Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is
VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum
Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.
Hringbraut 99 - 577 1150
vf.is
F IMMTUDAGUR INN 3 1. O KTÓ BE R 2 0 13 • 4 1. TÖLU BLA Ð • 34. Á RGA NGU R
„Aldrei skorað svona sigur- „Ætlum að körfu áður“ verða 100 ára!“ Kóda í 30 ár
14
Helga markþjálfi
Gunnar Ólafsson tekur þriggja stiga skotið þegar 0,6 sekúndur eru eftir af leiktímanum. VF-mynd: Páll Orri
„Eftir hverju ertu að bíða?“
- Gunnar Ólafsson er ný körfuboltastjarna í Keflavík sem vinnur á leikskóla. Sjá bls. 22
14
58 ára njarðvískur saumaklúbbur
Ý N N ZLU R VE
Villibráðarkvöld í Bláa lóninu
22
12
SÆLKERAVERZLUN MEÐ KJÖT OG FISK
FÍTON / SÍA
HÓLAGÖTU 15 // REYKJANESBÆ
einföld reiknivél á ebox.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
ÞJÓNUM EINNIG MÖTUNEYTUM OG VEITINGASTÖÐUM AFHENDUM HEIM AÐ DYRUM UPPLÝSINGAR FÁST: RNB@SHIPOHOJ.IS // SÍMI 421 6070
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
WWW.SHIPOHOJ.IS
2
fimmtudagurinn 31. október 2013 • VÍKURFRÉTTIR
LISTASAFN REYKJANESBÆJAR - NÝ SÝNING Tekjur af útsvari og framlög Jöfnunarsjóðs lægri:
ENDURFUNDIR
Garðmenn þurfa að spara til áramóta
T
Samsýning Þórðar Hall og Kristbergs Ó. Péturssonar. Verið velkomin á opnun sýningarinnar föstudaginn 1. nóvember kl. 18 í sýningarsal Listasafnsins í Duushúsum. Sýningin stendur til 15. desember og er opin virka daga frá kl. 12-17 og helgar 13-17. Aðgangur ókeypis.
FORELDRANÁMSKEIÐ Ert þú að verða foreldri eða áttu barn yngra en þriggja ára? Gottman námskeiðið Að verða foreldri, verður haldið 2.-3. nóvember nk. í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju. Námskeiðið stuðlar að því að undirbúa verðandi foreldra og foreldra barna upp að þriggja ára til að takast á við foreldrahlutverkið. Á námskeiðinu er lögð áhersla á - að styrkja parsambandið í gegnum þær breytingar sem verða með tilkomu barns - að kenna aðferðir sem nýtast til að stjórna ágreiningi - áhrif þess að vera samstillt í uppeldishlutverkinu - að þekkja og virða tilfinningar barna - að vita hvert er hægt að leita eftir stuðningi og ráðgjöf þegar þörf er á Skráning og frekari upplýsingar eru á rbf@hi.is, s.5255200 http://www.rbf.is/sites/www.rbf.is/files/gottman_baeklingur_september.pdf
MÁLÞING UM BYGGINGAMÁL
Kaninn kemur aftur F
lugsveit bandaríska flughersins er væntanleg til Keflavíkurflugvallar en loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný mánudaginn 4. nóvember nk. Alls munu um 200 liðsmenn þeirra taka þátt í verkefninu. Koma þeir til landsins með F-15 orrustuþotur, C-130 björgunarflugvél og eldsneytisbirgðavél. Verkefnið verður framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár.
Gera má ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og hugsanlega Egilsstöðum 6. - 9. nóvember nk. Verkefnið er í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland og í samræmi við samninga sem í gildi eru, því ljúki í lok nóvember. Verkefni eins og loftrýmisgæslan skilar talsverðum tekjum inn í samfélagið á Suðurnesjum í formi sölu á þjónustu ýmiss konar.
LÖGGU FRÉTTIR Stálu bjór og sterku áfengi af veitingastað
Hundur beit bréfbera til blóðs
Ó
K
boðnir gestir komust inn á veitingastað í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á sunnudagsmorgun og höfðu á brott með sér talsvert magn af bjór og sterku áfengi. Ekki er lj ó st hver n i g h i n i r f i ng r a löngu komust inn í húsnæðið, en þegar eigandi staðarins kom á vettvang voru útidyr á bakhlið þess opnar. Þrír bjórkassar voru horfnir, auk sex lítersflaskna af sterku áfengi. Lögreglan rannsakar málið.
ona á sextugsaldri lagði fram kæru hjá lögreglunni á Suðurnesjum eftir að hundur hafði bitið hana til blóðs þegar hún var að bera út póst í vikunni. Konan var að stinga póstinum inn um lúgu íbúðarhúsnæðis, þegar hundurinn beit hana í höndina svo að úr blæddi. Lögregla hafði samband við eigendur tveggja hunda sem voru í húsnæðinu, þar sem konan var bitin og tilkynnti þeim um atvikið. Einnig að tilkynning yrði send til hundaeftirlitsins vegna málsins.
ekjur af útsvari og framlög Jöfnunarsjóðs verða lægri á þessu ári en áætlanir gerðu ráð fyrir í Sveitarfélaginu Garði. Þetta kom fram á síðasta fundi bæjarráðs Garðs. Karitas S Gunnarsdóttir aðalbókari sveitarfélagsins fór yfir rekst rar tölur fyrir tímabilið janúar-s eptember 2013 á fundi bæjarráðsins. Í yfirlitinu kemur m.a. fram að rekstrarliðir eru flestir í samræmi við fjárhagsáætlun, en í nokkrum málaflokkum eru frávik sem verða skoðuð nánar. Bæjarstjóri og aðalbókari lögðu til að lagt verði að forstöðumönnum að draga úr innkaupum og öðrum útgjöldum eins og kostur er út árið. Bæjarráð tók undir þetta og fól bæjarstjóra í samstarfi við forstöðumenn að draga úr útgjöldum svo sem kostur er út árið.
Grindavíkurbær fagnar 40 ára afmæli 2014
G
rindavíkurbær fagnar 40 ára kaupstaðarafmæli á næsta ári og verður tímamótanna minnst. Afmælisnefnd bæjarins hefur verið skipuð en í henni sitja fimm fulltrúar úr bæjarfélaginu. Jóna Rut Jónsdóttir er fulltrúi frístunda- og menningarnefndar. Birna Bjarnadóttir er fulltrúi eldri borgara og Margrét Rut Reynisdóttir fulltrúi ungmennaráðs. Frá atvinnulífinu í Grindavík kemur Erla Ósk Wissler Pétursdóttir og fulltrúi bæjarstjórnar er Kristín María Birgisdóttir. Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs er starfsmaður nefndarinnar en þessi nefndarskipun hefur verið staðfest í bæjarráði Grindavíkur.
Skólaþing haldið í Garði
B Jarðskaut og rafsegulsvið, rakamyndun og mygla í mannvirkjum. Ástæður og áhrif á heilsufar íbúa. Byggingarreglugerðin í nútíð og framtíð.
Myndasafn Reykjanesbæjar á vefinn:
Framsaga: Sérfræðingar frá Mannvirkjastofnun og Nýsköpunarmiðstöð. Föstudaginn 1. nóvember kl. 13.00 – 16.30 Ráðstefnusal Íþróttaakademíunnar, Krossmóa 58. Fyrir fagaðila innan byggingargeirans, húseigendur og almenning. Þingstjóri er Sigmundur Eyþórsson Dagskrá á vefsíðu Reykjanesbæjar, reykjanesbaer.is
O
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar
Leynist gömul mynd af þér á vefnum? pnað hefur verið fyrir aðgang að ljósmyndasafni Reykjanesbæjar á vefnum. Nú eru aðgengilegar 6895 ljósmyndir, gamlar og nýjar, frá Suðurnesjum, á slóðinni: myndasafn. rnb.is/fotoweb. Ljósmyndum hefur verið safnað í áratugi og getur fólk nú skoðað árangurinn. Mikil vinna er að skanna myndir og tengja við þær texta en vonast er til að almenningur geti orðið að liði við að bæta við og leiðrétta upplýsingar. Þetta er fyrsta skrefið en tugi þúsunda mynda er
enn eftir að vinna fyrir vefinn. Vefgáttin var opnuð á afmælisdegi Heimis Stígssonar ljósmyndara þann 17. október sl. en þá hefði Heimir orðið áttræður. Heimir var atvinnuljósmyndari og rak Ljósmyndastofu Suðurnesja í um hálfa öld og er myndasafn hans mikilvægur hluti af safninu. Í safninu eru margvíslegar tegundir af myndum, t.d. er safn Heimis að mestu negatívur og hafa þær verið skannaðar margar saman þannig að fólk geti séð alla myndatökuna.
æjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs samþykkti nýverið að haldið verði áfram að þróa og bæta skólastefnu sveitarfélagsins. Í framhaldi af samþykktinni hefur verið skipaður sérstakur stýrihópur sem heldur utan um verkefnið. Magnús Stefánsson segir á vef Garðs að ágæt skólastefna hafi verið unnin fyrir nokkrum árum og gilti hún fyrir árin 2007 – 2010. Nú er unnið að endurskoðun hennar og stigin verða næstu skref. Stýrihópur um skólastefnu hefur ákveðið að boða til sérstaks skólaþings dagana 11. og 13. nóvember 2013. Unnið verður með öllum nemendum leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla mánudaginn 11. nóvember. Miðvikudaginn 13. nóvember er öllum þeim sem hafa hagsmuni og áhuga á skólastarfi boðið til skólaþings, sem hefst þann dag kl. 17:30 í Gerðaskóla. Stýrihópur um skólastefnu hvetur jafnframt Garðbúa til að mæta til skólaþings og hafa þannig áhrif á stefnumótun í skólamálum í Garði fyrir næstu ár.
ÍSLENSKA SIA.IS HLS 66195 10/13
25%
20%
20%
Happy People súkkulaðistafur & KOKO kókosmjólk Dásamlegt heitt kakó í kósíheitum.
Aubrey lífræn andlitslína Hreinasta húðlínan á markaðnum!
20% afsláttur
(á meðan birgðir endast)
NÝTT frá Yogi
Bedtime & positive energy te Fyrsta „góða nótt“ teið frá Yogi.
25% afsláttur
Dásamlegar vörur
20% afsláttur
25%
fyrir veturinn
Á tilboði dagana
Nature Plus bætiefnalínan Frábær bætiefni fyrir alla.
20%
25% afsláttur
15%
29. okt. – 10. nóv.
Solaray Sea Buckthorn hylki Omega 7 fitusýra fyrir húðina.
Triphala hylki, olía og Neti Pot Himalyan Institute. Frábær hreinsun!
20% afsláttur
15% afsláttur
25%
D-vítamínbókin
3fyrir2
t ef keyp n a m a s
2.490 kr.
25% Hárkúr & þaratöflur Guli miðinn Styrkir húð, hár og neglur. Ótrúlegur árangur!
25% afsláttur ef keypt saman
VIVANI lífrænt lúxussúkkulaði Þú kaupir þrjú en borgar fyrir tvö.
D-vítamínbókin Ný bók, full af fróðleik um gagnsemi D-vítamíns. Frábært verð!
Dularfullt og seiðandi baðsalt
2.490 kr.
25% afsláttur
Svarið býr í náttúrunni LAUGAVEGI
LÁGMÚLA
KRINGLUNNI
SMÁRATORGI
SELFOSSI
AKUREYRI
REYKJANESBÆ
4
fimmtudagurinn 31. október 2013 • VÍKURFRÉTTIR
Bílar í ábyrgð Bílaleigubílar í verksmiðjuábyrgð. Komdu og veldu þann sem hentar þínum þörfum best.
LÖGGU FRÉTTIR Árekstrar og óhöpp á Suðurnesjum
VF-mynd: Hilmar Bragi
Klappað lof í lófa E
iríki Árna Sigtr yggssyni var klappað lof í lófa á 70 ára afmælistónleikum hans sem haldnir voru í Stapa sl. sunnudag. Þar voru flutt 18 sönglög eftir Eirík. Dagný Þ. Jónsdóttir söng og undirleik annaðist Richard Simm. Söng-
lögin sem flutt voru á tónleikunum voru öll ný og ekki verið flutt áður. Textarnir við þau voru eftir Eirík Árna, Þorstein Valdimarsson, Halldór Laxness, Hjálmar Jónsson frá Bólu, Þór Stefánsson og Árna Ibsen.
