47 tbl 2015

Page 1

Víkurfréttir

Nýr& betri opnunartími

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Virka daga 9-20

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17

Helgar 10-20 Nettó reykjaNesbæ

Auglýsingasíminn er 421 0001

vf.is

F IMMTUDAGUR 3 . D ESE MBE R 2 0 15 • 47. TÖ LUBLAÐ • 36. Á RGA NGU R

Jólasnjór í gamla bænum

Skýtur skökku við þessi dræma þátttaka „Það skýtur skökku við að af þeim rúmlega 2800 manns sem rituðu nafn sitt á undirskriftalistana, þar sem þessarar kosningar var krafist, skuli aðeins um 600 vera búnir að kjósa nú þegar innan við 2 sólarhringar eru eftir af kosningunni,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í pistli á heimasíðu Reykjanesbæjar í gærmorgun en greinina má einnig sjá á vf.is. „Gera má ráð fyrir að þeir sem harðast hafa talað gegn uppbyggingu í Helguvík séu búnir að kjósa en að þeir sem eru fylgjandi málinu síður. Það er mikilvægt að fá skýra niðurstöðu í kosninguna og því eru allir bæjarbúar hvattir til að kjósa. Nú hafa aðeins tæplega 6% íbúa á kjörskrá kosið eða um 600 manns af þeim rúmlega 10 þús. sem eru á kjörskrá. Kosningunni líkur aðfararnótt föstudagsins 4. des. kl. 02:00.

Kísilsverin í Helguvík sjá sjálf um mengunarmælingu

M

ælingar á útblæstri frá kísilverum í Helguvík verður skipulögð af fyrirtækj­ unum sjálfum. Fyrirtækin velja eftirlitsaðila

sem Umhverfisstofnun þarf svo að samþykkja. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Reykja­ nesbæ við fyrirspurn Víkurfrétta um tilhögun mælinga í Helguvík. Starfsleyfi veranna eru háð vöktunaráætlunum sem fyrirtækin sjálf leggja til. Í þeim er tiltekið hver muni sjá um mælingarnar. Umhverfisstofnun þarf svo að samþykkja vöktunaráætlunina og þar með þá aðila sem sjá um vöktunina. Vöktunaráætlun United Silicon er nú í endurskoðun hjá Umhverfisstofnun sem hefur óskað eftir frekari gögnum. Vöktunaráætlun Thorsil er ekki tilbúin. Farið hefur verið fram á sameiginlega vöktunaráætlun allra verksmiðjanna í Helguvík, það er kísilveranna tveggja og álvers ef af byggingu þess verður. Vöktunaráætlanirnar verða opinber gögn og aðgengileg á síðu

Umhverfisstofnunar. Reykjanesbær hefur farið fram á að vera virkur aðili í eftirliti á vöktuninni og verður ásamt kísilverunum og Umhverfisstofnun í samráðshóp þar sem farið er yfir niðurstöður mælinga. Sjá nánar á bls. 8.

ATH!

NÝR OG BETRI FÍTON / SÍA

OPNUNARTÍMI einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Virka daga

10:00 – 19:00

Helgar

10:00 – 18:00

KASKO • IÐAVÖLLUM 14 • REYKJANESBÆ


2

fimmtudagur 3. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR

JÓLABALL FATLAÐS FÓLKS

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Vísir að leigumarkaði að myndast á Suðurnesjum - Langir biðlistar eftir 60 til 70 fm íbúðum

M Reykjanesbær og Ráin bjóða fötluðu fólki á jólaball á Ránni í dag milli kl. 14:00 og 16:00. Jólasveinar koma í heimsókn, skemmtiatriði verða á dagskrá og dansað í kringum jólatré við undirleik bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar. Boðið verður upp á veitingar og svo er aldrei að vita nema sveinarnir lumi á einhverju góðgæti.

ÍBÚAKOSNINGU AÐ LJÚKA Rafrænni íbúakosningu um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík lýkur kl. 02:00 4. desember. Í dag er því síðasti dagurinn til að fá aðstoð við rafræn auðkenni á Bókasafni Reykjanesbæjar. Safnið er opið milli kl. 9:00 og 18:00. Tengil í rafrænan kjörseðil má finna á www.ibuakosning.is, www.reykjanesbaer.is, www.island.is og á Facebook síðu Reykjanesbæjar.

JÓLIN Í DUUS FJÖLSKYLDUDAGSKRÁ

Jólasveinarnir hafa villst í Bryggjuhúsinu. Finnið þá í skemmtilegum fjölskylduratleik. Heitt kakó og piparkökur í þátttökuverðlaun fyrir börnin á Kaffi Duus. Óskalistagerð í Stofunni, allt efni á staðnum. Skessan er í jólaskapi og hefur skreytt hellinn sinn. Hún tekur við óskalistum í póstkassann sinn og kemur þeim til jólasveinanna. Opið í Duus safnahúsum alla daga frá kl. 12-17. Aðgangur ókeypis.

HANDPRJÓNUÐ SJÖL SÖLUSÝNING Í DUUS SAFNAHÚSUM

Sýning og sala á handprjónuðum hyrnum og langsjölum eftir hönnuðinn Magdalenu Sirrý í Stofunni í Duus Safnahúsum. Opið laugardaginn 5. desember kl. 16:00 – 19:00 og sunnudaginn 6. desember kl. 13:00 – 17:00.

VIÐTALSTÍMAR/ APPOINTMENTS

MRSÍ/ICELANDIC HUMAN RIGHTS Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) verður meðviðtals tíma fyrir innflytjendur í Reykjanesbæ, milli kl. 12.00 -16.00 9. desember í Fjölskyldusetrinu, Skólavegi 1. Þjónustuver Reykjanesbæjar tekur á móti tímapöntunum í síma 421-6700 milli kl. 9.00 – 16.00 alla virka daga. Taka þarf fram hvort þörf sé á túlkaþjónustu í viðtalinu. Icelandic Human Rights (MRSÍ) will have appointments for immigrants in Reykjanesbær between 12:00 o´clock to 16:00 o´clock on the 9 of Desember in the Family Centre at Skólavegi 1. It is necessary to book appointments through customer service at the Town hall, phone 421-6700 between the hours 9:00 to 16:00 o´clock on weekdays. If necessary, need for an interpreter in the interview has to be stated.

ikil eftirspurn er eftir leigu­ húsnæði á Suðurnesjum að sögn Reynis Kristinssonar hjá Tjarnarverki ehf. en fyrirtækið leigir út 107 íbúðir í Reykjanesbæ og Vogum. „Það er að myndast ákveðinn leigumarkaður á Suður­ nesjum en það þarf lengri tíma til að byggja hann upp. Það er stefnan hjá Tjarnarverki að fólk geti leigt til langs tíma og þannig verið öruggt á sínum stað,“ sagði Reynir. Að sögn Reynis er leiguverð á Suðurnesjum töluvert lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Hér sé meðalverð á fermetra leiguhúsnæðis um 1600 krónur á mánuði, samanborið við 2000 til 2500 krónur þar. „Leiguverðið fer hækkandi. Það þótti töluvert þegar við hækkuðum verðið upp í 1600 krónur á fermetrann fyrr á þessu ári. Það eru þó dæmi um að íbúðir á Suðurnesjum séu leigðar út fyrir 1700 til 1800 krónur á fermetrann,

það sér maður á auglýsingum á vefnum Bland og á Facebook.“ Sá hópur fólks sem leigir íbúðir af Tjarnarverki ehf. eru að sögn Reynis á ýmsum aldri en flestir eru ungt fólk með börn. „Oft hefur fólk verið í kytrum áður en getur svo með batnandi atvinnuástandi leyft sér að leigja nýja íbúð en flestar

Segir rannsókn lögreglu klúður frá upphafi til enda K

- Hinn ákærði blekkti starfsmenn SpKef

arlmaður var nýlega dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft tvær og hálfa milljón króna af Guð­ jóni Árna Konráðssyni, manni með þroskaskerðingu. Fjallað var um málið á RÚV. Hinn ákærði blekkti starfsmenn Sparisjóðsins í Keflavík til að millifæra peninga af reikningi Guðjóns til sín. Málið var kært til lögreglunnar á Suðurnesjum árið 2007 en ákæra var ekki gefin út fyrr en árið 2013. Það hversu lengi málið dróst er ástæða þess að Hæstiréttur ákvað að skilorðsbinda dóminn. Lögmaður mannsins íhugar að höfða mál á hendur íslenska ríkinu vegna mikilla tafa á rannsókn málsins.

Í umfjöllun RÚV var rætt við systur mannsins, Jónu Ósk Konráðsdóttur, og sagði hún rannsókn málsins hafa verið klúður frá upphafi til enda. Málið hafi haft gríðarleg áhrif á fjárhag bróður síns. Hann eigi ekki neitt í dag en hafi verið vel stæður áður en það kom upp. Hún áætlar að hinn ákærði hafi haft um 9 milljónir af honum. Hún telur að hinn ákærði hafi einnig svikið Guðjón í fasteignaviðskiptum en lögregla rannsakaði það mál ekki. Í svari Lögreglunnar á Suðurnesjum til RÚV sagði að gríðarlegt álag hafi verið á rannsóknardeild á þeim tíma er málið var í rannsókn, auk þess sem krafa um niðurskurð hafi verið mikil.

Gúmmíkurli skipt út í Grindavík á næsta ári

B

æjaryfirvöld í Grindavík hafa ákveðið að skipta út efnum af tveimur sparkvöllum í bæjarfélaginu sem eru með dekkjakurli því sem Læknafélag Íslands hefur varað við. Annar völlurinn er frá árinu 2006 og hinn frá 2010. Skipta á gúmmí­ kurlinu út á næsta ári. Í svari frá bænum við fyrirspurn Vík­ urfrétta kemur fram að fram­ kvæmdin hafi verið sett inn á fjárhagsáætlun Grindavíkur­ bæjar fyrir árið 2016. Ákveðið hafi verið að vera til fyrir­

myndar og leyfa börnunum að njóta vafans. Skipt verður um bæði gervigras og gúmmíkurl á eldri vellinum. Á nýrri vellinum verður dekkjakurlið ryksugað burt og gúmmí af viðurkenndri gerð sett í staðinn, það er ljóst að lit og án efna sem teljast skaðleg heilsu eða mengandi. Er það í samræmi við samþykkt stjórnar KSÍ frá 9. október síðastliðnum þar sem samþykkt var að mæla gegn notkun á endurnýttum hjólbörðum í nýjum völlum með knattspyrnugrasi og við endurnýjun eldri valla.

íbúðirnar sem við leigjum út voru byggðar á árunum 2007 til 2008.“ Lengstur er biðlistinn eftir 60 til 70 fermetra íbúðum og getur biðin því tekið nokkra mánuði. „Við leigjum líka út fimm herbergja íbúðir sem hafa verið mjög vinsælar. Þá er fólk að stækka við sig hjá okkur, fer úr minni leiguíbúð og í stærri.“

Fjölgun umsókna í fjarnám Háskólabrúar XUmsóknum X í fjarnám Há­ skólabrúar Keilis hefur fjölgað milli ára og eru þær fjórðungi fleiri núna en á sama tíma í fyrra. Nú stunda rúmlega tvö hundruð einstaklingar aðfara­ nám að háskólanámi í Keili, þar af um helmingurinn í fjarnámi. Þá hófu um þrjátíu einstaklingar fjarnám í Há­ skólabrú með vinnu í lok nóv­ ember, en það nám er kennt á tveimur árum og hentar vel þeim aðilum sem vilja taka lengri tíma eða vilja stunda námið með vinnu. Við næstu útskrift í janúar 2016 má reikna með að heildarfjöldi útskrifaðra nemanda úr Háskólabrú verði samtals hátt í 1.400. Keilir býður upp á aðfararnám í samstarfi við Háskóla Íslands og hafa langflestir nemendur haldið áfram í háskólanám bæði hérlendis og erlendis. Námið hefur á undanförnum árum markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur, ásamt því að miða kennsluhætti við þarfir fullorðinna nemenda. Fjarnám Háskólabrúar Keilis hefst næst 4. janúar 2016 og er umsóknarfrestur til 14. desember næstkomandi. Að loknu námi uppfylla nemendur inntökuskilyrði í háskóla og telst námið sambærilegt stúdentsprófi samkvæmt samningi Keilis og Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar á www.haskolabru.ist


DEKKJAÞJÓNUSTA Í ÞINNI HEIMABYGGÐ

NÚ ER TÍMI VETRARDEKKJANNA! Fáðu aðstoð sérfræðinga okkar við val á réttum dekkjum fyrir bílinn þinn. GSI-5

