Víkurfréttir 45. tbl. 2017

Page 1

JÚLÍUS VIGGÓ VAKTI ATHYGLI Í ÞÆTTINUM ÆVI

n n i g n E a l l a j p að s 13 ÞVÍ ÞEIR ERU SVO UPPTEKNIR Í EIGIN HEIMI

BRJÓSTSVIÐINN REYNDIST

hjartaáfall

INGÓ Á LANGBEST Í SUÐURNESJAMAGASÍNI FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 20 OG 22 Á HRINGBRAUT OG VF.IS facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 16. nóvember 2017 // 45. tbl. // 38. árg.

Daggæsla í þjónustusvæði tjaldsvæðis

Tjaldstæðið í Grindavík.

Tíð umferðarslys á Grindavíkurvegi Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Grindavíkurvegi sl. mánudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum voru tveir þeirra slösuðu fluttir á Landspítalann í Fossvogi en sá þriðji á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Enginn er þó talinn hafa slasast alvarlega. Mikil hálka var á veginum þegar bílveltan átti sér stað og er bifreiðin illa farin. Tíð umferðarslys hafa verið á Grindavíkurvegi síðustu daga þar sem bílar hafa hafnað utan vegar. Ekki hafa orðið alvarleg slys á fólki í þessum slysum.

Arnór bætti við sig þriðju Súlunni Afhending Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar fyrir árið 2017, fór fram við hátíðlega athöfn í Duus Safnahúsum um síðustu helgi. Verðlaunin eru veitt þeim sem auðgað hafa menningarlíf Reykjanesbæjar og var þetta í tuttugasta og fyrsta sinn sem Súlan var afhent. Að þessu sinni hlaut menningarhópurinn „Með blik í auga“ verðlaunin fyrir framlag sitt til tónlistarlífs í Reykjanesbæ en frumkvöðlar og stýrimenn hópsins eru þeir Arnór B. Vilbergsson, Guðbrandur Einarsson og Kristján Jóhannsson. Verðlaunagripurinn er silfursúla eftir listakonuna Elísabetu Ásberg. Þetta er þriðja súlan sem Arnór fær. Sú fyrsta var til Kórs Keflavíkurkirkju undir stjórn Arnórs, svo fékk hann Súluna í eigin persónu í fyrra og svo nú sem hluti af Með blik í auga. Nánar er fjallað um verðlaunaafhendinguna í blaðinu í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi

Kosið til nýrrar bæjarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis næsta vor

Íbúar sögðu já!

Íbúar í Sandgerðisbæ og Sveitarfélaginu Garði samþykktu sameiningu sveitarfélaganna tveggja í íbúakosningu sem fram fór sl. laugardag, 11. nóvember. Í Garði samþykktu 71,5% íbúa sameininguna en 28,5% voru á móti. Á kjörskrá voru 1.134 og kusu 601 eða 53% þeirra sem voru á kjörskrá. Í Sandgerði var sameiningin samþykkt með 55,2% atkvæða en 44,8% voru á móti. Á kjörskrá voru 1.200 manns og kusu 662 eða 55,2%. Þrír seðlar voru

Ráðhús Sandgerðisbæjar.

Ráðhús Sveitarfélagsins Garðs

auðir og einn ógildur. Níu manna bæjarstjórn verður kosin í maí 2018 og í framhaldinu tekur hið nýja sveitarfélag til starfa. Einn bæjarstjóri verður fyrir sameinað sveitarfélag.

Íbúafjöldi í Garði var 1625 manns skv. síðustu tölum og Sandgerðingar eru 1760 talsins. Samtals gerir þetta 3385 íbúa. Þegar kosið verður til fyrstu bæjarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

FÍTON / SÍA

Loka þarf daggæslu við Hraunbraut í Grindavík en í fundargerð Grindavíkurbæjar kemur fram að hætta þurfi starfsemi í aðstöðu Krílakots við Hraunbraut 3a. Rakaskemmdir séu í húsnæði Krílakots við Hraunbraut 3a og húsnæðið því ekki hæft fyrir starfsemi vegna raka. Bæjarráð samþykkti að flytja starfsemina tímabundið í þjónustuhúsnæði tjaldsvæðis Grindavíkur og samþykkti fyrirliggjandi leigusamning við rekstaraðila Krílakots. Í fundargerð umhverfis- og ferðamálanefndar frá 9. nóvember sl. kemur fram að nefndin skilji þá aðkallandi stöðu sem komin sé upp og geri ekki athugasemd við að Krílakot færist tímabundið inn í þjónustuhús tjaldsvæðisins. Nefndin gerir aftur á móti athugasemd við samráðsleysi bæjarráðs við nefndina og þá starfsmenn bæjarins sem hafa með málefni tjaldsvæðisins að gera. Stefnt sé að opnun tjaldsvæðisins þann 1. mars 2018 og góðan fyrirvara þurfi til að undirbúa markaðsefni og auglýsingar fyrir komandi ferðamannatímabil.

einföld reiknivél á ebox.is

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

næsta vor má gera ráð fyrir að íbúar sveitarfélagsins verði komnir yfir 3500 talsins. Nýtt sveitarfélag verður því það næstfjölmennasta á eftir Reykjanesbæ og fjölmennara en Grindavík. Nýtt sveitarfélag verður 86 ferkílómetrar af stærð. Þar verða tveir megin byggðakjarnar auk byggðar í dreifbýli. Innan bæjarmarka sameinaðs sveitarfélags er alþjóðaflugvöllurinn á Miðnesheiði og þá eru í sveitarfélaginu tveir 18 holu golfvellir.

FRÉTTASÍMINN 421 0002

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 16. nóvember 2017 // 45. tbl. // 38. árg.

HILMAR BRAGI BÁRÐARSON

Fær Suðurnesjabær uppreist æru?

RITSTJÓRNARPISTILL

„Hvenær fáum við Suðurnesjabæinn?,“ skrifaði Ólafur heitinn Sigurðsson, verkstjóri hjá áhaldahúsi Gerðahrepps í grein í Víkurfréttum 26. apríl árið 1990. Þetta er í fyrsta skipti sem orðið Suðurnesjabær kemur fram þegar stuðst er við leit á timarit.is. Fjórum árum síðar sameinuðust Keflavík, Njarðvík og Hafnir. Ráðist var í kosningu um nafn á sameinað sveitarfélag og fékk Suðurnesjabær flest atkvæði eftir að yfir helmingur atkvæða í kosningunni hafði verið dæmdur ógildur þar sem nafnið Keflavíkurbær hafði verið skrifað á kjörseðilinn. Nafnið Reykjanesbær fékk svo næst flest atkvæði í kosningunni. Fimm nöfn voru á kjörseðlinum, Suðurnesjabær, Reykjanesbær, Hafnavíkurbær, Nesbær og Fitjabær. Sameinað sveitarfélag Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna hét sem sagt Suðurnesjabær þegar kosið var til fyrstu bæjarstjórnar í sveitarfélaginu. Síðan fór allt á annan endann í nafnamálinu svokallaða. Félagsmálaráðuneytið gerði síðar athugasemd við kosninguna um nafnið og tekist var á um nafn sameinaðs sveitarfélags og síðar var það afgreitt á fundi bæjarstjórnar að Reykjanesbær yrði nafn sameinaðs sveitarfélags í kjölfar kosningar þar sem Reykjanesbær fékk 55% atkvæða og Suðurnesjabær 45%, að því segir í frétt Víkurfrétta frá árinu 1994. Fjölmargir bæjarbúar mættu utan við bæjarskrifstofurnar og þeyttu bílflautur í mótmælaskyni við hið nýja nafn. Pú-að var á bæjarfulltrúa á bæjarstjórnarfundinum og þeir hvattir til að segja af sér en tillagan um nafnið Reykjanesbær var samþykkt með níu atkvæðum gegn tveimur. Síðan þetta var eru liðnir rúmir tveir áratugir. Núna á Suðurnesjabær möguleika á uppreist æru. Nafnið sem fyrsta sameinaða sveitarfélagið á Suðurnesjum skartaði í nokkra mánuði er komið fram að nýju. Rykið hefur verið blásið af þessu hljómfagra nafni, enda mun oftar talað um Suðurnesjamenn en Reyknesinga, svo dæmi sé tekið. Kannski á að geyma nafnið þar til öll sveitarfélögin á Suðurnesjum sameinast? Nú liggur fyrir að íbúar í Sandgerði og Garði þurfa að finna nýtt nafn á sameinað sveitarfélag. Þó svo byggðakjarnarnir heiti áfram Sandgerði og Garður þá þarf stjórnsýslan að fá nafn. Verður það Suðurnesjabær, Sveitarfélagið Suðurnes, Miðnesbær, Suðvesturbyggð, Rosmhvalanesbyggð, Sveitarfélagið Tá eða bara Sveitarfélagið Sandgerði og Garður? Á næstu vikum mun nafnið örugglega koma fram. Það verður spennandi að fylgjast með!

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@ vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Ásta Kristín Hólmkelsdóttir, sími 421 0001, asta@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@ vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið asta@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

01–06

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

07–16

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

16

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

17

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

18–19

Ólafur Þór Ólafsson forseti bæjarstjórnar í Sandgerði og Einar Jón Pálsson forseti bæjarstjórnar Garðs mættu í golfskálann við Kirkjubólsvöll í Sandgerði þar sem úrslit kosningarinnar voru tilkynnt. Að ofan er svo mynd frá kjörstað í Garði. VF-myndir: HBB

Nýtt sveitarfélag verður til á Suðurnesjum - Garður og Sandgerði sameinast og ný bæjarstjórn kosin næsta vor Íbúar í Sandgerðisbæ og Sveitarfélaginu Garði samþykktu sameiningu sveitarfélaganna tveggja í íbúakosningu sem fram fór sl. laugardag, 11. nóvember. Í Garði samþykktu 71,5% íbúa sameininguna en 28,5% voru á móti. Á kjörskrá voru 1.134 og kusu 601 eða 53% þeirra sem voru á kjörskrá. Í Sandgerði var sameiningin samþykkt með 55,2% atkvæða en 44,8% voru á móti. Á kjörskrá voru 1.200 manns og kusu 662 eða 55,2%. Þrír seðlar voru auðir og einn ógildur. Níu manna bæjarstjórn verður kosin í maí 2018 og í framhaldinu tekur hið nýja sveitarfélag til starfa. Einn bæjarstjóri verður fyrir sameinað sveitarfélag.

Þá fá íbúar að kjósa um nafn á nýju sveitarfélagi. Íbúar sveitarfélaganna gefa hugmyndafluginu lausan tauminn og þegar þetta er skrifað hefur þó nokkrum hugmyndum verið kastað fram á samfélagsmiðlum. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga veitir nýja sveitarfélaginu 100 milljóna króna framlag til endurskipulagningar stjórnsýslu og þjónustu og 294 milljóna króna framlag til skuldajöfnunar. Þá má geta þess að sjóðurinn stendur einnig straum af kostnaði við sameiningarkosninguna sem er nýafstaðin auk undirbúnings fyrir hana en framlag Jöfnunarsjóðs til verkefnisins er tæpar 15 milljónir króna.

Afgerandi stuðningur við sameiningu í Garði

„Fyrstu viðbrögð eru jákvæð. Þetta var samþykkt í báðum sveitarfélögum en reyndar mjórra á mununum í Sandgerði en mjög afgerandi í Garði sem er ánægjulegt,“ sagði Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar Garðs, þegar Víkurfréttir ræddu við hann um leið og úrslit kosningarinnar höfðu verið kynnt sl. laugardagskvöld. „Hér er það staðfest að það verður til nýtt sterkt og öflugt sveitarfélag á Suðurnesjum til að takast á við spennandi og nýja tíma, þannig að það eru spennandi tímar framundan,“ sagði Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis. Hver verða næstu skref? „Næstu skref eru að bæjarstjórnirnar í Garði og Sandgerði þurfa að kjósa sér stjórn til að undirbúa stofnun nýs sveitarfélags sem mun vinna fram að kosningum næsta vor til að undirbúa nýtt sveitarfélag. Svo verður kosið í nýju sveitarfélagi í næstu sveitarstjórnarkosningum vorið 2018 og ný bæjarstjórn tekur við fjórtán dögum síðar,“ sagði Einar Jón. „Það eru mörg

Frá kjörfundi í grunnskólanum í Sandgerði sl. laugardag. verk sem bíða okkar og í mörg horn að líta áður en nýtt sveitarfélag getur stigið sín fyrstu skref. Nú er verk að vinna og við þurfum að bretta upp ermar,“ sagði Ólafur Þór. Nú þarf nafn á nýtt sveitarfélag. Hvar gerist það í ferlinu? „Það mun örugglega koma á næstu vikum. Eigum við ekki að gefa fólki góðan tíma til að hugsa. Án þess að það sé nokkuð ákveðið þá tel ég líklegt að við leitum til íbúanna í nafnasamkeppni og svo verði kosið um það nafn,“ sagði Einar Jón og Ólafur Þór

bætti við: „Það hafa ýmsar skemmtilegar hugmyndir komið upp og misgóðar en nú verður það væntanlega aftur íbúanna að ákveða hvað sveitarfélagið á að heita“. Eruð þið sáttir við úrslitin? „Já, ég held að nú séu spennandi tímar framundan. Við erum betur búin til að takast á við þau verkefni sem bíða íbúanna hér vestast á Suðurnesjum. Ég get ekki annað en verið glaður fyrir hönd allra,“ sagði Ólafur Þór. „Já, íbúalýðræðið er svona. Það er bara einfalt,“ sagði Einar Jón.