Verð 5.290 þús. kr. VF-mynd: Hilmar Bragi
Heimsóttu fyrirtæki á Suðurnesjum Á rni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hefur verið á ferð um Suðurnes ásamt Oddnýju Harðardóttur þingkonu og bæjarfulltrúum í því sveitarfélagi sem hann hefur heimsótt. Þar heimsóttu þau fyrirtæki og stofnanir. Í haust hefur forysta Samfylkingarinnar farið víða um
land og haldið opna fundi undir orðunum „Hvernig nýtum við tækifærin og bætum kjörin?“. Árni Páll og Oddný heimsóttu höfuðstöðvar Víkurfrétta á ferð sinni um Reykjanesbæ fyrir helgina. Með þeim voru einnig bæjarfulltrúarnir Eysteinn Eyjólfsson og Friðjón Einarsson.
Verð 1.490 þús. kr.
Kröftugur og góður fundur Ferðamálasamtaka Reykjaness
Chevrolet Cruze Árgerð 2012 | Ekinn 76.000
Verð 1.990 þús. kr.
Bílabúð Benna Reykjanesbær Nýir og notaðir bílar • Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 • notadir@benni.is
alsvert var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Tvær bifreiðar rákust saman á Grindavíkurvegi og aðrar tvær á Stapabraut. Í síðarnefnda tilvikinu ók ökumaður, s e m v a r á bi ð skyldu í veg fyrir aðra bifreið. Engin slys urðu á fólki. Þá var ekið á ljósastaur á bifreiðaplani við Húsasmiðjuna í Njarðvík og annar ökumaður ók niður umferðarskilti við Reykjaneshöllina.
B
Chevrolet Captiva Árgerð 2013 | Ekinn 40.000
Chevrolet Spark Árgerð 2012 | Ekinn 60.000
T
„Þetta var kröftugur og góður fundur og gaman að sjá hve margir mættu og tóku þátt í umræðunum. Það er mikill uppgangur í ferðaþjónustu á Reykjanesi og mörg skemmtileg verkefni framundan. Ferðamálasamtök Reykjaness hafa nú markað sér stefnu til næstu ára eftir stefnumótunarvinnu sem farið var í og eftir henni ætlum við að vinna,“ segir Sævar Baldursson, formaður Ferðamálasamtaka Reykjaness. Aðalfundur Ferðamálasamtaka Reykjaness fyrir árið 2012 var haldinn á Grænásbraut 506 Reykjanesbæ, þriðjudaginn 15. október kl. 17:00. Alls voru um 25 manns mættir á fundinn. Sævar Baldursson formaður fór yfir ársskýrsluna. Þar kom fram að helstu verkefnin á síðasta ári voru yfirferð gagna og almenn stöðutaka ferðamálasamtakanna, fylgja eftir og semja við Hekluna um yfirtöku á Markaðsstofu Reykja-
ness, uppbygging ferðamannastaða og styrkjaumsóknir og töluverður tími fór í stefnumótun samtakanna til framtíðar en hún var jafnframt kynnt á fundinum. Hefur þar verið mörkuð stefna samtakanna til næstu ára. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til kynningar og samþykktar. Samþykkt var samhljóða að árgjald verði áfram 5.000 kr. Þá voru samþykktar nokkrar lagabreytingar á fundinum, m.a. að nafn samtakanna verður hér eftir Ferðamálasamtök Reyjaness í stað Suðurnesja. Undir liðnum önnur mál voru góðar umræður um ýmis hagsmunamál ferðaþjónustunnar á Reykjanesi. Ekki var stjórnarkjör að þessu sinni þar sem síðasta stjórn var kosin til tveggja ára. Nánari upplýsingar um starfsemi samtakanna má sjá á heimasíðu þeirra www.ferdamalasamtokreykjaness.is
Stálu öflugum riffli
rotist var inn í íbúðarhúsnæði í Sandgerði nýverið og þaðan stolið myndavél og öflugum riffli. Gluggi hafði verið brotinn upp með skrúfjárni, sem talið er að notað hafi verið við verknaðinn og fannst á innbrotsvettvangi. Á efri hæð hússins hafði málverk á vegg verið skemmt með því að reka í gegnum það oddhvasst járnstykki, sem einnig fannst á vettvangi. Lögreglan á Suðurnesjum hóf þegar rannsókn málsins og fékk fljótt spurnir af nokkrum ungmennum sem væru að skjóta úr skotvopni á Sandgerðisheiðinni. Rannsóknin leiddi síðan til þess að fjórir piltar voru yfirheyrðir. Riffilinn fundu lögreglumenn síðan í öðru húsnæði, þar sem hann hafði verið falinn uppi á háalofti. Myndavélin hafði verið seld fyrir fíkniefni. Málið telst upplýst.
Skemmmdir unnar á björgunarsveitarbíl í Grindavík
S
kemmdir voru unnar á björgunarsveitarbíl í síðustu viku, þar sem hann stóð fyrir utan björgunarsveitarhúsið í Grindavík. Atvikið var tilkynnt lögreglunni á Suðurnesjum og reyndist vera stór beygla á frambretti bílsins. Þá t i l - kynnti íbúi í umdæminu að afturrúða hefði verið brotin í bifreið sinni þar sem bíllinn stóð á bílastæði í Keflavík. Afturrúða í annarri bifreið sem stóð í næsta stæði við fyrrgreinda bílinn hafði einnig verið brotin. Þá bárust lögreglu tilkynningar um að farið hefði verið inn í fjórar bifreiðir í umdæminu. Rótað hafði verið til í þremur þeirra en ekkert tekið. Úr hinni fjórðu hafði hins vegar verið stolið veski með um fimmtán þúsund krónum í reiðufé. Veskið fannst svo hrímað í runna og var þá búið að tæma það. Lögregla rannsakar málin.
Markhönnun ehf
Frábær tilboð í tileFni aF
&
Dömu-
herrakvöldi
Verslunarmiðstöðinni Krossmóa Reykjanesbæ Föstudagskvöldið 1. nóvember frá kl. 19:00-22:00
Pampers bleyjur
1.698 kr/pk
Kynning á Ellas barnamat
20% afsláttur af Garni og garnvörum 20% afsláttur af Leikföng 20% afsláttur af Raftækjum 30% afsláttur af fatnaði
Dregið í Anglamark leiknum
20%
afsláttur af öllum barnamat
komið og gerið góð kaup! 30% afsláttur af skóm 20% afsláttur af snyrtivörum 20% afsláttur af búsáhöldum
www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi Höfn · Grindavík · Reykjanesbær Borgarnes · Egilsstaðir Selfoss · Akureyri
6
fimmtudagurinn 31. október 2013 • VÍKURFRÉTTIR
RITSTJÓRNARBRÉF vf.is
ÚTGEFANDI: AFGREIÐSLA OG RITSTJÓRN: RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÉTTASTJÓRI: BLAÐAMENN:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is
AUGLÝSINGADEILD: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is UMBROT OG HÖNNUN: Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 AFGREIÐSLA: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is PRENTVINNSLA: Landsprent UPPLAG: 9000 eintök. DREIFING: Íslandspóstur DAGLEG STAFRÆN ÚTGÁFA: www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001
PÁLL KETILSSON
Tónlistin dregur fólk í bæinn
Tónlistin í bítlabænum Keflavík hefur löngum dregið að sér fólk og fjör. Við sögðum nýlega frá nýrri stjórn í Hljómahöllinni en þar er hæft fólk við stjórnarborðið sem fær það verkefni ásamt verðandi framkvæmdastjóra að draga að fólk í húsið og til bæjarins. Harpa í Reykjavík hefur sannað sig og auðvitað Hof á Akureyri, sem alvöru tónlistarhús þar sem mikið framboð er af viðburðum í tónlist og ráðstefnuhaldi. Virkilega frábær hús bæði tvö. Það er ljóst að slíkir möguleikar eru fyrir hendi í Hljómahöllinni, þ.e. að bjóða upp á fjölbreytta tónleika, ráðstefnuhald og heimsóknir í einstakt poppminjasafn. Þetta ásamt hýsingu Tónlistarskóla Reykjanesbæjar er vandasamt verk og því ljóst að verkefni nýrra stjórnenda menningarmiðstöðvar bæjarins er viðamikið. Fá sambærileg hús hafa skilað peningalegum hagnaði en hins vegar verulegum ágóða fyrir nærsamfélagið. Aðsókn í veitingaþjónustu, gistingu og verslun mun vonandi aukast og því er mikilvægt að þessir aðilar vinni vel saman þegar kemur að því að svona flott hús fer í gang. Verkefni stjórnar verður ærið að láta enda ná saman en það verður erfitt og mikilvægt að forráðamenn bæjarfélagsins að gera sér grein fyrir því að svona rekstur kostar peninga úr bæjarkassanum. Alla vega fyrstu
árin. En þeir peningar eru atvinnuskapandi og því ekki óskynsamlegt að nota þá í svona dæmi.
Eitt af mörgum verkefnum stjórnenda Hljómahallar hlýtur að vera að ná tónleikum frá Icelandic Airwaves en í þessari viku eru fernir tónleikar í Bláa lóninu. Kamilla Ingibergsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar sagði í sjónvarpi í vikunni að hátíðargestir eyddu um milljarði króna þessa daga á Íslandi. Svo skemmtilega vill til að hún Kamilla er keflvísk og ein af nýjum stjórnarmönnum í Hljómahöllinni. Kannski að hún horfi til skemmtilegs samstarf um þetta verkefni. Það væri auðvitað frábært að fá Airwaves tónleika í bítlabæinn, helst á næsta ári. Það yrði frábær auglýsing fyrir svæðið og nýja Hljómahöll.
