S U Ð U R N E S J A
MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is
Við getum aðstoðað lyfja.is | Krossmóa 4
Sólnýjar og fjölskyldu
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Þór fyllti í Keflavík!
VARÐSKIPIÐ ÞÓR vekur athygli hvar sem það kemur. Þetta flaggskip íslenska flotans hafði viðkomu í Keflavíkurhöfn á sjálfan öskudaginn. Ástæða heimsóknarinnar var að varðskipsmenn þurftu að taka olíu á skipið. Það var þungur sjór við höfnina þegar skipið kom inn og því tilkomumikið að fylgjast með skipinu að koma til hafnar. Þór hafði stuttan stans og var farinn í birtingu daginn eftir. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Rafmagnslaust í tæpa fimm tíma - íbúar Grindavíkur ósáttir með ástandið Um klukkan þrjú aðfararnótt þriðjudags varð truflun í flutningskerfinu á Reykjanesi sem varð þess valdandi að rafmagnslaust varð í Grindavík í nokkra klukkutíma. Ástæða bilunarinnar var bilaður eldingarvari á Fitjalínu 1 sem liggur á milli Fitja og Rauðamels. Viðgerð í Fitjum hófst strax um nóttina og var henni lokið rétt fyrir klukkan átta á þriðjudagsmorgun. Íbúar Grindavíkur eru ósáttir með stöðuna eins og hún er en töluvert hefur verið um það á undanförnum mánuðum að rafmagni hefur slegið út í sveitarfélaginu. Einn íbúi talar um að þetta sé orðið eins og í gamla daga og þegar hús eru hituð með rafmagnskyndingu þá verði ansi kalt í þeim eftir nokkrar klukkustundir án rafmagns.
AÐALSÍMANÚMER 421 0000
■
Grunnskólinn sendi meðal annars frá sér tilkynningu og bað foreldra að halda börnum heima þar til að rafmagn kæmi á en það kom á stuttu fyrir skólabyrjun. Undanfarin ár hefur Landsnet verið að vinna að lagningu Suðurnesjalínu 2, í þeim tilgangi að auka afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum. Eins og staðan er í dag er einungis um að ræða eina línu frá Hafnarfirði til Suðurnesja og því ekki hægt að tryggja afhendingaröryggi á svæðinu þegar um truflun eða bilun eins og í nótt er um að ræða. Drög að matsáætlun vegna Suðurnesjalínu 2 eru búin að vera í kynningu og athugasemdafresti er nú nýlokið. Nú er verið að vinna úr ábendingum sem bárust. Vinna að undirbúningi Suðurnesjalínu 2 er unnin í samráði og samvinnu við samfélagið.
AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001
■
LÆKKA ÁLAGNINGU Á FASTEIGNASKATTI Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á bæjarráðsfundi þann 8. febrúar sl. að lækka álagningu á fasteignaskatti á íbúðarhúsnæði (A-húsnæði) úr 0,48% í 0,46% og að lækka álagningu á holræsagjaldi úr 0.17% í 0,15% fyrir A-húsnæði og úr 0,36% í 0.35% fyrir C-húsnæði. Endurálagningin kemur til framkvæmda í mars og gildir fyrir allt árið, samtals lækka tekjur Reykjanesbæjar um 66 milljónir árið 2018 vegna þessa og verða um 1550 milljónir. Er það í samræmi við gildandi fjárhags- og aðlögunaráætlun sveitarfélagsins.
FRÉTTASÍMINN 421 0002
Súpa og brauð í hádeginu alla virka daga S U Ð U R N E S J A
Kaffihúsið er opið alla daga vikunnar
fimmtudagur 22. febrúar 2018 // 8. tbl. // 39. árg.
Mán-fös- kl. 7:00–17:30 Helgar kl. 8:00–17:00
MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is
2
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 22. febrúar 2018 // 8. tbl. // 39. árg.
LÍFIÐ ER MEIRA EN SALTFISKUR – endurskoðun menningarstefnu Reykjanesbæjar
Þriðjudaginn 27. febrúar næstkomandi stendur menningarráð Reykjanesbæjar fyrir opnum íbúafundi í Duus Safnahúsum í tilefni þess að nú er kominn tími til að endurskoða menningarstefnu bæjarins. Á fundinum verður núverandi stefna kynnt í fáum orðum en aðal áherslan verður lögð á að skapa íbúum tækifæri til að koma sínum áherslum á framfæri. Hvernig menningarlíf viljum við hafa í Reykjanesbæ? Þetta verður gert með því að skipta fólki upp í umræðuhópa og gert ráð fyrir að hver og einn geti tekið þátt í a.m.k. þremur hópum. Allir íbúar bæjarfélagsins eru hvattir til að mæta, bæði ungir og aldnir, atvinnumenn og áhugafólk. Sérstaklega
er óskað eftir þátttöku þeirra sem nú þegar eru í forsvari fyrir mismunandi menningar- og listhópa í bæjarfélaginu og/eða þeir sem hafa nýjar og ferskar hugmyndir að skemmtilegum nálgunum og lausnum í menningarmálum bæjarins. Fundurinn verður haldinn í Bíósal Duus Safnahúsa, þriðjudaginn 27. febrúar kl. 17.00-19.00 Umræðuhópar sem verða í gangi: 1. Tónlist (allar tegundir) 2. Sviðslistir (dans, leikhús, kvikmyndir) 3. Saga, menning, hefðir 4. Myndlist, handverk, hönnun 5. Bókmenntir, upplýsingamennt 6. Almenn menningarmál (hátíðarhald, viðburðir, fjölmenning)
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
NÝ VEGTENGING HAFNAVEGAR EYKUR UMFERÐARÖRYGGI - bæta öryggi og fækkar tengingum inn á Reykjanesbraut
Vegagerðin fyrirhugar vegaframkvæmdir á Hafnavegi með nýrri tengingu við Reykjanesbraut. Til stendur að tengja Hafnaveg inn á Reykjanesbraut á nýjum stað, eða inn á hringtorg við Stekk, sem er um 400 m austan við núverandi vegamót Hafnavegar og Reykjanesbrautar. Markmið framkvæmdarinnar er að
auka umferðaröryggi vegfarenda sem leið eiga um Reykjanesbraut, með því að loka hættulegum T-gatnamótum og tengja nýjan vegkafla Hafnavegar inn á núverandi hringtorg á Reykjanesbraut, ásamt því að tryggja greiðari samgöngur á svæðinu og bæta tengingu við Hafnir. Framkvæmdakaflinn er um 850 m
Matorka vill tvöfalda eldisstöð sína að Húsatóftum Matorka ehf. hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna stækkunar og umhverfisáhrifa eldisrýmis við fiskeldisstöð sína í Grindavík úr 3.000 tonnum í 6.000 tonn og er þetta því tvöföld stækkun á fiskeldi þeirra. Fiskeldisstöð Matorku í Grindavík er staðsett að Húsatóftum en þar er seiðaeldi í eldri stöð og áframeldi í
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
langur og liggur allur innan lands Reykjanesbæjar. Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi ekki í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfið vegna umfangs, eðlis eða staðsetningar. Framkvæmdum verður hagað þannig að neikvæð áhrif þeirra verði sem minnst, mótvægisaðgerðum verður beitt og haft samráð við ýmsa aðila.
nýrri stöð, en hún er á efra svæði. Einnig fer fram vinna á eldifiski í fiskvinnsluhúsi í Grindavík. Matorka er með 3.000 tonna fiskeldisframleiðslu á bleikju, laxi og urriða í dag en ef áform þeirra ganga eftir verður eldistöð þeirra tvöföld eða 6.000 tonn.
Atvinnutekjur á Suðurnesjum hækkuðu um rúmlega 22% á árunum 2008-2016 Heildaratvinnutekjur á Suðurnesjum hækkuðu um rúmlega 22% á milli áranna 2008 og 2016 en hækkunin á milli áranna 2015 og 2016 nam 18,5%. Mest af hækkun á atvinnutekjum á tímabilinu varð því á árinu 2016. Þetta kemur fram í skýrslu Byggðarstofnunar á atvinnutekjum eftir atvinnugreinum og svæðum frá árunum 2008-2016. Á árinu 2016 voru langmestu atvinnutekjurnar greiddar í flutningum og geymslu en þar nokkuð langt á eftir komu fiskvinnsla, fræðslustarfsemi,
mannvirkjagerð, verslun, iðnaður og opinber stjórnsýsla. Sömuleiðis var langmesta aukningin í flutningum og geymslum á milli áranna 2008 og 2016. Nokkur aukning varð einnig í leigu og sérhæfðri þjónustu og gistingu og veitingum. Allar þessar greinar tengjast ferðaþjónustu og hafa sterka tengingu við Keflavíkurflugvöll. Verulegur samdráttur varð í mannvirkjagerð og nokkur í fjármálastarfsemi og vátryggingum. Meðaltekjur á Suðurnesjum voru árið 2016 um 90% af landsmeðaltali.
Meðaltekjur voru hæstar í Grindavík, rétt um landsmeðaltal árið 2016 og höfðu hækkað verulega frá árinu 2008. Þær voru hins vegar aðeins um 90% í Reykjanesbæ og tæplega 85% í Sandgerði, Garði og Vogum. Stærstu atvinnugreinarnar mælt í atvinnutekjum í Grindavík árið 2016 voru fiskvinnsla og fiskveiðar. Í Reykjanesbæ voru það flutningar og geymsla en í Sandgerði, Garði og Vogum voru það flutningar og geymsla og fiskvinnsla.
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
AUGLÝSINGASÍMINN ER
421 0001
TJÓNIÐ BÆTT Á 60 SEKÚNDUM VIÐSKIPTAVINIR TM GETA NÚ TILKYNNT TJÓN MEÐ APPI Í appinu er hægt að tilkynna öll algengustu tjón sem verða á heimilismunum og þar hafa viðskiptavinir þægilega yfirsýn yfir sín tryggingamál.
HUGSAÐU Í FRAMTÍÐ OG NÁÐU Í APPIÐ Í APP STORE EÐA GOOGLE PLAY
4
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 22. febrúar 2018 // 8. tbl. // 39. árg.
Vík fýkur ekki framar
Hafist var handa við að rífa íbúðarhúsið Vík, sem stendur við Rafnkelsstaðarveg í Garði, í síðustu viku. Húsið hefur oft komist í fréttirnar á síðustu árum vegna foks af þaki hússins. Ein fyrsta fréttin af foktjóni á húsinu birtist á vef Víkurfrétta viku fyrir jól árið 2010. Þá mætti fjölmennt lið frá Björgunarsveitinni Ægi á staðinn til að hefta fok á þakjárni. Þrátt fyrir dapurt ástand hússins var búið í því um tíma þó þakið væri illa farið. Íbúar í nágrenninu höfðu áhyggjur af ástandi hússins og að fjúkandi þakjárn gæti valdið skaða. Þá tóku bæjaryfirvöld í Garði á málinu og gáfu húseiganda fjögurra vikna frest í ypphafi árs 2015 til að lagfæra þakið á húseign sinni. Í ársbyrjun 2015 sagði í frétt að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki náðst í eiganda hússins sem býr í því þótt það hafi í raun verið opið fyrir vatni og vindum í um þrjú ár eftir fokskemmdir á þakinu. Svo fór að húseignin fór á uppboð og var seld á nokkur hundruð þúsund krónur. Nýr eigandi ætlaði að endurbyggja húseignina. Af því varð þó ekki. Þakið var rifið af húsinu seint á síðasta ári og þá var jafnframt staðfest að ekki væri hægt að endurbyggja húsið. Það væri ónýtt. Í síðustu viku var svo hafist handa við að rífa bygginguna.
