JÓLABLAÐ 2014
Jólablað UMFN 2014
Jólaávarp formanns
U
ngmennafélag Njarðvíkur fagnar 70 ára afmæli á árinu. Á slíkum tímamótum er vert að líta um öxl og fara yfir það gríðarlega mikla og góða starf sem innt hefur verið af hendi. Af því tilefni gaf félagið út glæsilegt afmælisrit sem spannar sögu félagsins frá 1944 til dagsins í dag. Ég hvet alla Njarðvíkinga til að varðveita þetta rit sem geymir ómetanlega heimild um Ungmennafélag Njarðvíkur. Fyrir 10 árum síðan fékk félagið nýja og góða félagsaðstöðu í Íþróttamiðstöðinni í Njarðvík. Tilkoma aðstöðunnar breytti starfinu mikið og varð til þess að þjappa deildum betur saman. Góð fundaraðstaða er fyrir allar deildir í Boganum, sal nefndum í höfuðið á Boga Þorsteinssyni ævifélaga UMFN og fyrrum formanni UMFN. En að sjálfsögðu eru þessi mál í sífelldri enduskoðun. Í dag eru 6 deildir starfandi innan UMFN; knattspyrnudeild, körfuknattleiksdeild, sunddeild, lyftingadeild, þríþrautardeild og judódeild. Félagsaðstaða er á þriðju hæð íþróttahússins, auk skrifstofuaðstöðu fyrir allar deildir. Árlega vinna allar deildir félagsins saman að útbúa glæsilegt Þorrablót. Undanfarin 3 ár hefur blótið verið haldið í “húsinu okkar”. Þetta verkefni hefur sýnt okkur hve vel félagið býr að frábærum mannauði. Blótið hefur tekist vel upp og er mikil ánægja að Ljónagryfjan nýtist okkur sem samkomusalur. Sport- og ævintýraskóli, – tilgangur hans er að kynna starfsemi félagsins og gefa ungum einstaklingum kost á að finna íþrótt við hæfi. Andrés Þórarinn
Allt í
Eyjólfsson á veg og vanda af þessu frábæra verkefni. Mikil aðsókn hefur verið í skólann í þau fimm ár sem hann hefur starfað. Verkefnið er góð kynning fyrir allar deildir félagsins og koma þær að við kynningu á sinni deild. Ungmennafélag Íslands hefur staðið fyrir unglingalandsmóti um Verslunarmanna-helgina. Félagið er hvatamaður þess að iðkendur félagsins og fjölskyldur þeirra fjölmenni á unglingamót ár hvert, enda mikil og góð skemmtun. Einnig standa þeir árlega fyrir landsmóti 50+. Félagsmenn hafa verið duglegir að mæta á mótin og vonum við að svo verði áfram. Félagið er með starfsmann á skrifstofu í 50 % starfi, sem sér um daglegan rekstur og aðstoðar deildir félagsins eftir því sem við á. Finna má allar upplýsingar varðandi um félagið inni á heimasíðunni okkar UMFN.is Starfsemi félagsins væri hvorki fugl né fiskur án fórnfýsi og eljusemi þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða sem komið hafa að starfi bæði fyrir deildir og félagið í heild. Að lokum vil ég óska öllum félagsmönnum og velunnurum Ungmennafélags Njarðvíkur gleðilegra jólahátíðar og farsældar á komandi ári Bolti gegn böli - Hreysti til hagsældar Ólafur Eyjólfsson formaður Ungmennafélags Njarðvikur
jólapakkann hjá Omnis
Spjaldtölvur - með Android, Windows eða Apple iOs stýrikerfi
Farsímar - frá LG, Samsung, Nokia og Apple
Fartölvur og borðtölvur - frá öllum helstu framleiðendum
Myndavélar - frá Canon, Sony og Nikon
Prentarar og fjölnotatæki
Sjónvörp
- frá HP og Canon
- í öllum stærðum og gerðum Akranesi Dalbraut 1
Borgarnesi Borgarbraut 61
Reykjanesbæ Hafnargötu 40
Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
2
Blikksmiðja
Ágústar Guðjónssonar ehf.
www.omnis.is
Jólablað UMFN 2014
Jólas
En Ísl
Jólaspja starfið í Mýrda Hann læ sem ve Tómasd
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Hver vo Ég byrj hléum 1959 o við Álfd Fljótleg með Ke
Glæsilegt afmælisrit
A
ðalstjórn UMFN efndi þann 1. desember sl. til samkomu til að fagna afmæli 70 ára afmæli félagsins og útgáfu afmælisrits. Afmælisritið er glæsilegt áttatíu blaðsíður þar sem farið er yfir sögu félagsins í 70 ár. Einnig stóð til að taka í notkun nýja heimasíðu en hún var ekki tilbúin í tæka tíð. Vinnan við söfnun á efni í afmælisritið hófst árið 2012 með skipun afmælisnefndar sem svo skilaði verkinu af sér fyrir stuttu. Í nefndinn voru þeir Viðar Kristjánsson for-
JÓLABLAÐ 2014
maður, Haukur Örn Jóhannesson ritari og þeir Guðjón Helgason, Hilmar Hafsteinsson, Jón B. Helgason, Ólafur Thordersen. Guðjón Helgason lést árið 2013. Þeir félagar lögðust í mikila vinnu við öflun gagna, mynda og tóku viðtöl við félagsmenn. Svanhildur Eiríksdóttir tók að sér verkefnastjórn árið 2013 og leiddi verkefnið allt til enda af glæsibrag. Það var löngu orðið tímabært að taka sögu félagsins saman og gefa það á 70 ára afmæli félagsins.
Upp úr á körfu hermen oft með Í kjölfa tunnug Þarna v með Í.K Njarðví Ég spila vegna þ svona u gamans
sendir öllum Njarðvíkingum bestu jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir ánægjulegt samstarf á árinu.
Áttu ek Keppni voru m
Kæru Suðurnesjamenn Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
Jólablað UMFN 2014 Útgefandi: Knattspyrnudeild UMFN. Ritstjóri: Leifur Gunnlaugsson. Umbrot: Víkurfréttir. Myndir: Myndasöfn deilda UMFN, Víkurfréttir, karfan.is og félagsmenn UMFN. Forsíðumynd: Oddgeir Karlsson. Kærar þakkir til þeirra sem aðstoðuðu við útgáfu blaðsins.