Samgöngumál á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum:
Stjórnmálamenn standi vörð um almenningssamgöngur A
lmennt er mikil samstaða um að mikilvægt sé að halda uppi ódýrum, öruggum og tíðum almenningssamgöngum. Almenningssamgöngur eru nauðsynlegar innan og milli byggðalaga og milli helstu samgöngumiðstöðva svo almenningur geti ferðast innanlands á einfaldan og öruggan hátt. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) sem haldinn var í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á dögunum. Góðar almenningssamgöngur er jákvæður kostur fyrir þá aðila sem vilja leita ódýrari leiða til að ferðast í stað einkabíls og létta á álagi í umferðinni og minnka mengun. Á komandi árum mun þörfin fyrir góðar almenningssamgöngur aðeins aukast. Því er mikilvægt að stjórnmálamenn standi vörð um það almenningssamgöngukerfi sem nú er verið að byggja upp. Ríkið greiðir í dag háar upphæðir til að halda uppi almenningssamgöngum því staðreyndin er sú að aðeins fáar leiðir standa undir kostnaði. Vekur það því mikla furðu að til skoðunar sé að taka þær leiðir sem standa undir sér út
úr almenningssamgöngukerfinu þvert á það sem gert er í nágrannalöndum okkar. Slíkt mun aðeins leiða af sér annað hvort aukinn kostnað ríkisins og almennings eða lélegri almenningssamgöngur. Þá skorar fundurinn á stjórnmálamenn að standa vörð um almenningssamgöngur á Suðurnesjum sem og landinu öllu og til að tryggja að almenningssamgöngur séu raunhæfur kostur fyrir almenning. SSS sjái um almenningssamgöngur Talsverðar umræður voru um almenningssamgöngur á Suðurnesjum á nýliðnum aðalfundi SSS í ljósi stöðunnar í málefnum þessara samgangna á svæðinu. Í febrúar 2012 var undirritaður samningur milli SSS og Vegagerðarinnar um að SSS myndi sjá um almenningssamgöngur á starfssvæði SSS og leiðirnar sem áttu að aka var á milli allra sveitarfélaga og á höfuðborgarsvæðið ásamt Flugstöð Leifs Eiríkssonar til Reykjavíkur. Þessi samningur var gerður í kjölfar þess að Lögum um fólksflutninga og farmflutninga á landi var breytt árið 2011 þannig að
Vegagerðin gæti samið við landshlutasamtök um að sjá um almenningssamgöngur milli sveitarfélaga á starfssvæði þess. Í framhaldinu bauð SSS út sérleyfi á leiðinni Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Reykjavík og þegar niðurstaða var komin í það útboð og þar af leiðandi niðurstaða um hagnað af þeirri leið þá var farið í útboð fyrir restina af kerfinu, þ.e. almenningssamgöngur milli byggðarlaga á Suðurnesjum sem og til Reykjavíkur. Útboðin voru í tvennu lagi til að tryggja að kerfið í heild myndi standa undir sér og skattgreiðendur þyrftu ekki að greiða með almenningssamgöngum. SBK voru lægstir í útboðinu um akstur milli Flugstöðvarinnar og Reykjavíkur. Ekki er búið að opna hitt útboðið. Það útboð gerir ráð fyrir því að almenningssamgöngur á Suðurnesjum muni stóraukast og hægt verði að taka „strætó“" til höfuðborgarsvæðisins á klukkutíma fresti og allar samgöngur milli sveitarfélaganna muni stóraukast. Vilja samkeppni á leiðum sem standa undir sér Félag hópferðaleyfishafa hafa andmælt mjög öllum sérleyfum og vilja
að samkeppni sé á þeim leiðum sem standa undir sér. Sérstaklega hafa þeir mótmælt sérleyfi á leiðinni Flugstöð Leifs Eiríkssonar - Reykjavík. Þeir kvörtuðu til Samkeppniseftirlitsins sem komst að þeirri niðurstöðu að sérleyfi á þessari leið myndi hamla samkeppni. Mikið af rangfærslum hjá Samkeppniseftirlitinu Á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum benti Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm bæjarfulltrúi í Grindavík og lögfræðingur á að álit Samkeppniseftirlitsins væri hreinlega rangt og að útboðið á sérleiðinni væri alls ekki brot á lögum. Hún benti á að í áliti Samkeppniseftirlitsins væri mikið af rangfærslum og þyrfti langa greinargerð til að leiðrétta það. Í samtali við Víkurfréttir sagði Bryndís að helstu rangfærslurnar væru þær að aldrei er tekið tillit til þess að hagnaður af leiðinni fer í að greiða niður aðrar óarðbærar leiðir í kerfinu og slíkt er heimilt samkvæmt ESB. „Eftir að þetta álit kom út þá lítur út fyrir að það hafi orðið sá misskilningur hjá sumum að álitið segi að sérleyfi séu ólögleg og að útboðið hafi verið ólöglegt. Slíkt
er ekki rétt. ESB-lög heimila sérleyfi í almenningssamgöngum svo lengi sem kerfið í heild er ekki að skila hagnaði. Ef tilgangur kerfisins er að gera góðar, öruggar, tíðar og ódýrar almenningssamgöngur svo almenningur hagnast á því þá má þetta vera í umsjá ríkis eða landshlutasamtaka svo lengi sem það er útboð reglulega um aksturinn,“ segir Bryndís. Síðan þetta álit Samkeppniseftirlitsins kom út hefur Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum ítrekað verið beðið um að bíða með að skrifa undir samninginn við SBK því innanríkisráðuneytið og Vegagerðin væru að skoða málið í kjölfarið af álitinu. Hefur jafnframt verið í skoðun hjá báðum þessum aðilum að breyta samningi SSS þannig að Flugstöðin - Reykjavík verði ekki lengur hluti af samningnum. Það þýðir samkvæmt því sem fram kom á aðalfundi SSS að almenningssamgöngur á Suðurnesjum munu halda áfram að vera jafn lélegar og þær eru núna nema ríkið sé tilbúið að borga meira með þeim
For
EKKI GRÁTA VIÐ HJÁLPUM Að fjárfesta í bifreið getur verið flókið & stórt skref, þetta er nú næst stærsta fjárfesting sem við gerum á eftir fasteign. Við hjá GE bílum leggjum okkur alla fram við að hjálpa þér að finna rétta bílinn. Ef þig vantar hjálp við að kaupa, selja eða verðleggja bíl, kíktu þá í kaffi til okkar & við munum hjálpa þér eins mikið og við getum. Kveðja, Gummi & Enok
VIÐ GETUM SELT BÍLINN ÞINN
8
fimmtudagurinn 31. október 2013 • VÍKURFRÉTTIR
Helga Jóhanna Oddsdóttir segir að metnaðarfullt fólk leiti til markþjálfa:
EFTIR HVERJU ERTU AÐ BÍÐA? H
elga Jóhanna Oddsdóttir úr Keflavík stóð á tímamótum og segist hafa verið farin að þrá tilbreytingu og nýja nálgun í starfi sínu sem mannauðsstjóri. Hún hafi ekki viljað staðna og átti sér draum um að ná lengra. Helga Jóhanna ákvað að stíga út fyrir þægindarammann eftir að hafa velt upp ýmsum spurningum um sjálfa sig eins og þeirri hvort hún gæti selt þjónustu sína til einstaklinga og fyrirtækja. Því næst losaði hún sig við mítur um sjálfa sig, spurði sjálfa sig spurningarinnar „Eftir hverju ertu að bíða?“ og settist á skólabekk að nýju til að læra markþjálfun. Nú hefur hún lokið náminu og stofnað fyrirtæki undir nafninu Carpe Diem. Þar hefur Helga nóg að gera. Fjóra daga vikunnar starfar hún á höfuðborgarsvæðinu en einn dag í viku er hún á Suðurnesjum þar sem hún tekur m.a. á móti fólki á skrifstofu sinni í frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú. Helga settist niður með Hilmari Braga Bárðarsyni blaðamanni og sagði frá markmiðum sínum. Helga stofnaði Carpe Diem í mars 2012 eftir að hafa starfað sem stjórnandi á mannauðs- og rekstrarsviðum frá árinu 2000. Á meðal fyrri starfa má nefna að hún sat í framkvæmdastjórn Opinna kerfa og stýrði mannauðs- og rekstrarsviði, var starfsþróunarstjóri Reykjanesbæjar og forstöðumaður á starfsmannasviði Landsbanka Íslands auk þess að hafa verið fræðslustjóri Íslandsbanka FBA og sérfræðingur á starfsmannasviði FBA. Helga er viðskiptafræðingur með M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og lauk B.Sc. gráðunni einnig þaðan. Auk þess er hún markþjálfi frá Coach University og Háskólanum í Reykjavík og með ACC vottun frá alþjóðasamtökum markþjálfa, ICF. Höfðar til þeirra sem vilja bæta árangur sinn Markmið starfseminnar hjá Carpe
Diem er að veita ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja sem vilja bæta árangur sinn og innleiða skilvirkari vinnubrögð. Helga segir að flest verkefnin felist í ráðgjöf í mannauðs- og rekstrartengdum málefnum fyrirtækja og stofnana en að auki hafa fjölmargir sóst eftir fyrirlestrum og námskeiðum sem þá eru haldin innan fyrirtækjanna, í sölum víðsvegar um landið eða í frábærri aðstöðu Carpe Diem að Ásbrú. „Ég hef brennandi áhuga á rekstri og þróun fyrirtækja auk þess að njóta mín hvað best þegar ég sé samstarfsfólk og viðskiptavini ná árangri og vaxa í lífi og starfi. Þá skipar markþjálfunin orðið stóran sess í öllu sem ég tek mér fyrir hendur og mun gera það hvort sem ég held áfram með fyrirtækið mitt eða ræð mig í fasta stöðu á spennandi stað,“ segir Helga. - Hvað er markþjálfun? „Markþjálfun er skipulagt og kerfisbundið samtalsform sem byggir á trúnaðarsambandi milli viðskiptavinar og markþjálfa. Ég segi að markþjálfun sé leið til að breyta því sem þú vilt breyta og þannig stuðla að auknum lífsgæðum. Ferlið er bæði krefjandi og skemmtilegt samtal sem stuðlar að auknum persónulegum þroska og betri árangri í lífi og starfi“. - Hvernig fer markþjálfun fram? „Markþjálfun fer fram með reglubundnum einka- eða hópsamtölum og byggir á ferli spurninga og persónulegri uppgötvun. Markþjálfun styðst við verkefni og viðurkenndar aðferðir og fer fram með stuðningi, endurgjöf og hvatningu markþjálfans. Það má segja að hjá markþjálfanum sért þú að verja þín markmið. Markþjálfinn situr með þér í lokuðu rými og samtalið fer fram í algjörum trúnaði. Rýmið er algjörlega öruggt svæði fyrir þig til að segja allt sem þér liggur á hjarta. Þar segir þú alla þína drauma og langanir og hvert þú vilt ná í lífinu. Það er síðan markþjálfans að leiða
þig áfram með spurningum sem veita þér nýja sýn á málin“. „Ég get þetta ekki“ „Við markþjálfar erum þjálfuð í að hlusta undir yfirborðið og hlusta á það sem er ekki sagt og þannig hjálpum við fólki að kortleggja hvað það ætlar að gera. Við trúum því að það er ekkert nema hausinn á okkur sem hindrar okkur í að ná markmiðum og við erum stundum að bögglast með einhverja gamla drauga og gamlar staðhæfingar um „að þetta er ekki eitthvað fyrir mig“ og „ég get þetta ekki“,“ segir Helga þegar hún er beðin um að lýsa markþjálfuninni. „Markþjálfun fer fram á þínum forsendum og þjónar þínum viðfangsefnum og vexti. Hún opnar í senn tækifæri til sjálfsskoðunar og nýrra sóknartækifæra í lífi og starfi“. Metnaðarfullt fólk leitar til markþjálfa Helga segir það að fara til markþjálfa sé ekki eins og að mæta í viðtal hjá sálfræðingi eða hjónabandsráðgjafa. „Það halda margir að það þurfi eitthvað að vera að svo það leiti til markþjálfa. Það er samt ekki þannig. Það er metnaðarfullt fólk sem leitar til markþjálfa. Það er mín reynsla. Fólk sem er á góðum stað og á góðri leið með að ná þeim markmiðum sem það hefur sett sér en vill bara þetta auka forskot og tækifæri til að spegla hugmyndir sínar og hugsanir. Markþjálfi er þessi bandamaður sem dæmir þig ekki og hefur ekki skoðanir fyrir þig,“ segir Helga og bætir við að fólk sé oft hrætt við að fara eftir eigin sannfæringu. „Við hjálpum hins vegar fólki að lifa lífinu til fulls og víkka sjónarhornið eða fá önnur sjónarhorn á viðfangsefni sín“. Hún segir markþjáfun vera fyrir þá sem vilja ná hámarksárangri og þá sem standa frammi fyrir ögrandi verkefnum. Einnig fyrir þá sem vilja finna betra jafnvægi á milli vinnu og einkalífs og vilja draga úr
streitu og þá sem vilja skipuleggja líf sitt betur út frá eigin forsendum, vilja vinna betur með samstarfsfólki eða kjósa að breyta um stefnu. Eitthvað fyrir frumkvöðla og einyrkja Eins og áður segir starfar Helga á Suðurnesjum einn dag í viku. Suðurnesjamenn hafi tekið vel í þjónustu hennar. Hins vegar séu margir sem ættu að kynna sér betur hvað hún geti gert fyrir þá en Helga hefur náð góðum árangri með frumkvöðlum sem hafa verið að stíga sín fyrstu skref og eins einyrkjum sem hafa verið að fara út í rekstur. Mannauðsstjóri til leigu Þó svo að Helga sé komin á kaf í markþjálfun þá hefur hún ekki sagt skilið við mannauðsstjórnunina. Hún veitir ráðgjöf á sviði mannauðsmála í gegnum fyrirtæki sitt, Carpe Diem. Ráðgjöfin hentar vel þeim fyrirtækjum sem ekki hafa starfandi mannauðsstjóra, eru í
örum vexti eða að fara í gegnum breytingar. Helga býður einnig þjónustu sem kallast „Mannauðsstjóri til leigu“ en hún felst í því að ráðgjafi Carpe Diem hefur fasta viðveru innan fyrirtækja til lengri eða skemmri tíma og styður við stjórnendur og starfsfólk. „Einnig aðstoða ég fyrirtæki og stofnanir við stefnumótun í málaflokknum og tek að mér einstök verkefni s.s. ráðningar starfsfólks, undirbúning vegna starfsmannasamtala, aðstoð við kjaramál, innleiðingu breytinga, framkvæmd starfsloka o.fl. Ágætt dæmi um aðstoð sem mannauðsstjóri getur veitt í fyrirtækjum er að létta álagi af stjórnendum, og veita þeim þannig meiri tíma til að takast á við stóru málin“ segir Helga Jóhanna Oddsdóttir. Texti og myndir: Hilmar Bragi Bárðarson // hilmar@vf.is
EINNIG TIL HVÍTT
3.990
2.990
Vnr. 518801 76 Stjarna, hvít.
Vnr. 522375 12 CADIZ loftljó -3 s, svart eða hv ítt.
kr.
kr.
NÝTT BYKOBLAÐ ER KOMIÐ ÚT!
EUROPRIS GARNIÐ ER Í BYKO
Vnr. 86620040-3737 KÓPAL Glitra innimálning,gljástig 10, allir litir, 4 ltr.
Vnr. 65105785-6 Geislahitari á vegg eða á borð, 1200W eða 1500W.
4.990
2.990
KLÚBB verð
KLÚBB verð
kr.
kr.
Almennt verð 5.990 kr.
Almennt verð 3.990 kr.
Vnr. 50698052 BELINESP barnabílstóll, fyrir 9–36 kg börn.
Vnr. 42351480 OBH hrærivél 6680, 450W.
10.990
KLÚBB verð
FÆST NÚ Í BYKO SUÐURNESJUM
kr.
Almennt verð 14.990 kr.
19.990
KLÚBB verð kr.
Almennt verð 25.990 kr.
Verðvernd BYKO tryggir þér lægra verð. Sjá nánari upplýsingar og skilmála á www.byko.is.
facebook.com/BYKO.is
www.expo.is / EXPO auglýsingastofa
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Allar vörur fást í BYKO Breidd en minna framboð getur verið í öðrum verslunum.
