43 tbl 2013

Page 1

Víkurfréttir

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

Hringbraut 99 - 577 1150

vf.is

F IMMTUDAGUR INN 14. NÓ VE MBE R 2 0 13 • 43 . TÖLU BLA Ð • 34. Á RGA NGU R

n BÆJARSTJÓRN REYKJANESBÆJAR ÁLYKTAR VEGNA HEILBRIGÐISSTOFNUNAR SUÐURNESJA:

Hvetja þingmenn til að hafna fjárlögum - ef þeir leiðrétta ekki mismunun til heilbrigðisstofnana

Frábært vöruúrval og þjónusta í Reykjanesbæ Betri kjör fyrir heldri borgara

Félagar í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum njóta sérkjara í Lyfju Reykjanesbæ.

16%afsláttur

af lyfjum utan greiðsluþátttöku

12% afsláttur

af lausasölulyfjum og öðrum vörum

Taka yfir HSS? ári eru a.m.k. helmingi lægri á hvern íbúa en til annarra heilbrigðisstofnana að undanskilinni Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þessi grófa mismunun á milli landsmanna hefur viðgengist í fjöldamörg ár og er alls ekki líðandi í íslensku samfélagi. HSS er eina stofnunin á Suðurnesjum sem sinnir grunn heilsugæslu fyrir íbúa og hefur m.a. verið þekkt fyrir vandaða þjónustu fæðingardeildar. Með lokun skurðstofa fyrir þremur árum síðan var í raun skellt í lás fyrir fullkominn rekstur fæðingardeildar og fjölmarga þætti

Reykjanesbær býðst til að taka yfir rekstur á HSS með rekstrarsamningi þar sem kveðið er á um skýr markmið og hlutverk.

í rekstri HSS. Sú þjónusta sem starfsmenn HSS berjast enn við að veita er þó til mikillar fyrirmyndar. Reykjanesbær hefur átt gott samstarf við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, m.a. með samstarfi um félagslega heimaþjónustu sem bæjarfélagið veitir og heimahjúkrun sem HSS veitir. Einnig hefur verið gríðarlega þýðingarmikið fyrir samfélagið að sérfræðideild Fræðsluskrifstofu RNB hefur átt gott samstarf við HSS um skólaheilsugæslu og um aðstoð við börn m.a. með félagslega erfiðleika

sem þannig hafa fengið mikilvæga læknisþjónustu í heimabyggð. Stefna um tilgang og hlutverk HSS í þjónustu við íbúa á Suðurnesjum hefur um of sveiflast eftir áherslum hvers ráðherra, án þess að sveitarfélögin hafi fengið að koma þar að máli. Þar sem óvenju margir hafa vermt ráðherrastól heilbrigðismála undanfarin ár hefur nánast engin stefna verið við líði lengur en 1 til 3 ár í senn. Þessi hringlandaháttur hefur veikt alla starfsemi HSS.“ - Sjá einnig síðu 15

Við stefnum að vellíðan.

Lyfja Reykjanesbæ Krossmóa 4 Sími 421 6565

Afgreiðslutími: mán.–fös. 9–19 laugard. 10–16 sunnud. 12–16

Ý N N ZLU R VE

„Bæjarstjórn Reykjanesbæjar beinir þeim eindregnu tilmælum til heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra að leiðrétta mismunun í heilbrigðiskerfinu. Bæjarstjórn hvetur alla þingmenn og sérstaklega þingmenn Suðurkjördæmis til að hafna samþykkt fjárlaga ef ekki verður leiðrétt sú mismunun sem á sér stað í fjárveitingum til grunn heilbrigðisþjónustu, sem skal gilda jafnt fyrir alla landsmenn. Á grundvelli samnings, sem byggir á jafnræði í framlögum til grunnþjónustunnar, býðst Reykjanesbær til að taka yfir rekstur á HSS með rekstrarsamningi þar sem kveðið er á um skýr markmið og hlutverk, líkt og gert hefur verið við nokkur önnur sveitarfélög. Með því móti væri a.m.k. tryggt að stefnu yrði viðhaldið lengur en 1-3 ár.“ Þetta segir m.a. í ályktun sem samþykkt var samhljóða í bæjarstjórn Reykjanesbæjar á þriðjudagskvöld. Þá segir einnig: „Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er alfarið rekin á kostnað og ábyrgð ríkisins, lögum samkvæmt. Áætluð framlög ríkisins til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á næsta

www.lyfja.is

SÆLKERAVERZLUN MEÐ KJÖT OG FISK

FÍTON / SÍA

HÓLAGÖTU 15 // REYKJANESBÆ

einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

ÞJÓNUM EINNIG MÖTUNEYTUM OG VEITINGASTÖÐUM AFHENDUM HEIM AÐ DYRUM UPPLÝSINGAR FÁST: RNB@SHIPOHOJ.IS // SÍMI 421 6070

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

WWW.SHIPOHOJ.IS


2

fimmtudagurinn 14. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

HEIMIR STÍGSSON Á BREIÐTJALDI

-fréttir

pósturu vf@vf.is

n Menningarverðlaun Reykjanesbæjar afhent við hátíðlega athöfn:

Um helgina verða 500 ljósmyndir úr safni Heimis Stígssonar sýndar á breiðtjaldi í Bíósal Duushúsa. Myndirnar eru hluti af yfirstandandi sýningu Byggðasafns Reykjanesbæjar um Heimi Stígsson, ljósmyndara. Opið 13.00 – 17.00, aðgangur ókeypis. Lítið við, tyllið ykkur og njótið.

VILLI GERIR TILRAUNIR Á BÓKASAFNI REYKJANESBÆJAR

Hljómsveitin Valdimar hlaut Súluna 2013

A

Vilhelm Anton Jónsson eða Villi naglbítur kemur á Bókasafnið fimmtudaginn 14. nóvember kl. 17:00 og sýnir tilraunir úr nýjustu bók sinni, Vísindabók Villa, ásamt því að spjalla um vísindi og veturinn. Dagskráin er liður í norrænni bókasafnaviku 11. - 18. nóvember þar sem þemað er veturinn. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir HAUSTTÓNLEIKAR LÚÐRASVEITARINNAR

BÍÓTÓNLEIKAR Hausttónleikar Lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar verða haldnir þriðjudaginn 19. nóvember kl. 17.30 í Stapa, Hljómahöllinni. Fram koma yngsta-, mið- og elsta sveitin. Þema tónleikanna verður kvikmyndatónlist af ýmsum toga sem leikin verður með stiklum úr viðeigandi kvikmyndum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Áhugasamir eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Skólastjóri

fhending Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar fyrir árið 2013, fór fram við hátíðlega athöfn í Listasal Duushúsa á þriðjudagskvöld. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa unnið vel að menningu og listum og var þetta í sautjánda sinn sem Súlan var afhent. Að þessu sinni fékk Hljómsveitin Valdimar Súluna fyrir framlag sitt til eflingar tónlistar. Verðlaunagripurinn er hannaður og smíðaður af keflvísku listakonunni Elísabetu Ásberg. Handhafa fyrri ára má sjá á vef Reykjanesbæjar. Formaður menningarráðs, Björk Þorsteinsdóttir, afhenti verðlaunin fyrir hönd bæjarstjórnar. Hljómsveitin Valdimar úr Reykjanesbæ var stofnuð árið 2009 og er skipuð 4 Keflvíkingum, Garðbúa og einum höfuðborgarbúa. Strákarnir eiga það flestir sameiginlegt að hafa hlotið tónlistaruppeldi í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, mismikið þó, og þar hófust kynni sumra þeirra. Sumir létu staðar numið í formlegu tónlistarnámi á unglingsárum en aðrir héldu áfram og hafa lokið framhaldsnámi í tónlist. Til að mynda krækti Valdimar í höfuðborgarbúann í Listaháskólanum þar sem Kristinn lagði stund á tónsmíðar. Valdimar og Þorvaldur trommuleikari ólust saman upp í tónlistarskólanum. Sveitin tók strax við að semja sína eigin tónlist og fyrstu tónleikar þeirra fóru fram á skemmtistaðnum Paddy‘s í Keflavík. Þar var staddur Björgvin Ívar Baldursson, barnabarn Rúnars Júlíussonar heitins, sem heyrði í strákunum og bauð þeim að kíkja í Geimstein. Í framhaldinu bauð Geimsteinn þeim plötusamning og boltinn fór að rúlla. Segja má að hljómsveitin hafi nánast slegið í gegn á einni nóttu. Sjálfir reiknuðu strákarnir ekki með þessum ótrúlegu móttökum. Þeir voru ofsakátir þegar lag frá þeim fór að hljóma á öldum ljósvakans og sáu fyrir

sér að í framhaldinu fengju þeir kannski að spila svolítið í Keflavík. Það má með sanni segja að þeir hafi hitt naglann á höfuðið þegar þeir gáfu fyrstu plötu sinni nafnið Undraland en það má auðveldlega færa fyrir því rök en þangað hafi þeir rambað þegar platan þeirra kom út árið 2010. Platan fékk afar góðar viðtökur og nutu lögin Yfirgefinn, Brotlentur og Undraland mikilla vinsælda í útvarpi og var Yfirgefinn eitt mest spilaða lag ársins 2011. Fyrir plötuna hlaut sveitin tilnefningu sem Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum það ár auk þess sem hún var valin á úrvalslista Kraums. Næsta plata hljómsveitarinnar, Um stund, kom út árið 2012 og naut líka mikillar hylli og má þar sértaklega nefna lögin Flug, Beðið eftir skömminni og Yfir borgina. Platan var valin önnur besta plata ársins af hlustendum og starfsfólki Rásar 2 og á íslensku tónlistarverðlaununum var platan tilnefnd sem besta platan, fyrir lagahöfund ársins og Valdimar Guðmundsson hlaut verðlaun sem besti söngvari ársins. Meðlimir hljómsveitarinnar eru: Ásgeir Aðalsteinsson, gítarleikari og lagahöfundur, Guðlaugur Már Guðmundsson, bassaleikari, Högni Þorsteinsson, gítarleikari, Kristinn Evertsson, hljómborðsleikari, Valdimar Guðmundsson, söngvari, básúnuleikari og lagahöfundur og Þorvaldur Halldórsson, trommuleikari. Við sama tækifæri voru fyrirtækjum og hópum sem styrktu Ljósanóttina, menningar og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar með fjárframlögum eða með öðrum hætti, færðar þakkir. Í ávarpi sem var flutt lýsti Björk Þorsteinsdóttir, fyrir hönd bæjarstjóra, ánægju sinni með þá þróun að fjöldi þessara aðila eykst með hverju árinu; nú voru þeir 85 en 66 í fyrra.

Laumaðist undan stýri u Fleiri íbúar Reykjanesbæjar hafa nú laun yfir 400 þús. kr. á mánuði en í febrúar sl., samkvæmt könnunum sem MMR hefur gert fyrir Atvinnu- og hafnasvið Reykjanesbæjar. Nú mælast 46,8% þeirra sem svöruðu í október vera með laun yfir 400 þús. kr. á mánuði en fjöldinn var 36,9% í mars sl. Niðurstöður könnunarinnar í febrúar sl. sýndu að að rétt rúmur fjórðungur vinnandi fólks var með laun undir 250 þúsund krónum á mánuði. Nú telst rétt um fimmti hluti vinnandi íbúa með slík laun eða 21,6% um leið og atvinnulausum hefur fækkað úr 6,9% í 5,7%. „Það er ánægjulegt að laun styrkist hér á svæðinu, sérstaklega þar sem þetta tengist aukningu í ferðaþjónustu,“ segir Árni Sigfússon í tilkynningu frá Reykjanesbæ. „Sú atvinnugrein hefur verið í mestri aukningu á þessu ári og greinilegt að menn treysta sér til að greiða betur en leit út fyrir sl. vetur,“ segir Árni.

Landssamband íslenskra verzlunarmanna:

Guðbrandur formaður LÍV u Guðbrandur Einarsson, formaður VS, var kjörinn formaður Landssambands íslenskra verzlunarmanna á 28. þingi sambandsins sem haldið var á Akureyri 8. og 9. nóvember sl. Tveir voru í framboði en auk Guðbrands bauð Helga Ingólfsdóttir stjórnarmaður í VR sig fram. Guðbrandur fékk 82% greiddra atkvæða í atkvæðagreiðslu meðal þingfulltrúa en Helga 18%. Staða kjarasamninga setti svip sinn á umræðurnar á þinginu og var m.a. samþykkt ályktun þar sem tekið var undir hugmyndir um stuttan kjarasamning. Þetta er í fyrsta skipti sem formaður LÍV er kjörinn af landsbyggð frá því að sambandið var stofnað árið 1957. Ný stjórn var einnig kjörin á þinginu en hana skipa Ólafía Rafnsdóttir formaður VR, Páll Örn Líndal VR, Benoný Valur Jakobsson VR og Kristín María Björnsdóttir VR, ásamt þeim Úlfhildi Rögnvaldsdóttur, Akureyri og Gils Einarssyni, Selfossi.


ÞÚ OG VINKONURNAR

Konukvöld 21. nóvember í Bláa Lóninu Þér og vinkonum þínum er boðið á huggulegt konukvöld og í létt dekur, fimmtudaginn 21. nóvember klukkan 20:00 í verslun okkar í Bláa Lóninu.

• 30% afsláttur af Blue Lagoon húðvörum • 20% afsláttur af öðrum vörum • Kynning á Blue Lagoon snyrtimeðferðum • Veitingar í höndum matreiðslumanns ársins 2013 • Jón Jónsson spilar og syngur


4

BÓKMENNTAVEISLA Á SUÐURNESJUM

fimmtudagurinn 14. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

BÓKMENNTAVEISLA Á SUÐURNESJUM 14. nóvember 2013 kl. 20:00 Hrafnhildur Valgarðsdóttir kynnir og les upp úr nýju bókinni sinni „Söngur Súlu“ í Bókasafni Sandgerðis. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. 20. nóvember 2013 kl. 20:00 „Að fara suður syðra“ Guðmundur D. Hermannsson fjallar um þjóðsögur, sagnir og munnmæli í Grindavík í Kvikunni, Hafnargötu 14 í Grindavík (á vegum Bókasafns Grindavíkur). Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Kaffi, meðlæti og léttar veitingar verða seldar á staðnum.

pósturu vf@vf.is

25.-28. nóvember 2013 Bókakonfekt í Bókasafni Reykjanesbæjar. Nánar auglýst síðar. 5. desember 2013 kl. 20:00 Sigurður Karlsson og Marta Guðrún Jóhannesdóttir fjalla um finnskar bókmenntir í þýðingu Sigurðar í Bókasafninu í Garði, Gerðaskóla. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir

n Sveitarfélagið Vogar:

Hversu margir svíkja út bætur? Á

Viðburðirnir eru samstarfsverkefni almenningsbókasafnanna á Suðurnesjum „Kynning á bókmenntaarfinum“ og styrktir af Menningarráði Suðurnesja.

Leturgerð: Letter Gothic STD Bold C 100 M 0 Y 16 K 11

PANTONE 3135

C 0 M 15 Y 70 K 50

PANTONE 4505

rsfjórðungslegt rekstraryfirlit Sveitarfélagsins Voga var til umræða á síðasta fundi bæjarráðs Voga. Bergur Brynjar Álfþórsson bæjarfulltrúi sá ástæðu til að bóka á fundinum og spyr m.a. að því hversu margir einstaklingar þiggja fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu í dag og hversu mörg svikamál hefur verið komið upp um og þá hversu margir hafi „misst“ bætur í kjölfarið? Bókun Bergs er svohljóðandi: „Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013 ákvað meirihluti bæjarstjórnar að lækka fjárheimildir v e g n a f j ár h a g s a ð s t o ð ar u m næstum þriðjung frá áætlaðri útkomu ársins 2012. Ég mælti mjög gegn þessu þar sem fyrir lá að fjöldi einstaklinga missti rétt til atvinnuleysisbóta á árinu 2013 og ekkert

benti til þess að þörfin yrði minni á þessu ári en því síðasta. Helstu rök meirihlutans voru þau að þessu mætti ná fram með því að taka á bótasvindli, og mátti þá skilja sem svo að meirihlutinn hefði fyrir því heimildir að um þriðjungur bótaþega í sveitarfélaginu væru að þiggja bætur án þess að eiga til þess rétt. Nú liggur fyrir að áætlun fyrir málaflokkinn fyrir þetta ár stenst engan veginn, bæjarstjóri upplýsir að það þurfi að tvöfalda upphæðina og gott betur á þessu ári. Ég óska því svara við eftirfarandi: Hversu margir einstaklingar þiggja fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu í dag? Hversu mörg svikamál hefur verið komið upp um og þá hversu margir hafa „misst“ bætur í kjölfarið?“

Laumaðist undan stýri u Tæplega tvítugur ökumaður sem ók Grindavíkurveg um helgina mældist á 132 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Þá voru tveir ökumenn færðir á lögreglustöð á Suðurnesjum um helgina, grunaðir um ölvun við akstur. Annar þeirra laumaðist undan stýri og í aftursæti bifreiðarinnar, en það dugði ekki til því lögreglumenn sáu til hans. Loks voru tveir ökumenn stöðvaðir því þeir voru ekki í öryggisbelti.