SAMEINING EITT STÆRSTA HAGSMUNAMÁL SVÆÐISINS „Ég óska íbúum Garðs og Sandgerðis innilega til hamingju með þessa niðurstöðu, sérstaklega þeim sveitarstjórnarmönnum og starfsmönnum sveitarfélaganna sem unnu að undirbúningi og framkvæmd kosningarinnar. Fagleg vinnubrögð og gagnlegar upplýsingar opnuðu eflaust augu margra sem áður voru á móti sameiningu“. Þetta segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við úrslitum í sameiningarkosningunni í Garði og Sandgerði. „Eins og ég hef áður sagt er sameining sveitarfélaganna á Suðurnesjum eitt stærsta hagsmunamál svæðisins. Vonandi verður þar framhald á og enn frekari sameiningar á næstu árum,“ segir Kjartan jafnframt. „Ég hef einkum fylgst með aðdraganda þessara kosninga af fréttaflutningi en einnig rætt við nokkra bæjarfulltrúa og aðra íbúa í sveitarfélögunum. Það var vel staðið að undirbúningi og kynningu og því gafst fólki kostur á að vega og meta kosti og galla sameiningar,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík.

„Kosningaþátttaka var í dræmara lagi og mjórra á munum í Sandgerði en Garði, en nú liggur niðurstaðan fyrir og úr verður nýtt og öflugt sveitarfélag á Suðurnesjum og íbúafjöldi þar svipaður og í Grindavík. Það er mikil vinna framundan við að undirbúa sameininguna en samstarf Sandgerðis og Garðs hefur verið mikið og því engu að kvíða. Ég óska íbúum hins nýja sveitarfélags farsældar á komandi árum,“ segir Fannar. „Sameiningarkosningin í Garði og Sandgerði markar að mínu mati tímamót á Suðurnesjum. Íbúar þessara tveggja sveitarfélaga hafa borið gæfu til að leggja sitt af mörkum til eflingar sveitarstjórnarstigsins, með því að til verður ný og öflug stjórnsýslueining sem er betur í stakk búin til að takast á við þau krefjandi verkefni sem eru til úrlausnar á næstunni. Fróðlegt verður að fylgjast með framgangi málsins og hvernig til tekst, því það mun án efa hafa áhrif á hvort fleiri kostir í þessa veru verði teknir til skoðunar á næstu misserum,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum þegar Víkurfréttir leituðu viðbragða við sameiningarkosningunni.


Frumsýning á laugardag

NÝR LEIÐTOGI FRÁ OPEL

Með Insignia Grand Sport tekur Opel sér stöðu sem nýr leiðtogi í sínum flokki. Hann er fulltrúi nýrrar kynslóðar bíla, hvort sem horft er til hönnunar, innanrýmis eða aksturseiginleika. Velkomin á frumsýningu á Njarðarbraut 9, laugardaginn 18. nóvember, kl. 10-16.

Kynntu þér Opel á benni.is | opel.is

Reykjavík Tangarhöfða 8 590 2000

THE FUTURE IS EVERYONE’S

Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 420 3330

Opið virka daga frá 9 til 18 Laugardag frá 10 til 16 Verið velkomin í reynsluakstur


markhönnun ehf

HAMBORGARHRYGGUR KJÖTSEL KR KG ÁÐUR: 1.585 KR/KG

999

-37%

KJÚKLINGALUNDIR 700 GR. KR PK ÁÐUR: 1.498 KR/PK

899

-40%

Gott í matinn

-22% SS LAMBABÓGUR KR KG ÁÐUR: 895 KR/KG

698 -20%

ÓDÝRT Í

BEEF WELLINGTON TILBÚIÐ TIL BÖKUNAR. KR KG ÁÐUR: 7.998 KR/KG

5.999

-25%

RAUÐSPRETTUFLÖK M. ROÐI KR KG ÁÐUR: 1.098 KR/KG

878 -20% LAXAPATE

2.878

KR KG ÁÐUR: 3.598 KR/KG

NÝTT Í

499

KR PK ÁÐUR: 599 KR/PK

-100KR

Tilboðin gilda 16. - 19. nóvember 2017 Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

M


PURUSTEIK ÚR LÆRI

-30%

1.189

KR KG ÁÐUR: 1.698 KR/KG

KALKÚNN 1/1 4,6-7,2 KG KR KG

998

AVOCADO HASS 700 GR. KR STK ÁÐUR: 575 KR/STK

288 LAMBAGÚLLAS KR KG

1.598

LAMBAHAKK

1.398

KR KG

-30%

759

1.329

579

! gt le ni Gir

HÄAGEN-DAZS COOKIE DOUGH CHIP/COOKES & CREAM/DULCE DE LECHE/SALTED CARAMEL/STRAWBERRIES & CREAM KR STK -140KR ÁÐUR: 899 KR/STK

LB GULRÓTARTERTA STÓR KR STK ÁÐUR: 1.898 KR/STK

MJÓLKURSÚKKULAÐI LINDOR. 200 GR. KR PK ÁÐUR: 698 KR/PK

-50%

HVÍTT SÚKKULAÐI LINDOR. 200 GR. KR PK ÁÐUR: 698 KR/PK

579

MACKINTOSH 1,2 KG DÓS JÓLADAGATAL DESPICABLE ME 3 KR STK

298

JÓLADAGATAL BLEIKT DESPICABLE ME 3 KR STK

298

1.298

KR STK

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Ísafjörður · Egilsstaðir · Selfoss

www.netto.is


6

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 16. nóvember 2017 // 45. tbl. // 38. árg.

Myllarnir sigruðu vélmennakapphlaupið MARGFALT í First LEGO League hönnunarkeppninni HÆRRI HVATAGREIÐSLUR Myllarnir úr Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ spreyttu sig í FIRST LEGO League hönnunarkeppninni sem fram fór í Háskólabíói síðastliðinn laugardag og sigruðu þar vélmennakapphlaupið. Myllarnir sigruðu keppnina sjálfa í fyrra og fóru með verkefni sitt í keppni á erlendri grundu. Þá hlaut hópurinn einnig Hvatningarverðlaun Reykjanesbæjar árið 2017 en verðlaunin voru veitt í byrjun sumars. Myllarnir samanstanda af sjö nemendum úr 8. bekk í Myllubakkaskóla, þeim Aroni Gauta, Gyðu Dröfn, Helgu Rut, Júlíu Mist, Maksymilian, Maríu Rós og Sæþóri Elí. Í ár var viðfangsefni keppninnar vatn og einblíndu þátttakendur á sóun vatns og dýrmæti vatnsins sem auðlindar.

Markmið hönnunarkeppninnar er að vekja áhuga ungs fólks á vísindum og tækni en um leið efla sjálfstraust, leiðtogahæfni og lífsleikni. Umsjón með æfingum Myllanna hafa kennararnir

Sveitarfélagið Vogar sýknað af kröfum vegna byggingar

Íris Dröfn Halldórsdóttir og Ingibjörg Jóna Kristinsdóttir. Að þessu sinni voru 21 lið frá 18 grunnskólum skráð til þátttöku en alls voru þátttakendur um 200 talsins.

Liðin höfðu unnið að undirbúningi í allt haust og mættu þrautþjálfuð til leiks. Myllarnir ákváðu að einblína á þá sóun sem á sér stað við framleiðslu á bómullarfatnaði á sama tíma og margar þjóðir búa við vatnsskort. Rannsókn hópsins leiddi í ljós að 3.000 lítra af vatni þurfi til að búa til einn bol. Þau vildu því beina sjónum fólks að því að þó Íslendingar búi ekki við vatnsskort sé það veruleiki margra þjóða þar sem framleiðsla bómullarvara fer fram. Því þurfi fólk að spyrja sig hvort þörf sé á öllum þessu fatnaði, hvernig draga megi úr offramleiðslu og sóun vatns, s.s. með endurnýtingu og kaupum á lífrænum vörum sem ekki nýta vatn í þessu mæli.

DAGBÓK LÖGREGLU

Dópaður í bílveltu

Sveitarfélagið Vogar var sýknað af kröfum vegna breytingar á deiliskipulagi á lóð Ísaga ehf., ásamt útgáfu sveitarfélagsins á byggingarleyfi fyrir verksmiðju sem nú er risin og mun vera tekin í notkun síðar í vetur, dómurinn féll í síðustu viku í Héraðsdómi Reykjaness en málið var höfðað á hendur sveitarfélagsins Voga og Ísaga ehf. Þetta kemur fram í pistli bæjarstjóra á heimasíðu Sveitarfélagsins Voga. Þar kemur fram að málshöfðendur hefðu ekki sætt sig við að gerð hefði verið breyting á deiliskipulagi umræddar lóðar sem fól í sér að reisa hærri byggingu en almennt gilti á svæðinu. Áður er málið var höfðað hafði úrskurðanefnd auðlinda- og umhverfis-

mála kveðið upp úrskurð í kjölfar kæru sömu aðila og höfðuðu málið, þar sem einnig var fallist á öll sjónarmið sveitarfélagsins varðandi deiliskipulagsbreytinguna. Samkvæmt niðurstöðu dómsins er sveitarfélagið sýknað af kröfum stefnenda og mun því deiliskipulagið standa óbreytt ásamt byggingarleyfi Ísaga ehf.

Framkvæmdir við stíga í Vogum

Unnið er að framkvæmdum við stíga í Vogum á meðan veður leyfir. Efnt var til verðkönnunar um daginn meðal verktaka um lagfæringu gamla Stapavegarins frá Stofnfiski upp á Vogastapa. Sá vegur hefur ekki verið í góðu standi undanfarið en til

stendur að gera stíg í vegstæðinu sem mun þá nýtast bæði gangandi og hjólandi vegfarendum. Landið er í eigu fleiri eigenda en sveitarfélagsins og nú er beðið eftir heimild annarra landeigenda svo framkvæmdir geti hafist.

Faldi lyf innvortis og í nærbuxum Fjórir íslenskir komufarþegar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar voru teknir af tollvörðum um síðustu helgi, en þeir voru allir með umtalsvert magn af lyfseðilsskyldum lyfjum í fórum sínum. Samtals voru á þriðja þúsund töflur haldlagðar sem fólkið hafði ýmist falið í nærklæðum sínum, ytri fatnaði og/ eða í farangri. Til viðbótar reyndist einn fjórmenninganna hafa komið stórri töflupakkningu fyrir innvortis sem hann losaði sig við eftir að hann hafði verið færður á lögreglustöð. Ekki liggur fyrir hve margar töflur pakkningin hafði að geyma. Stór hluti lyfjanna sem haldlögð voru reyndust vera sterk morfínskyld lyf og einnig var um að ræða töluvert magn af sterkum örvandi lyfjum. Þessar lyfjategundir sem um ræðir eru háðar sérstöku eftirliti

heilbrigðisyfirvalda og eru eftirritunarskyldar. Á heimasíðu SÁÁ kemur fram í nýlegri úttekt að fleiri og fleiri mismunandi sérlyf, sem hafa að geyma ópíóíða eða morfínskyld efni, komi inn á vímuefnamarkaðinn og gangi þar kaupum og sölum. Jafnframt að sjúklingar sem nota vímuefni í æð virðist nú sækja mest í svokölluð oxycodon lyf, en nokkur hundruð töflur af þeirri tegund voru haldlagðar um helgina. Tveir karlmannanna sem um ræðir voru saman á ferð og voru þeir að koma frá Alicante, þriðji farþeginn kom frá Madrid og sá síðasti frá Barcelona.

Frístunda- og menningarnefnd Voga leggur til að sett verði í fjárhagsáætlun að hækka frístundastyrk í sveitarfélaginu. Frístundastyrkurinn í Vogum var hækkaður um 50% á síðasta ári, en þrátt fyrir þá hækkun er hann lægstur á öllum Suðurnesjum.