Mikið úrval af garni, prjónum og öllu tilheyrandi
Kræsingar & kostakjör
Háskólapeysa 3.998kr
2.798 kr/stk bolur
1.398kr
978 kr/stk
Náttbuxur 2.998kr
joggiNgbuxur
2.098 kr/stk
3.998kr
2.798 kr/stk
Háskólapeysa 3.998kr
2.798 kr/stk
bolur
1.398kr
978 kr/stk
Náttbuxur 2.998kr
2.098 kr/stk www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss · Grandi |
k
Hettupeysa 3.998kr
2.798 kr/stk
30% afsláttur af öllum fatnaði í nettó Helgina 31. okt - 3. nóv
jogabuxur 3.998kr
2.798 kr/stk
Flíspeysa 3.498kr
2.448 kr/stk
bómullargalli 2.498kr
1.798 kr/stk Náttbuxur 2.998kr
2.098 kr/stk
Flísbuxur 2.598kr
1.818 kr/stk
Tilboðin gilda 31. okt - 3. nóv Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
12
fimmtudagurinn 31. október 2013 • VÍKURFRÉTTIR
Við höfum alltaf verið með handavinnu -saumaklúbbsdömur í Njarðvík fagna bráðum 60 ára afmæli klúbbsins. Sektuðu hvor aðra fyrir að bjóða of margar kökur. „Við saumum, prjónum, heklum, drekkum kaffi og tölum mikið,“ segja fimm njarðvískar saumklúbbskonur en þær hafa hist í 58 ár. Þær eru ýmist orðnar áttræðar eða nálægt því. Þetta eru þær Katrín Björk Friðjónsdóttir (Dædý), Jóhanna Árnadóttir (Hanna), Sigríður Jónsdóttir (Sigga), Ada Elísabet Benjamínsdóttir (Lella) og Guðrún Ásta Björnsdóttir (Gunna Ásta. Það er létt yfir þeim kerlum þegar tíðindamaður Víkurfrétta smyglar sér inn í klúbbinn. Það sem kemur honum á óvart er að þetta er alvöru saumaklúbbur. Þær eru að telja eitthvað varðandi prjónaskapinn og tvær þeirra halda saman á prjóni. Allar með eitthvað prjónadót í höndunum. „Við höfum alltaf verið með handavinnu þó svo að það sé eitthvað minna í dag en áður,“ segja þær þegar blaðamaður segist aldrei
hafa séð neitt slíkt í sumaklúbbum eiginkonunnar. „Enda eiga þær að kalla þetta kjaftaklúbb en ekki saumaklúbb,“ heyrðist þá í einni í sextuga klúbbnum. Önnur bætir því við að þær tali auðvitað mikið saman þegar þær hittast mánaðarlega. „Þetta líður allt of fljótt.“ Fyrstu árin hittust þær vikulega, því var breytt einhverjum árum síðar í hálfsmánaðarhitting en núna er haldinn klúbbur einu sinni í mánuði. Það er náttúrulega miklu meira að gera í samfélaginu í dag og síðustu ár en í gamla daga segja þær líka. Þær ferðuðust líka mikið í gamla daga, fóru með köllunum sínum í ferðir hér heima og einnig einhvern tíma til útlanda. „Já, við fórum til Mallorca árið 1971,“ bætti ein þeirra við. En um hvað tala þær í þessum tæplega sextuga saumaklúbbi?
TIL LEIGU
Katrín, Guðrún, Lella, Hanna og Sigga á góðri stundu í saumaklúbbi á heimili þeirrar fyrstnefndu.
„Við tölum um börnin og barnabörnin. Það er alltaf gaman að gera það. Ekki pólitík. Hér áður ræddum við líka málin sem komu upp á kvenfélagsfundum og hjónaböllin. Kjólana þar og kannski eitthvað fleira þaðan. Hjónaböllin voru aðalböllin í gamla daga.“ Þær hlægja. Ein heldur á Ipad og þar fletta þær myndum og skoða hitt og þetta. Tæknin hefur sem sagt laumað sér inn í gamla saumaklúbbinn þó svo þær láti sig ekki muna um að prjóna sokka og lopapeysur á börnin og barnabörnin. Þær voru flestar sjö í klúbbnum en eru núna fimm, ein er látin. Þær muna ekki eftir fyrsta fundinum en segja að þær hafi allar verið um tvítugt eða yngri þegar þær byrjuðu að hittast. „Ég var ekki einu sinni búin að kynnast kallinum og átti engin börn,“ segir ein og fær svohljóðandi spurningu á móti: „Varstu ekki einu sinni farin að laumast?“ og uppsker hlátur í hópnum. Veitingar í saumaklúbbum eru oftast stórt atriði og það er engin undantekning í þessum klúbbi
þeirra njarðvísku. „Það var alltaf keppikefli að hafa sem veglegastar kaffiveitingar á fundunum. Það gekk svo langt að við ákváðum að sú sem byði upp á fleiri en 3 gerðir fengi 50 krónu sekt. Það gekk ekki lengi en í seinni tíð höfum við snúið okkur meira út í mat frekar en kaffibrauð. Það kom hugmynd
um það sem fékk góðan hljómgrunn. Við hittumst alltaf á kvöldin en svo kom upp tillaga nýlega að hittast um miðjan dag. Nú hittumst við í fyrsta sinn klukkan þrjú um daginn og erum þá bara til klukkan sex. Það hentar okkur betur í dag,“ segja þær í kór.
300m2 iðnaðarhúsnæði gott aðgengi mikil lofthæð og góð innkeyrsluhurð allar nánari upplýsingar veita Eignir og tæki ehf í síma 695 2015
Saumaklúbburinn saman kominn fyrir rúmlega 50 árum síðan.
FÉLAGSFUNDUR verður haldinn þann 7. nóvember nk. kl. 20:00 í félagsheimili okkar að Hafnargötu 62. Dagskrá: Sveitastjórnarkosningar 2014 Önnur mál Stjórn Framsóknarfélags Reykjanesbæjar
S
Auka þjónustustig í Vogum með nýrri dráttarvél
veitarfélagið Vogar festi nýverið kaup á nýrri dráttarvél til nota fyrir umhverfisdeild sveitarfélagsins. Dráttarvélin er af gerðinni Case og seljandi er Kraftvélar. Magnús Björgvinsson hjá Kraftvélum afhenti sveitarfélaginu dráttarvélina í síðustu viku og við henni tóku Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri og Vignir Friðbjörnsson, deildarstjóri umhverfis og eigna. Verðmæti vélarinnar með öllum fylgibúnaði er um 13 milljónir króna. Dráttarvélin er fjórhjóladrifin og vel búin tækjum, m.a. ámoksturstækjum með 1500 kg lyftigetu, frambúnaði með 2500 kg lyftigetu
og snjóplóg með 250 cm vinnslubreidd. Með dráttarvélinni var einnig keyptur sturtuvagn. Sveitarfélagið mun nú m.a. annast snjómokstur og hálkueyðingu með eigin vélakosti þannig að
þjónustustig sveitarfélagsins og rekstraröryggi batnar umtalsvert. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Morgunverðarfundur um efnahagsumhverfi fyrirtækja
Dagskrá 08.15 Húsið opnað
Íslandsbanki býður fulltrúum fyrirtækja til morgunverðarfundar um efnahagsmál, þriðjudaginn 5. nóvember í Stapa. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, heldur erindi og tekur svo við spurningum úr sal. Einnig mun Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóra Samkaupa, fjalla um verslunarrekstur á landsvísu. Fundurinn er opinn öllum og aðgangur er ókeypis. Boðið verður upp á léttan morgunverð. Vinsamlegast skráðu þig fyrir kl. 12 mánudaginn 4. nóvember með tölvupósti á jona.fridriksdottir@islandsbanki.is
08.30 Ávarp Sighvatur Ingi Gunnarsson,útibússtjóri Íslandsbanka í Reykjanesbæ 08.35 Betri er krókur en kelda – Þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka 09.05 Samkaup – verslunarrekstur um land allt Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaupa 09.30 Umræður og fyrirspurnir 09.45 Fundi slitið
Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000
ENNEMM / SÍA / NM59862
Við bjóðum á morgunverðarfund
14
fimmtudagurinn 31. október 2013 • VÍKURFRÉTTIR
Einn af hápunktum matargerðar á Suðurnesjum -villibráðarupplifun í Bláa lóninu
V
illibráðarhlaðborð Bláa lónsins er einn af hápunktum matargerðar á Suðurnesjum á hverju hausti. Margverðlaunaðir matreiðslumeistarar Lava veitingastaðarins fara á kostum með Viktor Örn Andrésson matreiðslumeistara ársins 2013 í fararbroddi. Auk þessa eftirsótta titils Viktors sigraði Rúnar Pierra Heriveanx, matreiðslunemi hjá Bláa lóninu í nemakeppninni. Þá eru fleiri landsliðskappar í eldhúsinu hjá Lava. Þegar svona flottur hópur matreiðslumanna tekur sig til og fær að spreyta sig á hráefni sem er alla jafna ekki í boði nema á haustin, þá er von á góðu. Það er ekki mikið framboð af villibráðarkvöldum á Suðurnesjum og því ber að fagna því þegar besti veitingastaðurinn á svæðinu býður í slíka veislu. Í ár voru tvö kvöld í boði, 25. og 26. okt. sl. og voru mjög vel sótt. Svo tekin séu nokkur dæmi af villibráðarmatseðlinum þá byrjaði veislan í forréttunum þegar villibráðarsúpa var borin fram, hrein snilld. Meðal annarra forrétta voru ýmsar útgáfur af laxi, grafin gæs og reykt andabringa. Hljómar ekki illa eða hvað! Hreindýracarpaccio fer með bragðlaukana á æðra svið og mini hreindýrahamborgarar með gráðosti eru geggjaðir. Þegar hér er komið sögu er vissara að taka smá pásu því það er auðvelt að gleyma sér í þessum góðu forréttum. Ekki svo vitlaus hugmynd að taka smá göngutúr um glæsilegan salinn og velta aðeins fyrir sér þessum magnaða stað í hrauninu í Grindavík. Hvernig varð þessi staður eiginlega til? En áfram skal borðað. Aðalréttir á villibráðarborðinu bíða. Nú virðist vera komið meira pláss í magann. Í aðalréttum fara bragðlaukarnir á fleygiferð þegar smakkað er á hægeldaðri gæsabringu með bláberja- og vodkasósu og eins í hreindýrasteik með frábærri skógarsveppasósu. (Sósa sem mann dreymir um að geta gert sjálfur heima!) Þeir sem vilja ekki fylla diskinn af villibráð geta farið í íslenska fjallalambið með villtum kryddjurtum. En hvað er lamb annað en ákveðin tegund af villibráð þó svo það sé ekki „veitt“ á sama máta en sennilega lífrænasta kjöt í heimi.
Vetrarfagnaður Bláa lónsins Þ
að var mikil uppskeruhátíð haldin í Bláa lóninu í síðustu viku þegar vetur var boðinn velkominn og uppskeru sumarsins fagnað. Bláa lónið bauð til sín fjölda gesta sem flestir eiga það sameiginlegt að koma að ferðaþjónustu. Oddgeir Karlsson ljósmyndari var á staðnum og myndaði stemmninguna.
Í eftirrétt má ekki sleppa rabarbaraköku með þeyttum rjóma eða Crème brûlée að hætti LAVA. Þjónar staðarins hjálpar svo til að að gera svona kvöld óviðjafnanlegt. Umhverfið og salarkynni eru líka einstök. Sannarlega staður til að heimsækja og þetta eru skilaboð til Suðurnesjamanna sem geta verið stoltir af því að eiga svona frábæran veitingastað á svæðinu. Ekki bara til að sækja í eðalkvöld eins og villibráð heldur og bara til að fara í léttan hádegis- eða kvöldverð hvenær sem er. Bestu kveðjur til allra á Lava og þakkir fyrir magnað kvöld, Páll Ketilsson.
Meistari Viktor Örn segir það vera afar hvetjandi að hafa unnið keppnina um matreiðslumann ársins. „Keppnin er mikilvægur þáttur í að byggja upp fagið þar sem áhersla er á fagmennsku. Íslensk matargerð gegnir einnig lykilhlutverki í íslenskri ferðaþjónustu og áhersla Bláa lónsins á matargerð er táknræn fyrir þennan þátt ferðaþjónustunnar. Rúnar Pierre Heriveanx, matreiðslunemi hjá Bláa lóninu sigraði nemakeppnina sem var einnig haldin um helgina. Við hjá Bláa lóninu höfum lagt áherslu á að auka áhuga ungs fólks á að læra fagið og árangur Rúnars er okkur mikil hvatning til að halda áfram á sömu braut,“ segir Viktor.
