölbreytt og lauk með stórum dansleik sem stóð fram á nótt. Meðfylgjandi ljósmyndir tók Guðmundur Sigurðsson við þetta tækifæri í Garði.
20
-fs-ingur
fimmtudagur 15. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR
vikunnar
-
Grindvíkingur með frestunaráráttu og sjóhrædd
TIL LEIGU
Silja Rós Viðarsdóttir er (bráðum) 16 ára Grindvíkingur á fjölgreinabraut. Hún segist lifa mikið í núinu og notar mikið frasann „það reddast“. Á hvaða braut ertu?
Fjölgreinabraut en er samt á hraðlínu. Hvaðan ertu og aldur?
Grindavík, verð 16 ára í desember. Helsti kostur FS?
Skemmtilegir krakkar og æðislegt starfsfólk. Áhugamál?
Elska allt tengt snyrtivörum og tísku og þannig hlutum en fótbolti er samt helsta áhugamálið mitt. Hvað hræðistu mest?
Ég er fáránlega sjóhrædd og er líka mjöög hrædd við kóngulær. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Hver er fyndnastur í skólanum?
Það eru svo alltof fyndnir krakkar í skólanum en ætli Haukur kennari sé ekki bara fyndnastur. Hvað sástu síðast í bíó?
Knock knock.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Ekki viss, væri alveg til í meiri bakarísmat. Hver er þinn helsti galli?
Er með mjög mikla frestunaráráttu og bíð alltaf með allt fram á síðustu stundu. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?
Snapchat, Instagram og Facebook.
Óli Bergur verður án efa forseti einn daginn.
Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Ef ég væri skólameistari FS þá myndi ég gera mitt allra besta til þess að veita gjaldfrjálsa sálfræðisþjónustu til þeirra nemenda sem þess þurfa. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
Þetta reddast.
Elska það, svo vel haldið utan um það og alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Ég lifi mjög mikið í núinu svo ég er bara ekki komin það langt. Hver er best klædd/ur í FS?
Úfff svo alltof margir en ætli það sé ekki Smári Stef. Kvikmynd: Prisoners
Kennari:
Hljómsveit/tónlistarmaður:
The Weeknd
Skyndibiti: KFC allan daginn
Fag í skólanum: Umsjón
Leikari: Leonardo Dicaprio
Sjónvarpsþættir:
Vefsíður:
Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)?
Gossip girl, Greys anatomy og Friends
Twitter, Instagram og Tumblr
TAPAÐ / FUNDIÐ
Rúmgóð 36.5 fm Studioíbúð, með sér inngangi til leigu í Keflavik. Aðeins reglusamt, reyklaust og fólk með fasta vinnu. Meðmæli koma til greina. Sími 863-0733. Til leigu eða sölu 3ja herbergja íbúð að Hjallavegi 9 Reykjanesbæ. Opið hús föstudaginn 16. október milli kl. 17.30 - 18.00.
Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Eftirlætis Atli og Guðlaug
smáauglýsingar
Flíkin:
Ég elska öll fötin mín jafn mikið
Gömlu lögin með Friðriki Dór eru lúmskt góð
Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Verið velkomin
á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Æðruleysimessa sunnudag kl. 19:30. Díana Ósk Óskarsdóttir fíkefnaráðgjafi og cand.mag segir sína reynslusögu. Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
Elvis er 1 árs gamall fress, ógeldur, ólarlaus, appelsínugulur. Þeir sem hafa séð til hans vinsamlegast hringið í síma: 779-2384.Elvis er 1 árs gamall fress, ógeldur, ólarlaus, appelsínugulur. Þeir sem hafa séð til hans vinsamlegast hringið í síma: 779-2384.