Ákveðið var á síðasta fundi frístundaog menningarnefndar að formaður nefndarinnar sendi bæjarstjóra atriði sem nefndin telur mikilvægt að hafa í huga við gerð fjárhagsáætlunar. Það hafi ótvírætt forvarnargildi fyrir börn og ungmenni að taka þátt í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi.

VIÐBURÐIR

HLJÓMAHÖLL - VIÐBURÐIR FRAMUNDAN

Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykjanesbær - laus störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

Nokkuð hefur verið um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum en ekki mikið um slys tengdum þeim. Í vikunni var bílvelta á Grindavíkurvegi þar sem tveir aðilar voru fluttir á bráðamótttöku Landspítalans í Fossvogi og sá þriðji á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ökumaður þeirrar bifreiðar játaði neyslu fíkniefna og í kringum bifreiðina fundu lögreglumenn talsvert magn af áhöldum til fíkniefnaneyslu. Þriggja bíla árekstur varð í Reykjanesbæ í vikunni. Engin slys urðu á fólki en nokkurt tjón var á farartækjunum. Einnig varð bílvelta á Grindavíkurvegi í síðustu viku. Fjórir voru í þeirri bifreið og héldu bílbelti bifreiðarinnar, sem var á hvolfi, þeim föstum þegar lögreglu bar að. Ökumaðurinn og farþegarnir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.

Vill að frístundastyrkur í Vogum verði hækkaður

LAUS STÖRF

HLJÓMAHÖLL Hljóðmaður/verkefnastjóri VELFERÐARSVIÐ Starfsfólk á heimili fatlaðra barna HEILSULEIKSKÓLINN HEIÐARSEL Leikskólakennari

Hvatagreiðslur Reykjanesbæjar verða nú 28.000 krónur, en í upphafi kjörtímabils voru þær 7.000 krónur og hafa hækkað um 7.000 krónur á ári. Þetta kom fram á bæjarstjórnarfundi Reykjanesbæjar í síðustu viku þar sem fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2018 til 2022 var lögð fram. Einnig hefur verið tekin ákvörðun um að hækka þjálfarastyrki til íþróttafélaga um 6.000.000 króna, til þess að auðvelda þeim að ráða til sín menntaða þjálfara og styrkja það forvarnarstarf sem unnið er af hálfu íþróttafélaganna. Þá verða einnig veittir fjármunir til þess að taka á leigu húsnæði sem hýsa mun allar bardagaíþróttir í bænum á einum stað.

Fimmtudaginn 30. nóvember - Klassart, afmælistónleikar Fimmtudaginn 7. desember - Hátíðartónleikar Sönghóps Suðurnesja Föstudaginn 15. desember - Jólin koma Þriðjudaginn 19. desember - Hátíðartónleikar Eyþórs Inga Laugardaginn 30. desember - Valdimar á stórtónleikum Nánari upplýsingar og miðasala á hljomaholl.is. BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR Leshringur nóvembermánaðar verður þriðjudaginn 21. nóvember klukkan 20:00. Hópurinn hittist í safninu þar sem boðið er upp á kaffi, te og súkkulaðimola. Að þessu sinni verður rætt um bókina Litlar byltingar eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur.

Helgihald og viðburðir í

Njarðvíkurprestakalli Ytri-Njarðvíkurkirkja

Fjölskylduþjónusta 19. nóvember kl.11. Sr. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir þjónar. Nemendur frá Danskompaní taka þátt og dans í samverunni. Kór kirkjunnar leiðir söng við undirleik Stefáns organista. Kaffi, djús og kex að samveru lokinni. Allir velkomnir. Sunnudagaskóli 19. nóvember kl.11. Kaffi, djús og kex að samveru lokinni. Allir velkomnir. Kóræfing 21. nóvember kl.19.30. Nýtt söngfólk boðið velkomið. Vinavoðir 22. nóvember kl.10:30-13:30. Ferðalag fermingarbarna í Vatnaskóg 22-23. nóvember.

Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík)

Fjölskylduguðsþjónusta og sunnudagaskóli verður í Ytri-Njarðvíkurkirkju 19 nóvember kl. 11. Æskulýðsstarfssemi KFUM/K í Innri-Njarðvíkurkirkju 16. nóvember kl. 19.30.-20.30. . Foreldramorgun í Safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 21. nóvember kl.10.30. Ferðalag fermingarbarna í Vatnaskóg 22-23. nóvember. Minnum á heimasíðu Njarðvíkurprestakalls, njardvikurkirkja.is


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 16. nóvember 2017 // 45. tbl. // 38. árg.

7

Súlan, menningarverðlaun Reykjanesbæjar:

Menningarhópurinn „Með blik í auga“ handhafi Súlunnar 2017

Handhafar Súlunnar í ár ásamt mökum. F.v. Guðný Stefánsdóttir, Arnór B. Vilbergsson, Margrét Sumarliðadóttir, Guðbrandur Einarsson, Svanhildur Eiríksdóttir og Kristján Jóhansson. Afhending Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar fyrir árið 2017, fór fram við hátíðlega athöfn í Duus Safnahúsum laugardaginn 11. nóv. kl. 14.00. Verðlaunin eru veitt þeim sem auðgað hafa menningarlíf sveitarfélagsins og var þetta í tuttugasta og fyrsta sinn sem Súlan var afhent. Að þessu sinni hlaut menningarhópurinn „Með blik í auga“ verðlaunin fyrir framlag sitt til tónlistarlífs í Reykjanesbæ en frumkvöðlar og stýrimenn hópsins eru þeir Arnór B. Vilbergsson, Guðbrandur Einarsson og Kristján Jóhannsson. Verðlaunagripurinn er silfursúla eftir listakonuna Elísabetu Ásberg.

Með blik í auga

Það var fljótlega eftir Ljósanótt 2010, að afloknum hátíðartónleikum í Stapa að Kristján Jóhannsson kom með hugmynd til Arnórs um að „poppa“ upp hina árlegu hátíðartónleika á Ljósanótt og bjóða upp á eitthvað alveg nýtt. Hugmyndin gekk út á að taka

fyrir tímabil í íslenskri tónlist, fletta saman tónlist og sögulegum fróðleik og skreyta með ljósmyndum, tóndæmum og fleiru. Þeir félagar hófust handa og náðu að selja menningarfulltrúa þessa hugmynd og auk þess stjórn Tónlistarfélagsins sem var þátttakandi í þessum hátíðartónleikum

til að byrja með. Þeir félagar lögðu af stað og tímabilið 1950 til 1970 varð fyrir valinu. Lögin voru valin, Arnór útsetti, Kristján skrifaði handrit og saman völdu þeir söngvara og hljóðfæraleikara. Vinnuheiti sýningarinnar var „Með blik í auga“, tilvísun í þekkt lag Olivers Guðmundssonar í flutningi Hauks Morthens. Aldrei var farið í að finna sýningunni nýtt nafn og hefur hún gengið öll árin undir þessari yfirskrift með ýmsum undirtitlum. Sýningin var frumsýnd á Ljósanótt 2011 og viðtökur áhorfenda fóru fram úr björtustu vonum þeirra félaga. Eitt skyggði þó á, þeir Arnór og Kristján eru fínir í að fá hugmyndir og koma þeim af stað en þeir komust fljótlega að því að nauðsynlegt væri að fá inn þriðja aðilann sem gæti séð um og stýrt fjármálum og framkvæmd sýningarinnar. Ekki þurfti að leita langt eða lengi að slíkum einstaklingi og var hljómborðsleikari sýningarinnar, Guðbrandur Einarsson, munstraður í gengið. Þannig hefur þetta gengið í 7 ár. Þeir félagar hafa sett upp 7 sýningar. Með blik í auga, Gærur, glimmer og gaddavír ári seinna og Með blik í auga, Hanakambar hárlakk og herðapúðar árið 2013. Á þessum þremur sýningum var

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, afhendir Kristjáni og félögum Súluna.

Systurnar Sigríður og Sólborg fluttu tvö lög ásamt föður sínum, Guðbrandi Einarssyni. íslensk tónlist tekin fyrir og þá einn áratugur í senn. Þegar kom inn á árið 2014 varð þeim ljóst að leita yrði nýrra leiða til að viðhalda stemningunni og láta sýninguna vaxa og þroskast. Sýningin Keflavík og kanaútvarpið var með öðrum hætti en hinar fyrri. Lögin úr gamla kanaútvarpinu var uppistaðan í þeirri sýningu auk þess sem leitað var til söngvara utan svæðis. Síðan fylgdu Lög unga fólksins 2015, Hvernig ertu í Kántrýinu 2016 og Með Soul í auga

Fjöldi gesta var viðstaddur afhendingu menningarverðlauna Reykjanesbæjar.

2017. Hafa margir þekktustu söngvarar landsins tekið þátt í þessu tónlistarverkefni og sumir oftar en einu sinni. Nú eru sýningarnar orðnar sjö eins og fyrr segir. Sami bakhópur hefur verið með meira og minna frá upphafi og samheldni og eindrægni mikil í hópnum. Þeim hefur tekist að skapa sýningu sem stenst allan samanburð við það sem best gerist á þessu sviði og er orðin algjörlega ómissandi liður í Ljósanótt í Reykjanesbæ. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, afhenti Arnóri, Guðbrandi og Kristjáni verðlaunin. Við sama tækifæri var styrktar- og stuðningsaðilum Ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíðar Reykjanesbæjar, sem nú var haldin var í átjánda sinn, þakkaður stuðningurinn. Fram kom í máli Kjartans Más að bæjarbúar sjálfir yrðu virkari í viðburðahaldinu með hverju árinu sem liði og þeirra framlag ásamt fjárhagslegum stuðningi gerði það að verkum að Ljósanótt væri í hópi helstu menningarhátíða landsins. Helstu styrktaraðilar Ljósanætur í ár voru 85 og þeir stærstu voru Landsbankinn, Isavia, Lagardére, Nettó, Toyota Reykjanesbær, Securitas og Skólamatur og voru þeim færðar bestu þakkir.

LJÓSAKROSSAR Krossarnir eru 50x32 cm og eru úr mjög sterku sérsmíðuðu plastefni sem endist í áratugi. LED perurnar eru sagðar endast í 15 - 20 ár.

SUNNUDAGURINN 19. NÓVEMBER KL.11 Guðsþjónusta í Keflavíkurkirkju. Fritz Már þjónar ásamt messuþjónum. Arnór og kór Keflavíkurkirkju leiða okkur í söng. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað og eftir stundina fáum við dásemdarsúpu í boði sóknarnefndar og fermingarforeldra. Jón okkar Ísleifsson færir okkur brauð sem Sigurjónsbakarí gefur að venju. SUNNUDAGURINN 19. NÓVEMBER KL.20 Allra heilagra messa í Keflavíkurkirkju í samstarfi við hjúkrunarfræðinga á HSS. Sr. Erla Guðmundsdóttir og Sr. Fritz Már Jörgensson þjóna fyrir altari. Við minnumst þeirra sem látist hafa á árinu með tónlist, Guðs orði og góðri samveru. Veitingar eftir stundina í Kirkjulundi.

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma

Þú þarft ekki að vera upp á kirkjugarðana komin(n) með rafmagn því rafhlöður fylgja með ókeypis og endast þau í 40 til 50 daga.

ERNA GUNNARSDÓTTIR Suðurgötu 8, Reykjanesbæ

Verð 6000 kr. 12v. og 7000 kr. 24v.

lést á sjúkrahúsi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja mánudaginn 6. nóvember. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 17. nóvember kl. 13.

Uppl. jonsteinthorsson@visir.is eða s. 822-7124.

Karl Emil Ólafsson Þóra Jóna Einarsdóttir Gunnþóra Ólafsdóttir Sigríður Kjartansdóttir barnabörn og barnabarnabörn

Frímann & hálfdán Útfararþjónusta

ÞRIÐJUDAGURINN 21. NÓVEMBER KL.20 Kvöldvaka í KFUM og KFUK fyrir fermingarstúlkur. MIÐVIKUDAGURINN 22. NÓVEMBER KL. 12:00 Kyrrðarstund í kapellu vonarinnar í umsjón presta og Arnórs organista. Gæðakonur bera fram dásemdarsúpu og brauð eftir stundina. MIÐVIKUDAGURINN 22. NÓVEMBER KL.12.30 Sr.Toshiki Toma, prestur innflytjenda tekur á móti innflytjendum og flóttafólki ásamt prestum Keflavíkurkirkju og leiðir bænastund með þeim á ensku. MIÐVIKUDAGURINN 22. NÓVEMBER KL.15.15 Fræðslustund í Kirkjulundi fyrir fermingarpilta. Verið alltaf öll velkomin

Kærar þakkir fyrir hlýhug og fallegar kveðjur vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa

FRIÐRIKS JENSEN Sérstakar þakkir fá allir þeir fjölmörgu sem hlúðu að honum á Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Þórólfsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

Frímann 897 2468

Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is

Hálfdán 898 5765

Ólöf 898 3075

Cadillac 2017


Robin klementínurnar

400g

KOMNAR Í BÓNUS

2,3 kg í kassa

279

698

kr. 400 g

Robin Klementínur Spánn, 2,3 kg

kr. 2,3 kg

660g

Bónus Piparkökur 400 g

Bónus Allra Landsmanna Vegna dagsetningar

ÍSLENSK

50%

framleiðsla

795

afsláttur

kr. 660 g

ORA Jólasíldin 2017 660 g

30% afsláttur

69

98

kr. 330 ml

kr. 330 ml

Ceres Jóla Hvítöl Danskt, 330 ml

Pepsi eða Pepsi Max 330 ml

249 kr. 600 g

Heima Döðlur 600 g - Verð áður 498 kr.

