Víkurfréttir 7. tbl. 2018

Page 1

18-19

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan greiðsluþátttöku

Hringbraut 99 - 577 1150

Félagar í FEB og öryrkjar fá 16% afslátt af öllum vörum og lyfjum utan greiðsluþátttöku

Opið: Mánudaga-föstudaga 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

UNNUR SIG GUNNARSDÓTTIR ÓLST UPP Í KEFLAVÍK EN BÝR Í SVÍÞJÓÐ ÁSAMT KÆRASTA SÍNUM, BÖRNUM OG HUNDINUM DIMMU.

facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Heimili skessunnar í klakaböndum! Skessan í hellinum við smábátahöfnina í Gróf hefur ekkert haft fyrir því að borga reikninginn frá hitaveitunni. Skessan rumskaði ekki þegar skrúfað var fyrir hitaveituna og þegar ljósmyndari Víkurfrétta kíkti í heimsókn á mánudaginn hraut hún hátt og rak við eins og eftir góða saltkjöts- og baunaveislu. Heimili hennar er hins vegar í klakaböndum, enda heimilið án hitaveitu og úti eru vetrarhörkur. Það er myndrænt ástand á skessuhellinum en ástæða til að hvetja fólk til að fara varlega í kringum grýlukertin. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi

Fjórðungur íbúa Suðurnesja starfar við ferðaþjónustu Frá árinu 2006 hefur atvinnulífið á Suðurnesjum snúist um flug og ferðaþjónustu. Upp úr efnahagshruni hefur flugfarþegum fjölgað mikið og ferðaþjónusta á svæðinu aukist. Gríðarlegur uppgangur hefur verið á svæðinu og fólksfjölgun. Ferðaþjónusta er í dag langstærsti áhrifaþátturinn í atvinnumálum en 24% íbúa Suðurnesja starfa við ferðaþjónustu á meðan fiskveiðar og vinnsla standa undir 8% starfa. Þetta kom fram á málþingi um íbúaþróun á Suðurnesjum sem Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja stóð fyrir í síðustu viku.

Sævar Kristinsson, sérfræðingur á ráðgjafarsviði KPMG, kom inn á þann möguleika í erindi sínu á þinginu að árið 2040 gætu íbúar á Suðurnesjum verið orðnir 49.000 talsins miðað við þá þróun sem nú er í gangi. Og þá staðreynd að 53% íbúa Suðurnesja verða þá innflytjendur. Íbúum á Suðurnesjum hefur fjölgað um 4.712 á síðustu sex árum eða 7,8% og fjöldi erlendra ríkisborgara hefur þrefaldast. Íbúafjölgun er hlutfallslega mest á Suðurnesjum 2010 - 2017 og er hún 50% frá árinu 2015. Hröð umferð farþega um Keflavíkur-

AÐALSÍMANÚMER 421 0000 FLUTNINGASPÁ DAGSINS GARÐUR

12°

fimmtudagur 15. febrúar 2018 // 7. tbl. // 39. árg.

4kg

REYKJANESBÆR

40kg

flugvöll umfram áætlanir hefur fjölgað störfum á Keflavíkurflugvelli hratt og mikil uppbygging er framundan. Atvinnuleysi er því sama sem ekkert sem er mikil breyting frá því þegar atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum. Þá hefur íbúaverð hækkað um 50% á Suðurnesjum frá 2016 og mikil þörf er á húsnæði til næstu ára haldi fram sem horfir. Gert er ráð fyrir að sveitarfélögin nái að anna eftirspurninni til næstu ára miðað við skipulagsáætlanir en þar sem vöxturinn er hraður mun það ekki gerast strax. Nánar á síðum 2 og 4 í blaðinu í dag.

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

K V EN N A K Ó R S U Ð U R N ES JA 50 ÁRA

Ágrip af sögu Kvennakórs Suðurnesja Kvennakór Suðurnesja var stofnaður 22. febrúar 1968. Áður höfðu þær konur sem stóðu að stofnun kórsins sungið með Karlakór Keflavíkur frá árinu 1964. Starfsemi kórsins varð fljótt öflug. Herbert Hriberschek Ágústsson var fyrsti stjórnandi kórsins og undir hans stjórn blómstraði kórinn. Hann stjórnaði kórnum fram til ársins 1979. Æfingar voru lengi í Æskulýðshúsinu, sem síðar varð Tónlistarskóli Keflavíkur. Síðan hefur kórinn æft á ýmsum stöðum og má þar nefna Ytri-Njarðvíkurkirkju, Keflavíkurkirkju, Holtaskóla, Myllubakkaskóla, húsnæði á Ásbrú og núna æfir kórinn í sal Karlakórs Keflavíkur. Konsertar eða samsöngur, eins og þá var yfirleitt talað um, voru oftast haldnir í Félagsbíói í Keflavík en kórinn var líka duglegur að ferðast um landið og halda tónleika. Einnig söng kórinn oft í sjónvarpi og útvarpi. M.a. hélt kórinn söngskemmtanir ásamt Karlakór Keflavíkur og einsöngvurum

í tilefni af því að 90 ár voru liðin frá fæðingu Sigvalda Kaldalóns. Tókust þær mjög vel og gerðu kórarnir víðreist um landið með dagskrána á árunum 1971 – 1973 auk þess sem hún var flutt í útvarpi. Aftur efndi kórinn til Kaldalónstónleika árið 1991, en þá var Sigvaldi Snær Kaldalóns, barnabarn tónskáldsins, stjórnandi kvennakórsins. Þá voru haldnir 6 tónleikar á suðvesturhorni landsins. Kórinn hefur nokkrum sinnum haldið upp á stórafmæli með tónleikum. Á tíu ára afmælinu voru haldnir tónleikar í Félagsbíói, á 15 ára afmælinu hélt kórinn tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju og á 30 ára afmælinu voru tónleikar í Frumleikhúsinu. Á 40 ára afmælinu voru síðan haldnir glæsilegir tónleikar í Íþróttaakademíunni ásamt Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Einsöngvarar á tónleikunum voru Bjarni Thor Kristinsson og Dagný Þórunn Jónsdóttir sem einnig stjórnaði kórnum.

Blaðauki um Kvennakór Suðurnesja fylgir Víkurfréttum í dag. Kórinn er 50 ára um þessar mundir og heldur afmælistónleika í Stapa fimmtudaginn 22. febrúar nk.

FRÉTTASÍMINN 421 0002

SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANES SANDGERÐI

-20°

150kg

GRINDAVÍK

14°

1250kg

VOGAR

12°

75kg

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 15. febrúar 2018 // 7. tbl. // 39. árg.

49.000 íbúar á Suðurnesjum 2040 - og þar af verða innflytjendur 53% íbúa Íbúar Suðurnesja verða orðnir 49.000 árið 2040 ef sama þróun og er nú heldur áfram og ef spá um vöxt í millilandaflugi stenst. Vöxturinn á Keflavíkurflugvelli virðist vera hraðari en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Þannig birti Isavia spá árið 2015 um að fjórtán milljónir farþega færu um Keflavíkurflugvöll árið 2040. Nýjustu spár gera hins vegar ráð fyrir að fjórtán milljóna markinu verði náð mun fyrr eða árið 2025.

DÝRABÆR ÓSKAR EFTIR STARFSFÓLKI Í KROSSMÓA Skilyrði: • Íslenskukunnátta er skilyrði • Þarf að geta hafið störf sem fyrst • Þekking á dýrum og vörum tengdum þeim Vinnutími er: Daglega 13:00-18:00 Föstudaga 13:00-19:00 Annan hvern laugardag 11:00-16:00 Lögð er áhersla á þjónustulund, áreiðanleika og stundvísi. Aðeins 20 ára og eldri koma til greina í starfið. Áhugasamir sendi ferilskrá með mynd til dyrabaer@dyrabaer.is

UMSÓKNARFRESTUR 20. febrúar

verið með áhugaverða pistla um málið á Kjarnanun. Víkurfréttir hafa tekið saman það helsta frá málþinginu úr erindum þeirra sérfræðinga sem þar töluðu. Í sjónvarpsþættinum Suðurnesjamagasín á fimmtudagskvöld verður einnig fjallað um málþingið og birt valin brot úr viðtölum sem sýnd voru á málþinginu. Sjá einnis síðu 4 í VF.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

- segir Dr. Huginn Freyr Þorsteinsson frá Aton

KROSSMÓA - REYKJANESBÆ

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

frá KPMG sviðsmyndagreiningu og Aerotropolis, Dr. Huginn Freyr Þorsteinsson frá Aton ræddi vaxtaverki á Suðurnesjum og hvert við stefnum. Þá fór Stefán Gunnar Thors frá VSÓ ráðgjöf yfir stöðu íbúða- og lóðaframboðs í sveitarfélögunum á Suðurnesjum. Í lok málþingsins kom Magnea Guðmundsdóttir arkitekt og ræddi um þróun og vöxt borga en Magnea hefur

Nei, þetta er ekki vertíð

Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2018 Dýrabær er reyklaus vinnustaður.

Tekið við umsóknum á dyrabaer@dyrabaer.is

Þetta umfang í millilandaflugi kallar stöðugt á fleira starfsfólk og það fólk er ekki til á Suðurnesjum. Allra síðustu ár hafa fyrirtæki í flugtengdri þjónustu þurft að leita út fyrir landsteinana eftir starfsfólki og sama hefur verið uppi á teningnum hjá fiskvinnslunni í þó nokkur ár. Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja boðaði til málþings í Hljómahöll í síðustu viku um vöxt á Suðurnesjum í bráð og lengd. Þar var kallað eftir framtíðarsýn sveitarfélaganna um vöxt og fólksfjölgun á svæðinu og til hvaða aðgerða sveitarfélögin og ríkið þurfa að grípa. Til málþingsins var boðið fulltrúum þeirra stjórnvalda, fyrirtækja og félaga sem gegna lykilhlutverki við ákvarðanatöku um skipulag og þróun íbúðabyggðar á Suðurnesjum. Málþingið var byggt upp á erindum sérfræðinga og myndbandsupptökum með viðtölum við bæði stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja á Suðurnesjum. Þá kynnti Sævar Kristinsson

Dr. Huginn Freyr Þorsteinsson frá Aton ræddi vaxtaverki á Suðurnesjum í erindi sínu á málþinginu. Hann fór fyrst í söguskoðun og sagði kreppuna hafa verið dýpri á Suðurnesjum en annarsstaðar á landinu. Suðurnes hafi einfaldlega verið ýktari mynd af Íslandi og þannig sé staðan ennþá en núna bara í hina áttina. Nú sé góður 7% hagvöxtur á Íslandi og hann sé meiri á Suðurnesjum. Þá fjölgar íbúum Suðurnesja hratt og hér vanti vinnandi hendur. Íbúum Suðurnesja hafi fjölgað um 4.712 á sex árum og íbúum Reykjanesbæjar hafi fjölgað um 2.580 árið 2017 og fjöldi erlendra ríkisborgara með búsetu í Reykjanesbæ hafi þrefaldast frá árinu 2010 en í fyrra voru þeir 3650 í Reykjanesbæ. Þá hefur fjöldi íbúa á Ásbrú tvöfaldast á sex árum. Huginn velti upp spurningunni hvort þetta væri vertíð núna. Stutta svarið væri „nei“. Engin merki væru um það og dæmin sýndu að vöxturinn á Keflavíkurflugvelli væri í raun hraðari en spár gerðu ráð fyrir. Þannig hafi

á árinu 2015 verið gerð farþegaspá fyrir Keflavíkurflugvöll sem gerði ráð fyrir því að farþegar um flugvöllinn yrði 14 milljónir árið 2040 og sú spá sýndi fram á mikla eftirspurn eftir starfsfólki. Nýjustu spár sýna vöxtinn enn hraðari og að fjórtán milljón farþegum verði náð árið 2025. Dr. Huginn hefur undanfarið unnið mikla greiningarvinnu fyrir Reykjanesbæ sem sýnir að stjórnvöld eru eftirá varðandi fjárveitingar sínar til svæðisins. Hann sagði að hagsmunaaðilar á svæðinu þurfi að bretta upp ermar og benda á þessa þróun. Vöxturinn sé það hraður hér á svæðinu að við getum dregist hratt aftur úr ef ekki er gefið rétt. Hann benti á mikilvægi samráðs íbúa á svæðinu, stjórnmálamanna, atvinnurekenda, stjórnsýslu, verkalýðsfélaga og annarra. Vinna þurfi úr upplýsingum spár um fólksfjölgun og fjármagnsþörf í félagslega innviði og aðra innviði. Þá þurfi stefnumótun um hvernig uppbyggingin eigi að vera. Huginn sagði mikil verðmæti fyrir þjóðina verða til á Suðurnesjum en

á sama tíma væri vöxturinn vandi fyrir sveitarfélögin. Hann talaði um að Íslendingar væru góðir í að takast á við neikvæðar krísur en ekki jafn snöggir að takast á við vaxtaverki. Ríkið væri svifaseint en það væri stóra áskorunin fyrir svæðið að passa vel upp á væntingar og það sé ljóst að menn vilji ekki að vöxturinn sé neikvætt vandamál. Vöxturinn í tengslum við Keflavíkurflugvöll á áfram eftir að verða mikill næstu ár. Á þessu ári er gert ráð fyrir að 1300 ný störf verði til í tengslum við flugið. Á næsta ári verði ný störf 650, yfir 1000 árið 2020, næstum 900 árið 2021 en svo gera spár ráð fyrir að störfum fjölgi að jafnaði um 400 á ári en vaxi rólega og verði orðin yfir 500 ný störf á ári eftir árið 2034. Allur þessi vöxtur hafi svo áhrif á innviði svæðisins og þá þurfi heimafólk að vakta vel og pressa á hið opinbera að horfa til vaxtarins á svæðinu en ekki landsmeðaltals, þar sem aðstæður hér séu ýktari en landsmeðaltalið. Sjá einnig á síðu 4.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

„Ekki séð svona mikinn snjó í mörg ár“ Töluverð ofankoma var um helgina en það snjóaði mikið á Suðurnesjum. Vinnuvélar hafa verið nær stanslaust að síðan um helgi. „Þetta er óvenju mikið og við höfum ekki séð svona mikinn snjó í mörg ár,“ segir Bjarni Þór Karlsson, forstöðumaður umhverfismiðstöðvar Reykjanesbæjar í samtali við Víkurfréttir. Fleiri myndir af snjónum í Reykjanesbæ má sjá á vef Víkurfrétta.


markhönnun ehf

-30% Helgarmáltíðin fæst hjá okkur

NAUTAFILLE FERSKT

3.814

KR KG ÁÐUR: 4.768 KR/KG

-30% WC PAPPÍR 16 RÚLLUR KR PK

749

ÁÐUR: 998 KR/PK

1.259

KR KG ÁÐUR: 1.798 KR/KG

NAUTAHAKK FROSIÐ. 1000 GR. KR KG ÁÐUR: 1.665 KR/KG

-20% 999

1/2 KJÚKLINGUR 450 GR. MARINERAÐUR. KR STK ÁÐUR: 498 KR/STK

349

SVÍNALUNDIR DC. FROSNAR.

-24%

LAXASTEIKUR Í MARINERINGU. KR KG ÁÐUR: 2.598 KR/KG

1.974 -25%

-40%

JARÐARBER 250 GR. KR ASKJAN ÁÐUR: 489 KR/ASKJAN

245

ELDHÚSRÚLLA DAISY. JUMBÓ. KR STK ÁÐUR: 499 KR/STK

-50% -25%

374

Tilboðin gilda 15. - 18. febrúar 2018 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss

www.netto.is


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 15. febrúar 2018 // 7. tbl. // 39. árg.

Fjórðungur íbúa Suðurnesja starfar við ferðaþjónustu - KPMG benti á stöðuna í dag fyrir tveimur árum

Sævar Kristinsson, sérfræðingur á ráðgjafarsviði KPMG, kynnti sviðsmyndir á fundinum um íbúaþróun á Suðurnesjum. Hann taldi að fundurinn sem haldinn var í Hljómahöll sl. föstudag hefði átt að vera haldinn fyrir tveimur árum. Hann sagði að menn væru í dag að bregðast við því sem væri að gerast í dag en KPMG hafi bent á stöðuna sem uppi væri núna fyrir tveimur árum. Sævar fór í gegnum atvinnulífið á Suðurnesjum og um hvað það hafi snúist í gegnum tíðina. Hann kaus að skipta því upp í þrjú tímabil. Frá landnámi og til 1940 hafi atvinna snúist um fiskveiðar og vinnslu. Byggðin hafi þróast með sjávarsíðunni, hér hafi verið útvegsbændur og flestar verstöðvar á Íslandi hafi verið á Suðurnesjum. Á árunum 1940 til 2006 hafi atvinnan snúist um fiskinn, flugvöllinn og Bandaríkjaher. Herinn hafi breytt byggðarmynstri og atvinnuháttum. Herinn hafi verið stór atvinnurekandi og einnig blómstraði þjónusta í nábýli við herinn. Frá árinu 2006 hafi atvinnulífið á Suðurnesjum hins vegar snúist um flug og ferðaþjónustu. Upp úr efnahagshruni hafi flugfarþegum fjölgað mikið og ferðaþjónusta á svæðinu aukist. Gríðarlegur uppgangur hafi

Stærsta farþegaþota heims, Airbus A-380, kemur til lendingar á Keflavíkurflugvelli fyrir nokkrum árum. VF-mynd: Þorgils Jónsson

verið á svæðinu og fólksfjölgun. Hér áður var talað um að 20% starfa hafi tengst hernum en í dag er ferðaþjónusta langstærsti áhrifaþátturinn í atvinnumálum en 24% íbúa Suðurnesja starfa við ferðaþjónustu á meðan fiskveiðar og vinnsla standa undir 8% starfa. Sævar kom inn á hraða fjölgun íbúa í erindi sínu og benti á að árið 2005 hafi íbúar svæðisins verið 17.110 í ársbyrjun. Íbúum hafi fjölgað að meðaltali um 2,6% á ári frá 2005 en fjölgun milli áranna 2017 og 2018 sé 7,8% og

alls hafi íbúum Suðurnesja fjölgað um 50% frá árinu 2005. Á sama tíma hefur íbúðaverð einnig hækkað um 50% á síðustu misserum.

Blikur á lofti

Það kunna að vera blikur á lofti með Keflavíkurflugvöll. Vitnað var í Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, sem segir að enginn vöxtur sé að fara eiga sér stað á Keflavíkurflugvelli eftir 2020, þá sé flugvöllurinn sprunginn og eftir það sé Keflavík uppseld. Sævar sagði í erindi sínu að

helsti samkeppnisflugvöllur Keflavíkurflugvallar sé í Dublin á Írlandi og þá séu nýlega komnar fram hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni sem Icelandair horfi til sem aðalflugvallar fyrir millilandaflug. Aerotropolis er samspil borga, flugvalla og viðskipta. Sævar kom inn á hugmyndafræðina í erindi sínu en Aerotropolis er svæði þar sem innviðir, landnýting og efnahagsleg uppbygging hverfist um flugvöll. Þar séu hraðari tengingar og öflugri samgöngur og fyrirtæki og svæðið betur

samkeppnisfært á alþjóðavísu. Þar sé lögð áhersla á tíma, sem sé það dýrmætasta í nútíma samfélagi. Hann benti á þannig uppbyggingu m.a. í Frankfurt í Þýskalandi og Dubai flugvöll þar sem árið 2000 hafi farþegar verið 10 milljónir en séu í dag um 88 milljónir. Hann kom einnig inn á að flugvellir væru ekki bara til fólksflutninga og benti á möguleika til vörumiðlunar. Benti hann á dæmi frá Memphis Tennessee í Bandaríkjunum. Þar er FedEx stærsti vinnuveitandi borgarinnar þar sem hraðflutningafyrirtækið er með sína aðal dreifingarmiðstöð. Þá kom Sævar inn á þann möguleika að árið 2040 gætu íbúar á Suðurnesjum verið orðnir 49.000 talsins miðað við þá þróun sem nú er í gangi. Og þá staðreynd að 53% íbúa Suðurnesja verða þá innflytjendur. Stóru spurningarnar í dag væru því t.a.m. hvernig okkur gengur með skipulagsmál vegna íbúabyggðar, hvernig eru skólar í stakk búnir að takast á við verkefnið og erum við tilbúin að mæta fólksfjölgun eða jafnvel fólksfækkun? Hann sagði að við þyrftum að vera stöðugt vakandi fyrir því sem er að gerast og vinna eftir ákveðnum stefnum. Með því að vera með augun opin sé fyrr hægt að bregðast við.

Erum tilbúin miðað við skipulagsáætlanir - segir Stefán Gunnar Thors frá VSÓ ráðgjöf

!!! Allra síðustu sýningar !!!

22.sýning Sunnudaginn 23.sýning Sunnudaginn

18.feb -kl. 14.00 18.feb -kl. 17.00

MIÐAPANTANIR Í SÍMA 421-2540 EFTIR KL. 14:00 EINNIG ER HÆGT AÐ PANTA MIÐA Í GEGNUM FACEBOOKSÍÐU LEIKFÉLAGSINS.

MIÐAVERÐ 2.500KR SÝNT Í FRUMLEIKHÚSINU

Listamaður Reykjanesbæjar – tilnefningar óskast Listamaður Reykjanesbæjar er útnefndur fjórða hvert ár og nú er kominn tími til að útnefna nýjan. Óskað er eftir rökstuddum tilnefningum frá bæjarbúum á netfangið menningarfulltrui@reykjanesbaer.is fyrir 1. mars n.k. Frekari upplýsingar um nafnbótina má finna á vef Reykjanesbæjar.