G3S - ICE

Ice Terrain

Tranpath S1

Harðskeljadekk

Ice Zero Friction

G-Force Stud

Arctic Trekker NP3/NS3

Winter Claw Extreme

www.nesdekk.is reykjanes@nesdekk.is

H09

Harðskeljadekk

Ice Zero

G-Force Winter

Presa Spike

Winter Claw SPORT SXI

Njarðarbraut 9 260 Reykjanesbæ 420 3333

Winter Sottozero 3

Scorpion Winter

Winter Snowcontrol 3

Activan Winter

Mud Terrain KM2

All Terrain

AT 771

Mudder MT 754

Bighorn

IWT-2 EVO

IWT-ST

ITR-1

Opið Virka daga frá 8 til 18 Laugadaga frá 11 til 14


markhönnun ehf

KalKúnn fransKur

í jólaskapi

Verð áður 1.406 kr/kg

998

Kr Kg

grísa mínútustEiK fErsK Verð áður 2.449 kr/kg

1.959

Kr Kg

25%

30%

AFSLÁTTUR

KjötsEl hangiframp. úrbEinaður Verð áður 2.998 kr/kg

2.249

Kr Kg

AFSLÁTTUR

folalda veiSLA

50% AFSLÁTTUR

EplasKífur CoronEt 20 stK - 560 g Verð áður 379 kr/pk

299

Kr pK

folaldapiparstEiK fErsK Verð áður 3.398 kr/kg

2.379

Kr Kg

sætar Kartöflur Verð áður 369 kr/kg

185

Kr Kg

vanillustangir EmmEss Verð áður 544 kr/pk

495

Tilboðin gilda 3. – 6. des 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Kr Kg


nautgripahaKK fErsKt

Ks Krydduð hElgarstEiK

Verð áður 1.450 kr/kg

1.291

Verð áður 2.598 kr/kg

2.078

Kr Kg

Hágæða

NAUT

KalKúnabringur ErlEndar Verð áður 2.498 kr/kg

2.098

3.798

Kr Kg

Verð áður 2.279 kr/kg

1.983

Kr Kg

40% AFSLÁTTUR

humar 2 Kg asKja

Kr Kg

sjávarKistan rEyKtur og grafinn lax Verð áður 3.998kr/kg

Verð áður 9.998 kr/askjan

2.399

Kr pK

Coop baby gulrætur - 450 g

Coop EdamE baunir afhýddar - 350 g EdamE baunir - 400 g maisKorn -650 g

Kr Kg

lambahryggur ss - frosinn

Verð áður 6.498 kr/kg

8.998

nautalundir danish Crown Verð áður 3.998 kr/kg

dádýrafillEt mEð sKinni

5.848

Kr Kg

Kr Kg

Coop hariCot vErt - 450 g

Verð áður 259 kr/pk

Verð áður 409 kr/pk

Verð áður 395 kr/pk

349

Kr pK

249

Kr pK

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Búðakór· grandi · akureyri · Höfn · grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

349

Kr pK


6

fimmtudagur 3. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR RITSTJÓRNARPISTILL vf.is

PÁLL KETILSSON

Helguvíkurmengun og íbúakosning ÚTGEFANDI: AFGREIÐSLA OG RITSTJÓRN: RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÉTTASTJÓRI: BLAÐAMENN: AUGLÝSINGASTJÓRI: UMBROT OG HÖNNUN: AFGREIÐSLA: PRENTVINNSLA: UPPLAG: DREIFING: DAGLEG STAFRÆN ÚTGÁFA:

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is og kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001

Það er óhætt að segja að frétt­ irnar úr Helguvík hafi verið fjöl­ breyttar að undanförnu og þessi staður sé búinn að vera í eldlínu umræðunnar. Kísilverið Thor­ sil sem íbúakosning stendur um gaf það út í auglýsingu í Víkurf­ réttum að meðallaun yrðu um 600 þús. kr. og lofar því að starfa í sátt við íbúa og umhverfi á Reykjanesi um ókomna tíð. Þar segir einnig að fyrirtækið hafi valið Reykjanesbæ vegna jákvæðra viðhorfa bæjaryfirvalda, traustra innviða á svæðinu, aðgangs að hæfu vinnuafli og vel staðsettrar hafnarlóðar fyrir starfsemi sína. Íbúakosningu um málefni Thorsils lýkur 4. des. en þátttaka í rafrænu kosningunni er afar lítil. Þegar tveir dagar voru eftir af henni höfðu aðeins um 600 manns farið á netið og tekið þátt eða um 6% íbúa en um 10 þúsund manns eru á kjörskrá í Reykjanesbæ. Bæjarstjórinn í Reykja­ nesbæ vekur athygli á þessu í pistli í vikunni, segir kjörsókn óheppilega dræma og að það skjóti skökku við að af þeim 2800 manns sem rituðu nafn sitt á undirskriftalistana, þar sem kosningar var krafist, skuli aðeins 600 af þeim hafa tekið þátt. Fyrir þessa kosningu var ljóst að hún myndi engin áhrif á fyrirætlanir bæjaryfirvalda sem hafa alltaf

sagt að hún yrði aldrei meira en ráðgefandi og í raun marklaus því ákveðið hafi verið að breyta ekki neinu í ferlinu varðandi kísilver Thorsil. Því hafa margir furðað sig á þessum látum og veseni mót­ mælenda. Hitt er svo annað að hópurinn hefur vakið athygli á mengunarþættinum sem hann telur að sé ekki að fullu skýr þó svo Umhverfisstofnun hafi gefið grænt ljós. Það hafi ekki verið nógu grænt. Í nýrri frétt okkar í Víkurfréttum kemur fram að kísilverin bæði í Helguvík skipuleggi sjálf meng­ unarmælingarnar og velji eftirlitsaðila sem reyndar Umhverfisstofnun þarf að samþykkja. Einhverjum kann að þykja þetta full frjálslegt og í frétt VF er viðtal við bónda í Hvalfirði sem lýsir reynslu sinni af mengunarmálum þar vegna nærveru við álver. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa farið fram á það að vera virkur aðili í eftirliti á vöktuninni og þau (ásamt Umhverfisstofnun og kísilverunum) verða með fulltrúa í samráðshóp þar sem farið verður yfir niðurstöður mælinga. Hvernig sem því líður þá er það ljóst að þetta mál þarf að að vera á hreinu og nokkuð víst, að jafnvel hörðustu fylgjendur starfseminnar í Helguvík vilja að þessi þáttur verði í fullkomnu lagi og að engu verði til slakað í þeim efnum.

Fjölbreytileikinn ráðandi í Myllubakkaskóla í Keflavík. Einn þriðji hluti nemenda af erlendum uppruna:

Nemendur tala 25 tungumál

F

jölbreytileikinn er allsráð­ andi í Myllubakkaskóla þar sem einn þriðji hluti nemenda er af erlendum uppruna. Sam­ tals tala nemendur skólans 25 tungumál. „Hér eru töluð mörg tungumál og það er dásamlegt. Hjá okkur er mikil fjölbreytni sem gefur lífinu lit,“ segir Bryn­ dís Guðmundsdóttir, skólastjóri Myllubakkaskóla. Í skólanum eru börn sem eiga uppruna sinn að rekja til Rússlands, Póllands, Bandaríkjanna, Kanada, Indlands, Kirgistan, Taílands og fleiri landa. Flestir erlendu nemendanna eru af pólskum uppruna. Þegar nemendur af erlendum uppruna hefja nám við Myllubakkaskóla er haldinn fundur með foreldrum þar sem túlkur er viðstaddur. Svo er nemendum sýndur skólinn og farið er yfir helstu áherslur í skólastarfinu. Nemendur eru meira og minna inni í sínum bekk en aðlögun er einstaklingsmiðuð. Lögð er áhersla á kennslu í orðaforða til að nemendur geti bjargað sér. „Um daginn hafði kennari til dæmis útbúið möppu með myndum af öllum í bekknum og kveðjum fyrir nýjan nemanda sem hann fékk áður en hann hóf fyrsta skóladaginn. Þá þekkti hann bekkjarfélagana í sjón og var fljótari að læra nöfnin. Núna er þessi nemandi orðinn einn af hópnum þrátt fyrir að hafa komið til okkar fyrir aðeins nokkrum vikum.“ Bryndís segir börnin í Myllubakkaskóla vön því að í skólanum séu nemendur af Þessir nemendur sungu afmælissönginn á pólsku fyrir nemanda frá Krigistan.

ýmsum uppruna og því sé það hið eðlilegasta mál. Mörg barnanna eru fljót að læra íslensku en eins og gengur og gerist eru þau misfljót. „Sum læra íslensku á mjög stuttum tíma þegar önnur taka lengri tíma, tungumál liggja misvel fyrir fólki. Nemendum af erlendum uppruna gengur mörgum mjög vel í námi og ná að aðlagast íslensku samfélagi vel.“ Bryndís segir afar mikilvægt að bera virðingu fyrir móðurmáli barnanna. Nú er til skoðunar hjá Reykjanesbæ að bjóða nemendum af erlendum uppruna upp á kennslu í móðurmáli sínu. „Því betri sem börn eru í sínu móðurmáli því betur gengur þeim að læra ný tungumál.“ Á dögunum voru fjölmenningardagar í Myllubakkaskóla þar sem allir nemendur teiknuðu sína fána og kynntu sína menningu. „Það er mjög gaman fyrir nemendur af erlendum uppruna að kynna sína menningu og sömuleiðis fyrir íslensku nemendurna að læra um menningu annarra. Við erum öll hluti af þessu samfélagi og hjálpumst að við að láta öllum líða vel.“ Aðspurð segir Bryndís ólíkan uppruna nemenda alveg örugglega gera kennsluna meira krefjandi fyrir kennara, þeir þurfi að vera sveigjanlegir og stunda einstaklingsmiðaða kennslu. Starfið gangi þó mjög vel enda séu kennararnir komnir með mikla reynslu. „Þeir eru svo færir að þetta virðist ganga eins og smurð vél.“

Nemendur í Myllubakkaskóla eru af fjölbreyttum uppruna. Þeirra á meðal eru nemendurnir á myndinni.


Þú þarft ekkert að fara í borgina fyrir þessi jólin! BERÐU SAMAN VERÐ OG GÆÐI

Blue-Ray spilari fylgir frítt með

5 ára ábyrgð

SONY

SONY

50” SJÓNVARP

55” SJÓNVARP

Verð 179.900 kr.

Verð 269.990 kr.

Hágæða Full HD sjónvarp frá Sony með 3D og Android stýrikerfi og WiFi

Hágæða sjónvarp frá Sony með 4K Ultra HD upplausn og Android stýrikerfi og WiFi

TILBOÐ

Galaxy Tab

A

59.990-* Android 5,0 (Lollipop) m eð íslenska valm ynd og lyklaborð

TILBOÐ

SAMSUNG J5

32.500-*

SAMSUNG CANON EOS 750D m/18-55 STM linsu Verð 129.995 kr. Skapaðu hágæða ljósmyndir sem eru fullar af smáatriðum

Galaxy J5

CANON

Powershot SX610

Powershot G9

Verð 29.995 kr. Fangaðu og deildu hverju augnabliki með 18x aðdráttarlinsu

BOSE

BLUETOOTH SRX55

SoundLink ll Mini

Verð 89.900 kr.

Verð 24.900 kr.

Verð 34.900 kr.

Framúrskarandi myndgæði með myndavél sem uppfyllir kröfur atvinnufólks.

Mögnuð hljómtæki fyrir snjallsímann og fleira. Einnar snertingar tenging með NFC og Bluetooth

Frábær Bluetooth hátalari. UPPLIFÐU BOSE GÆÐI

PLANTRONICS

PLANTRONICS

LENOVO

Pixma MG5751

IDP 100

HAFNARGATA 40 - S. 422 2200

BackBeat FIT

Verð 74.900 kr.

Verð 15.990 kr.

Góð 15,6” fartölva með Celeron örgjörva Intel Celeron N2840 2,16-2,58GHz dual core. Minni 4GB, Diskur 500GB Stýrikerfi: Windows 10

Þráðlaust stereo BlueTooth heyrnartól frábært í ræktina sem þolir bæði svita og raka

Úrvalið af tölvu og fylgihlutum eru í Omnis

GameCon 818 Verð 14.900 kr. Frábær leikjaheyrnartól sem draga allt að 12 m

REYKJANESBÆ

*Á meðan birgðir endast. Með fyrirvara um verð- og myndabrengl

SONY

CANON

Góður prentari sem er hannaður fyrir þá sem vilja prenta út, ljósrita eða skanna á einfaldan hátt í gegnum þráðlaus tæki

Samsung Galaxy Tab A 9,7’’ (T555) er WiFi spjaldtölva frá Samsung með Quad-Core örgjörva og 16 GB innbyggt minni. Styður microSD minniskort (allt að 128 GB). Lollipop og myndavél er 5,0 Mpix að aftan og 2,0 Mpix framvísandi. Góð rafhlöðuending eða allt að 14 klst.

5,0’’ Super AMOLED skjár Android 5,0 (Lollipop) með íslenska valmynd og lyklaborð Quad-Core 1,2Ghz 13 Mpix myndavél

CANON

Verð 16.990 kr.

Listaverð 69.990 kr.


8

fimmtudagur 3. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

Viðhaldsmaður Skólamatur auglýsir eftir viðhaldsmanni til starfa. Um er að ræða 100% stöðugildi. Helstu verkefni: • Viðhald og umsjón fasteigna, tækja og búnaðar, m.a. bifreiða.

pósturu vf@vf.is

Mælingar á mengun á vegum kísilveranna Reykjanesbær hefur farið fram á að vera virkur aðili í eftirliti á mengunarvöktuninni

• Umsjón með lager. • Vinnuvernd og öryggismál.

Hæfniskröfur: • Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur en reynsla af framkvæmdum og almennu viðhaldi er nauðsynleg. • Samskipta- og skipulagshæfni. Fyrirspurnir og umsóknir berist til Fannýjar Axelsdóttur mannauðsstjóra á fanny@skolamatur.is eða í síma 420 2500. Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2015.

M

Skólamatur er fjölskylduvænn vinnustaður sem starfar á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu.

