OPIÐ HÚS
PÓSTHÚSSTRÆTI LAUGARDAGINN 20. MARS FRÁ KLUKKAN 12.00-13.00
Miðvikudagur 17. mars 2021 // 11. tbl. // 42. árg.
Varað við hruni eftir skjálfta
Hér sést vel hvernig hrunið hefur úr bjarginu vestan Festarfjalls og einnig hversu sprungið það er eftir skjálftana síðustu daga. VF-mynd: Jón Steinar Sæmundsson
Enginn greinst með smitandi berkla Berklasmit greindist nýlega á Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ. Frá þeim tíma hefur verið unnið að nánari greiningum tilfella og 16. mars var lagt berklapróf fyrir alla starfsmenn heimilisins í kjölfar jákvæðrar svörunar meðal tveggja starfsmanna við berklaprófi í hefðbundinni heilbrigðisskoðun. Niðurstöður rannsókna sýna að enginn sem rannsakaður hefur verið er smitandi. Einnig er fyrirhugað að gera berklaprófanir hjá íbúum heimilisins og verða þeir ásamt ættingjum upplýstir um þá framkvæmd og hvenær hún fer fram. Þessir starfsferlar hafa verið unnir í fullu samráði við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Göngudeild sóttvarna. Göngudeild sóttvarna sinnir berklavörnum utan sjúkrahúsa og sér um smitrakningu í samvinnu við staðbundin heilbrigðisyfirvöld vakni grunur um berklasmit. Berklar eru orsakaðir af bakteríu sem er næm
Vegna grjóthruns í kjölfar öflugra jarðskjálfa á Reykjanesi undanfarna daga, hvetur lögreglan á Suðurnesjum göngufólk til að gæta varúðar í fjalllendi á Reykjanesi. Ekki er þó einungis hætta á ferðinni í fjalllendi á svæðinu, heldur einnig við strendur skagans sem sjávarbjörg og hamrar eru. Vart hefur orðið við mikið grjóthrun af völdum skjálftanna úr sjávarhömrum vestan við Festarfjall í grennd við Grindavík. Gera má ráð fyrir slíku hruni víðar, svo sem við Krýsuvíkurbjarg og Valahnjúk við Reykjanesvita. „Vegna hugsanlegra eldsumbrota á Reykjanesskaga er af öryggisástæðum biðlað til fólks að fylgjast vel með fréttaflutningi um mögulegar takmarkanir á umferð, gangandi og akandi í grennd við Fagradalsfjall. Sérstaklega óskum við eftir því að fólk forðist vegslóða á sama svæði,“ segir jafnframt í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.
FLJÓTLEGT OG GOTT! 20%
54%
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn
32%
119
169
399
áður 149 kr
áður 369 kr
áður 589 kr
kr/stk
kr/stk
Corny súkkulaði 50 gr
Hámark Súkkulaði og kókos
Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
kr/stk
Sóma samloka m/túnfisksalati
ALLT FYRI R ÞIG Berklasmit greindist nýlega á Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ. fyrir sýklalyfjum. Nokkrum sinnum á ári vaknar grunur um berklasmit hér á landi. Hefst þá rakning á hugsanlegu smiti sem sérstaklega beinist að þeim sem gætu hafa verið í nánum samskiptum við viðkomandi.
ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR
JÓHANN INGI KJÆRNESTED
DÍSA EDWARDS
ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR
PÁLL ÞORBJÖRNSSON
ASTA@ALLT.IS 560-5507
JOHANN@ALLT.IS 560-5508
DISAE@ALLT.IS 560-5510
ELINBORG@ALLT.IS 560-5509
PALL@ALLT.IS 560-5501
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Opna frístundaheimilin frá 9. ágúst fyrir börn fædd 2015 Ákveðið hefur verið að opna frístundaheimili grunnskólanna í Reykjanesbæ fyrir börn fædd 2015 frá 9. ágúst til skólasetningar. Um leið verður ekki í boði fyrir þann hóp að koma aftur inn á leikskólann sinn eftir að sumarleyfi lýkur. Markmiðin með þessari opnun eru meðal annars að brúa bilið milli leik- og grunnskólagöngu nemenda, að aðlögun nýrra leikskólabarna geti farið fram fyrr en verið hefur og að aðlaga tilvonandi fyrstu bekkinga í grunnskólann sinn. Farið var af stað með tilraunaverkefni í þremur skólum haustið 2020 og var almenn ánægja foreldra með framkvæmdina. Að fenginni reynslu þessa tilraunaverkefnis var ákveðið að bjóða upp á þessa þjónustu í öllum grunnskólum sveitarfélagsins og koma þannig til móts við þarfir fjölskyldna en einnig til að jafna stöðu íbúa sveitarfélagsins meðal annars með tilliti til baklands sem er hluti af stefnu Reykjanesbæjar, Í krafti fjölbreytileikans og verkefnisins Allir með!
Tekur vel í erindi um frítt í sund fyrir atvinnuleitendur Íþrót ta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar tekur vel í erindi frá íbúa í Reykjanesbæ þar sem ráðið er hvatt til að veita atvinnuleitendum frítt í sund tímabundið. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að skoða málið nánar.
Horft til fjalla þar sem líklegast er að eldgos geti komið upp. Nátthagi er dalurinn inn á milli fjallanna á myndinni. VF-mynd: Hilmar Bragi
Yfir 50.000 jarðskjálftar og gos líklegt í Nátthaga Nýjustu gervihnattamyndir af umbrotasvæðinu á Reykjanesskaga sýna aflögun vegna stóra skjálftans sem varð klukkan 14:15 á sunnudag. Myndirnar sýna líka tognun á jarðskorpunni vegna þess að kvika flæðir inn í kvikuganginn. Á einni viku hefur orðið gliðnun á landinu milli Keilis og Nátthaga sem nemur um tuttugu sentimetrum, þ.e. landið hefur færst um tíu sentimetra í hvora átt. Með hverjum deginum sem líður eru taldar meiri líkur á eldgosi á Reykjanesskaga og öll gögn Veðurstofu Íslands benda til þess að gos muni koma upp suður af Fagradalsfjalli,
í eða við Nátthaga við Borgarfjall. Mesta virknin er ennþá bundin við svæðið í kringum Nátthaga, en einnig hefur mælst smávægileg virkni um 4 km norðan við það svæði. Nýjustu gögn benda áfram til þess að mesti þrýstingur vegna kviku sé í syðsta enda kvikugangsins undir Nátthaga og þar sé því líklegast staðurinn að kvika komi upp nái hún að brjóta sér leið upp á yfirborðið.
Yfir 50.000 skjálftar
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Þegar þetta er skrifað síðdegis þriðjudaginn 16. mars hafa orðið fleiri en 50.000 jarðskjálftar á Reykjanesskaga frá því hrinan hófst 24. febrúar en nú eru liðnar þrjár vikur frá því að jarðskjálfti upp á M5,7 reið yfir á svæðinu milli Keilis og Fagradalsfjalls. Það er stærsti skjálftinn í allri hrinunni en skjálftinn síðasta sunnudag var upp á M5,4. Áhrif hans voru þó meiri í Grindavík þar sem upptökin voru nær bænum. Vörur féllu úr hillum í verslunum í Grindavík og á heimilum féllu hlutir úr hillum, myndir duttu af veggjum og jafnvel innréttingar féllu um koll. Sprungur hafa víða komið í veggi og gólf.
Það rauk úr fjöllunum austan við Grindavík eftir jarðskjálftann sem varð síðasta sunnudag. Skjálftinn var M5,4. Ljósmynd: Styrmir Geir Jónsson
Kvikugangurinn er kominn í Nátthaga Festarfjall Ísólfsskáli
Ekki sofið heila nótt Íbúar í Grindavík finna mest fyrir áhrifum skjálftana og hafa margir hverjir ekki sofið heila nótt án þess að hrökkva upp við skjálfta. þannig hafa þónokkrir íbúar Grindavíkur notað hvert tækifæri sem gefst til að fara í sumarbústaði eða hótelgistingu utan Suðurnesja. Þá hefur Grindvíkingum verið boðinn aðgangur að sumarhúsum til að hvílast frá tíðum skjálftum. Einnig hefur verið biðlað til hótela og gististaða að bjóða íbúum Grindavíkur uppá hagstæða gistingu. Bent hefur verið á að ónógur nætursvefn getur verið skaðlegur fyrir heilsuna. Fylgst er með framvindu mála og náttúruöflum á Reykjanesskaganum á vef Víkurfrétta þar sem nýjustu fréttir eru uppfærðar allan sólarhringinn.
Kvikugangurinn er kominn í Nátthaga og færist hægt og rólega til suðurs. Frá Nátthafa er stutt til sjávar og líklegast að ef það gýs á þessum stað muni hraunið renna yfir Suðurstrandarveg og til sjávar í Hraunsvík, sem þá mun standa undir nafni. Til að setja staðsetninguna í samhengi við staðhætti sem margir þekkja, þá er Ísólfsskáli á þessum slóðum, sem og Festarfjall. Gott útsýni er til svæðisins frá Hópsnesi við Grindavík.
FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
K ÆRU FÉL AGSMENN
ÞÖKKUM FYRIR FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR Á NÝJA APPINU – SAMK AUP Í SÍMANN Við þökkum félagsmönnum og öðrum viðskiptavinum kærlega frábærar móttökur á nýja appinu. Samkaup í símanum er mjög einfalt í notkun og er sannkölluð verslun við hendina. Þú borgar beint með símanum í verslunum Samkaupa um land allt, færð 2% inneign af allri verslun og færð sérstök tilboð sem eru eingöngu í appinu. Heppnin var með Hrönn Bergsdóttur, hamingjusömum félagsmanni, þegar hún vann 100.000 kr. inneign í appið á dögunum. Við hvetjum alla til að ná sér í appið sem fyrst og byrja að spara.
VERSLUN VIÐ HENDINA
Náðu í Samkaup í símann
MEIRI AFSLÁTTUR OG FRÁBÆR TILBOÐ
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
FJ Ö L S M I Ð J A N Á S U Ð U R N E S J U M 1 0 Á R A
VIRKNI – VIRÐING og VON fyrir unga fólkið okkar Geiri verkstjóri, Sigurgeir G. Tómasson, sem hefur starfað við Fjölsmiðjuna frá upphafi.
Fimmtudaginn 17. mars 2011 mættu 7 ungmenni til vinnu í nýju virkniúrræði sem stofnað hafði verið á Smiðjuvöllum 5 í Reykjanesbæ. Um var að ræða Fjölsmiðju líka þeirri sem stofnaðar höfðu verið í Reykjavík og á Akureyri og voru að danskri fyrirmynd. Fjölsmiðjan á Suðurnesjum hafði reyndar verið stofnuð 7. september haustið áður en formleg starfsemi hófst þennan dag. Dagskrá fyrsta dagsins var að fara með nemana til Reykjavíkur þar sem þau skoðuðu Fjölsmiðjuna á höfuðborgarsvæðinu og borðuðu saman. Daginn eftir hófust þau svo handa, ásamt tveimur verkstjórum og forstöðumanni, við að standsetja húsnæðið sem áður hafði hýst Húsasmiðjuna og laga það að nýjum þörfum. Í maí sama ár opnaði svo nytjamarkaðurinn Kompan í nýja húsnæðinu. Markmið og tilgangur Fjölsmiðjunnar er samkvæmt skipulagsskrá hennar meðal annars að hjálpa ungu fólki á aldrinum 16-24 ára að finna sitt áhugasvið, öðlast starfsreynslu og þar með auka möguleika þess í atvinnulífinu eða í námi. Lögð skal áhersla á virkni, hagnýta vinnu, faglega verkþjálfun og auka þannig sjálfstraust unga fólksins og undirbúa það fyrir þátttöku á almennum vinnumarkaði og í frekara námi. Nánast frá fyrsta degi lá það fyrir að starfsemi nytjamarkaðarins Kompunnar myndi flytjast frá Suðurnesjadeild Rauða krossins til Fjölsmiðjunnar. Eins lá nokkuð beint við að boðið yrði upp á þvott og bón á bílum líkt og gert er í hinum fjölsmiðjunum í Kópavogi og á Akureyri. Þá var horft til þess að reka eldhús sem gæti selt mat til utanaðkomandi viðskiptavina. Horfið hefur var frá þeirri hugmynd og miðast eldhúsaðstaðan frekar við að þjónusta nema og starfsmenn í Fjölsmiðjunnar. Að auki voru ýmis möguleg verkefni skoðuð, einkum með hliðsjón af viðfangsefnum hinna fjölsmiðjanna tveggja. Þar ber að nefna bæði niðurrif á raftækjum til endurvinnslu og pökkunarverkefni.
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Í dag eru verkefni Fjölsmiðjunnar rekstur Kompunnar, sem hefur vaxið og dafnað jafnt og þétt frá upphafi, rekstur á sendibíl sem er á ferðinni allan daginn alla daga við að ná í muni til gjafmildra Suðurnesjamanna og við heimsendingu á vörum úr Kompunni, þá sinnir Fjölsmiðjan einnig búslóðarflutningum. Á síðasta ári voru farnar um 1500 sendingar á sendibílnum. Á lagernum er tekið á móti vörum, þær yfirfarnar, verðmerktar og flokkaðar en auk þess eru öll raftæki yfirfarin áður en þau fara til sölu. Smá lagfæringum á húsgögnum, í þeim tilgangi að gera þau söluhæf, hafa ungmennin sinnt undir handleiðslu verkstjóranna. Vorið 2020 var svo opnað reiðhjólaverkstæði sem sinnir viðgerðum fyrir almenning. Það má segja að þetta nýja verkefni hafið farið mjög vel af stað og sé góð viðbót í vinnuþjálfun unga fólksins. Þessi verkefni eru aðeins hinn sýnilegi þáttur starfsins. Það sem ekki sést er sú vinna sem fer í að halda vinnustaðnum snyrtilegum, efla sjálfstraust, sinna persónlegum málefnum nema, samtöl og fjölmargt fleira sem einkennir svona virkniúrræði.
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Frá upphafi hefur nemum sem sýna góða virkni og mætingu boðist að stunda nám á vinnutíma. Forstöðumaður hefur haft umsjón með náminu af hendi Fjölsmiðjunnar og hlutast til um að framgangur sé í námi og virkni í skóla. Gott samstarf við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum er grundvallarforsenda til að námið gangi vel og gagnkvæmur skilningur hefur einkennt öll samskipti. Á þessari önn stunda 9 nemar nám við þessar stofnanir, allt frá því að vera í nokkrum fögum upp í fullt nám á stúdentsbrautum.
