31# 2013

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

Hringbraut 99 - 577 1150

vf.is

F IMMTUdagur inn 2 2 . ÁGÚST 2 0 13 • 3 1. tö lubla ð • 34. árga ngur

Kristján Guðmundsson var bókstaflega látinn éta ummæli sín sem hann lét falla eftir tap gegn Fylki á dögunum í Pepsi deild karla. Þar sakaði hann leikmenn sína m.a. um að vera loftlausa Cocoa Puffs kynslóð. Eftir sigur gegn Valsmönnum sl. sunnudag var þjálfarinn settur í Cocoa Puffs sturtu og látinn borða væna lúku af morgunkorninu góða. Keflvíkingar eru komnir úr fallsæti eftir sigurinn en áfram heldur þó fallbaráttan. Á myndinni má sjá Kristján gæða sér á súkkulaðimorgunkorninu á meðan Magnús Þórir Matthíasson horfir glottandi á. Mynd/pket.

Reykjanesbær tekur upp hvatagreiðslur á ný

Á

FÍTON / SÍA

fundi íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar sem haldinn var á dögunum voru samþykktar tillögur um hvatagreiðslur og að þær hefjist haustið 2013. Útgreiðslu lýkur 1. desember 2013 en ekki liggur ljóst fyrir hvenær greiðslur hefjast. Upphæðin sem Reykjanesbær mun reiða fram er 9000 krónur árlega á hvert barn 18 ára og yngra og eru þær hugsaðar til íþrótta,- tómstunda- og listgreinastarfs í bænum. Stefán Bjarkason, framkvæmdastjóri Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar segir greiðslurnar ætlaðar til þess að hvetja sem flest börn og unglinga til þátttöku í hinum ýmsu félagsstörfum. Sams konar hvatagreiðslur voru áður veittar í gegnum vefsíðuna mittreykjanes.is þar sem umönnunargreiðslur Reykjanesbæjar

������� ��������� � e���.��

hafa verið afgreiddar undanfarin ár með ágætis árangri. Greiðslurnar lögðust af í kjölfar efnahagshrunsins. Stefán segir að svo virðist að sumum íbúum hafi fundist of flókið að skrá sig þar inn og nýta sér vefsíðuna. Málum verður þannig háttað núna að hver deild innan íþrótta- eða tómstundastarfs Reykjanesbæjar sendir kennitölu þeirra barna og forráðamanna sem hafa borgað þátttöku/æfingagjöld viðkomandi deildar/félags til bæjarins, sem svo greiðir 9.000 kr. til baka. „Við skynjum að áhuginn er meiri núna en áður. Bæði hefur iðkendum, greinum og bæjarbúum fjölgað talsvert síðan þjónustan var síðast í boði.“ Stefán segir að það vilji oft gleymast í umræðunni þegar bornar eru saman hvatagreiðslur á höfuðborgarsvæðinu og í

Reykjanesbæ, að hér sé verið að greiða niður þjálfarakostnað. Sem dæmi megi nefna að í ár fari 20 milljónir króna í þann kostnað. „Það var ákveðið að fara þá leið í samráði við íþróttafélögin. Þar erum við að niðurgreiða þjálfaralaun þeirra sem þjálfa iðkendur 18 ára og yngri.“ „Þetta setur ákveðnar kvaðir á félögin en ákvörðun Íþróttabandalagsins (ÍRB) sem sér um úthlutun þjálfaralauna, byggir á því að viðkomandi deild sé fyrirmyndar deild eða félag hjá ÍSÍ.“ Bærinn er þannig í gegnum Íþróttabandalagið að verðlauna þær deildir og félög sem leggja það á sig að vera til fyrirmyndar. Að auki má geta þess að Tómstundasjóður á þessu ári er 7.000.000 kr. en þar er gert ráð fyrir samningum við t.d. Heiðabúa og KFUM og KFUK auk Hvatagreiðslna.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Stefán segist ekki hafa fundið fyrir mikilli óánægju þegar hvatagreiðslunar voru lagðar af og hann telur að fólk hafi sýnt því mikinn skilning í ljósi aðstæðna í samfélaginu. Sama gilti um íþrótta- og tómstundafélag varðandi lækkun á ýmsum samningsupphæðum á sínum tíma. Nú hafa þeir nánast allir verið endurnýjaðir og hækkaðir.


2

fimmtudagurinn 22. ágúst 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Gjaldtöku hætt í Kölku næstu áramót

HOLTASKÓLI ATVINNA

Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar: Þroskaþjálfi í 100% starf við stoðþjónustu skólans og við umsjón Eikarskjóls sem er heilsdagsskóli fyrir börn með röskun á einhverfurófi. Starfsmaður skóla / gangavörður 75% starf Upplýsingar gefur Helga Hildur Snorradóttir skólastjóri í s. 420-3500 / 848-1268 eða á netfangið helga.h.snorradottir@holtaskoli.is Umsóknarfrestur er til 1. september nk.

ÁTT ÞÚ ERINDI Á LJÓSANÓTT?

T

illaga um að Sorpeyðingastöð Suðurnesja hætti að innheimta gjöld af einstaklingum sem losa sorp eða annan úrgang á gámaplönum félagsins, var lögð fram á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn. Bæjarstjórn samþykkti að beina þeim tilmælum til stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja að frá næstu áramótum verði hætt að innheimta gjöld af einstaklingum sem losa sorp eða annan úrgang á gámaplönum félagsins. Tillagan gerir aðeins ráð fyrir að kostnaður verði felldur niður gagnvart einstaklingum en fyrirtæki, stór sem smá, greiði eftir sem áður fyrir losun á sorpi eins og nú er gert. Magnea Guðmundóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Umhverfis- og skipulagsráðs flutti tillöguna fyrir hönd sjálfstæðismanna. Hún sagði það vera ánægjulegt að tillagan hefði fallið í góðan jarðveg og verið samþykkt af öllum bæjarfulltrúum. Í greinargerð með tillögunni kemur m.a. fram að þann 1. janúar 2012 hóf Sorp-

Leitum að fólki sem lumar á skemmtilegheitum t.d. í formi örstuttra kynninga, tónleika, erinda eða gjörninga af ýmsu tagi í Ráðhúsinu á Ljósanótt. Opið verður á bókasafninu og í Ráðhúskaffinu og því vettvangur fyrir margt bæði fróðlegt, skemmtilegt og notalegt.

SKRÁÐU ÞINN VIÐBURÐ Ert þú með viðburð á Ljósanótt? Sýningu, sölu, uppákomu, skemmtun... Mundu eftir að skrá viðburðinn á ljosanott.is Þannig birtist hann í dagskrá Ljósanætur. Berist hann fyrir 26. ágúst fer hann einnig í prentaða dagskrá.

FÖRUM VARLEGA Í UMFERÐINNI - SKÓLAR AÐ HEFJAST!

Ökumenn sýnum sérstaka varúð við skóla og skólaleiðir og munum 30 km hámarkshraða.

30

Sýnum tillitssemi – ökum varlega.

auk þess sem skuldir félagsins hafa lækkað umtalsvert. Rekstrarhorfur eru því allt aðrar en þær voru þegar ofangreind ákvörðun var tekin. Tillagan gerir ráð fyrir að gjaldtöku verði hætt frá næstu áramótum og hafi þar af leiðandi ekki áhrif á núverandi rekstrarár. Telji stjórn SS mögulegt að hætta gjaldtöku fyrr telur bæjarstjórn það vera jákvætt skref.

Vel heppnaðir Fjölskyldudagar 2013

Þeir sem vilja taka virkan þátt í Ljósanótt með hvaða hætti sem er geta haft samband í síma 421 6700 eða í gegnum netfangið ljosanott@reykjanesbaer.is. Allar upplýsingar varðandi sölu á Ljósanótt má finna á ljosanott.is undir Hagnýtar upplýsingar.

LJÓSANÓTT

eyðingarstöð Suðurnesja að taka gjald þegar ákveðnum tegundum úrgangs var hent á gámaplönum félagsins. Var ákvörðunin eðlileg í ljósi erfiðrar stöðu félagsins, mikilla skulda og taprekstrar sem þá hafði verið viðvarandi um árabil. Stjórn félagsins hefur á síðustu árum náð afar góðum árangri við að lækka rekstrarkostnað stöðvarinnar

F

jölskyldudagar í Vogum voru haldnir hátíðlegir síðustu helgi, 15. - 18. ágúst sl. í blíðskaparveðri, eins og í fyrra. Dagskráin var fjölbreytt og gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi, enda markmið hátíðarinnar að allir meðlimir fjölskyldunnar skemmti sér saman. Haldnir voru tónleikar þar sem m.a. komu fram: Fríða Dís Guðmundsdóttir úr Klassart, Regína Ósk, Gylfi Ægisson og Magni Ásgeirsson. Fjölbreytt dagskrá var í Aragerði þar sem m.a. var

boðið upp á leiktæki, tónlist, fjársjóðsleit, bílasýningu, karamelluflug, Brúðubílinn, Lalla töframann, sölutjöld, handverksmarkað og sápufótbolta. Að ógleymdri flugeldasýningu sem var mögnuð í ár. Skipulag og framkvæmd hátíðahaldanna var í höndum Frístunda- og menningarfulltrúa Voga ásamt starfsfólki hans og félagasamtaka í bænum. Sveitarfélagið Vogar vilja þakka þeim fyrir vel unnin störf sem og þeim fyrirtækjum er styrktu hátíðina.


AUDI A6

Árgerð 2007, bensín Ekinn 70.000 km, sjálfsk.

Ásett verð:

3.790.000,-

ÚRVALS

NOTAÐIR BÍLAR í REYKJANESBÆ

Komdu til okkar á Njarðarbraut 13 og prófaðu einn af gæðingunum í notuðum bílum. Sölumenn taka vel á móti þér!

VW Polo

VW Touareg

VW Polo

VW Passat

Ásett verð:

Ásett verð:

Ásett verð

1.120.000,-

2.590.000,-

1.990.000,-

Ásett verð

VW Passat

VOLVO S60

Árgerð 2007, bensín Ekinn 70.000 km, sjálfsk.

TOYOTA Rav4

NISSAN Micra

Árgerð 2006, dísil Ekinn 153.000 km, sjálfsk. Ásett verð

Ásett verð

Ásett verð

Ásett verð

1.990.000,-

2.750.000,-

1.150.000,-

2.150.000,-

KIA Sorento

HYUNDAI Santa

Árgerð 2007, bensín Ekinn 115.000 km, sjálfsk.

Árgerð 2006, dísil Ekinn 187.000 km, sjálfsk.

Árgerð 2004, dísil Ekinn 150.000 km, sjálfsk.

1.890.000,Njarðarbraut 13 Reykjanesbæ Sími 420 3040 www.heklarnb.is

Árgerð 2002, bensín Ekinn 185.000 km, sjálfsk.

fe

Árgerð 2004, bensín Ekinn 183.000 km, sjálfsk. Ásett verð

Ásett verð

970.000,-

Árgerð 2012, bensín Ekinn 28.000 km, beinsk.

AUDI A4 s

line

Árgerð 2007, dísil Ekinn 104.000 km, sjálfsk.

2.590.000,-

Árgerð 2011, bensín Ekinn 21.000 km, sjálfsk.

AUDI A4

Árgerð 2007, bensín Ekinn 71.000 km, sjálfsk.

Árgerð 2007, bensín Ekinn 47.000 km, sjálfsk.

Ásett verð

Ásett verð

3.090.000,-

3.190.000,-


4

fimmtudagurinn 22. ágúst 2013 • VÍKURFRÉTTIR

RITSTJÓRNARBRÉF EYÞÓR SÆMUNDSSON

vf.is

Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: BlaðamENN: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154 Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

15%

Einhverjir hafa sjálfsagt til fyrirmyndar, en komandi rekið augun í sjónvarpskynslóð getur sannarlega haft þættina Reykjanesið - Uppgagn af þáttunum. Einnig við lifun við bæjardyrnar, sem sem eldri erum. Það eru orð að sönnu að oft hafa verið á dagskrá Ríkisþarf ekki að leita langt yfir sjónvarpsins undanfarna skammt. Við sem hér búum tvo þriðjudaga. Þar fer Ari Ari Trausti kom við í Valborgargjá. á Reykjanesskaga getum Trausti Guðmundsson jarð- Undirritaður fékk sér sundsprett þar hæglega notið nánast alls fræðingur um Reykjanesið á dögunum en skólasund fór þar fram þess besta sem íslensk náttog fræðir áhorfendur um fyrir börn í Grindavík snemma á 20. öld úra hefur upp á að bjóða. náttúru og sögu svæðisins. Undirskrift þáttanna er sú að margir hreinlega Undanfarin ár hef ég sjálfur verið nokkuð duglegur gleymi Reykjanesskaganum þegar hugað er að upp- að taka mér bíltúra um svæðið og sífellt uppgvöta ég lifunarferðum. Ég held að flestir geti verið sammála nýja og heillandi staði. Einnig sést hvað heimaslóðir því. Hér á skaganum er sagan við hvert fótmál og okkar eru einstakar þegar maður ferðast hér um með útlendinga, þeir gjörsamlega falla í stafi yfir náttúruperlur leynast víða. Í þættinum á þriðjudaginn var Grindavík sótt heim hlutum sem okkur þykja hversdagslegir. Ég mæli og saga bæjarfélagsins rakin í stuttu máli. Áhersla með því að fólk taki sér tíma í að skoða Reykjanesið hefur verið lögð á umfjöllun um sjávarútveginn í þegar fjölskyldan fer næsta ísrúnt. Allir ættu að þáttunum, enda hefur saga skagans litast af sjávar- finna eitthvað við sitt hæfi. Eldra fólkið getur notið háttum. Ari Trausti nær virkilega vel að koma and- útivistar og hreyfingar á meðan ungviðið nær sér í rúmsloftinu á svæðinu til skila og viðmælendur frumlegri Instagram myndir en vanalega. Eins hefur leiðsögumaðurinn Rannveig Garðarshans hafa frá mörgu fróðlegu að segja. Þættirnir ættu að vera við allra hæfi enda fróðlegir dóttir staðið fyrir skipulögðum gönguferðum um og áhugaverðir. Ég leyfi mér að leggja til að þætt- Reykjanesið undanfarin sex ár. Nanný, eins og hún er irnir verði til sýninga fyrir grunnskólabörn hérna á kölluð er hafsjór af fróðleik um svæðið og hefur afar Reykjanesskaganum. Sjálfur verð ég að viðurkenna vel verið látið af gönguferðunum hennar þar sem að þekking mín á heimaslóðum mínum er ekki beint útivist, hreyfing og lærdómur rennur saman í eitt.

Með blik í auga III

ttu20r13* afsirlá út ágúst

-Númeruð sæti í Andrews

* Gild

M

iðasala á sýninguna Með blik í auga III - Hanakambar, hárlakk og herðapúðar er hafin á midi.is en vakin er athygli á því að boðið er upp á númeruð sæti í Andrews leikhúsi. Að sögn tónleikahaldara er því um að gera að tryggja sér góð sæti í tíma en frumsýning er 4. september kl. 20:00. Önnur sýning verður fimmtudagskvöldið 5. september kl. 20:00 og tvær sýningar verða sunnudaginn 8. september kl. 16:00 og 20:00.

Vífilfell er framsækið markaðs- og þjónustufyrirtæki sem starfar fyrst og fremst á sviði drykkjarvöru. Vörumerkjaflóra Vífilfells samanstendur af mörgum af þekktustu vörumerkjum veraldar og eru vörumerki frá The Coca-Cola Company þar fremst í flokki.