Vík eins og hún var sl. sumar. Þakið illa farið.
Björgunarsveitin Ægir á vettvangi fyrir nokkrum árum.
Útnesjamenn með um 400 nöfn
Þrír útveggir uppistandandi þegar þessi mynd var tekin sl. fimmtudag. VF-myndir: HBB
Tæplega 400 tillögur bárust um nýtt nafn á sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis en skilafresturinn rann út sl. mánudag. Tillögurnar verða nú sendar til Örnefnanefndar sem tekur þær til umsagnar, tillögurnar sem samþykktar verða af nefndinni verða síðan þeir kostir sem íbúar kjósa um. Víkurfréttir sögðu frá því á dögunum að nýtt sveitarfélag megi ekki heita Sandgerði eða Garður. „Það er gaman að sjá hvað það komu margar tillögur að nafni fyrir nýtt sveitarfélag. Það er snúið en skemmtilegt verkefni hjá nafnanefndinni að velja þær tillögur sem íbúar munu svo kjósa á milli. Ekki verður síður spennandi að sjá hvaða nafn verður svo á endanum fyrir valinu,“ segir Ólafur Þór Ólafsson sem situr í undirbúningsstjórn vegna sameiningar Garðs og Sandgerðis.
BÓKASAFNS- OG UPPLÝSINGARFRÆÐINGUR Í SANDGERÐI
Sandgerðisbær og Grunnskólinn í Sandgerði óskar eftir að ráða til starfa fjölhæfan, áhugasaman og skapandi bókasafns- og upplýsingafræðing með hæfni í mannlegum samskiptum. Um er að ræða 70% starfshlutfall. Í Sandgerði búa um 1780 íbúar. Bókasafnið er vel búið og sameiginlegt Grunnskólanum í Sandgerði sem er heildstæður fjölmenningarlegur grunnskóli með 248 nemendur. Mikið samstarf er milli bókasafnsins og grunnskólans. Grunnskólinn er Heilsueflandi grunnskóli og vinnur eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar. Leiðarljós skólans eru vöxtur, virðing, vilji og vinátta og endurspeglast þau í daglegu starfi skólans. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að setja sig inn í starfshætti skólans og vinna með læsisteymi skólans og hópnum öllum að því að mæta ólíkum einstaklingum með fjölbreyttum hætti. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf við Grunnskólann í Sandgerði. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans www.sandgerdisskoli.is. Umsóknarfrestur er til og með 2. mars 2018. Umsóknir og ferilskrár skal senda á netfang skólastjóra: holmfridur@sandgerdisskoli.is Nánari upplýsingar veita: Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri holmfridur@sandgerdisskoli.is sem jafnframt er yfirmaður safnsins.
Uppbygging gagnaveranna er mjög ör að sögn Jóhanns og giskar hann á að þau verði komin upp í um hundrað megavatta aflnotkun í lok árs.
Reykjanesið vinsælt undir gagnaver Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS orku segir að gagnaver á Reykjanesi gætu tekið fram úr heimilum landsins á þessu ári þegar kemur að orkunotkun. Jóhann segir þetta í samtali við Vísir. Mikill uppgangur er í gagnaveituiðnaði hér á landi og eru fjölmörg fyrirtæki sem hafa sérhæft sig í svokölluðum námugreftri rafmynta leitast eftir því að byggja gagnaver hér á landi. Þar eru fyrirtækin að sækjast eftir grænni orku, náttúrulegri kælingu og góðri þjónustu. Fjölmiðlar á borð við BBC og AP fréttaveitunnar hafa sýnt uppbyggingunni mikinn áhuga og hefur Jóhann rætt við þá miðla nýverið. „Útgáfa rafmynta á borð við Bitcoin og Ether byggir á hinni svokölluðu kubbakeðjutækni (e. blockchain technology). Um er að ræða eins konar dreifða skrá þar sem hægt er að sannreyna að allar upplýsingar innan hennar séu sannar og réttar. Þeim sem útvega nauðsynlegan tækjabúnað, eða eins og í tilfelli Genesis mörg þúsundir skjákorta og annan tölvubúnað, með mikla reiknigetu til að leysa flóknar stærðfræðiformúlur, er launað með nýjum rafmyntum fyrir aðstoð við útgáfu nýrra skráa,“ segir í frétt Vísis. Uppbygging gagnaveranna er mjög ör að sögn Jóhanns og giskar hann á að þau verði komin upp í um hundrað megavatta aflnotkun í lok árs. Þetta sé þó gróflega reiknað og segir hann einnig að aukningin sé gríðarlega mikil og hefur þetta allt gerst mjög hratt. Það sé mikill áhugi fyrir gagnaverum á Íslandi og hefur áhuginn sprungið á síðustu mánuðum en HS orka tekur til að mynda við
fjölmörgum fyrirspurnum um gagnaver. Uppbygging gagnaveranna hefur nánast verið öll á Suðurnesjum og þeim fylgja mörg störf. Núna fari að myndast sérhæfð og skapandi störf í kringum þessa starfsemi. Ástæðan fyrir áhuganum á Reykjanesi segir Jóhann vera að HS veitur hafi einfaldlega staðið sig mjög vel í því að sinna þessum aðilum og hafa fundið lausnir sem henta þeim. Gott kynningarstarf Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar hefur einnig skilað árangri.
NÝTT FRAMBOÐ Í SAMEINUÐU SVEITARFÉLAGI Nýtt framboð hyggst bjóða fram í næstu bæjarstjórnarkosningum í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs. Í þeim hópi er fólk af S-listanum í Sandgerði og N-listanum í Garði, ásamt fleira fólki. Hópurinn sem stendur að nýja framboðinu hittist til að ræða næstu skref á fundi í golfskálanum í Sandgerði í gærkvöldi. Blaðið var farið til prentunar áður en fundinum lauk.
markhönnun ehf
ð o lb ti ar lg Frábær he NAUTA RIBEYE Í HEILU. KR KG ÁÐUR: 3.382 KR/KG
LAMBA PRIME FERSKT
3.479 -20% 2.198 KR KG ÁÐUR: 4.349 KR/KG
-20%
KARAMELLUTERTA STÓR 900 GR. KR STK ÁÐUR: 1.898 KR/STK
1.329
FOLALDALUNDIR FROSIÐ KR KG ÁÐUR: 5.498 KR/KG
4.398
-30%
NAUTA MÍNÚTUSTEIK FERSKT KR KG ÁÐUR: 3.798 KR/KG
-35% 2.659 -30%
FOLALDAGÚLLAS VACUMPAKKAÐ. FROSIÐ. KR KG ÁÐUR: 2.798 KR/KG
-20% 2.398
APPELSÍNUR KR KG ÁÐUR: 258 KR/KG
129
-50%
FOLALDAPIPARSTEIK FROSIÐ KR KG ÁÐUR: 2.998 KR/KG
-20% 2.398
PINK STUFF HREINSIEFNI 500 GR. KR STK ÁÐUR: 379 KR/STK
298
Tilboðin gilda 22. - 25. febrúar 2018 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss
www.netto.is
Lúxus
PÖRUSTEIK LAMBALÆRI með villtum íslenskum kryddjurtum
ÍSLENSKT Grísakjöt
1.398 kr. kg Stjörnugrís Pörusteik Úr hrygg, fersk
1.359 kr. kg
4x2L
Kjarnafæði Heiðalamb Kryddað lambalæri
321kr
verðlækkun pr. kg
759 kr. 4x2 l
Pepsi og Pepsi Max Kippa, 4x2 lítrar
1.298 kr. kg
Brauðostur, 26% Verð áður 1.619 kr. kg
ÍSLENSK framleiðsla
500g
798 kr. 500 g
498 kr. 400 g
OS Samlokuostur Í sneiðum, 500 g Verð gildir til og með 25. febrúar eða meðan birgðir endast
Diletto Kaffi Malað eða baunir, 400 g
7
Fullmeyrnað
ÍSLENSKT Ungnautakjöt
2.998 kr. kg
4.598 kr. kg
Íslandsnaut Piparsteik Ungnautasteik, fersk
Íslandsnaut Ungnauta Ribeye
4.598 kr. kg Íslandsnaut Fillet Ungnautakjöt
750g 750g
298
298
Aviko Steikar Franskar Kartöflur Frosnar, 750 g
Aviko Rösti Kartöflur Frosnar, 750 g
kr. 750 g
kr. 750 g
398 kr. 250 ml
Íslandsnaut Bernaissósa 250 ml
SAMA VERd
um land allt
Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00
8
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 22. febrúar 2018 // 8. tbl. // 39. árg.
Keflavík til sigurs Knattspyrna er vinsælasta íþrótt í heiminum og á því leiksviði eiga Keflvíkingar 60 ára farsæla afrekssögu. Keflavík hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari í knattspyrnu í efstu deild, sem er sjöundi besti árangur íslenskra félagsliða. Þar að auki hefur Keflavík fjórum sinnum náð að hampa bikarmeistaratitli sem gerir það að sjötta sigursælasta félagsliði landsins í bikarkeppni. Þá á Keflavík einnig merkilega sögu í þátttöku í Evrópukeppnum þar sem félagið hefur att kappi við mörg af stærstu og þekktustu liðum Evrópu í dag. En sá hluti afrekssögunnar sem við Kefl-
víkingar erum hvað stoltust af er að hafa veitt þúsundum barna ánægjulegar stundir á knattspyrnuvellinum um leið og við höfum alið af okkur marga af bestu leikmönnum landsins, sem skipað hafa fjölda atvinnumannaliða og gengt mikilvægu hlutverki fyrir landslið Íslands. Af þessu erum við Keflvíkingar stolt og viljum halda áfram að láta drauma knattspyrnufólks rætast. Síðastliðin tvö ár hafa verið Keflvíkingum erfið, meðal annars vegna þess að við höfum þurft að vera utan deildar hinna bestu. En á síðasta ári snérist lukkan aftur á sveif með okkur þannig að í ár keppum við aftur í deild þeirra bestu. Þar er okkar vettvangur og þar viljum við vera áfram um ókomna tíð. En það þýðir ekki að efsta deild sé okkar endanlega takmark heldur miklu frekar staður þar sem við ætlum að láta drauma okkar rætast. Við ástríðufólk í íþróttum þekkjum vel til þess hve sigurtilfinningin er góð og hve mikilvægt það getur verið í okkar daglega lífi að finna fyrir velgengni.
