Víkurfréttir
Nýr& betri opnunartími
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000
Virka daga 9-20
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17
Helgar 10-20 Nettó reykjaNesbæ
Auglýsingasíminn er 421 0001
vf.is
Þ R IÐ JUDAGUR 29. D ESE MBE R 2 0 15 • 5 1. TÖ LU BLA Ð • 36. Á RGA NGU R
Blásið í jólalúðra á Þorláksmessukvöldi
XXVerslunarmenn í Reykjanesbæ segja jólaverslun hafa gengið ágætlega í ár en þó var hún nokkuð misjöfn. Kristín Kristjánsdóttir kaupkona í Kóda segir að verslun hafi verið með örlítið betra móti í ár en í fyrra. Í K-sport varð hins vegar samdráttur frá því í fyrra. Myndin er tekin á Þorláksmessukvöldi framan við K-sport þar sem lúðrablásarar frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar léku jólalög fyrir gesti á Hafnargötunni. Nánar er fjallað um jólaverslunina í blaðinu í dag.
Kvenþjóðin sækir í björgunarsveitarstörfin Systur á Suðurnesjum segja björgunarsveitarstarfið lífsstíl sem konur hafi sótt meira í á undanförnum árum.
F
yrir tveimur áratugum síðan eða svo var yfirgnæfandi meirihluti björgunarsveitarmanna karlar en nú er það breytt. „Ég held að konur séu frakkari að fara bara af stað í starfið í dag. Kannski að við konur höfum áttað okkur á því að við getum þetta alveg,“ segja þær Anja og Alma Snæbjörnsdætur en þær eru meðal liðsmanna Björgunarsveitarinnar Suður-
nes. Þær eru 21 og 23 ára og segja starfið í sveitinni mjög skemmtilegt. Systurnar eru í eldlínunni núna fyrir áramót þegar flugeldasalan fer fram en það er stærsta fjáröflun björgunarsveitarinnar. Báðar eiga Alma og Anja kærasta sem þær kynntust í björgunarsveitinni og segja þær nokkur pör og hjón meðal björgunarsveitarfólks. „Stundum er það þannig að erfitt er
að skipta tímanum á milli fjölskyldunnar og björgunarsveitarinnar. Þá getur hjálpað að makinn eigi sama áhugamál. Stundum skiptast hjón á að fara í útköll, þá mætir annað og hitt er heima með börnin. Það er ekkert endilega móðirin sem er heima, heldur skiptir fólk þessu jafnt á milli sín,“ segir þær systur. Ítarlegra viðtal við þær er á bls 14.
ATH!
FÍTON / SÍA
NÝR OG BETRI einföld reiknivél á ebox.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
OPNUNARTÍMI Virka daga
10:00 – 19:00
Helgar
10:00 – 18:00
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
KASKO • IÐAVÖLLUM 14 • REYKJANESBÆ
Markhönnun ehf
Gleðilegt nýtt ár! PEPSI 2 L - 6 FYRIR 4
796
BURN - 0,5 L
298
KR PK
KR STK
NÝTT
NÝTT
NÝTT
NÝTT
NÝTT
NÝTT
COOP SALTSTANGIR
189
KR STK
Tilboðin gilda 28. – 31. des 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
a.
5AFSL0ÁT%TUR EMERGE ORKUDRYKKUR 250 ML
99
SÉRVALIN JARÐARBER 900 G - FRÁ SPÁNI
1.998
KR STK
GRÆN VÍNBER FRÁ BANDARÍKJUNUM
449
KR PK
BLÁBER - 500 G FATA FRÁ CHILE
KR KG
1.798
KR PK
FLINTSTONES - 0,75 L PARTÝDRYKKUR, EPLA & JARÐARBERJA
399
KR STK
PARIDAN - 450 G SÚKKULAIKAKA
798
APPASSIONATO - 900 ML BANANASPLITT, STRACIATELLA & VANILLU ÍS
498
KR PK
KR STK
X-TRA FLÖGUR - 300 G SOUR CREAM & ONION, SALTAÐAR, BBQ
INDIAN TONIC WATER - 1 L
369
119
KR PK
ANTHON BERG ÍSKAKA 1L
1.598
KR STK
www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Búðakór· Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
KR STK
DOWNTOWN ÍS - 500 ML CHUNKY COOL BROWNIE, CRAVING FOR LIQUORICE, CREAMY COOKIE DOUGH & SMOOTH CRUNCHY MAPLE
698
KR PK
4
þriðjudagur 29. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir
pósturu vf@vf.is
OPNUNARTÍMI UM ÁRAMÓT Ráðhús – Þjónustuver og Bókasafn Lokað 31. desember – 4. janúar Duus Safnahús og Rokksafn Íslands Lokað 31. desember og 1. janúar Sundmiðstöð/Vatnaveröld Opið 31. desember til kl 10.00 Lokað 1. janúar Íþróttamiðstöð Njarðvíkur Lokað 31. desember og 1. janúar
HLJÓMAHÖLL VALDIMAR 30. des kl. 20:00 - UPPSELT! VALDIMAR 30. des kl. 23:00 - ÖRFÁIR MIÐAR EFTIR! Miðasala fer fram á hljomaholl.is
STRÆTÓ YFIR ÁRAMÓT Strætóferðir innan Reykjanesbæjar falla niður eftirtalda daga yfir áramót: Gamlársdag 30. desember og nýársdag 1. janúar. Nánari upplýsingar á www.sbk.is
Jólastemmning í miðbænum á Þorláksmessukvöld
Þ
að var fín jólastemmning í miðbæ Keflavíkur á Þorláksmessukvöld. Fjölmargir mættu og kíktu í búðir og heilsuðu einnig upp á Skyrgám sem gaf sér góðan tíma til að ræða við börnin. Jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilaði jólalög um allan bæ tvívegis þennan dag en einnig fleiri daga fyrir jól. Á Þorláksmessu gáfu jólasveinar börnunum nammi. Veðrið var þokkalegt en þó snjóaði talsvert um tíma. Verslanir voru opnar til kl. 23 og verslunareigendur sem VF ræddi við voru nokkuð sáttir.
Akstur Strætó á landsbyggðinni yfir áramót: Gamlársdag 31.desember verður einstaka leið ekin samkvæmt laugardagsáætlun (nánari upplýsingar um hverja leið fyrir sig er að finna í leiðarbók). Nýársdag 1. janúar verður enginn akstur. Nánari upplýsingar á www.straeto.is
HEIMANÁMSAÐSTOÐ/HOMEWORK HELP
Í BÓKASAFNI REYKJANESBÆJAR/AT THE REYKJANES PUBLIC LIBRARY Á mánudögum og miðvikudögum verður boðið upp á heimanámsaðstoð í Bókasafni Reykjanesbæjar á vegum Rauða kross Suðurnesja. Námsaðstoðin er hugsuð fyrir börn í 4. - 8. bekk. Óskað er eftir sjálfboðaliðum í þetta verkefni og áhugasömum er bent á að hafa samband við Fanneyju í síma 420-4700 eða Kolbrúnu í gegnum netfangið kolbrunbjork@gmail.com The Reykjanes Public Library in cooperation with the Red Cross is offering kids in the 4th-8th grade an after school program on Mondays and Wednesdays where kids can come and get help with their homework. If you’re interested in becoming a volunteer for this project please contact either Fanney at the Red Cross office at 420-4700 or Kolbrún at kolbrunbjork@gmail.com.
Eitt þúsund heitavatnsmælar komnir upp
Þ
riðjudaginn 22. desember var þúsundasti heitavatnsmælirinn settur upp á heimilinu Leirdal 6 í Sveitarfélaginu Vogum. Fyrsti mælirinn fór upp 21. ágúst og nú aðeins um 4 mánuðum síðar hafa 1000 mælar verið settir upp og tengdir. Óhætt er því að segja að verkefnið gangi mjög vel hjá HS Veitum.
Í tilefni þessara tímamóta færði Júlíus Jónsson forstjóri HS Veitna heimilisfólkinu smá gjöf. Þar búa Magnús Hersir Hauksson og Anna Álfheiður Hlöðversdóttir ásamt börnum. Það var húsfrúin á heimilinu sem tók á móti gjöfinni á sama tíma og starfsmenn unnu við það að taka hemil úr grindinni og koma upp mæli.
t s m e r f g o t s r y f –
ódýr!
% 0 3
40 3599 % ttur
4199
ÍS LE NS KT
afslá
r u t t á l s af kr. kg
kr. kg
Verð áður 5999 kr. kg
a l s i e v a t ó m a Ár nar
Verð áður 5998 kr. kg
Nýsjálensk ungnautalund
Íslenskt ungnauta Rib Eye
n u n ó Kr
999
kr. kg
Græn vínber frá Suður Afríku eða rauð vínber frá Brasilíu
198
kr. pk.