300g

JÓLASMJÖRIÐ

kr. 150 g

298

333

Appolo Lakkrískurl m/súkkulaði, 150 g Verð áður 189 kr.

Heima Suðusúkkulaði 300 g

OS Smjör 500 g

132

kr. 300 g

Verð gildir til og með 19. nóvember eða meðan birgðir endast

er komið í búðirnar

kr. 500 g


Matarmiklar súpur

FULLELDAÐAR Aðeins að hita

1kg

1.598 kr. 1 kg

1.498 kr. 1 kg

1.598 kr. 1 kg

Ungversk Gúllassúpa 1 kg

Mexíkósk Kjúklingasúpa 1 kg

Íslensk Kjötsúpa 1 kg

Grísakjöt af

1kg

998

NÝSLÁTRUÐU

kr. 1 kg

Gríms Plokkfiskur 1 kg

698 kr. kg

Ali Grísabógur Ferskur

Norðlenskt

skilar til viðskiptavina

ólöglegri gjaldtöku ríkisins við útboð á kjúklingakvóta til innflutnings á kjúklingakjöti*

KOFAREYKT hangikjöt

ÍSLENSKT Lambakjöt

498

1.998 kr. kg

2.798 kr. kg

1.298 kr. kg

Rose Kjúklingur Danskur, heill, frosinn

KF Hangiframpartur Kofareyktur, úrbeinaður

Kjarnafæði Hangikjöt Kofareykt, úrbeinað

Kjarnafæði Lambalæri Suðræn kryddblanda, ferskt

kr. kg

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 16. nóvember 2017 // 45. tbl. // 38. árg.

Vill gera tónlistina að ævistarfi - Már Gunnarsson varð í þriðja sæti í alþjóðlegri söngvakeppni

skilning á vanda blindra eða sjónskertra, í samræmi við markmið Lions um sjónvernd. Alls voru söngvarar frá 13 löndum í keppninni og 26 tónlistaratriði tóku þátt. Lokakeppnin sjálf fór síðan fram í „Slowacki Theatre“ sem er eitt fegursta tónlistarhús Evrópu. Már er ekki aðeins fær á söngsviðinu heldur æfir hann sund af kappi og er á leiðinni á HM í sundi í Mexíkó í lok mánaðarins og stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Hvað kom til að þú fórst í þessa söngvakeppni í Póllandi? „Það er svolítið skemmtileg saga, ég var að vinna með Gísla Helgasyni,

Á sviðinu í Póllandi.

r u ð a k r a m Jí Dóluaus Safnahúsum

kaði ndum í jólamar ke ta tt þá r ti ef Óskað er 2. og fnahúsa helgina í Bíósal Duus Sa erki og ð er eftir handv ta ei L r. be m se 3.de stefnt er n framleiðslu og fleiru, helst eigi ttustu úrvali. að sem fjölbrey lgina 00 krónur yfir he 30 ar st ko ð ði Bor 0 til gana frá kl. 12.0 og opið báða da á mir sendi póst 17.00. Áhugasa nesbaer.is. duushus@reykja ber r er til 24.nóvem Umsóknarfrestu llist. eða þar til allt fy

Már með glæsilegan verðlaunagrip fyrir þriðja sætið í söngvakeppninni í Póllandi.

VIÐTAL

„Ég er á fullu í sundinu en á þessari önn minnkaði ég skólann aðeins hjá mér til að koma tónlistinni og sundinu betur fyrir. Núna er ég að undirbúa plötu sem verður tekin upp í Búlgaríu undir handleiðslu eins besta pródúser þar í landi og ég er spenntur fyrir þessu verkefni.“ Söngvarinn og lagahöfundurinn Már Gunnarsson fór til Póllands fyrr í mánuðinum til að taka þátt í alþjóðlegri söngvakeppni á vegum Lions fyrir blinda eða sjónskerta. Keppnin ber heitið „Hljómar frá hjartanu“ og var hún fyrst haldin árið 2013 í Kraká. Markmiðið með keppninni er að auka

Páll Ketilsson pket@vf.is

sem er einn besti blokkflautuleikari á landinu, en hann var að spila inn blokkflautu fyrir mig og þá benti hann mér á þessa keppni sem var í Kraká. Hann sagði mér að sækja um og ég gerði það. Undirbúningurinn var töluverður en ég þurfti að taka lagið upp og senda það á geisladisk. Eftir það tók dómnefnd við laginu og ég komst inn. Í heildina voru 26 keppendur sem komust inn á öllum aldri, frá 16 til 55 ára en flestir voru yfir þrítugt. Þetta var alveg hrikalega skemmtilegt og keppnin var haldin í einu flottasta leikhúsi sem ég hef komið í, Slovaki Theatre. Ég samdi lagið sérstaklega og sendi það á vin minn sem býr í Lúxemborg sem heitir Tómas Eyjólfsson og hann samdi textann fyrir mig, lagið heitir „In the Stars“.“ Hvernig gekk þér? „Mér gekk vel, ég tók þriðja sætið og var mjög sáttur með það. Markmið mitt var að komast í úrslitin þar sem helmingurinn var skorinn niður strax og aðeins þrettán komust í aðalkeppnina, þá var þetta nokkuð góður árangur. Þetta var ótrúlega skemmtilegt líka því ég var með frábært átján manna band með mér og hljómsveitarstjórinn var ótrúlega indæll og að spila í þessu leikhúsi var algjört ævintýri.“ Hvernig fóru æfingar fram? „Hljómsveitin var búin að æfa lagið áður en ég kom út en ég kunni lagið alveg. Svo fór ég á æfingu með hljómsveitinni sama dag og keppnin var

Ef maður hefur gaman af því sem maður er að gera þá er ekkert erfitt, maður gerir það sem maður gerir og ef það þarf að hliðra einhverju til þá vinnur maður með því.

klukkan níu um morguninn þannig ég æfði ekki mikið með henni fyrir keppnina sjálfa.“ Þegar þú semur lög, hvaða ferli fer í gang hjá þér? „Ég sest niður við píanóið og bý til einhverja laglínu eða beinagrind, svo þegar ég er komin með hana þá leik ég mér með hljóma og þegar lagið er klárt sendi ég það á Tomma í Lúxemborg og hann semur texta þegar andinn kemur yfir hann.“ Sérðu fyrir þér að taka þátt í söngvakeppnum hér á Íslandi?

Markmið mitt var að komast í úrslitin þar sem helmingurinn var skorinn niður strax og aðeins þrettán­komust í aðalkeppnina, þá var þetta nokkuð góður árangur.

Már með foreldrum sínum, Gunnari og Línu Rut og bróðurnum Nóa ásamt Lionsfólkinu Guðrúnu Ingvadóttur og Jóni Bjarna Thorsteinssyni. „Já, ég væri alveg til í það og reyni á hverju ári að komast í Eurovision.“ Sérðu þig fyrir þér í tónlistinni í framtíðinni? „Ég vil helst gera þetta að mínu ævistarfi og mig langar til þess að fara í háskóla í Amsterdam, þar er einn besti tónlistarskóli í Evrópu. Ég klára Fjölbrautaskóla Suðurnesja jólin 2018 og það er bara spurning hvenær ég myndi leggja upp í hitt.“ Ertu að einbeita þér að einhverju öðru en tónlist í dag? „Já, ég er á fullu í sundinu en á þessari önn minnkaði ég skólann aðeins hjá mér til að koma tónlistinni og sundinu betur fyrir. Núna er ég að undirbúa plötu sem verður tekin upp í Búlgaríu undir handleiðslu eins besta pródúser þar á landi og ég er spenntur fyrir því verkefni. Platan á að heita „Söngur fuglsins“ og lögin á henni eru

„Slowacki Theatre“ er eitt fegursta tónlistarhús Evrópu.

öll eftir mig og flestir textar eru eftir Tomma í Lúxemborg. Ég mun syngja lög þarna, systir mín, Villi naglbítur og vonandi einhverjir fleiri. Tónlistin sem ég spila og syng eru poppdægurlög og ég vonast til þess að vera með útgáfutónleika eftir að ég er búinn að gefa plötuna út.“ Þú ert öflugur í sundi, ertu að æfa stíft? „Já, núna er ég að undirbúa mig fyrir Mexíkó en ég fer þangað í lok nóvember að keppa í HM í sundi. Ég æfi um tólf tíma á viku í lauginni og svo bætist styrktarþjálfun við. Ég byrjaði í 8. bekk að synda og sundið heldur manni vel við líkamlega og andlega. Ég er að byggja upp heilsu til framtíðar en aðalmarkmiðið er að komast á Ólympíuleikana í Tokýó 2020.“ Hvernig gengur þér að sinna þínu daglega lífi? „Ef maður hefur gaman af því sem maður er að gera þá er ekkert erfitt, maður gerir það sem maður gerir og ef það þarf að hliðra einhverju til þá vinnur maður með því. Tækniheimurinn auðveldar mér lífið töluvert og hann er orðinn mjög aðgengilegur. Apple er mjög framarlega þegar kemur að málefnum blindra, talgervlar hjá þeim eru fljótir að svara en eini gallinn að mínu mati er að þeir eru ekki með íslensku þannig að þegar ég les skilaboð með hjálp gervilsins þá talar hann mjög bjagaða ensku því hann les íslenskuna á ensku.“

HORFÐU Á VIÐTALIÐ Í SJÓNVARPI VÍKUR­FRÉTTA


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 16. nóvember 2017 // 45. tbl. // 38. árg.

11

Grábrók fyrst inn í stórhýsið ❱❱ 370 starfsmenn vinna í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Yfir

100 ný störf eftir stækkun skýlisins. Næst stærsta bygging á Suðurnesjum

Grábrók, Boeing 757-200 þota Icelandair var fyrsta vélin sem var tekin inn í nýja flugskýlið. VF-myndir/pket. Fyrsta Boeing 757-200 þota félagsins (Grábrók) var tekin inn í nýtt flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli í vikunni. Vélin var tekin inn í svokalla C-skoðun, en það er stór öryggisskoðun sem framkvæmd er á um það bil tveggja ára fresti og tekur um það bil mánuð. Í nýja skýlinu, sem er sambyggt eldra skýli, munu einkum fara fram slíkar stærri viðhaldsaðgerðir, þ.e. stórar skoðanir sem taka 2-6 vikur ásamt breytingum á flugvélum. Nýja flugskýlið er um 27 metra hátt stálgrindarhús á steyptum undirstöðum. Grunnflötur byggingarinnar er um 10.500 fermetrar og heildarflatarmál hennar um 13.600 fermetrar. Í bygg-

ingunni er stærsta haf í húsbyggingu á Íslandi en þakbitar milli burðarveggja spanna 95 metra. Með byggingu skýlisins þrefaldar Icelandair aðstöðu sína til framkvæmdar slíkra stórskoðana og getur því flutt flest þeirra til landsins en undanfarin ár hefur Icelandair í auknum mæli þurft að leita sér þessarar þjónustu erlendis vegna stækkandi flugflota.

„Eftir að ákvörðun var tekin um byggingu skýlisins hafa þegar orðið til 50-60 langtímastörf og má ætla að annað eins bætist við á næstu misserum og heildarviðbótin sé þannig yfir 100 störf. Um er að ræða einn umfangsmesta þekkingariðnað á Íslandi, en í dag starfa um 470 manns á tæknisviði Icelandair, þar af um 370 í húsnæðinu við Keflavíkurflugvöll. Stærsti hópurinn er flugvirkjar en einnig er að finna þar á annað hundrað háskólamenntaðra starfsmanna,“ segir Guðjón Arngrímsson, blaðafulltrúi Icelandair. Guðjón segir að flugskýlið sé byggt til að svara vexti Icelandair undanfarin ár og til framtíðar, en greitt aðgengi að viðhaldsþjónustu eykur öryggi og hagkvæmni með því að byggja upp þekkingu á flugvélum innan fyrirtækisins. Slíkt gerir Icelandair einnig kleift að skapa sér sérstöðu með nýjungum í farþegarými og annarri tækni, en mun sveigjanlegra er að vinna slík verkefni með eigin aðstöðu.