SAMFYLKING STILLIR UPP Í REYKJANESBÆ
Þessa tilfinningu viljum við að rækta og standa saman að því að efla og með því gefa sem flestum kost á að njóta velgengni með Keflavík. Alltof mörg ár hafa nú liðið frá því að Keflavík síðast fagnaði alvöru titli. Hingað til hefur það virst fjarlægur draumur, en með samhentu framlagi allra sem deila þessum draumi styttist biðin. Við sem leggjum fram krafta okkar í þessum tilgangi erum tilbúin að setja saman raunhæf markmið og skýra framtíðarsýn í þeirri trú að það auki líkurnar á að draumar okkar rætist. En til þess þurfum við ykkar stuðning, hvort sem það er með andlegu, líkamlegu, eða fjárhagslegu framlagi. Við erum tilbúin í baráttuna, en ert þú kæri Keflvíkingur tilbúinn að taka þátt í því með okkur? Áfram Keflavík! Sigurður Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur
Störf í boði hjá Reykjanesbæ
Viðburðir í Reykjanesbæ
Stjórnsýslusvið – Verkefnastjóri viðskiptaþróunar Hæfingarstöðin – Sumarstörf Holtaskóli – Skólastjóri Velferðarsvið – Verkefnastjóri fjölmenningarmála Duus Safnahús – Safnvörður í hlutastarf Hæfingarstöð – Ræstingar, 30% starfshlutfall Málefni fatlaðs fólks – Umönnunarstörf á heimilum Vinnuskólinn – Yfirflokksstjóri og flokkstjórar
Bókasafn Reykjanesbæjar - Bókabíó Föstudaginn 23. febrúar kl. 16:30 sýnum við Paddington í Bókabíó. Myndin er byggð á ævintýrum bangsans góðkunna. Allir hjartanlega velkomnir.
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á facebook síðunni Reykjanesbær – laus störf.
Vilt þú koma að gerð menningarstefnu? Íbúafundur um menningarstefnu Reykjanesbæjar verður haldinn í Duus Safnahúsum 27. febrúar kl. 17.00. Bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt í mótun stefnunnar. Hljómahöll - viðburðir framundan Kvennakór Suðurnesja, afmælistónleikar – 22. febrúar Söngvaskáldið Magnús Kjartansson – 1. mars Miðasala á hljomaholl.is
Boðað hefur verið til félagsfundar í Samfylkingunni í Reykjanesbæ nk. laugardag. Á dagskrá fundarins verður tekin fyrir tillaga uppstillingarnefndar að framboðsliðsta í sveitarstjórnarkosningunum 2018. Einnig verður farið yfir undirbúning fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Fundurinn verður haldinn í Samfylkingarsalnum við við Keflavíkurhöfn.
SJÖ Í PRÓFKJÖRI xD Í GRINDAVÍK Sjö hafa ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Grindavík fyrir bæjarstjórnarkosningarnar sem fara fram þann 26. maí nk. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fer fram laugardaginn 24. febrúar í húsi Sjálfstæðisfélagsins að Víkurbraut 25, frá kl. 10.00 - 17.00.
FRAMBJÓÐENDURNIR SJÖ SEM HAFA GEFIÐ KOST Á SÉR ERU HÉR Í STAFRÓFSRÖÐ: Birgitta Káradóttir, gefur kost á sér í 2.-3. sæti. Guðmundur Pálsson, gefur kost á sér í 3. sæti. Gunnar Ari Harðarson, gefur kost á sér í 4.-6. sæti. Hjálmar Hallgrímsson, gefur kost á sér í 1. sæti. Hulda Kristín Smáradóttir, gefur kost á sér í 5.-7. sæti. Irmý Rós Þorsteinsdóttir, gefur kost á sér í 5.-7. sæti. Jóna Rut Jónsdóttir, gefur kost á sér í 2. sæti.
AUGLÝSINGASÍMINN ER
421 0001
KVÖLDMATUR Í HVELLI! MEAL IN A BAG 5 tegundir
699 KR/PK
ENGIHJALLI – VESTURBERG – ARNARBAKKI – GLÆSIBÆR – STAÐARBERG – HAFNARGATA – KAUPANGUR
10
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 22. febrúar 2018 // 8. tbl. // 39. árg.
Á að kenna jafnréttisog kynjafræði sem sérstaka námsgrein í grunnskólum? Þóranna Kristín Jónsdóttir, foreldri í Reykjanesbæ, telur brýnt að auka jafnréttiskennslu í skólakerfinu og segir mikilvægt að aðalnámskrá innihaldi jafnréttis- og kynjafræði sem sérstaka námsgrein í grunnskólum. Jafnréttis- eða kynjafræði er ekki kennd sem sérstök námsgrein í flestum grunnskólum landsins. Samt kemur orðið jafnrétti 60 sinnum fram í aðalnámskrá grunnskóla og er jafnrétti einn af grunnstoðum menntunar á Íslandi. Jafnrétti felur auðvitað í sér fleiri hluti en kynjajafnrétti en í námskránni kemur fram að kynjafræði og hugtök hennar séu mikilvægur þáttur í að gera nemendur meðvitaða um stöðu kynjanna í samfélaginu. Jafnrétti fléttast í gegnum allt starf grunnskólanna og er kynjafræði kennd sem hluti af samfélagsgreinum á unglingastigi. Oft fá skólar utanaðkomandi sérfræðinga til þess að halda kynningar um samfélagsleg mál eins og kynjafræði og málefni hinsegin fólks. Skiptar skoðanir eru á því hvort fræða eigi börn um jafnrétti kynjanna í gegnum aðrar námsgreinar, t.d. með því að fjalla um ákveðin málefni út frá kynjafræðilegri nálgun eða kenna kynjafræði sem sérstaka námsgrein. Þóranna Kristín Jónsdóttir, markaðsfræðingur og móðir tveggja barna í Reykjanesbæ stofnaði nýlega Facebook hópinn Byrjum fyrr… jafnréttisfræðsla í skólum með því markmiði að þrýsta á að jafnréttis- og kynjafræði verði kennd í gegnum alla skólagönguna. Nú þegar eru 1100 meðlimir í hópnum en flestir eru foreldrar grunnskólabarna sem hafa áhuga á því að börn þeirra læri um jafnrétti kynjanna í skólanum. Þóranna veit að jafnréttis- og kynjafræði sem sérstök námsgrein er ekki í boði í grunskólum barna hennar en með Facebook hópnum vildi hún komast að því hvar málið væri statt í kerfinu. Hún veltir því fyrir sér hvers vegna kynjafræði sé ekki kennd fyrst það eru skýr ákvæði í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla að á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál.
Endalaus átaksverkefni fyrir fullorðna til að jafna stöðu kynjanna „Ég hef alltaf verið gallharður femínisti og fundist jafnréttismál skipta
miklu máli. Auk þess á ég bæði son og dóttur. Í kringum 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna var gefin út tölfræði sem sagði að dóttir mín 13 ára yrði komin á eftirlaun þegar launajafnrétti næðist. Svo núna í kringum MeToo byltinguna fór ég að hugsa að það er alltaf verið að setja á fót átaksverkefni fyrir fullorðna eins og t.d. lög um jafnt kynjafhlutfall í stjórnum og jafnlaunastaðalinn. Auðvitað þurfum við að halda þeim verkefnum áfram en ef við kennum börnum þetta strax að þá vonandi þurfum við ekki þessi prógrömm þegar þau verða fullorðin.“ Rannsóknir sýna að fyrir mjög ungan aldur gera börn ekki greinarmun á samfélagslega mótuðum kynjamun. Þóranna segir að fræðsla sé mikilvæg strax í leikskóla og að hún sé svo markvisst kennd í gegnum grunnskólann sem sérstök námsgrein. „Það þarf að vera staðlað námsefni og það á ekki að vera tilviljanakennt og í skólum sjálfsvald sett hvort kynjafræði sé kennd. Það er ekki nóg að flétta jafnréttisfræðslu inní alla aðra kennslu. Ef það eru ekki markvissar aðgerðir og námskrá alveg eins og það er stöðluð kennsla í öðrum fögum, að þá gerist ekkert. Það er ekki nóg að hafa þetta sem part af lífsleikni eða samfélagsfræði.“
Mikilvægt að kynjafræði sé kennd í kennaraháskólanum Ef jafnréttiskennsla á að skila árangri þurfa þeir sem kenna hana að vera nógu fróðir til þess að geta miðlað efninu áfram. Fræðimenn segja að grundvallaratriði sé að kennarar fái jafnréttis- og kynjafræðikennslu í háskólanámi og Þóranna komst að því í gegnum Facebook hópinn að það hafi verið nýlega verið samþykkt að kynjafræði verði kennd sem áfangi í Kennaraháskóla Íslands. „Það er komið fyrsta skrefið og ég bíð spennt eftir að sjá það verða að veruleika. Næst á dagskrá er að hitta aðra foreldra og sérfræðinga í Facebook hópnum til þess að sjá hvernig við getum þrýst á viðeigandi aðila um að kynjafræði verði kennd skipulega eins og hver önnur námsgrein í grunnskólum. Árið er 2018 og við erum með skýra nám-
skrá um hversu marga tíma börnin okkar þurfa að taka í dönsku og hvaða prófum þau þurfa að ná en þau eru ekki með sér tíma í öðrum jafn samfélagslega mikilvægum fögum eins og jafnréttiskennslu og t.d. fjármálalæsi. Skólakerfið þarf að bregðast við breyttum þörfum nútímans og aðlaga námskrána sína eftir því,“ segir Þóranna og hvetur alla áhugasama um að ganga hópinn á Facebook sem heitir Byrjum fyrr… jafnréttisfræðsla í skólum.
Jafnrétti fléttað í gegnum allt skólastarf Víkurfréttir náðu tali af Bryndísi Björg Guðmundsdóttur, skólastjóra Myllubakkaskóla, Bryndísi Jónu Magnúsdóttur aðstoðarskólastjóra Heiðarskóla og Sigrúnu Birtu Sigurðardóttur kennara samfélagsgreina á unglingastigi í Holtaskóla til að fræðast um fyrirkomulag jafnréttis- og kynjafræðikennslu í grunnskólum Reykjanesbæjar. Allar segja þær skólana vera með jafnréttisáætlun og að jafnrétti sem ein af grunnstoðum menntunar, sé fléttað í gegnum allt grunnskólastarf frá byrjun til enda. Jafnrétti- og kynjafræðikennsla er partur af samfélagsgreinum á unglingastigi og þar eru helstu hugtök tekin fyrir og nemendur skoða hin ýmsu málefni út frá kynjavinkli. Í aðalnámskrá grunnskóla eru hæfniviðmið sem kennarar kenna eftir og í þessu samhengi er eitt hæfniviðmið sem snýr að skilningi um kyn og kyngvervi og þá finna kennarar leiðir til þess að kenna nemendum viðeigandi efni. „Við höfum notast við bók sem heitir Kynungabók sem byggir á femínískum hugmyndum og mótunarhyggju en að mestu hef ég sjálf verið að safna efni til að kenna í mismunandi áföngum. Ég kenndi sérstaka lotu í kynjafræði í félagsfræðitíma í 10. bekk og svo tók ég lotu um MeToo byltinguna hjá 9.-10. bekk. Þá vinna krakkarnir saman umræðuverkefni og eru þá að fjalla um málefni sem eru til umræðu í samfélaginu hverju sinni,“ segir Sigrún Birta kennari samfélagsgreina í Holtaskóla.