Stefán Gunnar Thors frá VSÓ ráðgjöf fór yfir framboð lóða og íbúða, hver staðan væri í dag og hverjar horfurnar væru á allra næstu árum. Í dag eru 46% íbúða á Suðurnesjum í formi einbýlis, 37% í fjölbýlishúsum og 17% í rað- og parhúsum. Það einkennir sveitarfélögin fjögur utan Reykjanesbæjar að þar er einbýlishúsnæði ráðandi húsnæði. 73% í Vogum, 79% í Sandgerði og Grindavík og 87% húsnæðis í Garði er í einbýli. Á sama tíma er það eingöngu 33% húsnæðis í Reykjanesbæ. Í Reykjanesbæ er fjölbýli 47% af húsnæði. Þar hefur Ásbrú áhrif á myndina en nær allt húsnæði á Ásbrú er í fjölbýli. Þegar skoðað er framboð á nýjum íbúðum fram til ársins 2021 þá fjölgar rað- og parhúsaíbúðum mikið á kostnað einbýlis en fjöldi íbúða í fjölbýli stendur nær í stað. 43% íbúða árið 2021 verður þannig í rað- og parhúsum, einbýli telur 21% en fjölbýli verður 36%. Á árinu 2018 verða samtals 629 íbúðalóðir í boði. 331 íbúð í rað- og parhúsum, 195 í einbýli 103 íbúðir í fjölbýli. Þetta framboð ætti að duga fyrir íbúafjölgun upp á ríflega 1700 manns. Sé horft til áranna 2019 til 2021 þá verða alls 578 íbúðalóðir í boði þau ár. 268 í rað- og parhúsum, 265 fjölbýlishúsaíbúðir og 45 einbýlishús á Suðurnesjum. Samkvæmt samantekt VSÓ ráðgjafar þá verða lóðir fyrir 1.640 íbúðir í boði til og með árinu 2021. Þær íbúðir ættu að duga fyrir um 4.490 manns. Samkvæmt samantektinni er tegundasamsetning íbúða önnur en núverandi samsetning en eins og sjá má á framangreindu er fjölgunin

mest í rað- og parhúsum. Hins vegar sé mikið kallað eftir stúdíó- og blokkaríbúðum í dag og velti Stefán Gunnar upp þeirri spurningu hvort þessi samsetning íbúða hentaði. „Það er alveg klárt að út frá skipulagi eru til lóðir og skipulag sem getur staðið undir töluverðri fjölgun. Svo er það spurning hvort þessar áætlanir gangi eftir. Er

einhver til að byggja upp þessar íbúðir og líka hentar þessi samsetning íbúða sem á að byggja? Það þarf klárlega að skoða,“ sagði Stefán Gunnar á fundinu. Fyrir fundinn var velt upp spurningunni: Erum við tilbúin? „Já, miðað við skipulagsáætlanir,“ sagði Stefán Gunnar Thors frá VSÓ ráðgjöf.

GARÐUR 548 íbúðir 164 íbúðir 459 íbúar SANDGERÐI 573 íbúðir 300 íbúðir 840 íbúar

Fjöldi íbúða 2016 Framboð á lóðum til 2021 Íbúafjölgun

REYKJANESBÆR 7.035 íbúðir 744 íbúðir 1.860 íbúar

GRINDAVÍK 1.016 íbúðir 317 íbúðir 1.014 íbúar

VOGAR 426 íbúðir 112 íbúðir 314 íbúar


7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum*

www.kia.com

*Forsendur ábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit sem kaupandi ber kostnað af. Lestu meira um ábyrgðina á www.kia.com/abyrgd. Uppsetning á hleðslustöð samkvæmt skilmálum.

Rafmagnaður kaupauki fylgir öllum PHEV bílum!

Komdu þér í stuð til að spara með Kia Optima Kia Optima Plug-in Hybrid er sparneytinn 205 hestafla rafbíll, hlaðinn aukabúnaði. Þessi

Kia Optima SW PHEV EX, á verði frá:

rúmgóði bíll fæst nú á enn betra verði og honum fylgir hleðslustöð með uppsetningu,

4.490.777 kr.

hleðslukapall og vetrardekk í takmörkuðu magni. Tryggðu þér Kia Optima Plug-in Hybrid í Sportswagon eða Sedan útgáfu með rafmögnuðum kaupauka. Komdu og reynsluaktu Kia Optima með 7 ára ábyrgð.* Við tökum vel á móti þér.

K. Steinarsson · Holtsgötu 52 · 260 Reykjanesbæ · 420 5000 · ksteinarsson.is Söluaðili Kia.

2,0 bensín/rafmagn, 6 þrepa sjálfskipting

Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland


6

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 15. febrúar 2018 // 7. tbl. // 39. árg.

HVER VERÐUR LISTAMAÐUR REYKJANESBÆJAR 2018-2022? Í lok hvers kjörtímabils er listamaður Reykjanesbæjar útnefndur af bæjarráði samkvæmt reglugerð en Listamaður Reykjanesbæjar ber nafnbótina í fjögur ár, 2018-2022. Auglýst verður eftir tillögum og hvetur menningarráð bæjarbúa til að senda inn rökstuddar tillögur á netfangið menningarfulltrui@ reykjanesbaer.is. Allar listgreinar og öll listform koma til greina.

Listamaður Reykjanesbæjar 2014 Sigurður Sævarsson, tónskáld 2009 Ragnheiður Skúladóttir, píanóleikari 2005 Rúnar Júlíusson, tónlistarmaður 2001 Gunnar Eyjólfsson, leikari 1997 Sossa Björnsdóttir, listmálari 1994 Hilmar Jónsson, rithöfundur 1993 Halla Haraldsdóttir, listmálari 1992 Gunnar Þórðarson, tónlistarmaður 1991 Erlingur Jónsson, myndhöggvari

ÞINGVALLAMYNDIR OG KVENNAKÓRSAFMÆLI Í DUUS Sýning á Þingvallamyndum úr einkasafni Sverris Kristinssonar var opnuð í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum, menningar og listamiðstöð Reykjanesbæjar, sl. föstudag. Sýningin nefnist Hjartastaður. Myndefnið á sýningunni tengist allt Þingvöllum með einum eða öðrum hætti og meðal höfundanna eru helstu listamenn Íslendinga á tuttugustu öld. Í sýningarskrá fjallar Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og sýningarstjóri um gildi Þingvalla fyrir íslenska myndlist og Birgir Hermannsson,

lektor við Háskóla Íslands, greinir frá tengslum Þingvalla við íslenskra þjóðmenningar. Sýningin stendur til 15.apríl nk. en hún er haldin í tilefni 100 ára afmælis fullveldis á Íslandi. Listasafn Reykjanesbæjar stendur fyrir nokkrum viðburðum í tengslum við þessa sýningu í samvinnu við ýmsa aðila, s.s. Byggðasafn Reykjanesbæjar, Sögufélag Suðurnesja, Leikfélag Keflavíkur o.fl. og eru þeir viðburðir bæði af sagnfræðilegum og myndlistarlegum toga og sömuleiðis munu tónlist og bókmenntir koma við sögu. Viðburðirnir verða auglýstir nánar á vef safnsins. Í heild sinni er Þing-

vallaverkefnið, sýningin og viðburðir, hugsað fyrir almenning, sérstaklega skólahópa og fjölskyldur og eru framlag Reykjanesbæjar til fullveldishátíðarinnar 2018. Á sama tíma og Hjartastaður opnaði var opnuð sýning í Stofunni í Bryggjuhúsinu þar sem 50 ára afmæli Kvennakórs Suðurnesja er gerð skil. Nánar er fjallað um afmæli kórsins í blaðauka sem fylgir Víkurfréttum í dag og einnig í innslagi í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á Hringbraut á fimmtudagskvöld kl. 20:00. VF-myndir: Hilmar Bragi

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Vinnuskóli – Flokkstjórar sumarið 2018 Vinnuskóli – Yfirflokksstjóri sumarið 2018 Holtaskóli – Skólastjóri Málefni fatlaðs fólks – Umönnunarstörf á heimilum Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á facebook síðunni Reykjanesbær – laus störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

Viðburðir í Reykjanesbæ Hljómahöll - Viðburðir framundan Úlfur Úlfur á trúnó - 15. febrúar. Örfáir miðar eftir KK á trúnó - 15. mars. Örfáir miðar eftir Miðasala á hljomaholl.is. Bókasafn Reykjanesbæjar - útgáfuhóf Bókin Mojfríður einkaspæjari eftir Mörtu Eiríksdóttur er komin út. Útgáfuhóf verður haldið í safninu 15. febrúar kl. 20:00. Allir hjartanlega velkomnir. PMTO foreldranámskeið Námskeiðið hefst 20. febrúar kl. 19:00-21:00, alls átta skipti. Kenndar verða aðferðir við að draga úr hættu á hegðunarerfiðleikum. Nánar á vef Reykjanesbæjar.

Tuttugu og fimm umsóknir í Menningarsjóð Reykjanesbæjar Lagðar voru fram þær umsóknir sem bárust í Menningarsjóð Reykjanesbæjar í ár fyrir síðasta fund Menningarráðs Reykjanesbæjar. Alls bárust 14 umsóknir um þjónustusamning menningarhópa og 11 umsóknir um sérstök menningarverkefni. Ráðið mun nú kalla eftir skýrslum þeirra hópa sem áður hafa verið á samningi um leið og farið verður yfir allar umsóknir. Niðurstöður verða kynntar á fundi ráðsins í apríl.

SUNDGESTUM VATNAVERALDAR FJÖLGAR Gestir Vatnveraldar í Reykjanesbæ árið 2017 voru 174.262. Þar af voru starfsmenn Reykjanesbæjar 6.270 af gestafjöldanum. En eins og kunnugt er fengu starfsmenn Reykjanesbæjar sundkort í jólagjöf. Um er að ræða aukningu á gestum en 159.146 sóttu Vatnaveröld árið 2016.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222


50kr

100kr

200kr

300kr

400kr

500kr

MARKAÐSDAGAR

! u ð a s m a r g g o u Komd Mikið úrval af vörum frá 50 kr. Fjöldi annarra tilboða á Markaðsdögum. Við bætum við nýjum vörum daglega.

600kr

800kr

1500kr KOMDU Í HEIMSÓKN!

Gerðu frábær kaup!

1000kr SUÐURNES


750g

298

Fullmeyrnað

kr. 750 g

ÍSLENSKT

Aviko Steikar Franskar Kartöflur Frosnar, 750 g

Ungnautakjöt

750g

4.598 kr. kg

398

298

Íslandsnaut Ungnauta Ribeye

Íslandsnaut Bernaissósa 250 ml

Aviko Rösti Kartöflur Frosnar, 750 g

kr. 250 ml

kr. 750 g

SAMA VERd

um land allt Verð gildir til og með 18. febrúar eða meðan birgðir endast


LAMBALÆRI með villtum íslenskum kryddjurtum

1.998 kr. kg

1.359 kr. kg

ÍL Grill Lambalærissneiðar Blandaðar, kryddlegnar

Kjarnafæði Heiðalamb Kryddað lambalæri

1kg

SÚPUDAGAR Í BÓNUS Fulleldaðar - aðeins að hita

1.498 kr. 1 kg Ungversk Gúllassúpa 1 kg

2

brauð í pakka

149 kr. pk.

1.498 kr. 1 kg

1.498 kr. 1 kg

Mexíkósk Kjúklingasúpa 1 kg

Íslensk Kjötsúpa 1 kg

Fljótlegt

og gott

Hvítlauksbrauð 2 stk. í pakka

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


10

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 15. febrúar 2018 // 7. tbl. // 39. árg.

Orlofshús VSFK - Páskar 2018 Ný orlofssíða VSFK orlof.is/vsfk er komin í loftið.

Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út um páskana: 3 hús í Svignaskarði 2 hús í Húsafelli 2 hús í Ölfusborgum 2 hús í Hraunborgum 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri Útleigutímabil er frá miðvikudeginum 28. mars til og með miðvikudeginum 4. apríl 2018. Félagsmenn fara inn á www.orlof.is/vsfk og skrá sig inn með Íslykli eða Rafrænum skilríkjum, fylla skal út páskaumsókn þar með allt að 3 valmöguleikum. Einnig er hægt að fara inn á vsfk.is – Orlofshús (grænn takki) Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 fimmtudaginn 22. febrúar 2018. Úthlutað verður 26. febrúar samkvæmt punktakerfi. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

Orlofsstjórn VSFK

SUNNUDAGURINN 18. FEBRÚAR KL. 11

Sunnudaginn 18. ferúar verður konudagsmessa í Keflavíkurkirkju kl.11:00, sr. Fritz Már þjónar ásamt messuþjónunum Ólöfu Sveinsdóttur og Kristni Þór Jakobssyni. Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir (Sigga Stína) flytur okkur konudagshugvekjuna í ár. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað undir styrkri leiðsögn Systu, Helgu, Jóhönnu og Jóns Árna. Eftir samveruna er boðið upp á konudagssúpu í Kirkjulundi ásamt nýbökuðu brauði frá Sigurjónsbakaríi sem Jón Ísleifsson færir okkur. SUNNUDAGURINN 18. FEBRÚAR KL. 17–21

Fermingarhátíð á Suðurnesjum. Fermingarbörn á Suðurnesjum koma saman í Keflavíkurkirkju til fræðslu og skemmtunar. Fræðsla, helgihald, leikþáttur, Sálmarar, Jói P & Króli. Öll fermingarbörn á Suðurnesjum velkomin. MIÐVIKUDAGURINN 21. FEBRÚAR KL. 12

Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar í umsjón presta og Arnórs organista, komum saman og njótum góðrar stundar í hádeginu. Gæðakonur bjóða í súpu og samfélag eftir stundina. MIÐVIKUDAGURINN 21. FEBRÚAR KL.13

Sr.Toshiki Toma, prestur innflytjenda tekur á móti innflytjendum og flóttafólki ásamt prestum Keflavíkurkirkju og leiðir bænastund með þeim á ensku. Allir velkomnir.

Helgihald í

Njarðvíkurprestakalli 15. feb. til 21. feb. 2018.

Ytri-Njarðvíkurkirkja

Fjölskylduguðsþjónusta 18. febrúar kl. 11:00. Samhliða guðsþjónustunni verður Sunnudagaskóli kl. 11:00 í umsjá Heiðars og Péturs. Eftir guðsþjónustana verður fundur með fermingarbörnum og foreldrum. Kóræfing í Ytri-Njarðvíkurkirkju 20. febrúar kl.19:30. Nýtt söngfólk boðið velkomið. Vinavoðir miðvikudaginn 21. febrúar kl.10:30-13:30. Fermingarfræðsla miðvikudaginn 21. febrúar kl.14:00 og kl. 16:00.

Njarðvíkurkirkja (Innri)

Fjölskylduguðsþjónusta 18. febrúar kl. 11 í Ytri-Njarðvíkurkirkju Samhliða guðsþjónustunni verður Sunnudagaskóli kl. 11:00 í umsjá Heiðars og Péturs. Foreldramorgun í Safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 20. febrúar kl.10.30. Umsjón hefur Emilía B. Óskarsdóttir. Spilavist Systrafélags Njarðvíkurkirkju í safnaðarheimilinu þriðjudaginn 20. febrúar kl.20. Umsjón hefur Helga Þóra Jónasdóttir. Fermingarfræðsla miðvikudaginn miðvikudaginn 21. febrúar kl.15:00. Æskulýðsstarfssemi KFUM/K í Njarðvíkurkirkju (Innri) 22. febrúar kl. 19:30-20:30. Umsjón hefur Heiðar Örn Hönnuson.

Ánægja íbúa Grindavíkur yfir landsmeðaltali Grindavíkurbær kemur vel út í árlegri þjónustukönnun Gallup, könnunin er gerð árlega meðal 19 stærstu sveitarfélaga landsins. Í flestum þáttum er ánægja íbúa Grindavíkur yfir landsmeðaltali, ánægja við þjónustu barnafjölskylda kemur ekki vel út en erfitt hefur verið að fá pláss hjá dagmömmum og í leikskóla í bæjarfélaginu. 136 svöruðu könnuninni og voru 47% mjög ánægðir með sveitarfélagið sem stað til að búa á og 42% frekar ánægðir.

Þegar kom að spurningunni hversu ánægðir íbúar eru með skipulagsmál almennt í sveitarfélaginu voru 45% ánægðir og 6% mjög óánægðir. 69%

voru ánægðir með þjónustu grunnskóla sveitarfélagsins og 68% ánægja var með þjónustu leikskóla Grindavíkurbæjar. 86% voru ánægðir með aðstöðu til íþróttaiðkunar og 8% óánægðir. Í heildina var 72% ánægja með þjónustu sveitarfélagsins, bæði út frá reynslu og áliti.

RISA HUMARRÁN ❱❱ Lögreglan er með málið í rannsókn

„Þetta er stórt rán,“ segir Guðjón Sigurðsson hjá Humarsölunni í Reykjanesbæ en brotist var inn í gám hjá þeim þarsíðustu helgi. „Þeir voru tveir að verki, miðað við myndavélakerfið okkar, og er lögreglan að rannsaka upptökur. Þeir brutust inn í gám sem við erum með í portinu okkar en hann er læstur og þeir sprengdu upp lásinn á honum um sexleytið á laugardagsmorgninum, þeir fara inn í gáminn og loka honum á eftir sér en taka eitthvað með sér,“ bætti Guðjón við. Þjófarnir sneru aftur og tóku talsvert magn af humri í seinni ferðinni. „Þeir koma aftur aðfararnótt sunnudags kl. 03:45, koma á hvítum jeppling, bakka honum upp að gámnum, opna gáminn og byrja að tína humar af brettinu sem þeir setja inn í bílinn. Þeir voru ekki lengi að þessu, bara nokkrar mínútur,“ segir Guðjón í samtali við Víkurfréttir.

Humarinn sem um ræðir var í 10 kg. kössum, þjófarnir náðu að taka mikið magn og er þetta töluvert fjárhagslegt tjón. „Tjónið er um tvær milljónir kr., ég er bjartsýnn á það að þetta upplýsist þar sem að málið er þess eðlis, þetta er það mikið magn af humri og það er ekki auðvelt að koma þessu í umferð. Reynt hefur verið að koma humrinum í sölu hér á svæðinu og

eru því komnar sterkar vísbendingar í málið. Ég vona að þetta leysist fljótlega og málið klárist,“ segir Guðjón.

Enn er bið eftir loðnu í Helguvík Lítill loðnukvóti veldur því að menn halda að sér höndum við veiðar og vinnslu á loðnuafurðum. Enn hefur engin loðna borist til Helguvíkur á þessari vertíð en undanfarin ár hefur loðnubræðsla hafist í Helguvík um og upp úr 20. febrúar. Eggert Ólafur Einarsson, verksmiðjustjóri Síldarvinnslunnar í Helguvík, segir lítið um að vera í verksmiðjunni í Helguvík þessa dagana og þar bíði menn bara átekta. Loðnan er núna við

Loðnulöndun í Helguvík síðasta vetur. VF-mynd: Hilmar Bragi

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Stokksnes þar sem örfá íslensk skip eru að veiðum. Norsku skipin eru svo norður af Langanesi á loðnuveiðum. Loðnugangan var mæld 850.000 tonn en útgefinn kvóti er aðeins 285.000 tonn. Það þýðir að menn bíða með veiðar þar til hrognafylling er orðin nægileg þannig að sem mest verðmæti fáist út úr vertíðinni. Eggert Ólafur sagði að hann hefði viljað sjá kvótann í 400.000 til 450.000 tonnum miðað við mælingar.

DÆMDUR FYRIR FJÁRDRÁTT FRÁ ÞROSKAHJÁLP Héraðsdómur Reykjaness dæmdi 61 árs gamlan mann fyrir fjárdrátt af reikningum Þroskahjálpar á Suðurnesjum þann 9. febrúar sl. Maðurinn dró að sér fé á árunum 2010 til 2011 að upphæð um fjórar milljónir króna, hann var stjórnarmaður Þroskahjálpar ásamt því að vera prófkúruhafi þegar hann dró að sér féð. Hafi hinn ákærði haldið almennt skilorð að þremur árum liðnum frá uppkvaðningu dómsins verður ákærunni frestað og felld niður, er það meðal annars vegna þess að málið dróst hjá lögreglu. Færslur hins ákærða voru 58, frá tíu til tvö hundruð þúsund krónur, hann lagði peninginn inn á eigin reikning eða einkahlutafélag í hans eigu. Ákærði viðurkenndi brot sín þegar lögð var fram kæra í október 2011 og endurgreiddi féð, sem var 4,1 milljón króna.

„Samkvæmt ofanrituðu liðu rúm sex ár frá því kæra var lögð fram uns ákæra var gefin út, án þess að séð verði af gögnum málsins að frekari rannsóknargagna hafi verið aflað á þeim tíma. Af hálfu ákæruvaldsins hefur engin skýring verið gefin á þessum óhóflega drætti. Að þessu virtu þykir rétt að fresta ákvörðun refsingar ákærða og binda hana skilyrðum svo sem nánar greinir í dómsorði.“ Þetta kemur fram í dómsúrskurði.


Draumagrár Fullkominn í alrýmið

Kozýgrár Ómótstæðilega kózy í stofuna eða herbergið

Gammel bleikur

Þeir vinsælustu ...

50% AFSLÁTTUR

T ÍU P U N K TA R

af þremur vinsælustu

í febrúar

litunum*

Þrír vinsælustu Skreytum hús litirnir voru valdir af meðlimum Skreytum hús hópsins á facebook. Við þökkum fyrir

*Skreytum hús litirnir fást eingöngu hjá Slippfélaginu

okkur og bjóðum af því tilefni 50% afslátt af þeim litum í hágæða innimálningunni BETT 10 í verslunum okkar út febrúar. Hlökkum til að sjá þig!

Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, S: 421 2720 og 590 8500 • Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • slippfelagid.is

Litirnir eru leiðbeinandi. Fáðu ekta litaprufu hjá okkur í næstu verslun.

Þessi sem allir þrá og hentar í hvaða rými sem er hjá þeim sem elska bleikt


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 15. febrúar 2018 // 7. tbl. // 39. árg.

Ferskir vindar í Garði tilnefndir til Eyrarrósarinnar

Ástkær sambýlismaðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

ÓLI JÓN BOGASON

Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ, lést á Landspítalanum, þriðjudaginn 6. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 15. febrúar kl. 14. Ásthildur Árnadóttir Grétar Ólason Þórunn Sigurðardóttir Sólveig Óladóttir Kristinn Kárason Valþór Ólason Ragna Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,

ANDRÉS ÞORSTEINSSON, vélvirki, Kirkjuvegi 1, Keflavík,

lést á Hrafnistu Hlévangi sunnudaginn 4. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar HSS og Hlévangs fyrir frábæra umönnun.

Listahátíðin Ferskir vindar í Garði hefur verið tilnefnd til Eyrarrósarinnar, en það er viðurkenning sem árlega er veitt framúrskarandi menningarverkefnum utan höfuðborgarsvæðisins. Að verðlaununum standa í sameiningu Byggðastofnun, Air Iceland Connect og Listahátíð í Reykjavík. Eyrarrósinni er ætlað að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Alls bárust 33 umsóknir um viðurkenninguna í ár hvaðanæva af landinu. Á Eyrarrósarlistanum 2018 birtast nöfn þeirra sex verkefna sem eiga möguleika á að hljóta verðlaunin í ár. Sjálfri Eyrarrósinni fylgir tveggja milljóna króna verðlaunafé en að auki munu tvö verkefnanna hljóta 500 þúsund króna verðlaun.

