Víkurfréttir 16. tbl. 39. árg.

Page 1

„Hef aldrei verið jafn heilsuhraust og orkumikil eins og eftir að ég varð

Vegan“

Opnunartími mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18

- sjá síður 16-17

Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

SÚREFNIS- OG KÖFNUNAREFNISVERKSMIÐJA OPNAR Í VOGUM Stefnt er að því að flytja alla meginstarfsemi ÍSAGA í Voga á Vatnsleysuströnd í framtíðinni en ný 2,5 milljarða króna verksmiðja fyrirtækisins þar var tekin formlega í notkun af iðnaðar- og viðskiptaráðherra við hátíðlega athöfn á þriðjudag. Verksmiðjan framleiðir súrefni og köfnunarefni úr andrúmsloftinu og mun styðja við ört vaxandi íslenskan iðnað og framleiðslu, ásamt því að sjá heilbrigðisþjónustunni áfram fyrir hágæða súrefni á öruggan hátt. Sjá nánar á síðu 14 í blaðinu í dag.

Ársreikningur Reykjanesbæjar fyrir 2017:

Betri gangur hjá bænum ❱❱ Tekjur aukast, skuldir lækka, afgangur aldrei verið meiri

Ársreikningur samstæðu Reykjanesbæjar 2017 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Reykjanesbæjar þriðjudaginn 17. mars. Í honum kemur fram að útsvarstekjur aukast verulega á milli ára m.a. vegna aukins íbúafjölda, skuldir og skuldbindingar lækka lítillega og afgangur af reglubundnum rekstri hefur aldrei verið meiri. Samkvæmt rekstrarreikningi A-hluta bæjarsjóðs nam afgangur af rekstri 1.222 milljónum króna. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld nam 2.203 milljónum króna. Eigið fé bæjarsjóðs í árslok 2017 nam 5.079 millj-

ónum króna og er eiginfjárhlutfallið 14,97%. Samkvæmt efnahagsreikningi nema veltufjármunir 8.749 milljónum króna, skammtímaskuldir 5.688 milljónum króna og veltufjárhlutfall 1,54. Heildarskuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs nema 28.850 milljónum króna og er skuldaviðmið 163,38%. Samkvæmt rekstrarreikningi samstæðu A og B hluta nam hagnaður af rekstri 1.321 milljón króna. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld nam 3.781 milljón króna. Eigið fé samstæðu A og B hluta í árslok 2017

SAMEINAST VS OG VR? Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, hefur ákveðið, í samráði við stjórn VS, að leggja til við aðalfund VS, sem haldinn verður 26. apríl nk. að samþykkt verði að fara í viðræður við VR um hugsanlega sameiningu félaganna. „Fari svo að aðalfundur samþykki slíka tillögu væri hægt að hefja slíkar viðræður nú þegar og ganga síðan til kosninga um sameiningu í haust þegar að niðurstaða viðræðna liggur

markhönnun ehf

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

fyrir,“ segir Guðbrandur í aðsendri grein í Víkurfréttum í dag. Undanfarna daga hefur komið í ljós töluverður órói í félaginu. Órói og óánægja er enn til staðar þrátt fyrir félagsfund sem haldinn var í VS í síðustu viku. Á fundinum var samþykkt að vísa frá öllum tillögum B-lista framboðs, m.a. þeirri tillögu að framlengja framboðsfrest til stjórnarkjörs. Grein Guðbrands má lesa í blaðinu í dag. - Sjá nánar á síðum 4 og 8.

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

FRÉTTASÍMINN 421 0002

Eykur orku & einbeitingu!

199 miðvikudagur 18. apríl 2018 // 16. tbl. // 39. árg.

nam 14.202 milljónum króna og er eiginfjárhlutfallið 24,41%. Samkvæmt efnahagsreikningi nema veltufjármunir 7.086 milljónum króna, skammtímaskuldir 7.899 milljónum króna og veltufjárhlutfall 0,9. Heildarskuldir og skuldbindingar samstæðu A og B hluta nema 43.972 milljónum króna og lækka á milli ára. Skuldaviðmið fer úr 208,5% í 189,55%. Bæjarráð og bæjarstjórn Reykjanesbæjar létu gera óháða fjárhagslega úttekt á rekstri bæjarins á árinu 2014. Afrakstur þeirrar vinnu kallast Sóknin og felur í sér fjóra þætti; í fyrsta lagi að auka framlegð í rekstri A-hluta, í öðru lagi að halda fjárfestingum í nýjum innviðum í lágmarki, í þriðja lagi að endurskipuleggja efnahag sveitarfélagsins og í fjórða lagi að stöðva fjárstreymi frá A-hluta yfir í B-hluta og gera B-hluta stofnanir og fyrirtæki sjálfbær. Á árinu 2017 náðust samningar við kröfuhafa Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar um endurskipulagningu efnahags. Reykjanesbær tók lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2017 sem nýtt var til að greiða upp langtímaskuldir hafnarinnar fyrir utan skuld hennar við Lánasjóð sveitarfélaga. Því til viðbótar nýtti Reykjanesbær nokkur hundruð milljónir af handbæru fé til að ljúka uppgjöri við kröfuhafa hafnarinnar. Í aðlögunaráætlun fyrir árin 2017 til 2022 er gert ráð fyrir að sveitafélagið nái undir 150% skuldaviðmið fyrir árslok 2022, segir í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ.

KR STK

NÝTT Í


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 18. apríl 2018 // 16. tbl. // 39. árg.

BLÁA LÓNIÐ STOFNAR RÚTUFYRIRTÆKI Fyrirtæki á vegum Bláa Lónsins hf. hóf rekstur þann 12. apríl sl. á eigin áætlunarferðum til og frá Bláa Lóninu undir heitinu Destination Blue Lagoon. Um er að ræða ferðir í Bláa Lónið frá Reykjavík og Keflavíkurflugvelli. Markmiðið er að bjóða gestum víðtækari þjónustu og tryggja samræmi í upplifun þeirra

á meðan á heimsókn þeirra í Bláa Lónið stendur. Lagt er upp með að ferðirnar verði á klukkutíma fresti. Destination Blue Lagoon er fyrirtæki í meirihlutaeigu Bláa Lónsins hf. en samstarfsaðili félagsins í þessu verkefni er hópferðafyrirtækið Airport Direct ehf., sem er dótturfélag Hópbíla hf. segir í frétt frá Bláa Lóninu.

Hluti forráðamanna fyrirtækja og aðila sem vinna að gróðursetningarátaki. VF-mynd/pket.

LOFTRÝMISGÆSLA NATO VIÐ ÍSLAND AÐ HEFJAST

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar danska flughersins. Alls munu um 60 liðsmenn danska flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kemur til landsins með fjórar F-16 orrustuþotur. Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að

varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 12. til 17. apríl. Verkefnið verður framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Flugsveitin verður staðsett á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Ráðgert er að verkefninu ljúki um mánaðamótin apríl/ maí. Verkefnið er framkvæmt af Landhelgisgæslu Íslands í samvinnu við Isavia.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

Gróðursetningarátak á Ásbrú -fyrirtæki og stofnanir vinna saman að verkefninu Forráðamenn fyrirtækja og stofnana á Ásbrú hafa tekið höndum saman í gróðursetningarátaki. Markmiðið er að hvetja aðila á Ásbrú að gróðursetja í nánasta umhverfi sínu. Hópurinn hefur fengið Bjarna Þór Karlsson, skrúðgarðafræðing til liðs við sig og hefur hann útbúið tillögu að gróðursetningu sem hver aðili getur gert. Guðmundur Pétursson, framkvæmdastjóri hjá ÍAV á Ásbrú kallaði forráðamenn fyrirtækja og stofnana saman en mikill áhugi hefur vaknað um að gera gott átak í gróðursetningu Ásbrú. „Þetta er og verður skemmtilegt samfélagsverkefni. Það eru flestir til í að gera umhverfi okkar fallegra og vistlegra,“ sagði Guðmundur. Bjarni Þór fór yfir tillögu sína sem felst í því að hver aðili byrji á því að gróðursetja um 25 m2 reit í sínu

umhverfi sem væri með um tuttugu trjám af ýmsum gerðum. Hann mun verða aðilum til aðstoðar og ráðgjafar í gróðursetningunni. Litið er á þetta sem langtímaverkefni. Fljótlega verður efnt til hreinsunardags á Ásbrú en síðan verður sérstakur gróðursetningardagur í september en þá er góður tími til

að gróðursetja trén að sögn Bjarna. Stjórn var kosin á fundinum til að fylgja málinu eftir en hana skipa Anna Guðmundsdóttir, skólastjóri Háaleitisskóla sem er formaður en með henni eru þeir. Sigþór Skúlason frá Airport Associates og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis.

SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamaður: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Frá setningarhátíð listahátíðar barna í Duus Safnahúsum á síðasta ári.

Listahátíð barna í fullum undirbúningi Listahátíð barna verður formlega sett fimmtudaginn 26. apríl og er það í 13. sinn sem hátíðin verður haldin. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er “Börn um víða veröld” en þátttakendur í hátíðinni eru allir tíu leikskólar bæjarins, allir sex grunnskólarnir, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og dansskólarnir Bryn Ballett Akademían og Danskompaní.

Glæsilegar listsýningar verða í Duus Safnahúsum að venju og Hæfileikahátíð grunnskólanna fer fram 9. maí. Helgina 28. og 29. apríl verða svo sérstakir fjölskyldudagar þar sem fjölskyldum gefst kostur á að taka þátt í skemmtilegri dagskrá á svæðinu í kringum Duus Safnahús þeim að kostnaðarlausu. Sunnudaginn 29. apríl fara svo fram skemmtilegir

FLUTNINGASPÁ DAGSINS GARÐUR

REYKJANESBÆR

fjölskyldutónleikar í Stapa þar sem tónlistararfur Suðurnesja sem snýr að börnum verður rifjaður upp. Það er Tónlistarskóli Reykjanesbæjar sem heldur tónleikana og sérstakur gestur þeirra er Magnús Kjartansson sem var öflugur fulltrúi þessarar tónlistar á sínum tíma og kom t.a.m. að útgáfu hljómplatna með barnastjörnunni Rut Reginalds.

SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANES SANDGERÐI

GRINDAVÍK

VOGAR

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

12°

4kg

40kg

-20°

150kg

14°

1250kg

12°

75kg


markhönnun ehf

GRILLSUMARIÐ 2018 er hafið! Upprunamerkt frá Fjallalambi

-31% KJARNAFÆÐI GRÍSALUNDIR NEW YORK. KR KG ÁÐUR: 2.598 KR/KG

FRAMPARTUR GRILLSAGAÐUR KR KG ÁÐUR: 1.398 KR/KG

1.793

797

GRÍSARIF BABY BACK

1.199 -40%

-43%

KR KG

ÁÐUR: 1.998 KR/KG GRÍSAKÓTILETTUR REYKTAR & HUNANGSGLJÁÐAR KR KG

1.874

-25%

MELÓNA CANTALOUP KR KG

ÁÐUR: 2.498 KR/KG

NAUTA MÍNÚTUSTEIK FERSKT KR KG

2.583

179 FJALLABLEIKJA M/HUNANGSSÓSU KR KG

-32%

ÁÐUR: 3.798 KR/KG

LAMBAFRAMHRYGGJASNEIÐAR KR KG

1.749

ÁÐUR: 2.498 KR/KG

2.686

ÁÐUR: 3.198 KR/KG

HELGUSTEIK Í ESJUMARINERINGU KR KG

-50%

-50%

ÁÐUR: 358 KR/KG

1.665

ÁÐUR: 3.329 KR/KG

Fljótlegt & þægilegt!

HEIMARÉTTIR TANDOORI LAMB KR PK

-30% 2.099

-30%

ÁÐUR: 2.998 KR/PK

LAXABITAR 180 GR. FROSIÐ. KR PK

398 PLOKKFISKUR KR KG

1.189

ÁÐUR: 1.698 KR/KG

-30%

ÁÐUR: 468 KR/PK

Tilboðin gilda 18. - 22. apríl 2018 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss

www.netto.is


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 18. apríl 2018 // 16. tbl. // 39. árg.

Meðal þess sem var rætt var það hvernig Fjölsmiðjan getur eflst og dafnað í framtíðinni. Fjölsmiðjan á Suðurnesjum hélt stefnumótunarfund með þjóðfundarfyrirkomulagi í síðustu viku. Þjóðfundurinn tókst í alla staði mjög vel og margar góðar hugmyndir komu fram. VF-myndir: Hilmar Bragi

MARGAR GÓÐAR HUGMYNDIR Á STEFNUMÓTUNARFUNDI Fjölsmiðjan á Suðurnesjum hélt stefnumótunarfund með þjóðfundarfyrirkomulagi í síðustu viku. Þjóðfundurinn tókst í alla staði mjög vel og margar góðar hugmyndir komu fram. Meðal þess sem var rætt var það hvernig Fjölsmiðjan getur eflst og dafnað í framtíðinni. Þátttakendur í fundinum voru 41 og komu þeir úr mörgum áttum. Nemar Fjölsmiðjunnar tóku þátt, stjórnarmenn og starfsfólk hennar, félagsráðgjafar, fulltrúar frá FS og MSS auk vildarvina Fjölsmiðjunnar. Fundarmenn voru virkilega duglegir að rýna í alla þá þætti sem lagðir voru fyrir þá. Í framhaldinu verður gerð skýrsla með niðurstöðum fundarins og í kjölfar hennar hefst hin eiginlega stefnumótunarvinna. Það var Ingrid Kuhlman frá fyrirtækinu Þekkingarmiðlun hélt utan um framkvæmd fundarins.