ÞJÓNUSTA Ertu með áhyggjur eða vanlíðan? Við viljum biðja fyrir þér. Við erum kristið fólk. Sendu okkur tölvubréf jerusalemhopurinn@gmail.com
Ökumaður bifhjóls féll í götuna við árekstur XXÖkumaður bifhjóls féll í götuna eftir að ekið hafði verið í veg fyrir farartæki hans. Atvikið átti sér stað í síðustu viku í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Bifreið hafði verið ekið úr stæði og í veg fyrir hjólið sem hafnaði á henni með ofangreindum afleiðingum. Ökumaður bifhjólsins fann fyrir eymslum og var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Dráttarbifreið fjarlægði hjólið af vettvangi. Þá misstu ökumenn tveggja bifreiða sem voru á ferð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum stjórn á ökutækjum sínum með þeim afleiðingum að bæði höfnuðu utan vegar. Annað óhappið varð á Reykjanesbraut og var miklu vatni í hjólförum kennt um. Um hundrað metrar voru frá hjólförum bifreiðarinnar þar sem hún fór út af veginum og þar til að hún staðnæmdist. Engin slys urðu á fólki í þessum tveimur óhöppum.
Þjófar létu greipar sópa XXÓ v e n j u m a r g a r t i l k y n n ingar um þjófnaði og innbrot bárust lögreglunni á Suðurnesjum á mánudag. Tilkynnt var um þjófnað á skjávarpa af veitingastað. Þá var farið inn í íbúðarhúsnæði og þaðan stolið fartölvu og veski með nok kur þúsund k rónum í. Úr annarri íbúð, sem brotist hafði verið inn í, var meðal annars stolið skarti, ryksugu, flatskjá, borvél, tölvuskjá og biblíu. Úr næstu íbúð fyrir ofan á sama stigagangi var búið að stela ryksugu, auk þess sem skemmdir höfðu verið unnar á húsnæðinu.
21
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 15. október 2015
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Bænum skipuð fjárhagsstjórn náist ekki samningar
Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi með fundarröð um atvinnumál:
Mikil og jákvæð þróun á örfáum árum
N
áist ekki samningar við kröfuhafa um fjárhagslega endurskipulagningu Reykjanesbæjar og stofnana hans verður samkvæmt sveitarstjórnarlögum óskað eftir því að bæjarfélaginu verði skipuð fjárhagsstjórn. Þetta kemur fram í tilkynningu Reykjanesbæjar til Kauphallarinnar í síðustu viku. Stefnt er að því að leggja fram tillögu að heildar endurskipulagningu fjárhags Reykjanesbæjar og stofnana hans fyrir kröfuhafa á næstunni. Í tilkynningu til Kauphallarinnar þann 8. mars sl. tilkynnti Reykjanesbær um alvarlega fjárhagsstöðu bæjarfélagsins. Jafnframt var tilkynnt um að bæjaryfirvöld ættu í viðræðum við kröfuhafa um endurskipulagningu skuldbindinga bæjarfélagsins. Viðræðurnar standa enn yfir og taka mið af því að skuldaviðmið sveitarfélagsins verði komið niður
— segir Guðmundur Pétursson, formaður SAR. Eitt stærsta málið hvernig eigi að manna mörg verk sem séu framundan
S