Námsmennirnir skiptast þannig að 4 eru í FS, tveir þeirra stefna á að útskrifast með stúdentspróf í vor, en 5 nemar eru í námi við MSS í Grunnmenntaskóla, Menntastoðum og Skrifstofuskóla 1. Þetta háa hlutfall nema í námi er mikið fagnaðarefni og afrakstur undirbúningsvinnu og sjálfseflingar sem farið hefur fram áður. Á þessum 10 árum hafa um 150 ungmenni af Suðurnesjum notið þjónustu Fjölsmiðjunnar og hlotið þar undirbúning til næstu skrefa í sínu lífi. Afdrif nemanna hafa verið í flestum tilvikum góð og hafa þau mörg hver komið sér vel fyrir á vinnumarkaði, hafið frekara nám og orðið góðir samfélagsþegnar. Þetta er hinn eiginlegi ávinningur af starfi Fjölsmiðjunnar; að koma ungu fólki úr óvirkni í virkni, að verða að virkum samfélagsþegnum og að glæða áhuga á frekara námi. Sé eingöngu litið til þessa árangurs þá er afkoma Fjölsmiðjunnar mjög góð. Hið sama er ekki alltaf hægt að segja þegar litið er til ársreikninganna. Afkoma Fjölsmiðjunnar hefur ekki alltaf verið nógu góð en rekstrarfé sitt fær hún af styrkjum frá sveitarfélögunum á Suðurnesjum, Vinnumálastofnun og Mennta- og menningarmálaráðuneytinu annars vegar og hins vegar af sjálfsaflafé sem kemur mest í gegnum sölu á nytjavörum í Kompunni. Allan þennan tíma hefur Kompan notið velvilja íbúa á svæðinu sem láta af hendi rakna ýmiss konar muni sem hægt er að selja. Hróður Kompunnar hefur farið víða og koma margir um langan veg til að gera góð kaup þar enda Kompan talin með fallegri og snyrtilegri nytjamörkuðum á landinu. Það er gaman að heyra af því hjá viðskiptavinum að nemar Fjölsmiðjunnar séu með eindæmum kurteisir, þjónustulundaðir og góðir merkisberar hennar. En fyrir hverja er Fjölsmiðjan og hverjir komast í vinnuþjálfun þar? Félagsráðgjafar sveitarfélaganna á Suðurnesjum sem og ráðgjafar Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum
geta vísað ungmennum í viðtal við forstöðumann Fjölsmiðjunnar. Aldurinn sem um ræðir er 16-24 ára og betra er að hafa vilja til að vera í virkni og njóta leiðsagnar og vinnuþjálfunar. Meðaltími nema í Fjölsmiðjunni er u.þ.b. 18 mánuðir og í sumum tilfellum lengur en þá er það metið út frá stöðu hvers og eins. Í Fjölsmiðjunni starfa að jafnaði 3 verkstjórar ásamt forstöðumanni. Að auki sækjum við aðstoð eins og þurfa þykir til annarra stofnana og úrræða á starfssvæðinu. Þegar kreppir að í atvinnulífinu og óvissutímabil eru í gangi er mikilvægi úrræða eins og Fjölsmiðjunnar hvað mest. Sú staða sem hefur verið í atvinnulífinu á Suðurnesjum sl. tvö ár hefur gert það að verkum að ekki hafa jafnmargir nemar útskrifast til vinnu líkt og í venjulegu árferði. Þetta leiðir af sér að skapast hafa biðlistar enda fjölmörg ungmenni sem hafa þörf á að njóta aðstoðar og handleiðslu. Til þess að geta tekið við fleiri nemum þyrfti að fjölga verkefnum innan Fjölsmiðjunnar og stöðugt er verið að leita leiða til að auka fjölbreytni og skapa fleiri störf. Slík verkefni gætu til að mynda verið ýmiss konar pökkunarverkefni, einhvers konar framleiðsla og endurgerð á húsgögnum frá grunni. Segja má að starfsemi Fjölsmiðjunnar sé eins og ísjaki. Aðeins sést í hluta starfseminnar líkt og aðeins sést í topp ísjakans. Það er fjölmargt sem fram fer á bak við tjöldin. Mörgum verkefnum þarf að sinna með nemunum í þeirra persónulega lífi þeim til framdráttar. Reynt er að haga aðkomu hvers og eins nema í Fjölsmiðjunni að honum sjálfum og styrkleikum hans með það að markmiði að stækka þægindahringinn og takast á við áskoranir hversdagsins. Það er löngu ljóst að Fjölsmiðjan á Suðurnesjum er komin til að vera og er mjög mikilvæg í samfélaginu á Suðurnesjum. Enn er unnið út frá þeim hugmyndum sem komu fram á stefnumótunarfundinum sem haldinn var í maí 2018 og undir þeim einkunnarorðum sem þar voru valin; VIRKNI, VIRÐING, VON. Það er líka ljóst að standa þarf vörð um að verja rekstur Fjölsmiðjunnar, sem er viðkvæmur en afar mikilvægur og þá sérstaklega á tímum eins og eru núna í þjóðfélaginu. Fjölsmiðjan hefur notið velvilja fjölmargra í formi styrkja, gjafa og góðra viðskiptavina en betur má ef duga skal. Fyrir þennan velvilja færi ég kærar þakkir og vona að framtíð Fjölsmiðjunnar, unga fólksins og samfélagsins verði björt. Þorvarður Guðmundsson, forstöðumaður.
UPPBOÐ
Einnig birt á www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfarandi skipi verður háð á skrifstofu sýslumanns, Vatnsnesvegi 33, Keflavík, sem hér segir: BENSI, GK , Gullbringusýsla, (FISKISKIP), fnr. 1957, þingl. eig. Ingi Þorgrímur Guðmundsson, gerðarbeiðandi Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf., þriðjudaginn 23. mars nk. kl. 09:00.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Vatnsnesvegur 34, Keflavík, 50% ehl. gþ., fnr. 209-1156, þingl. eig. Baldvin Rafn Steinsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves, þriðjudaginn 23. mars nk. kl. 09:30.
Faxabraut 12, Keflavík, fnr. 2087403, þingl. eig. Monika Katarzyna Malkowska, gerðarbeiðendur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Faxabraut 12, húsfélag og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 23. mars nk. kl. 09:45.
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 15. mars 2021
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 5
Kveðjur til Suðurnesjafólks frá forseta Íslands „Við höfum heldur betur fundið fyrir skjálftunum hér á Bessastöðum. Að sjálfsögðu verðum við þó ekki vör við þá í sama mæli og Grindvíkingar í næsta nágrenni við upptökin. Ég hugsa áfram áfram hlýtt til þeirra sem þurfa að þola ónæði og ugg vegna þessara jarðhræringa, og í ofanálag nokkrar skemmdir eftir harðasta skjálftann í gær,“ skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í færslu á Facebook.
Í pistlinum rekur hann verkefni síðustu viku sem voru fjölbreytt að vanda. Pistill forsetans endar svo á þessum orðum: „Ég ítreka góðar óskir og kveðjur til Grindvíkinga, Vogabúa og annarra á Suðurnesjum sem finna mest fyrir skjálftunum sem nú dynja yfir. Einnig óska ég ykkur öllum velfarnaðar.“
Nýjum flugklasa ætlað að efla „Nú sem aldrei fyrr flugtengdar greinar á Íslandi reynir á samstöðu Grindvíkinga“ Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hvetur Grindvíkinga til samstöðu í þeim hamförum sem nú ganga yfir en margir bæjarbúar eru orðnir langþreyttir á ástandinu en jarðhræringar eru mjög nálægt byggðinni í Grindavík og jörðin hefur nú nötrað nær látlaust í um þrjár vikur. „Nú sem aldrei fyrr reynir á samstöðu Grindvíkinga þar sem margir bæjarbúar eru orðnir langþreyttir á ástandinu eða jafnvel hræddir. Það er hlutverk okkar allra að hjálpast að við að róa taugar þeirra sem eiga erfitt þegar svona hamfarir ganga yfir og við getum verið fegin því að ekki hefur orðið tjón á fólki. Óvissan er okkar versti óvinur þessa dagana og þess vegna er svo mikilvægt að standa saman og upplýsa hvort annað. Ef fólki líður illa heimavið vegna skjálftanna bendum við fólki á að skella sér
aðeins út og fá sér frískt loft. Það er t.d. mjög sniðugt að fara í gönguferð eða bíltúr svona aðeins til þess að dreifa huganum. Ef þið þekkið einhvern sem á erfitt þessa dagana og kemst jafnvel illa út úr húsi þá hvetjum við ykkur til þess að kíkja í heimsókn eða bjóða viðkomandi út í stutta stund,“ segir í færslu sem björgunarsveitin Þorbjörn birtir á Facebook-síðu sveitarinnar. Björgunarsveitin ítrekar í sömu færslu þau skilaboð til Grindvíkinga að ef hættuástand skapast þá verða allir látnir vita með mjög áberandi hætti. Fyrst með skilaboðum, svo með hljóðmerkjum og að lokum verður gengið í hvert einasta hús í Grindavík. „Ef til eldgoss kemur hér í nágreninu þá stöndum við Grindvíkingar saman eins og svo oft áður og tæklum verkefnið af æðruleysi,“ segir að lokum en með færslunni.
Keilir hefur í samstarfi við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum tekið að sér að leiða stofnun flugklasa á Íslandi. Undirbúningsvinna er hafin og er áætlað að halda stofnfund klasans á fyrri helmingi ársins 2021. Framundan er kortlagning og samskipti við hagsmunaaðila í fluggeiranum og hafa samband við þá. Ásamt Keili verður starfandi fagráð um stofnun klasans sem hefur faglega umsjón með verkefninu þar til stjórn flugklasans verður skipuð. Lagt er upp með að markmið með stofnun klasans verði tvíþætt: Annarsvegar að efla samkeppnishæfni Íslands og íslenskra fyrirtækja í flugtengdum greinum; og hinsvegar að styrkja samstarf innviði og nýsköpun í flugtengdum greinum á Íslandi. Klasafélagar munu sjálfir setja sér stefnu og markmið um áframhaldandi starfsemi klasans. Áætlað er að halda stofnfund flugklasa á fyrri hluta ársins 2021 þar sem fyrstu drög að stefnu og klasakorti verða kynnt.
Aukin áhersla á klasasamstarf Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir atvinnu- og nýsköpunarráð-
Mynd: Keilir - Flugakademía Íslands herra kynnti á dögunum klasastefnu fyrir Ísland en þar kom fram mikilvægi klasa sem hreyfiafl nýsköpunar í þeim geira sem hann myndast um. Með Flugklasanum verður þannig til nýr samstarfsvettvangur með þátt töku aðila úr flugtengdum greinum með það að markmiði að styrkja tengslanet og samstarf þeirra. „Ég er sannfærð um að í framtíðinni muni hlutverk klasa í nýsköpun arvistkerfi atvinnulífsins verða enn fyri rferðarmeira og miki lvæga ra. Þeir þurfa að fá það súrefni eldmóð og kraft sem nauðsynlegur er til að
knýja áfram verðmætasköpun og toga íslenskt atvinnulíf áfram upp stigann í átt að aukinni samkeppn ishæfni“ sagði Þórdís. Allar ábendingar í tengslum við stofnun klasans eru vel þegnar sérstaklega um aðila í flugtengdum greinum og þá sem hafa áhuga á að leggja klasanum lið. Umsjónarmaður verkefnisins fyrir hönd Keilis er Brynjólfur Ægir Sævarsson (brynjolfurs@keilir.net) . Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Flugklasans á slóðinni www.flugklasi.is.
Allt frá konfektmola í fullbúna veislu
Allar nýjungar á Instagram: kokulistbakari. Erum með vegantertur og brauðtertur. Pantanir og tilboð: kokulist@kokulist.is
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
400 bólusettir með Pfizer á Suðurnesjum í þessari viku
Brimið lemur Karl
Tvö staðfest „landamærasmit“ eru á Suðurnesjum og eru þrír í sóttkví vegna þess. Í þessari viku ráðgerir HSS að bólusetja 400 einstaklinga með bóluefni frá Pfizer. Búið er að bólusetja íbúa í búsetukjörnum fatlaðra og notendur þjónustu Hæfingarstöðvar og dagdvala aldraðra ásamt starfsmönnum þessara stofnana.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð 260 Reykjanesbæ Sími 421-0000 Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717 pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001 andrea@vf.is
Móbergsdrangurinn Karl rís um 50 metra úr sæ rétt utan við ströndina á Reykjanesi. Hann er hluti af gömlum gígbarmi. Maki hans Kerling sem var við hans hlið er fyrir löngu „látin“ og horfin í sjóinn. Brimið heldur ótrautt áfram að lemja á Karli til þess eins að koma honum fyrir kattarnef. Þó svo að Karl hafi hingað til staðið þetta af sér eins og skaflajárnaður köttur á rökuðu gæruskinni, þá kemur að því að hann gefur eftir og fylgir kerlu sinni eftir í vota gröf.
Jón Steinar Sæmundsson
Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
RITSTJÓRARPISTILL - PÁLL KETILSSON
Hver er samfélagsleg ábyrgð olíufélaganna? Við Suðurnesjamenn höfum aðeins látið í okkur heyra varðandi minni framlög til margvíslegra ríkisstofnana á Suðurnesjum, framhaldsskóla, heilbrigðisstofnunar og fleiri. Við höfum sent okkar færasta fólk á fundi í ráðuneytum og þeim hefur verið tekið vel en þrátt fyrir góðar móttökur hefur lítið gerst. Það er einhver stífla í ríkiskerfinu. Um þverbak gekk um daginn þegar bólusetningar virtust ganga eitthvað seinna á Suðurnesjum en annars staðar. Það var reyndar ekki alveg rétt eða var leiðrétt. Sem var gott. En þá að annarri mismunun. Eldsneytisverði. Já, bensín eða olíu á bílinn fáum við ekki á samkeppnisverði eins og vinir okkar í Hafnarfirði og nágrenni eða á Akureyri. Það þótti ástæða til að bjóða lægra verð fyrir norðan.
Ástæðan ekki vituð. Gott fyrir þá og bara sjálfsagt þá það hljóti að kosta eitthvað meira að flytja hana norður. Nokkrir framtakssamir einstaklingar hafa fengið nóg og sett í gang undirskriftalista í tilraun til að þrýsta á breytingar hjá olíufélögunum í þessum efnum.
VF ræddi við tvo af forsprökkunum og sjá má viðtal við þá á Víkurfréttavefnum. Fleiri og fleiri Suðurnesjamenn taka nú eldsneyti í Hafnarfirði og nágrenni þar sem finna má dælur sem bjóða allt að 40 krónum lægra lítraverð. Þeir stoppa gjarnan hjá þessum ódýru dælum. Og skal engan furða. Ferðin á höfuðborgar-
svæðið er þá frí og heim líka ef þú dælir þar. Olíufélögin þegja sem gröfin og svara engu. Hér væri tækifæri fyrir t.d. Atlantsolíu að gera betur, fyrirtæki sem er ekki með sömu yfirbyggingu og hin stóru félögin. En nei, það er þægilegt að vera bara á svipuðu verði og hin félögin. Félag sem lofaði lægra verði þegar það var stofnað. Auglýsa „óþolandi ódýrt“ en nei, er það ekki. Bara með óþolandi svipað verði nema í Hafnarfirði þar sem ástæða er að keppa við Costco. Er nú komið í sama hópinn og hin olíufélögin. Lifi samkeppnin. Eða þannig. Hvar er samfélagsleg ábyrgð olíufélaganna? Hefði ekki verið lag að lækka verðið á Suðurnesjum í því alvarlega atvinnuástandi sem nú er?
Það vakti athygli í stuttri könnun okkar hjá Víkurfréttum á eldneytisverði í Reykjanesbæ að verðið er ekki hæst á þeim dælum sem annars vegar eru staðsettar í Innri-Njarðvík, næst höfuðborgarsvæðinu, og næst flugstöðinni (er þó næst hæst,) heldur á elstu bensínstöðvunum í Reykjanesbæ, Olís og N1, í hjarta Keflavíkur. Gömlu góðu stöðvunum. Það kom óþægilega á óvart. Og ég sem alltaf fer þangað. Ég segi bara eins og góður maður sagði: Hvað er að frétta?
Gerðaskóli auglýsir eftir kennurum og námsráðgjafa skólaárið 2021–2022 Lausar eru eftirfarandi stöður: Kennsla á tæknisvæði Heimilisfræði Umsjónarkennari á unglingastigi Námsráðgjafi Í Gerðaskóla verða um 250 nemendur næsta skólaár. Við skólann starfa áhugsamir og metnaðarfullir starfsmenn. Gildi skólans eru virðing, ábyrgð, ánægja, árangur. Lögð er áhersla á að skapa námsumhverfi þar sem allir eru virkir, öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Við leitum að einstaklingum með réttindi í grunnskóla, sem eru metnaðarfullir, góðir í mannlegum samskiptum, eru sveigjanlegir og tilbúnir að leita nýrra leiða í skólastarfi. Umsóknarfrestur er til 1. apríl og skulu umsóknir berast á netfangið eva@gerdaskoli.is Nánari upplýsingar veitir Eva Björk Sveinsdóttir skólastjóri í síma 425 3050
V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I A F GÓÐU FERÐALAGI Í SUMAR?
FLUGVERND
FA R Þ E G A Þ J Ó N U S TA
Við leitum að einstaklingum með jákvætt viðmót og ríka þjónustulund í störf flugöryggisvarða í sumar.
Við óskum eftir að ráða sumarstarfsfólk í farþegaþjónustu Keflavíkurflugvallar.
Helstu verkefni flugöryggisvarða eru öryggisleit einstaklinga, farangurs, birgða og ökutækja ásamt aðgangsstýringu og eftirliti á Keflavíkurflugvelli. Unnið er á vöktum.
Helstu verkefni eru PRM þjónusta, flæðisstýring, upplýsingagjöf til farþega sem og eftirlit með innritunarbúnaði. Í PRM þjónustu felst aðstoð við einstaklinga með fötlun og /eða skerta hreyfigetu sem þarfnast aðstoðar við að komast um flugvöll og úr eða í flugvél. Möguleiki er á áframhaldandi ráðningu í lok sumars.