Ég hef alltaf verið gallharður femínisti og fundist jafnréttismál skipta miklu máli. Bryndís Jóna og Bryndís Björg segja sama fyrirkomulag og Sigrún Birta lýsir gilda í Heiðarskóla og Myllubakkaskóla, þar sem samfélagsfræðikennarinn fær frelsi og traust skólastjórnenda til þess að móta sína kennslu innan ramma aðalnámskrár með hæfniviðmiðin að leiðaljósi. „Heiðarskóli er uppbyggingastefnuskóli og grunnurinn í stefnunni er að nemendur átti sig á því hver þau eru og hvernig manneskjur þau vilja vera, hvernig þau uppfylla þarfir sínar á jákvæðan og neikvæðan hátt og læra að bregðast við því. Við höldum bekkjarfundi og vinnum með sameiginleg gildi. Í slíkri vinnu spinnast gjarnan umræður út frá gildum eða klípusögum og þá koma jafnréttis- og kynjamál oft inn í. Það á reyndar við um umræðu í alls kyns verkefnum í ýmsum námsgreinum,“ segir Bryndís Jóna.
Utanaðkomandi fræðsla til að auka víðsýni Allir skólarnir hafa fengið einhverja utanaðkomandi fræðslu sem er liður í því að auka víðsýni hjá nemendum og bjóða upp á fjölbreytta fræðslu. „Við höfum verið að fá utanaðkomandi aðila til þess að halda fyrirlestra um hin ýmsu samfélagslegu málefni. Samtökin 78 hafa haldið hinsegin fræðslu og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari í Borgarholtsskóla hefur haldið fræðslu um femínisma og kynjafræði,“ segir Bryndís Björg. Jafnréttis - eða kynjafræði hefur hingað til ekki verið kennd sem sér-
stök námsgrein í skólum en reynt hefur verið að bjóða upp á kynjafræði sem valfag á unglingastigi bæði í Holtaskóla og Heiðarskóla en að sögn Bryndísar Jónu og Sigrúnar Birtu skráðu sig örfáir nemendur á námskeiðin og féllu þau því niður. „Mér finnst ekki þörf á því að hafa kynjafræði sem sérstaka námsgrein ef það er tekið markvisst fyrir innan samfélagsfræðinnar. Flestir skólar eru að taka þetta markvisst fyrir. Ég reyni að nálgast nemendur út frá þeirra reynsluheimi og finn að krakkarnir eru stundum með neikvæða tengingu við sum orðin innan kynjafræðinnar. Krakkarnir litast oft af skoðunum foreldra sinna, kunningja og vina. Maður mætir t.d. meiri mótspyrnu hjá nemendum ef maður talar um femínisma fyrst eða ef þau vita að þau séu í kynjafræði. En ef maður ræðir t.d. um jafnréttismál út frá einhverju sem við heyrum í fréttunum að þá kemur kannski upp umræða í kjölfarið um femínisma. Við viljum ná til fleiri en færri og reynum að velja nálgunina eftir því. Alveg eins og við erum með femínista í þjóðfélaginu að þá erum við líka með fólk sem er bara alls ekki þar,“ segir Sigrún Birta.
Hugsar út fyrir kassann og tekur kynjavinkil í sögukennslu Sigrún Birta segir enn fremur að nálgunin hennar sé þannig að hún hugsi út fyrir kassann til þess að tengja jafnréttismálin inn í námsefnið í samfélagsgreinunum. „Við tökum oft umræðu um alls konar mál með kynjavinkli. Til dæmis vorum við að fjalla um Fyrri heimsstyrjöldina um daginn og ræddum þá að konur hefðu farið í fyrsta sinn út á vinnumarkaðinn í stórum stíl, því karlarnir voru í stríði. Þegar stríðinu lauk vildu þær halda áfram að vinna en Hitler rak konurnar aftur inn á heimilin til að minnka atvinnuleysi í Þýskalandi. En þetta er mín eigin nálgun, þetta stendur ekki endilega í námsbókinni og það mætti alveg vera til betra efni til að kenna,“ segir Sigrún Birta.
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU ÞÉR OSTAGOTT
*ALLAR STÓRAR PIZZUR AF MATSEÐLI EF ÞÚ SÆKIR, VIKUNA 19.–25. FEBRÚAR 2018. PÖNNUPIZZA: 1.590 KR.
EIN VIKA. EITT VERÐ.* WWW.DOMINOS.IS
SÍMI 58 12345
DOMINO’S APP
12
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 22. febrúar 2018 // 8. tbl. // 39. árg.
„Mamma okkar er ofurhetja“ - Skyndihjálparkunnáttan bjargaði lífi eftir hjartastopp Kunnátta í skyndihjálp kom sér vel þegar Bjarni Jón Bárðarson hneig niður í hjartastoppi á heimili sínu í síðustu viku. Konan hans, Jóhanna Soffía Hansen, byrjaði þegar að hnoða hann á meðan hún hringdi í Neyðarlínuna eftir aðstoð. Jóhanna starfar hjá HS Veitum en fyrirtækið heldur reglulega öryggisviku þar sem starfsmenn fara m.a. á skyndihjálparnámskeið. Jóhanna hefur því í gegnum starf sitt hjá fyrirtækinu farið á nokkur skyndihjálparnámskeið og reynslan þaðan nýttist henni svo sannarlega á ögurstundu í vikunni sem leið. Ásdís Birna Bjarnadóttir, dóttir Bjarna Jóns, greinir frá atvikinu á fésbókinni. Hún skrifaði pistilinn daginn eftir atvikið: „Í gær gerðist það hræðilega atvik að pabbi minn hneig niður heima hjá sér, í hjartastoppi. Enginn
fyrirboði, ekki neitt. Mamma var sem betur fer heima, þrátt fyrir að hafa átt að vera lōngu farin út úr húsi, og brást hárrétt við. Hún sá að hann var ekki að anda og sýndi engin viðbrögð. Hún byrjaði þegar í stað að hnoða hann á meðan hún hringdi í neyðarlínuna. Örskammri stund seinna var húsið fullt af sjúkraflutningamönnum, lögregluþjónum og lækni sem tóku við af mömmu að halda pabba mínum á lífi,“ segir Ásdís Birna. Í fésbókarfærslunni segir Ásdís Birna fólki að setja kærleika og þakklæti í forgang. „Lífið er hverfult og við eigum að læra að njóta hverrar mínútu“. „Þakklæti er eina sem kemur upp í hugann á mér þegar ég hugsa um gærdaginn,“ segir Ásdís Birna. Hún segist svo þakklát fyrir skyndihjálparnámskeiðið sem mamma fór á í vinnunni.
„Ég er svo þakklát fyrir að mamma skuli hafa þorað og getað brugðist hárrétt við án þess að hika. Ég er þakklát fyrir sjúkraflutningamennina sem voru komnir á 3 sjúkrabílum, eldsnöggt. Ég er þakklát fyrir lækninn sem var til taks á HSS og kom á staðinn. Ég er þakklát fyrir lögreglumennina sem komu og hugguðu okkur á meðan á þessu stóð. Ég er þakklát Lögreglunni í Reykjavík fyrir að loka gatnamótum til að koma honum sem fyrst á spítalann. Ég er þakklát læknum og hjúkrunarfræðingum á Hringbraut. En fyrst og fremst þá er ég svo þakklát fyrir að pabbi okkar er enn á meðal vor, og er það hetjunni móður okkar að þakka. Mamma okkar er ofurhetja,“ segir Ásdís Birna Bjarnadóttir en hún veitti Víkurfréttum góðfúslegt leyfi til að vitna í fésbókarfærslu sína.
Kunnátta í skyndihjálp kom sér vel þegar Bjarni Jón Bárðarson hneig niður í hjartastoppi á heimili sínu í síðustu viku. Konan hans, Jóhanna Soffía Hansen, byrjaði þegar að hnoða hann á meðan hún hringdi í Neyðarlínuna eftir aðstoð.
Mikill viðbúnaður vegna slyss við löndun:
Erfiðar aðstæður á slysstað í lest skipsins vont að komast að hinum slasaða þar sem hann lá á lestargólfinu. Björgunarsveitin Þorbjörn var kölluð til með sigbúnað en svo fór að skipskraninn var notaður til að lyfta sjúkrakörfu með hinum slasaða upp úr lestinni. Mikill viðbúnaður var á slysstaðnum við Grindavíkurhöfn. Þar var fjölmennt lið frá lögreglu, sjúkralið, slökkvilið og fólk frá Björgunarsveitinni Þorbirni. Einnig var kallaður læknir á staðinn og samstarfsmenn úr löndunarþjónustunni aðstoðuðu einnig við að koma hinum slasaða í land. Hann var fluttur beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann undirgekkst rannsóknir og fór í aðgerð þar sem gert er að fótbrotinu, sem var ljótt að sjá, samkvæmt upplýsingum lögreglu.
HÚSMÆÐRAORLOF Gullbringu- og Kjósarsýslu 2018
Garðabær, Garður, Grindavík, Kjósarhreppur, Mosfellsbær, Reykjanesbær, Sandgerði, Seltjarnarnes, Vogar. Rétt til þess að sækja um eftirfarandi ferðir, hefur sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf. Í ár verða eftirtaldar ferðir í boði:
Sumarævintýri í Alsace í Frakklandi ............. 27. maí – 3. júní Haustgleði í Prag í Tékklandi .............................. 5.– 9. október Aðventuferð til Wiesbaden í Þýskalandi .......29. nóv. – 2. des.