Sími 420 2500 I skolamatur@skolamatur.is skolamatur.is Hollt, gott og heimilislegt

● Allar bestu hárvörurnar á einum stað ● Úrval af fallegum jólagjöfum ● Pantaðu í netverslun okkar og fáðu sent heim

www.sapa.is

ælingar á útblæstri frá k ísi lver um í Helguv í k verður skipulögð af fyrirtækj­ unum sjálfum. Fyrirtækin velja eftirlitsaðila sem Umhverfis­ stofnun þarf svo að samþykkja. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Reykjanesbæ við fyrir­ spurn Víkurfrétta um tilhögun mælinga í Helguvík. Starfsleyfi veranna eru háð vöktunaráætl­ unum sem fyrirtækin sjálf leggja til. Í þeim er tiltekið hver muni sjá um mælingarnar. Umhverfis­ stofnun þarf svo að samþykkja vöktunaráætlunina og þar með þá aðila sem sjá um vöktunina. Kísilverin sjálf greiða svo fyrir vöktunina. Auk þessara mælinga mun Umhverfisstofnun fram­ kvæma skyndimælingar þar sem mætt er óvænt í fyrirtækið og mælingar framkvæmdar. Heil­ brigðiseftirlit Suðurnesja mun einnig hafa eftirlit með útblæstri kísilveranna. Ekki hefur verið ákveðið hvort Reykjanesbær verði með sérstakar mælingar en sam­ kvæmt upplýsingum frá bænum er það í skoðun. Vöktunaráætlun United Silicon er nú í endurskoðun hjá Umhverfisstofnun sem hefur óskað eftir frekari gögnum. Vöktunaráætlun Thorsil er ekki tilbúin. Farið hefur verið fram á sameiginlega vöktunaráætlun allra verksmiðjanna í Helguvík, það er kísilveranna

Laugavegi 61

101 Reykjavík

s. 511-1141

ATVINNA Starfsmaður óskast í útkeyrslu og afgreiðslu á Fitjabakka 2 - 4. Vinnutími frá kl. 12:00 til 18:00. Umsóknareyðublöð eru á staðnum einnig er hægt að sækja um á steinar@olis.is Æskilegt að umsækjandi sé ekki yngri en 20 ára.

tveggja og álvers ef af byggingu þess verður. Vöktunaráætlanirnar verða opinber gögn og aðgengileg á síðu Umhverfisstofnunar. Ragnheiður Þorgrímsdóttir, bóndi á bænum Kúludalsá í Hvalfjarðarsveit, hefur í mörg ár barist fyrir því að mælingar á mengun frá stóriðju þar séu í höndum óháðra aðila. Hún sat í pallborði á íbúafundi um deiliskipulagsbreytingu og íbúakosningu vegna hennar í Reykjanesbæ á dögunum. „Ég vil vara bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ við því að treysta Umhverfisstofnun og öðrum eftirlitsstofnunum fyrir framtíð bæjarbúa. Bæjarfulltrúar virðast halda að iðjuver í Reykjanesbæ muni þurfa að lúta strangara eftirliti vegna mengunar en á Grundartanga. Umhverfisstofnun er nýbúin að senda frá sér tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Norðurál á Grundartanga og þar er allt utanumhald vegna mengunarmælinga lagt í hendur iðjuversins,“ segir hún. Ragnheiður segir mikilvægt að íbúar Reykjanesbæjar þekki og geti tekið mið af reynslu annarra af stóriðju. Fjallað var um umhverfisáhrif Norðuráls á Grundartanga í Stundinni 7. nóvember síðastliðinn. Þar kemur fram að í starfsleyfi Norðuráls sé kveðið á um að fyrirtækið sjái sjálft um vöktun og rannsóknir á umhverfisáhrifum sínum og leggi

til hvernig sú vinna fari fram. Íbúar á svæðinu hafa lengi gagnrýnt fyrirkomulagið og hefur sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar nú tekið undir þá gagnrýni. Krafa þeirra er samhljóða; að óháðir aðilar haldi alfarið utan um mælingar vegna umhverfisvöktunar. Útblástur frá álverinu á Grundartanga á öðru en brennisteinstvíoxíði og brennisteinsvetni, er aðeins mældur í sex mánuði á ári, frá apríl og fram í október utan þynningarsvæðanna. Á næstunni verður starfsleyfi Norðuráls endurnýjað og hefur sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar krafist þess að mælingar flúors fari fram allt árið. Árið 2006 slapp mikið magn eiturefna úr álveri Norðuráls á Grundartanga og frétti Ragnheiður ekki af því fyrr en um 18 mánuðum síðar, fyrir tilviljun í spjalli við dýralækni. „Það var enginn á svæðinu látinn vita. Umhverfisstofnun þagði yfir þessu,“ segir hún. Þau svör fengust frá Reykjanesbæ að þar verði mælingar allt árið og er gert ráð fyrir að hægt verði að fylgjast með stöðunni á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Reykjanesbær hefur farið fram á að vera virkur aðili í eftirliti á vöktuninni og verður ásamt kísilverunum og Umhverfisstofnun í samráðshóp þar sem farið er yfir niðurstöður mælinga. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa farið fram á að fá að vita ef mengunaróhöpp verða.

Suðurnesjamaður vikunnar

Er svakalegur bakari Dalrós Jóhannsdóttir er Suðurnesjamaður vikunnar. Hún hefur staðið vaktina í Skóbúðinni í Reykjanesbæ undanfarin 3 ár. Nú er að fara í hönd mesti annatími ársins hjá Dalrósu eins og hjá flestum öðrum kaupmönnum á landinu. Fullt nafn: Lína Dalrós Jóhannsdóttir Aldur: 46 ára Fjölskylda: Gift og á 3 börn Áhugamál: Fjölskyldan, ferðalög og að elda góðan mat. Uppáhalds bók: Karitas og Óreiða á striga. Fannst líka mjög gaman að lesa bókina Bernskudagar eftir föðurbróðir minn, Óskar Jóhannsson.

Fyrsta bernskuminningin: Eitthvað að dúllast með mömmu á Hraunsveginum. Leyndur hæfileiki: Er svakalegur bakari. Gæludýr: Dóttir mín og tengdasonur eiga labrador tíkina París sem kemur stundum í heimsókn. Uppáhalds nammi: Finnst eiginlega allt nammi gott. Nýjasta æðið er súkkulaði popp. Fallegasta náttúruperlan á Suðurnesjum: Það eru mjög margar fallegar nátturuperlur á suðurnesjum. Reykjanesvitinn og svæðið í kring er fallegt.


nýir opnunartímar

Þann 1. desember munu opnunartímar breytast í verslunum okkar. Við Viljum koma til móts Við ViðskiptaVini okkar og einfalda opnunartímana. sami opnunartími Verður alla daga sem skiptist sVona á milli búða:

10-19 akureyri borGarnes 24 tíma eGilsstaðir salaveGur mjódd Grindavík selfoss Grandi Höfn búðakór reykjanesbær*

10-21

*í reykjanesbæ er opið virka daga frá 9 - 20 og um helgar frá 10-20

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Búðakór· Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


10

fimmtudagur 3. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is Fulltrúar fyrirtækja á Reykjanesi á fundi Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi eftir undirritun samningsins.

Vinna saman að styrkingu ímyndar Reykjaness

S

AR, samtök atvinnurekenda á Reykjanes, Samband sveitar­ félaga á Suðurnesjum og Mark­ aðsstofa Reykjaness hafa ákveðið að vinna saman að styrkingu ímyndar Reykjaness sem búsetu-, atvinnu- og áfangastaðar. Ákveðið hefur verið að ganga til samstarfs við HN markaðssamskipti og munu forsvarsmenn fyrirtæksins kynna niðurstöðu könnunar um viðhorf til svæðisins. „Þetta er sennilega í fyrsta skiptið sem atvinnulífið með stærstu fyrirtækin á Reykjanesi í fararbroddi, öll sveitarfélögin og markaðsstofan ætla sér í samhent átak til að bæta ímyndarsköpun hér á

svæðinu og marka einnig þáttaskil í samvinnu milli aðila sem gagnast okkur öllum,“ segir Guðmundur Pétursson, formaður SAR, Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi en samtökin voru stofnuð fyrir fimm árum síðan. Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdstjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum tók undir orð Guðmundar og var ánægð með fyrstu skrefin í þessu samstarfi. Í dag, fimmtudag kl. 12, verður opinn fundur í Hljómahöll þar sem spurt verður: Hver er staðan? Hvar liggja tækifæin á Suðurnesjum og hverjar eru hindranir. Meðal

-aðsent

frumælenda eru Skúli Mogensen, eigandi Wow flugfélagsins. HN markaðssamskipti munu kynna niðurstöður könnunar um ímynd Suðurnesja og Tómas Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Codlands mun ræða um nýsköpun í sjávarútvegi. Kristján Ásmundsson skólameistari FS mun fjalla um starfsnám/ iðnnám á Suðurnesjum og loks mun Magnea Guðmundsdóttir kynningarstjóri Bláa Lónssins segja frá upplifun gesta og mikilvægi mannauðs. Fundarstjóri verður Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

pósturu vf@vf.is

Það er svalt að vera upplýstur

N

ú er að koma sá tími ársins þar sem dagsbirtunnar nýtur sem minnst og erfitt getur verið að greina svörtu fötin okkar sem við flest klæðumst á þessum árstíma. Við vitum nú öll af þessu litla gagnsama öryggistæki sem heitir endurskinsmerki og er gætt þeim eiginleika að við sjáumst mikið fyrr í myrkrinu, Þau eru til í ýmsum útgáfum, lítil og stór, til

að hengja utan á okkur, til að líma á flíkur og til að klæða okkur í. Einnig er til úrval af þessum mikilvægu ör yggistækjum á dýrin okkar. Á heimasíðu Samgöngustofu eru ýmsar upplýsingar um endurskinsmerki og m.a. er þar sú staðreynd að ökumaður getur greint þann sem er með endurskinmerki í um 125 metra fjarlægð meðan að sá

sem er ekki með endurskinsmerki sést varla fyrr en keyrt er fram hjá honum (og sést það vel ef hlekkurinn hér er skoðaður. http://www. samgongustofa.is/um/frettir/umferdarfrettir/nr/241 ) Slysavarnadeildin Dagbjörg í Reykjanesbæ hvetur bæjarbúa til að vera duglega að nota þetta litla öryggistæki sem er svo ótrúlega áhrifamikið.

Á myndinni eru fulltrúar frá Flugakademíu Keilis og TRU Flight Training Iceland fyrir framan flugherminn í Hafnarfirði.

Úr flugherminum.

Nemendur Keilis fá þjálfun í fullkomnasta flughermi Íslands F lugakademía Keilis hefur samið við TRU Flig­ht Train­ ing Ice­land um aðgang að flug­ hermi félagsins fyrir þjálfun atvinnuflugmannsnemenda skólans í áhafnarsamstarfi (MCC). Þjálfunin fer fram í full­ komnasta flughermi á landinu sem er staðsettur á Flugvöllum í Hafnarfirði og nýtist meðal annars við þjálfun flugmanna Icelandair. Flughermirinn er af gerðinni B757 „Level D” og er rekinn af fyrirtækinu TRU Simulation and Training og er hann nákvæm eftirlíking af stjórnklefa Boeing 757 flugvélar eins og Icelandair notar í sínum flugrekstri. Í flugherminum er hægt að kalla fram öll helstu landsvæði í heiminum í gegnum gagnagrunn sem heldur utan um alla grafík sem birtist á fullkomnum myndvörpum. Hægt er að kalla fram öll helstu veðurskilyrði, stilla inn krefjandi aðstæður og ókyrrð, auk þess sem líkja má eftir helstu bilunum sem geta komið upp á en með því geta flugmenn látið reyna á færni sína. Þrautreyndir flugmenn munu koma að þjálfun nemenda í

áhafnarsamstarfinu, meðal annars Kári Kárason (þjálfunarflugstjóri hjá Icelandair), Arnar Már Baldvinsson (flugstjóri hjá Icelandair), Arnar Jökull Agnarsson (flugstjóri hjá Icelandair), Tómas Beck (flugmaður hjá Icelandair) og Friðrik Ólafsson (flugstjóri hjá WOW air).

Snorri Páll Snorrason, skólastjóri Flugakademíu Keilis og Guðmund­u r Örn Gunn­ars­s on, fram­kvæmda­stjóri TRU Flig­ht Train­ing Ice­land, skrifuðu undir samninginn 20. nóvember síðastliðinn. Við það tækifæri gafst nemendum í atvinnuflugmannsnámi Keilis kostur á að skoða flugherminn og húsakynni TRU, ásamt því að fá upplýsingar um fyrirkomulag námsins. Metfjöldi nemenda stundar nú nám við Flugakademíu Keilis og mun samningurinn þýða að nemendur skólans geta sótt enn fjölbreyttari þjálfun í fullkomnasta tækjabúnaði á landinu. Nánari upplýsingar um flugnám í Flugakademíu Keilis má nálgast áflugakademia.is.

ÞAÐ GETUR FYLGT ÞVÍ MIKIL LUKKA AÐ GERA JÓLAINNKAUPIN Á SUÐURNESJUM 2015 2015 2015 2015 2015 Víkurfrétta SkafmiðaleikurVíkurfrétta Skafmiðaleikur Víkurfrétta Skafmiðaleikur Suðurnesjum verslanaááSuðurnesjum ogverslana Víkurfrétta Skafmiðaleikur og Víkurfrétta Skafmiðaleikur Suðurnesjum verslana áSuðurnesjum ogverslana og verslana ááSuðurnesjum og



Ósteikt

Ósteikt

1.379 kr. pk.

1.398 kr. pk.

1.798 kr. 2,5 kg

Ömmubakstur Laufabrauð Tilbúið deig í 20 laufabrauð

Kristjáns Laufabrauð Tilbúið deig í 20 laufabrauð

Kristjáns Steikingarfeiti 2,5 kg

1.598 kr. 900 g

1.898 kr. 1 kg

Mackintosh Konfekt, 900 g

Bónus Konfekt, 1 kg

10

698

metrar

kr. pk

298 kr. 10 m

Athugaðu reykskynjarann

398 kr. stk.

Duracell Batterí, 9V

Coke kippa 4x1,5 l Jólapappír 70 cm breidd, 10 m

Lýsum upp ið skammdeg

198 kr. 2 stk.

298

Útikerti, 2 stk.

Tólgarkerti

kr. stk.

Verð í þessari auglýsingu gilda til og með 6. desember a.m.k.

259 kr. stk.

Kubbakerti Hvítt eða rautt, 12x6 cm


2.098 kr. kg

2.798 kr. kg

1.998 kr. kg

Kjarnafæði Hangiframpartur Kofareyktur, úrbeinaður

Kjarnafæði Hangilæri Kofareykt, úrbeinað

Kjarnafæði Hangilæri Kofareykt, með beini

SPARAÐU MEÐ BÓNUS!