TILNEFNINGAR TIL EYRARRÓSARINNAR Í ÁR:

Aldrei fór ég suður, Ísafirði. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Norðanáttin (Northern Wave), Snæfellsbæ. Ferskir vindar – alþjóðleg listahátíð í Garði. LungA skólinn, Seyðisfirði. Rúllandi snjóbolti, Djúpavogi. Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, Patreksfirði.

Guðlaug Rósa Karlsdóttir Þórður Andrésson Nína Hildur Magnúsdóttir Sólveig Karlotta Andrésdóttir Agnar Breiðfjörð Þorkelsson barnabörn og barnabarnabörn.

Elsku sonur okkar, pabbi okkar, bróðir, mágur og frændi,

EGILL GUÐJÓNSSON Víðigerði 21, Grindavík,

lést á heimili sínu þriðjudaginn 6. febrúar. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 16. febrúar kl. 14. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hans er bent á Krýsuvíkursamtökin. Guðjón Einarsson Elínborg Ása Ingvarsdóttir Elín Björt og Einar Logi Egilsbörn Ingólfur Guðjónsson Guðbjörg Þórisdóttir Ingvar Guðjónsson Steinunn Óskarsdóttir Einar Guðjónsson Ástrún Jónasdóttir Leifur Guðjónsson Guðrún María Brynjólfsdóttir og frændsystkini.

UMSÖGN UM LISTAHÁTÍÐINA FERSKIR VINDAR:

Listahátíðin Ferskir vindar er alþjóðleg hátíð sem haldin hefur verið í Garði annað hvert ár frá árinu 2010. Þangað er boðið hverju sinni 40–50 listamönnum úr öllum listgreinum og af fjölmörgum þjóðernum. Erlendir listamenn dvelja og vinna í Garði í um fimm vikur og sýna þar afrakstur sinn. Aðstandendur Ferskra vinda leitast við að koma á sem nánustum tengslum við íbúa bæjarfélagsins meðal annars með samstarfi við skólana með ýmsum uppákomum og beinni þátttöku nemenda. Öll dagskrá hátíðarinnar er ókeypis og opin almenningi, s.s. kynningar á listafólkinu og verkum þeirra, opnar vinnustofur, myndlistarsýningar, gjörningar, tónleikar o.fl. Eyrarrósin verður afhent við hátíðlega athöfn þann 1. mars næstkomandi í Neskaupsstað, heimabæ þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs sem er handhafi Eyrarrósarinnar frá síðasta ári. Frú Eliza Reid, verndari Eyrarrósarinnar mun afhenda verðlaunin.

ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT!

m ju s e n r u ð u S á n u ó Íbúaþr OG KVENNAKÓR SUÐURNESJA 50 ÁRA S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


K V ENNAKÓR SUÐ U R N ES J A 50 ÁRA

Ágrip af sögu Kvennakórs Suðurnesja Kvennakór Suðurnesja var stofnaður 22. febrúar 1968. Áður höfðu þær konur sem stóðu að stofnun kórsins sungið með Karlakór Keflavíkur frá árinu 1964. Starfsemi kórsins varð fljótt öflug. Herbert Hriberschek Ágústsson var fyrsti stjórnandi kórsins og undir hans stjórn blómstraði kórinn. Hann stjórnaði kórnum fram til ársins 1979. Æfingar voru lengi í Æskulýðs­húsinu, sem síðar varð Tónlistarskóli Keflavíkur. Síðan hefur kórinn æft á ýmsum stöðum og má þar nefna Ytri-Njarðvíkurkirkju, Keflavíkurkirkju, Holtaskóla, Myllubakkaskóla, húsnæði á Ásbrú og núna æfir kórinn í sal Karlakórs Keflavíkur. Konsertar eða samsöngur, eins og þá var yfirleitt talað um, voru oftast haldnir í Félagsbíói í Keflavík en kórinn var líka duglegur að ferðast um landið og halda tónleika. Einnig söng kórinn oft í sjónvarpi og útvarpi. M.a. hélt kórinn söngskemmtanir ásamt Karlakór Keflavíkur og einsöngvurum

í tilefni af því að 90 ár voru liðin frá fæðingu Sigvalda Kaldalóns. Tókust þær mjög vel og gerðu kórarnir víðreist um landið með dagskrána á árunum 1971 – 1973 auk þess sem hún var flutt í útvarpi. Aftur efndi kórinn til Kaldalónstónleika árið 1991, en þá var Sigvaldi Snær Kaldalóns, barnabarn tónskáldsins, stjórnandi kvennakórsins. Þá voru haldnir 6 tónleikar á suðvesturhorni landsins. Kórinn hefur nokkrum sinnum haldið upp á stórafmæli með tónleikum. Á tíu ára afmælinu voru haldnir tónleikar í Félagsbíói, á 15 ára afmælinu hélt kórinn tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju og á 30 ára afmælinu voru tónleikar í Frumleikhúsinu. Á 40 ára afmælinu voru síðan haldnir glæsilegir tónleikar í Íþróttaakademíunni ásamt Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Einsöngvarar á tónleikunum voru Bjarni Thor Kristinsson og Dagný Þórunn Jónsdóttir sem einnig stjórnaði kórnum.


2

K VE N NA KÓ R S U ÐU RN ESJ A

50 Á R A

Stofnun Kvennakórs Suðurnesja Fimmtudagskvöldið 22. febrúar 1968 komu 27 konur saman til fundar á heimili Jóhönnu Kristinsdóttur. Í fundargerð segir: ...og var umræðuefnið hvort stofna ætti kvennakór, var rætt um málið vítt og breitt og samþykkt að stofna Kvennakór Suðurnesja, þar sem í kórnum eru konur úr Sandgerði, Garði, Keflavík og Innri og Ytri Njarðvík.“

Forsaga þessa fundar er sú að þann 8. október 1964 birtist svohljóðandi auglýsing í Morgunblaðinu:

Karlakór Keflavíkur vantar söngmenn, einnig vantar kvennaraddir í blandaðan kór. Gefið ykkur fram og styrkið gott málefni. – Upplýsingar í símum 1666, 1840, 2375 og hjá kórfélögum. Töluverður hópur kvenna gekk til liðs við karlakórinn og söng með honum næstu 3 árin. Það voru þessar konur sem hittust síðan á fyrrnefndum fundi. Í grein sem birtist í Víkurfréttum í tilefni af 30 ára afmæli kórsins árið 1998, segir Jóhanna Kristinsdóttir: „Það var vissulega gaman að syngja með karlakórnum á árlegum konsertum og fara í söngferðir út um land og meira að segja tókum við þátt í söngkeppni í Cork á Írlandi árið 1967. En nú var sem sagt komið að því að stofna kvennakór. Það voru sannarlega samtaka, bjartsýnar og hugumstórar konur sem stofnuðu Kvennakór Suðurnesja 22. febrúar 1968.“ Á fundinum var kosin fyrsta stjórn kórsins og í henni voru þær Jóhanna Kristinsdóttir formaður, María Bergmann gjaldkeri, María Kristinsdóttir ritari og meðstjórnendur voru þær Kristín Waage og Rósa Helgadóttir. Ákveðið var að konur skyldu greiða 100 krónur í stofngjald og einnig var ákveðið að tala við konur þær sem sungið höfðu með kórnum áður um þátttöku. Fleiri konur bættust í hópinn í kjölfarið og í fundargerðarbók eru 42 stofnfélagar skráðir. Samþykkt var að starfa áfram til vors með Karlakór Keflavíkur. Fyrstu tónleikar Kvennakórs Suðurnesja voru haldnir á skírdag, 3. apríl

1969. Haldnir voru tvennir tónleikar sama daginn við húsfylli í bæði skiptin. Einnig hélt kórinn tónleika í Neskirkju í Reykjavík 17. apríl. Fyrsti stjórnandi kórsins var Herbert Hriberschek Ágústsson, en hann lést árið 2017. Undirleikari var Ragnheiður Skúladóttir og raddþjálfari Sigurður Demenz. Það var mikill kraftur í þessum konum sem stofnuðu kórinn og þær lögðu grunninn að blómlegri starfsemi hans í gegnum tíðina. Í greininni í Víkurfréttum segir Jóhanna: „Fljótlega fóru konur af stað og söfnuðu styrktarfélögum sem gekk ótrúlega vel. Við héldum kökubasar til fjáröflunar, reyndar þann fyrsta hér í bæ, starfið var þrotlaust og skemmtilegt. Það voru haldnir 2 – 3 konsertar á ári fyrir styrktarfélaga, farið í söngferðir út á land, t.d. til Austfjarða, Akureyrar, Akraness, Selfoss og Flúða svo eitthvað sé nefnt. Við tókum þátt í söngkeppni á Írlandi en kannski verður eftirminnilegast þegar við fórum til Canada 1977 og sungum á þjóðhátíð á Gimli og víðar í Canada. Við sungum fyrir Íslendinga í Bandaríkjunum í Seattle og Vancouver og á mörgum elliheimilum. Þetta verður okkur öllum ógleymanleg ferð. Allt var þetta ótrúleg upplifun, skemmtilegt og stundum erfitt en allt gekk upp.“

Fyrsti stjórnandi kórsins Herbert var fyrsti stjórnandi Kvennakórs Suðurnesja. Hann tók við kórnum þegar hann var stofnaður 1968 og stjórnaði honum til 1979. Herbert var fæddur í Austuríki 1926 og hlaut sína tónlistarmenntun þar, hann spilaði á franskt horn í Graz Philharmonic Orchestra á árunum 1945-1952. Hann var einnig vel þekktur sem kórstjórnandi og tónskáld. Herbert hafði áður stjórnað Karlakór Keflavíkur og þekktu kórkonur hann frá þeirri samvinnu, margir eru þeirra skoðunar að hann hafi verið mikil lyftistöng fyrir tónlistarlífið á Suðurnesjum þegar hann kom hingað sem kórstjórnandi, hann hafði mikinn metnað fyrir hönd Kvennakórsins, gerði góða hluti með kórinn og stykti stoðirnar hjá kórnum sem var að taka sín fyrstu skref.

Herbert H. Ágústsson

Stjórnendur frá 1968 til dagsins í dag 1968-1979

1989-1991

Herbert Hriberschek Ágústsson

Sigvaldi Snær Kaldalóns

Gróa Hreinsdóttir

Einar Örn Einarsson

Kristjana Ásgeirsdóttir

Sigvaldi Snær Kaldalóns

Guðrún Sigríður Friðbjarnadóttir

Agota Joó

1980-1981 1981-1983 1983-1984

2000-2001

1992-1993

Esther Helga Guðmundsdóttir

1993-1996

Sigurður Sævar Helgason

1996-2000

Krisztina Kalló Szklenárné

2001-2002 2002-2004 2004-

Dagný Þ. Jónsdóttir

Vinátta og ógleymanlegar minningar Saga kvennakórsins liggur ekki síst í ógleymanlegum minningum kórkvenna sem margar hverjar lögðu ómælda vinnu í að skipuleggja samsöngva, tónleika, fjáraflanir og halda úti kórstarfinu. Þó langur tími sé liðinn og tíðarandinn vissulega breyst til muna er auðséð að hlátur og gleði hefur alltaf fylgt kórstarfinu. Það var á sunnudegi um miðjan nóvember sem hópur kvenna hittist í kaffiboði með afmælisnefnd Kvennakórs Suðurnesja. Þær Rósa Helgadóttir, Kristín Waage, Gauja Magnúsdóttir, Þorbjörg Þorgrímsdóttir, Sonja Ingibjörg Kristensen, Hrönn Sigmundsdóttir, Elsa Kjartansdóttir, Júlía Sigurgeirsdóttir og Sigurbjörg Sveinsdóttir voru hluti þeirra sem höfðu stofnað Kvennakór Suðurnesja árið 1968 og eða sungið með kórnum stóran hluta af 50 ára sögu hans. Sumar höfðu líka sungið með Karlakór Keflavíkur áður en þær urðu kvennakór, eins og þær nefna sjálfar. Ein þeirra syngur með kórnum enn í dag. Um salinn ómaði hlátur sem yfirgnæfði reglulega glyminn í kaffibollunum og ekki stóð á sögum frá starfinu, ferðalögum erlendis og skemmtilegum uppákomum. Myndaalbúm og blaðaúrklippur vöktu sérstaka athygli og lýstu upp minningar með tilheyrandi upphrópunum og frásögnum. ,,Mikið er gaman að þessu svona gömlu”, ,,hér erum við í Kanada”, ,,og þetta er

aftur þegar við tókum á móti 100 pundunum á Írlandi”. All nokkur ár hafa liðið síðan fyrstu

ferðirnar og tónleikarnir voru haldnir og því þarf að púsla saman minningabrotum og ná

fram allri sögunni. ,,Það er svo margt sem hefur skeð og ein man þetta og önnur hitt“ eins og þær segja sjálfar og þannig flæða sögurnar áfram. ,,Munið þið þegar við vorum farnar að drekka Irish coffee klukkan tíu um morguninn, þá vorum við nú efnilegar. Við vorum boðnar til borgarstjórans í Cork klukkan tíu um morgun, við fórum þangað í íslensku búningunum og þar var boðið uppá Irish coffee”. Þessi upprifjun vekur mikla kátínu og þær grínast með að það hefði legið við að þurft hefði að senda þær í meðferð. Hlátursköstin halda áfram og á umgjörð kaffiboðsins má glögglega sjá að konurnar hafa myndað sterk tengsl sín á milli og traust vináttubönd. Þegar ákveðið er í lokin að stilla hópnum upp í myndatöku halda sögurnar áfram, einmitt um hláturskast sem tvær kórkonur fengu við upptöku í útvarpinu. Þá voru karlarnir til hliðar við þær og sem þeim er litið á einn þeirra sjá þær hvar hann gapir og syngur og efri tanngómurinn dettur niður. Þær sprungu úr hlátri og voru á endanum reknar fram úr stúdíóinu. Það þarf líklega fleiri en eitt kaffiboð til þess að rifja upp eins langa og viðburðarmikla sögu og saga Kvennakórs Suðurnesja er en varla er hægt að ljúka kaffiboði með betri hætti en að syngja ,,Austfjarðarþokuna” sem þær höfðu svo oft áður flutt fyrir áheyrendur á tónleikum kórsins.


50 ÁRA

K VE N NA KÓ R S U ÐU RN E S J A

Landsmót

Fyrsta landsmót íslenskra kvennakóra var haldið árið 1992, en það var kvennakórinn Lissý og Margrét Bóasdóttir sem komu því á laggirnar. Um það bil 60 konur voru í kórnum, nýkomnar úr ferðalagi um Þýskaland og Frakkland og söngformið var gott. Landsmótið heppnaðist vel og þangað mættu 120 konur. Eftir þetta var ísinn brotinn og landsmót hafa verið haldin reglulega síðan. Þremur árum seinna tók Kvennakór Reykjavíkur við keflinu og hélt næsta landsmót. Margrét Pálmadóttir var listrænn stjórnandi mótsins og ellefu kórar tóku þátt að þessu sinni. Árið 1997 var síðan haldið mót í Reykholti, Borgarfirði og tveimur árum síðan á Siglufirði. Þegar þetta er skrifað hefur mótið verið haldið 10 sinnum frá upphafi. Árið 2005 í Hafnarfirði, 2008 á Hornafirði, 2011 á Selfossi, 2014 á Akureyri og loks árið 2017 á Ísafirði. Árið 2002 hélt svo Kvennakór Suðurnesja landsmót kvennakóra þar sem 387 konur þöndu raddbönd sín og var þetta fjölmennasta mótið fram að þessu. Mótsstjóri þess móts var Margrét Bóasdóttir. Með aðstoð bæjarfélaga og fyrirtækja á Suðurnesjum tókst Suðurnesjakonum að gera mótið hið glæsilegasta. Eftir mótssetningu og tónleika

Skálholt á föstudegi fór allur hópurinn með rútu í Bláa lónið þar sem konur fóru og létu líða úr sér þreytuna eftir ferðalagið suður með sjó. Á laugardeginum var konunum deilt niður í hópa sem sóttu þrjú námskeið ásamt því að skoða Duus hús. Seinni part dags átti að flytja verk í Slippnum í Njarðvík, en sökum roks og rigningar þurftu konur frá að hverfa. Að kvöldi dags var haldinn hátíðarkvöldverður í íþróttahúsinu og dansað og sungið. Sunnudagurinn var tekinn snemma og æfingar hófust á ný. Kórarnir sungu við guðsþjónustu í Ytri-Njarðvíkurkirkju og svo á hátíðartónleikum klukkan 14.00. Að endingu var kveðjusamsæti þar sem kórarnir þökkuðu fyrir sig ásamt því að bæjarstjóri og menningarfulltrúi Reykjanesbæjar héldu ræður og þökkuðu konum fyrir komuna og þátttökuna.

Kórinn hefur frá árinu 1994 farið árlega í æfingabúðir í Skálholt. Þetta hefur yfirleitt verið helgi í febrúar og notuð sem mikil vinnuhelgi en einnig sem tækifæri til að efla samstöðu hjá hópnum og bjóða nýjar konur velkomnar. Lagt er af stað klukkan 10 á laugardagsmorgni og komið heim um kvöldmatarleytið á sunnudegi. Gist er í Skálholtsskóla og kokkar staðarins elda fyrir kórkonur svo að ekki sé tími tekinn í eldamennsku eða neitt annað sem truflað getur æfingatíma kórsins. Byrjað er að æfa klukkan 13 eftir komuna og góðan hádegisverð og æft til kvölds en þá er borðaður þriggja rétta kvöldverður og kvöldvaka um kvöldið í setustofu staðarins þar sem mikið er sprellað og sungið. Byrjað er að æfa aftur snemma á sunnudagsmorgni og æft fram að heimför. Oft hefur kórinn sungið við messu í Skálholtskirkju á sunnudagsmorgninum en það er mikil upplifun að fá að syngja í þeirri fallegu, hljómfögru kirkju. Þessi ferð er einn af hápunktum vetrarins hjá kórkonum og sumar hafa farið þangað árlega í yfir 20 ár. Því má segja að Skálholtsferðin sé orðinn fastur þáttur í starfsemi kórsins.

ÓSKUM KVENNAKÓR SUÐURNESJA TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ

3


4

K VE N NA KÓ R S U ÐU RN E S J A

50 Á R A

Söngferðalag Kvennakórs Suðurnesja til Írlands 1974 Kvennakór Suðurnesja hefur ferðast víða erlendis í gegnum tíðina og gert garðinn frægan á kóramótum og keppnum m.a. á Írlandi en þangað hefur kórinn farið tvisvar sinnum eftir stofnun árið 1968. Kórkonur hafa haldið vel utan um minningar og merka atburði í kórstarfinu og iðulega skrifað ferðasögur þegar heim var komið. Ferðasagan sem hér er birt í styttri útgáfu skrásetti Sonja Ingibjörg Kristensen að lokinni Írlandsferð KKS þar sem ýmislegt kostulegt átti sér stað, mætti jafnvel segja varasamt á köflum. En allt fór vel að lokum og ferðasagan orðin skemmtileg minning um eftirminnilegan og öðruvísi tíma. Þriðjudagurinn 23. apríl rann upp góður og fagur. Nú ætluðu 37 konur úr Kvennakór Suðurnesja að halda til Írlands. Tilefnið var að fara á kóramót og keppni sem haldin er ár hvert í Cork á Írlandi. Nokkrir makar kórkvenna fóru með okkur, til trausts og halds. Einnig var undirleikari okkar Sveinbjörg og söngstjórinn Herbert með í för. Klukkan 08:30 fórum við í loftið og komið til London og þar biðum við á flugvellinum í þrjá tíma áður en farið var í

loftið aftur og komið til Shannon eftir rúmlega klukkustundar flug. Þetta gekk nú allt saman vel. Jæja, nú var ekið til Cork þar sem við dvöldum á meðan á mótinu stóð, sem var í fjóra daga. Við vorum allar með íslenska þjóðbúninga til að nota í keppninni en hvað skeði, nú ein taskan fór eitthvað annað, náttúrulega með þjóðbúningnum í og komst til skila daginn áður en við fórum heim. Ekki deyja íslenskar konur ráðalausar, við bjuggum bara til búning

Monica Árið 2000 fór kórinn til Cork á Írlandi að taka þátt í kóramóti. Virt mót sem búið er að halda árlega frá 1954 og því mjög rótgróin dagskrá og skipulag. Mótið stóð í fjóra daga og voru allir dagarnir með þéttskipaða dagskrá. Til að aðstoða kórana við að halda tímasetningar var hver kór með fylgdarmann/ konu sem sáu um að koma kórunum á rétta staði á réttum tíma. Fyrsta daginn á mótinu var hópnum sagt að mæta í móttöku hótelsins stundvíslega kl. 8:50 um morguninn. Þegar syfjaðir Íslendingar (kórkonur og fylgifiskar) mættu niður beið eftir þeim kona að nafni Monica. Hún var eitthvað í kringum 60 ára aldurinn, varla hærri en 155cm, grönn og snaggaraleg, alvörugefin á svip, var í kápu og með slæðu bundna undir höku svona líkt og Elísabet Englandsdrottning. Hún útskýrði að hún myndi fylgja hópnum á þá staði sem hann ætti að vera á hverju sinni og að hún ætlaðist til að allir væru stundvísir, hún myndi ekki bíða eftir neinum. Eftir þessa fyrstu ræðu leið hópnum eins og hann væri kominn í herbúðir. Hún var alltaf að líta á klukkuna og á slaginu klukkan 9 kallaði hún yfir hópinn: “Af stað!”, og síðan rauk hún út og skundaði niður stræti Cork borgar með allan skarann í halarófu á eftir sér. Fólk mátti hafa sig allt við að halda í við hana. Það fréttist svo seinna að hún væri ballettdansmær komin á eftirlaun og útskýrði það margt í hennar fari eins og skipulagið, einbeitinguna og ósérhlífnina svo ekki sé minnst á orkuna, þessi hópur hafði ekki roð í hana. Henni var ætlað að fara með kórinn fótgangandi á hina ýmsu staði víðs vegar um borgina þar sem hann átti að koma fram og fannst nú sumum eins og það hefði nú verið í lagi að splæsa í eins og eina rútu til að komast á staðina en það var ekki til tals. Einhver talaði um að hópurinn á ferðinni væri eins og andamamma með ungana sína, hún fremst á fleygiferð, engin stopp og ekki beðið

eftir neinum, allir hlupu við fót til að halda í við hana og engin miskunn var gefin við rauð ljós á gangbrautum, yfir skildi hópurinn á grænu eða rauðu, skipti ekki máli því það átti að mæta á réttum tíma á áfangastað! Hópurinn upplifði sig oft í hálfgerðri hættu á hælunum á henni. En hún kom öllum óstundvísu og værukæru Íslendingunum alltaf á réttum tíma þangað sem þeir áttu að mæta þó oft væri þeir móðir og másandi þegar á staðinn var komið. Held nú að henni hafi fundist þessir útlendingar vera óskaplegar dekurdúkkur og var nú stundum hneyksluð á svip þegar beðið var um að hægt yrði á ferðinni, svo ekki sé minnst á að tekin væri pása til að kasta mæðinni. Monica mætti á hverjum degi til að fylgja hópnum, alltaf jafn ábúðarleg og tók skyldum sínum mjög alvarlega. Hún verður kórnum alltaf mjög minnisstæð og kemur alltaf upp í umræðunni þegar talað er um þessa ferð hjá honum. Allir voru þó sammála um að hafa vera farið að þykja hálfvænt um kellu í enda ferðar.