Áfylling - hlutastarf Vífilfell leitar að duglegum og samviskusömum starfsmanni til að sjá um áfyllingar á gosi og safa í Bónus, Nettó og Þinni verslun í Njarðvík. Um er að ræða 50% starf og unnið er aðra hvora helgi. Viðkomandi þarf að koma sér sjálfur í og úr vinnu. Góð mæting er algjört skilyrði.

Helstu verkefni: • Fylla á hillur og kæla með vörum Vífilfells • Setja upp stæður/framstillingar • Halda lager snyrtilegum

• Vera í góðu sambandi við sölumann Vífilfells • Tryggja góða umröðun í hillum

• Ganga frá plasti og pappa eftir áfyllingar

Hæfniskröfur: • Áreiðanleiki og ábyrgð í starfi

• Áhugi og samviskusemi

• Hæfni í mannlegum samskiptum

• Snyrtimennska og almenn kurteisi

• Frumkvæði og jákvæðni

Nánari upplýsingar um starfið veitir Gunnar Örn Helgason í síma 525-2636. Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá á netfangið gunnarorn@vifilfell.is, fyrir 30. ágúst 2013.

Jóhann Smári býður til veislu

-Stjörnulið stórsöngvara mætir í Stapa

S

unnudaginn 25. ágúst kl. 20 verða stórtónleikar í Hljómahöllinni þar sem nokkrir af helstu óperusöngvurum landsins koma fram og flytja glæsilegt óperuprógram. Tilefni tónleikanna er 20 ára starfsafmæli Jóhanns Smára Sævarssonar sem hefur átt farsælan feril erlendis sem og hér heima. Spennandi hlutir eru að gerast hjá Jóhanni Smára en hann mun til dæmis syngja með skosku óperunni nú í haust. Áður en hann fer ytra er við hæfi að halda upp á starfsafmælið með því að bjóða gestum til þessara tónleika. Menningarnef nd samb ands sveitarfélaga á Suðurnesjum og

Reykjanesbær styrkja tónleikana en aðgangur er ókeypis á tónleikana. Á tónleikunum koma fram ásamt Jóhanni Smára, Þóra Einarsdóttir, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Elsa Waage, Kristján Jóhannsson, Garðar Thor Cortes, Hrólfur Sæmundsson, Viðar Gunnarsson og Antonia Hevesi. Fluttar verða aríur og samsöngsatriði úr óperum sem Jóhann Smári hefur flutt á ferli sínum fram að þessu en á ferli sínum hefur hann sungið 61 hlutverk í 48 óperum, 65 uppfærslur í 21 óperuhúsi í Evrópu. Þetta eru einstakir tónleikar sem enginn má missa af!


444-9900

Acer Aspire V5-552

Ný kynslóð öflugri, þynnri og léttari fartölva með öflugri 2ja kjarna Turbo örgjörva ásamt nýjasta og einum öflugasta skjákjarna í heimi. • • • • • • • •

Einnig í g fáanle og u ð u ra svörtu

AMD A6-5357M Dual Core 3.5GHz Turbo 8GB DDR3 1600MHz vinnsluminni 1TB SATA3 Ultra Fast harðdiskur 15.6'' HD LED CineCrystal 1366x768 4GB ATI HD8450G DX11 öflugur skjákjarni WiFi, Bluetooth 4.0, USB 3.0, Dolby 4.0 720p HD Crystal Eye vefmyndavél Windows 8 64-bit, hlaðið nýjungum

Verð

129.900

Týpa: WA V5-552-6535TM

LANDSINS MESTA ÚRVAL AF FART ÖLVUM FYRIR SKÓLANN Allar v fáanle örur vefve gar í rs Omnislun á .is

Verð

89.900

Vnr: 59372485

Lenovo S500 • Intel Pentium 2117U 1,8GHz • 4GB vinnsluminni • 15,6" HD LED skjár m.myndavél • 500GB harður diskur

• Intel HD skjákort • Rafhlaða með allt að 5klst hleðslu • Windows 8 stýrikerfi • 3 ára ábyrgð (1 ár á rafhlöðu)

99.900

Vnr: TOS-L8501Z4

• Intel Core i3-2348M • 4GB DDR3 vinnsluminni • 500GB hljóðlátur harðdiskur • 15.6" WXGA LED

134.900

Dell Insipron 15R - 5521 • Intel Core i3-3227U • 4GB DDR3 vinnsluminni • 15.6" HD WLED True-Life skjár • 500GB harður diskur

• Windows 8 stýrikerfi (64 Bit) • Innbyggð vefmyndavél • Þráðlaust net (b/g/n) • AMD Radeon HD 8730M 2GB

Litir í boði: Silfur, rauður, bleikur, blár

AKRANES Dalbraut 1

Vnr: AH532MXB32IS

• Intel HD Graphics 4000 skjákort • Þráðlaust 802.11bgn netkort • Innbyggð 1MP vefmyndavél • Windows 8, 64-bit stýrikerfi

• 15,6" LED backlight skjár • Intel Core i3-3110M 2.5GHz • 8GB DDR3 vinnsluminni • 500GB harður diskur

179.900

HP Envy 15 • 15.6“ HD Brightview • Intel® Core™ i5-3230M örgjörvi • 4GB minni • 750GB harður diskur • GT 740M 2GB Nvidia skjákort

BORGARNES Borgarbraut 61

• nVidia GeForce GT640M 2GB • Innbyggð vefmyndavél • Þráðlaust net (b/g/n) • Allt að 6 tíma rafhlöðuending

Verð

Verð

Vnr: E1S88EA

119.900

Fujitsu Lifebook AH532

Toshiba Sat L850

Verð

Vnr: INSPIRON5521#01

Verð

Verð

Vnr: Z0MT

199.900

Apple MacBook Pro 13” • Beats Audio með 4 hátölurum • Vefmyndavél • Þráðlaus 802.11b/g/n • Bluetooth 4.0 • Windows 8 stýrikerfi, 64-bit

REYKJANESBÆR Tjarnargötu 7

• Íslenskt lyklaborð (baklýst) • Intel Core i5 2,5GHz örgjörvi • Innbyggð HD vefmyndavél • 4GB DDR3 vinnsluminni • Þráðlaust net (b/g/n) • 500GB harður diskur • Thunderbolt tengi • Intel HD Graphics 4000 • Innbyggð rafhlaða (allt að 7 klst.) • Bluetooth 4.0


6

fimmtudagurinn 22. ágúst 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Lífsstílsbreytingarævintýri Sessu í Húsinu okkar:

„Breytingar á lífi mínu eru eins og lygasaga“ Æ

vintýrið hjá mér byrjaði 14. janúar 2013. Ein mjög góð vinkona mín var búin að reyna í 6 mánuði að draga mig í Húsið okkar, bæði á þyngdaráskorunarnámskeið og í 24Fit leikfimina. Ég hafði vægast sagt mjög takmarkaðan áhuga á hvoru tveggja og allan þennan tíma tókst mér að humma þetta af mér, án þess þó að segja beinlínis nei. Mig langaði, en nennti ekki. Ég var bara ekki tilbúin, segir Sesselja xxxdóttir sem segir stutta en skemmtilega sögu af lífstílsbreytingum sínum. Þessi góða vinkona var búin að segja mér margsinnis að það væri að hefjast nýtt námskeið í 24Fit og hvort ég ætlaði ekki að drífa mig. Ég gat ekki hugsað mér að fara í einhverja leikfimi með hóp af einhverju öðru fólki og alls ekki í einhverja „kellinga“ leikfimi. Gulrótin var sú að fyrsta vikan væri frí og ég hefði enga afsökun fyrir að prufa þetta ekki. Vinkona mín kom meira að segja fyrsta morguninn og náði í mig, svona til að ég kæmi alveg örugglega. Ég get ekki lýst því hvað mér fannst erfitt að vakna fyrstu morgnana. Ég fann að þessi leikfimi væri sko eitthvað fyrir mig og ákvað í lok fyrstu vikunnar að taka 16 vikna

námskeið, sem urðu svo 24 vikur. Þann 15. janúar byrjaði svo þyngdaráskorunarnámskeið í Húsinu okkar og ástæðan fyrir því að ég skellti mér á það, var að mér leist svo vel á það fólk sem skráði sig um leið og ég. Að sjálfsögðu átti þessa góða vinkona mín líka stóran þátt í því að ég dreif mig á þetta námskeið. Árangurinn og breytingarnar sem hafa orðið á mér og mínu lífi eru eins og lygasaga. Ég reiknaði aldrei með að ná svona góðum árangri. Þetta hefur hvorki kostað blóð né tár, en alveg heilmikinn svita og mikla skemmtun, þetta er bara búið að vera gaman. Ég missti það út úr mér að mig langaði að keppa í þríþraut og þá meinti ég á næsta ári, en þær sem heyrðu orð mín sögðu að það yrði ekki á næsta ári heldur núna. Ég hafði ekki hlaupið í 30 ár, en byrjaði að hlaupa í febrúar. Í fyrsta sinn á ævinni hljóp ég 5 kílómetra í apríl og svo 7 kílómetra í júní. Ég var laus við 5 kíló í mars og 10 kíló í maí, fituprósentan er búin að lækka helling, kviðfitan er búin að lækka um 4 stig og ég er búin að yngjast inni í mér um 18 ár, en öll þessi gildi eru mæld á líkamsskannanum, sem stelpurnar í Hús-

Fjölbrautaskóli Suðurnesja

inu okkar buðu mér að fara á, eftir að ég byrjaði að koma til þeirra. Ég keppti svo í þríþraut 2. júní og fór í fyrsta sinn á Esjuna 9. júní og það alla leið upp á topp. Í dag er ég búin að taka af mér samtals 12 kíló og er miklu hressari. Ég reyni að hreyfa mig 6 daga vikunnar, en stundum verður það minna og stundum meira. Í dag er hreyfingin orðin lífsstíll hjá mér og ég hlakka svo mikið til að byrja aftur í 24Fit í Húsinu okkar 19. ágúst. Sesselja er ein af mörgum, sem hafa komið í Húsið okkar (gamla K-húsið) við Hringbrautina. Húsið okkar er næringarklúbbur fyrir líkama og sál og þar eru starfandi lífsstílsleiðbeinendur, sem hjálpa fólki að lifa heilbrigðara lífi, með áherslu á mataræði, hreyfingu og hugarfar. Starfsemin er að fara aftur í gang 19. ágúst, en þá byrjar 24Fit líkamsræktin og hlaupastílsnámskeið Guðbjargar, stafgangan hjá Ragnheiði Ástu byrjar 27. ágúst og svo í september byrjar Ágústa með yoga, Margrét með meðgönguyoga, Aneta með Zumba og þá byrjar líka Lífsstílsnámskeiðið. Allar nánari upplýsingar inni á Húsið okkar á Facebook.

Rut ráðin forvarna- og frístundafulltrúi í Sandgerði

S

Virðing – samvinna - árangur

Foreldrafundur í FS Árlegur kynningarfundur verður haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir foreldra nemenda þriðjudaginn 27. ágúst og hefst hann kl. 18:00. Meðal efnis er kynning á starfsemi skólans og fræðsluerindi. Foreldrafélag FS heldur síðan aðalfund sinn í lok fundar. Foreldrar nýnema (fæddir 1997) eru sérstaklega hvattir til að mæta. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Skólameistari

„Ég gat ekki hugsað mér að fara í einhverja leikfimi með hóp af einhverju öðru fólki og alls ekki í einhverja „kellinga“ leikfimi. Gulrótin var sú að fyrsta vikan væri frí og ég hefði enga afsökun fyrir að prufa þetta ekki.“

andgerðisbær hefur ákveðið að koma á nýrri stöðu forvarna- og frístundafulltrúa. Tilgangurinn er m.a. að stuðla að aukinni þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og frístundastarfi, koma á meiri fjölbreytni í starfseminni og fylgjast með þróun frístunda- og forvarnamála í bænum. Staðan var auglýst laus til umsóknar í júlí og voru umsækjendur 23. Rut Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starfið. Hún er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er margfaldur Norðurlandameistari í taekwondo. a„Starfið leggst mjög vel í mig. Ég er full eftirvæntingar og hlakka til að vinna með góðu fólki að því að efla enn frekar íþrótta-, frístunda- og forvarna-

starf í Sandgerði,“ segir Rut sem hefur störf 1. september. Í umfjöllun innan bæjarfélagsins um niðurstöður kannana sem Rannsóknir og greining unnu á árinu 2012 kom fram vilji til þess að vinna enn frekar með þá þætti sem náðst hefur góður árangur í og taka sérstaklega á þeim þáttum sem ekki hafa gengið jafn vel. Að stærstum hluta sýna niðurstöður ársins 2012 jákvæða þróun, samvera með foreldrum og eftirlit foreldra mældist meiri en áður, reykingar, áfengis- og fíkniefnaneysla mældist minni en áður, þá líður nemendum 9. og 10. bekkja almennt vel í skólanum samkvæmt mælingum. Þátttaka stelpna í íþóttum mældist meiri en í fyrri mælingu en íþróttaiðkun drengja minni. Rannsóknir á högum og

líðan ungs fólks hér á landi hafa verið framkvæmdar af Rannsóknum og greiningu frá árinu 1997. Niðurstöður þeirra leiða í ljós að samvera með fjölskyldunni, þátttaka í íþróttum og líðan í skóla stuðla að auknu heilbrigði og vellíðan ungmenna.


i p a k s r a í sum kjúkliNgabriNgur

daNskar - 900gr

Nauta piparsteik ferskt

2.659

1.399

30%

áður 1.794 kr/pk

áður 3.799 kr/kg

kjúkliNgaleggir bbq

ekta Hrásalat kartöflusalat

699 30%

375

áður 998 kr/kg

áður 469 kr/stk Nautaborgarar 4x90gr m/brauði

599 25%

áður 798 kr/pk

peter l. kaffi rauður

479 40%

pepsi - pepsi max 33cl dós

79

áður 799 kr/stk

áður 99 kr/stk

lambaprime kryddlegið

2.299 30%

áður 3.284 kr/kg

Tilboðin gilda 22. - 25. ágúst Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


8

fimmtudagurinn 22. ágúst 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Kennarar elduðu úti

Almenn ánægja með Skólamat í Miðhúsum Í

vikunni var undirritaður samningur milli Sandgerðisbæjar og Skólamatar ehf. um rekstur mötuneytis fyrir nemendur og starfsfólk Grunnskólans í Sandgerði og fyrir aldraða í félagsmiðstöðinni Miðhúsum. Skólamatur tekur við rekstri mötuneytis skólans síðar í ágúst en hefur frá því í júlí annast hádegismat í Miðhúsum. Að sögn Anne Lise Jensen forstöðukonu Miðhúsa er almenn ánægja með matinn meðal þeirra sem snæða hádegismat þar. Við undirritun samningsins lýsti Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri yfir ánægju með samninginn og kvaðst fullviss um að Skólamatur myndi standa undir þeim væntingum sem gerðar eru til þjónustu, gæða og fjölbreytni máltíða. „Við hlökkum mjög til samstarfs við Sandgerðinga“, sagði Axel Jónsson stjórnarformaður Skólamatar og bætti við að mikil tilhlökkun væri innan fyrirtækisins að takast á við þetta verkefni í Sandgerði. Í samningnum er kveðið á um að matseðlar skuli upp-

Þ

essa dagana eru kennarar í grunnskólum Reykjanesbæjar að undirbúa komu nemenda en skólasetning verður 22. ágúst í skólum bæjarins. Þessa undirbúningsdaga fara kennarar á námskeið og eitt slíkt var haldið í Akurskóla í vikunni. Um 20 starfsmenn fóru á námskeið í útieldun og var útikennslustofa Akurskóla, Narfakotsseyla, notuð. Kennararnir útbjuggu laxaforrétt, fisk og grænmeti, brauð, köku og eplaeftirrétt. Leiðbeinandi var Guðmundur Finnbogason og má með sanni segja að námskeiðið hafi verið vel heppnað og allt sem eldað var bragðaðist mjög vel.

fylla kröfur landlæknisembættisins um samsetningu skólamáltíða og samsetningu máltíða fyrir aldraða. Matseðlar Skólamatar eru samdir af fjöbreyttum hópi fólks og næringarfræðingur yfirfer matseðlana með tilliti til næringar og hollustu. Skólamatur er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var fyrir meira en áratug af Sandgerðingnum Axel Jónssyni veitingamanni. Skólamatur þjónar nú um 30 grunnskólum á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu auk þess sem þeir þjónusta önnur mötuneyti fyrir sveitarfélög og stofnanir. Á myndinni við undirritun samningsins eru f.h. Fanney D. Halldórsdóttir, skólastjóri grunnskóla Sandgerðis, Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri Sandgerðisbæjar, Axel Jónsson stjórnarformaður Skólamatar, Fanný Axelsdóttir starfsmannastjóri Skólamatar, Anne Lise Jensen forstöðukona Miðhúsa ásamt syni hennar Kristófer Emil Kárasyni og Jón Axelsson framkvæmdastjóri Skólamatar.