598

Ali Grísabógur Ferskur

kr. kg

1.998 kr. kg Kjarnafæði Lambahryggur Léttreyktur

2.998 kr. kg

Íslandsnaut Piparsteik Ungnautasteik, fersk

Íslenskt hakk nautgripa

898 kr. 620 g

Kjarnafæði Nautgripahakk 620 g

1.498 kr. kg

Bónus Beikon

1.098 kr. kg

298 kr. 485 g

198

KEA Hangiframpartur Sagaður, með beini

Bónus Vínarpylsur 10 stk., 485 g

Bónus Samlokuskinka, 237 g

kr. 237 g

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


14

fimmtudagur 3. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Brekkustíg 39 - 260 Reykjanesbæ - s. 444 2200.

Tímabundið leyfi til sölu skotelda í smásölu og leyfi til skoteldasýninga Lögreglan á Suðurnesjum Upplýsingar til umsækjanda tímabundins leyfis fyrir sölu skotelda í smásölu og leyfis til skoteldasýninga frá og með 28. desember 2015 til og með 6. janúar 2016. Þeir aðilar sem hyggjast sækja um leyfi fyrir sölu skotelda í smásölu í Reykjanesbæ, Garði, Grindavík, Sandgerði og Vogum fyrir og eftir áramót 2015-2016, ber að sækja um slíkt leyfi til lögreglunnar á Suðurnesjum fyrir kl. 16:00, 8. desember 2015. Hægt er að nálgast umsóknirnar á logreglan.is og á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ að Hringbraut 130. Einnig á lögreglustöðinni í Grindavík, Víkurbraut 25. Leyfi eru veitt að fullnægðum skilyrðum vopnalaga nr. 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda. Athugið: • Umsóknaraðilar skila inn umsóknum 8. desember 2015, - til lögreglu að Brekkustíg 39, ásamt fylgigögnum. • Umsóknir um sölustaði sem berast eftir 8. desember 2015 verða ekki teknar til afgreiðslu. • Umsóknaraðilar skulu vera komnir með leyfin í hendur þriðjudaginn 22. desember 2015. • Óheimilt er að hefja sölu, nema söluaðilar hafi í höndum leyfisbréf frá lögreglu. • Söluaðilar sæki leyfisbréf á lögreglustöðina við Hringbraut þriðjudaginn 22. desember 2015, kl. 09:00. Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi: • Leyfi eru aðeins veitt fyrir sölu skotelda að fyrir liggi umsögn viðkomandi slökkviliðs til aðstöðu og sölu skotelda, pökkunar- og geymslustaði. Einnig liggi fyrir leyfi lóðareiganda, húseiganda eða húsfélags ef umsækjandi er ekki umráðamaður lóðar eða húsnæðis þar sem sala á að fara fram og staðfesting tryggingafélags vegna sölu, geymslu og notkun skotelda. • Ef fyrirhugað er að selja úr skúrum eða gámum, skal vera búið að ganga frá slíkum sölustöðum fyrir kl. 16:00, þriðjudaginn 15. desember 2015 svo lokaúttekt geti farið fram á aðstöðu og öryggisþáttum. Sölustaðir skulu vera minnst 25 fermetrar og búnir samkvæmt kröfum slökkviliðs viðkomandi sveitarfélags. Tilgreina þarf ábyrgðarmann fyrir sölustað, sem hefur sérþekkingu á skoteldum og hefur náð 18 ára aldri. Að gefnu tilefni skal vakin athygli á að sala og meðferð skotelda er einungis heimil á tímabilinu frá og með 28. desember 2015 til og með 6. janúar 2016. Gjald fyrir sölustað er kr. 5.000, skoteldasýningar er kr. 8.300 og brennur kr. 8.300- og greiðist við innlögn umsóknar hjá lögreglu. Reykjanesbær 3. desember 2015. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum.

Undirbúa regluleg tungumálakvöld

M

i ð stö ð sí m en ntu n ar á Suðurnesjum undirbýr nú verkefnið Lingua Café að finnskri fyrirmynd. Að sögn Sveindísar Valdimarsdóttur, verkefnastjóra íslenskunámskeiða hjá MSS, er verkefnið einkar spennandi. „Eins og nafnið ber með sér, er hér um að ræða stefnumót á kaffihúsi, þar sem einstaklingar frá ólíkum löndum hittast yfir kaffibolla og velja sér ólík tungumál til tjáskipta.“ Tilgangur verkefnisins er að gefa fólki tækifæri til að æfa tungumálakunnáttu sína, auk þess sem það gefur fólki af ólíkum uppruna tækifæri til að hittast, kynnast og skiptast á skoðunum. Verkefnið felur meðal annars í sér að undirbúið verður auðvelt námsefni sem nýtist til að aðstoða fólk sem er að hefja nám í íslensku, hvetur það áfram og auðveldar því samskiptin. Löng hefð er fyrir verkefninu Lingua Café í Finnlandi en það hófst fyrst þar fyrir níu árum. Við undirbúninginn hjá MSS er stuðst við reynsluna þaðan. „Okkur hjá MSS finnst þetta mjög spennandi verkefni. Við erum með stóran nemendahóp, íslenskra sem erlendra nemenda sem eru, eða hafa verið, í tungumálanámi hjá okkur. Margir þeirra vilja halda

áfram að þjálfa þau tungumál sem þau hafa verið að læra og svo eru eflaust margir til viðbótar sem vilja kíkja á Lingua café til að hitta fólk og þjálfa tungumál sem eru annars ef til vill ekki mikið notuð svona dags daglega eins og spænsku, norsku eða ensku,“ segir Sveindís. Hluti af undirbúningi MSS fyrir tungumálakaffið er að leggja fyrir skoðanakönnun á næstu vikum og eru allir áhugasamir um verkefnið hvattir til að taka þátt. ,,Könnunina má fljótlega finna á heimasíðu MSS og það væri gaman ef sem flestir gæfu sér tíma til að taka þátt í henni. Hún á að geta gefið okkur einhvers konar mynd af því hvernig fólk lærir best tungumál og hvaða skoðanir fólk hefur yfirleitt á tungumálanámi. Það er alltaf gaman að taka þátt í verkefnum sem stuðla að því að nýta nám á praktískan hátt. Það er eitthvað sem við þurfum að gera mun meira af.“ Undirbúningur er nú í fullum gangi og er áætlað að verkefnið byrji á næsta ári. Það er hluti af Nordplus áætlun í menntamálum og er unnið í samstarfi við Finnland, Eistland, Lettland og Litháen.

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001 Frá Lingua Café í Finnlandi. Verkefnið hefur verið í gangi þar í níu ár.


t s m e r f – fyrst og

u ð r e G

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl

ódýr!

! p u a k góð gu n ö g n i e r i d l i g ð Tilboði m u j t i F á i n n u n í Kró

25

%ur

afslátt

22

%ur

ÍS LE NS KT

ÍS LE NS KT

afslátt

1159

1399 Verð áður 1798 kr. kg Ungnautahakk

30%

afsláttur

sem Vinsælt efniað allega þó , gt ar m rir ge ef rið há að skilja glansatirndi silkimjúkt og

kr. kg

kr. kg

Verð áður 1554 kr. kg Grísasnitsel

gileg Mjög létt ogseþæ m þykkir blástursfroða r því hárið og gefuer ð áf a ak st ein

% 0 2

afsláttur

% 5 2

afsláttur

1539 1349 4159 2799 kr. stk.

Verð áður 2199 kr. stk. Tigi After Party, 100 ml

Verð áður 1799 kr. stk.

kr. stk.

Tigi Queen For A Day, 320 ml

Verð áður 5199 kr. pk. Gjafakassi, Limited Edition, 5 stk. í kassa

kr. pk.

Verð áður 3499 kr. pk. Gjafakassi, maskari Eyliner color

Opnunartímar í Krónunni á Fitjum Reykjanesbæ

Opið virka daga 9-20 Opið um helgar 10-19

kr. pk.


Fyrir 20 árum hóf Inga Eiríksdóttir gifturíkan fyrirsætuferil og flutti til New York. Nú skorar hún staðalmyndir á hólm með fyrirsætusamtökunum ALDA sem varpa ljósi á fjölbreytileika fegurðarinnar. Fyrir 20 árum hóf Bláa Lónið framleiðslu á húðvörum sem byggja á virkum efnum jarðsjávar Bláa Lónsins, kísil, söltum og þörungum. Vörurnar eru framleiddar fyrir ólíkar húðtegundir og draga fram það besta í hverjum notanda. Við þökkum frábærar viðtökur á undanförnum 20 árum.


www.bluelagoon.is


18

fimmtudagur 3. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Fannar tendraði ljósin á vinabæjarjólatrénu

F

jöldi barna og foreldra mætti á Tjarnargötutorgið í Reykjanesbæ þegar kveikt var á stærsta jólatré bæjar­ ins sl. laugardag en það er gjöf frá Kristiansand, vinabæ Reykjanesbæjar. Sendiherra Noregs á Íslandi, Cecilie Landsverk, afhenti tréð og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, Guðbrandur Einarsson, veitti því viðtöku. Fannar Snævar Hauksson úr 6. bekk í Njarðvíkurskóla tendraði ljósin á trénu. Jólasveinar mættu á svæðið og sungu og dönsuðu í kringum stóra jólatréð með krökkunum og foreldrum þeirra í vetrarstillunni.

Kertatónleikar Karlakórs Keflavíkur Ytri-Njarðvíkurkirkju 9. desember kl. 20:30 Gestakórar: Söngsveitin Víkingar og Barnakór Sandgerðis Miðasala hjá kórfélögum og við innganginn

Fullt af flottum vörum í jólapakkan

Húsfyllir á kórkvöldi í Kirkjulundi

SÉRHANNAÐIR

H

Snyrtivörur daga boð alla Flott til að jólum fram

Hafnargötu 54, Keflavík, sími 421 4646

úsfyllir var á kvöldstund með Kór Keflavíkurkirkju í síðustu viku og fengu kórfélagar til sín góða gesti frá Sönghóp Suðurnesja. Kvöldstundirnar þóttust takast vel síðasta vetur og hafa kórfélagar því ákveðið að halda þeim áfram en þar stíga á stokk ýmsir tónlistarmenn úr kórnum í notalegri kaffihúsastemmningu í Kirkjulundi. Allur ágóði rennur í ferðasjóð kórsins sem hyggur utan í sumar. Kórarnir sungu bæði í sitt hvoru lagi og saman og þá var á sínum stað samsöngur í sal þar sem allir tóku undir.


25% VILDARAFSLÁTTUR AF ÖLLU UTAN UM PAKKANN

MUNDU EFTIR

götu 31

Ísafirði - Hafnarstræti 2

ötu 2

Vestmannaeyjum - Bárustíg 2 GJAFAKORTI

æti 91-93

1

EYMUNDSSON! Flugstöð LeifsPENNANS Eiríkssonar

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Tilboð gildir frá 2 des. til og með 6 des. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.


20

fimmtudagur 3. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is Frá lokadansleik Hljóma í Glaumbæ í júní 1969. Rúnar Júlíusson í ham.

SKEMMTANALÍFIÐ 1966–1979

Mynd af forsíðu bókarinnar (hjó nin Rúna þegar María va r krýnd fegurðar r Júlíusson og María Baldursdót drottning Íslan tir, ds í maí 1969)

Í MÁLI OG ÞÚSUND MYNDUM

D

ansleikir og skemmtanir í Festi í Grindavík, lands­ kunnar hljómsveitir og fegurðar­ drottning af Suðurnesjum eru meðal efnis í máli og myndum í nýrri bók, Öll mín bestu ár, eftir Kristin Benediktsson og Stefán Halldórsson. Bókin fjallar um skemmtanalífið á árunum 1966-1979. Viðfangsefnin eru dansleikir, útihátíðir, skólaskemmtanir, tískusýningar, uppákomur, barnaskemmtanir, hljóm-

leikar, fegurðar- og hæfileikasamkeppnir og aðrir viðburðir víða um land. Yfir 1.000 ljósmyndir Kristins eru í bókinni og ítarleg umfjöllun Stefáns um flytjendur, gesti, staðina og stemminguna. Kristinn Benediktsson var fyrr á árum ljósmyndari á Morgunblaðinu og Stefán skrifaði um popptónlist í blaðið í 10 ár frá 1967 til 1977. Þeir hófu samstarf um gerð bókarinnar árið 2011, en eftir að Kristinn lést árið 2012 eftir langa baráttu

við krabbamein hélt Stefán verkinu áfram í samvinnu við dóttur Kristins og vin hans. Hljómar, Júdas, Óðmenn, Trúbrot og Ábót eru meðal yfir 100 hljómsveita, þjóðlagaflytjenda og

skemmtikrafta á síðum bókarinnar. Hjónin Rúnar Júlíusson og María Baldursdóttir prýða forsíðuna og þrír bræður Maríu, Þórir, Júlíus og Baldur, koma einnig við sögu.

Stefán Halldórsson er útgefandi bókarinnar, en bókaforlagið Salka annast dreifingu í verslanir.

Lokadansleik Hljóma eru gerð góð skil í bókinni.

HÁPUNKTI NÁÐ OG HÆTT Lokaball Hljóma í Glaumbæ í júní 1969

(Kafli úr bókinni Öll mín bestu ár, eftir Kristin Benediktsson og Stefán Halldórsson)

Mynd frá dansleik Júdasar í Festi 1975 þegar tekin var upp sjónvarpsmynd um hljómsveitina. Á henni eru Magnús Kjartansson, hljómborðsleikari Júdasar, og Þorkell Jensson, rótari hljómsveitarinnar.