Allir umsækjendur þurfa að geta sótt undirbúningsnámskeið og standast próf í lok námskeiðs áður en þeir hefja störf. Möguleiki er á áframhaldandi ráðningu í lok sumars.
Við leitum að einstaklingum með jákvætt viðmót og ríka þjónustulund sem taka fagnandi á móti fjölbreyttum verkefnum sem upp koma á Keflavíkurflugvelli.
Hæfniskröfur • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum • Góð samstarfshæfni
Hæfniskröfur
• Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
• Góð færni í íslensku og ensku, þriðja tungumál er kostur
• Rétt litaskynjun
• Reynsla af umönnunarstörfum er kostur
• Aldurstakmark 20 ár
• Sjálfstæð vinnubrögð og lipurð í samskiptum • Aldurstakmark 18 ár
Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is. Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia ber Jafnlaunamerkið með stolti enda er það staðföst trú okkar að launaákvarðanir skuli ávallt byggja á faglegum og málefnalegum rökum.
S TA R F S S TÖ Ð : K E F L AV Í K
UMSÓKNARFRESTUR: 28. MARS
UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A
FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Katrín forsætisráðherra og Hafsteinn Guðnason í þætti vikunnar
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Brúin félagsmiðstöð í Háaleitisskóla:
Ungmennin finna sig betur í eigin umhverfi
Félagsmiðstöðin Brúin í Háaleitisskóla opnaði formlega fimmtudaginn 4. mars. Félagsmiðstöðin er samstarfsverkefni Háaleitisskóla og Fjörheima félagsmiðstöðvar.
Frístunda- og tómstundabíll til reynslu í mánuð fyrir Innri-Njarðvík og Ásbrú Tillaga frá stýrihópi almenningssamgangna um akstur frístunda- og tómstundabíls til reynslu í einn mánuð sem mun keyra um Innri-Njarðvík og Ásbrú var lögð fyrir bæjarráð Reykjanesbæjar í síðustu viku. Bæjarráð samþykkir tillöguna en kostnaður við verkefnið er rétt tæpar 2,4 milljónir króna.
Starfsmenn sem sinna vöktum í Brúnni eru starfsmenn Háaleitisskóla ásamt starfsfólki Fjörheima. Alls mættu 33 ungmenni á opnunarkvöldið og komu ungmenni frá öllum bekkjum á unglingastigi skólans. Gunnhildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður Fjörheima og 88 hússins, segir í bréfi sem lagt var fyrir síðasta fund íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar að ungmennin virtust skemmta sér vel og
tóku virkan þátt í dagskrá og leikjum kvöldsins. Ungmennin virtust finna sig betur í eigin umhverfi heldur en með ungmennum úr öðrum skólum Reykjanesbæjar. „Við erum vongóð um að þetta verkefni virki félagslíf ungmenna í Háaleitisskóla. Þetta opnar fleiri möguleika fyrir ungmennin til þess að stunda skipulagt tómstundastarf í
sínu nærumhverfi,“ segir Gunnhildur jafnframt í bréfinu. Frumkvæði að opnun félagsmiðstöðvarinnar kemur frá skólastjórnendum Háaleitisskóla sem að rýndu í niðurstöður Rannsókna og greininga þar sem kom fram að unglingar í Háaleitisskóla sóttu Fjörheima minna en nemendur í öðrum skólum.
AÐALSKIPULAG SUÐURNESJABÆJAR
SKIPULAGS- OG MATSLÝSING FYRIR HEILDARENDURSKOÐUN B Æ J A R STJÓ RN SU Ð U RN ES JA BÆ JAR SAM ÞYKKTI ÞANN 3 . M ARS 2 0 2 1 AÐ SKIPU L A G S- O G M A T SL Ý SING A Ð A L S K IP U LA G S SU Ð U RN ES JABÆ JAR VERÐI KYNNT ÍBÚUM OG ÖÐRUM H A G SM U NA A Ð IL U M . J A F N F R A MT VER Ð I LEITA Ð U MSAGNAR HJÁ SKIPUL AGSSTOF NUN OG HJÁ ÞE IM U M SA G NA RA Ð IL U M SE M T I L G R E I N D IR ERU Í LÝS IN G U NNI OG Í SAM RÆ M I VIÐ 1 . M GR. 3 0 . GR. SKIP U L A G SL A G A NR. 1 2 3 /2 0 1 0 . Nýtt aðalskipulag Suðurnesjabæjar felur í sér endurskoðun gildandi aðalskipulaga, þ.e. Aðalskipulags Garðs 2013–2030 og Aðalskipulags Sandgerðisbæjar 2008-2024. Innan sveitarfélagamarka er einnig í gildi Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 2013–2030, en það er ekki hluti af endurskoðuninni. Í skipulags- og matslýsingu er farið yfir ýmis atriði sem skipta máli við endurskoðun aðalskipulaga í Suðurnesjabæ. Skipulags- og matslýsing er verklýsing þar sem m.a. er gerð grein fyrir ástæðum endurskoðunar, afmörkun, gildistíma, helstu áherslum, forsendum, fyrirliggjandi stefnu, samráði, tímaferli og umhverfismati áætlunar. Skipulags- og matslýsingin verður til sýnis á bæjarskrifstofunni að Sunnubraut 4 og á heimasíðu Suðurnesjabæjar, www.sudurnesjabaer.is frá og með þriðjudeginum 16. mars 2021 til og með miðvikudeginum 31. mars 2021. Kynning á skipulags- og matslýsingu fer fram fimmtudaginn 25. mars kl 19.30 í Vörðunni, Miðnestorgi 3. Athugið að vegna sóttvarnareglna þarf að skrá sig á viðburðinn á afgreidsla@sudurnesjabaer.is ef ætlunin er að mæta á staðinn. Einnig er hægt að tilkynna þátttöku í síma 425 3000. Fundurinn verður einnig í beinu streymi á Facebook-síðu Suðurnesjabæjar. Athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna skulu berast til Suðurnesjabæjar á afgreidsla@sudurnesjabaer. is eða bréfleiðis á skrifstofu sveitarfélagsins Sunnubraut 4, 250 Suðurnesjabæ undir yfirskriftinni „Aðalskipulag Suðurnesjabæjar“. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 31. mars 2021. Að auki er hægt að koma á framfæri hugmyndum og ábendingum í inn í gerð aðalskipulagsins í gegnum Betri Suðurnesjabæ á betraisland.is. F.h. bæjarstjórnar, Magnús Stefánsson, bæjarstjóri.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Sandgerðingar ekki óvanir að sprengja hval Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Það heldur áfram að skjálfa og titra Reykjanesskaginn eins og enginn sé morgundagurinn. Þessir skjálftar hafa svo sem enginn áhrif á sjávarútveginn og fiskveiðar. Þær halda sínum gangi áfram þrátt fyrir öll þessi ósköp – og svo bætir náttúran við sig og sendir eitt stykki stóran og mikinn hval upp við fjöruna við Golfvöllinn í Sandgerði. Æði margir sem lögðu leið sína í blíðunni núna síðustu helgi til að virða fyrir sér þennan stóra hval. Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði fór síðan á mánudaginn og dró hvalinn út og svo til alveg út að Eldey til að sökkva honum – en dýrið sökk ekki og verður örugglega sprengt í loft upp. Sandgerðingar eru nú svo sem ekkert óvanir því að sprengja hval í loft upp. Það gerðist fyrir rúmum tuttugu árum síðan þegar hval rak að landi á svipuðum slóðum og núverandi hvalur kom.
Steinunn BA. Sá hvalur var dreginn langt út á haf en sökk ekki og þremur dögum síðar rak hann á land við Garðskaga og var þá orðinn drag úldinn. Nú voru góð ráð dýr og var enn og aftur kölluð til Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði til að draga hvalshræið út – og núna var maður með frá ÍAV sem var þrælvanur að sprengja ... og hvalurinn var fylltur af dínamíti og síðan sprengdur. Búið var að draga hvalshræið nokkuð langt út á haf, beint út frá Sandgerði, og var mikið sjónarspil þegar hvalurinn sprakk í loft upp. Á Hvalnum sjálfum og ofan við hann var mikið um fugla og þegar hvalurinn sprakk í loft upp drápust nokkrir fuglar sem bæði voru á hvalnum og líka þeir sem voru að fljúga þegar hvalsbitar flugu í loftið og lentu á þeim. Faðir minn, Reynir Sveinsson, var þá með Sigurvonarmönnum og var að ljósmynda atburðarrásina og í bátnum var líka
Viðar Oddgeirsson sem þá var að taka upp fyrir RÚV. Þar sem enginn á bátnum vildi fara í sjónvarpsviðtal var tekið viðtal við Reyni þar sem pabbi lýsti atburðarrásinni nokkuð vel. Eitthvað fóru samt þessi fugladráp fyrir brjóstið á fuglafriðunarmönnum og síminn stoppaði ekki hjá pabba þar sem honum var næstum því hótað öllu illu, fólk var reitt og kenndi honum um allt saman. Þessi æsingur varði í nokkrar vikur þangað til að þetta mál féll í gleymsku. Nú verður bara spurning hvort það verði jafn mikið fjör núna, þegar þessi hvalur verður sprengdur í loft upp, og var þegar Reynir og Viðar voru þarna út á sjó að mynda þetta fyrir mörgum árum síðan. En varðandi Sigurvon í Sandgerði þá var þetta hvalsverkefni ekki það eina sem þeir tóku sér fyrir hendur því að þeir fóru útkall á Hannesi Hafstein en hann var líka notaður í Hvalinn. Voru þeir þá kallaðir út á sunnudaginn þegar smá vélarbilun varð í Steinunni BA, sem er fimmtán tonna Cleopatra-bátur og var við veiðar um tuttugu mílur út frá Sandgerði. Fóru Sigurvonarmenn á Hannesi Hafstein og tóku Steinunni BA í tog. Gekk vel hjá þeim en í heild þá tók ferðin um sex klukkustundir. Biluninn í Steinunni BA var nú ekki stórvægileg því báturinn var kominn á sjó aftur seinna um kvöldið.
Mynd úr sýningunni Fast þeir sóttu sjóinn.
Leiðsögn um sýninguna „Fast þeir sóttu sjóinn“ í Duus Sunnudaginn 21. mars kl. 14.00 og 15.00 verður Byggðasafn Reykjanesbæjar með leiðsögn um bátasafn Gríms Karlssonar á milliloftinu í Duus safnahúsum. Helgi Biering segir frá því sem fyrir augu ber og svarar spurningum sem kunna að vakna. Á milliloftinu í Duus safnahúsum stendur yfir ný fastasýning Byggðasafns Reykjanesbæjar „Fast þeir sóttu sjóinn - Bátasafn Gríms Karlssonar.“ Sú sýning er endurgerð sýning á bátalíkönum Gríms. Bátafloti Gríms Karlssonar var fyrsta sýningin sem opnuð var í Duus Safnahúsum fyrir nærri nítján árum og hefur nú fengið endurnýjun lífdaga í rými sem skapar áhugaverða umgjörð um bátalíkönin. Á nýju sýningunni gefur að líta nánast öll módel Gríms í eigu Byggðasafnsins, sem eru alls 136 bátalíkön. Jafnframt eru líkönin nýtt til að segja sögu vélbátaútgerðar í Keflavík og Njarðvík. Að auki er þar einnig fjallað um hafnargerð, skipasmíðar, veiðar og annað er tengist útgerðinni. Þá mun sýningargestum gefast kostur á því að taka í stýrið innan í endurgerðu stýrishúsi og skut í raunstærð á minni gerð vélbáta.
Betri framtíð fyrir fermingarpeninginn Það sem hljómar eins og ótrúlega góð hugmynd í dag getur orðið vandræðaleg saga í framtíðinni. Þess vegna borgar sig að hugsa sig vel um og láta fermingarpeningana vaxa á Framtíðarreikningi eða í sjóði á meðan. Ef þú leggur 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðarreikning bætum við 6.000 kr. við, enda eiga öll fermingarbörn að fá gjöf. Það sama gerum við ef þú fjárfestir fyrir 30.000 kr. eða meira í sjóðum Stefnis. Þannig getur okkar framlag orðið allt að 12.000 kr. Kynntu þér framtíðarheimili fermingarpeninganna.
arionbanki.is/ferming
Framtíðarreikningur Arion banka
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Fjölmenni skoðaði hræið í fjörunni við golfvöllinn að Kirkjubóli. VF-mynd: Hilmar Bragi
Vísindamenn taka sýni úr hvalnum í fjörunni við Kirkjuból. VF-mynd: Marta Eiríksdóttir
Útblásinn hnúfubakur varð stjarna á Instagram og TikTok Sextán metra langur hnúfubakur gerði sig heimakominn á Garðskaga snemma í síðustu viku. Hans varð fyrst vart þar sem hann flaut eins og korktappi á ógnarhraða í Garðsjó með stefnuna á Garðskaga. Hvalurinn flaut yfir Flösina og strandaði á Garðhúsvíkinni. Þar hafði hræið náttstað áður en það flaut upp á nýju á næsta strandstað. Hann var í Lambarifi. Ekki stoppaði hnúfubakurinn lengi þar, heldur hélt áfram hraðferð sinni og næsti áfangastaður var í fjörunni neðan við golfvöllinn að Kirkjubóli. Við golfvöllinn sat hræið sem fastast. Útblásið af metangasi vakti hnúfubakurinn athygli, því belgmeiri hval höfðu heimamenn ekki séð árum saman. Vísindamenn frá Hafrannsóknarstofnun voru kallaðir til og vopnaðir sýnatökupinnum og
Hvalurinn strand á Lambarifi. Þetta er ein af mörgum myndum sem lesendur sendu okkur af dýrinu. hnífum tóku þeir þau sýni sem þurfti. Það er gott að vita hvort hvalurinn hafi drepist af veikindum
eða með öðrum hætti. Vísindafólkið varaði við því að fólk myndi nálgast hvalinn, enda þrýstingurinn orðinn mikill í kvið skepnunnar vegna gasmyndunar og dýrið gæti sprungið í loft upp á hverri stundu. Hvalurinn ákvað hins vegar að vera eins og kvikugangurinn á Reykjanesskaga. Var ekki á því að springa strax – og þar sem vísindamenn höfðu sagt fólki að koma alls ekki nærri dýrinu vegna sprengihættunnar þá mættu um tólf þúsund manns í fjöruna til að pota í hræið. Börnum var leyft að klifra upp á hræið og hnúfubakurinn var orðinn ein helsta Instagram- og TikTokstjarna landsins. Átroðningur á golfvöllinn að Kirkjubóli var einnig mikill enda stormuðu þúsundir yfir völlinn um liðna helgi og virtu aðvaranir
Hætta skapaðist þegar fólk gekk yfir völlinn þar sem kylfingar voru við leik. VF-mynd: Hilmar Bragi
VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofsíbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína. Við leitum að húsnæði á landsbyggðinni fyrir næsta sumar. Áhugasöm sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 15. apríl 2021. Nauðsynlegt er að góðar ljósmyndir og lýsing á umhverfi fylgi með. Öllum tilboðum verður svarað.
að vettugi. Þá var erfitt að stunda vetrargolf við þessar aðstæður. Á mánudagsmorgun mættu svo menn frá Köfunarþjónustu Sigurðar og áhöfn á björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein. Hvalurinn var dreginn á flot og stefnan tekin til hafs. Illa gekk þó að sökkva dýrinu þó svo það hafi
verið losað við illa lyktandi gasið. Þá var afleitt sjóveður og í samráði við Landhelgisgæsluna var hræinu sleppt dágóðan spöl frá landi í þeirri von að hafstraumar myndu grípa hræið og bera það langt í burtu frá landinu. Ekkert hafði spurst frekar til hvalsins þegar blaðið fór í prentun.
Skugganefju rak á land við Hafnir – sjaldgæft smáhveli við Ísland Um fimm metra langt smáhveli rak á land neðan við Merkines í Höfnum á Reykjanesi nýlega. Tali er að hvalurinn sé Skugganefja en það er sjaldgæfur djúpsjávarhvalur. Andarnefja úr sömu ætt smáhvela, svínhvalaætt, hefur oftar rekið á land við Íslandsstrendur. Ekki er vitað hvað hvalurinn hefur verið lengi í fjörunni í Höfnum. Íbúar í Höfnum sáu hræið nýlega. Skugganefja heldur sig djúpt í hafinu og á síðustu fjórum áratugum frá því Hafrannsóknastofnun hóf skráningu hafa innan við fimmtán svona hvalir verið skráðir hér við land. „Þessi tegund hvala kafar mjög djúpt, alveg niður á tveggja kílómetra dýpi og er sjaldgæf. Hún er vanalega ekki svona norðarlega í hafinu,“ sagði Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafró, við Víkurfréttir. Gísli sagði að svona smáhveli veiði með bergmálstækni og éti mest smokkfiska og kolkrabba. Skugganefja getur kafað mjög djúpt og lengi. Einhver dæmi séu um að hvalir af svínhvalaætt hafi drepist eftir að hafa innbyrt plast. Skugganefju rak síðast á land í norðanverðum Reyðarfirði árið 2018.