16
fimmtudagurinn 31. október 2013 • VÍKURFRÉTTIR
FS-INGUR VIKUNNAR
Skammast mín ekki fyrir neitt!
K
ristrún Vala Hallgrímsdóttir er tvítug Keflavíkurmær sem stundar nám á félagsfræðibraut í FS. FS-ingur vikunnar að þessu sinni elskar föt og er mikill aðdáandi skyndibita. Í framtíðinni vill Kristrún mennta sig, njóta lífsins og búa erlendis. Hvað er skemmtilegast við skólann? Það tekur mig fjórar mínútur að rölta þangað.
Ég hef ekki verið að nota frasa hingað til.
Hjúskaparstaða?
Það hefur alltaf verið til fyrirmyndar. Ég er kannski orðin of gömul til að taka þátt í því.
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Í sambandi.
Hvað hræðistu mest?
Áhugamál?
Að einhver náinn mér deyji.
Ferðalög, tíska, tónlist, kvikmyndir and so on.
Hvað borðar þú í morgunmat?
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Bara það sem mig langar í þann morguninn, mjög mismunandi.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur? Þeir sem vilja bara.. hver tekur að sér að gera twerking video?
Ertu að vinna með skóla?
Ég.
Eins og er, já.
Hvað sástu síðast í bíó?
Hver er best klædd/ur í FS? Pass.
Prisoners, hún er mögnuð!
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
U
m helgina verða lokasýningar á söngleiknum GRÍS sem sýndur hefur verið fyrir fullu húsi í Frumleikhúsinu undanfarnar vikur. Sýningin hefur fengið þrusugóða dóma og fólk á einu máli um að þarna séu á ferðinni hæfileikarík ungmenni sem eiga framtíðina fyrir sér í leiklistinni, dansinum og söngnum.
Það eru þær Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir sem leikstýra verkinu. Lokasýningar verða á laugardaginn og sunnudaginn kl.16.00. Miðaverð er kr.2.000 en 15 ára og yngri borga 1.500. Miðapantanir eru í síma 421 2540.
421 0000
EFTIRLÆTIS... Sjónvarpsþættir: Fyndnir þættir á borð við Modern Family, It's Always Sunny in Philadelphia og Friends og síðan er ég sokkin aftur í Breaking Bad.
Kók!
Hver er þinn helsti galli? Ég fresta öllu þangað til á síðustu stundu.
Hvað er heitasta parið í skólanum?
Dettur ekkert par í hug, sorry kids.
Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Ýmislegu.
Af hverju valdir þú FS?
Ég nenni ekki að keyra á milli Keflavíkur og Reykjavíkur á hverjum virkum degi.
Áttu þér viðurnefni?
Já, eitthvað sem bara vinir mínir nota. Ekkert sem ég fer með svona í fjölmiðla. Ég held mig bara við Kristrún.
Hvaða frasa notar þú oftast?
SMÁAUGLÝSINGAR
Hvað finnst þér um Hnísuna? Er enn að bíða eftir að þessi nýjasta verði sýnd! Hvað varð um hana?
Hver er fyndnastur í skólanum?
Lokasýningar á söngleiknum GRÍS
Eina sem ég veit er að ég vil mennta mig, njóta lífsins og búa erlendis.
Kvikmynd: Ég elska allar Harry Potter myndirnar, get alltaf horft á þær. Hljómsveit/tónlistarmaður: Æ svo mikið! Undanfarið hef ég verið að hlusta á Muse, Bastille, Fleet Foxes, The Black Keys, Lykke Li, Florence and the Machine, Band of Horses, ég gæti haldið endalaust áfram.
life saver og Toms skórnir eru svo þægilegir. Erfitt val, ég elska föt. Skyndibiti: Ég er mikill áhugamaður skyndibitanns, hamborgarinn á Olsen er besti borgarinn í bænum og brauðstangirnar á langbest eru sjúklega góðar. En í augnablikinu er Taco Bell í miklu uppáhaldi. Kennari: Anna Taylor. Fag í skólanum: Íslenskan er lúmskt heillandi, er því miður búin með hana.
Leikari: Johnny Depp, Charlie Day, Morgan Freeman og margir aðrir. Vefsíður: Facebook er klassískt, tískublogg og síður sem fá mig til þess að hlæja. Flíkin: Úff, ég elska allar kósý peysurnar mínar mikið, úlpan mín er algjör
Tónlistin sem þú mest hlustar á? Ég hlusta nánast á allar gerðir tónlistar. Hvað tónlist fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Skammast mín ekki fyrir neitt!
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001
NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS
Þjónustumiðstöðin Nesvöllum TIL LEIGU 4 x 40fm nýr bílskur Njarðvík Til leigu fjórir nýbyggðir bílskúrar. Allir að stærð 40fm við Þórustíg 30-32, Njarðvík. stórt plan fylgir. Leigist annað hvort í einu lagi eða sitt hvoru lagi. Frekari upplýsingar er hægt að fá í síma 822 3858 eða 820 0099.
ÓSKAST Vantar íbúð strax. Einstaklingsíbúð eða studíóíbúð óskast til leigu í Keflavík, Njarðvík eða Sandgerði. Uppl. í 856 2472
TIL SÖLU Stórglæsileg stofuhúsgögn Stórglæsileg stofuhúsgögn til sölu. Glerskápur, skenkur, stofuborði og 6 stólar. Lítur mjög vel út. Uppl í síma: 660 1333 Beggi.
Daglegar fréttir á vf.is
Vikan 24. - 30. okt. nk.
• Bingó • Listasmiðja • Handverk • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Félagsvist • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi Föstudaginn 1. nóvember n.k. á Nesvöllum kl. 14:00. Léttur föstudagur. Dagskrá á vegum Félags eldri borgara. Kynning á Saga pro. Allir velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/
Bílaviðgerðir Umfelgun Smurþjónusta Varahlutir Kaupum bilaða og tjónaða bíla
Iðavellir 9c - sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
ATVINNA ÖRYGGISVERÐIR Securitas vill ráða öryggisverði í fjölbreytt og skemmtilegt starf á Reykjanesi: Helstu verkefni: • Að sinna útköllum vegna boða úr öryggiskerfum fyrirtækja og heimila • Frágangs- og eftirlitsferðir í fyrirtæki og stofnanir • Þjónusta við fólk með öryggishnappa • Ýmis konar önnur þjónusta og samskipti við fjölbreyttan hóp viðskiptavina.
Hæfniskröfur: Hreint sakavottorð Menntun sem nýtist í starfi Góð íslensku- og enskukunnátta Gilt ökuskírteini Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og metnaður • Tölvuþekking kostur • • • • •
Störfin henta bæði fyrir konur og karla. Sækja skal um á heimasíðu Securitas hf., www.securitas.is, fyrir 10. nóvember. Umsækjendur þurfa að vera reiðubúnir að leggja fram upplýsingar úr málaskrá lögreglu. Nánari upplýsingar veitir Halldóra S. Brandsdóttir (halldorab@securitas.is), þjónustustjóri gæsludeildar Securitas Reykjanesi, í síma 5807200. Securitas er stærsta öryggisfyrirtæki landsins með um 400 starfsmenn. Securitas rekur útibú og starfsstöðvar víða um land m.a. á Reykjanesi en höfuðstöðvarnar eru í Skeifunni 8 í Reykjavík. Hjá Securitas starfar metnaðarfullt starfsfólk sem leggur áherslu á að veita frábæra þjónustu.
Securitas Reykjanesi
Hafnargötu 60, 230 Reykjanesbæ, s. 580 7000
17
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 31. október 2013
Ljósveita aðgengileg í Reykjanesbæ - 65% landsmanna geta tengst öflugri Ljósveitu Mílu
M
íla er langt komin með uppbyggingu á háhraðasamböndum á Suðurnesjum. Nú þegar er lagningu lokið í Vogum, Grindavík, Garði og Höfnum. Lagning er langt komin í Sandgerði og Keflavík, en Innri- og Ytri-Njarðvík eru á áætlun nú á fjórða ársfjórðungi þessa árs. Áætlað er að verkinu ljúki fyrir lok þessa árs. Lagningu í Keflavík er ekki að fullu lokið, en vinna stendur yfir og er ætlunin að klára uppsetningu götuskápa í Keflavík fyrir lok ársins, en nú þegar hafa fjölmörg heimili í Keflavík möguleika á að nálgast háhraðasambönd um Ljósveitu Mílu í gegnum sitt fjarskiptafyrirtæki. „Um 65% landsmanna geta nú tengst öflugu og hagkvæmu háhraðaneti Mílu, Ljósveitu. Nú þegar hafa um það bil 80 þúsund heimili um allt land verið tengd og hafa því möguleika á að nálgast háhraðaþjónustu hjá sínu fjarskiptafyrirtæki. Öll fjarskiptafyrirtæki geta haft aðgengi að Ljósveitu Mílu og hafa notendur möguleika á að komast í háhraðasamband sem veitir allt að 50Mb/s til heimila og 25Mb/s frá heimilum í internethraða. Mögulegt er að nýta allt að tvo myndlykla án þess að internethraðinn skerðist,“ segir Sigurrós Jónsdóttir, deildarstjóri samskipta hjá Mílu. Míla tók yfir uppbyggingu Símans á Ljósneti í öllum landshlutum frá og með septembermánuði 2013. Nafn Mílu á þjónustunni er Ljósveita en það er fjarskiptanet sem
fer að mestum eða öllum hluta um ljósleiðara og er opið fyrir alla fjarskiptaaðila. Til að flýta fyrir lagningu í minni bæjarfélögum er fyrst um sinn settur upp búnaður fyrir Ljósveitu í símstöðvar. Sú aðferð er fljótvirk og þannig geta þeir sem búa í innan við þúsund metra línulengd frá viðkomandi símstöð tengst hratt og vel. Í seinni áfanga er settur niður götuskápur til að þétta kerfið og ná til þeirra sem út af standa, þar sem það á við.
Einfalt og hagkvæmt
Tenging Ljósveitunnar er einföld og hagkvæm fyrir viðskiptavini því sjaldnast þarf að breyta innanhússlögnum. Ekki er þörf á framkvæmdum á lóðum eða í húsum þeirra sem vilja tengjast því nýttar eru fyrirliggjandi lagnir ásamt nútímatækni, til að tengja heimilin við símstöð eða götuskáp. Þar tekur öflugur ljósleiðari við gagnaflutningnum og hraðinn bæði til og frá heimilum margfaldast. Með aðgangi að Ljósveitunni fá heimilin möguleika á verulega auknum gagnaflutningshraða. Aukinn gagnaflutningshraði Ljósveitu Mílu býður upp á móttöku á allt að fimm háskerpusjónvarpsstöðvum á sama tíma. Hraði og öryggi tengingarinnar skapar kjöraðstæður til fjarvinnu, afþreyingar og samskipta. „Hraði Ljósveitunnar er það mikill að streymi í tölvu hefur ekki áhrif á móttöku sjónvarpsefnis eða nettengdrar leikjatölvu og sjallsíma, svo dæmi séu
tekin,“ segir Sigurrós. Sigurrós bætir við að almenn notkun okkar á rafrænum gögnum hefur aukist jafnt og þétt og er hún ekki eingöngu bundin við tölvur og snjallsíma, því rafræn miðlun margvíslegrar afþreyingar er þegar mikil og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Nýverið kom í ljós að kvikmyndaveitan Netflix, sem Íslendingar nota í auknum mæli, yfirtekur þriðjung allrar bandvíddar í Bandaríkjunum á annatíma. Hraðar og öruggar tengingar eru því orðnar hluti af lífsgæðum nútímafólks og notendur Ljósveitunnar finna sannarlega fyrir auknum hraða, því bæði upp- og niðurhal taka mun skemmri tíma en hefðbundin ADSL tenging býður upp á. Míla starfar eingöngu á heildsölumarkaði og veitir öðrum fjarskiptafyrirtækjum aðgang að netum sínum, þar með að Ljósveitunni. Til að kaupa þjónustu yfir Ljósveitu Mílu þarf að hafa samband við það fjarskiptafyrirtæki sem óskað er eftir að eiga viðskipti við. Á http://www.mila.is/adgangsnet/ljosveitan/vidskiptavinir/ má sjá þá þjónustuaðila sem veita þjónustu á Ljósveitu Mílu.
Kaffihúsatónleikar á Knús Caffé G
uðmundur R Lúðvíksson tónlistarmaður verður með „Kaffi tónleika“ á nýja kaffihúsinu Knús Caffé, sem er við hliðina á Flugger litum nk. laugardag, 2. nóvember. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Frítt er á tónleikana en þar mun Guðmundur flytja 10 til 12 frumsamin lög sem fjalla um engla, trúna og ást. Þetta eru þriðju tónleikarnir sem
Guðmundur heldur á þessu ári. Þess má einnig geta að í vinnslu er geisladiskur með gömlum góðum barnalögum ásamt 8 upplesnum barnaörsögum, sem væntanlega verður tilbúinn til útgáfu fyrir jól eða fljótlega eftir áramót. Allir eru velkomnir á tónleikana á laugardag og um leið styðja við ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í rekstri hér í Reykjanesbæ.