Laus störf í leikskólum hjá Skólum ehf. Allir leikskólar Skóla ehf. starfa eftir Heilsustefnunni og leggja ríka áherslu á heilsueflingu, jákvæðan skólabrag og öflugt lærdómssamfélag þar sem samvinna og gleði ríkir. Því leitum við að samstarfsfólki sem: • Er tilbúið til að tileinka sér starfsaðferðir leikskólans • Hefur áhuga á heilsueflingu, umhverfismennt og umhyggjusömum samskiptum • Er tilbúið til að taka þátt í öflugri starfsþróun • Er stundvíst, samviskusamt og leggur sig fram um að velja sér jákvæð viðhorf í dagsins önn.

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um!

Heilsuleikskólinn Háaleiti, Ásbrú í Reykjanesbæ Auglýsir eftir: • Deildarstjóra í 100% stöðu Heilsuleikskólinn Háaleiti er þriggja deilda leikskóli með um 60 börn.

Nánari upplýsingar veitir: Þóra Sigrún Hjaltadóttir leikskólastjóri, sími 426-5276 Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn á http://skolar.is/Starf/ Heilsuleikskólar Skóla eru: Hamravellir í Hafnarfirði, Háaleiti á Ásbrú í Reykjanesbæ, Kór í Kópavogi, Krókur í Grindavík og Ungbarnaleikskólinn Ársól í Reykjavík.

Fjölbreytt dagskrá MSS á haustönn

M

iðstöð símenntunar á Suðurnesjum býður upp á fjölbreytta dagskrá nú á haustönn. Þar á meðal er nýtt námskeið hjá MSS Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum. Áætlað er að námskeiðið hefjist í september og ljúki í apríl 2014. Kennt verður í húsnæði MSS í Krossmóa 4, 3. hæð. Námið er 300 kennslustundir þar sem hver kennslustund er 40 mínútur. Kennt verður síðdegis tvo daga í viku, frá kl. 16:25 til kl. 20:20. Kennt verður eftir námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Kjarnafögin eru kennd í lotum og lýkur hverri lotu með prófi í viðkomandi fagi sem námsmaður verður að ná lágmarkseinkunn í. Einstaklingsverkefni og hópverkefni, umræður um efni og próf verða undirstaða námsmats. Námsþættir í Nám og þjálfun eru: Námstækni, sjálfsþekking og samskipti, Íslenska, Enska, Danska og Stærðfræði. Nám og þjálfun í almennum greinum er einkum ætluð þeim sem eru að minnsta kosti 23 ára, eru starfandi á vinnumarkaði og hafa hafið nám á framhaldsskólastigi en ekki lokið almennum bóklegum greinum með próf. Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum er einnig upplagt námskeið fyrir þá sem eru á leið í starfsnám eða iðnnám og þá sem hafa og ætla að ljúka raunfærnimati iðngreina. Við útskrift fær námsmaður sem lokið hefur öllum áföngum útskriftarskírteini með einkunnum og umsögnum. Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum til styttingar á námi í framhaldsskóla allt að 24 einingum. Nánari upplýsingar veitir Kristinn í síma 412-5947 eða kj@mss.is


PIPAR\TBWA-SÍA - 131260

Verður þín hugmynd að veruleika á Ásbrú?

Á Ásbrú eru tveir leikskólar, einn grunnskóli og Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. Keilir er alhliða menntafyrirtæki sem byggt hefur upp einstakt námsmannasamfélag og vandað nám með áherslu á nýstárlega kennsluhætti og fyrsta flokks aðstöðu.

skóla-

Svona er lífið á Ásbrú Ásbrú í Reykjanesbæ er suðupottur tækifæra. Þar hefur á skömmum tíma byggst upp litríkt samfélag, þar sem saman fer öflug menntastofnun, fjöldi spennandi fyrirtækja og blómstrandi mannlíf. Nánari upplýsingar á www.asbru.is.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.asbru.is


10

fimmtudagurinn 22. ágúst 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Gestir Heilsuhótelsins fara í morgungöngu um Ásbrú á hverjum morgni

Öflugasta dekurhótel landsbyggðarinnar Lífsstíll en ekki meðferð, segir Ragnar Snær Ragnarsson á Heilsuhótelinu á Ásbrú

S

tarfsemi Heilsuhótelsins á Ásbrú er ansi fjölbreytt. Þar er m.a. boðið upp á tveggja vikna námskeið sem laðar að sér fjölda gesta erlendis frá, ýmis helgarnámskeið fyrir hópa og fyrsta flokks dekur fyrir alla. Ragnar Snær Ragnarsson tók við rekstri Heilsuhótelsins í byrjun árs 2011, en helstu breytingarnar sem hafa orðið segir hann vera að nú megi líta svo á að gestir komi í lífstílsskóla í staðinn fyrir einhvers konar meðferð. Langflestir gestir eru ánægðir með aðstöðuna sem og dvölina í heild og segja margir þetta vera ómissandi part af sumarfríinu þar sem slökun og heilsurækt er í fyrirrúmi. Heilsunám í staðinn fyrir sólarlandaferð Á lengri námskeiðunum sem standa yfir í tvær vikur í senn eru um 3060 gestir, margir hverjir Íslendingar en einnig er mikið um hópa frá Norðurlöndunum og Bretlandi. Á hverjum degi er fjölbreytt dagskrá sem gestum er frjálst að taka þátt í og er áhersla lögð á heilsufræðslu og hreyfingu. Heilsufræðslan er í formi fyrirlestra frá sérfræðingum í heilsu, mataræði og hreyfingu. Á hverjum degi er boðið upp á náttúruskoðun með leiðsögumanni og fá því allir gestir tækifæri á því að kynnast náttúruperlum Reykjanessins vel. Einnig eru sundlaugarnar á svæðinu mikið notaðar og Bláa Lónið er hluti af upplifun gesta. Tveir einkaþjálfarar eru í fullu starfi hjá Heilsuhótelinu sem bjóða upp á hóptíma sem og ráðgjöf fyrir einstaklinga. Mataræðið er stór partur af upplifuninni en aðeins er boðið upp á grænmeti og ávexti. Mikið er um súpur og safa sem og aðra grænmetisrétti. „Við segjum engum hvað viðkomandi á að borða og erum í raun ekki að hvetja fólk til þess að neyta eingöngu ávaxta og grænmetis í sínu daglega lífi. Við lítum frekar á þetta sem hreinsun líkamans og síðan getur fólk fylgt mataræðinu eftir með því að borða

allan venjulegan mat þegar dvölinni lýkur. Með þessu trúum við að fólk geti losnað út úr streitu hins daglega amsturs og fólk losnar einnig við líkamlega kvilla um leið og það léttist. Það segir líka eitthvað um starfsemina að ríflega þriðjungur gesta kemur árlega og líður mun betur hjá okkur en t.d. á sólarströnd, “ segir Ragnar Snær. Eftirfylgni og aðhald á Facebook Gestir eru ekki skyldugir til þess að taka þátt í skipulagðri dagskrá, fólki er frjálst að gera það sem það vill á meðan á dvöl stendur. „Við höfum verið að fá til okkar m.a. fitnesskeppendur, golfiðkendur og hlaupahópa sem finnst gott að dvelja á hótelinu og fá hollt að borða á meðan þau stunda sínar æfingar.“ Fyrir þá sem kjósa að taka fullan þátt í dagskránni og vilja jafnvel aðhald og eftirfylgni, er í boði fyrir alla að hafa samband við ráðgjafa hótelsins í gegnum tölvupóst eftir að heim er komið. Einnig geta gestir spjallað saman á lokaðri síðu á Facebook sem og við ráðgjafana. „Annað sem við gerum varðandi eftirfylgni er að við mælum með að gestir skrifi sjálfum sér bréf í lok dvalar þar sem þau skrifa um upplifun þeirra á staðnum og skrá hjá sér markmið sem þau vilja setja sér. Síðan geymum við bréfin í þrjá mánuði og sendum þeim svo til

Í matsal hótelsins er hollur matur borinn fram þrisvar á dag

Ragnar Snær bregður á leik fyrir utan Heilsuhótel Íslands

Dekuraðstaða heilsuhótelsins er glæsileg

þess að minna á dvölina hér og markmiðin sem þau settu sér,“ segir Ragnar Snær. Vinnustaðir og vinkonuhópar koma í helgarnámskeið Tveggja vikna námskeiðin eru haldin annan hvern mánuð en þess á milli eru alls kyns helgarnámskeið í boði fyrir fólk sem vill t.d. losna við nikótínfíkn og streitu, bæta heilsuna eða einfaldlega hvílast og njóta. „Við getum í raun skipulagt hverslags námskeið sem snýr að starfseminni hér ef fólk óskar eftir því. Hingað koma hópar eins og danshópar, vinkonuhópar, kærleikshópar og fyrirtæki og fá heilsufræðslu, hreyfingu eða dekur. Ýmsar nuddmeðferðir eru í boði og teljum

„Við segjum engum hvað viðkomandi á að borða og erum í raun ekki að hvetja fólk til þess að neyta eingöngu ávaxta og grænmetis í sínu daglega lífi.“ við okkur vera með eitt öflugasta dekurhótel landsbyggðarinnar.“ Í samstarfi við stéttarfélög og sjónvarpsstöðvar Heilsuhótelið er í samstarfi við ýmsa aðila sem og stéttarfélög, heilbrigðisstofnanir og meira að segja sjónvarpsstöðvar. HSS hefur samþykkt að vinna með Heilsuhótelinu í málefnum sykursjúkra og er það enn til skoðunar. Að sögn Ragnars kemur mikið af fólki með hjartasjúkdóma, áunna lífstílssjúkdóma sem og sjúkdómseinkenni eins og vefjagigt, streitu, bólgur og þreytu á hótelið. Nýlega var gerður samningur við bóndann í Engi, Laugarási í Biskupstungum og mun Heilsuhótelið kaupa allt grænmeti

beint frá honum, allt lífrænt ræktað en norskir gestir gera helst kröfu um að hafa matinn lífrænan. Annar samningur er í vinnslu við stórt stéttarfélag, sjúkrasjóð þar sem karlmenn eru að mestu aðilar að. „Stéttarfélagið mun bjóða sínum félagsmönnum að koma hingað. Einnig erum við með samning við VR og þá gæti fólk valið þessa dvöl umfram sumarhús.“ Eins og áður hefur komið fram í Víkurfréttum mun húsnæði Heilsuhótelsins vera notað í tökur á íslensku útgáfunni af raunveruleikaþættinum Biggest Loser í haust. Hótelið mun einnig veita þáttargerðarmönnum ráðgjöf. Heilsuhótelið mun þó ekki einungis aðstoða Saga Film heldur er norsk sjónvarpsstöð á leið í heimsókn, en Ragnar segir hótelið hafa fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun erlendis. „Fjallað hefur verið um okkur í ýmsum tímaritum og sjónvarpsþáttum, mest í Noregi. Oftast er umfjöllunin mjög jákvæð þó að auðvitað beri á gagnrýnisröddum af og til. Við erum eina Heilsuhótelið á Íslandi en í sumum nágrannalöndum er þjónustan sem við bjóðum upp á, ekki í boði. Þess vegna hefur þetta vakið athygli utan landsteinanna,“ segir Ragnar Snær að lokum.


VANTAR ÞIG FAR Í BÆINN?

SKÓLARÚTAN

TIL REYKJAVÍKUR STAKUR STAKUR MIÐI MIÐI

1.300.KR 20 miða kort 12.000 kr.

Mánaðarkort 15.000 kr. pr. mán

Allir eru velkomnir í skólarútuna, hvort sem þeir eru í grunnskóla, framhaldsskóla, háskóla eða bara skóla lífsins.

LEIÐ SKÓLARÚTUNNAR FRÁ KEFLAVÍK TIL REYKJAVÍKUR R H

Í H

M R

H M

ZL Ó ER V

FL U

G VA

LL

k

A

st a a ff pa i br tá a r u t

R

T R SB Á

N Æ R G

RV EG U

A U

N JA EK FR

LG AT A

8:20 A Ð A

BL IK AV Ö

LL U

R

7:00

Lágfargjaldarúta

kexpress.is

ı

info@kexpress.is

ı

tEL.823-0099


12

fimmtudagurinn 22. ágúst 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Halldór Jónsson nýr forstjóri HSS:

Óásættanlegt að fólk sé ósátt

-Nýr forstjóri HSS vill að Suðurnesjamenn geti verið stoltir af stofnuninni Halldór Jónsson var ráðinn forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja til næstu fimm ára í byrjun júlí. Halldór er viðskiptafræðingur að mennt en lungann af sinni starfsævi hefur hann starfað við Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann gegndi fyrst stöðu skrifstofustjóra, síðar framkvæmdastjóra og lengst af stöðu forstjóra, að undanskildum árunum 1990-1994 þegar hann var bæjarstjóri á Akureyri. Halldór er Akureyringur í húð og hár en honum líkar lífið vel á Suðurnesjum. Hann telur mikilvægt að forstöðumaður stofnunar eins og HSS sé í tengingu við samfélagið og hafi tilfinningu fyrir því sem hér er að gerast og vegna þess hyggst hann flytja búferlum á svæðið. Halldór hitti Eyþór Sæmundsson blaðamann Víkurfrétta á dögunum þar sem máefni HSS voru rædd.

H

alldór segir hvimleitt að s tof nu n i n v i rð i s t h af a nokkuð neikvæða ímynd á Suðurnesjum og úr því vill hann ólmur bæta. Hann hefur ákveðnar hugmyndir hvernig því skuli hagað en þar spilar heildarskipulag heilbrigðiskerfisins á Íslandi öllu stóra rullu. Halldór vonast til að upplifun Suðurnesjamanna af þjónustu stofnunarinnar geti breyst. Góð þjónusta með góðu aðgengi Halldór segist þegar hafa heyrt í eða hitt alla bæjarstjóra á Suðurnesjum og jafnframt segist hann hafa fengið góðar móttökur frá starfsfólki jafnt sem íbúum. Hann segir mikilvægt að sveitarfélögin láti sig stofnunina varða. Einnig sé mikilvægt að góð samstaða sé með sveitarfélögum á svæðinu um stofnunina hvað varðar áherslur og uppbyggingu. „Skipulag heilbrigðismála á að vera að mestu óháð flokkspólítík. Ég tel að flestir séu sammála um þær meginlínur sem eigi að gilda vaðandi heilbrigðismál. Fólk vill góða þjónustu með góðu aðgengi fyrst og fremst,“ segir Halldór.