Ungling Svavar
Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar
Biðskýlið Njarðvík
8 Sími: 4567600
Skýlið
ehf
s. 771 7711
3
Jólablað UMFN 2014
B Aðalfundur UMFN 2014
A
ðalfundur Ungmennafélags Njarðvíkur fór fram á 70 ára afmæli félagsins þann 10. apríl sl.í sal Njarðvikurskóla. Hæst bar á fundinum að Þórunn Friðriksdóttir formaður félagsins til tveggja ára og fimm ára setu í stjórn félgasins gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Nýr formaður félagsins var kjörinn Ólafur Eyjólfsson en hann hefur setið í stjórn félagsins undanfarin ár ásamt því að hafa gengt formennsku í körfuknattleiksdeildinni. Aðrir í stjórn félagsins eru Hermann Jakobsson varaformaður, Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir gjaldkeri, Anna Andrésdóttir ritari, Thor Hallgrímsson meðstjórnandi og varamenn eru þær Ágústa Guðmarsdóttir og Sigríður Ragnarsdóttir. Fyrir utan venjuleg aðalfundarstörf voru veittar viðurkenningar til félagsmanna. Ólafur Thordersen afhenti Agnari Má Gunnarsyni Ólafsbikarinn fyrir mikið og gott starf fyrir félagið. Þórunn Friðriksdóttir afhendi gullmerki UMFN með lárviðarsveig fyrir langt og frábært starf í þágu félagsins, en það er æðsta merki UMFN og geta aldrei fleiri en tíu manns verið handhafar merkisins hverju sinni. Einar Árni Jóhannsson hlaut annað merki félagsins, en fyrsta merkið fékk Hilmar Hafsteinsson árið 2012. Þeim Erlingi R. Hannessyni, Páli Kristinssyni, Ragnari H. Ragnarssyni og Sigmundui Má Herbertssyni var afhent gullmerki UMFN sem er veitt fyrir 20 ára starf eða keppni fyrir félagið. Snorra Jónasi Snorrasyni var afhent silfurmerki UMFN fyrir 15 ára starf eða keppni fyrir félagið. Nokkrir aðilar afhentu félaginu gjafir í tilefni 70 ára afmælisins. Jóhann B. Magnússon formaður ÍRB afhenti félaginu hornstein að gjöf og lét þess getið að UMFN sé einn af hornsteinum Íþróttabandalags Reykjanesbæjar. Kristján Pálsson fyrrverandi formaður félagsins afhenti félaginu gjöf frá sér og Einari Jónssyni áritaðan körfubolta af Íslandsmeisturum UMFN árið 2006. Þá afhenti Helga G. Guðjónsdóttir formaður Ungmennafélags Íslands félaginu gjöf frá UMFÍ. Helga heiðraði fimm einstaklinga, þá Friðrik Pétur Ragnarsson, Ólaf Thordersen og Pál Kristinsson með gullmerki UMFÍ og einnig þá Andrés Þórarinn Eyjólfsson og Thor Hallgrímsson sem hlutu starfsmerki UMFÍ. Ungmennafélagið færði félagsmönnum að gjöf málverk eftir Hrein Guðmundsson sem er yfirlitsmynd af Njarðvík stofnárið 1944 séð frá Paradís. Á málverkinu eru fyrstu stjórnarmenn félagsins, þeir Karvel Ögmundsson, Oddbergur Eiríksson og Ólafur Sigurjónsson. Myndin prýir forsíðuna á veglegu Afmælisriti Ungmennafélgs Njarðvíkur.
Elvar Már og Inga María íþróttafólk UMFN 2013
reyting hefur orðið á kjöri íþróttamanns UMFN því í stað eins áður er nú valið úr röðum beggja kynja. Undir lok janúar sl. var kjörinu svo líst en að þessu sinni voru það þau Elvar Már Friðriksson sem var íþróttakarl UMFN og Inga María Henningsdóttir sem varð íþróttakona UMFN fyrir árið 2013. Elvar leikur körfuknattleik fyrir félagið og hefur komið sér í fremstu röð á landinu í sínu sporti. Inga María stundar lyftingar innan félagsins og á stuttum tíma hefur hún náð flottum árangri og á framtíðina fyrir sér í lyftingunum. Þá voru einnig allir íþróttamenn deilda verðlaunaðir en þeir eru frá Júdódeild þau Bjarni Darri Sigfússon og Sóley Þrastarsdóttir, frá Knattspyrnudeild Theódór Guðni Halldórsson, frá Körfuknattleiks-
deild Elvar Már Friðriksson og Erna Hákonardóttir, frá Lyftingadeild þau Þorvarður Ólafsson og Inga María Henningsdóttir, frá Sunddeild Alexander Páll Friðriksson og Sunneva Dögg Friðriksdóttir og frá Þríþrautardeild Rafnkell Jónsson og Þuríður Árnadóttir.
Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
4
Fitjabakka 1A • 260 Reykjanesbær Sími: 421 2136 • Gsm: 660 3691 • Netfang: rafib@mitt.is
Reykjanesbæ
Jólablað UMFN 2014
Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla
Mikið að gerast hjá þríþrautinni
M
ikið hefur verið að gerast hjá 3N í ár. Deildin heldur ávallt sitt árlega 1500m Þorláksmessusund og meðlimir deildarinnar hafa undanfarin tvö ár endað árið á því að hjóla eða hlaupa „Klemmann“ Reykjanesbær-Sandgerði-Garður– Reykjanenesbær á Gamlársdagsmorgni. Mikil gróska er í starfinu og vel er mætt á æfingar. Þá voru á árinu keyptir sérlega fallegir liðsbolir og jakkar sem bera merki þeirra sem styrktu deildina við þá framkvæmd þ.e. Íslandsbanka og Merkiprent. Deildin hélt tvö stór mót á árinu; Shimano Reykjanesmótið í hjólreiðum í lok apríl þar sem metþátttaka var eða alls 160 manns. Mótið þótti einstaklega vel heppnað og á mótstjórinn Haraldur Hreggviðsson skilið mikið og gott hrós fyrir frábæran undirbúning og skipulagningu. Deildin hélt einnig Sprett- og fjölskylduþríþraut Herbalife í lok ágúst sem tókst einnig mjög vel. Þrátt fyrir rigningu þá var spenna og gleði allsráðandi. Flottir tímar náðust og margir að stíga sín fyrstu skref í þríþraut, bæði sem einstaklingar eða með liði í fjölskyldu-
þrautinni. Hlaupagarpar deildarinnar voru með í Vormaraþoni, Reykjavíkurmaraþoni, Haustmaraþoni, marþonhlaupum erlendis, Laugavegshlaupinu, Vesturgötunni og hinum ýmsu götu- og fjallahlaupum, ásamt því að nokkrir meðlimir deildarinnar kepptu í inni-tvíþraut og þó nokkrir í þríþraut og hinum ýmsu hjólreiðakeppnum. Þá vorum við með í Víðavangssundi og á Garpas u n d m ótu m . Á Íslandsmeistaramótinu í Garpasundi eignaðist deildin sína fyrstu Íslandsmeistara og Íslandsmethafa í sundi í Gar p af lok ki. Það voru þau Borgar Þór Bragason og Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir sem unnu þessi afrek á íslandsmeistaramóti Garpa. Þá stóð deildin stóð fyrir ýmsu öðru á árinu, s.s. fyrirlestri frá Kára Steini Karlssyni og Gunnari Páli Jóakimssyni og ýmis konar nýbreytni eins og að loknu laugardagshlaupi þá buðum við upp á súpu og brauð að loknu hlaupi. Einnig áttum við góða æfingahelgi með meðlimum Þríkó hér í Reykjanesbæ.