amtök atvinnurekenda á Reykjanesi (SAR) efndu til atvinnumálafundar í Salthúsinu í Grindavík sl. fimmtudag þar sem framtíð í atvinnumála á Reykjanesi var til umfjöllunar. Fundurinn í Grindavík var sá fyrsti á vetrardagskrá SAR en framundan eru fundir í öllum sveitarfélögum Suðurnesja. Í máli Guðmundar Péturssonar á fundinum, framkvæmdastjóra SAR, kom fram að samtökin hafi verið stofnuð fyrir fimm árum þegar atvinnuleysi á Suðurnesjum var mikið. Þá var ráðist í ýmis verkefni sem nú hafa skapað fjölda starfa og er svo komið að ein af stærri áskorunum fyrirtækja á svæðinu er að fá fólk til vinnu. „Þetta er fyrsti fundur félagsins á fimm ára afmæli þess. Við ætlum að halda fundi um atvinnumálin í öllum sveitarfélögunum á næsta hálfa ári. Á fundunum munum við upplýsa um stöðu mála á svæðinu en einnig kalla eftir umræðu og hugmyndum. Það er mikilvægt að koma upplýsingum á framfæri og hluti af verkefninu með fundarröðinni er að vinna í því að hafa áhrif á umræðuna sem hefur lengi verið neikvæð um Suðurnesin. Á örfáum árum hafa hjólin farið að snúast mjög hratt okkur í hag og nú þarf að fara að huga að öðrum þáttum sem snýr að því hvernig við ætlum að manna öll þessi stóru verkefni sem eru í farvatninu,“ sagði Guðmundur. Meðal nýrra verkefna á Suðurnesjum sem hafa farið í gang á undanförnum árum eru gagnaver, framkvæmdir við tvö kísilver og ýmis sprota- og nýsköpunarfyrirtæki, svo sem Keilir, miðstöð fræða og vísinda að Ásbrú, Codland í Grindavík, Stolt Seafarm á Reykjanesi, þörungarækt, Heilsuhótel Íslands og Íslandshús að Ásbrú. Þá hefði gríðarleg aukning á fjölda
ferðamanna til landsins skapað gríðarlega mörg störf á svæðinu. Þannig hafi á örfáum árum orðið viðsnúningur í atvinnumálum á svæðinu. Guðmundur nefndi einnig að skoða þyrfti vel ýmsar nýjar hugmyndir um flughraðlest milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur og um nýjan veg við hlið Reykjanesbrautar þar sem rafmagnsrútur gætu keyrt á 120 km hraða.  Nokkrir þingmenn Suðurkjördæmis mættu til fundarins og tóku þátt í umræðum. Í máli Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, kom fram að þörf væri á hærri launum á Suðurnesjum til að laða að fleira fólk, snúa þyrfti umræðunni Suðurnesjum í hag og bæta ásýnd svæðisins. Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, kallaði eftir samstöðu og samvinnu til aðstoðar við Reykjanesbæ við að koma fjármálum sínum í bærilegt horf því kraft skorti á svæðið þegar
-aðsent
stærsta sveitarfélagið væri í svo miklum fjárkröggum. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri í Grindavík sagði að styrkja þyrfti ýmsa innviði samfélagsins og tók sem dæmi úr sínu nærumhverfi að hafnarkantar sveitarfélagsins væru orðnir úr sér gengnir og þörf væri á endurnýjun. Auk þess væri mikil þörf á vegabótum á Grindavíkurveginum en hann er orðinn einn sá fjölfarnasti á landinu, en yfir 900.000 ferðir á ári eru eknar á honum. Er þar mest um þungaflutninga að ræða, annars vegar fisk en hins vegar fólksflutninga í rútum til Bláa lónsins. Hann sagði að svæðið þyrfti að setja markið hátt í gæðum. „Bláa lónið er besta dæmið um það, þar sem hækkandi gjaldskrá og aukin gæði í vöruúrvali og upplifun hafi ekki dregið úr aðsókn,“ sagði Róbert og bætti við að lokum: „Keyrum á gæðum en ekki magni“. Næsti fundur verður haldinn fimmtudaginn 3. desember í Vitanum í Sandgerði.