399 Cantalópe melónur frá Brasilíu
Doritos nokkrar tegundir, 170 g
42%
kr. kg
afsláttur
59 99 199 kr. stk.
kr. pk.
Salthnetur, 250 g
Verð áður 103 kr. stk. X-Rey orkudrykkur, 0,25 l
kr. pk.
Saltstangir, 250 g
AFGREIÐSLUTÍMAR YFIR HÁTÍÐIRNAR Á FITJUM 30. DESEMBER
09-20
31. DESEMBER
09-15
1. JANÚAR
LOKAÐ
S
ugl f u l is e V r Fersku gu með fyllin
998 kr. kg
1.395 kr. kg Veislufugl Með fyllingu, ferskur
Kjarnafæði Heiðalamb Kryddað lambalæri, ferskt
SPARAÐU MEÐ BÓNUS!
að Fulleld að hita
Íslenskur
Aðeins
998 kr. kg
Stjörnugrís BBQ Grísarif Fullelduð
2.579 kr. kg
lax
Norðanfiskur Reyktur eða grafinn lax
595 kr. 4x2 l
Pepsi Kippa, 4x2 lítrar
159 kr. 250 g
Orkuldsryykkurlkauurs Líka ti
OLW Saltstangir 250 g
259 kr. 175 g
98 kr. pk.
Dream Glow
OLW Kartöflusnakk 2 tegundir, 175 g
198 kr. 2 stk.
59
kr. 250 ml Útikerti 2 stk.
Verð í þessari auglýsingu gilda til og með 3. janúar a.m.k.
Euro Shopper Orkudrykkur, 250 ml, 2 teg.
Kæru landsmenn
Gleðilegt nýtt ár Þökkum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða
i m í t r a Opnun fyrir áramótin
ur g a d u j ið r þ . s e d . 29 ur g a d u ik v ið m . s e d . 30 gur a d s r á l m a g . s e d 31. ári u j ý n á r u t f a m u Opn gur 2. jan. laugarda
11-18:30 10-20 10-15 10-18
. Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00
8
þriðjudagur 29. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR RITSTJÓRNARPISTILL HILMAR BRAGI BÁRÐARSON
vf.is
Störfum fjölgar og samstarf í uppnámi ÚTGEFANDI: AFGREIÐSLA OG RITSTJÓRN: RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÉTTASTJÓRI: BLAÐAMENN: AUGLÝSINGASTJÓRI: UMBROT OG HÖNNUN: AFGREIÐSLA: PRENTVINNSLA: UPPLAG: DREIFING: DAGLEG STAFRÆN ÚTGÁFA:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001
Viðburðaríkt ár á Suðurnesjum er senn á enda. Árið einkenndist af fréttum af uppbyggingu í kjölfar erfiðleika. Eftir mögur ár frá hruninu 2008 má segja að mikill viðsnúningur hafi orðið á árinu 2015. Suðurnesjamenn höfðu glímt við mikið atvinnuleysi og hér var það mest á landsvísu í mörg ár eftir hrun. Í ár horfðust menn hins vegar í augu við þá staðreynd víða í atvinnulífinu á Suðurnesjum að skortur var á vinnufúsu fólki. Þess varð vart í flugstöðinni snemma á árinu. Þar gekk illa að manna allar stöður og á sama tíma fjölgaði ferðamönnum hraðar en bjartsýnustu spár höfðu gert ráð fyrir. Fréttir bárust líka af því að sama staða væri víðar uppi á Suðurnesjum að erfiðlega gengi að ráða starfsfólk. Nú undir árslok var atvinnuleysið komið niður fyrir 3% og er t.a.m. í sögulegu lágmarki hjá félagsmönnum Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Störfum í ferðaþjónustu á Suðurnesjum á eftir að fjölga umtalsvert strax á næsta ári. Hundruð nýrra starfa verða til í og við flugstöðina þar sem ferðamannastraumurinn vex mjög hratt. Á sama tíma er hafin uppbygging af krafti í Helguvík. Þar rís nú eitt kísilver sem hefur starfsemi um mitt ár 2016 og þar þarf um 100 starfsmenn. Stefnt er að uppbyggingu annars kísilvers en það hefur verið talsvert í fréttum þar sem efnt var til mótmæla vegna þess og krafist kosningar um breytingar á deiliskipulagi lóðar kísilversins. Mótmælendur fóru söfn-
uðu nægilega mörgum undirskriftum sem skuldbundi bæjaryfirvöld að efna til kosninga um deiliskipulagið. Hins vegar varð kosningaþátttaka dræm en skipulagið var þar samþykkt. Uppbyggingin í Helguvík er mikilvæg fyrir blankan bæjarsjóð Reykjanesbæjar sem hefur verið talsvert í fréttum á árinu enda hafa viðræður við kröfuhafa gengið hægt. Fjármál bæjarins hafa verið talsvert í fréttum á árinu sem er að líða. Í erfiðleikum sínum hefur Reykjanesbær horft í veskið og á sama tíma sett samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum í uppnám. Kergja er í samstarfinu en á sama tíma heyrist af því að óformleg samtöl um sameiningu sveitarfélaga séu að eiga sér stað. Garðmenn og Sandgerðingar stinga saman nefjum heyrst hefur að Grindvíkingar og Vogamenn séu í svipuðum samtölum og Garður og Sandgerði. Hvað mun nýtt ár bera í skauti sér? Vonandi mun svæðið halda áfram að blómstra. Allt það jákvæða og skemmtilega sem er að eiga sér stað á Suðurnesjum er t.a.m. efniviður okkar hjá Víkurfréttum í vikulegum sjónvarpsþætti okkar, Sjónvarpi Víkurfrétta, sem sýndur eru á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Síðasti þáttur ársins er einmitt á dagskrá ÍNN í kvöld, þriðjudagskvöld. Þættir ársins verða því 49 talsins sem gerir næstum 25 klukkustundir af sjónvarpsefni úr smiðju Víkurfrétta þetta árið. Við höldum áfram að framleiða sjónvarpsefni frá Suðurnesjum á nýju ári og ætlum að efla sjónvarpsþjónustu okkar m.a. á vef Víkurfrétta, vf.is. Hilmar Bragi Bárðarson
Aron, Aþena, Ingunn og Atli hlutu stærstu vinningana í Jólalukkunni
A
ron Smári Sörensen, Sólvallagötu 44 í Keflavík fékk fjórða Iphone 6s símann í Jólalukku Víkurfrétta en lokaútdráttur var í Nettó á aðfangadag. Risastór kassi var sneisafullur af Jólalukkum, líklega um tuttugu þúsund miðar sem fólk hafði skilað í Nettó og Kaskó. Um sex þúsund vinningar voru í jólaleiknum sem hefur aldrei verið glæsilegri en hann var nú haldinn í fimmtánda sinn. Þrír aðrir stórir vinningar voru dregnir út, tvö gjafakort kr. 120 þús. í Nettó og Icelandair gjafakort auk fleiri vinninga. Eftirtaldir höfðu heppnina með sér: Iphone 6s Aron Smári Sörensen, Sólvallagötu 44 í Keflavík 120 þús. kr. gjafakort í Nettó Ingunn B. Halldórsdóttir, Efstahrauni 8, Grindavík Aþena Ómarsdóttir, Grimdal 7, Njarðvík Icelandair gjafabréf Atli Sverrisson, Kópubraut 17, I-Njarðvík 15 þús. kr. gjafabréf í Nettó Sigurjóna Þórhallsdóttir, Miðtúni 2, Sandgerði Petra Þórólfsdóttir, Faxabraut 38c, Keflavík 10 þús. gjafabréf í Nettó Elísabet Karlsdóttir, Leynisbraut 3, Grindavík Guðrún Bjarnadóttir, Blómsturvellir 10, Grindavík Haukur Guðberg,
Loftur Kristjánsson alsæll með bílinn sem lionsmennirnir Haraldur Hreggviðsson og Friðrik Ragnarsson afhentu honum.
Bjarki Þór Árnason, verslunarstjóri og Jón Reynisson, starfsmaður Nettó sáu um að draga hina heppnu út að þessu sinni. VF-mynd/pket.