Talsvert tjón í veðurofsanum u Talsvert var um foktjón á Suðurnesjum í óveðrinu sem gekk yfir á sunnudag. Járngrind fauk um koll og hafnaði á bifreið í Njarðvík. Þá losnaði skilti í Keflavík og fauk á bifreið. Loks fauk járnplata á bifreið, einnig í Keflavík. Bílarnir skemmdust umtalsvert, því þeir voru rispaðir, dældaðir eða um rúðubrot að ræða eftir að fjúkandi hlutirnir höfðu skollið á þeim. Loks losnaði trampolín í Einidal, en lögreglumönnum og björgunarsveitarmönnum tókst að stöðva það áður en það tókst á loft.

Verkfærum og þvottavél stolið u Verkfærum, þvottavél og timbri var stolið í innbroti sem tilkynnt var lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni sem leið. Hurð húsnæðisins, sem um ræðir, hafði verið spennt upp og þeir sem þar voru að verki látið greipar sópa. Lögregla rannsakar málið.

ATVINNA VÉLVIRKI – RAFVIRKI - RAFEINDAVIRKI

Gagnaver Verne leitar að öflugum vél-, rafeinda- eða rafvirkja. Við leitum að starfsmanni sem er tilbúinn að takast á við ögrandi, krefjandi og spennandi starfsumhverfi þar sem ríkar kröfur eru gerðar til starfsmanna. Samtímis taka þátt í uppbyggingu á nýjum iðnaði hérlendis sem krefst aðlögunarhæfni, áhuga og vilja til að tileinka sér nýja þekkingu og tækni. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu og þekkingu á sviði iðntölva og stýringa fyrir kæli- og loftræstibúnað. Umsóknarfrestur er til 22. nóvember 2013, viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega. Fyrirspurnir og nánari upplýsingar ásamt umsóknum sendist í tölvupósti til helgi@verneglobal.com.

n Grindavík:

Eldskúlptúrar brunnu á Bótinni E

ldskúlptúrar brunnu á Bótinni við Grindavík sl. föstudag. Skúlptúrarnir voru verkefni sem nemendur í Grunnskóla Grindavíkur höfðu unnið að alla síðustu viku. Í vinabæ Grindavíkur, Rovaniemi

í Finnlandi, var haldin Riverlights hátíð á nánast sama tíma en hugmyndin að eldskúlptúrahátíðinni kom einmitt frá Finnlandi til Grindavíkur. VF-mynd: Hilmar Bragi

GARÐSTAÐIR EHF. MÁLNINGARÞJÓNUSTA

Leó S. Reynisson // Sími 692-2551.

Stolið tvisvar sama sólarhringinn uBifreið, sem stolið var í vikunni sem leið á Suðurnesjum, var stolið aftur daginn eftir og er hún enn ófundin Eigandi bifreiðarinnar tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum um að bifreiðinni hefði verið stolið. Lögreglumenn hófu leit og fundu bílinn skömmu síðar í Njarðvík. Var eigandanum tilkynnt um fundinn en hann hafði þá ekki tök á að sækja bílinn fyrr en daginn eftir. En þegar hann ætlaði að nálgast farartæki sitt var það horfið. Bifreiðin er af gerðinni Suzuki Baleno, dökkgræn að lit með skráningarnúmerið ON-322. Lögregla rannsakar málið.


Konukvöld

Fimmtudaginn 14. nóvember

í Húsasmiðjunni og Blómavali Reykjanesbæ frá kl 19 til 21 FYRIR T N Í F T L L A U Ð GER ERÐI V A R T E B Á N I JÓL nesbæ

Reykja á Konukvöldi á

AFSLÆTTIR

Á KONUKVÖ

LDI*

25% 25% OJÓGLJAÓVLÖARSUERR, JÓLALJÓS ÍUR 25% OÚGTIVLEISIKTAFRÖFNAGTNAÐUR, BÚSÁHÖLD ALLAR VÖRU R Í BLÓMAVAL I

Örn Garðarsson frá Soho veitingum verður með humarsúpu og heimabakað brauð. X Zetra verður með tískusýningu og 20% afslátt í sinni verslun, hér við hliðina. Finnbogi verður með pennana sína og sýnir hvernig þeir eru búnir til. Gallery 8 verður með sölusýningu á handverki. Elínrós myndlistarmaður verður með málverkasýningu. Guðmundur Rúnar Lúðvíksson trúbador spilar Kaffitár verður með kaffismökkun. Quality

Street á

999

Allar konur fá Blómavalshanska, meðan birgðir endast.

2 5 afsl % á

af öllu ttur m vör um í Blóm avali RÍUR JÓLA SE RAUT K S A L Ó J JAFIR J Ó L AG

Happdrætti Flottir vinningar m.a. málverk eftir Elínrósu, gjafakort í X Zetra, vinningar frá Gallery 8, vörur frá okkur í Húsasmiðjunni og Blómavali.

*AFSLÁTTUR gildir ekki af vörum merktum Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar og tilboðsvörum. HLUTI AF BYGMA

ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI SÍÐAN 1956


6

fimmtudagurinn 14. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR Texti og mynd: Olga Björt Þórðardóttir // olgabjort@vf.is

-ritstjórnarbréf Olga Björt Þórðardóttir skrifar

Heima á ný „Knús kaffi? Það er þar sem Dropinn var!“ Svona setningar eru ekki óalgengar þegar mér er vísað veginn til þess að sækja fréttaefni og hitta viðmælendur þessa dagana. Enda eru nítján ár síðan ég flutti úr Njarðvíkurhverfi Reykjanesbæjar (sem var þá nýsameinað sveitarfélag) til höfuðborgarsvæðisins. Glöggt er gests augað, stendur einhvers staðar. Sjálfsagt er sitthvað til í því. Vonandi munu styrkleikar þess að ég hef fylgst með Suðurnesjum úr fjarlægð, með viðkomu reyndar mörgum sinnum á ári til ættingja og vina sem búa hér, koma að gagni við að vekja athygli á því sem íbúar gætu mögulega verið orðnir samdauna. Og vonandi mun menntun, þroski og reynsla fyrrum unglingsdömunnar úr Njarðvík hjálpa eitthvað til líka. Frá því að ég hóf störf hjá Víkurfréttum hef ég vart haft undan að heilsa, veifa og faðma að mér gamla vini og vinnufélaga. Ég komst líka að því hversu öflugt tengslanet hægt er að mynda með því að hafa starfað, numið og búið víða. Eins að hafa í tímans rás haldið góðu sambandi við marga Suðurnesjamenn með hjálp alnetsins. Eins og útvarpsmaðurinn Guðfinnur Sigurvinsson sagði um sjálfan sig í síðasta tölublaði, þá mótaðist ég af lífinu og fólkinu hér; af sigrum og mistökum - a.m.k. frá þriggja til 22 ára aldurs. Mér þykir afar vænt um Suðurnesin og hlakka á hverjum morgni til að koma hingað frá Hafnarfirði og setja mig inn í mannlífið á ný. Hér býr hlýtt og duglegt fólk sem á hverjum degi stendur sína plikt og leggur grunn að velferð næstu kynslóða. Hér gerist einnig margt jákvætt og uppbyggjandi sem alltaf er hægt að vekja meiri athygli á. Ég skal gera mitt besta.

-instagram

#vikurfrettir

Góður liðsauki!

Gunnar Þór Jónsson, fyrrverandi skólastjóri í Heiðarskóla, gerðist sjálfboðaliði í lestrar- og skriftarkennslu.

n Fyrrverandi skólastjóri kennir skrift í leikskóla:

Rétt byrjaður að prófa mig áfram - með leikskólabörnunum, segir Gunnar Þór Jónsson

L

eikskólanum Tjarnaseli barst í haust góður liðsauki þegar Gunnar Þór Jónsson, fyrrverandi skólastjóri í Heiðarskóla, gerðist sjálfboðaliði þar í lestrar- og skriftarkennslu. Gunnar Þór er mikill áhugamaður um skrift og kenndi lengi vel skrift á grunnskólastigi og á að baki 40 ára feril sem kennari og skólastjóri. Þróunarverkefnið Lestrar- og skriftarhvetjandi umhverfi í leikskóla, sem hófst í Tjarnarseli fyrir 10 árum hefur það meðal annars að markmiði að sporna við þörfum fyrir sérkennslu í grunnskólum. Víða í grunnskólum á Suðurnesjum hefur fyrrum starfsfólk verið fengið til að sinna lestrarstuðningi og þannig nýtt áfram dýrmæta þekkingu og reynslu. Blaðamaður fylgdist með afar lifandi kennslustund hjá Gunnari Þór sem hélt auðveldlega athygli allra barnanna með kennsluaðferðum sínum; lá á maganum á gólfinu og skreið á milli nemenda til að aðstoða þau og hvetja.

stafirnir tengdir við það sem beri fyrir í umhverfinu. Börnunum sé einnig leyft hverju og einu að uppgötva sjálft sig og gera allt á sínum hraða og forsendum. „Börn eru komin mislangt af stað í færni, hreyfigetu og fínhreyfingum,“ segir Gunnar Þór. Börnin fljót að grípa og tengja Þá segir hann mest gefandi að vera með krökkunum og kennurunum. Heilmikil hugmyndavinna eigi sér stað með þeim og ýmsar leiðir prófaðar. Honum finnst mikilvægt að leikskólar haldi sínum venjum og vinnu og hann sé ekki kominn til að breyta leikskóla í grunnskóla. „Ég er ekki aðalmaðurinn í þessu starfi leikskólans og þetta er fjórði tíminn sem ég stýri í lestrarog skriftarkennslunni. Gleðin og ánægjan sem skín úr andliti barnanna og hversu móttækileg þau eru, er eftirtektarverð,“ segir Gunnar Þór. Einnig sé alltaf gefandi að sjá árangur erfiðisins og hversu fljótt þau grípa og tengja við það sem kennt sé. Krakkarnir leiti að stöfum í götunöfnum, skiltum og nöfnum á verslunum og fyrirtækjum. Ótrúlegar breytingar megi sjá á stuttum tíma. „Kennslan tengist í raun öllu starfi sem hér fer fram, inni á deildum, í samræðum við börnin, sögustundum og vali. Öll menning í skólanum er meira og minna íslenskukennsla.“

Það er ekki einfalt mál að læra að skrifa.

Ljósmyndari: Ívarsson_7

DAGLEGAR FRÉTTIR Á VF.IS

-mundi Og þið hélduð að ég væri löngu kominn á Hrafnistu. Nei, Mundi er mættur aftur í Víkurfréttir.

vf.is

SÍMI 421 0000

Ekki einfalt mál að læra skrift Gunnar Þór segist hafa fylgst vel með starfi leikskólans og eiginkonu sinnar, leikskólastjórans Ingu Maríu Ingvarsdóttur. „Hún hefur oft haft á orði við mig, hvort ég gæti ekki útbúið skriftarverkefni fyrir leikskólann. Eftir að ég lauk störfum í Heiðarskóla, greip ég tækifærið og ákvað ég að sjá hvort ég gæti ekki gert eitthvað í þeim málum. Þá má geta þess að barnabörnin mín hafa verið nemendur hér í Tjarnarseli og komið nánast læs út úr skólanum og gengið í framhaldi af því mjög vel að lesa í grunnskóla,“ segir hann stoltur og tekur sérstaklega fram að hið góða starf sem á sér stað í Tjarnarseli og þau þróunarverkefni sem þar eru unnin, hafi skilað góðum árangri. „Ég er rétt byrjaður að prófa mig áfram í samstarfi við börnin, hvernig best er að gera þetta. Það er ekki einfalt mál að læra að skrifa. Ég fylgist með hvað þau geta og hvernig þau vinna.“ Hann segir vissa kúnst að draga til stafs og í leikskóla sé það því mikið tengt leikjum. Farið sé í vettvangsferðir og

Bætir örlítið kynjahlutfallið Gunnar Þór segir að í raun komi honum fátt á óvart í starfinu. Starfsfólkið hafi gert svo góða hluti og sé svo opið og orkumikið eins og börnin. Hann geti kannski mögulega komið með einhverja nýja sýn inn í starfið með sínu framlagi. Einnig séu of fáir karlmenn sem starfi í leikskólum og grunnskólum á Íslandi og gott að geta aðeins bætt úr því. Spurður um hvort hann sjái sig fyrir sér að sinna þessu á næstu árum segist Gunnar Þór munu sjá til. „Gamli skólinn, Heiðarskóli, togar líka í mig og það getur vel verið að ég geti gert eitthvað gagn þar líka í framtíðinni.“

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


15% afsláttur Gildir í nóvember

Landsbyggðin Glerártorg Akureyri Hrísalundur Akureyri Dalvík

Höfuðborgarsvæðið Austurver

Hella

Domus Medica

Hveragerði

Eiðistorg

Hvolsvöllur

Fjörður

Keflavík

Glæsibær

Selfoss

Hamraborg

Vestmannaeyjar

JL-húsið

Þorlákshöfn

Kringlan

Fæst án lyfseðils. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun.


8

fimmtudagurinn 14. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

n Fjölskylda úr Reykjanesbæ lætur drauma sína rætast í Noregi:

Syngjandi smiður og Freyja framtönn H

jónin Rúnar Guðmundsson og Kristín Kristinsdóttir rifu sig upp með rótum árið 2011 og fluttu með fjögur börn til Noregs, þar sem þau hafa búið síðan. Þar varð fimmta barn þeirra og eina dóttirin til. Rúnar hefur vakið athygli ytra sem syngjandi smiðurinn og Kristín skrifaði þar sína fyrstu bók, sem kemur út í þessum mánuði. Gamall draumur rættist Fyrir áttu þau hjón fjóra syni og í Noregi fæddist þeim svo dóttirin og Kristín sat ekki auðum höndum í fæðingarorlofi sínu heldur skrifaði barnabókina Ferðalag Freyju framtannar, sem forlagið Óðinsauga gefur út í þessum mánuði.

„Ég notaði tækifærið núna þegar við kíktum til landsins og las upp úr bókinni fyrir yngstu nemendur Njarðvíkurskóla. Viðtökurnar voru svo ánægjulegar, enda eru börnin mjög upptekin af tannmissi á þessum aldri. Þau ætluðu öll að vera voðalega dugleg að bursta tennurnar,“ segir Kristín og að það hafi verið gott að láta gamlan draum rætast og að slíka bók hafi vantað. Sjálf kenndi hún nemendum 1. bekkjar í sama skóla í sjö ár. Aðspurð segir Kristín hafa komið til tals að gefa bókina út í

Noregi en það komi betur í ljós síðar. Frá Fitjum til Fitja Rúnar hafði árin fram að hruni rekið lítið byggingafyrirtæki hér suður með sjó og en varð svo verkefnalaus. Kunningi Rúnars, sem starfaði á Fitjum í Noregi, hringdi í hann árið 2010 og bauð honum að koma þangað til að byggja þriggja hæða hús og nóg væri að gera. Rúnar sló til og fór út til að skoða sig um. Eftir það var ekki aftur snúið. Svo skemmtilega vildi til að fjölskyldan bjó áður á Fitjum í Reykjanesbæ. Rúnar hafði áður lokið söngnámi á Íslandi og sungið víða um land. „Svo var ég alltaf að syngja og það hvissaðist út að einhver smiður væri að syngja í vinnunni. Blaðamaður kom og vakti á því athygli. Allt í einu var það komið á NRK og svo á RÚV,“ segir Rúnar og hlær. Íslenskur íbúi á Fitjum, sem Rúnar hafði ekki vitað af, heyrði fréttina í útvarpinu þegar hann var staddur á Íslandi. Sá maður hafði síðan samband við þau hjón, reddaði þeim húsnæði og báðum atvinnu. Elsti sonur þeirra, sem núna er 19 ára, kom með þeim út í eitt ár en hann vildi heldur búa á Íslandi. Hin börnin eru 13, 10, 7 ára og eins árs. Kristín er menntuð sjúkraliði líka og hefur starfað við það um helgar og aðstoðað nemendur í grunnskóla á svæðinu. Syngur með Grímuverðlaunahafa Rúnar segist syngja heilmikið við ýmis tækifæri í Noregi, allt frá Haugasundi til Bergen. Ýmsir möguleikar eins og uppfærslur hjá Haugasunds-kammeróperunni. „Og svo er ég að syngja á tónleikum hingað og þangað, er mikið bókaður á jólatónleika og jólafagnaði. Orðinn bara töluvert þekktur á þessu svæði. Það vita ótrúlega margir hver óperusöngvarinn er,“ segir Rúnar og brosir. Hann segir gott að geta sungið og komið

Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma,

Hæfileikarík!

fram. Það gefi sér mikið. Margir séu hissa á að hann skuli ekki bara syngja eingöngu, en það sé ekki hægt að lifa á því eins og er. Framundan eru á Fitjum tónleikar Rúnars og Grímuverðlaunahafans Huldu Bjarkar Garðarsdóttur. Aðdragandinn að þeirri samvinnu var þegar Kristín var stödd í Bergen og komst að því að Hulda Björk væri þar með annan fótinn við söng. Rúnar hafði sungið með henni á tónleikum Kristjáns Jóhannssonar

Svo var ég alltaf að syngja og það hvissaðist út að einhver smiður væri að syngja í vinnunni

Sendum sérstakar þakkir til starfsfólks á D-deild HSS

Ingvar Georg Ormsson, Örn Wilhelm Randrup, Petrína Bára Árnadóttir, Ormur Georgsson, Lilija Kozlova, Ólafur Georgsson, Sigurjóna Hauksdóttir, Emil Georgsson, Ásta Gunnarsdótir, Sigríður Helga Georgsdóttir, Svavar J. Gunnarsson, Agnes Fjóla Georgsdóttir, Sigurður Kristinsson, Ingvar Georg Georgsson, Herdís Halldórsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.