Sáttatillaga frá formanni VS Síðastliðinn fimmtudag var haldinn fjölmennur félagsfundur í Verslunarmannafélagi Suðurnesja. Á fundinum var samþykkt að vísa frá öllum tillögum B-lista framboðs, m.a. þeirri tillögu að framlengja framboðsfrest til stjórnarkjörs. Undanfarna daga hefur komið í ljós að uppi er verulegur órói í félaginu. Sá órói og óánægja er enn til staðar þrátt fyrir niðurstöðu félagsfundar. Það fór enginn sigri hrósandi út af þeim fundi. Þetta ástand er farið að áhrif á starfsfólk félagsins og alla starfsemi þess og ég sem formaður félagsins get ekki látið það viðgangast. Framundan er erfið kjarasamningsgerð og nauðsynlegt að félagið geti beitt sér af fullum krafti til hagsbóta fyrir félagsmenn. Ég hef því ákveðið, í samráði við stjórn, að leggja til við aðalfund VS, sem haldinn verður 26. apríl nk. að samþykkt verði að fara í viðræður við VR um hugsanlega sameiningu. Fari svo að aðalfundur samþykki slíka tillögu væri hægt að hefja slíkar viðræður nú þegar og ganga síðan til kosninga um sameiningu í haust þegar að niðurstaða viðræðna liggur fyrir.

Frá stefnumótunarfundi Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum.

ÍSAGA ehf. fagnar nýrri súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju í Vogum á Vatnsleysuströnd

Guðbrandur Einarsson formaður VS

Hreint loft – tær snilld! Það er mikið öryggismál fyrir íslenskt þjóðfélag að vera sjálfbært í framleiðslu súrefnis og köfnunarefnis, ekki síst með tilliti til öryggis sjúklinga, en sjálfbærni og umhyggja fyrir umhverfinu eru leiðarstef í starfsemi ÍSAGA og Linde samsteypunnar. Fyrirtækið kappkostar enda að vera með vistvænar vörur og tæknilausnir, í takt við þá tæru snilld að vinna súrefni og köfnunarefni úr andrúmslofti - hreinu lofti! Verksmiðjan í Vogum er alsjálfvirk og er henni fjarstýrt af starfsfólki ÍSAGA, sem fylgist með rekstrinum allan sólarhringinn. Enginn mengandi úrgangur eða aukaefni fylgja framleiðslunni og eini útblásturinn er lyktarlaus vatnsgufa. Staðsetningin dregur einnig úr kolefnisspori ÍSAGA en u.þ.b. 90% af því fljótandi súrefni sem fyrirtækið dreifir fer til viðskiptavina sem eru í innan við 100 km fjarlægð frá nýju verksmiðjunni.

Við þökkum eftirtöldum aðilum gott samstarf


án landamæra HLJÓMAHÖLL SUMARDAGURINN FYRSTI,

FIMMTUDAGURINN 19. APRÍL KL. 20

AÐGANGUR ER ÓKEYPIS OG ALLIR VELKOMNIR Á MEÐAN HÚSRÚM LEYFIR. KYNNAR ERU GUNNI OG FELIX FRAM KOMA: Vox felix undir stjórn Arnórs Vilbergssonar og Gimsteinarnir undir stjórn Önnu Karenar Friðriksdóttur Hobbitarnir og föruneytið ásamt Heiðrúnu Evu Gunnarsdóttur, Svanfríði Lind Árnadóttur, Rósu Oddrúnu Gunnarsdóttur, Söndru Rós Margeirsdóttur og Guðnýju Óskarsdóttur.

Jón Jónsson og Lára Ingimundardóttir Hulda Kristín Kolbrúnardóttir söngkona úr Kiriyama familly og Reynir Arnar Ingólfsson við undirleik Harðar Alexanders Eggertssonar. Jón Jónsson og Kristlaug Lilja Halldórsdóttir

Emmsjé Gauti, Arngrímur G. Arnarson, Ásmundur Þórhallsson og Davíð Már Guðmundsson.

Már Gunnarsson ásamt þeim Sigursteini Annelssyni, Arnari Geir Halldórssyni og Kristbergi Jóhannssyni.

EINSTAKIR TÓNLEIKAR ÞAR SEM FRAM KOMA FATLAÐIR OG ÓFATLAÐIR TÓNLISTARMENN FRÁ SUÐURNESJUM, AKRANESI OG SELFOSSI Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Listar án landamæra. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja

SÓKNARÁÆTLUN SUÐURNESJA

Geir Konráð Theodórsson, Rakel Pálsdóttir, Freyr Karlsson, Stefán Trausti Rafnsson, Eva Dögg Héðinsdóttir, Laufey María Vilhelmsdóttir, Ólafur Elías Harðarson, Aldís Helga Egilsdóttir, Ívar Hrafn Jónsson.


6

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 18. apríl 2018 // 16. tbl. // 39. árg.

Páll Valur varaformaður Barnaheilla Grindvíkingurinn og fyrrum þingmaðurinn, Páll Valur Björnsson, var kjörinn varaformaður Barnaheilla á aðalfundi samtakanna þann 10. apríl sl. Páll Valur sagði á Facebook síðu sinni að hann hlakki mikið til að starfa með því fólki sem skipi stjórnina á næstu misserum. Páll fékk Barnaréttindaverðlaun ungmennaráða UNICEF á Íslandi árið 2016 en þau verðlaun hlýtur sá þingmaður sem hefur verið ötulastur við að berjast fyrir réttindum barna og vekja athygli fyrir á þeim, þá sat Páll Valur á þingi fyrir Bjarta framtíð.

Leikskólinn að Skógarbraut 932 á Ásbrú mun heita Skógarás. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Leikskólinn á Ásbrú mun heita Skógarás Grindvíkingurinn og fyrrum þingmaðurinn, Páll Valur Björnsson, var kjörinn varaformaður Barnaheilla á aðalfundi samtakanna þann 10. apríl sl.

Leikskólinn að Skógarbraut 932 á Ásbrú mun heita Skógarás. Þetta var tilkynnt á kynningarfundi í heilsuleikskólanum Háaleiti sem fram fór á miðvikudag í síðustu viku. Valið á nafninu fór þannig fram að foreldrum,

starfsmönnum og börnum gafst kostur á að koma með tilögur. Það var síðan bæjarráð og kjörnir fulltrúar í fræðsluráði sem kusu um nafn og niðurstaðan var Skógarás. Heilsuleikskólinn Háaleiti verður fluttur síðar

ENDURBIRT AUGLÝSING Um skipulag í Sveitarfélaginu Vogum. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Frístundabyggð í Hvassahrauni.

Athygli er vakin á því að frestur til að skila athugasemdum við tillöguna hefur verið framlengdur til og með 2. maí 2018 frá áður birtri auglýsingu. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 28. febrúar 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Hvassahrauni, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í eftirfarandi: • Lóð númer 22 skiptist í tvær lóðir. Lóðin var áður 8.340 m2 og innan hennar byggingarreitur fyrir eitt frístundahús, verkfærahús og bátaskýli. Aðkoma akandi umferðar og bílastæði er frá aðkomuvegi austan lóðarinnar. Eftir breytingu verða til tvær lóðir og fá þær númerin 22A og 22B. • Lóð 22A er 4.181 m2 og er aðkoma að henni og bílastæði frá aðkomuvegi vestan lóðarinnar. • Lóð 22B er 4.163 m2 og er aðkoma að henni og bílastæði frá aðkomuvegi austan lóðarinnar, á sama stað og gert var ráð fyrir aðkomu og bílastæðum áður en lóðinni var skipt í tvær lóðir. • Ástæða þess að samanlögð stærð lóða 22A og 22B er 4 m2 meiri en lóð 22 var áður er ónákvæmni í uppgefinni stærð á uppdrætti gildandi deiliskipulags. • Innan beggja lóða er byggingarreitur fyrir frístundahús, verkfærageymslu og bátaskýli. • Hámarks grunnflötur frístunahúsa innan byggingarreita á lóðum á skipulagssvæðinu fer úr 120 m2 í 190 m2. • Hámarks grunnflötur verkfærageymsla innan

• •

byggingarreita á lóðum á skipulagssvæðinu fer úr 10 m2 í 50 m2. Hámarks grunnflötur bátaskýla innan byggingarreita á lóðum á skipulagssvæðinu fer úr 15 m2 í 30 m2. Heimilt er að hafa verkfærageymslu og bátaskýli sem eitt hús og ef svo er má stærð byggingar vera að hámarki samanlögð stærð þeirra beggja, þ.e. 80 m2. Breytingar eru gerðar á texta á þann hátt að fellt er út að frístundahús á skipulagssvæðinu séu 1 hæð og svefnloft og þess í stað verður aðeins gert ráð fyrir hámarkshæð bygginga, sem hækkar úr 5,0 m í 6,5 m. Vegghæð skal vera að hámarki 5,0 m. Heimilt verður að hafa gististarfsemi í frístundahúsum á skipulagssvæðinu skv. flokki I (heimagisting) og flokki II (gististaður án veitinga) í samræmi við reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Sækja þarf um rekstrarleyfi til sýslumanns vegna starfsemi í flokki II, gististaður án veitinga, í samræmi við 25. gr. áðurnefndrar reglugerðar.

Tillagan er sett fram á uppdráttum ásamt greinargerð og vísast til þeirra um nánari upplýsingar. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með miðvikudeginum 7. mars 2018 til og með miðvikudagsins 2. maí 2018. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is/Skipulag/Skipulag_i_kynningu/. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en miðvikudaginn 2. maí 2018. Vogum, 12. apríl 2018 f.h. bæjarstjórnar, Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri

á árinu að Skógarbraut 932 og fær um leið nýtt nafn. Hann mun þá heita heilsuleikskólinn Skógarás sem skýrskotar bæði til götunnar sem hann stendur við og hverfisins, Ásbrúar.

Helga Hildur ráðin skólastjóri Holtaskóla Helga Hildur Snorradóttir hefur verið ráðin skólastjóri Holtaskóla. Helga Hildur lauk kennaranámi með B.Ed. gráðu árið 2005 frá Kennaraháskóla Íslands. Hún hefur starfað við Holtaskóla frá árinu 1997 við góðan orðstír og verið í stjórnunarteymi skólans frá árinu 2008. Hún hefur gegnt starfi aðstoðarskólastjóra frá árinu 2012 en leysti af sem skólastjóri skólaárið 2013-2014. Helga Hildur tekur við skólastjórastarfinu af Eðvarði Þór Eðvarðssyni.

ÖLVAÐUR ÓK Á LJÓSASTAUR Fimmtán ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 151 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þá voru fáeinir ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Einn þeirra hafði ekið á ljósastaur og viðurkenndi hann ölvunarakstur. Lögregla fjarlægði svo skráningarnúmer á fáeinum bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar í umferðinni.

HLUPU UPPI ÖLVAÐAN ÖKUMANN Lögreglumenn á Suðurnesjum hlupu í nótt uppi ökumann sem hafði ekið á grindverk og var grunaður um ölvunarakstur. Ökumaðurinn hafði tekið bifreiðina ófrjálsri hendi en ekki komist langt því hann ók á grindverk skammt frá. Þegar hann sá lögreglumenn nálgast tók hann til fótanna. Hann sinnti í engu tilmælum um að nema staðar en var þá hlaupinn uppi, færður í handjárn og á lögreglustöð. Þar kom í ljós að hann hefur aldrei öðlast ökuréttindi og hann viðurkenndi áfengisneyslu. Fjarlægja þurfti bifreiðina með dráttarbifreið og urðu talsverðar skemmdir á grindverkinu.

Öll tölublöð frá upphafi á timarit.is


Aron Fannar Kristínarson

Ásta Kamilla Sigurðardóttir

Ástrós Elísa Eyþórsdóttir

Birna Hilmarsdóttir

Diljá Rún Ívarsdóttir

Eva Margrét Falsdóttir

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir

Fannar Snævar Hauksson

Flosi Ómarsson

Guðný Birna Falsdóttir

Gunnhildur B. Baldursdóttir

Hafdís Eva Pálsdóttir

Ingi Þór Ólafsson

Karen Mist Arngeirsdóttir

Már Gunnarsson

Stefanía Sigurþórsdóttir

Sylwia Sienkiewicz

Thelma Lind Einarsdóttir

Þórdís María Þórunn Kolbrún Aðalsteinsdóttir Árnadóttir

Tristan Þór K Wium

Steindór Gunnarsson, þjálfari

VIÐ ÓSKUM SUNDFÓLKI ÍRB VELFARNAÐAR Á ÍM50

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

AFL raflagnir ehf // Apótek Suðurnesja // BFJ Málun slf // Biðskýlið Njarðvík // Bitinn // Bílaþjónusta Fitjavíkur // Bílnet // Cargoflutningar Deloitte ehf. // Eignamiðlun Suðurnesja // FairCar // Fasteignasalan Ásberg // FraktFerðir // Hár og rósir // Hjallastefnan // Ísfoss // JÁrni ehf Karen Sævarsdóttir // Kjölur Byggingarfélag // K-Sport // Langbest ehf // M2 Fasteignasala // Nallarinn slf // Rörvirki // Saltver Tannlæknastofa Benedikts Jónssonar // Tannlæknastofa Jóns Björns Sigtryggssonar // Tannlæknastofa Kristínar Geirmundsdóttur // Tjarnartorg ehf // Ungó


8

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 18. apríl 2018 // 16. tbl. // 39. árg.