Óskum Kvennakór Suðurnesja til hamingju með 50 ára afmælið

og sú óheppna stóð bara í miðjum hópnum á sviðinu og allt var í fínu lagi. Nú var komið til Cork, þar fóru 20 konur á hótel sem hét Corrigans, þar áttum við að vera fjóra daga. Heldur var aðkoman óglæsileg, dimmt og drungalegt hús en við létum okkur hafa það. Maður lifandi, ekkert nema karlmenn og all svakalegir. Ég man að okkur var starsýnt á lyftu í miðjum matsalnum sem höluð var upp með köðlum úr kjallara hússins, þar á kom maturinn til okkar. Þetta var allt mjög sérkennilegt. Nú er að segja af hinum hópnum, hann var keyrður á annað hótel sem var mjög gott og hét Moores. Það átti eftir að gegna stóru hlutverki. Fengum við lítinn sal til þess að æfa í og æfðum þar írska þjóðsönginn á keltnesku. Þar sem við byrjum að æfa birtist ekki allur karlaskarinn, ,,getum við hjálpað?“ Þá meintu þeir með keltneskuna. Við þáðum það og var nú æft fram eftir kveldi. Heldur fóru nú að renna tvær grímur á konurnar þegar karlar vildu fá eitthvað fyrir snúð sinn svo æfingu var slitið í einum hvelli og fóru nú konur til herbergja sinna og sagði ég þeim að læsa sem höfðu lykil að hurðunum. En hjá okkur var enginn lykill, svo við renndum heljarmikilli kommóðu fyrir dyrnar. Rann nú upp 24. apríl. Eftir morgunverð gengum við niður í konsert höllina til æfinga. Var ágætlega tekið á móti okkur, var nú aðeins æft og staðurinn skoðaður. Þá var okkur tilkynnt að við ættum að mæta sem fulltrúar hátíðarinnar í írska bankanum í okkar þjóðbúningum. Sem og við gerðum. Var okkur ákaft fagnað, sungum við þarna og tókum á móti ávísun uppá nokkur hundruð pund til styrktar hátíðinni. Síðan sungum við ásamt þremur öðrum kórum á opnuninni og þar á meðal írska þjóðsönginn á keltnesku. Þetta var heilmikil upphefð fyrir okkur. Um kvöldið þegar við vorum nýsofnaðar hrukkum við upp með andfælum, bankað var á hurðina. Ein konan úr hópnum bað okkur að koma því það væri allt vitlaust. Hvað gat ég gert? Jú, ég hitti þarna allsgáðan mann og bað hann að róa mannskapinn niðri á pöbbnum og á herbergjunum því við þyrftum að hvíla okkur fyrir keppnina. Það var gert. En það var þrungið loft þegar við komum niður í morgunmat en með okkur voru 4-5 líflegar ungar stúlkur í kórnum, gullfallegar, 16-17 ára. Þær fóru að segja okkur að lögregluþjónn hafi stoppað þær og spurt hvort þær byggju á Corrigans, ,,já“ sögðu þær. ,,Eruð þið peningalausar og hvaðan eruð þið?“ ,,Við? Frá Íslandi, peningalausar? Nei!“. ,,En af hverju búið þið þá þarna?“ og þar með fór hann. Ekkert grunaði okkur. Næsta dag áttum við að mæta í kringum hádegi og sungum við nú eins og englar. Síðan var farið út í sveit og sungið í kirkju og var heljarmikil matar og kaffi veisla á eftir. Komum við heim um kl. 10 um kvöldið. Þurftum við að labba upp tvo stiga til herbergja og voru karlarnir á hótelinu búnir að raða sér sinn hvoru megin í stigatröppurnar og urðum við að labba á milli þeirra upp, einni varð á að stíga í pilsið sitt og hálf detta í stiganum nema við förum hálf að hlæja en komumst svo upp á herbergin okkar og fórum að sofa til að vera nú tilbúnar í slaginn daginn eftir.

Um klukkan eitt hrukkum við vinkonan mín upp við að barið var á dyrnar, voru það tvær konur úr hópnum: ,,þú verður að koma, það er ábyggilega verið að fremja morð á hæðinni fyrir ofan“. Við þutum báðar framúr í sloppana okkar, ég fer á undan, mæti þá blindfullum manni á náttbuxunum, búinn að pissa í sig, ég segi við hann: ,,farðu frá og inná herbergið þitt“, þá segir hann ,,get ég hjálpað?“ ,,Já“, segi ég, ,,með því að fara inn á herbergið þitt, annars lem ég þig!“ og hann fór inn. Fórum við fjórar upp næsta stiga og það var ófögur sjón sem mætti okkur, þar lá ung og myndarleg stúlka, froðufellandi og eins og dauð. Ég sagði við þær, ,,komið þið niður aftur og fáum að hringja“. Það var ekki hægt svo ég fór að útidyrunum, ætla út til að ná í hjálp því ég hafði séð lögreglustöð rétt hjá en allt var læst og enginn fannst lykill. Svo við fórum upp aftur. Sáum blindfulla karla gægjast allstaðar. Þegar við komum inn á herbergið stóra er mér litið út um gluggann, sé þá löggu og segi ,,þarna er lögga, opnum gluggann og haldið í mig, ég skal kalla á hann“, sem ég gerði. Hann barði á dyrnar og skipaði að opna, þá fannst lykill. Fórum við tvær með honum upp, ætluðum við að sýna honum stúlkuna en þá var búið að fjarlægja hana svo við fórum niður og báðum hann að vera með okkur á meðan við flyttum út kl. 4 að nóttu til. Hann sagðist ætla að fara og ná í annan mann svo slæmt var ástandið ,,ef þú ferð þá láttu mig fá byssuna“ sagði ég, ,,ha!“ sagði hann, ,,byssuna?“ ,,Já“ sagði ég, ,,ég skal skjóta þann fyrsta sem hreyfir við konunum mínum. Jæja, annað hvort byssuna eða þú verður kyrr á meðan við hringjum á hinar konurnar á Moores og meðan við flytjum út.“ ,,Ok“, sagði hann. Við hringdum og sögðumst vera að koma, klæddum okkur, settum í töskurnar og ég og löggan biðum niðri, ég ætlaði ekki að láta hann sleppa fyrr en við vorum allar komnar út af hótelinu. Við vorum að tala saman, hann spurði hvaðan við værum, ég sagði honum það, en ,,af hverju voruð þið hérna á þessum stað?“ ég sagði honum að ferðaskrifstofan hefði látið okkur hér, ,,vitið þið ekki hvers konar staður þetta er?“ ,,nei“, segi ég, ,,þetta er bara drykkjuhús“. ,,Jahá! þetta er nefnilega sjómannaheimili þar sem leigt er út kvenfólk, sem sagt hóruhús“. Hugsið ykkur! Síðan fór ég upp á mitt herbergi og vinkona mín með til að klæða okkur og löggan beið fyrir utan dyrnar hjá okkur, ég hef nú hvorki fyrr né síðar klætt mig undir lögregluvernd. Við fórum í lögreglubíl niður á hitt hótelið, vel var tekið á móti okkur þar og allt gert til þess að okkur liði sem best. Við vorum númer tvö í keppninni. Getið var sérstaklega íslensku kvennanna hvað þær hefðu staðið sig vel . Fórum við nú uppá Moores til að pakka niður því við áttum að fara snemma um morguninn til Limerick, vorum þar eina nótt síðan var flogið til Glasgow og verið þar aðra nótt og verslað þar heilmikið og 1. maí var flogið heim, mikið var yndislegt að koma heim með allan hópinn. Úrval ætlaði að blíðka okkur með blómum. Við fréttum að hótelinu hefði verið lokað, það var undir eftirliti, þetta kórónaði allt saman.

Óskum Kvennakór Suðurnesja til hamingju með 50 ára afmælið

Blikksmiðja

Ágústar Guðjónssonar ehf.


50 ÁRA

K VE N NA KÓ R S U ÐU RN E S J A

5

Kvennakór Suðurnesja erlendis Cork International Choral festival er virt alþjóðlegt kóramót sem haldið er í Cork á Írlandi ár hvert að vori til og var fyrsta mótið haldið árið 1954. Þangað koma saman kórar frá öllum heimshlutum sem ásamt írskum kórum halda tónleika, syngja á hinum ýmsu viðburðum um alla borgina og keppa síðan í kórasöng en keppnin er haldin í City Hall tónleikahöllinni í Cork. Kvennakór Suðurnesja hefur tvívegis haldið utan til Írlands og tekið þátt í þessu móti, árin 1974 og 2000.

Írland

23. apríl 1974 klukkan 8:30 hélt kórinn af stað frá Keflavíkurflugvelli til Írlands ásamt kórstjóranum Herberti H. Ágústssyni og fylgdarfólki. Framundan var viku ferðalag, viðburðaríkur og skemmtilegur tími í borginni Cork á Írlandi á 21st Cork International Choral festival. Kórinn skartaði íslenska þjóðbúningnum við opinber tækifæri og vakti hann mikla athygli. Vel gekk í keppninni, kórinn flutti lögin Kata litla í koti eftir Sigvalda Kaldalóns og Kvennaslag eftir Sigfús Einarsson og vann silfurverðlaun í sínum flokki fyrir góðan flutning. Venjan er á þessu móti að kórarnir syngi líka á hinum ýmsu stöðum bæði í borginni og fyrir utan hana. Kvennakórinn söng víðsvegar um borgina og einnig við messu í St. Lukes Church.

Kanada og Bandaríkin

17. júlí 1977 hélt kórinn í söngferð til Íslendingabyggða í Kanada og Bandaríkjunum ásamt Herberti H. Ágústssyni kórstjóra og fylgdarliði. Flogið var til Winnipeg og strax daginn eftir keyrt til Seattle í Washingtonfylki þar sem dvalið var í þrjá daga og sungið Í Lúthersku kirkjunni sem og City Curling Club við góðar undirtektir. Á leiðinni frá Winnipeg til Seattle og til baka var stoppað og sungið á hjúkrunarheimilum. Þegar komið var aftur til Winnipeg var kórinn í boði Háskólakórsins þar og haldnir sameiginlegir tónleikar fyrir fullu húsi. Kórinn söng í Gimli á Íslendingadeginum og einnig hélt kórinn vel heppnaða tónleika í samkomusal kirkjunnar í Winnipeg. Mikið var ferðast um og skoðaðir áhugaverðir staðir á Íslendingaslóðum og komu margir Vestur-Íslendingar að því að taka á móti kórnum og greiða götu hans með mikilli gestrisni. Var haldið heim eftir vel heppnaða ferð 7. ágúst og þrátt fyrir að skollið væri á verkfall flugumferðarstjóra heima á Íslandi þá hafðist það að koma hópnum aftur heim með hjálp góðra manna.

sýnisferðir um borgina voru haldnir tónleikar í ráðhúsi staðarins ásamt Borgarkórnum en honum stjórnaði Krisztina áður en hún flutti til Íslands. Tónleikunum var vel tekið og var síðan matarboð hópnum til heiðurs í boði Borgarkórsins á eftir, skemmtilegt kvöld. Daginn eftir var farið aftur til Búdapest og haldnir tónleikar með ungverskum kvennakór, Vox Hungarica, um kvöldið. Þessi kór er kvennakór ríkisútvarps Ungverjalands og voru tónleikarnir haldnir í

Írland

Árið 2000 var kórnum boðið að koma sem sérstakur gestakór á 47th Cork International Choral Festival á Írlandi. Til að fá þátttökurétt á þessu virta móti þarf að senda inn hljóðprufur eftir ströngum fyrirmælum um val tónlistar og lagði kórinn mikið á sig til að æfa upp og hljóðrita 4 lög sem voru send til Cork. Árangurinn var að kórinn fékk boð um að koma sem gestakór á mótið sem kórinn þáði. Lagt var af stað 25. apríl ásamt Ágotu Joó kórstjóra og fylgdarliði, mótið byrjaði daginn eftir og stóð til 30. apríl. Á flugvellinum tók á móti kórnum fulltrúi frá mótinu sem var einskonar fylgdarkona kórsins allt mótið, sá um allt sem viðkom kórnum og hélt utan um tímaáætlanir og að koma kórkonum á réttan stað á réttum tíma. Dagskráin var þétt þessa fjóra daga, sungið var hér og þar um borgina, í verslunarmiðstöð, banka og síðan var farið í sérstakt boð til borgarstjórans þar sem kórinn söng í hátíðarsal fyrir borgarstjórann og fulltrúa hans. Kórinn fór einnig til Macroom, bæjarfélags fyrir utan Cork og hélt tónleika í leikhúsi staðarins fyrir fullu húsi áhorfenda og fékk mjög góðar undirtektir. Að þeim loknum var boðið í veitingar og skemmtun af bæjarbúum, höfðinglegar móttökur og einstaklega vel heppnað kvöld. 28. apríl var sungið í City Hall tónleikahöllinni sem mótið fer fram í og var það einstök upplifun. Söngferðin endaði síðan á að kórinn söng á sunnudeginum við messu í Descent of the Holy Spirit Church, mjög virðuleg og falleg kirkja sem tók yfir 1000 manns í sæti og var hljómurinn alveg einstakur þar inni. Síðasti dagurinn var tekinn sem alvöru túristar og fór kórinn ásamt fylgifiskum í rútu og skoðaði nærsveitir Cork, einstaklega fallegt landssvæði og skemmtilegt að ferðast um.

Ungverjaland

Á árunum 2002 - 2004 var kórinn með ungverskan stjórnanda að nafni Krisztina Kalló Szklenárné og var þetta í annað sinn sem kórinn var þeirrar gæfu aðnjótandi að vera með Ungverja við stjórnina. Ákveðið var að fara til Ungverjalands í viku söngferð árið 2004 og skipulagði Krisztina þá ferð fyrir kórinn. Eftir miklar æfingar og undirbúning, með lög sungin á íslensku og ungversku var síðan haldið til Búdapest með 54 manna hóp; 26 kórkonur, stjórnandi, meðleikari og makar þann 30. september þar sem lent var kl. 19:30. Eftir kvöldverð í borginni var síðan farið með rútu til Györ sem er borg í u.þ.b. 124 km. fjarlægð frá Búdapest en hún er heimaborg söngstjórans. Á þriðja degi ferðalagsins eftir æfingar og út-

Óskum Kvennakór Suðurnesja til hamingju með 50 ára afmælið

þessa niðurstöðu. Í þessari keppni voru kórar frá 17 löndum og var það stórfenglegt að sjá á opnunarhátíðinni þegar kórarnir gengu fylktu liði með fána sinna landa um götur bæjarins í skrúðgöngu, gengið niður að torgi bæjarins og sungið fyrir bæjarstjórann sem stóð á svölum ráðhússins, hann hélt síðan ræðu og bauð kórana velkomna. Kórinn fékk líka tækifæri til að halda sína eigin tónleika í höllinni og fengu áheyrendur að heyra meira af íslenskri tónlist þar. Keppnisdagurinn var á þriðja degi ferðalagsins og eftir að hann var liðinn var tækifærið notað til að skoða hið undurfagra umhverfi Riva del Garda. Einnig hélt kórinn árshátíð sína í ferðinni sem var ógleymanleg.

húsnæði þeirra í miðborginni. Salurinn var ekki stór en troðfullur af fólki og sungu kórarnir í sitthvoru lagi og saman og voru tónleikarnir einstaklega skemmtilegir. Kvennakórinn fékk mikið hrós fyrir að syngja á ungversku og er minnistætt þegar eldri maður á fremsta bekk felldi tár yfir gömlu þjóðlagi þeirra sem kórinn söng á hans móðurmáli. Tíminn milli tónleika var notaður í skoðunarferðir og voru margar kirkjur skoðaðar og einstök upplifun fyrir kórinn að syngja Heyr himna smiður í stórum dómkirkjum þar sem hljómurinn var ótrúlegur. Mikil gleði og samstaða ríkti í hópnum og voru allir mjög sáttir þegar haldið var heim eftir einstaklega vel heppnaða ferð.

Ítalía

13. október 2007 hélt kórinn og fylgdarlið af stað til Riva del Garda á Ítalíu til að taka þátt í kórakeppni. Mikill metnaður og vinna hafði verið lögð í að undirbúa kórinn fyrir keppnina eftir að ákvörðun var tekin um að taka þátt. Þessi kórakeppni er hluti af alþjóðlegum keppnum sem Musica Mundi félagasamtökin halda út um allan heim og fara fram víðsvegar ár hvert. Kórinn tók þátt í þjóðlagaflokki og flutti fjögur íslensk þjóðlög í keppninni sem var haldin í Chiesa San Giuseppe tónleikahöllinni. Dómarar voru fimm talsins, frá Ítalíu, Rússlandi, Bandaríkjunum og Hollandi og eru kórar stigaðir í brons, silfur og gullflokka. Kórinn okkar gerði sér lítið fyrir og hoppaði beint í gullflokk og fékk 2 gull innan hans, stórgóður árangur og fékk kórinn mikið hól. Árangur erfiðisins skilaði sér til kórkvenna og stjórnanda og voru allir himinlifandi með

Minneapolis

Kórinn hélt í viku söngför til Minneapolis í október 2014. Í Minnesota var mikið um íslenska, norska, sænska, danska og finnska innflytjendur sem settust þar að frá miðri 19. öld og settu mjög svip sinn á mótun samfélagsins þar. Afkomendur þessara norrænu landnámsmanna í Vesturheimi halda veglega hátíð í október ár hvert og þetta árið var Kvennakór Suðurnesja boðið að koma fram á þessari hátíð og vera þar með fyrsti íslenski kórinn til að gera það. Haldið var af stað 3. október og tóku fulltrúar Íslendingafélagsins á móti kórnum á hótelinu með veitingum af mikilli gestrisni. Kórinn söng á galakvöldi Íslendingafélagsins. Einnig var sungið í messu í norskri kirkju þar sem opnunarhátíðin fer fram. Í sömu kirkju hélt kórinn síðan tónleika þann 8. október þar sem prógrammið innihélt eingöngu íslenska tónlist og mikið af gömlum ættjarðarlögum sem þriðja til fjórða kynslóð Vestur-Íslendinga kunni vel að meta. Kórinn og fylgdarlið upplifði mikla gestrisni hjá þessum frændum okkar í vesturheimi og var mikið skrafað og rifjað upp af kynnum þeirra af heimalandinu Íslandi og sumir reyndu fyrir sér í íslensku af ótrúlegri kunnáttu. Eins og alltaf þegar þessi hópur fer saman í ferðalög þá var þetta mikil skemmtun og frábær upplifun.

Óskum Kvennakór Suðurnesja til hamingju með 50 ára afmælið


6

K VE N NA KÓ R S U ÐU RN ESJ A

50 Á R A

Það er eins og hún sé að spila á hljóðfæri þegar hún stjórnar kórnum

Dagný, Geira og Halli. Ágota Joó stjórnaði Kvennakór Suðurnesja á árunum 1996 til 2000. Hún þykir frábær stjórnandi og voru kórkonur mjög ánægðar með hana. Tónleikagestur sagði eitt sinn að loknum tónleikum: „Það er eins og hún sé að spila á hljóðfæri þegar hún stjórnar kórnum, það er unun að fylgjast með henni.“ Enda hlaut kórinn góða dóma hvar sem hann söng undir hennar stjórn. Ágota fór meðal annars með kórnum til Cork á Írlandi árið 2000 og var eiginmaður hennar, Vilberg Viggósson, píanóleikari kórsins á þeim tíma. Fljótlega eftir ferðina til Cork hætti Ágota sem stjórnandi kórsins og fluttust þau til Ungverjalands í nokkur ár, en það er heimaland hennar. Þau fluttu síðan aftur til Íslands og Ágota stjórnar nú Kvennakór Reykjavíkur og Senjórítum Kvennakórs Reykjavíkur. Við fengum hana til að rifja upp þann tíma sem hún var með Kvennakór Suðurnesja. Það var mjög gaman að starfa með Kvennakór Suðurnesja. Kórinn var svo áhugasamur og ég fann að þær voru stoltar af sinni fortíð en voru samt til í að breyta og taka við nýjungum. Ég man hvað það var gaman að fara með kórinn á kvennakóramótið í Reykholti með

lög eftir Gunnar Þórðarson, Herbert Hriberschek Ágústsson og svo Pergolesi. Það gekk mjög vel og sannaði að kórinn hafði margar mjög góðar raddir innan sinna raða. Ferð kórsins til Cork á Írlandi er ógleymanleg. Það er sérstaklega minnistætt þegar kórinn

söng þar við kaþólska messu og eldri kona sem var Íri átti að láta okkur vita hvenær við áttum að syngja, en hún var svo óörugg að hún missti af tveimur innkomum. Að endingu sá presturinn sig knúinn til að spyrja hvort að þessi íslenski kór ætlaði yfir höfuð að syngja eitthvað. Þá söng kórinn gospelsálminn All my trials og uppskar mikil fagnaðarlæti kirkjugesta á eftir. Jólatónleikar kórsins voru alltaf dásamlegir. Ég man að eftir eina jólatónleikana snjóaði svo fallega og mikið, að það var eins og söngurinn hefði kallað fram hina einu sönnu jólastemmingu. Ég fór í árs leyfi og hefði svo sannarlega viljað vera áfram með kórinn, en þau framtíðarplön breyttust mikið þegar við ílengdumst í Ungverjalandi. Ég þakka öll þessi góðu ár með Kvennakór Suðurnesja og óska kórnum innilega til hamingju með fimmtíu ára afmælið. Með kærri kveðju. Ágota Joó

Skemmtileg uppákoma í Búdapest

Kórinn fór í söngferðalag til Ungverjalands árið 2004. Kvöld eitt í Búdapest eftir langan dag var kórinn og fylgifiskar að koma til baka á hótelið eftir tónleika og ákveðið var að setjast aðeins niður í ,,lobbýi” hótelsins. Að venju þegar þessi hópur er saman kominn ríkir mikil gleði, búið að draga fram harmonikku og farið að syngja. Skyndilega er hópur fólks búinn að stilla sér upp fyrir framan íslenska hópinn og byrjar að syngja. Kom í ljós að þetta voru Norðmenn, blandaður kór að nafni Reppe, sem var á söngferðalagi líka og gisti á sama hóteli. Upphefjast þarna hinir skemmtilegustu tónleikar þar sem söngurinn ómaði frá kórunum á víxl og að endingu sameinuðust hóparnir og sungu saman. Endaði þetta með

alveg einstaklega skemmtilegu kvöldi með frændum okkar Norðmönnum sem gleymist seint. Þetta segir allt um hvað tónlist tengir fólk frá ólíkum stöðum saman.