HSS, ásamt Hrafnistu, sóttist eftir því fyrir skömmu að gerast rekstraraðili hjúkrunarheimilanna Hlévangs og Nesvalla. Allt útlit er fyrir því að Hrafnista muni annast reksturinn en Halldór segir HSS hæglega ráða við rekstur hjúkrunarrýma aldraðra. „Ég hef engar athugasemdir varðandi Hrafnistu. Ég ber fulla virðingu fyrir þeim og þeirra starfsemi, en reynsla þeirra er mikil í umönnun aldraðra,“ segir Halldór. Hann efast þó ekki um að HSS hafi fulla burði til þess að annast slíkan rekstur. „Hér er stofnun til staðar sem hefur farið í gegnum miklar sveiflur á undanförnum áratugum. Margt á rætur að rekja til breytinga sem orðið hafa í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Við verðum að horfa á stöðuna í dag og takast á við hana. Hvað er það sem við getum best gert fyrir samfélagið hér?“ Halldór segir þjónustu við aldraða vera mikilvæga en hún sé hluti af grunnþjónustu heilbrigðismála. „Hin eiginlegu dvalarheimili eru nánast að leggjast af. Þetta eru að verða hjúkrunarheimili.“ Halldór telur að fresta megi því að fólk þurfi að flytjast á hjúkrunar-

heimili með því að bjóða upp á hvíldarinnlagnaþjónustu. Þar fengju aldraðir þjálfun, endurhæfingu og færnieflingu. „Sumir segja að ekki sé mikil eftirspurn eftir

því en það er kannski vegna þess að margir átta sig ekki á því hvað þetta gerir mikið gagn. Þetta, ásamt öflugri heimaþjónustu og góðum hjúkrunarheimilum, ætti að tryggja góða þjónustu við aldraða, sem eiga allt gott skilið. Við megum ekki gleyma gamla fólkinu, öll verðum við jú gömul einhvern tímann.“ Nálægðin við Reykjavík hefur bæði kosti og galla Varðandi sérfræðiþjónustu þá segir Halldór að þó svo að sérfræðingar séu ekki á HSS öllum stundum þá geti þeir hæglega komið hingað og tekið skoðanir og viðtöl, annast það sem minna er í smíðum. Stærri

hlutir eigi svo að vera afgreiddir á stærri stofnunum að mati Halldórs. Sérhæfing er að verða meiri og hún er að mati Halldórs að færast á færri staði. Nálægðin við Reykjavík hafi þó bæði sína kosti og galla. Verkefni okkar Suðurnesjamanna sé að nýta okkur kostina til hins ítrasta. Mikið öruggi sé að hafa sterkt bakland í seilingarfjarlægð. Umdeildar skurðstofur hjá HSS hafa ekki verið mikið notaðar og eins og staðan er í dag þá eru þær ekki í notkun. Eins hefur verið fjallað um fæðingardeild HSS þar sem áhættufæðingar hafa verið hugarangur íbúa á svæðinu. „Mikið hefur verið gert úr þeim ákvörðunum sem teknar voru áður. Þar nefni ég


13

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 22. ágúst 2013

sem dæmi skurðstofur sem lítið var notast við. Ég hef lítið kynnt mér hvort sú ákvörðun hafi verið rétt eða röng á sínum tíma, mér finnst það ekki skipta máli í dag. Þróunin hefur verið sú að viðameiri skurðstofustarfsemi færist á færri staði. Það þarf að meta hvar eigi að byggja upp slíka þjónustu og hvar eigi að kaupa hana annars staðar frá,“ segir Halldór. Rekstur skurðstofu kalli á mjög sérhæft starfsfólk, sem oft sé erfitt eða ekki mögulegt að fá til starfa. Þar sem skurðstofuþjónusta sé ekki til staðar allan sólarhringinn hafi það mikil áhrif á fæðingarþjónustu. Þar sem skurðlæknir og svæfingarlæknir eru ekki til staðar verður fæðingarþjónustan allt önnur. Grunnþjónusta í sátt við samfélagið Halldór segist hafa heyrt af því að sett hafi verið út á þjónustu HSS. „Það er óásættanlegt að fólk sé ósátt við þjónustu svona stofnunar. Það verða alltaf skiptar skoðanir. Sumar athugasemdir eru fullgildar en aðrar minna gildar. Við eigum að bregðast við ábendingum og athugasemdum íbúanna og gera okkar til að bæta þjónustuna. Ef fólk kemur ekki til okkar með skoðanir sínar þá getum við ekki brugðist við.“ Halldór er á því að þetta sé verk sem þurfi að vinna til langs tíma litið. Hann ætlar að gera sitt til þess að breyta því sem þarf og hann telur afar mikilvægt að grunnþjónusta sem þessi sé í sátt við samfélagið. „Fólk verður líka að skilja að við ráðum ekki öllum þessum hlutum. Margar ákvarðanir eru teknar annars staðar sem við þurfum svo að framkvæma. Við erum ekki endilega þessi „vondi“. Við verðum þó að koma ákvörðunum til skila og gera upplifun þeirra sem hingað sækja þjónustu jákvæða.“ „Við eigum ekki að eyða orkunni í eitthvað sem ekki er raunhæft að gera.“ Halldóri er mikið í mun að stofnunin geti veitt góða heilbrigðisþjónustu. Hann segir að nú þegar geri stofnunin það. Alltaf megi þó laga og bæta. „Kannski hefur ekki verið hlustað nóg eða brugðist við. Þannig vil ég ekki að hlutirnir séu og þannig verða þeir ekki. Ég vil að þessi stofnun sé í sátt og samvinnu við samfélagið. Þannig að fólk geti verið stolt af henni.“ Halldór segir að ekki megi gera óraunhæfar kröfur til HSS. Hann segir heilsugæslu á Íslandi vera á margan hátt í kröggum. Telur Halldór að HSS sé betur sett en margar aðrar stofnanir hvað varðar t.d. læknamönnun. Víða sé skortur á læknum. „Það er erfitt að viðhalda óbreyttri og góðri þjónustu þegar hagræðingar – og sparnaðarkröfur eru settar fram ár eftir ár. Kröfur um

þjónustu eru þó ekki að minnka. Ég tel mikilvægt að heildarskipulag heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi sé markvissara. Þannig að fyrir liggi hvaða þjónustu skuli veita á hverjum stað eða svæði. Það þarf að vera heildarrammi sem farið er eftir,“ segir Halldór en hann er fylgismaður markvissrar stefnumótunar sem mætti vera sterkari að hans mati. Öflug bráðaþjónusta sé fyrir hendi Að mati Halldórs, þá eiga ýmis atvik ekki erindi inn á stærstu sjúkrahúsin nema þau séu bráð, eða jafnvel lífshótandi. Minni sjúkrastofnanir/heilbrigðisstofnanir þurfi að geta sinnt slíkum viðfangsefnum. Halldór telur mikilvægt að HSS bjóði upp á öfluga bráðaþjónustu þar sem möguleiki sé fyrir hendi að leggja inn sjúklinga. Hann telur hins vegar eðlilegt að flóknustu og erfiðustu tilvikin séu flutt á Landspítala. „Í þessu 22.000 manna samfélagi þá er eðlilegt að öflug bráðaþjónusta sé til staðar. Við eigum ekki bara að vera móttökuaðili sem sendir sjúklingana áfram á annað sjúkrahús. Það þarf að vera samkomulag um hvaða þjónustu sé eðlilegt að byggja upp á hverjum stað. Að mínu mati getur það ekki verið ákvörðunaratriði hvers og eins algjörlega. Auðvitað er hægt að hafa sérstakar óskir en þetta þarf allt að passa í heildarmyndina.“ Halldór segist þakklátur fyrir þær móttökur sem hann hefur hlotið hér á Suðurnesjum. Hann hlakkar til þess að takast á við starfið og vonast til þess að geta gert samfélaginu gagn. Honum er ofarlega í huga að stofnunin geti orðið íbúum á svæðinu til góðs og þeir geti verið stoltir af henni. „Það er jákvætt að fá viðbrögð frá íbúum hvort sem þau eru jákvæð eða neikvæð. Það viljum við nota til þess að bæta þjónustuna okkar.“ Hefur áhyggjur af því að ná ekki endum saman Þegar talið berst að rekstri sjúkrahússins þá segir Halldór að vissulega sé reksturinn erfiður. „Það er deginum ljósara. Það er ekki auðvelt að ná endum saman og ég hef vissulega nokkrar áhyggjur af því. Það verða mörg nálaraugu sem þarf að horfa í gegnum varðandi ýmislegt í rekstrinum.“ Halldór segir að þær fjárveitingar sem stofnunin fái verði eðlilega að duga fyrir rekstri hennar. Það séu þó aðrir sem ákveði umfang fjárveitinganna og því verði einfaldlega að sníða stakk eftir vexti. „Við verðum að tala fyrir því sem betur mætti fara og reyna að hafa áhrif á fjárveitingar til HSS á næsta og næstu árum,“ segir Halldór að lokum.

Hrönn Arnardóttir, útskrifaðist nýlega sem lífverkfræðingur og starfar nú hjá Bláa lóninu. Halldís Thoroddsen lauk prófi sem efnaverkfræðingur sl. vor og hún starfaði í Rannsóknaog Þróunarsetri Bláa lónsins í sumar.

Ungir vísindamenn starfa að líftækni hjá Bláa lóninu

B

láa lónið hefur allt frá stofnun lagt ríka áherslu á rannsókna- og þróunarstarf. Markvisst er unnið að rannsóknum á virkum efnum Bláa lónsins. Ása Brynjólfsdóttir, lyfjafræðingur, hefur stýrt rannsókna- og þróunarstarfinu frá upphafi. Ása segir að fyrirtækið hafi lagt áherslu á samstarf við háskóla hér heima og erlendis. „Hjá okkur hafa starfað nemendur frá innlendum og erlendum háskólum auk þess sem fyrirtækið hefur getað veitt nýútskrifuðum aðilum á þessu sviði störf á sínu sérsviði. Á sviðinu starfa nú sjö starfsmenn og þeirra á meðal eru Hrönn Arnardóttir og Halldís Thoroddsen. Hrönn Arnardóttir er nýútskrifuð sem lífverkfræðingur og hóf hún störf hjá Bláa lóninu fyrir rúmlega hálfu ári síðan og var ráðin inn sem sérfræðingur á rannsókna- og þróunarsviði. „Ég var þá nýflutt heim eftir meistaranám í lífverkfræði (e. Bioengineering) við The University of Tokyo. Ég var svo lánsöm að hljóta styrk á vegum japanska menntamálaráðuneytisins til að stunda nám í Tokyo og vinna þar að rannsóknum á sviði líftækni til tveggja ára,“ segir Hrönn. „Í Þróunarsetrinu býðst mér því einstakt tækifæri að vinna fjölbreytt og spennandi starf á sviði líftækni sem hæfir minni menntun. Líftækni er tiltölulega nýr en

ört vaxandi iðnaður í heiminum í dag og því er frábært að hafa tækifæri á að nýta mína menntun sem lífverkfræðingur hér á Íslandi“ segir Hrönn „og fá að stunda rannsóknir við öflugt fyrirtæki sem leggur eins mikið upp úr rannsóknar- og þróunarstarfi eins og Bláa lónið gerir“. Halldís Thoroddsen er nýútskrifuð með B.Sc. próf í efnaverkfræði frá Háskóla Íslands og starfar í sumar við rannsókna- og þróunarsetrið „Námið var 3 ár og var ég í skiptinámi í The Cooper Union, School of Engineering í New York lokaárið. Stefnan er svo sett á framhaldsnám í efnaverkfræði í Gautaborg í haust.“ Halldís starfaði sem sumarstarfsmaður á baðsvæði Bláa lónsins síðustu fimm sumur og segir það vera gaman að geta enn unnið hjá sama fyrirtæki en á allt öðru sviði. „Það er einnig gaman að fá möguleika á því að vinna á því sviði sem ég er búin að mennta mig á. Því það er ekki gefið fyrir námsmenn að komast strax í störf tengd menntun. Mér hefur alltaf fundist efnafræði skemmtileg og hef mikinn áhuga á snyrtivöruframleiðslu. Því finnst mér mjög áhugavert að skoða hvernig virk efni Bláa lónsins, kísill, sölt og þörungar, eru notuð í krem og snyrtivörur,“ segir Halldís.


14

fimmtudagurinn 22. ágúst 2013 • VÍKURFRÉTTIR

MARÍNA JASSAR Í AMSTERDAM M

arína Ósk Þórólfsdóttir er fjölhæf tónlistarkona frá Reykjanesbæ sem margir kannast við, enda hefur hún komið fram ýmist sem söngkona eða þverflautuleikari á fjölmörgum skemmtunum á Suðurnesjunum. Marína hefur komið fram á vegum Tónlistarskólans í Reykjanesbæ, á eigin vegum og einnig með ýmsum hljómsveitum. Hún útskrifaðist með burtfararpróf í djasssöng og þverflautuleik frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fyrir tveimur árum. Strax eftir útskrift ákvað hún að flytja norður til Akureyrar og sér ekki eftir því enda hafa verkefnin alls ekki verið af skornum skammti. Marína fékk vinnu mjög fljótlega hjá Tónlistarskólanum á Akureyri. „Ég var mjög heppin að fá vinnu strax. Mig langaði að breyta til og ákvað að flytja til Akureyrar en var ekki með neitt fast og bjóst alveg eins við því að þurfa að vera á atvinnuleysisbótum og sitja heima og prjóna.“ Það er þó ekki að skapi Marínu þar sem hún hefur alltaf haft mikið fyrir stafni, sem varð einnig raunin á Akureyri. Eftir mánaðardvöl á Akureyri var Marína ekki aðeins búin að ráða sig í eitt starf, heldur nokkur. Henni bauðst fyrst að kenna forskóla og söng í Tónlistarskólanum á Akureyri. Annar tónlistarskóli í bænum leitaði síðan til hennar og vildi fá hana í flautukennslu. Marína á erfitt með að segja nei og tók hún, auk tónlistarkennslunnar, að sér kórastarf. Í tvö ár hefur Marína stjórnað tveimur kórum í Glerárkirkju sem og Gospelkór Akureyrar.

Marína Ósk Þórólfsdóttir, tónlistarkona úr Reykjanesbæ hefur verið áberandi í tónlistarlífinu fyrir norðan en er á leið í ný ævintýri í útlöndum

Víst er að ánægja hafi ríkt með störf Marínu í tónlistarbransanum á Akureyri en sem dæmi má nefna voru 25 manns sem byrjuðu í Gospelkórnum þegar Marína tók við honum en í dag eru hátt í 60 á skrá. Kórarnir koma fram á ýmsum skemmtunum á svæðinu en Marína er einnig mikið fengin til þess að syngja sjálf. „Í sumar hefur verið brjálað að gera í brúðkapum og svo er ég yfirleitt líka á haus í desember,“ en þá er Marína uppbókuð fyrir jólahlaðborðin. Eitt skemmtilegasta „giggið“ kom í kjölfar þess að Marína var beðin um að syngja með Felix Bergssyni á útgáfutónleikum hans á Græna Hattinum. Út frá því var henni boðið að syngja með Gestum út um allt sem var útvarpsþáttur á Rás 2 sem tekinn var upp í Hofi á Akureyri en ýmsir tónlistarmenn komu fram þar. Marína var einnig beðin um að syngja afmælislag Akureyrar en bæjarfélagið varð 150 ára í fyrra. Marína er alin upp í Keflavík og flutti til Akureyrar sem er bæjarfélag af svipaðri stærðargráðu, en meginmunurinn er sennilega sá að í Reykjanesbæ var Marína mörgum kunnug. Hún þekkti fáa á Akureyri þegar hún ákvað að flytja þangað en hún segir Akureyringa hafa tekið sér ótrúlega vel. „Mér finnst æðislegt að búa hér og í rauninni er virkilega erfitt að fara héðan. Hér eru mörg tækifæri fyrir unga tónlistarmenn og ef maður stendur sig vel, þá opnast margar dyr. Ég hafði alls ekki gert ráð fyrir því að komast svona fljótt inn í samfélagið hér, en ég hef verið ansi heppin. Marína yfirgefur höfuðborg norðursins á næstu vikum en í byrjun september flytur hún til Hollands þar sem hún mun stunda háskólanám í djasssöng við Konservatoríuna í Amsterdam. „Ég er ótrúlega spennt fyrir því að búa í fallegu Amsterdam og að takast á við nýjar áskoranir, vonandi næ ég að aðlagast lífinu þar eins vel og mér tókst á Akureyri,“ segir Marína að lokum.