Eftir að nokkrir liðsmenn Hljóma og Flowers ákváðu að stofna nýja hljómsveit (sem varð Trúbrot) efndu hljómsveitirnar til eftirminnilegra lokadansleikja. Kristinn fór í Glaumbæ og þar var lokapunktur við hæfi í sögu Hljóma. Rúnar Júlíusson sveik ekki aðdáendur sína um að „taka æði“, þegar hann snaraðist upp á sillur og handrið og söng sig í (flug)ham áður en hann sveif niður á sviðið. Vafalaust hefur verið fámennt annars staðar í Glaumbæ á þessari stundu. Salurinn er þéttstappaður, hvert sem litið er, og hljómsveitin kemst vart fyrir á sviðinu. Rúnar Júlíusson var löngu orðinn landsfrægur fyrir æsilega sviðsframkomu þar sem saman fór: — kröftugur söngur (gjarnan lengdir kaflar í rokk- eða „soul“-lögum), — klifur og stökk að hætti öflugra íþróttamanna (enda var Rúnar áður afreksmaður í knattspyrnu),

— beraður efri hluti kroppsins (og Rúnar hafði bæði vaxtarlag og bringuhár sem prýði var að). Í viðtali við tímaritið Samúel árið 1984 kallaði Rúnar sviðshegðunina „eðlishvatasystem“ og sagði: „Þegar maður fer að spila í tvo þrjá tíma, og alltaf hitnaði meira og meira í kolunum, þá varð endirinn alltaf þessi sami í Glaumbæ. Þessi magngeggjun út um allt; fækka fötum, klifra út um allt og syngja samt allan tímann. Þetta var meira eins og trans. Þetta var ekkert skipulagt mál.“ Ólafur Laufdal veitingamaður á Broadway rifjaði þetta upp í viðtali í Morgunblaðinu: „Ég man eftir síðasta ballinu sem Hljómar léku undir dansi. Það var á sunnudagskvöldi, og ég var þjónn í Glaumbæ. Troðið var í húsinu og í portinu voru tvö þúsund manns sem ekki komust inn“, sagði Ólafur Laufdal.


G-TEC FYRIR NÁTTÚRUNA OG VESKIÐ ŠKODA Octavia G-TEC verð frá 3.390.000 kr.

Þú kemst lengra en borgar minna Ef skynsemin réði værum við öll á ŠKODA Octavia G-TEC. Í honum samtvinnast fegurð, kraftur og virðing fyrir umhverfinu. G-TEC sameinar kosti metans og bensíns; þú nýtir íslenska orku og lækkar eldsneytiskostnað um allt að 35%. Með metantank og 50 lítra bensíntank kemstu ótrúlega langt án þess að fylla á og svo færðu líka frítt í stæði. Komdu og reynsluaktu ŠKODA Octavia G-TEC.

HEKLA · Njarðarbraut 13 · Reykjanesbæ · Sími 590 5090 · heklarnb.is

www.skoda.is


22

fimmtudagur 3. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu hilmar@vf.is Dansandi norðurljós á Garðskaga.

NORÐURLJÓSABÆRINN GARÐUR – Yfir 100.000 ferðamenn sækja Garðskaga heim á hverju ári

Í

Garðinum eru ákjósan­ legar aðstæður til að njóta norðurljósa. Garðskagi er vinsæll áfangastaður þar sem langferðabílar koma fullir af ferðamönnum á kvöldum þegar norðurljósa er von. Síðasta vetur voru dæmi um að yfir 20 langferðabílar væru á Garðskaga á sama tíma í norðurljósaferðum. Þá segja tölur að yfir 100.000 ferða­ menn komi árlega í Garðinn og á Garðskaga. Nú á að leggja í vegferð að byggja enn frekar upp ferðaþjónustu á Garð­ skaga. Á síðasta ári fékk Sveitarfélagið Garður þá Sigurð Þorsteinsson og Jóhann Ísberg til að vinna að stefnumótun í atvinnumálum í Garði með áherslu á ferðaþjónustu. Þeir hafa nú sýnt því áhuga að vinna að frekari uppbyggingu í ferðamálum á Garðskaga með samkomulagi við Sveitarfélagið Garð. Til að vinna frekar að málinu hefur verið stofnað félagið Garðskagi ehf. Norðurljósunum verður gert hátt undir höfði í þeirri uppbyggingu sem framundan er. Áformin voru m.a. kynnt á íbúafundi í Garðinum á dögunum. Víkurfréttir ræddu við Magnús Stefánsson, bæjarstjóra í Garði, í framhaldi af fundinum. „Það eru ýmsar hugmyndir sem hafa verið reifaðar. Við erum núna að fara að setja af

stað verkefni sem aðilar ætla að taka að sér og verða eins konar staðarhaldarar hér á Garðskaga og halda utan um ferðaþjónustu og starfsemi á þessu svæði,“ segir Magnús í samtali við Víkurfréttir og bætir við: „Við ætlum að vinna að því að auka hér ferðaþjónustu og mæta þar með þörfum mjög margra sem koma hingað á Garðskaga á hverju ári.“ Það er mikill fjöldi sem kemur í Garðinn og á Garðskaga á hverju ári. „Ég hef heyrt tölur um yfir 100.000 ferðamenn á Garðskaga á ári. Það sýnir hvað það er mikil aðsókn að þessu svæði hérna.“ Hverjar eru þær hugmyndir sem á að vinna með? „Við höfum þær hugmyndir að leggja áherslu á byggðasafnið okkar og sögu Garðsins, útgerðarsöguna og byggðasöguna. Síðan eru áform um að vera með norðurljósasýningar með fræðsluefni og kvikmyndum. Þeir sem hingað koma geta þá kynnt sér það efni. Þar munum við leggja áherslu á hafið og norðurljósin og að hér verði bær hafsins og norðurljósa.“ Það er talað um að hér sé gott að horfa á norðurljósin. Hér er ekkert sem skyggir á.

„Hér kemur mikill fjöldi fólks á kvöldin þegar það eru aðstæður til að sjá norðurljós. Hér er lítil ljósmengun og engin fjöll í nágrenninu þannig að hér eru oft góð skilyrði til að sjá norðurljós. Þau dansa hér um himininn við mikla gleði þeirra sem hingað koma.“ Hversu hratt verður unnið? „Við erum að horfa fram í tímann með uppbyggingu. Hér er töluvert af húsakosti til staðar. Hugmyndin er að endurskipuleggja það og nýta betur. Við höfum einnig rætt við Vegagerðina um að fá að nýta stóra vitann betur til sýningahalds þannig að það verður væntanlega mikið um að vera þar. Við erum með byggðasafnshúsið sjálft en þar er meiningin að endurskipuleggja safnið og allt sem því við kemur og koma upp norðurljósasýningum. Þá er veitingaaðstaða í húsinu og vonandi tekst vel að vinna úr því þannig að þetta verði okkur til sóma og þeim til gleði sem koma og njóta.“ Magnús segir að eitt af aðkallandi verkefnum á Garðskaga sé að bæta verulega salernisaðstöðu fyrir ferðamenn. Sótt hefur verið um í framkvæmdasjóð ferðamannastaða en hugmyndir eru um myndarlega aðstöðu í tengslum við hús byggðasafnsins á Garðskaga.

Síðasta vetur komu þau kvöld að yfir 20 langferðabifreiðar voru á Garðskaga á sama tíma.. Ef sú staða verður uppi áfram gæti þurft að takmarka þann fjölda sem sækir Garðskaga hverju sinni. „Við viljum getað veitt þá þjónustu til þeirra sem koma með þeim hætti að sómi sé að og ekki síst til að vernda svæðið, því Garðskagi er náttúruperla. Með þessari uppbyggingu er verið að tryggja að Garðurinn sé ferðamannastaður allt árið um kring. Hingað er vinsælt að koma yfir sumartímann til að njóta sólarlagsins og ásókn í norðurljósaupplifun hefur aukist mikið síðustu misseri. Það er stutt á Garðskaga frá flugvellinum og einnig frá Reykjavík. Hingað er mikill straumur yfir sumartímann og hér er ævintýralegt að upplifa sólsetrið yfir hásumarið. Það er mikið af fólki sem kemur hingað á Garðskaga til að njóta þess,“ segir Magnús. Þið stefnið á að vera Norðurljósabærinn? „Já, við stefnum á það og ég tel reyndar að við séum það vegna þeirrar ásóknar og aðstæðna til norðurljósaskoðunar. Garðurinn er Norðurljósabærinn með ákveðnum greini,“ segir Magnús bæjarstjóri Stefánsson í samtali við Víkurfréttir.

Magnús Stef

ánsson bæja

rstjóri í Garð

i.


23

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 3. desember 2015

Sundferðin hækkar um 130 krónur – Sundkort og gjöld fyrir börn óbreytt í Reykjanesbæ XXStök ferð í sund í Reykjanesbæ hækkar um 130 krónur frá og með áramótum. Miðinn fyrir fullorðna fer því úr 570 krónum í 700 krónur eftir að Íþrótta-og tómstundaráð Reykjanesbæjar lagði hækkunina til á fundi sín­ um í morgun. Sundkort verða á sama verði sem og gjöld fyrir börn. Tekið er fram í fundargerð að hagstæðast verði að kaupa 30 miða kort sem muni kosta 8.965 sem gerir 298 krónur fyrir sundferðina. Árskortið verður á 25.750 kr.

Flóamarkaður á Flughóteli og jólatónleikar í Hljómahöll XXJólafjörið er hafið og fjöldi viðburða á næstunni. Í dag, fimmtudag, verður flóamark­ aður á Icelandair hótelinu (Flug­ hótel) í Keflavík kl. 17-20. Þar munu Oddfellowkonur bjóða upp á sápur, sörur og ýmsan varning til sölu. Um kvöldið verða tónleikar í Hljómahöll þar sem Sönghópur Suðurnesja stígur á stokk undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar, hins eina sanna.

Vegaframkvæmdir við Reykjanesvita XXNú stendur yfir vinna við upphækkun og lagfæringu á veginum út að Reykjanesvita en reiknað er með því að fram­ kvæmdum ljúki 31. desember. Vegfarendur eru hvattir til að taka tillit til framkvæmdanna á meðan þeim stendur.

AÐVENTUKAFFI OG JÓLAMARKAÐUR Í SAFNAÐARHEIMILINU Í HÖFNUM

M

enningarfélag Hafnabúa býður í aðventu­ kaffi og jólagjafamarkað þann 6. desember 2015, í Safnaðarheimilinu í Höfnum. Kaffisalan verður opin og boðið verður upp á heimabakaðar kökur, vöfflur, kaffi og kakó ásamt smákökum fyrir börnin. Jólagjafamarkaður verður inni í salnum þar sem handverks- og listamenn víðsvegar af Suðurnesj-

Gott til gjafa...

„Ég hef ákveðið að styrkja Vinasetrið, Baklandið á Ásbrú, Öspina í Njarðvíkurskóla og skammtímavistunina Heiðarholt í Garði. Á næstu dögum mun ég afhenda forstöðumönnum þessara staða ýmsan varning sem þeir hafa sjálfir óskað eftir og svo mun ég bæta ríkulega í þann lista sem ég fékk frá þeim. Í Öspinni í Njarðvíkurskóla og á Heiðarholti í Garði mun ég aðstoða við að koma upp sérstökum skynörvunarherbergjum sem lengi hefur verið beðið eftir. Enn og aftur er það magnað að hvar sem ég stíg niður fæti þar er fólk ávallt reiðubúið að aðstoða. Hvar sem ég leitaði var mér boðið gríðarlega veglegur afsláttur af því sem ég keypti og langar mig einna helst að nefna Ormsson og Nettó í því samhengi. Þetta verða vonandi frábær jól,“ segir Sigvaldi Arnar á fésbókarsíðu sinni í gærkvöldi

Jólatré 150 cm

ALLAR JÓLAKÚLUR = ÞRÍR FYRIR EINN

Kaffivél með Thermo hitakönnu 10-12 bolla, 900w

1.250

2.690

Þú tekur 3 pakka og greiðir fyrir 1 Jólakúlur 10 cm 6 stk. Jólakúlur 7 cm 12 stk.

Jólakúlur 7 cm 6 stk.

Margir litir

Margir litir

290

395

Djús/ávaxtablandari með glerkönnu, mylur ís, 400w 1,3l.

3.942

195

Rafhlöðuborvél /skrúfvél HDD 3213 12V DIY

Töfrasproti – Blandari

1.867 ALM18DB 18V Li-Ion borvél 2,8Ah / 38Nm

29.990

8.990

Jólatré 120 cm

750

Black&Decker háþrýstidæla max bar 110

JABO reykskynjari með Li-lon rafhlöðu

14.990

1.890

1400W, 360 lítr./klst. Þolir 50°C heitt vatn 5 metra barki, sápubox

Rafhlöðuborvél 18V 2 gíra LiIon rafhl kr.

13.990

Lavor Vertico 20 140bör 400 min ltr.

Black&Decker háþrýstidæla max bar 130

Fjögur góð málefni njóta stuðnings frá kótilettukvöldi Sigvalda XXSigvaldi Arnar Lárusson, göngugarpur og lögreglumaður, sem safnað hefur fjármunum fyrir börn á Suðurnesjum hefur ákveðið að leggja fjórum góð­ um málefnum lið með ágóða af kótilettukvöldi sem haldið var í Officeraklúbbnum á Ásbrú á dögunum.

unum koma saman og verða með fjölbreyttan og fallegan varning til sölu í jólapakkann. Húsið opnar kl. 13.00 og verður opið til 17.30. Allur ágóði Kaffisölunnar rennur til styrktar viðhaldi Kirkjuvogskirkju og safnaðarheimilisins í Höfnum. Eftir einstaklega velheppnaða hátíð í Höfnum á Ljósanótt vonast Hafnabúar að sjá sem flesta.