pósturu vf@vf.is
Menningardagar í Njarðvíkurprestakalli
„Ég varð glaður er menn sögðu við mig: Göngum í hús Drottins.“ Orð í Davíðssálmi 122 eiga þau vel við þann fögnuð og gleði sem munu standa öllum til boða að kostnaðarlausu í Njarðvíkurprestakalli dagana 18. október til og með 1. nóvember nk. Þessa daga munu menningardagar í kirkjum prestakallsins verða haldnir, en kirkjurnar eru YtriNjarðvíkurkirkja, Njarðvíkurkirkja í Innri-Njarðvík og Kirkjuvogskirkja í Höfnum. Dagskráin verður með fjölbreyttu ívafi, því hvað er yndislegra en að geta leitað í kirkjuna og hlýtt þar á Guðs orð, fallega tónlist, séð myndlist o.fl. Leikskólabörn á svæðinu munu vera með sýningu í kirkjunum, þar sem gestum er boðið skoða verk barnanna meðan menningardagarnir
standa yfir. Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson mun halda fyrirlestur um „Ástina á lífinu“ sem hann hefur verið að halda í skólum landsins að undanförnu. Einnig munu þrír þekktir rithöfundar lesa upp úr nýjustu verkum sínum. Helga Ingimundardóttir leiðsögumaður segir frá ýmsu markverðu í Innri-Njarðvík og einnig verður kirkjubíó þar sem gestum gefst kostur á að horfa á mynd og ræða um hana út frá trúarlegri sýn. Boðið verður uppá Kirkjubrall eða Messy Church, en það er form þar sem fólk á öllum aldri vinnur í sameiningu ýmis verkefni og þrautir. Nokkrir tónleikar verða haldnir á menningardögum. Á vaðið ríður söngvarinn Herbert Guðmundsson sem mun halda tónleika í safnaðarheimilinu í Innri- Njarðvík, þar sem hann mun flytja sín þekktustu lög ásamt trúarlegri tónlist sem hann hefur einbeitt sér að síðustu
– Alvarleg fjárhagsstaða Reykjanesbæjar tilkynnt til Kauphallarinnar fyrir lögbundið hámark í árslok 2022. Þeir kröfuhafar sem bæjarfélagið hefur átt í viðræðum við hafa veitt afslátt á greiðslum samhliða viðræðunum. „Eigi viðræðurnar að skila árangri er nauðsynlegt að samkomulag náist við helstu kröfuhafa um verulega niðurfellingu skulda. Vinna við endurskipulagningu bæjarins hefur áhrif á skuldbindingar stofnana og félaga bæjarins, sbr. tilkynningar frá Reykjaneshöfn 2. október og fyrr í dag hinn 8. október þar sem tilkynnt var um að bæjarráð hefði hafnað beiðni hafnarinnar um fjármögnun. Reykjanesbær er samkvæmt lögum í ábyrgð fyrir skuldbindingum Reykjaneshafnar. Aðkoma kröfuhafa Reykjaneshafnar, í formi endurskipulagningar skulda, er forsenda samninga um fjárhagslega endurskipulagningu Reykjanesbæjar,“ segir í tilkynningunni.
Alvarleg staða í fjármálum Reykjanesbæjar
R
eykjanesbær á í viðræðum við kröfuhafa um endurskipulagningu skuldbindinga bæjarfélagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar í síðustu viku. Fram kemur í tilkynningunni að ef að viðræðurnar eigi að skila árangri þá þurfi að nást samkomulag við kröfuhafa um verulega niðurfellingu skulda. Reykjanesbær sendi frá sér tilkynningu fyrir stuttu að bæjarráð hefði hafnað ósk Reykjaneshafnar um fjármögnun en hætta er á greiðslufalli á skuldbindingum hafnarinnar
sem eru á gjalddaga þann 15. október. Aðkoma kröfuhafa Reykjaneshafnar í formi endurskipulagningar skulda er forsenda fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu Reykjanesbæjar. Ef ekki nást samningar við kröfuhafa verður óskað eftir því að bæjarfélaginu verður skipuð fjárhagsstjórn, eins og skylt er samkvæmt sveitastjórnarlögum. Samkvæmt tilkynningunni áætlar Reykjanesbær að leggja fram tillögur að heildarskipulagningu fjárhags bæjarins á næstunni.
árin. Sönghópinn Vox Felix mun koma fram við helgistund og Gospelkór Árbæjar-og Bústaðarkirkju mun halda stóra tónleika á lokadegi menningardaga. Látum gleðina fylla hjörtu okkar og komum fagnandi í kirkjurnar á menningardögum og tökum saman þátt í starfi kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir. Hægt er að nálgast dagskrá menningardaganna á vef kirknanna njardvikurkirkjur.is og einnig á samfélagsmiðlinum Facebook. Jakob Sigurðsson , sóknarnefndarformaður Njarðvíkursókn. Kristján Friðjónsson, sóknarnefndarformaður Ytri-Njarðvíkursókn. Árni Hinrik Hjartarson, sóknarnefndarformaður Kirkjuvogssóknar.