Mynd: Freydís Heiðarsdóttir

Nafn konunnar sem lést í bruna í Þjórsárdal

K

onan sem lést þegar eldur kom upp í hjólhýsi í Þjórsárdal um helgina hét Ragnheiður Sigurbjörg Árnadóttir, til heimilis að Fífumóa 2 í ReykjanesAbæ. Hún var 75 ára og lætur eftir sig sambýlismann og þrjú uppkomin börn. Ásamt rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi komu að rannsókn þessa hörmulega slyss tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og kennslanefnd ríkislögreglustjóra. Talið er að upptök eldsins hafi verið út frá gasbúnaði í ísskáp hjólhýssins.

Daglegar fréttir á vf.is


15

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 22. ágúst 2013

Sandgerðisdagar 2013 Mánudagur 26. ágúst

Efra Sandgerði 20:00 „Pub quiz“ spurningakeppni. Tónlistarkonan Fríða Dís Guðmundsdóttir kynnir tónlistarverkefni sitt. Skráning á staðnum. Nýjustu fréttir herma að Sandgerðingar taki þátt í Útsvari í ár. Nú er lag að safna í lið og æfa sig! Þriðjudagur 27. ágúst

Föstudagur 30. ágúst N1 völlur og Reynisheimilið Knattspyrnukeppni: Norðurbær – Suðurbær. Saltfiskveisla fyrir keppendur í Norðurbæ – Suðurbæ. Samkomuhúsið 23:00 Ball með Helga Björns og Reiðmönnum vindanna. Húsið opnar kl 23:00. Miðaverð: 2.500 kr. í forsölu og 3.000 kr. við hurð. Forsala auglýst síðar. Íþróttamiðstöðin í Sandgerði 16:00 Sápubolti og víðavangshlaup í boði Vélsmiðju Sandgerðis – nánar upplýsingar birtast á Sandgerdisdagar.is 20:00 Sundlaugardiskó fyrir ungt fólk fætt árið 2000 og eldri.

20:00 Pottakvöld kvenna í sundlauginni í umsjón Kvenfélagsins Hvatar. Stórskemmtileg dagskrá!

Efra Sandgerði 20:00 Söngva- og sagnakvöld: Lesin og sungin ljóð eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur skáldkonu, lesið úr Ugluspegli, sagðar sögur, fjöldasöngur o.f.l. Kynnir verður Einar Valgeir Arason.

Miðvikudagur 28. ágúst 11:30

Frekari upplýsingar eru á sandgerdisdagar.is

Grunnskólinn í Sandgerði - Setning Sandgerðisdaga með grunn- og leikskólabörnum.

Málþing Þekkingarsetur Suðurnesja stendur fyrir málþingi um steingervinga og fræðandi ferðaþjónustu í tilefni heimsóknar ástralskra sérfræðinga á því sviði hingað til lands. Málþingið er öllum opið án endurgjalds og eru áhugamenn um jarðfræði, steingervinga og ferðaþjónustu sérstaklega hvattir til að mæta. Málþingið hefst kl. 10:00 og er haldið í húsnæði Þekkingarsetursins að Garðvegi 1, Sandgerði. Dagskrá 10:00 Setning 10:10 Steingervingar á Íslandi Lovísa Ásbjörnsdóttir, jarðfræðingur frá Náttúrufræðistofnun Íslands 10:30 The Age of Fishes Museum and fossils in Australia Monica Yeung, jarðfræðingur frá The Age of Fishes Museum 11:30 Jarðvangur á Reykjanesi Eggert Sólberg Jónsson, verkefnastjóri Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 11:45 Fræðandi ferðaþjónusta Þuríður Aradóttir, verkefnastjóri Markaðsstofu Suðurnesja 12:00 Málþingslok og hádegisverður 12:30 Skoðunarferð um Þekkingarsetur Suðurnesja Sjávarréttasúpa og brauð verður í boði að málstofu lokinni. Verð 1.000 kr. Skráning á málþing og í hádegisverð þarf að berast fyrir 23. ágúst á netfangið thekkingarsetur@thekkingarsetur.is Varðan 17:00 Móttaka nýrra Sandgerðinga. Hátíðardagskrá í Safnaðarheimilinu 19:30 Fram koma m.a. Páll Óskar og Monika, Kvennakór Suðurnesja, Marína Ósk og Söngskvísur Sigurbjargar. Kynnar verða Elín og Guðrún úr Gula hverfinu. Samkomuhúsið í Sandgerði 21:00 – 23:00 Gömludansaball fyrir alla fjölskylduna að hátíðardagskrá lokinni. • Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Allir, ungir sem aldnir, eru hvattir til að koma og dansa. Áfengislaus skemmtun. • Hnallþórukeppni - Keppt er um bestu kökuna og best skreyttu kökuna. Að keppni lokinni er ballgestum boðið upp á kökur. Tekið verður á móti kökum í keppnina frá kl. 17:30 - 18:30 í Samkomuhúsinu. Við hvetjum alla til þess að taka þátt í þessari skemmtilegu keppni sem endar með því að við bjóðum hvert öðru til veislu ! Fimmtudagur 29. ágúst Listatorg 17:00 Ásta Pálsdóttir opnar myndlistasýningu í sal Listatorgs. Listatorg er opið alla daga frá kl. 13.00-17.00 og laugardaginn 31. ágúst frá kl. 13.00-19.00. Skýjaborg 17:00-19:00 Diskótek fyrir yngstu börnin í Skýjaborg N1 – völlurinn 18.00 Reynir – KV – Fjölmennum á völlinn – Áfram Reynir! Varðan 20:00 Lodduganga fyrir fullorðna. „Lítið en ljúft er veitt í Loddu“. Gengið er frá Vörðunni. Mamma Mía 22:00-01:00 Sjonni og Vigga halda uppi stuðinu. Aðgangseyri 1.000 kr.

Veitingahúsið Vitinn Hljómsveitin Sín leikur fyrir dansi. Aðgangseyri 1.000 kr. Laugardagur 31. ágúst Kirkjubólsvöllur - „Kastað til baka“ Styrktarmót í samstarfi við Samhjálp kvenna , Krabbameinsfélag Íslands og styrktaraðila. Skráning á golf.is. 11:00

Ganga í boði Fjallavina – fjallavinir.is Gangan hefst við Arnarhól. Frítt í sund eftir gönguna.

11:30

Dorgveiði við höfnina í umsjón Björgunarsveitarinnar Sigurvonar.

Slökkvistöð 10:00-16:00

Opið hús

Veitingahúsið Vitinn Sérstakur Sandgerðisdaga matseðill. Borðapantanir fyrir matargesti. Kaffi, kakó og heimabakaðar kökur alla helgina. Lifandi tónlist í Vitagarðinum ef veður leyfir. Miðhús 13:00-17:00 Vöfflukaffi, handverkssýning og markaður. Þekkingarsetur Suðurnesja Opið er á Þekkingarsetrinu mánudag til föstudags frá kl. 10:00-16:00. Laugardag og sunnudag er opið frá 13:00-17:00 – ókeypis aðgangur. Alla helgina verða lifandi sjávardýr til sýnis sem gestir geta skoðað í návígi og jafnvel fengið að halda á ef þeir þora! Í boði er einnig skemmtilegur ratleikur í nágrenni Sandgerðisbæjar fyrir alla aldurshópa. Ratleikurinn tekur um klukkustund og glaðningur er í boði fyrir þá sem ná að ljúka honum. 13:00 Grillaðar pylsur í boði Þekkingarsetursins – fyrstir koma, fyrstir fá! 15:00 Sjávardýrum gefið að borða. Allan daginn verður boðið upp á skoðunarferðir um húsnæði Þekkingarsetursins, þar með talið rannsóknaaðstöðu Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum og Náttúrustofu Suðvesturlands. Sandgerðisdagagatan 2013 er Holtsgatan. Gestir eru hvattir til þess að taka rölt um götuna. Hátíðarsvæði við Grunnskólann frá kl. 13:00 • Leiktæki frá Hopp og Skopp á skólalóðinni • Hoppukastali í boði Landsbankans • Sölutjöld og markaður í umsjón starfsmanna Grunnskólans í Sandgerði • Söguferð í boði Hópferða Sævars og Reynis Sveinssonar • Mótorhjólakappar kíkja í heimsókn • Hestar, börnum boðið á bak • Spákona • Kraftakeppni • Andlitsmálun Hátíðarsvið frá kl. 13:30 -16:30 Meðal annars: Bryn Ballet Akademían, Leikhópurinn Lotta, Eyþór Ingi í boði TM, Taekwondo, Ávaxtakarfan frá Leikfélagi Keflavíkur, verðlaunaafhendingar fyrir dorgveiði, sumarlestur, teiknikeppni og ljósmyndakeppni, söngur frá ungum Sandgerðingum og fleira. Hverfaganga - Litaganga 20:15 Hverfin hittast við Vörðuna og ganga saman að hátíðarsvæðinu við Grunnskólann. Hátíðarsvið við Grunnskólann frá kl. 20:30-23:00 Meðal annars: Föruneytið, hljómsveitin Mystery Boy, Klassart, glæsileg sirkusatriði í boði Samkaupa, Á móti sól, harmonikkutónlist og flugeldasýning í boði Norðuráls og Sandgerðisbæjar. Samkomuhúsið í Sandgerði – Ball með hljómsveitinni Á móti sól – Nánari upplýsingar síðar. Vitinn – Hljómsveitin Sín leikur fyrir dansi – Aðgangseyri 1.000 kr.

Sunnudagur 1. september

Nesmúr LS Legal

Flugfiskur

Fiskverkun K & G

13:00 14:00

Staftré Flatfiskur

Hvalsneskirkja Hjólaferð út í Hvalsneskirkju. Lagt af stað frá Íþróttarmiðstöðinni. Fjölskyldumessa. Söngskvísur Sigurbjargar syngja. Fjölskylda og vinir hjóla saman að Hvalsneskirkju. Boðið uppá heitt kakó og kleinur að hjólaferð lokinni. Við minnum á að frítt er á tjaldsvæðið í Sandgerði á Sandgerðisdögum. Frítt í sund laugardag og sunnudag. Börn eru á ábyrgð foreldra - Virðum útivistarreglur. Gæludýr eru ekki leyfð á hátíðarsvæðinu. Frí skilavika á bókum í bókasafninu.


16

fimmtudagurinn 22. ágúst 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Afgreiðslustúlkur Hertex búðarinnar í Grágás eru á öllum aldri.

Starfsemi Hjálpræðishersins aftur á fullt

S

tarfsemi Hjálpræðishersins byrjaði af fullum krafti aftur eftir sumarfrí sl. sunnudag en þá var haldin fyrsta samkoman undir nýjum leiðtoga. Á þriðjudaginn var svo samkoma fyrir þá sem hafa verið og ætla sér að vera sjálfboðaliðar í haust. Boðið var upp á kvöldverð og starfsemi komandi veturs rædd. Nýr foringi hefur verið ráðinn til starfa en það er Elín Kyseth frá Noregi sem mun gegna því starfi í haust. Að auki munu Ingvi Skjaldarson og Hjördís Kristjánsdóttir sjá um daglegan rekstur. Í haust mun vera áframhald á þeirri fjölbreyttu starfsemi sem Hjálpræðisherinn býður upp á. „Við erum með kór í samstarfi við Bríeti Sunnu en þetta er eins konar gospelkór fyrir krakka á grunnskólaaldri. Unglingarnir fá einnig eitthvað við sitt hæfi en við erum með sér hópastarf fyrir krakka í 8. bekk og eldri. Í fyrra fermdust hjá okkur fjórir krakkar og var það í

fyrsta sinn sem trúfélagið Hjálpræðisherinn hélt fermingu,“ segir Hjördís. Einnig hefur verið í boði fyrir börn að koma eftir skóla á þriðjudögum í eins konar frístund þar sem þau hafa tækifæri á að fá aðstoð með heimanám og geta leikið sér. Námskeið og leshópar verða einnig á dagskránni í vetur, sem kynnt verður nánar næstu vikur. Í gamla húsnæði prentsmiðjunnar Grágás fer fram sameiginleg starfsemi með Keflavíkurkirkju en Hertex búðin er einnig staðsett þar, sem er búð á vegum Hjálpræðishersins sem selur notuð föt. Þar hefur verið í gangi áhugavert verkefni en sjálfboðaliðar hafa endurunnið fatnað sem Hjálpræðishernum berst með því að hanna og sauma nýjan fatnað úr gömlum fötum. Unnið er þó að því að finna hentugra húsnæði fyrir búðina. Vox Felix æfir einnig í húsinu en það er samstarfsverkefni kirknanna á Suðurnesjum.

Greip 10 fýla á flugi

K

eflvíkingurinn Friðrik Daði Bjarnason var á veiðum með fjölskyldu sinni við Flatey á Breiðafirði þegar hann gerði sér lítið fyrir og greip fýl á flugi. Ekki nóg með það heldur greip hann alls um 10 fugla sem flugu meðfram bátnum í veiðiferð fjölskyldunnar um sl. verslunarmannahelgi. Friðrik sem er 17 ára, siglir reglulega á þessum slóðum en hann sagðist í samtali við VF hafa haft gaman af atvikinu, en aldrei áður hafi fuglarnir flogið svo nálægt bátnum og gefið færi á sér. Hann segir verst að ekki hafi allir fuglarnir náðst á myndband en hann er þó ekki að búast við heimsfrægð vegna myndbands sem má sjá á vf.is. Hann segir fuglana hafa verið frekar rólega en þegar hann hafi haldið á þeim hafi þeir orðið frekar önugir. Eins og frægt er orðið hefur myndband af manni sem grípur máv á flugi slegið í gegn að undanförnu í netheimum. Sá maður á hins vegar ekki roð í Friðrik sem virðist vera mikil aflakló.

Ásta Páls heldur myndlistarsýningu á Sandgerðisdögum Á

sta Pálsdóttir myndlistarkona heldur sýningu í listagalleríinu í Sandgerði á Sandgerðisdögum. Verða ný og gömul vatnslistaverk til sýnis, en Ásta hefur mest notað vatnsliti í sinni listsköpun. Viðfangsefnið er langoftast íslensk náttúra en hún veitir Ástu innblástur. Verk Ástu hafa verið vinsæl meðal Suðurnesjamanna í gegnum tíðina og hafa vatnslitaverkin sérstaklega fengið góða umsögn. Aðspurð segist Ásta ekki vera komin með leið á myndlistinni en hana hefur hún stundað í 40 ár. Sýningin opnar fimmtudaginn 29. ágúst kl. 17 og eru allir hjartanlega velkomnir.

H amingj u h o rnið

Grunlausa gínan!