Eftirtaldar konur veita nánari upplýsingar og taka á móti pöntunum í síma á milli kl. 17:00 og 19:00 á virkum dögum frá 26. febrúar til 7. mars: Svanhvít Jónsdóttir ........................................................565 3708 Ína D. Jónsdóttir ............................................................421 2876 Guðrún Eyvindsdóttir...................................................422 7174 Valdís Ólafsdóttir...........................................................566 6635 Sigrún Jörundsdóttir .....................................................565 6551
Lögreglan á Suðurnesjum Brekkustíg 39 - 260 Reykjanesbæ - Sími 444 2200
LÖGREGLUMENN LÖGREGLUSTJÓRINN Á SUÐURNESJUM Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eru lausar til umsóknar stöður lögreglumanna með starfsstöð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Skipað, sett eða ráðið verður í stöðurnar frá 1. mars 2018. Lögreglustjóraembættið á Suðurnesjum er annað stærsta lögregluembætti landsins. Flugstöðvardeild er ein deild innan þess og sinnir löggæslu á langstærsta alþjóðaflugvelli Íslands. Í flugstöðvardeild eru lögreglumenn að fást við margs konar krefjandi verkefni. Það reynir á margs konar hæfni og menn öðlast reynslu sem erfitt er að fá annars staðar innan lögreglunnar. Má þar m.a. nefna samskipti við farþega, áhafnir, flugfélög, annað starfsfólk og erlend lögreglulið. Einnig reynslu varðandi landamæragæslu, umsóknir um alþjóðlega vernd, smygl á fólki, mansal, viðbragðsáætlanir vegna flugverndar, flugslysa o.fl. Flugstöðin er einn stærsti vinnustaður landsins og er óhætt að kalla hann líflegan. Nánari upplýsingar um störfin á www.starfatorg.is og þar skal umsóknum skilað eigi síðar en 26. febrúar nk.
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
Starfsmaður löndunarfyrirtækis fótbrotnaði illa í vinnuslysi um borð í fiskiskipinu Kristínu GK í Grindavíkurhöfn á mánudagsmorgunn. Maðurinn var fluttur á Landspítalann þar sem hann undirgengst aðgerð. Löndun var nýhafin úr skipinu en maðurinn sem slasaðist var í lest skipsins og varð fyrir fiskikörum fullum af fiski sem féllu niður í lestina eftir að festing á einu karinu gaf sig. Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Grindavík, fór á vettvang slyssins. Hann sagði að hinn slasaði hafi bersýnilega verið fótbrotinn en hann var með illa brotinn sköflung. Þá höfðu menn af því áhyggjur þegar hjálmur var tekinn af manninum að það blæddi úr eyra hans og óttuðust menn höfuðáverka. Blæðingin var hins vegar minniháttar. Aðstæður á slysstað voru erfiðar og
V I LT Þ Ú V E R Ð A HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI?
Maren og Jón Kolbeinn starfa sem verkfræðingar hjá Isavia og vinna að uppbyggingu Keflavíkurflugvallar.
SÉRFRÆÐINGUR Í UMHVERFISDEILD
B I F V É L AV I R K I/ V É LV I R K I
F L U G VA L L A R S TA R F S M E N N
Helstu verkefni eru meðal annars innleiðing og þróun á sorpflokkunarkerfi og aðkoma að umhverfisvöktun.
Helstu verkefni eru viðgerðir og viðhald á tækjum og bifreiðum Keflavíkurflugvallar. Einnig nýsmíði í málmi, rennismíði, suðuvinna og viðgerðir á gömlu efni. Viðkomandi tekur þátt í snjóruðningi, ísingarvörnum og öðrum verkefnum flugvallaþjónustu eftir þörfum.
Helstu verkefni eru björgunar- og slökkviþjónusta og eftirlit með flugbrautum og flugvallarmannvirkjum. Umsjón og framkvæmd snjóruðnings og hálkuvarna ásamt ýmiskonar tækjavinnu sem og önnur störf tengd rekstri flugvallarins.
Nánari upplýsingar veitir Valur Klemensson, deildarstjóri umhverfisdeildar, valur.klemensson@isavia.is. Hæfniskröfur •
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem líffræði, efnafræði, umhverfisfræði eða jarðfræði, er kostur
•
Framúrskarandi þekking og áhugi á umhverfismálum og málefnum sem starfinu tengjast
•
Þekking og reynsla af sambærilegum störfum
•
Þekking á umhverfi og rekstri flugvalla
Nánari upplýsingar veitir Guðjón Arngrímsson, þjónustustjóri, gudjon.arngrimsson@isavia.is.
Hæfniskröfur Hæfniskröfur
•
Aukin ökuréttindi
•
Meirapróf er skilyrði
•
Stóra vinnuvélaprófið er kostur
•
Vinnuvélapróf er kostur
•
Reynsla af slökkvistörfum er kostur
•
Sveinspróf í bifvélavirkjun/ vélvirkjun
•
Reynsla af snjóruðningi og hálkuvörnum
er æskilegt •
Góð tölvukunnátta og hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti
er æskileg
Starfsreynsla í faginu og reynsla
•
af rafmagns-, glussa- og tölvukerfum
er kostur •
Nánari upplýsingar veitir Guðjón Arngrímsson, þjónustustjóri, gudjon.arngrimsson@isavia.is.
eða önnur iðnmenntun) sem nýtist
í bílum og tækjum •
Iðnmenntun (bifvélavirki/vélvirki í starfi er kostur
Góð tök á íslenskri og enskri tungu, ásamt grunn tölvukunnáttu
•
Góð tök á íslenskri og enskri tungu, standast þarf mat í ensku
Umsækjendur þurfa að standast læknisskoðun og gangast undir þolpróf áður en til ráðningar kemur.
Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia hefur hlotið gullmerki PwC fyrir launajafnrétti og við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um þau störf sem í boði eru.
S TA R F S S TÖ Ð : K E F L AV Í K
UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A
UMSÓKNARFRESTUR: 4. MARS 2018
14
VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 22. febrúar 2018 // 8. tbl. // 39. árg.
FYRSTA FIMM STJÖRNU HÓTEL LANDSINS Glæsilegt athvarf með stórbrotnu útsýni
Bláa lónið er að opna nýtt hótel, veitingastað og heilsulind sem saman mynda Blue Lagoon Retreat og stefnt er að opni í apríl.
Frá veitingastaðnum, sem verður hæsti hluti mannvirkja Bláa lónsins, hafa gestir gott útsýni yfir fjallið Þorbjörn, Illahraun og fleiri perlur Reykjaness. Basalt arkitektar ásamt ítalska fyrirtækinu Design Group Italia (DGI) sjá um að hanna veitingastaðinn. Yfirmatreiðslumeistarar veitingastaðarins, Moss Restaurant, verða Ingi Þórarinn Friðriksson og Helga Vigfúsdóttir og hafa þau viðað að sér reynslu víðs vegar að úr heiminum. Hráefnið sem þau bjóða upp á verður fyrsta flokks, alls staðar að af landinu. Einnig verður hægt að fá sæti við svokallað „Chef ’s Table“ þar sem kokkur eldar matinn fyrir framan gesti úr íslensku gæðahráefni. Þá verður Moss Restaurant búinn vínkjallara sem verður undir yfirborði jarðar og á sér engan líkan í heiminum.
HERBERGI UMKRINGD JARÐHITAVATNI LÓNSINS
Nýjar svítur hótelsins í Bláa lóninu eru hugsaðar til þess að gestir geti sótt þangað í leit að hugarró, herbergin eru umkringd jarðhitavatni Lónsins og svalir veita ógleymanlegt útsýni út á hraunið. Hvert herbergi býður upp á nýja upplifun og innifalið í gistingunni
er fullur aðgangur af heilsulindinni ásamt annari þjónustu sem boðið er upp á í Lóninu.
Í heilsulindinni munu gestir verða fyrir nýrri upplifun þar sem rýmið verður opið og umlukið vatni úr Lóninu. Gestir verða meðal annars neðanjarðar, umvafðir hrauni þar sem þeir geta slakað á í ró og næði. Boðið verður upp á þurrgufu, gufu, nudd, arineld og glæsilegt útsýni frá svölum, auk þess að gestir geta baðað sig upp úr Lóninu. Boðið verður upp á fyrsta flokks þjónustu í heilsulindinni þar sem að gestir upplifa fjársjóði jarðvarmans frá svæðinu ásamt kíslinum og
þörungum þess. „Orka náttúrunnar, sem er keyrð áfram af vísindum, gefur upplifuninni á líkama og sál nýtt sjónarhorn, veitir ró og endurnýjar.“ Þetta kemur fram á heimasíðu heilsulindarinnar. Nánar á retreat.bluelagoon.com
NÝ UPPLIFUN Í HEILSULIND BLÁA LÓNSINS
Ný heilsulind verður hluti nýja hótels Bláa lónsins en við hönnun hennar var horft til samspils íslenskrar náttúru, átta hundruð ára gamals hrauns og orku Bláa lónsins.
Skattafróðleikur KPMG í Reykjanesbæ Aðalfundur
Verkstjóra- og stjórnendafélags Suðurnesja,
verður haldinn, þriðjudaginn 6. mars 2018, kl. 19:00, að Hafnargötu 15, í Reykjanesbæ Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lagabreytingar 3. Kosning í stjórn og nefndir 4. Önnur mál Kaffiveitingar verða á fundinum.
Ýmsar breytingar hafa orðið á skattalögum á síðastliðnu ári og á fróðleiksfundum KPMG verður farið yfir helstu breytingar og það sem er efst á baugi í skattamálum hér á landi. Ný ríkisstjórn hefur boðað ýmsar breytingar og verður meðal annars fjallað um þær. Fundurinn fer fram þann 23. febrúar nk. að Krossmóa 4, 5. hæð. Málefni tengd ferðaþjónustu verða til umfjöllunar en þau hafa verið mikið í umræðunni og ekki síst þær áskoranir sem eru uppi tengd afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Einnig verður fjallað um áherslur skattayfirvalda í eftirliti, þau málefni sem hafa verið til skoðunar og hvað er helst að fara úrskeiðis þegar kemur að skattamálum fyrirtækja. Á fundinum verður meðal annars velt fyrir sér hvernig skattaeftirlit hefur verið að breytast í löndunum í kringum okkur og spáð í hvaða áhrif tækniþróunar verða á skattaeftirliti til framtíðar. Ný löggjöf samfara nýrri tækni er að gjörbylta skattaeftirliti og skattaálagningu. Þátttaka er án endurgjalds og veitir einingar hjá FLE. Skattabækling KPMG verður dreift frítt en hann er aðgengilegt hjálpargagn þegar kemur að upplýsingum um skatta og skyldur einstaklinga og fyrirtækja.
VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 22. febrúar 2018 // 8. tbl. // 39. árg.
