Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
www.lyfja.is
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17
16%
12%
af lyfjum utan greiðsluþátttöku
af lausasölulyfjum og öðrum vörum
afsláttur
Sími: 421 0000
Frábært vöruúrval og þjónusta í Reykjanesbæ Félagar í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum njóta sérkjara í Lyfju Reykjanesbæ.
Auglýsingasíminn er 421 0001 Lyfja Reykjanesbæ, Krossmóa 4, sími 421 6565
afsláttur
Við stefnum að vellíðan.
Afgreiðslutími: mán.–fös. 9–19, laugard. 10–16, sunnud. 12–16
vf.is
F I MMTUDAGUR INN 27. NÓ VE MBE R 2 0 14 • 4 6. TÖ LUBLA Ð • 35. Á RGA NGU R
VF-mynd: Eyþór Sæmundsson
Bestu leikararnir koma héðan bls. 16 Ketkrókur snemma á ferðinni?
Verkfall tónlistarkennara hefur gríðarlegar afleiðingar Skólastjóri óttast brottfall nemenda og kennara
V
FÍTON / SÍA
erkfalli tónlistarkennara er nú lokið eftir fimm vikna kjarabaráttu. Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, segir að verkfallið eigi líklega eftir að draga verulegan dilk á eftir sér. Nú þegar hafi nokkrir nemendur hætt námi og eins hefur riðlast verulega nám hjá eldri nemendum skólans sem ljúka áttu námi eða mikilvægum stigsprófum. Hann telur að hætta sé á frekara brottfalli, bæði hjá nemendum sem og kennurum. „Þetta er bara búið að vera alveg svakalegt og alveg með ólíkindum að sveitafélögin hafi ekki samið fyrr en eftir fimm vikna verkfall,“ segir Haraldur. Hann segir tjónið gríðarlegt af völdum verkfallsins. Mikið hafi verið rætt um stöðu barna sem stunda nám við skólann, en Haraldur segir stóran hóp nemenda gleymast í umræðunni. Í skólanum séu nemendur á öllum aldri
einföld reiknivél á ebox.is
sem margir hverjir nýti sér tónlistarnám til stúdentsprófs eða munu sækja tónlistarnám á háskólastigi á næstunni. „Afleiðingarnar eiga eftir að koma í ljós. Það er ekki víst að allir þeir nemendur sem ætluðu sér að útskrifast nái því núna.Prófin sem fyrirhuguð voru í haust falla öll niður.“ Foreldar barna í tónlistarnámi hafi margir hverjir tjáð skólastjóranum að börnin þeirra hafi gengið þungum skrefum að hljóðfærum sínum á meðan verkfallinu stóð. Flestir þeir nemendur standi hreinlega á núllpunkti þegar nám er hafið að nýju. Haraldur segir að komið hafi verið fram við tónlistarkennara af gríðarmikilli vanvirðingu í þessum samningaviðræðum. Kennarar hafi því hreinlega hugsað með sér hvort þeir vilji hreinlega tilheyra þessari stétt áfram eða vinna fyrir þessa vinnuveitendur sem sýni slíka vanvirðingu. Kennsla er hafin á ný og segir skólastjóri að jafnt kennarar og
nemendur hafi brosað út að eyrum á mánudag þegar endurfundir voru. Haraldur telur að það muni taka tíma að ná áttum en stefnt er að því að koma nemendum á rétt ról á næstu dögum. Svo stendur til að halda jólatónleika á næstunni. „Eftir áramót þarf svo að bretta upp ermarnar því mikið starf er fyrir höndum,“ sagði skólastjórinn að endingu. Tónlistarskólakennarar áttu í fimm vikna viðræðum við Launanefnd sveitarfélaga án árangurs. Kennarar sem tilheyra Félagi Tónlistarskólakennara (FT) voru í verkfalli. Annar hópur tónlistarskólakennara eru félagar í Félagi íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) en þeir sömdu í lok síðasta mánaðar. Í Tónlistarskóla Reykjanebæjar starfa 44 tónlistarkennarar, þar af voru 28 í verkfalli en 16 í störfum (félagar í FÍH).
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
XXKjötþjófnaður var nýverið tilkynntur til lögreglunnar á Suðurnesjum. Karlmaður stakk inn á sig kjötvörum, að verðmæti rúmlega 13 þúsund krónur, í Nettó og borgaði svo fyrir eina pepsídós við kassann. Hann ætlaði síðan að yfirgefa verslunina, en var stöðvaður af starfsfólki. Þá framvísaði hann níu pakkningum af kjöti sem hann hafði stungið inn á sig.
ALLIR VELKOMNIR Á NÝJAN STAÐ GLÆSILEGUR MATSEÐILL FYRIR ALLA HAFNARGÖTU 62 - KEFLAVÍK - SÍMI 421 4457
25% AFLSÁTTUR á Nutrilenk 180 stk.
Hringbraut 99 - 577 1150
2
fimmtudagurinn 27. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR
LJÓSIN TENDRUÐ
-fréttir
pósturu vf@vf.is Frá leitinni á Miðnesheiði á mánudag. VF-mynd: Hilmar Bragi
Ljósin verða tendruð á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand í Noregi á Tjarnargötutorgi laugardaginn 29. nóvember kl. 16:00 Dagskrá: Sendiherra Noregs á Íslandi, Cecilie Landsverk, afhendir jólatréð. Tendrun: Andri Sævar Arnarsson nemandi úr Heiðarskóla. Ávarp: Anna Lóa Ólafsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Jólasveinar syngja og spila og stjórna dansi í kringum jólatréð. Heitt kakó og piparkökur.
BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR
BÓKAKONFEKT Guðrún Eva Mínervudóttir og Guðmundur Brynjólfsson munu lesa úr nýútkomnum verkum á Bókakonfekti í Bókasafninu og Ráðhúskaffi í dag kl. 17:00. Kaffi og konfekt og allir velkomnir.
Þriðjudaginn 2. desember kl. 17:00 mun Hallgrímur Helgason rithöfundur fjalla um skáldkonuna Guðrúnu frá Lundi á Bókakonfekti, ásamt því að lesa úr Afdalabarni sem nýlega var endurútgefin. Kaffi og konfekt og allir velkomnir.
FANNST LÁTINN Á MIÐNESHEIÐI – Yfir 100 björgunarsveitarmenn við leit
M
a ð u r s em l ö g re g l an á Suðurnesjum lýsti eftir og leitaði að með aðstoð björgunarsveita fannst látinn í hádeginu á mánudag á Miðnesheiði norður af öryggisgirðingu sem afmarkar haftasvæði Keflavíkurflugvallar. Maðurinn var í heimsókn hjá ættingjum sínum hér á landi en hann var pólskur, 42 ára að aldri, og mun hafa átt við andleg veikindi að stríða. Hann fór frá dvalarstað sínum í Reykjanesbæ um kl. 17:30 á sunnudag og þegar hann skilaði sér ekki heim leituðu ættingjar hans til lögreglu sem fór að svipast um eftir manninum sem var af og til í símasambandi við ættingja sína. Um kl. 23 að kvöldi sunnudags var óskað eftir aðstoð björgunarsveita og hófst skipuleg leit að mann-
inum um miðnættið. Veður fór þá versnandi með vaxandi hvassviðri og rigningu. Um kl. 01 ræddi maðurinn símleiðis við ættingja og gat þá ekki gert grein fyrir því hvar hann var en sagðist vera orðinn blautur og kaldur. Um klukkustund síðar var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar og kom hún til leitar. Björgunarsveitarmenn fundu síðan manninn eins og áður segir og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Ekki er talið að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti en lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins. Yfir 100 björgunarsveitarmenn frá Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í leitinni. Þá var notast við leitarhunda.
Með 24 kókaínpakkningar innvortis
ATVINNA
LAUNAFULLTRÚI Í LAUNADEILD REYKJANESBÆJAR
– Skilaði efninu frá sér á lögreglustöðinni
Tímabundið starf launafulltrúa í launadeild Reykjanesbæjar. Óskað er eftir öflugum starfsmanni til starfa við launavinnslu. Helstu verkefni: · Launaútreikningur · Skráning og yfirferð ráðningar- og launagagna · Upplýsingagjöf til stjórnenda og starfsmanna vegna útborgunar launa · Útreikningur á kjörum og réttindum starfsmanna skv. kjarasamningum · Samskipti við starfsmenn, lífeyrissjóði, stéttarfélög og opinbera aðila Menntunar- og hæfniskröfur: · Stúdentspróf eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun æskileg · Þekking og reynsla af launavinnslu og launabókhaldi ·Þekking og reynsla á Navision launakerfi, á H3 launaog mannauðskerfi og Vinnustund æskileg · Þekking á kjarasamningum og lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna · Góð tölvukunnátta, færni í Excel áskilin · Skipulagshæfni · Góðir samskiptahæfileikar Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru skv. kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is. Umsóknarfrestur er til og með 4. desember 2014 Nánari upplýsingar veitir Elísabet Lovísa Björnsdóttir deildarstjóri launadeildar í síma 421-6700, netfang: elisabet.l.bjornsdottir@ reykjanesbaer.is
Rafmagnslausri íbúð stungið í samband hjá nágranna XXÍbúi í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ dó ekki ráðalaus þegar lokað var fyrir rafmagn íbúðarinnar á dögunum. Íbúinn lagði framlengingarsnúru út um glugga og yfir í aðra íbúð í húsinu. Þar fékk hann afnot af rafmagnstengli og var því aftur kominn með rafmagn í íbúðina sína. Íbúi í fjölbýlishúsinu hafði af þessu talsverðar áhyggjur enda getur stafað talsverð brunahætta af þessu athæfi, þegar jafnvel mörg heimilistæki eru komin inn á fjöltengi í eina innstungu. Haft var samband við HS Veitur vegna málsins. Hjá eldvarnaeftirliti Brunavarna Suðurnesja fengust þær upplýsingar að þar gætu menn ekkert aðhafst í málinu, jafnvel þó það gæti talist alvarlegt. Fulltrúi eldvarnareftirlitsins ætlaði þó að hafa samband við eiganda húsnæðisins en íbúðir í húsinu eru á vegum Reykjanesbæjar. Hjörtur Zakaríasson hjá fasteignum Reykjanesbæjar sagði málið grafalvarlegt. Hann fékk erindið inn á borð til sín sama dag og Víkurfréttir spurðust fyrir um málið hjá honum. Framlengingarsnúran hafði verið fjarlægð þegar starfsmenn bæjarins komu á staðinn.
Íbúðalánasjóður og Sandgerðisbær skipa starfshóp XXSandgerðisbæ hefur verið falið að skipa tvo fulltrúa í starfshóp með Íbúðalánasjóði, samkvæmt minnisblaði framkvæmdastjóra eignasviðs Íbúðalánasjóðs þar sem gerð er tillaga að skipan og starfssviði samráðshóps Íbúðalánasjóðs og Sandgerðisbæjar. Bæjarráð fagnar skipan starfshóps um þetta brýna málefni og leggur til við bæjarstjórn að Ólafur Þór Ólafsson og Daði Bergþórsson verði skipaðir fulltrúar Sandgerðisbæjar í starfshópinn. Bæjarráð leggur jafnframt til að starfstími nefndarinnar verði rýmkaður fram í janúar 2015.
Þakplötur fuku af húsi í Reykjanesbæ XXÁ fimmta tímanum aðfaranótt mánudags barst útkall í Reykjanesbæ þegar þakplötur fóru að fjúka af þriggja hæða blokk í bænum. Einn leitarhópur, sem hafði verið að störfum þá nótt við leit að erlendum manni sem týndur var á Suðurnesjum, var sendur í það verkefni og naut til þess aðstoðar slökkviðliðs Brunavarna Suðurnesja, sem kom með körfubíl til að koma björgunarmönnum upp á þakið.
XXPólskur ríkisborgari sætir nú gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla 24 pakkningum af kókaíni innvortis til landsins. Maðurinn, sem er á fertugsaldri var að koma frá London þegar tollverðir stöðvuðu hann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna gruns um að hann væri með fíkniefni innvortis. Lögreglan á Suðurnesjum færði hann á lögreglustöð þar sem hann skilaði af sér pakkningunum 24, sem innihéldu 120 grömm af kókaíni. Maðurinn sætir gæsluvarðhaldi til næstkomandi föstudags. Rannsókn málsins er á lokastigi.
Sveppirnir virkuðu ekki – Lögreglan handlagði sveppi í heimahúsi XXÍ húsleit sem lögreglan á Suðurnesjum gerði í íbúðarhúsnæði í umdæminu fannst talsvert magn af sveppum í fataskáp í svefnherbergi húsráðanda. Hann viðurkenndi að eiga sveppina og sagðist hafa ætlað að selja þá til Danmerkur. Þeir hefðu hins vegar ekkert virkað á sig þannig að hann hefði tekið ákvörðun um að að henda þeim. Sveppirnir voru haldlagðir.
markhönnun ehf
Kamp Knox ArnAldur indriðAson
mmm mAtreiðslubók mörtu mAríu
3.899 Kr
3.599 Kr
Frábært úrval bókatitla!
saGa þeirra… HelgA guðrún joHnson
Kata steinAr brAgi
öræfi ófeigur sigurðsson
4.354 Kr
4.419 Kr
4.224 Kr
VísindabóK Villa 2 VilHelm Anton jónsson
Hjálp Þorgrímur Þráinsson
berserKjaHliðið eoin Colfer
3.249 Kr
2.969 Kr
bækur
2.859 Kr
Vonarlandið kristín steinsdóttir
4.220 Kr
Gula spjaldið… gunnAr HelgAson
2.991 Kr
Tilboðin gilda 28. - 30. nóv. 2014 www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Höfn · Grindavík Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss · Akureyri
4
fimmtudagurinn 27. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Föndurvörur í úrvali
Hafnargötu 35 - 230 Reykjanesbæ - Sími 421 5121. Opið mánudag - föstudag kl. 11:00 - 18:00. Laugardag kl. 12:00 - 16:00.
Rakavarnarplast og þéttiefni á frábæru verði Raka- og vatnsþéttiefnin frá Múrbúðinni eru vottuð hágæða vara á sérlega hagstæðu verði.
Rakaþolplast 0,2 mm Stærð 4x25metrar= 100m2
kr.
10.590
Bostik Folien rakavarnarlím 315g
kr. 1.065
Bostik/Heydi K11 þéttimúr kr. 4.190 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ
1
1
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Myndarlegur hópur nemenda á starfsbraut FS ásamt kennurum og fulltrúum frá Isavia og Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni en hann hafði milligöngu um gjöfina í gegnum Skötumessuna í Garði.