An

na

Ló a

Það verður seint sagt um mig að ég læðist toppi til táar. En ekki nóg með það, tilfinningin með veggjum eða að það fari lítið fyrir mér. var rétt eins og ég væri ekki þarna sjálf þar sem Ég tala hátt og mikið svo mörgum þykir nóg hún var algjörlega afslöppuð í þessari rannum, hláturinn djúpur og ég á það til að gleyma sóknarvinnu sinni og grandskoðaði mig, svona því að ég er ekki ein í heiminum. Fólki hefur eins og hún væri að athuga hvort eitthvað væri verið tíðrætt um að það fari ekkert á milli mála að kápunni minni. En svo bar til tíðinda þegar þegar ég mæti á svæðið og fengi ég líklega seint hún fór að „þukla“ á mér, en áður en ég veit af viðurnefnið „Lóa lipurtá“ þar sem ég stíg bæði þá strýkur hún eftir annarri erminni á kápunni fast og ákveðið til jarðar. En hin síðari ár hef ég og stoppaði við skinnrönd neðst á henni. Þar æft mig í framkomu og tjáningu og sýnt fram fer hún að þreifa á skinninu, svona eins og til að finna almennilega hvernig tilá að ég GET látið lítið fyrir finningu það kalli fram þegar mér fara þegar á þarf að halda. En svo bar til tíðhún virkilega leyfði því að leika Ég hef náð ótrúinda þegar hún á milli fingranna og ég áttaði legum árangri og mig á því að við svo var ekki stundum fer svo fór að „þukla“ á lítið fyrir mér að mér, en áður en ég veit af lengur unað. Ég dreg því að mér höndina undrun sætir – já svona rétt eins þá strýkur hún eftir ann- og segi „excuse me, can I help og ég setji á mig arri erminni á kápunni... you“! Viðbrögð hennar komu mér á óvart, en frá henni kom huliðshjálm sem gerir það að verkum að fólk tekur öskur, hún tekur fyrir munn sér og hálf dettur ekki eftir að ég sé á staðnum. Þetta aftur fyrir sig. Svo horfir hún á mig eins og hún getur komið sér vel og ótrúlega hafi séð draug og segir „I´m sorry, I thought gott að geta „kúplað“ frá ef svo ber you were a doll“ á sama tíma og hún hneigði sig ANNA LÓA undir – já horfið inn í minn eigin nokkrum sinnum! Já, hún hélt sem sagt að ég ÓLAFSDÓTTIR væri gína og var hrifin af kápunni minni, sem heim. SKRIFAR Fór í menningarferð með vinnu- hún taldi vera söluvöru. Framhaldið var einfélögum í höfuðborgina sem þýðir hvern veginn þannig að samferðarfólk hennar heimsóknir á söfn, skoða í búðir, setjast á kaffi- leiddi hana út úr búðinni og hún hneigði sig svo hús o.s.frv. Við gengum m.a. niður Skólavörðu- oft að ég sat eftir með samviskubitið. stíginn og kíktum í búðirnar og í einni slíkri Víkur nú sögunni að vinnufélögunum sem var greinilegt að vinnufélagarnir voru yfir sig áttuðu sig á stöðunni og í stað þess að gramsa í ánægðir með vöruúrvalið og vildu fá tíma til fatabunkum var það hláturinn sem fyllti hvern að gramsa aðeins. Ég var einhvern veginn ekki í kima í versluninni og svo fór að ég þurfti að „að gramsa þangað til ég finn eitthvað“ stuðinu styðja hópinn út úr versluninni. Enn þann dag þann daginn og því ákvað ég að standa álengdar í dag finnst vinnufélögum mínum það hreint og fylgjast með þeim og með það fyrir augum með ólíkindum að ÉG hafi getað þagað nógu færði ég mig í eitt horn verslunarinnar og sett á lengi, eða staðið það kyrr að ég var tekin í mismig huliðshjálminn. Skyldu þau átta sig á því að gripum fyrir gínu. Þarna sýndi ég, svo ekki verður um villst, að ég var þarna á staðnum!! Eitthvað hefur hjálmurinn bara hulið hluta af ég get látið lítið fyrir mér fara og kem til með mér því þar sem ég stend í mínum eigin heimi að nýta mér þennan hæfileika óspart. Þarf að og horfi yfir dásamlegan hópinn gramsa, hlæja sannfæra samstarfsfólkið mitt um þetta – þau og skiptast á skoðunum um kostakaupin sem halda ennþá að gínu-atriðið hafi verið einstakur væri mögulega hægt að gera, veit ég ekki fyrr atburður sem mér sé ómögulegt að endurtaka. en ferðamaður, kona á miðjum aldri, stendur Við skulum sjá!! við hlið mér og horfir með einbeittum augum á mig. Það verður að segjast eins og er að hún Þangað til næst - gangi þér vel! fór langt inn á mitt persónulega svæði, þar sem Anna Lóa hún stendur þétt upp við mig, já svona rétt eins Fylgstu með mér - http://www.facebook.com/ og í ópal-auglýsingunni og mældi mig út frá Hamingjuhornid


útenlaust Fitulaust Sykurlaust Lágkolvetna Fitulau

Bylting í baráttunni

Sykurla Sykurlaust Glútenlaust vetna Fitulaust Lágkolve

Innihald: vatn & trefjar!

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


18

fimmtudagurinn 22. ágúst 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Fjölskylduskemmtun til styrktar 6 ára hetju Haldin verður fjölskylduskemmtun í þróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík sunnudaginn 1. september til styrktar Björgvini Arnari sem er 6 ára drengur sem sem berst hetjulega við sjaldgæfan sjúkdóm, Geleophysic Dysplasia. Björgvin Arnar hefur verið mikið veikur frá fæðingu og hefur móðir hans, Ásdís Gottskálksdóttir helgað sig Björgvini öll þessi ár ásamt því að vinna og hugsa um heimili. Eins og gefur að skilja er staðan hennar ekki góð í dag og því brá bróðir hennar, Ólafur Gottskálksson á það ráð að standa fyrir söfnun fyrir fjölskylduna. Ásdís er einstæð móðir og á að auki 6 mánaða dóttur. Ólafur segist vilja vekja athygli á þessum hræðilega bandvefssjúkdómi, Geleophysic Dysplasia en Björgvin Arnar er sá eini sem hefur greinst með hann hér á landi.

B

jörgvin Arnar fæddist með hjartagalla og fór í þrjár hjartaaðgerðir í Boston þegar hann var 7 mánaða. Næst fór hann að vera slæmur í lungum og í kjölfarið stóð hann í stað í vexti og þyngd. Í dag er Björgvin Arnar 88 cm og rúm 13 kg, líkt og 21 mánaða barn. Einnig hefur hann farið í fimm hjartaþræðingar og þrjár aðgerðir til að víkka öndunarveginn. Hann fór í lungnaaðgerð í Boston árið 2011 þar sem hluti af vinstra lunga var tekinn úr honum vegna þrálátra sýkinga sem ollu oft löngum spítalainnlögnum. Í október í fyrra fór hann í aðgerð til að setja sonduhnapp í magann

vegna næringarleysis og þurfti hann þá að vera í öndunarvél. Síðan þá hefur hann verið með súrefni allan sólarhringinn. Björgvin Arnar glímir við mikla öndunarerfiðleika og þróttleysi sem og mjög skerta sjón og hefur ekkert bragðskyn. Súrefnisþörf hans er stöðugt að aukast og nálgast brátt mjög erfitt stig. Hann fær hjartalyf, lungnalyf, þvagræsilyf, sýklalyf ásamt pústum, mörgum sinnum á dag. Einungis er vitað um undir 100 tilfelli sjúkdómsins í heiminum. Hann var fyrst skilgreindur árið 2011 og eru ekki til miklar upplýsingar um sjúkdóminn vegna þess hve sjaldgæfur hann er. Börn

Instagram

VF

Skin, skúrir og fótbolti Þessa vikuna er engin verðlaunamynd í Instagram leik Víkurfrétta en eins og fram hefur komið áður eru verðlaun einungis veitt aðra hverja viku. Það er um að gera að halda áfram að merkja myndirnar sínar #vikurfrettir á Instagram þar sem jafnvel er von er á nýjum og spennandi vinningum með haustinu. Hér fyrir neðan má sjá mynd af skrautlega klæddum Víðismönnum en fótboltamennirnir úr Garðinum klæddu sig í búninga þegar þeir kepptu í golfmótinu Víðir Open. Önnur myndin er einnig knattspyrnutengd en einnig spilar fallegt veður og sólsetur inn í. Myndin var tekin þegar Keflvíkingar sigruðu Valsmenn á heimavelli síðastliðinn sunnudag. Síðasta myndin er lýsandi fyrir undanfarna daga á Suðurnesjunum þar sem skin og skúrir skiptast á. Flottur regnbogi sést hér byrja við skrifstofuglugga Víkurfrétta.

sem greinast með þennan sjúkdóm eru oft orðin nokkurra ára og um 50% deyja fyrir 5 ára aldur. Fjölskylduhátíðin verður haldin sunnudaginn 1. september kl. 14:00. Allir sem koma að skemmtunni vinna sjálfboðavinnu og allir listamennirnir gefa vinnu sína. Reykjanesbær útvegar alla aðstöðu. Ólafur segist gríðarlega þakklátur öllum þeim sem koma að viðburðinum. „Ég er orðlaus yfir viðtökununum, að upplifa svona meðbyr er svo jákvætt og sýnir Ásdísi og Björgvini svo mikinn stuðning.“ Starfshópur hefur komið að undirbúningi skemmtunarinnar og vill Ólafur koma þökkum til eftirtaldinna aðila: Reykjanesbær, Körfuknattleiksdeild Keflavíkur, Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur, Knattspyrnudeild Keflavíkur,Sr. Skúli Ólafsson, Ragnhildur Steinunn, Magnús Kjartansson, Kjartan Már Kjartansson, Finnbogi Kjartansson, Libra ehf. , Jóhanna Reynisdóttir, Pálmi Þór Erlingsson, Ólafur Thordesen, Ívar Ingimarsson, Hermann Hreiðarsson, Rúnar Kristinsson. Á skemmtuninni koma fram: Séra Skúli Ólafsson setur skemmtunina.

Sveppi og Villi Eiríkur Fjalar Latibær – Íþróttaálfurinn og Solla stirða Danskompaníið með danssýningu Bríet Sunna Ingó veðurguð Erpur Valdimar Friðrik Dór Jón Jónsson Björgvin Halldórsson

Í hliðarsal verða leiktæki fyrir börn, hoppukastalar, meistaraflokkur Keflavíkur leika með bolta, lögreglan mætir með sýnir lögregluhjól og lögreglubíl. Miðaverð er 1000 kr. og fá yngstu börnin frítt inn. Frjálst að leggja meira af hendi. Styrktarreikningur fjölskyldunnar er: 0542-14-600000. Kt: 051175-3529.

pÓSTKASSINN

Þakkir til fyrirtækja á Suðurnesjum Einstaklingurinn þarf heilt þorp ...... já og tækifæri

O

rðatiltækið „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ hefur margt til síns máls, enda má fullyrða að uppeldi barns sé ekki eingöngu á forræði foreldra heldur ræðst það af samspili einstaklinga, stofnana og samfélagsins í heild. Þó svo að þetta orðatiltæki eigi við um börn er óhætt að segja að sama samspil þurfi að eiga sér stað til að gera einstaklingum sem dottið hafa út af vinnumarkaði vegna veikinda eða slysa kleift að fóta sig að nýju og verða virkir samfélagsþegnar. Á sama hátt og börn þurfa öryggi og stuðning við að taka sín fyrstu skref í lífinu þurfa einstaklingar sem eru að koma undir sig fótunum, eftir fjarveru á vinnumarkaði í kjölfar erfiðs tímabils, að hafa einhvern sér nálægt sem er reiðubúinn til að veita stuðning við uppbyggingu þess einstaklings. Í raun er það nauðsynlegt við töku fyrstu skrefanna á vinnumarkaðnum. Samvinna, starfsendurhæfing á Suðurnesjum er dæmi um stofnun sem styður við einstaklinga sem þurfa á aðstoð að halda vegna veikinda, slysa og/eða félagslegra erfiðleika við endurkomu á vinnumarkaðinn. Markmiðið er að endurhæfa einstaklinga til vinnu, stuðla að auknum lífsgæðum þeirra og fjölskyldu, með það að leiðarljósi að viðkomandi fari í atvinnu eða nám að endurhæfingu lokinni. Samvinna á mikið samstarf við aðrar stofnanir og ekki síður fyrirtæki á svæðinu, enda aukast líkurnar talsvert á árangri ef allir í nærumhverfi einstaklingsins leggja hönd á plóg. Með slíkri heildstæðri vinnu á einstaklingurinn meiri möguleika á endurkomu út á vinnumarkað og/ eða áframhaldandi námi. Slíkur árangur er tvímælalaust til hagsbóta, ekki einungis fyrir einstaklinginn heldur fyrir samfélagið í heild sinni. Mörg fyrirtæki hér á Suðurnesjum hafa tekið þátttakendum Samvinnu

með opnum örmum og gert allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða og styðja þá í sinni endurhæfingu. Það samstarf er ómetanlegt og gjöfult, og eiga fyrirtækin hér á svæðinu mikið þakklæti skilið. Starfsþjálfun þessi gefur einstaklingum tækifæri til að efla vinnufærni sína, vinna í öruggu umhverfi, öðlast styrk og aukið sjálfstraust, ásamt því að prófa sig áfram í vinnu sem viðkomandi gæti e.t.v. síðar unnið við. Afar mikilvægt er að mæta einstaklingum þar sem þeir eru staddir og án nokkurra fordóma. Aðeins þannig verður settu markmiði náð, sem er að efla einstaklingana áfram í „rétta átt“. Með starfsþjálfuninni verða einstaklingarnir hluti af fyrirtækinu og starfsliðinu og fá um leið þá tilfinningu að tilheyra „hópnum“, ásamt því að takast á við ýmis og fjölbreytt störf. Flestir einstaklingar vilja vera þátttakendur í samfélaginu og tilheyra því, hvort sem um ræðir vinnu eða skóla og því er afar mikilvægt að útiloka einstaklinginn ekki, heldur bjóða hann velkominn. Sumir einstaklingar sjá hins vegar þann möguleika ekki fyrir sér vegna líkamlegra eða andlegra hindrana sem þeir í fyrstu telja óyfirstíganlegar en með viðeigandi stuðningi má styrkja þá í von sinni og gera vonina síðar að veruleika. Það ber merki um styrkleika og vilja þegar einstaklingur leitar sér aðstoðar við að komast á vinnumarkað á ný, vilja til að hafa áhrif á eigið líf og aðstæður. Það er því einstaklega ánægjulegt þegar

fyrirtækin bjóða einstaklinga velkomna og eru tilbúin að gefa þeim möguleika á að upplifa von sína og styrk. Sjálfstraust margra eykst til muna og í sumum tilfellum hefur þetta leitt til áframhaldandi starfa hjá fyrirtækinu eða opnað á aðra möguleika. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn og ekki síður til að aðstoða einstaklinga til að sigrast á hindrunum sínum enda koma þar margir að, einstaklingar, fjölskyldan, skólinn/vinnan, stofnanir, fyrirtæki, sérfræðingar o.fl. Það er því ljóst að þetta er ekki verk eins manns heldur margra í sameiningu en fullyrða má að ágóði slíkrar vinnu skilar sér margfalt til alls samfélagsins. Að samfélagið fái notið krafta þessara einstaklinga er einstakt og dæmi um þann dýrmæta arð sem samfélagið hefur að geyma. Það er samfélagslegur auður okkar allra það ómetanlega starf sem fyrirtækin hafa lagt lið við og skapar þann brag sem samfélaginu er mikilvægt. Fyrir hönd Samvinnu, starfsendurhæfingu á Suðurnesjum vil ég færa fyrirtækjum á svæðinu okkar bestu þakkir og með von um áframhaldandi „Samvinnu“ Hægt er að kynna sér starf Samvinnu inn á vef okkar, starfs.is. Ef fyrirtæki hafa áhuga á að vera í samstarfi, ekki hika við að hafa samband. Rannveig Sigríður Ragnarsdóttir, félagsráðgjafi hjá Samvinnu