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja tilboði: – – – –
Lýsing á eign og því sem henni fylgir Ástand eignar og staðsetning Stærð, fjöldi svefnplássa og byggingarár Lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta nágrenni
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | 510 1700 | WWW.VR.IS
Skugganefjan. VF-myndir: Gísli Kristjánsson
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11
Lausaganga hunda bönnuð U m hv e r f i s - o g f e rð a m á l a nefnd Grindavíkur minnir á að lausaganga hunda er bönnuð í Grindavík, bæði í þéttbýlinu sem og á útivistarsvæðum bæjarins.
Málið var tekið fyrir á síðasta fundi nefndarinnar þar sem segir einnig: „Að gefnu tilefni eru hundaeigendur beðnir um að hirða upp eftir hundana sína.“
vf is
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri hjá Reykjanesbæ (t.h.), Joseph Feyen, eigandi Hopp í Reykjanesbæ, og Þorgrímur Emilsson frá Hopp Reykjavík.
Deilileiga með rafskútur opnar í Reykjanesbæ í apríl Deilileiga með rafskútur opnar í Reykjanesbæ í apríl. Opnað verður með 50 rafskútum í byrjun apríl og verður hægt að leigja þær í gegnum app í snjallsíma. Þjónustan verður opnuð sem sérleyfi (e. franchise) og mun fyrirtækið heita Hopp Reykjanesbæ ehf. Samningur milli þess og Reykjanesbæjar var undirritaður nýlega. Hopp er íslenskt fyrirtæki sem býður upp á þjónustu þar sem sem hægt er að leigja rafskútur innan ákveðins þjónustusvæðis. Notendur aflæsa rafskútunum með appi og geta síðan keyrt um á þeim gegn vægu gjaldi. Þegar ferðinni er lokið er hægt að rafskútinni hvar sem er innan þjónustusvæðisins. Líkt og í Reykjavík mun Hopp í Reykjanesbæ sjá til þess að þjónustan gagnist heimamönnum fyrst og fremst. Markmiðið er að bjóða
einstaklingum upp á umhverfisvænan og handhægan ferðamáta til þess að komast leiðar sinnar á svæðinu, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Georg Jensen gjafavörurnar í miklu úrvali
FERMINGARGJAFIR OG BLÓMIN
Tjarnargötu 3 Keflavík - Sími 421-3855 #draumaland230
Bellissimo! Nýr ítalskur matseðill alla daga frá kl 17:00 til 15. apríl www.TheBridge.is
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Víkurfréttir • 1996 Víkurfréttir • 1995
Víkurfréttir • 1983
Víkurfréttir • 2002
... allt þetta og meira
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13
Víkurfréttir • 1996
Fermingarumfjöllun fyrri tíma
Víkurfréttir •2000
Víkurfréttir •2000
til á timarit.is
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Margrét Rut Sörensen á fermingardaginn 1993, í fermingardressinu og í kyrtlinum. Til hægri er Eygló Breiðfjörð, tengdamóðir Margrétar á fermingardeginum sínum.
Stelpurnar vita alveg hvað þær vilja – segir Margrét Rut Sörensen á Hárgreiðslustofunni Priomos hár og dekur í Reykjanesbæ. „Í dag má allt í fermingargreiðslum. Stelpurnar vita alveg hvað þær vilja og sumar greiða sér meira að segja sjálfar,“ segir Margrét Rut Sörensen á Hárgreiðslustofunni Priomos hár og dekur í Reykjanesbæ. Margrét á góðar minningar frá fermingardeginum en hún fermdist á skírdag 13. apríl 1995 í Hvalsneskirkju á Stafnesi í Sandgerði. „Dagurinn byrjaði snemma þar sem ég fór í fermingargreiðslu hjá hárgreiðslukonunni minni, henni Maggý á Nýja Klippóteki. Ég man vel að ég var mjög sátt með greiðsluna mína. Ég man hins vegar ekki mikið eftir athöfninni sjálfri nema hvað ég var stressuð að segja erindið sem ég átti að læra fyrir daginn. Ég skrifaði það inn í sálmabókina mína: „Jesús sagði. Sá getur allt sem trúir.“ Svo loks þegar komið var að mér náði ég rétt að koma því frá mér sem ég átti að segja því þegar presturinn gaf mér oblátu sem mér fannst alls ekki góð, festist hún í gómnum á manni.“
Fermingarhlaðborð í veislu Margrétar. Líklega kannast margir þetta.
Kræsingar á borðum Fermingarveislan var haldin heima hjá Margréti og voru miklar kræsingar í boði. „Ég man að mamma, amma og fleiri bökuðu allt nema marsípanfermingarkökuna sem var frá Valgeirsbakaríi og ég fékk í fermingargjöf frá Friðjóni afa og Dæju ömmu ásamt öðru. Ég fékk margt fallegt, m.a. skartgripi, svefnpoka, ljóðabók en aðalgjöfin var frá mömmu og pabba sem voru steríógræjur sem hægt var að spila bæði kassettu og geisladiska. Það þótti flott á þeim tíma. Ekki má gleyma símskeytunum sem maður fékk. Það var enn í gangi á þeim tíma.“
Vita hvað þær vilja Margrét opnaði nýlega hárgreiðslustofuna Primos hár og dekur og við spurðum hana út í fermingargreiðslurnar.
„Í dag sjáum við létta liði, fléttur, snúninga og náttúrulegt „lúkk“. Þetta fer alveg eftir stúlkunni. Þær vita alveg hvað þær vilja og hafa sína skoðun á hvernig þetta á að vera. Þær fá margar hugmyndir af Instagram eða Pinterest sem er mjög hjálplegt. Árum áður, þegar ég fór í fermingargreiðslu, hafði maður ekki þetta viðmið heldur bara myndaalbúm sem var á stofunum á þeim tíma. Breytingarnar eru helstar að hægt er að hafa krullurnar misstórar þar sem tækin hafa breyst mikið í bransanum í gegnum árin. Hárskraut er mismunandi og stundum ekki notað. Svo eru dæmi um að stelpurnar séu farnar að gera þetta sjálfar í stað þess að fara á stofu. Þær eru margar mjög klárar í að greiða sér – en auðvitað eru alltaf einhverjar greiðslur á hverju fermingartímabili. Strákarnir fylgja tískustraumnum hverju sinni.
Fermingargreiðslur sem Margrét hefur greitt á síðustu árum.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15
Jón Steinar Sæmundsson fékk hljómflutningstæki þar sem hægt var að taka upp lög úr útvarpinu
Gunnhildur með foreldrum sínum á fermingardaginn, Guðlaugu Skúlasdóttur og Vilbergi Skúlasyni.
Flottasta fermingargjöfin lifir enn góðu lífi
Steinleið yfir Jón við altarið „Það var náttúrlega búinn að standa yfir undirbúningur að deginum um nokkra hríð í sambandi við fataval á kappann og fermingamyndatökuna. Varðandi fatavalið, þá man ég að ég var ekkert hrifinn af því að jakkaföt yrðu keypt og hvað þá bindi. Ég var tilbúinn að fallast á spariskyrtu ef ég fengi að vera bara í gallabuxum. Sú hugmynd mín fékk nú ekki ýkja mikinn hljómgrunn hjá foreldrunum eins og sjá má á myndinni. Niðurstaðan var nýjar sparibuxur, skyrta, vesti og bindi,“ segir Jón Steinar Sæmundsson, verkstjóri hjá Vísi hf. í Grindavík og áhugaljósmyndari. Jón á góðar minningar frá fermingunni sinni og við báðum hann að rifja daginn upp og segja okkur frá því helsta. „Ég fermdist 17. apríl 1983 og man að veðrið þennan dag var alveg meiriháttar gott, glampandi sól og logn. Myndatakan fór fram einhverjum dögum fyrir fermingardaginn á Ljósmyndastofu Suðurnesja, hjá þeim ágæta ljósmyndara Heimi Stígssyni. Minn árgangur var sá fyrsti sem fermdist í nýrri Grindavíkurkirkju sem hafði verið tekin í notkun á haustdögum árið áður. Það sem stendur upp úr sjálfri athöfninni í kirkjunni var að þegar kom að altarisgöngunni var orðið ansi heitt í kirkjunni og ennþá heitara undir fermingarkyrtlinum sem maður þurfti að klæðast yfir sparifötin. Þar ég svo kraup við altarið steinleið yfir mig en faðir minn sem
var mér við hlið var snöggur að grípa kappann áður en hann skylli í gólfið og kippti mér út um hliðardyr og út á tröppur. Þá var maður vaknaður og fyrsta hugsun var að rjúka inn og klára þessa athöfn, sem og ég gerði. Tók engu tali um að ég þyrfti meira frískt loft eða vatnssopa og eitthvað þvíumlíkt. Ég rauk inn og kláraði dæmið með stæl. Þetta er eitthvað sem maður vildi helst gleyma þarna á staðnum en í dag er þetta svo sannarlega bara ein af skemmtilegum minningum sem ég á í farteskinu,“ segir Jón þegar hann rifjar upp eftirminnilegan fermingardag upp. Fermingarveislan var haldin heima hjá Jóni að lokinni athöfn eins og tíðkaðist í þá daga. „Þetta var kaffiveisla þar sem borðin svignuðu undan veitingum. Gestir komu víðsvegar að og voru rúllandi við yfir allan daginn og langt fram á kvöld þeir síðustu. Gjafirnar voru hvorki af lakara taginu eða verri endanum. Foreldrar mínir gáfu mér forláta Sharp hljómflutningsgræju með tvöföldu kassettutæki og aðalkosturinn við græjuna þótti manni vera sá að geta tekið upp vinsælustu lögin í þeim vinsæla útvarpsþætti Lög unga fólksins. Svo fékk ég armbandsúr, hálsmen, Polaroid-myndavél, rúmföt og ýmislegt fleira ásamt einhverjum peningagjöfum sem voru á þessum tíma ekki orðnar eins vinsælar og í dag. Ég var alsæll með fermingardaginn minn,“ segir Jón Steinar Sæmundsson.
– segir hestakonan Gunnhildur Vilbergsdóttir sem þurfti að glíma við móður sína um val á fermingarkjólnum „Ætli fermingarfötin hafi ekki verið það eina sem ég var ekki par ánægð með. Ég hafði farið með stelpunum í Kóda að kíkja á föt og valið þar mjög settlegan og fallegan svartan kjól. Mamma tók það ekki í mál,“ segir Gunnhildur Vilbergsdóttir en hún á góðar minningar frá fermingardeginum sem var 28. mars 1993 í Keflavík. Gunnhildur segir að hún hafi þurft að beygja sig í fatavalinu fyrir fermingardaginn.
„Maður fermist ekki í svörtu einlitu,“ sagði mamma. Ekki nógu glaðlegt væntanlega. Hún endaði auðvitað á að velja á mig. Það var varla hægt að þekkja muninn á skyrtunni minni og rjómatertunni. Skúli bróðir fékk hana lánaða á grímuball seinna og vann til verðlauna,“ segir Gunnhildur. Veislan var haldin á heimili fjölskyldunnar og Gunnhildur fékk gjöf sem lifir enn góðu lífi. „Það var troðfullt hús af fjölskyldugestum og
Gunnhildur við fermingargjöfina Sanyo hljómgræjurnar sem nú eru í hesthúsinu, tæpum þrjátíu árum síðar.
veisluborðið svignaði undan kræsingunum. Lambalæri og dýrindis meðlæti og kökuhlaðborð á eftir. Allt heimagert og vinkonur mömmu að hjálpa til í eldhúsinu. Æðislegur dagur í minningunni. Ég Sanyo hljómgræjur fyrir tíu geisladiska og með hnullungshátölurum. Langflottasta á sínum tíma og lifir enn góðu lífi í hesthúsinu.“ Páll Ketilsson pket@vf.is
Fermingin markar tímamót í lífi margra 16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Þá er búið er að ferma árganginn sem átti að fermast í fyrra en það gekk treglega vegna veirufaraldursins. Við lifum á fordæmalausum tímum. Ekkert er eins og áður var. Allt er breytt vegna kovid. Aldrei hefðum við getað ímyndað okkur að ósköp venjulegar og ágætlega fjölmennar fermingarveislur yrðu ekki haldnar fyrir rúmu ári. Börnin sem fermdust árið 2020 þurftu sum að hætta þrisvar við veisluna sína. Nú er vor í lofti. Nýr fermingarundirbúningur er kominn á fullt skrið í kirkjum landsins og hópur unglinga bíður spenntur eftir fermingardegi sínum og auðvitað fermingarveislunni. Dagurinn er einn af þessum eftirminnilegu dögum í lífi margra. Áður fyrr var oft talað um, að eftir ferminguna værum við krakkarnir komnir í fullorðinna manna tölu. Víkurfréttir fengu að kíkja í heimsókn í fermingarfræðslu hjá Keflavíkurkirkju í síðastliðinni viku og áttu spjall við nokkur fermingarbörn sem hér fer á eftir.