Calibra hundafóður 3. kg, kr. 1.912,12. kg, kr 5.592,-
Dýrabær // Krossmóa sími 511-2021 www.dyrabaer.is
22
fimmtudagur 15. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-íþróttir
pósturu pket@vf.is
Suðurnesjaliðum spáð botnbaráttu
S
uðurnesjaliðin í karlaflokki í Domino’s deildinni í körfubolta er spáð 6.-8. sæti en það eru sætin fyrir ofan fallliðin tvö. Keflavíkurstúlkum er spáð 2. sæti í kvennaflokki. KR er spáð sigri í karlaflokki og Tindastól í 2. sæti. Það er af sem áður var þegar Suðurnesjaliðin voru ætíð á toppnum. FSu og Snæfelli er spáð tveimur neðstu sætunum. Í kvennaflokki er Haukum spáð efsta sæti og Grindvíkingum neðsta sæti.
Deildin í karlaflokki hefst á fimmtudag. Njarðvík á heimaleik gegn Hetti sem eru nýliðar í efstu deild. Keflavík heimsækir Þór í Þorlákshöfn og Grindavík fer einnig á Suðurlandið og heimsækir hina nýliðana, FSu. Í kvennaflokki er fyrsti heimaleikurinn á laugardag þegar Grindavík fær Val en Keflavík fær svo Hamar á sunnudag. Keflavík lék gegn Val í gærkvöldi á útivelli.
ATVINNA KEF seafood óskar eftir handflakara og starfsmanni í almenn störf í fiskvinnslu okkar í Reykjanesbæ. Upplýsingar í síma 892 2590, Einar
Jón Ben nýr formaður og Þorsteinn Magnússon fráfarandi formaður takast í hendur eftir aukaaðalfundinn. Til hliðar er Jón með Þorvaldi þjálfara. VF-myndir/pket.
Þorvaldur Örlygsson er nýr þjálfari Keflvíkinga Auðveld ákvörðun, segir nýi þjálfarinn
„Þetta var auðveld ákvörðun og ég þurfti ekki að hugsa mig um þegar Keflvíkingar hringdu í mig,“ segir Þorvaldur Örlygsson en hann hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Keflavíkur í knattspyrnu. „Hér er reynsla, kunnátta og efniviður og í raun allt til alls. Keflavík er með sögu og bærinn með mikla íþróttahefð. Það er þess vegna mjög spennandi að taka við þessu verkefni. Mér líst mjög vel á leikmannahópinn en við munum auðvitað skoða hvað við gerum í
þeim efnum, varðandi styrkingu á honum til að hjálpa okkur í því að vinna okkur sæti á nýjan leik í Pepsi-deild.“ Jón G. Benediktsson, nýr formaður Knattspyrnudeildar segir að nýtt fólk í stjórn sé afar spennt fyrir ráðningu Þorvaldar sem hafi mikla reynslu. Hann þjálfaði lið HK síðustu tvö árin og er með U19 landslið Íslands. Áður hefur hann þjálfað lið eins og Fram í efstu deild á Íslandi. Þorvaldur lék á sínum knattspyrnuferli m.a. í efstu deild á Englandi með Nottingham Forest
Jóhann Birnir ætlar að taka eitt ár í viðbót
Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr
húsafriðunarsjóði fyrir árið 2016 Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur nr. 577/2014. Samkvæmt úthlutunarreglunum er heimilt að veita styrki úr sjóðnum til:
viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum.
viðhalds annarra mannvirkja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.
byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær. Heimilt er að sækja um styrk til undirbúningsvinnu vegna verndarsvæða í byggð. Umsóknir eru metnar með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is. Umsóknarfrestur er til 1. desember 2015. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun. Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit um viðhald og endurbætur friðaðra og varðveisluverðra húsa sem finna má á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, undir gagnasafn og á Húsverndarstofu í Borgarsögusafni Reykjavíkur/Árbæjarsafni. Suðurgötu 39,101 Reykjavík Sími: 570 1300 www.minjastofnun.is husafridunarsjodur@minjastofnun.is
og Stoke og síðan með Oldham. Þá lék hann í nokkur ár eftir heimkomu frá Englandi með KA áður en hann var ráðinn til Fram en þar var hann í fimm ár. Þorvaldur var síðan í eitt ár hjá ÍA en síðustu tvö árin hjá HK. Þorvaldur lék 41 leik á landsliðsferli sínum og skoraði 7 mörk. „Ég er mjög bjartsýnn og gríðarlega spenntur. Nú fá leikmenn hins vegar nokkra vikna frí en svo byrjum við nýja knattspyrnutíð eftir það,“ sagði nýr þjálfari Keflavíkur.
Jón og veðhlaupahestarnir teknir við í Keflavík
N
ýr formaður og ný stjórn tók við í Knattspyrnudeild Keflavíkur eftir aukaaðalfund í Íþróttahúsi Keflavíkur sl. fimmtudagskvöld. Jón G. Benediktsson var kjörinn formaður en engin önnur framboð bárust í formannsembættið. Aukaaðalfundurinn var stuttur, rétt rúmar tíu mínútur en fundarstjóri var Ragnar Örn Pétursson. Með Jóni voru fjórmenningarnir Gunnar Oddsson, Karl Finnbogason, Hermann Helgason og Þorleifur Björnsson í kjöri til stjórnar
og fengu þeir lófaklapp viðstaddra áttatíu fundarmanna. Þá var einnig tilkynnt um fulltrúa í varastjórn sem vinnur náið með stjórn og formanni. Þau eru: Stefán Guðjónsson, Hjördís Baldursdóttir, Björgvin Ívar Baldursson, Ingvar Georgsson og Ólafur Bjarnason. Fundarmenn höfðu varla tíma til að fá sér kaffi því fundurinn gekk hratt og vel fyrir sig. Nýr formaður og fylgdarlið hans er með ærið verkefni fyrir höndum; að koma Keflavík í hóp bestu liða á Íslandi á nýjan leik.
XXJóhann Birnir Guðmundsson, sem þjálfaði Keflavíkurliðið í sumar með Hauki Inga Guðnasyni er hvergi hættur og ætlar að spreyta sig með hópnum undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar. „Alla vega eitt ár í viðbót,“ sagði hann. Jóhann Birnir á langan og farsælan leikmannaferil með Keflavík og lék sem atvinnumaður um tíma m.a. hjá Watford í Englandi, Lyn í Osló, Örgryte og GAIS í Svíþjóð. Hann verður 38 ára í desember nk. og verður því á 39. aldursári þegar hann hleypur inn á Nettó-völlinn á næsta ári. Ekki er enn vitað um stórar breytingar á leikmannahópi Keflavíkur en nokkrir voru viðstaddir þegar Þorvaldur skrifaði undir samninginn við Keflavík sl. laugardag. Einn af þeim var Hólmar Örn Rúnarsson sem kom aftur til Keflavíkur fyrir síðasta tímabil og markvörðurinn efnilegi, Sindri Snær Magnússon sem þótti standa sig mjög vel í sumar. Þegar tíðindamaður VF spurði þá þremenninga út í nýju ráðninguna á nýjum þjálfara sögðust þeir mjög sáttir og stefndu ekkert annað en að taka baráttuna með bítlabæjarliðinu á næsta keppnistímabili. Jón Ben formaður stjórnar sagði að allir útlendingar sem léku með Keflavík í sumar séu farnir og munu ekki verða með liðinu á næsta ári.
NÆSTU HEIMALEIKIR
MEISTARAFLOKKUR KVENNA
MEISTARAFLOKKUR KARLA
18. OKTÓBER KL. 19:15
19. OKTÓBER KL. 19:15
KEFLAVÍK - HAMAR KEFLAVÍK - HAUKAR FRÍTT Á LEIKINA Í BOÐI
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur
Meistaraflokkur karla
Kristján Örn Rúnarsson
Andrés Kristleifsson
Magnús Þór Gunnarsson
Magnús Már Traustason
Ragnar Albertsson
Ágúst Orrason
Reggie Dupree
Andri Daníelsson
Valur Valsson
Arnór Ingi Ingvason
Earl Brown Jr.