Suðurhópi 3, Grindavík Þormar Ingimarsson, Leynisbraut 13B, Grindavík Konfektkassar í Nettó Andrés Rafn Bjarkason, Norðurvöllum 64, Reykjanesbæ Helga Ingólfsdóttir, Vallarbraut 6, Reykjanesbæ María Hauksdóttir, Hlíðargötu 22, Sandgerði Ragnhildur Ragnarsdóttir, Skólabraut 13, Garði Helena Hjálmtýsdóttir, Lágseylu 31, Reykjanesbæ Eyrún Jana Sigurðardóttir, Klapparstíg 2, Reykjanesbæ Marta Baryla, Fífumóa 5c, Reykjanesbæ Guðmundur Símonarsson, Laugarvegur 82, Reykjavík Rósa Víkingsdóttir, Aspardal 8, Reykjanesbæ
Ríkharður Sigursteinsson, Laufdal 61, Reykjanesbæ Eiríka P. Markúsdóttir, Heiðarholti 10, Reykjanesbæ Guðrún Eyvindsdóttir, Melteig 15, Garði Guðbjörg Bjarnavöllum 7, Reykjanesbæ Svava Steinunn Sigurbjargardóttir, Vörðubraut 11, Garði Elín Sara Færseth, Starmói 18, Reykjanesbæ Ásdís Ólafsdóttir, Skólabraut 3, Reykjanesbæ Ingvar Örn Jónsson, Svölutjörn 46, Reykjanesbæ Sigríður Gíslasdóttir, Faxabraut 25 B, Reykjanesbæ Heba Friðriksdóttir, Freyjuvöllum 8, Reykjanesbæ Lilja Sigtryggsdóttir, Bjarnavöllum 20, Reykjanesbæ
Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001
Vinningsnúmer í Jólahappdrætti Lions Dregið var í jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur á Þorláksmessu. Fyrsti vinningur var Toyota Aygo og kom hann á miða nr. 295. Loftur Kristjánsson var sá heppni og getur nú tekið rúntinn á splunkunýjum Toyota Aygo. 1. vinningur Toyota Aygo kom á miða nr 295 2. vinningur 50" LG sjónvarpstæki kom á miða nr 1471 3. vinningur 47" Philips LED sjónvarpstæki kom á miða nr 929 4. vinningur 100.000kr úttektarkort frá Nettó kom á miða nr 1367
5. vinningur 40" United LED sjónvarp kom á miða nr 801 6. vinningur 40" United LED sjónvarp kom á miða nr 739 7. vinningur 50.000kr úttektarkort frá Nettó kom á miða nr 1686 8. vinningur 32" United LED sjónvarp kom á miða nr 1918 9. vinningur 32" United LED sjónvarp kom á miða nr 866 Allir vinningar eru skattfrjálsir og allur ágóði rennur til líknamála.
Starfsmannafélag Suðurnesja styrkir Velferðarsjóð XXS t a r f s m a n n a f é l a g Suðurnesja hefur veitt Velferðarsjóði Suðurnesja stuðning í formi inneignarkorta í Nettó. Fék k sj ó ð u r inn inneignarkort að andvirði Á myndinni sjáum við Þórunni Þórisdóttir hjá Vel- 2 0 0 . 0 0 0 k rónu r s e m verður úthlutað til skjólferðarsjóði Suðurnesja taka við kortunum frá Stefáni B. Ólafssyni, formanni Starfsmannafélags stæðinga Velferðarsjóðs Suðurnesja nú fyrir jólin. Suðurnesja.
Gleðilegt og orkuríkt nýtt ár
Starfsfólk HS Orku óskar ykkur gleði og farsældar á nýju ári.
www.hsorka.is
10
þriðjudagur 29. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu eythor@vf.is
-við
áramót
Suðurnesin bjartasti staður landsins Gerður Pétursdóttir starfar sem mannauðsráðgjafi hjá Ísavía og segir Suðurnesin vera stað tækifæranna og marft vatn runnið til sjávar frá því að fyrsti forseti lýðveldisins kastaði fram þeirri staðhæfingu að Keflavík væri svartasti staður landsins. Það var í nógu að snúast fyrir mannauðsráðgjafa Ísavía í sumar með mikill fjölgun ferðamanna og auknum öryggiskröfum en allt gekk það upp að lokum. Hvað stóð upp úr í fréttum ársins 2015 á Suðurnesjum? „Frá hruni þá hefur fjölmiðlanotkun mín breyst mikið, ég finn að ég fylgist ekki jafnvel með og áður. Eflaust til að vernda sálartetrið fyrir neikvæðninni sem fréttaumfjöllun vill oft einkennast af. En tvö atriðið koma upp í hugann, annars vegar átökin vegna deiliskipulags í Helguvík, en ljóst er að margir íbúar bera ugg í brjósti vegna umhverfisáhrifa af völdum kísilsmálmsframleiðslu í stórum stíl nærri íbúðarbyggð. Einnig eru fjármál Reykjanesbæjar mér ofarlega í huga. Þar tekst bæjarstjórn á gríðar flókið og erfitt verkefni með bæjastjórann í fararbroddi.“ Hvaða Suðurnesjamaður var mest áberandi að þínu mati þetta árið? „Ég held að ég verði að segja Hermann Ragnarson múrarameistari, þó að hann búi tímabundið annars staðar þá slær í honum stórt og gott Keflavíkurhjarta.“
DANSANDI DÚXINN Sylvía Rut stefnir á læknisfræði
Sylvía Rut Káradóttir útskrifaðist með glæsibrag frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja við brautskráningu á dögunum þar sem hún hlaut hæstu einkunn á stúdentsprófi. Hún var með 9,17 í meðaleinkunn en hún lauk stúdentsprófinu á þremur og hálfu ári. Hún segir tímann í FS seint renna henni úr minni enda hafi skólagangan verið afar ánægjuleg. Hún lagði mikið á sig og stundaði og kenndi dans meðfram náminu auk þess að taka virkan þátt í félagslífinu. Hún segir galdurinn á bakvið árangurinn einfaldlega felast í því að sinna náminu jafnt og þétt yfir alla önnina. Hún stefnir á að læra læknisfræði en það hefur verið draumur hennar frá unga aldri.
S
ylvía stefndi nú ekki beint að því að dúxa en hún varð fyrst afburðar nemandi í lok grunnskóla þegar hún hlaut verðlaun fyrir mestu framfarir í námi. Henni þótti það því rökrétt framhald að halda uppteknum hætti þegar komið var í framhaldsskóla. Áður en hún valdi að fara í FS íhugaði hún stóru skólana í Reykjavík, bæði Versló og MR. Hún valdi að lokum að vera á heimaslóðum þar sem hún gæti sinnt aðal áhugamáli sínu af heilum hug, en Sylvía hefur stundað dans frá unga aldri. „Mörgum finnst ótrúlegt hvernig ég fór að þessu. Ég var nánast alltaf niður í Danskompaní, bæði að kenna og æfa allan daginn. Ég var nánast í fullri vinnu meðfram náminu allt frá busaönninni. Ég vildi ekki missa af því tækifæri að fá að kenna í Danskompaní. Þetta hjálpaði mér að skipuleggja mig betur og ég nýtti allan lausan tíma til þess að læra,“ segir dúxinn Sylvía. Við útskrift fékk Sylvía viðurkenningar fyrir góðan árangur í lífeðlisfræði, efnafræði, stærðfræði og spænsku. Hún fékk verðlaun frá Þekkingarsetri Suðurnesja fyrir góðan árangur í náttúrufræði og verðlaun frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði. Hún fékk 100.000 kr. námsstyrk úr skólasjóði en hann er
veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift. Sylvía Rut hlaut einnig 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. „Ég hef alltaf fengið 10 í ástundun sem ég er mjög sátt með. Ég hef alltaf mætt í alla tíma og verið reglusöm. Það hjálpar gríðarlega mikið að vera ekki að skrópa eða sofa,“ segir Sylvía. Fjölskyldan táraðist við athöfnina Þessi árangur kom vinum hennar í skólanum ekkert sérstaklega á óvart en sömu sögu er ekki að segja um fjölskylduna hennar. „Það hefur enginn í okkar fjölskyldu unnið verðlaun sem tengjast námi. Bróðir minn lærði að vera smiður og systir mín var bara meðal námsmaður. Svo kem ég þarna örverpið 11 árum eftir að systir mín klárar stúdent og mamma bjóst ekkert við þessu. Ég var kölluð upp seinast við útskriftina og mamma var þá búin að gefa upp vonina og sagði við systur mína að ég fengi greinlega engin verðlaun. Svo kem ég upp seinust og verðlaunum var hlaðið á mig. Mamma táraðist bara og amma og systir mín fóru bara nánast að gráta þarna, þannig að þetta kom fjölskyldunni minni í opna skjöldu,“ segir Sylvía og hlær. Hún segist alltaf hafa þurft að leggja sig fram og hafa fyrir þessum árangri.