Aðalfundur

Aðalfundur Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis verður haldinn í Krossmóa 4, 5. hæð, þriðjudaginn 24. apríl 2018 kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs. 3. Kosning 18 fulltrúa VSFK á ársfund Festu - lífeyrissjóðs 7. maí nk. 4. Önnur mál. Kaffiveitingar verða á fundinum. Félagar fjölmennum! Stjórnin

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma

ÞÓRA SIGRÍÐUR SIGFÚSDÓTTIR Sigga

Miðnestorgi 3, Sandgerði lést á Landspítalanum miðvikudaginn 11. apríl. Útförin fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði föstudaginn 20. apríl klukkan 14.

Kröfum B-lista vísað frá á fjölmennum fundi VS Kröfum um framlengingu skilafrests á framboðsgögnum til allsherjarkosningar í Verslunarmannafélagi Suðurnesja var vísað frá á fjölmennum félagsfundi í VS sem fram fór í Hljómahöll í síðustu viku. Greidd voru atkvæði á fundinum um frávísun á kröfum B lista. Frávísunin

var samþykkt með 80 atkvæðum gegn 66. Talsverður hiti var í fundinum þar sem m.a. var tekist á um hver ætti að fara með fundarstjórn. Þá kom fram krafa um að fundurinn færi fram á ensku. „Takk kæru félagsmenn í VS. Stuðn-

ingur ykkar í kvöld sýndi að ykkur er annt um félagið ykkar. Stöndum saman um að bæta það til hagsbóta fyrir okkur öll,“ skrifaði Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja á Facebook eftir að fundinum lauk.

FIKTAÐI Í ÚTVARPI OG VELTI BÍLNUM

Geir Sigurlíni Geirmundsson Regína Geirsdóttir Haukur Georgsson Hrafnhildur Geirsdóttir Ottó Þormar Sæunn Geirsdóttir Sigurpáll Sigurbjörnsson Guðrún Geirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi

RÓBERT ÖRN ÓLAFSSON,

símsmiður og fyrrverandi slökkviliðsmaður Lóulandi 6, Garði

Bílvelta varð á Garðvegi á Suðurnesjum í vikunni en ökumaður slapp án meiðsla. Viðkomandi kvaðst hafa verið að fikta í útvarpinu og misst við það stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar og valt. Þá hafði annar ökumaður ekið bifreið sinni á vegrið milli akreina á Reykjanesbraut en var horfinn af vettvangi þegar lögreglumenn á Suðurnesjum komu á staðinn. Þeir höfðu upp á honum og kvaðst hann finna til verkja eftir óhappið. Vegriðið skemmdist talsvert og bifreiðin var fjarlægð með dráttarbifreið. Myndin er frá vettvangi veltunnar á Garðvegi.

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, laugardaginn 7. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 20. apríl kl.13. Guðbjörg Þrúður Gísladóttir Dagmar Róbertsdóttir Ólafur Rikharð Róbertsson Halldóra Jóna Sigurðardóttir Ellen Dóra Guðbjargardóttir barnabörn og barnabarnabörn

Aðalfundur Krabbameinsfélags Suðurnesja Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi

INGIBERGUR EIRÍKUR JÓNSSON Húsasmiður, Reykjanesbæ

lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu að Nesvöllum fimmtudaginn 5. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 24. apríl klukkan 13:00 Elín Guðrún Ingólfsdóttir Halldóra J. Ingibergsdóttir Eiríkur Jónsson María Ingibergsdóttir Ragnar J. Gunnarsson Helga Ingibergsdóttir Árni Stefán Jónsson Birgir Ingibergsson Guðrún Edda Jóhannsdóttir Ingólfur Ingibergsson Margrét Eðvaldsdóttir Margrét Ingibergsdóttir Rúnar Sverrisson Rúnar Ingibergsson Sólveig Skjaldardóttir Hafsteinn Ingibergsson Guðlaug Einarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn

Fimmtudaginn 26. apríl 2018 kl. 19:00 á Park inn hótelinu Hafnargötu 57 í Reykjanesbæ Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar fyrir síðasta starfsár. 2. Endurskoðaðir reikningar fyrir síðastliðið reikningsár lagðir fram til samþykktar. 3. Kosningar (stjórn og skoðunarmenn reikninga) 4. Kosnir fulltrúar á aðalfund Krabbameinsfélags íslands 5. Önnur mál. 6. Ágúst Ingi Ágústsson yfirlæknir Leitarstöð Krabbameinsfélag Íslands heldur erindi. Félagar og velunnarar Krabbameinsfélags Suðurnesja eru hvattir til að mæta. Stjórnin

ERLENDUR FLUGFARÞEGI LÉST Flugvél sem var á leið frá Amsterdam í Hollandi til New York í Bandaríkjunum var lent á Keflavíkurflugvelli vegna veikinda farþega í síðustu viku. Lögreglumenn á Suðurnesjum ásamt sjúkraflutningamönnum og lækni fóru um borð. Farþeginn var úrskurðaður látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamann og hafði lögreglan á Suðurnesjum samband við bandaríska sendiráðið vegna þessa.


GLEÐILEGT SUMAR!

ENN FLEIRI TILBOÐ Í VERSLUN

HOPPANDI GLEÐI!

Tilboðsverð GrillPro 24025

23.995

Tilboðsverð Trampólín

50657522

Þvermál 3,05m. Með neti.

7,3

n a ra r

88040025

Royal 320

8,8

b re n

k íl ó

Eldunarsvæði: 2130cm2. Mjög sterkar grillgrindur úr pottjárni. Ryðfrítt FlaveR-WaveTM eldunarkerfi. Þrír ryðfríir brennarar. Sure-LiteTM elektrónískt kveikikerfi. Fellanleg hliðarborð. Hitamælir í loki.

tt

3

Trampólín

Þvermál 4,26m. Með neti.

880400232

Almennt verð: 35.995

Almennt verð: 39.995

Varahlutir (net og gormahlífar) og aukahlutir (festingar og stigar) fást fyrir allar trampólínstærðirnar okkar.

Tilboðsverð

88040026

Almennt verð: 25.995

2

n a ra r

Þvermál 3,96m. Með neti.

HJÓLUM INN Í SUMARIÐ

49.995

26“

50657512

Almennt verð: 59.995

Frábært verð ár eftir ár!

Kven- og karlahjól

28“ karla, 26“ kvenhjól, 6 gíra með brettum og körfu.

Tilboðsverð Signet 320

Eldunarsvæði: 2.580 cm2. Mjög sterkar grillgrindur úr pottjárni. Ryðfrítt FlaveR-WaveTM eldunarkerfi. Þrír ryðfríir brennarar. Sure-LiteTM elektrónískt kveikikerfi. Fellanleg hliðarborð. Hitamælir í loki.

16“ Barnahjól

Gult eða ljósblátt 16“.

28.995 20.995 49620200-1

49620062A/3A

Opið sumardaginn fyrsta 10-14

71.995 50657505

tt

11,4

b re n

k íl ó

Almennt verð: 89.995

n a ra r

3

SUÐURNES

Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Tilboð gilda til 23. apríl 2018.

b re n

k íl ó

v

Trampólín

Tilboðsverð

19.495 26.995 29.995

Almennt verð: 29.995

ö tt

Tilboðsverð


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 18. apríl 2018 // 16. tbl. // 39. árg.

Kraftmikil frumsýning Leikfélags Keflavíkur

HLJÓMLIST ÁN LANDAMÆRA Í HLJÓMAHÖLL Fimmtudaginn 19.apríl, á sumardaginn fyrsta kl. 20:00, fara fram einstakir tónleikar í Hljómahöll í Reykjanesbæ sem bera nafnið „Hljómlist án landamæra“. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða viðburð í tengslum við listahátíðina „List án landamæra“ sem notið hefur verðskuldaða athygli á landsvísu á undanförnum árum. Sérkenni og jafnframt helsti styrkleiki hátíðarinnar er að þar gefst öllum sem áhuga hafa, tækifæri á að koma listsköpun sinni á framfæri og fagna fjölbreytileika mannlífsins. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Listar án landamæra. Á tónleikunum koma fram fatlaðir og ófatlaðir tónlistarmenn frá Suðurnesjum, Selfossi og Akranesi. Fram koma:

Frá Suðurnesjum: - Jón Jónsson og Kristlaug Lilja Halldórsdóttir - Emmsjé Gauti og Arngrímur G. Arnarson, Ásmundur Þórhallsson og Davíð Már Guðmundsson. - Jón Jónsson og Lára Ingimundardóttir - Vox Felix undir stjórn Arnórs Vilbergssonar og Sönghópurinn Gimsteinar. - Már Gunnarsson ásamt þeim Sigursteini Annelssyni, Arnari Geir Halldórssyni og Kristbergi Jóhannssyni. - Hobbitarnir og föruneytið ásamt Heiðrúnu Evu Gunnarsdóttur, Svanfríði Lind Árnadóttur, Rósu Oddrúnu Gunnarsdóttur, Söndru Rós Margeirsdóttur og Guðnýju Óskarsdóttur. Frá Fjöliðjunni á Akranesi: - Geir Konráð Theodórsson leikari, Rakel Pálsdóttir, Freyr Karlsson, Stefán Trausti Rafnsson, Eva Dögg Héðinsdóttir,

Gamalt og gott á timarit.is

Laufey María Vilhelmsdóttir, Ólafur Elías Harðarson, Aldís Helga Egilsdóttir, Ívar Hrafn Jónsson Frá frístundaklúbbnum Selnum á Selfossi: - Hulda Kristín Kolbrúnardóttir söngkona úr Kiriyama familly og Reynir Arnar Ingólfsson við undirleik Harðar Alexanders Eggertssonar

Kynnar á tónleikunum verða frábæru skemmtikraftarnir Gunni og Felix. Aðgangur er ókeypis og vonast aðstandendur til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta og berja okkar frábæru listamenn augum. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. Nánari upplýsingar er að finna á facebooksíðu verkefnisins: facebook.com/Hljomlistanlandamaera


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 18. apríl 2018 // 16. tbl. // 39. árg.

11

Mystery Boy býr í okkur öllum Ástin og eilífðin voru á sviðinu í Frumleikhúsinu sl. föstudagskvöld þegar Leikfélag Keflavíkur frumsýndi söngleikinn Mystery Boy eftir heimamanninn Gudmundson, betur þekktan sem tónlistarmanninn Smára Guðmundsson. Þetta er metnaðarfullt framtak af hálfu leikfélagsins sem hefur tekið virkan þátt í sköpunarferlinu frá upphafi en það er óhætt að segja að starfsemi leikfélagsins sé öflug um þessar mundir. Þá er það sérstaklega ánægjulegt að sjá frumflutning á Suðurnesjaverki og vona ég að framhald verði þar á. Mystery Boy gerist í ónefndum bæ katta þar sem eina leiðin út og inn er með kattahraðlestinni. Þangað kemur óvænt Crazy sem leikin er af Fríðu Dís Guðmundsdóttur og kynnist hún persónum þessa undarlega staðar og heyrir af

www.n1.is

Mystery Boy sem hefur sérstaka krafta. Upphefjast þá átök góðs og ills. Á sviðinu er hljómsveit og þar má sjá höfundinn sem að sjálfsögðu leikur með. Bjóst maður hálfgert við miklum látum en tónlistinni er komið til skila á hófstilltan hátt og það sama má segja um sönginn. Þar er engin áhersla lögð á stæla heldur er einlægnin og einfaldleikinn látinn ráða. Ágætis tilbreyting það. Það vekur athygli að íbúar þessa bæjar eru allir í sloppum og tengir maður það strax við reynslu höfundar sem hefur sagt verkið fjalla um edrúmennsku hans og vera hans leið til að virkja sköpunarkraftinn sem henni fylgdi. Aðalpersónan Smurf er leikin af Arnóri Sindra Sölvasyni, sem þarf í raun að bregða sér í tvö hlutverk í sama manninum. Besti vinur hans Tómas tíkall veitir honum góð ráð en hann

leikur Guðlaugur Ómar Guðmundsson sem hefur átt góðan leik hjá félaginu síðustu misseri og tókst að gefa þessu aldna fressi dýpt og trega. Jón Bjarni Ísaksson leikur Olla, eina hundinn í bænum og á stórkostlega kómíska spretti. Sibba er leikin af Rítu Kristínu Haraldsdóttur Prigge af miklu öryggi og skörungsskap og síðastur en ekki sístur er Arnar Ingi Tryggvason í hlutverki hins illa Lúlla Létta sem stal senunni í hvert sinn. Þá er gengið í aukahlutverki sem kemur til sögunnar í flestum senum, æði skuggalegt. Leikgerðin er útsjónarsöm og skemmtileg, það er mikill húmor á sviðinu og það er greinilegt að leikhópurinn er þéttur. Kemur einmitt fram í leikskrá að góð orka hafi myndast á æfingarferlinu eða eins og höfundurinn lýsir því: Þessi orka og kraftur var eins og vöðvi sem stækkaði

og styrktist í gegnum allt ferlið og stendur nú stöðugur og olíuborinn og er tilbúinn að láta sýna sig. Þessi sýning gerir kröfur á sýningargesti sem er bara jákvætt og er tónlist Guðmundssonar stjarna sýningarinnar. Virkilega falleg og tær í einfaldleik sínum. Lof fá að venju sviðsmyndahönnun, ljósahönnun sem og leikstjórinn, Jóel Ingi Sæmundsson sem hefur náð að beisla þennan sköpunarkraft og sýna okkur eitthvað nýtt - í Frumleikhúsinu. Mystery Boy býr í okkur öllum og er einstakur eins og þú. Ég óska höfundi til hamingju með frumraun sína á sviði og skora á ykkur að mæta og njóta. Dagný Maggýjar

facebook.com/enneinn

Rúllaðu inn í sumarið á nýjum dekkjum Pantaðu tíma fyrir dekkjaskiptin á www.n1.is

Cooper Zeon 4XS Sport

Cooper Zeon CS8

Cooper AT3 Sport

Henta undir fjórhjóladrifna jeppann þinn.