HS Veitur hf
hsveitur.is og á
Styrmir Gauti leikmaður ársins
S
tyrmir Gauti Fjeldsted var kjörnin leikmaður ársins. Styrmir Gauti er vel að þessum titli kominn en hann hefur verið öflugur í vörninni ásamt því að vera fyrirliði liðsins. Þá var Brynjar Freyr Garðarsson útnefndur efnilegasti leikmaðurinn og handhafi Milebikarsins. Björn Axel Guðjónsson var markahæstur með 12 mörk í 17 leikjum. Þá voru tveimur leikmönnum veittar viðurkenninga fyrir leikjafjölda. Gísli Freyr Ragnarsson fyrir 100 leiki og Styrmir Gauti Fjeldsted fyrir 50 leiki með meistaraflokki.
Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
5
Jólablað UMFN 2014
Ari Már og Aron Freyr valdir í U19 Tveir leikmenn meistaraflokks, þeir Ari Már Andrésson og Aron Freyr Róbertsson voru valdir U 19 ára leikmannahóp Íslands sem tók þátt í undankeppni EM í Króatíu í október sl. Báðir leikmennirnir voru í leikmannahóp meistaraflokks okkar í sumar Ari Már lék 19 leiki í deild og bikar og Aron Freyr 21 leik og gerði 5 mörk. Ari Már er uppalinn leikmaður hjá Njarðvik, en Aron Freyr er lánsmaður frá Keflavík.
AMÍ haldið með glæsibrag
A
ldursflokkameistaramót Íslands var haldið með glæsibrag í Reykjanesbæ í júní og fór lið ÍRB með sigur af hólmi. Á mótinu kepptu sundmenn 10-15 ára en lágmörkum þarf að ná inn á mótið. Við unnum stigakeppnina með 1069,5 stig. Í öðru sæti var lið Ægis með 536 stig og í þriðja sæti var lið SH með 458 stig. Við áttum stóran hóp verðlaunahafa, þar af marga aldursflokkameistara. Liðið okkar vann samtals 159 verðlaun,þar af 67 gull en liðið í öðru sæti vann (SH) 67 verðlaun og þar af 22 gull. Fjögur aldursflokkamet voru slegin á mótinu, allt ÍRB sundmenn. Karen Mist Arngeirsdóttir sló Íslandsmetið í 50m og 100 m bringusundi í Telpnaflokki. Boðsundsveitin í Telpnaflokki sló Íslands-
metið í flokknum í 4x50 m fjórsundi og 4x100 m fjórsundi. Sveitina skipuðu þær Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Gunnhildur Björg Baldursdóttir og Stefanía Sigurþórsdóttir. Á lokahófi AMÍ fengu nokkrir sundmenn sem sköruðu fram úr verðlaun og var Sunneva Dögg Friðriksdóttir stigahæsta sundkonan í Stúlknaflokki. Unglingameistaramót Íslands var einnig í júní þar sem sundmenn 15 ára og eldri. ÍRB varð sigurvegari mótsins með 90 verðlaun og þar af 43 gull. Næst á eftir var SH með 49 verðlaun og 14 gull og þar á eftir Fjölnir með 13 verðlaun og 7 gull. ÍRB vann 46% allra verðlauna á mótinu og 62% af gullverðlaunum.
GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR!
Gaman saman! Sundhóparnir bralla margt saman og fjölmargt sniðugt er gert utan æfinga til þess að efla liðsandann og svo líka bara til þess að hafa það svolítið skemmtilegt saman! Krakkarnir hafa hist í íþróttahúsinu í Akurskóla, haldið leikdag í lauginni og líka boðið fjölskyldunni með í sund og þá er að sjálfsögðu endað í pottinum. Sumir hópar hafa farið saman í bíó og hjá elstu krökkunum er hefð að koma með köku á æfingu ef einhver á afmæli. Það er að verða hefð að hafa grillveislu snemmsumars fyrir AMÍ og UMÍ keppendur og svo er hið árlega jólahlaðborð eftir aðventumótið alltaf jafn skemmtilegt. Lokahófið okkar er þó líklega sú skemmtun sem mest er lagt í, en þá koma sundmenn og fjölskyldur saman og snæða góðan mat, skemmta sér saman og flestir fá einhver verðlaun. Æfingaferð elstu krakkana til Calella á Spáni var gríðarlega vel heppnuð en þar fór saman einbeitning og dugur á æfingum og góðar samverustundir. Minningarnar sem krakkarnir eiga úr þessari ferð eiga örugglega eftir að gleðja þau um alla framtíð.
Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
6
Jólablað UMFN 2014
Elvar Már og Ásdís Vala leikmenn ársins
E
lvar Már Friðriksson var valin besti leikmaður karla liðsins og hjá stúlkunum var Ásdís Vala Freysdóttir valin besti leikmaður á lokahófi deildarinnar í Stapa. Bestu varnarmenn liðana voru Ólafur Helgi Jónsson og Andrea Björt Ólafsdóttir og svo fór það í skaut Loga Gunnarssonar að hreppa nafnbótina mikilvægasti leikmaður karla liðsins. Dugnaðarforkur kvennaliðsins var svo valin Aníta Carter.
Friðrik og Teitur aftur heim
F Íslandsmeisturum fjölgar í júdó
Í
slandsmót aldursflokka yngri en 21 árs var haldið í maí og voru keppendur 121 frá níu félögum. Keppt var bæði í einstaklingskeppni og liðakeppni. Í liðakeppninni voru fjórar sveitir í U13, tvær í U15, tvær í U18 og þrjár í U21 árs. Njarðvíkingar eignuðust þrjá íslandsmeistara á mótinu þau Ægi Má Baldvinsson, Sóley Þrastardóttur og Birki Frey Guðbjartsson. Íslandsmeistaramót barna og unglinga fór fram að Laugalandi í Holtum í nóvember. Fjöldi barna tók þátt og var mótið hið glæsilegasta. Sleipnismenn úr Júdódeild Njarðvíkur tóku auðvitað þátt og mættu með 6 keppendur til þátttöku í 6 aldursflokkum. Í hópi 11ára kepptu þeir Jóel Helgi Reynisson, Daníel Dagur Árnason og Stefán Elías Davíðsson. Þeir áttu stórgott mót og nældu sér í þrjár bronsmedalíur. í sveitakeppni 11 ára og yngri lentu þeir í þriðja sæti liða. Njarð-
víkingar kepptu í þremur aldursflokkum og tveimur liðakeppnum og unnust þrír Íslandsmeistaratitlar af sex. Guðbrandur Helgi Jónsson sigraði sinn flokk eftir nokkrar harðar rimmur. Halldór Logi Sigurðsson sigraði flokk 13 ára nokkuð örugglega, þrátt fyrir gífurlega sterkan flokk. Bjarni Darri Sigfússon varði titil sinn frá í fyrra og átti tilþrif mótssins. Íslandsmeistaramótið í BJJ eða Brazilian jiu jitsu fór einnig fram nóvember. Þar eignuðumst við enn feiri Íslandsmeistara því Jón Axel Jónasson sigraði -66kg í flokki 15-17ára Hafþór Hermannson sigraði í -55kg í flokki 13-14ára og Gunnar Örn Guðmundsson sigraði í -45kg í flokki 11-12 ára. Þess má til gamans geta að Gunnar er barnabarn og alnafni einnar mestu júdókempu sem Njarðvík hefur alið.