Lagardère Travel Retail ehf. sér um rekstur veitingastaða og sælkeraverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Markmið fyrirtækisins er að bjóða framúrskarandi þjónustu í líflegu og alþjóðlegu starfsumhverfi.

Starfsfólkið okkar er framtakssamt og duglegt og vinnur alla daga að því að skapa jákvæð tengsl við farþega flugvallarins og veita þeim fyrirtaks þjónustu.

Við leitum að tæknisinnuðum og handlögnum aðila í nýtt starf hjá okkur á Keflavíkurflugvelli. Í starfinu felst umsjón með rekstri, uppsetningu og almennu viðhaldi á búnaði fyrirtækisins, s.s. tækja- og tölvubúnaði og húsgögnum í samstarfi við þjónustuaðila, þar sem við á.

Nánari upplýsingar og móttaka umsókna er á www.ltr.is

ATVINNA

Sandgerðishöfn auglýsir lausar til umsóknar tvær stöður á hafnarvog. Annars vegar er leitað eftir starfsmanni í 100% starf í vaktavinnu. Á virkum dögum fer vinnan fram aðra vikuna frá kl. 8-16 og hina frá kl. 13-21. Starfinu fylgir helgarvinna, mismikil eftir fiskveiðitímabilum. Hins vegar er leitað eftir starfsmanni í hlutastarf sem fer aðallega fram frá kl. 16-21 virka daga og um helgar. Vinnutími getur verið breytilegur eftir fiskveiðitímabilum. Lýsing á störfunum: • Vigtun og skráning sjávarafla • Agreiðsla á vatni og rafmangi til skipa • Raða skipum í höfn • Eftirlit með bátum og skipum í leguplássum • Þrif á bryggjum • Tilfallandi viðhald Menntunar- og hæfniskröfur: • Færni og reynsla í tölvuvinnslu er skilyrði • Réttindi á hafnarvog æskileg • Lögð er áhersla á þjónustulipurð, sveigjanleika og stundvísi. Launakjör: • Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist á netfangið sandgerdi@sandgerdi.is eða á skrifstofu Sandgerðisbæjar, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði. Umsóknarfrestur er til og með 24. nóvember nk.


12

UNGA FÓLKIÐ Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 16. nóvember 2017 // 45. tbl. // 38. árg.

„Almenningsklósett fríka mig út“

- Birna Björg er FS-ingur vikunnar FS-ingur: Birna Björg Davíðsdóttir. Á hvaða braut ertu? Fjölgreinabraut. Hvaðan ertu og aldur? Er fyrrum Breiðhyltingur og er 19 ára. Helsti kostur FS? Helsti kostur FS mun vera Sandra Ólafsdóttir. Hver eru þín áhugamál? Ferðast, tónlist, Lord of the Rings og Cafe Petite. Hvað hræðist þú mest? Ég hræðist mest að missa fólkið mitt og almenningsklósett. Þau fríka mig út. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Páll Orri, hann mun reka landið okkar einn daginn. Hver er fyndnastur í skólanum? Kumasi Máni. Hvað sástu síðast í bíó? Kingsman 2. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Mér finnst vanta sushi í mötuneytið. Hver er þinn helsti kostur? Ég er jákvæð! Hvaða app er mest notað í símanum hjá þér? Pinterest. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Ef ég væri skólameistari myndi ég fækka borðum og reyna að útrýma þessari borðaskiptingu. Þannig það væri ekkert t.d. Grindavíkurborð heldur bara venjulegt borð. Hvað heillar þig mest í fari fólks? Húmorinn þeirra og góð framkoma.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Hef upplifað það betur en samt sem áður mjög skemmtilegt! Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Konunglegur smakkari. Hvað finnst þér best við það að búa á Suðurnesjunum? Norðurljósin. Hvað myndirðu kaupa þér ef þú ættir þúsund kall? Ég myndi kaupa mér lítinn Prince of Green með sítrónu á Jóa og djúsnum.

Eftirlætis...

...kennari: Bogi. ...mottó: Hakunamatata. ...sjónvarpsþættir: Friends/GOT ...hljómsveit/tónlistarmaður: Michael Jackson ...leikari: Kolbeinn Sveinsson ...hlutur: Ísskápurinn minn

Stefnir á kvikmyndaleikstjórn - ÁRNI ÞÓR GUÐJÓNSSON ER GRUNNSKÓLANEMI VIKUNNAR

STARFSFÓLK ÓSKAST Í FÉLAGSMIÐSTÖÐ • Ráðið verður frá 12. nóvember 2017 til 30. apríl 2018. • Stefnt á að skipta 50% stöðuhlutfalli á fjóra umsækjendur. Umsækjendur þurfa að ... ... vera orðnir tvítugir að aldri. ... vera hugmyndaríkir um tómstundastarf ungmenna. ... hafa hreint sakavottorð. Umsóknarfrestur til mánudagsins 20. nóvember og þurfa umsóknir að berast í móttöku bæjarskrifstofu Garðs. Nánari upplýsingar veitir frístundafulltrúi Garðs á netfangið gudbrandurjs@svgardur.is eða í síma 849-8385. Umsóknir má nálgast á heimasíðu Garðs, svgardur.is eða á bæjarskrifstofu.

Grunnskólanemi: Árni Þór Guðjónsson. Í hvaða skóla ertu? Holtaskóla. Hver eru áhugamálin þín? Áhugamálin mín eru kvikmyndagerð og körfubolti. Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gamall? Ég er 15 ára og er í 10. bekk. Hvað finnst þér best við það að vera í Holtaskóla? Mér finnst félagsskapurinn og maturinn algjör snilld! Ertu búinn að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift? Ég stefni auðvitað á það að fara í framhaldsskóla. Helst einhvern í bænum. Ertu að æfa eitthvað? Já, ég æfi körfubolta með Keflavík. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að taka upp myndbönd og klippa,

vera með vinum mínum og spila körfubolta. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að svara þessari spurningu er svakalega erfitt en það leiðinlegasta er örugglega að bíða í mjög langri röð. Hvað myndirðu kaupa þér fyrir þúsund kall? Ég myndi örugglega setja hann í bauk og safna mér fyrir einhverju stóru en ef ég fengi 1.000 kr til að eyða myndi ég pottþétt kaupa mér eitthvað að borða. Án hvaða hlutar geturðu ekki verið? Held það yrði frekar mikill skellur að hafa engin föt til að klæða sig í! Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Ég er búinn að setja mér það markmið að verða kvikmyndaleikstjóri.

Uppáhaldsmatur: Lasagnað sem mamma gerir, klárlega. Uppáhaldstónlistarmaður: Á eiginlega bara uppáhaldshljómsveit og það er The Cure. Uppáhalds-app: Youtube. Uppáhaldshlutur: Myndavélin mín. Uppáhaldsþáttur: Hef aldrei náð að velja einn þannig það eru nokkrir, Breaking Bad, The Walking Dead, How I Met Your Mother, Seinfeld og Friends.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 16. nóvember 2017 // 45. tbl. // 38. árg.

13

Leikskólinn Holt hlýtur gæðaviðurkenningu Erasmus+

Guðmundur Ingi Markússon, verkefnastjóri eTwinning hjá Rannís, Anna Sofia Wahlström, Kristín Helgadóttir og Heiða Ingólfsdóttir, Hrefna Björk Sigurðardóttir, Heiða Mjöll Brynjarsdóttir, Guðrún Kristjana Reynisdóttir, Bryndís Ósk Bragadóttir, Björk Snorradóttir, Elín Björk Einarsdóttir, Anna Lilja Hermannsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Sigurbjört Kristjánsdóttir og Ingibjörg Erla Þórsdóttir, við verðlaunaafhendinguna. Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ var veitt gæðaviðurkenning Erasmus+ fyrir framúrskarandi Evrópuverkefni á 30 ára afmælishátíð áætlunarinnar sem fram fór við hátíðlega athöfn í síðustu viku. Fimm önnur verkefni, sem styrkt hafa verið af áætluninni, fengu viðurkenninguna í ár. Að mati dómnefndar er verkefnið ,,Gegnum lýðræði til læsis” einstaklega vel heppnað dæmi um samþættingu Erasmus+ og eTwinning samstarfs þar sem eTwinning er nýtt sem verkfæri til þess að vinna með þemu verkefnisins. Framkvæmd verkefnisins var einnig til fyrirmyndar hjá verkefnisteymi Holts. Anna Sofia Wahlström, Kristín Helgadóttir og Heiða Ingólfsdóttir veittu verðlaununum viðtöku fyrir hönd verkefnisins. Um er að ræða samstarfsverkefni leikskóla í Póllandi, Slóveníu, Spáni og Íslandi. Samstarfið snerist um læsi og lýðræðisleg gildi og virkjaði frumkvæði leikskólabarnanna sem höfðu töluverð áhrif á inntak verkefnisins. Unnið var með fjögur meginþemu: hlutverk kennara (haust 2015); þátttöku leikskólabarna (vor 2016); samvinnu við foreldra (haust 2016); skipulag og umhverfi (vor 2017). Jafn

mörg eTwinning verkefni voru felld inn í samstarfið, eitt á hverju tímabili (Four-headed dragon; Our Erasmus cats; Bunch of eGrapes; Erasmus water cycle). Í hverju þeirra unnu leikskólarnir með þemu verkefnisins í leik og starfi og nýttu möguleika netsins til að deila efni og eiga í samskiptum. Heimasíða verkefnisins: https://throughdemocracytoliteracy. wordpress.com

Nánar um Erasmus+ og gæðaviðurkenningarnar

Erasmus+, mennta- og æskulýðsáætlun ESB, er stærsta mennta- og æskulýðsáætlun heims. Rannís hýsir Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi og úthlutar árlega tæplega 1.000 milljónum króna til fjölbreyttra mennta- og æskulýðsverkefna. Markmið áætlunarinnar eru m.a. að styðja verkefni sem miða að því að efla grunnfærni einstaklinga, s.s. læsi, og stærðfræði, ýta undir sköpunargáfu og frumkvöðlakennslu, vinna gegn brotthvarfi, styðja við

aðlögun innflytjenda, innleiða upplýsingatækni í menntun, efla starfsmenntun og almennt auka gæði í menntun á öllum skólastigum og í atvinnulífi. Auk þess að virkja ungt fólk til þátttöku og að bæta gæði í æskulýðsstarfi. Um 30.000 þátttakendur hafa tekið þátt frá upphafi áætlunarinnar hér á landi. Gæðaviðurkenningar Erasmus+ hafa verið veittar annað hvert ár síðan 2004. Sjá nánar á www.erasmusplus.is/

Enginn að spjalla því þeir eru svo uppteknir í eigin heimi Vínbúðir á Suðurnesjum 17 til 18 ára ungmenni reyndu að versla sér bjór í vínbúðunum á Suðurnesjum, en um er að ræða könnun sem framkvæmd var í síðustu viku af Samsuð, samtaka félagsmiðstöðva á Suðurnesjum. Ungmennum var ekið í vínbúðirnar þar sem þau freistuðu þess að versla bjór. Í öllum tilvikum voru ungmennin beðin um skilríki. Þau ungmenni sem tóku þátt í könnuninni höfðu fengið leyfi foreldra sinna til að taka þátt. Samsuð stóð einnig á bakvið það þegar ungmenni reyndu að versla

sér tóbak í verslunum á Suðurnesjum. Í þeirri könnun kom í ljós að 48% sölustaða á Suðurnesjum seldu ungmennum tóbak. Samtökin munu halda áfram að gera óformlegar kannanir til að fylgjast með því hvort starfsfólk sölustaða áfengis og tóbaks á Suðurnesjunum fari að lögum um sölu áfengis og tóbaks.

Lögreglan á Suðurnesjum mælir með snjallúrum Drengur í Reykjanesbæ týndist í síðustu viku en hann skilaði sér þó heim seint um kvöldið eftir að lögreglan og fjölskyldumeðlimir höfðu leitað að honum. Í kjölfarið setti lögreglustjórinn á Suðurnesjum inn færslu á Facebooksíðu sína í vikunni þar sem hann mælir með staðsetningarúri eða -búnaði fyrir börn.

Í færslunni kemur einnig fram að slík tæki séu ekki dýr og að tilgangur færslunnar sé einungis ábending til foreldra svo þeir geti fylgst betur með ferðum barna sinna. Gott sé að rýna í óhöpp og hvað sé hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að þau gerist aftur.