SHA-2625 Vinnuljóskastari Rone 28W m. innst. blár

35.990

29.990

1700W, 370 lítr./klst. Þolir 50°C heitt vatn 5,5 metra barki, sápubox

Drive ryksuga í bílskúrinn

INDUCTION

• 1200W • 20 lítra • sogkraftur > 16KPA • fjöldi fylgihluta

MOTOR POWERED

MJÖG ÖFLUG dæla 16,7kg

6.990

7.590

HDD1106 580W stingsög DIY

3.992

Tact-320020 Tactix Smáhlutabox 4stk

1.799

Drive skrúfvél Lion rafhlaða 12V

6.990

Búkki – Vinnuborð stillanlegt (E)

Spandy heimilisryksugan • 1600W • mikill sogkraftur > 18KPA • Hepa filter • margnota poki

3.942

Protool fjölnota verkfæri 220W með 37 fylgihluti í tösku

11.990

6.990

10 metra rafmagnssnúra

2.590

Drive hornalaser 360 gráður

17.990

þrífótur kr 3.690

LED perur 7W

995

Límbyssa í tösku

1.590

Fuglavík 18. Reykjanesbæ Opið virka daga kl. 8-18

Sími 421 1090 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!


24

fimmtudagur 3. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu vf@vf.is

Keflavík

er sambland af þjóðinni

„Óþarfi að rífast við bók,“ segir rithöfundurinn Jón Kalmann Jón Kalmann bjó í Keflavík frá 12 ára aldri. Bærinn kemur við sögu í nýju bókinni hans, Eitthvað á stærð við alheiminn en gerði það líka í bók hans Fiskar hafa enga fætur, sem hann gaf út í fyrra. Nýja bókin er framhald af hinni. Hann segir Keflavík sérstakan stað sem hann hafi lengi vitað að hann yrði að skrifa um.

R

ithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson sendi á dög­ unum frá sér bókina Eitthvað á stærð við alheiminn. Hann las upp úr bókinni á Bókakonfekti Bókasafns Reykjanesbæjar á dögunum. Sögusvið bókarinnar teygir sig frá Norðfirði forðum daga til Keflavíkur nútímans, með viðkomu á Miðnesheiði. Jón flutti til Keflavíkur 12 ára gamall, árið 1975, og bjó í bænum í tíu ár. Í nýju bókinni lýkur ættar­ sögu sem hófst í bókinni Fisk­ arnir hafa enga fætur og kom út árið 2013. Jón kveðst alltaf hafa vitað að einhvern daginn myndi hann skrifa um Keflavík. „Það var sérstakt andrúmsloft í Keflavík, vegna hersins og líka vegna stað­ setningarinnar og umhverfisins. Hér er lítið um fjöll í nánd en þó mjög falleg fjallasýn og mikið af hrauni. Hvergi á landinu er eins mikill vindur og hér, jafnvel ekki í Vestmannaeyjum. Ég sem rithöf­ undur vissi að ég myndi þurfa að lýsa þessu,“ segir hann. Jón var nýlega tilefndur til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta fyrir nýjustu

bókina en hefur líka sankað að sér verðlaunum fyrir Fiskar hafa enga fætur, m.a. nýlega í Frakklandi. Skáldsaga á að snerta við fólki Fiskar hafa enga fætur gerðist einnig í Keflavík og heyrðust þær raddir að í henni hafði verið fjallað um bæinn í neikvæðu ljósi enda Keflavík nefnd sem svartur staður. Um þá gagnrýni segir Jón mikilvægt að hafa í huga að um skáldsögu sé að ræða og að Keflavík hafi ekki verið lýst sagnfræðilega. „Hver upplifir sinn stað á sinn hátt. Aðalatriðið við skáldsögu er að hún virki og að sagan haldi innan eigin lögmála, að í henni sé eitthvað sem snertir við fólki og vonandi stækkar veröld þeirra. Ef fólk er sárt vegna þess hvernig talað er um bæinn, þá er það skiljanlegt en það er óþarfi því þá er fólk að rífast við bók.“ Í nýju bókinni eru nákvæmar lýsingar á staðháttum í Keflavík en Jón segir að hann hafi þó frekar slæmt minni sem komi til góða þegar hann skrifi skáldskap sem að hluta til er um eitthvað sem hann þekkir.

Jólamarkaður í Víkingaheimum Næstkomandi laugardag verður jólamarkaður fyrir gesti og gangandi í Víkingaheimum milli kl. 10:00 og 16:00.

Safnið er opið kl. 7:00-18:00. Enginn aðgangseyrir verður þennan dag. Hægt verður að versla ýmsa fallega og skemmtilega muni og njóta góðs félagsskapar. Heyrst hefur að okkar yndislegi Skyrgámur kíki við. Sjáumst á laugardaginn, Starfsfólk Víkingaheima Víkingabraut 1, Reykjanesbæ

Hann notar stundum götuheiti sem eru til en býr einnig til nýjar götur. Meðan á skrifunum stóð kom hann til Keflavíkur í gönguferðir til að taka inn nýja strauma. Hann segir gaman að koma til Suðurnesja og standa uppi á heiði. Hér sé eitthvað sem er ekki annars staðar og að það sé dýrmætt. Herinn skapaði Keflavík Jón segir herinn að vissu leiti hafa skapað Keflavík því þegar hann kom hafi fólk tekið að streyma þangað hvaðanæva að af landinu. „Keflavík verður til og er sá bær sem hann er vegna hersins. Það er til urmull af sögum um samskipti við herinn. Sumt í bókum en annað ekki. Við höfum aldrei rýnt í djúpið um áhrif hersins sem sum hver eru mjög greinileg. Sem dæmi um það er Bítlabærinn og Hljómar. Það var engin tilviljun að þeir komu úr Keflavík.“ Jón segir Hljóma dæmi um hin mjög svo jákvæðu áhrif hersins, það er tónlistin sem hljómaði úr Kanaútvarpinu. Hann segir Keflavík að vissu leiti vera Bandaríki Íslands. Til Bandaríkjanna flutti fólk frá ýmsum löndum Evrópu en til Keflavíkur fólk alls staðar að á Íslandi því svo mikla vinnu var að fá. „Ef þjóðinni er hrært mjög hratt saman er útkoman Keflavík.“ Bækur Jóns hafa notið vinsælda utan landssteinanna og mun vera eitthvað um það að ferðamenn komi til Keflavíkur til að sjá sögusviðið með eigin augum. Jón segir það hafa verið svipað með þríleikinn sem hann skrifaði um Vestfirði, bækurnar Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins. Eftir útgáfu þeirra hafi mikið verið spurt um staðhætti á Vestfjörðum. „Ég segi oft að Keflavík sé fallega ljótur bær. Þetta er skáldskapur og ég breyti ýmsu en dreg engan dul á það að Keflavík er mjög sérstakur staður. Það þarf ekki að vera neikvætt, heldur frekar jákvætt.“ Jón segir ef til vill aldrei hafa verið eins mikla eftirspurn eftir sérstökum stöðum og núna þegar heimurinn er orðinn einsleitari. Þá verði það sérstaka eftirsótt.

Jón Kalmann las úr bók sinni á bókakonfekti Bókasafns Reykjaensbæjar.

Húsfyllir á bókakonfekti

Þ

að var húsfyllir á bókakon­ fekti Bókasafns Reykja­ nesbæjar sl. fimmtudag en þá kynntu þrír rithöfundar sem tengjast Suðurnesjum bækur sínar. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, þekkt fræðimanneskja og kennari er að gefa út sína fyrstu skáldsögu sem ber heitir „Tapað-fundið“, Ásmundur Friðriksson, þingmaður skrifar um prakkastrik Eyjamanna í bókinni „Hrekkjalómafélagið, prakkarastrik og púðurkerlingar“ og þá heldur Jón Kalmann áfram með pennann og gefur nú út bókina „Eitthvað á stærð við alheiminn“ en hún er framhald verðlaunabókarinnar

„Fiskarnir hafa enga fætur“ sem hann gaf út í fyrra. Höfundarnir lásu upp úr bókunum og ræddu við gesti um þær. Árelía er fædd og uppalin í Keflavík og heldur góðri tengingu við heimabæinn þó hún búi og starfi á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Friðriksson kom til Keflavíkur fyrir all nokkrum árum síðan frá Eyjum en hann býr í Garðinum. Jón Kalmann bjó í rúman áratug í bítlabænum á unglingsárum og Keflavík kemur mikið við sögu í þessum tveimur bókum. Ekki voru allir sáttir við hvernig gamli bærinn hans kom út í bókinni í fyrra en Keflavík er þar kölluð sem svartasti staður landsins.

Rithöfundarnir drógu að fólk á bókakonfektið. Tónlistarfólk úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar lék nokkur lög fyrir lesturinn. VF-mynd/pket.


25

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 3. desember 2015

Sjónvarp étta Víkurfr

Á dagskrá í kvöld á ÍNN Kertatónleikar Karlakórs Keflavíkur XAðventunni X fylgja ýmsir siðir sem hafa skapast, bæði hjá einstakl­ ingum, fyrirtækjum og hjá félagasamtökum. Einn sá siður sem hefur verið áberandi á aðventunni í menningarlífi Suðurnesjamanna eru Kertatónleikar Karlakórs Keflavíkur sem þetta árið verða haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 9. desember klukkan 20:30. Gestakórar verða að þessu sinni Söngsveitin Víkingar sem syngja undir stjórn Jóhanns Smára Sævarssonar og Barnakór Sandgerðis sem Sigurbjörg Hjálmarsdóttir stjórnar. Miðasala fer fram hjá kór­ félögum Karlakórsins og við innganginn. Aðeins verða einir tón­ leikar og þá má enginn láta fram hjá sér fara. Umgjörðin er alltaf mjög hátíðleg því kirkjan er prýdd kertaljósum og svo er efnisskráin afar fjölbreytt samkvæmt venju. Karlakór Keflavíkur hefur átt starfsamt haust því í október stóð kórinn fyrir Kötlumóti sem heppnaðist afar vel og var umgjörðin sú allra glæsilegasta á slíku móti og tónleikarnir allir mjög vel heppnaðir. Að loknu karlakóramótinu tók nýr stjórnandi við taumunum hjá kórnum, Stefán E. Petersen og hefur hans helsta verkefni verið að undirbúa kórinn undir Kertatónleikana. Honum til aðstoðar á tónleikunum verður eiginkona hans Erla Gígja Garðarsdóttir óperusöngkona.

HávD f.is

„Óþarfi að rífast við bók“ - segir verðlaunarithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson í áhugaverðu viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta.

HávD f.is Lionsklúbbur Njarðvíkur veitir styrki XFyrsta X sunnudag í aðventu hófst formleg sala á jólahappdrætt­ ismiðum hjá Lionsklúbbi Njarðvíkur í Nettó í Krossmóa. Af þessu tilefni veitti Lionsklúbbs Njarðvíkur styrki upp á 1.220.000 krónur til verkefna á Suðurnesjum. Styrkirnir eru veittir af fé sem safnast í árlegu bílahappdrætti klúbbsins. Brunavarnir Suðurnesja fengu 300.000 króna styrk til kaupa á þremur spjaldtölvum sem settar verða í sjúkrabifreiðar Brunavarna Suðurnesja. Við styrknum tók Jón Guðlaugsson. Velferðarsjóður Suðurnesja fékk 250.000 krónur frá klúbbnum. Við styrknum tók Þórunn Þórisdóttir. Þjónustumiðstöð eldri borgara á Nesvöllum fékk 320.000 króna styrk til kaupa á skjávarpa. Við styrknum tók Ása Eyjólfsdóttir. Fjölsmiðjan á Iðavöllum fékk 100.000 króna styrk. Við styrknum tók Þorvarður Guðmundsson. Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fékk 100.000 krónur. Við styrknum tók Haraldur Árni Haraldsson. Einnig veitti klúbburinn styrki til einstaklinga að upphæð 150.000 krónur. Lionsfélagar hvetja fólk að kíkja við í Nettó og tryggja sér miða.

Lögreglan hljóp með kyndil um Keflavík

- Guðmundur Sigurðsson segir áhorfendum frá alþjóðlegu verkefni sem byggir á samstarfi Special Olympics og lögreglumanna

ð r ö j g r a kk Þa klúbbnum í Officera

- amerísk matarveisla í gömlu herstöðinni

... og allt það helsta í fréttum þessarar viku frá Suðurnesjum

fimmtudagskvöld kl. 21:30 og á vf.is SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA - alltaf eitthvað nýtt í hverri viku!


2015 Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum

Glæsilegri en nokkru sinni fyrr 6 ÞÚSUND VINNINGAR AÐ VERÐMÆTI UM 7 MILLJÓNIR KRÓNA étta Jólalukka Víkurfr mber e s e d . 4 n in g a d tu s hefst fö tuttugu og verður í boði hjá m. Jólaaðilum á Suðurnesju skiptum lukka fæst gegn við eira. Að m a ð e r. k 0 0 0 5 r ri fy tavinur ip k s ið v r tu e g i rk a m há Sé vinn. a ið m m m fi ið g n fe ann að h r e m u n a ið m á r u ing omandi k ið v já h n n a h t s a nálg ðila. a tu s u n jó þ a ð e n lu vers ningar in v d n u s ú þ 6 a g le Tæp 015. eru í Jólalukkunni 2

JÓLALUKKAN FÆST Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM: GEORG V. HANNAH Úr og skartgripir

Grindavík


TUTTUGU VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUAÐILAR Á SUÐURNESJUM BJÓÐA UPP Á JÓLALUKKU VF Í FIMMTÁNDA SINN. Ef þú verslar fyrir 5.000,- kr. eða meira færðu skafmiða sem getur fært þér veglegan vinning. Skilaðu skafmiða með engum vinningi í verslun Nettó eða Kaskó og þú átt annan möguleika á úrdráttarvinningi.

