Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
VINSÆLASTI ORKUDRYKKUR Á ÍSLANDI Í DAG!
Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
REYKJANESBÆ Heilsuform Reykjanesbæ, Krossmóum
Opið: virka daga 11-18
vf.is
F IMMTUdagur inn 29. nó ve mbe r 2 0 12 • 47. tölubla ð • 33. á rga ngur
Umhverfisvænn og öflugur háhitabor borar á Reykjanesi
Ö
flugasti háhitabor á Íslandi og jafnframt sá umhverfisvænasti var formlega tekinn í notkun á Reykjanesi á þriðjudag. Við sama tækifæri afhjúpaði Ólafur Ragnar Grímsson nafn borsins, en hann hlaut nafnið Þór. Jarðboranir hf. eru eigandi borsins og fyrstu þrjú verkefni hans hér á landi verða á Reykjanesi fyrir HS Orku. Borinn mun bora tvær holur og verður notaður við að laga þá þriðju. Þór er fyrsti háhitaborinn á Íslandi sem knúinn er af raforku en til þessa hafa borar fyrirtækisins eingöngu notað díselolíu. Borinn hefur getu til að bora lengri stefnuboraðar holur en fyrri borar og er með því móti umhverfisvænn með margvíslegum hætti. Við hverja holu sem borinn borar sparast um 50-60 milljónir króna í kaupum á díselolíu og þar með sparast gjaldeyrir. Verkefnin á Reykjanesi eru til að tryggja rekstraröryggi Reykjanesvirkjunar og þeirra tveggja 50 MW hverfla sem þar eru nú í notkun og einnig til að útvega næga gufu fyrir þriðja 50 MW hverfilinn sem staðið hefur ónotaður í virkjuninni sl. tvö og hálft ár.
ÞÚ FÆRÐ VETRARDEKKIN HJÁ N1!
Yfir 5 þúsund vinningar í Jólalukku VF
H
in sívinsæla Jólalukka Víkurfrétta er hafin með fleiri vinningum en nokkru sinni fyrr í tólf ára sögu þessa vinsæla skafmiðaleiks sem vart þarf að kynna fyrir Suðurnesjamönnum. Sextán verslanir og fyrirtæki í Reykjanesbæ bjóða upp á Jólalukku í ár. Vinningar eru 5200 talsins og heildarverðmæti þeirra er vel yfir 5 milljónir króna. Þar af eru 12 Evrópuferðir með Icelandair, 16 gjafabréf í Nettó eða Kaskó að upphæð 15 þúsund krónur hvert. Stærsta gjafabréfið er upp á 100 þúsund krónur í Nettó Njarðvík. Auk þess er fjöldi annarra vinninga, smærri og stærri. Þessi skemmtilegi og viðamikli jólaleikur hefur verið samstarfsverkefni Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum og er markmið hans að auka jólastemmninguna í desember. Þeir sem gera jólainnkaup í þeim verslunum sem bjóða Jólalukkuna geta átt von á glæsilegum vinningum. Nettó og Kaskó, verslanir Samkaupa hafa verið stærstu samstarfsaðilar Víkurfrétta í Jólalukkunni og koma myndarlega að henni
ALLT
AÐ
45 K
G
gleði
lega
Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum
hátíð
!
2012
Skafðu og þú VeiSt Strax hVort þú hefur unnið!
Jólalukka Víkurfrétta 2012
eins og undanfarin ár með samstarfsaðilum sínum eins og Ölgerðinni og Vífilfelli sem hafa verið með frá upphafi. Fyrirkomulagið í Jólalukkunni er einfalt. Þegar verslað er fyrir 5000 krónur í þeim verslunum sem taka þátt í Jólalukkunni fá viðskiptavinir afhentan Jólalukkumiða og sjá um leið hvort vinningur er á miðanum. Fólk getur þá nálgast vinninginn strax hjá viðkomandi verslun eða þjónustuaðila. Ef það leynist hins vegar ekki vinningur á mið-
750
KR.
OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA
anum er ekki öll von úti því hægt er að setja nafn sitt á bakhlið miðans og skila honum í lukkupotta sem staðsettir eru í Kaskó og í Nettó. Úr lukkupottunum verða dregnir veglegir vinningar þrisvar sinnum fram að jólum. Vinningar í úrdrættinum eru m.a. 100 þúsund króna matarúttekt, þrír Evrópufarmiðar með Icelandair og fleiri góðir vinningar. Heildarverðmæti vinninga í Jólalukkunni er yfir 5 milljónir króna. Auk þeirra verslana sem taka beinan þátt í Jólalukkunni eru fjölmörg fyrirtæki á svæðinu sem leggja til vinninga. Leikurinn stendur yfir fram að jólum eða á meðan upplag miða endist. Jólalukkan fæst á eftirtöldum stöðum: Nettó, Kaskó, Kóda, K-sport, Gallerí Keflavík, Georg V Hannah, Skóbúðinni, Lyfju, Efnalauginni Vík, Eymundsson, Lyfjum og heilsu, Krummaskuði, Omnis, SI Verslun, Heilsuform og Bílahóteli. Nánari upplýsingar um Jólalukkuna er að finna í auglýsingu í Víkurfréttum og á skrifstofu VF. | www.flytjandi.is | sími 421 7788 |
WWW.N1.IS
2
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
LJÓSIN TENDRUÐ
FRÉTTIR
Ne sve llir n Hjúkrunarheimili byggt í Reykjanesbæ:
Uppsteypa gengur vel V
Ljósin verða tendruð á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand í Noregi á Tjarnargötutorgi laugardaginn 1. desember kl. 17:00.
inna v ið uppste y pu og annan áfanga framkvæmda við hjúkrunarheimilið á Nesvöllum í Reykjanesbæ gengur vel. Hafin er vinna við að steypa veggi fyrstu hæðar, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Verktaki síðasta áfanga, Hjalti Guðmundsson ehf, hefur nú lokið framkvæmdum við fyrsta áfanga og er honum þakkað gott framlag. Nýr verktaki, ÍAV hf hefur nú tekið við verkframkvæmdum næsta áfanga, sem felst í að steypa upp þrjár hæðir og ganga frá húsinu að utan, með gluggum, klæðningu og þakfrágangi. Gert er ráð fyrir að vinnu við þennan áfanga verkefnisins verði lokið haustið 2013. Ef aðstæður í veðurfari yfir vetrarmánuði hamla ekki framkvæmdum, er gert ráð fyrir að steypuvinnu verði að mestu lokið á vormánuðum, en þá taki við klæðning hússins að utan.
Dagskrá: Blásarasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Kór 4. bekkjar Holtaskóla Sendiherra Noregs á Íslandi Dag Wernø Holter afhendir jólatréð. Tendrun: Alísa Rún Andrésdóttir nemandi úr Akurskóla. Ávarp: Gunnar Þórarinsson, formaður bæjarráðs. Jólahljómsveit TR flytur jólalög og stjórnar dansi í kringum jólatréð.
ikil aukning hefur orðið á fjölda samskipta hjá geð- og sálfélagslega teymi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og eftirspurn heldur áfram að aukast. Nú bíða um 150 manns eftir viðtölum við geðhjúkrunarfræðinga og/eða sálfræðinga hjá stofnuninni. Sigríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri HSS, segir þó ánægjulegt að innlögnum íbúa af Suðurnesjum á geðdeild LSH hefur fækkað umtalsvert sem er væntanlega hægt að þakka öflugri geð- og sálfélagslegri starfsemi í heimabyggð.
Dr. Comfort heilsusokkar
Heitt kakó og piparkökur.
Árlegt Bókakonfekt Bókasafns Reykjanesbæjar verður í listasal Duushúsa sunnudaginn 2. desember kl. 14:00. Þeir höfundar sem lesa úr nýútkomnum bókum eru: Auður Ava Ólafsdóttir, Gerður Kristný, Marta Eiríksdóttir og Steinunn Sigurðardóttir. Jólaseríurnar sjá um tónlistarflutning; söng og flautuleik og boðið verður upp á kaffi og konfekt í hléi. Bókakonfekt er styrkt af menningarráði Suðurnesja og unnið í samstarfi við menningarfulltrúa Reykjanesbæjar og Eymundsson, sem selur verk höfundanna á staðnum.
rýmum, hver eining með sinni setustofu, eldhúsi, þvottahúsi og borðstofu. Samtals verður því aðstaða fyrir 60 einstaklinga, en gert er ráð fyrir að hægt verði að stækka það um 20 rými til viðbótar með því að bæta fjórðu hæðinni ofan á núverandi hús.
Innlögnum á geðdeild frá Suðurnesjum fækkar M
Jólasveinar koma í heimsókn og bregða á leik með börnunum.
BÓKAKONFEKT 2012
Næsta útboðsverk er við frágang hússins að innan, en í því felst fullnaðarfrágangur á gólfum, veggjum, loftum, lögnum, kerfum og innréttingum. Stefnt er að því að útboð þessa áfanga fari fram í febrúar næstkomandi. Í hjúkrunarheimilinu verða sex litlar einingar með 10 hjúkrunar-
Sérhannaðir fyrir þá sem hafa sykursýki, gigt, bjúg, taugakvilla og/eða skert blóðflæði í fótum, en henta líka öllum þeim sem vilja þægilega og vandaða sokka.
Einstaklega þægilegir Geta minnkað bjúg Saumlausir og hlífa fótunum mjög vel Innihalda bambus-koltrefjar Geta minnkað vandamál tengd blóðrás Geta minnkað þreytu og verki í fótum Stuðla að þægilegu hita- og rakastigi Hamla vexti örvera og minnka lykt Endingargóðir og halda sér vel Eru til í X-vídd fyrir þá sem hafa breiða fætur
Ökklasokkarnir sitja sérlega vel á fætinum. Netofið efni ofan á ristinni til að auka loftun. Hællinn er formaður eftir fætinum og er sérbólstraður. Þægilegur stuðningur undir ilina svo sokkurinn sitji enn betur. Saumlaus bólstrun í kringum tærnar og undir tábergið.
Ökkla
Nýtt!
Tátiljur
Venjulegir
X-vídd
Hnésokkar
Komdu á kynningu á sokkunum frá Dr. Comfort 3. des frá kl. 15-18
Reykjanesbæ
3
PIPAR\TBWA - SÍA - 122818
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • AÐVENTA
ÖFLUG FJáRÖFLUN FYRIR HÓPINN
Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins.
OLÍS-VERSLUNIN NJARÐVÍK
Kynntu þér möguleikana á olis.is.
Fitjabakka 2–4 | Sími 420 1000 | njardvik@olis.is
4
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
RITSTJÓRN RITSTJÓRNARBRÉF Hilmar BRagi Bárðarson
vf.is
Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: BlaðamENN: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154 Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Meirihlutinn féll – í faðma! Ég sakna þess mikið að Litla leikfélagið í Garði hafi hægt og hljóðlega lognast útaf og hætt að setja á svið leikverk og rómaðar revíur. Ég var virkur félagi í Litla leikfélaginu. Steig fyrst á svið árið 1982 þegar ég var tólf ára. Þá var það leikverkið um Litla Kláus og Stóra Kláus. Aðrar uppfærslur fylgdu í kjölfarið. Annað hvort var leikið á sviði, unnið við lýsingu eða bara aðstoðað við leikskrárgerðina. Síðasta leikverkið sem ég tók þátt í að setja á svið og fór með nokkur hlutverk í var gamanleikur sem Ómar heitinn Jóhannsson skrifaði og fjallaði um lífið í litlu sjávarplássi. Þar fór ég með hlutverk færeysks blaðamanns sem þóttist vera pólskur farandverkamaður. Í sama verki lék ég níræða ömmu og einhver önnur smærri hlutverk.
Ástæða þess að ég rifja upp árin með Litla leikfélaginu í Garði er sá farsi sem verið hefur í Garði síðustu misseri og tengjast bæjarmálunum og fjölmörgum uppákomum í kringum þau. Ég veit það að ef krafta Ómars Jóhannssonar hefði enn notið við þá væri hann búinn að skrifa sjóðheita revíu um fallandi meirihluta í Garðinum og stuðið í kringum skólamálin. Nýjustu kaflar revíunnar hefðu verið skrifaðir um nýliðna helgi. Bæjarfulltrúar í Garði fóru nefnilega inn í helgina með þá trú að meirihluti númer tvö á þessu kjörtímabili væri að falla, því enn einn bæjarfulltrúinn væri kominn um borð í hringekju og ætlaði frá borði í faðmi annars flokks. Því var lýst yfir að ágreiningur væri í stjórnunaraðferðum og því var það
svo til frágengið að Davíð ætlaði að kaupa ölið hjá D-listanum. Liðsmenn Davíðs voru þó ekki á því að hann myndi taka sér far með þessari hringekju. Meirihlutinn var kallaður til fundar. Næstum fallinn en þá féllust menn og konur bara í faðma. Ákváðu samt að boða til bæjarstjórnarfundar og kjósa oddvita minnihlutans sem forseta bæjarstjórnar. Oddvitinn sá kom af fjöllum með þennan ráðahag, sagðist bara vilja Davíð og breiðfylking kæmi ekki til greina. Hætt var við aukafund í bæjarstjórn og siglt verður inn í jólin á laskaðri skútu bæjarstjórnar. Eitthvað í áttina að þessu hefði revía runnið undan rifjum Ómars heitins Jóhannssonar. Blessuð sé minning Ómars og vonandi blessast nú allt hjá bæjarstjórninni í Garði. Það er kominn tími á að bæjarfulltrúar snúi bökum saman til góðra verka og revían bíði betri tíma.
Markviss vinna skilar árangri
Ókeypis gisting á Hótel Keflavík
H
ótel Keflavík býður upp á fría gistingu á hótelinu í desember í ellefta sinn og styður þannig við verslun og þjónustu í Reykjanesbæ. Hótel Keflavík ætlar að styðja við verslun í Reykjanesbæ með því að bjóða upp á allt að 20 herbergi á dag sem gestir borga fyrir með því að framvísa kvittunum úr verslunum í Reykjanesbæ. Rétt er að árétta að gistingin er hugsuð fyrir fólk sem býr utan Suðurnesja en kemur til Reykjanesbæjar til að gera jólainnkaup og um leið að heimsækja vini og ættingja. Gegn kvittun upp á 16.800 kr. fæst frí gisting í 2ja manna herbergi en sé framvísað kvittun upp á lágmark 20.800 krónur fæst gisting í fjölskylduherbergi. Að auki fylgir frír morgunmatur með gistingunni, en Hótel Keflavík er rómað fyrir sérlega glæsilegan morgunmat. Steinþór Jónsson, hótelstjóri, segir nauðsynlegt að Suðurnesjamenn standi saman og versli heima fyrir jólahátíðirnar. Tilboðið á Hótel Keflavík stendur frá 1. til 20. desember og allt að 20 herbergi eru í boði á sólarhring. Góð nýting hefur verið á Hótel Keflavík í ár og hafa haustmánuðirnir verið einstaklega góðir að sögn Steinþórs. Miklar breytingar hafa verið gerðar á hótelinu en skipt hefur verið um flesta glugga auk þess sem gólf hafa verið flísalögð. Þeir einstaklingar sem hafa áhuga á að nýta sér þetta tilboð er bent á að panta herbergi áður en haldið er af stað í verslun og þannig tryggja sér næturgistinu. Einungis þarf að framvísa kvittunum í afgreiðslu Hótels Keflavíkur og gildir þar til jafns matarinnkaup sem og önnur innkaup hjá verslunum Reykjanesbæjar. Steinþór hvetur einnig Suðurnesjamenn til að ýta við vinum eða ættingjum sem búa utan Suðurnesja að nýta sér þetta frábæra tilboð.
N
jarðvíkurskóli hefur unnið markvisst eftir lestrarstefnu sem unnin var af deildastjórum skólans frá hausti 2011. Stefnuna hafa deildastjórar kynnt í öðrum skólum á svæðinu og hefur samstarf milli skólanna aukist til muna. Má þar nefna samstarfsverkefni sem fellur undir lestrarstefnuna og eru allir skólar sem heyra undir Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar þátttakendur í því. Þar sem færni í lestri er undirstaða fyrir allt nám leggur Njarðvíkurskóli áherslu á lestrarkennslu á öllum stigum skólans. Við álítum að þó nemendur hafi náð grunntækni í lestri þurfi þeir að halda áfram að bæta sig í þessu mikilvæga fagi. Að vinna með lestur er ferli sem þarf að vera í sífelldri endurskoðun og kennslan þarf þess vegna að taka mið af því sem reynist farsælast hverju sinni. Veturinn 2011-2012 var áhersla lögð á hraðlestur í öllum árgöngum skólans. Þjálfun í hraðlestri er sameiginlegt verkefni skóla og heimilis en sérstök áhersla er á heimalestur. Hver nemandi setur sér ákveðin markmið sem hann vinnur að með aðstoð kennara og foreldra til að komast sem næst viðmiðum skólans eða yfir þau. Á þessu skólaári er áfram unnið að því að efla hraðlestur en að auki er veruleg áhersla á lesskilning. Til að öðlast góðan skilning á texta er
ekki nóg að lesa mikið. Það þarf einnig að beita markvissum lesskilningsaðferðum og í lestrarstefnu Njarðvíkurskóla kemur fram að lesskilningur skuli kenndur með mismunandi aðferðum og sérstök áhersla lögð á eftirfarandi þætti: Vönduð efnistök, einföld framsetning og fjölbreytni. Til þess að fylgjast með framförum nemenda eru hrað- og lesskilningskannanir lagðar fyrir nemendur með jöfnu millibili yfir veturinn. Í lestrarstefnunni er nákvæmlega útlistað hvaða kannanir skulu lagðar fyrir hvern árgang og hvenær, yfir allt skólaárið. Þetta er gert til að kanna hvort nemendur nái þeim viðmiðum sem skólinn hefur sett fyrir hvern árgang. Þeir nemendur sem ekki ná settum viðmiðum fá einstaklingsáætlun í hrað- og/ eða lesskilningi sem er svo endur-
skoðuð reglulega út frá niðurstöðum næstu könnunar. Allar niðurstöður könnunarprófa eru færðar í gagnagrunn þar sem þær eru varðveittar og er því auðvelt að fylgjast með árangri hvers og eins nemanda á skólaárinu og á milli árganga alla skólagönguna. Auk hefðbundinna hrað- og lesskilningsprófa eru ýmiss önnur matstæki (skimanir) notuð til að hjálpa kennurum að koma auga á vísbendingar sem mögulega gætu bent til lestrarörðugleika hjá einstaka nemendum með það að leiðarljósi að taka á hugsanlegum vanda áður en hann verður að vandamáli (snemmtæk íhlutun). Allar þessar skimanir eru staðlaðar og sýna því árangur á milli ára eða tímabila hjá hverjum og einum nemanda. Fyrst og fremst eru þessar skimanir hugsaðar til
þess að vinna markvisst með veikleika og styrkleika hvers og eins. Niðurstöður kannana og skimunarprófa sýna að þessi markvissa vinna eftir lestrarstefnunni hefur skilað betri og skilvirkari árangri í lestri og lesskilningi á milli ára hjá allflestum nemendum. Nemendum sem ekki hafa náð viðmiðum í lestri og lesskilningi hefur fækkað verulega milli ára og þurfa því töluvert færri einstaklingsáætlun til að efla færni í lestri og lesskilningi. Þessu má þakka markvissri lestrarog lesskilningskennslu, jákvæðum nemendum, samstíga kennarahópi og áhugasömum og hvetjandi foreldrum. Þá hefur nákvæm skráning á árangri og eftirfylgni haft sitt að segja. Nemendur, kennarar og foreldrar eru afar ánægðir með þann árangur sem hefur áunnist. Njarðvíkurskóli náði sögulegum árangri á samræmdum prófum í ár og eins og fram kemur í inngangi er lesturinn undirstaða alls náms og teljum við að sú mikla vinna sem unnin er eftir lestrarstefnunni sé að byrja að bera þann árangur sem stefnt er að. Ætlunin er að halda ótrauð áfram og ná enn betri árangri á öllum sviðum skólastarfsins. Lestu meira-lestu betur! Drífa Gunnarsdóttir Helena Rafnsdóttir deildastjórar Njarðvíkurskóla
5
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • AÐVENTA
1. - 7. DESEMBER Við hjá Heilsuform erum í jólaskapi og ætlum að gefa 20% afslátt af öllum vörum í búðinni til 7. desember. Notaðu tækifærið, komdu og græjaðu þig upp fyrir desember mánuð.
Fylgdu okkur á facebook www.facebook.com/heilsuform
Verðlaunavörur á verðlaunaverði!
REYKJANESBÆ Heilsuform Reykjanesbæ, Krossmóum
Opið: virka daga 11-18
6
markhonnun.is
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Kræsingar & kostakjör
Um jólin!
kjúklingabringur nettó- ferskar
1.990 kr/kg
798
359
400g kr stk
kr stk
las
1.989 krPk
559
kr stk
ALLT FYRIR JÓLAPAKKANN
www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
jólad
ýMsar
Tilboð
7
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • AÐVENTA
r
áttu l s f a 9%
2
Holta kjúklingavængir bbQ eða buffalo 800 gr dósir
493 áður 695 kr/pk
Pastasósa M/basil
Pastaskrúfur
690 gr
500 gr
88 kr/Pk lasagne ofnréttur 262 gr
186 kr/Pk
199
kr stk
FLJÓTLEGT&ÞÆGILEGT!
jóladagatöl
99
ýMsar gerðir
kr/stk
innihalda ekki hnetur!
Tilboðin gilda 29. nóv - 2. des Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
8
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
heilsuhornið
Heilsusamlegar jólagjafir ú styttist óðum í jólin og margir farnir að huga N að jólagjöfum og fleiru tengt
jólahaldinu og því langaði mig til að koma með sniðugar hugmyndir í jólapakkana sem allar hafa það sameiginlegt að tengjast heilsunni. Bækur falla yfirleitt vel í kramið hjá flestum enVík undanurfréttir Krossmóamjög 4a, 4. hæð, farið hafa komið út margar 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 góðar bækur eins og Heilsuréttir Póstur: vf@vf.is fjölskyldunnar, Happ HappAfgreiHúrra, ðslan er opin virka daga kl. 09-17 Eldað með Ebbu í Latabæ, Auglý Heilsusingasíminn er 421 0001 Ásdís súpur og salöt eftir Auði Heilsugrasalæknir kokk, Ljúfmeti og lækningajurtir, skrifar Eftirréttabók eftir Sollu Eiríks og Ung á öllum aldri eftir Guðrúnu Bergmann. Þarna er að finna ýmsan fróðleik og uppskriftir sem hvetja okkur til
heilsusamlegri lífsstíls. Það er einnig sniðugt að velja saman nokkra hluti í litla bastkörfu eins og gott jurtate eða lífrænt kaffi, hollt súkkulaðikonfekt og lífræna heilsusafa. Lífrænar snyrti- og húðvörur koma að góðum notum og er vegleg gjöf. Svo er líka gaman að gefa heimagerðar hollar smákökur eða heimagert konfekt og setja í fallega krús og skreyta með slaufu. Það hefur líka tíðkast að gefa gjafakort í nuddi og spa eða öðrum heilsumeðferðum sem auka heilsu VINSÆLA STI ORKUDRYKKUR Á ÍSLANDI Í DAG! og vellíðan. Það er sem sagt úr ýmsu að velja ef þið viljið gleðja einhvern með heilsusamREYKJANE legri jólagjöf Heilsuform Reykjanes SBÆ bæ, Kross móum
Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir
Athugasemd við frétt um FSS Æsispeaðalfund nnandi körfuknattleikir FIM MTU dag
n D-listinn aftur til
Jólaljós
valda í Garði með L-lis ta:
Meirihlutinn í Garði fellur aftur M
í Kirkjugarði Njarðvíkur
Byrjað verður að kveikja á jólaljósum laugardaginn 1. desember kl. 13.00
Kvikmyndatónlist allsráðandi á tónleik var um lúðrasveita Tónlis Reykjanesbæjar í tarskóla Stapan í fyrrakvöld en þá um komu fram um sjötíu nemen frá 9 ára aldri. Einbei dur skein úr andlitum tingin þessa ungu stúlkna þegar ra blésu í flautur undra þær með gömlu stórm tóna yndinni um Mary Poppins. VF-mynd/pket.