Afburða veggrip og stutt hemlunarvegarlengd.

Frábær alhliða heilsársdekk sem virka vel á vegum og vegleysum.

Einstaklega orkusparandi.

Hljóðlát og mjúk í akstri.

Mjúk og hljóðlát í akstri. Veita góða aksturseiginleika og gott grip á þurrum og blautum vegi.

Hljóðlát með góða vatnslosun.

Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða Fellsmúla Réttarhálsi Ægisíðu

440-1318 440-1322 440-1326 440-1320

Langatanga Mosfellsbæ Reykjavíkurvegi Hafnarfirði Grænásbraut Reykjanesbæ Dalbraut Akranesi Réttarhvammi Akureyri

440-1378 440-1374 440-1372 440-1394 440-1433

Opið mán – fös kl. 08-18 laugardaga kl. 09-13 www.n1.is

Alltaf til staðar


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 18. apríl 2018 // 16. tbl. // 39. árg.

„Það er æðisleg lífreynsla að ferðast“

Á hobbitaslóðum á Nýja Sjálandi.

Viðburðir í Reykjanesbæ

Lærdómsvegurinn - kynning á Nesvöllum Friðþór Vestmann Ingason fjallar um reynslu sína að greinast með geðsjúkdóm og kynnir bók sína Lærdómsveginn á Nesvöllum mánudaginn 23. apríl klukkan 18:00. Allir velkomnir. Sumar í Reykjanesbæ - Ertu með? Ef þitt félag eða klúbbur vill vera með í Sumar í Reykjanesbæ vinsamlegast sendið upplýsingar á netfangið sumar@reykjanesbaer.is

Ferðalag þeirra var í heildina fjórir og hálfur mánuður og á þeim tíma heimsóttu þau Sunneva og Jón Dubai, Maldíveyjar, Sri Lanka, Singapore, Malasíu, Tæland, Víetnam, Kambódíu, Balí, Ástralíu, Nýja Sjáland, Fiji og Hong Kong. Þegar Sunneva er spurð hvað hafi staðið upp úr í ferðinni, þá segir hún að það sé ómögulegt að nefna eitthvað eitt, því það hafi verið svo ótrúlega margt sem stóð upp úr. „Sri Lanka kom okkur mjög á óvart, mikið menningarsjokk en ótrúlega fallegt land og indælt fólk. Við lærðum að kafa í Tælandi sem var ótrúlega skemmtilegt. Fórum einnig í fílaathvarf í Tælandi þar sem við fengum að labba með og baða frjálsa fíla sem hefur verið bjargað úr túristaþrælkun,

Sunneva og Jón Tómas köfuðu í Tælandi.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Holtaskóli – Aðstoðarskólastjóri Heiðarskóli – Skólaritari Málefni fatlaðs fólks – Störf í þjónustukjörnum Holtaskóli – Umsjón fasteigna Leikskólinn Heiðarsel – Deildarstjóri Hæfingarstöðin – Matráður í 50% starf Velferðarsvið – Störf á heimilum fatlaðs fólks Grunnskólar – Fjölbreytt störf í öllum skólum Vinnuskóli – Flokkstjórar Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á facebook síðunni Reykjanesbær – laus störf.

VIÐTAL

Bókasafn Reykjanesbæjar - Ævintýri Tinna Miðvikudagskvöldið 18. apríl klukkan 20.00 kemur Gísli Marteinn Baldursson og fjallar um Tinna bækurnar sívinsælu. Allir hjartanlega velkomnir.

Sunneva Fríða og Jón Tómas fóru með stuttum fyrirvara í fjögurra mánaða reisu þar sem þau heimsóttu meðal annars Nýja Sjáland og Kambódíu. Sunneva segir að þau hafi alltaf verið að tala um hversu skemmtilegt það væri að fara í langt ferðalag og skoða heiminn betur, Jón Tómas stakk síðan upp á því að fara í reisu og ferðin var bókuð um mánuði seinna. Rannveig Jónína Guðmundsdóttir rannveig@vf.is

það var mögnuð upplifun.“ Sunneva nefnir einnig Halong Bay í Víetnam, Killing Fields í Kambódíu (gott að Googla það) og Angkor Wat. Eyjahopp á Fiji þar sem þau snorkluðu með hákörlum og hún gæti haldið endalaust áfram. Skipulagning ferðarinnar tók ekki langan tíma en þau fóru á fund með ferðaskrifstofunni Kilroy og ákváðu til hvaða landa þau ætluðu að fara til og hvað þau ætluðu að eyða löngum tíma í hverju landi. „Við bókuðum svo flugin í gegnum þau en vorum ekki

Við lærðum að kafa í Tælandi sem var ótrúlega skemmtilegt. Fórum einnig í fílaathvarf í Tælandi þar sem við fengum að labba með og baða frjálsa fíla sem hefur verið bjargað úr túristaþrælkun ...


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 18. apríl 2018 // 16. tbl. // 39. árg.

13

Kóalabirni. Sunneva heldur á

Jón Tómas með kengúru í Ástra líu. með neitt annað planað eða ákveðið. Ef ég færi aftur þá myndi ég bara bóka flug út og hafa allt hitt opið. Því það er gott að vera ekki bundin við flug á ákveðnum degi ef manni langar að vera lengur á ákveðnum stað og kannski styttra á öðrum, þá er gott að geta ráðið því sjálfur hvenær maður vill fara á næsta stað og hvert.“ Þeim Sunnevu og Jóni langar ótrúlega mikið aftur út, en það er ekki önnur ferð á planinu. Sunneva segir þó að það sé aldrei að vita hvað þau geri. Mælir þú með þessu? „Alveg 100% þetta er æðisleg lífsreynsla og ekkert smá skemmtilegt að ferðast, kynnast nýju fólki og annarri menningu. Maður lærir svo ótrúlega margt og upplifir svo margar nýja hluti.“

Við hof í Chiang Rai.

Batu Caves hofið.

Sumarstörf við hreinsun í flugskýlinu í Keflavík Viðhaldsstöð okkar í Keflavík leitar að sumarstarfsfólki í hreinsunarstörf. Annars vegar er um að ræða störf við þrif inní flugvélum og á húsnæði. Hins vegar hreinsun í skýli, á íhlutum og flugvélum. Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er aðra vikuna frá 7:45 til 15:40 mán-fös og hina vikuna frá 16:00 til 1:00 mán-fim. HÆFNISKRÖFUR: | Sjálfstæð vinnubrögð | Aldurstakmark 18 ár Umsóknir óskast fylltar út á www.icelandair.is/umsokn fyrir 25. apríl nk. Nánari upplýsingar veitir: Sveina Berglind Jónsdóttir, mannauðsstjóri | sveinaj@icelandair.is


14

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 18. apríl 2018 // 16. tbl. // 39. árg.

ÍSAGA HASLAR SÉR VÖLL Í VOGUM Á VATNSLEYSUSTRÖND

Ný 2,5 milljarða súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðja tekin í notkun Stefnt er að því að flytja alla meginstarfsemi ÍSAGA í Voga á Vatnsleysuströnd í framtíðinni en ný 2,5 milljarða króna verksmiðja fyrirtækisins þar var tekin formlega í notkun af iðnaðar- og viðskiptaráðherra við hátíðlega athöfn í dag. Verksmiðjan framleiðir súrefni og köfnunarefni úr andrúmsloftinu og mun styðja við ört vaxandi íslenskan iðnað og framleiðslu, ásamt því að sjá heilbrigðisþjónustunni áfram fyrir hágæða súrefni á öruggan hátt. Bygging nýju súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju ÍSAGA ehf. og þýska móðurfélagsins Linde við Heiðar-

holt í Vogum á Vatnsleysuströnd er fyrsta skrefið í að flytja þangað alla meginstarfsemi þessa gamalgróna fyrirtækis, sem stofnað var árið 1919 í samstarfi við sænska fyrirtækið AGA. Með kaupum á AGA 1999 eignaðist Linde ÍSAGA en samsteypan er stærsta gasfyrirtæki heims í dag með starfsemi í yfir 100 löndum. Það var Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem tók nýju verksmiðjuna formlega í notkun við hátíðlega athöfn í Vogum í dag, að viðstöddum bæjaryfirvöldum í Vogum, þingmönnum Suðurkjördæmis og fleiri góðum gestum.

Gestir fengu að skoða verksmiðju Isaga í Vogum. Meiri afköst – minni orkunotkun – engin mengun

Söngsveitin Víkingar

Sex milljónir í menningu og listir

Nýja verksmiðjan leysir af hólmi 40 ára gamla verksmiðju við Breiðhöfða í Reykjavík. Afkastageta hennar er um 1.200 m³ á klukkustund, eða 30% meiri en gömlu verksmiðjunnar, en orkunotkunin er samt umtalsvert minni. Fjárfestingarkostnaður vegna verksmiðjunnar er um 2,5 milljarðar króna, fyrst og fremst í tæknibúnaði.

Verkefnastyrkir Ljósmyndabók, kynningarbók um feril Sossu kr. 300.000 Stórtónleikar í Stapa í tilefni 50 ára afmælis kr. 100.000 Gargandi gleði, leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga kr. 300.000 Með blik í auga kr. 400.000 Ópera fyrir leikskólabörn kr. 200.000 Ljós og náttúra Reykjaness. Ljósmynda- og kvikmyndasýning kr. 200.000 Hátíðartónleikar til heiðurs Eiríki Árna Sigtryggssyni, 75 ára kr. 400.000 Sögur – samtök um barnamenningu kr. 100.000 Söngvaskáld á Suðurnesjum kr. 150.000 Samtals: kr. 5.550.000 Eftirfarandi fengu ekki náð fyrir augum ráðsins: Þátttaka í söngvakeppni Sjónvarpsins kr. 0 Sumarnámskeið í tónlist. Byrjendur í fiðluleik kr. 0 Styrkur til greiðslu á húsaleigu v/íbúafundar kr. 0

Víkurfréttir frá árinu 1980 og allt til 2018 á timarit.is

allan sólarhringinn á sama hátt og gert er í dag í verksmiðjunum við Breiðhöfða og að Hæðarenda í Grímsnesi, þar sem framleitt er koldíoxíð úr jarðhitavatni. Enginn mengandi úrgangur eða aukaefni fylgja framleiðslunni og eini útblásturinn er lyktarlaus vatnsgufa. Staðsetningin í Vogum dregur einnig umtalsvert úr kolefnisspori ÍSAGA en u.þ.b. 90% af því fljótandi súrefni sem fyrirtækið framleiðir fer til viðskiptavina sem eru í innan við 100 km fjarlægð frá Vogum.

Hreint loft – tær snilld!

Menningarráð Reykjanesbæjar kynnti á fundi sínum 12. apríl sl. úthlutun sína til menningarhópa og menningarverkefna, alls 6 milljónir króna. Stærsti einstaki styrkurinn kr. 500 þús. fór til Leikfélags Keflavíkur en alls fengu nærri þrjátíu verkefni styrki. Þjónustusamningar: Bryn Ballett Akademían kr. 300.000 Danskompaní kr. 300.000 Eldey, kór eldri borgara kr. 200.000 Faxi kr. 150.000 Félag harmonikuunnenda á Suðurnesjum kr. 150.000 Karlakór Keflavíkur kr. 400.000 Kór Keflavíkurkirkju kr. 100.000 Kvennakór Suðurnesja kr. 400.000 Leikfélag Keflavíkur kr. 500.000 Ljósop, félag áhugaljósmyndara kr. 100.000 Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ kr. 300.000 Norræna félagið kr. 100.000 Sönghópur Suðurnesja kr. 200.000 Söngsveitin Víkingar kr. 200.000

Hægt er að tvöfalda afkastagetuna þegar þurfa þykir og standa vonir til að það verði gert innan nokkurra ára samfara auknum uppgangi í fiskeldi, kísilmálmvinnslu, kæli- og frystiflutningum og endurvinnslu áls, ásamt áframhaldandi vexti í heilbrigðisþjónustu og hefðbundnum iðnaði. Verksmiðjan í Vogum er alsjálfvirk. Henni verður fjarstýrt af starfsfólki ÍSAGA sem fylgist með rekstrinum

Bernd Eulitz, framkvæmdastjóri Linde og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðarog nýsköpunarráðherra klipptu á Íslandsborða við vígslu verksmiðjunnar.

Það er mikið öryggismál fyrir íslenskt þjóðfélag að vera sjálfbært í framleiðslu súrefnis og köfnunarefnis, ekki síst með tilliti til öryggis sjúklinga. Sjálfbærni og umhyggja fyrir umhverfinu eru leiðarstef í starfsemi ÍSAGA og Linde og kappkostar fyrirtækið að vera með vistvænar vörur og tæknilausnir, í takti við þá tæru snilld að vinna súrefni og köfnunarefni úr andrúmsloftinu – úr hreinu lofti með grænni orku! Auk þess að framleiða súrefni, köfnunarefni og koldíoxíð flytur ÍSAGA inn lofttegundir eins og glaðloft, argon, helíum, acetylen og própan. Um 28 manns starfa að jafnaði hjá fyrirtækinu sem er með höfuðstöðvar að Breiðhöfða, þar sem er m.a. áfyllingarstöð, skrifstofa og verslun, auk þess sem félagið er með sjö afgreiðslustaði víðsvegar um landið.

Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum segir að það sé mikill fengur fyrir bæjarfélagið að fá svona öflugt fyrirtæki í bæjarfélagið. Hér er hann á tali við Bernd framkvæmdastjóra Linde.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 18. apríl 2018 // 16. tbl. // 39. árg.

15

HEIMILIÐ UNDIRLAGT AF TINNA

- rannsóknum í rúmt hálft ár

Gísli Marteinn var mikill aðdáandi Tinnabókanna á sínum yngri árum og las bækurnar sem hann átti sem barn upp til agna. Útvarpsþáttasería um Tinna­bækurnar undir stjórn Gísla Marteins hefur nú verið flutt á Rás 1 og notið mikilla vinsælda. ,,Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Tinnabókanna og hef síðust ár verið að grúska í bókum sem hafa komið út um höfundinn Hergé og þetta merkilega sköpunarverk hans. Þannig að ég lagði bara til við dagskrárstjóra Rásar 1 að ég tæki sumarfríið mitt í fyrra í að gera þessa þætti, og það varð úr. Verkefnið vatt að vísu mikið upp á sig, þannig að þættirnir urðu fleiri og viðameiri en stefnt var að.“ Aðdáun Gísla Marteins hefur ekkert minnkað á fullorðinsárum og við undirbúning þáttanna þótti honum skemmtilegast að fara í gegnum bækurnar sem hann átti ekki en undirbúningurinn krafðist gífurlegrar rannsóknarvinnu. ,,Ég keypti mér allar þær bækur sem eru til um Hergé og Tinna, sem eru all nokkrar. Það liggur gríðarlega mikil vinna á bakvið svona þætti. Ég eyddi meiri tíma í rannsóknir og skrif á þessu efni en til dæmis í meistararitgerðina mína í Edinborgarháskóla!“ Aðspurður um það sem kom honum mest á óvart við gerð þáttanna er Gísli ekki lengi til svars:

,,Hversu mikil áhrif heimsmálin höfðu á skrif Hergé, hversu pólitískar bækurnar eru og hvað Hergé hefur verið eftirgefanlegur gagnvart ráðandi öflum.“ Það sem Gísli Marteinn kemur til með að fjalla um í Bókasafni Reykjanesbæjar miðvikudagskvöldið 18. apríl eru einmitt nokkur þemu og eitt þeirra er Tinni og dularfullu stjórnmálaskoðanirnar. ,,Ég ætla að stikla á stóru í því efni sem ég var að fjalla um í þáttunum mínum og reyna að fara skrefi lengra en bara að kynna Tinna fyrir hlustendum. Mig langar að ræða um þau þemu sem ég tók fyrir í þáttunum, sem var ‘Tinni og dularfullu stjórnmálaskoðanirnar’, ‘Tinni og leyndardómar kynjahlutverkanna’ og ‘Tinni í fylgsnum fordómanna’. Undir öllum þessum fyrirsögnum eru svo dæmi og sögur sem ég vona að sé áhugavert að heyra.“ Uppáhaldspersóna Gísla úr Tinna bókunum er Tinni sjálfur. ,,Tinni er auðvitað með afbrigðum dyggðug persóna. Hann hefur í raun-

inni enga galla, er alltaf hjálpsamur og vill aðstoða þá sem minna mega sín. Hann fer ekki í manngreinarálit. Hann er í raun táknmynd góða skátans - og ég held að það sé gott að vera alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum.“ Gísli Marteinn býst ekki við því að miðla meira efni um Tinnabækurnar en heimili hans var undirlagt af Tinna - rannsóknum í rúmt hálft ár. Núna

hefur hann sett bækurnar upp í hillu og einbeitir sér að sínu aðalstarfi; gerð sjónvarpsþáttanna Vikan með Gísla Marteini sem sýndir eru á föstudagskvöldum í Ríkissjónvarpinu. Að lokum er Gísli spurður hvort hann myndi kalla sjálfan sig sérfræðing í Tinna bókunum. ,,Ég myndi ekkert titla mig þannig í símaskránni, en ég veit orðið ansi

Nýr T-Roc. Fjórhjóladrifinn og fæddur til að skara fram úr.

Komdu og prófaðu nýjustu stjörnuna frá Volkswagen. Nýr T-Roc geislar af öryggi og akstursgleði, fæst bæði fjórhjóla- og framhjóladrifinn, beinskiptur og sjálfskiptur. Hann er búinn nýjustu tækni og búnaði sem breytir akstrinum í eitthvað ómótstæðilegt. Komdu og í reynsluakstur á Volkswagen T-Roc sem gerir allt vitlaust hvar sem hann kemur.

Við látum framtíðina rætast. 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd

www.volkswagen.is

HEKLA · Njarðarbraut 13 · Reykjanesbæ · Sími 590 5090 · heklarnb.is

Volkswagen T-Roc Verð frá aðeins

3.290.000 kr.

mikið um þennan ágæta belgíska blaðamann“ segir Gísli kíminn. Miðvikudagskvöldið 18. apríl klukkan 20.00 kemur Gísli Marteinn Baldursson og fjallar um Tinnabækurnar í Bókasafni Reykjanesbæjar. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir í Bókasafn Reykjanesbæjar.


16

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 18. apríl 2018 // 16. tbl. // 39. árg.

Instagram-síðan betterwithplants er litrík og skemmtileg

„Hef aldrei verið jafn heilsuhraust og orkumikil eins og eftir að ég varð

Vegan“

- Stefnir að því að opna bloggsíðu

VIÐTAL

Guðrún Elísa Ásbjörnsdóttir heldur úti Instagram-síðu sem ber heitið betterwithplants, hún hefur verið Vegan frá árinu 2016 en hún bjóst ekki við því að verða týpan sem gæti orðið Vegan. Ljósmyndirnar hennar eru litríkar og skemmtilegar en Elísa hefur mikinn áhuga á Vegan-eldamennsku og ljósmyndun. Rannveig Jónína Guðmundsdóttir rannveig@vf.is

PENNAVINUR ÓSKAST Í LEIFSSTÖÐ Óskum eftir harðduglegum og brosmildum starfsmanni í verslun okkar í Leifsstöð.

HÆFNISKRÖFUR •

Um framtíðarstarf er að ræða og er unnið eftir vaktaskipulagi, 2-2-3. Vinnutíminn er annað hvort frá kl.04:00-12:00 eða 12:00-20:00.

Góð tungumálakunnátta

Út í vitann • Reynsla af afgreiðslustörfum æskileg

Vinsamlegast sækið um á heimasíðu Pennans Skrímslakisi Eymundsson https://www.penninn.is/is/laus-storf

• Góð3.499.almenn tölvukunnátta, þekking á Navision er kosturVerð: 3.499.Verð:

Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl nk.

Rík þjónustulund og jákvæðni

Hæfni í mannlegum samskiptum

RFÍsafirði - Hafnarstræti 2

Surtsey í sjónmáli

Vestmannaeyjum - Faxastíg 36

Verð: 7.499.LeifsstöðLeifs Eiríkssonar Flugstöð

Manndómsár

Út í vitann

Verð: 3.299.-

Verð: 3.499.-

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is Austurstræti 18

Álfabakka 16, Mjódd

Hafnarfirði - Strandgötu 31

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Skólavörðustíg 11

Kringlunni norður

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Faxastíg 36

Laugavegi 77

Kringlunni suður

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

LeifsstöðLeifs Eiríkssonar Flugstöð

Hallarmúla 4

Smáralind

Akranesi - Dalbraut 1

Húsavík - Garðarsbraut 9

Vöoktóber, ruúrval mtil ism andi12. eftiroktóber. verslunuUpplýsingar m. Upplýsingeru ar ebirtar ru birtameð r mefyrirvara ð fyrirvaraum umvillur villurog ogmyndabrengl. myndabrengl. mi tilboða er frá 9. ogunmeð

540 2000

Vöoktóber, ruúrval mtil ism andi12. eftiroktóber. ve Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími tilboða er frá 9. ogunmeð


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 18. apríl 2018 // 16. tbl. // 39. árg.

17

Ég var oft að setja myndir á persónulegu Instagramsíðuna mína, en mig langaði að fara aðeins lengra með þetta og ákvað að opna annað Instagram sem væri þá bara tileinkað matnum ...

Hefur aldrei litið til baka

Elísa byrjaði að hafa áhuga á veganisma árið 2015 og ákvað þá að hætta að borða rautt kjöt. „Fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári þá tók ég stóra skrefið og varð Vegan. Áður var ég þessi týpa sem sagðist aldrei geta orðið Vegan en eftir að ég fór að lesa mig til um þetta og horfa á heimildarmyndir gat ég ekki annað en tekið þessa ákvörðun og hef aldrei litið til baka. Elísa segist vera vegan af siðferðis-, heilsufars- og umhverfisástæðum. „Mér finnst líf milljóna dýra vera mikilvægara en

bragðlaukarnir mínir. Ég hef aldrei verið jafn heilsuhraust og orkumikil eins og eftir að ég varð Vegan. Það er bara svo ótrúlega mikil fáfræði að manneskjur þurfi að neyta dýraafurða til þess að lifa af.“ Elísa segist þó ekki vera aktívisti en hafi þó enn ekki heryrt neina góða ástæðu fyrir því að vera ekki Vegan.

Opnaði Instagram-reikning tileinkaðan matnum

Elísa hefur mikinn áhuga á eldamennsku en henni finnst fátt

skemmtilegra en að prófa sig áfram með nýjar uppskriftir, setja matinn úr þeim á disk og taka myndir af útkomunni. „Ég var oft að setja myndir á persónulegu Instagram-síðuna mína, en mig langaði að fara aðeins lengra með þetta og ákvað að opna annað Instagram sem væri þá bara tileinkað matnum sem ég geri og sé ekki eftir því. Þetta er ótrúlega gaman og er ég að vinna í því að opna blogg út frá Instagram-síðunni.“ Ljósmyndir Elísu á Instagram-síðunni „Better with plants“ eru einstaklega

litríkar en sjálf segist hún vera með mikinn áhuga á ljósmyndun. „Ég fékk myndavél í útskriftargjöf í fyrra og fleiri myndavélagræjur í jólagjöf og hef verið að prófa mig áfram með það allt. Ég er algjör nýliði en mjög áhugasöm og hlakka til að læra meira.“ Hvað heillar þig mest við veganismann? „Vá svo mikið! Bara það að geta bjargað fullt af lífum með því að hætta að styðja kjötvinnslu. Ég hef mikinn

áhuga á heilbrigðum lífsstíl og ég elska hvað það er auðvelt að borða hollt og næringarríkt á Vegan-mataræði. Einnig finnst mér ótrúlega gaman að fylgjast með því hvað veganisminn er að stækka og fólk er farið að hafa meiri áhuga á þessu. Stórar verslanir eru farnar að auglýsa vörur sérstaklega sem Vegan og flytja inn vegan vörur eins og Vegan osta og kjötlíki.“

REYKJANESBÆR Við höfum opnað í Krossmóa og hlökkum til að taka á móti þér, suðræn og seiðandi í bragði. Rektu inn nefið og njóttu þess að finna ilminn af heilsubætandi hamingju. Gleðilegt sumar!

OPIÐ MÁN–LAU: 11 –21 SUN: 12–21


18

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 18. apríl 2018 // 16. tbl. // 39. árg.

Framkvæmdastjóri óskast til starfa í Póllandi Royal Iceland hf leitar að framkvæmdastjóra til að aðstoða við stofnun og uppsetningu matvælavinnslu í vesturhluta Póllands og í framhaldi að sjá um rekstur þess og vöxt. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst.

Sigurður Óli oddviti Framsóknarfélags Grindavíkur Á félagsfundi Framsóknarfélags Grindavíkur í síðustu viku var samþykktur framboðslisti fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Helstu hæfniskröfur eru: • Góð almenn menntun og rekstrarþekking • Dugnaður og útsjónarsemi • Góð kunnátta í pólsku og ensku. • Reynsla af matvælavinnslu væri mjög æskileg • Reynsla í sölustörfum væri mjög æskileg Við bjóðum upp á mjög áhugavert tækifæri þar sem viðkomandi einstaklingur gæti mótað stefnu og starfssemi pólska fyrirtækissins. Áhugasamir sendi upplýsingar til lbj@royaliceland.is fyrir 7. maí 2018.

Dyrektor zarządzający zakładu produkcyjnego w Polsce Royal Iceland szuka menedżera, do otwarcia oraz kompleksowego zarządzania średniej wielkości zakładem produkcyjnym z branży spozywczej , w zachodniej Polsce . Osoba zainteresowana powinna móc rozpocząć pracę tak szybko, jak to możliwe. Główne kwalifikacje to: • Dobra ogólna edukacja i wiedza operacyjna • łatwość podejmowania decyzji, także w sytuacjach kryzysowych • Dobra znajomość języka polskiego i angielskiego. • Doswiadczenie w przetwórstwie spożywczym • Doświadczenie w sprzedaży i prowadzeniu negocjacji handlowych Oferujemy bardzo atrakcyjne warunki oraz możliwość dalszego rozwoju zawodowego poprzez udział w rozowju Firmy. Informacje wraz z cv proszę przesyłać na adres lbj@ royaliceland.is przed 7 maj 2018 r.