Isavia gefur nemendum á starfsbraut FS spjaldtölvur I
savia veitti nýlega nemendum á starfsbraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja sex spjaldtölvur að gjöf. Um er að ræða spjaldtölvur að gerðinni Ipad Air ásamt viðeigandi hulstrum, en spjaldtölvurnar munu nýtast í kennslu á starfsbrautinni. Alls eru 42 nemendur á starfsbraut Fjölbrautaskólans og að sögn Þórunnar Svövu Róbertsdóttur sviðsstjóra hefur skólinn verið að þróa sig áfram með notkun spjaldtölva í kennslu fyrir nemendur brautarinnar með góðum árangri. Það hafi því komið upp hugmynd um að kaupa nokkrar slíkar spjaldtölvur til að efla kennsluna. „Við erum mjög ánægð með að Isavia hafi séð sér fært um að gefa okkur þessar sex spjaldtölvur en það mun opna fyrir okkur nýja og spennandi möguleika á að nýta þetta kennsluform á fjölbreyttan hátt. Við erum sífellt að leita nýrra leiða fyrir nemendur okkar í námi til að tryggja að þeir nái sínum besta mögulega námsárangri.“
Spjaldtölvan er tæki sem nýst getur nemendum á fjölþættan hátt, sem námsgagn, boðskiptatæki, kennslutæki og skipulagstæki. Hægt er að nýta sér fjölda af margvíslegum smáforritum og verkefnum til náms og þjálfunar. Spjaldtölvur henta vel í skólastarfi vegna þess að þær eru einfaldar, aðgengilegar, færanlegar og bjóða upp á fjölbreytta og skapandi notkunarmöguleika. Starfsbrautin hefur það markmið að vera leiðandi í breyttum kennsluháttum og nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi. Þröstur Söring, framkvæmdastjóri flugvallarsviðs Keflavíkurflugvallar og Gunnar Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia, mættu í Fjölbrautaskólann á dögunum og afhentu kennurum og nemendum á starfsbrautinni spjaldtölvurnar að gjöf. Eins og sést á meðfylgjandi myndum var mikil ánægja með nýju Ipad spjaldtölvunar meðal nemenda og kennara.
Færðu vélstjórnardeild FS veglegar gjafir
Íslandsbanki ekki til Sandgerðis
„Með ryk í auga“
XXVélstjórnardeild Fjölbrautaskóla Suðurnesja hafa borist veglegar gjafir undanfarið. Vélstjórafélag Suðurnesja gaf deildinni afréttingarbúnað auk þess sem félagið gaf deildinni sérhæfð verkfæri til að vinna með legur, tvær dælur og fjóra rennslismæla.Verðmæti þessara gjafa er vel á aðra milljón króna og mun bæta kennslu í deildinni verulega. Þessi búnaður er mjög fullkominn en honum er stýrt með spjaldtölvu. Afréttingarbúnaðurinn er frá Brammer og dælurnar eru frá Fálkanum en þessi fyrirtæki gáfu verulegan afslátt af búnaðinum að því kemur fram á heimasíðu skólans.
XXBæjaryfirvöld í Sandgerði hafa lýst yfir vonbrigðum með að Landsbankinn lokaði útibúi bankans í Sandgerði. Í framhaldi af því var farið í könnunarviðræður við aðra banka og m.a. fundað með Íslandsbanka um möguleika þess að opna bankaútibú í bæjarfélaginu. Sigrún Árnadóttir gerði grein fyrir viðræðum bæjarins við bankann á síðasta fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Niðurstaða viðræðna við bankann er sú að Íslandsbanki mun ekki opna útibú í Sandgerði, segir Sigrún í samtali við Víkurfréttir.
XXLeikfélag Keflavíkur auglýsir lokasýningar á revíunni „Með ryk í auga“ og hvetur fólk til þess að mæta. „Þetta er sýning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara, bráðfyndin og fast skotið í allar áttir“ segir í fréttatilkynningu félagsins. Nú þegar hafa um tólfhundruð manns sótt sýninguna sem samin er af nokkrum snillingum innan félagsins og leikstjóri er grínistinn Hjálmar Hjálmarsson. Það verður enginn svikinn af því að skella sér í Frumleikhúsið fyrir aðeins 2000 krónur, hlæja svolítið og njóta sýningarinnar sem allir eru að tala um. Sýningar verða föstud. og sunnud. Kl.20.00. Miðapantanir í síma 4212540.
– Lokasýningar um helgina
„Kolaport“ í Grindavík XXKompusala verður í Grindavík allar helgar fram til jóla Kompusalan verður haldin á neðri hæð Veitingahússins Brúarinnar, Hafnargötu 26 í Grindavík, og er opin frá kl. 13-16 bæði laugardaga og sunnudaga. Kompusalan var opin í fyrsta skipti um síðustu helgi og fékk góðar undirtektir Grindvíkinga að sögn Ólafs Arnberg Þórðarsonar. Á staðnum er m.a. bókamarkaður og rennur allur ágóði af honum til Grindavíkurkirkju vegna jólaúthlutunar 2014. Þeir sem vilja vera með í að mynda skemmtilega markaðsstemningu fyrir jólin geta Frá kompusölunni í Grindavík haft samband við Ólaf í síma 894-2013. um síðustu helgi.
VINNUR ÞÚ SPARK? Glæsilegur fyrsti vinningur í jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur Chevrolet Spark er fyrsti vinningur í hinu árvissa jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur. Fáðu þér miða og þú slærð tvær flugur í einu höggi; styrkir gott málefni og átt möguleika á að vinna metsölubílinn Spark sem er allt í senn lipur, sparneytinn og flottur.
Dregið verður 23. desember.
R..E. og þú gester United o Manch ool 14. des. Liverp .* 8. des Dregið
Verðlaunabíllinn Spark LT bensín 1,0L beinskiptur: 1.890.000,-
Verið velkomin í reynsluakstur. Opið alla virka daga frá 9 til 18 og laugardaga frá 10 til 14.
Bílabúð Benna
Njarðarbraut 9 • Reykjanesbæ Sími: 420 3330 • www.benni.is
* Innifalið er flug, gisting og tveir VIP miðar.
ÍÍ DU MD U OM . K O K LUAKSTSUTRU..R K leik YNSSLUA REY N ætir komist á g
6
fimmtudagurinn 27. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-ritstjórnarbréf Olga Björt Þórðardóttir skrifar
-viðtal
pósturuolgabjort@vf.is
Sönghópur Suðurnesja söng m.a. á Ljósanótt og við opnun Hljómahallarinnar á þessu ári.
Í okkar höndum Í flestum ef ekki öllum sveitarfélögum býr fólk sem þykir svo vænt um bæinn sinn að það gefur mikið af tíma sínum í að efla samfélagið þar á einhvern hátt. Þetta fólk er að finna í íþróttahreyfingunni, menningu, listum, stjórnmálum og víðar. Það sem þetta fólk á sameiginlegt er að það er stolt af bænum sínum, talar vel um hann, þykir gott að búa þar og á auðvelt með að sjá tækifærin til að hafa jákvæð og fordæmisgefandi áhrif á samborgara. Hugsjónir og leiðtogahæfni eru orð sem gjarnan eru fest við svona fólk. Menningarverðlaun Reykjanesbæjar, Súlan, eru ekki einungis veitt fyrir gott starf að menningu og listum, heldur eru þau um leið hvatning til annarra um að láta gott af sér leiða. Guðný Kristjánsdóttir hlaut Súluna í ár en hún hefur starfað og verið í stjórn Leikfélags Keflavíkur í 25 ár og lifað og hrærst í menningarheimi bæjarins í rúma þrjá áratugi. Í viðtali í nýjasta tölublaði Víkurfrétta segir Guðný að leikhúsið hafi mikla þýðingu fyrir þá sem koma að horfa og auðvitað fyrir þá sem taka þátt. Stutt sé í slíka afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu því skipti máli að heimafólk sé duglegt að styðja menningu í sínum heimabæ. Eigendur hinnar rúmlega þrítugu verslunar Kóda taka í svipaðan streng í viðtali í Víkurfréttum, en þær hvetja íbúa á svæðinu til að gefa þeim séns og skoða vöruúrvalið. „Við erum alltaf að fá kúnna sem eru búnir að verja heilum degi í Reykjavík sem þeir eru einhverjar mínútur að versla hér,“ segja þær og að í raun geri fæstir sér grein fyrir því hversu margar verslanir og þjónustufyrirtæki séu á svæðinu og hvað þau standi fyrir. Sem betur fer er alltaf til fólk sem vill styðja við verslun og þjónustu í sínum heimabæ og leggur áherslu á að kaupa inn þar. Ástu Ben Sigurðardóttur, verslunarstjóra í Pennanum Eymundssyni, þykir t.a.m. afar vænt um að verslunin sé stundum enn kölluð Bókabúðin, en hjá fyrri eigendum hét hún Bókabúð Keflavíkur. „Hugurinn hjá þessu fólki skiptir miklu máli,“ segir hún í viðtali við Víkurfréttir. Það þyrfti kannski dálítið að „nostalgíuvæða“ hugarfarið meðal íbúa á Suðurnesjum, finna kjarnann og minna á mikilvægi ákvarðana hvers og eins um að leita ekki langt yfir skammt til að sækja listviðburði, menningu, verslun og þjónustu. Við viljum örugglega öll hafa þetta allt til staðar og innan seilingar. Það er því að miklu leyti í höndum íbúanna hvort mannlíf blómstrar í heimabænum, hvort sem það er á aðventunni eða á öðrum tíma ársins.
32% sölustaða seldu ungmennum tóbak Á
– Lakari niðurstaða en síðast
tta sölustaðir seldu ungmennum á aldrinum 14 – 16 ára tóbak. Á Suðurnesjum eru alls 25 sölustaðir tóbaks sem þýðir að hlutfall sölustaða sem seldu ungmennum er 32%, saman borið við 28% í síðustu könnun sem framkvæmd var fyrir tveimur mánuðum, eða 19. september sl. Þetta er niðurstaða tóbakskönnunar á vegum Samtaka félagsmiðstöðva á Suðurnesjum (SamSuð). Könnunin fór fram í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum í síðustu viku. Því voru 68% sölustaða á Suðurnesjum sem seldu
ekki tóbak til ungmenna undir 18 ára aldri. Könnunin fór þannig fram að 14 til 16 ára ungmenni fóru inn á sölustaði og freistuðu þess að fá keypt tóbak. Í kjölfarið ræddi fulltrúi SamSuð við afgreiðslufólk sölustaðar og tilkynnti að um könnun hefði verið að ræða. Afgreiðslufólk var jafnframt hvatt til að biðja viðskiptavini ávalt um skilríki við sölu á tóbaki. Könnunin var gerð með leyfi forráðamanna þeirra sölustaða sem farið var á. Nánar er fjallað um könnunina á vef Víkurfrétta, vf.is.
vf.is
SÍMI 421 0000
■■Fyrstu jólatónleikar Sönghóps Suðurnesja framundan:
„Maggi dregur fram það besta í okkur“ „Þetta eru fyrstu jólatónleikarnir okkar frá því að Maggi Kjartans byrjaði með sönghópinn fyrir fimm árum. Hingað til höfum verið að syngja á elliheimilum, sjúkrahúsinu og á Ljósanótt,“ segja Steina Þórey Ragnarsdóttir formaður og Ragnheiður Halldórsdóttir gjaldkeri Sönghóps Suðurnesja, en hópurinn mun halda tónleika í Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 4. desember og hefjast kl. 20:30. Þar mun söngog leikkonan Jana María Guðmundsdóttir stíga á stokk, auk sönghópsins Víkinganna. Þá munu þrír kórmeðlima syngja einsöng, þau Katrín Jóna Ólafsdóttir, Guðmundur Hermannsson og Bjarni Geir Bjarnason. Einnig ætlar Jóhann Smári Sævarsson, stjórnandi Víkinganna, að taka lagið. Mikill metnaður í stjórnandanum „ Þ e tt a ve rð u r f j öl bre y tt o g skemmtilegt og við við munum flytja skemmtileg og falleg jólalög í léttum stíl. Bæði sem fólk þekkir og ekki. Fastur kjarni Sönghópsins er um 35 manns og við komum heim af æfingu full af gleði í hjartanu. Við erum líka dugleg að hittast og gera ýmislegt annað en að syngja,“ segja Steina og Ragnheiður, sem vilja taka sérstaklega fram að hópurinn væri ekki sá sem hann er ef Magnús Kjartansson væri ekki við stjórnvölinn. „Hann er alveg frábær, skemmtilegur og öflugur og leggur mjög mikinn metnað í þetta
Ragnheiður og Steina.
með okkur. Svo á hann svo auðvelt með að draga fram það besta í okkur öllum.“ Sögur frá gamla tímanum slæðast inn Steina og Ragnheiður segja að það sé mikið hlegið inni á milli laga á æfingum því Magnús komi alltaf með svo skemmtilegar sögur. „Hann leggur einhvern veginn allt í þetta og það er svo greinilegt hvað honum finnst þetta sjálfum skemmtilegt. Það líka gaman fyrir okkur sem eru alin upp hér að hann læðir alltaf inn sögum frá gamla tímanum inn á milli á tónleikum. Þau sem mæta á 4. desember mega því eiga von á frábærri skemmtun,“ segja þær að lokum, með von um að Suðurnesjamenn leiti ekki langt yfir skammt með upplyftingu á aðventunni.
Það líka gaman fyrir okkur sem eru alin upp hér að hann læðir alltaf inn sögum frá gamla tímanum
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Jóhann Páll Kristbjörnsson, Dóróthea Jónsdóttir, johann@vf.is sími 421 0000, Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Prentun: Landsprent hf.0000, P Upplag: 9000 eintök P Prentun: P Dreifing: Landsprent Íslandspóstur hf. P Upplag: P Stafræn 9000 eintök útgáfa:Pwww.vf.is, Dreifing: Íslandspóstur www.kylfingur.is Afgreiðsla: dora@vf.is, Aldís Rut Ragnarsdóttir, Jónsdóttir, sími sími 421421 0000, 0000, aldis@vf.is rut@vf.is,PAldís Jónsdóttir, sími 421 aldis@vf.is Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
sí á
ð kó a þ u ð f a h du og
Kom
m u g e l a t No
r e b m e nóv
Léttarar veiting Happdræ tti
Opið hús í Eldey frumk vöðlasetri 27. nóvembe r kl. 20:00–22 :00
Á lokakvöldi Notalegs nóvembers verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá auk lifandi tónlistar og léttra veitinga. Dregið verður úr happdrætti til styrktar Krabbameinsfélagi Suðurnesja og lukkupottinum í Eldey þar sem heppinn vinningshafi mun hljóta hönnun úr húsinu.
Dagskrá: Lifandi tónlist – Smári klári tekur lagið Maris, hönnunarklasi Suðurnesja Kommisarý hönnunarbúð Pop-up markaður hönnuða Tískusýning hönnuða Opnar vinnustofur og smiðjur: Flugvirkjabúðir Keilis Hakkit – stafræn smiðja fyrir eldhuga Geosilica kynnir nýjar kísilvörur Skapaðu skemmtilega jólamynd hjá Ozzo ljósmyndun Fiskland kynnir framleiðslu á nýju fiskisnakki sem er í þróun Kynning á Vakandi veröld – bók fyrir alla sem bera velferð sína og umhverfisins fyrir brjósti
8
fimmtudagurinn 27. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
HEILSUHORNIÐ Hollari sörur Ég er alin upp við að fá sörur á jólunum og eins og sumir vita þá tilheyri ég stórri bakarísætt þar sem kökur og sætabrauð eru í hávegum höfð þegar fjölskyldan kemur saman. Undanfarin ár höfum við mamma gert sörur saman og við höfum prófað að gera aðeins hollari útgáfu af sörum því okkur þykir þær svo góðar og svo eru þær auðvitað ómissandi hluti af jólunum að mínu mati. Fyrsti í aðventu framundan og því tilvalin að byrja jólabaksturinn og fá kökuilminn í eldhúsið. Ég fann mjög góða uppskrift af sörum sem mig langar að deila með ykkur en uppskriftin er fengin frá www.disukokur.is. Njótið...
ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR
Botn: 3 eggjahvítur (við stofuhita) 1 dl Sukrin melis (sætuefni) 70 g möndlumjöl 10 dr stevía dropar
• Eggjahvíta, sukrin og stevia þeytt saman þar til stíft. Svo er möndlumjöli bætt varlega saman við og blandað með sleif. Sett á bökunarpappír með skeið, eða setja í sprautupoka og sprauta. Uppskriftin en ca 20 stk. Sett í ofn sem er 130 °C (ekki með blæstri) og bakað í 40 mín.
Krem: 1 dl Sukrin melis 2 eggjarauður 8 dr stevía dropar 100 g mjúkt smjör 2 tsk instant kaffi 2 tsk kakó • Öllu blandað vel saman. Kremið er sett á kökunar þegar orðnar kaldar. Gott að nota skeið og gera ‘fjall’ úr kreminu. Kökurnar settar í frysti og svo þegar krem orðið kalt þá bara dýfa kökunum ofan í brætt súkkulaði en gott er að nota lífrænt 70% súkkulaði (t.d. Rapunzel, Balance eða Viviani). Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is, www.facebook.com/grasalaeknir, www.instagram.com/asdisgrasa
Keflvíkingur sendiherra franskrar matargerðar í Skandinavíu
J Ásbrú fimmtudaginn 27. nóvember
11:00 - 14:00 17:00 - 21:00
2790kr Börn 7-12 ára - 995kr
Matseðill
óhann Reynisson var á dögunum sæmdur nafnbótinni sendiherra franskrar matargerðar í Skandinavíu, af klúbbi matreiðslumeistara Frakklands, eða Academie Nationale De Cuisine eins og klúbburinn heitir á frönsku. Í heimi matreiðslunnar verða viðurkenningarnar varla stærri, enda eru allir frægustu kokkar Frakklands í þessum sama klúbbi. Frönsk matargerð er mikils metin á heimsvísu eins og kunnugt er. Keflvíkingurinn Jóhann hlaut viðurkenninguna óvænt en hann hafði þá dvalið í Frakklandi í nokkra daga, þar sem hann vann að verkefni með skóla í París og brá sér á matvælasýningu með hópi franskra matreiðslumeistarar. „Á síðasta deginum með hópnum
var ég tekinn inn í klúbbinn með skjali og medalíu og gerður að sendiherra þeirra í Skandinavíu,“ en viðurkenningin kom Jóhanni algjörlega í opna skjöldu enda vissi hann ekkert af athöfninni. Jóhann hefur átt í nánu samstarfi við ýmsa aðila í matreiðslu í Frakklandi undanfarin ár en sjálfur er hann búsettur í Molde í Noregi þar sem hann starfar sem yfirmatreiðslumaður á Rica Seilet hótelinu. „Ég var svo látinn lesa upp testamentið þeirra í klúbbnum og endaði með medalíu um hálsin. Þeir voru yfir sig hrifnir af því að við skulum læra franska matagerð heima á Íslandi og að við notum frönsk fagorð í eldhúsinu,“ segir Jóhann. Áhugi er fyrir því að franski veitingaskólinn stofni til sambands við veitingaskóla á Íslandi.
Kalkúnn í smjöri Hunangsgljáð skinka Savory stuffing Gott málefni og góður Spark! Alvöru gravy G Fullt af flottu meðlæti
AUGLÝSING
UM KYNNINGARFUND vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulags, fyrir athafnasvæði við Vogavík. Kynningarfundur vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 og deiliskipulags vegna áforma um skrifstofubyggingu, rannsóknastofu og stækkun fiskeldis við Vogavík ásamt drögum að umhverfisskýrslu sem verður til sýnis og umræðu í Álfagerði, Akurgerði 25, Vogum, miðvikudaginn 3. desember nk. kl. 17:00 – 18:00, skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í kjölfar kynningarfundarins verður tillagan lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar fyrir formlega auglýsingu hennar. Vogum, 25. nóvember 2014. Skipulags- og byggingarfulltrúi
Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001
óð málefni hafa verið í fyrirrúmi í starfi Lionsklúbbs Njarðvíkur frá stofnun hans árið 1958. Jólahappdrætti klúbbsins hefur verið árviss viðburður og verið vinsælt, ekki síst fyrir glæsilega vinninga. Á dögunum var tilkynnt um vinninga ársins og er metsölubíllinn Chevrolet Spark frá Bílabúð Benna þar efstur á blaði. Jólahappdrættis Spark verður til sýnis í verslunarmiðstöðinni Krossmóum fram að helgi.
Árni B Hjaltason frá Lionsklúbbi Njarðvíkur og Svavar Grétarsson hjá Bílabúð Benna í Reykjanesbæ, handsala samning um aðal happdrættisvinning ársins.
Rokksafnið fær umfjöllun í tímaritinu Rolling Stone XXDavid Fricke ,blaðamaður hins v ir ta tónlistar tímarits Rolling Stone, fjallaði um Rokksafnið í Hljómahöll í grein þar sem hann gerir upp tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Þar segir hann frá því að safnið sé aðeins steinsnar frá sögufrægum tónlistarstað þar sem hinir íslensku Bítlar hafi fyrst stigið á stokk, en þar á hann við hljómsveitina Hljóma og Stapa. Hann segir að finna megi ýmsa glæsilega muni og merkilega sögu á safninu sem sé aðeins í fimm mínútna fjarlægð frá Flugstöðinni. Þessi glæsilega umfjöllun er sannarlega skrautfjöður í hatt Rokksafnsins
LJÓSA
HÁTÍÐ AÐVENTULJÓS OG SERÍUR Á
25% AFSLÆTTI ALLA HELGINA r % u t 25slát
r % u t 25slát
af
af
Vnr. 49800199 Jólasveinn í rólu, 50 cm.
Vnr. 49800179 Jólasveinn, 55 cm.
7.595
kr.
5.995
kr.
Vnr. 88165979 Snjóbolti, 12 cm, 50 ljós, hvítur og glær.
1.495
GILDIR 27. - 30. NÓVEMBER
kr.
við er í jólas um kapi
LUTÍMI
AFGREIÐS
8-18 Mán-fös ga 10-16 Laugarda
Vnr. 88167106 Stjarna 25 cm, 10 mini ljós.
1.795
kr.
10
fimmtudagurinn 27. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu hilmar@vf.is
■■Hrafn Sveinbjarnarson GK er stærsta fiskiskipið í flota Suðurnesjamanna:
Hrafn Sveinbjarnarson GK við bryggju í Grindavík.
52 menn í áhöfn og alltaf á hálfum hlut – og á hálfu kaupi bæði í landi og á sjó.
Hrafn Sveinbjarnarson GK hélt til veiða á sunnudag í fyrsta skipti eftir umfangsmiklar breytingar á skipinu. Skipið er í dag stærsta fiskiskip í flota Suðurnesjamanna og flaggskipið í útgerðinni hjá Þorbirni hf. í Grindavík. Þorbjörn gerir í dag út fjögur línuskip og tvo frystitogara. Hrafn Sveinbjarnarson GK hefur farið í gegnum gagngerar endurbætur. Skipið var lengt úr 47,90 metrum í 63,3 metra hjá skipasmíðastöð í Póllandi. Skipið kom svo til Grindavíkur í haust og hefur síðustu vikur verið unnið að frágangi á skipinu við bryggju í Grindavík. „Við ákváðum snemma á þessu ári að fara í gagngerar breytingar á fyrirkomulagi útgerðarinnar og á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK. Við ákváðum að setja einn af þremur frystitogurum á söluskrá og setja annan í lengingu til Póllands, sem hafði staðið lengi til,“ segir Eiríkur Óli Dagbjartsson, útgerðarstjóri hjá Þorbirni hf. í samtali við Víkurfréttir. Lengdur um 15,4 metra og skipt um 80 tonn af járni Hrafn Sveinbjarnarson GK kom til Póllands 11. apríl og var lengdur þar um 15,4 metra. Mjög margt í uppsöfnuðu viðhaldi var framkvæmt í leiðinni á vélbúnaði, frystibúnaði og í járni. Gert var við þynningar og í raun var skipt um 80 tonn af járni fyrir utan lenginguna á skipinu. Skipið var allt sandblásið frá toppi til táar. Allt var rifið út af vinnsludekki og gert við tæringar þar. Þá komu fram kröfur um styrkingar á kinnung þannig að allt var rifið úr lestinni einnig. „Að mjög mörgu leyti er þetta skip í rauninni nýtt og reiknað er með að Hrafn Sveinbjarnarson GK verði léttur í viðhaldi næstu árin,“ segir Eiríkur Óli. Hugmyndin um lengingu á skipinu hafði verið til skoðunar í nokkur ár en frá því ákvörðunin var tekin þá var stuttur tími til stefnu og menn voru ekki að velta sér upp úr teikningum í marga mánuði. Í land að morgni og út aftur að kvöldi Nú hefur frystitogurum fækkað á undanförnum árum en þið veðjið á þann hest? „Já, vissulega hefur frystitogurum fækkað mikið og það eru margar ástæður fyrir því. Minnkun í magni er þó alls ekki eins mikil eins og töluleg fækkun skipa. Fyrirtæki hafa verið að hagræða. Við fækkum úr þremur frystitogurum í tvo en ætlum að veiða sem mest af þessum kvóta á þessi tvö skip. Við sameinum áhafnir af þessum þremur skipum á tvö. Við þurftum sem betur fer ekki að segja upp mörgum mönnum. Nú er markmiðið að þessir togarar fari út í 3-4 vikna túra, komi inn að morgni eftir veiðiferð og fari aftur út að kvöldi með nýja áhöfn. Í staðinn fyrir að það séu 26 menn í áhöfn plús skiptimenn, þá eru núna 52 menn í áhöfn og alltaf á hálfum hlut og á hálfu kaupi bæði í landi og á sjó. Við byrjuðum á þessu fyrirkomulagi eftir makríl síðsumars og þetta hefur farið ljómandi vel af stað hjá okkur,“ segir Eiríkur Óli. „Við höfum búið við það nokkur undanfarin ár að olíuverð hefur verið í sögulegu hámarki. Það hefur mikil áhrif á rekstur frystitogara. Afurðaverð lækkuðu og voru orðin mjög lág um tíma en það sem gerði útslagið hjá einhverjum var þessi
Eiríkur Óli Dagbjartsson útgerðarstjóri hjá Þorbirni hf.
fanta skattastefna síðustu ríkisstjórnar þegar veiðigjöldin fóru sérlega illa með þennan útgerðarflokk og í raun og veru má segja að þegar verst lét eins og þetta var sett á í byrjun að þá nánast hreinsaðist út öll framlegð þessara skipa og fyrirtæki brugðust við því“. Skipið gjörbreytist Hvernig skip verður Hrafn Sveinbjarnarson GK eftir breytinguna? „Þetta verður algjör breyting að öllu leyti. Fyrir áhöfnina verður miklu betri starfsmannaaðstaða. Við bættum við tveimur áhafnaklefum og nú verður mjög þægilegt að vera með 26 menn í áhöfn. Það er komin stór og þægileg setustofa. Líkamsræktin um borð hefur verið löguð til og stakkageymslur eru rúmgóðar. Lengra skip verður miklu þægilegra í sjó að leggja. Hann var mjög stuttur og valt mjög skringilega. Það er oft talað um að þetta sé orðið tveggja öldu skip. Skipið hafði verið stytt þegar það var smíðað upphaflega. Það var hannað sem 58 metra skip en stytt um 10 metra vegna reglna um úreldingar sem þá giltu. Þá var tekið úr skipinu stór hluti af lestinni og skipið varð erfitt í sjó að leggja. Hrafn Sveinbjarnarson GK hefur alltaf verið pínulítið erfiður. Hann er mikið skorinn inn undir sig bæði að framan og aftan þannig að skrokkurinn sem gefur okkur formstöðugleika var fremur lítill. Þetta gjörbreyttist núna með þessari lengingu á skipinu. Þegar skipið kom heim frá Póllandi fékk það um 20 metra á hlið og þeir fundu gífurlega breytingu. Auk þess kom hann upp um 70-80 sentimetra varanlega en hann var áður með djúpristustu skipunum í flotanum vegna þess að það þurfti að steypa svo mikið í hann á sínum tíma því honum hafði verið breytt svo mikið að hann hélst vart á réttum kili“.
500 tonn af unnum afurðum Eiríkur Óli segir að stóra breytingin í rekstrinum er að núna eykst lestarrýmið um rúman helming. Hann fer úr 270 tonnum af afurðum í tæp 500 tonn, sem fer þó eftir því um hvaða afurðir er að ræða. Olíurými fer úr 180 tonnum og yfir 300 tonn. Skipið var þannig að það þurfti að koma mjög ört inn til löndunar vegna þess hversu lestin var lítil og þá þurfti skipið stundum að skjótast inn eftir olíu í miðri veiðiferð. Sem dæmi þá fór skipið 12 veiðiferðir á síðasta ári en landaði 26 sinnum. Eiríkur Óli segir að þrátt fyrir þessa annmarka sem voru á skipinu hafi það alltaf verið hagkvæmt í rekstri þar sem vélbúnaður í skipinu sé góður. Þá hafa verið notaðir léttari uppsjávarhlerar við trollið sem hefur gert veiðarfærin léttari í drætti. Í dag er olíunotkun um 7,5 tonn á sólarhring en getur farið upp í 10-12 tonn á sólarhring og þegar tonnið kostar rúmar 100.000 krónur, þá skipta eldsneytissparandi aðgerðir töluverðu máli. Bæði fryst og ferskt Ég veit að þið gælið líka við þá hugmynd að nota Hrafn Sveinbjarnarson GK sem ísfisk eða ferskfisktogara. „Já, það er rétt. Við létum útbúa skipið þannig að það sé með möguleikann auðveldlega til að gera hvoru tveggja. Aftasti hluti lestarinnar, um þriðjungur hennar, er útbúinn þannig að við getum stúkkað hann af. Frystikerfið er þannig að við getum keyrt kælingu á afturlestina og frystingu þar fyrir framan. Þá er hugmyndin að við getum tekið ferskt í lok veiðiferðar. Þá er áhugavert að skoða það alvarlega ef og þegar þar að kemur að fara í 28 daga veiðiferðir en taka þorsk einu sinni í viku og landa honum t.d. 70-80 tonnum á Ísafirði á sunnudagsmorgni og keyra honum þaðan til Grindavíkur þannig að þangað sé hann kominn til vinnslu á mánudegi. Skipið færi svo aftur til veiða og héldi áfram frystingu. Þetta er vel hægt það sem afköst í slægingu eru mjög mikil um borð í skipinu. Þetta eigum við eflaust eftir að prófa en í augnablikinu erum við ofan á í sjófrystingunni. Verðin hafa verið að hækka mikið og þessi rekstur er ágætur í dag og við keppum vel við þetta ferska eins og staðan er núna“.