Júlíus Viggó Ólafsson er sextán ára gamall og stundar nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann er einnig í ungmennaráði Samfés en þessa dagana á tónlist hug hans allan. Júlíus býr í Sandgerði og kom nýlega fram í þættinum Ævi á RÚV þar sem hann vakti mikla athygli vegna þess að hann var ekki með snjallsíma heldur Nokia 3510. Við fengum Júlíus til að svara nokkrum spurningum fyrir Víkurfréttir. Hvers vegna notaðir þú ekki snjallsíma á þeim tíma sem þættirnir Ævi voru teknir upp? Ég hætti að nota snjallsíma fyrst um áramótin 2016/2017 vegna þess að gamli síminn minn gaf upp öndina. Það var ekki mikið mál en það var samt slæmt að geta ekki hringt í fólk. Ég var í kaffi hjá ömmu og afa þegar ég minntist á fráfall tækisins en það sem ég bjóst ekki við var að amma myndi bjóða mér Nokia, sem hún hafði engin not fyrir á staðnum. Ég notaði nýja gripinn í hálft ár þar til ég skipti honum út fyrir gamlan Samsung Note 3, eftir tvær vikur á lifraflokkunarfæribandinu í Nýfiski, án tónlistar eða hlaðvarps.

Þú talaðir um að síminn veitti aftengingu frá Matrixinu, hvað meintir þú með því? Ég komst fljótt að því þegar ég átti ekki lengur snjallsíma að maður hefði ekki lengur einhvern stað til að fela sig. Þegar samtöl deyja niður er oft þægilegt að geta bara litið niður í símann og gleymt sér í stað þess að reyna halda áfram samskiptum. Það sem ég átti við með að „aftengjast matrixinu“ var að maður getur setið í herbergi fullu af fólki en enginn er að spjalla því allir eru svo uppteknir í eigin heimi og þar sem ég hafði ekki þannig einkaheim tók ég enn meira eftir þessu. Tækin tengja kannski fólk saman um allan heim en það byggir

VIÐTAL

neituðu að selja ungmennum bjór

- Júlíus Viggó vakti athygli í þættinum Ævi

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir rannveig@vf.is

upp veggi á milli þín og fólksins sem situr í kringum þig. Hvernig kom það til að þú fórst í þáttinn Ævi? Ég veit eiginlega ekki sjálfur hvernig ég komst í Ævi. Ég var heima hjá mér og fékk símtal þar sem ég var spurður hvort ég væri til í að koma upp á Korpúlfsstaði að spjalla um unglingsárin fyrir nýtt verkefni hjá RÚV. Það var einhver sem benti á mig en ég spurði alla sem mig grunaði að hefðu bent þáttarstjórnendum á mig og komst eiginlega aldrei að því hvaðan þessi ábending kom. Hvað ert þú að gera þessa dagana? Þessa dagana er ég í FS að læra og í tónlistarskóla að „píanóast“. Fyrir utan verkefni hér og þar fyrir ungmennaráð Samfés er allt bara frekar normalt. Í hvaða framhaldsskóla ætlar þú að fara að loknu grunnskólanámi? Ég ætla mér að vera kannski í eitt til tvö ár í viðbót í FS en svo ætla ég í Menntaskólann í tónlist í Reykjavík. Eftir það er það örugglega bara tónlist en maður veit aldrei hverju maður tekur upp á.


14

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 16. nóvember 2017 // 45. tbl. // 38. árg.

Leikskólinn Garðasel í Reykjanesbæ fékk frábæra umsögn í ytra mati mennta- og menningarmálaráðuneytis:

Aldrei leiðinlegt að mæta í vinnuna

Sif og Ingibjörg að læra með börnunum, en „Ú“ var stafur vikunnar þegar ljósmyndara Víkurfrétta var boðið í heimsókn á Garðasel.

„Við erum alltaf að breyta og bæta okkur,“ segir aðstoðarleikskólastjórinn Sif Stefánsdóttir

Skólastjórinn með krökkunum sínum í stærðfræðispili.

VIÐTAL

„Við erum alveg í skýjunum með þetta,“ segir Ingibjörg Guðjónsdóttir, leikskólastjóri Garðasels, en fyrr á árinu fór leikskólinn í gegnum ytra mat mennta- og menningarmálaráðuneytis sem Menntamálastofnun stendur fyrir. Í lokaorðum ytra matsins var m.a. sagt að skipulag leikskólans væri til fyrirmyndar og að foreldrar telji að börnunum sínum líði vel í skólanum. Þá sögðust foreldrar einnig vera afar ánægðir með upplýsingagjöf frá leikskólanum og starfið sjálft. „Við vissum að við værum að gera ótrúlega góða hluti. En það er svo gott að fá utanaðkomandi aðila sem segir manni að það sé rétt. Við erum mjög stoltar af því starfi sem við vinnum hérna,“ segir Ingibjörg. Í matinu kom einnig fram að vikulegar áætlanir á deildum leikskólans væru til fyrirmyndar og einnig hvernig staðið væri að sérkennslu á leikskólanum. Sif Stefánsdóttir hefur starfað sem aðstoðarleikskólastjóri á Garðaseli síðustu þrjú ár en þegar hún hóf störf segist hún strax hafa tekið eftir metnaði starfsfólksins á leikskólanum. „Fólkið hérna brettir bara upp ermar. Það er rosalega mikill metnaður fyrir því að gera vel og starfið er fjölbreytt.“

Sólborg Guðbrandsdóttir solborg@vf.is

Í hverri viku er nýrri áætlun á leikskólanum fylgt, en þær áætlanir eru hluti af þróunarverkefni deildarstjóranna. „Vikuáætlanirnar eru algjörlega skipulagðar. Þegar ég byrjaði hérna fyrir þremur árum fannst mér frábært að fylgja þessu. En þetta er alltaf í þróun. Við erum alltaf að breyta og bæta okkur,“ segir Sif.

Kraftgöngur í vettvangsferðum

menntunarfræði og ein er lærður íþróttafræðingur. Margar þeirra hafa verið hér lengi,“ segir Ingibjörg, en hún hóf störf á Garðaseli árið 1989. „Ég er orðin ein af húsgögnunum,“ segir hún og hlær. „Ég var átján ára þegar ég byrjaði í sumarvinnu á Tjarnarseli. Á þeim tíma var leikskólinn svo mikils metinn. Það komst ekkert hver sem er inn á leikskóla. Ef leikskólar loka þá lamast atvinnulífið algjörlega. Lærðir leikskólakennarar fá hærri laun við að vinna í flugstöðinni, sem er sorglegt. Það er sorglegt að við missum þetta góða fólk sem er búið að leggja það á sig að læra þetta.“

Áhugi á börnum er náttúrulega númer eitt. Það er ekki hægt að vera í þessu ef maður hefur ekki áhuga á börnum. Sama hvernig maður vaknar á morgnana, þá fær maður alltaf það sama frá þeim.

Heilsustefna leikskólans birtist vel í starfinu er fram kemur í matinu, en mikið er lagt upp með útiveru og vettvangsferðir. „Þegar þau fara í vettvangsferðir ganga þau rösklega. En svo notum við ferðirnar náttúrulega líka í að læra,“ segir Sif. „Stafur vikunnar“ er fastur liður á leikskólanum og í síðustu vettvangsferð var stafurinn Ú. „Þá leituðum við að stafnum í náttúrunni og lékum okkur í leiðinni.“

Ómetanlegt að vinna með börnum

Leikskólastarfið gríðarlega mikilvægt

Frá Menntamálastofnun komu tveir aðilar sem eyddu þremur dögum á leikskólanum og fylgdust með. „Þetta var bara notalegt. Við héldum okkar striki og gerðum það sem við erum vanar að gera. Þetta var ekkert öðruvísi,“ segir Sif. Þær segja leikskólastarfið gríðarlega mikilvægt og að undirbúningurinn fyrir grunnskólann skipti börnin miklu máli því ótrúlega margt breytist við það að fara í grunnskóla. „Maður finnur það alltaf betur og betur hversu mikilvægt þetta starf er,“ segir Sif. Flestir leikskólar leggja áherslu á það að kennslan sé gerð að leik og Garðasel reynir eftir bestu getu að minnka þetta stóra skref sem fylgir því að fara í grunnskóla. „Við

viljum eiginlega láta leik- og grunnskóla renna svolítið saman,“ bætir Ingibjörg við.

Fjórðungur barnanna af erlendum uppruna

Leikskólinn Garðasel var stofnaður árið 1974 og er því þriðji elsti leikskóli Reykjanesbæjar. Á leikskólanum er ákveðin aðferð, atferlismótun, kennd er snýr að nemendum með einhverfu. „Þau fá yfirleitt svona myndrænt dagskipulag. Sumum einhverfum börnum þarf að kenna hvað þau eigi að gera í dagsins önn.“ Um 25% barnanna á Garðaseli koma annars staðar frá í heiminum, en flest þeirra koma frá Póllandi. „Það gengur rosalega vel. Við erum líka með börn sem eru tvítyngd og einn af starfsmönnunum okkar er frá Póllandi.“

Aðspurðar af hverju þær starfi sem leikskólakennarar segja þær báðar að starfið sé skemmtilegt. „Áhugi á börnum er náttúrulega númer eitt. Það er ekki hægt að vera í þessu ef maður hefur ekki áhuga á börnum. Sama hvernig maður vaknar á morgnana, þá fær maður alltaf það sama frá þeim. Þú getur verið í ótrúlega vondu skapi en farið svo inn á deild til barnanna. Það er bara ómetanlegt,“ segir Sif.

Leikskólakennarar í flugstöðinni

29 einstaklingar starfa á Garðaseli og segir Ingibjörg að hópurinn sé rosalega góður. „Við erum átta sem erum lærðir leikskólakennarar, ein er með uppeldis- og

Brosmild börn á Garðaseli. „Af hverju ert þú í Bónus?“

Leikskólastjórarnir rekast reglulega á krakkana utan leikskólans en þær eru þó ekki jafn vinsælar þar. „Þau vilja helst ekkert vera að tala við okkur fyrir utan. Sumir halda bara að við eigum heima á Garðaseli. „Hvað ert þú að gera hérna? Af hverju ert þú í Bónus?“ Svo spyrja þau okkur daginn eftir hvort við munum eftir því að hafa hitt þau,“ segir Ingibjörg. „Svo minna þau mann á það

vikurnar og mánuðina eftir á,“ bætir Sif við. Að sögn stelpnanna er enginn dagur á Garðaseli eins. „Móttökurnar sem maður fær þegar maður mætir á morgnana eru það besta við daginn. Það er aldrei leiðinlegt að mæta í vinnuna því börnin koma hlaupandi til manns. Þetta er yndislegt,“ segir Ingibjörg. „Það er alveg ástæða fyrir því að maður er búinn að vera svona lengi hérna. Það er eitthvað hérna sem heldur í mann.“

Leikskólinn Garðasel.

29 einstaklingar starfa á Garðaseli og segir Ingibjörg að hópurinn sé rosalega góður.


s n i e ð A í dag!

R Á BL

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Tilboð gilda eingöngu 16. nóvember

16. NÓV.

FIMMTUDAGUR FLOTTIR AFSLÆTTIR ALLAN DAGINN! 25% HREINSIEFNI OG ÁHÖLD

AÐEINS

20% SNICKERS

25% 25% 25% HÁÞRÝSTIDÆLUR

DREMEL FÖNDURFRÆSAR OG FYLGIHLUTIR

20%

GÆLUDÝRAFÓÐUR

25% LEIKFÖNG OG SPIL

SMÁRAFTÆKI

25% 30% LJÓS OG PERUR

20% BÍLAVÖRUR

POTTAR OG PÖNNUR

30%

37

25%

DAGAR TIL JÓLA!

BÚSÁHÖLD

30% MATAR- OG KAFFISTELL

25% BARNABÍLSTÓLAR

30% FERÐATÖSKUR

25% 25%

GJÖCO OG KÓPAL GLITRA MÁLNING

30%

GARN FRÁ HOUSE OF YARN

KERTI

25% VERKFÆRATÖSKUR/BOX

Við gefum heppnum aðila iRobot ryksugu og drögum út 50.000kr g jafabréf - kíktu á fésbókarsíðuna okkar www.facebook.com/byko.is og taktu þátt!

25%

20% RAFMAGNSVERKFÆRI

JÓLASERÍUR OG JÓLASKRAUT

a s s i m i k Ek su! af þes Auðvelt að versla á byko.is

S UÐURNES


16

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 16. nóvember 2017 // 45. tbl. // 38. árg.