DAGLEGAR FRÉTTIR Á VF.IS

Noregi. Frekar eins og að þeir séu litli bróðir. Margt sé líkt, svo sem nöfn og sum orð og orðatiltæki í nýnorsku eins og „betra er seint en aldrei“. „Það er auðvelt að tilheyra samfélaginu hér. Við búum á stórri eyju sem heitir Stord og þar er MacDonalds,“ segir Rúnar til glöggvunar á fjöldanum sem þar býr. Kristín segir að þar búi margir Íslendingar, m.a. margir Suðurnesjamenn. „Fólk sem við þekktum ekki héðan áður eru góðir vinir okkar í dag.“ Þau segjast hafa lært að meta það sem er heima úr fjarlægð og að dvölin úti víkki út sjóndeildarhringinn. Það sé viss áskorun að læra norskuna og setja sig inn í allt þar. Íslendingar plumi yfrileitt sig vel í Noregi, enda með sterka sjálfsmynd og óragir við að vekja athygli á sér. „Norð-

menn hugsa miklu meira þannig að allir séu jafnir og sparsemi sé dyggð. Skólinn sem ég starfaði hjá var nánast í niðurníslu þótt nægur peningur væri til staðar,“ segir Kristín. Þau eru þó sammála um að Íslendingar mættu líka læra ýmislegt af Norðmönnum. Þeir séu til dæmis ekkert að spá í hvað öðrum finnst um eigur og slíkt. Nægjusemi sé ríkjandi. Varðandi framtíðina segjast þau hjón vilji koma aftur þegar atvinnutækifærin verða betri á Íslandi. Þau eru vongóð um að þjóðin rísi á ný. „Við tökum eitt ár í einu. Söknum helst heita vatnsins og sundlauganna, pítusósu og íslenska skyndibitamatarins. Það er inn hitakútur á heimilinu og ef einhver er lengi í sturtu þá tæmist kúturinn,“ segir Rúnar að lokum.

á Akureyri og bauð henni að syngja með sér á Fitjum í nóvember. „Hulda Björk tók svona líka vel í það og umboðsmaðurinn minn vill endilega gera eitthvað meira með það. Mjög ánægjulegt að fá að fá að syngja með henni.“ Sakna heita vatnsins og pítusósunnar Rúnar og Kristín segja ekki litið á Íslendinga sem útlendinga í

Lions með ókeypis blóðsykursmælingar - á föstudag í Grindavík og á laugardag í Reykjanesbæ og Vogum

Ágústa Wilhelmina Randrup, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þriðjudaginn 12. nóvember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, mánudaginn 18. nóvember kl.13:00

Þau eru þó sammála um að Íslendingar mættu líka læra ýmislegt af Norðmönnum

L

ionsfélagar efna til ókeypis sykursýkimælinga um allt land á næstunni í tilefni af alþjóðadegi sykursjúkra. Þar getur einn blóðdropi skipt sköpum en mælingin er ofureinföld og tekur skamma stund. Lionsklúbbarnir á Suðurnesjum og Lionessuklúbbur Keflavíkur standa að blóðsykurmælingum á Suðurnesjum. Lionsklúbbur Grindavíkur verður með mælinguna í Nettó í Grindavík föstudaginn 15. nóvember kl. 13-16. Félagar í Lionsklúbbnum Keili í Vogum verða með blóðsykurmælingu í Iðndal 2 í Vogum á laugardag, 16. nóvemver, kl. 1316. Lionsklúbbarnir í Reykjanesbæ,

Garði og Sandgerði og Lionessuklúbbur Keflavíkur verða svo með blóðsykurmælingar í Nettó Krossmóa laugardaginn 16. nóvember kl. 13-16. Blóðsykurmælingarnar eru studdar af Lyfju. Kostnaður einstaklinga og þjóðfélagsins í heild vegna sykursýki vex mjög hratt og í sumum löndum Evrópu fer fimmtungur heilbrigðisútgjalda í þennan eina sjúkdóm og fylgikvilla hans. Við á Íslandi þurfum betri upplýsingar um umfang vandans og hvernig okkur gengur að halda fylgikvillum hans í skefjum. Einnig er mikilvægt að finna upp nýjar og skilvirkari aðferðir til þess að aðstoða fólk í baráttunni við þennan

ævilanga og ólæknandi sjúkdóm. Þar getur tæknivæðing af ýmsum toga hjálpað en það kostar fjármuni núna. Fé sem á endanum mun spara þjóðfélaginu mikið í beinhörðum peningum svo ekki sé minnst á bætt lífsgæði og betri lífslíkur. Lionshreyfingin á Íslandi hefur gefið út fræðslubækling um sykursýki, orsakir og afleiðingar, og margir klúbbar hafa boðið upp á ókeypis blóðsykurmælingar í sínum byggðarlögum. Samkvæmt skýrslum klúbba finnast yfirleitt í hverri skimun tveir til fjórir sem ástæða er að skoða nánar og senda til heimilislæknis.


Halló, Vetur.

*Besti 4x4 bíll ársins samkvæmt Total 4x4 Magazine.

við bjuggum okkur undir komu þína með skynvæddu fjórhjóladrifi.

Honda cr-V 4x4, kostar frá kr. 5.490.000 HALLÓ. MEIRA NÝTT. Með CR-V erum við vel undirbúin þegar snjórinn kastar til okkar tækifærum. Skynvætt stöðugt vaktandi fjórhjóladrif reiknar út þörfina á gripi og dreifir aflinu aðeins í þau dekk sem þurfa þess. Á meðan brekku-hraðastjórnandinn hjálpar þér að halda fullri stjórn og mýkt niður brekkuna, án þess að þú þurfir að bremsa. Fjórða kynslóð Honda CR-V setur ný viðmið í ferðaþægindum, gæði innréttinga og gagnsemi í akstri. Náðu taki á vetrinum. Lifðu meira nýtt, keyrðu Honda CR-V. Bíl ársins á Íslandi í flokki jeppa og jepplinga.

www.honda.is/cr-v

www.honda.is

Njarðarbraut 15 • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 7800 • www.bernhard.is


10

fimmtudagurinn 14. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum Brekkustíg 39 - 260 Reykjanesbæ - s. 420-1700 og 420-1891

Tímabundið leyfi til sölu skotelda í smásölu og leyfi til skoteldasýninga Lögreglan á Suðurnesjum Upplýsingar til umsækjanda tímabundins leyfis fyrir sölu skotelda í smásölu og leyfis til skoteldasýninga frá og með 28. desember 2013 til og með 6. janúar 2014. Þeir aðilar sem hyggjast sækja um leyfi fyrir sölu skotelda í smásölu í Reykjanesbæ, Garði, Grindavík, Sandgerði og Vogum fyrir og eftir áramót 2013-2014, ber að sækja um slíkt leyfi til lögreglunnar á Suðurnesjum fyrir kl. 16:00, 2. desember 2013. Hægt er að nálgast umsóknirnar á vef Lögreglustjórans á Suðurnesjum og á lögreglustöðinni í Keflavík að Hringbraut 130. Einnig á lögreglustöðinni í Grindavík, Víkurbraut 25. Leyfi eru veitt að fullnægðum skilyrðum vopnalaga nr. 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda. Athugið: • Umsóknaraðilar skila inn umsóknum 2. desember 2013, - til lögreglu að Brekkustíg 39, þjónustuver. • Öll fylgigögn skulu berast slökkviliði viðkomandi sveitarfélags 2. desember 2013. • Umsóknir sem berast eftir 2. desember 2013 verða ekki teknar til afgreiðslu. • Umsóknaraðilar skulu vera komnir með leyfin í hendur 20. desember 2013. • Óheimilt er að hefja sölu, nema söluaðilar hafi í höndum leyfisbréf frá lögreglu. • Söluaðilar sæki leyfisbréf á lögreglustöðina við Hringbraut föstudaginn 20. desember 2013, kl. 09:00. Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi: • Leyfi eru aðeins veitt fyrir sölu skotelda að fyrir liggi umsögn viðkomandi slökkviliðs til aðstöðu og sölu skotelda, pökkunar- og geymslustaði. Einnig liggi fyrir leyfi lóðareiganda, húseiganda eða húsfélags ef umsækjandi er ekki umráðamaður lóðar eða húsnæðis þar sem sala á að fara fram og staðfesting tryggingafélags vegna sölu, geymslu og notkun skotelda. • Ef fyrirhugað er að selja úr skúrum eða gámum, skal vera búið að ganga frá slíkum sölustöðum fyrir kl. 16:00, 13. desember 2013 svo lokaúttekt geti farið fram á aðstöðu og öryggisþáttum. Sölustaðir skulu vera minnst 25 fermetrar og búnir samkvæmt kröfum slökkviliðs viðkomandi sveitarfélags. Tilgreina þarf ábyrgðarmann fyrir sölustað, sem hefur sérþekkingu á skoteldum og hefur náð 18 ára aldri. Að gefnu tilefni skal vakin athygli á að sala og meðferð skotelda er einungis heimil á tímabilinu frá og með 28. desember 2013 til og með 6. janúar 2014. Gjald fyrir sölustað er kr. 5.000, skoteldasýningar er kr. 8.300 og brennur kr. 8.300- og greiðist við innlögn umsóknar hjá lögreglu. Reykjanesbær 12. nóvember 2013. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Athugið: Kynningarfundur með væntanlegum umsækjendum verður haldinn miðvikudaginn 20. nóvember 2013, kl. 18:00 í húsakynnum Brunavarna Suðurnesja að Hringbraut 125, Reykjanesbæ.

Mér er auðvitað mjög umhugað um Suðurnesin, hér er ég búsett og hér slær hjartað.

ÞINGMAÐUR OG SVARIÐ ER S

uðurnesjamenn hafa aldrei áður átt eins marga fulltrúa á Alþingi Íslendinga. Af þingmönnum Suðurkjördæmis eru sjö búsettir á Suðurnesjum og þá er einn þeirra jafnframt með ráðherraembætti. Í vetur ætlum við hjá Víkurfréttum að fylgjast vel með störfum þingmanna okkar og spyrja þá reglulega út í málefni sem tengjast Suðurnesjum á einn eða annan hátt. Við viljum einnig gefa lesendum kost á að senda inn spurningar sem við vinnum úr og berum undir þingmenn svæðisins. Spurningar má senda á vf@vf.is

Að þessu sinni situr Ragnheiður Elín Árnadóttir, Iðnaðar- og viðskiptaráðherra úr Sjálfstæðisflokki fyrir svörum. . Íbúðalánasjóður er eigandi stórs hluta þeirra eigna sem seldar hafa verið nauðungarsölu og nú á sjóðurinn 881 íbúð á Suðurnesjum og eru einungis 294 þeirra í útleigu. Það standa 391 íbúðarhæfar eignir í eigu sjóðsins auðar á Suðurnesjum þegar eftirspurn eftir leiguhúsnæði hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Er núverandi ríkisstjórn að vinna að lausn í þessu máli? „Já, það er verið að vinna að lausn þessara mála á vettvangi félags- og húsnæðismálaráðherra og ég vænti niðurstöðu úr þeirri vinnu fljótlega. Þetta er óviðunandi staða – það gengur ekki að svo margar íbúðir standi tómar um árabil og tel ég þó svo að það sé ekki hlutverk Íbúðalánasjóðs að leigja út íbúðir, þá sé það einfaldlega nauðsynlegt á svæðum eins og hér þar sem mjög óvenjulegt ástand ríkir. Ég hef upplýsingar um það að það sé stefnt að því að í lok nóvember verði allar leiguhæfar eignir Íbúðalánasjóðs í útleigu í Reykjanesbæ. Þá hef ég jafnframt upplýsingar um að um 150 eignir sjóðsins á Suðurnesjum séu á söluskrá og að um 100 eignum verði bætt við á allra næstu vikum. Það er afar mikilvægt að á þessu verði fundin lausn þar sem það er algerlega ótækt að horfa upp á verðmæti rýrna með þessum hætti eins og þessar íbúðir sem drabbast niður. “ . Hver er að þínu mati framtíð HSS. Á þjónusta í auknum mæli að færast til höfuðborgarinnar eða finnst þér mikilvægt að nýta þá aðstöðu sem hér er til staðar? „Ég tel nauðsynlegt að grunnþjónusta á sviði heilbrigðismála sé aðgengileg og í sem mestu nágrenni við þá sem þurfa á þjónustunni að halda. Ég leyfi mér einnig að efast um að það sé raunverulegur sparnaður fólginn í því á endanum að færa heilbrigðisþjónustu til höfuðborgarinnar eins og tilhneiging hefur verið á undanförnum árum. Ég vil því að

aðstaðan á Suðurnesjum sé nýtt áfram eins og kostur er og lít í raun svo á að það sé allt eins í myndinni að íbúar höfuðborgarsvæðisins geti hugsanlega nýtt sér þjónustu hjá HSS. Ég tel einnig einboðið að kannað verði af alvöru hvort möguleikar séu til þess að leigja út skurðstofurnar til einkaaðila eins og til stóð á sínum tíma, bæði til að skapa tekjur og skjóta traustari stoðum undir stofnunina.“ . Stefnir þú að því að beita þér fyrir einhverjum sérstökum málum sem snúa að Suðurnesjum? „Mér er auðvitað mjög umhugað um Suðurnesin, hér er ég búsett og hér slær hjartað. Ég mun leggja mestu áhersluna á atvinnumálin þegar að þessu svæði kemur og er að vinna hörðum höndum að því að greiða úr þeim málum. Hér eru fjölmörg sóknarfæri og fjöldi aðila sem eru að banka upp á með spennandi hugmyndir. Ég vil sjá þær komast í framkvæmd og verða að veruleika. Ég fagna hverju skrefi í atvinnuuppbyggingu á svæðinu – nýjar fréttir af fyrirhuguðum framkvæmdum við Bláa lónið glöddu mig mikið, framkvæmdir við Stolt Sea Farm og framkvæmdir við flugstöðina svo einhver dæmi séu nefnd. Svona þurfum við að halda áfram – ég nefni Auðlindagarðinn og þá fjölmörgu möguleika sem skapast af vinnslu og nýtingu á jarðhitanum á Reykjanesi. Þá skapar Helguvíkursvæðið og höfnin þar mikla möguleika til atvinnuuppbyggingar á mörgum sviðum sem verið er að vinna að. Svo þarf engum að koma á óvart að ég nefni álver í Helguvík – en það mál er enn í kortunum og eftir fjölda funda með þeim sem koma að því verkefni er ég sannfærð um að áhugi er enn til staðar til að verkefnið komist áfram. Við förum vonandi að sjá til lands með það og önnur verkefni á næstu mánuðum.“

AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001


Fáðu aðstoð við val á dekkjum sem henta þér í vetur - góð ráð og gott verð hjá Nesdekk

Ef þú vilt nýta til fullnustu orku, aksturseiginleika og öryggi bílsins, skiptir sköpum að velja dekk við hæfi. Þegar dekk eru annars vegar búum við yfir áratuga reynslu og þekkjum þá eiginleika sem breytilegar akstursaðstæður kalla á. Hvort sem það er snjór, krapi, bleyta eða hálka - þetta er allt spurning um að velja dekkin sem henta þér og þínum bíl.