ÚTBOÐ Reykjanesbær óskar eftir tilboðum í verkið „Sjónarhóll – Gatnagerð og lagnir.“ Um er að ræða gatnagerð á svokölluðu Patterson svæði. Verkið er fólgið í uppúrtekt, fyllingum, malbikun götu og frágangi við hana, lagningu fráveitu- og raflagna. Helstu magntölur eru uppúrtekt um 5.200 m3, fyllingar um 8.500 m3, malbikun 4.600 m2. Verki skal lokið eigi síðar en 31. ágúst 2018. Útboðsgögn verða send þeim er þess óska á tölvutæku formi frá og með mánudeginum 23. apríl 2018 og skulu fyrirhugaðir bjóðendur hafa samband við Tækniþjónustu SÁ ehf, sími 421-5105. Tilboðum skal skilað til Tækniþjónustu SÁ ehf, Hafnargötu 60, 230 Reykjanesbæ eigi síðar en kl. 11:00, fimmtudaginn 3. maí 2018 og verða tilboð opnuð þar á sama tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Nýr oddviti Framsóknar í Grindavík

er Sigurður Óli Þórleifsson. Sigurður Óli er 42 ára og starfar hjá Ísfelli, sem sölustjóri Mustad beitingarvéla. Hann er kvæntur Önnu Dröfn Clausen og eiga þau 4 syni. Sigurður Óli hefur verið knattspyrnudómari í yfir 20 ár, þar af 10 ár sem alþjóðlegur knattspyrnudómari og er í dag í dómaranefnd KSÍ. Í öðru sæti er Ásrún Helga Kristinsdóttir. Ásrún er 43 ára og starfar sem grunnskólakennari en hún hefur einnig verið bæjarfulltrúi frá 2014. Ásrún er gift Reyni Ólafi Þráinssyni og eiga þau tvær dætur. Í þriðja sæti er Guðmundur Grétar

Karlsson. Guðmundur Grétar er 38 ára framhaldsskólakennari hjá Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Guðmundur er giftur Mörtu Karlsdóttur og eiga þau tvær dætur. Í fjórða sæti er Þórunn Erlingsdóttir. Þórunn er 37 ára íþróttafræðingur og grunnskólakennari. Hún var bæjarfulltrúi í Grindavík 2010-2012. Þórunn er gift Orra Frey Hjaltalín og eiga þau 3 börn. Á næstu vikum mun málefnavinna Framsóknar fara fram þar sem bæjarbúum gefst kostur á að hafa áhrif á stefnu flokksins fyrir komandi kosningar. Ljóst er af samsetningu listans að mikil áhersla verður á fjölskyldumál, svo sem fræðslu-, íþróttaog æskulýðsmál.

Framboðslisti Framsóknar í Grindavík fyrir bæjar og sveitarstjórnarkosningar 2018 10. Sigurveig Margrét Önundar5. Anton Kristinn Guðmundsson, 1. Sigurður Óli Þórleifsson, söludóttir, grunnskólakennari matreiðslumeistari stjóri 11. Björgvin Björgvinsson, húsa6. Justyna Gronek, gæðastjóri 2. Ásrún Helga Kristinsdóttir, smíðameistari grunnskólakennari og bæjarfull- 7. Hallur Gunnarsson, formaður 12. Theodóra Káradóttir, flugfreyja Minja- og sögufélags Grindavíkur trúi 13. Friðrik Björnsson, rafvirkja8. Valgerður Jennýjardóttir, leið3. Guðmundur Grétar Karlsson, meistari beinandi framhaldsskólakennari 14. Kristinn Haukur Þórhallsson, 9. Páll Jóhann Pálsson, útgerðar4. Þórunn Erlingsdóttir, íþróttaeldri borgari maður og bæjarfulltrúi fræðingur og kennari

Kristín María leiðir áfram G-listann Kristín María Birgisdóttir, sitjandi oddviti G-listans og formaður bæjarráðs Grindavíkur, mun leið listann áfram fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem fara fram þann 26.maí. Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson kemur nýr inn í annað sætið og er Aníta Björk Sveinsdóttir í þriðja sæti. Listinn í heild sinni: 1. Kristín María Birgisdóttir kennari og formaður bæjarráðs 2. Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson - tryggingaráðgjafi og viðskiptafræðingur 3. Aníta Björk Sveinsdóttir sjúkraliði og nemi í iðjuþjálfun 4. Gunnar Baldursson - sjúkraflutningamaður 5. Þórunn Alda Gylfadóttir kennsluráðgjafi 6. Guðjón Magnússon - pípulagningamaður og starfsmaður Securitas

7. Sigríður Gunnarsdóttir - kennari 8. Steinberg Reynisson - iðnaðarmaður 9. Angela Björg Steingrímsdóttir nemi 10. Þórir Sigfússon - bókari 11. Steinnunn Gestsdóttir - starfsmaður í dagdvöl aldraðra í Víðihlíð 12. Steingrímur Kjartansson - sjómaður 13. Guðveig Sigurðardóttir - húsmóðir og eldri borgari 14. Lovísa Larsen - framhaldsskólakennari

BÍLAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA

(ÁÐUR LAGHENTIR) HEFUR OPNAÐ Í GRÓFINNI 19 KEFLAVÍK, ÞAR SEM SKIPTING VAR ÁÐUR TIL HÚSA. llar a á p p u m u ð jó B gerðir, ið v a íl b r a n n e alm r- og hjólbarða-, smu . stu varahlutaþjónu

NÝTTR NSTAAÐFURN OG NÝ S LU ! MEÐ REYN

BÍLAÞJÓNUSTA

SUÐURNESJA

GRÓFIN 19 • KEFLAVÍK • SÍMAR 456 7600 • 861 7600


UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 18. apríl 2018 // 16. tbl. // 39. árg.

Dagný Alda leiðir lista VG í Reykjanesbæ

E I TT Á R Á S U Ð U R N E S J U M

J-listinn býður fram í nýju sveitarfélagi

Á stofnfundi J-lista, nýs bæjarmálaafls í Sandgerði og Garði, sem fór fram miðvikudaginn 11. apríl var framboðslisti fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar samþykktur samhljóða. Listann skipar fjölbreyttur hópur fólks úr bæjarkjörnunum tveimur. Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Sandgerði, leiðir listann og er Laufey Erlendsdóttir fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Garði í öðru sæti. Í þriðja og fjórða sæti eru þau Fríða Stefánsdóttir bæjarfulltrúi í Sandgerði og Vitor Hugo Eugenio kennari í Gerðaskóla. Ólafur Þór segir tilhlökkunarefni að fá að starfa að uppbyggingu líflegs samfélags í nýju sveitarfélagi með svo öflugum hópi. Á listanum komi saman fólk með fjölbreytta reynslu og þekkingu sem eigi það sameiginlegt að vilja jákvætt og opið sveitarfélag þar sem öllu fólki líður vel. Það séu spennandi tímar framundan í Garði og Sandgerði.

J-listinn er þannig skipaður: 1. Ólafur Þór Ólafsson, stjórnsýslufræðingur og forseti bæjarstjórnar, Sandgerði 2. Laufey Erlendsdóttir, íþróttafræðingur og meistaranemi í jákvæðri sálfræði, Garði 3. Fríða Stefánsdóttir, kennari og bæjarfulltrúi, Sandgerði 4. Vitor Hugo Eugenio, fiskeldisfræðingur og tónmenntakennari, Garði 5. Katrín Pétursdóttir, flugfreyja, Sandgerði 6. Kristinn Halldórsson, blikksmíðameistari, Sandgerði 7. Una María Bergmann, hjúkrunarfræðingur, Garði

8. Rakel Ósk Eckard, þroskaþjálfi, Sandgerði 9. Hrafn A. Harðarson, skáld, Garði 10. Sverrir Rúts Sverrisson, verslunarstjóri, Sandgerði 11. Sigrún Halldórsdóttir, húsmóðir, Garði 12. Rúnar Þór Sigurgeirsson, nemi, Garði 13. Fanný Þórsdóttir, söngkona, Sandgerði 14. Vilhjálmur Axelsson, matreiðslumaður, Garði 15. Atli Þór Karlsson, starfsmaður í flugvallarþjónustu, Sandgerði 16. Sigurbjörg Ragnarsdóttir, vaktstjóri, Garði 17. Júlía Rut Sigursveinsdóttir, nemi, Sandgerði 18. Eiríkur Hermannsson, sagnfræðingur, Garði

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum Sýslumaðurinn á Suðurnesjum óskar eftir að ráða í 100% stöðu skrifstofumanns á skrifstofu embættisins að Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ frá 1.maí 2018. Starfið er að mestu í skírteinadeild en að hluta á öðrum sviðum. Hæfniskröfur: • Góð almenn tölvu- og íslenskukunnátta. • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. • Jákvæðni, traust og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Hreint sakavottorð. • Stundvísi. • Geti unnið undir álagi.

Starfssvið: • Almenn afgreiðsla, þjónusta og símsvörun. • Upplýsingagjöf og úrlausn mála.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Dagný Alda Steinsdóttir leiðir lista VG í Reykjanes fyrir sveitastjórnarkosningarnar þann 26. maí. Listinn var samþykktur á félagsfundi í nýrri kosningamiðstöð VG í Keflavík á Strandgötu í síðustu viku. Framboðslisti VG í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018. 13. Ása Rakel Ólafsdóttir, þjón1. Dagný Alda Steinsdóttir, ustufulltrúi innanhúsarkitekt 14. Guðbjörg Skjaldardóttir, sér2. Áslaug Bára Loftsdóttir, verkfræðingur efnastjóri 15. Sigurður Guðjón Sigurðsson, 3. Þórarinn Steinsson, yfirverkverkefnastjóri stjóri 16. Ægir Sigurðsson, jarðfræð4. Ragnhildur Guðmundsdóttir, ingur kennari og námsráðgjafi 17. Þórunn Friðriksdóttir, félags5. Karl Hermann Gunnarsson, fræðingur tæknifræðinemi 18. Hólmar Tryggvason, húsa6. Linda Björk Kvaran, líffræðsmíðameistari ingur 19. Ragnar Þór Ágústson, kennari 7. Pálmi Sturluson, öryrki á eftirlaunum 8. Oddný Svava Steinarsdóttir, 20. Agnar Sigurbjörnsson, verkanemi listaháskólinn maður 9. Þorvarður Brynjólfsson, læknir 21. Gunnar Sigurbjörn Auðunsson 10. Júlíus Júlíusson, félagsliði verkamaður og bóndi 11. Gunnhildur Þórðardóttir, 22. Ólafur Ingimar Ögmundsson, myndlistarmaður bílstjóri 12. Gunnar Marel Eggertsson, skipasmíðameistari

19

TAKTU MY ND

LJÓSMYNDASAMKEPPNI Á SUÐURNESJUM

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á HEIMASÍÐU LISTASAFNS REYKJANESBÆJAR: LISTASAFN.REYKJANESBAER.IS

Sumardansleikur Félag eldri borgara á Suðurnesjum fagnar sumri með dansleik á Nesvöllum föstudagskvöldið 27. apríl kl. 20:00-23:00. Suðurnesjamenn skemmta. Fjölmennum.

STARFSMAÐUR ÓSKAST HJÁ FMS GRINDAVÍK ÞARF AÐ HAFA LYFTARARÉTTINDI. UM FRAMTÍÐARSTARF ER AÐ RÆÐA UPPLÝSINGAR VEITTAR Á STARFSTÖÐ Í GRINDAVÍK. STYRMIR SÍMI 422-2420.

Um er að ræða fjölbreytt starf sem hentar bæði konum og körlum. Launakjör eru skv. Kjarasamningi félags starfsmanna ríkisins SFR og fjármálaráðherra f.h.ríkissjóðs. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr.70/1996. Nánari upplýsingar um starfið veitir Halldóra K. Ólafsdóttir skrifstofustjóri í síma 4562222 eða netfangi halldora@syslumenn.is. Umsóknum ber að skila til Sýslumannsins á Suðurnesjum, Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ fyrir 30. apríl nk. á netfangið halldora@syslumenn.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Víkurfréttir frá árinu 1980 og allt til 2018 á timarit.is

ATVINNA Wypożyczalnia samochodów “Geysir” poszukuje na okres letni pracowników do mycia aut. Praca zaczyna się od kwietnia/maja. Dokładnych informacji o zarobkach i warunkach pracy udziela Marian. Telefon: 823-1177.


20

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 18. apríl 2018 // 16. tbl. // 39. árg.

Hræðist mest framtíðina og rússíbana

FS-ingur vikunnar er Gunnar Guðbrandsson, hann hefur meðal annars áhuga á íþróttum og kvikmyndum og hann getur ekki valið sér uppáhalds kennarann sinn. FS-ingur: Gunnar Guðbrandsson Á hvaða braut ertu? Ég er á raunvísindabraut. Hvaðan ertu og aldur. Ég er úr Keflavík og er 19 ára gamall. Helsti kostur FS? Góð aðstaða og frábært starfsfólk. Hver eru þín áhugamál? Íþróttir, kvikmyndir, tónlist og stóru spurningarnar. Hvað hræðist þú mest? Framtíðina og rússíbana. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Mér finnst Einar Guðbrandsson rosalega líklegur, drengurinn er fáranlega gáfaður!

Hver er fyndnastur í skólanum? Sigrún Birta lætur mann alltaf fara að hlæja. Hvaða mynd sástu seinast í bíó? Ég sá myndina Tomb Raider um daginn. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Ferskari mat. Hver er þinn helsti kostur? Ég er þolinmóður. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Koma aftur með stoðið. Hvað heillar þig mest í fari fólks? Húmor og hreinskilni.