19

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 22. ágúst 2013

Ný hárgreiðslustofa opnar á Hafnargötu

N

-Naglameðferðir einnig í boði, spennandi hárvörur og umhverfisvænar hármeðferðir

ýverið opnaði hárgreiðslustofan Zenso á Hafnargötu 26. Keflvíkingurinn Birgitta Ösp Atladóttir flutti heim til Reykjanesbæjar í fyrra en hún hafði verið búsett erlendis í nokkur ár. Hún rak hárgreiðslustofu í nokkur ár í Kaupmannahöfn og hefur því góða reynslu af hárgreiðslu sem og fyrirtækjarekstri. Í boði eru naglameðferðir en móðir Birgittu, Kristín Ása Davíðsdóttir sér um handsnyrtingu, ásetningu gelnagla og paraffín meðferð sem er t.d. góð fyrir fólk sem er með gigt. Birgitta leitast eftir því að hafa skemmtilega stemningu og þægilegt andrúmsloft fyrir kúnnana. Birgitta vil leggja áherslu á að kúnnunum líði vel. „Planið er að hafa danskan fíling, bjóða upp á léttvín á föstudögum og

alltaf að hafa gott kaffi og smá mola með.“ Birgitta flytur inn hárvörur sem ekki endilega hafa verið algengar á öðrum hárgreiðslustofum hér á landi. Einungis eru notuð náttúruleg efni í vörurnar og engin lyktarefni. „Mig langar að vera á grænni línu. Aflitunin sem ég er með er t.d. bara notuð á viðurkenndum grænum stofum, það er ekkert ammoníak notað,“ segir Birgitta. Á fimmtudagskvöldinu á Ljósanótt, 5. september verður opnunarhátíð Zenso haldin. Þar verður tískusýning haldin utandyra við hliðina á stofunni og mun Zenso sjá um hár og neglur. Fatabúðin Krummaskuð sem er staðsett beint á móti hárgreiðslustofunni, mun sýna fatnað á tískusýningunni. Ölgerðin verður með kynningu á víni og Bare minerals með snyrtivörukynningu.

Viðskipta- og lánastjóri fyrirtækja í útibú Íslandsbanka í Reykjanesbæ Við leitum að jákvæðum, kraftmiklum einstaklingi, sem hefur frumkvæði, metnað og vilja til að veita viðskiptavinum úrvalsþjónustu. Viðskipta- og lánastjóri fyrirtækja starfar í nánu samstarfi við útibússtjóra. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf mjög fljótlega.

Helstu verkefni

Hæfniskröfur

- Skapa og styrkja góð tengsl við núverandi og verðandi viðskiptavini

- Háskólamenntun sem nýtist í starfi

- Fjárhagsgreining fyrirtækja og verkefna

- Gott læsi á ársskýrslur og fjárhagsupplýsingar fyrirtækja

- Undirbúningur og vinnsla lánsumsókna fyrir lánanefnd

- Hæfni til að flytja og rökstyðja mál á fundum

- Mat á lánshæfi fyrirtækja

- Bankareynsla og reynsla af lánamálum kostur

- Umsjón og eftirlit með lánasafni útibúsins

- Talnaskilningur og skipulagshæfni - Hæfni í mannlegum samskiptum

Nánari upplýsingar veitir: Sighvatur Ingi Gunnarsson, útibússtjóri, sighvatur.gunnarsson@islandsbanki.is, sími 440 3103. Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar inn ásamt ferilskrá. Tengiliður á mannauðssviði er Sigrún Ólafsdóttir, sigrun.olafs@islandsbanki.is sími 440 4172. Umsóknarfrestur er til og með 1. september nk.

Sigurður og Sigurður taka við AB-varahlutum

S

igurður Helgi Jónsson og Sigurður Þór Hlynsson hafa keypt rekstur á AB- varahlutaversluninni sem staðsett er á Bolafæti 1 í Njarðvík. VF ræddi stuttlega við nýja eigendur fyrir skömmu. Sigurður Helgi segist hafa starfað sem verslunarstjóri verslunarinnar frá stofnun eða frá árinu 2010 og þekkti reksturinn því mjög vel. „Þegar fyrrum eigandi ákvað að selja bauðst mér að taka við rekstrinum. Við fórum yfir málið og ákváðum svo að slá til enda mjög gott tækifæri og sjáum við mikla möguleika í rekstrinu. Sigurður þór er viðskiptamenntaður og fannst mér því tilvalið að fá hann með mér í reksturinn og mun ég þá áfram sinna stöðu verslunarstjóra en Sigurður Þór mun sjá um fjármálahliðina.“ Þeir félagar segir að framundan séu spennandi tímar og munu viðskiptavinir klárlega sjá miklar breytingar. Verslunin mun strax auka úrval sitt á varahlutum til muna og ættu viðskiptavinir því ekki að vera í vandræðum með að fá þær vörur sem þeir óska eftir þegar kemur að bílavarahlutum. „Við munum einnig auka úrvalið á rekstrarvörum og ýmsum tengdum vörum frammi í verslunninni. Að lokum eru til skoðunar ýmsar leiðir til þess að auka þjónustuna við viðskiptavininn enn frekar. Megin áherslan verður því þjónustan og að bjóða upp á eins mikið vöruúrval og mögulegt er á hagstæðu verði. Þeir félagar bjóða viðskiptavinum hjartanlega velkomna og vonast þeir eftir að geta þjónustað bæjarbúa sem allra best í framtíðinni.

Viltu slást í hópinn?


20

fimmtudagurinn 22. ágúst 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Metþátttaka í gönguferðum um Reykjanesið Gistinætur tæplega tvöfaldast

G

istinætur á hótelum á Íslandi voru 161.300 í maímánuði og fjölgaði um 16% frá maí í fyrra. Á Suðurnesjum voru 8.000 gistinætur í maí en 4.800 í maí í fyrra en það er tæplega tvöföldun. Gistinætur erlendra gesta voru um 79% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en það er fjölgun um 14% frá sama tíma í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði hins vegar um 21% milli ára í maí. Athygli er vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Hagstofa Íslands tók saman.

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,

M

Stefán Guðmundsson, Framnesvegi 7, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sunnudaginn 18. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, miðvikudaginn 28. ágúst kl. 13:00.

Jónína Kristín Jónsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Kristín Ingibjörg Stefánsdóttir, Edvard Leo Osborne, Jón Tryggvi Arason, Heiðrún Þóra Aradóttir, Jóhann Hermann Ingason, barnabörn, Guðleifur, Kristinn, Sigurlaug, Jóhanna og fjölskyldur.

2

VÍKURFRÉTTIR

etþátttaka var í Reykjanesgöngum sumarsins, en boðið var upp á 10 skipulagðar gönguferðir undir leiðsögn Rannveigar Lilju Garðarsdóttur, leiðsögumanns. Áður en lagt var af stað í síðustu göngu sumarsins hittist hópurinn við Hópferðir Sævars í Reykjanesbæ. Allir þátttakendur fengu afhent boðskort í Bláa lónið og dregnir voru út vinningar. Tveir þátttakendur hlutu dekurdag fyrir tvo í Bláa lóninu, einnig var dreginn út Vatnajökull dúnjakki frá 66°Norður. Gengið var á Þorbjörn og í gegnum tilkomumiklar gjár á toppi hans. Göngfólkinu var boðið upp á hressingu í Blue Cafe í Bláa lóninu að göngu lokinni. Rannveig Garðarsdóttir sagði að göngusumarið hefði verið sérstaklega vel heppnað. „Að fá tækifæri til

að sýna fólki Reykjanesið og kynna náttúru þess og sögu er ómetanlegt fyrir mig,“ sagði hún. Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa lónsins, sagði að það væri ánægjulegt fyrir Bláa lónið að koma að gönguverkefninu sem væri einstakt tækifæri fyrir heimamenn og aðra til að kynnast náttúru svæðisins. Víðir Jónsson, kynningarstjóri HS Orku hf., sagði að samstarf þeirra sem hefðu komið að verkefninu hefði verið frábært og skipulagning vegna næsta göngusumars væri þegar hafin. Göngurnar eru styrktar af HS Orku hf, HS Veitum hf og Bláa lóninu hf. Auk styrktaraðilanna eru Víkurfréttir, Hópferðir Sævars, 66°Norður og Björgunarsveitin Suðurnes samstarfsaðilar verkefnisins. Fimmtudagurinn 14. apríl 2011

sMÁAUGLÝsiNGAR 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS

ÓSKAST

TIL LEIGU Beykidalur Innri-Njarðvík 90 fm íbúð með sér inngangi til leigu. Dýrahald ekki leyft. Leiga 100 þús. + hiti og rafmagn. Laus 1. september. Upplýsingar í 694 2230 Hjálmar eða email hjallisig@ gmail.com Til leigu í Garðinum 146,6 fm nýtt parhús með bílskúr, háalofti, garði, palli og nuddpotti. 3 svefnherbergi. Leiga 120 þús. á mán. 3 mánuðir fyrirfram. Hiti og rafmagn ekki innifalið. Laust 1. sept. Langtímaleiga. Sími 8589144. Tölvupóstfang: askurorn@ gmail.com. Íbúð til leigu í Keflavík 87 fm íbúð í miðbæ Keflavíkur til leigu. 100 þús + hiti og rafmagn. Íbúðin er laus um mánaðamótin. Upplýsingar í síma 777 4545. Til leigu 128 fm atvinnuhúsnæði v/ Hólmbergsbraut, Reykjanesbæ. Endabil, góð innk.hurð, góð lofthæð og möguleiki á bílalyftu (4 tonna). Gott útipláss. Uppl. í s. 820 2206.

Greniúðun Úða fyrir sitkalús Meindýraeyðir sími 866 6386 jonmagg@gmail.com

www.vf.is

Óskum eftir húsnæði Okkur vantar húsnæði frá ágúst fram að áramótum. Uppl. í síma 777 2021. Íbúðarhúsnæði óskast Hjón með 2 börn óska eftir einbýli, raðhúsi eða íbúð með sérinngangi til leigu í Innri-Njarðvík. Lágmark 3 svefnherbergi. Aðeins langtímaleiga kemur til greina. Erum mjög reglusöm og góðir leigjendur minnsta mál að fá meðmæli og bankaábyrð. Erum ekki með gæludýr. Uppl. í síma 664-3653 og andri779@gmail.com

heilsuhornið

Hnúðkál Könguló - könguló Úða fyrir köngulóm Meindýraeyðir sími 866 6386 jonmagg@gmail.com

Vagnageymslur í vetur hjá Alex ferðaþjónustunni, kr. 9000,lengdarmeterinn tímabilið. Uppl. einar@alex.is eða 421 2800 á skrifstofutíma.

Það fer að styttast í að hnúðkálið í kálgarðinum hjá mér verði orðið fullþroskað en það jafnast ekkert á við nýupptekið brakandi ferskt íslenskt grænmeti. Hnúðkál er nýjasta uppáhalds grænmetið mitt og þegar ég uppgötvaði hvað það er ótrúlega safaríkt, næringaríkt og bragðgott verður það æ oftar fyrir valinu þegar mig langar í grænmetissnakk. Hnúðkál er bráðhollt grænmeti og Ásdís er ríkt af A- og C-vítamíni og einnig grasalæknir mjög trefjaríkt. Það inniheldur líka skrifar mjög virk plöntuefni sem heita ‘glucosinolates’ sem eru m.a. líka í brokkolí og rósakáli en þessi efni hafa verið rannsökuð og komið í ljós að þau geta hugsanlega varið okkur gegn krabbameinsmyndun og hafa

jákvæð áhrif á starfsemi lifrarinnar. Hnúðkál ætti því að vera hluti af mataræði okkar en það fæst yfirleitt í helstu matvörubúðum stóran hluta ársins. Núna er uppskerutíminn fyrir hnúðkál og einstaklega gott svona nýtt og ferskt. Ég mæli t.d. með að þið skerið hnúðkálið í þykka strimla og notið eins og snakk milli mála og dýfið í hummus eða lífrænt hnetusmjör. Það er líka mjög gott að rista hnúðkál í ofni eins og franskar og setja þá smá ólífuolíu, salt og pipar. Það er líka vinsælt á mínu heimili að rífa það á rifjárni ásamt grænum eplum og gera hrásalat úr því og bæta þá við smá lime safa, salti og xylitoli en þetta er mjög frískandi og gott salat. Hvet ykkur til að prófa! Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir


21

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 22. ágúst 2013

ERTU NÆTURHRAFN? Okkur vantar starfsfólk á næturvaktir á stað okkar á Fitjum. Unnið í viku, frí í viku.

Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á starf@subway.is

Skátafélagið Heiðabúar

hefur hafið næsta starfsár 2013/2014

Fundir verða að Hringbraut 101, Reykjanesbæ sem hér segir (með fyrirvara um breytingar). Drekaskátar: 7 – 9 ára, miðvikudagar kl. 18:00 – 19:30. Sveitarforingi: Aníta Ósk Sæmundsdóttir Fálkaskátar: 10 – 12 ára, þriðjudagar kl. 19:30 – 21:00. Sveitarforingi: Kolbrún Hulda Helgadóttir Biering Dróttskátar: 13 – 15 ára, mánudagar kl. 20:00 – 21:30. Sveitarforingjar: Árni F. Rúnarsson og Valdimar H. Biering Nú eru sveitarforingjar og aðstoðarsveitarforingjar í óðaönn að undirbúa og semja dagskrá komandi starfsárs og lofa líflegu og skemmtilegu starfi. Félagsgjöld eru þau sömu og áður, kr. 10.000.- á hvorri önn. Við minnum á að Reykjanesbær hefur tekið hvatagreiðslur upp að nýju og geta foreldrar barna á grunnskólaaldri í Reykjanesbæ sótt um 9000 kr. styrk til íþrótta-, tómstunda- og listgreinastarfs. Það verður haldinn foreldra- og kynningarfundur að Hringbraut 101 í Reykjanesbæ þann 4. september nk. kl. 20:00 og hvetjum við alla til að koma. Athugið að öllum börnum, þ.e. líka frá öðrum sveitarfélögum en Reykjanesbæ er velkomið að sækja skátastarf hjá Heiðabúum. Þið finnið okkur á Facebook: https://www.facebook.com/heidabuar Með skátakveðju stjórn og foringjar skátafélagsins Heiðabúa


22

fimmtudagurinn 22. ágúst 2013 • VÍKURFRÉTTIR

SPORTIÐ

Laganemi Stig gegn toppliðinu

R

eynismenn fengu Aftureldingu í heimsókn í 2. deildinni í fótbolta. 1-1 var lokastaða leiksins þar sem Sandgerðingar sáu um að skora bæði mörkin. Hannes Kristinn Kristinsson kom heimamönnum yfir í upphafi seinni hálfleiks en Sandgerðingar urðu svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark skömmu síðar. Reynismenn eru í 9. sæti deildarinnar að loknum leiknum með 20 stig.

