31# 2013

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

Hringbraut 99 - 577 1150

vf.is

F IMMTUdagur inn 2 2 . ÁGÚST 2 0 13 • 3 1. tö lubla ð • 34. árga ngur

Kristján Guðmundsson var bókstaflega látinn éta ummæli sín sem hann lét falla eftir tap gegn Fylki á dögunum í Pepsi deild karla. Þar sakaði hann leikmenn sína m.a. um að vera loftlausa Cocoa Puffs kynslóð. Eftir sigur gegn Valsmönnum sl. sunnudag var þjálfarinn settur í Cocoa Puffs sturtu og látinn borða væna lúku af morgunkorninu góða. Keflvíkingar eru komnir úr fallsæti eftir sigurinn en áfram heldur þó fallbaráttan. Á myndinni má sjá Kristján gæða sér á súkkulaðimorgunkorninu á meðan Magnús Þórir Matthíasson horfir glottandi á. Mynd/pket.

Reykjanesbær tekur upp hvatagreiðslur á ný

Á

FÍTON / SÍA

fundi íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar sem haldinn var á dögunum voru samþykktar tillögur um hvatagreiðslur og að þær hefjist haustið 2013. Útgreiðslu lýkur 1. desember 2013 en ekki liggur ljóst fyrir hvenær greiðslur hefjast. Upphæðin sem Reykjanesbær mun reiða fram er 9000 krónur árlega á hvert barn 18 ára og yngra og eru þær hugsaðar til íþrótta,- tómstunda- og listgreinastarfs í bænum. Stefán Bjarkason, framkvæmdastjóri Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar segir greiðslurnar ætlaðar til þess að hvetja sem flest börn og unglinga til þátttöku í hinum ýmsu félagsstörfum. Sams konar hvatagreiðslur voru áður veittar í gegnum vefsíðuna mittreykjanes.is þar sem umönnunargreiðslur Reykjanesbæjar

������� ��������� � e���.��

hafa verið afgreiddar undanfarin ár með ágætis árangri. Greiðslurnar lögðust af í kjölfar efnahagshrunsins. Stefán segir að svo virðist að sumum íbúum hafi fundist of flókið að skrá sig þar inn og nýta sér vefsíðuna. Málum verður þannig háttað núna að hver deild innan íþrótta- eða tómstundastarfs Reykjanesbæjar sendir kennitölu þeirra barna og forráðamanna sem hafa borgað þátttöku/æfingagjöld viðkomandi deildar/félags til bæjarins, sem svo greiðir 9.000 kr. til baka. „Við skynjum að áhuginn er meiri núna en áður. Bæði hefur iðkendum, greinum og bæjarbúum fjölgað talsvert síðan þjónustan var síðast í boði.“ Stefán segir að það vilji oft gleymast í umræðunni þegar bornar eru saman hvatagreiðslur á höfuðborgarsvæðinu og í

Reykjanesbæ, að hér sé verið að greiða niður þjálfarakostnað. Sem dæmi megi nefna að í ár fari 20 milljónir króna í þann kostnað. „Það var ákveðið að fara þá leið í samráði við íþróttafélögin. Þar erum við að niðurgreiða þjálfaralaun þeirra sem þjálfa iðkendur 18 ára og yngri.“ „Þetta setur ákveðnar kvaðir á félögin en ákvörðun Íþróttabandalagsins (ÍRB) sem sér um úthlutun þjálfaralauna, byggir á því að viðkomandi deild sé fyrirmyndar deild eða félag hjá ÍSÍ.“ Bærinn er þannig í gegnum Íþróttabandalagið að verðlauna þær deildir og félög sem leggja það á sig að vera til fyrirmyndar. Að auki má geta þess að Tómstundasjóður á þessu ári er 7.000.000 kr. en þar er gert ráð fyrir samningum við t.d. Heiðabúa og KFUM og KFUK auk Hvatagreiðslna.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Stefán segist ekki hafa fundið fyrir mikilli óánægju þegar hvatagreiðslunar voru lagðar af og hann telur að fólk hafi sýnt því mikinn skilning í ljósi aðstæðna í samfélaginu. Sama gilti um íþrótta- og tómstundafélag varðandi lækkun á ýmsum samningsupphæðum á sínum tíma. Nú hafa þeir nánast allir verið endurnýjaðir og hækkaðir.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.