Daníel Örn Gunnarsson:
Fjóla Margrét Viðarsdóttir:
„Jesús er mjög góð fyrirmynd“
„Að verða betri manneskjur“
„Ég læt ferma mig til að játa trú mína á Guð. Þegar ég var lítill fór ég stundum í sunnudagaskóla með ömmu og hugsaði út í alla söguna í kringum Jesú. Mamma sagði mér stundum sögur af Jesú en amma var sterk í því að kenna mér bænir. Nú legg ég augun aftur, var bænin sem amma fór með okkur systkinunum fyrir svefninn. Við vorum oft í heimsókn hjá ömmu um helgar sem átti þá mjög stórt hús. Ég man að mér fannst afslappandi að fara með bænir fyrir háttinn. Ég er kristinnar trúar og finnst þægilegt og góð tilfinning að trúa. Jesús er mjög góð fyrirmynd fyrir okkur mennina. Ég er búinn að læra mikið um hann í vetur. Hann var sallaróleg manneskja, hjálpaði fólki andlega og veitti því öryggi. Það er búið að vera mjög gaman í fermingarfræðslunni með krökkunum og prestarnir eru æðislegir. Ég bið sjálfur bænir, einhverjar frá því í æsku. Fermingarundirbúningurinn er búinn að styrkja mig í trúnni. Ég er mjög spenntur fyrir fermingardegi mínum og finnst mjög spennandi að halda veislu og hitta allt frændfólkið mitt. Ég fór fyrir stuttu og keypti jakkaföt sem ég verð í á fermingardaginn. Ég ætla í klippingu en ekkert annað. Mamma er að undirbúa veisluna og hún má bara ákveða allt nema mig langar að fá kjúklingaspjót. Ég treysti henni og systur minni fyrir veislunni.“
„Sko, þegar ég var yngri þá var amma alltaf að fræða mig og hún vissi allt. Mér fannst það bara mjög spennandi að heyra um Jesú. Amma kenndi mér Faðir vorið og sagði mér sögur af honum. Ég trúi 100% á Guð. Jesús var rosalega góð manneskja og gerði allt fyrir alla, hvort sem þeir voru góðir eða slæmir. Hann er góð fyrirmynd um hvernig við eigum að vera við aðra. Mér finnst mjög áhugavert að læra um líf Jesú. Ég sýni öllum virðingu og vil fá virðingu. Mér finnst fermingarfræðslan kenna okkur hvernig við getum orðið betri manneskjur. Ég hlakka mikið til fermingardagsins og mig langar að hafa fullt af kökum, ég er bara þannig. Ég hlakka til að sjá frændsystkini mín í veislunni og ég vona svo innilega að Covid haldi sig á mottunni. Vinkona mín reyndi þrisvar að halda fermingarveislu í fyrra en svo gáfust þau upp. Ég verð í ljósbleikum kjól á fermingardaginn og í hvítri kápu, með kross um hálsinn og með kross armband. Ég er að pæla í því hafa hárið krullað og í smá snúð að aftan og vera með blóm í hárinu. Annars ætla ég að vera náttúruleg, ekki neitt máluð í framan.“
Guðný Þóra Sigurðardóttir:
Kristján Pétur Ástþórsson:
„Búin að læra margt nýtt“
„Gullna reglan er góð“
„Ég er að fermast því ég trúi á Guð og því að Jesús hafi verið til. Ég er að staðfesta skírnina. Ég er fegin að mamma og pabbi létu skíra mig þegar ég var lítið barn. Ég lærði Faðir vorið þegar ég var lítil og skoðaði barnabiblíuna. Í dag er ég aftur farin að biðja bænir, núna þegar ég skil meira hvað kristin trú er. Það er margt búið að gerast í fermingarfræðslunni, ég er búin að læra margt nýtt og svo er bara mjög gaman hjá okkur. Gullna reglan um að koma vel fram við aðra er mjög góð. Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Jesús var hjálpsamur og ekki hræddur við álit annarra. Fræðslan í vetur hefur kennt mér hvað dagarnir þýða, hvað gerðist til dæmis á föstudaginn langa eða á jóladag. Þetta er bara búið að vera mjög gaman, margt skemmtilegt gert eins og að fara í Vatnaskóg saman. Prestarnir eru mjög skemmtilegir. Ég hlakka mjög til veislunnar, það verður kökuveisla og kökuskreytingaþema í bleikum lit og regnbogalitum. Amma Þórunn ætlar að baka aðaltertuna. Ég og frænka mín ætlum að hjálpa til. Þetta verður svona eiginlega allt heimagert held ég og það kemur fullt af fólki. Ég held ég verði í hvítum samfestingi, er samt ekki alveg búin að ákveða það. Mamma greiðir mér en hún er hárgreiðslumeistari, mjög klár. Ég verð með krullur og fléttur en við eigum eftir að ákveða það saman. Kannski verð ég með eitthvað smá í andlitinu, fæ gelneglur en samt vil ég vera náttúruleg. Ég ætla að hafa gaman og njóta dagsins.“
„Ég trúi á Guð og vil hafa hann inni í lífi mínu. Þegar ég var lítill þá voru mamma og pabbi að kenna mér bænir þegar ég var að fara að sofa til að minna mig á að Guð væri með mér. Það hjálpar mér að komast í gegnum hluti og ég veit að Guð vakir yfir mér. Ég er búinn að læra mjög mikið um Jesú og hvernig við getum hagað okkur við fólk. Gullna reglan er góð. Mér finnst ég farinn að fatta hvernig allt tengist í lífinu. Jesús átti auðvelt með að fyrirgefa öðrum og hann var besta útgáfan af manneskju. Ég hef lært margar ráðgátur og dæmisögur í vetur í fermingarfræðslunni. Það er búið að vera mjög gaman að læra allt. Ég er spenntur fyrir fermingardeginum og veislunni með fullt af fólki. Ég mun örugglega halda ræðu. Við mamma og pabbi erum búin að vera að plana veisluna sem verður matarveisla. Við gerum þetta saman. Ég fékk mér jakkaföt og verð í þeim. Þetta verður skemmtilegur dagur.“
Marta Eiríksdóttir martaeiriks@gmail.com Ljósmyndir: Marta Eiríksdóttir og JPK
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17
Prestarnir í Keflavíkurkirkju rifja upp fermingardaginn sinn:
Séra Erla Guðmundsdóttir:
„Eftirminnilegur og gleðilegur dagur“ – Hvernig var fermingardagurinn þinn? „Ég fermdist 12. apríl árið 1992 í Keflavíkurkirkju. Dagurinn var eftirminnilegur og gleðilegur eftir allt tilstandið sem staðið hafði yfir í marga mánuði. Hugmyndir að veitingum velt fyrir sér í marga mánuði. Allt málað innadyra og parket lagt á heimilið. Mamma saumaði rúmteppi, gardínur og púða í herbergið mitt sem var í stíl við hræðilega myntugræna veggi. Ég hafði fengið að vera miðdepill allan veturinn í stórfjölskyldunni sem sífellt spurði um fermingardaginn og margt sem honum tilheyrði. Er ég lít til baka finnst mér fallegt hversu mikinn áhuga og athygli fólkið sýndi þessum degi. Frá þessum degi fyrir 29 árum hefur fermingarversið fylgt mér; Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir. (Fil. 4, 13.).“ – En fermingarfræðslan? „Fermingarfræðslan fór fram í gamla Kirkjulundi. Sr. Lárus Halldórsson leysti sr. Ólaf Odd af í námsleyfi. Síðar kom sr. Helga Soffía Konráðsdóttir honum til hjálpar því við þóttum víst erfið. Við vorum vikulega í fræðslu. Um haustið söfnuðum við auglýsingum í fermingarblaðið sem við svo seldum um vorið. Þar komu myndir af hverjum hópi með nafni og heimilisfangi allra. Þetta var vegna skeytasölunnar. Ég á enn blaðið. Ég veit ekki hvort ég skar mig úr hópnum en það sem ég hafið gaman af fræðslunni. Öllu því sem sagt var og kennt. Tók innra með mér ákvörðun um að vera sjálfboðaliði í Keflavíkurkirkju þegar ég yrði fullorðin. Foreldrar voru boðnir á fund. Mínir komu heim skellihlæjandi þar sem þau voru öll látin syngja Úmbarassa. Þetta er reyndar góð hugmynd sem við höfum ekki reynt. Sr. Helga Soffía og þáverandi eiginmaður hennar Sr. Toshiki Toma fermdu okkur. Gaman að segja frá því. Þau eru mínir kollegar í dag og Toshiki hefur verið með vikulegar bænastundir í Keflavíkurkirkju fyrir flóttafólk.“ – Þurftirðu að læra mikið utan að? „Við þurftum að kunna Faðir vorið, trúarjátninguna, Litlu biblíuna og Gullnu regluna.“ – Hvernig var veislan? „Foreldrar mínir, ömmur, móðursystur og mágkona mömmu lögðu mikið á sig að útbúa fallega fjölskylduveislu mér til heiðurs. Á
borð var lagður svínahamborgarhryggur með öllu tilheyrandi, marsípanskreytt fermingarkaka sem var eins og Biblía, heimagerð kransakaka og fleira góðgæti. Ótal sparistell úr mörgum áttum staflað á borð við nellikkuskreytingu. Sjónvarpssófinn settur í svefnherbergið til að rýma fyrir veisluborðinu og hjónarúmið í bílskúrinn til að koma sófanum fyrir. Það voru nær 70 manns sem komu í veisluna. Þröngt heimafyrir en það var aldrei inni í myndinni að fara með veisluna í sal. Eftir á að hyggja var þetta hálfgerð klikkun, að mála allt áður en tuttugu börn komu með kámuga fingur og leggja nýtt parket er allir gengu inn á skónum.“ – Altarisgangan? „Altarisgangan fór fram í sjálfri fermingarathöfninni. Þá gengu fjögur fermingarbörn í einu, ásamt foreldrum, til altaris og krupu við gráturnar. Við fengum oblátu og nær fullan bikar af víni og ég man enn hvað þetta var vont. Með þessu formi tók altarisgangan langan tíma. Þá var púrtvíni útdeilt en í dag erum við með lífrænt ræktaðan vínberjasafa.“ – Fékkstu margar gjafir? „Ég fékk úr, gullhring, tjald, útskorinn prjónastokk, þrjá þríkrossa, trú, von og kærleikshálsmen, box með hárrúllum til að hita, gullnælu, orðabók, 39 þúsund krónur, hnakk, hillur, allt nýtt í herbergið. Ég á þetta allt í dag nema hillurnar, hnakkinn og aurana.“ – Hvernig varstu klædd? „Ég var í hvítum kjól, blúndusokkum og hvítum skóm með slaufu og stóra, hvíta slaufu í hárinu.“ – Svafstu með rúllur nóttina áður, fórstu í greiðslu, í ljós og fleira? „Eldri stelpur lögðu okkur línunar með ljósabekkina. Kaupa tíu tíma kort. Byrja hægt, annan hvern dag og svo daglega síðustu fimm skiptin. Hversu marga tíma við ættum að hafa klút yfir andlitinu svo við myndum ekki brenna. Samviskusamlega og þakklátar fórum við eftir þessum leiðbeiningum. Það voru miklir útreikningar í kringum ljósabekkjaferlið. Ég fékk heitar rúllur í hárið um morguninn og þurfti því ekki að sofa með þær og gloss á varirnar sem var risastórt skref í förðun fyrir mig.“
Séra Fritz Már Jörgensson:
„Hátíðsdagur sem mikið var lagt upp úr“ – Hvernig var fermingardagurinn þinn? „Ég fermdist á sumardaginn fyrsta árið 1975 og man að það var ágætis veður þennan dag. Ég fermdist klukkan ellefu um morguninn og þurfti því að vakna snemma. Ég bjó í Árbæjarhverfinu sem var úthverfi í Reykjavík og kirkjan okkar var ekki tilbúin þegar ég fermdist þannig að við fermdust í Dómkirkjunni í Reykjavík. Í minningunni er þetta hátíðsdagur sem mikið var lagt upp úr.“ – En fermingarfræðslan? „Fermingarfræðslan var ekki það skemmtilegasta sem ég gerði. Mér fannst hún mjög leiðinleg. Við mættum í safnaðarheimilið einu sinni í viku yfir veturinn og hlustuðum á séra Guðmund Þorsteinsson fara yfir fræðslu sem mér þótti oft frekar illskiljanleg.“ – Þurftirðu að læra mikið utan að? „Já, við áttum að læra heilmikið utan að og allt eitthvað sem mér fannst ekki spennandi að eyða tíma í að læra. Svo áttum við að fara með textann okkar og fleira utan að í fermingunni sjálfri og það var verulega kvíðvænlegt fyrir mörg í hópnum.“ – Hvernig var veislan? „Veislan var skemmtileg. Hún var haldin heima og undirbúningurinn stóð í lengri tíma. Það þurfti að flytja allt fram og til baka svo allir kæmust fyrir. Allt var heimagert á þessum tíma. Mamma og ömmur mínar og fleiri tóku þátt, þannig að það var heilmikil samvinna í þessu. Svo kom fullt af fólki. Ég á góðar minningar af veislunni, fannst hún skemmtileg.“
– Altarisgangan, var veisla eftir hana líka? „Altarisgangan var haldin einhverjum vikum eftir ferminguna en það var ekki veisla eftir hana.“ – Fékkstu margar gjafir? „Já, ég fékk mikið af gjöfum. Ég fékk skartgripi, til dæmis hring og ermahnappa en annar þeirra er týndur en hinn á ég enn. Síðan fékk ég sjálftrekkt Pierpoint úr sem enn er til en virkar því miður ekki lengur. Ég fékk líka fallegar bækur, Biblíu sem enn er til – og svo fékk ég fullt af peningum.“ – Hvernig varstu klæddur? „Ég var í brúnum, uppháum skóm sem voru með þrettán sentimetra háum hælum og fimm sentimetra sólum. Svo var ég í brúnum leðurjakka og drappaðri skyrtu með svona litlu, ljósbrúnu mynstri. Kraginn á skyrtunni var svo látinn vera út yfir kragann á jakkanum. Síðan var ég í dröppuðum terylenebuxum sem voru frekar þröngar að ofan en með útvíðum skálmum. Því miður komst ég ekki í fermingarmyndirnar mínar en læt eina ljósmynd fylgja með sem ég á, af mér og mömmu, sem er víst tekin nokkrum dögum fyrir fermingu.“ – Fórstu í klippingu? „Nei, ég held ég hafi haft betur og fengið að sleppa því. Ég var alltaf með sítt hár og minnir að það hafi verið sært tiltölulega nýlega þannig að ég slapp við fermingarklippingu.“
Marta Eiríksdóttir martaeiriks@gmail.com Myndir: Úr einkaeigu prestanna og JPK.
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Larz.is:
Fegurðin
í smáatriðunum Flestir tengja nafn Einars Lars Jónssonar við knattspyrnu en þessi knái Keflvíkingur hefur haft knattspyrnuþjálfun hjá Keflavík að aðalstarfi í meira en áratug. Lars hefur tvær alþjóðlegar þjálfaragráður UEFA A og UEFA ELITE. Hann er auk þess með B.A. gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og lærði ítölsku við Ca ́Foscari háskólann í Feneyjum. Lars hætti hins vegar allri þjálfun síðasta haust og lét gamlan draum rætast – í honum blundar nefnilega hlið sem fáir þekkja en Lars er náttúruunnandi og áhugaljósmyndari með næmt auga fyrir smáatriðunum sem við hin tökum sjaldnast eftir. Myndirnar hans eru einstakar og hefur hann opnað vefsíðuna larz.is með myndum sínum.
Lars með fjölskyldnni sinni, Hönnu Rún Viðarsdóttur, Óliver (sextán ára), Þórunni Önnu (þrettán ára), Ólöfu Rún (ellefu ára) og Einari Steini (átta ára). „Ég hef haft þessa ljósmyndadellu síðan svona 2006,“ segir Lars þegar hann er spurður út í áhuga sinn á ljósmyndun. „Þetta byrjaði fyrst á gamla Nokia-samlokusímann minn. Þá var ég með símann á lofti að taka mynd af hverju sem er, vinir og fjölskylda skildu ekkert í mér. Myndefnið var mjög fjölbreytt, allt sem hafði litadýrð, falleg form
Lars við verkið Fenris. Ljósmyndin er tekin inn í bergið þegar verið var að meitla í það fyrir Skessuhelli. VF-mynd: JPK
svo átti fjölskyldan og fótboltinn hug minn allann, ég var bara þar. Þetta blundaði samt í mér en maður hugsaði alltaf: „Þetta er svo mikið bull – að hanga út í móa, takandi myndir af einhverju grjóti.“ Það var svolítið hlegið að þessu og flest nei-in voru svona í kringum mann. „Þetta er ekki nógu öruggt“ og „þú ert ekki að fara að verða einhver listamaður“ svo ég setti þetta til hliðar. Þetta hefur samt alltaf verið þarna og ég get bara ekki hugsað um þetta lengur – ég þarf bara að koma þessu frá mér. Mér líður vel þegar ég er að skapa og mér finnst gaman að fara einn út að labba í einhvers konar náttúruskoðun. Maður er ekki á leiðinni neitt heldur bara að skoða umhverfi sitt, að vera í núinu. Tilfinningin þegar maður er einn í náttúrunni er mögnuð, athyglin eykst gríðarlega og stundum fara hárin að rísa og ef einhver kemur að manni í þessu ástandi þá getur manni brugðið alveg þvílíkt,“ segir Lars og það skín í gegn hversu mikla ástríðu hann hefur fyrir þessari listsköpun sinni. „ Núna er kominn tími og ég ákvað að opna heimasíðuna með hjálp góðra manna. Svo er ég búinn að vera að láta hina og þessa vita af síðunni og það er búin að vera svolítið traffík á henni upp á síðkastið.“
og áferð vakti athygli mína. Ég var mestmegnis að skoða þetta smáa og reyna að taka eftir fegurðunni sem er allt í kring. Þetta eru nærmyndir af náttúru.“
– Ertu þá ekki að undirbúa sýningu? „Jú, mig langar að gera það. Það er kannski bara rökrétt framhald myndi ég halda. Ég hef selt nokkrar myndir en það kostar peninga að halda svona sýningu og ég verð að nota ágóðann af myndunum til þess að fjármagna sýninguna. Stefnum á það í sumar.“
– Ertu búinn að dufla við þetta síðan 2006 – í tólf, þrettán ár? „Þetta lagðist nú í dvala í svolítinn tíma. Ég var „all in“ þarna fyrst en
– Ertu að selja mörg eintök af hverri mynd? „Ég ætla að selja 52 eintök af hverri mynd.“
– Af hverju 52? „Fimm og tveir gera sjö og talan sjö er mér mikilvæg. Svo hefur þetta eitthvað með vikurnar, fæðingardag og fleira að gera. Það er eitthvað við töluna sjö sem heillar mig.” Ég ætla að gera fimm myndir í hámarksstærð t.d. [90 sm x 135 sm], þannig að þær verða í aðeins veglegri útgáfu heldur en hinar 47. Ef það myndi gerast að ég yrði einhvern tímann eitthvað nafn, þá myndi ég fækka eintökunum en við byrjum þetta svona. Næsta sería af myndum yrði kannski 25. Pappírinn sem myndirnar eru prentaðar á er mjög vandaður. Hann er mattur og virkar stundum eins og það sé einhver þrívídd í myndunum. ,,Mér finnst myndirnar koma enn betur út á pappírnum en þær gera á skjánum,“ segir Lars og blaðamaður getur tekið undir það því hann velti einmitt fyrir sér hvort einhver áferð væri á myndunum. Lars hefur mest verið að taka myndir á Suðurnesjum. „Ég fer á Bergið, í fjörurnar, út á Stafnes og víðar. Svo hef ég farið eina ferð austur þegar ég var að vinna fyrir KSÍ, þá þurfti ég að ferðast um allt landið og ég nýtti tækifærið og heimsótti Ásbyrgi og Atlavík. Þetta hefur ekki verið þannig að ég farið í sérstakar ferðir út á land eingöngu til að mynda, ég hef frekar gripið tækifærið þegar það gefst. Kannski er komin tími til þess núna, loksins þegar þetta er orðið raunverulegt. Það eru svo margir fallegir staðir á Íslandi sem mann langar að ljósmynda. Svo er það líka listin að finna fegurðina í ljótleikanum, ég hef tekið margar myndir af ryði sem er að brotna niður eða hlutum sem eru jafnvel við það að rotna. Þar er oft mikið myndefni að finna.“ – Þú hefur ekki verið einn af þessum tólf þúsund sem fóru að klappa hvalnum og mynda? „Nei, ég gerði það ekki. Ég að spila golf í Leirunni og það var þvílíkur straumur af fólki þar, maður var í því að segja fólki að hvalurinn væri ekki í Leirunni heldur við golfvöllinn í Sandgerði,“ segir Lars og brosir.