Hjá Þorbirni sækja frystitogararnir á miðin allt í kringum landið. Vestfjarðamið eru mikil togaramið. „Við erum mikið þar. Við veiðum einnig mikið af gulllaxi og hann er veiddur við suðurströndina. Karfann veiðum við á SV-miðum. Það eru mikil ufsamið austur öll grunnin, frá Grindavík og austur úr. Austfjarðamið eru gjöful og það kemur fyrir að við veiðum út af NA-landi. Við erum hins vegar lítið út af norðurlandi. Við förum líka út fyrir lögsöguna. Við höfum farið í Barentshafið en höfum þá verið á veiðum í norsku og rússnesku lögsögunni. Þá veiðum við úthafskarfa á Reykjaneshrygg, þannig að það er farið víða“. Þorbjörn gerir út tvo frystitogara, Hrafn Sveinbjarnarson GK og Gnúp GK. Þá eru fjögur línuskip í útgerð. Afli línuskipanna eru langmestur þorskur, a.m.k. á þessum tíma á haustin og fram eftir vetri. Afli línuskipanna kemur langmestur til vinnslu í saltfiskverkuninni hjá Þorbirni í Grindavík. Þar eru unnin saltflök fyrir Spánarmarkað og einnig Grikkland og Ítalíu en hjá Þorbirni eru menn nær alveg hættir að fletja. Fiskur og franskar á breska vísu Hjá Þorbirni er einnig verið að vinna ferskan fisk, þá aðallega ýsu
á Bretland og Bandaríkin. Þá eru skipin einnig að veiða löngu og keilu og annan meðafla. Langan og keilan hefur verið unnin í starfsstöð fyrirtækisins í Vogum. Bretarnir hafa verið að nota fiskinn frá ykkur í hið vinsæla „fish and chips“ og þið ætlið að bregða á leik á föstudaginn og bjóða upp á þennan vinsæla rétt hjá ykkur í Grindavík. „Það er rétt. Það kom upp hugmynd hér í fyrra að taka þátt í Fjörugum föstudegi sem hressar stelpur sem eru með fyrirtæki hér við götuna báðu okkur að taka þátt í. Sú hugmynd kom upp að bjóða upp á fisk og franskar og því ræddum við við einn viðskiptavin okkar í Bretlandi sem kom hingað í fyrra og tók þátt í uppákomunni. Hingað kom eigandi fyrirtækis sem rekur 40 staði með fisk og franskar á Lundúnasvæðinu ásamt syni sínum til að taka þátt í verkefninu. Þetta verður endurtekið núna föstudaginn 28. nóvember og í þetta sinn kemur eigandinn frá Bretlandi með tvo kokka með sér og við ætlum bara að hafa gaman,“ segir Eiríkur Óli Dagbjartsson, útgerðarstjóri hjá Þorbirni hf. í Grindavík í samtali við Víkurfréttir.
Viðtal verður sýnt í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld á ÍNN kl. 21:30.
Frá vinnu um borð í skipinu í síðustu viku.
FYRIR ÞIG OG ÞÍNA NÁNUSTU Litróf dýranna Verð: 2.599.-
Maðurinn sem hataði börn
Lína langsokkur - allar sögurnar
Verð: 4.299.-
Verð: 3.999.-
Hátalari þráðlaus Bluetooth & hljóðnemi
Í innsta hring Verð: 3.499.-
TVÆR Í PAKKA! Heyrnartól
Vildarverð: 7.999.Verð: 9.999.-
Maxell Retro DJ Verð: 9.990.-
2vil0da% rafsláttur
Skaraðu fram úr
Fuglaþrugl og Naflakrafl
Verð: 3.999.-
Verð: 3.499.-
[buzz] & [geim] - saman í pakka Verð: 3.299.-
Surtsey í sjónmáli Verð: 7.499.-
Stundarfró Vildarverð: 4.799.Verð áður: 5.999.-
BÆKUR, TÓNLIST, FERÐATÖSKUR OG MIKIÐ ÚRVAL AF GJAFAVÖRUM! Manndómsár
Út í vitann
Skrímslakisi
Verð: 3.299.-
Verð: 3.499.-
Verð: 3.499.-
MUNDU EFTIR GJAFAKORTI PENNANS EYMUNDSSON!
Austurstræti 18
Álfabakka 14b, Mjódd
Hafnarfirði - Strandgötu 31
Ísafirði - Hafnarstræti 2
Skólavörðustíg 11
Kringlunni norður
Keflavík - Sólvallagötu 2
Vestmannaeyjum - Faxastíg 36
Laugavegi 77
Kringlunni suður
Akureyri - Hafnarstræti 91-93
LeifsstöðLeifs Eiríkssonar Flugstöð
Hallarmúla 4
Smáralind
Akranesi - Dalbraut 1
540 2000 2115 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is
Vöruúrval eftiroktóber. verslunum. Upplýsingar birtar með fyrirvaraum umvillur villurog ogmyndabrengl. myndabrengl. Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími tilboða er frá 9. október,mismunandi til og með 12. Upplýsingar erueru birtar með fyrirvara
“BLACK ” FRIDAY
Kræsingar & kostakjör
31%
lambahryggur goði
1.599 2.318 kr/kg
hambo
45%
rgar hryggur-kjö tsel
1.099
kjúklingabringur fe
1.998
rskar - nettó
1.698
kr/kg
1.998
“BL
kjörís 1l
199
kr/kg
kr/pk
tartalettur
40%
10stk
149 249
coke zero
r grísabsókgoruinn
139
ing kjötsel-hr
599
“BLACK ” FRIDAY
40%
50%
698
kr/stk
fanta
99 309
33cl
59 kr/stk
lkl bra
349
pepsi max
99
68%
bakað á staðnuð um
Tilbo
eða me
kr/stk
kr/kg
allt
kr/stk
2l
295
798
FR
2l
55%
bayonneskin ka st jörnugrís
899
1.998
kr/kg
kr/stk | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
Kræsingar & kostakjör
50%
75%
40% hveiti
blenda
2kg
1,17 kg
meistarasögur
149
199
998
249
398
kr/pk
3.990
kr/pk
kr/stk
núðlur
ýmsar teg 85g
98
núðlur
149
popp
ýmsar teg 65g
39
kr/pk
400g
99
59
1.199
169
kr/pk
ískex
1.698
kr/pk
250g
199
kr/pk
299
LACK
kr/pk
IDAY” R75%
t að
34%
chia fræ
70g
toblerone
100g
43%
149 259 kr/stk
Wc pappír
45%
16 rl
699 1.259
afsláttur
oðin gilda alla helgina 27.-30. nóv
kr/pk
eðan birgðir endast aðeins
1000 kr
54%
klementínur
70%
í lausu
99 329
kr/kg maru sænguver
ýmsir litir
1.000 kr/pk
36%
cocoa puffs
799
emerge 250ml
orkudrykkur
59
1 kg
129
1.249
kr/ds
kr/pk
Tilboðin gilda meðan birgðir endast
“BLACK ” FRIDAY
14
fimmtudagurinn 27. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturuolgabjort@vf.is
43 skókassar frá leikskólanum Laut - Jól í skókassa efla vitund um þá sem minna mega sín. XXNemendur og kennarar á leikskólanum Laut í Grindavík örkuðu nýverið til kirkjunnar til að skila af sér Jólum í skókassa. Samtals safnaðist í 43 skókassa ásamt vænni upphæð fyrir sendingarkostnaði. Sagt er frá þessu á vef Grindavíkurbæjar. Með því að vinna þetta verkefni telja þau sig hafa náð að efla samstarf á milli foreldra, nemenda og starfsfólks. Einnig skapaðist tækifæri til að spjalla við börnin um þá sem minna mega sín og hvað við gætum gert þeim til hjálpar. Þau segjast eflaust munu taka þátt aftur að ári. Lokadagur Jóla í skókassa var 15. desember og víða hafa leikskólar tekið þá venju upp að útbúa gjafir með börnunum og senda.
Áttu hæfileikaríkan ungling? – í 8. – 10. bekk á Suðurnesjum XXHæfileika- og söngkeppni Samsuð (Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum) verður haldin föstudaginn 5. desember næstkomandi í Stapanum í Reykjanesbæ. Býr unglingurinn þinn yfir þeim hæfileikum að kunna t.d. að dansa, syngja, galdra eða eitthvað annað sem gæti vakið eftirtekt? Ef svo er viljum við endilega fá hann til að taka þátt. Í verðlaun verða m.a. iPad, skemmtiferð í gokart, lasertag og fleira. Að auki er Playstation 4 tölva í verðlaun fyrir þá félagsmiðstöð sem ber sigur úr býtum í liðakeppni. Kynnir verður Auddi Blö og Steindi jr treður upp. Eftir keppnina verður ball með DJ Stinnson úr Rottweiler. Keppnin er styrkt af Menningarráði Suðurnesja. Nánari upplýsingar hægt að nálgast með því að senda póst á fjorheimar@ reykjanesbaer.is, ella@sandgerdi.is, johannao@grindavik.is, gudbrandur@ svgardur.is eða stefan@vogar.is.
FÉLAGS- OG FAGGREINAFUNDUR verður haldinn í Krossmóa 4, Reykjanesbæ mánudaginn 1. desember kl. 20:00. Dagskrá fundarins: Staðan í kjaramálum Lífeyrismál Önnur mál Kaffiveitingar Stjórnin
Gott úrval skartgripa fyrir útskrift afmæli skírn brúðkaup jól og önnur tækifæri. Sérsmíðum einnig eftir þínu höfði. Opið hjá okkur kl. 10:00 - 18:00 virka daga. Kl. 10:00 - 16:00 laugardaga. Njarðvíkurbraut 9 sími 4211052 - Gsm 8234228.
Systurnar Kristín (t.v.) og Hildur í Kóda.
■■Kóda-systur leggja sig fram við að veita bestu þjónustuna og gott vöruúrval:
Keyptu alpahúfu í stíl við garnhnykil S
ysturnar Kristín og Hildur Kristjánsdætur hafa staðið vaktina í hinni rúmlega þrítugu tískuvöruversluninni Kóda, sem hefur verið leiðandi á Suðurnesjum í sölu á fatnaði, skóm og ýmsum fylgihlutum. Þær segja að flestir íbúar í Reykjanesbæ geri sér líklega ekki grein fyrir því hversu margar verslanir og þjónustufyrirtæki eru á svæðinu og hvað þau standa fyrir. Þær eru afar stoltar af bænum sínum og þakklátar tryggum viðskiptavinum. „Við erum alltaf að fá kúnna sem eru búnir að verja heilum degi í Reykjavík sem þeir eru einhverjar mínútur að versla hér. Þetta er ekki flókið og um að gera að gefa okkur séns og sjá hvað er til á svæðinu hér,“ segir Kristín. Systurnar telja að auðvitað hljóti íbúar að vilja hafa verslanir í miðbæ Reykjanesbæjar. „Við verðum að standa saman sem samfélag og halda úti því sem er í boði. Ég held að flest okkar geri sér ekki grein fyrir því hversu margar verslanir og þjónustufyrirtæki eru á svæðinu og hvað þau standa fyrir,“ segir Kristín.
Aldeilis komnar í jólagírinn Hildur og Kristín segjast vera mjög stoltar af Reykjanesbæ og hér sé gott að búa. „Við erum sterkari eftir því sem fjölbreytnin er meiri á svæðinu. Við eigum einstaklega góða og trygga viðskiptavini, annars værum við ekki búnar að vera hér í rúm 30 ár. Við reynum að þjóna öllum konum á öllum aldri, leggja okkur fram við það að eiga allar stærðir,“ segir Hildur og bætir við að þær systur séu aldeilis komnar í jólagírinn. „Við förum alltaf í bjartsýnis- og stresskast á þessum tíma,“ segir hún og hlær dátt. „Nú ætla ég ekki að kaupa svart“ Spurðar um hvað sé vinsælast og nýjast í versluninni segja þær slár, ponsjó og alls kyns kjóla koma sterk inn. Einnig gyllt, silfrað og pallíettur. „Konur koma inn og segja: Jæja nú ætla ég ekki að kaupa mér svart. Svo labba þær út með allt svart,“ segir Kristín hlæjandi og bætir við að Íslendingar séu bara svo íhaldssamir og hagkvæmir. Þá leggi þær mikla áherslu á að eiga alltaf nóg af buxum í öllum stærðum og gerðum. „Hér finna
konur allt sem þær þurfa í fatnaði; spari- og hversdagsfatnað, skó, skart og aukahluti.“ Uppáhalds bolur í tíu ár Í verslunina Kóda koma konur alveg upp í áttrætt að máta í klefa. „Sumar kíkja líka bara hérna við til að spjalla. Ein kom með prjónahnykil og sagði: „Geturðu nokkuð keypt fyrir mig alpahúfu í svona lit? Rosalega krúttlegt. Við fórum út í innkaupaferð til að finna húfu í þeim lit og komum heim með fjórar. Konan keypti tvær og nýjan bol. Hún sagðist hafa keypt hér bol sem var hennar uppáhalds í tíu ár og varð að fá annan svipaðan. Þetta gengur allt út á þetta persónulega og góða; tengslin við íbúana,“ segja systurnar bjartsýnu.
ALLAR VÖRUR
*
s n i e Að dAg U T m m i f
LengRi AfgReiðsLUTími Um heLginA Reykjanesbæ
lau 10-15
sun 12-16
Timbursala lokuð sunnudag
einni TAX f g jóLA Ree Af V og se ÖRUm R fRAm íUm á sUnn UdAg
opið sUnn Ud
A fRá k L.12-1g 6
giLdiR ekki Af ÖðRUm TiLboðUm giLdiR ekki Af VÖRUm meRkTUm „LægsTA LágA VeRði húsAsmiðjUnnAR“ endA eR þAð LægsTA VeRð sem Við bjóðUm á hVeRjUm TímA * *
LÆG S LÁGA TA VER Ð
HÚSA SMIÐJ UNNA R
Tax free tilboð jafngildir 20,32% afslætti af almennum vörum og 6,54% af matvöru. Að sjálfsögðu stendur Húsasmiðjan skil á virðisaukaskatti til ríkissjóðs.