Til þess að kórastarf geti blómstrað samfleytt í 50 ár þarf bakland að vera til staðar. Eitt af því eru máttarstoðirnar, Dagný Þórunn Jónsdóttir, Geirþrúður Fanney Bogadóttir og Haraldur Haraldsson. Dagný er stjórnandi kórsins, Geirþrúður er píanóleikari og Haraldur er eiginmaður Geirþrúðar og skólastjóri tónlistarskóla Reykjanesbæjar, til margra ára. Frá árinu 2007 hefur Dagný stjórnað kórnum og Geirþrúður spilað undir. Harald er kannski hægt að titla sem heiðurs-kórbullu og velunnara kórsins, því hann er alltaf tilbúinn að rétta fram hjálparhönd og tekur ríkan þátt í því sem kórinn tekur sér fyrir hendur, hvort sem það eru utanlandsferðir, tónleikar eða hreinlega að redda málunum þegar allt virðist komið í þrot. Við í kvennakórnum ákváðum að spyrja þær nokkurra spurninga varðandi kórstarfið og athuga hvort Haraldur lumaði ekki á skemmtilegri frásögn handa okkur.

Þegar Dagný var spurð að því hver sæi um lagavalið fyrir hvert söngár sagðist hún hitta stjórnina og viðra ýmsar hugmyndir. „Við ákveðum síðan eitthvað þema eða yfirskrift fyrir komandi tónleika og ég fer síðan af stað og finn lög sem henta. Fyrir afmælistónleikana ákvað stjórnin þema og sett var á laggirnar lagavalsnefnd sem aðstoðaði mig við lagaval og að finna og láta útsetja nótur.“ Dagný segir að æfingaferlið fyrir tónleika sé yfirleitt frá byrjun september og fram að tónleikum sem eru jafnan haldnir snemma í maí. Hún er spurð að því hver inntökuskilyrðin séu í kórinn og hún svarar á þessa leið: „Einu skilyrðin eru að konur geti sungið og það skemmir ekki fyrir, ef þær eru líka hressar og skemmtilegar!“ Kórkonur eru forvitnar um upplifun kórstjórans á samstarfi við kórinn og meðleikarann og það stóð ekki á svari: „Við erum svo heppnar að hafa yndislegustu konu sem hægt er að velja sér sem meðleikara. Samstarf okkar hefur alltaf verið einstaklega gott og ég veit satt best að segja ekki hvað ég myndi gera án hennar Geirþrúðar. Samstarf við kórinn er alltaf skemmtilegt og gefandi. Þær eru allar alveg dásamlegar, jákvæðar, fyndnar og duglegar. Þegar ég hugsa þetta, ættu þessi atriði að vera inntökuskilyrði í kórinn!“ Við spurðum Geirþrúði hvernig samstarf þeirra Dagnýjar hófst? „Við Dagný kynntumst þegar hún kom til starfa við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar haustið 2002. Við þekktumst því ágætlega þegar hún tók við sem stjórnandi Kvennakórsins.“ Þegar hún var innt eftir því hvort einhver sérviska tengdist undirleik á tónleikum sagði hún svo ekki vera. Henni þætti þó betra að vera ekki of södd fyrir tónleika og að banani væri efstur á vinsældarlistanum. Svo þykir henni gott að eiga smá stund í rólegheitum áður en haldið er á tónleikastað. Hefur einhvern tímann eitthvað óvænt komið upp, á tónleikum sem þú hefur þurft að redda svo lítið bæri á?: „Já, margoft, en mis-stórvægilegt, eins og gengur. Fyrir nokkrum árum vorum við með tónleika þar sem var frekar þröngt á sviðinu og ég hálf-innikróuð við hljóðfærið. Ég hafði þá nýlega fengið mér sérstök „spilagleraugu“ því ég var hætt að sjá á nóturnar með gleraugunum sem ég notaði dags daglega. Nema hvað, í hléinu tók ég af mér spilagleraugun og gleymdi svo að taka þau með mér inn eftir hlé. Ég áttaði mig ekkert á þessu fyrr en ég var sest við hljóðfærið og það var ekki nokkur leið að ætla að klöngrast fram til að sækja gleraugun og

ekkert annað að gera en að láta sig hafa það að spila seinni hluta efnisskrárinnar, eftir minni. Þá kom sér vel að ég kann yfirleitt utanbókar það sem ég hef æft. Að lokum spurðum við Geirþrúði hvernig hún upplifir samstarfið við kórinn og stjórnandann og svarar skilmerkilega: „Samstarfið hefur gengið mjög vel. Stelpurnar í kórnum eru einstakir dugnaðarforkar. Ég dáist að þeim að syngja alltaf allt utan bókar á tónleikum. Það lýsir miklum metnaði. Dagný veit svo sannarlega hvað hún syngur, ef ég má komast svo að orði, og hún er frábærlega flink í að vinna með mannsröddina. Auk þess er hún einhver jákvæðasta manneskja sem ég hef kynnst.“

Haraldur hafði þessa skemmtilegu sögu að segja. Ég er svo heppinn að eiginkona mín er meðleikari Kvennakórs Suðurnesja. Vegna þeirrar tengingar hef ég upplifað margt skemmtilegt með kórnum og mökum kórkvenna í gegnum tíðina, bæði á tónleikum hér í Reykjanesbæ og á tónleikaferðalögum hérlendis sem erlendis. Haustið 2007 tók Kvennakór Suðurnesja þátt í stórri kórakeppni í bænum Riva del Garda á Ítalíu. Í þessum litla og einstaklega fallega bæ við norðurenda Gardavatns hefur þessi keppni verið haldin árlega um langt árabil. Kórinn var mjög vel undirbúinn, eins og hann er reyndar alltaf fyrir það sem hann tekur sér fyrir hendur, og hópurinn allur mjög vel stemmdur og fullur eftirvæntingar. Kórinn, stjórnandi og meðleikari geisluðu af sjálfstrausti og það var gaman að sjá hvað þær voru staðráðnar í að gera sitt allra, allra besta til ná langt í keppninni. Keppnisskapið sem sagt sveif yfir vötnum. Keppnin fór fram á stóru sviði í risa stórum tónleikasal og eftirvænting kórsins, í bland við eðlilegan glímuskjálfta, eftir því að komast á svið og láta til sín taka var mikil. Við makarnir vorum ekki síður spenntir og sendum allar okkar jákvæðu- og bjartsýnishugsanir til stelpnanna okkar þegar þær loks stigu á svið. Söngur Kvennakórs Suðurnesja var öruggur, tær og fallegur og kórinn gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna í sínum flokki. Ég var afskaplega stoltur af því að tilheyra þessum hópi af Suðurnesjum á litla Íslandi þegar kórinn tók á móti verðlaunum sínum. En það þarf engin verðlaun í keppni til þess að ég sé stoltur af Kvennakór Suðurnesja. Þar ríkir tónlistarlegur metnaður fyrir því að gera eins vel og unnt er, undir faglegri handleiðslu öflugs kórstjóra og meðleikara. Kæri Kvennakór Suðurnesja, til hamingju með afmælið.



8

K VE N NA KÓ R S U ÐU RN ESJ A

Kvennakór Suðurnesja og mamma fyrsti tónlistarkennarinn Kvennakór Suðurnesja fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir og vil ég nota þetta tækifæri til að óska kórnum, og öllum sem að honum hafa komið í hálfa öld, innilega til hamingju. Ég á margar góðar minningar sem tengjast kvennakórnum. Mamma, Gauja Guðrún Magnúsdóttir, var einn af stofnfélögum kórsins og söng með honum um áratuga skeið. Ég hef verið 6 – 7 ára þegar ævintýrið hófst og man eftir mömmu við eldhúsvaskinn, að ganga frá eftir kvöldmatinn heima á Kirkjuteig, og að hita sig upp fyrir söngæfingu sem hófst kl. 20:00. Hún söng skala, brotna þríhljóma og ýmsar aðrar klassískar söngæfingar sem smátt og smátt síuðust inn í hausinn á mér. Einnig man ég eftir að hafa setið með henni við píanóið heima þegar hún var læra sínar raddir í lögunum og spila með. Þegar ég hóf síðan nám í tónheyrn í mínu tónlistarnámi kunni ég allar helstu söng- og raddæfingar og gat strax sungið eftir nótum. Þá var mér ljóst að þessi samviskusemi mömmu hafði kennt mér ýmislegt og var í raun upphafið að minni tónlistarmenntun. Síðar átti ég þess kost sem fiðlunemandi tónlistarskólans að spila með kórnum á tónleikum og mér er sérstaklega minnisstæð ferð sem hljómsveit skólans fékk að fara með til tónleikahalds í félagsheimilinu að Borg í Grímsnesi. Margar af bestu vinkonum mömmu voru í kórnum og greinilegt að á þessum upphafsárum skipaði kórinn strax stóran sess í bæjarog félagslífi kórfélaga. Fyrir það vil ég nú þakka af heilum hug. Ég á einnig minningar um samtöl við samkennara mína í tónlistarskólanum um kórastarfið en sumir þeirra komu að því á ýmsum tímum sem stjórnendur,

Spurningar og svör: 1. Hvað hefurðu verið lengi í Kvennakór Suðurnesja? 2 . Hvað finnst þér skemmtilegast að syngja? 3. Hvað gefur það þér, að vera í kór? Sigurjóna Björk Andrésdóttir:

raddþjálfarar eða undirleikarar. Vil ég þar t.d. nefna Herbert H. Ágústsson, Ragnheiði Skúladóttur, Gróu Hreinsdóttur og Siguróla Geirsson. Allt frábærir tónlistarmenn sem gáfu mikið af sér til tónlistarlífsins á Suðurnesjum. Í núverandi starfi hef ég átt þess kost að fylgjast með uppgangi og velgengni hinna ýmsu tónlistarhópa, hljómsveita og kóra. Allt skiptir þetta máli því maðurinn lifir ekki á brauðinu einu saman. Því vil ég nota þetta tækifæri til að brýna forvígismenn í tónlistarog menningarlífi bæjarins til að halda áfram því mikla og góða starfi sem hér er unnið af fjölmörgum einstaklingum í sjálfboðavinnu, með stuðningi fyrirtækja og opinberra aðila. Megi Kvennakór Suðurnesja dafna um ókomin ár. Kær kveðja Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar

Hljómfagur söngur auðgar menningarlífið Kvennakór Suðurnesja hefur vakið verðskuldaða athygli og umfjöllun hérlendis sem erlendis í gegnum árin. Gagnrýnendur voru á einu máli um hljómfagran söng kvennakórsins og hann sagður auðga menningarlíf Suðurnesjamanna. Kom m.a. fram í umfjöllun Valtýs Guðjónssonar í Tímanum fljótlega eftir stofnun hans að tónleikar Kvennakórs Suðurnesja sem og söngstundir með Karlakór Keflavíkur væru einstakir menningarviðburðir og að sjaldan hafi farið fram jafn fágaður og vel heppnaður kórflutningur í Keflavík. Frá stofnun vakti kórinn strax athygli blaðamanna sem höfðu meðal annars á orði að hefðarfrúr á miðjum aldri stæðu þar við hlið ungra meyja. Tíðarandinn lýsir sér vel í greinum og viðtölum á upphafsárum kórsins þar sem kórkonur eru kallaðar önnum kafnar húsmæður og sérstaklega spurðar að því hvernig takist að samræma húsmæðrastörf og sönginn. Eftir 50 ára sögu er ljóst að hvorki húsmæðrastörf né önnur

50 Á R A

1. Ég byrjaði í kórnum haustið 2013. 1. Mér finnst skemmtilegast að syngja íslenskar perlur eins og Tvær stjörnur, Dagný, Betlikerlinguna og margt fleira, sem sagt allt íslenskt. 2. Að vera í kór gerir mér mjög gott, léttir lundina og félagslegu hliðina, einnig mjög góð leið til að kynnast nýju fólki, ég kom ný inn í sveitarfélagið og þekkti mjög fáa, þá var þetta góð leið til að komast inn í menninguna og kynnast fólkinu á svæðinu.

Helga Hrönn Ólafsdóttir:

1. Ég er búin að vera í Kvennakór Suðurnesja í 18 ár í haust. Byrjaði haustið 2000. 2. Mér finnst mest gaman að syngja létt og skemmtilegt ásamt kirkjulögum og latínu. 3. Þessi dásamlegi félagskapur númer eitt tvö og þrjú og útrásin við það að syngja.

Halldóra Lúthersdóttir:

1. Kom í kórinn 1997 samkvæmt áreiðanlegum heimildum frá mínum sessunaut. 2. Mér finnst flest gaman að syngja, reyndar myndi ég ekki gráta það að sleppa jólatónleikum. 3. Það gefur mér helling að vera í þessum félagsskap, hressar konur, fara í Skálholt og sprella saman.

Hrafnhildur Bryndís Rafnsdóttir:

1. Það eru komin 12 ár. 2. Finnst gaman að syngja allt þegar ég er búin að læra það, en það er gaman að taka íslensk dægur- og ættjarðarlög. 3. Gleði og góðan félagsskap.

Þórdís Símonardóttir:

1. Ég hef verið í Kvennakór Suðurnesja síðan haustið 1995 eða í 22 ár (næstum 23). 2. Mér finnst allt skemmtilegt, sérstaklega ef textinn er á íslensku, hef aldrei sungið neitt leiðinlegt . 3. Það sem gefur mér að vera í kór, er tækifærið til að syngja, félagsskapurinn, sem er alltaf skemmtilegur, það léttir allt. Því segi ég: Söngur í sál og söngur í hjarta, gerir líf og daga bjarta.

Rakel Gunnarsdóttir:

störf hafa aftrað kórkonum eða haft áhrif á þeirra kraftmikla starf. Jón Ásgeirsson sagði í umfjöllun um afmælistónleika í tilefni af 30 ára afmæli kórsins að Kvennakór Suðurnesja hafi haft mikilvæga þýðingu fyrir þróun söngs á Suðurnesjum. Aðkoma kvennakórsins að stofnun landssambands kvennakóra sýnir einnig áhrif starfsins á landsvísu. Í tímans rás hafa áhrif frumkvöðlastarfs kórkvennanna sýnt sig m.a. í sívaxandi áhuga á söng- og kórastarfi og er elsti starfandi kvennakór landsins mikilvæg fyrirmynd í þeim skilningi.

1. U.þ.b. 2 og 1/2 ár, byrjaði í september 2015. 2. Erfitt að nefna eitthvað sérstakt, það er svo gaman að syngja að það skiptir ekki öllu máli hvað lagið heitir. Það er nánast allt skemmtilegt þegar maður er búinn að læra það. 3. Það er yndislegt að vera í kór, söngur nærir sálina og félagsskapurinn er svo frábær og gefandi. Ef það er eitthvað sem ég sé eftir um ævina þá er það að hafa ekki byrjað fyrr í kór.

Ásdís Júlíusdóttir:

1. Ég hef verið í Kvennakór Suðurnesja frá miðjum september 2017 þegar ég kom á kynningaræfinguna. 2. Það eru nokkur lög úr afmælispró-

gramminu sem mér finnst mjög skemmtilegt að syngja, m.a. Þannig týnist tíminn, Little Talks, Rabbabara Rúna o.fl. 3. Það gefur mér mjög mikið að vera í kór, gaman að syngja, læra á alt-röddina, skilja nótnablöð og ekki skemmir félagsskapurinn. :-)

Bergný Jóna Sævarsdóttir:

1. Hvað hefurðu verið lengi í Kvennakór Suðurnesja? – Ég held að ég hafi byrjað í kórnum árið 2003 en tók smá hlé minnir mig 2008. 2. Hvað finnst þér skemmtilegast að syngja? Mér finnst skemmtilegast að syngja íslensk ættjarðarlög. Svo eru krefjandi verk, brot úr óperum t.d. skemmtilegar áskoranir. 3. Hvað gefur það þér, að vera í kór? Í kór eru allir jafnir, allir þurfa að sýna tillitsemi og gefa af sér svo heildarútkoman standist áætlanir og markmið. Fyrir verkefnisstjóra er þetta frábær upplifun – að sjá öll púslin smella saman. Félagsskapurinn, jógaáhrifin og gleðin toppar þó annað.

Sigurbjörg Sveinsdóttir:

1. 40 ár, en ég er samt ekki alveg með það á hreinu. 2. Öll falleg lög sem hljóma vel og gefa góða tilfinningu. 3. Gleði, góðan félagsskap, andlega og líkamlega vellíðan. Mitt Jóga!

Guðrún Karítas Karlsdóttir:

1. Ég er búin að vera í kórnum síðan 1992 með smá hléum á milli. 2. Eiginlega auðveldara að svara hvað mér finnst leiðinlegast að syngja því flest þykir mér skemmtilegt, finnst þó skemmtilegast ef er einhver ögrun í því sem ég er að gera og kannski þess vegna sem mér finnst svona gaman að syngja millirödd, einhverra hluta vegna eru enskir madrigalar mitt uppáhald sem ég hef sungið með kórnum, finnst þeir mjög skemmtilegir. 3. Að vera í kór er mjög gefandi, ef ég hef þurft að taka mér hlé vegna anna þá er ég alltaf með hugann við það hvenær ég geti farið í kórinn aftur. Það að geta hreinsað hugann svona tvisvar í viku á æfingum er alveg ótrúlega mikil andleg heilsubót, svo er það líka svo gefandi að upplifa uppskeruna, þegar allt fer að ganga upp og hópurinn orðinn eins og ein manneskja.

Erla Sigurjónsdóttir:

1. Ég hef verið í Kvennakór Suðurnesja síðan í september árið 2000. 17 og hálft ár með 6 mánaða veikindafríi, og finnst þetta vera partur af mér. 2. Jeddúdda mía. Mjög margt. Ave Maríurnar eru yndi. Íslensk dægurlög, þjóðleg lög eins og Spinnaminni, sönglög úr bíómyndum og söngleikjum og margt fleira.. 3. Að syngja í kór gefur manni bara allt. Gleði. Bros. Hlátur. Yndislegasta félagsskap sem hugsast getur. Stórt og endurnært hjarta. Svo má ekki gleyma tónlistinni sem endurnærir bætir og kætir. Gæti talið endalaust.


blað er komið út Skoðaðu á husa.is

Laugardaginn 17. febrúar frá kl. 10-14 Mögnuð tilboð, kaffi og kleinur fyrir alla

20% afsláttur

SÚPER TILBOÐ

15.995

kr

19.995 kr Vinnuborð

Stanley, 91x58x10 cm. Hægt að fella saman. 5079916

32%

32%

afsláttur

afsláttur

SÚPER TILBOÐ

SÚPER TILBOÐ

31.995

13.997

kr

46.995

kr

19.995 kr

kr Hleðsluborvél + 100 fylgihlutir

Guðbrandur Jónatansson, deildarstjóri verkfæradeildar fagmannaverslunar Húsasmiðjunnar kynnir spennandi nýjungar.

Hleðsluborvél

18V, 2 stk., 2,5Ah Li-ion rafhlaða, hersla 52Nm. Þyngd 1,7 kg. Flott taks með skúffu undir bitasett fylgir.

18V, 2 stk., 1.5Ah, rafhlöður og 1 hleðslutæki. 5245997

5246783

HÖRKU

VERKFÆRADAGAR!

31% afsláttur

SÚPER TILBOÐ

SÚPER TILBOÐ

5.995 8.985 kr

kr

33% afsláttur

Höggborvél

175

500W.

12.995

kr

18.995 kr

Borvél 10,8V + 100 fylgihlutir 2 stk., 1.5sH Li-ion rafhlöður, hersla 25Nm.

5245566

5245599 HVER HILLA

SÚPER TILBOÐ

4.796

kr

5.995kr

Hillurekki Strong175 Galva Stærð: 180x90x45 cm, 5 hillur, hver hilla ber 175 kg. Litur: Galv. 5803673

SÚPER TILBOÐ

8.397 11.995 kr

kr

SÚPER TILBOÐ

30% afsláttur

Juðari Juðari (slípimús) í tösku. 120W + 6 arkir.

Skoðaðu úrvalið á husa.is

5245799

6.995 10.995 kr Topplyklasett

Neo, 1/2”, 23 stk. 5052509

Byggjum á betra verði

kr

36% afsláttur


14

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 15. febrúar 2018 // 7. tbl. // 39. árg.

Heldur útgáfuhóf fyrir Mojfríði í Bókasafninu

Mér finnst best að vakna eldsnemma, um sexleytið, en ég vinn best á morgnana og fram yfir hádegið. Þetta eru svona fimm, sex tímar sem ég er í nokkurs konar skrifflæði en svo er eins og skrúfað sé fyrir og ég tæmist.

– viðtal við Mörtu Eiríksdóttur rithöfund

Marta Eiríksdóttir er fædd og uppalin í Keflavík, leiklistarkennari, viðburðarstjóri, dans- og jógakennari og nú rithöfundur. Nýjasta bók hennar, Mojfríður einkaspæjari, verður gefin út fimmtudaginn 15. febrúar nk. Marta er gift Friðriki Þór Friðrikssyni og eiga þau tvö uppkomin börn og eitt barnabarn. Hjónin fluttu til Noregs árið 2011 og þá byrjaði Marta að skrifa. „Ég hef skrifað sex bækur í allt frá því að við fluttum hingað til Noregs árið 2011 en ég byrjaði að skrifa hér í upphafi vegna þess að ég var atvinnu- og

mállaus,“ útskýrir Marta. Þrjár bækur eftir Mörtu hafa nú verið gefnar út. Sú fyrsta var gefin út í samstarfi við Víkurfréttir, og heitir Mei mí beibísitt? Æskuminningar úr bítlabænum Keflavík. Í þeirri bók rifjar hún upp lífið í Keflavík þegar hermenn og fjölskyldur þeirra bjuggu mitt á meðal okkar Íslendinganna

og litlu stelpurnar fóru á milli húsa til að passa Kanabörn. Þessi bók rifjar einnig upp hvernig krakkar á þessum tíma þurftu að skapa sína eigin leiki en bókin er skrifuð í léttum dúr. Húmorinn svífur yfir vötnum í þessari sögulegu skáldsögu. Næstu bók gaf Marta út sjálf út hjá Balboa Press, sem er prentútgáfa í

eigu Hay House í Bandaríkjunum og Louise Hay. Bókin heitir Becoming Goddess – Embracing Your Power! en hún skrifuð fyrir konur sem vilja vinna í sjálfri sér, opna fyrir kraftinn sinn og innri styrk og láta drauma sína rætast. Þetta er bók sem er afrakstur Gyðjuhelga sem Marta hélt undir Jökli í tíu ár þar sem konur komu saman til að leika sér og styrkja sig með jóga, dansi, leiklist og jurtafæði.