Falda fjársjóði er víða að finna
Nokkrar af myndunum á Larz.is
– Þannig að þú ert hættur allri þjálfun og þetta tekið við? „Ég er alla vega atvinnulaus sem stendur, svo neyðin kennir naktri konu að spinna. Ég hef þetta og mér finnst ég hafa eitthvað fram að færa. Það er ekkert öllum sem finnst þetta flott en ég hef samt trú á þessu. Þetta er líka eitthvað sem heltekur mig, þegar ég er að vinna í þessu þá gleymi ég stað og stund. Mér líður vel í sköpunarferlinu og langar að gera meira.“ Lars segist hafa ferðast mikið með foreldrum sínum sem barn, “ég held að þessi náttúruskoðun hafi byrjað þar. Svo bjó ég á Heimavöllum 7 og hafði móann í bakgarðinum hjá mér. Þá var maður oft úti í móa, klifrandi í trönum og alltaf skoðandi eitthvað. Þegar ég fer út að mynda
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
þá er ég í fjársjóðsleit, það er falinn fjársjóður víða. Ég myndi ekki segja að það væri einhver djúp merking að baki myndanna, ég er bara að reyna að fanga fegurð. Ég sé fallega liti, áferð og sérkennileg form sem gefa ákveðna möguleika. Það er hægt að segja að megnið af myndunum séu abstrakt-myndir. Túlkunin er opin, þú sérð eitthvað en ég gæti kannski séð eitthvað allt annað. Mér finnst það áhugavert að myndirnar veki ímyndunaraflið. Ég vinn ljósmyndirnar mismikið í tölvunni, styrki liti, kalla fram skugga eða birtu. Sumar spegla ég en aðrar ekki og mjög misjafnt hvað fólki finnst um þær en yfirleitt finnur það eitthvað við sitt hæfi því þær eru fjölbreyttar.“ Þótt stutt sé síðan Lars setti síðuna í loftið hefur hann selt þó nokkur af verkum sínum. Sem dæmi hefur Arion banki keypt verk eftir hann. „Listavinir Arion banka keyptu mynd eftir mig, eitt af fjörutíu verkum sem mörg hver voru eftir mjög þekkta listamenn. Ég er mjög stoltur af því að hafa komist í þann hóp.“
Larz með zetu – Segðu mér, af hverju larz.is með zetu? „Helsta ástæðan fyrir því er hreinlega að lars.is var upptekið. Mamma vildi hins vegar skíra mig Einar Larz með zetu en mannanafnanefnd vildi ekki leyfa það. Þannig að mútta er mjög sátt við þetta.“
Myndin Týndur sem tekin var á Staðarfelli 2010.
Villtist af leið „Ég villtist af leið og náði ákveðnum botni árið 2010. Það endaði í meðferð á Staðarfelli þar sem ég gekk mikið um svæðið og tók myndir, það var ákveðin þerapía fólgin í því. Ég byrjaði þetta venjulega djamm þegar ég var sextán ára, svo ágerðist það bara og maður náði sér ekki ein hvern veginn út úr þessari rútínu. Svo var maður allt í einu kominn á einhvern stað sem ég vildi ekki vera á. Ég var búinn að kynnast kærustunni minni, henni Hönnu Rún Viðarsdóttur, og eignast með henni þrjú börn áður en ég stoppaði. Ég hefði örugglega ekki stoppað nema af því að hún hjálpaði mér, hún hefur staðið þvílíkt með mér í gegnum erfiða tíma. Þannig að ég á henni mikið að þakka – og auðvitað mömmu og pabba,“ segir náttúruunnandinn Lars að lokum.“
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19
LOKUM BRAUTINNI Á undanförnum misserum hafa komið upp nokkur mál þar sem okkur á Suðurnesjum hefur þótt að á okkur hafi verið hallað. Þá höfum við skammast út í þingmenn okkar, ekki þótt þau vinna að hagsmunum okkar sem skyldi, jafnvel þó ljóst væri að oft væri erfitt um vik. Þegar að skömmum okkar á allt og alla hefur svo lokið höfum við gripið til stóru fallbyssunnar. Við lokum brautinni. Sú hótun hefur byggt á því að þar með lokuðum við flugvellinum um leið og áherslur okkar myndu ná eyrum ráðamanna létum við af verða. Í síðustu viku sá ég á síðum Víkurfrétta að hafin væri undirskriftasöfnun sem gæti haft áhrif á fjárhag vel flestra heimila á Suðurnesjum. Svo mikil að hvert meðalheimili á Suðurnesjum gæti sparað jafnvirði fasteignagjalda lítillar íbúðar á ári, sé miðað við þokkalega meðalkeyrslu. Það er því til nokkurs að vinna. Forsprakka undirskriftasöfnunarinnar, Hauki Hilmarssyni, finnst eins og mörgum öðrum að undarlegt sé að sú frjálsa samkeppni sem á sér stað á Reykjavíkursvæðinu og á Akureyri skuli ekki hafa náð til Suðurnesjanna. Í dag er rúmlega 40 króna munur á á lægsta verði bensíns í Reykjavík og á Suðurnesjum. Stór hluti íbúa hér velja að fylla bensíntanka bíla sinna á svæðinu í kringum Costco þar sem verðið er lægst. Þessu vill Haukur breyta. Hann vill að við eigum val og að sú frjálsa samkeppni sem olíufélögin stunda í Reykjavík og Akureyri nái einnig til Suðurnesjanna. En til þess að ná því fram þarf hann hjálp. Hjálp okkar kynnu
að njóta ávinningsins næði hann eyrum olíufélaganna sem hingað til hafa nýtt sér heyrnaskjól til þess að komast hjá að hlusta. Á okkar kostnað. Nú er ekki í boði að hóta því að verði ekki á okkur hlustað verði brautinni lokað. Til þess eru engar forsendur sökum aðstæðna, auk þess sem það er ólöglegt. Lítil sem engin flugumferð er og ferðamenn fáir sem fara um völlinn, auk þess sem aldrei hefur verið mikilvægara að halda brautinni opinni sökum náttúruváar á Reykjanesi. Sé það þannig að okkur þyki við órétti beitt af olíufélögunum og viljum njóta sömu kjara og íbúar Reykjavíkur og Akureyrar þegar kemur að verðlagningu bensíns og olíu hlýtur leiðin að vera að fá því breytt. Okkar besta framlag nú hlýtur því að vera að skrifa undir undirskriftarlista þann sem afhenda á forsvarsmönnum olíufélaganna allra. Skrifum undir. Með bestu kveðju, Hannes Friðriksson, íbúi í Reykjanesbæ .
Við eigum samleið Nýlega tilkynnti ég ákvörðun mína um að sækjast eftir fyrsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri sem fram fer í maí vegna alþingiskosninga í haust. Viðbrögðin hafa verið mikil og jákvæð og fyrir þau er ég afar þakklát.
Það er vissulega stór ákvörðun að óska eftir umboði til starfa á vettvangi Alþingis og það hafði satt að segja ekki hvarflað að mér fyrr en nú nýverið. Ég hef ekki tekið virkan þátt í stjórnmálastarfi á landsvísu en hjartað slær til hægri og hefur alltaf gert. Ég er alin upp við sjálfstæðisstefnuna með tilheyrandi frelsi, velferð og ábyrgð, allt kunnugleg stef í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Það er sú stefna sem höfðar til mín og fyrir slíkan málstað mun ég standa. Þegar betur var að gáð var ég tilbúin að gefa gefa kost á mér í landsmálapólitík og gefa mig alla í verkefnið enda tel ég mig hafa öðlast notadrjúga þekkingu og reynslu fyrir í störfum mínum undanfarin ár sem nýst getur vel fyrir Suðurkjördæmi nái ég árangri í prófkjörinu sem framundan er. Fyrst skal auðvitað nefna að ég hef tekið þátt í að reka fjölskyldufyrirtækið okkar, Kjörís í Hveragerði, allan minn starfsferil á vinnumarkaði. Síðustu tíu ár hef ég síðan gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir heildarsamtök í atvinnulífinu og lífeyrissjóðakerfið. Þar eru snertifletir við fjöldamargt í atvinnulífinu og í gangverki þjóðfélagsins yfirleitt sem ég kynntist vel og gat haft áhrif á, eðli máls samkvæmt. Óneitanlega er spennandi að fá að vera hreyfiafl, að eiga sér hugsjónir og sjá þær raungerast. Það
er einmitt sú reynsla sem ég veit að nýtist í störfum á Alþingi Íslendinga. Ég er fædd og uppalin á Suðurlandi. Hér liggja mínar rætur og hér hef ég starfað alla tíð. Ég hef óbilandi trú á framtíðarmöguleikum Suðurkjördæmis og ég vil leggja mitt af mörkum til að styrkja innviði þess á alla vegu. Við erum í fremstu röð og eigum að vera hvort heldur litið er til sjávarútvegs, landbúnaðar og matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu eða margskonar iðnaðar. Síðustu ár höfum við orðið vitni að mikilli fjölgun íbúa í kjördæminu sem kallar á öfluga og trausta innviði samfélagsins okkar. Brýnt er að samgöngur séu góðar. Mennta- og skólamál verða sömuleiðis að svara kalli tímans. Heilbrigðisþjónustan verður að vera öflug til til að sinna þörfum okkar íbúanna. Atvinnumálin eru mér sérlega hugleikin enda er atvinnulífið sjálfur grunnurinn. Við þurfum fjölbreyttari atvinnusköpun til að fjölga störfum í kjördæminu. Við getum hvert og eitt okkar haft áhrif á framtíðina. Það ætla ég að gera. Ég hlakka til að hitta ykkur sem flest á förnum vegi næstu vikurnar. Eflum Suðurkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir í 1. sæti!.
Langtímalausnir við skammtímavandamáli? Reykjanesbær er það sveitarfélag sem hvað verst hefur orðið úti vegna kórónuveirufaraldursins. Atvinnuleysi hefur mælst í hæstu hæðum og miklu meira en það var eftir efnahagshrunið 2008. Það myndi hafa áhrif í hvaða sveitarfélagi sem er að búa við 25% atvinnuleysi. Slíkt kallar á fumlausar aðgerðir til þess að standa með þeim sem búa við þær skelfilegu aðstæður. Aðgerðir sem ekki er hægt að bíða eftir.
Atvinnuleysi tífaldast
Ríkisstjórn Íslands telur eðlilegt að atvinnuleysisbótatímabilið sé það stysta sem verið hefur á þessari öld þrátt fyrir að atvinnuleysi sé í sögulegu hámarki. Á Suðurnesjum hefur atvinnuleysið tífaldast frá því þegar best lét. Flestir þeir sem eru á atvinnuleysisskrá munu fara til þeirra starfa sem þeir sinntu áður en til faraldursins kom um leið og færi gefst. Þess vegna er svo mikilvægt að hlúa að þessum hópi á meðan að þetta ástand varir. Þingmenn stjórnarmeirihlutans tala í sífellu bara um virkni og að halda lífi í fyrirtækjunum. Á þess konar leikrit mátti m.a. hlusta á Sprengisandi nýverið þar sem þrír þingmenn tókust á um ástandið hér suður með sjó, tveir frá stjórnarmeirihluta, þar af annar sem situr sem þingmaður Suðurkjördæmis og síðan þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu. Vil ég leyfa mér að vitna í nokkur atriði sem stjórnarþingmennirnar létu hafa eftir sér. Þingmaður Framsóknarflokks: „Við í Framsóknarflokknum, við höfum
ekki kannski tekið undir þessar hugmyndir Samfylkingarinnar um að það sé besti kosturinn til að koma til móts við þennan hóp með því að lengja atvinnuleysistímabilið.“ Þáttastjórnandi: Þið teljið að þetta sé ekki nógu góð hugmynd að lengja þetta tímabil? Þingmaður Framsóknarflokks: „Nei við teljum skynsamlegra að fara aðrar leiðir […]“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „[…] það kannski sem greinir mína pólitík frá pólitík Oddnýjar í staðinn fyrir að halda áfram og lengja atvinnuleysisbótatímabilið þá vil ég miklu frekar veita súrefni til fyrirtækja og fólkið á Suðurnesjum þarf að búa til einhver tækifæri úr þeim mikla auð sem þarna er […] í mínum huga er það ekki þannig að við niðri á þingi eigum að koma okkur saman jæja nú ættu allir að fara í eitt stykki álver eða eitthvað annað heldur búa til þennan ramma og leyfa frumkvöðlum þessa lands að finna út úr því hvað hægt er að gera og það er kannski innspýtingin sem vantar þarna á Suðurnesjum.“ Þáttastjórnandi: Er það ekki langtímalausn á skammtímavandamáli?
Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Það er alltaf lausnin held ég að hugsa um fyrirtækin og að þau þurfi súrefni og að það þurfi að byggja upp en ég held að það sé engin langtímalausn sko að lengja bara í atvinnuleysisbótakerfinu okkar heldur þarf þetta fólk að fá vinnu og ef það er ekki vinna þá þurfum við auðvitað að vera með einhver virkniúrræði.“ Það var og. Ég hlýt að spyrja eins og þáttastjórnandi hvort reyna eigi að beita langtímalausnum til þess að leysa skammtímavandamál. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins talaði einnig um að styrkja grunninnviði, eins og menntakerfið og heilsugæsluna á Suðurnesjum. Hvorki ég né aðrir hér hafa séð einhvern sérstakan vilja þessarar ríkisstjórnar til þess að styðja við og styrkja þá grunninnviði. Verði tekin einhver skref í þá átt verða þau mjög velkomin. Það virðist vera orðin eins konar „mantra“ þessarar ríkisstjórnar að koma þurfi fólkinu hér á Suðurnesjum í einhverja virkni. Að koma okkur til vinnu með einhverjum hætti. Ég vil hins vegar breyta þessari möntru. Ég vil að stutt verði við fólk á meðan það þarf á því að halda og ég fullyrði að það mun ekkert skorta á viljann til vinnu um leið og faraldurinn gengur niður. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og oddviti Beinnar leiðar.
AÐALFUNDARBOÐ Aðalfundur Félags myndlistamanna í Reykjanesbæ verður haldinn að Hafnargötu 2a (Svarta Pakkhús) fimmtudaginn 25. mars næstkomandi kl. 20.00 Dagskrá aðalfundar: Venjuleg aðalfundar störf, önnur mál Félagar vinsamlegast takið kvöldið frá. Stjórn FMR
sport
Miðvikudagur 17. mars 2021 // 11. tbl. // 42. árg.
SVEINDÍS JANE með tvennu í bikarsigri
Sveindís Jane hér í baráttu um boltann í leiknum gegn Alingsås FC. Mynd af heimasíðu Alingsås FC.