LÖGGU FRÉTTIR Fjórir óku sviptir réttindum
L
ögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um helgina fjóra ökumenn sem allir óku sviptir ökuréttindum. Tveir þeirra hafa ítrekað verið stöðvaðir vegna sama brots og er annar þeirra sviptur ökuréttindum ævilangt með dómi.
Þá voru fjórir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Allir óku þeir eftir Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Sá sem hraðast ók mældist á 140 kílómetra hraða. Loks gerði lögregla athugasemdir við ljósabúnað tveggja bifreiða.
einföld ákvörðun
veldu Öryggi fyrir þig og þína
Þú passar hann Við pössum Þig driving emotion
driving emotion
JEPPADEKK
JEPPADEKK
kornadekk
ice contact Dekkjaverkstæði
Smurþjónusta
viking contact 5 Smáviðgerðir
Hjólastillingar
Bremsuklossar
I*cePt IZ W606
I*PIke W419 Rúðuþurrkur
www.solning.is
Rúðuvökvi
Rafgeymar
Peruskipti
courser Msr
courser aXt
Fitjabraut 12, Njarðvík
☎ 421 1399 www.solning.is
18
fimmtudagurinn 31. október 2013 • VÍKURFRÉTTIR
Landsmót æskulýðsfélaga Þjóðkirkjunnar:
Unglingarnir hafa slegið tóninn
Lag Elízu í kvikmyndinni Eyjafjallajökull L
„Unglingarnir á Landsmótinu hafa slegið tóninn í baráttunni gegn fátækt,“ sagði sr. Guðrún Karlsdóttir, formaður ÆSKÞ, í samtali við kirkjan.is að loknu Landsmóti ÆSKÞ um nýliðna helgi. 640 unglingar, leiðtogar og sjálfboðaliðar sóttu mótið sem var haldið í Reykjanesbæ um helgina. Glaðir og þreyttir þátttakendur á landsmóti æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar héldu heim frá Reykjanesbæ upp úr hádeginu á sunnudag og það var mál manna að mótið hefði verið vel heppnað. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, setti mótið á föstudagskvöldið og sagði
þá að eldmóður og áhugi krakkanna væri smitandi. Dagskrá landsmótsins var fjölbreytt. Haldið var karnival fyrir íbúa Reykjanesbæjar og hæfileikakeppni og búningakeppni æskulýðsfélaganna fóru fram á laugardeginum. Landsmótinu lauk með messu í íþróttahúsinu á sunnudagsmorgun, þar sem prestar úr Keflavíkurkirkju og vígslubiskupinn í Skálholti þjónuðu. Nánar er fjallað um landsmótið á vf.is og þar eru einnig fleiri myndir frá viðburðinum. Ljósmyndir: Bogi Benediktsson
- Syngur inn á Cartier auglýsingu
ag tónlistarkonunnar Elízu Newman, Eyjafjallajökull, hljómar í samnefndri franskri kvikmynd sem var frumsýnd þann 2. október 2013 í Evrópu. Þetta er grínmynd sem fjallar um ógöngur fyrrum hjóna við það að reyna að komast heim frá Grikklandi eftir að allt flug er stoppað vegna gossins í Eyjafjallajökli. Myndin er leikstýrð af Alexandre Coffre og skartar Dany Boon einum vinælasta leikara Frakka í aðalhlutverki. Lag Elízu hefur verið endurhljóðblandað fyrir myndina af Thomas Roussel sem semur alla tónlist myndarinnar. Thomas er upprennandi tónskáld í Frakklandi og hefur m.a. samið óperu fyrir Radio France Philharmonic, tónlist fyrir kvikmyndir og tónlist fyrir tískurisa eins og Chanel og Karl Lagerfeld. Thomas hafði samband við Elízu og fékk leyfi til að nota lagið í myndinni og endurhljóðblanda það með hennar samþykki. Lagið
Eyjafjallajökull mun hljóma sem lokalag myndarinnar. Lag Elízu, Eyjafjallajökull vakti mikla athygli árið 2010 þegar hún var gestur á fréttastöðinni Al Jazeera og var beðin um að hjálpa þeim að bera fram nafn jökulsins og flutti þá lagið við mikla lukku. Lagið fór sem eldur um sinu um netheima og varð alþjóðleg frétt á nokkrum dögum þar sem hún birtist m.a. á síðum New York Times, Huffington post, the Sun og Telegraph til að nefna nokkra fjölmiðla. Elíza flutti nýverið heim til Íslands eftir nokkurra ára dvöl í London, en hefur ekki setið auðum höndum eftir heimkomuna. Hún eignaðist sitt fyrsta barn í sumar og er nú að hefja vinnu við fjórðu sólóbreiðskífu sína. Ásamt því hefur Elíza nýverið sungið inn á nýja auglýsingaherferð fyrir skartgriparisann Cartier í Frakklandi. Elíza syngur nýja poppaða útgáfu af laginu I love Paris eftir Cole Porter í auglýsingunni.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýju vegna fráfalls elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
Þórmars Guðjónssonar, Vallarbraut 6, Njarðvík, Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrir einstaklega góða umönnun og hlýtt viðmót.
Elías Þórmarsson, Jóhanna Þórmarsdóttir, Árni Geir Þórmarsson, Adda Þórunn Þórmarsdóttir, Gunnar Þór Þórmarsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Anna Eyjólfsdóttir, Björn Kristinsson, Linda Stefánsdóttir Frederick H. Plott, Jenný Olga Eggertsdóttir,
Fyrrum aðmíráll verndari Flugakademíu Keilis
T
homas L. Hall, fyrrverandi aðmíráll Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, hefur gerst verndari Flugakademíu Keilis á Ásbrú. Thomas var nýverið heiðraður
fyrir störf sín hér á landi. Athöfnin fór fram í Keili og viðstaddir voru margir af vinum hans hér á landi. Thomas er mikill Íslandsvinur og hefur verið tíður gestur hérlendis allt frá því að hann yfirgaf landið
á sínum tíma. Eiginkona hans Barbara er meðal annars verndari Garðvangs í Garðinum en þau hjónin voru búsett hérlendis á árunum 1992-1998.
19
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 31. október 2013
PÓSTKASSINN n SIGMUNDUR EYÞÓRSSON TÆKNIFRÆÐINGUR SKRIFAR:
Jarðskaut og rafsegulsvið - Rakamyndun og myglusveppir og þróun byggingarreglugerðar í nútíð og framtíð.
Á
hersla málþings, sem Um h v e r f i s - o g skipulagssvið stendur fyrir fö s tu d a g i n n 1 . nóvember 2013 frá klukkan 13:00 til 16:30, er að þessu sinni á jarðtengingar, rakaskemmdir og þróun byggingarreglugerðar.
Þingið verður haldið í ráðstefnusal Íþróttaakademíunnar við Krossmóa 58. Jarðskaut og rafsegulsvið og áhrif á umhverfið: Mikilvægi jarðtenginga, rétt og skilvirkt straumflæði, rafsegulsvið innan mannvirkja og áhrif þess á íbúa, er einn af þeim þáttum í mannvirkjagerð sem spurning er um hvort hafi fengið þá athygli sem skyldi. Aukning á rafnotkun og fjölgun raftækja sem mögulega gefa frá sér rafbylgjur og fólk telur sig finna fyrir eða fá einhver heilsutengd „einkenni“ frá, er mikil. Spurningar hafa vaknað um hvort rafsegulsvið geti valdið „húsasótt“ sem lýsir sér í þreytu, slappleika og fleiru þess háttar. Spurt er hvort rafsegulsvið sé krabbameinsvaldandi eða hafi líffræðilega virkni og hvernig sé með áhrif á hegðun og líðan dýra? Athyglisvert er að Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, setur rafsegulsvið sem hugsanlegan krabbameinsvald í sama flokk og tóbak. Hvað viljum við gera til úrbóta? Á föstudaginn kl. 13:10 mun Valde-
mar Gísli Valdemarsson, sérfræðingur á þessu sviði, fjalla um jarðtengingar, mælingar á rafsegulsviði og áhrif þess á íbúa (menn og dýr) sem og úrlausnir. Rakaskemmt húsnæði: A lmenn umræ ða e y kur me ðvitund almennings og upplýsir um að nokkuð er um rakaskemmdir í mannvirkjum hérlendis. Fjöldi innlendra og erlendra sérfræðinga, m.a. Dr Anne Hyvarinen, einn helsti sérfræðingur Finnlands fluttu nýlega erindi á Grand Hótel um rakaskemmt húsnæði og viðbrögð við vandanum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur sýnt fram á að raki og mygla eru áhættuþættir fyrir heilsu þeirra sem dvelja í rakaskemmdu húsnæði. Helstu einkenni sem fólk kvartar um eru lík flensueinkennum, erting í öndunarvegi og slappleiki. Faglegar upplýsingar og almenn þekking hérlendis eru afar takmörkuð. Talið er að ákjósanlegt rakastig í húsum sé á bilinu 35% til 55%, en loftrakamælir getur hvorki staðfest um tilvist raka né myglu í byggingarefnum. En hver er ástæðan? Slök loftræsting, slæm hönnun eða ófullnægjandi og slæmur frágangur „fagaðila“? Mín skoðun er sú að saman séu þessir þættir helsta forsenda þess að myglusveppir þrífast. Viðvarandi raki innandyra er forsenda myglusvepps. Votrými, eldhús, baðherbergi og þvottahús eru þó líklegri en önnur til að viðhalda raka. Rakastig lofts við sturtu í tíu mínútur er fjórum sinnum hærra en við venjulegt bað.
Að þurrka þvott í almennu rými íbúðar eykur rakastig þess rýmis. Þá er fullnægjandi loftræsting ansi mikilvægur þáttur. Ný byggingarefni eru mögulega líklegri til að viðhalda raka, t.d. er pappírsklætt gifs mikið notað í votrýmum. Áður voru veggir votrýma hlaðnir með stein og múraðir. Einangrun húsa, loftræsting í þökum, frágangur glugga og rakavarnalags, og kuldabrýr eru mjög mikilvægir þættir. Innflutningur á byggingahlutum t.d. gluggum hefur aukist verulega. Deila má um hvort prófun, vottun byggingaefna og CE merking byggingahluta henti íslenskum aðstæðum. Á föstudaginn munu sérfræðingar frá Mannvirkjastofnun og Nýsköpunarmiðstöð fjalla um rakamyndun húsa og svara fyrirspurnum þinggesta. Heilbrigðisfulltrúi verður á staðnum og upplýsir um aðkomu HES að þessum málum á Suðurnesjum. „Nýja“ Byggingarreglugerðin með síðari breytingum í nútíð og framtíð: Guðmundur Gunnarsson yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar er okkar helsti sérfræðingur og fjallar um stöðuna. Framsaga Guðmundar verður á léttum nótum með skemmtilegri framsögu og spjalli – hvatt er til virkrar þátttöku þinggesta. Kaffi og kleinur verða í boði USK, að venju. – Hlakka til að sjá ykkur sem flest! F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs, Sigmundur Eyþórsson tæknifræðingur.
Efnisveita í Reykjanesbæ - Áskorun fyrir samfélagið okkar í umhverfismálum
Í
Rammahúsinu á Fitjum í Reykjanesbæ hefur verið sett á stofn efnisveita. Efnisveita byggir á þeirri grundvallarsýn að með samvirkni menningar og lista, skóla og frumkvöðla sé mögulegt að finna afgangshlutum nýja notkun og merkingu og breyta þeim í auðlind. Slíkir hlutir geta t.d. verið óseldar birgðir, úrkast frá iðnaði og handverksframleiðslu, gallaðar vörur og hlutir sem álitnir eru einskisvirði. Ekki er átt við efni sem flokkast undir úrgang. Efniviðurinn þarf að vera hreinn og laus við eiturefni. Margir leik- og grunnskólar í Reykjanesbæ vinna ötullega að umhverfismálum og margir hverjir fengið Grænfánann sem er tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Með að-
í 30 ár Í tilefni 30 ára afmælis okkar verðum við með
30% afslátt frá fimmtudegi til laugardags. Veitingar í boði fimmtudag og föstudag.