Hún hafi ekki fengið mikla hjálp heima fyrir heldur unnið hörðum höndum fyrir sínu. Nóg að gera í félagslífinu Sylvía lék eitt af aðalhlutverkunum í sýningunni Moulin Rouge sem FS-ingar settu upp í fyrra og tók ásamt vinkonum sínum þátt í Ísland got talent á síðustu önn. „Það var brjálað að gera á síðustu önn. Mamma hafði orðið áhyggjur að ég væri að fá taugaáfall,“ segir Sylvía og hlær. Þá kom það fyrir að Sylvía þurfti að sinna náminu fram á nótt. Hún segist vera dugleg að nýta þann tíma sem gefst til þess að læra og lukkulega þarf hún ekki mikinn svefn. „Ég hef alltaf lært jafnt og þétt yfir önnina. Ég hefði aldrei fengið svona góðar einkunnir ef ég hefði ekki gert það. Það er galdurinn við þetta, að sinna náminu þannig að þú sért bara að rifja upp námsefnið þegar þú ferð í lokapróf.“ Stefnan er tekin á læknisfræði en það hefur Sylvía haft sem markmið síðan í grunnskóla. Hún er þegar farin að huga að undirbúningi en inntökupróf er í júní á næsta ári. Hún ætlar að nýta tímann vel þangað til og læra vel undir prófið. „Ég er annars alveg bjartsýn á að komast inn í skóla í Danmörku eða Svíþjóð en það er alveg möguleiki líka, mig langar mikið að fara út,“ segir dúxinn Sylvía að lokum.
Hvað stóð upp úr persónulega hjá þér á þessu ári? „Sem mannauðsráðgjafi hjá Isavia þá fæ ég beint í æð þær áskoranir sem felast í mikilli aukningu ferðamanna til Íslands. Sumarið var mjög krefjandi en með samstilltu átaki öflugra starfsmanna gekk þetta allt upp að lokum. Heima fyrir fyllir lítill ömmustrákur líf
mitt af gleði og hamingju alla daga og í félagslífinu var hápunktur ársins að fara til Berlínar og sjá landslið okkar í körfubolta berjast eins og ljón og sýna einstakan karakter.“ Hvað breytingar viltu sjá á Suðurnesjum á nýju ári? „Suðurnes er staður tækifæranna og það er ósk mín að Suðurnesjamenn beini athygli sinni að því jákvæða sem staðurinn hefur fram að færa. Hér eru skólar í hæsta gæðaflokki frá leikskóla og uppúr, framúrskarandi íþróttafélög, öflugt tónlistar- og menningarlíf og svo búa bara svo margir framúrskarandi einstaklingar hér. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan að fyrsti forseti lýðveldisins kastaði fram þeirri staðhæfingu Keflavík væri svartasti staður landsins. Ég myndi segja að í dag væru Suðurnesin bjartasti staður landsins.“
Þá væru Suðurnesin perfekt! Ingi Þór Ingibergsson tæknistjóri í Hljómahöll Ingi þór er einn af skipuleggjendum heimatónleika í Keflavík sem slógu í gegn á ljósanótt og segist hann vona að viðburðurinn verði árlegur. Hann er spenntur fyrir nýju kólumbísku bakaríi í bænum og segir keiluhöll það eina sem vanti til að Suðurnesin verði fullkomin. Hvað stóð upp úr í fréttum ársins 2015 á Suðurnesjum? Alveg frá því að ég man eftir mér var hægt að ná sér í snúð og nýbakað brauð í Nýjabakarí á Hafnargötu 31. Þar til fyrir ca. 5 árum lokaði búllan og ekkert búið að gerast í húsnæðinu fyrr en nú í ár og loksins opnað nýtt bakarí. Og ekki skemmir að það er af kólumbískum toga og allt alveg syndsamlega gott. Hvaða Suðurnesjamaður var mest áberandi að þínu mati þetta árið? Klárlega Brynjar og Nanna í Of Monsters and Men. Þau hafa farið út um allan heim á árinu og gert garðin frægan. Þvílíkir snillingar. Hvað stóð upp úr persónulega hjá þér á þessu ári? Að hafa náð því afreki að múra skorsteininn og komið í veg fyrir leka á húsi foreldra minna sem ég leigi í dag. Og svo að sjálfsögðu
að hafa tekið þátt í Heimatónleikunum sem fram fóru í gamla bænum í Keflavík á Ljósanótt. Það var einstaklega skemmtilegt og vel heppnað. Þetta verður án efa árlegur viðburður. Hvað breytingar viltu sjá á Suðurnesjum á nýju ári? Ég myndi vilja sjá keilusal opna á svæðinu. Þá væru Suðurnesin perfekt!
L
andsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Hlutverk fyrirtækisins er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi.
Orka til framtíðar Orkan sem býr í umhverfinu og okkur öllum er gerð áþreifanleg á orkusýningu í Ljósafossstöð sem var opnuð í tilefni 50 ára afmælis Landsvirkjunar. Opnir fundir og upplýsandi samtöl við hagsmunaaðila voru einnig stór hluti af afmælisárinu.
Fagleg umræða og miðlun þekkingar stuðla að nýsköpun, uppbyggingu atvinnulífs og samfélagsins alls. Með þekkingu er hægt að mæta áskorunum á framsækinn og ábyrgan hátt með jafnvægi milli náttúrunnar og nýtingu auðlinda að leiðarljósi.
Kraftur þjóðarinnar og orka umhverfisins leysa úr læðingi aflið sem skipar Íslandi í fremstu röð á sviði endurnýjanlegrar orku. Áralöng reynsla og ný þekking móta þannig tækifæri framtíðarinnar og enn öflugra samfélag.
Við óskum landsmönnum öllum gæfu á nýju ári og þökkum farsælt samstarf á liðnum árum.
Nýja orkusýningin í Ljósafossstöð er opin föstudag, laugardag og sunnudag kl. 10-17. Nánari upplýsingar má finna á landsvirkjun.is/heimsoknir.
14
þriðjudagur 29. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu dagnyhulda@vf.is
Alma og Anja í sýningarsal GEbíla við Bolafót 1. Þessa dagana stendur þar yfir sýning á búnaði Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Allir eru velkomnir þangað að skoða búnaðinn. Í boði er kaffi, piparkökur og djús.
Björgunarsveitin eins og stór fjölskylda
S
ysturnar Alma og Anja Snæbjörnsdætur eru meðal liðsmanna Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Þær eru líka í námi og vinnu og segja afskaplega svekkjandi þegar óveðursútköll koma þegar þær eru á kafi í prófalestri. Alma og Anja Snæbjörnsdætur eru 21 og 23 ára systur og björgunarsveitarmenn í Björgunarsveitinni Suðurnes. Þeim finnst fátt skemmtilegra en björgunarsveitarstarfið. „Í sveitinni er mjög skemmtilegur félagsskapur. Við erum náin og eins og ein stór fjölskylda. Í hópnum er fólk með fjölbreyttan bakgrunn og hjá sumum okkar er björgunarsveitin það eina sem tengir okkur saman,” segir Anja. Byrjuðu í unglingastarfi Systurnar sjá um unglingastarfið hjá Björgunarsveitinni Suðurnes ásamt fleirum en þær byrjuðu sjálfar sinn feril innan sveitarinnar þar. Anja fór á kynningarfund hjá Unglingadeildinni Kletti með vinkonum sínum í 9. bekk og strax og Alma hafði aldur til vildi hún gera eins og stóra systir. „Mér
fannst allt svo spennandi sem Anja var að gera í björgunarsveitinni,“ segir Alma. Þær segja starfið hjá unglingum snúast mikið um hópefli og að læra í gegnum leik. „Við erum með frábæra unglingadeild sem í eru um 20 flottir krakkar,“ segja þær. Þegar unglingar ljúka nýliðatímabili sínu, yfirleitt um 16 ára aldurinn eða eftir 10. bekk tekur nýliðaþjálfun við. Þá tekur verðandi björgunarsveitarfólk ýmis grunnnámskeið, svo sem í ferðamennsku, fjallamennsku, fyrstu hjálp og öðru. Þeirri þjálfun er skipt í þrjú stig; björgunarmaður I, II og III. Systurnar hafa báðar lokið björgunarmanni I og eru að taka námskeið til að ljúka II og III. Á þriðja stiginu velur fólk sér sérhæfingu, eins og til dæmis köfun, fjallamennsku eða fyrstu hjálp. Þær segja marga velja sér fleiri en eitt sérsvið. Stundum gerist það líka að foreldrar unglinga smitast af áhuga barna sinna og fara sjálfir í nýliðaprógramm. Þær benda á að fyrir fólk 25 ára og eldra sé í boði sérstakt nýliðaprógramm sem taki styttri tíma en hjá unglingunum og eru þá fyrri störf og önnur reynsla metin.
Alma ásamt Halldóri Halldórssyni að störfum í óveðri fyrr í vetur.