Davíð Páll Hermannsson
Sigurður Ingimundarson
Guðmundur Jónsson
Einar Guðberg Einarsson
Heimaleikir meistaraflokks karla 19. október kl. 19:15, Keflavík - Haukar // 30. október kl. 19:15, Keflavík - Höttur // 19. nóvember kl. 19:15, Keflavík - KR // 4. desember kl. 19:15, Keflavík - FSu // 17. desember kl. 19:15, Keflavík - Stjarnan 07. janúar kl. 19:15, Keflavík - Þór Þ. // 21. janúar kl. 19:15, Keflavík - Njarðvík // 4. febrúar kl. 19:15, Keflavík - Snæfell // 7. febrúar kl. 19:15, Keflavík - Grindavík // 26. febrúar kl. 19:15, Keflavík - Tindastóll
Meistaraflokkur kvenna
Sandra Þrastardóttir
Þóranna Kika Hodge- Carr
Elfa Falsdóttir
Guðlaug Björt Júlíusdóttir
Emelía Ósk Gunnarsdóttir
Irena Sól Jónsdóttir
Katla Rún Garðarsdóttir
Svanhvít Ósk Snorradóttir
Thelma Dís Ágústsdóttir
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
Andrea Einarsdóttir
Tinna Björg Gunnarsdóttir
Melissa Zornig
Bríet Sif Hinriksdóttir
Marín Laufey Davíðsdóttir
Bryndís Guðmundsdóttir
Marín Rós Karlsdóttir
Margrét Sturlaugsdóttir
Heimaleikir meistaraflokks kvenna 18. október kl. 19:15, Keflavík - Hamar // 24. október kl. 16:30, Keflavík - Haukar // 7. nóvember kl. 16:30, Keflavík - Grindavík // 11. nóvember kl. 19:15, Keflavík - Valur // 29. nóvember kl. 19:15, Keflavík - Stjarnan 12. desember kl. 16:30, Keflavík - Snæfell // 13. janúar kl. 19:15, Keflavík - Valur // 20. janúar kl. 19:15, Keflavík - Stjarnan // 30. janúar kl. 16:30, Keflavík - Snæfell // 2. mars kl. 19:15, Keflavík - Hamar
GRILLAÐIR HAMBORGARAR FYRIR ALLA HEIMALEIKI Í VETUR
vf.is
FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER • 40. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR
Keyptu heilsugæslu fyrir fundarhöld – Bætt fundaraðstaða í sjónmáli hjá Vogamönnum
-mundi Það var eins gott að þeir Reykjanesbæingar Friðjón og Guðbrandur fundu ekki þessa seðla, þeir hefðu skilað þeim beint í bæjarsjóð...
SJÁÐU OG HEYRÐU ÖLL SMÁATRIÐIN
Á
næstunni er gert ráð fyrir að starfsemi heilsugæslunnar í Vogum færist úr Iðndal í Álfagerði. Búið er að útbúa aðstöðu fyrir læknismóttöku þar. Sveitarfélagið Vogar keypti húsnæði heilsugæslunnar fyrir nokkru, og hyggst nú opna úr húsnæði bæjarskrifstofunnar yfir í heilsugæslurýmið. „Þá verður loks unnt að útbúa góða fundaraðstöðu fyrir nefndir og bæjarstjórn, sem og fyrir aðra fundi. Einnig verður betri aðstaða fyrir þá sem koma tímabundið og sinna verkefnum á bæjarskrifstofunni, t.a.m. starfsfólk félagsþjónustu, endurskoðendur o.fl.,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, í vikulegu fréttabréfi sínu.