Nesdekk í Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 • Sími: 420 3333 Opið virka daga frá 08:00 til 18:00 Laugardaga frá 10:00 til 14:00

I G G Y R Ö LAN AL GINN IN R H


markhonnun.is

Kræsingar & kostakjör

viLLibrÁðin er í nettó skOsk rjúpa 1.398 kr/stk andabringur FrOsnar 3.196 kr/kg dÁdýraLundir 4.997 kr/kg endur HeiLar 2,3 kg 1.698 kr/kg rOasted duck 625gr 2.099 kr/stk kengúru FiLLe 3.499 kr/kg

Ora Hreindýrapate 225 gr

674 kr/stk Ora andapate 100gr.

449 kr/stk Ora Frönsk sveitakæFa 225gr.

517 kr/stk

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

F á


Jóladagatölin eru komin!

349 kr/stk

Fersk og góð málTíð á nokkrum mínúTum

-15v% önduðu

tortelini

ricotta og spínat 250g

679

af hinum atvörum Now m

áður 799 kr/pk

ostasósa fersk 200g

679 áður 799 kr/pk

ravioli

4ra osta 250g

679 áður 799 kr/pk

Tilboðin gilda 14. - 17. nóvember Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


14

fimmtudagurinn 14. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-póstkassinn

pósturu vf@vf.is

n Guðbrandur Einarsson skrifar:

Yfirstjórn öldrunarmála - hvar á hún að vera?

A

n Árni Sigfússon skrifar:

Aldraðir Suðurnesjamenn eiga aðeins það besta skilið! N

ú er loksins að koma að þeim tímamótum að við getum boðið okkar e l d r i í bú u m s e m þurfa á hjúkrunarheimili að halda upp á bestu aðstæður á landinu bæði í þjónustu og húsnæði. Það er með tilkomu hjúkrunarheimilis að Nesvöllum sem verður opnað í mars n.k. Val um þann sem sér um reksturinn skiptir miklu máli, því þetta er mjög sérhæfð þjónusta í dag. Valið á sér góðan aðdraganda: Á þessu ári ári höfum við rætt við fjóra aðila sem reka í dag eða vilja reka hjúkrunarheimili. Eftir þá frumskoðun, ákváðum við að skoða frekara val á milli Hrafnistu og HSS. Við settum því af stað valnefnd þar sem fulltrúar allra flokka í bæjarstjórn áttu sæti, þ.e. úr Framsókn, Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þau skyldu meta HSS og Hrafnistu.

hjúkrunarheimila Hrafnistu í þremur bæjarfélögum hefur gengið mjög vel og í góðu samstarfi við sveitarfélögin. Í Kópavogi rekur Hrafnista heimili eftir nýrri hugmyndafræði sem leggur áherslu á mjög heimilislegt umhverfi. „Lev og bo“ er hún kölluð og það mun Hrafnista innleiða hér. RAI mat er opinbert mat, notað til að meta heilsufar og velferð til að tryggja hámarksgæði á hjúkrunarheimili. Hrafnistuheimilin eru í hópi hjúkrunarheimila sem fá hæsta niðurstöðu úr þessu mati og mun hærri en matið gefur t.d. DS heimilunum hér á Suðurnesjum. Hrafnista hefur metnað og þekkingu til að gera Nesvelli að því hjúkrunarheimili sem aðrir horfa til þegar þeir setja sér markmið í starfi hjúkrunarheimila.

Bæði valnefnd og bæjarráð einróma sammála Eftir vandaða skoðun á valkostunum, var það einróma niðurstaða valnefndarinnar að á milli tveggja góðra kosta bæri að velja Hrafnistu sem hefur yfir 70 ára reynslu og sérhæfingu í að reka hjúkrunarheimili. Í framhaldinu var einnig samþykkt samhljóða í bæjarráði að ræða við Hrafnistu, en í bæjarráði sitja fulltrúar Framsóknar, Sjálfstæðis og Samfylkingar. Formlegar samningaviðræður við Hrafnistu hafa staðið frá því í sumar og ég fullyrði að þar hefur verið mjög vandað til verks.

Hugtakið hjúkrunar „heimili“ er mikilvægt Mesta breytingin sem er að verða á skipulagi hjúkrunarheimila er að þau eru nú mun betur útbúin sem raunveruleg heimili fólks, allir í einbýlum og setustofur frammi með eldhúsaðstöðu fyrir 10 íbúa einingar. Þar er fólk ekki að útskrifast eins og á sjúkrahúsi til að fara heim. Það á heima þarna. Því hefur þróunin verið sú að reyna að færa heimilin frá sjúkrahúsaumhverfinu, þó aldrei á kostnað gæða umönnunar, hjúkrunar eða heilbrigðisþátta. Lögð er áhersla á litlar heimilislegar einingar með 9-11 íbúum sem starfa svo saman eins og gert verður á Nesvöllum. Við teljum okkur því hafa valið „bestu þjónustu fyrir aldraða á nýjasta hjúkrunarheimili landsins í Reykjanesbæ“.

Hrafnista hefur hæsta gæðamatið Niðurstaðan var svona skýr vegna þess að Hrafnista „sérhæfir“ sig í rekstri hjúkrunarheimila og öll þeirra svör gáfu það afar skýrt til kynna að þau kunna þetta fag 100%. Rekstur

Starfsfólk og þjónusta EN… við stöldruðum ekki bara við spurningar um bestu þjónustuna. Við gerum okkur grein fyrir því að það þarf sérfræðinga til að innleiða „lev og bo“ hugmyndafræðina, sem ekki eru á hverju strái. En við

vildum tryggja að sem flestir heimamenn héldu um störfin. Ekki aðeins störfin á Nesvöllum heldur einnig á allri framleiðslu á mat og viðhaldi í húsinu. Við vitum þó að 17% vinnandi íbúa okkar í Reykjanesbæ vinna á höfuðborgarsvæðinu og ekki myndum við vilja að þau væru útilokuð frá vinnu af því að þau væru ekki „heimamenn“ þar. En í viðræðunum við Hrafnistu tryggðum við samt að „heimamenn“ hafa forgang í ráðningum nú þegar undirbúningur að ráðningum stendur yfir. Fyrst verður starfsmönnum á DS boðin vinna, einnig rætt við starfsfólk hjá HSS, (því HSS heldur utan um 18 hjúkrunarrými til bráðabirgða á meðan Nesvellir eru í byggingu, ) þá skyldi valið matarþjónustufyrirtæki héðan og valdir iðnaðarmenn héðan til að sinna viðhaldi. Nú er Hrafnista að undirbúa slíkar viðræður. Hrafnista í þágu íbúa Suðurnesja Það er ekkert nema ánægjulegt að þessir reyndu aðilar, Hrafnista, sem fá hæstu einkunn af fagaðilum fyrir þjónustu sína, skuli sýna því áhuga að starfa í þágu íbúa Suðurnesja, með þeim hætti sem ég hef lýst. Ég heyrði í öldruðum sjómanni sem sagði að það væri líka ánægjulegt að Sjómannadagsráð, sem rekur Hrafnistuheimilin, skyldi sýna okkur slíkan áhuga. Það hefði eflaust ekki gleymt þekktum sjómönnum héðan og fjölskyldum þeirra. En nú býðst þessi þjónusta öllum.

ð undanförnu hafa verið í gangi umræður um rekstur nýs hjúkrunarheimilis á Nesvöllum. Við íbúar h ér Su ð u r nesju m höfum orðið vitni að hörðum deilum milli kjörinna bæjarfulltrúa sveitarfélaga hér á svæðinu þar sem tekist er á um afdrif hjúkrunarheimilisins Garðvangs. Fyrir mig sem leikmann er erfitt að móta sér skoðun á þessu, en það eru samt sem áður nokkur atriði sem ég hef verið að velta vöngum yfir og mér finnst skipta máli. Þessi málaflokkur er auðvitað okkur öllum mikilvægur hvort sem við erum ung eða gömul, því að öll viljum við fá að verða gömul og fá að njóta þeirrar þjónustu sem öldruðum einstaklingum er boðið upp á hvænær svo sem það verður. Það sem vekur athygli mína er að bæjarráð Reykjanesbæjar virðist vera sammála um að ganga til samninga við Hrafnistu um rekstur hjúkrunarheimilis á Nesvöllum. Garðvangi skuli lokað og öllum starfsmönnum sem unnið hafa hjá DS verði sagt upp. Væntanlega og vonandi fær stærstur hluti þ eirra vinnu hjá nýjum rekstraraðila en það er ekkert sjálfgefið. Líklegt er að þetta verði niðurstaðan, ráði þessir bæjarfulltrúar algjörlega för en mér þætti rétt að staldra aðeins við og ígrunda nokkur atriði. Aðrir möguleikar? Mér finnst nefnilega, miðað við þær upplýsingar sem fram hafa komið, að það liggi nefnilega ekkert í augum uppi að rétt sé að færa ábyrgð og yfirstjórn öldrunarmála burt af svæðinu. Erum við ekki fær um að ráða við þennan málaflokk sjálf?

DS hefur í áratugi séð um þennan málaflokk og að þeim rekstri hafa komið fulltrúar úr flestum byggðarlögum hér af Suðurnesjum. Ég fæ ekki séð að því þurfi endilega að breyta. Af hverju heldur DS ekki bara áfram að sinna þessum málaflokki hér eftir sem hingað til, með þvi starfsfólki sem við höfum getað treyst fyrir verkinu fram að þessu? Er í raun einhver þörf á breytingu? En ef að það er nauðsynlegt að færa reksturinn til annars aðila, þá hefði mér fundist að fyrsti kostur væri sá að fela HSS þennan rekstur í ljósi þess að HSS sinnir slíkum rekstri á svæðinu nú þegar og hefur gert í áratugi. Mér finnst einhvern veginn að í slíkum samrekstri ætti að felast augljóst hagræði þar sem að HSS er að sinna þjónustu við aldraða á ýmsum sviðum hér á svæðinu og það eitt ætti að styrkja málaflokkinn, hjúkrunarheimilið og einnig HSS sem ekki er vanþörf á að styrkja. Ég las það einhvers staðar að HSS hefði sett fram ófrávíkjanleg skilyrði fyrir því að taka yfir rekstur hjúkrunarheimilisins en þau skilyrði hafa ekki komið fram. Flýtum okkur hægt Ég tel í ljósi ofangreindra atriða að það sé rétt að flýta sér hægt í þessu máli. Hver sem niðurstaðan verður þá á hún að byggja á fleiru en krónum og aurum. Það þarf að taka tillit til svæðisins í heild og það þarf að styrkja þá þjónustu sem nú þegar er fyrir hendi og varðar þennan málaflokk. Ég hef ekkert út á rekstur Hrafnistu að setja, en ég vil leyfa mér að spyrja hvort að við viljum breyta Suðurnesjum í útibúasamfélag þar sem hlutunum er stjórnað af öðrum en okkur sjálfum? Guðbrandur Einarsson

Öll aðstaða sem við höfum byggt upp á Nesvöllum, félagsmiðstöðin, þjónustuíbúðirnar og nú hjúkrunarheimilið verða á við það besta sem býðst á landinu. Aldraðir Suðurnesjamenn sem þurfa hjúkrunarþjónustu eiga ekkert minna skilið! Árni Sigfússon, bæjarstjóri

n Sigurður Árnason læknir skrifar:

Hvað í ósköpunum er um að vera í öldrunarmálum í Reykjanesbæ? Þ

að er gott að vera á Nesvöllum. Ég hefi reynslu af því ég hefi rekið þar stofu á undanförnum árum. Sinnt þar fólki. Ölduðum. Hjartahlýja og unnvörpum fagmennska einkenna samskipti öll a.m.k. það sem að mér snýr. Og það er gott. Ég hefi unnið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja frá því í febrúarbyrjun 2003. Gekk þá til liðs við hóp atvinnufólks, hjúkrunarfræðinga og lækna á sjúkrahúsi og heilsugæslu. Fljótlega var lögð fram stefna um bætta þjónustu við aldraða á svæðinu og komu til ýmsar breytingar. Markmiðið var og er að samhæfa þjónustuna og gera að samfellu: bráðameðferð, heimahjúkrun, hvíldarinnlagnir og að lokum langtímavistun sem tekur við þegar einstaklingur getur ekki lengur verið heima. Og síðustu sporin að heiman geta verið og eru

þung þótt í fínt sé að flytja. Nesvellir eru falleg híbýli, glæsilegur völlur öldruðum og þreyttum og Reykjanesbæ til sóma. Þess vegna og einmitt þess vegna ve rð u r Hr af n istu f ars i n n e i ns og skrattinn úr sauðarleggnum. Óskiljanlegur tilsýndar og óskemmtilegur að verða vitni að. Og ekki illt orð um Hrafnistukonur og menn! Þar er líka gott fólk. Hvaða faglegu rök liggja að baki því að slíta enn frekar frá HSS og samfélagi aldraðra á Suðurnesjum einn þáttinn þar sem er langtímavistunin? Á tímum þegar unnt hefði verið og kjörið að staldra við um stund og sameina starfsemi, og nýta enn frekar þekkingu, reynslu og áhuga teymisins á HSS. Liðs sem hefur haldið haus og vaxið þrátt fyrir þrautþjálfað atvinnuskítkast, rótgrónar Gróusögur og úlfaldasmíð.

Hvaða kannanir, rannsóknir og álit fagmanna í rekstri heilbrigðisstofnana var lagt til grundvallar? Hvaða læknar og hjúkrunafræðingar komu þarna að verki? Hvaða gögn voru í höndum þessa ágæta fólks og liggja að baki ákvörðuninni? Hvaða reynslu hefur Hrafnistufólk af því að reka svona þjónustu í litlu samfélagi utan Reykjavíkur þar sem fyrir er vel þróuð heimaþjónusta í höndum annarrar stofnunar og fólks sem hefur yfirsýn yfir þjónustuþörfina? Heilbrigðisstarfsfólks sem er með fingur á púls heimilanna þar sem aldraðir búa og hafa oft sinnt sömu einstaklingunum og fjölskyldum þeirra árum saman. Hvernig stendur á bábyljunni miklu um „ófrávíkjanlegu skilyrði“ af hálfu HSS og yfirstjórn Reykjanesbæjar tíundar svo mjög? Básunar á síðustu

metrunum. Hvernig var samræðum og samvinnu við HSS háttað, við erum jú í sama liði, eða hvað? Hverjum gagnast mest þessi samingur? Ég dreg þá ályktun af vandræðaganginum að þar séu ekki HEILDARHAGSMUNIR ALDRAÐRA Í REYKJANESBÆ hafðir að leiðarljósi. Hverjir hagnast á gjörbreyttu fyrirkomulagi? Cui bono? Hver er vilji fólksins? Hafa íbúar svæðisins verið spurðir? Hvar er sanngirnin í „útboðinu“? Þegar aldraður veikist á Hrafnistuvöllum, á þá að flytja hann á sjúkradeild fyrirtækisins í Reykjavík og ef til kemur lofa honum að deyja þar, fjarri sínum? Kannski fær HSS óbreytt áfram hlutverk og hingað til í því efni, en auðvitað fá þá aðrir greitt fyrir vikið. Slíkt fyrirkomulag er jú svo vinsælt og módernt nú á dögum. Samvinna við Hrafnistu hlýtur að

gera öll áform um heildræna þjónustu og meðferð mun erfiðari en ef þjónustan öll væri innan sömu stofnunar, nefnilega HSS. Og auðvitað yrði það ódýrara. Mun ódýrara vegna samlegðar. Það þarf ekki nema gripsvit tæpt til þess að sjá það. Frá því ég kom fyrst í vinnu á HSS fyrir löngu hefur bærinn breyst mjög og unnvörpum til hins betra og sómi að. Alvörufólk að verki. Þeim mun óskiljanlegra og sorglegra er það að sjá áhættu sem tekin er með þessum nýja samningi. Ég óttast að slíkur samningur verði fótakefli í framþróun öldrunarmála á Suðurnesjum. Sigurður Árnason læknir


15

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 14. nóvember 2013

- REYKJANESBÆR // Fjörugar umræður á aukafundi í bæjarstórn um HSS og hjúkrunarheimili

Tekist á um Hrafnistu og HSS N

okkuð fjörugar umræður urðu á aukafundi í bæjarstjórn Reykjanesbæjar á þriðjudagskvöld þar sem tekinn var til afgreiðslu samstarfssamningur við Hrafnistu um hjúkrunarrými í Reykjanesbæ sem samþykktur hafði verið í bæjarráði Reykjanesbæjar sl. fimmtudag. Tillaga bæjarfulltrúa Samfylkingar var sú að bæjarstjórn Reykjanesbæjar fresti afgreiðslu málsins þar til kostir sem í boði eru, m.a. möguleg aðkoma Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) að rekstrinum, hafa verið metnir upp á nýtt og borgarafundur verið haldinn þar sem íbúum Reykjanesbæjar verði kynntir valkostir. Á fundinum kom fram að niðurskurður í fjárlögum til HSS og tekjumissir við það að missa 18 hjúkrunarrými sem stofnunin hefur séð um tímabundið á meðan byggingu Nesvalla hefur staðið er um 200 milljónir króna. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar, þau Friðjón Einarsson, Guðný Kristjánsdóttir og Eysteinn Eyjólfsson, greiddu atkvæði með því að fresta undirritun samningsins við Hrafnistu, skoða kosti betur og boða til íbúafundar. Einar Magnússon bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks greiddi þessari tillögu einnig atkvæði sitt. Kristinn Jakobsson, Framsóknarflokki, sat hjá við atkvæðagreiðsluna en sex bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins felldu tillöguna með atkvæðum sínum. Eftir að ljóst var að tillagan um frestun hafi verið felld bókuðu fulltrúar Samfylkingar á eftirfarandi hátt: „Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar harma ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um að neita að fresta ákvörðunum um rekstraraðila að Hjúkrunarheimilinu að Nesvöllum. Mikil óvissa ríkir nú um framtíð Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, spáð er miklum samdrætti í tekjum og uppsagnir fyrirsjáanlegar á næstu mánuðum. Bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar verða að staldra við og leita svara hjá heilbrigðisráðherra um framtíð HSS. Meðan þessi óvissa ríkir getum við bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar ekki falið okkur á bak við að það er á ábyrgð ríkisins að bera ábyrgð á rekstri HSS. Við þurfum að bera ábyrgð á samfélaginu okkur og því ber að staldra við í stað þess að æða áfram og láta starfsfólk HSS bíða í óvissu sem og samfélagið allt“.