Alma er að læra að verða grunnskólakennari og vinnur með náminu við umönnun á Nesvöllum og við forfallakennslu í Njarðvíkurskóla. Anja stundar nám í hjúkrunarfræði, auk þess að vinna á Landspítalanum. Hún hefur auk þess lokið grunnnámi í sjúkraflutningum og er með réttindi leiðbeinanda í fyrstu hjálp. Í framhaldinu ætlar hún svo að einbeita sér að þeirri sérhæfingu við björgunarsveitarstörfin. Sem stendur einbeitir Alma sér að umsjón unglingastarfsins auk þess að sinna almennum útköllum. „Eins og er hef ég aðeins tíma fyrir það en vildi að ég gæti starfað meira. Það verður að bíða betri tíma,“ segir Alma. Það er því í nógu að snúast hjá þeim systrum. Þær segja þó ekki erfitt að finna tíma fyrir björgunarsveitina enda sé starfið innan hennar lífsstíll sem þær sinntu ekki nema hafa gaman af. Þær eru sammála um að öll menntun og reynsla nýtist innan sveitarinnar en á misjafnan og mis mikinn hátt. Jöfn hlutföll kynjanna Þær systur eru langt í frá einu konurnar sem starfa innan Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Þær segja að á meðal meðlima sveitarinnar sem hvað virkastir eru séu kynjahlutföllin nokkuð jöfn. „Árlega eru haldnir fundir hjá umsjónarmönnum unglingadeilda um allt land og þar eru hlutföllin jöfn og það er mjög skemmtilegt,“ segir Alma. Hún segir konur stundum taka sér frí á meðan börn þeirra séu ung en byrji svo aftur af fullum krafti eftir það. „Konur endast ekkert síður í starfinu en karlar. Þetta snýst fyrst og fremst um áhugann, ef hann er til staðar heldur fólk áfram,“ segir hún. Fyrir tveimur áratugum síðan eða svo var yfirgnæfandi meirihluti björgunarsveitarmanna karlar. Aðspurðar um hver sé ástæða þess að svo margar konur taki þátt í dag, eru þær ekki í vafa. „Ég held að konur séu frakkari að fara bara af
stað í starfið í dag,“ segir Alma. „Kannski að við konur höfum áttað okkur á því að við getum þetta alveg,“ segir Anja. Alma bætir við að allir geti á einhvern hátt tekið þátt í starfi björgunarsveita. „Það þurfa ekki allir að fara upp á þak eða upp á fjöll í útköllum. Það þurfa líka að vera aðgerðastjórnendur í húsi. Ef fólk kemst í gegnum nýliðaprógrammið eru því allir vegir færir innan sveitanna.“ Báðar eiga Alma og Anja kærasta sem þær kynntust í björgunarsveitinni og segja þær nokkur pör og hjón meðal björgunarsveitarfólks. „Stundum er það þannig að erfitt er að skipta tímanum á milli fjölskyldunnar og björgunarsveitarinnar. Þá getur hjálpað að makinn eigi sama áhugamál. Stundum skiptast hjón á að fara í útköll, þá mætir annað og hitt er heima með börnin. Það er ekkert endilega móðirin sem er heima, heldur skiptir fólk þessu jafnt á milli sín,“ segir Anja. Svekkjandi að missa af útkalli Þar sem Anja og Alma eru báðar í krefjandi háskólanámi þurfa þær að sleppa útköllum þegar þau ber upp á prófatíma. Það gerðist einmitt í hvassviðrinu í byrjun desember en þá voru þær að lesa undir próf. „Það er alltaf svekkjandi þegar óveðursútköllin koma í prófunum en það gerist alltof oft,“ segir Alma. Þegar flestir halda sig innan dyra vegna veðurofsans fara Anja og Alma út með félögunum sínum í björgunarsveitinni, yfirleitt eru þau vopnuð hömrum, nöglum, plötum og fleiru. Þær segjast aldrei verða hræddar en taka fram að þær fari yfirleitt ekki upp á þök. „Í sveitinni eru húsasmiðir sem mikla reynslu af slíku.“ Þær hafa aldrei lent í hættu en nokkrum sinnum fengið í sig fjúkandi hluti og nokkra marbletti í kjölfarið. „Það getur verið stórhættulegt að fara upp á þök þegar veðrið er sem verst. Við í björgunarsveitunum
reynum að gera allt á sem öruggastan hátt. 7. desember síðastliðinn var til dæmis tekin ákvörðun um að fara ekki upp á þök því það var svo hvasst. Það var ekki talið öruggt,“ segir Alma. Ánægja að launum Einu launin sem björgunarsveitarfólk fær er ánægjan. Hver og einn borgar fyrir allan búnað sjálfur, svo sem fyrir hlífðarfatnað. Þær segja útivistarverslanir þó oft veita björgunarsveitarfólki góðan afslátt sem muni um. Sveitin safnar svo fyrir sameiginlegum búnaði og rekstrarkostnaði og er flugeldasalan lang mikilvægasti hluti fjáröflunarinnar ár hvert. Oft er talað um að einsdæmi sé á Íslandi að allt björgunarsveitarfólkið starfi í sjálfboðavinnu. Þær systur segja það rétt, eftir því sem þær best viti. „Ég veit ekki um aðrar sveitir sem starfa eins sjálfstætt og hér á Íslandi. Við höfum verið í samstarfi við sveitir í Þýskalandi og því kynnst starfsemi þeirra. Rekstur þeirra er miðstýrður og ríkisrekinn. Bílum og búnaði er úthlutað til sveitanna af ríkinu en fólkið vinnur að hluta til í sjálfboðavinnu. Útköllin hjá þeim eru annars eðlis en hér á landi, þar sem þar verða frekar flóð og lestarslys. Ef björgunarsveitarfólk í Þýskalandi tekur sér frí frá vinnu til að fara í útkall greiðir ríkið til fyrirtækisins sem viðkomandi vinnur hjá þannig að það er næstum því skylda að fólk sé á launum þegar það er í útkalli. Hérna á Íslandi fer það eftir hverjum og einum vinnustað hvort fólk fái leyfi til að fara í útköll,“ segir Anja. Björgunarsveitarfólk í Reykjanesbæ hefur síðustu vikur verið að undirbúa stærstu fjáröflun ársins, flugeldasöluna, en undirbúningurinn fór á fullt um viku fyrir jól. Alma og Anja hvetja fólk til að styðja við björgunarsveitinar um áramótin og er ekki annað hægt en að taka undir það.
! l a v r ú a r i e Aldrei m Risamarkaður Suðurnesja MAGNAÐ IR BARDAGA R!
RISA R U RAKETT
KAK
ÁRSIN A ER SVAKAS LEG!
KRAKKA PAKKAR
NÝIR FLOTTIR KAPPAR
RIR FRÁBÆYLDU K S L FJÖ KKAR PA ÐIR 6 STÆR
Notum alltaf flugeldagleraugu - líka fullorðnir
Risaflugeldamarkaðurinn okkar er eins og áður í Björgunarsveitarhúsinu. Allir velkomnir.
16
þriðjudagur 29. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Veittu samfélagsstyrki í minningu látins sonar
S
Lækjamót 71 Jólahús Sandgerðisbæjar 2015
U
mhverfisráð Sandgerðisbæjar hefur valið Lækjamót 71 Jólahús ársins 2015 og var eigendum hússins veitt viðurkenning af því tilefni í Vörðunni mánudaginn 21. desember. Eigendur hússins eru Ari Hjörvar Ólafsson og María Jóna Jónsdóttir og hlutu þau að viðurkenningu veglegan jólavönd frá Sandgerðisbæ ásamt gjafabréf frá HS Orku að verðmæti 20.000 krónur.
igurður Ingvarsson rafvirkjameistari hjá SI raflögnum og fjölskylda úr Garðinum afhentu í gær nokkrum aðilum styrki til minningar um Sigurð Sigurðarson, sem fæddist 4. október 1970 og lést 22. desember 1985. Hann hefði því orðið 45 ára í gær hefði hann lifað. Þetta var í 20. skipti sem fjölskylda Sigurðar gefur svo kallað leiðisgjald, en það er gjald sem greitt er fyrir jólaljós í Útskálakirkjugarði
en Sigurður og fjölskylda sjá um tengingar á ljósum leiðiskrossa í kirkjugarðinum að Útskálum. Í ár eru það eftirfarandi aðilar sem hlutu styrki: Hæfingarstöðin sem fær 100.000 kr. styrk vegna skynörvunarherbergis. Vinasetrið á Ásbrú fær Playstation 4 tölvu og sjónvarp. Krabbameinsfélag Suðurnesja fær kaffivél í aðstöðu félagsins.