***

í mótorkrossi og boxi -Skortur á kvenfólki í þessum óhefðbundnu íþróttum segir Helga Valdís, 22 ára Njarðvíkingur

H

elga Valdís Björnsdóttir er 22 ára Njarðvíkurmær sem stundar ansi óhefðbundnar íþróttir samhliða laganámi sínu við Háskólann í Reykjavík. Helga hefur undanfarin ár stundað mótorkross af kappi og fyrir tveimur árum langaði hana að byrja í nýrri íþrótt sem hægt væri að stunda yfir vetrartímann. Hnefaleikar urðu fyrir valinu og hefur hún æft box með Hnefaleikafélagi Reykjaness en einnig með Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar þegar það hentar betur að mæta á æfingu eftir skóla í höfuðborginni. Keypti sér krossara fyrir fermingarpeningana Helga Valdís byrjaði í mótorkrossíþróttinni þegar hún var 14 ára gömul en ári eftir að hún fermdist langaði hana að nota fermingarpeningana sína til þess að kaupa sér vespu. „Ég var orðin þreytt á að taka strætó úr Innri-Njarðvík og vildi ekki þurfa að stóla á foreldra mína til þess að skutla mér. Eldra bróður mínum leist hins vegar ekkert á að ég færi út í umferðina á vespu og stakk upp á því að ég keypti mér heldur mótorkross hjól. Það fannst honum minna hættulegt. Mig hafði

alltaf langað að prófa mótorkross þar sem bróðir minn hafði stundað þetta þannig að ég sló til,“ segir Helga. Úr varð að Helga notaði fermingarpeninginn sinn til þess að kaupa sér glænýjan krossara og eftir það var ekki aftur snúið. Hún er meðlimur í Akstursíþróttafélagi Suðurnesja og notar hvert tækifæri til þess að hjóla. Helga hefur keppt í mótorkross í mörg ár í kvennaflokki og hafnaði í 3. sæti í annarri keppninni sem hún tók þátt í. Eftir það hefur hún af og til tekið 2. og 3. sæti í mótum. Ekkert hrædd við að byrja en mamman smeyk Ekki er beint möguleiki að æfa mótorkross eins og aðrar íþróttir þar sem mætt er á æfingar nokkrum sinnum í viku. Í boði eru þó námskeið á sumrin sem Helga tekur yfirleitt þátt í. Inn á milli keyrir hún sjálf á þær mótorkrossbrautir sem í boði eru á suðvesturhorni landsins, með kerru í eftirdragi. Ein uppáhalds braut Helgu og jafnframt hennar „heimabraut“ er Sólbrekka, sem staðsett er hjá Sólbrekkuskógi. Það er eina mótorkrossbrautin hér á Suðurnesjunum en annars eru nokkrar á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurð hvort engin hræðsla hafi

verið í 14 ára stelpunni sem ákvað að skella sér í mótorkross segist Helga ekkert hafa verið smeyk. „Mamma var svolítið hrædd um mig en mér fannst þetta ekkert mál. Eftir að hafa fylgst með stóra bróður í nokkur ár var ég orðin svo svakalega spennt að prófa að hjóla. Þetta er alveg ótrúlega gaman og maður þarf að hafa mikið þol, þetta er svakaleg áreynsla.“ Skortur á kvenfólki í óhefðbundnum íþróttum Haustið 2011 langaði Helgu að byrja að æfa íþrótt sem tiltölulega auðvelt væri að komast inn í, þrátt fyrir að vera komin á tvítugsaldurinn. „Mig langaði í raun bara að halda mér í formi yfir veturna en ég er þannig týpa að ég verð helst að vera í skipulagðri íþrótt. Svo er keppnisskapið mikið og þess vegna vil ég helst keppa líka,“ segir Helga. Síðasta haust keppti hún sinn fyrsta bardaga í boxi í Svíþjóð og í október er hún á leið til Danmerkur á mót. Skortur á kvenfólki í íþróttinni hefur valdið því að eins og er er engin kona í sama þyngdarflokki og Helga Valdís og því hefur það reynst erfitt að finna keppinaut hér á landi. „Það eru allt of fáar stelpur í boxinu en það eru þó augljós kynslóðarskipti þar sem mikið af unglingsstelpum eru að byrja að æfa. Sama með mótorkrossið, það eru aðeins um 15-20 stelpur sem keppa í íþróttinni hér á suðvesturhorninu.“ Námið gengur fyrir Helga Valdís er á öðru ári í Háskólanum í Reykjavík þar sem hún leggur stund á laganám. Námið finnst henni mjög skemmtilegt og tekur hún fram að það gangi alltaf fyrir. Íþróttirnar séu fyrst og fremst áhugamál. „Þegar ég kynnist nýju fólki eru margir hissa á því að ég sé í þessum íþróttum en fyrir mér er þetta ósköp eðlilegt,“ segir Helga Valdís að lokum.

Jafnt á Seltjarnarnesi

N

jarðvíkingar náðu í stig gegn Gróttumönnum í 2. deild karla í fótbolta á dögunum. Leikið var á Seltjarnarnesi þar sem lokatölur leiksins urðu 1-1. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik en heimamenn komust yfir í upphafi seinni hálfleiks. Þórður Friðjónsson jafnaði fyrir Njarðvíkinga og þar við sat. Njarðvíkingar eru í áttunda sæti deildarinnar með 21 stig eftir leikinn.

***

Grindavík með tveggja stiga forskot á toppnum

G

rindavík er með tveggja stiga forskot á toppi 1. deildar karla eftir 2-1 sigur á Þrótti á Grindavíkurvelli. Grindavík hafði talsverða yfirburði í fyrri hálfleik en engu að síður var það Þróttur sem skoraði eina mark hálfleiksins eftir vandræðagang í vörn Grindavíkur. En tvö mörk á tveimur mínútum gerðu útslagið. Óli Baldur Bjarnason jafnaði metin þegar hann fylgdi eftir þrumuskot Jóhanns Helgasonar. Tveimur mínútum síðar átti Juraj Grizelj skot sem Daníel Leó Grétarsson fylgdi eftir og skoraði.

*** Arnheiður Leifsdóttir verkefnastjóri markaðsog kynningarmála TM og Sævar Sævarsson varaformaður KKDK handsala samstarfssamninginn.

Sláturhúsið verður TM Höllin

TM

undirritaði samstarfssamning við Körfuknattleiksdeild Keflavíkur á dögunum. Samningurinn felur í sér að heimavöllur liðsins að Sunnubraut 34 í Keflavík mun hér eftir bera nafnið TM Höllin, en heimavöllurinn mun bera þetta nafn næstu árin. Samningurinn felur meðal annars í sér samstarf um sölu trygginga en hluti iðgjalds þeirra sem tryggja hjá TM fyrir milligöngu eða vegna ábendinga félagsmanna KKDK rennur beint til KKDK í formi styrks. Undirbúningur Keflavíkur fyrir komandi tímabil stendur nú sem hæst hjá bæði karla- og kvennaliði félagsins en Íslandsmótið hefst í byrjun október. Fyrsti formlegi leikurinn í TM Höllinni verður þó 1. september nk. þegar ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur í kvennaflokki taka á móti Val í fyrirtækjabikar KKÍ kl. 19:15. Þá mun Ljósanæturmótið 2013 í karla- og kvennaflokki fara fram í TM Höllinni dagana 3. – 5. september.


23

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 22. ágúst 2013

Lukku-klukka Kristjáns Þ

jálfari Pepsi deildarliðs Keflavíkur karla, Kristján Guðmundsson, hefur að undanförnu notast við forláta skeiðklukku á hliðarlínunni. Síðan Kristján tók við liðinu og stýrði því til sigurs á Akranesi í fyrsta leik, hefur skeiðklukkan verið í hendi Kristjáns. Hann segist kunna illa við það að snúa sér við og horfa á stigatöfluna sem hangir fyrir aftan varamannaskýli Nettóvallarins. Hann gengur heldur ekki með úr að staðaldri og því var skeiðklukkan fyrir valinu. „Ég vil vita hvernig tímanum líður í þessu. Stundum líður hann ansi hratt, stundum líka hægt. Svo finnst mér bara feikilega óþæginlegt að líta af vellinum og aftur fyrir mig á klukkuna.“ Kristján segist einfaldlega setja klukkuna í gang þegar flautað er til leiks og svo stoppar hann klukkuna í hálfleik. „Ég tek tímann á hálfleiknum líka, ég veit nákvæmlega hvað hálfleikurinn er langur. Dómarar sjá líka að ég er að taka tímann og að fylgjast með. Það setur pressu á þá.“ Krisján segist ekki vera hjátrúarfullur en eftir sigur í fyrsta leik með klukkunni, þá ákvað hann að halda í hana. Næstu tveir leikir Keflvíkingar eru á útivelli. Ekki hefur gengið að fylgja eftir sigurleikjum í sumar með sigri í næsta leik á eftir og sérfræðingarnir í Pepsi mörkunum hafa það á orði að ef Kristján sigri leik, þá tapi hann þeim næsta. „Það er eitthvað sem þeir byrjuðu með á síðasta ári. Þeir virðast þó líta fram hjá tölfræðinni og uppfæra bara skiltið hjá sér,“ segir Kristján. Kristján segir að eftir sigurleiki Keflvíkinga virðist vera sem svo að framlag þess leiks eigi að duga fram í næsta leik. Kristján heldur því fram að svoleiðis virki fótboltinn ekki. Menn verði að undirbúa sig vel fyrir hvern leik. Næsti leikur er í Vestmannaeyjum í kvöld og þar skal allt gefið til sigurs. „Það er skemmtilegt að ferðast með liðinu og maður verður að líta það jákvæðum augum. Mér finnst gaman að fara í þessi lengri ferðalög og við reynum að búa til stemningu í þessum ferðum út á landsbyggðina.“ Kristján segist stundum taka upp á því að semja spurningakeppnir og reka piltana á gat. Næsti heimaleikur Keflvíkinga er svo gegn Stjörnunni þann 1. september næstkomandi.

NÝ BÍLASALA!

Við getum selt bílinn þinn! Umboðsaðilar Land Rover • Hyundai • BMW • Nissan • Subaru • Dacia • Isuzu • Renault • Opel • Ýmsir atvinnubílar

Vantar bíla á skrá


Instagram

vf.is

#vikurfrettir fimmtuDAGURINN 22. ÁGÚST 2013 • 31. tölublað • 34. árgangur

FIMMTUDAGSVALS VALUR KETILSSON SKRIFAR

Þegjandi þörf

É

g s e tt i s t í grasið og hlustaði á þögnina. Algert hljóðle ysi rí kti á bakkanum og kyrrðin róaði hugann. Leiddi mig burtu frá amstri og ánauð hversdagsins. Áin liðaðist sinn venjubundna farveg niður til sjávar. Nokkrir tittir létu á sér kræla í yfirborðinu og soguðu til sín bitastæðar flugur. Mér fannst ég hafa himin höndum tekið. Tuggði strá í hraungrýttri náttúrusköpuninni réttum tvöhundruð og þrjátíu árum eftir Skaftárelda. Móðuharðindin, ein mestu harðindi sem dunið hafa yfir Íslendinga og þau mannskæðustu, grúfðu yfir stað og stund eitt augnablik. Og ég sem hélt að landinn ætti bágt. að er samt þegjandi samkomulag í umhverfinu öllu.

Þ

Mikilvægasti þáttur samfélagsins virðist þegja eins og steinn á meðan þegnarnir þegja þunnu hljóði. Þögnin í bönkunum samfara þögninni í stjórnmálunum reynir verulega á þolinmæðina. Ef til vill er verið að herða sultarólina líkt og í móðunni forðum. Í dag er það gert á nútíma vegu. Sá þó ljósið fyrir skömmu þegar endurreisnin, sem á nútímamáli kallast endurútreikningur, barst inn um bréfalúguna. Móðunni létti að einhverju leyti og það var sem ég hefði endurheimt fé af fjalli. Ígildi lífvænlegs viðurværis. Langlundargeðið tók stakkaskiptum. Það er þá líf í glæðunum eftir allt saman. ögnin hefur margskonar merkingu í samfélaginu okkar. Í umræðunni merkir hún hlutleysi eða afstöðuleysi. Í daglegum samskiptum manna í millum getur hún merkt áhugaleysi eða jafnvel lævísa stjórnsemi. Það skyldi þó ekki vera málið að menn iðki svoleiðis íþróttir? Yfirborðskenndir útsendarar yfirvaldsins aumka sig yfir lýðinn, sem þjáist af streitu

eftir útrásina. Hálfgert innvortis ástand. Það er þó alltaf freistandi að segja sem minnst. Fæst orð bera minnsta ábyrgð. Þeir hljóta að hafa lært þetta einhvers staðar. Kannski hjá erlendu kröfuhöfunum? Taflborðið alsett fórnfúsum peðum sem lögð eru í hrókeringum auðvaldsins. anneskjan er sjálfri sér nóg á meðan húsaskjóls nýtur. Nauðþurftir koma á eftir. Verst ef hún hefur engar væntingar til hins ytra. Trúin á réttlætið heldur þó lífi í voninni. Við erum fleiri en þið haldið. Innst inni erum við öll samherjar. Þeir sem hanga á bláþræði munu sigra að lokum. Það er ljós við enda ganganna. Ég lofa ykkur því. Það er nefnilega ekki svo, að þögnin sé full af engu. Á bak við tjöldin er verið að vinna á fullu. Alveg fullviss um það. Ekki hugsa öllum þegjandi þörfina. Lærið frekar að njóta þagnarinnar á sem flestan hátt. Það styrkir sálartetrið og úthýsir veraldlegum vandamálum að hlusta á sína innri þögn.

Fór holu í höggi með pútternum!

M

Þ

F

annar Jónsson, kylfingur úr Golfklúbbi Grindavíkur, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 7. braut Húsatóftavallar á dögunum. Fannar var búinn að slá bolta sinn á gulum teig á 7. braut inn á flöt og fékk þá hugljómun að prófa að slá af rauðum teig sem er öllu nær flötinni. Fannar var að spila ásamt tengdamóður sinni, Gerðu Hammer sem er einnig félagi í GG, og ákvað Fannar að slá á rauðum teig. Í stað þess að slá með fleygjárni þá ákvað Fannar að rífa fram pútterinn og sló með honum inn á flöt. Það virkaði svona skínandi vel því Fannar fór hreinlega holu í höggi. „Ég tók bara upp pútterinn og sló

Auglýsingasíminn er 421 0001

SumarSkoðun komdu við hjá Sólningu og láttu okkur kanna hvort bílinn sé tilbúinn í sumarfríið. í sumarskoðun Sólningar þá skoðum við:

SumarSkoðuN

Sólningar

n Bremsuklossa og bremsudiska n Ljósabúnað

Aðeins kR.

n Fjöðrunarbúnað

1.990

n mælum loftþrýsting og könnum ástand hjólbarða n könnum olíu

*

*INNIFaLIN áFyLLINg á rúðuvökva og víxLuN á dekkjum

n Skoðum rúðuþurrkur n athugum kerrutengi n mælum rafgeyma

JEPPADEKK

driving emotion

Dekkjaverkstæði

Smurþjónusta

Smáviðgerðir

Hjólastillingar

svona semí-fast í boltann. Hann lenti rétt fyrir neðan veginn og rúllaði niður brekkuna í karganum, inn á flötina og endaði svo í holunni,“ sagði Fannar í samtali við Kylfing. is. Ótrúlegt högg hjá Fannari en höggið af rauðum teig á brautinni er um 70 metra langt. Þó Fannar fái líklega ekki inngöngu í Einherjaklúbbinn fyrir draumahöggið þá er ekki á hverjum degi sem kylfingur fer holu í höggi með pútter. Lánið var greinilega með Fannari á sjöundu braut en ólánið dundi yfir á við tólfta teig. Fannar gleymdi pútternum við teiginn og þegar hann snéri tilbaka til að ná aftur í hann var pútterinn horfinn og ekkert hefur spurst til hans síðan.

Bremsuklossar

Rúðuþurrkur

Rúðuvökvi

Rafgeymar

Peruskipti

Fitjabraut 12, Njarðvík

☎ 421 1399 www.solning.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.