Holtsgötu 52 - 260 Reyk janesbæ s. 420 5000 - Fax: 421 5946
g tel mig knúinn til að gera n Breytingar í Ferðamá ÞÚ FÆRÐ VETRAR lasamtökum Suðurnes DEKKIN ja (FSS) og hjá Mark aðsstofu Suðurnesja. HJÁ N1! athugasemd við forsíðufrétt Fá meira fré frá SSS: Víkur Víkurfrétta í síð- fréttir ehf. asta blaði um aðalfund FSS. Þar er S fullyrt að ég hafi Op ið alla n dæmt aðalfundinn Das Auto. sól arh rin gin n ólöglegan vegna mótframboðs og er Fi tju m Nýttu þér kosti látið í það skína aðs með metan sjá nánar á bls. 23 Það er háspenna í lkswagen. körfuboltanum í Reyk NÝ T ég hafi gert það vegna eigin Vo hagsjanesbæ úrslitum Iceland Expre T ss-deildar karla í körfu þessa dagana. Keflavík og KR eigas Oddaleikur verður t við knattleik og staðan Metan er innlendur í viður í viðureign liðanna í undaní úrslitaviðureign Kefla eign liðanna í KR-heimilinu í Reyk er 2:2. muna. Þetta er alrangt, ég dæmdi javík og umhverfisvæn fyrir Keflavík eftir tvo víkur og Njarðvíkur í kvennaboltanum í kvöld. Spennan er ekki minni n orkugjafi sem er kvenna með sigri á æsispennandi háspennuleiki. Keflavíkur . Þar er staðan reyndar orðin 2:0 Njarðvíkurstúlkum aðalfundinn aldrei ólöglegan. helmingi ódýrari í Keflavík annað kvöldstúlkur geta orðið Íslandsmeistarar , föstudagskvöld. VF-m en ynd: HBB ín. Aðalfundinum var frestað ogbens ekki VIÐ ERU M DAG LEG A 10 ár sem ég var formaður að hafa að minni tillögu heldur kom til- þurft að boða til nýs aðalfundar. Á FER ÐIN NI MEÐ VÖR UM ALLT LAN D þau mér við hlið. Með þeim og laga um frestun innan stjórnar Í fréttinni er einnig fjallaðURum FSS. Það var gert til að gefa fólk- væntanlegt brotthvarf mitt frá fleirum hefur FSS unnið stórvirki inu sem kom óvænt á fundinn Markaðsstofu Suðurnesja þarEasysem í uppbyggingu ferðaþjónustunnar ÞvoTTaEfni á Suðurnesjum. Á meðal verkefna Easy kost á því að ganga í félagið til að ég hef gegnt stöðu framkvæmdaMýkinga aloE vEra i sem FSS hefurrEfn unnið að á síðustu geta kosið á aðalfundi. Ef aðal- stjóra frá byrjun. Bara svo það 2.7 kgsé á 2l fundurinn hefði verið dæmdur hreinu þá tilkynnti ég stjórn Mark- 10 árum er m.a. stofnun Markaðsað stofu Suðurnesja, uppbyggingin við ólöglegur hefði ekki verið hægt að aðsstofunnar í september 989kr/stksl. . Tilboð sverð ! 33endurgerð 9kr/stk. Gunnuhver, aðgengis að halda framhaldsaðalfundinn sem ég vildi hætta sem framkvæmdaTilboð sverð ! var haldinn 20. þ.m. heldur hefði stjóri og leitað yrði að nýjum fram- Garðskagavita, uppsetning sjónkvæmdastjóra sem fyrst. Þetta til- skífu á Keili, hlaðin náttúrulaug kynnti ég einnig SSS, en að láta þá við Reykjanesvita, stofnun 100 gíga vita tengdist því að ég hef unnið garðsins, stikun 17 fornra þjóðleiða að því ásamt stjórn MS að Heklan á Reykjanesinu og gönguleiðakort, yrði stór aðili að Markaðsstofunni. aðild að stofnun ReykjanesGeopOkkur tókst að ná þessari breyt- ark, ráðstefna um geotourism og ingu fram og er Heklan nú með frumhönnun að þjónustuhúsinu meirihlutann í stjórn Markaðsstofu Valan við Valahnúk. Á vegum Markaðsstofunnar hefur svo verið Suðurnesja. Mér þótti miður að félagar mínir úr unnið að fjölda verkefna. Vil ég fyrri stjórn, þau Helga Ingimundar- þakka öllu því góða fólki sem ég hef dóttir, Reynir Sveinsson og Óskar unnið með fyrir frábært samstarf. Sævarsson voru ekki kjörin í nýja Að lokum vil ég óska nýrri stjórn stjórn FSS. Þau þekkja Reykjanesið FSS velfarnaðar í störfum sínum betur en flestir aðrir og hafa starfað fyrir ferðaþjónustuna á Suðurí samtökunum áratugum saman. nesjum. Kristján Pálsson Það var ómetanlegt fyrir mig þau Grundarvegur 23 - 260 Reykjanesbær Sími 421 0000 - Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17
Stjórnarbylting í FSS
ævar Baldursson var inn nýr formaður kosmála samt aka Suðu Ferðarnesj a á fjölmennum aðalf undi samtakan na sl. þriðj udag kunnugt er urðu mikil . Sem átök á Sævar aðalfundi þann 24. októb þegar þáverandi form er sl. Baldursson son, sleit fundi og aður, Kristján Pálslýsti hann ólöglegan eftir að Sævar bauð sig fram gegn honu Aðalfundurinn var m. því haldinn á ný í fyrradag og mættu hátt í 50 manns. Kristján Pálsson lýsti því yfir í upph gæfi ekki kost á sér afi fundar að hann áfram sem formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja. Sæva r var sá eini sem bauð sig fram til formanns var því sjálfkjörin og n. Fjórir stjórnarme gáfu áfram kost á sér nn í sem hafa starfað náið stjórnina, þar af þrír með Kristjáni mörg undanfarin ár, þau Reyn Sævarsson og Helga ir Sveinsson, Óskar Ingimundardóttir. Í
Opnunartímar: Þriðjudaga frá kl. 17:30 - 19:00 (4., 11. & 18.des.) Fimmtudaga frá kl. 17:30 - 19:00 (6., 13. & 20. des.) Laugardaga frá kl. 13:00 - 17:00 (1., 8., 15. & 22. des.) Síðasti opnunardagur er 22. des.
UrI nn 22. nóv eMb er 2012 • 46. Töl Ubl að • 33. árg ang Ur
eirihlutinn í Garð i er að falla þar sem fulltrúi L-list falla . Bæja rráðs a er fund i, að ganga sem vera átti nú til nýs meirihlutasamí morg un, starfs fimm tuda gsmo rgun við D-listann. verið frest að. Fullt , hefu r Davíð Ásgeirsson, bæjar fulltrúi lista og fulltrúi L-listrúar D- L-listans í Garði, segir að lað • 32.vegna mynda nýjan meiri a eru að áhers lumu14. nstölub í stjór nunaárgan hluta, sam- ferðu rað- gur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011 kvæmt heimildum m hafi hann ákveð Víkurfrétta. fara ið að Samkvæmt sömu í heimildum um viðræ ður við D-listann myndun nýs meir verð ur Mag nús ihlut a í Stefá nsso n Garði áfram bæjarstjóri . . Enginn D-lis tinn miss ti meir ihlut a L-list fundur hefur farið fram í sinn í vor þega r anum um málið. Sá Kolfi fundur Magnúsdóttir mynd nna S. fer fram nk. laugardag. Einar aði nýjan Jón Pálss meirihluta með fulltr on, oddviti D-lis úum L-lista. Nú er sá meiri N- og vildi ekki tjá sig um málið tans, þegar hluti að eftir því var leitað í gær.
É
TILKYNNING FRÁ KIRKJUGARÐI NJARÐVÍKUR
K. Steinarsson – Njarð arbraut 13 420 5000 - heklak ef@heklakef.is
Mjódd - Salavegur
stjórnarkjörinu voru þau öll felld. Í staðin voru kosin í stjórn n Markaðsstofan þau Brynhildur Krist hefur sinnt verkefnum jánsdóttir í Vitanum sem Sandgerði, Sigurbjörn lúta að markaðssetningu ferðaþjónu Sigurðsson í Kaffi Duus stunnar eins og bæklingaút , Bjarni Geir Bjarn gáfu, rekstri heim son frá Upplifum a- unnar visitr asíðeykja Reyk Kárason frá Bláa lónin janes, Hartmann stöðv ar í Flugs nes.i s, upplý singamiðí stjórn, og Þorsteinn u sem einnig sat áður Upplýsingamiðsttöð Leifs Eirík ssonar og Gunnarsson frá Uppöðvar Suðurnesja auk lifðu Grindavík. Þá þess að taka þátt í tilnefna SSS einnig einn opinbera aðila ráðstefnum og samstarfi við aðila í stjórn. eins og Fram kom á fundinum hlutanna, Ferðamálas markaðsstofur landsað Ferðamálasamtö tofu og Íslandsstofu Suðurnesja, Mark k Krist . ján segist fagna þessu aðsst m tímamótum Heklan – Atvinnuþró ofa Suðurnesja og í starfsemin ni sem unarfélag Suðurnesja hafa skrifað undir , einingar ferðaþjónu tryggi rekstur þessarar viljay stunnar til framtíðar. fram kemur að Hekla firlýsingu þar sem Á bæjarstjórn arfundi í Reykjanes stofu Suðurnesja frá n yfirtekur Markaðs- unni kom fram bæ og að stjórn Sambands í vikKristján Pálsson segir með 1. janúar nk. sveitarfélaga á Suðurnesj Mum, orgu SSS, nver samþ aðsstofan var stofn að frá því að Mark- síðasta fundi ðarykkti á sett sínum m aðatauka seðill fjárm-agn til hafi stjórn hennar unnið fyrir fjórum árum Markaðsstofu Aðein Suðurnesja að því að fá sveitars Subw . í boði á félögin inn í rekstu Krist ján Pálsson hefur ay Fitjum rinn starfað sem framgrunnstoð ferðaþjónu til að styrkja þessa kvæmdastj óri Mark aðsstofu stunnar fjárhagsleg Suðu rnesj a og efla markaðsst a undanfarin ár arfið í ferðaþjónu og mun láta af því stunni. yfirtöku starfi við Heklunnar.
- Hverafold - Akure
| www.flytjandi.is
yri - Höfn - Grind
| sími mi 525 5 7700 7
WWW.N1.IS
|
avík - Reykjanesbæ
r
Skráðu þig á póstli
stann á www.netto
Tilvalið í
.is
jólapakkann handa honum
Bolur 3.990,Úlpa kr. 15.990,-
Peysa 8.990,-
Peysa - 10.990,-
TIL SÖLU! Kanturinn Bar-Matkrá-PUB. Já, þessi rótgróni bar er til sölu. Staðurinn hefur verið í góðum rekstri í 24 ár. Leyfi er fyrir 140 manns, sæti fyrir 60 og auðvelt að bæta við sætum.
Hafnargötu 29 - 230 Reykjanesbæ s. 660 1757
Buxur 11.990,-
Skyrta 7.990,-
Opið: virka daga 11-1
facebook.com/krummaskud
Barinn á sér fastan sess í hugum Grindvíkinga og hafa frægustu skemmtikraftar landsins stigið þar á stokk. Áhugasamir hafið samband: solvik.restaurant@gmail.com, Árni 770-6368.
8
vf.is
9
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • AÐVENTA
ALLAR VÖRUR
*
g A D U T m m i F s Aðein
g A D U T s Ö F Og
LengRi AFgReiðsLUTími Um HeLginA
Einn TAX ig FRE JÓL ALJ E AF ÓSU OG M SER ÍUM FRA SUN M Á NUD AG
Húsasmiðjan og Blómaval Fitjum Reykjanesbæ Opið laugardag 1. desember kl. 10 - 16 Opið sunnudag 2. desember kl. 12 - 16 (Timbursala lokuð) *
giLDiR ekki AF VÖRUm í TimBURsÖLU
* giLDiR ekki AF VÖRUm meRkTUm „LægsTA LágA VeRði HúsAsmiðjUnnAR“ enDA eR þAð LægsTA VeRð sem Við BjóðUm á HVeRjUm TímA
LÆG S LÁGA TA VER Ð
HÚSA SMIÐ JUNN AR
Tax free tilboð jafngildir 20,32% afslætti af almennum vörum og 6,54% af matvöru. Að sjálfsögðu stendur Húsasmiðjan skil á virðisaukaskatti til ríkissjóðs.
*
ALLT FRá gRUnni Að góðU HeimiLi síðAn 1956
10
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
FRÉTTIR n Félagsþjónustur á Suðurnesjum vinna aðgerðaráætlun gegn ofbeldi á heimilum:
Hátt hlutfall heimilisofbeldis á Suðurnesjum n Suðurnes frábrugðin öðrum landsvæðum n Börn sem horfa upp á ofbeldi fara illa á sálinni
N
ýleg rannsókn sem gerð var á landsvísu leiðir í ljós að töluvert er um líkamlegt og andlegt ofbeldi í samböndum fólks á Suðurnesjum sem að ekki kemst upp á yfirborðið. Í framhaldi af þessari rannsókn ákvað velferðarráðuneytið að hvetja sveitarfélög til að gera aðgerðaráætlun gegn heimilisofbeldi. Samkvæmt rannsókn velferðarráðuneytisins svara yfir 23% einstaklinga á Suðurnesjum eldri en 18 ára því að þeir hafi orðið fyrir ofbeldi á heimilum. Samkvæmt sömu rannsókn hafa 3,6% orðið fyrir heimilisofbeldi á síðustu 12 mánuðum. Félagsþjónustur sveitarfélaganna á Suðurnesjum ákváðu að taka niðurstöðum rannsóknarinnar alvarlega, minnugar þess árangurs sem náðst hefur í baráttu við kynferðisofbeldi og að rjúfa þögnina í þeim málaflokki. Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri Reykjanesbæjar, segir í samtali við Víkurfréttir að það hafi tekið tíma að rjúfa þá þögn en í dag hefur baráttan skilað því að kynferðisofbeldi er almennt ekki liðið. Hún segir heimilisofbeldið á engan hátt öðruvísi. Það séu mál sem þurfi að ná upp á yfirborðið og taka á vandanum, sem samkvæmt könnun velferðarráðuneytisins, er mikill á Suðurnesjum. Félagsþjónustur sveitarfélaganna á Suðurnesjum hafa gert aðgerðaráætlun í nokkrum liðum. Áætlunin var unnin í samstarfi við Suðurnesjavakt velferðarráðuneytisins og var starfsmaður Suðurnesjavaktarinnar félagsþjónustum sveitarfélaganna á Suðurnesjum innan handar. Fyrsta verkið var svo að halda málþing sem fram fór í Reykjanesbæ
nýverið. Málþingið var fyrir þá sem vinna í nánu samstarfi við fólk og börn. Þarna voru forsvarsmenn skóla og leikskóla, námsráðgjafar, hjúkrunarfræðingar, læknar, lögregla og félagsráðgjafar sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Fyrirlesarar á málþinginu voru aðilar sem hafa verið að vinna með bæði þolendum og gerendum í heimilisofbeldismálum. Hjördís segir málþingið hafa heppnast vel og það hafi skilið mikið eftir sig fyrir þá sem þar tóku þátt. Jafnframt sögðu þeir sem töluðu á málþinginu að það hafi verið til fyrirmyndar.
Þeir sem tóku þátt í málþinginu fengu innsýn í Kvennaathvarfið. Verkefnið „Karlar til ábyrgðar“ og er fyrir karlmenn sem hafa beitt heimilisofbeldi var kynnt. Það verkefni er á vegum Jafnréttisstofu og það verkefni virðist vera að virka mjög vel og virkilega gaman að sjá að það sé að bera árangur. Barnaverndarstofa kynnti sín úrræði og hvað hægt er að gera fyrir börn á ofbeldisheimilum og börn sem eru beitt ofbeldi. Þá fór lögreglan yfir þá þætti er snúa að henni. „Það sem við væntum í framhaldinu er að við höldum áfram að
R U K K O Á J H öfin FÆST
Jólagj
Hafnargötu 61 | 230 Reykjanesbæ | www.siraf.is | Si01@simnet.is | Sími: 421 7104
vinna með það að ofbeldi er ekki í boði, alveg sama hvort það er andlegt eða líkamlegt. Þannig hjálpum við fórnarlömbum líka að þora að segja frá og ganga út úr ofbeldinu. Þá er einnig frábært að það séu til úrræði fyrir ofbeldismennina og að þau séu að virka. - Er ástandið á Suðurnesjum frábrugðið því sem gerist annars staðar á landinu? „Könnunin segir okkur að hér sé ástandið hvað verst og tíðni heimilisofbeldis hæst“. - Hafið þið einhverjar skýringar? „Könnunin leiðir þær ekki í ljós. Suðurnes eru frábrugðin öðrum landshlutum á svo mörgum sviðum og þá á ég bæði við á jákvæðan og neikvæðan hátt. Það er mikil orka í samfélaginu okkar. Hér er mikið af ungu fólki sem er ennþá á þeim stað að vera ennþá að leita og máta sig. Þá má vera að það sé drykkja í samböndum en það kom einmitt fram í rannsókninni að það er fylgni á milli áfengisneyslu og heimilisiofbeldis en það er þó ekki einskorðað við það“. - Hvernig verður unnið með aðgerðaáætlunina? „Við munum vinna náið með hjúkrunarfræðingum og skólunum og reyna að læra að þekkja það ef börn eru beitt ofbeldi á heimilum. Þar eru ákveðin einkenni sem má læra af. Svo þurfum við að skoða hvaða leiðir á að fara í að tilkynna ofbeldið. Við stefnum að því að vera með gátlista og spurningar til einstaklinga sem er að leita til heilsugæslunnar, okkar eða annarra aðila sem vinna að velferð. Þar verður m.a. spurt hvort viðkomandi hafi orðið fyrir ofbeldi og reynt að koma hlutum þannig fyrir að fólki finnist í lagi að tala um ofbeldi og rjúfa þögnina“. Félagsþjónusturnar á Suðurnesjum ætla að gefa út kynningarrit um heimilisofbeldi og þá hefur lögreglan á Suðurnesjum formlega
Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri Reykjanesbæjar.
óskað eftir því að eiga í samstarfi við félagsþjónusturnar á svæðinu þegar upp koma ofbeldismál. Samkvæmt barnaverndarlögum á lögreglan alltaf að kalla til barnaverndarstarfsmann þegar ofbeldi er á heimilum og barn er á heimilinu. Lögreglan hefur óskað eftir að ganga enn lengra í samstarfinu þannig að félagsráðgjafi sé kallaður til í hvert skipti sem lögregla er kölluð út vegna ofbeldis á heimilum, hvort sem þar er barn eða ekki. Það er gert vegna reynslunnar af því. Ef félagsráðgjafinn kemur strax að málinu, þá er ákveðinn gluggi opinn til að taka á málum, sem fólk annars freistast til að ýta út af borðinu eigi að taka á málum viku eða hálfum mánuði síðar. Bæði þolendur og gerendur eru móttækilegri til að gera eitthvað í sínum málum ef félagsráðgjafinn kemur strax að málum. Hjördís segir að innan félagsþjónustunnar séu aðilar jákvæðir fyrir þessari áherslubreytingu lögreglunnar. Nú sé verið að skoða hvernig málið verði unnið, enda mun þessi ráðstöfun kalla á aukna vinnu. „Við viljum allt gera til að bæta samfélagið okkar,“ segir Hjördís. Þeir einstaklingar sem vilja brjóta ísinn og ræða um ofbeldi gegn sér geta haft beint samband við Kvennaathvarfið ef það treystir sér ekki til að hafa samband við félagsþjónustuna í sínu sveitarfélagi. Þá má einnig hafa samband við hjúkrunarfræðinga á heilsugæslunni eða bara beint við lögreglu. Það er þó oft síðasti kostur hjá fólki að blanda lögreglu í málið, segir Hjördís. Það kom fram á málþinginu í Reykjanesbæ á dögunum að töluvert stór hópur þess fólks sem leitar til Kvennaathvarfsins fer ekki aftur í ofbeldissambandið. Þá vakti einnig athygli að stór hópur sem fer aftur í fyrri sambúð nær að vinna úr sínum málum og ofbeldisaðilinn fer og leitar sér aðstoðar. Hjördís segir að samkvæmt rannsókninni er ekki einn ákveðinn aldur í ofbeldissamböndum. Þetta sé fólk á öllum aldri og af öllum stéttum. Kúrfan sé þó stærri hjá yngra fólkinu. Þá segir Hjördís að börn sem eru beitt ofbeldi eða horfa upp á ofbeldi á heimilinu geta farið alveg ofsalega illa á sálinni. Málin sem koma inn á borð félagsmálayfirvalda eru oft mjög erfið og þá séu mál þar sem andlegu ofbeldi er beitt, sálarlegu niðurbroti, ekki síður erfið mál. Þó svo nú sé verið að gera átak í að fá ofbeldismálin upp á yfirborðið, þá er ekki verið að veita meiri fjármunum til verksins. Hjördís segir að í raun sé ekki vitað hvað vandinn er stór á Suðurnesjum þar sem ofbeldismálin eru svo falin í þögninni. Þó svo 3,6% segist hafa orðið fyrir ofbeldi á síðustu 12 mánuðum geti verið erfitt að nálgast þetta fólk. Þess vegna er vonast til þess að með því að opna umræðuna stígi fólk fram og leiti sér hjálpar. n
11
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • AÐVENTA
Fagleg, traust og persónuleg þjónusta
OPNUM Á MORGUN! BJÓÐUM GÓÐ KJÖR Á LYFJUM
Allt að 100% afsláttur af lyfseðilsskyldum lyfjum í tilefni að opnun Apóteks Suðurnesja Frábær tilboð í gangi . Lyfjaval apótek veitir faglega og persónulega ráðgjöf með besta og hæfasta starfsfólkinu sem völ er á! Apótek Suðurnesja er sjálfstætt starfandi apótek í eigu Lyfjavals sem Þorvaldur Árnason og Auður Harðardóttir stofnuðu árið 2002.
Hringbraut 99 - 577 1150
Erum mætt aftur!
12
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
FRÉTTIR
Skólastarfsmenn á ART námskeiði Í
október bauð Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar upp á ART námskeið fyrir grunnskólana á þjónustusvæði skrifstofunnar. Hverjum skóla bauðst að senda tvo starfsmenn á námskeið sem stóð í þrjá daga en ART þjálfarar komu frá Skólaskrifstofu Suðurlands. ART stendur fyrir Agression Replacement Training og er raunprófuð aðferð við að kenna börnum, félagsfærni, sjálfsstjórn (reiðistjórnun) og
siðferði. Ætlunin er að grunnskólarnir geti þjálfað nemendur sína í þessari færni líkt og þeir kenna t.d. íslensku og stærðfræði. Þjálfunin tekur þrettán vikur þar sem farið er yfir alla þættina þrjá í viku hverri. Er það von Fræðsluskrifstofunnar að slík þjálfun barna í skólaaðstæðum er það sem gagnist þeim hvað best til að takast á við daglegar skólaaðstæður sem reynast sumum börnum mjög krefjandi.
Bókakynning á Nesvöllum
Fimmtudaginn 6. desember kl. 14:00 - 16:00. Mei mí meibísitt? eftir Mörtu Eiríksdóttur. Höfundur les. Boxarinn eftir Úlfar Þórmóðsson. Höfundur les. Árni Sam á fullu í 40 ár Svanhildur Eiríksdóttir les
Saga Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli Svanhildur Eiríksdóttir les ásamt Óla slökkviliðsmanni Saga Ungmennafélags Keflavíkur Eðvarð T. Eðvarðsson les
Kjartan Steinarsson hjá K. Steinarsson, og Hjördís Kristinsdóttir hjá Velferðarsjóði Suðurnesja, ásamt þeim Þresti Sigmundssyni og Magnúsi Guðmarssyni frá Lionsklúbbi Njarðvíkur.
STARF Í BOÐI Óskum eftir að ráða starfsmann í verslun og booztbar okkar í Sporthúsinu Reykjanesbæ. Vinnutími frá kl. 16-19 virka daga og laugardaga eftir samkomulagi frá kl. 11-14. Æskilegt að viðkomandi sé eldri en 25 ára, hafi ríka þjónustulund og góða framkomu auk brennandi áhuga á heilsusamlegu líferni og heilsurækt. Nánari upplýsingar veitir Helga Jóhanna í síma 863-5559 og á netfangi helga@carpediem.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað.