riðrik Ingi Rúnarsson og Teitur Örlygsson er komnir á ný til starfa hjá félaginu en Friðrik var ráðinn þjálfari meistaraflokks karla og kvenna til fimm ára og Teitur er aðstoðarþjálfari karlaliðsins. Friðriks hóf þjálfunarferilinn 16 ára gamall í yngri flokkunum. Hann tók við meistaraflokki kvenna hjá Njarðvík 18 ára og 21 árs tók hann við þjálfun meistaraflokks karla. Síðar þjálfaði hann einnig lið Grindavíkur og KR í úrvalsdeild auk þess að hafa verið landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands. Teitur tók við liðinu sem spilandi þjálfari tímabilið 1992-1993 og var svo aftur spilandi þjálfari ásamt Friðriki Ragnarssyni tímabilið 20002001. Hann tók svo við liðinu 2007 og þjálfaði liðið eitt keppnistímabil en er að koma heim aftur eftir fimm ára veru í Garðabæ hvar hann þjálfaði Stjörnuna. „Ég tek við virkilega góðu búi frá Einari Árna og verkefnin framundan eru afar spennandi og krefjandi en jafnframt eru spennandi tímar í kvennastarfinu þar sem iðkendafjöldi hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum.“ sagði Friðrik eftir undirritunina. „Umgjörðin hér í Njarðvík er til fyrirmyndar og það verður gaman að halda áfram því góða starfi sem hefur verið bæði í karla- og kvennakörfunni og byggja ofan á það til framtíðar.“ Einar Árni Jóhannsson hefur einnig skrifað undir langtímasamning við félagið, sem yfirþjálfari yngri flokka. Einar Árni þjálfaði meistaraflokk karla síðustu þrjú ár samhliða yfirþjálfarastöðunni en gerði nú nýjan fimm ára samning sem yfirþjálfari.
Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
7
Jólablað UMFN 2014
1944
2014
Í tilefni þessa að Ungmennafélag Njarðvikur er 70 ára á þessu ári og glæsilegt afmælisrit er komið út, þá var tekið smá spjall við þrjá kunna félagsmenn. Þessir félagsmenn hafa verið áberandi í starfseminni hver á sínum vettvangi og það er tíu ára aldursmunur á þeim elsta í þess sem er í miðjunni og svo frá honum til þess yngsta.
Júlíus Valgeirsson
Guðni Erlendsson
er einn þeirra félagsmanna sem eiga langan feril innan körfuknattleiksdeildarinnar. Júlíus sem er fæddur 1957 hefur verið leikmaður, stjórnarmaður og þjálfari á hátt í fimmtíu ára ferli sínum. Svo hafa börn hans komið nálægt starfseminni einnig.
er fæddur árið 1978 og hefur verið félagsmaður frá blautu barnsbeini. Guðni er einn leikjahæsti knattspyrnumaður félagsins með vel yfir 250 leiki í meistaraflokki. Guðni er í dag þjálfari 5. flokks í knattspyrnu.
Hver voru þín fyrstu spor innan félagsins?
Hver voru þín fyrstu spor innan félagsins?
Mamma mín starfaði í Ljónagryfjunni þegar ég var smá gutti og það var mjög spennandi að fara með henni í vinnuna og fylgjast með hetjum Ungmennafélagsins á þeim tíma við æfingar og keppni. Sjálfur byrjaði ég að æfa fótbolta hjá Helga Arnarsyni þegar ég hóf skólagöngu í Njarðvíkurskóla. Ég reyndi einnig fyrir mér í öðrum greinum innan Ungmennafélagsins en fótboltinn varð fljótt fyrir valinu.
Ég byrjaði að æfa körfubolta hjá Hilmari Hafsteinssyni í Krossinum . Svo einnig fótbolta hjá Óla á Stað en fótboltaferlinum lauk eftir að ég hafði skorað sjálfsmark í keppnisferð á Siglufirði. Ég lék körfubolta með félaginu upp alla yngri flokka og lék með meistaraflokki í nokkur ár.
Hvað er eftirminnilegast úr félagsstarfinu?
Það er ansi margt sem er eftirminnilegt eftir hátt í fimmtíu ára þátttöku í félagsstarfinu. Allar keppnisferðirnar og margar ógleymanlegar svo ekki sé minnst á allan félagsskapinn. Þá er mér minnistætt þegar við stofnuðum unglingaráðið í körfunni, þar var ég formaður á tímabili. Formennskan hjá deildinni líka. Svo voru það nú 1. desemberböllin hér áður fyrr þau voru hápunkturinn.
Hver var hápunktur þinn?
Það hlýtur að vera fyrsti Íslandsmeistaratitill meistaraflokks í körfu árið 1981. Það var gríðalega mikilvægur áfangi og allir titlarnir sem fylgdu í kjölfarið. Í framhaldi af þeirri velgengni náði ég að leika 3 A- landsleiki.
Hverning líst þér á framtíð félagsins?
Mér líst vel á hana og ég held hún sé björt þó að á móti blási núna. Aðstaðan er alveg ágæt og fullt af efnilegum krökkum að æfa. Yngra fólkið mætti þó vera duglegra að gefa kost á sér til stjórnunarstarfa, það var ekkert óvenjulegt hér áður fyrr að stjórnarfólk væri rétt skriðið yfir tvítugt og komið í fullt stjórnunarstarf í deildum.
Hvað er eftirminnilegast úr félagsstarfinu?
Líkt og í flest öllu félagsstarfi eru það samverustundir með góðu fólki sem standa upp úr, hvort sem það eru æfingar, fundir, fjáraflanir, ferðalög eða bara hangs inni í búningsklefanum eftir æfingar og hlusta á frægðarsögur frá liðsfélögum sínum. Einnig er alltaf gaman að sjá ungt fólk sem ég hef þjálfað eða kennt á undanförnum 15 árum vegna vel í lífinu, hvort sem það er innan eða utan vallar.
Hver var hápunktur þinn í þinni grein?
Ég var nú lánsamur að hljóta einhver einstaklingsverðlaun sem leikmaður en engu að síður er ég stoltastur af því að hafa tekið þá ákvörðun að nýta öll mín 15 ár í meistaraflokki hjá Ungmennafélaginu. Á löngum köflum gekk okkur bölvanlega að komast upp úr gömlu 3. deildinni og þá hefði verið freistandi að yfirgefa verkefnið og reyna fyrir sér á nýjum stað. En hungrið í að ná árangri með sínu uppeldisfélagi hvatti mann áfram og á endanum tókst okkur að verða gott 1. deildarlið með flott bakland. Þrátt fyrir að stóra markmiðið um að spila í deild þeirra bestu
Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
8
Jólablað UMFN 2014 hafi ekki tekist held ég að þessi vegferð í heild sé minn hápunktur. Jú og svo auðvitað bronsmerki Ungmennafélagsins, mér þykir ákaflega vænt um þá viðurkenningu.
Hverning líst þér á framtíð félagsins?