Afmælisleikur Kóda á Facebook „Lækaðu“ Facebook-síðu Kóda og þú gætir unnið veglegan vinning. Á hverjum mánudegi í nóvember drögum við út einn heppinn vinningshafa sem hlýtur gjafabréf að andvirði 20.000,www.facebook.com/versluninkoda Opnunartími: Fimmtudagur 10:00 - 22:00. föstudagur 10:00 - 18:00. laugadagur 10:00 - 16:00. Kóda - Hafnargötu 15 - S. 421 4440
gangi að efnisveitu verður enn frekar ýtt undir umhverfismennt og fjölbreyttari námsleiðir barna þar sem efniviðurinn er fjölbreyttur og nýtanlegur í námi og leik á áhugaverðan hátt. Síðast en ekki síst er þetta leið að umhverfisvænna samfélagi. Framsýn leið til að efla samfélagsvitund okkar allra með góðri samvinnu heimila, skóla og fyrirtækja. Við óskum því eftir samstarfi við ykkur varðandi afgangsefni sem þið annars mynduð henda. Þeir sem vilja leggja okkur lið vinsamlegast komið efniviðnum í Rammahúsið á Fitjum, Safnahús Reykjanesbæjar. Nánari upplýsingar í síma 420-3175 (Ingibjörg/ Kristín) Ingibjörg Guðmundsdóttir verkefnastjóri.
„Ætlum að verða 100 ára!“ T
ískuvöruverslunin Kóda er þrítug um þessar mundir. Kóda hefur þessa áratugi verið leiðandi á Suðurnesjum í sölu á fatnaði, skóm og ýmsum fylgihlutum. Tískusýningar á vegum verslunarinnar voru tíðar og vinsælar á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Þriggja daga afmælisveisla, með 30% afslætti í versluninni, verður frá fimmtudegi fram á laugardag. Allir eru velkomnir. „Viðskiptavinum er fyrst og fremst að þakka að rekstur verslunarinnar hefur gengið allan þennan tíma“, segir Kristín Kristjánsdóttir, annar eigenda tískuvöruverslunarinnar Kódu. Hún segir heilu kynslóðirnar hafa haldið tryggð við verslunina í gegnum árin og að marga viðskiptavini þekki þær einnig vel. Kristín hóf reksturinn ásamt Halldóru Lúðvíksdóttur 3. nóvember 1983 og segir samstarf með henni hafa verið mjög gott. Hildur, systir Kristínar, starfaði hjá þeim alla tíð og kom svo inn í reksturinn þegar Dóra hætti. Þær systur segja algjör forréttindi að fá að vinna saman og að þær séu afbragðs samstarfsfólk hvorrar annarar. Samkeppni ávallt kærkomin Þær systur segja ýmislegt minnistæðast þegar litið sé um farinn veg. Tískan sé til dæmis örugglega búin að fara í marga hringi og alltaf
sé skemmtilegt að taka fram nýjar vörur og fylgjast með áhuga viðskiptavina. Þær fari alltaf í vissan gír og séy fljótar að aðlagast tískunni hverju sinni. Ýmsar minnistæðar bólur séu minnistæðar, t.d. hippamussurnar á sínum tíma. Auðvitað hafi komið tímar þar sem reksturinn var erfiður en fyrst og fremst séu við þakklátar fyrir að vera hér enn. Þá segja þær nálægð við Höfuðborgarsvæðið kærkomna áskorun og samkeppni vera af hinu góða. „Fólk hefur oft spurt okkur um nálægð við aðrar verslanir og erum alsælar með allar nýjar verslanir sem opnaðar eru. Þannig er okkur haldið á tánum. Alltaf gott og jákvætt fyrir bæjarfélagið að fá fleiri verslanir og fjölbreytni“, segir Kristín. Annað slagið lifni yfir Hafnargötunni og svo „deyi“ hún stundum en rísi ávallt á ný. Það sé ekkert nýtt fyrir þeim. Nálægð við völlinn ekki „keflvískt“ vandamál „Við breytum ekki samkeppni við þá sem fara til útlanda að kaupa á sig fatnað. Nálægðin við flugvöllinn kemur að þeirra mati ekkert endilega verr niður á verslunum á Suðurnesjum heldur en annars staðar. Það er ekki keflvískt vandamál,“ segir Kristín. Það sé bara samkeppni eins og öll önnur samkeppni. Kristín vill meina að konur kaupi ekkert endilega mikið
á sjálfar sig í útlöndum heldur börnin sín og barnabörn. Enda séu ekki margar barnafataverslanir á Íslandi því rekstur þeirra hljóti að vera erfiður. Samkeppni við verslunarferðir komi líklega mest niður á honum. Mikilvægt að tala vel um bæinn sinn Kristín og Hildur eru á einu máli um það að Suðurnesjamenn verði að vera duglegir sem íbúar í samfélagi að tala bæina sína upp og verslanirnar líka. „Við verðum líka sem rekum fyrirtæki að standa okkur. Hér er gott samfélag og við erum ævinlega þakklátar fyrir það. Samheldni og samhugur íbúanna skiptir svo miklu máli.“ Góð heilsa og gaman í vinnunni Spurðar um hversu marga áratugi þær sjá fyrir sér í viðbót í reksti Kóda sögðust þær hlæjandi ætla að verða 100 ára! En mestu máli skiptir að hafa gaman að vinnunni og hafa heilsu til að standa í þessu. Erum í góðri samvinnu við tvær aðrar verslanir með innflutning; eina á Egilsstöðum og aðra á Akranesi. Förum saman í ferðir og kaupum inn. Erum þannig stærri og sterkari heild. „Svo gengur þetta bara vel því við stöndum vaktina sjálfar,“ bætir Hildur við.
21
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 31. október 2013
Listasafn Reykjanesbæjar:
PÓSTKASSINN n FRIÐJÓN EINARSSON, BÆJARFULLTRÚI Í REYKJANESBÆ, SKRIFAR:
Er ekkert að marka kosningaloforðin? F yrir kosningarnar í vor lofuðu stjórnarflokkarnir, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur að setja kraft í atvinnulífið, efla nýsköpun og bæta lísfkjörin. Hvernig hefur þetta gengið eftir, hafa loforðin gengið eftir eða reyndust þau innantóm eins og svo oft áður?
Þegar fjárlögin eru skoðuð betur kemur í ljós að Suðurnesin sitja enn á ný á eftir öðrum landshlutum hvað varðar fjárframlög til skólamála, þróunarverkefna, menningarmála og heilbrigðismála. Verkefnin, Nám er vinnandi vegur og Liðstyrkur virðast því miður vera skorin niður sem kemur illa við unga námsmenn sem höfðu tækifæri til að hefja nám á nýjan leik og byggja sig
upp til að taka þátt í atvinnulífinu. Hér er höggvið á ný á viðkvæman hóp sem nauðsynlega þurfti á styrk að halda og um leið er höggvið djúpt í skólakerfið á Suðurnesjum sem þegar stóð tæpt. Fjölbrautaskóli Suðurnesja er enn á ný með lægsta framlag sambærilegra skóla á landinu þrátt fyrir kosningaloforð heimaþingmanna. Stöndum í fæturna félagar. Þróunar- og rannsóknarstyrkir fyrir nýsköpun, sóknaráætlun, þar sem heimamenn höfðu sjálfir ráðstafað fé til verkefna, skorið niður. Atvinnustefnan sem átti að bjarga öllu á Suðurnesjum, felst sérstaklega í því að minnka fjármagn til nýsköpunar og ferðamála, skaða skapandi greinar, og auka miðstýringu. Kæru þingmenn, endurskoðið fjárlagafrumvarpið, þið lofuðuð að styrkja Suðurnesin og voruð kosin vegna þess... Friðjón Einarsson Bæjarfulltrúi
L
istasafn Re ykjanesbæjar opnar sýninguna Endurfundir föstudaginn 1. nóvember nk. kl. 18.00 og er það jafnframt síðasta sýning safnsins á þessu ári. Um er að ræða samsýningu þeirra Þórðar Hall og Kristbergs Ó Péturssonar en þeir sýna báðir ný olíuverk. Báðir listamennirnir eiga sér sterkar rætur í því náttúrulega umhverfi sem þeir eru sprottnir upp úr, Þórður í reykvísku landslagi á mörkum byggðar og óbyggðar, þar sem víðáttur og hafsflötur dreifa og endurkasta birtu þannig að sjónheimur vegur salt milli veru og óveru, Kristbergur í myrku og hrikalegu hraunlandslaginu í Hafnarfirði, þar sem ljósið er lífgjafi, í eiginlegum jafnt sem óeiginlegum skilningi. Annað eiga þeir einnig sammerkt, nefnilega áhugann á helstu virkjunarmönnum ljóssins í
að var heldur betur fjör á Nesvöllum sl. föstudag. Þar var haldinn hattadagur þar sem eldri borgarar mættu með skrautleg höfuðföt í tilefni dagsins. Þá mættu sannkallaðir grís-lingar í hús. Ungmenni sem taka þátt í upp-
ík
iv
kn Tæ 20 a
ár Tæknivík er leiðandi í loftnetaþjónustu á Suðurnesjum. Uppsetningar á nýjum loftnetakerfum. Fyrirbyggjandi viðhald í heimahúsum og fyrirtækjum.
ERU LJÓSIN Á BÍLNUM Í ÓLAGI? Gerum við ljósa- og rafeindabúnað í bílum, húsbílum, kerrum, fellihýsum og tjaldvögnum.
heimslistinni, ekki síst Turner, en Kristbergur hefur einnig sótt innblástur til Tizianos og Rembrandts. Kristbergur og Þórður hafa báðir verið virkir í heimi myndlistarinnar um langan tíma og eru báðir vel þekktir málarar um leið og þeir hafa sinnt kennslu og ýmsum öðrum störfum tengdum mynd-
list. Þeir hafa sýnt víða, bæði hér og erlendis en þetta er fyrsta samsýning þeirra. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson. Sýningin stendur til 15. desember. Safnið er opið virka daga kl. 12.00-17.00, helgar kl. 13.00-17.00. Ókeypis aðgangur.
Hattar og „grís-lingar“ á Nesvöllum Þ
ERU LOFTNETIN Í FLÆKJU?
GRÓFIN 14B - 230 REYKJANESBÆR S ÍMI: 421 4566 - tv@taeknivik.is
Sýningin Endurfundir opnar á föstudag
setningu á söngleiknum Grís í Frumleikhúsinu komu á Nesvelli og fluttu atriði úr söngleiknum við góðar undirtektir. Meðfylgjandi myndir tók Sigfús Aðalsteinsson við þetta tækifæri.
22
fimmtudagurinn 31. október 2013 • VÍKURFRÉTTIR
SPORTIÐ „Falur hefur alltaf verið fyrirmyndin og ég reyni að taka það besta frá honum„
Gunnar starfar á leikskólanum Vesturbergi í Keflavík. Hér er hann með hressum krökkum sem eru strax byrjuð að handleika bolta.
Gunnar Ólafsson er ný stjarna í körfuboltaliði Keflavíkur. Skoraði sigurkörfuna á síðustu sekúndu í nágrannaslag gegn Njarðvík:
Ég ætla ekki að lifa á þessu skoti í allan vetur G
unnar Ólafsson stimplaði sig með stæl inn í körfuboltaumræðuna s.l. mánudag þegar hann tryggði Keflavík 88-85 sigur gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni í Dominosdeild karla í körfubolta. Gunnar, sem gekk til liðs við Keflavík frá Fjölni í júní s.l., skoraði magnaða þriggja stiga körfu tæplega einni sekúndu fyrir leikslok – í hreint frábærum körfuboltaleik. „Ég ætla ekki að lifa á þessu skoti í allan vetur en vissulega hef ég aðeins hugsað um þetta atvik,“ segir Gunnar. „Það má ekki staldra og lengi við þetta – ég hef aldrei skorað svona sigurkörfu áður. Staðan var jöfn, og við höfðum engu að tapa, og ég þakka liðsfélögum mínum traustið að koma mér í þessa aðstöðu að fá að taka skotið,“ segir fyrrum Fjölnismaðurinn. „Það var ekkert eitt ákveðið atriði sem varð til þess að ég fór til Keflavíku. Ég var ekki alveg í frystikistunni hjá Fjölni eins og margir hafa haldið en ég talaði við Fal s.l. vor. Boltinn fór að rúlla og stjórnin vildi fá mig til liðs við Keflvík. Dæmið gekk upp og ég er afar ánægður með þessa niðurstöðu.“ Gunnar, sem er tvítugur að aldri, bjó í Bandaríkjunum fyrstu sjö ár ævi sinnar á meðan faðir hans var í læknanámi. „Ég átti heima í Iowa í Banda-
ríkjunum – en Falur frændi var duglegur að senda mér allskonar „Keflavíkurdót“. Ég var aðeins byrjaður að æfa körfubolta í Bandaríkjunum en ég man lítið eftir því. Þegar ég flutti til Reykjavíkur byrjaði ég að æfa með Fjölni og það var frábær tími.“ Gunnar flutti í Reykjanesbæ í byrjun sumars og hann kann vel við sig í körfuboltabænum. „Mér líður vel hérna. Ég þekki marga núna og það eru allir að vilja gerðir að láta mér líða vel hérna,“ segir Gunnar en hann sonur Huldu Falsdóttur og Ólafs Baldurssonar. „Ég er með lítið herbergi sem ég hef útaf fyrir mig en ég er einnig mikið hjá afa og ömmu – og Falur býður mér líka oft í mat,“ segir Gunnar en afi hans er Hörður Falsson og amman er Ragnhildur Árnadóttir. Foreldrar Gunnars voru lítið í íþróttum en systir hans, sem er þremur árum yngri, er kraftmikil fimleikakona. „Hildur systir mín er í áhalda fimleikum og ég vildi að ég gæti gert margt af því sem hún getur gert í sinni íþrótt. Ég er afar stoltur af henni og hún er ótrúlegur íþróttamaður.“ Gunnar starfar á leikskólanum Vesturbergi í Reykjanesbæ og hann kann vel við sig í því starfi. „Krakkarnir eru skemmtilegir en ég held að þau viti nú fæst að ég
sé að spila körfubolta. Ég er bara strákurinn hérna. Það er fín og góð reynsla að vinna með börnunum og í þessu kvennaumhverfi.“ Skotstíll Gunnars er ekki ólíkur því sem að Falur Harðarson bauð upp á hér á árum áður og skotbakvörðurinn neitar því ekki að hann hafi hermt eftir frænda sínum. „Falur hefur alltaf verið fyrirmyndin og ég reyni að taka það besta frá honum. Ég væri til í að hafa fengið tækifæri til þess að spila við hann þegar hann var upp á sitt besta en ég er nokkuð rólegur yfir því ef ég ætti að mæta honum í leik dag.“ Gunnar hefur stimplað sig rækilega inn í upphafi þessa tímabils og sigurkarfa hans gegn Njarðvík fer án efa í sögubækurnar. Hann undirbjó sig vel fyrir tímabilið og kann vel við sig undir stjórn Andy Johnston þjálfara liðsins. „Ég hef tekið öll sumur alvarlega og æft af krafti. Síðasta sumar var engin undantekning. Ég setti mér lítil markmið fyrir sumarið og það er alltaf gaman þegar maður nær þeim. Það er oft mikið fjör á æfingum og þjálfarinn lætur okkur vita af því ef eitthvað er í ólagi. Þannig á það líka að vera og við erum alltaf að bæta okkur,“ sagði Gunnar Ólafsson.
Sigurþristur Gunnars í Ljónagryfjunni gegn Njarðvíkingum. Stuðningsmenn þeirra grænu trúðu ekki eigin augum þegar boltinn datt í körfuna. VF-mynd/Páll Orri. Gunnar fékk Keflavíkurbúninginn frá Fal þegar hann var pjakkur
23
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 31. október 2013
Rafn Markús nýr þjálfari Víðis
Áslaugarbikarinn afhentur í Njarðvík
K
nattspyrnufélagið Víðir og Rafn Markús Vilbergsson hafa náð samkomulagi um að Rafn þjálfi Víði næstu tvö árin. Rafn er uppalinn Víðismaður og steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Víði. Það er Víði því mikið fagnaðarefni að fá hann aftur í sínar raðir. Rafn tekur með sér frá Njarð-
U
nglingaráð UMFN hefur tekið þá ákvörðun að afhenda tvo bikara, fyrir bæði kyn, fyrir efnilegustu leikmenn félagsins. Undanfarin 24 ár hefur Elfarsbikarinn verið afhentur þeim leikmanni sem hefur þótt efnilegastur í félaginu, en Elfarsbikarinn er gefinn af fjölskyldu Elfars heitins Jónssonar (f. 18. janúar 1957 d. 8. janúar 1988), en Elfar lék í yngri flokkum félagsins. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Í ljósi þeirrar ákvörðunar að veita bikar hjá báðum kynjum viðraði Einar Árni Jóhannsson yfirþjálfari Unglingaráðs KKD UMFN þá hugmynd upphaflega við Unglingaráð og síðar við fjölskyldu Áslaugar heitinnar Óladóttur (f. 6.ágúst 1980 d. 15.apríl 2000), að félagið fengi að afhenda þeim leikmanni kvennaboltans sem þætti efnilegust Áslaugarbikarinn svokallaðan. Þessari hugmynd var mjög vel tekið af bæði Unglingaráði og fjölskyldu Áslaugar, en hún lék í yngri flokkum UMFN og var einnig öflug í starfi hjá Unglingaráði. Það er því afar ánægjulegt fyrir UMFN að fá að halda minningu Áslaugar heitinnar á lofti með þessum hætti og mun fjölskylda hennar, sem eru afar öflugir stuðningsmenn UMFN, gefa farandbikar sem verður afhentur í fyrsta sinn í vor. Foreldrar Áslaugar heitinnar eru þau Elín Guðjónsdóttir og Óli Þór Valgeirsson. Systkini hennar eru Ásta Óladóttir Dorsett, Valgeir Ólason og Elín María Óladóttir. Elfarsbikarinn verður veittur í tuttugasta og fimmta skipti næsta vor og verður þá eftirleiðis veittur leikmanni úr karlaboltanum hjá félaginu á sama tíma og Áslaugarbikarinnn verður afhentur þeim leikmanni úr kvennaboltanum sem þykir efnilegastur.
vík Árna Þór Ármannsson sem verður hans aðstoðarmaður og koma þeir báðir til með að leika með liðinu. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar þeir félagar skrifuðu undir samning þessa efnis. Á myndinni eru frá vinstri, Rafn Markús, Jón Ragnar Ástþórsson formaður Víðis og Árni Þór.
Arnór í atvinnumennskuna - Leikur í sænsku úrvalsdeildinni
M
iðjumaður Keflvíkinga, Arnór Ingvi Traustason mun leika með sænska úrvalsdeildarliðinu IFK Norrköping á næsta tímabili. Arnór var kynntur sem leikmaður liðsins í byrjun vikunnar eftir að hafa gengið frá samningum til þriggja ára. Keflvíkingar samþykktu tilboð sænska liðsins í Arnór sem valinn var efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. Markmiðið að komast ennþá lengra Arnór fór í fyrra til Noregs þar sem hann var á láni hjá Sandnes Ulf seinni hluta tímabils. Arnór sem er tvítugur segist núna vera betur í stakk búinn til þess að takast á við atvinnumennskuna og hann er sérstaklega spenntur fyrir sænska
boltanum. „Ég tel þetta vera rétt skref á mínum ferli. Ég lít á þetta sem stökkpall þar sem markmiðið er að komast ennþá lengra,“ segir Arnór sem átti góðu gengi að fagna með U21 liði Íslands í ár, en þar var hann fastamaður. Hann telur að reynslan í Noregi hafi gert honum gott og eins nýliðið tímabil með Keflavík þar sem hann lék afar vel. Arnór er mjög metnaðarfullur og telur sig eiga nokkuð inni. „Svona á heildina litið þá var ég sáttur við sumarið. Mér fannst ég samt geta gert betur og hefði mig langað að fara ofar með Keflvíkingum.“ Spennandi verður að sjá hvernig miðjumanninum unga gengur að fóta sig í Svíþjóð en Arnór hefur alla burði til þess að ná langt.
ATVINNA Prótein ehf leitar að starfskrafti við framleiðslu. Nánari upplýsingar: Starfið er laust frá 1.10.2013 eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veita Gunnar Hámundarson, sími: 859-7910. Starfshlutfall 100%. Helstu skilyrði: - Þarf að hafa lyftararéttindi. - Innsýni í vélar.
NÁÐU GÓÐU GRIPI Á VETRINUM MEÐ MICHELIN VETRARHJÓLBÖRÐUM
ALPIN A4
X-ICE
• Hljóðlátt og gripgott • Naglalaust vetrardekk
• Hjólbarði hannaður fyrir borgarbíla og fjölskyldubíla • Mikið skorið og stefnuvirkt munstur sem veitir frábært grip í hverskyns aðstæðum. • Endingargott naglalaust vetrardekk
• Ný APS gúmmí blanda tryggir gott grip í öllum hitastigum • Flipamunstur tryggir gott grip þó líði á líftíma dekksins • Margátta flipamunstur tryggir hliðar, fram og hemlagrip
X-ICE NORTH • Léttir álnaglar sem eru níðsterkir og hljóðlátir • 10% styttri hemlunarvegalengd á ís • Allt að 30% færri naglar • Aukið öryggi og meiri virðing fyrir umhverfinu
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA N1 | REYKJANESBÆ | GRÆNÁSBRAUT 552 OPIÐ MÁNUDAG TIL FÖSTUDAGS KL. 08-18 OG LAUGARDAG KL. 09-13 SÍMI 440 1372 | WWW.DEKK.IS
vf.is
FIMMTUDAGURINN 31. OKTÓBER 2013 • 41. TÖLUBLAÐ • 34. ÁRGANGUR
Fljúgandi í Bláa lónið
Þ
að færist í vöxt að gestir komi fljúgandi í Bláa lónið. Þessi þyrla kom með gesti í Lónið á fyrsta vetrardegi og nokkuð reglulega má sjá þyrlur á bílastæðinu við Bláa lónið. Það hefur einnig aukist mjög á síðustu misserum að ferðamenn fari í flugferð með þyrlu
um Reykjanesskagann til að skoða þær náttúruperlur sem hér er að finna. Þessar ferðir um skagann hafa einmitt oft viðkomu í Bláa lóninu, stærsta ferðamannastað á Íslandi. VF-mynd: Hilmar Bragi
VIKAN Á VEFNUM Suðurnejamenn láta ekki sitt eftir liggja á samfélagsmiðlunum. Við á Víkurféttum munum framvegis birta það helsta sem ber á góma á Facebook og Twitter hjá Suðurnesjamönnum. Hægt er að merkja þína stöðuuppfærslu með #vikurfrettir á facebook, Twitter eða Instagram ef þér liggur eitthvað á hjarta, og Víkurfréttir sjá um að koma því til skila.
Vitra Arkitekt WC
8.990 án setu
Valdimar Gudmundsson Er ég skelfileg manneskja ef ég segi að mér finnist tattú bara almennt vera frekar ljót? Arnór Ingvi Traustason Þetta var einstök tilfinning. Var kynntur sem nýr leikmaður IFK Norrköping í kvöld! Skemmtilegir tímar framundan :) Ömmi Steph Hvar væri ég án Excel @work
Sigríður Rósa Kristjánsdóttir Stuð í Insanity með súper hressum skvisum, nú sófakúr með bóndanum svo snemma að kúra því vaktin í fyrramálið.
KEFLAVÍK
Guðný Svava Friðriksdóttir Montrétturinn er klárlega mín megin núna....vel gert
NAPOLI hitastýrt sturtusett
26.900
48.990
10 .990
6 mm Hert
öryggisgler
NAPOLI hitastýrð blöndunartæki f. baðkar
14.990
RA NÝ VA W&M EF409 sturtuhorn 90cm
56.990
FC 504 Sturtuhorn 80x80 cm
34.690
790
4cm SMC botn
4cm SMC botn
Botnventill og vatnslás fylgja öllum sturtuhornum og sturtuklefum
Mikið úrval
Bidalux BWR sturtusett
13.590
RA NÝ VA W&M PF209D sturtuhorn 90 cm
54.990
2.290
2.990
23.990
Mistillo MTG sturtusett
14.490
1.590
3.790
CERAVID baðkar 170x75 cm
20.990
Vitra Grand Scandinavia m. setu
4cm SMC botn
Ómar Jóhannsson „Svefn er ofmetinn“ #KSÍ Bidalux BWR sturtusett
Þórður Helgi Þórðarson (Doddi litli) Djöfull er ég orðinn gamall. Njarð að tapa spennuleik fyrir Kef á flautukörfu. Ég er rólegur. Gott fyrir þroskann að horfa með 4 ára gaur.
RA NÝ VA W&M PS208 sturtuhorn 80cm
Látúns sturtubarki 1,5m
Davíð Guðlaugsson Ókosturinn við iphone 5 er að hann er of stór til að stinga honum í pennaveskið í prófum.
Lovísa Falsdóttir Tóta Fél er systir Svala, lýsanda á stöð2sport - officially eina netta staðreyndin við þennan skóla #fslífið
Glæsilegt úrval
Napoli Hitastýrt tæki með uppstút (rósettur innfaldar í verði)
3.990
FC 517 Sturtuhorn m. botni 80x80 cm
37.900
Sturtuklefi 80x80x195cm með botni, vatnslás og botnventli
38.900
Einnig til 90x90 cm, kr. 39.990
MILAN sturtuhorn 90x90 cm með botni og vatnslás (einnig til 80x80)
22.990
Einnig til 90x90cm á 39.900
CERAVID SETT WC - kassi, hnappur og hæglokandi seta.
Þýsk gæðavara
39.990
Fuglavík 18. Reykjanesbæ Opið virka daga kl. 8-18