Ætlar að verða leikari

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Bara ágætt. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Stefni á lækninn núna en allt getur breyst. Hvað finnst þér best við það að búa á Suðurnesjunum? Rólegt og notalegt bæjarfélag. Hvað myndir þú kaupa þér ef þúsund kall? Ice cream sandwiches frá Ben & Jerry.

Eftirlætis...

ég get ekki valið. er. persónuleikar aðwo r ði gó r gi ar m h doing - Hom o sv t ...kennari: Guð, ething‘s hard to do, then it‘s no ogrtRick and Morty. ... Mottó: If somtir: Friends, Simpsons, South ParkSam Cooke. ...sjónvarpsþæt nlistarmaður: Fleetwood Mac og ...hljómsveit/tó do DiCaprio. ...leikari: Leonarn minn. ...hlutur: iPadin

Grunnskólanemi: Jón Arnar Birgisson. Í hvaða skóla ertu? Holtaskóla. Hvar býrðu? Keflavík. Hver eru áhugamálin þín? Fótbolti og leiklist. Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gamall? 7. bekk og er 12 ára. Hvað finnst þér best við það að vera í skólanum? Félagslífið. Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift? Nei. Ertu að æfa eitthvað? Fótbolta og leiklist. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Eitthvað með fjölskyldunni. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Fara í jarðarfarir. Hvað myndir þú kaupa þér fyrir þúsund kall? Nammi. Án hvaða hlutar getur þú ekki verið? Rúmsins míns. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Leikari.

Jón Arnar Birgisson er grunnskólanemi vikunnar. Honum finnst skemmtilegast að gera eitthvað með fjölskyldunni og myndi kaupa sér nammi fyrir þúsund kall.

Afkoma Festu lífeyrissjóðs 2017 í milljónum króna

2016 í milljónum króna

8.881 -3.591 9.012 -278 14.024 119.420 133.445

7.260 -3.288 3.256 -239 6.989 112.431 119.420

Fjárfestingar

58.973 71.844 27 130.845

52.176 65.874 0 118.050

Annað Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris

1.240 26 1.410 -76 2.600 133.445

1.031 22 686 -369 1.370 119.420

7,2% 5,3% 5,2% 0,9% -0,3% 7,7% 5,8% 4,6% 2,6%

2,6% 0,5% 5,4% 0,7% -2,2% 1,0% -1,1% 4,4% 2,0%

Iðgjöld Lífeyrir Hreinar fjárfestingatekjur Rekstrarkostnaður Breyting á hreinni eign til greiðslu lífeyris Hrein eign frá fyrra ári Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris

Efnahagsreikningur Fjárfestingar Eignahlutir í félögum og sjóðum Skuldabréf Aðrar fjárfestingar

Annað Kröfur á launagreiðendur Aðrar kröfur Ýmsar eignir Viðskiptaskuldir

Ýmsar kennitölur Hrein nafnávöxtun Hrein raunávöxtun Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu fimm ára Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu tíu ára Tryggingafræðileg staða Hrein nafnávöxtun séreignardeildar Hrein raunávöxtun séreignardeildar Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu fimm ára Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu tíu ára

n. ...matur: Ri ur: Jón Jónsso ...tónlistarmað olta appið. tb ...app: Forsa fó ti. ol tb Fó : ur ut ...hl stöðin. pu ey St ...þáttur:

Ársfundur 2018

Sameinaður Lífeyrissjóður Suðurlands, Suðurnesja og Vesturlands

Breytingar á hreinni eign

Uppáhaldf.s...

Ársfundur Festu lífeyrissjóðs verður haldinn mánudaginn 7. maí nk. Fundarstaður: Grand Hótel, Sigtúni 38, Reykjavík. Fundarstörf hefjast kl: 18:00

Dagskrá ársfundar 2018:

1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins 3. Önnur mál

www.festa.is Stjórn Festu lífeyrissjóðs: Dagbjört Hannesdóttir, stjórnarformaður Ólafur S. Magnússon, varaformaður Anna Halldórsdóttir, meðstjórnandi Halldóra Sigr. Sveinsdóttir, meðstjórnandi Sigurður Ólafsson, meðstjórnandi Örvar Ólafsson, meðstjórnandi

Framkvæmdastjóri: Gylfi Jónasson

Traust - Ábyrgð - Festa


SUĂ?URNESJAMAGASĂ?N KL. 20 AĂ? KVĂ–LDI SUMARDAGSINS FYRSTA Ă HRINGBRAUT OG VF.IS

SKIPHERRANN SIGURĂ?UR STEINAR KETILSSON mĂŚtti meĂ° varĂ°skipaflota heim til KeflavĂ­kur.

Ă rnafrĂŠttir

Ă rni Þór GuĂ°jĂłnsson heldur ĂĄfram meĂ° Ă rnafrĂŠttir Ă­ ÞÌttinum okkar. Hann rĂŚĂ°ir viĂ° unga kappa sem eru aĂ° setja saman stuĂ°ningsmannasveit fyrir KeflavĂ­k.

NĂ˝ 2,5 milljarĂ°a sĂşrefnisog kĂśfnunarefnisverksmiĂ°ja tekin Ă­ notkun Ă­ Vogum SuĂ°urnesjamagasĂ­n var ĂĄ staĂ°num!

Lumar Þú å åbendingu um åhugavert efni?

 Â? Â?Â?Â?    Â?  ­Â€  Â?‚€ Â

SuĂ°urnesjamagasĂ­n fimmtudagskvĂśld kl. 20:00 ĂĄ Hringbraut og vf.is

Viltu auglýsa í ÞÌttinum? Hafðu samband við auglýsingadeild í síma 421 0001


22

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 18. apríl 2018 // 16. tbl. // 39. árg.

ÁGÚST KRISTINN OG EYÞÓR TÓKU ÞÁTT Í STERKUM TAEKWONDO-MÓTUM Harlem Globetrotters koma til Reykjanesbæjar

Hið heimsfræga sýningar- og körfuboltalið Harlem Globetrotters er væntanlegt til Íslands í maí og mun liðið vera með tvær sýningar, eina í Laugardalshöll Reykjavík og eina í TM Höllinni í Reykjanesbæ en þetta er í sjötta sinn sem liðið setur upp sýningu hér á Íslandi. Ágúst Kristinn Eðvarðsson og Eyþór Jónsson iðkendur frá Taekwondodeild Keflavíkur tóku þátt í stórmótum í Túnis sem fram fóru þann 6.–12. apríl sl. Ágúst Kristinn keppti á úrtökumóti fyrir Ólympíuleika æskunnar, ásamt því að taka þátt í heimsmeistarmóti unglinga og Eyþór keppti einnig á því móti. Úrtökumót fyrir Ólympíuleika æskunnar er fyrir íþróttamenn sem eru sextán og sautján ára á þessu ári og fara leikarnir fram á fjögurra ára fresti, líkt og Ólympíuleikarnir. Á heimsmeistaramóti unglinga eru keppendur 15–17 ára og er þetta

með stærstu mótum í Taekwondo í heiminum og alls keppa 950 landsliðskeppendur frá 120 löndum þar. Ágúst Kristinn keppti í -48 kg flokki en þar tóku 42 keppendur þátt. Ágúst sigraði fyrsta andstæðing sinn frá Argentínu örugglega 27-8. Næsti bar-

dagi Ágústs var við sterkan keppanda frá Suður-Kóreu og sá bardagi endaði með tapi 30-13, Ágúst endaði í þrettánda sæti sem dugði ekki til þátttöku í Ólympíumótinu en tíu efstu í hverjum flokki komast inn á leikana. Tveimur dögum eftir úrtökumótið á Ólympíuleikana tók Ágúst þátt í heimsmeistaramótinu en fyrsti mótherji hans þar var frá Mongolíu og var bardaginn jafn frá byrjun og keppendur skiptust á að ná forystunni. Ágúst tapaði þeim bardaga gegn áköfum andstæðingi 20-29. Eyþór keppti í -68 kg flokki og var fyrsti andstæðingur hans frá Indlandi en Eyþór vann þann bardaga örugglega 35-15. Næst mætti hann keppanda frá Papúa Nýju Gíneu og tapaði Eyþór þeim bardaga naumlega 17-14 eftir góða baráttu. „Allir keppendur koma heim reynslunni ríkari og geta enn betur undirbúið sig fyrir komandi keppnir,“ segir Helgi Rafn Guðmundsson, þjálfari þeirra.

LIÐ ÍSLANDS:

Eyþór Jónsson - 68 Leo Speight -73 Ágúst Kristinn Eðvarðsson -48 Chago Rodriguez Segur - þjálfari Helgi Rafn Guðmundsson - þjálfari Sveinn Speight - foreldri og ljósmyndari

Myndir: Sveinn Speight

Vilt þú gerast persónulegur talsmaður fatlaðs einstaklings? Námskeið fyrir áhugasama verður haldið í Reykjavík laugardaginn 28. apríl

Einstaklingur, sem vegna fötlunar á erfitt með að gæta hagsmuna sinna, á rétt á að velja persónulegan talsmann sér til aðstoðar. Um ólaunað starf er að ræða, en tilfallandi kostnaður er greiddur. Meðal skilyrða sem þarf að uppfylla til þess að gerast persónulegur talsmaður er að sækja fræðslu um innihald og áherslur í starfinu. Námskeið fyrir persónulega talsmenn verður haldið í Veislumiðstöðinni, Borgartúni 6 Reykjavík, laugardaginn 28. apríl og stendur frá kl. 9 til 16. Þeir sem hyggjast sækja námskeiðið hafi samband við Elínborgu Þrastardóttur í síma 858 1798, eða með því að senda póst á netfangið elinborg@rett.vel.is fyrir 24. apríl.

Réttindavakt velferðarráðuneytisins

Harlem Globetrotters er elsta fjölskyldusýning i heimi. Fyrsta liðið var myndað árið 1926 og upp frá því hefur hópurinn ferðast til 122 landa og komið fram á yfir 25.000 sýningum. Núverandi sýning einkennist af samkeppni liðsins við annað sýningarlið, hina svonefndu Washington Gene-

rals. Liðsmenn Harlem Globetrotters munu sýna snilli sína með ótrúlegum uppákomum þar sem gleðin verður fyrst og fremst við völd. Sýningar liðsins hafa verið vinsælar hér á landi og oftar en ekki hafa færri komist að en vilja. Miðasala fer fram á tix.is.

Frábær árangur á júdómóti

Frá vinstri Daníel, Ingólfur, Gabríel, Borgar, Gunnar vantar á myndina.

Ægir Már og Daníel Íslandsmeistarar í júdó

Ægir Már Baldvinsson og Daníel Árnason frá júdódeild UMFN urðu Íslandsmeistarar í júdó á Íslandsmeistaramóti yngri í júdó sem fram fór sl. helgi. Ægir keppti í -66 kg flokki 18-20 ára og keppti hann sjö viðureignir á mótinu, en hann vann allar sínar viðureignir. Daníel Dagur gerði slíkt hið sama og vann allar sínar viðureignir í -55 kg flokki 15-17 ára. Daníel keppti einnig í aldurs- og þyngdarflokk upp fyrir sig -55kg 18-20 ára og varð annar í þeim flokki eftir spennandi úrslitaviðureign, Daníel keppti samtals tíu viðureignir á mótinu. Sveit Njarðvíkur 15–17ára, var skipuð þeim Daníel Degi Árnasyni, Gunnari Erni Guðmundssyni, Borgari Unnbirni Ólafssyni, Ingólfi Rögnvaldssyni og Gabríel Orra Karlssyni, varð í þriðja sæti í liðakeppninni. Gunnar Örn handleggsbrotnaði í fyrstu viðureign og var á brattan að sækja eftir það fyrir lið Njarðvíkinga. Aldrei í sögu júdódeildarinnar hafa svo mörg lið tekið þátt í sveitakeppninni og var þetta var einn besti árangur UMFN í sveitakeppni frá stofnun deildarinnar.

Íslandsmót yngri iðkenda í júdó fór fram þann þann 14. apríl sl. Júdódeildir Grindavíkur og Þrótti Vogum sendu iðkendur til keppni og stóðu þeir sig með stakri prýði en nokkrir iðkendur komust á pall þar sem þeir nældu sér í gull, silfur eða brons. „Ég er gríðarlega stoltur af hópnum mínum og ég hef fylst með þessum krökkum vaxa úr grasi en ég hef þjálfað þau í sex ár og sumir iðkendur hafa verið hjá mér öll sex árin“, segir þjálfari hópsins, Arnar Már Jónsson.

Verðlaunahafar mótsins: UMFG: Dr. U13 -55 kg: 2. sæti: Snorri Helgason 3. sæti: Arnar Öfjörð

Dr. U13 -66 kg:

1. sæti: Björn Guðmundsson

Dr. U13 -46 kg:

7. sæti Kent Mazowiecki

Dr. U15 -46 kg:

1. sæti Hjörtur Klemensson

St. U18 -70 kg:

4. sæti Olivia Mazowecka

Dr. U18 -50 kg:

2. sæti: Adam Latowski 4. sæti: Róbert Latowski

Dr. U21 -90kg:

2. sæti Aron Arnarsson

UMFÞ: U13 -46 kg:

sæti: Patrekur Unnarsson 5. sæti: Samúel Pétursson Dr. U13 -66 3. sæti: Jökull Harðarson

AÐALFUNDUR Aðalfundur NES 2018 verður haldinn fimmtudaginn 3. maí í Íþróttaakademíunni við Krossmóa kl. 18.00.