15
TVEIR HNÚFUBAKAR Í HVALASKOÐUN - ferðamönnum finnst geggjað að fara í óveðursferð á Reykjanes Tveir hnúfubakar hafa síðustu daga haldið sig nærri landi í Leiru og við Keflavík. Það hefur því ekki verið langt fyrir hvalaskoðunarbátinn Margréti að fara með áhugasamt hvalaskoðunarfólk. WHALEWATCHINGREYKJANES.IS gerir út hvalaskoðunarbátinn Margréti SU-4 frá smábátahöfninni í Gróf í Keflavík. Boðið er upp á daglegar ferðir úr Grófinni kl. 13 en einnig er í boði að fara ferð í birtingu ef fólk á bóka flug eftir hádegið. Axel Már Waltersson, sem sér um hvalaskoðunarsiglingar á Margréti, sagði í samtali við Víkurfréttir að það hafi verið mikið að gera undanfarið í hvalaskoðunarsiglingum frá Keflavík en þar stjórnast þó allt af veðri og ekki er farið ef alda er meiri en 1,5. Síðustu daga hefur ekki þurft að
sækja lengra en í Leiruna og þaðan hefur hvalnum svo verið fylgt til Keflavíkur. Aðspurður sagði Axel að hótelin á svæðinu væru dugleg að senda til hans fólk í ferðir. Þá hefur hvalaskoðunin hans verið að fá góða einkunn á TripAdvisor og er þar með fimm stjörnur. „Við ætlum að halda þeim áfram og högum okkur eftir því,“ sagði Axel. Ef ekki er veður til að fara á sjó þá býðst fólki að fara í ævintýraferð um Reykjanesskagann og skoða náttúruperlur. Þá er Axel einnig farinn að bjóða upp á „óveðursferðir“. „Ef ekki er veður til siglinga er viðskiptavinum boðið að fara í óveðursferð um Reykjanesið. Þá er ekið á þá staði þar sem aðlandsvindur er og gestir geta upplifað brimið berja klettana við ströndina. Í ferðinn er
einnig komið við í Garði og Garðskaga, Reykjanesvita og við Gunnuhver,“ segir á vef WHALEWATCHINGREYKJANES.IS. Axel sagði að gestum sínum finnist það geggjað að fara út á Reykjanes og fá haustlegan vind í fangið. Til að fyrirbyggja allan misskilning þá er ekki verið að fara með fólk í hættulegar aðstæður en Íslenskt hvassviðri sé vinsælt en ekki sé verið að fara með ferðamenn í óvissu þar sem vindurinn slái í 40 metra á sekúndu. Í samtali við blaðið sagðist Axel horfa björtum augum til sumarsins. Hann sé að fá nýjan farþegabát í hvalaskoðunarferðir og þá fái Margrét SU frekara hlutverk sem sjóstandaveiðibátur, en sjóstangaveiði sé eitt af því sem fyrirtækið bjóði uppá, auk norðurljósaferða.
Hvalaskoðunarbáturinn Margrét SU kemur til hafnar í Grófinni í síðustu viku. VF-mynd: Hilmar Bragi
BÍLAVERKSTÆÐI SÍMAR 456 7600 / 861 7600
Almenn bifreiðaþjónusta og varahlutir
Laghentir ehf.
Bolafæti 1, 230 Reykjanesbæ, Símar 456 7600 / 861 7600
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
LÁTTUR 15% AFS LOSSUM MSUK AF BRE UM TIL K S I D G O 1. MARS
S U Ð U R N E S J A
Sólnýjar og fjölskyldu
... og margt annað áhugavert í þætti vikunnar!
MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is
16
VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 22. febrúar 2018 // 8. tbl. // 39. árg.
50.000 Knot púðar seldir hjá Design House Stockholm
„Ég gæti ekki verið ánægðari með samstarfið,“ segir Ragnheiður Ösp hönnuður púðans. „Þau komu hingað á HönnunarMars og sáu púðann og í byrjun 2016 var hann kynntur undir þeirra nafni. Ég gæti ekki verið ánægðari með samstarfið, þetta er fyrirtæki sem hefur verið starfandi í 25 ár og selur vörurnar sínar um allan heim. Mér skilst að talan af seldum DHS púðum sé að nálgast 50.000, ég næ ekki alveg að átta mig á þeirri tölu,“ segir Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir vöruhönnuður, en sjö ár eru síðan hún kynnti Knot púðann sem nú prýðir ófá íslensk heimilin, enda sló hann gjörsamlega í gegn á Íslandi en einnig víða erlendis.
Vilt þú vinna að bæjarmálum í Reykjanesbæ?
„Fyrstu fimm árin fór öll framleiðsla fram á litlu vinnustofunni minni og allt var gert í höndunum. Á tímabili var ég að framleiða og selja til rúmlega fimmtán landa, þetta var orðið svo svakalegt álag og ég var margsinnis að hugsa um að hætta,“ segir Ragnheiður en eftir að Design House Stockholm óskaði eftir samstarfi tóku þau við erlendri framleiðslu og sölu og hefur það létt álagið mikið á Ragnheiði. Púðinn hlaut Hönnunarverðlaun Grapevine árið 2012 og var tilnefndur til Formex Nova verðlaunanna á sænsku hönnunarvikunni 2015. Eins
SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR KL. 11
Vegna veðurs 11. febrúar var minningarmessu aflýst. Því verður komandi sunnudagsguðsþjónusta helguð von og minningu þeim örlagaríka sjóslyssdegi 8. janúar 1988 er Bergþór KE5 sökk og tveir úr áhöfninni fórust en þrír björguðust. Í nærveru aðstandenda, áhafnarmeðlima er komust af og kirkjugesta verður sagan sögð af Bylgju Dís Gunnarsdóttur sem einnig mun flytja einsöng. Kórfélagar syngja undir stjórn Arnórs organista. Sunnudagaskóli verður á sínum stað á sama tíma. Sr. Erla þjónar. Messu- og súpuþjónar ásamt fermingarforeldrum sinna mikilvægri þjónustu. Verið öll velkomin að þiggja súpu og Sigurjónsbrauð í lokin. MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR KL. 12
Kyrrðarstund í kapellu vonarinnar á síðasta degi febrúarmánaðar. Hugleiðingu og bæn ásamt söng og orgelspili. Gæðakonur bera fram matarmikla súpu og brauð. Velkomin til okkar MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR KL. 13
Seekers bænastund með flóttafólki er öllum opin. Sr. Toshiki Toma, ásamt Keflavíkurprestum, leiðir stundina í Kapellu vonarinnar. MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR KL. 19:30
Fermingarfræðsla í formi leiksýningar um ævi Marteins Lúthers. Sýningin fer fram í kirkjunni og er foreldrum boðið að koma og njóta.
Gefðu kost á þér á lista VG í Reykjanesbæ. VG í Reykjanesbæ auglýsir eftir framboðum áhugasamra sem vilja taka sæti á lista. Jafnframt er óskað eftir tillögum um fólk á lista.
Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00
voru þeir tilnefndir til verðlauna sem besta varan á Formex hátíðinni 2016 í Stokkhólmi. Aðspurð segir Ragnheiður skemmtilegast hafa verið að fara til Stokkhólms og kynnast öðrum hönnuðum sem voru líka tilnefnd. „Annars skiptir eigið álit mig mestu máli þegar kemur að eigin sköpun, enda er maður oftast sjálfur harðasti gagnrýnandinn,“ segir Ragnheiður. Nýjustu vörur Ragnheiðar eru Vær teppin og Hearth kertastjakarnir en síðustu ár hafa umhverfismál verið ofarlega í huga hennar. „Mig langaði að þróa vöru sem væri eins umhverfis-
Helgihald í
Njarðvíkurprestakalli 22. feb. til 28. feb. 2018.
Ytri-Njarðvíkurkirkja
Fjölskylduguðsþjónusta 25. febrúar kl. 11:00 í Njarðvíkurkirkju (Innri). Samhliða guðsþjónustunni verður Sunnudagaskóli kl. 11:00 í umsjá Heiðars og Péturs. Gideonfélagið kemur í heimsókn og kynnir starf sitt. Kóræfing í Ytri-Njarðvíkurkirkju 27. febrúar kl.19:30. Nýtt söngfólk boðið velkomið. Vinavoðir miðvikudaginn 28. febrúar kl.10:30-13:30. Spilakvöld aldraðra og öryrkja fimmtudaginn 22. febrúar kl.20:00. Umsjón hefur starfsfólk kirkjunnar og Lionsklúbbur Njarðvíkur.
Njarðvíkurkirkja (Innri)
Fjölskylduguðsþjónusta 25. febrúar kl. 11. Samhliða guðsþjónustunni verður Sunnudagaskóli kl. 11:00 í umsjá Heiðars og Péturs. Gideonfélagið kemur í heimsókn og kynnir starf sitt. Foreldramorgun í Safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 27. febrúar kl.10.30. Umsjón hefur Emilía B. Óskarsdóttir. Kóræfing í Ytri-Njarðvíkurkirkju 27. febrúar kl.19:30. Nýtt söngfólk boðið velkomið. Æskulýðsstarfssemi KFUM/K í Njarðvíkurkirkju (Innri) 22. febrúar kl. 19:30-20:30. Umsjón hefur Heiðar Örn Hönnuson.
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Sendu okkur póst á vg@vg.is eða heyrðu í okkur í síma 552 8872
– gerum betur í Reykjanesbæ
Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM
væn í framleiðslu og möguleiki væri á. Teppin eru ofin úr lífrænni bómull hjá fyrirtæki í Svíþjóð sem hefur unnið við vefnað síðan 1692. Þau reka eina umhverfisvænustu textílverksmiðju í heimi og nýta m.a. regnvatn í framleiðsluna. Teppin eru létt, hlý og mjög endingargóð“. Teppin kynnti hún í fyrra en mynstrin á þeim endurspegla mælingar frá
fimmtudagur 22. febrúar 2018 // 8. tbl. // 39. árg.
17
Mig langaði að þróa vöru sem væri eins umhverfisvæn í framleiðslu og möguleiki væri á. Teppin eru ofin úr lífrænni bómull hjá fyrirtæki í Svíþjóð sem hefur unnið við vefnað síðan 1692. fjórum veðurstöðvum á Íslandi og sýna breytingar á veðri yfir eitt ár á hverjum stað. „Kertastjakarnir hafa verið í vinnslu hjá mér örugglega síðustu fjögur ár eða svo. Þeir virka þannig að hver
stjaki samanstendur af þremur bitum sem er svo hægt að víxla á milli. Útkoman getur því verið margvísleg hvað varðar liti og form. Eftir prufur í alls konar efni sem voru ekki alveg að gera sig fann ég loksins fyrirtæki í Bandaríkjunum sem steypir þá fyrir mig í litað, óglerjað postulín,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður er nú komin með annan fótinn í önnur verkefni en hún hóf jógakennaranám í haust og er nú farin að flytja inn orkusteina. „Mér finnst þetta skemmtileg blanda
og jógað setur svo gott jafnvægi á stressið og pressuna sem fylgir því að reka eigið fyrirtæki og að skapa og framleiða vörur. Í framhaldinu langar mig að skoða það að tengja þetta saman, þ.e.a.s. jóga og sköpun.“ Í febrúar opnaði Ragnheiður verslunina Sýnishorn ásamt vinkonu sinni, Andreu Fanneyju Jónsdóttur, textílhönnuði en verslunin er staðsett á vinnustofu þeirra að Sundaborg 1. „Þar seljum við okkar eigin vörur ásamt vörum annarra íslenskra hönnuða og orkusteinanna. Þar stefnum
við á að halda alls kyns uppákomur og fá hönnuði og listamenn í samstarf við okkur. Við leggjum áherslu á handunnar, umhverfisvænar vörur,“ segir Ragnheiður. Spurð hvers sé að vænta á næstunni segist Ragnheiður nú vinna að verkefni með fyrirtæki í Rúmeníu sem snýr að endurnýtingu efna. „Samstarfið við DHS heldur líka áfram en þar erum við að vinna að því að bæta við fleiri litum og mjög líklega fleiri týpum af púðum.“
Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi,
GÚSTAF ÓLAFSSON Faxabraut 13, Keflavík,
lést á Hrafnistu Hlévangi, fimmtudaginn 1. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hlévangs fyrir frábæra umönnun. Anna Gústafsdóttir Tryggvi Ingvason Sigurður Hjálmar Gústafsson Inga Hildur Gústafsdóttir Gísli Jón Gústafsson Bahija Zaami barnabörn og barnabarnabörn.