Framtíð Ungmennafélagsins í heild er björt að mínu mati, fín aðstaða og það er vandfundinn jafn hæfur þjálfarahópur og Ungmennafélag Njarðvíkur státar af og svo ekki sé minnst á alla sjálfboðaliðana. En alltaf er hægt að gera betur og mögulega eru tækifæri fyrir forystuna að gera enn betur. Ef við horfum inn í framtíðina hjá knattspyrnudeildinni einni og sér þá tel ég hana standa frammi fyrir ákveðinni áskorun. Áskorun sem snýst um að velja sér stefnu og þá hvort halda eigi fullu sjálfstæði eða auka samstarf við önnur félög. Ég sé allt eins fyrir mér að aukið samstarf verði ofan á. Hvað sem öllu líður eiga allir að vera stoltir af sínum uppruna.
Sigurður Hilmar Ólafsson
eða Siggi Hil eins hann er oftast kallaður, er fæddur árið 1968 og hefur verið félagsmaður frá blautu barnsbeini. Borinn og barnfæddur Njarðvíkingur i þriðja lið og sleit barnsskónum á Þórustígnum og Grundarveginum, Hæðartúninu og «Malbikinu» sáluga. Hann hefur komið að starfsemi UMFN með fjölbreyttum hætti.
Hver voru þín fyrstu spor innan félagsins?
Það má eiginlega segja að mín fyrstu spor hafi verið sundtök, því upp úr 5 ára aldri suðaði ég mig á sundæfingar hjá öðlingnum honum Jóni Helgasyni sundfrömuði. Var hjá honum nokkur misseri ásamt nokkrum góðum félögum. Síðan lá leiðin í boltagreinarnar og ég spriklaði í körfu og handbolta, en mest í fótbolta ásamt því að þjálfa yngri flokka í hand- og fótbolta í nokkur ár. Eg kom nokkuð snemma að ungmennafélaginu sem stjórnarmaður. Fyrir tvítugt var ég ritari aðalstjórnar og sat einnig í stjórn knattspyrnudeildar nokkru síðar. Síðast hjálpaði ég til við að endurvekja meistaraflokk kvenna í körfunni ásamt mörgu góðu fólki, sem formaður kvennaráðs í ein 5-6 ár og var einnig formaður körfuknattleiksdeildarinnar um skeið. Svo hefur maður verið líkt og svo margir, fararstjóri í keppnisferðum yngri flokka í óteljandi skipti.
margar «legent» sögur urðu til og lifa margar hverjar ennþá góðu lífi. Eftirminnilegast fyrir mig perónulega er að hafa fengið tækifæri til þess að starfa fyrir félagið og kynnast öllu því góða og duglega fólki sem vinnur ómetanlegt starf. Eins fannst mér sérstaklega gaman að fylgjast með börnum mínum og vinum þeirra í æfingum og keppni í yngri flokkum félagsins. Dásamlegur tími. Svo var það þegar stelpurnar unnu tvöfalt í körfunni 2012. Það var ólýsanlegt að upplifa laun erfiðisins með tvöföldum sigri fyrir fullu húsi eftir endalausar fjáraflanir og þrotlausa vinnu. Stemningin var mögnuð og minnti mig á þegar strákarnir unnu einn af sínum fjölmörgu tiltlum vorið 1991.
Hver var hápunktur þinn í þinni grein?
Hápunktarnir á mínum stutta ferli voru ekkert ýkja háir. Helst voru það kannski úrslit einstakra leikja sem standa upp úr sem og þau einstaklingverðlaun sem mér hafa hlotnast. Mér er samt minnistæður fyrsti leikur minn með meistaraflokki á Njarðvíkurvellinum þegar ég var 17 ára. Liðið var þá í næst efstu deild og hafði gert nokkar atlögur til þess að komast upp í þá efstu, en ávalt vantað þennan fræga herslumun. Það var töluverður fjöldi áhorfenda sem mætti á leikina á þessum tíma, þannig að upplifunin var sterk fyrir gutta eins og mig. Eins man ég eftir skemmtilegum leik þegar við slóum Keflavík út í undankeppni landsmóts UMFÍ. Þá var lagt töluvert upp úr því að komast á landsmótin og þarna voru nágrannar okkar með sitt sterkasta lið, sem gerði þetta enn skemtilegra. Svo náði ég reyndar að verða Íslandsmeistari í minnibolta í körfu eins og langflestir drengir sem hafa einhvern tíma æft körfubolta með Njarðvík. Þvílíku gleyma menn ekki!
Hvernig líst þér á framtíð félagsins?
Hún er mjög björt ef rétt er á spilum haldið. Fullt af hæfu og duglegu fólki sem gefur tíma sinn á hverjum degi fyrir fánann og UMFN. Það er dýrmætt hverju félagi, ásamt því að efniviðurinn er nægur til að Njarðvík geti blómstrað sem allra mest. Mér finnst samt á stundum eins og það vanti heldarstefnu og sýn fyrir allar deildirnar, ásamt því að meiri samkennd ríki milli deilda innan félagsins.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Ungmennafélaga Njarðvíkur
Hvað er eftirminnilegast úr félagsstarfinu?
Held ég verði bara að nefna keppnisferðirnar. Þær eru margar ógleymanlegar og sumar vart prenthæfar. Einnig margar ferðir á úrslitaleiki körfuboltans í gegnum tíðina. Sérstaklega á árunum rétt fyrir 1980 og fram yfir 1990, það var svo innilega skemmtilegur tími, þar sem svo
Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Fitjum
9
en vonir nsson er kringum
Jólablað UMFN 2014
Íslendingur 2013
Guðmundur Stefán Gunnarsson júdóþjálfari og einn stofnenda júdódeildar UMFN var einn af fjórum einstaklingum sem fengu viðurkenninguna Framúrskarandi ungur Íslendingur 2013. Þetta er í tólfta Jólaspjallið viðskiptið Jón Bjarna sem JCIHelgason veitir þessu verðlaun en athöfnin sjálf fór fram í Háskólanum í Reykjavík og var það Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson. JCI stendur fyrir ð í uppbyggingu og eru margir lykilmenn Junior Chamber International. Guðmundur Stefán Þökkum árið sem er að líða. órn Nigel Moore og honum til aðstoðar er hefur hjálpað mörgum ungum iðkendum sem eiga ekki Starfsfólk Vatnaveraldar u Andreu Björt Ólafsdóttur heim aftur fyrir í önnur hús að venda, að fóta sig í íþróttinni og hefur sem af er hausti hefur baráttan verið mikil hjálpað þeim að tileinka sér betri lífsstíl. Deildin á í dag Jólaspjallið í ár erávið Jón Bjarna Helgason, en hann hefur verið viðloðandi félagsstóra markmiðið er að halda liðinu áfram fjölda Íslandsmeistara sem hann hefur þjálfað. Hann var starfið hjá UMFN frá barnæsku. Jón fluttist með fjölskyldu sinni til Njarðvíkur frá Vík Opnunartími í Mýrdal þegar hann vareinnig 4 ára. tilnefndur til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins. 6:45 - 20:00 virka daga Hann lærði málaraiðn en vann lengst af í Fríhöfninni eða um 40 ár og þar af 30 ár Snorri Hrafnkelsson gekk til liðs við félagið 8:00 - 18:00 um helgar sem verslunarstjóri. Jón fluttist til Reykjavíkur fyrir 19 árum. Eiginkona Jóns er Valdís Frítt fyrir börn ðslum á haustdögum er hannTómasdóttir sleit fremra og eiga