Tillögur að lagabreytingum verða lagðar fram á aðalfundi, þær eru að finna á fésbókarsíðu félagsins: Íþróttafélagið Nes. Vakin er athygli á að það vantar fólk í stjórn Nes sem er grundvöllur fyrir rekstri Nes, svo sérstaklega er auglýst eftir áhugasömu fólki svo íþróttaiðkun fatlaðra á svæðinu geti verið til fyrirmyndar. Allir velkomnir. Stjórn Nes


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 18. apríl 2018 // 16. tbl. // 39. árg.

Vísir.is og Fótbolti.net eru að birta spár sínar fyrir Pepsi-deildina í knattspyrnu í sumar og báðir miðlarnir spá því að nýliðar karlaliðs Keflavíkur falli og fari beint aftur niður í Inkasso-deildina eftir sumarið. Báðir miðlar spá liðinu í tólfta og neðsta sæti deildarinnar. Þegar farið er yfir liðið þá er aðallega nefnt hversu ungt og reynslulítið liðið er í efstu deild. Aðeins þrír leikmenn hafa bæst við leikmannahópinn í vetur og hafa tveir hætt, það finnst spekingum miðlanna ekki vera nógu gott en á fótbolti.net kemur þetta fram þegar talað er um styrkleika liðsins: „Keflvíkingar eru með marga unga og efnilega uppalda stráka sem eru með stórt Keflavíkurhjarta og hafa burði til að ná langt í fótboltanum. Jeppe Hansen var markakóngur í Inkasso-deildinni í fyrra og þar er á ferðinni markaskorari með góða reynslu úr Pepsi-deildinni. Laugi er klókur þjálfari sem náði fljótt að mynda sterka liðsheild hjá Keflavík í fyrra og það sama verður að vera uppi á teningnum í ár. Varnarleikurinn

hefur verið traustur í vetur og hægt er að byggja ofan á það.“ Í spánni hjá Vísir.is er talað um að lykilleikmenn liðsins séu þeir Marc McAusland, Hólmar Örn Rúnarsson og Jeppe Hansen en þeir eru reynsluboltar liðsins. Þar er einnig talað um styrkleika liðsins: „Styrkleiki Keflavíkur liggur í þremur reynsluboltum í vörn, miðju og sókn. Í kringum þessa reynslubolta eru yngri menn sem Laugi blóðgaði í fyrra en þeir eiga eftir að spila alvöru mínútur í efstu deild. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá lykilmönnum í vetur en lítið má út af bregða í liði Keflavíkur.“

KOMNIR:

Aron Freyr Róbertsson frá Grindavík Bojan Stefán Ljubicic frá Fjölni Jonathan Faerber frá Reyni Sandgerði

FARNIR:

Jóhann Birnir Guðmundsson hættur Jónas Guðni Sævarsson hættur

Ísak Óli afþakkaði boð Leeds Ísak Óli Ólafsson, leikmaður Keflavíkur í knattspyrnu var á reynslu hjá knattspyrnufélaginu Leeds síðastliðið haust og vildi félagið fá hann til sín. Fótbolti. net greinir frá þessu. „Það gekk rosalega vel úti og allt í kringum þetta var flott. Ég held að það sé hins vegar betra að vera á Íslandi og spila meistaraflokksbolta en að fara í U19 ára liði þarna úti,“ sagði Ísak í viðtali við Fótbolta.net. „Þetta voru litlir peningar í akademíunni fyrir mig og litlir peningar fyrir Keflavík.” Ísak Óli var valinn efnilegasti leikmaður Inkasso-deildarinnar í fyrra en Keflavík leikur í Pepsideildinni í sumar. Ísak segir þó í samtali við Fótbolta.net að það hafi verið erfitt að afþakka boð Leeds og um leið að afþakka boð um að fara út í atvinnumennsku og segir að grasið sé ekki alltaf grænna hinu megin, aðstaðan í Leeds hafi verið flott en lítill munur hafi verið á þjálfuninni þar úti og hér heima.

Njarðvíkurprestakalli 19. apríl til 25. apríl 2018

Ytri-Njarðvíkurkirkja

Njarðvíkurkirkja (Innri)

Aðalfundur 29. apríl hjá Njarðvíkurkirkju að lokinn Guðsþjónustu sem hefst klukkan 11:00. Dagskrá, venjuleg aðalfundarstörf. Foreldramorgun í Safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 24. apríl kl.10.30. Umsjón hefur Emilía B. Óskarsdóttir. Spilavist Systrafélag Njarðvíkurkirkju í safnaðaheimilinu þriðjudaginn 24. apríl kl. 20. Umsjón hefur Helga Þóra Jónasdóttir. Æskulýðsstarfssemi KFUM/K í Njarðvíkurkirkju (Innri) 19. apríl kl. 19:30-20:30. Umsjón hefur Heiðar Örn Hönnuson.

Sá sem æfir mest verður bestur á endanum Ísak Óli Ólafsson leikur með Keflavík í knattspyrnu, en knattspyrnusumarið er rétt handan við hornið. Ísak mun leika í Pepsideildinni í sumar og við fengum hann til að svara nokkrum spurningum í léttu Sportspjalli. Fullt nafn: Ísak Óli Ólafsson. Íþrótt: Fótbolti. Félag: Keflavík. Hjúskaparstaða: Á föstu.

Helgihald í

Guðsþjónusta Sumardaginn fyrsta 19. apríl kl. 11:00. Guðsþjónusta 22. apríl kl. 11:00. Að lokinni guðsþjónustu verður aðalfundur Ytri-Njarðvíkursóknar haldinn. Dagskrá, venjuleg aðalfundarstörf. Kóræfing í Ytri-Njarðvíkurkirkju 24. apríl kl.19:30. Nýtt söngfólk boðið velkomið. Vinavoðir miðvikudaginn 25. apríl kl. 10:30-13:30. Spilakvöld aldraðra og öryrkja fimmtudaginn 19. apríl kl. 20:00. Umsjón hefur starfsfólk kirkjunnar og Lionsklúbbur Njarðvíkur. Síðasta spilakvöldið á þessu kirkjuári.

SPORTSPJALL

Keflvíkingum spáð falli í Pepsi-deildinni í sumar

Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? Ég var fimm eða sex ára. Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Elís (Elli). Hvað er framundan? Pepsi-deildin fer að byrja. Eftirminnilegasti áfanginn á ferlinum? Að fara upp um deild með Keflavík í fyrra.

GAMLI ÍSLANDSMEISTARINN NÁÐI ÖÐRU DRAUMAHÖGGI – Gylfi Kristinsson fór holu í höggi í vinnunni á Spáni Íslandsmeistarinn í golfi 1983, Gylfi Kristinsson úr Golfklúbbi Suðurnesja náði draumahögginu í annað sinn þegar hann fór holu í höggi á La Finca golfvellinum á Spáni nýlega. Gylfi var fararstjóri á þessum nýja stað og fór því holu í höggi á fullu kaupi eins og sannur atvinnumaður. Gamli Íslandsmeistarinn var í golfstígvélum þegar hann tryggði sér titilinn í Grafarholti árið 1983. Hann var ekki í stígvélum þegar hann náði draumahögginu í annað sinn á ferlinum en hann náði því fyrra fyrir tíu

árum síðan, einnig þegar hann var fararstjóri hjá VITAgolf í Tyrklandi. Suðurnesjamaðurinn var auðvitað í skýjunum með draumahöggið sem hann náði á 3. braut sem er tæplega 150 metrar að lengd. „Ég fór upp á teig og fjarlægðamælirinn sýndi 149 metra en ég var ekki nógu viss hvað ég ætti að nota og fór því með 7 og 8-járn upp á teig. Eftir smá umhugsun tók ég áttuna. Ég hitti boltann mjög vel, fékk smá drag í höggið og boltinn lenti á flötinni, tók eitt hopp og rúllaði síðan í holu,“ sagði kappinn alsæll.

Herrakvöld Keflavíkur

verður haldið í kvöld í íþróttarhúsinu við Sunnubraut (B-sal)

Strákarnir okkar kynntir til leiks Pepsi-deildin 2018:

Sjávarréttahlaðborð frá Örra Garðars // málverkauppboð // búningauppboð Veislustjórar eur þeir Steindi og Auddi Stanslaust stuð með plötusnúð kvöldins

Miðaverð 7.000 kr - Miðapantanir á: herrakvoldkeflavikur@gmail.com Húsið opnar kl.19.00 og borðhald hefst kl.20.00

23

Hvað vitum við ekki um þig? Ég á níu systkini. Hvernig æfir þú til að ná árangri? Ég legg mig alltaf 100% fram á öllum æfingum Hver eru helstu markmið þín? Langtímamarkmið mitt er að vera atvinnumaður í fótbolta. Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Ekkert sem kemur í huga. Skilaboð til upprennandi íþróttamanna: Sá sem æfir mest verður bestur á endanum.

Uppáhalds ... … leikari: Michael B. Jordan. … bíómynd: Shawshank Redemption.

… bók: Zlatan. … alþingismaður: Simmi D. … staður á Íslandi: Vestfirðirnir.

UNGIR KEFLVÍKINGAR GÓÐIR Í SKOTFIMI

Keflvíkingar eiga Íslandsmeistara í skotfimi en Magnús G. Jensson sigraði í unglingaflokki á Íslandsmótinu sem fram fór í Egilshöllinni um síðustu helgi. Keflvíkingar gerðu það gott í unglingaflokki því Elmar T. Sverrisson

varð annar og þriðji varð Jakub I. Pitak. Þeir koma allir úr Skotdeild Keflavíkur. Þeir saman unnu síðan liðakeppnina. Í flokki fullorðinna varð Theódór Kjartansson úr Skotdeild Keflavíkur í 3. sæti.

Keflavík úr leik í körfunni

Kvennalið Keflavíkur er úr leik í úrslitakeppni Domino’s-deildar kvenna í körfu í ár og ljóst er að annað lið mun hampa Íslandsmeistaratitlinum. Liðið vann alla titla á síðasta ári en varð bikarmeistari í körfu 2018. Emelía Ósk Gunnarsdóttir, leikmaður Keflavíkur og landsliðskona í körfu sleit krossbönd í vetur, sem var mikill missir fyrir liðið og sagði Sverrir Þór, þjálfari Keflavíkur í samtali við Víkurfréttir að það hafi verið slæmt að missa Emelíu á tíma-

bilinu. Hún sé frábær leikmaður og karakter. „Þetta var mikið áfall fyrir hana og liðið en hún mun koma enn sterkari til baka.“ Embla Kristínardóttir kom aftur til Keflavíkur frá Grindavík eftir að Emelía meiddist og sagði Sverrir það vera góðar fréttir eftir að liðið missti Emelíu. Sverrir Þór mun ekki halda áfram með kvennalið Keflavíkur en hann hefur tekið við þjálfun karlaliðs Keflavíkur í körfu, enn hefur ekki verið gefið út hver mun þjálfa kvennaliðið á næsta tímabili.


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

SÚLAN SETT UPP Í NÁGRENNI DUUS-SAFNAHÚSA

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

MUNDI Er þetta nýr súlustaður í Grófinni?

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

NÝR NISSAN LEAF EINFALDLEGA EINSTAKUR

Súlan, menningarverðlaun Reykjanesbæjar eftir Elísabetu Ásberg. Eftirmynd af Súlunni, menningarverðlaunum Reykjanesbæjar, eftir listakonuna Elísabetu Ásberg verður sett upp í nágrenni Duus Safnahúsa í ár í tilefni afmælis þriggja menningarstofnana bæjarins, þ.e. safnanna þriggja; Bókasafns Reykjanesbæjar sem verður 60 ára, Byggðasafns Reykjanesbæjar sem verður 40 ára og Listasafns Reykjanesbæjar sem verður 15 ára. Það er Menningarráð Reykjanesbæjar sem leggur þetta til og mælir með að á stöpulinn verði síðan sett nöfn þeirra aðila sem hlotið hafa menningarverðlaun bæjarins frá upphafi.

Sögu- og minjafélag Grindavíkur lagði fram erindi til umhverfis- og ferðamálanefndar Grindavíkur og óskaði eftir aðgerðum til að sporna við eyðileggingu á vörðum við Norðurhóp 12. Nefndin bendir á að fornar vörður eru í eðli sínu viðkvæmar. Ef átt sé við vörðurnar þarf að gera slíkt af þekkingu ef halda á í upprunaleika þeirra, ekki sé til sérstök áætlun um viðhald á vörðum í Grindavík og leggur nefndin til þess að sett verði upp skilti og að ungmenni verði frædd um vörður og tilgang þeirra.

VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR

SIGURVEGARI WORLD GREEN CAR OF THE YEAR 2018 Nýr Nissan Leaf var í upphafi páskahelgarinnar kjörinn The World Green Car 2018 á alþjóðlegu bílasýningunni í New York. Verðlaun World Car Awards eru ein þau eftirsóttustu sem veitt eru í bílaiðnaðinum á heimsvísu.

GE bílar – Umboðsaðili BL Reykjanesbæ – 420 0400 www.gebilar.is

W W W.GEBIL AR.IS SÍMI 420 0 40 0

ENNEMM / SÍA /

Hér er nútímavarða á Miðnesheiði, hlaðin sem minnisvarði um þá sem orðið hafa úti á ferðum sínum yfir heiðina.

FRUMSÝNDUR LAUGARDAGINN 21. APRÍL HJÁ GE BÍLUM FRÁ KL. 12–16

N M 8 7 7 6 1 N i s s a n L e a f G E B í l a r 2 0 3 x 3 4 5 a p r

Vilja fræða ungmenni um vörður


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.