LAUS STÖRF VIÐ GRUNNSKÓLANN Í SANDGERÐI Grunnskólinn í Sandgerði óskar eftir að ráða til starfa fjöl hæft, áhugasamt og skapandi fólk með hæfni í mannlegum sam skiptum. Grunnskólinn er Heilsueflandi grunnskóli og vinnur eftir hug myndafræði Uppbyggingarstefnunnar. Leiðarljós skólans eru vöxtur, virðing, vilji og vinátta og endurspeglast þau í daglegu starfi skólans. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að setja sig inn í starfshætti skólans og vinna með hópnum að því að mæta ólíkum einstaklingum með fjölbreyttum hætti. Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar: • Staða kennara í hönnun og smíði • Almenn kennsla Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf við Grunn skólann í Sandgerði. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans www.sandgerdisskoli.is. Umsóknarfrestur er til og með 2. mars 2018. Umsóknir og feril skrár skal senda á netfang skólastjóra: holmfridur@sandgerdisskoli.is Nánari upplýsingar veita: Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri holmfridur@sandgerdisskoli.is
STAÐA AÐSTOÐARSKÓLASTJÓRA
Staða aðstoðarskólastjóra við Grunnskólann í Sandgerði er laus til umsóknar. Sandgerðisbær leitar að metnaðarfullum leiðtoga sem vill ná góðum árangri í skólastarfi og er tilbúin í nýungar. Við leggjum áherslu á árangur og vellíðan nemenda, gott samstarf innan skólans og við samfélagið. Æskilegt er að viðkomandi gæti hafið störf 1. maí en eigi síðar en 1. ágúst. Starfssvið og meginhlutverk • Vera staðgengill skólastjóra, bera ábyrgð á og stjórna daglegri starfsemi skólans í samstarfi við skólastjóra. • Vera tilbúinn að taka að sér fjölbreytt verkefni í lifandi starfsumhverfi og taka þátt í mótun og framkvæmd faglegrar stefnu skólans. • Hafa í samráði við skólastjóra umsjón með starfsmannamálum s.s. ráðningum, vinnutilhögun, starfsþróun og nýsköpun. • Vinna náið með starfsfólki að því að skapa góðan skóla þar sem árangur og vellíðan nemenda er í fyrirrúmi með tilliti til fjölmenningar og fjölbreyttra kennsluhátta. Menntunar- og hæfniskröfur • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla. • Meistarapróf í menntunarfræðum eða öðru fagi sem nýtist í starfi er æskilegt. • Reynsla af starfsmannastjórnun í skólastarfi er æskileg. • Áhugi og reynsla til að leiða þróunarstarf. • Góð samskiptahæfni og skipulagshæfileikar. • Frumkvæði og sveigjanleiki. Í Sandgerði búa um 1780 íbúar. Grunnskólabyggingin er nýleg og vel búin. Grunnskólinn í Sandgerði er heildstæður fjölmenningarlegur grunnskóli og í dag eru nemendur um 248 og fjöldi starfsmanna er um 60. Náið samstarf er við Leikskólann Sólborg, félagsmiðstöðina Skýjaborg og Tónlistarskóla Sandgerðis. Einkunnarorð skólans eru; vöxtur – virðing – vilji – vinátta. Skólinn er heilsueflandi grunnskóli sem vinnur samkvæmt skólastefnu Sandgerðisbæjar og Uppbyggingarstefnunni, „Uppeldi til ábyrgðar“. Sjá nánar á www.sandgerdisskoli. is og sandgerdi.is. Umsókn skal fylgja ferilskrá um menntun, störf og stjórnunarreynslu. Einnig er óskað eftir samantekt með hugmyndum umsækjanda um starfsemi og þróun skólans. Umsóknarfrestur er til 2. mars 2018. Umsóknir sendist til Sandgerðisbæjar, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði eða á sigruna@sandgerdi.is/holmfridur@sandgerdisskoli.is
18
ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 22. febrúar 2018 // 8. tbl. // 39. árg.
Vann til átta verðlauna á alþjóðlegu móti fatlaðra -byrjaði að æfa sund í september
Íþróttafélagið Nes fór með stóran hóp iðkenda og þjálfara til Malmö dagana 9.-12. febrúar. Þar fór fram sterkt alþjóðlegt mót fatlaðra sem haldið hefur verið árlega síðan 1977, sex iðkendur kepptu í sundi og unnu til margra verðlauna. Gabríel Ari var sigurvegari mótsins í flokki yngri iðkenda, en hann vann alls til átta verðlauna, sex gull, eitt silfur og eitt brons, en þess má geta að Gabríel byrjaði að æfa sund í september og er þetta því frábær árangur. 32 iðkendur kepptu í Boccia, einn í
einstaklingskeppni og níu lið í liðakeppni. Í heildina tóku 48 lið þátt í liðakeppni og var keppnin hörð nú sem fyrr, hvert lið spilaði fimm leiki á laugardeginum og komust sjö lið frá Nes í 32 liða úrslit. Þrjú Nes lið sigruðu sína and-
stæðinga í 32 liða úrslitum og komust í 16 liða úrslit, þar féllu þau öll úr leik, þar af tvö með aðeins eins stigs mun. Í það heila taldi hópurinn 60 manns þar af 38 iðkendur og 4 þjálfara, átján aðstandendur og aðstoðarfólk var með í för en ekki er mögulegt að fara af stað með svona stóran hóp iðkenda nema með stuðningi og aðstoð. Keppnisferðin var vel heppnuð og stóðu allir iðkendur sig vel og voru sjálfum sér og Nes til mikils sóma.
Logi leggur skóna á hilluna með landsliðinu Efnistaka í Stapafelli, Súlum og Rauðamel á Reykjanesi. Mat á umhverfisáhrifum. Kynning á drögum að matsáætlun og athugasemdafrestur. Drög að tillögu að matsáætlun, athugasemdafrestur frá 21. febrúar til og með 7. mars 2018. Efnistaka hefur átt sér stað í Stapafelli og nágrenni frá því um árið 1950 og í Rauðamel frá árinu 1972. Vegna breytts lagaumhverfis og til að festa námuna í sessi sem framtíðarefnistökustað er nú nauðsynlegt að fjalla um námuvinnsluna í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Um er að ræða tvö aðskilin efnistökusvæði úr tveim ólíkum jarðmyndunum og því þurfa bæði efnistökusvæðin að fara í umhverfismat. Drög að tillögu að matsáætlunum eru nú birt til kynningar á heimasíðu verkfræðistofunnar EFLU, www.efla.is. Allir geta gert athugasemdir við drögin. Koma skal athugasemdum til Snævarrs Arnar Georgssonar hjá verkfræðistofunni EFLU á netfangið snaevarr.georgsson@efla.is. Skriflegar athugasemdir skal merkja „Efnistaka í Stapafelli og Súlum á Reykjanesi“ og/eða „Efnistaka í Rauðamel á Reykjanesi“ og senda til Snævarrs Arnar Georgssonar, EFLA Verkfræðistofa, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík.
Logi Gunnarsson mun leika í síðasta sinn fyrir Íslands hönd í vikunni en eftir leikina í undankeppni HM í körfubolta, sem fara fram nk. föstudag og sunnudag, ætlar Logi að setja skóna á hilluna. Logi mun spila landsleiki númer 146 og 147 en hann er fjórði leikjahæsti landsliðsmaður frá upphafi. Enginn leikmaður íslenska landsliðsins hefur spilað fleiri landsleiki en Logi í Laugardalshöllinni en hann hefur samtals spilað 26 leiki. Fyrsti landsleikur Loga var gegn Noregi 1. ágúst 2000 og hefur hann því leikið fyrir Íslands hönd í átján ár, hann hefur alls leikið gegn 43 mismunandi þjóðum. Í 145 landsleikjum hefur Logi skorað 1473 stig en það gera 10,2 stig að meðaltali í leik. Hann hefur
ATVINNA
lítið við konuna mína. Hún er búin að vera fórnfús með því að vera með mér í þessu öll þessi sumur. Öll þessi landslið eru búin að vera svo mikið á sumrin og ég er því ekki búinn að fá almennilegt sumarfríi í átján ár,“ sagði Logi í samtali við Vísir.“
Ljósmynd: Karfan.is
Hefur spilað körfubolta með Justin Bieber Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson leikur með Njarðvík í Domino’s-deild karla í körfu, Kristinn sneri aftur heim til Íslands í desember sl. eftir að hafa stundað nám og körfubolta í Bandaríkjunum og einnig á Ítalíu. Víkurfréttir fengu Kristinn í smá Sportspjall.
óskum eftir BIFVÉLAVIRKJA eða NEMA til starfa.
Iðavellir 9c // 230 Reykjanesbær // Sími: 421 8085 // Neyðarsími: 857 9979 bilaver@bilaver.is // www.bilaver.is
einnig skorað 209 þriggja stiga körfur með landsliðinu og er því kominn í 200 þrista klúbbinn ásamt Suðurnesjamönnunum Teiti Örlygssyni og Guðjóni Skúlasyni. „Ég þarf að spá í þessu út frá mörgum sjónarhornum. Ég er með stóra fjölskyldu og er búinn að ræða þetta svo-
Fullt nafn: Kristinn Pálsson. Íþrótt: Körfubolti. Félag: Njarðvík. Hjúskaparstaða: Einhleypur.
Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? Um 5–6 ára aldur, báðir foreldrar mínir voru í körfubolta og ég var oftar en ekki með þeim uppi íþróttahúsi. Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Ef ég man rétt var það Guðni Erlendsson. Hvað er framundan? Taka restina af tímabilinu hjá Njarðvík með trompi, og við ætlum okkur að ná langt í úrslitakeppninni. Vonandi alla leið. Eftirminnilegasti áfanginn á ferlinum? Mjög líklega að vinna ítalska meistaratitilinn í U19 þar sem ég var fyrirliði liðsins. Sem var alveg geðveik tilfinning og algjörlega ógleymanleg.