Mojfríður er kynlegur kvistur

Eins og áður segir kemur Mojfríður einkaspæjari út þann 15. febrúar nk. Sagan er fyrsta skáldsaga Mörtu og fjallar um undarlega konu sem er óvenju saklaus og góð. Þetta er einskonar njósnasaga þar sem aðalpersónan lætur æskudraum sinn rætast um að verða einkaspæjari kvenna og njósnar um eiginmenn sem stunda framhjáhald. Marta þvertekur fyrir að segja meira um framvindu sögunnar annað en að Mojfríður sé kynlegur kvistur, kona sem kom til hennar á sundlaugarbakka á Mallorca vorið 2013. Þá sat Marta í sólbaði og sagði

við manninn sinn að hana langaði að skapa skemmtilega skrýtna persónu sem gæti glatt lesendur með furðulegum uppátækjum. Þar með fæddist aðalpersónan í rabbi þeirra hjóna. „Ég hló sjálf mikið þegar ég var að skrifa þessa bók,“ bætir Marta við hress í bragði. Margir staldra sennilega við titil bókarinnar og þegar Marta er spurð hvaðan nafnið Mojfríður kemur stendur ekki á svörum. „Ég heyrði þetta nafn hérna í Noregi en þetta er gamalt víkinganafn og þýðir meyjan fríð eins og Norðmenn skrifa það. Mér fannst skemmtilegt að nota það beint og kalla konuna Mojfríði en ekki Meyfríði, því hin útgáfan fannst mér fyndnari og ég vildi hafa léttleika í bókinni. Nafnið kom fyrst og svo kom persónan sem fylgdi þessu moji mínu.“


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 15. febrúar 2018 // 7. tbl. // 39. árg.

Ég man eftir mér skrifandi þegar ég var aðeins sjö, átta ára gömul með litlu gormabókina mína að skálda eitthvað og lesa upp fyrir mömmu mína. Þetta er eiginleiki sem ég finn að er að taka meira pláss í lífi mínu núna því mér finnst gaman að skrifa. Byrjaði rithöfundaferilinn ung að árum

Marta byrjaði ung að semja sögur: „Ég man eftir mér skrifandi þegar ég var aðeins sjö, átta ára gömul með litlu gormabókina mína að skálda eitthvað og lesa upp fyrir mömmu mína. Þetta er eiginleiki sem ég finn að er að taka meira pláss í lífi mínu núna því mér finnst gaman að skrifa.“ Marta byrjaði fyrst að skrifa fyrir aðra þegar hún sá um viðtalsþætti hjá Víkurfréttum þar sem hún leitaði uppi hvunndagshetjur og gerði þeim skil í blaðinu undir Lífið í bænum sem eflaust margir muna eftir. „Það gaf mér heilmikið þegar fólk út í bæ fór að hafa orð á því við mig hvað þetta viðtal eða hitt var gott, hvað það var gaman að lesa það sem ég skrifaði.“

við aðra skáldsögu síðasta sumar sem á eftir að koma út. Síðastliðið vor hreinskrifaði Marta aðra bók og endurbætti en hún byrjaði á þeirri bók ein undir jökli sumarið 2016. Sú bók fjallar um hugþjálfun. „Það er alltaf langur ferill að skrifa og svo að koma bókinni út. Þegar ég er búin að skrifa bók þá legg ég henni, fer að gera eitthvað annað í einhverjar vikur, svo hreinskrifa ég bókina og þá getur hún breyst eitthvað.“

Tilheyra hinum íslenska ættbálki

Marta og Friðrik hafa notið sín í Noregi og segir Marta Norðmenn vera ansi líka Íslendingum á margan hátt.

Fer í skrifflæði

Marta skipuleggur sig vel þegar hún er að skrifa. Hún byrjar daginn snemma, fer í göngutúr, síðan heim og dansar og gerir jóga – svo sest hún niður við tölvuna. „Þá byrjar flæðið og það er mjög spennandi fyrir mig. Mér finnst best að vakna eldsnemma, um sexleytið, en ég vinn best á morgnana og fram yfir hádegið. Þetta eru svona fimm, sex tímar sem ég er í nokkurs konar skrifflæði en svo er eins og skrúfað sé fyrir og ég tæmist. Það gefur mér heilmikið að skrifa, ég finn hvernig sköpunarkraftur minn fær útrás. Bækurnar mínar eru málverkin mín.“ Marta hefur ekki setið auðum höndum upp á síðkastið en hún lauk

SUMARSTARF

Þjónustufulltrúi í Bílaleigu í KEFLAVÍK Thrifty Car Rental, bílaleiga Brimborgar, leitar að röskum og jákvæðum starfsmanni í sumarstarf þjónustufulltrúa á starfsstöð í Keflavík. Stutt lýsing á starfi:

· Afhending bíla til erlendra sem innlendra viðskiptavina og móttaka við leiguskil · Samskipti við innlenda sem erlenda söluaðila · Upplýsingagjöf, sala þjónustu og skráning bókana Hæfniskröfur: · Stúdentspróf og/eða reynsla af sambærilegu starfi · Hæfni í tölvunotkun · Gilt bílpróf · Framúrskarandi þjónustulund · Mjög góð íslensku- og enskukunnátta Unnið er á vöktum frá 05:00-17:00 (2,2,3). Æskilegt er að viðkomandi sé búsettur á svæðinu. Nánari upplýsingar um starfið má finna á www.brimborg.is (laus störf). Umsóknarfrestur er til 26. febrúar 2018.

Hún segir samfélagið vera sanngjarnt og allir vilja öllum vel, en það var aldrei stefnan að setjast að í Noregi. „Við hjónin ætluðum aldrei að setjast hér að til frambúðar, það var alltaf meiningin að snúa aftur heim til Íslands einn daginn þegar okkur fannst við vera búin að upplifa nóg og læra margt nýtt. Það er hollt að prófa að búa í öðru landi og við sjáum það einnig sem ávinning fyrir Ísland þegar við snúum heim aftur með allan þann andlega fjársjóð sem við höfum safnað hérna. Ísland er auðvitað alltaf besta landið, hér er besta náttúran og besta fólkið – dálítið villt og ótamið en umfram allt býr skapandi og skemmtilegt fólk heima. Við tilheyrum hinum íslenska ættbálki og það togar okkur heim að vera aftur nálægt fjölskyldu okkar og góðum vinum. Við flytjum heim í vor og erum að ákveða þessa dagana hvar við viljum búa á Íslandi.“

Öllum boðið í útgáfuhóf

Þann 15. febrúar verður allsherjar útgáfuhóf í tilefni útgáfu bókarinnar Mojfríður einkaspæjari. Mörtu datt strax í hug að blása til veislu í Bókasafni Reykjanesbæjar en hvers vegna þar? „Vegna þess að ég vildi koma heim í gamla bæinn minn og fagna þessari bókaútgáfu með fólki af Suðurnesjum fyrst og fremst. Svo hafði ég, eins og fleiri, tekið eftir því að Bókasafnið í Reykjanesbæ býður upp á framúrskarandi menningarstarf. Á meðan einhverjir tala um að bækur séu að verða úreltar þá réttir þetta bókasafn úr bakinu og opnar fleiri víddir í rekstri þess. Það vekur athygli og áhuga minn. Þarna starfar fólk sem greinilega veit að við þurfum að njóta þess að halda áfram að lesa bækur og ekki bara til þess að styrkja okkur

15

sem manneskjur heldur einnig til þess að styrkja málkennd okkar sem tölum íslensku. Þetta er stórmerkilegt tungumál sem norsku víkingarnir töluðu og tóku með sér til Íslands á sínum tíma og enn er íslensk tunga varðveitt á þessari litlu eyju, Íslandi. Bækur auðga líf okkar. Það er svo notalegt að lesa í bók úr pappír, ekkert róar mann meira, t.d. í sumarbústað, en að lesa góða bók eða vera heima uppi í sófa og njóta þess að svífa inn í ímyndaðan söguheim og verða fyrir góðri upplifun. Mér sjálfri finnst æðislegt að enda daginn á góðri bók uppi í rúmi,“ segir Marta að lokum. Útgáfuhófið verður í Bókasafni Reykjanesbæjar fimmtudaginn 15. febrúar og hefst klukkan 20. Húsið opnar klukkan 19.30 og boðið verður upp á kaffi og konfekt á meðan birgðir endast.

Skatta fróðleikur KPMG 23. FEBRÚAR | KL. 9-11 KPMG, KROSSMÓA 4 Ýmsar breytingar hafa orðið á skattalögum á síðastliðnu ári og á þessum fróðleiksfundi verður farið yfir helstu breytingar og það sem er efst á baugi í skattamálum. Málefni tengd ferðaþjónustu verða til umfjöllunar og komið inn á áherslur skattyfirvalda í eftirliti. Einnig verður spáð almennt í skatteftirlit til framtíðar í ljósi mikillar þróunar í tæknimálum. Þátttaka er án endurgjalds, en skráning og nánari upplýsingar er að finna á kpmg.is


16

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 15. febrúar 2018 // 7. tbl. // 39. árg.

Samkeppniseftirlitið hefur rannsókn á gjaldtöku við flugstöð

Rannsókn er hafin á hárri gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Gray Line kærði þessi áform Isavia þann 10. febrúar síðastliðinn og hefur fengið afrit af bréfi Samkeppniseftirlitsins til Isavia vegna málsins, dagsettu 6. febrúar. Samkeppniseftirlitið segir í bréfinu að ljóst sé af frummati þeirra að fyrirhuguð gjaldtaka Isavia á hópferðafyrirtæki muni að óbreyttu leiða til mikillar verðhækkunar á farþegaflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli. Vegna forsögu málsins hefur Samkeppniseftirlitið ákveðið að taka kæru Grey Line til meðferðar og hefja rannsókn. Samkeppniseftirlitið segir í bréfinu að háttsemi Isavia komi til skoðunar samkvæmt 11. grein samkeppnislaga, sem felur í sér bann við markaðsráðandi stöðu, svo og eftir atvikum 54. grein EES-samningsins. Isavia fær frest til 16. febrúar til þess að skýra sjónarmið sín og skila upplýsingum um gjaldtökuáformin. Samkeppniseftirlitið óskar meðal annars eftir öllum upplýsingum og gögnum sem Isavia býr yfir sem varða undir-

búning og ákvarðanir um útboð á aðstöðu upp við flugstöðina, gjaldtöku á stæðum fyrir hópbifreiðar og vegna ákvörðunar um að undanskilja Strætó bs. frá gjaldtöku. Óskað er eftir því að fá alla tölvupósta, minnisblöð, útreikninga og Excel-skjöl, fundargerðir, samskipti við aðila á markaði og opinbera aðila. Ástæðan fyrir stuttum svarfresti er sú að gjaldtakan á að hefjast þann 1. mars nk. og Grey Line fór fram á

bráðabirgðarákvörðun um að stöðva hana. Samkeppniseftirlitið tekur fram í bréfi sínu að því sé heimilt að taka ákvarðanir til bráðabirgða ef sennilegt þykur að viðkomandi háttsemi fari gegn ákvæðum samkeppnislaga og raski samkeppni. Fyrir liggur, segir í bréfinu, að atvinnustarfsemi tengd flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli geti haft verulega sérstöðu í samkeppnislegu tilliti, sem geti falið sér rök fyrir hraðari málsmeðferð heldur en ella. Óskað er eftir sjónarmiðum Isavia til bráðabirgðarákvörðunarinnar og spurt hvort til álita komi af hálfu ríkisfyrirtækisins að fresta gjaldtökunni á meðan rannsókn stendur yfir. Forsaga málsins er sú að þann 1. desember sl. tilkynnti Isavia að gjaldtaka myndi hefjast þann 1. mars nk. af hópferðabílum sem sækja farþega

Brekkustíg 39 - 260 Reykjanesbæ - Sími 444 2200

LÖGREGLUMENN LÖGREGLUSTJÓRINN Á SUÐURNESJUM

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eru lausar til umsóknar stöður lögreglumanna með starfsstöð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Skipað, sett eða ráðið verður í stöðurnar frá 1. mars 2018.

Nánari upplýsingar um störfin á www.starfatorg.is og þar skal umsóknum skilað eigi síðar en 26. febrúar nk.

leyfi á akstri milli flugstöðvarinnar og Reykjavíkur. SSS ætlaði að taka til sín 40% af tekjum þeirra hópferðafyrirtækja sem gerðu tilboð í aksturinn, en það er svipað hlutfall og Isavia áformar að nú að hafa af þessum akstri. Samkeppniseftirlitið taldi áform SSS á sínum tíma stríða gegn hagsmunum neytenda, skerða samkeppni og leiða til hærri fargjalda. Vísaði Samkeppniseftirlitið til þess í áliti sínu nr. 1/2013 að Gray Line hefði hafið samkeppni við Kynnisferðir á þessari leið árið 2011 og hefði það leitt til lækkunar fargjalda. Svo fór að farið var að tilmælum Samkeppniseftirlitsins og hætt við einokunaráform Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna.

Helga Árnadóttir til liðs við Bláa Lónið

Lögreglan á Suðurnesjum

Lögreglustjóraembættið á Suðurnesjum er annað stærsta lögregluembætti landsins. Flugstöðvardeild er ein deild innan þess og sinnir löggæslu á langstærsta alþjóðaflugvelli Íslands. Í flugstöðvardeild eru lögreglumenn að fást við margs konar krefjandi verkefni. Það reynir á margs konar hæfni og menn öðlast reynslu sem erfitt er að fá annars staðar innan lögreglunnar. Má þar m.a. nefna samskipti við farþega, áhafnir, flugfélög, annað starfsfólk og erlend lögreglulið. Einnig reynslu varðandi landamæragæslu, umsóknir um alþjóðlega vernd, smygl á fólki, mansal, viðbragðsáætlanir vegna flugverndar, flugslysa o.fl. Flugstöðin er einn stærsti vinnustaður landsins og er óhætt að kalla hann líflegan.

á svokölluðum fjarstæðum við flugstöðina. Gjald fyrir minni bíla á að vera 7.900 kr. og fyrir stærri bíla 19.900 kr. Þessi áform kærði Grey Line til Samkeppniseftirlitsins á þeim forsendum að fyrirhuguð gjaldtaka væri margfalt hærri en eðlilegt gæti talist og stríddi alvarlega gegn hagsmunum neytenda. Grey Line benti á að við margar alþjóðlegar flugstöðvar í nágrannalöndunum væri ýmist ekkert gjald tekið, af þessum hagkvæma og umhverfisvæna ferðamáta, eða mun lægra en Isavia áformaði. Samkeppniseftirlitið rifjar upp í bréfinu til Isavia fyrri afskipti sín af áformum um háa gjaldtöku af akstri hópferðabíla með farþega til og frá flugstöðinni. Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) voru þar að verki en Vegagerðin hafði veitt þeim einka-

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur verið ráðin til Bláa lónsins og hefur störf 1. júní næstkomandi. Helga mun verða framkvæmdastjóri Blue Lagoon Journeys ehf, dótturfélags Bláa lónsins, sem vinnur að þróunarverkefnum félagsins á sviði ferðaþjónustu. Þessi ráðning styður auknar áherslur Bláa lónsins á þeim vettvangi. Starfið heyrir beint undir forstjóra og mun Helga taka sæti í stjórnendateymi Bláa lónsins. „Umhverfi ferðaþjónustunnar er nú að taka byltingarkenndum breytingum, ekki síst vegna stafrænnar þróunar, og það er afar ánægjulegt að hafa fengið Helgu til liðs við Bláa lónið til að leiða mjög áhugaverð verkefni á þeim vettvangi,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. „Ég hef starfað með Helgu undanfarin fjögur ár sem formaður SAF þar sem hún hefur unnið frábært starf. Bláa lónið er í miklum vexti. Hjá okkur starfa nú rúmlega 700 manns en á næstu vikum opnum við nýtt upplifunarsvæði og hótel við Bláa lónið. Starfsemi félagsins er í stöðugri þróun

og mörg spennandi verkefni sem við vinnum nú að. Það er því mikill akkur af því að fá Helgu til liðs við okkur í þessi mikilvægu verkefni.“ „Verkefni tengd frekari þróun og nýsköpun Bláa lónsins eru spennandi og er gaman að fá að takast á við þau með öflugu starfsfólki og forstjóra, sem ég hef átt mjög gott og farsælt samstarf við á síðustu árum á vettvangi SAF,“ segir Helga. „Fyrirtækið er leiðandi í ferðaþjónustu á Íslandi og er það von mín að kraftar mínir og reynsla muni nýtast vel í þeim fjölmörgu þróunarverkefnum sem framundan eru.“


CERAVIVA SN #1 30x60cm 15x60cm

3.190 kr. m2 3.490 kr. m2

Gegnheilar gæða flísar

CERAVIVA SN #2 30x60cm 3.190 kr. m2

CERAVIVA TWILIGHT #4 60x60cm

CERAVIVA SN #3 60x60cm 30x60cm

3.390 kr. m2

CERAVIVA TWILIGHT #3 60x60cm

Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

2.990 kr. m2 3.190 kr. m2

3.390 kr. m2

CERAVIVA SN #1 60x60cm

2.990 kr. m2

CERAVIVA TWILIGHT #6 60x60cm

3.390 kr. m2

Gott verð fyrir alla, alltaf !


18

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 15. febrúar 2018 // 7. tbl. // 39. árg.

Unnur Sig Gunnarsdóttir býr í Svíþjóð:

„Ísland er einfaldlega best“ Ræturnar liggja þó á Íslandi, þó að í dag sjái ég ekki fyrir mér að flytja heim en ég þarf samt að koma reglulega heim, ég þarfnast náttúrunnar, ættingja minna, vina og síðast en ekki síst að fá góða íslenska máltíð, íslenskur matur er bara eðal.

Taj Mahal í mars 2017.

Unnur Sig Gunnarsdóttir ólst upp í Keflavík en býr í Svíþjóð ásamt kærasta sínum, börnum og hundinum Dimmu. Líf hennar tók töluverðum stakkaskiptum árið 2014 en í dag er hún í nýju starfi, flutt á nýjan stað og nýtur lífsins til hins ítrasta. Unnur mælir með því að fólk búi erlendis, geri eitthvað nýtt og stökkvi í djúpu laugina en sjálf hefur hún búið í Svíþjóð frá 2011.

Sænsk samstarfskona kemur til Íslands til að ná sér í orku

Í dag starfar Unnur við Linneuniversitetet í Kalmar sem liggur við austurströnd Svíþjóðar og er u.þ.b. 400 km suður af Stokkhólmi. „Starfsheiti mitt er viðskiptahagfræðingur á heilsu- og heilbrigðisdeild sem tilheyrir/fellur

undir heilbrigðis- og lífvísindasvið háskólans. Mitt starf felst í því að sjá um áætlanir, spár, uppgjör og ýmsar greiningar innan sviðsins, allt utanumhald á verkefnum bæði innanlands og erlendis sem snúa að rannsóknum og öðru tengt heilsu. Í háskólanum starfar sænsk kona sem er hjúkr-

Sagði upp draumastarfinu

Seinnipart síðasta árs flutti Unnur ásamt börnunum sínum til Kalmar, sem var kosinn sumarleyfisstaður Svíþjóðar á nýliðnu ári, frá Växjö en kærastinn hennar er frá Kalmar og Unni fannst of mikill tími fara í keyrslu til og frá vinnu. Það eru 107 kílómetrar á milli bæjanna og hana langaði til að eyða tímanum í eitthvað annað en að sitja undir stýri. Unnur ákvað að segja upp draumastarfinu og fékk vinnu í háskólanum sem hún er afar spennt fyrir. „Það sem mér

VIÐTAL

unarfræðingur en hún bjó á Íslandi eða nánar á Hólum í Hjaltadal um skeið, maðurinn hennar starfaði við skólann og talar hún góða íslensku. Unnur segir að þau hjónin heimsæki Ísland á hverju hausti til að ná sér í orku. „Áður starfaði ég hjá stóru alþjóðlegu fyrirtæki, Andritz, sem „Business Controller“ en þar starfa um 25.000 manns um allan heim og var fyrirtækið skráð á markað sem gerir kröfur á nákvæmnisvinnu ásamt því að skila af sér margskonar greiningarskýrslum og það oft með skömmum fyrirvara.“

Thelma María, stjúpbörn Unnar; Axelina og Max, og Aron Ingi Rannveig Jónína Guðmundsdóttir rannveig@vf.is

finnst sérstaklega spennandi við nýja starfið er að maður sér eitthvað gott og þarft fyrir mannkynið fæðast með rannsóknarvinnu sem leiðir af sér betri umönnun og forvarnir fyrir okkur og framtíðina.“

Var liðsstjóri íslenska lands­ liðsins í knattspyrnu á EM

Unnur hefur búið í Svíþjóð frá árinu 2011 þegar hún flutti þangað með fjölskyldu sinni og hóf nám við sama háskóla og hún vinnur við í dag. „Ég tók masters-gráðu í „Business Process and Supply Chain Management” og ennfremur í „International Business Strategy in Emerging Country Markets“ og lauk námi vorið 2013. Strax eftir útskrift fékk ég draumstarfið hjá Howden Axial Fans sem „Business Controller.“ H ​ austið 2016 lokaði fyrirtækið starfstöð sinni í Svíþjóð en þá bauðst mér vinna i sama húsi, á hæðinni fyrir ofan, sem ennfremur var alþjóð-

legt framleiðslufyrirtæki og enn við draumastarfið.“ Ásamt því að vera í námi og skóla hefur Unnur sinnt sjálfboðastarfi innan íþróttahreyfingarinnar bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Sænska knattspyrnusambandið réð hana sem sjálfboðaliða fyrir EM kvenna árið 2013 sem fram fór í Svíþjóð og sá Unnur um íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu. „Sá tími var einn af þeim eftirminnilegustu sem fararstjóri/liðsstjóri á mínum ferli, svo mikil fagmennska, samheldni og vinnusemi​. Ég hef starfað sem verkefnastjóri hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands og sá þá um landslið okkar í frjálsum íþróttum, það var yndislegur tími með yndislegu fólki. Ég get ekki alveg sagt skilið við sportið því ég sit ennþá í íþrótta- og afreksnefnd hjá Frjálsíþróttasambandinu. Ég hef einnig starfað sem sjálfboðaliði við ýmis stórmót á vegum sænska sambandsins. Mér finnst alveg einstaklega gaman að vera til staðar fyrir íþróttamenn sem hafa skýr markmið og ætla sér alla leið, því það skiptir öllu máli að umgjörðin sé sterk og fagleg og a​ ð maður sé tilbúin að græja allt 100% fyrir íþróttamanninn áður


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 15. febrúar 2018 // 7. tbl. // 39. árg.