þau þrjú börn sem öll hafa verið keppnisfólk hjá UMFN. endurhæfing og ætlar kappinn að mæta voru til þín liðs fyrstu spor innan UMFN? alldór Örn Halldórsson gekk Hver einnig Ég byrjaði að æfa sund hjá Þórunni Karvelsdóttur árið 1959 og hélt því áfram með ék með UMFN á sínum fyrstuhléum árum í yngri í nokkur á. Við kepptum einu sinni sem gestir á sundmeistaramóti Keflavíkur 1959 og það trúlega fyrsta sundkeppni sem Njarðvík tók þátt í. Á því móti unnum m í haust og ljóst að koma hans styrkir er liðið við Álfdís Sigurbjarnadóttir fyrstu verðlaun, ég í skriðsundi og hún í bringusundi. það sem af er vetri og ljóst að markmiðið Fljótlega upp úr þessu lögðust sundæfingar af í Njarðvík og æfði ég þá um stund rið 2014 er líklega eitt það stærsta að skipta út upprunalegu gólfefni af með Keflavík. ggingartímabil síðustu tvö keppnistímabil. í sögu Lyftingardeildarinnar ef stærri salnum. Gólfið mátti orðið muna sem af er vetri vegna veikinda, en vonir litið er til þeirra verkefna sem var ráðist fífil sinn fegurri og var fyrir lifandi löngu Sendum Upp úr 1960 fór ég svo að þvælast með Guðjóni bróðir upp á flugvöll til að horfa andi ári í á árinu sem senn er að líða. Fyrst ber búið að gefa upp öndina fyrir þeim öfler jákvætt að sjá að Ólafurviðskiptavinum Helgi Jónsson er í einhverri á körfuboltaæfingar sem herinn hafði útbúið völlogfyrir æfingum sem iðkendur hafa á það að skemmu nefna aðþarkraftlyftingahlutinn tók um hermennina og fljótlega byrjaði ég að æfa með þeim. Þessar æfingarnar enduðu Jólablað UMFN 2013 ann verður vonandi kominn á fullt í kringum lagt í áraraðir.Tækifærið var líka notað í gagnið sérsniðna aðstöðu til kraftog landsmönnum öllum
Gleðileg jól og arnirfarsælt í körfunni komandi ár. Endaði
ferilinn með Íslandsmeistaratitli
Endurbætur á aðstöðunni Á
oft með viðkomu í teríunni hjályftinga Flugleiðum þarsalnum sem menn fenguÍþróttasér ávexti til ogað rjóma. styrkja stóra lyftingapallinn svo að í litla í kjallara upp körfuboltaaðstöðu í Njarðvík, en tók húnsín var þannig að þola vel ólympískar lyftingar hann mætti miðstöðvarinnar þar sem deildin tunnugjörð var negld á ljósastaur fyrir framan 30 þartuttugu sem ég átti heima. á gólfið sem þeim fylgja. Verkog höggin fyrstu skref fyrir Holtsgötu rétt rétt tæpum efnið, þó stórt væri, var framkvæmt af Þetta var daginn kærkomin viðfór svo Þarna vorum við að leika okkurárum. með körfubolta út ogviðbót inn. Ég að æfa Massafólki og tók um 10 daga. Við erum annars ágæta aðstöðu, þar sem það var með Í.K.F. ( Íþróttafélag Keflavíkurflugvallar) uppi á flugvelli, sem síðar sameinaðist Umhverfisvæn orkuframleiðsla í 40 ár farið að þrengja talverst að kraftlyftinga- griðalega stolt af velheppnuðu verki og Njótið jólana í birtu og yl frá Njarðvík. að heyra fjöldan allan af ánægjuhlutanum og 24 aðrir umhverfisvænni framleiðsluÉg spilaði með Njarðvík þangað til ég varð ára iðkendur en þá var stundum mér ráðlegtfrábært að hætta skelkaðir yfir þyngdunum og látunum röddum um glæsilega aðstöðuna. vegna þrálátra meiðsla. Þessi ár voru alveg frábær þrátt fyrir að okkur hafi gengið sem er oft fylgifiskur mikilla átaka. svona upp og niður. Árið 1980Í byrjaði aftur að íæfa ágúst sl.égvar farið þaðmeð stóraNjarðvík verkefnien þá bara til www.hsorka.is gamans. Skemmtilegast var auðvitað að hafa endað ferilinn með Íslandsmeistaratitli.
hugheilar jólakveðjur Í kjölfarið settum við
Gleðileg jól og Njarðvíkingar farsælt komandigera ár.
Áttu ekki til einhverjar skemmtilegar sögur úr keppnisferðum? Keppnisferðirnar til Akureyrar með körfunni eru mér líka mjög minisstæðar, en þær voru margar og alveg ógleymanlegar og ég ætla segja hér frá einni. Við vorum að
Þökkum árið sem er að líða. strandhögg í Skotlandi
jamenn
B Starfsfólk Vatnaveraldar
jarni Darri Sigfússon og Guðmundur Stefán Gunnarsson héldu í águst sl. til Skotlands til að keppa á Hálandaleikunum í Keltneskum fangbrögðum sem bera nafnið Back hold. Backhold svipar mikið til hinnar rammíslensku íþróttar hryggspennu. Guðmundur hampaði þriðja sæti í Opnum flokki eftir að hafa Opnunartími lotið í lægra haldi fyrir Evrópumeistar6:45 -anum 20:00í þessari virka grein. daga En Bjarni Darri Sigfússon sigraði Opinn 8:00 - 18:00 um helgar flokk unglinga og var valinn glímumaður leikanna.
Bestu jóla- og nýárskveðjur frá starfsfólki KPMG í Reykjanesbæ
di ár. ptin á líða.
kpmg.is
Frítt fyrir börn
Unglingaróðrarsveit Njarðvikur Oliver Bárðarson, Jón Bjarni Helgason, Valdór Bóasson, Róbert Svavarsson, Haraldur Skarphéðinsson, Aðalsteinn Guðbergsson, Magnús Þór Sigmundsson.
Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
10
skum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Jólablað UMFN 2014
Íslands- og bikarmeistaramót SSÍ
Í
slandsmeistaramót í 50 m laug fór fram í apríl og í 25 m laug í nóvember. Árangurinn var mjög góður á báðum mótunum og liðið okkar sýndi styrk á öllum sviðum og kom mörgum á óvart. Við náðum betri árangri en á undanförnum árum á báðum mótunum. Sunneva Dögg Friðriksdóttir var með besta árangur ÍRB kvenna á báðum mótunum og var með 754 FINA stig í 400 m skriðsundi á ÍM25. Hún varð Íslandsmeistari í 1500 skrið á ÍM50 og sló með því sundi Íslandsmetið í stúlknaflokki. Hún varð Íslandsmeistari í 200 og 1500 skrið á ÍM25. Eydís Ósk Kolbeinsdóttir setti Íslandsmet í telpnaflokki í 1500 skrið á ÍM50 og Karen Mist Arngeirsdóttir setti Íslandsmet í telpnaflokki í 50 og 100 m bringusundi á ÍM50 og í 100 m bringusundi á ÍM25 og varð
Íslandsmeistari í 50 og 100 m bringusundi. Stelpurnar þrjár urðu líka allar Íslandsmeistarar í boðsundi með boðsundsveitum ÍRB. Bikarmót SSÍ var einnig árangursríkt hjá okkur. Stelpurnar í 1.deild sýndu aftur fjölhæfni sína og styrk með því að skara fram úr öðrum liðum og ná að sigra Bikarmótið annað árið í röð. Þær bættu stigaskor sitt og náðu að halda aftur af sterku liði SH. Strákarnir í 1. deild náðu 2. sæti annað árið í röð og það sást að liðið er efnilegt þar sem yngstu sundmennirnir áttu mjög góð sund. Stelpurnar í 2. deild lentu í 2. sæti í ár og voru á eftir nýju sameinuðu liði Reykjavíkur-liðanna, Ægis, KR, Ármanns og Fjölnis.