Uppáhalds...:
...leikari: Kevin Hart. ...bíómynd: Cars. ...bók: Tár, bros og takkaskór. ...alþingismaður: Árni Mathiesen/ Páll Valur Björnsson. ...staður á Íslandi: Njarðvík. Hvað vitum við ekki um þig? Ég hef spilað körfubolta með Justin Bieber. Hvernig æfir þú til að ná árangri? Ég reyni að æfa eins mikið og ég get og legg eins hart að mér og ég get á meðan á æfingum stendur. Hver eru helstu markmið þín? Komast sem lengst í minni íþrótt og geta vonandi lifað á því að spila bara körfubolta. Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Erfitt að svara þessari spurningu, það eru svo margar góðar sögur. Skilaboð til upprennandi íþróttamanna: Leggja hart að sér og muna, aukaæfingin skapar meistarann!
ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 22. febrúar 2018 // 8. tbl. // 39. árg.
19
GÓÐUR ÁRANGUR SUÐURNESJAFÓLKS Á ÞREKMÓTARÖÐINNI
Sigurjónsson frá líkamsræktarstöðinni Lífsstíl í Keflavík er einn af mótshöldurum Þrekmótaraðarinnar og var hann gríðarlega ánægður með daginn. Alls skráðu sig 83 lið, 35 pör og 50 einstaklingar, en keppt var í einstaklings-, para- og liðakeppni. Mikill fjöldi Suðurnesjamanna tók þátt og
stóðu sig gríðarlega vel, 5 fræknar frá Lífsstíl áttu lið í liðakeppni 39+ og áttu Súperform og CrossFit Suðurnes nokkur lið í keppni 39 og yngri. Næsta mót Þrekmótaraðarinnar verður haldið laugardaginn 14. apríl í Digranesi þar sem CrossFit-leikar fara fram.
ÍSLENSK A SI A .IS ICE 87587 2/18
Sandgerðingurinn og Superformliðsmaðurinn Þór Ríkharðsson náði 2. sæti í flokki 30–39 ára í einstaklingskeppni Þrekmótaraðarinnar sem fram fór sl. laugardag. Hann varð í 8. sæti yfir alla, eða af 29 keppendum, sem er frábær árangur. Liðið Super Dreamteam kom, sá og sigraði liðakeppni kvenna í opnum flokki en alls kepptu 38 lið í þessum flokki. Liðið skipa þær Hafdís Ýr Óskarsdóttir, Guðný Petrína Þórðardóttir, Elísa Sveinsdóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir. Superform átti 32 einstaklinga sem tóku þátt í mótinu, alls 8 lið, eitt par og einn einstakling. Í einstaklingskeppni kvenna varð Kristjana Hildur Gunnarsdóttir í 2. sæti í flokki 40–49 ára, ásamt því
að ná 2. sæti í heildar skori yfir alla keppendur óháð aldri. Árdís Lára Gísladóttir vann flokk 50 ára og eldri í einstaklingskeppni kvenna. Þrekmótaröðin er eitt stærsta þrekmót landsins en mótið sl. laugardag var það fyrsta í röðinni. Mótið kallast 4x7 og var haldið í Digranesi. Vikar
SVÆÐISSTJÓRI ICELANDAIR LAUS STÖRF HJÁ IGS Á ÍSLANDI og farangursþjónusta Farþegaafgreiðsla
IGS leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytt og skemmtileg störf. Fyrirtækið þjónustar flugvélar og sér um afgreiðslu farþega á Keflavíkurflugvelli.
Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi, stundvísi, sveigjanleika og árvekni. Unnið er á vöktum.
Farþegaafgreiðsla Starfið felst m.a. í innritun farþega og annarri tengdri þjónustu við þá.
Gerð er krafa um almenn ökuréttindi og góða tungumálaog tölvukunnáttu. Stúdentspróf er æskilegt en ekki skilyrði. Lágmarksaldur er 20 ár. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið.
Farangursþjónusta Almenn þjónusta við komufarþega, skýrslugerð vegna farangurs og símaþjónusta.
+ Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS, sjá www.igs.is, fyrir 10. mars 2018.
MUNDI
facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir
Órafmagnaðir Grindvíkingar í stuði...
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is
Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00
ÚR SAFNI VÍKURFRÉTTA
LOKAORÐ INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR
Börn náttúrunnar Rannsóknir sýna að sl. 15 ár hafa andleg mein barna aukist gríðarlega í hinum vestræna heimi. Eitt af hverjum fimm börnum á við sálræna erfiðleika að stríða, við erum að horfa fram á 43% aukningu í greiningu á ADHD, 37% aukning er á þunglyndi barna og sjálfsmorðstíðni barna á aldrinum 10-14 ára hefur aukist um 200%. Þetta eru mjög sorglegar tölur og við sem samfélag verðum að bregðast við. Ég upplifi þetta sem samfélagslegt vandamál og þar eigum við foreldrar stóran þátt. Við vitum öll að hlutverk okkar foreldra er að taka ábyrgð á velferð barnanna okkar. Lífsstíll meðalbarns í dag einkennist samt sem áður alltof oft af rafrænt fjarverandi og of eftirlátssömum foreldrum sem leyfa börnunum að ráða of miklu. Börnum finnst þau almennt eiga skilyrðislausan rétt í stað þess að vera ábyrg fyrir því að afla sér réttinda. Þau fá ekki nægan svefn og
lítil regla er á mataræði. Þau hreyfa sig minna og eru meira innandyra en áður. Tæknin hefur í meira mæli tekið við sem barnapía með sinni botnlausu örvun, gagnvirkni og afþreyingu. Foreldrar verða að læra að segja oftar „nei“. Við erum ekki vinir barnanna okkar. Við erum foreldrar þeirra. Við þurfum að setja þeim mörk og við þurfum að skapa þeim þann lífstíl sem þau þurfa en ekki lífstíl sem þau vilja. Sjá þeim fyrir næringarríkum mat og draga úr millimálum og snörlum. Setja reglur varðandi útiveru og hreyfingu. Fjölskyldumáltíðir eiga að vera ótruflaðar af tækni. Börn þurfa að vera þátttakendur í heimilisverkum og snjalltæki eiga sannarlega ekki heima í svefnherbergjum á háttatíma. Svo er það gæðatíminn, við þurfum að gefa okkur tíma til þess að tala við börnin okkar. Fyrir einhverjum tíma var svokallað „foreldravandamál” tíðrætt. En það fólst í villunni við að reyna endalaust að ala upp ólympíumeistara eða annars konar snillinga. Við sem foreldrar stóðum á hliðarlínunni á öllum keppnum og viðburðum og dæmi voru um að foreldrar læsu kennurum og þjálfurum pistilinn. Þetta hefur ekki breyst að mínu mati, vandamálið hefur bara stækkað í þessari samfélagsmiðla- og tæknibyltingu. Við látum börnin okkar ekki taka nægilega ábyrgð á sjálfum sér sem kemur niður á sjálfstæði þeirra. Erum sömuleiðis tilbúin að kenna einhverjum öðrum um þegar árangur er undir væntingum í staðinn fyrir að líta í eigin barm. Þetta er spurning um hinn klassíska gullna meðalveg, vera betur vakandi og taka stjórn. Það er börnunum okkar fyrir bestu að fá leiðsögn en ekki að vera handstýrt, hvorki af foreldrum né tækni.
MEÐ GRÆJURNAR Í BOTNI Í HANSKAHÓLFINU - og valdur að þriggja bíla árekstri í Keflavík Það urðu oft hálfgerð mannamót þegar umferðaróhöpp urðu á götum bæjarins á árum áður. Fólk hópaðist í kringum árekstrarstaðinn eins og sjá má á myndinni úr safni Víkurfrétta sem var laugardaginn 21. september árið 1985. Um miðjan dag þennan laugardag í september varð all harður árekstur á Hringbraut í Keflavík. Ökumaður Toyota-bifreiðar, Ö5258, ók í veg fyrir Volvo og bílarnir stöðvuðust svo á Lödu Sport sem var stopp á gatnamótum Vesturgötu að Hringbraut. Í frétt Víkurfrétta frá þessum tíma segir að áreksturinn hafi verið harður og tveir bílanna teljist ónýtir eftir áreksturinn. Tekið er fram að enginn hafi slasast. Sá sem slysinu olli ók norður Hringbraut og hugðist beygja upp Vesturgötu en ók þar í veg fyrir bíl sem kom akandi suður Hringbraut. Í frétt Víkurfrétta segir að ökumaðurinn sem olli óhappinu telji að hann hafi blindast af sól. Víkurfréttir settu mynd af umferðaróhappinu inn á
Frá umferðaróhappinu á gatnamótum Hringbrautar og Vesturgötu laugardaginn 21. september 1985. Myndin er úr safni Víkurfrétta.
fésbókarsíðuna Keflavík og Keflvíkingar á dögunum. Sérstaklega vegna þess að hópur fólks er þar að fylgjast með á slysstaðnum og ungir drengir allt að því komnir inn í bíl þess sem olli slysinu. Eitthvað sem ekki sést í dag, enda lögreglan dugleg að halda fólki frá vettvangi. Á þessum tíma voru börnin líka úti að leika sér, engar voru tölvurnar, ennþá sjónvarpslaust á fimmtudögum og engar myndavélar á lofti, nema hjá ljósmyndara Víkurfrétta sem tók allar myndir á svarthvíta filmu sem var framkölluð á þriðjudögum. Eigandi Toyota-bílsins, Jón Pétursson, skrifaði athugasemd við færsluna á fésbókarsíðuna. Hann sagðist muna vel eftir þessum degi. Toyotan var hans fyrsti bíll. Hann sagðist hafa verið alsæll og utan við sig og það sem meira er, edrú á laugardegi, sem hafi ekki gerst oft í þá daga. Hann hafi farið í veg fyrir bílinn án þess að stoppa og með græjurnar í botni í hanskahólfinu.
Deildarstjóri Farþega - og farangursþjónustu Airport Associates óskar eftir drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á mannlegum samskiptum í starf deildarstjóra farþega - og farangursþjónustu. Hlutverk deildarstjóra er að stýra daglegum rekstri einingarinnar ásamt almennum starfsmannamálum. Deildastjóri heyrir undir forstöðumann flugafgreiðslusviðs. Helstu verkefni:
Hæfniskröfur:
• Samskipti við flugfélög og ábyrgð á þjónustustigi
• Háskólapróf sem nýtist í starfi skilyrði
• Samskipti við rekstraraðila flugvallarins
• Reynsla á sviði stjórnunnar æskileg
• Innleiðing og eftirfylgni á verkferlum deildarinnar
• Mjög góð íslensku – og enskukunnátta skilyrði
• Ábyrgð á frávikum og eftirfylgni þeirra í gæðakerfi
• Góð almenn tölvukunnátta
• Umsjón vaktstjóra og annara starfsmanna í daglegum rekstri
• Frumkvæði, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
• Mannaflaspá og skipulagning vakta
• Jákvætt viðhorf, þjónustulipurð og mikil samvinnuhæfni
• Ber ábyrgð á tímaskráningum og skýrslugerð • Ber ábyrgð á móttöku og þjálfun starfsmanna
Umsóknafrestur er til og með 4 mars 2018. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórey Jónsdóttir Mannauðsstjóri, thorey@airportassociates.com eða í síma 420 – 0703.