Útskriftardagur Thelmu Maríu vorið 2017.

Ég byrjaði kannski að æfa fyrir „Sterkustu konu Íslands“ strax í barnaskóla því á hverjum þriðjudegi kom „Coca Cola“-bílinn í verslunina „Nonni og Bubbi“ sem var á horni Hringbrautar og Tjarnargötu. Ég hjálpaði til við að bera kassa af „kók í flösku“ inn á lager en flautað er til leiks, vera til staðar 24/7. Íþróttamenn hafa margir hverjir ákveðna rútínu á sínum keppnisdegi og jafnvel daginn fyrir keppnisdag, t.d. sérstaka tegund af sokkum, sérstakt fæði og ef einhverja hluta vegna þessir hlutir eru ekki til staðar þá fórnar maður sér og finnur þessa hluti með einum eða öðrum hætti.“

Fyllir ferðatöskuna af íslensku góðgæti

Ákveðin stakkaskipti urðu í lífi Unnar árið 2014 en þá skildu leiðir hennar og eiginmanns hennar, hann flutti heim til Íslands en börnin og hundurinn Dimma urðu eftir í Svíþjóð ásamt Unni. Thelma, dóttir hennar, hefur flutt sig um set og stundar nám við Ballettakademíuna í Stokkhólmi og

Aron Ingi, sonur hennar, æfir handbolta og ætlar sér alla leið í þeirri íþrótt. Þegar blaðamaður spyr Unni hvort hún sakni einhvers á Íslandi þá er því auðsvarað en hún reynir að koma reglulega til landsins til að heimsækja fjölskyldu og vini. „Ég sakna mömmu minnar mikið en hún býr á Nesvöllum í Reykjanesbæ, ég heimsæki hana helst á tveggja mánaða fresti og þá reynum við að gera margt og mikið og svo fer hún í hvíld þar til næst.“ Unnur segist vera þakklát fyrir fésbókina því þá líði henni svolítið eins og hún sé nær en ella, þegar hún kemur til Íslands þá finnst henni fátt eins gaman eins og að kaupa ýmis konar varning í minjagripaverslunum og versla íslenskar vörur. „Ég kaupi alltaf eitthvað íslenskt, síðan er ferðataskan fyllt með íslensku góðgæti, s.s. lambalæri, slátri, fiskibollum a la Haddi á Lyngholtinu, Kaffitárskaffi og svo drekk ég í mig íslenska náttúru og reyni að taka náttúruperlusnúning á meðan að ég er á landinu.“

Nauðsynlegt að takast á við ný verkefni í lífinu

Það eru ekki margir sem stökkva í djúpu laugina og ákveða að flytja með alla fjölskylduna til annars lands en Unnur segir að það sé hollt og gott að stinga sér í djúpu laugina því maður verði að takast á við ný verkefni reglulega til að halda sér í góðu formi, bæði líkamlega og andlega. „Þegar við fluttum þá horfðum við bara á Växjö sem er mjög sérstakt. Við litum aldrei neitt annað og sé ég

Unnur ásamt Eddu, móðursystur sinni, og móður sinni, Unni Grétu.

ekki eftir því. Fyrrverandi þjálfari minn í frjálsum íþróttum, Vésteinn Hafsteinsson, sem er mjög farsæll kastþjálfari, býr hérna og hann hafði áhrif á ákvörðunina, ég neita því ekki. Ræturnar liggja þó á Íslandi, þó að í dag sjái ég ekki fyrir mér að flytja heim en ég þarf samt að koma reglulega heim, ég þarfnast náttúrunnar, ættingja minna, vina og síðast en ekki síst að fá góða íslenska máltíð, íslenskur matur er bara eðal.“

Skólastjórinn pantaði rútu fyrir skautaferðir á Seltjörn

Unnur ólst upp í Keflavík en hún segir að það hafi verið yndislegt í alla staði að alast upp á Suðurnesjum og það hafi alltaf verið nóg að gera og aðhafast. „Við lékum okkur í móanum fyrir ofan kirkjugarðinn á horninu á Smáratúni og Aðalgötu. ​„ Ég byrjaði kannski að æfa fyrir „Sterkustu konu Íslands“ strax í barnaskóla því á hverjum þriðjudegi kom „Coca Cola“-bílinn í verslunina „Nonni og Bubbi“ sem var á horni Hringbrautar og Tjarnargötu. Ég hjálpaði til við að bera kassa af „kók í flösku“ inn á lager og fékk nokkrar flöskur að launum. Það var aðeins erfiðara að semja við Ölgerð Egils Skallagrímssonar en þeir komu alla fimmtudaga, það tókst síðan á endanum. Ég bjó á Heiðarbrún sem var yndisleg gata þar sem að allir þekktu alla og maður gekk inn og út eins og maður ætti heima í sautján húsum.“ Skólinn var stór þáttur í lífi Unnar þegar hún ólst upp, hún brallaði ýmislegt með bekkjarsystkinum sínum bæði innan og utan veggja skólans. „Einn vetrardag í fjórða eða fimmta bekk fóru við sex saman niður í slipp í Keflavík og trúlofuðum okkur og notuðum álhringinn af kókdós fyrir hringi.“ ​ Hún segir að skólastjóri Barnaskólans í Keflavík, sem nú er Myllubakkaskóli hafi verið duglegur að fara með bekkinn sinn í skautaferðir á Seltjörn

Kirkjan í Dimmuborgum 2017.

19

Unnur og Vésteinn á Ólympíuleikunum í Peking 2008. þegar kennarinn þeirra var veikur. „Þá var bara leigð rúta og brunað af stað, aðrir bekkir fengu víst ekki sömu meðferð,“ segir Unnur kímin. Unnur lék handbolta með KFK, æfði dans hjá Sóley Jóhanns í Ungó og Heiðari Ástvaldssyni í Tjarnarlundi, svo var hún í skátafélaginu Heiðarbúum. „​Oftast eftir skóla fórum við samferða heim, þeir sem bjuggu á Heiðarbrúninni og upp í nýja hverfi sem kallaðist í þá daga. Einn daginn var ákveðið að keppa í hver gæti sveiflað sér lengst frá snúrustaur heima hjá Eddu Rós Karlsdóttur Steinars, og jú ég vann þá keppni en lenti eitthvað illa á hendinni og fór heim. Mamma kom heim um tveim tímum síðar og fór með mig beint til læknis, ég var víst handleggsbrotin. Ég, Heiða Guðmunds og Ingunn Ingva vorum duglegar að semja dans og komum fram á árshátíðum, þorrablótum, í Bergás og í Stapanum við hin ýmsu tækifæri. Við vorum dyggir viðskiptavinir Verslunarinnar Femínu og Álnabæjar því við saumuðum alla dansbúninga sjálfar. Við Ingunn saumuðum hvert dressið á fætur öðru í öllum litum fyrir „opið hús“ og „diskótek“ í skólanum.

Byrjaði að vinna tólf ára gömul

Pabbi Unnar var með útgerð og fékk hún að byrja að vinna þegar hún var einungis tólf ára gömul og man það eins og það hafi verið í gær þegar hún vann í fyrsta sinn, þá í jólafríinu. „Síðan var ekki aftur snúið og vann ég hjá pabba við fiskvinnslu almennt, snyrti fisk, var í stíunni, í frystiklefanum, vann í saltfiski, við skreið og að pakka fínum humri.“ Í Svíþjóð er algengt að þú sért ráðin inn tímabundið í sex mánuði og að hálfu ári loknu eru störf þín metin, ef þú hefur staðið þig vel þá er þér boðin fastráðning en Unnur er í nýju starfi eins og áður hefur komið fram og þarf því að bíða í hálft ár eftir fastráðningu. „Nú þarf maður að standa sig til að eiga möguleika á því.“

Var sterkasta kona Íslands

Íþróttir hafa átt hug Unnar í mörg ár og í dag æfir hún reglulega. „Ég hef alltaf lyft lóðum og nýjasta nýtt hjá mér er innibandý. Hér áður var ég í frjálsum íþróttum og var t.d. síðasti frjálsíþróttamaðurinn sem fór úr UMFK þegar ég skipti yfir í FH. Þar keppti ég í öllum kastgreinum um árabil fyrir félagið. Ég æfði einnig blak með Víkingi í nokkur ár og á þeim tíma urðum við Íslands- og bikarmeistarar. Í dag skelli ég mér oft á blakæfingar og strandblaksæfingar af því að það er svo gaman.“ Unnur var hér um árið Sterkasta kona Íslands og þegar fyrrum vinnuveitendur hennar komust að því þá var hún oft látin færa eitt og annað til á vinnustaðnum sem henni finnst nokkuð skondið. „​ Skemmtileg saga í kringum þátttöku mína í „Sterkustu konu Íslands“, bræðurnir Andrés og Pétur Guðmundssynir sáu um keppnina og höfðu samband við mig um þátttöku og ég sagði nei. Þá sögðu þeir að vinkona mín Íris Grönfeldt, fyrrverandi Íslandsmethafi í spjótkasti, ætlaði að vera með og ég sló til. Þeir notuðu þessa taktík á hana líka en hún sló ekki til, sá í gegnum þá, en ég mætti til leiks.​“

Ferðalög og heimsóknir heim til Íslands

Það er alltaf nóg að gera hjá Unni og fjölskyldu hennar og á döfinni hjá þeim er að fara á skíði þegar börnin eru í skólafríi í febrúar, svo eru þau búin að skrá sig fyrir miðum á leiki Íslands á HM í Rússlandi og undir lok ársins fer hún til Japans að heimsækja gamlan vinnufélaga. Hún er dugleg að mæta á útskriftarafmæli hjá skólasystkinum sínum, en nú í vor er stúdentsútskrifarafmæli frá Samvinnuskólanum á Bifröst svo er bara eitt ár í stórfermingarafmæli frá Suðurnesjum. „Þetta eru algjörar vítamínsprautur.“


20

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 15. febrúar 2018 // 7. tbl. // 39. árg.

Menntunarstig í Reykjanesbæ hefur tvöfaldast á tíu árum Í nýlegri könnun MMR kemur fram að menntunarstig hefur enn og aftur aukist á milli ára í Reykjanesbæ, en alls höfðu 24% svarenda lokið háskólanámi í október 2017 samanborið 21% í október 2013. Þá hefur hlutfall þeirra sem lokið hafa öðru námi sem og laun einnig hækkað. Þetta hlutfall er loks orðið áþekkt því sem er á höfuðborgarsvæðinu. Á fyrstu starfsárum Keilis var öðruvísi umhorfs á svæðinu. Þegar Keilir var stofnaður árið 2007 voru einungis um 12% íbúa Reykjanesbæjar með háskólamenntun. Herinn skildi eftir stærstu hópuppsagnir í sögu þjóðarinnar og atvinnuleysi fjölda fólks með góða þekkingu og færni úr atvinnulífinu en litla formlega menntun. Á þessum árum höfðum við einnig hafið uppbyggingu á betra leik- og grunnskólastarfi. Við vildum mennta börnin upp úr kreppunni. En okkur vantaði í raun alltaf leið til að standa með foreldrum og hjálpa þeim að styrkja menntastöðu sína. Þess vegna var mjög mikilvægt að við tókum þá stefnu þegar herinn fór að við skyldum nýta gamla varnarsvæðið til að smíða plógjárn úr sverðunum, með Keili. En þetta var ekki sjálfsagt, við þurftum að hugsa hvar áherslurnar ættu að liggja og þess vegna var Háskólabrú Keilis mikilvæg þar sem hún þjónaði þeim tilgangi að brúa þetta bil á milli grunnmenntunar og framhaldsmenntunar margra foreldra og annarra sem höfðu helst úr menntalestinni eftir grunnskóla. Staðreyndin er sú að menntahlutfall í Reykjanesbæ hefur tvöfaldast á tíu

árum. Keilir, ásamt öðrum menntastofnunum á öllum skólastigum, á þarna hlut að máli og hefur stuðlað að breyttu náms- og starsfumhverfi á Suðurnesjum. Um þriðjungur þeirra sem hafa lokið Háskólabrú Keilis hafa komið af svæðinu og hafa hátt í 90% þeirra haldið áfram í háskólanám. Þetta eru oftar en ekki einstaklingar sem hafa ekki fundið sig í hefðbundna skólakerfinu og alls óvíst hvort að þeir hefðu nokkurn tímann farið aftur í nám ef þeim hefði ekki staðið til boða öflugt og metnaðarfullt frumgreinanám heima í héraði í Keili og Menntastoðum Miðstöðvar Símenntunar á Suðurnesjum. Þessir einstaklingar hafa oftar en ekki haldið búsetu sinni á Suðurnesjunum að loknu námi og haft þannig jákvæð áhrif á menntunarstig, launaþróun og atvinnutækifæri. Á þessu ellefta starfsári eru einnig gríðarlega áhugaverð verkefni framundan hjá Keili, sem geta styrkt stöðu menntunar og atvinnulífs okkar enn frekar. Það hefur ekki gerst af sjálfu sér. Það þarf öfluga stjórnendur og starfsfólk Keilis. Mikilvægasti þátturinn í hvaða skólastarfi sem er, er hinsvegar nemandinn sjálfur. Mælikvarðinn á velgengni skóla

hlýtur á endanum alltaf að vera ánægja þeirra nemenda sem hann sækja og hvernig þeir nýta þá þekkingu og reynslu sem þeir fá annað hvort í áframhaldandi námi eða á vinnumarkaðnum. Við höfum verið einstaklega heppin með þessa blöndu af starfsfólki og viðskiptavinum. Vinsamlegu viðmóti og gagnkvæmri virðingu þeirra sem starfa og nema í Keili. Fólki með góða þekkingu, er hugvitssamt og drífandi og stöðugt að velta við steinum og hugsa nýja hluti. Það er Keilir. Það eru forréttindi að hafa fengið að stofna þetta félag og taka þátt í mótun þess frá upphafi. Árni Sigfússon.

SPENNANDI VETTVANGUR SEM VERT ER AÐ SKOÐA Tollvörður Tollstjóri leitar að starfsfólki til starfa við tolleftirlit og greiningu í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli. Í boði eru áhugaverð og krefjandi störf sem henta jafnt konum sem körlum. Spennandi framtíðartækifæri eru fyrir rétta aðila. Viðkomandi fara í Tollskóla ríkisins og útskrifast sem tollverðir. Tollstjóri verndar samfélagið gegn ólögmætum inn- og útflutningi vöru sem getur haft í för með sér hættu fyrir öryggi, umhverfi og heilsu almennings. Helstu verkefni og ábyrgð - Greining á áhættu vöru- og farþegaflæðis - Tolleftirlit - Skýrslugerð - Samskipti við farþega, inn- og útflutningsaðila - Tölfræðivinnslu - Alþjóðlegt samstarf

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Hæfnikröfur Stúdentspróf eða sambærileg menntun. Háskólamenntun æskileg. Leitað er að einstaklingum með greiningarhæfileika, sem búa yfir tölvufærni, skapandi hugsun, samskiptafærni, yfirsýn, frumkvæði, skipulagshæfileikum, sjálfstæði og góðri enskukunnáttu. Starfið krefst aðferðafræðilegrar nálgunar og skipulagðra vinnubragða. Hreint sakavottorð og almenn ökuréttindi skilyrði. Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Tollvarðafélag Íslands hafa gert. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Tollstjóri er með jafnlaunavottun ÍST 85:2012. Hlutverk Tollstjóra er að vernda samfélagið og tryggja ríkinu tekjur. Gildi Tollstjóra eru traust, samvinna og framsækni. Ráðningar hjá embættinu taka mið af þeim. Í tengslum við ráðningu þarf að þreyta inntökupróf, bæði skriflegt og líkamlegt, en nánari upplýsingar um það er að finna á www.tollur.is. Áætlað er að inntökuprófin verði haldin 1. mars og 2. mars 2018. Tollstjóri áskilur sér rétt til að notast við hæfnipróf í ráðningarferlinu. Sótt er um starfið rafrænt á www.tollur.is/laus-storf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar næstkomandi. www.tollur.is/laus-storf Starfshlutfall er 100% Umsóknarfrestur er til og með 26.02.2018 Nánari upplýsingar veitir Kári Gunnlaugsson Kari.Gunnlaugsson@tollur.is - 5600300

2017 - 2020

TSR Tollasvið Tollstöð Suðurnesjum Keflavík 235 Keflavíkurflugvöllur

Hindrar verndun Sundhallar Keflavíkur uppbyggingu í Reykjanesbæ? Það er uppgangur í Reykjanesbæ, íbúum fjölgar hratt, fjöldi íbúða er þegar í byggingu og verið er að leggja drög að byggingu mörg hundruð íbúða til viðbótar. Vöxturinn er ekki aðeins mikill heldur einnig hraður og því er afar mikilvægt að vanda vel til verka við skipulagið. Markmiðið getur ekki verið það eitt að koma sem flestum fyrir á sem skemmstum tíma, heldur hlýtur það að vera ekki síður mikilvægt að tryggja að bæjarbúar, og þeir fjölmörgu sem eru að setjast hér að, muni njóta þess að búa í fjölbreyttum, fallegum og skemmtilegum bæ. Bæ sem býður upp á góða þjónustu, fallegt og fjölbreytt umhverfi og sögu sem bæjarbúar geta verið stoltir af. Ásýnd bæjarins mun eðli málsins samkvæmt breytast all nokkuð við alla þessa uppbyggingu, ekki síst við sjávarsíðuna. Þar hafa gömul hús á undanförnum árum verið látin víkja fyrir nýjum, í flestum tilfellum án mikillar umræðu eða deilna. En nú ber svo við þegar kynntar eru tillögur að breytingu á deiliskipulagi á Framnesvegi 11 sem fela í sér niðurrif á gömlu Sundhöll Keflavíkur, að það kemur í ljós að þar er bygging sem mörgum er afar kær. Enda er þessi bygging samofin sögu bæjarins, táknmynd samstöðu, samstarfs og baráttu sem Suðurnesjamenn hafa oft þurft að heyja í gegnum tíðina, auk þess að vera ein af gersemum Guðjóns Samúelssonar. Umræðan undanfarið hefur að nokkru leyti snúist um það hvort við eigum annað hvort að halda í þetta gamla eða byggja nýtt, svona eins og það sé bara annað hvort- eða. Það er jafnvel talað um það að bæjarfélagið verði af miklum tekjum ef að laugin verði ekki rifin og að það setji alla uppbyggingu við strandlengjuna í uppnám. Ekkert er meira fjarri sanni, og þarna er þvert á móti tilvalið tækifæri til þess að blanda saman gömlu og nýju eins og flest framsýn bæjarfélög eru að gera í dag. Lítum aðeins á stöðuna og þau áform sem hafa verið kynnt. Það er nú þegar fyrirhugað að 10 stór fjölbýlishús með um 300 íbúðum muni rísa við sjávarsíðuna á næstu tveimur árum. Þessi 10 hús koma til viðbótar við þau stórhýsi sem byggð voru þar fyrir fáum árum. Grunnflötur þessara 10 nýju fjölbýlishúsa, einn og sér, er í kringum 7000 fermetrar og eru húsin frá fjórum upp í níu hæðir. Til samanburðar er grunnflötur Sundhallarinnar tæpir 400 fermetrar. Sundhöllin stendur við Framnesveg 9 við hliðina á Framnesvegi 11, en farið hefur verið fram á breytingu á deiliskipulagi fyrir þessar lóðir, auk Básvegs 11. Í gildi er deiliskipulag fyrir Framnesveg 11 sem þegar gerir ráð fyrir

fjórum fjölbýlishúsum með 68 íbúðum. Það deiliskipulag var samþykkt árið 2016 án nokkurra athugasemda, ólíkt þeirri tillögu að breytingu á deiliskipulaginu sem nú liggur fyrir bæjarstjórn. Alls bárust átta athugasemdir við það sem flestar snéru að hugmyndum um niðurrif Sundhallarinnar. Breytingin sem verður með því að taka inn Framnesveg 9 og rífa Sundhöllina felst í því að húsunum verður fækkað úr fjórum í þrjú, þau hins vegar stækkuð, legu þeirra breytt og íbúðum á reitnum fjölgað úr 68 í 87. Með öðrum orðum, niðurrif þessara merku byggingar snýst á endanum um 19 íbúðir af um 300 sem verið er að fara að byggja við strandlengjuna, sem allir sjá að er nú ekki stór partur. Hvað þá þegar allur sá mikli fjöldi íbúða sem verið er að byggja í öðrum hverfum er tekinn með í dæmið. Það er því ansi langsótt og reyndar hrein fjarstæða að halda því fram að það komi í veg fyrir uppbyggingu í bæjarfélaginu, eða við sjávarsíðuna, ef Sundhöllin fær að standa. Það hefur greinilega komið mörgum mjög á óvart þegar að það fréttist að til stæði að rífa Sundhöllina og ég hef mikla samúð með þeim sem vilja halda í hana. Ég hef reyndar einnig nokkra samúð með verktakanum sem keypti bygginguna, greinilega með þann ásetning að rífa hana og byggja fleiri íbúðir. Það er hugsanlegt að þessi mikla andstaða við niðurrifið hafi komið honum á óvart. Ég hef hins vegar ekki neina samúð með bæjarfulltrúum Reykjanesbæjar í þessu máli því þeir voru meðal annars kjörnir til þess að leysa mál sem þetta. Ég ber þó fyllsta traust til þeirra og trúi því að þeir finni lausn sem allir hlutaðeigandi geta sætt sig við, lausn sem stuðlar að uppbyggingu án niðurrifs Sundhallarinnar. Guðjón Ingi Guðjónsson (Höfundur vill að góður bær verði enn betri, er áhugamaður um verndun Sundhallar Keflavíkur, sefur hjá formanni Hollvinasamtaka Sundhallarinnar….og er stoltur af þessu öllu).