Jólalukku miðum í Nettó eða Kaskó því það verður dregið 4 sinnum í desember og meðal vinninga eru

4 STK. IPHONE 6S 2 STK. 120.000,- KR GJAFABRÉF FRÁ NETTÓ 4 STK. ICELANDAIR FERÐAVINNINGAR 10 STK. 10.000,- OG 4 STK. 15.000,- KR. GJAFABRÉF FRÁ NETTÓ Í NJARÐVÍK OG GRINDAVÍK 20 STK. KONFEKTKASSAR

FJÓRIR ÚRDRÆTTIR 9., 16., 21. OG 24. DESEMBER.

11 ICEALANDAIR ferðavinningar 55” Finlux LCD sjónvarp frá Nettó Vegleg gjafakort í Bláa Lónið 90 jólabækur m.a. eftir Arnald Indriaðson og Yrsu

NÚ BORGAR SIG AÐ SKILA

Dregið verður 4 sinnum og tilkynnt um vinningshafa á vf.is og í prentútgáfu Víkurfrétta.

MEÐAL 6.000 VINNINGA:

60 KEA hamborgarhryggir og hangilæri 100 pulsur og kók á Pylsuvagninum 50 máltíðir á KFC 50 snúðar og Héðinsbollur frá Sigurjónsbakaríi 50 bíómiðar í Sambíó 4 þúsund 2 lítra Coca Cola eða Egils Appelsín Sporthúsið 12. stk mánaðarkort 200 ísar í brauðformi á Bitanum 15 Fjarþjálfun í 4 mánuði frá einka.is 30 pizzatilboð frá Langbest 20 pizzatilboð frá Fernando’s 10 samklokur og djúsar frá Lemon 20 Hlöllabátar 12” bátar og gos 15 Langloka og Coke Olsen Olsen og vegleg gjafabréf frá verslunum

ÞAÐ GETUR FYLGT ÞVÍ MIKIL LUKK GERA JÓLAI A AÐ NNKAUPIN Á SUÐURNE SJUM 201 20 555 2220001111 55

Skkafmið Sk leikur V miðaale Sk aafvfm o ikur Vík S íkur fré ale le e m rið ogagagffv ik So sla ið la k ale nik e au m Vðík r áurr s ið Su v a uurreffrrééttttttaa n u e a V r o ik u á s ík g la S u v n r e a ðuuururrnrn Vðík f sju og verrsslanaaáá Su jutm lana á SSuðurrnnefesrsrju éétm tm aa uðurneesjutm sjum


28

fimmtudagur 3. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-fs-ingur

vikunnar

Myndi sleppa lokaprófum Andrea Una Ferreira er 18 ára nemandi í FS og stundar nám á félagsfræðibraut. Hún hefur áhuga á söng og förðun og segir að það vanti óhollan mat í mötuneytið. Hún sá The Martian síðast í bíó og segir að Aron Breki sé líklegastur til þess að verða frægur. Á hvaða braut ertu?

Hvað sástu síðast í bíó?

Hvaðan ertu og aldur?

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?

Félagsfræðibraut.

The Martian, klikkað góð.

Keflavík og ég er 18 ára .

Óhollan mat.

Helsti kostur FS?

Að hann sé í Reykjanesbæ.

Leti ef ég á að vera alveg hreinskilin.

Hvað hræðistu mest?

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?

Söngur og förðun. Geitunga, trúða og að það sé ekkert líf eftir dauða. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?

Aron Breki fyrir mjúku söngröddina sína. Hver er fyndnastur í skólanum?

Get hlegið endalaust að töktunum í Hörpu og bullinu í Ellen.

Eftirlætis Sjónvarpsþættir:

Get ekki hætt að horfa á svona heimildarþætti um eitthvað psycho lið t.d. 48 Hours, svo er Malcolm in the Middle líka í uppáhaldi.

SÉRKENNARI

starfsstöðvum. Í Grunnskóla Grindavíkur er starfað eftir Uppbyggingarstefnunni og lögð áhersla á að skapa námsumhverfi í samráði við foreldra þar sem allir eru virkir, að öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Skólinn erfram heildstæður, grunnskóli, nemendur í tveimur starfs-og fái hvatningu Í framtíðarsýn skólans kemur að skólinn ereinsetinn lærdómssamfélag þar sem með áherslaum er á490 að allir nemendur hljóti góða menntun stöðvum. Í Grunnskóla Grindavíkur er starfað eftir Uppbyggingarstefnunni og lögðeruáhersla til náms í samræmi við þroska sinn og áhuga í öruggu og uppbyggilegu umhverfi. Nemendur, starfsfólk og foreldrar virkir þátttakendur í lærdómssamfélaginu. á að skapa þannig umhverfi að allir séu virkir, að öllum líði vel og allir læri að bera virðingu Allur aðbúnaður og umhverfi skal skólans er til fyrirmyndar. fyrir sjálfum sér og umhverfi sínu. Starfsemin einkennast af fjölbreytni, sveigjanleika nánar á heimasíðu skólans www.grindavik.is/grunnskolinn. og víðsýni þarSjásem tekið er tillit til mismunandi þarfa, áhuga og getu nemenda. • Við leitum að einstaklingumAllur með aðbúnaður réttindi til kennslu í grunnskólaskólans sem eru metnaðarfullir, og góðir í mannlegum samskiptum, og umhverfi er til fyrirmyndar. með skipulagshæfileika, eru sveigjanlegir og tilbúnir að leita nýrra leiða í skólastarfi. • Starfsmenn Grindavíkurbæjar hafa sett sér eftirfarandi gildi sem unnið er eftir í starfsemi bæjarins, Sjá nánar áþau heimasíðu eru jafnræði,skólans jákvæðni,www.grindavik.is/grunnskolinn. þekking, framsækni og traust. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Karlarkjarasamningi jafnt sem konur eruíslenskra hvött til að sækjaogum starfið. Íslands. Laun eru samkvæmt Sambands sveitarfélaga Kennarasambands

eru samkvæmt Sambands Umsóknir Laun skulu berast Grunnskólakjarasamningi Grindavíkur Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendist á netfangið . íslenskra sveitarfélaga oghalldorakm@grindavik.is Kennarasambands Íslands.

Nánari upplýsingar veitir Halldóra K. Magnúsdóttir skólastjóri í síma 660-7330.

Umsóknir skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendist á netfangið halldorakm@grindavik.is í síðasta lagi 15. desember næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Halldóra K. Magnúsdóttir skólastjóri í síma 420-1150.

Hö r ð u r, bókfærsla.

Mér finnst félagsfræði lang skemmtilegust.

Grunnskóli Grindavíkur auglýsir lausa stöðu umsjónarkennara á elsta stigi. Aðalkennslugreinar íslenska og samfélagsfræði. Umsóknarfrestur er til 9. ágúst en ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst.

SkólinnGrindavíkur er heildstæður, auglýsir einsetinn grunnskóli, með um 470 Grunnskóli eftir sérkennara til nemendur starfa fráí tveimur áramótum.

Kennari:

Fag í skólanum:

ATVINNA ATVINNA

Kvikmynd:

Django Unchained, Kill Bill, Star Wars, Interstellar og Fight Club. Ómögulegt að velja bara eina.

-

Víkurfrétta urVíkurfrétta Skafmiðaleikur Skafmiðaleik Víkurfrétta ur Skafmiðaleik Suðurnesjum á verslana og Víkurfrétta ur Skafmiðaleik Suðurnesjum áSuðurnesjum verslana ur ogverslana Víkurfrétta Skafmiðaleik og Suðurnesjum verslanaáááSuðurnesjum og verslana og

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS?

Sleppa lokaprófum og meta frekar getu nemenda eftir verkefnum og velgengni yfir önnina eins og margir skólar eru með.

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Hver er best klædd/ur í FS?

Hljómsveit/tónlistarmaður:

Skyndibiti:

Leikari:

Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)?

Kanye West, Adele, Rihanna, Beyoncé, Alanis Morisette og Justin Bieber. Shailene Woodley, Matthew McConaughey, Leonardo DiCaprio og Miles Teller.

Pítuborgari á Villa og Nutellagott á Dominos. Taylor Swift, Whitney Houston og Butterfly (Come my lady) eftir Crazy Town, þökk sé móður minni.

Vefsíður:

Youtube, Facebook og Reddit. Flíkin:

Dr. Martens skórnir mínir.

Jólaböll, pakkaheimsóknir og ýmsir aðrir viðburðir. Jólasveina þjónusta Stekkjastaurs. Upplýsingar í síma 7773888 email: stekkjastaurjolasveinn@gmail.com

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Ég hef ekki hugmynd um hvað mig langar að gera, stefni allavega að háskólagráðu.

„Haaa?“

4 herbergja íbúð til leigu á besta stað í Keflavík. Upplýsingar í síma 7795841, laus strax.

TIL SÖLU

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?

Strákar: Knútur Eyfjörð, Eyjólfur Ben og Hjörtur Már. Stelpur: Íris Ósk, Aníta Rut og Sara Lind.

ÞJÓNUSTA

Einstaklings studioíbúð til leigu í Keflavik. Reyklaust. Reglusamur einstaklingur með fasta vinnu kemur til greina. Gott jólaverð. Sími: 8630733.

Það er allt í lagi, gæti alveg verið betra að mínu mati, finnst vanta meiri þátttöku nemenda til að gera viðburðina skemmtilegri eins og þetta var áður fyrr.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?

TIL LEIGU

Verið velkomin

2015 2015 2015 2015 2015

Instagram, Snapchat og Twitter.

smáauglýsingar

Pels til sölu, sími 421-1661.

ÞAÐ GETUR FYLGT ÞVÍ MIKIL LUKKA AÐ GERA JÓLAINNKAUPIN Á SUÐURNESJUM

Hver er þinn helsti galli?

Áhugamál?

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

www.vf.is

-uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Vatnsnesvegur 29 fnr. 225-7752, Keflavík , þingl. eig. Katharine Svala Rinaudo, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, þriðjudaginn 8. desember nk. kl. 08:45. Borgarvegur 3 fnr. 221-6362, Njarðvík , þingl. eig. Heike Diemer Ólafsson og Jens Carsten Ólafsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Íslandsbanki hf. og Landsbankinn hf., þriðjudaginn 8. desember nk. kl. 09:00. Heiðargerði 3 fnr. 228-0508, Vogar , þingl. eig. Örvar Már Jónsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Blönduósi, þriðjudaginn 8. desember nk. kl. 09:25. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, 1 desember 2015, Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns.

a tt é fr ur k í V Sjónvarp

fimmtudagskvöld kl. 21:30 og á vf.is

HávD f.is


29

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 3. desember 2015

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Nærri 700 manns í þakkargjörðarkalkún í yfirmannaklúbbi

Þ

akkargjörðarhátíð var tekin með stæl á Ásbrú sl. fimmtudag en þá mættu nærri 700 manns í kalkúnaveislu í gamla Yfirmanna­ klúbbnum. Veislan var tvísetin, í hádegi og aftur um kvöldið. VF leit við og smellti af myndum en mundaði einnig sjónvarpsmyndavélina. Meira um það í þætti vikunnar á fimmtudag.

Langbest og Menu veitingar halda upp á Thanksgiving

TAKK FYRIR OKKUR Þakkargjörðarhátíð var haldin í Officeraklúbbnum á Ásbrú, viðtökurnar voru hreint frábærar og við þökkum fyrir okkur.

Hluti af hverjum seldum miða ren í styrktarsjóð Sigvalda Arnars Lá nur en hann hefur verið að safna pe russonar ningum fyrir brýn málefni barna á Suðurne Á myndinni er Sigvaldi ásamt Ing sjum. frá Langbest og Ásbirni Pálssyn ólfi Karlssyni i í Menu.

Við erum byrjaðir að telju niður til næsta Thanksgiving. Endurtökum leikinn að ári – sjáumst þá.


30

fimmtudagur 3. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

Höfum ekki sýnt okkar besta

Hér eigast þær við á vellinum, Sandra og Petrúnella.

Sandra Lind Þrastardóttir hefur leikið feikilega vel með liði Keflavíkur Domino’s deildinni í vetur. Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára er þetta fimmta tímabilið hennar í deildinni. Hún hefur verið einn af leiðtogum hins unga Keflavíkurliðs og hefur unnið sér inn sæti í landsliðinu. Hún er þokkalega sátt við stöðu Keflavíkur í deildinni og reiknar með því að liðið verði í efstu fjóru sætunum. „Það eru alls kyns litlir hlutir hjá okkur sem auðveldlega hefði mátt gera betur. Við hefðum t.d. ekki átt að tapa gegn Hamri. Við erum á fínum stað en það gæti verið betra. Margsinnis hefur verið talað um hversu ungt lið Keflvíkinga er. Hvaða er erfitt við það að vera með svona ungt lið? „Það er aðallega stöðuleiki. Svo er það líka sjálfstraust. Mörgum finnst kannski stelpunum í hinum liðunum vera rosalega stórar, enda eru þær búnar að horfa upp til þeirra lengi,“ segir Sandra. Hún segist nokkuð sátt við eigin frammistöðu en hana langar að gera betur. „Auðvitað þurfti ég að taka ábyrgð. Það er kominn tími til enda er þetta fimmta tímabilið mitt,“ segir Sandra. Hún segist frekar þora að taka af skarið núna og er óhrædd við að taka skotin sem henni bjóðast. Sandra var hluti af landsliði Íslands sem lék gegn sterkum liðum Slóvakíu og Ungverjalands. Þar komst miðherjinn ungi vel frá sínu

í baráttu við gríðarlega hávaxin lið. „Það var rosaleg reynsla og ótrúlega gaman. Þetta voru alvöru leikir. Þarna vorum við að spila gegn 12 atvinnumönnum sem var alveg geggjað.“ Varðandi möguleika Keflvíkinga á þessu tímabili þá telur Sandra að liðið eigi vel heima í fjórum efstu sætunum. „Við höfum ekki ennþá spilað leik á þessu tímabili þar sem við höfum sýnt okkar besta og spilað af fullri getu. Það þarf líka bara að fara að gerast til þess að við getum verið í toppbaráttu.“ Erfitt er að horfa framhjá brotthvarfi Bryndísar Guðmundsdóttur úr liðinu enda er hún einn besti leikmaður landsins. Sandra vill lítið tjá sig um það mál en viðurkennir að það hafi vissulega haft áhrif á liðið. „Auðvitað fundum við fyrir þessu og þetta var mikill missir fyrir okkur. Þetta var líka bara leiðinlegt. Við sem höfum spilað með henni og stóðu næst henni, fundum meira fyrir þessu en þær yngri,“ en Sandra viðurkennir að það hafi tekið smá tíma fyrir liðið að hrista þetta mál af sér.