Kristín Erla Guðmundsdóttir, eiginkona Sigurðar Ing varssonar, fagnaði 70 árum þann 13. desember sl. en hún afþakkaði gjafir af því tilefni og færði Íþróttafélaginu Nesi peningaupphæð að fjárhæð kr. 300.000,- sem safnaðist í afmælisveislunni. Upphæðin fer í styrktarsjóð Nes. Einnig styrktu SI raflagnir Fjölbrautaskóla Suðurnesja um 50.000 kr. vegna kaupa á rennibekk og Blái Naglinn fékk kr. 50.000 að styrk.
Hópurinn sem tók við styrkjunum ásamt Sigurði Ingvarssyni, Kristínu Erlu Guðmundsdóttur og fjölskyldu. VF-mynd: Hilmar Bragi Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tendamóður og ömmu,
Sigrúnar Guðlaugsdóttur, sem lést 1. desember síðastliðinn. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir alúð og umönnun.
Jólabarnið fæddist á jóladag
Sigurjón Helgason, synir, ömmubörn og tengdadætur.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Jón Halldór Olsen Björnsson, Hringbraut 63, Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fimmtudaginn 17. desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, mánudaginn 4. janúar 2016 kl: 11:00 . Hanna Ingimundardóttir og aðrir aðstandendur.
ATVINNA Vegna góðra verkefna stöðu óskar Góð gæði eftir vélamanni, þarf að geta hafið störf sem fyrst. Skilirði,vinnuvélaréttindi, kostur að hafa meirapróf. Upplýsingar veitir Guðni í síma 892 8043.
J
ólabarn Suðurnesja í ár er sprækur drengur sem fæddist á jóladag þann 25. desember klukkan 13:57. Foreldrar drengsins eru Sylvía Sigurgeirsdóttir og Einar Karl Vilhjálmsson og er hann fyrsta barn þeirra. Við fæðingu vóg drengurinn 4170 grömm og var 53 sentimetra langur. Fjölskyldan er búsett í Garði og eru Einar og Sylvía í skýjunum með soninn og hlakka til foreldrahlutverksins sem í vændum er. „Þetta er nýtt fyrir okkur og skemmtileg áskorun,“ segir Einar.
110.000 krónur til Fjölskylduhjálpar Íslands
S
tarfsmannafélag Suðurnesja hefur veitt Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ stuðning í formi inneignarkorta í Nettó. Fjölskylduhjálpin fékk kort í Nettó að andvirði 110.000 krónur sem verður úthlutað til skjólstæðinga nú fyrir jólin. Á myndinni sjáum við Önnu Valdísi Jónsdóttir verkefnastjóra hjá Fjölsylduhjálp Íslands taka við kortunum frá Stefáni B. Ólafssyni, formanni Starfsmannafélags Suðurnesja.
Gerum góð kaup PRJÓNAGARN
x Plastbo
Kärche háþrýstid r ælur
2 5 5 0 % 30% 20% % 0 3 % % 0 3 5 2 25% 25% afsláttur
r
u afslátt
r
afsláttu
kur
ferðatös
Búsáhöld
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. | Tilboðin gilda frá 29. desember 2015 til 18. janúar 2016
öng innileikf
Ljós
r
afsláttu
afsláttur
jólavörur
30-60% afsláttur L
inhel e r á l b
afsláttur
ur
Verkfærabox
afsláttur
Sadolin og Pinote x
40% 25% JárnhilluR
afsláttur
2 5 % % 5 2 tt afslá
afsláttur
Cat Vinnus okkAR
afsláttur
afsláttur
fjöldi annarra vara á lækkuðu verði – Gerðu svakalega góð kaup
18
þriðjudagur 29. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-aðsent
pósturu vf@vf.is
■■Tómas Tómasson skrifar:
Reykjanesbær - Klondike Íslands? A
llt frá því að bandaríski herinn kvaddi okkur eftir 55 ára veru á Miðnesheiði er óhætt að segja að verulega hafi farið að halla undir fæti hér á svæðinu. Suðurnesin voru kannski ekki hálaunasvæði en þó nokkuð var um vel launuð störf á vellinum og því mikið högg fyrir marga einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild sinni við brottför hans. Ekki var hægt að hlaupa í vinnu hjá fiskvinnslu fyrirtækjunum eins og í denn, sökum þess að mestur hluti kvótans í bæjarfélaginu hafði verið seldur á einu bretti norður í land og þær örfáu útgerðir sem eftir stóðu börðust í bökkum þar sem sífellt var verið að skera niður þann litla kvóta sem þær höfðu yfir að ráða. Það er því óhætt að segja, tveimur árum síðar höfum við orðið fyrir einskonar tæknilegu rothöggi þegar heimskreppan reið yfir. Ísland af öllum löndum heimsins varð verst úti. Til að gera vont enn verra má segja að Reykjanesbær, af öllum bæjarfélögum landsins, hafi farið verst útúr hruninu. Einn af hornsteinum samfélagsins, Sparisjóðurinn í Keflavík (Spkef) sem til áratuga hafði verið aðal lífæð Suðurnesja, hvort sem það snéri að einstaklingum, litlum eða
stærri fyrirtækjum, íþróttafélögum eða menningar- og samfélagslegri uppbyggingu gaf upp öndina þrátt fyrir örvæntarfullar endurlífgunartilraunir Steingríms J Sigfússonar á síðustu metrum þessa mæta fyrirtækis. Bæjarfélagið eins og bankastofnanir og fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar höfðu fjárfest duglega, þá helst í Helguvík í þeirri von væntanlega að skapa tekjur og vinna bug á atvinnuleysinu sem var að sliga bæjarfélagið og fjölmargar fjölskyldur sem bjuggu við kröpp kjör en áttu sér þá von í brjósti að geta komist í vinnu hjá Norðuráli til þess að sjá fjölskyldu sinni farborða. Því miður varð sú von að engu og vextir og vaxtavextir af þeim lánum sem tekin voru til að búa til aðstöðu fyrir stóriðju iðnað í Helguvík hanga nú einsog myllusteinn á bæjarfélaginu. Það er kannski ódýrt að vera með eftir á skýringar, en ljóst er þó að ýmislegt hefði betur mátt fara. Við hefðum átt að stíga varlega til jarðar og flýta okkur hægt þegar ljóst var að staða bæjarfélagsins var ekki til þess fallin að fara út í dýrar framkvæmdir. Á þriðjudagskvöld í síðustu viku birtist viðtal við Kjartan M. Kjartansson bæjarstjóra Reykjanesbæjar í fréttum RÚV. Þar fór hann yfir vanda bæjarfélagsins og þær miklu skuldir sem hvíla á okkur bæjarbúum auk ofurvaxta. Ekki var á honum að heyra að lausn væri í
sjónmáli og staðan bæði þung og erfið og samningaferlið í hálfgerðu frosti. Það skaut því eilítið skökku við þegar ég fletti Morgunblaðinu daginn eftir. Við blasti flennistór forsíðu frétt um marg milljaðra framkvæmd um byggingu gangavers á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þar kom fram að árið 2017 yrðu allar íbúðir á svæðinu fullar af fólki, slík væri aðsóknin. Væntanlega ætti þetta að styrkja tekjustofna bæjarfélagsins verulega. Það skildi þó aldrei vera að Reykjanesbær sogaði til sín fólk í massavís einsog bærinn Klondike í Kanada gerði þegar gullæðið geisaði þar fyrir 120 árum síðan. Meira að segja Ísland, sem Bretar settu á lista yfir hryðjuverkaþjóðir, gat samið um skuldir sínar sem nú eru að fullu greiddar. Því neita ég að trúa því að þeir einstaklingar sem börðu sér á brjóst og lofuðu bæjarbúum að greiða úr óráðsíunni sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði komið okkur í hafi ekki einhverjar hugmyndir eða leiðir til að stoppa í götin sem flæðir í. Það fer reyndar lítið fyrir skrifum bæjarfulltrúa, hvar í flokki sem þeir nú eru um þann mikla vanda sem við blasir og hvað sé til ráða. Það er ekki ásættanlegt að menn brýni ritvopnin korter fyrir kosningar og úði úr blekkbyttunni illa ígrunduðum loforðum og léttvægu hjali í von um að komast í nefndir, ráð og jafnvel stjórnir fyrirtækja sem gefa vel í vasann. Þið fenguð jú kosn-
ingu til að koma skikk á þau mál sem voru og eru ennþá í ólestri. Sama gildir um þá Sjálfstæðismenn sem fengu kosningu. Nú þarf að leggjast á árarnar og róa lífróður. Það virðast bjartir tímar framundan hér innanlands sem og víða annarstaðar í heiminum. Atvinnuleysi á okkar svæði er í sögulegu lágmarki. Ferðamannastraumur til landsins eykst jafnt og þétt og metin falla eitt af öðru þar á bæ. Flugstöðin þenst út í allar áttir einsog skrímsli á sterum og miklar framkvæmdir þar á döfinni næstu misserin. Helguvík er að fyllast af kísilverum sem mér reyndar hugnast ekkert sérstaklega vel. Ein slík verksmiðja er algjörlega nóg. Fjölbreytni ætti að vera í fyrirrúmi þegar kemur að framkvæmdum í Helguvík, Menn virðast vera farnir að framkvæma á fullum krafti á nýjan leik. Skúli Mogensen forstjóri og eigandi WOW flugfélagsins telur að Reykjanesbær verði það bæjarfélag sem muni vaxa hraðast hér á landi og tækifærin séu mikil hér á svæðinu. Þurfum við virkilega utanaðkomandi menn til að telja okkur trú um að við séum ekki að fara fram af bjargbrúninni inn í svartnætti eilífðarinnar. Tækifærin eru til staðar. Ekkert endilega í megavatts iðnaði með tilheyrandi jarðraski
og mengun. Vonandi ber okkur gæfa til að velja þá kosti sem henta okkur og komandi kynslóðum sem hugsanlega hafa hug á því að búa hér í framtíðinni. Það dapurlega við stjórnmál og maður skynjar æ betur með árunum er hversu mikið skammsýni, þröngsýni og eigin hagsmunahyggja virðast ráða för. Ábyrgðin er nefnilega mikil þegar teknar eru ákvarðanir sem snerta ekki bara okkur hér og nú, heldur líka komandi kynslóðir. Það þarf meira til en vatnsgreitt hár og vel hertan bindishnút. Sú neikvæða umræða sem verið hefur áberandi um málefni Reykjanesbæjar, bæði í fjölmiðlum og manna á milli er bæði þreytandi og niður drepandi til lengdar. Reykjanesbær er nefnilega og verður aldrei neitt annað er fólkið sem þar býr og víst þykir okkur vænt um bæinn okkar.