NJARÐVÍKURSKÓLI

tekur þátt í að fyrirbyggja einelti Njarðvíkurskóli tekur nú þátt í Vináttuverkefni Barnaheilla, en verkefnið er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla og fyrstu bekki grunnskóla. Verkefnið byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem skulu samofin öllu skólastarfinu, auk raunhæfra verkefna fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra. Markmið þess er að fyrirbyggja einelti og byggja upp sterka einstaklinga. Veturinn 2017 til 2018 taka fimmtán grunnskólar í sex sveitarfélögum þátt í tilraunavinnu með efnið. Eftir

það verður efnið yfirfarið, gefið út að nýju og boðið öllum grunnskólum landsins. Verkefnið er einnig liður í því að brúa bilið milli leik- og grunnskóla en nemendur á Gimli, sem er heimaleikskóli Njarðvíkurskóla, halda áfram að vinna með Vináttu þegar í grunnskóla er komið. Helena Rafnsdóttir, deildarstjóri yngra stigs Njarðvíkurskóla, segir það sannkallaðan heiður fyrir Njarðvíkurskóla að vera tilraunarskóli í þessu verkefni. Verndari Vináttuverkefnisins er forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson.

MEÐAL EFNIS Í SJÓNVARPSÞÆTTI VIKUNNAR Íslenski mælinn a ð ó j l h l á m á Degi íslen

skrar tung

u

BRJÓSTSVIÐINN REYNDIST

hjartaáfall

r i n i v r Alliðvíkurskóla í Njar

LÚLLI LÖGGUBANGSI FÉKK KNÚS FRÁ KRISSA

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

Tímagarðurinn Guðmundur S. Brynjólfsson, rithöfundur og djákni á Eyrarbakka, hefur sent frá sér skáldsöguna Tímagarðurinn. Útgefandi er Sæmundur. Tímagarðurinn er saga af leit. Aðalpersónan Brynjar er á þrítugsaldri, ístöðulaus og sorgmæddur, veit hann ekki alveg hvað hann á af sér að gera og veldur bæði móður sinni og kærustu sáru hugarangri og sjálfum sér sömuleiðis, enda er líf hans í öngstræti. En þá grípa forlögin og frændinn Beggi í taumana. Við kynnumst reynsluheimi íslenskra karlmanna sem sitja í gömlum Rambler sem malar um vegi landsins með viðkomu í sjoppum, á bryggjum, inn til dala og hjá einkennilegum mönnum sem vanhagar um varahluti í bíla. Þá kynnumst við heimsb o r g a ranum og

rónanum Tóta í tauinu sem reynist Brynjari betri en enginn – þrátt fyrir gruggugan bakgrunn og sérstaka lífssýn. Saga þessi á sérstakt erindi við Suðurnesjafólk og þá sér í lagi þá sem unna – og eða búa í Garðinum. Aðalpersónan er úr Garðinum og hans fólk, og sagan gerist þar að hluta – og hefur þess á milli ríkar skírskotanir þangað. Þannig þetta er, með þeim hætti, saga sem talar við Suðurnesjamenn; þannig greinir sagan frá reynsluheimi margra Suðurnesjamanna en höfundur er borinn og barnfæddur á Vatnsleysuströndinni. Tímagarðurinn er þriðja skáldsaga Guðmundar S. Brynjólfssonar sem einnig hefur sent frá sér leikrit og barnabækur. Eins og fyrri sögur höfundar er Tímagarðurinn fullur af fyndni og lífsspeki sem á varla sinn líka. ...„þetta er, með þeim hætti, saga sem talar við Suðurnesjamenn; þannig greinir sagan frá reynsluheimi margra Suðurnesjamanna en höfundur borinn og barnfæddur á Vatnsleysuströndinni…“


VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 16. nóvember 2017 // 45. tbl. // 38. árg.

17

Góður gangur áfram þó það hægist á uppsveiflu - Vel sóttur efnahagsfundur Íslandsbanka í Hljómahöll Hápunkti hagsveiflunnar hér á landi er náð en sérfræðingar Íslandsbanka telja að þrátt fyrir það verði hagvöxtur nokkuð myndarlegur áfram þó hann verði minni. Þá stefni fátt í annað en að krónan verði á svipuðu róli á næstunni. Þetta kom fram á efnahagsfundi sem Íslandsbanki hélt í Hljómahöllinni í síðustu viku. Keflvíkingurinn Una Steinsdóttir, framkvæmdakvæmdastjóri hjá Íslandsbanka og Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur bankans opnuðu fundinn með fróðleik um stöðu efnahagsmála um þessar mundir auk þess að rýna inn í framtíðina. Þar kom fram að 2017 verði metár í ferðaþjónustunni sem drifið hefur hagkerfið hér á landi áfram af miklum myndarbrag. Eitthvað hægir á ferðamannasókninni sem mun þó vaxa áfram. Suðurnesjamenn hafa notið þess og uppsveiflan verið hvað öflugust á Reykjanesi. Ferðaþjónustan mun að mati Íslandsbanka skila 45% allra gjaldeyristekna

Garðabæ, Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Jón sýndi á fundinum dæmi úr rekstrinum sem vöktu athygli. Fyrirtækið leggur áherslu á að vinna skólamatinn frá grunni eftir einföldum uppskriftum og úr gæða hráefni. Rúmlega hundrað manns vinna hjá fyrirtækinu í framleiðslueldhúsi við Iðavelli og í mötuneytum á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu.

Fjölmenni var á efnahagsfundi Íslandsbanka í Hljómahöll. Jón Axelsson á myndinni til hægri. VF-mynd/pket. á þessu ári. Til samanburðar verða sjávarútvegur og áliðnaður með 31% samanlagt. Íbúðafjárfesting hefur vaxið hratt að undanförnu í takti við aukinn kaupmátt heimilanna og mun vaxa að meðaltali um 20% næstu þrjú árin. Þá hefur einkaneysluvöxtur náð nýjum hæðum en einkaneysla jókst um 7%

á síðasta ári sem er það mesta síðan árið 2005 og spáð er 8% aukningu á þessu ári en minni vexti næstu tvö ár, 2018 og 2019. Gengi krónunnar verður áfram hátt að sögn spekinga Íslandsbanka og verðbólga svipuð. Sem sagt, ágætis hljóð í fjármálasérfræðingum bankans fyrir næstu þrjú ár en þeir svöruðu spurningum

fundarmanna sem fjölmenntu. Auk Íslandsbankafólksins flutti Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar stutta tölu um fyrirtækið en það var stofnað af föður hans, Axel Jónssyni fyrir áratug. Skólamatur framleiðir nú um ellefu þúsund matarskammta á dag sem fara til skóla og leikskóla á Suðurnesjum,

Bláa Lónið verðlaunað fyrir hönnun -Eitt besta dæmið um að fjárfesting í góðri hönnun margborgi sig Bláa Lónið hlaut viðurkenninguna „Besta fjárfesting í hönnun 2017“, en viðurkenningin er veitt því fyrirtæki sem hefur hönnun eða arkitektúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfni. Viðurkenningin er nú veitt í fjórða sinn en Bláa Lónið hefur frá upphafi leitað samstarfs við hönnuði á öllum sviðum uppbyggingar. Hönnunarmiðstöð Íslands stendur að verðlaununum en

23.

23.

sjálf „Hönnunarverðlaun Íslands“ hlaut Marshall-húsið. Í umsögn dómnefndar kom fram að hönnun væri órjúfanlegur hluti af heildarmynd Bláa Lónsins, sem vinnur náið með framúrskarandi arkitektum og hönnuðum þvert á greinar. „Þessi framsýni á svo sannarlega þátt í því að fyrirtækið hefur notið þeirrar velgengni sem raun ber vitni og átt sinn þátt í vinsældum Íslands sem áfangastaðar. Bláa Lónið er eitt besta dæmið á Íslandi um það að fjárfesting í góðri hönnun margborgar sig.“


18

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 16. nóvember 2017 // 45. tbl. // 38. árg.

Anna Margrét

Natalía Jenný

The Ólafía

Þríburasysturnar Anna Margrét, Natalía Jenný og Thea Ólafía Lucic Jónsdætur eru fimmtán ára gamlar, en árið 2002 voru þær fyrstu þríburarnir sem höfðu fæðst í Grindavík. Víkurfréttir heimsóttu stelpurnar og foreldra þeirra fyrir fimmtán árum síðan en það kom í ljós þegar móðir þeirra var komin fimm mánuði á leið að hún ætti von á þríburum. Að sögn Jóns og Jönju, foreldra stelpnanna, var þetta töluvert sjokk en um leið þvílík gleði. Anna, Natalía og Thea æfa körfubolta og fótbolta af kappi en þær spila allar með meistaraflokki kvenna í Grindavík í 1. deildinni í körfubolta. Við hittum þær systur í íþróttamiðstöð Grindavíkur og spurðum þær um körfuna, lífið og framtíðarplönin. Anna Margrét

Hvenær byrjaðir þú að æfa körfu? Ég byrjaði í 1. bekk og ég hef ekki tekið mér neina pásu síðan. Ég æfi líka fótbolta og er markmaður. Hvaða stöðu spilar þú? Bakvörður í körfunni og tek stundum „point guard“. Hvernig er að æfa með systrum sínum?

Það er gaman en stundum getur það verið smá pirrandi. Er keppnisskap á milli ykkar? Já, ef við erum í sitthvoru liðinu þá pirrum við stundum hverja aðra. Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leik? Ég hvíli mig og fer snemma upp í rúm að sofa kvöldinu áður. Hver er mesta svefnpurkan? Ég.

UPPSKERUHÁTÍÐ FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Á REYKJANESI laugardagskvöldið 25. nóvember 2017 í Vitanum í Sandgerði

Fordrykkur kl. 19:00

Matseðill

Veislustjóri er Ásgeir Páll Ásgeirsson útvarpsmaður Hljómsveitin Hobbitarnir heldur uppi stuðinu Bóka þarf miða hjá Sigrúnu, sigrunelefsen@simnet.is s.893 0906, fyrir fimmtudaginn 23. nóvember

Þriggja rétta kvöldverður Forréttur Krabba- og skelfisksúpa með heimabökuðu brauði Aðalréttur Nautalund bearnaies með bakaðri kartöflu og rótargrænmeti Eftirréttur Heit súkkulaðikaka með mjúkri fyllingu, þeyttum rjóma og berjum

Verð kr. 5.900.- á mann Happdrætti innifalið í miðaverði

Hlökkum til að sjá sem flesta á þessari fyrstu uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Reykjanesi! Stjórn Ferðamálasamtaka Reykjaness

Hver er alltaf sein? Ég er líka alltaf sein. Farið þið stundum að rífast yfir einhverju ómerkilegu? Við rífumst oft yfir einhverju sem við eigum ekki að rífast yfir. Hvað er skemmtilegast við körfuboltann? Að ná að vera ég sjálf og spila með liðinu mínu. Hvernig er liðsheildin hjá ykkur hér í Grindavík? Mjög góð og ekkert drama, allt sem gerist á æfingu fer ekkert lengra en það og það er mjög gott. Hver eru framtíðarplönin? Halda áfram í körfu og mig langar að komast út í skóla og spila úti, það er örugglega mjög gaman. Eruð þið líkar? Nei, við erum mjög ólíkar og ólíkir karakterar. Það er ekkert eitthvað mikið svipað með okkur. Hvernig leggst veturinn í þig? Vel, erum búnar að vinna fyrstu törneringuna okkar saman með stúlknaflokki. Ég held að þetta verði góður vetur hjá okkur, bæði í stúlknaflokki og meistaraflokki.

Natalía Jenný

Hvenær byrjaðir þú að æfa körfu? Í 1. bekk, hef æft í níu ár og ég æfi líka fótbolta. Hvaða stöðu spilar þú? Ég er „point guard“ en ég er líka á kanti. Í fótboltanum er ég á kanti, miðju og vörn. Hvernig er að æfa með systrum sínum? Það er skemmtilegt en við erum líka með keppnisskap. Er mikið keppnisskap á milli ykkar? Ég vil vera betri en þær í leikjum og ekki leyfa þeim að skora en það er samt gott fyrir liðið að við skorum allar. Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leik? Ég reyni að fara snemma að sofa, fæ mér hollan morgunmat, drekk mikið af vatni og síðan fyrir leik þá peppum við okkur upp inn í klefa með góðri tónlist. Hver er mesta svefnpurkan? Anna Margrét. Hver er alltaf sein? Anna Margrét er líka alltaf sein. Farið þið stundum að rífast yfir einhverju ómerkilegu? Já, sérstaklega um hvað við eigum að horfa á í sjónvarpinu. Hvað er skemmtilegast við körfuboltann? Allt, dripl æfingar og bara að spila körfu. Hvernig er liðsheildin hjá ykkur hér í Grindavík? Mjög góð, erum allar mjög jákvæðar og peppum hverja aðra upp. Hver eru framtíðarplönin? Ég ætla að reyna að fara til Bandaríkjanna að æfa körfu og skóla og kannski fara í læknisnám. Eruð þið líkar?