Píratar halda prófkjör í Reykjanesbæ Píratar hyggjast halda prófkjör vegna sveitastjórnakosninga 2018. Ljóst er að boðið verður fram í Reykjanesbæ, en ekki hefur fundist fólk til að manna framboðslista í öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum. Frestur til að skila inn framboði á lista verður til 6. mars og hefst kynning á frambjóðendum 8. mars. Áætlað er að prófkjörinu ljúki á hádegi 22. mars. Prófkjörið verður vefprófkjör að hætti Pírata og opið skráðum pírötum, en allir sem skráðir hafa verið í minnst 30 daga og eru með lögheimili í Reykjanesbæ geta greitt atkvæði, þannig að best er að skrá sig í Pírata fyrir 20. febrúar.

Málefnaskrá Pírata á Suðurnesjum er spennandi og margbreytileg, en

helstu yfirflokkar eru fjölskyldu- og mannauðsmál, umhverfisvernd, heilbrigðisþjónusta í heimabyggð, nýjar leiðir í samgöngumálum, nýr tónn í skipulagsmálum, aukin gagnsæi, gæðastjórnun og íbúalýðræði á sveitarstjórnastigi og efling menntunar- og atvinnustarfsemi tengdrar tækni- og vísindageiranum á svæðinu. Málefnaskráin verður að sjálfsögðu lögð í atkvæðagreiðslu og geta skráðir Píratar greitt atkvæði. Píratar eru flokkur unga fólksins og munu gera sitt besta til að koma bæjarmálum í betra horf til framtíðar, með sjálfbærni og framtíð komandi kynslóða að leiðarljósi. “

Albert Svan ritari Pírata


UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 15. febrúar 2018 // 7. tbl. // 39. árg.

21

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Jóga með börnum í leikskólanum Gimli

350 nemendur í kuldanum? Eins og margir vita er DansKompaní í húsnæðisvanda. Samkvæmt svörum bæjarstjóra eftir fund okkar í júní eru hendur Reykjanesbæjar bundnar og geta þeir ekkert hjálpað okkur. Fram kom á fundinum að leigusali ætli ekki að framlengja leigusamning við DansKompaní auk þess að ekki stóð til boða að leigja þar stærra rými. Mér var því mjög svo brugðið þegar ég frétti, í nóvember sl., að Reykjanesbær ætli að leigja húsnæðið sem DansKompaní er að missa undir aðra tómstunda- og æskulýðsstarfsemi. Af hverju velur Reykjanesbær að útvega annarri æskulýðsstarfsemi húsnæði sem DansKompaní vill ekki missa? Eða orðum þetta öðruvísi, af hverju býður bærinn ekki DansKompaní að leigja þetta tiltekna húsnæði þegar þeim býðst að fá það á leigu? Húsnæðið er sérhannað fyrir dansskólann. Það eina sem stendur út af er að

við þurfum að bæta við okkur meira rými sem er til staðar og Reykjanesbær getur nú útvegað okkur. Leigusali umrædds húsnæðis sér sér meiri hag í að leigja Reykjanesbæ húsnæðið í heilu lagi frekar en núverandi leigutökum. Tómstunda- og æskulýðsstarf eins og DansKompaní á ekki að vera í samkeppni við bæinn um húsnæði. Mörgum foreldrum, nemendum og velunnurum DansKompaní var einnig brugðið og hef ég ósjaldan verið stoppuð á förnum vegi og spurð hvernig standi á þessu. Ég finn fyrir miklum stuðningi og sé hversu mikilvæg þessi gríðarlega metnaðarfulla starfsemi er. Málið er því afar brýnt fyrir DansKompaní og allan þann fjölda nemenda og foreldra sem hjá okkur eru. Við höfum unnið af heilindum öll þessi ár, alltaf skilað góðu starfi, sýnum árangur og erum bæjarfélaginu til mikils sóma. Reykjanesbær hefur í þessu tilfelli tekið afgerandi

stöðu með annarri æskulýðsstarfsemi. Ég hvet bæinn til að gæta jafnræðis. Með baráttuanda, frábæru starfsfólki, kraftmiklum nemendum, foreldrum og að ógleymdum velunnurum þá höfum við ávallt náð okkar markmiðum. Núverandi markmið er að húsnæðismál DansKompaní leysist farsællega á næstu tveimur mánuðum til að starf skólans geti haldið hnökralaust áfram. Með þessu bréfi viljum við hjá DansKompaní vekja athygli á þeim vanda sem steðjar að ört stækkandi 350 nemenda skóla. Samfélagið í heild hefur hag af því að þetta mál leysist sem fyrst. Spurningin er því, ætlar bærinn að gæta jafnræðis og vinna með DansKompaní að lausnum í húsnæðismálum skólans? Við hlökkum til að hefja nýtt metnaðarfullt dansár í haust, eins og við erum þekkt fyrir. Kveðja Helga Ásta Ólafsdóttir, skólastjóri DansKompaní.

Í síðustu viku var Dagur leikskólans haldinn í ellefta sinn, 6. febrúar er merkisdagur í sögu leikskólans hér á landi en á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og því mikilvægur þáttur í upphafi skólagöngu hvers barns, en þar læra börn m.a. samskipti, félagsfærni og taka sín fyrstu skref í námi. Leikskólinn Gimli hefur frá árinu 2007 boðið upp á jóga en það er ein af námsleiðum leikskólans. Öll börn á Gimli fara í jógastund einu sinni í viku með sínum hóp og er markmið stundanna að æfa sig í að vera hér og nú eða í núvitund. Fyrstu sex árin sá Guðrún Gunnarsdóttir jógakennari um jógastundirnar en frá árinu 2013 hefur leikskóla- og jógakennarinn Sigurbjörg Eydís Gunnarsdóttir, eða Sibba eins og hún er kölluð, séð um undibúning, skipulag og kennslu jógastundanna. Í jóga læra börnin að rækta vitund um líkamlegt- og andlegt heilbrigði og að hafa kærleika og gleði að leiðarljósi. Í jógastund er markmið að auka orðaforða, orðaskilning og stærðfræði í gegnum umræður, sögur og ævintýri sem eru unnin í hverri jógastund, þar er sögunum fléttað saman við kynjanámskrá Hjallastefnunnar. Til að efla einstaklings- og félagsfærni barnanna er meðal ann-

ars unnið með orð sem tengjast dyggðum, sjálfstrausti, samkennd, samskiptum og vináttu. Þar er rætt um merkingu orðanna, þau sett í samhengi og æft að setja sig í spor annara. Jógastundirnar á Gimli fara fram í rólegu umhverfi þar sem nemendur hita upp með léttum teygjum, gera öndunaræfingar, ræða saman og láta kærleiksstein ganga sín á milli. Aðalæfingin í jógastundinni er sú að farið er í ævintýraferð þar sem gerðar eru stöður út frá sögunni sem sögð er hverju sinni. Í lokin slaka allir á, hlusta á slökunarsögu, fá kærleiksnudd og einbeita sér að öndun. Þess má einnig geta að á útisvæðinu er jógalundur sem leikskólinn nýtir á sumrin fyrir jógastundir. Karen Valdimarsdóttir leikskólastýra á Gimli segir að ávinningurinn af jógastundum sé mikilvægur hluti af heilbrigði hvers barns þar sem róleg stund er nýtt í að efla einbeitingu, athygli, hlustun og þolinmæði. Nemendur nái einnig að liðka sig og efla styrk líkamans með hinum ýmsu stöðum og teygjuæfingum. Það sé einnig mikilvægt að nemendur taki umræður um tilfinningar og líðan, því það kenni samkennd gagnvart þeim sjálfum og öðrum. Auk þess eykst líkamsvitund og trú á eigin getu styrkist. Börnin læra aðferðir sem þau geta nýtt sér hvar og hvenær sem er.

Orkuverið Jörð, Reykjanesi Samstarfsaðili óskast

Í Reykjanesvirkjun HS Orku er starfrækt áhugaverð sýning sem nefnist Orkuverið Jörð. HS Orka auglýsir eftir samstarfsaðila til að taka á leigu og sinna rekstri hennar. Mikil tækifæri eru í rekstri sýningarinnar fyrir réttan aðila.

Sýningin verður sýnd áhugasömum fimmtudaginn 22. febrúar milli kl. 9–11. Lokaskil umsókna eru fimmtudaginn 1. mars kl. 12. Ráðgert er að ljúka umsóknarferli með vali á samstarfsaðila þann 8. mars n.k.

• Um er að ræða 600 fm sýningu í Reykjanesvirkjun • Á sýningunni má sjá fjölbreytta orkunýtingu • Sýningin er að hluta til gagnvirk sem gefur gestum færi á að taka virkan þátt • Áform eru um uppbyggingu á svæðinu • Möguleikar á opnunartíma allt árið • Tækifæri að tengjast annarri ferðaþjónustu á svæðinu HS Orka – Svartsengi – 240 Grindavík – Sími: 520 9300

Nánari upplýsingar er að finna á www.hsorka.is/syning


22

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 15. febrúar 2018 // 7. tbl. // 39. árg.

Landsliðskona fyrst til að útskrifast úr alþjóðlegu einkaþjálfaranámi Keilis

UMFN ÞAKKAÐI LÁRUSI INGA Körfuknattleiksdeild UMFN færði Lárusi Inga Magnússyni þakkir fyrir að hafa farið af stað með söfnun fyrir deildina vegna kröfu ítalska liðsins Stella Azzura á uppeldisbótum vegna Kristins Pálssonar, fyrrverandi leikmann Stella og núverandi leikmann Njarðvíkur. Körfuknattleiksdeildin þakkaði Lárusi innilega fyrir framtakið ásamt öllum þeim sem lögðu klúbbnum lið við

þessar aðstæður. Þetta kemur fram á umfn.is. Kristinn er kominn með leikheimild með Njarðvík og lék með liðinu sl. fimmtudagskvöld þar sem hann stóð sig vel. Friðrik Ragnarsson, formaður KKD UMFN afhenti Lárusi blómvönd fyrir framtak sitt, ásamt því að Kristinn Pálsson gaf honum koss á kinn.

Frá UMFN: „Við erum afskaplega stolt af framgöngu okkar samfélags í þessu máli sem og mætingunni á leikinn í kvöld en það voru fullir pallar í Ljónagryfjunni, hamborgarar á grillinu og framtíðarleikmenn félagsins tóku þátt í upphitun liðsins. Kvöldin gerast ekki mikið betri en þessi. Kærar þakkir fyrir okkur!“

AÐALFUNDUR MÁNA Framhaldsaðalfundur Hestamannafélagsins Mána verður haldinn miðvikudaginn 28. febrúar 2018 kl. 20.00 í Reiðhöll Mána. Dagskrá: 1. Reikningar 2017 2. Önnur mál Stjórn Mána

ALLSHERJAR ATKVÆÐAGREIÐSLA Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör stjórnar og trúnaðarráðs Verslunarmannafélags Suðurnesja fyrir starfsárið 2018–2019. Kosið er um formann, þrjá fulltrúa í stjórn og þrjá til vara, sjö fulltrúa í trúnaðarráð og sjö til vara, tvo félagslega skoðunarmenn og einn til vara. Framboðslistum sé skilað á skrifstofu Verslunarmannafélags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ, eigi síðar en kl. 12:00, fimmtudaginn 22. febrúar 2018. Öðrum listum en lista stjórnar skulu fylgja meðmæli 50 fullgildra félagsmanna. Kjörstjórn

Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er fyrsti nemandinn til að útskrifast sem NPTC (Nordic Personal Trainer Certificate) einkaþjálfari á vegum Íþróttaakademíu Keilis. Námið er á ensku og fer að öllu leyti fram í fjarnámi. Það hentar þannig bæði á erlendum markaði sem og þeim sem vilja stunda einkaþjálfaranám samhliða

vinnu. Þetta kemur fram á heimasíðu Keilis. Einkaþjálfaranám Keilis er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu sem starfnám á þriðja hæfniþrepi og í heildina er námið 180 feiningar en 80 feiningar sérgreinar einkaþjálfaranámsins eru kenndar við Keili á tveimur önnum. Hægt er að byrja í NPTC náminu

sex sinnum á ári og tekur það 6-9 mánuði allt eftir hraða nemandans. Hver áfangi tekur sjö vikur og hefur nemandinn aðgang að öllum kennslumyndböndum í þann tíma. Það hentar vel í verklegri kennslu þar sem nemandinn hefur tækifræi til að fara mun dýpra í námsefni áfanganna í samanburði við staðnám, þar sem tíminn takmarkast við staðlotur.

Heimasíða Íþróttabandalags Reykjanesbæjar enduvakin Íþróttabandalag Reykjanesbæjar hefur endurvakið og uppfært heimasíðuna sína irb.is. Ingigerður Sæmundsdóttir, formaður ÍRB segir að síðan verði fréttatengd og miðlæg upplýsingaveita allra aðildarfélaga Bandalagsins, en þau eru ellefu talsins sem heyra undir það. Þess má geta að Keflavík og Njarðvík með þrettán deildir starfandi innan sinna vébanda. „Við verðum með fréttir af starfi félaganna, ásamt fundargerðum og einnig upplýsingum sem koma frá ÍSÍ. Þarna getum við haft allar upplýsingar á einum stað en þess má einnig geta að á síðunni er viðburðadagatal þar sem hægt er að sjá fundi, mót, leiki og fleira, einnig er hægt að nálgast upplýsingar á Facebook-síðu félagsins. Næsta skref hjá okkur verður að fá aðildarfélögin til að vera í tengslum við okkur þannig að við séum öll með sömu upplýsingarnar, það er svo margt í boði hér í Reykjanesbæ, íþróttirnar eru margar og mikil fjölbreytni.“ Í fyrra voru 167 Íslandsmeistarar úr Reykjanesbæ og er meðal annars aksturskona ársins frá Reykjanesbæ, Emelía Rut. „Við eigum afreksmenn á landsvísu og erum með afreksfólk í mörgum greinum. Það er mikið starf í gangi innan félaga ÍRB en svona góðir íþróttamenn og svona gott starf verður ekki til nema vegna þess að við erum með frábært fólk í félögunum sem vinnur mikla sjálf-

boðavinnu. Við erum einstaklega heppin hér í Reykjanesbæ hvað við erum með flotta og öfluga sjálfboðaliða, sú vinna verður aldrei metin til fjár.“ Inga hvetur félögin til þess að vera dugleg að senda inn fréttir og tilkynningar á síðuna og bendir einnig á að iðkendur geti líka sent inn fréttir af því sem þeir eru að gera sjálfir. Á heimasíðunni má t.a.m. finna hnapp um kynferðislegt ofbeldi og áreiti sem beinir fólki inn á fræðslusíðu ÍSÍ, í kjölfar MeToo-umræðunnar

er greinilega mikil þörf á að fólk geti aflað sér upplýsinga um hvernig skuli bregðast við og hvert sé hægt að leita við slíkar aðstæður. „Við erum mjög stolt af þessari síðu og erum spennt fyrir henni, Jóhann Páll Kristbjörnsson, varaformaður ÍRB, sá um uppsetningu nýju síðunnar og færi ég honum kærar þakkir fyrir. Síðan er enn í þróun og allar ábendingar eru vel þegnar,“ segir Inga að lokum. Slóðin á heimasíðu ÍRB er www. irb.is.

Stofna vinnuhóp um nýjan gervigrasvöll í Reykjanesbæ

Stofnaður hefur verið fimm manna vinnuhópur sem á að kanna hvort þörf sé á nýjum gervigrasvelli í Reykjanesbæ. Bæjarráð samþykkti á fundi þann 8. febrúar sl. að skipa hópinn og í honum eru Friðjón Einarsson, Gunnar Þórarinsson og Ingigerður Sæmundsdóttir Bæjarráð óskar einnig eftir því að Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag og Ungmennafélag Njarðvíkur tilnefni einn nefndarmann fyrir hvort félag.


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

23

UTANVALLAR

GEFA GAMLA KEPPNISBÚNINGA TIL ABC

fimmtudagur 15. febrúar 2018 // 7. tbl. // 39. árg.

Vann til verðlauna í breiki og samkvæmisdönsum Alexander Veigar Þórarinsson leikur með meistaraflokki Grindavíkur í knattspyrnu í Pepsideild karla, Grindvíkingar komu þeim spekingum sem höfðu spáð þeim falli í deildinni heldur betur á óvart og var markakóngur sumarsins meðal annars liðsmaður þeirra. Alexander kennir fyrsta bekk í Hópsskóla í Grindavík og hefur meðal annars komist á verðlaunapall í breikdansi. Víkurfréttir fengu Alexander í smá sportspjall.

Barna- og unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur gefur gamla keppnisbúninga til ABC hjálparstarfs í Búrkína Fasó í Afríku. Ólafía K. Norðfjörð er að fara í 12 daga hjálparstarf til Afríku og leitaði til deilarinnar með þessa hugmynd sem var vel tekið. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur. Á myndinni er Ólafía ásamt viðtakandi formanni BUR, Svavari M. Kjartanssyni, og Smára Helgasyni, fráfarandi formanni.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222

Fullt nafn: Alexander Veigar Þórarinsson. Íþrótt: Knattspyrna. Félag: Ungmennafélag Grindavíkur. Hjúskaparstaða: Í sambúð. Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? Í kringum 5 ára aldurinn. Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Gulli Hreins. Hvað er framundan? Koma rúmlega 60 börnum í gegnum 1. bekk og spennandi fótboltasumar. Eftirminnilegasti áfanginn á ferlinum? Þegar ég lagði upp fyrsta meistaraflokksmark Nemanja Latinovic.

Uppáhalds...:

...leikari: Sam Rockwell. ...bíómynd: Nýjasta mynd Tarantino hverju sinni. ...bók: Íslensk knattspyrna 2016. ...alþingismaður: Páll Valur Björnsson hefur yfirburði þar, Kata kemst næst honum. ...staður á Íslandi: Staðarvör 8 er í miklu uppáhaldi og svo ber ég mikinn hlýhug til Vestfjarða. Hvað vitum við ekki um þig? Á mínum yngri árum nældi ég mér í 3. sætið á Íslandsmóti í breikdansi sem og í samkvæmisdönsum. Hvernig æfir þú til að ná árangri? Æfi aukalega eins mikið og ég mögulega get.

Hittu ráðgjafa Símans Ráðgjafar Símans taka vel á móti þér í spjall um farsímaleiðir, afþreyingu og skráningu rafrænna skilríkja í Omnis. Hlökkum til að sjá þig!

Omnis, Reykjanesbæ: þriðjudaginn og miðvikudaginn 20. og 21. febrúar frá klukkan 10–18.

Hver eru helstu markmið þín? Að koma Grindavík í fremstu röð á ný Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Þegar ég spilaði með BÍ/Bolungarvík mættu leikmenn í misjöfnu ástandi á mánudagsæfingu eftir Verslunarmannahelgi. Einn af mínum bestu liðsfélögum á ferlinum, Bjarki Pétursson, var áberandi ferskur. Jöri (Jakabólið) þjálfari ákvað því að ávarpa hann yfir hópinn til að spyrjast fyrir um áðurnefndan ferskleika. Bjarki var með svar á reiðum höndum „Ég held að báturinn sem ég fékk á Subway áðan hafi farið eitthvað illa í mig“. Skilaboð til upprennandi íþróttamanna: Hlusta á þjálfarann og leggja á sig mikla vinnu.


MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

LOKAORÐ SÆVARS SÆVARSSONAR

Samningatækni hornamannsins Það eru ekki margir sem vita það en ég þótti liðtækur „hornamaður“ í körfubolta þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í meistaraflokki Keflavíkur. „Hornamenn“ í körfubolta eru þeir kallaðir sem eru yfirleitt út í horni að skjóta þegar raunverulega liðið er að spila fimm á fimm á fullan völl. Óvíst er að til sé sá leikmaður í sögu íslensks körfubolta sem eytt hefur jafn mörgum mínútum á hornkörfum og undirritaður. Blessunarlega var ég nú laus úr viðjum hornsins mín síðustu ár í körfubolta en síðasta tímabilið mitt var 2008-2009 er ég lék með Njarðvík úrvalsdeild. Margir hafa spurt mig hvernig í ósköpum það æxlaðist að ég fór í Njarðvík því þrátt fyrir að hafa verið mikill aðdáandi félagsins á mínum yngri árum æfði ég alltaf með Keflavík og lærði snemma að elska bláa litinn

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

en hálfpartinn hata þann græna. Aðdragandinn að þessum félagaskiptum var í stuttu máli sá að Njarðvíkingar höfðu mikinn áhuga á að fá Magnús Þór Gunnarsson, æskuvin minn, yfir í Njarðvík. Þó áhuginn á því að fá undirritaðan sem uppfyllingarefni í laskaðan hóp, hálfgert kítti í hriplekan vask, væri einhver var öllum ljóst að stórstjarnan Magnús Þór var heitari biti. Ég sem mikill vinur Magnúsar Þórs hugsaði mér hins vegar gott til glóðarinnar. Nú skildi „hornamaðurinn“ loksins fá eitthvað fyrir sinn snúð! Við félagarnir vorum boðaðir á fund félagsins og talaði ég Magnús Þór inn á að best væri að ég færi fyrstur inn. Hann myndi svo fylgja í kjölfarið. Hugsun mín var skýr – nú skildi ég narra fram tímamótasamning- sko, fyrir sjálfan mig. Ekki skrítið að maður hafi fengið háar einkunnir í samningatækni! Á þessum fundi gaf ég forráðamönnum Njarðvíkur skýrt til kynna að ef þeir gengju að kröfum mínum væri Magnús Þór þeirra líka. Eftirleikurinn var auðveldur. Eftir að ég hafði grenjað út einhverjar úttektir og selt Magnúsi Þór þá æðislegu hugmynd að nú loksins gætum við félagarnir spilað saman, því þó við hefðum jú æft saman með meistaraflokki Keflavíkur í mörg ár fór lítið fyrir því að við spiluðum saman því yfirleitt var Magnús Þór hvíldur þegar mér var sýnt traustið síðustu 47 sekúndur leikjanna sem unnust með 40+ stigum, skiptum við félagarnir í Njarðvík á tímamóta samningum báðir tveir. Var það fyrst í fyrrasumar sem ég hætti að nota Outback grillið úr Húsasmiðjunni sem Magnús Þór gaf mér sem „umboðslaun“ fyrir vel unnin störf.

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

Getur skessan ekki bara kveikt á þessum grýlukertum?

Í vetrarskrúða VÍKURFRÉTTAMYND: PÁLL KETILSSON

Húsverkin hafa aldrei heillað hana!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.