Sjaldan verið með eins sterkt lið segir Grindvíkingurinn Petrúnella Skúladóttir sem glímir við erfiðustu meiðsli ferilsins.

Birna Valgarðs heiðruð í Höllinni B

Fyrir framlag sitt til íslensks körfubolta

irna Valgarðsdóttir var heiðruð sér­ staklega fyrir sitt framlag til íslensks körfuknattleiks í hálfleik í leik Íslands og Slóvakíu sem fram fór í Laugardalshöll á dögunum. Birna lék 76 landsleiki á ferli sínum með landsliðinu á árunum 19942009. Það gerir hana að næst leikjahæstu landsliðskonu allra tíma. Birna er bæði leikja- og stigahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar frá upphafi en

hún hefur spilað með fjórum liðum í efstu deild. Tindastóli, Breiðablik, Grindavík og lengst af með Keflavík þar sem hún lék 314 leiki. Þar vann hún alla þá titla sem í boði eru oftar en einu sinni. Hún vann sjö Íslandsmeistaratitla með Keflvíkingum og fimm sinnum varð hún bikarmeistari með liðinu. Birna hætti í boltanum eftir síðasta tímabil.

Nesfiskur ehf. óskar eftir að ráða viðgerðamann fyrir Baader vélar (Baadermann) í frystihús sitt í Garði Nánari upplýsingar gefur Ingibergur í síma 892-2956 Umsóknir skal senda á theodor@nesfiskur.is

Fyrir mánuði síðan varð fékk Grindvík­ ingurinn Petrúnella Skúladóttir mikið höfuðhögg sem hefur haldið henni frá leik og starfi meira og minna síðan. At­ vikið gerðist í leik gegn Stjörnunni og fékk Petrúnella heilahristing eftir þungt högg á gangaugað. Hún vonast til þess að byrja að spila fljótlega. „Þetta er allt að smella hjá okkur. Það hefur verið mikið um meiðsli og nýir leikmenn hafa verið að koma inn, þannig að þetta tekur bara sinn tíma,“ segir Petrúnella. Hún er nokkuð sátt við gengi liðsins en telur það þó eiga talsvert inni. „Ég hef engar áhyggjur af framhaldinu, við verðum alveg þarna á toppnum. Við höfum alla burði til þess að gera atlögu að þessum titlum sem eru í boði.

helstu tölfræðiþáttum Domino’s deildarinnar og leiðir deildina í stolnum boltum.

Petrúnella segir liðið afar vel mannað og telur að Grindvíkingar hafi á að skipa einhverjum sterkasta hóp sem hún hefur spilað með. „Það er alltaf gaman að spila með góðu liði og það heldur manni í þessu, að eiga möguleika á þessum titlum sem eru í boði. Manni langar bara að standa sig fyrir liðið og svo er einnig farið að síga á seinni hlutann á ferlinum.“ Petrúnella er þó rétt orðin þrítug og virðist vera í feikilega góðu formi þetta tímabilið. Hún er meðal efstu kvenna í öllum

„Manni finnst ekkert vera að sér þannig séð, að maður gæti harkað þetta af sér. Það er bara of hættulegt þegar svona meiðsli eru annars vegar. Þetta er ekki bara körfuboltinn sem um ræðir, maður á fjölskyldu þannig að maður þarf að passa sig.“

Sökum meiðslanna missti Petrúnella af landsleikjum Íslands gegn Slóvakíu og Ungverjalandi. Hún vonast til þess að fá grænt ljós á að spila fljótlega en segir erfitt að glíma við meiðsli af þessu tagi. „Ég er með stanslausan höfuðverk og þarf að bryðja verkjatöflur. Ég ætla á næstunni að prófa hugleiðslu og höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð því ég má í rauninni ekkert hreyfa mig. Þetta eru erfiðustu meiðsli sem ég hef þurft að glíma við. Mikil ógleði, svimi og höfuðverkur,“ segir þessi mikli baráttujaxl. Hún segir það taka á andlegu hliðina að geta ekki verið með. Oft langi hana til þess að skreppa á æfingu eða spila.

Grindvíkingar eru í þriðja sæti deildarinnar en þær léku við Stjörnuna í gær, miðvikudag. Næsti leikur liðsins er svo gegn sterku Haukaliði þann 12 desember.

FRÍTT Á LEIKINN FÖSTUDAGINN, 4. DESEMBER KL. 19:15 GRILLAÐIR HAMBORGARAR FYRIR ALLA HEIMALEIKI


31

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 3. desember 2015

Eyþór Sæmundsson // pósturu eythor@vf.is

Frábær árangur ungra Keflvíkinga Strákarnir í 5. flokki Keflavíkur í knattspyrnu gerðu vel á Keflavíkurmótinu sem haldið var um þar síðustu helgi. Þeir unnu fjórar deildir af sex á mótinu. Hópurinn er stór, þeir eru 60 talsins og eru meðal þeirra bestu á landinu. Framtíðin virðist sannarlega vera björt hjá Keflavík.

Gefur þeim fullorðnu ekkert eftir

Íslandsmet hjá Söru á HM í Houston

Stefnir á Evrópumót og MMA

H

alldór Matthías Ingvarsson er 14 ára bráðefnilegur bardaga­ kappi úr Njarðvík. Halldór hóf að æfa íslenska glímu í fyrra og hefur hann þegar náð að stimpla sig í íþróttina með glæsibrag. Áður var hann byrjaður að æfa júdó og brasilískt jiu jitsu. Hann keppir í öllum þessum greinum og hefur náð afbragðs árangri í þeim öllum. Að sögn Halldórs eru æfingarnar skemmtilegar og félagsskapurinn góður hjá Sleipni, sem er júdódeild UMFN. Undir merkjum deildarinnar eru keppt í júdó, íslenskri glímu, akido og brasilísku jiu jitsu. Margir efnilegir bardagamenn eru innan félagsins og hefur árangur Njarðvíkinga verið frábær undanfarin misseri.

Halldór sem er rétt að verða 15 ára er tæplega 1.90 cm að hæð og 100 kg að þyngd. Hann segist alltaf hafa verið sterkur miðað við aldur. Það virðist sannarlega vera því pilturinn hefur verið að glíma við fullorðna þar sem hann gefur ekki þumlung eftir. Á Fjórðungsmóti Glímusambands Íslands á dögunum nældi Halldór sér í bronsverðlaun í fullorðinsflokki „Ég er ekkert smeykur við það að keppa við fullorðna. Það er ekki svo erfitt. Þar fæ ég betri reynslu,“ segir Halldór við blaðamann VF. Hann á sér háleit markmið og stefnir að því að æfa af kappi og reyna að komast á Evrópumeistaramót í júdó eða BJJ þegar fram líða stundir. Eins dreymir hann um að keppa í blönd-

uðum bardagalistum í framtíðinni. Þá horfir hann til UFC þar sem Gunnar Nelson er ein af skærustu stjörnunum.

Fóru á kostum í Skotlandi

Halldór fór til Skotlands ásamt fleiri efnilegum Njarðvíkingum í sumar þar sem hann keppti í keltneskri glímu á hálandaleikum. Greinin svipar til íslenskrar glímu en Halldór hafnaði í þriðja sæti í sínum flokki. Njarðvíkingarnir Ægir Már Baldvinsson og Bjarni Darri Sigfússon sigruðu sína þyngdarflokka á leiknum ásamt því að þjálfarinn Guðmundur Gunnarsson komst í úrslitaglímuna þar sem hann tapaði gegn Evrópumeistaranum í greininni. Sleipnis-

menn létu því sannarlega til sín taka á skoskri grundu. Á nýju ári ætlar Halldór að vera enn duglegri að æfa og bæta sig í öllum greinum. Hann er nú þegar að æfa nánast alla daga og því er ljóst að metnaðurinn er sannarlega til staðar. Spennandi verður að fylgjast með Halldóri og félögum hans á nýju ári.

XRagnheiður X Sara Sigmunds­ dóttir bætti og jafnaði Íslands­ met á heimsmeistaramótinu í Ólympískum lyftingum sem fram fór í Houston í Banda­ ríkjunum um helgina. Sara jafnaði Íslandsmet í snörun með því að lyfta 80 kg. Hún reyndi svo þrisvar við 85 kg en þau fóru ekki á loft. Hún kláraði svo 105 kg í jafnhendingu og sló þar með Íslandsmet í samanlögðum árangri og jafnhendingu. Sara reyndi svo við 110 kg í jafnhendingu í síðustu tilraun en þar fékk hún lyftuna dæmda ógilda.

www.lyfja.is - Lifi› heil

Allir fá þá eitthvað fallegt... Í jólagjafahandbók Lyfju finnur þú fjölbreytt úrval af fallegum og nytsamlegum gjafavörum fyrir alla fjölskylduna.

Nældu þér í eintak af jólagjafahandbókinni í næstu verslun Lyfju.

Lágmúla Laugavegi Nýbýlavegi

Smáralind Smáratorgi Borgarnesi

Grundarfirði Stykkishólmi Búðardal

Patreksfirði Ísafirði Blönduósi

Hvammstanga Skagaströnd Sauðárkróki

Húsavík Þórshöfn Egilsstöðum

Seyðisfirði Neskaupstað Eskifirði

Reyðarfirði Höfn Laugarási

Selfossi Grindavík Keflavík


vf.is

-mundi Ætla Kísilandstæðingar bara að skála í 6%?

FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER • 47. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR

Iphone 6s, Icelandair flugmiðar og fleiri veglegir vinningar

G

l æ s i l e g r i v i n n i ng a r e n nokkru sinni fyrr eru í Jóla­ lukku Víkurfrétta sem nú er boðið upp á í fimmtánda sinn. Tuttugu verslanir og þjónustuaðilar á Suðurnesjum eru með í þessum vinsæla jólaleik sem gengur út á það að fyrir 5000 kr. viðskipti fæst afhentur skafmiði. Vinningar eru rétt tæplega sex þúsund og heildarverðmæti um 7 milljónir króna. Stærstu vinningarnir eru 55” sjónvarp frá Nettó, fjöldi Icelandair ferðavinninga auk veglegra gjafakorta frá Bláa lóninu og Sporthúsinu. Þá má nefna 90 jólabækur, flestar eftir verðlaunarithöfundana Yrsu og Arnald Indriðason, sextíu KEA hamborgarhryggi og hangilæri, veglegar úttektir frá verslunum, tvö hundruð ísa á Bitanum, eitt hundrað pulsur og kók á Pulsuvagninum, 50 snúða og Héðinsbollur frá Sigurjónsbakaríi og 50 bíómiða frá Sambíóunum. Svo eru sem fyrr tvö þúsund kókflöskur og jafn margar af Egils Appelsíni, svo fátt eitt sé nefnt. Punkturinn yfir i-ið er svo útdráttur skafmiða sem skilað er í Nettó og Kaskó. Í desember verða dregnir út fjórir Iphone 6s símar, fjórir Icelandair ferðavinningar og tvö 120 þús. króna gjafakort frá Nettó auk tuttugu minni gjafakorta frá sömu verslun. Úrdrættir verða 9., 16., 22. og 24. des. Það er því vissara að skila miðum sem fyrst í Nettó og Kaskó því til mikils er að vinna. Auk tuttugu verslana á svæðinu leggja fjölmargir aðrir aðilar til vinninga í Jólalukkunni sem nú fagnar fimmtán ára afmæli. Hægt er að sjá í opnuauglýsingu í blaðinu hvaða aðilar bjóða Jólalukku VF.

markhönnun ehf

Jólalukka VF í fimmtánda sinn:

Taktu þátt!

Jólaleikur

Nettó & Egils Appelsín

Nýr & betri

opnunartími

Nettó Reykjanesbæ Virka daga 9-20

Helgar 10-20

Kauptu kippu af 4x2 l Egils Appelsíni og þú gætir unnið gjafabréf fyrir sömu upphæð og þú verslaðir fyrir!

klementínur chico 2,3 kg Verð á kassa

759

kr ks

nýTTó

10%

í neTT

AFSLÁTTUR

mackintosh 550g Poki konfektmolar í dós 1.315g

1.999

kr ds

stuttur stiMpill /út des. gildir Meðan birgðir endast Verð áður 998 kr/pk

699

kr Pk

celebrations í dós 766g

2.498

kr ds

40% AFSLÁTTUR

kengúrufile

Íslenskar MatVörur Verð áður 3.998 kr/kg

gæsabringur

Íslenskar MatVörur

3.498

2.399

kr kg

nice’n easy fljótlegir réttir Verð áður 479 kr/stik 22001555 2220001111 55 Skafmið Sk aleikur afmiðal Sk af eikur Ví mrs Víkurfré og Sk iðla ve alna af ei m og Sk ku ið kurfrétt tta ve al af ei m Ví rs og árr ku ið la ku Su ve al na rf a ðu ei Ví rs og ré ku la rn ku Su tt ve na es rf ðu Ví rs og ju áár ré la rn ku ma Su tt ve na es rf ðu rs ju ré la rn m Su tt na es aa ðu ju ááSu rn m es ðu ju rn m es ju m

389

kr stk

kr kg

kalkúnn franskur

Verð áður 1.406 kr/kg

998 krkg

Pizzur tradizionale - 2 teg Verð áður 699 kr/stk

30% AFSLÁTTUR

489

Tilboðin gilda 3. – 6. des 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

kr stk


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.