ALLT fRá gRUnni Að góðU heimiLi síðAn 1956
16
fimmtudagurinn 27. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu eythor@vf.is
ÓSKARSVERÐLAUN
GUÐNÝJAR
Leikhússtýran segir menningu blómstra í Reykjanesbæ
L
eikhússpíran Guðný Kristjánsdóttir hlaut á dögunum Súluna, menningar verðlaun Reykjanesbæjar, fyrir árið 2014. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa unnið vel að menningu og listum en það hefur Guðný svo sannarlega gert. Árið 1993 varð Guðný formaður leikfélags Keflavíkur og allar götur síðan hefur hún verið í stjórn félagsins. Á þeim 25 árum sem liðin eru frá því að Guðný gekk í raðir leikfélagsins hefur hún verið vakin og sofin yfir leikhúsinu, haft með því umsjón og þannig verið nokkurs konar leikhússtjóri. Guðný segir verðlaunin hafa mikla þýðingu fyrir sig enda hafi hún lifað og hrærst í menningarheimi í rúma þrjá áratugi. „Þetta hefur mikla og merkilega þýðingu fyrir mig. Eins og ég sagði við athöfnina þá eru þetta bara eins og Óskarsverðlaun fyrir mig. Það er mjög merkilegt að fá svona viðurkenningu fyrir þau störf sem maður hefur unnið fyrir menningarlíf bæjarins. Ég er ótrúlega stolt og þakklát fyrir verðlaunin,“ sagði Guðný í samtali við blaðamann Víkurfrétta. Reykjanesbær er menningarbær Menningarlífið blómstrar nú hérna í Reykjanesbæ sem aldrei fyrr að sögn Leikhússtjórans. „Ég held að við getum verið stolt af því menningarlífi sem er á svæðinu. Ég tengist auðvitað leikhúslífinu sem hefur verið í blóma í 30 ár. Við erum alltaf að fá öflugt fólk þar inn og sífellt að setja upp metnaðarfyllri sýningar. Þetta er menningarbær, ég hef alltaf sagt það.“ Guðný segir að sífellt sé að koma öflugt fólk inn í starf leikfélagsins en þó sé þar fyrir gríðarlega öflugur kjarni sem vinni óeigingjarnt starf. „Það mikil endurnýjun en það er alltaf ákveðinn kjarni af öflugu fólki sem
er alltaf tilbúið að leggja allt á sig til þess að aðstoða félagið. Við erum mjög öflugt leikfélag sem setjum upp stórar sýningar á hverju ári. Við eru svo heppin að hafa þessar stoðir sem hafa verið hjá okkur í mörg ár.“ Í huga Guðnýjar hefur áhugaleikhús, eins og það sem starfrækt er í Reykjanesbæ, mikla þýðingu fyrir samfélagið. Þar sem öflugt leikfélag sé starfrækt, þar er öflugt menningarstarf, segir hún. „Leikhúsið hefur mikla þýðingu fyrir þá sem koma að horfa og auðvitað fyrir þá sem taka þátt. Við erum auðvitað dálítið nálægt höfuðborgarsvæðinu og því er stutt að fara á sýningar í Reykjavík. Ég held þó að fólk sé að átta sig á því að við erum með mjög öflugt leikfélag hérna.“ Revíurnar mikilvægar fjárhagslega fyrir félagið Guðný segir að flest allir komi til þess að sjá revíurnar hjá leikfélaginu sem vakið hafa mikla athygli. Þær séu afar vinsælar og hafi í raun fleytt leikfélaginu áfram fjárhagslega. „Við erum þó metnaðarfullt félag sem setur upp margar tegundir af sýningum. Í flestum tilfellum mætir fólk og sér hvað við erum að gera. Fólk veit að við erum metnaðarfullt félag og hér má sjá góðar sýningar í góðu leikhúsi,“ en Guðný segir það hafa verð algjöra byltingu þegar Frumleikhúsið var tekið í notkun árið 1997. Hvernig finnst Guðnýju menningarstarf hafa þróast í Reykjanesbæ á síðustu áratugum? „Ef ég tek leikfélagið sem dæmi, þá heyrir maður af því að áður en ég kom þar inn hafi allt verið á hrakhólum. Þá var jafnvel sýnt eða æft í bílskúrum eða skrifstofuhúsnæðum. Þegar ég er svo að byrja þá erum við með Félagsbíó til þess að sýna
Aðventuhátíð
og æfa. Við vorum svo ákveðinn hópur sem barðist fyrir því að fá Frumleikhúsið til afnota. Þarna urðu algjör umskipti fyrir félagið til hins betra.“ Hefur unnið mikið grasrótastarf með börnum Guðný hefur verið ötull talsmaður þess að fá leiklist inn í alla grunnskóla. Hún starfar í Heiðarskóla þar sem hún kennir krökkum allt frá 1. upp í 10. bekk leiklist. „Börn eru opin þegar þau eru í leikskóla. Þau eru ekki feimin og eru til í allt. Við þurfum að halda þessu við og megum ekki láta þau fara inn í einhverja skel þegar þau eru komin í 5.-6. bekk. Ég hef alltaf sagt að ég vilji leiklist í alla skóla, jafnvel þó það sé ekki nema einn tími í viku.“ Hún hefur séð frá fyrstu hendi hversu góð áhrif leiklistin hefur á börnin. „Maður sér hvaða krakkar hafa farið í gegnum leiklistarnámskeið. Því fyrr sem við byrjum með þau því betra. Börnin búa svo vel að því þegar þau fara í framhaldsskóla þar sem þess að krafist að þau standi fyrir framan fólk í hinum ýmsu verkefnum.“
er kannski ástæðan fyrir því að ég fékk þessi verðlaun.“ Guðný á óneitanlega mikið í þeim leikurum úr Reykjanesbæ sem náð hafa langt og hafa útskrifast úr Leiklistarskólanum. „Ég er ekki að segja að það sé allt mér að þakka en þeir voru allir að vinna með mér. Þeir hafa svo komið hingað og leikstýrt hjá okkur og hafa stutt okkar félag. Ég tel að bestu leikararnir komi héðan. Enda hafa þeir svo góðan bakgrunn úr starfi leikfélagsins,“ bætir hún við. Hugurinn lá aldrei í Leiklistarskólann hjá Guðnýju. „Þegar maður er farinn að vinna við þetta þá verða hlutirnir öðruvísi. Þegar þú ert áhugamaður þá tekur þú bara þátt þegar þú vilt, reyndar tek ég alltaf þátt,“ segir Guðný og hlær. Blanda af tónlist og leiklist á heimilinu Fjölskylda Guðnýjar er öll með fingurna í leiklistinni. „Þetta væri
örugglega ekki hægt nema fjölskyldan stæði með manni, þar sem þetta er tímafrekt hobbý. Þetta er reyndar ástríða hjá mér frekar en áhugamál. Þetta er frábær félagsskapur og maður er búinn að eignast alveg gríðarlega marga vini í gegnum tíðina. Við fáum ekkert greitt fyrir þetta peningalega séð, en við fáum alveg ofboðslega mikla ánægju og hamingju út úr þessu, það gefur manni mest.“ Á heimili þeirra Guðnýjar og Júlíusar einginmanns hennar, er menningin í hávegum höfð enda er Júlíus í tónlistinni og Guðný öll í leiklistinni. „Ég giftist auðvitað inn í mikla tónlistarfjölskyldu. Heimili okkar ber þess merki enda eru hljóðfæri út um allt. Börnin spila á hljóðfæri og hafa gaman af því, en þau leika auðvitað líka. Þetta er skemmtileg jöfn blanda inn á okkar heimili.“
Bestu leikararnir koma héðan Guðný hefur einstaklega gaman af því að miðla leiklistinni til barna og telur sig vera sterka á því sviði. „Ég er góð í því held ég og það
Kvenfélag Keflavíkur býður til Aðventuhátíðar eldri borgara á Suðurnesjum í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju 30. nóvember kl. 15:00.
Revían er leikfélaginu mikilvæg á hverju ári: „Það er stundum fast skotið í revíunni en við reynum nú að vera aldrei vond eða illgjörn. Fólk gefur á sér færi og þá nýta höfundarnir sér það,“ segir Guðný.
Kaffiveitingar, söngur, skemmtiatriði og jólahugvekja. Allir eldri borgarar hjartanlega velkomnir. Kvenfélag Keflavíkur þakkar eftirtöldum fyrir stuðninginn
Keflavíkurkirkja
Reykjanesbæ
Um eftirlætishlutverkið: „Ég hef í gegnum tíðina alltaf fengið óskahlutverk og verið heppin að því leytinu til. Eftirlætis hlutverkið mitt er Fjóla tröllastelpa, en við Fjóla erum eitt,“ segir Guðný um hugarfóstur sitt. „Eins kemur upp í hugann Drífa Sigfúsdóttir en ég lék hana nokkrum sinnum og hún kunni því vel. Það er alltaf gaman þegar fólk tekur því vel þegar verið er að gera grín að því.“
markhönnun ehf
YRSA SIGUR ÐARD Ó TTIR DNA „Verk Yrsu standast samanburð við það sem best gerist í glæpasögum samtímans, hvar sem er í heiminum.“ TIMES LITERARY SUPPLEMENT
gæðakonur steinunn siGurðardóttir
dna yrsa siGurðardóttir
3.989 kr
ástarmeIstarInn oddný eir ævarsdóttir
3.899 kr
3.964 kr
Frábært úrval bókatiltla!
gæðakonur steinunn siGurðardóttir
hálfsnert stúlka Bjarni Bjarnason
sveItasæla inGa elsa BerGÞórsdóttir / Gísli eGill hrafnsson
hallgerður Guðni áGústsson
4.874 kr
4.549 kr
4.969 kr
3.959 kr
ChIneasy saholan
veeðurfræðI eyfellIngs Þórður tómasson
matargatIð theodóra j. siGurðardóttir
I köldu stríðI styrmir Gunnarsson
4.409 kr
4.874 kr
bækur
3.749 kr
4.549 kr
Tilboðin gilda 29. - 30. nóv. 2014 www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Höfn · Grindavík Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss · Akureyri
18
fimmtudagurinn 27. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
Guðmundur Rúnar með Barnajól Ú
t er komin diskurinn Barnajól sem inniheldur 16 íslensk jólalög sem sungin hafa verið af börnum og fullorðnum í áratugi. Lögin eru flutt og útsett sérstaklega þannig að þau haldi uppruna sínum og falli vel að jólahaldi og jólaskemmtunum - að ganga í kringum jólatré. Á disknum eru lögin; Nú er Gunna á nýju skónum, Þyrnirós var besta barn, Bráðum koma blessuð jólin, Í skóginum stóð kofi einn, Pabbi segir, Jólasveinar ganga um gólf, Það búa litlir dvergar, Gekk ég yfir sjó og land, Göngum við í kringum, Ég sá mömmu kyssa jólasvein, Adam átti syni sjö, Nú skal segja, Jólasveinar einn og átta, Klukkurnar dinga-
Út er komin diskurinn Barnajól sem inniheldur 16 íslensk jólalög.
linga ling, Snæfinnur snjókarl, Það á að gefa börnum brauð. Flytjendur eru Guðmundur Rúnar ásamt börnum. Diskur þessi er annar í röðinni „Gömlu góðu“, en í fyrra kom út diskurinn „Gömlu góðu barnalögin“.
Sæll herra nóvember! T
alsverð slysahætta skapaði st á F lu g v a l l ar ve g i í Reykjanesbæ í liðinni viku þegar slökkviliðsmaður frá Brunavörnum Suðurnesja hóf að afklæða sig við brunahana sem stendur við götuna. Vatnið gusaðist úr brunahananum og samstarfsmaður slökkviliðs-
mannsins kraup á hné skammt frá. Grunar okkur á VF að þarna væri á ferðinni herra nóvember á dagatali slökkviliðsins fyrir næsta ár. Það mun koma í ljós fljótlega. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Ungar Njarðvíkurmeyjar með húfurnar.
-viðtal
pósturu olgabjort@vf.is
■■ Verslunarstjóri Pennans Eymundsson hefur ávallt trú á bókinni sem góðri jólagjöf:
Margir tala enn um Bókabúðina P
enninn Eymundsson er í húsnæði gömlu Bókabúðar Keflavíkur og Ástu Ben Sigurðardóttur verslunarstjóra þykir vænt um að hún sé af mörgum enn kölluð einfaldlega Bókabúðin. Mikið vöruúrval, sérþekking og góð þjónusta séu það sem skiptir máli. „Já, er þetta í Bókabúðinni?“ segja margir af eldri kynslóðum sem hringja í Pennann Eymundsson í Reykjanesbæ. Ásta Ben Sigurðardóttir verslunarstjóri segir það mjög vinalegt og að henni þyki vænt um það. „Þrátt fyrir samkeppnina við verslanir í Reykjavík er sem betur fer alltaf fólk sem vill bara kaupa í Bókabúðinni og notar það nafnið. Svo er einnig fólk sem vill hafa slíka verslun á svæðinu og kýs þess vegna að versla hér. Hugurinn hjá þessu fólki skiptir miklu máli.“
Miklu meira en bókabúð Ásta telur að fólki myndi bregða við ef bókabúðin færi. „Við erum ekki bara bókabúð. Við þjónustum fyrirtæki líka, erum svo mikil pennabúð. Eymundsson hlutinn er bækur, blöð, diskar og slíkt. Penninn er svo með rekstrarvörur eins og pappír, blekhylki og það sem þarf í rekstur fyrirtækja. Svo erum við með alla skólana; fjölbrautaskólann, Keili, Miðstöð símenntunar og alla grunnskólana. Það er bara frábært og sýnir fjölbreytileikann sem við fáumst við hér og erum að þjónusta stórt svæði. Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir því.“ Allr bækurnar í bókatíðindum Aðventan og tíminn þegar skólar hefjast eru stórar vertíðir hjá bóka-
Ásta Ben Sigurðardóttir, verslunarstjóri.
búðum og ritfangaverslunum. Ásta segir að mikill jólahugur sé í henni og að hún hugsi jákvætt. „Ég held að bókin komi alltaf sterk inn sem jólagjöf. Við erum með allar nýjustu bækurnar og allar bækurnar í bókatíðindum en stórmarkaðarnir eru bara með rjómann af þeim, þær allra vinsælustu. Einnig seljum við geisladiskar, DVD myndir og höfum mikið úrval af gjafavöru. Við útvegum allt, pökkum inn, bjóðum upp á skiptimiða og erum með fólk á gólfinu með sérþekkingu og veitir góða þjónustu. Þetta skiptir allt máli. Svo er fimm prósenta afsláttur fyrir þá sem eru í vildarklúbbnum okkar og það munar um minna. Við erum oft með tilboð líka í tengslum við vildarklúbbinn og þá oft meiri afslátt,“ segir Ásta að lokum.
Við erum með allar nýjustu bækurnar og allar bækurnar í bókatíðindum en stórmarkaðarnir eru bara með rjómann af þeim, þær allra vinsælustu.
Átta hundruð höfuðföt í Reykjanesbæ - til að stuðla að auknu öryggi. XX„Reyknesingar tóku vel við sér og hafa nælt sér í um þúsund stykki hér og í Grindavík á undanförnum vikum,“ segir Magnús Geir Jónsson, þjónustustjóri VÍS í Reykjanesbæ, um húfur og eyrnabönd sem viðskiptavinum hefur staðið til boða undanfarnar vikur. „Þetta er liður í að stuðla að auknu öryggi í umferðinni og kjörið að beina kröftunum að yngstu vegfarendunum, nú fjórða árið í röð. Við viljum vitaskuld að allir séu sýnilegir enda veitir ekki af eftir því sem myrkrið vex. Þótt húfurnar séu á þrotum má fá endurskinsmerki hjá okkur sem henta öllum aldri.“
Jólablöðin eru framundan.Verið tímanlega með auglýsingar
19
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. nóvember 2014
-þingmenn
pósturu eythor@vf.is
Enn ein nefndin leysir ekki vanda Suðurnesja Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingar, lagði fram á Alþingi á dögunum þingsályktunartillögu um eflingu atvinnulífs og samfélag á Suðurnesjum. Við lögðu spurningar fyrir þingmenn Suðurnesja um hvers vegna þeir hafi ekki verið meðflutningsmenn tillögunnar, en einungis Oddný og Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, koma að tillögunni af þeim sjö þingmönnum sem Suðurnesjamenn eiga þetta kjörtímabilið. Hvernig finnst þeim að efla megi samfélagið á Suðurnesjum og hvernig hyggjast þau beita sér í þeim málum? Landhelgisgæslan og Norðurskautsmál til Suðurnesja
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur stofnun starfshóps ekki vera bestu leiðina til þess að efla Suðurnesin. „Það er mín skoðun að það skili meiri árangri að beita sér beint gagnvart framkvæmdavaldinu og ýmsum stof nunum.“ Silja segist að sjálfsögðu vera að vinna að því að efla atvinnulíf og samfélagið á Suðurnejum. Það geri hún í samstafi við aðra þingmenn kjördæmisins, ráðherra og fulltrúa í nefndum þingsins. „Ég þekki samfélagið á Suðurnesjum mjög vel enda fædd hér og uppalin. Ég á í góðu samstarfi við fjölmarga hér á svæðinu og geri það sem ég get til að greiða götu fólks með það að markmiði að efla atvinnulíf og samfélagið hér.“ Silja telur að með því að flytja starfsemi Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja myndu skapast mörg góð störf á svæðinu. „Ég hef einnig mikinn áhuga á Norðurskautsmálum og tel að Suðurnesin eigi góða möguleika á því sviði, þ.e. að miðstöð leitar og björgunar yrði staðsett á Ásbrú þegar til kemur.“
Tillaga um flutning Landhelgisgæslunnar kæfð með ónothæfri skýrslu sérfræðingahóps
Sjálfstæðismaðurinn Ásmundur Friðriksson tekur í sama streng og Silja „Ég veit ekki hvort enn einn verkefnahópurinn sé það sem Suðurnes þurfa á að halda. Á síðasta kjörtímabili kom ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur til Reykjanesbæjar og hélt fund í Víkingaheimum. Þar var samþykkt að stofna verkefnahóp sem skyldi skila niðurstöðu eftir einhverja mánuði og sérfræðingur úr forsætisráðuneytinu stjórnaði hópnum. Margir fundir, margar hugmyndir en stóra niðurstaða og útkoman var að ákveðið var að opna herminjasafn á Ásbrú og í það var ráðinn atvinnulaus maður úr Reykjavík eins og frægt varð. Tillaga um flutning Landhelgisgæslunnar var kæfð með ónothæfri skýrslu sérfræðingahóps. Öll loforð um að Helguvík fengi framlög frá ríkisstjórninni fóru í röðina á eftir Bakka og við munum hvernig það endaði með einu stóru núlli. Að fá einhverja sérfræðinga að segja okkur það sem við nú þegar vitum og kemur engum á óvart er bara tímaeyðsla og kostar fullt af peningum og ergir fólk. Ég veit ekki hvort það breytir einhverju að fá fjóra sérfræðinga til að segja okkur í langri kostnaðarsamri skýrslu að við eigum bara að standa við það sem við segjum þá væri staðan á Suðurnesjum betri en hún er og trúlega færri atvinnulausir og meðallaun hærri en þau eru í dag.“ Ásmundur segist hafa lagt sig fram sem nefndarmaður í atvinnuveganefnd, þar sem hann tekur þátt í að skapa almenna og betri umgjörð fyrir atvinnulífið sem vonandi eigi eftir að hafa jákvæð áhrif á Suður-
nesjum og um allt land. „Ég hef beitt mér sjálfur að fá HS Orku og Norðurál til að ná saman um orkuverð fyrir álverið. Ég hef á vettvangi þingflokksins margrætt þessi mál og lagt fram hugmyndir um að Landsvirkjun verði gert að koma að verkefninu enda næst það aldrei í höfn án frekari og sterkari aðkomu Landsvirkjunar en ráð var fyrir gert í upphafi. Þá hef ég sem þingmaður stutt mörg fyrirtæki með ýmislegt sem þarfnast aðstoðar við í kerfinu og stutt iðnaðarráðherra Ragnheiði Elínu Árnadóttur í mörgum góðum málum sem hún hefur komið á á Suðurnesjum og víðar á kjörtímabilinu.“ Hann segir að ekki það megi gleymast sem vel hefur verið gert. „Gagnaver, þörungavinnsla, fiskeldi og ákvörðun um lagningu nýrra raflína um Suðurnes sem er á lokastigi svo nokkuð sé talið. Ég mun halda áfram að puða í rafmagnsmálum fyrir álverið, uppbyggingunni í Helguvík og á Reykjanesi. Gleymum ekki að Bláa lónið er að fara í 4 milljarða kr. uppbyggingu á hóteli og heilsulindum sem er og verður einstakt í sinni röð. Nýtt hótel við Flugstöðina, Festi í Grindavík breytt í hótel og væntanlega er að fara af stað hótelbygging i Garðinum. Uppbyggingin á Keflavíkurflugvelli fyrir tugmilljarða er ævintýri og á næstu árum munum við sjá frekari uppbyggingu á Suðurnesjum. Gleymum því ekki að það eru frábær tækifæri á Suðurnesjum sem við verðum að grípa. Þar býr dugmikið og gott fólk sem vill sjá svæðið byggjast upp og snúa vörn í sókn. Tölum Suðurnesin upp, tölum upp hugmyndir um eflingu Norðurslóðaverkefna sem Guðmundur Pétursson slæst fyrir með dugnaði. Við þurfum slíka bjartsýni þar sem hlutirnir eru talaðir upp og að lokum verða þeir að veruleika. Við viljum efla Keili, Fisktækniskólann og ferðaþjónustuna á Suðurnesjum, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og löggæslu. Í enda dagsins getum við verið sammála um að við getum öll gert betur og ætla ég mér að gera það.“
áheyrn. Þar er gert ráð fyrir að fjárfestar komi að þeirri verksmiðju ef hagkvæmniathugun verður jákvæð. Um er að ræða 150-200 framtíðarstörf þar sem krafist er 40% háskólamenntunar, 30% iðnmenntunar; 30% vel launuð verkamannastörf og 600 störf á byggingartíma. Í þriðja lagi ráðlagði reynsluboltinn Steingrímur J. okkur nýjum þingmönnum stjórnarflokkanna úr ræðustól á alþingi að í stað þess að flytja þingsályktunartillögur væri hægt að vinna málin í gegnum okkar ráðherra og fór ég að ráðum hans.“ „Eins og fram hefur komið þá hef ég valið þá leið að notfæra mér það að vera í stjórnarliðinu og hvatt ráðherra til að styðja við erlenda fjárfesta sem vilja fjárfesta á Suðurnesjum og bent ráðherrum á þau mál sem ég tel vera samfélaginu á Suðurnesjum til góða. Þar hef ég helst lagt áherslu á hærri framlög til stofnana hér á suðurnesjum svo sem Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Keili og svo að koma Fisktækniskóla Íslands á þjónustusamning eins og aðra skóla. Ég ætla ekki að hreykja mér af árangrinum og hver veit nema ég eigi eftir að reyna aðrar leiðir ef framlög til þessara málaflokka hækka ekki til samræmis við aðra landshluta.“ Páll segir jafnframt að það sé ekki til þess að minnka vandann á Suðurnesjum þegar stærsta sveitarfélagið er jafn illa statt og raunin er. „Hættan er að fyrirtæki veigri sér við að koma ef skattar og þjónustugjöld verða hærri hér en annars staðar. Mikilvægt er að áframhald verði á uppbyggingu á Helguvíkursvæðinu og tel ég að skoða þurfi af alvöru sameiningu við Faxaflóahafnir, það mótel virðist virka vel. Svo má benda á að ágætir hlutir eru í gangi hér á svæðinu, mikil uppbygging verður áfram í Leifsstöð og í Eldey er eitt stærsta og glæsilegasta frumkvöðlasetur landsins sem þjónar frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum auk starfandi fyrirtækja sem vilja efla sig með nýsköpun og vöru-
þróun. Ég vek athygli á því að einmitt núna eru þrír sjóðir að auglýsa styrki til umsóknar en það eru A.V.S. rannsóknarsjóður, Vaxtasamningur Suðurnesja og Nýsköpunarsjóður Landsbankans.
Eflum atvinnustarfsemi sem fyrir er
Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðismaður telur að íbúar Suðurnesja eigi meira skilið en að stofnaður sé enn einn starfshópurinn um atvinnumál á Suðurnesjum. „Ég er þeirrar skoðunar að heimamenn séu best til þess fallnir að afla tækifæra og nýta þau. Það er svo hlutverk okkar sem erum kjörin á Alþingi að skapa betri aðstæður til að atvinnulíf geti vaxið og dafnað. Út úr síðustu vinnu stjórnvalda um eflingu atvinnulífs á Suðurnesjum sem kynnt var með miklum látum kom loforð um eitt stöðugildi við safnarekstur. Það eru miklu fleiri tækifæri á Suðurnesjum og mörg öflug fyrirtæki, stór og smá, í fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Við skulum frekar setja fókusinn á þá starfsemi en þannig tel ég að megi nýta tímann best, þ.e. að hlúa að og efla þá atvinnustarfsemi sem nú fyrir er, þannig geta fyrirtækin ráðið til sín fleira fólk og látið svæðisbundin hjól atvinnulífsins fara að snúast. Þá er hellingur að tækifærum að skapast t.d. í ferðþjónustu á Suðurnesjum en með henni gætu skapast gríðarlega mörg stöðugildi fyrir íbúa svæðisins. Enn fremur má nefna tækifærin sem eru að skapast í sjávarútvegi.“ Vilhjámur hefur að eigin sögn fengið að koma að og vinna í mörgum málum sem tengjast Suðurnesjum. „Fyrst skal nefna það mikilvæga verkefni að efla menntastofnanir svæðisins sem eru uppspretta öflugs atvinnulífs, nýsköpunar og verðmætari starfa. Þar höfum við sér-
staklega verið að vinna með Keili og Fisktækniskólanum. Þá eru málefni Helguvíkur alltaf til skoðunar enda á mörgu að taka þar. Við þingmennirnir höfum haft samráð við stjórn ISAVIA sem er meðal stærsta atvinnurekanda svæðisins og stefnum á að auka það samstarf enn frekar. Þar eru jákvæðustu fréttirnar að stjórnin leggur mesta áherslu á að ljúka skipulagsvinnu á flugvallarsvæðinu. Þar eru mörg tækifæri sem skiptir miklu máli að nýta eins og frekari starfsemi Landhelgisgæslunnar og Lögregluskóla ríkisins að ógleymdri alþjóðlegri björgunarmiðstöð. Ég hef lagt mikla áherslu á að viðhalda fæðingarþjónustu á Suðurnesjum og að sjúkrahúsin í kringum höfuðborgarsvæðið fái aukið hlutverk og aðstaða þeirra þannig nýtt betur. Hér hef ég nefnt nokkur verkefni sem eru í gangi af þeim fjölmörgu bæði stórum og smáum sem er mikilvægt að vinna að og þarf ekki starfshóp til.“ Varðandi hvað megi gera til þess að efla atvinnumál á Suðurnesjum þá segir Vilhjálmur að samvinna og samtakamáttur Suðurnesjamanna skili bestum árangri. „Ég tel að mikil neikvæð umræða skili okkur ekki öflugra atvinnulífi. Heldur ættum við að draga fram jákvæða umræðu um allt það sem vel gengur og þá möguleika sem það býður upp á. Þar má nefna öll þau tækifæri sem við höfum í ferðaþjónustunni, skapa afþreyingu fyrir ferðamenn, en ekkert svæði á landinu hefur jafn marga ferðamenn á svæðinu eins og Suðurnes. Við höfum mestu tengingar við aðra markaði í gegnum flug og sjóflutninga. Það er mikil gróska í menntamálum á svæðinu og nýsköpun í kringum sjávarútveg er mikil bæði í fullvinnslu og fiskeldi. Þeir fjölmörgu aðilar sem eru að vinna að þessum málum hér á Suðurnesjum í dag búa yfir mikilli þekkingu, jákvæðni og vilja. Við eigum að sameinast um að bjóða öðrum frumkvöðlum að koma inn í þetta góða umhverfi til að byggja upp nýja starfsemi.“
Tveir fyrrum fjármálaráðherrar brugðust ekki við vandanum
Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir nokkrar ástæður liggja að baki því að hann var ekki stuðningsmaður að tillögunni. „Í fyrsta lagi tel ég að það leysi ekki vandamálin hér á Suðurnesjum að skipa eina nefndina enn. Margar skýrslur eru til um atvinnumál á Suðurnesjum sem unnar hafa verið af ýmsum hópum, má þar nefna atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. Í öðru lagi velti ég fyrir mér að tveir af flutningsmönnum þessarar ágætu þingsályktunartillögu voru fjármálaráðherrar í síðustu ríkisstjórn án þess að bregðast við þessum mikla vanda á Suðurnesjum sem er ekki að myndast í dag. Við nokkrir framsóknarmenn höfum flutt þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin kanni grundvöll fyrir byggingu áburðarverksmiðju í Helguvík eða Þorlákshöfn en áhugahópur um það mál kynnti það fyrri ríkisstjórn án þess að hljóta
Ásbrú fimmtudaginn 27. nóvember
11:00 - 14:00 17:00 - 21:00
2790kr Börn 7-12 ára - 995kr
Matseðill Kalkúnn í smjöri Hunangsgljáð skinka Savory stuffing Alvöru gravy Fullt af flottu meðlæti
20
fimmtudagurinn 27. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-aðsent
ATVINNA
Starfsmenn í heimaþjónustu og liðveislu Starfsmenn með reynslu af umönnun óskast í tímabundin verkefni í Reykjanesbæ. Við leitum að jákvæðum einstaklingum sem eru góðir í mannlegum samskiptum og hafa ánægju af því að sinna fólki. Viðkomendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skilað inn á heimasíðu Sinnum www.sinnum.is
Ástkær móðir okkar, amma, langamma og langalangamma,
Björg K. Sigurðardóttir, fyrrum kennari í Keflavik,
lést þann 28. nóvember s.l. á Vífilsstaðadeild Landspítalans. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að beiðni hinnar látnu. Sveinbjörn S. Jónsson, Sigrún Ragnarsdóttir, og fjölskyldur.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Gísli Már Marinósson, Sólvallagötu 12, Keflavík,
lést sunnudaginn 16. nóvember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 28. nóvember kl. 13:00. Erla Ásgrímsdóttir, Óskar Ingi Gíslason, Svanfríður Þóra Gísladóttir, Þórhalla Gísladóttir, Karl Hólm Gíslason, Helgi Már Gíslason, Hrafnhildur Gísladóttir, Hildigunnur Gísladóttir, og barnabörn.
Ingibjörg Erla Þórsdóttir, Páll Sólberg Eggertsson,
pósturu vf@vf.is
■■ Margeir Vilhjálmsson skrifar:
Milljarðurinn sem er ekki til Þ
að er auðvelt að vera vitur eftir á. Samfylkingarmenn í Reykjanesbæ voru fyrstir að átta sig og hafa fyrir margt löngu þvegið hendur sínar af því að hafa verið þátttakendur í gjörningi sem í dag mætti flokka undir eitt heljarinnar flopp. Með 10 atkvæðum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var samþykkt að selja fasteignir Reykjanesbæjar inn í Eignarhaldsfélagið Fasteign (EFF) árið 2003. Í Fréttablaðinu fyrir réttum 11 árum mátti lesa fyrirsögnina: „Bæjarsamstæðan snýr tapi í hagnað“. Í fréttinni kemur fram tilkynning frá Reykjanesbæ: „Þessi staða skýrist nær einvörðungu af söluhagnaði af flutningi eigna yfir til Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. sem Reykjanesbær er aðili að.“ Líkast til hefði verið hreinlegast að kalla þetta bókhaldsbrellur. EFF byggði í framhaldinu nýjar og glæsilegar byggingar fyrir Reykjanesbæ sem sómi er að. Akurskólq, innisundlaug, íþróttaakademíu og svo mætti lengi telja. Allt með tilheyrandi kostnaði góðærisáranna, tekið á leigu inn í framtíðina. Á þessum tíma var í tísku að nota fasteignafélög sem voru „sérfræðingar“ í uppbyggingu og viðhaldi fasteigna. Í Hruninu svonefnda fóru öll þau helstu í þrot og ný urðu til. Það sem áður voru Stoðir, Landsafl og Eik eru nú Reitir og Reginn. EFF fór í gegnum sína endurskipulagningu um áramótin 2012-13. Íslandsbanki, Háskólinn í Reykja-
Aðventa
í Keflavíkurkirkju Sunnudaginn 30. nóvember. kl. 11:00 Guðsþjónusta og barnastarf kl. 13:00 Kveikt á ljósum í Hólmsbergskirkjugarði kl. 13:30 Kveikt á ljósum í Gamla kirkjugarði við Aðalgötu. kl. 20:00 Aðventukvöld Eldeyjarkórsins. Sunnudaginn 7. desember. kl. 11:00 Guðsþjónusta og barnastarf kl. 20:00 Jólatónleikar ungmennakórsins Vox Felix. Sunnudaginn 14. desember kl. 11:00 Jólaball Keflavíkurkirkju kl. 20:00 Jólatónleikar Kórs Keflavíkurkirkju, Valdimar er jólagesturinn
vík, Garðabær og hið gjaldþrota Álftanes drógu sig út úr félaginu. Við endurskipulagninguna varð Reykjanesbær stærsti eigandinn með ríflega 55% eigna og tapaði öllu hlutafé sínu. Á móti lækkuðu leiguskuldbindingar og endurkaupaverð fasteigna bæjarins var lækkað verulega í samningunum. Leigutími allra samninga var samræmdur í 27 ár. Reykjanesbær tók á sig viðhald utanhúss. Leigugreiðslur lækkuðu í 600 milljónir í 2 ár (2013 og 2014), en verða svo að jafnaði um milljarður á ári næstu 5 árin þar á eftir (2015 -2019). Í skýrslu Haraldar Líndal „Úttekt á rekstri Reykjanesbæjar og tillögur“ kemur fram að leiguskuldbindingar Reykjanesbæjar séu 13.660.000.000 (hraðlesist þrettán og hálfur milljarður). Samanlagðar skuldbindingar vegna Reykjaneshafna og EFF eru því tuttugu milljarðar eða helmingur af öllum skuldum bæjarfélagsins. Sá sem heldur því fram að leysa megi þann vanda með launalækkun nokkurra bæjarstarfsmanna undir dulnefninu „Blönduð leið“ er ekki með öllum mjalla. Að bæta svo í það 5% launalækkun á bæjarfulltrúa er sorglegt yfirklór. Bæjarbúar vita að á árinu 2013 kostuðu veikindi starfsmanna Reykjanesbæjar jafn mikið og laun bæjarstjóra, bæjarstjórnar og bæjarráðs samanlagt eða 50 milljónir. Mætti ég þá frekar mæla með góðu heilsuátaki. Milljarðurinn sem greiða á til Fasteignar á árinu 2015 er ekki til. Það er alltaf miður þegar skuldunautar geta ekki staðir við skuldbindingar sínar. Sú staðreynd að Reykjanesbær, stærsti einstaki hluthafinn innan EFF, geti ekki staðið við
skuldbindingar sínar á næstu árum mun að öllum líkindum ganga að félaginu dauðu. Ekki hafa þau sveitarfélög sem eru meðeigendur Reykjanesbæjar í EFF heimild til að hlaupa undir bagga inni í félaginu. EFF er sértakt fasteignafélag að því leyti að það var stofnað utan um mjög sérhæfðar fasteignir líkt og leikskóla, skóla, íþróttamannvirki, banka eða jafnvel samgöngumannvirki. Markaður með svo sérhæfðar fasteignir er ekki stór. Ætli það sé mikil eftirspurn á markaði eftir skóla- eða íþróttahúsnæði í Reykjanesbæ? Hvers virði eru Myllubakka- eða Holtaskóli ef Reykjanesbær vill ekki kaupa skólana eða greiða fyrir þá leigu? En Vatnaveröld? Staðreyndin er sú að allar þessar eignir eru verðlausar sé Reykjanesbær ekki tilbúinn að borga. Það er áhættan sem EFF tók með því að kaupa allar fasteignir af Reykjanesbæ á sínum tíma. Nú þarf að semja að nýju því milljarðurinn er ekki til. Nýrrar sýnar meirihluti Reykjanesbæjar virðist vera staurblindur. Hann er í dauðafæri að fella helstu grýlu Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ undanfarin 12 ár; Eignarhaldsfélagið Fasteign. Hver sagði: Kjósum ábyrgð, kjósum festu, kjósum kjark? Það þarf ekki sérfræðing í endurskipulagningu skulda. Það er nóg að hætta að borga. En hvað er gert? Bakari er hengdur fyrir smið. Áfram Keflavík, Margeir Vilhjálmsson
■■ Eyjólfur Eysteinsson skrifar:
Öldungaráð Suðurnesja stofnað S
veitarfélögin og Félag eldri borgara á Suðurnesjum hafa tekið höndum saman og munu standa saman að stofnun Öldungaráðs Suðurnesja þann 29. nóvember á Nesvöllum. Miklar væntingar og vonir eru til þess að samvinna þeirra sem njóta þjónustunnar og þeirra sem veita hana verði til þess að bæta þjónustu við eldri borgara á Suðurnesjum. Sveitarfélögin á Suðurnesjum og Félag eldri borgara á Suðurnesjum hafa gert með sér samkomulag um stofnun öldungaráðs sem gæta eigi hagsmuna eldri borgara og vera bæjarstjórnum til ráðgjafar. Ráðið skal vera ráðgefandi um framtíðarskipulag öldrunarþjónustu, uppbyggingu hjúkrunarheimila, þjónustu- og öryggisíbúða á Suðurnesjum. Öldungaráðið skal einnig vinna að samþættingu þjónustu og vinna að því að efla andlega og líkamlega líðan eldri borgara m.a. með skilvirkri læknisþjónustu, heimahjúkrun, félagslegri heima-
þjónustu, dagvistun, iðju og sjúkraþjálfun sem hvetur til líkamsræktar og lífsleikni. Ráðið skal einng hafa sem víðtækast samráð við samtök aldraðra á Suðurnesjum og aðra þá sem láta málefni þeirra til sín taka. Í dag er staðan þannig að það bíða tuttugu og níu sjúkir aldraðir eftir hjúkrunarrýmum á Suðurnesjum og það stefnir í óefni ef ekkert verður aðgert nú þegar. Efla þarf enn heimahjúkrun og heimilishjálp en meira þarf til þess að mæta þörfinni þar sem ljóst er að eldri borgurum mun fjölga mjög á næstu árum. Bráðnauðsynlegt er að sveitarfélögin í Heilbrigðisumdæmi Suðurnesja marki saman stefnu sem first um framtíðarskipan þjónustu við eldri borgara um fjölgun hjúkrunarrýma og víðtæka þjónustu við þá, öllum til góða í framtíðinni. Stofnun Öldungaráðs Suðurnesja er mikilvægur áfangi í þeirri vinnu. Eyjólfur Eysteinsson, formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum
21
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. nóvember 2014
-fs-ingur
vikunnar
-afþreying
Ginningarfífl gagnvart ofurhetjum
Hræðist sumar og sól Vigdís Rún Reynisdóttir er FS-ingur vikunnar að þessu sinni. Hún er 18 ára gömul og kemur frá Raufarhöfn, en býr í Garðinum. Hún hræðist fátt meira en sumar og sól. Vigdís ætlar sér að verða kokkur í framtíðinni. Á hvaða braut ertu?
Hvað sástu síðast í bíó og hvernig var sú mynd?
Félagsfræðibraut.
Hvaðan ertu og aldur?
Ég er frá Raufarhöfn og er 18 ára. Helsti kostur FS?
Hvað bókasafnið er opið lengi þegar lokaprófin eru. Hjúskaparstaða?
Á lausu.
Hvað hræðistu mest?
Sumar og sól.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Díana Dröfn út af dansinum. Hver er fyndnastur í skólanum?
Annabell, hún sökkaði.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Dr pepper.
Hver er þinn helsti galli?
Frek.
Hvað er heitasta parið í skólanum?
Þekki ekkert par þar sem eru bæði í skólanum. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Easy, sleppa lokaprófum. Áttu þér viðurnefni?
Vigga.
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Heyrðu félagslífið er búið að bætast töluvert en get ekki sagt að ég taki mikinn þátt í því. Áhugamál?
Elda.
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Kokkur.
Ertu að vinna með skóla?
Yes, Samkaup Strax í Garðinum. María Bustos.
Kennari:
Símon
Fag í skólanum:
Kvikmynd:
The Silence of the lambs Hljómsveit/tónlistarmaður:
Enska
Avenged sevenfold og metallica
Sjónvarpsþættir:
Smallville, despó, Sex and the city og Friends
-
Ziddlettu.
Hver er best klædd/ur í FS?
Aldís.
Eftirlætis
Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
Leikari:
Morgan Freeman
Flíkin:
All saints kjóllinn sem pabbi gaf mér Skyndibiti:
Olsen
Hvað tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)?
Goodbye my love goodbye með Demis Roussos
Vefsíður:
Primewire
ung
LANGAR AÐ VERÐA LJÓSMÓÐIR, HJÚKRUNARKONA EÐA FLUGFREYJA
Karen Jóna Steinarsdóttir er nemandi í 10. bekk í Njarðvíkurskóla. Áhugamál hennar eru körfubolti og þverflauta. Hún segir að íslenska sé leiðinlegasta fagið í skólanum og krakkarnir væru það skemmtilegasta við Njarðvíkurskóla. Hvað gerirðu eftir skóla? Ég læri fer svo á æfingar og hitti vinkonurnar mínar. Hver eru áhugamál þín? Áhugamálin mín eru körfubolti og spila á þverflautu. Uppáhalds fag í skólanum? Uppáhalds fagið mitt í skólanum er danska og enska. En leiðinlegasta? Það myndi vera íslenska. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Beyoncé. Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Væri til í að geta flogið. Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Ljósmóðir, hjúkrunarkona eða flugfreyja. Hver er frægastur
í símanum þínum? Laufey og Agnes. Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Páll Óskar. Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Ég myndi stríða bróður mínum og vinkonum. Hvað er uppáhalds appið þitt? Snapchat eða Instagram.. Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Hress og skemmtileg. Hvað er skemmtilegast við Njarðvíkurskóla? Krakkarnir. Hvaða lag myndi lýsa þér best? Örugglega bara - Thinking Out Loud með Ed Sheeran. Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Ég veit það bara ekki.
Sandgerðingurinn Jóhann Jóhannsson les mikið eftir íslenska höfunda. Hljómsveitin Valdimar eru í miklu uppáhaldi hjá Sandgerðingnum en einnig hefur hin ferska reggísveit AmabadamA hrifið hann. Þegar kemur að sjónvarpsglápi þá eiga ofurhetjur hug hans allan. Jóhann er 33 ára nýkrýndur heimsmeistari í Olsen Olsen. Hann er mikill áhugamaður um skegg enda skeggprúður mjög. Bókin
Ég reyni að lesa sem allra mest. Er kannski ekki með Kafka eða Tolstoj á náttborðinu en reyni að lesa sem flest eftir íslenska höfunda. Núna er ég að lesa bókina Kata eftir Steinar Braga. Sumar bækur leita ég þó oft í og les til dæmis reglulega Fiskur og Fiskur fyrir lífið, en það eru sjálfshjálparbækur sem gefa manni nýja sýn á vinnu og einkalífið. Annars reyni ég eftir fremsta megni að viðhalda þekkingu minni í íþróttafræði með því að lesa bækur og greinar þeim tengdum. Tónlistin
Nýi Valdimar diskurinn er í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er einfaldlega enginn maður með mönnum nema að hlusta reglulega á flauelsmjúka röddu Valdimars. Það er stundum sagt að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi en svo er ekki með drengina í Valdimar, þeir eiga s t ór a n o g öf lu g a n aðdáendahóp á Suðurnesjum og um land allt. Svo er önnur íslensk hljómsveit sem fær mikla hlustun hjá mér en það er AmabadamA. Ég heyrði misvitran útvarpsmann á Bylgjunni missa út úr sér um daginn að hvítir menn ættu ekki að spila reggí. Burt séð frá bullandi fordómum í þessum orðum þá hefur hann greinilega ekki heyrt íslenskt reggí! Svo er ég byrjaður að hlusta á hljómsveitirnar sem búið er að tilkynna á ATP ICELAND næsta sumar. Það er partý sem enginn má láta fram hjá sér fara. Í erlendu deildinni er ég í raun alger alæta. Dett samt oft í fornt en frægt (golden oldies), allt frá Earth, Wind and fire til Ed Sheeran ratar undir nálina hjá mér. Er meira að segja nýbúinn að sjá hinn rauðhærða Sheeran á tónleikum sem voru magnaðir! Sjónvarpsþátturinn
Besta: Bíómynd? The Impossible Sjónvarpsþáttur? Modern Family er uppáhalds þátturinn. Tónlistarmaður/Hljómsveit? Beyoncé. Matur? Fajitas er uppáhalds matur. Drykkur? Vatn og appelsínu safi Leikari/Leikkona? Jim Carrey Fatabúð? Topshop, H&M, Forever21. Vefsíða? Facebook. Bók? The Fault In Our Stars.
Horfi mjög lítið á sjónvarp, en dett inn í eina og eina seríu. Þessa stundina er Gotham þættirnir í miklu uppáhaldi hjá mér. Þeir fjalla um lögreglustjórann Gordon og byrjunardaga hans í lögregluliði Gothams. Ég bíð spenntur eftir nýjustu seríunum af Vikings og Game of Thrones. í kvikmyndadeildinni er ég ginningarfífl gagnvart ofurhetjumyndum í hvaða formi sem er. Síðustu ár hefur verið gósentíð hjá mér þar sem hver hetjumyndin af annarri rennur út eins og heitar lummur í framleiðslulandinu Hollywood, en þó eru það ekki bara bandarískar myndir sem ná mér því ég fann algera gullnámu þegar ég tengdist Netflix. Þar er að finna ógrynni af kínverskum KungFu/ofurhetjumyndum sem ég á til að gleyma mér yfir.
póstur u eythor@vf.is
Jólablöð VF eru framundan. Pantið auglýsingapláss í s. 421 0001
22
fimmtudagurinn 27. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-íþróttir
pósturu eythor@vf.is
Qatar og Kína á sama árinu
VF-mynd: Eyþór Sæmundsson
-Sunneva Dögg er sundkona á uppleið
S
unneva Dögg Friðriksdóttir og Kristófer Sigurðsson eru fyrstu sundmenn ÍRB um nokkurt skeið til þess að ná yfir 750 FINA stigum en þau hafa bæði unnið til fjölda Íslandsmeistaratitla á undanförnum árum. Bæði skipa þau sér í flokk með efnilegra sundfólki landsins, jafnvel á Norðurlöndum eða Evrópu ef út í það er farið. Þau halda til Qatar í Mið austurlöndum í vikulok þar sem heimsmeistaramótið í 25 metra laug fer fram. Sunneva, sem er 15 ára, er of ung til þess að keppa á mótinu en mun fara til Qatar á sérstökum styrk á vegum FINA og stunda æfingar meðal þeirra bestu í heiminum. Hún segist vera orðin frekar spennt enda um ansi framandi slóðir að ræða. Sunneva hefur þó reynslu í þeim efnum þar sem hún tók þátt á Ólympíuleikum æskunnar í Kína í sumar með liði Íslands. Þar hlotnaðist henni sá heiður að vera fánaberi liðsins. „Það var mjög mikið öðruvísi í Kína. Ég býst við að upplifa eitthvað svipað í Qatar. Það er varla hægt að finna lýsingarorð til að lýsa reynslunni í Kína. Það var svakaleg upplifun að sjá topp sundmenn á heimsvísu.“ Sunneva segist hafa lært talsvert af því að fylgjast með æfingum og venjum þeirra bestu í Kína. „Maður fær að ferðast mikið ef vel gengur. Það er mjög hvetjandi til þess að ferðast víða,“ segir Sunneva sem núna stefnir nú á að komast á heimsmeistaramót unglinga sem haldið er í Singapore. „Skrýtnu löndin sem fáir heimsækja heilla sérstaklega.“ Sunneva er komin með 754 FINA stig, en þau stig eru notuð sem
mælikvarði á styrkleika sundmanna á heimsvísu. Hún er ásamt Kristófer eini sundmaður félagsins með yfir 750 stig að svo stöddu. Sunneva er aðeins önnur ÍRB kvenna til þess að ná þessum áfanga, en ÍRB hefur átt alls átta sundmenn sem hafa náð þessum stigafjölda, þeirra á meðal er Erla Dögg Haraldsdóttir Ólympíufari og fyrrum Íþróttamaður Reykjanesbæjar. „Erla Dögg hefur alltaf verið mín fyrirmynd, alveg síðan ég man eftir mér. Hún hefur aðstoðað mig mikið og það er gott að leita til hennar,“ segir Sunneva. Það hefur verið lengi verið markmið hennar að ná yfir 750 FINA stig. Hún sér fyrir sér að fara út í háskóla erlendis þar sem hægt væri að nota sundið til þess að fá skólastyrk. „Ég ætla svo að reyna að komast á Ólympíuleikana í Ríó árið 2016.“ Sagði skilið við sælgæti Hvað varðar mataræði samhliða æfingum þá segir Sunneva að hún borði nánast hvað sem er, enda þurfi hún á mikilli orku að halda við æfingar. Hún hefur þó sagt skilið við sælgæti að svo stöddu. „Ég ákvað svo sem ekki að hætta borða nammi fyrir sundið en manni líður bara miklu betur þegar maður borðar hollt.“ Sunneva hefur æft sund frá fimm ára aldri og hefur því æft í tíu ár. Hún æfir mikið að segir það vera lítið mál að púsla öllu saman með góðu skipulagi. „Mér hefur alltaf fundist gaman í sundi. Það er bara númer 1, 2 og 3 að hafa gaman af þessu, án þess nær maður litlum árangri. Þetta er það erfið íþrótt.“
Metnaðarfull: Sunneva á sér háleit markmið en hana langar til þess að stunda nám í Bandaríkjunum og synda á Ólympíuleikum.
Komst í heimsklassa eftir að hafa íhugað að hætta - Jákvætt viðhorf gerir gæfumuninn
K
eflvíkingurinn Kristófer Sigurðsson hefur komist í fremstu röð sundmanna landsins á skömmum tíma. Á uppskeruhátíð Sundsambands Íslands á dögunum var hann valinn karlkyns sundmaður Íslandsmeistaramótsins í 25 metra laug fyrir árangur sinn í 400 metra skriðsundi, en hann varð Íslandsmeistari í þeirri grein, en auk þess er hann Íslandsmeistari í 100 og 200 metra skriðsundi. Hann mun keppa á Heimsmeistaramótinu í Doha í Qatar í þessum þremur greinum. Hann setti sér það markmið í vor að komast á mótið í Qatar, en Kristófer segir sundmenn stöðugt vera að setja sér markmið, hvort sem það snúist um að bæta tækni, tíma eða styrk. „Ég vissi að ég gæti náð þessum tímum ef ég Syndandi lækni: Kristófer er nýlega orðinn 19 æfði nóg. Ég útilokaði þetta ára og tekur stefnuna á háskólanám í Bandaaldrei,“ segir sundmaðurríkjunum næsta haust. Nú þegar hefur fjöldi inn öf lugi. Stöðugur skóla haft samband við hann en Kristófer stígandi hefur verið hjá stefnir á að læra til læknis.
Kristófer á þessu ári og er hann sífellt að bæta sig. Hann segir engan leyndardóm liggja að baki þessum árangri, en líklega hefur jákvætt viðhorf breytt miklu. „Þetta er bara spurning um að vera jákvæður og aldrei efast um getu sína. Aldrei draga sjálfan þig niður með neikvæðum hugsunum, þá nærðu aldrei því sem þú ætlar þér,“ segir hann. „Það er mikilvægt að vera með hausinn í lagi. Þetta er bara þú og vatnið þegar uppi er staðið,“ bætir hann við. Það er ekki langt síðan að Kristófer íhugaði að hætta í sundi. Árangurinn lét þá á sér standa og ekki var mikið um bætingar. Svo skyndilega breyttist allt. „Ég var góður þegar ég var 11-12 ára. Næstu ár eftir það voru frekar erfið hjá mér. Ég var ekki langt frá því að hætta á tímabili. Síðan allt í einu þá fór ég að bæta mig töluvert, ég veit ekki alveg hvað gerðist,“ en það var bara síðast fyrir rúmu ári síðan að Kristófer íhugaði að hætta að synda. „Ég er mjög feginn í dag að hafa ekki hætt,“ segir hann en í dag er Kristófer að daðra við að vera í heimsklassa í sundinu. „Það er skrýtið að hugsa til þess að hafa náð þessum árangri svo skömmu eftir að hafa
hugsað um að hætta, en á sama tíma skemmtilegt til þess að hugsa.“ „Ég hef þurft að hafa heilmikið fyrir þessu og mikil vinna að baki þessum árangri.“ Þar er Kristófer ekkert að ýkja en hann syndir að jafnaði 10-12 sinnum í viku. Lyftir fimm sinnum og stundar svo jóga líka. „Það koma alveg tímar þar sem erfitt er að fókusa enda er auðvelt að finna sér afsökun fyrir því að æfa ekki. En maður rífur sig alltaf upp og æfir af krafti. Það er eina leiðin til þess að ná þeim árangri sem maður stefnir að.“ Af hverju ekki? Hann segist sáttur við frammistöðu sína á ÍM25 á dögunum. „Ég hefði viljað ná A-lágmörkum í 400 metra skriðsundi en ég var grátlega nærri því,“ en Kristófer ætlar sér að ná þessum Alágmörkum í 200 og 400 metra skriðsundi á mótinu í Qatar, þá verður hann sáttur. Hann á sér háleit markmið og gælir jafnvel við það að fara á stærsta sviðið, sjálfa Ólympíuleikana árið 2016. „Það væri alls ekki leiðinlegt að fara á Ólympíuleikana í Ríó. Af hverju ekki?“
23
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. nóvember 2014
Sindri Freyr bikarmeistari í kraftlyftingum Massafólk gerði góða ferð norður XXMassafólk gerði góða ferð norður á Akureyri um liðna helgi þar sem bikarmót í kraftlyftingum var haldið. Njarðvíkingurinn Sindri Freyr Arnarson varð þar bikarmeistari í 74 kg. flokki. Hann jafnaði Íslandsmetið í hnébeygju 210 kg og sló sitt eigið Íslandsmet í bekkpressu, sem er 167,5 kg. Hörður Birkisson frá Massa hafnaði í þriðja sæti í 74 kg. flokki, en hann setti persónulegt met í hnébeygju eða 207,5 kg. Ellert Björn Ómarsson frá Massa hafnaði svo í öðru sæti í 83 kg flokki en hann lyfti samtals 510 kg. Alls fóru á annan tug Massafólk norður, keppendur og stuðningsmenn og stóðu sig með mikilli prýði.
AUGLÝSING
UM KYNNINGARFUND vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulags, fyrir athafnasvæði við Vogavík. Kynningarfundur vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 og deiliskipulags vegna áforma um skrifstofubyggingu, rannsóknastofu og stækkun fiskeldis við Vogavík ásamt drögum að umhverfisskýrslu sem verður til sýnis og umræðu í Álfagerði, Akurgerði 25, Vogum, miðvikudaginn 3. desember nk. kl. 17:00 – 18:00, skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í kjölfar kynningarfundarins verður tillagan lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar fyrir formlega auglýsingu hennar.
ÍRB með flest verðlaun annað árið í röð
Vogum, 25. nóvember 2014. Skipulags- og byggingarfulltrúi
Gríðarlegar bætingar milli ára XXSundfélag ÍRB var með flesta sundmenn í efstu þremur sætunum íslenskra sundmanna á Íslandsmeistaramóti í 25 metra laug, sem fram fór í Hafnarfirði á dögunum. Þetta er annað árið í röð sem ÍRB nær þessum árangri en ÍRB vann til 45 verðlauna á mótinu. Núna var ÍRB með 14 sundmenn í fyrsta sæti íslenskra sundmanna, 15 í öðru sæti og 16 í þriðja. Í ár voru níu fleiri sundmenn en í fyrra í fyrsta sæti og fjórum fleiri í heildina í efstu þremur sætunum heldur en fyrir ári. ÍRB var einnig með flesta sundmenn í úrslitum allt mótið. -Meistarar á leiðinni á Norðurlandameistaramót Íslandsmeistarar ÍRB frá mótinu þau: Baldvin Sigmarsson, Þröstur Bjarnason, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir og Íris Ósk Hilmarsdóttir munu öll keppa á Norðurlandameistaramóti unglinga í Svíþjóð í desember. Þessir ungu sundmenn syntu mjög vel á Íslandsmótinu á dögunum og voru öll á tímum innan við 2% frá lágmörkum á heimsmeistaramótið. Allir sundmennirnir fimm eiga Íslandsmet í sínum aldursflokki en það nýjasta er met í Telpnaflokki (13-14 ára) sem Karen Mist Arngeirsdóttir setti í 100 m bringusundi á Íslandsmótinu í 25 metra laug. Hún synti á 1:11.91 og var þetta í þriðja sinn sem hún bætir metið á þessu ári.
Sigurður tekur við af Helga Jónasi XXSigurður Ingimundarson mun taka við þjálfun karlaliðs Keflavíkur í Domino's deild karla í körfubolta af Helga Jónasi Guðfinnssyni, sem glímir við hjartsláttartruflanir og hefur því ákveðið að stíga til hliðar. Sigurður er öllum hnútum kunnugur hjá karlaliðinu en hann hefur unnið fjölda titla með liðinu bæði sem þjálfari og leikmaður. Sigurður mun áfram þjálfa kvennalið félagsins en þar tók hann við í vor.
Aftur töpuðu Elvar og félagar Í viðtali við New York Post XXElvar Már Friðriksson og félagar í LIU Brooklyn háskólanum töpuðu öðrum leik sínum á tímabilinu í bandarísku NCAA deildinni. Að þessi sinni tapaði liðið eftir framlenginu, 74-70, gegn St. Joseph's skólanum, þar sem Njarðvíkingurinn Elvar skoraði 12 stig og gaf tvær stoðsendingar á 27 mínútum. Liðið fer ekki of vel af stað í háskólakörfunni en báðir leikir tímabilsins hafa tapast. Elvar er þó strax byrjaður að vekja athygli í New York borg. Hann var ásamt Martin Hermannssyni í viðtali við hið þekkta dagblað New York Post um helgina. Þar er m.a. farið yfir feril strákanna sem hafa þekkst frá því að þeir voru hvítvoðungar. Það er skemmtilegt að segja frá því að talað er um að Elvar komi frá 10.000 manna samfélagi þar sem séu 12 veitingastaðir.
-
smáauglýsingar ÓSKAST
ÞJÓNUSTA
Ég er rólegur og vandaður 45 ára gamall maður sem er að leita litlu herbergi til langtímaleigu frá 1.des.2014 í Reykjanesbær nálægt Krossmóa. Gæti verið herbergi frá 9 til 20fm. Sturta er ekki nauðsynleg. Ég hvorki reyki né drekk. s: 8216877 eða netfang: jaroslav@internet.is
Tek að mér að stytta buxur, skipta um rennilása ofl. þessháttar. Vönduð vinnubrögð. Lína Björk Sigmundsdóttir, klæðskeri, Njarðvíkurbraut 14, 866 2361 Jólasnyrting.Tek að mér að klippa og snyrta smáhunda.Góð reynsla.Sjá á FB. undir hundasnyrting. Kristín s. 897 9002
GEFINS
NÝTT
Forvarnir með næringu
Talandi páfagaukur fæst gefins. Vegna búferlaflutninga höfum við ákveðið að gefa páfagaukinn okkar, hana Trínu. Upplýsingar í síma 869 3317
Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla
Opið alla daga fram á kvöld
STAPAFELL
Hafnargötu 50, Keflavík
Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
a g u a
Revía
vf.is
FIMMTUDAGINN 27. NÓVEMBER 2014 • 46. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR
-mundi Er einhver búin að láta Grétar Óla vita af þessu framlengingarsnúrutrixi?
Gott fyrir heimilið Á MÚRBÚÐARVERÐI
VIKAN Á VEFNUM Þórður Helgi Þórðarson Jess! Komst í Óskalögin....vissulega skellur að Stefán Hilmarsson hafi ekki fengið tækifæri að syngja þetta fallega lag. Þetta þurfið þið, kæra þjóð að lifa með á samviskunni til eilífðarnóns
Kaffivél með Thermo hitakönnu 10-12 bolla, 900w
2.490,-
Spandy heimilisryksugan • 1600W • mikill sogkraftur > 18KPA • margnota poki
6.690,-
Öflugur djús/ávaxtablandari með 1,3 l glerkönnu
3.990,-
Margrét Knútsdóttir Þá er þessu námi lokið og mamma mín kom og fagnaði þessum áfanga með mér og ég fékk óvænta sendingu frá Thelma Jónsdóttir takk elskuleg Kjartan Már Kjartansson Fékk minn skammt frá Pétri Jóhanni Sigfússyni, grínsnillingi og uppstandara, á frábærri skemmtun hans í Stapa í gærkvöldi. Er feginn hvað allir gátu hlegið mikið og haft gaman saman. Það skiptir öllu máli að tapa ekki gleðinni.
Blandari og matvinnsluvél
4.990,-
Drive ryksuga í bílskúrinn
Cyclon ryksuga Model-LD801 • 2200W • 3 lítrar • Sogkraftur > 19KPAr • raf snúra 4,8 metra
• 1200W • 20 lítra • sogkraftur > 16KPA • fjöldi fylgihluta
7.490,-
9.890,-
Bryndís Líndal Jólin nálgast á Svölutjörn #fyrstijólaglugginn
Töfrasproti – Blandari
Rafmagnshitablásari 2Kw
2.190,-
Þuríður Halldóra Aradóttir Kósí — at Katz.
Góður í kuldanum
Fuglavík 18. Reykjanesbæ
Hentugt til jólagjafa!
Opið 8-18 virka daga
1.890,-
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!
Jólablöð VF eru framundan. Pantið auglýsingapláss í s. 421 0001