STARFSMENN Í ÁHAFNAVAKT Icelandair leitar að öflugum liðsmönnum í áhafnavakt á Keflavíkurflugvelli sem hafa áhuga á krefjandi störfum í hröðu og síbreytilegu alþjóðlegu umhverfi. Starfssvið: - Dagleg áhafnavakt - Helsti tengiliður milli áhafna og flugdeildar - Fylgjast með og uppfæra vinnuskrá áhafna - Samskipti við áhafnahótel - Halda utan um áætlunar- og leiguflugsskrá áhafna og áhafnir á erlendri grundu - Samskipti við viðskiptavini flugdeildar auk annarra verkefna
Hæfniskröfur: - Góð menntun/reynsla sem nýtist í starfi - Mjög góð enskukunnátta er nauðsynleg þar sem stór hluti af starfinu fer fram á ensku - Góð tölvufærni - Jákvætt hugarfar, frumkvæði og rík þjónustulund - Færni í almennum samskiptum og samvinnu - Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Um er að ræða vaktavinnu þar sem annars vegar er unnið er á dag- og næturvöktum og hins vegar dagvöktum. Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli. Hér er um framtíðar- og sumarstörf að ræða, sumarstarfið er frá maí til ágúst/september 2016. Nánari upplýsingar veita: Álfheiður Sívertsen, netfang: alfheidur@icelandair.is Kristín Björnsdóttir, netfang: starf@icelandair.is Umsóknir ásamt ferilskrá óskast fylltar út á www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 10. janúar 2016.
Tómas Tómasson
19
VÍKURFRÉTTIR • þriðjudagur 29. desember 2015
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
-við
áramót
Samverustundir með fjölskyldunni standa upp úr Jóna Rut Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Grindavík, segir uppbyggingu í Grindavík og fjölgun íbúa á Suðurnesjum meðal þess sem stendur upp úr í fréttum ársins á Suðurnesjum. Á nýju ári vill hún sjá meiri uppbyggingu með fjölbreyttum atvinnutækifærum og jákvætt viðhorf landsmanna til Suðurnesja. Hvað stóð upp úr í fréttum ársins 2015 á Suðurnesjum? Mikil aukning ferðamanna og jákvæðni í ferðamálum. Flott uppbygging í Grindavík og aukning íbúa á Suðurnesjum.
Keflvíkingar skjóta upp leikmönnum
K
eflvíkingar tóku forskot á flugeldasölu félagsins þegar þeir buðu viðskiptavinum á kynningarkvöld í húsakynnum félagsins fyrir jól. Flugeldasalan er hluti af fjáröflunarstarfi knattspyrnudeildar. Á kynningarkvöldinu sýndu Keflvíkingar stærstu flugeldaterturnar sem verða í boði eða „bombur ársins“
en þær verða nefndar eftir nokkrum af þekktustu knattspyrnuköppum félagsins í gegnum tíðina. „Flugeldasalan skiptir okkur miklu máli í fjáröfluninni. Við viljum reyna að gera enn betur og vonum að bæjarbúar hjálpi okkur í því,“ sagði Jón Ben formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur.
Hvaða Suðurnesjamaður var mest áberandi að þínu mati þetta árið? Gamli Grindvíkingurinn Bergur Þór Ingólfsson leikari/leikstjóri var mjög áberandi á árinu, til dæmis sem leikstjóri í Billy Elliot og leikari í Rétti 3. Hvað stóð upp úr persónulega hjá þér á þessu ári? Fór í þrjár utanlandsferðir sem standa upp úr. Las Vegas sem var einstök skemmtun, algjör Disney fullorðinna. Fór svo sem fararstjóri með elstu dóttur minni til Benidorm á Costa Blanca Cup þar sem þær tóku sig til og unnu mótið, frábær upplifun. Um jól og áramót er svo dýrmæt fjölskylduferð til Kanarý. Svona samverustundir
standa uppi eftir árið, minningar með þeim sem eru manni næst eru nauðsynlegar. Hvað breytingar viltu sjá á Suðurnesjum á nýju ári? Vil sjá meiri uppbyggingu á svæðinu með fjölbreyttum atvinnutækifærum og jákvætt viðhorf landsmanna til Suðurnesja.
grafika.is
Eysteinn Húni Hauksson, aðstoðarþjálfari Keflavíkurliðsins, Óli Þór Magnússon og Ragnar Steinarsson, fyrrverandi leikmenn með bombur sem eru nefndar eftir þeim.
20
þriðjudagur 29. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR
Glæsileg jólasýning á 30 ára afmælinu
F
imleikadeild Keflavíkur hélt glæsilega jólasýningu á dögunum en deildin á 30 ára afmæli í ár. Um 420 iðkendur æfa hjá deildinni og eru biðlistar langir. Fimleikadeild Keflavíkur fagnaði á dögunum 30 ára afmæli sínu með glæsilegri jólasýningu. Mikið var í sýninguna lagt til að gera hana Halldóra sem glæsilegasta Björk Guðúr garði. Þrír mundsdóttir, fyrrum iðkendur formaður fimleikadeildar og þjálfarar, þær Keflavíkur. María Óladóttir, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir og Sigrún Gróa Magnúsdóttir skipulögðu sýninguna. „Þær voru í fyrstu hópunum sem kepptu á vegum deildarinnar og því var mjög gaman að þær skyldu skipuleggja jólasýninguna í ár,“ segir Halldóra Björk Guðmundsdóttir, formaður deildarinnar. Fimleikadeildin hefur haldið jólasýningu árlega síðan 1986 og eru þær orðnar ómissandi hluti af undirbúningi jólanna hjá mörgum. Nýja húsið breytti miklu Iðkendur hjá fimleikadeildinni eru um 420 nú í vetur og eru langir biðlistar. Reyndar hafa alltaf verið biðlistar í fimleika frá stofnun deildarinnar. Í fyrra voru um 500 iðkendur en vegna skorts á þjálf-
urum og plássi hefur aðeins fækkað í hópnum. Halldóra segir nokkuð erfitt að finna fimleikaþjálfara til að bæta í hópinn. „Við erum með mjög góða þjálfara, 17 í heildina ýmist aðal- eða aðstoðarþjálfara. Þá erum við með fjóra þjálfara í fullu starfi, tvo frá Rússlandi sem eru yfir áhaldafimleikum kvenna, einn frá Íslandi sem er yfir hópfimleikum og annan sem sér um fimleika fyrir drengi.“
var ekki aðstaða fyrir drengi. Það er nú breytt og hefur öflugt starf fyrir þá byggst upp á undanförnum árum og æfa hæfileikaríkir drengir þar undir stjórn Vilhjálms Ólafssonar. Nokkrir þeirra hafa keppt á mótum Fimleikasambands Íslands með góðum árangri. Deildin á nú öll þau áhöld sem til þarf til fimleika drengja og síðast í fyrra var fjárfest í bogahesti og hringjum sem löglegir eru til keppni.