„Við þurfum að sýna okkur og eigum harma að hefna“ – segir Davíð Snær Jóhannsson, einn af ungu og spræku leikmönnunum í liði Keflavíkur. Þótt Davíð sé ungur að árum hefur hann öðlast töluverða reynslu með meistaraflokki en hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild daginn áður en hann varð sautján ára. Við heyrðum í Davíð og spjölluðum um leik helgarinnar og fleira. – Þetta var góður leikur hjá ykkur um helgina. „Já, flottur leikur – gott að taka lið í Pepsi-deildinni og gera það sannfærandi. Við erum búnir að vera góðir upp á síðkastið, sérstaklega eftir að Joey og Nacho komu inn í liðið aftur. Það er kominn fílingur í hópinn og gott að byggja á þessu, að komast áfram. Það eru orðin nokkur ár síðan við komumst upp úr riðlinum í Lengjunni. Kominn tími til og þetta leggst vel í mig,“ segir Davíð Snær. „Það er ekki annað hægt en að vera spenntur fyrir tímabilinu, við þurfum að sýna okkur og eigum svolítið harma að hefna síðan við vorum síðast í efstu deild. Við erum nokkrir ennþá af þessum heimamönnum sem vorum í liðinu og við munum hvernig þetta var. Það virðist vera allt annar fílingur í liðinu nú en var þá, svipaður eða betri andi en var síðasta sumar. Við erum sami hópur og höfum bætt við okkur tveimur virkilega flottum leikmönnum sem falla vel inn í hópinn – hugsanlega bætum við fleirum við, ég veit það ekki.“ – Og hvernig ert þú, í toppformi? „Ég myndi segja að ég hafi aldrei verið í betra standi. Nú er ég að byrja á mínu fjórða tímabili í meistaraflokki og ennþá tiltölulega ungur – mér líst bara vel á þetta. Ég er að stíga upp andlega sem leikmaður og fullorðnast líkamlega. Það er góð blanda.“ – Þannig að þú ætlar að standa þig í sumar og sýna þig fyrir stóru liðunum erlendis. „Það er klárlega markmiðið og hefur verið frá því maður var lítill, að fara út, og þetta er frábært svið til að sýna sig. Auðvitað er það markmiðið.“
Bleika hárið vakti athygli
Ég er að stíga upp andlega sem leikmaður og fullorðnast líkamlega. Það er góð blanda ...
– Hvert væri draumurinn að fara? „Sko, draumurinn er dálítið opinn. Ég hef mikinn áhuga að spila á Ítalíu til dæmis, það væri alger draumur að spila fyrir AC Milan eða Inter Milan. Svo elskum við Íslendingarnir líka Premier League í Englandi, eins og með ManU [Manchester United] en maður fékk ekkert val um með hvaða liði maður ætti að halda. Ætli það væri ekki æðsti draumurinn, að spila með ManU?“ – Eruð þú og pabbi þinn [Jóhann Birnir Guðmundsson] báðir ManUmenn? „Já, ég hafði ekkert val um það þegar ég var yngri. Það var það eða ekkert.“ – Þannig að þú ert bara bjartsýnn á sumarið og þið ætlið ekki að endurtaka leikinn frá því síðast, er það? „Nei, alls ekki! Það er ekki inn í myndinni,“ segir Davíð Snær.
Það þótti athyglisvert að sjá Davíð leika síðast leik en hárið á honum hafði verið litað skærbleikt. Blaðamanni lék forvitni á að vita hver ástæðan væri. – Hvernig stóð á þessu uppátæki, að lita á sér hárið bleikt? „Við vorum með góðgerðarviku í FS í síðustu og í henni er hægt að vera með áheiti. Okkur datt nokkrum félögum í hug að láta lita hárið á okkur bleikt fyrir 75 þúsund kall, með því vildum við leggja til í söfnun handa skólafélaga okkar sem er að glíma við krabbamein – og við vorum ekki lengi að safna þeirri upphæð, það var búið að tveimur dögum eða eitthvað svoleiðis. Þannig að við þurftum að slá til.“
Sveindís Jane Jónsdóttir átti stórgóðan leik í fyrstu umferð sænsku bikarkeppninni þegar Kristianstad sótti lið Alingsås heim. Leiknum lauk með fjögurra marka sigri Sveindísar og félaga. Sveindís kom Kristianstad yfir þegar hún skoraði fyrsta mark leiksins á 17. mínútu eftir að hafa fengið sendingu inn fyrir vörn Alingsås. Fimm mínútum síðar tvöfaldaðist forysta Kristianstad þegar leikmaður heimaliðsins varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Í seinni hálfleik skoraði Mia Carlsson þriðja mark Kristianstad (60’) og tólf mínútum fyrir leikslok gerði Sveindís endanlega út um leikinn með glæsilegu skallamarki eftir góða sókn. Þá kom góð fyrirgjöf fyrir mark Alingsås og Keflvíkingurinn kastaði sér fram og skallaði í netið, lokatölur 4:0.
KEFLVÍKINGAR KOMNIR Í ÁTTA LIÐA ÚRSLIT Keflavík endaði í öðru sæti riðils þrjú í A-deild Lengjubikars karla eftir góðan 4:1 sigur á Skagamönnum um helgina. Mörk Keflavíkur skoruðu þeir Rúnar Þór Sigurgeirsson (53’ og 76’), Davíð Snær Jóhannsson (54’) og Ástbjörn Þórðarson (86’). Þeir mæta Víkingum frá Reykjavík í átta liða úrslitum næsta föstudag á Víkingsvellinum. Það verður spennandi að fylgjast með Keflvíkingum í efstu deild í sumar en leikur þeirra virðist ætla að vera á svipuðu róli og síðasta sumar, einkennast af leikgleði og öflugum sóknarleik en Keflavík skoraði fjórtán mörk í riðlakeppninni.
Markaskorararnir Davíð, Rúnar og Ástþó r. Mynd: Jón Örvar Arason
GRINDVÍKINGAR GERÐU JAFNTEFLI VIÐ KA Grindvíkingar gerðu 1:1 jafntefli lokaleik sínum í A-deild Lengjubikars karla þegar þeir mættu KA á Akureyri á laugardaginn. Grindavík var betri aðilinn en gegn gangi leiksins voru það heimamenn í KA sem komust yfir skömmu fyrir leikhlé. Það var svo rétt áður en leiktíminn rann út að Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skoraði jöfnunarmark fyrir Grindavík (87’). Grindvíkingar byrjuðu illa í Lengjubikarnum í ár og töpuðu tveimur fyrstu leikjunum, þeir bættu leik sinn verulega eftir slæmt tap gegn toppliði Vals í annarri umferð og unnu næstu tvo leiki þar á eftir, gegn AfturDagur Ingi. eldingu og Víkingi Ólafsvík. Grindavík endaði í fjórða Mynd af síðu UMFG sæti riðils tvö og er því úr leik.
Hart barist í leik Njarðvíkur og Þróttar á síðustu leiktíð.
n og Stefán Félagarnir Davíð, Guðjó a sína. llan ko u eik með skærbl – Hverjir voru með þér í þessu? „Þetta voru ég, Guðjón Pétur Stefánsson og Stefán Júlían Sigurðsson. Vinir mínir og algerir fagmenn. Bara gaman að þessu,“ sagði bjartsýnn og bleikhærður Davíð að lokum. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
NJARÐVÍK OG ÞRÓTTUR EFST Njarðvíkingar léku gegn Elliða í riðli eitt B-deildar Lengjudeildar karla síðasta laugardag. Leiknum lauk með 3:2 sigri þeirra grænklæddu en sigurmarkið skoraði skoska markamaskínan Kenneth Hogg á 87. mínútu, áður höfðu þeir Hlynur Magnússon (15’) og Stefán Birgir Jóhannesson (74’) komið Njarðvíkingum í tvígang yfir. Njarðvík situr í efsta sæti eftir þrjá sigra. Á laugardag mættu Þróttarar Ægi og uppskáru öruggan 4:1 sigur. Það var Viktor Smári Segatta sem skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik (6’ og 20’) og þeir Andri Már Hermannsson (45’) og Sigurður Gísli Snorrason (76’) gerðu sitt markið hvor. Þróttarar eru sem stendur í öðru sæti riðils eitt í B-deild karla, með tvo sigra eftir tvo leiki. Það verður toppslagur þegar Suðurnesjaliðin Njarðvík og Þróttur Vogum mætast í Reykjaneshöllinni næstkomandi föstudagskvöld.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21
Arnór Ingvi til Bandaríkjanna
Rausnarleg gjöf til Grindvíkinga Sjávarútvegsfyrirtækið Einhamar færir UMFG rútu að gjöf Ungmennafélag Grindavíkur fékk sannarlega frábæra gjöf þegar forsvarsfólk sjávarútvegsfyrirtækisins Einhamars Seafood færði félaginu að gjöf tuttugu og tveggja manna Mercedes-rútu sem hefur verið merkt UMFG.
Arnór Ingvi Traustason hefur gengið til liðs við New England Revolution sem spilar í Bandarísku MLS-deildinni! Arnór Ingvi hefur leikið með sænska stórliðinu Malmö síðan 2018 og varð sænskur meistari með liðinu á síðustu leiktíð. Arnór Ingvi spilaði með Keflvíkingum 56 leiki og skoraði í þeim tíu mörk áður en hann hóf atvinnumensku sína þegar hann var seldur til Sandnes Ulf í norsku úrvalsdeildina árið 2012. Síðan þá hefur Arnór átt glæstan ferill í atvinnumennsku og spilað með mörgum stórliðum, þá hefur Arnór Ingvi einnig verið fastamaður í íslenska A-landsliðinu undanfarin ár.
Um er að ræða frábæra gjöf sem mun nýtast öllu félaginu vel í keppnisferðir á vegum þess. Rútan hefur verið í eigu Einhamars í nokkur ár og stóð til að skipta henni út og selja. Þess í stað ákváðu stjórnendur Einhamars að taka rútuna í
gegn, lagfæra og færa Ungmennafélaginu að gjöf. Rútan, sem er af gerðinni Mercedes Sprinter, kemur því nánast sem ný til félagsins.
„ÞAÐ VERÐUR ENGIN RÚTA HELDUR LANGFERÐABIFREIÐ!“ sögðu Stuðmenn í kvikmyndinni Með allt á hreinu hér um árið. Það sama má segja um þessa glæsibifreið sem Grindvíkum var færð að gjöf og mun hún án efa nýtast félaginu vel á keppnisferðum þess um landið vítt og breitt. Á innfelldu myndinni má sjá Söndru Antonsdóttur frá Einhamar Seafood afhenda bifreiðina.
Rútan var formlega afhent í síðustu viku og voru þau Rakel Lind Hrafnsdóttir, frá körfuknattleiksdeild UMFG, og Gunnar Már Gunnarsson, frá knattspyrnudeild UMFG, sem tóku við rútunni frá Söndru Antonsdóttur, einum eigenda Einhamars. „Við þökkum ótrúlegan hlýhug frá Einhamar Seafood í garð félagsins. Það hefur lengi verið draumur félagsins að eignast svona rútu til að geta farið sem ein heild í keppnisferðir út á land, hvort sem það eru meistaraflokkar félagsins eða fyrir yngri flokka. Rútan mun standa öllum deildum félagsins til boða og ætti að lækka ferðakostnað félagsins verulega þegar fram líða stundir,“ sagði Bjarni Már Svavarsson, formaður UMFG, við þetta tilefni „Aðalstjórn Ungmennafélags Grindavíkur, vill koma á framfæri kærum þökkum til Einhamars Seafood fyrir þessa ótrúlegu gjöf sem við vonum svo sannarlega að muni nýtast mörgum ungum Grindvíkingum um ókomin ár. Svona gjöf gefur félagið byr undir báða vængi til að gera gott starf enn betra,“ segir á vef UMFG.
Tímabilinu lokið hjá Söru
Sara Sigmundsdóttir keppir ekki meira í ár. Mynd af Facebook-síðu Söru
CrossFit-afrekskonan Sara Sigmundsdóttir var fyrir því óhappi að meiðast illa á æfingu nýlega. Hún hefur undirgengist rannsóknir sem staðfesta að um slitin krossbönd sé að ræða. Sara segir í Facebook-færslu að hún sé að upplifa sína verstu martröð en það er ljóst að CrossFit-tímabilinu er lokið hjá henni í ár. „Ég er enn að átta mig á því að þetta hafi gerst í raun og veru og að ég muni ekki taka þátt í CrossFit-tímabilinu 2021. Bataferlið krefst þess að ég gangi samstundis undir aðgerð og svo taka við mánuðir af endurhæfingu. Þegar hlutirnir skýrast betur mun ég segja frá framvindu mála,“ segir Sara í færslu sinni. Fjölmargir hafa skrifað uppörvandi skilaboð við færslu hennar og það er ljóst að þeir eru margir sem styðja Söru og óska henni skjóts bata.
Sara segist jafnframt vera þakklát fyrir þann stuðning sem henni hefur verið sýndur af samherjum og stuðningsaðilum – og auðvitað öllum aðilum sem hafa stutt hana í gegnum súrt og sætt en hún segir þá hafa verið hennar helstu hvatningu síðan hún byrjaði í íþróttinni. Að lokum segir Sara: „Þetta er mín áskorun núna. Áskorun tekið,“ og það er augljóst að kraftakonan Sara Sigmundsdóttir er ekkert á þeim buxunum að gefast upp.
FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
TÓNLEIKAR Á NÆSTUNNI TÓNLEIKAR FORSKÓLA 2 OG LÚÐRASVEITAR Tvennir forskólatónleikar verða haldnir í Stapa, Hljómahöll, fimmtudaginn 18. mars. Fram koma Forskóli 2 ásamt elstu lúðrasveit skólans. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 17. Fram koma nemendur úr Akurskóla, Háaleitisskóla, Heiðarskóla og Holtaskóla. Seinni tónleikarnir hefjast kl.18. Fram koma nemendur úr Njarðvíkurskóla, Myllubakkaskóla og Stapaskóla. Tónleikunum verður streymt á Youtube-rás skólans: Tónlistarskóli Reykjanesbæjar TÓNLEIKAR PÍANÓ- OG SÖNGNEMENDA Söngdeild og hljómsborðsdeild skólans standa fyrir tónleikum í Bergi, Hljómahöll, föstudaginn 19. mars kl.17.30. Á tónleikunum munu söngnemendur flytja lög við ljóð nokkurra helstu skálda þjóðarinnar við meðleik píanónemenda. Tónleikunum verður streymt á Youtube-rás skólans: Tónlistarskóli Reykjanesbæjar TVENNIR TÓNLEIKAR LENGRA K OMINNA NEMENDA Tónleikar lengra kominna nemenda verða haldnir í Bergi, Hljómahöll, mánudaginn 22. mars og þriðjudaginn 23. mars. Báðir tónleikarnir hefjast kl. kl.19.30. Fram koma nemendur á framhaldsstigi sem og nemendur sem komnir eru fast að miðprófi. Tónleikunum verður streymt á Youtube-rás skólans: Tónlistarskóli Reykjanesbæjar
Með bestu kveðju og von um víðtækt áhorf, skólastjóri
22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Þróttarar stórhuga – Ætla að sækja um Landsmót UMFÍ 50+ árið 2022 Petra Ruth Rúnarsdóttir var endurkjörin formaður Þróttar í Vogum á aðalfundi félagsins sem haldinn var fyrir skemmstu, þriðja kjörtímabil Petru fer nú í hönd. Auk Petru í stjórn Þróttar Vogum eru þau Katrín Lára Lárusdóttir, Reynir Emilsson, Jóna K. Stefánsdóttir og Davíð Hanssen. Varamenn eru Sólrún Ósk Árnadóttir og Birgitta Ösp Einarsdóttir. Þrátt fyrir að félaginu hafi verið sniðinn þröngur stakkur í því ástandi sem skapaðist af völdum kórónuveirufaraldurinsins skilaði Þróttur hagnaði upp á ríflega hálfa milljón króna og eigið fé var um árslok 821.563. Guðmundur Stefán Gunnarsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Voga, mætti á fundinn og hélt tölu þar sem hann talaði m.a. um hve Ungmennafélagið Þróttur skipti samfélagið í Vogum miklu máli, félagið væri að standa sig frábærlega í sínum störfum.
Covid hafði mikil áhrif á starfsemi félagsins Rétt eins og aðrir í samfélaginu hafði Covid veruleg áhrif á starfsemi Þróttar á árinu. Það reynd verulega á þolinmæði og þrautseigju þeirra sem starfa hjá félaginu, bæði stjórnendur og iðkendur. Frá 15. mars til 4. maí stöðvaðist allt íþróttastarf sem hafði í kjölfarið áhrif á alla iðkendur í skipulögðu íþróttastarfi hjá Þrótti. Það var reynt eftir fremsta megni að sinna iðkendum félagsins með sem bestum hætti. Þjálfarar sendu iðkendum heimaæfingar frá fyrsta degi lokunar. Strax í upphafi var ljóst að tekjubresturinn yrði einhver og fjárhagstjónið stórt. Því var leitað til starfsfólks, þjálfara og annara innan félagsins að taka á sig tímabundnar skerðingar og starfsfólk mætti þessum aðstæðum með miklum skilningi. Allir sýndu stöðunni skilning og fundu stjórnendur fyrir mikilli samstöðu meðal Þróttara.
Krabbinn settur í lás Um helgina fóru fram góðgerðaæfingabúðirnar „Setjum krabbann í lás“ þar sem bardagafólk, já og alls kyns fólk af götunni, kom saman frá öllum landshornum og tók þátt í átta klukkustunda námskeiði í Bardagahöll Reykjanesbæjar. Allir þjálfarar gáfu vinnu sína og aðgangseyririnn fór í gott málefni til að berjast með meðborgurum okkar gegn krabbameinskvikindinu. Eins og myndirnar sýna va frábært andrúmsloft í búðunum og það var hægt að merkja samhug og kærleika í loftinu. Við erum sterk saman og það skein í gegn um helgina.
Frá aðalfundi Þróttar. Mynd af throttur.net Fjölmargir viðburðir féllu niður vegna ástandsins og ekki var hægt að faraí fastar fjáraflanir sem hafa gefið vel af sér. Þróttur fékk myndarlega styrki frá ÍSÍ, KSÍ og tókst að sækja um í hina ýmsu sjóði til að bregðast við tekjubresti. „Eins og staðan er í dag höfum við miklar áhyggjur af brottfalli iðkenda úr íþróttum í kjölfar faraldursins,“ sagði Petra í skýrslu stjórnar. „Skráningar skiluðu sér inn seinna en venjulega í haust og teljum við það vera mögulega vegna þess að forráðamenn vildu fylgjast með þróun faraldrar. Æfingar hafa ekki farið fram með hefðbundnum hætti og það hefur áhrif á okkar iðkendur. Þjálfarar gátu ekki haft kynningu á starfinu í skólanum eins og hefur verið gert seinustu ár og því erfiðara að ná til krakkana. Við viljum því hvetja foreldra að halda áfram að vera með okkur í liði og hvetja krakkana til að mæta á æfingar þar sem íþróttaiðkun er mikilvæg fyrir líkamlega og andlega líðan barnanna okkar.“
Eins og staðan er í dag höfum við miklar áhyggjur af brottfalli iðkenda úr íþróttum í kjölfar faraldursins ...
Þróttarar eru nú ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og sést það best í þeim árangri sem knattspyrnulið félagsins hefur náð að undanförnu og í þeirri stemmningu sem hefur skapast í kringum liðið. Vogabúar hafa fylkst að baki sínu félagi og má reikna með að þeir geri áfram það þótt á móti blási.
AÐALFUNDUR KAUPFÉLAGS SUÐURNESJA Aðalfundur KSK verður haldinn fimmtudaginn 18. mars kl. 17:00 í Krossmóa 4, 5. hæð.
Súlan verkefnastofa – Vefstjóri Súlan verkefnastofa – Starfsmaður menningarmála Grunnskólar – Kennarar Vinnuskóli – Flokkstjórar Velferðarsvið – Sumarstarf í íbúðarkjarna Akurskóli - Þroskaþjálfi Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Skúli Þ. Skúlason formaður KSK
Viðburðir í Duus Safnahúsum
Dagskrá samkvæmt félagslögum Ávarp flytur Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ
Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri SSS
Leiðsögn um bátasafn Gríms Karlssonar í Byggðasafni Reykjanesbæjar
Sunnudaginn 21. mars kl. 14.00 og 15.00 verður Byggðasafn Reykjanesbæjar með leiðsögn um bátasafn Gríms Karlssonar á milliloftinu í Duus safnahúsum. Helgi Biering segir frá því sem fyrir augu ber og svarar spurningum sem kunna að vakna.
á og í sýningin í Listasafninu - lokadagar
Krossmóa 4 | 260 Reykjanesbæ | Sími: 421 5409
Síðasta sýningarhelgi næstkomandi sunnudag. Frábær sýning sem samanstendur af nýjum verkum listamannanna, Bjarkar Guðnadóttur, Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur og Yelenu Arakelow sem sérstaklega eru búin til fyrir sali Listasafns Reykjanesbæjar.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23
Heimavistin er nákvæmlega eins og í bíómyndunum „Ég var reyndar lengi sannfærð um að verða flugmaður en ég var svo hrædd um að sjá eftir því seinna að hafa ekki drifið mig út. Ég sé alls ekki eftir því núna og er mjög fegin að ég nýtti mér möguleikana sem sundið gaf mér,“ segir Gunnhildur Björg Baldursdóttir, afrekssundkona úr Keflavík og háskólanemi í Bandaríkjunum. Gunnhildur hefur náð góðum árangri í lauginni og meðal annars synt með landsliði Íslands á Norðurlandameistaramóti. Hún hefur í mörg ár synt með ÍRB en var það alltaf draumur hjá henni að fara út í skóla? „Já, þetta hefur alltaf verið draumurinn. Ég var heppin að hafa margar fyrirmyndir í ÍRB, t.d. Erlu Dögg, Davíð Hildiberg og Jónu Helenu sem fóru öll til Bandaríkjanna á sundstyrk. Ég heillaðist snemma af ævintýrasögunum þeirra sem þau sögðu okkur yngri sundkrökkunum á sumrin þegar þau voru í fríi í skólanum, þá var ég bara um tólf ára.“ – Í hvaða greinum ertu best í? „Ég hef alltaf verið sterkust í 200 metra flugsundi og svo 200 og 400 metra fjórsundi og ég náði þar inn á Norðurlandameistaramótið árin 2018 og 2019. Það var frábær reynsla að fá að keppa fyrir Íslands hönd og skapaði fullt af nýjum tækifærum fyrir mig.“ – Hvernig endaðir þú í Ohio? „Þetta er spurning sem margir spyrja mig að hérna úti. Þetta var allt saman ákveðið ferli en ég byrjaði á að finna mér umboðsmann sem hafði tengsl við marga góða sundþjálfara í bandarískum háskólum. Það sem
Til þess að landa samningi er mikilvægt að vera sterkur námsmaður því sundið og skólinn helst mikið í hendur. Þjálfarar eru líka að leitast mikið eftir karakterum sem geta haldið góðum liðsanda því sund er mun meiri liðsíþrótt hér úti heldur en heima ...
við gerðum var í raun ekki mikið flóknara en að senda fjöldapóst á um 250 sundþjálfara og svo biðum við spennt eftir svörum. Það voru margir sem höfðu samband til baka og þar á meðal skólinn minn, Youngstown State University. Samskiptin eru fyrst bara í gegnum tölvupóst og síðan hringja þjálfarar yfirleitt í mann á Skype til að ræða markmið og samninga. Til þess að landa samningi er mikilvægt að vera sterkur námsmaður því sundið og skólinn helst mikið í hendur. Þjálfarar eru líka að leitast mikið eftir karakterum sem geta haldið góðum liðsanda því sund er mun meiri liðsíþrótt hér úti heldur en heima.“ – Hvernig gengur námið? „Það gengur mjög vel en ég ákvað að skella mér í fjölmiðlafræði í Youngstown State University. Ég hef alltaf verið mikið sögunörd og hef gríðarlegan áhuga á samfélaginu, stjórnmálum og fólki. Fjölmiðlafræðin er mjög fjölbreytt svið þar sem ég læri ekki aðeins að skrifa greinar, heldur líka hvernig á að koma fram, hvernig maður tekur góð viðtöl og svo margt fleira. Við förum líka djúpt í siðfræðina og hvernig fjölmiðlafólk tekur ákvarðanir samkvæmt henni. Ég held að ég sé á akkúrat réttum stað á réttum tíma. Það er sérstaklega spennandi að læra fjölmiðlafræði á tímum sem heimurinn er að breytast hratt og með Bandaríkin sem stærsta sögusviðið beint fyrir framan nefið á mér,“ en í skólanum ytra er hún meðlimur kvennablaðs háskólans sem heitir „Her Campus“.
– Hverjar eru stærstu áskoranirnar við að vera í háskólanámi í miðjum heimsfaraldri? „Það er klárlega að vera í fjarnámi. Helmingurinn af áföngunum mínum eru á netinu og það krefst mikils sjálfsaga og tímastjórnunar að gera öll verkefnin. Það sem mér finnst líka erfitt er að í staðinn fyrir að rétta upp hönd og kennarinn svarar spurningunni á 30 sekúndum þá þarf ég að eyða tíma í að skrifa nákvæman tölvupóst til kennarans og síðan er mismunandi hvað þeir eru fljótir að svara. Sumir svara ekki fyrr en tveimur dögum seinna. Vegna fjarnámsins er ég líka að missa af því að upplifa ýmislegt sem fylgir því að vera í háskóla og það er erfiðara að kynnast nýju fólki. Samt vil ég alltaf reyna að horfa á björtu hliðarnar. Fyrir mig er það nóg að vera hérna úti að gera það sem mig hefur alltaf dreymt um og ég er þakklát fyrir þá sérstöðu að liðið mitt er það eina í deildinni sem getur æft á fullu. Það eru ekki allir skólar jafn heppnir, við höfum staðið okkur vel að halda smitum niðri.“ – Geturðu lýst skólasvæðinu? „Háskólasvæðið er akkúrat passlegt, ekki of stórt en samt ekki lítið. Allt sem ég þarf er í um það bil í tíu mínútna radíus. Eins og algengt er þá eru sér byggingar fyrir hvert svið þannig ég er ekkert allt of mikið að flakka út um allt. Ég bý líka á heimavistinni sem er
Keflvíkingurinn Gunnhildur Björg Baldursdóttir,, afrekskona dóttir í sundi, stundar nám í fjölmiðlafræðum og syndir með sundliði Youngstown Stateháskólans í Ohio í Bandaríkjunum.
skemmtileg stemmning því stór hluti af sundliðinu býr þar og við borðum t.d. öll saman eftir æfingar. Það sem kom mér á óvart var að heimavistin er nákvæmlega eins og í bíómyndunum. Núna er aðeins farið að vora en það er sérstaklega fallegur árstími því það eru svo mörg tré hérna sem fara að blómstra. Þá er svo ljúft að geta lært á meðan maður situr úti í sólinni með kaldan drykk og nýtur þess að vera í fallegu umhverfi.“ – Ef við horfum aðeins fram í tímann, hvernig líta næstu ár út hjá þér? „Mestur fókusinn á eftir að fara í að hjálpa til við að byggja upp sterkt lið. Við erum með flotta sundmenn alls staðar úr heiminum, t.d. Indlandi, Chile, Ungverjalandi, Bahama, Spáni og Rúmeníu svo eitthvað sé nefnt. Þetta sundlið er á mikilli uppleið og við stefnum á að vera að minnsta kosti í einu efstu þremur sætunum í deildinni, það verður því spennandi að sjá hvernig næstu meistaramót fara. Varðandi námið þá langar mig að sækja mér reynslu bæði heima á Íslandi og hér í Bandaríkjunum. Það er nefnilega ekki alltaf það sama að læra fjölmiðlafræði og að starfa sem fjölmiðlakona í krefjandi starfsumhverfi. Annars er þetta svo mikið ævintýri að læra erlendis að ég leyfi hlutunum bara að gerast. Mér finnst best að reyna taka einn dag í einu og njóta þess að vera hérna því tíminn er fljótur að líða,“ segir sunddrottningin Gunnhildur Björg.
Í íslensku máli hefur orðið „hvalreki“ tvær merkingar. Sú fyrri er einföld. Hval rekur í fjöru. Til eru sögur um að hvalreki hafi bjargað heilum byggðarlögum frá hungurdauða í harðæri en þaðan kemur seinni merkingin, óvænt stórhapp. Búseta á Íslandi í gegnum aldirnar hefur verið allt annað en auðveld og það að einn dauður hvalur hafi bjargað fjölda fólks frá hungurdauða er mjög áhugaverð staðreynd í samanburði við lífið í dag.
Þúsundir flykktust til Suðurnesjabæjar til að bera dauðan hval augum. Í nútímanum dugar nefnilega ekki að sjá myndir á vefmiðlum, heldur þarf að fara sjálfur á staðinn og taka sjálfu. Þrátt fyrir viðvaranir um að líklegt sé að hræið sé að fara springa þá er betra að setja barnið sitt upp á hræið að hafa það í bakgrunni á sjálfunni. Fjölskyldan í sunnudagsbíltúr. Aðrir íslendingar geta svo tekið að sér að hneykslast yfir þessu öllu saman og skrifað stöðuuppfærslur
Við stækkum fermingargjöfina þína
á Fésbókina yfir því hverslags hálfvitar aðrir eru. Þeir sem þekkja til rotnandi hvalhræja vita að lyktin sem fylgir er ekki sérlega góð. Því ber að þakka góðum mönnum í Suðurnesjabæ að hræið er ekki lengur í fjörunni. Viðbrögð bæjaryfirvalda hefðu mátt vera mun snarpari að koma hræinu í burtu, enda staðan í nútímanum þannig að ekki var þörf á að nýta það til matar vegna harðæris. Í framhaldi má spyrja hvort við séum orðin það upptekin af snjall-
LOKAORÐ
Hvalreki
MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR væðingunni að við skiljum ekki hluti sem áður þóttu einfaldir og standa okkur næst. Fyrst ber þar að nefna náttúruna sjálfa. Einhver hélt því fram um daginn að jarðskjálfti væri mun hættumeiri en sjósókn. Það er eitthvað fyrir fólk til að ræða. Jarðhræringarnar á Reykjanesskaga eru sannarlega að valda fólki í Grindavík og Vogunum miklum óþægindum – en hvernig er það í samanburði við fyrri eldgos á Íslandi. Hafa engar jarðhræringar fylgt þeim eldgosum eða var það bara vöntunin á samfélagsmiðlum sem gerði það að verkum að fólk tók bara náttúrunni eins og hún er og játaði minnimátt sinn fyrir öflum hennar. Það væri óskandi að jarðhræringunum færi að ljúka. Þá helst fyrir Grindvíkinga og Vogamenn. Ég hef litla samúð með höfuðborgarbúum en styrkur skjálftanna er ekki lengur mældur á Richterskala, heldur hvort hann finnist á höfuðborgarsvæðinu. Þá geta blaðamenn nefnilega skrifað um hann án þess að stíga upp úr stólnum. Þessi fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. Til fróðleiks eiga sér stað árlega um 100.000 skjálftar á bilinu 3 til 3,9 á Richter í heiminum öllum, um tíu til fimmtán þúsund skjálftar á bilinu 4 til 4,9 og skjálftar á bilinu 5 til 5,9 eru þúsund til fimmtán hundruð. Að mestu eru þeir til óþæginda og valda helst eignatjóni á óvönduðum byggingum. Vonandi lýkur jarðhræringum sem fyrst með litlu gosi sem verði hvalreki fyrir ferðaþjónustuna.
Við leggjum til allt að 12.000 króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja inn á Framtíðargrunn og í verðbréfasjóð. Það borgar sig að spara til framtíðar. Velkomin í Landsbankann.
L ANDSBANKINN.IS
Mundi Hvað er heitast í ferðaþjónustunni í dag?
Vetur minnti á sig Vetur konungur minnti á sig í síðustu viku með snjókomu og leiðindaveðri. Nokkrir ökumenn lentu í vandræðum og að minnsta kostiþrjá veltur urðu á Reykjanesbraut. Sparkaði í hníf og slasaðist Vinnuslys varð sl. föstudag þegar starfsmaður ætlaði að sparka frá hníf sem lá á gólfinu. Ekki vildi betur til en svo að hnífurinn lenti á plastkari og skaust til baka í fót viðkomandi svo úr blæddi. Meiðslin reyndust vera óveruleg. Þá stöðvaði lögreglan nokkra ökumenn fyrir of hraðan akstur á Grindavíkurvegi og gruns um ölvun og akstur undir áhrifum fíkniefna.