Glæsileg Kia bifreið í fyrstu verðlaun í happdrætti Lionsklúbbsins
Í
tilefni þess að K. Steinarsson, söluumboð fyrir Öskju í Reykjanesbæ, seldi hundraðasta Kia Picanto bílinn á Suðurnesjum fyrir skömmu veitti bílaumboðið og Lionsklúbbur Njarðvíkur, Velferðarsjóði Suðurnesja 100.777 kr. að gjöf. Styrkurinn kemur sér væntanlega að góðum notum fyrir Velferðarsjóðinn sem mun hafa í nægu að snúast nú þegar jólahátíðin er á næsta leiti. Hjördís Kristinsdóttir hjá Velferðarsjóði Suðurnesja tók við veglegri peningagjöf frá Kjartani Steinarssyni hjá K. Steinarsson. Ennfremur var tilkynnt að Kia Picanto bifreið yrði í fyrsta vinning í happdrætti Lionsklúbbsins núna um jólin. Dregið verður þann 23. desember og gæti einn heppinn miðaeigandi eignast þennan vinsæla bíl. „Við viljum taka þátt í því að minna á Lionshreyfinguna
ATVINNA LEIKSKÓLINN AKUR Í REYKJANESBÆ LEITAR AÐ ÖFLUGUM OG JÁKVÆÐUM EINSTAKLINGUM Í HÓPINN! Leikskólinn Akur auglýsir til umsóknar stöðu leik- og/eða grunnskólakennara og stöðu þroskaþjálfa. Skólinn starfar eftir aðferðum og hugmyndafræði Hjallastefnunnar. Fáist ekki kennarar til starfa er óskað eftir fólki á sviði listgreina eða hugvísinda. Hægt er að sækja um starf á vef Hjallastefnunnar, www.hjalli.is eða á heimasíðu viðkomandi skóla. Fyrirspurnir og frekari upplýsingar fást með því að senda tölvupóst á netfangið akur@hjalli.is eða hjá skólastýrum í síma 421 8310 eftir kl. 14:00.
HJALLASTEFNAN
og einnig Velferðarsjóðinn. Við hvetjum alla sem geta að hugsa til Velferðarsjóðsins fyrir jólin. Bíllinn verður meðal stærstu vinninga í happdrættinu og verður m.a. til sýnis í Nettó. Vonandi verður einhver heppinn þarna úti sem fær skemmtilega jólagjöf. Glænýr Kia Picanto kostar 1.999.777 kr. og það væri ekki leiðinlegt að vinna svona bíl fyrir jólin. Það verður hægt að nálgast happdrættismiða víða um Reykjanesbæ,“ segir Kjartan Steinarsson, eigandi K. Steinarsson ehf. Kia hefur notið talsverðra vinsælda á Suðurnesjum í ár líkt og sjá má á sölu bílanna. „Kia er mjög vinsæll hér á Suðurnesjum og við erum búnir að selja hundrað eintök af þessum bíl í ár. Ég er mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem Suðurnesjamenn sýna mér,“ bætti Kjartan við. Hann hvetur alla til að verða sér úti um happdrættismiða frá Lionsklúbbi Njarðvíkur og styrkja um leið gott málefni.
Smiðjuvöllum 5 Reykjanesbæ Fimmtudaginn 29. nóvember 2012 Opið kl. 13:00 til 19:00. Dagskrá á sviði (þar á meðal uppboð) kl. 17:30 Lifandi tónlist Uppboð á merkilegum Kompuhlutum Jólavörur með sál til sölu á góðu verði Kakó og piparkökur Sjáumst í jólaskapi í Kompunni Starfsfólk Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • AÐVENTA
GEFÐU FRÍ UM JÓLIN JÓLAPAKKAR ICELANDAIR
Evrópa frá 31.900 kr.*
eða 27.900 Vildarpunktar og 12.000 kr.*
USA frá 54.900 kr.* eða 47.900 Vildarpunktar og 22.000 kr.*
Jólapakkatilboðið á þessu verði gildir til London Heathrow, London Gatwick, Manchester, Glasgow, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Oslóar, Amsterdam, Frankfurt, Munchen, París og Helsinki í Evrópu og til New York, Boston, Denver, Seattle og Toronto í Norður Ameríku. Ferðatímabil er frá 10. janúar til og með 15. apríl 2013 (síðasti ferðadagur). Eftir að ferðatímabili lýkur gildir jólagjafabréfið sem inneign upp í fargjöld Icelandair.
+ Kauptu jólapakka á www.icelandair.is * Innifalið: Flug fram og til baka, skattar og önnur gjöld. Sölutímabil er frá 23. nóv. til 24. des. 2012 kl. 18.00. Bókunartímabil jólafargjalda er frá 20. des. 2012 til og með 11. jan. 2013. Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags nema á Saga Class. Takmarkað sætaframboð. Sjá nánar á icelandair.is. Þessar ferðir gefa 3.000 -16.200 Vildarpunkta. Jólafargjöld eru ekki endilega í boði í hverju flugi og sætaframboð er takmarkað.
13
14
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
lífið á bretlandseyjum Jólamarkaðurinn iðar af lífi en það mætti þó skipta rigningunni út fyrir snjó.
Eyþór við rómversku böðin
Undanfarna mánuði hefur blaðamaður Víkurfrétta, Eyþór Sæmundsson, haldið sig á Bretlandseyjum þar sem hann stundar nám. Eyþór hefur búið í borginni Bath á Suðvestur-Englandi, en borgin sú er þekkt sem ferðamannaborg enda ákaflega falleg og aðeins steinsnar frá höfuðborginni London. Eyþór setti saman stuttan pistil um lífið í Bath en bærinn er fullur af jólaanda um þessar mundir enda eru borgarbúar þekktir fyrir skemmtilegan jólamarkað og huggulegheit í þeim efnum.
„Ekki hafði ég heyrt mikið um borgina þegar ég og unnusta mín fluttumst hingað í haust. Í rauninni vissi ég hreinlega ekki að hún væri til. Það kom svo í ljós að Bath er sögufræg borg þar sem Rómverjar ríktu á dögum krists. Hér er eini staðurinn á Englandi þar sem heitt vatn er í jörðu og aðalsmerki bæjarins eru rómversku böðin sem hafa staðið í miðju borgarinnar frá því um 100 árum fyrir komu frelsarans. Eins og sannur ferðamaður kíkti ég í heimsókn á umræddan baðstað og var afar forvitnilegt enda er staðurinn á heimsminjaskrá UNESCO, eins og borgin reyndar öll. Það var merkilegt að velta því fyrir sér að þarna var komin þessi fína sundlaug og heitir pottar á þessum tíma, þegar maður hugsar til þess að skólasund á Íslandi var stundað í sjó lengi framan af 20. öld, þrátt fyrir töluvert af heitu vatni í jörðu. Þeir voru svo sannarlega með þetta Rómverjarnir.
Hér böðuðu sig bæði karlar og konur saman til forna. Af einhverjum ástæðum var það svo bannað.
Hér horfir enginn á fótbotla, Rugby er númer 1, 2 og 3.
Jólatréð mætti alveg vera veglegra.
Líflegt götulíf.
Bath telst þó varla sem borg. Hér búa jú um 80 þúsund manns en þetta er bara svo lítið og krúttlegt að maður hugsar um Bath sem bæ, enda er mikill bæjarbragur hérna. Byggingar hérna eru flestar gamlar og fallegar. Mikið er byggt upp í hinar bröttu hlíðar sem umlykja bæinn en þær eru allt að 280 metra háar og setja sannarlega mikinn svip á umhverfið hérna. Það getur verið hressandi að taka gönguferð upp hlíðarnar og þá er útsýnið alveg þess virði, þó enska þokan sé stundum með leiðindi og hindri manni sýn. Maður getur ímyndað sér að hérna sé æðislegt að vera á sumrin. Hér er afar gróðursælt og veður mjög stillt, a.m.k hefur veðrið leikið við okkur hérna í haust og hér snjóar nánast aldrei. Rok þekkist varla heldur. Nú er hins vegar að hefjast jólavertíðin eins og heima á Íslandi og hér er mikið lagt upp úr því að gera stemninguna sem mesta. Eins
15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • AÐVENTA
og áður segir er bærinn vinsæll meðal ferðamanna allt árið um kring og þannig vilja Bath-búar hafa hlutina. Nú fyrir skömmu var jólaþorpi skellt upp á miðju torginu fyrir framan stóru og fallegu kirkjuna og þegar eru rúturnar farnar að streyma að með verslunarglaða Lundúnarbúa innanborðs.
Dúfurnar eru vinalegar líkt og íbúarnir.
Jólabarnið ég lét mig ekki vanta þegar þorpið var opnað í beinni útsendingu í einhverjum vinsælum sjónvarpsþætti. Því miður mætti ég of seint og komst hvergi nærri miðbænum. Það var engu líkara en páfinn sjálfur væri í heimsókn. Ég fór þó einhverjum dögum síðar og drakk í mig jólastemninguna, reyndar drakk ég stemninguna í mig í formi drykkjarins Glühwein sem vinsæll er í þýskumælandi löndum og víðar í Evrópu, yljandi drykkur sem Íslendingar ættu að bjóða upp á í meira mæli.
Bath er glæsilegur staður með góðum verslunum.
Fólkið hérna í Bath er ótrúlega indælt og afar forvitið um Ísland. Oftar en ekki er það líka þannig að maður endar á spjalli við ókunnuga eftir að viðkomandi hefur giskað á hvaða tungumál við séum að tala. Aðeins tekur um eina og hálfa klukkustund að ferðast hingað frá London og myndi ég hiklaust mæla með dagsferð hingað fyrir hvern sem er. Til viðbótar við það sem að ofan er talið þá eru hér góðar verslanir sem henta vel fyrir Íslendinginn og hér eru ógrynni af veitinga- og kaffihúsum, líka McDonalds og Starbucks. Því miður er þó ekki Cheesecake factory hérna enn sem komið er.“
Eitt af þessum fallegu húsum í hlíðum borgarinnar. Ljósmyndir: Eyþór Sæmundsson
LISTDANSSKÓLI REYKJANESBÆJAR
BRYN BALLETT AKADEMÍAN
JÓLASÝNING NEMENDA 2012 Vorönnin hefst mánudaginn 7. jan. SKRÁNING ER HAFIN TAKMARKAÐ PLÁSS!
HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ NÝJA OG GAMLA NEMENDUR Á NÝJU ÁRI 2013
Gleðilega hátíð!
SÍMI: 426 5560
WWW.BRYN.IS
Sunnudaginn 2. desember kl. 14:00 og kl. 16:30 ANDREWS LEIKHÚS, FLUGVALLARBRAUT 700, ÁSBRÚ
ALLIR VELKOMNIR Miðaverð Kr.1700* *Frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.
NETFANG: BRYN@BRYN.IS
16
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
MANNLÍFIÐ
Jólamarkaður Kompunnar J
ólamarkaður Kompunnar verður haldinn fimmtudaginn 29. nóvember nk. við Smiðjuvelli í Reykjanesbæ. Dagskrá verður frá kl. 17:30 til 18:30, en markaðurinn sjálfur verður opinn frá kl. 13:00 til 19:00. Boðið verður upp á kakó og piparkökur og lifandi tónlist auk þess sem hið árlega uppboð Kompunnar á ýmsum merkilegum hlutum fer fram. Það hafa ýmiskonar jólamunir safnast upp hjá Kompunni yfir árið og á fimmtudaginn verða þeir teknir fram og settir á sölu. Það
J
er aldrei að vita nema jólaskrautið sem vantar í safnið sé einmitt að finna í Kompunni. Að sjálfsögðu verða hefðbundnar vörur Kompunnar einnig til sölu á jólamarkaðinum, s.s. gömul húsgögn, bækur, hljómplötur, ýmsar nytjavörur og margt fleira. Kompan er nytjamarkaður sem er rekinn af Fjölsmiðjunni á Suðurnesjum og er opinn alla virka daga. Hægt er að fá nánari upplýsingar með því að hringja í Kompuna í síma 421-1111 eða bara kíkja við á Smiðjuvöllum.
Jólabingó Virkjunar
ólabingó Virkjunar verður haldið þann 6. desember kl. 19:00-22:00. Allur ágóði af Jólabingóinu mun renna til Fjölskylduhjálpar Suðurnesja. Vinningar eru fjölbreyttir og skemmtilegir og eru í boði fyrirtækja og einstaklinga á Suðurnesjum. Spjaldið kostar 500 kr. Þrjú spjöld saman verða seld á 1000 kr. Húsið opnar kl. 18:00. Allir velkomnir!
Virkjun vill hvetja fólk til að koma og taka þátt í skemmtilegri skemmtun sem jafnframt er til góðs fyrir þá sem minna mega sín í samfélaginu okkar. Jafnframt vill Virkjun koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem hafa styrkt viðburði Virkjunar á árinu 2012. Með kærri kveðju frá Virkjun, með von um að sjá ykkur sem flest þann 6. desember!
GÖNGUGREINING Erum að taka biðlista og getum
bætt við okkur í göngugreiningu. Verðum í Íþróttaakademíunni Reykjanesbæ miðvikudaginn 5.desember
Tímapantanir í síma: 55 77 100
Getum við ekki örugglega gert eitthvað fyrir þig ... Atlas • Engjavegur 6 • 104 Reykjavík • Sími 55 77 100 • www.gongugreining.is
PÓSTKASSINN
is
n ragnheiður elín árnaDÓTTIR skrifar:
Pólitík skiptir máli – tökum þátt E
ftir um 150 daga ganga Íslendingar að kjörborðinu og kjósa til Alþingis. Prófkjör, forval og uppstillingar eru í gangi hjá öllum stjórnmálaflokkum og á næstu tveimur mánuðum skýrist hvernig framboðslistar flokkanna verða skipaðir. Nú er tækifæri til að hafa áhrif. Stjórnmálin mega muna sinn fífil fegurri og við sem störfum á þeim vettvangi finnum sennilega öll fyrir minni áhuga, virðingarleysi og jafnvel vonleysi gagnvart stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Eins skrýtið og það hljómar er mín upplifun samt sú að fólk sé þrátt fyrir þetta almennt pólitískara en áður. Hvert sem ég fer og hvar sem ég kem ræðir fólk við mig um pólitík, hvað það vill sjá betur gert og hvernig. Og hefur á því miklar skoðanir og margt til málanna að leggja. Í þessu er fólgin þversögn – almenningur er pólitískari á sama tíma og hefðbundin þátttaka í stjórnmálum fer dvínandi. Stjórnmál skipta máli, hugmyndafræði skiptir máli, vinnubrögð skipta máli og einstaklingar skipta máli. Ég leyfi mér að fullyrða að við öll sem störfum í stjórnmálum séum þar af góðum hug – við viljum hafa áhrif á samfélagið og við höfum sannfæringu fyrir því sem
við erum að berjast fyrir. Og það er einmitt ekkert athugavert við það að stjórnmálum fylgi barátta, stundum átök um mismunandi aðferðir og hugmyndafræði. Þetta er það sem lýðræðið snýst um. Við erum samt miklu oftar sammála þvert á flokkslínur á Alþingi heldur en menn halda – en átökin eru fréttnæmari. Við tölum oftar um og við hvert annað af virðingu á Alþingi – en virðingarleysið þykir fréttnæmara. Þetta fælir gott fólk frá þátttöku í stjórnmálum og þessu vil ég breyta. Tökumst á um menn og málefni en umfram allt sýnum hvert öðru virðingu. Það er gaman í stjórnmálum, það er gaman að sjá hugmyndir fæðast og verða að veruleika. Til þess að hafa áhrif verða menn að taka þátt og nú er tækifærið. Prófkjör okkar sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi fer fram þann 26. janúar og rennur framboðsfrestur út þann 14. desember. Ég vil hvetja fólk til dáða – komið með okkur í baráttuna, tryggjum góða þátttöku, tökum slaginn saman og gerum gott samfélag betra. Ragnheiður Elín Árnadóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi
n magnús jóhannesson skrifar:
Niðurskurður í grunnþjónustunni kominn að hættumörkum N iðurskurður í grunnþjónustunni er orðinn verulega alvarlegur og hefur ekki síst bitnað á íbúum Suðurkjördæmis. Eitt skýrasta dæmi um kolranga forgangsröðun ríkisstjórnarinnar birtist í fjölda lögregluþjóna í kjördæminu. Svo verulega hefur verið skorið niður í lögregluliði í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi að öryggi borgaranna er stefnt í hættu. Athyglisvert er að skoða niðurskurðinn í sögulegu samhengi. Árið 2001 gagnrýndi Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra niðurskurð í lögregluliði Reykjavíkurborgar og kallaði forsætisráðherra hann “alvarlega ógn við umferðaröryggi, sem eykur verulega slysahættu”. (1) Í gagnrýni sinni notaði for-
Jólalýsing í
Kirkjugörðum Keflavíkur
Opnunartímar Kirkjugarða Keflavíkur vegna móttöku lýsingargjalda og til að aðstoða þá sem á aðstoð þurfa að halda við uppsetningu krossa verður: Fimmtudagur 29. nóvember kl. 10:00 – 16:00 Föstudagur 30. nóvember kl. 10:00 – 17:00 Laugardagur 1. desember kl. 10:00 – 15:00 Sunnudagur 2. desember kl. 13:00 – 15:00
vf@ vf.
Frá 4. – 21. desember verður opið Þriðjudaga kl. 15:00 – 17:00 Fimmtudaga kl. 15:00 – 17:00.
Nánari upplýsingar veitir kirkjugarðsvörður Friðbjörn Björnsson s. 824 6191 milli kl. 10.00 og 16.00 alla virka daga.
sætisráðherra ákveðinn mælikvarða, fjölda íbúa á hvern lögreglumann, sem kominn var upp í 490 íbúa. Undanfarin ár hefur þ essum s ama niðurskurðarhníf verið beitt af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Samkvæmt ársskýrslum Ríkislögreglustjóra hefur fjöldi lögreglumanna á Suðurlandi frá 2005 til 2011 minnkað um 24% eða um fjórðung. Til að setja niðurskurðinn í samhengi við áhyggjur forsætisráðherra frá árinu 2001 þá var fjöldi íbúa á hvern lögreglumann á Suðurlandi kominn í 497 íbúa árið 2011, sem er örlítið hærri tala en forsætisráðherra gagnrýndi harðlega árið 2001. Nú er nóg komið. Niðurskurðarhnífurinn er kominn inn að beini og svo komið að lögreglumenn eru
hættir að geta sinnt þjónustuútköllum íbúa. (2). Niðurskurður í grunnþjónustunni er kominn að hættumörkum. Miðað við gagnrýni forsætisráðherra frá 2001 ætti hún að hafa skilning á að núverandi ástand er ekki ásættanlegt og stofnar borgurum svæðisins í hættu. Breyta þarf forgangsröðun ríkissjóðs og fjölga lögreglumönnum á Suðurlandi umtalsvert og það strax til að tryggja öryggi borgaranna. Magnús Jóhannesson Höfundur gefur kost á sér í þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem haldið verður þann 26. janúar næstkomandi. mbj.blog.is
(1) http://www.mbl.is/greinasafn/grein/629136/ (2) http://dfs.is/frettir/2620-loegreglumennhaettir-ae-geta-sinnt-tjonustuutkoellumvie-ibua-vegna-nieurskurear
Aðventuhátíð aldraðra á sunnudaginn
K
venfélag Keflavíkur heldur sína árlegu aðventu hátíð aldraðra, sunnudaginn 2. desember kl. 15.00 í Kirkjulundi, samkomusal Keflavíkurkirkju. Ásamt aðventuhlaðborðinu verður ýmislegt til skemmtunar sem vekur gleði hjartans. Fjölmennið og hafið gaman.
Styrktaraðilar að hátíðinni eru eftirtaldir: Íslandsbanki hf., HS Veitur, HS Orka, Starfsmannafélag Suðurnesja, Verslunarmannafélag Suðurnesja, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Samkaup hf., Reykjanesbær, Toyota í Reykjanesbæ, Kirkjulundur og Landsbanki Íslands.
Þrjú blöð til jóla!
17
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • AÐVENTA
Framtíðarreikningur Við bjóðum góðar vex með barninu framtíðarhorfur
Framtíðarreikningur Íslandsbanka er verðmæt gjöf sem vex með barninu. Hann er bundinn þar til barnið verður 18 ára og ber hæstu vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga bankans hverju sinni. Með því að stofna Framtíðarreikning í nafni barns safna ástvinir fyrir það í sjóð sem getur seinna meir orðið ómetanlegt veganesti út í lífið.
Jólakaupauki! Öllum nýjum Framtíðarreikningum og innlögnum yfir 2.000 kr. fylgir bolur eða geisladiskur.*
Þú finnur sérfræðinga í sparnaði í þínu útibúi. * Meðan birgðir endast.
Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000
18
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
HÖNNUN OG HANNYRÐIR
Handavinnukennarinn í Myllubakkaskóla á kafi í hönnun og saumaskap Ásdís Erla Guðjónsdóttir er handavinnukennari við Myllubakkaskóla þar sem hún kennir smíðar. Hún hefur jafnframt rekið fyrirtækið Disa Designs frá árinu 2003 eða í níu ár. Ásdís er Selfyssingur en hefur búið í Reykjanesbæ ásamt eiginmanni og börnum í rúm sex ár. Ásdís er mikil föndurkona og hafa saumaskapur og handavinna ýmiskonar átt hug hennar frá blautu barnsbeini. Texti: Hilmar Bragi Bárðarson Myndir: Úr einkasafni
ð i n s r u n n ö 0 5 1 g o sdís Erla er bútasaumshönnuður og er þekkt langt Á út fyrir landsteinana fyrir búta-
Jólakötturinn – desemberverkefni Dísu-klúbbsins.
saumssniðin sín. Hún hefur gefið út sjö bækur með bútasaumssniðum sem eru að seljast í tugþúsunda upplagi, bæði hér heima og í Bandaríkjunum, þar sem hún hefur verið að markaðssetja sína hönnun. Hún hefur undanfarin ár tekið þátt í bútasaumssýningunni „International Quilt Market“ og dreifir sniðum og bókum frá skrifstofu í Minnesota, en þar er samstarfskona Ásdísar Erlu og sveitungi hennar frá Selfossi. Tvær síðustu bækurnar frá Ásdísi Erlu hafa eingöngu verið með löberum sem hún hefur hannað og þær bækur eru báðar á topp 10 listanum hjá stærsta dreifingaraðilanum í Bandaríkjunum. Frá blautu barnsbeini hefur Ásdís Erla verið að hanna og sauma bútasaumsverk ýmiskonar. Hún segir að fljótlega hafi fólk farið að leita til hennar og viljað fá að gera samskonar verk og hún hafði verið að vinna að, eða að fá hana til að sauma fyrir sig bútasaumsverk eins og t.d. löbera. Ásdís Erla segir að fljótlega hafi henni verið ljóst að hún kæmist ekki yfir það að sauma fyrir alla, því bútasaumurinn sé tímafrekur og launin yrðu því lítil fyrir mikla vinnu. Því hafi hún farið í að hanna snið og selja, enda fullt af saumakonum um allt sem geta gert þetta. Það er mikil vinna á bak við hverja bók með sniðum. Bækurnar eru prentaðar í tugþúsunda upplagi
og því hefur Ásdís Erla ávallt látið utanaðkomandi aðila sauma eftir öllum sniðunum áður en bækurnar fara í prentun, því rangar upplýsingar falla ekki í góðan jarðveg hjá quilt-saumafólki, séu stærðir rangar. Auk bókaútgáfu með bútasaumssniðum þá gefur Ásdís Erla einnig út stök snið í gegnum Dísu-klúbbinn. Í dag eru þau snið orðin um 150 talsins en nýtt snið kemur mánaðarlega. Nokkrar verslanir víðs vegar um landið selja sniðin en þau eru einnig fáanleg í netverslun á www.fondur.is, sem er vefur sem Ásdís rekur. Þann vef hugsar hún fyrir innanlandsmarkað en erlendis er fólki vísað á www.disadesigns. com. Dísu-klúbburinn er í góðu samstarfi við Quiltbúðina en sú verslun hefur einsett sér að bjóða upp á þau efni og mynstur sem er að finna í hönnun Ásdísar Erlu. Þeir sem eru í Dísu-klúbbnum geta pantað mánaðarlega uppskrift og fá þá sniðið frá Ásdísi Erlu og efnin frá Quiltbúðinni. Núna þegar flestir eru að detta í jólagírinn, þá er loksins að verða rólegt hjá Ásdísi Erlu. Hún skilaði af sér jólasniðunum í haust þegar saumaklúbbarnir voru að koma úr sumarfríum. Hún tekur undir að hönnunin sé árstíðabundin. Nú eru saumakonurnar margar búnar að sauma eftir jólasniðunum og farnar að huga að jólaundirbúningi á meðan Ásdís er farin að huga að sniðum sem tengjast þorranum og sumrinu. Eftir áramót fer hún svo
að hanna snið fyrir jólin 2013. Ásdís Erla er lærður myndmenntakennari. Hún hefur gaman af því að teikna og hún teiknar því upp öll þau stykki sem hún hannar. Þá saumar hún þau í framhaldinu. Að endingu teiknar hún sniðið upp í teikniforriti í tölvu áður en þau eru prentuð út. Þá er mikill útreikningur á bak við öll snið, svo þau séu rétt þegar kemur að því að sauma eftir þeim. Ásdís Erla leggur mikið upp úr skýringarmyndum og þá lætur hún einnig taka myndir af öllum þeim stykkjum sem eru saumuð. Ásdís Erla er ekki bara að hanna löbera, því hún er einnig þekkt fyrir tréfígúrur. Hún hefur lengi verið að smíða og víða má sjá fígúrur, eins og jólasveina, snjókarla og smáfólk ýmiskonar sem lífgar upp á garða. Hún selur smíðasnið fyrir þessar fígúrur. Nýjasta æðið sem fólk hefur tekið er að skreyta kerti. Undanfarið hefur Ásdís Erla verið með námskeið í því að skreyta kerti með myndum. Þá eru texti eða myndir prentaðar á silkipappír og þær myndir eru síðan settar á kerti með hitabyssum. Nú hefur Ásdís Erla hannað nokkrar útgáfur af myndum og texta sem setja má á kerti en skjöl með þeirri hönnun er að finna í vefversluninni á www.fondur.is Ásdís Erla hefur lagt á það áherslu að það sé auðvelt að sauma eftir sniðunum hennar og einnig að það kosti ekki hálfan handlegg að kaupa efnið sem þarf. Þá er jólalöberinn fyrir árið 2012 í litum
19
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • AÐVENTA
HÖNNUN OG HANNYRÐIR
Útfærsla Ásdísar á íslensku jólasveinunum í veggmynd.
sem höfða til allra og sagði hún að yngra fólkið hafi verið að falla fyrir jólalöbernum að þessu sinni. Það sé gaman að skreyta borð með löber og jólalöberinn 2012 er virkilega fallegur. Ásdís Erla og hennar fjölskylda eru sannarlega jólafólk. Þau eru með miklar jólaskreytingar á heimilinu og þá tekur fjölskyldan þátt í verkefnum tengdum jólunum. Sölvi, eiginmaður Ásdísar Erlu, fór með aðalhlutverk á síðasta ári í jólaleikriti Leikfélags Keflavíkur og þar lék dóttir þeirra einnig stórt hlutverk. Núna er sonur þeirra í félagi við annan búinn að semja jólaleikrit í fullri lengd sem Leikfélag Keflavíkur frumsýnir um helgina. Ásdís Erla tekur einnig þátt í undirbúningi sýningarinnar í ár eins og í fyrra, með því að sauma búninga. Hún segist hafa ánægju af því að leggja félaginu lið með því að hanna og sauma búninga fyrir sýninguna. Nánari upplýsingar um verk Ásdísar Erlu má finna á www.fondur. is og á Facebook síðunni Föndur. is-snið Ásdísar Erlu Jólalöberinn 2012 er á myndinni hér til hægri.
IN
BÓK
2012
JÓLA
fl
ísitt?
er söguleg skáld saga úr Keflavík sem gerist á sjöun aldar. Höfundur da og áttunda áratug rifjar upp og segir síðustu frá daglegu lífi bjó. Þetta eru minni barnanna í götun ngar um horfna ni þar sem hún veröld, þar sem skapandi kraftu um að skemmta r barnanna sá þeim sjálfum dagla ngt á sumrin. Höfundur bókar innar, Keflvíkingu rinn Marta Eiríks námskeiðahald dóttir, er vel þekkt á vegum Púlsin fyrir öflugt s en einnig fyrir jákvæð og skem birst hafa eftir hana mtileg viðtöl, sem í Víkurfréttum undan farin tuttugu ár. Mei mí beib ísitt? er önnur bók höfundar en fyrsta Goddess – Embr acing Your Powe bók Mörtu Becom r! kom út á ensku ing , á vegum Balbo innan Hay House a Press, deild í Bandaríkjunum sumarið 2012.
VÍKURFRÉTTIR 2012
EHF.
IR
og Geg h g or n ju st it ð ein m n i bó Eg ðu k! ge ð rt ss frá o
Mei mí beibísitt?
ísitt?
Mei mí beibísitt? MARTA EIRÍKS DÓTTI R
Mei mí beib
eg
-Þ
ÍKSDÓTT
Mei mí beib
ð
Lí
MARTA EIR
Æskuminnin
úr bítlabænu
gar
m Keflavík
Bókin fæst hjá Eymundsson og á skrifstofu Víkurfrétta
Jólatréfígúrur – Ljómandi snjókarl og Luktar sveinki.
n
sö
gn
.
20
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
2012
Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum
ÞAÐ GETUR FYLGT ÞVÍ MIKIL LUKKA AÐ GERA JÓLAINNKAUPIN Á SUÐURNESJUM Jólalukka Víkurfrétta hefst fimmtudaginn 30. nóvember og stendur til jóla eða á meðan birgðir endast. Þegar verslað er fyrir 5.000 kr. eða meira færðu afhentan skafmiða og sérð um leið hvort vinningur er á miðanum. Þú getur nálgast vinninginn samstundis hjá viðkomandi verslun eða þjónustuaðila. Þeir sem ekki hljóta vinninga í jólalukkunni geta sett nafn sitt á bakhlið miðans og skilað honum í kassa í Kaskó eða Nettó. Dregið verður úr skiluðum miðum þrisvar sinnum, 7., 14. des. og á Þorláksmessu. Vinningar í úrdrætti eru m.a. kr. 100.000,- matarúttekt, Evrópuferðir og fleiri veglegir vinningar.
5200 VINNINGAR FRÁ EFTIRTÖLDUM AÐILUM GEIMSTEINN BÍLAHÓTEL ICELANDAIR KAFFITÁR KFC PULSUVAGNINN SAMBÍÓIN BITINN BLÁA LÓNIÐ
HÓTEL KEFLAVÍK SIGURJÓNSBAKARÍ VOCAL MENU NÝJA BAKARÍ OLSEN OLSEN SPORTHÚSIÐ BJÖRGUNARSVEITIN OMNIS NJARÐVÍKz KEFLAVÍK
GEISLADISKAR ÞVOTTUR Í ÞVOTTASTÖÐ, ALÞRIF GJAFABRÉF TIL EVRÓPU KAFFIDRYKKIR MÁLTÍÐ FYRIR EINN PYLSA OG KÓK BÍÓMIÐI FYRIR EINN (GILDIR EKKI Á ÍSL. MYNDIR) STÓR ÍS Í BRAUÐFORMI ÁRSKORT, FJÖLSKYLDUKORT, GJAFAPAKKNING MEÐ HÚÐVÖRUM, BETRI STOFAN FYRIR TVO, LAVA RESTAURANT KR.15.000,GISTINGAR Í EINA NÓTT Í JUNIOR SVÍTU OG KVÖLDVERÐUR FYRIR TVO AÐ UPPHÆÐ 10.000.- KR SNÚÐUR OG KÓKÓMJÓLK HÁDEGISHLAÐBORÐ FYRIR EINN, 3JA RÉTTA KVÖLDVERÐUR FYRIR EINN 30 TAPASSNITTUR KR. 1.000,- INNEIGN LANGLOKA OG KÓK 3JA MÁNAÐA KORT, MÁNAÐARKORT KAPPATERTA, TROÐNI, TRALLI, TRÍTILL, 2” FLUGELDUR, 1,9” FLUGELDUR KR. 5.000,- INNEIGN MIÐI FYRIR TVO Á DEILDARLEIKI Í KÖRFUBOLTA MIÐI FYRIR TVO Á DEILDARLEIKI Í FÓTBOLTA 2013 MIÐI FYRIR TVO Á DEILDARLEIKI Í KÖRFUBOLTA MIÐI FYRIR TVO Á DEILDARLEIKI Í FÓTBOLTA 2013
EYMUNDSSON GALLERÍ GEORG V. HANNAH K-SPORT KÓDA LYF OG HEILSA EFNALAUGIN VÍK KELFAVÍK FLUGELDASALA KRUMMASKUÐ SKÓBÚÐIN HEILSUFORM LYFJA NETTÓ
KASKÓ
KR. 5.000,- INNEIGN KR. 5.000,- INNEIGN KR. 5.000,- INNEIGN KR. 5.000,- INNEIGN KR. 5.000,- INNEIGN KR. 5.000,- INNEIGN KR. 5.000,- INNEIGN KR. 2.000,- INNEIGN KR. 5.000,- INNEIGN KR. 5.000,- INNEIGN KR. 3.000,- INNEIGN KR. 5.000,- INNEIGN KR. 15.000,- GJAFABRÉF, BÓKIN KULDI, BÓKIN ÚTKALL, BÓKIN SKÓRNIR SEM BREYTTU HEIMINUM, BÓKIN TÖFRAHÖLLIN, BÓKIN SUÐURGLUGGINN, BÓKINN GOLF Á ÍSLANDI Í 70 ÁR, GEISLADISKUR, DVD DISKUR, BÓKIN REYKJAVÍKURNÆTUR, BÓKIN 50 DEKKRI SKUGGAR, BÓKIN GÍSLI Á UPPSÖLUM, BÓKIN WAYNE ROONEY, 2 LTR KÓK DAIM ÍSHRINGUR, STÓR OSTAKARFA, KASSI AF HLEÐSLU PRÓTEINDRYKK FRÁ MS, DVD BARNAMYND, EGILS APPELSÍN 2 LTR., KEA SVÍNAHAMBORGARHRYGGUR, HANGILÆRI ÚRBEINAÐ, MATREIÐSLUBÓK LATABÆJAR
21
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • AÐVENTA
JÓLALUKKAN
fæst á eftirtöldum stöðum: GG lele ðiði lele ga hh átát GG íðíð ga lele !! ðiði le ga átát le íðíð gahh !!
2 2220001 20111222
m urnesju aaááSuð esjum verslan Suðurn aaog rétt urf slan Vík urnesjum ur og ver eik aaááSuð rétt ðal urf fmi slan Vík ver Ska ur Suðurnesjum aaog eik rétt ðal urf fmi slan Vík ver Ska ur og fmiðaleik Víkurfrétt Ska Skafmiðaleikur
STRAX VEIST OG ÞÚ AX ST STR SKAFÐU VEIUNN ÞÚ UR OGHEF STRAX FÐU ST IÐ! SKA VEIUNN ÞÚ UR ÞÚOG AX RT STR FÐU HVO ST IÐ! SKA VEIUNN HEF ÞÚ UR ÞÚOG IÐ! RT FÐU HVO SKA HEF ÞÚ HEFUR UNNIÐ! HVORT ÞÚ RT HVO
12 Evrópuferðir með Icelandair 8 matarúttektir að upphæð 15.000 kr. í Nettó eða Kaskó og stærsti vinningurinn er
100.000 kr. matarúttekt í Nettó Njarðvík
5200 vinningar!
3 Evrópuferðir og 100 þús. kr. matarkarfa frá Nettó ásamt fleiri GEORG V. HANNAH Úr og skartgripir
veglegum vinningum í úrdráttum! Munið að skila miðum með engum vinningi í Kaskó/Nettó til að eiga möguleika á flottum vinningum í úrdrætti 7., 14. og 23. desember.
22
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
PISTILL
Ytri-Njarðvíkurkirkja Messa. Altarisganga 2. desember kl. 11. Fyrsti sunnudagur í aðventu. Kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar. Meðhjálpari er Ástríður Helga Sigurðardóttir. Sunnudagaskóli 2. desember kl. 11. Kaffi, djús og kökur á eftir í safnaðarsalnum. Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík) Sunnudagaskóli 9. desember kl. 11. Kaffi, djús og kökur á eftir í safnaðarheimilinu. Aðventusamkoma 9. desember kl. 17. Börn frá Leikskólanum Holti annast helgileik með aðstoð fóstranna. Nemendur úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar koma fram. Vox Felix kór Fjölbrautaskóla Suðurnesja syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Davíð Ólafsson bassi og Stefán Helgi Stefánsson tenór syngja nokkur lög. Kór kirkjunnar syngur og leiðir einnig almennan safnaðarsöng undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar organista. Sóknarnefnd býður kirkjugestum að þiggja veitingar í safnaðarheimilinu að samkomunni lokinni. Ytri-Njarðvíkurkirkja Jólaball 16. desember kl. 11. Dansað í kringum jólatré og jólasveinn sem á heima í fjallinu Keili mætir í kirkjuna. Hann gefur öllum börnum eitthvað gott til að hafa með sér heim. Aðventusamkoma 16. desember kl. 17. Magni Ásgeirsson söngvari syngur nokkur lög af nýju plötunni sinni í bland við jóla- og aðventulög. Börn frá Leikskólanum Hjallatúni annast helgileik með aðstoð fóstranna. Eldey, kór eldri borgara, syngur nokkur lög sem og Vox Felix kór Fjölbrautaskóla Suðurnesja en stjórnandi þeirra er Arnór Vilbergsson. Kór kirkjunnar syngur og leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar organista. Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík) Aðfangadagur. Aftansöngur kl. 18. Jóladagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Gamlársdagur. Aftansöngur kl. 17. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Meðhjálpari er Pétur Rúðrik Guðmundsson. Ytri-Njarðvíkurkirkja Aðfangadagur. Jólavaka kl. 23.30. Helgileikur í umsjá fermingarbarna og í lokin munu allir tendra kertaljós þegar sungið verður “Heims um ból”. Jóladagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Nýársdagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Elínborg Gísladóttir sóknarprestur í Grindavík prédikar og þjónar fyrir altari. Meðhjálpari er Ástríður Helga Sigurðardóttir. Kirkjuvogskirkja (Höfnum) Jóladagur. Hátíðarguðsþjónusta kl.12.15. Meðhjálpari Magnús Bjarni Guðmundsson. Kirkjukór Njarðvíkur syngur við allar athafnir undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar organista. Baldur Rafn Sigurðsson sóknarprestur.
Hver skaut Pollýönnu? U
ndirrituð hefur velt því fyrir sér undanfarið hver hafi orðið örlög hinnar yndislegu Pollýönnu sem sá eitthvað jákvætt í öllum aðstæðum. Ýmsar samsæriskenningar hafa skotið upp kollinum við þessar vangaveltur og ein þeirra hljóðar á þann veg að hún hafi verið skotin af færi og grafin með útrásarvíkingum og erlendum gengislánum seinnipart árs 2008. Síðan þá hefur lítið til hennar spurst. Fyrir þann tíma upplifði undirrituð mun meiri jákvæðni í okkar góða samfélagi, flestir voru spenntir fyrir framtíðinni og þeim ævintýrum (mitt orð yfir verkefni) sem hún bar í skauti sér. Eða hvað? Fljótlega eftir bankahrun og núna fjórum árum síðar, í lok árs 2012, virðist vera að Pollýanna hafi orðið samnefnari þess sem ekki má og er bókstaflega vísbending um einbeittan brotavilja að halda henni á lífi. Glaðbeitt fólk er beinlínis sakað um að vera í “Pollýönnuleik”, afneitun og kæruleysi, vogi það sér að láta í ljósi jákvæðar skoðanir sínar á umhverfi sínu eða aðstæðum. Ég vil taka það fram að Pollýanna á ekkert skylt við Gullkálfinn og dýrkun hans á dauðum hlutum. Sér í lagi finn ég fyrir þessu hérna á Suðurnesjum. Hér er það háalvarlegur glæpur að halda lífi í henni vinkonu okkar. Allt er á niðurleið, hér eru aðfluttir andskotar allt að drepa og hér hafa lífsgæðin minnkað mest á landinu öllu, svei mér þá ef lánin hafa ekki hækkað mest hér og verðbólgan hærri. Þeir sem ekki gera þetta að ráðandi skoðun sinni á svæðinu eru bara ekki að fylgjast með!
Ég segi hingað og ekki lengra ég tilkynni hér með að ég ætla að fremja alvarlegan glæp. Ég ætla að halda lífi í henni vinkonu minni sem sá, þegar hún fékk úthlutað tómt og kalt herbergi uppi á hanabjálka, að í gegnum örlítinn glugga hafði hún það fallegasta málverk sem til er, himin sjálfan. Þetta geri ég ekki eingöngu fyrir mig heldur einnig börnin mín sem þá alast upp með sterka sjálfsmynd, stolt yfir uppruna sínum og trú á eigin getu. Já, kalli þetta hver það sem hann vill en við eigum val. Það sem við veitum athygli vex og dafnar. Við höfum ákveðna orku til afnota og það er undir okkur komið í hvað við notum hana og hversu mikið við leyfum öðrum að hafa áhrif þar á. Við getum valið að veita því neikvæða athygli, nært það og lofað því að vaxa okkur yfir höfuð með tilheyrandi vonleysi og vanlíðan. Neikvætt viðhorf er nefnilega mesta orkusuga sem til er. Við getum líka valið að líta á það sem jákvætt er og nært okkur með því, fyllt huga okkar og hjörtu af gleði og tilhlökkun yfir því sem hver dagur ber í skauti sér. Já, algjörlega óháð því hverjar aðstæður okkar eru. Rétt eins og við veljum að næra líkama okkar með fæðu á hverjum degi, getum við valið að næra sálina með jákvæðu viðhorfi til þeirra aðstæðna sem mæta okkur og alls þess smáa sem birtist á leiðinni. Aðeins þannig höfum við kraft og vilja til að mæta þeim, breyta því sem við viljum breyta, og getu til að hafa áhrif á það hvernig okkur reiðir af. Hverju töpum við við það? Pollýanna vinkona mín kenndi mér að við getum stýrt viðhorfi okkar. Sigurinn felst í því að
sjá hið jákvæða í öllum aðstæðum. Við veljum það fólk sem við viljum umgangast, við veljum þær upplýsingar sem við sækjum okkur, t.d. þær fréttir sem við lesum. Góð kona sagði mér eitt sinn að í glímu sinni við þunglyndi hefði læknirinn hennar mælst eindregið til þess að hún hætti að lesa minningargreinarnar í Mogganum og það svínvirkaði! Hann hefur örugglega þekkt Pollýönnu mína vel sá. Pollýanna mælir nefnilega með að við hættum að lesa neikvæðar fréttir af öllu tagi, hættum að veita því athygli sem dregur úr okkur mátt og gleði. Verum meðvituð um hugsanir okkar og þannig getum við umbreytt lífi okkar ótrúlega hratt því orkan sem eftir verður til að sinna því jákvæða verður ómæld. Já mínir kæru samborgarar, hún Pollýanna vinkona mín er sko alls ekki dauð. Hún lifði af skotárásirnar miklu árið 2008 og mun vonandi verða vinkona okkar allra áður en langt um líður. Munið bara að hún kemur aldrei óboðin í heimsókn, hvað þá að hún láti aðra um að bjóða sér til okkar. Heimsókn hennar kostar ekki neitt en borgar gjarnan með sér, sér í lagi ef hún fær að gista. Þið verðið að senda henni persónulegt boðskort og ég veit að hún þiggur það með þökkum. Ég ábyrgist að hún er kærkominn gestur sem við viljum ekki að kveðji okkur að nýju. Með ósk um gleðilega aðventu og árangursríka endurlífgun Pollýönnu. Helga Jóhanna Oddsdóttir Ráðgjafi, NLP practitioner og markþjálfi p.s. vissuð þið að bókin um Pollýönnu var endurútgefin hér á landi í desember 2008? Tilviljun? n
Vel heppnaður fundur Íslandsbanka um efnahagsumhverfið Í
slandsbanki hélt fund um efnahagsumhverfið í Stapa í Reykjanesbæ í lok síðustu viku og var fundurinn vel sóttur. Sighvatur Ingi Gunnarsson, útibússtjóri Íslandsbanka í Reykjanesbæ, opnaði fundinn. Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka, fjallaði um sameiningu bankans við BYR og sviptingar á bankamarkaði á Suðurnesjum. Una fór m.a. yfir breytingar á markaðshlutdeild á Suðurnesjum og kom fram að markaðshlutdeild Íslandsbanka þar hefði hækkað um 10 prósentustig á síðastliðnu ári og væri nú 34%. Sigþór Kristinn Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Airport Associates og UPS, hélt mjög fræðandi erindi um þessi tvö félög og þann gríðar-
lega vöxt sem þar hefur átt sér stað. Þá kynnti Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslands-
Sighvatur Ingi Gunnarsson, útibússtjóri Íslandsbanka í Reykjanesbæ, opnaði fundinn.
banka, efnahagsspá bankans. Ingólfur fór m.a. yfir tölur sem sýna að uppsveifla sé komin í efnahagslífið og spáði til um vöxt á næstu árum. Nokkur óvissa er í spánni og ræður t.a.m. álver í Helguvík sem Ingólfur gerir ráð fyrir að fari á fullt á næsta ári miklu um hvort spáin gengur eftir. Greinileg merki eru þó um að atvinnulífið sé komið af stað. Að lokum fór Stefán Eiríkur Stefánsson, forstöðumaður í gjaldeyrismiðlun, svo lauslega yfir gengisáhættu og valmöguleika til þess að lágmarka þá áhættu. Fundurinn var gríðarlega vel sóttur og sköpuðust skemmtilegar umræður í lok fundar.
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • AÐVENTA
23
24
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Amerískur fótbolti og heimsókn á skotsvæði D
aniel Cramer er 25 ára Njarðvíkingur sem á margar góðar minningar frá jólunum, hvort sem það er hérna á Íslandi eða í Bandaríkjunum þar sem hluti fjölskyldu hans býr, en þar átti hann eftirminnileg jól. Hann er nú þegar búinn að gefa sjálfum sér gítar í jólagjöf en hann segist vera frekar nægjusamur þegar kemur að gjöfum. Fyrstu jólaminningarnar? Ég og pabbi minn heitinn að keyra saman upp í flugstöð að ná í risastóran kassa frá Bandaríkjunum fullan af gjöfum frá ömmu og afa. Ég get sagt ykkur að ég var með risastórt glott á mér alla leiðina þangað því ég vissi að helmingurinn væri eflaust til mín. Svo gleymi ég því aldrei að ég var búinn að vera grátbiðja um flottar græjur í herbergið mitt, en undir trénu var lítill kassi, og ég varð svo rosalega fúll yfir því að fá ekki græjurnar. Svo þegar ég opnaði pakkann þá var þetta kassi með mynd af einhverjum gömlum græjum og ég setti á mig mikinn fýlusvip, en svo reyndist kassinn tómur fyrir utan mynd af flottu græjunum sem mig langaði svo í. Jólin voru oft á þessa vegu, mikið verið að grínast og eiga jólin ávallt stóran sess í hjarta mínu. Jólahefðir hjá þér? Ein af föstum hefðum hefur alltaf verið að fara í kirkjugarðana og heimsækja þá sem fallið hafa frá. Ein gömul og góð var að keyra um Reykjanesbæ og skoða jólaskreytingar. Ertu duglegur í eldhúsinu yfir hátíðirnar? Ég og daman eldum okkur vanalega kvöldmat saman öll kvöld en yfir hátíðirnar eru mörg jólaboð og því möguleiki á að hvíla sig aðeins. En ég er alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd yfir hátíðirnar, kannski er ég meira í því að taka af borðunum heldur en að elda matinn. Jólamyndin? Elf með Will Ferrell er klárlega ein af mínum uppáhalds yfir hátíðirnar og Christmas Vacation er heldur ekki síðri kostur. Jólatónlistin? Bing Crosby, Nat King Cole og allir þessu gömlu góðu og svo eru margir íslenskir flytjendur sem spila alltaf á jólastrengina hjá mér. Hvar verslarðu jólagjafirnar? Daman fór til Glasgow á dögunum og verslaði flestar jólagjafir þar en restin verður keypt hér á klakanum.
Gefurðu mikið af jólagjöfum? Ég gef alltaf þeim sem standa mér næst, er ekki alltaf skemmtilegra að gefa heldur en að þiggja? Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Mér hefur alltaf fundist það skemmtilegt að hitta vini og ættingja og spila skemmtileg spil og fá að smakka íslenska jólabjórinn. Svo byrja náttúrulega ekki jólin fyrr en maður hefur sett upp jólaskraut og gert eins jólalegt og maður getur í kringum sig. Rétt fyrir jólin spila ég jólalag sem kemur mér alltaf í gott jólaskap en það er lag með Relient K sem ber nafnið „Sleigh Ride“, skemmtileg útgáfa af því lagi og þá veit ég að jólin eru að koma. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? iPhone frá dömunni stendur þar ofarlega en ég er alltaf rosa þakklátur fyrir allt sem ég fæ, sérstaklega eftir að hafa verið illa blekktur með græjunum á árum áður. Hvað er í matinn á aðfangadag? Er það ekki bara gamli góði hamborgarhryggurinn, hann klikkar ekki. Annars er ég alveg aumur fyrir góðum kalkún, eflaust Kaninn í mér. Eftirminnilegustu jólin? Ég verð að segja jólin í Bandaríkjunum árið 2010 þegar ég ákvað að eyða þeim með ömmu, afa og ættingjum mínum í NorðurKarólínu. Það var heldur betur öðruvísi, lítið af snjó og ekki jafn mikið skreytt og hér, þar sem amma og afi búa í hverfi þar sem flestir eru orðnir eldri borgarar. En ég sá svo sannarlega ekki eftir því að eyða jólunum úti því ég kynntist ættingjum mínum úti betur sem mér þykir svo vænt um og að fá að upplifa aðra menningu; fékk að smakka eggjapúns, amerískur fótbolti í sjónvarpinu og fór á skotsvæði, ekki alveg hin hefðbundnu íslensku jól. Hvað langar þig í jólagjöf? Við daman ætlum að gefa hvort öðru nýtt rúm í jólagjöf og er það eitt af því helsta sem ég vil en ég er nýbúinn að gefa sjálfum mér nýjan gítar í jólagjöf, má það ekki alveg? Ég gerist samt alltaf svo hógvær að vilja ekki neitt og ég er ánægður að hafa eitthvað lítið undir trénu á meðan þeir yngstu missa sig! Jólakveðjur til allra og vonandi hafið þið það æðislegt yfir hátíðirnar!
Aðventan í Reykjanesbæ
F
ramundan er aðventan með öllum sínum dásemdum, þegar fólk keppist við að skapa sér tilefni til notalegra samverustunda í svartasta skammdeginu, kveikir falleg ljós, stingur góðgæti í munn og nærir bæði líkama og sál.
Nokkrar mikilvægar dagsetningar 1. desember kl. 17:00 Ljósin tendruð á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand. Tjarnargötutorg. 2. desember kl. 14:00 Bókakonfekt. Duushús.
er árlegur menningarviðburður á vegum Bókasafns Reykjanesbæjar, í samvinnu við menningarfulltrúa bæjarins og Eymundsson og styrkt af menningarráði Suðurnesja. Þar gefst bæjarbúum kostur á að hlýða á upplestur höfunda úr nýjustu jólabókunum innan um einstaklega falleg málverk Þorbjargar Höskuldsdóttur. Þá flytja Jólaseríurnar tónlist. Meðal þeirra rithöfunda sem lesa upp úr verkum sínum eru Steinunn Sigurðardóttir, Auður Ava Ólafsdóttir og Marta Eiríksdóttir.
Reykjanesbær lætur ekki sitt 6.-15. desember eftir liggja og heldur fast í Alþjóðlegt bréfamaraþon Amnesty þær góðu hefðir, gamlar sem International. Bókasafn Reykjanesbæjar. og nýrri, sem segja má að séu samtvinnaðar lífi fólks hér 13. og 14. desember í bæ. Að venju verður staðið Upplestur úr nýjum bókum. Nesvellir fyrir vali á Ljósahúsi Reykjanesbæjar sem gert hefur verið 17. desember kl. 18:00 Þann 13. og 14. desember allar götur síðan árið 2000. Það Ljósahús Reykjanesbæjar útnefnd. Duushús munu starfsmenn Bókasafnser óhætt að segja að viðmiðin 6. janúar kl. 18:00 ins og menningarsviðs Reykjahafi verið sett af þeim sem Þrettándagleði og álfabrenna. Hafnargata. nesbæjar lesa upp úr nýjum fyrst hlutu þessar viðurkennbókum á Nesvöllum fyrir gesti ingar því nú má sjá hús skreytt og gangandi. af miklum metnaði og smekklegheitum víðs vegar um bæinn og „ljósarúnturinn“ orðinn ómissandi hluti af jólahefðinni. Í ár fer valið Dagana 6. -15. desember tekur Bókasafn Reykjanesfram með nýju sniði þar sem bæjarbúar sjálfir velja bæjar þátt í alþjóðlegu bréfamaraþoni Amnesty Interljósahúsin í stað sérstakrar nefndar en þetta verður national sem gefur almenningi kost á að skrifa undir kort í þágu þolenda mannréttindabrota. Tilbúin bréf til kynnt rækilega í Víkurfréttum. stjórnvalda liggja frammi fyrir gesti. Þetta er í sjöunda Laugardaginn 1. desember kl. 17:00 verða ljósin sinn sem slíkt bréfamaraþon er haldið á Íslandi en í tendruð á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand í Nor- fyrra voru send rúmlega 4000 bréf og kort til stuðnings egi. Sú athöfn fer að venju fram á Tjarnargötutorgi með fórnarlömbum mannréttindabrota um heim allan. stuttri tónlistar- og söngdagskrá. Sendiherra Noregs á Samtímis munu fara fram bréfamaraþon í AmnestyÍslandi afhendir tréð og nemandi úr 6. bekk Akurskóla deildum í yfir 60 löndum víða um heim. tendrar ljósin. Jólasveinar koma í heimsókn og dansa í kringum jólatréð með börnunum og gestum verður Á þrettándanum, 6. janúar kl. 18:00, verða svo jólin kvödd með hefðbundnum hætti, með þrettándagleði, boðið upp á rjúkandi kakó og ilmandi piparkökur. álfabrennu og flugeldasýningu. Nánar verður fjallað Sunnudaginn 2. desember kl. 14:00 verður boðið upp um það síðar enda ástæðulaust að huga að lokum á Bókakonfekt í listasal Duushúsa. Bókakonfektið jólanna nú, þegar aðventan er rétt handan við hornið.
IN
BÓK
2012
JÓLA
Lí
fl
MARTA EIR
ísitt?
er söguleg skáld saga úr Keflavík sem gerist á sjöun aldar. Höfundur da og áttunda áratug rifjar upp og segir síðustu frá daglegu lífi bjó. Þetta eru minni barnanna í götun ngar um horfna ni þar sem hún veröld, þar sem skapandi kraftu um að skemmta r barnanna sá þeim sjálfum dagla ngt á sumrin. Höfundur bókar innar, Keflvíkingu rinn Marta Eiríks námskeiðahald dóttir, er vel þekkt á vegum Púlsin fyrir öflugt s en einnig fyrir jákvæð og skem birst hafa eftir hana mtileg viðtöl, sem í Víkurfréttum undan farin tuttugu ár. Mei mí beib ísitt? er önnur bók höfundar en fyrsta Goddess – Embr acing Your Powe bók Mörtu Becom r! kom út á ensku ing , á vegum Balbo innan Hay House a Press, deild í Bandaríkjunum sumarið 2012.
VÍKURFRÉTTIR 2012
EHF.
Mei mí beib ísitt?
Mei mí beibísitt? MARTA EIRÍKS DÓTTI R
Mei mí beib
eg
og Geg h g or n ju st it ð ein m n i bó Eg ðu k! ge ð rt ss frá o
-Þ
ÍKSDÓTT
IR
Mei mí beibísitt?
Æskuminnin
úr bítlabænu
gar
m Keflavík
Jól in
Bókin fæst hjá Eymundsson og á skrifstofu Víkurfrétta
n
sö
gn
.
25
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • AÐVENTA
Vnr. 65103031 KHG kaffivél, 350W, fyrir 2 bolla. Bollarnir fylgja.
3.890
kr.
n Nemendur Heilsuleikskólans Háaleiti:
Heimsóttu slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli E
l s tu n e m e n d u r s k ó l a n s heimsóttu slökkvilið Keflavíkurflugvallar föstudaginn 26. október. Ferðin byrjaði í Grænáshliðinu, þar sem tilskilin leyfi voru staðfest fyrir veru okkar inni á flugvallarsvæðinu og vopnaleit gerð, eins og venja er. Síðan
vorum við sótt af rútu sem notuð er sem neyðarskýli og fengum við að skoða slökkviliðsbílana og sjá stóra bílinn sprauta vatni. Einnig var okkur boðið upp á ávaxtasafa og heitt kakó. Að heimsókn lokinni var okkur síðan ekið upp að dyrum skólans í neyðarskýlinu.
GERÐU GÓÐ KAUP fyrir jólin
Lækkað verð
á jólavörum
Langur fimmtudagur Opið til kl. 22 fimmtudaginn 29. nóvember. NÓI Siríus verður með kynningu á gómsætu jólakonfekti milli kl. 19 og 22. Boðið verður upp á nýbakaðar vöfflur og rjúkandi heitt kaffi. Lifandi tónlist sem kemur öllum í jólaskap. Verðum líka með heitt á könnunni og nýbakaðar vöfflur laugardaginn 1. des. milli kl. 13 og 16.
Vnr. 65103215 Hrísgrjónapottur, 900W, 1 l.
5.990
kr.
Vnr. 41100108 Matar- og kaffistell, 20 stk.
8.990 KLÚBB verð
kr.
Vnr. 65103015 KHG ryksuga með Hepa filter og hraðastillingu, 2000W.
12.990
kr.
Vnr. 88167341 Stjarna, 32 ljós, 50x60 cm.
5.590
BYKO suðurnes - Víkurbraut 4 - Sími: 421 7000
kr.
6.590
kr.
26
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
n Guðrún Kjartansdóttir er mynd- og leirlistarmaður í Sandgerði:
Hrútarnir eiga hug hennar allan G
uðrún Kjartansdóttir mynd- og leirlistarkona rekur GK Leir og Litir við Vitatorg í Sandgerði. Hún hefur verið að vinna með leir meira og minna í fjórtán ár og nú eru það hrútar í ýmsum stærðum sem eiga hug hennar allan. Guðrún hefur handverkið að atvinnu og segist bara nokkuð sátt. Verkin sem Guðrún vinnur í leirinn eru frostþolin og stærstu hrútarnir sem hún gerir eru hugsaðir fyrir útikerti. Þá eru einnig minni útgáfur til skrauts og þá má nota fyrir teljós, tannstöngla, penna eða annað smálegt. Þá hefur hún einnig mótað hrúta sem settir eru upp á vegg. Fyrir jólin hefur Guðrún einnig gert syngjandi jóla-
sveina í nokkrum stærðum. Hins vegar hafa verið það miklar annir í hrútagerðinni að sveinahópurinn er ekki eins fjölmennur fyrir þessi jól eins og oft áður. Þá gerir hún einnig kertakúlur í hraunlitum og með hrímaðri áferð og margt fleira. Handverkið selur Guðrún svo í verslanir víða um land, m.a. Íslandia-Eymundsson, Rammagerðina, Álafoss og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þá er vinnustofan hennar við Vitatorg í Sandgerði opin þannig að fólk getur fylgst með Guðrúnu við vinnuna og keypt af henni handverk en þar er núna mikið úrval af hrútum í mörgum stærðum og nokkrum litum.
n Marta Eiríksdóttir, rithöfundur skrifar:
Gott að koma heim Ég vil byrja á því að þakka kærlega fyrir mig, allar þær hlýju og innilegu móttökur sem ég hef fengið hérna heima á Íslandi og fyrir þær frábæru móttökur sem ég fékk þegar nýja íslenska bókin mín Mei mí beibísitt? var kynnt í göngugötunni Kjarna Flughóteli laugardaginn 17. nóvember. Þetta var mikill gleðidagur í lífi mínu, móður minnar og þeirra sem standa mér næst, þegar við tókum á móti öllum þeim fjölda gesta þennan dag í bókaútgáfuveislunni en mamma mín átti afmæli þennan dag og var veislan haldin henni til heiðurs. Víkurfréttir eiga einnig miklar þakkir skilið fyrir það traust sem þeir sýna mér sem höfundi að leggja út á bókamiðin með mér. Frábært fagfólk þar á ferð! Ég hef fengið svo hlýjar móttökur alls staðar þar sem ég kem að ég er stundum orðlaus yfir öllum faðmlögunum, fallegum orðum í minn garð og hrósum, allt þetta er eins og vítamínsprauta til mín um að gera meira, skrifa meira og halda áfram að gleðja fólk og lesendur mína. Það er svo gott að koma hingað heim til ykkar. Þegar ég gaf út ensku bókina mína Becoming Goddess fyrr á þessu ári, þá fann ég einnig fyrir hlýjum móttökum en ekkert í líkingu við
þessar móttökur núna sem ég er að fá, þegar ég kem hingað heim á Suðurnesin mín með nýja íslenska bók í farteskinu. Hingað heim þar sem næstum allir þekkja alla og það er svo notaleg tilfinning. Ég bý núna í Noregi og þar er gott að vera en á Íslandi er allra best að búa til framtíðar, það er staðreynd. Ísland er landið mitt. Ég er smábæjarstelpa og verð það ávallt. Mér þykir svo vænt um fólk og heiðarleg mannleg samskipti. Fólk sem kýs að eyða ævi sinni
fjarri skarkala höfuðborgarinnar er oft svona fólk sem vill upplifa nánd við þá sem eru þeim samferða í gegnum lífið. Mér þykir vænt um að hitta fólk í næstu matvörubúð, gefa mér tíma og eiga vinaspjall um leið og ég versla í matinn. Svona er það þegar við búum úti á landi, þó mér finnist ég ekki búa úti á landi hérna, þegar svo stutt er til Reykjavíkur. Mér finnst það forréttindi að búa utan höfuðborgarsvæðisins, það er stutt í allt sem ég þarfnast til daglegs lífs en svo get ég alltaf skroppið í borgina þegar ég þarf að fá tilbreytingu. Ég fæ allt sem ég þarf hérna á Suðurnesjum og það fást margar nákvæmlega sömu vörur hér og fást í Reykjavík, það eru m.a. sömu verslanir og þar innfrá í nokkrum tilfella. Eini munurinn er að þegar ég versla heima í bænum mínum, þá er ég að spara fullt af bensíni, sem er auðvitað miklu ódýrara fyrir mig og ég fæ að hitta fullt af skemmtilegu fólki, lenda á vinaspjalli og síðast en ekki síst þá styrki ég heimabyggð mína með því að versla heima. Stundum hef ég keypt allar gjafirnar á Suðurnesjum, í stað þess að keyra inn í Reykjavík, þegar mig langar að styðja við heimabyggð
mína, gera svæðið sterkara sem ég bý á. Ég uppgötva þá að mér finnst mun meiri ánægja fylgja því að fara inn í verslanir, handverks- og jólamarkaði hér á Suðurnesjum. Ég fæ líka miklu persónulegri og hlýlegri þjónustu og hitti marga í leiðinni sem ég þekki. Maður er manns gaman, það er staðreynd. Ég verð yfirleitt voða lúin þegar ég ráfa um verslanamiðstöðvar í Reykjavík, fæ hausverk eða verð orkulaus af því að labba um í Kringlunni eða Smáralind. Þar er heldur ekki eins heimilisleg stemning. Ég mæti allt öðruvísi framkomu hjá afgreiðslufólkinu þar heldur en hér. Það er í raun mun persónulegra og skemmtilegra að versla heima. Ég verð á flakki um allt með bækurnar mínar fyrir jól, þar sem ég kem fram og les upp úr íslensku bókinni minni Mei mí
beibísitt? og segi jafnframt frá ensku bókinni minni Becoming Goddess. Ég hlakka til að sjá ykkur og gleðja með upplestri mínum. Njótum þess að lifa og njótum þess að vera meira með þeim sem okkur þykir vænst um. Komum auga á allt það góða sem þegar er til staðar í lífi okkar og munum eftir að þakka fyrir. Hættum að kvarta og förum að þakka! Þakklæti opnar dyr gleðinnar inn í líf okkar. Gleðin vex í lífi okkar þegar við tökum eftir henni og vökvum hana með því að tala um hana, brosa meira og hlæja oftar. Allt stækkar sem fær athygli, bæði fólk, góð hugsun og skemmtilegir viðburðir. Það er létt að búa til gleðistund. Eigum gleðilega aðventu og njótum þess að hittast á förnum vegi kæru vinir! Kær kveðja, Marta Eiríksdóttir
27
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • AÐVENTA
PISTILL
Er aðstaða fyrir fjarnemendur ekki forgangsverkefni? Á
rið 1997 var Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum (MSS) stofnuð. Stofnun miðstöðvarinnar var mikil bylting í menntunarmálum á Suðurnesjum og síðan þá hefur miðstöðin sífellt leitað nýrra leiða til að bregðast við þörfum Suðurnesjanna í sérstökum námskeiðum og auknu framboði í fullorðinsfræðslu. MSS hefur yfir 12 ár séð til þess að aðstaða sé fyrir nemendur sem búa á Suðurnesjum til að sækja sér fjarnám með því að sjá til þess að kennsluaðstaða, heimavinnuaðstaða og próftaka sé til staðar. Þessi aðstaða hefur verið vel nýtt og skila mörgum meiri menntun án þess að flytja úr bæjarfélaginu eða að vera á brautinni daglega. Allt þar til árið 2010 hefur samband Sveitarfélaga á Suðurnesjum stutt við miðstöðina en þá var framlagið tekið af vegna bágrar stöðu sveitarfélaganna á svæðinu. Nú í haust var farið af stað með fjarnám í hjúkrunarfræði m.a. vegna þrýstings frá sveitarfélögunum en sambandi sveitarfélaga var um leið gert ljóst að ekki væri hægt að halda úti fjarnáminu nema með stuðningi sveitarfélagana og í kjöl-
farið ítrekaði sambandið mikilvægi Miðstöðvar símenntunar og mikilvægi hennar fyrir svæðið. Enn hefur þó ekkert svar borist frá sambandinu og ekkert loforð um fjárframlög verið gefið. Nú er í byggingu glæsilegt hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Reykjanesbæ og það hefur verið vilji ráðamanna að halda eins mikilli þjónustu á heilbrigðistofnun Suðurnesja og hægt er. Þessari þjónustu er ekki hægt að halda úti án hjúkrunarfræðinga. Mikill vandi hefur steðjað að þessum tveimur stofnunum undanfarin ár vegna þess að erfitt er að fá sérmenntað fólk til starfa og því er mikilvægt að svæðið geti verið sjálfbært á þessu sviði og snúi vörn í sókn með því að bjóða heimamönnum menntun í heimabyggð. Ein rök sambands sveitarfélaga fyrir því að ekki þurfi að styðja við fjarnámið er að ríkið eigi að borga það og í miðstöðinni sé til fjármagn sem nýta eigi í fjarnámið. Í viðræðum við ríkið um þennan vanda hefur komið fram að ríkið greiðir fasta upphæð til allra símenntunarmiðstöðvar á landinu sem sinna fjarnámi. Þessi upphæð breytist ekki eftir nemendafjölda
enda er það í höndum sveitarstjórna hvort þeir vilji efla slíkt nám í heimabyggð eða hvetja íbúa til að sækja sér háskólamenntun inn á höfuðborgarsvæðið. Nokkur sveitarfélög hafa t.d. boðið íbúum sínum upp á ferðastyrk til að sækja háskólanám. Þessi upphæð ásamt aðstöðugjöldum nemenda dugar ekki til að halda úti aðstöðu fyrir fjarnámsnemendur og því þarf að koma meira fjármagn til. Afkoma Miðstöðvar símenntunar var góð árið 2010 vegna mikilla verkefna í framhaldsfræðslunni en á síðasta ári var hallarekstur og stefnir að svo verðir einnig árið 2012. Það er afar brýnt að sveitarfélögin styðji betur við þessa þjónustu Miðstöðvar símenntunar en gert hefur verið undanfarin ár. Kannanir hafa sýnt að almenningur á Suðurnesjum er mjög ánægður með starfsemi Miðstöðvarinnar og ánægðir með þessa þjónustu. Í ljósi umfangsmikillar könnunar á stöðu Suðurnesjanna kemur fram að menntunarstig íbúa verið almennt lægra en í öðrum landshlutum. Hlutfall íbúa með háskólamenntun er 17,7% en landsmeðaltal er 33%. Í ljósi þessara aðstæðna eru það kaldar kveðjur frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum ef enn eitt árið á að hafna miðstöðinni um
framlag frá sveitarfélögunum til að sinna aðstöðu fyrir fjarnámsnemendur. Því skora ég á stjórnarmenn að íhuga vandlega málið og horfa til þess fjölda sem hefur útskrifast með háskólagráðu og þeirrar staðreyndar að 87% þeirra búa enn á svæðinu og því er ljóst að menntun þeirra skilar meiri mannauði og auknum tekjum fyrir sveitarfélögin í formi útsvars. Einnig að brýn þörf er á að hækka menntunarstig og ekki síst þeirrar brýnu þarfar sem hér er fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Það verður að hafa í huga þegar sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum forgangsraða fjármagni til ársins 2013. Inga Sigrún Atladóttir Stjórnarformaður MSS
Fundur með Árna Páli
Á
rni Páll Árnason, þingmaður og fyrrv. ráðherra Samfylkingarinnar, hefur að undanförnu lagt land undir fót og heimsótt jafnaðarmenn vítt og breitt um landið til að ræða verkefnin framundan. Árni Páll leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningum í vor og hefur til þessa einn tilkynnt framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar en nýr formaður mun taka við á landsfundi flokksins helgina 1.- 3. febrúar 2013. Árni Páll verður gestur á fundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ fimmtudagskvöldið 29. nóvember. Fundurinn verður í Samfylkingarsalnum Víkurbraut 13 við Keflavíkurhöfn, er öllum opinn og hefst kl. 20.00.
Þrjú blöð til jóla! Þarftu að auglýsa? Hafðu samband í síma 421 0001 eða á fusi@vf.is
Hafnargötu 90 (fyrir ofan Tölvulistann)
s. 420 6070
Reynir Ólafsson lögg, fasteignasali. Júlíus Steinþórsson lögg, leigumiðlari, sölumaður Sigrún Inga Ævarsdóttir sölumaður
Íbúð 101 – seld 102 - seld 103 – seld 104 201 202 – seld 203 204 205 206 301 302 - seld 303 304 305 - seld 306 Bílskúr 101 - seldur 102 – seldur 103 104 105 106-seldur 107-seldur 108-seldur
ERUM MEÐ Í EINKASÖLU 16 STÓRGLÆSILEGAR NÝJAR 3ja OG 4ra HERBERGJA ÍBÚÐIR VIÐ BJARKARDAL 33
SÖLUSÝNING LAUGARDAGINN NK. MILLI KL. 14:00 - 16:00.
Með fjölbýlishúsinu eru til sölu aðeins 8 bílskúrar og á þar við fyrstur kemur fyrstur fær! Möguleiki er að fá íbúðirnar á ýmsum byggingarstigum.
Möguleiki er á 100% fjármögnun!
Verðdæmi á 3ja herbergja tilbúinni íbúð með 20.280.000 kr. láni, 100% lán: 80% lán á 4,2% vöxtum frá ILS miðað við 40 ár – greiðslubyrði ca. 70.000 kr. 20% lán á 4,2% vöxtum frá seljanda miðað við 30 ár – greiðslubyrði ca. 20.000 kr. Samtals greiðslubyrði lána: ca. 90.000 kr. á mánuði. Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar.
28
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
MENNING OG MANNLÍF FS-INGUR VIKUNNAR
Aerosmith rífur mig stundum upp
A
dam Sigurðsson er á félagsfræðibraut í FS en hann er 16 ára Keflvíkingur. Adam æfir fótbolta en hann langar svolítið til þess að verða íþróttafræðingur í framtíðinni. Rósa dönskukennari er eftirlætis kennari Adams og honum þykja inniskórnir sínir einkar þægilegir.
60
ára
Af hverju valdir þú FS? Því ég nennti engu veseni að fara í skóla í bænum og svo leist mér bara vel á hann.
!
Afmæli Holtaskóla fagnað með flottri sögusýningu
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það er frábært. NFS stendur sig vel. Áhugamál? Aðallega fótbolti.
S
extíu ára afmæli Gagnfræðaskóla Keflavíkur og Holtaskóla var fagnað sl. föstudag. Skólinn var undirlagður af sögusýningu þeirra 60 ára sem skólinn hefur starfað og einnig var horft inn í framtíðina og skólastarfið árið 2052 skoðað. Nemendur skólans sýndu tísku áranna 1952 til 2052 og í skólastofum voru munir frá síðustu 60 árum, þar sem skoða mátti menningu og tísku í víðum skilningi. Meðfylgjandi myndir voru teknar í afmælinu. Fleiri myndir eru væntanlegar inn á vf.is.
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Ég hef ekkert ákveðið hver stefnan er en mig langar svolítið að verða íþróttafræðingur. Ertu að vinna með skóla? Já, ég vinn á Skyndibarnum. Hvað er skemmtilegast við skólann? Úff...bara þegar ég er ekki í tímum. Hvar hangirðu í eyðum og frímínútum? Ég reyni að læra, en ef ekki, þá er ég bara í matsalnum. Stundarðu íþróttir eða ert í öðrum tómstundum? Ég æfi fótbolta með Keflavík. Best klæddur í FS? Þorgeir Magnússon er skuggalega mikið tískugúrú. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari? Engin lokapróf og ég myndi fá gamla mötuneytið aftur, klárlega! Hvað borðar þú í morgunmat? Hafragraut eða Weetos. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur? Arnór Ingvi Traustason. Hvað fær þig til að hlæja? Fyndnir hlutir fá mig oftast til þess að hlæja. Hvað er heitasta parið í skólanum? Halldór Gísli Ólafsson og iPodinn hans. Óaðskiljanlegir! Hvert fara FS-ingar í hádegismat? Ég borða yfirleitt í matsalnum en annars eru Subway, Grillhornið og Rétturinn vinsælustu staðirnir. Eftirlætis: EFTIRLÆTIS... Sjónvarpsþættir Criminal Minds og Friends. Vefsíður Facebook og fótbolti.net Flík Inniskórnir mínir eru þægilegir Skyndibiti Beikon Olsen Kennari Rósa dönskukennari Fag í skólanum Íþróttir og danska Tónlistin Hjálmar, Ásgeir Trausti, Retro Stefson, Valdimar og Of Monsters and Men Hvað tónlist fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Hljómsveitin Aerosmith rífur mig stundum upp!
n HELENA RÓS GUNNARSDÓTTIR // UNG
Umsjón: Páll orri pálsson • pop@vf.is
Íslensk tónlist best
H
elena Rós Gunnarsdóttir er nemandi í 10. bekk í Myllubakkaskóla. Hún bakar og fer í jólabað á jólunum og fær hamborgarhrygg á aðfangadag. Eftirminnilegasta gjöfin hennar er ferð til Flórída sem hún fékk fyrir nokkrum árum og hana langar í eitthvað sætt frá kærastanum sínum í jólagjöf. Fyrstu jólaminningarnar?
Þegar ég var 3 ára þá átti ég jólasveinabangsa sem ég kall-
Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðirnar?
Get ekki sagt það en ég reyni þó eitthvað að hjálpa til. Jólabíómyndin?
How The Grinch Stole Christmas með Jim Carrey. Jólatónlistin?
Íslensk jólatónlist er best. aði Dingo-Bo því að hann dansaði og söng Jingle Bells.
Jólahefðir hjá þér?
Á jóladag er hádegisboð sem fjölskyldan fer í, annars bara þetta venjulega.
Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Fer eftir því fyrir hvern ég er að kaupa. Gefurðu mikið af jólagjöfum?
Já ég myndi segja það.
Ertu vanaföst um jólin, eitt-
hvað sem þú gerir alltaf?
Bara þetta hefðbundna, fara í jólabað og baka. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Flórídaferð árið 2006 er alveg klárlega besta jólagjöfin. Hvað er í matinn á aðfangadag?
Hamborgarhryggur.
Eftirminnilegasta gjöfin?
Aftur, Flórídaferðin.
Hvað langar þig að fá í jólagjöf?
Eitthvað sætt frá kæró.
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • AÐVENTA
SLAKAÐU Á HEIMA SETTU BLÁA LÓNIÐ UNDIR JÓLATRÉÐ FIMM MISMUNANDI JÓLAPAKKAR EÐA GJAFAKORT Í ÖSKJU Hafðu ekki áhyggjur af jólaösinni, keyptu jólagjöfina á bluelagoon.is og fáðu vörurnar upp að dyrum þér að kostnaðarlausu.
ÍSLENSKA SIA.IS BLA 61782 11/12
Gjafapakkarnir, sem kosta frá 4.500 krónum, og gjafakortin fást einnig í verslun Blue Lagoon, Laugavegi 15, hjá Hreyfingu í Glæsibæ, í verslun okkar í Bláa Lóninu og í Leifsstöð.
29
30
Fjölskylduhjálp með jólamarkað A
nna Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Fjölskylduhjálp Íslands á Suðurnesjum, segir stöðuna hjá skjólstæðingum sínum vera mjög slæma. Þá hafi þeim fjölgað mikið sem sækja sér aðstoð til Fjölskylduhjálpar og sérstaklega hafi fjölgað í hópi eldra fólks. Um þessar mundir stendur Fjölskylduhjálpin fyrir jólamarkaði að Hafnargötu 90 sem er opinn alla daga vikunnar frá kl. 13-18. Markaðurinn er opinn fyrir alla, en hann er hugsaður sem fjáröflun fyrir samtökin. Fyrirtæki og einstaklingar hafa verið dugleg við að leggja markaðnum til vörur, þannig að fólk ætti að geta fengið keypt bæði jólaföt og gjafir á markaðnum. Hægt er að fá fatnað frá 100 kr., yfirhafnir frá 500 kr. og síðkjóla á 3000 kr. Þá er ýmiskonar jóladót og skraut til sölu. Anna gagnrýnir að sveitarfélögin á Suðurnesjum hafi ekki komið og stutt við Fjölskylduhjálpina en þau nýti sér hins vegar að senda fólk þangað í matargjafir. „Bæði kirkjan og félagsþjónustan vísa grimmt á okkur en vilja svo ekkert af okkur vita,“ segir Anna og vill sjá sveitarfélögin á Suðurnesjum styðja við bakið á Fjölskylduhjálpinni. Matarúthlutun er tvisvar í mánuði hjá Fjölskylduhjálpinni á Suðurnesjum og að auki eru neyðarúthlutanir þess á milli þar sem 4060 einstaklingar eða fjölskyldur fá hjálp. Anna segir fólkið vera á öllum aldri, en það sé að aukast að eldra fólk komi og sæki sér mataraðstoð. Í kringum 240 fjölskyldur koma í hverja matarúthlutun. Fyrir jólin í fyrra voru 750 matarúthlutanir og
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
An
na
Hamingjuhornið
Hamingjukökurnar mínar ,,Áttu ekki bara góða uppskrift af hamingjukökum eða eitthvað“. Það var ritstjórinn á hinum enda línunnar og umræðuefnið var pistill vikunnar. Ég var sein fyrir og einhver ritstífla í gangi en þessi orð hans leiddu mig inn á rétta braut. Auðvitað mundi ég skrifa um hamingjukökurnar mínar enda fátt af því sem ég hef bakað vakið eins mikla hamingju og þessar kökur. Ég hef haft minnimáttarkennd vegna skorti á hæfileikum þegar kökubakstur er annars vegar. Ófáar uppskriftir sem ég hef gert tilraunir með og sú eina virðist sleppa hjá mér eru skálakökur þar sem öllu er einhvern veginn hrúgað í eina skál og þrátt fyrir að bragðast ágætlega þá myndu þessar kökur aldrei skora hátt í ,,fegurðarsamkeppni“ kökugerðameistara. En ég get bakað brauð ANNA LÓA og bollur eins og enginn sé ÓLAFSDÓTTIR morgundagurinn og hin síðari ár SKRIFAR er ég hætt að svekkja mig yfir misheppnuðum kökugerðatilraunum og held mig við brauð og bollur. Þegar ég var að undirbúa afmælið mitt síðasta haust kom einn kökugerðasnillingurinn með þá hugmynd að ég skyldi prófa cake-pops (kökur sem líta út eins og kúlusleikjó). Þetta geta allir, fylgdi þessari áskorun og hægt að finna nákvæma sýnikennslu á netinu. Mér fannst þetta
tilraunarinnar virði og eldhúsið breyttist á svipstundu í kökugerðasprengjusvæði, þar sem allt var undirlagt og kakó á nefinu og eggjarauða í hárinu fullkomnuðu myndina. ,,Þetta mun takast“.......,,Anna Lóa þú getur þetta“ ..........,,þetta ER auðvelt“...... jákvæðu staðhæfingarnar þennan daginn
Ló a
voru á við nokkrar skeiðar af lyftidufti og ég full bjartsýni. Þetta gat ekki klikkað. Afraksturinn sjáið þið á þessum myndum - annar eins hryllingur hefur ekki sést í langan tíma! En viti menn, þessar kökur hafa í raun reynst hinar mestu hamingjukökur. Ég nota myndina af þeim á sjálfstyrkingarnámskeiðunum mínum og þegar ég er með hamingjufyrirlestra. Það gerist alltaf það sama - fólk hlær og þá er markmiði mínu náð. Fátt eins yndislegt og geta kallað fram bros eða hlátur hjá öðrum. Ég birti myndina líka til að minna okkur á að taka okkur sjálf ekki svona alvarlega og að enginn getur allt en allir geta eitthvað. Ég er hætt að svitna yfir saumaklúbbum og frænkuboðum, þetta snýst jú um að hittast en ekki að keppast um ,,kökugerðahæfileika“. Hamingjukökurnar mínar hafa glatt marga, já mun fleiri en nokkur önnur kaka sem ég hef bakað. Ég vona að ykkur hlotnist sú gæfa að njóta aðventunnar, með eða án kökubaksturs. Í mínum huga snýst sá tími um samverustundir, tónlist, mat, ljósadýrð, undirbúning en ekki síst þakklæti fyrir að vera ein af þeim heppnu sem hefur verið gefið tækifæri til að njóta þess að lifa lífinu lifandi - með hamingjukökunum mínum! Þangað til næst – gangi þér vel. Anna Lóa Fylgstu með mér www.facebook.com/Hamingjuhornid
búist er við að fjöldinn verði enn meiri fyrir þessi jól. Anna sagði að eitt sorglegasta dæmið sem hún hafi heyrt er af einstaklingi sem borðar þrjár heitar máltíðir í mánuði en þess á milli lifir hann á því að drekka kaffi. Þá segist hún einnig heyra af eldri borgurum sem taki ekki þátt í félagsstarfi vegna þess að það hafi ekki fjárráð til. Í Nettó er pakkahorn þar sem hægt er að skilja eftir pakka fyrir skjólstæðinga Fjölskylduhjálpar og að auki er þar söfnunarbaukur.
Berglind Sigurþórsdóttir, Oddný Björgólfsdóttir og Oddný Nanna Stefánsdóttir starfa fyrir Svölurnar á Suðurnesjum. VF-Mynd/JJK
Svölurnar styðja verðug málefni S
völurnar er félagsskapur starfandi og fyrrverandi flugfreyja og flugþjóna hjá Icelandair. Tilgangur félagsins er í fyrsta lagi að viðhalda kunningsskap og vináttu og í öðru lagi að láta gott af sér leiða. Svölurnar stóðu nýverið fyrir söfnun fyrir Sunnu Valdísi Sigurðardóttur sem er eina íslenska barnið með AHC sjúkdóminn. Aðeins 800 einstaklingar í heiminum eru með þennan fágæta sjúkdóm og af þeim sökum hafa lyfjafyrirtæki ekki séð sér fært að framleiða lyf fyrir svona fámennan hóp. Söfnunin gekk fram úr björtustu vonum. „Söfnunin gekk mjög vel. Það myndast oft góður vinskapur á milli okkar sem höfum starfað saman sem flugfreyjur og við höfum reynt að halda honum með því að starfa saman í Svölunum. Við reynum að styrkja þau verkefni sem ríkið styrkir ekki eins og í tilfelli Sunnu Valdísar,“ segir Oddný Björgólfs-
dóttir, sem starfar fyrir Svölurnar hér á Suðurnesjum. Oddný starfar ásamt þeim Berglindi Sigþórsdóttur og Oddnýju Nönnu Stefánsdóttur að sölu á jólakortum Svalanna hér á Suðurnesjum. Jólakortasalan er árleg og hefur verið órjúfanlegur þáttur í starfi Svalanna frá upphafi. Að þessu sinni er verið að safna fyrir þremur góðum málefnum, flogaveikishundinum Víga og fyrir mikið fötluð börn sem búa saman að Móvaði 9 í Norðlingaholti. Að auki verður áfram reynt að hjálpa Sunnu Valdísi að fá lyf við sjúkdómi sínum. „Við erum að safna fyrir þjálfun á hundinum Víga en hann á að passa þriggja ára stelpu sem glímir við flogaveiki. Hundurinn getur tekið af stelpunni fallið ef hún dettur, ýtt á öryggishnappinn, og fundið lyfin hennar þegar sjúkdómurinn gerir vart við sig. Þetta breytir alveg lífi foreldranna því nú geta þeir sofið á nóttunni. Það er vísindalega sannað
að hundar skynja að eitthvað er að áður en flogakast fer af stað og geta gert viðvart,“ segir Oddný. „Heimilið Móvað 9 er fyrir mikið fötluð börn og þau þurfa ákaflega mikið á nýjum bíl að halda. Þau þurfa að panta bíl með sólarhrings fyrirvara ef þau ætla að bregða sér aðeins frá. Við erum því að safna fyrir sérhæfðum bíl fyrir heimilið. Við munum jafnframt halda áfram að styðja við bakið á Sunnu Valdísi og vonandi tekst að útvega henni lyf.“ Jólakort Svalanna verður til sölu í verslunum Lyfju í Krossmóa, Lyfju í Grindavík og Álnabæ. Í hverjum pakka eru fjögur jólakort með umslögum og kostar pakkinn aðeins 500 krónur. Allir eru hvattir til að versla sér jólakort frá Svölunum og styðja um leið gott málefni. Frekari upplýsingar um Svölurnar má finna á heimasíðu þeirra á svolurnar.is og á Facebook síðu þeirra.
31
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • AÐVENTA
Tilboðin gilda 29. nóv - 2. des.
n i k ó b a Jól í t s i n ley tó t e n skáld einar kárason
3.861 kr stafræn ljósmyndun
skref fyrir skref
5.459 kr
reykjavíkurnætur
3.999 kr
kantata
3.856 kr
fantasíur
krakkinn sem hvarf
íslenskir kóngar
kilja
2.647 kr
4.177 kr
1.889 kr
kafteinn ofurbrók og tiktúrurnar
2.515 kr
bækur
fimmtíu dekkri skuggar kilja
ósjálfrátt
1.998 kr
4.241 kr www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold Höfn · Grindavík · Reykjanesbær Borgarnes · Egilsstaðir Selfoss · Akureyri
32
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
n Málþing um tengsl atvinnulífs við starfsendurhæfingu hjá Samvinnu:
51 fyrirtæki í samstarfi við Samvinnu S
amvinna, starfsendurhæfing á Suðurnesjum, bauð á dögunum samstarfsfyrirtækjum til málþings í Reykjanesbæ. Markmiðið var að kynna starfsendurhæfingu á vinnustöðum og styrkja samstarf Samvinnu við fyrirtækin á Suðurnesjum. Þó nokkur fyrirtæki sem tekið hafa á móti starfsmönnum til starfsþjálfunar sendu fulltrúa sína á málþingið. Þar var
kynning á Samvinnu, Virk starfsendurhæfingarsjóður var kynntur fyrir málþingsgestum og þá sögðu stjórnendur í fyrirtækjum frá reynslu sinni af því að taka fólk til starfsþjálfunar. Einnig sagði þátttakandi Samvinnu frá reynslu sinni af starfsþjálfun. Þá var að endingu kynnt svokallað „Mentora-námskeið“ þar sem fyrirtækjum verður boðið að
R. Helga Guðbrandsdóttir ráðgjafi hjá Samvinnu.
þjálfa upp leiðbeinendur innan fyrirtækja. Rúmlega 50 fyrirtæki hafa verið í samstarfi við Samvinnu með starfsendurhæfingu á vinnustöðum og um 70 þátttakendur hafa farið í starfsþjálfun á vinnustað. „Samstarfið hefur gengið mjög vel og er í stöðugri þróun. Þetta er mjög mikilvægur þáttur í starfsendurhæfingunni og er vert að
þakka öllum þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem tekið hafa þátt í þessu verkefni með okkur. Við gætum þetta ekki án þeirra,“ segir R. Helga Guðbrandsdóttir ráðgjafi hjá Samvinnu. Markmiðin með starfsþjálfuninni eru fjölmörg og geta verið breytileg eftir hverjum þátttakanda. Helstu markmiðin eru: -Að þátttakandi fái tækifæri til að prófa nýjan Starfsvettvang. -Að stækka tengslanet þátttakanda
og opna leið inn á Vinnumarkaðinn. -Að reyna á starfshæfni þátttakanda á vinnustöðum. -Að þátttakendur fái yfirsýn yfir vinnumarkaðinn á Suðurnesjum. Þátttakandi fær tækifæri til að kynnast starfinu á vinnustaðnum með því að vinna þar eins og hann væri einn af starfsmönnunum. Vinnutími þátttakanda er einstaklingsbundinn allt frá hálfum
n Jón Gunnar Kristinsson nýtti sér starfsendurhæfingu Samvinnu:
Úr alvarlegum meiðslum í nám og atvinnu J
ón Gunnar Kristinsson er einn fjölmargra sem nýtt hefur sér starfsendurhæfingu hjá Samvinnu í þeirri viðleitni að komast aftur út á vinnumarkaðinn. „Ég kom hingað inn vegna bak- og hálsvandamála sem ég hlaut í fimm bílslysum á sjö ára tímabili. Ég virtist einfaldlega draga að mér óheppna bílstjóra sem ítrekað óku á mig,“ segir Jón Gunnar um ástæður þess að hann leitaði til Samvinnu. „Mitt versta slys varð árið 1998 á Reykjanesbrautinni margfrægu en ekið var aftan á mig á 110 kílómetra hraða þar sem ég var stopp til að beygja inn á Vatnsleysuströnd á leið minni til vinnu. Við þetta slys snérist upp á bakið á mér frá mjóbaki og upp í háls og þar byrjuðu vandamálin mín. Hin slysin sem eftir komu gerðu svo illt verra þar sem þau ýfðu alltaf upp meiðslin eftir fyrsta slysið og líkami minn náði ekki að jafna sig aftur og verkirnir urðu krónískir“. Jón Gunnar segir að hann hafi alltaf verið verkamaður. Hann er með vinnuvélaréttindi og meirapróf en vegna meiðslanna þá hafi hann farið mikið á milli starfa þar sem að hann varð að finna sér atvinnu sem að bakið á sér réð við í hvert skipti. „Ég endaði á því að finna mér skrifstofustarf hjá stóru fyrirtæki og taldi meiðsli mín ekki átt að hafa áhrif á getu í því starfi sem ég sinnti ötullega á fimmta ár. Þarna gerði ég stærstu mistökin á mínum vinnuferli,“
segir Jón Gunnar og bætir við: „Um leið og ég settist niður þá hætti ég að hreyfa mig eða reyna á þá vöðvahópa sem verst fóru í mínum slysum. Ég varð það slæmur á endanum að ég gat ekki unnið, sofið, staðið, setið eða legið og framtíðarhorfur mínar voru ekki bjartar. Hann segist hafa orðið bitur, reiður, daufur og leiður. „Ég var niðurbrotinn með meiru en neitaði að gefast upp. Ég pantaði mér tíma hjá lækni til að byrja upp á nýtt við að koma bakinu á mér í stand. Þessi frábæri læknir benti mér á Samvinnu og þau úrræði sem þar eru í boði fyrir fólk í minni aðstöðu. Ég komst inn á vegum Virk starfsendurhæfingarsjóðs og hóf mína endurhæfingu sem innihélt sjúkraþjálfun og hreyfingu í sjúkraþjálfuninni Átaki. Við fengum fjármálanámskeið sem kom reglu á fjármálin. Ég fékk heilmikla sjálfsstyrkingu sem á ótrúlega stuttum tíma fyllti mig af sjálfstrausti, bjartsýni og gleði,“ segir Jón Gunnar. Hann segist hafa lent í frábærum hópi fólks hjá Samvinnu, sem sýndi mikla samstöðu og rútína komst á lífið. „Það hafði lengi blundað í mér draumur að vinna við matvælaframleiðslu en ég hef aldrei treyst mér til að sækja þangað eða þar til að snillingarnir hjá Samvinnu redduðu mér starfsþjálfunarplássi í gróðrarstöðinni Glitbrá í Sandgerði. Hún Gunnhildur Ása í Glitbrá og hennar starfsmenn og fjölskylda
tóku mér fagnandi og voru frábær í alla staði. Þar var rekið á eftir mér að slappa af og taka því rólega. Ása sagði mér að finna mín takmörk og vinna með meiðslunum. Ég byrjaði nú ekki vel, entist í þetta 2 til 3 tíma á dag og þá var deginum lokið hjá mér vegna verkja,“ segir Jón Gunnar. „Ég fékk að vera allt sumarið hjá Ásu og í lok sumars var ég farinn að standa í allt að 6 tíma
á dag og var þetta einmitt það sem ég þurfti með minni sjúkraþjálfun til að styrkja mig enn meira. Þó svo þetta hafi verið erfitt og ég hafi farið heim og verkjað í bakið eftir hvern vinnudag þá hafði áhuginn og ánægjan sigur og ég hélt þetta út. Í kjölfarið á þessari reynslu hef ég í dag skýra framtíðarsýn. Stefnan var tekin á nám og byrjaði ég það núna í haust hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum þar sem ég fór í Grunnmenntaskólann á vegum Virk og Samvinnu“. Jón Gunnar segir að eftir útskrift þar sé stefna tekin á Garðyrkjuskólann þar sem hann langar að leggja fyrir sig ylrækt og á endanum að opna sína eigin gróðrarstöð. Þar sem hann getur eytt sínum tíma á sínum hraða við eitthvað sem hann hefur gaman að. „Í mínum huga þá er engin spurning að ég hefði ekki komist á þann stað þar sem ég er í dag án þeirrar aðstoðar og styrks sem að Samvinna veitir mér. Starfsfólkið og kennarar hérna leggja sig öll fram við að gera þetta að góðri upplifun og þau leggja ótrúlega mikið á sig til að finna eitthvað sem hentar þeim sem leita til þeirra. Ég ætla að halda ótrauður áfram og mun ég ávallt muna þá góðmennsku sem hérna býr og ekkert annað en þakklæti kemst að þegar að ég hugsa til baka þetta ár sem liðið er síðan að ég datt hingað inn,“ segir Jón Gunnar Kristinsson um veru sína hjá Samvinnu.
33
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • AÐVENTA
Rúmlega 50 fyrirtæki hafa verið í samstarfi við Samvinnu með starfsendurhæfingu á vinnustöðum og um 70 þátttakendur hafa farið í starfsþjálfun á vinnustað. degi, einu sinni í viku til 20 tíma á viku. Þátttakendur fá að kynnast nýjum störfum og hljóta tilsögn um góð vinnubrögð. Ætlast er til að þátttakendur leggi sitt að mörkum á vinnustaðnum, því ættu vinnustaðirnir hæglega að geta nýtt sér starfskrafta þeirra. Í byrjun árs fékk Samvinna styrk frá Virk starfsendurhæfingarsjóði til þess að þróa og halda utan um atvinnulínu þar sem þátttakendur fá góða eftirfylgd og starfsþjálfun á vinnustöðum. Eitt af verkefnunum er að kortleggja fyrirtækin á svæðinu, funda með stjórnendum fyrirtækja og leggja grunn að innihaldi samstarfs. Einnig er fyrirhugað að halda leiðbeinenda/mentora- námskeið fyrir þá sem taka að sér að leiðbeina og vera til taks fyrir þátttakendur í fyrirtækjunum. „Starfsþjálfun á vinnustað hefur ávallt verið í boði hjá Samvinnu og
er í stöðugri þróun. Atvinnulínan var í boði á vorönninni hjá okkur en ekki var næg þátttaka á haustönn til þess að fara af stað með þessa endurhæfingarlínu. Þó fóru um 12 þátttakendur í starfsþjálfun á þessum tíma. Við erum bjartsýnar á að atvinnulínan muni fara af stað í janúar 2013. Atvinnulínan stendur í 12 vikur og hefst með 5 vikna undirbúningsnámskeiði hjá Samvinnu sem inniheldur m.a. markmiðsetningu, sjálfstyrkingu og starfsfræðslu. Við fáum til okkar fyrirlestra úr atvinnulífinu og förum í heimsóknir í fyrirtæki svo eitthvað sé nefnt. Næst tekur við sex vikna starfsþjálfun í fyrirtækjum vítt og breytt um Suðurnesin og að lokum er síðasta vikan notuð í samantekt og endurmat með þátttakendum,“ segir R. Helga Guðbrandsdóttir ráðgjafi að lokum. Vefsíða Samvinnu er www.starfs.is
Keflavík Skeifunni
20% AFSLÁTTUR
Á RÚMTEPPUM,GARDÍNUM SÆNGUM OG KODDUM TIL 10. DESEMBER Þurrhreinsun + alhliða þvottur. Gerum tilboð í þvott fyrir fyrirtæki, sækjum og sendum. Erum einnig með mottuleigu. Fljót og góð þjónusta.
Baldursgata 14 - sími 421-3555
Austurstræti Laugavegi
Hafnarfirði
Gefum
með hverjum keyptum ís á meðan birgðir endast
Afsláttur Eftir kl 18 á föstudögum og alla laugardaga
TILBOÐ alla daga í
nóvember & desember
-50%
Nammi Gos ÍS
Keflavík Hafnarfirði og Skeifu
34
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
MENNING OG þekking
Jólatónleikar kóra til styrktar Velferðarsjóði Suðurnesja
F
immtudaginn 6. desember verða haldnir stórtónleikar í Stapanum til styrktar Velferðarsjóði Suðurnesja. Á tónleikunum koma fram 6 kórar af Suðurnesjum, en það eru Eldey, kór eldri borgara, Karlakór Keflavíkur, kór Keflavíkurkirkju, Kvennakór Suðurnesja, Sönghópur Suðurnesja og Söngsveitin Víkingar. Kórarnir munu syngja nokkur lög hver í sínu lagi og sameinast svo í lokin í einn stóran kór. Stjórnendur kóranna eru Arnór Vilbergsson, Helga Bryndís Magnúsdóttir, Dagný Þórunn Jónsdóttir, Magnús Kjartansson og Steinar Guðmundsson. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Miðasala verður við innganginn og er miðaverði stillt í hóf, aðeins 1000 kr. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Velferðarsjóðs Suðurnesja, einnig verður tekið við frjálsum framlögum í sjóðinn. Á haustdögum kom upp sú hugmynd hjá kórkonum í Kvennakór Suðurnesja að fá aðra kóra til samstarfs við sig til að halda stóra jólatónleika. Þeir kórar sem haft var samband við tóku vel í erindið og þróaðist hugmyndin síðan út í að tónleikarnir yrðu
haldnir til styrktar Velferðarsjóði Suðurnesja. Það er gleðilegt að allir þessir kórar skuli taka höndum saman og láta gott af sér leiða með þessum hætti. Það hefur verið nóg um að vera hjá Kvennakór Suðurnesja í haust og vetur. Kórkonur höfðu umsjón með kósýkvöldi kvenna í sundlauginni í Sandgerði í ágúst. Kvöldið var liður í Sandgerðisdögum og tókst það frábærlega. Góð mæting var enda flott dagskrá í boði. Bláa lónið var með kynningu á vörum sínum, lesið var úr bókum frá bókaútgáfunni Lesstofunni, glæsilegt happdrætti með flottum vinningum, söngur og tískusýning þar sem kórkonur brugðu sér í hlutverk fyrirsæta og sýndu föt frá hönnuðum af Suðurnesjum. Kórinn tók síðan þátt í tónlistardagskrá í Duushúsum á Ljósanótt í Reykjanesbæ í byrjun september. Kvennakór Suðurnesja hefur tekið þátt í hátíðinni frá upp-
hafi enda er þetta frábær vettvangur fyrir menningarstarf og skemmtileg leið til að kveðja sumarið og hefja vetrarstarfið. Vetrarstarfið hófst síðan af fullum krafti mánudaginn 10. september en þá var haldin opin æfing í Listasmiðjunni, Keilisbraut 773 á Ásbrú en þar er kórinn með æfingaaðstöðu. Kórkonur slógu þá upp Pálínuboði og buðu konum sem vildu kynna sér starfsemi kórsins að kíkja í heimsókn. Þann 13. október skelltu kórkonur sér í óvissuferð um Reykjanesið undir leiðsögn Helgu Ingimundardóttur sem sagði ýmsar skemmtilegar sögur af svæðinu. Eftir að hafa keyrt Reykjaneshringinn var farið í heimsókn í verksmiðju Kaffitárs þar sem starfsemi fyrirtækisins var skoðuð og léttar veitingar bornar fram. Að því loknu var snæddur kvöldverður. Skemmtikvöld Kvennakórs Suðurnesja var haldið 17. nóvember í Samkomuhúsinu í
Sandgerði. Þá fékk kórinn félaga úr Karlakór Keflavíkur og Eldey, kór eldri borgara í heimsókn ásamt mökum. Boðið var upp á veitingar, söng, leiki, dans og gamanmál þannig að úr varð hin besta skemmtun. Um síðustu helgi var síðan komið að hinum árlega laufabrauðsdegi kórsins en þá komu kórkonur saman og skáru út og steiktu laufabrauð í hundruðatali. Þetta er liður í fjáröflun kórsins en laufabrauðið hjá kvennakórnum er sívinsælt. Næsta sunnudag kemur kórinn svo fram á aðventuhátíð eldri borgara sem Kvenfélag Keflavíkur stendur fyrir í Kirkjulundi. Auk alls þessa er svo undirbúningur fyrir stóru tónleikana í fullum gangi. Kvennakór Suðurnesja hvetur alla sem vettlingi geta valdið að taka nú höndum saman og styrkja Velferðarsjóð Suðurnesja og hjálpa með því bágstöddum fjölskyldum fyrir jólin. Um leið og tónleikagestir láta gott af sér leiða fá þeir að eiga notalega stund og hlýða á ljúfa tónlist. Tónleikarnir verða eins og áður sagði í Hljómahöllinni í Stapa, fimmtudaginn 6. desember og hefjast þeir kl. 20.
Þekkingarsetur Suðurnesja tekið til starfa Þ
ekkingarsetur má finna víða um landið en megin markmið þeirra er að stuðla að auknu samstarfi og samþættingu menntunar, rannsókna, fræðastarfs og atvinnuþróunar. Jafnframt að þróa námsleiðir og námskeið á háskólastigi í samstarfi við háskóla og aðrar menntastofnanir, sem og önnur þekkingarsetur. Í apríl síðastliðnum fengum við Suðurnesjamenn okkar eigið þekkingarsetur þegar Þekkingarsetur Suðurnesja var stofnað. Það tók formlega til starfa nú á haustmánuðum að Garðvegi 1 í Sandgerði. Setrið starfar á þekkingargrunni Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, Náttúrustofu Reykjaness, Botndýrastöðvarinnar
og Fræðaseturs Sandgerðisbæjar, sem nú hefur sameinast Þekkingarsetrinu. Áherslusvið setursins er náttúrufræði og tengdar greinar. Þann 21. nóvember undirritaði Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, samning ráðuneytisins við Þekkingarsetur Suðurnesja að viðstöddu fjölmenni í húsnæði setursins. Nýtt merki setursins var afhjúpað við tilefnið. Markmið og starfsemi Þekkingarseturs Suðurnesja Starfsemi Þekkingarseturs Suðurnesja tekur mið af markmiðum, hlutverki og skyldum stofnananna sem í húsinu eru. Markmið setursins snúa fyrst og fremst að rannsóknum, fræðslu, þjónustu og samstarfi við aðrar rannsóknaog fræðslustofnanir bæði hér á landi og erlendis. Þekkingarsetrið er miðstöð rannsóknastarfs og rannsakenda í náttúrufræðum og tengdum greinum á Suðurnesjum, með frumkvæði að rannsóknaverkefnum og samstarfi við rannsóknaraðila, innlenda jafnt sem erlenda. Mikil áhersla verður lögð á gott og öflugt samstarf við rannsókna-, mennta- og fræðslustofnanir sem og fyrirtæki sem tengjast viðfangsefnum setursins, á Suðurnesjum og annars staðar á landinu. Árið 1992 var Botndýrastöðin stofnuð utan um verkefnið BIOICE. Frá þeim tíma hafa rannsóknir verið stundaðar í húsnæði Þekkingarsetursins. Náttúrustofa Reykjaness var síðan stofnuð árið 2000 og Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum sex árum síðar. Síðan þá hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar og fjöldinn allur af erlendum vísindamönnum hafa dvalið þar í gegnum árin, oft vikum saman, við rannsóknavinnu. Gistiaðstaða er í boði fyrir þá sem eru við tímabundin störf í húsinu og nýta langflestir
sér hana. Á þeim fáu vikum sem hafa liðið síðan Þekkingarsetrið tók formlega til starfa hafa átta erlendir vísindamenn og háskólanemar dvalið þar við rannsóknir. Íslenskir og erlendir meistara- og doktorsnemar sem hafa unnið að rannsóknum fyrir lokaverkefni sín á síðastliðnum árum eru farnir að skipta tugum. Kapp verður lagt á að fjölga rannsóknaverkefnum sem unnin eru í Þekkingarsetrinu en þó með höfuðáherslu á gæði rannsókna og birtingu niðurstaðna. Fjöldi þeirra grunnskólanemenda, einstaklinga og hópa sem hafa komið í heimsókn til að skoða sýningarnar í húsinu er orðinn mikill. Síðan Fræðasetrið var stofnað 1995, fyrst sinnar tegundar á landinu, hefur verið tekið á móti skólahópum grunnskólanemenda frá ýmsum stöðum, bæði hérlendis og erlendis, sem koma til að skoða náttúrugripasýningu og sýninguna „Heimskautin heilla“ sem fjallar um franska heimskautafarann og vísindamanninn Jean-Baptiste Charcot. Áhersla er lögð á fræðslu um lífríki hafsins og fjörunnar og oft er vettvangsferð í fjöruna fléttað
saman við heimsóknina þannig að nemendur fá tækifæri til að safna lífverum og skoða í víðsjám í Þekkingarsetrinu. Markmiðið er að efla þessa þjónustu við bæði grunn- og framhaldsskóla enn frekar með það fyrir augum að vekja áhuga nemenda á náttúrufræðum og möguleikunum sem skapast með námi á því sviði. Starfsemi Þekkingarseturs Suðurnesja er enn ung þó að stofnanirnar að baki henni hafi margra ára reynslu á sviði rannsókna og fræðslu. Af þeirri ástæðu er mikils að vænta af Þekkingarsetrinu sem vonandi mun efla rannsóknastarf, menntun og samvinnu á Suðurnesjum enn frekar. Við hvetjum alla til að kíkja í heimsókn til okkar á Garðveginn og jafnframt að fylgjast með því sem er að gerast á fésbókarsíðu Þekkingarsetursins: www.facebook. com/thekkingarsetursudurnesja Ný heimasíða mun síðan líta dagsins ljós von bráðar! Hanna María Kristjánsdóttir forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • AÐVENTA
? ð a v h eða
Sýning á Hlévangi
35
S
tefán Árni Sigurðsson íbúi sýnir handverk sitt á Hlévangi sem hann hefur unnið á síðastliðnum árum. Stefán greindist með MND sjúkdóm fyrir 20 árum. Stefán er ótrúlega duglegur og iðinn við handverk, þrátt fyrir sjúkdóm sinn. Sýningin er frá 29. nóvember til 6. desember kl. 13:00- 17:00 á Hlévangi, Faxabraut 13 í Reykjanesbæ.
Hreimur með tónleika í Kvikunni - auðlinda- og menningarhúsi Grindavíkur
„Eftir langa bið“ er fyrsta sólóplata Hreims. Þetta er einlæg og melódísk plata og allt eru þetta lög eftir Hreim sjálfan. Einn textinn á plötunni er eftir afa Hreims, Vilhjálm S.V. Sigurjóns, og svo eru textar eftir Hannes Hafstein, Stefán Hilmars, Rúnar Eff og Braga Bergmann. Þessi plata er búin að vera lengi í smíðum eða síðan í sept. 2004 og því fékk hún þennan titil. Lögin „Agndofa“ og „Þegar þú ert hér“ hafa þegar hljómað á öldum ljósvakans og vöktu mikla athygli fyrir einlægar útsetningar og skemmtilega laga- og textasmíð. Lagið „Góða nótt“ semur Hreimur eftir texta afa síns en sá texti er líklegast saminn um 1970 en þetta er einlægt og fallegt ljóð um æskuástir,
lagið er samið árið 2000. Það sama ár var Hreimur að glugga í gamalli bók er hann rakst á gamalt ljóð eftir Hannes Hafstein „Gamlárskveðja“ en lagið varð fljótt til á þetta epíska ljóð. Hreimur fékk einmitt Jogvan Hansen til liðs við sig í þessu lagi og syngur Jogvan með honum ásamt því að leika á fiðlu. Flest allir bestu vinir Hreims úr tónlistarbransanum verða honum til halds og trausts á þessum tónleikum og það er nokkuð ljóst að hann mun eflaust leika eitthvað af sínum bestu lögum í bland við nýju plötuna sína. Tónleikarnir verða föstudaginn 30. nóvember og hefjast kl. 21:00. Miðaverð kr. 2.000 og er miðasala við innganginn.
Þarftu að auglýsa? Hafðu samband í síma 421 0001 eða á fusi@vf.is
STARFSMENN ÓSKAST Starfsmenn óskast til starfa í nýstofnaða fersk fiskvinnslu sem staðsett er í nágrenni Helguvíkurhafnar. Störfin eru m. a. við slægingu, vélflökun, snyrtingu og pökkun. Reynsla af fiskvinnslu eða lyftararéttindi er kostur, en ekki skilyrði. Umsækjendur sendi umsókn á info@halldorseafood.com, með upplýsingum um reynslu og fyrri störf eða hafi samband í síma 695-3863.
PIPAR \ TBWA • SÍA • 123319
Mikið úrval af gjafavörum sem gleðja um jólin
Viltu gleðja elskuna þína með fallegri jólagjöf? Lyf og heilsa eru með mikið úrval gjafavara fyrir dömur og herramenn. www.lyfogheilsa.is
Keflavík
36
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400
UPPBOÐ
Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Brekkugata 10 fnr. 226-8155, Vogar, þingl. eig. Vír ehf, gerðarbeiðandi VÍKURFRÉTTIR Sýslumaðurinn í Keflavík, þriðjudaginn 4. desember 2012 kl. 09:40.
2
Hafnargata 6 fnr. 209-1723, Grindavík, þingl. eig. Bergbúar ehf, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og SjóváAlmennar tryggingar hf, þriðjudaginn 4. desember 2012 kl. 10:20. Hafnargata 6 fnr. 209-1724, Grindavík, þingl. eig. Bergbúar ehf, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og SjóváAlmennar tryggingar hf, þriðjudaginn 4. desember 2012 kl. 10:25. Heiðargerði 5 fnr. 228-4643, Vogar, þingl. eig. Jóhanna L Vilhjálmsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sveitarfélagið Vogar, þriðjudaginn 4.
SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS
Þjónustumiðstöðin Nesvöllum TIL LEIGU 3.herbeggja íbúð til leigu 3.herbeggja íbúð miðsvæðis í Keflavik til leigu. Íbúðin er ekki á sölu og reykleysi algjört skilyrði. Engir hundar leyfðir. Langtímaleiga möguleg. Upplýs í síma 821 5824. 3ja herb ergja, 75m 2 íbú ð í Keflavík. Laus strax. Uppl. í síma 661 3523 62m2 íbúð til leigu í Keflavík 2ja herbergja á jarðhæð miðsvæðis í Kef, laus næstu mánaðarmót. uppl í síma 692 7601
TIL SÖLU Raðhús til sölu - laust strax! 180 fm raðhús að Heiðarbraut 7e, Kef til sölu ( eða leigu). Upplýsingar hjá Ásberg eða Húsinu einnig á gsg10@hi.is
HEILSA
Vikan 28. nóv. - 5. des. nk.
• Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Línudans • Félagsvist • Tölvuklúbbur • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi • Bókaútlán
Föstudaginn 30. nóvember nk. Léttur föstudagur kl. 14:00 Basar FEBS Allir velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/
PARKETÞJÓNUSTA Parketslípun, lagnir, viðgerðir og almennt viðhald húsnæðis. Látið fagmenn vinna verkin! Parketþjónusta Árna Gunnars, s. 698 1559, arnigunnars@simnet.is
AFMÆLI
Fínir fætur fyrir jólin! kominn á viðhald á fæturnar? Allar fótaaðgerðir á 4500kr hjá löggildum fótaaðgerðafræðingi. Fjarlægi líkþorn, vörtur, laga niðurgrónar neglur og fagleg ráðgjöf. sími: 777 0122.
ÝMISLEGT Skautasvell í Reykjanesbæ Óska eftir fólki til að stofna s k aut afé l a g í R e y kj an e s b æ . Áhugasamir sendi mér tölvupóst á smari@mi.is.
90 ára afmæli Sigríður Benediktsdóttir Eyjaholti 10a í Garði, verður níræð laugardaginn 1 desember. Í tilefni dagsins er opið hús fyrir vini og vandamenn á afmælisdaginn milli kl. 15 og 18 í Samkomuhúsinu Garði. Verið velkomin.
Bryggjubásar - Skemmtilegur markaður í Reykjanesbæ Erum með opið föstud. frá kl. 16 til 20 og vikuna frá 17. des. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 13 til 18. Skemmtilega markaðsstemmning. Básaleiga s. 666-3938.
VÍKURFRÉTTIR Í SÍMANN
m.vf.is
desember 2012 kl. 09:10. Hofgerði 5 fnr, 209-6459, Vogar, þingl. eig. Davíð Hrannar Hafþórsson, gerðarbeiðandi Arion Bank Mortgages Institutio, þriðjudaginn 4. desember 2012 kl. 09:30. Marargata 3 fnr. 209-2137, Grindavík, þingl. eig. Narumol Yamakupt og Kristján Oddgeirsson, gerðarbeiðandi Kristbjörg Oddgeirsdóttir, þriðjudaginn 4. desember 2012 kl. 10:35. Merkines Vesturbær fnr. 209-4383, Hafnir 25% eignahl gþ., þingl. eig. Bjarni Marteinsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Keflavík, þriðjudaginn 4. desember 2012 kl. 11:10. Staðarhraun 1 fnr. 209-2274, Grindavík, þingl. eig. Guðmundur Stefán Erlingsson, gerðarbeiðendur Arion Bank Mortgages Institutio og Vátryggingafélag Íslands hf, þriðjudaginn 4. desember 2012 kl. 10:10. Ægisgata 33 fnr. 209-6602, Vogar, þingl. eig. Guðvarður Sigurður Pétursson og Björg Árnadóttir, gerðarbeiðendur Kaupthing mortgages fund og Sveitarfélagið Vogar, þriðjudaginn 4. desember 2012 kl. 09:20. Sýslumaðurinn í Keflavík, 27. nóvember 2012. Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.
Elsku pabbi, Innilega til hamingju með 40 ára afmælið. Þú ert bestur í heimi! Rúnar, Róbert og Patrik
Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400
UPPBOÐ
Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Beykidalur 4 fnr. 229-9328, Njarðvík, þingl. eig. Mindaugas Giastautas, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 5. desember 2012 kl. 10:45. Beykidalur 6 fnr. 230-3154, Njarðvík, þingl. eig. Pétur Valgarð Pálsson og María Guðgeirsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sýslumaðurinn á Blönduósi, miðvikudaginn 5. desember 2012 kl. 10:55. Beykidalur 8 fnr. 230-3159, Njarðvík, þingl. eig. Szabolcs Nyári, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 5. desember 2012 kl. 11:05. Fífudalur 13 fnr. 229-6825, Njarðvík, þingl. eig. Jóhannes Hleiðar Gíslason, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 5. desember 2012 kl. 11:25. Hraunsvegur 25 fnr. 209-3732, Njarðvík, þingl. eig. Olgeir Andrésson, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., miðvikudaginn 5. desember 2012 kl. 11:40. Iðngarðar 8 fnr. 209-5575, Garður, þingl. eig. Dream Car ehf, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Keflavík, miðvikudaginn 5. desember 2012 kl. 08:50. Klapparstígur 1 fnr. 209-4904, Sandgerði , þingl. eig. Jónatan Jóhann Stefánsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 5. desember 2012 kl. 09:20. Klapparstígur 2 fnr. 209-4906, Sandgerði, þingl. eig. Ingibjörg Vermundsdóttir, gerðarbeiðendur Festa - lífeyrissjóður og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 5. desember 2012 kl. 09:30. Leirdalur 18 fnr. 229-6020, Njarðvík, þingl. eig. Hjördís Emilsdóttir og Jóhann Ingi Reynisson, gerðarbeiðendur Festa - lífeyrissjóður og Reykjanesbær, miðvikudaginn 5. desember 2012 kl. 11:15.
Miðtún 19 fnr. 227-2542, Sandgerði 50% eignahl gþ., þingl. eig. Eyþór Jónsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Blönduósi, miðvikudaginn 5. desember 2012 kl. 10:15. Norðurgarður 8 fnr. 224-4107, Sandgerði, þingl. eig. Vogabúar ehf, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf, Landsbankinn hf. og Sandgerðisbær, miðvikudaginn 5. desember 2012 kl. 10:00. Rafnkelsstaðavegur 5 fnr. 209-5975, Garður, þingl. eig. Einar Skagfjörð Steingrímsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Keflavík, miðvikudaginn 5. desember 2012 kl. 08:40. Suðurgata 20 fnr. 209-5097, Sandgerði, þingl. eig. Helgi Laxdal Helgason, gerðarbeiðandi Arion banki hf., miðvikudaginn 5. desember 2012 kl. 09:40. Suðurgata 25 fnr. 209-5105, Sandgerði, þingl. eig. Elvar Þór Þorsteinsson og Guðrún Stella Ágústsdóttir, gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Sjóvá-Almennar tryggingar hf, miðvikudaginn 5. desember 2012 kl. 09:50. Tjarnargata 11 fnr. 229-1009, Sandgerði, þingl. eig. Páll Marteinn Hendriksson, gerðarbeiðandi Sandgerðisbær, miðvikudaginn 5. desember 2012 kl. 09:10. Tunguvegur 8 fnr. 225-8896, Njarðvík, þingl. eig. Guðni Arason, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Keflavík, miðvikudaginn 5. desember 2012 kl. 11:50. Sýslumaðurinn í Keflavík, 27. nóvember 2012. Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.
Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400
UPPBOÐ
Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Birkiteigur 18 fnr. 208-7097, Keflavík, þingl. eig. Helga Kolbrún Ingimarsdóttir og Sturla Ólafsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Kreditkort sérhæfð kortaþjónust, Reykjanesbær og Tryggingamiðstöðin hf, föstudaginn 7. desember 2012 kl. 09:40. Hafnargata 39 fnr. 208-8048, Keflavík, þingl. eig. Pikul Skulsong og Magnús Heimisson, gerðarbeiðendur Arion banki hf., Holtavegur 10 ehf., Landeigendur Y-Njarðvhv m/Vn sf, Reykjanesbær, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og Vörður tryggingar hf, föstudaginn 7. desember 2012 kl. 09:50. Heiðarból 6 fnr. 208-8457, Keflavík, þingl. eig. Guðríður Dögg Pétursdóttir, gerðarbeiðandi Heiðarból 6,húsfélag, föstudaginn 7. desember 2012 kl. 09:10. Heiðarholt 36 fnr. 208-8866, Keflavík, þingl. eig. Andrés Breiðfjörð Agnarsson, gerðarbeiðendur Heiðarholt 36,húsfélag, Íbúðalánasjóður, Reykjanesbær og Vörður tryggingar hf., föstudaginn 7. desember 2012 kl. 09:20. Hólmbergsbraut 5 fnr. 231-0946, Keflavík, þingl. eig. 2520 ehf, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf, föstudaginn 7. desember 2012 kl. 10:05. Hólmbergsbraut 5 fnr. 231-0947, Keflavík, þingl. eig. 2520 ehf, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf, föstudaginn 7. desember 2012 kl. 10:05. Hólmbergsbraut 5 fnr. 231-0948, Keflavík, þingl. eig. 2520 ehf, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Vátrygg-
ingafélag Íslands hf, föstudaginn 7. desember 2012 kl. 10:05. Hólmbergsbraut 5 fnr. 231-0949, Keflavík, þingl. eig. 2520 ehf, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf, föstudaginn 7. desember 2012 kl. 10:05. Hólmbergsbraut 5 fnr. 231-0950, Keflavík, þingl. eig. 2520 ehf, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf, föstudaginn 7. desember 2012 kl. 10:05. Fimmtudagurinn 14. apríl 2011 Hólmbergsbraut 5 fnr. 231-0951, Keflavík, þingl. eig. 2520 ehf, gerðarbeiðandi Reykjanesbær, föstudaginn 7. desember 2012 kl. 10:05. Hólmbergsbraut 5 fnr. 231-0958, Keflavík, þingl. eig. 2520 ehf, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf, föstudaginn 7. desember 2012 kl. 10:05. Hólmbergsbraut 5 fnr. 231-0959, Keflavík, þingl. eig. 2520 ehf, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf, föstudaginn 7. desember 2012 kl. 10:05. Hólmbergsbraut 5 fnr. 231-0960, Keflavík, þingl. eig. 2520 ehf, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf, föstudaginn 7. desember 2012 kl. 10:05. Hólmbergsbraut 5 fnr. 231-0961, Keflavík, þingl. eig. 2520 ehf, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf, föstudaginn 7. desember 2012 kl. 10:05. Hólmbergsbraut 5 fnr. 231-0962, Keflavík, þingl. eig. 2520 ehf, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf, föstudaginn 7. desember 2012 kl. 10:05. Hólmbergsbraut 5 fnr. 231-0963, Keflavík, þingl. eig. 2520 ehf, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf, föstudaginn 7. desember 2012 kl. 10:05. Hólmbergsbraut 5 fnr. 231-0964, Keflavík, þingl. eig. 2520 ehf, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf, föstudaginn 7. desember 2012 kl. 10:05. Hólmbergsbraut 5 fnr. 231-0965, Keflavík, þingl. eig. 2520 ehf, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf, föstudaginn 7. desember 2012 kl. 10:05. Iðavellir 4b fnr. 208-9469, Keflavík, þingl. eig. Hýsi eignarhaldsfélag ehf, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Reykjanesbær, föstudaginn 7. desember 2012 kl. 08:40. Óðinsvellir 3 fnr. 209-0220, Keflavík, þingl. eig. Selma Jóhannesdóttir, gerðarbeiðendur Festa - lífeyrissjóður og Íbúðalánasjóður, föstudaginn 7. desember 2012 kl. 09:00. Smiðjuvellir 6 fnr. 209-0454, Keflavík, þingl. eig. Hýsi eignarhaldsfélag ehf, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Reykjanesbær, föstudaginn 7. desember 2012 kl. 08:30. Vatnsholt 10 fnr. 209-1069, Keflavík, þingl. eig. Erlingur Jónsson, gerðarbeiðendur Arion banki hf, Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf og Reykjanesbær, föstudaginn 7. desember 2012 kl. 08:50. Sýslumaðurinn í Keflavík, 27. nóvember 2012. Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.
Þarftu að auglýsa? Hafðu samband í síma 421 0001 eða á fusi@vf.is
37
markhonnun.is
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • AÐVENTA
Ódýrasti valkosturinn í nettÓ
Gerðu þína eiGin verðkönnun! verðdæmi
hvítlauksbrauð 175 g
kaffi 400 g
398 krpk
99
kr pk
hveiti 2 Kg
239 krpk www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold Höfn · Grindavík · Reykjanesbær Borgarnes · Egilsstaðir Selfoss · Akureyri
38
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR
SPORT
Glæsilegur árangur Suðurnesjamanna í Bikarmóti TKÍ
S
uðurnesjamenn eru meðal bestu Taekwondo-manna Íslands og sannaðist það vel um síðustu helgi þegar fyrsta bikarmót Taekwondo-sambands Íslands (TKÍ) af þremur fór fram í Akurskóla í Reykjanesbæ. Keppnissveit Keflavíkur náði frábærum árangri og vann tæplega 80 verðlaun í mótinu. Þar með hafa Keflvíkingar náð markmiði sínu með að vinna yfir 1000 verðlaun á þeim 12 árum sem deildin hefur verið starfandi. Keflavík vann um 250 verðlaun á þessu ári og er besta Taekwondo-deild landsins um þessar mundir. Keflavík
sigraði örugglega í liðakeppninni um helgina. Grindvíkingar náðu einnig frábærum árangri í mótinu og hlutu alls 11 verðlaun, þar af fimm gullverðlaun. Björn Lúkas Haraldsson úr Grindavík stóð sig frábærlega og var valinn keppandi mótsins í samanlögðum árangri karla. Kolbrún Guðjónsdóttir úr Keflavík var valin kona mótsins, Ægir Már Baldvinsson úr Keflavík, drengur mótsins og Ástrós Brynjarsdóttir úr Keflavík var valin stúlka mótsins. Nánari úrslit úr mótinu má finna á keflavik.is.
Júdó: Mikilfengleg og mannauðgandi íþrótt
Í
dag skipta iðkendur júdó milljónum og er án efa vinsælasta bardagaíþrótt heimsins. Aðeins fótbolti hefur á heimsvísu fleiri iðkendur. Alþjóðlega Júdósambandið (IJF) hefur flest þjóðlönd innan sinna vébanda af alþjóðlegum íþróttasamböndum. Orðið júdó er myndað af tveimur japönskum táknum sem þýða “mildur” og “leið”. Í bókstaflegri merkingu þýðir júdó því “milda leiðin”. Þrátt fyrir að “milda leiðin” sé ekki auðsjáanleg fyrir byrjendur, sem horfir á fólk hent upp í loftið eða skellt í gólfið, er hér um að ræða mildari útfærslu af harðari bardagaíþróttum. Bætir einstaklinginn og samfélagið Eitt af kjörorðum júdó er að iðkun júdó bætir einstaklinginn og samfélagið í heild. Íþróttin byggist á aga og einstaklingurinn byggður upp á jákvæðan hátt. Júdó er í raun miklu meira en bara ástundun og nám í bardagatækni. Júdó er frábært kerfi sem byggir hvern og einn upp á líkamlegan, andlegan og siðferðislegan hátt. Júdó hefur sína eigin menningu, stjórnkerfi, arfleifð, siði og hefðir. Ennfremur smitast gildi júdó frá keppnisþjálfuninni inn í líf flestra iðkenda og hafa áhrif á fjölskyldu viðkomandi, vini, vinnufélaga og jafnvel ókunnuga. Þroski, þrautseigja og hugrekki Júdó gefur iðkendum sínum lykil að siðareglum, lífsstíl og sýn á tilveruna. En fyrir utan líkamlegt atgervi og hreysti, sem iðkendur júdó ávinna sér, þá læra þeir miklu meira. Þeir læra hvernig þeir geta stjórnað tilfinningum sínum, skapi og hvötum. Þeir læra um mikilvægi þrautseigju, virðingar, hollustu og aga. Iðkendur júdó öðlast aukinn siðferðislegan þroska ásamt því að þjálfast í kurteisi og almennum mannasiðum. Þeir læra að yfirvinna hræðslu og sýna hugrekki undir álagi. Í gegnum keppni og daglegar æfingar læra þeir um réttmæti og sanngirni. Reynslan kennir þeim að kurteisi, hógværð og fleiri slík gildi borga sig og hjálpar þeim einnig í daglegu lífi.
Guðmundur Stefán Gunnarsson, yfirþjálfari júdódeildar UMFN
Þrjú blöð til jóla!
L
árus Ingi Magnússon hefur rift samningi sínum við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur sem aðstoðarþjálfari kvennaliðs félagsins. Lárus greindi frá þessu í samtali við vefsíðuna Karfan.is. Lárus hóf störf hjá UMFN á síðasta tímabili sem aðstoðarþjálfari Sverris Þórs Sverrissonar en liðið vann bæði deild og bikar það ár. Nú hefur hann séð um stjórn liðsins ásamt Lele Hardy sem jafnframt leikur með liðinu. „Eftir umhugsun þá tók ég þá ákvörðun á mánudag að leitast eftir því að samningi mínum við deildina yrði rift. Ástæðan er margþætt en sú helsta er að það eru samskiptaörðugleikar í hópnum milli mín og einstakra leikmanna og ákveðið metnaðarleysi hjá þeim
sem ég vil ekki hanga á. Ég vil liðinu einfaldlega betur en svo,“ sagði Lárus Ingi í samtali við Karfan.is „Stærsti hluti hópsins eru frábærar stelpur sem erfitt er að yfirgefa en það þarf ekki mörg skemmd epli til að skemma fyrir heildinni. Þetta eru þrjár manneskjur sem gera það að verkum að ég stíg til hliðar. Ég vona svo innilega að þessar fáu sem eiga í hlut og þær vita hverjar þær eru, fari að líta í eigin barm og hugsa sín mál. Svo eru oft á tíðum aðstandendur leikmanna ekki öllu betri því miður.“ „Við vissum að þessi vetur yrði erfiður og við missum fimm leikmenn frá síðasta tímabili sem voru að spila stórt hlutverk í liðinu. En sumar hverjar sem urðu eftir héldu að mínúturnar kæmu þá
sjálfkrafa upp í hendurnar á þeim. Hjá mér virkar það þannig að þú þarft að vinna þér inn þínar mínútur og sýna metnað og dugnað. Lele (Hardy) bað mig um að endurskoða ákvörðun mína ásamt nokkrum öðrum leikmönnum en því verður ekki haggað hjá mér á meðan svona er í pottinn búið. Að vissu leyti hefði þurft að grípa í taumana fyrr en það er líka erfitt þegar hópurinn er þunnskipaður. Ég tek þessa ákvörðun með hagsmuni liðsins í forgrunni. Ég mun áfram fylgjast með þeim og vona að þetta verði til þess að liðinu gangi betur það sem eftir lifir tímabils,“ sagði Lárus Ingi. Njarðvík mætti toppliði Keflavíkur í gær og má finna úrslit leiksins á vf.is.
Keflavík tekur á móti toppliðinu Á
ttunda umferðin í Dominosdeild karla í körfuknattleik hefst í kvöld og verður leikinn heil umferð. Öll Suðurnesjaliðin eiga mikilvæga leiki í kvöld. Í Toyotahöllinni tekur Keflavík á móti toppliði Snæfells og má búast við
spennandi leik. Snæfell er á toppi deildarinnar með 12 stig en Keflavík er í 6. sæti með 8 stig. Í Vesturbænum tekur KR á móti Íslandsmeisturum Grindavík í toppslag. Grindvíkingar eru með 10 stig í 3. sæti og gætu komist á toppinn
í kvöld með sigri. Njarðvík mætir Fjölni á útivelli. Njarðvík er í 10. sæti með fjögur stig og getur híft sér frá fallsæti með sigri í kvöld. Í gær fór einnig fram heil umferð í Dominos-deild kvenna og má finna úrslit úr leikjunum á vf.is
IN
BÓK
2012
JÓLA
Lí
fl
MARTA EIR
Mei mí beibísitt? MARTA EIRÍKS DÓTTI R
Mei mí beib
ísitt?
er söguleg skáld saga úr Keflavík sem gerist á sjöun aldar. Höfundur da og áttunda áratug rifjar upp og segir síðustu frá daglegu lífi bjó. Þetta eru minni barnanna í götun ngar um horfna ni þar sem hún veröld, þar sem skapandi kraftu um að skemmta r barnanna sá þeim sjálfum dagla ngt á sumrin. Höfundur bókar innar, Keflvíkingu rinn Marta Eiríks námskeiðahald dóttir, er vel þekkt á vegum Púlsin fyrir öflugt s en einnig fyrir jákvæð og skem birst hafa eftir hana mtileg viðtöl, sem í Víkurfréttum undan farin tuttugu ár. Mei mí beib ísitt? er önnur bók höfundar en fyrsta Goddess – Embr acing Your Powe bók Mörtu Becom r! kom út á ensku ing , á vegum Balbo innan Hay House a Press, deild í Bandaríkjunum sumarið 2012.
VÍKURFRÉTTIR 2012
EHF.
eg
og Geg h g or n ju st it ð ein m n i bó Eg ðu k! ge ð rt ss frá o
-Þ
ÍKSDÓTT
Mei mí beib ísitt?
Tækifæri til betra lífs Mig langar með leyfi viðkomandi að setja inn brot úr bréfi sem einn iðkandi sendi júdóþjálfara sínum eftir að hafa æft júdó um nokkurt skeið. „Þegar ég hugsa um það hvað það hefur gert fyrir mig, að hafa haft tækifæri til að kynnast og byrja að æfa júdó þá er það svo margt. Í fyrsta lagi hvað heilsa mín er miklu betri, hvað mér líður miklu betur, lít betur út og gengur betur í skólanum. Mér finnst einbeitingin, áhuginn og úthaldið meira hjá mér og sjálfstraust hefur aukist mikið. Ég snerti ekki tóbak og drekk ekki. Stundum hugsa ég um það hvernig ég væri í dag ef vinir mínir hefðu ekki dregið mig á æfingu. Ég er ekki sá eini sem hef verið svo heppinn að fara þessa braut því margir aðrir í deildinni hafa svipaða sögu að segja.” Við viljum blása lífi í ungmennafélagsandann á ný og gefa öllum börnum í Reykjanesbæ og nágrenni tækifæri til að þjálfa íþrótt sem eflir líkamlegt, félagslegt og andlegt heilbrigði.
Lárus hættur hjá Njarðvík
IR
Mei mí beibísitt?
Æskuminnin
úr bítlabænu
gar
m Keflavík
Bókin fæst hjá Eymundsson og á skrifstofu Víkurfrétta
n
sö
gn
.
39
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • AÐVENTA
SPORT
Afleitur í að sitja á bekknum n Ólafur Ólafsson snýr aftur eftir erfið meiðsli n Var hræddur á fyrstu æfingunum K
örfuknattleikskappinn Ólafur Ólafsson úr Grindavík er kominn aftur á ról eftir mjög alvarleg meiðsli sem hann varð fyrir í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Ólafur fór mjög illa úr lið á ökkla í leik gegn Stjörnunni og reif í kjölfarið nánast öll liðbönd á hægri ökkla. Hann braut einnig ristarbein og var ljóst í upphafi að hann yrði lengi frá. Meiðslin voru mikið áfall fyrir Ólaf enda var hann lykilleikmaður í liði Grindavíkur sem náði þó að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn þrátt fyrir fjarveru hans í síðustu leikjum úrslitakeppninnar. Ólafur hefur leikið lítið hlutverk í síðustu leikjum Grindavíkur en er að nálgast sitt fyrra form. „Það er frábært að vera kominn aftur af stað og endurhæfingin hefur gengið mjög vel,“ segir Ólafur. „Meiðslin voru mjög alvarleg og í upphafi var talið að ég myndi ekki snúa aftur fyrr en í febrúar. Þetta hefur verið mjög erfiður tími. Þeir sem þekkja mig vita að ég er ofvirkur og líkar ekki að sitja heima og gera ekki neitt. Það hjálpaði að ég ákvað strax í upphafi að vera jákvæður og nú er ég kominn á ról, nokkrum mánuðum á undan áætlun.“ Fitnaði talsvert af að gera ekki neitt Ólafur hefur fengið að leika nokkrar mínútur í Lengjubikarnum en hefur aðallega vermt bekkinn hjá Grindavík meðan hann nær fyrri styrk á ný. Ólafur viðurkennir að bekkjarsetan fari ekkert allt of vel í hann, en skilur vel að þjálfarinn vilji fari sparlega með hann. „Ég þarf að koma mér í betra form og vinna mér inn spilatíma. Ég er svo
klikkaður að auðvitað tel ég mig eiga að spila 40 mínútur í hverjum leik. Ég er afleitur í því að sitja á bekknum og læt alveg heyra í mér að ég vilji fá að spila. Ég jafna mig á því klukkutíma eftir leik og veit að þetta snýst allt um að liðinu gangi vel og að ég fari varlega af stað úr meiðslunum,“ segir Ólafur sem viðurkennir að hann hefði mátt vera duglegri í endurhæfingunni. „Ég sat eiginlega bara heima og gerði ekki neitt meðan ég var meiddur. Þegar ég losnaði úr gipsinu þá var ég ekki nógu duglegur að mæta í ræktina. Ég mátti ekki hlaupa en reyndi að halda mér við með því að skjóta reglulega, hjóla og fara í sund. Ég viðurkenni að ég fitnaði talsvert á þessum tíma en sem betur fer þá er það allt runnið af mér núna.“ Meiðslin 70% andleg Ólafur er þekktur háloftafugl í íslenskum körfubolta og hefur meðal annars orðið troðslukóngur. Honum leiðist heldur ekki að troða boltanum, helst á stórum augnablikum í leikjum. Nú stígur hann hins vegar upp úr mjög erfiðum meiðslum sem hefðu jafnvel getað bundið enda á feril hans aðeins 22ja ára gamall. Ólafur viðurkennir fúslega að hann sé ekki mikið í stórum troðslum þessa dagana. „Þú ert ekki sá fyrsti sem spyrð mig að þessu,“ segir Ólafur og hlær þegar blaðamaður spyr út í troðslur á æfingum. „Ég get alveg troðið en ég geri ekki mikið af því. Þegar ég fór fyrst af stað þá var ég mjög hræddur við að meiðslin myndu taka sig upp að nýju. Þegar ég stökk upp í skot þá passaði ég mig á því að lenda alltaf á vinstri löppinni. Það er erfitt að spila körfubolta ef þú ert hræddur og að hugsa
um eitthvað annað. Fyrstu vikuna eftir meiðslin þá dreymdi mig löppina ennþá í ‚L-i‘ eins og þegar ég meiddist. Ég hef verið að vinna í andlega þættinum og eins og sjúkraþjálfarinn segir þá eru meiðslin 70% andleg. Það þarf líka að vinna sig andlega úr meiðslum.“ Sverrir ekki eins klikkaður og Helgi Ólafur og félagar í Grindavík fengu nýjan þjálfara fyrir tímabilið. Sverrir Þór Sverrisson tók þá við af Helga Jónasi Guðfinnssyni sem hafði stýrt Grindvíkingum til Íslandsmeistaratitilsins síðasta vor. Ólafur líkar vel við nýja þjálfarann sem gerði Njarðvík að tvöföldum Íslandsmeisturum í kvennakörfunni á síðustu leiktíð. „Ég kann mjög vel við Sverri Þór og hann er toppþjálfari. Það er þó enginn eins og Helgi Jónas því hann er klikkaður einstaklingur,“ segir Ólafur og hlær. „Sverrir er líkur Helga að því leytinu til að þeir halda leikmönnum mjög vel á tánum og skipta manni út ef maður er ekki að standa sig. Ef þú gerir það sem þjálfarinn segir þá mun liðið standa sig.“ Grindvíkingar mæta KR í kvöld í DHL-höllinni og er Ólafur spenntur fyrir leiknum. „Ég elska að spila á móti KR og hef spilað marga af mínum bestu leikjum á móti KR. Það er fátt sem kemur mér meira í gang en að heyra Bubba ‚s-mæltan‘ að syngja KRlagið. Ég fæ vonandi að spila eitthvað og ætla að nýta þau tækifæri sem ég fæ. Ég er hvíldarmaður á bekknum í dag en þegar ég verð kominn í toppform þá mega andstæðingarnir fara að vara sig.“
auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is
Fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • 47. tölublað • 33. árgangur
Opið alla miðvikudaga frá kl. 8:00 – 16:00 Tímapantanir í síma 426 8540
Opið virka daga frá kl. 8:00 – 17:00 Frjáls mæting
FIMMTUDAGSVALS VALUR KETILSSON SKRIFAR
Ý
Dýrmæt gjöf
msir hópar ryðja sér nú rúms á fésbókinni vinsælu og þar v e rð u r my n d efnið oft æði sk r aut l e g t s vo ekki sé meira sagt. Þar kennir ýmissa grasa. Árgangahópar, s au ma k lúbb ar, starfsmannafélög og hvað eina, sem tengir fólk saman böndum. Einnig eru sérlega skemmtilegar gamlar myndir á síðunni Keflavík og Keflvíkingar sem vekja upp margar ljúfar minningar. Maður hverfur mörg ár aftur í tímann og rifjar upp atburði, sem löngu voru geymdir en ekki sannarlega ekki gleymdir. Rakst á mynd af sjálfum mér á einni hópsíðunni. Á þrettánda ári á reiðhjóli. Gelgjusvipurinn leynir sér ekki. Klæddur í mittisúlpu með skinnkanti á hettu, nefið að stækka, axlarsítt hvítt hár og í minningunni voru stelpurnar allar rosalega sætar.
Harðir jólapakkar eru okkar sérgrein! Snyrtispegill með stækkun
2.990,2.290
Tactix plastbox, verð frá
5.995
349
NOVA 18V Rafhlöðuborvél 2 hraðar Proma Topplyklasett 3/8” 10 toppar
4.990
2.490
Tactix verkfærakista 40x23x20 cm margir litir
Tactix bita/topplyklasett 55 stk. Truper 1/4” Topplyklasett (mikið úrval lyklasetta)
4.900
3.790
Proma topplyklasett 1/2” 32 stk.
1.599
4.390
Skv. staðli
EN471
Flísjakki með hettu
6.450 ZB2105 LED ljós með hleðslurafhlöðu
Á
Þ
1.790
SHA-2625 Vinnuljóskastari Rone 28W m. innst. blár
Þ
að var lítil fyrirstaða í snarbratta tréstiganum niður í kjallara enda spennan að ná hámarki. Við mér blasti fagurblátt reiðhjól, einn af gæðingunum sem Henning hafði leyft mér að strjúka í gerðinu sínu. Dýrmætari gjöf var ekki hægt að hugsa sér. Mér fannst ég hafa mátað það í draumum mínum. Eflaust hægt að skransa á því og keppa við strákana um hver gæti prjónað lengst. Lásinn var silfurlitaður, eins og áföst skeifa neðan við hnakkinn. Fimm kórónulaga takkar. Mátti alls ekki gleyma læsingunni. Inn-útinn-inn-út.
NOVA TWISTER 4,8V Skrúfvél og skrúfbitar
Tactix Stubby/toppa- og bitasett 40 stk
að snjóaði sem aldrei fyrr þessi jólin. Tilhlökkunin og eftirvæntingin um hvað leyndist í jólapakkanum kitlaði mallakútinn á Túngötunni. Dreymdi um ýmislegt en langaði samt mest í nýtt reiðhjól. Var þar af leiðandi reglulegur gestur á reiðhjólaverkstæði Hennings á Hafnargötunni. Gúmmíslöngu- og límlyktin angaði í anddyrinu um leið og maður gekk niður tröppurnar inn í ljósblátt og lágreist verkstæðið. Nánast niðurgrafið í jörðina. Verkstæðisformaðurinn gekk um hokinn í baki í blágræna sloppnum sínum. Af ljúfmennsku sinni leyfði hann mér að strjúka gæðingunum sem stóðu þar í öllum regnbogans litum. Sá eflaust stjörnublikið í augunum á mér. Þorláksmessu gat ég ekki á mér setið. Kíkti upp á háaloft, þar sem gjafirnar voru jafnan geymdar, en sá ekkert sem hægt var að henda reiður á. Aðfangadag jóla arkaði ég venju samkvæmt út í snjóinn og bar út jólakortin til að stytta mér stundirnar og biðina. Við bræðurnir fengum alltaf að opna einn pakka örlítið fyrr, sem Dúa frænka á Ásabrautinni kom með. Yfirleitt á slaginu þrjú. Fullan af nammi. Það voru margir litlir pakkar við litla jólatréð þegar klukkan sló sex. Pabbi var þó eitthvað að pukrast niðri í kjallara og kallaði á okkur.
1.299
DASH skrúfvél Li-Ion rafhlaða 3,6V m/bitum verð
2.995 Tactix smáhlutabox 31x27x6 cm
999
Rafhlöðuborvél /skrúfvél HDD 3213 18V DIY
8.990
LED Bílavasaljós
1.490 LED Þríhyrningsljós
990
HDD1106 580W stingsög DIY
3.990
Drive toppasett 17 stk 1/4”
990
Fuglavík 18, Reykjanesbæ sími 421 1090. Opið mán.–fös. kl. 8-18, Opið laugardagana 1.12 og 8.12 frá 10-14
– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!
FRÉTTAVAKT VF Í SÍMA 898 2222 VAKTSÍMI ALLAN SÓLARHRINGINN