Árið 2010 fékk deildin húsnæði Akademíunnar við Krossmóa til afnota en hafði áður æft í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Starfið hefur eflst mikið eftir að deildin fékk nýja húsnæðið. „Núna erum við samkeppnishæf við fimleikafélögin á höfuðborgarsvæðinu. Fimleikafólk frá okkur er nú í úrvalshópum Fimleikasambands Íslands,“ segir Halldóra. Í nýja húsnæðinu er allt sem til þarf til fimleikaiðkunar fyrir utan hópfimleikadansgólf og fara stúlkurnar í þeim hópum því til Reykjavíkur á æfingar einu sinni í viku. Vonir standa til að fimleikagólf standi iðkendum til boða á næstu árum. Að sögn Halldóru kostar slíkt gólf um tvær og hálfa milljón króna. Vandinn er að gólfið tekur mikið pláss í geymslu og kæmist ekki fyrir í Akademíunni nema hún yrði stækkuð.
Bæta starfið Halldóra segir bjart framundan hjá deildinni á 30 ára afmælinu og er markmiðið að gera enn betur. „Við erum alltaf að bæta starfið og reyna að laða til okkar færa þjálfara. Við vinnum hörðum höndum að því að gera starfið faglegra og markvissara. Það hefur gengið virkilega vel og starfið er allt á uppleið hjá okkur.“
Öflugt starf fyrir drengi Lengi vel voru nánast aðeins stúlkur að æfa fimleika hjá deildinni enda
Nýtt verkefni, Special Olympics, hófst hjá fimleikadeildinni í haust og er fyrir fólk með fötlun. Í eldri flokknum eru iðkendur frá aldrinum 14 til 35 ára og í þeim yngri eru iðkendur frá 5 til 13 ára og segir Halldóra starfið fara vel af stað. Deildin hefur boðið upp á fimleika fyrir fullorðna og hafa námskeiðin verið misvel sótt. Stefnt er að því að fara aftur af stað með slíkt námskeið eftir áramót og því er tækifærið núna fyrir fólk á öllum aldri að láta fimleikadrauminn rætast.
21
VÍKURFRÉTTIR • þriðjudagur 29. desember 2015
Bók frekar en bolta
V
erslunarmenn í Reykjanesbæ segja jólaverslun hafa gengið ágætlega í ár en þó var hún nokkuð misjöfn. Hjá Ksport dróst sala saman um 20% frá sama tíma í fyrra á meðan Suðurnesjamenn voru duglegir að versla bækur. „Við erum verulega sáttar hér á bæ og þakklátar,“ segir Kristín í Kóda þegar blaðamaður spyr hvernig jólaverslun hafi gengið í ár. Hún segir að verslun hafi ekki farið á fullt fyrr en viku fyrir jól og að hún hafi verið stöðug allt til jóla. Hámarki var náð á Þorláksmessu. „Það var ótrúlega skemmtilegt á Þorláksmessu, sem er auðvitað alveg sérstök stund hjá okkur,“ Kristín segir að verslun hafi verið með örlítið betra móti en í fyrra. Sigurður Björgvinsson í K-sport segir að hann finni greinilega fyrir
góðæri því sala dróst niður um 20% hjá honum nú í desember. Það sama gerðist árið 2007 sem var versta árið í sölu hjá K-sport, en 2008 var svo aftur það besta. „Mér fannst þetta lakara í ár. Ég veit ekki skýringuna á þessu en ég var með mun meira úrval í ár en í fyrra. Kvöldin voru frekar róleg þannig séð. Þetta var frekar fúlt þar sem árið var annars mjög gott,“ segir Sigurður. Suðurnesjamenn voru duglegir að versla bækur fyrir jólin en hjá Pennanum Eymundsson var ívið meiri sala síðustu dagana fyrir jól en árið á undan. „Þetta var algjör sturlun hérna síðustu dagana fyrir jól og mikil umferð hérna fram á kvöld alveg fram á Þorláksmessu,“ segir Aníta Gunnlaugsdóttir verslunarstjóri verslunarinnar.
Verið velkomin
á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00
Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Taekwondosamband Íslands:
Ágúst taekwondomaður ársins
NÝTT
Á
gúst Kristinn Eðvarðsson var valinn taekwondomaður ársins af Taekwondosambandi Íslands árið 2015. Hann átti stórgott ár sem var kórónað með frábærum erlendum árangi og þar á meðal var Norðurlandatitill og bronsverðlaun á Evrópumótinu í taekwondo. Taekwondo kona ársins er Ingibjörg Erla Grétarsdóttir frá Selfossi en síðustu ár hefur Ástrós Brynjarsdóttir úr Keflavík hampað titlinum.
Forvarnir með næringu
Opið alla daga fram á kvöld
STAPAFELL
Hafnargötu 50, Keflavík
JÓLADAGAR Í REYKJANESBÆ
ÞAKKA FYRIR SIG! Samtökin Betri bær óska Suðurnesjamönnum öllum farsældar á nýju ári. Þökkum jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Skyrgámi samstarfið í desember. Færum öllum aðilum sem studdu verkefnið „Jóladagar í Reykjanesbæ“ bestu þakkir.
FLUGELDASA KNATTSPYRNUDEILDAR KEFLA MIKIÐ ÚRVAL F
LUGELDA
SKOTTERTUR Í ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM
SALA FLAVÍKUR
A
A T S U N Ó J Þ D L E H T SKO
FRÁBÆR
M U D L E G U L F Á VERÐ
OPNUNARTÍMI
FLUGELDASÖLUNNAR E N Ó J S
I R A K Í R U G R SÖ
29. DES 30. DES 31. DES
10:00 – 22:00 10:00 – 22:00 10:00 – 16:00
K-HÚSIÐ, HRINGBRAUT 108, KEFLAVÍK
vf.is
-mundi Bjóða sand í fötu en vantar sand af seðlum…
ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER • 51. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR
Íþróttamaður ársins valinn í Reykjanesbæ á gamlársdag
Humarveisla
Á
gamlársdag verður kunngjört um val í íþróttakonu og íþróttakarli Reykjanesbæjar. Athöfnin hefst kl.13:00 og verður í íþróttahúsinu í Njarðvík. Sú nýbreytni var samþykkt á síðasta þingi ÍRB að velja konu og karl. Á sama tíma verða iðkendur sem urðu Íslandsmeistarar á árinu heiðraðir. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar býður alla velkomna á þessa hátíðlegu stund á síðasta degi ársins, segir í tilkynningu.
HS SKELBROT 1 KG BLANDAÐ
HUMAR ÁN SKELJAR 1 KG POKI
HUMAR 2 KG ASKJA
HUMAR VIP ASKJA 800 G
3.898 kr 8.998 kr
Hraðlest á borði bæjarráðs í Vogum
3.998 kr
6.570 kr
B
æjarráð Voga fjal laði á fundi sínum í síðustu viku um erindi frá þróunarfélagi um væntanlega hraðlest milli höfuðborgarsvæðisins og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. „Verkefni sem þetta vekur að sjálfsögðu talsverða athygli, enda um að ræða gjörbyltingu á samgöngum í landinu. Gangi allt eftir og miðað við að allar forsendur standist er nú gert ráð fyrir að verkefninu verði lokið á átta árum, og að starfsemin hefjist árið 2024,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í fréttabréfi sem hann gefur út. Ekki er gert ráð fyrir að lestin hafi nema einn viðkomustað á leið sinni milli FLE og BSÍ, þ.e. á suðurhluta höfuðborgarsvæðisins. „Vogabúar munu því að svo stöddu ekki geta nýtt sér þessa samgöngubót í ferðum sínum til og frá Vogum. Það má hins vegar leiða líkur að því að áhrif þessarar framkvæmdar verði umtalsverð fyrir okkar landshluta og margvísleg óbein áhrif í kjölfarið af þessu umfangsmikla verkefni,“ segir Ásgeir að endingu.
Reykjanesbær býður sand í fötu
40% AFSLÁTTUR
599 kr/kg
Kjötsel reyktur svínabógur
40% AFSLÁTTUR
KJÖTSEL HAMBORGARHRYGGUR
XReykjanesbær X býður bæjarbúum sand í fötu nú þegar svellbunkar eru víða um bæinn. Hægt er að nálgast sandinn á fjórum stöðum í bænum. Á plani við Heiðarberg, við Reykjaneshöll, við Þrastartjörn og á malarplani við Valhallarbraut á Ásbrú.
1.076 kr/kg
40% AFSLÁTTUR
STJÖRNUGRÍS SÆNSK JÓLASKINKA
Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001
1.199
kr/kg
25%
AFSLÁTTUR
DÁDÝRAVÖÐVI NÝSJÁLENSKIR
2.999 kr/kg
20% AFSLÁTTUR
KENGÚRUFILLE
3.198 kr/kg
www.netto.is | Tilboðin gilda 29. - 31. des. 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.