Áslaugar- og Elfarsbikararnir afhentir
Á
lokahófi Körfuknattleiksdeildar í vor var Áslaugarbikarinn afhentur í fyrsta sinn og það var Guðlaug Björt Júlíusdóttir sem hlaut hann. Áslaugarbikarinn er gefinn af fjölskyldu Áslaugar Óladóttur sem lést árið 2000 en Áslaug var leikmaður í yngri flokkum félagsins og einnig virk í starfi unglingaráðs. Guðlaug Björt sem er fædd 1996 og var í stóru hlutverki í stúlknaflokki, unglingaflokki kvenna og meistaraflokki félagsins sl. vetur. Guðlaug Björt hefur einnig leikið með yngri landsliðum Íslands. Þá var einnig afhendur Elfarsbikarinn og hann hlaut Magnús Már Traustason. Magnús Már er fæddur árið 1996 og leikur með drengjaunglinga- og meistaraflokki félagsins. Hann var auk þess leikmaður í U18 landsliði Íslands sem hlaut silfurverðlaun á Norðurlandamóti sl. sumar.
Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
11
Jólablað UMFN 2014
KÖFLÓTT HJÁ MEISTARAFLOKKI
K
nattspyrnuárið hjá meistaraflokki var ansi köflótt. Eftir ágætt gengi á undirbúingstímabilinu sáu knattspyrnuspámenn landsins það fyrir sér að liðið myndi enda í 5. sæti. Íslandsmótið byrjaði illa og náði liðið ekki sínu fyrsta stigi fyrr en í 7. umferð og sínu fyrsta sigri í 9. umferð. Útlitið var slæmt eftir fyrri umferðina með aðeins 5 stig og það leit illa út með að halda sæti okkar í 2. deild. Seinni umferðin gekk betur og 19 stig voru uppskeran, sem náðust inn með góðri samstöðu allra sem koma að liðinu og ágætri spilamennsku. Það fór svo að Njarðvik endaði í 8. sæti í mótslok. Þetta er annað árið í röð sem við náum að bæta stöðu okkar svo um munar í seinni umferð Íslandsmótsins. Liðið sýndi á köflum góða spilamennsku í sumar sem svo með ólíkindum skilaði ekki því sem hún átti að skila okkur. Undirbúningur hófst fyrir næsta ár í byrjun nóvember undir stjórn Guðmundar Steinarssonar sem er á sínu öðru ári sem þjálfari liðsins.
Merkja má fjölgun Frá því að nýtt starfsár yngri flokka hófst í október hefur iðkendafjöldi verið viðunandi í öllum flokkum sem eru starfræktir og merkja má fjölgun. Þá er vert að nefna sérstaklega 3. flokk sem nú telur yfir 20 stráka, sem mikill kraftur er í undir stjórn Þóris Rafns Haukssonar. Aðrir yngri flokka þjálfarar eru Guðni Erlendsson, Ingi Þór Þórisson og Snorri Már Jónsson. Það vantar ekki verkefnin hjá yngri flokkum allt starfsárið og allir flokkar með sín föstu verkefni sem fara fram um allt land nánast. Annar flokkur sem er samstarfsverkefni okkar með Keflavík gekk vel og vorum við með tvö lið í keppni undirstjórn Helga Arnarsonar og Inga Þórs Þórissonar. A liðið vann B deildina og náði í undanúrslit bikarkeppninar og B liðið komst í undanúrslit í keppni B liða. Það er bjart framundan hjá yngri flokkum og spennandi verkefni á nýju ári.
Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
H
12
F
Jólablað UMFN 2014 UMFN varð Íslandsmeistari í tveimur flokkum á síðasta keppnistímabili
Tveir Massadrengir, Sindri Freyr Arnarsson og Daði Már Jónsson, gerðu góða ferð til Tékklands ásamt fjórum öðrum unglingum til að keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramóti unglinga, sem er annar stærsti viðburður í heimi þar sem unglingar etja kappi í kraflyftingum. Við vissum fyrirfram að þar yrði við ramman reip að draga, enda staðlar á móti sem þessu gríðalega háir. En til að ná árangri þurfa menn að skólast í öllu því sem snýr að keppnum og lærdómurinn sem af þessu hlýst dýrmætur í reynslubankann og þeir gátu verið stoltir af árangrinum, þó svo að þeir stæðu ekki á verðlaunapalli í lok dags, þrátt fyrir að hafa sett Íslandsmet.
Ma
Lokahóf í Ljónag Minnibo Þá var E meistara Maciej e Norðurla og í ung unglinga Maciej e ár til þes Mynd: M bikarinn
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Stúlkurnar í 7.flokki kvenna (fæddar 2001) urðu í fyrsta skipti meistarar en þær sýndu mikinn dugnað er þær unnu Keflavík í úrslitaleik á Sunnubrautinni. Þetta var fyrsti sigur þeirra gegn Keflavík og það var ósvikin gleði í leikslok hjá flottu Njarðvíkurliði sem á framtíðina fyrir sér. Þjálfari stúlknanna var Agnar Mar Gunnarsson.
Kæru Suðurnesjamenn Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
10.flokkur karla (fæddir 1998) varð einnig Íslandsmeistari í fyrsta skipti. Strákarnir unnu KR í úrslitum í Smáranum í Kópavogi og gerðu reyndar gott betur en þeir urðu einnig bikarmeistarar. Þeir lögðu KR í undanúrslitum í DHL höllinni og unnu svo Keflavík í úrslitaleiknum í Grindavík. Þjálfari drengjanna var Einar Árni Jóhannsson.
Frið
Alþjóðle og gaf ö sáttar o sem var hópurin á túnið o frá knatt
Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar árinu sem er að líða
Jólablað UMFN 2013
Unglingaflokkur karla varð Bikarmeistari en þeir lögðu Stjörnuna örugglega í úrslitaleik. Leikurinn var spilaður eftir tímabil í meistaraflokki og var þvi kveðjuleikur Elvars Más Friðrikssonar sem að hélt til Bandaríkjanna í haust en þar leikur hann með LIU Brooklyn háskólanum.
Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
13
Jólablað UMFN 2014
Gleðileg jóla og farsælt komandi ár
Þríþrautarkapparnir Bjarni Kristjánsson og Rafnkell Jónsson
Járnkallar 3N
Á
árinu kláraði Guðbjörg Jónsdóttir 1/2 járnkarl með glæsibrag og er því fyrsta konan í 3N til að klára þá vegalengd. Jafnframt lenti hún í 2. sæti í 40 ára og eldri. Bjarni Kristjánsson kláraði járnkarl í Austurríki. Hann er því þriðji járnkarl 3N. Lokatíminn á kappanum var 11.54.16. Tveir félagar úr 3N kláruðu keppni í hálfum járnkarli í Arhus í Danmörku. Þeir Rafnkell Jónsson sem endaði í 10. sæti í flokki 50-54 ára á tímanum 5.13.27 og Guðmundur Ingi Guðmundsson í sama flokki á tímanum 6.59.11. Jón Oddur Guðmundsson náði frábærum tíma í ½ járnkarli í Kronborg. Hann kláraði þrautina á 4.50.07 sem er frábær tími og besti tími sem þríþrautarmaður innan 3N hefur náð í þessari vegalengd; sund 32.49/ hjól 2.39.46 / hlaup 1.30.35. allt mjög góðir tímar en hlaupið þó sérlega sterkt.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Massi 20 ára
L
yftingadeildin verður tuttugu ára þann 11. febrúar næstkomandi og stefnt er að því fagna þessum tímamótum með einhverjum hætti enda margt sem hefur drifið á daga þessara einu lyftingadeildar á Suðurnesjum og hún er jafnframt eina kraftlyftingadeildin sem hefur verið alla tíð innan ÍSÍ. Framundan er spennandi ár hjá okkur. Við stefnum meðal annars að því að halda áfram að gera aðstöðuna okkar betri og flottari því lengi getur gott „bestnað“ eins og einhver sagði. Deildin kemur til með að taka að sér a.m.k tvö mót á komandi ári, byrjenda- og lágmarkamót og svo stærsta mót ársins sjálft Íslandsmótið í kraftlyftingum, en undanfarin ár hefur það verið haldið í Ljónagryfjunni. Þá eigum við einn staðfestan lyftara í landsliðshópi Kraftlyftingasambands Íslands en það er búið að gera ráð fyrir Sindra Frey Arnarsyni á þrjú stórmót unglinga á erlendri grundu á komandi ári þ.e. Norðurlanda- Evrópu- og Heimsmeistaramóti og óskum við honum alls hins besta í komandi æfingum og átökum.
Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
14
ehf.
Iðinn ehf
Jólablað UMFN 2014
Sundfólk í unglingalandsliðum F
Stefanía Sigurþórsdóttir, Gunnhildur Björg Baldursdóttir, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir
seinkun vegna veðurs á Akureyri og r að ná í leikinn sem átti að byrja kl ukkan var langt gengin í tvö fengum mman væri orðin troðfull og alveg sinni lagðir af stað. Loksins komumst ig sátu félagarnir Danny Shouse og erðin gekk vel þangað til við byrjum ð verðið kolvitlaust og nánast ekkert mig að Jónas er að reyna róa Danny r. Jónas segir að flugmennirnir séu í g væru því að kíkja eftir nógu stórum mikið íshrafl í firðinum að við sáum stóra ísjaka standa uppúr svo þetta fram lýsingu sinni á aðstæðum, þetta y kominn hálfur í stóran faðminn á ar vélin skellti sér allt í einu sér niður m ekkert nema snjókóf varð Danny n við lentum auðvitað á flugvellinum ferðar gekk allt vel enda unnum við fsögðu Danny Shouse. Rúlluðum við völdið.
víkunum á þínum yngri árum? mjög góðir í kappróðri, sem keppt var stofnuðum Unglingasveit Njarðvíkur æreyingana Simba og Meinhard, til að tók svo við af aðalróðrasveitinni og róðri áfram.
u þegar fyrsti Íslandsmeistaratitillinn stund? var eins og áður sagði bara að spila bært að vera með þegar fyrsti titillinn
jórir sundmenn úr Sunddeild Njarðvíkur áttu sæti í Unglingalandsliðum Sundsambands Íslands á árinu. Í sumar var keppt í 50 laug og keppti þá Sunneva Dögg Friðriksdóttir á Evrópumeistaramóti Unglinga í Hollandi og á Ólympíuleikum Æskunnar Í Nanjing í Kína. Ferðin til Kína var mikið ævintýri og dvöldu íslensku keppendurnir í 3 vikur í Ólympíuþorpinu, frá Íslandi fóru tveir sundmenn og drengjalið Íslands í knattspyrnu. Sunneva Dögg var fánaberi íslenska liðsins og stóð sig með prýði. Þrjár stúlkur fóru á Norðurlandameistaramót Æskunnar í Kaupmannahöfn og kepptu þar fyrir Íslands hönd. Það voru þær Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Gunnhildur Björg Baldursdóttir og Karen Mist Arngeirsdóttir. Í desember fara fram mót í 25 m laug og á sund-
deildin þrjá fulltrúa sem munu fara á þau. Eydís Ósk og Karen Mist keppa á Norðurlandameistaramóti Unglinga sem fer fram í Svíþjóð. Sunneva Dögg náði lágmörkum bæði á Norðurlandameistaramót Unglinga og Heimsmeistaramótið sem haldið verður í Doha í Qatar. Sunneva er of ung til þess að keppa á HM en mun fara í æfingaferð á vegum FINA sem haldin er samhliða HM fyrir unga og efnilega sundmenn. Þar gefst henni tækifæri til kynnast andrúmsloftinu á stórmóti eins og þessu og hitta frábært sundfólk víðsvegar að úr heiminum.Sannarlega frábær árangur hjá þessum flottu sundkonum að ná lágmörkum og keppa á þessum mótum en það er gríðarlega mikilvæg keppnisreynsla sem fæst með þáttöku á mótum sem þessum.
Sundhópur UMFN 1988, sjö landsliðsmenn og þar af eru fjórir Ólympíufarar. Efri röð frá vinstri: Jón Helgason, Valdís Tómasdóttir, Ævar Örn Jónsson, Eðvarð Þór Eðvarðsson, Geir Sverrisson, Friðrik Ólafsson, Sigurður Ragnarsson. Neðri röð: Ragnheiður Runólfsdóttir, Díana Hlöðversdóttir, Björg Jónsdóttir, Heba Friðriksdóttir. (Myndasmiður: Sólveig Þórðardóttir, Nýmynd).
Álfdís Sigurbjarnadóttir og Jón Bjarni Helgason.
Þið hjónin voruð áberandi í starfi sunddeildarinnar á einum mestu uppgangstímum sundsins hjá UMFN, hvað er eftirminnilegast frá þeim tíma? Þau forréttindi að fá að fylgjast með hópnum vaxa og verða eitt af bestu sundliðum landsins. Þessi árangur liðsins og metnaður er nokkuð sem lifir enn í dag. Nú eftir að þú fluttist til Reykjavíkur fylgist þú með hvað er að gerast hjá félaginu? Já að sjálfsögðu. Njarðvíkurhjartað slær alltaf með sínu liði. Við þökkum Jóni Bjarna fyrir spjallið og óskum honum og fjölskyldu hans gleðilegra jóla.
Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Íþróttamiðstöð Njarðvíkur
Verndun og viðhald fasteigna
Netaverkstæði Suðurnesja
15
Töfrar jólanna Byrja í Nettó www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |