Víkurfréttir 38 2017

Page 1

• fimmtudagur 28. september 2017 • 38. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

EKKI TIL NÆGT RAFMAGN FYRIR GAGNAVER

18-19

KVEÐJUSTUND Sport Sjö milljarða framkvæmdum við flugbrautir lokið 10 Kosið í Garði og Sandgerði

●●Malbikið myndi duga í 90 km. tveggja akreina þjóðveg ●●Alls 3700 ljós sett upp og 150 km. af raflögnum Umfangsmiklum framkvæmdum við malbikun flugbrauta á Keflavíkurflugvelli er lokið. Austur-vestur flugbraut Keflavíkurflugvallar var formlega opnuð fyrir umferð síðdegis í gær, miðvikudag. Framkvæmdir hófust í fyrrasumar en báðar flugbrautirnar voru malbikaðar, nýjar flýtireinar lagðar sem munu gera það að verkum að brautirnar nýtast enn betur, öllum raflögnum og flugbrautarljósum var skipt út fyrir díóðuljós sem nota mun minni orku. Sumarið 2016 var hafist handa við norðursuður flugbrautina og nú er vinnu við austur-vestur brautina jafnframt lokið. Mikið er vandað til verka við malbikunarframkvæmdir á flugvöllum til þess að yfirborðið endist sem best. Ráðast þarf í svona framkvæmd á um 15 til 20 ára fresti. Kostnaður við framkvæmdina er um sjö milljarðar króna en malbikunarhluti framkvæmdarinnar jafnast á við allar malbikunarframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu á einu ári. Malbikunarstöð var reist innan flug-

n Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia með samstarfsmönnum sínum og klippurnar á lofti við stóran áfanga.F.v. Guðmundur Daði Rúnarsson, Þröstur Söring, Björn Óli Hauksson, Haraldur Ólafsson, Atli Björn Levý og Haukur Hauksson. VF-mynd/pket.

vallarsvæðisins og um er að ræða um það bil 100.000 rúmmetra af efni. Hvor flugbraut um sig er um 60 metra breið og 3.000 metra löng. Til að setja það í samhengi dygði malbikið sem notað er í heildarframkvæmdina til að malbika um 90 km langan tveggja akreina þjóðveg. Hvað rafmagnshluta framkvæmdarinnar varðar er um að ræða um það bil 3.700 ljós og 150 kílómetra af rafmagnsköplum. Settur var upp öflugur stjórnbúnaður í flugturni fyrir allt flugbrautaljósakerfið. Auk framkvæmda við flugbrautir fór fram endurnýjun á öllu rafmagnsdreifikerfi til notenda á flugvellinum og öllum blindaðflugsbúnaði við flugbrautir. ÍAV var aðalverktaki við framkvæmdina. Fjöldi annarra fyrirtækja tók þátt sem undirverktakar; Hlaðbær Colas sá um malbiksvinnuna en einnig komu að verkinu breskir og norskir verktakar. Verkfræðistofan Efla var með eftirlit með framkvæmdinni. Um 100 starfsmenn unnu beint í þessu verki frá 12 til 15 fyrirtækjum.

Reykjanes valinn einn af 100 sjálfbærustu áfangastöðum í heiminum

FÍTON / SÍA

■■Reykjanes hefur verið valinn einn af 100 sjálfbærustu áfangastöðum í heimi árið 2017. Alþjóðlegu samtökin Green Destinations stóðu fyrir valinu en þeir hafa gert það undanfarin ár og að baki þeim eru sérfræðingar, fyrirtæki og stofnanir um allan heim. Kjartan Már Kjartansson formaður stjórnar Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark segir að um mikla viðurkenningu sé að ræða fyrir svæðið í heild sinni. „Mikil vinna hefur verið unnin við stefnumótun og uppbyggingu innviða á undanförnum árum hjá stoðstofnunum, sveitarfélögum og fyrirtækjum á Reykjanesi sem nú er að skila sér. Öll verkefni sveitarfélaganna, Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes Geopark eru í þágu byggðaþróunar. Viður-

einföld reiknivél á ebox.is

kenningin er til marks um að við erum á réttri leið og hvatning til að halda vinnunni áfram.“ Þá segir Þuríður H. Aradóttir forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness að hún eigi von á því að viðurkenningin ýti undir áhuga ferðamanna að heimsækja svæðið. „Það að komast á lista sem sjálfbær áfangastaður er mikils virði fyrir okkur á Reykjanesi. Viðurkenningin sýnir mikilvægi þess að standa saman og vinna að sameiginlegum framtíðarmarkmiðum í ferðamálum í sátt við samfélagið. Við komum til með að halda þeirri vinnu áfram og hlökkum til að sýna afraksturinn.“ Margir aðrir heimsþekktir áfangastaðir eru á lista Green Destination í ár og er Reykjanes eini íslenski áfangastaðurinn.

n Frá kynningu Icelandair sem haldin var í Keili í gærdag. Um 100 hvítklæddir flugnemendur mættu. VF-mynd/pket.

Mikill áhugi á flugnámi í Keili í samvinnu við Icelandair

Um eitt hundrað nemendur Flugakademínu Keilis sóttu kynningu Icelandair í húsakynnum skólans á Ásbrú í gær. Icelandair er að bregðast við skorti á flugmönnum með náinni samvinnu við Keili. „Við hjá Icelandair, eins og fleiri flugfélög, erum að sjá fram á skort á flug-

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

mönnum og erum þess vegna að kynna nýja námsleið sem Icelandair stendur að í samvinnu við flugskólana á Íslandi og erlenda flugskóla líka. Megin tilgangurinn er að vekja athygli á flugnáminu og í raun að hvetja fólk til þess að fara að læra að fljúga. Þetta er mjög áhugaverður og skemmtilegur starfsvettvangur,“ segir Haukur Reynisson, yfirflugstjóri hjá Icelandair. Sigrún Jónsdóttir, þjálfunarstjóri hjá Icelandair, segir að námsleiðin sé þannig byggð upp að nemendur fara í námið í samvinnu við Icelandair og félagið mun þá koma að því m.a. með því að hjálpa til með fjármögnun þess og ef aðstæður leyfa kemst fólk í forgang með vinnu hjá félaginu að loknu námi.

„Þetta samstarf við Icelandair gefur okkur byr undir báða vængi og er viðurkenning á okkar starfi. Núna eru um 200 nemendur, mis langt komnir, í flugnámi hjá okkur. Þetta mun líka gefa nemendum okkar meiri styrk í námi. Þegar valkerfið fer í gang hjá Icelandair meðal okkar nemenda þá munu þeir vita fyrr á námsleiðinni sinni hvernig staða þeirra er gagnvart félaginu,“ segir Rúnar Árnason, framkvæmdastjóri Flugakademíu Keilis. Að sögn Hauks og Sigrúnar er áætlað að flugnámið taki um 18 til 20 mánuði. Þau voru mjög ánægð með það hversu margir mættu á kynninguna en sögðu jafnframt að nokkur hundruð manns hafi verið búin að skrá sig á aðra kynningu sama dag og VF ræddu við þau.


2

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 28. september 2017

Fótbrotinn tveggja og hálfs árs sendur heim af HSS með teygjusokk

„Héðan í frá fer ég ekki á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,“ segir móðir drengsins

HÓPFERÐIR HVERT Á LAND SEM ER Erum með 10 til 67 manna bíla Endilega sendið okkur póst á sbk@sbk.is og við gerum ykkur tilboð Kveðja SBK

SBK • Grófin 2–4 • 230 Reykjanesbæ • Sími 420 6000 sbk@sbk.is • sbk.is

ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG.

SUÐURNES - REYK JAVÍK SÍMI: 845 0900

■■Hinn tveggja og hálfs árs gamli Gabriel var sendur heim af bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrr í vikunni, en móðir hans hafði leitað þangað í kjölfar þess að Gabriel datt þegar hann var að dansa með systur sinni. Gabriel var fótbrotinn en var sendur heim með teygjusokk um fótinn. „Ég fór með hann á HSS um kvöldmatarleyti. Þar þurftum við að bíða svolítið lengi svo ég ákvað að bíða með þetta til morguns, þar sem hann kvartaði ekkert og grét ekki. Morguninn eftir var fóturinn orðinn mun bólgnari svo við fórum strax á bráðamóttökuna. Þar leit læknir á hann sem sagði að það væri ólíklegt að hann væri brotinn, honum var gefinn teygjusokkur og við send heim,“ segir móðir Gabriels, Beata Turowska. Hún ákvað í kjölfarið að fara með hann til Reykjavíkur á Landspítalann þar sem Gabriel var sendur beint í röntgenmyndatöku og í ljós kom sprunga í beini. Hann var þá settur í gips sem hann á að hafa næstu tvær vikurnar. „Ég væri ekki svona reið ef þetta væri ekki að gerast í annað sinn,“ segir Beata, en í fyrra lenti hún í svipuðum aðstæðum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þá handleggsbrotnaði Gabriel, en læknirinn þar taldi það

■■Verður Efrahóp að Grettisgötu? Grettir Sigurjónsson hefur sótt um byggingarleyfi til byggingar einbýlishúss að Efrahópi 3 í Grindavík. Elvar Árni Grettisson hefur sótt um Efrahóp 5, Einar Örn Grettisson Efrahóp 7, Nanna Höjgaard Grettisdóttir Efrahóp 9, Kári Freyr Grettisson Efrahóp 11 og Hjalti Þór Grettisson Efrahóp 11, allt undir einbýlishús. Öll hafa þau fengið samþykki byggingarfulltrúa fyrir byggingaráformin. Eftir stendur hvort ástæða sé til að breyta nafni Efrahóps í Grettisgata? ■■Lögregla kölluð til eftir ósætti í strætó Ósætti kom upp milli farþega og bílstjóra hjá strætó í Reykjanesbæ síðdegis á mánudag. Lögregla var kölluð til og ræddu lögregluþjónar við málsaðila og fóru ekki af vettvangi fyrr en sátt hafði verið komið á milli málsaðila.

■■ Átak gegn ólöglegri atvinnustarfsemi Átak gegn ólöglegri atvinnustarfsemi stendur nú yfir í umdæmum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Lögreglunnar á Suðurnesjum. Markmið átaksins er að ganga úr skugga um hvort einhverjir atvinnurekendur séu með fólk í vinnu án tilskilinna leyfa. Jafnframt er lagt mat á lögmæti dvalar útlendings, svo og athugað hvort lögbundnar skatt- og gjaldgreiðslur séu til staðar. Að verkefninu koma Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Lögreglan á Suðurnesjum, Ríkisskattstjóri, Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun. Atvinnurekendur geta því gert ráð fyrir að fyrirtæki þeirra verði sótt heim af fulltrúum ofangreindra stofnana án fyrirvara. ■■Byggja fjórar hæðir ofan á gamla Stapafell Engar athugasemdir bárust við áform um að byggja fjórar hæðir ofan á

ólíklegt að hann væri handleggsbrotinn þar sem hann kveinkaði sér ekki. Engin röntgenmynd var tekin þá heldur. Þau leituðu svo aftur á spítalann tveimur dögum síðar og þá kom það í ljós að Gabriel var í raun og veru handleggsbrotinn og var settur í gips í sex vikur. „Ég vona að það séu ekki fleiri sem lenda í svona. Héðan í frá fer ég ekki á HSS.“ Hafnargötu 29 í Keflavík, þar sem verslunin Stapafell var til áratuga. Óskað var eftir breytingum á byggingarreit og auknum heimildum á lóðinni Hafnargötu 29. Húsið verði fimm hæðir auk kjallara. Niðurstaða grenndarkynningar er að engar athugasemdir bárust.

■■Ekið á 12 ára farþega strætó Ekið var á 12 ára farþega strætisvagns við biðstöðina við Krossmóa rétt fyrir klukkan 18 í gærkvöldi. Tveir sjúkrabílar mættu á vettvang en viðkomandi hlaut áverka á fæti. Ekki er vitað um nánari líðan hans.

Viltu hafa áhrif?

What impact will you make?

Bókari / Reykjanesbæ Vegna aukinna umsvifa leitum við að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi í spennandi og krefjandi starf bókara og launafulltrúa í Reykjanesbæ sem fyrst. Unnið er í öflugu teymi sem ber að hluta til eða alfarið ábyrgð á öllu reikningshaldi fyrir eitt eða fleiri fyrirtæki. Starfssvið

Hæfniskröfur

• Umsjón með fjárhagsbókhaldi, launavinnslu og skýrslugerð

• Góð færni í Excel

• Almenn skrifstofustörf

• Viðurkenndur bókari kostur en ekki skilyrði • Reynsla af bókhaldi og/eða launavinnslu • Þekking á Navision er kostur • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð • Hæfni í mannlegum samskiptum

Nánari upplýsingar um starfið veita Anna Birgitta Geirfinnsdóttir, endurskoðandi, abg@deloitte.is Harpa Þorláksdóttir, mannauðsstjóri, harpa.thorlaksdottir@deloitte.is

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Öllum umsækjendum verður svarað og farið er með umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknum skal skilað inn í gegnum heimasíðu Deloitte, www.deloitte.is, fyrir 9. október 2017.


VIÐ ERUM AÐ LEITA AÐ KRAFTMIKLU FÓLKI Á SUÐURNESJUM Hlutverk Póstsins er að veita áreiðanlega þjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga á sviði dreifingar-, samskiptaog flutningalausna. Framtíðarsýn Íslandspósts er að fyrirtækið verði nýjunga- og tæknidrifið fyrirtæki sem svarar síbreytilegum þörfum viðskiptavina.

Bílstjórar óskast til starfa sem fyrst Pósturinn leitar að kraftmiklu og ábyrgðarfullu starfsfólki í útkeyrslu. Um er að ræða útkeyrslu á sendingum til einstaklinga á Suðurnesjum. Vinnutíminn er sveigjanlegur en á bilinu 16 – 22 öll virk kvöld. Óskað er eftir jákvæðum einstaklingum með ríka þjónustulund, góða samskiptafærni og íslenskukunnáttu. Nánari upplýsingar veitir: Anna María Guðmundsdóttir í síma 421-4300 eða í netfangi annam@postur.is. Umsóknarfrestur er opinn en það vantar einstaklinga til starfa sem fyrst.

Bréfberar óskast í Keflavík Pósturinn leitar að kraftmiklu, ábyrgðarfullu og jákvæðu starfsfólki í útburð. Um er að ræða dreifingu á pósti í Keflavík. Hressandi útivera og leitað er eftir einstaklingum í fullt starf. Nánari upplýsingar veitir: Anna María Guðmundsdóttir í síma 421-4300 eða í netfangi annam@postur.is. Umsóknarfrestur er til og með 8. október 2017.

Tekið er á móti umsóknum í gegnum umsóknarvef Póstsins www.postur.is. Þar er einnig að finna nánari upplýsingar um störfin.

Pósturinn hlaut Gullmerki jafnlaunaúttektar PwC árið 2016. Pósturinn leggur mikla áherslu á jafna stöðu kynjanna og er það mikilvæg staðfesting á því að vel sé staðið að jafnréttismálum hjá fyrirtækinu og að mikið sé lagt upp úr því að tryggja að allir fái jöfn tækifæri og eigi þann kost að vaxa og dafna í starfi á eigin verðleikum.

Gildi Póstsins eru TRAUST - VILJI - FRAMSÆKNI. Tekið er mið af þessum gildum þegar ráðið er í stöður hjá fyrirtækinu


4

VÍKURFRÉTTIR

Tíminn flýgur áfram á skrifstofu FS

-Heba Ingvarsdóttir hefur starfað sem ritari Fjölbrautaskóla Suðurnesja í tíu ár Hvað hefur þú starfað lengi í FS? „Ég hef unnið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja síðan í ágúst 2007. Af hverju ákvaðstu að sækja um þar? „Sara dóttir mín var að útskrifast úr FS vorið 2007 og við þá athöfn var Laufey, fyrrum skólaritari, kölluð á svið til að taka við blómvendi þar sem hún var að hætta. Starf hennar var síðan auglýst og ég hugsaði með mér að þetta væri sennilega skemmtilegt og lifandi starf og ákvað í kjölfarið að sækja um og sé ekki eftir því.“ Hvernig er hefðbundinn dagur hjá þér? „Ég mæti 7:45 og svara símtölum um það hver sé veikur þann daginn, skrái það inn og ef kennarar eru veikir þá kem ég því til skila til nemenda. Svo þarf að skrá inn leyfisbeiðnir, prenta námsferla, staðfestingu á skólavist og ýmislegt annað. Þess á milli koma nemendur oft við á skrifstofuna með

ýmsar spurningar eða bara til að heilsa upp á mig og spjalla um lífið og tilveruna og það er voða gaman.“ Hvað hefur breyst í starfinu síðustu ár? „Þegar ég byrjaði voru tveir starfsmenn á skrifstofu FS en nú er ég bara ein og hef verið í nokkur ár. Það er alltaf nóg að gera og mér líkar það vel enda flýgur tíminn áfram. Skólastarfið er annars ósköp hefðbundið en Fjölbrautaskóli Suðurnesja er framhaldsskóli sem leggur mikinn metnað í að koma með nýjungar í námið og þau markmið að gera alltaf betur. Við erum með frábæra kennara og starfsmenn og ég held að flestir nemendur séu sammála því.“ Hvað er það skemmtilegasta við að vera ritari? „Það er svo margt finnst mér. Það er oftast mikill erill á skrifstofunni og allt í gangi, nemendur að spyrja

um allt og ekkert, kennarar að biðja um hitt og þetta, síminn á fullu og á meðan er ég að skrá ýmislegt í tölvuna eða að prenta t.d. námsferla eða staðfestingar á skólavist. En svo koma líka rólegir tímar eftir hverja önn og þá getur maður aðeins andað en skrifstofan er svo lokuð í júlí og þá fer ég í sumarfrí og hleð batteríin.“ En leiðinlegast? „Það er eiginlega ekkert leiðinlegt nema kannski að deila út lykilorðum til nemenda sem veitir þeim aðgang að tölvum skólans. Það er frekar leiðinlegt og getur verið tímafrekt þegar heill hópur kemur í einu. Svo gleyma nemendur stundum lykilorðunum og þá þarf að fara yfir listann aftur til að finna orðin.“ Hvað hefur haldið þér svona lengi í þessu starfi? „Ég er að eðlisfari frekar vanaföst og verð því örugglega hér þar til ég kemst á aldur. Svo er þetta bara skemmtilegt og líflegt starf og alltaf gaman að vera innan um hressa nemendur og vinnufélaga.“

fimmtudagur 28. september 2017

Vogar og sameining sveitarfélaga ■■Sameining sveitarfélaga hefur fengið byr undir báða vængi á ný. Hér á Suðurnesjum eru töluverðar líkur á því að Sandgerði og Garður sameinist. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ telur jafnframt að það sé einungis tímaspursmál hvenær þessi sveitarfélög sameinist síðan Reykjanesbæ. Þetta er jákvæð þróun sem áhugavert er að fylgjast með.

Mikil tækifæri í sameiningu

Sveitarfélagið Vogar er minnsta sveitarfélagið á Suðurnesjum, þegar horft er á íbúafjöldann. Það er hins vegar stórt landfræðilega. Vogar og Vatnsleysuströnd eiga land að þremur sveitarfélögum en þau eru; Hafnarfjöður, Grindavík og Reykjanesbær. Mikil tækifæri felast í þessu fyrir íbúa Voga og Vatnsleysustrandar, þegar sameining er annars vegar. Sameiningu við Reykjavík ætti heldur ekki að útiloka, enda áhugi borgarinnar á Hvassahrauni þekktur. Almenn ánægja ríkir til dæmis með sameiningu Kjalarness og Reykjavíkur. Sýnt hefur verið fram á það með rannsóknum að sameining sveitarfélaga hefur margvísleg jákvæð áhrif á samfélagið. Í krafti stærðarinnar er hægt að veita íbúum betri þjónustu, nýta fjármuni betur og lækka gjöld. Skóla-, íþrótta- og menningarstarf verður fjölbreyttara og öll uppbygging innviða öflugari svo fátt eitt sé nefnt.

Þórkötlustaðarhverfið, sem er dreifbýli eins og Vatnsleysuströndin. Víða um land standa nú yfir framkvæmdir við lagningu ljósleiðara í dreifbýli. Framkvæmdir sem eru að stórum hluta fjármagnaðar af ríkissjóði í gegnum Fjarskiptasjóð. Um árabil hefur athygli bæjarstjórnar verið vakin á nauðsyn þess að bæta búsetuskilyrðin á Ströndinni. Áskoranir hafa verið afhentar bæjarstjóra og staðið hefur verið fyrir undirskriftarsöfnunum. Því miður hefur það engan árangur borið. Uppbygging á Vatnsleysuströnd er því skiljanlega lítil sem enginn. Uppbygging í ferðaþjónustu hefur til dæmis mætt litlum áhuga hjá byggingayfirvöldum og eru dæmi þess að afgreiðsla byggingaleyfis hafi tekið tæp tvö ár og einkennst af óvandaðri stjórnsýslu. Á sama tíma ræða bæjarfulltrúarnir um þau miklu tækifæri sem Vatnsleysuströndin býður upp á.

Sameining nauðsynleg til að bæta búsetuskilyrði

Tilfinningar og sérhagsmunir mega ekki ráða för

Undirritaður býr á Vatnsleysuströnd og þekkir vel þá skertu þjónustu sem þar er í boði af hálfu sveitarfélagsins Voga. Á Ströndinni er enginn vatnsveita og þarf hvert heimili að bora fyrir köldu vatni og setja upp dælubúnað. Hitaveita er einungis að hluta en tæplega 40 hús eru án hitaveitu. Frárennslismál eru á ábyrgð hvers heimilis og ekkert eftirlit er með rotþróm. Dæmi eru þess að skólpi sé veitt í gamla vatnsbrunna. Netsamband er lélegt og almenningssamgöngur eru engar. Að ofangreindu má sjá að búsetuskilyrði á Vatnsleysuströnd eru bágborin, þrátt fyrir að vera aðeins í fimm mínútna fjarlægð frá 1.200 manna sveitarfélagi, Vogum. Víða eru búsetuskilyrðin betri í sumarbústaðalöndum. Það er samdóma álit íbúa á Vatnsleysuströnd að þeir séu afskiptir í augum bæjaryfirvalda í Vogum. Gott dæmi í þeim efnum er að bæjarstjórn sótti ekki um styrk úr Fjarskiptasjóði til að bæta netsambandið á Ströndinni, sem er brýnt hagsmunamál. Þess má geta að Grindavík fékk nýverið tíu milljónir úr sjóðnum til að ljósleiðavæða

Bæjarfulltrúar eru kjörnir af íbúunum og starfa í þeirra þágu. Þeir eiga stöðugt að leita leiða til þess að bæta búsetuskilyrðin og verða að hugsa út fyrir kassann í þeim efnum. Sameining er mikilvægur möguleiki sem ekki má horfa fram hjá. Tilfinningar og sérhagsmunir mega ekki blinda mönnum sýn í þessum efnum. Nýta ætti tímann í haust og vetur til að fara í könnunarviðræður við nágrannasveitarfélögin um sameiningu og kynna niðurstöðuna í kjölfarið fyrir íbúunum. Samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor væri síðan hægt að kjósa um við hvaða sveitarfélag skuli hefja formlegar sameiningarviðræður. Þannig geta íbúarnir haft lýðræðislega aðkomu að málinu frá upphafi. Sveitarfélagið Vogar er eins og áður segir fámennasta sveitarfélagið á Suðurnesjum, öll rök mæla með því að sameinast stærra og öflugra sveitarfélagi. Sameining stuðlar að betri þjónustu við íbúanna, betri nýtingu fjármuna, bættum búsetuskilyrðum og bættri stjórnsýslu. Birgir Þórarinsson

Kvenfélag Keflavíkur

Starfsár Kvenfélags Keflavíkur er að hefjast Fyrsti fundur er 2. október kl. 20 að Smiðjuvöllum 11, Rauðakrosshúsinu. Almenn fundarstörf, gestur kvöldsins er Jórunn Símonardóttir Bowentæknir. Aðrir fundir eru í nóvember, desember, febrúar, mars og maí og eru haldnir fyrsta mánudag hvers mánaðar. Stjórnin býður allar konur velkomnar á fundi.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is // Umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á þriðjudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og skilafrestur auglýsinga færist fram um einn sólarhring. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga. Blað sem kemur út á fimmtudegi er dreift á þeim degi og föstudegi inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Tjarnarsel stóð fyrir málþingi í tilefni hálfrar aldar afmælis ■■Leikskólinn Tjarnarsel og fræðslusvið Reykjanesbæjar stóðu fyrir málþingi í Hljómahöll í síðustu viku. Umfjöllunarefnið var orðaforði og tengsl hans við leik og nám ungra barna. Málþingið var haldið í tilefni af hálfrar aldar afmæli Tjarnarsels, en Tjarnarsel er elsti leikskóli Reykjanesbæjar. Boðið var upp á fjölda fyrirlestra og erinda í málstofum, en 340 þátttakendur, alls staðar af landinu, skráðu sig til þátttöku í málþinginu. Í undir-

búningsnefnd málþingsins voru þær Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi, Árdís Hrönn Jónsdóttir, leikskólastjóri Tjarnarsels og Inga

María Ingvarsdóttir, fyrrverandi leikskólastjóri Tjarnarsels. Ingibjörg Bryndís segir þær afskaplega ánægðar með að finna þennan áhuga. „Við erum stoltar af því að geta boðið upp á tíu fyrirlestra og erindi sem öll eru flutt af fagfólki sem býr og starfar hér á svæðinu.“


markhönnun ehf

HEILSUDAGAR NETTÓ Í FULLUM GANGI! Allt að 25% afsláttur af heilsu- og lífsstílsvörum. DAGLEG OFURTILBOÐ

Tilboðin gilda 21. september - 4. október 2017 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss


6

VÍKURFRÉTTIR

Þóra Lind mælir með...

fimmtudagur 28. september 2017

Ákveðinn galli að allir þekki alla -Grindvíkingurinn Diljá Líf Gu ðmundsdóttir svarar spurningum um lífið og tilveruna suður með sjó

þessa dagana? Hvað ertu að bralla á veitingastað sem afi ga da Ég vinn alla virka ég í Grindavík. Svo vinn í vetur? l Hvað ætlar þú að gera minn á hérna heima na sio fes Pro erkið NYX öllum líkindum bara að verð Ég líka fyrir snyrtivörum tivera á fullu í skemm að vinna á fullu og í förðunarverkMake Up, auk þess að ndatökum með vini efnum. Ég mun reyndar eyða jólmy og m legum verkefnu sti er klárlega einn flotta unum og áramótunum á Tenerife, mínum Gauja H, sem . ins ds lan sem er fínt fyrir „Grinch“ eins og ljósmyndari fa st við það að ha be r þé t ns mig, þar sem ég er ekki aðdáandi fin að Hv jum? alist upp á Suðurnes búa í Grindavík jólanna. að Ég held það besta við r sé að þetta er Hvað finnst þér mega fara betur hé p up st ali fa í Grindavík? og að ha s og Reykjavík til ekki of stórt svæði, ein allir hér, sem er Ég veit ég er ekki ein um það þegar a ég segi að skólamálin hér hafi aldrei dæmis. Það þekkjast lík st ég við. verið eitthvað framúrskarandi. Þau ákveðinn galli líka bý með einhverju hafa að vísu batnað örlítið síðustu ár Ef þú mættir mæla a bú ir þá sem en eru alls ekki fullkomin. Þá er ég einu af svæðinu fyr ð? þa ri væ að hv r, hé sérstaklega að tala um hvernig starfsekki ág æt ur bæ r, þar tæklar hluti eins og einelti. Gr ind av ík er alv eg það vel ef fólkið ilja sk i nd Þóru Lind Halldórsd my ég ig þann Eins er með krakka sem glíma við hluti óttur finnst fátt betr ndu frekar vilja koma eins og athyglisbrest eða ADHD og eiga my nn me ða fer a en að gera sér góða dag og ganga upp hvert annað n Þorbjörn þegar veðu hingað heldur en ein þá erfiðara með að læra og halda fókus. víkingurinn ind Gr r m. le sínum, en þessa daga yfir með hundinum á Suðurnesju Það þyrfti helst að fræða kennarana og na lærir Þóra viðskipt ég fer allavega starfsfólkið um það hvernig best væri afræði við Háskóla Íslands. ek ki að mæ la fyrir þau að hjálpa þeim krökkum, svo me ð Ke fla vík , „Mér finnst gott að sla þau eigi séns á að fá það sama úr skólaka á og næla mér í sm það er víst göngunni sinni og aðrir krakkar. á d-vítamín í sundlaug massíft tabú.

inni í Garðinum með vinkonu, enda síðan á því að fá ok kur kaffibolla í nýja kaffihúsinu í gamla vitanum í Garð inum með útsýni yfir sjóinn eða heimsækja Sigurjóns bakarí og fá sér „nok kr ar“ Héðinsbollur, en þær eru al veg uppáhalds.“

VIÐBURÐIR HEILSU- OG FORVARNARVIKA 2. - 8. OKTÓBER Heilsu- og forvarnarvika Suðurnesja verður haldin 2. til 8. október nk. Bæjarbúar eru hvattir til þátttöku í vikunni.

Sif Nafn: Aníta

Dagskrá verður aðgengileg á vef Reykjanesbæjar. BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR Föstudaginn 29. september kl. 16.30 verður Bókabíó í Bókasafninu. Fjölskyldumyndin BFG eftir samnefndri bók verður sýnd gestum að kostnaðarlausu. Allir hjartanlega velkomnir. Laugardaginn 30. september kl. 11.30 verður Notaleg sögustund með Höllu Karen sem les og syngur fyrir börnin. Allir hjartanlega velkomnir. SÚLAN 2017 Menningarráð óskar eftir tilnefningum vegna menningarverðlauna Reykjanesbæjar 2017. Tilnefna skal einstakling, hóp og/eða fyrirtæki sem unnið hafa vel að menningarmálum í bænum. Tilnefningum skal skilað í Ráðhúsið Tjarnargötu 12 eða á netfangið: sulan@reykjanesbaer.is fyrir 4. október næstkomandi.

LAUS STÖRF

STJÓRNSÝSLUSVIÐ Störf í kjördeildum BÓKASAFN Bókavörður í 70% starf FJÖRHEIMAR Starfsmaður í eftirskólaúrræði kl. 13-16 HÆFINGARSTÖÐ Hlutastarf við ræstingar VELFERÐARSVIÐ Starfsfólk á heimili fatlaðra barna STJÓRNSÝSLUSVIÐ Þjónustufulltrúi Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykjanesbær - laus störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

Hver eru áhugamálin þín? Fótbolti. Í hvaða skóla ertu? Grunnskóla Grindavíkur. Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul? 10. bekk og er 15 ára. Hvað finnst þér best við það að vera í Grunnskóla Grindavíkur? Félagsmiðstöðin.. Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera þegar þú útskrifast úr skólanum? Nei er ekki alveg búin að ákveða mig. Ertu að æfa eitthvað? Já ég æfi fótbolta. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með vinum mínum og spila fótbolta. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Það er voða lítið sem mér finnst leiðinlegt að gera. . ir tt ó sd n Hvað er skemmtilegasta fagið? En leiðinKristjá legasta? Skemmtilegasta fagið mitt er Uppáhalds matur: Humar. stærðfræði og leiðinUppáhalds tónlistarmaður: Rihanna. legasta er enska. Uppáhalds app: Snapchat og Instagram. Án hvaða hlutar Uppáhalds hlutur: Á engan uppáhalds hlut. geturðu ekki verið? Uppáhalds þáttur: Grey´s Anatomy. Síminn minn er ómissandi.

Ólafur Bergur er FS-ingur vikunnar FS-ingur: Ólafur Bergur Ólafsson. Á hvaða braut ertu? Ég er á fjölgreinabraut. Hvaðan ertu og aldur? Ég er úr Njarðvík og er 18 ára. Helsti kostur FS? Það þyrfti að vera félagslífið í skólanum og krakkarnir. Hver eru áhugamál þín? Allt sem tengist körfubolta og bara íþróttum almennt. Svo fæ ég meiri og meiri áhuga á pólitik og félagsfræði. Hvað hræðist þú mest? Ég er örugglega mest hræddur við geitunga eftir að ég var stunginn í Mallorca 2005. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Arnór Snær verður Snapchat „superstar“ einn daginn (arnorss). Hver er fyndnastur í skólanum? Fannar Gísla á sín augnablik.

Eftirlætis-

Hvað sástu síðast í bíó? American Made, geggjuð mynd. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Meiri fjölbreytni, það mættu vera vefjur og eitthvað annað en samlokur og djús. Svo mættu alveg vera venjulegar súpur í boði. Hver er þinn helsti galli? Ég tala örugglega of mikið. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Snapchat, Facebook og Messenger. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Ég myndi einblína meira á nemendafélagið og fá stoðtímana aftur í skólann.

Kennari: Bogi Ragnarsson og Steini standa jafnfætis, #meistarar. Fag í skólanum: Félagsfræði. Sjónvarpsþættir: Orphan Black er í miklu uppáhaldi en Friends er alltaf númer eitt. Kvikmynd: Shawshank Redemption. Hljómsveit/tónlistarmaður: Kendrick lamar verður alltaf á toppnum hjá mér. Leikari: Ryan Reynolds og Tom Hanks.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? „Ég redda þessu“ eða „ég geri þetta seinna“. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mér finnst það ágætt. Það mættu vera fleiri viðburðir, bæði innan skólans og utan. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Ég hef ekki hugmynd. Ég ætla allavega að ferðast mikið eftir nám og sjá hvert það tekur mig. Hver er best klædd/ ur í FS? Helgi Líndal og Sara Dís eru alltaf „tight“.

Vefsíður: Karfan.is og Fótbolti.net Flíkin: Ég er nær eingöngu í hettupeysum þannig ef ég ætti að velja eina þá væri það hvíta Ellingsen peysan mín. Skyndibiti: 12 tommu Teríakí kjúklingur í Parmesan brauði er númer eitt. Hvaða tónlist/lag fílar þú í laumi (guily pleasure)? Allt með Otis Redding. En „Sittin on the dock of the bay“ er klárlega mitt „guilty pleasure“.


markhönnun ehf

www.netto.is

-25% KJÚKLINGUR 1/1 FROSINN

584

KR KG

ÁÐUR: 779 KR/KG

MT HRÍSKÖKUR

SÚKKULAÐI. 150 GR. KR STK

98

ÁÐUR: 195 KR/STK

-50%

OREO KEX

66 GR. KR STK

68

ÁÐUR: 129 KR/STK

-47%

PIZZA TRADIZIONALE

SALAME. 390 GR. KR STK

398

ÁÐUR: 699 KR/STK

-43%

Tilboðin gilda 28. september - 1. október 2017 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss


LÆGRA VERÐ

RÍFUR VEL Í

598 kr. pk.

Bónus Lýsisperlur 300 stk.

4.998 kr. stk.

198 kr. stk.

Nutra C vítamín 20 stk. freyðitöflur, 3 teg.

498 kr. 200 ml

Sollu Engiferskot 200 ml, lífrænt

1L

Nutrilenk Gold Fyrir þá sem þjást af verkjum og sliti í liðamótum, 180 töflur.

Íslenskar

LÍFRÆNAR Gulrætur

500g

1kg

kr. 500 g

79

kr. 1 kg

159

ES Haframjöl 500 g

ES Hveiti 1 kg

Trópí Appelsínusafi, 1 l Trópí Ávaxtasafi, 1 l

89

kr. 1 l

398 kr. 500 g

Akursel Gulrætur Lífrænar, 500 g

750ml

59

59

kr. 400 g

kr. 420 g

79

kr. 400 g

595

Tómatar 400 g, 2 tegundir

Bakaðar Baunir 420 g

Kjúklingabaunir 400 g

Extra Virgin Ólífuolía 750 ml

Verð gildir til og með 1. október eða meðan birgðir endast

kr. 750 ml

d

5


ÍSLENSKT Lambakjöt

2017 slátrun

698 kr. kg

1.095 kr. kg

459

KS Lambasúpukjöt Frosið, 2017 slátrun

KS Lambalæri Frosið, 2017 slátrun

KS Lambasvið Frosin, 2017 slátrun

kr. kg

GOTT VERÐ Í BÓNUS Grísakjöt af

NÝSLÁTRUÐU

g

698 kr. kg

798 kr. kg

Ali Grísabógur Ferskur

Bónus Allra Landsmanna

Bónus Grísahakk Ferskt - 1 kg pakkning

Vegna dagsetningar

50% afsláttur

Matarmikil súpa

FULLELDUÐ Aðeins að hita

1.249 kr. 907 g

Risarækjur Fulleldaðar, 907 g Verð áður 2.498 kr.

1.498 kr. 1 kg

1.898 kr. kg

1.098 kr. kg

Íslensk Kjötsúpa 1 kg

Íslandslamb Lambagúllas Ferskt, úr framparti

Íslandslamb Lambahakk Ferskt

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


10

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 28. september 2017

Á ferðaþjónustan ekki líka að greiða auðlindagjöld?

Þegar Ásgeir er spurður út skort á rafmagni og hvort ferðaþjónustan í landinu sé ekki duglegur notandi segir hann það svo sannarlega vera. „ Það er alveg ver ulega mælanlegt í kerfinu. Ferðaþjónusta þarf rafmagn. Veitingastaðir, hótel og alls konar starfsemi í ferðaþjónustu þarf rafmagn. En ferðaþjónustan þarf ekki að fara í umhverfismat og ferðaþjónustan greiðir ekki auðlindagjöld, eins og til dæmis orkuiðnaður gerir. Við greiðum auðlindagjöld í Svartsengi og á Reykjanesi og af vatnsaflsvirkjunum okkar þegar þær fara í gang. Ef svæðið er tekið frá, segjum fyrir ferðaþjónustu og það er ákveðið að nýta það ekki til orkuvinnslu, sem annars hefði greitt auðlindagjöld og gjöld og tekjur til sveitarfélaganna, á þá ekki ferðaþjónustan að gera það sama? Á hún ekki líka að fara í umhverfismat? Ég bara spyr eins og maðurinn sagði.“

●●Verðum af tækifærum vegna skorts á rafmagni, segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku

Ekki til nægt rafmagn fyrir gagnaver ■■Núna er mikill skortur á rafmagni. Hann birtist fyrst og fremst á sviði gagnavera. Þau vilja meira rafmagn. Gagnaver hafa vaxið í landinu. Ekki kannski eins mikið og einu sinni var spáð en þau hafa vaxið töluvert og nota í dag nokkra tugi megavatta í landinu. Við erum að selja hluta af því. Við erum því miður mjög oft og iðulega að segja: „Nei, því miður“ við gagnaverin. „Við eigum ekki rafmagn fyrir ykkur“. Þá fara þau með sín viðskipti eitthvað annað, til annarra landa. Við verðum af tækifærum út af þessu, segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku en hann segir orkuþörf landsins mikilvægt mál.

heldur en það sem gerist með loftlínum, sem má taka í burtu. En vissulega eru loftlínur sýnilegar. Það verður bara að taka skynsamlega umræðu um þetta og ákveða. Jarðstrengir eru yfirleitt dýrari, jafnvel töluvert dýrari. Ef við förum þá leið, að leggja þá og auka þar með kostnað við framkvæmdirnar, þá hækkar kostnaðurinn við flutning raforku, þ.e.a.s. þá hækkar verð raforku til notenda.

Nýtingarflokkur ekki endilega virkjun

Vantar á annað hundrað megavött

Orkuþörf landsins er afar mikilvægt mál. Í endurútgefinni raforkuspá sem var frá 2015 og kom út núna í sumar er talið að á næstu árum, nokkrum árum, inn á næsta áratug, þá þurfi almenni markaðurinn sem við köllum, það er að segja heimili og allt svona hefðbundið atvinnulíf án stórnotenda, á annað hundrað megavött í viðbót inn á næsta áratug. Þessi orka er ekki til í dag og það er ekki verið að byggja orkuver til þess að mæta þessari þörf í dag, nema mjög litlu leyti. Við erum ekki að framleiða rafmagn hérna, virkja fyrir okkur, heldur til að mæta þörfum samfélagsins og það eru fleiri sem gera það líka, við erum bara hluti af þeim markaði. Við kappkostum að hafa það framboð sem viðskiptavinir þurfa og vilja. Við erum að tala um mjög umhverfisvæn fyrirtæki, eins og gagnaverin? Jú, við erum að tala um þjónustu sem við notum öll, í gegnum þessi veflægu tölvukerfi, samfélagsmiðla. Við tölum um Facebook, Snapchat, Instagram og hvað þetta heitir, notar allt saman gagnaver. Við öll sem erum að nota snjallsíma og tölvur, við erum að nota gagnaver, við bara vitum ekki af því. Við vitum kannski ekki öll af því, en við erum að nota þau. Einhvers staðar verða þau að vera. Þau leita meðal annars eftir sanngjörnu raforkuverði og hreinni orku. En framboðið fyrir þau á Íslandi er ekki nægjanlegt. Þau hröklast þá frá og staðsetja sig annars staðar. En þau eru vaxandi á Íslandi og gætu vaxið meira. Af hverju er þessi staða núna? Það er orðið mjög þungt í vöfum að koma orkuverkefni á koppinn. Leyfisveitingaferlin eru þung, tímafrek og kostnaðarsöm. Við spilum alltaf eftir því sem við köllum „leikreglur-lýðræðisins“. Það eru reglur í þessu landi um hvernig má gera hlutina. Við förum eftir þeim í einu og öllu, á öllum stigum. Stærri verkefni, þ.e.a.s. tíu megavött eða stærri, þurfa að fara í gegnum rammaáætlun. Síðan þurfa verkefnin að fara í gegnum umhverfismat, skipulagsbreytingar, það þarf að fá rannsóknarleyfi, nýtingarleyfi, orkuvinnsluleyfi og aðlaga deiliskipulag og aðalskipulag sveitarfélags að því sem á að gera. Allt tekur þetta tíma og margt af þessu lendir í kæruferlum, sem að minnsta kosti tefur og veldur ákveðnum óróleika. Við kappkostum að gera alla hluti vel. Öll mannanna verk hafa einhver áhrif á umhverfið. Við þurfum að vanda okkur

„Það er hjákátleg staðreynd, vil ég segja, að árið er 2017 og við höfum skrifað undir Parísar-samkomulagið. Nýjasta orkuframleiðslan á Vestfjörðum er dísel-knúin og það er verið að hugleiða að byggingu dísel-rafstöðvar á Akureyri til að bæta ástandið. “ að gera hlutina eins vel og kostur er og gera bara það sem þarf að gera og ekkert meira en það. Oft eru stærstu ákvarðanirnar þær sem við ákveðum að gera ekki. Það þarf náttúrulega að ákveða svona mál langt inn í framtíðina með að finna orku. Í okkar veröld er ekkert mjög langt að hugsa 50 ár fram í tímann. Ef við horfum á orkuspána að þá t.d. þurfum við að vita í dag hvaða orka þarf að vera til í landinu 2030, það eru ekki nema 13 ár þangað til, eiginlega 12 ár. Við þurfum að vita í dag hvaðan sú orka á að koma sem þarf að bætast við markaðinn fyrir almenna orku í landinu og þá er ég ekki að tala um stórnotendur, þá er ég ekki að tala um gagnaver, kísilver, álver eða eitthvað slíkt, heldur bara þennan almenna markað, sem er um 20% af raforkunotkun landsins í dag. Hann þarf að vaxa töluvert inn á næsta áratug og við þurfum að vita í dag hvaðan orkan á að koma ef hún á að vera til. Ef við vitum það ekki og það eru ekki til lausnir fyrir því þá, þá verður raforkuskortur. Í dag er hann til staðar, hann birtist annars vegar í skorti á framleiðslu á rafmagni og hins vegar í skorti á flutningsgetu. Það er mikill skortur á flutningsgetu rafmagns til Vestfjarða. Það er skortur á flutningsgetu rafmagns til Akureyrar. Það er skortur til flutningsgetu víða annars staðar á landinu, sem bitnar til dæmis á fiskimjölsverksmiðjum, sem þurfa þá að brenna olíu. Það er hjákátleg staðreynd, vil ég segja, að árið er 2017 og við höfum skrifað undir Parísar-samkomulagið. Nýjasta orkuframleiðslan á Vestfjörðum er dísel-knúin og það er verið að hugleiða að byggingu dísel-rafstöðvar á Akureyri til að bæta ástandið.

Hvernig stendur á þessu? Það hefur ekki tekist að koma á koppinn verkefnum sem styrkja flutningskerfið og auka framleiðsluna. Það hefur bara ekki tekist. Það eru nú fræg mál um raforkuflutnings-kerfið, bæði á Norðurlandi og hér á Suðurnesjum líka. Meira að segja hér á Suðurnesjum, þó hér séu tvö orkuver starfandi, þá er raforku-öryggið ekki eins gott og það á að vera og við viljum hafa það. Það er bara ein lína hingað suður á nes og þær þurfa að vera tvær til þess að ná skikkanlegu öryggi. Suðurnesja-lína tvö er í uppnámi getum við sagt? Já, já og búin að vera lengi. Það er ekkert nema tvö, þrjú ár síðan að það fauk bárujárnsplata á háspennulínuna og það varð allt svart á Suðurnesjum.

Þarf skynsamlega umræðu

Og við erum með flugstöðina á Suðurnesjum. Það urðu vandræði þar í þessari bilun. Já og alls konar iðnað. Ef til dæmis stórnotendur eða orkuver detta út þá hefur það alls konar áhrif í kerfinu og þau geta sum verið til vandræða. Það hefur hreinlega ekki tekist að ná samstöðu um þetta og það er náttúrulega eilífðlega umræðan um jarðstrengi og loftlínur. Jarðstrengir munu verða í mun auknum mæli. Þeir eru að saxa á samkeppnisforskot loftlínanna hvað kostnað varðar. Rekstraröryggi jarðstrengja getur sums staðar verið meira, sérstaklega þar sem veður eru válynd og erfitt að reka loftlínur. En svo eru önnur sjónarmið, eins og hvort betra er að leggja loftlínur yfir hraun á Reykjanesskaganum eða grafa þar jarðstreng. Mín skoðun er sú að sárið sem kemur eftir strenglögn er varanlegra og verra

En rammaáætlun, hvar kemur hún þarna inn? Hún skiptir náttúrulega mjög miklu máli, búin að vera hér við lýði í allnokkurn tíma og er ágætis hugmynd, þar sem faglega á að meta þá kosti sem eru í skoðun, hvort það eigi að leyfa áframhaldandi skoðun á verkefnum og þau fara þá í nýtingarflokk, í biðflokk eða í verndarflokk. Það eru kvaðir á sveitarfélög að fylgja þessari flokkun með tilliti til skipulagsmála, þ.e.a.s. ef verkefnið er í nýtingarflokki á sveitarfélagið að gera ráð fyrir því í sínu skipulagi og sama ef það er í verndarflokki, þá á það að gera ráð fyrir því. Mér þykir pólitík hafa blandast of mikið í umræðu og ákvarðanir um rammaáætlun og á kostnað faglegheitanna. Þetta er ágætt verkfæri en það þarf að fara vel með það. Norðmenn hafa aflagt sína rammaáætlun, fannst ekki þörf á því lengur og ekki ganga nógu vel upp. Ég er alveg sáttur með rammaáætlunina ef hún er bara rétt nýtt sem verkfæri. Hins vegar, það að verkefni fari í nýtingarflokk rammaáætlunar þýðir ekki endilega að það verði virkjað. Það þýðir að það má skoða það áfram og það þarf að fara í gegnum skipulagsmál, umhverfismat og svo framvegis og framvegis og náttúrulega hagkvæmlega athugun að það borgi sig að gera þetta. Þannig að rammaáætlun er í sjálfu sér fín svo lengi sem henni er rétt beitt. Hvaða lausn sérðu á þessari raforkuþörf á næstu áratugum ef það verður ekki brugðist við? Það gæti náttúrulega farið svo ef verkefnin komast ekki áfram að það verði hreinlega bara skortur á rafmagni til smáiðnaðar til dæmis og raforkuverð mun náttúrulega hækka, lögmálið um framboð og eftirspurn gildir, ef það er skortur á framboði þá hækkar verð. Þá getur verð til heimila og fyrirtækja almennt hækkað. Við erum að vinna í nokkrum verkefnum, aukningu framleiðslu á Reykjanesi, við erum nýbúin að hefja framkvæmdir við fyrstu vatnsaflsvirkjun HS Orku, austur í Biskupstungu, Brúarvirkjun í Tungufljóti, sem er tæp tíu megavött. Það er sem sagt fyrsta vatnsaflsvirkjun okkar, þar sem framkvæmdir eru hafnar. Sú raforka fer inn á almenna markaðinn og hjálpar okkur að afla þeirrar orku sem okkar viðskiptavinir þurfa. Þetta eru líka kostnaðarsamar framkvæmdir, það þarf að fjármagna þetta og í því skyni höfum við núna nýverið gengið frá fjármögnunarsamningi við Arion banka, í fyrsta skipti stór langtímafjármögnun hjá innlendum banka, sem er mikið fagnaðarefni. Við notum þennan samning til þess m.a. til að greiða upp eftirstöðvar skulda við erlenda banka og fjármagna Brúarvirkjun og næstu stig framkvæmda á Reykjanesi. Það er mikið fagnaðarefni að ná svona samningi við innlenda banka.


H E I LS U OG F ORVARNARVIKA SUÐUR NESJA

ALLIR MEÐ! 2.–8. OKT ÓBER 201 7

HEILSU- OG FORVARNARVIKA Í GARÐI: ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN Í GARÐI

ÚTSKÁLAKIRKJA

■■ Frítt fyrir alla í jóga á fimmtudeginum frá kl 18:30 til 19:30. ■■ Frítt verður í þreksalinn og í hópatíma á meðan heilsu- og forvarnarvikar er í gangi.

■■ Miðvikudagur 4. október. Kyrrðarbæn í Útskálakirkju kl. 17:15. Bænaiðkun sem leið til slökunar og bættrar heilsu. U.þ.b. 30 mín. stund.

■■ Við ætlum að bjóða frítt í þreksalinn hjá okkur þessa viku. ■■ Einnig verða allir velkomnir í opnu hóptímana okkar þessa viku.

HEILSU- OG FORVARNARVIKA Í SANDGERÐI: MÁNUDAGUR

■■ Vellíðan í vinnu. Sandgerðisbær býður Starfsfólki sínu upp á fyrirlestur. ■■ 10-11 Ganga og styrktaræfingar í næringarklúbb Sandgerðis í Safnaðarheimilinu í Sandgerði ■■ 10:30 Zúmba í Miðhúsum ■■ Opnar körfuboltaæfingar kl. 16 fyrir 1.-3 bekk kl 17 stráka í 7.-8. bekk kl 18 strákar í 9.-10. bekk ■■ 16:15 Zúmba opinn tími í Íþróttamiðstöð ■■ 17:40 Flott þrek opinn tími í Íþróttamiðstöð ■■ 18:50 Stráka þrek opinn tími í Íþróttamiðstöð ÞRIÐJUDAGUR

■■ 10-11 Ganga og styrktaræfingar í næringarklúbb Sandgerðis í í Safnaðarheimilinu í Sandgerði ■■ 9:30 Stafganga með Ragnheiði Ástu lagt af stað frá Miðhúsum ■■ 13 Boccia í Miðhúsum ■■ 17:40 Flott þrek opinn tími í Íþróttamiðstöð ■■ 17:30 Samflot í Sundlauginni í Sandgerði ■■ kl.17:00 Gagna og styrktaræfingar í næringarklúbb Sandgerðis, mæting Byggðavegsmegin í Safnaðarheimilið.

MIÐVIKUDAGUR

■■ Forvarnadagur forseta Íslands haldinn í GS. 9. bekkur fær góða gesti í heimsókn og rædd og gerð verkefni um mikilvægi þátttöku í íþróttum, samveru með foreldrum og að sniðganga áfengi. ■■ 10-11 Ganga og styrktaræfingar í næringarklúbb Sandgerðis í í Safnaðarheimilinu í Sandgerði ■■ Opnar körfuboltaæfingar kl. 16 fyrir 1.-3 bekk kl. 16 fyrir 4.-6. bekk kl 17 stráka í 7.-8. bekk kl 18 strákar í 9.-10. bekk ■■ 18 Fjölskylduganga frá Hvalsnesi. Þemað er saga og ætlar Pétur Brynjarsson að leiða gönguna og segja okkur frá svæðinu. ■■ 16:15 Zúmba opinn tími í Íþróttamiðstöð ■■ 17:40 Flott þrek opinn tími ■■ 18:50 Stráka þrek opinn tími ■■ 20:30 Ullarsokkabolti Félagsmiðstöðin Skýjaborg FIMMTUDAGUR

■■ 9:30 Stafganga með Ragnheiði Ástu lagt af stað frá Miðhúsum ■■ 13 Boccia í Miðhúsum ■■ 17:40 Flott þrek opinn tími

■■ 20:00 fyrirlestur um Hreyfingu barna og unglinga. Þorlákur Árnason þjálfari u-17 landsliðsins heldur fyrirlestur í Reynisheimilinu. FÖSTUDAGUR

■■ Opnar körfuboltaæfingar kl. 16 fyrir 4.-6. bekk kl 17 stráka í 7.-8. bekk kl 18 strákar í 9.-10. bekk ■■ 17:00 Ganga og styrktaræfingar í næringarklúbb Sandgerðis, mæting Byggðavegsmegin í Safnaðarheimilið. ■■ 17:30 Jóga með Maríu Olsen í Íþróttamiðstöð. ALLA VIKUNA

Golfklúbbur Sandgerðis býður í golf á Kirkjubólsvelli Bóksafnið heilsubækur og blöð fyrir gesti Íþróttamiðstöð Frítt í þreksal og alla tíma. Skólamatur verður með sérstaklega hollan mat á boðstólnum Leikskólinn Sólborg býður nemendum upp á Jóga Grunnskólinn í Sandgerði býður nemendum upp á kennslu í dansi. Allir munu dansa saman í lok vikunnar. Heilsuhappadrætti starfsfólks og Geðorðin 10 verða sett upp. Næringarklúbbur Sandgerðis í Safnaðarheimilinu í Sandgerði (gengið inn frá Byggðavegi) Morgunklúbbur kl. 7-11 alla morgna og ganga og ganga og styrktaræfingar kl. 10-11

■■ 17:30 Bæn sem leið til slökunar, 30 mínútna bænaog íhugunarstund í Safnaðarheimilinu í Sandgerði

HEILSU- OG FORVARNARVIKA Í GRINDAVÍK:

Allar upplýsingar um viðburði í heilsu- og forvarnarvikunni er að finna á grindavík.is


HEILSU- OG F OR VAR N AR V I K A SUÐURNE SJA HEILSU- OG FORVARNARVIKA Í REYKJANESBÆ: MÁNUDAGURINN 2.OKTÓBER

ÞRIÐJUDAGURINN 3. OKTÓBER

Sporthúsið – opið hús fyrir alla í Heilsu- og forvarnar-

Sporthúsið – opið hús fyrir alla í Heilsu- og forvarnar-

vikunni! Allar upplýsingar um hóptímana eru að finna á www. sporthusid.is ■■ 5:50-23:00 Barnagæslan er opin frá 8:15-13:15 & 16:00-20:00 ■■ Líkami og Boost býður 20% afslátt af öllum boostum. ■■ 8:45 Tabata með Ágústu ■■ 12:05 Spinning með Ásdísi Þorgils ■■ 17:30 ButtLift með Önnu Karen ■■ 17:30 FoamFlex með Önnu Maríu ■■ 17:30 Spinning með Kalla ■■ 18:10 Zumba Fitness með Anetu ■■ 18:30 HIIT Lotuþjálfun með Aniu

■■ 18:35 Heitt Yoga með Heiðbrá Allir sem ganga í LÍFSSTÍLS klúbbinn þessa viku fá fyrsta mánuðinn FRÍTT! Lífsstíls klúbburinn, aðeins 4.990 kr. á mánuði, 4.490 fyrir skólafólk, eldriborgara og öryrkja. Opin Heilsuvika í Lífsstíl, opið frá 5.45-23.00. Frír aðgangur fyrir alla í opna tíma sem og tækjasal. 20% afsláttur af Boost drykkjum. Hóptímar í boði í dag eru PUMP lóðatími kl 12.05, 90 mínútna DVD-SPINNING kl 20.00, YEYYYY. Það er ALLTAF SÓL i Lífsstíl, 420 7001. Lífsstíll Heimilisleg Líkamsrækt fyrir ÞIG. ■■ Kristján Freyr lögreglumaður (Krissi lögga) kemur í Háaleitisskóla fyrir hádegi og verður með fræðslu um útivistarreglur, umferðarreglur og ýmsu sem tengist notkun hjóla, fyrir skólastigin. ■■ 09:00 - Billiard eldri borgara í Virkjun Ásbrú ■■ 10:00 - Leikfimi fyrir eldri borgara á Nesvöllum ■■ 12.15 - frítt í Yoga hjá Ásjá á Nesvöllum – umsjón María Olsen með 20 ára reynslu sem Yoga kennari. ■■ 12.15-12.30 - Hádegishugleiðsla í Bókasafni Reykjanesbæjar. Hádegishugleiðslan fer fram á neðri hæð safnsins. Frítt inn og allir hjartanlega velkomnir ! ■■ 13.00 - Bridge á vegum FEBS á Nesvöllum ■■ 15.45 – 16.30 - Grunnnámskeið í hnefaleikum fyrir 5. – 7. bekk í gömlu sundhöllinni. ■■ 16.10– 17.00 - Fríar taekwondo-æfingar á Iðavöllum fyrir 6-7 ára ■■ 16.30 – 17.15 - Námskeið í hnefaleikum fyrir 8. – 10. bekk í gömlu sundhöllinni. ■■ 17.00 – 18.15 - Fríar taekwondo-æfingar á Iðavöllum fyrir 8-9 ára ■■ 17.15 – 18.15 – Keppnislið æfir í hnefaleikum í gömlu sundhöllinni.

vikunni ■■ 5:50-23:00 Barnagæslan er opin frá 8:15-13:15 & 16:00-20:00 ■■ Líkami og Boost býður 20% afslátt af öllum boostum. ■■ 06:05 Spinning með Ingu Láru ■■ 06:05 Morgunbrennlsa & Core með Aniu ■■ 08:15 Fit Pilates með Kristínu ■■ 12:05 Extreme Spinning með Hirti ■■ 16:30 Pilates mix með Kristínu ■■ 17:30 Rúmenski með Tedda ■■ 17:30 Spinn & Toning með Júlíönu Þórdísi ■■ 18:30 Body Mix með Siggu Allir sem ganga í LÍFSSTÍLS klúbbinn þessa viku fá fyrsta mánuðinn FRÍTT! Lífsstíls klúbburinn, aðeins 4.990 kr. á mánuði, 4.490 fyrir skólafólk, eldriborgara og öryrkja.

Opin Heilsuvika í Lífsstíl, opið frá 5.45-23.00. Frír aðgangur fyrir alla í opna tíma sem og tækjasal. 20% afsláttur af Boost drykkjum. Hóptímar í boði í dag eru Spinning kl 6.05, Spinning kl 12.05, Spinning kl. 18.30. Það er ALLTAF SÓL i Lífsstíl, 420 7001. Lífsstíll Heimilisleg Líkamsrækt fyrir ÞIG.

■■ 12.15 - 12.30 - Hádegishugleiðsla í Bókasafni Reykjanesbæjar. Hádegishugleiðslan fer fram á neðri hæð safnsins. Frítt inn og allir hjartanlega velkomnir! ■■ 13:30 Bingó og Línudans á Nesvöllum á vegum FEBS ■■ 15.45 – 16.30 – Stelpubox í gömlu sundhöllinni fyrir 4. – 7. bekk. ■■ 16.10 – 17.00 - KidFit fyrir 6 til 10 ára á vegum Taekwondo-deildarinnar á Iðavöllum. ■■ 16.30 – 17.15 – Krakkabox fyrir 1. – 4. bekk í gömlu sundhöllinni. ■■ 17.15 – 18.00 Krílastarf á vegum Taekwondodeildarinnar á Iðavöllum. ■■ 17.15 – 18.15 – Keppnislið æfir í hnefaleikum í gömlu sundhöllinni. ■■ 17.30 - Strákastarf fyrir 10-12 ára hjá KFUM og KFUK*

■■ 18.00 - frítt í Yoga hjá Ásjá á Nesvöllum – umsjón María Olsen með 20 ára reynslu sem Yoga kennari. ■■ 18.15 – 19.30 - Box 101 – grunnámskeið fyrir 16 ára og eldri í gömlu sundhöllinni.

■■ 18.00 – 19.15 - Keppnishópur í Taekwondo-sal á Iðavöllum.

■■ 19.00 – 20.15 - Fríar taekwondo-æfingar á Iðavöllum fyrir unglinga og fullorðna.

■■ 18.30 – 19.30 – Fitnessbox kvenna í gömlu sundhöllinni.

■■ 19.30 – 22.00 - Fjörheimar kynna - klúbburinn List & DIY vinnur listaverk á striga: Heilsuheimar 8. -10. bekkur velkomin.

■■ 19.00 – 20.10 – TeenFit 11+ á vegum Taekwondo-deildarinnar á Iðavöllum.

■■ 19.30 - 21.00 - Fitnessbox kvenna í gömlu sundhöllinni. ■■ 20.00 – 21.00 Fitnes TKD á Iðavöllum á vegum Taekwondo-deildarinnar.

MIÐVIKUDAGURINN 4. OKTÓBER

Sporthúsið – opið hús fyrir alla í Heilsu og Forvarnar-

vikunni ■■ 5:50-23:00 Barnagæslan er opin frá 8:15-13:15 & 16:00-20:00 ■■ Líkami og Boost býður 20% afslátt af öllum boostum. ■■ 08:15 Pilates með Kristínu ■■ 08:45 Focus Fit með Ágústu ■■ 12:05 Spinning með Freyju Hrund

■■ 08.00 – 12.00: Hafþór Barði Birgisson tómstunda- og félagsmálafræðingur heldur fræðsluerindi um örugga tölvunotkun á sal Háaleitiskóla fyrir hvert stig fyrir sig. Byrjað er að ræða við yngsta stigið kl. 9:00 – 9:25 á sal skólans, miðstig kemur kl. 9:45 – 10:10 og endað er að ræða við elsta stigið kl. 10:25 – 10:50. Athugið kennarar fylgja nemendum sínum á sal skólans.

■■ 17.30 - Kynning á niðurstöðum Rannsókna- og greininga fyrir foreldra barna í 5.-7. bekk! Í tilefni af heilsu- og forvarnaviku Suðurnesja býður FFGÍR upp á kynningu á heilsu- og líðan barna í 5.- 7. bekk ! Kynningin fer fram í Akademíunni. Krossmóa 58 -

■■ 18.00 – 19.15 - Fríar taekwondo-æfingar á Iðavöllum fyrir 10-11 ára

spyrnumaður sem Ísland hefur alið. Tvítugur að aldri þurfti hann að gefa atvinnumennsku upp á bátinn vegna kvíðaröskunar sem hafði tekið yfir líf hans. Frá þeim tíma hefur hann leikið á Íslandi. Ingólfur var fyrsti afreksmaðurinn í íþróttum á Íslandi til þess að opinbera eigin glímu við geðsjúkdóm. Hann hefur á undanförnum árum verið fyrirferðamikill í umræðu um geðsjúkdóma í íþróttum. “Frábær í fótbolta en óþolinmóður ungur leikmaður. Einlægur með mikla réttlætiskennd sem lenti á vegg og var ekki með rétta fólkið í kringum sig til að hjálpa sér. Betri dreng er ekki hægt að vinna með.” Pétur Pétursson fyrrum landsliðsþjálfari Íslands. Fyrirlestur þessi er hluti af fyrirlestrarröð MSS í tilefni 20 ára afmælis MSS og 10 ára afmæli Samvinnu og eru allir velkomnir, frítt er á fyrirlesturinn.

■■ 19.30 – 20.30 – Jálkabox fyrir karla og konur 30 ára og eldri í gömlu sundhöllinni. ■■ 20.00 - Áhrif kvíðaröskunar á lífið ■■ Ingólfur Sigurðsson mun þriðjudaginn 3. október kl. 20:00 segja frá áhrifaríkri sögu sinni í húsnæði Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Ingólfur Sigurðsson er einn hæfileikaríkasti knatt-

■■ 17:30 HIIT Lotuþjálfun með Aniu ■■ 17:30 Hot Fit með Önnu Karen ■■ 17:30 Spinning með Ósk ■■ 18:10 Zumba Fitness með Anetu ■■ 18:35 Heitt Yoga með Heiðbrá Allir sem ganga í LÍFSSTÍLS klúbbinn þessa viku fá fyrsta mánuðinn FRÍTT! Lífsstíls klúbburinn, aðeins 4.990 kr. á mánuði, 4.490 fyrir skólafólk, eldriborgara og öryrkja. ■■ Opin Heilsuvika í Lífsstíl, opið frá 5.45-23.00. Frír aðgangur fyrir alla í opna tíma sem og tækjasal. 20% afsláttur af Boost drykkjum. Hóptímar í boði í dag eru Lyftingar í Tækjasal kl 12.05 og ButtLift kl 17.25. Það er ALLTAF SÓL i Lífsstíl, 420 7001. Lífsstíll Heimilisleg Líkamsrækt fyrir ÞIG. 09:10 Boccia – eldri borgara í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. ■■ 12.00 – Keflavíkurkirkja kynnir: Kyrrðarstund ■■ Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar. Sr. Fritz Már og Arnór organisti leiða stundina með andlegri næringu og söng. Boðið er uppá heilsusúpu og gróft brauð ■■ 12.00 – 13.00 Yoga með Rannveigu Garðarsdóttur í húsakynnum MSS við Krossmóa 4a. Þátttakendur eru beðnir um að koma með sína eigin yogadýnu, teppi og vatnsbrúsa. ■■ 14.00 - Félagsvist á FEBS á Nesvöllum ■■ 15.45 – 16.30 – Grunnnámskeið í hnefaleikum fyrir 5.- 7. bekk í gömlu sundhöllinni. ■■ 16.10– 17.00 - Fríar taekwondo-æfingar á Iðavöllum fyrir 6-7 ára ■■ 16.30 – 17.15 - Námskeið í hnefaleikum fyrir 8. – 10. bekk í gömlu sundhöllinni. ■■ 17.00 – 18.15 - Fríar taekwondo-æfingar á Iðavöllum fyrir 8-9 ára ■■ 17.15 – 18.15 – Keppnislið æfir í hnefaleikum í gömlu sundhöllinni. ■■ 18.00 – 19.15 - Fríar taekwondo-æfingar á Iðavöllum fyrir 10-11 ára ■■ 18.15 – 19.30 – Box 101 – grunnámskeið fyrir 16 ára og eldri í gömlu sundhöllinni. ■■ 19.00 – 20.15 - Fríar taekwondo-æfingar á Iðavöllum fyrir unglinga og fullorðna


2 . – 8 . OKTÓBER 2017 ■■ 20.00 – 21.00 Fittnes TKD á Iðavöllum á vegum Taekwondo-deildarinnar. ■■ 18.00 - Opin kóræfing í DUUS húsum Félagar í Kór Keflavíkurkirkju bjóða uppá opna kóræfingu í Kirkjulundi. Þar gefst fólki kostur á að sjá og heyra hvernig kirkjukórsæfing fer fram. Einnig að finna hversu heilsusamlegt er fyrir líkama og sál að syngja. Í framhaldi er hægt að eiga samtal við Arnór organista ef hugur er á að ganga í kórinn. ■■ 12.15-12.30 - Hádegishugleiðsla í Bókasafni Reykjanesbæjar. Hádegishugleiðslan fer fram á neðri hæð safnsins. Frítt inn og allir hjartanlega velkomnir! ■■ 19:30 - 22:00 - Fjörheimar kynna- Klúbbastarf og opið hús, boðið upp á ávexti 8. -10. bekkur velkomin. ■■ 20.00 – 21.00 - Stelpustarf fyrir 10-12 ára í KFUM og KFUK* FIMMTUDAGURINN 5. OKTÓBER

Sporthúsið – opið hús fyrir alla í Heilsu og Forvarnar-

vikunni ■■ 5:50-23:00 Barnagæslan er opin frá 8:15-13:15 & 16:00-20:00 ■■ Líkami og Boost býður 20% afslátt af öllum boostum. ■■ 06:05 Spinning með Kalla ■■ 06:05 Morgunbrennsla & Core með Aniu ■■ 08:15 Fit Pilates með Kristínu ■■ 12:05 Extreme Spinning með Hirti ■■ 17:30 Rúmenski með Tedda ■■ 17:30 Spinning með Júlíönu Þórdísi

■■ 18:30 Foam Flex með Önnu Maríu Allir sem ganga í LÍFSSTÍLS klúbbinn þessa viku fá fyrsta mánuðinn FRÍTT! Lífsstíls klúbburinn, aðeins 4.990 kr. á mánuði, 4.490 fyrir skólafólk, eldriborgara og öryrkja. Opin Heilsuvika í Lífsstíl, opið frá 5.45-23.00. 20% afsláttur af Boost drykkjum. Hóptímar í boði í dag eru Spinning kl 6.05, Spinning+CORE kl 12.05, Líkamsrækt kl 16.20 og Spinning kl 18.30. Það er ALLTAF SÓL i Lífsstíl, 420 7001. Lífsstíll Heimilisleg Líkamsrækt fyrir ÞIG.

■■ 19.30 – 20.30 – Jálkabox fyrir karla og konur 30 ára og eldri í gömlu sundhöllinni. FÖSTUDAGURINN 6.OKTÓBER

Sporthúsið – opið hús fyrir alla í Heilsu og Forvarnar-

vikunni ■■ 5:50-22:00 Barnagæslan er opin frá 8:15-13:15 & 16:00-20:00 ■■ Líkami og Boost býður 20% afslátt af öllum boostum. ■■ 06:05 Hot Fit með Önnu Maríu ■■ 08:45 Tabata með Ágústu ■■ 12:05 Spinning með Ásdísi Þorgils ■■ 17:30 Zumba Fitness með Anetu ■■ 17:30 Spinning með Hirti Allir sem ganga í LÍFSSTÍLS klúbbinn þessa viku fá fyrsta mánuðinn FRÍTT! Lífsstíls klúbburinn, aðeins 4.990 kr. á mánuði, 4.490 fyrir skólafólk, eldriborgara og öryrkja.

Opin Heilsuvika í Lífsstíl, opið frá 5.45-23.00. 20% afsláttur af Boost drykkjum. Hóptímar í boði í dag eru Spinning kl 6.05, Spinning+WOD kl 12.05 og Spinning kl 17.25. Það er ALLTAF SÓL i Lífsstíl, 420 7001. Lífsstíll Heimilisleg Líkamsrækt fyrir ÞIG. ■■ 6.00 – 07.00 - Keppnishópur í Taekwondo-sal á Iðavöllum. ■■ Daníel Guðni og Guðni Erlends. halda fræðsluerindi um mikilvægi hreyfingar og íþróttaiðkunar kl. 10:25 fyrir 5., 6., 7., 8. og 9. bekk á sal Háaleitisskóla. ■■ 8:00 Boccia – eldri borgara í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. ■■ 12.15-12.30 - Hádegishugleiðsla í Bókasafni Reykjanesbæjar. Hádegishugleiðslan fer fram á neðri hæð safnsins. Frítt inn og allir hjartanlega velkomnir! ■■ 14:00 Léttur föstudagur á Nesvöllum – ýmis dagsskrá ■■ 14.00 – 15.00 – Hugleiðsla með Unnari Sigurðssyni í húsakynnum MSS að Krossmóa 4a - Þátttakendur eru beðnir um að taka með sér yogadýnu, teppi og vatnsbrúsa.

■■ Háaleitisskóli: Hildur umsjónarkennari í 9. bekk og lýðheilsufræðingur heldur erindi fyrir hvert skólastig um svefnvenjur, matarvenjur og hreyfingu.

■■ 16.10– 17.00 - Fríar Taekwondo-æfingar á Iðavöllum fyrir 6-7 ára

■■ 09:00 Billiard eldri borgara í Virkjun Ásbrú

■■ 17.00 – 18.15 - Fríar Taekwondo-æfingar á Iðavöllum fyrir 8-11 ára

■■ 10:00 Leikfimi fyrir eldri borgara á Nesvöllum ■■ 12.15-12.30 - Hádegishugleiðsla í Bókasafni Reykjanesbæjar. Hádegishugleiðslan fer fram á neðri hæð safnsins. Frítt inn og allir hjartanlega velkomnir ! ■■ 14:30 - Stráka- og stelpustarf 7-9 ára í KFUM og KFUK* ■■ 15.45 – 16.30 – Stelpubox í gömlu sundhöllinni fyrir 4. – 7. bekk. ■■ 16.10 – 17.00 KidFit fyrir 6 til 10 ára á vegum Taekwondo-deildarinnar á Iðavöllum. ■■ 16.30 – 17.15 – Krakkabox fyrir 1. – 4. bekk í gömlu sundhöllinni. ■■ 17:00 - 19:00 - Fjölskyldufjör í Fjörheimum (unglingaráð skipuleggur) FYRIR ALLA BÆJARBÚA, KYNNING Á FÉLAGSMIÐSTÖÐINNI OFL. ■■ 17.10 – 18.00 – Krílastarf fyrir 4-5 ára á vegum Taekwondo-deildarinnar á Iðavöllum. ■■ 17.15 – 18.15 – Keppnislið æfir í hnefaleikum í gömlu sundhöllinni. ■■ 18.00 – 19.00 – TeenFit 11+ á vegum Taekwondo-deildarinnar á Iðavöllum. ■■ 18.30 – 19.30 – Fitnessbox kvenna í gömlu sundhöllinni.

■■ 16.30 -17.15 - Námskeið í hnefaleikum fyrir 5. – 10. bekk í gömlu sundhöllinni.

■■ 17.15 – 19.30 – Opin æfing og föstudagsþrek í hnefaleikahöllinni (gamla sundhöllin). ■■ 18.00 -19.00 - Fríar Taekwondo-æfingar á Iðavöllum fyrir unglinga og fullorðna ■■ 19.00 – 20.15 - Fitnes TKD á Iðavöllum á vegum Taekwondo-deildarinnar. ■■ 20.00 – 22.00 - Fjörheimar kynna - Sokkafótbolta-mót 8. -10. bekkur velkominn. LAUGARDAGURINN 7. OKTÓBER

Sporthúsið – opið hús fyrir alla í Heilsu og Forvarnarvikunni ■■ 78:00-19:00 Barnagæslan er opin frá 9:15 – 13:15 ■■ Líkami og Boost býður 20% afslátt af öllum boostum. ■■ 10:30 Spinning með Unnari og Kalla ■■ 11:00 Heitt Yoga með Heiðbrá ■■ 11:00 Pallafjör með Önnu Karen Allir sem ganga í LÍFSSTÍLS klúbbinn þessa viku fá fyrsta mánuðinn FRÍTT! Lífsstíls klúbburinn, aðeins 4.990 kr. á mánuði, 4.490 fyrir skólafólk, eldriborgara og öryrkja.

Opin Heilsuvika í Lífsstíl, opið frá 8.00-19.00. 20% afsláttur af Boost drykkjum. Hóptími í boði í dag er Spinning kl 10.40. Það er ALLTAF SÓL i Lífsstíl, 420 7001. Lífsstíll Heimilisleg Líkamsrækt fyrir ÞIG. SUNNUDAGURINN 8. OKTÓBER

Sporthúsið – opið hús fyrir alla í Heilsu og Forvarnarvikunni ■■ 10:00-21:00 Opnunartími ■■ 11:00 Spinning ■■ 11:30 Foam Flex með Önnu Maríu Allir sem ganga í LÍFSSTÍLS klúbbinn þessa viku fá fyrsta mánuðinn FRÍTT! Lífsstíls klúbburinn, aðeins 4.990 kr. á mánuði, 4.490 fyrir skólafólk, eldri borgara og öryrkja. Opin Heilsuvika í Lífsstíl, opið frá 10.00-18.00. 20% afsláttur af Boost drykkjum. Það er ALLTAF SÓL i Lífsstíl, 420 7001. Lífsstíll Heimilisleg Líkamsrækt fyrir ÞIG. ■■ 11.00 – Keflavíkurkirkja kynnir - Heilsumessa Heilsumessa ásamt gleðisömum sunnudagaskóla í kirkjunni. Þakklæti og andleg heilsa verður gerð að umræðu í þessari messu. Í Guðsorði gefst andleg næring, styrkur, huggun, gleði og trú á lífið. Gefandi að koma og fá andlega næringu sem og gott samfélag. Streitan minnkar þegar við njótum og hlustum. Sunnudagaskólaleiðtogar leiða börn og fullorðna í gleðisöngvum. Grænmetissúpa og gróft brauð borið fram af fermingaforeldrum. Arnór organisti og sr. Erla þjóna. ■■ 20.00 - Unglingadeild fyrir stráka og stelpur 1316 ára hjá KFUM og KFUK.* Holtaskóli tekur þátt í Norrænaskóla hlaupinu og stuðlar þannig að aukinni hreyfingu og vellíðan nemenda. *KFUM og KFUK er æskulýðshreyfing sem hefur starfað á Íslandi í rúma öld. Líkami, sál og andi er tákn hliða á þríhyrningi í merki félaganna. Markmið félagsins er einmitt að efla trúarlíf og siðferðiskennd og hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri velferð einstaklingsins. ** Hægt er að prófa allar æfingar hjá Taekwondo-deild Keflavíkur og Grindavíkur í heilsu- og forvarnarviku Suðurnesja. *** Við hjá Júdódeildinni ætlum að bjóða öllum ókeypis æfingagjöld fyrir þá sem skrá sig í félagið í heilsu- og forvarnarvikunni. Fyrirtæki og hópar geta líka pantað tíma eftir klukkan 21:00 og fengið kynningu á glímuíþróttum hjá okkur þeim að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Gunnarsson á netfangið: gudmundurstefan@gmail.com **** HSS leggur sérstaka áherslu á jákvæða á heilsu og heilbrigði starfsmanna okkar og meiri verður lögð á hollt fæði starfsmanna og sjúklinga eins og fyrri ár. ***** Akurskóli verður með hópefli og gönguferð fyrir starfsfólk og Jóga fyrir áhugasama nemendur í frímínútum. ****** Fjörheimar – félagsmiðstöð verður með Instagram-leik í heilsuvikunni:) Ungmenni deila myndum sem tengjast heilsu og merkja myndina #heilsuheimar Í lok vikunnar drögum við út vinningshafa. ******* Danskompaní býður iðkendum sínum upp á ávexti í heilsu- og forvarnarvikunni og leggur sérstaka áherslu á hreysti, vellíðan og heilsu. Fríar prufuæfingar hjá Taekwondo-deildinni bæði í Grindavík og Reykjanesbæ. Njarðvíkurskóli tekur virkan þátt í Heilsu- og forvarnarvikunni m.a. hollustukappáti, skyndihjálparkynningu frá Rauða krossinum, fræðslu frá Krissa löggu og skólahjúkrunarfræðingi og lögð verður sérstök áhersla á göngu, heilbrigði og velferð. Dagskrá Háaleitisskóla alla vikuna: ■■ Er lögð sérstök áhersla á að hvetja nemendur til að ganga og/eða hjóla í og úr skóla. ■■ Eru nemendur hvattir til að koma með ávexti og/ eða grænmeti til viðbótar við nestið sitt. ■■ Býður skólinn nemendum upp á hafragraut í upphafi skóladags. ■■ Eru skipulagðir hreyfileikir í frímínútum.


HEILSU- OG F OR VAR N AR V I K A SUÐURNE SJA HEILSU- OG FORVARNARVIKA Í VOGUM: MÁNUDAGUR

■■ 17:00 Starfsmannahópur leikskólans gengur að Háabjalla.

■■ Kl. 20:00 Félagsmiðstöðin Boran verður með grænmetiskappát fyrir 8.-10. bekk.

■■ 17:00 Aqua Zumba fyrir alla í sundlauginni.

■■ Kl. 20-21 Þróttur býður upp á opinn tíma í badminton í Íþróttamiðstöð.

■■ 18-19 Félagsmiðstöðin Boran verður með íþróttasprell fyrir 5.-7. bekk.

MIÐVIKUDAGUR

■■ Forvarnadagur forseta Íslands haldinn í Stóru Vogaskóla. ■■ 15:30 Janus Guðlaugsson verður með fyrirlestur í Álfagerði um mikilvægi og ávinning hreyfingar fyrir eldri borgara.

■■ 20:00 Félagsmiðstöðin Boran verður með íþróttasprell fyrir 8.-10. bekk. ■■ 21:00-22:00 Þróttur býður upp á opinn tíma í badminton. FIMMTUDAGUR

■■ 15-16 Kynning í boði eldri borgara á Boccia fyrir alla í Íþróttamiðstöð.

FÖSTUDAGUR

■■ 20:00 Félagsmiðstöðin Boran verður með íþróttasprell fyrir 8.-10. bekk. LAUGARDAGUR

■■ 10-16 Frítt í sund fyrir alla. ■■ 15:00 María Olsen Yogakennari Opinn Yoga tími fyrir alla í Íþróttamiðstöð. ALLA VIKUNA:

Stóru Vogaskóli verður með sérstaklega hollan mat á

boðstólnum.

Leikskólinn Suðurvellir er heilsuleikskóli sem leggur

daglega mikla áherslu á hollan mat og góða hreyfingu.

FJÖLÞÆTT HEILSUEFLING FYRIR ELDRI ALDURSHÓPA 65+ Í REYKJANESBÆ velta fyrir sér hvort staðan hjá þessum aldurshópi endurspegli þá stöðu sem er í samfélaginu eða hjá eldri íbúum í Reykjanesbæ,“ segir Janus Guðlaugsson, stjórnandi verkefnisins. Þess má geta að Reykjanesbær tekur þátt í verkefni Embættis landslæknis, heilsueflandi samfélag og fellur verkefni Janusar einstaklega vel að þeim markmiðum sem þar eru sett fram. Janus segir mikilvægt að vinna gegn þáttum sem stuðla að þróun kyrrsetulífsstíls með aukinni daglegri hreyfingu, breyttri og bættri matarmenningu, nægum svefni og breyttum hugsunarhætti. „Ýmislegt er gert til að þessir þættir nái fram að ganga en þeir falla allir undir þá áætlun sem þátttakendur eru nú að fylgja. Lífsstílsbreyting er maraþonhlaup en ekki spretthlaup. Það sem skiptir máli fyrir þátttakendur er að viðhalda þeim lífsstílsbreytingum sem þegar hafa litið dagsins ljós eða eiga eftir að gera það að lokinni sex mánaða þjálfun. Því er nauðsynlegt að styðja þau áfram í þessu breytingarferli hafi þau áhuga að halda því áfram.“ GRUNNMÆLINGAR KOMU Á ÓVART

Frá fræðslufundi með Dr. Janusi á Nesvöllum.

Þátttakendur of þungir og breiðir. Dagleg hreyfing of lítil. Megin viðfangsefnið er forvarnarstarf og heilsuefling hjá eldri borgurum Áður en formleg þjálfun í verkefninu „Fjölþætt heilsurækt í Reykjanesbæ – Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa 65+“ hófst, um miðjan maí 2017, sýndu niðurstöður mælinga að hreyfigeta þátttakenda í Reykjanesbæ er góð. Hins vegar var dagleg hreyfing allt of lítil, langt undir markmiðum alþjóðlegra og íslenskra viðmiðana. Þá vantaði nokkuð upp á að afkastageta næði normum alþjóðlegra viðmiða. Frá því um miðjan maí hefur markvisst verið unnið með hóp eldri íbúa Reykjanesbæjar til að ná þeim markmiðum og normum sem alþjóðlegar heilbrigðisstofnanir og Embætti landlæknis setur. Þá er einnig stefnt að ákveðnum markmiðum sem eldri einstaklingar hafa flestir í huga; að geta dvalið sem lengst í eigin búsetu, sinnt athöfnum daglegs lífs eins lengi og kostur er, viðhaldið eða aukið lífsgæði á efri árum, forðast eða seinkað of snemmbærri innlögn á hjúkrunarheimili og dvalið lengur á vinnumarkaði kjósi þeir það. „Fjölþætt heilsurækt í Reykjanesbæ – Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa 65+“ er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Sóknaráætlunar Suðurnesja og Janusar heilsueflingar slf. Fyrirmynd þess er sótt í doktorsverkefni dr. Janusar Guðlaugssonar, PhD íþrótta- og heilsufræðings. Reykjanesbær er fyrst

sveitarfélaga í landinu til að styðja verkefnið og fylgja því markvisst eftir. Megin viðfangsefnið er forvarnarstarf og heilsuefling á sviði líkams- og heilsuræktar fyrir eldri aldurshópa í Reykjanesbæ. Niðurstöður doktorsrannsóknarinnar sýndu að með markvissri fyrirbyggjandi heilsurækt eldri aldurshópa megi efla verulega afkastagetu þeirra og lífsgæði, ásamt því að draga úr áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. LÍFSSTÍLSBREYTING ER LANGHLAUP EN EKKI SPRETTHLAUP

Verkefnið hófst með kynningu og skráningu sjálfboðaliða á vormánuðum 2017. Þátttaka fór fram úr björtustu vonum og eru 126 einstaklingar á aldrinum 65 til 94 ára sem skráðu sig til þátttöku. Mjög lítið brottfall hefur verið að sögn Janusar og almenn ánægja með verkefnið. Hins vegar sé mikið verk óunnið, sé litið til grunnmælinga. „Þessi hópur er hins vegar alveg einstakur þar sem vilji og metnaður fyrir bættri heilsu leiðir þau áfram. Það er ekki einfalt mál að koma inn lífsstílsbreytingum hjá eldri aldursópum og þar skiptir jákvætt hugarfar höfuðmáli.“ Staða þátttakenda verður tekin aftur að loknum sex mánuðum eða í nóvember nk. Þá munu mælingar leiða í ljós hvernig verkefninu miðar. „Athyglisvert verður að

Grunnmælingar í maí leiddu ýmislegt í ljós og margt kom á óvart, að sögn Janusar. Þó svo að hreyfigeta hafi verið góð hjá þátttakendum var dagleg hreyfing allt of lítil. „Þessi litla daglega hreyfing eða um tíu mínútur af þeim þrjátíu sem viðmiðið er, kom ef til vill ekki á óvart sé miðað við innlendar og erlendar rannsóknir. Aftur á móti komu aðrir þættir tengdir kyrrsetu-lífsstíl og slöku mataræði nokkuð á óvart. Líkamsþyngdarstuðull var of hár og mittis- og mjaðmamálshlutfall of hátt. Þá eru niðurstöður úr mælingu á efnaskiptavillu verulegt áhyggjuefni, ekki aðeins hjá okkur heldur fyrir heilbrigðisyfirvöld í komandi framtíð.“ Að sögn Janusar tengist efnaskiptavilla fimm breytum eða mælingum sem eru ummál mittis, blóðþrýstingur, blóðsykur, þrígleseríð og góða kólesterólið. Þegar þrjár af þessum fimm breytum eru yfir eða undir ákveðnu alþjóðlegu normi telst viðkomandi vera með efnaskiptavillu. Þá verða líkurnar á vanda hans í hjarta og æðakerfinu áttfalt meiri að mati sérfræðinga en þegar þessi atriði eru í lagi. „Rúmlega 30% þátttakenda glíma við þennan vanda. Það verður að koma til kröftug áhersla á forvarnarleiðina hjá heilbrigðisyfirvöldum á næstu árum svo ekki skapist meiri vandi en er nú þegar til staðar. Forvarnarleiðin er í mýflugumynd eins og er.“ Þátttakendur hafa fengið að vita um sína stöðu í öllum grunnmælingum til að geta brugðist við. Þau fá fræðslu um niðurstöður og hvað þær þýða. Nú erum við á þeirri vegferð að færa þessa hluti í samvinnu til betri vegar, einstaklingunum og samfélaginu til hagsbóta. Hvað það telur langan tíma er ekki gott að segja en aðgerða er þörf.

SVEITARFÉLÖGIN Á SUÐURNESJUM BJÓÐA ALLA VELKOMNA Á VIÐBURÐI Í HEILSU- OG FORVARNARVIKUNNI


fimmtudagur 28. september 2017

Vinnur með börnum sem beitt hafa verið ofbeldi

Alma er hér á hægri hönd að spila fyrir lið Kennesaw State University.

Alma Rut Garðarsdóttir starfar sem barnaráðgjafi í Bandaríkjunum

Alma ásamt vinnufélaga sínum, þær voru með fyrirlestur á ráðstefnu tengda starfinu þeirra á barnastofunni.

■■Grindvíkingurinn Alma Rut Garðarsdóttir hefur verið búsett í Bandaríkjunum frá árinu 2010 og í dag vinnur hún sem barnaráðgjafi á barnastofu. Hún mælir hiklaust með því að fara erlendis í nám, það geti verið gefandi og lærdómsríkt. Hvenær fórst þú til Bandaríkjanna? Ég fór út til Bandaríkjanna í ágúst 2010. Í hvaða skóla stundaðir þú nám? Ég stundaði nám við Kennesaw State University. Ég kláraði BS í sálfræði og síðan master í félagsráðgjöf. Hvað ertu að gera núna í Bandaríkjunum? Ég vinn sem barnaráðgjafi á barnastofu „Anna Crawford Children

15

VÍKURFRÉTTIR

muninn í tækifærunum sem Ameríka býður upp á. Stærðar munurinn er mikill og það segir sig kannski sjálft. Bandaríkin bjóða upp á mikil tækifæri og einnig aukna reynslu. Annars sakna ég öryggisins á Íslandi og ég er enn þann dag í dag að aðlagast. Heldur þú að þú eigir eftir að koma aftur til Íslands? Eins og er hef ég það mjög gott hér úti og er ekki að skoða það neitt að koma heim á næstunni. Saknar þú einhvers á Íslandi fyrir utan fjölskyldu og vina? Fyrir utan fjölskyldu og vina þá sakna ég íslensku náttúrunnar stundum en aðalega matarins og sælgætisins. Mælir þú með því að ungt fólk fari út í nám? Já, ég mæli með því að fólk fari út í nám. Ég mæli með að fólk kanni fyrst skólann og passi upp á að skólinn og námið sem það hyggst fara í sé metið á Íslandi. Það er mjög mikilvægt fyrir nema sem vilja koma aftur heim til Íslands. Nám erlendis getur verið rosalega gefandi og lærdómsríkt.

Alma var brúðarmær hjá vinum sínum í Bandaríkjunum.

Center". Þar sé ég um skjólstæðinga, börn á aldrinum þriggja til átján ára, sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Við vinnum mest með börnum sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, líkamlegu ofbeldi, og/eða verið vitni af heimddu hana vel á áhorf ólafélagar Ölmu stu lin Sk va l ve ur kk ilisofbeldi eða annars konar völdu no endabekkjunum og etja hana áfram. hv ofbeldi. Þetta kallast Child orð á íslensku til að Advocacy Center í Ameríku. Barnahús á Íslandi er byggt upp af fyrstu stofnun- inni Hvað hefur þú helst lært á því að í Ameríku, National Children búa svona langt í burtu frá þínum Advocacy Center, sem er í Huntsnánustu? ville Alabama. Ég hef lært ansi margt á þessum Ég er líka að þjálfa fótbolta til að sjö árum í Ameríku. Aðallega að létta á erfiðum dögum og svona redda mér sjálf í einu og öllu og að kannski aðallega mér til gamans. Ég njóta hverrar einustu mínútu sem er núna að þjálfa U-12 ára stelpur. ég hef með mínum nánustu. Ég hef Hver er helsti munurinn á Íslandi öðlast mikla reynslu og hef vaxið og og Bandaríkjunum að þínu mati? þroskast bæði sem manneskja og Ég myndi segja að ég sjái mesta einnig á mínum vinnuferli.

Húð-, hár- og sápuvörur sem byggja á þaraþykkni keppa um 100.000 evrur í París

Þari er algjört undur

Ljósmynd: Þuríður Ingibjörg Klemensdóttir.

óttir, isins, Fjóla Sigurðard Stofnendur fyrirtæk raldsson og Eydís Mary Ha Steindór Runiberg Jónsdóttir.

■■„Þetta er mjög spennandi,“ segir Eydís Mary Jónsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur og einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Zeto, en í sumar var fyrirtækið valið í hóp 500 mest spennandi „deep-tech“ fyrirtækja í heiminum. Zeto mun þróa og markaðssetja húð-, hár- og sápuvörur sem byggja á sérstöku þaraþykkni, sem þróað hefur verið undanfarin ár af Steindóri Runiberg Haraldssyni, móðurbróður Eydísar. Fjóla Sigurðardóttir, móðir Eydísar, er sú þriðja sem að fyrirtækinu kemur. „Við förum til Parísar í október, en okkur var boðið þangað til að taka þátt í Hello Tomorrow Summit þar sem við munum kynna fyrirtækið fyrir fjárfesta og hugsanlega kaupendur,“ segir Eydís, en þar á fyrirtækið einnig möguleika á því að vinna til 100 þúsund evra. Fyrirtækið var stofnað í fyrra sumar, en það leggur áherslu á að öll efni í vörunum séu heilnæm og uppbyggjandi fyrir vistkerfi húðarinnar og engin óvirk fylliefni eða skaðleg kemísk rotvarnar- og ilmefni notuð. Áhugi Eydísar á húðvörum kviknaði þegar hún komst að því að sonur hennar væri með ofnæmi fyrir parabenum, sem notuð eru sem rotvarnarefni í ýmsum kremum. „Það varð til þess að ég fór að lesa aftan á allar vörur. Í kjölfarið fór mamma að búa til flestar húðvörur fyrir okkur sem við vorum að nota dagsdaglega,“ segir Eydís en stuttu síðar hóf hún störf á Náttúrufræðistofu Suðvesturlands í Sandgerði og á Þekkingarsetrinu, þar sem hún segist hafa fengið áhuga á þara. „Þari er algjört undur. Hann er stútfullur af næringarefnum, vítamínum og lífvirkum efnum sem eru ákaflega holl fyrir bæði líkama og húð. Ég kemst síðan að því að frændi minn hafði verið að vinna með þara í mörg ár og við fengum hjá honum þaraþykkni sem hann hafði verið að vinna með. Aðferðin sem hann notar er algjörlega ný af nálinni. Hann notar ekki sýrur, basa eða ensím við „ektröktunina“, heldur fer hún fram í sérstökum tækjabúnaði. Útkoman er því einstaklega hreint og heilnæmt þykkni sem hentar húðinni afar vel. Við fengum styrki frá Sprota Tækniþjóunarsjóði og AVS fyrr á þessu ári sem við erum m.a. að nota til að rannsaka virkni þaraþykknisins í sérstökum frumlíkönum sem framkvæmd eru af Platóm líftækni, sem hefur sérhægt sig í þess háttar rannsóknum. Fyrstu niðurstöður líta mjög

vel út og það er frábært að geta fengið vísindalega sönnun fyrir jákvæðri virkni þaraþykknisins.“ Vörurnar sem Zeto mun að setja á markað eru svonefndar „serumvörur“, sem innihalda ekki innihalda vatn eða önnur fylliefni sem algengt er að nota í húðvörur, en Eydís segir þau ætla að forðast öll efni sem hafa

neikvæð áhrif á húðina og önnur uppfylliefni. Þessa dagana er mikill undirbúningur í gangi hjá stofnendunum fyrir fundinn í París en í lið með sér hafa þau fengið hönnuð sem aðstoðar þau við kynningarefni. „Við erum í stífum undirbúningi og ætlum að gera eins mikið og við getum þangað til. Stærsta tækifærið sem felst í því að fara til Parísar er að við fáum að vinna með leiðbeinendum frá snyrtivörufyrirtækinu L'Oréal. Við ætlum að reyna að nálgast viðskiptasambönd þar en svo þarf það bara að koma í ljós hvert þetta leiðir okkur,“ segir hún. Á aðeins rúmlega ári hefur Zeto náð góðum árangri en áður en það var stofnað vann það til verðlauna í Gullegginu, sem er stærsta frumkvöðlakeppni á Íslandi, og í fyrra var þeim boðið að vera með í Startup Energy Reykjavík þar sem Zeto fékk fimm milljóna króna fjárfestingu. „Við erum búin að fá nokkra styrki og erum núna að vinna í því að ná inn fjármagni til þess að klára þá vinnu sem þarf til að koma þessu á markað. Eins og staðan er núna stefnum við að því að koma fyrstu vörunum okkar á markað á næsta ári. Þetta er allt að smella saman.“ Sólborg Guðbrandsdóttir solborg@vf.is

Mæðgurnar Fjóla og Eydís.

HEILSUVIKA Apótek Suðurnesja er 22ja ára og gefur því 22% afslátt af Eucerin vörum og Swanson vítamínum

Hringbraut 99 - 577 1150

Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 14:00 - 18:00.


16

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 28. september 2017

Úrslit í Instagram-leik Ljósanætur og Símans

„Myndin mjög lýsandi fyrir hátíðina og kvöldið“

2. sæti.

1. sæti.

Fangaðu Ljósanótt var yfirskriftin á Instagram-leik Ljósanætur og Símans sem fram fór á nýliðinni Ljósanótt. Leikurinn gekk vel og um 150 myndir af öllu tagi skiluðu sér inn undir #Ljosanott2017. Að hátíðinni lokinni valdi dómnefnd þrjár sigurmyndir. Dómnefndin var skipuð ljósmyndaranum OZZO, fréttaljósmyndaranum og blaðamanninum Hilmari Braga Bárðarsyni og fulltrúa Ljósanæturnefndar Guðlaugu Maríu Lewis og var hún einhuga í niðurstöðu sinni. Sigurvegari í Instagramleik Ljósanætur og Símans var Birgitta Ína Unnarsdóttir sem er alin upp í Garðinum. Hún segist hafa byrjað að taka eftir umhverfi sínu um tíu ára aldurinn og fékk þá lánaða myndavél hjá föður sínum sem hafði verið duglegur að mynda. Um 12-13 ára aldurinn hafði hún safnað sér fyrir svartri Panasonic filmuvél sem hún keypti í Stapafelli. Ljósmyndun hefur alltaf heillað Birgittu og hún lærði framköllun uppi á lofti í Gerðaskóla og fór í starfskynningu til Sollu í Nýmynd tvö ár í röð. Það fór svo að hún skellti sér í grunn-

nám ljósmyndunar í Tækniskólanum og útskrifaðist með burtfararpróf 2012. Sjálf lýsir hún sigurmyndinni einstaklega vel: „Að geta fangað augnablik sem segir þér sögu án orða er það sem ég vil gera. Þegar ég las í Víkurfréttum um þessa áskorun að ná Ljósanótt á mynd fannst mér það spennandi. Ég naut laugardagskvöldsins niður í bæ í faðmi fjölskyldu og vina og tók myndir af því sem ég upplifði. Myndin sem ég sendi inn er að mínu mati mjög lýsandi fyrir hátíðina og kvöldið þar sem hún sýnir á sama tíma lýsinguna í berginu sem er jú upphafið af Ljósanótt og síðan fólk

Við hugum að heilsunni og forvörnum

að njóta sýningarinnar, samveru og lífsins. Um þetta snýst þetta allt saman er það ekki?“ Í verðlaun hlaut Birgitta Ína glæsilegan Beoplay A2 hátalara frá Bang & Olufsen sem Síminn gaf auk fallegs bakpoka, frá Símanum. Önnur verðlaun hlaut Katrín A. Sandholt, 33 ára búsett í Reykjanesbæ. Ljósmyndun hefur verið áhugamál hennar síðustu tíu ár en það er einungis stutt síðan að hún fór að nota Instagram reglulega. Katrín segir að myndin hafi ekki verið úthugsuð en hún segist heilluð af tívolítækjum og ljósum og myndin af syni hennar um borð í einu slíku tæki fangar vel hraðann og fjörið sem þeim fylgir. Það er nokkuð skemmtilegt að Katrín vissi ekki að hún væri að taka þátt í keppni en rambaði á rétta „hashtaggið“ þegar hún deildi myndinni. Það kom henni því skemmtilega á óvart að hún hefði unnið til verðlauna í leiknum. Katrín segist elska Ljósanótt og henni finnist einmitt gaman að ná myndum af stemningu. Katrín hlaut í verðlaun gjafabréf fyrir tvo á veitingastaðnum Vocal, á Park Inn by Radisson hótelinu í Keflavík auk fallegs bakpoka frá Símanum.

3. sæti.

Þriðju verðlaun hlaut Linda D. Ragnarsdóttir fyrir fallega flugeldamynd með skuggamynd af manneskju í forgrunni. Linda sem er fertug þriggja barna móðir fædd í Keflavík en búsett á Höfn segist elska að taka myndir og segir að hún sé stundum kölluð „túristinn“ af þeim sem hana þekkja.

Hún segist hafa gaman af að taka „silhouette“ myndir og notar sólarlagið mikið en í þetta sinn komu flugeldarnir í staðinn fyrir sólina. Linda hlaut í verðlaun gjafabréf fyrir tvo á veitingastaðnum Soho Kitchen & Café og fallegan bakpoka frá Símanum.

og bjóðum Suðurnesjafólki og öðrum gestum fríar blóðþrýstingsog blóðsykursmælingar. Verið hjartanlega velkomin

Hólagötu 15 260 Reykjanesbæ. s: 421-3393 læknasími 421-3394 og fax: 421-3383 Opnunartími 9:00 til 20:00 virka daga - 12:00 til 19:00 um helgar. Vaktsími lyfjafræðings er 821-1128 ef afgreiða þarf lyf utan opnunartíma.

Frá verðlaunaafhendingu. Sigurvegarar og fulltrúar þeirra ásamt Guðlaugu Lewis úr dómnefnd, Guðbjörgu Ingimundardóttur formanni menningarráðs og Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra.


Hágæða gólfefni 12 mm verð frá

1.390 kr. m2 2.480 kr. m2 2.990 kr. m2

Vínilparket:

5 mm verð

4.490 kr. m2

Undirlag:

Verð frá

Harðparket:

8 mm verð frá 10 mm verð frá

Reykjavík Reykjanesbær

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

120 kr. m2

Gott verð fyrir alla, alltaf !


18

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 28. september 2017

Verið að taka ákvörðun fyrir framtíðina

Kosningar vegna sameiningar Garðs og Sandgerðis fara fram í nóvember „Það er stórt markmið fyrir okkur að fá sem flesta til að taka þátt og við höfum rætt það að það væri gott ef kosningaþátttaka væri um eða yfir 60%,“ segir bæjarstjóri Sandgerðis, Sigrún Atladóttir.

Kosningar vegna sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis fer fram þann 11. nóvember næstkomandi. Næstu skref er að kynna sameininguna fyrir íbúa sveitarfélaganna og heilmikil undirbúningsvinna hefur legið að baki ákvarðarinnar ásamt því að mikil vinna mun fara fram ef af henni verður. Víkurfréttir hittu bæjarstjóra Garðs og Sandgerðis þau Magnús Stefánsson og Sigrúnu Atladóttur og ræddu við þau um sameininguna. Nú eru kosningar á næsta leyti, hver eru næstu skref hjá ykkur fyrir þær? „Það er búið að skipa sérstaka samstarfsnefnd sem hefur verið falið að sinna kynningum á þessum mögu-

leikum og hvað felst í því að sveitarfélögin sameinast, segir Sigrún. „Sú nefnd hefur verið starfandi áður en henni var falið að sjá um þetta kynningarferli. Það var skýrsla unnin á vegum KPMG sem gerði heilmikla úttekt á ýmsum þáttum í starfsemi sveitarfélaganna, fór yfir fjárhagsstöðu, íbúðasamsetningu, þjónustu, fjárfestingarverkefni og svo framvegis. Þessi skýrsla er grunnurinn af þeirri kynningu sem nú fer að fara í gang og það verða kosningar þann 11. nóvember í Sandgerði og Garði þar sem íbúum gefst kostur á að ákveða hvort sveitarfélögin verði sameinuð eða hvort þau haldi áfram að vera sitt í hvoru lagi.“

ATVINNA Húsgagna- og gjafavöruverslunin Bústoð óskar eftir að ráða starfsmann. Starfssvið:

• Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini • Uppstillingar • Ýmislegt sem viðkemur versluninni

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Reynsla af verslunarstörfum • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Hæfni í mannlegum samskiptum • Þjónustulund

Um er að ræða 50% starf frá 1. nóvember. Vinnutími er frá kl. 10:00 til 18:00 tvo daga aðra vikuna og þrjá daga hina ásamt öðrum hverjum laugardegi frá kl. 11-14. Nánari upplýsingar veitir Björgvin Árnason, verslunarstjóri Bústoð í síma 421 3377.

Hvernig mun kynningin á skýrslunni fara fram? „Hún mun fara fram með ýmsum hætti. Það verður efni á heimasíðum sveitarfélaganna, íbúafundir og við munum nýta samfélagsmiðlana að einhverju leyti. Þannig við ætlum að reyna að beita þeim leiðum sem opnar eru til að koma upplýsingum til sem flestra og vekja áhuga sem flestra á því að taka þátt í kosningunni því það er grundvallaratriði að sem flestir taki þátt í kosningunum,“ segir Magnús. „Það er stórt markmið fyrir okkur að fá sem flesta til að taka þátt og við höfum rætt það að það væri gott ef kosningaþátttaka væri um eða yfir 60%,“ bætir Sigrún við. „Þess má einnig geta að það geta allir íbúar, sem eru íslenskir ríkisborgarar, kosið og fólk sem er af erlendum uppruna, sem átt hefur heima í öðru hvoru sveitarfélaganna í fimm ár. Þessi skýrsla er þegar aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna en eitt af því sem við ætlum að gera er að opna sérstaka heimasíðu og þar verða spurningar og svör. Við finnum að það brennur margt á fólki.“ „Það hafa ýmsar spurningar komið upp sem tengjast kannski ekki endilega sameiningunni en eru eðlilegar frá fólkinu sem er að velta þessu fyrir sér,“ segir Magnús. Hvaða ferli fer í gang ef af sameiningunni verður? „Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er mjög skýrt ferli sem fer í gang fram að kosningum um tillöguna og einnig eftir hana. Ef sameiningin verður samþykkt þurfa sveitarfélögin tvö að tilnefna tvo eða þrjá fulltrúa í sérstaka stjórn sem fær ýmis verkefni samkvæmt lögunum, meðal annars það að setja nýju sameinuðu sveitarfélagi samþykkt um stjórn og fundarsköp sem þarf að staðfesta af ráðuneytinu og það þarf meðal annars að koma fram hvað sveitarfélagið heitir, hversu marga bæjarfulltrúa bæjarstjórn á að skipa og svo framvegis,“ segir Magnús. „Auk þess að fara yfir samninga sem sveitarfélögin hafa gert og eru í gildi, ýmsar samþykktir og ýmislegt sem þarf að samræma. Þannig

það eru ýmis verkefni sem þessi stjórn fær og síðan þarf ráðuneytið að samþykkja sameininguna þegar það liggur fyrir, það þarf að auglýsa hana og ýmis formlegheit í kringum þetta allt saman. Við höfum gert ráð fyrir því að ef sameiningin verður samþykkt þá verði kosið í bæjarstjórn fyrir sameinað sveitarfélag í maí 2018 þegar sveitarstjórnarkosningar fara fram. Þá mun ný bæjarstjórn taka við en ef af sameiningunni verður ekki, síður en fjórtán dögum eftir kjördag. Þá tekur nýtt sveitarfélag til starfa og það eru auðvitað fjölmörg verkefni sem þarf að vinna til að búa til og koma saman heilu sveitarfélagi. Ef af þessu verður mun jöfnunarsjóður sveitarfélaganna veita framlag til að standa undir kostnaði á endurnýjun stjórnsýslu og þjónustu upp á um hundrað milljónir króna og það er að mínu mati veglega gert af jöfnunarsjóði að veita slíkt framlag, það eru spennandi tímar framundan,“ segir Magnús. „Það má jafnvel búast við meiri fjármunum frá jöfnunarsjóði ef það verður samþykkt að þessi tvö sveitarfélög sameinist,“ bætir Sigrún við. Nú eru sveitarfélögin talsvert ung og meðalaldur beggja sveitarfélaganna um þrjátíu og sex ár. Ætlið þið að nýta ykkur samfélagsmiðla til þess að kynna sameininguna? „Við fengum markaðsráðgjafa í samstarf til þess að hjálpa okkur að forma kynninguna. Reynslan hefur kennt okkur að það er erfiðara að fá unga fólkið á íbúafundi ef við myndum halda slíkan þannig það er spurning hvaða aðferð við getum notað til að koma upplýsingum til þeirra og til dæmis er Facebook mjög öflugt verkfæri til þess að miðla upplýsingum. Þannig gætum við nálgast sem flesta, vakið athygli og komið upplýsingum á framfæri,“ segir Magnús. „Við höfum líka heyrt að umræðan sé komin í eldri bekki grunnskólanna þannig að sameiningin er víða rædd. Við vonum að umræðan verði sem mest og málefnaleg,“ segir Sigrún en mikil vinna lögð í undirbúning að hennar sögn og langt ferli sem liggur

ATVINNA

Starfsmenn á Vélaverkstæði Þorbjarnar Hf í Grindavík. Þorbjörn HF í Grindavík óskar eftir vönum mönnum til starfa á Vélaverkstæðinu.

að baki. Magnús segir aðalmálið í sínum huga vera það að sem flestir taki þátt í kosningunni. „Þarna er í raun og veru verið að taka ákvörðun um framtíðina og hvort að sveitarfélögin verði sameinuð eða hvort þau verði áfram sitt í hvoru lagi. Þetta er framtíðarmál og þess vegna er mikilvægt að sem flestir íbúar mæti á kjörstað eða taki þátt í kosningunni til að taka afstöðu í þessu máli,“ segir Magnús. Hvað er undirbúningurinn búinn að vera langur? „Í mars/apríl í fyrra var byrjað að ræða þetta óformlega en svo fór alvöru vinna af stað í september í fyrra,“ segir Magnús. Hvenær var tekin lokaákvörðun um kosninguna? „Það var núna í ágúst sem að bæjarstjórnirnar ákváðu að láta fara fram kosningu. Það er ákveðin tímalína sem gildir samkvæmt lögum. Það þarf að vera kynning, tillagan svo auglýst að minnsta kosti tveimur mánuðum fyrir kjördag og þessi tímasetning, 11. nóvember, er einnig vegna þess en nú eru einnig alþingiskosningar framundan þann 28. október og við vorum að velta því fyrir okkur hvort það hefði verið hægt að sameina kosninguna en staðreyndin er sú að við getum ekki flýtt kosningunni um sameininguna vegna tímalínunnar sem er í lögum,“ segir Magnús. Ef til saminga kemur verður sveitarfélagið það 17. stærsta á landinu og það næst fjölmennasta á Suðurnesjum, hverjir eru kostirnir og gallarnir að ykkar meti við sameiningu? „Það er margs konar hagkvæmni sem felst í stærra sveitarfélagi og þetta eru lík sveitarfélög, það yrði ekkert erfitt að sameina þau,“ segir Sigrún. „Meðalaldurinn er svipaður, álíka margir í grunn- og leikskólum þannig þetta eru mjög lík samfélög og það er stutt á milli þeirra sem er kostur. Ef við miðum okkur til dæmis við önnur sveitarfélög sem eru að huga að sameiningu þá eru þau ólíkari okkar og meiri fjarlægð á milli þeirra. Kosturinn væri að það er alltaf verið að bæta verkefnum á sveitarfélögum og eftir

NÝTT

Forvarnir með næringu

Starfsmennirnir þurfa að hafa góða þekkingu á rennismíði, eða starfsreynslu á því sviði. Verða að þekkja til eða vera vanir að vinna við skip. Íslenska er skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Guðlaugur Guðmundsson í síma 892-0816.

Opið alla daga fram á kvöld

STAPAFELL

Hafnargötu 50, Keflavík

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Umsóknarfrestur er til 8. október 2017. Umsóknir ásamt ferilskrá og upplýsingum um meðmælendur óskast sendar rafrænt á netfangið bjorgvin@bustod.is. Öllum umsóknum verður svarað

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

SÍMI AUGLÝSINGA­ DEILDAR VÍKUR­ FRÉTTA ER

421 0001


fimmtudagur 28. september 2017

19

VÍKURFRÉTTIR

„Það hafa ýmsar spurningar komið upp sem tengjast kannski ekki endilega sameiningunni en eru eðlilegar frá fólkinu sem er að velta þessu fyrir sér,“ segir Magnús.

300.000 manns leggja leið sína á Garðskaga á hverju ári.

Hvað með nafn á sveitarfélagið, eruð þið með eitthvað í huga eða hafið þið heyrt einhver skemmtileg nöfn? Magnús segir að ýmis nöfn hafi flogið á loft og eitt sem menn hafa kastað fram er „Keflavík“ vegna þess að þá verði Keflavíkurflugvöllur loksins kominn í Keflavík.

„Ef af sameiningunni verður þá fær fólk tækifæri til þess að koma með hugmyndir að nafni og þá myndi endanleg tillaga eða þau nöfn sem yrði kosið um fara fyrir örnefnanefnd,“ segir Sigrún.

ATVINNA

því stærra sem það er því meira bolmagn hefur það, betri stjórnsýslu, þjónusta og fleira. En ef maður hugsar sér galla þá held ég að fólki finnist að það óttist að bærinn myndi á einhvern hátt hverfa. Aðra augljósa gallar sé ég ekki.“ „Það er auðvitað hver og einn sem þarf að meta það en þegar það er verið að velta fyrir sér sameiningu sveitarfélaganna þá þurfa menn að horfa svolítið fram í tímann,“ segir Magnús. Til að vega og meta og sjá hvort maður vilji sjá sveitarfélagið óbreytt eða í stærri einingum þarf að horfa tuttugu til þrjátíu ár fram í tímann. Varðandi þessi sveitarfélög þá erum við í miklu samstarfi nú þegar og margir segja að samstarf leiði til sameiningar. Við rekum núna til dæmis saman skipulags- og byggingarsvið, forstöðumaður íþróttamannvirkja er í 50% stöðu hjá báðum sveitarfélögum, vinnur fyrir okkur bæði í hundrað prósent stöðu. Félagsþjónustan er einnig sameiginleg og það eru fleiri verkefni sem við höfum unnið saman að. Ef við horfum bara á það þá hlýtur það að vera nokkuð augljóst að öll stjórnsýsla á þessum sviðum verður einfaldari. Það er öflugt ef sveitarfélög eru stærri því þau mynda stærri og öflugri einingar fyrir vikið. En í þessu tilfelli öfugt við það sem oft á við þegar verið er að vinna að sameiningu sveitarfélaga þá þurfum við ekki að vera að velta fyrir okkur grunnskólum, þeir verða reknir áfram eins og þeir eru og það sama á við leik- og tónlistarskólana.“ Stendur til að stækka grunn- eða leikskólana? Heilmikil fjölgun hefur verið í skólunum í sveitarfélögunum líkt og annars staðar á Suðurnesjunum og að sögn Magnúsar er komið sé að því að stækka í báðum sveitarfélögunum. Munu gjöld til bæjarins lækka við sameininguna? „Gjaldskrár sveitarfélaganna eru ekki alveg eins og það er eitt sem fylgir með í sameiningarpakkanum. Það verður bara ein gjaldskrá fyrir þjónustuna og það liggur alveg fyrir að það þarf að gera það,“ segir Magnús. Sigrún segir það venju, þegar sveitarfélög sameinist, að hækkanir hafi ekki

verið gerðar, heldur hafi verið miðað við lægri þjónustugjöld. Húsnæðisáætlanir sveitarfélaganna verða án efa stærsta verkefnið ef til sameiningar kemur en hlutverk nýrrar bæjarstjórnar verður meðal annars að ráðast í gerð nýs aðalskipulags fyrir sameinað sveitarfélag. Í því felst meðal annars stefnumótun til framtíðar um það hvernig íbúar vilja sjá byggðina þróast. Magnús segir að það sé mikil áskorun í því. Verður ráðist í fjölgun á húsnæði ef til sameiningar kemur? „Sveitarfélögin eru núna að vinna að húsnæðisáætlunum en það er nú orðin skylda þeirra. Sandgerði og Garður eru meðal fyrstu sveitarfélaganna sem gera slíkar áætlanir. Við sjáum að það er þörf bæði fyrir minna húsnæði fyrir yngra fólk og það er líka þörf á félagslegu húsnæði. Við í Sandgerði erum að bregðast við því núna strax með byggingu smáhýsa og ég tel það alveg ljóst að það þurfi að bjóða eða standa til boða húsnæði á hagstæðari kjörum heldur en gert hefur verið,“ segir Sigrún. „Við erum búin að gera samkomulag við Bjarg byggingarfélag, BHM, BSRB og ASÍ um byggingu fimm smáhýsa í Sandgerði og ég geri ráð fyrir því að við höldum áfram að mæta þörfunum og breyta skipulaginu. Við ætlum að breyta skipulaginu, minnka íbúðirnar eða húsin og hafa meira af raðhúsum.“ „Með húsnæðislögunum sem voru samþykkt í lok síðasta árs eru ákvæði um almennar leiguíbúðir og við sveitarfélögin höfum verið að skoða það. Ég geri ráð fyrir því að hvort sem af sameiningu verður eða ekki þá muni sveitarfélögin vinna eftir þeim lögum með stofnframlögum og svo framvegis,“ segir Magnús. Hins vegar er alveg ljóst, eins og Sigrún segir, að eftirspurnin eftir minni íbúðum sé mikil og mun meiri en fyrir tíu árum síðan. Það er talað um það í skýrslunni að það gætu verið fjölbreyttari atvinnutækifæri við sameiningu, hvaða tækifæri sjáið þið liggja þar? „Ef við horfum á stöðuna eins og hún er í dag og horfum til nánustu framtíðar, þá er flugvöllurinn hér á svæðinu og öll hans starfsemi. Hann er auðvitað

vaxtarbroddurinn hér á svæðinu,“ segir Magnús. Ég held hann sé stóra málið í atvinnuuppbyggingunni og það má ekki gleyma því að umsvifin á flugvellinum eru alltaf að aukast. Það þarf að byggja meira á flugstöðinni. Það er ekki síður mikilvægt hvaða afleiddu störf verða til í kringum starfsemina á flugvellinum.“ Sigrún segir atvinnuuppbyggingu vera mikla í kringum atvinnuflugvelli svo það sé mikil áskorun fyrir þrjú sveitarfélögin á svæðinu að vinna vel saman. „En svo eru auðvitað líka tækifæri í sjávarútvegi. Það er ekki höfn í Garði en í Sandgerði er mikil höfn og fiskvinnsla. Við erum með ýmsa vísindastarfsemi tengda sjávarútvegi og ég vona að það haldi allt saman áfram að vaxa og dafna. Ég held að tækifærin séu mjög mikil.“ Lýðheilsa aldraðra hefur verið mikið í umræðunni og með sameiningunni er stefnt á að efla heimaþjónustu aldraðra og að uppbyggingu hjúkrunarheimilis. Hversu mikilvægt teljið þið það vera? Sigrún segir að það sé mikilvægt að stuðla eða vinna að lýðheilsu aldraða. „Við höfum verið að gera það í nokkurn tíma, þau mál skipta miklu máli og það skiptir fólk heilmiklu máli að fólk geti verið heima sem lengst og þá þarf ýmis konar þjónusta að vera til staðar. Þannig leggjum við ríka áherslu á það og við erum nýbúin að samþykkja sameiginlega stefnumótun í málefnum aldraða.“ Nú eruð þið bæjarstjórar í sitt hvoru bæjarfélaginu. Hafið þið áhuga á því að stjórna nýju bæjarfélagi? „Ég er mikið spurður að þessu en ég sem bæjarstjóri og persóna er algjört aukaatriði í þessu máli, enda erum við að tala um framtíð sveitarfélaganna og íbúana sem þar búa og spurningin um það hver verði bæjarstjóri er bara seinni tíma mál. Ég ætla ekki að tjá mig um um það að öðru leyti. Þetta snýst um framtíðina,“ segir Magnús. Sigrún segist taka undir það, enda séu bæjarstjórar ráðnir eitt kjörtímabil í einu eða í fjögur ár í senn og þeirra tímabili sé senn að ljúka eða á næsta ári. Hún segir líka að þau vinni vel saman og það sé ekkert nema gott á milli þeirra.

Vegna aukinna umsvifa auglýsir Bílaleigan Geysir eftir starfsfólki í afgreiðslu okkar á Keflavíkurflugvelli. Unnið er í vaktavinnu. Möguleiki á framtíðarstarfi. Einnig leitum við að fólki í hlutastörf. Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri. Góð enskukunnátta skilyrði. Ökuréttindi og hreint sakavottorð skilyrði. Reynsla á þjónustustörfum og önnur tungumálakunnátta er góður kostur. Vinsamlegast sendið umsóknir á atvinna@geysir.is

Starfsmaður óskast! Við hjá Slippfélaginu í Reykjanesbæ óskum eftir starfsmanni í verslun okkar í Reykjanesbæ. Starfið fellst í sölumennsku í verslun okkar i á Hafnargötu 54. Vinnutími er alla laugardaga frá 10-14. Og eftir skóla virka daga þegar það hentar. En frá 8-18 virka daga á sumrin. Flott starf með skóla á skemmtilegum vinnustað. Upplýsingar í verslun. Einnig í síma 421 2730 og einnig hægt að senda fyrirspurn á elli@slippfelagid.is Eðvald Heimisson Verslunarstjóri

Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, S: 421 2720 og 590 8500 Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • slippfelagid.is

VOLVO FM9 4X2

Raðnúmer 202350 Nánari upplýsingar veitir GE bílar ehf. í síma 4200400 Ökutækið er á staðnum. Árgerð 2005. Ekinn 422 Þ.KM Nýskráður 3/2005. Næsta skoðun 2018

DÍSEL knúinn. Skráður 2 manna. BEINSKIPTUR 9364cc slagrými. 0 dyra. 341 hestöfl. 4 heilsársdekk FRAMHJÓLADRIF

Verð kr. 2.290.000.

Aukahlutir

Litur HVÍTUR Ekkert áhvílandi. Skipti: NEI

Einangraður kassi með hurð á báðum hliðum.b-244 sm.l-490 sm.h-240 sm. Lyfta er gerðinni m.b.b, max 1500 kg LÆGRI

Heilmikil fjölgun hefur verið í skólunum í sveitarfélögunum líkt og annars staðar á Suðurnesjunum. Á myndinni sést Grunnskólinn í Sandgerði.

SÖLULA UN


20

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 28. september 2017

Bústoð og Skólamatur kynntu starfsemi sína Ástkær systir okkar og mágkona,

Guðrún Pálsdóttir,

frá Eyjum í Kaldrananeshreppi, síðast til heimilis að Brekkustíg 29 í Njarðvík, lést fimmtudaginn 14. september. Jarðsungið verður frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 3. október klukkan 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Loftur Pálsson Guðrún Jónína Einarsdóttir Þórir Pálsson Ósk Jónsdóttir Sigurbjörn Pálsson.

Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og fallegar kveðjur við fráfall okkar ástkæra,

Hallgríms Jóhannessonar,

Róbert Svavarsson og Axel Jónsson á kynningunni.

■■Bústoð og Skólamatur tóku höndum saman og kynntu á dögunum starfsemi sína fyrir skólastjórnendur og innkaupastjóra skólanna á Suðurnesjum og af höfuðborgarsvæðinu.

Húsgögnin vöktu athylgi fyrir skemmtilegt útlit og gæði.

Kynnt voru þýsk gæðahúsgögn frá þýska fyrirtækinu A2S en Bústoð hefur hafið sölu á húsgögnum frá þýska framleiðandanum og kom sölustjóri A2S, Sylvia Wagner til landsins og fór yfir hina ýmsu möguleika er kemur að húsgögnum fyrir skóla, sem henta fyrir stóra jafnt sem smáa. Skólamatur hélt kynningu á sinni starfsemi fyrir gestina og bauð einnig upp á léttar veitingar en Skólamatur sér um að elda mat í flestum skólunum á Suðurnesjum og hefur verið starfræktur í sautján ár. Góð mæting var á kynninguna og gestir ánægðir með gæði, útlit og verð húsgagnanna. Að sögn Róberts hefur Kópavogsbær þegar pantað 500 sett.

Heilsu- og forvarnarvika á Suðurnesjum með syfjuðum, þreyttum og stressuðum þátttakendum ■■Líkurnar á því að þú, lesandi góður, sért í vaktavinnu eða hafir verið í vaktavinnu eru mjög miklar enda er hlutfall þeirra sem stunda vaktavinnu einna hæst hér á Suðurnesjum. Skýringuna má finna í fjölda þeirra sem vinna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar enda er flugstöðin lang stærsti vinnustaður svæðisins. Margar aðrar stéttir stóla einnig á vaktavinnufyrirkomulag og má þar helst nefna heilbrigðisstarfsfólk, lögreglumenn og slökkviliðsmenn sem dæmi. Skaðsemi langvarandi vaktavinnu á heilsu er þekkt og minnir um margt á þau áhrif sem viðvarandi streita veldur líkama og sál. Erlendar rannsóknir sýna að þeir sem stunda vaktavinnu eru líklegri til þess að vera of þungir, þjást af sykursýki, efnaskiptavillu, meltingarvandamálum og þunglyndi svo eitthvað sé nefnt. Tíðni vinnuslysa er einnig áhyggjuefni en erlendar rannsóknir benda til þess að hún sé 25-30% hærri í vaktavinnu og eykst enn ef vaktir eru langar.

Vaktavinna hefur líkamleg, andleg og félagsleg áhrif

Í niðurstöðum íslenskrar rannsóknar sem gerð var árið 2014 kom fram að andleg heilsa vaktavinnufólks er lakari en dagvinnufólks, en svo virðist sem það fólk upplifi frekar depurð, kvíða og áhyggjur. Rannsóknin sýndi einnig að svefnvandamál voru tíðari hjá vaktavinnufólki en vakta-

undan álagi. Starfsmenn ná ekki að hvílast á milli vakta, ná ekki að snúa við sólarhringnum eftir næturvaktir og vinna oft í slæmu vinnuumhverfi. Ljóst er að eitthvað mun láta undan ef áfram heldur sem horfir og endapunkturinn getur orðið kulnun í starfi, veikindi, andlegir kvillar og jafnvel örorka.

Viðhorfsbreyting nauðsynleg

vinnusvefnröskun (shift work sleep disorder) á sér stað þegar rof verður í eðlilegum gangi lífsklukkunnar sem síðan orsakar svefnleysi og viðvarandi syfju. Vaktavinna hefur ekki bara neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu heldur virðist vaktavinnufólk einnig líklegra til þess að vera óánægt í samböndum og borðar frekar óhollari mat en fólk sem stundar dagvinnu.

Mikið álag á starfsfólk á svæðinu

Eins og áður segir stunda margir starfsmenn á Suðurnesjum vaktavinnu og hefur það hlutfall aukist í samræmi við aukinn ferðamannafjölda. Margt bendir til þess að þeir starfsmenn sem taka virkan þátt í þeirri gríðarlegu þenslu sem verið hefur í ferðaþjónustu séu að kikna

Samfélagið á Suðurnesjum hefur þurft að ganga í gegnum ýmis áföll í gegnum tíðina og alltaf hefur það risið aftur upp sterkara. Í þessu tilfelli er vandamálið ekki tilkomið vegna aflabrests eða brotthvarfs erlendra hermanna heldur vegna skorts á bolmagni til þess að takast á við þenslu sem fá, ef ekki nokkur, dæmi eru um. Til þess að tryggja það að lífsgæði okkar skerðist ekki undir þessum kringumstæðum verðum við að tryggja það að vinnustaðir axli sína ábyrgð gagnvart mannsæmandi vinnuumhverfi. Bæjarfélög þurfa að taka tillit til mismunandi vinnutíma, til dæmis með því að skoða hvort hægt sé að koma á móts við vaktavinnufólk með auknum sveigjanleika í þjónustu og meiri áherslu á lýðheilsu. Við sem samfélag þurfum að huga að því sem mestu máli skiptir; andlegri og líkamlegri heilsu okkar og barnanna okkar því án hennar er lífið lítils virði. Jóhann Fr. Friðriksson, lýðheilsufræðingur

! ð i f or h á ir fyr

frá Ísafirði, Lyngholti 19, Keflavík, Sigurbjörg Fr. Gísladóttir og fjölskylda.

300.000 gestir á Garðskaga á ári ■■Um og yfir 300.000 ferðamenn leggja leið sína á Garðskaga á ári. Þetta er niðurstaða talningar ferðamanna á Reykjanesi. Talsverð uppbygging hefur átt sér stað í ferðaþjónustu á Garðskaga síðustu misseri. Veitingahús hefur

opnað í byggðasafninu og unnið er að uppsetningu nýrra sýninga, m.a. í Garðskagavita. Þá hefur kaffihús verið opnað í gamla vitanum á Garðskaga. Ný salerni eru einnig að opna á Garðskaga, salerni sem opin eru ferðafólki allan sólarhringinn, allan ársins hring.

Helgarrúnturinn á Þorbirni ●●Einkabíll ók niður fjallið sem merktur er lokaður

■■Einkabíll ók um helgina upp og niður Þorbjarnarfell í Grindavík. Vegurinn er merktur lokaður og þar er öll almenn umferð bíla bönnuð. Þorbjörn er mikið útivistarfjall og er fjöldinn allur af fólki sem gengur veginn sem bíllinn ók daglega. Ökumaðurinn virtist lítið kippa sér upp við það að gangandi vegfarendur

væru á vegi hans og ók sína leið en þarna hefði getað skapast mikil hætta fyrir þá sem voru á göngu á fjallinu.

á Suðurnesjamagasín á Hringbraut alla fimmtudaga kl. 20:00 og 22:00 Suðurnesjamagasín er vikulegur fréttatengdur magasínþáttur frá Suðurnesjum framleiddur af starfsfólki Víkurfrétta. Ábendingar um áhugavert efni í þáttinn má senda á póstfangið vf@vf.is eða með því að hringja í síma 421 0002 milli kl. 09-17 alla virka daga.


Íþróttir á Suðurnesjum

fimmtudagur 28. september 2017

Dejan Stamenkovic valinn bestur

Marc McAusland og Þóra Kristín best

Lokahóf Víðis fór fram um helgina

Lokahóf Knattspyrnudeildar Keflavíkur fór fram um helgina og veittar voru viðurkenningar fyrir sumarið

Verðlaunahafar kvöldsins.

■■Lokahóf Víðis var haldið um helgina. Víðir endaði í 3. sæti 2. deildar í knattspyrnu en litlu munaði að liðið næði að tryggja sig upp um deild.

Viðurkenningar voru veittar á lokahófinu og voru hjónin Unna G Knútsdóttir og Jón Ögmunds stuðningsmenn ársins. Guðlaug Helga Sigurðardóttir hlaut gullmerki Víðis. Efnilegasti leikmaður var Arnór Smári Friðriksson og markahæsti leikmaður Víðis var Helgi Þór Jónsson. Dejan Stamenkovic fékk útnefninguna besti leikmaður sumarsins, í öðru sæti var Pawel Grudzonski og í þriðja sæti var Róbert Örn Ólafsson.

Kristján Pétur valinn bestur Þróttur Vogum gerði knattspyrnusumarið upp um helgina ■■Knattspyrnudeild Þróttar Vogum hélt lokahóf sitt síðastliðinn laugardag og gerði sumarið upp. Þróttur vann Reyni Sandgerði sama dag og tryggði sér þar með sæti í 2. deildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Mikil fagnaðarlæti voru um kvöldið og fjölluðu Víkurfréttir meðal annars um það en einhverjir í bænum urðu svefnvana það kvöldið. Besti leikmaður Þróttara var Kristján Pétur Þórarinsson og markakóngur sumarsins var Andri Björn Sigurðsson með

Verðlaunahafar kvöldsins.

Verðlaunahafar kvöldsins.

■■Besti leikmaður karlaliðs Keflavíkur var Marc McAusland og besti leikmaður kvennaliðs Keflavíkur var Þóra Kristín Klemenzdóttir. Efnilegustu leikmenn liðanna voru þau Ísak Óli Ólafsson og Katla María Þórðardóttir. Gullskórinn fór til Jeppe Hansen og Anitu Lindar Daníelsdóttur. Lasse Rise og Anita Lind Daníelsdóttir fengu svo viðurkenningu fyrir mark ársins. Sveindís Jane Jónsdóttir og Adam Árni Róbertsson fengu viðurkenningu fyrir að vera næst markahæst í sumar og var þeim afhentur silfurskór að launum. Þá fékk Ólöf

níu mörk. Hrólfur Sveinsson og Ísak Breki Jónsson voru efnilegustu leikmenn Þróttara. Páll Guðmundsson var heiðraður á lokahófinu fyrir 100 leiki sína með liðinu en hann náði þeim áfanga í sumar.

Stefánsdóttir viðurkenningu fyrir að vera besti félaginn. Viðurkenningar voru einnig veittar í öðrum flokki bæði í karla- og kvennaflokki. Í öðrum flokki karla var besti leikmaðurinn Ingimundur Aron Guðnason, Cezary Wiktorowicz fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir, Atli Geir Gunnarsson var kosinn efnilegastur, gullskóinn fékk Adam Ægir Pálsson og besti félaginn var Axel Ingi Auðunsson. Í öðrum flokki kvenna var Margrét Hulda Þorsteinsdóttir efnilegasti leikmaðurinn og hún var einnig markadrottning ársins, besti félaginn var Berta Svansdóttir og leikmaður ársins var Birgitta Hallgrímsdóttir. Hólmar Örn Rúnarsson fékk viðurkenningu fyrir að hafa spilað 200 leiki með Keflavík og Frans Elvarssyni var veitt viðurkenning fyrir 100 leiki. Leikmanni meistaraflokks kvenna, Kristrúnu Ýr Hólm, var veitt viðurkenning fyrir að hafa spilað 50 leiki.

Samúel Kári

maður leiksins hjá Vålerenga ■■Keflvíkingurinn og U21 árs landsliðsmaðurinn Samúel Kári Friðjónsson var valinn maður leiksins í knattspyrnuleik Vålerenga og Brann í fyrradag. Vålerenga sigraði leikinn 2-1 en Samúel skoraði fyrra mark liðsins. „Liðið spilaði frábæran bolta og markið sjálft var geðveik stund. Við spiluðum allir fyrir hvern annan, þannig vinnur maður leiki,“ segir Samúel Kári í samtali við Víkurfréttir. Hann sneri aftur á fótboltavöllinn í sumar eftir um það bil árspásu vegna hnémeiðsla en undanfarnar vikur hefur Samúel leikið vel og segir hann þetta bara byrjunina. Þetta sé þó erfiðisvinna og langur vegur framundan.

Andri Fannar leikmaður ársins

Frábært sumar Andra Rúnars ■■Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Grindavíkur, er í úrvalsliði fótbolta.net fyrir sumarið 2017. Andri Rúnar hefur einnig hlotið flest M í einkunnargjöf hjá Morgunblaðinu í sumar en hann er einnig sá markahæsti í Pepsi-deild karla og hefur skorað 18 mörk. Andra vantar aðeins eitt mark til þess að jafna markamet deildarinnar en Grindavík spilar lokaleik sinn gegn Fjölni næstkomandi laugardag í Grindavík.

■■Andri Fannar Freysson var kjörinn leikmaður ársins hjá Njarðvíkingum en Njarðvíkingar héldu lokahóf sitt fyrir knattspyrnuliðið síðustu helgi. Andri Fannar deildi einnig titlinum markahæsti leikmaðurinn með Theodóri Guðna Halldórssyni en þeir skoruðu 12 mörk hvor. Efnilegasti leikmaður Njarðvíkinga var Hörður Fannar Björgvinsson. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir 50 leiki en þeir Arnar Helgi Magnússon og Magnús Þór Magnússon fengu viðurkenningar fyrir þá leiki.

Andri Fannar hér til vinstri ásamt Jóni formanni.

Andri Fannar Freysson, Brynjar Freyr Garðarsson og Styrmir Gauti Fjeldsted fengu viðurkenningar fyrir 100 leiki. Gunnar Þórarinsson og Steinunn Sighvatsdóttir gáfu deildinni gjafir til bæði barna og unglingastarfs svo og meistaraflokks.

BÍLALEIGUBÍLAR – ÁRGERÐ 2017:

REXTON - KORANDO - TIVOLI

REXTON

VERÐ FRÁ:

KORANDO

4.890.000

KR.

VERÐ FRÁ:

TIVOLI

3.990.000

KR.

VERÐ FRÁ:

3.190.000

EKNIR UM 29.000 KM.

NOTAÐIR BÍLAR

Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330

Opnunartímar: Virka daga 10-18 Laugardaga 10-14

KR.

TAKMARKAÐ MAGN

BENNI.IS


Íþróttir á Suðurnesjum

fimmtudagur 28. september 2017

Heiðurslið Keflavíkur og fleiri eldri leikmenn liðsins með úrvalsliði Baldurs Sigurðssonar á Nettó-vellinum. VF-myndir/pket.

Bikarhetjur Keflavíkur fengu „júkka“ uppeldi ●●Þeir höfðu góðar fyrirmyndir en fengu líka óvænta þjálfun frá Júgóslava sem kom til Keflavíkur. Kynslóðin sem vann bikartitla Keflavíkur 1997, 2004 og 2006 kvödd með heiðursleik

■■Keflvíkingar sem hafa verið í eldlínunni með knattspyrnuliði félagins undanfarna tvo áratugi voru heiðraðir á Nettó-vellinum sl. sunnudag en þá fór fram heiðursleikur þeim til handa gegn úrvalsliði Baldurs Sigurðssonar sem lék með Keflavík í nokkur ár. Um fjögurhundruð ungmenni sem voru sérstakir gestir á leiknum klöppuðu þessum goðsögnum, sem nú eru flestar búnar að leggja skóna á hilluna, lof í lófa. Nær öruggt er hægt að telja að í þeim hópi séu leikmenn sem eiga eftir að taka við keflinu fyrir Keflavík í framtíðinni. Sigurður Björgvinsson, fyrrverandi leikmaður og þjálfari árin 1997 til 1990 og Kjartan Másson, fyrrverandi þjálfari hjá Keflavík, stýrðu þessu goðsagna-liði Keflavíkur í úrvalsleiknum. Þeir voru sammála um að þessir ellefu leikmenn sem verið var að heiðra hafi sett mjög sterkan svip á Keflavíkurliðið undanfarna áratugi en flestir þeirra léku sinn fyrsta meistaraflokksleik með Keflavík á aldrinum 16 til 19 ára og komu inn í hóp á árunum 1995 og næstu ár á eftir. Elstur í hópnum er Jóhann Birnir Guðmundsson en næst elstur er félagi hans, Haukur Ingi Guðnason, en hann lék einmitt fyrsta leikinn í meistaraflokki 1995 gegn Leiftri. Yngstir í þessum hópi eru þeir Hólmar Örn Rúnarsson, Hörður Sveinsson og Jónas Guðni Sævarsson en þeir léku með félaginu í Inkassodeildinni í sumar. Jónas hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en Hólmar og Hörður hafa ekki ákveðið hvort þeir spretti úr spori eitthvað meira á vellinum.

Kjartan í ham í klefanum.

Engir „ganni-leikir“

Það var góð stemmning á Nettó-vellinum þegar heiðursleikurinn fór fram sl. sunnudag. Kjartan Másson og Sigurður Björgvinsson stýrðu liðinu og sá fyrrnefndi hélt góða ræðu fyrir leik og setti upp skipulag í búningsklefanum. „En strákar,“ sagði Kjartan, „það er ekkert sem heitir „gannileikur“. Við ætlum að vinna þennan leik.“ Undir það var tekið í klefanum þó allt hafi ekki gengið eins og til var sáð því „gannileikurinn“ tapaðist gegn úrvalsliði Baldurs Sig 2-3. Í því voru nokkrir kunnir kappar, m.a. markamaskínan Tryggvi Guðmundsson, en hann var í Eyja-liðinu sem varð Íslandsmeistari 1997 en tapaði fyrir Keflavík í bikarúrslitunum sama ár. En þarna voru líka þekktir Grindvíkingar eins og Skotinn Scott Ramsay, Grétar Hjartarson, Ray Anthony og Skagamaðurinn Gunnlaugur Jónsson. Svo auðvitað fyrrverandi Keflvíkingar eins varnarmaðurinn Guðmundur Mete og Þorsteinn Bjarnason sem var í markinu. Aldursforseti leiksins að nálgast sextugt en í flottu formi og stóð sig frá-

Þorsteinn Bjarnason sýndi gamla takta, sextugur markvörðuinn.

bærlega í leiknum. „Eigið þið auka markmannshanska?“, spurði Steini og beindi orðum sínum til Ómars Jóhannssonar sem var í hinu markinu og varði mark Keflavíkur um árabil. Stuttu seinna kom hann með hanska handa Steina Bjarna. „Ég notaði ekki hanska árið 1979,“ sagði hann og hló, en hann fékk líka lánaða litríka fótboltaskó sem voru ekki til þegar hann var í markinu. „Þorsteinn nafni minn Ólafsson notaði aldrei hanska í gullaldarliði Keflavíkur,“ bætti hann við og sagði tímann í markinu með Keflavík hafa verið frábæran. Keflvíkingar voru mjög „ríkir“ af markvörðum í mörg ár og hafa oftast verið. Þorsteinn Bjarnason tók við af Ólafssyni og báðir léku þeir með landsliðinu eins og Bjarni Sigurðsson sem kom í kjölfarið og var alinn upp í Keflavík. Skagamenn nældu sér í hann. Á eftir þeim þremur komu fleiri góðir markmenn eins og Ólafur Pétursson og nafni hans Gottskálksson.

Fyrirmyndir mikilvægar

Sigurður Björgvinsson er einn litríkasti leikmaður í sögu Keflavíkur en þegar hann var að hætta að spila fótbolta fór hann fljótlega í þjálfun og tók við Keflavíkurliðinu af Kjartani Mássyni. Hann og Gunnar Oddsson tóku þá við þjálfun og gerðu liðið að

bikarmeisturum 1997 en þá hafði ekki unnist titill í 22 ár eða frá bikarmeistaratitli 1975. „Strákar úr þessum hópi sem verið er að kveðja núna voru gríðarlega efnilegir og góðir ungir knattspyrnumenn. Maður sá það mjög snemma í yngri flokkunum. Hluti hópsins var í liðinu 1997 og það var gaman að hafa verið með þeim. Það var alltaf verið að bíða eftir nýju gullaldarliði hjá Keflavík en þarna kom fyrsti titillinn af þremur á næsta áratug. Eitt mikilvægasta málið í þessu fótboltauppeldi er að hafa fyrirmyndir og þessir strákar höfðu þær,“ segir Sigurður.

Haukur Ingi í æfingagalla og skóm frá bikarsigrinum 1997 á spjalli við Jóhann B. og Tryggva Guðmunds.

Bikarinn 1997 eftirminnilegastur

En þá aðeins að goðsögnunum sem eru nýlega hættar. Jóhann Birnir lék sitt síðasta tímabil með Keflavík í sumar, þá 39 ára gamall en á fertugasta ári. Hann hefur nú lagt keppnisskóna á hilluna en er hvergi hættur í fótbolta því hann stýrir yngri flokka starfinu hjá Keflavík. „Bikarmeistaratitillinn árið 1997 er ógleymanlegur þegar þú spyrð mig út í ferilinn. Ég gleymi reyndar ekki árinu 2008 þegar við vorum með frábært lið en við misstum af Íslandsmeistaratitlinum í blálokin.“

Heiðurslið Keflavíkur með nokkrum aukamönnum sem hafa leikið með félaginu. Magnús Sverrir og Þórarinn Kristjáns voru fjarverandi.

Gunnar Oddsson fyrrverandi leikmaður og þjálfari Keflavíkur í toppformi, lék með heiðurs-kynslóðinni.

Svo fórstu í atvinnumennsku og lékst m.a. með Watford í ensku úrvalsdeildinni og fleiri liðum annars staðar. „Það var mögnuð reynsla og afrek þó ég hafi ekki mikið hugsað út í það þá að komast í ensku deildina. Maður lærði mikið og upplifði atvinnumannadrauminn,“ segir Jóhann. Hann telur að það sé mikilvægt til framtíðar litið að halda mjög vel utan um yngri flokka starfið og fá góða þjálfara. „Í þremur bikarmeistaraliðum Keflavíkur (1997-2004-2006) voru að lang mestu leyti heimamenn. Það skiptir máli og er að gerast núna og sást vel í Inkasso-deildinni í sumar. Við erum með stóran hóp efnilegra knattspyrnukrakka í yngri flokkum og framtíðin er björt. Þess vegna skiptir máli að ungdómurinn hafi fyrirmyndir, líkt og við höfðum, eins og í Ragnari Margeirs, Sigga Björgvins, Óla Þór Magg og fleirum.

vænt um þennan bæ,“ sagði Haukur en hann og Guðmundur Steinarsson eru báðir synir leikmanna Gullaldarliðs Keflavíkur. Guðni Kjartansson, pabbi Hauks, var fyrirliði liðsins þegar það vann 3 af 4 Íslandsmeistaratitlum á tæpum áratug, var nýkominn í liðið 1964 og þjálfaði svo liðið 1975 þegar bikarinn vannst í fyrsta skipti. Steinar, pabbi Guðmundar, var markahrókur liðsins á sama tíma og var í liðinu þegar það vann alla þessa titla nema árið 1964 en þá var Guðni nýkominn í hópinn. Steinar var lang markahæstur leikmanna Keflavíkur þangað til Guðmundur sonur hans tók þann titil en hann hefur skorað 102 mörk fyrir Keflavík í deild-, bikar- og Evrópukeppnum.

Ógleymanlegt hjá Liverpool

Haukur Ingi Guðnason fór eins og Jóhann Birnir í atvinnumennsku ungur að árum en 19 ára fékk enska stórliðið Liverpool drenginn og þar var hann í þrjú og hálft ár. „Þetta var mikil reynsla og ógleymanlegur tími, draumi líkast. Ég kynntist og spilaði með stórstjörnum eins og Robbie Fowler, Michael Owen og Steven Gerrard sem var að koma upp úr unglingaliði félagsins á þessum tíma,“ segir hann aðspurður út í atvinnumannadrauminn. Haukur er bjartsýnn á framtíð knattspyrnunnar í Keflavík. „Uppbyggingarstarf gengur vel og vonandi styttist í næsta Íslandsmeistaratitil. Það eru margir ungir og mjög efnilegir leikmenn sem hafa alist upp hjá liðinu núna. Ég er mjög spenntur fyrir framtíðinni hjá Keflavík. Ég á ótrúlega góðar minningar og leið alltaf vel í Keflavík, átti frábæra tíma hjá félaginu og finnst alltaf gaman að koma í bæinn þó ég búi þar ekki lengur. Ég finn alltaf fyrir mikilli væntumþykju og hlýju þegar í kem í Keflavík. Mér þykir rosalega

Jóhann Birnir Guðmundsson 1977 Haukur Ingi Guðnason 1978 Guðmundur Steinarsson 1979 Þórarinn Kristjánsson 1980 Hólmar Örn Rúnarsson 1981 Ómar Jóhannsson 1981 Haraldur Freyr Guðmundsson 1981 Magnús Sverrir Þorsteinsson 1982 Guðjón Árni Antoníusson 1983 Jónas Guðni Sævarsson 1983 Hörður Sveinsson 1983

Gummi léttur í leiknum.

Búum að þjálfun Velimirs

„Það er hrikalega gaman að hafa náð þessum þremur bikartitlum á áratug. Skemmtilegasti titillinn af þessum þremur er sigurinn 2006 en þá unnum við KR í úrslitum en við höfum ansi oft eldað grátt silfur við þá. Við vorum miklu betri í leiknum og unnum sannfærandi sigur. Það var mjög sætt,“ segir Guðmundur og getur ekki annað en rifjað upp sorgarárið 2008 sem var að hans sögn frábært ár en með slæmum endi. „Ég man eftir því að við undirbjuggum okkur vel um veturinn og vorið fyrir tímabilið og okkur var spáð baráttu um miðja deild en annað kom á daginn. Við lékum frábæran fótbolta en misstum titilinn úr höndunum í síðustu umferðunum. Ég var lengi að jafna mig á því klúðri.“ Aðspurður segir Guðmundur að þessi hópur sem hefur náð góðum árangri undanfarna tvo áratugi sé góð unglingaþjálfun. „Það kom hingað júgóslavneskur þjálfari, Velimir Sargic, og hann kenndi okkur fótbolta, mörgum keflvískum árgöngum og við erum flestir sammála því að það sé lykillinn að góðum árangri sem þessi hópur hefur náð.“ Guðmundur segir unglingastarfið í Keflavík í góðum málum en hann er sjálfur núna aðstoðarþjálfari hjá Fjölni í Pepsi-deildinni. „Jú, ég er í skemmtilegu verkefni hjá Fjölni. Það verður eitthvað að mæta með þeim til Keflavíkur í Pepsi-deildinni á næsta sumri,“ sagði markarhókurinn og brosti.


fimmtudagur 28. september 2017

Stefnan tekin á atvinnumennskuna

Knattspyrnusamantekt

Björn Lúkas keppir í MMA Björn Lúkas er fæddur og uppalinn Grindvíkingur sem er að stíga sín fyrstu skref í MMA. Hann sigraði á dögunum bardaga í Skotlandi og stefnir langt í bardaga heiminum. Víkurfréttir ræddu við Björn Lúkas um MMA og framtíðarplönin.

Hvenær byrjaðir þú að æfa bardagaíþróttir? „Ég byrjaði fyrst að æfa júdó sex ára gamall og fór síðan í MMA þegar ég var tvítugur.“ Æfir þú oft í viku? „Yfirleitt æfi ég um ellefu sinnum í viku, stundum sjaldnar eða oftar.“ Hvar æfir þú? „Ég æfi í Mjölni en það er auðvitað nafli alheimsins hjá mér þessa dagana.“ Bardaginn sem þú sigraðir í Skotlandi var annar bardaginn þinn í MMA, var þessi ólíkur þeim fyrri? „Undirbúningurinn var svipaður og líka tilfinninginn þegar ég labbaði í

Þrír frá Suðurnesjum í U-21 ■■Marinó Axel Helgason hefur verið valinn í U-21 árs landslið Íslands en hann hefur staðið sig vel með Grindavík í Pepsideild karla í sumar. Er þetta í fyrsta sinn sem Marínó er valinn í hópinn. ■■Sindri Kristinn Ólafsson, sem hefur staðið vaktina í markinu með Keflavík í Inkasso-deild karla í sumar, er í hópnum en hann hefur áður verið í hóp með U-21 árs landsliðinu. ■■Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Vålerenga og fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, er einnig í hópnum.

Kenny og Neil verða áfram með Njarðvík

Skosku leikmennirnir skrifuðu undir samning áður en þeir héldu heim ■■Skosku leikmennirnir Kenneth Hogg og Neil Slooves munu spila áfram með Njarðvík í knattspyrnu á næsta ári en Njarðvíkingar munu spila í Inkasso-deildinni að ári. Þetta kemur fram á heimasíðu Njarðvíkur. Kenneth og Neil skrifuðu báðir undir áframhaldandi samning við Njarðvík áður en þeir fóru aftur heim til Skotlands. Báðir leikmennirnir komu frá Tindastóli í seinni félagaskiptaglugganum í sumar. Kenneth lék átta leiki með Njarðvík í sumar og skoraði fjögur mörk, Neil stóð vaktina í vörninni og lék átta leiki.

búrið. En ég var með stjórnina allan tímann í þessum bardaga á meðan fyrri bardaginn var smá ringulreið. Þeir voru svipað langir en í þessum gerðist svo miklu meira og ég réði hraðanum.“ Hvernig undirbýrð þú þig fyrir bardaga, bæði andlega og líkamlega? „Mér finnst gott að hita líkamann almennilega upp til að hita kroppinn upp, ég nota „fómrúllu“, tek síðan fyrstu lotuna í klefanum og næ púlsinum upp. Síðan tek ég nokkur spörk í púða sem mig langar til að nota í bardaganum eins og t.d. hringsparkið sem ég byrjaði síðasta bardaga með. Þegar kemur að andlega þættinum þá hugsa ég um það sem ég ætla mér að gera í bardaganum. Ég hugsa líka um allt það sem ég hef

gert áður þegar ég keppi af því ég veit ég mun standa mig vel þegar að því kemur að stíga inn í búrið.“ Hefur það alltaf verið markmið að keppa í MMA? „Frá því að ég var 13 ára vissi ég að þetta væri það sem mig langaði að gera. Ég vildi klára ákveðna hluti fyrst, eins og skólann, næla mér í svart belti bæði, í júdó og taekwondó og prófa hnefaleika. En já, MMA var alltaf það sem ég stefndi á.“ Hvað er framundan hjá þér? „Ég ætla að hvíla aðeins núna þar sem ég tognaði á ökkla fyrir bardagann en stefnan er sett á stórmót eins og HM eða EM. Svo eftir það sér maður hversu langt er í atvinnumennskuna.“

Grindavík með sigur gegn efsta liði deildarinnar

■■Grindavík fékk Þór/KA í heimsókn síðastliðinn sunnudag í Pepsi-deild kvenna og hefði Þór/KA geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri. Leikurinn endaði með 3-2 sigri Grindavíkur og ráðast því úrslitin um það hver verður Íslandsmeistari í Pepsi-deild kvenna í lokaumferðinni. Mörk Grindavíkur skoruðu Helga Guðrún Kristinsdóttir á 4. mínútu, Carolina Mendes á 47. mínútu og María Sól Jakobsdóttir á 81. mínútu. Grindavík mætir Breiðablik í Kópavoginum í síðustu umferð Pepsi-deildar kvenna fimmtudaginn 28. september.

Tap fyrir norðan

■■Grindavík tapaði gegn KA í Pepsi-deild karla á síðastliðinn sunnudag. Leikurinn endaði 2-1 og mark Grindvíkinga skoraði Simon Smidt á 51. mínútu. Markmaður Grindavíkur varði víti á 3. mínútu leiksins. Grindavík spilar lokaleik sinn í deildinni í sumar gegn Fjölni á heimavelli laugardaginn 30. september.

Keflavík fékk silfur

■■Keflvíkingar tryggðu sér ekki efsta sætið í Inkasso-deild karla um helgina en liðið endaði í 2. sæti eftir 2-1 tap gegn HK í Kórnum í Kópavogi. Mark Keflavíkur skoraði Leonard Sigurðsson á 14. mínútu leiksins.

Njarðvík með sigur í síðasta leik

■■Njarðvíkingar mættu Völsungi í lokaleik sínum í 2. deild karla síðastliðinn laugardag. Njarðvík sótti sigur norður en þeir höfðu helginni fyrr tryggt sér sigur í 2. deildinni. Mörk Njarðvíkur skoruðu Theodór Guðni Halldórsson á 4. mínútu, Arnar Helgi Magnússon á 11. mínútu og Theodór Guðni Halldórsson á 45. mínútu.

Markasúpa í Garðinum

■■Víðir Garði mætti Magna á heimavelli um síðustu helgi og var sannkölluð markasúpa í boði og endaði leikurinn 6-5 fyrir Víðir. Mörk Víðis skoruðu Milan Tasic á 8. mínútu, Patrik Snær Atlason á 13. og 88. mínútu, Ari Steinn Guðmundsson á 65. mínútu og Pawel Grudzinski á 75. mínútu. Víðismenn enduðu í þriðja sæti í 2. deildinnni.

Sá pabba keppa í boxi og féll fyrir bardagaíþróttum Hinn 26 ára gamli Sigurjón Rúnar Vikarsson vann sinn fyrsta MMA-bardaga fyrir stuttu á Headhunters bardagakvöldinu í Skotlandi, en þar keppti hann ásamt þremur öðrum bardagamönnum frá Mjölni. Sigurjón keppti við Ross Mcintosh en bardagann sigraði Sigurjón eftir klofna dómaraákvörðun. Sigurjón hafði áður æft box og varð Íslandsmeistari í boxi árið 2011. Þar að auki er hann með blátt belti í brasilísku jiu-jitsu. Hvenær byrjaðir þú að æfa bardagaíþróttir? Ég féll fyrir bardagaíþróttum þegar ég sá pabba keppa í boxi í fyrsta skipti þegar ég var 11 eða 12 ára. Á þeim tíma átti ég heima í Danmörku og það var enginn boxklúbbur í nágrenninu þannig ég byrjaði að æfa júdó í staðinn. Ég flutti til Íslands árið 2006 þegar var 15 ára og prófaði að mæta á nokkrar boxæfingar. En það var í raun ekki fyrr en árið 2010 sem ég fór að æfa af einhverju viti. Ég byrjaði síðan í Mjölni eftir þriggja ára pásu árið 2015 og hef verið virkur síðan þá. Æfir þú oft í viku? Ég reyni að komast á þrjár til fjórar bardagaíþrótta æfingar í viku og svo einu sinni til tvisvar í ræktina ofan á það. En það er mjög sjaldan sem ég næ að fara svo oft. Hvar æfir þú? Ég æfi bardagaíþróttir í Mjölni og fer í ræktina í Lífsstíl. Fyrir bardagann minn núna tók ég einnig nokkrar auka æfingar hérna í Keflavík, bæði í boxhöll HFR og júdódeild UMFN. Bardaginn sem þú sigraðir í Skotlandi var þinn fyrsti MMA-bardagi,

hvernig var tilfinningin? Tilfinningin var mjög góð o g þ e tt a v ar með því skemmtilegasta sem ég hef gert. Fyrir bardagann leið mér mjög vel, varð ekkert stressaður og fann að þetta var dagurinn minn. Þegar bjallan hringdi í fyrstu lotu kom smá fiðringur, en það fór um leið og hann byrjaði að sækja á mig. Ég fann strax að hann var stífur og mér fannst ég geta stjórnað fjarlægðinni þótt hann væri stærri. Tilfinningin strax eftir bardagann var mjög skrýtin því ég var að sjálfsögðu í skýjunum með sigurinn en um leið og ég kom inn í klefa „krassaði“ ég. Líklega var það bara spennufall eða ofreynsla, en ég jafnaði mig á því á korteri. Eftir það hringdi ég í Hrafnhildi, eiginkonu mína, sem virtist líka vera í sama spennufalli. Það var örugglega skemmtilegasta símtal sem ég hef átt. Var þetta eins og þú bjóst við? Ekki alveg. Það sem kom mér mest á óvart var að ég hélt ég yrði miklu stressaðri. Ég var alltaf að bíða eftir

að það myndi kikka inn en svo gerðist það bara aldrei. Hvernig undirbjóstu þig fyrir bardagann? Ég reyndi að mæta á eins margar æfingar og ég gat en það hitti þannig á að það var brjálað að gera í vinnunni á sama tíma. Ég náði ekki að æfa eins mikið og ég hefði viljað, en sem betur fer á ég góða að sem hjálpuðu mér að stilla upp aukaæfingum sem ég hafði mjög gott af. Svo var kannski líka stærsta áskorunin að ná vigt þar sem ég var sirka 90 kíló þegar ég fékk bardagann en þurfti að koma mér í 77 kíló á sex vikum. Það kom mér mjög á óvart hversu auðvelt það var og var kominn á vikt fyrir áætlun. Hefur alltaf verið markmið að keppa í MMA? Nei, í rauninni ekki. Fyrir hálfu ári hefði ég aldrei giskað á að ég myndi gera þetta, en er mjög feginn að hafa

gert það núna. Hefur reynslan í boxinu og jiu-jitsu hjálpað þér mikið í MMA? Box reynslan hefur klárlega hjálpað mér. Boxið er mitt sterkasta vopn í MMA og ég náði að nota það vel í bardaganum. Ég er með blátt belti í jiu-jitsu en vil bæta mig þar áður en ég tek annan bardaga. Hvað er svo framundan hjá þér? Ég mun klárlega gera þetta aftur einhvern tímann, en ég var búinn að skipuleggja gott frí eftir bardagann og ætla því að njóta þess núna og meta svo eftir það hvort það sé eitthvað slíkt á næstunni hjá mér. Ég lít ekki á þennan bardaga sem byrjun á einhverjum ferli hjá mér heldur tók ég þennan bardaga vegna þess að mér fannst ég þurfa áskorun til þess að koma hausnum á réttan stað. En svo er aldrei að vita hvort það breytist ef það heldur áfram að ganga vel.


Mundi

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Auglýsingasími: 421 0001

facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

Að stjórnmála yfir sig Við göngum til kosninga. Aftur og nýbúin. Það sem átti að verða rólegheitavetur í pólitíkinni, lognið á undan sveitarstjórnarkosningunum, verður eftir því sem manni sýnist hatrammt kosningahaust. Við höfum sennilega flest öll misst töluna á því hversu margar kosningar hafa verið haldnar á síðustu árum, en í fljótu bragði reiknast mér til að með öllum Icesave atkvæðagreiðslunum, Stjórnlagaráðskosningum, þing-, sveitarstjórna- og forsetakosningunum, verði komandi kosningar þær þrettándu síðan það herrans ár 2007. Er von að kjósendur séu að verða kosningamóðir? Ég var að minnsta kosti ekki að vonast eftir kosningum akkúrat núna. Hafandi verið lengi á hinu pólitíska sviði fannst mér ótrúlega notalegt að halla mér aftur og þurfa barasta ekkert að hugsa um pólitík. Var meira að segja aðeins farin að kvíða vorinu og sveitarstjórnarkosningunum með allri þeirri pólitík sem þeim fylgir, þó aðeins minna eftir að menn hættu að spyrja mig endalaust hvort ég væri ekki örugglega á leið í framboð? Því svarið mitt var alltaf skýrt: „Nei, ég er ekki á leið í sveitarstjórnarmálin." Já, það var hið elskulegasta fólk úr öllum áttum sem einlæglega vildi að ég færi inn á þann vettvang. Og ég

LOKAORÐ

instagram.com/vikurfrettir

! ð i f or h á fyrir á Suðurnesjamagasín á Hringbraut alla fimmtudaga kl. 20:00 og 22:00

raforka

Ragnheiðar Elínar

þakka traustið - það var bara notalegt að finna það. Mér finnst vont að ríkisstjórnin hafi sprungið, mér finnst það vont vegna þeirrar óvissu og vandræða sem pólitískum óstöðugleika fylgir. En það kom mér kannski ekki frekar en öðrum endilega á óvart að svo skyldi fara eftir það sem á undan var gengið. Blekið var ekki þornað á stjórnarsáttmálanum þegar óánægðir lukkuriddarar með stórkallakomplex fóru að láta á sér kræla. Eins manns meirihluti er snúinn og allir bera ábyrgð. Því fór sem fór og boðað er til alþingiskosninga. Og héðan af Heiðarbrúninni er það að frétta að sama fólkið og áður fer af stað og spyr hvort ég sé núna ekki örugglega leið í framboð? Ég hafði nefnilega sagt skýrt að ég væri ekki á leið í sveitarstjórnarmálin - en nú eru að koma alþingiskosningar! Aftur, þetta er skemmtilegt, ég þakka traustið...en ég er búin að stjórnmála yfir mig.

Til hamingju Njarðvíkingar! Það er búið að opna flugbrautina.

sameining

heilsa

í þætti vikunnar!

Suðurnesjamagasín er vikulegur fréttatengdur magasínþáttur frá Suðurnesjum framleiddur af starfsfólki Víkurfrétta. Ábendingar um áhugavert efni í þáttinn má senda á póstfangið vf@vf.is eða með því að hringja í síma 421 0002 milli kl. 09-17 alla virka daga.

Þú getur horft á þáttinn í sjónvarpi Víkurfrétta á vf.is

FÖGNUM SAMAN 100 ÁRA FULLVELDI Pipar\TBWA \ SÍA

Ert þú með hugmynd að vönduðu verkefni á dagskrá afmælisársins? Árið 2018 eru 100 ár liðin frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Aldarafmælisins verður minnst allt árið með fjölbreyttri og vandaðri dagskrá, um land allt. Því er nú leitað til landsmanna við mótun dagskrár afmælisársins. Á vefsíðu afmælisársins www.fullveldi1918.is er að finna ítarlegar verkefnaáherslur, viðmið við mat á verkefnum og nánari upplýsingar um umsóknarferlið. Skila skal inn tillögum að verkefnum fyrir kl. 16, 22. október 2017.

www.fullveldi1918.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.