Framtíð HSS á ekki að vera um rekstur hjúkrunarheimilis Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagði í umræðum á fundinum að framtíð Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eigi ekki að snúast um hvort sjúkrahúsið fái að reka nýtt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ eða ekki. „Við eigum að berjast fyrir HSS sem góðri sjúkrastofnun sem leggur áherslu á heilsugæsluþjónustu við alla íbúa, góða stoðþjónustu og fullkomna fæðingarþjónustu. Það að ríkið hafi svipt HSS fjármunum enn eina ferðina og rétt í staðin tímabundna dúsu, snuð til eins árs, sem var andvirði 18 hjúkrunarrúma á meðan Nesvellir voru ekki komnir í notkun á ekki að vera notað af HSS sjálfu, ekki af starfsmönnum eða stjórnendum sem ástæða fyrir því að menn geti ekki haldið áfram. Það er verið að færa fókusinn í baráttunni í rangar áttir. Það þarf að berjast fyrir fjárveitingum til sjúkraþjónustu á fjárlögum. Það á ekki að taka peningana úr hjúkrunarheimili. Þetta finnst mér gríðarlega mikilvægt að við ítrekum og áttum okkur á. Mér finnst það ósanngjarnt að það sé verið að setja ákvörðun

Fjölmenntu!

Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fjölmennti á bæjarstjórnarfundinn í Reykjanesbæ á þriðjudagskvöld til að fylgjast með umræðum um HSS og Hrafnistu.

okkar um nýtt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ í eitthvað annað samhengi,“ sagði Árni á fundinum. Árni sagðist jafnframt telja að HSS eigi að sinna öðrum verkefnum en að reka hjúkurnarheimili. Þá lagði hann áherslu að að Reykjanesbær væri að horfa til þeirrar vönduðu þjónustu sem Hrafnista getur veitt. „Það er ekkert verið að gera lítið úr HSS með því að velja leið Hrafnistu. Það er ósanngjarnt að segja það þegar verið er að velja á milli tveggja góðra kosta,“ sagði Árni Sigfússon jafnframt.

Ekki bara rýmin á Nesvöllum,“ sagði Friðjón og bætti við: „Við verðum að bregðast við miklum niðurskurði á fjárlögum til HSS. Við verðum að horfa á þetta sem einn pakka“.

Bæjarstjóri sagði að forsvarsmenn Hrafnistu hafi verið spurðir um ýmsa þætti varðandi starfsfólk og kaup á þjónustu. Hrafnista hafi fullvissað hann um að leitað verði eftir starfsfólki af Suðurnesjum og að fyrst verði leitað til núverandi starfsmanna Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum (DS) og síðan verði rætt við starfsfólk HSS. Einnig verður leitað til fyrirtækja á Suðurnesjum með mat fyrir hjúkrunarheimilið og til að sinna viðhaldi. „Fyrst og fremst vorum við að horfa á gæði og reynslu Hrafnistu til 70 ára og sérhæfingu þeirra á þessu sviði,“ sagði bæjarstjóri. Hann benti jafnframt á að bókun allra bæjarfulltrúa í bæjarstjórn sem lögð var fram við upphaf fundar væri vilji til að berjast fyrir hagsmunum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á réttum vettvangi.

Réttmæt krafa a fresta samningi Eysteinn Eyjólfsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar, segir samninginn við Hrafnistu brenna á bæjarbúum og því leggi bæjarfulltrúar Samfylkingar fram frestunartillöguna. Hann benti einnig á að tæplega 900 manns hafi skrifað undir móttmæli gegn samningnum. „Það hefur oft verið minni ástæða til að hlusta á það sem bæjarbúar hafa sagt. Samstaða og samvinna Suðurnesjamanna skiptir öllu máli við uppbyggingu hjúkrunarheimila á Suðurnesjum. Samstaðan skilaði okkur Nesvöllum sem er að opna á nýju ári 60 rými. Ef við ætlum að ná í gegn frekari uppbyggingu hjúkrunarrýma á Suðurnesjum þá verðum við að standa saman,“ sagði Eysteinn. „Í ferlinu öllu hef ég haft fyrirvara á samningnum við Hrafnistu. Ég hef alla tíð verið á því að stjórn nærþjónustu eigi að vera heima í héraði. Ég er þess fullviss að á Suðurnesjum sé til staðar metnaður og þekking til að reka fullkomið hjúkrunarheimili. Þá er ég þeirrar skoðunar að við eigum að vernda störf á Suðurnesjum. Ég spyr mig að því hvort leitað hafi verið samninga við HSS og Hrafnistu á sömu forsendum?,“ sagði Eysteinn og bætti við: „Ég tel hreint óráð að samþykkja samninginn við Hrafnistu eins og hann er. Mér finnst að bæjarstjórn eigi að fresta afgreiðslu samningsins og leita aftur til HSS og athuga hvort HSS geti rekið hjúkrunarheimilið á Nesvöllum á svipuðum forsendum og Hrafnista. Þá verði kostirnir kynntir fyrir íbúum á íbúafundi og taka síðan ákvörðun. Það finnst mér sanngjarnt og rétt. Við höfum tækifæri til að sýna í verki stuðning við HSS með því að fresta samningi við Hrafnistu. Þetta er ekki ósanngjörn krafa. Þetta er réttmæt krafa,“ sagði Eysteinn. Síðar á fundinum varpaði hann fram þeirri spurningu hvort Heilbrigðisstofun Suðurnesja hafi notið sannmælis þegar kom að samningagerð milli Reykjanesbæjar og Hrafnistu.

Óvissa ríkir á HSS Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar sagðist geta tekið undir margt af því sem bæjarstjóri hefði sagt en hann væri einnig ósammála mörgu. „Við búum í litlu samfélagi og verðum að taka tillit til þess sem gerist utan þessara veggja [bæjarstjórnar]. Nú ríkir óvissa á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og við verðum að staldra við og skoða málin upp á nýtt. Við getum ekki bara sagt að við séum að vinna faglega með Hrafnistu. Málið er bara mikið stærra en það. Þetta á að snúast um samfélagið okkar.

Unnið af heilindum Baldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, átti sæti í nefnd bæjarstjórnar sem skoðaði þá kosti að semja við HSS eða Hrafnistu. Hann sagði á bæjarstjórnarfundinum á þriðjudagskvöld að hann hafi lagt af stað með það veganesti að vanda sig þegar kæmi að því að velja þá sem kæmu að rekstrinum. Hann sagði að þau sem sæti áttu í nefndinni hafi skoðað alla hluti vel og velt við öllum steinum. „Ég gerði þetta af heilindum og það sem réði úrslitum er mikla reynsla Hrafnistu. Þeir vinna ein-

Ég spurði starfsfólkið hvar það vildi helst starfa. Hvert mynduð þið ráðleggja okkur að fara, hvar samningurinn ætti að vera. Allar sem ég ræddi við sögðu „Hrafnista“. - Kristinn Jakobsson

göngu að málefnum aldraðra. Ef við þurfum að taka upp málin aftur þá held ég að ég komist afur að sömu niðurstöðu,“ sagði Baldur. Starfsfólk DS vildi allt til Hrafnistu Kristinn Jakobsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, átti einnig sæti í nefndinni sem komst að þeirri niðurstöðu að samið yrði við Hrafnistu. „Ég las og ég hlustaði. Ég mat og ég tók ákvörðun. Ég var þess fullviss að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fengi samninginn. Það sem breytti skoðun minni voru starfsmenn DS. Ég spurði starfsfólkið hvar það vildi helst starfa. Hvert myndi það ráðleggja okkur að fara, hvar samningurinn ætti að vera. Allar sem ég ræddi við sögðu „Hrafnista“. Það kom svolítið á mig. Mér brá við það. Ég spurði hvers vegna og fékk þau svör að Hrafnista væri sú stofnun sem allir vildu sækja í. Allir vilja bera sig saman við Hrafnistu. Allir vilja eiga samskonar hjúkrunarheimili og Hrafista er að bjóða uppá. Þetta eru ekki mín orð, þetta eru þeirra orð,“ sagði Kristinn og bætti við:„Við skuldum öldruðum sjúkum á Suðurnesjum Nesvelli og að þeir fái bestu mögulegu aðstæður á sínu ævikvöldi“.

Einar ekki samstíga félögum sínum Einar Magnússon, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, fylgir ekki flokksfélögum sínum í bæjarstjórninni í málinu og vildi fresta samningi við Hrafnistu. „Þetta er stórt mál sem við erum að fjalla um núna. Við þurfum að berjast fyrir auknu fjármagni fyrir HSS,“ sagði Einar á fundinum og bætti við: „Varðandi hjúkrunarheimilið. Ég sem bæjarfulltrúi get ekki samþykkt þennan samstarfssamning sem búið er að gera við Hrafnistu um hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ. Sem heimamaður get ég ekki horft framhjá öflugri stofnun í heimabyggð sem hefur fulla burði og fagmennsku til að sjá um rekstur heimilisins. Auk þess sem samlegðaráhrifin hefðu nýst að öllu leiti hér á svæðinu. Ég er þess fullviss að rekstur hjúkrunarheimilisins hefði styrkt stoðir HSS“. Þarf að standa með ákvörðun og sannfæringu sinni Árni Sigfússon bæjarstjóri kom aftur í pontu og áréttaði að tillagan sem allir bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar skrifuðu undir væri að koma fram

á réttum tíma vegna framlagningar fjárlaga. „Við eigum ekki að svara niðurskurði ríkisins á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með því að fá hjúkrunarheimili í bætur. Það er algjörlega alvarlega röng aðgerð. Við höfum farið vandlega yfir þetta og stundum þarf maður að standa með ákvörðun og sannfæringu sinni. Það eru mikil mistök að draga tennur úr baráttu okkar fyrir alvöru baráttu; fyrir því að standa undir grunnþjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Það eru alvarleg mistök að við snúum þessu yfir í þessa átt. Við eigum bara að krefjast þess að sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í ríkisstjórn leiðrétti þessi mistök. Það veikir baráttu okkar ef við ætlum að láta stjórnvöld telja að þau þurfi ekki að leiðrétta óréttlætið úr því að peningar vegna hjúkrunarheimilis eru að koma til HSS. Höldum þessu algjörlega aðskyldu,“ sagði Árni. Þurfum aukið fjármagn í HSS svo íbúarnir fái notið aukinnar þjónustu Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, tók undir með öðrum bæjarfulltrúum að berjast þurfi fyrir þeirri þjónustu sem var skorin af á sínum tíma hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Við þurfum aukið fjármagn í HSS svo íbúarnir fái notið aukinnar þjónustu. Við erum í dag að berjast á röngum velli. Við þurfum að leita til Alþingis og fá það í lið með okkur til að fá aukið fjármagn hingað,“ sagði Gunnar. Guðný Krisjánsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar, sagðist styðja þá tillögu að fresta undirritun samnings við Hrafnistu. Hún sagðist hins vegar spyrja sig að því hvort staða Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja myndi lagast við það að taka yfir rekstur hjúkurnarheimilis að Nesvöllum. „Ég styð það að undirritun samningsins verði frestað til að kanna þær spurningar sem upp eru komnar en ég veit ekki hvort önnur niðurstaða fáist í málið,“ sagði Guðný. Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði málið vera búið að fá mikla umfjöllun á nokkrum stöðum í bæjarkerfinu. „Menn töldu að menn fengju betri þjónustu fyrir eldri borgara með samningi við Hrafnistu vegna reynslu þeirra og rekstrarsögu. Enginn tilgangur að fresta undirritun samningsins, bara til að fresta,“ sagði Böðvar. Svo fór að tillaga um frestun á samningi við Hrafnistu var felld eins og greint er frá að framan. Hins vegar samþykktu allir bæjarfulltrúar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar harðorða ályktun sem beint er til þingmanna Suðurkjördæmis. Sú ályktun er í frétt á forsíðu blaðsins í dag. Samantekt: Hilmar Bragi Bárðarson


16

fimmtudagurinn 14. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

n Krabbameinsfélag Suðurnesja 60 ára:

Efla starfsemina á afmælisári - boðið til afmælisveislu á morgun

K

rabbameinsfélag Suðurnesja er 60 ára í þessari viku en félagið var stofnað árið 1953 af félögum í Rotaryklúbbi Keflavíkur. Félagið er eitt af aðildarfélögum Krabbameinfélags Íslands og er eitt af fáum í þeim hópi sem rekur þjónustumiðstöð með fasta viðveru starfsmanns til þjónustu við fólk á svæðinu. Sigrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur er nýr starfsmaður félagsins í 40% stöðugildi en hún sinnir þjónustustörfum fyrir fólk hér í samfélaginu. Hún er til viðtals á skrifstofu félagsins á Smiðjuvöllum 8 í Reykjanesbæ (húsnæði Rauða krossins) þriðjudaga og fimmtudaga kl. 12-16. Víkurfréttir áttu viðtal við þau Guðmund Björnsson formann félagsins og Sigrúnu Ólafsdóttur starfsmann. Frá því í byrjun þessa árs hefur verið unnið að endurskipulagningu á þjónustumiðstöð Krabbameinsfélags Suðurnesja. Stjórn félagsins taldi að þörf væri á breyttu verklagi varðandi starfsemina og nauðsynlegt væri að taka upp nýja starfshætti sem tækju mið af framtíðarsýn okkar um rekstur á slíkri þjónustu. Á meðan breytingarferlið stóð yfir skipti stjórn félagsins með sér verkum svo unnt væri að sinna þeim verkefnum sem í gangi voru og bregðast við því sem upp kynni að koma. Öll stjórnarstörf í félaginu eru unnin í sjálfboðavinnu. Nú er þessu breytingarferli lokið og frá 1. september hefur þjónustu-

miðstöðin starfað með breyttum og nýjum áherslum. „Við erum líknar- og góðgerðarfélag og svo erum við stuðningsfélag fyrir krabbameinssjúka. Þegar fólk greinist með krabbamein þá getur það leitað til okkar,“ segir Guðmundur Björnsson, formaður félagsins, en tilgangur félagsins er að styðja við baráttuna gegn krabbameini. Markmið þess er að aðstoða og styrkja fólk sem greinst hefur með krabbamein og létta undir með viðkomandi eftir því sem aðstæður leyfa en þjónustusvæði félagsins nær yfir öll Suðurnesin. „Nýjar áherslur hafa verið teknar upp varðandi samskipti og samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands og munum við í framtíðinni starfa í nánari tengslum við Ráðgjafaþjónustu KÍ og nýta okkur þjónustu þeirra og aðstoð eftir því sem við á. Stefnt er að því að efla starfsemi félagsins svo sem að stofna stuðningshóp fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra, bjóða upp á fræðslufundi, koma á samveru- og rabbfundum og afla nýrra félagsmanna og styrktaraðila,“ segir Sigrún Ólafsdóttir. Starfsemi Krabbameinsfélags Suðurnesja byggir á tryggum félagsmönnum sem greiða árgjöld, en það eru einu föstu tekjur félagsins. Samtals eru skráðir félagar nú rúmlega 700. „Við byggjum starfsemina að miklum hluta á söfnun-

Sigrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur og starfsmaður Krabbameinsfélags Suðurnesja og Guðmundur Björnsson formaður félagsins í aðstöðu félagsins við Smiðjuvelli 8 í Reykjanesbæ.

arfé sem félagsmenn afla og einnig með þátttöku í landssöfnunarátaki Krabbameinsfélags Íslands. Starfsemi okkar nýtur velvildar hjá landsmönnum flestum og fyrir það erum við afar þakklát,“ segir Guðmundur. Á morgun, föstudaginn 15. nóvember, verður afmælis Krabbameinsfélags Suðurnesja minnst með opnu húsi í aðstöðu félagsins við Smiðjuvelli 8 frá kl. 15-17. Meðal annars mun tónlistarfólk frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar koma fram og leika tónlist í tilefni dagsins. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Íbúafundur um nýja hjúkrunarheimilið að Nesvöllum uReykjanesbær boðar til íbúafundar um samning Reykjanesbæjar við Hrafnistu um rekstur nýs hjúkrunarheimilis að Nesvöllum. Fundurinn verður haldinn á Nesvöllum miðvikudaginn 20. nóvember nk. kl. 17:30 til 19:00. Gerð verður grein fyrir skipulagi nýja hjúkrunarheimilisins, kynntar niðurstöður samkomulagsins við Hrafnistu og „lev og bo“ hugmyndafræðin sem Hrafnista hyggst vinna eftir á heimilinu. „Við viljum kynna hinum almenna íbúa þá jákvæðu þróun sem er að verða hér með tilkomu

nýja hjúkrunarheimilisins. Þetta á ekki aðeins við um aðstandendur þeirra sem nú þurfa hjúkrunarpláss, öll eigum við ættingja hér á Suðurnesjum sem kynnu að þurfa þessa aðstöðu síðar. Svo kemur kannski einhvern tímann að okkur sjálfum, svo ég vona að sem flestir nýti sér kynninguna,“ segir Árni Sigfússon bæjarstjóri.

Fjölskylduhjálp flytur alla starfsemi að Baldursgötu 14 uJólamarkaður 2013 hjá Fjölskylduhjálp Íslands opnar 18. nóvember nk. að Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Fjölskylduhjálp Íslands flytur alla starfsemi sína úr Grófinni 10 C og frá Hafnargötu 32 í nýtt húsnæði að Baldursgötu 14 með opnun jólamarkaðar 2013. Starfsemin verður nú öll á einum stað. Á nýja staðnum verður afgreiðsla á mataraðstoð til þeirra sem

minna mega sín, nytjamarkaður og jólamarkaður starfræktur og opinn alla virka daga frá kl. 13 til 18. Þá verður Frú Hallgerður Langbrók á sama stað. Tekið verður á móti matvörum, notuðum og nýjum fatnaði alla virka daga frá kl. 13 til 18. Allir velkomnir á nýja jólamarkað Fjölskylduhjálpar Íslands að Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.

einföld ákvörðun

veldu Öryggi fyrir þig og þína

Þú passar hann Við pössum Þig driving emotion

driving emotion

JEPPADEKK

JEPPADEKK

kornadekk

ice contact Dekkjaverkstæði

Smurþjónusta

viking contact 5 Smáviðgerðir

Hjólastillingar

Bremsuklossar

I*cePt IZ W606

I*PIke W419 Rúðuþurrkur

www.solning.is

Rúðuvökvi

Rafgeymar

Peruskipti

courser Msr

courser aXt

Fitjabraut 12, Njarðvík

☎ 421 1399 www.solning.is


20 %

VILDARAFSLÁTTUR

AF ÖLLUm

púSLUSpILUm 14. TIL 17. nóVembeR Gildir í verslun eymundsson í reykjanesbæ

Úrval er mismunandi eftir verslunum.


18

fimmtudagurinn 14. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

n Bjarney Annelsdóttir er nýr aðalvarðstjóri og hefur nóg að gera:

Mikil hópsál með gott bakland S

tarf föður Bjarneyjar sem lögreglumanns heillaði hana alltaf og henni þótti búningurinn flottur og gaman að fylgjast með þegar faðir hennar var sóttur í vinnuna á lögreglubíl. Hún hefur starfað sem lögreglumaður í hartnær 13 ár í vor og segir starfið alls ekki erfiðara en hún bjóst við. Það sé frekar meira gefandi ef eitthvað er, fjölbreytni mikil í verkefnum sem og tækifærin mörg. Fer lengra á að vinna með góðu fólki Staða aðalvarðstjóra við embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum er skipuð af Ríkislögreglustjóra eftir ráðningarferli. Hún var auglýst, hópur fólks sótti um og sex enduðu í starfsviðtölum. Að lokum stóð valið á milli tveggja einstaklinga, að þessu sinni karls og konu. Bjarney segist hafa sótt sér menntun í tímans rás til þess að vera öflögur umsækjandi. „Ég var hvött til þess að sækja um stöðuna úr ýmsum áttum og er með gott bakland. Maður fer lengra á því að vinna með góðu fólki, hafa löngunina til að fara lengra og setja sér markmið.“ Stórt áhugamál að koma öðrum í form Óhætt er að segja að Bjarney sé upptekin kona með mörg járn í eldinum. Fyrir utan starf sitt í lögreglunni og sem stundakennari í Lögregluskólanum þjálfar hún og leiðbeinir í Metabolic í Reykjanesbæ. Hún segir að þar sé mikið unnið með eigin þyngdir iðkenda og lóðum svo bætt við miðað við getu hvers og eins. „Ég kláraði einkaþjálfaranám hjá ÍAK og bauðst svo að koma að þjálfa þarna í vor. Finnst ég hafa gaman að því að leyfa fólki að taka aðeins á því. Er líka í hóp sem heitir Elíturnar sem höfum æft saman lengi.“

„Jafn sterk og hópurinn sem ég tilheyri“ Um vinnustaðinn lögreglustöðina segir Bjarney starfsandann vera góðan og að allir séu miklir félagar sem hafi góð áhrif hver á annan. Forréttindi séu að fá að starfa þar. Spurð um hvaða persónueinkenni hennar njóti sín best í starfinu svarar hún fljótt: „Ég er mjög skipulögð. Og svo reyni ég alltaf að vera jákvæð og glöð. Það er mikilvægt þótt starfið sé erfitt. Getur haft mikil áhrif á það hvernig við tæklum verkefnin með réttu viðhorfi. Já, og svo er ég ákveðin líka, sem þarf í þessu starfi.“ Annars tekur Bjarney skýrt fram að hún sé mikil hópsál og vilji að fólk vinni saman sem ein heild. Verkefnin séu alltaf hópsins, ekki einstaklingsins. „Maður er jafn sterkur og hópurinn sem maður tilheyrir. Og maður nær ekki langt nema hafa gott bakland, góða félaga og fjölskyldu,“ segir Bjarney að lokum.

1 3 - 3 0 7 7 - H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Hittast í dyrunum á milli vakta Ofan á þetta allt er hún við það að ljúka meistaranámi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. „Já ég hef verið að dingla mér í náminu með, er búin með rann-

sóknir tengdar lokaverkefni sem fjallar um Heilsuskóla Barnaspítalans fyrir börn sem eru í ofþyngd. Það miðar að því að finna fyrir þau hreyfingu við hæfi; sýna þeim fram á þá fjölbreytni sem er til staðar,“ segir Bjarney. Eftir upptalningu þess á daga Bjarneyjar drífur spyrja sig eflaust margir hvernig henni gangi að tvinna saman starf og einkalíf. Hún á rúmlega 3ja ára stúlku og 10 ára stjúpson með sambýlismanni sínum, Sigurði Kára Guðnasyni, sem einnig er lögreglumaður. „Við vinnum á sitthvorri vaktinni og hittumst oft í dyrunum og þar fara fram díalógur um hvað búið er að gerast og hvað þarf að gera,“ segir Bjarney hlæjandi.

Viltu þjóna flugi með okkur? Isavia óskar eftir að ráða rafeindavirkja í rekstrardeild Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / /

Starfið felst í uppsetningu, viðgerðum og eftirliti með rafeindabúnaði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Umsækjandi þarf að geta unnið vel í hóp, unnið sjálfstætt og undir álagi.

Menntun og hæfniskröfur: • Sveinspróf í rafeindavirkjun • Reynsla af viðgerðum á bæði stafrænum og hliðrænum rafeindabúnaði • Góð tölvukunnátta • Þekking á aðgangsstýringum og öryggiskerfum er æskileg

Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember. Umsóknum skal skila inn rafrænt á www.isavia.is/atvinna. Þar er einnig að finna nánari upplýsingar.

Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 850 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbyggingu og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.


19

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 14. nóvember 2013

n Efling og sköpun í Fjölbrautaskóla Suðurnesja:

Best að fólk finni nám við hæfi

Gott starf ánægjulegt er að fylgjast með ungu fólki blómstra

F

jölbrautaskóli Suðurnesja hefur starfað síðan haustið 1976 þegar Iðnskóli Keflavíkur og framhaldsdeildin við Gagnfræðaskólann í Keflavík voru sameinaðir. Kristján Ásmundsson, skólameistari, segir gott starf eiga sér stað í skólanum og ánægjulegt sé að fylgjast með ungu fólki blómstra, hverju og einu, í styrkleikum sínum. Hann leggur áherslu á að skólinn leggi upp úr því að fólk fái nám við hæfi.

Hafragrautur og lýsi á morgnana Sagt er að morgunmatur leggi grunn að góðum degi. Í FS er nemendum og starfsfólki boðið upp á hafragraut og lýsi á morgnana. Þetta hefur mælst vel fyrir undanfarin ár. Elsti nemandi skólans er fæddur 1955 og sá næstelsti 1963. Rúm tólf prósent nemenda við FS eru eldri en 20 ára. Meirihluti nemenda er á stúdentsbrautum, eða 55 prósent, 28 prósent í starfs- og verknámi og aðrir á almennum brautum eða starfsbraut. Í FS er blómstrandi félagslíf undir stjórn nemendafélagsins skólans, NFS. Meðal atburða eru Hljóðneminn, Morfís, Kosningavika, Árshátíð, Framhaldsskólamót og einnig verður settur upp söngleikur á vegum nemendafélagsins í vor, en æfingar eru hafnar. Aukning á tölvusviði Fjölbrautakerfi býður upp á ýmsa möguleika og nemendur geta fundið eitthvað við sitt hæfi og á þeim hraða sem hentar þeim best. Þá rekur skólinn starfsbraut fyrir nemendur sem hafa ekki forsendur til að stunda nám á öðrum námsbrautum framhaldsskólans. Reynt hefur verið að útbúa góða kennsluaðstöðu fyrir starfsbrautina, Meðal meðal annars hefur verið útbúið séreldhús fyrir starfsbraut sem notað er til

heimilisfræði- og matreiðslukennslu. Hraðferðin er í boði fyrir mjög duglega nemendur á stúdentsbrautum sem vilja flýta fyrir sér í námi. Smíðasmiðjan eflir ungt fólk til þess að gera gagn og þar eru t.a.m. leikföng smíðuð sem eru svo gefin leikskólunum. Einhver breyting hefur orðið í aðsókn á milli brauta. Tölvunarfræði- og tölvuþjónustubraut er til að mynda mjög vinsæl í haust og einnig hraðferðalínan, en þar komust færri að en vildu. Heldur fækkaði í verknámi við hrun, mest á tréiðnbraut og tréiðn, en aðsóknin er heldur að aukast aftur. Vélstjórnin hefur einnig komið vel út.

öllum grunnskólum á Suðurnesjum nýta sér þessa þjónustu. Þeim er ekið í skólann og komast svo með strætó eða skólabílunum til baka. Í sumum tilfellum hafa foreldrar keyrt börnin sín en sveitarfélögin sjá einnig um ferðirnar. Viðræður eru í gangi við grunnskólana um að auka svokölluð fljótandi skil á milli skólastiga í FS. Þeim er ætlað að auðvelda öflugum nemendum í 10. bekkjum grunnskólanna að taka fyrr framhaldsskólaáfanga í FS. Þannig geti þau flýtt fyrir sér í námi og fengið nám við hæfi. Kristján telur að um sé að ræða 10 prósent nemenda í hverjum árgangi sem geti auðveldlega ráðið við þetta. Ef allt gengur eftir geti þeir jafnvel verið búnir með 12 -18 einingar, allt að heilli önn, áður en þeir koma í framhaldsskóla. Einnig er grunnskólanemum boðið upp á að kynna sér fjóra áfanga sem sumir eru ekki kenndir í grunnskólum. Þessir áfangar eru STÆ 103, ENS 103 og áfangar í smíðum og rafiðn. Tímarnir eru einu sinni í viku á miðvikudögum og þá tveir í röð. Um 100 nemendur frá öllum grunnskólum á Suðurnesjum nýta sér þessa þjónustu. Þeim er ekið í skólann og komast svo með strætó eða skólabílunum til baka. Í sumum tilfellum hafa foreldrar keyrt börnin sín en sveitarfélögin sjá einnig um ferðirnar. Við litum við í tíma hjá kennurunum Ásdísi Björku Pálmadóttur í háriðnum, Hildi Skúladóttur á tölvuþjónustubraut, Katrínu Sigurðardóttur í textíl, Ólafi Baldvini Sigurðssyni í rafiðnum, Gunnari B. Valdimarssyni í smíðum og Ívari Valbergssyni í vélstjórn og fengum að smella af nokkrum myndum.

Fljótandi skil sækja í sig veðrið Í samstarfi við grunnskólana á Suðurnesjum er boðið upp á fjóra valáfanga. Þessir áfangar eru STÆ 103, ENS 103 og áfangar í smíðum og rafiðn. Tímarnir eru einu sinni í viku á miðvikudögum og þá tveir í röð. Um 100 nemendur frá

-póstkassinn

pósturu vf@vf.is

n Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins skrifar:

Enginn með lygaramerki á tánum S

tærsta mál Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar var að leiðrétta s tö k kbre y tt f a st eignalán íslenskra heimila. Forsætisráðherra lagði fram aðgerðaáætlun í tíu liðum þann 13. júní sl. sem var samþykkt á Alþingi. Í henni kemur m.a. fram að: „Settur verði á fót sérfræðingahópur sem útfæri mismunandi leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og geri tillögur þar að lútandi. Tillögur liggi fyrir í nóvember 2013.“ Vinna hópsins gengur vel og mun hann boða til blaðamannafundar og kynna niðurstöður sínar í lok nóvember. Á þeim tímapunkti getur fólk mátað sína stöðu við niðurstöðu sérfræðinganna. Leiðréttingin sjálf mun síðan taka nokkra mánuði enda um flókið verkefni að ræða.

Alið á ótta og óvissu

Það hefur verið mjög einkennilegt að fylgjast með umræðunni sl. mánuði. Svo virðist sem það vaki fyrir ákveðnum einstaklingum að grafa undan von fólks að skuldaleiðréttingaleiðin sé fær. Reynt hefur verið að ala á ótta og vantrú af einhverjum öflum, sem erfitt er að festa hönd á. Vanlíðan margra og óvissa er alveg nógu mikil án þess að vísvitandi sé alið á þessum erfiðu tilfinningum. Væri ekki eðlilegra að bíða eftir niðurstöðum sem eiga að liggja fyrir í nóvember í stað þess að tala um svik. Hver sveik annars hvern? Mitt mat er að þeir sem voru við stjórnvölinn í síðustu ríkisstjórn hafi svikið almenning. Ekki núverandi ríkisstjórn. Hún hefur ekki svikið gefin loforð og mun ekki gera það.

Ekki hlustað á tillögur Framsóknar 2009

Framsóknarflokkurinn fékk umboð sitt frá kjósendum í síðustu alþingiskosningum. Þá vann flokkurinn sögu-

legan kosningasigur og undirritaði í framhaldinu stjórnarsáttmála ásamt Sjálfstæðiflokki. Í stjórnarsáttmála má lesa eftirfarandi: „Ríkisstjórnin mun með markvissum aðgerðum taka á skuldavanda íslenskra heimila sem er til kominn vegna hinnar ófyrirsjáanlegu höfuðstólshækkunar verðtryggðra lána sem leiddi af hruni fjármálakerfisins. Grunnviðmiðið er að ná fram leiðréttingu vegna verðbólguskots áranna 2007–2010 en í því augnamiði má beita bæði beinni niðurfærslu höfuðstóls og skattalegum aðgerðum. Um verður að ræða almenna aðgerð óháð lántökutíma með áherslu á jafnræði“. Flokkarnir vinna nú samkvæmt þessum sáttmála og samstarfið gengur vel. Í vor var kosið um skuldamálin. Það er ekki rétt að flokksmenn hafi lofað öllu fögru kortér í kosningar til að komast til valda, eins og sumar litlar sálir halda fram. Það er afbökun á sannleikanum. Hið rétta er að þingmenn flokksins töluðu fyrir skuldaleiðréttingu allt síðasta kjörtímabil,

en á þá var ekki hlustað og lítið gert úr þeirra tillögum til skuldaleiðréttingar.

Staðfastur hópur að baki stórum verkefnum

Í þingflokki Framsóknar starfar fólk sem vill íslenskum heimilum vel og er tilbúið að leggja mikið á sig til að koma þeim til hjálpar. Fyrir marga er það því miður orðið of seint. Tillögurnar munu koma fram innan skamms og það er vitað að það verða ekki allir ánægðir með þær tillögur. Sumum mun eflaust finnast að niðurstaðan sé ekki rétt fyrir sig. Aðrir vilja fara allt aðrar leiðir í skuldaleiðréttingum og svo eru þeir sem telja skuldaleiðréttingu óþarfa með öllu. Þingmenn Framsóknarflokksins voru kosnir til að leysa þetta verkefni og þeir ætla að halda áfram að standa með íslenskum heimilum. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

845

undirskriftir H

rafnhildur Gunnarsdóttir safnaði 845 undirskriftum á meðal Suðurnesjamanna um nýliðna helgi. Þar skrifaði fólk undir áskorun þess efnis að yfirstjórn hjúkrunarheimilis verði á höndum heimamanna en eins og kunnugt er hefur verið samið við Hrafnistu um rekstur hjúkrunarheimilis að Nesvöllum í Reykjanesbæ. Böðvar Jónsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, tók við undirskriftunum fyrir bæjarstjórnarfund á þriðjudagskvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi.


20

fimmtudagurinn 14. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

AÐALFUNDUR MÁNA

Aðalfundur hestamannafélagsins Mána verður haldinn miðvikudaginn 20. nóvember í félagsheimili Mána og hefst hann kl. 20:00. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf Stjórn Mána

AÐALFUNDUR AÍFS Akstursíþróttafélags Suðurnesja

verður haldinn miðvikudaginn 27. nóvember í félagsheimili AÍFS Eyktartröð 15 að Ásbrú. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 20:00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Félagsmenn eru hvattir til að mæta Kv. stjórn AÍFS

-

smáauglýsingar Þjónustumiðstöðin Nesvöllum TIL LEIGU

Vikan 14. - 20. nóv. nk.

• Bingó • Listasmiðja • Handverk • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Félagsvist • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi

Stórt einbýli í Keflavík til leigu eða sem tvær íbúðir, stærri 160fm og minni 80fm. Góð meðmæli skilyrði og sakavottorðs ef óskað. 3 mánaðir trygging. Símar 898 2265 eða 897 8336

Fimmtudagurinn 7 nóv kl 14:00 Das bandið skemmtir

ÞJÓNUSTA

Dagskrá á vegum RNB

Ódýr djuphreinsun Við djúphreinsum teppi, sófasett, dýnur og mottur. Við hjálpum við lyktareyðingu og r ykmauraeyðingu. s:780 8319 email: djuphreinsa@gmail.comT

Bílaviðgerðir Umfelgun Smurþjónusta Varahlutir Kaupum bilaða og tjónaða bíla

Iðavellir 9c -

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Föstudaginn 15. nóv nk. á Nesvöllum kl. 14:00. Allir velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/

Daglegar fréttir á vf.is

-

fs-ingur vikunnar

pósturu pallorri@vf.is

Allar Joggingbuxur eru góðar buxur Ólafur Ingvi Hansson er á viðskipta- og hagfræðibraut í FS. Ólafur er 18 ára gamall og býr í Reykjanesbæ. Ólafur segist spenntur fyrir því að vinni í kvikmyndageiranum í framtíðinni. Hvort sem það verður fyrir aftan eða framan myndavélina. Hvað er skemmtilegast við skólann? Það er eflaust félagslífið, ég hef alltaf talið mig vera frekan og þess vegna reyndi ég að komast í sem hæsta stöðu í nemendafélaginu til að tryggja að allir þyrftu að lúta mínum vilja. Hjúskaparstaða? Ég er á föstu, ótrúlegt en satt þá þolir einhver að umgangast mig alla daga vikunar. Ég er mjög heppinn. Hvað hræðistu mest? Eins ókarlmannlega og kjánalega og það hljómar, þá er fátt sem hræðir mig meira en draugar og draugagangur. Það þarf ekki nema eitt ljósaflökt og þá er ég skjálfandi af hræðslu. Hvað borðar þú í morgunmat? Ég er ekki einn af þeim sem vakna klukkan sex til að fara í spinning. Að sama leyti er ég lítið að pæla í því að fá næringarríka máltíð á mikilvægasta tíma sólarhringsins. Þess vegna er vekjaraklukkan stillt klukkan 7:55, ég kominn út í bíl klukkan átta og fæ mér síðan bara hádegismat þegar að því kemur. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur? Það er gífurlegur fjöldi af hæfileikaríku íþróttafólki, sem og frábærum söngvurum í skólanum, eins og ég fékk að kynnast á Hljóðnemanum, það væri ósanngjarnt að nefna eitthvern einn þegar svo margir eru á hraðbraut í átt til frægðarinnar. Hver er fyndnastur í skólanum? Vinir mínir hafa alveg einstakan húmor og þó margir skilji hann ekki, þá skemmtum við okkur alltaf konunglega þegar við byrjum að reyta af okkur brandara. Hvað sástu síðast í bíó og hvernig var sú mynd? Ætli það hafi ekki bara verið Bad Grandpa. Hún var fínasta skemmtun en meira svona „downloada og horfa á heima með strákunum“ mynd, frekar enn „fara í bíó“ mynd. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Það er í fínasta standi eins og er. Þó svo að ég myndi alveg taka vel í gosvél og skyndibita þá get ég alveg eins drullast á einn af þessum fjölmörgu skyndibitastöðum út um

allan bæ. Hver er þinn helsti galli? Adidas gallinn minn er í miklu uppáhaldi. Hvað er heitasta parið í skólanum? Hjörtur og Birta. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Í fyrsta lagi myndi ég tileinka framkvæmdarstjóra NFS stæði nálægt inngangi skólans. Síðan myndi ég leyfa frjálsa mætingu fyrir nemendur yfir 18 ára. Þessa hugmynd sá ég á twitter, best að taka það fram svo ég verð ekki kærður fyrir brot á höfundarrétti. Áttu þér viðurnefni? Yfirleitt er það bara Óli, pabbi minn hefur eitthvað verið að notasta við Óls Lave Hansen, hann vill halda þessu hipp og kúl. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Ég hef mikið vera að vinna með „Sællettu“ og síðan erum við vinirnir mikið í að breyta öllum sérhjóðum í töluðu mál í „ö“ það er alveg granít. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það mætti vissulega bæta ýmislegt og mun ég vinna hörðum höndum í að tryggja mikla skemmtun. Annars held ég að ef nemendur myndu spýta í lófana og mæta á sem flesta viðburði að það myndi hjálpa stemmningunni í kringum félagslífið alveg gífurlega. Áhugamál? Þar ber helst að nefna bíómyndir og kvikmyndaframleiðslu, svo stunda ég mikið tölvuhangs. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Ef allt gengur að óskum mun ég starfa við bíómyndir, annaðhvort fyrir framan myndavélina eða aftan. Háskóli er allavega ekki á planinu eins og er. Ertu að vinna með skóla,

ef já hvar þá? Nei, en er að kljást við mikila fátækt eins og er þannig að ég vil endilega að þið hafið samband ef þið hafið eitthverja vinnu til að bjóða (7725771), er kannski eitthvað laust hjá VF? Hver er best klædd/ur í FS? Hjörtur vinur minn leggur mikinn metnað í fatakaup og ég verð að segja að það sýnir sig. Spurningu fyrir næsta FS-ing vikunnar? Hvaða viðburði vantar í FS?

Eftirlætis: Kennari Viðskipta H-in tvö, Hlynur og Hörður. Fag í skólanum Enska og viðskipta/hagfræðiáfangarnir hans Hlyns. Sjónvarpsþættir Breaking Bad, Arrested Development og Mad Men. Kvikmynd Oldboy, The Good The Bad and The Ugly og Fight Club Hljómsveit/tónlistarmaður Kanye West og Frank Sinatra Leikari Michael Fassbender og Daniel-Day Lewis. Vefsíður Twitter og Reddit svona helst. Flíkin Jogging-Buxur, engar sérstakar. Allar Joggingbuxur eru góðar buxur. Skyndibiti Villabar og Dominos Hvað tónlist fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Ég verð að viðurkenna að Adele platan er með vandræðalega mörg play á itunes hjá mér


21

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 14. nóvember 2013

-

í eldhúsinu

pósturu olgabjort@vf.is

Ásdís Björk Kristinsdóttir er að þessu sinni í eldhúsinu hjá Víkurfréttum. Hún er Njarðvíkingur, fædd 1974, og forstöðumaður fjármála og reksturs hjá Íslandsbanka Kirkjusandi. Ásdís Björk er gift Jóhanni Axeli Thorarensen flugmanni hjá Icelandair. Þau eiga þrjár dætur og einn son. Fjölskyldan er afar samheldin og samhent og Ásdís Björk er ekki í vandræðum með að töfra fram dýrindis rétti og kökur. Þau Jóhann Axel eru oft umkringd stórfjölskyldunum beggja megin og afmælisveislur og samverustundir tíðar. Því getur verið gott að luma á góðum uppskriftum. Ásdís Björk á eina slíka sem er mjög vinsæl hjá henni við ýmis tilefni:

Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

Alda Guðjónsdóttir, Birkiteigi 20, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 3. nóvember. Hún verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 15. nóvember kl.13:00.

Ásgeir Gunnarsson, Þorbjörn Ásgeirsson, Sigrún B. Ásgeirsdóttir, Gunnar Ásgeirsson, Freyja Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

Anna Ragna Jónsdóttir,

Snickerskaka Hráefni:

Egg Púðursykur Rjómi Snickers (má líka nota mars) Smjör Flórsykur

Aðferð:

Botnar 5 eggjahvítur 4 dl. púðursykur Stífþeytt og sett í tvö form Bakað við 150 gráður í 50 mín. Gæti verið aðeins minna eða meira, fer bara eftir ofninum.

Á milli:

1/2 líter rjómi, þeyttur 2-3 snickers brytjuð smátt út í

Ofan á:

Þeyta 5 eggjarauður og 3 msk flórsykur saman með handþeytara. 50-60 gr. smjör og 1-2 snickers brædd saman í potti. Kæla þetta aðeins og þeyta svo saman við eggjarauðurnar og flórsykurinn. Karamellan sett ofan á. Betra að kæla karamell-

Guðrún Sumarliðadóttir, Trausti Björgvinsson, Berglind Bjarnadóttir, Kristinn H. Einarsson,

Kirkjuvegi 11 Keflavík,

una aðeins með því að hræra vel í henni og kannski inn í ísskáp í smá stund áður en hún er sett á kökuna svo hún leki ekki öll niður á diskinn.

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þriðjudaginn 22. október 2013. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.

Jón Sævar Sigurðsson, Hólmfríður Sigurðardóttir, Anna Sigga Húnadóttir, Kristinn Sævar Magnússon, Sigurður Sindri Magnússon, Mikael Orri Emilsson, Tómas Aron Emilsson.

Ólöf Hafdís Gunnarsdóttir, Magnús Kristinsson, Emil Helgi Valsson,

Björgvin Ívar

er bálskotinn í Taylor Swift -Ekkert sakbitið við þessa sælu

K

eflvíkingurinn Björgvin Ívar Baldursson hefur þrátt fyrir ungan aldur fengist við tónlist í langan tíma. Hann er barnabarn Rúnars Júlíussonar og segja mætti að hann hafi nánast alið manninn í hljóðverinu hjá Geimsteini, sem er upptökuver í eigu fjölskyldu Rúnars. Þar starfar Björgvin í dag sem upptöku- og rekstrarstjóri en einnig hefur Björgvin verið liðtækur í tónlistinni og spilað í hljómsveitum á borð við Lifun, Elda, Koju, Klassart, I Adapt og Mystery Boy. Björgvin hefur í gegnum tíðina verið viðriðinn rokkið. Þrátt fyrir að blaðamaður vilji síður stimpla Björgvin, þá er hann hörku djöfuls rokkari. Það ætti því að koma flestum á óvart að Björgin er eldheitur aðdáandi bandarísku söngkonunnar Taylor Swift. Í sumar skellti Björgvin sér á tónleika með Swift í Bandaríkjunum ásamt Ingu Lilju kærustu sinni. Hann segir þá upplifun hafa verið rosalega en á tónleikunum ætlaði allt um koll að keyra. Blaðamaður Víkurfrétta forvitnaðist um þennan áhuga Björgvins á poppsöngkonunni sykursætu. Björgvin er ekki alveg klár á því

hvernig þessi áhugi á tónlist Swift hafi kviknað. „Það hefur örugglega verið í kringum 2008 þegar önnur platan hennar, Fearless, kom út og Love Story og You belong with me voru í gangi. Ég hef pottþétt lent á þessu á youtube, en þetta er alveg akkúrat popp/kántrí bræðingur sem ég fíla,“ segir Björgvin sem haldið hefur heiðri hennar á lofti síðan og aldrei farið leynt með aðdáun sína á henni. „Nei það hef ég aldrei gert, það er ekkert sakbitið við þessa sælu.“ Hvað er svona sérstakt við Taylor Swift? „Það er til dæmis það að hún er frábær lagahöfundur og ekki bara miðað við aldur. Ég hef sagt það í mörg ár að hún verði sett á sömu blaðsíðu í tónlistarsögunni og bestu kvenkyns lagahöfundarnir: Sheryl Crow, Shania Twain, Carole King og Carly Simon,“ segir Björgvin. Björgvin hrærist í tónlistarheiminum og hittir fyrir tónlistarmenn sem deila ekkert endilega þessari hrifningu á Taylor Swift. „Ég held að smátt og smátt sé hún að vinna sér inn smá töff orðstír

enda heilbrigð og flott ung stúlka sem semur sína eigin tónlist. En ég hef oft þurft að „berjast“ fyrir henni þegar hún hefur borið á góma í umræðum með einhverju öðru töff tónlistarfólki. Sumir eiga erfitt með að kyngja því að gott er gott sama hvaðan það kemur og eiga auðvelt með að setja stimpla á eitthvað án þess að hafa kynnt sér það betur.“ Björgvin var harður rokkari hér áður fyrr, en skildi hann vera að mýkjast með árunum? „Ég er náttúrulega ennþá rokkari og var til að mynda á sama tíma og ég heyrði í henni fyrst í þungarokkhljómsveitinni I adapt. Ég hef alltaf verið mikið fyrir alls konar popp. Svo er það líka merkilegt hvað mikið af fólki sem tengist þungarokksmenningunni kann vel að meta góða popptónlist.“ Eru tveir í aðdáendaklúbbnum Björgvin hlustar á tónlist Swift undir ýmsum kringumstæðum. Jafnt með dóttur sinni og í góðra vina hópi. „Til dæmis set ég nýju plötuna hennar undir nálina

Rokkari

Björgvin við sviðið þar sem Swift kom fram.

stundum þegar ég og dóttir mín erum að borða morgunmatinn. Ég finn svo einhvern youtube playlista og set í gang ef ég er að vinna á skrifstofunni, svo jafnvel í góðra vina hópi, sérstaklega ef Smári Klári vinur minn er með en við erum báðir í aðdáendaklúbbnum,“ segir Björgvin þó svo að ekki sé til opinber aðdáendaklúbbur Taylor Swift á Íslandi. Enda væri hann líklega fámennur að mati Björgvins. Hann er undrandi yfir því hve söngkonan er lítið vinsæl hér á landi miðað við metin sem hún hefur sett út um allan heim í miðaog plötusölu. Að tónleikunum. Fórstu gagngert yfir hálfan hnöttinn til þess að sjá hana á tónleikum? „Já og nei. Það voru uppi einhverjar pælingar hjá fólki í kringum okkur frúna að fara á tónleika erlendis en mér fannst ekki Berlín eða Köben vera nógu framandi. Ég vissi að okkar kona væri á túr svo ég fann tónleika með henni á vesturströndinni og ákvað að gera bara góða ferð og „road trip“ úr þessu. Tónleikarnir fóru fram í San Diego en auk þess heimsóttu þau Björgvin og Inga Las Vegas og San Francisco. Björgvin segir tónleikana hafa verið svæsna. „Ég held að hávaðinn

í áhorfendum sé eitthvað sem jafnast á við það þegar Bítlarnir voru og hétu. Fólkið þarna var gjörsamlega að klikkast.“ Þetta var því merkileg upplifun fyrir heitasta aðdáanda Taylor Swift á Íslandi. Hvernig tekur frúin þessari ást þinni á Swift? „Tónlistarlega séð alveg rosalega vel, en hún er einmitt líka harður aðdáandi. Ég man eftir því þegar ég fékk bílinn hennar lánaðan fyrst þegar við vorum að hittast að ég renndi í gegnum iPodinn hennar, þar voru mörg lög með Taylor á Top 25 listanum yfir mest spiluðu lögin. Ég er samt ekki viss um að henni standi lengur á sama þegar ég tala um hversu mikið ég er skotinn í henni,“ segir Björgvin og glottir. Ef einhverjir hafa áhuga á að kynna sér verk Swift þá mælir Björgvin með ýmsu fyrir byrjendur. „Mér finnst til dæmis rólegri lög eins og Back to December og Tim McGraw rosa fín. Kántrídrullur eins og Mine og Mean líka. Svo af nýja stöffinu er 22 og I knew you were trouble alveg rosalegt stöff enda unnið með Max Martin sem er fyrir löngu orðinn goðsögn í poppbransanum.“


22

fimmtudagurinn 14. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

pósturu eythor@vf.is

ÓVÖN ÞVÍ AÐ VERA Í ÞRIÐJA SÆTI -Pálína tekur áskoruninni í Grindavík

P

álína Gunnlaugsdóttir kom körfuboltageiranum á Íslandi í opna skjöldu þegar hún söðlaði um og yfirgaf Keflvíkinga í sumar. Hún gekk til liðs við nágrannana í Grindavík þar sem hún sóttist eftir nýrri áskorun. Henni virðist hafa orðið að ósk sinni því fyrrum félagar hennar í Keflavík hafa verið illviðráðanlegir á m e ð an Gr i n d víkingar hafa átt brokkgengnu gengi að fagna. „Ég finn vel fyrir þessari áskorun. Ég hef sett mikla pressu á mig í einhverjum leikjunum í vetur. Ég er nú bara þannig gerð að ég vil alltaf skila 100% framlagi. Það getur verið gott en stundum kemur það manni í koll,“ segir Pálína í samtali við Víkurfréttir. Hún segist kunna ágætlega við sig í herbúðum Grindvíkinga. Liðsfélagarnir séu léttir og skemmtilegir og alltaf sé stutt í grínið. „Móralinn er flottur og stendur kvennaráðið vel á bakvið okkur, þær eru til að mynda ekki búnar að missa að leik hjá okkur í vetur og er það okkur mikils virði,“ segir bakvörðurinn. Pálína er ekki alveg nógu sátt við frammistöðu liðsina það sem af er vetri, en Grindvíkingar hafa tapað þremur af átta leikjum sínum í deildinni. „Ég veit að það býr miklu meira í okkur heldur en við erum búnar að sýna sem lið. Það má samt ekki gleyma að í Grindavíkurliðinu eru átta nýir einstaklingar af 12 manna hóp. En við þurfum bara að vera jákvæðar og halda áfram að vinna í okkar leik.“ Í sumar, eftir að Pálína tók ákvörðun

JÓGA Í GARÐINUM Jógatímar hefjast í íþróttamiðstöðinni Garði 21. nóvember og verða á fimmtudögum kl. 18.15-19.45 Vandaðar teygju og styrktaræfingar – öndun – slökun Burt með vöðvabólgu, verki og stress Ókeypis prufutími, lestu meira á www.yogazonen.com Ásgerður Jónasdóttir Jógakennari / Svæða og Viðbragðsfræðingur Sími 865-1607 Netfang: asgerdur@yogazonen.com

„Ég lít enn á mig sem Keflvíking þó svo að ég hafi skipt um lið og viljað prófa eitthvað nýtt, enda er ekkert óeðlilegt að fólk vilji þróast og þroskast í leik og starfi.“ um að ganga til liðs við fyrrum þjálfara sinn hjá Keflavík, Jón Halldór Eðvaldsson, var útlitið ekkert of bjart hjá Grindvíkingum. Í ljós kom að Petrúnella Skúladóttir væri barnshafandi og myndi ekki leika með liðinu. Ólöf Helga Pálsdóttir hélt erlendis í nám og Harpa Hallgrímsdóttir ákvað að hætta körfuboltaiðkun. „Það var mjög sérstakt, þetta var mjög skrýtið fyrst og ekki eins og

ég bjóst við. Við vorum fáar á æfingu til að byrja með og kom það ekki i ljós fyrr en i byrjun september hvaða stelpur ætluðu að vera með. Að lokum bættust Ingibjörg, Alda, Katrín og Hrund við hópinn og þá fór þetta upp á við eftir það. Það var erfitt að heyra að Petrúnella yrði ekki með liðinu i vetur, en Maja [Ben Erlingsdóttir] kom eins og kölluð inn í byrjun september, þá fyrst náðist mynd á liðið.“ Pálína viðurkennir að hún hafi verið orðin frekar óróleg þegar óvissa var með leikmannahópinn. „Já ég viðurkenni að ég fékk smá í magann, alltaf erfitt að vera í svona óvissu, sama í hvaða liði þú ert.“ Erfitt að spila í Sláturhúsinu í Keflavík Í gær áttust Grindvíkingar og Keflvíkingar við í Röstinni og má finna úrslit úr þeim leik á vf.is. Liðin áttust við fyrr í vetur þar sem Keflvíkingar höfðu sigur. Pálína fann ekki fjölina sína á gamla heimavellinum í þeim leik. „Það var mjög erfitt að koma til Keflavíkur og spila, ég viðurkenni það. Ég undirbjó mig líka kolvitlaust fyrir leikinn, það varð mér að falli. Það er erfitt að koma og spila í Keflavík hvort svo sem maður er Pálína Gunnlaugs eða einhver önnur, þetta hús heitir ekki Sláturhúsið fyrir ekki neitt.“ Pálína segist undrandi á því hve margir hafi afskrifað Keflvíkinga fyrir tímabilið. Hún bjóst við Keflvíkingum sterkum og samgleðst þeim yfir góðu gengi. „Það er alls ekki erfitt að horfa upp á velgengni þeirra, ég samgleðst þeim mjög mikið. Því ekki má gleyma að þetta eru búnar að vera bestu vinkonu mínar sl. sex ár. Við áttum frábært tímabil saman í fyrra og ég væri ekki sá leikmaður sem ég er í dag ef þær hefðu ekki hjálpað mér. Ég lít enn á mig sem Keflvíking þó svo að ég hafi skipt um lið og viljað prófa eitthvað nýtt, enda er ekkert óeðlilegt að fólk vilji þróast og þroskast í leik og starfi.“ Fráköst hafa ekkert með hæð að gera Pálina hefur hvergi slegið slöku við á vellinum og sjaldan eða aldrei leikið betur. Sérstaka athygli hefur vakið hve vel henni hefur gengið að sækja fráköstin af stóru stelpunum. Pálína er með rúmlega 10 fráköst á meðaltali í leik og er hún í sjötta sæti deildarinnar í þeim flokki. Leikmenn á þeim lista eru flestir um og yfir 1,80 cm á meðan Pálína er 1,68 cm á hæð. Hún segir þetta ekkert hafa að gera með hæðina. „Mig langar að vera best og það hefur margoft sýnt sig að maður þarf ekki að vera stór til þess að taka fráköst, maður þarf bara að vera duglegur.“ Aðspurð um möguleika Grindvíkinga á titlum í vetur segir Pálína að öll lið deildarinnar eigi líklega möguleika á titlum, svo jöfn sé deildin í ár. „Ég held að árið í ár snúist um hvaða stelpur ætli að leggja mest á sig, þær munu standa uppi sem sigurvegarar. Við Grindvíkingar settum okkur markmið í haust og erum á áætlun hvað það varðar. Það er ekki hægt að segja annað en að þetta líti ágætlega út hjá okkur þó svo að maður sé ekki sáttur núna við að vera i þriðja sæti, enda er maður ekki vanur því. Það er mikið eftir og verðum við að laga það sem hefur orðið okkur að falli i þessum tapleikjum, það ætti ekki að vera erfitt og ég hef engar stórar áhyggjur af því,“ sagði Pálína að lokum.

-molar

Bikar- og Íslandsmeistarar Njarðvíkur u Nú á haustmánuðum hefur

ungu liði Njarðvíkur í Júdó náð að krækja sér í þrjá stóra titla. Eftir að hafa sigrað á Bikarmeistarmóti Júdósambands Íslands 14 ára og yngri urðu 10 ára og yngri stigahæst á stærsta barnamóti Íslands, Afmælismóti JR og nú um sl. helgi hampaði félagið titlinum „Stigahæsta lið Íslandsmótsins í Brazilian jiu jitsu“ annað árið í röð. Af 15 þyngdar- og aldursflokkum kræktu Njarðvíkingar 10 Íslandsmeistara titla.

Keflvíkingar á skotskónum í Flórída u Lið Embry Riddle háskólans í fótbolta er komið í undanúrslit í úrslitakeppni Flórídaríkis. Með liðinu leika fjórir Keflvíkingar en tveir þeirra voru á skotskónum þegar 4-0 sigur vannst í átta liða úrslitum um sl. helgi. Liðið lék þá gegn Florida Memorial skólanum og skoruðu þeir Magnús Þór Magnússon og Viktor Guðnason sitt markið hvor í öruggum sigri. Þeir Sigurbergur Elisson og Viktor Smári Hafsteinsson léku líka með liðinu. Strákarnir leika svo gegn liði SCAD Savannah næstkomandi föstudag.

Góður árangur á haustmóti ÍRB u Haustmót ÍRBí sundi gekk vel en þar nýttu sundmenn félagsins tækifærið til þess að slá Íslandsmet, ná lágmörkum á ÍM25 og Euro meet ásamt því að ná sér í reynslu í því að synda langsund. Á mótinu voru nokkur met loksins slegin. Elsta metið sem féll var slegið af einni af eldri stelpunum, en Íris Ósk Hilmarsdóttir bætti ÍRB met Eydísar Konráðsdóttur í 100 baksundi kvenna frá árinu 1997. 15-17 ára stelpurnar Aleksandra, Ólöf Edda, Birta María, Sunneva Dögg og Íris Ósk slógu met sem boðsundsveit úr Ægi átti síðan 2006 í 4x100 fjórsundi (25 m laug) og 4x200 skrið (í 50 m laug). Sunneva setti í leiðinni nýtt Njarðvíkurmet í opnum flokki sem Erla Dögg Haraldsdóttir átti síðan 2007 og ÍRB telpnamet síðan 2012.

Kristbjörn heiðraður af KKDÍ u Körfuknattleiksdómarafélag Íslands, KKDÍ, hélt upp á 50 ára afmæli sitt um sl. helgi en félagið var stofnað 11. nóvember 1963. KKDÍ heiðraði jafnframt fjóra einstak linga á hófinu fyrir frábært framlag í þ á g u d óm ar a m á l a í k ör f u knattleik. Meðal þeirra var Njarðvíkingurinn Kristbjörn Albertsson. Kr ist bj ör n v ar m.a. valinn besti dómarinn í efstu deild árin 1986 og 1987. Kristbjörn var formaður KKÍ um tveggja ára skeið og dæmdi í 34 ár, frá 16 ára aldri til fimmtugs. Kristbjörn var einnig formaður UMFN í 10 ár og hefur því komið víða að körfuboltaíþróttinni. Nánari íþróttafréttir má finna á vefsíðu okkar vf.is.


-15°

1.990 Vnr. 65105754 Hitablásari, 2000W, 22V.

Vnr. 42375935 BLÅTIN rúðuvökvi, 3 l poki.

499

kr.

Vnr. 55900147 Snjóskófla með tréhandfangi, 26 cm.

Vnr. 55900150 Skófla með tréhandfangi, 30 cm.

1.990 2.890 kr.

kr.

kr.

GÓÐ Í BÍLINN

2.990

Vnr. 84533870-83 Mannbroddar. Verð frá:

Vnr. 42303619 Hálkusalt, 4 kg.

1.850

590

kr.

kr.

kr.

VERUM VIÐ ÖLLU BÚIN Í VETUR EINSTAKLEGA ÞÆGILEGT EFNI

Vnr. 91800045 Hlý prjónahúfa.

990

100% MERINO ULL

Vnr. 55629783 SONNECK snjóskúffa, svört.

kr.

kr.

Vnr. 93966405 ACRYL prjónavettlingar.

3.790 1.290 589

kr.

5.990

kr.

kr.

Vnr. 55900158 Skófla með trefjahandfangi.

Vnr. 93598610-4 Dovre buxur, stærðir S-XXL.

Vnr. 92202022 CAT REAL vinnusokkar, 3 pör í pakka.

1.595

kr.

www.expo.is / EXPO auglýsingastofa

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Allar vörur fást í BYKO Breidd en minna framboð getur verið í öðrum verslunum.

Vnr. 42377785 skófla með stuttu tréhandfangi.

Vnr. 93598600-4 Dovre langermabolur, stærðir S-XXL.

5.990

kr.

Verðvernd BYKO tryggir þér lægra verð. Sjá nánari upplýsingar og skilmála á www.byko.is.

facebook.com/BYKO.is


vf.is

-instagram #vikurfrettir

FIMMTUDAGURINN 14. NÓVEMBER 2013 • 43. TÖLUBLAÐ • 34. ÁRGANGUR

VIKAN Á VEFNUM Suðurnejamenn láta ekki sitt eftir liggja á samfélagsmiðlunum. Við á Víkurféttum munum framvegis birta það helsta sem ber á góma á Facebook og Twitter hjá Suðurnesjamönnum. Hægt er að merkja þína stöðuuppfærslu með #vikurfrettir á facebook, Twitter eða Instagram ef þér liggur eitthvað á hjarta, og Víkurfréttir sjá um að koma því til skila.

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir Í dag hefði amma Jenný orðið 96 ára gömul, hún var yndisleg manneskja, baráttukona sem var mikil fyrirmynd. Hún starfaði sem ljósmóðir í mörg ár og finnst mér yndilegt að fegursta orðið hafi verið tilkynnt í dag, Ljósmóðir. Jón Fannar Karlsson Taylor Ástralía er vitlausu megin á hnettinum. — feeling tired. Sigurbjörn Bæjarstjóri Arnar Jónsson Ætla að skjótast á Thor í bíó í Keflavík. Þið stelpur sem eruð óðar í mig getið hitt mig þar :) Bára Skúladóttir Neytendavakt Báru: Besta nautahakkið er í Kosti í Njarðvík og væntanlega öllum "Þín Verslun" búðum. Ekkert aukakjaftæði bara gott hakk!

SPORTHÚSGLEÐI

OPIÐ HÚS ALLA HELGINA

KÍKTU Í SPORTHÚSPARTÍ 14. NÓVEMBER KL. 17:00-19:00 Dj Atli þeytir skífum

próteinsmakk Kynning á IQ massager Kynning á Bowen tækni Kynning á Crossfit Suðurnes Líkami og lífsstíll bjóða

Tryggðu þér líkamsræktarkort fyrir árið 2014

frítt til áramóta

Fáðu (fyrsta greiðsla af samningi 1. febrúar 2014)

Glæsilegur kaupauki fylgir hverjum samningi Ath. tilboðið gildir aðeins þessa helgi

KLIPPIKORT Í SUPERFORM ATH. AÐEINS ÞESSA HELGI

KOMIÐ OG SKOÐIÐ NÝJU TÆKIN OG SJÁIÐ ÞÆR BREYTINGAR SEM GERÐAR VORU HJÁ OKKUR Í HAUST

Eygló Hulda Valdimarsdóttir Ó!!! Ég hef fengið stafinn Ó. Vill einhver vera svo væn/ vænn að lýsa mér með einu orði sem byrjar á Ó. Atli Geir Júlíusson Tuborg Christmas Brew í Guinnessglasi að lokinni skemmtilegri körfuboltahelgi. Ekki skemmdi fyrir að hún Guðlaug Björt litla systir á 17 ára afmæli í dag með tilheyrandi gleði og bílprófi. Innilega til hamingju með afmælið Guðlaug Björt þú ert uppáhalds yngsta systir mín og stendur þig vel í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Edda Rós Enginn séns að gera samning við þá þarna uppi? Snjór á jólum og einungis þá!

EKKI FARA Í JÓLAKÖTTINN! REYK JA N E SBÆR

Hlökkum til að sjá

þig og þína!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.