Börnum með lús sé haldið heima
5 ára ábyrgð
TILBOÐ
55” X8 4K LED Motion 1000Hz
269.990Verð áður 299.990-
Frábært tæki með 4K Ultra HD upplausn og Android stýrikerfi. 4K-X Reality PRO myndvinnsla með Upscale. Upplausn; 4K (3840x2160) Ultra HD. Motionflow XR 1000Hz. 3D afspilun. Innbyggt WiFi. HDMI inngangar x 4. 3 x USB. Tengi m.a. fyrir HDD eða minnislykil fyrir upptöku. Þyngd 28 kg.
Blue-Ray spilari fylgir frítt með
AÐEINS
50” W8 3D LED Motion 1000Hz
199.990-
Hágæða Full HD sjónvarp með 3D. Android stýrikerfi og Innbyggt WiFi. 50” Full HD 1920x1080. Motionflow XR 1000Hz. 3D afspilun. Innbyggt WiFi. HDMI inngangar x 4. Scart tengi x 1 Component x 1. USB Tengi x 2 fyrir HDD eða minnislykil. Upptaka í gegnum USB. Bass reflex hátalarakerfi.
Á
HTCT 380 Soundbar
Þráðlaus Soundbar. Stórt hljóð fyrir lítið pláss. Aðeins einn hátalari og þráðlaust bassabox. 300W 32 bita magnari. Soundbar 1 hátalari og þráðlaus bassi. Hönnun sem passar fullkomlega við Bravia sjónvörp. Kemur í svörtu eða hvítu.
59.990Verð áður 69.990-
Komdu í Omnis og prófaðu
Lögreglan fundar um kjaramál:
Við höfum fengið nóg
F
jölmennur félagsfundur var haldinn hjá Lögreglufélagi Suðurnesja (LS) í síðustu viku. Gestir fundarins voru Vilhjálmur Árnason og Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmenn Sjálfstæðisflokks. Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Félagsmenn LS hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem samningaviðræður LL, SLFÍ og SFR við samninganefnd ríkisins (SNR) eru komnar í. Eftir árangurslausan fund félaganna hjá SNR í gær, 6. október, er ljóst að ekki er vilji hjá sitjandi ríkisstjórn um að ganga til samninga við ofangreind félög. Skilboð SNR og fjármálaráðherra eru skýr, ofangreind félög eiga að sætta sig við mun lakari kjarasamninga en þegar hefur verið samið um við aðrar stéttir opinberra starfsmanna. Þessi skilaboð eru ekkert annað en lítilsvirðing við ofangreind félög. Nú er svo komið að við höfum fengið nóg, við munum standa saman allt þar til baráttan er sigruð. Þá lýsa félagsmenn LS yfir fullum stuðningi við fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir SLFÍ og SFR.“
TILBOÐ
Birt með fyrirvara um prentvillur og vöruframboð
haustin þegar skólarnir hefjast vill bera á því að lúsin komi í heimsókn. Foreldrar og forráðamenn barna fá þá reglulega tilkynningar um að lúsin hafi skotið sér niður. Í bréfi frá skólastjórnanda í Reykjanesbæ eru forráðamenn barna beðnir um að tilkynna til skóla ef barn fær lús. „Þetta er mjög mikilvægt þar sem auðvelt er að losna við lúsina úr skólanum ef við vitum af henni. Ef barn er með með lús mælumst við til þess að það verði heima þar til lúsinni hefur verið útrýmt, þar sem hún er bráðsmitandi,“ segir í bréfinu.
Homido 14.890VR One 23.890-
Leiðandi optísk hönnun og nákvæmar Zeiss linsur fyrir fullkomna sjónreynslu. ZEISS VR ONE styður snjallsíma með skjá stærðinni á bilinu 4,7 og 5.2 tommum og notendur geta verið með sín eigin gleraugu undir VR ONE
HAFNARGATA 40 - S. 422 2200
Úrvalið af tölvu og fylgihlutum eru í Omnis
Nú er sýndarveruleika tæknin að koma sterk inn á markaðinn og þróast hratt og verður vinsælli með hverri sekúndu. Þú skellir símanum þínum í, nærð þér í skemmtileg öpp (t.d. 360 MEA og InMindVR) og upplifir ótrúlega sýndarveruleika sem þú annars hefðir aldrei getað séð.
REYKJANESBÆ