SMÁAUGLÝSINGAR ÍBÚÐ ÓSKAST Íbúð/einbýlishús óskast til leigu Hús eða stór íbúð óskast til leigu fyrir starfsfólk fyrirtækis á svæðinu, traustar greiðslur og tryggingar. Upplýsingar í síma 897-1995 Sigurður.

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir

VIÐTAL

UTANVALLAR

Við erum mjög ólíkir karakterar rannveig@vf.is

Nei alls ekki. Hvernig leggst veturinn í þig? Hann leggst vel í mig, Angela er að koma aftur og þá verðum við kannski betri.

Thea Ólafía

Hvenær byrjaðir þú að æfa körfu? Ég byrjaði í 1. bekk og æfi líka fótbolta. Hvaða stöðu spilar þú? Ég er fimma, fjarki og þristur sem er á kanti og í fótbolta er ég miðjumaður. Hvernig er að æfa með systrum sínum? Það er gaman en það getur verið skrýtið stundum. Við förum stundum heim til mömmu að kvarta yfir einhverju sem gerðist á æfingu en annars er þetta mjög gaman. Er keppnisskap á milli ykkar? Já það getur verið, en bara á æfingum. Það getur gerst í leik en samt eiginlega aldrei. Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leik? Ég borða hollt og fer snemma að sofa deginum áður, hvíli mig vel á leikdag, hlusta svo á tónlist inn í klefa fyrir leik og hita síðan upp. Hver er mesta svefnpurkan? Anna Margrét. Hver er alltaf sein? Anna Margrét er líka alltaf sein. Farið þið stundum að rífast yfir einhverju ómerkilegu? Já, mjög oft. Það getur í raun og veru verið hvað sem er, sérstaklega ef við viljum ekki horfa á það sama í sjónvarpinu. Hvað er skemmtilegast við körfuboltann? Hvað það er gaman að spila. Hvernig er liðsheildin hjá ykkur hér í Grindavík? Mjög góð. Hver eru framtíðarplönin? Spila körfubolta áfram. Ég vil frekar halda áfram í körfunni heldur en fótboltanum og ætla að reyna að komast eins langt og ég get. Eruð þið líkar? Það segja margir að ég og Anna séum líkar en ekki ég og Natalía, svo er sagt að Natalía og Anna séu líkar. Við erum alls ekki líkar í skapi. Hvernig leggst veturinn í þig? Alveg ágætlega, mikið af leikjum og við erum að spila í körfu og fótbolta og það getur oft komið upp á að við erum að spila í báðum íþróttunum sömu helgi þannig það er erfitt að finna tíma. Stundum spilum við sjö leiki yfir sömu helgina. Þannig það er svolítið mikið álag á okkur núna.

HORFÐU Á VIÐTALIÐ Í SJÓNVARPI VÍKUR­FRÉTTA

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

ÍBÚÐ ÓSKAST Óska eftir 4-5 herbergja íbúð í Reykjanesbæ. Greiðslugeta 160-170 þús. kr. Fyrir nánari upplýsingar, sendið póst á gugga@911.is

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 16. nóvember 2017 // 45. tbl. // 38. árg.

Sigurpáll Geir ráðinn íþróttastjóri GS

Það ætti að vera skemmtilegt fyrir mig allavega, veit ekki hvort það verður skemmtilegt fyrir þá, þeir eru svo tapsárir…

mánaðarmótum janúar/febrúar vera kominn í fullt starf hjá Golfklúbbnum. Sigurpáll, eða Siggi Palli, hafði verið hjá GKG í eitt ár þar sem hann sinnti einstaklingskennslu, hópakennslu og námskeiðum samhliða því að aðstoða við afreksstarfið. Þar áður starfaði hann til að mynda hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar og Golfklúbbnum Keili. Sigurpáll er einn af afrekskylfingum landsins og hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari í höggleik en hann vann einmitt einn titilinn á Hólmsvelli í Leiru árið 1998. „Með ráðningu Sigurpáls, eða Sigga Palla eins og flestir þekkja hann, er horft til framtíðar með metnaðarfullum augum,“ segir Jóhann Páll Kristbjörnsson, formaður GS. „Við sjáum fyrir okkur að efla afreksstarfið til muna sem og þjónustu við hinn almenna kylfing í klúbbnum.“

Hlakkar til að mæta tap­sárum bræðrum sínum

Dagur Kár Jónsson spilar með liði Grindavíkur í Domino´s deildinni í körfubolta. Grindvíkingar hafa nú unnið fjóra leiki og tapað tveimur en komandi vetur leggst vel í Dag. Það kemst enginn upp með neitt kjaftæði hjá Jóhanni þjálfara og liðið leggur upp með að bæta sig í hverjum leik.

Frá undirritun samningsins. Jóhann Páll Kristbjörnsson formaður, Sigurpáll Geir Sveinsson íþróttastjóri og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson varaformaður og ríkjandi klúbbmeistari.

lið í ár ef eitthvað er. Ef við leggjum nógu mikið á okkur getum við klárlega farið alla leið.“ Hvernig hafa æfingarnar verið hjá ykkur í undirbúningi fyrir deildina? „Æfingarnar hafa verið mjög góðar. Það kemst enginn upp með neitt kjaftæði hjá Jóhanni þjálfara, hann tekur þetta dálítið á hörkunni og ég elska það.“ Hvað leggið þið upp með í vetur og hver eru markmið ykkar? „Við leggjum upp með að bæta okkur með hverjum leik sem við spilum. Það vinnur enginn titil í nóvember eins og oft hefur verið sagt. Við viljum toppa á réttum tíma og langtíma markmiðið er auðvitað að gera betur en í fyrra og það þýðir náttúrulega bara eitt.“ Hver er skemmtilegasti/erfiðasti andstæðingurinn? „Bræður mínir tveir spila með Keflavík og Stjörnunni, ég hlakka til að mæta þeim á vellinum í vetur. Það ætti að vera skemmtilegt fyrir mig allavega, veit ekki hvort það verður skemmtilegt fyrir þá, þeir eru svo tapsárir…“ Áttu einhverja skemmtilega sögu af liðinu? „Engar sem hæfa þessu blaði. En mæli eindregið með því að hringja í hann Jens Valgeir liðsfélaga minn, hann er stútfullur af skemmtilegum sögum og slúðri um liðið.“

UTANVALLAR

Sigurpáll Geir Sveinsson hefur verið ráðinn Íþróttastjóri Golfklúbbs Suðurnesja. Sigurpáll mun hefja störf á næstunni og frá og með

19

Í síðasta leik liðsins gegn KR slasaðist Dagur á hné á lokamínútu leiksins, en hann telur meiðslin þó ekki vera alvarleg. Hann gæti misst af nokkrum

leikjum en það eigi eftir að koma í ljós. Hvernig leggst veturinn í þig? „Virkilega vel, við vorum hársbreidd frá titlinum í fyrra og erum með betra

JÓLAHLAÐBORÐ SOHO CATERING 2017 HÆGT ER AÐ VELJA UM ÞRJÁR ÚTFÆRSLUR AF OKKAR RÓMUÐU JÓLAHLAÐBORÐUM SKOÐIÐ ÞÆR OG PANTIÐ Á WWW.SOHO.IS SENDUM Í HEIMAHÚS EÐA VEISLUSALI MEÐ EÐA ÁN ÞJÓNUSTU Soho Catering – Veisluþjónusta // Hrannargata 6 // Sími: 421 7646 // Gsm 692 0200 // www.soho.is


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

LOKAORÐ INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR

230 - 220 200 - 210

Ég ólst upp í póstnúmeri 230, þá Keflavík. Bjó þar til 19 ára aldurs, þaðan sem ég flutti til Reykjavíkur og hóf háskólanám. Síðustu 15 ár eða svo hef ég búið í Kópavogi, þar áður fimm ár í Hafnarfirði, þar sem ég keypti mína fyrstu íbúð. Í þessum skrifuðu orðum er ég svo að endurnýja góð kynni af Garðabæ, en þar bjó ég um skamma hríð fyrir u.þ.b. 20 árum og stend núna í miðjum flutningum þangað. Öll þessi bæjarfélög hafa því verið snertifletir við lífshlaup mitt. Skrifin mín í dag snúast þó ekkert um flutninga, heldur frekar um dilkadrátt og sleggjudóma. Ég hef nefnilega fengið fáránlega fyndnar og stundum neikvæðar athugasemdir frá fólki þegar umræða um flutninga í Garðabæ ber á góma. Athugasemdir eins og: „Já ok, og ætlarðu kannski að kjósa sjálfstæðisflokkinn líka“ eða „Bíddu, fæddist þú með silfurskeið í munninum eins og allir hinir í Garðabæ?“, og „Jæja, bara verið að flytja í skattaparadísina“. Þessar athugasemdir eru auðvitað í léttum tóni en bera engu að síður þess merki að fólk hefur fordóma gagnvart svo mörgu, meira að segja búsetu. Heilar þjóðir eru stundum dæmdar út frá búsetu, samanber því sem stundum hefur verið slegið fram í gríni að Frakkland sé æðislegt land þegar maður lítur framhjá öllum Frökkunum sem þar búa. Í gamla daga voru meira að segja gefnar út brandarabækur þar sem gert var út á að Hafnfirðingar væru heimskari en aðrir íbúar þessa lands. Þó að þetta séu léttvæg dæmi þá sýnir þetta tilhneigingu okkar til að flokka og draga í dilka svo við getum alhæft um þá hópa. Hvernig getum við flokkað fólk eftir því hvar það kýs að búa eða eftir öllum hinum breytunum sem einkenna okkur? „Það eru allir Akureyringar svona“, eða „Hann er úr Grindavík, þeir eru allir hálf skrýtnir“. Ég er orðin frekar þreytt á að horfa á þessar athugasemdir standa andmælalaust, hvort sem er í orðum eða í athugasemdakerfum fréttaveitna. Í aðdraganda nýafstaðinna kosninga fór ég helst ekki inn á samfélagsmiðla eða aðrar fréttaveitur. Ég fann hvernig um mig læstist einhver ömurleg vanlíðan við að lesa órökstuddar fullyrðingar frá misvel upplýstu eða misvel meinandi fólki. En áður en ég fer að hljóma eins og bitur kerling í predikunarham þá ætla ég að láta þetta duga að sinni. Óska þess bara að við fögnum fjölbreytileikanum fordómalaust, það væri nú frekar dapurt líf ef við værum öll eins.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

Lionsklúbbarnir á Suðurnesjum:

BJÓÐA UPP Á FRÍA BLÓÐSYKURSMÆLINGU UM HELGINA Næstkomandi helgi mun Lions á Suðurnesjum standa fyrir sinni árlegu blóðsykurmælingu í samvinnu við Lyfju. Mælingar verða í Grindavík föstudaginn 17. nóvember frá kl. 13 -16 í Nettó, í Vogunum verða mælingar á laugardaginn að Iðndal 2 frá kl. 15-17 og í Reykjanesbæ í Nettó, Krossmóa 4 frá kl. 13-16. Mælingin er hluti af landsátaki Lionshreyfingarinnar og vitundarvakningu um sykursýki.

Nóvember ár hvert er mánuður sykursýkisvarna hjá Lions. Þá bjóða Lionsklúbbar víðs vegar um land upp á fría blóðsykurmælingu. Markmiðið er að vekja almenning til umhugsunar um hættuna sem getur stafað af því að ganga með dulda sykursýki Mælingin er öllum að kostnaðarlausu og viljum við hvetja alla bæjarbúa til að nýta sér þessa þjónustu Lions og Lyfju.

Vinátta

í Njarðvíkurskóla Í SUÐURNESJAMAGASÍNI FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 20 Á HRINGBRAUT OG VF.IS

Thanksgiving Hlaðborð

23. nóvember frá kl. 17:00 til 21:00 Forréttir

Hádegishlaðborð 11:00–15:00

Chicken Bouchies Fylltir sveppir með beikoni, ólívum og osti

Villikryddaðar kalkúnabringur Fyllt lambalæri H á d e g is Chilli kjúklingur h la ð b o r ð Kalkúnabringa Grillaður fiskur dagsins á mann Eftirréttahlaðborð

Aðalréttur og meðlæti

Villikryddaður kalkúnn og kalkúnabringur Fyllt lambalæri Grænar baunir Kartöflusalat Ávaxtasalat Maískorn á mann Kartöflustappa Bakað rósakál Bakað smjörsteikt grasker Sætur kartöfluréttur m/pekanhnetum Sykurbrúnaðar kartöflur Rauðkál Kalkúnafylling Brún sósa Trönuberjasósa

Kr. 2.950 ,-

Kr. 4.750,-

Eftirréttahlaðborð Vinsamlega pantið borð tímanlega í síma 421 7080 - duus@duus.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.